22.05.2017 Views

4. fundur stjórnar 2016-2018

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

hvernig mikið álag væri á skrifstofunni og að ljóst væri að einhverju þyrfti að<br />

breyta, til að stjórna álaginu. Hér á skrifstofunni eru tveir lögfræðingar með<br />

meistarapróf í lögfræði og einn laganemi sem er að ljúka sínu námi. Stefnan<br />

yrði sett á að annar lögfræðingurinn myndi sækja sér málflutningsréttindi til<br />

þess að geta gengið alla leið með mál f.h. samtakanna.<br />

Páll fór yfir það hvernig sumir veigra sér við því að leita til lögfræðinga og<br />

lögmanna, en með þessu móti væri hægt að veita félagsmönnum samtakanna<br />

lögfræðiþjónustu á verði sem ekki þekkist. Í raun er þessari þjónustu að<br />

einhverju leyti sinnt nú þegar af Neytendaaðstoðinni, en þetta yrði eflt og<br />

auglýst sérstaklega. Þetta væri til þess fallið að fjölga félagsmönnum, enda eru<br />

þeir sem leita til samtakanna í 46% tilfella utanfélagsmenn. Lítill kostnaður<br />

fælist í að koma þessu upp og myndi þetta styrkja fjárhag samtakanna.<br />

Nefnd var hugmynd um að veita félagsmönnum afslætti, eins og tíðkast hjá<br />

t.d. FÍB og fleiri félögum. Það var rætt en skiptar skoðanir voru um það og var<br />

ákveðið að kanna málið frekar og ræða betur á komandi fundum. Í þessu<br />

sambandi var rætt að fríðindin þurfi ekki endilega að felast í afsláttum heldur<br />

gætu þau verið í formi ráðstefna og kynningarfunda af hálfu samtakanna um<br />

neytendamál. Fundamenn tóku vel í þá hugmynd.<br />

Lögð var fram tillaga um að Björn Þór Karlsson, Stefán Hrafn Jónsson og<br />

Þórey S. Þórisdóttir, ásamt Hrannari Má Gunnarssyni lögfræðingi samtakanna,<br />

myndu taka að sér að útbúa sérstakar siða- og starfsreglur fyrir samtökin eins<br />

og lög samtakanna gera ráð fyrir að séu til staðar. Tillagan var samþykkt.<br />

3. Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri Sambands Garðyrkjubænda bauð<br />

stjórn Neytendasamtakanna til sameiginlegs fundar. Fundamenn spurðu sig að<br />

því hver væri hvati þeirra að slíkum fundi og formaður svaraði því til að<br />

líklega væri það t.d. upprunamerkingar matvæla og önnur atriði sem eiga<br />

samleið með hagsmunum neytenda. Ákveðið var að Ólafur, Dominique og<br />

mögulega fulltrúar starfshóps um landbúnað myndu hitta SG fremur en öll<br />

stjórnin.<br />

<strong>4.</strong> Neytandinn fjölgaði félagsmönnum svo mælanlegt sé og fjölgun hefur verið að<br />

undanförnu. Páll Rúnar ætlar að taka saman tölfræðilegar upplýsingar og hafa<br />

aðgengilegar fyrir stjórn, sem og að taka slíka tölfræði saman tvisvar í mánuði<br />

svo hægt sé að fylgjast með fjölgunum og fækkunum og e.t.v. tengja við<br />

einhverja ákveðna atburði. Formaður nefndi fund sem hann fór á með<br />

fyrirtækinu Miðlun sem sér um símhringingar til aðila í þeim tilgangi að fá<br />

fleiri félagsmenn. Þeir vilja samstarf við okkur. Fundamenn voru ekki vissir<br />

hvort þetta væri leiðin og nefndu að þetta gæti pirrað fólk, þ.e. að fá símtöl<br />

seint á kvöldin o.s.frv. og haft öfugt áhrif. Formaður tók fram að þetta væri<br />

eitthvað sem stjórnin þyrfti að skoða og samþykkja, ef af þessu verður.<br />

Formanni lýst ágætlega á Miðlun en er hræddur um að þeir vilji helst til of<br />

stóra sneið af kökunni.<br />

Aðrir stjórnarmenn nefndu að kannski væri besta leiðin til að fjölga<br />

félagsmönnum að tækla mál sem snerta alla, eða flesta, neytendur. Þannig var<br />

til dæmis Pósturinn nefndur sem dæmi en mikil sjálftaka á sér stað á þeim<br />

bænum þegar við kemur sendingum frá útlöndum og einnig hafa innlendar<br />

sendingar, bögglar og bréf, hækkað mikið í verði. Skrifstofan mun skoða það

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!