20.02.2013 Views

Garðurinn

Garðurinn

Garðurinn

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Harðgerð<br />

og örugg<br />

Texti og mynd: Hafsteinn Hafliðason<br />

Vinsælustu sumarblóm hér á landi<br />

hafa lengst af verið þau sem spjara<br />

sig í öllum sumarveðrum og láta<br />

lítið á sjá þótt mikið rigni og gusti<br />

um, þegar sá gállinn er á „sumarblíðunni“<br />

okkar. Fyrstar og fremstar<br />

fara þar stjúpurnar með alla sína<br />

liti og takmarkalausu þolinmæði á<br />

dyntótta rysjutíð. Áratug eftir áratug<br />

hafa þær staðið sína plikt og<br />

eru í hugum margra helsta sumartáknið.<br />

Skrautnálin er líka sterk og<br />

ómótstæðileg sem brydding á beðum<br />

og fylling í blómaker. Blómin<br />

eru hvítir, bláleitir eða rauðleitir<br />

smákrossar sem þekja plönturnar<br />

og ilma sætlega á kvöldin. Önnur<br />

ilmjurt er sjálfur ilmskúfurinn sem<br />

fyllir loftið höfgri angan sinni og<br />

ber hvít, rauðblá eða bleik blóm,<br />

oftast fagurlega fyllt. Eins og smárósir<br />

raða þau sér upp í þétta „bolluvendi“.<br />

Mjög virðingarverð og vingjarnleg.<br />

Meðal harðgerðu sumarblómanna<br />

eru líka margar tegundir<br />

af körfublómaættinni. Þar eru mjög<br />

áberandi „brár“ af ýmsum toga og<br />

með ýmiskonar blómalitum. Kornblómið<br />

heiðbláa er líka í þeim hópi<br />

og síðast en ekki síst okkar yndislega<br />

morgunfrú.<br />

EINN, TVEIR OG ÞRÍR 21.519<br />

Morgunfrúin - matróna með<br />

mikla sögu<br />

Morgunfrúin hefur verið í ræktun<br />

frá alda öðli. Framan af fyrst og<br />

fremst sem matjurt og lækningajurt.<br />

Uppruni hennar er við norðanvert<br />

Miðjarðarhaf og hið latneska<br />

heiti hennar Calendula er ævafornt<br />

og mun merkja að hana megi sjá<br />

þar í blóma árið um kring. Viðurnefnið<br />

officinalis bendir svo til þess<br />

að hún hafi verið - og er reyndar<br />

enn - í lyfjaskápum apótekanna.<br />

Græðimátur plöntunnar er rómaður<br />

og í hillum náttúrulækningabúðanna<br />

mjá sjá ótal preparöt sem<br />

byggð eru á morgunfrúm í öllum<br />

formum. Rómverjar hinir fornu<br />

kölluðu morgunfrúna herba purificatoria,<br />

þ.e. jurt hreinsunarinnar.<br />

Hún þótti allra meina bót við meltingartruflunum<br />

og uppákomum<br />

innvortis. Líklega hafa þeir líka<br />

iðulega átt við slíkt ástand að stríða<br />

eins og matarvenjum þeirra var<br />

háttað, einkum meðal heldra fólks.<br />

En morgunfrú má nota í hrásalat,<br />

bæði blöð og blóm. Bragðið er milt<br />

og mýkjandi. Seyði af morgunfrú<br />

dregur úr sviða og flýtir fyrir því að<br />

smáskeinur á hörundi grói. Blóm<br />

Morgunfrú má nota í hrásalat, bæði blöð og blóm.<br />

morgunfrúar eru ætíð á gula og<br />

gullinrauða sviðinu, eins og sólin<br />

sjálf. Ýmist eru þau alfyllt eða einkrýnd.<br />

Til eru bæði lágvaxnar og<br />

hávaxnar sortir. Ýmsar sagnir og<br />

átrúnaður tengist blómum morgunfrúa.<br />

Það var til dæmis alveg<br />

óbrigðult ráð að láta dapurt fólk<br />

horfa á morgunfrúarblóm til að það<br />

fengi gleði sína á ný. Og þeir sem<br />

voru sjónlitlir áttu líka að stara á<br />

morgunfrúr um nokkra hríð til að<br />

styrkja sjónina. En svo voru það<br />

þeir sem vildu læra að skilja fuglamál.<br />

Til þess þurftu þeir bara að<br />

ganga á morgunfrúarblómum heilan<br />

dag frá sólarupprás til sólarlags.<br />

Ekki mátti út af stíga á annað kusk,<br />

ekki drekka og ekki nærast. Svo<br />

varð að hugsa allt fallegt og ekki<br />

mátti mæla á nokkurn mann. Ef<br />

ekki tókst til eins og skyldi, var það<br />

af því að viðkomandi voru ekki<br />

hreinar meyjar. Það gilti um bæði<br />

kyn!<br />

Stutt og laggott um sumarblóm<br />

Sumarblóm njóta sín best á áberandi<br />

stöðum þar sem flestir geta<br />

glaðst við að horfa á þau. Það<br />

skemmir ekki fyrir að staðurinn sér<br />

sólríkur og skjólgóður. Moldin þarf<br />

samt alltaf að vera úrvalsgóð garðmold,<br />

og það er ekki gott að rækta<br />

sömu tegundir á sama stað í sömu<br />

mold ár eftir ár. Skiptið um reglulega,<br />

annað hvort um jarðveg eða<br />

plöntutegundir. Við langvarandi<br />

ræktun einnar tegundar á einum<br />

stað myndast s.k. jarðvegsþreyta,<br />

Tvær grænar leiðir<br />

Gámaþjónustan hf býður nú þjónustu við garðeigendur á<br />

höfuðborgarsvæðinu á söfnun garðaúrgangs með<br />

tveimur mismunandi leiðum, Garðapoka og Garðatunnu.<br />

Gardatunnan.is<br />

Garðaúrgangur<br />

að sama marki!<br />

Garðapokinn er veglegur og traustur plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir<br />

5 stk. í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi innifalið í verði. Þú pantar<br />

Garðapokann á www.gardapokinn.is, færð staðfestingu á pöntun og við<br />

sendum þér síðan pokana heim.<br />

Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á www.gardapokinn.is<br />

og fyllir út beiðni. Einnig er hægt að hringja í síma 535 2520 og<br />

panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir sóttir samkvæmt<br />

áætlun sem hægt er að sjá á heimasíðunni.<br />

Garðatunnan er 240 lítra tunna sem íbúar gerast áskrifendur að.<br />

Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út<br />

beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á<br />

tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina og er hægt að<br />

sjá losunardaga á www.gardatunnan.is.<br />

Garðapokinn.is<br />

Þjónusta fyrir græna fingur<br />

Í pokann má eingöngu<br />

fara garðaúrgangur!<br />

Fyllið út beiðni á www.gardapokinn.is<br />

eða hringið í síma 535 2520<br />

og pokinn verður sóttur.<br />

Þjónustan gildir á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Gardatunnan.is Gardapokinn.is<br />

Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 535 2520 • gamar@gamar.is • www.gamar.is<br />

GAR‹URINN 2009 | 15<br />

sem stafar að því að margvíslegar<br />

örverur, kvillar og smákvikindi,<br />

sem hverri tegund tengjast, safnast<br />

upp og geta magnað árásir á hana.<br />

Þess vegna er gott að rjúfa hringinn.<br />

Helst með því að láta enga<br />

hringrás myndast og hafa alltaf þrjú<br />

ár á milli ræktunartímabila hverrar<br />

tegundar á hverjum stað. Plantið<br />

hóflega þétt í beðin. Góð regla er<br />

að hafa bilið á milli plantnanna um<br />

það bil helming af uppgefinni hæð<br />

þeirra. Gefið áburð fyrir útplöntun,<br />

u.þ.b. 30 grömm af alhliða garðáburði<br />

á hvern fermetra. Eftir því<br />

sem því verður við komið er gott<br />

að klippa burt öll „útblómguð“<br />

blóm. Það tefur tilhneiginguna til<br />

fræmyndunar og örvar blómgunina.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!