20.02.2013 Views

Garðurinn

Garðurinn

Garðurinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Garðagöngur<br />

Garðyrkjufélags<br />

Íslands<br />

sumarið<br />

2009<br />

Garðagöngur sumarsins verða farnar dagana;<br />

27. maí, 10. júní, 24. júní, 22. júlí og<br />

26. Ágúst Gengið er á miðvikudagskvöldum<br />

eins og hefð er komin á og byrja allar göngurnar<br />

kl. 20:00.<br />

Hveragarði 27. maí<br />

Fyrsta ganga sumarsins verður í Hveragerði.<br />

Gengið verður um bæinn, gamlar perlur skoðaðar,<br />

svo sem friðuð tré, gamlir og nýir garðar<br />

og komið við á garðplöntustöðvum. Leiðsögumaður:<br />

Elfa Dögg Þórðardóttir umhverfisfulltrúi.<br />

Mæting við Garðyrkjustöð Ingibjargar,<br />

Heiðmörk 38.<br />

Flóruganga 10. júní<br />

Gengið verður um óbyggða náttúru í landi<br />

Garðabæjar. Leiðsögumaður: Guðríður Helga-<br />

GAR‹YRKJUFÉLAG ÍSLANDS - Maí 2009<br />

dóttir. Mæting við klukkuturninn á Garðatorgi<br />

í Garðabæ.<br />

Þingholtin 24. júní<br />

Gengið um sögufrægar slóðir í Þingholtunum á<br />

Jónsmessu. Á þessu svæði er margt gamalla<br />

garða frá frumdögum íslenskrar garðamenningar<br />

- og ekki síst nokkur gömul tré sem eiga<br />

sér yfirleitt dálitla sögu sem gaman er að rifja<br />

upp. Leiðsögumenn: Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur<br />

og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.<br />

Mæting í Mæðragarði í Lækjargötu.<br />

Trjásafnið í Meltungu 22. júlí<br />

Gengið verðum um leyndardómsfulla, spennandi<br />

og vel falda trjásafnið í Meltungu í Fossvogsdal.<br />

Leiðsögumenn: Friðrik Baldursson<br />

garðyrkjustjóri Kópavogs og Guðmundar Vern-<br />

www.gardurinn.is<br />

harðsson garðyrkjufræðingur. Mæting í Gróðrarstöðinni<br />

Mörk við Stjörnugróf.<br />

Höfðaskógur 26. ágúst<br />

Trjásafnið í Höfðaskógi var formlega opnað á<br />

50 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar<br />

árið 1996. Í safninu eru nú á þriðja hundrað<br />

tegundir trjáa og runna. Rósagarðurinn, sem er<br />

samstarfsverkefni Rósaklúbbs GÍ og Skógræktarfélags<br />

Hafnarfjarðar, var formlega vígður árið<br />

2005. Þar eru nú á annað hundrað yrki af<br />

harðgerðum rósum. Leiðsögumaður: Steinar<br />

Björgvinsson. Mæting í bækistöðvar Skógræktarfélags<br />

Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðvarinnar<br />

Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.<br />

Aftur skal ítrekað að allar garðagöngur sumarsins<br />

hefjast kl 20:00.<br />

Pantaðu Sælureitinn heim þér að kostnaðarlausu<br />

á www.husa.is eða í síma 525 3000.<br />

Einnig er Sælureiturinn fáanlegur í næstu Húsasmiðjuverslun.


2 | GAR‹URINN 2009<br />

Að gleðjast með Garðyrkjufélagi Íslands<br />

Ein afleiðing efnahagshrunsins er<br />

að fólk leitar nú meira í faðm fjölskyldunnar<br />

og þau gömlu og ævarandi<br />

gildi að hlúa að sínum nánustu<br />

og rækta eigin garð. Félagið var á<br />

sínum tíma stofnað í tengslum við<br />

endurreisn Íslands á síðari hluta 19.<br />

aldar og verður 125 ára á næsta ári,<br />

næst elst allra frjálsra, íslenskra félagasamtaka.<br />

Félagið endurnýjaði<br />

stefnu sína fyrir ári og skilgreindi<br />

þau gildi sem það vill byggja starf<br />

sitt á í framtíðinni. Þau sömu gildi<br />

geta einmitt verið þáttur í endurnýjun<br />

sjálfsmyndar Íslendinga eftir<br />

það áfall sem riðið hefur yfir. Félagið<br />

leggur í starfi sínu áherslu á<br />

sköpunargleði, umhyggju, þrautseigju<br />

og forvitni sem aðalsmerki<br />

ræktunarfólks. Þessi gildi koma<br />

Garðagöngur<br />

Garðyrkjufélag<br />

Íslands<br />

sumarið<br />

2009<br />

Garðagöngur sumarsins verða farnar dagana;<br />

27. maí, 10. júní, 24. júní, 22. júlí og 26.<br />

Ágúst Gengið er á miðvikudagskvöldum<br />

eins og hefð er komin á og byrja allar göngurnar<br />

kl. 20:00.<br />

Hveragarði 27. maí<br />

Fyrsta ganga sumarsins verður í Hveragerði.<br />

Gengið verður um bæinn, gamlar perlur skoðaðar,<br />

svo sem friðuð tré, gamlir og nýir garðar<br />

og komið við á garðplöntustöðvum. Leiðsögumaður:<br />

Elfa Dögg Þórðardóttir umhverfisfulltrúi.<br />

Mæting við Garðyrkjustöð Ingibjargar,<br />

Heiðmörk 38.<br />

Flóruganga 10. júní<br />

Gengið verður um óbyggða náttúru í landi<br />

Garðabæjar. Leiðsögumaður: Guðríður Helga-<br />

GAR‹YRKJUFÉLAG ÍSLANDS - Maí 2009<br />

dóttir. Mæting við klukkuturninn á Garðatorgi<br />

í Garðabæ.<br />

Þingholtin 24. júní<br />

Gengið um sögufrægar slóðir í Þingholtunum á<br />

Jónsmessu. Á þessu svæði er margt gamalla<br />

garða frá frumdögum íslenskrar garðamenningar<br />

- og ekki síst nokkur gömul tré sem eiga<br />

sér yfirleitt dálitla sögu sem gaman er að rifja<br />

upp. Leiðsögumenn: Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur<br />

og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.<br />

Mæting í Mæðragarði í Lækjargötu.<br />

Trjásafnið í Meltungu 22. júlí<br />

Gengið verðum um leyndardómsfulla, spennandi<br />

og vel falda trjásafnið í Meltungu í Fossvogsdal.<br />

Leiðsögumenn: Friðrik Baldursson<br />

garðyrkjustjóri Kópavogs og Guðmundar<br />

www.gardurinn.is<br />

Vernharðsson garðyrkjufræðingur. Mæting í<br />

Gróðrarstöðinni Mörk við Stjörnugróf.<br />

Höfðaskógur 26. ágúst<br />

Trjásafnið í Höfðaskógi var formlega opnað á<br />

50 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar<br />

árið 1996. Í safninu eru nú á þriðja hundrað<br />

tegundir trjáa og runna. Rósagarðurinn, sem er<br />

samstarfsverkefni Rósaklúbbs GÍ og Skógræktarfélags<br />

Hafnarfjarðar, var formlega vígður árið<br />

2005. Þar eru nú á annað hundrað yrki af<br />

harðgerðum rósum. Leiðsögumaður: Steinar<br />

Björgvinsson. Mæting í bækistöðvar Skógræktarfélags<br />

Hafnarfjarðar og Gróðrarstöðvarinnar<br />

Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði.<br />

Aftur skal ítrekað að allar garðagöngur sumarsins<br />

hefjast kl 20:00.<br />

Pantaðu Sælureitinn heim þér að kostnaðarlausu<br />

á www.husa.is eða í síma 525 3000.<br />

Einnig er Sælureiturinn fáanlegur í næstu Húsasmiðjuverslun.<br />

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu vi›<br />

Gar›yrkjufélag Íslands.<br />

Ritstjóri: Valborg Einarsdóttir (ábm).<br />

Umsjón og umbrot: Athygli ehf.<br />

Augl‡singar: Augljós miðlun ehf.<br />

Prent un og dreif ing: Landsprent ehf.<br />

Forsíðumynd: Úr einkagarði félagsmanns.<br />

Ljósm: Árni Kjartansson.<br />

Dreift me› Morg un bla› inu<br />

miðvikudaginn 20. maí 2008.<br />

hvarvetna fram í starfi félagsins.<br />

Um þessar mundir leggur félagið<br />

áherslu á að byggja upp samband<br />

milli ræktunarfólks um land<br />

allt og sameina það um að hlúa að<br />

fegrun í hinu byggða umhverfi og<br />

fjölbreyttu gróðurfari í landinu.<br />

Miklar breytingar eru að verða á<br />

gróðurskilyrðum í landinu með<br />

hlýnandi veðurfari og skjóli af aukinni<br />

skógrækt. Nýir möguleikar<br />

skapast til að rækta tegundir og<br />

yrki sem áður var talið ólíklegt ef<br />

ekki óhugsandi að gætu vaxið hér.<br />

Brautryðjendastarf áhugafólks sem<br />

prófar sig áfram vísar veginn að<br />

betri árangri í ræktuninni. Garðyrkjufélagið<br />

skapar ramma fyrir<br />

samvinnu þessara einstaklinga og<br />

heldur uppi öflugu fræðslustarfi<br />

með fyrirlestrum og starfrækir fjölbreytta<br />

heimsíðu, www.gardurinn.<br />

is til að miðla fróðleik og upplýsingum<br />

milli félagsmanna og til almennings.<br />

Með aðild að Garðyrkjufélagi<br />

Íslands opnast brunnur<br />

þekkingar og reynslu sem orðið<br />

getur uppspretta margra ánægjustunda,<br />

hvort sem er með fjölskyldu<br />

í frístundum eða í hljóðlátri<br />

einveru og íhugun ræktandans sem<br />

hyggur að fjölbreytileika lífsins og<br />

samhljómi sínum við það.<br />

Á vegum félagsins eru starfræktir<br />

fjórir klúbbar; matjurtaklúbbur,<br />

rósaklúbbur, sumarhúsaklúbbur og<br />

blómaskreytingaklúbbur. Þeir<br />

halda uppi margvíslegu sérhæfðu<br />

félags- og fræðslustarfi, hver á sínu<br />

sviði. Matjurtaklúbburinn hefur<br />

orðið afar vinsæll að undanförnu<br />

og í gangi er átak á vegum Garðyrkjufélagsins<br />

til eflingar matjurtarækt<br />

í landinu. Tilraunaverkefni<br />

um svonefnda ,,grenndargarða“ í<br />

nánd við íbúðarhverfi innan borgarlandsins<br />

er komið af stað í samvinnu<br />

við Reykjavíkurborg. Á vegum<br />

rósaklúbbsins er starfræktur<br />

tilraunagarður í landi Skógræktarfélags<br />

Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn<br />

og í undirbúningi er útgáfa<br />

leiðbeininga um rósir sem eru<br />

Vilhjálmur Lúðvíksson skrifar<br />

Gestir í garði Steinunnar Ólafsdóttur.<br />

Sírenur kunna vel við sig á Íslandi. Íslenskur garður með suðrænum blæ.<br />

harðgerðar við íslenskar aðstæður.<br />

Rósaklúbburinn tekur virkan þátt í<br />

samstarfi norrænna rósafélaga og er<br />

meðlimur í alþjóðasamtökum rósafélaga.<br />

Hann skipuleggur ferðir fyrir<br />

félaga sína á norrænu rósahelgarnar<br />

sem haldnar eru annað hvert<br />

ár, næst í Svíþjóð sumarið 2010.<br />

Vaxandi sumarhúsaeign landsmanna<br />

og stækkandi sumarlönd í<br />

eigu þéttbýlisbúa gefa tilefni til<br />

nýrra viðfangsefna og aukinnar<br />

Moldarblandan Gæðamold ehf,<br />

sem í daglegu tali er nefnt Gæðamold,<br />

var stofnað árið 1991 af<br />

Ingimar Kjartanssyni og Guðmundi<br />

Gíslasyni. Starfsstaður hefur verið<br />

fjölbreytni í ræktun á stærri skala<br />

en áður var. Sumarhúsaklúbburinn<br />

er vettvangur öflugs félagsstarfs<br />

þeirra sem áhuga hafa á ræktun<br />

sumarlanda og skipulagi ræktunar<br />

umhverfis sumarbústaði. Fátt er<br />

skemmtilegra en prófa sig áfram og<br />

láta reyna á hvað vaxið getur ef rétt<br />

er að verki staðið og markvisst<br />

reynt að byggja upp þekkingu og<br />

reynslu.<br />

Hægt er að skrá sig í Garðyrkju-<br />

frá upphafi í Gufunesi. Núverandi<br />

eigendur fyrirtækisins eru Halldór<br />

K. Ingólfsson og Stefán Már Jónsson.<br />

„Við seljum annars vegar grjót-<br />

félagið á heimasíðu félagsins www.<br />

gardurinn.is hvenær sem er. Árgjald<br />

félagsins er einungis 4.800<br />

kr. og með því fylgir ársrit félagsins,<br />

Garðyrkjuritið, fréttabréf og afsláttarkjör<br />

(10%) og ýmis tímabundin<br />

sérkjör í mörgum helstu<br />

garðyrkjuverslunum landsins. Aðildarkjör<br />

eru því afar hagstæð og<br />

gjaldið borgar sig fljótt, beint sem<br />

óbeint.<br />

Gæðamold hf. í Gufunesi:<br />

Hreinsað og harpað<br />

Moldarmenn. Frá vinstri talið, Ingibjörn Halldórsson, Halldór K. Ingólfsson, Guðmundur<br />

H. Stefánsson og Stefán Már Jónsson.<br />

hreinsaða og harpaða mold og hins<br />

vegar svokallaða gæðamold. Uppskrift<br />

hennar er 70% mold og svo<br />

skeljasandur, sandur og húsdýraáburður<br />

– 10% hvert efni um sig.<br />

Við notum mold sem búin er að<br />

brjóta sig í tvö til þrjú ár og sömuleiðis<br />

er húsdýraáburðurinn ámóta<br />

gamall. Þessu er blandað saman og<br />

að því búnu er blandan hörpuð,“<br />

segir Stefán Már.<br />

Helstu viðskiptavinir Gæðamoldar,<br />

utan einstaklinga, eru<br />

sveitarfélög, golfklúbbar og verktakar.<br />

Starfsemin er árstíðabundin.<br />

Opið er maí, júní og júlí frá kl.<br />

8:00 – 19:00 og laugardaga frá kl.<br />

9:00 – 16:00. Síðsumarsopnun er<br />

auglýst síðar.<br />

„Fólk getur komið með kerrur<br />

og mokum við í þær og sömuleiðs<br />

er boðið uppá heimkeyrslu,“ segir<br />

Stefán.<br />

www.mold.is


Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is<br />

GAR‹URINN 2009 | 3<br />

Allt í garðinn á einum stað!


4 | GAR‹URINN 2009<br />

Kryddjurtir eru mál málanna um<br />

þessar mundir. Sumarið á næsta<br />

leiti og búið að pússa upp öll útigrill<br />

sem fyrirfinnast á heimilum.<br />

Og þeir sem ekki áttu útigrill hafa<br />

margir ráðið bragarbót á því. Sumir<br />

hafa jafnvel yngt upp og endurbætt<br />

hjá sér með nýjum, ryðfríum útigrillum<br />

sem nú eru óðum að leggja<br />

undir sig íslenska markaðinn. Eiginlega<br />

er útigrillið að mestu leyti í<br />

umsjá karlanna á heimilunum.<br />

Matseld á útigrilli er „macho“ og<br />

allt að því heilög karlmennskuathöfn<br />

fyrir suma. En til að undirstrika<br />

karlmennskuna eru kryddjurtirnar<br />

vel til fallnar og eiginlega<br />

nauðsynlegar til að tryggja að athyglin<br />

beinist að því hversu grillarinn<br />

er mikill meistarkokkur, því að<br />

lokahnykkurinn felst í því að gera<br />

sjálfur kryddsmjörið með krásunum.<br />

Og þá er komið að kryddjurtunum.<br />

Þær gera útslagið.<br />

Eiginlega er fátt auðveldara en<br />

að annast nokkrar kryddjurtir utandyra<br />

yfir hásumarið. Hér verður<br />

ekkert tíundað um sáningu og<br />

uppeldi þeirra. Við erum nefnilega<br />

orðin svo heppin að nú fást tilbúnar<br />

kryddjurtir í pottum svo að segja<br />

árið um kring. Og þó svo að eitthvað<br />

af þeim misfarist eða klárist,<br />

er alltaf hægt að bæta í skörðin.<br />

Það eina sem kryddjurtirnar þurfa<br />

er dálítil mold í keri eða pottum og<br />

jafnvel í hvaða dollu sem er - það<br />

má líka nota gömlu vinnuklossana<br />

eða íþróttaskóna undir þær. Bara<br />

þarf að hafa plönturnar á sólríkum<br />

stað og muna eftir að vökva þær<br />

reglulega þegar þurrt er í veðri.<br />

Fallegt og fjölskrúðugt kryddjurtasafn<br />

er róandi og lystaukandi.<br />

Átta ágætar og ein til viðbótar<br />

Á myndina af kryddjurtakerinu<br />

mínu eru settar inn tölur frá 1 til 8<br />

til að benda á helstu kryddjurtirnar<br />

sem þurfa að vera nálægt útigrillinu.<br />

Og reyndar er ein þar til við-<br />

Kryddjurtir í útiker<br />

bótar sem lítið ber enn á innan um<br />

allar hinar, en það er rósmarín sem<br />

einkum er notuð með kálfa- og<br />

lambakjöti. Sömuleiðis í fyllingar í<br />

heilsteikta fiska og fugla. Allar<br />

þessar tegundir henta vel í kryddsmjör<br />

fyrir grillrétti. Ýmist hver<br />

fyrir sig eða tvær til þrjár saman.<br />

Númer 1 er íslenskt blóðberg.<br />

Afar gott sem fylling í vatnafisk og<br />

með ljósu kjöti, lambakjöt þar<br />

meðtalið. Blóðbergste hressir hugann<br />

og hreinsar öndunarfærin.<br />

Númer 2 er grísk kjarrmynta<br />

(órigan). Hún hentar í alla rétti þar<br />

sem ólífur, hvítlaukur og sólþurrkaðir<br />

tómatar koma við sögu. Pasta<br />

og pizzur.<br />

Númer 3 er hjartafró (sítrónumelissa)<br />

sem passar vel með öllum<br />

fiski, einkanlega feitum eins og<br />

lúðu og steinbít. Dálítið hrjúf í<br />

góm, en fínsöxuð gerir hún sitt fyrir<br />

grænmetissalatið. Te af hjartafró<br />

er gamalreyndur kvefbani og þar<br />

að auki mjög ljúffengt.<br />

Piparmynta er svo númer 4.<br />

Frískandi ein og sér. Söxuð (nokkrir<br />

hnefar af laufum) í matvinnsluvél<br />

með einu eða tveim eplum og<br />

„smakkað til“ með fáeinum dropum<br />

af eplaediki og einum desilítra<br />

af vatni og hlynsírópi til helminga,<br />

gerir sósu sem borin er fram með<br />

lambakjöti. Verður jákvæð lífsreynsla<br />

fyrir alla sem reyna fá og<br />

enginn gleymir að skrásetja í æviminningar<br />

sínar! Það má jafnvel<br />

gera enn betur undir haustið og<br />

bæta nokkrum reyniberjum við og<br />

bera þá fram með hreindýrakjöti.<br />

Og ef um steikingarvökva af kjötinu<br />

er að ræða, má gera úr þessu<br />

heita sósu með því að píska hann<br />

samanvið og hita snöggt í potti.<br />

Sítrónutimían hefur töluna 5.<br />

Það styrkir alla kjúklinga- og fiskrétti<br />

sem framreiddir eru að hætti<br />

mannfólksins við Miðjarðarhaf.<br />

Keimurinn af því breytir dumbungsdögum<br />

í dýrðardaga með sól-<br />

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı www.reykjavik.is/fer<br />

Texti og mynd: Hafsteinn Hafliðason<br />

Fallegt og fjölskrúðugt kryddjurtasafn er róandi og lystaukandi.<br />

blik í hverjum daggardropa.<br />

Sléttblaða steinselja hlaut númer<br />

6 í þessari rásröð. Hún gefur þunga<br />

í létta rétti. Styður við og styrkir<br />

bragð af nautakjöti. Skapar jafnvægi<br />

í grænmetissalatið. Hefur<br />

Tökum vel<br />

á móti sumrinu<br />

Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í borginni eftir veturinn<br />

og taka á móti vorinu með bros á vör. Reykjavíkurborg mun í ár ekki fjarlægja garðúrgang og<br />

greinaafklippur sem skilin eru eftir við lóðamörk. Kallað er eftir auknu frumkvæði og ábyrgð borgarbúa<br />

og vakin athygli á því að endurvinnslustöðvar Sorpu taka við 2 rúmetrum í hverri ferð af garðaúrgangi<br />

og greinaafklippum frá íbúum að kostnaðarlausu.<br />

Hvetjum til dáða með eigin frumkvæði.<br />

Með því að hreinsa rusl, snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni.<br />

Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan girðingar, við næsta göngustíg eða á nálægu útivistarsvæði.<br />

Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið<br />

og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni.<br />

Nánari upplýsingar á reykjavik.is/fer og í síma 411 1111.<br />

sætara bragð en hrokkin steinselja.<br />

Saxið steinseljuna smátt.<br />

Garðablóðberg (timían) er númer<br />

7. Það setur punktinn yfir i-ið í<br />

öllum kjötréttum, hvítum sem<br />

rauðum. Fiskisúpa án garðablóðbergs<br />

er eins og bók án kjalar. Ekki<br />

er það heldur síðra að sáldra<br />

nokkrum timíanlaufum ofan á hóflega<br />

þykkar sneiðar af sólþroskuðum<br />

bufftómötum. Garðablóðbergið<br />

hleypir galsa í grænmetissalötin.<br />

Það er hitandi og örvar blóðrás.<br />

Hrokkin steinselja rekur hér<br />

lestina með tölunni 8. Bragð hennar<br />

er ögn beiskara en á sléttblöðkunni.<br />

Hún er líka dökkgrænni. Að<br />

öðru leyti eru þær notaðar og meðhöndlaðar<br />

á sama hátt. Það er gömul<br />

viska að steinselja dregur úr<br />

andremmu og linar timburmenn.<br />

Kryddsmjör og aðferðir<br />

Hér er reiknað með að kryddjurtirnar<br />

séu notaðar ferskar. Meðhöndlunin<br />

felst í því að nota bara<br />

blöðin, enga stöngla. Saxa smátt og<br />

sáldra yfir réttina eða í grænmetissalötin.<br />

Þær eiga aldrei að sjóða.<br />

Einnig er heimsins minnsti vandi<br />

að búa til kryddsmjör úr fínsöxuðum<br />

kryddjurtum og smjöri. Þessu<br />

er blandað saman. Smjörið við<br />

stofuhita, sparið ekki kyddjurtirnar.<br />

Rúllið blöndunni í hæfilega<br />

sverar og langar rúllur og kælið í<br />

nokkrar klukkustundir. Þá er auðvelt<br />

að skera þær niður mátulega<br />

þykka klatta sem svo eru bornir<br />

fram til veislunnar. Gjarna í skál<br />

með klakahröngli.<br />

Veistu?<br />

Hæsta tré jarðar er talið vera douglasgreni (Pseudotsuga menziesii) en<br />

það mælist 123 m á hæð. Næst hæsta tréð er talið vera rauðviður<br />

(Sequoia sempervirens) sem hefur mælst um 112 metrar.<br />

Elsta tré í heimi var talið vera í Sequola eða Sequoia þjóðgarðinum í<br />

Kaliforníu. Tréð, sem er Wellingtonia , er talið 3000 ára gamalt og vegur<br />

um 2000 tonn. Tréð er rúmir 90 metrar á hæð og ummálið 27 metrar.<br />

Síðan fannst annað tré sem talið er vera 4600 ára gamalt sem er<br />

broddfura (Pinus longavea). Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu.<br />

Elsta rósin er talin vera Hildesheim rósin í Þýskalandi, sem er í<br />

kirkjugarðinum við dómkirkjuna í Hildesheim. Sagan segir að Karl<br />

mikli (Karlamagnús) hafi gróðursett rósina fyrir meira en 1000 árum<br />

síðan, en rannsóknir benda til þess að rósin sé um 400 ára.<br />

Þyngsta skráða grasker í heimi vóg rúm 220 kg. R.A. Butcher frá<br />

Hampshire í Bretlandi ræktaði graskerið árið 1984. Lengsta gulrót<br />

sem mælst hefur var rúmir 42 cm.<br />

Fyrsti skrúðgarður sem sögur fara af er frá árinu 1545 í Padua á<br />

Ítalíu.<br />

Elsti frælisti sem vitað er um var „Blóm í 12 mánuði“ sem var útgefinn<br />

árið 1730 af Garðyrkjustöð Roberts Fuber í Bretlandi.


EXPO · www.expo.is<br />

Vnr. 0058325<br />

Pallaefni<br />

Fura alheflað 27x120 mm<br />

A-gagnvarið.<br />

299kr./lm<br />

Ódýrt<br />

Vnr. 0058504<br />

Pallaefni<br />

Fura alheflað 45x95 mm<br />

A-gagnvarið.<br />

315kr./lm<br />

Sláttuvélarnar<br />

komnar<br />

Allt fyrir<br />

Vnr. 0058506<br />

Pallaefni<br />

Fura alheflað 45x145 mm<br />

A-gagnvarið.<br />

479kr./lm<br />

eKKerT VerKeFni<br />

viðhaldið<br />

er OF sTórT<br />

32.900<br />

eðA lÍTið!<br />

Vnr. 53323164<br />

Sláttuvél<br />

Pallaefni<br />

á betra verði<br />

Ódýrt<br />

Bensínsláttuvélar verð frá:<br />

Warrior sláttuvél með fjórgengis<br />

loftkældum mótor. Vélin er 3,75 hestöfl,<br />

stillanleg sláttuhæð 15-70 mm,<br />

sláttubreidd 45 cm.<br />

Vnr. 0291509<br />

Gróðurbraggi<br />

Gróðurbraggi, 80x120.<br />

Íslensk framleiðsla, selt<br />

samsett. Fæst í BYKO Breidd,<br />

Kauptúni og Granda.<br />

11.990<br />

Vnr. 55095007/107-8<br />

Blákorn<br />

Blákorn 5, 10 eða 40 kg.<br />

Vnr. 55090005<br />

Kalk<br />

GAR‹URINN 2009 | 5<br />

Turbokalk, 12,5 kg.<br />

1.290 1.990<br />

Verð<br />

frá<br />

197kr./<br />

lm.<br />

Ódýrt<br />

Vnr. 0058254<br />

Girðingaefni<br />

19.990<br />

Fura alheflað 22x95 mm<br />

A-gagnvarið.<br />

Ódýrt<br />

Vnr. 0291499<br />

Vinnuborð<br />

óli vinnuborð<br />

í garðinn<br />

120x150x60 cm.<br />

Íslensk framleiðsla,<br />

selt samsett. Fæst<br />

í BYKO Breidd,<br />

Kauptúni og<br />

Granda.<br />

Vnr. 55095001<br />

Graskorn<br />

Graskorn, 5 kg.<br />

1.290


6 | GAR‹URINN 2009<br />

Grjóthleðslur<br />

á Íslandi<br />

Guðjón Stefán Kristinsson<br />

skrúðgarðyrkjumaður skrifar<br />

Grjóthleðslur á Íslandi eru býsna<br />

margbreytilegar ef vel er að gáð.<br />

Hér verður drepið á helstu gerðum<br />

hleðslna og reynt að sýna blæbrigðamun<br />

eftir landshlutum.<br />

Við Ísafjarðardjúp bera þær svip<br />

af hlöðnum mannvirkjum í Skotlandi,<br />

Írlandi og skosku eyjunum.<br />

Við sjávarsíðuna sjást hvarvetna<br />

tóftir af verbúðum, hlöðnum úr<br />

sæbörðu grjóti og hellum í bland.<br />

Þessar hleðslur eru einkennandi<br />

fyrir Ísafjarðardjúp. Eru þær margar<br />

hverjar staðarprýði og augnayndi<br />

þeim er á horfa.<br />

Undir Eyjafjöllunum brúkuðu<br />

bændur móbergið til húsbygginga<br />

og hjuggu það til af miklu listfengi.<br />

Sunnlendingar og Reyknesingar<br />

notuðu hraunstrendinga og hellur<br />

til húsbygginga, í garðveggi o.fl.<br />

Krefst það reynslu og útsjónarsemi<br />

að hlaða úr sæbörðu grjóti svo vel<br />

út líti.<br />

Hraungrjót hefur þann kost að<br />

bíta sig vel saman og er álagsþolið í<br />

jarðhræringum.<br />

Grjót og strengur (snidda einnig)<br />

er þægilegt til vegghleðslu þar<br />

sem ekki er hægt að velja grjót að<br />

vild. Grjót-og strengveggir verða<br />

harla sterkir þegar grasrót hefur<br />

náð að festa sig vel í sessi, auk þess<br />

að vera rammíslensk hleðsla.<br />

Mannvirki draga oft dám af umhverfi<br />

sínu. Litlibær í Skötufirði er<br />

glöggt dæmi um það. Veggir eru<br />

hlaðnir úr hellugrjóti, en í Skötufirði<br />

er vart að finna annað en<br />

hellugrjót.<br />

Grjótið er endalaus uppspetta<br />

hugmynda og hægt er að smíða<br />

nánast hvað sem er úr því. Rómverjar<br />

til forna byggðu brýr og<br />

Kirkjugarðsveggur og tröppur í Búrfelli í Grímsnesi, hlaðinn úr hraunstrendingum.<br />

Skjólveggur með bekk við Elliðaárbæinn, hlaðinn úr grjóti og<br />

streng.<br />

Steinbogabrú í Áslandi í Hafnarfirði.<br />

vatnsveitur úr tilhöggnu grjóti.<br />

Vantar þá töluvert á að steinbogabrýrnar<br />

í Hafnafirði jafnist á við<br />

þau mannvirki að stærð og miki-<br />

„Allt sem gefur ávöxt er vinsælt<br />

meðal garðyrkjufólks þetta árið.<br />

Minn stóri og góði hópur viðskiptavina<br />

spyr þetta vorið mikið<br />

um epla- og kirsuberjatré sem eru<br />

auðveldari í ræktun en margur ætlar.<br />

Sömuleiðis eru margir að fikra<br />

sig áfram við ræktun runnategunda<br />

sem gefa til dæmis sól-, rifs- og<br />

stikilsber. Tískan í garðræktinni er<br />

ólík frá einu ári til annars en rauði<br />

þráðurinn nú virðist vera sá að fólk<br />

vill búa að sínu og stunda heimaræktun,“<br />

segir Ingibjörg Sigmundsdóttir,<br />

garðyrkjubóndi í Hveragerði.<br />

Um þessar mundir eru liðin 28<br />

ár síðan Ingibjörg og Hreinn Kristófersson,<br />

eiginmaður hennar, hófu<br />

rekstur gróðrastöðvar í Hveragerði.<br />

Þá tóku þau við keflinu af foreldrum<br />

Ingibjargar, þeim Sigmundi<br />

Guðmunssyni og Kristínu Jónsdóttur<br />

sem rekið höfðu stöðina frá<br />

1954. Sagan nær því langt aftur.<br />

fengleik, en notast er við samskonar<br />

verklag.<br />

Af íslenskum bergtegundum er<br />

hraun og grágrýti, ásamt móbergi,<br />

Áhuginn í arf<br />

„Hér birtast sömu andlitin á hverju<br />

vori; fólk sem ég tel til ágætra vina<br />

minna. Í dag er þetta raunar oft<br />

þannig að ömnur og afar koma<br />

hingað með barnabörnunum sem<br />

þá hafa tekið áhuga á garðrækt í<br />

arf. Þetta sannar með áþreifanlegum<br />

hætti að lífið heldur alltaf<br />

áfram. Ein birtingarmynd þeirra<br />

þrenginga sem þjóðin gengur nú í<br />

gegnum er að áhugi almennings á<br />

garðyrkju- og ræktunarstörfum<br />

virðist sjaldan meiri. Margir virðast<br />

til dæmis ætla sé að vera heima í<br />

sumar og dytta að sínu – hvort sem<br />

það er í sumarbústaðnum, á svölunum<br />

heima eða annarsstaðar. Og<br />

þetta fólk veit að hjá okkur fæst allt<br />

sem þarf í garðinn svo sem tré,<br />

runnar, rósir ogfjölær blóm auk<br />

sumarblóma og matjurta,“ segir<br />

Ingibjörg.<br />

Hleðsla úr grjóti og hellum í Ósvör í Bolungarvík.<br />

Litlibær í Skötufirði. Ljósm.Oddur Jónsson.<br />

auðveldast að vinna við og móta.<br />

Hægt er að leika sér á ýmsa vegu<br />

með þetta efni.<br />

„Fólk vill búa að sínu og stunda heimaræktun,“ segir Ingibjörg Sigmundsdóttir, garðyrkjubóndi í Hveragerði.<br />

Garðyrkjustöð Ingibjargar í Hveragerði:<br />

Allt sem ávöxt gefur<br />

Átthyrndur skáli<br />

Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur<br />

er að Heiðmörk 38 í<br />

Hveragerði og er garðplöntusalan í<br />

skálabyggingunni átthyrndu sem<br />

margir þekkja. „Í fyrrahaust ákvað<br />

ég að leggja talsverða áherslu á<br />

framleiðslu matjurtategunda fyrir<br />

þetta sumar; til dæmis kál-, salatog<br />

jarðarberjaplantna. Fólk vill í<br />

vaxandi mæli frekar eiga sinn eigin<br />

garð en fá forrækaðar plöntur. Svo<br />

er ég líka með sumarblóm, mikinn<br />

fjölda tegunda í öllum regnbogans<br />

litlum. Raunar hefur fjölbreytnin í<br />

íslenskri garðblómaframleiðslu<br />

aukist mikið í seinni tíð – og þá<br />

flóru ætlum við garðplöntuframleiðendur<br />

að kynna á sýningunni<br />

Blóm í bæ sem haldin verður hér í<br />

Hveragerði í næsta mánuði.“<br />

www.ingibjorg.is


TBWA\REYKJAVÍK \ SÍA<br />

TILEFNI TIL AÐ FLAGGA<br />

Forsteyptur sökkull fylgir<br />

Glæsilegt tilboð!<br />

Formenta-fánastöng,<br />

íslenski fáninn og sökkull<br />

· Fislétt, fellanleg glertrefjastöng (ekkert viðhald)<br />

· 6 metra stöng vegur aðeins 23 kg<br />

· Gylltur húnn setur svip á stöngina<br />

· Snúningsfótur svo fáninn snúist síður utan um stöngina<br />

· Stönginni fylgir fáni, fánalína, línufesting, stangarkúla (húnn),<br />

forsteyptur sökkull og festingar<br />

GAR‹URINN 2009 | 7<br />

www.ellingsen.is<br />

6 m stöng 74.900 kr. 7 m stöng 79.900 kr. 8 m stöng 84.900 kr.<br />

REYKJAVÍK<br />

Fiskislóð 1 • Sími 580 8500<br />

Opið mánud.–föstud. 10–18, laugard. 10–16<br />

AKUREYRI<br />

Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630<br />

Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16


8 | GAR‹URINN 2009<br />

Vatnskristallar auðvelda ræktun í pottum<br />

Ræktun sumarblóma, fjölæringa,<br />

runna og jafnvel matjurta í blómakerjum<br />

gerir innganginn heim að<br />

húsinu hlýlegri og notalegra er að<br />

dvelja á pallinum þar sem gróður í<br />

kerjum prýðir umhverfið. Ræktun í<br />

pottum og kerjum hefur vafist fyrir<br />

mörgum. Algengt er að of litlir<br />

pottar séu valdir, en mun hærra og<br />

jafnara rakastig helst í stórum pottum.<br />

Vindþurrkun er mun meiri en<br />

við gerum ráð fyrir, það rignir<br />

minna ofan í pottana en við höldum<br />

og þannig er ekki óalgengt að<br />

dýru plönturnar, sem keyptar voru<br />

í pottana, drepist allar á meðan eigendurnir<br />

fara í sumarfrí. Leyndarmálið<br />

við ræktun í pottum og kerjum<br />

er að nota almennt mun stærri<br />

ker og potta og að nota vatnskristalla<br />

í moldina, en með því móti er<br />

hægt að vökva meira í einu og mun<br />

sjaldnar.<br />

Hvað eru vatnskristallar?<br />

Vatnskristallar eru náttúrulegt<br />

vatnsbindiefni. Þegar þeir eru þurrir<br />

minna þeir eilítið á gróft matarsalt<br />

við fyrstu sýn, en þegar þeir<br />

mettast af vatni, margfalda þeir<br />

stærð sína og bólgna út. Plönturnar<br />

nýta síðan vatnsforða kristallanna,<br />

þannig að þeir rýrna aftur. Þannig<br />

hafa plönturnar stöðugan aðgang<br />

að vatni, en vatn er ein helsta næring<br />

allra plantna. Hægt er að nota<br />

vatnskristallana þurra og strá þeim<br />

í moldina undir rót plöntunnar,<br />

hvort sem er í pottinn eða í holuna<br />

í garðinum áður en gróðursett er.<br />

Séu vatnskristallarnir notaðir þurrir,<br />

þarf að fylgja þeim eftir með<br />

reglulegri vökvun fyrsta hálfa mánuðinn<br />

á eftir eða á meðan kristallarnir<br />

eru að þenjast út.<br />

Besta virknin næst hins vegar<br />

með því að metta kristallana af<br />

vatni áður en þeir eru notaðir, þ.e.<br />

setja u.þ.b. 1 tsk. af kristöllum út í<br />

1 lítra af vatni og þá draga þeir í sig<br />

vatnið. Miðað við uppgefna<br />

skammtastærð á umbúðum er þetta<br />

magn ætlað í u.þ.b. 30 cm víðan<br />

blómapott. Reynslan hefur kennt<br />

mér að nota vel fullan tappa af<br />

kristöllum í fulla skúringarfötu af<br />

heitu vatni. Þegar vatnið er orðið<br />

kalt, er fatan orðin full af mettuðum<br />

kristöllum sem eru tilbúnir til<br />

notkunar. Ástæðurnar fyrir því að<br />

betra er að nota kristallana mettaða<br />

eru helst tvær. Í fyrsta lagi koma<br />

þeir strax að fullum notum og í<br />

öðru lagi er mun meiri hætta á ofnotkun<br />

á þurrum kristöllum,<br />

þannig að þegar þeir mettast og<br />

bólgna út þá flæðir allt upp úr<br />

pottunum þar sem ekki var gert<br />

ráð fyrir rúmmálsaukningunni í<br />

upphafi.<br />

Vatnsþörf plantna er ærið misjöfn<br />

eftir tegundum, staðsetningu<br />

og aðstæðum. Það hefur reynst mér<br />

ágætlega að nota kristallana á<br />

Nokkuð á annað hundrað aðilar<br />

taka þátt í garðyrkju- og blómasýningunni<br />

Blóm í bæ sem haldin<br />

verður í Hveragerði 26. til 28. júní<br />

sumar. Undirbúningur sýningarinnar<br />

hefur staðið yfir allt frá liðnu<br />

hausti og er mikið lagt undir. Stórsýning<br />

af þessu tagi hefur raunar<br />

aldrei verið haldin áður hér á landi.<br />

Á sýningunni í Hveragerði verður<br />

fjöldi áhugaverðra viðburða þar<br />

sem garðyrkja og umhverfismál eru<br />

í deiglunni. „Okkar metnaður hefur<br />

staðið til þess að gefa sem allra<br />

flestum kost á að vera með enda er<br />

þátttökugjaldi stillt í hóf. Þannig<br />

verður garðyrkju- og blómabændur<br />

með sölu- og sýningabása hjá okkur<br />

en einnig handverksfólk og fleiri.<br />

Áhuginn er mikill,“ segir Elfa Dögg<br />

Þórðardóttir, mannvirkja- og umhverfisfulltrúi<br />

Hveragerðisbæjar.<br />

Skrúðgarður og Skólamörk<br />

Garðyrkju- og blómasýningar eru<br />

velþekktar erlendis. Hvergerðingar<br />

reikna með minnst 30 þúsund<br />

gestum á sýninguna í júní. Bendir<br />

Elfa Dögg þar á, að ekki sé nema<br />

hálfrar stundar akstur úr Reykjavík<br />

austur fyrir fjall, í blómabæinn sem<br />

svo er gjarnan nefndur. Aðgangur<br />

að sýningunni verður ókeypis<br />

Valborg Einarsdóttir skrifar<br />

Uppleystir kristallarnir margfalda stærð sína þegar þeir mettast af vatni. Aðeins þarf 1 tsk. í 1 lítir af vatni.<br />

drykkfelldustu stofublómin og þeir<br />

eru ómissandi á öll sumarblóm og í<br />

til ræktunar í kerum og pottum.<br />

Kristöllunum er blandað saman við<br />

Sýningarsvæðið í Hveragerði<br />

verður þrískipt. Fyrst skal tiltaka<br />

um 10.000 fermetra útisvæði í<br />

skrúðgarði bæjarins á Varmárbökkum<br />

sem hentar vel þeim sem sýna<br />

stærri hluti líkt og gróðurhús og<br />

minni garðyrkjuvélar. Við Skólamörk<br />

er markaðssvæði þar sem<br />

verða garðyrkju-, handverks-, umhverfis-<br />

og matvælatjöld. Í þriðja<br />

og síðasta lagi skal svo nefna innisvæði<br />

í íþróttahúsi Hvergerðinga.<br />

Því verður skipt upp í bása og<br />

hentar vel þeim sem sýna og selja<br />

viðkvæmari hluti. Blómaskreytar<br />

bjóða fram þjónustu sína við uppröðun<br />

og skreytingar á básum.<br />

Fyrir alla fjölskylduna<br />

Dagskrá sýningarinnar er sérstaklega<br />

metnaðarfull og markar ráðstefnan<br />

Íslensk garðlist, sem haldin<br />

verður föstudaginn 26. júní, upphaf<br />

hennar. Af öðrum dagskrárliðum<br />

má nefna að til stendur að setja<br />

heimsmet í gerð lengstu blóma-<br />

moldina við rætur plöntunnar og<br />

ágætt er að blanda þörungaáburði í<br />

fljótandi formi saman við kristallana.<br />

Þannig er hægt að nota þá við<br />

Stórsýningin Blóm í bæ í Hveragerði í næsta mánuði:<br />

skreytingar heims. Eins verður<br />

keppt í því að útbúa sérstaklega<br />

frumlegar skreytingar og sýningarbása<br />

og þannig mætti áfram telja.<br />

Þá verður keppt í hönnun smágarða,<br />

samsetningu blóma í kerum<br />

og fleira. Á sýningunni sjálfri má<br />

svo kynna sér sögu íslenskrar garðyrkju,<br />

sjá afskorin blóm, pottaplöntur<br />

og fleira.<br />

„Við leggjum mikið upp úr því<br />

að dagskráin höfði til allrar fjölskyldunnar.<br />

Verðum þess vegna<br />

hér með sérstaka dagskrá fyrir<br />

yngstu kynslóðina og einnig eru<br />

hér ágæt tjaldsvæði fyrir fólk sem<br />

vill dveljast í Hveragerði meðan á<br />

þessum skemmtilega viðburði<br />

stendur,“ segir Elfa Dögg.<br />

Rækta eigin garð<br />

Hveragerðisbær stendur að sýningunni<br />

en er þar í samstarfi við fjölmarga<br />

aðila svo sem Samband<br />

garðyrkjubænda, Landbúnaðarháskóla<br />

Íslands að Reykjum í Ölfusi,<br />

gróðursetningu í einkagarða, sumarhúsalóðir<br />

og jafnvel hafa þeir<br />

reynst vel undir túnþökurnar.<br />

Vatnskristallar eru einnig frábær<br />

og auðveld lausn til að nota í<br />

blómaskreytingar við ýmis tækifæri<br />

þegar mikið stendur til. Eftir að<br />

þeir eru mettaðir má setja lit út í þá<br />

til að undirstrika þemað í veislunni.<br />

Þannig njóta afskorin blóm<br />

sín mjög vel í glervösum með<br />

vatnskristöllum. Hins vegar ber að<br />

taka vara fyrir því að þess háttar<br />

skreytingar standa skemur og eru<br />

meira ætlaðar fyrir einstakan atburð.<br />

Afskorin blóm ná ekki að<br />

taka upp allt það vatn sem þau<br />

þurfa við þessar aðstæður því loftbólur<br />

myndast í stönglum blómana<br />

sem styttir vasalíf þeirra.<br />

Rétt notkun á kristöllum við<br />

ýmsar aðstæður léttir garðyrkjumanninum<br />

lífið á meðan hann<br />

skreppur í frí og gleður drykkfelldu<br />

plönturnar á heitum sumardögum.<br />

Blómaskreyting heimsins<br />

„Dagskráin höfði til allrar fjölskyldunnar,“ segir Elfa Dögg Þórðardóttir, mannvirkja- og umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar.<br />

Félag íslenskra landslagsarkitekta,<br />

Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Félag<br />

blómaskreyta, Steypustöðina,<br />

Landsvirkjun og Garðyrkjufélag Íslands<br />

sem og undirdeildir þess.<br />

„Ég skynja stóraukinn áhuga almennings<br />

á garðyrkju. Efnahagshrunið<br />

síðasta haust hefur víða haft<br />

áhrif, fólk vill rækta sinn eigin garð<br />

í bestu merkingu þeirra orða. Við<br />

hjá Hveragerðisbæ bjóðum fólki til<br />

dæmis upp á leigja sér matjurtagarða<br />

og áhuginn er mikill. Hér í<br />

bæ eru sömuleiðis margar gróðrastöðvar.<br />

Hér eru til dæmis allmargir<br />

aðilar sem eru umsvifamiklir í<br />

garðplönturæktun. Þá eru Dvalarheimilið<br />

Ás, Heilsustofnun Náttúrulækningafélags<br />

Íslands og Landbúnaðarháskólinn<br />

með mikla ræktunarstarfsemi<br />

og raunar tel ég<br />

Hveragerði aftur að ná fyrri sess<br />

sem sannkallaður garðyrkju- og<br />

blómabær.<br />

www.hveragerdi.is


GAR‹URINN 2009 | 9


10 | GAR‹URINN 2009<br />

Haustlaukarnir gleðja<br />

augað að vori<br />

Íslendinga bíður mikið og<br />

skemmtilegt viðfangsefni að láta<br />

reyna á hvaða tegundir og yrki<br />

haustlauka geta vaxið hér á landi.<br />

Haustlaukar eru nefndir svo vegna<br />

þess að þeir eru settir niður að<br />

hausti, þá skjóta þeir rótum í rökum<br />

og svölum jarðveginum áður<br />

en vetur gengur í garð. Um leið og<br />

klaka leysir úr jörðu að vori skjóta<br />

þeir upp kollinum og blómstra<br />

jafnan fyrstir blómjurta. Stór hluti<br />

slíkra lauka er svo harðger að þeir<br />

lifa af íslenska vetur og þola rysjótt<br />

veðurfar á vorin með ágætum. Þeir<br />

eru gjarnan ættaðir úr háfjöllum<br />

meginlanda Asíu og Evrópu og gera<br />

Vilhjálmur Lúðvíksson skrifar<br />

jafnan litlar kröfur til jarðvegs annarra<br />

en að vatn liggi ekki langdvölum<br />

á þeim og að jörð sé vel framræst.<br />

Þeir þola flestir vorfrost,<br />

þurrk og kuldatíð en kunna að<br />

meta vörn gegn hörðum vindum. Á<br />

sólardögum breiða þeir svo blómin<br />

út í óviðjafnanlegum skærum litum<br />

þegar allur annar gróður er enn í<br />

hjúpi vetrargrámans. Sendinn jarðvegur<br />

er æskilegur og má auðveldlega<br />

veita laukunum þá ósk við<br />

gróðursetningu. Þannig geta þeir<br />

enst í áratugi á sama stað, endurnýjað<br />

sig og breiðst út þar sem<br />

skilyrði eru góð.<br />

Fátt er skemmtilegra í fyrstu<br />

Norrænir gestir dást að rósinni ‘Fönn’ sem blómstar fram í september.<br />

ferðum í sumarbústaðinn snemma<br />

vors en að hitta glaðbeitta krókusa<br />

á hlaðinu og páskaliljur af öllum<br />

hugsanlegum gerðum og litum hér<br />

og þar í vorskóginum um það leyti<br />

sem hann er farinn að laufgast.<br />

Smáliljur af ýmsum gerðum og litum<br />

hafa reynst frábærlega vel hér á<br />

landi og blómstra þær ár eftir ár.<br />

Mikið úrval tegunda og yrkja er til<br />

og hafa stóru garðvöruverslanirnar<br />

jafnan haft mikið úrval á haustin.<br />

Auk þess reynir Garðyrkjufélagið<br />

að útvega það nýjasta hverju sinni<br />

og miðlar jafnfram reynslu af því<br />

sem vel tekst til. Meðlimir fá að<br />

fylgjast með og hafa áhrif á úrvalið.<br />

Hellur frá Steypustöðinni hafa nú<br />

fengið CE vottun en hún tryggir að<br />

varan er framleidd samkvæmt<br />

hæstu gæðastöðlum. Vottun af<br />

þessu tagi hefur ekki áður verið<br />

samþykkt fyrir íslenska hellufram-<br />

Skógarþristur á góðum degi.<br />

Hvítur vorkrókus.<br />

Páskliljur í vorskóginum. Blár vorkrókus.<br />

Hellusteypa Steypustöðvarinnar:<br />

Níðsterkar gæðahellur<br />

leiðslu. „Þetta er afar mikilvægt<br />

fyrir okkur og ekki síður fyrir neytendur.<br />

Við höfum alltaf vitað að<br />

framleiðslan okkar er mjög góð.<br />

Nú geta okkar viðskiptavinir treyst<br />

því að þeir eru að kaupa 100%<br />

gæðavöru,“ segir Kai Westphal,<br />

gæðastjóri hjá Steypustöðinni.<br />

Segja má að hellur Steypustöðvarinnar<br />

séu sérhannaðar fyrir íslenskt<br />

umhverfi. Mikið veðrunarálag<br />

og grófgerð nagladekk bifreiða<br />

hefur leitt til þeirrar hönnunar sem<br />

nú hefur hlotið CE vottunina. Efsta<br />

lag hellunnar er úr graníti og tryggir<br />

endingu sem er meiri en íslenski<br />

markaðurinn hefur átt að venjast.<br />

Hellur Steypustöðvarinnar halda lit<br />

sínum betur og dökkna síður með<br />

árunum. Yfirborðslag hellunnar er<br />

einnig firnasterkt og tryggir lengri<br />

endingu.<br />

Hannes Sigurgeirsson er forstjóri<br />

Steypustöðvarinnar. Hann<br />

segir CE vottunina af ánægjulega<br />

og mikilvæga. „Við höfum alltaf<br />

verið stoltir af okkar framleiðslu en<br />

með CE vottuninni er grunnurinn<br />

lagður og hann er sambærilegur<br />

við það sem gerist best í heiminum.<br />

Með granítinu tryggjum við líka<br />

ótrúlega góða endingu enda leggur<br />

fólk ekki hellur til nokkurra ára.<br />

Fjárfesting í hellum er langtímafjárfesting,“<br />

segir Hannes.<br />

Viðskiptavinum Steyðustöðvarinnar<br />

stendur til boða að fá ráðleggingar<br />

og sérfræðiálit frá landslagshönnuðum.<br />

Greitt er fyrir þessa<br />

ráðgjöf, en ef viðskiptavinur kaupir<br />

hellur af Steypustöðinni er ráðgjöfin<br />

endurgreidd.<br />

www.steypustodin.is<br />

Hellur Steypustöðvarinnar eru sérhannaðar fyrir íslenskt umhverfi.


GAR‹URINN 2009 | 11


12 | GAR‹URINN 2009<br />

Hugleiðingar um skipulag í matjurtagarði<br />

Það er svo skrítið hvað kartöflurnar<br />

úr matjurtagarðinum heima bragðast<br />

miklu betur en kartöflur sem<br />

keyptar eru hjá kaupmanninum á<br />

horninu. Það er yndislegt að sýsla í<br />

sínum eigin matjurtagarði og enn<br />

betra ef garðurinn er vel skipulagður.<br />

Margir halda að matjurtagarðurinn<br />

eigi heima í norðurskotinu í<br />

garðinum þar sem engrar eða lítillar<br />

sólar nýtur, afgangspláss sem<br />

hægt er að nýta til að pota niður<br />

kartöfluútsæði og nokkrum kálplöntum.<br />

Það væri gaman að vita<br />

hver uppskeran er í þess konar<br />

görðum! Matjurtir þurfa jafn mikla<br />

sól og aðrar plöntur, ekki er einungis<br />

um skugga af húsum að ræða<br />

heldur einnig skuggi af trjám sem<br />

einnig „stela“ vatni og næringarefnum<br />

frá matjurtunum. Ég hef það<br />

einhvern veginn á tilfinningunni að<br />

með því að velja matjurtagarðinum<br />

stað þar sem hann ekki sést út um<br />

stofugluggann þá séu garðeigendur<br />

að „fela“ þessar plöntur en leggja<br />

þess meiri áherslu á skrautrunna<br />

og sumarblóm. Í mínum huga eru<br />

matjurtir oft skrautlegri og<br />

skemmtilegri plöntur og ekki verra<br />

að þær eru ætar og ég skil ekki af<br />

hverju þeim er ekki gert hærra<br />

undir höfði. Velhirtan matjurtagarð<br />

þarf ekki að fela og þegar tegundum<br />

fjölgar sem hægt er að rækta<br />

hérlendis og fólk prófar sig meira<br />

og meira áfram verður fjölbreytileikinn<br />

í blaðlögun, lit og áferð<br />

meiri og fegurðin eykst, sannkallað<br />

augnayndi og hverjum garði mikil<br />

prýði. Á hverju vori þegar ég á leið<br />

um gróðrarstöðvar tek ég eftir því<br />

að úrvalið í matjurtadeildinni er<br />

fjölbreyttara en árið áður, því er<br />

einnig að þakka hinum góða sýningareit<br />

Grasagarðsins í Laugardal<br />

sem sýnir að það er hægt að rækta<br />

meira en kartöflur, blómkál og rófur<br />

á Íslandi. Sól og skjól eru aðalverkfærin<br />

og svo spilar þolinmæði<br />

ræktandans stórt hlutverk.<br />

Algengasta tegundin af matjurtagörðum<br />

eru beð með<br />

gangrennum á milli, ræktunarbeðin<br />

eru um 90-120 sm á breidd.<br />

Hugsa verður til þess að rýmið í<br />

gangrennunum sé nægjanlegt til að<br />

geta athafnað sig, best er að<br />

gangrennurnar séu lagðar hellum,<br />

grús eða jafnvel trjákurli. Það er<br />

snyrtilegra og gerir alla viðhaldsvinnu<br />

í beðunum auðveldari. Ekki<br />

er gott að hafa ræktunarbeðin of<br />

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008<br />

breið, betra er að hafa beðin mjó<br />

enda auðveldar það aðkomu að<br />

plöntunum. Margir kjósa að útbúa<br />

ramma í kringum beðin og hækka<br />

þau eilítið upp sem er af því góða<br />

því jarðvegurinn hlýnar fyrr. Matjurtagarðurinn<br />

verður þrifalegri<br />

þegar búið er að ramma inn beðin<br />

og setja grús eða hellur í gangrennurnar,<br />

auk þess sem það er auðveldara<br />

að koma fyrir bogum í<br />

karmana til að setja plast/trefjadúk<br />

yfir.<br />

En það er ekki nauðsynlegt að<br />

útbúa heilan matjurtagarð til að<br />

koma niður karöfluútsæði eða<br />

blómkálshausum. Þegar ég var að<br />

vinna í garðyrkjunni fyrir nokkrum<br />

árum þá var ég eitt sinn stödd við<br />

hjúkrunarheimili hér í borg þar<br />

sem við vorum að setja niður sumarblóm<br />

í beð. Eldri maður sem<br />

þarna bjó, kom til okkar og bað<br />

okkur vinsamlegast að setja ekki<br />

niður blóm í beð við íbúð hans,<br />

hann fór með okkur og með stafnum<br />

sínum merkti hann í beðið<br />

„bannsvæðið“. Við urðum nokkuð<br />

hissa og spurðum hvers vegna<br />

hann vildi ekki fá blómin, jú<br />

ástæðan var sú að hann var nýbúin<br />

að setja niður nokkrar kartöflur!<br />

Það fer vel á því að blanda saman<br />

matjurtum inn á milli skrautrunna<br />

og sumarblóma, hafa verður þó í<br />

huga að skrautrunnar skyggi ekki á<br />

matjurtirnar og þær gera einnig<br />

meiri kröfur til jarðvegs, áburðargjafar<br />

og vökvunar. Hægt er að<br />

Ásta Camilla Gylfadóttir skrifar<br />

Matjurtagarður sem grunnskólanemendur hönnuðu, sýningarreitur á Hampton Court sýningunni.<br />

Hér er að líta sérstaka útfærslu á „ræktunarkeri“, búið að stafla upp dekkjum,<br />

sýningarreitur á Hampton Court sýningunni.<br />

skipuleggja beðin í garðinum á<br />

þann hátt að það er vitað fyrirfram<br />

að í ákveðin svæði í blómabeðinu<br />

eiga að koma matjurtir og með því<br />

móti er hægt að undirbúa jarðveginn<br />

sérstaklega þar. Enn og aftur<br />

má minnast á að margar tegundir<br />

matjurta eru mjög fallegar á að líta<br />

og geta verið mjög til prýðis í<br />

Hunang er mikið notað til matargerðar<br />

og fátt er notalegra á köldum<br />

vetrarkvöldum en gott te með<br />

hunangi. Ralf Trylla umhverfisfulltrúi<br />

Ísafjarðarbæjar sendi okkur<br />

þessa skemmtilegu uppskrift af<br />

hunangi sem búið er til úr blómum<br />

túnfífla.<br />

Fíflahunang<br />

500 gr af fíflablómum<br />

1 kg sykur (hrásykur er hollari og<br />

gefur dekkri lit)<br />

½ sítiróna<br />

• Skolið fíflana og setjið þá í 1<br />

lítra af köldu vatni og látið<br />

standa í 2 klst.<br />

• Sjóðið síðan vatnið með fíflablómunum<br />

og kælið hægt niður.<br />

• Hafið lokið á pottinum og látið<br />

standa yfir nótt, u.þ.b. 12 tíma.<br />

• Síið vökvann frá blómunum í<br />

gegnum grisju eða viskastykki.<br />

• Setjið 1 kíló af sykri og ½ síti-<br />

blóma- og runnabeðum.<br />

Það hefur einnig færst í vöxt<br />

undanfarin ár að rækta matjurtir í<br />

kerum og pottum, þetta hentar<br />

mjög vel þeim sem eru með litla<br />

garða eða svalir. Það fer eftir ræktandanum<br />

hversu stór potturinn eða<br />

kerið er en maður verður að hafa í<br />

huga að stærð á potti og plöntu<br />

rónu með safa og aldinkjöti út í<br />

vatnið.<br />

• Sjóðið í stutta stund og látið síðan<br />

malla á vægum hita þar til<br />

sírópið fer að þykkna, en það<br />

gæti tekið nokkurn tíma.<br />

fylgist að. Maður hefur séð þá útfærslu<br />

hjá fólki að vera með stór<br />

plastker þar sem í komast nokkur<br />

stykki af matjurtum af ýmsum tegundum.<br />

Nauðsynlegt er að hugsa<br />

til þess að setja ekki saman stórar<br />

og litlar plöntur í sama pott þar<br />

sem þær stóru geta skyggt á þær<br />

minni, einnig þarf að muna að<br />

snúa pottunum reglulega ef þeir<br />

standa við vegg þannig að sólin nái<br />

til allra plantnanna í pottinum. Að<br />

lokum má benda á að potturinn<br />

má ekki vera það stór að þegar búið<br />

er að fylla hann ræktunarmold,<br />

plöntur komnar í hann og vökvun<br />

hefur átt sér stað, að það sé hægt<br />

að flytja hann til án þess að ræktandinn<br />

endi í rúminu með tognun<br />

í baki!<br />

Ég hef mikinn áhuga á aðgengi<br />

fyrir alla og vil gjarnan minnast á<br />

þann þátt í matjurtaræktun. Hægt<br />

er að skipuleggja matjurtagarðinn<br />

þannig að beðin séu útbúin á þann<br />

hátt að einstaklingar, sem háðir eru<br />

hjólastól, geti notið þess að stunda<br />

sína ræktun. Beðin eru upphækkuð<br />

og gangar á milli eru með föstu yfirborðsefni<br />

og nægjanlega breiðir<br />

þannig að auðvelt er að fara á milli<br />

beða. Þessi útfærsla hentar einnig<br />

þeim sem eru sjónskertir og eldri<br />

borgurum sem vilja síður þurfa að<br />

bogra á hnjánum í beðunum. Þegar<br />

ræktunarbeð eru byggð upp í þessa<br />

hæð er nauðsynlegt að muna eftir<br />

því að leggja í botninn grófar trjágreinar<br />

til að stuðla að betra frárennsli<br />

og að vera með gat á karminum<br />

á endum til að auka loftun í<br />

beðinu. Annars bendi ég á mér<br />

fróðari garðyrkjumenn sem luma á<br />

bestu uppskrift á jarðvegssamsetningu<br />

í slík uppbyggð beð.<br />

Ég er á því að allir eigi að geta<br />

stundað matjurtaræktun – og að<br />

það eru til ýmsar útfærslur á matjurtagörðum.<br />

Það er hins vegar<br />

hugmyndaflugið hjá ræktandanum<br />

sem er besta verkfærið og að þora<br />

að prófa eitthvað nýtt. Það eru til<br />

allskonar lausnir, til dæmis er hægt<br />

að rækta beint í moldarpoka! Maður<br />

verður bara að muna að maður<br />

lærir best af mistökum og engin<br />

verður meistari í ræktun á einu<br />

sumri.<br />

Góðar óskir um skemmtilegar<br />

stundir í matjurtaræktunni.<br />

Það er ekkert fíflalegt við túnfífla!<br />

Það er algjört góðverk að nýta blóm túnfíflana til hunangsgerðar. Ljósm.: Hafsteinn Hafliðason.<br />

• Til að reyna á rétt seigjustig, er<br />

smávegis sett í teskeið og síðan<br />

látið kólna.<br />

• Að lokum er hunangið sett í<br />

hreinar krukkur. Geymist í allt<br />

að átta mánuði.


SUMAROPNUN<br />

OPIÐ ALLA DAGA TIL<br />

21:00<br />

Í SKÚTUVOGI<br />

GAR‹URINN 2009 | 13<br />

VERUM SAMAN Í SUMAR<br />

HUGAÐU AÐ ÞÍNUM SÆLUREIT


14 | GAR‹URINN 2009<br />

Hver þekkir ekki það vandamál í<br />

einkagarðinum sínum að vera<br />

endalaust að færa til plöntur,<br />

klippa niður tré og runna eða velta<br />

fyrir sér að færa matjurtagarðinn.<br />

Besta leiðin til að komast út úr því<br />

ástandi er að vera með framtíðarsýn<br />

fyrir garðinn; vita hvert stefnir<br />

og staðsetja hluti á endanlegan<br />

stað. Gott er að fá í lið með sér fagmann<br />

til þessa að hanna einkagarðinn<br />

frá grunni, en landslagsarkitektar<br />

hafa sinnt þessum verkefnum<br />

á Íslandi frá árinu 1953 þegar<br />

fyrsti landslagsarkitektinn kom úr<br />

námi. Að hanna einkagarðinn er<br />

samstarf og best er að velja ráðgjafann<br />

af góðri afspurn.<br />

Það er mikilvægt að gera sér<br />

strax grein fyrir því hvernig maður<br />

vill nota garðinn sinn. Oft er gott<br />

að skoða bækur og lesa sér til. Bók<br />

sem fjallar um einkagarð letingjans<br />

er fróðleg lesning og fjallar um það<br />

hvernig hægt er að útfæra garðinn<br />

sinn til að auðvelda viðhald eða til<br />

að skapa notalegan sælureit. Fæstir<br />

hafa það sem ástríðu að njóta þessa<br />

að vinna í garðinum og hugsa um<br />

hann, en það eru nokkur atriði sem<br />

er mikilvægt að ákveða strax frá<br />

upphafi til að garðurinn henti<br />

hverjum og einum. <strong>Garðurinn</strong> getur<br />

verið mikilvægur til að slaka á<br />

og endurnærast, njóta eða upplifa.<br />

Upplifunarþátturinn getur verið<br />

mismunandi og fyrir ólíka hópa.<br />

Það er mikilvægt að garðurinn sé<br />

ekki uppspretta að endalausu viðhaldi,<br />

heldur þarf að vera hægt að<br />

njóta þess að vera í garðinum og<br />

upplifa þar ólíka hluti, eins og<br />

áferð eða ilm af plöntum, vatnsnið<br />

eða fuglasöng úr trjánum. Það er<br />

einnig mikilvægt að gera sér grein<br />

fyrir hringrás garðsins þannig að<br />

árstíðirnar, notagildið, upplifunin<br />

og rómantíkin fái notið sín.<br />

Aðstæður eru oft mjög breytilegar<br />

og óskir garðeigandans mjög<br />

ólíkar. Það er lykilatriði að skoða<br />

aðstæður og forsendur þegar lagt er<br />

af stað. Ef garðurinn er gamall og<br />

gróinn, er mikilvægt að kortleggja<br />

núverandi aðstæður í garðinum,<br />

átta sig á því sem mikilvægt er að<br />

varðveita og hvað er hægt að fjarlægja.<br />

Ef um nýjan garð er að ræða<br />

er allar forsendur einfaldari, en<br />

jafnframt mikilvægara að skoða<br />

möguleika á að skapa skjólríkt og<br />

aðlaðandi umhverfi. Í gömlum og<br />

grónum görðum eru fólgin mikil<br />

gæði þar sem ekki þarf að búa til<br />

skjól. Það er mikilvægt að grisja<br />

trjágróður til að fá meiri sól inn í<br />

garðinn, til að geta notið hans betur.<br />

Endurbætur á grónum garði<br />

eru oft tímafrekari og fleiri þættir<br />

sem þarf að vega og meta en í nýjum<br />

garði.<br />

En hvað hefur einkennt íslenska<br />

Gott er að fá í lið með sér fagmann til þess að hanna einkagarðinn frá grunni.<br />

Einkagarðurinn<br />

einkagarðinn á síðustu árum? Hann<br />

er fullur af timburpöllum og skjólveggjum,<br />

steyptum stoðveggjum,<br />

húsgögnum, gashiturum og sólhlífum.<br />

En er þetta það sem við erum<br />

Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt skrifar<br />

Fallegur garður er róandi og endurnærandi fyrir líkama og sál.<br />

að leita að í dag? Er ekki mikilvægara<br />

að hafa garðinn aðeins einfaldari<br />

í sniðum, en þó með ólíkum og<br />

fjölbreytilegri svæðum. Það sem er<br />

kannski það mikilvægasta er að að-<br />

Öllum er hollt að rækta<br />

garðinn sinn og bæinn sinn<br />

Njótum útivistarsvæðanna og göngum vel um<br />

Garðyrkjustjóri<br />

Kópavogs<br />

gengið að garðinum sé gott og það<br />

séu mismunandi leiðir út í garðinn,<br />

þ.e. úr stofunni til að nota veröndina,<br />

úr eldhúsinu til að klippa<br />

krydd, sækja uppskeru úr matjurtagarðinum<br />

og fara með eitthvað<br />

í safnhauginn. Einnig er gott að<br />

hafa möguleika á að komast út frá<br />

baðherberginu eða svefnherberginu<br />

til að viðra sig eða til að komast í<br />

heita pottinn. Núna eru eflaust<br />

margir að velta fyrir sér eigin ræktun<br />

og þá verður að staðsetja hana á<br />

sólríkum stað til að ná hámarks árangri.<br />

Það er til dæmis hentugt að<br />

hækka jarðveginn með timburkössum,<br />

þannig má auðvelda alla vinnu<br />

Aðgengi að garðinum þarf að vera gott.<br />

í garðinum og bæta vaxtarskilyrðin.<br />

En hver er framtíðarsýnin fyrir<br />

einkagarðinn? Hvaða stefnu mun<br />

einkagarðurinn taka á næstu árum?<br />

Það fer ört vaxandi víða erlendis að<br />

vinna með náttúru og heilsu, læknandi<br />

umhverfi og sálarró. Það verður<br />

örugglega lögð meiri áhersla á<br />

að rækta garðinn sinn á þann hátt.<br />

Einkagarðurinn er hluti af ákveðinni<br />

hringrás og við munum án efa<br />

leita aftur í gamla klausturgarðinn,<br />

þar sem hægt er að stunda andlega<br />

íhugun, komast frá amstri dagsins,<br />

rækta matjurtir og endurhlaða lífsorkuna.


Harðgerð<br />

og örugg<br />

Texti og mynd: Hafsteinn Hafliðason<br />

Vinsælustu sumarblóm hér á landi<br />

hafa lengst af verið þau sem spjara<br />

sig í öllum sumarveðrum og láta<br />

lítið á sjá þótt mikið rigni og gusti<br />

um, þegar sá gállinn er á „sumarblíðunni“<br />

okkar. Fyrstar og fremstar<br />

fara þar stjúpurnar með alla sína<br />

liti og takmarkalausu þolinmæði á<br />

dyntótta rysjutíð. Áratug eftir áratug<br />

hafa þær staðið sína plikt og<br />

eru í hugum margra helsta sumartáknið.<br />

Skrautnálin er líka sterk og<br />

ómótstæðileg sem brydding á beðum<br />

og fylling í blómaker. Blómin<br />

eru hvítir, bláleitir eða rauðleitir<br />

smákrossar sem þekja plönturnar<br />

og ilma sætlega á kvöldin. Önnur<br />

ilmjurt er sjálfur ilmskúfurinn sem<br />

fyllir loftið höfgri angan sinni og<br />

ber hvít, rauðblá eða bleik blóm,<br />

oftast fagurlega fyllt. Eins og smárósir<br />

raða þau sér upp í þétta „bolluvendi“.<br />

Mjög virðingarverð og vingjarnleg.<br />

Meðal harðgerðu sumarblómanna<br />

eru líka margar tegundir<br />

af körfublómaættinni. Þar eru mjög<br />

áberandi „brár“ af ýmsum toga og<br />

með ýmiskonar blómalitum. Kornblómið<br />

heiðbláa er líka í þeim hópi<br />

og síðast en ekki síst okkar yndislega<br />

morgunfrú.<br />

EINN, TVEIR OG ÞRÍR 21.519<br />

Morgunfrúin - matróna með<br />

mikla sögu<br />

Morgunfrúin hefur verið í ræktun<br />

frá alda öðli. Framan af fyrst og<br />

fremst sem matjurt og lækningajurt.<br />

Uppruni hennar er við norðanvert<br />

Miðjarðarhaf og hið latneska<br />

heiti hennar Calendula er ævafornt<br />

og mun merkja að hana megi sjá<br />

þar í blóma árið um kring. Viðurnefnið<br />

officinalis bendir svo til þess<br />

að hún hafi verið - og er reyndar<br />

enn - í lyfjaskápum apótekanna.<br />

Græðimátur plöntunnar er rómaður<br />

og í hillum náttúrulækningabúðanna<br />

mjá sjá ótal preparöt sem<br />

byggð eru á morgunfrúm í öllum<br />

formum. Rómverjar hinir fornu<br />

kölluðu morgunfrúna herba purificatoria,<br />

þ.e. jurt hreinsunarinnar.<br />

Hún þótti allra meina bót við meltingartruflunum<br />

og uppákomum<br />

innvortis. Líklega hafa þeir líka<br />

iðulega átt við slíkt ástand að stríða<br />

eins og matarvenjum þeirra var<br />

háttað, einkum meðal heldra fólks.<br />

En morgunfrú má nota í hrásalat,<br />

bæði blöð og blóm. Bragðið er milt<br />

og mýkjandi. Seyði af morgunfrú<br />

dregur úr sviða og flýtir fyrir því að<br />

smáskeinur á hörundi grói. Blóm<br />

Morgunfrú má nota í hrásalat, bæði blöð og blóm.<br />

morgunfrúar eru ætíð á gula og<br />

gullinrauða sviðinu, eins og sólin<br />

sjálf. Ýmist eru þau alfyllt eða einkrýnd.<br />

Til eru bæði lágvaxnar og<br />

hávaxnar sortir. Ýmsar sagnir og<br />

átrúnaður tengist blómum morgunfrúa.<br />

Það var til dæmis alveg<br />

óbrigðult ráð að láta dapurt fólk<br />

horfa á morgunfrúarblóm til að það<br />

fengi gleði sína á ný. Og þeir sem<br />

voru sjónlitlir áttu líka að stara á<br />

morgunfrúr um nokkra hríð til að<br />

styrkja sjónina. En svo voru það<br />

þeir sem vildu læra að skilja fuglamál.<br />

Til þess þurftu þeir bara að<br />

ganga á morgunfrúarblómum heilan<br />

dag frá sólarupprás til sólarlags.<br />

Ekki mátti út af stíga á annað kusk,<br />

ekki drekka og ekki nærast. Svo<br />

varð að hugsa allt fallegt og ekki<br />

mátti mæla á nokkurn mann. Ef<br />

ekki tókst til eins og skyldi, var það<br />

af því að viðkomandi voru ekki<br />

hreinar meyjar. Það gilti um bæði<br />

kyn!<br />

Stutt og laggott um sumarblóm<br />

Sumarblóm njóta sín best á áberandi<br />

stöðum þar sem flestir geta<br />

glaðst við að horfa á þau. Það<br />

skemmir ekki fyrir að staðurinn sér<br />

sólríkur og skjólgóður. Moldin þarf<br />

samt alltaf að vera úrvalsgóð garðmold,<br />

og það er ekki gott að rækta<br />

sömu tegundir á sama stað í sömu<br />

mold ár eftir ár. Skiptið um reglulega,<br />

annað hvort um jarðveg eða<br />

plöntutegundir. Við langvarandi<br />

ræktun einnar tegundar á einum<br />

stað myndast s.k. jarðvegsþreyta,<br />

Tvær grænar leiðir<br />

Gámaþjónustan hf býður nú þjónustu við garðeigendur á<br />

höfuðborgarsvæðinu á söfnun garðaúrgangs með<br />

tveimur mismunandi leiðum, Garðapoka og Garðatunnu.<br />

Gardatunnan.is<br />

Garðaúrgangur<br />

að sama marki!<br />

Garðapokinn er veglegur og traustur plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir<br />

5 stk. í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi innifalið í verði. Þú pantar<br />

Garðapokann á www.gardapokinn.is, færð staðfestingu á pöntun og við<br />

sendum þér síðan pokana heim.<br />

Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á www.gardapokinn.is<br />

og fyllir út beiðni. Einnig er hægt að hringja í síma 535 2520 og<br />

panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir sóttir samkvæmt<br />

áætlun sem hægt er að sjá á heimasíðunni.<br />

Garðatunnan er 240 lítra tunna sem íbúar gerast áskrifendur að.<br />

Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út<br />

beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á<br />

tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina og er hægt að<br />

sjá losunardaga á www.gardatunnan.is.<br />

Garðapokinn.is<br />

Þjónusta fyrir græna fingur<br />

Í pokann má eingöngu<br />

fara garðaúrgangur!<br />

Fyllið út beiðni á www.gardapokinn.is<br />

eða hringið í síma 535 2520<br />

og pokinn verður sóttur.<br />

Þjónustan gildir á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Gardatunnan.is Gardapokinn.is<br />

Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2520 • gamar@gamar.is • www.gamar.is<br />

GAR‹URINN 2009 | 15<br />

sem stafar að því að margvíslegar<br />

örverur, kvillar og smákvikindi,<br />

sem hverri tegund tengjast, safnast<br />

upp og geta magnað árásir á hana.<br />

Þess vegna er gott að rjúfa hringinn.<br />

Helst með því að láta enga<br />

hringrás myndast og hafa alltaf þrjú<br />

ár á milli ræktunartímabila hverrar<br />

tegundar á hverjum stað. Plantið<br />

hóflega þétt í beðin. Góð regla er<br />

að hafa bilið á milli plantnanna um<br />

það bil helming af uppgefinni hæð<br />

þeirra. Gefið áburð fyrir útplöntun,<br />

u.þ.b. 30 grömm af alhliða garðáburði<br />

á hvern fermetra. Eftir því<br />

sem því verður við komið er gott<br />

að klippa burt öll „útblómguð“<br />

blóm. Það tefur tilhneiginguna til<br />

fræmyndunar og örvar blómgunina.


16 | GAR‹URINN 2009<br />

Vistvæn nálgun við skipulag frístundalóða<br />

Marga dreymir um að eiga frístundahús<br />

þar sem unnt er að hvílast<br />

fjarri daglegum störfum og öðlast<br />

innra jafnvægi, en færri gera sér<br />

grein fyrir þeirri vinnu sem liggur<br />

að baki vel skipulagðrar frístundalóðar.<br />

Frístundabyggð er skipulagsskyld,<br />

bæði hverfi og stakir bústaðir.<br />

Á deiliskipulagsuppdrætti og í<br />

greinargerð, sem honum á að<br />

fylgja, kemur ekki aðeins fram lega,<br />

stærð og mörk lóðar, heldur líka<br />

aðkoma, byggingarreitur, lagnir og<br />

náttúru- og menningarminjar. Eins<br />

sérstakar kvaðir ef einhverjar eru.<br />

Gott skipulag og fyrirhyggja í umhverfismálum<br />

eykur að flestra mati<br />

lífsgæði og vellíðan manna. Einstaklingsþarfir<br />

geta verið töluvert<br />

ólíkar og því er gott að byrja á að<br />

setja saman gátlista yfir þarfir og<br />

óskir þeirra sem nota munu lóðina.<br />

Skemmtilegt verkefni fyrir fjölskyldu<br />

sem fengið hefur frístundalóð<br />

er að byrja á því að skrá og<br />

skilgreina einkenni og anda staðarins<br />

og með því skilja og skynja betur<br />

hvað hann hefur upp á að<br />

bjóða.<br />

Síðan hefst vinna við sjálft<br />

skipulag lóðarinnar Eftirfarandi er<br />

listi yfir 15 atriði sem hafa má til<br />

hliðsjónar:<br />

Aðkoma að frístundalóð skiptir<br />

miklu máli og svæði sem liggja<br />

meðfram aðkomuvegi þurfa að vera<br />

aðlaðandi. Reyna þarf að takmarka<br />

notkun hverskonar girðinga. Sé<br />

ekki um vörn gegn sauðfé að ræða<br />

eru þær almennt óþarfar. Eignarmörk<br />

er hægt að sýna á annan og<br />

meira aðlaðandi hátt t.d. með<br />

gróðri, stakstæðum trjám eða runnum,<br />

hleðslubrotum eða björgum.<br />

Hægt að leggja heimtraðir á<br />

marga vegu en tvær aðferðir eru algengastar:<br />

a) trjágöng eftir beinni<br />

eða lítillega sveigðri línu og b)<br />

veglagning sem fylgir legu landsins.<br />

Þegar seinni aðferðinni er beitt er<br />

vegurinn gjarnan þræddur í gegnum<br />

mismunandi gróðursvæði og<br />

bústaðurinn oft látinn sjást í fjarska<br />

frá hliði en síðan haldið „leyndum“<br />

uns komið er að honum. Efnisval<br />

og form hliða og heimtraða þarf að<br />

undirstrika anda staðarins og gefa<br />

til kynna í stærðarhlutföllum, lögun<br />

og efnisvali að hér sé um einkaveg<br />

að ræða.<br />

Kristín Þorleifsdóttir Ph.D., landslagsarkitekt FÍLA<br />

Vorkoman í sumarbústaðnum. Ljósm.: Vilhjálmur Lúðvíksson.<br />

Svæðið framan við bústað ásamt<br />

verönd og aðalinngangi er faðmur<br />

staðarins þar sem tekið er á móti<br />

vinum og þeir kvaddir. Þar á bíllinn<br />

ekki að vera í aðalhlutverki.<br />

Gott er að geta keyrt upp að bústaðnum<br />

með aðföng en bílastæði<br />

ættu að vera fjær, helst í hvarfi frá<br />

bústaðnum.<br />

Sól- og skjólríkar verandir næst<br />

bústaðnum eru mest notuðu staðirnir<br />

á lóðinni og því er mikilvægt<br />

að vanda vel til þeirra. Samspil<br />

inni- og útirýma er afar mikilvægt<br />

og bæði bústað og lóð þarf að<br />

hanna með það í huga. Mikilvægt<br />

er að gefa sér góðan tíma við val á<br />

stað fyrir baðaðstöðu s.s. heitum<br />

potti huga að þáttum eins og útsýni,<br />

sýnileika frá bústað, skjólmyndun<br />

o.fl. Eins þarf að fylgja<br />

vandlega öryggisatriðum byggingarreglugerðar.<br />

Oftast er baðaðstaða<br />

höfð við sólverönd en pottur staðsettur<br />

lengra frá bústað í fallegum<br />

gróðurreit getur einnig haft mikið<br />

aðdráttarafl.<br />

Leiksvæði barna er allt það sem<br />

er í göngufæri frá bústaðnum! Börn<br />

fá nóg af skipulögðu starfi og stöðluðum<br />

leiktækjum í daglegu lífi og<br />

því þarf frístundalóðin að vera ævintýrastaður<br />

fyrir frjálsan og skapandi<br />

leik og sjálfsuppgötvun.<br />

Ákjósanlegast er að slík svæði bjóði<br />

upp á óformleg og náttúruleg „leiktæki“,<br />

staði til að grafa skurði,<br />

byggja tréhús, leynistaði, virki, bú<br />

og svo mætti áfram telja. Slegnar<br />

grasflatir hvetja til boltaleikja og<br />

hópleikja en þar er einnig hægt að<br />

slá upp garðveislu eða tjaldbúðum!<br />

Börn sækja einnig mikið í opin óslegin<br />

svæði. Á hörðum yfirborðsflötum<br />

t.d. plani eða veröndum<br />

geta krakkar brallað margt t.d.<br />

sippað, farið í snú-snú, parís og<br />

boltaleiki. Öll börn sækja í vatn og<br />

geta dundað sér tímunum saman<br />

við lækjarsprænu eða tjörn. Á veturna<br />

eru eru sleðabrekkur og sléttar<br />

flatir til að búa til snjóhús og<br />

snjókarla einnig mikilvægar.<br />

Vandasamt er að skipuleggja<br />

gróðursetningu því byggja þarf á<br />

niðurstöðum landslagsgreiningar.<br />

Skipulagsmistök koma yfirleitt ekki<br />

í ljós fyrr en mörgum árum seinna.<br />

Fjölbreyttur gróður á sólríkum stað. Ljósm.: Vilhjálmur Lúðvíksson.<br />

Vetrarstemning í frístundalandi. Ljósm.: Vilhjálmur Lúðvíksson.<br />

Draumstaðurinn áður en hafist er handa.<br />

Hugsa þarf um lóðina bæði sem<br />

eina heild og hluta af stærra vistkerfi.<br />

Hver einasta planta gegnir<br />

ákveðnu hlutverki í heildinni t.d.<br />

að fegra, afmarka, mynda skjól,<br />

skerma fyrir útsýni, laða að fugla o.<br />

s.frv. Við gróðursetningu þarf að<br />

velja tegundir sem henta jarðveginum.<br />

Leitast skal við að halda jafnvægi<br />

í umhverfinu með því að virða<br />

náttúruleg einkenni svæðisins. Rétt<br />

er að huga að stæðilegum skógarlundum<br />

framtíðar í hæfilegri fjarlægð<br />

frá bústaðnum. Ekki er skynsamlegt<br />

að gróðursetja tré sem eiga<br />

eftir að verða hávaxin og umfangsmikil<br />

of nálægt bústaðnum eða<br />

gegnt suðri við svæði þar sem njóta<br />

á sólskinsstunda í framtíðinni.<br />

Gott er að huga að rýmismyndun<br />

svæða, opnunum, lokunum,<br />

skuggamyndunum, árstíðabrigðum,<br />

mismunandi áferð, mismunandi<br />

litum, litablöndun og lögun.<br />

Á skipulagsteikningu þarf að teikna<br />

trjágróður inn miðað við meðalstærð<br />

fullvaxinnar trjákrónu. Þannig<br />

er hægt að gera sér betur grein fyrir<br />

umfangi einstakra trjáa, þéttleika<br />

gróðursvæða, fjölda plantna og<br />

grisjun.<br />

Vernda þarf og stuðla að líffræðilegri<br />

fjölbreytni eins og frekast<br />

er unnt og forðast að skerða frekar<br />

votlendi og birkiskóga. Ólík gróðursvæði<br />

laða að mismunandi fuglategundir.<br />

Opin svæði með lágvöxnum<br />

gróðri henta mófuglum t.d.<br />

hrossagauk, stelki, þúfutittlingi og<br />

heiðlóu. Sígræn tré laða að smáfugla<br />

t.d. þresti, auðnutittlinga og<br />

glókolla sem leita sér þar skjóls,<br />

fæðu og hreiðurstaða. Birki og<br />

reyniviður skapa einnig góð skilyrði<br />

fyrir smáfugla. Auk þess sækja<br />

margar fuglategundir í berjarunna.<br />

Skjólmyndun er mikilvæg fyrir<br />

ræktun þar sem meðalhiti getur<br />

verið um tveimur gráðum hærri í<br />

skjóli en á berangri. Einnig safnast<br />

meiri snjór í skjóli en hann veitir<br />

gróðri vernd í vetrarhörkum. Auk<br />

hefðbundinna skjólbelta má nýta<br />

landslag sem fyrir er eða móta<br />

skjólgefandi hæðir og ýmis mannvirki<br />

t.d. hús, skjólgrindur eða<br />

veggi. Skjólbelti eru ræktuð þvert á<br />

vindátt, um 1 m frá skurðbakka,<br />

1,5 m frá girðingu og ekki of nálægt<br />

byggingum og vegum. Þau á<br />

að staðsetja áveðursmegin við<br />

byggingar en í góðri fjarlægð frá<br />

þeim þar sem snjósöfnunar gætir<br />

hlésmegin. Almennt er mælt með<br />

2-3 laga skjólbeltum og allar vindþolnar,<br />

hraðvaxta og harðgerðar


Andi staðar er mikilvægur. Ljósm.: Vilhjálmur Lúðvíksson.<br />

plöntur henta til skjólbeltagerðar.<br />

Gott er að blanda saman mismunandi<br />

gerðum og misháum en verja<br />

þarf sígrænan gróður fyrir vindum,<br />

skafrenningi og sól fyrstu árin.<br />

Matjurtagarða þarf að staðsetja á<br />

sólríkum og skjólgóðum stöðum.<br />

Minni garðar til daglegrar notkunar<br />

þurfa að vera nálægt bústaðnum,<br />

það hvetur til notkunar og auðveldar<br />

umhirðu og vökvun. Stærri<br />

garðar t.d. kál- og kartöflugarðar<br />

geta verið fjær og er þá gjarnan gert<br />

ráð fyrir jarðhýsi í námunda við<br />

garðana. Safnhaugar eða kassar til<br />

jarðvegsgerðar þurfa að vera við<br />

matjurtagarða og garðskúrar fyrir<br />

verkfæri. Gróðurhús þarf að staðsetja<br />

á sólríkum stöðum, fjarlægð<br />

frá bústað fer eftir ætlaðri notkun.<br />

Útsýni yfir athyglisvert landslag<br />

nær og fjær skiptir flesta miklu.<br />

Þegar hugað er að sjónlínum er<br />

ágætt að „ramma“ útsýnið inn t.d.<br />

útsýni yfir garð úr svefnherbergi,<br />

gosbrunn fyrir enda heimtraðar eða<br />

landslag í fjarska. Sjónvíddin getur<br />

ýmist verið þröng eða víð og sjónsviðið<br />

nær eða fjær. Hugsanlega<br />

getur einnig þurft að gera breytingar<br />

til þess að opna fyrir áhugaverðar<br />

sjónlínur. Útsýnisstaðir eru<br />

mönnum og dýrum mikilvægir og<br />

tengist það eflaust eðlislægri tilfinningu<br />

fyrir yfirráðasvæði. Einnig<br />

þarf að tryggja að ekki verði gróðursett<br />

tré sem byrgja munu fyrir<br />

mikilvægt útsýni frá vistarverum.<br />

Stundum þarf að skerma fyrir truflandi<br />

landslagsþætti eða auka friðhelgi<br />

einkalífsins með því að setja<br />

upp hindranir.<br />

Gott skipulag stíga og flæðis um<br />

lóð er lykilatriði í velheppnaðri frístundalóð.<br />

Stígar geta verið mismunandi<br />

að gerð og veita aðgengi<br />

að stöðum innan sem utan lóðar.<br />

Það virðist vera í eðli mannsins að<br />

vilja frekar ganga í hringi en fram<br />

og til baka. Ef leiðin um landið á<br />

að vera ánægjuleg þarf að vanda vel<br />

til við hönnun stíga. Huga þarf að<br />

rýmismyndun, yfirborðsefnum,<br />

uppgötvunum, sjónlínum út frá<br />

stígum og áhugaverðum stökum.<br />

Stígar vísa veginn og þar sem fólk<br />

fer sjaldnast út af stíg gagnast þeir<br />

vel þar sem vernda þarf viðkvæman<br />

gróður eða jarðmyndanir.<br />

Í verandir, göngustíga,<br />

heimtraðir og skilrúm er æskilegt<br />

að nota endurnýtt eða endurnýtanleg<br />

efni, endingargóð og viðhaldslítil<br />

efni, efni án eiturefna, efni sem<br />

stinga ekki í stúf við umhverfið og<br />

efni sem endurkasta ekki ljósi.<br />

Nota þarf staðbundin byggingarefni<br />

eins og frekast er unnt og varðveita<br />

skemmtilegar íslenskar hefðir t.d.<br />

með notkun hlaðinna garða og<br />

torfveggja. Gott er að hugsa um<br />

lögun efnisins, áferð, liti, mynstur<br />

og samspil þessara þátta þar sem<br />

efni getur haft töluverð áhrif á<br />

vellíðan. Þannig er gróðurgrænn<br />

litur í svefnherbergjum talinn hafa<br />

róandi áhrif en slík áhrif hafa einnig<br />

lækjarniður, snark frá varðeldi á<br />

sumarkvöldi, það að róta í hlýrri<br />

mold eða lykta af angandi rósum.<br />

Leitast skal við að halda lýsingu<br />

í lágmarki þar sem lýsing skerðir<br />

ýmis önnur eftirsóknarverð gæði<br />

s.s. stjörnuskoðun og tunglskin.<br />

Lágstemmd lýsing á stöku stað getur<br />

einnig gefið útivistarverum hlýlegan<br />

blæ og aukið öryggi t.d. þar<br />

sem mismunandi yfirborðsfletir<br />

skarast eða misfellur eru í yfirborði.<br />

Margvísleg stök eru vinsæl á frístundalóðum<br />

og ekki er mögulegt<br />

að fjalla um þau öll. Hugleiða má<br />

notkun flaggstangar, gosbrunna,<br />

lækjarsprænu, útilistaverka, skjólveggja,<br />

bekkja og borða, blómapotta<br />

og standa. Einnig skiptir máli<br />

staðsetning geymsluskúra fyrir<br />

Vorið kallar á þig í Fornalundi<br />

Nú er tími vorverkanna<br />

Fyrstu skrefin að sælureit fjölskyldunnar liggja í Fornalund.<br />

Landslagsarkitekt okkar aðstoðar þig við að breyta garðinum<br />

þínum í sannkallaðan sælureit.<br />

Hringdu í síma 412 5050 og fáðu tíma í ráðgjöf hjá landslagsarkitekt okkar.<br />

Opið hús hjá BM Vallá 23. maí um land allt.<br />

Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050<br />

GAR‹URINN 2009 | 17<br />

verkfæri, byggingarefni og vélar,<br />

annarskonar smáhýsi og sorpgeymslu.<br />

Margir hafa einnig gaman<br />

af því að elda utanhúss og er því<br />

ekki úr vegi að gera ráð fyrir útieldhúsi,<br />

grilli, eldstæði eða hlóðum<br />

í hæfilegri fjarlægð frá bústað.<br />

Ljóst er að áhugaverður og aðlaðandi<br />

staðarandi verður ekki<br />

keyptur í verðlistum heldur byggir<br />

fyrst og fremst á þekkingu á og<br />

virðingu fyrir staðháttum, þekkingu<br />

á þörfum þeirra sem koma til<br />

með að nota svæðið og frjórri og<br />

skapandi hugsun.<br />

Greinin er stytt. Hægt er að lesa<br />

alla greinina inn á heimasíðu Garðyrkjufélags<br />

Íslands www.gardurinn.is<br />

undir hnappnum fróðleikur.<br />

bmvalla.is


18 | GAR‹URINN 2009<br />

Garðyrkjufélag Íslands<br />

Garðyrkjufélag Íslands er félag<br />

áhugamanna um garðyrkju og umhverfismál.<br />

Georg Schierbeck landlæknir<br />

var aðal hvatamaður að<br />

stofnun Garðyrkjufélagsins og útgáfu<br />

Garðyrkjuritsins sem hefur<br />

komið úr nær óslitið frá árinu<br />

1895. Frá upphafi hefur markmið<br />

félagsins verið að efla og auka garðyrkju,<br />

ræktun og nýtingu plantna<br />

og svo er enn.<br />

Georg Schierbeck var einn helsti<br />

frumkvöðull trjáræktar í Reykjavík.<br />

Árið 1883 fékk hann Víkurkirkjugarð<br />

til umráða, sem hann breytti í<br />

skrúðgarð. Í garði hans á horni Aðalstrætis<br />

og Kirkjustrætis stendur<br />

enn gamli stóri silfurreynirinn, sem<br />

hann gróðursetti. Hann stofnaði<br />

Hið Íslenska Garðyrkjufélag 26.<br />

maí árið 1885 og er félagið því eitt<br />

af elstu starfandi félögum landsins<br />

og það elsta á sviði umhverfismála.<br />

Það má segja að Schierbeck hafi<br />

borið heilsu þjóðarinnar fyrir<br />

brjósti. Í boðsbréfi vegna stofnunar<br />

félagsins í apríl 1885 segir orðrétt:<br />

„... og skal mark og mið félags<br />

þessa vera að efla og styðja garðyrkju<br />

hér á landi yfir höfuð, en<br />

fyrst um sinn mun félagið einkum<br />

binda sig við það, að styðja ræktun<br />

venjulegra garðávaxta og nokkurra<br />

fóðurjurta sem að mestum notum<br />

geta komið hér á landi svo sem eru:<br />

kálrapi, turnips, kartöflur og fáeinar<br />

aðrar.“ Segja má að bylting hafi<br />

orðið í ræktun landsmanna á þessum<br />

124 árum þó svo að ræktunarmenning<br />

þjóðarinnar sé mjög ung í<br />

samanburði við aðrar þjóðir.<br />

Kostir þess að vera félagsmaður<br />

Garðyrkjufélagið heldur úti öflugri<br />

heimasíðu www.gardurinn.is með<br />

fréttum og fróðleik. Heimasíða félagsins<br />

er einnig vettvangur til<br />

skoðanaskipta meðal félagsmanna,<br />

en þar geta nýir félagar skráð sig í<br />

félagið. Kostir þess að vera félagsmaður<br />

eru margvíslegir.<br />

Árlega gefur félagið út veglegt<br />

rit sem allir félagsmenn fá sent og<br />

Valborg Einarsdóttir skrifar<br />

Fagleg<br />

þjónusta<br />

er innifalið í félagsgjaldinu. Auk<br />

þess er plöntuskiptadagur á vorin,<br />

skipulagðar eru garðagöngur,<br />

garðaskoðun, fræðslufundir og<br />

námskeið. Árlega er í boði frælisti<br />

með um og yfir 1000 tegundum<br />

sem félagar hafa safnað sjálfir. Farið<br />

er í skipulagðar fræðslu- og skoðanaferðir,<br />

bæði innanlands og utan.<br />

Þá hefur félagið gefið árlega út<br />

spennandi vor- og haustlaukalista.<br />

Fyrirtækið SÁ verklausnir var stofnað<br />

fyrir rúmu ári síðan og býður alhliða<br />

þjónustu við lóðafrágang og<br />

skyld verkefni. Vöxtur fyrirtæksins<br />

hefur allt frá fyrstu tíð verið jafn og<br />

öruggur þrátt fyrir erfiðar aðstæður<br />

nú um stundir. „Við erum stórhuga<br />

og getum boðið alla þá þjónustu<br />

við lóðafrágang sem hægt er að<br />

ímynda sér. Ekkert verk er okkur<br />

ofviða,“ segir annar tveggja eigenda,<br />

Ásgeir Örn Hlöðversson.<br />

í yfir 40 ár<br />

Sími 5531099 / 8965373<br />

www.blomabud.is<br />

blomabud@blomabud.is<br />

Árangur ræktunar félaga setur svip á borg og bæ. Ljósm.: Árni Kjartansson.<br />

Innan félagsins eru starfræktir<br />

klúbbar, þeir eru rósaklúbbur,<br />

matjurtaklúbbur, sumarhúsaklúbbur<br />

og blómaskreytingaklúbbur.<br />

Nokkrar deildir félagsins eru einnig<br />

starfandi úti á landi. Félagið á gott<br />

bókasafn sem félagsmenn hafa aðgang<br />

að. Félagsskírteini veitir afslátt<br />

hjá garðplöntusölum og ýmsum<br />

öðrum fyrirtækjum.<br />

Meðal verkefna sem starfsmenn<br />

SÁ Verklausna hafa sinnt að undanförnu<br />

er ýmiskonar lagnavinna,<br />

jarðvegsskipti, þökulagnir og grjóthleðsla<br />

og vinna við hlaðna sem<br />

steypta veggi. Einnig kantsteypa,<br />

stíga- og gosbrunnagerð, girðingavinna,<br />

pallasmíði og svo almenn<br />

lóðahirðing, svo sem sláttur, klipping<br />

og hreinsun.<br />

Að útbúa fallega lóð er á sinn<br />

hátt ákveðin listgrein. Þannig<br />

gengu starfsmenn SÁ verklausna<br />

frá lóðinni að Miðhrauni 2 í Garðabæ<br />

og fengu skv. tillögu umhverfisnefndar<br />

bæjarins viðurkenningu<br />

bæjarstjórnar fyrir smekklega og<br />

vel hirta lóð atvinnuhúsnæðis.<br />

Voru það einu verðlaunin í flokki<br />

atvinnuhúsnæðis sem veitt voru<br />

þar í bæ á síðasta ári.<br />

„Einstaklingar eru enn að láta<br />

taka til í garðinum hjá sér og við<br />

höfum verið að sinna talsvert af<br />

viðhaldi. Einstaklingar eru líka<br />

farnir að forgangsraða meira .<br />

Frá grenndargörðum í Sviss. Matjurtagarðar njóta nú mikilla vinsælda hér á landi.<br />

Garðyrkjuritið<br />

Árgangur 2009 er nýkominn út. Að<br />

venju kennir þar ýmissa grasa, en<br />

að þessu sinni var lögð megin<br />

áhersla á matjurtarækt. Þrjátíu<br />

fróðlegar og áhugaverðar greinar<br />

eru eftir félagsmenn og áhugafólk<br />

um gróður og ræktunarmenningu<br />

þjóðarinnar. Ritið er í hefðbundnu<br />

broti og er 160 bls. að stærð. Það<br />

er mikilvægt fyrir upprennandi<br />

kynslóðir að hafa aðgang að slíku<br />

lesefni sem Garðyrkjuritið er, það<br />

ætti að vera aðgengilegt öllum,<br />

bæði á heimilum sem og í bókasöfnum<br />

landsmanna.<br />

Gengið til góðs<br />

Garðyrkja er áhugamál sem stuðlar<br />

að hollri útiveru og er bæði skap-<br />

Kaupa þjónustu sem þeir geta ekki<br />

framkvæmt sjálfir, svo sem jarðvegsskipti,<br />

grjóthleðslu og þess<br />

háttar sem þarfnast vélarvinnu, en<br />

gera svo eitthvað sjálfir, svo sem að<br />

andi og gefandi. Árangur ræktunar<br />

er farinn að setja svip á borg og bæ.<br />

Aukin trjárækt gefur gott skjól fyrir<br />

alla aðra ræktun sem og mannfólkið.<br />

Stöðugt bætast við nýjar tegundir<br />

runna og fjölærra plantna<br />

sem eiga auðveldara uppdráttar í<br />

meira skjóli. Sumar þeirra koma e.<br />

t.v. til með að henta þjóðinni betur<br />

en aðrar þegar fram í sækir, vegna<br />

hlýnandi veðurfars.<br />

Félagsmenn Garðyrkjufélagsins<br />

fylgjast vel með og margir vinna<br />

frábært brautryðjendastarf í tilraunum<br />

með tegundir og yrki og<br />

aðferðir við ræktun. Yngri félagsmenn<br />

læra af þeim sem eldri og<br />

reyndari eru, þannig miðlast þekkingin<br />

milli kynslóða.<br />

SÁ verklausnir bjóða fjölbreytta þjónustu:<br />

Ekkert verk er okkur ofviða<br />

Stórhuga. Sigurður Ágúst Marelsson, til vinstri, og Ásgeir Örn Hlöðversson eigendur SÁ verklausna.<br />

Til þess skal vanda sem lengi skal standa! Júlíus Hjálmarsson við störf.<br />

gróðursetja og slá. Einstaklingsþjónusta<br />

er vaxandi þáttur í okkar<br />

starfsemi.“<br />

www.save.is<br />

Ljósm.: Jóhann Pálsson.


Matur – saga – menning (MSM):<br />

Kveðja til ræktunarfólks<br />

Félagið Matur – saga - menning<br />

(MSM) hefur frá því það var stofnað<br />

árið 2005 stuðlað að varðveislu<br />

íslenskra matarhefða, kynningu á<br />

þeim og heimildaöflun. Hlutverk<br />

félagsins er að efla þekkingu á íslenskum<br />

mat og vekja áhuga á<br />

þeim menningararfi sem felst í<br />

matarhefðum og matargerð. Félagið<br />

hefur haldið fræðslufundi, staðið<br />

fyrir ferðalögum og haldið sýningar,<br />

skemmst er að minnast sýningarinnar<br />

„Reykvíska eldhúsið“ í<br />

Kvosinni sl. haust. Kynnast má<br />

starfi félagsins á heimasíðunni<br />

www.matarsetur.is<br />

Okkur þykir sérstaklega vænt<br />

Sumarvörur fylla nú verslun Ellingsen<br />

við Fiskislóð í Reykjavík.<br />

Óvíða er meira úrval af til að<br />

mynda útigrillum, útivistarfatnaði,<br />

ferðavörum veiðidóti og fleiru<br />

slíku. Ellingsen á sér enda stóran<br />

hóp dyggra viðskiptavina, er í vitund<br />

margra einstök verslun enda á<br />

hún sér að baki langa sögu og<br />

mikla viðskiptavild.<br />

„Grillvertíðin er komin í fullan<br />

gang. Við getum sagt að alþingiskosningar<br />

og Eurovision hafi markað<br />

ákveðið upphaf. Þetta eru helgar<br />

þar sem fólk gerir sér oft einhvern<br />

dagamun,“ segir Kristján Ág. Baldursson,<br />

þjónustustjóri Ellingsen. Í<br />

verslunum fyrirtækisins bjóðast<br />

gasgrill af fjórum tegundum sem<br />

eru Camping, Coleman og Flames.<br />

Fjórða og síðasta tegundin eru grill<br />

sem eru seld undir merkjum Ellingsen<br />

og eru sérsmíðuð austur í<br />

Kína.<br />

Meiri kröfur<br />

„Fólk gerir klárlega miklu meiri<br />

Hlutverk félagsins er að efla þekkingu á íslenskri matarhefð.<br />

um þann almenna áhuga á matjurtarækt<br />

til heimilisnota sem hefur<br />

vaknað að undanförnu og Garðyrkjufélag<br />

Íslands hefur átt drjúgan<br />

þátt í að styðja. Fyrir fáeinum ára-<br />

tugum var heimilisgarðrækt algeng<br />

um allt land, bæði í þéttbýli og á<br />

landsbyggðinni. Rekja má þá ræktunarhefð<br />

allt til síðari hluta 18.<br />

aldar er kartöflu- og rófnarækt fór<br />

að verða hluti af fæðuöflun þjóðarinnar.<br />

Nokkuð dró úr áhuga á matjurtarækt<br />

almennings á síðustu<br />

áratugum 20. aldar og því er það<br />

ánægjuefni þegar almenningur tekur<br />

sig til og hefur þá góðu iðju til<br />

vegs á ný.<br />

Matjurtaræktun er í dag mun<br />

þróaðri en hún var upp úr miðri<br />

síðustu öld og við hvetjum ræktendur<br />

til að nýta sér aukið úrval<br />

matjurta, bæði nýjar tegundir og<br />

afbrigði þeirra og huga að nýrri<br />

ræktunartækni, t.d. yfirbreiðslum<br />

sem lengja þann tíma sem nýta má<br />

til ræktunar og gefur möguleika á<br />

ræktun viðkvæmari garðávaxta. Þá<br />

Ellingsen við Fiskislóð:<br />

Einstök verslun í vitund margra<br />

kröfur nú en áður þegar velja skal<br />

gasgrill. Fólk er yfirleitt að velja<br />

tveggja til fjögurra brennara grill<br />

með góðum grindum. Sömuleiðis<br />

vill fólk grill úr sterkari efnum en<br />

áður, til dæmis stáli, enda seljast<br />

þau vel,“ segir Kristján.<br />

Sá siður að flagga við hátíðleg<br />

tilefni er bæði góður og skemmtilegur.<br />

Hjá Ellingsen fást flaggstengur<br />

frá sænska framleiðandanum<br />

Formenta, ýmist sex, sjö eða átta<br />

metra langar. Fánarnir eru saumaðir<br />

á Hofsósi en saumastofa, sem<br />

einbeitir sér að slíkum saumaskap,<br />

hefur verið starfrækt þar í áratugi.<br />

Kaupa kerrur<br />

Sem kunnugt er ákvað Rekjavíkurborg<br />

nýlega að hætta að fjarlæga<br />

úrgang sem til fellur í görðum<br />

borgarbúa. Þetta hefur verið þess<br />

valdandi að margir hafa fjárfest í<br />

kerrum hjá Ellingsen sem eru af<br />

gerðinni Daxara og henta bæði<br />

fólksbílum sem jeppum.<br />

„Í þessu eins og öðru, þá skapa<br />

Vöruúrvalið í Ellingsen er ótrúlega fjölbreytt. Kristján Ág. Baldursson er þjónustustjóri.<br />

breytingar alltaf ný tækifæri. Það<br />

er afskaplega þægilegt að eiga<br />

kerru, hvort sem fólk er með garð<br />

eða ekki. Íslendingar standa oft í<br />

framkvæmdum og þá getur verið<br />

þægilegt að grípa til kerrunnar,“<br />

segir Kristján, sem hefur starfað í<br />

Ellingsen í áratugi og þekkir því<br />

flestum betur þróun mála og þarfir<br />

viðskiptavina.<br />

www.ellingsen.is<br />

GAR‹URINN 2009 | 19<br />

Heimilisgarðrækt var algeng hér á<br />

landi fyrir fáeinum áratugum.<br />

er ástæða til að benda þeim á, sem<br />

eiga gróðurhús í garðinum, að þar<br />

geta t.d. vaxið ávaxtatré og berjarunnar<br />

sem geta gefið ríkulega<br />

uppskeru.<br />

Áhugafólk um matarhefðir<br />

framandi þjóða getur með góðum<br />

árangri notað matjurtagarðinn til<br />

að dýpka þekkingu sína og færa<br />

nýja og ferska vinda úr garðinum<br />

inn í eldhúsið með því að reyna<br />

ræktun matjurta úr öðrum heimshlutum.<br />

Á þann hátt er tekist á við<br />

það krefjandi, en um leið spennandi<br />

viðfangsefni að þróa áfram<br />

okkar góðu íslensku matarmenningu<br />

með því besta sem í boði er af<br />

borði náttúrunnar.<br />

Félagið Matur – saga – menning<br />

óskar félagsmönnum GÍ og öllu<br />

ræktunarfólki gleðilegs sumars með<br />

von um ríkulega uppskeru og<br />

ánægjustundir í garðinum á komandi<br />

sumri.<br />

Ingólfur Guðnason varaformaður.


20 | GAR‹URINN 2009<br />

Hringrás náttúrunnar<br />

hjá Vinnuskóla<br />

Reykjavíkur<br />

Flest reykvísk ungmenni feta sín<br />

fyrstu skref á vinnumarkaði hjá<br />

Vinnuskóla Reykjavíkur. Vinnuskólinn<br />

hefur ávallt staðið fyrir<br />

mikilli fræðslu, en í ár verður þó<br />

breytt svolítið til og áherslur sérlega<br />

grænar. Við tókum Rögnu Sigursteinsdóttur<br />

tali en hún er garðyrkjufræðingur<br />

og verkstjóri garðyrkju<br />

og fræðslu hjá Vinnuskólanum<br />

í Reykjavík:<br />

„Í ár ætlum við að beina sjónum<br />

að garðyrkjunni og styrkja fræðslu<br />

á því sviði, enda vinna starfsmenn<br />

Vinnuskólans fyrst og fremst garðyrkjustörf,“<br />

segir Ragna. „Við höfum<br />

ráðið til okkar svokallaða<br />

Græna fræðsluleiðbeinendur, sem<br />

fara munu milli vinnuhópa og<br />

kenna krökkum hvað garðyrkjan<br />

getur verið skemmtileg. Við munum<br />

sýna þeim rétt vinnubrögð og<br />

fræða þau um hvað þau eru að gera<br />

og hvers vegna. Hvers vegna er<br />

maður til dæmis að reita arfa? Hvað<br />

gerir hann, hvað heitir hann og er<br />

hægt að borða hann?“<br />

Garðúrgangur verður næringarrík<br />

mold<br />

Ragna segir það mikinn misskilning<br />

að fleygja verði öllum garðúrgangi<br />

á næstu sorpstöð og því<br />

muni Vinnuskólinn einbeita sér að<br />

umhverfisvænni leiðum. „Megnið<br />

af garðúrgangi verður bara að mold<br />

og af hverju í ósköpunum ættum<br />

við að raka þessu öllu saman og<br />

keyra á haugana og koma svo með<br />

mold í kerru til að bæta jarðveginn?<br />

Þess í stað er betra að grafa<br />

smá holu og henda úrganginum ofaní,<br />

passa sig bara að hafa það ekki<br />

of þykkt. Eða þá að koma efninu<br />

fyrir undir slúttandi runnum eða<br />

hekki. Þetta verður að ilmandi<br />

Velkomin á nýja heimasíðu<br />

www.gardplontur.is<br />

Ragna Sigursteinsdóttir hjá Vinnuskóla<br />

Reykjavíkur: „Við ætlum að vera<br />

grænni og vænni og gera garðana<br />

glaða.“<br />

góðri mold eftir lítinn tíma. Svo er<br />

heilræði að raka saman grasi eftir<br />

slátt og dreifa því yfir beðin. Um<br />

10 sentímetra lag verður að bestu<br />

gróðurmold sem hægt er að fá. Í<br />

ofanálag kæfir grasið arfann sem er<br />

undir, þannig að það er tvöföld<br />

virkni. Við ætlum að sýna krökkkunum<br />

ýmsar lausnir og kenna<br />

þeim að finna bóndann í sjálfum<br />

sér,“ segir Ragna.<br />

Garðhreinsun fyrir eldri borgara<br />

Vinnuskólinn hefur í fjölda ára<br />

boðið eldra fólki upp á garðhreinsun<br />

og verður því haldið áfram í ár.<br />

Vegna sparnaðar verður garðaúrgangurinn<br />

þó ekki hirtur. „Í stað<br />

Hellulagðir garðar<br />

„Maí mánuður hefur verið einstaklega<br />

góður. Nú hefur fólk tíma til<br />

að huga betur að garðinum. Heimilið<br />

er hornsteinn fjölskyldunnar og<br />

garðurinn er stækkun á húsinu, ef<br />

hann er rétt skipulagður. Það skiptir<br />

máli að hafa snyrtilegt í kringum<br />

sig til að líða vel heima,“ segir Dagrún<br />

Guðlaugsdóttir, en hún og eiginmaður<br />

hennar, Sigurður Jónsson<br />

eiga fyrirtækið Steindir, sem framleiðir<br />

gott úrval af hellum og steinum.<br />

„Það er náttúrulega tilvalið að<br />

hanna garðinn eftir þörfum fjölskyldunnar,<br />

til að mynda að hafa<br />

grassvæði fyrir leiki barna og svo<br />

hellulagt svæði þar sem fólk getur<br />

notið lífsins. Það er hægt að lengja<br />

mjög sumarið í garðinum með<br />

markísum, skjólveggjum og öðru.<br />

Svo má ekki gleyma gróðrinum,<br />

hann setur punktinn yfir i-ið. Fólk<br />

þarf kannski bara smá útsjónasemi<br />

og dugnað,“ segir Dagrún, en hún<br />

leggur mikla áherslu á persónulega<br />

þjónustu við viðskiptavinina.<br />

Möl getur skemmt parket<br />

Stéttlögð innkeyrsla og falleg aðkoma<br />

er mikil prýði fyrir húseign<br />

og vistleg aðkoma er oft vísbending<br />

um það sem fyrir innan er. Möl og<br />

drulla við inngang húsa getur einnig<br />

skapað vandamál.<br />

„Það skiptir sköpum varðandi<br />

þrif fyrir innan að það sé hellulagt<br />

að utan, og getur munað mjög<br />

miklu. Til eru dæmi um að parket<br />

hafa hreinlega eyðilagst vegna<br />

sands sem berst inn frá ófrágengnum<br />

innkeyrslum.“ Dagrún segir<br />

það færast sífellt í vöxt að fólk<br />

gangi frá innkeyrslum áður en gólfefnið<br />

er lagt, því það hefur lent í<br />

vandræðum vegna þessa áður.<br />

„Það er því oft betra að klára að<br />

utan áður en lengra er haldið. Svo<br />

má fólk nú njóta þess að hafa fínt í<br />

kringum sig þótt það sé 2009! Nú<br />

Unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur á góðum degi.<br />

þess ætlum við að bjóða fólki upp<br />

á að ganga frá garðaúrganginum á<br />

þennan umhverfisvæna hátt og<br />

viðhalda þar með hringrásinni í<br />

garðinum. Við ætlum að vera<br />

grænni og vænni og gera garðana<br />

glaða,“ segir Ragna og brosir. Kjósi<br />

fólk ekki að koma úrganginum fyrir<br />

á þennan hátt er lítið mál að<br />

koma honum fyrir í pokum, eins<br />

og venjan hefur verið, en fólk verður<br />

þá að koma þeim sjálft út á<br />

hauga.<br />

Umhverfisvitund unglinga<br />

Ragna segir að aukin þekking á<br />

umhverfinu og lífríkinu geri starfið<br />

mun áhugaverðara fyrir ungling-<br />

Dagrún Guðlaugsdóttir: „Við höfum verið með besta verðið á markaðinum en þetta<br />

er lítið fyrirtæki með mjög litla yfirbyggingu.“<br />

er líka góður tími að fá verktaka<br />

eins og okkur að leggja hellur fyrir<br />

sig, en ríkið býður nú upp á fulla<br />

endurgreiðslu á virðisaukaskatti af<br />

vinnunni.“<br />

Samkeppni á fákeppnismarkaði<br />

„Við höfum verið með besta verðið<br />

á markaðinum en þetta er lítið fyrirtæki<br />

með mjög litla yfirbyggingu,“<br />

segir Dagrún og hlær við. Fyrirtækið<br />

leggur sig fram við að komast til<br />

móts við viðskiptavinina á erfiðum<br />

tímum og býður upp á staðgreiðsluafslátt<br />

eða vaxtalaus korta-<br />

ana. „Við viljum líka passa að þau<br />

vinni með réttu verkfærin og beiti<br />

líkamanum rétt.<br />

Þetta er fyrsta vinnan þeirra og<br />

við verðum að passa að þau geri<br />

rétt og kenna þeim að njóta þess að<br />

vinna. Unglingarnir vinna erfiða<br />

vinnu um alla borg og eru að auki<br />

að vaxa og þroskast svo þetta getur<br />

verið mikið álag á líkamann. Við<br />

eigum því ekki að gera lítið úr<br />

starfi krakkanna og ljóst er að<br />

ásýnd borgarinnar væri allt önnur<br />

ef að Vinnuskólinn væri ekki til!“<br />

www.vinnuskoli.is<br />

lán til allt að tólf mánaða. „Það er<br />

því hægt að laga garðinn án þess að<br />

eiga allan peninginn. Með því að<br />

versla við Steindir stuðlar þú einnig<br />

að samkeppni á fákeppnismarkaði,<br />

en það eru bara 3 fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu<br />

sem framleiða<br />

hellusteina. Við höfum fundið<br />

mjög jákvæða strauma í okkar<br />

garð, sér í lagi á þessu ári, en fólk<br />

er ánægt þegar það sér minni fyrirtæki<br />

ná að standa af sér efnahagsstorminn.“<br />

www.steindir.is


Brenninetla (Urtica dioica) hefur<br />

verið ræktuð hérlendis síðan á<br />

1900 öld. Plantan er með brennihárum<br />

sem eru stökk og brotna ef<br />

komið er við þau, brotstúfurinn<br />

stingst auðveldlega gegnum húð ef<br />

jurtin er snert, og kemst þá safi<br />

hársins inn undir húðina og svíður<br />

undan vökvanum. Tilgangur<br />

brenniháranna er að vernda plöntuna<br />

gegn snertingu manna og dýra.<br />

Ef plantan brennur þig, þá hefur<br />

þú greinilega fundið réttu plöntuna.<br />

Brenninetlan er frekar sjaldgæf<br />

hérlendis en finnst einna helst í<br />

nánd við garða eða ræktaða garða<br />

þar sem eru eða hafa verið mannabústaðir.<br />

Plantan hefur mikið notagildi,<br />

er talin vera lækningajurt,<br />

hjátrú fylgir plöntunni og hún er<br />

einnig talin henta sérstaklega vel í<br />

lífræna ræktun.<br />

Félagar í Garðyrkjufélaginu, Ralf<br />

Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar<br />

og Marianne Guckelsberger<br />

hafa sent okkur eftirfarandi fróðleiksmola<br />

um brenninetluna og<br />

kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.<br />

Brenninetlu saft<br />

Þrisvar sinnum handfylli af ferskri<br />

brenninetlu, notaði allan græna<br />

hlutann af plöntunni. Ein handfylli<br />

af piparmyntu (Mentha x piperita)<br />

eða sítrónu melissa (Melissa officinalis).<br />

Setjið í pott með 1½ lítra af<br />

köldu vatni og geymið yfir nótt.<br />

Næsta dag skal bætt við 600 g af<br />

sykri. Sopið upp á í stutta stund,<br />

bætið við safa úr einni sítrónu og<br />

setjið saftina heita á flösku. Saftin<br />

hefur geymsluþol í allt að ½ ár.<br />

Hárskol<br />

Setjið tvisvar sinnum handfylli<br />

(ekki gleyma hönskum) af brenninetlublöðum<br />

saman við 1 lítra af<br />

eplaediki út í pott, látið suðuna<br />

koma upp. Síið blöðin frá. Berist í<br />

hársvörðinn eftir hárþvott. Hárskolið<br />

þarf að geyma í ísskáp. Gefur<br />

glans í hárið, er gott við flösu,<br />

hárlosi og almennt í feitt hár. Lyktin<br />

af eplaediki hverfur fljótt. Einnig<br />

má sjóða í vatni og sleppa edikinu.<br />

Vorsalat<br />

Tínið ungu blöðin, helst í sól og<br />

eftir hádegi. Notið hanska. (Í<br />

Þýskalandi er sagt að stungurnar<br />

virki vel við gigt.) Mjög gott í salat<br />

ásamt túnfífli, ungum hindberja-,<br />

sólberja- eða rifsblöðum, vallhumal,<br />

hundasúru, birkilaufi, vörtusóleyju<br />

eða öðru hefðbundnara. Virkar<br />

vatnslosandi, hreinsandi. ATH<br />

að barnshafandi konur eiga að<br />

sleppa hindberjalaufum.<br />

Einnig má skera blöðin út í<br />

gríska jógúrt (frá MS, nýkomin á<br />

markaðinn) og hræra smá hörfræolíu<br />

og pínu sjávarsalt út í. Lostæti<br />

oafn á nýbakað brauð.<br />

Í eggjakökur og grænmetisbökur<br />

Tínið ungu blöðin og snöggsjóðið<br />

(dýft í sjóðandi vatn í 1-2 mínútur)<br />

GAR‹URINN 2009 | 21<br />

Fróðleikur um brenninetlu:<br />

Heppileg planta í matjurtagarðinn<br />

Dagskammturhreyfingar<br />

fæst líka<br />

í garðinum!<br />

Lilja Sigrún Jónsdóttir<br />

skrifar<br />

Öll þekkjum við hvatningu til að<br />

auka hreyfingu okkar í kyrrsetusamfélagi<br />

nútímans. Opinberar<br />

ráðleggingar um daglega þörf fyrir<br />

hreyfingu á fullorðinsárum eru<br />

skilgreindar. Til að uppfylla þarfir<br />

fullorðinna fyrir hreyfingu er ráðlagt<br />

að hreyfa sig með hóflegu álagi<br />

(til að auka þrek) í 30 mínútur, 5<br />

daga vikunnar, og tvisvar í viku að<br />

auki, með styrkjandi álagsæfingum.<br />

Mörg okkar kjósa að stunda<br />

reglulegar æfingar á líkamsræktarstöðvum<br />

en þær eiga samt ekki<br />

einkarétt á hreyfingunni. Það gerir<br />

sama gagn að ganga rösklega eða<br />

hjóla og ganga stiga, þegar færi<br />

gefst. Þar að auki telst rösk garðvinna,<br />

með álagi á bæði efri og<br />

neðri hluta líkama, með sem fullgildur<br />

dagsskammtur hreyfingar.<br />

Þannig teljast vorverkin í matjurtagarðinum,<br />

að stinga upp, vinna<br />

mold og raka, uppfylla daglegan<br />

skammt hreyfingar. Ræktunarstörfin<br />

eru gefandi og ef til vill dugar<br />

ánægjan sem vinnulaun. En fyrir<br />

þau, sem sækja líkamsrækt reglulega,<br />

þá má telja vinnustundir í<br />

garðinum með í hreyfibókhaldinu<br />

með bros á vör.<br />

Brenninetlan hefur verið álitin hið versta illgresi hér á landi í kartöflugörðum og<br />

víðar. Evrópubúar kunna greinilega að nýta sér ýmsa eiginleika plöntunnar, sem er<br />

ein leið til að halda plöntunni í skefjum. Ljósm.: Elín Gunnlaugsdóttir.<br />

þá stinga þær ekki lengur eða rúlla<br />

blöðin með kökukefli, þá hverfa<br />

hárin (stungurnar) líka. Notist eins<br />

og spínat t.d. í eggjakökur, súpur<br />

og allskonar rétti.<br />

Í matjurtagarðinn<br />

Brenninetlan er ómissandi í matjurtagarðinum,<br />

sérstaklega í lífrænni<br />

ræktun. Plantan öll er sett í<br />

safnhauginn og eykur hún gæði<br />

moldarinnar. Einnig er gott að setja<br />

hana afskorna í grænmetisbeð milli<br />

plantna og hylja jarðveginn þannig.<br />

Það eykur frjósemina, gleður ánamaðkana<br />

og heldur illgresinu í<br />

skefjum.<br />

Seyði úr brenninetlum, úðað yfir<br />

jarðveginn, styrkir plönturnar<br />

gegn allskyns sjúkdómum. Netluseyði<br />

er búið til þannig að stór<br />

tunna er fyllt að 2/3 með brenninetlum,<br />

gott er að setja þær í grisju,<br />

síðan er tunnan fyllt með vatni.<br />

Láta standa í 2-3 vikur eða þar til<br />

lyktin er horfin. Meðan plantan<br />

rotnar kemur sterk lykt, þess vegna<br />

er sniðugt að setja tunnuna innst<br />

inn í garðinn en ekki við hliðina á<br />

sólpallinn. Síðan er grisjan tekin<br />

upp úr tunnunni og netlurnar fara<br />

á safnhauginn. Nú er seyðið blandað<br />

með vatni 1:20 til 1:50 og úðað<br />

yfir jarðveginn með vökvunarkönnu.<br />

Þetta er gert nokkrum<br />

sinnum yfir vaxtartímann, helst<br />

eftir rigningu, aldrei í sólskini.<br />

Gleðilegt sumar!


22 | GAR‹URINN 2009<br />

Að hugsa um<br />

garðinn sinn<br />

Innlit í Mörk í Fossvogsdal<br />

„Við finnum mikla þörf hjá fólki að<br />

vera í tengslum við náttúruna og að<br />

vilja að rækta eitthvað – hvort sem<br />

það er blóm af fræi eða runni að<br />

springa út,“ segir Sigríður Helga<br />

Sigurðardóttir, en hún rekur<br />

Gróðrastöðina Mörk ásamt manni<br />

sínum, Guðmundi Vernharðssyni.<br />

„Fólk er farið að þrá sumarið,<br />

enda veturinn verið þungur. Það<br />

hugar meira að nærumhverfinu<br />

núna og svo þegar kreppir að þá<br />

fer fólk að hugsa um að vera sjálfbjarga<br />

og rækta matjurtagarða,“<br />

bætir Guðmundur við. „Nánast allt<br />

sem við seljum framleiðum við sjálf<br />

og getum þar af leiðandi miðlað<br />

mikilli þekkingu til fólks.“ Sigríður<br />

tekur undir það og hvetur fólk til<br />

að vera duglegt að spyrja og leita<br />

sér upplýsinga og ekki vera hrætt<br />

við að láta í ljós vankunnáttu sína.<br />

„Garðyrkjufólk býr yfir mikilli<br />

reynslu sem það getur miðlað til<br />

almennings. Mörgum finnst þetta<br />

vera spennandi verkefni, áskorun<br />

sem allir eiga að taka og allir geta<br />

tekist á við.“<br />

Ótrúleg upplifun að tengjast<br />

náttúrunni<br />

Hjónin segja tíma kominn fyrir fólk<br />

að huga að rótunum í breiðum<br />

skilningi. „Það skiptir miklu máli<br />

að horfa á fegurðina í kringum sig,<br />

þar á meðal í nærumhverfinu í<br />

garðinum,“ segir Guðmundur og<br />

segir að góð tengsl við nærumhverfi<br />

sitt, bæði heimili og garð, færi fólki<br />

mikla ánægju. „Ég held að það sé<br />

jákvætt, að færa fókusinn aðeins.<br />

Þeir sem hleypa sér í að fara út í<br />

garð og vinna njóta þess mun<br />

meira en þeir bjuggust við. Þetta er<br />

útivera, þú kemst í nánd við náttúruna,<br />

og færð að vera einn með<br />

sjálfum þér með eigin hugsanir,“<br />

segir Guðmundur.<br />

Ólík tré í ólíka garða<br />

Sigríður leggur áherslu á að fólk<br />

velji sér trjátegundir og plöntur<br />

sem hæfi sínum garði, og sé þá gott<br />

að ráðfæra sig við garðyrkjufólk<br />

um það. „Þú selur ekki sömu<br />

plöntur í gamla garða vestur í bæ<br />

og þú gerir til nýrra hverfa, sem<br />

sum hver eru skjóllaus og 100<br />

metrum yfir sjávarmáli. Á melun-<br />

um í gamla bænum getur þú gróðursett<br />

nánast hvað sem er, en ef þú<br />

ert uppi í hæðum verður að hugsa<br />

dæmið öðruvísi.“<br />

Guðmundur bætir að við að<br />

hverfin verði mun skjólbetri eftir<br />

því sem þau eldast, og í raun sé<br />

einn samfelldur skógur á höfuðborgarsvæðinu.<br />

„Þannig að það er<br />

mikið að breytast hvað er hægt að<br />

rækta á Íslandi, til að mynda ýmsar<br />

plöntur sem voru taldar of viðkvæmar<br />

áður fyrr – og eru enn í<br />

ógrónum hverfum.“<br />

Beint frá bóndanum<br />

Fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir<br />

gildi þess að hafa gróður og græn<br />

svæði í kringum sig, en erlendar<br />

rannsóknir sína að fólki líður betur<br />

andlega og líkamlega sé það í einhverjum<br />

tengslum við náttúruna.<br />

Gróðrastöðin Mörk er staðsett í<br />

Fossvogsdalnum, einu stærsta<br />

græna svæði höfuðborgarsvæðisins,<br />

og leggur fyrirtækið áherslu á nálægð<br />

við markaðinn.<br />

„Íslendingar eiga kannski eftir<br />

að kveikja á því hversu gott það er<br />

Bók fyrir alla náttúruunnendur:<br />

Flora Islandica<br />

Árið 1983 kom út bókin Íslensk<br />

flóra með litmyndum eftir Ágúst<br />

H. Bjarnason. Bókin vakti mikla<br />

athygli, ekki síst fyrir fallegar<br />

blómateikningar sem gerðar voru<br />

af Eggerti Péturssyni. Nú hafa<br />

þessar teikningar Eggerts verið<br />

gefnar út í heild sinni í upprunalegri<br />

stærð í einni bók, Flora Islandica.<br />

Kristján B. Jónasson, útgefandi<br />

hjá Crymogea, sagði hugmyndina<br />

að útgáfu bókarinnar hafa kviknað<br />

á vinsælli yfirlitsýningu á verkum<br />

Eggerts Péturssonará Kjarvalsstöðum<br />

haustið 2007. „Þarna gafst almenningi<br />

tækifæri til að sjá þróunarsögu<br />

blómamálverka Eggerts.<br />

Við söknuðum þess þó að sjá ekki<br />

upprunalegu myndirnar úr hinni<br />

vinsælu Íslensku flóru en þær<br />

mörkuðu mikilsverðan áfanga á<br />

listrænum ferli Eggerts.“<br />

Fjársjóður í kassa<br />

Árið 1982 kom Eggert heim úr<br />

námi í Maastricht og hóf vinnu að<br />

Garðyrkjuhjónin í Mörk segja tíma kominn fyrir fólk að huga að rótunum í breiðum skilningi.<br />

myndunum fyrir Íslensku flóruna.<br />

Eftir sleitulausa vinnu í meira en<br />

eitt ár hafði hann teiknað yfir 270<br />

tegundir af íslenskum háplöntum,<br />

sem er stór hluti okkar flóru.<br />

„Teikningarnar voru svo settar<br />

ofan í kassa og ekki sýndar meira<br />

þar til að við bönkuðum uppá hjá<br />

honum og spurðum eftir þeim.<br />

Okkur datt strax í hug að það væri<br />

frábært að gefa þessar myndir út í<br />

bók, sem sýndi þær í sinni upprunalegu<br />

dýrð. Þær höfðu verið<br />

mikið minnkaðar í upprunalegu<br />

útgáfunni og þótt þær þjóni hlutverki<br />

sínu frábærlega þar, kemur<br />

það ekki nógu vel fram hve nánast<br />

yfirþyrmandi glæsilegar þær eru.<br />

Hver háplanta er teiknuð í raunstærð<br />

sinni og hvert blað er í<br />

stærðinni A3.“<br />

Hvergi var sparað til verksins og<br />

má í raun segja að útgáfan sé eins<br />

konar listaverk í sjálfu sér, enda í<br />

takmörkuðu upplagi, 500 tölusettum<br />

eintökum árituðum af Eggerti.<br />

Bókin var prentuð í Kína, því<br />

handbinda þurfti hvert eintak og<br />

fylgdi maður henni þangað til að<br />

fylgjast með að allt færi á réttan<br />

veg. Þá kemur hver bók í efnisklæddum<br />

kassa, sem er handsmíðaður<br />

úr krossviði. „Snæfríð Þorsteins<br />

hönnuður lagði gríðarlega<br />

mikla vinnu í að koma þessu upp,<br />

en hún hlaut nýlega verðlaun FÍT<br />

fyrir besta prentgrip ársins fyrir<br />

þessa bók,“ segir Kristján.<br />

Unnendur lista og blóma<br />

„Ég vissi að fólk yrði þakklátt að fá<br />

þetta safn út gefið. Fáir innlendir<br />

nútímalistamenn njóta jafn mikillar<br />

virðingar og Eggert Pétursson,<br />

en myndir hans höfða til svo<br />

margra. Verk hans seljast venjulega<br />

fyrir háar upphæðir og eru mjög<br />

umsetin svo það er ekki auðvelt<br />

fyrir almenning að eignast þau, en<br />

hér er kominn gripur á viðráðanlegu<br />

verði sem er sannarlega hluti<br />

af listsköpun Eggerts.“ Flora Islandica<br />

er safngripur í takmörkuðu<br />

upplagi og verður ekki endur-<br />

að hafa gróðrarstöð eins og okkur<br />

nálægt stóru svæði í höfuðborginni.<br />

Það er bæði mikill sparnaður sem í<br />

því felst og svo er það að auki umhverfisvænt,<br />

en ekki þarf að keyra<br />

allt efnið inn til borgarinnar. Þetta<br />

er hugmyndafræði sem er farin að<br />

prentuð. „Helmingurinn er seldur<br />

og þegar upplagið klárast er bókin<br />

búin. Ég tel að það sé mjög ólíklegt<br />

að það væri eitthvað eftir af henni í<br />

lok ársins,“ segir Kristján.<br />

„Markhópur okkar var annars<br />

vegar listunnendur, því myndirnar<br />

skipa svo stóran sess í ferli Eggerts.<br />

Hann talar um þær sem stafrófið í<br />

verkum sínum og hefur Flóru Íslands<br />

gjarnan við höndina þegar<br />

hann málar. Hins vegar eru það<br />

náttúruunnendur, fólk sem hefur<br />

áhuga á jurtum og gróðri Íslands.<br />

Eggert er afar nákvæmur, hann<br />

málar ekki bara einhver blóm<br />

heldur aðeins íslenska flóru, og<br />

setti lengst af til að mynda ekki<br />

blóm saman á mynd nema þau<br />

blómguðust á sama tíma. Stærð<br />

jurtanna á verkum hans hafa hingað<br />

til verið rétt sem og öll hlutföll.“<br />

Crymogea verður til<br />

Bókaútgáfan Crymogea var stofnuð<br />

árið 2007 af Kristjáni B. Jónassyni<br />

og Snæbirni Arngrímssyni, en þeir<br />

eiga báðir djúpar rætur í heimi íslenskrar<br />

útgáfu. Markmið útgáfunnar<br />

var frá upphafi að gefa ein-<br />

skipta töluverðu máli erlendis –<br />

uppruni vörunnar og að hún komi<br />

beint frá bóndanum, eins og afurðir<br />

okkar,“ segir Sigríður að lokum.<br />

www.mork.is<br />

Kristján B. Jónasson, útgefandi hjá Crymogea: „Ég vissi að fólk yrði þakklátt að fá<br />

þetta safn út gefið. Fáir innlendir nútímalistamenn njóta jafn mikillar virðingar og<br />

Eggert Pétursson.“<br />

ungis út sjónrænar bækur um ljósmyndir<br />

og list.<br />

„Við mörkuðum okkur þessa<br />

stefnu, bæði til að fara ekki út um<br />

víðan völl og vegna þess að alþjóðleg<br />

verkefni sem við erum að vinna<br />

í eru öll á þessum nótum,“ segir<br />

Kristján og nefnir sem dæmi ljósmyndabók<br />

eftir Ragnar Axelsson<br />

um áhrif heimshlýnunar á líf inúíta<br />

og ljósmyndabók eftir Pál Stefánsson<br />

um fótbolta í Afríku, sem er<br />

gefin út í tengslum við heimsmeistarakeppnina<br />

í fótbolta sem haldin<br />

verður í Suður-Afríku á næsta ári.<br />

Bækurnar eru báðar unnar í tengslum<br />

við virta, jafnvel heimsþekkta<br />

rithöfunda.<br />

Kristján segir forlagið hugsa til<br />

stærri markaðar en Íslands, bæði<br />

til að auka hagkvæmni og fá slagkraft<br />

við undirbúning og gerð bókanna<br />

og til að geta átt möguleika á<br />

að samnýta prentun til mismunandi<br />

markaðssvæða. „Þetta tekur<br />

allt sinn tíma, en bækurnar okkar<br />

hafa fengið mjög góð viðbrögð og<br />

við erum bjartsýnir.“<br />

www.crymogea.is


Endurnærandi garðrækt<br />

Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt FÍLA skrifar<br />

Í rannsóknum hefur glögglega verið<br />

sýnt fram á að hverskonar garðrækt<br />

og útivist á gróðursælum<br />

stöðum og útivistarperlum eflir<br />

andann og endurnærir sál og líkama.<br />

Að koma inn í hverfi, inngang<br />

að vinnustað eða heimili gefur okkur<br />

sterka hugmynd af viðkomandi<br />

stað. Hönnun umhverfisins ásamt<br />

gróðri er þar mikill áhrifavaldur.<br />

Síðustu ár hefur helsta ósk lóðareigenda<br />

verið sú að fá viðhaldslítinn<br />

garð. Fólk hefur verið hrætt við<br />

að hafa mikinn gróður þar sem því<br />

getur fylgt nokkuð viðhald. Mín<br />

skoðun er þó sú að þrátt fyrir að<br />

garður sé hannaður stílhreinn og<br />

einfaldur, þar sem stór hluti garðsins<br />

er með hellulögn og timburpalli,<br />

þá skipti gróðurinn höfuðmáli<br />

í því að skapa vistlegan og<br />

huggulegan garð.<br />

Hluti gróðurs blómstrar snemma<br />

vors og er yndislegt að hafa eina<br />

slíka plöntu í sjónlínu t.d við inngang<br />

húss og við glugga. Þegar<br />

garður er orðinn vel þroskaður er<br />

einnig um að gera að skipta út<br />

plöntum og breyta til. Bæta við<br />

einum blómstrandi runna á áberandi<br />

stað gefur skemmtilega fjölbreyttni<br />

í garðinn. Hver einstök<br />

planta hefur mikinn fjölbreytileika<br />

„Áherslan er hvarvetna á íslenskt<br />

og eftir því stilltum við kúrsinn í<br />

framleiðslu okkar þetta árið. Leggjum<br />

okkur sérstaklega eftir íslenskum<br />

plöntum og þar nefni ég til<br />

dæmis sumarblómin,“ segir Katrín<br />

Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri<br />

Sólskóga.<br />

Sólskógar eru einn stærsti<br />

plöntuframleiðandi landsins og eru<br />

með starfsemi á Egilsstöðum og í<br />

Kjarnaskógi á Akureyri. Á báðum<br />

stöðum er fyrirtækið með mikla<br />

framleiðsla bæði á blómum, trjáplöntum<br />

og skógarplöntum, meðal<br />

annars fyrir landshlutabundin<br />

skógarverkefni á Vestfjörðum,<br />

Norðurlandi og Austurlandi.<br />

Alltaf vinsælast<br />

„Bændaskógræktin hefur tvímælalaust<br />

orðið til þess að auka áhuga<br />

almennings á öllu ræktunarstarfi,“<br />

segir Katrín. „Sífellt fleiri eru að fást<br />

við ræktun í einhverri mynd, bæði<br />

í þéttbýli og svo úti í sveitum, til<br />

dæmis við sumarhús. Þar er íslenska<br />

birkið alltaf vinsælast, enda<br />

nokkuð auðræktað. En síðan hafa<br />

aðrar tegundir komið sterkar inn,<br />

til dæmis lerki og fleiri barrtegundir.<br />

Einnig gæti ég nefnt ýmsar fjölærar<br />

plöntur og runnategundir;<br />

fjölbreytnin fer sívaxandi.“<br />

Rætur Sólskóga eru á Fljótsdalshéraði.<br />

Fyrir rúmum tveimur árum<br />

var sú breyting síðan gerð að fyrirtækið<br />

tók yfir gróðrastöðina í<br />

Kjarna við Akureyri sem rekin hefur<br />

verið síðan 1947, lengst af<br />

Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Í<br />

Kjarna eru alls sjö stór gróðurhús,<br />

samanlagt 3.800 fermetrar að flatarmáli.<br />

Þegar aðstaðan á Egilsstöðum<br />

er svo tekin með í dæmið eru<br />

Sólskógar með undir plasti um<br />

5.000 fermetra sem tryggir mikla<br />

afkastagetu. Slíkt þarf líka, því Sólskógar<br />

framleiða til dæmis öll<br />

sumarblóm fyrir sveitarfélög á<br />

Hönnun, ásamt gróðri, er mikill áhrifavaldur<br />

í fyrstu upplifun að aðkomu<br />

heimilis eða vinnustaðar.<br />

í áferð, laufgun, blómstrun, berjum<br />

og haustlitum og ásýndin breytist á<br />

nokkurra vikna fresti.<br />

Dvalarsvæði skipta alltaf miklu<br />

máli í görðum og þarf að vanda<br />

valið vel, hvar sá staður á að vera.<br />

Hér þarf að finna stað þar sem sólin<br />

skín hvað lengst svo ekki sé<br />

minnst á skjólið. Skjól á Íslandi er<br />

grundvallaratriði til að skapa vel<br />

nýtanlegt dvalarsvæði. Mikill misskilningur<br />

er þó að til að fá gott<br />

dvalarsvæði þurfi skjólgirðingar að<br />

Sólskógar á Akureyri og Egilsstöðum:<br />

vera mjög háar. Girðingar ættu<br />

ekki að vera hærri en svo að maður<br />

sjái yfir þær og að sólin geti skinið<br />

inn á dvalarstaðin óheft þar sem<br />

hún hækkar hitastigið verulega.<br />

Þannig lengist einnig sá tími sem<br />

við getum notið útiveru frá því<br />

snemma á vorin og lengur fram á<br />

haust.<br />

Leiksvæði, matjurtaræktun,<br />

snúrur og heitur pottur er einnig<br />

eitthvað sem gerir garðinn að hagnýtum<br />

og notalegum fjölskyldu- og<br />

Birki, barrtré og blómplöntur<br />

Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga.<br />

Austurlandi og raunar fjölmarga<br />

fleiri. Verkefnin eru margvísleg og<br />

fer fjölgandi.<br />

Hlúir að sínu<br />

„Þegar ræktun og framleiðsla þessa<br />

ár var í undirbúningi tókum við<br />

þann pól í hæðina að áhugi fólks á<br />

allri ræktun myndi aukast; fólk<br />

myndi í ríkari mæli halda sig í<br />

Hluti gróðurs blómstrar snemma vors<br />

og er yndislegt að hafa eina slíka plöntu<br />

í sjónlínu.<br />

heimaranni og hlúa að sínu. Þetta<br />

hefur gengið eftir; föndurvörur<br />

seljast sem aldrei fyrr, fólk er farið<br />

að baka heima og svona gæti ég<br />

áfram haldið. Þetta er viðhorfsbreyting<br />

og hún vinnur með okkur,“<br />

segir Katrín Ásgrímsdóttir í<br />

Sólskógum.<br />

www.solskogar.is<br />

vinastað. Það skiptir í raun ekki<br />

máli hve stór eða lítill garðurinn er,<br />

mikilvægast er að hver fermeter sé<br />

vel nýttur og fái sitt rétta hlutverk,<br />

hvort sem það er svæði til að horfa<br />

á eða nýta á praktískan hátt.<br />

Leiksvæði og dvalarsvæði þurfa<br />

alltaf að vera í góðum tengslum og<br />

í hæfilegri fjarlægð hvort við annað.<br />

Það gengur t.d aldrei að hafa<br />

leiksvæði langt frá dvalarsvæði fullorðinna.<br />

Manneskjan er félagsvera<br />

og börn vilja vera hjá okkur, og<br />

eins vilja foreldrar geta fylgst með<br />

börnunum. Þetta á líka við um<br />

matjurtagarð og önnur vinnusvæði,<br />

þau verða að vera í góðum tengslum<br />

við aðra fleti í garðinum, einfaldlega<br />

svo að við nennum að vera<br />

þar. Hver kannast ekki við að kartöflu-<br />

eða rabarbararæktunin er í<br />

einu horni garðsins, kannski vel<br />

norðarlega í rokinu!! Það er ekki<br />

mjög freistandi að fara þangað að<br />

reita arfa. Ákjósanlegast er að matjurtagarðurinn<br />

sé á skjólgóðum<br />

stað og sólríkum, svo að við njótum<br />

þess að dytta að honum. Það er<br />

mesti misskilningur að matjurtargarðar<br />

séu ljótir eða þurfi að vera<br />

það. Með öllu tegundavalinu sem<br />

hægt er að fá í dag, bæði í matjurtunum<br />

sjálfum og svo efnisnotkun í<br />

Skjól á Íslandi er grundvallaratriði til<br />

að skapa vel nýtanleg dvalarsvæði.<br />

Mikill misskilningur er þó að til að fá<br />

gott dvalarsvæði þurfi skjólgirðingar að<br />

vera mjög háar.<br />

GAR‹URINN 2009 | 23<br />

Í grónum görðum má oft finna eitthvað smart inn á milli gróðurs sem hægt er að<br />

færa til og koma á meira áberandi stað. Hér lá t.d holtagrjótið áður á hliðinni undir<br />

stóru grenitré.<br />

umgjörðina er auðvelt að útbúa aðlaðandi<br />

matjurtakassa sem passar<br />

vel inn í aðra efnisnotkun í garðinum.<br />

Kassarnir geta jafnvel verið<br />

með loki svo hægt sé að loka honum<br />

yfir veturinn þegar lítið er þar<br />

að sjá. Það er um að gera að nota<br />

hugmyndarflugið og matjurtakassinn<br />

er orðin hin mesta prýði. Auk<br />

þess koma margar fjölærar matjurtir<br />

upp snemma á vorin s.s. rabarbari,<br />

graslaukur og fleira og gefa<br />

beðinu líf áður en allt fer að<br />

blómstra í júní.<br />

Einnig hef ég ítrekað að fólk geri<br />

garðinn sinn persónulegan, t.d með<br />

því að setja niður sérvalinn stein,<br />

gamlan ættargrip eins og t.d<br />

skúlptúr, járnaflækjur margskonar<br />

sem hafa fylgt viðkomandi. Í grónum<br />

görðum má oft finna eitthvað<br />

smart, inn á milli gróðurs, sem<br />

hægt er að færa til og koma á meira<br />

áberandi, velvaldan stað ásamt lýsingu<br />

gerir mikið.<br />

<strong>Garðurinn</strong> er eitthvað sem gerir<br />

umhverfi okkar fallegra og margir<br />

njóta. Annað hvort sem áhorfendur<br />

utan frá eða sem notendur. Að<br />

ganga fram hjá fallega hirtum og<br />

vel skipulögðum garði er jafn endurnærandi<br />

og að eiga einn slíkan.<br />

Ekki er endilega nauðsynlegt að fylla<br />

gróðurbeð af gróðri, hver gróður á sinn<br />

stað í garðinum.


24 | GAR‹URINN 2009<br />

Helenurósin ´Hybrida´<br />

klifrar fagurlega<br />

Norræna rósahelgin var haldin í<br />

boði norska rósafélagsins í Lillehammer<br />

og nágrenni í júlí á síðastliðnu<br />

ári. Nokkrir félagar í íslenska<br />

rósaklúbbnum tóku þátt í viðburðum<br />

helgarinnar. Þar var m.a. farið í<br />

skoðunarferðir í marga einkagarða<br />

þar sem gat að líta margar fagrar<br />

rósir og skemmtilegan umbúnað<br />

um þær. Meðal þeirra voru nokkur<br />

yrki klifurrósa sem sögð voru hafa<br />

reynst vel við erfið skilyrði hátt til<br />

fjalla og á stöðum sem útsettir eru<br />

fyrir veðursveiflur að vori. Það voru<br />

aðallega yrki af Helenurósum (Rosa<br />

helenae) sem sumir vilja kalla hunangsrósir<br />

sem vöktu athygli Íslendinganna<br />

- sérstaklega yrkið ´Hybrida´sem<br />

sagt var hafa reynst vel<br />

við erfið skilyrði. Það er orðið mjög<br />

útbreitt norður um allan Guðbrandsdalinn<br />

og upp til fjalla þar.<br />

Yrkið ´Hybrida´ er mjög fljótvaxið<br />

og blómviljugt og skreytti<br />

víða umgjörðina við inngang húsa í<br />

Guðbrandsdalnum – það var einskonar<br />

einkennisrós á svæðinu.<br />

Þetta yrki er ekki algengt á markaði<br />

og hefur ekki verið til sölu hér á<br />

landi til þessa þótt önnur og lakari<br />

yrki af Helenurós hafi verið á boðstólum.<br />

Fjölgun Helenurósa er<br />

hinsvegar sérstaklega auðveld - það<br />

þekkir höfundur þess pistils af eigin<br />

raun. Best þrífast þær hér á landi<br />

á eigin rót svo ekki ætti gróðrarstöðvum<br />

að verða skotaskuld úr<br />

því að reyna framleiðslu á ´Hybrida´<br />

fyrir innlenda rósaunnendur<br />

þegar næst í móðurplöntur en það<br />

er innan seilingar. Hér fylgja<br />

nokkrar myndir af þessari ágætu<br />

rós og gæti hún sómt sér vel við<br />

inngang að sumarbústöðum eða<br />

umhverfis sólpallinn á móti suðri.<br />

Snúningsdiskur<br />

Ýmsir aukahlutir<br />

K 7.80 M Plus<br />

Þrýstingur<br />

20-160 bör max<br />

Stillanlegur úði<br />

Sápuskammtari<br />

„Matarjurtaræktun er í tísku enda<br />

tökum við hjá BYKO mið af því í<br />

okkar áherslum. Hjá okkur er það<br />

Háþrýstidælur<br />

Þegar gerðar eru hámarkskröfur<br />

K 5.91 M Plus<br />

Þrýstingur:<br />

20-140 bör max<br />

Vatnsmagn:<br />

490 ltr/klst<br />

Lengd slöngu: 7,5 m<br />

Stillanlegur úði<br />

Túrbóstútur + 50%<br />

Sápuskammtari<br />

Vatnsmagn: 600 ltr/klst<br />

Túrbóstútur + 50%<br />

Lengd slöngu: 9 m<br />

Vilhjálmur Lúðvíksson skrifar<br />

K 7.85 M Plus<br />

Þrýstingur:<br />

20-160 bör max<br />

Vatnsmagn:<br />

600 ltr/klst<br />

Stillanlegur úði<br />

Sápuskammtari<br />

Túrbóstútur + 50%<br />

12 m slönguhjól<br />

K 6.91 M Plus<br />

Þrýstingur: 20-150 bör max<br />

Vatnsmagn: 550 ltr/klst<br />

Túrbóstútur + 50%<br />

Lengd slöngu: 9 m<br />

Sápuskammtari<br />

Stillanlegur úði<br />

SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS<br />

Íslenskur garður með suðrænum blæ. ´Hybrida´ við inngang.<br />

´Hybrida´að springa út. Rósagöng með R. helenae ´Hybrida´.<br />

Fjölbreytt vöruúrval af garðvörum hjá BYKO:<br />

Allt fyrir fallegan garð<br />

til dæmis nýmæli þetta árið að nú<br />

bjóðum við upp á mikið úrval frætegunda,<br />

matjurtir og kryddtegundir<br />

ásamt sáðbökkum - og fleira<br />

sem til þarf fyrir þá sem vilja reyna<br />

sig í hverskonar heimaræktun.<br />

Einnig erum við hér með útsæðiskartöflur;<br />

gullauga og íslenskrar<br />

rauðar. Svona gæti ég áfram haldið,“<br />

segir Agnar Kárason, rekstrarstjóri<br />

verslunar BYKO á Fiskislóð í<br />

Reykjavík.<br />

Í verslunum BYKO víða um land<br />

hefur úrval garðyrkjuvara verið<br />

stóraukið. „Meðal almennings virðist<br />

vera rík vitund fyrir hverskonar<br />

sjálfþurftarbúskap og við<br />

bregðumst að sjálfsögðu við kröfum<br />

viðskiptavina í því efni,“ segir<br />

Agnar. Nefnir hann þar m.a. að nú<br />

fáist í verslunum fyrirtækisins túnþökur<br />

og allur algengasti áburður.<br />

Mold í kerruna býðst í timbursölu<br />

Breidd. Einnig er þar að finna mikið<br />

úrval af trjá- og garðplöntum.<br />

Blákorn og Glæðir<br />

Blákorn er áburður sem þykir<br />

henta vel á grasflatir í heimagörðum<br />

og á trjáplöntur. „Við skynjum<br />

á hinn bóginn mjög ríka vitund<br />

fyrir því að nota ekki tilbúinn<br />

áburð í matjurtatgarðinn heldur<br />

nota alfarið náttúruleg efni. Þar<br />

kjósa til dæmis margir að nota íslenskan<br />

lífrænan áburð, til dæmis<br />

Glæðir sem er framleiddur úr þangi<br />

í þörungaverksmiðjunni á Reykhólum,“<br />

segir Agnar.<br />

Til að mæta þessum aukna<br />

ræktunaráhuga landsmanna hefur<br />

BYKO hafið framleiðslu á gróðurbröggum,<br />

vermireitum og vinnu-<br />

Sólargeislar og sjálfsþurftarbúskapur. Agnar Kárason, rekstrarstjóri verslunar<br />

BYKO á Fiskislóð í Reykjavík.<br />

borðum í garðinn sem auðvelda<br />

fólki að skapa nytsaman og fallegan<br />

garð. Hjá BYKO býðst einnig mikið<br />

úrval af hverskonar árstíðarvörum.<br />

Þar má nefna hoppukastala,<br />

trampólín, reiðhjól, garðáhöld og<br />

mikið úrval af sláttuvélum. Einnig<br />

má nefna að nú selst pallaefni sem<br />

aldrei fyrr sem bendir til að margir<br />

ætli eimitt að halda sig á heimaslóðum<br />

þetta árið. Sitja fremur í<br />

sólargeislum undir suðurveggnum<br />

en fara á Spánarstrendur.<br />

Allt fyrir viðhaldið<br />

Að undanförnu hefur BYKO keyrt<br />

auglýsingaherferðina Allt fyrir viðhaldið.<br />

Þannig fæst í verslunum<br />

fyrirtækisins mikið úrval af öllu því<br />

sem þarf fyrir viðhald og endurbætur<br />

á húsnæði en allur virðisaukaskattur<br />

af slíku fæst nú endurgreiddur.<br />

Og þegar hefjast skal<br />

handa um framkvæmdir getur verið<br />

þjóðráð að leita til BYKO þar<br />

sem starfa góðir fagmenn sem gefa<br />

góð ráð og leiðbeiningar. „Ég trúi<br />

að þetta verði gott sumar á Íslandi.<br />

Fólki veitir ekki af,“ segir Agnar<br />

Kárason.<br />

www.byko.is


Blóm vorsins – vorertur<br />

Sigríður Hjartar skrifar<br />

Í rómantískum skáldsögum, sem<br />

ég drakk í mig á sokkabandsárunum,<br />

var stundum fjallað um ungar<br />

stúlkur, sem skiptu svo fallega litum.<br />

Ungar stúlkur skipta sjálfsagt<br />

enn fallega litum en það gerir garðurinn<br />

okkar líka. Fyrstu blómin á<br />

hverju vori í garðinum mínum,<br />

vetrargosinn og snæklukkan, eru<br />

bæði skínandi hvít, þannig að garðurinn<br />

verður hvítur ásýndum. Síðan<br />

koma krókusarnir í fjölmörgum<br />

litum en loks tekur garðurinn á sig<br />

þann lit, sem er litur vorsins í huga<br />

mínum. Þetta er guli liturinn. Vorboðinn,<br />

sem er mjög lágvaxinn,<br />

páskaliljur í ótal útgáfum og stærð-<br />

um, huldulykillinn og margar fleiri<br />

blómplöntur eru fallega gular, hver<br />

með sínu móti. Þess vegna vekja<br />

þær plöntur, sem eru í gagnstæðum<br />

lit við gult, enn meiri athygli í<br />

vorgarðinum.<br />

Vorertur, Lathyrus vernus, eru<br />

sannarlega ekki gular og það er<br />

nánast eins og þær séu athyglisjúkar<br />

í vorgarðinum. Það er ekki<br />

stærðarinnar vegna því vorerturnar<br />

eru aðeins 30-40 sm á hæð. Blaðliturinn<br />

er fallega skærgrænn og<br />

blöðin eru samsett eins og hjá öðrum<br />

blómum úr belgjurtafjölskyldunni.<br />

Blómin sitja nokkur saman á<br />

stöngli, sem lyftir sér dálítið yfir<br />

blaðskrúðið. Liturinn á blómunum<br />

sker sig stórkostlega frá grænu<br />

laufinu og gulblómstrandi umhverfinu.<br />

Hann er mjög skær,<br />

fjólublár eða blárauður, en innst í<br />

blóminu er hvítur blettur.<br />

Vorerturnar eru mjög snemma á<br />

ferðinni, eins og nafnið bendir til.<br />

Blómgunartími er auðvitað háður<br />

vaxtarstað og árferði en akkúrat<br />

núna, um miðjan maí, blómstra<br />

þær í garðinum mínum. Þær eru<br />

líka búnar að þroska fræ snemma<br />

sumars og síðan visnar laufið svo<br />

plantan er horfin síðsumars. Vorertum<br />

er auðvelt að fjölga með<br />

fræi, sem oft er að finna á frælista<br />

Garðyrkjufélags Íslands og það er<br />

unnt að skipta þeim eftir blómgun<br />

og fá þannig smáplöntur utan af<br />

hnausnum.Þótt vorerturnar lifi ár-<br />

Nýjungar hjá Gámaþjónustunni:<br />

Garðapokinn og Garðatunnan<br />

Gámaþjónustan er þessa dagana að<br />

hleypa af stokkunum nýrri þjónustu<br />

sem eru Garðapokinn og<br />

Garðatunnan. Sem kunnugt hefur<br />

Reykjavíkurborg hætt að sækja<br />

garðaúrgang sem til fellur í einkagörðum,<br />

eins og gert hefur um<br />

langt árabil. Því munu vafalaust<br />

margir fagna þessari nýjung Gámaþjónustunnar.<br />

Að sögn Jóns Ísakssonar markaðsstjóra<br />

Gámaþjónustunnar og<br />

Magnúsar Ólafssonar sölustjóra er<br />

mikið lagt upp úr því að þessi nýja<br />

þjónusta sé einföld og aðgengileg.<br />

Viðskiptavinir geta pantað Garðapoka<br />

á Netinu en þeir eru seldir<br />

fimm saman í pakka og kostar<br />

pokinn 490 kr. eða alls kr. 2.450.<br />

Innifalið í verði pokanna er að þeir<br />

verða sóttir til viðskiptavinanna<br />

eftir þeirra óskum þegar þeir hafa<br />

verið fylltir garðaúrgangi.<br />

Allt í samræmi. Hér er valinn litur á girðinguna sem tekur mið af lit fjölbýlishússins.<br />

Hugmyndir í þrívídd<br />

Þegar fólk leitar til hönnuða um<br />

útfærslu á hönnun garðsins fær það<br />

einatt í hendur teikningar og riss á<br />

blaði sem sumum finnst erfitt að<br />

lesa og átta sig á. Fyrirtækið Lóðalist<br />

ehf. býður upp á teikningar í<br />

þrívídd sem auðveldar fólki að átta<br />

sig á hvernig útfærslan muni líta<br />

út. Bjarnheiður Erlendsdóttir hjá<br />

Lóðalist ehf. er með áratuga reynslu<br />

af hönnun og framkvæmdum við<br />

garða og palla:<br />

„Þegar ég hanna garða fyrir fólk<br />

mæti ég auðvitað á staðinn og<br />

skoða aðstæður og met hvernig<br />

best sé að hafa hlutina. Það er mismunandi<br />

hvort ég er einungis að<br />

hanna palla og pallakerfi, eða garðinn<br />

í heild sinni. Ég teikna allt upp<br />

Sent til viðskiptavina<br />

Við kaup á tíu pokum eða fleiri<br />

fæst 10% afsláttur. Pokarnir eru<br />

sendir til viðskiptavinanna sem<br />

hafa svo samband við Gámaþjónustuna<br />

annað hvort rafrænt eða í<br />

síma þegar þeir óska eftir að losna<br />

við pokana.<br />

„Fólk getur séð á netinu hvenær<br />

við erum á ferðinni í þeirra hverfi<br />

og lætur þá pokana út við lóðamörk<br />

þar sem við sækjum þá,“ segir<br />

Jón sem bætir við að þjónusta<br />

þessi standi garðeigendum á öllu<br />

höfuðborgarsvæðinu til boða.<br />

Garðatunnan er þjónusta í svipuðum<br />

dúr, nema hvað hún hentar<br />

ef til vill betur því fólki sem kappsamast<br />

er í garðinum og er með<br />

stórar lóðir. Þá er gott að hafa sérstaka<br />

garðatunnu á staðnum og<br />

auðvelt að panta aukalosun ef á<br />

þarf að halda. Garðatunnan kostar<br />

í þrívídd og gerir það teikningarnar<br />

mjög lifandi svo fólk á auðveldara<br />

með að átta sig á hvernig allt muni<br />

líta út á endanum,“ segir Bjarnheiður.<br />

Hún segir að mikilvægt sé að<br />

taka mið af ríkjandi vindáttum,<br />

stöðu húss/palls gagnvart sólu, aðkeyrslu<br />

að húsinu, stærð lóðar og<br />

hæðarmismun. Í pallahönnun<br />

þurfi að sníða skjólveggi miðað við<br />

vindáttir, sól og skugga og m.a.<br />

staðsetja heita potta og einstakar<br />

plöntur út frá slíkum atriðum.<br />

Bjarnheiður annast m.a. garðaráðgjöf<br />

fyrir Byko og þar getur fólk<br />

pantað tíma og fengið hálftíma ráðgjöf<br />

og teiknihugmyndir af pöllum<br />

sem það hyggst koma upp.<br />

Ný þjónusta hjá Gámaþjónustunni. Magnús Ólafsson sölustjóri og Jón Ísaksson<br />

markaðsstjóri.<br />

kr. 1990.- á mánuði og er tæmd á<br />

tveggja vikna fresti frá maí til október.<br />

Alhliða þjónusta<br />

Gámaþjónustan hf. hefur starfað í<br />

25 ár og er leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu.<br />

Býður meðal annars<br />

upp á alhliða þjónustu við<br />

söfnun á lífrænum úrgangi til jarð-<br />

Kartöflur eru svo miklu<br />

meira en kartöflur ...<br />

hver hefði trúað því að<br />

saga þeirra væri svona<br />

spennandi!<br />

Vorertur eru mjög snemma á ferðinni eins og nafnið bendir til.<br />

gerðar. Þá býður Gámaþjónustan<br />

margs konar aðra þjónustu svo<br />

sem bílastæðasópun, endurvinnslutunnuna,<br />

útleigu vinnuskúra,<br />

salerna og geymslugáma<br />

auk leigu og losunar almennra<br />

gáma fyrir úrgang og endurvinnsluefni.<br />

www.gamar.is<br />

Bækur fyrir þá<br />

sem vilja rækta<br />

garðinn sinn – og<br />

gera náttúrulega<br />

matreiðslu og<br />

hollustu að lífsstíl.<br />

Garðyrkja, hollusta,<br />

uppskriftir, skemmtisögur,<br />

ráð gegn kvefi – allt þetta og<br />

meira til er að finna í hinum<br />

sívinsæla Ætigarði.<br />

Hildur Hákonardóttir listakona er þekkt<br />

fyrir frumlega frásagnargleði og ritsnilld.<br />

GAR‹URINN 2009 | 25<br />

um saman eru þær ekki mjög algengar<br />

í íslenskum görðum. Við<br />

þekkjum betur frænku þeirra, ilmbaunirnar,<br />

sem lengi hefur verið<br />

vinsælt sumarblóm. Þetta er stórskemmtileg<br />

klifurplanta, sem getur<br />

klifrað upp eftir neti eða þráðum<br />

og festir sig að mestu sjálf, því<br />

fremsta blaðparið er ummyndað í<br />

klifurþræði. Ilmbaunirnar geta orðið<br />

allt að 2 m háar, sem er góð<br />

frammistaða svona á einu sumri.<br />

Blóm ilmbauna eru stór og litskrúðið<br />

mikið en ákaflega fínlegt,<br />

hvítir, fölbleikir og fínlillabláir litir<br />

eru einkennandi fyrir ilmbaunir, en<br />

líka eru til laxableik, rósrauð og<br />

jafnvel fjólublá afbrigði. Ilmbaunir<br />

eru góðar til afskurðar, standa lengi<br />

og ilmurinn er ólýsanlegur.<br />

Svo skemmtilega vill til að tvær<br />

plöntur af ættkvísl vorerta og ilmbauna<br />

vaxa villtar á Íslandi. Báðar<br />

vaxa aðeins á stöku stað, en þó í<br />

öllum landsfjórðungum. Önnur<br />

þeirra er baunagras. Þetta er mjög<br />

lágvaxin planta, skríður með jörðu,<br />

en blómin eru ótrúlega stór og<br />

skarta þremur litbrigðum í fjólubláu.<br />

Fuglaerturnar eru gjörólíkar,<br />

blómin eru einlit, sterkgul og þær<br />

geta klifrað.<br />

Plöntur af belgjurtaættinni eru<br />

óskaplöntur hvers garðeiganda.<br />

Þær eru áburðarverksmiðjur þar<br />

sem á rótum þeirra lifa bakteríur,<br />

sem vinna köfnunarefni. Þetta á við<br />

allar þær plöntur, sem hér hafa<br />

verið nefndar, bæði Íslendingana<br />

baunagras og fuglaertur og garðplönturnar<br />

vorertur og ilmbaunir.<br />

LIFUM Í TAKT VIÐ<br />

NÁTTÚRUNA<br />

www.salkaforlag.is<br />

15x15_mix.indd 1 5/15/09 2:49:20 PM


26 | GAR‹URINN 2009<br />

Veljum íslenskt!<br />

Um langa hríð höfum við Íslendingar<br />

verið haldnir einhvers konar<br />

minnimáttarkennd þegar kemur að<br />

vali á íslenskum trjátegundum í<br />

garðana okkar. Birkið hefur komið<br />

og farið úr tísku en er sem betur fer<br />

inni núna enda er það sérþróað<br />

fyrir íslenskar aðstæður og lætur<br />

hvorki veðurfar né efnahagsástand<br />

blekkja sig til vaxtar á óheppilegum<br />

tíma. Ilmreynirinn var lengi vel<br />

ekki þóknanlegur af tískulöggum<br />

garðanna því hann hafði á sér<br />

ímynd ömmutrés, það er tré sem<br />

ömmur myndu velja í garða sína en<br />

engir aðrir. Ekki það að ömmur<br />

hafi lélegan smekk, þær eru margar<br />

hverjar tískulöggur sjálfar en fyrir<br />

nokkrum augum lukust augu garðeigenda<br />

aftur upp fyrir fegurð reynisins<br />

og nú er hann yfirleitt uppseldur<br />

í gróðrarstöðvum. Blæöspin<br />

er líka flokkuð sem íslensk tegund<br />

en hefur ekki náð mikilli útbreiðslu<br />

í görðum enda er hún örlítið erfiðari<br />

viðureignar vegna þess að hún<br />

dreifir sér um garðana með rótarskotum,<br />

kannski nær hún útbreiðslunni<br />

þannig?<br />

Af runnategundum hafa gulvíðir,<br />

brekkuvíðir og loðvíðir verið<br />

mikið notaðir í gegnum tíðina enda<br />

eru þetta blaðfallegar tegundir sem<br />

koma með ákaflega skrautlega og<br />

litfagra rekla, snemma vors þegar<br />

aðrar plöntur eru enn í svefnrofunum.<br />

Víðirinn er auðræktanlegur og<br />

þrífst um land allt sem skýrir vinsældir<br />

hans. Að vísu hafa ryðsvepp-<br />

Nærmynd af reklum á karlplöntu grasvíðis á Vestfjörðum.<br />

Guðríður Helgadóttir skrifar<br />

Jarðlægur íslenskur einir - Juniperus communis.<br />

ur og fiðrildalirfur aðeins dregið úr<br />

vinsældum hans enda landinn<br />

pödduhræddur með afbrigðum en<br />

gróska plantnanna hefur enn sem<br />

komið er haft vinninginn þegar<br />

kemur að plöntuvalinu.<br />

Við eigum hins vegar fleiri tegundir<br />

trjáplantna sem mætti rækta<br />

í mun meira mæli. Þetta eru tegundir<br />

sem eiga það sammerkt að<br />

vera frekar lágvaxnar og kannski<br />

lítt áberandi á löngu færi en þegar<br />

komið er í návígi við þessar plöntur<br />

blasir við fegurð hins smáa. Það<br />

gildir um allar þessar tegundir að<br />

best er að nálgast þessar plöntur í<br />

garðplöntustöðvum. Ef maður tek-<br />

ur plöntur úr náttúrunni og flytur í<br />

garða verða þær fyrir miklu áfalli,<br />

jarðvegur í görðum er mun næringarríkari<br />

en úti í móanum og<br />

plönturnar ná yfirleitt ekki að laga<br />

sig að þessu nýja ástandi. Auk þess<br />

er það nú ekkert sérlega náttúruvænt<br />

að ganga með stunguskóflur<br />

um íslenska móa og moka upp<br />

gróðurtorfum til að flytja í garða.<br />

Íslenski einirinn, Juniperus<br />

communis, er jarðlægur sígrænn<br />

runni sem nýtur þess heiðurs að<br />

vera eini berfrævingurinn sem telst<br />

Meðvitund gagnvart umhverfisvernd<br />

eykst í sífellu. Nýlega gaf<br />

Salka út bókina Konur geta breytt<br />

heiminum með nýjum lífsstíl eftir<br />

Guðrúnu G. Bergmann og fjallar<br />

hún um það hvernig megi lifa bæði<br />

heilbrigðara og umhverfisvænna lífi<br />

á auðveldan hátt og samtímis að<br />

spara í rekstri heimilisins. Guðrún<br />

segir bókinni beint til kvenna, þar<br />

sem konur hafi á sinni könnu um<br />

80% af smásöluinnkaupunum og<br />

hafi því mikið vald til að gera<br />

breytingar.<br />

Mikil samlegðaráhrif<br />

„Mér fannst þetta tilvalið framlag í<br />

þær breyttu, samfélagslegu aðstæð-<br />

Hér má sjá fræhýði á kvenplöntu grasvíðis (smjörlaufs) - Salix herbacea.<br />

til íslensku flórunnar. Ættingjar<br />

hans, greni, fura, lerki og þöll eru<br />

innfluttar tegundir sem hafa komið<br />

til landsins á síðustu öld og teljast<br />

því ekki til flórunnar. Einirinn hefur<br />

verið fluttur í garða um áratugaskeið<br />

og þrífst mjög vel í frekar<br />

rýrum jarðvegi. Hann þarf bjartan<br />

vaxtarstað til að hann þrífist sem<br />

best. Þetta er sérbýlisplanta þannig<br />

að ýmist eru plönturnar karlkyns<br />

eða kvenkyns og eru það kvenplönturnar<br />

sem bera einiberin en<br />

þau eru til margra hluta nytsamleg.<br />

Fyrsta veturinn eftir gróðursetningu<br />

er gott að setja yfir hann vetrarskýli<br />

úr grenigreinum, svona á<br />

meðan hann er að ná rótfestu á<br />

nýjum stað.<br />

Fjalldrapi, Betula nana, er litli<br />

bróðir ilmbjarkarinnar og finnst í<br />

kjarrlendi víða um land. Fjalldrap-<br />

ur sem við stöndum frammi fyrir í<br />

dag. Við verðum að breyta um<br />

hegðun og temja okkur grænan lífstíl,<br />

bæði fyrir okkur sjálf og náttúruna,“<br />

segir Guðrún. „Mig langaði<br />

til að setja fram einfaldar leiðbeiningar<br />

sem allir geta farið eftir og<br />

kosta lítið en geta á hinn bóginn<br />

sparað fullt af peningum! Bókin<br />

sýnir hvernig hægt er að spara í<br />

heimilisrekstri og hafa um leið jákvæð<br />

áhrif á náttúruna, þannig að<br />

þarna sameinast tveir mikilvægir<br />

hagsmunir. Ég legg áherslu á að<br />

þetta eigi að vera auðvelt og að við<br />

getum haft gaman af þessum breytingum.<br />

Ef hver og ein kona gerir<br />

örlitlar breytingar hjá sér verða<br />

samlegðaráhrifin ótrúlega mikil.“<br />

Guðrún er frumkvöðull í umhverfisvænni<br />

ferðaþjónustu á Íslandi,<br />

en hún rekur Hótel Hellnar<br />

á Snæfellsnesi sem var fyrsta umhverfisvottaðaferðaþjónustufyrirtækið<br />

á Íslandi. Hún hefur skrifað<br />

ýmsar greinar um umhverfismál og<br />

eftir hana liggja fjölmargar bækur<br />

um sjálfsrækt og heilsutengt efni.<br />

Þess má geta að 10% höfundarlauna<br />

Guðrúnar fyrir þessa bók<br />

renna til Umhverfissjóðs Snæfellsness.<br />

Guðrún G. Bergmann og Blær Guðmundsdóttir fagna bókinni.<br />

inn er með smærri blöð en birkið,<br />

verður allt að því metershár og<br />

greinabygging hans er frekar fínleg.<br />

Haustlitur fjalldrapa er rauðbrúnn<br />

og er þetta ákaflega fallegur runni.<br />

Hann þrífst ágætlega í venjulegum<br />

garðajarðvegi og er sólelskur eins<br />

og birkið þannig að skuggsælir<br />

staðir henta engan veginn.<br />

Grasvíðir eða smjörlauf, Salix<br />

herbacea, er jarðlægur blaðfallegur<br />

íslenskur runni sem er ekki algengur<br />

í görðum en mætti nota mun<br />

meira. Eins og einirinn þá er grasvíðirinn<br />

sérbýlisplanta og er karlplantan<br />

ákaflega falleg á vorin með<br />

litla fínlega rekla en kvenplantan er<br />

skrautlegri þegar líður á sumarið<br />

því fræhýði hennar eru fallega rauð.<br />

Blöðin eru fagurgræn og glansandi<br />

og þetta er planta sem ætti tvímælalaust<br />

heima í fallegri steinhæð.<br />

Konur geta breytt heiminum<br />

Umhverfisvæn bók á ýmsa vegu<br />

Blær Guðmundsdóttir hannaði útlit<br />

bókarinnar, sem er um margt sérstakt.<br />

„Svo er þetta í fyrsta skipti<br />

sem bók á Íslandi er pakkað í filmu<br />

sem unnin er úr maíssterkju. Plastprent<br />

framleiddi filmuna sem<br />

brotnar niður í náttúrunni á fjörutíu<br />

dögum. Með þessum nýju umbúðum<br />

er brotið blað í bókaútgáfu,“<br />

segir Guðrún og bætir við að<br />

í framhaldi af útgáfu bókarinnar<br />

hafi Hildur Hermóðsdóttir hjá<br />

Sölku tekið þá ákvörðun að hafa<br />

sama hátt á varðandi innpökkun<br />

bóka frá forlaginu í framtíðinni.<br />

„Íslenskar konur eru svo fljótar<br />

að aðlagast og tileinka sér nýjar<br />

stefnur og strauma. Ég sé fyrir mér<br />

að velji þær ein af annarri grænan<br />

lífsstíll geti það orðið að eins konar<br />

tískubylgju, sem eftir verður tekið<br />

á alþjóðavettvangi og við getum<br />

orðið að fyrirmynd annarra kvenna<br />

um hvernig má vinna sig úr þeirri<br />

niðursveiflu sem er í efnahagslífinu,“<br />

segir Guðrún sem er bjartsýn<br />

á framtíðina þar sem áhugi á umhverfismálum<br />

er að stóraukast.<br />

www.graennlifsstill.is


Fögur flöt í bæ<br />

Falleg grasflöt er hverjum garði<br />

mikil prýði og leggja margir mikið<br />

á sig til að halda henni við. Grasrækt<br />

er þó ekki eins auðveld og<br />

margir mundu ætla, og eru þónokkur<br />

atriði sem ber að hafa í<br />

huga þegar kemur að heilbrigðum<br />

bletti. <strong>Garðurinn</strong> ræddi því við<br />

Láru Jónsdóttur, garðyrkjufræðing<br />

hjá Blómavali í Skútuvogi og leitaði<br />

ráða varðandi grasflötina og sumarblómin.<br />

„Aðalatriðið er að næra grasflötina<br />

vel, en um leið og hún fær<br />

áburð vex grasið betur og mosi og<br />

annað verður minna áberandi,“<br />

segir Lára. Mosi vex gjarnan í grasflöt,<br />

en hann þrífst best í eldri<br />

görðum þar sem skuggi af trjám er<br />

mikill. Rætur trjánna eiga það líka<br />

til að vaxa undir flötinni og taka<br />

næringu frá henni.<br />

„Í gömlum görðum getur því<br />

þurft að fækka trjágreinum eða<br />

fella eitt tré til að hleypa birtu að.“<br />

Lára segir einnig að ekki megi<br />

slá grasið of snöggt, heldur að<br />

halda sig við um 3-5 cm hæð. Með<br />

því móti verður nóg af blöðum á<br />

grasinu og það nær að byggja upp<br />

sterkt rótarkerfi. Ef slegið er niður<br />

að rót veikist hún og mosinn nær<br />

frekar yfirhöndinni.<br />

Auður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Lifa.<br />

Allur gróður þarf næringu<br />

Það er nauðsynlegt að gefa kalk á<br />

nokkurra ára fresti og næra grasið<br />

reglulega með alhliða garðáburði,<br />

hvort sem það er blákorn eða grasáburður.<br />

Næring er góð fyrir allan<br />

gróður, en ekki einungis gras. „Ef<br />

um blönduð beð er að ræða, til að<br />

mynda eitthvað af fjölæringum,<br />

runnum og trjám, þá hentar blákornið<br />

mjög vel sem áburður. Það<br />

má svo einnig fara á grasblettinn,<br />

en það er algjör óþarfi að eyrnamerkja<br />

einhvern einn áburð fyrir<br />

grasið – það er allt gott fyrir það!“<br />

Lára bendir fólki einnig á að bera<br />

áburðinn á tvisvar til þrisvar yfir<br />

sumarið, svo ársskammturinn sé<br />

ekki gefinn í einu lagi. Eigi fólk í<br />

erfiðleikum geti það einnig haft<br />

samband við garðyrkjusérfræðinga<br />

Blómavals sem veita góð ráð.<br />

Sumarblóm í pottum og kerjum<br />

Það er alltaf gaman að fá lit í garðinn<br />

og sumarblómin dafna vel þar<br />

sem sér til sólar.<br />

„Ef fólk hefur ræktað sömu<br />

sumarblómin á sama stað í mörg ár<br />

getur verið sniðugt að taka sig til<br />

og rækta þar aðra tegund og bæta<br />

við nýrri mold til að auka<br />

gróskuna.“<br />

Lítið lífríki í eldhúsinu<br />

Ræktun matjurta og blóma er mjög<br />

gefandi, en þó ekki á allra færi. „Ég<br />

er ekki með mjög græna fingur, og<br />

hafði gert margar tilraunir til að<br />

rækta kryddjurtir hjá mér sem<br />

náðu fæstar árangri,“ viðurkennir<br />

Auður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri<br />

hjá Lifa. Hún segir<br />

mikla breytingu hafa orðið þar á<br />

þegar hún uppgötvaði Aerogarden,<br />

vatnsgarðinn, fyrir tveimur árum.<br />

„<strong>Garðurinn</strong> byggir á vatnsræktun<br />

og þarf enga mold. Tækið veitir<br />

plöntunum alla þá birtu og yl sem<br />

þær þurfa og lætur vita þegar næringar<br />

eða vatns er þörf. Í tankinum<br />

myndast rakamettað hitabeltisoftslag<br />

svo að plönturnar komast í<br />

beina snertingu við súrefni og vaxa<br />

hraðar heldur en í moldinni.“ Tækið<br />

sér í raun alfarið um ræktunina,<br />

en eigendur garðanna njóta afrakstursins.<br />

Hægt er að rækta ýmsar plöntur<br />

í garðinum. „Hægt að vera með til<br />

dæmis kryddjurtir, kirsuberjatómata<br />

og chili. Svo er líka hægt að fá<br />

pakka þar sem maður setur sín eig-<br />

in fræ og getur verið með tilraunir.<br />

Þá er hægt að kaupa forsáningarpakka,<br />

sem gerir þér kleift að forrækta<br />

áður en þú setur plöntur út,“<br />

segir Auður og bætir við að óværa<br />

sæki síður að plöntunum því þær<br />

séu ekki í mold.<br />

<strong>Garðurinn</strong> hefur vaki mikla<br />

lukku á heimili Auðar, og hefur<br />

verið fjölskyldunni innblástur til að<br />

hefja matjurtarræktun í sumar.<br />

„Aerogarden garðurinn hefur alveg<br />

fullnægt eftirspurninni á heimilinu,<br />

plönturnar spretta svo hratt að<br />

maður hefur varla við! Stelpurnar<br />

mínar hafa einnig mjög gaman af<br />

þessu. Sú yngri, sem er fimm ára<br />

nælir sér í basilblöð og borðar<br />

kryddið beint eins og kál! Þær hafa<br />

gaman af að fylgjast með plöntunum<br />

og stússast í þessu með okkur.<br />

Þetta hefur verið svona fjölskylduáhugamál!“<br />

Nánari upplýsingar um Aerogarden<br />

garðinn er hægt að finna á<br />

heimasíðu Lifa.<br />

www.grodurhus.is<br />

„Þá er um að gera að nota sumarblóm<br />

í ker og potta, bæði á stéttir,<br />

palla og svalir. Það eina sem þarf<br />

að passa með pottana er að það<br />

þarf að vökva þá reglulega, gjarnan<br />

með áburðablöndu og gott er að<br />

vökva að kvöldlagi,“ segir Lára og<br />

minnir fólk á að þegar það kaupir<br />

sumarblómin séu þau í litlum<br />

ræktunarpottum og því sé nauðsynlegt<br />

að stækka pottana, en<br />

kröftug sumarblóm þurfa bæði<br />

rými og raka til að dafna vel. „Annað<br />

gott ráð er að kaupa sérstaka<br />

vatnskristalla, sem er blandað saman<br />

við moldina í pottunum. Þegar<br />

vökvað er draga þeir í sig vatn eins<br />

og moldin, en þegar moldin þornar<br />

þá gefa kristallarnir aftur frá sér<br />

vatnið. Þetta heldur rakanum lengur<br />

og er hentugt þegar fólk þarf að<br />

skreppa frá blómunum í nokkra<br />

daga.“<br />

www.blomaval.is<br />

GAR‹URINN 2009 | 27<br />

Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur hjá Blómavali, segir góða næringu lykil að<br />

fallegri flöt.


28 | GAR‹URINN 2009<br />

Frækveðja frá Noregi<br />

Ég hef verið félagi í Garðyrkjufélagi<br />

Íslands í þó nokkuð mörg ár. Eiginlega<br />

svo mörg ár að ég vil ekki<br />

reyna að muna hversu mörg þau<br />

eru í raun og veru. Ég varð fyrst og<br />

fremst félagi af því að ég vildi geta<br />

nýtt mér frælista félagsins. Ekkert<br />

finnst mér jafn skemmtilegt og að<br />

sá fræjum af fjölæringum. Það er<br />

svo spennandi að sjá hvort einhverjar<br />

spírur koma upp eða ekki,<br />

og svo hvort það er rétta plantan<br />

yfir höfuð!<br />

Ég verð að viðurkenna að fyrstu<br />

árin var frævalið verulega tilviljanakennt.<br />

Eiginlega valdi ég bara eftir<br />

hvort nöfnin hljómuðu vel eða<br />

ekki. Ég hafði ekki grænan grun<br />

um hvað það var sem ég pantaði.<br />

Ekki heldur hvor rétt planta kom<br />

upp eða einhver allt önnur.<br />

Nú er reynslan meiri og vonandi<br />

vitið líka. Ég hef haldið sáðbók síðustu<br />

árin, sem er góð hjálp. Af og<br />

til týnist merkimiðinn og ég man<br />

ekki hvaða planta þetta er. Þá get<br />

ég flett upp í sáðbókinni og fundið<br />

út hvaða plöntum ég sáði það árið,<br />

og vonandi fundið út hvaða plöntu<br />

er um að ræða.<br />

Fyrir nokkrum árum flutti ég á<br />

vesturströnd Noregs. Þá er gaman<br />

að geta nýtt sér frælistann og pantað<br />

fræ af þeim plöntum sem ég<br />

man eftir úr görðum að heiman.<br />

Iðulega eru þetta plöntur sem eru<br />

ekki algengar hérna og vekja mikla<br />

athygli annarra garðáhugamanna.<br />

Það er líka gaman að því að<br />

fylgjast með því hvað sumar plöntur<br />

þrífast betur hérna og svo eru<br />

aðrar sem þrífast betur á Íslandi.<br />

Til dæmis er riddaraspori mun fallegri<br />

á Íslandi en hér.<br />

Það er líka virkilega gaman að<br />

geta pantað fræ af íslensku villtu<br />

plöntunum. Það er yndislegt að<br />

ganga um í garðinum og rekast allt<br />

í einu á geldingahnapp, lambagras<br />

eða rjúpnalauf! Það er eins og að<br />

vera komin upp á fjall heima á Íslandi!<br />

Það vantar bara íslensku<br />

sauðkindina á vappi í nágrenninu.<br />

Hérna er auðveldara að vera<br />

garðáhugamaður en á Akureyri, þar<br />

sem ég bjó áður. Hér er ekki þessi<br />

eilífi barningur við vindinn. Sumrin<br />

eru líka lengri og hlýrri. En samt<br />

er eins og maður verði að reyna við<br />

þessar plöntur sem eru tæplega<br />

nógu harðgerðar til að lifa af. Ætli<br />

það sé ekki eins allsstaðar?<br />

<strong>Garðurinn</strong> okkar hérna er stór.<br />

Framan við húsið er hefðbundinn<br />

garður með beðum, runnagróðri og<br />

gróðurhúsi sem við byggðum. Að<br />

húsabaki vorum við svo heppin að<br />

fá lítið skógarholt. Við ákváðum að<br />

reyna að halda í töfra skógarins en<br />

Þórunn Vigfúsdóttir skrifar<br />

Paeonia lactiflora ´Fairy`s Petticoat´<br />

Útlagi við skóginn okkar.<br />

Þagar huga á að kaupum á hellum<br />

og garðvörum kemur BM Vallá<br />

fljótt í hugann. Fyrirtækið hefur<br />

verið leiðandi í sölu og framleiðslu<br />

á hellum, steinum og garðeiningum<br />

í áratugi. „Á hverju ári bætum við<br />

nýjum vörum í vörulista okkar,“<br />

segir Gunnar Þór Ólafsson, forstöðumaður<br />

sölu- og dreifingar hjá<br />

fyrirtækinu.<br />

Hleðslusteinar og stéttir njóta<br />

vaxandi vinsælda í görðum landsmanna.<br />

Framleiðsla á slíkum vörum<br />

hefur í áranna rás verið snar<br />

þáttur í starfsemi BM-Vallár enda<br />

leggur fyrirtækið mikla áherslu á<br />

að þjóna garðeigendum og fjölbreyttum<br />

kröfum þeirra sem best.<br />

Gunnar Þór Ólafsson, forstöðumaður<br />

sölu og dreifingar BM-Vallár.<br />

Til halds og trausts<br />

„Síðustu árin hafa garðlausnir í funkisstílnum notið vaxandi vinsælda.<br />

Steinar með bogadregnum<br />

línum í herragarðsstíl njóta þó enn<br />

mikilla vinsælda. Möguleikarnir<br />

sem garðlausnir frá okkar bjóða<br />

uppá eru margir,“ segir Gunnar<br />

Þór.<br />

BM-Vallá hefur um langt skeið<br />

boðið viðskiptavinum sínum upp á<br />

endurgjaldslausa ráðgjöf landslandslagsarkitekta.<br />

„Algengt er að<br />

viðskiptavinir komi hingað og biðji<br />

um ráðgjöf. Ráðgjöf og vel útfærðar<br />

teikningar, byggðar á hugmyndum<br />

garðeigendanna sjálfra, koma sér<br />

vel, og bæði á færi leikra sem lærða<br />

að vinna eftir þeim,“ segir Gunnar<br />

Þór.<br />

Landslagsarkitektarnir Áslaug<br />

Katrín Aðalsteinsdóttir og Inga Rut<br />

Gylfadóttir eru viðskiptavinum<br />

BM-Vallár til halds og trausts og<br />

hafa þær raunar starfað á vegum<br />

Bergsóley - Clematis.<br />

líka að finna góðar plöntur sem<br />

passa inn ì umhverfið. Við byrjuðum<br />

á að grisja og notuðum trjábolina<br />

til uppkveikju á veturna en<br />

greinarnar kurluðum við og notuðum<br />

í stíg. Stígurinn hlykkjast svo í<br />

gegnum skóginn og myndar<br />

óreglulegan hring. Við höfum<br />

plantað ýmsum tegundum af blágresi<br />

og nokkrum mismunandi<br />

vatnsberum, garðamaríustakki,<br />

brúskum, geitaskeggi og villijarðarberjum<br />

sem þrífast mjög vel þarna<br />

uppi í skóginum. Ì sumar ætla ég<br />

að reyna við nokkrar tegundir af<br />

bláklukkum: dröfnuklukku<br />

(Campanula punctata), fagurklukku<br />

(C. persicifolia) og mjólkurklukku<br />

(C. lactiflora) svo dæmi séu<br />

tekin. Um daginn náði ég mér í<br />

bronslauf og nokkrar tegundir af<br />

brjóstagrösum sem ég ætla að reyna<br />

við.<br />

Við erum alltaf að bæta við fjöl-<br />

fyrirtækisins um alllangt skeið.<br />

„Með teikningum þeirra hefjast<br />

garðeigendur handa, gjarnan með<br />

því að kaupa hjá okkur það sem<br />

þarf. Þar getur verið um að ræða<br />

stíga, verandir, innkeyrslur, bílastæði<br />

og hlaðna veggi. Fyrir allt<br />

þetta framleiðum við steina í ýmsum<br />

útfærslum, mynstrum, litum,<br />

styrkleika og svo framvegis,“ segir<br />

Gunnar Þór.<br />

Gaman að kynna nýjar vörur<br />

Fyrir verandir og stíga framleiðir<br />

BM-Vallá steina og hleðsla í ýmsum<br />

gerðum og miðaldastein, fornastein,<br />

rómarstein, grasstein og ýmsar<br />

fleiri tegundir fyrir innkeyrslur<br />

og bílastæði. „Bílastæðasteinana<br />

framleiðum við í miklu úrvali og<br />

þá má einnig nota í sólpalla og við<br />

sambærilegar aðstæður,“ segir<br />

Gunnar.<br />

æringum og runnum, prófum hitt<br />

og þetta. Sumt tekst vel en annað<br />

miður eins og gengur. Af mistökunum<br />

lærum við.<br />

Það er virkilega gott tækifæri<br />

fyrir Íslendinga og aðra að geta<br />

notfært sér ýmis tilboð Garðyrkjufélagsins.<br />

Námskeið, fræðsla, spjall<br />

á heimasíðunni til að bera saman<br />

bækur sínar og þessi einstaki<br />

frælisti. Fjöldinn allur af velþekktum<br />

og minna þekktum plöntum.<br />

Auðveldum að koma til og svo<br />

þeim sem eru erfiðari viðureignar.<br />

Eitthvað fyrir alla að spreyta sig á.<br />

Það gerir ferilinn enn meira<br />

spennandi að það er ekki hægt að<br />

ábyrgjast að fræin spíri því þeim er<br />

safnað af áhugafólki. Ekkert gefur<br />

garðáhugamanni meira en að sjá<br />

litlar spírur koma í ljós í potti,<br />

nema ef væri stóra og stæðilega<br />

blómplöntu sem einu sinni var sáðplanta<br />

í eldhúsglugganum.<br />

BM-Vallá með fjölbreyttar lausnir fyrir garðeigendur:<br />

Steinar og stílhreinar línur<br />

Fallegt í Fornalundi hjá BM-Vallá þar sem má sjá margar af þeim skemmtilegu<br />

garðlausnum sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum.<br />

„Funkisstefnan verið mjög að<br />

ryðja sér til rúms í nýjum hverfum<br />

á undanförnum árum. Meginþróunin<br />

þar er að nota stein í görðunum<br />

en gróður og tré eru á undanhaldi.<br />

Vissulega getur slíkt virkað<br />

svolítið kalt en komi gróður inn á<br />

milli, til dæmis í blómakerjum<br />

eins og við framleiðum, getur útkoman<br />

verið skemmtileg. Það er<br />

alltaf gaman að kynna nýjar vörur,<br />

sérstaklega ef vel tekst til og viðskiptavinir<br />

eru ánægðir. Og það<br />

þarf ekki alltaf ýkja mikið til þess<br />

að lífga upp á garðinn. Falleg<br />

blómaker geta gert ótrúlega mikið,<br />

en þar sem og í bekkjum, stoðveggjum,<br />

flísum og fleiru slíku hefur<br />

vöruúrval okkar verið aukið<br />

mikið síðustu misserin,“ segir<br />

Gunnar.<br />

www.bmvalla.is


Nýjungar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna:<br />

Spínat og sveppagratín<br />

Ylræktaðar gulrætur frá bóndanum<br />

að Sólbyrgi í Reykholtsdal eru<br />

væntanlegar í verslanir innan<br />

skamms. „Við eigum von á fyrstu<br />

sendingu frá Sólbyrgi alveg á næstunni<br />

og nokkrum vikum síðar<br />

koma afurðir annarra bænda á<br />

markað. Raunar hefur verið einstaklega<br />

sólríkt og hlýtt að undanförnu<br />

og það gefur okkur vonir um<br />

góða uppskeru í sumar,“ segir<br />

Kristín Linda Sveinsdóttur, markaðsstjóri<br />

Sölufélags garðyrkjumanna.<br />

Vorið er tími garðverkanna og<br />

Heyrt í<br />

gróðrar-<br />

stöðinni<br />

Kona nokkur kom í sinn árlega<br />

leiðangur í gróðrarstöðina.<br />

Hún hafði um árabil komið og<br />

keypt sumarblóm í garðinn.<br />

Afgreiðslukonan spyr hana<br />

hvaða sumarblóm eigi nú að<br />

setja í beðin í ár. Konan fer aðeins<br />

hjá sér og segir að það hafi<br />

orðið breytingar á. Það hafi<br />

nefnilega flutt frönsk kona í<br />

húsið hjá henni og nú hafði<br />

hún sáð matjurtum í öll blómabeðin.<br />

Svo að það sumarið<br />

voru engin sumarblóm á þeim<br />

bæ. Fer ekki sögum af hvernig<br />

uppskeran varð, en á þessu sést<br />

vel hve ólíkt viðhorf er á tilgangi<br />

garðræktar milli landa.<br />

síðustu dagana hafa garðyrkjubændur,<br />

sem einbeita sér að útræktun,<br />

verið í óðaönn að sá og<br />

planta út í görðum sínum. Útiræktunin,<br />

þar sem Flúðabændur<br />

eru umsvifamiklir, er raunar mjög<br />

fjölbreytt og má þar meðal annars<br />

nefna framleiðslu á spergilkáli,<br />

blómkáli, hvítkáli, kínakáli, gulrófum<br />

og rófum. Reikna má með að<br />

fyrsta sendingin af þessari ræktun<br />

komi á markaðinn viku af júlí.<br />

Framboðið eykst svo þegar líður<br />

lengra fram á sumarið. Með raflýsingu<br />

í gróðurhúsum er svo hægt að<br />

Hlífa<br />

Soft shell jakki úr mjög teygjanlegu<br />

efni. Er vatns- og vindfráhrindandi.<br />

Hentar vel sem innra lag sem og<br />

ytra lag í hlýrri veðrum.<br />

Herrastærðir: S-3XL<br />

Kvennastærðir: 36-46<br />

Verð 19.990 kr.<br />

framleiða tómata, agúrkur og papriku<br />

árið um kring og kunna neytendur<br />

vel að meta slíkt.<br />

„Áhugi fólks á grænmeti fer sífellt<br />

vaxandi. Markaðurinn stækkar<br />

með hverju árinu sem aftur helst í<br />

hendur við vitund fólks um hollustu<br />

og heilbrigðan lífsstíl. Við<br />

höfum starfað samkvæmt því og<br />

bryddum því upp á nýjungum á<br />

hverju ári. Komum á allra næstu<br />

dögum á markaðinn með íslenskt<br />

spínat í þægilegum 50 gr. neytendaumbúðum.<br />

Við hlökkum<br />

mikið til þess að bjóða viðskipta-<br />

vinum okkar upp á þessa nýju afurð.“<br />

Kristín segir að hjá Sölufélagi<br />

garðyrkjumanna sé unnið að margvíslegri<br />

vöruþróun. Þannig var hjá<br />

fyrirtækinu á síðasta ári byrjað að<br />

framleiða gratín sem er unnið úr<br />

blóm- og spergilkáli og gulrófum.<br />

Viðtökur við því hafa verið frábærar<br />

og var því ákveðið að halda<br />

áfram á sömu braut og síðla sumars<br />

má þess vænta að íslenskt<br />

sveppagratín komi í búðir.<br />

www.sfg.is – www.islenskt.is<br />

Lagarfljótsormurinn, íslensk fljó›saga.<br />

Kringlunni - sjá nánar um útsölustaði á www.zo-on.is<br />

GAR‹URINN 2009 | 29<br />

Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri<br />

Sölufélags garðyrkjumanna.


30 | GAR‹URINN 2009<br />

Rósirnar hans<br />

Jóhanns vekja athygli<br />

Það vakti athygli norrænna rósaunnenda<br />

sem komu til Íslands á<br />

fund stjórnar norrænu rósafélaganna<br />

í september sl. að líta augum<br />

íslensk ræktuð rósayrki sem þeir<br />

hrifust mjög af. Það er Jóhann Pálsson<br />

fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar<br />

sem hefur laðað fram<br />

þessi blendingsyrki með því að<br />

víxlfrjóvga harðgerar tegundir rósa<br />

og velja úr afkvæmunum plöntur<br />

með álitlega eiginleika. Það eru<br />

gjarnan rósayrki með ,,blóð“ fjallarósa,<br />

ígulrósa og þyrnirósa sem<br />

Jóhann hefur notað í víxlanir sínar.<br />

Einnig hafa orðið til í einkagarði<br />

Jóhanns náttúruleg blendingsafkvæmi<br />

sem hann hefur haldið til<br />

haga og notað til víxlfrjóvgunar.<br />

Einn af norsku gestunum skrifaði<br />

grein um þetta í marsútgáfu Rosebladet,<br />

málgagns norska rósafélagsins.<br />

Þar er lýst mikilli hrifningu yfir<br />

þessum rósum sem gestirnir fengu<br />

að sjá og báru sumar ennþá falleg,<br />

nýútsprungin og ilmandi blóm þótt<br />

Vilhjálmur Lúðvíksson skrifar<br />

komið væri fram í september. Eftir<br />

birtingu greinarinnar eru norskir<br />

rósaunnendur farnir að spyrja um<br />

möguleika á að fá þessar rósir til<br />

sín. Hér eru kannski að verða til<br />

tækifæri fyrir íslenska garðplöntuframleiðendur!<br />

Jóhann telur rósir búa yfir kvenlegum<br />

eiginleikum. Blómin eru<br />

mjúk og undur falleg en rósir geta<br />

stungið illþyrmilega ef illa er farið<br />

að þeim. Vegna þessa hefur hann<br />

gefið öllum sínum rósum kvenkyns<br />

nöfn. ´Logafold´ heitir ein ættmóðirin<br />

en nöfnin Hadda, Hilda, Drífa,<br />

Fönn og Guðfinna koma fyrir og<br />

hér eru sýnd á myndum nokkur<br />

dæmi um þessar rósir hans. Rósir<br />

Jóhanns hafa fengið veglegan sess í<br />

tilraunagarði Rósaklúbbsins í landi<br />

Skógræktarfélags Hafnarfjaðar og<br />

var sá garður vígður fyrir tveimur<br />

árum af Guðna Ágústssyni, þáverandi<br />

landbúnaðarráðherra um leið<br />

og rósir frá Jóhanni voru settar niður.<br />

Vonandi verða einhverjar þeirra<br />

Harðgerar rósir blómstra jafnvel á vindblásinni Valhúsahæðinni.<br />

fáanlegar á íslenskum markaði innan<br />

fárra ára því þær eru bæði mjög<br />

harðgerar, fagurblómstrandi og<br />

ilmandi og bera því öll einkenni vel<br />

heppnaðrar ræktunar. Íslensk rósarækt<br />

er að hefja göngu sína. Mikið<br />

og áhugavert verkefni er framundan<br />

bæði fyrir ræktendur, framleiðendur<br />

og unnendur fagurra jurta.<br />

Guðni Ágústsson gróðursetur ‘Fönn’. ‘Guðfinna’ verður stæðileg rós.<br />

‘Drífa’. ‘Guðfinna’. ‘Brynhildur’ með næstum sjálflýsandi<br />

blóm.<br />

Guðbjörg Kristjánsdóttir er hafsjór<br />

af fróðleik þegar kemur að ræktun,<br />

en hún hefur starfað við garðyrkju<br />

alla sína ævi. Hún segir mikla<br />

aukningu hafa orðið í ræktun<br />

kryddjurta og grænmetis að undanförnu.<br />

„Við keyptum töluvert<br />

meira af matjurtafræjum nú í haust<br />

en áður. Þegar leið að áramótum<br />

ákváðum við svo að panta enn<br />

meira, og nú eigum við von á<br />

fjórðu sendingunni fyrir utan aðalsendinguna<br />

sem átti að duga!“<br />

Af litlu fræi...<br />

Guðbjörg bendir fólki á að sá fræjum<br />

í sáðmold, sem inniheldur færri<br />

næringarefni en hefðbundin mold.<br />

Of mikil næring eða áburður geti<br />

drepið ungar plöntur. „Yfirleitt<br />

setur maður sáðmold í bakka,<br />

vökvar svo og sáir. Síðan setur<br />

maður mold yfir fræið, um það bil<br />

2-3 sinnum þykkt fræsins. Á því er<br />

þó undantekning, en það eru þessi<br />

pínulitlu fræ eins og timían og oreganó<br />

sem verða að fá að vera ofaná.<br />

Þá er einnig gott að sá bara því<br />

sem maður þarf og geyma afganginn<br />

af fræjunum, en þau geymast<br />

mjög vel og lengi.“<br />

Guðbjörg segir spírun ganga<br />

mjög mishratt fyrir sig, og það<br />

komi fyrir að fólk gefist upp á sáningunni<br />

og haldi að spíruninin hafi<br />

misheppnast. Gulrótar- og rósmarínfræ<br />

séu til að mynda mjög lengi<br />

að spíra, en rósmarínið getur tekið<br />

rúman mánuð. Það skipti því máli<br />

að sýna þolinmæði og halda áfram<br />

að vökva, en fræ þurfa ekki að<br />

þorna nema einu sinni til að þau<br />

deyji. „Að láta fræ spíra er þó<br />

venjulega mjög auðvelt,“ bætir<br />

Guðbjörg við brosandi.<br />

Vökvun mikilvæg<br />

Guðbjörg leggur áherslu á mikilvægi<br />

þess að fólk haldi moldinni<br />

rakri, vilji það ná árangri í ræktun.<br />

„Þótt að fólki finnist alltaf vera<br />

rigning, þá er það ekki svo og það<br />

verður að vökva vel. Ef fræin ná að<br />

Hollráð frá Guðbjörgu í Garðheimum:<br />

Krydd í tilveruna<br />

Guðbjörg Kristjánsdóttir garðyrkjumaður: „Það er nauðsynlegt að hafa stöðugan<br />

raka á meðan fræið er að koma upp.“<br />

þorna þá deyja þau, og það er<br />

nauðsynlegt að hafa stöðugan raka<br />

á meðan fræið er að koma upp og<br />

mynda rætur. Það getur flýtt fyrir<br />

spírun að vökva fræin með volgu<br />

vatni, sérstaklega fyrst í stað.“<br />

Margir fara að huga að garði og<br />

ræktun í maímánuði, en það getur<br />

þó reyst varasamt þar sem oft er<br />

næturfrost. „Ef það gerist í grænmetisræktun<br />

er mikil hætta á að<br />

grænmetið njóli, þ.e.a.s. að það<br />

blómstri og myndi ekki neina<br />

hausa. Því er öruggast að setja<br />

grænmetið ekki út fyrr en í byrjun<br />

júní. Ef fólk vill ekki missa af<br />

plöntum sem eru til sölu, þá getur<br />

það einfaldlega keypt þær og geymt<br />

inni þar til tími er kominn til að<br />

setja þær út.“ Guðbjörg bendir þó<br />

á að ýmsar harðgerar blómaplöntur<br />

geti farið fyrr út, til að mynda<br />

stjúpur, ljónsmunni og bellis.<br />

Guðbjörg segir kryddjurtir vaxa<br />

vel í glugga sem og garði, en að<br />

reynslan sýni að kryddplöntur séu<br />

meira nýttar, séu þær í ræktaðar í<br />

eldhúsinu. Plöntur eru viðkvæmar<br />

fyrir miklum hitabreytingum og<br />

því er gott að venja þær örlítið við<br />

áður en þær eru fluttar frá íbúðarhúsi<br />

út í garð. „Fólk getur reynt að<br />

setja þær út á daginn og svo á eins<br />

kaldan stað og hægt er á næturnar<br />

til að venja þær smátt og smátt við<br />

kuldann. Þá getur verið gott að<br />

setja akríldúk yfir plönturnar, sem<br />

veitir gott skjól, en slíkir dúkar<br />

hleypa rigningu og vatni í gegnum<br />

sig svo það er hægt að vökva í<br />

gegnum dúkinn.“<br />

www.gardheimar.is


GAR‹URINN 2009 | 31<br />

Grænmetisbylting í sumar!<br />

til að ná árangri þurfi að undirbúa<br />

garðinn vel. Þurrkaður hænsnaskítur<br />

eða fiskimjöl er mjög góð undirstaða<br />

og sumir komast ef til vill í<br />

annan húsdýraáburð. Kalki þarf oft<br />

einnig að bæta í jarðveginn. Illgresishreinsun<br />

er mjög mikilvæg og<br />

skiptir máli að gefast ekki upp þó<br />

eitthvað fari úrskeiðis í fyrstu!<br />

„Í Gróðrarstöðinni Storð eru framleiddar<br />

og selda flestar þær garðplöntur<br />

sem garðeigendur þurfa í<br />

garðana sína; tré, skrautrunnar,<br />

sumarblóm, rósir, matjurtir o.fl.,“<br />

segir Vernharður Gunnarsson, eigandi<br />

gróðrarstöðvarinnar Storðar í<br />

Kópavogi. „Núna í vetur og vor<br />

höfum við fundið að ræktunaráhugi<br />

fólks er að aukast mjög mikið,<br />

sérstaklega á alls kyns nytjaplöntum.<br />

Það hefur orðið einhver hugarfarsbreyting.<br />

Síðastliðin 2-3 ár<br />

hefur fólk sótt í að rækta sitt eigið<br />

salat, krydd og fleira en núna virðist<br />

þessi áhugi hafa magnast upp og<br />

margir tilbúnir til að takast á við<br />

fleiri tegundir.“<br />

Vernharður brýnir fyrir þeim<br />

sem eru að hefja matjurtarækt, að<br />

Ný heimasíða<br />

fyrir áhugafólk<br />

og ræktendur:<br />

www.gardplontur.is<br />

Félag garðplöntuframleiðenda opnaði<br />

í gær nýja heimasíðu www.<br />

gardplontur.is við mikinn fögnuð í<br />

Landbúnaðarháskólanum Reykjum,<br />

Ölfusi. Heimasíðan er sannkallaður<br />

þekkingarbrunnur þegar<br />

kemur að íslenskri garðyrkju og er<br />

ætlað að miðla þekkingu á auðveldan<br />

og þægilegan hátt til almennings<br />

rétt sem ræktenda auk<br />

þess að bjóða upp á tengingar við<br />

framleiðendur um allt land.<br />

Á síðunni er leitarvefur, þar sem<br />

hægt er að leita að plöntum eftir<br />

hæð, lit og ræktarskilyrðum, sem<br />

auðveldar fólki að velja sér plöntur<br />

í garðinn. Þá er á síðunni einnig að<br />

finna mikinn fróðleik, því með<br />

hverri plöntu er að finna bæði góða<br />

lýsingu og ljósmynd sem tekin er á<br />

Íslandi.<br />

Það liggur mikil reynsla og<br />

þekking hjá garðplöntuframleiðendum<br />

sem þeir miðla á þessum<br />

nýja vef. „Þeir taka oft plöntur erlendis<br />

frá og prufa þær svo áður en<br />

þær verða markaðsvara hér, en íslensk<br />

veðrátta hentar ekki öllum<br />

plöntum. Það er því afar gagnlegt<br />

að hafa aðgang að sameiginlegum<br />

upplýsingabrunni um garðyrkju,<br />

hvort sem þú ert áhuga- eða atvinnumaður,“<br />

segir Sigríður Helga<br />

Sigurðardóttir, sem er garðplöntuframleiðandi.<br />

www.gardplontur.is<br />

Baráttan við kálfluguna.<br />

Kálflugan getur gert grænmetisræktendum<br />

lífið leitt. Hún sækir<br />

eingöngu í kálættina, til að mynda<br />

blómkál, hvítkál og rófur. Grænmeti<br />

af öðrum ættum eins og rauðrófur,<br />

salat, krydd og gulrætur lætur<br />

hún alveg í friði.<br />

Margir kjósa að nota ekki eitur í<br />

matjurtagarðana sína til að verjast<br />

kálflugunni. Mjög gott ráð er að<br />

setja léttan akryldúk yfir beðin<br />

strax eftir útplöntun, og láta hann<br />

vera í 5-6 vikur. Það er sá tími sem<br />

kálflugan er á sveimi í leit að<br />

heppilegum varpstað þar sem hún<br />

getur alið börnin sín. Það eru einmitt<br />

þau, lirfur kálflugunnar, sem<br />

éta rætur plantnanna. Dúkurinn<br />

veitir að auki gott skjól og flýtir<br />

uppskerunni.<br />

Vernharður nefnir einnig nokkur<br />

gömul ráð í baráttunni við kálfluguna.<br />

Ýmsar lyktsterkar plöntur<br />

trufla leit hennar að fórnarlömbum.<br />

Ef fólk kemst í kúamykju, fer í<br />

gang athyglisvert ferli. Fyrir utan<br />

• jarðvegsskipti<br />

• pípulagnir<br />

• raflagnir<br />

• snjóbræðsla<br />

• hellulagning<br />

að vera góður áburður, dregur hún<br />

að sér mykjufluguna sem allir<br />

þekkja. Mykjuflugan er rándýr og<br />

ræðst á kálfluguna og drepur. Hún<br />

• þökulagning<br />

• grjóthleðsla<br />

• hleðsluveggir<br />

• steyptir<br />

veggir<br />

er þannig eins konar varnarlið<br />

grænmetisgarðsins. Þetta miðast<br />

við að ekki sé notaður yfirbreiðsludúkur.<br />

• kantsteypa<br />

• stígagerð<br />

• gosbrunnar<br />

• girðingar<br />

• pallar<br />

• sláttur<br />

• klipping<br />

• hreinsun<br />

Svo er bara að óska öllum góðs<br />

gengis í sinni ræktun í sumar.<br />

www.stord.is<br />

AlhliðA þjónustA<br />

fyrir gArðinn!<br />

S.Á. Verklausnir býður fram alhliða þjónustu á sviði lóðafrágangs og hefur á að skipa<br />

reyndum sérfræðingum á því sviði.<br />

Fyrirtækið var stofnað á vormánuðum árið 2007. Fyrirtækið hefur vaxið hægt en örugglega, þrátt fyrir<br />

erfiðar aðstæður já markaðnum. Við erum stórhuga og bjóðum nú upp á allan þann lóðafrágang sem<br />

hægt er að ímynda sér. Ekkert verk er okkur ofviða:<br />

S.Á. Verklausnir ehf. - Frostafold 181 - 112 Reykjavík - Sími 5880920 - GSM 8973057 - save@save.is - www.save.is


32 | GAR‹URINN 2009<br />

BREIÐAMÖRK<br />

HVERA<br />

SVÆÐI<br />

KIRKJA<br />

HÓTEL<br />

ÖRK<br />

Garðyrkju- og blómasýningin 2009<br />

„Blóm í bæ“<br />

HVERAMÖRK<br />

REYKJAVÍK<br />

Hveragerði 26. – 28. júní<br />

Sýning af þessu tagi er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi, en rík hefð er fyrir slíkum garðyrkjusýningum<br />

víða erlendis. Fjöldi viðburða á sviði garðyrkju, umhverfismála, íslenskrar framleiðslu og handverks<br />

verður á sýningunni þar sem fagfélög, framleiðendur og fyrirtæki taka höndum saman.<br />

Sýningarsvæði og uppákomur<br />

I<br />

K<br />

BREIÐAMÖRK<br />

L<br />

REYKJAMÖRK<br />

A<br />

E B<br />

F G D<br />

H C<br />

Sýningin er opin:<br />

LANDBÚNAÐAR-<br />

HÁSKÓLI ÍSLANDS<br />

LISTIGARÐUR<br />

J<br />

HEIÐMÖRK<br />

ÞELAMÖRK<br />

SUNNUMÖRK<br />

SELFOSS<br />

Föstudaginn 26. júní kl. 15.00 – 20.00<br />

Laugardaginn 27. júní kl. 12.00 – 18.00<br />

Sunnudaginn 28. júní kl. 12.00 – 17.00<br />

REYKJAMÖRK<br />

LAUGASKARÐ<br />

SUNDLAUG<br />

M<br />

AUSTURMÖRK<br />

LISTASAFN<br />

ÁRNESINGA<br />

Aðgangur ókeypis alla dagana!<br />

Allar nánari upplýsingar er að finna hjá verkefnisstjóra<br />

í síma 483-4000 og á www.hveragerdi.is.<br />

A<br />

B<br />

C<br />

D<br />

E<br />

F<br />

G<br />

H<br />

I<br />

J<br />

K<br />

L<br />

M<br />

Listigarður<br />

Á útisvæði eru sýnendur með stærri garðvörur<br />

og skraut. Þar verður gerð lengsta blóma-<br />

skreyting Íslands.<br />

Markaðurinn<br />

Tjaldborgir verða reistar á markassvæðinu<br />

þar sem markaðsstemning verður ráðandi<br />

og íslensk framleiðsla áberandi. Tjöldunum<br />

verður skipt í Garðyrkju-, Handverks-, Umhverfis-<br />

og Matvælatjald.<br />

Blómagerði<br />

Upphitað innisvæði með sýningarkerfum.<br />

Þar verður jafnframt haldin blómasýning og<br />

víkingabrúðkaup og keppt í blómaskreytingum<br />

og sólblómarækt.<br />

Gúrkugerði<br />

Sýning á íslensku grænmeti.<br />

Sögusýning garðyrkjunnar<br />

Safn Garðyrkjuskólans af gömlum verkfærum<br />

verður dregið fram í dagsljósið.<br />

Gleym-mér-ey<br />

Blómaskreytar búa til skreytingar úr húsgögnum<br />

og öðrum áhöldum.<br />

Frævan<br />

Garðplöntuframleiðendur sýna sumarblóm,<br />

trjáplöntur og aðra framleiðslu. Sýning á samsetningu<br />

blóma í kerjum.<br />

Blómabörnin<br />

Á barnasvæðinu verður boðið upp á ýmsa<br />

skemmtun fyrir börnin sem tengist sól og<br />

sumri.<br />

Eldhúsgarðurinn<br />

Náttúran.is og Hildur Hákonardóttir kynna<br />

nýjung í skipulagi matjurtagarðs fyrir heimilið.<br />

Frumlegar skreytingar frá félagi blómaskreyta.<br />

Garðshorn<br />

Sýning á smágörðum úr smágarðasamkeppni<br />

Félags íslenskra landslagsarkitekta og Hveragerðisbæjar.<br />

Íslensk garðlist<br />

Sýningin „Blóm í bæ“ hefst á skemmtilegri<br />

ráðstefnu um íslenska garðlist.<br />

Tjaldsvæði<br />

Á tjaldsvæði verður boðið upp á rúnaristur,<br />

opið grill og skátaleiki. Laukaball fyrir yngstu<br />

kynslóðina.<br />

... og margt, margt fleira!<br />

ARGH! 0509

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!