07.07.2020 Views

BEURER blóðþr.mælir DC 50

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Mæling

Kveikið á mælinum með því að ýta á “on/off” takkann (1). Um

leið og tónn heyrist koma prófunartölur í nokkrar sekúndur á

skjáinn. Tölurnar hverfa mjög fljótlega og skjárinn sýnir “0”

Ýtið nú á “start”-takkann (2), og tækið dælir nú sjálfkrafa lofti í púðann og hægt er að fylgjast með

hækkandi tölum á skjánum. Hægt er hvenær sem er að hætta við dælingu eða mælingu með því

ýta á einhvern takka.

Þegar nægum þrýstingi hefur verið náð þá byrjar mælirinn að mæla. Mælingin er sjálfvirk og

tölurnar sjást á skjánum.

Þegar mælirinn finnur púlsinn, þá gefur hann frá sér hljóðmerki í takt við púlsinn sem hann finnur.

Á meðan á mælingu stendur fjarar loftið úr púðanum og hægt er að sjá minnkandi þrýsting á

skjánum .

Þrefalt hljóðmerki gefur til kynna að mælingu sé lokið og eftirfarandi gildi eru sýnd hvert fyrir

neðan annað; efri mörk, MAP eða meðal þrýstingur, lægri mörk og svo púlsinn. Um leið fer svo

afgangurinn af loftinu úr púðanum.

Ávallt ættu að líða í það minnsta 5 mínútur á milli mælinga. Þegar mælt er á ný er aðgætt að

púðinn sé tómur og síðan einfaldlega ýtt aftur á “start”-takkann.

Minni

Að notkun lokinni er slökkt á mælinum með því að ýta á “on/off” rofann (1), en mælirinn slekkur

annars sjálfkrafa á sér eftir nokkrar mínútur. Síðustu 3 mælingar eru síðan sjálfkrafa geymdar í

minni mælisins og þær er hægt að kalla fram með því að ýta á “memory”-takkann (3).

MAP (Mean Arterial Pressure) = meðal blóðþrýstingur

MAP er mæligildi sem meira og meira er notað í heilsugæslu-geiranum, og kemur með tímanum

einnig inn á persónulegar mælingar í framtíðinni. Til upplýsinga sem áhuga hafa á, þá skal

eftirfarandi tekið fram:

Þegar hjartahólfin tæmast og blóðið fer út í æðakerfið, þá

eykst blóðþrýstingur í hámark og er þá talað um efri mörk.

Á meðan á hvíld hjartavöðvanna stendur, þá flæðir blóð úr

æðunum og blóðþrýstingur er í lágmarki og er þá talað um

neðri mörk.

Meðal blóðþrýstingur er á milli þess sem hjartað fyllist og þess

sem það tæmist og er það kallað á fagmáli MAP.

Þessi þrýstingur liggur einhvers staðar mitt á milli efri og neðri marka og með honum er hægt

að marka meðalálag á hjartahólfin.

“Doc-Control” - ef um aðfinnsluverðar mælingar er að ræða

Þessi mælir er fyrsti blóðþrýstingsmælir til almennings, sem gerir kleift að stimpla inn eigin mörk í

minni mælisins, og getur komið að miklu gagni. Ef þú notast ekki við eigin mörk, þá höfum við

byggt inn mörk alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þú þarft hins vegar að vita eftirfarandi:

Eðlileg mörk blóðþrýstings eru 120 mmHg (efri mörk) og 80 mmHg (neðri mörk).

Ef efri mörk eru á milli 140 mmHg og 160 mmHg, eða neðri mörkin á milli 90 mmHg til 95 mmHg,

þá er um að ræða að mæling sé á mörkum þess sem eðlilegt getur talist, og telst til óeðlilega hás

blóðþrýstings. Ef slíkar mælingar koma reglulega fram þá ætti að leita til læknis.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!