20.02.2013 Views

Garðurinn

Garðurinn

Garðurinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Endurnærandi garðrækt<br />

Inga Rut Gylfadóttir, landslagsarkitekt FÍLA skrifar<br />

Í rannsóknum hefur glögglega verið<br />

sýnt fram á að hverskonar garðrækt<br />

og útivist á gróðursælum<br />

stöðum og útivistarperlum eflir<br />

andann og endurnærir sál og líkama.<br />

Að koma inn í hverfi, inngang<br />

að vinnustað eða heimili gefur okkur<br />

sterka hugmynd af viðkomandi<br />

stað. Hönnun umhverfisins ásamt<br />

gróðri er þar mikill áhrifavaldur.<br />

Síðustu ár hefur helsta ósk lóðareigenda<br />

verið sú að fá viðhaldslítinn<br />

garð. Fólk hefur verið hrætt við<br />

að hafa mikinn gróður þar sem því<br />

getur fylgt nokkuð viðhald. Mín<br />

skoðun er þó sú að þrátt fyrir að<br />

garður sé hannaður stílhreinn og<br />

einfaldur, þar sem stór hluti garðsins<br />

er með hellulögn og timburpalli,<br />

þá skipti gróðurinn höfuðmáli<br />

í því að skapa vistlegan og<br />

huggulegan garð.<br />

Hluti gróðurs blómstrar snemma<br />

vors og er yndislegt að hafa eina<br />

slíka plöntu í sjónlínu t.d við inngang<br />

húss og við glugga. Þegar<br />

garður er orðinn vel þroskaður er<br />

einnig um að gera að skipta út<br />

plöntum og breyta til. Bæta við<br />

einum blómstrandi runna á áberandi<br />

stað gefur skemmtilega fjölbreyttni<br />

í garðinn. Hver einstök<br />

planta hefur mikinn fjölbreytileika<br />

„Áherslan er hvarvetna á íslenskt<br />

og eftir því stilltum við kúrsinn í<br />

framleiðslu okkar þetta árið. Leggjum<br />

okkur sérstaklega eftir íslenskum<br />

plöntum og þar nefni ég til<br />

dæmis sumarblómin,“ segir Katrín<br />

Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri<br />

Sólskóga.<br />

Sólskógar eru einn stærsti<br />

plöntuframleiðandi landsins og eru<br />

með starfsemi á Egilsstöðum og í<br />

Kjarnaskógi á Akureyri. Á báðum<br />

stöðum er fyrirtækið með mikla<br />

framleiðsla bæði á blómum, trjáplöntum<br />

og skógarplöntum, meðal<br />

annars fyrir landshlutabundin<br />

skógarverkefni á Vestfjörðum,<br />

Norðurlandi og Austurlandi.<br />

Alltaf vinsælast<br />

„Bændaskógræktin hefur tvímælalaust<br />

orðið til þess að auka áhuga<br />

almennings á öllu ræktunarstarfi,“<br />

segir Katrín. „Sífellt fleiri eru að fást<br />

við ræktun í einhverri mynd, bæði<br />

í þéttbýli og svo úti í sveitum, til<br />

dæmis við sumarhús. Þar er íslenska<br />

birkið alltaf vinsælast, enda<br />

nokkuð auðræktað. En síðan hafa<br />

aðrar tegundir komið sterkar inn,<br />

til dæmis lerki og fleiri barrtegundir.<br />

Einnig gæti ég nefnt ýmsar fjölærar<br />

plöntur og runnategundir;<br />

fjölbreytnin fer sívaxandi.“<br />

Rætur Sólskóga eru á Fljótsdalshéraði.<br />

Fyrir rúmum tveimur árum<br />

var sú breyting síðan gerð að fyrirtækið<br />

tók yfir gróðrastöðina í<br />

Kjarna við Akureyri sem rekin hefur<br />

verið síðan 1947, lengst af<br />

Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Í<br />

Kjarna eru alls sjö stór gróðurhús,<br />

samanlagt 3.800 fermetrar að flatarmáli.<br />

Þegar aðstaðan á Egilsstöðum<br />

er svo tekin með í dæmið eru<br />

Sólskógar með undir plasti um<br />

5.000 fermetra sem tryggir mikla<br />

afkastagetu. Slíkt þarf líka, því Sólskógar<br />

framleiða til dæmis öll<br />

sumarblóm fyrir sveitarfélög á<br />

Hönnun, ásamt gróðri, er mikill áhrifavaldur<br />

í fyrstu upplifun að aðkomu<br />

heimilis eða vinnustaðar.<br />

í áferð, laufgun, blómstrun, berjum<br />

og haustlitum og ásýndin breytist á<br />

nokkurra vikna fresti.<br />

Dvalarsvæði skipta alltaf miklu<br />

máli í görðum og þarf að vanda<br />

valið vel, hvar sá staður á að vera.<br />

Hér þarf að finna stað þar sem sólin<br />

skín hvað lengst svo ekki sé<br />

minnst á skjólið. Skjól á Íslandi er<br />

grundvallaratriði til að skapa vel<br />

nýtanlegt dvalarsvæði. Mikill misskilningur<br />

er þó að til að fá gott<br />

dvalarsvæði þurfi skjólgirðingar að<br />

Sólskógar á Akureyri og Egilsstöðum:<br />

vera mjög háar. Girðingar ættu<br />

ekki að vera hærri en svo að maður<br />

sjái yfir þær og að sólin geti skinið<br />

inn á dvalarstaðin óheft þar sem<br />

hún hækkar hitastigið verulega.<br />

Þannig lengist einnig sá tími sem<br />

við getum notið útiveru frá því<br />

snemma á vorin og lengur fram á<br />

haust.<br />

Leiksvæði, matjurtaræktun,<br />

snúrur og heitur pottur er einnig<br />

eitthvað sem gerir garðinn að hagnýtum<br />

og notalegum fjölskyldu- og<br />

Birki, barrtré og blómplöntur<br />

Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga.<br />

Austurlandi og raunar fjölmarga<br />

fleiri. Verkefnin eru margvísleg og<br />

fer fjölgandi.<br />

Hlúir að sínu<br />

„Þegar ræktun og framleiðsla þessa<br />

ár var í undirbúningi tókum við<br />

þann pól í hæðina að áhugi fólks á<br />

allri ræktun myndi aukast; fólk<br />

myndi í ríkari mæli halda sig í<br />

Hluti gróðurs blómstrar snemma vors<br />

og er yndislegt að hafa eina slíka plöntu<br />

í sjónlínu.<br />

heimaranni og hlúa að sínu. Þetta<br />

hefur gengið eftir; föndurvörur<br />

seljast sem aldrei fyrr, fólk er farið<br />

að baka heima og svona gæti ég<br />

áfram haldið. Þetta er viðhorfsbreyting<br />

og hún vinnur með okkur,“<br />

segir Katrín Ásgrímsdóttir í<br />

Sólskógum.<br />

www.solskogar.is<br />

vinastað. Það skiptir í raun ekki<br />

máli hve stór eða lítill garðurinn er,<br />

mikilvægast er að hver fermeter sé<br />

vel nýttur og fái sitt rétta hlutverk,<br />

hvort sem það er svæði til að horfa<br />

á eða nýta á praktískan hátt.<br />

Leiksvæði og dvalarsvæði þurfa<br />

alltaf að vera í góðum tengslum og<br />

í hæfilegri fjarlægð hvort við annað.<br />

Það gengur t.d aldrei að hafa<br />

leiksvæði langt frá dvalarsvæði fullorðinna.<br />

Manneskjan er félagsvera<br />

og börn vilja vera hjá okkur, og<br />

eins vilja foreldrar geta fylgst með<br />

börnunum. Þetta á líka við um<br />

matjurtagarð og önnur vinnusvæði,<br />

þau verða að vera í góðum tengslum<br />

við aðra fleti í garðinum, einfaldlega<br />

svo að við nennum að vera<br />

þar. Hver kannast ekki við að kartöflu-<br />

eða rabarbararæktunin er í<br />

einu horni garðsins, kannski vel<br />

norðarlega í rokinu!! Það er ekki<br />

mjög freistandi að fara þangað að<br />

reita arfa. Ákjósanlegast er að matjurtagarðurinn<br />

sé á skjólgóðum<br />

stað og sólríkum, svo að við njótum<br />

þess að dytta að honum. Það er<br />

mesti misskilningur að matjurtargarðar<br />

séu ljótir eða þurfi að vera<br />

það. Með öllu tegundavalinu sem<br />

hægt er að fá í dag, bæði í matjurtunum<br />

sjálfum og svo efnisnotkun í<br />

Skjól á Íslandi er grundvallaratriði til<br />

að skapa vel nýtanleg dvalarsvæði.<br />

Mikill misskilningur er þó að til að fá<br />

gott dvalarsvæði þurfi skjólgirðingar að<br />

vera mjög háar.<br />

GAR‹URINN 2009 | 23<br />

Í grónum görðum má oft finna eitthvað smart inn á milli gróðurs sem hægt er að<br />

færa til og koma á meira áberandi stað. Hér lá t.d holtagrjótið áður á hliðinni undir<br />

stóru grenitré.<br />

umgjörðina er auðvelt að útbúa aðlaðandi<br />

matjurtakassa sem passar<br />

vel inn í aðra efnisnotkun í garðinum.<br />

Kassarnir geta jafnvel verið<br />

með loki svo hægt sé að loka honum<br />

yfir veturinn þegar lítið er þar<br />

að sjá. Það er um að gera að nota<br />

hugmyndarflugið og matjurtakassinn<br />

er orðin hin mesta prýði. Auk<br />

þess koma margar fjölærar matjurtir<br />

upp snemma á vorin s.s. rabarbari,<br />

graslaukur og fleira og gefa<br />

beðinu líf áður en allt fer að<br />

blómstra í júní.<br />

Einnig hef ég ítrekað að fólk geri<br />

garðinn sinn persónulegan, t.d með<br />

því að setja niður sérvalinn stein,<br />

gamlan ættargrip eins og t.d<br />

skúlptúr, járnaflækjur margskonar<br />

sem hafa fylgt viðkomandi. Í grónum<br />

görðum má oft finna eitthvað<br />

smart, inn á milli gróðurs, sem<br />

hægt er að færa til og koma á meira<br />

áberandi, velvaldan stað ásamt lýsingu<br />

gerir mikið.<br />

<strong>Garðurinn</strong> er eitthvað sem gerir<br />

umhverfi okkar fallegra og margir<br />

njóta. Annað hvort sem áhorfendur<br />

utan frá eða sem notendur. Að<br />

ganga fram hjá fallega hirtum og<br />

vel skipulögðum garði er jafn endurnærandi<br />

og að eiga einn slíkan.<br />

Ekki er endilega nauðsynlegt að fylla<br />

gróðurbeð af gróðri, hver gróður á sinn<br />

stað í garðinum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!