20.02.2013 Views

Garðurinn

Garðurinn

Garðurinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Brenninetla (Urtica dioica) hefur<br />

verið ræktuð hérlendis síðan á<br />

1900 öld. Plantan er með brennihárum<br />

sem eru stökk og brotna ef<br />

komið er við þau, brotstúfurinn<br />

stingst auðveldlega gegnum húð ef<br />

jurtin er snert, og kemst þá safi<br />

hársins inn undir húðina og svíður<br />

undan vökvanum. Tilgangur<br />

brenniháranna er að vernda plöntuna<br />

gegn snertingu manna og dýra.<br />

Ef plantan brennur þig, þá hefur<br />

þú greinilega fundið réttu plöntuna.<br />

Brenninetlan er frekar sjaldgæf<br />

hérlendis en finnst einna helst í<br />

nánd við garða eða ræktaða garða<br />

þar sem eru eða hafa verið mannabústaðir.<br />

Plantan hefur mikið notagildi,<br />

er talin vera lækningajurt,<br />

hjátrú fylgir plöntunni og hún er<br />

einnig talin henta sérstaklega vel í<br />

lífræna ræktun.<br />

Félagar í Garðyrkjufélaginu, Ralf<br />

Trylla, umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar<br />

og Marianne Guckelsberger<br />

hafa sent okkur eftirfarandi fróðleiksmola<br />

um brenninetluna og<br />

kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.<br />

Brenninetlu saft<br />

Þrisvar sinnum handfylli af ferskri<br />

brenninetlu, notaði allan græna<br />

hlutann af plöntunni. Ein handfylli<br />

af piparmyntu (Mentha x piperita)<br />

eða sítrónu melissa (Melissa officinalis).<br />

Setjið í pott með 1½ lítra af<br />

köldu vatni og geymið yfir nótt.<br />

Næsta dag skal bætt við 600 g af<br />

sykri. Sopið upp á í stutta stund,<br />

bætið við safa úr einni sítrónu og<br />

setjið saftina heita á flösku. Saftin<br />

hefur geymsluþol í allt að ½ ár.<br />

Hárskol<br />

Setjið tvisvar sinnum handfylli<br />

(ekki gleyma hönskum) af brenninetlublöðum<br />

saman við 1 lítra af<br />

eplaediki út í pott, látið suðuna<br />

koma upp. Síið blöðin frá. Berist í<br />

hársvörðinn eftir hárþvott. Hárskolið<br />

þarf að geyma í ísskáp. Gefur<br />

glans í hárið, er gott við flösu,<br />

hárlosi og almennt í feitt hár. Lyktin<br />

af eplaediki hverfur fljótt. Einnig<br />

má sjóða í vatni og sleppa edikinu.<br />

Vorsalat<br />

Tínið ungu blöðin, helst í sól og<br />

eftir hádegi. Notið hanska. (Í<br />

Þýskalandi er sagt að stungurnar<br />

virki vel við gigt.) Mjög gott í salat<br />

ásamt túnfífli, ungum hindberja-,<br />

sólberja- eða rifsblöðum, vallhumal,<br />

hundasúru, birkilaufi, vörtusóleyju<br />

eða öðru hefðbundnara. Virkar<br />

vatnslosandi, hreinsandi. ATH<br />

að barnshafandi konur eiga að<br />

sleppa hindberjalaufum.<br />

Einnig má skera blöðin út í<br />

gríska jógúrt (frá MS, nýkomin á<br />

markaðinn) og hræra smá hörfræolíu<br />

og pínu sjávarsalt út í. Lostæti<br />

oafn á nýbakað brauð.<br />

Í eggjakökur og grænmetisbökur<br />

Tínið ungu blöðin og snöggsjóðið<br />

(dýft í sjóðandi vatn í 1-2 mínútur)<br />

GAR‹URINN 2009 | 21<br />

Fróðleikur um brenninetlu:<br />

Heppileg planta í matjurtagarðinn<br />

Dagskammturhreyfingar<br />

fæst líka<br />

í garðinum!<br />

Lilja Sigrún Jónsdóttir<br />

skrifar<br />

Öll þekkjum við hvatningu til að<br />

auka hreyfingu okkar í kyrrsetusamfélagi<br />

nútímans. Opinberar<br />

ráðleggingar um daglega þörf fyrir<br />

hreyfingu á fullorðinsárum eru<br />

skilgreindar. Til að uppfylla þarfir<br />

fullorðinna fyrir hreyfingu er ráðlagt<br />

að hreyfa sig með hóflegu álagi<br />

(til að auka þrek) í 30 mínútur, 5<br />

daga vikunnar, og tvisvar í viku að<br />

auki, með styrkjandi álagsæfingum.<br />

Mörg okkar kjósa að stunda<br />

reglulegar æfingar á líkamsræktarstöðvum<br />

en þær eiga samt ekki<br />

einkarétt á hreyfingunni. Það gerir<br />

sama gagn að ganga rösklega eða<br />

hjóla og ganga stiga, þegar færi<br />

gefst. Þar að auki telst rösk garðvinna,<br />

með álagi á bæði efri og<br />

neðri hluta líkama, með sem fullgildur<br />

dagsskammtur hreyfingar.<br />

Þannig teljast vorverkin í matjurtagarðinum,<br />

að stinga upp, vinna<br />

mold og raka, uppfylla daglegan<br />

skammt hreyfingar. Ræktunarstörfin<br />

eru gefandi og ef til vill dugar<br />

ánægjan sem vinnulaun. En fyrir<br />

þau, sem sækja líkamsrækt reglulega,<br />

þá má telja vinnustundir í<br />

garðinum með í hreyfibókhaldinu<br />

með bros á vör.<br />

Brenninetlan hefur verið álitin hið versta illgresi hér á landi í kartöflugörðum og<br />

víðar. Evrópubúar kunna greinilega að nýta sér ýmsa eiginleika plöntunnar, sem er<br />

ein leið til að halda plöntunni í skefjum. Ljósm.: Elín Gunnlaugsdóttir.<br />

þá stinga þær ekki lengur eða rúlla<br />

blöðin með kökukefli, þá hverfa<br />

hárin (stungurnar) líka. Notist eins<br />

og spínat t.d. í eggjakökur, súpur<br />

og allskonar rétti.<br />

Í matjurtagarðinn<br />

Brenninetlan er ómissandi í matjurtagarðinum,<br />

sérstaklega í lífrænni<br />

ræktun. Plantan öll er sett í<br />

safnhauginn og eykur hún gæði<br />

moldarinnar. Einnig er gott að setja<br />

hana afskorna í grænmetisbeð milli<br />

plantna og hylja jarðveginn þannig.<br />

Það eykur frjósemina, gleður ánamaðkana<br />

og heldur illgresinu í<br />

skefjum.<br />

Seyði úr brenninetlum, úðað yfir<br />

jarðveginn, styrkir plönturnar<br />

gegn allskyns sjúkdómum. Netluseyði<br />

er búið til þannig að stór<br />

tunna er fyllt að 2/3 með brenninetlum,<br />

gott er að setja þær í grisju,<br />

síðan er tunnan fyllt með vatni.<br />

Láta standa í 2-3 vikur eða þar til<br />

lyktin er horfin. Meðan plantan<br />

rotnar kemur sterk lykt, þess vegna<br />

er sniðugt að setja tunnuna innst<br />

inn í garðinn en ekki við hliðina á<br />

sólpallinn. Síðan er grisjan tekin<br />

upp úr tunnunni og netlurnar fara<br />

á safnhauginn. Nú er seyðið blandað<br />

með vatni 1:20 til 1:50 og úðað<br />

yfir jarðveginn með vökvunarkönnu.<br />

Þetta er gert nokkrum<br />

sinnum yfir vaxtartímann, helst<br />

eftir rigningu, aldrei í sólskini.<br />

Gleðilegt sumar!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!