22.04.2016 Views

Byltíngur, 2. útgáfa, 2016.

Byltíngur. Tímarit heimspekinema við Háskóla Íslands, annar árgangur, fyrsta tölublað. Apríl 2016.

Byltíngur.
Tímarit heimspekinema við Háskóla Íslands, annar árgangur, fyrsta tölublað. Apríl 2016.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

B y l t í n g u r<br />

<strong>2.</strong> Árgangur. 2016<br />

Tímarit heimspekinema


<strong>Byltíngur</strong><br />

Tímarit heimspekinema<br />

1. tölublað 2016, <strong>2.</strong> árgangur<br />

Ritstjórar<br />

Elísabet Rós Valsdóttir<br />

Hlín Leifsdóttir<br />

Stefanía dóttir Páls<br />

Sérstakar þakkir<br />

Elínborg Harpa Önundardóttir<br />

Fríða Ísberg<br />

Freyja Þórsdóttir<br />

Jóhann Valur Klausen<br />

Umbrot<br />

Aldís Dagmar Erlingsdóttir<br />

Mynd á forsíðu<br />

Stefanía dóttir Páls<br />

Prentstofa<br />

Guðjón Ó.<br />

Reykjavík, 2016


Efnisyfirlit<br />

Leiðarar<br />

Með kærri kveðju, Ég, Elínborg<br />

Frá því er <strong>Byltíngur</strong> vaknar, ferðast í kringum landið og hefur sálarmeðferð<br />

Ljóðahornið - Eydís Blöndal<br />

Ljóðahornið - Kristian Guttesen<br />

„Hryðjuverkamaður í karlaveldinu“ – Viðtal við Jón Gnarr<br />

Listin að yrkja heimspeki<br />

Bjórinn sem bætti heiminn<br />

„Vegurinn sem hreyfist og innri fjársjóðurinn“ –Viðtal við Rúrí<br />

Ljóðahornið - Jóhann Valur Klausen<br />

Ljóðahornið - Ægir Þór Jähnke<br />

Siðferðisleg rök fyrir grænkera lífstíl<br />

„Eign samræðunnar“ –Viðtal við Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur<br />

Smásöguhornið - Röltið<br />

Útópía<br />

4<br />

5<br />

7<br />

10<br />

10<br />

11<br />

20<br />

24<br />

26<br />

38<br />

39<br />

40<br />

44<br />

52<br />

54


Leiðarar<br />

Það er auðveldara að búa til barn en að skrifa texta. Finnst mér allavega. Ein<br />

lítil og létt athöfn og svo fær það bara að malla í níu mánuði og þú þarft í rauninni<br />

ekki að gera neitt meira (nema svo fæða það en það er ekki til umræðu).<br />

Þú þarft ekkert að gera nema finna fyrir smá greddu og gleyma getnaðarvörn<br />

eina dags- eða kvöldstund. Hins vegar þarftu alveg svakalega mikið að hugsa<br />

ef þú ætlar að skrifa texta. Liggja yfir honum margar dags- eða kvöldstundir<br />

og leggja mikið á þig. Svo er líka ekkert alltaf gaman að búa til texta, þig<br />

langar jafnvel ekkert til þess en verður að gera það. Það er hins vegar alltaf<br />

gaman að búa til barn (á meðan báðir aðilar eru til í tuskið að sjálfsögðu).<br />

En svo er aftur annað mál að ekki eru allir eins og ég, og eiga eflaust erfiðara<br />

með að búa til barn en auðveldara með að búa til texta.<br />

– Elísabet Rós Valsdóttir.<br />

Kæru lesendur Byltings.<br />

Framlag mitt til blaðsins var að eiga viðtöl við þrjá listamenn með meiru: Jón<br />

Gnarr, Rúrí og Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur um heimspeki, listina og fleira. Í<br />

gegnum viðtölin liggja ákveðnir sameiginlegir rauðir þræðir. Öll koma þau<br />

inn á hugrekki, tvíhyggju og mikilvægi þess að skyggnast undir yfirborðið.<br />

Hvert með sínum hætti varpa þau ljósi á ólíka fleti þessara viðfangsefna. Ég<br />

vona að lesendur eigi eftir að njóta þess að lesa viðtölin og, í anda rauðu<br />

þráðanna sem ganga í gegnum þau, leyfi sér það hugrekki að skyggnast undir<br />

yfirborð textans. Því allt getur haft margs konar merkingu í lífinu. Samræðan<br />

sjálf, regnboginn og meira að segja það að varalita sig.<br />

– Hlín Leifsdóttir.<br />

Hæbbs. Undanfarið hef ég pælt svolítið í útvörpum. Radíóum. Pæliðíþeim.<br />

Það er frekar mind-blowing að einhver hafi fundið upp svona apparat sem<br />

pikkar upp og sendir útvarpsbylgjur. Pæliðí hvernig heimurinn væri ef við<br />

hefðum aldrei fattað það væru til ósýnilegar bylgjur. Og það er heldur ekkert<br />

svo langt síðan við „uppgötvuðum“ þær, bara svona hundraðofimmtíu ár<br />

síðan. Ef útvarpið er amma internetsins, hvernig ætli barnabarn internetsins<br />

verði? Pæææliðíþví…<br />

– Stefanía dóttir Páls<br />

4


Með kærri kveðju, Ég, Elínborg.<br />

Elínborg Harpa Önundardóttir<br />

Undanfarna fimm mánuði hefur herjað á mig<br />

óþolandi spurning frá utanaðkomandi aðilum:<br />

„Was machst du dann, hier in Freiburg?“<br />

Og svarið er: Ég veit það ekki. Ég fokking veit það<br />

ekki. Ég veit ekki hvað ég er að gera hér í Freiburg.<br />

Ég líð bara einhvern veginn áfram, alveg eins og ég<br />

myndi gera í Reykjavík, eða París, eða á Hvolsvelli,<br />

eða hvar sem er annars staðar. Ég ráfa áfram inn<br />

í þokukennda framtíð, set annan fótinn framfyrir<br />

hinn í ævilöngum göngutúr. Í kringum mig ráfa<br />

þúsundir annarra. Við göngum þvers og kruss á<br />

leiðir hvors annars en við göngum líka samhliða<br />

nokkrum, sumum lengur en öðrum, áður en við<br />

stefnum í aðra átt. Þar sem ég líð áfram hef ég á<br />

tilfinningunni að hafa verið ein og sama manneskjan<br />

frá því ég man eftir mér, óslitinn þráður meðvitundar<br />

er samofinn sporum mínum og þó að enginn<br />

hafi kennt mér það get ég greint sjálfa mig<br />

frá öðrum og mér er það fullkomlega náttúrulegt.<br />

Ég hef það á tilfinningunni að búa yfir frelsi til að<br />

breyta eftir eigin höfði og þegar ég vakna á morgnanna<br />

finnst mér ég vera tvískipt; annar hlutinn<br />

efnislegur, hendurnar sem ég teygi í átt að loftinu,<br />

en hinn hlutinn andlegur, ég-ið sem virðir fyrir<br />

sér hendurnar sem teygja sig upp frá kunnulegum<br />

líkama við hljóðláta ætlandi þess sjálfs. Þessa sjálfs.<br />

Sjálfsins sem ég er. En hvað er þetta sjálf ?<br />

Nei, ég ætla ekki að þykjast geta svarað þessarri<br />

spurningu, enda ekki einu sinni komin með baccalaureus<br />

artium gráðu. Ég get aftur á móti bætt örlítið<br />

við svarið við upphafsspurningunni, þessari um<br />

hvað ég hafi verið að gera í Freiburg: Einu sinni<br />

í viku hef ég sest inn í litla kennslustofu á annarri<br />

hæð í gömlu byggingunni þar sem fram fór málstofa<br />

um sjálfið og sjálfsþekkingu. Í síðustu viku lauk<br />

málsstofunni. Þvert á allar mínar vonir varðandi<br />

aukna þekkingu á þessu undarlega fyrirbæri sem<br />

við köllum sjálf, er ég gjörsamlega rugluð í ríminu<br />

og til að vera smá dramatísk (því það tíðkast á<br />

meðal heimspekinga) þá svífur á mig þegar ég átta<br />

mig á hversu lítið ég veit um ég-ið mitt og ég rek<br />

upp bælt kvein.<br />

Ég er til dæmis mjög óviss um að geta kallað sjálfið<br />

“fyrirbæri” líkt og ég gerði hér rétt í þessu; ber<br />

sjálfið fyrir okkur eða ber allt annað fyrir sjálfið?<br />

Getur sjálfið borið fyrir sjálft sig? Er það það sem<br />

við meinum með sjálfsvitund? Þegar við beinum<br />

athygli okkar að eigin sjálfi? Þegar við hugsum<br />

um eigin hugsanir? Er það svo þessi sjálfsvitund<br />

sem gerir okkur kleift að halda í tilfinninguna um<br />

samfellda tilveru okkar í gegnum tíma? Hvernig<br />

stendur á því að ég get samsamað 22 ára mig við<br />

15 ára mig, þrátt fyrir þann mun sem er á þessum<br />

tveimur Elínborgum? (Eru þetta tvær Elínborgir?)<br />

Er ég Elínborg eða er ég ég? Er þetta sama fullyrðing?<br />

Ef að Elínborg vitnar til líkamans sem<br />

að ég-ið mitt býr í get ég þá neitað því að ég sé<br />

Elínborg? Er villandi að tala um líkama sem að<br />

ég-ið mitt býr í og áætla þannig að ekki sé um eina<br />

heild að ræða? Kannski er auðveldara að átta sig<br />

á þessu ef að við veltum fyrir okkur orðinu „ég“.<br />

Er orðið „ég“ tilvitnunarorð? Til hvers er verið að<br />

vitna með notkun þess? Manneskjunnar sem notar<br />

orðið á þeirri stundu sem það er borið fram?<br />

Get ég mögulega ruglast á sjálfri mér og öðrum<br />

eða veit ég alltaf að ég er að tala um sjálfa mig<br />

þegar ég tala um sjálfa mig? Er hugsanlegt að ég<br />

beri fram spurningu á við þessa: „Það er verið að<br />

hrinda einhverjum, en er það ég sem verið er að<br />

hrinda?“? Eða eru slíkar vangaveltur merki um að<br />

eitthvað sé ekki alveg í lagi hjá moi? Notum við<br />

orðið ég á sama hátt og við notum orðasambandið<br />

þessi hérna? Þessi hérna sjomla er allavega ekki alveg<br />

viss um það. Skiljiði?<br />

Hvernig ber ég eiginlega kennsl á sjálfa mig trekk<br />

í trekk í trekk án þess að skjátlast? Getur einhver<br />

5


útskýrt það fyrir mér? Megið endilega senda mér<br />

einkaskilaboð á Facebook ef ykkur dettur eitthvað<br />

skynsamlegt í hug. Talandi um skynsemi, getur<br />

verið að ég þarfnist sjálfsþekkingar til þess að eiga<br />

möguleika á að breyta skynsamlega (skynsamlega í<br />

þeim skilningi að ég geti rökstutt breytni mína með<br />

ástæðum)? Og ef svo er, hverslags sjálfsþekkingu<br />

þarfnast ég og hvernig öðlast ég hana?<br />

Það eru til mismunandi tegundir sjálfsþekkingar,<br />

t.d. veit ég að ég er í rauðum sokkum og er með<br />

brúnt hár vegna þess að ég sé það, alveg eins og<br />

vinkona mín sem situr á móti mér getur séð það<br />

og þar með vitað þetta um mig. Ég veit hinsvegar<br />

að núna er mér illt í bakinu því að ég finn fyrir sársauka,<br />

en vinkonan á móti mér býr ekki yfir þessari<br />

vitneskju, ekki nema hún hafi séð mig geifla<br />

mig og teygja úr mér fyrir nokkrum mínútum, en<br />

jafnvel þó hún gæti ályktað sem svo að mér sé illt<br />

í bakinu út frá slíkri hegðun þá hefði hún komist<br />

að þekkingunni á allt annan hátt en ég sjálf gerði.<br />

Það sama á við um löngun mína eftir vatnsglasi,<br />

eða ástæðuna fyrir því að ég sit við lyklaborðið og<br />

skrifa þennan pistil. Það virðist sem svo að ég búi<br />

yfir einhverskonar forréttindum þegar kemur að<br />

þekkingu um mínar eigin skoðanir, langanir, tilfinningar,<br />

vonir, o.s.fr.. En í hverju felast þessi forréttindi<br />

og hvernig stendur á þeim? Er vitneskjan<br />

sem ég bý yfir um eigin tilfinningar á einhvern hátt<br />

öruggari en vitneskja sem einhver annar, t.d. sálfræðingurinn<br />

minn, getur komist yfir? Og hvernig<br />

kemst ég yfir slíka vitneskju? Með einhverskonar<br />

sjálfsathugun? Innliti inn á við? Er slík upphafning<br />

á eigin hæfni til sjálfsþekkingar ekki bara hrein<br />

óskhyggja sem við erfðum frá Descartes og hans<br />

blessaða cogito? Hvað vitum við svosem um sjálf<br />

okkur á endanum og hversu oft hefur okkur skjátlast<br />

um eigin viðbrögð í ákveðnum aðstæðum eða<br />

um persónuleika okkar? Ég hef staðið ótal sinnum<br />

fyrir framan spegilinn undrandi á eigin hegðun<br />

vegna þess að ég get ómögulega týnt til ástæðurnar<br />

fyrir breytni minni eða tilfinningum. Er ekki okkar<br />

eigin þekkingarleysi það eina sem við getum verið<br />

viss um? (Guð blessi þig Sókrates.) Á það þá líka<br />

við um okkar eigið sjálf ? Hvernig má það vera að<br />

þekking mín á eigin viðhorfum virðist vera laus við<br />

hinn almenna þekkingarfræðilegan grunn á sama<br />

tíma og hún virðist vera mér óvenjulega traust<br />

þekking og ég nýti mér hana sem slíka?<br />

Stopp nú!<br />

Ég sit eftir með sárt enni, illt í bakinu og þyrst,<br />

óviss um hvað ég meina þegar ég segi ég, hrædd<br />

um að möguleikinn á sjálfsþekkingu sé bara gabb<br />

og að sjálfið sé hverfult og óskiljanlegt fyrirbæri<br />

sem er svo kannski ekki einu sinni til, hvað sem<br />

það á að þýða. Með allar þessar spurningar í kollinum,<br />

ráfa ég áfram um óræðar götur lífsins ögn<br />

meðvitaðri um, ögn ánægðri með, eigin (van)þekkingu<br />

á sjálfri mér.<br />

6


Frá því er <strong>Byltíngur</strong> vaknar, ferðast í kringum<br />

landið og hefur sálarmeðferð.<br />

Tómas Ævar Ólafsson<br />

<strong>Byltíngur</strong> opnaði augun á sjúkrastofnun. Ungur<br />

hjúkrunarfræðingur tók á móti nývaknaðri<br />

meðvitund hans og tjáði honum að vegna sparnaðaraðgerða<br />

í heimabæ Byltíngs hefði þurft að<br />

flytja hann til Akureyrar og þaðan til Stykkishólmar<br />

sökum verkfalls, úr Hólminum þurfti að keyra<br />

hann til Flúða sem sinntu honum í 2 daga en<br />

þá hafði bæjarlæknirinn smitast af tilgangsleysi<br />

og endað í sama ástandi og <strong>Byltíngur</strong>, þeim var<br />

báðum ekið til Egilsstaða sem sendi þá beina leið<br />

til höfuðborgarinnar og kom þeim fyrir í kjallara<br />

landsspítalans þar sem meðvitundarleysið er geymt.<br />

<strong>Byltíngur</strong> varð þannig fyrstur manna til þess<br />

að ferðast hringveginn meðvitundarlaus.<br />

Hjúkrunarfræðingurinn hóf að færa Byltíng úr<br />

kjallaranum og inná biðstofu meðan að mál hans<br />

var lagt fyrir 2 lækna, 3 nefndir sem stofnuðu aðra<br />

nefnd til þess að setja málið almennilega fram,<br />

sóttvarnarlækni, umboðsmann þjóðkirkjunnar,<br />

og heimspekistofnun. Allir aðillar sammæltust<br />

um að leggja Byltíng inn á sálarmeðferðarheimili<br />

ríkisins í að minnsta kosti 3 vikur, gangast undir<br />

lyfjameðferð, samtalsmeðferð, sjúkraþjálfun og<br />

núskilyrðingu. Honum var þá undir eins skutlað í<br />

elsta útibú sálarmeðferðarheimilisins @man.<br />

Fyrst fór fram 6 tíma stanslaus samtalsmeðferð<br />

þar sem hann hitti ungann og nýútskrifaðan sálarlækni.<br />

Sálarlæknar eru einstaklingar sem taka tvöfalt<br />

doktorspróf í læknisfræði, með geðlækni sem<br />

sérhæfingu, og heimspeki, með frumspeki sem<br />

sérhæfingu. Sálarlæknirinn hóf að spyrja Byltíng<br />

spurninga.<br />

Sálarlæknir: Sæll ungi maður, hvað heitið þér með<br />

leyfi?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: <strong>Byltíngur</strong> heiti ég.<br />

Sálarlæknir: Og hvað gerið þér, með leyfi?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Ég er nú bara nemi eins og er.<br />

Sálarlæknir: Og hvað nemur drengurinn?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Er bara í menntaskóla með félagsfræði<br />

sem kjörsvið.<br />

Sálarlæknir: Og hvað gerir maður sem félagsfræðinemi.<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Bara lærir alls konar, þúst, um samfélagið<br />

og svona.<br />

Sálarlæknir: Og þér lærið vitaskuld staðreyndir<br />

um samfélagið ekki satt?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Jú, eða svona meira kannski um<br />

rannsóknir sem einhverjir peyjar gerðu og reiknuðu<br />

alls konar út. Ég hef samt reyndar ekki<br />

farið í félagsfræðitíma ennþá því ég skrópaði mig<br />

reyndar úr skólanum en ég ætla að byrja aftur eftir<br />

þessa meðferð og þá verð ég nemi.<br />

Sálarlæknir: Þannig að þér voruð félagsfræðnemi<br />

og verðið félagsfræðinemi en eruð ekki félagsfræðinemi<br />

eins og er?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: laukrétt.<br />

Sálarlæknir: En þegar þú varst félagsfræðinemi og<br />

mættir í aðra tíma en félagsfræði, segjum stærðfræði,<br />

varstu þá líka félagsfræðinemi?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Jú, ég er sko alltaf félagsfræðinemi þó<br />

ég taki aðra tíma.<br />

Sálarlæknir: En félagsfræðinemi lærir staðreyndir<br />

um samfélagið út frá rannsóknum sem hafa verið<br />

gerðar, ekki satt?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Jú.<br />

Sálarlæknir: Varla lærum við slíkar staðreyndir í<br />

stærðfræði heldur frekar plús og mínus, deilingu<br />

og margföldun er það ekki?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Jú reyndar.<br />

Sálarlæknir: Og getur þú þá með sanni sagt að þú<br />

7


junni eða nútímanum þá ertu ekkert. Ég er líka<br />

ekkert, við erum öll ekkert og saman sköpum við<br />

heiminn!! Tilveran er listaverk!“[1]<br />

<strong>Byltíngur</strong> klóraði sér í höfðinu og velti þessu<br />

fyrir sér. Hann var eitthvað er ekkert og verður<br />

allt? Lífið hafði engan tilgang samkvæmt franska<br />

latte-áhugamanninum og núna átti hann að sætta<br />

sig við að vera ekkert. Samræða þeirra hélt áfram<br />

á þessum nótum þar til að sjötti klukkutíminn<br />

kláraðist og læknirinn fór yfir punktanna sína og<br />

tjáði honum að hann væri haldinn ranghugmyndum,<br />

næði ekki sambandi við hlutina eins og þeir<br />

eru og lifði í einhverskonar fantasíuheimi óheilinda<br />

sem beislaði frelsi hans og hlutgerði hann.<br />

Tilgangsleysissýkin var víst algeng og kallaði á<br />

staðlaða þunglyndismeðferð en allt hitt sem kom<br />

uppúr krafsinu kallaði á aðeins erfiðari meðferð.<br />

Læknirinn skrifaði uppá 8 geðlyf fyrir Byltíng.<br />

Cipralex til að deyfa alvarlegustu tilgangsleysisköstin,<br />

félagsfælnina og ofsahræðsluna sem því fylgdi.<br />

Oropram til að bæta skap, auka líkamlega virkni,<br />

bæta matarlyst og auka áhuga á daglegu lífi. Efexor<br />

Depot til að gera það sama nema að passa uppá<br />

blóðþrýsting og þyngdaraukningu á sama tíma.<br />

Sobril til að róa þann kvíða sem getur skapast við<br />

aukna líkamlega virkni. Wellbutrin Retard til að<br />

auka dópamínframleiðslu og tilfinninguna fyrir<br />

hamingju. Flúoxentín til að laga þær svefntruflanir<br />

sem skapast af Wellbutrininu. Zoloft til að laga þá<br />

víðáttufælni sem mun gera vart við sig þegar hann<br />

uppgötvar möguleika framtíðarinnar og svo að lokum<br />

Lyrica til þess að hann fái ekki flogakast af<br />

lyfjakokteilnum.[2]<br />

Sálarmeðferðarheimilið @man starfaði undir<br />

ströngum reglum Fjallastefnunnar sem mælti<br />

á um algjöra einangrun sjúklinga í fyrstu viku<br />

meðferðar. <strong>Byltíngur</strong> var því keyrður uppá Esju og<br />

látinn dvelja í þar til gerðum fjallakofa fyrstu vikuna.<br />

Fátt er frá þeirri viku að segja nema það að<br />

um leið og lyfin byrjuðu að virka þá hætti Byltínhafir<br />

verið félagsfræðinemi þegar þú sast í stærðfræðitíma<br />

og lærðir deilingu?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Hmm, nei eiginlega ekki.<br />

Sálarlæknir: En þegar þú varst ekki í skólanum<br />

varstu þá að læra staðreyndir um samfélagið útfrá<br />

rannsóknum sem hafa verið gerðar?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Nei, eiginlega ekki.<br />

Sálarlæknir: Og þú segist aldrei hafa mætt í félagsfræðitíma,<br />

sem þýðir að þú hafir ekki einu sinni<br />

lagt stund á fagið sem hér um ræðir?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: jú, satt er það.<br />

Sálarlæknir: Geturðu þá með sanni sagt að þú hafir<br />

verið félagsfræðinemi?<br />

<strong>Byltíngur</strong>: Nei kannski eiginlega ekki. En ég var<br />

samt í skóla með það sem kjörsvið, og ég held ég<br />

fari alveg aftur í skóla með það sem kjörsvið, jah,<br />

það eða náttúrufræði.<br />

Sálarlæknirinn andvarpaði og hripaði niður í<br />

bókina sína orðið ranghugmyndir og hélt svo áfram<br />

meðferðinni. Hann dró uppúr Byltíngi allt það<br />

sem <strong>Byltíngur</strong> hélt að hann væri, teygði það til og<br />

birti í nýjum sjónarhornum þar til að <strong>Byltíngur</strong><br />

kláraði allar sínar umsagnir og spurði, eftir 5 klukkutíma<br />

af samræðum:<br />

„Er ég þá ekkert?“<br />

„Já það er loksins að þú talar af einhverju viti. Nú<br />

erum við loksins kominn með einhvern grunn til<br />

að byggja á. Jæja. Þú ert ekkert. En þú varst samt<br />

allt sem við töluðum um, sveitarstrákur, sonur<br />

foreldra þinna, félagsfræðinemi, tilgangsleysingi,<br />

Bítlaaðdáandi, skáti, o.s.frv. en á sama tíma og þú<br />

varst allir þessir hlutir þá varstu þeir ekki. skiluru?“<br />

„Jah, neee, kannski ekki alveg“ tísti <strong>Byltíngur</strong>.<br />

„Þetta er ofureinfalt. Þú ert bæði ekkert og eitthvað,<br />

á sama tíma, á sama stað. Þú er bæði sjúklingur í<br />

sálarmeðferð og ekki sjúklingur í sálarmeðferð. Þú<br />

ert fastsettur en frjáls á sama tíma. Fortíðin reynir<br />

að beisla þig en framtíðin bíður uppá óendanlega<br />

möguleika til þess að verða eitthvað nýtt og í mið-<br />

8


gur að geta hugsað í orðum. Honum fannst að<br />

um leið og hver hugsun byrjaði gæfist hún upp og<br />

varð að engu og hugur Byltíngs fékk að njóta tómsins<br />

og fjallafriðsins í 7 daga. Á þessum tíma gerði<br />

<strong>Byltíngur</strong> sér grein fyrir því að vera okkar í núinu<br />

er einhverskonar ekkert. Ekkert sem málað er á tilgangslausa<br />

tilveruna og myndar með henni hinn<br />

tómlega samhljóm þess sem er og neindar.<br />

Er <strong>Byltíngur</strong> kom aftur til byggða og komst aftur<br />

inná meðferðarheimilið fékk hann að hitta aðra<br />

sjúklinga og starfsfólk. Sálarlæknirinn var hins<br />

vegar ekki til staðar því á meðan <strong>Byltíngur</strong> dvaldi<br />

á Esjunni hafði læknirinn greint sig óstarfshæfan,<br />

skrifað uppá hreint oxýtósín fyrir sig og brunað<br />

uppí Esju til að dvelja þar í 6 vikur. Fyrir Byltíng<br />

tók við hópameðferð þar sem sjúklingar fengu að<br />

miðla Esjuupplifinum sínum og þar hitti <strong>Byltíngur</strong><br />

Veru.<br />

[1] Jean-Paul Sartre represent.<br />

[2] Lyfja.is/lyfjabokin<br />

9


Kona<br />

Eydís Blöndal<br />

Kona fer á milli skemmtistaða og þiggur bjóra af<br />

mönnum á barnum. Þakkar þeim fyrir að reyna<br />

að leiðrétta kynbundinn launamismun, og kveður.<br />

Englablóð<br />

Kristian Guttesen<br />

Ég tók ákvörðun um að deyja…<br />

Þyngslin lágu á mér, ég gat<br />

hvorki talað né hreyft mig<br />

úr stað, ég starði niður<br />

í hyldýpið sem horfði<br />

til baka og bauð mér inn.<br />

– tíu dögum fyrir jól –<br />

Ég tók ákvörðun og hnýtti<br />

hnút og leitaði mér að krók.<br />

(Skyndilega er það eitthvað<br />

svo hversdagslegt að deyja<br />

og hverfa inn í óminnið.)<br />

…og skila mér aftur skaparans.<br />

Ég leitaði að útgönguleið,<br />

en kallið barst úr lífinu<br />

þegar lítill drengur vaknaði<br />

og með grátkæfðri röddu<br />

rauf dauðaþögnina.<br />

10<br />

Ljóðahornið


„Hryðjuverkamaður í karlaveldinu.“<br />

Viðtal við Jón Gnarr<br />

Á dögunum átti ég viðtal við Jón Gnarr og hann<br />

deildi meðal annars með mér hugleiðingum<br />

sínum um sjálfið sem allsherjarmisskilning,<br />

eðli húmors, tengsl tvíhyggju og húmorsleysis,<br />

femíníska framtíðarsýn sína um framtíð<br />

mannkynsins í geimnum og hugmyndir<br />

sínar um eðli hugrekkis og mikilvægi þess,<br />

meðal annars fyrir heimspekina. Hlutirnir<br />

hafa oft aðra merkingu en virðist í fyrstu og<br />

merking þeirra getur verið margræð. Í þessu<br />

viðtali sem fer hér á eftir opnar Jón Gnarr<br />

augu okkar fyrir því að sú athöfn að varalita<br />

sig getur bjargað mannslífum, hjálpað fólki<br />

að endurheimta mennsku sína, verið liður í<br />

hryðjuverkastarfsemi í karlaveldinu og leið<br />

til að syrgja móður sína.<br />

Hlín: „Því hefur verið haldið fram að þú hafir<br />

komið „poppað upp“ alls konar alvarlegan vettvang<br />

og gert hann skemmtilegri. En má ef til<br />

vill halda því fram að þú hafir ekki síður komið<br />

alvarlegum heimspekilegum vangaveltum inn á<br />

ýmsan vettvang sem yfirleitt þykir einkennast af<br />

léttúð? Mikið hefur til dæmis verið rætt um ræðuna<br />

sem þú hélst á Reykjavík Fashion Festival árið<br />

2011, en hún þótti mjög óvenjuleg á þessum vettvangi<br />

og var mjög umdeild. Þar fjallaðir þú um<br />

æðri tilgang tískunnar og dýpri fleti sem finna má á<br />

henni. Þú vitnaðir máli þínu til stuðnings í frásögn<br />

af fyrrverandi föngum fangabúða nasista sem<br />

fengu varalitagjöf afhenta frá Rauða krossinum.<br />

Fangarnir endurheimtu við þessa gjöf meðvitund<br />

um mennsku sína. Þessi ræða þín vakti hneykslun<br />

margra á þessum tíma. Mætti kannski segja að þú,<br />

sem borgarstjóri, hafir leitast við að má burt skil<br />

hins alvarlega rýmis og þess léttúðuga í samfélaginu?<br />

Í báðum tilfellum virðist um að ræða kröfu<br />

samfélagsins um ákveðna ytri umgjörð, sem skiptir<br />

í sjálfu sér ekki máli, hvort sem það er ákveðinn<br />

drungi eða glys, en virðist í báðum tilfellum skyggja<br />

á raunverulegt innihald og hamla tjáningu<br />

þess og meðvitund okkar um það. Finnst þér samfélagið<br />

vera of hólfað niður að þessu leyti og hvað<br />

getum við gert til að vinna bug á því, ef svo er?“<br />

Jón Gnarr: „Já, það er þessi endalausa tvíhyggja.<br />

Hún er svo allsráðandi svo víða í íslenskri menningu,<br />

íslensku samfélagi. Það er svona þetta „með<br />

eða á móti“ format. Ég held að þetta sé hluti af<br />

því að við erum í millistigi úr því að vera prímitíft<br />

villimannasamfélag og yfir í það að vera „sívilíseruð“.<br />

Húmor er hluti af mannlegri greind, hluti<br />

af heilanum í okkur og gerir okkur kleift að hugsa.<br />

Húmorinn, eða skopskynið, gerir okkur gáfaðri.<br />

Ég hef oft sagt að ég get gert grín að hundinum<br />

mínum, en hundurinn minn getur ekki gert grín<br />

að mér. Ég get hermt eftir honum, en hann getur<br />

ekki hermt eftir mér. Það er vegna þess að ég er gáfaðri<br />

en hann. Skopskyn eða húmor er svo víðtækt.<br />

Húmor getur verið augnaráð, bros eða alveg upp<br />

í orð. Það þarf ekki endilega að vera á tungumáli.<br />

Það getur verið í látbragði.<br />

Síðan er annað í þessu. Ísland er alveg rosalega<br />

karllægt samfélag og miklu karllægara heldur en<br />

við höldum. Við höldum að við búum jafnréttissinnuðu,<br />

skandinavísku samfélagi, sem er bara alls<br />

ekki rétt. Við búum í bænda-, sjómanna-, villimannasamfélagi,<br />

sem er að reyna að verða „sívilíserað“<br />

og þess vegna tökum við oft einhver svona<br />

„extreme“ skref. Og aðrar þjóðir segja: „Vó, hvað<br />

þetta er eitthvað „extreme“. En það er bara af því<br />

að við erum svo svakalega langt á eftir. Gleði og<br />

brosmildi og svona, er kvenlægt. Þess vegna er litið<br />

niður á það. Konur flissa. Og það er annað hvort<br />

kvenlegt eða tengt við fólk sem er með þroskahömlun.<br />

Þessi tegund af greind, hún tengist líka samskip-<br />

11


tum mjög mikið. Eins og ég er ekki hrifinn af því<br />

að alhæfa um hluti, þá er það samt oft rosalega<br />

freistandi. Mér finnst konur náttúrulega hæfari til<br />

samskipta en menn. Meira að segja í íslensku tungumáli<br />

er til dæmis kvenlegt innsæi hluti af því að<br />

lesa í aðstæður, þar sem ekkert er sagt. Ég held að<br />

það hafi mikið að gera með það að konur frekar<br />

en menn eru í þeim aðstæðum, og hafa verið í gegnum<br />

mannkynssöguna, að hafa þennan hæfileika<br />

til þess að lifa af, hæfileika til að sjá bæði „pótentíal“<br />

ógn og síðan hafa samskipti við manneskjur sem<br />

hafa takmarkaðan möguleika á að tjá sig: börn og<br />

gamalmenni og þá sem eru veikir. Það hefur mjög<br />

gjarnan fallið í hlut kvenna. Ég veit ekki hvort að<br />

það hefur verið rannsakað, en ég held að heili kvenfólks<br />

er þróaðri að þessu leyti, á þessum stöðum<br />

í heilanum, heldur en heilar karlfólks. En það er<br />

þó ekki algilt. Sumar konur eru algjörlega vanhæfar<br />

í samskiptum og svo eru fullt af mönnum sem<br />

eru mjög góðir í samskiptum.<br />

„Við erum svolítið eins og börn sem eru í<br />

fylgd með fullorðnum.“<br />

Sko, tilveran, tilvistin. Ég held að grundvallarmisskilningurinn<br />

sé áherslan á sjálfið og einstaklinginn.<br />

Vegna þess að ég tel að mannsheilinn sé miklu<br />

veigameiri gerandi heldur en við nokkurn tímann,<br />

okkar persónulegu langanir, eða eitthvað sem við<br />

teljum vera okkar hugmyndir. Við erum svolítið<br />

svona eins og börn sem eru í fylgd með fullorðnum<br />

og við höldum einhvern veginn að við séum<br />

að gera alls konar, en þau eru að stýra okkur. Og<br />

þau segja jafnvel: „Hei! Ég held að það sé hundur<br />

þarna!“ Og þau „distracta“ okkur. Heilinn gerir<br />

nákvæmlega það sama. Heilinn stjórnar okkur.<br />

Þannig að ég tel að þetta sé þá ekki kynbundið í<br />

þessum skilningi. Karlmenn geta haft mjög kvenlægan<br />

heila og konur geta haft mjög karllægan<br />

heila. Þetta er bara mismunandi virkni á ákveðnum<br />

heilastöðvum. Þetta er svolítið það sem ég er<br />

að díla við sem karlmaður. Ég á til dæmis mjög<br />

góða vini, ég tek sem dæmi Óttar Proppé. Við<br />

höfum báðir alltaf upplifað að við værum með<br />

mjög kvenlægan heila að ákveðnu leyti. Og þar<br />

af leiðandi verið svolítil svona frík. Ég er sem sagt<br />

kelling í karlmannslíkama.<br />

Það er eitt sem er merkilegt eins og t.d. með<br />

íslensku. Við lærum „móðurmál.“ En þegar við<br />

förum að segja eitthvað af viti, þá breytist það<br />

og það verður mannamál og við hættum að tala<br />

um móðurmál. En þetta liggur allt í orðunum og<br />

hvernig við tölum um hlutina. Það segir svo mikið<br />

um það hvernig við hugsum um hlutina. Það erum<br />

ekki við sem erum að hugsa. Það er heilinn í okkur.<br />

Heilinn í okkur er að láta okkur segja það<br />

sem hann er að tala um. Þetta er svona eins og<br />

grín. Það er talað um að „hlæja eins og fáviti“ eða<br />

„brosa eins og bjáni út í loftið“. Allt þetta er sett í<br />

svona mjög niðrandi merkingu. Og „þið eruð eins<br />

og flissandi smástelpur.“ Einhver sem er ekki að<br />

tala „mannamál“ og er ekki að gera alvarlega hluti<br />

sem skipta máli, heldur er bara að slaka á og hlæja<br />

„eins og flissandi smástelpur“. Georg Bjarnfreðarson<br />

segir þetta. Það sem mig langar svo til þess að<br />

gera með minni vinnu er að ögra þessum viðteknu<br />

gildum, benda á, með húmor, að þau eru kannski<br />

ekki endilega rétt. Þetta er kannski ekki raunveruleikinn.<br />

Þetta er raunveruleiki sem við kjósum að<br />

sjá, en hann er ekki endilega jafn raunverulegur og<br />

við höldum.“<br />

„Við lítum niður á það sem er kvenlegt. Svo<br />

skömmumst við okkur fyrir það. Þannig að við<br />

snobbum fyrir því í staðinn.“<br />

Hlín: „Sumir hneyksluðust á ræðu þinni á tískusýningunni.<br />

Heldurðu að þessi hneykslun stafi<br />

af því að tískan á að vera kvenlægt svið og því ríki<br />

krafa um að þetta sé nógu létt? Alveg eins og að af<br />

því að stjórnmálin hafa verið vettvangur karla, þá<br />

ríki krafa um alvarleika þar?“<br />

12


Jón Gnarr: „Það er einhver svona tilhneiging,<br />

annað hvort að líta niður á eða mæra. Þetta er<br />

svolítið svona eins og hroki. Hvað á maður að<br />

segja? Hroki og smjaður eða yfirlæti eða svona<br />

tilgerð, í staðinn fyrir að það sé eðlilegt. Við lítum<br />

niður á það sem er kvenlegt. Svo skömmumst við<br />

okkar fyrir það. Þannig að við snobbum fyrir því<br />

í staðinn. Sérstaklega ef það hefur náð að „establishera“<br />

sig og það er líka ekki alveg alslæmt. Það<br />

er líka hluti af einhverju svona heilunarferli.<br />

Oprah Winfrey er mjög gott dæmi. Ég er aðdáandi<br />

Oprah Winfrey og hef gegnum tíðina fylgst mjög<br />

mikið með henni og yfirleitt af mikilli aðdáun, öllu<br />

sem hún hefur gert. Ég hef lesið ævisögu hennar<br />

og lesið viðtöl við hana. Mér finnst Oprah Winfrey<br />

æðisleg. Mörgum finnst í lagi að líta niður á Oprah<br />

Winfrey. Hún er tákngervingur um eitthvað sem<br />

okkur finnst ekki smart. Hún er kona með topp<br />

„show“. Það getur ekki verið merkilegt sem hún<br />

er að tala um við einhverjar aðrar konur. Þetta<br />

er svona „kellingavæl“. Þetta er „léttmeti fyrir fólk<br />

sem er ekki með mikla greind eða menntun“. En<br />

mér finnst bara merkilegt hvað fólk segir um þetta<br />

og um Oprah Winfrey. Fólk veit ekki alveg hvort<br />

ég er að grínast þegar ég segi að ég haldi að hún<br />

sé eina manneskjan í heiminum sem mig langar<br />

virkilega til að hitta. Ég hef engan sérstakan áhuga<br />

á að hitta neinn, en ég væri til í að hitta Oprah.<br />

Ég held að ég myndi næstum því fara að grenja,<br />

ég yrði svo stoltur. Því að Oprah Winfrey er kona<br />

í landi sem er andsnúið konum, svört í landi sem<br />

er andsnúið svörtum, feit í landi sem fyrirlítur feitt<br />

fólk og hún er samt sú sem hún er. Hún fer í gegnum<br />

allt sitt. Hún fer í gegnum fátækt, ofbeldi og<br />

mismunun, en hún kemst heil í gegnum það. Mér<br />

finnst það bara stórkostlegt. Ég tárast alltaf þegar<br />

ég hugsa um það. Þannig að ég ber gríðarlega<br />

mikla virðingu fyrir henni og ég myndi til dæmis<br />

vilja að hún yrði forseti Bandaríkjanna. Ef Oprah<br />

Winfrey er ekki forseti, þá er mér alveg skítsama<br />

hver er forseti. Ef það er ekki hún.<br />

Þannig að þetta er svolítið það sem að ég vil og hef<br />

reynt, og það er ekki af því að ég hef takmarkaða<br />

trú á frjálsum vilja. Sem sagt, þá er þetta eitthvað<br />

sem heilinn minn hefur lagt mikla áherslu á að ég<br />

geri, einhverra hluta vegna, og hefur sett mig í svona<br />

aðstæður, sem ég hef oft jafnvel vaknað upp í,<br />

þegar ég átta mig á því. Bara eins og með Besta<br />

flokkinn. Ég er oft mikið spurður: „Af hverju<br />

gerðirðu þetta?“ Og ég get alveg sagt: „Bla bla bla.<br />

Ég gerði þetta af því að mér fannst þetta og ég var<br />

svona og svona.“ En í rauninni, þá var þetta bara<br />

eitthvað sem að kom fyrir mig. Það var bara svona<br />

að heilinn minn tók þessa ákvörðun og setti sig í<br />

samband við heila á öðrum og heilarnir voru bara<br />

sammála um: „Ókei, við gerum eitthvað og notum<br />

þetta lið til þess að gera eitthvað, til að breyta þessu,<br />

til að koma þessu hérna eitthvert...“ Eitthvað<br />

sem heilarnir voru að pæla sem við vorum ekki<br />

einu sinni neitt meðvituð um sjálf.<br />

Tíska er fyrirbæri sem að ekki bara konur sem<br />

hafa áhuga, heldur líka hommar, sem gerir það<br />

alveg tvöfalt. Ég ber mikla virðingu fyrir tískunni<br />

og ég tel að tíska hafi breytt mér. Ég held til dæmis<br />

að Vivienne Westwood sé meiri pönkari heldur en<br />

John Lyndon og söngvararnir í Sex Pistols. Mér<br />

finnst Vivienne Westwood líka æðisleg og hefði<br />

ekkert á móti því að hitta hana. Draumakvöldverðurinn<br />

minn væri með Oprah Winfrey og Vivienne<br />

Westwood, heima hjá Oprah Winfrey. Mig<br />

langar að fá að koma heim til Oprah Winfrey.<br />

„Varalitur er ekki bara eitthvað til að punta<br />

þig.“<br />

Mér fannst svo flott þetta dagbókarbrot, einmitt<br />

þessi saga frá Bergen Belsen þegar Rauði<br />

Krossinn átti að koma með mat. Það varð misskilningur<br />

og það kom flutningabíll með varaliti í<br />

staðinn fyrir mat. Hugmyndafræði nasista var að<br />

afmennska fólkið og gera það að dýrum. Þetta er<br />

úr dagbók hermanns, bresks hermanns, sem var<br />

13


þarna og fyrstu viðbrögð voru vonbrigði hermannanna<br />

að sjá að það hefðu orðið einhver mistök.<br />

En viðbrögð fanganna, sérstaklega kvenfanganna,<br />

voru gleði og þær hlupu til og náðu í varalit.<br />

Varalitur var ekki bara, sem sagt, eitthvað til að<br />

punta sig. Konur blóðguðu sig og báru á varirnar<br />

til að sýna að þær væru hraustar og gætu unnið og<br />

færu ekki í gasklefann. Skilurðu? Það gefur varalit<br />

allt í einu nýja, merkilega merkingu. Þær nudduðu<br />

blóði á varirnar, þannig að: „Sko, ég er hraust,<br />

það þarf enginn að drepa mig.“ Hann lýsir þessu<br />

fallega, hvernig þær öðlast mennskuna sína aftur<br />

í gegnum þá. Mér finnst tíska æðisleg og ber mikla<br />

virðingu fyrir henni og mig langaði til þess að<br />

koma því á framfæri. Og í staðinn fyrir að segja:<br />

„Hérna eru frábærar, efnilegar konur sem eru að<br />

sýna bla bla bla...Hönnuðir sem eru að sýna sitt<br />

besta,“ og eitthvað svona, ákvað ég að gera þetta<br />

og las þetta. Og þú veist, tíska er ekki bara tíska.<br />

Tíska er líka tungumál, alveg eins og húmor. Hún<br />

segir til dæmis hvernig fólk hugsar. Eða hver hugsar<br />

fyrir það.“<br />

„Og svo fer ég og ég kem mér fyrir einhvers<br />

staðar á stað sem þeim finnst merkilegur og<br />

ég afhelga hann.“<br />

Hlín: „Þú varst sjálfur með varalit, man ég. Það<br />

var eins og þú værir að vinna á mjög augljósan<br />

hátt með ákveðnar andstæður. Hvernig myndirðu<br />

lýsa þessu verkefni sem borgarstjórinn var hluti<br />

af ? Er þetta allt sama verkefnið?“<br />

Jón Gnarr: „Þetta er allt það sama: Borgarstjórinn,<br />

Georg Bjarnfreðarson... Þetta er allt það<br />

sama. Ég er hryðjuverkamaður í karlaveldinu. Ég<br />

lít út eins og þeir. Ég er með typpi eins og þeir<br />

og ég labba frjálst á meðal þeirra. Ég get smeygt<br />

mér inn á milli þeirra, því ég er einn af þeim. Og<br />

þeir kinka kolli, eins og dyraverðirnir, skilurðu?<br />

Og af því að ég hef karlmannsrödd, þá hlusta<br />

þeir þegar að ég tala, sem þeir myndu ekki gera<br />

ef ég væri kona. Svo fer ég og ég kem mér fyrir<br />

einhvers staðar á stað sem þeim finnst merkilegur<br />

og ég afhelga hann. Ég nota sjálfan mig sem<br />

persónugerving karlmennsku, eða hins karllæga<br />

valds, sem mér finnst ofsalega gaman. Georg Bjarnfreðarson<br />

er persónugervingur karllægs valds og<br />

ég „ridiculea“ það. Maður gerir það aldrei betur<br />

en með því að kvengera það, því að niðurlægingin<br />

getur ekki orðið meiri. Þú getur verið vitlaus og<br />

þú getur ekki vitað hluti og svona, sem mér finnst<br />

ógeðslega gaman. Ég sit sem borgarstjóri í Reykjavík<br />

og ef ég er spurður að einhverju og ég veit<br />

það ekki, viðurkenni ég það. Það er ekki bara ég,<br />

einstaklingurinn, sem er að viðurkenna það. Ég er<br />

fulltrúi karlaveldisins. Það fer ekki eins í taugarnar<br />

á konum. Konum finnst það bara sætt eða<br />

flestum konum finnst þetta bara krúttlegt, að sjá<br />

menn viðurkenna að þeir skilji ekki allt og viti ekki<br />

allt. Þær eru bara vanari hinu. En þeir sem munu<br />

hrökkva við eru hinir, skilurðu? „Hvernig getur<br />

þetta gerst? Hverju breytir þetta fyrir mig? Hættir<br />

fólk nú að taka mark á mér?“ og alls konar svona.<br />

En þegar þú tekur það síðan upp að klæða þig í<br />

kvenmannsföt og „actually“ verða, líkamnast, sem<br />

kona, þá fullkomnar þú niðurlæginguna.<br />

Varalitaði sig í mótmælaskyni yfir því að fá<br />

ekki að syrgja mömmu sína.<br />

Og þetta er líka svolítið tengt mér svona persónulega<br />

af því að mamma mín dó bara rétt eftir að ég<br />

varð borgarstjóri. Hún dó bara á jólunum, fyrstu<br />

jólunum. Og það sem ég vildi fá eftir mömmu var<br />

öskubakkinn hennar og varaliturinn hennar. Þannig<br />

að ég hafði engan tíma til að, þú veist, einhvern<br />

veginn syrgja mömmu mína nema bara „on the<br />

side“ á meðan maður var að búa til fjárhagsáætlun<br />

eða mæta á einhverja leiðinlega fundi með<br />

einhverjum íþróttafélögum eða láta eitthvað fólk<br />

öskra á sig. Þannig að ég syrgði mömmu bara, eða<br />

tók bara „mómentin“ mín inni á klósetti, eða bara<br />

14


lítið breik heima áður en ég fór að sofa. Ég bara<br />

tók þetta út í smá skömmtum. Ég fann líka fyrir<br />

því að það voru ákveðin öfl sem vildu nota þetta<br />

gegn mér. Pólitíska strategían sem var samið um<br />

var að hamra á mér og brjóta mig niður. Og ég<br />

líka bauð upp á það fyrir allan hópinn, vegna þess<br />

að þarna var fólk sem hefði aldrei þolað þetta.<br />

Eins og Óttar Proppé hefði aldrei þolað að það<br />

hefði verið gengið á hann stanslaust með blammeringum<br />

og svívirðingum. Þannig að ég tók það að<br />

mér, ég bauð upp á það og vakti athygli á mér.<br />

Ég sagði: „Hei, hei, hér er ég. Ég er algjör fáviti.<br />

Komið og dílið við mig.“ Og á tímabili þá notaði<br />

ég varalitinn hennar mömmu. Ég mætti á fundi,<br />

sem sagt, með íþróttafélögum og svona. Líka til að<br />

mótmæla því að þið eruð að taka frá mér að fá<br />

að syrgja mömmu mína. Þannig að ég var líka að<br />

„reagera“ gegn því.“<br />

Hlín: „Sem sagt, þetta er svona ómannúðlegt kerfi,<br />

sem hefur ekki pláss fyrir neina mennsku fyrir<br />

þá sem starfa innan þess heldur?“<br />

Jón Gnarr: „Ég var líka að redda mér gegn því.<br />

Þannig að ég mætti á fundi með varalit og jafnvel<br />

opinberlega og fátt er meira niðurlægjandi fyrir<br />

karlmenn en að vera með varalit, nema ef vera<br />

skyldi með naglalakk. Þannig að ég gerði það líka.<br />

Ég var líka með naglalakk og ég fór á fund með<br />

Alþingi með naglalakk og ég gleymi því aldrei. Það<br />

var svo gaman. Það sagði enginn neitt, af því að<br />

við tökum fólk ekki alvarlega sem er naglalakkað.<br />

Þegar kona talar á fundi dettur hlustun niður um<br />

svona 50-60%.<br />

„If so, so what?“<br />

Svo er þetta með kímnigáfuna, af því mér finnst<br />

þetta svo fallegt orð, kímnigáfa. Þessi tvíhyggja,<br />

hún skiptir hlutum í húmor, léttleika og alvöru<br />

en það er ekki rétt. Húmor getur verið alvara<br />

og það að ég sé fyndinn þýðir alls ekki að mér<br />

sé ekki alvara. „Just because I am funny, doesn‘t<br />

mean I am not serious.“ Þetta viðurkenndu margir<br />

heimspekingar og komust að nákvæmlega þessari<br />

niðurstöðu um gildi húmorsins. Wittgenstein<br />

sagðist geta skrifað fullkomlega „valid“ heimspekiverk<br />

sem væri algjörlega skrifað með bröndurum.<br />

Það er líka svo mikill heimspekilegur sannleikur í<br />

gríni, vegna þess að oft með þessar heimspekilegu<br />

spurningar...Ég elska heimspeki, en hún frústrerar<br />

mig. Ég skil ekki hvernig fólk getur notið þess að<br />

lesa heimspeki eins og það getur notið þess að lesa<br />

ljóð. Ég get það ekki og ég skil það ekki. Ég verð<br />

bara frústreraður. Þetta er svo tímafrekt og krefst<br />

svo mikillar einbeitingar og allar niðurstöður eru<br />

aldrei endanlegar, því það er alltaf einhver önnur<br />

niðurstaða sem leiðir annað, og ég rembist svona<br />

eins og rjúpan við staurinn. Svo ef þú kemst að<br />

„infinite“ niðurstöðu, hvaða máli skiptir það þá?<br />

Niðurstaðan er sú að það skiptir engu máli. Og<br />

það er það hræðilega. Niðurstaðan mín, við öllum<br />

þeim heimspekilegu vangaveltum sem ég hef velt<br />

fyrir mér og komist að heimspekilegri niðurstöðu<br />

um er: „If so, so what?“ Það er niðurstaðan.<br />

Komedía er eina „alternatívið.“<br />

Ég hef til dæmis komist að því að lífið hefur engan<br />

tilgang. Það sé enginn tilgangur, enginn Guð og<br />

engin sál. Við höfum ekki einu sinni frjálsan vilja<br />

eða persónuleika, ekki í þeim skilningi sem almennt<br />

er lagður í það hugtak. Persónuleikinn er meira<br />

viðmót sem heilinn hefur komið sér upp. Hann býr<br />

til ákveðið viðmót þannig að hann nái upplýsingum<br />

úr öðrum heilum með þægilegri hætti. Þannig<br />

að þetta er rosalega „boring“. Og ég get sagt fólki<br />

þetta: „Lífið hefur engan tilgang.“ Ef barn spyr<br />

mig: „Þegar afi deyr, fer hann til himna?“ „Nei,<br />

hann fer ekki neitt og hann var í rauninni aldrei til.<br />

Það er bara misskilningur sem við höfum búið okkur<br />

til.“ Þá er eina „alternatívið“ kómedía. „Alternatívið“<br />

fyrir mig er annað hvort að vera bara eins<br />

og Wittgenstein og vera brjálaður og einmana. Og<br />

15


til hvers? Það er enginn að fara að lesa Tractatus<br />

Logico-Philosophicus. Þetta er svo hrútleiðinlegt og<br />

hann eyddi alveg ofboðslega miklum tíma í þetta.<br />

En Monthy Python verður eilíft og hefur haft miklu<br />

meiri áhrif heldur en Wittgenstein í rauninni.<br />

Og það er bara gleðin. Eftir því sem ég eldist, því<br />

dýrmætari verður tíminn. Ég vil gleðjast og hafa<br />

gaman. Ég fæ kikk út úr því að trufla og stuða og<br />

fremja hryðjuverk, vegna þess að ég tel að það<br />

hjálpi til, geri líf komandi kynslóða bærilegra og<br />

að fólk fái meiri tækifæri fyrir vikið.“<br />

„...heilinn í mér og heilinn í þér eru sama<br />

veran, sama lífveran, þó við séum aðskilin.“<br />

Hlín: „Trúir þú á huga sem er æðri persónuleikanum<br />

og þroskast með okkur?“<br />

Jón Gnarr: „Já. Ég get fallist á að það sé til eitthvað<br />

sem er meðvitund og ég get ekki útskýrt<br />

hana. Hún hefur eitthvað með samskipti heilanna<br />

að gera. Ég veit ekkert hvað lífið er, en það snýst<br />

bara að rosalega miklu leyti um viðskipti með upplýsingar.<br />

Kynlíf og getnaður er kannski skýrasta<br />

dæmið um það. Það er samruni upplýsinga til þess<br />

að búa til nýja manneskju sem gerir nákvæmlega<br />

það sama, nema með nýjar upplýsingar. Tungumálið<br />

er upplýsingamiðil vegna þess að heilinn<br />

ætlar að lifa af. Heilanum er skítsama um okkur<br />

líka. Heilinn í mér, honum þykir ekkert vænt um<br />

mig. Hann vill að ég „fúnkeri“, ég sé í lagi og að<br />

hjartað í mér slái. Heilinn er ekki einstaklingsbundinn<br />

þó við hugsum svo mikið einstaklingsbundið.<br />

Heilinn er ein vera. Þannig að heilinn í<br />

mér og heilinn í þér eru sama lífveran, þó við séum<br />

aðskilin. Bara eins og sóleyjar á túni, þær kunna að<br />

virðast vera aðskildar, en þær eru samtengdar, við<br />

sjáum það bara ekki.“<br />

Hlín: „Svona eins konar Internet, sem er falið,<br />

eða eitthvað svoleiðis?“<br />

Jón Gnarr: „Já, heilinn náði nokkru með Internetinu<br />

sem hann hefur verið að stefna að mjög<br />

lengi. Þetta er líklega meiri áfangi í sögu manneskjunnar<br />

heldur en þegar við lærðum að nota<br />

eld. Í framtíðinni verður talað um „fyrir Internet“<br />

og „eftir Internet“ vegna þess að það verður<br />

allt breytt. Þessi aukning sem við erum að sjá í<br />

greiningum á alls konar einhverfu og athyglisbresti<br />

tel ég að geti hugsanlega verið vegna þess<br />

að heilinn sé að stökkbreytast, reyna að aðlagast<br />

þessum nýju aðstæðum. Hann er að tengjast og<br />

eiga samskipti við aðra heila sem honum hefur<br />

ekki tekist að gera áður. Hann er í rauninni, með<br />

Internetinu, að búa til smá útgáfu af sjálfum sér.<br />

Við hugsum oft öfugt. Við hugsum oft: „Erum<br />

við manneskjur kannski eins og tölvur?“ En það<br />

er öfugt. Tölvur eru bara svolítið eins og við. Þetta<br />

er bara heilinn að búa til stykki af sjálfum sér,<br />

búa til „monument“ um sjálfan sig. Og heilinn er<br />

ekki fullkominn. Hann er í þróun og stefnir að því.<br />

Það er kannski eins og með ofurmenni Nietzsche<br />

eða eitthvað. En mennskan er bara misskilningur.<br />

Heilanum er alveg sama. Það er talað um að loftslagsbreytingar<br />

verði til þess að við munum jafnvel<br />

deyja út sem dýrategund og að í framtíðinni verði<br />

ráðandi dýrategundin á jörðinni rosalega klárar<br />

rottur. Þetta er eitthvað sem vísindamenn eru að<br />

tala um, í alvörunni, og það er hægt að leiða líkur<br />

að þessu með vísindalegum rökum. En heilinn hefur<br />

ekki farið neitt. Hann bara skiptir um gír og fer<br />

í rottur. Honum er skítsama. Heilanum í mér er<br />

alveg skítsama hvort hann er í mér eða hundi eða<br />

rottu. Bara hvað gagnast honum best.“<br />

Hlín: „Hvernig myndi hann flytja sig yfir í rotturnar?“<br />

Jón Gnarr: „Það þróast þá bara þannig að rottur<br />

fara að verða gáfaðri og gáfaðri og mannfólki<br />

fækkar og fækkar. Það er í rauninni bara heilinn<br />

sem er að skipta um höfuðstöðvar, eins og þegar<br />

Ríkisútvarpið flytur frá Skúlagötu í Efstaleiti.<br />

Ríkisútvarpinu er skítsama um Skúlagötu. Við<br />

hugsum: „Vá, Skúlagata! Hérna er þetta allt saman.<br />

Þetta er musterið.“ Nei, þetta er bara starf-<br />

16


semin, hún bara flytur sig annað. Það gerist hægt<br />

og rólega. Heilinn í okkur, það er sami heili og var<br />

í risaeðlunum. Risaeðlurnar dóu út vegna þess að<br />

heilinn hafði ekki þörf fyrir þær lengur.“<br />

„Tími tippisins er svolítið liðinn og öld píkunnar<br />

er svolítið að upp rísa.“<br />

Hlín: „Finnst þér að heimurinn sem er að speglast<br />

í þessum heila á einhvern hátt hafi eitthvað með<br />

þetta að gera, eða er þetta tvennt ólíkt, heilinn og<br />

heimurinn? Er heimurinn viljugt verkfæri eða gerandi?“<br />

Jón Gnarr: „Heilinn er gerandinn. Við höfum<br />

lifað mannkynssöguna. Ég myndi til dæmis segja,<br />

þegar talað er um vilja, að typpi hafi frekar frjálsan<br />

vilja heldur en einstaklingurinn sem að það ber.<br />

Þetta hefur verið voða typpamiðaður heimur sem<br />

við höfum lifað í. Typpið hefur sem sagt fengið<br />

sínu framgengt, þar til eiginlega bara mjög nýlega.<br />

Eins og bara þegar við erum að tala um Íslandssöguna.<br />

Á Íslandi á miðöldum voru menn sem þóttu<br />

kvensamir, áttu börn víða og nutu „kvenhylli“.<br />

Þetta voru bara nauðgarar sem nauðguðu varnarlausum<br />

konum. Þetta hafði ekkert með neina<br />

kvenhylli eða neitt að gera. Þeir nauðguðu bara<br />

hverri konu sem þeir komust í tæri við og það þótti<br />

bara allt í lagi. Ég meina, konur áttu kannski ekki<br />

um neitt annað að velja en að festa sig manni sem<br />

valdi þær. Ef þær voru þjónustufólk þá áttu þær<br />

engra kosta völ annað en að hlaupa í burtu eða<br />

fela sig. Þær höfðu engan að leita til og þetta þótti<br />

frekar samfélagslega „accepterað“. Þetta voru<br />

bara „kvennamenn“ og þeir nutu mikillar „kvenhylli“.<br />

Þetta hefur heilanum þótt í góðu lagi, vegna<br />

þess að þetta samræmist hans markmiðum að<br />

viðhalda sjálfum sér og búa til nýjar manneskjur<br />

sem innihalda nýja heila.<br />

Síðan hefur þetta breyst. Við stöndum núna á<br />

merkilegum tímamótun, í rauninni mjög merkilegum<br />

tímamótum í mannkynssögunni, þar sem<br />

typpið hefur ekki lengur það ægivald sem það<br />

hafði. Heilinn er að breytast, hann er að laga<br />

sig að nýjum aðstæðum. Og af því að mér finnst<br />

gaman að vera ögrandi og stuðandi...Tími typpisins<br />

er svolítið liðinn og öld píkunnar er svolítið<br />

að upprísa. Ég trúi því að þegar við verðum búin<br />

að eyðileggja allt líf og gera jörðina óbyggilega<br />

munum við flytja til Mars. Ég tel að fyrsta borgin<br />

sem verði byggð á Mars verði neðanjarðarborg, á<br />

meðan við erum að búa til lofthjúp. Þetta verður<br />

stærsta neðanjarðarmannvirki í mannkynssögunni<br />

og ég held að hún muni vera kölluð Uterus eða leg<br />

og við komum síðan út úr Uterus. Það verður okkar<br />

móðurlíf af því að heilinn er búinn að átta sig<br />

á því að við erum búin að nota typpið með góðum<br />

árangri, og nú eru breyttar aðstæður. Að vera sterkur,<br />

skiptir ekki eins miklu máli lengur. Nú skiptir<br />

meira máli að vera klár og það sem skiptir mestu<br />

máli er að vera klár í samskiptum. Það er það sem<br />

konur hafa svo gjarnan fram yfir menn, þær hafa<br />

samskiptahæfileika sem menn hafa ekki. Og kvenlega<br />

innsæið...Við höfum svona kynbundið orð<br />

yfir þetta: kvennaráð. Það er oft sagt að köld séu<br />

kvennaráð. Við erum að átta okkur á því, meira<br />

og meira, að konur eru á engan hátt vitsmunalegir<br />

eftirbátar karlmanna, en kvenmannslíkaminn<br />

hefur minni vöðvamassa. Þannig að það hefur gagnast<br />

mönnum vel til þess að kúga konur, en það<br />

er ekki hægt lengur. Við höfum byggt upp siðmenningu<br />

sem gefur konum rétt á betra lífi. Það er betra<br />

að vera kona í borg heldur en uppi í sveit, þó<br />

því sé sífellt haldið fram að það sé þveröfugt. Þú<br />

ferð bara upp í sveit til þess að láta misnota þig og<br />

nauðga þér og þannig hefur það alltaf verið. En<br />

þú ferð í borg því að þar eru upplýst stræti. Þar<br />

er lögregla sem fylgist með þér. Þar er kvennaathvarf<br />

sem þú getur leitað í ef einhver gengur of<br />

langt. Þar er öryggisnefnd. Það er bara ekkert uppi<br />

í sveit. Þar ertu bara ein. Óvarin. Þannig að þetta<br />

finnst mér. Og mér finnst þetta líka bara vera svo<br />

sanngjarnt. Typpið hefur fengið að ráða svo miklu<br />

17


svo lengi. Mér finnst bara alveg sanngjarnt að það<br />

verði breyting á því.“<br />

„Það er þunn lína milli heimsku og hugrekkis<br />

og mér finnst bæði nauðsynleg í góða heimspeki.“<br />

Hlín: „Í grein þinni Heimspeki er lífsstíll sem birtist<br />

í Vísi þann 18. júlí 2015 nefnir þú að þér finnist<br />

ástand íslenskrar heimspeki bágborið og að lítið sé<br />

til af frambærilegri íslenskri heimspeki. Hvað er<br />

það sem þér finnst íslenska heimspeki helst skorta?“<br />

Jón Gnarr: „Hugrekki. Hvað er hugrekki? Er það<br />

ekki yfirleitt óeigingjörn hegðun sem framkvæmd<br />

er í fljótfærni og af illa ígrunduðu máli? Hugrekki<br />

er yfirleitt framkvæmt í aðstæðum þar sem vinningslíkur<br />

eru litlar, en áhætta mikil og hulin mikilli<br />

óvissu. Hugrekki er því oft ákveðin tegund af<br />

heimsku. Að gera eitthvað nýtt, sem ekki hefur<br />

verið gert áður, krefst hugrekkis. Oft eru hlutirnir<br />

þannig að þú getur ekki fullreynt þá eða komist að<br />

því hvort þeir virki nema með því að prófa þá. Það<br />

tekur á að vera „original“. Fyrirbærið mistök eru<br />

veigamikill hluti af öllu skapandi ferli en eru menningarlega<br />

litin hornauga. Fólk skilur ekki mistök<br />

af því að þau virðast án innihalds; inntakslaus. En<br />

það er ekki rétt. Akademísk rétthugsun, í þrá sinni<br />

að vera vísindaleg, er því eðlislega á móti mistökum<br />

og refsar jafnvel fyrir þau. Ör framþróun í<br />

vísindum, sérstaklega taugavísindum og heilarannsóknum<br />

er á ákveðinn hátt ógn við hin svokölluðu<br />

hugvísindi. Virðingin fyrir trúarbrögðum er<br />

til dæmis á hraðri niðurleið. Heimspekin er fag<br />

sem er einhvers staðar á milli trúarbragða og vísinda<br />

og lendir illa í þessu.<br />

Íslenskt samfélag hefur ekki verið það „sívilíserað“<br />

að hér hafi nokkurn tíma þróast nein sérstök<br />

heimspeki. Ekki einu sinni tungumálið gerir okkur<br />

kleift að tjá okkur á heimspekilegan hátt. Ég get<br />

til dæmis ekki notað orð eins og siðmenning því það<br />

er einfaldlega lélegt. Menning er annað slæmt orð.<br />

„Sívilísasjón“ er borgarsamfélag og kúltúr merkir<br />

vöxtur, eitthvað sem vex og dafnar í samræmi við<br />

aðhlynningu.<br />

Það er engin heimspeki kennd í skólakerfinu og<br />

lítið af henni í almennri umræðu. Hún er aftengd<br />

almenningi. Hún er bundin við ákveðnar kreðsur<br />

með sterkar akademískar tengingar, aðallega<br />

HÍ, og snýst að mestu leyti um söguskoðun og<br />

kenningar, en lítið um „kreatíva“ hugsun, réttlæti,<br />

tungumálið, skólakerfið og að ég tali ekki um<br />

stjórnmálin. Það er mín reynsla að íslenskir heimspekingar<br />

séu að mestu ósýnilegir og hafi lítið fram<br />

að færa, utan kreðsunnar sem þeir tilheyra. Það<br />

mætti segja að þeir væru að mörgu leyti eins og<br />

sértrúarsöfnuður, nema þeir ganga ekki í hús.<br />

Íslenskt samfélag líður fyrir þetta. Allskonar umræða<br />

er á villigötum. Ég held að ástæðan fyrir því<br />

að heimspekingar blanda sér ekki meira í umræðuna<br />

sé sú að þeir eru hræddir. Þeir eru hræddir<br />

við óheflaðan almúgann og tungumálið sem hann<br />

talar. En mest eru þeir hræddir við að yfirgefa<br />

öryggi költsins og verða jafnvel útskúfaðir og taldir<br />

heimskingjar. Ég held að þarna leynist kjarninn<br />

í því sem er að. Þetta er nákvæmlega sama vandamál<br />

og hrjáir vinstri hreyfinguna, bæði hér á<br />

landi og annarsstaðar. Hún hefur þróast í húmorslausa<br />

akademíska elítu, sem allt þykist vita en ekkert<br />

kann. Þau vita ekki einu sinni hvað húmor er<br />

og hann er hluti af mannlegri greind.<br />

Heimspeki ætti að vera hluti af lífsstíl, heimspeki<br />

„as a way of life“. Ég vil fá meiri heimspeki í<br />

fjölmiðla, skóla og á Alþingi og sem eðlilegan hluta<br />

af almennri umræðu og hugtakanotkun. Íslensk<br />

heimspeki hefur aldrei náð að vera „kreisí“ en það<br />

þarf hún oft að vera til að ná í gegn, búa til eitthvað<br />

nýtt. Ég hef farið um allt og horfst í augu við<br />

allan andskotann. Ég hef lært með því að prófa.<br />

Ég gerðist trúaður og veit hvað það er. Ég hef verið<br />

stjórnmálamaður og nú starfa ég í fjölmiðlum. Og<br />

í öllu sem ég geri vinn ég með tungumálið. Ég fer<br />

18


stundum upp á móti straumnum. Ég er „kreisí“.<br />

Ég nota húmor. Að miklu leyti er allt mitt ævistarf<br />

byggt á heimsku og fljótfærni og nýjungagirni sem<br />

er svo andstætt hinu yfirvegaða og akademíska.<br />

Skilurðu hvað ég er að fara? Ég er heimspekingur<br />

og heimspeki er lífsstíll.<br />

Ég hef lesið verk eftir heimspekinga. Flest af því<br />

hef ég lítið skilið eða hreinlega ekkert. Ég skil<br />

Sókrates og taóistana og kannski Bertrand Russell.<br />

Wittgenstein er minn uppáhalds heimspekingur<br />

en það hefur minnst með heimspeki hans<br />

að gera. Ég hef engan sérstakan áhuga á henni.<br />

Trúarhugmyndir hans fara í taugarnar á mér, sem<br />

hann byggir að miklu leyti á Tolstoy. Ég hef miklar<br />

mætur á hugmyndafræði Tolstoy og sérstaklega<br />

hvernig hann blandar saman kristinni siðfræði og<br />

stjórnmálum. Það var Tolstoy sem fékk Gandhi til<br />

að frelsa Indland, en það er önnur saga. Ég elska<br />

Wittgenstein vegna ævisögunnar hans. Ég næ sambandi<br />

við hann í gegnum fáránlegt lífshlaup hans.<br />

Það er á ákveðinn hátt kómískt, tragí-kómískt.<br />

Og mér finnst sú heimspeki sem hann óafvitandi<br />

skapaði með lífstíl sínum oftast áhugaverðari<br />

en sú sem hann hugsaði og skrifaði. Það er þunn<br />

lína milli heimsku og hugrekkis og mér finnst bæði<br />

nauðsynleg í góða heimspeki.“<br />

Ég kveð Jón Gnarr með bros á vör og ríkari af<br />

sjónarhornum á tilveruna.<br />

19


Listin að yrkja heimspeki<br />

Um tengsl ljóðlistar og heimspeki með hliðsjón af nokkrum verkum<br />

Ægir þór Jähnke<br />

„In science one tries to tell people, in such a way as to be<br />

understood by everyone, something that no one ever knew<br />

before. But in poetry, it’s the exact opposite.“<br />

- Paul Dirac, Nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði<br />

Til hvers eru skáldin á þessum síðustu og verstu<br />

tímum? Spyr Heidegger sig, með orðum skáldsins<br />

Höderlin.[1] Þetta er þrálát og áleitin spurning<br />

sem ævinlega kallar á heimspekilegt svar.<br />

Tengsl heimspeki og bókmennta eru jafn gömul<br />

og fræðin tvö. Bæði flæða úr brunni tungumálsins<br />

sjálfs sem er birtingarmynd vangavelta mannsins<br />

um sjálfan sig og tilveruna. Þó hefur skáldskaparlistin,<br />

sá máttarstólpi andans, oft reynst tvíeggja<br />

sverð. Það liggur í eðli hennar að geta sagt meira<br />

en það sem strangt til tekið er satt. Þess er<br />

skemmst að minnast að Plato hafði svo mikið álit<br />

á skáldskap að hann vildi gera skáldin útlæg úr<br />

fyrirmyndarríki sínu, þar sem máttur þeirrar listar<br />

gæti ellegar spillt hinu stranga skipulagi fræðimannaveldisins.<br />

Aristoteles var sammála Plato um<br />

mátt skáldskapar en var, ólíkt læriföður sínum,<br />

frekar reiðubúinn að nýta þann mátt en bæla hann<br />

niður. Samkvæmt Aristoteles segir skáldskapurinn<br />

ekki hvað var heldur hvað gæti orðið (eða hvað<br />

gæti hafa verið). Því er skáldið heimspekilegra í<br />

hugsun sinni heldur en sagnfræðingur eða viðlíka<br />

fræðimaður. Skáldsins er að tjá hið almenna fremur<br />

en hið einstaka. Allt frá dögum Aristotelesar hefur<br />

styrinn staðið um tengsl bókmennta við heimspeki<br />

en í grófum dráttum mætti segja að þessi fræði hafi<br />

jafnan verið ótryggir bandamenn. Skáldskapur<br />

þykir þannig oft illa eiga heima í hreinni heimspeki<br />

en að sama skapi er það almennt illa þokkað ef<br />

heimspekitexti er gersneyddur öllu bókmenntalegu<br />

gildi. Heimspekin skyldi helst verka sem sía svo<br />

að lækur hennar flæði sem tær og stríður straumur<br />

úr silalegu korgblikuðu flæði bókmenntafljótsins.<br />

Stafar þetta mikið til af því að sá heimur sem við<br />

byggjum í dag einkennist öðru fremur af ofsatrú<br />

mannsins á endalausar framfarir í krafti sinnar eigin<br />

snilligáfu. Vísindahyggja hefur víðsvegar tekið<br />

stöðu trúarbragða og í þeim veruleika efnisblætis<br />

sem hún hefur skapað er það vart til siðs lengur að<br />

vinna að nokkru nema það hafi viðurkenndan og<br />

nytsamlegan tilgang. Heimspeki hefur ekki farið<br />

varhluta af þessari þróun þar sem hún er oftar<br />

en ella drifin á vit kerfisbundinnar fræðahugsunar<br />

um einstaklega þröng og þurr viðfangsefni. Líkt og<br />

bókmenntir og listir þarf hún gjarnan að réttlæta<br />

sinn eigin tilverugrundvöll og virðist í þeim efnum<br />

oft fara þá leið að einblína um of á formgerð síns<br />

eigin afmarkaða veruleika. Fagurfræðilegar bókmenntir<br />

glíma einnig við óbifandi tilvistarkreppu<br />

en lausn þeirra þrenginga hefur hins vegar yfirleitt<br />

verið með öðrum hætti. Vissulega hafa einstaka<br />

höfundar eða stefnur endrum og sinnum fallið í<br />

þá gryfju að mæna í eigin nafla svo sem var siður<br />

sumra rómatískra skálda eða sporgöngumanna<br />

náttúrulegrar raunhyggju. Aftur á móti er það<br />

alla jafna álitið einkenni góðra bókmennta að þær<br />

dragi fram eitthvað dulið eða varpi ljósi á sammannlega<br />

þætti þá sem tengja saman alla okkar<br />

persónulegu heima. Bókmennta sem mistekst að<br />

gera þetta á skilmerkilegan hátt bíður sjaldnast annað<br />

en að grafast undir skriðu sér verðugri verka.<br />

Því er það að bókmenntir og heimspeki hafa<br />

bundist sínum ótraustu böndum. Markmið beggja<br />

greina eru í grunninn þau sömu og skilin oft óljós.<br />

Til þess að vera læsileg öðrum en þeim sem<br />

sjálfir lifa innan formkerfa skipulegrar heimspeki<br />

þarf sú grein að sækja í uppsprettu sína í bókmenntum.<br />

Sömuleiðis þurfa bókmenntirnar ávallt að<br />

20


grípa athyggli lesandans með því að varpa hulunni<br />

af leyndum hugarfylgsnum mannsins og spyrja í<br />

góðum stíl þeirra áleitnu spurninga sem einkenna<br />

alla heimspeki. Hvergi eru þessi víðtæku tengsl<br />

bókmennta og heimspeki ljósari en þar sem einna<br />

mest virðist bera í millum sé horft til hreinræktaðra<br />

texta. Grasrót beggja greina byggir á sömu<br />

undirstöðum en það er ljóðlistin. Hana má líta á<br />

sem frumafsprengi tungumálsins sjálfs. Víst eru<br />

margir í dag sem fljótir væru til að kasta fyrir róða<br />

slíkum fánýtum fræðum, en merkilegra til muna<br />

er þó hve margir eru enn síður en svo reiðubúnir<br />

til slíks. Ljóðlistin hefur fylgt manninum frá örófi<br />

og virðist vera sá angi bókmenntanna sem auðveldast<br />

á með að enduruppgötva sjálfan sig í brjósti<br />

og huga hvers einasta mannsbarns sem leyfir sínum<br />

þönkum að sveima. Athugun heimsins hefst<br />

innra með manninum sjálfum og það er í hinni<br />

frumstæðustu mynd slíkra athugana á mannlegu<br />

eðli sem hugleiðingar okkar birtast í einlægu og<br />

óformlegu tungutaki ljóðsins.<br />

Það er ekki að ástæðulausu að sérstakt málfar er<br />

tileinkað ljóðlist. Skáldamál er hugtak sem líta má<br />

sem uppskeru þess að yrkja tungumálið á sama<br />

hátt og þú uppskerð af því sem þú sáir þegar þú<br />

yrkir jörðina. Tungumálið er lifandi hlutur sem<br />

þarf að yrkja svo að hann dafni. Og ljóðlistin<br />

er hin fyrsta uppspretta þess straums sem síðan<br />

vindur upp á sig og breikkar á eilífri leið sinni til<br />

móts við alheimshaf þekkingarinnar. Það þarf<br />

ekki annað en að íhuga fyrsta stórvirki bókmenntasögunnar<br />

til að átta sig á tengslum heimspeki<br />

og skáldskapar. Í hinu ævaforna söguljóði um Gilgamesh<br />

segir frá forsögulegum konungi sem þrátt<br />

fyrir árþúsunda aðskilnað frá okkar tímum kemur<br />

þó okkur í dag fyrir sjónir sem mannlegur einstaklingur<br />

sem glímir við sömu spurningar og sækja<br />

á okkur enn. Þetta ljóð fjallar um byrði mannsins<br />

og leit þá að tilgangi í lífinu sem einkennt hefur<br />

allar bókmenntir og heimspeki allar götur síðan.<br />

Það er aðeins með tungumáli ljóðlistarinnar sem<br />

slíkar grundvallarspurningar urðu fyrst orðaðar<br />

og koma þessar sömu tilvistarspurningar fram í<br />

öllum fornum goðsögum og hetjukvæðum. Það<br />

hefur orðið hlutverk heimspekinnar að greina og<br />

skýra með aðstoð mótaðra bókmennta þær spurningar<br />

sem brenna jafn á hugum allra manna.<br />

Maðurinn glímir við eilífa tilvistarkreppu. Við<br />

stöndum ævinlega frammi fyrir því að þurfa að<br />

réttlæta eigin tilvist gagnvart tilviljunarkenndum<br />

og afskiptalausum veruleika. Þetta gerum við með<br />

því að íhuga okkar eigin stað í tilverunni, með því<br />

að afmarka og skilgreina okkar eigið sjálf og með<br />

því að reyna að tjá þá afmörkun og staðfesta skilgreininguna<br />

með vísun í það sem utan hennar liggur.<br />

Allar okkar tilraunir til að orða undirstöðusetningar<br />

þeirrar rökfræði sem verund okkar byggir á<br />

eru þá ekki annað en frumstætt ljóð. Í raun mætti<br />

jafnvel halda því fram að tungumálið sjálft sé ekki<br />

annað en firna langt og ógnarlega margslungið<br />

ljóð sem mannkynið hefur ort í sameiningu til að<br />

reyna að tjá heild sinnar tilveru. Slíkar vangaveltur<br />

liggja þó utan við það sem ég er að einblína á<br />

hér. En sökum þess hve erfitt þetta verkefni reynist<br />

okkur flestum þá sitjum við oftar en ekki uppi með<br />

ófullkomna kenningu (eða kenningar) um heiminn<br />

og okkur sjálf. Viðamestu afsprengi slíkrar kenningarsmíði<br />

eru hugmyndakerfi líkt og trúarbrögð<br />

sem mótast hafa úr geipilegum fjölda tilrauna<br />

óteljandi einstaklinga til að formgera heiminn<br />

fyrir sjálfum sér og öðrum. Heimspekikerfi byggja<br />

á sömu lögmálum. Allt sprettur þetta að endingu<br />

upp úr frumstæðum spurningum um tilgang lífsins<br />

sem vaknað hafa í takt við uppgötvun mannsins á<br />

heiminum.<br />

Frá Gilgameshkviðu til Ginsberg liggur rauður<br />

þráður. Í öllum mönnum blundar samskonar lund<br />

og lífið leggur svipaðar þrautir fyrir alla menn.<br />

Við höfum fleiri valkosti nú á dögum við leitina<br />

að lífsfyllingu auk þess sem við höfum val á fleiri<br />

tilbúnum lausnum við stóru spurningunum en<br />

nokkurntíman áður. Enn sem komið er hefur þó<br />

21


hvorki vísindum né neinu öðru hugmyndakerfi<br />

tekist að leysa að ráði úr tilvistarkreppu mannsins.<br />

Þvert á móti virðist oft sem hinn öri og sístækkandi<br />

heimur sem við byggjum framkalli þrávallt<br />

ásæknari spurningar. Trúarbrögð eru víða á undanhaldi<br />

þar sem skýringarmáttur þeirra fer þverrandi.<br />

Vísindin megna ekki að fanga ímyndunarafl<br />

fjöldans á sama hátt og því síður er það á færi<br />

strangfræðilegrar heimspeki. Á sama tíma ágerast<br />

og félagsleg vandamál líkt og einangrun, taugastreita<br />

og viðlíkir kvillar. Heimurinn stækkar og við<br />

minnkum og missum tengslin við náttúruna og<br />

aðra menn. Það er því oft á tímum sem þessum að<br />

hugur mannsins leitar þeim mun meira inn á við<br />

á svið einlægra og persónulegra rannsókna á eigin<br />

tilvist. Gilgameshkvið má þannig að einum kosti<br />

líta á sem tilraun mannsins til að meðtaka og túlka<br />

sína eigin breyttu stöðu í heimsmyndinni eftir tilkomu<br />

borgarmenningar og akuryrkju. Ætla má að<br />

þá sem nú hafi breyttar aðstæður gert tilvistarlegar<br />

spurningar þeim mun áleitnari ásamt því að skapa<br />

áður óþekkt vandamál.<br />

Í rás bókmenntasögunnar hafa tilvistarvandamálin<br />

jafnan verið þau sömu en einungis ágerst í fyllingu<br />

tímans. Líkt og yrkisefni ástarljóða breytist ekki öld<br />

fram af öld þá gildir hið sama um efni og inntak<br />

verufræðilegra ljóða. Á 16. öld skrifaði Sir Philip<br />

Sidney varnarræðu fyrir ljóðlistina[2] og ver þar<br />

notagildi ljóðsins. Samkvæmt honum virkjar ljóðið<br />

orku skáldskaparins í þágu frumspeki og siðferðislegra<br />

hugleiðinga með því að beina huga mannsins<br />

í sinni þekkingarleit. Samskonar kenningar<br />

eru í raun innbyggðar í ljóðagerð allt frá fornöld<br />

til okkar tíma og brjótast sérstaklega fram á tímum<br />

mikilla umbrota og meðfylgjandi gerjunar mannlegrar<br />

hugsunar. Í upphafi iðnbyltingarinnar orti<br />

William Wordsworth um heim heltekinn efnishyggju<br />

og úr tengslum við náttúruna í ljóðinu The<br />

World Is Too Much With Us (ca. 1802):<br />

The world is too much with us; late and soon,<br />

Getting and spending, we lay waste our powers:<br />

Little we see in Nature that is ours;<br />

We have given our hearts away, a sordid boon.[3]<br />

Angist Wordsworth yfir framtíð mannsins í þessari<br />

nýju og ókunnu veröld er af sama meiði og uggur<br />

þess mannkyns sem persónugervist í söguhetju<br />

Gilgameshkviðu. Öll berum við samskonar tilvistarþunga<br />

á herðum og birtist í þessu ljóði, sérstaklega<br />

á hinum síðustu og verstu tímum eins og<br />

skáldið myndi orða það. Hugarkvöl Wordsworth<br />

og samtímamanna hans á þessum byltingartímum<br />

kemur sterk fram í rómatísku stefnunni í bókmenntum.<br />

Rómatíkin var svar við yfirþyrmandi umróti<br />

samfélagsins og um leið viðbragð við ofstopafullri<br />

framfaratrú Upplýsingarstefnunnar sem leitt hafði<br />

til þess umróts. Afleiðingar iðnbyltingarinnar og<br />

umbrota þeirra sem fylgdu á 19. og 20. öld áttu<br />

svo eftir að leiða bæði heimspeki og bókmenntir<br />

aftur saman inn á svið hughyggju og hinna einlægu<br />

og persónulegu tilvistarspurninga.<br />

Fallvaltleiki alls og smæð mannsins hafa gjarnan<br />

verið kveikjan að ágengum hugleiðingum um okkar<br />

tilgang. Eitt frægasta ljóð Percy Bysshe Shelley<br />

er sonnettan Ozymandias þar sem hann yrkir um<br />

brotna styttu af hinum mikla konungi Forn-Egypta.<br />

Lokalínurnar hljóða svo:<br />

And on the pedestal these words appear:<br />

‘My name is Ozymandias, king of kings:<br />

Look on my works, ye Mighty, and despair!’<br />

Nothing beside remains. Round the decay<br />

Of that colossal wreck, boundless and bare<br />

The lone and level sands stretch far away.[4]<br />

Góðvinur Shelley, skáldið Horace Smith, orti einnig<br />

sonnettu um sama efni en gengur lengra því<br />

í lokalínum sínum sér hann fyrir sér veiðimenn<br />

framtíðar elta bráð sína að rústum Lundúna og<br />

standa þar jafn gáttaðir fyrir rústum þeim og við<br />

í dag fyrir brotnum styttum hinna fornu Egypta.<br />

Vangaveltur sem þessar hljóta iðulega að beina<br />

skáldinu inn á við í leit að merkingu á svipaðan<br />

hátt og Descartes gerði með sinni efahyggju. Ef<br />

22


heil siðmenning getur horfið sem dögg fyrir sólu<br />

hvar getur þá einstaklingurinn fundið sinni tilvist<br />

merkingu? Baudelaire kafaði djúpt í hyldýpi<br />

nafnleysis og einangrunar mannsins á tímum öra<br />

samfélagsbreytinga í Parísarhluta Les Fleurs du Mal<br />

(1857) þar sem hann líkir borginni við mauraþúfu<br />

þar sem einstaklingurinn hefur tapað gildi sínu.<br />

Árið 1929 orti Davíð Stefánsson á svipuðum nótum<br />

í ljóðinu Gestur þar sem tilvistarangistin skín<br />

sterk:<br />

Spurðu mig ekki um bliknuðu blöðin, sem brotna<br />

af lífsins eik.<br />

- Við skiljum lítið og skynjum fáttog skrifum<br />

í vatn og reyk.[5]<br />

Tuttugusta öldin hefur verið mesta umbrotaskeið<br />

í sögu mannsins og hafa átök hennar og angist<br />

skilað sér af krafti í bæði heimspeki og skáldskap.<br />

Síðan á miðri 19. öld hafa verk manna eins og Kierkegaard,<br />

Nietzsche, Kafka, Dostoyevsky, Baudelaire,<br />

Rainer Maria Rilke og fleiri lagt grunninn<br />

að sívaxandi samstarfi heimspeki og bókmenntanna,<br />

sér í lagi á sviði tilvistarspeki. Í höndum heimspekinga<br />

eins og Camus og Sarte; rithöfunda eins<br />

og Jack Kerouac eða Philip K. Dick og ljóðskálda<br />

eins og T. S. Elliot og Allen Ginsberg hafa þessi<br />

tengsl svo eflst í krafti sívaxandi veruleikakrísu<br />

einstaklingsins. The Waste Land eftir Elliot er, svo<br />

dæmi sé tekið, áminning um stöðu mannsins í<br />

brotakenndum veruleika þar sem ekkert varir og<br />

framtíðin er í besta falli óþekkjanleg. Ljóðið sjálft<br />

er endurspeglun á þessum veruleika, brotakennt<br />

og ógnvekjandi í dulúð sinni. Það sama vakir fyrir<br />

Allen Ginsberg í stórvirkinu Howl sem fjallar um<br />

átök kynslóðar sem ólst upp á skjön við úrelt kerfi<br />

foreldra sinna í heim á barmi hugarfarsbyltingar.<br />

Upphafslínur ljóðsins lýsa örlögum þeirra sem fengu<br />

ekki yfirstigið sína persónulegu tilvistarkreppu:<br />

„I saw the best minds of my generation destroyed<br />

by madness...“[6] Þá hafa Íslendingar átt gríðarlega<br />

frambærileg tilvistarfræðileg skáld svo sem<br />

Stein Steinarr og Gunnar Dal en fyrsta ljóðabók<br />

þess síðarnefnda heitir einmitt Vera (1949). Í þeirri<br />

bók er að finna ljóðið Í undirheimum sem lýkur með<br />

þessu ávarpi til mannsins:<br />

Þinn frjálsi andi allt skal reyna, aldrei flýja skugga<br />

neina. Um eðli lífs skal engu leyna anda, sem til<br />

himins snýr.<br />

- Í myrkrum finnst hið innsta, eina,er<br />

í djúpum lífsins býr.<br />

Það er höfuðverkefni ljóðagerðar að tjá á nýjan og<br />

frumlegan hátt það sem allir vita ómeðvitað. Segja<br />

má að ljóðið sé rannsókn á a priori verufræðilegum<br />

spurningum sem leynast í meðvitund allra manna.<br />

Ljóðið er frumstæð tilraun til þess að smíða<br />

persónulegt hugmyndakerfi sem síðar getur vaxið<br />

og dafnað í þróaðari útgáfum annara greina.<br />

Ljóðið er jafnframt einlægara og hefur mátt til<br />

að snerta við fólki á hátt sem fáir eða engir aðrir<br />

miðlar geta. Þess vegna ætti hið bundna mál ávallt<br />

að fá að flæða í og úr stórfljóti bókmenntanna.<br />

Bæði sem uppspretta og affall. Heimspeki er sem<br />

tær straumur, en straumur sem er of tær er sviptur<br />

lífrænum eiginleikum og verður þannig ófrjór.<br />

Sem heimspekinemi þá fæ ég oft spurninguna: „Af<br />

hverju ertu að læra þetta? Hvað ætlaru að gera við<br />

þetta?“ Stutta svarið er að ég er að þessu því mér<br />

finnst þetta áhugavert. Fyrir sjálfan mig. Þegar ég<br />

er spurður hvenær ég ætli að klára heimspekina þá<br />

svara ég því iðulega til að maður er í raun aldrei<br />

búinn að læra heimspeki. Það er eitt af því sem<br />

er svo gaman við það. Heimspeki kennir manni<br />

að það þarf ekki að vera einhver afmarkaður undirliggjandi<br />

tilgangur með öllu sem maður gerir.<br />

Ástæðan fyrir því að ég sem ljóð og hef áhuga á<br />

þeim er líka sú sama. Ljóð eru fyrir fólk. Þau eru<br />

sammannleg áminning um þann hugarheim sem<br />

við öll deilum. Og það ætti heimspeki líka að vera.<br />

Til hvers eru skáldin á þessum síðustu og verstu<br />

tímum? Þau eru heimspekingar náttúrunnar sem<br />

yrkja tungumál heimsins.<br />

[1] Ritgerðin „What are poets for“ [2] An Apology for Poetry (1595) [3] English Romantic Poetry: An Anthology, bls 51 [4] English Romantic Poetry: An Anthology, bls 147<br />

[5] Davíð Stefánsson, Kvæðasafn II., bls 203 [6] Allen Ginsberg, Howl, Kaddish and other poems, bls 1<br />

23


Bjórinn sem bætti heiminn<br />

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir<br />

Í Lundarháskóla er lífið létt. Hér eru engir lundar<br />

en flestir eru léttir í lund. Kennararnir koma alltaf<br />

korteri of seint og biðjast afsökunar ef þeir muna<br />

ekki nöfnin á nemendum. Ég læri hagafræði á ensku<br />

en í fyrsta tímanum mínum skipti kennarinn<br />

skyndilega yfir í frönsku. Ég velti fyrir mér hvort<br />

franska sé svona almannaþekking á meginlandinu,<br />

allavega í jafnmikilli menntaborg eins og Lundur<br />

er. Hér eiga allir Iphone og flestir styðja Bernie<br />

Sanders.<br />

Um fyrirtæki og samfélagið<br />

Svíarnir eru ágætir, ekkert svo ólíkir Íslendingum.<br />

Þeir heilsa aldrei né kveðja nema kennarinn minn<br />

sem segir stundum, au revoir eða hej då (þá held<br />

ég að hann sé að kalla á mig því ég heiti Heiða).<br />

Hann talar stundum um hvernig fyrirtæki geta haft<br />

slæm áhrif á samfélög. Áfanginn sem hann kennir<br />

heitir nefnilega Business and Society og fjallar um<br />

sögu fyrirtækja í samfélaginu. Í þeim áfanga er ég<br />

búin að gera verkefni um fyrirtæki á borð við Shell<br />

sem notfæra sér Nígeríumenn, drepa fiskana þeirra<br />

og menga vatnið og loftið. Samt sem áður hefur<br />

Shell stóra deild innan fyrirtækisins sem á að sjá<br />

um samfélagslega ábyrgð þar sem grunngildi eru<br />

sett fram á borð við „traust, heiðarleiki og virðing<br />

fyrir fólki“.<br />

Við lærum líka um fyrirtækja sem hafa jákvæð<br />

áhrif á samfélagið eins og sænska tæknifyrirtækið<br />

Thurne Teknik. Eitt það merkilegasta sem ég hef<br />

lært hingað til er þegar Ulf Stenerhag, framkvæmdarstjóri<br />

Thurne Teknik sagði mér söguna af bjórnum<br />

sem gæti bætt heiminn.<br />

Sagan af bjórnum:<br />

Einu sinni, í konungsríki ekki svo langt í burtu var<br />

forstjóri sem fékk flugu í hausinn. Hann hafði ekki<br />

mikla trú á því sem viðskiptafræðingar kalla samfélagslega<br />

ábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social<br />

Responsibility). Sænski forstjórinn Ulf vildi auka<br />

ábyrgð í dagleg vinnubrögð, til að liðka upp á<br />

starfsandann en aðallega til þess að auka afköst.<br />

Flugan sem Ulf fékk í hausinn var að starfsfólk<br />

Thurne Teknik mundi saman framleiða eina<br />

árgerð af bjór.<br />

Til varð bjórinn Not For Sale Ale í samstarfi við<br />

góðgerðasamtökin Not For Sale sem vinna gegn<br />

mansali, aðallega í Evrópu. Þar sem hluti starfsemi<br />

Thurne Teknik er að útvega brugghúsum tækni og<br />

tól var bjórframleiðsla góð leið fyrir starfsfólk til<br />

að setja sig í spor viðskiptavina. Á sama tíma létu<br />

þau gott af sér leiða þar sem 100% af gróðanum<br />

fór í fjárfestingu til samtakanna Not For Sale. Eftir<br />

vel heppnaða framleiðslu fengu fyrstu viðskiptavinirnir<br />

bjórinn í hendur en það voru þau Silvía<br />

og Carl XVI Gústaf sem ríkja yfir Svíaveldinu. Í<br />

kjölfarið jukust vinsældir bjórsins gríðarlega.<br />

Fyrirspurnir streymdu inn frá fólki og fyrirtækjum<br />

sem vildu leggja sitt af mörkum til að hjálpa<br />

við framleiðslu og markaðssetningu bjórsins. Fólk<br />

bauðst til að hanna vörumerki, kynna bjórinn fyrir<br />

veitingastöðum og fjalla um hann í fjölmiðlum.<br />

Ein árgerð af bjórnum virtist ekki duga svo úr<br />

varð að stofna fyrirtækið Not For Sale Ale AB.<br />

Samtökin í Úganda gegn mansali í Evrópu<br />

Engin lán voru tekin til að stofna fyrirtækið og stofnfé<br />

var ekkert. Mörg fyrirtæki eru rekin með smá<br />

tapi fyrst um sinn á meðan verið er að byggja þau<br />

upp en þar sem markmiðið með bjórnum var að<br />

fjárfesta hagnaðinn í Not For Sale þurfi fyrirtækið<br />

24


að koma út í plús. Ulf varð nú orðinn tvöfaldur<br />

forstjóri en sem forstjóri Not For Sale Ale ákvað<br />

hann að neita aldrei fólki sem vildi aðstoða. Í<br />

framhaldi varð til svokallað „Ambassadorship of<br />

Action“ þar sem ábyrgð er dreift milli sendiherra<br />

Not For Sale Ale víða um heim. Sendiherrarnir<br />

eru nú orðnir milli 300 og 400 talsins.<br />

Velgengni Not For Sale Ale fór vonum framar og<br />

framtíð fyrirtækisins virðist björt. Markmiðið núna<br />

er að efla samfélög með því að koma á staðbundinni<br />

framleiðslu á svæðum eins og í Karbala,<br />

Úganda. Not For Sale Ale getur útvegað tæknina,<br />

bragðið og vörumerkið á meðan sendiherrar<br />

á svæðinu sjá um að finna fjárfesta og framleiða.<br />

Bjórinn hefur nefnilega notið gríðarlega vinsælda<br />

í Úganda þar sem heimamenn voru svo heillaðir<br />

að málefninu að þeir stofnuðu góðgerðasamtök í<br />

Karbala til að vinna gegn mansali í Evrópu.<br />

Krafturinn sem vörumerkinu fylgir hefur ekki bara<br />

styrkt bjórinn heldur líka haft bein áhrif á afkomu<br />

Thurne Teknik. Upphaflegi tilgangurinn að auka<br />

afköst starfsmanna tóks þar sem framleiðni jókst<br />

um 40% eftir að Not For Sale Ale byrjaði miðað<br />

við sömu tækni og sama starfsfólk. Áður hafði<br />

framleiðnið verið stöðug í 15 til 20 ár. Viðskiptavinir<br />

urðu ánægðari og starfsumsóknir voru nú<br />

fleiri en nokkru sinni. Traust til fyrirtækisins og almenningsálit<br />

er nú jákvæðara en nokkru sinni fyrr.<br />

supply chain, tainting the food we eat, the clothes<br />

we buy, and the electronics we love.“<br />

Samfélagleg ábyrgð fyrirtækja er orðið mjög óljóst<br />

hugtak nú á dögum þar sem grunngildi á borð<br />

við „virðing fyrir fólki“ missa gildi sitt þegar hluti<br />

framleiðslu fyrirtækis fer fram af þrælum. Samfélagsleg<br />

ábyrgð fyrirtækja hlýtur því að eiga að<br />

vera hluti af kjarnastafsemi fyrirtækis og eiga við<br />

í öllum hliðum rekstursins, frá framleiðslu til sölu.<br />

Ulf Stenerhag taldi að til þess að auka ábyrgð innan<br />

fyrirtækja þyrfti að þjálfa starfsfólk í ábyrgum<br />

vinnubrögðum. Honum tókst ekki bara að auka<br />

hagnað í Thurne Teknik heldur tókst honum að<br />

stofna nýtt fyrirtæki án stofnfés með vinnuafli í<br />

sjálfboðavinnu.<br />

Fyritæki geta nýtt sér sérþekkingu sína eða sérlegar<br />

aðstæður til að öðlast þann kraft sem fylgir vörum<br />

á borð við Not For Sale Ale. Með tímanum verða<br />

fyrirtækja sem stunda ábyrg viðskipti vonandi fleiri<br />

og fjöldi þræla í heiminum minni. Þá getum við<br />

haldið áfram að njóta þess að neyta.<br />

Skál.<br />

-Heiða Vigdís Sigfúsdóttir<br />

Hagfræði- og smá sagnfræðinemi í HÍ, skiptinemi í Lundi<br />

og wannabe heimspekingur.<br />

Um nautnina að neyta<br />

Á Norðurlöndunum búa um það bil 26 milljónir<br />

manns. Fólk í þrældómi er um fjórum milljónum<br />

fleira, það er fast í ánauði, glæpasamtökum eða við<br />

framleiðslu. Þrælar koma að næstum öllum varningi<br />

sem við njótum að neyta, eins og segir á heimasíðu<br />

Not For Sale:<br />

„Slavery is wrapped up in almost every industry’s<br />

25


Vegurinn sem hreyfist og innri fjársjóðurinn.<br />

„...þrátt fyrir að enginn geti átt hann gleður hann alla.“<br />

Viðtal við Rúrí<br />

Á leið minni til fundar við myndlistarmanninn<br />

Rúrí svipaðist ég um eftir regnboganum<br />

sem hún hafði stillt út í glugga til að hjálpa<br />

mér að rata. Brátt fann ég vinnustofuna hennar<br />

og fékk að vita meira um hvers vegna<br />

Rúrí lítur á list sína sem heimspeki. Hún fjallaði<br />

meðal annars um samband mannsins<br />

við náttúruna og alheiminn og leit hans að<br />

sjálfum sér, tengsl listar og heimspeki, eðli<br />

hugrekkisins og viskunnar og hófstillinguna<br />

sem móður dyggða. Rúrí fjallaði einnig um<br />

regnbogann, sem enginn getur kastað eign<br />

sinni á en alla gleður, og deildi með lesendum<br />

vísbendingum um leiðina að gullinu<br />

sem goðsögnin segir að sé að finna undir regnboganum,<br />

en er í reynd innri fjársjóður.<br />

Hlín: „Þú segir að þú lítir á þína list sem heimspeki.<br />

Hvers vegna skilgreinirðu hana þannig?“<br />

Rúrí: „Ég lít á heimspeki sem allt sem viðkemur<br />

mannlegum samskiptum og mannlegu samfélagi.<br />

Áður en ég fór að nota þessa samlíkingu um list<br />

og heimspeki, þá sagði ég stundum, var með svona<br />

„yfirlýsingu“ um, að list mín fjallaði um tilvist<br />

mannsins og samband hans við náttúruna, jörðina<br />

og alheiminn. Manninn í óratíma veraldar. Og ég<br />

held að þetta hljóti að vera dálítið heimspekilegt.<br />

Ég sé engan tilgang í að gera myndverk bara til<br />

skrauts. Það er til þannig list og það er allt í lagi.<br />

Það er bara fínt, en það eru nógir aðrir sem sinna<br />

þeirri tegund listarinnar. Þannig að ég get einbeitt<br />

mér að þeirri list sem stendur hjarta mínu næst.<br />

„Hver erum við? Hvert stefnum við? Hvaðan<br />

komum við?“<br />

Strax í fyrstu verkum mínum, þá fara að koma<br />

fram ákveðnir þræðir, svona rauðir þræðir, sem<br />

liggja síðan í gegnum allan ferilinn. Fyrst er ég<br />

reyndar dálítið mikið að vinna með sjálfsmyndina,<br />

eða ímyndina, eða það sem er kallað á ensku<br />

„identity“. Hver er ég og hvert stefni ég? Reyndar<br />

ekki „ég“ heldur í fleirtölu. Hver erum við? Hvert<br />

stefnum við? Hvaðan komum við? Það síðasta<br />

ætti reyndar að vera fyrst í röðinni. Og þetta eru<br />

náttúrulega klassískar spurningar og svo sem engin<br />

algild svör til við þeim, en þær eru mjög mikilvægar<br />

og geta verið mjög leiðbeinandi í sambandi<br />

við hugleiðingar. Ég lít svo á að ég er skoðandi<br />

og ég skrái það sem ég sé og athuganir mínar í<br />

listaverkin.<br />

Í byrjun vann ég mikið með tvö þemu, annars<br />

vegar náttúruvitund og hins vegar vitundina um<br />

ranglæti og ofbeldi. Framan af vann ég talsvert<br />

með ofbeldi og hvaða afleiðingar það kann að<br />

hafa, og vann verk sem kalla mætti framtíðarfornleifafræði.<br />

Í verkum sem oft báru undir- eða<br />

yfirtitil „tími“, var ég að skoða hvernig mannanna<br />

verk sem við teljum kannski vera afskaplega<br />

stöðug og varanleg breytast með tímanum. Til<br />

dæmis í þessu verki þarna sem heitir „Desolation“,<br />

(http://ruri.is/2011/09/27/desolation/). Þau<br />

geta breyst hratt og þau geta breyst hægt. Skoða<br />

hvernig byggingar verða að rústum. Það getur<br />

gerst á hundruðum ára vegna veðrunar og skorts á<br />

viðhaldi en það getur líka gerst á einni nóttu vegna<br />

hernaðaraðgerða. Og svo er það eiginlega síðasta<br />

stóra verkið sem ég vann í þessari kategóríu eða<br />

þessum flokki „Paradís? - Hvenær?“ (http://ruri.<br />

is/is/2011/10/17/paradis-hvenaer/) var gert og<br />

sýnt 1998. Verkið er innsetning og fjallar um afleiðingar<br />

ofbeldis, um afleiðingar sem sagt stríðsátaka,<br />

hernaðarátaka, og ég tók fyrir tímabilið<br />

26


1988-1998. Þessi verk fjölluðu um ofbeldi gegn<br />

einstaklingum, þjóðfélagshópum og þjóðum. Ég<br />

hef gert hlé á þessum verkum síðan og sneri mér<br />

að ofbeldi gagnvart náttúru.<br />

Ég lít svo á að jörðin og náttúran og mannkynið<br />

séu nátengd. Við lifum í „symbíótísku“ sambandi<br />

við jörðina. Við komumst ekki af án hennar. Við<br />

vitum ekki hvort hún kemst af án okkar, það eru<br />

allar líkur á því. Þannig að ofbeldi gegn mönnum<br />

og ofbeldi gegn náttúru, eða jörðu, það eru eins<br />

og tvær hliðar á sama peningnum. Á þessum tíma<br />

var að koma meira og meira í ljós hvað náttúran<br />

er farin að líða fyrir verk okkar mannanna. Bæði á<br />

hnattræna vísu, og eins vorum við með stórt og sorglegt<br />

dæmi hér á landi, Kárahnjúkavirkjun. Fyrst<br />

var hugmyndin um Eyjabakkavirkjun. Ég tók þátt<br />

í baráttunni, eða hreyfingunni, til að bjarga náttúru<br />

Íslands. Ég vil ekki kalla það baráttu, heldur<br />

hreyfingu, af því að við unnum á mjög friðsamlegum<br />

nótum. Og það var haft að leiðarljósi stöðugt<br />

að vinna á friðsamlegum nótum, hvernig svo<br />

sem stjórnvöld kæmu fram við okkur. Til dæmis<br />

þá, eftir að við fluttum „Eyjabakkagjörning“<br />

(http://ruri.is/is/2011/10/18/eyjabakkagjorningur/),<br />

sem er eitthvert fallegasta listaverk sem ég<br />

hef séð og mjög sterkt og áhrifaríkt verk, fór þáverandi<br />

forsætisráðherra, Davíð nokkur Oddsson,<br />

í sjónvarpið og hélt því fram að fólkið sem flutti<br />

þennan gjörning væri hryðjuverkamenn. Þetta<br />

er árið 1999. Það er ekki fyrr en 2001 sem hinn<br />

margumræddi 11. september átti sér stað, og farið<br />

var að nota skilgreininguna um almenning. Það er<br />

sorglegt þegar stjórnvöld í lýðræðisríki hegða sér á<br />

þennan hátt. Verkið sjálft er gjöf til þjóðarinnar.<br />

Það má enginn raska því. En ég náttúrulega lít á<br />

þetta sem heimspeki. Ég lít svo á að listin hafi það<br />

hlutverk, eða vonast til að hún hafi þau áhrif, að<br />

hvetja til aukinnar vitundar.“<br />

„...þá var eins og ég hefði tekið lokið af boxi<br />

Pandóru.“<br />

Hlín: „Þú segir eitt sem er mjög forvitnilegt. Þú<br />

segist ekki nokkurn tímann hafa verið að ögra með<br />

verkum þínum? Hvernig skilur þú þá ögrun, og<br />

hvernig er hún eitthvað annað en það sem þú ert<br />

að gera?“<br />

Rúrí: „Margir tala um ögrun. Ögrun er svo miklu<br />

oftar notað í neikvæðri merkingu, eins og það sé<br />

verið að gera at í fólki. Það heyrðist oft, eða alla<br />

vega hér áður fyrr, að menn voru að afsaka gerðir<br />

sínar með: „Hann ögraði mér.“ Þannig að ég er<br />

ekki að ögra fólki í þeirri merkingu, en það er hægt<br />

að taka verkin sem áskorun um að víkka vitund<br />

sína.<br />

Hlín: „Nú samtvinnast þessi viðfangsefni þín<br />

náttúruvitund og ranglæti í sumum verkum þínum.<br />

Ég þekki til dæmis konu sem vildi helst ekki<br />

koma á Þingvelli eftir að hún heyrði sögu kvennanna<br />

sem var drekkt í Drekkingarhyl. Henni leið<br />

bara illa þar og staðurinn fyllti hana slíkum óhug<br />

að hún vildi helst ekki einu sinni leiða hugann að<br />

Þingvöllum. En þegar hún frétti af verkinu þínu<br />

„Tileinkun“ ( http://ruri.is/is/1970/10/10/tileinkun/<br />

), þá lagaðist þetta. Henni fannst einhvern<br />

veginn eins og það væri búið að hreinsa staðinn.<br />

Og núna getur hún alveg komið þangað og notið<br />

þess að vera þar.“<br />

Rúrí: „Það hafa fleiri talað um þetta. Þetta var<br />

mjög sérkennilegt verk að því leytinu til að ég var<br />

með fullbókað plan. Ég var að vinna verk fyrir tvær<br />

sýningar sem áttu að opna sjötta september, ef ég<br />

man rétt, báðar sama daginn. Annars vegar var<br />

stór sýning í Hafnarborg og hins vegar innsetning<br />

á sýningu í Reykjavík. Svo höfðum við í tengslum<br />

við stóru sýninguna í Hafnarborg verið að tala um<br />

fjölmiðla og þá kemur Drekkingarhylur inn í umræðuna,<br />

reyndar í því samhengi hvað hlutir gætu<br />

verið absúrd og ósmekklegir, og svo ekki söguna<br />

meir. En einhvern veginn, af því að ég hafði nefnt<br />

Drekkingarhyl á nafn, þá var eins og ég hefði tekið<br />

lokið af boxi Pandóru. Nafnið lét mig ekki í friði<br />

næstu daga, söng í höfðinu á mér, og mér varð ljóst<br />

27


að ég yrði bara einhvern veginn að gera verk um<br />

þetta.“ Ég er náttúrulega búin að þekkja söguna<br />

síðan ég var barn. Foreldrar mínir fóru stundum<br />

með okkur til Þingvalla og við tjölduðum þar. Við<br />

vorum afskaplega forvitin um alla hluti, eins og<br />

börnum er títt. Þannig að maður spurði: „Af hverju<br />

heitir þetta Drekkingarhylur?“ Og síðar lærði<br />

maður eitthvað örstutt um þetta í Íslandssögu í<br />

skóla. Ég hugsa að mörgum Íslendingum sé þannig<br />

farið að þetta sé þung vitneskja, erfið.<br />

„Það var eins og þetta ætti bara að gerast.“<br />

En það var ekkert um annað að ræða heldur en<br />

að gera verk. Það var bara þremur vikum fyrir<br />

gjörninginn sem hugmyndin kom. Og þetta er<br />

gríðarlega umfangsmikið verk að undirbúa. En<br />

það var svo sérkennilegt, það var eins og allt félli<br />

á sinn stað. Það komu allir hlutir svona nokkurn<br />

veginn upp í hendurnar á mér. Svona verk verður<br />

að vera alveg gríðarlega heiðarlegt. Þegar verið<br />

er að fjalla í verki um svona atburði, þá er ekkert<br />

annað heldur en full virðing fyrir viðfangsefninu,<br />

fyrir minningu þeirra sem í hlut áttu, sem kemur til<br />

greina. Maður verður að leggja sig allan fram. En<br />

það sem var mjög sérkennilegt hvernig hlutirnir<br />

gerðust... Það var eins og þetta ætti bara að gerast,<br />

eins og sagt er, - nú væri bara kominn tíminn. Nú<br />

ætti þetta að gerast.<br />

Verkið tók einn og hálfan klukkutíma í flutningi.<br />

Þetta er það mikil vinna og mörg handtök að flytja<br />

þetta verk, með allt þetta fólk að vinna. Það<br />

var alveg sérkennileg stemming ... Fólk var á staðnum<br />

allan tímann og mjög alvarlegt andrúmsloft.<br />

Það sést á myndum af fólki hvernig því er innanbrjósts.<br />

Og ég held að ég hafi aldrei fengið jafn<br />

miklar þakkir frá fólki á götunni eins og eftir þetta<br />

verk. Ég hafði ekki hugsað út í það til dæmis að<br />

það er sennilega ekki til sú fjölskylda á Íslandi sem<br />

á einhvern hátt tengist ekki einhverju fórnarlambi<br />

í raun. Við erum svo skyld öllsömul. Og þó að það<br />

sé ekki rætt, þá erum við kannski með þetta í beinunum.<br />

Ég veit það ekki, eða eins og við séum með<br />

það í beinunum. En já, það voru ótrúlega margir<br />

sem stöðvuðu mig á götu til að þakka fyrir þetta<br />

verk. Ég álít mig persónulega ekki eiga þær þakkir<br />

skildar, því þetta kom á svo undarlegan hátt. Varð<br />

til á svo undarlegan hátt.“<br />

Hlín: „Finnst þér eins og þú hafir fengið einhvers<br />

konar aðstoð jafnvel?“<br />

Rúrí: „Það var greinilegt. Nú er ekkert í tísku að<br />

tala um þetta, en ég var með tvo unga listamenn,<br />

pilt og stúlku, sem voru að aðstoða mig hérna á<br />

vinnustofunni og svo komu ýmsir og það töluðu<br />

margir um að það væri ansi mannmargt hérna,<br />

eða að þeir hefðu það á tilfinningunni. Það var<br />

mjög erfitt að hnýta hendurnar. Ég sjálf var að jafna<br />

mig á mjög slæmu fótbroti og átti að vera með<br />

hækjur þegar þetta var, þannig að þetta var mjög<br />

erfitt. Það seinkaði mér vinnulega séð. En ég fékk<br />

þarna listamenn, vinkonur mínar, til að koma og<br />

ég varð að reka þær til að hnýta. Þær sögðu: „Ég<br />

get þetta ekki. Get þetta ekki.“ Og ég fann þetta<br />

sjálf. Það var eins og maður væri að gera þetta við<br />

lifandi veru. Einstaklinga. Það var ekki gott. Ekki<br />

gott.“<br />

Hlín: „Var það svona sem þeir gerðu þetta?“<br />

Rúrí: „Ég veit það ekki nákvæmlega. Það eru ekki<br />

til svo nákvæmar lýsingar, en það voru bundnar saman<br />

hendur. Það var settur poki yfir þær. Það var<br />

bundið band utan um þær, og þær látnar standa á<br />

steini yfir hylnum, svo var böðullinn hinum megin<br />

við hylinn með hinn endann á bandinu og kippti<br />

í á einhverju augnabliki. Svo ef þær flutu upp, þá<br />

voru menn með langar stangir og ýttu þeim niður.<br />

Þær áttu ekki mikla von, bundnar í poka. Það var<br />

tekið fyrir alla möguleika á að halda lífi.“<br />

„Ameríka var til áður en hún uppgötvaðist,<br />

alveg örugglega.“<br />

Hlín: „Þetta verk hefur haft svo djúpstæð áhrif á<br />

28


fólk að sumir upplifðu þetta sem hreinsun á landinu.<br />

Og náttúran líka fékk einhvern veginn uppreisn<br />

æru. Fólk getur aftur umgengist hana án óhugs,<br />

eins og þessi kona sem ég var að tala um. En hefur<br />

þetta einhvern veginn bara verið einhvers konar<br />

„katharsis“? Hefur einhver hreinsun átt sér stað, í<br />

þjóðarsálinni, einhvern veginn?“<br />

Rúrí: „Ég er dálítið hrædd um að það sé til<br />

neikvæð orka. Við vitum það alveg að þegar við<br />

hugsum neikvæðar hugsanir, eins og bara „O, það<br />

er svo leiðinlegt í vinnunni,“ þá verður alveg örugglega<br />

leiðinlegt í vinnunni. En ef maður reynir að<br />

finna ánægjulegu fletina, þá verður það léttara og<br />

ef maður temur sér að brosa, þá verða dagarnir<br />

skemmtilegri. Ég held að það viti þetta allir sem<br />

hafa reynt þetta meðvitað. Og mig grunar að þetta<br />

eigi ekki bara við um lifandi fólk og samfélög,<br />

heldur náttúruna líka, að náttúran geti mengast af<br />

neikvæðri orku. Líkt og hún geti mengast af mengandi<br />

efnum, þá sé líka til mengandi orka. Ég er<br />

hrædd um að þar sem hafa orðið mjög slæmir atburðir,<br />

þar geti orðið eftir neikvæð orka, sem sígur<br />

kannski inn í jarðveginn og það sé hugsanlega ein<br />

af ástæðunum fyrir því að sumu fólki líður mjög<br />

illa. Fólki sem er mjög næmt, því líður mjög illa ef<br />

það kemur á ákveðna staði. Það er af því að þar er<br />

ennþá þessi...Við getum kallað það líka neikvæða<br />

minningu, sem er föst þarna, eða neikvætt minni,<br />

eða hvaða hugtak við notum til að skilgreina þetta.<br />

Ég veit að vísindin eru ekki búin að skilgreina<br />

þetta, en það þýðir ekki að það eigi sér ekki stað.<br />

Rétt eins og að Ameríka var til áður en hún uppgötvaðist,<br />

alveg örugglega.“ Rúrí hlær. „En við<br />

getum líka sagt: Ísland var til áður en það fannst.“<br />

Hlín: „Sumir tala um einhvers konar útvarp.“<br />

Rúrí: „Mér finnst mjög góð einmitt þessi samlíking<br />

á útvarpsbylgjum. Hljóð eyðist ekki. Bylgjurnar<br />

halda áfram. Þær þynnast, en þær halda áfram.<br />

Tökum Einsteinskenninguna um að efni og orka<br />

geti ekki orðið að engu, - ég tel að tilfinningar, og<br />

tjáning, eins og okkar tal núna, séu orka, - bylgjur.<br />

Í rauninni eru líkamar okkar líka bylgjur. Hvernig<br />

ætlum við þá að fara að nákvæmlega sundurgreina<br />

efnisbylgjur sem eru bara þéttari bylgjur, og aftur<br />

hugsanabylgjur. Getum við sagt að þetta séu tvær<br />

algerlega ólíkar tegundir bylgna sem eigi ekkert<br />

skilt hvor við aðra?“<br />

Hlín: „Þannig að stenst kannski tvíhyggjuhugsunin<br />

um að það sé annars vegar eitthvað hlutlægt og<br />

síðan eitthvað huglægt þá heldur ekki alveg?“<br />

Rúrí: „Ég held að það sé miklu meiri skörun þar<br />

á milli. En það er oft gott einmitt að sundurgreina<br />

svona til þess að geta beint athyglinni að ákveðnum<br />

fókus eða að ákveðnum atriðum innan stærra<br />

kerfis. Við gerum það til þess að greina ákveðin<br />

atriði í kerfinu. En við erum þá að ofureinfalda<br />

og við megum ekki gleyma stóru heildinni. Þetta<br />

er það sem gerðist þegar vísindahyggjan tók við.<br />

Þá verður þessi sundurgreining, í rauninni til þess<br />

að geta stúderað, eða kannað ákveðin eða sértæk<br />

fyrirbæri. Við getum hinsvegar ekki skilið hið<br />

huglæga frá öllu hinu. Við eigum að vera komin<br />

það langt að núna eigum við að geta sameinað<br />

þetta í allsherjarþekkingu. Það er ansi mikil tregða<br />

í bæði vísindasamfélaginu og samfélaginu almennt<br />

við að gera þetta. Sjáðu til dæmis í læknisfræðinni,<br />

hvað hún er orðin rosa íhaldssöm í sérfræðigreiningunni.“<br />

Hlín: „Ert þú með einhverja hugmynd um af<br />

hverju fólk leitar oft í þessa tvíhyggju og hleypir<br />

ekki að meiri heildarsýn?“<br />

Rúrí: „Það er auðveldara að halda utan um eitthvað,<br />

þegar maður tekur svona sértæka greiningu,<br />

af því að hitt er svo víðfeðmt. Því það er auðvelt<br />

að missa jafnvægið, af því að heildarmyndin er svo<br />

gríðarlega víðfeðm.“<br />

Hlín: „Að missa jafnvægið í hvaða skilningi þá?“<br />

Rúrí: „Ja, að finna sig ekki hafa skilning og tök<br />

á tilverunni. Þetta er svona aðferð til þess að reyna<br />

að hafa stöðugleika í sínu lífi og sínu starfi.<br />

Hér áður fyrr, á miðöldum, var hver grein miklu<br />

víðfeðmari í sjálfu sér. Eins og bara ef við tökum<br />

29


myndlistarmanninn, - meistarann. Þetta meistarakerfi<br />

sem að lifði nú lengst í iðnfræðslu hér á landi<br />

og er enn við lýði, alla vega að nafninu til. Meistarinn,<br />

til dæmis málari, hann vissi mjög mikið um<br />

efnafræði og ákveðna eðlisfræði, sem þurfti til að<br />

útbúa liti. Það þurfti að mylja grjót til að ná fram<br />

steinefnunum, og mylja það nógu fínt til að geta<br />

blandað við annað hvort egg tempera eða við olíu<br />

til að binda það á léreftinu, sem að þurfti að vera<br />

búið að vefa rétt og grunna rétt til þess að það tæki<br />

við litnum á réttan hátt.“<br />

Hlín: „Ég sé að þú ert einmitt með mikið af vísindabókum<br />

hérna í skápnum og einmitt efnafræði og<br />

eðlisfræði og svoleiðis.“<br />

Rúrí: „Ekki mjög mikið, en eitthvað. Ég hef mestan<br />

áhuga á stjarneðlisfræði, en ég er ekki mjög<br />

víðlesin.“<br />

Upplýsingar faldar á milli línanna. “En hinir<br />

innvígðu skildu hina esóterísku merkingu...“<br />

Hlín: „Sækir þú í þessa gömlu þekkingu sem var í<br />

þessu gamla meistarakerfi?“<br />

Rúrí: „Það sem mér finnst forvitnilegt. Ég er mjög<br />

forvitin um hvernig maðurinn hefur þróað með<br />

sér þekkingu, hvernig hann hefur dregið ályktanir<br />

og hvernig hann hefur reynt að koma eða miðla<br />

þekkingu áfram, oft í gegnum launsagnir sem<br />

voru mjög mikið notaðar. Mér finnst forvitnilegt<br />

hvað var í rauninni verið að segja. Hver er þessi<br />

undirliggjandi merking í sögum og mýtólógíum<br />

eða trúarbrögðum? Mér finnst trúarbragðafræði<br />

mjög spennandi vegna þess að það er svo mikið af<br />

upplýsingum faldar á milli línanna.“<br />

Hlín: „Hvaða launsagnir eru þetta helst sem þú<br />

ert að leita í?“<br />

Rúrí: „Ég er nú bara almennt að tala um launsagnir,<br />

vegna þess að þetta var sá stíll sem tíðkaðist.<br />

Það var annars vegar ytri merking og hins vegar<br />

innri merking.“<br />

Hlín: „Og innri merkingunni var komið til skila<br />

í gegnum launsagnir, í þessum gömlu kerfum, er<br />

það ekki?“<br />

Rúrí: „Í ýmsum bókum, meira að segja í Biblíunni,<br />

er fullt af slíku. Þetta var bara viðtekin venja<br />

að fyrir hina ómenntuðu þá var hin ytri frásögn<br />

eða saga. En hinir innvígðu skildu hina esóterísku<br />

merkingu, eða innri merkingu. En ég náttúrulega<br />

hallast ekki að því að menn eigi að vera innvígðir<br />

og hinir bara ómenntaðir, heldur eiga allir<br />

að fá að njóta fullrar menntunar. Ég lít þannig á<br />

þetta, og ég tel mjög óeðlilegt og óheppilegt að<br />

koma á einkaskólakerfi, því það útilokar stóra<br />

hópa þjóðfélagsins frá menntun, af fjárhagslegum<br />

ástæðum. Ég er svo gömul að ég þori alveg að segja<br />

þetta. Mér er alveg sama þó einhver reyni að<br />

hegna mér af pólitískum ástæðum. Mér er bara<br />

alveg sama. Það er eitthvað sem enginn ætti að<br />

láta yfir sig ganga, slíkan ótta. Ég hef aldrei viljað<br />

gangast undir hann.“<br />

„Ég hef bara þurft að velta því fyrir mér<br />

hvort ég vilji vera trú sjálfri mér.“<br />

Hlín: „Margir tala einmitt um að það sé svo mikið<br />

hugrekki í þínum verkum. Hvað finnst þér hugrekki<br />

vera og hvernig tengist listin því?“<br />

Rúrí: „Ég hef nú sjaldan þurft að velta fyrir mér<br />

hugrekki. Ég hef bara þurft að velta því fyrir mér<br />

hvort ég vilji vera trú sjálfri mér. Ég hef horft frá<br />

þeim vettvangi eða sjónarhóli. Oft hefði kannski<br />

verið auðveldara að fara einhverja millileið. En þá<br />

hefði ég ekki verið trú sjálfri mér. Ég lít svo á að<br />

það sé enginn tilgangur í því að gera verk sem eru<br />

ekki trú sjálfri mér. Betra að sleppa því.“<br />

Hlín: „Þannig að í raun og veru þá er hugrekki,<br />

fyrir þér, einhvers konar trúnaður eða heiðarleiki<br />

við sjálfan sig?“<br />

Rúrí: „Það er bara að horfast í augu við valkostina<br />

sem eru og taka ákvörðun út frá því. Það er<br />

ekki af því að ég hafi verið blind fyrir þeim kaldastríðsáhrifum<br />

sem voru hér, og eru reyndar ennþá<br />

30


hér, og hvernig hefur verið reynt að beita ákveðinni<br />

tegund af skoðanakúgun hér á landi. Ég er<br />

ekkert að tala um gagnvart myndlistarmönnum,<br />

heldur almennt. Ég hef verið mjög meðvituð um<br />

það, eins og kemur kannski strax fram í einu af<br />

fyrstu verkum mínum „Tillaga að breytingu íslenska<br />

þjóðbúningsins til að laga hann að nútíma<br />

þjóðfélagsháttum (http://ruri.is/is/2011/10/17/<br />

gjorningar/ ).“ Rúrí opnar bókina Rúrí og bendir<br />

á verkið. „Þetta verk flutti ég á fyrsta desember fagnaði<br />

háskólastúdenta í Háskólabíói. Það var verið<br />

að fagna fullveldi Íslands. Búningurinn er með<br />

skotfærabelti og kvartdollar í stað milla. Þetta er<br />

þjóðhátíðarárið mikla árið 1974 þegar Íslendingar<br />

fagna 1100 ára Íslandsbyggð. Hundrað árum áður<br />

þegar Íslendingar fögnuðu 1000 ára Íslandsbyggð<br />

var Sigurður Sigurðsson málari fenginn til að endurhanna<br />

íslenska kvenbúninginn. Þar sem engin<br />

slík formleg viðleitni hafði átt sér stað árið 1974 sá<br />

ég að ég yrði þá bara að axla þessa ábyrgð.<br />

Hér voru hermenn og varðstöðvar t.d niðri við<br />

höfn í Reykjavík, þaðan sem sást vel yfir höfnina,<br />

rétt hjá þar sem ég bjó og var alin upp. Þegar ég<br />

var barn þá voru hermenn um allar götur, gefandi<br />

börnum tyggjó og þess háttar. En síðan á sjöunda<br />

áratugnum, eða um það leyti, þá er þeim bannað<br />

að vera í einkennisbúningi þegar þeir fóru af vöktum<br />

eða frá Keflavíkurflugvelli í frí til Reykjavíkur,<br />

og áttu að vera í almennum klæðnaði til þess að<br />

það væri ekki eins áberandi að það væru hermenn<br />

á Íslandi. Upp frá því voru þeir ekki í einkennisbúningi<br />

á götunum. En þeir voru hérna og<br />

mér fannst þetta dálítið sérkennilegt að vera með<br />

gríðarlegt húllumhæ um þessa sjálfstæðu þjóð að<br />

fagna fullveldi frá Dönum. En um leið voru stjórnmálamennirnir<br />

hinir ánægðustu með að hafa her<br />

hérna, að landið væri hersetið. Það heitir herseta.<br />

Ísland varð ekki skotmark fyrr en her settist að hérna.<br />

Herinn var ekki hér til að verja Ísland, heldur<br />

til að verja Bandaríkin og landið varð skotmark<br />

fyrir vikið.“<br />

Hlín: „Af því að þú talar um launsagnir. Nú virðist<br />

vera að koma upp meiri hólfaskipting í trúmálum,<br />

eins og flestum öðrum málum. Fólk virðist meira<br />

vera að annað hvort taka við yfirborðinu í blindni<br />

eða hafna öllu. Þú lest þessar gömlu bækur öðruvísi,<br />

eða hvað?“<br />

Rúrí: „Ég aðhyllist ekki trúarbrögð út af fyrir<br />

sig og er ekki í neinu trúfélagi. Ég sagði mig úr<br />

þjóðkirkjunni þegar ég gerði mér grein fyrir hvað<br />

hin kristna kirkja sem stofnun hefur lagt blessun<br />

sína yfir mikil hroðaverk, grimmdarverk, sem hafa<br />

átt sér stað bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi<br />

í gegnum hundruð ára. Ég vildi ekki leggja nafn<br />

mitt við slíka stofnun. Ég hef ekkert á móti trúarbrögðum<br />

sem slíkum, en stofnanirnar eru oftast<br />

orðnar spilltar valdastofnanir.“<br />

Hlín: „Af því að þú varst að tala um launsagnir...“<br />

Rúrí: „Mér finnst miklu áhugaverðara að lesa<br />

trúarbrögð og trúabragðasögu þannig, - það þýðir<br />

ekki að þetta sé allt saman mjög áhugavert. Þegar<br />

ég les bækur um trúarbrögð frá ýmsum heimshornum<br />

þá eru það kornin sem leynast inn á milli sem<br />

ég hef áhuga á. En þau eru ekki á hverri blaðsíðu,<br />

eða ég kannski ekki í stakk búin til að sjá þau öll.<br />

Það eru þau sem eru svo áhugaverð. Það er til<br />

dæmis áhugavert að í flestum trúarbrögðum er talað<br />

um vængjaðar verur og þá fer maður að velta<br />

því fyrir sér: „Bíddu nú við, er einhver fótur fyrir<br />

þessu? Er virkilega einhver fótur fyrir þessu?“ Ég<br />

hef nú ekki komist að niðurstöðu um það, en mér<br />

finnst það mjög áhugavert, þetta kemur úr svona<br />

mörgum áttum. Annað sem að ég rek augun í, af<br />

því að ég hef nú sérstakan áhuga á regnbogum,<br />

það er hvaða merkingu regnboginn hefur í flestum<br />

trúarbrögðum. Hann stendur fyrir tengingu milli<br />

efnislífsins, eða jarðlífsins og einhvers æðra lífs, eða<br />

æðra vitundarstigs, eða hvað við köllum það. Og<br />

þetta finnst mér mjög skemmtilegt.“<br />

31


„Hann hreyfist, en maður þarf að hafa innri<br />

þekkinguna til að komast að honum. Annars<br />

hleypur hann undan þér.“<br />

Hlín: „Og hvað merkir það þegar þú kveikir í regnboganum?“<br />

Rúrí: „Þegar ég geri verkið „Regnbogi I“ (http://<br />

ruri.is/is/2011/10/18/regnbogi-i/), sem er fyrsti<br />

regnboginn minn, þá var kveikjan sú að margir<br />

eru svo uppteknir af efnislegum hlutum og af því<br />

að eiga hluti. Eiga bíl, eiga hús, eiga hitt, eiga þetta,<br />

eiga merkjavöru kannski, eða einhverja hönnunarvöru<br />

eða eitthvað slíkt. Og einhvern veginn<br />

að þeir, eða þær, sjálf verði verðugri vegna þessa<br />

eignarhlutar, í stað þess að líta kannski á sitt innra<br />

sjálf sem það verðugasta, mikilvægasta í lífinu. Fólk<br />

telur sig e.t.v. verða hamingjusamara ef það getur<br />

kastað eign sinni á hluti. En svo er svona fyrirbæri<br />

eins og regnboginn. Ég þekki ekki nokkurn einasta<br />

mann sem verður ekki kátari, glaðari, ljúfari í<br />

lund, þegar hann, eða hún, sér regnbogann. Og<br />

það er svo merkilegt að allir skuli gleðjast við að<br />

sjá regnbogann, því að það er útilokað að nokkur<br />

maður geti eignast hann eða kastað eign sinni á<br />

hann. Þannig að þrátt fyrir að enginn geti átt hann<br />

gleður hann alla. Og skiptir ekki máli þó við getum<br />

bara séð hann. Við getum aldrei ákveðið: „Nú ætla<br />

ég að fara á sunnudaginn og horfa á regnbogann.“<br />

Það er útilokað. Við getum það ekki. - Og líka sá<br />

þáttur, að þrátt fyrir að hann sé svona hverfull, að<br />

það ríki svona mikil óvissa í kringum hann... þá<br />

finnum við okkur ekkert ótryggari vegna þess. Við<br />

bara einlæglega gleðjumst við að sjá hann. Það er<br />

ekkert neikvætt tengt því, þó við vitum, að hann<br />

tengist rigningunni. Það er alveg sama þó það sé<br />

bara í örfá augnablik sem við sjáum hann. Hann<br />

vekur okkur gleði. Meira að segja umhugsunin um<br />

hann vekur okkur gleði. Þannig að þessi regnbogi<br />

varð að vera hverfull líka. Ég gerði seinna annan<br />

regnboga „Regnbogi II“ sem er líka hverfull eða<br />

var. Hann er steyptur í salt. Þetta var snemma að<br />

vori og það bæði snjóaði og rigndi og smám saman<br />

leystist hann upp og hvarf, - tók lengri tíma en hjá<br />

fyrra verkinu. Svo er þriðji stóri regnboginn, hann<br />

er úti við flugstöð ( http://ruri.is/is/2011/10/17/<br />

regnbogi/. ) Regnboginn tengist mýtólógíunni,<br />

frásögunni, að ef þú getur staðið undir regnboganum<br />

þá máttu óska þér, en þú mátt ekki segja<br />

óskina fyrr en hún gengur fram. Það er til Evrópsk<br />

þjóðsögn, nátengd þessari, um að ef maður komist<br />

að endanum á regnboganum, þá finni maður, eins<br />

og oftast er sagt, pott fullan af gulli. Það var erlendur<br />

listafræðingur sem hafði beðið mig um<br />

skýringu á, hugmyndafræðinni á bak við, regnbogann<br />

minn sem brann. Ég sagði frá bæði þessu<br />

úr ásatrúnni um Bifröst, sem að þýðir náttúrulega<br />

vegurinn sem hreyfist. Hann hreyfist, en maður<br />

þarf að hafa innri þekkinguna til að komast að honum,<br />

annars hleypur hann undan þér. Þú kemst<br />

ekki upp á brúarsporðinn nema að hafa þroska og<br />

þekkingu til.“<br />

Hlín: „Og hver nig finnur maður hann?“<br />

Rúrí: „Það er engin forskrift af því.“ Rúrí hlær.<br />

Hlín: „Hefur þú einhver ráð?“<br />

Rúrí: „Já, já. En það er dýpra. Það er bara mjög<br />

mikil sjálfsrækt, en afar einfalt í sjálfu sér. En, hérna,<br />

við vorum að tala um goðsögnina. Ég er að<br />

þýða og benda á þessa evrópsku þjóðsögn. Þegar<br />

ég er að þýða þetta með auðæfin, þá þýði ég í huganum<br />

„auðæfi“ við enda regnbogans, það verður<br />

„fortune“. Og um leið og ég er að skrifa inn í tölvuna<br />

„fortune“, þá allt í einu kviknaði á perunni.<br />

Þetta eru þessi gullkorn sem eru svo dýrmæt fyrir<br />

mér. Það þýðir náttúrulega annars vegar auðæfi,<br />

það er ytri merkingin. Hver er innri merkingin? -<br />

Það er gæfa, það eru forlög, það eru örlög. Það er<br />

innri merkingin, og hún náskyld óskinni. Þetta eru<br />

tvö tilbrigði við sama stef. Og þá leið mér miklu<br />

betur, af því að mér líkaði aldrei þessi saga um<br />

gullpottinn.“<br />

Hlín: „Það er sem sagt verið að tala um innri fjársjóð?“<br />

32


Rúrí: „Já, þeir sem vilja bara skoða ytri hliðina,<br />

þeir halda að þeir finni gull í potti. En þeir komast<br />

hvort sem er ekki að endanum. Þannig að það er<br />

aldrei hægt að sannreyna það.“ Rúrí hlær dátt.<br />

„Og mín ósk, - nú má ég segja hana.“<br />

Hlín: „En hinu væri kannski hægt að færa sannanir<br />

fyrir? Kannski ekki fyrir öðrum, en fyrir sjálfum<br />

sér?“<br />

Rúrí: „Já, örugglega. Svo er þriðji regnboginn<br />

og það er sá sem er úti við flugstöð „Regnbogi“<br />

(http://ruri.is/is/2011/10/17/regnbogi/). Þetta<br />

var samkeppni og það var beðið um stórt og áberandi<br />

verk við flugstöðina. Mér finnst alltaf vera<br />

mikill skuggi yfir herstöðinni á Keflavíkurflugvelli,<br />

og undir. Yfir og undir, - mér finnst mikill skuggi<br />

fylgja öllum hernaðaríhlutunum og átökum. Og ég<br />

hugsaði: „Hvað myndi ég vilja setja þarna? Hvað<br />

gæti hugsanlega unnið gegn þessum neikvæðu<br />

öflum sem að hernaður er?“ Og það eina sem mér<br />

datt í hug var regnbogi og óskin og jákvæðnin sem<br />

tengjast regnboganum.<br />

Það hvarflaði aldrei að mér að verkið yrði valið<br />

því ég vissi að þetta yrði dýrt í framkvæmd. Þess<br />

vegna var ég mjög hissa, - ég hugsa að enginn hafi<br />

verið meira hissa en ég, þegar að það var valið.<br />

Verkið sveigist í átt yfir herstöðina, og er vegleg<br />

og vönduð smíði og litfögur í ofanálag. En þetta<br />

er fyrst og fremst konseptverk. Ég þurfti að byggja<br />

regnboga til að geta staðið undir honum og óskað<br />

mér. Og mín ósk, - nú má ég segja hana, því hún<br />

rættist: Ég óskaði þess að herinn færi, - svolítið stór<br />

ósk, - tók dálítið langan tíma...<br />

„...stjörnuljósasýning – í jafnvæginu.“<br />

Það er kanski gaman að skoða verk sem tengjast<br />

beint heimspekilegum þönkum. Annars vegar er<br />

það þetta verk, sem heitir „Stilling“ (http://ruri.<br />

is/is/2011/10/18/stilling/). Þetta var á krist-<br />

nitökuhátíðinni árið 2000 á Þingvöllum. Það var<br />

Hannes Sigurðsson, safnstjóri á Akureyri, sem stóð<br />

fyrir þessari sýningu. Hugmyndin var að vinna<br />

með dyggðirnar sjö, annars vegar hinar sjö klassísku<br />

dyggðir og hins vegar sjö nútímadyggðir sem<br />

voru fundnar með skoðanakönnunum. Við máttum<br />

velja eða koma með tillögu um hvaða dyggð<br />

við vildum vinna með. Ég valdi hófstillingu. Það<br />

var enginn annar sem hafði áhuga á henni. Ég sé<br />

hana sem móður allra annarra dyggða. Þetta er<br />

Plató, - kemur frá honum og hinni klassísku heimspeki.<br />

Skilgreiningin er afskaplega falleg; Það er<br />

eingöngu meðalhófið sem er dyggð. Ef við tökum<br />

hugrekki - af því að þú nefndir það áðan; - ef<br />

það er ofgnótt dyggðarinnar, þá myndi það verða<br />

fífldirfska, að maður myndi stofna sér í hættu fyrir<br />

þetta blinda hugrekki, og ef það er skortur, á hinn<br />

vænginn, þá er það hugleysi. Það getur líka verið<br />

lífshættulegt. En það er eingöngu meðalhófið á<br />

milli þessara öfga sem er dyggðin. Þess vegna er<br />

verkið eins og jafnvægisslá, út af því að hún er<br />

þannig gerð að ef það kemur vindhviða, þá byrjar<br />

verkið að vagga, en svo smám saman réttir það sig<br />

af.“<br />

Hlín: „Regnboginn kemur þarna náttúrulega milli<br />

sólar og regns.“<br />

Rúrí: „Já, þá verður þetta stjörnuljósasýning - í<br />

jafnvæginu. En þetta verk var þannig útbúið að<br />

það rétti sig af. Í raun og veru.“<br />

„Þetta er líka öfgastefna, að koma fólki frá<br />

miðjunni út á annan hvorn enda ássins.“<br />

Hlín: „Gæti verið að við séum ekki nógu hugrökk<br />

af því að við misskiljum hvað hugrekki er?“<br />

Rúrí: „Æ, er þetta ekki oft þannig með öfgar? -<br />

það er enginn vandi að æsa upp múg undir merkjum<br />

hugrekkis. Í öllum styrjöldum sem hafa verið<br />

háðar þá er farið út í einhvern trúarbragðaheilaþvott,<br />

í rauninni. Það er byrjað á því að taka yfir<br />

fjölmiðlana, hvort sem það eru nútímafjölmiðlar<br />

33


En svo er dálítið skemmtilegur og allt annar vinkill<br />

á þetta. Það er gamla orðatiltækið: „Heilbrigð sál<br />

í hraustum líkama,“ en hreysti er ein af klassísku<br />

dyggðunum. Ungmennahreyfingin öll hafði þetta<br />

að einkunnarorðum. Þetta er afskaplega fallegt<br />

konsept eða hugmyndafræði, þessi heilbrigða<br />

sál í hraustum líkama. Hvað getum við beðið um<br />

meira í sjálfu sér? Vandamálið er að heilbrigða<br />

sálin gleymdist. Öll ungmennahreyfingin og íþróttahreyfingin<br />

og heilsuræktarstöðvarnar ganga út á<br />

hraustan líkama. Ég er enn að bíða eftir að menn<br />

fari að snúa sér að sálinni.“<br />

Hlín: „Hefurðu einhver ráð varðandi sálrækt, eða<br />

eitthvað slíkt?“<br />

Rúrí: „Ég held að það séu óteljandi góðar leiðir<br />

til og hver verður í sjálfu sér að finna sína eigin<br />

leið. Ég held að það verði allir ríkari, auðugri<br />

af því. Reyndar ekki af veraldlegum gæðum, en<br />

kannski kemst maður líka að því að maður þarf<br />

ekki eins mikið af veraldlegum gæðum til að vera<br />

hamingjusamur.“<br />

Ekki er allt sem sýnist.<br />

Rúrí opnar bókina Rúrí og sýnir mynd af einu verka<br />

sinna.<br />

Rúrí: „Þetta er með fyrri verkum mínum og hefur<br />

víst staðið í mörgum. Af hverju þessi yfirlýsing<br />

sé svona. Verkið heitir „Afstæði“ ( http://ruri.is/<br />

is/2130-2/ ). Hér er tekin ljósmynd af mér, þar<br />

sem ég held á blaði þar sem segir: „Þetta er ég,“ og<br />

þetta er bara yfirlýsing. Hér er aftur á móti ljósmynd<br />

af mér og á hana hef ég skrifað: „Þetta er ekki<br />

ég“. Áttarðu þig á muninum?“<br />

Hlín: „Ja, það er svo margt sem manni dettur í<br />

hug...“<br />

Rúrí: „Annars vegar er yfirlýsingin: „Þetta er ég,“<br />

og það er tekin mynd af mér með þessa yfirlýsingu.<br />

Hins vegar er ljósmynd og ljósmyndin er ekki<br />

ég. Þetta er ljósmynd, - þetta er því ekki ég. Afstaða<br />

mannsins, (mín í þessu tilfelli), og orðanna gageða<br />

þær sagnir sem voru látnar ganga hér áður<br />

fyrr og dreift, til að búa til óvininn, sem er annarrar<br />

skoðunar, annarrar trúar eða á einhvern hátt<br />

öðruvísi. Þetta er auðveldasta leiðin til að æsa fólk<br />

upp þannig að það missi nauðsynlegt jafnvægi til<br />

að draga vitibornar ályktanir. Þetta er líka öfgastefna,<br />

að koma fólki frá miðjunni út á annan hvorn<br />

enda ássins. Það er í rauninni verið að hrekja fólk<br />

úr jafnvægi í ójafnvægi, - það er enginn vandi að<br />

hrinda manni sem er þegar kominn í ójafnvægi.<br />

En það er erfitt að hrinda honum ef hann stendur<br />

í jafnvægi.“<br />

Hlín: „Já, það tengist kannski þessari óeðlilegu<br />

skipting í tvennt sem oft kemst á í samfélaginu, á<br />

mörgum sviðum? Ertu að segja að það sé stundum<br />

viljandi verið að búa til þessar andstæðu fylkingar?“<br />

Rúrí: „Jú, til þess að geta att þeim saman, það er<br />

þannig. Og svo er það líka fólk sem hefur ekki sterka<br />

sjálfsmynd, það geta verið margar orsakir fyrir<br />

því, bara einelti í skóla og svo framvegis, það getur<br />

verið allt mögulegt. En þetta fólk er auðveld fórnarlömb<br />

þeirra sem predika öfgar, af því að það<br />

hefur ekki nægilega góða fótfestu. Það hefur ekki<br />

þetta sjálfstæða jafnvægi, því það er óöruggt. Það<br />

er miskunnarlaust spilað á svona lagað, því miður.<br />

Það er gert í stóru samhengi og í smærra samhengi<br />

og það er miður.“<br />

„Þetta fer hljóðlátara, en er bara ótrúlega<br />

mikils virði.“<br />

Hlín: „Þannig að hugrekki er það sama og að<br />

stunda jafnvægi? Það kemur mér nú ekki á óvart<br />

að enginn hafi valið að vinna með hófstillinguna<br />

nema þú, því við erum nú á Íslandi. Þetta er eitthvað<br />

sem við kannski forðumst dálítið að skilja hér,<br />

er það ekki?“<br />

Rúrí: „Þetta er ekki eitthvað svona „sexý“, spennandi.<br />

Þetta fer hljóðlátara, en er bara ótrúlega<br />

mikils virði, eins og ég sé það alla vega.<br />

34


nvart ljósmyndavélinni annarsvegar og tímanum<br />

í rúmi hins vegar ræður úrslitum. Af því að við<br />

tölum stundum (ranglega) um táknið og hið raunverulega<br />

sem það sama.“<br />

Hlín: „Jú, þetta er ekkert sjálfsagt. Í málvísindunum<br />

þá var það til dæmis einhvers konar gegnumbrot<br />

þegar menn fóru að skilja táknið og það sem<br />

er táknað meira að.“<br />

Rúrí: „Já. Og umræðan getur orðið dálítið skrýtin<br />

þegar fólk hættir að gera greinarmun á þessu<br />

tvennu og verður dálítið absúrd, eða getur orðið<br />

það.“ Hún opnar aftur bókina Rúrí. „Ég var<br />

með annað verk sem tengist þessu. Afstæði var í<br />

katalóg fyrir sýninguna. Þetta er kannski hluti af<br />

því þegar ég er að fjalla um ímyndina. Hér er sem<br />

sagt verk á opnun sýningar, en svo breytist þetta.<br />

Fólk var að horfa á þennan „skúlptúr“ og velta<br />

fyrir sér hvernig þetta væri gert og banka í hlutinn<br />

og svona, já, já, - ég sat þarna í 40 mínútur<br />

áður en ég fór að hreyfa mig. Spurningin er; hvað<br />

er þetta í raun? Það er eiginlega speglun á milli<br />

þessara tveggja verka, Er þetta manneskja eða er<br />

þetta skúlptúr? Er þetta skúlptúr af Rúrí eða er<br />

þetta hún? Verkið heitir Skúlptúr (http://ruri.is/<br />

is/2011/10/17/gjorningar/), en það er bara af<br />

því að maður verður helst að gefa verkum titla. Er<br />

málið bara; er þessi hlutur skúlptúr, eða er þetta<br />

ekki skúlptúr? Við tökum oft einhverju sem gefnu<br />

án þess að velta því fyrir okkur. Um þetta snúast<br />

bæði verkin. Við bara tökum yfirborðið sem sjálfgefið,<br />

skoðum ekkert dýpra.“<br />

Írskar konur skrifuðu handritin. „Menn skildu<br />

ekkert í þessum þankastrikum.“<br />

Hlín: „Já, fólk lítur stundum bara á yfirborðið.<br />

Eins og þú varst að tala um í sambandi við bækur.“<br />

Rúrí: „Það er eitt skemmtilegt atriði í sambandi við<br />

handritin. Það er eiginlega ólán íslensku þjóðarinnar<br />

að það skyldu vera bókmenntafræðingar sem<br />

nær eingöngu fengu aðgang að þeim til að byrja<br />

með. Menn skildu ekkert í þessum þankastrikum<br />

sem þöktu stundum hálfu blaðsíðurnar. Einhver<br />

þankastrik - hvað hljóp eiginlega í ritarann, var<br />

ritstífla hjá Snorra, eða hvað var eiginlega í gangi?<br />

Eða það var nú kannski ekki Snorri, heldur einhverjir<br />

aðrir höfundar. Þetta eru nótur að tónverkum,<br />

heilu tónverkin. Þetta heitir naumur og er<br />

forn nótnaskrift. En lengi var þetta álitið einhverskonar<br />

þankastrik eða einhæft skraut - endalaus<br />

þankastrik! Niðurstaðan, sem sagt íslensk tónlist<br />

var ekki til, íslensk tónlistarsaga var ekki ræktuð<br />

og íslensk myndlist var ekki til þrátt fyrir þessar<br />

miklu og stórkostlegu skreytingar, eða myndir, sem<br />

eru reyndar smáar, af því að þær þurftu að vera<br />

smáar til þess að komast fyrir í bókum. Þetta hefur<br />

orðið til þess að bæði tónlist, myndlist og ýmislegt<br />

handverk hefur ekki notið þeirrar virðingar og ræktarsemi,<br />

sem það á fullan rétt á og við þurfum á að<br />

halda vegna okkar menningarsögu. Þetta varð að<br />

ég tel ein af ástæðunum fyrir því að allt handverk<br />

var hálf fyrirlitið alla 20. öldina. Það var litið niður<br />

á handverk. En þetta var nú svona hliðarvinkill í<br />

samtali okkar.“<br />

Hlín: „Það hefur kannski tengst því að þetta voru<br />

stundum talin kvennaverk?“<br />

Rúrí: „Ja, ég er nú með tilgátu. Kári Stefánsson<br />

tók að greina uppruna þjóðarinnar og kom þá í<br />

ljós, að því er haft er eftir honum, að við Landnám<br />

hafi stærstur hluti karlgena komið frá Norðurlöndum,<br />

en stærstur hluti kvengena frá Írlandi eða<br />

Bretlandseyjum, sem er áhugavert. En svo er annað<br />

athyglivert, eftir því sem haldið er fram þá<br />

hafði ekki þróast ritmál í Skandinavíu á þeim tíma<br />

sem handritin voru skrifuð hér. Ef maður leggur<br />

þessar tvær staðhæfingar saman er nokkuð augljóst<br />

að það hafi verið írskar konur sem skrifuðu<br />

handritin.“ Rúrí hlær.<br />

Hlín: „Já, hlýtur það ekki að vera?“<br />

Rúrí: „Ég veit það ekki, en mér finnst það hljóma<br />

mjög vel.“ Rúrí hlær sínum smitandi hlátri.<br />

„Þetta er ekkert verri kenning en hver önnur sem<br />

35


hefur verið slengt fram varðandi uppruna og sögu<br />

Íslendinga. Það er oft gaman að horfa á þetta frá<br />

óvæntum sjónarhóli. Það getur fætt af sér einhverja<br />

visku. Eða það er að segja, það getur bægt mann<br />

úr því fari að horfa eingöngu út frá hefðbundna<br />

sjónarhorninu. Þannig að það er tilgangurinn.<br />

Þetta er sem sagt áskorun til að skoða víðar.“<br />

Hlín: „Það fer líka að verða dálítið mikilvægt að<br />

við áttum okkur betur á upprunanum, því nú er<br />

svo mikið af fólki að koma hingað og það er verið<br />

að miðla hinu og þessu til þeirra um hann.“<br />

Rúrí: „Við erum náttúrulega öll flóttamenn upprunalega.<br />

Ég held það væri hollt fyrir okkur öll<br />

að gleyma því ekki.“<br />

„Við hefðum mjög gott af því að finna okkar<br />

raunverulegu sjálfsmynd og þroska hana.“<br />

Hlín: „Alveg örugglega. Ég var líka að hugsa um<br />

ferðamennina og ýmislegt sem þeir fá að heyra.“<br />

Rúrí: „Því miður þá hefur sjálfsmynd okkar stundum<br />

einkennst af rembingi, sem er afskaplega<br />

leiðinlegt, og í rauninni merki um veika sjálfsmynd.<br />

Við hefðum mjög gott af því að finna okkar<br />

raunverulegu sjálfsmynd og þroska hana. Eða<br />

finna raunverulegan grunn til að byggja sjálfsmynd<br />

okkar á, er kannski réttara að orða þetta. Til<br />

dæmis eftir fyrri og seinni heimstyrjöld. Ég er alltaf<br />

að bíða eftir því að það verði farið að skrifa<br />

raunverulega og sannferðuga sögu þess tímabils,<br />

eða sem sagt hvaða áhrif stríðin höfðu á Ísland<br />

sem samfélag. Mér finnst ekki vera komin sannferðug<br />

skilgreining á því. Áhrifin eru miklu meiri<br />

heldur en hefur verið gefið í skyn. Til dæmis fóru<br />

Íslendingar að skammast sín fyrir að vera Íslendingar.<br />

Allt í einu hétu bóndabæir moldarkofar. Það<br />

er enn verið að tala með fyrirlitningu um moldarkofa.<br />

Þetta var frábær tæknilausn í landi þar sem<br />

skorti timbur. Vissulega þurfti að halda þeim við<br />

eins og öllum öðrum húsum og sumir trössuðu<br />

það, eða höfðu bara ekki þrek í það, og þá byrja<br />

þau að leka. En þetta er alveg stórkostleg lausn,<br />

bæði tæknileg og verkfræðileg lausn. Hvers vegna<br />

eigum við að gera lítið úr þessu þó að það sé<br />

til steinsteypa eða bárujárn. Þetta er bara gert til<br />

þess að gera lítið úr okkar fyrra samfélagi. Annað<br />

er hvað Íslendingar hafa verið gjarnir að henda<br />

öllu sem gamalt var. Ég byrja bara sem krakki að<br />

safna gömlum hlutum sem áttu sögu, af því mér<br />

fannst svo forvitnileg þessi saga sem þeir báru vott<br />

um. Mér blöskraði hvað fólk var gjarnt á að henda.<br />

„Þetta er bara gamalt drasl. Þú getur keypt<br />

þetta og hitt og hvers vegna að hafa svona gamalt<br />

drasl eða nota svona drasl. Þetta minnir bara á<br />

niðurlægingartíma okkar og bla bla bla.“ Í staðinn<br />

fyrir að virða fólk fyrir það sem það gat gert. Fyrir<br />

þessar oft á tíðum frábæru tæknilegu lausnir.“<br />

„Ég held að viska sé mjög eftirsóknarvert<br />

stig. Mig langar að komast þangað.“<br />

Rúrí nefnir Hávamálin sem dæmi um þjóðararf<br />

sem er henni mikils virði. „Það er svo mikil viska<br />

í sumum ljóðanna,“ segir hún. „Ég las einu sinni<br />

skemmtilega skilgreiningu á muninum á þekkingu,<br />

kunnáttu og visku: Þekking er að vita af því að eitthvað<br />

er til, til dæmis að vita að það er til ritvél. En<br />

kunnátta, það er þegar þú ert búin að læra á ritvélina<br />

og getur skrifað bréf. Viska er eins og þegar<br />

þú ert búin að tileinka þér ritvélina og aðferðina<br />

við að vélrita á þann hátt að þú þarft ekki að hugsa<br />

um að þú sért með ritvél. Þú bara ert að skrifa það<br />

sem þú ert að hugsa. Þekking, kunnátta og viska,<br />

þessi þrjú stig, sem að sumir halda að sé eitt og hið<br />

sama, en það er ekki að lýsa því sama. Þekking er<br />

að vita af einhverju. Kunnátta er að kunna það.<br />

Viska er þannig að maður sé búinn að umbreyta<br />

því í að maður samtvinnar þetta allt saman á vitrænan<br />

hátt.“<br />

36


Hlín: „Þegar sá sem kann algjörlega á ritvélina<br />

skrifar, þá er ritvélin náttúrulega bara eins og<br />

framlenging af honum. Hann þarf ekkert að hafa<br />

fyrir þessu. Skrifin koma bara eins og hugsanastraumur.“<br />

Rúrí: „Ja, hann er búinn að virkja þetta algjörlega.<br />

Það er stundum talað um að tengja, tendra og<br />

virkja. Það er líka svona annað sjónarhorn á þetta<br />

sama. Ég held að viska sé mjög eftirsóknarvert stig.<br />

Mig langar að komast þangað.“ Rúrí hlær.<br />

Hlín: „Ertu á góðri leið með það?“<br />

Rúrí: „Maður tekur eitt skref í einu á öllum<br />

leiðum. Maður er ekki dómbær um það fyrr en<br />

maður kemur að leiðarlokum, held ég.“<br />

Hlín: „Talandi um heimspeki, er einhver heimspekingur<br />

sem þú ert tengdari en öðrum?“<br />

Rúrí: „Nei, í rauninni ekki. Og eins og ég sagði<br />

þér, ég er ekki víðlesin í heimspeki, heldur hef ég<br />

meira litið á þetta þannig að ég sé bara sjálflærður<br />

heimspekingur. Mér finnst náttúrulega afskaplega<br />

skemmtilegt hvernig Sókrates vann. Það var í rauninni<br />

þetta lítillæti í því að kenna þetta á götunni,<br />

ekki einhver formfesta eða óþarfa umgjörð. Mér<br />

leiðist alltaf þegar það er predikað yfir fólki, til<br />

dæmis í kennslu. Mér finnst kannski ákveðin uppreisn<br />

í því hvernig hann kenndi. Eða uppreisn?<br />

Engin sjálfsupphafning í því. En honum var fúlasta<br />

alvara fyrir því, tilbúinn að deyja fyrir sjónarmið<br />

sín.“<br />

Ég kveð Rúrí í bili, skima eftir regnboganum<br />

og leiði hugann að innri fjársjóðum.<br />

37


Jóhann Valur Klausen<br />

Alsjáin<br />

Hellislíking Platóns<br />

Ætli skýin þjóni yfirvaldinu<br />

á einhvern hátt?<br />

Þau laumast svo hægt og<br />

grunsamlega yfir himinhvolfið.<br />

Eins og það sé eitthvað<br />

áhugavert á seyði sem vert er<br />

að skrifa í skýin.<br />

Eldurinn varpar<br />

skuggum hálfsannleiks á hellisvegginn,<br />

við hljóðlátan fögnuð hlekkjaðra.<br />

Ekkert heyrist<br />

nema lágt snark í brennandi viðarbútum<br />

og fjarlægt skrjáf í gömlum klæðum.<br />

Þessi snjókorn<br />

virðast vera<br />

hlerunartæki.<br />

Við hellisopið<br />

situr heimspekingurinn<br />

og fróar sér í sólskininu.<br />

Milli endis og upphafs<br />

Eitthvað eitthvað Steinn Steinarr<br />

Morgunrökkrið er ávallt þykkast.<br />

Þegar augnlokin lyftast varlega,<br />

tekur það á móti sjóninni,<br />

blindandi.<br />

Almyrkrið á undan óreiðu birtunnar.<br />

Í þessari skuggaveröld sem hverfist um sjálfa sig<br />

fæðist fyrsta hugmynd að<br />

nýjum degi, einhversstaðar.<br />

Taktu eftir því,<br />

næst þegar þú ert vakandi í ljósaskiptunum,<br />

að eitt andartak verður myrkrið blásvart áður en<br />

sólin rís og gefur veröldinni dulúðlegt bros.<br />

Og í þessu þykka blásvarta myrkri, hjá fjarlægum<br />

ósi,<br />

geturðu séð húsvörð eilífðarinnar með rykmökk í<br />

eftirdragi<br />

og strákúst í hendi. Svo dragðu andann rólega,<br />

þetta andartak milli endis og upphafs.<br />

38<br />

Ljóðahornið


Ægir Þór Jähnke<br />

Að Vera og Vera ekki í Zen<br />

I<br />

Mig langaði að tala um tungumál<br />

en ég fann ekki réttu orðin.<br />

II<br />

Ég hef gengið ganginn á leiðarenda<br />

og er aftur við upphafið<br />

bara eldri og ringlaðari en áður.<br />

IV<br />

Fyrirbærið skapar sjálft sig<br />

og leiðin að því<br />

liggur ekki um leiðina<br />

heldur utan leiðarinnar.<br />

Aðeins utan leiðarinnar<br />

finnuru leiðina.<br />

Og trén hristi laufguð höfuð sín<br />

og skilja ekki neitt.<br />

III<br />

Á leikskólanum spurði ég<br />

um guð og líf eftir dauðann.<br />

V<br />

Orð eru morð<br />

og ég er engu nær.<br />

Svörin eru alltaf þau sömu<br />

kerfið vísar aðeins í sjálft sig.<br />

Í háskólanum spurði ég<br />

um tvíhyggju og túlkunarvandann.<br />

Zen er leiðinn til skilnings<br />

en hver er leiðin til Zen?<br />

Svörin voru öll þau sömu.<br />

Ekki í gegnum Zen.<br />

VI<br />

Ég er ekkert nema orðasmiður.<br />

Er ég því ég hugsa?<br />

Eða hugsa ég því ég er?<br />

Er ekki bara eitthvað<br />

því hvað annað ætti svo sem að Vera?<br />

Ljóðahornið<br />

39


Siðferðileg rök fyrir grænkera lífstíl<br />

– örgrein sem hugarflæði (e. think tank) fyrir greinargerð<br />

Kristian Guttesen<br />

Í þessari örgrein ætla ég að ræða þrenns konar<br />

siðferðileg rök fyrir grænkera lífstíl (e. veganism)<br />

og hvers vegna þau eru siðferðileg. Ég mun freista<br />

þess að gagnrýna rökin og svara gagnrýninni. Í<br />

þessum skilningi fjallar spurningin um grænkera<br />

lífstíl um það hvort siðferðilega réttlætanlegt sé að<br />

leggja sér dýr eða dýraafurðir til munns.<br />

Gagnrýnendur grænkera hugmyndafræðinnar telja<br />

að önnur sjónarmið en þau sem reifuð verða í<br />

þessari örgrein vegi þyngra og þ.a.l. sé rélættanlegt,<br />

annaðhvort innan siðferðilegrar umræðu<br />

viðfangsefnisins eða af ástæðum sem ógilda þess<br />

háttar rök, að dýr séu drepin og lífi þeirra stýrt til<br />

að framleiða mat fyrir manneskjur.<br />

Tilgangurinn með þessari örgrein er ekki að sannfæra<br />

einn eða neinn um annaðhvort þessara<br />

viðhorfa, heldur að varpa fram þessum hugleiðingum<br />

og kalla eftir viðbrögðum og/eða gagnrýni –<br />

en í framhaldinu er ætlunin að skrifa lengri og ítarlegri<br />

grein á öðrum vettvangi.<br />

Fyrstu rökin sem ég kynni til sögunnar eru heilsufarslegs<br />

eðlis. Skv. hinni svokallaðri Kína-stúdíu<br />

(The China Study), sem byggir á víðtækri rannsókn<br />

sem framkvæmd var um tuttugu ára skeið, er ekkert<br />

í kjöti, hvorki í næringarfræðilegu tilliti né öðru<br />

ljósi, sem telja megi heilsusamlegu lífi nauðsynlegt,<br />

óútskiptanlegt eða nauðsynlega afgerandi. Aukinheldur<br />

er talið að rekja megi flesta, ef ekki alla,<br />

sjúkdóma sem ekki eru erfðatengdir og ekki eru<br />

tilkomnir af völdum tóbaksreykinga til kjötáts og<br />

neyslu dýraafurða. Ég kalla þessi rök siðferðileg<br />

þar sem hver og ein manneskja er ábyrg gagnvart<br />

sjálfri sér. Auk þess má líka skoða þau í siðferðilegu<br />

ljósi út frá ábyrgðinni sem sérhver manneskja ber<br />

gagnvart nærumhverfi sínu og fjölskyldu.<br />

Gagnrýni á heilsufarslegu rökin gæti verið á þann<br />

veg að Kína-stúdían er ekki tvíblind. Þetta er hug-<br />

tak sem notað er í læknavísindum, tölfræði og tilraunahögun.<br />

Sem dæmi má nefna ef kanna ætti<br />

þunglyndislyf hjá fólki með sjálfsvígshugsanir, þá<br />

skilgreinir maður fyrst einhvern hóp, sem er í vissri<br />

áhættu, t.d. karlar á aldrinum 15-25 ára. Það er<br />

þýðið (e. population) og það þarf að vera nógu stórt<br />

til að vera áreiðanlegt. Síðan er fenginn samanburðarhópur,<br />

nógu stór, sem getur verið lýsandi<br />

fyrir samanbúrðarhópinn og er í engu ólíkur hinum<br />

hópnum, það er úrtakinu (e. sample), í félagslegu<br />

tilliti, hvað varðar breytur (e. variable) eins og sama<br />

vinna, tekjur, sama áfengisnotkun, reykingar, heilsuástand<br />

o.s.frv. Síðan er sett upp tvíblind rannsókn og með<br />

tölfræði er hægt að leiðrétta fyrir ýmsum bjaga (e.<br />

bias). Þá er kominn marktækur samanburðarhópur<br />

og tilraunin er tvíblind (e. double-blind).<br />

Svar við slíkum aðfinnslum myndi e.t.v. hljóma<br />

svona: Að framkvæma rannsókn af þessu tagi<br />

sem tvíblinda væri beinlínis ósiðlegt og af þeim<br />

sökum illframkvæmanlegt. Eins og höfundar Kína-stúdíunnar<br />

hafa greint frá eru áhrif kjötáts og<br />

neyslu dýraafurða hættuleg heilsunni og því væri<br />

siðferðilega vafasamt að útsetja þátttakendur fyrir<br />

áhættunni sem því fylgir.<br />

Næstu rök sem ég kynni eru umhverfis- eða<br />

náttúruverndarlegs eðlis. Einhver mesti mengunarvaldur<br />

sögunnar er landbúnaðariðnaðurinn.<br />

Þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17<br />

talsins. Markmiðin fela í sér 15 ára aðgerðaráætlun<br />

sem stefnir að því að bæta lífskjör alls mannkyns<br />

og stuðla að verndun jarðarinnar. Sjálfbærni<br />

er lykillinn að því að áætlunin gangi eftir. Áhrif<br />

landbúnaðarins á umhverfið eru, í ljósi vatnssóunar,<br />

landeyðslu og loftlagsáhrifa, með öllu<br />

ósamrýmanleg fyrrgreindum sjálfbærnimarkmiðum.<br />

Rekja má 18% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda<br />

til landbúnaðariðnaðarins, en það<br />

40


fi, hafa heimkynni órangútan apa verið eyðilögð,<br />

sem eru í útrýmingarhættu vegna þessa. Enn<br />

fremur hefur pálmolíuræktun grafalvarlegar afleiðingar<br />

fyrir fleiri dýrategundir. Undarlegt er að<br />

spyrja að því, að fæstir virðast vita hvað pálmolía<br />

er notuð í mörgum matvörum, s.s. súkkulaði og<br />

snakki. Hér skiptir auðvitað máli hvort pálmolían<br />

sé lífrænt ræktuð og vottuð, en í flestum tilfellum<br />

er svo ekki. Að fæstir velti þessu fyrir sér bendir<br />

til að skortur sé á gagnrýninni hugsun í fæðuvali<br />

og hegðun neytenda. Það hvernig manneskjan<br />

hefur komið fram við dýr í sögunni fellur undir<br />

hugmyndafræði sem kallast tegundahyggja (e. specieism),<br />

en það er sú skoðun að manneskjan megi<br />

og geti, í krafti valdastöðu sinnar, komið fram við<br />

veikari tegundir eins og henni sýnist. Þessi framkoma<br />

er raunar nátengd kvenhatri (e. mysogyny),<br />

kynþáttahyggju og kúgun hvaða minnuhlutahóps<br />

sem vera skal. Sú afstaða er samofin hinu sálfræðilega<br />

hugmyndakerfi sem kanna má við kjöthyggju<br />

(e. carnism). Það lýsir því hvernig kjötát og neysla<br />

dýraafurða er orðið að blindandi normi í flestum<br />

samfélögum. Manneskjan þekkir ekki annað og<br />

skilgreinir þess vegna hið óviðunandi sem ásættanlegt.<br />

Neysla kjöts og dýraafurða er í raun eins<br />

og hula sem sveipuð er yfir hana. Allar aðfinnslur<br />

verða hjóm, því henni finnst eins og verið sé að<br />

gagnrýna eitthvað sem ekki sést. Segja má að gagnrýnin<br />

hugsun sé viðbragð við þessu ástandi. Þessi<br />

rök eru siðferðileg vegna spurningarinnar sem þau<br />

vekja upp um eðli manneskjunnar. Telst m.ö.o.<br />

það að vera manneskja eitthvað sem við getum<br />

kallað gott? Hvað felur hið góða í þessum skilningi<br />

í sér? Gott fyrir hverja? Síðan um aldamótin 1900<br />

hefur manneskjan mótað og útskýrt heiminn út frá<br />

einhverju sem kenna mætti við sjónarhornshyggju<br />

um sannleika, en hvernig svarar slík nálgun á sannleika<br />

spurningu á borð við: Hvers konar samfélag<br />

viljum við hafa?<br />

Gagnrýni á dýraverndarrökin geta hljómað á þann<br />

veg að fólk skilji siðferðilegu afstöðuna, en sé einer<br />

meira en áhrif bílaflotans alls á jörðunni sem<br />

er 13%. Rekja má losun 32gja milljóna tonna af<br />

gróðurhúsalofttegundarinnar koldíoxíðs (CO2) á<br />

hverju ári til búfénaðar og afleiddrar framleiðslu<br />

eða 51% af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.<br />

Vatnsnotkun landbúnaðariðnarins á árlegum<br />

grundvelli er á bilinu 128,7-287,69 billjón<br />

lítrar. Þannig má nefna að til að framleiða eitt pund<br />

(0,453592 kg.) af kjöti þurfi 9463,5 billjón lítra af<br />

vatni. Í stuttu máli notar landbúnaðariðnaðurinn<br />

20-33% af öllu ferskvatni í heiminum. Landbúnaðariðnaðurinn<br />

er einn helsti áhrifaþáttur í<br />

útrýmingu tegunda, súrnun sjávar og eyðileggingu<br />

búsvæða dýra. Þegar kemur að mengunaráhrifum<br />

landbúnaðariðnaðarins, er framangreind upptalning<br />

langt Í frá tæmandi. En vandséð er hvernig<br />

nokkur manneskja sem kallar sig umhverfis- eða<br />

náttúruverndarsinna geti fengið sig til að bragða<br />

kjöt. Ég kalla þessi rök siðferðileg vegna ábyrgðar<br />

okkar gagnvart framtíðinni.<br />

Algeng gagnrýni á slík rök er ekki sé hægt að hætta<br />

kjötræktun – hvað ætti t.d. að gera við öll dýrin<br />

sem nú þegar er verið að rækta? Viljum við útrýma<br />

þeim? Þessi rökleiðsla byggir á að kjötframleiðslan<br />

sé á nokkurs konar hamstrahjóli, sem ekki er hægt<br />

að hverfa frá.<br />

Svarið við þessu gæti falið í sér að benda á að það<br />

að eitthvað sé gert er ekki rök fyrir því að það sé<br />

réttlætanlegt. Náttúran finnur alltaf sitt jafnvægi<br />

og ef hætt yrði allri (eða flestri) dýraræktun, yrði<br />

ef til vill um einhverja hríð til mikið af „einskis<br />

nýtum“ dýrum, en hér er þó um hugsanavillu að<br />

ræða því dýrin eru sögð nytsamleg á ill- eða eigingjörnum<br />

forsendum. Að lokum myndi ójafnvægið<br />

finna sinn farveg og jafnvægi nást.<br />

Þriðju rökin sem ég kynni til sögunnar eru dýraverndarrök.<br />

Framferði manneskjunnar á jörðinni<br />

stuðlar sífellt hraðar að útdauða ýmissa dýrategunda.<br />

Þannig má nefna að til að koma á plantekrum<br />

fyrir ræktun trjáa sem þarf til að vinna pálmolíu<br />

úr, með því að ryðja mikilvæg og viðkvæm vistker-<br />

41


faldlega sama um þau vegna þess hversu gott því<br />

þykir kjöt og geti ekki hugsað sér að hætta að neyta<br />

þess. Slík gagnrýni byggja á nokkurs konar nautnahyggju:<br />

Mín vellíðan framyfir annarra. E.t.v. má<br />

kenna þau við einstaklingshyggju. Einnig má hugsa<br />

sér gagnrýni sem ganga út á það að manneskjan<br />

sé alæta, henni sé eðlislægt að borða dýr, og því<br />

eigi siðferðileg rök ekki við í þessu tilliti.<br />

Svar við þessu gæti verið tvíþætt. Fyrri gagnrýnin<br />

felur í sér að varpa af sér ábyrgð. Svar við þeim<br />

væri að benda á að með svipuðum hætti mætti færa<br />

rök fyrir hvers kyns ofbeldi og óréttlæti í heiminum.<br />

Að varpa af sér ábyrgð er engu að síður að<br />

samþykkja hið ríkjandi ástand. Þegar kemur seinni<br />

gagnrýnunum á dýraverndarrökunum, má með<br />

svipuðum hætti benda á að slík afstaða sé engu að<br />

síður siðferðileg (afstæðishyggja) sem með afgerandi<br />

hætti feli í sér frávarp, manneskjan þykist/segist<br />

ekki sjá neitt og því er ekkert til að ræða um. Með<br />

slíku frávarpi hefði mátt halda misrétti á borð við<br />

þrælahald við lýði langt fram eftir öldum. Þegar<br />

öllu er á botninn hvolft: Með því að gera ekkert<br />

erum við alltaf að gera eitthvað. Að vera manneskja<br />

felur í sér að kannast við þetta.<br />

Þessi örgrein er ekki hugsuð sem svar við þessu álitamáli,<br />

heldur sem hugarflæði til frekari úrlausnar.<br />

Höfundi þætti vænt um að fá að heyra rök lesenda,<br />

bæði með og á móti, og tekur feginn við þeim<br />

í tölvupósti á netfangið krg12@hi.is. Einnig geta<br />

áhugasamir fengið nákvæma heimildaskrá auk tilvísana.<br />

Hér hafa verið kynnt þrenns konar siðferðileg rök<br />

fyrir grænkera lífstíl. Tínd hefur verið til gagnrýni<br />

á þau og mótrökunum svarað. Að lokum má segja<br />

að öll framangreind rök eru (og geta auðveldlega<br />

orðið) afleiðing sjálfsígrundunar og gagnrýninnar<br />

hugsunar.<br />

42


Frekari fróðleikur<br />

Animals United Movement. (2014b). The facts. Cowspiracy.com. Sótt 23. febrúar 2016 af http://www.cowspiracy.com/facts/<br />

Brynhildur Pétursdóttir. (2016). Parísarfundurinn um loftslagsmál, munnleg skýrsla umhverfis- og<br />

auðlindaráðherra. Althingi.is. Sótt 24. ebrúar 2016 af http://www.althingi.is/altext/raeda/145/<br />

rad20160126T15210<strong>2.</strong>html<br />

Campbell, T. C. og Campbell, T. M. (2006). The China Study: the most comprehensive study of nutrition ever conducted<br />

and the startling implications for diet, weight loss and long-term health. Dallas: Banbella books.<br />

EPA. (2004). Risk Assessment Evaluation for Concentrated Animal Feeding Operations. National Service<br />

Center for Environmental Publications (NSCEP). Sótt 23. febrúar 2016 af http://nepis.epa.gov/Exe/ZyPURL.<br />

cgi?Dockey=901V0100.txt<br />

FAO Corporate Document Repository. (2006b). Livestock‘s Long Shadow: environmental issues and options.<br />

Food and Agricultural Organization of the United Nations. Sótt 23. febrúar 2016 af http://www.fao.org/<br />

docrep/010/a0701e/a0701e00.HTM<br />

Goodland, R. og Anhang, J. (2009). Livestock and Climate Change: What if the key actors in climate<br />

change are...cows, pigs, and chickens? World Watch Magazine 22/6. Sótt 24. febrúar 2016 af http://www.<br />

worldwatch.org/node/6294<br />

Herrero, M., Havlík, P., Valin, H., Notenbaert, A., Rufino, M. C., Thornton, P. K., Blümmel, M., Weiss,<br />

F., Grace, D. og Obersteiner, M. (2013). Biomass use, production, feed efficiencies, and greenhouse gas<br />

emissions from global livestock systems. PNAS 110/5<strong>2.</strong> Sótt 23. febrúar 2016 af http://www.pnas.org/<br />

content/110/52/20888.full<br />

Hickman, M. (2009). Study claims meat creates half of all greenhouse gases. Independent. Sótt 24. febrúar<br />

2016 af http://www.independent.co.uk/environment/climate-change/study-claims-meat-creates-half-ofall-greenhouse-gases-1812909.html<br />

Machovina, B., Feeley, K. J. og Ripple, W. J. (2015). Biodiversity conservation: The key is reducing meat<br />

consumption. Science of The Total Environment 536, bls. 419-431.<br />

Mekonnen, M. M. og Hoekstra, A. Y. (2012). A Global Assessment of the Water Footprint of Farm Animal<br />

Products. Ecosystems 15, bls. 401- 415. Sótt 23. febrúar 2016 af http://waterfootprint.org/media/downloads/Mekonnen-Hoekstra-2012-WaterFootprintFarmAnimalProducts.pdf<br />

Oppenlander, R. A. (2013). Food Choice and Sustainability: Why Buying Local, Eating Less Meat, and Taking Baby<br />

Steps Won’t Work. Minneapolis, MN: Langdon Street.<br />

Oppenlander, R. A. (2014). Freshwater Depletion: Realities of Choice. Comfortably Unaware. Global Depletion<br />

and Food Choice Responsibility. Sótt 23. febrúar 2016 af https://comfortablyunaware.wordpress.com/<br />

The Physicians Committe. (2013). Meat Consumption and Cancer Risk. Physicians Committee for Responsible<br />

Medicine. Sótt 23. febrúar 2016 afhttp://www.pcrm.org/health/cancer-resources/diet-cancer/facts/meatconsumption-and-cancer-risk<br />

43


„Eign samræðunnar”<br />

Viðtal við Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur<br />

Ég átti nýlega viðtal við Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur,<br />

myndlistarmann, heimspeking og<br />

deildarforseta með meiru, um frjótt samspil<br />

heimspeki og listar í lífi hennar. Sigrún<br />

Inga fjallaði um list sína, sem oft snýst um<br />

samskipti, og mætti skilgreina sem heimspeki<br />

í verklegu formi. Einnig talaði hún um<br />

virta listahópinn Gjörningaklúbbinn sem<br />

lítur á hugmyndir sem eign samræðunnar,<br />

en ekki einstaklingsins, en forðast að fylgja<br />

„meirihlutinn ræður“ reglunni. Sigrún Inga<br />

deildi líka með lesendum hvað samfélagið<br />

gæti lært af Gjörningaklúbbnum og mikilvægi<br />

þess að „verða ófrískur,” burt séð frá kyni.<br />

Hlín: „Þú lifir í tveimur heimum, myndlistinni<br />

og heimspekinni. Finnst þér þessir heimar hjálpa<br />

hver öðrum eða eru árekstrar þarna á milli?“<br />

Sigrún Inga: „Mér finnst þeir hjálpa hver öðrum,<br />

já. Og kannski velur maður það úr heimspekinni<br />

sem að vinnur með því sem maður er að gera. Ég<br />

myndi segja að heimspekin hafi orðið kveikjan að<br />

mörgum verkum, en hún hjálpaði mér líka að skilja<br />

betur margt sem ég hafði verið að gera í myndlist.<br />

Ég útskrifaðist sem sagt úr MHÍ árið 1996<br />

og er búin að vera að vinna í myndlist síðan þá.<br />

Þegar maður er að vinna í myndlist, þá er maður<br />

oft bara að vinna á einhverju innsæi og innri rödd<br />

og auðvitað er þetta líka alltaf samtal á milli efnis<br />

og aðstæðna og hugmynda. Ég hafði ekki mikinn<br />

fræðilegan grunn þegar ég var að vinna alla þessa<br />

myndlist. En svo þegar ég fór að lesa fræðin tengdi<br />

ég alveg hugmyndirnar þarna á milli og hugsaði:<br />

„Já, einmit, þetta er svona svipað og við vorum að<br />

pæla í þarna, eða ég var að pæla í þarna.“ Og ég<br />

er líka bara ótrúlega ánægð með að hafa gert þetta<br />

svona, að hafa byrjað í myndlist og fylgt því og<br />

síðan, þegar ég var orðin aðeins eldri, að þá fór ég<br />

að lesa meiri teóríu og þá held ég að maður sé líka<br />

móttækilegri fyrir því, eða alla vega ég. Og kannski<br />

maður fái aðeins meira út úr henni þegar maður<br />

veit aðeins meira um heiminn. En síðan finnst mér<br />

líka að myndlistin og bara hvernig ég er vön að<br />

hugsa þar hafi hjálpað mér mjög mikið í heimspekinni<br />

og öllum skrifum náttúrulega og því að koma<br />

hugsuninni til skila.“<br />

„Og þetta er svona heimspeki þá í verklegu<br />

formi...“<br />

Hlín: „Rúrí lýsir sinni myndlist sem heimspeki.<br />

Hvað er það í þínum huga sem greinir að heimspeki<br />

og list og hvernig hugsanlega brúarðu þá þetta<br />

bil? Finnst þér þín list vera heimspeki eða þá<br />

heimspekin þín vera list?“<br />

Sigrún Inga: „Já, mér finnst mín list í rauninni<br />

alveg vera heimspeki og ég get alveg tekið undir<br />

þetta með henni. Og þetta er svona heimspeki í<br />

verklegu formi og maður er bara að takast á við<br />

umhverfi sitt með beinum hætti í myndlistinni. En<br />

í heimspekinni, og náttúrulega í listinni líka, þá er<br />

rosalega löng saga um hvernig hugmyndirnar fléttast<br />

saman og hvernig áherslunnar skiptast á milli<br />

einhvers konar ídealisma og realisma og svo framvegis.<br />

Í heimspekinámi þá þarf maður að fara í<br />

gegnum þetta allt.. Maður þarf náttúrulega líka<br />

að gera það í listnámi. Maður þarf að skoða það<br />

sem búið er að gera í fortíðinni. Ég myndi segja<br />

að í listinni þá er maður frjálsari og maður er<br />

ekki eins bundinn af reglum. Maður þarf aldrei<br />

að skrifa neinar neðanmálsgreinar við listaverk.<br />

Og það þarf engar tilvitnanir. Þó svo að maður sé<br />

með tilvitnanir, þá þarf maður ekki að setja þær í<br />

„footnote“. Þannig að bara þetta einfalda atriði er<br />

kannski munurinn á listum annarsvegar og fræði<br />

hinsvegar. Þú ert bara frjálsari, en þú ert samt í<br />

rauninni að vinna með sama efniviðinn. Í myndlist<br />

þá er fólk oft að setja sér mjög þröngar skorður og<br />

það býr sér til alls konar kerfi og það býr sér til ein-<br />

44


hvern ramma til að vinna innan, sem er í rauninni<br />

mjög líkt og heimspekin gerir. Og þetta er kannski<br />

að mörgu leyti sama vinnan, nema kannski að<br />

það er auðveldara að verða óhreinn í myndlistinni.<br />

Sko, á höndunum.“ Sigrún Inga hlær. „Listin<br />

er meira „physical“, en heimspeki er líka „physical“,<br />

þó svo að fólk gæti ímyndað sér annað, þá er<br />

hún bara mjög líkamleg. Þetta tengist svo mikið,<br />

hugsunin og líkaminn. Ég las einhvers staðar tilvitnun<br />

sem mér fannst fyndin að heimspekingar<br />

væru almennt ekkert rosalega feitir, því það væri<br />

í rauninni svo rosalega erfitt að hugsa. Og það er<br />

alveg jafn mikil líkamsrækt, held ég, að brjóta heilann<br />

um eitthvað og þarf á mikilli líkamlegri orku<br />

að halda. Þetta er kannski bara eitthvað djók, en<br />

samt. Það er alveg gaman að hugsa um hugsunina<br />

sem „physical“ hlut líka, afþví að hún er það.“<br />

„Mikið af minni myndlist snýst í rauninni um<br />

samskipti...“<br />

Sigrún Inga starfar ekki einungis að eigin<br />

listsköpun. Hún var nýlega ráðin deildarforseti<br />

myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, sem er<br />

gríðarlega annasamt starf. Samhliða starfi sínu<br />

vinnur hún að meistararitgerð sinni í heimspeki.<br />

„Ég þrífst á því að vera með margt í gangi í einu<br />

og ég er bara þannig týpa að ef að ég er í fríi þá<br />

er ég strax komin í eitthvað verkefni og það finnst<br />

mér bara ógeðslega gaman,“ segir Sigrún Inga.<br />

Hún hefur minni tíma en oft áður til að sinna eigin<br />

listsköpun, því nýja starfið er mjög krefjandi.<br />

„En ég lít líka á það sem skapandi starf. Að vera í<br />

samskiptum við fólk er skapandi. Mikið af minni<br />

myndlist snýst í rauninni um samskipti og hvernig<br />

maður, sem manneskja, er að haga sér í heiminum.<br />

Ég er búin að gera mikið af gjörningum<br />

sem ég hef unnið með samstarfskonum mínum<br />

í Gjörningaklúbbnum og verkin eru mjög mikið<br />

um þessi vensl og tengingar sem að eru út um allt.<br />

Núna er ég minna að vinna beint í efni, þó ég hafi<br />

auðvitað alveg gert það líka. Mörg verka minna og<br />

Gjörningaklúbbsins eru mjög flókin í efnislegum<br />

útfærslum.“<br />

„...það er ekki valtrað yfir fólk með þessu<br />

móti að „meirihlutinn ráði“...“<br />

Hlín: „Menn tengja stundum samstarf í þeim listum<br />

sem, ólíkt til dæmis leiklistinni, hafa að mestu<br />

verið list einstaklinga, við óæskilega málamiðlun<br />

og að hlutirnir sökkvi þá niður á lægra plan. En<br />

þetta á alls ekki við Gjörningaklúbbinn sem starfar<br />

á virkilega háu plani. Það hlýtur samt að eiga sér<br />

stað málamiðlun í svona samstarfi, en í ykkar tilfelli<br />

þá virðist hún alls ekki dempa neitt eða deyfa,<br />

heldur þvert á móti kannski? Hvað finnst þér skilja<br />

á milli farsæls listræns samstarfs eins og ykkar og<br />

þessarar óæskilegu málamiðlunar sem maður sér<br />

oft hjá ýmsum öðrum?“<br />

Sigrún Inga: „Strax í byrjun fundum við að<br />

samræða hraðar á ferlinu, það að kasta hlutum á<br />

milli. Þá gerast hlutirnir hraðar heldur en ef þú<br />

ert bara að velta þeim fyrir þér einn með sjálfum<br />

þér, sko. Við komum að sumu leyti úr svipuðum<br />

bakgrunni og ættum þar af leiðandi að geta talað<br />

um hlutina, afþví að við skiljum vel hvaðan<br />

við erum að koma. Við erum mjög ólíkar týpur,<br />

en við erum með svipaðan bakgrunn. Við höfum<br />

líka ákveðnar reglur sem að við vinnum eftir, sem<br />

að við teljum að hjálpi samstarfinu og það er ekki<br />

„meirihlutinn ræður“ reglan í okkar samstarfi. Ef<br />

einhver er ósammála, þá er reynt að taka tillit til<br />

þess og það er oft bara reynt að koma kannski aftur<br />

næsta dag, eða eitthvað, en það er ekki valtað<br />

yfir fólk með þessu móti að „meirihlutinn ráði.“<br />

Ef fólk er með sterka sýn í einhverju máli að þá<br />

fær það alveg að halda áfram með hana. En þetta<br />

lýðræði sem við erum að reyna að vinna eftir, það<br />

hefði kannski einmitt einhver haldið að það myndi<br />

koma út sem einhver meðalmennska eða eitthvað<br />

þannig. En ég get kannski ekki alveg sett fingurinn<br />

45


á það sjálf. En við erum samt búnar að halda mjög<br />

mikið í þennan svokallaða „flata strúktúr“ og það<br />

er enginn foringi og við segjum heldur ekki út á við<br />

hver gerir hvað. Maður hefði haldið að það gæti<br />

kannski líka virkað letjandi, ef einhver er „expert“<br />

í einhverju, að hann fái þá ekki að njóta þess, en<br />

það hefur ekki gerst þannig hjá okkur.<br />

Allt sem er orðað innan hópsins verður umsvifalaust<br />

eign hópsins.<br />

En það er líka ein mikilvæg regla og það er að ef<br />

hugmynd er orðuð innan hópsins að þá verður<br />

hún umsvifalaust eign hópsins. Þannig að maður<br />

getur ekki sagt eftir á: „Já, þetta var mín hugmynd,“<br />

afþví að þá reiknum við það þannig út að<br />

þessi hugmynd hafi orðið til innan samræðunnar<br />

og þess vegna er það samræðan sem í rauninni á<br />

hugmyndina, en ekki einstaklingurinn. Þannig að<br />

það er einhver svona innri virkni í hópnum sem að<br />

skapar hlutina og við reynum bara að fylgja þessum<br />

hugmyndum. Þess vegna tekur líka oft dálítið<br />

langan tíma fyrir okkur að vinna, afþví að við þurfum<br />

að gera allt saman. Við þurfum liggur við að<br />

fara saman í bónus að kaupa kaffi fyrir vinnustofuna.<br />

En við reynum samt aðeins að hemja okkur<br />

í þessu og skipta með okkur verkum. En það er<br />

líka mikilvægt atriði að það koma allir að öllum<br />

ákvörðunum og allir hafa eitthvað að segja um<br />

allt. Þá verða líka allir að átta sig á öllu og geta<br />

ekki bara sagt: „Já, já, ég skal gera þetta af því að<br />

ég er góð í því,“ og pæla ekkert í því hvað hinir<br />

eru að gera. Ég held að það sé líka góð ábyrgð<br />

fyrir alla og okkur öll í þjóðfélaginu að hafa. Við<br />

megum hafa skoðun á öllu. Og við eigum að gera<br />

það og líka hafa áhuga. Því að þá hvetur maður<br />

hina áfram, ef maður er að fylgjast með því sem<br />

þeir eru að gera líka.“<br />

„Það er alltaf heill her á bak við fólk.“<br />

Hlín: „Þetta minnir mig á að megnið af þjóðararfinum<br />

og heimsmenningunni þangað til nýlega var<br />

náttúrulega verk Anons. „Anon“ samdi flest lögin<br />

og allt það. Í dag aftur á móti erum við aftur á<br />

móti í þessu rosalega einstaklingsmiðaða samfélagi<br />

og það er höfundarréttur og þetta allt. Þannig<br />

að það virðist viss uppreisn í því sem þið eruð að<br />

gera.“<br />

Sigrún Inga: „Já það er oft verið að spyrja okkur:<br />

„Hver er foringinn?“ Fjölmiðlar, eða ég veit<br />

ekki hverjir það eru sem að eru að sækjast eftir<br />

því að fá að vita eitthvað meira. En þessi tilhneiging<br />

að vilja vita hver er heilinn á bak við eitthvað,<br />

það er kannski bara arfleifð frá einhverjum<br />

rómantískum tíma þar sem við höfðum þessa<br />

mynd af listamanninum, sem við höfum kannski<br />

ennþá, þar sem hann var einn og fékk einhverjar<br />

hugljómanir. Þetta er náttúrulega bara eitthvað<br />

ævintýri, en er kannski ekki byggt á neinum<br />

raunveruleika. Afþví að ég held að allir listamenn,<br />

sem að eru góðir listamenn, þeir eru það vegna<br />

þess að þeir eru í svo miklum tengslum við aðrar<br />

manneskjur. Leiklist og kvikmyndagerð eru svona<br />

hópíþróttir í listunum. En í myndlist og skáldskap,<br />

þar á listamaðurinn einhvern veginn að vera einn<br />

á ferð. En ef við skoðum alla þessa góðu rithöfunda<br />

og myndlistarmenn þá eru þeir náttúrulega<br />

umkringdir fólki. Það er líka þannig í myndlistinni<br />

í dag, í samtímamyndlistinni á heimsvísu, að<br />

það eru þessi stóru nöfn, en þau eru ekkert ein á<br />

ferð. Það er alltaf alveg heill her á bak við fólk.<br />

Og svo eru stórir listamenn líka bara mjög góðir í<br />

að hafa samskipti og hlusta á aðra og fá gott fólk<br />

til þess að vinna með sér og fyrir sig. Þannig að<br />

það er kannski líka eftirsóknarvert að vera þannig<br />

sem listamaður, að maður sé góður í samstarfi. Og<br />

ég held það sé svolítil blekking að það sé einhver<br />

einstaklingur sem að geti vitað meira en hópurinn,<br />

eða þannig. En auðvitað verður hver einstaklingur<br />

samt að geta verið í sínu innra samtali og hlustað<br />

á sjálfan sig og fundið sína eigin rödd í samtalinu.<br />

46


Þannig að það er mjög mikilvægt að geta verið<br />

sterkur einstaklingur, en samt í samtali.“<br />

„Og það er það sem listamenn gera. Þeir búa<br />

til einhvern heim sem að er eins og þeir vilja<br />

að hann sé.“<br />

Hlín: „Finnst þér að þjóðfélagið geti lært eitthvað<br />

af svona hóp? Er jafnvel einhver pólítík í þessu hjá<br />

ykkur?“<br />

Sigrún Inga: „Já, ég held að þetta sé alveg hápólitískt.<br />

Og að ákveða að verða listamaður sé bara<br />

rosalega pólitísk ákvörðun, því þú ert að ákveða að<br />

þú ætlir að hafa áhrif á umhverfi þitt. Að þú ætlir<br />

að stjórna því og búa það til, svolítið svona eins<br />

og þú villt hafa það. Og það er það sem listamenn<br />

gera. Þeir búa til einhvern heim sem að er eins og<br />

þeir vilja að hann sé. Og svo fer það náttúrulega<br />

bara út í hinn heiminn, í umhverfið.<br />

„Og þetta er módel sem er ekki búið að setja<br />

nógu hátt upp sem eitthvað höfuðmódel sem<br />

að gæti ríkt yfir öllum heiminum.“<br />

Og það er það sem við erum líka að reyna að gera.<br />

Bara með því til dæmis að neita að hætta að vinna<br />

saman, það er bara mjög mikið „statement“ í<br />

því. Auðvitað höfum við oft rifist og verið ósammála<br />

og svona. En við erum bara búnar að taka<br />

þá ákvörðun að það er bara markmið í sjálfu sér<br />

að splitta ekki upp. Og það er hægt að taka sér frí<br />

eða fara að gera eitthvað annað tímabundið, en<br />

það heldur samt áfram að vera til þetta samstarf.<br />

Og það er í rauninni ákveðin lífssýn að geta talað<br />

sig í gegnum hlutina og fundið sameiginlega<br />

lausn, í staðinn fyrir að fara bara í einhver slagsmál<br />

og annar aðilinn drepst eða þagnar, að reyna<br />

þá frekar að hjálpast að við að komast lifandi út<br />

úr aðstæðunum báðir, eða öll. Sem er kannski líka<br />

svolítið kvenlegt dæmi. Það eru til ólík módel. Við<br />

vorum að tala um þetta Irigaray kúrsinum sem að<br />

ég er í núna, að það sé þetta módel sem virðist<br />

vera aðalmódelið að það sé alltaf þessi endalausa<br />

barátta í heiminum og maður sér það náttúrulega<br />

út um allt, í lífríkinu og líka á „human“ sviðinu,<br />

að það er alltaf þessi barátta og annar mun reyna<br />

að klekkja á hinum. Þetta er samkeppnismódelið<br />

sem að kapítalískt hagkerfi byggir á. Til að lifa af<br />

þá þarftu að borða einhvern annan eða gera eitthvað<br />

þannig. En síðan er líka til annað módel<br />

sem að er í rauninni frjósemin, sem er þá kannski<br />

svolítið svona kvenlega hliðin á öllu saman og er<br />

líka mjög áberandi í öllu lífríkinu. Það er að verða<br />

ófrískur. Þá er annar einstaklingur innan í þér. Og<br />

markmiðið er yfirleitt ekki að losa sig við hann,<br />

heldur að komast í gegnum ferlið þannig að báðir<br />

komist lifandi út úr málinu. Og þetta er módel sem<br />

er ekki búið að setja nógu hátt upp sem eitthvað<br />

höfuðmódel sem að gæti ríkt yfir öllum heiminum.<br />

Að markmiðið sé frekar að allir komist lifandi út úr<br />

því, heldur en að hinn sterkari nái að sigra veikari<br />

aðilann.“<br />

Hlín: „Nú eru margir að tala um að það sé eitthvað<br />

við umræðuhefðina innan heimspekinnar sem<br />

að höfði síður til margra kvenna, eða fæli þær jafnvel<br />

frá heimspekinni.“<br />

Sigrún Inga: „Þar eru náttúrulega þessi átök á<br />

milli einhverra póla alltaf: „Núna er hughyggja...<br />

Nei, núna erum við að fara yfir í einhverja meiri<br />

hluthyggju.” Og þá er eins og hughyggja verði<br />

bara að gefast upp. Og það er eins og það þurfi alltaf<br />

að vera að rífast og sigra eitthvað. Eða Meginlandsheimspeki<br />

og Rökgreiningarheimspeki. Það<br />

er eins og þetta séu einhverjir tveir „rivals“ sem að<br />

séu í baráttu og einhverju stríði og annar þurfi að<br />

ná að sigra hinn. En það er náttúrulega bara algjörlega<br />

tilgangslaust, held ég. Því það sem er verið<br />

að segja í einum herbúðum er oft mjög svipað og<br />

er verið að segja í hinum herbúðunum. Kannski<br />

frá öðru sjónarhorni. Og það er í rauninni bara<br />

margt mjög líkt með andstæðingunum. Og samræðan<br />

getur verið mikið frjórri heldur en þessi<br />

47


hugmynd að geta einhvern veginn klekkt á andstæðingnum<br />

og geta einhvern veginn skák-mátað<br />

hann í einhverju orðatafli. En rosalega stór hluti<br />

heimspekinnar snýst um þetta. Og ég veit ekki alveg<br />

hvað er hægt að gera í því.“<br />

„Raunveruleikinn er ekki svart/hvítur, og<br />

hann er ekki „annað hvort eða?“. Hann er<br />

eitthvað róf.“<br />

Hlín: „Það ríkir sem sagt mikil tilhneiging til að<br />

koma á tvíhyggju?“<br />

Sigrún Inga: „Jú. Þegar raunveruleikinn er sá að<br />

allir eru bara saman á sama báti. Raunveruleikinn<br />

er ekki svart/hvítur, og hann er ekki „annað hvort<br />

… eða.“ Hann er eitthvað róf. Og það er mjög<br />

mikill misskilningur að halda það að einn sé í þessu<br />

liðinu og hinn sé í hinu liðinu og þeir geti bara<br />

einhvern veginn útkljáð einhver mál. Þegar öllu er<br />

á botninn hvolft eru þeir báðir í sama liðinu og<br />

hvort sem er einstaklingur eða hópur eða þjóð eða<br />

kyn, eða hvað það er sem hefur fallið undir þessar<br />

tvíhyggjur, að þá er enginn aðgreining til sem að<br />

setur alla fullkomlega í annað hvort hólfið. Þannig<br />

að það er alltaf þetta róf. Og einhver sem telur sig<br />

vera hluta af einhverju, hann er bara óvart hluti<br />

af einhverju öðru líka á sama tíma. Þannig að þetta<br />

er einhver skali, einhver svona grátónaskali. Það<br />

væri frábært ef að sem flestir gætu áttað sig á þessu<br />

sem allra fyrst. Þá myndum við ekki vera með svona<br />

mikið af vandamálum, held ég.“<br />

Hlín: „Er kannski aðeins minna af þessu í listum<br />

en á flestum öðrum sviðum?“<br />

Sigrún Inga: „Það er mjög mikið af þessu í listum<br />

líka. Menn stilla sér upp í fylkingar þar líka.<br />

En samt hefur þróunin í listum verið rosalega<br />

mikið í þá átt að brjóta niður veggi og í myndlistinni<br />

gerum við mjög mikið af því að taka aðferðafræði<br />

annarra listgreina og tækni og svoleiðis og<br />

nýta í myndlistinni. Það er verið að brjóta niður<br />

múra og meira verið að fást við þverfaglega vinnu.<br />

En heimsmynd samfélagsins byggir rosalega mikið<br />

á „við og hinir“ hugarfari, þannig að það er ekki<br />

eins og það sé eitthvað lítið mál að leysa upp. En<br />

ég held samt að það sé alveg þess virði að reyna<br />

það. En ég veit ekki hvað væri hægt að gera í þessu<br />

í heimspekinni. Kannski ef að það koma fleiri<br />

konur, þá kannski breytist eitthvað. Mér finnst<br />

samt eins og það sé nú samt ekkert endilega einhver<br />

patent lausn. En það er sennilega best að leyfa<br />

sem flestum röddum að heyrast.“<br />

Hlín: „Því hefur líka verið haldið fram að heimspekin<br />

sé víða óvenjulega „hvítt“ og stéttvíst fag. Ég<br />

hef til dæmis lesið að í Bandaríkjunum hái þessi<br />

takmörkun mest annars vegar heimspekinni og<br />

hins vegar enskri bókmenntafræði.“<br />

Sigrún Inga: „Já, þetta virðist vera allra íhaldsamasta<br />

greinin innan háskólakerfisins. En, eins og<br />

þú varst að segja, þá er heimspekin svo víða. Rúrí<br />

er að fást við heimspeki og myndlistarmenn eru að<br />

gera heimspeki og bara leikskólakrakkar. Allir eru í<br />

raun að fást við einhverja heimspeki. Þetta er svona<br />

„basic“ gagnrýnin hugsun sem að allir fæðast<br />

með, en svo eru aftur þessar deildir sem að virðast<br />

múra sig svolítið inni. Þær eru náttúrulega bara<br />

passa upp á einhverja hefð sem að er vissulega til<br />

staðar og það þarf alveg að passa upp á hana að<br />

einhverju marki. Það má ekki bara leysa þetta alveg<br />

upp. En það er kannski líka ástæða til að vera<br />

ekki í vörn, heldur meira gefandi og opinn. Þá fær<br />

maður meira á móti. En svo er þetta náttúrulega<br />

líka spurning um að það nenna ekki allir að<br />

lesa allar þessar bækur. Maður þarf að vera dálítið<br />

spes týpa til að komast í gegnum þetta og nenna<br />

að fylgja þessari aðferðafræði, skrifa einhverjar<br />

700 blaðsíður um eitthvað pínulítið atriði og<br />

halda utan um allar heimildir og eitthvað svona.<br />

Þannig að kannski er það einhver svona innbyggður<br />

nördagangur sem að gerir það að verkum<br />

að þetta eru ekkert rosalega aðlaðandi deildir. Og<br />

þá kannski sækja svolítið svipaðar týpur í það. En<br />

mér finnst þetta ógeðslega spennandi. Það eru til<br />

48


einhverjar klisjur um að listamenn séu „dyslexic“<br />

eitthvað, en ég er ekki þannig listamaður, og það<br />

er náttúrulega bara frekar mikið rugl. Það er örugglega<br />

jafn mikið af „dyslexics“ í öllum stéttum. Þú<br />

þarft náttúrulega að vera svolítið klár í bókstöfum<br />

til að fara í gegnum þetta format sem að er búið að<br />

búa til, sem er hin vestræna heimspekihefð, sem er<br />

bara eins og klassískt píanónám eða eitthvað. Það<br />

nenna þessu ekki allir.“<br />

„En þetta er náttúrulega það sem mjög margir<br />

gera, hvort sem þeir eru konur eða karlar,<br />

að leyfa hlutum að vaxa með sér, og það er<br />

eitthvað sem við verðum að viðurkenna sem<br />

afl...“<br />

Hlín: „Varðandi það sem þú varst að segja um<br />

þetta með þetta að næra og rækta eitthvað annað,<br />

samhliða þér, frekar en að aðgreina sjálfan sig sem<br />

mest frá öðrum og berjast. Ef að þetta yrði ráðandi<br />

hugsunin í heiminum, þá værum við náttúrulega<br />

kannski í betri málum. Er eitthvað sem að þú<br />

sérð sem varðar einstaklinga eða þjóðfélagið, sem<br />

gæti ýtt undir að þessi hugsun yrði meira ráðandi?“<br />

Sigrún Inga: „Ég get nú ekki leyst þetta,“ Sigrún<br />

Inga hlær. „En það er náttúrulega bara staðreynd<br />

að sérstaklega í heimspeki, og líka í öðrum fögum,<br />

í bókmenntum og listum og svona, að það er búið<br />

að „ignora“ og halda frá, helmingnum af fólkinu,<br />

sem eru konur, í gegnum rosalega langan tíma.<br />

Og þetta tekur örugglega langan tíma að balansera<br />

sig aftur, en það eru vissulega breyttir tímar<br />

frá því bara fyrir 100 árum, eða hvað þá fyrir 500<br />

árum þegar öllum konum var bara beinlínis bannað<br />

með lögum, liggur við, að hugsa. En þetta er<br />

náttúrulega bara það sem mjög margir gera, hvort<br />

sem þeir eru konur eða karlar, að leyfa hlutum að<br />

vaxa með sér, og það er eitthvað sem við verðum<br />

að viðurkenna sem mikilvægt afl og góðan hlut, en<br />

ekki bara eitthvað sem gerist bara af sjálfu sér.“<br />

Ástin sigrar allt. „...og það er hugrekki að<br />

sigrast á sjálfum sér.“<br />

Hlín: „Já, vera meðvitaðri um þetta? Eins og þeir<br />

sem eru í stríði þurfa að hafa fókus?“<br />

Sigrún Inga: „Þeir eru með einhvern rosa fókuspunkt.<br />

Já, einmitt. En þá þurfum við kannski að<br />

fókusera á lífið og ástina sem kemur svolítið bara<br />

af sjálfu sér einhvern veginn. Og einbeita okkur<br />

meira að því og standa vörð um þá nálgun. En<br />

það er einmitt slagorð Gjörningaklúbbsins: Ástin<br />

sigrar allt.“ Sigrún Inga hlær. „Ef maður ætlar að<br />

mótmæla þessu slagorði, að þá er maður á villigötum<br />

held ég.“<br />

Hlín: „Hvernig er þín skilgreining á hugrekki og<br />

hver er þáttur þess í listum eða heimspeki eða bara<br />

í lífinu almennt?“<br />

Sigrún Inga: „Já, ég notaði þetta orð bara síðasta<br />

í morgun. Og þá fjallaði það um að taka málin í<br />

sínar eigin hendur og fylgja sinni eigin sannfæringu.<br />

Og hlusta á sjálfan sig en ekki bara fylgja einhverju<br />

sem maður heldur að eigi að gera. Og þá þarf<br />

maður kannski stundum að vera svolítið skrýtinn<br />

og það getur verið erfitt. Þannig að það er hugrekki<br />

að fylgja sinni eigin sérvitringslegu skoðun eftir.<br />

Þannig að ég held að það sé bara mesta hugrekkið<br />

sko. Að vera maður sjálfur. Dálítið svona klisjulegt,<br />

en er svona samt sem áður. Það er líka svolítil innri<br />

barátta í því, afþví að það er kannski stundum<br />

svolítið þægilegt að fara bara með einhverju flæði<br />

sem að maður heldur að sé í gangi. Þannig að þá<br />

er maður í þessari innri baráttu og það er hugrekki<br />

að sigrast á sjálfum sér sem einhverju dýri sem að<br />

fylgir bara hjörðinni. Þannig að maður þarf líka<br />

að takast á við sjálfan sig alveg eins og alla sem að<br />

gætu reynt að þagga niður í manni. Og drífa sig<br />

og gera það sem mann langar að gera. Það er líka<br />

bara oft mjög gott að gera bara það sem mann<br />

langar að gera og vera ekkert að pæla of mikið í<br />

því. Heldur bara að koma því frekar í verk. Það er<br />

líka gömul speki.“ Sigrún Inga hlær.<br />

49


Hlín: „Þegar maður hugsar um listamenn, þá<br />

finnst manni það einmitt einhvern veginn innifalið<br />

í því að vera góður listamaður að fylgja sjálfum<br />

sér, eða að sýna hugrekki? En hvernig er það með<br />

heimspekina? Í viðtali sem ég tók við Jón Gnarr<br />

útskýrir hann þá skoðun sína að íslenska heimspeki<br />

vanti meira hugrekki. Ertu sammála því? Er<br />

einhver svona dempari á heimspekinni?“<br />

Sigrún Inga: „Ja, það er kannski bara innbyggt<br />

í kerfið. Alveg eins og ég var að segja með öll<br />

„footnote-in“. Þú þarf alltaf að hafa einhverja<br />

svona „referensa“. Þannig að það er ekkert hægt<br />

að slá bara einhverju fram. Og það er alltaf spurt:<br />

„Já og hvaðan hefurðu það?“ Það er svona svolítil<br />

kerfisvilla, þannig. Þó að þetta sé mjög gott kerfi,<br />

þú veist, að það séu ekki bara allir að segja eitthvað<br />

sem að þeim finnst, sem er að kannski svolítið<br />

málið í listum og þar af leiðandi falla þær því<br />

ekki eins mikið í kerfi, þó svo að það séu auðvitað<br />

allskonar kerfi í gangi þar líka. En það er kannski<br />

það sem gæti háð heimspekinni. Og líka þetta að<br />

maður þarf alltaf að vera með einhvern „referens“<br />

og byggja á einhverju sem að á undan er komið og<br />

svo náttúrulega þegar fólk fer svona rosalega djúpt<br />

inn í einhverja svona „detaila“ að þá missir maður<br />

kannski sjónar á einhverri svona heildarmynd. Það<br />

getur gerst og ekkert bara í heimspeki. Það getur<br />

gerst alls staðar. Og þá er kannski hægt að segja<br />

að það sé með einhverjum hætti einhvers konar<br />

hugleysi fólgið í því að setjast út í horn og vera þar<br />

bara að hekla, huga að smáatriðum á ég við, eða<br />

eitthvað, í staðinn fyrir að vera að reyna að díla við<br />

einhverja heildarmynd?“<br />

Hlín: „Þú segir að heimspekin hafi haft áhrif á<br />

listsköpun þína. Er eitthvað þar sem hefur veitt þér<br />

meiri innblástur en annað?“<br />

Sigrún Inga: „Auðvitað hefur maður meiri<br />

áhuga á sumu heldur en öðru. En sá kúrs sem<br />

fékk mig til að ákveða að ég ætlaði að skrifa BA<br />

ritgerð í heimspeki og síðan að gera mastersritgerð<br />

var Hugmyndasaga 19. og 20. aldar. Þet-<br />

ta er svona „greatest hits“ kúrs. Og þá skildi ég<br />

einhvern veginn betur út af hverju heimurinn er<br />

eins og hann er í dag. Maður sér hvað er að gerast<br />

með því að svona aðeins að fara til baka og<br />

kíkja á hitt og þetta. Það var í rauninni bara það<br />

sem að virkaði best á mig. En síðan hef ég rosalega<br />

gaman af því að lesa bara einhverja svona franska<br />

eins og Deleuze og Derrida og de Beauvoir og<br />

Irigaray, og líka Heidegger. Og Nietzsche finnst<br />

mér alveg sjúklega spennandi og skemmtilegur.<br />

Og svo fannst mér alveg rosalega gaman að lesa<br />

og læra Kant og alla nýaldarheimspekina, Hume<br />

og Spinoza og allt það. Þó svo að núna sé ég að<br />

skrifa einhverja ritgerð, um hlutmiðaða verufræði,<br />

sem að fær mig til þess að horfa svolítið öðrum<br />

augum á Kant. Ég er aðeins búin að fá minna álit<br />

á honum. Ekki það að hann sé ekki stórkostlegur.<br />

En mér finnst þetta eiginlega allt skemmtilegt. Og<br />

eiginlega finnst mér leiðinlegast þessi smásmugulega<br />

heimspeki, sem menn eru stundum að stunda<br />

sem eru komnir með einhverjar þægilegar skrifstofur<br />

og nenna ekkert þessu veseni og ákveða að<br />

finna sér einhvern lítinn afkima og bara vera þar.<br />

Það er einhver svona rökgreiningarheimspeki sem<br />

er komin einhvern veginn á þann stað, án þess að<br />

ég sé að dæma neinn, sem að hefur kannski ekki<br />

beint augljós tengsl við lífið.“<br />

Maður getur ekki tékkað sig út úr heildarmyndinni.<br />

Hlín: „Það er stundum talað um að í gamla daga<br />

hafi margir reynt að smíða risastórar „grand theory,“<br />

en í dag séum við komin alveg út í hinar öfgarnar,<br />

eða óhóflega sérhæfingu. Þú lítur kannski<br />

á það sem einhvers konar galla?“<br />

Sigrún Inga: „Já, maður verður að reyna að sjá<br />

einhverja heild. Maður er hluti af heildarmyndinni<br />

sjálfur. Maður getur ekkert tékkað sig út úr<br />

henni, þó svo maður reyni það. Það er kannski<br />

líka einmitt bara vandamál vestræns þjóðfélags,<br />

50


eða okkar, þessi sérhæfing einmitt og að allir halda<br />

að þeir geti bara verið í sinni íbúð og ekki þurft að<br />

díla við það sem að er fyrir utan.“<br />

„...að þá er bara að gera listaverk, því það er<br />

ógeðslega gaman.“<br />

Hlín: „Er einhver sem að þig langar að segja að<br />

lokum?“<br />

Sigrún Inga: „Ég vil bara hvetja heimspekinema<br />

til að kynna sér myndlistina og aðferðafræði myndlistar.<br />

Afþví að það er mjög opin aðferðafræði og<br />

frjó. Þannig að, alveg eins og ég var að segja áðan,<br />

að stunda heimspeki er eitthvað sem að maður<br />

bara fæðist með, þann eiginleika, og maður þarf<br />

ekkert endilega að fara í háskóla til þess að læra<br />

hann, þá er myndlistin alveg eins. Það fæðast allir<br />

með þann eiginleika. Þeir sem kjósa að rækta hann<br />

verða á einhvern hátt meira áberandi myndlistarmenn,<br />

en þetta er eitthvað sem allir hafa í sér og<br />

getur verið alveg rosalega frjó aðferðafræði og<br />

virkað mjög vel með heimspeki. Og ef að maður<br />

er alveg að drepast úr leiðindum, að þá er bara að<br />

gera listaverk, því það er ógeðslega gaman.“<br />

Ég yfirgef þessar skemmtilegu samræður<br />

full af spurningum um samræðuna sem slíka.<br />

Hefur samræðan eignarrétt? Fæðir það<br />

að virða hana af sér samstöðu? Hvað getur<br />

samfélagið lært af Gjörningaklúbbnum?<br />

51


Röltið<br />

Adam Lárus Sigurðarson<br />

Ég hef furðulegt göngulag. Göngulag sem ég hefði skammast mín fyrir fyrir nokkrum árum. Árum, ég<br />

man þegar tíminn var mældur í árum og vikum. Tíminn er ekki mældur lengur. Hann skiptir ekki máli.<br />

Hann er ekki til. Aðeins nútíminn og það sem er að gerast einmitt á þessu augnabliki.<br />

Ég er í Lystigarðinum, eða því sem einu sinni hét það. Nafnið hefur enga merkingu núna. Það<br />

getur enginn lengur borið þetta orð fram. Það getur reyndar enginn borið neitt orð fram nema örfá<br />

hálfyrði.<br />

Í Lystigarðinum má enn sjá tré og blóm. Litlir hvítir hlutir standa upp úr jörðinni við hliðina á þeim.<br />

Ég man þegar mér þóttu þessi blóm falleg en það er liðin tíð. Mér finnst ekkert fallegt lengur og ekkert<br />

ljótt heldur. Fegurð er ekki til. Hún dó eins og svo margt annað.<br />

Ég mæti einhverjum á göngustígnum. Ég rétt svo lít hann augum og sé að þetta er fyrrverandi<br />

bekkjarbróðir minn. Ég heilsa honum ekki og hann ekki mér. Við slugsumst báðir fram hjá hvor öðrum.<br />

Hefði ég mætt honum þarna fyrir 5 árum hefði ég þá heilsað honum? Ég veit það ekki. Kannski. En<br />

þarna hafði ekki verið nein þörf á því.<br />

Ég fer út úr garðinum að norðanverðu. Ég fer hægt upp litlu brekkuna sem maður kemur að við enda<br />

garðsins. Ég hef oft hlaupið upp þessa brekku. Ég hafði verið að drífa mig í Menntaskólann á Akureyri.<br />

En þaðan hef ég stúdentspróf sem ég hef enga þörf fyrir núna.<br />

Ég lít heimavistina augum og hugsa nákvæmlega ekki neitt. Ég hugsa ekki um allar þær stundir sem mér<br />

hafði þótt svo dásamlegar á þeim tíma. Ég hugsa ekki um vinina sem ég eignaðist þar eða stúlkurnar<br />

sem ég hafði sofið hjá. Af hverju hefði ég líka átt að hugsa út í það? Þetta er allt hluti af gamla lífinu.<br />

Lífinu sem ég hafði tilheyrt en geri ekki lengur.<br />

Fyrir utan vistina eru nokkrar manneskjur. Þær standa þarna aðgerðarlausar. Ég fer ekki til þeirra,<br />

heldur tek hægri beygju í átt að skólanum. Ég sé bláu bygginguna. Ég man að einu sinni minnti hún<br />

mig á Borgarbíó.<br />

Ég drattast að innganginum. Ég sé að hurðin er lokuð og ég ætla að brjóta mér leið inn þegar hurðin<br />

opnast allt í einu. Ég væri undrandi ef ég gæti ennþá fundið fyrir þeirri tilfinningu. Fyrir innan rekst ég<br />

á hunda. Þeir eru þarna margir saman. Þeir eru að borða eitthvað. Þeir líta á mig og forða sér. Ég átti<br />

einu sinni hund. Ég veit ekki hvað varð af honum.<br />

Ég fer inn á skónum. Það hafði ég aldrei gert á meðan ég var í skólanum. En núna er þetta<br />

ekki lengur skóli. Aðeins auð bygging sem myndi að lokum hrynja og öllum væri sama, því enginn þarf<br />

lengur á skóla að halda. Ég fer löturhægt niður stigann.<br />

Þegar ég fer niður í Kvosina sé ég að hún er full af fólki. Ég hef oft séð hana fulla fólki. Til dæmis<br />

þegar haldin voru böll en þá var maður vanur að klæða sig upp eins og allir aðrir nemendur skólans,<br />

þegar maður var í Löngu og maður hlustaði á tónlist og talaði við vini, þegar það var söngsalur og<br />

maður söng hástöfum eða þegar skólastjórinn fór með langa ræðu. Núna hlustar enginn lengur á tónlist<br />

né syngur eða fer með ræður. Svoleiðis er alveg óþarft núna.<br />

52


Fólkið er hér samankomið af ástæðu. Ég veit fátt en ég veit þó hver ástæðan er. Þau hafa fundið<br />

einn. Fólkið lemur á eina hurðina. Það lemur og ber á hana en hún vill ekki haggast. Hún hefur verið<br />

s ty rk t in n an frá. Ég k em til þeir ra og lem á h urðin a m eð þeim . A ð lok um gefur h ún eftir og ég þý t in n .<br />

Þar stendur einn maður, haldandi á haglabyssu. Ég fer til hans og hann skýtur en ég finn<br />

ekki fyrir neinu. Ég fer alveg til hans og slæ hendinni til hans. Ég slæ í tjald. „Þú nærð mér aldrei lifandi“<br />

segir hann. Svo hvarf maðurinn. Þetta hafði greinilega ekki verið maður heldur bara eitthvað sem<br />

birtist á tjaldinu. Þau höfðu þá ekki fundið einn til viðbótar. Það eru eflaust engir fleiri. Það eru engir<br />

fleiri friðlausir. Ég man þegar ég var einn þeirra. Þegar ég var friðlaus. Þegar ég taldi flóknar hugsanir<br />

vera betri fyrir mig. Þegar ég trúði því að ástandið væri betra eins og það hefði verið fyrir Breytinguna.<br />

En ég hafði rangt fyrir mér. Ég sé það núna. Ég er hamingjusamur. Ég var ekki hamingjusamur hér<br />

áður fyrr. Kannski stundum en svo sá ég alltaf eitthvað sem kynti undir hatrið. Hatrið á öðru fólki.<br />

Hatrið á hugsjónum og stjórnmálastefnum. Allt þetta er horfið núna. Ég þarf ekki að hata lengur. Það<br />

þjónar engum tilgangi, reyndar þjónar ekkert tilgangi lengur. Við höfðum haft svo rangt fyrir okkur.<br />

Við mannkynið töldum að með því að finna tilgang okkar í lífinu þá myndum við verða hamingjusöm.<br />

Að maður gæti ekki verið hamingjusamur án tilgangs. En raunin er sú að það er enginn tilgangur og<br />

leitin að honum gerir mann óánægðan. Það er aðeins þegar maður hættir að leita að maður getur<br />

orðið ánægður. Fyrir breytinguna hafði ég eytt allri ævinni í leit að einhverju. Ég hafði verið að leita<br />

að bílly k lunum , s ím as k rán n i, upplý s in gum eða jafnvel bara h am in gjun n i. Nún a er ég h ættur leitin n i.<br />

Ég er allt í einu kominn inn á klósett. Þar inni eru tvær konur og einn karl. Ég sé núna<br />

að ég er inni á því sem áður var kallað kvennaklósettið en núna skiptir það ekki máli. Það skiptir<br />

mig ekki lengur hver er af hvaða kyni eða hvaða húðlit fólk hefur eða eitthvað annað. Fordómar<br />

eru dauðir. Þeir eru ekki til. Allt sem við sögðum að gerði okkur mannleg er farið og núna<br />

er mannkynið frjálst og jörðin öll frelsuð frá græðgi okkar. Því að jafnvel græðgin er farin.<br />

Ég lít í spegilinn og sé andlit mitt. Andlit uppvaknings.<br />

Söguhornið<br />

53


Útópía<br />

Axel Finnur Gylfason<br />

Þegar við lítum í kringum okkur tilheyrir nær allt<br />

sem við sjáum eignarhaldi. Við sem menn eignum<br />

okkur nær hvað sem er, en það eru t.d. hlutirnir<br />

sem við búum til sjálf eða kaupum, húsið sem við<br />

búum í og landsvæðið sem húsið okkar stendur á.<br />

Við höfum gengið það langt að eigna okkur tunglið<br />

að einhverju leyti. Allt þetta sem við eignum okkur<br />

tilheyrir mismunandi gerðum af eignarhaldi. Til<br />

þess að einfalda þetta aðeins ætla ég að skipta eignarhaldi<br />

niður í tvo flokka, einkaeign og almenningseign.<br />

Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um hið<br />

síðara, það er almenningseign en ég mun fjalla um<br />

birtingarmynd þess í bókinni Útópía eftir Thomas<br />

More sem kom út á endurreisnartímum.<br />

Bókin Útópía fjallar um samnefnda eyju.<br />

Bókin er byggð upp á nokkuð skemmtilegan hátt<br />

þar sem aðalpersónurnar, Thomas More og Raphael<br />

Hythloday tala saman um eyjuna. Thomas<br />

More skrifar sjálfan sig sem eina af aðalpersónum<br />

í bókarinnar en þetta á hins vegar ekki að vera<br />

bein lýsing á honum sjálfum. Raphael hafði eytt<br />

fimm árum á eyjunni Útópíu en bókin er skrifuð<br />

í hálfgerðu samræðuformi. Í bókinni segir Hythloday<br />

More frá sjálfri eyjunni, gildum hennar og<br />

hefðum. Á eyjunni er samfélag fólks sem hefur allt<br />

önnur gildi en eru í okkar samfélagi. Þetta á að<br />

vera hið algjöra fyrimyndarsamfélag þar sem allir<br />

lifa mjög hamingjusömu lífi sem stafar að því<br />

að samfélaginu Útópíu er hagað á allt annan hátt<br />

en okkar samfélag. Þar er engin einkaeign og allt<br />

er í almenningseigu. Peningar eru þar af leiðandi<br />

ekki til. Á eyjunni eru 54 borgir sem deila sömu<br />

menningu og eru t.d. með sama tungumál, hefðir<br />

og lög. Það mætti segja að bókin sé að einhverju leyti<br />

dæmisaga um hvernig hið fullkomna samfélag<br />

gæti verið.<br />

En hvað er þetta hugtak, almenningseign? Hvar<br />

þýðir það og hver er uppruni þess? Það sem við<br />

köllum almenningseign hefur verði til í vissu formi<br />

frá Forn-Egyptum, ef ekki lengur. Sú hugmynd<br />

um almenningseign sem vekur áhuga minn og<br />

verður fjallað um hér er sú <strong>útgáfa</strong> af hugtakinu<br />

sem kemur fram í bókinni Útópíu. Hugsanlegt vandamál<br />

við þetta er það að hugtakið er notað mjög<br />

vítt í Útópíu. Í bókinni segir hugtakið að það eigi<br />

að vera almenningseignarhald á öllu. Það þýðir<br />

meðal annars að enginn á að eignast sína einkahluti.<br />

Þeir ganga það langt að banna lása á hurðum<br />

húsa vegna þess að allt er í almenningseigu. Þess<br />

má geta að svipaðar hugmyndir um almenningseign<br />

er að finna í Ríkinu eftir Platon og mig grunar að<br />

þaðan fái Thomas More innblástur að sínum hugmyndum<br />

um eignarhald almennings. Útópíuríki<br />

More gengur mun lengra þegar það kemur að almenningseignum<br />

en í Ríkinu.<br />

Hægt er að deila um nákvæman uppruna<br />

hugtaksins en sjá má að More kemur með mun<br />

sterkari skilyrði og skilgreiningu á hugtakinu en<br />

gert hafði verið áður fyrr. Á undan Útópíu fjallaði<br />

hugtakið almenningseign nær eingöngu um<br />

eignarhald á landi en ekki eignarhald á hlutum.<br />

Uppruna þessarar notkunar á hugtakinu má rekja<br />

til tímans á undan landbúnaðarbyltingunni. Á<br />

þessum tíma voru til viss landsvæði sem bændur<br />

notuðu til ræktunar, þetta voru að vissu leyti eignarlönd<br />

og síðan voru opin svæði sem voru að<br />

mestu skógar og graslendi, þetta var almenningseign<br />

og þar af leiðandi almenningsland. En þegar<br />

það leið að landbúnaðarbyltingunni, þá voru öll<br />

landsvæðin sem voru almenningseign girt af (e.<br />

enclosed). Skógar voru höggnir niður og viðurinn<br />

seldur og allt annað land varð að ræktarlandi og<br />

beitilendi. Það er komið inn á þetta í Útópíu þar<br />

sem Raphael er að tala um stétt hinna ríku en<br />

hann segir „Það er ekki nóg fyrir þá að á meðan<br />

þeir lifa í aðgerðarleysi og lúxus og gefa ekkert til<br />

54


aka til samfélagsins, það eina sem þeir gera er<br />

að skaða það. Þeir skilja ekkert eftir fyrir smábændurnar<br />

þegar þeir girða af allt landsvæði fyrir beitilendi<br />

og brjóta niður heimili og eyðileggja samfélög,<br />

skilja ekkert eftir nema kirkjur, sem notaðar<br />

eru sem girðing fyrir almenning sem kallaður er<br />

búfénaður af þeim.“ Þetta er nokkuð dæmigert<br />

álit á hinum efnameiri í bókinni Útópíu. Ég tel það<br />

vera nokkuð augljósan þráð í bókinni að talað er<br />

niður til stjórnskipulags í Englandi og Evrópu á<br />

þessum tíma. En af hvaða tegund voru hugmyndir<br />

Thomas More um almenningseign þegar bókin<br />

kom út? Var þessi hugmynd um almenningseign<br />

til í þessu samfélagi áður en bókin kom út?<br />

Útópía er þekktasta og best selda bók Englands<br />

á endurreisnartímanum. Þegar það er litið<br />

á þau áhrif sem þessi bók hefur haft er alltaf lögð<br />

ofuráherslu á þá túlkun sem við höfum á henni<br />

í dag, en sú túlkun er lituð af Kommúnistaávarpinu<br />

eftir Marx og Engel. Hvaða áhrif hafði bókin á<br />

þeim tíma sem hún kom út og þá sérstaklega áhrif<br />

hugmyndarinnar um almenningseign? Það er<br />

áhugaverð spurning. Vandinn hinsvegar við þess<br />

spurningu er að það er erfitt í dag að sjá hvernig<br />

breytingar voru á tíðarandanum á þessum tíma<br />

og lítið sem ekkert hefur verðið skrifað um þetta.<br />

Það er augljóst út frá viðbrögðunum við bókinni<br />

og þeirri sölu sem hún fékk að hún hefur höfðað<br />

til fólks. Það má einnig benda á að ekki hafi allir<br />

tekið vel í hugmyndir More, en talað er um að<br />

það hafi verið viss skandall þegar hann í bókinni<br />

gagnrýndi opinberlega hugmyndir um einkaeign.<br />

Hugmyndir um almenningseign sem kemur fram<br />

í Útópíu er mjög sterkar. Þar er talað um að allt sé<br />

í almenningseigu, frá húsum yfir í bækur og það<br />

sem við myndum kalla persónulega muni. Hugsa<br />

má þá til hluta eins og skartgripa og hvaða gildi<br />

þeir hafa í Útópíu, en málið er að í Útópíu eru skart-<br />

gripir í raun ekki til. T.d. er talað er sérstaklega<br />

niður til gullsmiða og sagt að þeir geri samfélaginu<br />

ekkert gagn og gefi samfélaginu ekkert til baka. En<br />

síðan græða gullsmiðirnir meira en nóg af peningum<br />

fyrir störf sín sem gefa samfélaginu ekkert til<br />

baka. Það má gefa þessu atriði meiri íhugun. Gengur<br />

upp að í samfélagi þar sem almenningseign er<br />

ríkjandi geti gullsmiðir starfað og verið fullgildir í<br />

samfélaginu? Vandinn við þetta felst líklega helst í<br />

því að gullsmiður smíðar skartgripi sem fólk síðan<br />

kaupir fyrir peningana sína og notar til einkaneyslu.<br />

Þetta myndi aldrei ganga upp í samfélagi með<br />

algjörri almenningseign. Í því samfélagi yrði engin<br />

peningur og því væri ekki hægt að kaupa skartgripi<br />

til einkaeigu. Einnig er engin skattur í samfélagi<br />

með almenningseign því að þar er engin peningur.<br />

Allt það sem fólk framleiðir fer í almenningseign.<br />

Erfitt er að sjá hvernig samfélag sem byggt er upp<br />

með almenningseign getur hagnast af því að hafa<br />

gullsmiði.<br />

Þetta getur verið nokkuð flókið til að eiga<br />

við og svör virðast alls ekki vera augljós. Það er<br />

samt sem áður hægt að staðfesta það að bókin<br />

Útópía og þær hugmyndir um samfélagið sem<br />

koma þar fram hafi valdið einhverjum usla á þessum<br />

tíma.<br />

Þegar Thomas More og Raphael tala um almenningseign<br />

í bókinni koma nokkuð ólíkar skoðanir<br />

fram. More er á móti þessari hugmynd eftir að<br />

Raphael kynnir hana, en eftir atlögu More reynir<br />

Raphael að verja hana.<br />

Raphael talar með nokkuð sannfærandi rökum<br />

gegn einkaeign en Thomas More reynir að svara<br />

Raphael. Thomas More segir að hann geti ekki<br />

séð hvernig þetta samfélag gæti gengið upp. „Það<br />

gengur hreinlega ekki upp að lifa almennilegu<br />

lífi þar sem allir hlutir tilheyra almenningseign.“<br />

Thomas More bætir við og segir að hvernig getur<br />

55


verið nógu góð framleiðsla af vörum í samfélagi þar sem hver sem er getur<br />

farið frá vinnu og sagt við sjálfan sig að hinir sjá bara til þess að öll verk séu<br />

kláruð og nóg af mat sé framleiddur fyrir alla. Og hvernig getur fólk verið<br />

drifið áfram til að standa sig vel ef það hefur ekkert tilkall til þess sem það<br />

er að vinna fyrir og fá ekkert sjálft í hendurnar fyrir vinnuna sem það er að<br />

vinna. Raphael kemur með nokkuð sérstakt svar við þessu. Hann segir að<br />

það komi sér ekkert á óvart að Thomas More sé á móti almenningseign og<br />

segir að Thomas More skilji þetta ekki því að hann hafði aldei komið inn í<br />

samfélag með almenningseign og séð hversu vel það gekk fyrir sig.<br />

Rök Raphael ganga út á það að sýna fram á að þegar einkaeign er<br />

við lýði þá safnast flestar eignir og mesti peningurinn á hendur fárra aðila og<br />

restin af fólkinu þarf að skipta á milli sín mun minni peningum og eignum.<br />

En með því að notast við almenningseign er hægt að koma í veg fyrir þetta,<br />

allir fá jafnt. Hann segir einnig að réttlæti gæti ekki gengið upp í samfélagi<br />

þar sem einkaeign er við líði, því að þar mundu peningarnir ráða, en mest<br />

allur peningurinn er í höndum fárra vondra einstaklinga.<br />

Hugtakið almenningseign á langa sögu sem ekki verður öll rakin hér. En<br />

hægt er að segja með vissu að hugmyndir og birtingarmynd hugtaksins<br />

almenningseign breyttust gífurlega við útgáfu bókarinnar Útópía. Thomas<br />

More er ekki upprunalegi höfundur hugtaksins en hugmyndir um almenningseign<br />

er að finna í verkum eftir Platon. Thomas More kemur hins vegar<br />

með aðeins öðruvísi skilgreiningu á hugmyndinni en sú skilgreining er miklu<br />

sterkari en þær sem komið höfðu áður fram. Þetta er í raun það sterk skilgreining<br />

að hún er ekki raunhæf. Hugmyndin sjálf er ekki ný af nálinni en<br />

hún tekur miklum breytingum við útgáfu Útópíu og skilgreiningar Thomas<br />

More á hugtakinu. En bókin er einnig að vissu leiti gagnrýni á þáverandi<br />

samfélag, þar sem Thomas More býr til nýja eyju með hinu fullkomna samfélagi,<br />

til þess að sýna fram á að þær leiðir sem menn fóru á þessum tíma<br />

væru ekki fullkomnar og hægt væri að gera betur.<br />

Ég held að það sé ágætt að við veltum fyrir okkur hvað í raun þurfum og<br />

þurfum ekki. Þetta er eitthvað sem við getum tekið til okkar nú til dags. Og<br />

ekki gefa þeim hlutum sem við í raun þurfum ekki of mikið gildi.<br />

Heimildir:<br />

Zückert, Hartmut, „The commons – A historical concept of property rights,“ The Wealth<br />

of the commons<br />

http://wealthofthecommons.org/essay/commons-%E2%80%93-historical-concept-property-rights<br />

More, Thomas, Utopia (London: Penguin group, 2012).<br />

D.B. Fenlon, „England and Europe: Utopia and its aftermath,“ Transactions of the Royal<br />

Historical Society 25 – (1975).<br />

56


Siðmennt leitast<br />

við að svara helstu<br />

siðferðisspurningum<br />

samtímans.<br />

?<br />

Taktu þátt í<br />

samtalinu -<br />

skráðu þig í<br />

Siðmennt!<br />

57


58


WELCOME TO HANNESARHOLT<br />

the best kept secret in Reykjavík<br />

Historic House<br />

Restaurant - Cafe<br />

Culture Center<br />

Music Venue<br />

Conference Center<br />

Mon-Fri 8am-5pm<br />

Sat-Sun 11am-5pm<br />

Built in 1915 - open to the public since 2013<br />

Grundarstígur 10<br />

101 Reykjavík<br />

hannesarholt@hannesarholt.is<br />

www.hannesarholt.is<br />

59


<strong>Byltíngur</strong>, <strong>2.</strong> árgangur

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!