20.02.2013 Views

Garðurinn

Garðurinn

Garðurinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Andi staðar er mikilvægur. Ljósm.: Vilhjálmur Lúðvíksson.<br />

plöntur henta til skjólbeltagerðar.<br />

Gott er að blanda saman mismunandi<br />

gerðum og misháum en verja<br />

þarf sígrænan gróður fyrir vindum,<br />

skafrenningi og sól fyrstu árin.<br />

Matjurtagarða þarf að staðsetja á<br />

sólríkum og skjólgóðum stöðum.<br />

Minni garðar til daglegrar notkunar<br />

þurfa að vera nálægt bústaðnum,<br />

það hvetur til notkunar og auðveldar<br />

umhirðu og vökvun. Stærri<br />

garðar t.d. kál- og kartöflugarðar<br />

geta verið fjær og er þá gjarnan gert<br />

ráð fyrir jarðhýsi í námunda við<br />

garðana. Safnhaugar eða kassar til<br />

jarðvegsgerðar þurfa að vera við<br />

matjurtagarða og garðskúrar fyrir<br />

verkfæri. Gróðurhús þarf að staðsetja<br />

á sólríkum stöðum, fjarlægð<br />

frá bústað fer eftir ætlaðri notkun.<br />

Útsýni yfir athyglisvert landslag<br />

nær og fjær skiptir flesta miklu.<br />

Þegar hugað er að sjónlínum er<br />

ágætt að „ramma“ útsýnið inn t.d.<br />

útsýni yfir garð úr svefnherbergi,<br />

gosbrunn fyrir enda heimtraðar eða<br />

landslag í fjarska. Sjónvíddin getur<br />

ýmist verið þröng eða víð og sjónsviðið<br />

nær eða fjær. Hugsanlega<br />

getur einnig þurft að gera breytingar<br />

til þess að opna fyrir áhugaverðar<br />

sjónlínur. Útsýnisstaðir eru<br />

mönnum og dýrum mikilvægir og<br />

tengist það eflaust eðlislægri tilfinningu<br />

fyrir yfirráðasvæði. Einnig<br />

þarf að tryggja að ekki verði gróðursett<br />

tré sem byrgja munu fyrir<br />

mikilvægt útsýni frá vistarverum.<br />

Stundum þarf að skerma fyrir truflandi<br />

landslagsþætti eða auka friðhelgi<br />

einkalífsins með því að setja<br />

upp hindranir.<br />

Gott skipulag stíga og flæðis um<br />

lóð er lykilatriði í velheppnaðri frístundalóð.<br />

Stígar geta verið mismunandi<br />

að gerð og veita aðgengi<br />

að stöðum innan sem utan lóðar.<br />

Það virðist vera í eðli mannsins að<br />

vilja frekar ganga í hringi en fram<br />

og til baka. Ef leiðin um landið á<br />

að vera ánægjuleg þarf að vanda vel<br />

til við hönnun stíga. Huga þarf að<br />

rýmismyndun, yfirborðsefnum,<br />

uppgötvunum, sjónlínum út frá<br />

stígum og áhugaverðum stökum.<br />

Stígar vísa veginn og þar sem fólk<br />

fer sjaldnast út af stíg gagnast þeir<br />

vel þar sem vernda þarf viðkvæman<br />

gróður eða jarðmyndanir.<br />

Í verandir, göngustíga,<br />

heimtraðir og skilrúm er æskilegt<br />

að nota endurnýtt eða endurnýtanleg<br />

efni, endingargóð og viðhaldslítil<br />

efni, efni án eiturefna, efni sem<br />

stinga ekki í stúf við umhverfið og<br />

efni sem endurkasta ekki ljósi.<br />

Nota þarf staðbundin byggingarefni<br />

eins og frekast er unnt og varðveita<br />

skemmtilegar íslenskar hefðir t.d.<br />

með notkun hlaðinna garða og<br />

torfveggja. Gott er að hugsa um<br />

lögun efnisins, áferð, liti, mynstur<br />

og samspil þessara þátta þar sem<br />

efni getur haft töluverð áhrif á<br />

vellíðan. Þannig er gróðurgrænn<br />

litur í svefnherbergjum talinn hafa<br />

róandi áhrif en slík áhrif hafa einnig<br />

lækjarniður, snark frá varðeldi á<br />

sumarkvöldi, það að róta í hlýrri<br />

mold eða lykta af angandi rósum.<br />

Leitast skal við að halda lýsingu<br />

í lágmarki þar sem lýsing skerðir<br />

ýmis önnur eftirsóknarverð gæði<br />

s.s. stjörnuskoðun og tunglskin.<br />

Lágstemmd lýsing á stöku stað getur<br />

einnig gefið útivistarverum hlýlegan<br />

blæ og aukið öryggi t.d. þar<br />

sem mismunandi yfirborðsfletir<br />

skarast eða misfellur eru í yfirborði.<br />

Margvísleg stök eru vinsæl á frístundalóðum<br />

og ekki er mögulegt<br />

að fjalla um þau öll. Hugleiða má<br />

notkun flaggstangar, gosbrunna,<br />

lækjarsprænu, útilistaverka, skjólveggja,<br />

bekkja og borða, blómapotta<br />

og standa. Einnig skiptir máli<br />

staðsetning geymsluskúra fyrir<br />

Vorið kallar á þig í Fornalundi<br />

Nú er tími vorverkanna<br />

Fyrstu skrefin að sælureit fjölskyldunnar liggja í Fornalund.<br />

Landslagsarkitekt okkar aðstoðar þig við að breyta garðinum<br />

þínum í sannkallaðan sælureit.<br />

Hringdu í síma 412 5050 og fáðu tíma í ráðgjöf hjá landslagsarkitekt okkar.<br />

Opið hús hjá BM Vallá 23. maí um land allt.<br />

Söludeild :: Breiðhöfða 3 :: Sími: 412 5050<br />

GAR‹URINN 2009 | 17<br />

verkfæri, byggingarefni og vélar,<br />

annarskonar smáhýsi og sorpgeymslu.<br />

Margir hafa einnig gaman<br />

af því að elda utanhúss og er því<br />

ekki úr vegi að gera ráð fyrir útieldhúsi,<br />

grilli, eldstæði eða hlóðum<br />

í hæfilegri fjarlægð frá bústað.<br />

Ljóst er að áhugaverður og aðlaðandi<br />

staðarandi verður ekki<br />

keyptur í verðlistum heldur byggir<br />

fyrst og fremst á þekkingu á og<br />

virðingu fyrir staðháttum, þekkingu<br />

á þörfum þeirra sem koma til<br />

með að nota svæðið og frjórri og<br />

skapandi hugsun.<br />

Greinin er stytt. Hægt er að lesa<br />

alla greinina inn á heimasíðu Garðyrkjufélags<br />

Íslands www.gardurinn.is<br />

undir hnappnum fróðleikur.<br />

bmvalla.is

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!