07.07.2020 Views

BEURER blóðþr.mælir DC 50

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BEURER blóðþrýstingsmælir DC 50 / DC 55

Lýsing:

1. “On/Off” = Kveikt og slökkt.

2. “Start” = Gangsetning

3. “Memory” = Minni

4. Skjár

5. Tengill fyrir púða

6. Hólf fyrir rafhlöður (að neðan)

7. Púði með frönskum rennilás

8. Hólf fyrir púða (aðeins á DC 55

og fæst ekki sem aukahlutur)

Lýsing á táknum

Tákn Lýsing Hvað á að gera

Skiptið um rafhlöður

Villuboð

1 – 3 Minni

“Doc Control”

Skipta um rafhlöður (4 x 1,5V)

Endurtakið mælinguna í samræmi við leiðbeiningarnar.

Athugið slönguna og púðann

og verið kyrr og afslöppuð.

Athugið uppgefin gildi og hafið samband

við lækni.

Err 1 - 5 Villuboð Komið púða fyrir á ný og enturtakið mælinguna

í samræmi við leiðbeiningar.

Athugið slönguna og púðann og verið kyrr

og afslöpppuð.

Ath: Táknin og geta komið fram samtímis.

Púðanum komið fyrir

Púðinn hentar fyrir upphandleggi sem eru frá 22 til 30cm. að umfangi og eingöngu má

nota púðann sem fylgir tækinu.

Komið púðanum fyrir á upphandlegg og gætið þess

að ekkert hindri blóðstreymi fram í handlegginn.

(teygjubönd um handlegg o.s.frv.)

Staðsetjið púðann 2 - 3 cm. fyrir ofan olnbogann.

Vefjið síðan lausa endanum þéttingsfast en þó ekki of

fast utan um púðann og franska rennilásinn.

Framkvæmið mælinguna ávallt sitjandi og staðsetjið framhandlegginn þannig að brúnin á

púðanum sé í sömu hæð og hjartað og látið lófann snúa upp á við. Til að koma í veg

fyrir ranga mælingu er nauðsynlegt að halda handleggnum kyrrum og tala ekki á meðan

á mælingu stendur. Látið hendina t.d. hvíla á borðplötu.


Mæling

Kveikið á mælinum með því að ýta á “on/off” takkann (1). Um

leið og tónn heyrist koma prófunartölur í nokkrar sekúndur á

skjáinn. Tölurnar hverfa mjög fljótlega og skjárinn sýnir “0”

Ýtið nú á “start”-takkann (2), og tækið dælir nú sjálfkrafa lofti í púðann og hægt er að fylgjast með

hækkandi tölum á skjánum. Hægt er hvenær sem er að hætta við dælingu eða mælingu með því

ýta á einhvern takka.

Þegar nægum þrýstingi hefur verið náð þá byrjar mælirinn að mæla. Mælingin er sjálfvirk og

tölurnar sjást á skjánum.

Þegar mælirinn finnur púlsinn, þá gefur hann frá sér hljóðmerki í takt við púlsinn sem hann finnur.

Á meðan á mælingu stendur fjarar loftið úr púðanum og hægt er að sjá minnkandi þrýsting á

skjánum .

Þrefalt hljóðmerki gefur til kynna að mælingu sé lokið og eftirfarandi gildi eru sýnd hvert fyrir

neðan annað; efri mörk, MAP eða meðal þrýstingur, lægri mörk og svo púlsinn. Um leið fer svo

afgangurinn af loftinu úr púðanum.

Ávallt ættu að líða í það minnsta 5 mínútur á milli mælinga. Þegar mælt er á ný er aðgætt að

púðinn sé tómur og síðan einfaldlega ýtt aftur á “start”-takkann.

Minni

Að notkun lokinni er slökkt á mælinum með því að ýta á “on/off” rofann (1), en mælirinn slekkur

annars sjálfkrafa á sér eftir nokkrar mínútur. Síðustu 3 mælingar eru síðan sjálfkrafa geymdar í

minni mælisins og þær er hægt að kalla fram með því að ýta á “memory”-takkann (3).

MAP (Mean Arterial Pressure) = meðal blóðþrýstingur

MAP er mæligildi sem meira og meira er notað í heilsugæslu-geiranum, og kemur með tímanum

einnig inn á persónulegar mælingar í framtíðinni. Til upplýsinga sem áhuga hafa á, þá skal

eftirfarandi tekið fram:

Þegar hjartahólfin tæmast og blóðið fer út í æðakerfið, þá

eykst blóðþrýstingur í hámark og er þá talað um efri mörk.

Á meðan á hvíld hjartavöðvanna stendur, þá flæðir blóð úr

æðunum og blóðþrýstingur er í lágmarki og er þá talað um

neðri mörk.

Meðal blóðþrýstingur er á milli þess sem hjartað fyllist og þess

sem það tæmist og er það kallað á fagmáli MAP.

Þessi þrýstingur liggur einhvers staðar mitt á milli efri og neðri marka og með honum er hægt

að marka meðalálag á hjartahólfin.

“Doc-Control” - ef um aðfinnsluverðar mælingar er að ræða

Þessi mælir er fyrsti blóðþrýstingsmælir til almennings, sem gerir kleift að stimpla inn eigin mörk í

minni mælisins, og getur komið að miklu gagni. Ef þú notast ekki við eigin mörk, þá höfum við

byggt inn mörk alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þú þarft hins vegar að vita eftirfarandi:

Eðlileg mörk blóðþrýstings eru 120 mmHg (efri mörk) og 80 mmHg (neðri mörk).

Ef efri mörk eru á milli 140 mmHg og 160 mmHg, eða neðri mörkin á milli 90 mmHg til 95 mmHg,

þá er um að ræða að mæling sé á mörkum þess sem eðlilegt getur talist, og telst til óeðlilega hás

blóðþrýstings. Ef slíkar mælingar koma reglulega fram þá ætti að leita til læknis.


Ef mörkin eru hærri en 160 mmHg og neðri mörkin hærri en 95 mmHg, þá ætti umsvifalaust að

leita læknis. Hér er um að ræða mjög háan blóðþrýsting. Til að vara þig við, þá kemur “Doc-

Control”-merkið á skjáinn. Þetta merki kemur einnig á skjáinn ef um of lágan blóðþrýsting er

að ræða, þar sem efri mörk eru lægri en 105 mmHg og/eða neðri mörk eru minni en 60 mmHg.

Hér á eftir sýnum við hvernig hægt er að stilla mælirinn fyrir eigin mörk:

Skref 1

Kveikið á mælinum.

• Ýtið á “on/off” takkann

Skref 2

Setjið mælinn í stillingarstöðu fyrir “Doc-Control”

• Ýtið samtímið á takkana “memory” og “start” og

haldið þeim inn þar til skjárinn byrjar að blikka.

• Nú er hægt að setja inn tölurnar fyrir efri mörkin

(skref 3)

Skref 3

Breytið gildunum fyrir efri mörkin

• Ýtið á “memory” takkann til að hækka gildin um

5 mmHg í hvert sinn sem ýtt er á hann.

• Ýtið á “on/off” takkann til að lækka gildin um 5

mmHg í hvert sinn sem ýtt er á hann.

• Ýtið á “start”-takkann til að festa þessi nýju gildi

inn á flötinn og næsti flötur blikkar.

Skref 4

Breytið gildunum fyrir neðri mörkin

• Gerið eins og lýst var í skrefi 3.

Skref 5

Breytið “efri mörkum neðri markanna”

• Gerið eins og lýst var í skrefi 3.

Skref 6

Breytið “neðri mörkum neðri markanna”

• Gerið eins og lýst var í skrefi 3.

Skref 7

Farið aftur í aðgerðina til að mæla blóðþrýsting

• Ýtið enn einu sinni á “start”-takkann.

Nú kemur “0” á skjáinn og mælirinn er tilbúinn

til mælinga.

Athugið: Þið getið séð grunnstillingar verksmiðunnar með því að taka rafhlöðurnar úr tækinu,

ýta á “on/off”-takkann og setja rafhlöðurnar síðan aftur í mælirinn.

Stillingar verkmiðju:

Efri “efri mörk” 160 mmHg Efri “neðri mörk” 95 mmHg

Neðri “efri mörk” 105 mmHg Neðri “neðri mörk” 60 mmHg


Áríðandi upplýsingar:

Lesið þessar upplýsingar vandlega

Nauðsynlegt er að mæla blóðþrýsting ávallt undir sömu kringumstæðum ef hægt er, og mæla

tvisvar á dag og u.þ.b. á sama tíma hverju sinni (að morgni og kvöldi eru bestu tímarnir).

Hvílist í 5 mínútur áður en mælt er.

Mæling er ekki sama og meðferð ! Ræðið uppgefin gildi við lækni og alls ekki má breyta

magni af lyfjum sem læknir hefur gefið fyrirmæli um án ráðfæringa við hann.

Röng mæling er gefin til kynna á skjánum. Athugið hvort púðinn hefur verið pumpaður rétt

upp (sjá: púðanum komið fyrir), hvort tengillinn sé rétt tengdur við tækið, hvort púðinn sé rétt

staðsettur og hvort handleggurinn var kyrr á meðan mælt var.

Í þeim tilfellum þar sem viðkomandi er með lágan blóðþrýsting, hjartsláttartruflanir eða

óreglulegan púls geta komið fram rangar mælingar. Í þeim tilfellum er ráðlegt að hafa

samband við lækni. Ef um mjög miklar truflanir í hjartslætti er að ræða (t.d. gáttatif) er mælt

með því að blóðþrýstingur sé mældur á hefðbundinn hátt (með hlustunarpípu)

Tækið inniheldur viðkvæman elektróniskan útbúnað og því má það ekki detta. Verndið það

fyrir hnjaski og raka.

Tækið er eingöngu ætlað fullorðnum sem hafa 22-30 cm. umfang á upphandlegg.

Notkun á svæðum þar sem rafsegulbylgjur eru til staðar (örbylgjuofnar, farsímar og önnur tæki

með útgeislun) geta leitt til rangra mælinga.

Ef ekki á að nota tækið í lengri tíma er ráðlegt að aftengja rafhlöðuna.

Umboð: PFAFF-Borgarljós hf., Grensásvegi 13, 108 Reykjavík. sími 414-0400

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!