18.10.2022 Views

Fyrstu skref í fjármálum, vefútgáfa í janúar 2022

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Fyrstu

skreF

í fjármálum

2. útgáFa

Gunnar Baldvinsson



Fyrstu

skref

í fjármálum

Grunnatriði í fjármálum einstaklinga


© Framtíðarsýn hf., 2022. Gunnar Baldvinsson

1. prentun apríl 2017

2. prentun nóvember 2017

3. prentun ágúst 2018

2. útgáfa janúar 2020, 4. prentun

5. prentun janúar 2022

Hönnun kápu: Janus Sigurjónsson

Hönnun og umbrot: Janus Sigurjónsson

Uppsetning mynda: Andrés Magnússon/ Magnús Ingvar Torfason

Próförk: Magnús Ingvar Torfason

Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf.

ISBN 978-9935-9299-2-1


Fyrstu

skref

í fjármálum

Grunnatriði í fjármálum einstaklinga

Framtíðarsýn

2022


Formáli

Með aukinni snjallvæðingu verður sífellt auðveldara að eiga í rafrænum

viðskiptum og stofna til fjárhagslegra skuldbindinga. Unglingar á Íslandi

standa margir daglega frammi fyrir ákvörðunum um fjármál og ráðstöfun

peninga. Þörfin fyrir góða fræðslu um fjármál og fjármálaþjónustu er því

brýnni nú en oft áður.

Í grunnskólum er fjármálalæsi að stærstum hluta kennt sem hluti af

námsgreinum á borð við stærðfræði og samfélagsfræði og í sumum skólum

sem sérstök námsgrein. Það er hins vegar undir hælinn lagt hversu mikið er

kennt í hverjum skóla og hefur þar áhugi kennara og aðgengi þeirra að góðu

og skemmtilegu námsefni veruleg áhrif.

Fjármálavit leggur mikla áherslu á að bjóða kennurum upp á gott námsefni

í fjármálalæsi og handleiðslu í notkun þess. Megintilgangurinn er að

veita innblástur í kennsluna og auka vægi fjármálalæsis í grunnskólum

landsins. Námsefnið er fyrir nemendur á unglingastigi þar sem áhersla er

lögð á þætti í fjármálum sem mikilvægt er að hver og einn tileinki sér og

geti byggt undir fjárhagslega stöðuga framtíð.

Námsefnið fellur vel í kramið hjá kennurum og nemendum en uppistaða

þess er þessi frábæra bók sem þú heldur á „Fyrstu skref í fjármálum“. Fjármálavit

gefur grunnskólum upplag af bókinni fyrir alla nemendur í 10. bekk

og er hún komin í dreifingu í flesta grunnskóla landsins. Kennarar segja

hana aðgengilega, skýra og einfalda í notkun.

Fjármálavit býður grunnskólum á Íslandi bók Gunnars Baldvinssonar

með miklu stolti og fagnar uppfærslu og fimmtu prentun af bókinni sem

enn einni viðbótinni í þeirri vegferð að stuðla að bættu fjármálalæsi ungmenna

á Íslandi.

Reykjavík, janúar 2022,

Kristín Lúðvíksdóttir,

verkefnastjóri Fjármálavits


Efnisyfirlit

Uppruni og ráðstöfun verðmæta................................................................................. 9

Laun og ráðstöfunartekjur....................................................................................... 10

Að ráða sig í vinnu.......................................................................................................12

Ráðstöfun launa...........................................................................................................14

Skattar og skattframtal...............................................................................................16

Lífeyrissjóður...............................................................................................................18

Peningar – seðlar, kort og rafrænar greiðslur......................................................20

Eignir og lán (skuldir).................................................................................................... 23

Vextir.............................................................................................................................24

Hvernig reiknast vextir?........................................................................................... 26

Máttur vaxtavaxta...................................................................................................... 28

Að safna fyrir...............................................................................................................30

Sparnaðarform............................................................................................................ 32

Tegundir lána.............................................................................................................. 34

Hvað kostar að taka lán?........................................................................................... 36

Að taka lán og greiða af því...................................................................................... 38

Nokkur hollráð................................................................................................................. 41

Stefndu að fjárhagslegu sjálfstæði..........................................................................42

Safnaðu frekar en að taka lán..................................................................................44

Flokkaðu sparnað eftir tilgangi...............................................................................46

Taktu tillit til verðbólgu............................................................................................48

Nýttu góð tækifæri.....................................................................................................50

Gerðu ráð fyrir áföllum............................................................................................. 52

Spurningar og verkefni.................................................................................................54


Fyrstu skref í fjármálum

8


i. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

Efnisatriði í kafla

1 2

3

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

Laun og ráðstöfunartekjur

Að ráða sig í vinnu

Ráðstöfun launa

Skattar og skattframtal

Lífeyrissjóður

Peningar og rafrænar greiðslur

Fjármál eru hluti af daglegu lífi. Fjármál fjalla um að afla,

ráðstafa og varðveita peninga eða önnur verðmæti. Sömu

sjónarmið gilda á öllum aldri, að fara vel með og eyða ekki

um efni fram.

Í hverjum mánuði fá einstaklingar á vinnumarkaði tekjur sem þeir

nota til að greiða nauðsynleg útgjöld til að lifa. Stærsti tekjuliðurinn

eru laun sem eru greidd fyrir vinnu. Mánaðarleg útgjöld eru

meðal annars matur og aðrar nauðsynjar, húnæðiskostnaður, skattar

og kostnaður vegna afþreyingar og áhugamála.

Uppruni

(tekjur)

Hvaðan koma pen ingar

og verðmæti?

ǜǜVasapeningar, gjafafé

ǜǜLaun

ǜǜLífeyrir

ǜǜEftirlaun

ǜǜArfur

Ráðstöfun

(útgjöld)

Í hvað eyðum við?

Í hvað fara launin?

ǜǜMatur og nauðsynjar

ǜǜHúsnæði

ǜǜSkattar

ǜǜSamgöngur

ǜǜAfþreying og áhugamál

Mismunur

Hvað ef tekjur eru meiri

eða minni en gjöld?

ǜǜJákvæður mismunur:

Sparnaður, eignir aukast

ǜǜNeikvæður mismunur:

Eignir minnka, lán

Algengast er að einstaklingar eignist peninga með launum sem þeir

fá fyrir að vinna. Þeir sem eru óvinnufærir á starfsævinni fá lífeyri

og þeir sem eru hættir að vinna fá eftirlaun og lifa á sparnaði. Fólk

getur erft eignir eftir látinn ættingja. Þeir sem eiga eignir fá eignatekjur

eins og vexti af bankareikningum, arðgreiðslur af hlutabréfum,

söluhagnað af seldum eignum, leigutekjur af húsnæði í útleigu

og svo framvegis.

Ef laun á tímabili eru meiri en útgjöld er mismunurinn sparnaður

sem bætist við eignir. Ef útgjöld eru hins vegar hærri en laun þarf

einstaklingur annað hvort að ganga á eignir eða að fá lán fyrir mismuninum.

I. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

9


Fyrstu skref í fjármálum

Laun og ráðstöfunartekjur

Læra »»

Heildarlaun, útborguð laun

»»

Ráðstöfunartekjur

»»

Frádráttarliðir sem dragast frá launum

»»

Hvernig ákvarðast laun?

»»

Föst laun, yfirvinna

Gott ráð

Lestu yfir síðasta launaseðil sem þú fékkst fyrir vinnu. Ef þú skilur hann

ekki skaltu biðja atvinnu rekanda um að yfirfara hann og útskýra, eða

leita til stéttarfélags.

Laun

Frádráttarliðir

Einstaklingar fá greidd laun fyrir vinnu. Heildarlaun (brúttólaun) á

launatímabili eru laun fyrir frádráttarliði. Áður en launin eru greidd

út dregur atvinnurekandi iðgjald launþega frá launum sem hann

greiðir í lífeyrissjóð og einnig iðgjald til viðbótarlífeyrissparnaðar

ef við á. Þegar búið er að draga lífeyrissparnað frá launum reiknar

atvinnurekandi tekjuskatt og greiðir skattinn til ríkisins. Í sumum

tilvikum dregur atvinnurekandi félagsgjald til stéttarfélags frá launum

og greiðir til viðkomandi félags.

Iðgjald í lífeyrissjóð. Á Íslandi eru allir vinnandi menn á aldrinum

16 til 70 ára skyldugir til að greiða í lífeyrissjóð. Tilgangurinn er að

safna fyrir eftirlaunum og verja sig og sína nánustu fyrir tekjumissi

vegna örorku eða fráfalls. Lágmarksiðgjald er 12% af launum en

í flestum kjarasamningum er iðgjaldið 15,5% og greiða einstaklingar

sjálfir 4% en launagreiðandi mótframlag sem nemur 11,5%

af launum.

Tekjuskattur er skattur sem ríkið leggur á atvinnutekjur og laun

einstaklinga til að safna fé til að greiða fyrir opinbera þjónustu eins

og menntun, heilbrigðisþjónustu, vegakerfið og fleira. Allir sem afla

tekna og eru búsettir á Íslandi greiða tekjuskatt.

Félagsgjald í stéttarfélag. Stéttarfélög eru félög launafólks sem

hafa það markmið að gæta hagsmuna og réttinda launafólks innan

sinnar stéttar. Félagsgjöld eru venjulega ákveðið hlutfall af launum,

oft 0,5% til 1%.

10


i. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

Laun að frádregnum sköttum og öðrum gjöldum kallast ráðstöfunartekjur.

Eins og nafnið bendir til eru það tekjur sem launamaður fær

útborgaðar og getur ráðstafað til að kaupa nauðsynjar (mat, hrein lætisvörur,

föt, samgöngur, húsnæði og fleira) og í sparnað eða eignir.

Laun eru samningsatriði á milli launþega og atvinnurekenda. Oftast

eru launin ákveðin í kjarasamningum stéttarfélags launþega og samtaka

atvinnurekanda. Kjarasamningur er samningur um lágmarkslaun

og er óheimilt að semja um lægri laun. Sumir launþegar, til

dæmis ýmsir sérfræðingar og stjórnendur, eru í þeirri stöðu að geta

samið sérstaklega um sín eigin laun með ráðningarsamningi.

Í mörgum tilvikum er samið um föst laun fyrir ákveðinn fjölda

vinnustunda, til dæmis á viku eða í mánuði. Ef launamaður þarf að

vinna meira en umsamdar vinnustundir fær hann sérstaklega greitt

fyrir það og er það kallað yfirvinna. Fyrir yfirvinnu er greitt eftir yfirvinnutaxta

sem er hærri en dagvinnutaxti eða það sem greitt er fyrir

vinnustund á venjulegum vinnutíma.

Allir starfsmenn eiga rétt á sumarfríi eða orlofi og greiðslu launa

í orlofinu. Orlofslaun eru að lágmarki 10,17% af heildarlaunum og

eru þau ýmist greidd út mánaðarlega, lögð inn á orlofsreikning eða

veita fólki rétt á launuðu sumarfríi. Í flestum tilvikum eru orlofslaun

greidd þegar fólk tekur frí. Þegar starfsmenn hætta eiga þeir rétt á að

fá greidd orlofslaun vegna ótekins orlofs.

Við útborgun launa á launamaður rétt á því að fá launaseðil. Áður

fyrr voru launaseðlar útprentaðir en sífellt fleiri atvinnurekendur

senda rafræna launaseðla í netbanka. Einstaklingur sem skilur ekki

launaseðil ætti að hafa samband við launagreiðanda eða stéttarfélag

og fá aðstoð. Sama gildir ef hann telur að laun séu ekki rétt.

Ráðstöfunartekjur

Hvernig

ákvarðast

laun?

Föst laun

og yfirvinna

Orlof

Launaseðill

Sýnishorn af launaseðli

Ari Arason Dags.: 1. ágúst 2022

Kt. 111111-1230 Launatímabil: júlí 2022

Laun Tímar Taxti Fjárhæð

Föst mánaðarlaun 300.000

Yfirvinna 4 3.000 12.000

Laun samtals 312.000

Frádráttur Hlutfall Fjárhæð

Lífeyrissjóður 4% 12.480

Viðbótarlífeyrissparnaður 4% 12.480

Staðgreiðsla skatta 36.358

Samtals frádráttur 61.318

Samtals útborguð laun 250.682

Lagt inn á reikning 1000-26-111

Á launaseðli koma

fram upplýsingar um

launatímabil, heildarlaun,

frádráttarliði, útborguð

laun og ráðstöfun launa

Aðrar upplýsingar:

Uppsöfnuð laun og frádráttarliðir

á árinu, lífeyrissjóður

sem greitt er í,

mótframlag launagreiðanda

í lífeyrissjóð og til lífeyrissparnaðar,

orlofsframlag og

áunnið orlof og fleira

11


Fyrstu skref í fjármálum

Að ráða sig í vinnu

Læra »»

Helstu reglur um vinnu barna og unglinga

»»

Vinnutími barna og unglinga

»»

Lögræði, fjárræði og sjálfræði

»»

Hvað er ráðningarsamningur?

»»

Helstu atriði ráðningarsamnings

Gott ráð

Öll störf eru mikilvæg. Það er gott að venja sig á að reyna alltaf að gera

eins vel og maður getur, bæði í námi og starfi. Meira er ekki hægt að fara

fram á og það skilar sér alltaf.

Vinna

Börn 14 ára

og yngri

Unglingar

15 til 18 ára

Flesta unglinga langar í vinnu á sumrin og í skólafríum til að vinna

sér inn peninga. Á uppvaxtarárunum er námið mikilvægast en það

getur verið gott að breyta til á sumrin og í fríum og kynnast því að

vinna og fá laun. Um vinnu barna og unglinga undir 18 ára aldri er

fjallað í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum

og í reglugerð um vinnu barna og unglinga. Frá 18 ára aldri bera

einstaklingar réttindi og skyldur fullorðins fólks.

Almenna reglan er sú að ekki má ráða börn í vinnu 14 ára og yngri

sem eru í skyldunámi eða í grunnskóla. Á þeirri reglu eru þó undantekningar,

meðal annars að börn sem náð hafa 14 ára aldri má ráða

til léttari starfa og börn sem náð hafa 13 ára aldri má ráða til léttari

starfa í takmarkaðan stundafjölda á dag, svo sem léttari garðyrkjuog

þjónustustarfa eða í önnur hliðstæð störf. Í reglugerð er listi yfir

störf af léttara taginu sem 13 ára og eldri mega vinna. Meðal þeirra

er vinna í skólagörðum með umsjón kennara, létt skrifstofustörf, létt

fiskvinnslustörf án véla, sala dagblaða og létt verslunarstörf en þó

ekki við afgreiðslukassa. Það er hlutverk Vinnueftirlits ríkisins að

meta hvort starf sé við hæfi barna.

Það má ráða unglinga á aldrinum 15 til 18 ára sem eru ekki lengur í

skyldunámi í vinnu, nema um sé að ræða störf sem eru of erfið fyrir

þá líkamlega eða andlega. Með því er til dæmis átt við vinnu þar sem

fyrir hendi er slysahætta, sem gera má ráð fyrir að börn og unglingar

geti átt í erfiðleikum með að átta sig á eða forðast. Í viðauka við reglu-

12


i. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

gerð um vinnu barna og unglinga er að finna lista yfir hættuleg tæki,

verkefni, efni og störf þar sem óheimilt er að ráða unglinga í vinnu.

Vinnutími barna

og unglinga

Börn

13–14 ára

Unglingar

15 ára í skyldunámi

Unglingar

15–17 ára

Á skólatíma 2 tímar á dag; 12 tímar á viku 2 tímar á dag; 12 tímar á viku 8 tímar á dag; 40 tímar á viku

Utan skólatíma 7 tímar á dag; 35 tímar á viku 8 tímar á dag; 40 tímar á viku 8 tímar á dag; 40 tímar á viku

Vinna bönnuð kl. 20–6 kl. 20–6 kl. 22–6

Hvíld 14 tímar á sólarhring; 2 d. í viku 14 tímar á sólarhring; 2 d. í viku 14 tímar á sólarhring; 2 d. í viku

Einstaklingar verða lögráða 18 ára en þá verða þeir bæði fjárráða og

sjálfráða. Fjárræði þýðir að einstaklingar hafa forræði yfir og bera fulla

ábyrgð á fjármálum sínum. Sjálfræði felur í sér að einstaklingar ráða einir

yfir öllu öðru en fé sínu og ráða því persónulegum högum sínum eins og

heimili, námi, vinnu og svo framvegis.

Milli starfsmanns og atvinnurekanda á alltaf að vera í gildi ráðningarsamningur

um samskipti þeirra, réttindi og skyldur. Samkvæmt

samkomulagi aðila á vinnumarkaði frá 1996 er atvinnurekanda skylt að

ganga skriflega frá ráðningu starfsmanns ef hann er ráðinn til lengri tíma

en eins mánaðar og er það ágæt viðmiðun.

Takmarkanir sem

gilda um vinnutíma

barna og unglinga

Lögráða fólk

18 ára og eldri

Ráðningarsamningur

Öll vinna er mikilvæg. Hver og einn sem ræður sig í vinnu til lengri tíma

en mánuð ætti að óska eftir skriflegum ráðningarsamningi og gefa sér

tíma til að yfirfara hann. Mikilvægt er að skilja það sem stendur í samningnum,

spyrja um atriði sem eru óskýr og ræða um það sem maður er

ósáttur við.

Helstu atriði ráðningarsamnings

Aðilar

og starf

Starfstími,

vinnutími

Laun

Annað

Staðfesting

· Aðilar samnings, nöfn, heimilisföng og kennitölur.

· Starf sem samið eru um. Stutt lýsing, starfsheiti, næsti yfirmaður.

· Starfstími, upphaf, ráðningartímabil ef ráðning er tímabundin.

· Vinnutími, vinnustaður.

· Laun, föst laun, yfirvinna og hlunnindi.

· Launatímabil, greiðslufyrirkomulag og greiðsludagur launa.

· Orlofsréttur.

· Reglur um tilkynningar á veikindum.

· Lífeyrissjóður og stéttarfélag.

· Uppsagnarfrestur.

· Tilvísun í lög og kjarasamninga.

· Undirskrift launamanns og atvinnurekanda.

· Samþykki foreldra/forráðamanna þarf til að ráðningarsamningur barns

undir 18 ára aldri sé skuldbindandi fyrir barnið.

13


Fyrstu skref í fjármálum

Ráðstöfun launa

Læra »»

Hvað verður um launin?

»»

Helstu útgjaldaliðir unglings

»»

Helstu útgjaldaliðir hjá þeim sem eru fluttir að heiman

»»

Hvernig myndast sparnaður?

»»

Hvernig er best að fylgjast með tekjum og gjöldum?

Gott ráð

Stefndu að því að ráðstöfunartekjur séu alltaf meiri en útgjöld.

Besta leiðin til þess er að gera áætlun um útgjöld og reyna að fylgja

henni.

Hvað verður

um launin?

Einstaklingar nota laun til að greiða fyrir nauðsynlegar vörur og

þjónustu.

Unglingar og annað ungt fólk sem býr í heimahúsum nota launin til

að leggja fyrir og greiða fyrir skólavörur, afþreyingu og áhugamál.

Einstaklingar sem eru fluttir frá foreldrum og reka heimili nota ráðstöfunartekjur

til að greiða fyrir mat og aðrar nauðsynjar, húsnæði,

samgöngur og auðvitað sparnað til að byggja upp eignir.

Helstu

útgjaldaliðir

Býr í heimahúsum

Tómstundir, áhugamál, bíó, íþróttaviðburðir, bækur, skólavörur og

fleira.

Býr einn, í sambúð eða með fjölskyldu

Neysla Matur og hreinlætisvörur. Föt.

Þjónusta Heilsugæsla. Sími og internet.

Samgöngur Rekstur og viðhald bifreiðar, almenningssamgöngur

(strætó).

Húsnæði Rafmagn, hiti, viðhald, fasteignagjöld og leiga eða

afborganir af húsnæðislánum.

Mismunur

Mismunur á launum og útgjöldum fyrir nauðsynjar og afþreyingu er

lagður fyrir sem sparnaður en þannig byggjast upp eignir. Stundum

er sparnaður lagður fyrir í upphafi mánaðar og þá oftast sem föst fjár-

14


i. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

hæð í hverjum mánuði. Í öðrum tilvikum er sparnaður lagður fyrir

þegar búið er að greiða nauðsynleg útgjöld.

Eitt er alveg víst, til að byggja upp eignir verða tekjur að vera meiri

en gjöld og einstaklingar að leggja mismuninn fyrir sem sparnað.

Meira um það síðar.

Til að hafa góða yfirsýn yfir fjármálin er gagnlegt fyrir hvern og einn

að gera greiðsluáætlun. Verkefnið hefst á því að áætla tekjur og gera

sér grein fyrir því hvað þær þurfa að duga lengi. Námsmaður sem

vinnur bara á sumrin þarf til dæmis að gera ráð fyrir að laun fyrir

sumarvinnu ásamt ef til vill einhverri aukavinnu á veturna dugi

fyrir gjöldum yfir vetrartímann. Einstaklingur í vinnu sem er fluttur

að heiman og hefur stofnað eigið heimili þarf að gera ráð fyrir að

launin dugi fram að næstu útborgun launa eða út mánuðinn.

Greiðsluáætlun

Næsta skref er að áætla útgjöld. Það sem skiptir mestu máli við það

er að gæta að því að útgjöldin verði ekki meiri en tekjur, helst minni.

Það fer auðvitað eftir aðstæðum hjá einstaklingum en almennt má

segja að æskilegt sé að stefna að því að tekjur verði alltaf meiri en

gjöld. Ef það gerist má leggja mismuninn fyrir eða nota sem varasjóð

til að grípa í ef aðstæður breytast.

Gerðu greiðsluáætlun

Áætla tekjur

ǜǜHvað eiga þær að duga lengi?

ǜǜÁgætt að skipta niður á stutt tímabil, til dæmis vikur eða daga

Áætla gjöld

ǜǜMega ekki vera meiri en tekjur á sama tímabili

ǜǜGjöld ráðast af búsetu eða aðstæðum

Mikilvægt er að gefa

sér tíma og gera áætlun

um tekjur og gjöld.

Þannig fæst yfirsýn

um hvað má og hverju

hægt er að eyða

Mismunur

ǜǜÆskilegt að geta lagt eitthvað fyrir

Það er ekki nóg að gera áætlun, það þarf einnig að fylgjast með

raunverulegum tekjum og gjöldum. Hér er mælt með að áætlun

sé gerð í Excel eða öðrum töflureikni og helstu rauntölur einnig

skráðar þar. Yfirleitt er auðvelt að sækja upplýsingar um útgjöld

í netbanka, sem sumir hverjir bjóða auk þess aðgang að forriti

fyrir heimilisbókhald. Með því að fylgjast með rauntölum eykst

yfirsýnin, framtíðaráætlanir verða nákvæmari og einstaklingur

stýrir betur eigin fjármálum.

Í hvað fara

peningarnir?

15


Fyrstu skref í fjármálum

Skattar og skattframtal

Læra »»

Hvað eru skattar?

»»

Hverjir eru helstu skattarnir?

»»

Fyrirkomulag á greiðslu tekjuskatts

»»

Skattframtal

»»

Persónuafsláttur. Af hverju greiða krakkar yfirleitt ekki skatta fyrir

sumarvinnu?

Gott ráð

Hver og einn ætti að gera sitt eigið skattframtal. Til að gera skattframtal

þarf að hafa aðgang að upplýsingum um tekjur, eignir og skuldir, rafrænt

eða á pappír.

Hvað eru

skattar?

Skattar eru þau gjöld sem einstaklingar greiða til ríkis og sveitarfélaga

til að fjármagna opinbera þjónustu eins og vegi, heilbrigðisþjónustu,

skóla, löggæslu og fleira. Útgjöld fyrir opinbera þjónustu eru oft

kölluð einu nafni samneysla til aðgreiningar frá einkaneyslu sem eru

útgjöld einstaklinga fyrir neyslu.

Algengustu skattar sem einstaklingar greiða eru tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur

og virðisaukaskattur.

»»

Tekjuskattur er skattur á atvinnutekjur einstaklinga og fyrirtækja.

Tekjuskattur samanstendur af skatti til ríkisins og

útsvari til þess sveitarfélags sem einstaklingur er búsettur í.

»»

Fjármagnstekjuskattur er skattur sem lagður er á eignatekjur

einstaklinga eins og til dæmis vexti af bankareikningum, arðgreiðslur

af hlutabréfum eða söluhagnað.

»»

Virðisaukaskattur er greiddur af verði vöru og þjónustu.

Staðgreiðsla

Börn 15 ára og yngri greiða 6% tekjuskatt ef laun þeirra fara yfir

ákveðið frítekjumark (180.000 krónur árið 2022) og eru tekjur þeirra

taldar fram í skattskýrslu foreldra. Einstaklingar byrja að greiða

tekjuskatt eins og fullorðnir þegar þeir eru orðnir 16 ára. Tekjuskattur

er staðgreiddur en í því felst að atvinnurekandi dregur skattinn frá

launum áður en þau eru greidd. Tekjuskattur reiknast af launum og

er dreginn frá sem bráðabirgðagreiðsla. Tekjuskattur er gerður upp

16


i. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

í árslok þegar upplýsingar um endanlegar tekjur og frádrætti liggja

fyrir. Einstaklingar skila árlega skýrslu til skattstjóra, svokölluðu

skattframtali, með upplýsingum um tekjur, eignir og skuldir. Ríkisskattstjóri

fer svo yfir skattframtalið og reiknar endanlegan tekjuskatt.

Ef einstaklingur hefur ofgreitt skatta eru þeir endurgreiddir í

júlí árið eftir en ef einstaklingar skulda skatta eru þeir innheimtir á

tímabilinu frá júlí til desember.

Áður fyrr skiluðu einstaklingar inn skattframtali á pappír en nú skila

flestir rafrænu framtali í gegnum þjónustuvef. Áður en einstaklingar

byrja að vinna í framtölum sínum safnar ríkisskattstjóri upplýsingum

um laun, fjármagnstekjur, eignir og skuldir og skráir á nafn einstaklinga.

Vinna einstaklinga við skattframtöl felst því fyrst og fremst í að

skoða hvort allar upplýsingar hafi skilað sér og séu réttar.

Rafrænt

framtal

Greiðsla og uppgjör tekjuskatts

STAÐGREIÐSLA

SKATTFRAMTAL

ENDANLEGT

UPPGJÖR

Tekjuskattur er staðgreiddur

en endanlegt uppgjör fer

fram þegar upplýsingar um

allar tekjur og frádráttar ­

liði liggja fyrir

Tekjuskattur reiknast

af launum og er

staðgreiddur.

Upplýsingum um

endanlegar tekjur er

skilað til skattstjóra.

Ríkisskattstjóri reiknar

endanlega fjárhæð

tekjuskatts, endurgreiðir

ofgreidda skatta

eða rukkar það sem

upp á kann að vanta.

Fjárhæð tekjuskatts reiknast sem hlutfall af launum og er skatthlutfall

breytilegt eftir launum. Á árinu 2022 eru skatthlutföll á bilinu

31,45% til 46,25%.

Skatthlutfall

og persónuafsláttur

Áður en skatturinn er reiknaður dregst frá persónuafsláttur sem er

skattaafsláttur sem allir fá og tryggir að laun upp að ákveðnu marki

eru skattfrjáls. Persónuafsláttur safnast upp á árinu og ef einstaklingar

vinna ekki allt árið nýtist afslátturinn samt allt árið.

Krakkar og unglingar sem vinna bara á sumrin þurfa því yfirleitt ekki að

greiða skatt, þau nýta persónu afslátt frá tímabilum þar sem þau fengu

engin laun. Árið 2022 er persónuafsláttur á mánuði 53.916 krónur. Það

þýðir að einstak lingur getur haft um 178.577 krónur á mánuði án þess

að greiða skatt (53.916/31,45%/96%). Ef strákur eða stelpa byrjar að

vinna í júní hefur safnast upp ónýttur persónu afsláttur fyrir janúar til

júní að fjárhæð 323.497 krónur (6*53.916) sem þýðir að viðkomandi

getur haft 1.071 þúsund krónur (178.577*6) í skattfrjálsar tekjur.

17


Fyrstu skref í fjármálum

Lífeyrissjóður

Læra »»

Hvað er lífeyrissjóður?

»»

Hverjir greiða í lífeyrissjóð?

»»

Hvað greiða launþegar og atvinnurekendur mikið?

»»

Hvaða réttindi ávinnast með greiðslum í lífeyrissjóð?

»»

Hvernig ávinnast réttindi?

Gott ráð

Mikilvægt er að fylgjast með að greiðslur berist í lífeyrissjóð og að þekkja

réttindi sín. Ellilífeyrir lífeyrissjóða er oftast stærsti hluti eftirlauna.

Skylduaðild

Hvaða sjóð

á að greiða í?

Iðgjald

Á Íslandi er skylduaðild að lífeyrissjóði og verða allir vinnandi einstaklingar

á aldrinum 16 til 70 ára að greiða í lífeyrissjóð. Tilgangurinn

með skylduaðildinni er að tryggja að hver og einn leggi fyrir og

safni upp sjóði til að greiða eftirlaun til æviloka þegar starfsævinni

lýkur. Lífeyrissjóðir greiða einnig örorkulífeyri ef sjóðfélagar verða

óvinnufærir og maka- og barnalífeyri við fráfall sjóðfélaga.

Yfirleitt eru launþegar skyldugir til að vera í þeim lífeyrissjóði sem

kemur fram í kjarasamningi viðkomandi starfsstéttar. Ef ráðningarsamningur

er ekki byggður á kjarasamningi, sem skyldar launþega

til aðildar að ákveðnum lífeyrissjóði, geta einstaklingar valið hvaða

lífeyrissjóð þeir greiða í.

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð samkvæmt lögum er 12% af launum

en í flestum kjarasamningum er iðgjaldið 15,5% og greiða einstaklingar

sjálfir 4% en launagreiðandi mótframlag sem nemur 11,5%

af launum.

Atvinnurekandi sér um að draga iðgjöld launþega frá launum og skila

til viðkomandi lífeyrissjóðs ásamt eigin mótframlagi.

Yfirlit og

upplýsingar

Flestir lífeyrissjóðir senda sjóðfélögum sínum eitt til tvö yfirlit á ári

með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur og réttindi. Mikilvægt er fyrir

launþega að fylgjast með að iðgjöld þeirra skili sér til lífeyrissjóðsins.

Best er að gera það með því að bera saman yfirlit frá lífeyrissjóðnum

18


i. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

og launaseðla. Vanti iðgjöld er ráðlegt að hafa samband við launagreiðanda

eða biðja viðkomandi lífeyrissjóð að innheimta iðgjaldið.

Með greiðslum í lífeyrissjóð ávinna sjóðfélagar sér eftirfarandi réttindi:

»»

Ellilífeyri frá 67/70 ára til æviloka.

Réttindi í

lífeyrissjóðum

»»

Örorkulífeyri við starfsorkumissi vegna slysa eða sjúkdóma.

»»

Makalífeyri til eftirlifandi maka við andlát.

»»

Barnalífeyri vegna örorku eða andláts sjóðfélaga.

Meginhlutverk lífeyrissjóða er að greiða ellilífeyri til æviloka. Ellilífeyrisgreiðslur

lífeyrissjóða eru yfirleitt stærsti hluti tekna á eftirlaunaárunum

og þess vegna eru réttindi í lífeyrissjóðum afar mikilvæg.

Hlutverk lífeyrissjóða

IÐGJALD

ÁVÖXTUN

FJÁRMUNA

LÍFEYRIR

Lífeyrissjóðir varðveita

iðgjöld sjóðfélaga, ávaxta

þau og greiða lífeyri

Allir sem vinna verða

að greiða í lífeyrissjóð.

Iðgjald launþega er

dregið frá launum.

Vinnuveitandi greiðir

mótframlag.

Lífeyrissjóður ávaxtar

iðgjöld.

Sjóðfélagar fá sent

yfirlit um réttindi.

Eftirlaun til æviloka frá

67/70 ára aldri.

Áfallalífeyrir ef sjóðfélagi

verður óvinnufær

eða fellur frá.

Lífeyrisréttindi ávinnast í hlutfalli við greidd iðgjöld, það er því meira

sem lagt er fyrir því hærri verða eftirlaunin. Ef einstaklingur vinnur 40

ár og greiðir í lífeyrissjóð alla starfsævina þá er líklegt að eftirlaun miðað

við 15,5% iðgjald verði nálægt 60% til 70% af lokalaunum.

Hvernig

ávinnast

réttindi?

Endanleg fjárhæð eftirlauna ræðst af launaþróun og afkomu sjóðanna.

Þar sem eignir eru notaðar til að greiða lífeyri skiptir afkoma sjóðanna

miklu máli. Ef eignir duga ekki til að greiða lífeyri í samræmi við réttindi

verða sjóðirnir að lækka réttindin eða auka þau ef eignir eru meiri en

skuldbindingar.

Flestir lífeyrissjóðir bjóða sjóðfélögum aðgang að upplýsingum um

iðgjöld og lífeyrissréttindi á læstum sjóðfélagavefum sem eru aðgengilegir

á heimasíðum sjóðanna. Þar er að finna upplýsingar um iðgjaldagreiðslur

og réttindi auk þess sem þar er yfirleitt hægt að reikna og

áætla væntanleg eftirlaun.

Nánari

upplýsingar

og reiknivélar

19


Fyrstu skref í fjármálum

Peningar – seðlar, kort og rafrænar greiðslur

Læra »»

Gjaldmiðill Íslands

»»

Peningar

»»

Hver hefur einkarétt á að gefa út seðla og mynt?

»»

Debetkort

»»

Kreditkort

Gott ráð

Gott er að vera með veltureikning í banka og fá sér debetkort þegar aldur

og aðstæður leyfa. Mikilvægt er þó að þekkja þann kostnað sem fylgir

notkun kortsins.

Lögeyrir

Peningar

eða rafrænar

færslur

Farsími

eða kort

Samkvæmt lögum nefnist gjaldmiðill Íslands króna. Peningaseðlar og

slegnir peningar (mynt) eru notaðir til að skiptast á krónum. Seðlabanki

Íslands hefur einkarétt til að láta prenta og gefa út peningaseðla

og láta slá og gefa út peninga úr málmi. Peningaseðlar þeir, sem Seðlabanki

Íslands lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem hann lætur

slá og gefur út, skulu samkvæmt fyrrnefndum lögum vera lögeyrir sem

þýðir að hægt er að greiða fyrir allar vörur og þjónustu með peningum.

Peningar eru greiðslumiðill og eru notaðir þegar einstaklingar, fyrirtæki

eða stofnanir skiptast á verðmætum. Peningaseðlar og peningar úr

málmi eru þó minnst notaðir nú heldur færast peningar að mestu rafrænt

á milli aðila. Það er gert með beinum millifærslum í netbanka eða

með farsíma eða greiðslukortum sem annað hvort eru debetkort eða

kreditkort. Ef einstaklingur greiðir með farsíma eða notar debetkort er

fjárhæð millifærð beint af bankareikningi hans. Ef hann greiðir hins vegar

með kreditkorti stofnast skuld hjá honum við kortafyrirtækið, sem greiðir

umsamda fjárhæð til seljanda vöru eða þjónustu en innheimtir síðan

skuldina frá einstaklingnum í næsta mánuði eða á næsta greiðslutímabili.

Flestir nota debetkort eða farsíma til greiðslu í daglegum viðskiptum

en eiga einnig einhverja peningaseðla til að nota þar sem ekki er hægt

að greiða með rafrænum hætti. Margir eiga einnig kreditkort og nota

það ýmist til greiðslu í daglegum viðskiptum eða eiga það til öryggis

ef tekjur duga ekki fyrir gjöldum.

Greiðslur með farsíma eru oftast tengdar greiðslukortum og eru

kortin vistuð í símann. Við greiðslu myndast hreyfing eins og

kortið væri notað beint. Á næstu árum má búast við að rafrænum

20


i. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

greiðslumögu leikum fjölgi en nú þegar er hægt, í einhverjum tilfellum,

að greiða með snjallúrum.

Greiðslukort og farsímar eru öruggari en seðlar. Ef peningar týnast

getur sá sem finnur þá notað þá strax en kort er hins vegar ekki hægt

að nota nema með því að þekkja svokallað PIN-númer, talnarunu sem

er slegin inn í greiðslukortaposa til að staðfesta greiðslu. Öryggið er

jafnvel meira með farsíma þar sem notandi staðfestir greiðslur með

fingrafaralesara eða andlitsskanna.

Greiðslur í heimabönkum yfir tilteknum fjárhæðum eru staðfestar

með rafrænum skilríkjum sem hægt er að nota í nær öllum tegundum

farsíma. Með þeim má auðkenna sig á öruggan hátt á netinu og staðfesta

skjöl og greiðslur. Rafræn skilríki jafngilda fullgildri undirritun.

Samanburður á greiðslumiðlum

Öryggismál

Rafræn skilríki

Samanburður

Peningar Kort Farsími/snjallúr

Vextir Engir vextir Lágmarksvextir Lágmarksvextir

Greiðslumiðill

Fyrirferð

Veski týnist

Peningar eru

alltaf gjaldgengir í

viðskiptum

Taka pláss í veski

Finnandi getur

notað peninga

Eingöngu hægt að nota ef

söluaðili er með greiðslukortavél

(posa)

Fer lítið fyrir

Ekki hægt að nota kort án

PIN-númers. Eigandi getur

látið loka korti strax

Eingöngu hægt að nota ef

söluaðili er með greiðslukortavél

(posa)

Farsími/snjallúr kemur

í staðinn fyrir veski

Bara eigandi getur notað

síma/snjallúr eða einhver

sem þekkir lykilnúmer

Samanburður á því

að nota peningaseðla,

debetkort

eða farsíma

Hraðbankar

Nei

Hægt að sækja peninga í

hraðbanka

Hægt að sækja peninga í

kortalausum hraðbanka

Notkun á netinu

Nei

Hægt að greiða reikn inga

með korti

Hægt að greiða reikn inga

með korti á síma

Notkun í

útlöndum

Krónu þarf að

skipta í gjaldmiðil

viðkomandi lands

Hægt að greiða með

korti og sækja peninga í

hraðbanka

Hægt að greiða með síma/

snjallúr og sækja peninga í

kortalausan hraðbanka

Einstaklingar greiða fyrir notkun debetkorta samkvæmt gjaldskrám

bankanna. Yfirleitt rukka bankarnir árgjald fyrir kortin og færslugjald

fyrir hverja notkun.

Unglingar geta almennt fengið debetkort frá 11 eða 12 ára aldri. Mikilvægt

er að passa vel upp á debetkortið sitt og alls ekki segja neinum

eða gefa upplýsingar um PIN-númerið á kortinu sínu. Ófjárráða börnum

og unglingum er óheimilt að stofna til skulda. Því getur einstaklingur

sem er yngri en 18 ára ekki fengið kreditkort nema það sé fyrirframgreitt

en þá þarf korthafi að eiga inneign fyrir notkun kortsins.

Slík kort geta verið hentug, meðal annars vegna ferðatrygginga og

neyðarþjónustu á ferðalögum sem þeim fylgja.

Kostnaður

Hvenær á

að byrja með

debetkort?

En kreditkort?

21


Fyrstu skref í fjármálum

22


2. Eignir og lán (skuldir)

Efnisatriði í kafla

1 2

3

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

Vextir

Hvernig reiknast vextir?

Reglulegur sparnaður / Að safna fyrir

Sparnaðarform

Tegundir lána

Hvað kostar að taka lán?

Að taka lán og greiða af því

Flestir einstaklingar safna eignum á ævinni. Margir kaupa

fasteign til að búa í og er það yfirleitt stærsta einstaka

eign einstaklinga. Nær allir eignast einhver húsgögn, bíla,

tölvur og margt fleira. Eignir erfast milli kynslóða, oftast frá

foreldrum til barna. Ungt fólk fær líka oft peningagjafir, til dæmis

við fermingu, sem það leggur fyrir og notar síðar til að kaupa eignir.

Algengast er að fólk safni fyrir eignum með því að leggja fyrir

jákvæðan mun á tekjum og útgjöldum.

Tekjur – útgjöld > 0 => Eignir aukast

Tekjur – útgjöld < 0 => Eignir minnka, stundum taka einstaklingar

lán til að brúa bilið

Yfirleitt þarf að safna í nokkurn tíma til að eiga fyrir eignum, allt frá

nokkrum mánuðum til fjölda ára. Sá sem vill eignast farsíma getur

ef til vill náð að safna fyrir honum á nokkrum mánuðum. Einstaklingur

eða hjón sem vilja eignast íbúð eru hins vegar oftast mörg ár

eða nokkra áratugi að eignast hana að fullu.

Flestir taka lán á ævinni. Einstaklingar taka lán til að kaupa bíl,

húsnæði eða aðra hluti, námsmenn taka námslán til að fjármagna

nám og svo framvegis. Það er að jafnaði dýrara að kaupa eignir með

lántöku heldur en að safna fyrir þeim og staðgreiða en stundum er

ávinningurinn meiri en lántökukostnaður.

Að taka lán er hluti af fjármálum einstaklinga og hófleg lántaka eykur

lífsgæði. Á hinn bóginn getur óhófleg lántaka snúist upp í ógæfu

ef lántaki lendir í greiðsluerfiðleikum með tilheyrandi áhyggjum

og vanlíðan. Þeir sem taka lán verða að hafa í huga að lántaka er

skuldbinding og það kostar að taka lán.

2. Eignir og lán (skuldir)

23


Fyrstu skref í fjármálum

Vextir

Læra »»

Vextir

»»

Innlánsvextir, útlánsvextir, vaxtamunur

»»

Binditími, áhrif á vexti

»»

Hvernig ákvarðast vextir á markaði?

»»

Stýrivextir, dráttarvextir

Gott ráð

Gott er að hafa skoðun á því hve lengi á að geyma sparnað. Þannig er

hægt að velja reikninga með viðeigandi binditíma og vöxtum.

Hvað eru

vextir?

Innláns- og

útlánsvextir

Mismunandi

binditími,

ólíkir vextir

Vextir á bankareikningum

eru yfirleitt hærri eftir því

sem binditími er lengri

Sá sem sparar og leggur fyrir peninga til að nota síðar getur lagt þá í

banka gegn því að fá þá endurgreidda síðar með vöxtum. Vextir eru

leigan sem bankinn greiðir einstaklingnum fyrir peningana.

Sá sem leggur peninga inn á reikning í banka fær greidda vexti (innlánsvexti)

fyrir að geyma þá í bankanum. Bankinn lánar síðan peningana

til einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana og fær greidda vexti

(útlánsvexti) fyrir lánsféð. Útlánsvextir eru yfirleitt hærri en innlánsvextir

en þannig myndast tekjur hjá bankanum. Mismunur á

innláns- og útlánsvöxtum er kallaður vaxtamunur.

Einstaklingar geta lagt peninga í banka og valið á milli mismunandi

bankareikninga eftir því hvað þeir vilja eða geta geymt peningana lengi.

Að jafnaði er hægt að fá hærri vexti eftir því sem einstaklingur er tilbúinn

að festa eða geyma peningana lengur. Að binditíma loknum gilda mismunandi

reglur um úttekt og mögulega framlengingu binditíma. Upplýsingar

um binditíma innlánsreikninga er að finna í skilmálum einstakra

reikninga. Hægt er að fletta upp á þeim á heima síðum bankanna.

Dæmi um bankareikninga og vaxtakjör

Reikningur Binditími Greiðsla vaxta Vextir Kort

Tékkareikningur Enginn Árlega 0,05% til 0,10% Já

Óbundinn sparireikningur Enginn Árlega 0,7% til 2,% Nei

Bundinn sparireikningur 6–12 mánuðir Mánaðarlega 2,55% til 2,75 Nei

Húsnæðisreikningur Enginn Árlega 2,25% Nei

Framtíðarreikningur Til 18 ára Árlega Verðtrygging +

0,8%

Nei

Heimild: Vaxtatöflur viðskiptabanka í janúar 2022

24


2. Eignir og lán (skuldir)

Vextir á bankareikningum eru yfirleitt breytilegir sem þýðir að bankinn

getur breytt vöxtum á sparnaðartímanum. Á heimasíðum banka

eru upplýsingar um tegundir innlánsreikninga og vaxtatöflur með

upplýsingum um vexti á inn- og útlánum.

Vextir hafa meiri áhrif á sparnað eftir því sem vextirnir eru hærri eða

sparnaðartíminn lengri. Myndin sýnir hvernig 10.000 krónur vaxa sem

eru lagðar fyrir með 1%, 3% eða 5% vöxtum. Eftir 10 ár verður sparnaðurinn

með 3% vöxtum 13.439 krónur (134% af upphaflegum höfuðstól)

en eftir 20 ár 18.061 króna (181% af upphaflegum höfuðstól).

Vextir og

höfuðstóll

Vextir og sparnaðartími

28 þúsund krónur

5%

26

24

22

20

3%

18

16

14

1%

12

10

0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20

Sparnaðartími í árum

Myndin sýnir þróun

höfuðstóls m.v. 1%,

3% og 5% vexti og

sparnaðartíma í allt

að 20 ár

Vextir ráðast af aðstæðum í efnahagslífi hverju sinni. Þegar

framleiðsla og fjárfestingar í landinu eru að aukast leiðir það yfirleitt

til þess að eftirspurn eftir lánsfé eykst sem getur leitt til þess að

vextir hækki. Ef það er hins vegar samdráttur í þjóðfélaginu aukast

líkurnar á að vextir lækki.

Hvernig

ráðast vextir?

Seðlabankinn stýrir vöxtum að hluta með því að ákveða svokallaða

stýrivexti sem eru vextir bankans við önnur fjármálafyrirtæki. Viðskiptabankar

taka tillit til þeirra við ákvörðun um vexti á inn- og útlánum.

Markmið Seðlabankans með vaxtaákvörðunum er að stuðla

að stöðugu verðlagi sem er eitt af meginmarkmiðum bankans.

Sé afborgun af láni eða innheimtukrafa greidd eftir gjalddaga er lánveitanda

heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast

frá gjalddaga að greiðsludegi. Dráttarvextir eru yfirleitt nokkuð háir

til að hvetja skuldara að greiða skuld á tilsettum tíma og til að bæta

kröfuhafa upp frestun á greiðslu. Samkvæmt lögum ákveður Seðlabankinn

dráttarvexti og auglýsir mánaðarlega.

Vanskilavextir

25


Fyrstu skref í fjármálum

Hvernig reiknast vextir?

Læra »»

Hvernig reiknast vextir?

»»

Vaxtadagar

»»

Fastir og breytilegir vextir

»»

Flatir vextir

»»

Vaxtavextir

Gott ráð

Það er góður siður að reikna sjálf/ur vexti á sparnað eða á lánum og

athuga hvort þú ert að fá eða greiða rétta vexti. Fáðu aðstoð ef þú veist

ekki hvernig á að reikna þá út.

Að reikna

vexti

Vextir reiknast sem hlutfall af höfuðstól á ári. Í vaxtaútreikningi er

almennt miðað við 360 daga á ári en ekki 365. Formúla fyrir vexti er

eftirfarandi:

Vextir = höfuðstóll * vextir (%) * dagar /360 (vaxtadagar á ári)

Ef vextir á bankareikningi eru 3% og eigandi leggur fyrir 100 krónur

á hann 103 krónur eftir eitt ár sem samanstanda af upphaflegum

höfuð stól og vöxtum (100 * 3/100 * 360/360).

Vaxtadagar

Vextir eru yfirleitt gefnir upp sem vextir á ári (ársgrundvelli). Endanlegir

vextir ráðast af sparnaðar- eða lánstíma og því þarf að reikna

vexti miðað við fjölda daga frá því sparifé var lagt til hliðar eða lán

var tekið.

Á Íslandi er yfirleitt notast við þá venju að telja 30 vaxtadaga í

mánuði og 360 daga í ári. Í febrúar er 28. febrúar reiknaður sem

þrír vaxtadagar nema í hlaupári en þá reiknast 29. febrúar sem tveir

vaxtadagar. Í mánuðum með 31 dag teljast 30. og 31. sami vaxtadagur.

Breytilegir og

fastir vextir

Ef vextir eru breytilegir er reiknað vegið meðaltal vaxta á vaxtatímabilinu

og fær hver vaxtaprósenta vigt eftir því hvað hún gildir

lengi.

Breytilegir vextir = (v1 * t1/t + v2 * t2/t+ .... + vn * tn/t)

þar sem v1 eru vextir á tímabili 1, t1 er fjöldi daga á tímabili

1, t er fjöldi daga alls, v2 er vextir á tímabili 2, t2 fjöldi daga á

tímabili 2 og svo framvegis.

26


2. Eignir og lán (skuldir)

Ef vextir eru 3% í 10 vaxtadaga, 4% í 40 vaxtadaga og 5% í 40

vaxtadaga þá eru breytilegir vextir á tímabilinu 4,3% (3%*10/90

+ 4%*40/90+5%*40/90).

Ef vextir eru fastir þá breytist vaxtaprósenta ekki á sparnaðar- eða

lánstíma.

Vextir geta verið annað hvort flatir vextir eða vaxtavextir.

Það eru kallaðir flatir vextir (stundum einfaldir vextir) þegar vextir

reiknast eingöngu af höfuðstól. Ef vextir eru flatir aukast þeir í beinu

hlutfalli við sparnaðartíma að því gefnu að höfuðstóll og vaxtaprósenta

breytist ekki á tímabilinu.

Tvær

reikniaðferðir

Vaxtavextir eru vextir sem reiknast á vexti. Í þeim tilvikum er

vöxtum bætt við höfuðstól á fyrirfram ákveðnum tíma, oftast

árlega. Næst þegar vextir reiknast á höfuðstól verða þeir meiri en á

fyrra tímabili því þá reiknast vextir á vexti. Þaðan kemur hugtakið

vaxtavextir.

Vaxtavextir vaxa með veldisvexti yfir tíma þar sem vextir á hverju

tímabili reiknast á uppfærðan höfuðstól þar sem vöxtum frá fyrra

tímabili hefur verið bætt við.

Samanburður á vaxtavöxtum og flötum vöxtum

1.200 krónur (höfuðstóll lagður fyrir í upphafi = 1.000 kr.)

1.000

800

600

400

200

Vaxtavextir

Flatir

vextir

Höfuðstóll vex hraðar ef

vextir reiknast á vexti

heldur en ef vextir reiknast

bara á höfuðstól

0

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25

Ár

Flatir vextir eru notaðir þegar vextir á lán eru aðeins reiknaðir á

lánsfjárhæðina. Þetta er algengast á stuttum lánum eða þegar lán er

með árlegar afborganir eða margar afborganir á ári.

Vextir á bankareikningum eru oftast vaxtavextir þar sem vöxtum er

bætt árlega við höfuðstól, oftast í árslok. Eftir að vextir bætast við

höfuðstól reiknast framtíðarvextir á nýjan höfuðstól sem inniheldur

þá vexti frá fyrri tímabilum.

Hvenær

eru vextir

flatir eða

vaxtavextir?

27


Fyrstu skref í fjármálum

Máttur vaxtavaxta

Læra »»

Hvernig virka vaxtavextir?

»»

Hvernig vaxa vaxtavextir með tíma?

»»

Hvað ræður áhrifum vaxtavaxta?

»»

Af hverju er ákveðin fjárhæð verðmætari núna en í framtíðinni?

Gott ráð

Byrjaðu að spara eins fljótt og þú getur til að njóta áhrifa vaxtavaxta og

veldisvaxtar höfuðstóls.

Snjólbolti...

Snjóboltaáhrif

...veltur niður

fjallshlið og...

...stækkar

og stækkar

Með flötum vöxtum

bætist við sama fjárhæð

á hverju ári en með

vaxtavöxtum bætast við

meiri vextir á hverju ári

Veldisvöxtur með vaxtavöxtum vísar til aukins verðmætis sparnaðar

vegna vaxta eða tekna af bæði höfuðstól og uppsöfnuðum vöxtum

og tekjum. Vextir reiknast ekki bara á upphaflegan sparnað heldur

einnig á vexti, arðgreiðslur og gengis- og söluhagnað – þannig að

höfuðstóll vex hraðar og hraðar með hverju ári sem líður.

Sparnaði með vaxtavöxtum má líkja við snjóbolta sem veltur niður

fjallshlíð. Á leiðinni hleður hann stöðugt á sig meiri snjó og vex hraðar

og hraðar á leiðinni niður.

Sparnaður (eingreiðsla) og vextir sem bætast við ár hvert

1.000 þús. kr.

1.050

1.000

950

Vextir á vexti (vaxtavextir) – vaxa með tíma

Vextir reiknast eingöngu af höfuðstól (flatir vextir)

– föst fjárhæð á ári ef vaxtaprósenta helst óbreytt

Á löngum tíma geta

vextir orðið stór hluti af

uppsöfnuðum sparnaði

Ár

Sparnaður (eingreiðsla) – lagður fyrir í upphafi

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25

Uppsafnaður sparnaður

2.500 þús. kr.

Vextir á vexti

2.000

Vextir á höfuðstól

1.500

Sparnaður (eingreiðsla

í upphafi tímabils)

1.000

500

0

Ár

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25

28


2. Eignir og lán (skuldir)

Tvennt ræður því hversu hratt sparnaður vex með vaxtavöxtum.

Ávöxtun eða vextir á tímabili. Máttur vaxtavaxta ræðst af

vöxtum sem er greiddur á sparnað (innlán, ríkisskuldabréf,

o.s.frv.) eða ávöxtun hlutabréfa (arðgreiðslur, söluhagnaður,

verðhækkun) og annarra eigna. Sparnaður vex hraðar eftir því

sem vextir og/eða ávöxtun eigna eru hærri.

Hvað ræður

áhrifum

vaxtavaxta?

Tími. Því lengur sem sparnaður er geymdur, því meiri verða

áhrif vaxtavaxta.

Taflan sýnir stuðla sem nota má til að margfalda höfuðstól sem er

lagður fyrir miðað við mismunandi vexti og sparnaðartíma. Sá sem

leggur fyrir 100.000 kr. í 10 ár á 1,5% vöxtum á 116.100 krónur í lok

sparnaðartímans (100.000 x 1,161). Töfluna má líka nota til að finna

út hvað þarf að leggja fyrir til að safna fyrir tiltekinni fjárhæð. Ef

einstaklingur getur fengið 2,0% vexti í 5 ár þarf hann að leggja fyrir

906 þúsund krónur til að eignast eina milljón (1.000.000 / 1,104).

Vaxtatafla (höfuðstóll – eða sparnaður – lagður fyrir í einu lagi)

Sparnaðartími

1 ár

2 ár

3 ár

4 ár

5 ár

6 ár

7 ár

8 ár

9 ár

10 ár

15 ár

20 ár

30 ár

40 ár

Vextir á ári

0,5% 1,0% 1,5% 2,0% 2,5%

1,005

1,010

1,015

1,020

1,025

1,030

1,036

1,041

1,046

1,051

1,078

1,105

1,161

1,221

1,010

1,020

1,030

1,041

1,051

1,062

1,072

1,083

1,094

1,105

1,161

1,220

1,348

1,489

1,015

1,030

1,046

1,061

1,077

1,093

1,110

1,126

1,143

1,161

1,250

1,347

1,563

1,814

1,020

1,040

1,061

1,082

1,104

1,126

1,149

1,172

1,195

1,219

1,346

1,486

1,811

2,208

1,025

1,051

1,077

1,104

1,131

1,160

1,189

1,218

1,249

1,280

1,448

1,639

2,098

2,685

Vöxtur sparnaðar með tíma er grunnurinn að hugtakinu tímavirði

peninga. Þá er átt við að peningar, sem eru tiltækir núna, eru meira

virði en sama fjárhæð í framtíðinni af því að hægt er að leggja peningana

fyrir og safna vöxtum. Ef hægt er að leggja 10.000 krónur

fyrir á bankareikningi með 1% vöxtum verður sparnaður eftir eitt ár

10.100 krónur. Af þessum sökum eru 10.000 krónur núna verðmætari

en 10.000 krónur eftir eitt ár.

Vaxtastuðlar

Taflan sýnir stuðla til að

reikna höfuðstól sem er

lagður fyrir í einu lagi í

upphafi tímabils miðað

við mismunandi vexti og

mislangan sparnaðartíma

Tímavirði

peninga

29


Fyrstu skref í fjármálum

Að safna fyrir

Læra »»

Hvað er reglulegur sparnaður?

»»

Hver er helsti kostur reglulegs sparnaðar?

»»

Hvað þarf að leggja minnst fyrir á mánuði?

»»

Hvers vegna er betra að byrja fyrr en seinna?

»»

Fimm skref til að safna fyrir

Gott ráð

Þeir sem eru að byggja upp eignir eða reka heimili ættu að temja sér að

leggja fyrir fasta fjárhæð í hverjum mánuði og byggja þannig upp eignir,

neyslu- og varasjóð.

Margt lítið

gerir eitt stórt

Til þess að eignast þarf að spara. Besta og árangursríkasta leiðin til að

spara er reglulegur sparnaður sem byggir á því að leggja fyrir fasta fjárhæð

með jöfnu millibili, til dæmis mánaðarlega eða ársfjórðungslega.

Með því að leggja fyrir fasta fjárhæð með reglulegu millibili er tryggt

að það verður til nýr sparnaður á hverju tímabili. Fjárhæðin sem lögð

er fyrir þarf ekki að vera há, mestu skiptir að tileinka sér að leggja

alltaf fyrir. Smám saman mun byggjast upp sjóður sem skiptir máli og

eftir því sem tíminn líður bætast við vextir og vaxtavextir.

Kostur að

sparnaður sé

sjálfvirkur

Flestir sem leggja reglulega fyrir kjósa að láta bankann sinn draga

sjálfkrafa fasta fjárhæð af veltureikningi og leggja inn á sparireikning

eða í verðbréfasjóð.

Mikilvægt er að hefja reglulegan sparnað sem allra fyrst því að tíminn

vinnur með þeim sem leggja fyrir í hverjum mánuði. Því lengri sem

sparnaðartíminn er því meira er lagt til hliðar og þá bætast við meiri vextir.

Með tímanum vega

vextir eða ávöxtun

meira og meira af

uppsöfnuðum sparnaði

Svona virkar reglulegur sparnaður

Sparnaðarmarkmið

Sparnaður Flatir vextir Vaxtavextir

Ár 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

30


2. Eignir og lán (skuldir)

Fimm skref til að safna fyrir

1. Markmið · Setja sér markmið. Fyrir hverju á að safna og hvað kostar hluturinn eða eignin?

2. Stöðumat · Meta stöðuna áður en sparnaður hefst. Hvað á einstaklingur fyrir og hvað

hefur hann langan tíma?

Þegar safna á fyrir

einhverju er ráðlegt

að setja sér markmið

og útbúa áætlun

3. Áætlun · Reikna hve mikið þarf að spara til að ná settu marki, útbúa áætlun og ákveða hvernig

sparnaður verður lagður fyrir.

4. Sparnaður · Hefja sparnað samkvæmt áætlun.

5. Eftirlit · Fylgjast með og meta hvernig gengur. Þarf að auka eða minnka sparnað

til að ná markmiði?

Hve mikið þarf að leggja fyrir til að eignast tölvu sem kostar 225 þúsund

krónur, bíl sem kostar 2 milljónir eða til að safna 5 milljónum til að

nota sem útborgun í íbúð? Taflan sýnir dæmi um áætlun einstaklings

sem á 475 þúsund krónur í sparnaði nú þegar. Hann vill eignast tölvu

með mánaðarlegum sparnaði í eitt ár, safna fyrir bíl á 5 árum og fyrir útborgun

í íbúð á 10 árum. Taflan sýnir hve mikið einstaklingurinn þarf að

leggja fyrir á mánuði og ári til að ná settu marki miðað við 2% ársvexti.

Dæmi: Tölva,

bíll og íbúð

Hvað þarf að spara?

1. Markmið 2. Stöðumat 3. Áætlun

Núverandi

Sparnaður þarf að vera

Markmið Fjárhæð sparnaður Vöntun Tími á mánuði á ári

Tölva 225.000 25.000 200.000 1 ár 16.516 198.190

Bíll 2.000.000 50.000 1.950.000 5 ár 30.943 371.317

Útborgun í íbúð 5.000.000 400.000 4.600.000 10 ár 34.692 416.300

Þegar búið er að ákveða

markmið og meta hvað

vantar upp á er hægt að

reikna hve mikið þarf

að spara

Það borgar sig að byrja fyrr en seinna að safna fyrir eignum. Þannig

verður verkefnið miklu auðveldara að því leyti að þá þarf minna að

leggja fyrir í einu og þá fást meiri vextir.

Því fyrr,

því betra

Mánaðarlegur sparnaður til að safna 4,6 milljónum

80

60

40

20

0

þús. kr. á mánuði

Sparnaður Vextir

73

47

35

5 7.5

10 Ár

Lengri sparnaðartími

=

Lægri mánaðarlegur

sparnaður

+

meiri vextir

Samsetninghöfuðstóls

á

sparnaðartíma

31


Fyrstu skref í fjármálum

Sparnaðarform

Læra »»

Bankareikningar (veltureikningar og sparireikningar)

»»

Fasteignir og fasteignaverð

»»

Verðbréf, skuldabréf, hlutabréf, sjóðir

»»

Samband ávöxtunar og áhættu

»»

Áhætta sem fylgir sparnaði

Gott ráð

Byggðu sparnað upp skipulega og veldu sparnaðarform eftir

sparnaðartíma eða eftir því hvenær þú hyggst nota sparnaðinn.

Sparnaðarform

í boði

Bankareikningar

Fasteign

Verðbréf

Einstaklingum standa til boða margir kostir til að ávaxta sparnað.

Til greina kemur að leggja peningana í banka, kaupa fasteign eða

verðbréf.

Bankareikningar eru algengasta sparnaðarformið og skiptast í veltureikninga

og sparireikninga. Veltureikningar eru fyrir sparn að til

skamms tíma og eru notaðir til að greiða fyrir vörur og þjónustu, oftast

gegn framvísun debetkorts. Sparireikningar eru fyrir sparnað til

lengri tíma og eru oft bundnir í tiltekinn tíma.

Flestir kaupa íbúðarhúsnæði til að búa í. Fasteignaverð fer eftir framboði

og eftirspurn á hverjum tíma og getur bæði hækkað og lækkað.

Verðbréf eru heppileg fyrir sparnað til langs tíma. Verðbréf eru

annað hvort skuldabréf eða hlutabréf.

Skuldabréf er skuldaviðurkenning þar sem skuldari lofar að greiða

eiganda skuldabréfs eða handhafa höfuðstól til baka ásamt vöxtum á

fyrirfram ákveðnum tíma sem er tiltekinn í skuldabréfinu sjálfu. Að

gefa út skuldabréf þýðir að fá lán frá einhverjum en með því að kaupa

skuldabréf lánar þú einhverjum.

Hlutabréf er ávísun á eignarhlutdeild í hlutafélagi. Ávöxtun hlutabréfa

ræðst af arðgreiðslum og verðbreytingum á hlutabréfamarkaði.

Á löngum tíma ræður arðsemi hlutafélaganna mestu um ávöxtun.

32


2. Eignir og lán (skuldir)

Einstaklingar geta sparað í verðbréfum með milligöngu sjóða sem

geta verið verðbréfasjóðir, fjárfestingarsjóðir og séreignarsjóðir.

Sjóðir henta vel fyrir einstaklinga því með milligöngu þeirra geta þeir

að öllu jöfnu náð meiri eigna- og áhættudreifingu en þeir geta sjálfir.

Val á sparnaðarformi eða ávöxtunarleið er mikilvægasta ákvörðunin

sem þarf að taka varðandi sparnað. Markmiðið er að ávaxta sparnaðinn

með sem öruggustum hætti en jafnframt að fá vexti og ávöxtun

sem bætist við á hverju ári.

Þegar kemur að því að spara er hægt að velja margar sparnaðarleiðir.

Það fer eftir því hvenær á að nota sparnaðinn hvaða sparnaðarform

á að velja. Ef sparnaðartíminn er stuttur er góður kostur að velja leið

sem gefur lága en jafna ávöxtun. Hins vegar getur verið skynsamlegt

að velja hlutabréf ef sparnaðartíminn er langur.

Mikilvæg

ákvörðun

Sparnaðartími

er lykilforsenda

Hlutabréf gefa að jafnaði hæstu ávöxtunina til langs tíma en ávöxtun

þeirra sveiflast líka meira en önnur sparnaðarform sem getur leitt

til lægri ávöxtunar eða jafnvel taps. Ef einstaklingar velja að ávaxta

sparnað sinn í hlutabréfum er mikilvægt að þeir fjárfesti í mörgum

hlutafélögum eða í sjóði eða sjóðum, sem fjárfesta í mörgum hlutafélögum,

til að dreifa áhættu.

Ávöxtun og áhætta sparnaðarforma

ÁVÖXTUN

Hlutabréf

Henta fyrir langtímasparnað.

Há ávöxtun en miklar sveiflur.

Þau sparnaðarform sem

gefa hæstu ávöxtunina

til langs tíma eru yfirleitt

áhættumeiri en þau sem

gefa lægri ávöxtun

Fasteignir

Flestir kaupa til að búa í.

Miklar verðsveiflur.

Ríkisskuldabréf

Löng og stutt í boði. Ávöxtun

og sveiflur ráðast af lánstíma.

Bankareikningar

Veltu- og sparireikningar.

Vextir ráðast af binditíma.

ÁHÆTTA

Sparnaði fylgir alltaf áhætta sem getur verið tvenns konar. Markaðsáhætta

er hættan á að tapa á sveiflum á verði eigna og verðbréfa.

Skuldaraáhætta er hættan á að eignir tapist vegna gjaldþrots eða

greiðsluerfiðleika útgefenda sem endar með nauðasamningi. Einstaklingar

geta dregið úr markaðsáhættu með því að fjárfesta í mörgum

eignaflokkum og með því að draga úr vægi eigna sem sveiflast

mikið þegar styttist í að eignir verða seldar eða sparnaður greiddur

út. Hægt er að draga úr skuldaraáhættu með því að dreifa eignum

milli sparnaðarforma og margra útgefenda.

Áhætta

33


Fyrstu skref í fjármálum

Tegundir lána

Læra »»

Lánssamningur, skilgreining

»»

Skammtímalán

»»

Langtímalán

»»

Neytendalán

»»

Tegundir lána

Gott ráð

Lán á eingöngu að taka ef þau bæta hag lántaka og eru nauðsynleg. Sá

sem er að velta fyrir sér lántöku þarf alltaf að meta ávinning og hvort

lán er nauðsynlegt.

Lánssamningur

Skammtímalán

Langtímalán

Neytendalán

Lánssamningur (sem er í flestum tilvikum skuldabréf ) er samningur

milli tveggja aðila þar sem lánveitandi lánar tiltekna fjárhæð gegn því

að lántaki lofi að endurgreiða fjárhæðina ásamt vöxtum í samræmi við

skilmála sem eru tilgreindir í skuldabréfinu/lánssamningnum.

Lán til skamms tíma eru ætluð til að fjármagna alls konar neyslu, til

dæmis kaup á bílum, húsmunum, raftækjum, ferðalögum eða öðrum

vörum og þjónustu. Lánstími er frá nokkrum dögum upp í fimm til

sjö ár. Lán til að fjármagna neyslu eru yfirleitt með nokkuð háa vexti

meðal annars vegna þess að þau eru lánuð án trygginga eða eru með

tryggingum í hlutum sem afskrifast hratt vegna stutts líftíma eða

notkunartíma. Skammtímalán eru einnig hlutfallslega dýrari en löng

þar sem lántökukostnaður dreifist yfir stuttan lánstíma. Dæmi um

neyslulán er notkun kreditkorts, smálán, yfirdráttur á veltureikningi,

raðgreiðslusamningar, almenn skuldabréfalán og bílalán.

Langtímalán eru ætluð til að fjármagna fjárfestingar sem eðlilegt er að

fjármagna á löngum tíma en nauðsynlegt er að nota eða eignast strax.

Lánstími langtímalána er misjafn og getur verið allt að 40 ár. Lántakar

þurfa oftast að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu láns, til dæmis fasteign

sem tryggingu fyrir greiðslu húsnæðisláns. Langtímalán eru oft

háar fjárhæðir sem lántaki getur ekki endurgreitt nema á löngum tíma.

Neytendalán eru lán sem neytendur taka hjá einhverjum sem hefur

atvinnu af því að lána. Neytendalán eru til dæmis fasteignalán,

skuldabréf, bílasamningur, yfirdráttarheimild, raðgreiðslusamningur

eða smálán. Lánveitendum er skylt að veita fyrirfram ítarlegar

upplýsingar um neytendalán.

34


2. Eignir og lán (skuldir)

Tegundir lána

Lán til skamms tíma

Heimild á kreditkorti

Lán til langs tíma

Almenn skuldabréfalán

Helstu tegundir lána í boði

fyrir einstaklinga

Smálán

Námslán

Yfirdráttur

Húsnæðislán

Raðgreiðslusamningur

Almenn skuldabréfalán

Bílalán

• Forðast, lán kosta mikið

• Notist varlega, getur verið dýrt

• Mikilvægur kostur, undirbúa vel

Athugið vel

Heimild til að kaupa vörur og þjónustu gegn notkun kreditkorts.

Hentar þeim sem þurfa lága fjárhæð í skamman tíma. Engin lántökugjöld

eða vextir.

Lán sem hægt er að fá til allt að 30 daga með umsókn á heimasíðu lánveitanda

eða með því að senda sms í ákveðið símanúmer. Kostnaður

dreifist á mjög stuttan tíma og því eru lánin hlutfallslega dýr.

Heimild til að taka út peninga af bankareikningi umfram innstæðu

eða setja reikning í mínus í ótilgreindan tíma. Semja þarf um fjárhæð

við banka eða sparisjóð. Hentar þeim sem þurfa lága fjárhæð í

skamman tíma. Engin lántökugjöld en tiltölulega háir vextir.

Samningur um að greiða fyrir vöru eða þjónustu með reglulegum

kortagreiðslum. Einfalt að taka lán hjá söluaðila vöru og þjónustu.

Oftast í 2 til 12 mánuði. Geta verið lengri eða í allt að 59 mánuði.

Skuldabréfalán hjá lánastofnun. Mismunandi lánstími, algengt

hámark er 5 ár.

Samningur um að greiða hluta kaupverðs bifreiðar með skuldabréfi.

Bílalán eru yfirleitt með veði í bifreiðinni. Bílalán eru oftast tekin hjá

fjármögnunarfyrirtækjum og tryggingafélögum.

Lán hjá Menntasjóði námsmanna eða einkaaðilum til að fjármagna

framhaldsnám. Lán endurgreiðast á löngum tíma. Vextir eru mismunandi

eftir lánastofnunum.

Skuldabréfalán hjá banka, lífeyrissjóði eða annarri lánastofnun með

veði í fasteign. Algengasti lánstími er 25 til 40 ár, getur verið styttri.

Heimild á

kreditkorti

Smálán

Yfirdráttur

Raðgreiðslusamningur

Skuldabréfalán

Bílalán

Námslán

Húsnæðislán

35


Fyrstu skref í fjármálum

Hvað kostar að taka lán?

Læra »»

Lántökukostnaður

»»

Kostnaður á lánstíma

»»

Uppgreiðslugjald

»»

Vanskilakostnaður

»»

Hlutfallstala kostnaðar

Gott ráð

Sá sem tekur lán ætti alltaf að þekkja kostnað við lántöku og bera saman

lánamöguleika. Einnig að þekkja kostnað á lánstíma og kostnað við að

greiða upp lán.

Lánskostnaður

Upphafskostnaður

Kostnaður við lán er annars vegar vextirnir sem greiddir eru á lánstíma og

hins vegar ýmsir aðrir kostnaðarliðir sem lántaki greiðir, einkum í upphafi

þegar lán er tekið.

Þegar lán er veitt greiðir lántaki yfirleitt svokallað lántökugjald, sem oftast

reiknast sem hlutfall af lánsfjárhæð, og fastan kostnað við að útbúa lánið.

Lántökugjald er oft á bilinu 0,5% til 1,5% á langtímalánum en getur verið

mun hærra á skammtímalánum, til dæmis 3%. Lántökugjald á íbúðarlánum

og öðrum lánum sem falla undir lög um fasteignalán er föst krónutala,

oft um 50.000 krónur á lán. Í sumum tilvikum er lántökugjald fellt niður

við kaup á fyrstu íbúð.

Ef um er að ræða lán með veði þarf að greiða þinglýsingargjald, sem er kostnaður

fyrir að sýslumaður skrái lánssamninginn sem veð á viðkomandi eign.

Annar kostnaður sem oft fylgir lántöku er meðal annars vegna greiðslumats,

veðbandayfirlits (upplýsingar um veð sem hvíla á eign) og fleira.

Kostnaður á

lánstíma

Á lánstíma greiða lántakar umsamda vexti til lánveitanda sem leigu fyrir

féð sem þeir fá að láni. Vextir geta verið fastir á lánstíma eða breytilegir.

Lán geta verið verðtryggð en þá greiðir lántaki einnig verðbætur.

Lántakar greiða einnig færslukostnað við hverja afborgun. Hægt er að

lækka kostnaðinn með því að semja við banka um sjálfvirkar millifærslur.

Í sumum lánum eru ákvæði um svokallað uppgreiðslugjald sem lántakar

greiða ef þeir vilja greiða inn á lán eða greiða það hraðar upp en samkvæmt

skilmálum.

36


2. Eignir og lán (skuldir)

Þeir sem greiða ekki á réttum tíma þurfa að borga meira. Dráttarvextir

reiknast á fjárhæð í vanskilum og síðan bætist við kostnaður

við innheimtu vanskila, til dæmis fyrir hvert ítrekunarbréf.

Lántökukostnaður

5%

4%

Lántökukostnaði dreift á lánstíma

Vanskilakostnaður

Eftir því sem lántökukostnaður

dreifist

á fleiri ár því minni

verður árlegur

kostnaður

3%

2%

1%

0%

1 ár

2

3

4

5 ár

6

7

8

9

10 ár

11

12

13

14

15 ár

16

17

18

19 20 ár 21

22

23

24 25 ár

Þegar lánsform eru borin saman þarf að taka tillit til allra kostn aðarliða,

ekki bara vaxta. Árleg hlutfallstala kostnaðar mælir heildarkostnað

neytendalána, það er bæði vexti og annan kostnað svo

sem lántökugjöld, kostnað við greiðslu afborgana og fleira. Hún er

reiknuð út sem prósentutala og sýnir heildarkostnað á ári.

Árleg hlutfallstala kostnaðar er gagnleg til að bera saman lán. Hún

tekur tillit til lántökukostnaðar sem vegur oft þungt í lánum til

skamms tíma. Einsskiptiskostnaður eins og lántökugjöld hafa hins

vegar lítil áhrif á kennitöluna á lánum til lengri tíma, til dæmis á húsnæðislánum

sem eru oft til 25 ára eða lengri tíma.

Árleg hlutfallstala kostnaðar fyrir mismunandi lán

50%

Árleg

hlutfallstala

kostnaðar (ÁHK)

ÁHK =

(Lánskostnaður+vextir)

Lánsfjárhæð

*

360

Fjöldi vaxtadaga

*

100

Árlegur kostnaður

er yfirleitt meiri á

stuttum lánum

40%

30%

20%

10%

0%

Smálán

í 30 daga

Raðgreiðslu lán

í 2 ár

Bílalán

í 5 ár

Húsnæðislán

í 25 ár

37


Fyrstu skref í fjármálum

Að taka lán og greiða af því

Læra »»

Hvað þarf að hafa í huga þegar tekin er ákvörðun um lán?

»»

Hvað þarf að skoða þegar lántaka er undirbúin?

»»

Lánshæfismat

»»

Greiðslumat

»»

Hvað þarf að hafa í huga þegar greitt er af láni?

Gott ráð

Það er skynsamlegt að gefa sér góðan tíma til að meta hvort það borgi

sig að taka lán og að því gefnu að undirbúa sig vel. Illa undirbúið lán

getur snúist í að verða ólán.

Ferli frá

ákvörðun til

uppgreiðslu

Ákvörðun

Að taka lán er ferli sem þarf að vanda frá byrjun þar til lán hefur verið

greitt upp. Ferlið hefst með ákvörðun, því næst tekur við undirbúningur

sem lýkur með lántöku. Þegar lán hefur verið tekið þarf að greiða af því

samkvæmt skilmálum.

Yfirfara

ǜǜ

Hver er tilgangurinn með láninu?

ǜǜ

Hefur lántaki efni á láninu?

ǜǜ

Er farið fram á tryggingar fyrir greiðslu lánsins?

Getur lántaki útvegað þær?

Það er stór ákvörðun að taka lán. Eftir að búið er að skrifa undir er lántaki

skuldbundinn til að greiða af láni á gjalddögum samkvæmt skilmálum. Ef

hann getur ekki greitt af láninu hefur það í för með sér kostnað í formi

dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Afleiðingarnar geta orðið enn verri

ef vanskil dragast á langinn. Meðal annars versnar lánshæfismat hans sem

getur haft áhrif á möguleika til að taka lán síðar.

Sá sem veltir því fyrir sér að taka lán þarf alltaf að byrja á að huga um

tilganginn með láninu og hverju það muni skila honum. Dæmi um ábata

af láni er námslán sem skilar sér í menntun eða húsnæðislán sem leiðir

til lægri húsnæðiskostnaðar og/eða öruggara húsnæðis. Dæmi um lán

sem skilja lítið eða ekkert eftir sig eru lán til skamms tíma til að fjármagna

eyðslu og skemmtanir.

38


2. Eignir og lán (skuldir)

Ef einstaklingur kemst að því að lán getur verið skynsamlegt þá verður

hann að vera viss um að hann geti endurgreitt það. Hann verður að setja

upp greiðsluáætlun og meta hvort hann geti greitt af láninu. Loks þarf

einstaklingurinn að kanna hvort farið er fram á tryggingar fyrir endurgreiðslu

lánsins og hvort hann geti útvegað þær.

Yfirfara

ǜǜ

Skoða lánskjör og skilmála hjá fleiri en einum aðila

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

Hvað kostar að taka lánið? (Vextir, lántökukostnaður

og árleg hlutfallstala kostnaðar)

Er hægt að greiða inn á lán eða greiða það upp? Kostar það?

Stenst lántaki greiðslumat?

Lesa lánsskilmála áður en skrifað er undir

Undirbúningur

Þegar einstaklingur hefur ákveðið sig hefst undirbúningur með því að

kanna hvar hægt er að fá lán og á hvaða kjörum.

Þrátt fyrir að einstaklingur vilji taka lán er ekki sjálfsagt að hann fái það.

Til þess þarf hann að vera metinn hæfur af lánveitanda sem er skyldugur

til að framkvæma lánshæfismat og meta greiðslugetu áður en lán er veitt.

Lánshæfismat er mat á líkum þess að umsækjandi um lán geti endurgreitt

það. Greiðslumat er útreikningur á greiðslugetu lántaka miðað við

eignir, skuldir, tekjur og gjöld.

Lántöku lýkur með því að lántaki skrifar undir lánsskilmála og lánveitandi

greiðir út lánið. Allir sem taka lán verða að gefa sér tíma til að lesa lánsskilmála

áður en þeir skrifa undir.

Yfirfara

ǜǜ

Greiða mánaðarlega eða leggja til hliðar af launum hvers mánaðar ef

gjalddagar eru sjaldnar

ǜǜ

Greiða aukalega inn á lán eða greiða upp lán ef fjárhagur leyfir

ǜǜ

Vera vakandi fyrir endurfjármögnun langtímalána

ǜǜ

Hafa strax samband við lánveitanda ef lánþegi lendir í greiðsluerfiðleikum

Að greiða

af láni

Þegar búið er að taka lán er komið að skuldadögum eða að greiða af láninu.

Mikilvægt er að gera verkefnið eins auðvelt og hægt er, til dæmis

með því að greiða af láni mánaðarlega eða leggja til hliðar af launum

hvers mánaðar. Ef einstaklingur getur greitt inn á lán eða borgað það

upp fyrir gjalddaga getur það verið góð fjárfesting. Stundum bjóðast

hagstæðari lán síðar og þá getur verið skynsamlegt að taka nýtt lán til

að greiða upp dýrara eldra lán. Ef einstaklingur lendir í greiðsluerfiðleikum

borgar sig að hafa strax samband við lánveitanda og leitast við

að breyta skilmálum.

39


Fyrstu skref í fjármálum

40


3. Nokkur hollráð

Efnisatriði í kafla

1 2

3

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

ǜǜ

Stefndu að fjárhagslegu sjálfstæði

Safnaðu frekar en að taka lán

Flokkaðu sparnað eftir tilgangi

Taktu tillit til verðbólgu

Nýttu góð tækifæri

Gerðu ráð fyrir áföllum

Það skiptir máli að taka fjármálin föstum tökum. Með því

að gefa sér tíma til að skipuleggja þau er hægt að nýta tekjur

betur og hafa meira fé til ráðstöfunar á ævinni. Mestu

skiptir að eyða ekki um efni fram og leggja reglulega fyrir

til að byggja upp sparnað og eignir.

Það skiptir máli að hafa yfirsýn og skipuleggja fyrirfram hvernig

á að ráðstafa tekjum. Þannig aukast líkur á að einstaklingur nýti

tekjur í það sem skiptir máli og að hann geti lagt fyrir til að byggja

upp eignir.

Það skiptir máli að leggja fyrir og spara fyrir eignum. Það er mikilvægt

að koma sparnaði í fastan farveg og aðlaga útgjöld að ráðstöfunartekjum

eftir sparnað. Smám saman mun byggjast upp

sjóður sem nýtist til gagns.

Það skiptir máli að spyrja sig og aðra réttu spurninganna. Hver og

einn verður til dæmis að spyrja sjálfan sig hvort hann hafi efni á

vöru, þjónustu eða fjárfestingu. Ef einstaklingur er óviss um einhver

atriði sem varða stóra fjárhagslega ákvörðun verður hann að

hafa kjark til að spyrja aðra eða leita ráðgjafar.

3. nokkur hollráð

Það skiptir máli að setja sér raunhæf markmið og útbúa áætlun

til að ná þeim. Með því móti veit einstaklingur hvað hann vill og

getur gert áætlun til að ná settu marki.

Í þessum kafla er að finna nokkur hollráð sem gott er að þekkja til

að stuðla að betri fjárhag. Þau skipta máli.

41


Fyrstu skref í fjármálum

Stefndu að fjárhagslegu sjálfstæði

Læra »»

Fjárhagslegt sjálfstæði

»»

Leiðir til að læra um fjármál

»»

Fyrsta og mikilvægasta boðorð fjármála

»»

Netbanki, ,,mikilvægasta hjálpartækið“

»»

Að varðveita peninga og skjöl

Gott ráð

Hver og einn ætti að stefna að því að stýra eigin fjármálum. Það þarf að

hafa fyrir því, spyrja spurninga, afla sér þekkingar og gera hlutina sjálf/

sjálfur.

Fjárhagslegt

sjálfstæði

Spyrðu,

kannaðu og

spyrðu

Að vera fjárhagslega sjálfstæð/ur er að stjórna eigin fjármálum, að

eiga eignir og ráðstafa tekjum í útgjöld og sparnað að eigin vali. Til að

ná því markmiði er best að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og leggja

áherslu á að annast sín mál sjálf/ur.

Það tekur tíma að læra um fjármál – hugtök, reglur og góðar venjur.

Þeir sem eru að byrja að stýra eigin fjármálum ættu að vera ófeimnir

að spyrja um atriði sem þeir þekkja ekki eða hafa ekki skilning á.

Spyrjið foreldra, kennara, launagreiðanda og svo framvegis. Smám

saman mun skilningur og þekking aukast og þá fækkar vafaatriðunum.

Fjármálin eru stór hluti af daglegu lífi. Þess vegna er mælt með að fólk

í skólum velji áfanga sem fjalla um fjármál eða fjármálalæsi. Einnig er

ráðlegt að vera vakandi fyrir námskeiðum sem stéttarfélög, viðskiptabankar,

lífeyrissjóðir og aðrir aðilar auglýsa. Þá má benda á fjármálaþætti

í fjölmiðlum eða á internetinu sem geta verið gagnlegir.

Ekki eyða

um efni fram

Gerðu það

sjálf/ur

Fyrsta og mikilvægasta ,,boðorð“ fjármála er að eyða ekki um efni

fram. Hver og einn verður með öðrum orðum að haga eyðslu í takt

við tekjur og eignir. Besta leiðin til að stuðla að því að tekjur dugi fyrir

gjöldum er að setja upp áætlun og fylgja henni.

Til að hafa yfirsýn yfir fjármálin er mikilvægt að vera fær um að gera

hlutina sjálf/ur.

✔✔

Gerðu þína eigin greiðsluáætlun. Í því felst að leggja mat

á hverjar tekjur verða á tímabili og setja upp áætlun um

ráðstöfun þeirra.

42


3. Nokkur hollráð

✔✔

Gerðu þína eigin skattskýrslu. Það er gagnlegt að taka sjálf/

sjálfur saman upplýsingar um tekjur, eignir og skuldir og

skilja hvernig skattar verða til.

Netbanki er mikilvægt ,,hjálpartæki“ í fjármálum. Þar er hægt að

fylgjast með stöðu á reikningum, greiða reikninga, hefja reglulegan

sparnað og fleira. Mælt er með að einstaklingar komi sér upp netbanka

og læri að nota hann.

Opnaðu þinn

eigin netbanka

Skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði

Passaðu

upp á mikilvæg

skjöl

Passaðu

peningana

þína

Spyrðu,

kannaðu og

spyrðu

Að vera

fjárhagslega

sjálfstæð/ur

Opnaðu

þinn eigin

netbanka

Ekki eyða

um efni fram

Gerðu

það sjálf/ur

Nokkrar ábendingar

til þeirra sem vilja

stýra eigin fjármálum

Peningar eru verðmæti sem þarf að passa vel. Mælt er með að geyma

peninga í banka en laust fé ætti að vera í veski sem er geymt í læstri

hirslu eða á öðrum öruggum stað.

Góð skjalastjórnun – varsla skjala og gott aðgengi að þeim – er hluti af

fjárhagslegu sjálfstæði. Hver og einn ætti að geyma mikilvæg skjöl á

skipulagðan hátt. Skjöl sem hafa lagalegt gildi, eins og kaupsamningur,

ætti að geyma í eldtraustri geymslu, til dæmis í bankahólfi.

Passaðu

peningana þína

Passaðu upp á

mikilvæg gögn

Sífellt fleiri velja að geyma skjöl á rafrænu formi með því að skanna

þau eða einfaldlega með því að taka mynd af þeim með snjallsíma.

Sá sem velur að gera það þarf að gæta þess að taka reglulega afrit af

skjölunum og geyma afritið á öruggum stað og helst ekki í sama húsi og

tölvan er. Ef gögnin eru vistuð í gagnaskýi (iCloud, OneDrive, Google

Drive o.s.frv.) er mikilvægt að kynna sér áður skilmála, þjónustustig og

kostnað. Notandi að gagnaskýi hefur yfirleitt aðgang að gagnasvæði

sem getur stækkað eða minnkað eftir þörfum og uppfyllir kröfur um

gagnaöryggi og afritun.

43


Fyrstu skref í fjármálum

Safnaðu frekar en að taka lán

Læra »»

Af hverju er ódýrara að kaupa eignir með sparnaði frekar en lántöku?

»»

Áhætta af lántöku

»»

Vaxtamunur, mismunur á innláns- og útlánsvöxtum

»»

Hvenær er hægt að taka eign í notkun sem er keypt með (1) lántöku eða

(2) sparnaði?

Gott ráð

Einstaklingar ættu að tileinka sér að spara reglulega og stefna að því að

kaupa minni eignir eins og húsmuni, heimilistæki og fleira með sparnaði

frekar en að taka lán.

Innlánsvextir

í stað

útlánsvaxta

Skuldbinding

og áhætta

Dæmi

Það er alltaf ódýrara að eignast hluti með því að spara fyrir þeim heldur

en að taka lán. Ef einstaklingur getur beðið með kaupin fær hann innlánsvexti

á sparnaðinn sinn á sparnaðartíma. Ef hann getur ekki beðið greiðir

hann útlánsvexti á lánið. Oft munar miklu í krónum.

Það er líka áhætta að taka lán. Ef aðstæður breytast og greiðslugeta versnar

getur verið slæmt að vera skuldbundinn til að greiða af láni. Hugsanlega

er hægt að bregðast við og selja eign en því fylgir nokkur kostnaður

auk þess sem eign gæti hafa fallið í verði vegna afskrifta eða verðsveiflna.

Hugsum okkur einstakling sem vill kaupa tölvu eða bíl. Í janúar 2022

getur hann lagt fyrir mánaðarlega á óbundinn bankareikning með

2,0% vöxtum. Ef hann tekur lán býðst honum að taka tölvukaupalán

til 24 mánaða með 10,9% vöxtum en þar sem lántökukostnaður

vegur tiltölulega þungt á svo stuttu láni er útreiknuð hlutfallstala árlegs

kostnaðar 20,4%. Vaxtamunurinn í prósentustigum er því 22,4%.

Vextir á bílaláni eru 6,3% og útreiknuð árleg hlutfallstala kostnaðar er

8,3% sem þýðir að vaxtamunurinn er 10,3%.

Samanburður á innláns og útlánsvöxtum

2,0%

Innlánsvextir eru sýndir

í plús en útlánsvextir

sem mínus.

Útlánsvextir byggja á

útreikningum á árlegri

hlutfallstölu kostnaðar

-20,4%

-8,3%

Vaxtamunur

10,3%—22,4%

Innlánsvextir

Tölvukaupalán

til 24 mánaða

Bílalán til

36 mánaða

44


3. Nokkur hollráð

Ef borið er saman hvað einstaklingur þarf að greiða annars vegar fyrir

að kaupa tölvu eða bíl með sparnaði eða með láni kemur í ljós að

munurinn er umtalsverður. Sá sem kaupir tölvu sem kostar 200 þúsund

krónur með raðgreiðslum greiðir samtals 241 þúsund en sá sem safnar

fyrir henni þarf aðeins að leggja fyrir 196 þúsund krónur. Mismunurinn

er 44 þúsund krónur eða 22% af kaupverði tölvunnar. Mismunur á að

safna fyrir útborgun í bíl á þremur árum að fjárhæð 1 milljón frekar en

að taka lán eru 130 þúsund krónur sem er 13% af útborguninni.

Samanburður á greiðslum

1.200 þúsund krónur

1.000

Það er að jafnaði

ódýrara að spara

fyrir eignum en

að taka lán

800

600

Lán Sparnaður Mismunur

400

200

0

44

Tölva, kaupverð 200.000 kr.

130

Þegar hlutur er keyptur með lántöku er hægt að taka hann í notkun

strax. Þegar einstaklingur safnar fyrir hlutnum þarf hins vegar að bíða

sem nemur sparnaðartímanum. Sumir hafa ekki tíma til að bíða og

verða því að taka lán. Þetta er auðvitað matsatriði fyrir hvern og einn

og vissulega geta komið upp aðstæður þar sem ekki er hægt að bíða. Í

þeim tilvikum er hugsanlegt að það borgi sig að taka lán til að ná að taka

viðkomandi eign strax í notkun. Námsmaður í krefjandi námi getur ef

til vill ekki beðið með að kaupa sér tölvu í tvö ár.

Meginregla

að safna

Það sem skiptir þá mestu máli er að lesendur átti sig á því að það er

ódýrara að safna fyrir hlutum heldur en að taka lán. Það á að vera

meginreglan þó svo að í undantekningartilvikum geti borgað sig

að taka lán.

Sumar eignir eru svo fjárfrekar að fáir eða engir hafa tíma til að safna

fyrir þeim. Dæmi um það er fasteign sem tekur oftast mörg ár eða áratugi

að safna fyrir. Enginn getur verið án íbúðar og að því gefnu að

einstaklingur eða hjón eigi fyrir útborgun getur verið hagkvæmt að

kaupa fasteign með lántöku.

Þolinmæði

dugar ekki

alltaf

45


Fyrstu skref í fjármálum

Flokkaðu sparnað eftir tilgangi

Ítarefni

Læra »»

Skammtímasparnaður

»»

Langtímasparnaður

»»

Eftirlaunasparnaður

»»

Mismunur á eftirlaunasparnaði og öðrum sparnaði

»»

Viðmiðunarhlutföll sparnaðar

Gott ráð

Til að skipuleggja sparnað er gagnlegt að skipta honum upp eftir tilgangi og

halda eignum aðgreindum á mismunandi banka- eða vörslureikningum.

Mismunandi

tilgangur

Skammtímasparnaður

Langtímasparnaður

Eftirlaunasparnaður

Tilgangur með sparnaði er margþættur. Hver og einn leggur fyrir og

safnar af ýmsum ástæðum. Til dæmis þarf að safna fyrir menntun,

heimilistækjum, bíl, fasteign, sumarhúsi, utanlandsferð, áhugamálum,

eftirlaunum og fleiru. Það er gagnlegt að flokka sparnað eftir tilgangi

til að fá betri yfirsýn og skipuleggja sparnaðinn.

Skammtímasparnaður er sparnaður sem tekur tiltölulega stuttan

tíma að byggja upp og/eða þarf að vera laus til ráðstöfunar eftir

stuttan tíma. Skammtímasparnaði má skipta í varasjóð og neyslusjóð.

Markmiðið með varasjóði er að eiga sjóð til að grípa í við fjárhagsleg

áföll. Tilgangur með neyslusjóði er að byggja upp sjóð til að greiða

fyrir alls kyns neyslu, til dæmis heimilistæki, áhugamál og fleira.

Markmiðið með langtímasparnaði er að safna fyrir eignum sem kosta

mikið og tekur langan tíma að safna fyrir. Dæmi um slíkar eignir eru

fasteign, bíll og sumarhús.

Tilgangurinn með eftirlaunasparnaði er að byggja upp sjóð til

að greiða eftirlaun eftir að látið er af störfum vegna aldurs. Eftirlaunasparnaður

er tvenns konar, skyldusparnaður í lífeyrissjóð og

viðbótar lífeyrissparnaður sem hver og einn ákveður hvort hann eða

hún vill vera með.

Allt vinnandi fólk á aldrinum 16 til 70 ára er skyldugt til að greiða í lífeyrissjóð

að minnsta kosti 12% af launum. Í flestum tilvikum greiðir

launamaður 4% af launum og launagreiðandi mótframlag sem nemur

8% til 11,5% af launum.

46


3. Nokkur hollráð

Einstaklingar geta einnig verið með viðbótarlífeyrissparnað til að

bæta við eftirlaunin. Launþegar eiga yfirleitt rétt á að fá 2% mótframlag

frá launagreiðanda gegn því að leggja fyrir sjálfir 2% af launum.

Viðbótarlífeyrissparnaður er bundinn til 60 ára aldurs.

Mismunandi sparnaður

Skammtímasparnaður

Varasjóður

Neyslusjóður

Langtímasparnaður

Langtímaeignir

Eftirlaunasparnaður

Skylduiðgjald í lífeyrissjóð

Viðbótarlífeyrissparnaður

Til að mæta áföllum

Til að greiða fyrir neyslu og áhugamál, t.d. heimilistæki og golfsett

Eignir sem tekur langan tíma að safna fyrir, t.d. íbúð og sumarhús

Ellilífeyrir frá 67/70 ára til æviloka

Til að bæta við eftirlaun

Það eykur skilning á

viðfangsefninu að flokka

sparnað eftir tilgangi

Sparnaður hefst á uppvaxtarárunum og stendur yfir alla starfsævina

eða þangað til kemur að því að fara á eftirlaun. Sparnaður er þó mismikill

á hinum ýmsu tímabilum ævinnar og ræðst af tekjum, gjöldum

og þörfum á hverju tímabili.

Hvenær?

Almennt má segja að því fyrr sem byrjað er að leggja fyrir því auðveldara

er að safna. Eftir því sem tímabilið er lengra því minna þarf

að leggja fyrir í einu og því meiri áhrif hafa vextir. Það getur til dæmis

skipt miklu máli að byrja tímanlega að safna fyrir fasteign sem er oftast

stærsta einstaka fjárfesting einstaklinga á ævinni.

Eftir að einstaklingur er orðinn fjárhagslega sjálfstæður fer stór hluti af

launum hans í sparnað. Hver og einn er skyldugur til að greiða í lífeyrissjóð

og greiða einstaklingar oftast 4% af launum. Einstaklingar geta til

viðbótar mest lagt fyrir 4% af launum til viðbótarlífeyrissparnaðar en

ættu alltaf að leggja fyrir 2% til að tryggja sér mótframlag launagreiðanda.

Skammtíma- og langtímasparnaður getur verið mismunandi og

í sjálfu sér er ekkert lágmark eða þak á sparnaðinum. Fyrir hvern og

einn er mjög gagnlegt að skilgreina viðmiðanir eða hlutföll af launum

og spara reglulega. Ef það verður síðan afgangur á ráðstöfunartekjum

er hægt að auka sparnaðinn.

Hve mikið?

S P ARN A Ð U R VIÐMIÐ MÖGULEG VIÐBÓT

Skammtímasparnaður

Langtímasparnaður

Lífeyrissjóður (skylda)

Viðbótarlífeyrissparnaður

0% 5% 10% 15% 20% 25%

H L U T FALL A F L A U NUM

Einstaklingar gætu

stefnt að því að leggja

fyrir 26% til 43% af

launum ef tekjur og

efnahagur leyfir

47


Fyrstu skref í fjármálum

Taktu tillit til verðbólgu

Ítarefni

Læra »»

Verðbólga, verðhjöðnun

»»

Vísitala neysluverðs

»»

Orsakir og afleiðingar

»»

Atriði til að fylgjast með vegna verðbólgu

»»

Nafnvextir, raunvextir, verðtrygging

Gott ráð

Vertu meðvituð/aður um verðbólgu og hvaða áhrif hún hefur á

kaupmátt og laun.

Verðbólga,

verðhjöðnun

Ástæður

verðbólgu

Söguleg verðbólga árin

1972 til 2021. Á fyrri

hluta tímabilsins var

verðbólgan mjög mikil

en mun minni seinni

25 árin.

Verðbólga er skilgreind sem stöðug hækkun almenns verðlags. Verðbólga

er mæld með því að fylgjast með því hvernig verð á vöru og

þjónustu breytist milli tímabila. Ef verðlag hækkar kallast það verðbólga,

ef það lækkar kallast það verðhjöðnun. Hagstofa Íslands reiknar

vísitölu neysluverðs til að fylgjast með því hvernig verð á neysluvörum

breytist frá einum tíma til annars. Vörurnar eru valdar eftir

neyslukönnun til að endurspegla sem best neyslu einstaklinga.

Helstu ástæður verðbólgu eru þensla (heildareftirspurn er meiri en

heildarframboð) eða kostnaðarhækkanir. Ef heildareftirspurn (eftirspurn

eftir öllum vörum og þjónustu) vex hraðar en framboð leiðir

það yfirleitt til verðbólgu. Kostnaðarverðbólga er þegar framleiðslukostnaður

hækkar, til dæmis laun eða hráefni.

Verðbólga á Íslandi í 50 ár

80 % verðbólga á ári

60

40

20

Heimild: Hagstofa Íslands

1972-1996 26% á ári

1972-2021 15% á ári

1997-2021 4,2% á ári

0

1972 1977 1982 1987 1992 1997 2002 2007 2012 2017 2022

Kaupmáttur

minnkar

Há og sveiflukennd verðbólga er yfirleitt talin skaðleg fyrir efnahag

þjóða. Í verðbólgu lækkar kaupmáttur eða verðgildi peninga með

þeim afleiðingum að einstaklingar geta keypt minna af vörum og

þjónustu fyrir hverja krónu. Ef verðbólga á ári er 3% og laun standa

í stað fellur kaupmáttur launa og einstaklingar geta keypt um 97% af

vörum og þjónustu í lok tímabils í samanburði við kaupmátt í upp-

48


3. Nokkur hollráð

hafi (100/103). Þegar verðlag breytist stöðugt er sömuleiðis erfitt

fyrir fólk að bera saman verð fyrir vörur og þjónustu og því minnkar

verðskyn sem getur leitt til verri nýtingar á launum og sparnaði.

Verðbólga síðastliðin 5, 10, 15 og 20 ár og áhrif á kaupmátt

Verðbólga á ári að meðaltali

Síðustu 5 ár,

2,9%

2017–2021

Síðustu 10 ár,

2,5%

2012–2021

Síðustu 15 ár,

2007–2021

Síðustu 20 ár,

2002–2021

4,1%

4,2%

Kaupmáttur 100 króna í lok tímabils

55%

44%

78%

87%

Fólk þarf að hafa í huga að verðbólga getur haft áhrif á laun,

útgjöld og sparnað.

Laun. Kaupmáttur launa minnkar ef laun hækka minna en verðbólga

á sama tímabili.

✔✔

Fylgstu með þróun launa og verðbólgu.

✔✔

Til lengri tíma ættu laun að hækka meira en verðbólga.

Þrátt fyrir að verðbólga

hafi verið lág síðustu

10 ár hefur kaupmáttur

hverrar krónu fallið

um 22%

Hafðu

verðbólgu

í huga

Útgjöld. Gjöld og kostnaður hækka með verðbólgu.

✔✔

Þú gætir þurft að yfirfara greiðsluáætlun og minnka útgjöld

eða sparnað.

✔✔

Hugsaðu til langs tíma og láttu ekki verðbólgu trufla áform

um að spara og byggja upp eignir.

Sparnaður. Raunvirði sparnaðar lækkar ef verðbólga er hærri en vextir

eða ávöxtun á tímabili.

✔✔

Sá/sú sem leggur fyrir og sparar stefnir að því að fá peningana

til baka með hærri kaupmætti en þegar hann/hún lagði þá fyrir.

✔✔

Ríkisskuldabréf og bankareikningar geta verið góðir kostir

til að verjast verðbólgu til skamms tíma.

✔✔

Hlutabréf og fasteignir hækka yfirleitt meira en verðbólga á

löngum tíma.

Nafnvextir eru vextir sem reiknast beint á höfuðstól án tillits til verðbólgu.

Raunvextir (raunávöxtun) eru vextir (ávöxtun) umfram verðbólgu.

Verðtrygging felst í því að verði á vöru, þjónustu eða skuldbindingum

er breytt eftir fyrirfram ákveðnum reglum, oftast í hlutfalli við þróun á

vísitölu neysluverðs. Með verðtryggingu er leitast við að tryggja að lán

og sparnaður haldi verðgildi sínu (kaupmætti) til framtíðar, frá þeim

degi sem lán er veitt eða sparnaður hefst.

Hugtök

tengd

verðbólgu

49


Fyrstu skref í fjármálum

Nýttu góð tækifæri

Læra »»

Viðbótarlífeyrissparnaður, helstu atriði

»»

Heimild til að greiða viðbótarlífeyrissparnað inn á fyrstu fasteign

»»

Fyrsta fasteign, helstu atriði

»»

Stuðningur ríkis við kaup á fyrstu fasteign

Gott ráð

Það er góður kostur að leggja fyrir 2% til 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað,

fá mótframlag frá launagreiðanda og skattaafslátt við

kaup á fyrstu íbúð.

Dýrmætt að

grípa góð

tækifæri

Í fjármálum þurfa einstaklingar að vera útsjónarsamir og grípa tækifæri

sem auðvelda þeim að nýta peningana sína sem best. Viðbótarlífeyrissparnaður

og stuðningur við kaup á fyrstu fasteign eru dæmi

um tækifæri sem allir sem geta ættu að nýta.

Tækifæri til að fá

mótframlag, vaxtavexti

og skattaafslátt!

Tveir góðir kostir

Tækifæri

Viðbótarlífeyrissparnaður

Fyrsta fasteign

Hagur

ǜǜMótframlag launagreiðanda bætist

við eigin sparnað

ǜǜLangtímaávöxtun, á löngum tíma

geta vextir orðið meiri en sparnaður

ǜǜHeimild til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði

til 10 ára óskattlögðum

inn á íbúð eða húsnæðislán

Viðbótarlífeyrissparnaður

Einstaklingar geta greitt allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað.

Það sem gerir sparnaðinn sérstaklega hagkvæman er að

mótframlag launagreiðanda, allt að 2% af launum, bætist við 2% eigið

framlag launþega samkvæmt kjarasamningi eða ráðningarsamningi.

Þeir sem sleppa því að vera með viðbótarlífeyrissparnað eru því í

raun að fá 2% lægri laun en ella.

Aðrir helstu kostir viðbótarlífeyrissparnaðar eru:

• Enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af vaxtatekjum.

• Inneign er laus við 60 ára aldur og erfist við fráfall.

• Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til úttektar ef

eigandi verður óvinnufær vegna veikinda eða slysa.

50


3. Nokkur hollráð

• Ef einstaklingur verður gjaldþrota geta kröfuhafar

ekki gengið að viðbótarlífeyrissparnaði.

• Langtímasparnaður, vextir geta orðið meirihluti uppsafnaðs

sparnaðar vegna áhrifa vaxtavaxta.

Einstaklingar sem eru að kaupa sitt fyrsta húsnæði geta notað viðbótarlífeyrissparnað

til 10 ára og greitt hann óskattlagðan inn á húsnæðislán

eða íbúð. Þeir sem hyggjast kaupa húsnæði á næstu árum

ættu að nýta sér þennan möguleika.

Fyrsta fasteign

Helstu atriði í stuðningi við kaup á fyrstu fasteign eru:

• Hámarksfjárhæð á ári er 500 þúsund krónur á

einstakling eða 41.667 krónur á mánuði.

• Til að fullnýta heimildina þarf að hafa mánaðarlaun upp á

694 þúsund krónur.

• Hámarkssparnaður er 4% af launum frá launþega

og 2% frá launagreiðanda.

• Einstaklingur spari að minnsta kosti til jafns við framlag

launagreiðanda.

• Einstaklingur þarf að eiga að minnsta kosti 30% í íbúð.

Eigið framlag er minnihluti af uppsöfnuðum sparnaði

8 milljónir – uppsafnaður sparnaður

7

Vextir

6

Skattaafsláttur

5

Mótframlag

4

Eigið framlag

3

2,4 milljónir

2

1

0

Vægi eigin

46%

sparnaðar

Fyrsta fasteign

10 ára sparnaður

6,9 milljónir

33%

Viðbótarlífeyrissparnaður

32 ára sparnaður

Dæmi. Einstaklingur er með

300 þús. kr. í laun á mánuði

og leggur fyrir viðbótarlífeyrissparnað

alla starfsævina.

Sparar 4% af launum

í 10 ár, síðan 2% í 32 ár og

fær 2% mótframlag í 42 ár.

Vextir eru 2,5%

Fyrsta fasteign

Greiðir 2,4 m. kr. inn á fasteign

eftir 10 ár. Þ.a. er eigin

sparnaður 1,1 m. kr., framlag

launagreiðanda 0,5 m. kr. og

skattaafsláttur 0,8 m. kr.

Starfslok

Til ráðstöfunar eru 6,9 m. kr.,

þ.a. er eigin sparnaður 2,3 m.

kr., framlag launagreiðanda

2,3 m. kr. og vextir 2,3 m. kr.

Lífið er fullt af tækifærum. Hér höfum við séð tvö sem eru mjög

hagkvæm. Önnur tækifæri geta verið þegar einstaklingum býðst að

kaupa vörur eða þjónustu á tilboði eða með afslætti. Stundum eru

slík tilboð ómótstæðileg en í öðrum tilvikum geta þau leitt til óþarfa

eyðslu. Hver og einn verður að meta í hvert skipti hvort hann eða hún

grípi tækifærið.

Að vega

og meta

51


Fyrstu skref í fjármálum

Gerðu ráð fyrir áföllum

Læra »»

Fjárhagslegar áhættur

»»

Persónulegar áhættur

»»

Efnahagslegar áhættur

»»

Leiðir til að draga úr afleiðingum persónulegra áfalla

»»

Leiðir til að draga úr afleiðingum efnahagslegra tjóna

Gott ráð

Það er góður siður að fara reglulega yfir helstu fjárhagslegar áhættur,

meta áhrif þeirra og ákveða hvort og þá hvernig er best að draga úr

afleiðingum þeirra.

Enginn

sleppur

Enginn kemst í gegnum lífið áfallalaust. Það er ekkert svartsýnisraus að

segja að allir verða fyrir einhverjum persónulegum og fjárhagslegum

áföllum einhvern tíma á ævinni. Áður hefur komið fram að sá sem stýrir

eigin fjármálum þarf að vera raunsær og sníða sér stakk eftir vexti þannig

að gjöld verði aldrei meiri en tekjur og eignir leyfa. Nú bætist við að hver

og einn þarf einnig að reikna með mögulegum fjárhagslegum áföllum.

Eftir að einstaklingar verða fjárhagslega sjálfstæðir, það er þegar þeir

afla sjálfir tekna til að framfleyta sér og hafa stofnað til fjárhagslegra

skuldbindinga, er hluti af góðri fjármálastjórn að gera ráð fyrir áföllum.

Það er gert með því að kortleggja áhættur, meta áhrif þeirra og

gera ráðstafanir til að draga úr fjárhagslegum áföllum.

Fjárhagslegum áhættum heimila má skipta í tvo flokka, persónulegar

og efnahagslegar áhættur.

Persónulegar

áhættur

Efnahagslegar

áhættur

Persónulegar áhættur eru áhættur tengdar hæfi einstaklinga til að

afla tekna til að greiða fyrir neyslu og fjárfestingar. Persónulegar

áhættur eru hætturnar á því að breytingar verði á atvinnu- eða tekjumöguleikum

einstaklinga, til dæmis ef einstaklingur lækkar í launum,

missir vinnuna eða verður óvinnufær vegna veikinda eða slysa.

Einnig má nefna hættuna á að einstak lingur falli frá fyrir aldur fram

sem verður að taka með í reikninginn ef við kom andi á fjölskyldu eða

hefur einhvern á sínu framfæri.

Efnahagslegar áhættur eru hættur tengdar eignum og skuldum

einstaklinga og heimila. Efnahagslegar áhættur eru hætturnar á rýrn-

52


3. Nokkur hollráð

un eigna vegna verðsveiflna eða tjóna eða hættan á hækkun skulda

vegna verðbólgu eða breytinga á greiðslubyrði.

Áhættur sem geta haft fjárhagsleg áhrif

Persónulegar áhættur

ǜǜBreytingar á launum eða atvinnu

ǜǜÓvinnufærni (veikindi eða slys)

ǜǜAndlát

Mögulegar afleiðingar

ǜǜTekjur minnka, atvinnuleysi

ǜǜAtvinnutekjur falla niður

ǜǜFramfærsla eftirlifenda, skuldir

Helstu áhættur og

möguleg áhrif þeirra

Efnahagslegar áhættur

ǜǜFasteign

ǜǜInnbú

ǜǜBifreið

ǜǜSparnaður

ǜǜSkuldir

Mögulegar afleiðingar

ǜǜVerðsveiflur, tjón

ǜǜTjón

ǜǜTjón

ǜǜVerðsveiflur

ǜǜSveiflur á greiðslubyrði

Einstaklingar geta dregið úr áhættu vegna breytinga á launum eða atvinnu

með því að eiga varasjóð til að grípa til tímabundið ef tekjur

minnka. Einnig skiptir máli að skuldir séu ekki það miklar að ekkert

megi út af bera til þess að viðkomandi ráði ekki við að greiða af þeim.

Þeir sem verða varanlega óvinnufærir eiga í flestum tilvikum rétt á örorkulífeyri

frá lífeyrissjóðnum sem þeir greiða í. Hver og einn ætti að

þekkja réttindin sín og meta hvort lífeyririnn dugi til að framfleyta sér

og greiða af skuldum. Ef svo er ekki getur verið skynsamlegt að bæta

við sig tryggingum. Þeir sem framfleyta fjölskyldu og/eða hafa stofnað

til skulda ættu að skoða hvort þeir þurfi líftryggingu til að tryggja

hagsmuni fjölskyldunnar eða til að greiða niður skuldir við fráfall.

Besta leiðin til að draga úr áhættu vegna verðsveiflna á fasteign er

að vera búinn að safna fyrir útborgun sem nemur að minnsta kosti

20% til 30% af kaupverði. Þeir sem eiga eignir ættu að kaupa eignatryggingar

til að verjast tjóni vegna óhappa, óveðurs eða innbrota. Til

að draga úr áhrifum verðsveiflna á sparnað er gott að dreifa áhættu

og fjárfesta í mörgum eignaflokkum og hjá mörgum útgefendum.

Kortleggja

áhættur ...

... og draga úr

afleiðingum

þeirra

Leiðir til að draga úr fjárhagslegu tjóni

Persónulegar áhættur

ǜǜBreytingar á launum eða atvinnu

ǜǜÓvinnufærni (veikindi eða slys)

ǜǜAndlát

Möguleg vörn

ǜǜVarasjóður, hófleg skuldsetning

ǜǜLífeyrisréttindi, viðbótartrygging

ǜǜLíftrygging

Helstu áhættur og

mögulegar leiðir til að

draga úr fjárhagslegu tjóni

Efnahagslegar áhættur

ǜǜFasteign

ǜǜInnbú

ǜǜBifreið

ǜǜSparnaður

ǜǜSkuldir

Möguleg vörn

ǜǜEigið fé, eignatrygging

ǜǜInnbústrygging

ǜǜKaskótrygging

ǜǜÁhættudreifing

ǜǜHófleg skuldsetning

53


Fyrstu skref í fjármálum

spurningar og verkefni

I. UPPRUNI OG RÁÐSTÖFUN VERÐMÆTA

Spurningar

1. Hver er munur á heildarlaunum og útborguðum launum?

Hvaða frádráttarliðir dragast yfirleitt frá launum?

2. Hvað eru ráðstöfunartekjur?

3. Hvernig ákvarðast laun?

4. Mega unglingar vinna með skóla? Hvaða reglur gilda um vinnu

barna og unglinga undir 18 ára aldri?

5. Hvenær verða einstaklingar fjárráða? Hvað þýðir það?

6. Nefndu að minnsta kosti fimm atriði sem koma fram í ráðningarsamningi.

7. Hvaða skattur er dreginn af atvinnutekjum einstaklinga?

8. Hvað er persónuafsláttur? Hvað þýðir að eiga ónýttan persónuafslátt?

9. Til hvers greiða einstaklingar í lífeyrissjóð?

10. Hvað er greiðslukort? Hver er munur á debet- og kreditkortum?

11. Hvernig er hægt að greiða fyrir vöru og þjónustu með farsíma?

Rannsakaðu/kannaðu

1. Skoðaðu síðasta launaseðil sem þú fékkst. Gakktu úr skugga um

að þú skiljir tölurnar sem eru á seðlinum.

2. Hve miklu eyðir þú á mánuði? Settu upp áætlun um mánaðarleg útgjöld.

Hve miklu máttu eyða á viku eða á dag?

II. Eignir og lán (skuldir)

Spurningar

1. Hvað eru vextir? Hver er munur á innláns- og útlánsvöxtum?

2. Hvaða áhrif hefur binditími á vexti innlánsreikninga?

3. Hver eru fjögur helstu sparnaðarform fyrir einstaklinga og

hverjir eru helstu eiginleikar hvers þeirra?

4. Hvað eru margir vaxtadagar á ári?

5. Hvað eru dráttarvextir?

6. Hvað er lánssamningur?

7. Hvað eru skammtímalán? Nefndu fimm tegundir skammtímalána.

8. Hvað er langtímalán? Nefndu tvær tegundir slíkra lána.

54


3. Nokkur hollráð

9. Hverjir eru helstu kostnaðarliðir við lántöku aðrir en vextir?

10. Hvað er hlutfallstala kostnaðar? Hvernig nýtist hún best fyrir lántaka?

11. Hvað þarf að skoða/yfirfara áður en lán er tekið?

Rannsakaðu/kannaðu

1. Farðu inn á heimasíðu viðskiptabankans þíns og finndu vaxtatöflu hans. Skoðaðu hvaða

vextir eru greiddir á innlánsreikningum. Hverjir eru vextir á veltureikningi með debetkort?

Hverjir eru vextir á bankareikningum bundnum til 36 mánaða?

3. Farðu inn á heimasíðu viðskiptabankans þíns og finndu reiknivél fyrir lán. Prófaðu að reikna

lán að fjárhæð ein milljón króna til þriggja ára, fimm ára, 10 ára og 25 ára. Skoðaðu greiðsluáætlun,

kostnað, vexti og hlutfallstölu kostnaðar.

reiknaðu

1. Reiknaðu 1,5% vexti af 130.000 krónum í 3 mánuði, hálft ár, 1 ár og 3 ár.

2. Hverjir voru breytilegir vextir á reikningi þar sem vextir voru 1,25% frá 1.1.til 31.3., 1,0%

á tímabilinu 1.4. til 30.6., 1,8% á tímabilinu 1.7. til 30.9. og 1,75% á tímabilinu 1.10. til 31.12.?

III. Nokkur hollráð

Spurningar

1. Hvað er að vera fjárhagslega sjálfstæður?

2. Af hverju er ódýrara að kaupa eignir með sparnaði frekar en lántöku?

3. Hverjir eru helstu flokkar sparnaðar og hver er tilgangurinn með hverjum þeirra?

4. Hvað er varasjóður?

5. Hvað er verðbólga? Hvaða áhrif hefur hún á kaupmátt launa?

6. Hvað mælir vísitala neysluverðs?

7. Hve mikið geta einstaklingar greitt í viðbótarlífeyrissparnað? Hvenær og

hve mikið greiðir atvinnurekandi í mótframlag?

8. Hvað geta einstaklingar nýtt viðbótarlífeyrissparnað til margra ára til að greiða

inn á fyrstu fasteign?

Rannsakaðu/kannaðu

1. Farðu á vefinn og finndu tölvu sem þú gætir hugsað þér að eignast. Opnaðu svo síðu hjá

viðskiptabankanum þínum og finndu reiknivél fyrir reglulegan sparnað. Notaðu hana til að

reikna hvað þú þarft að leggja fyrir á mánuði í 2 ár á reikningi með 2% vöxtum. Skoðaðu svo

hvað myndi kosta þig að kaupa tölvuna með láni frá bankanum í 24 mánuði.

2. Farðu inn á skattur.is og flettu upp á ,,framtal barns“ í leiðbeiningum.

Finndu af hvaða fjárhæð börn yngri en 16 ára þurfa ekki að greiða tekjuskatt

og útsvar vegna síðasta árs.

55


Þakkir og kveðjur frá höfundi

Eftirtaldir fá þakkir frá höfundi fyrir aðstoð við gerð þessarar bókar.

Kristín Lúðvíksdóttir fyrir frumkvæði og ósérhlífni við útbreiðslu

námsefnis um fjármál fyrir ungt fólk.

Janus Sigurjónsson fyrir grafíska hönnun.

Andrés Magnússon og Magnús Ingvar Torfason fyrir myndir

og töflur.

Pétur Árni Jónsson útgefandi, fyrir frumkvæði, stuðning og góð ráð.

Björg Sigurðardóttir fyrir stuðning, yfirlestur og góðar ábendingar.

Það er einlæg von mín að lesendur hafi gagn og gaman af lestri bókarinnar.

Munið að spyrja, safna upplýsingum og spyrja meira áður en þið takið stórar

fjárhagslegar ákvarðanir. Gangi ykkur vel.

Reykjavík í janúar 2022,

Gunnar Baldvinsson.

Um höfundinn

Gunnar Baldvinsson hefur starfað sem

framkvæmdastjóri Almenna lífeyris sjóðsins

frá árinu 1990. Hann útskrifaðist sem

viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið

1985 og lauk MBA-námi frá University of

Rochester árið 1988. Gunnar hefur skrifað

sex bækur um fjármál einstaklinga.



„Unglingar vilja almennt hafa hlutina einfalda

og það á einnig við þegar kemur að því að

læra um fjármál. Þessi fallega nemendabók

sem er undanfari bókarinnar „Farsæl skref

í fjármálum“ skýrir flókna hluti á einfaldan

hátt og hentar því vel til kennslu í efstu

bekkjum grunnskóla.“

Kristín Lúðvíksdóttir,

verkefnisstjóri Fjármálavits

Fjármál eru hluti af daglegu

lífi fólks. Bókin Fyrstu

skref í fjármálum fjallar

um grunnatriði í fjármálum

einstaklinga og er fyrir

ungt fólk sem er að stíga

sín fyrstu skref í átt að

fjárhagslegu sjálfstæði.

„Skilningur og færni í fjármálum eru

mikilvægt veganesti inn í lífið sem reynslan

sýnir að of marga skortir. Þessi bók tekur á

lykilþáttum fjármála einstaklinga með

skýrum og greinargóðum hætti. Hún er

mikilvægt framlag til þess að skapa skilning

og leggja grunn að farsælu upphafi í

fjármálum ungs fólks.“

Bernhard Þór Bernhardsson,

sviðsstjóri vöruþróunar og netviðskipta Arion banka

FJÁRMÁLAVIT

Framtíðarsýn

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!