22.05.2017 Views

4. fundur stjórnar 2016-2018

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>4.</strong> <strong>fundur</strong> stjórnar Neytendasamtakanna<br />

Fundarstaður: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, Reykjavík<br />

Tími: 15. febrúar 2017 kl. 17:00<br />

Mættir:<br />

ü Ása St. Atladóttir<br />

ü Björn Þór Karlsson<br />

ü Dominique Plédel Jónsson<br />

ü Guðni Gunnarsson<br />

ü Fríða Vala Ásbjörnsdóttir<br />

ü Katrín Þorvaldsdóttir<br />

ü Ólafur Arnarson<br />

ü Sigurður Másson<br />

ü Stella Hrönn Jóhannsdóttir<br />

ü Þórey S. Þórisdóttir<br />

Fjarstaddir:<br />

ü Gunnar Alexander Ólafsson<br />

ü Ragnar Unnarsson<br />

ü Stefán Hrafn Jónsson<br />

Fundarritari: Hrannar Már Gunnarsson<br />

Dagskrá:<br />

1. Skýrsla formanns<br />

2. Skipulag skrifstofu<br />

3. Fundarboð frá Sambandi Garðyrkjubænda<br />

<strong>4.</strong> Fjölgun félagsmanna<br />

5. Húsnæðismál samtakanna<br />

6. Önnur mál<br />

Fundargerð<br />

1. Janúar og febrúar hafa verið annasamir hjá formanni vegna funda við<br />

stjórnendur í íslensku viðskiptalífi, bæði til kynningar fyrir samtökin og vegna<br />

styrktarlína. Formaður hefur fengið afar jákvætt viðmót og var t.a.m. gestur á<br />

fundi hjá Viðreisn, þar sem rætt var um netverslun, sem var gagnlegur. Útgáfa<br />

Neytandans gekk mjög vel og mörg þúsund manns sóttu appið á fyrstu<br />

vikunni. Einnig hefur verið mikið um viðtöl tengd fréttum og unnið hefur<br />

verið að skipulagsbreytingum hér á skrifstofunni (nánar í lið 2.).<br />

Þá bendir allt til þess að ný ríkisstjórn sé neytendavænni en fyrri stjórnir, eins<br />

og stjórnarsáttmáli bendir til, og hefur Þorgerður Katrín t.a.m. breytt skipan<br />

starfshóps um endurskoðun búvörulaga þannig að neytendur hafi aukna<br />

aðkomu. Nú er beðið eftir fundi með ráðherra neytendamála sem verður<br />

eflaust fljótlega.<br />

2. Kynnt var tillaga um að stofna lögfræðideild innan samtakanna sem myndi<br />

taka við málum frá sérstöku þjónustuborði sem yrði einnig stofnað. Þannig<br />

myndi starfsemi Neytendaaðstoðarinnar breytast að vissu leyti, þannig að fyrst<br />

kæmu málin inn á þjónustuborðið en yrðu síðan send áfram til<br />

lögfræðideildarinnar þegar mál eru þannig vaxin. Páll Rúnar fór yfir það


hvernig mikið álag væri á skrifstofunni og að ljóst væri að einhverju þyrfti að<br />

breyta, til að stjórna álaginu. Hér á skrifstofunni eru tveir lögfræðingar með<br />

meistarapróf í lögfræði og einn laganemi sem er að ljúka sínu námi. Stefnan<br />

yrði sett á að annar lögfræðingurinn myndi sækja sér málflutningsréttindi til<br />

þess að geta gengið alla leið með mál f.h. samtakanna.<br />

Páll fór yfir það hvernig sumir veigra sér við því að leita til lögfræðinga og<br />

lögmanna, en með þessu móti væri hægt að veita félagsmönnum samtakanna<br />

lögfræðiþjónustu á verði sem ekki þekkist. Í raun er þessari þjónustu að<br />

einhverju leyti sinnt nú þegar af Neytendaaðstoðinni, en þetta yrði eflt og<br />

auglýst sérstaklega. Þetta væri til þess fallið að fjölga félagsmönnum, enda eru<br />

þeir sem leita til samtakanna í 46% tilfella utanfélagsmenn. Lítill kostnaður<br />

fælist í að koma þessu upp og myndi þetta styrkja fjárhag samtakanna.<br />

Nefnd var hugmynd um að veita félagsmönnum afslætti, eins og tíðkast hjá<br />

t.d. FÍB og fleiri félögum. Það var rætt en skiptar skoðanir voru um það og var<br />

ákveðið að kanna málið frekar og ræða betur á komandi fundum. Í þessu<br />

sambandi var rætt að fríðindin þurfi ekki endilega að felast í afsláttum heldur<br />

gætu þau verið í formi ráðstefna og kynningarfunda af hálfu samtakanna um<br />

neytendamál. Fundamenn tóku vel í þá hugmynd.<br />

Lögð var fram tillaga um að Björn Þór Karlsson, Stefán Hrafn Jónsson og<br />

Þórey S. Þórisdóttir, ásamt Hrannari Má Gunnarssyni lögfræðingi samtakanna,<br />

myndu taka að sér að útbúa sérstakar siða- og starfsreglur fyrir samtökin eins<br />

og lög samtakanna gera ráð fyrir að séu til staðar. Tillagan var samþykkt.<br />

3. Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri Sambands Garðyrkjubænda bauð<br />

stjórn Neytendasamtakanna til sameiginlegs fundar. Fundamenn spurðu sig að<br />

því hver væri hvati þeirra að slíkum fundi og formaður svaraði því til að<br />

líklega væri það t.d. upprunamerkingar matvæla og önnur atriði sem eiga<br />

samleið með hagsmunum neytenda. Ákveðið var að Ólafur, Dominique og<br />

mögulega fulltrúar starfshóps um landbúnað myndu hitta SG fremur en öll<br />

stjórnin.<br />

<strong>4.</strong> Neytandinn fjölgaði félagsmönnum svo mælanlegt sé og fjölgun hefur verið að<br />

undanförnu. Páll Rúnar ætlar að taka saman tölfræðilegar upplýsingar og hafa<br />

aðgengilegar fyrir stjórn, sem og að taka slíka tölfræði saman tvisvar í mánuði<br />

svo hægt sé að fylgjast með fjölgunum og fækkunum og e.t.v. tengja við<br />

einhverja ákveðna atburði. Formaður nefndi fund sem hann fór á með<br />

fyrirtækinu Miðlun sem sér um símhringingar til aðila í þeim tilgangi að fá<br />

fleiri félagsmenn. Þeir vilja samstarf við okkur. Fundamenn voru ekki vissir<br />

hvort þetta væri leiðin og nefndu að þetta gæti pirrað fólk, þ.e. að fá símtöl<br />

seint á kvöldin o.s.frv. og haft öfugt áhrif. Formaður tók fram að þetta væri<br />

eitthvað sem stjórnin þyrfti að skoða og samþykkja, ef af þessu verður.<br />

Formanni lýst ágætlega á Miðlun en er hræddur um að þeir vilji helst til of<br />

stóra sneið af kökunni.<br />

Aðrir stjórnarmenn nefndu að kannski væri besta leiðin til að fjölga<br />

félagsmönnum að tækla mál sem snerta alla, eða flesta, neytendur. Þannig var<br />

til dæmis Pósturinn nefndur sem dæmi en mikil sjálftaka á sér stað á þeim<br />

bænum þegar við kemur sendingum frá útlöndum og einnig hafa innlendar<br />

sendingar, bögglar og bréf, hækkað mikið í verði. Skrifstofan mun skoða það


mál betur.<br />

5. Leigusamningur samtakanna rennur út í haust og búa þarf samtökin undir<br />

mögulega stækkun vegna fjölgunar starfsfólks, ef vel gengur. Þetta húsnæði er<br />

of lítið fyrir slíkt og verið er að skoða aðra kosti. Formaður ætlar að skoða<br />

húsnæði sem Staðlaráð er í, sem mun vera alltof stórt fyrir þeirra starfsemi.<br />

6. Þegar kom að öðrum málum byrjaði formaður á að láta blað ganga sem<br />

krafðist undirskriftar frá stjórnarmönnum vegna ECC þar sem stjórnarmenn<br />

voru fengnir til þess að staðfesta að Ólafur væri réttkjörinn formaður<br />

samtakanna.<br />

Fjallað var um starfskjaranefnd og var Ása St. Atladóttir, varaformaður<br />

samtakanna, fengin til þess að undirrita ráðningarsamning samtakanna við<br />

Ólaf sem var gerður á grundvelli vinnu starfskjaranefndar. Um hefðbundinn<br />

ráðningarsamning er að ræða.<br />

Fjallað var um vilja samtakanna til þess að útvega bifreið fyrir formann<br />

samtakanna og skrifstofu. Páll fór yfir ýmsa kosti í þeim efnum og lagði fram<br />

niðurstöðu um að hagstæðast er að leigja bíl á rekstrarleigu. Páll og Ólafur<br />

höfðu fundið Citroen Cactus sem kom vel út og yrði leigður hjá Lykli, sem<br />

virðist vera nær eitt á þessum markaði með rekstrarleigu nýrra bíla.<br />

Fundamenn voru sumir hverjir ekki sáttir við að samtökin eigi viðskipti við<br />

Lykil vegna framkomu fyrirtækisins gagnvart neytendum eftir hrunið. Nefndur<br />

var sá möguleiki að leigja bíl í gegnum bílaleigu, til langs tíma, en það virðist<br />

vera einhver munur þar á - bæði fjárhagslega og einnig eru þeir bílar eldri.<br />

Páli var falið að ganga frá málinu og leita leiða til að nota annan<br />

fjármögnunaraðila en Lykil/Lýsingu.<br />

Dominique lagði til að þingmönnum yrði sendar áherslur samtakanna til næstu<br />

tveggja ára. Vel ver tekið í það og formanni falið að ganga frá.<br />

Að lokum var nefnt að núna ætti málefnavinna að fara í gang hjá starfshópnum<br />

samtakanna. Það væri búið að stofna Facebook-síður fyrir hópana og að<br />

formenn ættu nú að boða til funda hver fyrir sig. Einnig var ákveðið hvenær<br />

næstu fundir stjórnar ættu að fara fram, en þeir eru fyrsta miðvikudag í<br />

hverjum mánuði og verða sem hér segir:<br />

5. apríl 2017,<br />

3. maí 2017,<br />

6. september 2017,<br />

<strong>4.</strong> október 2017,<br />

1. nóvember 2017,<br />

6. desember 2017.<br />

Fleira ekki gert<br />

Fundi slitið kl. 18:50

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!