05.03.2020 Views

PALS Stærðfræði f. 1. bekk

  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Útgefandi: SÍSL – Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir<br />

Höfundar: Lynn S. Fuchs, Douglas Fuchs, Laura Yazdian, Sarah Powell og Kathy Karns<br />

Þýðing: Anna Kristín Arnarsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín<br />

Yfirlestur og undirbúningur undir prentun: Guðlaug Richter<br />

Umbrot: Elsa Dóróthea Daníelsdóttir<br />

Verkefnisstjóri: Hulda Karen Daníelsdóttir


Formáli<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræðiaðferðir fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong>.<br />

<strong>PALS</strong> aðferðin var þróuð af Doug Fuchs, Ph.D. og Lynn Fuchs, Ph.D., í Peabody College við<br />

Vanderbilt University í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum. Markmiðið með henni er að gefa<br />

kennurum kost á að þjálfa samtímis hóp af nemendum í stafaþekkingu, lestri eða stærðfræði<br />

með jafningjamiðlaðri nálgun (félagakennslu). <strong>PALS</strong> nálgunin virkar líka mjög vel samhliða<br />

öðrum lestrar- og stærðfræðiaðferðum sem notaðar eru í almennri kennslu og í sérkennslu.<br />

Rannsóknir á <strong>PALS</strong> aðferðinni í lestri og stærðfræði hafa staðfest að flestir nemendur, hvort<br />

sem þeir eru afburðanemendur, í meðallagi eða slakir, sýna meiri framfarir en þeir sem ekki<br />

fá <strong>PALS</strong> þjálfun. Það sama gildir um nemendur sem glíma við námsörðugleika.<br />

Handbókin fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong> heitir á frummálinu Peer Assisted Learning Strategies, Math<br />

Methods for First Grade, en hefur á íslensku hlotið heitið Pör Að Læra Saman,<br />

<strong>Stærðfræði</strong>aðferðir fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong>. Í henni er að finna allar þær upplýsingar sem kennarar þurfa<br />

á að halda til að beita aðferðum <strong>PALS</strong> við stærðfræðikennslu í fyrsta <strong>bekk</strong>.<br />

Ekki er heimilt að dreifa efni handbókarinnar til kennara eða annarra sem ekki hafa setið<br />

námskeið í <strong>PALS</strong> stærðfræðiaðferðum fyrir fyrsta <strong>bekk</strong>.<br />

Kennurum er eindregið ráðlagt að skoða kennsluleiðbeiningarnar vel áður en verkefni eru<br />

lögð fyrir börnin. Árangursríkast er að nota eigin orð í samskiptum við börnin í stað þess að<br />

lesa upp handritið að kennslustundinni.<br />

Höfundar aðferðarinnar hafa góðfúslega gefið SÍSL leyfi til að þýða útgefið <strong>PALS</strong> efni yfir á<br />

íslensku og þjálfa íslenska kennara í <strong>PALS</strong>, en þó með því skilyrði að það sé ekki gert í<br />

hagnaðarskyni.<br />

Nánari upplýsingar um <strong>PALS</strong> má nálgast á þessum vef: http://tungumalatorg.is/sisl/<br />

Reykjavík 30. nóvember, 2014<br />

_____________________________________________________<br />

Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnisstjóri SÍSL verkefnisins


Efnisyfirlit<br />

Kynning ....................................................................................................................................................................6<br />

Inngangur .................................................................................................................................................................7<br />

Yfirlit yfir <strong>PALS</strong> aðferðina ........................................................................................................................................8<br />

Skipulag................................................................................................................................................................8<br />

<strong>PALS</strong> einingar .......................................................................................................................................................8<br />

Þjálfarar og leikmenn ...........................................................................................................................................8<br />

Aðlögun að nemendum með sérþarfir ................................................................................................................9<br />

Pörun nemenda ...................................................................................................................................................9<br />

Að fylgjast með nemendum og gefa broskarla ....................................................................................................9<br />

Að bregðast við ef nemanda vantar eða ef fjöldi nemenda er oddatala ...........................................................10<br />

Listi yfir verkefni ....................................................................................................................................................11<br />

Verkefni 1 - Þjálfun ............................................................................................................................................15<br />

Dagur 1 ..........................................................................................................................................................16<br />

Dagur 2 ..........................................................................................................................................................21<br />

Dagur 3 ..........................................................................................................................................................26<br />

Verkefni 2 - Talnaþekking ..................................................................................................................................30<br />

Dagur 1 ..........................................................................................................................................................34<br />

Dagur 2 ..........................................................................................................................................................36<br />

Dagur 3 ..........................................................................................................................................................37<br />

Verkefni 3 - Að teikna tölur................................................................................................................................38<br />

Dagur 1 ..........................................................................................................................................................43<br />

Dagur 2 ..........................................................................................................................................................46<br />

Dagur 3 ..........................................................................................................................................................48<br />

Verkefni 4 - Meira og minna ..............................................................................................................................50<br />

Dagur 1 ..........................................................................................................................................................55<br />

Dagur 2 ..........................................................................................................................................................58<br />

Dagur 3 ..........................................................................................................................................................60<br />

Verkefni 5 - Meira og minna með snúningsskífu ...............................................................................................62<br />

Dagur 1 ..........................................................................................................................................................67<br />

Dagur 2 ..........................................................................................................................................................70<br />

Dagur 3 ..........................................................................................................................................................72<br />

Verkefni 6 - Meira, minna og jafnt og ...............................................................................................................74<br />

Dagur 1 ..........................................................................................................................................................81<br />

Dagur 2 ..........................................................................................................................................................84<br />

Dagur 3 ..........................................................................................................................................................86<br />

Verkefni 7 - Samlagning með baunum ..............................................................................................................88<br />

Dagur 1 ..........................................................................................................................................................97<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................100<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................102<br />

3


Verkefni 8 - Frádráttur með baunum...............................................................................................................104<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................111<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................114<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................116<br />

Verkefni 9 - Samlagning og frádráttur með baunum ......................................................................................118<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................123<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................126<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................128<br />

Verkefni 10 - <strong>Stærðfræði</strong> með myndum ..........................................................................................................130<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................137<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................140<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................142<br />

Verkefni 11 - Sætisgildi með baunum ..............................................................................................................144<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................151<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................153<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................154<br />

Verkefni 12 - Sætisgildi með tölustöfum..........................................................................................................155<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................162<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................165<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................167<br />

Verkefni 13 - Samlagning tveggja talna ..........................................................................................................169<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................175<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................178<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................180<br />

Verkefni 14 - Frádráttur tveggja talna.............................................................................................................182<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................189<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................192<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................194<br />

Verkefni 15 - Samlagning tveggja stafa talna .................................................................................................196<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................203<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................206<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................208<br />

Verkefni 16 - Frádráttur tveggja stafa talna ...................................................................................................210<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................219<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................222<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................224<br />

Verkefni 17 - Samlagning og frádráttur tveggja stafa talna ...........................................................................226<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................231<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................234<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................236<br />

4


Verkefni 18 - Týndi þátturinn ...........................................................................................................................238<br />

Dagur 1 ........................................................................................................................................................244<br />

Dagur 2 ........................................................................................................................................................247<br />

Dagur 3 ........................................................................................................................................................249<br />

Hjálpargögn .........................................................................................................................................................251<br />

Listi yfir gögn....................................................................................................................................................252<br />

Listi yfir <strong>PALS</strong> pör .............................................................................................................................................254<br />

<strong>PALS</strong> reglur .......................................................................................................................................................255<br />

Broskallablöð ...................................................................................................................................................256<br />

Talnalína kennara ............................................................................................................................................257<br />

Talnalína nemenda ..........................................................................................................................................259<br />

Snúningshjól ....................................................................................................................................................265<br />

Baunapottur.....................................................................................................................................................266<br />

Baunasætisgildablað ........................................................................................................................................267<br />

Auka spilaspjöld...................................................................................................................................................268<br />

5


Kynning<br />

6


Inngangur<br />

Í þessari handbók má finna allar þær upplýsingar sem þarf til að innleiða <strong>PALS</strong> stærðfræði í <strong>1.</strong><br />

<strong>bekk</strong> grunnskóla. Fyrst eru grunnatriði <strong>PALS</strong> aðferða útskýrð. Þá er listi yfir þau 18 verkefni<br />

sem tilheyra árganginum og stutt lýsing á hverju þeirra. Hvert <strong>PALS</strong> verkefni nær yfir eina<br />

viku og í hverri viku eru kenndar þrjár kennslustundir. Næst eru leiðbeiningar fyrir<br />

kennarastýrðar kennslustundir. Handbókinni fylgja öll gögn fyrir hverja <strong>PALS</strong> kennslustund<br />

þar á meðal svokölluð spilaspjöld sem nemendur nota í kennslustundum. Í henni eru einnig<br />

aukaspilaspjöld fyrir nemendur.<br />

Kennarar eru eindregið hvattir til að kynna sér handbókina vel áður en efnið er kynnt fyrir<br />

nemendum. Reynslan sýnir að góður undirbúningur er lykill að árangursríkri innleiðingu<br />

<strong>PALS</strong>.<br />

7


Yfirlit yfir <strong>PALS</strong> aðferðina<br />

Skipulag<br />

<strong>PALS</strong> er lagt fyrir þrisvar í viku í a.m.k. 15 vikur. Hver kennslustund er u.þ.b. 30 til 40 mínútur.<br />

Í fyrstu <strong>PALS</strong> lotunni (þ.e. Dagur 1 í hverri viku) er kennarastýrð kennslustund í 10 til 20<br />

mínútur. Í þær 10 til 20 mínútur sem eftir eru vinna nemendur í pörum með <strong>PALS</strong><br />

spilaspjöldin.<br />

Í annarri <strong>PALS</strong> lotunni (þ.e. Dagur 2 í hverri viku) er spilaspjald nemenda mjög svipað því sem<br />

notað var á Degi <strong>1.</strong> Stundum er spilaspjaldið aðeins öðruvísi á Degi 2. Ef svo er þá er gerð<br />

grein fyrir breytingunum í lok leiðbeininga fyrir Dag 1 undir Tilkynningar. Segið frá<br />

breytingunum í byrjun Dags 2. Það ætti aðeins að taka nokkrar mínútur og nemendur geta<br />

því unnið í pörum í næstum 30 mínútur.<br />

Í þriðju lotunni (þ.e. Dagur 3 í hverri viku) vinna nemendur saman í pörum með spilaspjöldin.<br />

<strong>PALS</strong> einingar<br />

<strong>PALS</strong> vikunum 18 er skipt í eftirfarandi sjö viðfangsefni. Vikufjöldinn í <strong>PALS</strong> fer eftir<br />

verkefnum 7, 8 og 9.<br />

Talnahugtök<br />

Samanburður á tölum<br />

Hugtök í samlagningu og frádrætti<br />

Sætisgildi<br />

Samlagning og frádráttur 1<br />

Samlagning og frádráttur 2<br />

Týndi þátturinn<br />

Þjálfarar og leikmenn<br />

Í hverri lotu eru nemendur í <strong>bekk</strong>num paraðir saman. Þeir skiptast á að vera þjálfarar<br />

(kennarar) og leikmenn (nemendur). Á þriggja vikna fresti eru nemendur paraðir saman á ný.<br />

Hlutverk þjálfara er að leiða leikmanninn í gegnum verkefnin með því að:<br />

lesa leiðbeiningar spilaspjaldsins fyrir hann<br />

aðstoða hann við að finna svörin<br />

8


Hlutverk leikmanna er að:<br />

fylgja fyrirmælum þjálfara<br />

vinna verkefnin á spilaspjaldinu<br />

Aðlögun að nemendum með sérþarfir<br />

Nýir nemendur, nemendur með íslensku sem annað tungumál og getuminni nemendur ættu<br />

að vera paraðir með getumeiri nemendum sem eru færir um að hjálpa og leiðbeina þeim í<br />

gegnum <strong>PALS</strong> spilaspjöldin.<br />

Pörun nemenda<br />

Gefðu nemendum þínum stig eftir frammistöðu þeirra í stærðfræði. Skrifaðu nafn getumesta<br />

nemandans í faginu efst á lista (þ.e. nemandi 1). Skrifaðu svo nafn þess næst getumesta (þ.e.<br />

nemandi 2) og svo koll af kolli og að síðustu nafn getuminnsta nemandans neðst (þ.e.<br />

nemandi 20).<br />

Notaðu listann til að para saman nemendur. Það eru til ýmsar aðferðir til þess. Fyrir neðan<br />

má sjá tvær tillögur. Það er mikilvægt að hafa bæði félagslega færni og einstaklingsþarfir<br />

nemenda í huga þegar þeir eru paraðir saman.<br />

Tillaga 1 Tillaga 2<br />

Þjálfari Leikmaður Pör Þjálfari Leikmaður Pör<br />

Nemandi 1 Nemandi 11 Par 1 Nemandi 1 Nemandi 20 Par 1<br />

Nemandi 2 Nemandi 12 Par 2 Nemandi 2 Nemandi 19 Par 2<br />

Nemandi 3 Nemandi 13 Par 3 Nemandi 3 Nemandi 18 Par 3<br />

Nemandi 4 Nemandi 14 Par 4 Nemandi 4 Nemandi 17 Par 4<br />

Nemandi 5 Nemandi 15 Par 5 Nemandi 5 Nemandi 16 Par 5<br />

Nemandi 6 Nemandi 16 Par 6 Nemandi 6 Nemandi 15 Par 6<br />

Nemandi 7 Nemandi 17 Par 7 Nemandi 7 Nemandi 14 Par 7<br />

Nemandi 8 Nemandi 18 Par 8 Nemandi 8 Nemandi 13 Par 8<br />

Nemandi 9 Nemandi 19 Par 9 Nemandi 9 Nemandi 12 Par 9<br />

Nemandi 10 Nemandi 20 Par 10 Nemandi 10 Nemandi 11 Par 10<br />

Breyttu pörum reglulega svo að nemendur fái tækifæri til að vinna með fleiri en einum<br />

félaga.<br />

Að fylgjast með nemendum og gefa broskarla<br />

Í <strong>PALS</strong> kennslustundum fer kennari á milli nemendapara og veitir viðeigandi endurgjöf. Það<br />

er mikilvægt að hvetja nemendur til að nota þær leiðréttingar- og hjálparaðferðir sem þeim<br />

eru kenndar. Einnig ættu kennarar að gefa broskarla á broskarlablaðið hjá nemendum fyrir<br />

góð vinnubrögð og samvinnu. Nemendur gefa einnig broskarla jafnóðum og þeir klára<br />

9


verkefni á spilaspjaldinu sínu. Ef stefnir í að nemendur hafi ekki nægan tíma í <strong>PALS</strong><br />

kennslustund til að sinna báðum hlutverkum er ráðlegt að stöðva þá og leyfa þeim að skipta<br />

um hlutverk.<br />

Að bregðast við ef nemanda vantar eða ef fjöldi nemenda er oddatala<br />

Þegar nemendur eru fjarverandi eða ef fjöldi þeirra lendir á oddatölu, er hægt að nota eina<br />

af eftirfarandi leiðum við að setja saman pör:<br />

<strong>1.</strong> Paraðu félaga þeirra sem eru fjarverandi saman.<br />

2. Búðu til Tríó (þ.e. einn byrjar sem þjálfari, meðan hinir tveir eru leikmenn, síðan<br />

verður þjálfarinn leikmaður og annar leikmannanna tveggja verður þjálfari. Tríóið<br />

skiptir með sér verkum þar til allir hafa fengið tækifæri til að vera þjálfarar a.m.k. einu<br />

sinni).<br />

3. Leyfðu getumiklum nemanda að vera „flakkari“ sem kemur í stað fjarverandi<br />

nemenda.<br />

10


Listi yfir verkefni<br />

11


Verkefni Eining/Titill Dagur Lýsing<br />

1 Þjálfun<br />

1 Kynning á <strong>PALS</strong><br />

Þjálfun<br />

2 Kynning á <strong>PALS</strong><br />

3 Kynning á talnahugtökum<br />

2 Talnahugtök<br />

Talnaþekking<br />

1 Kynning á talnaþekkingu<br />

(0 - 19)<br />

2 Talnaþekking (0 - 50)<br />

3 Talnaþekking (0 - 50)<br />

3 Talnahugtök<br />

Að teikna tölur<br />

1 Kynning á að teikna strik fyrir tölur<br />

(0 - 19)<br />

2 Að teikna strik fyrir tölur (0 - 50)<br />

3 Að teikna strik fyrir tölur (0 - 50)<br />

4 Að bera saman tölur<br />

Meira og minna<br />

1 Kynning á meira en og minna en<br />

(0 - 20)<br />

2 Meira en og minna en (0 - 20)<br />

3 Meira en og minna en (0 - 20)<br />

5 Að bera saman tölur<br />

Meira og minna með<br />

snúningsskífu<br />

6 Að bera saman tölur<br />

Stærra, minna og jafnt<br />

1 Kynning á meira en og minna en með<br />

snúningsskífu (0 - 20)<br />

2 Meira en og minna en með snúningsskífu<br />

(0 - 20)<br />

3 Meira en og minna en með snúningsskífu<br />

(0 - 20)<br />

1 Kynning á stærra en, minna en og jafnt<br />

og (0 - 20)<br />

2 Stærra en, minna en og jafnt og (0 - 20)<br />

3 Stærra en, minna en og jafnt og (0 - 50)<br />

7 Hugtökin samlagning og<br />

frádráttur<br />

Samlagning með baunum<br />

1 Kynning á samlagningu með baunum<br />

(0 - 10)<br />

2 Samlagning með baunum (0 - 10)<br />

3 Samlagning með baunum (0 - 10)<br />

12


8 Hugtökin samlagning og<br />

frádráttur<br />

Frádráttur með baunum<br />

1 Kynning á frádrætti með baunum (0 - 10)<br />

2 Frádráttur með baunum (0 - 10)<br />

3 Frádráttur með baunum (0 - 10)<br />

9 Hugtökin samlagning og<br />

frádráttur<br />

Samlagning og frádráttur með<br />

baunum<br />

10 Hugtökin samlagning og<br />

frádráttur<br />

<strong>Stærðfræði</strong> með myndum<br />

11 Sætisgildi<br />

Sætisgildi með baunum<br />

1 Upprifjun á samlagningu og frádrætti<br />

með baunum (0 - 10)<br />

2 Samlagning og frádráttur með baunum<br />

(0 - 10)<br />

3 Samlagning og frádráttur með baunum<br />

(0 - 10)<br />

1 Kynning á samlagningu og frádrætti með<br />

myndum (0 - 10)<br />

2 Samlagning og frádráttur með myndum<br />

án tákna (0 - 10)<br />

3 Samlagning og frádráttur með myndum<br />

án tákna (0 - 10)<br />

1 Kynning á sætisgildum með baunum<br />

(0 - 20)<br />

2 Sætisgildi með baunum (0 - 50)<br />

3 Sætisgildi með baunum (0 - 50)<br />

12 Sætisgildi<br />

Sætisgildi með tölustöfum<br />

13 Samlagning og frádráttur 1<br />

Samlagning tveggja talna<br />

1 Kynning á að skrifa töluna 10, teikna<br />

hring utan um hana og gera strik fyrir<br />

tölur (0 - 19)<br />

2 Skrifa töluna 10, teikna hring utan um<br />

hana og gera strik fyrir tölur (0 - 50)<br />

3 Skrifa töluna 10, teikna hring utan um<br />

hana og gera strik fyrir tölur (0 - 50)<br />

1 Kynning á samlagningu tveggja talna<br />

(0 - 12)<br />

2 Samlagning tveggja talna (0 - 12)<br />

3 Samlagning tveggja talna (0 - 12)<br />

14 Samlagning og frádráttur 1<br />

Samlagning tveggja talna<br />

1 Kynning á frádrætti tveggja talna (0 - 12)<br />

2 Frádráttur tveggja talna (0 - 12)<br />

3 Frádráttur tveggja talna (0 - 12)<br />

13


15 Samlagning og frádráttur 2<br />

Samlagning tveggja stafa<br />

talna<br />

1 Kynning á samlagningu tveggja stafa<br />

talna<br />

(0 - 50)<br />

2 Samlagning tveggja stafa talna (0 - 99)<br />

3 Samlagning tveggja stafa talna (0 - 99)<br />

16 Samlagning og frádráttur 2<br />

Frádráttur tveggja stafa talna<br />

1 Kynning á frádrætti tveggja stafa talna<br />

(0 - 50)<br />

2 Frádráttur tveggja stafa talna (0 - 99)<br />

3 Frádráttur tveggja stafa talna (0 - 99)<br />

17 Samlagning og frádráttur 2<br />

Samlagning og frádráttur<br />

tveggja stafa talna<br />

18 Týndi þátturinn<br />

Týndar tölur<br />

1 Kynning á samlagningu og frádrætti<br />

tveggja stafa talna (0 - 50)<br />

2 Samlagning og frádráttur tveggja stafa<br />

talna (0 - 99)<br />

3 Samlagning og frádráttur tveggja stafa<br />

talna (0 - 99)<br />

1 Kynning á týnda þættinum (0 - 12)<br />

2 Týndar tölur (0 - 12)<br />

3 Týndar tölur (0 - 12)<br />

14


Verkefni 1<br />

Þjálfun<br />

15


<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Dagur 1<br />

Þjálfun<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 1 – Dagur 1<br />

___________________________________________________________________________<br />

Notaðu feitletraða textann hér fyrir neðan sem leiðarvísi í kennslustundinni. Ekki lesa<br />

upplýsingarnar beint upp fyrir nemendur. Kynntu þér efnið og innlögnina vel.<br />

Í textanum gefum við upp svör sem viðbúið er að komi frá nemendum. Ef raunveruleg svör<br />

nemenda endurspegla þau ekki, haldið þá áfram að spyrja þar til þeir virðast hafa öðlast<br />

skilning á hugtökunum.<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Í dag ætla ég að segja ykkur frá nýju verkefni sem heitir <strong>PALS</strong> (skrifaðu <strong>PALS</strong><br />

á töfluna). Það stendur fyrir Pör Að Læra Saman. P stendur fyrir pör eða par.<br />

Hvað þýðir orðið par?<br />

Par er tveir vinir.<br />

Par er fólk sem gerir eitthvað saman.<br />

Par er einhverjir sem tala saman og deila hlutum.<br />

Par er tveir vinir sem eru góðir við hvorn annan.<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Gott. Eftir nokkra daga ætlum við að byrja á <strong>PALS</strong> verkefnum. Allir fá<br />

sérstakan félaga bara til að vinna með í <strong>PALS</strong>. Þú og <strong>PALS</strong> félaginn þinn<br />

vinnið saman við að læra stærðfræði. Hvað ætlar þú og <strong>PALS</strong> félaginn þinn<br />

að gera saman?<br />

Læra stærðfræði.<br />

(Sýndu vinnuspjaldið með <strong>PALS</strong> reglunum. Lagt er til að reglurnar verði hafðar<br />

sýnilegar og hengdar upp í kennslustofunni). Í <strong>PALS</strong> lærið þið að vinna með<br />

félaga ykkar. Til að vera góður <strong>PALS</strong> félagi þarf að gera þrennt. Við köllum<br />

það <strong>PALS</strong> reglurnar okkar.<br />

Fyrsta <strong>PALS</strong> reglan er að tala bara við félaga sinn og að tala bara um<br />

stærðfræði. (Vísaðu í vinnuspjaldið með <strong>PALS</strong> reglunum - reglu 1).<br />

16


Af hverju haldið þið að það sé mikilvægt að tala bara við félaga ykkar og að<br />

tala bara um stærðfræði?<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Svo þú getir einbeitt þér að verkefninu þínu og haldið áfram að vinna.<br />

Svo þú truflist ekki og farir að hugsa um eitthvað annað.<br />

Svo þú truflir ekki þá sem eru að vinna í kringum þig.<br />

Vel gert! Jæja, ef ég væri að tala við félaga minn um frímínúturnar og líka að<br />

tala við nemanda hinum megin í kennslustofunni, væri ég þá góður <strong>PALS</strong><br />

félagi eða slæmur <strong>PALS</strong> félagi? Hvers vegna?<br />

Slæmur <strong>PALS</strong> félagi, vegna þess að:<br />

Þú værir ekki að tala um stærðfræði.<br />

Þú værir að tala við aðra nemendur og trufla.<br />

Mjög gott! Ef ég væri nú að tala um stærðfræði og bara að tala við félaga<br />

minn, væri ég þá góður <strong>PALS</strong> félagi eða slæmur <strong>PALS</strong> félagi? Hvers vegna?<br />

Góður <strong>PALS</strong> félagi, vegna þess að:<br />

Þú værir bara að tala um stærðfræði og þú værir að vinna verkefni þitt.<br />

Þú talaðir ekki við aðra nemendur, bara við <strong>PALS</strong> félagann þinn.<br />

Þið standið ykkur mjög vel og eruð dugleg að hlusta og svara spurningunum<br />

mínum!<br />

Önnur <strong>PALS</strong> reglan er að nota lágværu <strong>PALS</strong> röddina. (Vísaðu í vinnuspjaldið<br />

með <strong>PALS</strong> reglunum – reglu 2). Við höfum mismunandi raddstyrk. Þegar þið<br />

eruð úti er allt í lagi að nota háværari rödd en inni. En þegar þið svarið<br />

spurningum í kennslustund, notið þið lágværari, mildari rödd en þegar þið<br />

eruð úti. Samt talið þið nógu hátt til að allir í <strong>bekk</strong>num heyri til ykkar. Þegar<br />

við erum í <strong>PALS</strong> viljum við ekki að allir í <strong>bekk</strong>num heyri í okkur. Ef allir tala á<br />

sama tíma, verður of mikill hávaði. Þess vegna verðum við að nota sérstaka<br />

<strong>PALS</strong> rödd, eins og þessa. (Talaðu lágt. Talaðu svo mishátt og láttu nemendur<br />

segja hvort þú sért að nota útirödd, innirödd eða <strong>PALS</strong> rödd).<br />

Hvers vegna haldið þið að það sé mikilvægt að nota lágværa rödd?<br />

Nemendur:<br />

Til að þú truflir ekki aðra í kringum þig og vegna þess að það er ókurteisi að<br />

hrópa og það hjálpar engum.<br />

17


KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Þriðja <strong>PALS</strong> reglan er að vera góð og hjálpsöm við félaga ykkar. (Vísaðu í<br />

vinnuspjaldið með <strong>PALS</strong> reglunum – reglu 3). Í <strong>PALS</strong> tímanum ert þú og félagi<br />

þinn saman í liði. Það er mjög mikilvægt að þið vinnið vel saman. Þið eigið að<br />

vera góð við <strong>PALS</strong> félaga ykkar. Hvað þýðir það að vera góður?<br />

Vera kurteis við félaga sinn.<br />

Ekki reiðast félaga sínum.<br />

Hlusta á félaga sinn og veita honum athygli.<br />

Mjög gott. Þið ættuð líka að vera hjálpsöm við félaga ykkar. Hvað þýðir það<br />

að vera hjálpsamur?<br />

Hjálpa félaga sínum ef hann er í vandræðum.<br />

Ef við þurfum bæði/báðir/báðar hjálp, réttum við upp hönd til að kalla í<br />

kennarann.<br />

Hjálpum félaga okkar að skilja spurningar ef hann þarf á hjálp að halda.<br />

Vel gert. Finnst ykkur gott að fá hrós frá mér þegar ykkur gengur vel? Við<br />

viljum öll fá að vita þegar okkur gengur vel. Þess vegna er mikilvægt að láta<br />

félaga sinn vita þegar hann stendur sig vel. Þetta er hluti af því að vera góður<br />

og hjálpsamur <strong>PALS</strong> félagi. Segið til dæmis, „Vel gert!“ eða „Gott hjá þér!“<br />

Hvernig getið þið hrósað félaga ykkar á fleiri vegu?<br />

Vel unnið.<br />

Frábær frammistaða.<br />

Þú stendur þig vel.<br />

Mjög gott. Ef ég væri ekki að hjálpa félaga mínum heldur gerði grín að<br />

honum, værum við þá góðir <strong>PALS</strong> félagar eða slæmir <strong>PALS</strong> félagar? Hvers<br />

vegna?<br />

Slæmir <strong>PALS</strong> félagar.<br />

Þú værir ekki góður við félaga þinn.<br />

Þú værir að gera grín að félaga þínum.<br />

Þú værir ekki að hjálpa félaga þínum.<br />

18


KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Ef ég væri að hjálpa félaga mínum og segja honum að hann standi<br />

sig vel, værum við þá góðir <strong>PALS</strong> félagar eða slæmir <strong>PALS</strong> félagar? Hvers<br />

vegna?<br />

Góðir <strong>PALS</strong> félagar.<br />

Þú værir góður og værir að nota falleg orð.<br />

Þú værir hjálpsamur.<br />

Þú værir að hvetja félaga þinn.<br />

Er einhver með spurningu um það hvernig er að vera góður <strong>PALS</strong> félagi?<br />

(Spyrja spurninga ef þörf krefur).<br />

Vel gert. Kíkjum nú aftur yfir <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár. (Vísaðu í vinnuspjaldið<br />

með <strong>PALS</strong> reglunum). Hverjar eru <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár?<br />

Að tala bara við félaga sinn og að tala bara um stærðfræði.<br />

Að nota lágværa <strong>PALS</strong> rödd.<br />

Að vera góður og hjálpsamur.<br />

Þetta er orðið mjög fínt í dag. Við ræðum þetta betur í næsta <strong>PALS</strong> tíma.<br />

19


Hvaða tala?<br />

Sýndu<br />

hve margir<br />

Verkefni 1 Dagur 1<br />

20


Dagur 2<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Þjálfun<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Broskarlablað<br />

Verkefni 1 – Dagur 2<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Í dag ætlum við að læra meira um <strong>PALS</strong>. Hvaða verkefni vinnið þið með <strong>PALS</strong><br />

félaganum ykkar?<br />

<strong>Stærðfræði</strong>verkefni.<br />

Alveg rétt. Þegar þið eruð að leysa stærðfræðiverkefni með <strong>PALS</strong> félaganum<br />

ykkar, er mjög mikilvægt að þið vinnið vel saman. Hverjar eru <strong>PALS</strong><br />

reglurnar?<br />

Að tala bara við félaga sinn og að tala bara um stærðfræði.<br />

Að nota lágværa <strong>PALS</strong> rödd.<br />

Að vera góður og hjálpsamur.<br />

Fínt. Í <strong>PALS</strong> eru tvö hlutverk: Þjálfari og leikmaður. Bæði hlutverkin eru mjög<br />

mikilvæg. Ef þið eruð þjálfarinn, eruð þið í alveg eins hlutverki og þjálfari hjá<br />

fótboltaliði. Þið þurfið að hjálpa félaga ykkar eins og þið getið til þess að<br />

hann verði góður í stærðfræði. Ef þið eruð leikmaðurinn, þurfið þið að hlusta<br />

vel og vandlega á leiðbeiningar þjálfarans og reyna eins og þið getið að leysa<br />

verkefnin á spilaspjöldunum. Í <strong>PALS</strong> tímum skiptist þið á við félaga ykkar að<br />

vera í báðum hlutverkum. Þegar þið eruð ekki þjálfarinn þá eruð þið<br />

leikmaðurinn.<br />

Horfið öll hingað. (Haltu uppi vinnuspjaldinu Verkefni 1 – Dagur 2).<br />

Í <strong>PALS</strong> tímunum notum við spilaspjöld eins og þessi. Þegar þið eruð<br />

þjálfarinn, spyrjið þið spurninga og leikmaðurinn á að svara. Þetta eru<br />

spurningar þjálfarans. (Bentu á spurningar þjálfarans). Ég ætla að sýna ykkur<br />

hvað ég á við.<br />

21


Ég ætla að vera þjálfarinn og þið eruð leikmenn. Þjálfarinn bendir svona á<br />

tölu og spyr: „Hvaða tala?“ Sjáið hvernig ég bendi greinilega með fingrinum.<br />

Ég vil vera viss um að félagi minn geti séð töluna. „Hvaða tala?“<br />

Nemendur: 2.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Næst segir þjálfarinn: „Sýndu hve margir.“ Leikmaðurinn réttir<br />

upp tvo fingur. (Sýndu). „Sýndu hve margir.“<br />

Nemendur: Telja fingur, „1, 2“ og segja „2“.<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Þið standið ykkur vel. Höldum áfram. (Æfðu 2, 5, 1, 3 og svo 0. Vertu viss um<br />

að nemendur byrji frá einum og telji upphátt hvern fingur). Fyrir töluna 0<br />

lyftum við uppi hnefa (sýndu) en engum fingrum. Hvers vegna gerum við<br />

það?<br />

Núll þýðir enginn.<br />

Núll þýðir ekkert.<br />

Það er rétt. Núll þýðir enginn. Þá lyftum við engum fingri upp. Við lyftum<br />

upp hnefa, svona. (Sýndu).<br />

Í <strong>PALS</strong> tímum eruð þið í liði með félaga ykkar. Ef félagi ykkar gerir mistök<br />

eigið þið að hjálpa kurteislega. Ef félagi ykkar gleymir tölu á spilaspjaldinu,<br />

segið þið: „Stopp. Þú gleymdir þessari. Þessi tala er ____ (rétt tala).“ Þið teljið<br />

upp að þeirri tölu og lyftið upp jafnmörgum fingrum á meðan þið teljið. Svo<br />

leyfið þið leikmanninum að leiðrétta töluna, eins og þið sýnduð honum. Ég<br />

ætla að sýna ykkur hvernig þetta er gert.<br />

Stundum segir félagi ykkar réttu töluna en lyftir upp vitlausum fjölda af<br />

fingrum, svona: (Segðu 4 og teldu upp 3 fingur).<br />

Ef félagi ykkar lyftir upp vitlausum fjölda af fingrum gerið þið það sama: Þið<br />

segið: „Stopp. Þú gleymdir þessari. Þessi tala er 4: 1, 2, 3, 4.“ (Réttu upp<br />

fingur með hverri tölu). Þið leyfið svo leikmanninum að leiðrétta töluna, eins<br />

og þið sýnduð honum.<br />

22


Stundum segir félagi ykkar ekki einu sinni töluna. Kannski horfir hann bara á<br />

töluna en segir ekkert eða segir: „Ég veit það ekki.“ Þá þarf þjálfarinn samt<br />

sem áður að aðstoða. Þjálfarinn segir: „Þetta er talan 4: 1, 2, 3, 4.“ Svo segir<br />

þjálfarinn: „Hvaða tala?“ og gefur leikmanninum annað tækifæri.<br />

Nú skulum við halda áfram. Ég verð þjálfarinn. Þið verðið leikmenn. (Leystu<br />

aðra og þriðju röðina með nemendum. Vertu viss um að allir taki þátt.<br />

Hrósaðu þegar við á. Hlustaðu eftir tækifærum til að sýna réttar aðferðir.<br />

Stoppaðu þegar þið komið að fyrsta broskarlinum við endann á þriðju röðinni).<br />

KENNARI:<br />

Gott hjá ykkur! Broskarlinn á spilaspjaldinu ykkar skiptir máli. Hann segir<br />

leikmanninum að setja broskarl á broskarlablaðið. (Haltu uppi<br />

broskarlaspjaldinu). Þið fáið öll broskarlablað sem liðið ykkar notar með<br />

hverju spilaspjaldi. Munið að þið fáið öll að vera leikmenn í hverjum tíma.<br />

Báðir liðsmennirnir fá því að gefa broskarla.<br />

Þið gerið það svona. Leikmaðurinn finnur reitinn sem merktur er Dagur 2 á<br />

broskarlablaðinu (haltu uppi broskarlaspjaldinu) af því að það stendur Dagur<br />

2 í horninu á spilaspjaldinu. (Bentu á Dagur 2 í horni vinnuspjaldsins).<br />

Spilaspjaldið ykkar segir ykkur alltaf hvort það er Dagur 1 eða Dagur 2. Lítið<br />

efst í hægra hornið á blaðinu (bentu). Svo, þegar þið komið að broskarli á<br />

spilaspjaldinu, tekur leikmaðurinn blýant og setur kross yfir broskarl í reitinn<br />

sem merktur er Dagur 2.<br />

Það er önnur leið til að vinna sér inn broskarl. Í <strong>PALS</strong> tímum geng ég um<br />

stofuna og gef broskarla fyrir góða <strong>PALS</strong> vinnu. Ef ég sé ykkur til dæmis vera<br />

góð og hjálpsöm gef ég ykkur broskarl. Ef ég sé að þið eruð að leggja hart að<br />

ykkur og vinna vel í stærðfræði gef ég ykkur broskarl.<br />

Nú ætla ég að velja einhvern nemanda sem hefur staðið sig vel sem<br />

leikmaður og gefa honum broskarl. (Nemandi setur broskarl í reitinn sem er<br />

merktur Dagur 2 á broskarlaspjaldinu).<br />

Hvað gerið þið þegar þið komið að broskarli?<br />

Nemendur:<br />

Við stoppum og leikmaðurinn gefur broskarl.<br />

23


KENNARI:<br />

Alveg rétt. Hér er önnur mynd. (Bentu á fánann). Þessi fáni segir <strong>PALS</strong><br />

félögum að skipta um hlutverk. Alltaf þegar þið sjáið svona fána verður<br />

þjálfarinn leikmaður og leikmaðurinn verður þjálfari. Prófum. Skiptum um<br />

hlutverk. Þið verðið þjálfarar og ég verð leikmaður.<br />

Klárum nú blaðsíðuna. (Ljúktu við blaðsíðuna með þig sem leikmann og<br />

nemendur sem þjálfara. Veldu einn nemanda til að koma upp og benda á<br />

tölurnar. Gefðu röng svör bæði í tölustöfum og í fjölda fingra. Aðstoðaðu<br />

nemendur við að leiðrétta eins og þarf. Minntu þá á að hrósa þér af og til).<br />

Sjáið annar broskarl. (Bentu á broskarlinn. Þar sem ég er leikmaður, merki ég<br />

broskarl í reitinn sem merktur er Dagur 2 á broskarlablaðinu).<br />

Vel gert! Þið stóðuð ykkur öll vel í að vera bæði þjálfarar og leikmenn. Ég<br />

veit að þið verðið tilbúin að gera þetta með félaga ykkar í næsta <strong>PALS</strong> tíma.<br />

24


Hvaða tala?<br />

Sýndu<br />

hve margir<br />

Verkefni 1 Dagur 2<br />

25


Dagur 3<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Þjálfun<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Broskarlablað<br />

Verkefni 1 – Dagur 3<br />

Mappa merkt Verkefni 1 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Í dag æfum við <strong>PALS</strong> aftur. Hverjar er <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár?<br />

Að tala bara við félaga sinn og að tala bara um stærðfræði.<br />

Að nota lágværa <strong>PALS</strong> rödd.<br />

Að vera góður og hjálpsamur.<br />

Vel gert. Við ætlum að vinna með sama spilaspjald og síðast. Þjálfarinn segir<br />

tvennt. Hvað er það sem hann segir?<br />

Hvaða tala?<br />

Sýndu hve margir.<br />

Fínt. Hvað gerir leikmaðurinn?<br />

Segir töluna og lyftir upp jafnmörgum fingrum.<br />

Hver man hvað við gerum ef talan er núll?<br />

Höldum uppi hnefa.<br />

Lyftum ekki upp neinum fingrum.<br />

Rétt. Núll þýðir enginn; þess vegna höldum við uppi hnefa með engum<br />

fingrum. (Sýndu). Getið þið öll sýnt mér hvað á gera ef talan er núll?<br />

(Halda uppi hnefa).<br />

KENNARI: Mjög gott. Hver man hvað við gerum ef talan er 10?<br />

26


Nemendur:<br />

Notum alla fingurna.<br />

Setjum 10 fingur upp og segjum „10“.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Við notum alla fingurna fyrir töluna 10. Við lítum á 10 sem hóp af<br />

fingrum. Þegar við komum að tölunni 10 þá lyftum við 10 fingrum hratt upp<br />

og segjum „10“. (Sýndu). Geta allir sýnt mér hvað á að gera ef talan er 10?<br />

Nemendur: (Setja 10 fingur hratt upp og segja „10“).<br />

KENNARI:<br />

Það er nauðsynlegt að muna að hjálpa félaga sínum ef hann gerir mistök.<br />

Látum sem félagi þinn hafi gert mistök hér. (Bentu á töluna 4 á<br />

vinnuspjaldinu). Segjum að í staðinn fyrir töluna 4 hafi félagi þinn sagt 5.<br />

Hvernig getur þú leiðrétt hann?<br />

Nemendur:<br />

Stopp. Þú ruglaðist. Talan er 4: 1, 2, 3, 4 (bæta við og lyfta upp fingri með<br />

hverri tölu).<br />

(Æfðu eins mörg dæmi og nauðsynlegt er þar til nemendur geta gert þetta<br />

á eigin spýtur).<br />

KENNARI:<br />

Núna ætla ég að velja nokkra <strong>PALS</strong> félaga til að koma upp og sýna okkur<br />

hvernig á að vinna verkefnið. (Veldu nemendur sem þú heldur að geti sýnt<br />

hvernig á að vinna verkefnið á réttan hátt).<br />

Nú eruð þið tilbúin að vinna með <strong>PALS</strong> félaganum ykkar. Fyrst segi ég hver<br />

<strong>PALS</strong> félagi ykkar er. Svo segi ég ykkur hvort þið byrjið á að vera þjálfari eða<br />

leikmaður og hvar þið eigið að sitja.<br />

Ef þið byrjið á að vera þjálfari, segi ég nafnið ykkar og bið ykkur að koma og<br />

ná í <strong>PALS</strong> möppuna. Leikmenn, þið eigið að sækja blýant.<br />

Það er mikilvægt að muna eftir að skrifa ekki á möppurnar eða spilaspjöldin<br />

nema ég segi ykkur að gera það. Þegar við erum búin í <strong>PALS</strong> tímanum í dag,<br />

safna ég saman möppunum ykkar. Þegar við förum næst í <strong>PALS</strong> fáið þið<br />

kannski aðra möppu.<br />

27


(Segðu nemendum nafn félaga þeirra. Segðu öðrum félaganum að byrja sem<br />

þjálfara og hinum sem leikmanni. Segðu hverju pari hvar það á að sitja. Segðu<br />

þjálfurum að koma til þín til að sækja <strong>PALS</strong> möppu. Minntu leikmenn á að<br />

sækja blýant. Þegar allir hafa sest skaltu byrja á að gefa fyrirmælin).<br />

KENNARI:<br />

Þjálfarar, byrjið á að opna möppurnar ykkar. Öðru megin í möppunni<br />

stendur Óunnið. (Sýndu). Hinum megin stendur Unnið. (Sýndu). Gögnin<br />

sem þið þurfið fyrir daginn í dag eru í vasanum Óunnið. Þið setjið<br />

verkefnin sem þið hafið lokið við í vasann Unnið. Þjálfarar farið nú í<br />

vasann Óunnið. Takið út broskarlablaðið og spilaspjaldið merkt Dagur 3.<br />

Þetta eru gögnin sem þið þurfið fyrir daginn í dag. Hérna stendur Dagur 3 á<br />

spilaspjaldinu. (Bentu á Dagur 3 á vinnuspjaldinu).<br />

Leikmenn, munið þegar þið komið að broskarli á spilaspjaldinu ykkar, að<br />

merkja broskarl á broskarlablaðið í reitinn sem merktur er Dagur 3. Gleymið<br />

ekki að skipta um hlutverk þegar þið komið að fána. Ef þið ljúkið við<br />

spilaspjaldið áður en <strong>PALS</strong> tíminn er liðinn þá byrjið þið aftur efst á því. Þið<br />

megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og aðstoðaðu nemendur við að vinna <strong>PALS</strong> verkefnin rétt.<br />

Gefðu broskarla fyrir góða <strong>PALS</strong> hegðun. (Leiðrétta á réttan hátt, fara eftir<br />

<strong>PALS</strong> reglunum og fylgja <strong>PALS</strong> aðferðunum). Leyfðu <strong>PALS</strong> pörum að æfa sig<br />

það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Þegar þú sérð að flestir nemendanna eru komnir<br />

að fánanum, gætir þú minnt þá á að skipta um hlutverk.<br />

Nú eruð þið búin með <strong>PALS</strong> spilaspjaldið sem merkt er Dagur 3. Setjið nú<br />

spilaspjaldið í vasann Unnið og broskarlablaðið í vasann Óunnið svo þið<br />

getið notað það næst.<br />

28


Hvaða tala?<br />

Sýndu<br />

hve margir<br />

Verkefni 1 Dagur 3<br />

29


Verkefni 2<br />

Talnaþekking<br />

30


Verkefni 2<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Talnaþekking<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra tölur.<br />

2. Læra að sýna tölurnar með fingrunum.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 2<br />

Mappa merkt Verkefni 2 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Í dag eruð þið með sama <strong>PALS</strong> félaga og síðast. Áður en við byrjum förum við<br />

yfir það sem þið þurfið að gera til að vera góðir <strong>PALS</strong> félagar. Hverjar eru<br />

<strong>PALS</strong> reglurnar þrjár?<br />

(Taktu undir góð svör).<br />

Að tala bara við félaga sinn og að tala bara um stærðfræði.<br />

Að nota lágværa <strong>PALS</strong> rödd.<br />

Að vera góður og hjálpsamur.<br />

Mjög gott. Það er mjög mikilvægt að fara eftir þessum reglum þegar þið eruð<br />

í <strong>PALS</strong>.<br />

Í dag ætlum við að vinna <strong>PALS</strong> verkefni sem þið kunnið. Rifjum nú upp. Ég verð<br />

þjálfarinn og þið leikmenn. (Vísaðu í vinnuspjald með verkefni 2 og leystu fyrstu<br />

röðina. Minntu nemendur á hvernig á að leiðrétta).<br />

Jæja, nú lærum við svolítið sem er alveg nýtt. Þið vitið að þegar þið komið að<br />

tölunni 10 þá lyftið þið öllum 10 fingrum upp. En þegar þið komið að tölu sem<br />

er hærri en 10 þá sýnið þið 10 fingur svona (réttu upp alla 10 fingurna). Síðan<br />

bætið þið við því sem upp á vantar – einn fingur í einu.<br />

(Vísaðu í röð 2 á vinnuspjaldi með verkefni 2). Til að sýna 17 með fingrunum<br />

byrja ég á að lyfta 10 fingrum upp og segi „10“ (sýndu nemendum 10 fingur<br />

og krepptu síðan hnefana). Síðan tel ég það sem upp á vantar – einn fingur<br />

í einu: 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17. (Lyftu upp einum fingri í einu um leið og þú<br />

telur áfram).<br />

31


Verkefni 2<br />

Prófum að telja 17 saman. (Sýndu hvernig þú telur upp á 17). Til að sýna 13<br />

með fingrunum byrja ég á að lyfta 10 fingrum upp og segi „10“ (sýndu<br />

nemendum 10 fingur). Síðan tel ég það sem upp á vantar: 11, 12, 13. (Lyftu<br />

upp einum fingri í einu fyrir hverja tölu sem þú telur áfram). Prófum að telja<br />

13 saman. (Sýndu hvernig þú telur upp á 13).<br />

KENNARI:<br />

Þegar unnið er með tveggja stafa tölu er gott að byrja á fyrri tölunni. Fyrri<br />

talan sýnir hve margar tíur eru í tölunni eða hve mörgum 10 þið lyftið upp<br />

með fingrunum. Skoðum nú töluna 13. Talan 1 sýnir að þið lyftið einu sinni<br />

upp 10 fingrum. (Bentu á 1 í 13). Skoðið nú seinni töluna. Hún sýnir hve<br />

mörgum fingrum á að lyfta upp. Í tölunni 13 sýnir talan 3 að það á að lyfta<br />

upp þremur fingrum. (Bentu á 3 í 13).<br />

Nú skulum við öll sýna töluna 1<strong>1.</strong> (Gerðu með nemendum). Hver getur sýnt<br />

töluna 12? (Veldu nemanda til að sýna 12). Nú skulum við öll sýna töluna 12.<br />

(Sýndu töluna 12. Haltu áfram að æfa þar til nemendur skilja aðferðina).<br />

Hvað eigið þið að gera þegar þið sjáið broskarl?<br />

Nemendur:<br />

Við litum broskarl fyrir Dag 1 af því að í dag vinnum við spilaspjald sem merkt<br />

er Dagur <strong>1.</strong><br />

(Bentu á Dagur 1 í horninu á spilaspjaldinu).<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Hvað gerið þið þegar þið sjáið fánann?<br />

Nemendur:<br />

Við skiptum um hlutverk.<br />

KENNARI:<br />

Gott. Fáum nú <strong>PALS</strong> par til að koma og sýna okkur hvernig á að vinna<br />

spilaspjaldið. (Byrja í 4. röð. Fáðu fleiri <strong>PALS</strong> pör til að koma og sýna hvernig á<br />

að vinna spilaspjaldið þar til allir nemendur skilja).<br />

Nú eruð þið tilbúin að vinna með <strong>PALS</strong> félaganum ykkar. Fyrst segi ég ykkur<br />

hver <strong>PALS</strong> félagi ykkar er. Svo segi ég ykkur hvort þið byrjið á að vera þjálfari<br />

eða leikmaður.<br />

Ef þið byrjið á að vera þjálfari, segi ég nafnið ykkar og bið ykkur að koma og<br />

ná í <strong>PALS</strong> möppuna. Leikmenn, þið eigið að sækja blýant og setjast hjá <strong>PALS</strong><br />

félaganum ykkar. Setjið möppu og blýant á borðið fyrir framan ykkur. Ekki<br />

opna möppuna eða nota blýantinn. Bíðið eftir að ég segi ykkur hvað þið eigið<br />

að gera næst.<br />

32


Verkefni 2<br />

(Segðu nemendum nafn félaga þeirra. Segðu öðrum félaganum að byrja sem<br />

þjálfara og hinum sem leikmanni. Segðu hverju pari hvar það á að sitja. Segðu<br />

þjálfurum að koma til þín til að sækja <strong>PALS</strong> möppu fyrir sig og leikmanninn í<br />

parinu. Minntu leikmenn á að sækja blýant. Þegar allir hafa sest skaltu byrja á<br />

að gefa fyrirmælin).<br />

KENNARI:<br />

Það er eitt í viðbót sem þið þurfið að vita um þetta spilaspjald. Sjáið hérna<br />

uppi í hægra horninu. (Bentu efst í hægra hornið á vinnuspjaldinu.) Þar<br />

stendur „Verkefni 2 – Dagur 1“. Opnið möppuna og skoðið vasann Óunnið,<br />

finnið broskarlablaðið og spilaspjaldið sem merkt er „Verkefni 2 – Dagur 1“<br />

uppi í horni. Munið að þið eigið ekki þessar möppur og gögnin í þeim svo það<br />

er mikilvægt að muna að skrifa ekki á möppurnar eða spjöldin nema ég segi<br />

ykkur að gera það.<br />

(Bíddu þar til nemendur hafa fundið verkefnablöðin). Gott. Jæja, þjálfarar<br />

verið alveg vissir um að efst á spilaspjaldinu standi „Dagur 1“ (Bentu á<br />

„Verkefni 2 – Dagur 1“ á vinnuspjaldinu). Leikmenn, munið að þegar þið<br />

komið að broskarli á spilaspjaldinu merkið þið broskarl á broskarlablaðið í<br />

reitinn þar sem stendur Dagur <strong>1.</strong> Munið að skipta um hlutverk þegar þið<br />

komið að fána. Ef þið ljúkið við verkefnið áður en <strong>PALS</strong> tíminn er liðinn byrjið<br />

þið aftur efst á blaðinu.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu þeim pörum broskarla sem sýna góða <strong>PALS</strong><br />

hegðun og fara eftir <strong>PALS</strong> reglunum. Þú getur líka gefið þeim broskarla sem<br />

leggja sig fram og sýna framfarir í stærðfræði og hegðun. Láttu nemendur<br />

vinna verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir hafi bæði<br />

gegnt hlutverki þjálfara og leikmanns).<br />

(Hættu þegar nemendur hafa verið bæði leikmenn og þjálfarar). Frábært. Þið<br />

standið ykkur vel og megið vera stolt af ykkur.<br />

Nú eruð þið búin með <strong>PALS</strong> spilaspjaldið sem merkt er Dagur <strong>1.</strong> Setjið nú<br />

spilaspjaldið í vasann Unnið og broskarlablaðið í vasann Óunnið svo<br />

hægt verði að nota það næst.<br />

33


Dagur 1<br />

Hvaða tala?<br />

Sýndu hve<br />

margir<br />

Verkefni 2 Dagur 1<br />

34


Tilkynning<br />

Áður en við byrjum á <strong>PALS</strong> í dag þá æfum við okkur að telja<br />

á 10. Það hjálpar okkur að vinna spilaspjöldin. (Æfðu með<br />

nemendum að telja á 10 upp í 100).<br />

Í dag vinnið þið samskonar verkefni og síðast en með stærri<br />

tölur á spilaspjaldinu.<br />

Sýndu hvernig tölur stærri en 19 eru sýndar (t.d. 20, 27, 30,<br />

33, 40, 41, 50 og 54) með því að lyfta 10 fingrum í einu og<br />

telja áfram. Ef þörf er á haltu þá áfram að æfa tölurnar 0 –<br />

50.<br />

Dæmi: 33<br />

Þjálfari: Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 33<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Sýndu hve margir.<br />

„10“ (lyftir upp 10 fingrum), „20“ (lyftir<br />

aftur upp 10 fingrum), „30“ (lyftir aftur<br />

upp 10 fingrum), „31“ (lyftir upp 1 fingri),<br />

„32“ (lyftir upp öðrum fingri), „33“ (lyftir<br />

upp enn öðrum fingri).<br />

Verkefni 2. - Talnaþekking<br />

35


Dagur 2<br />

Hvaða tala?<br />

Sýndu hve margir<br />

Verkefni 2 Dagur 2<br />

36


Dagur 3<br />

Hvaða tala?<br />

Sýndu hve margir<br />

Verkefni 2 Dagur 3<br />

37


Verkefni 3<br />

Að teikna tölur<br />

38


<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Að teikna tölur<br />

Verkefni 3<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra tölustafi.<br />

2. Læra að sýna tölustafina með táknum.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 3<br />

Mappa merkt Verkefni 3 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum á <strong>PALS</strong> í dag rifjum við upp <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár. (Lestu<br />

<strong>PALS</strong> reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Nemendur: 7.<br />

Í dag ætlum við að vinna með öðruvísi <strong>PALS</strong> spilaspjald en síðast. Horfið öll<br />

hingað. (Sýndu veggspjald sem merkt er Verkefni 3). Þetta er spilaspjaldið<br />

sem við notum í dag.<br />

Svona á að vinna með spilaspjald dagsins. Þjálfarinn bendir á töluna og segir:<br />

„Hvaða tala?“ Þá segir leikmaðurinn töluna. Prófum það nú saman. Ég verð<br />

þjálfarinn og þið verðið leikmenn. (Bentu á 7 á vinnuspjaldinu). „Hvaða tala?“<br />

KENNARI:<br />

Gott. Talan er 7. (Bentu á vinnuspjaldið). Sýnum 7 með fingrunum. (Sýndu).<br />

En í dag ætlum við að sýna 7 með því að setja 7 strik í þennan reit. (Bentu á<br />

reitinn). Ég ætla að sýna ykkur. (Sýndu hvernig á að merkja 7 strik í reitinn).<br />

Æfum þetta núna. Mig vantar einhvern til að vera leikmaður. (Veldu<br />

nemendur til að koma upp og æfa fyrstu línuna á vinnuspjaldinu).<br />

Stundum hefur tala eina tíu. Skoðum töluna 10 betur. (Bentu á töluna 10 á<br />

vinnuspjaldinu). Hér er 10. (Sýndu 10 með fingrunum. Réttu upp 10 fingur og<br />

segðu „10“). Er þetta tía?<br />

Nemendur:<br />

Já.<br />

39


Verkefni 3<br />

KENNARI:<br />

Gott. 10 er eins og ein tía/einn tugur. Svo við teiknum eina tíu. Svona<br />

teiknum við eina tíu. (Teiknaðu). Við skrifum 10 og teiknum hring utan um.<br />

Þetta er eins og að sýna tíuna með fingrunum. Svo teiknarðu afganginn ef þú<br />

þarft. Töldum við fleiri fingur en 10 í tíu?<br />

Nemendur:<br />

Nei.<br />

KENNARI:<br />

Gott. Fyrir töluna tíu sýndum við 10 fingur. Þess vegna teiknum við eina tíu<br />

fyrir töluna 10. Notið fingurna til að sýna mér næstu tölu. (Bentu á töluna 13<br />

á vinnuspjaldinu og sýndu 13 með því að nota fingurna. Sýndu 10 fingur og<br />

segðu „10“. Teldu svo áfram upphátt einn fingur í einu: „11, 12, 13“). Hefur<br />

talan 13 eina tíu?<br />

Nemendur:<br />

Já.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. Það er ein tía í tölunni 13. Talan 13 hefur eina tíu og hve marga fingur í<br />

viðbót?<br />

Nemendur: 3.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. Svo við erum með eina tíu. (Teiknaðu 10 í reitinn við töluna 13). Svo<br />

þegar þið teljið áfram 11, 12, 13 þá setjið þið strik. (Teiknaðu þrjú strik).<br />

Nú skulum við prófa aðra tölu. (Bentu á 19 á vinnuspjaldinu). Þetta er talan<br />

19. Svona gerum við 19. (Sýndu 19 með fingrunum, fyrst með því að sýna 10<br />

fingur í einu og segja 10, loka hnefunum og telja áfram 11, 12, 13, 14, 15, 16,<br />

17, 18, 19). Er tía í 19?<br />

Nemendur:<br />

Já.<br />

40


Verkefni 3<br />

KENNARI: Gott hjá ykkur. Það er ein tía í 19. Svo við teiknum eina tíu. (Teiknaðu 10).<br />

Við teiknum 10 og gerum hring utan um hana. Svo teiknum við strikin við<br />

hliðina á tíunni; 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19. (Sýndu hvernig þú teiknar<br />

strik og telur upphátt). Þetta er svipað því sem við gerðum í síðustu viku<br />

þegar við notuðum fingurna. Í þessari viku teiknum við 10 og svo teiknum<br />

við strik þar til við höfum rétta tölu.<br />

Þegar þú sýnir tveggja stafa tölur finnst þér kannski betra að byrja á fyrri<br />

tölunni. Fyrri talan segir til um hve margar tíur eru í tölunni eða hve margar<br />

tíur á að teikna. Nú skulum við skoða töluna 19. Talan einn sýnir þér að þú<br />

átt að teikna eina tíu. (Bentu á 1 í 19). Nú skuluð þið skoða seinni töluna.<br />

Hún segir til um hve margir eru í viðbót eða hve mörg strik á að teikna. Í 19<br />

segir 9 að þú eigir að teikna 9 strik. (Bentu á 9 í 19).<br />

Prófum nú fleiri tölur sem eru hærri en 10. Ég verð þjálfarinn og ég bið<br />

einhvern að vera leikmann. (Veldu nokkra nemendur til að koma og æfa sig á<br />

vinnuspjaldinu. Haltu áfram þar til þér finnst nemendur skilja verkefnið). Nú<br />

ætla ég að fá <strong>PALS</strong> par til að vinna verkefnið. (Fáðu pör til að koma og sýna).<br />

Munið að hjálpa félaganum ef hann gerir mistök. Ef félaginn gerir mistök<br />

segið þið: „Stopp. Þú ruglaðist. Hvaða tölu ertu með? (Fjöldi strikanna sem<br />

leikmaðurinn teiknaði). Hvaða tölu þarftu? (Fjöldi strikanna sem leikmaðurinn<br />

ætti að hafa teiknað). Sýndu mér _____ (rétt tala)“.<br />

Þetta eigið þið að gera. Talan er 12 (skrifaðu 12 á töfluna) en leikmaðurinn<br />

teiknaði þessa. (Teiknaðu eina tíu og þrjú strik á töfluna). Þjálfarinn segir:<br />

„Stopp. Þú ruglaðist. Hvaða tölu ertu með?“ Ef ég er leikmaðurinn tel ég upp<br />

í 13. Þá segir þjálfarinn: „Hvaða tölu þarftu?“ Leikmaðurinn segir 12. Þá segir<br />

þjálfarinn: „Sýndu mér 12“. Leikmaðurinn strokar út eitt strik, svo að núna<br />

eru ein tía og tvö strik á töflunni. (Æfðu nokkur dæmi í viðbót. Láttu<br />

nemendur koma og æfa sig í að leiðrétta).<br />

Það er mikilvægt að hjálpa félaga sínum að finna rétta svarið. Ef þið segið<br />

félaganum svarið eða vinnið fyrir hann eruð þið ekki að hjálpa honum að<br />

41


Verkefni 3<br />

verða betri í stærðfræði. Hjálpið þess vegna leikmanninum að finna út rétta<br />

svarið.<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. Segið eftir mér: „Hvaða tala?“<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Hvaða tala?<br />

„Teiknaðu hve margir.“<br />

Teiknaðu hve margir.<br />

Nú held ég að þið séuð tilbúin að vinna svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga<br />

ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu þjálfarana fá möppurnar. Minntu<br />

leikmennina á að sækja blýant. Segðu hverju <strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

42


Dagur 1<br />

Hvaða tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 1A<br />

43


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 1B<br />

44


Tilkynning<br />

Í dag vinnið þið samskonar verkefni og síðast en með stærri<br />

tölur.<br />

Lýstu hvernig tölur stærri en 19 eru sýndar (t.d. 20, 25, 30,<br />

34, 40, 41, 50 og 53) með því að teikna tíu og gera hring utan<br />

um 10 og teikna strik fyrir hverja tölu í viðbót. Haltu áfram að<br />

æfa tölurnar 0 – 50 ef þörf er á því.<br />

Dæmi: 34<br />

Þjálfari: Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 34<br />

Þjálfari: Sýndu hve margir.<br />

Leikmaður: Teiknar þrjár 10 með hring utan um og<br />

fjögur strik.<br />

Verkefni 3. – Teikna tölur<br />

45


Dagur 2<br />

Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 2A<br />

46


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 2B<br />

47


Dagur 3<br />

Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 3A<br />

48


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 3B<br />

49


Verkefni 4<br />

Meira og minna<br />

50


<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Meira og minna<br />

Verkefni 4<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra tölustafi.<br />

2. Læra hvernig tölur raðast á talnalínu.<br />

3. Læra hugtökin „meira“ og „minna“.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 4<br />

Talnalína fyrir kennara<br />

Talnalínur fyrir nemendur<br />

Mappa merkt Verkefni 4 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum á <strong>PALS</strong> í dag rifjum við upp <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár. (Lestu<br />

<strong>PALS</strong> reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Í dag vinnum við með nýtt <strong>PALS</strong> spilaspjald. Horfið öll hingað. (Bentu á<br />

vinnuspjald verkefni 4). Þjálfarinn byrjar á að spyrja: „Hvaða tala?“<br />

Leikmaðurinn segir töluna. Þá segir þjálfarinn: „Finndu hana á talnalínunni.“<br />

Leikmaðurinn finnur töluna á talnalínunni og setur þvottaklemmu fyrir ofan<br />

töluna. Ég skal sýna ykkur. Ef talan er 7 þá finn ég 7 á talnalínunni (sýndu á<br />

talnalínu kennara) og svo festi ég þvottaklemmuna mína fyrir ofan töluna 7.<br />

(Sýndu). Svo spyr þjálfarinn, „ Hvaða tala er einum meira en 7? Tölum um<br />

orðið meira. Hver getur sagt mér hvað meira þýðir?“<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Meira þýðir fleiri eða stærra.<br />

Mjög gott. Þegar við heyrum orðið meira ættum við að hugsa um stærra. Ef<br />

ég á 2 sælgætismola og _____ (nemandi) á 6 sælgætismola, hvor okkar á þá<br />

meira sælgæti?<br />

______ á meira sælgæti.<br />

KENNARI:<br />

Rétt hjá ykkur. ___________ á meira sælgæti af því að 6 er meira en 2. 6 er<br />

stærri en 2.<br />

51


Verkefni 4<br />

KENNARI:<br />

Til að finna tölu á þessu spilaspjaldi sem er einum stærri en einhver tala<br />

færir leikmaðurinn sig áfram á talnalínunni og á töluna sem er á eftir tölunni<br />

undir þvottaklemmunni. Nú sýni ég ykkur. Þegar ég leita að tölu sem er<br />

einum stærri en 7 veit ég að ég færi mig áfram á talnalínunni minni til að fá<br />

stærri tölu. (Bentu á talnalínu kennara). Ég þarf að finna töluna sem er einum<br />

stærri en 7. Ég finn því töluna sem er næst á eftir 7. Það er talan 8. (Sýndu).<br />

Leikmaðurinn segir: 8 er einum meira en 7. Þegar þú finnur töluna sem er<br />

einum stærri skaltu ekki færa þvottaklemmuna á þá tölu. Þú átt alltaf að<br />

hafa þvottaklemmuna á tölunni sem þú byrjaðir með. (Sýndu).<br />

Næst spyr þjálfarinn: „Hvaða tala er einum minni en?“ Nú skulum við tala<br />

um orðið minna. Hver getur sagt mér hvað minna þýðir?<br />

Nemendur:<br />

Minna þýðir færri eða minna en.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Þegar við heyrum orðið minna hugsum við færri. Ef ég á 8 liti og<br />

______ (nemandi) á 3 liti, hvor á þá færri liti?<br />

Nemendur:<br />

_________ á færri liti.<br />

KENNARI:<br />

Það er alveg rétt. 3 litir eru færri en 8 litir svo ________ á færri. 3 er minna<br />

en 8.<br />

Til að finna tölu á þessu spilaspjaldi sem er einum minni en talan 7 færir<br />

leikmaðurinn sig til baka á talnalínunni og á töluna sem er á undan tölunni<br />

undir þvottaklemmunni. Nú sýni ég ykkur. Þegar ég leita að tölu sem er<br />

einum minni en 7 veit ég að ég færi mig til baka á talnalínunni til að fá minni<br />

tölu. (Bentu á talnalínu kennara). Ég þarf að finna töluna sem er einum minni<br />

en 7. Ég finn því töluna sem er næst á undan 7. Það er talan 6. (Sýndu).<br />

Leikmaðurinn segir: 6 er einum minna en 7. Þegar þú finnur töluna sem er<br />

einum minni skaltu ekki færa þvottaklemmuna á þá tölu. Þú átt alltaf að<br />

hafa þvottaklemmuna á tölunni sem þú byrjaðir með. (Sýndu).<br />

52


Verkefni 4<br />

Nú æfum við allt verkefnið. Ég er þjálfarinn og þið leikmenn. „Hvaða tala?“<br />

(Bentu á aðra töluna á vinnuspjaldinu: 15).<br />

Nemendur: 15<br />

KENNARI:<br />

„Finndu töluna á talnalínunni“. (Nemandi finnur töluna á talnalínunni og<br />

setur þvottaklemmu fyrir ofan hana). „Hvaða tala er einum meira en 15?“<br />

Nemendur: 16. 16 er einum meira en 15.<br />

KENNARI:<br />

Gott. (Segðu nemendum að svara í heilum setningum: „16 er einum meira en<br />

15.“ Ef nemendur eiga erfitt með að gera þetta þá er nóg að svara með tölu).<br />

„Hvaða tala er einum minni en 15?“<br />

Nemendur: 14. 14 er einum minni en 15.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Það er líka mikilvægt að muna eftir að leiðrétta félagann ef hann<br />

gerir mistök. Þegar félaginn gerir mistök segið þið: „Stopp. Þú ruglaðist.“<br />

Bendið svo á töluna undir þvottaklemmunni og segið: „Farðu áfram til að<br />

finna meira“ eða segðu „ Farðu til baka til að finna minna“. Ef félagi þinn<br />

þarf hjálp við að finna tölu getur þú hjálpað honum með því að segja honum<br />

að færa fingurinn áfram eða til baka á talnalínunni.<br />

Segjum að talan sé 6 og leikmaðurinn eigi að finna einum meira en 6. Þá<br />

segir leikmaðurinn: „5 er einum meira en 6.“ Þá segir þjálfarinn „Stopp þú<br />

ruglaðist.“ Svo segir hann „Farðu áfram til að finna meira“ um leið og hann<br />

sýnir í hvaða átt leikmaður á að fara. (Æfið fleiri dæmi og láttu nemendur<br />

koma og leiðrétta).<br />

Munið að það er mikilvægt að hjálpa félaga sínum að finna rétta svarið. Ef<br />

þið segið félaganum svarið eða vinnið verkefnið fyrir hann, eruð þið ekki að<br />

hjálpa honum að verða betri í stærðfræði. Hjálpið þess vegna leikmanninum<br />

að finna út rétta svarið.<br />

53


Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. Segið eftir mér: „Hvaða tala?“<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Hvaða tala?<br />

„Finndu hana á talnalínunni.“<br />

Finndu hana á talnalínunni.<br />

„Hvaða tala er einum meira en ________?“<br />

Hvaða tala er einum meira en _________?<br />

„Hvaða tala er einum minni en ________?“<br />

Hvaða tala er einum minni en _________?<br />

Vel gert. Nú held ég að þið séuð tilbúin að vinna svona verkefni með <strong>PALS</strong><br />

félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu þjálfarana fá möppurnar.<br />

Minntu leikmennina á að sækja blýant. Segðu hverju <strong>PALS</strong> pari hvar það á að<br />

sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

54


Tilkynning<br />

Í dag er spilaspjaldið eins og síðasta spilaspjald.<br />

Sýndu hvernig verkefnið er unnið. Haltu áfram að æfa þar til<br />

allir nemendur skilja.<br />

Dæmi: 14<br />

Þjálfari: Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 14<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Finndu töluna á talnalínunni.<br />

Finnur 14 á talnalínunni og setur<br />

þvottaklemmu fyrir ofan 14.<br />

Þjálfari: Hvaða tala er einum meira en 14?<br />

Leikmaður: 15. 15 er einum meira en 14.<br />

Þjálfari: Hvaða tala er einum minni en 14?<br />

Leikmaður: 13. 13 er einum minni en 14.<br />

Verkefni 4. – Meira og minna<br />

57


Verkefni 4 Dagur 2B<br />

Hvaða tala?<br />

Hvaða tala?<br />

Finndu hana<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er 1<br />

meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

á talnalínunni<br />

59


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er 1<br />

meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

Verkefni 4 Dagur 3B<br />

61


Verkefni 5<br />

Meira og minna með<br />

snúningsskífu<br />

62


<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Meira og minna með snúningsskífu<br />

Verkefni 5<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra tölustafi.<br />

2. Læra hvernig tölur raðast á talnalínu.<br />

3. Læra hugtökin meira, minna, á undan og á eftir.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 5<br />

Talnalína fyrir kennara með þvottaklemmum<br />

Talnalínur fyrir nemendur<br />

Snúningsskífa<br />

Mappa merkt Verkefni 5 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár. (Lestu<br />

<strong>PALS</strong> reglurnar upphátt fyrir nemendur).<br />

Nemendur: 14.<br />

Í dag vinnum við með nýtt <strong>PALS</strong> spilaspjald. Það er líkt spilaspjaldinu sem við<br />

unnum í síðustu viku. Þjálfarinn byrjar á að spyrja „Hvaða tala?“<br />

Leikmaðurinn segir töluna. Næst segir þjálfarinn „Finndu hana á<br />

talnalínunni.“ Leikmaðurinn finnur töluna á talnalínunni og setur<br />

þvottaklemmu fyrir ofan töluna.<br />

Með þessu spilaspjaldi notið þið líka snúningsskífu. Snúningsskífan segir<br />

leikmanninum hvað hann á að gera. (Sýndu nemendum snúningsskífuna.<br />

Farðu yfir og útskýrðu fyrirmælin á skífunni, meira, minna, á eftir, á undan og<br />

snúðu aftur á snúningsskífunni). Þegar leikmaðurinn hefur fundið töluna á<br />

talnalínunni segir þjálfarinn: „Snúðu og lestu.“ Leikmaðurinn snýr skífunni og les<br />

það sem stendur á snúningsskífunni.<br />

Æfum nú verkefnið. Ég er þjálfarinn og þið leikmenn. „Hvaða tala?“ (Bentu á<br />

töluna 14 á vinnuspjaldinu).<br />

KENNARI:<br />

„Finndu hana á talnalínunni.“ (Veldu nemanda til að finna töluna 14 á<br />

talnalínunni og setja þvottaklemmu fyrir ofan hana). „Snúðu og lestu“.<br />

63


Verkefni 5<br />

Nemendur:<br />

(Nemandi snýr snúningsskífunni og les á hverju hún stoppar. Dæmi: „1 meira“).<br />

KENNARI:<br />

„Finndu töluna.“<br />

Nemendur: 15. 15 er einum meira en 14.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Æfum nú fleiri dæmi. Ég verð þjálfarinn og þið verðið leikmenn.<br />

(Fáðu nemanda til að sýna hvað á að gera þegar þér finnst það þurfa. Haltu<br />

áfram þar til þér finnst allir skilja verkefnið).<br />

Nú verð ég leikmaðurinn og þið verðið öll þjálfarar. (Æfðu verkefnið þar til<br />

allir nemendur virðast öruggir með hlutverk þjálfara. Ef til vill viltu velja<br />

nemanda til að benda á orð þjálfarans).<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Það er líka mikilvægt að muna eftir að leiðrétta félagann ef hann<br />

gerir mistök. Þegar félaginn gerir mistök segið þið: „Stopp. Þú ruglaðist.“<br />

Hjálpaðu með því að segja félaga þínum hvort hann á að færa fingurinn<br />

áfram eða til baka á talnalínunni. (Æfðu hvernig á að leiðrétta ef þess þarf).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú ætla ég að fá <strong>PALS</strong> par til að koma og sýna<br />

okkur hvernig á að vinna verkefnið. (Fáðu <strong>PALS</strong> pör sem þú telur að geti sýnt<br />

hvernig á að vinna verkefnið rétt).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Nú eruð þið tilbúin að vinna svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til<br />

þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í<br />

blýant. Segðu hverju <strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

64


Verkefni 5<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

65


1 meira<br />

1 undan<br />

Snúðu<br />

aftur<br />

(+)<br />

1 minna<br />

1 eftir<br />

(+)<br />

66


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Snúðu og lestu<br />

Finndu töluna<br />

Verkefni 5 Dagur 1B<br />

68


Tilkynning<br />

Í dag er spilaspjaldið eins og síðasta spilaspjald.<br />

Sýndu hvernig verkefnið er unnið. Haltu áfram að æfa þar til<br />

allir nemendur skilja.<br />

Dæmi: 14<br />

Þjálfari: Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 14<br />

Þjálfari: Finndu töluna á talnalínunni.<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Finnur 14 á talnalínunni og setur<br />

þvottaklemmu fyrir ofan 14.<br />

Snúðu og lestu.<br />

Snýr snúningsskífunni og (t.d.) les 1 á<br />

undan.<br />

Þjálfari: Finndu töluna.<br />

Leikmaður: 13. 13 er einum á undan 14.<br />

Verkefni 5. – Meira og minna með snúningsskífu<br />

69


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Snúðu og lestu<br />

Finndu töluna<br />

Verkefni 5 Dagur 2B<br />

71


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Snúðu og lestu<br />

Finndu töluna<br />

Verkefni 5 Dagur 3B<br />

73


Verkefni 6<br />

Meira, minna og jafnt og<br />

74


<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Meira, minna og jafnt og<br />

Verkefni 6<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra hugtökin meira en, minna en og jafnt og.<br />

2. Nota ‹, › og = táknin.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 6<br />

Talnalína fyrir kennara<br />

Pappadiskur með tákninu ‹<br />

Spilapeningur með tákninu ‹<br />

Mappa merkt Verkefni 6 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár. (Lestu<br />

<strong>PALS</strong> reglurnar upphátt fyrir nemendur).<br />

Í dag vinnum við með nýtt <strong>PALS</strong> spilaspjald. (Bentu á vinnuspjald með<br />

verkefni 6). Áður en við skoðum nýja spilaspjaldið skulum við athuga hvað<br />

þið munið um orðin meira og minna. Hvað þýðið orðið meira?<br />

Nemendur:<br />

Stærra<br />

Fleira<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Mjög gott. Þegar við heyrum orðið meira þá hugsum við fleiri eða stærri. Ef<br />

ég á 4 pizzusneiðar og ________ (nemandi) á 2 sneiðar hvor á þá fleiri<br />

pizzusneiðar?<br />

Þú átt fleiri.<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Það er rétt. 4 er meira en 2. 4 er stærri tala. Skoðum talnalínuna. (Sýndu<br />

talnalínu kennara). Um leið og þið farið áfram á talnalínunni verður talan<br />

stærri. Skoðum þessar tvær tölur (skrifaðu 10 og 8 á töfluna). Hvor talan er<br />

stærri?<br />

Tíu er stærri.<br />

75


Verkefni 6<br />

KENNARI:<br />

Rétt. 10 er stærri en 8. Skoðið 10 og 8 á talnalínunni. Þið sjáið að 10 er á eftir<br />

8. Þið færið ykkur áfram frá 8 til að komast á 10. (Bentu á tölur á talnalínu<br />

kennara). Í verkefnum dagsins segjum við „meira en“ í staðinn fyrir „stærri<br />

en“. Svo við segjum að 10 sé meira en 8. (Æfðu nokkur talnapör þar sem<br />

fyrri talan er stærri á töflunni. Láttu nemendur æfa sig í að segja „_____ er<br />

meira en _____“ og sýna það á talnalínu). Hvað þýðir minna?<br />

Nemendur:<br />

Ekki eins mikið<br />

Færra.<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Þegar við heyrum orðið minna hugsum við færra eða ekki eins<br />

mikið. Ef ég á 8 blöðrur og _______ (nemandi) á 5 blöðrur, hvor á færri<br />

blöðrur?<br />

Nemendur:<br />

_______ á færri blöðrur.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. 5 blöðrur eru færri en 8 blöðrur. 5 er minni tala. Skoðum<br />

talnalínuna aftur. (Sýndu talnalínu kennara). Um leið og þið farið aftur á bak<br />

á talnalínunni verður talan minni. Skoðum þessar tvær tölur (skrifaðu 7 og 10<br />

á töfluna). Hvor talan er minni?<br />

Nemendur:<br />

7 er minni.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. 7 er minni en 10. Skoðið 7 og 10 á talnalínunni. Þið sjáið að 7 er á<br />

undan 10. Þið færið ykkur aftur á bak frá 10 til að komast á 7. (Bentu á tölur<br />

á talnalínu). Í verkefnum dagsins segjum við „minna en“ í staðinn fyrir „færri<br />

en“. Svo við segjum að 7 sé minna en 10. (Æfðu nokkur talnapör þar sem fyrri<br />

talan er minni. Láttu nemendur æfa sig í að segja „_____ er minna en _____“<br />

og sýna það á talnalínu).<br />

76


Verkefni 6<br />

Vel gert. Í stærðfræði notum við mismunandi merki til að tákna mismunandi<br />

hluti. Plúsmerkið þýðir að bæta við. Mínusmerkið þýðir að taka af eða draga<br />

frá. (Skrifaðu táknin á töfluna um leið og þú talar).<br />

Við eigum líka merki til að segja „meira en“ og „minna en“. Þau líta svona út.<br />

(Skrifaðu merkin á pappadisk). Þetta merki þýðir meira en eða minni en eftir<br />

því hvernig því er snúið. (Sýndu nemendum hvernig hægt er að snúa merkinu<br />

á báða vegu). Til að sýna „meira en“ þá snúum við merkinu svona (sýndu 8 ›<br />

4 á töflunni). Stærri endi merkisins er hjá stærri tölunni. Þetta er lesið „8 er<br />

meira en 4“.<br />

KENNARI:<br />

Það er til auðveld leið til að muna í hvaða átt merkin eiga að snúa. Hún er sú<br />

að hugsa um hr. Stærri Króksa krókódíl. Krókódílar eru alltaf mjög svangir og<br />

vilja borða eins mikið og þeir geta. Ef við hugsum okkur að meira en og<br />

minna en merkin séu kjaftur á krókódíl þá vitum við að krókódílar vilja<br />

gleypa stærri eða hærri töluna. Kjafturinn á krókódílnum opnast því alltaf í<br />

átt að stærri tölunni. Hr. Stærri Króksi krókódíll gleypir alltaf stærri töluna.<br />

Nafn krókódílsins hjálpar ykkur að muna að hann gleypir alltaf stærri töluna.<br />

Við notum sama merki til að segja „minna en“. Skoðum þetta dæmi.<br />

(Skrifaðu 6 og 8 á töfluna). Í þessu dæmi er fyrri talan minni en seinni talan<br />

svo að við snúum merkinu þannig að það vísi í hina áttina. Við látum alltaf<br />

minni oddinn/endann snúa að minni tölunni. (Settu merki í dæmið 6 ‹ 8 á<br />

töflunni). Þetta er lesið „6 er minna en 8“.<br />

Þegar merkið er lesið þarf alltaf að skoða fyrri töluna og athuga hvort hún er<br />

stærri eða minni en seinni talan. Talan er lesin frá vinstri til hægri. (Sýndu).<br />

(Æfðu fleiri talnapör. Láttu nemendur koma að töflu og skrifa merkin í dæmin<br />

og lesa þau. Notaðu bæði meira en og minna en merkin).<br />

Spilaspjaldið sem þið vinnið í dag lítur svona út. (Sýndu vinnuspjald með<br />

verkefni 6). Á spilaspjaldinu notið þið meira en og minna en merkin.<br />

77


Verkefni 6<br />

Merkin ykkar líta svona út. (Sýndu spilapeninga). Öðru megin á<br />

spilapeningnum er jafnt og merkið. (Sýndu jafnt og merkið á<br />

spilapeningnum). Þið skuluð ekki hugsa um þetta merki í dag. Við notum það<br />

ekki fyrr en á næsta spilaspjaldi.<br />

Skoðum nú fyrsta dæmið. Þjálfarinn spyr: „Hvaða tala?“ við hverja tölu.<br />

(Sýndu). Þegar þjálfarinn hefur spurt „Hvaða tala?“ segir hann: „Bentu á<br />

stærri töluna“. Leikmaðurinn bendir á stærri töluna, þá sem sýnir meira en<br />

hin. Þjálfarinn biður síðan leikmanninn að setja merkið. Leikmaðurinn tekur<br />

spilapening með meira en eða minna en og setur hann á milli talnanna<br />

tveggja þannig að kjafturinn á hr. Stærri Króksa krókódíl vísar að stærri<br />

tölunni. Þetta er talan sem þið bentuð á þegar þjálfarinn bað ykkur að<br />

„Benda á stærri töluna“. (Sýndu). Að síðustu segir þjálfarinn við leikmanninn<br />

„Lestu þetta“. Leikmaðurinn les: „6 er meira en 3“. Það er mikilvægt að nota<br />

orðin „meira en“ og „minna en“.<br />

KENNARI:<br />

Prófum nú nokkrum sinnum. Ég verð þjálfarinn og þið verðið leikmenn.<br />

(Bentu á dæmi 2). „Hvaða tala?“<br />

Nemendur: 5.<br />

KENNARI:<br />

„Hvaða tala?“<br />

Nemendur: 9.<br />

KENNARI:<br />

„Bentu á stærri töluna“<br />

Nemendur:<br />

(Benda á stærri töluna).<br />

KENNARI:<br />

„Settu merki“<br />

78


Verkefni 6<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

(Kemur og setur spilapening á milli talnanna).<br />

„Lestu þetta“<br />

Nemendur: 5 er minna en 9.<br />

KENNARI:<br />

Það er mikilvægt að muna eftir að leiðrétta félagann ef hann gerir mistök.<br />

Þegar félaginn gerir mistök segið þið: „Stopp. Þú ruglaðist“. Hjálpaðu félaga<br />

þínum við að finna tölurnar tvær á talnalínunni og ákveða hvor er áfram;<br />

hvor er meiri.<br />

Bentu á báðar tölurnar á talnalínunni fyrir félaga þinn og láttu hann finna út<br />

hvor er stærri. Svo skaltu láta hann setja rétt merki og lesa upphátt. (Æfðu<br />

nokkur dæmi í viðbót og láttu nemendur æfa hvernig á að leiðrétta).<br />

Munið að það er mikilvægt að hjálpa félaga sínum að finna rétta svarið. Ef<br />

þið segið félaganum bara svarið eða vinnið verkefnið fyrir hann, eruð þið<br />

ekki að hjálpa honum að verða betri í stærðfræði. Hjálpið þess vegna<br />

leikmanninum að finna út rétta svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

79


Verkefni 6<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

80


Dagur 1<br />

Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 1A<br />

81


Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 1B<br />

82


Tilkynning<br />

Í dag vinnið þið samskonar verkefni og síðast en þið notið<br />

líka jafnt og merkið. (Skrifaðu = á töfluna). Jafnt og merkið<br />

er aftan á spilapeningnum. (Sýndu).<br />

Ef tölurnar tvær á spilaspjaldinu eru eins eru þær jafnstórar<br />

Þegar þjálfarinn segir: „Bentu á stærri töluna“ þá ætti<br />

leikmaðurinn að segja: „Tölurnar eru jafnstórar“.<br />

Leikmaðurinn setur jafnt og merkið á milli talnanna.<br />

Sýndu spilaspjald með jafnstórum tölum. Haltu áfram að æfa<br />

þar til allir nemendur skilja.<br />

Dæmi: 11 11<br />

Þjálfari: Bendir á fyrri töluna. Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 1<strong>1.</strong><br />

Þjálfari: Bendir á seinni töluna. Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 1<strong>1.</strong><br />

Þjálfari: Bentu á stærri töluna.<br />

Leikmaður: Tölurnar eru jafnstórar<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Settu rétt merki.<br />

Setur spilapening með = á milli talnanna.<br />

(11 = 11).<br />

Lestu þetta.<br />

Leikmaður: 11 er jafnt og 1<strong>1.</strong><br />

Verkefni 6. – Meira, minna og jafnt og<br />

83


Dagur 2<br />

Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 2A<br />

84


Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 2B<br />

85


Dagur 3<br />

Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 3A<br />

86


Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 3B<br />

87


Verkefni 7<br />

Samlagning með baunum<br />

88


Verkefni 7, 8 og 9<br />

Í næstu þremur verkefnum eru notaðar baunir til að læra samlagningu og frádrátt. Það eru<br />

nokkrar leiðir sem þarf að skoða áður en þessi verkefni eru lögð fyrir. Veldu þá leið sem þú<br />

telur að henti nemendahópnum best.<br />

Leið <strong>1.</strong> Hvert verkefni er unnið eins og fyrri verkefni, eitt á viku. Ef nemendur eiga erfitt með<br />

samlagningu og/eða frádrátt eða hafa ekki lært samlagningu og/eða frádrátt þá gæti þessi<br />

leið hentað.<br />

Leið 2. Verkefnin eru unnin á tveimur vikum í stað þriggja. Spilaspjald Dagur 3 er ekki<br />

notaður í neinum verkefnum. Skipulag tveggja vikna er svona:<br />

Vika 1, Dagur 1: Verkefni 7, Dagur 1<br />

Vika 1, Dagur 2: Verkefni 7, Dagur 2<br />

Vika 1, Dagur 3: Verkefni 8, Dagur 1<br />

Vika 2, Dagur 1: Verkefni 8, Dagur 2<br />

Vika 2, Dagur 2: Verkefni 9, Dagur 1<br />

Vika 2, Dagur 3: Verkefni 9, Dagur 2<br />

Leið 3. Verkefnin eru unnin á einni viku í stað þriggja. Spilaspjöld Dagur 2 og 3 eru ekki notuð<br />

í neinum verkefnum. Skipulag vikunnar er svona:<br />

Vika 1, Dagur 1: Verkefni 7, Dagur 1<br />

Vika 1, Dagur 2: Verkefni 8, Dagur 1<br />

Vika 1, Dagur 3: Verkefni 9, Dagur 1<br />

Þar sem hvert verkefni nær aðeins yfir einn dag þá þarf kennari að vera stuttorður og<br />

hnitmiðaður þegar hann leggur verkefnið inn svo nemendur fái nægan tíma til að vinna það.<br />

Ef nemendur hafa mjög góðan grunn í samlagningu og/eða frádrætti og/eða finnast dæmin<br />

of létt þá gæti þessi leið hentað þeim best.<br />

89


<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Samlagning með baunum<br />

Verkefni 7<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra stærðfræðitáknið +.<br />

2. Læra að leggja saman.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 7 Dagur 1A<br />

Verkefni 7 Dagur 1B<br />

Glæra með baunapotti og hring<br />

Mynd-/skjávarpi<br />

Mappa merkt Verkefni 7 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

Til kennara: Þú notar glæruna með baunapotti og hring til að sýna nemendum hvernig á að<br />

vinna verkefnið. Í möppum nemenda eru blöð með baunapotti og hring.<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar þrjár. (Lestu<br />

<strong>PALS</strong> reglurnar upphátt fyrir nemendur).<br />

Í dag lærum við + merkið. (Skrifaðu + merkið á töfluna). Þetta merki heitir<br />

plús. Plúsmerkið þýðir að við bætum við. Við byrjum með tölu og bætum svo<br />

við hana. Hvað þýðir plúsmerkið?<br />

Nemendur:<br />

Að leggja saman<br />

Að bæta við<br />

Meira<br />

KENNARI: Gott. Sjáið þetta: 5 + 3 8. (Skrifaðu 5 + 3 8 á töfluna). Fyrsta talan segir<br />

mér að byrja með 5. Svo sé ég plúsmerkið (bentu á + merkið). Plúsmerkið<br />

segir mér að bæta við. Svo sé ég 3 (bentu á 3). Þá bæti ég 3 við. Ég byrja með<br />

5. Svo bæti ég 3 við (sýndu með fingrunum). Hversu marga er ég með núna?<br />

90


Verkefni 7<br />

Nemendur: 8.<br />

KENNARI: Vel gert. Prófum aðrar tölur. (Skrifaðu 6 + 3 9 á töfluna). Með hvaða tölu<br />

byrja ég?<br />

Nemendur: 6.<br />

KENNARI:<br />

Næst sé ég plúsmerkið (bentu á + merkið). Hvað segir þetta merki mér að<br />

gera?<br />

Nemendur:<br />

Að bæta við.<br />

KENNARI: Frábært. Hvað bæti ég mörgum við? (Bentu á 3).<br />

Nemendur: 3.<br />

KENNARI:<br />

Ég byrja með 6. Svo bæti ég 3 við. (Sýndu með fingrunum). Hvað er ég með<br />

marga núna?<br />

Nemendur: 9.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. Með spilaspjaldinu í dag er plúsmerkið notað. Spilaspjaldið lítur svona<br />

út. (Sýndu verkefni 7 á vinnuspjaldi með Dagur 1A).<br />

Til að útskýra þetta verkefni ætla ég að nota myndvarpa/skjávarpa. (Bentu á<br />

myndvarpa/skjávarpa). Þið eruð með ykkar eintak af blaðinu í <strong>PALS</strong><br />

möppunni. (Sýndu eintak af blaðinu með baunapottinum og spilaspjaldinu).<br />

Leikmaðurinn byrjar á því að setja allar baunirnar í baunapottinn. (Sýndu á<br />

glærunni og settu baunirnar í baunapottinn). Við notum baunirnar til að sýna<br />

hvað við gerum.<br />

Hér er fyrsta dæmið (bentu á 3 + 4 ____ á vinnuspjaldinu). Þjálfarinn bendir<br />

á fyrri töluna (bentu). Þjálfarinn spyr: „Hversu margar byrjar þú með?“<br />

91


Verkefni 7<br />

Leikmaðurinn segir töluna og færir jafnmargar baunir úr baunapottinum inn<br />

í hringinn. Þannig að leikmaðurinn færir 3 baunir inn í hringinn.<br />

(Taktu 3 baunir úr baunapottinum og færðu þær inn í hringinn á glærunni).<br />

Svo bendir þjálfarinn á merkið og spyr: „Hve mörgum bætir þú við eða hve<br />

marga tekur þú í burtu?“ (Bentu á vinnuspjaldið).<br />

Leikmaðurinn sér plúsmerkið og töluna 4 (bentu á vinnuspjaldið). Þetta segir<br />

leikmanninum að bæta við fjórum baunum í viðbót. Þá segir leikmaðurinn:<br />

„Bættu 4 við“. Leikmaðurinn telur fjórar baunir úr baunapottinum og setur<br />

inn í hringinn. (Sýndu á glæru þegar þú tekur fjórar baunir úr baunapottinum<br />

og færir þær inn í hringinn).<br />

KENNARI:<br />

Næst spyr þjálfarinn: „Hversu margar núna?“ Leikmaðurinn telur allar<br />

baunirnar í hringnum. Hversu margar baunir eru í hringnum?<br />

Nemendur:<br />

7 baunir.<br />

KENNARI:<br />

Gott. Leikmaðurinn skrifar 7 í eyðuna. (Sýndu á vinnuspjaldi). Þá segir<br />

þjálfarinn: „Lestu dæmið“ og leikmaðurinn les: „3 plús 4 er jafnt og 7“.<br />

(Skiptu yfir í vinnuspjald með verkefni 7 Dagur 1B. Bentu á fyrsta lóðrétta<br />

dæmið á vinnuspjaldinu).<br />

Í dag notið þið líka annað spilaspjald. Það lítur svona út og sýnir samlagningu<br />

svona (bentu upp og niður). Þessi dæmi eru skrifuð upp og niður í staðinn<br />

fyrir lárétt. Það skiptir engu máli á hvorn veginn dæmin eru skrifuð, við<br />

gerum nákvæmlega það sama. (Skrifaðu dæmið 3 + 4 7 bæði lóðrétt og<br />

lárétt á töfluna og reiknaðu bæði dæmin). Sama aðferð er notuð við að reikna<br />

bæði dæmin.<br />

Prófum fleiri dæmi. (Sýndu með því að reikna dæmi sem eru skrifuð lóðrétt).<br />

Ég verð þjálfari og þið verðið leikmenn. Ég bendi á tölu og spyr „Hversu<br />

margar byrjar þú með?“<br />

Nemendur: 3.<br />

92


Verkefni 7<br />

KENNARI:<br />

Alveg rétt. Leikmaður færir 3 baunir úr baunapottinum inn í hringinn. (Sýndu<br />

á glæru). „Hve mörgum bætir þú við eða hve margar tekur þú í burtu?“<br />

Nemendur: Bæti við 2.<br />

KENNARI:<br />

Leikmaðurinn veit að hann á að bæta við 2 því hann sér plús 2. Leikmaðurinn<br />

færir 2 baunir úr baunapottinum inn í hringinn. (Sýndu á glæru hvernig 2<br />

baunir eru færðar inn í hringinn). Svo spyr þjálfarinn: „Hversu margar núna?“<br />

Nemendur: 5.<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Leikmaðurinn skrifar 5 í eyðuna. (Sýndu á vinnuspjaldi á glæru). Þá<br />

segir þjálfari „Lestu dæmið“ og leikmaðurinn les. Nú skulum við öll lesa<br />

dæmið saman.<br />

Nemendur: 3 plús 2 er jafnt og 5.<br />

KENNARI:<br />

Fylgist vel með leikmanninum á meðan hann reiknar dæmið. Hann gæti gert<br />

mistök á mörgum stöðum. Fylgist með mér reikna þetta dæmi. (Skrifaðu 3 +<br />

2 á töfluna). Fylgist vel með. Ef þið sjáið mig gera mistök segið þið:<br />

„Stopp. Þú ruglaðist.“<br />

Sjáum nú til. Ég byrja með 3. (Færðu 3 baunir inn í hringinn). Þjálfarinn spyr:<br />

„Hve mörgum bætir þú við eða tekur í burtu?“ Ég verð að bæta við 2<br />

baunum. Fylgist með hvort ég geri mistök. (Bættu við 3 baunum í hringinn.<br />

Nemendur ættu að segja: „Stopp. Þú ruglaðist“).<br />

Þið sáuð að ég gerði mistök. Nú skuluð þið spyrja leikmanninn „ Hve<br />

mörgum bætir þú við?“ Biðjið leikmanninn að telja aftur baunirnar sínar.<br />

Biðjið hann svo að leiðrétta þannig að hann hafi 2 baunir. (Sýndu með því að<br />

færa bara 2 baunir inn í hringinn).<br />

93


Nú höldum við áfram með dæmið. Fylgist með þjálfaranum spyrja: „Hve<br />

Verkefni 7<br />

margar?“ Sjáiði nú er ég með 4 baunir. (Nemendur ættu að segja: „Stopp. Þú<br />

ruglaðist“).<br />

Þið tókuð aftur eftir að ég gerði mistök. Þjálfarinn spyr aftur: „Hversu<br />

margar núna?“ Leikmaðurinn telur baunirnar sínar. (Sýndu með því að telja<br />

baunirnar 5).<br />

Kíkjum nú á annað dæmi. (Bentu á dæmið 3 + 5 á vinnuspjaldi með<br />

verkefni 7 Dagur 1B). Ég er leikmaðurinn og þið þjálfararnir. (Sýndu dæmi og<br />

gerðu mistök svo nemendur geti æft sig í að leiðrétta).<br />

Munið, ekki segja leikmanninum svarið eða vinna dæmið fyrir hann. Það<br />

hjálpar honum ekki að verða betri í stærðfræði. Í staðinn skuluð þið hjálpa<br />

honum að finna rétta svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

KENNARI:<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

94


Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

95


BAUNAPOTTUR<br />

96


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 7 Dagur 1B<br />

98


Tilkynning<br />

Í dag lítur spilaspjaldið ykkar út eins og síðasta spilaspjald.<br />

Sýndu nemendum hvernig á að vinna verkefnin. Haltu áfram<br />

að æfa þar til allir nemendur skilja.<br />

Dæmi:<br />

Þjálfari:<br />

5 + 4 ___<br />

Hversu margar byrjar þú með?<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Þjálfari:<br />

5. Telur 5 baunir úr baunapottinum og<br />

setur þær inn í hringinn.<br />

Hve mörgum bætir þú við eða hve margar<br />

tekur þú í burtu? Leikmaður: Bæti við 4.<br />

Telur og tekur 4 baunir úr baunapottinum<br />

og setur þær inn í hringinn.<br />

Hversu margar núna?<br />

Leikmaður: 9 baunir. Skrifar 9 í eyðuna.<br />

Þjálfari: Lestu dæmið.<br />

Leikmaður: 5 plús 4 er jafnt og .<br />

Verkefni 7 – Samlagning með baunum<br />

99


Dagur 2<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 7 Dagur 2A<br />

100


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 7 Dagur 2B<br />

101


Dagur 3<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 7 Dagur 3A<br />

102


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 7 Dagur 3B<br />

103


Verkefni 8<br />

Frádráttur með baunum<br />

104


Verkefni 8<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Frádráttur með baunum<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra stærðfræðitáknið –.<br />

2. Læra að draga frá.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 8 Dagur 1A<br />

Verkefni 8 Dagur 1B<br />

Mynd- eða skjávarpi<br />

Glæra með baunapotti og hring<br />

Mappa merkt Verkefni 8 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

Skilaboð til kennara: Þú notar glæruna með baunapottinum og hringnum til að sýna<br />

nemendum hvernig verkefnið er unnið. Nemendur hafa sinn eigin baunapott og spilaspjald<br />

með hringnum í möppunni sinni.<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Í dag lærum við – merkið. (Skrifaðu – á töfluna). Þetta merki heitir mínus.<br />

Mínusmerkið þýðir að við drögum frá eða tökum af. Við byrjum með tölu og<br />

tökum svo af henni. Hvað þýðir mínusmerkið?<br />

Nemendur:<br />

KENNARI:<br />

Að taka í burtu<br />

Að draga frá<br />

Minna<br />

Gott. Sjáið þetta: 7 – 5 = 2. (Skrifaðu 7 – 5 = 2 á töfluna). Fyrsta talan segir<br />

mér að byrja með 7. Svo sé ég mínusmerkið (bentu á – merkið). Mínusmerkið<br />

segir mér að taka af. Svo sé ég 5 (bentu á 5), þá tek ég 5 af.<br />

105


Verkefni 8<br />

Ég byrja með 7. Svo tek ég 5 af (sýndu með fingrunum). Hversu marga er ég<br />

með núna?<br />

Nemendur: 2.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Prófum aðrar tölur. (Skrifaðu 8 – 2 = 6 á töfluna). Með hvaða tölu<br />

byrja ég?<br />

Nemendur: 8.<br />

KENNARI:<br />

Næst sé ég mínusmerkið (bentu á – merkið). Hvað segir þetta merki mér að<br />

gera?<br />

Nemendur:<br />

Að taka af.<br />

KENNARI: Frábært. Hvað tek ég marga af? (Bentu á 2).<br />

Nemendur: 2.<br />

KENNARI:<br />

Ég byrja með 8. Svo tek ég 2 af. (Sýndu með fingrunum). Hvað er ég með<br />

marga núna?<br />

Nemendur: 6.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. Með spilaspjaldinu í dag er mínusmerkið notað. Spilaspjaldið lítur<br />

svona út. (Sýndu vinnuspjald með verkefni 8 Dagur 1A).<br />

Til að útskýra þetta verkefni ætla ég að nota mynd-/skjávarpa. Þið eruð með<br />

ykkar eintak af blaðinu í <strong>PALS</strong> möppunni.<br />

106


Verkefni 8<br />

Leikmaðurinn byrjar með því að setja allar baunirnar í baunapottinn. (Sýndu<br />

á glærunni og settu baunirnar í baunapottinn). Við notum baunirnar til að<br />

sýna hvað við gerum.<br />

Hér er fyrsta dæmið (bentu á 9 – 5 = ______ á vinnuspjaldinu). Þjálfarinn bendir<br />

á fyrri töluna (bentu). Þjálfarinn spyr: „Hversu margar byrjar þú með?“<br />

Leikmaðurinn segir töluna og færir jafnmargar baunir úr baunapottinum inn<br />

í hringinn. Þannig að leikmaðurinn færir 9 baunir inn í hringinn.<br />

(Taktu 9 baunir úr baunapottinum og færðu þær inn í hringinn á glærunni).<br />

Svo bendir þjálfarinn á merkið og spyr: „Hve mörgum bætir þú við eða hve<br />

margar tekur þú í burtu?“ (Bentu á vinnuspjaldið).<br />

Leikmaðurinn sér mínusmerkið og töluna 5 (bentu á vinnuspjaldið). Þetta<br />

segir leikmanninum að draga frá eða taka í burtu fimm baunir. Þá segir<br />

leikmaðurinn: „Tek 5 í burtu.“ Leikmaðurinn telur fimm baunir af 9 úr<br />

hringnum og setur þær aftur í baunapottinn. (Sýndu á glæru þegar þú tekur<br />

fimm baunir úr hringnum og færir þær aftur í baunapottinn).<br />

KENNARI:<br />

Næst spyr þjálfarinn: „Hversu margar núna?“ Leikmaðurinn telur allar<br />

baunirnar í hringnum. Hversu margar baunir eru í hringnum?<br />

Nemendur:<br />

4 baunir.<br />

KENNARI:<br />

Gott. Leikmaðurinn skrifar 4 í eyðuna. (Sýndu á vinnuspjaldi). Þá segir<br />

þjálfarinn: „Lestu dæmið“ og leikmaðurinn les: „9 mínus 5 er jafnt og 4“.<br />

(Skiptu yfir í vinnuspjald með verkefni 8 Dagur 1B. Bentu á fyrsta lóðrétta<br />

dæmið á vinnuspjaldinu).<br />

Í dag notið þið líka annað spilaspjald. Það lítur svona út og sýnir frádrátt<br />

svona (bentu upp og niður). Þessi dæmi eru skrifuð upp og niður í staðinn<br />

fyrir lárétt. Það skiptir engu máli á hvorn veginn dæmin eru skrifuð, við<br />

gerum nákvæmlega það sama. (Skrifaðu dæmið 5 – 2 = 3 bæði lóðrétt og<br />

lárétt á töfluna og reiknaðu bæði dæmin). Sama aðferð er notuð við að reikna<br />

bæði dæmin.<br />

107


Verkefni 8<br />

Prófum fleiri dæmi. (Sýndu með því að reikna dæmi sem eru skrifuð lóðrétt).<br />

Ég verð þjálfari og þið verðið leikmenn. Ég bendi á tölu og spyr „Hversu<br />

margar byrjar þú með?“<br />

Nemendur: 8.<br />

KENNARI:<br />

Alveg rétt. Leikmaður færir 8 baunir úr baunapottinum inn í hringinn. (Sýndu<br />

á glæru). „Hve mörgum bætir þú við eða hve margar tekur þú í burtu?“<br />

Nemendur:<br />

Tek 3 í burtu.<br />

KENNARI: Leikmaðurinn veit að hann á að taka 3 í burtu því hann sér mínus 3.<br />

Leikmaðurinn færir 3 baunir úr hringnum og færir þær til baka í<br />

baunapottinn. (Sýndu á glæru hvernig 3 baunir eru færðar til baka í<br />

baunapottinn). Svo spyr þjálfarinn „Hversu margar núna?“<br />

Nemendur: 5.<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Leikmaðurinn skrifar 5 í eyðuna. (Sýndu á vinnuspjaldi á glæru). Þá<br />

segir þjálfari „Lestu dæmið“ og leikmaðurinn les. Nú skulum við öll lesa<br />

dæmið saman.<br />

Nemendur: 8 mínus 3 er jafnt og 5.<br />

KENNARI:<br />

Fylgist vel með leikmanninum á meðan hann reiknar dæmið. Hann gæti gert<br />

mistök á mörgum stöðum. Fylgist með mér reikna þetta dæmi: (Skrifaðu 7 – 1<br />

= _____ á töfluna). Fylgist vel með. Ef þið sjáið mig gera mistök segið þið:<br />

„Stopp. Þú ruglaðist.“<br />

108


Verkefni 8<br />

Sjáum nú til. Ég byrja með 7. (Færðu 7 baunir inn í hringinn). Þjálfarinn spyr:<br />

„Hve mörgum bætir þú við eða hve margar tekur þú í burtu?“ Ég tek 1 baun<br />

í burtu. Fylgist með hvort ég geri mistök. (Bættu 1 baun við í hringinn. Nemendur<br />

ættu að segja: „Stopp. Þú ruglaðist“).<br />

Þið sáuð að ég gerði mistök. Nú skuluð þið spyrja leikmanninn: „Hvort<br />

bætirðu við eða tekur í burtu?“ Biðjið leikmanninn að telja aftur baunirnar<br />

sínar. Biðjið hann svo að leiðrétta þannig að hann taki 1 baun í burtu. (Sýndu<br />

með því að byrja aftur með 7 baunir og taka 1 baun í burtu).<br />

Nú höldum við áfram með dæmið. Fylgist með þjálfaranum spyrja: „Hversu<br />

margar?“ Sjáiði nú er ég með 5 baunir. (Nemendur ættu að segja: „Stopp. Þú<br />

ruglaðist“).<br />

Þið tókuð aftur eftir að ég gerði mistök. Þjálfarinn spyr aftur: „Hversu<br />

margar núna?“ Leikmaðurinn telur baunirnar sínar. (Sýndu með því að telja<br />

baunirnar 5).<br />

Kíkjum nú á annað dæmi. (Bentu á dæmið 9 – 6 = ___ á vinnuspjaldi með<br />

verkefni 8 Dagur 1B). Ég er leikmaðurinn og þið þjálfararnir. (Sýndu dæmi og<br />

gerðu mistök svo nemendur geti æft sig í að leiðrétta).<br />

Munið, ekki segja leikmanninum svarið eða vinna dæmið fyrir hann. Það<br />

hjálpar honum ekki að verða betri í stærðfræði. Í staðinn skuluð þið hjálpa<br />

honum að finna rétta svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir nemendur skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

KENNARI:<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

109


Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

110


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 8 Dagur 1B<br />

112


Tilkynning<br />

Í dag lítur spilaspjaldið ykkar út eins og síðasta spilaspjald.<br />

Sýndu nemendum hvernig á að vinna verkefnin. Haltu áfram<br />

að æfa þar til allir nemendur skilja.<br />

Dæmi:<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

8 – 4 = ____<br />

Hversu margar byrjar þú með?<br />

8. Telur 8 baunir úr baunapottinum og<br />

setur þær inn í hringinn.<br />

Hve mörgum bætir þú við eða hve margar<br />

tekur þú í burtu?<br />

Tek 4 í burtu. Telur og tekur 4 baunir úr<br />

hringnum og setur þær í baunapottinn.<br />

Þjálfari: Hversu margar núna?<br />

Leikmaður: 4 baunir. Skrifar 4 í eyðuna.<br />

Þjálfari: Lestu dæmið.<br />

Leikmaður: 8 mínus 4 er jafnt og .<br />

Verkefni 8 – Frádráttur með baunum<br />

113


Dagur 2<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 8 Dagur 2A<br />

114


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 8 Dagur 2B<br />

115


Dagur 3<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 8 Dagur 3A<br />

116


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 8 Dagur 3B<br />

117


Verkefni 9<br />

Samlagning og frádráttur<br />

með baunum<br />

118


Verkefni 9<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Samlagning og frádráttur með baunum<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

3. Læra stærðfræðitáknin + og –.<br />

4. Læra að leggja saman og draga frá.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 9 Dagur 1A<br />

Verkefni 9 Dagur 1B<br />

Mynd- eða skjávarpi<br />

Glæra með baunapotti og hring<br />

Mappa merkt Verkefni 9 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

Skilaboð til kennara: Þú notar glæruna með baunapottinum og hringnum til að sýna<br />

nemendum hvernig verkefnið er unnið. Nemendur hafa sinn eigin baunapott og spilaspjald<br />

með hringnum í möppunni sinni.<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Í dag ætlum við að vinna með spilaspjöld sem eru eins og spilaspjöldin sem<br />

við höfum unnið með áður. Eini munurinn er sá að í dag munum við bæði<br />

leggja saman og draga frá. Það er mikilvægt að skoða merkin vel í<br />

dæmunum. Plúsmerkið þýðir að bæta við. Mínusmerkið að taka af.<br />

Spilaspjald dagsins í dag er svona (Sýndu vinnuspjald með Verkefni 9 Dagur<br />

1A).<br />

Ég ætla að sýna ykkur hvernig þetta spilaspjald er unnið. Eins og síðast nota<br />

ég myndvarpa/skjávarpa til að hjálpa mér við að útskýra. Þið eruð með<br />

ykkar eintak af blaðinu í <strong>PALS</strong> möppunni.<br />

119


Verkefni 9<br />

Leikmaðurinn byrjar á því að setja allar baunirnar í baunapottinn. (Sýndu<br />

á glærunni og settu baunirnar í baunapottinn). Við notum baunirnar til að<br />

sýna hvað við gerum.<br />

Hér er fyrsta dæmið (bentu á 8 – 3 ____ á vinnuspjaldinu). Þjálfarinn bendir<br />

á fyrri töluna (bentu). Þjálfarinn spyr: „Hversu margar byrjar þú með?“<br />

Leikmaðurinn segir töluna og færir jafnmargar baunir úr baunapottinum inn<br />

í hringinn. Þannig að leikmaðurinn færir 8 baunir inn í hringinn. (Taktu 8<br />

baunir úr baunapottinum og færðu þær inn í hringinn á glærunni).<br />

Svo bendir þjálfarinn á merkið og spyr: „Hve mörgum bætir þú við eða hve<br />

margar tekur þú í burtu?“ (Bentu á vinnuspjaldið).<br />

Leikmaðurinn sér mínusmerkið og töluna 3 (bentu á vinnuspjaldið). Þetta<br />

segir leikmanninum að draga frá eða taka í burtu 3 baunir. Þá segir<br />

leikmaðurinn: „Tek 3 í burtu.“ Leikmaðurinn telur þrjár baunir af 8 úr<br />

hringnum og setur þær aftur í baunapottinn. (Sýndu á glæru þegar þú tekur<br />

þrjár baunir úr hringnum og færir þær aftur í baunapottinn).<br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Næst spyr þjálfarinn: „Hversu margar núna?“ Leikmaðurinn telur allar<br />

baunirnar í hringnum. Hversu margar baunir eru í hringnum?<br />

5 baunir.<br />

KENNARI:<br />

Gott. Leikmaðurinn skrifar 5 í eyðuna. (Sýndu á vinnuspjaldi). Þá segir<br />

þjálfarinn: „Lestu dæmið“ og leikmaðurinn les: „8 mínus 3 er jafnt og 5.“<br />

(Skiptu yfir í vinnuspjald með verkefni 9 Dagur 1B. Bentu á fyrsta lóðrétta<br />

dæmið á vinnuspjaldinu).<br />

Í dag notið þið líka annað spilaspjald. Á því eru samlagningar- og frádráttardæmin<br />

skrifuð upp og niður (lóðrétt). Eins og á síðustu spilaspjöldum skiptir<br />

engu máli á hvorn veginn dæmin eru skrifuð, við gerum nákvæmlega það<br />

sama. Sama aðferð er notuð við að reikna bæði dæmin.<br />

Prófum fleiri dæmi. (Sýndu með því að reikna dæmi sem eru skrifuð lóðrétt.<br />

Haltu því áfram þar til allir nemendur skilja).<br />

120


Verkefni 9<br />

KENNARI:<br />

Fylgist vel með leikmanninum á meðan hann reiknar dæmið. Hann gæti gert<br />

mistök á mörgum stöðum.<br />

Fylgist með mér reikna þetta dæmi. (Skrifaðu 3 + 6 á töfluna). Fylgist vel<br />

með. Ef þið sjáið mig gera mistök segið þið: „Stopp. Þú ruglaðist.“<br />

Sjáum nú til. Ég byrja með 3. (Færðu 3 baunir inn í hringinn). Þjálfarinn spyr:<br />

„Hve mörgum bætir þú við eða hve margar tekur þú í burtu?“ Ég bæti við 6<br />

baunum. Fylgist með hvort ég geri mistök. (Bættu 5 baunum við í hringinn.<br />

Nemendur ættu að segja: „Stopp. Þú ruglaðist“).<br />

Þið sáuð að ég gerði mistök. Nú skuluð þið spyrja leikmanninn: „Hve<br />

mörgum bætir þú við eða hve margar tekur þú í burtu?“ Biðjið leikmanninn<br />

að telja aftur baunirnar sínar. Biðjið hann svo að leiðrétta þannig að hann<br />

bæti 6 baunum við. (Sýndu).<br />

Nú höldum við áfram með dæmið. Fylgist með þjálfaranum spyrja: „Hversu<br />

margar núna?“ Sjáiði nú er ég með 10 baunir. (Nemendur ættu að segja: „Stopp. Þú<br />

ruglaðist“).<br />

Þið tókuð aftur eftir að ég gerði mistök. Þjálfarinn spyr aftur: „Hversu<br />

margar núna?“ Leikmaðurinn telur baunirnar sínar. (Sýndu með því að telja 9<br />

baunir).<br />

Kíkjum nú á annað dæmi. (Bentu á dæmið 8 – 4 á vinnuspjaldi með<br />

verkefni 9 Dagur 1B). Ég er leikmaðurinn og þið þjálfararnir. (Sýndu dæmi og<br />

gerðu mistök svo nemendur geti æft sig í að leiðrétta).<br />

Það er mikilvægt að hjálpa félaga sínum að finna rétta svarið. Það hjálpar<br />

honum ekki að verða betri í stærðfræði ef þú bara segir honum svarið. Í<br />

staðinn skuluð þið hjálpa honum að finna svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

121


Verkefni 9<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

122


Dagur 1<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 9 Dagur 1A<br />

123


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 9 Dagur 1B<br />

124


Tilkynning<br />

Í dag lítur spilaspjaldið ykkar út eins og síðasta spilaspjald.<br />

Sýndu nemendum hvernig á að vinna verkefnin. Haltu áfram<br />

að æfa þar til allir nemendur skilja.<br />

Dæmi:<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

9 – 2 = ____<br />

Hversu margar byrjar þú með?“<br />

9. Telur 9 baunir úr baunapottinum og<br />

setur þær inn í hringinn.<br />

Þjálfari: Hversu margar núna?<br />

Leikmaður: 7 baunir. Skrifar 7 í eyðuna.<br />

Þjálfari: Lestu dæmið.<br />

Leikmaður: 9 mínus 2 er jafnt og .<br />

Verkefni 9 – Samlagning og frádráttur með baunum<br />

125


Dagur 2<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 9 Dagur 2A<br />

126


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

hve margar tekur<br />

þú í burtu?<br />

Hversu margar<br />

núna?<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 9 Dagur 2B<br />

127


128


Verkefni 10<br />

<strong>Stærðfræði</strong> með myndum<br />

130


Verkefni 10<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

<strong>Stærðfræði</strong> með myndum<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra tölur.<br />

2. Læra að leggja saman og draga frá.<br />

3. Læra stærðfræðitáknin: +, – og .<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 10<br />

Mappa merkt Verkefni 10 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Í dag ætlum við að vinna með nýtt <strong>PALS</strong> spilaspjald með samlagningu og<br />

frádrætti. Allir horfa hingað. (Sýndu vinnuspjald með Verkefni 10).<br />

Áður en við skoðum nýja spilaspjaldið skulum við rifja upp hvað þið munið<br />

um samlagningu. Hvað þýðir það að bæta við?<br />

Nemendur:<br />

Við fáum meira<br />

Við förum áfram á talnalínunni<br />

Við eigum meira í lokin heldur en í byrjum<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Nú skulum við skoða þetta spilaspjald. (Bentu á vinnuspjald). Í þessu<br />

verkefni er tvennt sem segir þér að bæta við:<br />

Fyrst er það plúsmerkið (bentu á vinnuspjald) sem segir að þú eigir að bæta<br />

við.<br />

Svo eru fleiri hlutir í lokin á dæminu en í byrjun sem segir þér að þú eigir að<br />

bæta við. (Bentu á vinnuspjald).<br />

131


Verkefni 10<br />

Nú skulum við rifja upp hvað þið munið um frádrátt eða taka í burtu. Hvað<br />

þýðir það að taka af?<br />

Nemendur:<br />

Við fáum minna<br />

Við förum aftur á bak á talnalínunni<br />

Við eigum færri í lokin heldur en í byrjun<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Nú skulum við skoða spilaspjaldið aftur. Í frádráttardæmum er<br />

tvennt sem segir þér að taka af eða draga frá:<br />

Fyrst er það mínusmerkið (bentu á vinnuspjald) sem segir að þú eigir að<br />

draga frá eða taka af.<br />

Svo eru færri hlutir í lokin á dæminu en í byrjun sem segir þér að þú eigir að<br />

draga frá. (Bentu á vinnuspjald).<br />

Nú skulum við skoða hvernig við notum spilaspjaldið í dag. Þjálfarinn spyr:<br />

„Hversu margar byrjar þú með?“ (Bentu á byrjun dæmisins). Leikmaðurinn<br />

telur hlutina og skrifar töluna í reitinn. Prófum þetta. Ég er þjálfari og þið<br />

eruð leikmenn. „Hversu margar byrjar þú með?“<br />

Nemendur:<br />

6 skjaldbökur<br />

KENNARI:<br />

(Skrifar 6 í fyrsta reitinn). Næst spyr þjálfarinn: „Hve mörgum bætir þú við<br />

eða tekur margar af?“ Þið vitið að þið eigið að leggja saman þegar þið sjáið<br />

plúsmerkið og líka vegna þess að það eru fleiri skjaldbökur í lokin en í byrjun.<br />

„Hve mörgum skjaldbökum bættuð þið við?“<br />

Nemendur:<br />

2 skjaldbökum.<br />

132


Verkefni 10<br />

KENNARI:<br />

Já. Þið bættuð við 2 skjaldbökum. Þess vegna skrifum við 2 í reitinn undir<br />

myndinni af skjaldbökunum. (Skrifaðu 2). Þá spyr þjálfarinn: „Hve margar<br />

núna?“ Við teljum hve margar eru í lokin. Það er svarið. Svarið skrifum við í<br />

síðasta reitinn. (Bentu á vinnuspjaldið og skrifaðu 8).<br />

Gamanið hefst þegar þjálfarinn segir: „Segðu söguna“ og leikmaðurinn býr til<br />

sögu um dæmið.<br />

Sagan mín gæti verið þessi: Það voru 6 skjaldbökur í sólbaði á strönd. Tvær<br />

skjaldbökur í viðbót skriðu á land úr sjónum og fóru í sólbað með þeim. Þá<br />

voru 8 skjaldbökur í sólbaði á ströndinni. Í sögunni verður að nota tölurnar í<br />

myndadæminu og hún verður líka að vera um myndirnar.<br />

Næst segir þjálfarinn: „Lestu dæmið“. Lesum öll dæmið saman.<br />

Nemendur: 6 plús 2 er jafnt og 8.<br />

KENNARI:<br />

Reiknum næsta dæmi. Ég er þjálfarinn og þið leikmenn. „Hversu margar<br />

byrjar þú með?“<br />

Nemendur:<br />

4 kameldýr.<br />

KENNARI:<br />

(Skrifar 4 í fyrsta reitinn). „Hve mörgum bætir þú við eða tekur margar af?“<br />

Nemendur:<br />

Tökum burt 2 kameldýr.<br />

KENNARI:<br />

(Skrifar 2). Hvernig vitið þið að einhver kameldýr voru tekin í burtu?<br />

Nemendur:<br />

Það eru færri kameldýr í lokin en í byrjun.<br />

Það er mínusmerki.<br />

133


Verkefni 10<br />

KENNARI:<br />

„Hve margar núna?“<br />

Nemendur:<br />

2 kameldýr.<br />

KENNARI:<br />

(Skrifar 2). „Segðu söguna“. (Veldu nemanda til að segja sögu um kameldýrin).<br />

Vel gert. Hver getur komið og sagt aðra sögu um kameldýrin? Munið að þið<br />

getið búið til hvernig sögu sem er.<br />

Frábært. Að lokum segir þjálfarinn: „Lestu dæmið“. Nú skulum við öll lesa<br />

dæmið saman.<br />

Nemendur: 4 mínus 2 er jafnt og 2.<br />

KENNARI:<br />

Munið að ef félagi ykkar gerir mistök að leiðrétta hann. Þegar hann gerir<br />

mistök eigið þið að segja „Stopp. Þú ruglaðist.“ Bentu á mistökin og láttu<br />

félaga þinn telja aftur.<br />

Fylgist vel með leikmanninum á meðan hann reiknar dæmið. Hann gæti gert<br />

mistök á mörgum stöðum. Fylgist með mér reikna þetta dæmi. (Bentu á<br />

þriðja dæmið með fiðrildunum). Fylgist vel með. Ef þið sjáið mig gera mistök<br />

segið þið: „Stopp. Þú ruglaðist.“<br />

Sjáum nú til. Ég byrja með 3. (Skrifaðu 4 í fyrsta reitinn. Nemendur ættu að<br />

segja „Stopp þú ruglaðist“).<br />

Þið sáuð að ég gerði mistök. Ef leikmaðurinn gerir mistök þegar hann skrifar<br />

tölustafina þá skuluð þið stoppa hann. Spyrjið hann aftur: „Hversu margar<br />

byrjar þú með?“ Biðjið hann að telja fiðrildin og leiðrétta það sem hann<br />

skrifaði. Þá skrifar hann 3 í reitinn. (Sýndu með því að stroka út 4 og skrifa 3 í<br />

reitinn).<br />

134


Verkefni 10<br />

KENNARI:<br />

Nú höldum við áfram með dæmið. Fylgist með því hvort ég geri mistök. Nú<br />

bæti ég við 2 fiðrildum. (Nemendur ættu að segja: „Stopp. Þú ruglaðist“).<br />

Þið tókuð aftur eftir að ég gerði mistök. Spyrjið leikmanninn: „Hversu<br />

mörgum bættir þú við?“ Biðjið leikmanninn að telja fiðrildin aftur. Segið<br />

honum að skrifa 3 í reitinn. (Sýndu með því að skrifa 3 í seinni reitinn).<br />

Ég ætla að halda áfram að vinna við þetta dæmi. Takið eftir að þjálfarinn<br />

spyr: „Hversu margar núna?“ Sjáiði ég er núna með 5 fiðrildi. (Nemendur ættu<br />

að segja „Stopp þú ruglaðist“). Þið tókuð aftur eftir því að ég gerði mistök.<br />

Þjálfarinn spyr aftur: „Hversu margar núna?“ Leikmaðurinn telur fiðrildin.<br />

(Sýndu með því að telja fiðrildin 6).<br />

Næst segir þjálfarinn: „Segðu söguna.“ Sagan mín gæti verið svona: Það voru<br />

fiðrildi sem flugu um og leituðu að blómum. Þau sáu 3 fiðrildi sem sátu á<br />

sólblómi og ákváðu að setjast hjá þeim. Þá sátu 6 fiðrildi á sólblóminu. Að<br />

lokum segir þjálfarinn: „Lestu dæmið“. Nú skulum við öll lesa dæmið saman.<br />

Nemendur: 3 plús 3 er jafnt og 6.<br />

KENNARI:<br />

Það er mikilvægt að hjálpa félaga sínum að finna rétta svarið. Það hjálpar<br />

honum ekki að verða betri í stærðfræði ef þú bara segir honum svarið. Í<br />

staðinn skuluð þið hjálpa honum að finna svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfari og þið eruð<br />

leikmenn. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að nemendur<br />

verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum. Vertu viss<br />

um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að sýna hvernig<br />

á að vinna verkefnið þar til allir nemendur skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

135


Verkefni 10<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

136


Dagur 1<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Hve margar<br />

núna?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 1A<br />

137


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Hve margar<br />

núna?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 1B<br />

138


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En það eru<br />

aðrar myndir á spilaspjaldinu ykkar. Það vantar líka merkin í<br />

dæmin. Þið þurfið að finna út hvort nota á plús- eða mínusmerki.<br />

Þið setjið rétt merki í seinni reitinn. (Bentu á vinnuspjald).<br />

Hér er góð leið til að finna út hvort merkið á að nota:<br />

Ef það eru fleiri hlutir í lok dæmisins en í byrjun (bentu) þá á<br />

að nota plús. Ef það eru færri hlutir í lok dæmisins en í<br />

byrjun (bentu) þá á að nota mínus. (Sýndu).<br />

Sýndu nemendum hvernig á vinna verkefnin. Haltu áfram að<br />

æfa þar til allir nemendur skilja.<br />

Dæmi: 3 □ 3 ___<br />

Þjálfari:<br />

Hversu margar byrjar þú með?<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

3 þyrlur. Skrifar 3 í fyrsta reitinn.<br />

Hve mörgum bætir þú við eða tekur margar af?<br />

Bæti við 3 þyrlum. Skrifar plús merki í næsta reit og<br />

3 í þriðja reitinn.<br />

Þjálfari:<br />

Hve margar núna?<br />

Leikmaður: 6 þyrlur. Skrifar 6 í síðasta reitinn.<br />

Þjálfari:<br />

Segðu söguna.<br />

Leikmaður: 3 þyrlur flugu um loftið. Síðan bættust 3 þyrlur í hópinn.<br />

Núna eru 6 þyrlur á flugi<br />

Þjálfari:<br />

Lestu dæmið.<br />

Leikmaður: 3 plús 3 er jafnt og 6.<br />

Verkefni 10 – <strong>Stærðfræði</strong> með myndum<br />

139


Dagur 2<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Hve margar<br />

núna?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 2A<br />

140


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Hve margar<br />

núna?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 2B<br />

141


Dagur 3<br />

Hversu margar<br />

byrjar þú með ?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Hve margar<br />

núna?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 3A<br />

142


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Hve margar<br />

núna?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 3B<br />

143


Verkefni 11<br />

Sætisgildi með baunum<br />

144


Verkefni 11<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Sætisgildi með baunum<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra hugtakið sætisgildi.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 11<br />

Myndvarpi/skjávarpi<br />

Glæra með baunablaði<br />

Mappa merkt Verkefni 11 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Allir horfa hingað. (Skrifaðu 6 og 13 á töfluna). Sjáið þið þessar tvær tölur?<br />

Veltið þeim aðeins fyrir ykkur. Hver er munurinn á þeim?<br />

Nemendur:<br />

6 þarf bara einn reit en 13 þarf tvo reiti.<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Þessar tvær tölur eru ólíkar á þann hátt að 13 þarf tvo reiti; það<br />

þarf tvo tölustafi til að búa til töluna 13. En 6 þarf bara einn reit. 6 þarf bara<br />

einn reit en 13 þarf tvo reiti.<br />

Þessir reitir hafa sérstakt nafn. Þetta (bentu á 6) er kallað einingasætið<br />

(skrifaðu Einingar á töfluna undir 6). Sex er bara skrifað í einn reit.<br />

Nú skulum við skoða 13. Í 13 eru 3 skrifaðir í einingasætið. (Bentu. Skrifaðu<br />

á töfluna undir 3). Allar tölur hafa tölustaf í einingasætinu. En sjáið þið, 13 er<br />

skrifuð í tvo reiti. (Bentu á 1 í 13). Þetta kallast tugasæti. (Skrifaðu Tugir<br />

á töfluna undir 1 í 13).<br />

Hver man hvernig á að sýna töluna 13 á fingrunum? Sýnið mér 13.<br />

Einingar<br />

145


Verkefni 11<br />

Nemendur:<br />

Sýna 10 fingur og segja 10. Telja síðan áfram 11, 12 og 13 á fingrunum.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Við lyftum upp 10 fingrum og segjum 10 til að sýna töluna 10. Svo<br />

teljum við einingarnar 11, 12 og 13.<br />

Hvaða önnur tala þarf tvo reiti, einingasætið og tugasætið? (Láttu rammana<br />

með orðunum eining og tugur vera á töflunni en þurrkaðu út 13. Skrifaðu<br />

tveggja stafa tölur eftir nemendum á töfluna til að sýna hvar tugir og einingar<br />

eru skrifaðar. Láttu nemendur nota fingur til að sýna hverja tölu. Ræddu hve<br />

margar tíur/tugir eru í hverri tölu og hve margar einingar).<br />

Mjög gott. Spilaspjaldið í dag lítur svona út. (Bentu á vinnuspjald með<br />

verkefni 11). Ég sýni ykkur nú hvernig á að nota það. (Bentu á fyrsta dæmið,<br />

16). Fyrst spyr þjálfarinn: „Hvaða tala?“ Leikmaðurinn svarar 16.<br />

Næst spyr þjálfarinn: „ Hve margir tugir? Sýndu það“. 16 er með einn tug.<br />

Leikmaðurinn tekur einn renning með baunum og setur hann í tugasætið. Á<br />

hverjum renningi eru 10 baunir. (Teldu baunirnar 10 á renningnum). Einn<br />

renningur með baunum er einn tugur.<br />

Þjálfarinn spyr síðan: „Hve margar einingar? Sýndu það.“ Talan 16 hefur 6<br />

einingar. Leikmaðurinn tekur 6 stakar baunir og setur í einingasætið.<br />

Þjálfarinn segir: „Teldu“. Leikmaðurinn telur allar baunirnar á<br />

baunablaðinu og byrjar á tugasætinu. 10 (bentu á renninginn með<br />

baununum), 11, 12, 13, 14, 15, 16. (Bentu á hverja baun).<br />

Svo segir þjálfarinn: „Lestu og sundurliðaðu“.<br />

Leikmaðurinn segir 16 er 1 tugur og 6 einingar.<br />

Nú skulum prófa næsta dæmi. Ég er þjálfarinn og þið leikmenn. (Fáðu<br />

nemanda til að koma og setja baunir á glæruna). Hvaða tala?<br />

Nemendur: 1<strong>1.</strong><br />

146


Verkefni 11<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. „Hve margir tugir?“<br />

Nemendur: <strong>1.</strong><br />

KENNARI:<br />

„Sýndu það.“<br />

Nemendur:<br />

(Setja einn renning með 10 baunum í tugasætið).<br />

KENNARI:<br />

„Hve margar einingar?“<br />

Nemendur: <strong>1.</strong><br />

KENNARI:<br />

„Sýndu það.“<br />

Nemendur:<br />

(Setja eina baun í einingasætið).<br />

KENNARI:<br />

„Teldu.“<br />

Nemendur:<br />

10 (bentu á renninginn), 11 (bentu á lausu baunina).<br />

KENNARI:<br />

„Lestu og sundurliðaðu“.<br />

Nemendur:<br />

11 er einn tugur og 1 eining.<br />

147


Verkefni 11<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfari og<br />

þið eruð leikmenn. (Fáðu nemendur til að koma og setja baunir á glæruna á<br />

myndvarpanum).<br />

Fylgist vel með leikmanninum á meðan hann reiknar dæmið. Hann gæti gert<br />

mistök á mörgum stöðum. Fylgist með mér reikna þetta dæmi (bentu á 12 á<br />

veggspjaldinu). Fylgist vel með. Ef þið sjáið mig gera mistök segið þið:<br />

„Stopp. Þú ruglaðist.“<br />

Sjáum nú til. Ég byrja með 12. Ég þarf að setja tvo renninga með baunum í<br />

tugasætið. (Færðu tvo renninga í tugasætið. Nemendur ættu að segja: „Stopp<br />

þú ruglaðist“). Þið sáuð að ég gerði mistök. Ef leikmaðurinn gerir mistök<br />

þegar hann setur renninga þá skuluð þið stoppa hann. Spyrjið hann aftur:<br />

„Hve margir tugir?“ Biðjið hann að telja renningana og leiðrétta svo hann sé<br />

bara með einn renning. (Sýndu með því að taka einn renning úr tugasætinu).<br />

Nú höldum við áfram með dæmið. Ég þarf að setja tvær baunir í<br />

einingasætið. (Settu 2 baunir í einingasætið). Fylgist með þjálfaranum segja:<br />

„Teldu“.<br />

Sjáiði, ég er með 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12. (Nemendur ættu að segja:<br />

„Stopp. Þú ruglaðist“). Þið tókuð aftur eftir að ég gerði mistök. Þjálfarinn<br />

segir aftur: „Teldu“. Leikmaðurinn telur baunirnar. Leikmaðurinn á ekki að<br />

telja allar baunirnar á renningunum. Hann á bara að segja „10“ og telja síðan<br />

restina. (Sýndu með því að telja 10, 11, 12).<br />

Það er mikilvægt að hjálpa félaga sínum að finna rétta svarið. Það hjálpar<br />

honum ekki að verða betri í stærðfræði ef þú bara segir honum svarið. Í<br />

staðinn skuluð þið hjálpa honum að finna svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

öll leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

148


Verkefni 11<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

149


Tugir Einingar<br />

150


Dagur 1<br />

Hvaða tala?<br />

Hve margir tugir?<br />

Sýndu það<br />

Hve margar<br />

einingar?<br />

Sýndu það<br />

Teldu<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar Tugir Einingar Tugir<br />

Einingar Tugir Einingar Tugir<br />

Einingar Tugir Einingar Tugir<br />

Einingar Tugir Einingar Tugir<br />

Einingar Tugir Einingar Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Verkefni 11 Dagur 1<br />

Tugir Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

151


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En það eru<br />

stærri tölur á spilaspjaldinu.<br />

Sýndu spilaspjald með stærri tölum.<br />

Dæmi: 45<br />

Þjálfari:<br />

Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 45.<br />

Þjálfari:<br />

Hve margir tugir?<br />

Leikmaður: 4 tugir.<br />

Þjálfari:<br />

Sýndu það.<br />

Leikmaður: Tekur 4 renninga og setur í tugasætið á baunablaðinu.<br />

Þjálfari:<br />

Hve margar einingar?<br />

Leikmaður: 5 einingar.<br />

Þjálfari:<br />

Sýndu það.<br />

Leikmaður: Tekur 5 lausar baunir og setur í einingasætið á<br />

baunablaðinu.<br />

Þjálfari:<br />

Teldu.<br />

Leikmaður: (Bendir á renningana) „10, 20, 30, 40“.<br />

(Bendir á lausar baunir) „41, 42 ,43, 44, 45“.<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Lestu og sundurliðaðu.<br />

45 er 4 tugir og 5 einingar.<br />

Verkefni 11 – Sætisgildi með baunum<br />

152


Dagur 2<br />

Hvaða tala?<br />

Hve margir tugir?<br />

Sýndu það<br />

Hve margar<br />

einingar?<br />

Sýndu það<br />

Teldu<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

tugir<br />

tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

einingar<br />

einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir Eningar Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Verkefni 11 Dagur 2<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

153


Dagur 3<br />

Hvaða tala?<br />

Hve margir tugir?<br />

Sýndu það<br />

Hve margar<br />

einingar?<br />

Sýndu það<br />

Teldu<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar Tugir Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Verkefni 11 Dagur 3<br />

Tugir Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

154


Verkefni 12<br />

Sætisgildi með tölustöfum<br />

155


Verkefni 12<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Sætisgildi með tölustöfum<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra tölur með því að nota sætisgildi.<br />

2. Læra að setja tölurnar fram með tölutáknum.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 12<br />

Mappa merkt Verkefni 12 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Í dag vinnum við með nýtt spilaspjald. Allir horfa hingað. (Bentu á<br />

vinnuspjald með verkefni 12). Þetta er spilaspjaldið sem þið vinnið í dag.<br />

Svona á að vinna spilaspjald dagsins. Þjálfarinn bendir á töluna og spyr<br />

„Hvaða tala?“ Þá segir leikmaðurinn töluna. Prófum að gera þetta saman. Ég<br />

er þjálfarinn og þið leikmenn. (Bentu á 7 á veggspjaldinu). „Hvaða tala?“<br />

Nemendur: 7.<br />

KENNARI:<br />

Gott. Talan er 7. (Bentu á vinnuspjald). Sýnum 7 með fingrunum. (Sýndu). Í<br />

dag sýnum við 7 með því að setja 7 strik í þennan reit. (Bentu á reitinn fyrir<br />

einingar). Nú sýni ég ykkur hvernig. (Settu 7 strik í reitinn fyrir einingar).<br />

Þessar 7 einingar eru eins og lausu baunirnar sem við settum í reitinn fyrir<br />

einingarnar á spilaspjaldinu í síðustu viku. Þegar þjálfarinn segir „Skrifaðu<br />

töluna“ þá skrifar leikmaðurinn 7 hér. (Skrifaðu 7 í reitinn fyrir einingar). Það<br />

þarf ekki að skrifa neitt í reitinn fyrir tugi því það eru engir tugir í tölunni 7.<br />

Þegar 0 er í tugasætinu þá skrifum við ekkert í reitinn fyrir tugi. Þið sjáið<br />

aldrei tölu skrifaða 07. (Skrifaðu 07 á töfluna). Að lokum segir þjálfarinn:<br />

„Lestu og sundurliðaðu“. Leikmaðurinn svarar „7 er 0 tugir og 7 einingar“.<br />

156


Verkefni 12<br />

KENNARI:<br />

Nú æfum við þetta. Ég þarf einhvern til þess að vera leikmann. (Fáðu<br />

nemanda til að æfa verkefnið í fyrstu línunni á vinnuspjaldinu).<br />

Stundum er tugur/tía í tölunni. Skoðum nú töluna 10. (Bentu á töluna 10 á<br />

vinnuspjaldinu). Hér er talan 10. (Sýndu 10 með fingrunum. Lyftu upp 10<br />

fingrum). Erum við með tug/tíu?<br />

Nemendur:<br />

Já<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Talan 10 hefur einn tug/tíu. Svo við teiknum einn tug/tíu. Munið að þegar<br />

þið teiknið tug/tíu þá skrifið þið 10 og gerið hring utan um hana. (Sýndu). Þetta er<br />

eins og að lyfta upp 10 fingrum. Við setjum þessa tíu í tugareitinn. Eru<br />

einhverjar einingar í 10?<br />

Nemendur:<br />

Nei.<br />

KENNARI:<br />

Af því það eru engar einingar í 10 þá skrifum við 0 í einingasætið. Hvað eru<br />

margir í tugasætinu?<br />

Nemendur: <strong>1.</strong><br />

KENNARI:<br />

(Skrifar 1 í tugasætið). Hve margir eru í einingasætinu?<br />

Nemendur: 0.<br />

KENNARI:<br />

(Skrifar 0 í einingasætið). Við skrifum 0 í einingasætið af því að það er engin<br />

eining. Við skrifum alltaf 0 þegar ekkert er í einingasætinu. Ef við skrifuðum<br />

157


Verkefni 12<br />

ekki 0 í 10 þá væri talan <strong>1.</strong> (Sýndu á töflunni). Svo segir þjálfarinn: „Lestu og<br />

sundurliðaðu“. Leikmaðurinn svarar með því að segja 10 er einn tugur og<br />

0 einingar. Þið þurfið alltaf að vera viss um að tölurnar sem þið skrifið í<br />

tuga- og einingasætin séu tölurnar sem þið byrjuðuð með.<br />

Nú skulum prófa næsta dæmi. (Bentu á næsta dæmi: 13). Sýnið mér 13 með<br />

fingrunum.<br />

Nemendur: Lyfta 10 fingrum og segja tíu. Svo telja þeir áfram einn fingur í einu: 11, 12, 13.<br />

(setja einn fingur upp í einu um leið og talið er).<br />

KENNARI:<br />

13 hefur einn tug eða tíu og hve marga fingur í viðbót?<br />

Nemendur: 3.<br />

KENNARI:<br />

Rétt hjá ykkur. Við erum með eina tíu. (Lyftu 10 fingrum og segðu tíu.<br />

Teiknaðu eina 10 í reitinn fyrir tugi og settu hring utan um). Svo um leið og þið<br />

teljið setjið þið strik í reitinn fyrir einingar. (Sýndu). Svo þarf að skrifa<br />

tölustafina í reitina. Þið skrifið 1 í tugasætið til að sýna einn tug eða tíu.<br />

Svo skrifið þið 3 í einingasætið til að sýna þrjá í viðbót eða þrjár einingar.<br />

Talan 13 hefur einn tug og þrjár einingar.<br />

Prófum nú aðra tölu. (Bentu á 19 á vinnuspjaldinu). Þetta er talan 19. Er tugur/tía í<br />

henni?<br />

Nemendur:<br />

Já.<br />

KENNARI:<br />

Þá teiknum við 10 og setjum hring utan um töluna. (Teiknaðu 10). Við<br />

skrifum 10 og teiknum hring utan um hana. Við setjum þessa 10 í tugasætið.<br />

158


Verkefni 12<br />

Þetta sýnir að 19 hefur tug/tíu í sér. Svo setjum við strik fyrir einingarnar í<br />

einingasætið: 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19. (Sýndu).<br />

Svo segir þjálfarinn: „Skrifaðu töluna“. Leikmaðurinn skrifar 1 í tugasætið til<br />

að sýna einn tug/tíu og 9 í einingasætið til að sýna níu í viðbót. Að lokum segir<br />

þjálfarinn: „Lestu og sundurliðaðu“.<br />

Leikmaðurinn svarar þá 19 er einn tugur og níu einingar.<br />

Ef ykkur finnst erfitt að teikna tölurnar þá gætuð þið prófað að sýna töluna<br />

með fingrunum til að vita hve marga tugi eða einingar á að teikna. Ef þið<br />

eruð með töluna 14 þá sýnið þið einn tug/tíu með fingrunum og bætið fjórum<br />

fingrum við með því að lyfta einum í einu. (Sýndu). Svo þið teiknið einn tug/tíu og<br />

gerið hring utan um hana og teiknið fjögur strik. (Sýndu).<br />

Þið getið líka prófað að skoða töluna vel. Þegar talan er bara einn tölustafur<br />

þá þarf ekki að teikna tug/tíu með hring utan um. Þá teiknið þið bara nógu mörg<br />

stik til að sýna töluna. Skoðum töluna 4. Það þarf bara að teikna 4 strik.<br />

Þegar talan er tveggjastafa þá byrjið þið á að teikna fyrri tölustafinn. Hann<br />

segir til um hve margir tugir/tíur eru í tölunni og hvað þarf að teikna marga tugi/tíur<br />

með hring utan um. Skoðum töluna 13. Talan 1 sýnir að það á að teikna einn<br />

tug/tíu. (Bentu á 1 í 13). Nú skoðum við seinni töluna. Hún sýnir hve margar<br />

einingar eru í tölunni og hve mörg strik þarf að teikna. Í tölunni 13 sýnir 3 að<br />

það þarf að teikna 3 strik. (Bentu á 3 í 13).<br />

Skoðum nú fleiri tölur. Ég verð þjálfarinn og fæ einhvern til að vera<br />

leikmaður. (Fáðu nemanda til að koma og æfa á vinnuspjaldinu. Haltu áfram<br />

þar til þér finnst allir nemendur skilja verkefnið). Nú ætla ég að fá <strong>PALS</strong> par til<br />

að koma og vinna verkefnið. (Fáðu <strong>PALS</strong> pör til að sýna).<br />

Fylgist vel með leikmanninum á meðan hann reiknar dæmið. Hann gæti gert<br />

mistök á mörgum stöðum. Fylgist með mér reikna þetta dæmi (bentu á 12 á<br />

vinnuspjaldinu). Fylgist vel með. Ef þið sjáið mig gera mistök segið þið:<br />

„Stopp. Þú ruglaðist“.<br />

Sjáum nú til. Ég byrja með 12. (Teiknaðu tvær tíur/tugi með hring utan um í<br />

tugasætið. Nemendur ættu að segja „Stopp þú ruglaðist“). Þið sáuð að ég<br />

gerði mistök. Ef leikmaðurinn gerir mistök þegar hann teiknar tíu/tug þá skuluð<br />

159


Verkefni 12<br />

þið stoppa hann. Spyrjið hann aftur: „Hvaða tala?“ Biðjið hann að telja<br />

tíurnar/tugina og leiðrétta svo hann sé bara með eina tíu. (Sýndu með því að<br />

stroka út eina tíu úr tugasætinu).<br />

KENNARI:<br />

Nú höldum við áfram með dæmið. (Teiknaðu eitt strik í einingasætið.<br />

Nemendur ættu að segja: „Stopp. Þú ruglaðist“). Þið tókuð aftur eftir að ég<br />

gerði mistök. Nú spyrjið þið leikmanninn aftur: „Hvaða tala?“ Fáið<br />

leikmanninn til að telja aftur einingarnar sínar. Fáið hann til að laga svo hann<br />

hafi svö strik í reitnum fyrir einingar. (Sýndu með því að bæta við öðru striki í<br />

reitinn fyrir einingar). Nú höldum við áfram með dæmið. Takið eftir þegar<br />

þjálfarinn segir: „Skrifaðu töluna“. Sjáiði ég er með eina tíu/tug. (Skrifaðu 1 í<br />

reitinn fyrir tugi). Ég á tvær einingar. (Skrifaðu 2 í reitinn fyrir einingar). Að<br />

lokum segir þjálfarinn: „Lestu og sundurliðaðu“. Talan 12 er 1 tugur og 2 einingar.<br />

Það er mikilvægt að hjálpa félaga sínum að finna rétta svarið. Það hjálpar<br />

honum ekki að verða betri í stærðfræði ef þú bara segir honum svarið. Í<br />

staðinn skuluð þið hjálpa honum að finna svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

160


Verkefni 12<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

161


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En það eru<br />

stærri tölur á spilaspjaldinu.<br />

Sýndu hvernig á að sýna tölur stærri en 19 (s.s. 20, 25, 30, 36,<br />

40, 41, 50 og 53) með því að teikna tíur/tugi og setja hring utan<br />

um og teikna strik fyrir einingar. Haldið áfram að æfa tölur 0<br />

– 50 ef þörf krefur.<br />

Dæmi: 36<br />

Þjálfari:<br />

Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 36.<br />

Þjálfari:<br />

Teiknaðu hve margir.<br />

Leikmaður: Teiknar þrjár tíur með hring utan um í reitinn fyrir tugi.<br />

Teiknar 6 stik í reitinn fyrir einingar.<br />

Þjálfari:<br />

Skrifaðu töluna.<br />

Leikmaður: Skrifar 3 í tugasætið og 6 í einingasætið.<br />

Þjálfari:<br />

Lestu og sundurliðaðu.<br />

Leikmaður: Talan 36 er 3 tugir og 6 einingar.<br />

Verkefni 12 – Sætisgildi með tölustöfum<br />

164


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Skrifaðu<br />

töluna<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Tugir Einingar<br />

Tugir Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir Einingar<br />

Tugir Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir Einingar<br />

Tugir Einingar<br />

Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Verkefni 12<br />

Dagur 2B<br />

166


Dagur 3<br />

Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Skrifaðu<br />

töluna<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Verkefni 12<br />

Dagur 3A<br />

167


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Skrifaðu<br />

töluna<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar Tugir Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar Tugir Einingar<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Tugir<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Einingar<br />

Verkefni 12<br />

Dagur 3B<br />

168


Verkefni 13<br />

Samlagning tveggja talna<br />

169


Verkefni 13<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Samlagning tveggja talna<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra að leggja saman í talnahúsi (dálkum).<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 13<br />

Talnalína kennara<br />

Mappa merkt Verkefni 13 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Rifjum upp. (Skrifaðu + á töfluna) Hvað heitir þetta merki?<br />

Nemendur:<br />

Plúsmerki.<br />

KENNARI:<br />

Frábært. Hvað þýðir plúsmerkið?<br />

Nemendur:<br />

Að bæta við<br />

Meira<br />

Meira í lokin en í byrjun<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Í dag vinnum við með spilaspjald með samlagningardæmum.<br />

Fljótleg aðferð við að leggja saman er að telja áfram. (Þú getur sýnt nokkrar<br />

aðferðir við að leggja saman). Skoðum dæmið 6 + 2 = __. (Skrifaðu 6 + 2 á<br />

töfluna). Finnið stærri töluna, 6. Setjið hring utan um hana (settu hring utan<br />

um 6) og segðu sex. Síðan teljið þið áfram eins og minni talan segir (bentu á<br />

2): 7, 8. (Teldu á fingrunum, einum í einu, á meðan þú telur áfram). Svo 6 + 2 =<br />

8. Prófum 5 + 3 =__. (Skrifaðu dæmið á töfluna). Hvor talan er stærri?<br />

170


Verkefni 13<br />

Nemendur: 5.<br />

KENNARI:<br />

Setjið hring utan um 5. (Sýndu). Segið 5 og teljið áfram eins og minni talan<br />

segir til um. (Bentu á 3): 6, 7, 8. (Teldu á fingrunum, einum í einu, á meðan þú<br />

telur áfram). Svo 5 + 3 8.<br />

Núna skulum við skoða dæmið 2 + 4. (Skrifaðu dæmið á töfluna). Hvor talan<br />

er stærri?<br />

Nemendur: 4.<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Stundum er seinni talan stærri. Svo þið byrjið á seinni tölunni.<br />

Sjáiði. Setjið hring utan um stærri töluna, 4. (Sýndu). Segið 4 og teljið áfram<br />

eins og minni talan segir til um. (Bentu á 2): 5, 6. (Teldu á fingrunum, einum í<br />

einu, á meðan þú telur áfram).<br />

Þetta er fljótleg leið við að leggja saman. Það skiptir ekki máli hvort stærri<br />

talan er á undan í dæminu eða á eftir. Við byrjum alltaf á að setja hring utan<br />

um stærri töluna.<br />

Þið getið líka farið yfir dæmið ykkar með því að nota talnalínu. Í dæminu 6 +<br />

2 eigið þið að byrja með stærri töluna 6. Finnið 6 á talnalínunni og segið 6.<br />

Svo teljið þið 2 áfram á talnalínunni: 7, 8. Svarið er 8. (Æfið fleiri<br />

samlagningardæmi og notið talnalínuna).<br />

Þetta er spilaspjaldið í dag. (Sýndu vinnuspjald með verkefni 13). Hvert dæmi<br />

hefur reiti til að skrifa svörin í. Við annan reitinn stendur „einingar“ (bentu).<br />

Við hinn reitinn stendur „tugir“ (bentu).<br />

Ég ætla sýna ykkur hvernig á að skrifa svörin í reitina. Skoðum fyrsta dæmið.<br />

(Bentu á 2 + 7 á vinnuspjaldinu). Ég verð þjálfarinn og ________ (veldu<br />

sterkan nemanda) verður leikmaðurinn. Þjálfarinn segir: „Bætir þú við eða<br />

tekur þú af?“ (Bentu á + merkið í fyrsta dæminu á vinnuspjaldinu).<br />

Nemendur:<br />

Bætum við.<br />

171


Verkefni 13<br />

KENNARI:<br />

Flott. Þá segir þjálfarinn: „Lestu dæmið“.<br />

Nemendur: 2 + 7.<br />

KENNARI:<br />

Þá bætir leikmaðurinn við. ___________ (getumikill nemandi) sýnir hvernig á<br />

að leggja saman 2 + 7 með því að telja áfram).<br />

Nemendur:<br />

Setur hring utan um 7, segir sjö og telur áfram það sem bætt er við. (Teldu á<br />

fingrunum, einum í einu, á meðan þú telur áfram).<br />

KENNARI:<br />

Frábært. Þá segir þjálfarinn: „Skrifaðu svarið“.<br />

Nemendur:<br />

Skrifar 9 í reitinn fyrir einingar.<br />

KENNARI: 2 + 7 9. Í 9 er engin tía/tugur. Þegar við skrifum svarið fer þess vegna ekkert í<br />

tugasætið. 9 fer í reitinn fyrir einingar. Það síðasta sem þjálfarinn segir er:<br />

„Lestu og sundurliðaðu“.<br />

Nemendur: 2 + 7 9. 9 er enginn tugur og 9 einingar.<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. (Reiknaðu næsta dæmi á vinnuspjaldinu. Þú ert þjálfari og annar<br />

getumikill nemandi leikmaður).<br />

Nú skulum við líta á dæmi þar sem svarið hefur í sér tíu/tug. Skrifa þarf svarið í<br />

bæði tuga- og einingasætin. (Reiknið þriðja dæmið á vinnuspjaldinu 3 + 8.<br />

Þegar þið reiknið þetta dæmi á vinnuspjaldinu eru nemendur þjálfarar og þú<br />

leikmaður.<br />

Svarið er 1<strong>1.</strong> Sýnið mér 11 með fingrunum. Hefur talan 11 tíu/tug í sér?<br />

172


Verkefni 13<br />

Nemendur:<br />

Já<br />

KENNARI: Vel gert. Talan 11 hefur tíu/tug í sér. Hve margar tíur/tugir eru í tölunni 11?<br />

Nemendur: <strong>1.</strong><br />

KENNARI:<br />

Rétt hjá ykkur. Í tölunni 11 er ein tía/tugur. Svo við skrifum 1 í tugasætið. (Sýndu).<br />

Þetta þýðir ein tía. Eru einhverjar einingar í 11?<br />

Nemendur: <strong>1.</strong><br />

KENNARI:<br />

Rétt svo við skrifum 1 í einingasætið. (Sýndu). Hvað segir þjálfarinn næst?<br />

Nemendur:<br />

„Lestu og sundurliðaðu“.<br />

KENNARI: Rétt. Svo ég segi (bentu á vinnuspjaldið um leið og þú sýnir) 3 + 8 11, talan<br />

11 er einn tugur og ein eining. Nú skulum við prófa annað dæmi. (Farðu eins í<br />

gegnum dæmið 5 + 5 svo nemendur fái meiri æfingu í að leysa dæmi með<br />

tveggja stafa svari).<br />

Það er mikilvægt að leiðrétta félaga sinn ef hann gerir villu. Ef hann gerir<br />

villu skaltu segja: „Stopp þú ruglaðist. Bættu aftur við.“ Svo skaltu hjálpa<br />

leikmanninum að telja áfram. Þú getur líka hjálpað honum að nota<br />

talnalínuna.<br />

Segjum að leikmaðurinn hafi skrifað þetta (skrifaðu rangt svar við fimmta eða<br />

næsta dæmi á vinnuspjaldinu: 3 + 4<br />

9). Þjálfarinn segir: „Stopp þú ruglaðist.<br />

Bættu aftur við.“ Þjálfarinn getur hjálpað leikmanninum með því að spyrja<br />

hann: „ Hvor talan er stærri?“<br />

173


Verkefni 13<br />

Þá getur þjálfarinn hjálpað leikmanninum með því að segja honum að setja<br />

hring utan um 4, segja fjórir og telja áfram það sem upp á vantar (bentu á 3):<br />

5, 6, 7. (Sýndu á fingrunum).<br />

KENNARI:<br />

Það er mikilvægt að segja ekki leikmanninum rétta svarið. Heldur hjálpa<br />

honum að finna rétta svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

174


Verkefni 13 Dagur 1A<br />

Dagur 1<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Tugir Einingar Tugur Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu svarið<br />

Tugir Einingar Tugur Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

175


Verkefni 13 Dagur 1B<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

g<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu svarið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

176


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En stundum<br />

vantar reitina fyrir tugi og einingar. Þið vinnið samt<br />

verkefnin á sama hátt og áður.<br />

Sýndu hvernig á að skrifa svör við dæmum þar sem vantar<br />

reiti fyrir tugi og einingar. (Æfðu 4. dæmið).<br />

Dæmi: 1 + 5 ______<br />

Þjálfari:<br />

Bætir þú við eða tekur þú af? (Bentu á + merkið)<br />

Leikmaður: Bæti við.<br />

Þjálfari:<br />

Lestu dæmið.<br />

Leikmaður: 1 + 5<br />

Þjálfari:<br />

Skrifaðu svarið.<br />

Leikmaður: Skrifar svarið 6.<br />

Þjálfari:<br />

Lestu og sundurliðaðu.<br />

Leikmaður: 1 + 5 6, 6 er engir tugir og 6 einingar.<br />

Verkefni 13 – Samlagning tveggja talna<br />

177


Dagur 2<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú af?<br />

Verkefni 13 Dagur 2A<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

178


Bætir þú við<br />

eða tekur þú af?<br />

Verkefni 13 Dagur 2B<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

179


Verkefni 13 Dagur 3A<br />

Dagur 3<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú af?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

180


Bætir þú við<br />

eða tekur þú af?<br />

Verkefni 13 Dagur 3B<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

181


Verkefni 14<br />

Frádráttur tveggja talna<br />

182


Verkefni 14<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Frádráttur tveggja talna<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

2. Læra að draga frá í talnahúsi (dálkum).<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 14<br />

Talnalína kennara<br />

Mappa merkt Verkefni 14 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Rifjum upp. (Skrifaðu – á töfluna). Hvað heitir þetta merki?<br />

Nemendur:<br />

Mínusmerki.<br />

KENNARI:<br />

Frábært. Hvað þýðir mínusmerkið?<br />

Nemendur:<br />

Að taka í burtu<br />

Minna í lokin en í byrjun<br />

Einhver fer<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Í dag vinnum við með spilaspjald með frádráttardæmum,<br />

dæmum þar sem tekið er í burtu. Ein aðferð við að taka í burtu er að teikna<br />

strik. (Þú getur sýnt nokkrar aðferðir við að draga frá). Skoðum dæmið 7 – 2.<br />

(Skrifaðu 7 – 2 á töfluna). Finnið stærri töluna, 7 og teiknið 7 strik. (Sýndu). Til<br />

að taka í burtu 2 þá strikið þið yfir tvö af strikunum sem þið teiknuðuð.<br />

Prófum annað dæmi; 8 – 4. (Skrifaðu dæmið á töfluna). Hvor talan er stærri?<br />

183


Verkefni 14<br />

Nemendur: 8.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. Teiknið 8 strik til að sýna hvað þið byrjið með marga. (Sýndu). Hve<br />

marga takið þið í burtu?<br />

Nemendur: 4.<br />

KENNARI:<br />

Til að taka í burtu 4 þá strikið þið yfir fjögur strik af þeim 8 sem þið teiknið.<br />

(Sýndu).<br />

Önnur leið til að taka í burtu er að nota fingurna. Nú skulum við prófa að<br />

reikna saman dæmið 8 – 4. (Skrifaðu dæmið á töfluna). Þið byrjið aftur á<br />

stærri tölunni? Hvor talan er stærri?<br />

Nemendur: 8.<br />

KENNARI:<br />

Í staðinn fyrir að teikna 8 strik þá réttið þið upp 8 fingur. (Sýndu). Hve marga<br />

takið þið í burtu?<br />

Nemendur: 4.<br />

KENNARI:<br />

Í stað þess að strika yfir fjögur strik þá setjið þið fjóra fingur niður. (Sýndu.<br />

Æfðu fleiri frádráttardæmi á fingrunum ef þess þarf).<br />

Þetta er spilaspjaldið í dag. (Sýndu vinnuspjald með verkefni 14). Hvert dæmi<br />

hefur reiti til að skrifa svörin í. Við annan reitinn stendur „einingar“ (bentu).<br />

Við hinn reitinn stendur „tugir“ (bentu).<br />

184


Verkefni 14<br />

Ég ætla sýna ykkur hvernig á að skrifa svörin í reitina. Skoðum fyrsta dæmið.<br />

(Bentu á 6 – 2 á vinnuspjaldinu). Ég verð þjálfarinn og ________ (veldu sterkan<br />

nemanda) verður leikmaðurinn. Þjálfarinn segir: „ Bætir þú við eða tekur þú af?“<br />

(Bentu á – merkið í fyrsta dæminu á vinnuspjaldinu).<br />

Nemendur:<br />

Tökum í burtu.<br />

KENNARI:<br />

Flott. Þá segir þjálfarinn: „Lestu dæmið“.<br />

Nemendur: 6 – 2.<br />

KENNARI:<br />

Þá tekur leikmaðurinn í burtu. ___________ (sterkur nemandi) sýnir hvernig<br />

á að reikna 6 – 2 = __ með því að teikna strik.<br />

Nemendur:<br />

Teiknar 6 strik og strikar yfir tvö.<br />

KENNARI:<br />

Frábært. Þá segir þjálfarinn: „ Skrifaðu svarið“.<br />

Nemendur:<br />

Skrifar 4 í reitinn fyrir einingar.<br />

KENNARI:<br />

6 – 2 = 4. Talan 4 er skrifuð í einn reit. Í svarinu er engin tía með hring utan<br />

um. Þess vegna er ekkert skrifað í tugareitinn og við skrifum 4 í reitinn fyrir<br />

einingar. Það síðasta sem þjálfarinn segir er: „Lestu og sundurliðaðu“.<br />

Nemendur:<br />

6 – 2 = 4. 4 er enginn tugur og 4 einingar.<br />

185


Verkefni 14<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. (Fáðu sterkan nemanda til að koma og reikna næsta dæmi á<br />

vinnuspjaldinu. Þú ert þjálfari og nemandinn leikmaður).<br />

Nú skulum við líta á dæmi þar sem svarið er skrifað í tvo reiti, bæði tuga- og<br />

einingareitina. (Reiknið þriðja dæmið á veggspjaldinu, 12 – 1 = __. Þegar þið<br />

reiknið þetta dæmi á vinnuspjaldinu eru nemendur þjálfarar og þú leikmaður.<br />

Svarið er 1<strong>1.</strong> Sýnið mér 11 með fingrunum. Hefur talan 11 tíu/tug í sér?<br />

Nemendur:<br />

Já<br />

KENNARI: Vel gert. Talan 11 hefur tíu/tug í sér. Hve margar tíur/tugir eru í tölunni 11?<br />

Nemendur: <strong>1.</strong><br />

KENNARI:<br />

Rétt hjá ykkur. Í tölunni 11 er ein tía/tugur. Svo við skrifum 1 í tugasætið. (Sýndu).<br />

Þetta þýðir ein tía/tugur. Eru einhverjar einingar í 11?<br />

Nemendur: <strong>1.</strong><br />

KENNARI:<br />

Nemendur:<br />

Rétt. Svo að við skrifum 1 í einingasætið. (Sýndu). Hvað segir þjálfarinn<br />

næst?<br />

„Lestu og sundurliðaðu“.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. Svo ég segi (bentu á vinnuspjaldið um leið og þú sýnir) 12 – 1 = 11, talan<br />

11 er einn tugur og ein eining. Nú skulum við prófa annað dæmi. (Farðu á<br />

sama hátt í gegnum dæmið 12 – 2 = __ svo nemendur fái meiri æfingu í að<br />

leysa dæmi með tveggja stafa svari).<br />

186


Verkefni 14<br />

Það er mikilvægt að leiðrétta félaga sinn ef hann gerir villu. Ef hann gerir<br />

villu skaltu segja: „Stopp þú ruglaðist. Dragðu aftur frá“. Svo skaltu hjálpa<br />

leikmanninum að taka í burtu með því að nota fingurna eða teikna strik.<br />

KENNARI:<br />

Segjum að leikmaðurinn hafi skrifað þetta (skrifaðu rangt svar við fimmta eða<br />

næsta dæmi á veggspjaldinu: 5 –3 = 3). Þjálfarinn segir: „Stopp, þú ruglaðist.<br />

Dragðu aftur frá“. Þjálfarinn getur hjálpað leikmanninum með því að spyrja<br />

hann: „Hvor talan er stærri?“<br />

Þá getur þjálfarinn hjálpað leikmanninum með því að segja honum að teikna<br />

5 strik. Leikmaðurinn setur strik yfir 3 af 5 strikunum og telur þau sem eftir<br />

eru.<br />

Það er mikilvægt að segja ekki leikmanninum rétta svarið. Heldur hjálpa<br />

honum að finna rétta svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

187


KENNARI:<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

188


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 1A<br />

Dagur 1<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

189


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 1B<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

190


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En stundum<br />

vantar reitina fyrir tugi og einingar. Þið vinnið samt<br />

verkefnin á sama hátt og áður.<br />

Sýndu hvernig á að skrifa svör við dæmum þar sem vantar<br />

reiti fyrir tugi og einingar. (Æfðu fjórða dæmið).<br />

Dæmi: 5 – 4 ______<br />

Þjálfari:<br />

Bætir þú við eða tekur þú af? (Bentu á – merkið).<br />

Leikmaður: Tek af.<br />

Þjálfari:<br />

Lestu dæmið.<br />

Leikmaður: 5 – 4<br />

Þjálfari:<br />

Skrifaðu svarið.<br />

Leikmaður: Skrifar svarið <strong>1.</strong><br />

Þjálfari:<br />

Lestu og sundurliðaðu.<br />

Leikmaður: 5 – 4 1, 1 er engir tugir og 1 eining.<br />

Verkefni 14 – Frádráttur tveggja talna<br />

191


Dagur 2<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 2A<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

192


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 2B<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

193


Dagur 3<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 3A<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

194


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 3B<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

195


Verkefni 15<br />

Samlagning tveggja stafa<br />

talna<br />

196


Verkefni 15<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Samlagning tveggja stafa talna<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra að leggja saman tveggja stafa tölur.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 15<br />

Mappa merkt Verkefni 15 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Hvað heitir þetta merki? (Bentu á plúsmerkið í fyrsta dæminu).<br />

Nemendur:<br />

Plúsmerki.<br />

KENNARI:<br />

Frábært. Hvað þýðir plúsmerkið?<br />

Nemendur:<br />

Að bæta við<br />

Meira bætist við<br />

Meira er í lokin en í byrjun<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Fljótleg aðferð við að leggja saman er að telja áfram. (Þú getur<br />

sýnt nokkrar aðferðir við að leggja saman). Skoðum dæmið 6 + 2 = __.<br />

(Skrifaðu 6 + 2 = __ á töfluna). Finnið stærri töluna, 6. Setjið hring utan um<br />

hana (settu hring utan um 6) og segið sex. Síðan teljið þið áfram eins og<br />

minni talan segir (bentu á 2): 7, 8. (Teldu á fingrunum, einum í einu, á meðan<br />

þú telur áfram). Svo 6 + 2 8.<br />

197


Verkefni 15<br />

Það er rétt. Stundum er seinni talan stærri talan. (Skrifaðu 2 + 4 = __ á<br />

töfluna). Sjáið. Setjið hring utan um töluna, 4. (Sýndu). Nú teljið þið það sem<br />

upp á vantar. (Bentu á 2): 5, 6. (Teldu á fingrunum, einum í einu, á meðan þú<br />

telur áfram).<br />

Þetta er fljótleg leið við að leggja saman. Það skiptir ekki máli hvort stærri<br />

talan er á undan í dæminu eða á eftir. Við byrjum alltaf á að setja hring utan<br />

um stærri töluna.<br />

KENNARI: Þið getið líka farið yfir dæmið ykkar með því að nota talnalínu. Í dæminu 6 +<br />

2 = __ eigið þið að byrja með stærri töluna, 6. Til að bæta við 2 þá teljið þið 2<br />

áfram á talnalínunni: 7, 8. Svarið er 8. (Æfið fleiri samlagningardæmi og notið<br />

talnalínuna ef þarf).<br />

Sjáið þið hér. (Sýndu vinnuspjald með verkefni 15). Þessi dæmi eru eins og<br />

dæmin sem við höfum unnið nema hvað tölurnar eru stærri. (Bentu á<br />

vinnuspjaldið).<br />

Þegar svona dæmi eru reiknuð þá er alltaf byrjað á að leggja saman<br />

einingarnar. Við byrjum alltaf á hólfinu fyrir einingarnar. Hvar byrjum við<br />

alltaf?<br />

Nemendur:<br />

Á hólfinu fyrir einingarnar.<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Hver getur bent á tölurnar í einingasætinu. (Bentu á fyrsta dæmið<br />

á vinnuspjaldinu og fáðu nemanda til þín og láttu hann benda á 9 og 0).<br />

Rétt. Níu og núll eru í einingasætinu.<br />

Jæja (bentu á vinnuspjaldið), byrjum á einingunum. (Sýndu með því að telja<br />

áfram á vinnuspjaldinu). Næst leggjum við saman tugina. (Sýndu með því að<br />

telja áfram á vinnuspjaldinu).<br />

(Ef nemendur eiga erfitt með að greina á milli eininga- og tugasætis þá getur<br />

verið gott að láta þá setja strik á milli sætishólfanna til að hjálpa þeim að<br />

reikna dæmið. Sýndu nemendum hvernig það er gert).<br />

198


Verkefni 15<br />

Nú ætla ég að sýna ykkur hvernig þið og <strong>PALS</strong> félagar ykkar vinnið næsta<br />

spilaspjald. Þjálfarinn byrjar á að spyrja: „Bætir þú við eða tekur þú af?“<br />

Leikmaðurinn skoðar merkið og svarar þjálfara. Í þessu dæmi (bentu á<br />

merkið í dæmi tvö á vinnuspjaldinu), bætir þú við eða tekur þú af?<br />

Nemendur:<br />

Bætum við.<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Þá spyr þjálfarinn: „Hvar byrjar þú?“ Hvar byrjum við alltaf?<br />

Nemendur:<br />

Á einingasætinu.<br />

KENNARI:<br />

Það er mjög mikilvægt að muna að byrja á einingunum.(Bentu á hólfið fyrir<br />

einingar). Hvað eru 3 + 2?<br />

Nemendur: 5.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Næst segir þjálfarinn: „Skrifaðu það“. Leikmaðurinn skrifar 5 í<br />

einingasætið. (Skrifaðu 5 í einingahólfið). Þjálfarinn spyr síðan: „Hvert<br />

færir þú þig næst?“ Það er búið að leggja saman einingar í einingasætinu svo<br />

hvert förum við næst?<br />

Nemendur:<br />

Í tugasætið.<br />

KENNARI: Nú leggið þið saman 2 + <strong>1.</strong> (Bentu á tugahólfið). Hvað eru 2 + 1?<br />

Nemendur: 3.<br />

199


Verkefni 15<br />

KENNARI:<br />

Næst segir þjálfarinn: „Skrifaðu það“. Leikmaðurinn skrifar 3 í tugasætið.<br />

(Skrifaðu 3 í tugahólfið). Að síðustu segir þjálfarinn: „Lestu og sundurliðaðu“.<br />

Leikmaðurinn les dæmið 23 + 12 = 35, 35 eru 3 tugir og 5 einingar. Lesum nú<br />

dæmið saman.<br />

Nemendur:<br />

23 + 12 = 35, 35 eru 3 tugir og 5 einingar.<br />

KENNARI:<br />

Skoðum nú þetta dæmi. (Bentu á þriðja dæmið, 31 + 8). Ég verð þjálfarinn en<br />

þið leikmenn. Þjálfarinn spyr: „Bætir þú við eða tekur þú af?“<br />

Nemendur:<br />

Bætum við.<br />

KENNARI:<br />

Gott. „Hvar byrjar þú?“<br />

Nemendur:<br />

Á einingunum.<br />

KENNARI: Hvað er 1 + 8?<br />

Nemendur: 9.<br />

KENNARI:<br />

Næst skaltu skrifa svarið. (Fáðu nemanda til að skrifa 9 í einingasætið).<br />

Nemandi:<br />

Skrifar 9 í einingasætið.<br />

KENNARI:<br />

Alveg rétt. Leikmaðurinn skrifar 9 í einingasætið. „Hvert færir þú þig næst?“<br />

200


Verkefni 15<br />

Nemendur:<br />

Í tugasætið.<br />

KENNARI: Skoðum nú tugahólfið. Þar er bara ein tala, 3. Hverju er bætt við 3?<br />

Nemendur:<br />

Engu<br />

Núll<br />

KENNARI:<br />

Gott. Það er engin tala undir tölunni 3. Ekkert er eins og núll. Svo við<br />

reiknum 3 + 0. Hvað eru 3 + 0?<br />

Nemendur: 3.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Það er mikilvægt að leiðrétta félaga sinn ef hann gerir villu. Ef hann<br />

gerir villu skaltu segja: „Stopp þú ruglaðist. Bættu aftur við“. Svo skaltu<br />

hjálpa leikmanninum að telja áfram. Þú getur líka hjálpað honum að nota<br />

talnalínuna.<br />

Segjum að leikmaðurinn hafi skrifað þetta. (Skrifaðu rangt svar við fjórða eða<br />

næsta dæmi á veggspjaldinu: 32 + 26 . Leikmaðurinn gerði tvær villur.<br />

Þjálfarinn bendir á fyrri villuna og segir: „Stopp þú ruglaðist. Bættu aftur<br />

við“. Þjálfarinn getur hjálpað leikmanninum með því að spyrja hann: „Hvor<br />

talan er stærri?“<br />

Þá getur þjálfarinn hjálpað leikmanninum með því að segja honum að setja<br />

hring utan um 6 og telja áfram: 6, 7, 8. (Sýndu á fingrunum).<br />

Þá bendir þjálfari á tugasætið og segir: „Stopp þú ruglaðist. Bættu aftur við“.<br />

Þjálfarinn hjálpar leikmanninum með því að biðja hann um að setja hring<br />

utan um 3 og telja áfram; 3, 4, 5. (Sýndu á fingrunum).<br />

201


Mundu að það er mikilvægt að segja ekki leikmanninum rétta svarið. Heldur<br />

hjálpa honum að finna rétta svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

KENNARI:<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

202


Dagur 1<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 15 Dagur 1A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

203


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 15 Dagur 1B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

204


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En stundum<br />

vantar reitina fyrir tugi og einingar. Þið vinnið samt<br />

verkefnin á saman hátt og áður.<br />

Sýndu hvernig á að skrifa svör við dæmum þar sem vantar<br />

reiti fyrir tugi og einingar. (Æfðu fjórða dæmið).<br />

Dæmi: 72 + 13 ______<br />

Þjálfari:<br />

Bætir þú við eða tekur þú af? (Bentu á + merkið)<br />

Leikmaður: Bæti við.<br />

Þjálfari:<br />

Hvar byrjar þú?<br />

Leikmaður: Á einingunum. Legg saman tölurnar í einingasætinu,<br />

2 + 3 5.<br />

Þjálfari:<br />

Skrifaðu það.<br />

Leikmaður: Skrifar svarið 5.<br />

Þjálfari:<br />

Hvert færir þú þig næst?<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Í tugasætið. Legg saman tölurnar í tugasætinu,<br />

7 + 1 8.<br />

Skrifaðu það.<br />

Leikmaður: Skrifar svarið 8.<br />

Þjálfari:<br />

Lestu og sundurliðaðu?<br />

Leikmaður: 72 + 13 85, 85 eru 8 tugir og 5 einingar.<br />

Verkefni 15 – Samlagning tveggja stafa talna<br />

205


Dagur 2<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 15 Dagur 2A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

206


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 15 Dagur 2B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

207


Dagur 3<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 15 Dagur 3A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

208


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 15 Dagur 3B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

209


Verkefni 16<br />

Frádráttur tveggja stafa<br />

talna<br />

210


Verkefni 16<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Frádráttur tveggja stafa talna<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra frádrátt tveggja stafa talna.<br />

Gögn:<br />

Vinnuspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 16<br />

Mappa merkt Verkefni 16 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Hvað heitir þetta merki? (Bentu á mínusmerkið í fyrsta dæminu).<br />

Nemendur:<br />

Mínusmerki.<br />

KENNARI:<br />

Frábært. Hvað þýðir mínusmerkið?<br />

Nemendur:<br />

Að taka í burtu<br />

Einhver fer<br />

Minna í lokin en í byrjun<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Í dag vinnum við með spilaspjald með frádráttardæmum. Ein<br />

aðferð við að taka í burtu er að teikna strik. (Þú getur sýnt nokkrar aðferðir<br />

við að draga frá). Skoðum dæmið 8 – 4. (Skrifaðu 8 – 4 á töfluna). Þið finnið<br />

stærri töluna, 8 og teiknið 8 strik. (Sýndu). Til að taka í burtu 4 þá strikið þið<br />

yfir fjögur af strikunum sem þið teiknuðuð.<br />

Munið að önnur leið til að draga frá er að nota fingurna. Prófum sama<br />

dæmið: 8 – 4. (Skrifaðu dæmið á töfluna). Þið haldið áfram að byrja á stærri<br />

tölunni. Hvor talan er stærri?<br />

211


Verkefni 16<br />

Nemendur: 8.<br />

KENNARI:<br />

Rétt. Teiknið 8 strik til að sýna hvað þið byrjið með marga. (Sýndu). Hve<br />

marga takið þið í burtu?<br />

Nemendur: 4.<br />

KENNARI:<br />

Til að taka í burtu 4 þá strikið þið yfir fjögur strik af þeim 8 sem þið<br />

teiknuðuð. (Sýndu).<br />

Önnur leið til að taka í burtu er að nota fingurna. Nú skulum við prófa að<br />

reikna saman dæmið 8 – 4. (Skrifaðu dæmið á töfluna). Þið byrjið aftur á<br />

stærri tölunni? Hvor talan er stærri?<br />

Nemendur: 8.<br />

KENNARI:<br />

Í staðinn fyrir að teikna 8 strik þá réttið þið upp 8 fingur. (Sýndu). Hve marga<br />

takið þið í burtu?<br />

Nemendur: 4.<br />

KENNARI:<br />

Í stað þess að strika yfir fjögur strik þá setjið þið fjóra fingur niður. (Sýndu.<br />

Æfðu fleiri frádráttardæmi á fingrunum ef þess þarf).<br />

Sjáið hér. (Sýndu vinnuspjald með verkefni 16). Þegar þið vinnið svona dæmi<br />

þá byrjið þið alltaf á hólfinu fyrir einingar. Hvar byrjið þið alltaf?<br />

Nemendur:<br />

Í hólfinu fyrir einingarnar.<br />

212


Verkefni 16<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Hver getur bent á tölurnar í einingasætinu. (Bentu á fyrsta dæmið<br />

á vinnuspjaldinu og fáðu nemanda til þín og láttu hann benda á 2 og 1).<br />

Rétt. Tveir og einn eru í einingasætinu.<br />

Jæja (bentu á vinnuspjaldið), byrjum á einingunum. (Sýndu hvernig þú tekur af<br />

á vinnuspjaldinu). Næst drögum við frá tugina. (Sýndu með því að taka af á<br />

vinnuspjaldinu).<br />

(Ef nemendur eiga erfitt með að greina á milli eininga- og tugasætis þá getur<br />

verið gott að láta þá setja strik á milli sætishólfanna til að hjálpa þeim að<br />

reikna dæmið. Sýndu nemendum hvernig það er gert).<br />

Nú ætla ég að sýna ykkur hvernig þið og <strong>PALS</strong> félagar ykkar vinnið næsta<br />

spilaspjald. Þjálfarinn byrjar á að spyrja: „Bætir þú við eða tekur þú af?“<br />

Leikmaðurinn skoðar merkið og svarar þjálfara. Í þessu dæmi (bentu á<br />

merkið í dæmi tvö á vinnuspjaldinu), bætir þú við eða tekur þú af?<br />

Nemendur:<br />

Tökum af.<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Þá spyr þjálfarinn: „Hvar byrjar þú?“ Hvar byrjum við alltaf?<br />

Nemendur:<br />

Á einingasætinu.<br />

KENNARI:<br />

Það er mjög mikilvægt að muna að byrja á einingunum.(Bentu á hólfið fyrir<br />

einingar). Hvað eru 5 – 3?<br />

Nemendur: 2.<br />

KENNARI:<br />

Vel gert. Næst segir þjálfarinn: „Skrifaðu það“. Leikmaðurinn skrifar 2 í<br />

einingasætið. (Skrifaðu 2 í einingahólfið). Þjálfarinn spyr síðan: „Hvert<br />

færir þú þig næst?“ Það er búið að draga einingar í einingasætinu frá svo<br />

hvert förum við næst?<br />

213


Verkefni 16<br />

Nemendur:<br />

Í tugasætið.<br />

KENNARI:<br />

Nú drögum við frá; 4 – 2 = __. (Bentu á tugahólfið). Hvað eru 4 – 2 = __?<br />

Nemendur: 2.<br />

KENNARI:<br />

Næst segir þjálfarinn: „Skrifaðu það“. Leikmaðurinn skrifar 2 í tugasætið.<br />

(Skrifaðu 2 í tugahólfið). Að síðustu segir þjálfarinn: „Lestu og sundurliðaðu“.<br />

Leikmaðurinn les dæmið 45 – 23 = 22, 22 eru 2 tugir og 2 einingar. Lesum nú<br />

dæmið saman.<br />

Nemendur:<br />

45 – 23 = 22, 22 eru 2 tugir og 2 einingar.<br />

KENNARI:<br />

Gott. Skoðum nú þetta dæmi. (Bentu á þriðja dæmið, 35 – 2). Ég verð<br />

þjálfarinn en þið leikmenn. „Bætið þú við eða tekur þú af?“<br />

Nemendur:<br />

Tökum af.<br />

KENNARI:<br />

Gott. „Hvar byrjið þið?“<br />

Nemendur:<br />

Á einingunum.<br />

KENNARI:<br />

Hvað er 5 – 2 = __?<br />

Nemendur: 3.<br />

214


Verkefni 16<br />

KENNARI:<br />

Skrifið svarið. (Fáðu nemanda til að skrifa 3 í einingasætið).<br />

Nemandi:<br />

Skrifar 3 í einingasætið.<br />

KENNARI:<br />

Alveg rétt. „Hvert færir þú þig næst?“<br />

Nemendur:<br />

Í tugasætið.<br />

KENNARI: Skoðum nú tugahólfið. Þar er bara ein tala, 3. Hvað tökum við af 3?<br />

Nemendur:<br />

Ekkert<br />

Núll<br />

KENNARI:<br />

Gott. Það er engin tala undir tölunni 3. Ekkert er eins og núll. Svo við tökum<br />

0 frá 3. Hvað eru 3 – 0 = __?<br />

Nemendur: 3.<br />

KENNARI:<br />

Lesum nú dæmið saman.<br />

Nemendur:<br />

35 – 2 = 33, 33 eru 3 tugir og 3 einingar.<br />

KENNARI:<br />

Skoðum nú annað dæmi. (Bentu á 45 – 41 = __ á vinnuspjaldinu). „Bætir þú<br />

við eða tekur þú af?“<br />

215


Verkefni 16<br />

Nemendur:<br />

Tökum af.<br />

KENNARI:<br />

„Hvar byrjar þú?“<br />

Nemendur:<br />

Í einingasætinu.<br />

KENNARI:<br />

Drögum nú frá; 5 – 1 = __. Hvað skrifum við?<br />

Nemendur: 4.<br />

KENNARI:<br />

„Hvert færir þú þig næst?“<br />

Nemendur:<br />

Í tugasætið.<br />

KENNARI:<br />

Hvað eru 4 – 4 = __?<br />

Nemendur: 0.<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. En núna þegar þjálfarinn segir: „Skrifaðu það“ þá þurfið þið<br />

ekki að skrifa neitt því svarið er 0. Við látum því tugasætið vera tómt. Hafið<br />

þið séð töluna 4 skrifaða svona? (Skrifaðu 04 á töfluna).<br />

Nemendur:<br />

Nei.<br />

216


Verkefni 16<br />

KENNARI:<br />

Alveg rétt. Þegar 0 er í tugasætinu þá skrifum við ekkert í tugahólfið. Við<br />

skrifum aldrei 0 fyrir framan tölu. Lestu dæmið á sama hátt og áður. 45 – 41=<br />

4, 4 eru 0 tugir og 4 einingar. Lesum dæmið saman.<br />

Nemendur:<br />

45 – 41 = 4, 4 eru 0 tugir og 4 einingar.<br />

KENNARI:<br />

Skoðum næsta dæmi. (Bentu á 52 – 12 á vinnuspjaldinu). Í einingasætinu eru,<br />

2 – 2 = 0. Við skrifum þetta 0 í einingahólfið af því að það er í einingasætinu.<br />

Í tugasætinu eru 5 – 1 = 4. Við skrifum 4 í tugahólfið af því þeir eru í<br />

tugasætinu. Við skrifum alltaf 0 í einingasætið því annars verður svarið 40<br />

alveg eins og 4.<br />

Það er mikilvægt að leiðrétta félaga sinn ef hann gerir villu. Ef hann gerir<br />

villu skaltu segja: „Stopp þú ruglaðist. Taktu aftur af“. Svo skaltu hjálpa<br />

leikmanninum að taka í burtu strik. Þú getur líka sagt honum að nota<br />

fingurna.<br />

Segjum að leikmaðurinn hafi skrifað þetta (skrifaðu rangt svar við næsta<br />

dæmi á vinnuspjaldinu: 39 – 16 = 34. Leikmaðurinn gerði tvær villur.<br />

Þjálfarinn bendir á fyrri villuna og segir: „Stopp þú ruglaðist. Taktu aftur af“.<br />

Þjálfarinn getur hjálpað leikmanninum með því að segja honum að teikna 9<br />

strik og strika yfir 6. (Sýndu á töflunni).<br />

Þá bendir þjálfarinn á tugasætið og segir: „ Stopp þú ruglaðist. Taktu aftur af“.<br />

Leikmaðurinn teiknar 3 strik og tekur 1 í burtu. (Sýndu á töflunni).<br />

Mundu að það er mikilvægt að segja ekki leikmanninum rétta svarið. Heldur<br />

hjálpa honum að finna rétta svarið.<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

öll leikmennirnir.<br />

217


Verkefni 16<br />

(Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að nemendur verða<br />

þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum. Vertu viss um að<br />

nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að sýna hvernig á að<br />

vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

KENNARI:<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

218


Dagur 1<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 16 Dagur 1A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

219


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 16 Dagur 1B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

220


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En stundum<br />

vantar reitina fyrir tugi og einingar. Þið vinnið samt<br />

verkefnin á sama hátt og áður.<br />

Sýndu hvernig á að skrifa svör við dæmum þar sem vantar<br />

reiti fyrir tugi og einingar. (Æfðu fjórða dæmið).<br />

Dæmi:<br />

Þjálfari:<br />

33 – 20 = ______<br />

Bætir þú við eða tekur þú af? (Bentu á – merkið)<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Tek af.<br />

Hvar byrjar þú?<br />

Á einingunum. Dregur tölurnar í einingasætinu frá,<br />

3 – 0 = 3<br />

Skrifaðu það.<br />

Leikmaður: Skrifar svarið 3.<br />

Þjálfari:<br />

Hvert færir þú þig næst?<br />

Leikmaður: Í tugasætið. Dregur tölurnar í tugasætinu frá,<br />

3 – 2 = <strong>1.</strong><br />

Þjálfari:<br />

Skrifaðu það.<br />

Leikmaður: Skrifar svarið <strong>1.</strong><br />

Þjálfari:<br />

Lestu og sundurliðaðu?<br />

Leikmaður: 33 – 20 = 13, 13 eru 1 tugur og 3 einingar.<br />

Verkefni 16 – Frádráttur tveggja stafa talna<br />

221


Dagur 2<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 16 Dagur 2A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

222


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 16 Dagur 2B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

223


Dagur 3<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 16 Dagur 3A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

224


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 16 Dagur 3B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

225


Verkefni 17<br />

Samlagning og frádráttur<br />

tveggja stafa talna<br />

226


Verkefni 17<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Samlagning og frádráttur tveggja stafa talna<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra samlagningu tveggja stafa talna.<br />

2. Læra frádrátt tveggja stafa talna.<br />

Gögn:<br />

Veggspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 17<br />

Mappa merkt Verkefni 17 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Sjáið hér. (Bentu á vinnuspjald með verkefni 17). Þessi dæmi eru eins og<br />

dæmin sem þið hafið verið að vinna nema samlagningar- og<br />

frádráttardæmum er blandað saman. (Bentu á vinnuspjald).<br />

Munið að tvær góðar aðferðir við að leggja saman eru að telja áfram og nota<br />

talnalínu. Tvær góðar aðferðir við að draga frá eru að teikna strik og nota<br />

fingurna. (Æfðu með nemendum ef þarf).<br />

Þar sem dæmin á spilaspjaldinu er blönduð þurfið þið að skoða plús- og<br />

mínusmerkin mjög vandlega í dæmunum. Munið þegar þið reiknið svona<br />

dæmi þá byrjið þið alltaf á einingasætinu. Hvar byrjum við alltaf?<br />

Nemendur:<br />

Á einingasætinu.<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Við (bentu á fyrsta samlagningardæmið á vinnuspjaldinu) byrjum<br />

á einingunum. (Sýndu með því að telja áfram á vinnuspjaldinu). Næst leggjum<br />

við saman tugina. (Sýndu með því að telja áfram á vinnuspjaldinu).<br />

Lítum á næsta dæmi. (Bentu á fyrsta frádráttardæmið á vinnuspjaldinu).<br />

„Hvort bætir þú við eða tekur þú af?“ Munið að skoða vel hvort það er plúseða<br />

mínusmerki. Þið eigið alltaf að byrja á einingunum.<br />

227


Verkefni 17<br />

(Sýndu á vinnuspjaldinu þegar þú tekur af). Svo reiknið þið tugina. (Sýndu<br />

á vinnuspjaldinu þegar þú tekur af).<br />

(Ef nemendur eiga erfitt með að greina á milli eininga- og tugasætis þá getur<br />

verið gott að láta þá setja strik á milli sætishólfanna til að hjálpa þeim að<br />

reikna dæmið. Sýndu nemendum hvernig það er gert).<br />

KENNARI:<br />

Nú rifjum við upp hvernig þið og <strong>PALS</strong> félagar ykkar vinnið næsta spilaspjald.<br />

(Bentu á þriðja dæmið á veggspjaldinu, 31 + 8). Þið verðið þjálfarar og ég verð<br />

leikmaður.<br />

Nemendur:<br />

„Bætir þú við eða tekur þú af?“<br />

KENNARI:<br />

Bæti við.<br />

Nemendur:<br />

„Hvar byrjar þú?“<br />

KENNARI:<br />

Á einingasætinu.<br />

Nemendur:<br />

„Skrifaðu svarið“.<br />

KENNARI:<br />

1 + 8 = 8. (Skrifar 8 í einingahólfið).<br />

Nemendur:<br />

„Stopp þú ruglaðist. Bættu aftur við“.<br />

KENNARI: Það er rétt. Ef ég á 8 og bæti 1 við þá á ég 9.<br />

228


Verkefni 17<br />

Nemendur:<br />

„Hvert færir þú þig næst?“<br />

KENNARI:<br />

Í tugasætið.<br />

Nemendur:<br />

„Skrifaðu svarið“.<br />

KENNARI:<br />

Bíddu nú við. Það er engin tala undir tölunni 3. Ekkert er eins og 0. Svo ég<br />

legg saman 3 + 0. Það eru 3. (Skrifaðu 3 í tugahólfið).<br />

Nemendur:<br />

„Lestu og sundurliðaðu“.<br />

KENNARI:<br />

Lesum nú dæmið saman.<br />

Nemendur:<br />

31 + 8 = 39, 39 eru 3 tugir og 9 einingar.<br />

KENNARI:<br />

Jæja. Hvað gerið þið þegar þið sjáið þetta? (Bentu á fjórða dæmið á<br />

veggspjaldinu, 58 – 53).<br />

Nemendur:<br />

Byrjum á einingunum, 8 – 3 = 5; skrifum 5. Færum okkur í tuginn, 5 – 5 = 0. Við<br />

þurfum ekki að skrifa núll í tugahólfið.<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Þegar svarið í tugasætinu er 0 þá skrifum við ekki 0. Það er<br />

mikilvægt að leiðrétta félaga sinn ef hann gerir villu. Ef hann gerir villu skaltu<br />

segja: „Stopp þú ruglaðist. Reyndu aftur“. Ef þetta er samlagningardæmi þá<br />

hjálpar þjálfarinn leikmanninum að telja áfram eða nota talnalínu. Ef þetta<br />

er frádráttardæmi hjálpar þjálfarinn leikmanninum við að teikna strik eða<br />

telja á fingrunum. Hjálpaðu honum eins vel og þú getur við að reikna dæmið.<br />

229


Verkefni 17<br />

Jæja, leysum nú nokkur dæmi í viðbót þar sem ég er þjálfarinn og þið eruð<br />

leikmennirnir. (Æfðu nokkur dæmi, skiptu svo um hlutverk þannig að<br />

nemendur verða þjálfarar og þú leikmaður. Æfðu nokkur dæmi með mistökum.<br />

Vertu viss um að nemendur leiðrétti á réttan hátt. Fáðu svo <strong>PALS</strong> pör til að<br />

sýna hvernig á að vinna verkefnið þar til allir skilja aðferðina).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar, skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur endurtaka eftir þér orð þjálfara).<br />

Þið hafið staðið ykkur vel. Nú er ég viss um að þið eruð tilbúin að vinna<br />

svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu<br />

þjálfarana fá möppurnar. Minntu leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju<br />

<strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

KENNARI:<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

230


Dagur 1<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 17 Dagur 1A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

231


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 17 Dagur 1B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

232


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En í dag leggið<br />

þið bæði saman og dragið frá. Á þessu spilaspjaldi er<br />

mikilvægt að skoða merkin mjög vel. Munið að stundum<br />

vantar reitina fyrir tugi og einingar.<br />

Rifjaðu upp spilaspjaldið ef þörf krefur. (Æfðu fjórða dæmið).<br />

Dæmi:<br />

Þjálfari:<br />

75 – 72 = ______<br />

Bætir þú við eða tekur þú af? (Bentu á mínusmerkið)<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Leikmaður:<br />

Þjálfari:<br />

Tek af.<br />

Hvar byrjar þú?<br />

Á einingunum. Dreg tölurnar í einingasætinu frá,<br />

5 – 2 = 3<br />

Skrifaðu það.<br />

Leikmaður: Skrifar svarið 3.<br />

Þjálfari:<br />

Hvert færir þú þig næst?<br />

Leikmaður: Í tugasætið. Dreg tölurnar í tugasætinu frá,<br />

7 – 7 = 0.<br />

Þjálfari:<br />

Skrifaðu það.<br />

Leikmaður: Skrifar ekki 0.<br />

Þjálfari:<br />

Lestu og sundurliðaðu?<br />

Leikmaður: 75 – 72 = 3, 3 er 0 tugir og 3 einingar.<br />

Verkefni 17 – Samlagning og frádráttur tveggja stafa talna<br />

233


Dagur 2<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 17 Dagur 2A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

234


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 17 Dagur 2B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

235


Dagur 3<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 17 Dagur 3A<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

236


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 17 Dagur 3B<br />

Hvar<br />

byrjar þú?<br />

Skrifaðu það<br />

Hvert færir þú<br />

þig næst?<br />

Skrifaðu það<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

237


Verkefni 18<br />

Týndi þátturinn<br />

238


Verkefni 18<br />

<strong>PALS</strong> stærðfræði fyrir <strong>1.</strong> <strong>bekk</strong><br />

Týndi þátturinn<br />

Markmið:<br />

Nemendur:<br />

<strong>1.</strong> Læra að reikna samlagningardæmi þar sem vantar tölu.<br />

Gögn:<br />

Veggspjöld: <strong>PALS</strong> reglur<br />

Verkefni 18<br />

Mappa merkt Verkefni 18 fyrir hvert <strong>PALS</strong> par<br />

KENNARI:<br />

Áður en við byrjum í dag skulum við rifja upp <strong>PALS</strong> reglurnar. (Lestu <strong>PALS</strong><br />

reglurnar upphátt með nemendum).<br />

Þið hafið verið að reikna dæmi eins og þetta. (Skrifaðu 3 + 7 = ___ á töfluna).<br />

Í svona dæmum þarf að finna hvað þetta er samtals. Það vantar svarið. Í dag<br />

eru dæmin okkar öðruvísi, eins og þetta. (Sýndu veggspjald með verkefni 18<br />

og bentu á 3 + __ = 5). Þetta dæmi sýnir þér svarið eða hve mikið þetta er<br />

samtals (bentu á 5). En þetta dæmi (bentu) sýnir aðeins aðra töluna sem þú<br />

bættir við (bentu á 3). Við lesum þetta dæmi svona: 3 plús hvað er jafn mikið<br />

og 5.<br />

Við vitum að þetta eru samtals 5 (bentu). Við vitum líka að við byrjum með 3<br />

(bentu á plúsmerkið). Við þurfum að finna út hve mörgum við bætum við 3<br />

svo við eigum samtals 5.<br />

Spurningar þjálfara hjálpa leikmanni að finna svarið. Ég verð þjálfarinn en<br />

þið leikmenn.<br />

„Hvaða tala?“ (Bentu á spurningu á vinnuspjaldinu).<br />

Nemendur: 3.<br />

KENNARI:<br />

Það er rétt. Leikamaðurinn skoðar fyrstu töluna og segir 3. Næst segir<br />

þjálfarinn: „Teldu áfram“.<br />

239


Verkefni 18<br />

KENNARI:<br />

Leikmaðurinn festir töluna 3 í minni og telur áfram, notar fingurna þar til<br />

hann endar á 5. Svo leikmaðurinn telur áfram frá tölunni 3. Hann man 3 og<br />

segir 3; 4 (lyftir upp einum fingri), 5 (lyftir upp öðrum fingri). Ekki lyfta upp<br />

fingrum fyrir töluna sem þú lagðir á minnið. Segðu hana bara. Prófum að<br />

gera þetta saman.<br />

Nemendur:<br />

3 (festa 3 í minni), 4 (lyftir upp einum fingri), 5 (lyftir upp öðrum fingri).<br />

KENNARI:<br />

Ekki setja fingurna niður. Haltu þeim uppi. Næst segir þjálfarinn: „Teldu<br />

fingurna“. Teljum fingurna.<br />

Nemendur: 1, 2.<br />

KENNARI:<br />

Leikmaðurinn telur fingurna sem hann lyfti upp. Við byrjuðum með 3 en<br />

lyftum 2 fingrum upp til þess að enda samtals með 5.<br />

Þjálfarinn segir: „Skrifaðu svarið“. Leikmaðurinn skrifar 2 á auðu línuna.<br />

(Sýndu hvernig þú skrifar 2 í eyðuna). Að síðustu segir þjálfarinn: „Lestu<br />

dæmið“. Lesum nú öll dæmið saman.<br />

Nemendur: 3 + 2 = 5<br />

KENNARI:<br />

Það sem við gerðum segir okkur að til þess að fá samtals 5, bættum við 2 við<br />

3. Prófum nú næsta dæmi. (Bentu á 5 + __ = 10 á veggspjaldinu). „Hvaða<br />

tala?“ (Bentu á 5).<br />

Nemendur: 5.<br />

KENNARI:<br />

Teldu áfram.<br />

240


Verkefni 18<br />

Nemendur:<br />

5 (leggja töluna 5 á minnið), 6 (setja upp fingur), 7 (setja upp fingur), 8 (setja<br />

upp fingur), 9 (setja upp fingur), 10 (setja upp fingur).<br />

KENNARI:<br />

Teldu fingurna.<br />

Nemendur: 1, 2, 3, 4, 5.<br />

KENNARI:<br />

„Skrifaðu svarið“. (Fáðu nemanda til að skrifa 5 á auðu línuna á vinnuspjaldinu).<br />

„Lestu dæmið“.<br />

Nemendur: 5 + 5 = 10<br />

KENNARI:<br />

Mjög gott. Það er mikilvægt að leiðrétta félaga sinn ef hann gerir villu. Ef<br />

hann gerir villu skaltu segja: „Stopp þú ruglaðist. Hvaða tala?“. Leikmaðurinn<br />

segir fyrstu töluna. Svo segir þjálfarinn: „Teldu áfram þar til þú kemur að<br />

___“. Í eyðuna kemur svarið á dæminu.<br />

Segjum að leikmaðurinn hafi skrifað þetta. (Settu rangt svar í næsta dæmi á<br />

veggspjaldinu: 4 + 4 = 7). Þjálfarinn bendir á svarið og segir: „Stopp þú<br />

ruglaðist. Hvaða tala?“ (Bentu á 4). Leikmaðurinn segir 4. Þá segir þjálfarinn:<br />

„Teldu áfram upp í 7“ (bentu á 7). Þegar leikmaðurinn hefur talið upp í 7<br />

segðu honum að telja fingurna.<br />

Mjög gott. Nú æfum við næsta dæmi 2 + __ = 10. Fylgist með því hvort<br />

leikmaður gerir villur. Ég verð leikmaður og þið þjálfarar.<br />

Nemendur:<br />

„Hvaða tala?“<br />

KENNARI: 2.<br />

241


Verkefni 18<br />

Nemendur „Teldu áfram“ .<br />

KENNARI:<br />

2 (leggur 2 á minnið), 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 10. (Lyftu upp fingri fyrir hverja tölu).<br />

Nemendur:<br />

„Teldu fingurna“.<br />

KENNARI: 1, 2 ,3, 4, 5, 6, 7.<br />

Nemendur:<br />

„Stopp. Þú ruglaðist. Hvaða tala?“<br />

KENNARI: 2.<br />

Nemendur: „Teldu upp í 10“.<br />

KENNARI:<br />

2 (leggur 2 á minnið) 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10. (Lyftir upp fingri fyrir hverja tölu).<br />

Nemendur:<br />

„Teldu fingurna“.<br />

KENNARI: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8.<br />

Nemendur:<br />

„Skrifaðu svarið“.<br />

KENNARI:<br />

(Skrifar svarið 8).<br />

242


Verkefni 18<br />

Nemendur:<br />

„Lestu dæmið“.<br />

KENNARI:<br />

2 + 8 = 10. (Æfðu nokkur dæmi í viðbót með nemendum. Fáðu síðan <strong>PALS</strong> par<br />

til sýna hvernig á að vinna þar til allir nemendur skilja).<br />

Áður en þið farið að vinna með <strong>PALS</strong> félaga ykkar skulum við rifja upp orð<br />

þjálfarans. (Láttu nemendur segja eftir þér orð þjálfarans).<br />

Mjög gott. Nú eruð þið tilbúin í að vinna svona verkefni með <strong>PALS</strong> félaga<br />

ykkar. (Fáðu til þín <strong>PALS</strong> pörin og láttu þjálfarana fá möppurnar. Minntu<br />

leikmennina á að ná í blýant. Segðu hverju <strong>PALS</strong> pari hvar það á að sitja).<br />

Þjálfarar nú takið þið broskarlablaðið og spilaspjöldin sem merkt eru Dagur<br />

1A og Dagur 1B úr möppunni í vasanum Óunnið. Þegar þið komið að<br />

broskarli merkið þið broskarl í reitinn Dagur <strong>1.</strong> Þegar þið komið að fánanum<br />

eigið þið að muna eftir að skipta um hlutverk. Þið megið byrja.<br />

(Gakktu um stofuna og gefðu <strong>PALS</strong> pörum broskarla. Láttu nemendur glíma<br />

við verkefnið það sem eftir er <strong>PALS</strong> tímans. Vertu viss um að allir fái tækifæri<br />

til að vera bæði leikmenn og þjálfarar).<br />

Nú hafið þið unnið <strong>PALS</strong> spilaspjöldin sem merkt eru Dagur 1A og Dagur 1B.<br />

Setjið þau í möppuna í vasann Unnið. Setjið broskarlablaðið í möppuna í<br />

vasann Óunnið fyrir næsta skipti í <strong>PALS</strong>.<br />

243


Dagur 1<br />

Hvaða tala?<br />

Teldu áfram<br />

Teldu fingurna<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 18 Dagur 1A<br />

244


Hvaða tala?<br />

Teldu áfram<br />

Teldu fingurna<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 18 Dagur 1B<br />

245


Tilkynning<br />

Í dag reiknið þið samskonar dæmi og síðast. En á<br />

spilaspjaldinu í dag er eyðan fyrsta talan í dæminu. Þið<br />

vinnið þessi dæmi alveg eins. Það skiptir ekki máli hvort<br />

eyðan kemur á undan eða á eftir.<br />

Sýndu dæmi þar sem fyrstu töluna vantar.<br />

Dæmi: ___ + 4 = 9<br />

Þjálfari:<br />

Hvaða tala?<br />

Leikmaður: 4.<br />

Þjálfari:<br />

Teldu áfram.<br />

Leikmaður: 4 (leggur 4 á minnið), 5 (setur upp einn fingur), 6 (setur<br />

upp annan fingur í viðbót), 7, (bætir við einum fingri), 8<br />

(bætir við enn öðrum fingri), 9 (setur upp einn fingur í<br />

viðbót).<br />

Þjálfari:<br />

Teldu fingurna.<br />

Leikmaður: 1, 2, 3, 4, 5.<br />

Þjálfari:<br />

Skrifaðu svarið.<br />

Leikmaður: Skrifar 5 í eyðuna.<br />

Þjálfari:<br />

Lestu dæmið.<br />

Leikmaður: 5 + 4 = 9.<br />

Verkefni 18 – Týndi þátturinn<br />

246


Dagur 2<br />

Hvaða tala?<br />

Teldu áfram<br />

Teldu fingurna<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 18 Dagur 2A<br />

247


Hvaða tala?<br />

Teldu áfram<br />

Teldu fingurna<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 18 Dagur 2B<br />

248


Dagur 3<br />

Hvaða tala?<br />

Teldu áfram<br />

Teldu fingurna<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 18 Dagur 3A<br />

249


Hvaða tala?<br />

Teldu áfram<br />

Teldu fingurna<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 18 Dagur 3B<br />

250


Hjálpargögn<br />

251


Listi yfir gögn<br />

Áður en gögn er undirbúin þarf að skoða hve mörg <strong>PALS</strong> pörin verða. Fjöldi eintaka af<br />

gögnum fer eftir því hve mörg þau eru.<br />

*Listi yfir <strong>PALS</strong> pör<br />

Á þennan lista eru nöfn <strong>PALS</strong> paranna skrifuð. Það þarf nýjan lista eftir hverjar þrjár vikur.<br />

*<strong>PALS</strong> reglur – verkefni 1 – 18<br />

Útbúa þarf stórt veggspjald með <strong>PALS</strong> reglum og hengja upp í kennslustofu.<br />

*Broskarlablað – verkefni 1 – 18<br />

Nemendur nota nýtt broskarlablað í hverri viku. Broskarlablöð þurfa að vera til fyrir hvert<br />

<strong>PALS</strong> par. Gott er að ljósrita öll broskarlablöðin sem þarf í byrjun.<br />

Dæmi: 10 pör x 18 vikur í <strong>PALS</strong> = 180 broskarlablöð.<br />

*Talnalína kennara – verkefni 4, 5<br />

Talnalína kennara er notuð í kennarastýrðum verkefnum. Hún eru aðallega notuð í tveimur<br />

verkefnum en hana er hægt að nota í fleiri verkefnum. Þessar talnalínur má líka stækka og setja á vegg.<br />

*Talnalínur nemenda – verkefni 4, 5<br />

Hvert <strong>PALS</strong> par þarf að nota talnalínu. Talnalínan er aðallega notuð í tveimur verkefnum en<br />

hún getur líka hjálpað nemendum í öðrum verkefnum. Það getur verið gott að ljósrita talnalínuna og<br />

plasta eða stækka og nota í kennarastýrðum verkefnum. Nemendur nota talnalínu 0 – 20.<br />

Fleiri talnalínur fylgja (0 – 50, 0 – 100) ef nemendur eru að vinna spilaspjöld með stærri<br />

tölum.<br />

Dæmi: 10 <strong>PALS</strong> pör = 10 talnalínur nemenda (0 – 20).<br />

Möppur nemenda<br />

Öll <strong>PALS</strong> gögn fyrir hvert par eru geymd í möppu með tveimur vösum. Vinstri vasinn í<br />

möppunni er merktur Óunnið og hægri vasinn er merktur Unnið. Í upphafi hverrar viku þarf<br />

að setja ný spilaspjöld og broskarlablað í vinstri vasann Óunnið. Þegar nemendur<br />

hafa lokið við hvert spilaspjald setja þeir það í hægri vasann Unnið. Hvert <strong>PALS</strong> par<br />

þarf möppu.<br />

Dæmi: 10 <strong>PALS</strong> pör = 10 möppur.<br />

Vinnuspjöld kennara<br />

Í kennarastýrðum verkefnum þarf kennarinn eintak af spilaspjöldum nemenda til að sýna<br />

hvað á að gera. Gott er að stækka þessi spilaspjöld eða setja þau á glærur/skjávarpa. Dæmi:<br />

18 kennarastýrð verkefni = 18 vinnuspjöld kennara og eða glærur.<br />

252


Þvottaklemmur – verkefni 4, 5<br />

Hvert <strong>PALS</strong> par þarf þvottaklemmu til að nota við talnalínuna.<br />

Dæmi: 10 <strong>PALS</strong> pör = 10 þvottaklemmur.<br />

*Snúningsskífa – verkefni 5<br />

Hvert <strong>PALS</strong> par þarf snúningsskífu. Gott er að ljósrita skífuna á þykkan pappír og/eða plasta.<br />

Dæmi: 10 <strong>PALS</strong> pör = 10 snúningsskífur.<br />

Baunir – verkefni 7, 8, 9, 11<br />

Hvert <strong>PALS</strong> par þarf plastpoka með 12 – 15 baunum. Baunirnar eru notaðar með<br />

baunablaðinu og baunapottablaði með hring. Nýrnabaunir eru í góðri stærð fyrir nemendur.<br />

Dæmi: 10 <strong>PALS</strong> pör x 15 baunir = 150 baunir, 10 pokar.<br />

*Baunapottablað með hring – verkefni 7, 8, 9<br />

Hvert <strong>PALS</strong> par þarf eintak af baunapottablaði með hring. Gott er að ljósrita blaðið á þykkan<br />

pappa og/eða plasta.<br />

Dæmi: 10 <strong>PALS</strong> pör = 10 baunapottablöð.<br />

*Sætisgildablað með baunum – verkefni 11<br />

Hvert <strong>PALS</strong> par þarf eintak af sætisgildablaði með baunum. Gott er að ljósrita blaðið á þykkan<br />

pappa og/eða plasta. Dæmi: 10 <strong>PALS</strong> pör = 10 sætisgildablað með baunum.<br />

*Eintök til ljósritunar fylgja með hér á eftir<br />

253


Listi yfir <strong>PALS</strong> pör<br />

Þjálfari<br />

Leikmaður<br />

254


<strong>PALS</strong> reglur<br />

<strong>1.</strong> Talaðu bara við <strong>PALS</strong><br />

félaga þinn, og talaðu<br />

bara um stærðfræði.<br />

2. Notaðu lága <strong>PALS</strong> rödd.<br />

3. Vertu vinsamlegur og<br />

hjálpsamur <strong>PALS</strong> félagi.<br />

255


Broskarlablað<br />

256


Talnalína kennara 0 – 20 (bls. 1)<br />

257


Talnalína kennara 0 – 20 (bls. 2)<br />

258


Talnalína nemanda 0 - 20 (bls. 1)<br />

259


Talnalína nemanda 0 - 20 (bls. 2)<br />

260


Talnalína nemanda 0 - 50 (bls. 1)<br />

261


Talnalína nemanda 0 - 50 (bls. 2)<br />

262


Talnalína nemanda 0 - 100 (bls. 1)<br />

263


Talnalína nemanda 0 - 100 (bls. 2)<br />

264


Snúningshjól<br />

1 meira<br />

(+)<br />

1 undan<br />

Snúðu<br />

aftur<br />

1 minna<br />

1 eftir<br />

265


Baunapottur<br />

BAUNAPOTTUR<br />

266


Tugir Einingar<br />

Baunasætisgildablað<br />

267


Auka spilaspjöld<br />

268


Auka spilaspjöld<br />

Hér á eftir er að finna auka spilaspjöld með stærri tölum. Þessi spilaspjöld má<br />

nota til að láta nemendur fást við erfiðari verkefni. Pals pörin í kennslustofunni<br />

geta því verið að fást við misþung verkefni á saman tíma. Eitt <strong>PALS</strong> par vinnur til<br />

dæmis með tölurnar 0 – 20 á meðan annað par glímir við tölurnar 0 - 50 eða 0 –<br />

99.<br />

Aukaspilaspjöldin eru merkt efst í hægra horni með númeri verkefnis og dags. Á<br />

auka spilaspjöldin eru líka feitletraðar tölur sem sýna hvaða tölur nemendur eru<br />

að vinna með.<br />

269


Hvaða tala?<br />

Verkefni 2 Dagur 2 0- 99<br />

270<br />

Sýndu hve<br />

margir


Hvaða tala ?<br />

Sýndu hve<br />

margir<br />

Verkefni 2 Dagur 3 0- 99<br />

271


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 2 0- 99A<br />

272


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 2 0- 99B<br />

273


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 3 0- 99A<br />

274


Hvaða<br />

tala?<br />

Teiknaðu<br />

hve margir<br />

Verkefni 3 Dagur 3 0- 99B<br />

275


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er<br />

1 meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

Verkefni 4 Dagur 1 0 - 50A<br />

276


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er<br />

1 meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

Verkefni 4 Dagur 1 0 – 50B<br />

277


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er<br />

1 meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

Verkefni 4 Dagur 2 0 – 99A<br />

278


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er<br />

1 meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

Verkefni 4 Dagur 2 0 – 99B<br />

279


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er<br />

1 meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

Verkefni 4 Dagur 3 0 – 99A<br />

280


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Hvaða tala er<br />

1 meira en ___?<br />

Hvaða tala er<br />

1 minni en ___?<br />

Verkefni 4 Dagur 3 0 – 99<br />

281


Snúningsskífa<br />

2 eftir<br />

(+)<br />

2 minna<br />

Snúðu<br />

aftur<br />

(+)<br />

2 meira<br />

2 undan<br />

282


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Snúðu og lestu<br />

Finndu töluna<br />

Verkefni 5 Dagur 2 0 – 50<br />

283


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Snúðu og lestu<br />

Finndu töluna<br />

Verkefni 5 Dagur 2 0 – 99<br />

284


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Snúðu og lestu<br />

Finndu töluna<br />

Verkefni 5 Dagur 3 0 – 50<br />

285


Hvaða tala?<br />

Finndu hana á<br />

talnalínunni<br />

Snúðu og lestu<br />

Finndu töluna<br />

Verkefni 5 Dagur 3 0 – 99<br />

286


Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 2 0 – 99A<br />

287


Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 2 0 – 99B<br />

288


Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 3 0 – 99A<br />

289


Hvaða tala?<br />

Bentu á stærri<br />

töluna<br />

Settu rétt merki<br />

Lestu þetta<br />

Verkefni 6 Dagur 3 0 – 99B<br />

290


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Hve margar núna?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 1 0 – 20A<br />

291


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 1 0 – 20B<br />

292


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 2 0 – 20A<br />

293


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 2 0 – 20B<br />

294


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 3 0 – 20A<br />

295


Hversu margar<br />

byrjar þú með?<br />

Hve mörgum<br />

bætir þú við eða<br />

tekur margar af?<br />

Segðu söguna<br />

Lestu dæmið<br />

Verkefni 10 Dagur 3 0 – 20B<br />

296


Bætir þú við<br />

eða tekur þú af?<br />

Verkefni 13 Dagur 2 0 – 18A<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

308


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 13 Dagur 2 0 – 18B<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

309


Verkefni 13 Dagur 3 0 – 18A<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

310


Verkefni 13 Dagur 3 0 – 18B<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

311


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 2 0 – 18A<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

312


Verkefni 14 Dagur 2 0 – 18B<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

313


Verkefni 14 Dagur 3 0 – 18A<br />

Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

314


Bætir þú við<br />

eða tekur þú<br />

af?<br />

Verkefni 14 Dagur 3 0 – 18B<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

Lestu dæmið<br />

Skrifaðu svarið<br />

Lestu og<br />

sundurliðaðu<br />

Tugir Einingar Tugir Einingar Tugir Einingar<br />

315

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!