12.07.2015 Views

Skýrsla verkefnisstjóra - AVS

Skýrsla verkefnisstjóra - AVS

Skýrsla verkefnisstjóra - AVS

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

29.07.2009 HúsavíkFarið var frá Akureyri til Húsavíkur. Aðilar á Húsavík hafa áhuga á að byrja með krækligarækt ásvæðinu en búnaður hefur ekki verið settur út. Ekki voru formlegir fundir en aðstæður vorumetnar með tilliti gagnvart mögulegri kræklingarækt. Á svæðinu er að finna áhugaverða staðien frekari ganga þarf að afla. Á Húsavík er góð höfn og nauðsynleg þjónusta til staðar. Ákveðiðað leiðbeina frumkvöðlum áfram með upplýsingu/gögnum og bjóða þeim í heimsókn tilHríseyjar til að kynna sér kræklingarækt.30.07.2009. BakkafjörðurKræklingarækt í Bakkafirði skoðuð. Siglt var með Áka Guðmundssyni sem hefur verið meðtilraunarækt á svæðinu. Tekin voru sjósýni til að athuga kræklingalirfur og þroska þeirra. Báturvar skoðaður með tilliti gagnvart búnaði sem nauðsynlegt era ð hafa um borð til að geta sinntlínum og þjónustað. Ræktunarsvæði er fremur opið en nægjanlegt dýpi er til staðar og auðveltað sökkva línum að hausti. Leiðbeint var með frágang á ræktunarbúnað og verklag. Góðlirfuáseta hefur mælst á svæðinu og ágætur vöxtur. Ljóst er að vöxtur er hægari en fyrir suðurog vestur landi en nauðsynlegt er að taka reglulega sýni til að skrásetja vöxt skelja, mælaholdfyllingu og taka sjósýni. Áhugavert yrði að fylgjast með mögulegum tegundum eitraðraþörunga með töku sjósýna og greiningu á skel. Töluverðar líkur eru á að svæði fyrir norðausturog austurlandi séu öðruvísi hvað eitraðra þörunga, hrygingu og holdfyllingu varðar sbr. viðsvæði sunnan og vestan. Þær takmörkuðu mælingar sem hafa verið gerðar á norðausturlandibenda til þess að minna sé um eitraðra þörunga og hrygningartími sé seinna eftir því sem lengraer farið réttsælis um landið. Fyrir vikið eru töluverðar líkur á að skel sé uppskeruhæf þegarönnur svæði á fyrrnendum stöðum lokast. Slíkt er mikils virði og eykur mikilvægiræktunarsvæða á þessum landshluta. Þessi mál þarf að kanna frekar.Áki Guðmundsson hefur ágætan bát til umráða og hefur aðgang að aðstöðu í landi. Hann hefurverið duglegur að sækja námskeið í kræklingarækt og heimsótt aðra ræktendur.31.07.2009. EskifjörðurFyrirtækið Skeljaberg ehf. heimsótt. Einar Birgir Kristjánsson er í forsvari. Fyrirtækið hóf nýveriðstarfsemi og hafa starfsmenn verið duglegir að sækja námskeið, heimsótt aðra ræktendur ogaflað góðra gagn um eigin ræktunarsvæði. Siglt var að línum í Eskifirði og ræktunarbúnaðurskoðaður en einnig var tekið sjósýni til að meta mögulega lirfur kræklinga. Góð ræktunarsvæðivirðast vera til staðar og lofar svæðið góðu. Skeljaberg ehf hefur aðgang að góðum bátum ogaðstaða í landi er afar góð. Á svæðinu er góð hafnaraðstaða og þjónusta. Farið var yfirræktunartækni og leiðbeint varðandi verkferla.


31.07.2009. MjóifjörðurFyrirtækið Hafskel í Mjóafirði var heimsótt. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í rúm tíu ár og áþeim tíma hafa safnast mikilvæg gögn. Á svæðinu var starfrækt laxeldi í kvíum en það hefur núverið aflagt. Lirfuáseta hefur verið góð allan tilraunatíma en vöxtur skelja hefur mælst hægursamanborið við ræktunarsvæði. Ástæðan er talin vera sú að sjór er kaldari eftir því sem lengraer farið réttsælis umhverfis landið. Ef borið er saman fjöldi gráðudaga (meðalhiti á dag x 356) íVestmannaeyjum og Mjóafirði þá munar þar um helming. Hrygning og lirfuáseta er töluvertseinna á þessu svæði sbr. önnur svæði sunnar. Vorblómi er einning töluvert seinna fyrir austanog fæðuframboð er yfir skemmra tímabil. Það tekur því lengri tíma að ná skel í markaðsstærðeða um 5 cm stærð. Á móti kemur að hvergi annarstaðar á landinu hefur mælst hærriholdfylling en í Mjóafirði. Lögun skelja er öðruvísi en fyrir t.d. sunnan, skelin er meira kúpt (ekkieins framvaxin) og er skelin þykkri. Áferð skelja er dökk/svört og ekki ber mikið á ljósri eðabrúnleitri stórri skel. Mælingar á eitruðum þörungum á svæðinu benda eindregið til þess aðmun minna sé af eitruðum þörungum og líkur eru á að skel sé uppskeruhæf þegar önnur svæðit.d. fyrir sunnan lokast vegna þörungaeiturs í skel. Mælingar hafa einnig sýnt að skelin er meðgóða holdfyllingu þegar svæði sunnar eru ekki uppskeruhæf vegna hrygningar og lágrarholdfyllingu. Ræktunarsvæði norðan og austanlands geta nýtt sér skipaflutning frá Reyðarfirðiog flutt þaðan ferska skel á markaði í Evrópu.Aðstæður í Mjóafirði eru góðar og aðstaða fyrir hendi hvort sem um báta, bryggju eða aðstöðu ílandi. Yfir hávetrarmánuði getur verið torvelt að ferðast landleiðina en slíkt kemur ekki til meðað hafa mikil áhrif á ræktun eða uppskeru á þeim árstíma þar sem starfsemi er mest utan þesstímabils.01.08.2009. Berufjörður.Aðstæður til kræklingaræktunar kannaðar í Berufirði. Siglt var um svæðið og aðstæður metnar.Laxeldi var fyrir nokkrum arum stundað í miklum mæli í Berufirði og voru gerðar rannsóknir ásvæðinu. Svæðið er talið henta vel til kræklingaræktar og stutt í hafnaraðstöðu við Djúpavog.Áhugasamir hafa sýnt svæðinu áhuga en tilraunarækt var stundum um árabil í Hamarsfirði ogvar það fyrirtækið Hafskel í samvinnu við heimamenn sem það gerði. Hamarsfjörður er fremuróaðgengilegur og þyrfti að vera aðstaða innan fjarðar til að geta þjónustað rækt á svæðinu. Tilað komast að ræktunarbúnað þarf að sigla um varasamt svæði og oft hamla veður aðgengi.Berufjörður er hinsvegar mun betur til þess fallinn að stunda kræklingarækt.Seinni heimsókn lauk 02.08.2009 og heimsótti Gary Rogers flest öll ræktunarsvæði umhverfislandið, hitti frumkvöðla og fundaði með. Fjölmargir óformlegir fundir sem ekki eru sérstaklegatilgreindir hér áttu sér stað og gátu þátttakendur einnig sent honum upplýsingar og spurningar ámeðan og eftir að heimsókn stóð. Þess má geta að einnig heimsótti Gary fjölmargar stofnanir ogfundaði með íslenskum aðilum sem tengjast kræklingarækt með beinum eða óbeinum hætti.


• Mjög mikilvægt að allt er viðkemur eiturþörungagreiningu verði skoðað í þaula,núverandi fyrirkomulag er ekki greininni til framdráttar. Það líður of langur tími frá þvíað skelsýni er tekið þangað til að niðurstaða liggur fyrir. Best væri að hafa þjónustuhérlendis sem gæti framkvæmt þetta en eins og núverandi staða er þá líða alla vegna 3dagar þangað til að niðurstaða berst erlendis frá. Ýmislegt getur breyst í sjónum á þeimtíma og þyrftu ræktendur að uppskera á sama tíma og sýni er tekið til að vera öruggirgagnvart því að sýnin raunverulega væru marktæk. Slíkt gengur vart upp nema líkindifyrir þörungaeitrun væri reiknanleg eða mælanleg með sýnabúnaði sem ræktendurgætu notað. Í kanada eru þessi mál í góðum farveg og lykill að matvælaöryggi sem ogbetri rekstri fyrirtækja sem geta brugðist við í tíma.• Það er mín skoðun eftir að hafa ferðast umhverfis landið og heimsótt ræktendur og fl.að aðstæður til að rækta krækling hérlendis eru frábærar. Svo virðist sem það sé hægtað rækta skel meira og minna hvar sem er. Hinsvegar þá verður að hafa í huga að þósvæði henti afar vel til ræktunar þá geta aðrir þættir spilað þar inn í og gert svæðiðóhentugt. Við val á ræktunarsvæði verður að hafa hugfast að hægkvæmt sé að sinnarækt og ekki sé of langar flutningsleiðir hvort sem um aðföng eða flutning á afurð sé aðræða. Sum frábær svæði eru einfaldlega töluvert einangruð og fjarlægðir eru miklar. Viðval og uppbyggingu á ræktunarsvæðum þá er skynsamlegast að velja fyrst þau svæðisem eru hagkvæmust. Halda þarf vel utan um þau svæði og veita stuðning á meðanuppbygging á sér stað og þangað til að árangur verður. Í raun þarf að velja lykilsvæðiumhverfis landið og styðja vel við þau. Slíkt fyrirkomulag myndi leiða til markvissariuppbyggingar sem síðar myndi nýtast á öllum öðrum ræktunarsvæðum.• Skynsamlegt væri að veita skilgreind tilraunaleyfi sem gera frumkvöðlum kleyft aðframkvæma tilraunarækt á vænlegum svæðum. Þetta fyrirkomulag er að finna í Kanadaog hefur það reynst vel. Hérlendis sækja menn um starfs‐ og rekstrarleyfi og byrja oftaren ekki með töluvert af búnaði í sjó án þess að hafa gengið í gegnum rannsókn og úttektá svæðinu. Tilraunaleyfi myndi síðar fara í leyfisveitingar ef niðurstöður gefa tilefni til.• Mikilvægt er að ræktendur hafi góðan aðgang að upplýsingum og þjónustu. Eftir að hafafengið kynningu á Skelsetri og mögulegu hlutverki þess, þá virðist það vera skynsamlegfyrir komulag. Mikið af upplýsingum safnast á viðkomandi ræktunarsvæðum og er hættvið að þær upplýsingar glatist ef ekki er hægt að safna þeim miðlægt á einn stað. Oft eruhita‐ og seltusíritar á ræktunarsvæðum en þær upplýsingar geta gefið mikilvægarniðurstöður sem myndu nýtast fleiri en einum ræktenda. Ef kræklingarækt er stunduðskipulega þá eru ýmsar upplýsingar sem safnast saman. Má þar nefna lengdarmælingará skel, mælingar á holdfyllingu, lirfuvöktun, mælingar á þörungum og fl. Allt er þettagagnlegt fyrir viðkomandi rækt og jafnframt önnur ræktunarsvæði.• Varðandi markaðsmál þá eiga menn að einbeita sér að heimamarkaði og sinna honumeftir bestu getu. Í kanada var lítil hefð fyrir neyslu á krækling, heimamarkaður var mjögtakmarkaður. Þetta breyttist hratt eftir sem greinin óx og nú er heimamarkaður stór


eftir vinnu í markaðsmálum. Heimamarkaður hérlendis er ekki talinn vera stór enn semkomið er og ræktendur horfa til útflutnings. Án efa er hægt að byggja upp stærri markaðhérlendis en slíkt krefst markaðsvinnu og þurfa ræktendur að koma sér uppgæðastuðlum og tryggja að ekki fari léleg vara á markaðinn. Varðandi útflutning þá lofatilrauna sendingar mjög góðu. Miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið áholdfyllingu og tímabils eiturþörunga þá er ljóst að þar er mikið tækifæri. Íslensk skel erí bestu gæðum á sama tíma og skel á ræktunarsvæðum í Evrópu er hryngd og holdfyllinglág. Erlendis er fjölmörgum svæðum lokað vegna uppsöfnunar á þörungaeitri í skel oggetur slíkt ástand varað yfir langt tímabil.• Umhverfis landið er að finna fjölmörg góð ræktunarsvæði sem geta staðið undir mikilliframleiðslu kræklings. Víðast hvar voru góðar hafnir og aðstaða sem hægt er að nýta.Svo virðist sem töluvert sé af vannýttu húsnæði sem gætu komið að gagni þegar línur ersettar saman og fl. Flestir hafa góðan bát til umráða en bæta þarf búnað um borð til aðauðvelt sé að vinna við línur í sjó. Flestir þeir sem ég hitti í heimsóknum eru sjómennmeð mikla reynslu og það kemur að gagni í kræklingaræktinni. Jafnframt hafa flestirgóða báta til umráða og hafa gott aðgengi að húsnæði/aðstöðu.• Það eru fjölmörg verkefni framundan og mikilvægt að ræktendur vinni saman aðsameiginlegum hagsmunum.Björn Theodórsson verkefnisstjóri

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!