18.12.2013 Views

Ljósgeislafræði 1 Inngangur 2 Kynning á hugtökum - Háskóli Íslands

Ljósgeislafræði 1 Inngangur 2 Kynning á hugtökum - Háskóli Íslands

Ljósgeislafræði 1 Inngangur 2 Kynning á hugtökum - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

og lögmáli Snells,<br />

n 1 sinθ = n 2 sinθ ′′ (2)<br />

þar sem n 1 á við efnið sem innfallsgeislinn liggur í og n 2 við efnið sem inniheldur brotna<br />

geislann. Innfallsgeisli, normall og speglaður geisli liggja allir í sama fleti sem nefndur er<br />

innfallsplan.<br />

2.2 Holspeglar, linsur, brennivídd, myndir og fyrirmyndir<br />

Speglum og linsum er lýst með kennistærðinni brennivídd f . Hún hefur víddina lengd. Spegill<br />

eða linsa safna geislum frá fyrirmynd í fjarlægðinni s (frá spegli/linsu) í mynd í fjarlægðinni<br />

s ′ (frá spegli/linsu). Í sumum tilfellum þarf reyndar að framlengja spegluðu/brotnu geislana til<br />

baka í gegnum spegil/linsu til að fá safnpunkta í mynd. Þá er myndin kölluð launmynd, annars<br />

raunmynd. Samband milli þessara stærða ræðst af f með eftirfarandi jöfnu:<br />

1<br />

s + 1 s ′ = 1 f<br />

(3)<br />

Flóknar reglur gilda um samræmingu á formerkjagjöf á stærðunum s, s ′ og f . Verra er að<br />

notaðir eru margir staðlar um þessa samræmingu. Hér fylgir einfölduð útgáfa af reglum um<br />

formerkjagjöf:<br />

a. s er alltaf talið jákvætt.<br />

b.1 Ef linsa liggur á milli fyrirmyndar og myndar er s ′ talið jákvætt (raunmynd), annars neikvætt<br />

(launmynd).<br />

b.2 Ef spegill liggur á milli fyrirmyndar og myndar er s ′ talið neikvætt (launmynd), annars<br />

jákvætt (raunmynd).<br />

Samkvæmt þessum reglum og jöfnu (3) fá safnlinsa og íhvolfur (e. concave) spegill jákvæð<br />

gildi á brennivídd f en dreifilinsa og kúptur (e. convex) spegill neikvæð gildi.<br />

Stækkun sjóntækja M l skilgreinum við sem hlutfall hæðar (eða lengdar) myndar h ′ og hæðar<br />

fyrirmyndar h. Hæðin er mæld í föstu hnitakerfi þannig að stefnur eru táknaðar með formerkinu.<br />

Raunmynd úr einföldu kerfi með eina linsu/spegil snýr andstætt við fyrirmyndina, þ.e. víxlað<br />

hefur verið á hugtökunum hægri og vinstri annarsvegar og upp og niður hinsvegar, og þannig<br />

fæst neikvætt gildi á M l . Stækkun er táknuð við s og s ′ með eftirfarandi jöfnu.<br />

M l = h′<br />

h = −s′ s<br />

(4)<br />

En (línulega) stækkunin M l segir ekki alla söguna. Með aukinni fjarlægð s ′ hækkar M l án<br />

þess að athugandi verði miklu nær um smáatriði fyrirmyndarinnar ef hann getur ekki fylgt<br />

myndinni eftir. Þá verður hornið sem athugandinn sér myndina undir mikilvægari stærð en mál<br />

sjálfrar myndarinnar. Hugtakið hornstækkun M a skilgreinum við sem hlutfall horns sem mynd<br />

af fyrirmynd í fjarlægðinni f frá linsu sést undir á móti horni sem fyrirmyndin sést undir í<br />

fjarlægðinni 0.25m frá auga. Fjarlægðin 0.25m er talin eðlileg lesfjarlægð fyrir ungmenni með<br />

ótruflaða sjón. Hornstækkunina má líka tákna við fjarlægðir með<br />

M a = 0.25m<br />

f<br />

(5)<br />

2 01.11 AÓ

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!