22.06.2017 Views

BEURER HK58 HK 125 XXL

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Notkun:<br />

Vinsamlegast tryggið að púðinn kuðlist ekki eða liggi samanbrotinn við notkun. Þegar púðinn er notaður í fyrsta skipti er<br />

hætt við að það finnist plastlykt en hún hverfur fljótlega við notkun.<br />

Öryggi<br />

Hitapúðinn er með innbyggt öryggiskerfi Stafræn nematækni kemur í veg fyrir að allt yfirborð hitapúðans ofhitni, með því<br />

að slökkva á púðanum ef slíkt kæmi fyrir. Þá slökknar á gaumljósi rofans jafnvel þótt kveikt sé á rofanum. Vinsamlegast<br />

athugið að ef slíkt kemur upp, verður að senda hitapúðann til umboðsaðilans til viðgerðar.<br />

Hitapúðinn tekinn i notkun<br />

Athugið fyrst að rofinn sé tengdur við tengil hitapúðans, og tengið hitapúðann síðan við rafmagn.<br />

Kveikið á hitapúðanum með rennslisrofanum (2) – sjá mynd að ofan.<br />

Val á hitastigi<br />

Fljótlegast er að hita púðann þegar rofinn er stilltur í byrjun á hæstu stillingu en lækka svo eftir því sem á þarf að halda. Til<br />

að auka hitann ýtið þið á hnappinn ▲(4) en á ▼(4) til að minnka hann. Ef þið hafið í hyggju að nota hitapúðann í lengri<br />

tíma ráðleggjum við ykkur að stilla á lægri hita.<br />

Hitastilling:<br />

0 = slökkt 1 = minnsti hiti 2-5 = meðalhiti 6 = mesti hiti<br />

Slekkur á sér sjálfkrafa<br />

Hitapúðinn slekkur sjálfkrafa á sér ca. 90 mínútum eftir að hann var settur í samband.<br />

Við það byrjar helmingur hitastillisins að blikka. Til að setja hitapúðann í samband á ný<br />

verður að slökkva á honum ( stilla hann á 0), og eftir ca. 5 sekúndur er hægt að kveikja<br />

á honum á ný. Ef ekki á að nota púðann lengur eftir að hann slekkur á sér þá ætti að<br />

slökkva á honum eða taka hann úr sambandi við rafmagn.<br />

Hraðhitun<br />

Þessir hitapúðar eru með hraðhitun sem gerir það að verkum að þeir hitna mjög fljótt á<br />

fyrstu 10 mínútunum.<br />

Aukalegar upplýsingar um <strong>HK</strong> 58 cosy<br />

Sérstakt lag á hitpúðanum 58 cosy var hannað sérstaklega með það í huga að nota hann<br />

á bak og háls. Staðsetjið púðann þannig að franski rennilásinn sé á móts við hálsinn og<br />

lokið honum þar. Stillið síðan magabeltið þannig að spennan sé þægileg og lokið beltinu.<br />

Til að opna spennuna ýtið þið samtímis á hnappana sem sýndir eru með örvum á myndinni<br />

Hreinsun og meðferð<br />

Áður en þið hreinsið hitapúðann verður að taka hitapúðann úr sambandi við rafmagn. Minni bletti er hægt að hreinsa með<br />

rökum klút eða svampi sem e.t.v. hefur verið dýft í sápulög. Athugið að ekki má setja hitapúðann í hreinsun hjá efnalaug,<br />

vinda hann eða þurrka í þurrkara. Hins vegar má þvo hann í þvottavél á þvottakerfi sem er fyrir fínni efni og fer ekki yfir<br />

40°C. Þið verðið hins vegar að fjarlægja rafmagnsleiðsluna áður, þar sem henni er stungið í samband við púðann.<br />

Athugið að ekki má stinga rafmagnsleiðslunni aftur í samband við púðann fyrr en hann er orðinn fullkomlega þurr. Best er<br />

að þvo púðann með öðrum fínþvotti og athugið að ekki er gert ráð fyrir því að hitapúðinn sé þveginn oftar en 10 sinnum á<br />

líftíma hans.<br />

Ábyrgð og þjónusta<br />

Vinsamlegast athugið að öll viðgerða og ábyrgðarþjónusta er hjá umboðsaðilanum sem er:<br />

PFAFF hf<br />

Grensásvegi 13<br />

108 Reykjavík<br />

sími: 414-0451<br />

12.13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!