14.08.2013 Views

Siglingafélagið Ýmir

Siglingafélagið Ýmir

Siglingafélagið Ýmir

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Siglingafélagið</strong> <strong>Ýmir</strong><br />

Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2010<br />

Kæru félagar<br />

Nú er lokið enn einu starfsári Siglingafélagsins Ýmis og félagsmenn koma saman á<br />

aðalfundi til að gera upp árið og leggja línurnar fyrir næsta ár. Síðastliðið ár var mjög<br />

líflegt hjá félaginu og leggur stjórnin stolt fram þessa skýrslu sem við vonum að<br />

félagsmenn séu sáttir við.<br />

Aðstaðan<br />

Hin nýja glæsilega félagsaðstaða okkar hefur nýst félaginu vel frá því lokið var við<br />

byggingu hennar. Framkvæmdum er þó ekki að fullu lokið en nokkur frágangsvinnia<br />

er eftir kringum húsið.<br />

Yfir sumarmánuðina iðaði allt af lífi hér frá morgni til kvölds en Kópanes<br />

(sumarnámskeið) voru hér á daginn og síðan tóku við æfingar á vegum félagsins<br />

seinni part dags auk þess sem tilkoma bryggjunnar hefur fært aukið líf í kjölbátasiglingar<br />

á vegum félagsins. Þá var haldið hér þjálfaranámskeið í samvinnu við<br />

Siglingasamband Íslands og ISAF um mánaðarmótin apríl og maí og æfingabúðir í<br />

júlí.<br />

Á árinu var skifað undir rekstrarsamning við Kópavogsbæ vegna aðstöðunnar og er<br />

hann í samræmi við samninga annarra íþróttafélaga í bænum.<br />

Salurinn hefur nýst félagsstarfinu vel auk þess sem hann hefur fært okkur nokkrar<br />

tekjur af útleigu. Salurinn er vel búinn til veisluhalda og hefur eftirspurn verið mikil.<br />

Stjórnin hefur þó gætt þess að félagið er í fyrsta sæti hér og því ekki farið offari í<br />

útleigu.<br />

Hljóðvist í salnum var bætt til muna með því að klæða loftið að hluta. Við það minkaði<br />

bergmál verulega en betur má ef duga skal.<br />

Nú í vor er salurinn bókaður alla fermingardaga auk þess sem búið er að bóka hann<br />

fyrir nokkur afmæli og fundi fram á vor.<br />

Flotbryggjan<br />

Á vormánuðum var steyptur stöpull fyrir landgang og flotbryggju komið fyrir. Við<br />

bryggjuna eru stæði fyrir átta til níu báta auk þess sem gæslubátar hafa getað lagt við<br />

hana. Um mitt sumar var síðan sett hlið á bryggjuna og lagt vatn að henni. Á þessu<br />

ári stendur síðan til að leggja út á hana rafmagn.<br />

Bryggjan var fullnýtt í sumar og er full þörf á að lengja hana um eina einingu. Vonandi<br />

fæst sú lenging í gegn hið fyrsta.<br />

Mjög gott skjól er fyrir báta við bryggjuna en þrátt fyrir það losnaði hún upp á einu<br />

horni í sumar en með snarræði nokkurra félagsmanna tókst að koma í veg fyrir tjón.<br />

Það sem virðist hafa gerst er að keðja hafi legið í flækju á botninum og síðan allt í<br />

einu losnað um flækjuna og því lengst verulega í þeirri festingu með þeim afleiðingum<br />

að bryggjan færðist úr stað.<br />

Fyrir sumarið stendur til að ganga betur frá botnfestum þannig að þetta komi ekki fyrir<br />

aftur.<br />

Ein erlend skúta kom til hafnar hjá okkur á síðasta sumri. Það er skútan Chamade frá<br />

Sviss. Þessi skúta var síðan hífð á land og hefur hjá okkur vetursetu. Fleiri erlendir<br />

skútueigendur hafa sett sig í samband og er því að koma hér vísir að ferðaþjónustu.


Barna- og unglingastarf<br />

Æfingar fyrir börn og unglinga var með blómlegasta móti. Myndarlegur hópur sem<br />

stundaði æfingar þrisvar í viku undir handleiðslu Arons Steins Guðmundssonar,<br />

Birgis Sigurðssonar og Helga Freys Ólafssonar sem skiptu með sér æfingum.<br />

Samhliða æfingum voru nokkur byrjendanámskeið haldin og kom nokkur nýliðun af<br />

þeim upp í æfingahópinn sem nú telur 12 einstaklinga.<br />

Eins og sumarið á undan var alltaf einn stjórnarmaður til aðstoðar á æfingum, auk<br />

þess sem foreldrar veittu oft mikla og ómetanlega hjálp. Það var oft mikið um að vera<br />

á æfingatímunum og kom oft fyrir að allir bátar væru komnir á sjó og var miður<br />

gaman að þurfa að vísa frá. Stjórnin tók ákvörðun um mitt sumar að bæta einum<br />

Topper Tópaz báti við flotann, báturinn var til hjá Siglingasambandinu. Sótt var um<br />

styrk til Íþróttasjóðs Ríkissins til kaupanna og var að koma frá þeim svar vegna styrks<br />

sem nemur 1/3 af kaupverði bátsins.<br />

Árangur á mótum<br />

Eftirfartaldir félagsmenn tóku þátt í opinberum mótum á árinu:<br />

<strong>Ýmir</strong> Guðmundsson<br />

Opnunarmót kæna 7. Sæti<br />

Miðsumarmót kæna 6. sæti, A flokkur<br />

Íslandsmót kæna 8. sæti, A flokkur<br />

Sigurjón Ágústsson<br />

Opnunarmót kæna 8. Sæti<br />

Miðsumarmót kæna 9. sæti, A flokkur<br />

Sumarmót Brokeyjar 5. sæti, A flokkur<br />

Íslandsmót kæna 7. sæti, A flokkur<br />

Baldvin Ari Jóhannesson<br />

Opnunarmót kæna 9. Sæti<br />

Sumarmót Brokeyjar 3. sæti, B flokkur<br />

Gaukur Steinn Guðmundsson<br />

Opnunarmót kæna 10. Sæti<br />

Miðsumarmót kæna 6. sæti, B flokkur<br />

Íslandsmót kæna 5. sæti, B flokkur<br />

Gunnar Bjarki Jónsson<br />

Miðsumarmót kæna 2. sæti, B flokkur<br />

Íslandsmót kæna 2. sæti, B flokkur<br />

Hinrik Guðmundsson<br />

Miðsumarmót kæna 3. sæti, A flokkur<br />

Íslandsmót kæna 10. sæti, A flokkur<br />

Aron Steinn Guðmundsson<br />

Miðsumarmót kæna 2. sæti, Opinn fl.<br />

Eyþór Aðalsteinsson<br />

Miðsumarmót kæna 9. sæti, Opinn fl. 1<br />

Sumarmót Brokeyjar 9. sæti, Opinn flokkur<br />

Íslandsmót kæna 10. sæti, Opinn flokkur<br />

Áramót 9. Sæti<br />

Aðalsteinn Jens Loftsson<br />

Miðsumarmót kæna 7. sæti, Opinn fl. 2<br />

Íslandsmót kæna 4. sæti, Laser flokkur<br />

Áramót 1. sæti<br />

Ásmundur Ásmundsson<br />

Íslandsmót kæna 8. sæti, B flokkur<br />

Sigurður Örn Alfonsson<br />

Íslandsmót kæna 9. sæti, B flokkur<br />

Páll Hreinsson<br />

Íslandsmót kjölbáta 3. sæti, Sigurborg<br />

Lokamót kjölbáta 2. sæti, Sigurborg<br />

Axel Wolfram<br />

Íslandsmót kjölbáta 3. sæti, Sigurborg<br />

Lokamót kjölbáta 2. sæti, Sigurborg<br />

Smári Smárason<br />

Íslandsmót kjölbáta 3. sæti, Sigurborg<br />

Hannes Sveinbjörnsson<br />

Lokamót kjölbáta 2. sæti, Sigurborg<br />

Birgir Ari Hilmarsson<br />

Lokamót kjölbáta 3. sæti, Aría<br />

Sigurður Jónsson<br />

Lokamót kjölbáta 3. sæti, Aría<br />

Guðmundur Hauksson<br />

Lokamót kjölbáta 3. sæti, Aría<br />

Jón Gunnar Hilmarsson<br />

Lokamót kjölbáta 3. sæti, Aría


Secret 26<br />

Báðir bátarnir voru á sjó í sumar og lágu við nýju bryggjuna hjá Ými. Mikil eftirspurn<br />

var í leigu en aðeins haldið eitt námskeið. Það má segja að um mitt sumar hafi báðir<br />

verið á siglingu alla daga.<br />

Fyrir sumarið voru þeir báðir skoðaðir, keypt var ný talstöð í annan bátinn og<br />

rafgeimar í þá báða. Auk þess sem keyptar voru nýjar vöggur fyrir þá. Nú bíða þeir<br />

eftir því að komast inn til viðhalds en nýju vöggurnar gefa okkur færi á að rúlla þeim í<br />

hús.<br />

Mótahald<br />

Félagið hélt fimm mót á árinu. Opnunarmót kæna, Miðsumarmót kæna, Sumarmót<br />

kjölbáta, Lokamót kjölbáta og Áramót.<br />

Öll þessi mót tókust mjög vel og er þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem unnu fórnfúst<br />

starf við þessi mót þakkað fyrir.<br />

Opnunarmót kæna fór fram 5. júni og voru þátttakendur 14 talsins, keppt var í tveimur<br />

flokkum, Optimist og opnum flokki.<br />

Miðsumarmót kæna fró fram 3. júlí og var það haldið í framhaldi af æfingabúðum.<br />

Þátttakendur í miðsumarmóti voru alls um 40 talsins en keppt var í fjórum flokkum. A<br />

og B flokk Optimist, opnum flokki 1 og opnum flokki 2<br />

Sumarmót kjölbáta fór fram 17 júlí og voru tvær umferðir sigldar. Aðeins fjórar áhafnir<br />

mættu til leiks að þessu sinni.<br />

Lokamót kjölbáta fór síðan fram 11. september. Sjö áhafnir hófu keppni við<br />

Reykjavíkurhöfn en sex skiluðu sér í mark í Kópavogi þar sem ein áhöfn dró sig í hlé<br />

á leiðinni.<br />

Áramót Ýmis var haldið að venju á Gamlársdag. Þetta árið var metþátttaka, 15<br />

keppendur á 9 bátum.<br />

Æfingabúðir<br />

Um mánaðarmótin júní/júlí voru haldnar hjá okkur æfingabúðir í samvinnu við SÍL.<br />

Alls tóku nærri 50 ungmenni þátt í þessum æfingabúðum sem stóðu í fimm daga og<br />

komu þátttakendur frá 6 siglingafélögum. Leiðbeinandi var Tom Wilson frá Bretlandi.<br />

Ásamt honum voru þjálfarar siglingafélaganna til aðstoðar. Það var mikið líf og fjör<br />

þessa daga hjá okkur og var gaman að fylgjast með krökkunum. Fossvogurinn var<br />

svo að segja fullur af seglum og þegar í land var komið skein ánægjan úr hverju<br />

andliti. Hádegisverður var borinn fram handa þátttakendum í salnum okkar og sáu<br />

starfsmenn Kópaness um matinn og aðra þjónustu þessa viku. Við kunnum þeim og<br />

Kópavogsbæ bestu þakkir fyrir framlagið. Þá gistu þátttakendur af landsbyggðinni í<br />

íþróttahúsi Kársnesskóla.<br />

Félagsstarf<br />

Fyrir utan hefðbundið siglingastarf í sumar hefur í haust og vetur verið opið eftir því<br />

sem hægt er á laugardögum. Húsið hefur verið opið frá kl. 12 og eitthvað frameftir.<br />

Rjúkandi kaffi á könnunni og oft eitthvað með því. Félagsmenn geta komið, spjallað<br />

saman eða skoða siglingablöð. Stundum hafa þeir hörðustu farið að sigla.<br />

Nokkur rafræn fréttabréf voru send út á síðasta ári.


Afmæli<br />

<strong>Ýmir</strong> verður 40 ára í ár. Félagið var stofnað 4. mars árið 1971. Ákveðið hefur verið að<br />

minnast tímamótanna á afmælisdaginn og hefur þegar verið skipuð afmælisnefnd. Í<br />

nefndinni eru Margrét Björnsdótti, Erla Alexandersdóttir og Ólafur Sturla<br />

Hafsteinsson. Þá er Páll Hreinsson að taka saman sögulegar heimildir í tilefni<br />

tímamótanna. Afmælisdagskrá verður nánar gefin út á næstunni.<br />

Lokaorð<br />

Kæru félagar, bjartir tímar eru framundan hjá félaginu okkar. Aðstaðan orðin til<br />

fyrirmyndar og innviðurinn góður. <strong>Ýmir</strong> er á góðri leið með að verða aftur hið mikla<br />

stórveldi í siglingaheiminum sem það áður var.<br />

Ég þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn í starfi félagsins á árinu. Ég þakka<br />

sérstaklega stjórnarmönnum þeirra góðu störf sem og nefndarmönnum. Þá einnig<br />

öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti lögðu fram vinnu við mótahald,<br />

flotbryggju, barna- og unglingastarfið og annað í starfsemi félagsins.<br />

Fyrir hönd stjórnar Ýmis<br />

Birgir Ari Hilmarsson<br />

formaður

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!