18.12.2013 Views

Árbók Háskóla Íslands 2000 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 2000 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 2000 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

slíkt nám til annarra landa. Frekari upplýsingar um námið er að finna á<br />

heimasíðu Háskólans undir: www.mba.hi.is<br />

Háskólinn á landsbyggðinni<br />

Á undanförnum árum hefur verið unnið skipulega að því að efla tengsl Háskólans<br />

við landsbyggðina. Háskóli Íslands, einstakar stofnanir hans og kennarar vinna<br />

mörg rannsóknaverkefni úti á landi og eiga nú þegar margvíslegt samstarf við<br />

bæjarfélög, opinberar rannsóknastofnanir, framhaldsskóla, fyrirtæki og einstaklinga.<br />

Form samstarfsins er mismunandi, en stefnt er að því af hálfu skólans að<br />

sett verði á stofn á landsbyggðinni sérstök háskólasetur, t.d. í samvinnu við Háskólann<br />

á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands. Á árinu voru sett upp slík setur á<br />

Selfossi og á Höfn í Hornafirði og gerður samningur við Byggðastofnun. Nánari<br />

upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskólans undir:<br />

www.hi.is/stjorn/sam/landsbyggdin/<br />

Aðalbygging 60 ára 17. júní <strong>2000</strong><br />

Hinn 17. júní <strong>2000</strong> voru liðin 60 frá því að Aðalbygging Háskólans var fyrst tekin í<br />

notkun. Af þessu tilefni var í byrjun ársins ráðist í að gera gagngerar endurbætur<br />

á hátíðasalnum sem hafði látið nokkuð á sjá eftir áratugalanga notkun. Kepptust<br />

iðnaðarmenn Háskólans við að ljúka verkinu áður en afmælisdagurinn rynni upp.<br />

Tókst þeim ætlunarverk sitt með miklum ágætum og var salurinn opnaður almenningi<br />

á tilsettum tíma með glæsilegri athöfn.<br />

Fyrirlestrar, málþing og ráðstefnur<br />

Við Háskóla Íslands er haldinn árlega mikill fjöldi opinberra fyrirlestra, málþinga<br />

og ráðstefna sem tengjast fræðasviðum skólans. Meðal viðburða ársins má nefna<br />

ráðstefnu um kennslumál dagana 21.-22. janúar, námskeið um meðferð mála<br />

varðandi kynferðislega áreitni á vinnustöðum dagana 24.-28. janúar, málþingið<br />

Endurreisn bæja 3. mars, málþing um áhættufjármögnun og háskólarannsóknir<br />

20. mars, menningar- og fræðahátíðina Líf í borg dagana 25.-28. maí og Hugvísindaþing<br />

dagana 13. og 14. október. Flutt var þáttaröð í RÚV um vísindi og fræði<br />

við aldamót og Háskóli Íslands tók þátt í háskólaþingi menntamálaráðuneytisins<br />

26. febrúar. Almennir fyrirlestrar eru auglýstir í „Dagbók Háskólans“ í Morgunblaðinu<br />

og á vefslóðinni: www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html<br />

Almennar upplýsingar um starf Háskólans er að finna víða á háskólavefnum. Sjá<br />

t.d.: www.hi.is/ (háskólavefurinn), www.hi.is/stjorn/sam/uplbaekl/ (almennur<br />

upplýsingabæklingur um Háskóla Íslands), www.hi.is/stjorn/sam/fbrefhi/ (Fréttabréf<br />

Háskóla Íslands) og www.hi.is/stjorn/rektor/hrad/fundarg/index.html (fundargerðir<br />

háskólaráðs).<br />

13

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!