01.03.2018 Views

MAN-ráð

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

LÝSING<br />

5 MARGAR TEGUNDIR<br />

Það er góð regla að nota fleiri en eina tegund af lýsingu í rými.<br />

Ef við erum með kastara í lofti eða innfellda lýsingu, ættum við<br />

að vera með lampa á borði eða á vegg. Ef við erum með óbeina<br />

lýsingu frá lofti notum við kastara með eða eitthvað sem gefur<br />

okkur stefnuvirka birtu.<br />

6 LJÓSAPERUR<br />

Val á perum hefur breyst mikið að undarförnu og nú þurfum við<br />

að huga að litahitastigi auk ljósstyrksins. Gamla peran okkar var<br />

2700 kelvin, en það er það litahitastig sem við ættum ennþá að<br />

velja í flest ljós heimilisins. Eftir því sem kelvin-g<strong>ráð</strong>urnar hækka,<br />

kælist lýsingin en dagsbirtan okkar er um 6500 kelvin. Köld<br />

lýsing hentar vel á skrifstofum og baðherbergjum. Þegar konur<br />

farða sig við mjög gula lýsingu og fara svo út í dagsbirtuna<br />

verður útkoman önnur en ætlunin er.<br />

7 LÁG LÝSING<br />

Lág lýsing gefur oftast meiri hlýju í rými frekar en hærri lýsing<br />

og geta borð- og gólflampar sem lýsa niður gefið hlýleika og<br />

gert rýmið meira kósý. Samspil gólf- og borðlampa með sömu<br />

lýsingu sitt í hvoru horninu getur stækkað rýmið. Á markaðnum<br />

eru einnig heilsárs ljósaseríur sem eru flottar í glugga og á borði<br />

og gefa skemmtilega stemningslýsingu.<br />

100 <strong>MAN</strong> FEBRÚAR 2018

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!