20.02.2013 Views

Garðurinn

Garðurinn

Garðurinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

12 | GAR‹URINN 2009<br />

Hugleiðingar um skipulag í matjurtagarði<br />

Það er svo skrítið hvað kartöflurnar<br />

úr matjurtagarðinum heima bragðast<br />

miklu betur en kartöflur sem<br />

keyptar eru hjá kaupmanninum á<br />

horninu. Það er yndislegt að sýsla í<br />

sínum eigin matjurtagarði og enn<br />

betra ef garðurinn er vel skipulagður.<br />

Margir halda að matjurtagarðurinn<br />

eigi heima í norðurskotinu í<br />

garðinum þar sem engrar eða lítillar<br />

sólar nýtur, afgangspláss sem<br />

hægt er að nýta til að pota niður<br />

kartöfluútsæði og nokkrum kálplöntum.<br />

Það væri gaman að vita<br />

hver uppskeran er í þess konar<br />

görðum! Matjurtir þurfa jafn mikla<br />

sól og aðrar plöntur, ekki er einungis<br />

um skugga af húsum að ræða<br />

heldur einnig skuggi af trjám sem<br />

einnig „stela“ vatni og næringarefnum<br />

frá matjurtunum. Ég hef það<br />

einhvern veginn á tilfinningunni að<br />

með því að velja matjurtagarðinum<br />

stað þar sem hann ekki sést út um<br />

stofugluggann þá séu garðeigendur<br />

að „fela“ þessar plöntur en leggja<br />

þess meiri áherslu á skrautrunna<br />

og sumarblóm. Í mínum huga eru<br />

matjurtir oft skrautlegri og<br />

skemmtilegri plöntur og ekki verra<br />

að þær eru ætar og ég skil ekki af<br />

hverju þeim er ekki gert hærra<br />

undir höfði. Velhirtan matjurtagarð<br />

þarf ekki að fela og þegar tegundum<br />

fjölgar sem hægt er að rækta<br />

hérlendis og fólk prófar sig meira<br />

og meira áfram verður fjölbreytileikinn<br />

í blaðlögun, lit og áferð<br />

meiri og fegurðin eykst, sannkallað<br />

augnayndi og hverjum garði mikil<br />

prýði. Á hverju vori þegar ég á leið<br />

um gróðrarstöðvar tek ég eftir því<br />

að úrvalið í matjurtadeildinni er<br />

fjölbreyttara en árið áður, því er<br />

einnig að þakka hinum góða sýningareit<br />

Grasagarðsins í Laugardal<br />

sem sýnir að það er hægt að rækta<br />

meira en kartöflur, blómkál og rófur<br />

á Íslandi. Sól og skjól eru aðalverkfærin<br />

og svo spilar þolinmæði<br />

ræktandans stórt hlutverk.<br />

Algengasta tegundin af matjurtagörðum<br />

eru beð með<br />

gangrennum á milli, ræktunarbeðin<br />

eru um 90-120 sm á breidd.<br />

Hugsa verður til þess að rýmið í<br />

gangrennunum sé nægjanlegt til að<br />

geta athafnað sig, best er að<br />

gangrennurnar séu lagðar hellum,<br />

grús eða jafnvel trjákurli. Það er<br />

snyrtilegra og gerir alla viðhaldsvinnu<br />

í beðunum auðveldari. Ekki<br />

er gott að hafa ræktunarbeðin of<br />

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008<br />

breið, betra er að hafa beðin mjó<br />

enda auðveldar það aðkomu að<br />

plöntunum. Margir kjósa að útbúa<br />

ramma í kringum beðin og hækka<br />

þau eilítið upp sem er af því góða<br />

því jarðvegurinn hlýnar fyrr. Matjurtagarðurinn<br />

verður þrifalegri<br />

þegar búið er að ramma inn beðin<br />

og setja grús eða hellur í gangrennurnar,<br />

auk þess sem það er auðveldara<br />

að koma fyrir bogum í<br />

karmana til að setja plast/trefjadúk<br />

yfir.<br />

En það er ekki nauðsynlegt að<br />

útbúa heilan matjurtagarð til að<br />

koma niður karöfluútsæði eða<br />

blómkálshausum. Þegar ég var að<br />

vinna í garðyrkjunni fyrir nokkrum<br />

árum þá var ég eitt sinn stödd við<br />

hjúkrunarheimili hér í borg þar<br />

sem við vorum að setja niður sumarblóm<br />

í beð. Eldri maður sem<br />

þarna bjó, kom til okkar og bað<br />

okkur vinsamlegast að setja ekki<br />

niður blóm í beð við íbúð hans,<br />

hann fór með okkur og með stafnum<br />

sínum merkti hann í beðið<br />

„bannsvæðið“. Við urðum nokkuð<br />

hissa og spurðum hvers vegna<br />

hann vildi ekki fá blómin, jú<br />

ástæðan var sú að hann var nýbúin<br />

að setja niður nokkrar kartöflur!<br />

Það fer vel á því að blanda saman<br />

matjurtum inn á milli skrautrunna<br />

og sumarblóma, hafa verður þó í<br />

huga að skrautrunnar skyggi ekki á<br />

matjurtirnar og þær gera einnig<br />

meiri kröfur til jarðvegs, áburðargjafar<br />

og vökvunar. Hægt er að<br />

Ásta Camilla Gylfadóttir skrifar<br />

Matjurtagarður sem grunnskólanemendur hönnuðu, sýningarreitur á Hampton Court sýningunni.<br />

Hér er að líta sérstaka útfærslu á „ræktunarkeri“, búið að stafla upp dekkjum,<br />

sýningarreitur á Hampton Court sýningunni.<br />

skipuleggja beðin í garðinum á<br />

þann hátt að það er vitað fyrirfram<br />

að í ákveðin svæði í blómabeðinu<br />

eiga að koma matjurtir og með því<br />

móti er hægt að undirbúa jarðveginn<br />

sérstaklega þar. Enn og aftur<br />

má minnast á að margar tegundir<br />

matjurta eru mjög fallegar á að líta<br />

og geta verið mjög til prýðis í<br />

Hunang er mikið notað til matargerðar<br />

og fátt er notalegra á köldum<br />

vetrarkvöldum en gott te með<br />

hunangi. Ralf Trylla umhverfisfulltrúi<br />

Ísafjarðarbæjar sendi okkur<br />

þessa skemmtilegu uppskrift af<br />

hunangi sem búið er til úr blómum<br />

túnfífla.<br />

Fíflahunang<br />

500 gr af fíflablómum<br />

1 kg sykur (hrásykur er hollari og<br />

gefur dekkri lit)<br />

½ sítiróna<br />

• Skolið fíflana og setjið þá í 1<br />

lítra af köldu vatni og látið<br />

standa í 2 klst.<br />

• Sjóðið síðan vatnið með fíflablómunum<br />

og kælið hægt niður.<br />

• Hafið lokið á pottinum og látið<br />

standa yfir nótt, u.þ.b. 12 tíma.<br />

• Síið vökvann frá blómunum í<br />

gegnum grisju eða viskastykki.<br />

• Setjið 1 kíló af sykri og ½ síti-<br />

blóma- og runnabeðum.<br />

Það hefur einnig færst í vöxt<br />

undanfarin ár að rækta matjurtir í<br />

kerum og pottum, þetta hentar<br />

mjög vel þeim sem eru með litla<br />

garða eða svalir. Það fer eftir ræktandanum<br />

hversu stór potturinn eða<br />

kerið er en maður verður að hafa í<br />

huga að stærð á potti og plöntu<br />

rónu með safa og aldinkjöti út í<br />

vatnið.<br />

• Sjóðið í stutta stund og látið síðan<br />

malla á vægum hita þar til<br />

sírópið fer að þykkna, en það<br />

gæti tekið nokkurn tíma.<br />

fylgist að. Maður hefur séð þá útfærslu<br />

hjá fólki að vera með stór<br />

plastker þar sem í komast nokkur<br />

stykki af matjurtum af ýmsum tegundum.<br />

Nauðsynlegt er að hugsa<br />

til þess að setja ekki saman stórar<br />

og litlar plöntur í sama pott þar<br />

sem þær stóru geta skyggt á þær<br />

minni, einnig þarf að muna að<br />

snúa pottunum reglulega ef þeir<br />

standa við vegg þannig að sólin nái<br />

til allra plantnanna í pottinum. Að<br />

lokum má benda á að potturinn<br />

má ekki vera það stór að þegar búið<br />

er að fylla hann ræktunarmold,<br />

plöntur komnar í hann og vökvun<br />

hefur átt sér stað, að það sé hægt<br />

að flytja hann til án þess að ræktandinn<br />

endi í rúminu með tognun<br />

í baki!<br />

Ég hef mikinn áhuga á aðgengi<br />

fyrir alla og vil gjarnan minnast á<br />

þann þátt í matjurtaræktun. Hægt<br />

er að skipuleggja matjurtagarðinn<br />

þannig að beðin séu útbúin á þann<br />

hátt að einstaklingar, sem háðir eru<br />

hjólastól, geti notið þess að stunda<br />

sína ræktun. Beðin eru upphækkuð<br />

og gangar á milli eru með föstu yfirborðsefni<br />

og nægjanlega breiðir<br />

þannig að auðvelt er að fara á milli<br />

beða. Þessi útfærsla hentar einnig<br />

þeim sem eru sjónskertir og eldri<br />

borgurum sem vilja síður þurfa að<br />

bogra á hnjánum í beðunum. Þegar<br />

ræktunarbeð eru byggð upp í þessa<br />

hæð er nauðsynlegt að muna eftir<br />

því að leggja í botninn grófar trjágreinar<br />

til að stuðla að betra frárennsli<br />

og að vera með gat á karminum<br />

á endum til að auka loftun í<br />

beðinu. Annars bendi ég á mér<br />

fróðari garðyrkjumenn sem luma á<br />

bestu uppskrift á jarðvegssamsetningu<br />

í slík uppbyggð beð.<br />

Ég er á því að allir eigi að geta<br />

stundað matjurtaræktun – og að<br />

það eru til ýmsar útfærslur á matjurtagörðum.<br />

Það er hins vegar<br />

hugmyndaflugið hjá ræktandanum<br />

sem er besta verkfærið og að þora<br />

að prófa eitthvað nýtt. Það eru til<br />

allskonar lausnir, til dæmis er hægt<br />

að rækta beint í moldarpoka! Maður<br />

verður bara að muna að maður<br />

lærir best af mistökum og engin<br />

verður meistari í ræktun á einu<br />

sumri.<br />

Góðar óskir um skemmtilegar<br />

stundir í matjurtaræktunni.<br />

Það er ekkert fíflalegt við túnfífla!<br />

Það er algjört góðverk að nýta blóm túnfíflana til hunangsgerðar. Ljósm.: Hafsteinn Hafliðason.<br />

• Til að reyna á rétt seigjustig, er<br />

smávegis sett í teskeið og síðan<br />

látið kólna.<br />

• Að lokum er hunangið sett í<br />

hreinar krukkur. Geymist í allt<br />

að átta mánuði.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!