16.01.2015 Views

Rósa Guðbjartsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir. Kennarar og ...

Rósa Guðbjartsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir. Kennarar og ...

Rósa Guðbjartsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir. Kennarar og ...

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 78<br />

78 Rósa Guðbjartsdóttir <strong>og</strong> <strong>Hanna</strong> Ragnarsdóttir<br />

kennslu, skólaumhverfi <strong>og</strong> fagmennsku. Þá er<br />

greint frá því hvernig kennarar nýta skóla -<br />

námskrá til hliðsjónar í starfi sínu <strong>og</strong> hve vel<br />

dulda námskráin, þ.e. óskráðu reglurnar, sýnir<br />

samskiptamynstrið innan skólans.<br />

í þessari umfjöllun er rætt um innflytjenda -<br />

börn, en það er hugtak sem notað er um börn af<br />

erlendum uppruna sem flutt hafa til íslands með<br />

foreldrum sínum. í greininni er hugtakið einnig<br />

notað um börn sem fædd eru hér á landi en eiga<br />

erlenda foreldra <strong>og</strong> börn sem eiga annað foreldri<br />

íslenskt en hitt erlent.<br />

Þó megináhersla í greininni sé á kennslu<br />

innflytjendabarna er einnig fjallað um kennslu<br />

fjölbreyttra nemendahópa <strong>og</strong> hugmyndafræði<br />

fjölmenningarlegrar menntunar. Hugmynda fræði<br />

<strong>og</strong> kennsluaðferðir fjölbreyttra nemenda hópa<br />

gera ráð fyrir erlendum börnum, sem <strong>og</strong> öðrum<br />

börnum. Fræðimenn sem hafa fjallað um<br />

kennslu innflytjendabarna undanfarna ára tugi<br />

hafa lagt áherslu á kennsluaðferðir fjöl breyttra<br />

nemendahópa í því skyni að tryggja jöfnuð í<br />

skólastarfi (sjá t.d. Banks, 2005a; Tomlinson,<br />

1999). í slíkum aðferðum felst nauðsynlegur<br />

sveigjanleiki <strong>og</strong> áhersla á nám hvers nemanda.<br />

með þeirri nálgun er enn fremur unnið gegn<br />

einangrun innflytjendabarna <strong>og</strong> leitast við að<br />

tryggja að þau séu virkir þátttakendur í<br />

skólastarfinu.<br />

Fagmennska kennara <strong>og</strong> kennsluhættir í<br />

fjölbreyttum nemendahópum<br />

undanfarna áratugi hefur skólastarf breyst<br />

töluvert í takt við örar samfélagsbreytingar<br />

(Banks, 2005a; Ladson-Billings, 2001). á íslandi<br />

hafa samfélagsbreytingar undanfarna áratugi með<br />

auknum flutningi fólks milli landa vakið upp<br />

spurningar um það hvers konar breytingar þurfi<br />

að eiga sér stað í skólastarfi (<strong>Hanna</strong> ragnars -<br />

dóttir, 2008; <strong>Hanna</strong> ragnars dóttir <strong>og</strong> Hildur<br />

Blöndal, 2010). í tengslum við breytingar í<br />

skólastarfi er þess meðal annars getið hér að þau<br />

markmið flestra kennara að mæta ólíkum þörfum<br />

nemenda hafi ekki breyst þótt umhverfi, and -<br />

rúmsloft <strong>og</strong> fagmennska hafi breyst á síðustu<br />

hundrað árum. með fag mennsku er átt við að<br />

kennarinn búi yfir fræðilegri þekkingu á námi <strong>og</strong><br />

kennslu, ígrundi starf sitt með gagnrýnum hætti<br />

<strong>og</strong> læri af eigin reynslu. Þá er gert ráð fyrir að<br />

hann komi til móts við námslega getu nemenda í<br />

verkefnavali <strong>og</strong> noti kennsluaðferðir sem<br />

líklegastar eru til að auka árangur þeirra (ólafur<br />

Proppé, 1992). með svipuðum hætti bendir<br />

Tomlinson (1999) á að markmið kennara hafi<br />

ætíð verið að koma til móts við mismunandi<br />

þarfir nemenda miðað við þroska þeirra, áhuga<br />

<strong>og</strong> fyrri reynslu. Hún telur einnig að þeir kenn -<br />

arar sem hafa fjöl breyttan bakgrunn nemenda í<br />

huga við undir búning kennslunnar taki meira tillit<br />

til hæfileika einstakra nemenda, séu yfirleitt<br />

sveigjanlegir <strong>og</strong> noti fjölbreyttar kennsluað ferðir.<br />

undir þetta tekur Banks (2005a) sem segir að<br />

kennarar þurfi að taka tillit til nemenda með<br />

mismunandi menningarlegan bakgrunn. Það geri<br />

þeir meðal annars með því að haga kennslunni<br />

þannig að allir nemendur af báðum kynjum <strong>og</strong> af<br />

mismunandi uppruna eigi auðveldara með að<br />

auka árangur sinn í námi. Liður í því er að mati<br />

Banks að skapa gott andrúmsloft, námshvetj andi<br />

umhverfi, hafa verkefni miðuð við færni <strong>og</strong> getu<br />

nemenda <strong>og</strong> nota fjölbreytta kennslu hætti.<br />

skólamenningin hefur sín áhrif á skóla -<br />

starfið. Bæði kennarar <strong>og</strong> nemendur hljóta að<br />

eiga sinn þátt í að móta þá skólamenningu sem<br />

ríkir í skólum á hverjum tíma. Bruner (1996)<br />

bendir á að skólastarfið sé undir því komið að<br />

kennarar fái svigrúm til að breyta því sem betur<br />

má fara. skólanámskrá inniheldur yfirlýst mark -<br />

mið skólans, hvað er kennt <strong>og</strong> hvernig. einnig<br />

bendir Bruner á að óskráðu reglurnar eða dulda<br />

námskráin sýni vel samskipta mynstrið <strong>og</strong><br />

andrúmsloftið innan skólans. Því telur Bruner<br />

að kennarar þurfi ákveðna aðlögun <strong>og</strong> undir -<br />

búning til að verða virkir í umbótastarfi skóla. í<br />

þessu sambandi má nefna það sem segir í Aðal -<br />

námskrá grunnskóla, almennum hluta (mennta -<br />

málaráðuneytið, 1999) um að mennta kerfið þurfi<br />

að geta mætt nýjungum <strong>og</strong> breyttum kröfum.<br />

Þar er nefnt að samfélagslegar þarfir <strong>og</strong> aðstæður<br />

breytist ört <strong>og</strong> því þurfi námskráin að vera í<br />

sífelldri endurskoðun. einnig kemur þar fram<br />

að kennarar beri faglega ábyrgð á því að velja<br />

heppilegar kennsluaðferðir <strong>og</strong> vinnu brögð til að<br />

ná markmiðum námskrár innar. Loks er þess<br />

getið að taka þurfi mið af þörfum <strong>og</strong> reynslu<br />

nemenda <strong>og</strong> ekki megi mismuna þeim eftir<br />

uppruna, litarhætti, kynferði eða félagslegri<br />

stöðu.<br />

Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!