22.06.2017 Views

Pfaff Passport manual ICE

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Saumfætur<br />

Venjulegi saumfóturinn 0A fyrir efri flytjara (sýnt með á skjánum, og<br />

hann er á vélinni við afhendingu)<br />

Þessi saumfótur er aðallega notaður við beina sauma og zik zak sauma og<br />

fyrir sporlengd meiri en 1.0 mm.<br />

Skrautsaumsfótur 1A fyrir efri flytjara (sýnt með á skjánum)<br />

Þessi saumfótur er notaður fyrir skrautsauma. Raufin undir honum er<br />

hönnuð til að renna frjálslega yfir sporin.<br />

Skrautsaumsfótur 2A fyrir efri flytjara (sýnt með á skjánum)<br />

Þegar þið saumið skrautsauma með sporlengd sem er minni en 1,0 mm.<br />

er best að nota þennan fót. Raufin undir honum er hönnuð til að renna<br />

frjálslega yfir sporin.<br />

Blindsaumsfótur 3 fyrir efri flytjara (sýnt með á skjánum)<br />

Þessi saumfótur er notaður fyrir blindfalda. Táin á fætinum stýrir efninu.<br />

Rauða stýringin á fætinum rennur meðfram faldbrúninni.<br />

Rennilásafótur 4 fyrir efri flytjara<br />

Þessum saumfæti er hægt að smella á fóthölduna bæði vinstra og hægra<br />

megin, sem gerir ykkur kleift að sauma mjög nálægt rennilásnum í<br />

báðar áttir. Færið nálarstöðuna til hægri eða vinstri til að komast sem næst<br />

tönnum lásanna.<br />

Hnappagatafótur 5B<br />

Aftan á honum er rými þar sem hægt er að stilla stærð hnappagatsins.<br />

Vélin saumar hnappagatið í þeirri stærð sem hentar þessari tölustærð.<br />

Áriðandi: Fullvissið ykkur um að efri flytjarinn sé ekki í sambandi þegar þið notið saumfætur 2A og 5B.<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!