20.02.2013 Views

Garðurinn

Garðurinn

Garðurinn

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fögur flöt í bæ<br />

Falleg grasflöt er hverjum garði<br />

mikil prýði og leggja margir mikið<br />

á sig til að halda henni við. Grasrækt<br />

er þó ekki eins auðveld og<br />

margir mundu ætla, og eru þónokkur<br />

atriði sem ber að hafa í<br />

huga þegar kemur að heilbrigðum<br />

bletti. <strong>Garðurinn</strong> ræddi því við<br />

Láru Jónsdóttur, garðyrkjufræðing<br />

hjá Blómavali í Skútuvogi og leitaði<br />

ráða varðandi grasflötina og sumarblómin.<br />

„Aðalatriðið er að næra grasflötina<br />

vel, en um leið og hún fær<br />

áburð vex grasið betur og mosi og<br />

annað verður minna áberandi,“<br />

segir Lára. Mosi vex gjarnan í grasflöt,<br />

en hann þrífst best í eldri<br />

görðum þar sem skuggi af trjám er<br />

mikill. Rætur trjánna eiga það líka<br />

til að vaxa undir flötinni og taka<br />

næringu frá henni.<br />

„Í gömlum görðum getur því<br />

þurft að fækka trjágreinum eða<br />

fella eitt tré til að hleypa birtu að.“<br />

Lára segir einnig að ekki megi<br />

slá grasið of snöggt, heldur að<br />

halda sig við um 3-5 cm hæð. Með<br />

því móti verður nóg af blöðum á<br />

grasinu og það nær að byggja upp<br />

sterkt rótarkerfi. Ef slegið er niður<br />

að rót veikist hún og mosinn nær<br />

frekar yfirhöndinni.<br />

Auður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Lifa.<br />

Allur gróður þarf næringu<br />

Það er nauðsynlegt að gefa kalk á<br />

nokkurra ára fresti og næra grasið<br />

reglulega með alhliða garðáburði,<br />

hvort sem það er blákorn eða grasáburður.<br />

Næring er góð fyrir allan<br />

gróður, en ekki einungis gras. „Ef<br />

um blönduð beð er að ræða, til að<br />

mynda eitthvað af fjölæringum,<br />

runnum og trjám, þá hentar blákornið<br />

mjög vel sem áburður. Það<br />

má svo einnig fara á grasblettinn,<br />

en það er algjör óþarfi að eyrnamerkja<br />

einhvern einn áburð fyrir<br />

grasið – það er allt gott fyrir það!“<br />

Lára bendir fólki einnig á að bera<br />

áburðinn á tvisvar til þrisvar yfir<br />

sumarið, svo ársskammturinn sé<br />

ekki gefinn í einu lagi. Eigi fólk í<br />

erfiðleikum geti það einnig haft<br />

samband við garðyrkjusérfræðinga<br />

Blómavals sem veita góð ráð.<br />

Sumarblóm í pottum og kerjum<br />

Það er alltaf gaman að fá lit í garðinn<br />

og sumarblómin dafna vel þar<br />

sem sér til sólar.<br />

„Ef fólk hefur ræktað sömu<br />

sumarblómin á sama stað í mörg ár<br />

getur verið sniðugt að taka sig til<br />

og rækta þar aðra tegund og bæta<br />

við nýrri mold til að auka<br />

gróskuna.“<br />

Lítið lífríki í eldhúsinu<br />

Ræktun matjurta og blóma er mjög<br />

gefandi, en þó ekki á allra færi. „Ég<br />

er ekki með mjög græna fingur, og<br />

hafði gert margar tilraunir til að<br />

rækta kryddjurtir hjá mér sem<br />

náðu fæstar árangri,“ viðurkennir<br />

Auður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri<br />

hjá Lifa. Hún segir<br />

mikla breytingu hafa orðið þar á<br />

þegar hún uppgötvaði Aerogarden,<br />

vatnsgarðinn, fyrir tveimur árum.<br />

„<strong>Garðurinn</strong> byggir á vatnsræktun<br />

og þarf enga mold. Tækið veitir<br />

plöntunum alla þá birtu og yl sem<br />

þær þurfa og lætur vita þegar næringar<br />

eða vatns er þörf. Í tankinum<br />

myndast rakamettað hitabeltisoftslag<br />

svo að plönturnar komast í<br />

beina snertingu við súrefni og vaxa<br />

hraðar heldur en í moldinni.“ Tækið<br />

sér í raun alfarið um ræktunina,<br />

en eigendur garðanna njóta afrakstursins.<br />

Hægt er að rækta ýmsar plöntur<br />

í garðinum. „Hægt að vera með til<br />

dæmis kryddjurtir, kirsuberjatómata<br />

og chili. Svo er líka hægt að fá<br />

pakka þar sem maður setur sín eig-<br />

in fræ og getur verið með tilraunir.<br />

Þá er hægt að kaupa forsáningarpakka,<br />

sem gerir þér kleift að forrækta<br />

áður en þú setur plöntur út,“<br />

segir Auður og bætir við að óværa<br />

sæki síður að plöntunum því þær<br />

séu ekki í mold.<br />

<strong>Garðurinn</strong> hefur vaki mikla<br />

lukku á heimili Auðar, og hefur<br />

verið fjölskyldunni innblástur til að<br />

hefja matjurtarræktun í sumar.<br />

„Aerogarden garðurinn hefur alveg<br />

fullnægt eftirspurninni á heimilinu,<br />

plönturnar spretta svo hratt að<br />

maður hefur varla við! Stelpurnar<br />

mínar hafa einnig mjög gaman af<br />

þessu. Sú yngri, sem er fimm ára<br />

nælir sér í basilblöð og borðar<br />

kryddið beint eins og kál! Þær hafa<br />

gaman af að fylgjast með plöntunum<br />

og stússast í þessu með okkur.<br />

Þetta hefur verið svona fjölskylduáhugamál!“<br />

Nánari upplýsingar um Aerogarden<br />

garðinn er hægt að finna á<br />

heimasíðu Lifa.<br />

www.grodurhus.is<br />

„Þá er um að gera að nota sumarblóm<br />

í ker og potta, bæði á stéttir,<br />

palla og svalir. Það eina sem þarf<br />

að passa með pottana er að það<br />

þarf að vökva þá reglulega, gjarnan<br />

með áburðablöndu og gott er að<br />

vökva að kvöldlagi,“ segir Lára og<br />

minnir fólk á að þegar það kaupir<br />

sumarblómin séu þau í litlum<br />

ræktunarpottum og því sé nauðsynlegt<br />

að stækka pottana, en<br />

kröftug sumarblóm þurfa bæði<br />

rými og raka til að dafna vel. „Annað<br />

gott ráð er að kaupa sérstaka<br />

vatnskristalla, sem er blandað saman<br />

við moldina í pottunum. Þegar<br />

vökvað er draga þeir í sig vatn eins<br />

og moldin, en þegar moldin þornar<br />

þá gefa kristallarnir aftur frá sér<br />

vatnið. Þetta heldur rakanum lengur<br />

og er hentugt þegar fólk þarf að<br />

skreppa frá blómunum í nokkra<br />

daga.“<br />

www.blomaval.is<br />

GAR‹URINN 2009 | 27<br />

Lára Jónsdóttir garðyrkjufræðingur hjá Blómavali, segir góða næringu lykil að<br />

fallegri flöt.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!