18.12.2013 Views

Árbók Háskóla Íslands 2000 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 2000 - Háskóli Íslands

Árbók Háskóla Íslands 2000 - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Árbók Háskóla<br />

Íslands <strong>2000</strong>


Efnisyfirlit<br />

Formáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .5<br />

Köllun Háskóla Íslands. Ræða rektors Háskóla Íslands<br />

á háskólahátíð 8. september <strong>2000</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .6<br />

Stjórnsýsla<br />

Almennt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .10<br />

Kennslumál, stúdentar, brautskráningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . .15<br />

Námsráðgjöf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .18<br />

Rannsóknir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .19<br />

Alþjóðasamskipti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .25<br />

Samskipta- og þróunarmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27<br />

Skjalasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .27<br />

Starfsmannamál, laun og starfsþróun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .30<br />

Jafnréttismál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .34<br />

Bygginga- og tæknimál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .35<br />

Fjármál og rekstur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .38<br />

Sjóðir Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .44<br />

Deildir<br />

Félagsvísindadeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .47<br />

Guðfræðideild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .51<br />

Heimspekideild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .53<br />

Hjúkrunarfræðideild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .59<br />

Lagadeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .61<br />

Lyfjafræðideild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .65<br />

Læknadeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .67<br />

Læknisfræðiskor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .67<br />

Sjúkraþjálfunarskor . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .69<br />

Raunvísindadeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .71<br />

Tannlæknadeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .76<br />

Verkfræðideild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .77<br />

Viðskipta- og hagfræðideild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .79<br />

Rannsóknastofnanir<br />

Alþjóðamálastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81<br />

Félagsvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .81<br />

Guðfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .83<br />

Hafréttarstofnun Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84<br />

Hagfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .84<br />

Hugvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .88<br />

Bókmenntafræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .89<br />

Heimspekistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90<br />

Málvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .90<br />

Sagnfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .91<br />

Íslensk málstöð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .92<br />

Lífeðlisfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94<br />

Lífefna- og sameindalíffræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .94<br />

Líffræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .97<br />

Mannfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .98<br />

Orðabók Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .99<br />

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði . . . . .100<br />

Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði . . . . . . . . . . . . . . . . .101<br />

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum . . . . . . . .103<br />

Rannsóknastofa í kvennafræðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .106<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .107<br />

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . .109<br />

Rannsóknastofa í matvælaefnafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .110


Rannsóknastofa í meinafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .110<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .111<br />

Rannsóknastofa í ónæmisfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .112<br />

Rannsóknastofa í veirufræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .115<br />

Rannsóknastofa Krabbameinsfélags Íslands<br />

í sameinda- og frumulíffræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .116<br />

Rannsóknastofa um mannlegt atferli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .117<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .119<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .121<br />

Raunvísindastofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .122<br />

Eðlisfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .122<br />

Efnafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .123<br />

Jarðeðlisfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .123<br />

Jarð- og landafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .126<br />

Reiknifræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .126<br />

Stærðfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .127<br />

Siðfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .127<br />

Sjávarútvegsstofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .128<br />

Stofnun Árna Magnússonar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .130<br />

Stofnun Sigurðar Nordals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .131<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum . . . . . . .132<br />

Umhverfisstofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .133<br />

Verkfræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .134<br />

Kerfisverkfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .135<br />

Upplýsinga- og merkjafræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .135<br />

Varma- og straumfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .136<br />

Vatnaverkfræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .136<br />

Viðskiptafræðistofnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .136<br />

Örverufræðistofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .136<br />

Þjónustustofnanir<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands . . . . . . . . . . . . . . . . .138<br />

Félagsstofnun stúdenta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .140<br />

Happdrætti Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .141<br />

Háskólabíó . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .142<br />

Háskólaútgáfan . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .142<br />

Hollvinasamtök Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .143<br />

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn . . . . . . . . . . . . . . . .144<br />

Listasafn Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .148<br />

Rannsóknaþjónusta Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .149<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .150<br />

Upplýsingaþjónusta Háskólans . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .152<br />

Brautskráningaræður rektors . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .154<br />

Brautskráðir kandídatar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .163<br />

Doktorspróf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .170<br />

Heiðursdoktorar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .173<br />

Helstu símanúmer, bréfsímanúmer,<br />

netföng og vefföng Háskóla Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .182


Formáli<br />

Sögu Háskóla Íslands má greina í þrjú tímabil. Hið fyrsta nær frá stofnun hans<br />

1911 til 1970, en á þeim árum vex hann smám saman sem öflug menntastofnun<br />

fyrir embættismenn, kennara og vísindamenn sem vinna flestir á vegum ríkis og<br />

sveitarfélaga. Annað tímabilið er frá því um 1970, en þá fjölgar mjög námsgreinum<br />

í grunnnámi (til B.A. og B.S. prófs) og Háskólinn dafnar sem voldug kennslustofnun<br />

sem menntar æ fleiri nemendur til framhaldsnáms erlendis og fjölbreyttra<br />

starfa í þjóðfélaginu. Þetta tímabil stendur fram undir aldamótin <strong>2000</strong>.<br />

Þriðja tímabilið er þegar hafið, en það einkennist af sívaxandi krafti í rannsóknum<br />

og uppbyggingu meistaranáms í langflestum greinum Háskólans og doktorsnámi<br />

í sumum. Til viðbótar hlutverkum sínum sem embættismannaskóla og kennslustofnum<br />

stígur Háskóli Íslands fram sem eiginlegur rannsóknarháskóli í samfélagi<br />

alþjóðlegra viðurkenndra og virtra háskólastofnana.<br />

Nú skiptir mestu að allt háskólafólk, kennarar, nemendur, sérfræðingar og annað<br />

starfsfólk, leggist á eitt um styrkja þá menningu skilnings og skapandi þekkingarleitar<br />

sem er aðalsmerki góðs rannsóknarháskóla. Einungis með því móti getur<br />

Háskóli Íslands risið undir þeim væntingum og kröfum sem til hans á að gera.<br />

Páll Skúlason, háskólarektor<br />

5


Köllun<br />

Háskóla<br />

Íslands<br />

Ræða rektors Háskóla Íslands á háskólahátíð 8. september <strong>2000</strong><br />

Köllun Háskóla Íslands hefur frá upphafi verið ein og söm: Að þjóna íslensku<br />

þjóðfélagi með rannsóknum og kennslu á öllum þeim fræðasviðum sem hann<br />

hefur burði til að sinna. Saga Háskólans sýnir að hann hefur verið köllun sinni<br />

trúr. Á öldinni sem er að líða hefur fjöldi háskólafólks – kennarar, nemendur,<br />

starfsfólk og velunnarar skólans – lyft Grettistaki við uppbyggingu fræðasviða<br />

sem skipt hafa sköpum fyrir þá umbyltingu sem orðið hefur í menningu þjóðarinnar<br />

í veraldlegum sem andlegum efnum. Þetta uppbyggingarstarf hefur að<br />

mestu verið unnið í leynum; ekki í fjölmiðlum, ekki á markaðstorgi viðskiptanna.<br />

Það hefur verið unnið í hugum og samskiptum háskólafólks í kennslu- og rannsóknarstofum<br />

þar sem friður gefst til að tala og hlusta, ræða saman, velta vöngum<br />

og spyrja án þess að búast samstundis við svari, skoða hlutina, hvaða hluti<br />

sem vera skal, og hugsa um þá, vegna þess hve merkilegir þeir eru í sjálfum sér.<br />

Háskóli – universitas – er staðurinn þar sem merkileiki allra hluta og tilverunnar<br />

sjálfrar á að njóta óskiptrar athygli – þar sem við öll saman og hvert fyrir sig<br />

einbeitum okkur að því að leita skilnings á veruleikanum og sjálfum okkur.<br />

Háskóli Íslands hefur verið slíkur staður og með starfi sínu hefur hann brotið<br />

íslenskri þjóð nýjar leiðir inn í framtíðina, skapað skilyrði fyrir fólk til að menntast<br />

og nýta sér nýja tækni og uppgötvanir sem gjörbylt hafa þjóðfélaginu. Þessu hefur<br />

hann áorkað með þrennu móti: Í fyrsta lagi með því að kynda undir fræðilegum<br />

rannsóknum kennara skólans og samstarfi þeirra við erlenda háskóla, í öðru lagi<br />

með því að veita nemendum sínum trausta og góða þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum<br />

og í þriðja lagi með því að mennta fólk til að takast á við ýmis sérhæfð<br />

verkefni í samræmi við þarfir þjóðfélagsins.<br />

Fyrsti rektor Háskólans, Björn M. Ólsen, lýsti þessu svo:<br />

„Markmið háskóla er fyrst og fremst þetta tvennt:<br />

1) að leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir sig, – og<br />

2) að leiðbeina þeim sem eru í sannleiksleit, hvernig þeir eigi að leita sannleikans<br />

í hverri grein fyrir sig.<br />

Með öðrum orðum: háskólinn er vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg<br />

fræðslustofnun.“<br />

Hann bætir svo við þriðja atriðinu:<br />

„Enn hafa flestir háskólar hið þriðja markmið, og það er að veita mönnum þá<br />

undirbúningsmenntun, sem þeim er nauðsynleg, til þess að geta tekist á hendur<br />

ýmis embætti og sýslanir í þjóðfélaginu. Þetta starf háskólanna er mjög nytsamlegt<br />

fyrir þjóðfélagið. Það er ekki, eða þarf að minnsta kosti ekki að vera strangvísindalegt,<br />

heldur lagar það sig eftir þörfum nemendanna.“<br />

Háskóli Íslands hefur sannarlega starfað í þessum anda. Hann hefur smám saman<br />

orðið æ öflugra rannsóknasetur; hann hefur líka orðið æ öflugra menntasetur<br />

þar sem fólk fær alhliða þjálfun til vísindalegra starfa og sannleiksleitar, og hann<br />

hefur einnig orðið sífellt fjölbreyttari þjónustumiðstöð hvers kyns fræðslu og<br />

þekkingarsköpunar sem fyrirtækjum og stjórnvöldum landsins hefur nýst á ótal<br />

vegu. Og þetta þrennt – rannsóknir í þágu vísindanna, menntun í þágu þroska<br />

einstaklinganna og þjónusta við fyrirtæki og stjórnvöld landsins – hefur haldist í<br />

hendur og skapað ómælanlegan arð fyrir íslenska þjóð. Ávextirnir blasa við okkur<br />

6


í öflugu starfi þjóðarinnar þar sem ungt vísindafólk er hvarvetna að verki, fólk<br />

sem hefur með undraverðum hætti endurmótað íslenska menningu, auðgað atvinnulíf<br />

landsins og skapað nýjar forsendur fyrir hagnýtingu vísindanna í þágu<br />

þjóðarinnar. Ytri aðstæður hafa vissulega verið hagstæðar þessari þróun en það<br />

þarf menntun og hugvit til að færa sér þær í nyt. Og það er innri orka uppvaxandi<br />

kynslóða sem gerir drauminn um blómlegt og skapandi íslenskt mannlíf að veruleika.<br />

Styrkur Háskóla Íslands felst allur í hæfni hans til að virkja orku ungs fólks, beina<br />

henni inná brautir vísinda, mennta og rannsókna sem gefa af sér óendanlega<br />

möguleika fyrir gróskuríkt mannlíf á Íslandi. Framtíðin veltur á því hvernig að því<br />

virkjunarstarfi verður staðið.<br />

Háskóli Íslands veit hvernig hann vill standa að því verki. Hann vill fjölga kostum í<br />

grunnnámi, auka þverfaglegt nám og nýta nútímatækni eftir föngum við skipulag<br />

náms og kennslu. Ný kennslumiðstöð Háskólans á að gegna hér lykilhlutverki og<br />

auðvelda kennurum og nemendum að auka gæði náms og kennslu. En mikilvægasta<br />

stefnumál Háskólans er ekki bundið grunnnámi, heldur framhaldsnámi –<br />

meistara- og doktorsnámi. Á þessu sviði er að verða bylting í starfi Háskólans,<br />

sem skiptir sköpum fyrir framtíðina. Ég nefni nokkrar tölur til fróðleiks: Á árinu<br />

1990 voru brautskráðir fjórir framhaldsnemar, allir frá heimspekideild, á árinu<br />

1999 voru þeir orðnir 64 frá sex deildum skólans. Fyrir þremur árum voru innritaðir<br />

164 nemendur í framhaldsnám, á árinu 1999 voru þeir orðnir 484 og á yfirstandandi<br />

skólaári er fjöldi þeirra kominn yfir 500.<br />

Það á að vera forgangsverkefni að stórefla og bæta framhaldsnám við Háskólann<br />

á næstu fimm árum. Ástæðan er ofureinföld: Í meistara- og doktorsnámi koma<br />

þrjú meginmarkmið Háskólans saman í eitt: Efling rannsókna, meiri menntun og<br />

aukin þjónusta við landsmenn, því verkefni nemendanna tengjast oft viðfangsefnum<br />

í íslensku þjóðlífi. Á næstunni verður lögð fram skýrsla um meistara- og<br />

doktorsnám og áætlun Háskólans um uppbyggingu þess. Eitt meginmarkmiðið er<br />

að á árinu 2005 verði eitt þúsund nemendur að minnsta kosti innritaðir í meistara-<br />

eða doktorsnám og að af þeim hópi brautskráist um 200 kandídatar árlega.<br />

Til viðmiðunar við þessar tölur má nefna að á árinu 1999 voru brautskráðir um<br />

1000 kandídatar með fyrstu háskólagráðu. Framhaldsnemar voru þá um 8% af<br />

heildarfjölda brautskráðra. Á árinu 2005 er stefnt að því að um fimmtungur allra<br />

brautskráðra nemenda verði úr meistara- eða doktorsnámi. Og þegar því takmarki<br />

verður náð stendur Háskóli Íslands sannarlega undir því nafni að vera öflugur<br />

rannsóknarháskóli á alþjóðlega vísu.<br />

Þarf að sannfæra stjórnvöld og almenning um að þetta sé ekki aðeins æskilegt og<br />

raunhæft, heldur lífsnauðsynlegt íslenskri þjóð til að tryggja lífsskilyrði hennar í<br />

framtíðinni? Þarf að sannfæra einhvern um mikilvægi menntunar og þekkingar<br />

fyrir afkomu og örlög þjóðarinnar? Lífsbarátta hennar hefur verið hörð og mun<br />

enn verða hörð á þeirri öld sem er að ganga í garð, kannski harðari en nokkurt<br />

okkar grunar. Því fer fjarri að sjálfgefið sé að íslensk þjóð með tungu sína, sögu<br />

og sérstöðu muni lifa af í holskeflu þeirrar heimsvæðingar sem gengur yfir veröldina.<br />

Margt bendir til hins gagnstæða. En hver sem leiðir hugann að þessum<br />

aðstæðum veit um hvað baráttan mun snúast: Þekkingu, menntun og sjálfsvitund<br />

okkar og þeirrar kynslóðar sem við ölum upp. Þess vegna spyr ég: Munum við,<br />

sem nú er falið að taka ákvarðanir um framtíðina, axla ábyrgðina sem á okkur<br />

hvílir? Eða munum við skjóta okkur undan því sem gera þarf?<br />

Háskóli Íslands hefur frá upphafi verið verkfæri íslenskrar þjóðar til kraftaverka.<br />

Hann veit að þjóðin þarfnast æ fleiri vel menntaðra einstaklinga til að berjast fyrir<br />

lífi hennar og tilverurétti í samfélagi þjóðanna. Hann veit að fjöldi ungra karla og<br />

kvenna er reiðubúinn að leggja allt sitt af mörkum í þeirri lífsbaráttu. Hann veit<br />

hvernig á að tryggja þeim aðstöðu til þess að þroskast og takast á við vandann<br />

sem við er að etja.<br />

Háskóli Íslands ætlar sér áfram að vera köllun sinni trúr. Hann mun á næstu árum<br />

gera allt sem er á hans valdi til að auka svo þekkingu og þroska landsmanna<br />

að þeim verði allir vegir færir í framtíðinni. Þessi ásetningur Háskólans sprettur<br />

ekki aðeins af innri styrk hans, heldur af þeirri þekkingar- og sjálfstæðisþrá sem<br />

gert hefur íslenska þjóð að því sem hún er og skapað henni það verkfæri sem er<br />

Háskóli Íslands.<br />

8


Stjórnsýsla<br />

Háskóla Íslands<br />

Almennt<br />

Ný reglugerð fyrir Háskóla Íslands<br />

Háskólaráð samþykkti nýja reglugerð fyrir Háskóla Íslands á fundi sínum 26. júní.<br />

Reglugerðin var samin í kjölfar nýrrar rammalöggjafar um háskólastigið og nýrra<br />

laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 sem samþykkt voru á Alþingi 11. mars 1999<br />

og tóku gildi 1. maí sama ár. Reglugerðina er að finna á heimasíðu Háskólans:<br />

www.hi.is/stjorn/rektor/reglugerd%20hi%20<strong>2000</strong>.html<br />

Rektor endurkjörinn til fimm ára<br />

Þann 5. september skipaði menntamálaráðherra Pál Skúlason prófessor rektor<br />

Háskóla Íslands til fimm ára. Hófst þar með annað starfstímabil hans sem háskólarektors<br />

og lýkur því 30. júní 2005.<br />

Háskólafundur<br />

Á árinu voru haldnir tveir háskólafundir. Fór fyrri fundurinn fram dagana 18. og<br />

19. maí. Á dagskrá fundarins var m.a. umræða um vísinda- og menntastefnu<br />

Háskóla Íslands, jafnréttisáætlun Háskólans og starfsmannastefna hans sem<br />

fundurinn samþykkti. Síðari háskólafundur ársins fór fram dagana 16. og 17.<br />

nóvember. Á fundinum var fram haldið umræðu um vísinda- og menntastefnu<br />

Háskólans. Enn fremur var tekin ákvörðun um að deildir og stofnanir, sem eiga<br />

fulltrúa á háskólafundi, skuli gera þróunaráætlanir til næstu fimm ára, með<br />

hliðsjón af fyrirliggjandi drögum að vísinda- og menntastefnu Háskólans. Þá<br />

voru til umræðu drög að stefnu Háskólans í alþjóðasamskiptum og umhverfisstefnu<br />

skólans. Fundargerðir háskólafundanna og stefnu Háskólans í ýmsum<br />

málaflokkum er að finna á heimasíðu Háskólans: www.hi.is/stjorn/rektor/haskolafundur/<br />

Fyrsti ársfundur Háskólans<br />

Fyrsti ársfundur Háskóla Íslands var haldinn í hátíðasal í Aðalbyggingu 16. júní en<br />

samkvæmt nýju lögunum um Háskólann ber að halda árlega opinn ársfund þar<br />

sem fjárhagur skólans og meginatriði starfsáætlunar hans eru kynnt. Páll Skúlason<br />

háskólarektor setti fundinn, fór yfir starfsemi síðasta árs og fjallaði um meginatriði<br />

í starfi skólans. Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar háskólaráðs,<br />

gerði grein fyrir reikningum ársins 1999 og fjárhag Háskólans. Að því<br />

loknu svaraði rektor fyrirspurnum.<br />

Þjónustusamningur um rannsóknir milli stjórnvalda og<br />

Háskólans<br />

Við undirritun samnings milli ríkisins og Háskóla Íslands um kennslu til fyrsta<br />

háskólaprófs, embættisprófs og meistaraprófs við skólann 5. október 1999 undirrituðu<br />

menntamálaráðherra og háskólarektor einnig yfirlýsingu um gerð sambærilegs<br />

samnings um rannsóknir við Háskólann. Á árinu var unnið að gerð<br />

þessa samnings og var sú vinna langt komin í árslok. Er þess vænst að með tilkomu<br />

þessara tveggja samninga verði traustum fjárhagslegum stoðum rennt<br />

undir tvær höfuðskyldur Háskólans, kennslu og rannsóknir.<br />

Efling framhaldsnáms<br />

Á síðustu árum hefur námsframboð Háskólans á framhaldsnámi aukist verulega<br />

og framhaldsnemum, meistara- og doktorsnemum, fjölgað að sama skapi. Nú er<br />

boðið upp á skipulegt framhaldsnám á meira en 50 námsleiðum og veturinn<br />

1999-<strong>2000</strong> voru tæplega 500 manns skráðir í námið. Á árinu var unnið að undirbúningi<br />

átaks til enn frekari eflingar framhaldsnámsins sem miðar að því að tvöfalda<br />

fjölda framhaldsnema á næstu fimm árum og að bæta alla aðstöðu til<br />

námsins. Skýrslu um framhaldsnám við Háskóla Íslands og áætlun til ársins 2005<br />

er að finna á heimasíðu Háskólans undir: www.hi.is/stjorn/starf/Starfsmhand-<br />

10


ok/handbok.htm Kennsluskrá meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands er<br />

að finna undir: www.hi.is/stjorn/nemskra/kennsluskra_HI.html<br />

Net- og fartölvuvæðing Háskólans<br />

Undanfarin misseri hafa kennslusvið og Kennslumiðstöð Háskólans unnið skipulega<br />

að því að aðstoða kennara skólans við að netvæða námskeið sín, bæði til<br />

fjarkennslu og venjulegrar kennslu. Um 65 námskeið voru á vefþjóni Kennslumiðstöðvar<br />

og Reiknistofnunar Háskólans og voru notendur, kennarar og nemendur,<br />

um 1.500 og fjölgaði þeim ört á árinu. Þá var á árinu hafið átak til að gera<br />

stúdentum kleift að nota fartölvur sem tengjast þráðlaust við háskólanetið. Tæplega<br />

7.000 nemendur eru við Háskólann og er gert ráð fyrir því að unnt verði að<br />

þjóna fjórðungi þeirra samtímis á þráðlausum netum víðs vegar í byggingum<br />

skólans en meginmarkmiðið er að geta þjónað fartölvum stúdenta. Þetta mun<br />

breyta miklu um kennsluhætti í Háskólanum og létta á tölvuverum hans.<br />

Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar styrkja kennarastörf<br />

við Háskólann<br />

Á síðustu árum hefur færst í vöxt að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar styrki<br />

kennarastörf við Háskólann. Oftast er um tímabundin störf að ræða á vel skilgreindu,<br />

afmörkuðu sviði, en í sumum tilvikum eru þau framlengd og yfirtekur<br />

Háskólinn þá kostnaðinn. Samtals er um 19 störf af þessu tagi að ræða, 8 í<br />

læknadeild, 3 í raunvísindadeild, 3 í verkfræðideild, 1 í félagsvísindadeild, 2 í guðfræðideild<br />

og 2 í viðskipta- og hagfræðideild. Styrktaraðilarnir eru Astra, Öldrunarsjóður,<br />

Félag heimilislækna, Landspítali-háskólasjúkrahús, Gigtarfélagið,<br />

Tryggingastofnun, Pharmaco/Ísaga, umhverfisráðuneytið, Veðurstofa Íslands,<br />

Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Landmælingar Íslands, Hugvit, Biblíufélagið,<br />

Þjóðkirkjan, Gunnar M. Björgvinsson og Björn Rúriksson.<br />

Starfsmannastefna Háskóla Íslands<br />

Á undanförnum misserum hefur verið unnið að mótun skipulegrar starfsmannastefnu<br />

Háskóla Íslands. Fjölmargir starfsmenn skólans hafa unnið að stefnunni<br />

og á háskólafundi 18. maí var hún samþykkt einróma sem fyrr greinir. Í starfsmannastefnunni<br />

er m.a. fjallað um skyldur, hlutverk og ábyrgð stjórnenda og<br />

hlutdeild starfsmanna í stjórnun Háskólans, upplýsingar, boðmiðlun og samskipti,<br />

jafnréttis- og fjölskyldumál. Þá er í stefnunni sérstaklega fjallað um ráðningar og<br />

starfsferil, s.s. mat á starfsmannaþörf, starfsauglýsingar, móttöku og fræðslu fyrir<br />

nýja starfsmenn, starfsþjálfun, endur- og símenntun, frammistöðumat, flutning<br />

milli starfa og starfslok. Loks tekur starfsmannastefnan til starfsskilyrða, s.s.<br />

launamála, vinnutíma, orlofs, starfsaðstöðu og starfsumhverfis, notkunar tóbaks<br />

og vímuefna og heilsuræktar og félagsstarfs. Í kjölfar samþykktar starfsmannastefnunnar<br />

var ráðist í gerð starfsmannahandbókar Háskólans. Starfsmannastefnu<br />

Háskóla Íslands er að finna á heimasíðu Háskólans undir: www.hi.is/<br />

stjorn/starf/Starfsmhandbok/efnisyfirlit_4.htm Handbók starfsmanna Háskólans<br />

er að finna undir: www.hi.is/stjorn/starf/Starfsmhandbok/handbok.htm<br />

Jafnréttismál<br />

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að jafnréttismálum við Háskóla<br />

Íslands. Mikilvægasti áfanginn í því starfi var stofnun jafnréttisnefndar árið 1997. Í<br />

erindisbréfi nefndarinnar segir að hlutverk hennar sé að jafna aðstöðu og laun<br />

karla og kvenna innan Háskólans þar sem óréttmætur munur er fyrir hendi, að<br />

jafna aðild kynjanna að stjórn Háskólans, að móta leiðir til að taka á kynferðislegri<br />

áreitni og að tryggja jafna aðstöðu kvenna og karla til náms. Á fundi háskólaráðs<br />

19. október var síðan samþykkt ítarleg jafnréttisáætlun Háskólans fyrir<br />

árin <strong>2000</strong>-2004. Einnig var á árinu undirritaður samstarfssamningur milli Háskóla<br />

Íslands, Jafnréttisstofu, félagsmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, iðnaðar- og<br />

viðskiptaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Félags íslenskra framhaldsskóla,<br />

Eimskipafélags Íslands, Gallup-Ráðgarðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur,<br />

Stúdentaráðs Háskólans og fleiri aðila um sérstakt átaksverkefni undir heitinu<br />

„Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna“. Markmið verkefnisins er að jafna<br />

kynjaskiptingu í námsgreinum innan skólans og auka hlut kvenna í hvers kyns<br />

forystustörfum í samfélaginu. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu<br />

jafnréttisnefndar Háskóla Íslands undir: www.hi.is/stjorn/jafnrettisn/index.html<br />

Opinn Háskóli. Dagskrá Háskóla Íslands á<br />

menningarborgarári<br />

Háskóli Íslands stóð fyrir fjölbreyttri dagskrá í tilefni af því að Reykjavík var ein af<br />

menningarborgum Evrópu árið <strong>2000</strong>. Dagskráin, sem fór fram undir yfirskriftinni<br />

„Opinn Háskóli“, var í meginatriðum þríþætt. Í lok janúar var opnaður vísindavefur<br />

undir heitinu „Hvers vegna? Vegna þess!“ þar sem almenningi gafst kostur á að<br />

11


senda inn fyrirspurnir um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans<br />

og stofnana hans geti svarað. Vísindavefurinn var opnaður af forseta Íslands<br />

og hópi barna og unglinga úr grunn- og framhaldsskólum í Reykjavík og á<br />

landsbyggðinni sem vígðu vefinn með því að senda inn fyrstu spurningarnar sem<br />

þau höfðu undirbúið með kennurum sínum. Áhugi almennings fyrir Vísindavefnum<br />

fór fram úr björtustu vonum og var því ákveðið að starfrækja hann áfram á<br />

næsta ári. Í lok maí stóð Háskólinn síðan fyrir menningar- og fræðahátíðinni „Líf<br />

í borg“ þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá sem ætlað var að endurspegla<br />

borgarlífið í sínum margvíslegu myndum. Hátíðin var opnuð með glæsilegri<br />

athöfn. Opnunarathöfnin hófst með ávarpi rektors um háskólamenningu og<br />

að því búnu var flutt ljóðadagskrá með Matthíasi Johannessen og Ástráði Eysteinssyni.<br />

Þá var frumfluttur nýr háskólasöngur eftir Arnþrúði Lilju Þorbjörnsdóttur<br />

við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, „Til herra Páls Gaimard“, sem geymir<br />

einkunnarorð Háskóla Íslands, „Vísindin efla alla dáð“. Loks flutti Ingibjörg Sólrún<br />

Gísladóttir, borgarstjórinn í Reykjavík, ávarp og sleit athöfninni. Á hátíðinni<br />

var boðið upp á myndlistarsýningar, fyrirlestra, leiksýningar, tónlistaratriði og<br />

vettvangsferðir, svo nokkuð sé nefnt. Loks stóð Opni Háskólinn fyrir fjölda námskeiða<br />

og fyrirlestra fyrir unga sem aldna, þátttakendum að kostnaðarlausu.<br />

Komust færri að en vildu. Einn af hápunktum dagskrárinnar voru námskeið í<br />

heimspeki fyrir börn og unglinga og lauk þeim með veglegri heimspekiráðstefnu<br />

í Háskólabíói. Vísindavefinn er að finna á heimasíðu Háskólans undir: www.visindavefur.hi.is/<br />

Háskólahátíð<br />

Háskólahátíð var haldin í Háskólabíói föstudaginn 8. september að viðstöddu fjölmenni.<br />

Dagskráin hófst með því að rektor Háskóla Íslands, Páll Skúlason prófessor,<br />

flutti ávarp undir heitinu „Köllun Háskóla Íslands“ og er það birt í heild í<br />

þessari árbók. Næst fluttu erindi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, rektor<br />

Manitoba-háskóla, Emöke J. E. Szathmáry, og formaður Stúdentaráðs, Eiríkur<br />

Jónsson. Að ávörpum loknum veitti háskólarektor þremur starfsmönnum Háskóla<br />

Íslands viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi. Loks fór fram veiting<br />

heiðursdoktorsnafnbóta og flutti frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti<br />

Íslands, þakkarávarp fyrir hönd heiðursdoktoranna (sjá kaflann Heiðursdoktorar í<br />

þessari bók).<br />

Viðurkenningar til starfsmanna Háskólans<br />

Á háskólahátíð 8. september var þremur starfsmönnum Háskóla Íslands veitt viðurkenning<br />

fyrir lofsvert framlag til kennslu, rannsókna og til annarra starfa í þágu<br />

hans. Viðurkenningin fyrir kennslu féll í hlut Hjálmtýs Hafsteinssonar, dósents í<br />

tölvunarfræði. Í greinargerð valnefndar er tekið fram að Hjálmtýr þyki hafa náð<br />

frábærum árangri við nýtingu nýjustu kennslutækni. Hann vandi mjög til kennslunnar<br />

og sé einkar laginn við að vekja áhuga nemenda á námsefninu. Guðmundur<br />

Þorgeirsson, prófessor við læknadeild, hlaut viðurkenningu fyrir rannsóknir. Í<br />

greinargerð valnefndar er greint frá helstu afrekum hans í klínískum rannsóknum<br />

á sviði hjarta- og æðasjúkdóma og grunnrannsókna á starfsemi æðaþelsfrumna.<br />

Þriðja viðurkenningin var veitt Margréti S. Björnsdóttur, framkvæmdastjóra<br />

samskipta- og þróunarsviðs Háskólans, fyrir framlag hennar til uppbyggingar<br />

Endurmenntunarstofnunar Háskólans, en árlegur fjöldi nemenda er nú<br />

kominn yfir tíu þús. Rektor afhenti starfsmönnunum þremur viðurkenningarskjöl<br />

og peningaverðlaun.<br />

Borgarfræðasetur – samstarfsverkefni Háskóla Íslands og<br />

Reykjavíkurborgar<br />

Þann 17. mars undirrituðu Páll Skúlason háskólarektor og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir<br />

borgarstjóri Reykjavíkur samning milli Háskólans og Reykjavíkurborgar um<br />

samvinnuverkefni undir heitinu Borgarfræðasetur. Markmið Borgarfræðasetursins<br />

er að gangast fyrir margháttuðu rannsókna- og fræðslustarfi í greinum sem<br />

tengjast bæjum og byggðum og að styrkja með því tengsl Háskóla Íslands og<br />

Reykjavíkurborgar og þar með stöðu Reykjavíkur sem háskólaborgar. Formaður<br />

stjórnar Borgarfræðaseturs er Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans<br />

í Helsinki, en Stefán Ólafsson prófessor var ráðinn forstöðumaður. Gert<br />

er ráð fyrir því að Borgarfræðasetrið taki til starfa af fullum krafti á árinu 2001.<br />

MBA-nám við Háskóla Íslands<br />

Á árinu var samþykkt að taka upp MBA-nám við viðskipta- og hagfræðideild<br />

Háskólans. Meginmarkmiðið með náminu er menntun stjórnenda og er lögð<br />

áhersla á að verkleg og bókleg þjálfun fari saman. Mikill áhugi var á náminu,<br />

enda er nú í fyrsta sinn boðið upp á það á Íslandi, en fjöldi Íslendinga hefur sótt<br />

12


slíkt nám til annarra landa. Frekari upplýsingar um námið er að finna á<br />

heimasíðu Háskólans undir: www.mba.hi.is<br />

Háskólinn á landsbyggðinni<br />

Á undanförnum árum hefur verið unnið skipulega að því að efla tengsl Háskólans<br />

við landsbyggðina. Háskóli Íslands, einstakar stofnanir hans og kennarar vinna<br />

mörg rannsóknaverkefni úti á landi og eiga nú þegar margvíslegt samstarf við<br />

bæjarfélög, opinberar rannsóknastofnanir, framhaldsskóla, fyrirtæki og einstaklinga.<br />

Form samstarfsins er mismunandi, en stefnt er að því af hálfu skólans að<br />

sett verði á stofn á landsbyggðinni sérstök háskólasetur, t.d. í samvinnu við Háskólann<br />

á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands. Á árinu voru sett upp slík setur á<br />

Selfossi og á Höfn í Hornafirði og gerður samningur við Byggðastofnun. Nánari<br />

upplýsingar er að finna á heimasíðu Háskólans undir:<br />

www.hi.is/stjorn/sam/landsbyggdin/<br />

Aðalbygging 60 ára 17. júní <strong>2000</strong><br />

Hinn 17. júní <strong>2000</strong> voru liðin 60 frá því að Aðalbygging Háskólans var fyrst tekin í<br />

notkun. Af þessu tilefni var í byrjun ársins ráðist í að gera gagngerar endurbætur<br />

á hátíðasalnum sem hafði látið nokkuð á sjá eftir áratugalanga notkun. Kepptust<br />

iðnaðarmenn Háskólans við að ljúka verkinu áður en afmælisdagurinn rynni upp.<br />

Tókst þeim ætlunarverk sitt með miklum ágætum og var salurinn opnaður almenningi<br />

á tilsettum tíma með glæsilegri athöfn.<br />

Fyrirlestrar, málþing og ráðstefnur<br />

Við Háskóla Íslands er haldinn árlega mikill fjöldi opinberra fyrirlestra, málþinga<br />

og ráðstefna sem tengjast fræðasviðum skólans. Meðal viðburða ársins má nefna<br />

ráðstefnu um kennslumál dagana 21.-22. janúar, námskeið um meðferð mála<br />

varðandi kynferðislega áreitni á vinnustöðum dagana 24.-28. janúar, málþingið<br />

Endurreisn bæja 3. mars, málþing um áhættufjármögnun og háskólarannsóknir<br />

20. mars, menningar- og fræðahátíðina Líf í borg dagana 25.-28. maí og Hugvísindaþing<br />

dagana 13. og 14. október. Flutt var þáttaröð í RÚV um vísindi og fræði<br />

við aldamót og Háskóli Íslands tók þátt í háskólaþingi menntamálaráðuneytisins<br />

26. febrúar. Almennir fyrirlestrar eru auglýstir í „Dagbók Háskólans“ í Morgunblaðinu<br />

og á vefslóðinni: www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html<br />

Almennar upplýsingar um starf Háskólans er að finna víða á háskólavefnum. Sjá<br />

t.d.: www.hi.is/ (háskólavefurinn), www.hi.is/stjorn/sam/uplbaekl/ (almennur<br />

upplýsingabæklingur um Háskóla Íslands), www.hi.is/stjorn/sam/fbrefhi/ (Fréttabréf<br />

Háskóla Íslands) og www.hi.is/stjorn/rektor/hrad/fundarg/index.html (fundargerðir<br />

háskólaráðs).<br />

13


Kennslumál, stúdentar,<br />

brautskráningar<br />

Helsta verkefni kennslusviðs er að annast sameiginleg mál Háskólans er varða<br />

kennslu, próf, skráningu stúdenta, kennsluhúsnæði og búnað. Þar er jafnframt<br />

starfrækt Háskólaútgáfa, Tungumálamiðstöð, Kennslumiðstöð og Námsráðgjöf<br />

sem sérstakar deildir.<br />

Ný reglugerð var sett um Háskóla Íslands á árinu, reglugerð nr. 458/<strong>2000</strong>. Samkvæmt<br />

nýju reglugerðinni telst háskólaárið frá 1. júní til jafnlengdar næsta ár og<br />

skiptist kennsluárið í tvö misseri, haustmisseri sem lýkur 21. desember og vormisseri<br />

sem lýkur 15. maí. Samkvæmt eldri reglum taldist háskólaárið frá 5.<br />

september til jafnlengdar næsta ár. Nýskráning fer fram í lok maí og byrjun júní<br />

ár hvert og einnig er tekið við skráningarbeiðnum í byrjun janúar. Þrjár brautskráningar<br />

kandídata tilheyra hverju háskólaári, í febrúar, júní og í október. Þá er<br />

í nýju reglugerðinni kveðið á um að stúdentar skuli skrá sig úr prófum fyrir 19.<br />

nóvember vegna prófa á haustmisseri, 10. apríl vegna prófa á vormisseri og 5.<br />

ágúst vegna sjúkra- og upptökuprófa í ágúst.<br />

Kennsluskrá, nemendaskrá, námskeið og próf<br />

Í Kennsluskrá Háskólans eru tilgreind öll námskeið sem kennd eru við skólann<br />

og skipulag námsins. Lýsingar námskeiða eru aðgengilegar á netslóðinni<br />

www.hi.is/nam/namsk Samtals eru á skrá um 1.500 námskeið (ýmist kennd<br />

námskeið, verkefni eða ritgerðir) í ellefu deildum. Skipulagðar námsleiðir í<br />

grunnnámi til fyrsta háskólaprófs eru 57, til meistaraprófs 47 og 7 til<br />

doktorsprófs. Auk þess er boðið upp á starfsmiðað nám að lokinni fyrstu<br />

háskólagráðu á 16 námsleiðum. Haustið 1999 var í fyrsta skipti boðið upp á 12<br />

stuttar hagnýtar námsleiðir sem lýkur með sjálfstæðu prófi, diplóma. Náin<br />

samvinna er um erlend samskipti við Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og á milli<br />

kennslusviðs, kennslumálanefndar, vísindanefndar og alþjóðasamskiptaráðs.<br />

Nemendaskrá Háskólans er sá grunnur sem skipulag háskólastarfsins byggist á,<br />

s.s. stundaskrár, skipan í stofur og bókakaup Bóksölu stúdenta. Þar fer fram<br />

nýskráning, árleg skráning í námskeið og próf, innheimta skráningargjalds,<br />

varðveisla einkunna og úthlutun notendanafna vegna notkunar búnaðar í<br />

tölvuverum Reiknistofnunar Háskólans. Skrifstofur deilda og námsbrauta eru<br />

tengdar tölvukerfi Nemendaskrárinnar beint með tilteknum aðgangsmöguleikum,<br />

auk þess sem nemendaskrárkerfið er beinlínutengt tölvukerfi LÍN.<br />

Á árinu <strong>2000</strong> voru haldin 1.370 skrifleg próf (í 917 námskeiðum) á þremur<br />

próftímabilum með samtals 32.329 einstökum skriflegum próftökum.<br />

Tafla 1 – Fjöldi stúdenta 1999-<strong>2000</strong> og brautskráðir á háskólaárinu 1999-<strong>2000</strong>.<br />

Tölur um skráða stúdenta (nemendur alls) eru frá janúar <strong>2000</strong>.<br />

Nemendur alls Brautskráðir Viðbótarnám (lokið)<br />

Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls<br />

Guðfræðideild 42 76 118 8 6 14 1 1<br />

Læknadeild 193 200 395 23 19 42<br />

Tannlæknadeild 28 22 50 5 1 6<br />

Lyfjafræði lyfsala 19 61 80 2 14 16<br />

Námsbraut í<br />

Hjúkrunarfræði 5 496 501 1 86 87<br />

Námsbraut í<br />

sjúkraþjálfun 38 62 100 9 10 19<br />

Lagadeild 213 213 426 26 27 53<br />

Viðsk.- og hagfr.d. 594 574 1168 91 72 163 2 2<br />

Heimspekideild 426 811 1237 44 99 143 1 1<br />

Verkfræðideild 331 86 417 68 14 82<br />

Félagsvísindadeild 303 836 1139 29 109 138 8 81 89<br />

Raunvísindadeild 473 508 981 71 76 147<br />

Samtals 2.665 3.945 6.612 377 533 910 8 85 93<br />

15


Fjöldi stúdenta og brautskráning<br />

Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir fjölda stúdenta við Háskóla Íslands háskólaárið<br />

1999–<strong>2000</strong> og fjölda brautskráðra árið <strong>2000</strong>. Brautskráðir voru samtals 1003, þar<br />

af luku 81 meistaraprófi. Tvær doktorsvarnir fóru fram í læknadeild á árinu og ein<br />

í heimspekideild. Auk þessa luku 93 viðbótarnámi (einu ári að loknu B.A.-/B.S.-<br />

prófi) í guðfræðideild, heimspekideild, viðskipta- og hagfræðideild og í félagsvísindadeild.<br />

Fjöldi stúdenta<br />

Eftir töluverða fjölgun stúdenta (14%) milli háskólaáranna 1998–1999 og<br />

1999–<strong>2000</strong>, stendur fjöldi þeirra nánast í stað milli áranna 1999-<strong>2000</strong> og <strong>2000</strong>-<br />

2001 (sjá töflu 2). Konur teljast nú um 61% af stúdentum Háskólans sem er hærra<br />

hlutfall en á síðasta ári (58%), þær urðu í fyrsta skipti fleiri en karlar árið 1986.<br />

Fleiri konur en karlar brautskráðust frá Háskólanum í fyrsta skipti árið 1989, voru<br />

þá 52,7% brautskráðra, en eru nú 59% brautskráðra.<br />

Tafla 2 – Fjöldi stúdenta 1990-<strong>2000</strong><br />

Breyt. Útskr. Útskr. Breyt.<br />

‘99-’00 stúd. stúd. ‘99-’00<br />

Deildir okt.'90 okt.'91 okt.'92 okt.'93 okt.'94 okt.'95 okt.'96 okt.'97 okt.'98 okt.'99 (%) okt.’00 ‘99 ‘00 (%)<br />

Guðfræðideild 66 81 89 109 113 131 130 134 125 120 121 1% 24 15 -38%<br />

Læknadeild 335 386 386 363 380 395 376 346 381 457 448 -2% 47 42 -1%<br />

Tannlæknadeild 71 55 59 63 49 51 44 47 42 51 55 8% 7 6 -14%<br />

Lyfjafræði lyfsala 86 83 86 72 78 87 104 90 82 85 74 -13% 12 16 33%<br />

Hjúkrunarfræði 330 409 391 433 449 445 491 484 523 522 450 -14% 98 87 -11%<br />

Sjúkraþjálfun 100 125 126 145 171 154 122 125 109 113 97 -14% 16 19 19%<br />

Lagadeild 439 405 435 467 524 497 448 452 432 446 435 -2% 80 53 -34%<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild 778 732 601 566 609 629 728 800 862 1.217 1254 3% 147 165 12%<br />

Heimspekideild 1.105 1.230 1.014 1.063 1.217 1.276 1.158 1.100 1.100 1.198 1.171 -2% 160 144 -10%<br />

Verkfræðideild 283 266 278 240 249 267 282 300 344 400 777 94% 51 82 61%<br />

Félagsvísindadeild 902 965 945 1.049 1.124 1.121 1.096 1.079 1.109 1.148 1.156 1% 260 227 -13%<br />

Raunvísindadeild 477 492 508 545 605 673 640 761 741 936 687 -27% 140 147 -5%<br />

ALLS 4.972 5.229 4.918 5.115 5.568 5.726 5.619 5.718 5.850 6.693 6.725 0% 972 1.042 -4%<br />

Fjölgun milli ára 9% 5% -6% 4% 9% 3% -2% 2% 2% 14%<br />

* Tölvunarfræðiskor fluttist úr raunvísindadeild í verkfræðideild sumarið <strong>2000</strong>.<br />

** Námsbraut í hjúkrunarfræði varð sérstök deild árið <strong>2000</strong>.<br />

Námsbraut í lyfjafræði varð sérstök deild árið <strong>2000</strong>.<br />

Námsbraut í sjúkraþjálfun varð skor í læknadeild árið <strong>2000</strong>.<br />

Framhaldsnám<br />

Framhaldsnám (meistara- og doktorsnám) hefur verið í heimspekideild Háskóla<br />

Íslands allt frá stofnun hans 1911 en fyrstu stúdentarnir gengust undir meistarapróf<br />

í íslenskum fræðum árið 1923. Á undanförnum árum hefur skipulagt meistara-<br />

og doktorsnám staðið til boða í æ fleiri deildum Háskólans og stendur nú<br />

framhaldsnám til meistaragráðu til boða í öllum deildum skólans og nám til doktorsgráðu<br />

í flestum deildum. Stúdentum, sem stunda meistara- og doktorsnám,<br />

hefur fjölgað jafnt og þétt. Þannig brautskráðust 9 kandídatar úr framhaldsnámi<br />

háskólaárið 1985–1986, 34 háskólaárið 1994–1995, 51 háskólaárið 1995–1996, 42<br />

háskólaárið 1996–1997, 39 háskólaárið 1997–1998, 68 háskólaárið 1998–1999 og<br />

84 háskólaárið 1999–<strong>2000</strong>. Það er Háskólanum mikið kappsmál að efla framhaldsnám<br />

tengt rannsóknum en erlendis eru stúdentar í framhaldsnámi iðulega<br />

burðarásar í rannsóknastarfi við háskólana. Þekkingin, sem stúdentar í framhaldsnámi<br />

afla með námi og rannsóknum, nýtist bæði Háskólanum og þjóðfélaginu<br />

í heild. Háskólinn hefur sett sér það markmið að stúdentar í rannsóknatengdu<br />

framhaldsnámi verði um 15–20% af stúdentum Háskólans (þ.e. um 1000 stúdentar<br />

miðað við núverandi stúdentafjölda).<br />

Gæðamat kennslu<br />

Á vegum kennslumálanefndar hefur frá lokum haustmisseris 1987 verið leitað<br />

eftir mati stúdenta á gæðum kennslu og námskeiða. Tilgangurinn er að veita<br />

kennurum aðhald í kennslu og upplýsingar um hvað betur megi fara. Kennslusvið<br />

hefur umsjón með framkvæmdinni í samvinnu við deildir, námsbrautir og Félagsvísindastofnun<br />

Háskólans. Tekið er mið af könnuninni við framgang kennara. Í<br />

kjölfar nýrrar reglugerðar er unnið að nánari útfærslu á aðferðum við að bæta<br />

kennsluna.<br />

16


Kennslubúnaður<br />

Rekstrarstjóri fasteigna á kennslusviði hefur umsjón með kennsluhúsnæði og<br />

búnaði í það í samráði við innkaupastjóra og framkvæmdastjóra bygginga- og<br />

tæknisviðs. Haustið 1994 var gerð úttekt á búnaði í kennslustofum í öllum húsum<br />

Háskólans og gerð áætlun um úrbætur, endurnýjun og nýmæli. Samráð var haft<br />

við kennslusvið og fjármálasvið (innkaupastjóra). Metin var heildarþörf búnaðar á<br />

ári og gerð þriggja ára áætlun (til loka árs 1997) um kaup og endurnýjun á búnaði<br />

í kennslustofur. Þriggja ára áætlunin hefur síðan verið endurskoðuð árlega m.t.t.<br />

þarfa og tæknilegra óska. Til kaupa á húsgögnum og búnaði eru veittar 15 m.kr. á<br />

ári hverju og hefur verið skipt þannig að 4–6 m.kr. hafa verið veittar til kennslubúnaðar<br />

og afgangurinn í annan búnað á skrifstofum og rannsóknastofum. Í<br />

fyrstu var fjárveitingin eingöngu til kaupa á tækjum en nær nú einnig til húsgagna.<br />

Netlagnir og búnaður í tölvuverum eru utan við þessa fjárhæð.<br />

Kennsluhúsnæði<br />

Hin öra fjölgun stúdenta hefur kallað á aukið kennsluhúsnæði. Tekist hefur með<br />

herkjum að hýsa kennsluna en ljóst er að hinn þröngi stakkur húsnæðis sem<br />

kennslunni er víða skorinn hefur neikvæð áhrif á kennslu og nám, svo og vinnutíma<br />

kennara og stúdenta. Stundatöflur einstakra hópa eru tíðum sundurslitnar<br />

og kennsla sett í óhentugt húsnæði eða nánast óviðunandi. Þá er með naumindum<br />

unnt að koma skriflegum prófum fyrir á próftímabilum, einkum í desember,<br />

og hefur þessi húsnæðisskortur iðulega áhrif á próftöflur nemenda til hins verra.<br />

Næsta viðbót við húsnæði í eigu Háskólans verður Náttúrufræðahús sunnan Norræna<br />

hússins en stefnt er að því að taka fyrsta áfanga þess í notkun árið 2003.<br />

Kennslumálanefnd<br />

Í samvinnu við stúdenta var haldin fjölsótt og vel heppnuð kennslumálaráðstefna í<br />

janúar <strong>2000</strong> undir fyrirsögninni: Betri kennsla – Betra nám. Fjallað var m.a. um<br />

reiknilíkön vegna fjárúthlutana við Háskóla Íslands og Oslóarháskóla, rekstrarforsendur<br />

fámennra námsgreina, nýmæli og stefnu Háskólans í kennslumálum,<br />

þverfaglegt nám, væntingar vinnumarkaðar gagnvart menntun framtíðarstarfsmanna,<br />

gæði og gildi fyrirlestra í háskólakennslu, netið og hlutverk þess í<br />

kennslu. Á meðal fyrirlesara voru tveir sem komu frá erlendum skólum, Jón Viðar<br />

Sigurðsson, dósent við Oslóarháskóla, og David Wilkinson frá Oxford-Brookes<br />

University en hann fjallaði um „Models for Changing Teaching Effectiveness.“<br />

Kennslumálanefnd fundaði 16 sinnum á árinu. Á vormisseri var m.a. rætt um<br />

prófnúmerakerfi vegna nafnleyndar við próftöku, skilaboðaskjóðu sem gerir nemendum<br />

unnt að senda kennurum nafnlausar ábendingar um kennslu þeirra,<br />

kennsluverðlaun, menntastefnu og undirbúning að starfi kennslumiðstöðvar. Að<br />

venju var úthlutað úr kennslumálasjóði en 21 umsókn barst að þessu sinni og var<br />

samþykkt að styrkja 13 verkefni um samtals 3.000.000 kr. Á haustmisseri voru<br />

viðbrögð við nafnleynd í sumarprófum rædd, unnið að gátlista vegna reglna sem<br />

deildir eiga að setja sér um kennslu og kennsluhætti, unnið var að endurskoðun<br />

á reglum um úrvinnslu og meðferð gagna vegna kennslukönnunar og unnið að<br />

undirbúningi formlegs gæðakerfis vegna kennslu. Þá voru vinnureglur kennslumálasjóðs<br />

endurskoðaðar frá grunni og starfar sjóðurinn nú í tveimur deildum,<br />

almennri deild og þróunardeild. Nýju reglurnar voru staðfestar á fundi háskólaráðs<br />

11. nóvember. Fjallað var um tengsl við framhaldsskóla og fundað með<br />

skólameisturum þeirra.<br />

Kennslumiðstöð<br />

Á árinu tók Kennslumiðstöð Háskóla Íslands til starfa. Í Kennslumiðstöðinni er<br />

sameinuð á einum stað umsjón með tæknilegri og kennslufræðilegri aðstoð við<br />

kennara og umsjón með ýmsum tæknilegum verkefnum í sambandi við kennslu.<br />

Fleiri verkefni munu falla undir kennslumiðstöðina, s.s. gæðaeftirlit kennslu,<br />

nýmæli í kennslu, könnun á kennslu og námskeiðum, námskeið fyrir nýja kennara<br />

og endurmenntunarnámskeið þar sem kynntar verða kennsluaðferðir,<br />

kennslutækni og aðferðir við sjálfsmat kennara. Kennslumiðstöðin heyrir undir<br />

kennslusvið sem sérstök deild. Samstarf er haft við Reiknistofnun Háskólans um<br />

tæknileg mál.<br />

Tungumálamiðstöð<br />

Stjórn Tungumálamiðstöðvar skipa: Auður Hauksdóttir, Ingjaldur Hannibalsson,<br />

Pétur Knútsson, Sigríður D. Þorvaldsdóttir og Torfi H. Tulinius sem er stjórnarformaður.<br />

Deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar er Eyjólfur Már Sigurðsson og í janúar<br />

var Rikke May Kristþórsson ráðin aðstoðarmaður í hlutastarf. Auk þeirra tveggja<br />

störfuðu tveir nemendur í miðstöðinni á haustmisseri <strong>2000</strong>: Emilie Mariat og Mar-<br />

17


ía Rán Guðjónsdóttir. Kennarar voru: Eyjólfur Sigurðsson, Rikke May, Bernd Hammerschmidt,<br />

Birna Arnbjörnsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir.<br />

Aðalhlutverk miðstöðvarinnar er að bjóða upp á hagnýt tungumálanámskeið sem<br />

opin eru öllum nemendum Háskólans og á haustmisseri <strong>2000</strong> voru tæplega 90<br />

nemendur skráðir í þessi námskeið. 5 tungumál eru í boði: danska, enska,<br />

franska, spænska og þýska. Hér er um sjálfsnám að ræða þar sem nemendur<br />

vinna sjálfstætt undir handleiðslu kennara. Tungumálamiðstöðin er einnig opin<br />

öllum tungumálanemendum Háskólans sem vilja nýta sér tækja- og námsgagnakost<br />

hennar.<br />

Aðstæður til sjálfsnáms í tungumálum eru nú orðnar mjög góðar í Tungumálamiðstöð.<br />

Miðstöðin flutti margmiðlunarver sitt í stærra húsnæði í Nýja Garði á árinu<br />

og var það til mikilla bóta fyrir starfsemina. Miðstöðin hefur nú yfir að ráða 5<br />

herbergjum á jarðhæð Nýja Garðs. Keyptar voru fleiri tölvur og sendiráð Danmerkur<br />

á Íslandi fjármagnaði búnað til móttöku á norrænum sjónvarpsstöðvum.<br />

Einnig var námsgagnakostur bættur til muna.<br />

Tungumálamiðstöðin var þátttakandi í alþjóðlegu samstarfsverkefni á árinu. DI-<br />

ALANG er LINGUA verkefni sem felst í að útbúa stöðupróf í 15 tungumálum sem<br />

hægt verður að nálgast á vefnum. Sigríður D. Þorvaldsdóttir og María A. Garðarsdóttir,<br />

fastráðnir stundakennarar í íslensku fyrir erlenda stúdenta, unnu að gerð<br />

íslensku prófanna fyrir Tungumálamiðstöðina og einnig unnu þau Rikke May og<br />

Eyjólfur Sigurðsson að þessu verkefni.<br />

Námsráðgjöf<br />

Almennt<br />

Hlutverk Námsráðgjafar Háskóla Íslands (NHÍ) er að veita stúdentum við skólann<br />

margvíslegan stuðning meðan á námi stendur. Í því sambandi má nefna<br />

upplýsingamiðlun og ráðgjöf vegna námsvals, ráðgjöf vegna vinnubragða í háskólanámi,<br />

persónulega og sálfræðilega ráðgjöf, ráðgjöf og úrræði vegna hömlunar/fötlunar<br />

í námi, aðstoð í réttindamálum og ýmiskonar upplýsingar um háskólanám.<br />

Heimsóknir nemenda til NHÍ voru ríflega 3000 árið <strong>2000</strong> og hafði fækkað um 1000<br />

milli ára. Þótt um umtalsverða fækkun skráðra heimsókna sé að ræða hefur ekki<br />

dregið úr álagi á Námsráðgjöf. Skýringin er sú að árið 1999 var ákveðið að NHÍ<br />

legði ekki svokölluð STRONG-próf eða áhugasviðskönnun fyrir aðra en nemendur<br />

Háskólans en nemendur framhaldsskólanna höfðu fram að þeim tíma verið um<br />

90% þeirra sem leituðu til stofnunarinnar í þessum erindagjörðum. Þeir sem taka<br />

áhugasviðskönnun Strong hjá NHÍ koma tvisvar sinnum, fyrst í fyrirlögn og síðan<br />

í úrlausn. Strong er lagt fyrir í hópum, allt að 50 manns í einu. Því þurfa ekki að<br />

falla niður margar hópfyrirlagnir til að veruleg fækkun verði á heimsóknum til<br />

NHÍ. Strong-fyrirlagnir, sem taka um klukkustund, eru ekki tímafrek vinna fyrir<br />

námsráðgjafa en fækkun þeirra vegur þungt í heildarfjölda heimsókna. Mun mik-<br />

Fjöldi stúdenta sem nutu sérúrræða við H.Í. á árunum 1995-<strong>2000</strong><br />

160<br />

140<br />

135<br />

148<br />

120<br />

Fjöldi<br />

100<br />

80<br />

60<br />

60 62<br />

87<br />

96<br />

40<br />

20<br />

0<br />

1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

18


ilvægara er að fjöldi þeirra háskólastúdenta sem leita til NHÍ vegna sérúrræða í<br />

námi og vegna persónulegra og sálrænna vandamála hefur nærri þrefaldast á<br />

undanförnum fimm árum en sú vinna er bæði krefjandi og tímafrek.<br />

Starfslið<br />

Fastir starfsmenn ársins <strong>2000</strong> voru: Auður R. Gunnarsdóttir námsráðgjafi og fagstjóri<br />

í 75% stöðugildi, Ragna Ólafsdóttir námsráðgjafi og fagstjóri í 100% stöðugildi,<br />

Arnfríður Ólafsdóttir námsráðgjafi í 75% stöðugildi, Hrafnhildur V. Kjartansdóttir<br />

námsráðgjafi í 100% stöðugildi, Magnús Stephensen skrifstofustjóri í 100%<br />

stöðugildi og Margrét Guðmundsdóttir í 50% skrifstofustarfi. Auk þeirra er að<br />

framan getur voru tveir námsráðgjafar ráðnir út árið vegna barnsburðarleyfa:<br />

María Dóra Björnsdóttir og Jónína Kárdal, báðar í 100% stöðugildum. Mikael M.<br />

Karlsson er starfandi rekstrarstjóri en staða hans ekki skilgreind sem stöðugildi.<br />

Nýmæli í þjónustu Námsráðgjafar<br />

Haustið <strong>2000</strong> kom NHÍ á fót svokölluðu aðgengissetri í Aðalbyggingu Háskólans.<br />

Opnun setursins hefur verið í undirbúningi síðastliðið ár en var formlega hleypt af<br />

stokkunum um miðjan vetur <strong>2000</strong> með höfðinglegum fjárstuðningi Hollvinasamtaka<br />

Háskóla Íslands, Stúdentaráðs og Dyslexíufélags Háskóla Íslands. Aðgengissetrið<br />

á sér fyrirmyndir víða í Evrópu en Námsráðgjöf hefur sérstaklega litið til<br />

sambærilegra setra í Skotlandi.<br />

Aðgengissetur Háskóla Íslands hefur þrjú meginhlutverk: 1. Að vera próftökuherbergi<br />

fyrir þá nemendur sem þurfa að þreyta próf á tölvu vegna dyslexíu, sjónskerðingar<br />

eða hreyfihömlunar. 2. Að vera mats-kennslumiðstöð þar sem nemendur<br />

með dyslexíu eða skerta sjón fá tækifæri til að prófa og læra á hugbúnað<br />

sem gæti orðið þeim til framdráttar í námi. 3. Að vera vinnuaðstaða fyrir nemendur<br />

sem þurfa aðgang að þeim dýra og sérhæfða hugbúnaði sem setrið hefur upp<br />

á að bjóða. Sem mats- og kennslumiðstöð sinnir aðgengissetur NHÍ fyrst og<br />

fremst þeim stóra hópi nemenda sem greinst hafa með dyslexíu eða eru sjónskertir.<br />

Sem prófherbergi og vinnuaðstaða nýtist aðgengissetrið öllum stúdentum<br />

sem þurfa á sérhæfðri aðstoð í námi að halda.<br />

Þróunarverkefni, rannsóknir, nefndir og stjórnarstörf<br />

Starfsmenn NHÍ tóku þátt í innlendum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum,<br />

sinntu nefndarstörfum og unnu að ýmsum þróunarverkefnum árið <strong>2000</strong>. Þar ber<br />

hæst:<br />

• Þátttaka í samstarfsnefnd Háskóla Íslands við framhaldsskóla.<br />

• Leonardoverkefnið Tengsl háskóla og atvinnulífs.<br />

• Leonardoverkefnið Þróun gæðavísa í ráðgjöf fyrir fullorðna.<br />

• Norrænt samstarfsverkefni um aðgengi fatlaðra að háskólum.<br />

• Þátttaka í NOUAS um norrænt samstarf námsráðgjafa á háskólastigi.<br />

• Seta í námsnefnd um nám í námsráðgjöf við félagsvísindadeild.<br />

• Formennska í Félagi náms- og starfsráðgjafa.<br />

• Haldið námskeið um gerð starfsumsókna.<br />

• Seta í úthlutunarnefnd Stúdentagarða.<br />

• Seta í kjaranefnd háskólakennara.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir á vegum Háskóla Íslands hafa byggst upp með tilvísun til þeirrar<br />

skyldu Háskólans að vera bæði kennslu- og vísindastofnun. Það hefur verið mat<br />

Háskólans að stunda beri rannsóknir í þeim greinum sem kenndar eru, m.a. til<br />

að styrkja fræðilegar undirstöður kennslunnar. Rannsóknir um 400 fastráðinna<br />

kennara við skólann eru kjarni rannsóknastarfsemi hans, þar sem fastráðinn<br />

kennari ver a.m.k. 40% af tíma sínum til rannsókna.<br />

Algengast er að meta árangur í rannsóknum eftir birtum ritverkum og þeim<br />

áhrifum sem niðurstöður rannsókna hafa á verk annarra vísindamanna. Greiðslur<br />

úr Vinnumatssjóði vegna rannsókna og Ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora<br />

gefa hins vegar vísbendingu um umfang rannsókna. Slíka vísbendingu má sjá í<br />

töflu 1. Undir félagsvísindi flokkast rannsóknir í félagsvísinda-, laga- og viðskiptaog<br />

hagfræðideild. Hugvísindi eiga við rannsóknir í heimspeki- og guðfræðideild.<br />

Til heilbrigðisvísinda teljast rannsóknir í læknisfræði, tannlæknisfræði, lyfjafræði,<br />

hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun. Undir raunvísindi falla rannsóknir í raunvísindaog<br />

verkfræðideild.<br />

19


Tafla 1 – Samanburður á umfangi rannsókna eftir fræðasviðum.<br />

Hug- Félags- Heilbr.- Raun- Alls<br />

vísindi vísindi vísindi vísindi<br />

Vinnumatssjóður<br />

Félags háskólakennara<br />

Greiðslur fyrir 1999, fjöldi 59 17 30 35 141<br />

Hlutfall, % 42 12 21 25 100<br />

Einingar 1999, % 44 11 18 27 100<br />

Ritlauna- og rannsóknasjóður<br />

prófessora<br />

Greiðslur fyrir 1999, fjöldi 25 29 27 46 127<br />

Hlutfall, % 20 23 21 36 100<br />

Einingar 1999, % 19 28 20 33 100<br />

Hvatning og kröfur til gæða rannsókna<br />

Á síðasta ártug hefur mat á rannsóknum verið eflt við Háskóla Íslands. Reynt er<br />

að bæta aðstöðu og hvetja til aukinnar virkni. Í fyrsta lagi hefur verið tekið upp<br />

hvetjandi framgangskerfi fyrir kennara og sérfræðinga, sem byggir m.a. á rannsóknum<br />

þeirra. Í öðru lagi er fé til rannsókna að hluta til ekki dreift jafnt á alla<br />

heldur verða menn að keppa um styrki úr sjóðum. Rannsóknatengdir sjóðir Háskólans<br />

veita styrki eftir umsóknum til rannsóknaverkefna og tækjakaupa eða<br />

launa fyrir árangur sem náðst hefur í rannsóknum.<br />

Rannsóknaskýrsla – framtal starfa á undangengnu ári<br />

Kennarar og sérfræðingar Háskólans og stofnana hans, með rannsóknarskyldu,<br />

eiga að senda inn framtal vegna starfa sinna á undangengnu ári. Markmiðið með<br />

rannsóknaskýrslunni er afla upplýsinga um störf háskólamanna. Skiladagur er 1.<br />

mars ár hvert. Skil á rannsóknaskýrslu fela í sér (eftir því sem við á):<br />

1. Umsókn til vinnumatssjóðs Háskóla Íslands.<br />

2. Umsókn í ritlauna- og rannsóknasjóð prófessora, sbr. úrskurð kjaranefndar<br />

frá 2. júlí 1998.<br />

3. Framtal til kjaranefndar vegna starfa prófessora.<br />

4. Skil vegna aðlögunarsamkomulags Háskólans og stofnana hans og Félags<br />

háskólakennara.<br />

5. Skil á gögnum vegna ritaskrár háskólamanna á leitarvef á netinu.<br />

6. Skil á erlendu efni til Landsbókasafns Ísl.-Háskólabókasafns vegna skráningar<br />

í Gegni.<br />

Rannsóknasjóður<br />

Vísindanefnd Háskólans fer með stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands. Úr<br />

Rannsóknasjóði geta kennarar og sérfræðingar fengið styrki til vel skilgreindra<br />

verkefna, ef þau teljast hafa álitlegt vísindagildi að mati sérfróðra umsagnaraðila,<br />

ef fyrri störf umsækjanda sýna að hann er líklegur til að ná árangri, og full skil<br />

hafa verið gerð með framvinduskýrslum um nýtingu fyrri styrkja, sem sjóðurinn<br />

hefur veitt umsækjanda. Sjóðurinn skiptist í þrjár deildir eða undirsjóði, þ.e.<br />

almennan sjóð, skráningarsjóð og lausn frá kennslu.<br />

Þar sem ekki reyndist unnt að fá aukið framlag til Rannsóknasjóðs á árinu 2001,<br />

ákvað rektor í umboði háskólaráðs að styðja sjóðinn með 10 m.kr. framlagi úr<br />

Háskólasjóði eins og gert var í fyrra. Alls bárust 179 umsóknir í almennan hluta<br />

sjóðsins, átta í skráningarhluta og fjórar um lausn frá kennslu. Samtals var sótt<br />

um 223,6 m.kr.<br />

Úthlutað var 89.461 þ.kr. til 151 verkefnis í almennum sjóði eða að meðaltali 592<br />

þ.kr. á hverja styrkta umsókn.<br />

Sjö styrkir voru veittir til fræðilegra skráningarverkefna, alls 2.450 þ.kr. Fjórir<br />

umsækjendur hlutu styrk vegna tímabundinnar lausnar frá kennslu (annarri en<br />

leiðbeiningu framhaldsnema) samtals að fjárhæð 2.326 þ.kr. Alls var því úthlutað<br />

úr Rannsóknasjóði 94.237 þ.kr. fyrir árið 2001.<br />

Nánari upplýsingar um Rannsóknasjóð og úthlutanir úr honum er að finna á<br />

slóðinni: www.\rann\rannsoknasjodur\tolfraedi.html<br />

21


Tafla 2 - Heildarupphæð umsókna og úthlutana úr Rannsóknasjóði<br />

(almennum sjóði) 1997 til 2001 (m.kr., á verðlagi hvers árs).<br />

Umsóknir Úthlutun Hlutfall Meðalupphæð<br />

m.kr. m.kr. % styrks þ.kr.<br />

1997 214 70 33 383<br />

1998 199 78 39 413<br />

1999 225 80 35 444<br />

<strong>2000</strong> 203 92 45 599<br />

2001 214 89 42 592<br />

Verkefnabundin tæki<br />

Til Rannsóknasjóðs má sækja um fé til kaupa á tækjabúnaði sem er nauðsynlegur<br />

til einstakra rannsóknarverkefna. Ráðstöfunarfé til kaupa á tækjum í þessu<br />

skyni kemur úr Tækjakaupasjóði Háskólans. Fyrir árið 2001 er úthlutað 4,5 m.kr.<br />

eftir þessari leið sem er aukning um tvær m.kr. frá fyrra ári.<br />

Vinnumatssjóður<br />

Sjóðurinn var stofnaður 1989 og byggir hann á kjarasamningi Félags háskólakennara<br />

og fjármálaráðherra. Allir, sem eru í Félagi háskólakennara og í meira<br />

en 50% starfi, eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Vinnumatssjóður greiðir þeim félagsmönnum<br />

sem sýnt hafa árangur í rannsóknum skv. metnum stigum. Kennarar<br />

og sérfræðingar skila inn árlegum skýrslum (sjá kafla um Rannsóknaskýrslu)<br />

um fræðileg ritstörf sem bera vitni um árangur þeirra í rannsóknum.<br />

Birtar greinar og rit eru metin og fari afköst yfir þau mörk, sem talin eru<br />

svara til þess hluta vinnuskyldu sem á að verja til rannsókna, öðlast viðkomandi<br />

hlutdeild í vinnumatssjóði í samræmi við stigafjölda. Á árinu <strong>2000</strong> voru greiddar<br />

um 80 m.kr. úr Vinnumatssjóði fyrir árið 1999. Ljóst er að sjóðurinn hefur frá<br />

upphafi stuðlað að verulega aukinni ritvirkni háskólamanna.<br />

Félagsfundur Félags háskólakennara samþykkti þann 13. apríl <strong>2000</strong> eftirfarandi<br />

breytingu á reglum um vinnumatssjóð: „Samræmdar matsreglur (grunnmatsreglur)<br />

skulu teknar upp í stað 5. greinar reglna um vinnumat Félags háskólakennara<br />

vegna rannsókna. Breytingin er gerð til bráðabirgða og gildir fyrir mat á<br />

rannsóknaframlagi ársins 1999.“<br />

Prófessorar fá greiðslu fyrir vinnu við rannsóknir umfram vinnuskyldu úr Ritlauna-<br />

og rannsóknasjóði prófessora sem heyrir undir kjaranefnd. Sjóðurinn<br />

greiddi um 70 m.kr. á árinu <strong>2000</strong> vegna rannsókna prófessora í Háskóla Íslands<br />

umfram vinnuskyldu.<br />

Tækjakaupasjóður<br />

Háskólinn fær ekki fjárveitingu úr ríkissjóði til tækjakaupa heldur aflar hann fjár<br />

til þeirra með Happdrætti Háskólans. Markmið sjóðsins er að gera kennurum og<br />

sérfræðingum kleift að kaupa nauðsynleg rannsóknatæki til rannsókna. Sjóðurinn<br />

hafði á árinu <strong>2000</strong> um 19 m.kr. til ráðstöfunar. Tækjakaupanefnd veitir fé úr<br />

Tækjakaupasjóði. Sjóðurinn skiptist í þrjá undirsjóði: sérhæfðan tækjakaupasjóð,<br />

almennan tækjakaupasjóð og verkefnabundinn tækjakaupasjóð.<br />

Sérhæfðu tækjakaupafé er úthlutað af tækjakaupanefnd á grundvelli umsókna frá<br />

kennurum og sérfræðingum, sem forgangsraðað er af vísindanefndum deilda.<br />

Almennu tækjakaupafé skiptir tækjakaupanefnd milli deilda í hlutfalli við umsvif<br />

þeirra í kennslu og rannsóknum. Deildarforseti úthlutar þessu fé til einstaklinga<br />

eftir umsóknum sem til hans berast.<br />

Verkefnabundnu tækjakaupafé er úthlutað af vísindanefnd jafnhliða úthlutun úr<br />

Rannsóknasjóði.<br />

22


Tafla 3 – Úthlutun úr Tækjakaupasjóði 1996 til <strong>2000</strong> (m.kr. á verðlagi<br />

hvers árs).<br />

Sérhæft Almennt Verkefnabundið Alls<br />

tækjakaupafé tækjakaupafé tækjakaupafé<br />

m.kr. m.kr. m.kr. m.kr.<br />

1996 19 13 5 37<br />

1997 20 13 5 38<br />

1998 6,5 6 5 17,6<br />

1999 12,5 3,6 2,7 18,8<br />

<strong>2000</strong> 12,4 3,6 2,7 18,7<br />

Sjá upplýsingar um úthlutanir úr Tækjakaupasjóði á:<br />

www.hi.is/stjorn/rann/taekjakaupasjodur/tks_yfirlit<br />

Aðstoðarmannasjóður<br />

Aðstoðarmannasjóður var stofnaður sumarið 1996 og hefur hann til umráða 13<br />

m.kr. fyrir árið 2001. Markmið sjóðsins er að gera kennurum kleift að ráða sér<br />

stúdent eða nýbrautskráðan aðstoðarmann við rannsóknir og/eða kennslu og að<br />

aðstoðarmaðurinn öðlist jafnframt þjálfun og færni í faglegum vinnubrögðum.<br />

Sjóðurinn veitir mjög hóflega styrki (80 þ.kr.) fyrir eitt misseri. Sjá nánar:<br />

www.hi.is/stjorn/rann/adstodarmannasjodur/ads_yfirlit.html<br />

Tafla 4 – Úthlutun úr Aðstoðarmannasjóði 1998-<strong>2000</strong>.<br />

Umsóknir Fjöldi Fjöldi Úthlutun<br />

m.kr. umsókna styrkja m.kr.<br />

1998, vormisseri 6,8 62 47 3,3<br />

1998, haustmisseri 8,3 71 67 5,3<br />

1999, vormisseri 13,0 85 82 6,5<br />

1999, haustmisseri 9,4 83 73 5,8<br />

<strong>2000</strong>, vormisseri 10,6 83 72 5,7<br />

<strong>2000</strong>, haustmisseri 9,4 85 53 4,2<br />

2001, vormisseri 8,0 76 73 5,8<br />

Rannsóknatengt framhaldsnám<br />

Mikilvægasta stefnumál Háskóla Íslands og helsti vaxtarbroddurinn í starfi hans<br />

er rannsóknatengt framhaldsnám, meistara- og doktorsnám. Þótt allt háskólanám<br />

hvíli að nokkru leyti á rannsóknavinnu nemenda, þá greinir framhaldsnámið<br />

sig frá grunnáminu þar sem að í því er lögð höfuðáhersla á sjálfstæðar rannsóknir<br />

sem nemendur vinna undir handleiðslu leiðbeinenda. Framhaldsnámið er<br />

því einnig nefnt rannsóknanám.<br />

Í flestum deildum Háskólans er nú í boði framhaldsnám eða rannsóknanám eftir<br />

fyrsta háskólapróf. Hvatt er til þess að hluti námsins fari fram við erlenda háskóla.<br />

Þangað eru einkum sótt sérhæfð námskeið sem Háskólinn getur ekki boðið<br />

en rannsóknarverkefni eru yfirleitt unnin hér á landi, stundum í samvinnu við<br />

erlenda aðila.<br />

Á síðasta háskólaári (1999-<strong>2000</strong>) stunduðu tæplega 500 manns framhaldsnám við<br />

Háskólann eða um 7% nemenda. Það er eindreginn ásetningur Háskólans að gera<br />

verulegt átak til að efla meistara- og doktorsnámið og fjölga nemendum í því.<br />

Á vegum Rannsóknarráðs Íslands er rekinn Rannsóknanámssjóður sem veitir<br />

styrki til framfærslu nemenda meðan á rannsóknarverkefni stendur. Styrkir eru<br />

veittir samkvæmt sameiginlegri umsókn leiðbeinanda og nemanda. Við val á<br />

styrkþegum er horft til árangurs þeirra í námi en ekki síður til rannsóknaferils<br />

leiðbeinandans, sem ber fræðilega ábyrgð á verkefninu. Frá stofnun sjóðsins árið<br />

1993 hefur sjö sinnum verið úthlutað almennum styrkjum úr sjóðnum, alls 165,4<br />

m.kr. Sjá nánar: www.rannis.is/Rannsoknanamssjodur/Almennir_styrkir.htm<br />

23


Tafla 5 – Úthlutun úr Rannsóknanámssjóði 1996-<strong>2000</strong>.<br />

Fjöldi Styrkir Fjöldi Hlutfall styrkja<br />

umsókna m.kr. styrkja af umsóknum, %<br />

1996 63 22 35 55<br />

1997 72 20 20 28<br />

1998 68 31 35 51<br />

1999 73 28 33 45<br />

<strong>2000</strong> 71 38 32 45<br />

Rannsóknanámssjóður veitir einnig svokallaða fyrirtækja- og stofnanastyrki (FSstyrki).<br />

Það eru styrkir til meistara- eða doktorsnáms, sérstaklega ætlaðir til að<br />

efla samvinnu milli stofnana, fyrirtækja og háskóla. Fyrirtæki og stofnanir, sem<br />

fjármagna styrkina, gegn mótframlagi Rannsóknanámssjóðs, skilgreina fyrir<br />

fram hvaða fagsvið skuli styrkja en umsóknir fá faglega meðferð á forsendum<br />

sjóðsins. Hægt er að sækja um FS-styrki hvenær sem er. Alls hafa verið veittir 15<br />

slíkir styrkir frá 1997. Nánari upplýsingar er að finna á: http://www.rannis.is/Rannsoknanamssjodur/Fyrirtaekja_stofnanastyrkir.htm<br />

Rannsóknagagnasafn Íslands<br />

Kynning á rannsóknum við Háskóla Íslands hefur jákvæð áhrif á ímynd skólans<br />

meðal almennings. Lögð er áhersla á að kynna rannsóknir Háskólans sem víðast<br />

og með fjölbreyttum hætti. Í samvinnu við Rannsóknarráð Íslands og Iðntæknistofnun<br />

hefur Háskólinn opnað á netinu Rannsóknagagnasafn Íslands, RIS.<br />

Gagnasafnið kemur í staðinn fyrir Rannsóknaskrá Háskólans og er það gagnvirkt<br />

um Netið. Í gagnasafnið eru skráðar margvíslegar upplýsingar um rannsóknaverkefni<br />

háskólamanna, m.a. er þar að finna útdrátt úr verkefnunum og hægt er<br />

að gera efnisleit í þeim. Gagnasafninu er ekki síst ætlað að auðvelda samskipti<br />

milli vísindamanna og auðvelda fjölmiðlum og almenningi aðgang að þeim rannsóknum<br />

sem stundaðar eru í Háskólanum. Rannsóknagagnasafnið gerir jafnframt<br />

kleift að gefa út rannsóknaskrár sem taka til einstakra fræðasviða eða<br />

þverfaglegra rannsóknaverkefna svo sem á sviði umhverfismála eða sjávarútvegs.<br />

Slíkar skrár má gefa út með litlum fyrirvara og án mikils tilkostnaðar. Í<br />

safninu eru skráð um 1830 verkefni í árslok <strong>2000</strong>. Slóð gagnasafnsins á netinu er:<br />

www.ris.is<br />

Vísindanefnd háskólaráðs<br />

Umfangsmikill hluti starfsemi vísindanefndar sneri að Rannsóknasjóði Háskólans.<br />

Við úthlutunarvinnuna á árinu <strong>2000</strong> var unnið samkvæmt sama úthlutunarferli<br />

og innleitt var 1999 þar sem faglegt mat var skilið frá úthlutunarvinnunni. Við<br />

faglega matið störfuðu þrjú fagráð: Fagráð heilbrigðisvísinda, fagráð hug- og félagsvísinda<br />

og fagráð verk- og raunvísinda. Í hverju fagráði voru u.þ.b. 5 fulltrúar<br />

þar af einn til tveir fulltrúar úr vísindanefnd. Lögðu fagráð fram faglegt mat um<br />

allar umsóknir á sínu fagsviði. Samræming og lokafrágangur úthlutunar var síðan<br />

framkvæmdur af vísindanefnd. Við úthlutun var unnið samkvæmt svipuðum<br />

viðmiðum og árið áður og leitast við að styrkja sérstaklega góð verkefni eins vel<br />

og mögulegt var. Meðalstyrkur úr rannsóknasjóði H.Í. var svipaður og 1999 eða<br />

592 þ.kr.<br />

Vísindanefnd tilnefndi þrjá vísindamenn til verðlauna vegna framúrskarandi árangurs<br />

í rannsóknum. Valnefnd undir forsæti rektors valdi síðan Guðmund Þorgeirsson,<br />

prófessor í læknadeild, og voru honum veitt verðlaunin á háskólahátíð í<br />

byrjun september.<br />

Vísindanefnd vann ásamt öðrum starfsnefndum háskólaráðs að samningi um<br />

rannsóknafjárveitingar til Háskólans. Þá var einnig unnið að drögum um áætlun<br />

um rannsóknanám til ársins 2005. Tillögur um rannsóknalíkan vegna skiptingar<br />

fjárveitinga voru ræddar í nefndinni svo og vísinda- og menntastefna Háskólans<br />

sem lögð var fram á háskólafundi í nóvember. Nefndin gaf umsögn um<br />

starfsskyldur prófessora en eftir slíkri umsögn hafði verið óskað frá háskólaráði.<br />

Þá var einnig unnið að Reglugerð fyrir Háskóla Íslands sem samþykkt var í<br />

háskólaráði í júní um lækkun kennsluskyldu nýráðinna kennara.<br />

24


Alþjóðasamskipti<br />

Almennt<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins annast formleg alþjóðasamskipti Háskóla Íslands<br />

en er einnig þjónustustofnun fyrir allt háskólastigið, einkum hvað varðar<br />

framkvæmd Sókratesáætlunar Evrópusambandsins. Á árinu var endurnýjaður<br />

samningur milli menntamálaráðuneytisins og Háskólans um rekstur Alþjóðaskrifstofu<br />

háskólastigsins. Eitt af verkefnum Alþjóðaskrifstofunnar er rekstur<br />

Landsskrifstofu Sókratesáætlunar Evrópusambandsins. Sérstakur samningur var<br />

gerður um rekstur Landsskrifstofu Sókratesar og hefur hún á að skipa sérstakri<br />

stjórn. Í stjórn Landsskrifstofunnar eiga sæti fulltrúar allra skólastiga, Háskóla Íslands<br />

og menntamálaráðuneytis.<br />

Auk þess að annast rekstur Landsskrifstofu Sókratesar, hefur Alþjóðaskrifstofan,<br />

í umboði menntamálaráðuneytisins, umsjón með tungumálavinnustofum Evrópuráðsins<br />

í Graz í Austurríki. Skrifstofan hefur einnig í umboði menntamálaráðuneytis<br />

umsjón með European label viðurkenningu Evrópusambandsins, sem er<br />

veitt fyrir nýjungar í tungumálakennslu, og kemur að umsjón með Nordik-Baltikum<br />

verkefni sem styrk er af Norðurlandaráði.<br />

Samráðshópur um stjórn Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins var einnig skipaður<br />

en í honum eiga sæti fulltrúar frá Háskóla Íslands, samstarfnefnd háskólastigsins<br />

og menntamálaráðuneytis.<br />

Í ársbyrjun <strong>2000</strong> tók gildi annar áfangi Sókratesáætlunar Evrópusambandsins og<br />

mun hann standa til ársloka 2006. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri<br />

áætlun og hafa fleiri verkefni verið falin Landsskrifstofunni. Formleg opnunarráðstefna<br />

annars áfanga Sókratesáætlunar var haldin 8. september. Meðal þeirra<br />

sem voru með innlegg á ráðstefnunni voru Björn Bjarnarson menntamálaráðherra<br />

og Joao de Santana frá framkvæmdastjórninni í Brussel. Fram kom að<br />

þátttaka Íslendinga í fyrsta áfanga Sókratesar frá 1995-1999 var mjög góð. Erasmus<br />

stúdentaskiptin hafa vaxið ár frá ári og hefur jafnvægi verið náð, þannig að<br />

í dag er fjöldi evrópskra Erasmus stúdenta svipaður þeim fjölda Íslendinga sem<br />

tekur þátt í skiptunum. Það sem kom á óvart er hinn mikli áhugi evrópskra stúdenta<br />

á því að stunda nám á Íslandi sem Erasmus skiptistúdentar.<br />

Þátttaka Háskóla Íslands í Sókrates/Erasmus, Nordplus og ISEP stúdentaskiptum<br />

Formleg aðild Háskóla Íslands að fjölþjóðlegum samstarfsáætlunum eykst að<br />

umfangi á hverju ári. Helstu áætlanirnar sem Háskólinn tekur þátt í eru Sókratesáætlun<br />

Evrópusambandsins, Nordplus áætlun Norðurlandaráðs og International<br />

Student Exchange Programme sem er bandarísk stúdentaskiptaáætlun. Einnig<br />

hefur Háskólinn gert tvíhliða samstarfssamninga við fjölmarga háskóla/stofnanir<br />

víðs vegar um heiminn.<br />

Af þeim áætlunum, sem Háskólinn tekur þátt í, er Sókrates áætlunin umfangsmest<br />

og þar vegur Sókrates/Erasmus áætlunin þyngst. Í gildi eru 255 Erasmus samningar<br />

við um 140 evrópska háskóla. Umfang stúdentaskipta er mikið en einnig taka<br />

kennarar Háskólans þátt í kennaraskiptum, námsefnisgerð, halda námskeið í samvinnu<br />

við evrópska samstarfsaðila o.fl. Háskóli Íslands er þátttakandi í samstarfsneti<br />

23 háskóla í Evrópu, svonefndu Utrecht neti. Utrecht netið hefur gert samning<br />

við 16 háskóla í Bandaríkjunum um gagnkvæm stúdentaskipti. Þessir bandarísku<br />

háskólar mynda samstarfsnet sem í daglegu tali er kallað MAUI netið (Mid American<br />

Universities). Árið <strong>2000</strong> gerði Utrecht netið samning við 7 háskóla í Ástralíu um<br />

gagnkvæm stúdentaskipti. Starfsmenn Háskólans hafa einnig tekið þátt í svonefndum<br />

þemanetum innan Sókrates áætlunarinnar.<br />

Þátttaka Háskóla Íslands í Nordplus samstarfi er einnig umfangsmikil, en kennarar<br />

skólans eru þátttakendur í um 20 samstarfsnetum á um 15 fræðasviðum.<br />

Háskólinn er einnig þátttakandi í einu þverfaglegu Nordplusneti sem nefnist<br />

Nordlys, en starfsmaður Alþjóðaskrifstofunnar sér um samskipti við það net.<br />

Ársfundur Nordlys netsins var á árinu haldinn í Reykjavík og á Akureyri. 32 fulltrúar<br />

frá háskólum á Norðurlöndum komu til landsins og sóttu fundinn.<br />

Einn starfsmaður og forstöðumaður Alþjóðaskrifstofunnar starfa náið með formanni<br />

Alþjóðaráðs og öðrum ráðsmönnum. Eitt megin verkefni Alþjóðaráðsins er<br />

að móta stefnu Háskólans í alþjóðamálum og voru drög að slíkri stefnu lögð fyrir<br />

háskólafund.<br />

25


Skiptistúdentar til og frá H.Í. 1998-2001<br />

200<br />

180<br />

160<br />

140<br />

120<br />

100<br />

80<br />

60<br />

40<br />

20<br />

0<br />

98/99 frá H.Í. 99/00 frá H.Í. 00/01 frá H.Í. 98/99 til H.Í. 99/00 til H.Í. 00/01 til H.Í.<br />

157 139 152 147 174 177<br />

102 95 99 89 83 98<br />

45 39 33 52 83 52<br />

10 5 20 6 8 22<br />

Samtals<br />

ERASMUS<br />

Nord+<br />

Annað<br />

Tvíhliða samningar<br />

Árið <strong>2000</strong> voru gerðir tvíhliða samningar, sem allir fela í sér ákvæði um gagnkvæm<br />

stúdentaskipti, við eftirtalda háskóla: University of North Dakota, Bandaríkjunum,<br />

Waseda University Tokyo, Japan og University of California Santa Barbara<br />

í Bandaríkjunum. Háskólinn sótti um aðild að UNICA netinu sem er samstarfsnet<br />

30 háskóla í höfuðborgum Evrópu í árslok <strong>2000</strong> og varð formlegur aðili<br />

að netinu í ársbyrjun 2001.<br />

Stúdentaskipti<br />

Gagnkvæm stúdentaskipti eru umfangsmikill þáttur í alþjóðasamstarfi Háskóla<br />

Íslands og í starfsemi Alþjóðaskrifstofunnar. Stúdentar Háskólans, sem hyggjast<br />

fara utan sem skiptistúdentar, fá upplýsingar um þá möguleika sem þeim standa<br />

til boða varðandi stúdentaskipti á Alþjóðaskrifstofunni, upplýsingastofu um nám<br />

erlendis. Umsóknum skila þeir á Alþjóðaskrifstofuna og sjá starfsmenn skrifstofunnar<br />

um að koma samþykktum umsóknum til réttra aðila erlendis. Starfsmenn<br />

skrifstofunnar héldu á árinu fjölmarga kynningarfundi um stúdentaskipti með<br />

stúdentum í einstökum deildum og eins í húsakynnum skrifstofunnar að Neshaga<br />

16. Árlega stendur Alþjóðaskrifstofan ásamt fleirum fyrir sérstökum alþjóðadegi<br />

en megintilgangur hans er að kynna fyrir stúdentum og kennurum þá möguleika<br />

sem þeim standa til boða á sviði stúdenta- og kennaraskipta.<br />

Skólaárið <strong>2000</strong>-2001 fóru 152 stúdentar utan sem skiptistúdentar frá Háskóla Íslands<br />

og 177 erlendir skiptistúdentar komu til náms við Háskólann. Þátttaka stúdenta<br />

Háskólans var með eftirfarandi hætti: Erasmus 99, Nordplus 33, aðrar áætlanir/samningar<br />

20.<br />

Móttaka erlendra skiptistúdenta<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um móttöku erlendra skiptistúdenta. Umsóknir<br />

frá erlendum skiptistúdentum berast til Alþjóðaskrifstofunnar, þar eru þær<br />

skráðar og þeim komið áleiðis á deildarskrifstofur. Háskóli Íslands er samkvæmt<br />

samningum skuldbundinn til að aðstoða erlenda skiptistúdenta við útvegun íbúðarhúsnæðis.<br />

Með vaxandi fjölda þeirra verður æ erfiðara að leysa þetta verkefni<br />

svo vel sé. Ljóst er að gera verður átak til þess að leysa húsnæðismál erlendra<br />

skiptistúdenta á næstu árum.<br />

Stór hópur skiptistúdenta, sem hingað kemur, óskar eftir því að fara á námskeið í<br />

íslensku áður en hið eiginlega nám við skólann hefst. Alþjóðaskrifstofan hefur í<br />

samvinnu við skor íslensku fyrir erlenda stúdenta staðið fyrir íslenskunámskeiði<br />

sem haldið hefur verið í ágúst. Stúdentar hafa greitt fyrir þátttöku í námskeiðinu<br />

en styrkir hafa fengist til að niðurgreiða námskeiðsgjöld fyrir hluta af stúdentunum.<br />

Starfsmenn Alþjóðaskrifstofunnar skipuleggja kynningarfundi um starfsemi Háskólans<br />

fyrir nýja erlenda stúdenta sem hefja nám við skólann í upphafi missera.<br />

26


Fulltrúar frá stofnunum og skrifstofum, sem þjóna stúdentum, kynna starfsemi<br />

sinna stofnana. Kynningardagskrá um Ísland og íslensk málefni er fastur liður í<br />

móttöku erlendra stúdenta. Um þrír til fjórir viðburðir eru skipulagðir á misseri<br />

og eru það m.a. skoðunarferðir, fyrirlestrar um íslensk málefni, sýningar o. fl.<br />

Heimsóknir frá erlendum aðilum<br />

Erlendir gestir frá 20 stofnunum í fjórum þjóðlöndum sóttu Alþjóðaskrifstofuna<br />

heim í þeim tilgangi að fræðast um starfsemi Háskóla Íslands, um<br />

háskólamenntun á Íslandi almennt og til að kynna þá háskóla sem þeir starfa við.<br />

Oft eru þessar heimsóknir upphafið að tvíhliða samstarfi Háskóla Íslands, sem og<br />

annarra háskóla í landinu, við viðkomandi aðila.<br />

Kynningarstarf<br />

Alþjóðaskrifstofan fær styrk frá Evrópusambandinu til að standa straum af kostnaði<br />

við kynningu á Sókratesáætluninni hér á landi. Á árinu <strong>2000</strong> voru gefin út þrjú<br />

fréttabréf, tvö til dreifingar innanlands og eitt útgefið á ensku til dreifingar til<br />

samstarfsaðila erlendis.<br />

Alþjóðaskrifstofan tók þátt í sameiginlegri kynningu Norðurlandanna á háskólanámi<br />

á Norðurlöndum á ráðstefnu NAFSA samtakanna í San Diego í Bandaríkjunum.<br />

Auk hins venjubundna árlega kynningarstarfs var mikið kynningarstarf innt af<br />

hendi vegna gildistöku annars áfanga Sókratesáætlunarinnar 1. janúar <strong>2000</strong>.<br />

Upplýsingastofa um nám erlendis<br />

Innan Alþjóðaskrifstofunnar er starfrækt Upplýsingastofa um nám erlendis, sem<br />

er opin öllum almenningi. Markmið hennar er að safna, skipuleggja og miðla<br />

upplýsingum um nám erlendis. Vaxandi þáttur í starfseminni er að fylgjast með<br />

nýjungum og breytingum á netinu og tengja gagnlegar slóðir við heimasíðu Alþjóðaskrifstofu.<br />

Notendur þjónustu Upplýsingastofunnar voru um 6000 árið <strong>2000</strong>.<br />

Stærsti notendahópurinn er háskólastúdentar og þeir sem hafa áhuga á þátttöku í<br />

stúdentaskiptaáætlunum.<br />

Samskipta- og<br />

þróunarmál<br />

Helstu verkefni samskipta- og þróunarsviðs eru:<br />

• Umsjón með útgáfu á kynningaritum Háskóla Íslands. Má þar nefna útgáfu<br />

Fréttabréfs Háskóla Íslands og almenns kynningarefnis um Háskólann, aðstoð<br />

við útgáfu kynningarrita deilda og stofnana, umsjón með vikulegri Dagbók Háskóla<br />

Íslands, ritstjórn heimasíðu Háskólans og fræðslu fyrir starfsfólk þar að<br />

lútandi;<br />

• umsjón með símaþjónustu skiptiborðs og almennri upplýsingagjöf á<br />

upplýsingaskrifstofu í Aðalbyggingu;<br />

• umsjón með undirbúningi og framkvæmdastjórn dagskrár Háskóla Íslands á<br />

menningarborgarárinu <strong>2000</strong>;<br />

• ýmis kynningarmál, s.s. árleg námskynning skóla á háskólastigi og kynning<br />

einstakra atburða á vegum skólans, samskipti við fjölmiðla;<br />

• í samráði við rektor, tengsl við stjórnvöld, samtök í atvinnulífi og fyrirtæki,<br />

stjórnendur framhaldsskóla eftir því sem tilefni gefast;<br />

• í samráði við rektor, tengsl við rannsókna- og fræðasetur Háskólans á landsbyggðinni<br />

og aðstoð við uppbyggingu nýrra setra;<br />

• í samráði við rektor, styrking tengsla stjórnsýslu Háskóla Íslands við Stúdentaráð,<br />

Stúdentablaðið, deildir, stofnanir og fyrirtæki Háskólans;<br />

• fjáröflun fyrir rektor og deildir eftir því sem tilefni gefast til;<br />

• ýmis smærri og stærri þróunarverkefni fyrir rektor og háskólaráð.<br />

Stjórn og starfslið<br />

Margrét S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri, kynningafulltrúi Valdís Gunnarsdóttir<br />

til 1. ágúst árið <strong>2000</strong> og frá 1. september Halldóra Tómasdóttir, sem er umsjónarmaður<br />

útgáfu sviðsins, almennra kynningarmála og námskynningar. Enn fremur<br />

starfsmenn upplýsingaskrifstofu og skiptiborðs, Elísabet K. Ólafsdóttir, Hanna Z.<br />

Sveinsdóttir og Stefanía Pétursdóttir.<br />

27


Útgáfu og kynningarmál<br />

Fréttabréf Háskóla Íslands kom út fimm sinnum á árinu og var í lok árs gerð<br />

könnun meðal lesenda um efni blaðsins og efnistök, sem nýtt verður til umbóta á<br />

blaðinu árið 2001. Ný símaskrá Háskólans kom út í febrúar. Nýr kynningarbæklingur<br />

á íslensku um Háskólann kom út í mars og bæklingur á ensku var endurútgefinn.<br />

Áfram var unnið að þróun og uppfærslu heimasíðu Háskólans. Gefin var<br />

út skýrsla til kynningar meðal stjórnvalda og hagsmunasamtaka um starf Háskóla<br />

Íslands á landsbyggðinni. Námskynning fyrir nýstúdenta var haldin 9. apríl í<br />

Aðalbyggingu og Odda með þátttöku allra íslenskra skóla á háskólastigi. Framvegis<br />

verður námskynning með þessu sniði árlegur viðburður. Í samstarfi við Ríkisútvarpið<br />

Rás eitt var vikulegur þáttur um Vísindi og fræði á aldamótaári, þar<br />

sem kynnt var staða mismunandi fræðigreina við Háskólann. Enn fremur var<br />

unninn fjöldi smærri og stærri kynningarverkefna fyrir ýmsa aðila innan Háskólans.<br />

Dagskrá Háskóla Íslands á menningarborgarárinu <strong>2000</strong><br />

Háskóli Íslands stóð fyrir veglegri dagskrá á menningarborgarárinu <strong>2000</strong> undir<br />

yfirskriftinni „Opinn Háskóli“. Lögð var áhersla á að opna Háskólann almenningi<br />

og voru þrír meginviðburðir á árinu: Menningar- og fræðahátíðin „Líf í borg“ 25.-<br />

28. maí, haldin voru 31 námskeið fyrir almenning á öllum aldri, börn jafnt sem<br />

fullorðna í maí og júní og opnuð var í upphafi ársins vefsíðan „Vísindavefur Háskóla<br />

Íslands“ þar sem almenningur getur sent inn spurningar og fengið svör frá<br />

vísinda- og fræðimönnum Háskólans. Haldin var samkeppni um sönglag við ljóðlínu<br />

Jónasar Hallgrímssonar „Vísindin efla alla dáð“ og var verðlaunalagið eftir<br />

Arnþrúði Lilju Þorbjörnsdóttur kynnt á opnunarathöfn menningarborgaverkefnanna<br />

25. maí. Samtals sóttu tæplega þrjú þús. manns fyrirlestra og námskeið í<br />

„Opnum Háskóla“ og um tvö hundruð fyrirlesarar tóku þátt í dagskránni. Vísindavefurinn<br />

vakti óskipta athygli, um 5.000 spurningar bárust á árinu og hefur um<br />

tólf hundruð þeirra verið svarað. Heimsóknir á vefinn á árinu <strong>2000</strong> voru um<br />

90.000. Öll menningarborgardagskrá Háskólans var endurgjaldslaus en hún var<br />

fjármögnuð með styrkjum sem aflað var frá Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneyti,<br />

ýmsum fyrirtækjum, Norræna ráðherraráðinu og erlendum sendiráðum,<br />

auk framlags úr Háskólasjóði.<br />

Tengsl stjórnsýslu Háskólans við nemendur, deildir og<br />

fyrirtæki<br />

Eitt af verkefnum samskiptasviðs er að treysta eftir föngum tengsl milli aðila innan<br />

Háskólans. Í þessu skyni var m.a. efnt til funda með nýjum starfsmönnum,<br />

sem voru undirbúnir í samstarfi við starfsmannasvið. Einnig var myndaður fastur<br />

samstarfshópur fyrirtækja Háskólans og stúdenta um kynningarmál og ýmis<br />

sameiginleg verkefni, þar sem sitja, auk starfsfólks samskipta- og þróunarsviðs<br />

fulltrúar HHÍ, FS, SHÍ, Hollvinasamtaka Háskóla Íslands og Stúdentablaðsins.<br />

Þróunarverkefni og fjáröflun<br />

Á árinu var áfram haldið þróun diplóma náms við Háskólann. Haustið <strong>2000</strong> bættust<br />

þrjár nýjar námsleiðir við, haldnir voru umræðufundir með nemendum allra<br />

námsleiðanna og gerð könnun meðal þeirra á því hvernig til hefði tekist. Í samstarfi<br />

við jafnréttisnefnd Háskólans var þróað verkefni um jafnara námsval kynjanna<br />

og aukinn hlut kvenna í forystu. Leitað var samstarfs við ráðuneyti og fyrirtæki<br />

og aflað tæplega sex m.kr. til að tryggja grundvöll verkefnisins til tveggja ára.<br />

Aðstoð var veitt Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands við fjáröflun til undirbúnings<br />

útgáfu á Sögu íslenskrar utanlandsverslunar og fengust fyrirheit um 3,5 m.kr. á<br />

árunum <strong>2000</strong>-2001. Unnar voru tillögur að námi og rannsóknum í tungutækni við<br />

Háskóla Íslands og leitað eftir fjárframlagi menntamálaráðuneytis til verkefnisins.<br />

Ekki voru komin svör fyrir árslok <strong>2000</strong>.<br />

90 ára afmæli Háskóla Íslands<br />

Á árinu 2001 er Háskóli Íslands 90 ára. Skipuð var undirbúningsnefnd starfsmanna<br />

og stúdenta Háskólans sem í nóvember skilaði rektor ítarlegum tillögum<br />

um markmið afmælishaldsins, hvenær afmælisins skyldi minnst, auk tillagna að<br />

margháttuðum viðburðum. Í kjölfarið skipaði háskólaráð hina eiginlegu afmælisnefnd<br />

sem í sitja Páll Skúlason, Auður Hauksdóttir, Ástráður Eysteinsson, Hörður<br />

Sigurgestsson, Matthías Johannessen, Oddný Sverrisdóttir, Skúli Helgason, Sigurður<br />

Steinþórsson, Steinunn V. Óskarsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir. Með nefndinni<br />

starfa Magnús Diðrik Baldursson og Margrét S. Björnsdóttir.<br />

Starfsemi Háskóla Íslands á landsbyggðinni<br />

Áfram var haldið við að þróa tengsl Háskóla Íslands við landsbyggðina. Unnin var<br />

ítarleg skýrsla til kynningar á landsbyggðastarfi skólans, starfsemi háskólasetr-<br />

28


anna, fjarkennslu frá Háskólanum og rannsóknaverkefni sem vísindamenn skólans<br />

vinna úti um land. Undirritaður var samningur við Byggðastofnun um samstarf<br />

á sviði atvinnu- og byggðaþróunar. Einnig var undirritaður samningur við<br />

sveitarfélagið Hornafjörð o.fl. aðila um aðild Háskóla Íslands að Nýherjabúðum<br />

ehf, sem mun hýsa skóla- og rannsóknastarf, en Háskólinn á nú þegar aðild að<br />

Nýheimum sem er þróunarsetur ýmissa aðila í bænum. Hefur Háskólinn þar<br />

skrifstofu og gistiaðstöðu. Er þar kominn fyrsti vísir að háskólasetri á Hornafirði<br />

en vísindamenn Háskólans tóku þátt í stofnun jöklasafns þar á árinu og haldnir<br />

voru gestafyrirlestrar fræðimanna skólans. Starfsemi Aflfræðistofu Háskóla Íslands<br />

í Árborg á Selfossi var einnig hafin þar á árinu.<br />

Skjalasafn<br />

Stjórn og starfslið<br />

Stjórn Skjalasafns Háskólans skipa Guðmundur Jónsson dósent, formaður,<br />

Amalía Skúladóttir skrifstofustjóri og Ágústa Pálsdóttir lektor. Magnús Guðmundsson,<br />

forstöðumaður Skjalasafnsins, situr fundi stjórnar. Kristín Edda Kornerup-Hansen,<br />

deildarstjóri skráningar í málaskrá, jók starfshlutfall sitt úr 60 í 80%<br />

á miðju ári. Kristján Pálmar Arnarson vann hlutastörf við skjalasafn Reykjavíkur<br />

Apóteks og skjalasafn Raunvísindastofnunar. Í árslok flutt Amalía Skúladóttir<br />

tímabundið skrifstofu sína upp í Skjalasafnið en hún tók um áramótin <strong>2000</strong>-2001<br />

við skrifstofustjórn á nýju sviði sem nefnt er stjórnsýslusvið. Skjalasafnið á jafnframt<br />

að flytjast frá rektorsskrifstofu og yfir á stjórnsýslusvið.<br />

Hópvinnukerfið GoPro<br />

Umsjón með málaskrár- og hópvinnukerfinu var eitt af meginverkefnum skjalasafnsins.<br />

Samtals voru 712 mál skráð í málaskrá og 4.760 færslur sem gera 6,7<br />

færslur á hvert mál. Haldin voru fjögur námskeið fyrir byrjendur og lengra komna<br />

í tölvuveri í Odda þar sem forritin Lotus Notes og GoPro hafa verið sett upp fyrir<br />

nemendur í bókasafns- og upplýsingafræði. Talsvert var um einkakennslu fyrir<br />

starfsmenn. Nokkuð vantar á að allir starfsmenn hafi tileinkað sér hópvinnukerfið<br />

og því hefur gagnsemi þess verið minni en til stóð. Í september var kerfið sett<br />

upp á skrifstofu félagsvísindadeildar og hefur Lotus Notes hluti kerfisins verið<br />

tekinn í notkun. Í árslok var samþykkt að gera samning við fyrirtækið Hugvit hf<br />

um þjónustu við kerfið.<br />

Skil til skjalasafns Háskólans<br />

Ýmsar stærri og smærri sendingar hafa borist skjalasafninu á árinu. Hér verður<br />

aðeins talið það helsta:<br />

Jón Ólafsson afhenti skjöl frá föður sínum, Ólafi Jónssyni, um samtök stundakennara.<br />

Tvær gjörðabækur guðfræðideildar frá 1961-1994 bárust safninu. Þórður<br />

Eydal Magnússon afhenti gögn sem varða byggingamál tannlæknadeildar. Frá<br />

heimspekideild bárust nemendabréf og hluti af málasafni. Skjöl frá byggingarnefnd<br />

verkfræðideildar bárust frá Ragnari Ingimarssyni. 121 skjalakassi barst frá<br />

Nemendaskrá, auk fleiri skjala frá ýmsum skrifstofum stjórnsýslu.<br />

Fleiri einkaskjalasöfn bárust safninu á árinu en áður. Gísli Halldórsson arkitekt<br />

gaf tvær teikningar sem hann og Sigvaldi Thordarson höfðu teiknað af kvikmyndahúsi<br />

Háskólans í Austurstræti árið 1941 en það hús var ekki byggt. Páll<br />

Sigurðsson afhenti teikningarnar. Benedikt Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson og<br />

Samúel L. Jónsson afhentu hluta af skjalasafni Helga Pjeturss, samtals 13 öskjur.<br />

Sigurður Björnsson verkfræðingur afhenti verkefni sem hann hafði unnið í verkfræðideild<br />

vorið 1952 undir stjórn Þorbjarnar Sigurgeirssonar. Valgeir Guðmundsson<br />

múrari færði safninu fimm ljósmyndir frá 1936 þegar unnið var að því að<br />

grafa grunn að Aðalbyggingu skólans. Jón Torfi Jónasson kom til varðveislu<br />

gögnum frá kennaramenntunarnefnd, kennslumálanefnd, fjarkennslunefnd og<br />

endurmenntunarnefnd. Sveinn Skorri Höskuldsson afhenti gögn frá 10. þingi<br />

International Association for Scandinavian Studies frá 1974. Auk þess bárust skjöl<br />

frá prófessorunum Baldri Jónssyni og Þorsteini Helgasyni.<br />

Ýmiss konar þjónusta<br />

Talsverð eftirspurn er frá stjórnsýslu eftir eldri skjölum til útláns en lítið er um að<br />

utanaðkomandi skoði skjöl Háskólans nema til að fá lánaðar ljósmyndir. Aðallega<br />

er leitað eftir skjölum sem eru eins til fimm ára, fyrir mál sem enþá eru í vinnslu.<br />

Forstöðumaður veitti ýmsum skrifstofum og kennurum leiðbeiningar og miðlaði<br />

skjalabúnaði af ýmsu tagi, s.s. fórum, milliblöðum, öskjum o.fl. Forstöðumaður<br />

29


sá um Árbók Háskóla Íslands 1999 ásamt Magnúsi Diðriki Baldurssyni, aðstoðarmanni<br />

rektors, og kom hún út í maí. Talsverð vinna var við að flytja gamla lagera<br />

af Árbókum frá Bjarkargötu og í Katakombur í Aðalbyggingu. Skjalageymslan<br />

„Pétursborg“ sem er á millilofti á vesturálmu er nánast fullnýtt en enn þá er rými<br />

í turnherbergi bak við hátíðasalinn þar sem gögn Nemendaskrár og Alþjóðaskrifstofu<br />

hafa verið varðveitt.<br />

Erlent og innlent samstarf<br />

Norræni skjalavarðahópurinn „Planeringsgruppen för dokumenthantering och<br />

arkiv“ hélt ráðstefnu hinn 24. maí í Árósum og stjórnaði forstöðumaður skjalasafnsins<br />

umræðum þar. Í tengslum við ráðstefnuna sótti forstöðumaður norrænu<br />

skjalavarðaráðstefnuna (Nordiske Arkivdage) sem haldin var í Árósum 24.-26.<br />

maí. Auk þess sótti forstöðumaður ráðstefnu háskóladeildar Alþjóða skjalaráðsins<br />

(ICA/SUV) í Cordoba á Spáni 20.-22. september og heimsþing Alþjóða skjalaráðsins<br />

í Sevilla 22.-26. september.<br />

Fyrir hönd Félags um skjalastjórn skipulagði forstöðumaður málþing hinn 15.<br />

nóvember <strong>2000</strong> um höfunda-, útgáfu- og ráðstöfunarrétt á heimildum í skjala-,<br />

ljósmynda- og minjasöfnum og hélt þar fyrirlestur um höfundarrétt og skjalasöfn.<br />

Í maí voru kallaðir saman umsjónarmenn skjalavörslu hjá háskólum á Íslandi til<br />

fundar í Háskóla Íslands og voru rædd sameiginleg verkefni.<br />

Starfsmannamál, laun<br />

og starfsþróun<br />

Starfsmannasvið er eitt af sjö stjórnsýslusviðum Háskóla Íslands. Þar er unnið að<br />

sameiginlegum starfsmannamálum, svo sem umsjón og eftirliti með ráðningum,<br />

launaafgreiðslu og kjaramálum, auk fræðslu og upplýsinga til starfsfólks. Starfsemi<br />

mötuneytis í Aðalbyggingu, póst- og sendiþjónusta og þjónusta trúnaðarlæknis<br />

við skólann eru einnig verkefni sviðsins. Umfram hin venjubundnu verkefni<br />

voru starfsmannastefna Háskólans, upplýsinga- og starfsþróunarmál efst á<br />

baugi á árinu.<br />

Samkvæmt starfsmannaskrá eru um 800 fastir starfsmenn við Háskóla Íslands.<br />

Lausráðnir stundakennarar, prófdómarar, aðjúnktar og starfsmenn stofnana Háskólans<br />

með sjálfstæðan rekstur eru ekki inni í skránni. Auk þess vinna margir<br />

að einstökum verkefnum á vegum skólans, þar á meðal við störf í nefndum, s.s.<br />

dómnefndum vegna nýráðninga og framgangs og við yfirsetu í prófum. Á árinu<br />

voru gerðir um 402 ráðningarsamningar. Nýir ráðningarsamningar eru ekki einungis<br />

gerðir vegna nýráðninga, heldur einnig vegna framgangs og breytinga í<br />

starfi. Starfsmannavelta er töluverð og margir starfsmenn eru ráðnir tímabundið,<br />

t.d. vegna rannsóknartengdra starfa.<br />

Þeir sem vinna við ýmiss konar þjónustu á vegum stofnunarinnar eru enn hlutfallslega<br />

mun færri en í öðrum sambærilegum háskólum þó svo þeim hafi fjölgað<br />

nokkuð á síðustu árum. Lausráðnum stundakennurum fjölgar eins og undanfarin<br />

Tafla I – Skipting starfa milli karla og kvenna<br />

160<br />

140<br />

120<br />

Fjöldi<br />

100<br />

80<br />

60<br />

40<br />

20<br />

0<br />

Prófessorar<br />

Dósentar<br />

Lektorar<br />

Stundakennarar<br />

Sérfræðingar<br />

Rannsóknafólk<br />

Þjónustusérfræðingar<br />

Skrifstofufólk<br />

Tæknifólk<br />

Karlar<br />

Konur<br />

30


ár. Um 1800 einstaklingar komu að stundakennslu eða prófvinnu. Á árinu <strong>2000</strong><br />

voru 3100 einstaklingum greidd laun vegna starfa við Háskóla Íslands. Heildarupphæð<br />

launa með launatengdum gjöldum var 2.904.174.342 kr.<br />

Tafla I hér að framan er unnin upp úr starfsmannaskrá Háskólans. Þar eru þeir<br />

skráðir sem eru með a.m.k. þriggja mánaða ráðningarsamning. Tímavinnufólk og<br />

lausráðnir stundakennarar eru ekki í skránni.<br />

Þessi samanburður á skiptingu starfsmanna eftir kyni og starfi hefur verið gerður<br />

nokkur undanfarin ár. Ef litið er fjögur ár aftur í tímann kemur í ljós að hægt sígur<br />

í átt til jafnræðis milli kynjana. Ef kennarastörfin eru skoðuð sérstaklega voru<br />

karlar 93% prófessora árið 1996 en eru 91% árið <strong>2000</strong>. Í hópi dósenta eru karlar<br />

73% en voru 80%. Í hópi lektora eru konur fleiri eða um 52% en voru rúm 48% fyrir<br />

fjórum árum. Stundakennurum á föstum launum hefur fækkað til muna. Þeir<br />

voru 50 talsins árið 1996 en einungis 27 haustið <strong>2000</strong>. Konur í hópi stundakennara<br />

á föstum launum eru fleiri en karlar eins og undanfarin ár.<br />

Meðalaldur kennara<br />

Í töflu II er borinn saman meðalaldur kennara eftir deildum á 10 ára tímabili.<br />

Meðalaldur kennara Háskólans fer hækkandi hjá flestum deildum á tímabilinu.<br />

Læknadeild og verkfræðideild standa í stað en meðalaldur í guðfræðideild lækkaði.<br />

Tafla II – Meðalaldur kennara eftir deildum, breyting á 10 ára tímabili.<br />

60<br />

55<br />

Meðalaldur<br />

50<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

Guðfræðideild<br />

1991<br />

<strong>2000</strong><br />

Læknadeild<br />

Lagadeild<br />

Hjúkrunarfræðideild<br />

Sjúkraþjálfun<br />

Lyfjafræðideild<br />

Viðskipta- og hagfræðideild<br />

Heimspekideild<br />

Tannlæknadeild<br />

Verkfræðideild<br />

Raunvísindadeild<br />

Félagsvísindadeild<br />

Árið 1994 var gerð úttekt á aldri kennara eftir starfsheitum. Það er áhugavert að<br />

sjá hvernig aldursdreifingin hefur breyst á þessu tímabili, sbr. töflu III og IV.<br />

Á töflu V má greinilega sjá þá breytingu sem orðið hefur. Þar er lagður saman<br />

fjöldi kennara, þ.e. lektora, dósenta og prófessora, á tilgreindum aldursbilum.<br />

Þetta var unnið 1994 og aftur nú <strong>2000</strong>. Mun fleiri raðast nú í aldurshópinn 50-59<br />

ára en 1994.<br />

Tafla III – Aldur kennara eftir starfsheitum árið <strong>2000</strong><br />

70<br />

60<br />

50<br />

Fjöldi<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

30-39 ára 40-49ára 50-59 ára 60-70 ára<br />

Prófessorar<br />

Dósentar<br />

Lektorar<br />

31


Tafla IV – Aldur kennara eftir starfsheitum árið 1994<br />

70<br />

60<br />

50<br />

Fjöldi<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

30-39 ára 40-49ára 50-59 ára 60-70 ára<br />

Prófessorar<br />

Dósentar<br />

Lektorar<br />

Tafla V – Samanburður á aldri lektora, dósenta og prófessora 1994-<strong>2000</strong><br />

Hundraðshluti<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

30-39 ára 40-49ára 50-59 ára 60-70 ára<br />

1994<br />

<strong>2000</strong><br />

Starfsmannastefna Háskóla Íslands<br />

Starfsmannastefna Háskólans var samþykkt á háskólafundi í maí. Sex manna<br />

nefnd, tilnefnd af rektor, hafði unnið að gerð hennar í um tvö ár en drögin höfðu<br />

einnig verið kynnt fyrir forsvarsmönnum deilda og stofnana og þeim gefinn kostur<br />

á að koma að athugasemdum og ábendingum. Í starfsmannastefnunni er velferð<br />

starfsmannsins höfð að leiðarljósi. Töluvert er byggt á þeim heimildum sem<br />

lög, reglugerðir og samningar taka á en svigrúm til nýmæla jafnframt nýtt og<br />

áherslan lögð á þá ímynd og væntingar sem Háskólinn vill kynna fyrir starfsmönnum<br />

sínum. Samkvæmt níundu grein stefnunnar ber yfirstjórn Háskólans,<br />

stjórnendum deilda og stofnana að gera áætlanir um framkvæmd starfsmannastefnunnar<br />

í upphafi hvers árs og að leggja fram fyrir lok hvers árs skriflega<br />

greinargerð um það hvernig til hefur tekist og um hugsanlegar úrbætur.<br />

Handbækur fyrir starfsmenn og stjórnendur<br />

Í kjölfar samþykktar starfsmannastefnu Háskólans var hafist handa við að útbúa<br />

Handbók fyrir starfsfólk Háskólans og var hún opnuð á háskólavefnum í byrjun<br />

nóvember. Fyrir var Handbók fyrir stjórnendur sem upphaflega var eingöngu<br />

unnin á lausblaðaformi en á árinu var hún einnig endanlega færð yfir á vefinn. Við<br />

gerð Handbókar fyrir starfsmenn Háskólans var sérstaklega haft í huga að bókin<br />

gæti nýst öllu starfsfólki Háskólans, jafnt þeim sem eldri eru í starfi sem yngri.<br />

Bókin er viðamikil og er gert ráð fyrir því að starfsmenn geti á auðveldan hátt<br />

kannað flest það er varðar réttindi og skyldur þeirra ásamt ýmsum upplýsingum<br />

er varða starfið og starfsumhverfið. Handbækurnar eru uppfærðar og endurskoðaðar<br />

reglulega.<br />

Starfsþjálfun, fræðsla og gæðamál<br />

Háskóli Íslands hefur staðið fyrir þjónustu-, gæða- og samskiptaverkefnum fyrir<br />

starfsfólk skólans undir heitinu Sæmundur. Alls hafa um 120 starfsmenn tekið<br />

þátt í þeim. Meginmarkmiðið með þessum verkefnum var að efla þjónustuvitund,<br />

bæta samstarf og samskipti, auk þess sem haft er í huga að endurskoða og ein-<br />

32


falda vinnuferla. Er þetta liður í viðleitni Háskólans til að styrkja fólk í starfi og<br />

auka starfsánægju þess. Verkefnin eru í nokkrum skrefum og fara þau fram í<br />

formi fræðslu, hópstarfs, vinnufunda og verklegra æfinga, auk heimavinnu og<br />

ráðgjafar. Í þessum verkefnum er áhersla lög á gæðastarf og er stefnt að því að<br />

gæðaliðin í Sæmundarverkefnunum tengist og vinni saman að frekari verkefnum<br />

á þessu sviði. Í lokin voru gefnar út skýrslur með nákvæmri lýsingu verkefnanna<br />

ásamt niðurstöðum gæðaliða. Starfsþróunarfyrirtækið Skref fyrir skref hefur haft<br />

umsjón með verkefnunum í samvinnu við starfsmannasvið. Þess skal getið að<br />

Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur styrkt þessi námskeið. Sæmundur I hófst í<br />

janúar 1999 og lauk í mars <strong>2000</strong>. Verkefnið var fyrir starfsfólk í Aðalbyggingu sem<br />

vinnur við stjórnsýslustörf, umsjón fasteigna og ræstingastjórn, samtals rúmlega<br />

50 manns. Sæmundur III hófst í febrúar <strong>2000</strong> og lauk í október sama ár. Verkefnið<br />

var fyrir stjórnendur og starfsfólk Háskólans sem kemur að umsjón, tækniþjónustu,<br />

mötuneyti, ræstingastjórnun, útleigu og viðhaldsmálum fasteigna, samtals<br />

um 40 starfsmenn. Sæmundur II fór fram í nóvember og desember <strong>2000</strong>. Verkefnið<br />

var fyrir stjórnendur skrifstofa deilda og þjónustustofnana Háskólans. Hafinn<br />

er undirbúningur að sambærilegu verkefni fyrir allt starfsfólk stjórnsýslu<br />

deilda og þjónustustofnana. Stefnt er að því að verkefnið, Sæmundur IV, fari af<br />

stað í mars 2001 og er gert ráð fyrir um 80 þátttakendum.<br />

Móttaka nýrra starfsmanna<br />

Á árinu stóð starfsmannasvið fyrir kynningu fyrir nýtt starfsfólk. Þar var farið yfir<br />

sögu skólans, lýst uppbyggingu stjórnsýslunnar og greint frá ýmsu gagnlegu fyrir<br />

þá sem eru að hefja störf við Háskólann. Starfsmannasvið hefur útbúið minnislista<br />

til leiðbeiningar um hvernig skuli tekið á móti nýju starfsfólki.<br />

Morgunfundir eldri starfsmanna<br />

Starfsmannasvið bauð til morgunfunda í Skólabæ fyrir starfsfólk Háskóla Íslands<br />

sem hefur hætt störfum vegna aldurs eða annarra ástæðna. Þarna gefst tækifæri<br />

fyrir þá sem eru í starfi við skólann til að hitta fyrrum starfsfélaga. Fundirnir hafa<br />

verið vel sóttir. Gert er ráð fyrir að morgunfundirnir verði haldnir reglulega, einn<br />

morgun í mánuði í Skólabæ yfir vetrartímann. Umsjón með morgunfundunum<br />

verður falin ákveðnum áhugahópi og er Halldóra Kolka Ísberg umsjónarmaður<br />

verkefnisins.<br />

Þátttaka í smíði nýs mannauðskerfis ríkisins<br />

Unnið var að þarfagreiningu undir verkstjórn ráðgjafafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers<br />

á nýju starfsmanna- og launakerfi, svokölluðu mannauðskerfi ríkissjóðs<br />

og stofnana. Verkefnið er samvinnuverkefni Háskólans og nokkurra annarra<br />

ríkisstofnana við Ríkisbókhald. Áætlað er að leysa af hólmi gamalt launakerfi<br />

ríkisins frá 1976 með víðtækara kerfi sem samanstendur af launa-, fjárhags- og<br />

starfsmannakerfi. Miðað er við að 1. útgáfa af nýju mannauðskerfi hjá Ríkisbókhaldi<br />

(MAUR) verði tekið upp í lok árs 2001.<br />

Samstarfsverkefni við aðra háskóla<br />

Samstarf starfsmannasviðs við aðra háskóla, innlenda og erlenda var með miklum<br />

blóma á árinu. Í apríl héldu starfsmenn sviðsins, ásamt starfsfólki fjármálsviðs<br />

í Borgarfjörðinn, ásamt starfsfélögum frá Kennaraháskóla Íslands og Háskólanum<br />

á Akureyri á vinnu- og fræðslufund. Viðfangsefnin voru aðallega kjaramálin<br />

ásamt fjárhags- og starfsáætlunum. Í júní stóð starfsmannasvið fyrir evrópskri<br />

ráðstefnu í samvinnu við HUMANE (Heads of University Management &<br />

Administration Network in Europe). Þar voru stefnur og straumar í starfsmannaog<br />

mannauðskerfum í nokkrum Evrópuháskólum, þ.á.m. Háskóla Íslands, kynntar.<br />

Framlag framkvæmdastjóra starfsmannasviðs leiddi síðan til þess að honum<br />

var boðið til Rómar í september á heimsfund framkvæmdastjóra háskóla, þar<br />

sem hann kynnti starfsmannastefnu Háskóla Íslands. Þá sóttu þrír starfsmenn<br />

sviðsins norræna ráðstefnu á vegum NUAS (Det nordiska universitets administratorssamarbete)<br />

til Finnlands á árinu.<br />

Mötuneyti í Aðalbyggingu<br />

Í kjallara Aðalbyggingar er starfrækt mötuneyti fyrir starfsfólk. Um nokkurt skeið<br />

hefur verið starfandi „mötuneytishópur“ sem hittist reglulega og fundar með<br />

starfsmönnum mötuneytisins. Á þessum fundum gefst bæði starfsmönnum og<br />

neytendum tækifæri til að bera fram óskir og kvartanir. Mötuneytishópurinn samanstendur<br />

af nokkrum gestum mötuneytisins, starfsmönnum þess svo og fulltrúum<br />

frá starfsmannasviði. Töluverðar endurbætur hafa farið fram á húsnæðinu en<br />

fram til þessa hefur aðstaða til að matast verið nokkuð þröng og loftræsting óviðunandi.<br />

33


Samráðsnefnd um kjaramál<br />

Samráðsnefnd um kjaramál er skipuð af háskólaráði. Hún tók fyrst til starfa 1990<br />

og hefur það hlutverk að tryggja samstarf og samráð við þau kjarafélög sem<br />

starfsfólk Háskólans eru aðilar að. Frá árinu 1997 hefur nefndin einnig farið með<br />

hlutverk aðlögunarnefndar stofnunarinnar vegna kjarasamninga og samstarfsnefnda<br />

eins og kveðið er á um í kjarasamningum. Nefndin er skipuð þremur<br />

starfsmönnum Háskólans: háskólaritara, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs<br />

og Gísla Má Gíslasyni prófessor sem hefur verið formaður nefndarinnar frá hausti<br />

1998. Tveir aðilar eru tilnefndir af því kjarafélagi sem til umfjöllunar er hverju<br />

sinni. Helstu verkefni samráðsnefndar á árinu einkenndust helst af nánari útfærslu<br />

á ýmsum þáttum samkomulags aðlögunarnefndar Félags háskólakennara<br />

og Háskólans. Þar ber helst að nefna að nýr stigakvarði vegna mats á vinnuframlagi<br />

lektora, dósenta, sérfræðinga, fræðimanna og vísindamanna var tekin í notkun<br />

og voru þessir starfshópar eindregið hvattir til að láta grunnmeta verk sín upp<br />

á nýtt. Grunnmatið náði til ársins 1998 en launabreytingar, sem urðu við nýtt mat,<br />

giltu frá 1. janúar <strong>2000</strong>. Í kjölfar gildistöku nýs stigakvarða vegna kennslu, rannsókna<br />

og stjórnunar var samþykkt í samráðsnefnd, eftir að félagsfundur Félags<br />

háskólakennara hafði samþykkt, að breyta stigakvarða vegna Vinnumatssjóðs á<br />

sama veg. Gildir kvarðinn fyrir mat á rannsóknarframlagi frá árinu 1999 (5. gr.<br />

vinnumatsreglna). Einnig var samþykkt að greiða vinnumat vegna stjórnunar í<br />

einingum líkt og vinnumat vegna rannsókna.<br />

Á árinu var ákveðið, með samþykki Ríkisbókhalds, að uppgjör kennara miðist við<br />

almanaksárið. Við breytinguna miðaðist uppgjörstímabil í fyrsta skipti við tímabilið<br />

1. ágúst 1999 til ársloka <strong>2000</strong>. Háskóladeildir sjá nú sjálfar um útreikning<br />

kennsluáætlana og uppgjör við fasta kennara.<br />

Í mars var samþykkt að launaröðun stundakennara á föstum launum taki mið af<br />

4. gr. samkomulags aðlögunarnefndar og var orðalagi þeirrar greinar breytt í:<br />

„Forsendur röðunar starfa í stjórnsýslu, og við þjónusturannsóknir og stundakennslu<br />

á föstum launum.“ Í október voru forsendur röðunar stundakennara á<br />

föstum launum síðan samþykktar en í þeim felst að við grunnröðun (B04) er<br />

heimilt að meta: a) menntun til allt að þriggja launarima og b) rannsóknir og<br />

kennslureynslu til allt að fjögurra launarima.<br />

Á árinu var hafin vinna að matskerfi til handa félagsmönnum í Félagi íslenskra<br />

náttúrufræðinga FÍN. Þessi vinna er þó enn á frumstigi en matskerfi FÍN hefur<br />

ekki verið fyrir hendi fram að þessu. Aðlögunarsamkomulag FÍN við Háskólann<br />

verður endurskoðað með nýjum kjarasamningum en kjarasamningar voru lausir<br />

frá 1. nóvember <strong>2000</strong> líkt og samningar annars háskólamenntaðs starfsfólks hjá<br />

Jafnréttismál<br />

Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands<br />

Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands tók til starfa í ársbyrjun 1998. Markmið hennar er<br />

að koma á jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum meðal nemenda og starfsfólks<br />

innan skólans. Í nefndinni eiga sæti fimm kjörnir fulltrúar auk starfsmanns frá<br />

starfsmannasviði og fulltrúa stúdenta. Í fyrstu hefur hún lagt áherslu á að framfylgja<br />

ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meðal verkefna<br />

jafnréttisnefndar á árunum <strong>2000</strong>-2004 er að móta stefnu og gera sérstaka<br />

áætlun til að tryggja jafnstöðu þeirra sem teljast til minnihlutahópa við Háskóla<br />

Íslands.<br />

Jafnréttisnefnd setur sér að markmiði að sjá um að upplýsingasöfnun og gangavinnslu<br />

um jafnréttismál sé sinnt. Hún vill hafa frumkvæði að umræðu og<br />

fræðslu, koma með ábendingar, veita ráðgjöf og umsagnir í málum sem varða<br />

jafnrétti kynjanna. Nefndin fylgist með kynjahlutfalli við stöðuveitingar og skipanir<br />

í nefndir og gerir athugasemdir við lög og reglugerðir í þeim tilgangi að koma<br />

jafnréttissjónarmiðum að.<br />

Jafnréttisáætlun<br />

Jafnréttisnefnd lagði fram drög að jafnréttisáætlun Háskóla Íslands á háskólafundi<br />

18. og 19. maí <strong>2000</strong>. Áætlunin var síðan samþykkt á fundi háskólaráðs þann<br />

19. október. Jafnréttisáætlunin byggir á lögum nr. 96/<strong>2000</strong> um jafna stöðu og jafnan<br />

rétt kvenna og karla og tekur mið af tillögum millifundanefndar háskólaráðs<br />

um jafnréttismál frá 16. apríl 1997. Í áætluninni felst viðurkenning á nauðsyn þess<br />

34


að grípa til sérstakra tímabundinna aðgerða til að raunverulegt jafnrétti og jafnstaða<br />

kvenna og karla náist.<br />

Kynferðisleg áreitni<br />

Árið 1998 tók til starfa starfshópur um meðferð mála um kynferðislega áreitni. Á<br />

síðastliðnum tveimur árum hefur nefndin þrisvar sinnum haldið námskeið undir<br />

stjórn erlends sérfræðings sem þjálfað hefur ráðgjafa og sáttasemjara til að taka<br />

á slíkum málum. Í ársbyrjun <strong>2000</strong> var haldið námskeið annars vegar fyrir stjórnendur<br />

Háskólans og hins vegar fyrir svokallaða málamiðlara eða sáttasemjara,<br />

sem hlutu sérstaka þjálfun í að leysa mál er upp kunna að koma vegna kynferðislegrar<br />

áreitni. Í janúar <strong>2000</strong> kom út fræðslubæklingur jafnréttisnefndar um kynferðislega<br />

áreitni og var honum dreift til allra starfsmanna og nemenda Háskólans.<br />

Átaksverkefni<br />

Í apríl var undirritaður samstarfssamningur Háskóla Íslands, Jafnréttisstofu, félagsmálaráðuneytis,<br />

forsætisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, menntamálaráðuneytis,<br />

Félags íslenskra framhaldsskóla, Eimskipafélags Íslands,<br />

Gallup-Ráðgarðs ehf, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjunar og Stúdentaráðs<br />

Háskóla Íslands um átaksverkefnið Konur til forystu og jafnara námsval kynjanna.<br />

Jafnréttisnefnd er ásamt Jafnréttisstofu framkvæmdaaðili verkefnisins og<br />

ráðinn var verkefnisstjóri með aðstöðu við Háskólann til að sinna verkefninu sem<br />

er til tveggja ára. Markmið átaksverkefnisins er annars vegar að fjölga konum í<br />

forystustörfum og hins vegar að jafna kynjahlutfall í hefðbundnum karla- og<br />

kvennafögum og verður unnið að því með margvíslegum hætti. Með þessu vill<br />

Háskóli Íslands, með stuðningi samstarfsaðila sinna, leggja sitt af mörkum til að<br />

jafna hlutdeild kynjanna í þekkingar- og upplýsingasamfélagi nýrrar aldar. Víða<br />

við háskóla erlendis hefur verið ráðist í áþekk verkefni, m. a. vegna ótta um að<br />

stúlkur séu að missa af tölvuöldinni, að konur séu of fáar í verk- og tölvunarfræði<br />

og að þessum greinum vísindanna og jafnrétti kynjanna stafi ógn af því ef konur<br />

eru þar í miklum minnihluta.<br />

Þar sem starfsemi jafnréttisnefndar hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum var<br />

ráðinn starfsmaður til að starfa með henni. Fyrirhugað er að ráða jafnréttisfulltrúa<br />

í hálft starf við Háskóla Íslands árið 2001. Fulltrúinn mun heyra beint undir<br />

skrifstofu rektors og starfa sem sérstakur ráðgjafi í jafnréttismálum innan Háskólans.<br />

Nánari upplýsingar um starf jafnréttisnefndar má finna á heimasíðu<br />

nefndarinnar. Slóðin er: www.hi.is/stjorn/jafnrettisn/<br />

Bygginga- og tæknimál<br />

Hjá Bygginga- og tæknisviði voru starfandi á árinu um tuttugu manns og fór fjöldi<br />

þeirra upp í þrjátíu og fimm yfir sumarið auk fjölda verktaka. Verksvið sviðsins er<br />

að halda húsnæði, húsbúnaði, tæknibúnaði, bílastæðum og lóðum Háskólans, .ar<br />

með töldum lóðum Þjóðarbókhlöðu og Norræna hússins, í viðunandi ástandi.<br />

Verkefnin eru marþætt, allt frá endurnýjun ljósapera til endurbyggingar húsa.<br />

Viðamesta verkefni ársins, eins og undanfarin ár, var bygging Náttúrufræðahússins<br />

ásamt innréttingum á fyrstu hæð Læknagarðs og endurbyggingu hátíðasalar í<br />

Aðalbyggingu. Rétt er að árétta að nær allt fjármagn til uppbyggingar, tækjakaupa<br />

og viðhalds bygginga Háskóla Íslands kemur frá Happdrætti Háskólans. Hér á<br />

eftir er drepið á helstu verkefni sem unnið var að á árinu.<br />

Náttúrufræðahús<br />

Verkáfanga 2, sem felur í sér uppsteypu húss og frágang að utan, var næstum<br />

lokið á árinu. Ekki fékkst fjárveiting úr ríkissjóði svo hægt yrði að halda áfram<br />

framkvæmdum með eðlilegum hraða og þurfti því að hægja á framkvæmdum.<br />

Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við hita- og loftræstilagnir á árinu 2001.<br />

Aðalbygging<br />

Endurnýjun hátíðasalar í Aðalbyggingu var viðamikið og flókið verkefni sem hófst<br />

um áramót og lauk í maí. Upphaflega var gert ráð fyrir því að aðeins þyrfti að lagfæra<br />

timburverkið en þegar til kom reyndist það svo illa farið að skipta þurfti um<br />

og fá nýtt. Allt tréverk í salnum var endursmíðað og að mestum hluta unnið á trésmíðaverkstæði<br />

Háskólans. Erfitt reyndist að fá réttan spón til að spónleggja nýja<br />

tréverkið þannig að það líktist sem mest gamla viðnum og leita varð til margra<br />

spónsala erlendis þar til rétta tréð fannst. Það má segja að salurinn hafi verið<br />

35


gerður nær fokheldur, skipt var um allar raflagnir og settar nýjar lagnaleiðir fyrir<br />

vegglampa, rafmagns- og tölvulagnir í sviðsgólf, lagnir fyrir nýja loftkappalýsingu,<br />

tölvulagnir og lagnir fyrir fjarfundarbúnað. Smíðaðir voru nýir vegglampar og<br />

settir nýir dimmanlegir lampar í ljósakappa í lofti. Svölum var breytt og timburverk<br />

endursmíðað. Þar er nú komin aðstaða fyrir þrjátíu manns í sæti. Sviði var<br />

breytt og það sett í upprunalega mynd. Komið var fyrir stóru rafdrifnu sýningartjaldi<br />

innfelldu í loftaklæðningu yfir sviði. Settar voru upp nýjar fjarstýrðar rafmagnsgardínubrautir.<br />

Allt einfalt gler var tekið úr gluggum og sett tvöfalt gler<br />

með sólarvörn í staðinn. Opnanleg fög voru tekin úr, sandblásin, heitgalvanhúðuð<br />

og síðan sett í þau tvöfalt gler. Keyptar voru nýjar gardínur. Fengnir voru nokkrir<br />

húsgagnahönnuðir til að hanna nýja, staflanlega stóla í salinn og var við það miðað<br />

að þeir myndu höfða til upprunalegu stólanna sem Guðjón Samúelsson, höfundur<br />

hússins, teiknaði. Fyrir valinu varð tillaga frá teiknistofunni G.O. form. Í<br />

kjölfarið var leitað til nokkurra húsgagnaframleiðenda um smíði á stólunum og<br />

var samið við lægstbjóðanda, fyrirtækið Á. Guðmundsson e.h.f., sem því miður<br />

sóttist verkið seint. Sett var upp nýtt og fullkomið hljóðkerfi ásamt lögnum fyrir<br />

útsendibúnað fyrir heyrnarskerta. Bakherbergi á sviði voru einnig gerð upp svo<br />

og turnherbergin tvö. Smíðuð voru ný fundarborð á sviðið og síðan var allt málað í<br />

hólf og gólf. Þá voru þrjár kennslustofur í Aðalbyggingu teknar í gegn, málaðar og<br />

gólf slípuð og lökkuð. Sett var upp ný loftræstisamstæða fyrir forsal.<br />

Læknagarður<br />

Vegna fyrirhugaðra innréttingaframkvæmda á fyrstu hæð Læknagarðs tók langan<br />

tíma að samræma nýjustu þarfagreiningu húsnæðis og jafnframt að hreinsa í<br />

burtu ýmislegt dót sem safnast hafði á þessa hæð. En unnið hefur verið nær<br />

samfellt seinni hluta þessa árs í ýmsum verkþáttum innréttingarinnar. Nær allir<br />

milliveggir eru komnir upp ásamt lögnum í þá. Sett var upp ný loftræsting fyrir<br />

þessa hæð ásamt öllum lögnum. Samið var við lægstbjóðanda um innréttingarsmíði<br />

fyrir kaffistofu, fundarherbergi, eldhús og salerniskjarna. Því miður hefur<br />

verktakanum gengið illa að leysa þetta verk af hendi. Á þaki var undirbúin klæðning<br />

allra þakkanta hússins þar sem þeir liggja undir skemmdum. Búið er að setja<br />

gagnvarða timburleiðara á alla kanta, þannig að hægt sé að hefja smíði á blikkköntum.<br />

Lokið er umfangsmikilli brunahönnun byggingarinnar að kröfu brunamálayfirvalda.<br />

Settur var rafmagnsopnunarbúnaður á útihurð.<br />

Eirberg<br />

Boðin var út endurnýjun á þaki Eirbergs en tilboðin reyndust svo langt yfir kostnaðaráætlun<br />

að ekki þótti verjandi að taka neinu þeirra. Þá var ákveðið að taka fyrir<br />

þann hluta þaksins sem verst var farinn og leita eftir einingarverðum án útboðs<br />

og fengust þá viðunandi verð í verkið. Ætlunin er að klára þá þakhluta sem eftir<br />

eru eftir lok kennslu vorið 2001. Skrifstofugangur á efstu hæð var tekinn í gegn og<br />

einnig útbúin lokun fyrir fundarherbergi. Búið er að panta þrjátíu og sex eldvarnarhurðir<br />

í húsið og eru þær væntanlegar í mars 2001. Allar útihurðir í húsinu voru<br />

teknar úr og slípaðar og skipt um allt gler í kringum þær. Lokið er hönnun á eldvarnarkerfi<br />

í allt húsið.<br />

Lögberg<br />

Allir stigagangar og gangar á öllum hæðum voru teknir í gegn og málaðir. Einnig<br />

voru stofur 102 og 103 gerðar upp, þ.e. settur dúkur á gólfin, allt málað, skipt út<br />

töflum, smíðaðir töfluskápar, ræðupúlt endursmíðuð og allir lampar og stólar lagfærðir.<br />

Endurnýjuð voru gólfefni hjá bókaverði. Einnig voru flestir lampar á göngum<br />

endurnýjaðir. Skipt var um margar rúður í húsinu. Einnig voru sett upp 6 loftræstikerfi<br />

af sömu gerð og sett voru upp á síðasta ári. Kennslustofu á þriðju hæð<br />

var skipt í tvær skrifstofur og settur dúkur á gólfin og allt málað. Haldið var áfram<br />

með netlagnir og eru komnar lagnir í stærsta hluta hússins. Undirbúningsvinna<br />

er í fullum gangi fyrir endurnýjun stofu 101 og verður væntanlega ráðist í það<br />

verk í lok kennslu vorið 2001. Ætlunin er að setja rafmagnsopnunarbúnað á útihurðir<br />

á þessu ári.<br />

Oddi<br />

Innri útihurðir norðan megin voru teknar rækilega í gegn, skipt um lamabúnað og<br />

hurðirnar slípaðar upp. Gluggar á þaki voru lagfærðir vegna fúa og leka. Verið er<br />

að vinna við endurvinnslu á viðarhandriðum á milli hæða. Útbúnir voru aukalegir<br />

loftræstistokkar fyrir kaffistofu stútenta á annarri hæð. Fyrirhugað er að setja rafmagnsopnunarbúnað<br />

á útihurðir.<br />

Skólabær<br />

Í skólabæ voru gólf á fyrstu hæð slípuð og lökkuð.<br />

36


Hagi<br />

Mikil vinna var lögð í að skrapa og slípa upp blikkklæðningu utan á nýja húsinu.<br />

Hafin var undirbúningsvinna fyrir endurbyggingu bílageymslu á baklóð.<br />

VR III<br />

Innréttaðar voru skrifstofur á annarri hæð í skála D.<br />

VR II<br />

Rafvirkjar settu lagnastokka í nær allt húsið til að hægt væri að koma tölvutengingum<br />

í sem flest rými. Settur var upp nýr stjórnbúnaður fyrir loftræstingu og<br />

hitalagnir.<br />

VR I<br />

Allt tréverk utanhúss var skrapað upp, grunnað og málað.<br />

Bjarkargata 6 og Aragata 3<br />

Bæði húsin voru seld á árinu og reyndist það mikil og seinleg vinna að hreinsa út<br />

úr þessum húsum þar sem mikið var skilið eftir af alls kyns pappírum og gögnum<br />

sem erfitt var að finna eigendur að.<br />

Nýi-Garður<br />

Útbúin var aðstaða fyrir rekstur fasteigna og ræstingu í kjallara með því að sameina<br />

þrjú herbergi og koma fyrir fjórum vinnustöðvum ásamt tölvu- og símalögnum.<br />

Einnig var útbúin tækja- og lagergeymsla ásamt þvottahúsi með tveimur iðnaðarþvottavélum<br />

og þurrkaðstöðu.<br />

Lóðir – bílastæði<br />

Auk hefðbundinnar umhirðu og ræktunar lóða voru eftirtalin verkefni helst á árinu:<br />

Alexsandersstígur var grafinn upp og endurhellulagður með snjóbræðslu frá Aðalbyggingu<br />

að Hringbraut. Tröppur við Aðalbyggingu upp að Suðurgötu voru endurgerðar<br />

en snjóbræðslubúnaður bíður tengingar. Malbikað bílaplan við Háskólabíó<br />

var stækkað um 20 stæði fyrir Raunvísindastofnun. Bílaplan á horni Oddagötu<br />

og Sturlugötu var stækkað um 70 stæði. Lýsing var sett upp á bílastæðum á horni<br />

Oddagötu og Sturlugötu og við Sæmundargötu. Trjáplöntur voru góðursettar og<br />

sáð í lóðina kringum Loftskeytastöð og bílastæði við Suðurgötu, samtals um 3000<br />

fm. Gönguleið frá strætisvagnaskýli við Suðurgötu var hellulögð. Þá var snjóbræðsla<br />

við Loftskeytastöð tengd.<br />

Ýmislegt<br />

Talsverð vinna hefur verið lögð í samtengingu á stjórnbúnaði loftræstikerfa milli<br />

húsa og einnig er verið að endurnýja úreltan lokubúnað loftstokka. Vinnuhópur er<br />

að vinna að úttekt á eldvarnarkerfum í byggingum Háskólans og er markmiðið að<br />

tengja sem fyrst þau hús sem eru með þokkaleg kerfi eða þar sem auðveldast er<br />

að koma þeim við. Einnig er nýlokið við hönnun og teiknivinnu á eldvarnarkerfum<br />

í tvö hús. Tölvuteiknivinnu af öllum byggingum Háskólans með merktum flóttaleiðum<br />

og upplýsingum um varasöm efni í byggingum er í lokavinnslu. Slökkvilið<br />

Reykjavíkur hefur óskað eftir því að fá að setja þessar teikningar og upplýsingar<br />

inn í sinn gagnagrunn, Eldibrand. Komið er á samstarf milli Félags slökkviliðsmanna<br />

og Háskólans um námskeið til þjálfunar starfsfólks í viðbrögðum við eldi<br />

eða slysum. Einnig er í undirbúningi að móta og koma upp viðbragðsáætlunum<br />

fyrir hvert hús. Í athugun er að koma upp aðgangsstýringu að byggingum Háskólans.<br />

Fjármál og rekstur<br />

Helstu verkefni fjármálasviðs eru áætlanagerð, bókhald, fjárvarsla, innkaup og<br />

vinna með fjármálanefnd og rektor að tillögum til háskólaráðs um skiptingu fjárveitinga<br />

hvers árs. Árið <strong>2000</strong> var ár mikilla breytinga á fjármálasviði og í fjármálum<br />

skólans í heild.<br />

Í ársbyrjun 1999 var tekið í notkun nýtt reikningshalds- og áætlanakerfi, Navision<br />

Financials. Miklum tíma var varið í þróun kerfisins og aðlögun að þörfum skólans.<br />

Ársreikningur vegna ársins 1999 var fyrsti ársreikningurinn sem gerður var í<br />

nýja kerfinu og fór af þeim sökum meiri vinna í hann en ella. Lögð var áhersla á<br />

að þjálfa starfsmenn fjármálasviðs í að nota kerfið og einnig þá starfsmenn<br />

38


deilda og stofnana sem bera ábyrgð á rekstri og fjármálum. Þróaðar voru nýjar<br />

skýrslur fyrir stjórnendur til þess að fylgjast með rekstrinum og bera saman við<br />

áætlun. Háskólaráð samþykkti nýjar verklagsreglur um eignaskrá Háskóla Íslands<br />

og var unnið að skráningu eigna sem keyptar voru á árinu <strong>2000</strong>. Þróaður<br />

var vefaðgangur fyrir stjórnendur að kerfinu og frá ársbyrjun 2001 verða öll bókhaldsskjöl<br />

skönnuð inn í kerfið og aðgengileg á skjá hjá notanda. Áframhaldandi<br />

þróun kerfisins er fyrirsjáanleg og er mikilvægur þáttur í að bæta aðgang stjórnenda<br />

að upplýsingum um reksturinn.<br />

Rektor og menntamálaráðherra undirrituðu 5. október 1999 samning um kennslu<br />

og fjárhagsleg samskipti. Þessi samningur gerbreytti fjárhagslegri stöðu Háskóla<br />

Íslands með því að tryggja að fjárveitingar verði í takt við nemendafjölda og virkni<br />

nemenda í námi. Á árinu <strong>2000</strong> var kennslan gerð upp í samræmi við samninginn<br />

og fékk Háskólinn viðbótarfjáveitingu vegna mikillar fjölgunar nemenda, 166 m.kr.<br />

Samningurinn hefur veruleg áhrif á skipulag fjármála og áætlanagerðar innan<br />

skólans. Þessi áhrif eiga væntanlega enn eftir að aukast þegar gengið hefur verið<br />

frá samsvarandi samningi um rannsóknir. Það stóð til að gera þann samning á<br />

árinu en því var frestað fram yfir áramótin.<br />

Háskólaráð samþykkti 21. október 1999 nýja vinnuaðferð við gerð fjárhagsáætlunar<br />

skólans fyrir árið <strong>2000</strong>. Með samþykktinni er deildum veitt mun víðtækara umboð<br />

en áður til þess að meta heildarvinnu við hvert námskeið fremur en einstaka<br />

þætti námskeiðsins þannig að kennsluhættir geti þróast eftir eðli námskeiða, vilja<br />

kennara og þörfum nemenda án þess að kennslufyrirkomulagið hafi bein áhrif á<br />

launagreiðslur hverju sinni. Þessi breyting er nauðsynleg í ljósi þeirra miklu<br />

áhrifa sem tölvutæknin og netið hefur þegar haft á nám við Háskóla Íslands og<br />

mun í enn ríkara mæli móta það í framtíðinni.<br />

Í samvinnu við deildir og starfsmannasvið starfaði gæðahópur að því að þróa nýja<br />

aðferð við gerð starfs- og rekstraráætlana. Virðist það hafa tekist vel og voru<br />

áætlanir deilda, stofnana og yfirstjórnar fyrir árið <strong>2000</strong> unnar í þessu nýja kerfi.<br />

Með þessum nýju vinnubrögðum er leitast við að tengja mun betur en áður áætlanagerð<br />

og bókfærða rekstrarafkomu einstakra rekstrareininga á áætlanatímabilinu.<br />

Leitað var tilboða í öll stærri innkaup og má þar á meðal nefna 80 tölvur fyrir<br />

tölvuver, tölvur og skjávarpa fyrir 7 kennslustofur og 6 tannlæknastóla og tengdan<br />

búnað fyrir tannlæknadeild. Það fengust mjög hagstæð tilboð í öllum tilvikum.<br />

Fundað var með Ríkiskaupum um útboð á rafrænum viðskiptum með rekstrarvörur,<br />

svokallað markaðstorg sem áætlað er að taka í notkun í mars 2001.<br />

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs sat í fjármálanefnd háskólaráðs eins og áður.<br />

Nefndin vann með starfsmönnum fjármálasviðs að mörgum þeim verkefnum<br />

sem hér hafa verið upp talin.<br />

Heildartölur um rekstur Háskóla Íslands <strong>2000</strong> með samanburði við árið 1999<br />

Fjárveiting á fjárlögum nam 2.661,6 m.kr. Til viðbótar komu fjárheimildir, einkum<br />

frá menntamálaráðuneytinu, til sérstakra verkefna að fjárhæð 60,5 m.kr. Þá fengust<br />

166 m.kr. á fjáraukalögum vegna fjölgunar nemenda í samræmi við kennslusamninginn<br />

og 72,9 m.kr. voru færðar af ritlauna- og rannsóknasjóði prófessora.<br />

Samtals námu fjárveitingar 2.973,4 m.kr. Stærsta viðbótarverkefnið, sem Háskólanum<br />

var falið að vinna á árinu <strong>2000</strong>, var endurmenntun framhaldsskólakennara<br />

38,0 m.kr.<br />

Greiðslur úr ríkissjóði á árinu námu 2.966,3 m.kr. og batnaði staða Háskóla Íslands<br />

við ríkissjóð um 7,1 m.kr. og lækkaði skuldin úr 63,6 m.kr. í 56,6 m.kr. í árslok.<br />

Sértekjur námu alls 1.798,2 m.kr. samanborið við 1.516,7 m.kr. árið áður. Skiptingin<br />

kemur fram í rekstrarreikningi. Alls voru til ráðstöfunar 4.771,6 m.kr. samanborið<br />

við 4.385 m.kr. árið 1999.<br />

Útgjöld námu alls 4.540,8 m.kr. samanborið við 4.189,9 m.kr. árið áður og varð<br />

rekstrarafgangur Háskólans 230,7 m.kr. samanborið við 195,1 m.kr. afgang árið<br />

áður. Þessi góða afkomu áranna 1999 og <strong>2000</strong> er til komin vegna 200 m.kr. aukafjárveitingar<br />

á árinu 1999 vegna ársins 1998 og fyrri ára og 235,3 m.kr. óreglulegra<br />

tekna á árinu <strong>2000</strong>. Á árinu <strong>2000</strong> var reikningur Lyfjabúðar Háskóla Íslands<br />

sameinaður reikningi Háskólans og nam tekjufærsla vegna þess 94 m.kr., hlutabréf<br />

í Intís hf voru seld með 78,8 m.kr. hagnaði og Reykjavíkurborg styrkti Há-<br />

39


skóla Íslands með 62,4 m.kr. framlagi sem var helmingur gatnagerðargjalds<br />

vegna byggingar Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Rekstrarútgjöld<br />

hækkuðu um 383,1 m.kr. eða 10,3% milli ára en framkvæmdaliðir lækkuðu um<br />

32,1 m.kr. Heildarútgjöld jukust því um 351,0 m.kr. eða 8,4%.<br />

Kennsla<br />

Rekstur Háskóla Íslands á undanförnum árum hefur verið erfiður vegna þeirrar<br />

þenslu sem er í efnahagslífi landsins. Háskólinn hefur átt erfitt með að greiða<br />

laun sem eru sambærileg við það sem aðrar stofnanir í ríkiskerfinu og hinn<br />

frjálsi vinnumarkaður greiða fyrir vel menntað starfsfólk. Með úrskurði kjaranefndar,<br />

sem fram kom í júní 1998, bötnuðu kjör prófessora verulega. Með samþykkt<br />

háskólaráðs 21. október 1999 er samfara nýjum aðferðum við áætlanagerð<br />

lögð áhersla á að bæta grunnlaun lektora og dósenta þannig að skólinn verði betur<br />

samkeppnisfær um vel menntaða háskólakennara. Vegna þess hækkuðu<br />

grunnlaun lektora og dósenta nokkuð á árinu <strong>2000</strong>.<br />

Bókfærð gjöld umfram sértekjur á kennsludeildir námu 1.933,5 m.kr. og fjárveiting<br />

1.916,0 m.kr. Rekstur kennsludeilda var því í jafnvægi á árinu. Endurmenntunarstofnun<br />

Háskólans efldist enn á árinu og námu tekjur af endurmenntun og símenntun<br />

188,6 m.kr. samanborið við 158,6 m.kr. árið áður.<br />

Rannsóknir<br />

Jákvæð þróun varð í fjármögnun rannsókna á árinu <strong>2000</strong> eftir nokkurn samdrátt<br />

1999. Innlendir styrkir jukust verulega og námu 285,6 m.kr. samanborið við 246,8<br />

m.kr. árið áður. Erlendir styrkir jukust einnig verulega og námu 226,7 m.kr. samanborið<br />

við 174,1 m.kr. árið áður. Styrkirnir eru að mestu til rannsókna en þó er<br />

hluti erlendu styrkjanna sérstaklega ætlaður til aukinna erlendra samskipta<br />

nemenda og kennara. Aðrar sértekjur af þjónustu og rannsóknum námu 340,1<br />

m.kr. samanborið við 325,7 m.kr. árið áður.<br />

Erlendu styrkirnir, 226,7 m.kr., voru til rannsókna og til þess að efla erlend samskipti.<br />

Meðal verkefna, sem hlutu erlenda styrki yfir 2 m.kr., voru: Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans og Sammennt vegna KER, kortlagningar starfa, Leónardó<br />

o.fl.; Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins vegna Erasmus-, Comerniusar-, Sókrates-,<br />

og Nordplus-stúdentaskipta; læknadeild vegna rannsókna á síþreytu, hagfræðiskor<br />

vegna kennslu króatískra hagfræðinema og hagfræðistofnun vegna rannsókna<br />

á Norræna lífeyrissjóðakerfinu og orkumálum; verkfræðideild vegna hitaveiturannsókna;<br />

raunvísindadeild vegna bleikjueldis-rannsókna og Tjörnesrannsókna;<br />

félagsvísindadeild vegna NICE-Sminars og rannsóknarinnar Nordic Body;<br />

Endurmenntunarstofnun vegna sumarskóla og Sjávarútvegsstofnun vegna fiskveiðilíkans.<br />

Sameiginleg útgjöld (rannsóknarstarfsemi) voru innan fjárveitinga.<br />

Sameiginleg stjórnsýsla og rekstur fasteigna<br />

Rekstur sameiginlegrar stjórnsýslu var innan fjárveitinga á árinu <strong>2000</strong> en halli<br />

varð á rekstri sameiginlegra útgjalda, einkum vegna aukins kostnaðar við rannsóknarmisseri<br />

kennara. Afgangur varð á rekstri fasteigna, m.a. í kjölfar hagræðingarátaks<br />

í ræstingum.<br />

Framkvæmdafé<br />

Framlög frá Happdrætti Háskóla Íslands til viðhalds bygginga, framkvæmda og<br />

tækjakaupa námu 325,0 m.kr. samanborið við 444,1 m.kr. árið 1999. Þessi samdráttur<br />

stafar af því að á árinu 1999 tók happdrættið að láni 70 m.kr. en ekkert á<br />

árinu <strong>2000</strong>. Stærsta einstaka nýbyggingarverkefnið var bygging Náttúrufræðahúss,<br />

183 m.kr., en þar af greiddi ríkissjóður 43 m.kr. vegna Norrænu eldfjallastöðvarinnar.<br />

Stærstu viðhaldsverkefnin voru endurnýjun á hátíðasal, endurnýjun<br />

á hluta þaksins á Eirbergi og endurnýjun á loftræstikerfum í Læknagarði, Lögbergi<br />

og VRII.<br />

40


Árseikningur Háskóla Íslands <strong>2000</strong><br />

Rekstrarreikningur<br />

<strong>2000</strong> 1999<br />

Rekstrartekjur: þús.kr. þús.kr.<br />

Fjárlög 2.661.600 2.401.200<br />

Sérverkefni 60.454 55.604<br />

Fjáraukalög* 251.314 411.480<br />

Fjárveiting alls 2.973.368 2.868.284<br />

Breyting á ríkissjóðsstöðu -7.052 -163.607<br />

Greitt úr ríkissjóði á árinu 2.966.316 2.704.677<br />

Framlag Happdrættis H.Í. 325.000 444.142<br />

Annað framlag til bygginga 43.000 43.000<br />

Skrásetningargjöld 136.789 124.330<br />

Endurmenntun, símenntun 188.635 158.593<br />

Erlendar tekjur (styrkir) 226.743 174.106<br />

Innlendir styrkir 285.652 246.833<br />

Aðrar sértekjur 339.864 325.718<br />

Óreglulegar tekjur 235.295 0<br />

Vaxtatekjur 17.205 0<br />

Sértekjur 1.798.183 1.516.722<br />

Rekstrartekjur alls 4.771.551 4.385.006<br />

Rekstrargjöld:<br />

Laun 2.880.757 2.615.597<br />

Rekstur 1.429.993 1.364.465<br />

Stofnkostnaður 221.904 204.343<br />

Fjármagnsgjöld 8.201 5.458<br />

Útgjöld alls 4.540.855 4.189.863<br />

Þar af til framkvæmdaliða 450.469 482.583<br />

Tekjur umfram gjöld 230.696 195.143<br />

Skuld við ríkissjóð í árslok 56.600 63.652<br />

Efnahagsreikningur <strong>2000</strong> 1999<br />

Eignir þús.kr þús.kr<br />

Sjóðir og bankareikningar 224.122 72.850<br />

Skammtímakröfur 284.906 138.027<br />

Hlutafé 16.150 9.647<br />

Eignir alls 525.178 220.523<br />

Skuldir<br />

Skammtímaskuldir 189.750 156.430<br />

Skuld við ríkissjóð** 56.600 63.617<br />

Langtímalán** 54.805 0<br />

Höfuðstóll 224.023 476<br />

Skuldir alls 525.178 220.523<br />

* Vegna fjölgunar nemenda og millifærslna af Ritlauna og rannsóknasjóði prófessora.<br />

41


Yfirlit yfir rekstur einstakra verkefna árið <strong>2000</strong><br />

Allar tölur eru í þúsundum króna<br />

Útgjöld Tekjur Mism. Fjárveiting Afgangur<br />

og millif.r<br />

/-Halli<br />

Yfirstjórn 290.791 -172.757 118.034 147.255 29.221<br />

Sameiginleg útgjöld 328.542 45.787 374.329 373.753 -576<br />

Rekstur fasteigna 297.387 -4.400 292.987 303.070 10.083<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins 26.642 -4.088 22.554 20.188 -2.366<br />

Stofnanir og sérverkefni 1.154.761 -1.063.869 90.892 165.746 74.854<br />

Kennslu- og vísindadeildir:<br />

Aðstoðarm.kerfi og þróunarsj. 10.032 23.447 33.479 35.030 1.551<br />

Guðfræðideild 38.505 -737 37.768 38.045 277<br />

Læknadeild 238.584 -5.366 233.218 231.507 -1.711<br />

Tannlæknadeild 87.798 -5.589 82.209 71.746 -10.463<br />

Lyfjafræði lyfsala 39.924 636 40.560 45.765 5.205<br />

Lagadeild 71.452 898 72.350 70.587 -1.763<br />

Viðskipta- og hagfræðideild 153.537 -1.174 152.363 164.181 11.818<br />

Heimspekideild 294.424 -7.686 286.738 269.786 -16.952<br />

Verkfræðideild 173.588 739 174.327 169.952 -4.375<br />

Félagsvísindadeild 216.377 13.418 229.795 232.422 2.627<br />

Íþróttakennsla 16.904 66 16.970 21.433 4.463<br />

Hjúkrunarfræði 122.463 1.491 123.954 131.875 7.921<br />

Sjúkraþjálfun 35.058 1.915 36.973 41.674 4.701<br />

Raunvísindadeild 419.737 -6.954 412.783 392.012 -20.771<br />

Kennsludeildir samtals 1.918.383 15.104 1.933.487 1.916.015 -17.472<br />

Ritakaupasjóður 46.500 0 46.500 46.500 0<br />

Óreglulegir liðir 27.380 -233.980 -206.600 0 206.600<br />

Rekstur samtals 4.090.386 -1.418.203 2.672.183 2.972.527 300.344<br />

Framkvæmdafé:<br />

Viðhald fasteigna 127.959 -7.103 120.856 121.000 144<br />

Byggingar og tækjakaup 322.510 -47.877 274.633 224.000 -50.633<br />

Happdrættisfé 0 -325.000 -325.000 -325.000 0<br />

Sala eigna 0 0 0 -20.000 -20.000<br />

Framkvæmdafé samtals 450.469 -379.980 70.489 0 -70.489<br />

Háskóli Íslands samtals 4.540.855 -1.798.183 2.742.672 2.972.527 229.855<br />

Framkvæmdafé Háskóla Íslands árið <strong>2000</strong> í þús.kr.<br />

Náttúrufræðahús 190.251<br />

Hagi* 9.519<br />

Háskólabíó* 33.984<br />

Læknagarður 14.681<br />

Tölvunet 22.556<br />

Umsjón og smærri verk 17.554<br />

Nýbyggingar alls 288.545<br />

Viðhald fasteigna 127.959<br />

Tækjakaup 17.361<br />

Húsgögn og búnaður 16.604<br />

Framkvæmdafé alls 450.469<br />

* Afborganir af lánum.<br />

42


Yfirlit yfir stöðu einstakra verkefna í árslok <strong>2000</strong><br />

Allar tölur eru í þúsundum króna<br />

Fært frá Afgangur Samtals<br />

fyrri árum /-Halli<br />

Yfirstjórn -42.508 29.221 -13.287<br />

Sameiginleg útgjöld 38.182 -576 37.606<br />

Rekstur fasteigna -59.869 10.083 -49.786<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins 1.411 -2.366 -955<br />

Stofnanir og sérverkefni 183.232 74.854 258.085<br />

Kennslu- og vísindadeildir:<br />

Aðstoðarmannakerfi og fl -2.736 1.551 -1.185<br />

Guðfræðideild -4.215 277 -3.938<br />

Læknadeild 49.704 -1.711 47.993<br />

Tannlæknadeild 11.553 -10.463 1.090<br />

Lyfjafræði lyfsala -3.352 5.205 1.853<br />

Lagadeild -22.817 -1.763 -24.580<br />

Viðskipta- og hagfræðideild -39.982 11.818 -28.164<br />

Heimspekideild -38.781 -16.952 -55.733<br />

Verkfræðideild -9.910 -4.375 -14.285<br />

Félagsvísindadeild -37.096 2.627 -34.469<br />

Íþróttakennsla -5.531 4.463 -1.068<br />

Hjúkrunarfræði -8.110 7.921 -189<br />

Sjúkraþjálfun 6.584 4.701 11.285<br />

Raunvísindadeild -38.156 -20.771 -58.927<br />

Kennsludeildir samtals -142.845 -17.472 -160.317<br />

Óreglulegir liðir 0 206.600 206.600<br />

Rekstur samtals -22.397 300.344 277.947<br />

Framkvæmdafé:<br />

5.50 Viðhald fasteigna -12.771 144 -12.627<br />

6.50 Byggingar og tækjakaup -11.089 -50.633 -61.722<br />

1.50 Happdrættisfé 17.370 0 17.370<br />

Sala eigna 0 -20.000 -20.000<br />

Framkvæmdafé samtals -6.490 -70.489 -76.979<br />

Háskóli Íslands samtals -28.887 229.855 200.968<br />

43


Sjóðir Háskólans<br />

Sjóðasafn Háskóla Íslands 1998<br />

44<br />

Nöfn sjóða Eign Tekjur Eign<br />

31.12.1998 1999 31.12.1999<br />

Afmælisgjöf Styrktarsjóðs<br />

verslunarmanna á Ísafirði 264.413.90 62.322.00 326.735.00<br />

Bókastyrktarsjóður prófessors<br />

Guðmundar Magnússonar 50.827.89 12.315.00 62.805.00<br />

Bræðrasjóður Háskóla Íslands 436.490.95 102.880.00 539.370.00<br />

Dánargjöf Þórarins Jónssonar 413.582.27 97.481.00 511.063.00<br />

Dánarsjóður Björns M. Olsens 946.681.47 224.132.00 1.170.813.00<br />

Foreldra og sjö bræðra sjóður 282.002.58 66.185.00 348.187.00<br />

Framfarasjóður stúdenta 231.185.08 54.359.00 285.675.00<br />

Gjafasjóður<br />

Gunnlaugs Kristmundssonar 825.316.38 195.526.00 1.020.842.00<br />

Gjafasjóður Jóns og Þóru Magnússon 116.695.59 27.505.00 144.200.00<br />

Gjafasjóður Þorkels Þorlákssonar 56.072.99 13.216.00 69.288.00<br />

Gjöf Halldórs Andréssonar<br />

frá Tjarnarkoti 87.184.59 20.549.00 107.733.00<br />

Gjöf dr. Hannesar Þorsteinssonar 746.554.00 176.678.00 923.232.00<br />

Gjöf heimsferðarnefndar<br />

Þjóðræknifélagsins 1930 560.812.26 132.183.00 692.995.00<br />

Háskólasjóður Hins ísl. kvenfélags 393.445.53 92.734.00 486.179.00<br />

Heiðurslaunasjóður<br />

Benedikts S. Þórarinssonar 281.537.69 66.358.00 347.895.00<br />

Minningarsjóður um<br />

Skúla Jónsson frá Boston 458.191.51 107.995.00 566.186.00<br />

Minningarsjóður<br />

dr. Alexanders Jóhannessonar 692.161.65 163.146.00 855.307.00<br />

Minningarsjóður<br />

Benedikts Sveinssonar sýslumanns 317.149.33 74.752.00 391.901.00<br />

Minningarsjóður sýslumannshjónanna<br />

Eggerts og Ingibjargar Briem 100.326.41 23.646.00 123.972.00<br />

Minningarsjóður stud. juris<br />

Halldórs Hallgríms Andréssonar 34.205.12 8.062.00 42.267.00<br />

Minningarsjóður Hannesar Hafsteins 449.815.91 106.025.00 555.880.00<br />

Minningarsjóður<br />

Haralds prófessors Níelssonar 141.275.71 33.298.00 174.573.00<br />

Minningarsjóður<br />

Helga Hálfdanarsonar lektors 75.296.47 17.747.00 93.043.00<br />

Minningarsjóður<br />

Jóns prófasts Guðmundssonar 150.477.70 35.467.00 185.944.00<br />

Minningarsjóður<br />

Jóns Ólafssonar alþingismanns 188.453.70 44.418.00 232.871.00<br />

Minningarsjóður<br />

Jóns biskups Vídalíns 65.130.17 15.351.00 80.481.00<br />

Minningarsjóður<br />

dr. Ólafs Lárussonar prófessors 89.069.00 20.993.00 110.062.00<br />

Minningarsjóður Páls Bjarnasonar<br />

skólastjóra í Vestmannaeyjum 25.500.22 6.010.00 31.510.00<br />

Minningarsjóður Páls Melsteds 524.443.02 123.598.00 648.041.00<br />

Minningarsjóður f<br />

rú Sigríðar Magnúsdóttur 190.102.35 44.807.00 234.909.00<br />

Minningarsjóður systkinanna frá<br />

Auðsholti, Elínar, Ísleifs og Sigríðar 709.606.96 167.254.00 876.860.00<br />

Minningarsjóður<br />

dr. Þorkels Jóhannessonar, rektors 760.507.00 176.945.00 937.638.00<br />

Námsstyrktarsjóður<br />

Ólafs Guðmundssonar 78.409.74 18.481.00 96.890.00<br />

Prestaskólasjóður 141.607.16 33.376.00 174.983.00<br />

Raskssjóður 357.095.66 84.167.00 441.262.00<br />

Styrktarsjóður Jóhanns Jónssonar<br />

frá Hrauni á Skaga 441.281.04 104.009.00 545.290.00


Styrktarsjóður læknadeildar H.Í. 688.187.46 162.205.00 850.392.00<br />

Styrktarsjóður Lárusar H.<br />

Bjarnasonar, hæstaréttardómara 53.086.00 12.512.00 65.598.00<br />

Verðlaunasjóður<br />

dr. juris Einars Arnórssonar 279.725.47 65.921.00 345.656.00<br />

Minningarsjóður<br />

Ragnheiðar Björnsdóttur 27.938.51 6.584.00 34.522.00<br />

12.731.847.00 3.001.202.00 15.733.050.00<br />

Samtals hrein eign sjóða í vörslu Háskóla Íslands 31.12.1999<br />

Nöfn sjóða<br />

Hrein eign<br />

Sáttmálasjóður 162.408.250.99<br />

Háskólasjóður 116.413.456.27<br />

Almanakssjóður 49.023.899.27<br />

Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands:<br />

Varðveitt af Háskóla Íslands 11.574.623.61<br />

Varðveitt af Eimskipafélagi Íslands 195.511.101.00<br />

Columbiasjóður 7.479.539.20<br />

Det Danske Selskabs Studenterleget 172.453.46<br />

Gjafasjóður Guðmundar J. Andréssonar gullsmiðs 47.102.381.48<br />

Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar 3.170.931.31<br />

Gjöf Framkvæmdabanka Íslands 2.297.295.02<br />

Minningarsjóður Guðmundar prófessors Magnússonar og<br />

Katrínar Skúladóttur 4.877.067.12<br />

Minningarsjóður um aldarafmæli frjálsrar verslunar á Íslandi 2.220.443.36<br />

Minningarsjóður dr.phil. Jóns Jóhannssonar prófessors 1.356.374.77<br />

Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings 1.810.449.01<br />

Minningarsjóður norskra stúdenta 940.409.51<br />

Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar 10.079.414.42<br />

Minningarsjóður Þórunnar og Davíðs Schevings Thorsteinsson 1.481.999.26<br />

Minningarsjóður Þorvaldar Finnbogasonar stúdents 1.243.458.97<br />

Norðmannsgjöf 14.878.297.05<br />

Sjóður Árna Magnússonar 7.537.037.13<br />

Sjóður Níelsar Dungals 4.197.262.85<br />

Sjóður Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli 8.018.421.00<br />

Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur 5.679.686.93<br />

Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og<br />

Margrétar Jónsdóttur 14.858.729.34<br />

Verðlaunasjóður Alfreds Benzons 1.348.081.28<br />

Tækjasjóður verkfræði – landmælingar 1.127.587.80<br />

Minningarsjóður Aðalsteins Kristjánssonar 52.046.253.14<br />

Sjóður dr. Ejnar Munksgaards 502.732.38<br />

Selma og Kay Langvads Legat 16.865.397.00<br />

Menningar- og framfarasjóður Ludvigs Storr 143.837.853.87<br />

Minningarsjóður Theodórs B. Johnsons 11.345.819.72<br />

Starfssjóður Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands 8.614.243.80<br />

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar prófessors 6.785.738.83<br />

Heimspekisjóður Brynjólfs Bjarnasonar 1.992.272.53<br />

Almanak Háskólans 4.306.263.83<br />

Gjöf Bandalags Háskólamanna 1.159.017.32<br />

Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavíkur 196.008.89<br />

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands 1.663.500.00<br />

Starfssjóður læknadeildar Háskóla Íslands 1.322.830.52<br />

Framfarasjóður B.H. Bjarnasonar kaupmanns 163.948.00<br />

Styrktarsjóður fatlaðra stúdenta 743.209.26<br />

Gjöf Soffíu Jónsdóttur Sörensen 4.641.141.07<br />

„Canada Trust“ sjóður 771.944.00<br />

Gjöf Gunnars Th. Bjargmundssonar 354.468.00<br />

Eggertssjóður 70.507.075.00<br />

Sjóðasafn Háskóla Íslands 15.733.050.05<br />

Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands 11.350.817.00<br />

Sjóðir samtals 1.031.747.235.62<br />

45


Deildir<br />

Félagsvísindadeild<br />

Almennt yfirlit<br />

Félagsvísindadeild skiptist í sex skorir og eiga skorarformenn sæti í deildarráði<br />

ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur fulltrúum stúdenta. Skorirnar<br />

eru: bókasafns- og upplýsingafræðiskor, félagsfræðiskor, mannfræði- og þjóðfræðiskor,<br />

sálfræðiskor; stjórnmálafræðiskor og uppeldis- og menntunarfræðiskor.<br />

Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, var deildarforseti<br />

og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði varadeildarforseti.<br />

Skrifstofustjóri deildar var Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir.<br />

Skrifstofa deildarinnar hefur aðsetur í Odda. Á henni störfuðu, auk skrifstofustjóra,<br />

Aðalheiður Ófeigsdóttir fulltrúi, Ása Bernharðsdóttir fulltrúi, Ásdís Bernharðsdóttir<br />

fulltrúi, Steinunn Helgadóttir, verkefnisstjóri í félagsráðgjöf, (allar í<br />

hálfu starfi), Inga Þórisdóttir deildarstjóri og Lilja Úlfarsdóttir, deildarstjóri starfsmenntagreina<br />

(í fullu starfi).<br />

Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar 34. Af þeim voru 12 prófessorar, 10 dósentar<br />

og 12 lektorar. Auk þeirra kenndu fjölmargir stundakennarar. Breytingar á starfsliði<br />

fastráðinna kennara voru venju fremur litlar á árinu, einungis var ráðið í eitt<br />

lektorsstarf, þegar Baldur Þórhallsson var ráðinn lektor í stjórnmálafræði. Guðný<br />

Guðbjörnsdóttir kom aftur til starfa úr launalausu leyfi. Fimm kennarar í deildinni<br />

hlutu framgang í starf prófessors á árinu, Guðný Guðbjörnsdóttir dósent, Ólafur Þ.<br />

Harðarson dósent, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir dósent, Sigrún Júlíusdóttir<br />

dósent og Sigurður J. Grétarsson dósent. Haraldur Ólafsson, prófessor í mannfræði,<br />

hætti störfum á miðju ári fyrir aldurs sakir.<br />

Á vormisseri kenndi Jeffrey Kottler, prófessor við Texas Tech University, sem<br />

gistikennari á vegum Fulbright stofnunar, í námsráðgjöf. Á haustmisseri kenndu<br />

tveir Fulbright kennarar við deildina, John Lindow, prófessor í norrænum fræðum<br />

og þjóðfræðum við Kaliforníuháskólann í Berkeley, kenndi í þjóðfræði. Penelope<br />

Lisi, prófessor við Central Connecticutháskólann, var kennari í uppeldis- og<br />

menntunarfræði.<br />

Félagsvísindadeild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 1.168 1.216 1.085 1.118 1.139 1.177<br />

Brautskráðir:<br />

M.A.-próf 1 2 2 3 8 9<br />

B.A.-próf 140 138 150 134 162 129<br />

Ársviðbótarnám 86 107 104 85 90 89<br />

Kennarastörf 34,19 33,73 36,99 34,76 37 37<br />

Stundakennsla/stundir 19.800 21.000<br />

Aðrir starfsmenn 2,5 3,5 9,01* 16,90* 16,30* 15,36*<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 119.686 134.257 150.021 176.817 203.217 229.795<br />

Fjárveiting í þús. kr. 109.261 121.872 125.788 170.248 209.159 237.311<br />

* Félagsvísindastofnun meðtalin.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Kennslumál<br />

Til B.A. prófs eru nú kenndar eftirtaldar greinar: Bókasafns- og upplýsingafræði,<br />

félagsfræði, mannfræði, sálarfræði, stjórnmálafræði og þjóðfræði. Atvinnulífsfræði,<br />

félagsráðgjöf, fjölmiðlafræði, kynjafræði og uppeldis- og menntunarfræði<br />

eru kenndar sem aukagreinar. Unnt er að taka viðbótarnám að loknu B.A.-prófi í<br />

bókasafns- og upplýsingafræði, kennslufræði til kennsluréttinda, námsráðgjöf,<br />

hagnýtri fjölmiðlun og félagsráðgjöf. Nemendafjöldi var nokkuð svipaður og undanfarin<br />

ár eða 1.139.<br />

47


Helstu nýmæli í kennslustarfi er uppbygging framhaldsnáms í deildinni og haustið<br />

1996 hófst kennsla til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræðum. Námið<br />

er skipulagt sem tveggja ára nám og er lögð áhersla á rannsóknamiðað framhaldsnám.<br />

Tveggja ára meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun innan<br />

stjórnmálafræðiskorar hófst haustið 1997. Á sama tíma hófst einnig tveggja ára<br />

meistaranám í mati á skólastarfi innan uppeldis- og menntunarfræðiskorar.<br />

Framhaldsnám í sálfræði hófst síðan haustið 1999 og uppfyllir námið skilyrði laga<br />

nr. 40/1986, með síðari breytingum um rétt til að kalla sig sálfræðing. Deildin á<br />

einnig aðild að M.A.-námi í umhverfisfræðum og M.A.-námi sjávarútvegsfræðum.<br />

Nemendum í framhaldsnámi hefur fjölgað að sama skapi og stunduðu 89 nemendur<br />

nám á árinu <strong>2000</strong> (þar af 3 í doktorsnámi). Á árunum 1995-<strong>2000</strong> útskrifuðust<br />

27 nemendur með M.A. próf úr félagsvísindadeild úr eftirfarandi greinum:<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði<br />

og uppeldis- og menntunarfræði.<br />

Á haustmisseri var tekin upp kennsla í einni hagnýtri stuttri námsleið: Diplomanám<br />

í uppeldis- og félagsstarfi (45e) í samvinnu félagsfræðiskorar og uppeldisog<br />

menntunarfræðiskorar.<br />

Félagsvísindadeild hefur ákveðið að bjóða upp á námskeið kennd á ensku sem<br />

nema 30 einingum hið minnsta á hverju háskólaári, til þess að koma til móts við<br />

þarfir þeirra erlendu stúdenta sem hingað sækja. Á árinu var boðið upp á 15<br />

námskeið, samtals 60 einingar, í bókasafns- og upplýsingafræði, stjórnmálafræði,<br />

uppeldis- og menntunarfræði og þjóðfræði. Alls stunduðu 19 erlendir stúdentar<br />

nám við deildina árið <strong>2000</strong>.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiklir við<br />

rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum, í íslenskum<br />

og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum.<br />

Við deildina starfar Félagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengsl<br />

Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísindum.<br />

Meðal stærri rannsóknarverkefna stofnunarinnar undanfarið má nefna rannsókn<br />

á framhaldsskólakerfinu, fjölþjóðlega rannsókn á lífsskoðun og framtíðarsýn,<br />

rannsókn á búsetu á Íslandi, samnorrænt verkefni um fátækt, tekjuskiptingu<br />

og lífskjör, rannsókn á almannatryggingum á Íslandi með fjölþjóðlegum<br />

samanburði. Stofnunin hefur einnig gefið út mikið af fræðiritum. Félagsvísindastofnun<br />

hefur aflað sér tekna með rannsóknarstyrkjum og þjónusturannsóknum<br />

fyrir aðila utan og innan Háskólans. Friðrik H. Jónsson, dósent í sálfræði, er forstöðumaður<br />

stofnunarinnar.<br />

Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðastofnun, Rannsóknastofu í kvennafræðum,<br />

Sjávarútvegsstofnun og Umhverfisstofnun. Félagsvísindadeild á einnig aðild að<br />

Mannfræðistofnun. Forstöðumaður hennar er Gísli Pálsson, sem jafnframt er<br />

prófessor í mannfræði við deildina, og formaður stjórnar er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,<br />

prófessor í mannfræði.<br />

Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofnanir<br />

og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms erlendis á vegum<br />

ERASMUS og NORDPLUS fer vaxandi.<br />

Bókastofa í Odda<br />

Á haustmisseri var opnuð bókastofa félagsvísindadeildar og viðskipta- og hagfræðideildar<br />

í herbergi 212 í Odda í samvinnu við Háskólabókasafn- Landsbókasafn.<br />

Í bókastofunni eru handbækur ásamt innlendum og erlendum tímaritum á<br />

fræðasviðum deilda. Þá var tekið í notkun sérstakt fundarherbergi fyrir deildina<br />

og hluti af vinnuaðstöðu deildarskrifstofu var fluttur í herbergi 112.<br />

Málþing og ráðstefnur<br />

Stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands, Félag um vestræna samvinnu (SVS), Varðberg<br />

og Félag stjórnmálafræðinga stóðu að ráðstefnu um minni ríki og Evrópusamrunann<br />

þann 9. maí <strong>2000</strong>. Á ráðstefnunni fluttu m.a. eftirtaldir erindi: John<br />

Maddison, Bertel Haarder, Clive Archer, Clive Church, Baldur Þórhallsson, Christopher<br />

N. Donnelly, Emil Kirchner, og Antti Turunen. Fundarstjóri var Ólafur Þ.<br />

Harðarson.<br />

48


Dagan 26.-29. maí var haldin norræn ráðstefna um rannsóknir í menntamálum<br />

undir forsæti deildarforseta, Jóns Torfa Jónassonar. Ráðstefnan var á vegum<br />

NICE, (Nordic network of international and comparative education) og styrkt af<br />

NorFa fyrir fræðimenn og fólk í doktorsnámi.<br />

Dagana 3.-6. júní stóð deildin að norrænni ráðstefnu um stjórnsýslu háskóladeilda<br />

á vegum NUAS (Nordisk universitetsadministrators samarbete) undir heitinu:<br />

„Universitetene i forandring. Nye rammebetingelser og utfordringer for fakultetene.“<br />

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni voru Guðrún Geirsdóttir, lektor í<br />

kennslufræði við félagsvísindadeild, Jón Torfi Jónasson, prófessor og deildarforseti<br />

félagsvísindadeildar, Ralph Back, prófessor við Abo Akademi, Torger Reve,<br />

prófessor við norska verslunarháskólann (BI). Auk þess fóru fram pallborðsumræður.<br />

Ráðstefnuna sóttu 110 manns.<br />

Þann 24.-25. ágúst <strong>2000</strong> var haldið norrænt málþing um máltaugafræði á vegum<br />

sálfræðiskorar félagsvísindadeildar. Á málþinginu voru haldin 11 erindi um þetta<br />

efni. Málþingið var styrkt af NorFa.<br />

Þann 8. september hélt deildin málþing um þjóðfræði á Norðurlöndum í samvinnu<br />

við Árnastofnun og Norræna þjóðfræðasambandið. Málþingið fjallaði um<br />

þau efni sem eru ofarlega á baugi í norrænum þjóðfræðarannsóknum, m.a.<br />

kynjafræði, sjálfsmynd og viðhald hefða. Í lokin voru pallborðsumræður undir<br />

stjórn Gísla Sigurðssonar um stöðu þjóðfræðinnar, námsmöguleika og rannsóknarsvið<br />

innan þjóðfræði.<br />

Þann 9. september hélt deildin ráðstefnu um íslenska mannfræði í samvinnu við<br />

Mannfræðistofnun og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar við starfslok prófessors<br />

Haraldar Ólafssonar. Haraldur Ólafssonar prófessor lauk störfum við Háskóla Íslands<br />

í júlí. Hann var ekki aðeins brautryðjandi í kennslu og rannsóknum á sviði<br />

mannfræði hér á landi heldur átti hann einnig drjúgan þátt í að móta fjölmennan<br />

hóp íslenskra mannfræðinga með störfum sínum við Háskóla Íslands í rúma þrjá<br />

áratugi. Um leið hefur hann verið ötull við að kynna fræðigrein sína fyrir öllum almenningi<br />

í ræðu og riti. Á ráðstefnunni var rætt um framlag hans, stöðu íslenskrar<br />

mannfræði og þau fræðilegu viðfangsefni sem Haraldur hefur látið til sín taka<br />

á ferli sínum, m.a. trúarbrögð, bókmenntir, samfélag þjóðveldisaldar og mannvist<br />

á norðurslóðum.<br />

Á haustmisseri voru liðin 30 ár frá því kennsla hófst í félagsfræði, mannfræði og<br />

stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Haustið 1970 var stofnað til Námsbrautar í<br />

almennum þjóðfélagsfræðum, en það var samheiti þessara greina fyrstu árin,<br />

eða þar til Félagsvísindadeild var stofnuð 1976. Fyrstu föstu kennararnir voru þeir<br />

Haraldur Ólafsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Þorbjörn Broddason. Þann 8. október<br />

var afmælisins minnst með málþingi um sögu og stöðu þessara greina sem<br />

haldið var í Odda. Páll Skúlason rektor setti málþingið. Þá minntist forseti Íslands,<br />

Ólafur Ragnar Grímsson, upphafsáranna. Þórólfur Þórlindsson, sem nú er prófessor<br />

í félagsfræði, rifjaði þessi ár upp frá sjónarmiði fyrstu nemendanna og<br />

Helga Guðrún Jónasdóttir fjallaði um þjóðfélagsfræðin frá sjónarhóli starfandi<br />

þjóðfélagsfræðings. Karl Sigurðsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir ræddu hlutverk félagsvísindalegra<br />

rannsókna. Kolbrún Hrafnsdóttir, Sveinn Eggertsson og Stefanía<br />

Óskarsdóttir gáfu yfirlit um starfsvettvang og feril þeirra sem útskrifast hafa með<br />

próf í greinunum þremur. Málþinginu lauk síðan á pallborðsumræðum. Deildarforseti<br />

félagsvísindadeildar, Jón Torfi Jónasson prófessor, sleit málþinginu. Málþinginu<br />

stjórnaði Haraldur Ólafsson prófessor.<br />

Á haustmisseri voru liðin 10 ár frá því að kennsla hófst í námsráðgjöf og af því tilefni<br />

var haldið málþing þann 20. október <strong>2000</strong> í hátíðasal Háskóla Íslands. Þeim<br />

aðilum sem komið hafa að náminu í gegum tíðina, m.a. kennurum og útskrifuðum<br />

nemendum, var boðið til pallborðsumræðna um stöðu námsins og framtíð<br />

þess.<br />

Uppeldis- og menntunarfræðiskor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands stóð fyrir<br />

málþingi um mat og þróunarstarf í skólum þann 24. nóvember <strong>2000</strong>. Sérstakt<br />

tilefni málþingsins var dvöl Penelope Lisi prófessors hér á landi sem Fulbrightkennari<br />

við uppeldis- og menntunarfræðiskor á haustmisseri en hún hefur<br />

sérhæft sig á sviði mats í skólastarfi. Tilefnið var einnig breytingar á námi um<br />

„Mat og þróunarstarf í skólastarfi“, sem skorin stendur að. Næsta háskólaár verður<br />

45 eininga mastersnám í boði sem hægt er að taka á einu ári. Þá verður einnig<br />

í boði 15 eininga námsleið með áherslu á mat og þróunarstarf.<br />

50


Sálfræðiskor stóð fyrir vikulegum málstofum á haustmisseri þar sem utanaðkomandi<br />

fræðimenn kynntu rannsóknir sínar. Reglubundnar málstofur voru<br />

einnig haldnar á vegum félagsfræði og félagsráðgjafar.<br />

Stofnun Hollvinafélags félagsvísindadeildar<br />

Þann 1. desember var haldinn stofnfundur Hollvinafélags félagsvísindadeildar. Á<br />

fundinum voru samþykkt lög félagsins og kosið í stjórn. Fundarstjóri var Sigríður<br />

Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hollvinasamtaka Háskóla Íslands. Á fundinum<br />

fluttu ávörp Jón Torfi Jónasson, forseti félagsvísindadeildar, og Haraldur Ólafsson<br />

prófessor, formaður undirbúningsnefndar, en hann var kjörinn formaður félagsins.<br />

Með honum í stjórn voru kosnir Berglind Magnúsdóttir, Birna Kolbrún Gísladóttir,<br />

Daði Einarsson, Eyrún María Rúnarsdóttir og Halldór Grönvold. Margrét<br />

Lilja Guðmundsdóttir var kosin varamaður. Markmið félagsins er að auka tengsl<br />

félagsvísindadeildar við fyrrum nemendur sína og aðra þá sem bera hag deildarinnar<br />

og félagsvísinda almennt fyrir brjósti svo og að styðja við kennslu og rannsóknir<br />

í félagsvísindum. Innan félagsins starfa 11 samráðshópar úr kennslugreinum<br />

deildarinnar.<br />

Opinberir fyrirlestrar:<br />

Eftirfarandi fyrirlesarar fluttu opinbera fyrirlestra í boði félagsvísindadeildar á árinu:<br />

• 7. mars <strong>2000</strong>. Carsten Bregenhöj, forstöðumaður þjóðháttadeildar í Vasa,<br />

Finnlandi: „Masks in Action – Nordic Christmas Mumming“.<br />

• 16. maí <strong>2000</strong>. Jón Hnefill Aðalsteinsson, prófessor í þjóðfræði: „Varðlokkur<br />

Guðríðar Þorbjarnardóttur“.<br />

• 26. maí <strong>2000</strong>. Christine Ingebritsen, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í<br />

Washington í Seattle. „Norðurlöndin og samruni Evrópu“.<br />

• 26. maí <strong>2000</strong>. Prófessor Arild Tjeldvoll við Háskólann í Osló: „Resistance to<br />

Gobalization in Higher Education – Trends Report from a Case Study of the University<br />

of Oslo“.<br />

• 7. september <strong>2000</strong>. Pertti Vakkari, prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði<br />

við háskólann í Tampere: „NordIS-NET and Education for Research in Library<br />

and Information Science in the Nordic Countries“.<br />

• 18. október <strong>2000</strong>. Jüri Allik, prófessor í sálfræði við Háskólann í Tartu í Eistlandi<br />

og deildarforseti félagsvísindadeildar þess skóla. „Landafræði<br />

persónuleikans“.<br />

Guðfræðideild<br />

Kennslumál<br />

Guðfræðideild veitir kennslu til embættisprófs í guðfræði auk B.A.-prófs í guðfræði<br />

og prófs í djáknafræðum. Annars vegar er um að ræða 90 eininga B.A.-nám<br />

og hins vegar 30 eininga starfsnám til viðbótar við annað háskólanám, einkum á<br />

sviði kennslu, félagsráðgjafar og hjúkrunar. Þá er í boði tveggja ára 60 eininga<br />

meistaranám, M.A.-nám fyrir þá er lokið hafa B.A.-prófi í guðfræði og 30 eininga<br />

meistaranám fyrir þá sem lokið hafa embættisprófi í guðfræði. Einnig er hægt að<br />

stunda fjögurra ára nám til doktorsprófs við deildina.<br />

Starfsmenn<br />

Á árinu <strong>2000</strong> störfuðu við guðfræðideild 10 starfsmenn, 6 prófessorar (einn í leyfi<br />

að hluta), 1 dósent, 2 lektorar (annar í hlutastarfi) og skrifstofustjóri í hlutastarfi.<br />

Hjalti Hugason prófessor var deildarforseti og Gunnlaugur A. Jónsson prófessor<br />

varadeildarforseti. Pétur Pétursson prófessor fékk leyfi frá starfi sínu að hluta árið<br />

2001 til að gegna starfi rektors Skálholtsskóla.<br />

Arnfríður Guðmundsdóttir var ráðin lektor í guðfræði með sérstakri áherslu á<br />

kvennaguðfræði frá 1. janúar <strong>2000</strong>. Hún er ráðin í tímabundið starf til tveggja ára.<br />

Arnfríður Guðmundsdóttir er fyrsta konan sem er ráðin í starf lektors við guðfræðideild.<br />

Hluti kostnaðar við þessa lektorsstöðu er greiddur af þróunarfé rektors.<br />

Þá var sr. Kristján Valur Ingólfsson ráðinn í hálft starf lektors í litúrgískum<br />

fræðum frá 1. febrúar <strong>2000</strong>. Er það einnig tímabundin staða til tveggja ára. Þjóðkirkjan<br />

greiðir samkvæmt samningi milli guðfræðideildar og kirkjunnar hluta<br />

kostnaðar við starf lektors í litúrgískum fræðum. Hér er um nýmæli að ræða,<br />

bæði varðandi samninginn við þjóðkirkjuna og framlagið af þróunarfé rektors.<br />

51


Guðfræðideild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 123 136 135 123 118 117<br />

Brautskráðir:<br />

B.A.-próf 3 4 2 5 5 7<br />

Djáknar 6 1 6 2 4 2<br />

Cand.theol.-próf 11 14 6 8 12 7<br />

Kennarastörf 8 8 8 8,61 8 8,5<br />

Aðrir starfsmenn 1 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5<br />

Stundakennsla/stundir 3.600 2.336<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 22.916 24.172 24.910 38.073 34.250 37.768<br />

Fjárveiting í þús. kr. 21.616 23.483 24.632 29.116 38.274 39.042<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Heiðursdoktorar<br />

Í tilefni af 1000 ára kristni á Íslandi voru á háskólahátíð 8. september veittar í guðfræðideild<br />

fimm heiðursdoktorsnafnbætur. Þær hlutu sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,<br />

Daniel Simundsson, prófessor frá Minnesota í Bandaríkjunum, prófessor emeritus<br />

Jón Sveinbjörnsson og Michael Fell, prófessor frá Bandaríkjunum.<br />

Stefnumótunarvinna<br />

Í guðfræðideild var unnið að nokkrum málum sem varða mörkun stefnu til framtíðar:<br />

• Mótun reglna um kennslu og kennsluhætti og annað starf við guðfræðideild.<br />

• Endurskoðun á námsskipan við guðfræðideild.<br />

• Þróun þverfaglegs náms í almennum trúarbragðafræðum í samvinnu við<br />

félagsvísindadeild og heimspekideild.<br />

• Endurskoðun á starfsþjálfun prestsefna sem unnin var í samvinnu við þjóðkirkjuna.<br />

Bókagjafir<br />

Guðfræðideild bárust á síðasta ári og nokkur undangengin ár veglegar bókagjafir<br />

frá Bandaríkjunum. Það er Beatirice Bixon sem hefur gefið bækurnar og eru þær<br />

einkum á sviðum gyðingdóms og biblíufræða. Bækurnar eru varðveittar í<br />

Landsbókasafni-Háskólabókasafni.<br />

Erlendir fyrirlesarar og gestir<br />

• Yuri Bobrov, prófessor í íkonafræðum við Listaháskólann í St. Pétursborg, flutti<br />

fyrirlestur um rússneska íkonahefð.<br />

• Jens Holger Schörring, prófessor í guðfræði við háskólann í Árósum, flutti<br />

fyrirlestur og stýrði umræðum um þjóðkirkjur Norðurlanda eftir 1945.<br />

• Howard J. Clinebell, prófessor emeritus við Claremont háskóla í Kaliforníu,<br />

flutti fyrirlestur sem nefndist „Counselling for Wholeness in the 21 st. Century“.<br />

• Gordon W. Lathrop, prófessor við Luthern Theological Seminar í Bandaríkjunum,<br />

hélt seminar um efnið „Relevance-Rereflections on the Connections of<br />

Liturgy and Life“.<br />

Á árinu stunduðu einn sænskur stúdent og einn þýskur stúdent nám við guðfræðideild.<br />

Þá stunduðu tveir stúdentar nám á Norðurlöndum á vegum NORD-<br />

PLUS, annar í Osló og hinn í Kaupmannahöfn.<br />

Guðfræðistofnun<br />

Á vegum Guðfræðistofnunar voru haldnar málstofur eins og verið hefur. Þar<br />

fjalla fræðimenn í guðfræði og öðrum greinum um málefni af ýmsum toga og<br />

gefst tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og ræða þær. Guðfræðistofnun gefur<br />

út ritröðina Studia theologica islandica sem er safn fræðiritgerða. Ritstjóri<br />

ritraðarinnar er Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, einnig eru í ritnefndinni prófessorarnir<br />

Einar Sigurbjörnsson og Pétur Pétursson. Stofnunin gefur einnig út<br />

ritröð undir heitinu Skýrslur og rannsóknir Guðfræðistofnunar og eru þau rit<br />

einkum notuð til kennslu. Kennarar guðfræðideildar stunda viðamikil rannsóknastörf<br />

á fræðasviðum sínum, oft í samstarfi við erlenda háskóla. Má þar<br />

m.a. nefna verkefni á sviði lífsiðfræði, í prédikunarfræði, í kontextuell guðfræði<br />

og þróun þjóðkirkna á Norðurlöndum eftir 1945. Þrír af kennurum deildarinnar<br />

taka þátt í ritun kristnisögu Íslands og er Hjalti Hugason prófessor ritstjóri<br />

verksins. Einnig eru við deildina stundaðar rannsóknir á samanburðaraðferðum<br />

52


í ritskýringu Nýja testamentisins og áhrifasögu Gamla testamentisins í íslenskri<br />

menningar- og kristnisögu.<br />

Samstarfsverkefni<br />

Guðfræðideild á aðild að nokkrum formlegum samstarfsverkefnum. Má þar nefna<br />

„Nätverk för teologisk utbildning i Norden“ og „Netværk for studiet af Luther og<br />

luthersk tradition“. Þá hefur deildin gert nokkra samstarfssamninga um stúdentaskipti.<br />

Deildin hefur á undanförnum árum í samstarfi við fræðsludeild þjóðkirkjunnar<br />

staðið að umfangsmikilli fullorðinsfræðslu um trúmál og guðfræði í<br />

Leikmannaskólanum.<br />

Heimspekideild<br />

Almennt yfirlit<br />

Heimspekideild skiptist í átta skorir: bókmenntafræði- og málvísindaskor, enskuskor,<br />

heimspekiskor, íslenskuskor, sagnfræðiskor, skor íslensku fyrir erlenda<br />

stúdenta, skor rómanskra og slavneskra mála og skor þýsku og Norðurlandamála.<br />

Á deildarfundi 20. október var samþykkt að íslenskuskor og skor íslensku<br />

fyrir erlenda stúdenta verði sameinaðar frá og með næstkomandi áramótum og<br />

unnu skorirnar sameiginlega að kennsluskrá fyrir næsta háskólaár. Skorarformenn<br />

eiga sæti í deildarráði ásamt deildarforseta, varadeildarforseta og tveimur<br />

fulltrúum stúdenta. Deildarforseti fram til 25. ágúst var Jón G. Friðjónsson, prófessor<br />

í íslenskri málfræði, og varadeildarforseti sama tíma Vilhjálmur Árnason,<br />

prófessor í heimspeki. Tók Vilhjálmur við sem deildarforseti 25. ágúst og Ástráður<br />

Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði, var kosinn varadeildarforseti<br />

á deildarfundi 20. október. Skrifstofustjóri deildarinnar var María Jóhannsdóttir.<br />

Sameiginlegur aðalfulltrúi hugvísindasviðs (heimspekideild og guðfræðideild)<br />

í háskólaráði var Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku, en varamenn þau<br />

Jón Ma. Ásgeirsson, prófessor í guðfræði, og Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor í<br />

almennri bókmenntafræði. Aðalfulltrúar heimspekideildar á háskólafundi, auk<br />

deildarforseta, voru Gunnar Karlsson, prófessor í sagnfræði, Pétur Knútsson,<br />

lektor í ensku, og Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki. Fyrsti varamaður<br />

var Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í íslenskri málfræði.<br />

Skrifstofa deildarinnar hefur aðsetur í Nýja Garði. Á henni störfuðu auk skrifstofustjóra<br />

Anna Guðný Sigurbjörnsdóttir fulltrúi, Guðrún Birgisdóttir alþjóðafulltrúi<br />

og Hlíf Arnlaugsdóttir fulltrúi, allar í hálfu starfi. Starfsvettvangur Hlífar er<br />

einkum á skrifstofu í Árnagarði og meðal verkefna hennar er heimasíðugerð fyrir<br />

skorir og kennara deildarinnar.<br />

Við heimspekideild starfa þrjár fastanefndir, fjármálanefnd, stöðunefnd og vísindanefnd<br />

og eru þær deildarforseta og deildarráði til ráðuneytis um þau málefni sem<br />

falla undir verksvið þeirra. Stöðunefnd ber að fjalla um framgangs- og ráðningarmál<br />

og veita umsögn um slík mál. Nefndina skipa átta prófessorar við deildina, auk<br />

starfandi deildarforseta hverju sinni, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Vísindanefnd<br />

fjallar um mál sem tengjast rannsóknum og kennslu og lét sig einkum<br />

varða eflingu framhaldsnámsins á síðasta ári. Fjármálanefnd deildarinnar vinnur<br />

að skiptingu fjár á milli skora og fylgist með fjárhagsstöðu deildarinnar. Ýmsar aðrar<br />

nefndir störfuðu á árinu, t.d. reglugerðarnefnd sem fjallaði um ýmis mál sem<br />

kröfðust endurskoðunar í kjölfar nýrrar reglugerðar fyrir Háskóla Íslands. Kynningarnefnd<br />

vann og gaf út ítarlegan kynningarbækling um starfsemi deildarinnar.<br />

Þróunarnefnd vann m.a. að uppbyggingu fjarnáms og að tölvumálum.<br />

Í ársbyrjun voru fastráðnir kennarar við deildina alls 66, þ. e. 25 prófessorar, 21<br />

dósent, 12 lektorar og 8 erlendir sendikennarar. Auk þess starfa fjölmargir<br />

stundakennarar við deildina. Fáeinar breytingar urðu á starfsliði deildarinnar.<br />

Guðrún Kvaran var ráðin forstöðumaður Orðabókar Háskólans frá 1. janúar en<br />

sem forstöðumaður verður hún jafnframt prófessor við deildina. Sveinn Skorri<br />

Höskuldsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, lét af störfum í apríllok fyrir<br />

aldurs sakir. Nýr sendikennari í dönsku tók til starfa í byrjun haustmisseris, Lise<br />

Hvarregaard, en hún kom í stað Jons Høyers sem lét af störfum haustið 1999.<br />

Guðmundur Hálfdanarson, dósent í sagnfræði, hlaut framgang í starf prófessors í<br />

upphafi ársins og Dagný Kristjánsdóttir, dósent í íslenskum bókmenntum í skor<br />

íslensku fyrir erlenda stúdenta, hlaut í árslok framgang í starf prófessors. Jón<br />

Axel Harðarson, lektor í íslenskri málfræði, og Már Jónsson, lektor í sagnfræði,<br />

hlutu framgang í starf dósents á árinu.<br />

53


Kennsla<br />

Þau nýmæli urðu í kennslu á árinu að tekið var upp kennslumiðað framhaldsnám<br />

til meistaraprófs (M.Paed.) í dönsku, ensku og íslensku. Markmið námsins er að<br />

búa nemendur undir kennslu og námsstjórn í kennslugrein á grunn- og framhaldsskólastigi.<br />

Nám til M. Paed.-prófs er 45 einingar (en M.A.-próf er 60 einingar),<br />

og skulu minnst 15 einingar námsins vera úr kennsluréttindanámi sem félagsvísindadeild<br />

skipuleggur.<br />

Jafnframt var á árinu farið af stað með 45 eininga grunnnám í hagnýtri dönsku,<br />

ensku og þýsku og tvö námskeið í þýðinganámi. Hagnýta tungumálanámið veitir<br />

undirbúning fyrir fjölbreytta þátttöku í íslensku atvinnulífi, þar sem sífellt reynir<br />

meira á haldgóða tungumálakunnáttu. Auk skyldunámskeiða, sem þjálfa færni í<br />

rituðu og töluðu máli og veita þekkingu á sögu og menningu viðkomandi málsvæðis,<br />

geta nemendur valið sér mismunandi samsetningu í námi. Boðið er upp<br />

þjálfun í viðkomandi tungumáli sem varðar til dæmis fjölmiðla, ferðamál, lög og<br />

viðskipti. Að auki geta nemendur valið úr námskeiðum sem fjalla um menningu,<br />

bókmenntir, málfræði, málsögu og mállýskur.<br />

Birna Arnbjörnsdóttir var ráðin sem einn af aðalkennurum M.Paed.-námsins og<br />

hagnýtrar ensku. Gauti Kristmannsson var ráðinn til að hafa umsjón með þýðingarnáminu.<br />

Þau eru bæði stundakennarar við deildina.<br />

Haldið var áfram með fjarkennslu í íslensku til B.A-prófs og er nú skammt í að öll<br />

kjarnanámskeið í íslensku verði í boði eftir þessari námsleið.<br />

Heimspekideild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 1.328 1.338 1.198 1.171 1.237 1.210<br />

Brautskráðir:<br />

B.A.-próf 134 109 148 139 139° 115<br />

B.Ph.Isl.-próf 5 5 5 8 10 11<br />

M.A.-próf 12 22 7 8 15 11<br />

M.Paed.-próf 2 1 2 4 4 3<br />

Cand.mag.-próf 1 1 1<br />

Táknmálstúlkun 4 4 1<br />

Doktorspróf 1 1 1<br />

Kennarastörf 81,25 78,81 75,24 76,03 76,85 77,59<br />

Sendikennarar 8 8 8 8 8 9<br />

Aðrir starfsmenn 4,55 2,33 5,9* 6,74* 4,8* 7,9*<br />

Stundakennsla/stundir 14.400 12.500<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 156.171 173.102 180.560 253.102 277.399 286.738<br />

Fjárveiting í þús. kr. 152.832 166.367 178.486 213.881 271.133 287.623<br />

* Stofnanir deildar meðtaldar.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Doktorsvarnir<br />

Sveinn Yngvi Egilsson varði doktorsrit sitt, „Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri<br />

rómantík“, í heimspekideild 12. febrúar. Fyrsti andmælandi við doktorsvörnina<br />

var Njörður P. Njarðvík, prófessor í heimspekideild, og annar andmælandi<br />

var Andrew Wawn, kennari við enskudeild háskólans í Leeds.<br />

Ólína Þorvarðardóttir varði doktorsrit sitt, „Brennuöldin. Galdur og galdratrú í<br />

málskjölum og munnmælum“, í heimspekideild 3. júní. Fyrri andmælandi við<br />

doktorsvörnina var Sverrir Tómasson, fræðimaður við Stofnun Árna Magnússonar,<br />

og hinn síðari Bo Almqvist, prófessor emeritus við University College<br />

Dublin. Ólína er fyrsti nemandinn sem lýkur doktorsprófi eftir að tekið var upp<br />

doktorsnám í heimspekideild.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknastarfsemi heimspekideildar fer að mestu fram á vegum fimm rannsóknastofnana<br />

deildarinnar og standa þær einnig fyrir margvíslegri útgáfustarfsemi.<br />

Auk þess sinna kennarar rannsóknum sínum sjálfstætt, eða í samvinnu við<br />

stofnanir deildarinnar eða aðra aðila innanlands sem utan. Sjá nánar um rannsóknir<br />

í kafla stofnana undir Hugvísindastofnun.<br />

54


Alþjóðasamskipti<br />

Erlendir stúdentar við heimspekideild á árinu voru 235 talsins. Af þeim voru 105<br />

skráðir í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Nemendur í skiptinámi á vegum Erasmus-menntaáætlunarinnar,<br />

Nordplus-menntaáætlunarinnar og ISEP-studentaskipta<br />

við Bandaríkin voru 72. Í deildinni var boðið upp á 16 námskeið sem kennd<br />

voru á ensku fyrir utan námskeið enskuskorar en þar fer nám að sjálfsögðu fram<br />

á ensku. Inni í þessum 16 námskeiðum eru styttri námskeið eins og málstofur<br />

heimspekiskorar sem voru 5 talsins. Námskeið í tungumálagreinum fara að jafnaði<br />

fram á viðkomandi tungumáli og hefur orðið vart við aukinn áhuga erlendra<br />

nemenda á námskeiðum í tungumálaskorum.<br />

Námskeiðin Highlights of Icelandic Literature og History of Iceland from the Settlement<br />

to the Present sem byrjað var að kenna á vormisseri 1999 fyrir styrk úr<br />

kennslumálasjóði voru aftur í boði á vormisseri 2001. Þá var einn hluti af því sem<br />

kennt var á ensku námskeið íslenskuskorar Icelandic Culture Language and Literature<br />

sem er námskeið hugsað fyrir erlenda skiptinema sem hingað eru komnir<br />

til að stunda annað nám en í skor íslensku fyrir erlenda stúdenta. Námskeiðið<br />

hefur verið í boði bæði misserin undanfarin fimm ár og eykst aðsókn ár frá ári.<br />

Sú breyting varð þó á þessu námskeiði að boðið var upp á framhald af tungumálahluta<br />

námskeiðsins, þ.e. Language and usage II vegna aukins áhuga nemenda<br />

á að geta verið í íslenskunámi bæði misserin sem þeir dveljast við Háskóla<br />

Íslands.<br />

Stúdentar deildarinnar sem fóru sem Erasmus-nemar á vegum Sókratesáætlunarinnar<br />

til erlendra háskóla á háskólaárinu <strong>2000</strong>-2001 voru 36 talsins. Nordplusnemar<br />

úr heimspekideild á vegum Nordplus-áætlunarinnar voru fjórir. Fimm<br />

nemendur voru við nám í rússnesku í Rússlandi sem eins konar skiptinemar þar<br />

sem nám í rússnesku var ekki í boð háskólaárið <strong>2000</strong>-2001.<br />

Kennarar deildarinnar tóku þátt í margvíslegum samskiptum við erlenda háskóla.<br />

Ásdís Egilsdóttir, dósent í íslenskum bókmenntum, kenndi í tvær vikur við háskólann<br />

í Róm á tímabilinu 6.-17. mars, og flutti þá fyrirlestra um Snorra Sturluson,<br />

kveðskap á trúskiptaskeiði og túlkun kristnitökunnar í bókmenntum miðalda.<br />

Þú flutti hún einnig kennslufyrirlestur við háskólann í Cagliari, Sardiníu, um<br />

goðsöguna um sköpunina í eddukvæðum. Þessi kennsla var þáttur í starfsemi<br />

Sókrates-netsins: Heathen and Christian Religion in Early Germanic Literature<br />

and its Latin Counterparts. Þeir háskólar sem taka þátt í þessu samstarfi eru háskólarnir<br />

í Bonn, Durham, Reykjavík og Róm. Umsjónarmaður netsins er John<br />

McKinnell í Durham.<br />

Á vegum þessa sama nets kom Maria Elena Ruggerini, kennari í norrænum<br />

fræðum við háskólana í Róm og Cagliari, og kenndi við íslenskuskor á tímabilinu<br />

frá 27. apríl til 5. maí. Kennsla hennar var felld að námskeiðinu Trúskipti og<br />

kristnitaka og var meginefnið dýrkun og ritun um Mikjál erkiengil á Norðurlöndum.<br />

Ásdís kenndi einnig 21. nóvember-15. desember við norrænudeild háskólans<br />

í Erlangen. Á þessu tímabili var kennt eitt námskeið (Blockseminar), Die Bekehrung<br />

in der isländischen Literatur des Mittelalters und die isländische<br />

Heiligenliteratur. Námskeiðinu lauk með skriflegu prófi.<br />

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum í skor íslensku fyrir erlenda<br />

stúdenta, var gestafræðimaður án kennsluskyldu og Fulbright styrkþegi í<br />

Kaliforníuháskóla, Santa Barbara.<br />

Margvísleg þátttaka í alþjóðasamskiptum var af hálfu kennara í erlendum tungumálum.<br />

Guðrún Guðsteinsdóttir, dósent í ensku, var fulltrúi Háskóla Íslands í<br />

skipulagningu fyrstu sameiginlegu ráðstefnu Manitobaháskóla og Háskólans í<br />

október og flutti þar erindi ásamt Vésteini Ólasyni, forstöðumanni Stofnunar Árna<br />

Magnússonar. Í síðustu Árbók láðist að geta þess að Stofnun í erlendum tungumálum<br />

hélt alþjóðlega ráðstefnu um kanadísk fræði sem 200 manns sóttu í ágúst<br />

1999.<br />

Nemendur í þýsku tóku þátt í stúdentaskiptum innan Sókrates-áætlunarinnar og<br />

stunduðu nám við háskóla í Freiburg, Tübingen, Köln og Leipzig. Tveir þýskir<br />

nemendur í framhaldsnámi, annar frá háskólanum í Erlangen, hinn frá Berlín,<br />

voru í starfsþjálfun á haustmisseri. Í boði DAAD héldu Gauti Kristmannsson, Peter<br />

Weiß og Oddný G. Sverrisdóttir fyrirlestra á ráðstefnunni Deutsch im Norden<br />

sem haldin var í Greifswald frá 8.-12. október.<br />

56


Oddný G. Sverrisdóttir tók þátt í tveimur Lingua D (Nordlicht og Sprechstunde)<br />

verkefnum innan Sókrates-áætlunarinnar. Samstarfsaðilar í þeim verkefnum eru<br />

í Berlín, Óðinsvéum og Turku/Åbo og hins vegar TNP-II (Thematic Network<br />

Project in the area of languages II) sem stýrt er frá Berlín en flestar Evrópuþjóðir<br />

eiga aðild að.<br />

Frönskukennarar taka þátt í Sókrates-neti með tveim frönskum háskólum, háskólanum<br />

í Caen í Normandí og háskólanum í Montpellier. Þáttur í þeim samskiptum<br />

var að Jean Renaud, prófessor við háskólann í Caen í Normandí, kom<br />

hingað í apríl og kenndi stutt námskeið um franskar barnabókmenntir sem var<br />

fellt inn í námskeiðið Saga og bókmenntir. Einnig hélt hann opinberan fyrirlestur<br />

við deildina.<br />

Sjö nemendur í frönsku dvöldu í Frakklandi sem Sókrates-gistinemar, 6 í Montpellier<br />

og einn í Strasbourg.<br />

Spænskukennarar hafa formleg samskipti við sex háskóla á Spáni: Santiago de<br />

Compostela, Salamanca, Barcelona, Alcalá de Henares, Universidad Autónoma de<br />

Madrid og Cáceres. Nemendur velja í síauknum mæli að taka þriðja árið í þessum<br />

skólum eða háskólum Rómönsku-Ameríku.<br />

Á árinu gengust spænskukennarar fyrir því ásamt spænskukennarafélaginu að fá<br />

Menningarmálastofnun Spánar til að veita liðsinni við samningu orðabókar,<br />

spænsk-íslenskrar og íslensk-spænskrar. Nú er unnið að umsóknum í spænska<br />

sjóði í samvinnu við Universitat Rovira i Virgili í Katalóníu en þar starfar Maciá Riutort,<br />

höfundur katalónsk-íslenskrar, íslensk-katalónskrar orðabókar.<br />

Haldin voru alþjóðleg próf á vegum Menningarmálastofnunar Spánar en kennarar<br />

í greininni hafa umsjón með þessum prófum hérlendis. Einnig var hafinn undirbúningur<br />

að því að Háskóli Íslands sjái um alþjóðleg próf í viðskipta- og ferðamálaspænsku<br />

sem Verslunarráð Spánar stendur fyrir. Með þessu er lagður frekari<br />

grunnur að því að staðla það nám sem fer fram hér.<br />

Í bókmenntafræði og málvísindaskor var framlengdur samningur við Árósaháskóla<br />

um nemenda- og kennaraskipti og skrifað var undir nýjan samning við Torino-háskóla<br />

um nemenda- og kennaraskipti. Nokkrir nemendur í almennri bókmenntafræði<br />

dvöldu eitt eða tvö misseri við nám í ýmsum evrópskum háskólum<br />

sem Sókrates-skiptinemar. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði,<br />

tók þátt í COTEPRA-rannsóknaverkefni í bókmenntafræði sem<br />

styrkt er af Bologna-háskóla og ýmsir evrópskir háskólar taka þátt í.<br />

Á vegum heimspekiskorar fóru að venju fram fjölbreytileg alþjóðleg kennaraskipti:<br />

Jeff Barker frá Albright College í Bandaríkjunum kenndi málstofunámskeiðið<br />

Siðfræði læknavísinda í janúar-febrúar og hélt opinberan fyrirlestur á<br />

vegum heimspekideildar en heimspekiskor er með tvíhliða samning við Albright<br />

College; heimsókn Jeffs var að hluta styrkt af heimspekiskor. Í maí kom James<br />

Conant til Íslands á vegum heimspekiskorar og kenndi málstofunámskeið um<br />

heimspeki Ludwigs Wittgenstein, en hann er prófessor við Chicago-háskóla. Í<br />

september kom Carlo Penco til Íslands sem Erasmus-skiptikennari frá háskólanum<br />

í Genúa og kenndi málstofunámskeiðið Hugsun og samhengi. Hann var<br />

að hluta styrktur af heimspekiskor. Í október kom annar Erasmus-skiptikennari,<br />

Frédéric Ferro, frá háskólanum í Rennes 1 og kenndi málstofunámskeiðið Frumspeki<br />

heilda og hluta.<br />

Dagana 7.-18. febrúar var haldið Erasmus-ákafanámskeið (intensive program) við<br />

Háskóla Íslands. Efni námskeiðsins var Nám, skynjun og mál. Kennararnir voru<br />

John Stewart frá Tækniháskólanum í Compiègne, Dominique Lestel frá École<br />

Normale Supérieure í París, Alexander George frá Amherst College í Bandaríkjunum<br />

og Mikael M. Karlsson, sem einnig stjórnaði námskeiðinu. Nemendur frá Frakklandi,<br />

Spáni, Bretlandi, Noregi, Sviss og Íslandi tóku þátt þessu námskeiði.<br />

Í júlí var haldið tveggja vikna Sókrates-ákafanámskeið (intensive program) sem<br />

heimspekiskor skipulagði en það fór fram í Rennes í Frakklandi í samstarfi við Rennes-háskóla<br />

1. Efni námskeiðsins var Hagkvæmni og réttmæti í pólitískri ákvörðunartöku.<br />

Kennararnir voru Antonio Casado da Rocha frá Baskaháskólanum í San Sebastián,<br />

Garrett Barden frá University College í Cork-háskóla, Giorgio Baruchello frá<br />

Háskólanum í Genúa og Dagfinnur Sveinbjörnsson frá Háskóla Íslands. Mikael M.<br />

Karlsson stjórnaði þessu námskeiði. Nemendur frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Írlandi,<br />

Þýskalandi, Skotlandi, Noregi, Finnlandi og Íslandi tóku þátt í námskeiðinu.<br />

57


Mikael M. Karlsson kenndi vikulanga málstofu um aristótelíska athafnafræði við<br />

Lettlands-háskóla í október, en heimspekiskor tekur þátt í skiptiáætlun sem er<br />

styrkt af Norðurlandaráði. Einnig kenndi Mikael við háskólann í Genúa í tvær<br />

vikur í desember <strong>2000</strong> sem Erasmus-skiptikennari.<br />

Sagnfræðiskor tekur þátt í verkefni 38 evrópskra háskóla í 27 löndum sem nefnist<br />

Refounding Europe: Creating Links, Insights and Overviews for a new History Agenda.<br />

Verkefninu, sem rekið er með styrk frá Sókratesáætlun ESB og EFTA, er<br />

stjórnað af Ann-Katherine Isaacs, prófessor í sagnfræði við háskólann í Pisa, en<br />

Guðmundur Hálfdanarson situr í stjórnarnefnd þess. Kemur það í kjölfar<br />

kennsluþróunarverkefnis, sem sagnfræðiskor átti einnig aðild að, en því lauk á<br />

árinu 1999. Markmið verkefnisins er að stuðla að þróun í kennslu evrópskrar<br />

sagnfræði og koma á samskiptum bæði kennara og nemenda um alla Evrópu.<br />

Innan hópsins hafa verið haldin ákafanámskeið (Intensive Programmes), styrkt af<br />

Sókratesáætluninni, og hafa þau oftast verið tvö á ári undanfarin þrjú ár.<br />

Dagana 16.-25. maí stóð sagnfræðiskor fyrir einu slíku námskeiði sem nefndist<br />

Nations, Nationalities and National Identities in European Perspective, og sá<br />

Guðmundur Hálfdanarson um skipulagningu og framkvæmd námskeiðsins.<br />

Komu 19 nemendur frá 10 háskólum á námskeiðið (auk 7 nemenda frá Háskólanum).<br />

20 kennarar, frá 17 háskólum, fluttu fyrirlestra, en þátttakendur á námskeiðinu<br />

komu frá 14 þjóðlöndum í allt. Nýlega hefur fengist myndarlegur styrkur<br />

úr „Culture <strong>2000</strong>“ áætlun ESB til að gefa út fyrirlestra á námskeiðum hópsins og<br />

áætlað er að fyrirlestrar Reykjavíkurnámskeiðsins komi út á vegum háskólaútgáfu<br />

Pisaháskóla árið 2001.<br />

Önnur starfsemi<br />

Heimspekideild tók með ýmsum hætti þátt í dagskrá verkefnisins „Reykjavík,<br />

menningarborg Evrópu árið <strong>2000</strong>“. Má þar nefna ráðstefnuna Líf í borg, sem haldin<br />

var sameiginlega með Reykjavík menningarborg <strong>2000</strong>. Ástráður Eysteinsson,<br />

prófessor í almennri bókmenntafræði, og Guðrún Guðsteinsdóttir, dósent í ensku,<br />

skipulögðu dagskrána Borgarmenning – listalíf, 27.-28. maí, þar sem kennarar<br />

heimspekideildar, ásamt rithöfundum og menningarfrömuðum, héldu erindi.<br />

Deildin átti líka hlut að verkefninu Opnum Háskóla sem var meginframlag háskólans<br />

til Menningarborgarinnar. Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku, sat í nefndinni<br />

sem annaðist dagskrána og var þar boðið upp á ýmis námskeið sem tengjast<br />

fræðasviðum heimspekideildar, þ.á.m. námskeið í erlendum tungumálum og<br />

heimspeki fyrir börn. Þá átti deildin að venju aðild að menningarnámskeiðum<br />

Endurmenntunarstofnunar.<br />

Opinberir fyrirlestrar á vegum heimspekideildar árið <strong>2000</strong>.<br />

• 10. febrúar. Jeffrey Barker, prófessor við Albright College í Bandaríkjunum:<br />

Dauði í Fíladelfíu og svín í Bretlandi: félagslegir, efnahagslegir og siðferðilegir<br />

þættir í erfðafræði samtímans (A Death in Philadelphia and a Pig In Great<br />

Britain: Facing Socio-Economic Reality and Some Ethical Challenges in<br />

Contemporary Genetic Research and Therapy).<br />

• 15. mars. Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur við Konunglega danska<br />

bókasafnið í Kaupmannahöfn: Íslenskar nútímabókmenntir á Norðurlöndum –<br />

útbreiðsla og viðtökur.<br />

• 30. mars. Jean Renaud, prófessor frá háskólanum í Caen í Normandí: Örnefni í<br />

Normandí: menjar um landnám.<br />

• 12. apríl. Ole Togeby, prófessor við háskólann í Árósum: Introduktion til<br />

funktionel grammatik.<br />

• 27. apríl. Kolbrún Haraldsdóttir, kennari í íslensku við háskólann í Erlangen-<br />

Nürnberg: Flateyjarbók í ljósi upphafs Ólafs sögu helga.<br />

• 15. maí. Julia Bolton Holloway, fyrrverandi prófessor í miðaldabókmenntum við<br />

háskólann í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum: Dante Alighieri, Pilgrimage<br />

and Jubilee.<br />

• 10. júní. Hélène Cixous, prófessor í bókmenntum við París VIII háskólann:<br />

Enter the Theatre.<br />

• 15. nóvember. Mauro Barindi, fræðimaður á sviði rúmenskrar tungu: The<br />

Romanian language: an introduction. Its origin, its place among the Romance<br />

languages, its structures.<br />

58


Hjúkrunarfræðideild<br />

Það sem hæst bar á árinu <strong>2000</strong> var að á fundi sínum 25. maí samþykkti háskólaráð<br />

að breyta námsbraut í hjúkrunarfræði í hjúkrunarfræðideild að undangenginni<br />

úttekt á starfsemi námsbrautarinnar.<br />

Stofnun háskólasjúkrahúss í febrúar varð hvatning til umræðu um nýjar áherslur<br />

í samstarfi hjúkrunarfræðideildar um kennslu og rannsóknir við helstu heilbrigðisstofnun<br />

landsins og setti mikinn svip á allt starf deildarinnar.<br />

Á árinu var eins og fyrr lögð mikil áhersla á að stofna til samskipta við erlendar<br />

menntastofnanir, bæði með rannsóknir kennara og nemendaskipti í huga. Í því<br />

sambandi var sérstök áhersla lögð á erlend samskipti innan meistaranámsins.<br />

Sem dæmi má nefna fjarnámskeiðið Upplýsingatækni í hjúkrun. Það var samstarfsverkefni<br />

Háskólans í Iowa í Bandaríkjunum, Oslóarháskóla í Noregi og Háskólans<br />

í Örebro í Svíþjóð og styrkt af Nordplus. Aðalkennari námskeiðsins var<br />

Connie Delaney, dósent við Iowaháskóla, en umsjón með því hafði Ásta St. Thoroddsen<br />

lektor.<br />

Einnig var áhersla lögð á að stuðla að tæknivæðingu í kennslu. Kennarar sóttu<br />

námskeið um það efni hjá kennslumiðstöðinni. Í framhaldi af því voru<br />

námslýsingar, dreifirit og glærur í nokkrum námskeiðum gerð aðgengileg á Netinu.<br />

Þrír nýir lektorar hófu störf við deildina 1. ágúst, þ.e. Árdís Ólafsdóttir og Helga<br />

Gottfreðsdóttir í ljósmóðurfræði og Dóróthea Bergs í hjúkrun fullorðinna einstaklinga.<br />

Stöðugildi í stjórnsýslu breyttust ekkert en skrifstofustjóri tók við sínu fyrra starfi í<br />

ágúst eftir 10 mánaða leyfi. Þóra Jenný Gunnarsdóttir, deildarstjóri í verknámsstofu,<br />

sagði upp starfi sínu en við því tók Margrét Sigmundsdóttir hjúkrunarfræðingur.<br />

Í júní var Marga Thome kjörin fyrsti forseti hjúkrunarfræðideildar frá 5. september.<br />

Hún var í rannsóknarleyfi á haustmisseri og því gegndi Erla Kolbrún Svavarsdóttir<br />

varadeildarforseti störfum forseta til áramóta.<br />

Kennslumál<br />

Á árinu innrituðu sig 97 nýstúdentar í grunnnám í hjúkrunarfræði, sem er talsverð<br />

fækkun frá árinu áður þegar þeir voru 136, en eins og áður voru haldin samkeppnispróf<br />

í desember. 13 voru teknir inn í undirbúningsnám fyrir ljósmóðurfræði<br />

og í námið sjálft. Hins vegar voru ekki teknir inn nýnemar í sérskipulagt<br />

BS-nám fyrir hjúkrunarfræðinga en eldri nemendur voru 68. Alls brautskráðust<br />

88 með B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði og 8 með embættispróf í ljósmóðurfræði.<br />

Námsbraut í<br />

hjúkrunarfræði 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 430 457 491 537 501 440<br />

Brautskráðir:<br />

B.S.-próf 68 62 98 98 92 85<br />

M.S.-próf 3<br />

Viðbótarnám 20 15<br />

Ljósmóðurfræðipróf 8 6 8<br />

Kennarastörf 18,61 17,61 19,13 17,74 17,11 17,24<br />

Sérfræðingsstöður 1,74 2,744 1 1 1<br />

Aðrir starfsmenn 3,5 3,5 4 4,75 5,87 5,12<br />

Stundakennsla/stundir 22.900 20.900<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 68.368 77.655 78.002 93.892 109.120 123.954<br />

Fjárveiting í þús. kr. 70.710 73.254 78.922 93.225 101.672 132.745<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Tölvuver, sem Reiknistofnun H.Í. rekur í Eirbergi, var fært um set, tölvurnar endurnýjaðar<br />

og þær nettengdar.<br />

59


Meistaranám<br />

Meistaranám stunduðu 15 nemendur. Fyrstu þrír nemendurnir voru brautskráðir<br />

með M.S.-gráðu í hjúkrunarfræði á árinu, einn í júní og tveir í október. Nemendur<br />

í meistaranámi hafa sótt námskeið og ráðstefnur erlendis en um það er gerð<br />

krafa í námi þeirra. Námskeiðið Upplýsingatækni í hjúkrun hefur verið viðurkennt<br />

jafngilt námskeiðum erlendis.<br />

Alþjóðasamskipti<br />

Stúdentaskipti á vegum Nordplus-áætlunarinnar fóru fram í grunnnámi í hjúkrunarfræði<br />

og í ljósmóðurfræði. Meðal annars komu hingað tveir nemendur í ljósmóðurfræði<br />

frá Noregi og einn kennari frá Danmörku. Einnig fóru héðan tveir<br />

nemendur og tveir kennarar í ljósmóðurfræði á námskeið um kennslu ljósmæðra<br />

til Oslóar. Þá komu hingað nokkrir hópar í kynningarferðir, t.d. hópur frá Pace University<br />

í New York. Dvaldi hann hér í viku og voru skipulagðar fyrir hann heimsóknir<br />

í ýmsar heilbrigðisstofnanir.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknarstarfsemi hjúkrunarfræðideildar eru gerð skil í sérstökum kafla um<br />

Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Stofnunin stóð fyrir margháttaðri starfsemi<br />

á árinu, m.a. málstofum, móttöku erlendra gesta og fleira.<br />

Í maí hélt Vinnuhópur rannsakenda frá Evrópulöndum (WENR) rannsóknarráðstefnu<br />

í Reykjavík, sem var vettvangur skoðanaskipta um rannsóknir og háskólanám<br />

í hjúkrun. Í kjölfar hennar efldist samstarf kennara deildarinnar við erlenda<br />

fræðimenn.<br />

Við deildina starfa m.a. eftirtaldar nefndir:<br />

Nefnd:<br />

Formaður:<br />

Námsnefnd grunnnáms<br />

Sóley S. Bender / Ásta St. Thoroddsen<br />

Náms- og matsnefnd sérskipulagðs<br />

B.S.-náms fyrir hjúkrunarfræðinga Birna G. Flygenring / Helga Jónsdóttir<br />

Námsnefnd í ljósmóðurfræði<br />

Ólöf Ásta Ólafsdóttir<br />

Rannsóknanámsnefnd<br />

Kristín Björnsdóttir<br />

Alþjóðanefnd<br />

Jóhanna Bernharðsdóttir<br />

Rannsóknadagur var haldinn í maí eins og undanfarin ár. Þá kynna kandídatar,<br />

sem brautskrást í júní, lokaverkefni sín. Alls voru kynnt 32 verkefni um hin margvíslegu<br />

viðfangsefni hjúkrunar. Dagskráin er öllum opin og var mjög vel sótt.<br />

Einnig kynntu 8 verðandi ljósmæður lokaverkefni sín á málstofu í ljósmóðurfræði.<br />

Kynningarstarf<br />

Margir erlendir gestir sóttu deildina heim. Meðal annars komu tver kennarar frá<br />

heilbrigðisvísindaháskólanum í Sjövde í Svíþjóð til að kynna sér ljósmæðranám á<br />

Íslandi og störf ljósmæðra á Landspítala og Heilsugæslunni í Reykjavík. Einnig<br />

var námið og þróun íslenskra hjúkrunarrannsókna kynnt sérstaklega á árinu í<br />

Þýskalandi og Austurríki við eftirtaldar stofnanir: Institut für Pflegewissenschaft,<br />

Wien; Universität Witten, Herdecke; Verbund Katholischer Fachhochschulen<br />

Deutschlands, Kath; og Fachhochschule Norddeutschlands í Osnabrück.<br />

Lagadeild<br />

Stjórn lagadeildar og starfslið<br />

Á árinu <strong>2000</strong> störfuðu við lagadeild 10 prófessorar, tveir lektorar, fjórir aðjúnktar<br />

og um 20-30 stundakennarar auk þriggja fastráðinna starfsmanna við stjórnsýslu,<br />

kennslustjóra, skrifstofustjóra og alþjóðasamskiptafulltrúa. Á árinu voru tveir nýir<br />

lektorar ráðnir til starfa við deildina, þau Áslaug Björgvinsdóttir LL.M. og Skúli<br />

Magnússon mag. jur. Lára V. Júlíusdóttir hrl. var ráðin aðjúnkt við deildina frá 1.<br />

mars <strong>2000</strong> og Róbert R. Spanó mag. jur. var ráðinn aðjúnkt frá 1. september <strong>2000</strong>.<br />

Á haustmisseri <strong>2000</strong> voru prófessorarnir Gunnar G. Schram, Páll Hreinsson og<br />

Viðar Már Matthíasson í rannsóknarleyfi. Páll Sigurðsson prófessor tók við starfi<br />

forseta lagadeildar 5. september <strong>2000</strong> og Eiríkur Tómasson prófessor tók við<br />

starfi varadeildarforseta sama dag.<br />

Kennslumál<br />

Á haustmisseri 1999 var tekin upp ný og gjörbreytt námsskipan í lagadeild, með<br />

upptöku einingakerfis og afnámi hlutaskiptingar. Þessi nýja námsskipan gildir um<br />

alla stúdenta, sem hófu nám við lagadeild frá og með haustinu 1997 þar sem allir<br />

61


stúdentar, sem voru á öðru og þriðja ári laganáms haustið 1999, óskuðu þess<br />

skriflega að fá að gangast undir einingakerfið.<br />

Á haustmisseri <strong>2000</strong> var í fyrsta sinn boðið upp á stutta, hagnýta námsleið við<br />

lagadeild fyrir aðstoðarfólk lögfræðinga, svokallaða lögritara. Um er að ræða<br />

þriggja missera nám, 45 einingar, sem byggist á námskeiðum úr lagadeild, viðskipta-<br />

og hagfræðideild, félagsvísindadeild og heimspekideild. 10 nemendur<br />

voru skráðir í nám þetta á haustmisseri.<br />

Boðið hefur verið upp á 10-12 kjörgreinar við lagadeild á hverju misseri, að<br />

nokkru mismunandi greinar frá ári til árs. Alls eru kjörgreinar þessar orðnar um<br />

50 en nokkrar þeirra hafa þó ekki verið kenndar vegna of lítillar aðsóknar þar<br />

sem kjörgreinar eru ekki kenndar ef skráðir nemendur eru færri en 10. Á vormisseri<br />

<strong>2000</strong> voru 11 kjörgreinar kenndar við lagadeild en þær eru: Alþjóðlegur<br />

höfundaréttur, Einkaleyfi og hönnunarvernd, Evrópuréttur II, Félagaréttur II, Hafréttur,<br />

Hagnýtur viðskiptabréfaréttur, Kvennaréttur, Rekstrarhagfræði, Samanburðarlögfræði,<br />

Skattaréttur og Vinnuréttur. Á haustmisseri <strong>2000</strong> voru 10 kjörgreinar<br />

kenndar við lagadeild en þær eru: Alþjóðlegur refsiréttur, Auðkennaréttur,<br />

Evrópuréttur I, Félagaréttur I, Fjármuna- og efnahagsbrot. Hlutverk dómara og<br />

lögmanna við meðferð einkamála og opinberra mála, Innlendur og erlendur samkeppnisréttur,<br />

Umhverfisréttur, Veðréttur og ábyrgðir og Verktaka- og útboðsréttur.<br />

Við lagadeild hefur verið unnið að skipulagningu nýrra kjörgreina, sem kenndar<br />

verða við deildina á næstu misserum og eru þær þessar helstar: Verðbréfamarkaðsréttur,<br />

Rafbréf og önnur viðskiptabréf, Almenn persónuvernd (Persónuréttur I),<br />

Persónuupplýsingar og einkalífsvernd (Persónuréttur II), Stjórn fiskveiða, Trúarbragða-<br />

og kirkjuréttur og Umhverfisrefsiréttur. Þar að auki er unnið að skipulagningu<br />

kjörgreina á sviði netréttar og auðlindaréttar. Kjörgreinar þessar verða<br />

einnig opnar stúdentum úr öðrum háskóladeildum. Í lagadeild og viðskipta- og<br />

hagfræðideild hefur á undanförnum mánuðum einnig verið unnið að skipulagningu<br />

náms á milli deilda undir stjórn prófessoranna Páls Hreinssonar og Guðmundar<br />

Magnússonar. Annars vegar er um að ræða sérhæft 30 eininga fjármálanám<br />

laganema við viðskipta- og hagfræðideild sem hluti kjörnáms og hins vegar<br />

þátttaka viðskipta- og hagfræðinema í námskeiðum við lagadeild á sviði fjármagnsmarkaðsréttar.<br />

Reglur um fjármálanám laganema við viðskipta- og hagfræðideild<br />

voru samþykktar á deildarfundi í lagadeild og geta laganemar hafið<br />

nám þetta á haustmisseri 2001. Samkvæmt reglunum getur stúdent í kjörnámi<br />

við lagadeild valið 30 eininga fjármálanám við viðskipta- og hagfræðideild í stað<br />

kjörgreina við lagadeild. 27 einingar af þessum 30 eru bundnar við tiltekin 9 námskeið<br />

og þar til viðbótar velur stúdent eitt þriggja eininga námskeið.<br />

Heildstætt nám á sviði fjármagnsmarkaðsréttar. Lagadeild mun á vor- og haustmisseri<br />

2001 bjóða upp á tvö ný námskeið á sviði fjármagnsmarkaðsréttar. Námskeiðin<br />

eru Verðbréfamarkaðsréttur og Rafbréf og önnur viðskiptabréf. Þeim er<br />

ásamt námskeiði í Félagarétti II (félaga- og kauphallarrétti), ætlað að mæta þörfum<br />

íslensks fjármagnsmarkaðar og efla þekkingu lögfræðinga og annarra á sviði<br />

verðbréfamarkaðs- og félagaréttar. Námskeiðin eru einkum ætluð laganemum á<br />

fjórða og fimmta ári en nemendur úr öðrum deildum Háskólans geta einnig valið<br />

námskeiðin, sem eru alls 15 einingar. Starfandi lögfræðingar eiga þess einnig<br />

kost að sækja þessi námskeið og eru þau viðurkennd af Prófnefnd verðbréfaviðskipta,<br />

sem hluti af starfsréttindum á verðbréfa- og fjármagnsmarkaði.<br />

Á síðari árum hefur fjölgað mjög kostum laganema til að stunda hluta kjörnáms<br />

síns við erlenda háskóla, einkum í tengslum við Nordplus- og Erasmusáætlanirnar,<br />

og fer þeim laganemum fjölgandi með ári hverju, sem það gera. Þannig<br />

stunduðu 24 íslenskir laganemar nám við háskóla í Evrópu og í Bandaríkjunum á<br />

árinu <strong>2000</strong>.<br />

Undanfarin ár hefur verið boðið upp á fjögur námskeið í lögfræði á ensku við<br />

lagadeild fyrir erlenda stúdenta. Námskeið þessi svara til eins misseris náms og<br />

eru metin til 15 eininga alls og eru kennd á haustmisseri. Þau eru: „Comparative<br />

Criminal Law“ í umsjón Jónatans Þórmundssonar prófessors, „European Law“ í<br />

umsjón Stefáns Más Stefánssonar prófessors, „Legal History“ í umsjón Sigurðar<br />

Líndals prófessors og „The Law of the Sea“ í umsjón Gunnars G. Schram prófessors.<br />

Enn fremur hefur verið boðið upp á sérhönnuð námskeið og verkefnavinnu á<br />

ensku í lögfræði á vormisseri, þegar og ef þörf krefur. Á vormisseri voru fjórir<br />

erlendir stúdentar í námi þessu við lagadeild og á haustmisseri voru þeir 14.<br />

63


Fráfarandi deildarforseti, Jónatan Þórmundsson prófessor, vann áfram á árinu að<br />

nýjum hugmyndum um framhalds- og rannsóknarnám við lagadeild og skilaði<br />

hann af sér mjög ítarlegri skýrslu um málið í ágúst <strong>2000</strong>. Taka hugmyndir hans<br />

fyrst og fremst til doktorsnáms og meistaranáms á ensku, sem áætlað var í<br />

skýrslunni að hæfist haustið 2001. Auk þess var lokið við vinnu að undirbúningi<br />

reglna um þverfaglegt framhaldsnám lögfræðinga til meistaraprófs í sjávarútvegsfræðum<br />

og umhverfisfræðum, sem samþykktar voru á fundi í háskólaráði 14.<br />

júní <strong>2000</strong>.<br />

Lagadeild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 530 484 457 419 426 412<br />

Brautskráðir:<br />

Cand.juris.-próf 48 40 42 66 80 53<br />

Kennarastöður 9 11 11 13 13 14<br />

Aðrir starfsmenn 1,5 1,5 2,5 1,5 1,5 1,5<br />

Stundakennsla/stundir 7.500 7.700<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 33.875 41.049 45.417 67.457 74.522 72.350<br />

Fjárveiting í þús. kr. 34.464 39.007 41.711 49.704 66.517 69.587<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Nemendur<br />

Á haustmisseri <strong>2000</strong> voru skráðir stúdentar í lagadeild samtals 397. Þar af voru<br />

371 í hefðbundnu laganámi, 10 í lögritaranámi, 14 í námi fyrir erlenda stúdenta,<br />

einn í meistaranámi í sjávarútvegsfræðum og einn í meistaranámi í umhverfisfræðum.<br />

Skipting stúdenta á milli ára í hefðbundnu laganámi er sem hér segir: Á<br />

fyrsta ári 186, á öðru ári 45, á þriðja ári 54, á fjórða ári 47 og á fimmta ári 39.<br />

Kynjaskiptingin er þannig: Konur 223 (56,2%) og karlar 174 (43,8%).<br />

Á haustmisseri gengust 155 laganemar á fyrsta ári undir próf í almennri lögfræði<br />

og náðu 35 þeirra tilskilinni lágmarkseinkunn, sem er 7,0. Brautskráðir<br />

kandídatar frá lagadeild á árinu voru samtals 53, þar af voru 27 konur og 26<br />

karlar. Þeir voru 13 í febrúar, 27 í júní og 13 í október. Þriðjungur þessara 53<br />

kandídata tók um hluta kjörnáms síns við erlenda háskóla.<br />

Rannsóknir<br />

Lagastofnun Háskóla Íslands sendir árlega frá sér skýrslu um rannsóknir og ritstörf<br />

kennara við lagadeild og er skýrslan birt í Tímariti lögfræðinga.<br />

Erlendir fyrirlesarar<br />

Victor L. Streib, lögmaður og deildarforseti og prófessor í lögum við Ohio Northern<br />

University, Pettit College of Law, Ada, Ohio, kom í heimsókn til lagadeildar í<br />

mars í tilefni 40 ára samstarfs Ohio-skólans og lagadeildar. Á sama tíma var<br />

annar Bandaríkjamaður, John M. Burkoff, lögmaður og prófessor í lögum við University<br />

of Pittsburgh, Pennsylvania í heimsókn á Íslandi á vegum bandaríska<br />

sendiráðsins. Þessir tveir fræðimenn héldu sameiginlegan fyrirlestur á vegum<br />

lagadeildar á sviði refsiréttar og réttarfars, sem bar yfirskriftina: „Current Trends<br />

in U.S. Criminal Law and Proceedings“. Þar að auki hélt Victor L. Streib fyrirlestur<br />

í kennslutíma í refsirétti um efnið: „Death Penalty in United States“ og John M.<br />

Burkoff hélt fyrirlestur í kennslutíma í réttarfari. Í maí komu tveir færeyskir gestir<br />

í heimsókn til lagadeildar, Jóan Pauli Jóensen, prófessor við Fróðskaparsetur<br />

Færeyja og formaður færeysku stjórnarskrárnefndarinnar, og Kári á Rógvi, LL.M.,<br />

ritari nefndarinnar. Var haldinn fundur með prófessorum lagadeildar og<br />

gestunum um fyrirhugað samstarf lagadeildar og Fróðskaparsetursins á sviði<br />

lögfræðikennslu og -rannsókna.<br />

Útgáfu- og kynningarstarfsemi á vegum lagadeildar<br />

Sett hefur verið á stofn sérstök kynningarnefnd innan lagadeildar, sem hefur það<br />

hlutverk að auka kynningu á lagadeild og námi við deildina, m.a. með fréttatilkynningum,<br />

fundum og útgáfustarfsemi ýmiss konar. Formaður nefndarinnar er<br />

Páll Hreinsson prófessor en auk hans eiga sæti í nefndinni kennslustjóri lagadeildar<br />

og fulltrúar lagakennara, laganema og Hollvinafélags lagadeildar.<br />

Heimasíða lagadeildar. Lagadeild opnaði formlega heimasíðu þann 2. október<br />

1999, og er slóðin www.hi.is/nam/laga Þar er m.a. að finna allar upplýsingar um<br />

64


lagadeild og laganám, skipulag deildarinnar og starfsfólk, reglur um nám við<br />

lagadeild auk námskeiðalýsinga í kjörnámi og kjarnanámi og efnis frá kennurum.<br />

Vinna við þróun heimasíðunnar er stöðug og vaxandi og er stefnt að aukningu<br />

efnis frá kennurum en tveir þeirra, Áslaug Björgvinsdóttir og Skúli Magnússon,<br />

hafa nú þegar opnað eigin heimasíður.<br />

Á hverju ári gefur lagadeild út námsvísi, um 40 bls. bækling, sem er ætlaður<br />

nýnemum við lagadeild. Bæklingi þessum er dreift á kynningarfundi fyrir nýnema<br />

sem haldinn er við upphaf kennslu haust hvert.<br />

Fyrsta kennsludag á hverju hausti er haldinn sérstakur kynningarfundur fyrir<br />

nýnema við lagadeild. Öllum skráðum laganemum er sent bréf, þar sem þeir eru<br />

boðnir velkomnir til náms við lagadeild, ásamt dagskrá kynningarfundarins.<br />

Í byrjun mars ár hvert gefur lagadeild út bækling um val kjörgreina í seinni hluta<br />

laganáms. Í riti þessu eru greinargóðar lýsingar á öllum námskeiðum sem í boði<br />

eru í kjörnámi. Þar er einnig listi yfir þær kjörgreinar sem í boði verða næstu tvö<br />

háskólaár. Í ritinu eru auk þess birtar reglur um kjörnám við deildina auk annarra<br />

reglna um laganámið almennt. Bæklingnum er dreift til laganema á þriðja og<br />

fjórða ári laganáms fyrir árlegan skráningardag í námskeið við Háskóla Íslands<br />

og á sérstakri kjörgreinakynningu í marsbyrjun ár hvert.<br />

Lagadeild og Orator, félag laganema, standa sameiginlega fyrir kynningarfundi í<br />

byrjun mars ár hvert um kjörgreinar við lagadeild.<br />

Lagadeild hefur, eins og aðrar deildir Háskólans, sérstakan kynningarbás á árlegri<br />

námskynningu Háskóla Íslands, sem fram fer í byrjun aprílmánaðar. Laganemar<br />

auk kennslustjóra mæta þar og veita almennar og sértækar upplýsingar<br />

um laganámið, auk þess sem dreift er einblöðungi um nám við lagadeild.<br />

Árlega er gefinn út bæklingur á ensku um starfsemi lagadeildar. Hann er sérstaklega<br />

ætlaður erlendum Erasmus- og Nordplus-stúdentum, sem sækja þau<br />

námskeið deildarinnar sem kennd eru á ensku. Bæklingurinn nýtist einnig öðrum<br />

erlendum stúdentum og fræðimönnum sem áhuga hafa á námi og fræðistörfum<br />

við deildina.<br />

Hollvinafélag lagadeildar<br />

Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar var haldinn 28. september og voru þá<br />

neðangreindir kosnir í stjórn félagsins: Halldór Jónatansson formaður, Hildur N.<br />

Njarðvík gjaldkeri, Jónas Þór Guðmundsson ritari, Arnljótur Björnsson og Lilja Jónasdóttir<br />

meðstjórnendur. Hollvinafélagið hefur staðið mjög rausnarlega að uppbyggingu<br />

á tölvu- og tækjakosti lagadeildar með söfnunum og gjöfum. Þar skal<br />

fyrst nefna fullkominn tölvubúnað, sem félagið, ásamt 10 lögfræðistofum og Opnum<br />

kerfum hf, afhenti lagadeild að gjöf á hátíðisdegi Orators 16. febrúar <strong>2000</strong>. Þann 24.<br />

júní <strong>2000</strong> gáfu Hollvinafélagið og Lögfræðingafélag Íslands lagadeild skjávarpa.<br />

Lyfjafræðideild<br />

Lyfjafræðinám við Háskóla Íslands tekur 5 ár og því lýkur með kandídatsprófi<br />

(candidatus pharmaciae). Til að hljóta starfsréttindi lyfjafræðings þurfa nemendur<br />

einnig að ljúka níu mánaða starfsþjálfun, þar af sex mánuðum í apóteki eða<br />

sjúkrahúsapóteki.<br />

Fjöldatakmörkun hefur verið til náms í lyfjafræði og geta 12 nemendur haldið<br />

áfram námi að loknum samkeppnisprófum sem haldin eru eftir lok fyrsta misseris<br />

í desember.<br />

Á árinu <strong>2000</strong> varð lyfjafræðin að sjálfstæðri deild innan Háskóla Íslands, lyfjafræðideild.<br />

Lyfjafræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá árinu 1957 en þá<br />

var tekin upp kennsla í lyfjafræði innan læknadeildar undir heitinu „lyfjafræði lyfsala“.<br />

Stofnun lyfjafræðideildar var samþykkt af háskólafundi og háskólaráði að<br />

undangengnu faglegu mati og úttekt á kennslu og rannsóknum í lyfjafræði. Á<br />

fyrsta deildarfundi lyfjafræðideildar 5. ágúst var Þórdís Kristmundsdóttir prófessor<br />

kjörinn deildarforseti og Þorsteinn Loftsson prófessor varadeildarforseti.<br />

65


Þær breytingar urðu á kennaraliði í lyfjafræði á árinu <strong>2000</strong> að Elín Soffía Ólafsdóttir<br />

lektor hlaut framgang í stöðu dósents.<br />

Kennsla<br />

Gestakennarar tóku nokkurn þátt í kennslu lyfjafræðinema á árinu. Fræðslusjóður<br />

Lyfjafræðingafélags Íslands greiddi kostnað vegna kennara frá University of<br />

Strathclyde sem sáu um vikunámskeið í klínískri lyfjafræði (aðgengisfræði) fyrir<br />

lyfjafræðinema. Námskeiðið var að mestu haldið á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi<br />

í samstarfi við lyfjafræðinga sem starfandi eru við sjúkrahúsapótekið.<br />

Þetta er í þriðja sinn sem kennarar frá University of Strathclyde eru fengnir hingað<br />

til lands til að sinna kennslu í þessari námsgrein.<br />

Kennsla í lyfjafræði hefur til þessa einkum verið í formi fyrirlestra, dæmatíma og<br />

verklegra tilrauna. Notkun upplýsingatækni hefur aukist verulega við kennslu og<br />

nám í lyfjafræði, m.a. við gerð og dreifingu kennsluefnis, við aukin samskipti milli<br />

nemenda og kennara, og við flutning fyrirlestra. Notkun tölvuskjávarpa við<br />

kennslu hefur aukist til muna.<br />

Kennarar lyfjafræðideildar hafa fylgst náið með þróun lyfjafræðikennslu í nágrannalöndunum.<br />

Lyfjafræðideildin á aðild að European Association of Faculties<br />

of Pharmacy (EAFP) og Nordisk Federation för Farmaceutisk Undervisning<br />

(NFFU). Sveinbjörn Gizurarson prófessor tekur þátt í starfi vinnuhóps á vegum<br />

EAFP sem mótar sameiginlega stefnu um kennslu í lyfjafræðilegri umsjá<br />

(pharmaceutical care) og Kristín Ingólfsdóttir prófessor er í samræmingarnefnd<br />

vegna kennslu um erfðatæki í lyfjaframleiðslu (pharmaceutical biotechnology).<br />

Fjórir nemendur stunduðu rannsóknartengt framhaldsnám undir handleiðslu<br />

kennara í lyfjafræði og útskrifaðist einn þeirra á árinu. Nokkrir íslenskir lyfjafræðinemar<br />

hafa nýtt sér Erasmus-styrki og tekið hluta af námi sínu við erlenda<br />

háskóla.<br />

Lyfjafræði 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 74 86 85 80 80 72<br />

Brautskráðir:<br />

Cand.pharm.-próf 7 11 12 10 11 15<br />

M.S.-próf 1<br />

Doktorspróf 1<br />

Kennarastörf 6,37 6,37 5,37 6,37 6,37 6,37<br />

Rannsóknarog<br />

sérfræðingsstörf 6 6 5 7 7,15 4,65<br />

Aðrir starfsmenn 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5 0,5<br />

Stundakennsla/stundir 1.900 1.920<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 26.031 27.310 29.347 35.427 40.514 40.560<br />

Fjárveiting í þús. kr. 26.060 26.526 28.358 32.688 39.188 45.897<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Rannsóknir<br />

Kennarar í lyfjafræði hafa verið mjög virkir í rannsóknum á undanförnum árum<br />

og hafa verið iðnir við að kynna niðurstöður rannsókna sinna á ráðstefnum bæði<br />

innanlands og erlendis svo og í alþjóðlegum tímaritum. Að undanförnu hefur<br />

rannsóknarsamstarf við atvinnulífið verið eflt, bæði við íslensk lyfjafyrirtæki sem<br />

og önnur iðnfyrirtæki í landinu. Einnig hafa kennarar í lyfjafræði verið í samstarfi<br />

við háskóla og fyrirtæki erlendis.<br />

Már Másson, dósent í lyfjafræðideild, hlaut 2. til 3. verðlaun í „Upp úr skúffunum“<br />

samkeppni um nýsköpun og nýtingu rannsóknaniðurstaðna við Háskólann sem<br />

Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins standa<br />

fyrir.<br />

Á haustmisseri stundaði prófessor Hanne Hjorth Tönnesen frá Noregi rannsóknir<br />

við lyfjafræðideild og hélt jafnframt opinn fyrirlestur um rannsóknir sínar en hún<br />

er einn af frumkvöðlum í rannsóknum á ljósstöðugleika lyfja.<br />

66


Læknadeild<br />

Læknisfræðiskor<br />

Stjórnsýsla og starfsfólk<br />

Skrifstofa læknadeildar er til húsa í Læknagarði. Þar starfa skrifstofustjóri, deildarstjóri<br />

og fulltrúi. Við deildina eru 25 prófessorar, 52 dósentar, 10 lektorar, tveir<br />

kennslustjórar fyrir læknanámið, einn vísindamaður og tveir sérfræðingar. Aðjúnktar<br />

voru 47. Flest störf klínískra kennara læknadeildar eru hlutastörf (25%,<br />

37% og 50%), en störf prófessora og sérfræðinga teljast eitt starf. Læknisfræðiskor<br />

læknadeildar er skipt í fræðasvið sem hvert hefur sinn forstöðumann. Forstöðumenn<br />

eru í fyrirsvari fyrir sínum fræðasviðum gagnvart deildarstjórn og innan og<br />

utan Háskólans. Fyrir utan sameiginlega stjórnsýslu deildarinnar hafa flestir<br />

kennarar á klínískum þjónustudeildum eða rannsóknastofnunum ritara og annað<br />

skrifstofufólk sér til aðstoðar. Slíkar stöður eru í nokkrum tilvikum fjármagnaðar<br />

af læknadeild en oftar og þá að mestu leyti, af viðkomandi stofnunum.<br />

Deildarráð var í upphafi árs óbreytt frá því árið áður undir stjórn forseta læknadeildar,<br />

Jóhanns Ágústs Sigurðssonar prófessors. Reynir Tómas Geirsson, prófessor,<br />

var áfram varaforseti læknadeildar. Á deildarfundi í maí <strong>2000</strong> var kjörið nýtt<br />

deildarráð, sem tók til starfa þann 8. september. Reynir Tómas Geirsson prófessor<br />

var kjörinn deildarforseti og Jónas Magnússon prófessor varadeildarforseti.<br />

Jónas lét af störfum vegna sviðstjórastarfa á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í<br />

október og á deildarfundi 1. nóvember var Stefán B. Sigurðsson, prófessor, kjörinn<br />

í hans stað. Aðrir aðalfulltrúar í deildarráði eru Hannes Pétursson prófessor,<br />

Karl G. Kristinsson prófessor, Gunnar Sigurðsson prófessor, Jón J. Jóhannesson<br />

dósent, Kristrún R. Benediktsdóttir dósent og Þórarinn Sveinsson dósent, skorarstjóri<br />

sjúkraþjálfunarskorar, auk tveggja fulltrúa stúdenta. Kjarni deildarráðsins<br />

hittist títt á skrifstofu deildarinnar og myndar ásamt deildarforseta eins konar<br />

skorar- og deildarstjórn. Þetta auðveldar deildarforseta ákvarðanatöku í ýmsum<br />

minniháttar málum sem ekki krefjast afgreiðslu á formlegum deildarráðsfundi.<br />

Ný reglugerð um Háskóla Íslands tók gildi 26. júní <strong>2000</strong>. Í framhaldi af því var<br />

læknadeild skipt í tvær skorir, læknisfræði og sjúkraþjálfun, og jafnframt urðu<br />

námsbrautir í hjúkrun og lyfjafræði lyfsala að sjálfstæðum deildum, hjúkrunarfræðideild<br />

og lyfjafræðideild. Læknadeild óskaði hinum nýju deildum velfarnaðar<br />

eftir langa og gifturíka samfylgd. Ýmis samvinna hefur þó haldist og lyfjafræðideild<br />

á áfram fulltrúa í vísindanefnd og hefur fengið fulltrúa í rannsóknanámsnefnd.<br />

Tannlæknadeild og sjúkraþjálfunarskor óskuðu eftir samvinnu um hið<br />

sama, sem var vel tekið. Til að efla enn samvinnu milli heilbrigðisvísindadeildanna,<br />

átti forseti læknadeildar, frumkvæði að stofnun Samstarfsráðs heilbrigðisvísindadeildanna<br />

þann 2. nóvember. Þar eiga allar fjórar heilbrigðisvísindadeildirnar<br />

og þar með báðar skorir læknadeildar fulltrúa. Meginviðfangsefni ráðsins<br />

hefur verið að standa fyrir gerð sameiginlegs grunnsamnings um Landspítalaháskólasjúkrahús<br />

og hófst sú vinna í árslok. Þetta hefur leitt til aukins samstarfs<br />

deildanna, sem er jákvætt spor í að efla heilbrigðisvísindi innan Háskólans.<br />

Á deildarfundi þann 13. desember <strong>2000</strong> var deildinni formlega skipt í læknisfræðiog<br />

sjúkraþjálfunarskor og fyrra deildarráð varð þá jafnframt skorarstjórn í læknisfræði<br />

að frátöldum fulltrúum sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfun hefur einnig sérstaka<br />

skorarstjórn, sjá umfjöllun um þá skor hér á eftir. Deildarforseti situr fundi<br />

sjúkraþjálfunarskorar. Núverandi deildarforseti og varadeildarforseti eru jafnframt<br />

formaður og varaformaður læknisfræðiskorar.<br />

Á árinu voru ráðnir tveir nýir prófessorar, Karl G. Kristinsson og Gísli H. Sigurðsson,<br />

fimm dósentar, tveir lektorar og einn sérfræðingur. Auk þess voru endurráðnir<br />

sjö dósentar og einn lektor. Tveir fræðimenn fengu framgang í störf vísindamanna<br />

og eru báðir starfsmenn Keldna. Tveir fengu framgang úr lektorsstarfi<br />

í dósentsstarf og Bjarni Þjóðleifsson fékk framgang úr dósentsstarfi í prófessorsstarf.<br />

Jóhann Axelsson prófessor lét af störfum vegna aldurs eftir langan<br />

og árangursríkan feril við deildina.<br />

Á árinu voru haldnir alls 14 fundir í deildarráði og 5 deildarfundir. Skorarfundur<br />

var einn. Meginviðfangsefni deildarráðsins voru kennslumál og nýskipan náms og<br />

inntökuprófa í upphafi ársins en stofnun háskólasjúkrahúss á Landspítala með<br />

sameiningu hinna tveggja stóru kennslusjúkrahúsa í Reykjavík kom til í lok febrúarmánaðar.<br />

Deildarráð kom í samvinnu við hjúkrunarfræðideildina að ráðningu<br />

67


framkvæmdastjóra kennslu og fræða á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Deildarráð<br />

hefur frá hausti <strong>2000</strong> boðið Gísla Einarssyni lektor, sem ráðinn var framkvæmdastjóri<br />

kennslu og fræða á háskólasjúkrahúsinu, aðild og fundarsetu (án<br />

atkvæðisréttar) í deildarráði læknadeildar. Forseti læknadeildar hefur fyrir hönd<br />

deildarinnar og heilbrigðisvísindadeildanna krafist aðildar að stjórn háskólasjúkrahússins,<br />

sem enn hefur ekki fengist. Þó deildarforseti hafi einu sinni verið<br />

boðaður á fund í stjórnarnefnd spítalans og verið veitt aðild að þróunarnefnd spítalans,<br />

varð ekki af formlegri aðild að stjórn spítalans, sem bíður samninga um<br />

háskólasjúkrahúsið milli spítalastjórnar og Háskólans. Talsverðar óformlegar viðræður<br />

hafa þó farið fram milli deildarforseta, rektors og forstöðumanna<br />

stjórnsýslu Háskólans við forsvarsmenn stjórnar sjúkrahússins, einkum forstjóra<br />

þess og framkvæmdastjóra kennslu og fræða. Samningaferlið var kynnt og rætt í<br />

deildarráði og samstarfsráð heilbrigðisvísindadeildanna lagði drjúgan skref til<br />

samningagerðarinnar.<br />

Kennslumál<br />

Nám til embættisprófs í læknisfræði tekur sex ár en leyfilegur hámarksfjöldi er 8<br />

ár. Margir þreyta samkeppnispróf í desember hvers árs án þess að öðlast rétt til<br />

áframhaldandi náms. Ekki eru sett takmörk á hversu oft stúdentar geta innritast<br />

sem nýnemar. Sá tími sem stúdentar nota til að þreyta samkeppnispróf án tilætlaðs<br />

árangurs er ekki talinn með í átta árunum né heldur tíminn fram að inntökuprófi,<br />

hafi nemandinn náð þeirri einkunn, sem tryggir aðgang að deildinni. Vegna<br />

takmarkaðrar kennslugetu í klínískum hluta námsins hafa aðeins 40 nemendur á<br />

ári fengið að halda áfram námi (numerus clausus). Þessi kvóti var hækkaður um<br />

fjóra haustið 1999. Tólf voru að þreyta prófið í fyrsta sinn, tuttugu í annað og átta í<br />

þriðja sinn. Á síðustu árum hafa engir erlendir stúdentar verið meðal þeirra.<br />

Haustið <strong>2000</strong> innrituðust 211 nýir nemendur í deildina, 172 fóru í samkeppnisprófið<br />

og 98 þeirra stóðust. Fjörutíu þessara nemenda, með hæstu einkunnirnar,<br />

héldu áfram námi í deildinni (27 konur og 13 karlar).<br />

Sjö erlendir stúdentar voru í námi við deildina (einn á 5. ári og sex skiptinemar).<br />

Fimm stúdentar læknisfræðiskorar stunduðu nám erlendis sem skiptinemar<br />

samkvæmt Nordplus eða Erasmus-styrkjakerfunum.<br />

Deildarstjórn vinnur að því að breyta núverandi fyrirkomulagi á fyrrnefndum samkeppnisprófum.<br />

Stefnt er að nýju inntökuprófi í samvinnu við lyfjafræðideild,<br />

sjúkraþjálfunarskor læknadeildar og tannlæknadeild sem haldið verður strax að<br />

loknu stúdentsprófi vorið 2002. Áformað er að prófa úr nokkrum meginþáttum<br />

námsefnis framhaldsskólastigsins, sem tengjast læknisfræði og skyldum greinum.<br />

Alls luku 33 nemendur embættisprófi í læknisfræði árið <strong>2000</strong>.<br />

Reynir Tómas Geirsson prófessor var formaður kennsluráðs, sem tók til starfa í<br />

byrjun árs eftir sameiningu kennslunefndar og námsskrárnefndar. Hið nýja ráð<br />

sameinar verkefni þessara tveggja fyrri nefnda. Átak var gert í því að bæta<br />

kennsluhætti með því að stefna að aukinni vandamiðari kennslu (problem-based<br />

learning). Í því skyni fóru 5 af kennurum deildarinnar og kennslustjóri til háskólans<br />

í Albuquerque í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum til að kynna sér þessar aðferðir<br />

á vikulöngu námskeiði en því var svo fylgt eftir með heimsókn prófessors Stewarts<br />

Mennin frá sama stað hingað til lands í maímánuði. Mennin kenndi völdum<br />

hópi kennara í færnibúðum. Þeir eiga að leiða nýskipun í kennsluháttum í deildinni.<br />

Fjölsóttur og góður kennslufundur var haldinn í nóvember, þar sem rætt var<br />

um nýja námsskrá sem áformað er að koma á árið 2002 og ný prófform sem<br />

nokkrir kennarar deildarinnar hafa tekið upp. Áfram var unnið að því að koma<br />

hluta kennsluefnis á heimasíður tölvunetsins. Reynt hefur verið að breyta stundaskrá<br />

og stytta kennslustundir en auka kennslu í minni hópum. Vísir að færnibúðum<br />

(skills laboratory) var áfram í húsnæði námsbrautar í hjúkrunarfræði, þar<br />

sem nemendur á öðru ári fá grunnþjálfun í klínískri skoðun áður en þeir fara í<br />

starfskynningu á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús.<br />

68


Læknisfræði 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 325 348 327 342 393 376<br />

Brautskráðir:<br />

Cand.med. et chir. 33 39 42 31 38 33<br />

M.S.-próf 2 2 5 1 7 6<br />

B.S.-próf 2 5 2 3 1<br />

Doktorspróf 2 1 2 2 2 2<br />

Kennarastörf 48,19 47,98 48,19 49,27 44,74 47,28#<br />

Rannsóknarog<br />

sérfræðingsstörf 20,78 18,87 27,52* 29* 28,50* 26,05*<br />

Aðrir starfsmenn 8,93 8,93 5,93 6,63 5,43 7,53<br />

Stundakennsla/stundir 14.100 17.200<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 127.840 136.026 151.309 202.246 186.648 233.218<br />

Fjárveiting í þús. kr. 137.836 153.667 161.550 191.878 209.362 228.168<br />

* Rannsóknastofa í lyfjafræði er hér meðtalin.<br />

# Stór hluti prófessora deildarinnar er í 50% starfi hjá Háskóla Íslands.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Rannsóknir<br />

Sem fyrr er umfangsmikil rannsóknastarfsemi aðalsmerki læknadeildar. Yfirlit<br />

vísindarita eru birt í ársskýrslum viðkomandi heilbrigðis- og rannsóknastofnana.<br />

Vísindaráðstefnur læknadeildar eru haldnar reglulega annað hvert ár, síðast í janúar<br />

1999. Vísindanefnd læknadeildar undir forystu Hrafns Tuliniusar prófessors<br />

hafði veg og vanda að ráðstefnunni. Þar voru flutt 121 erindi og kynnt 87 veggspjöld.<br />

Vísindanefnd vinnur auk þess að mótun vísindastefnu og að framgangsmálum<br />

einstakra kennara.<br />

Rannsóknanámsnefnd hafði umsjón með rannsóknatengdu námi. Formaður var<br />

Helga Ögmundsdóttir dósent og kennslustjóri Ingibjörg Harðardóttir dósent. Einn<br />

nemandi hóf B.S.-nám og annar lauk slíku námi á árinu, átta nemendur hófu<br />

meistaranám í heilbrigðisvísindum og sex luku því á árinu. Níu voru innritaðir í<br />

doktorsnám. Vel sótt málstofa á vegum nefndarinnar var haldin vikulega í húsnæði<br />

Krabbameinsfélags Íslands. Þar fluttu bæði nemendur í rannsóknatengdu<br />

námi og kennarar erindi. Hvatt er til góðrar fræðilegrar umræðu.<br />

Þann 30. desember 1999 var stofnuð Rannsóknastofa Háskóla Íslands og Sjúkrahúss<br />

Reykjavíkur í öldrunarfræðum og árið <strong>2000</strong> var fyrsta heila starfsár hennar.<br />

Stofunni er ætlað að vera miðstöð rannsókna á sviði öldrunarfræða og fjalla sérstaklega<br />

um heilsufar, félagsleg og fjárhagsleg atriði og annað það sem tengist<br />

lífsgæðum aldraðra. Forstöðumaður var kjörinn Pálmi Jónsson dósent og fyrsta<br />

starfsárið gekk vel.<br />

Nýir doktorar<br />

Tveir líffræðingar og einn læknir vörðu doktorsritgerðir sínar við læknadeild, þau<br />

Bergljót Magnadóttir og Steinunn Thorlacius, líffræðingar (prófgráða doktor í heilbrigðisvísindum)<br />

og Gunnar Guðmundsson læknir (doktor í læknisfræði).<br />

Sjúkraþjálfunarskor<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Við sjúkraþjálfunarskor voru mönnuð sex 100% stöðugildi kennara. Ingveldur<br />

Ingvarsdóttir sem gegnt hefur 50% lektorstöðu var í rannsóknarleyfi á vormisseri<br />

og sagði svo stöðu sinni lausri frá og með 1. ágúst. Skorin þakkar henni unnin<br />

störf.<br />

Þórarinn Sveinsson dósent var endurkjörinn skorarformaður á vormánuðum og<br />

var María Þorsteinsdóttir lektor kjörin varaformaður. Sem fyrr var eitt 100% stöðugildi<br />

við stjórnsýslu og gegndi Rósa G. Bergþórsdóttir því sem fyrr.<br />

Kennsla<br />

38 nemendur þreyttu samkeppnispróf í desember. Tilskilinni lágmarkseinkunn<br />

(5,0) þarf að ná í öllum þeim fimm greinum sem prófað er úr og vera meðal<br />

þeirra 18 efstu sem þeim árangri ná til að öðlast rétt til áframhaldandi náms í<br />

sjúkraþjálfun. Á árinu var ákveðið að vinna að breyttu fyrirkomulagi á inntöku í<br />

69


sjúkraþjálfunarnám og taka upp inntökupróf sumarið 2002. Tuttugu og einn útskriftarkandídat<br />

kynnti tólf BS-verkefni þann 24. maí. Nítján þeirra útskrifuðust<br />

svo í júní og einn í október.<br />

Þrír erlendir stúdentar stunduðu klínískt nám við skorina og fjórir íslenskir stúdentar<br />

sóttu erlenda háskóla heim í sömu erindagjörðum.<br />

Námsbraut í sjúkraþjálfun 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar1 45 127 120 100 100 86<br />

Brautskráðir:<br />

B.S.-próf 20 20 19 22 16 19<br />

Kennarastörf 4,5 4,5 5 5,5 6,5 6<br />

Aðrir starfsmenn 1 1 1 1 1 1<br />

Stundakennsla/stundir 7.500 7.580<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 19.645 21.947 24.097 25.966 31.457 36.973<br />

Fjárveiting í þús. kr. 20.075 22.058 23.657 28.401 35.043 41.674<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknir hafa haldið áfram að eflast við skorina. Unnið er að rannsóknum á<br />

ýmsum sviðum sjúkraþjálfunar og tengdum sviðum, t.d. hreyfistjórn, stjórnun<br />

jafnvægis hjá öldruðum, lífaflafræði fóta, heilsu, þreki og hreyfingu almennings,<br />

o.fl. Á árinu var gert átak í því að tækjavæða rannsóknir í hreyfivísindum við skorina<br />

og m.a. keypt göngubretti, kraftplötur og göngugreiningartæki. Þá var gerður<br />

samstarfssamningur við Kine hf um afnot af hreyfigreiningarforritinu KineView<br />

við rannsóknir og kennslu og þróunarsamvinnu á því. Upplýsingar um rannsóknarverkefni<br />

einstakra kennara er að finna á heimasíðu námsbrautarinnar,<br />

www.physio.hi.is<br />

Kynningarstarf<br />

Nemendur og kennarar unnu saman að því að kynna námsbrautina á námskynningu<br />

í apríl.<br />

Annað<br />

Námsbraut í sjúkraþjálfun, sem svo hefur heitið frá því byrjað var að kenna<br />

sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands árið 1976, fékk nýtt nafn með nýrri reglugerð<br />

fyrir Háskólann sem tók gildi 10. júlí. Fram að því hafði kennsla í sjúkraþjálfun<br />

farið fram innan einnar af námsbrautum læknadeildar en með nýju lögunum varð<br />

læknadeild skorarskipt. Læknadeild skiptist nú í læknisfræðiskor og sjúkraþjálfunarskor.<br />

Litlar breytingar hafa orðið á stjórnsýslu sjúkraþjálfunar við þessar<br />

breytingar. Þær helstu eru að kennarar í sjúkraþjálfun hafa nú atkvæðisbæran<br />

rétt á deildarfundum læknadeildar og skorarformaður, sem áður var formaður<br />

námsbrautarstjórnar, á nú fast sæti í deildarráði læknadeildar. Skrifstofustjóri er<br />

enn starfandi við skorina í óbreyttri mynd. Skorarfundir eru haldnir u.þ.b. einu<br />

sinni í mánuði meðan á kennslu stendur og deildarfundir eru haldnir tvisvar á<br />

misseri.<br />

Raunvísindadeild<br />

Stjórn deildarinnar og almennt starf<br />

Forseti raunvísindadeildar bæði misserin var Gísli Már Gíslason. Bragi Árnason<br />

var varadeildarforseti.<br />

Skorarformenn á árinu <strong>2000</strong><br />

Formaður stærðfræðiskorar á vormisseri var Jón Ragnar Stefánsson uns Gunnar<br />

Stefánsson tók við á haustmisseri. Örn Helgason var formaður eðlisfræðiskorar.<br />

Formaður efnafræðiskorar á vormisseri var Baldur Símonarson en Bjarni Ásgeirsson<br />

tók við á haustmisseri. Formaður líffræðiskorar var Eva Benediktsdóttir,<br />

formaður jarð- og landfræðiskorar var Áslaug Geirsdóttir á vormisseri en Guðrún<br />

Gísladóttir tók við á haustmisseri. Frá upphafi haustmisseris færðist tölvunarfræðiskor<br />

úr raunvísindadeild yfir í verkfræðideild. Halldór Guðjónsson var skorarformaður<br />

á vormisseri uns hann lét af störfum að eigin ósk og Jóhann P.<br />

71


Malmquist tók við á haustmisseri. Ágústa Guðmundsdóttir var formaður matvælafræðiskorar.<br />

Starfsemi deildarinnar var með svipuðu sniði og síðasta ár. Fjárhagur deildarinnar<br />

versnaði verulega á árinu. Aðalástæða þess var sú að meðaldagvinnulaun í<br />

deildinni eru miklu hærri en meðaldagvinnulaun (launastika) þau sem miðað er<br />

við í samningi við menntamálaráðuneytið án þess að þessi mismunur fáist bættur.<br />

Starfandi fastanefndir við deildina voru: fjármálanefnd, mats- og framgangsnefnd,<br />

kennsluskrárnefnd, rannsóknanámsnefnd og vísindanefnd.<br />

Guðmundur G. Haraldsson var fulltrúi raunvísindadeildar og verkfræðideildar í<br />

háskólaráði. Valdimar K. Jónsson var fyrsti varafulltrúi og Gísli Már Gíslason annar<br />

varafulltrúi deildanna í háskólaráði.<br />

Fulltrúar raunvísindadeildar til setu á háskólafundi, auk deildarforseta sem er<br />

sjálfkjörinn, voru Bragi Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Gunnlaugur Björnsson.<br />

Ágústa Guðmundsdóttir tók við af Gunnlaugi um haustið þegar hann hóf störf á<br />

Raunvísindastofnun.<br />

Kennslumál<br />

Árið <strong>2000</strong> kom til framkvæmda flutningur tölvunarfræðiskorar úr raunvísindadeild<br />

yfir í verkfræðideild.<br />

Þá var samþykkt að taka upp nám til BS-prófs í ferðamálafræðum frá og með<br />

hausti 2001 en á árinu var boðið upp á nám í ferðamálafræðum til 45 eininga diplóma-prófs<br />

sem hófst haustið 1999.<br />

Raunvísindadeild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 663 694 780 805 981 761<br />

Brautskráðir:<br />

B.S.-próf 80 123 109 139 118 121<br />

M.S.-próf 3 16 12 14 10 25<br />

M.S.-próf í sjávarútvegsfræði 3 2<br />

Fjórða árs viðbótarnám 1 2 3 1<br />

Kennarastörf 64,22 64,72 68,48 70,61 73,11 68,11#<br />

Sérfræðingsstöður 2 3,5 17,1* 22,42* 13,9* 13*<br />

Aðrir starfsmenn 4,6 3,6 5,0 5 5 4,30<br />

Stundakennsla/stundir 38.900 32.862<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 231.307 256.001 285.662 359.181 394.892 412.783<br />

Fjárveiting í þús. kr. 229.325 256.418 270.357 319.052 396.759 379.255<br />

* Líffræðistofnun meðtalin.<br />

# Tölvunarfræðiskor var flutt á verkfræðideild á árinu.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Í doktorsnámi voru 15 og 84 nemendur í meistaranámi við deildina haustið <strong>2000</strong>,<br />

þar af 12 í umhverfisfræðum og 5 í sjávarútvegsfræðum.<br />

Meistaranám í umhverfisfræðum er þverfaglegt, þ.e. nemendur stunda námið í<br />

einni aðaldeild (og útskrifast frá henni) en taka námskeið í fleiri deildum. Deildirnar<br />

sem standa að náminu eru félagsvísindadeild, heimspekideild, verkfræðideild<br />

og raunvísindadeild og einnig taka nemendur eitt námskeið í lagadeild og eitt innan<br />

námsbrautar í hjúkrunarfræði.<br />

Fjármögnun meistaranámsins er enn mjög óviss en kostnaður vegna þess eykst<br />

stöðugt vegna mikillar fjölgunar nemenda en gera þarf ráð fyrir auknu húsnæði<br />

vegna vinnuaðstöðu nemenda og viðbótar tölvu- og tækjakosti.<br />

Forkröfur fyrir nám í raunvísindadeild eru, sem kunnugt er, stúdentspróf af eðlisfræði-<br />

eða náttúrufræðibraut framhaldsskóla eða sambærilegt próf, þó þannig að<br />

nemendur hafi lokið ekki færri en 21 einingu í stærðfræði auk 30 eininga í raungreinum,<br />

þar af 6 í eðlisfræði og 6 í líffræði. Þó nægir stúdentspróf eingöngu til að<br />

hefja nám í landafræði við deildina.<br />

72


Í sumarprófum <strong>2000</strong> var í samræmi við nýja reglugerð Háskóla Íslands viðhöfð<br />

nafnleynd, þ.e. úrlausnir voru merktar með prófnúmeri en hvorki nafni né kennitölu<br />

próftaka. Þetta fyrirkomulag margfaldar vinnu bæði kennara og skrifstofu og<br />

eykur auk þess hættu á mistökum. Að fenginni heimild háskólafundar16.-17. nóvember<br />

samþykkti raunvísindadeild fyrir sitt leyti eftirfarandi reglu: Prófúrlausnir í<br />

raunvísindadeild skulu merktar nafni. Sama regla var samþykkt í verkfræðideild.<br />

Við færslu tölvunarfræðiskorar úr raunvísindadeild fækkaði nemendum deildarinnar<br />

um 360 manns. Samkvæmt tölum um fjölda nemenda í deildinni í upphafi<br />

haustmisseris voru þeir alls 860. Á sama tíma árið 1999 voru nemendur deildarinnar<br />

um 1070.<br />

Stuttar hagnýtar námsleiðir<br />

Áfram bauð Háskólinn upp á nám á 17 svokölluðum stuttum hagnýtum námsbrautum<br />

sem eru 45 einingar og eru tvær þeirra innan raunvísindadeildar. Þessar<br />

námsbrautir eru Ferðamálafræði og Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja – veiðar og<br />

vinnsla. Þá var áfram boðið upp á námskeið í fjarnámi, eitt á hvoru misseri í<br />

ferðamálafræði.<br />

Húsnæðismál<br />

Sem fyrr stendur húsnæðisekla hinni fjölþættu starfsemi deildarinnar fyrir þrifum.<br />

Í samvinnu við verkfræðideild þarf að byggja 4-5 hæða byggingu á grunninum<br />

við VR-III við Suðurgötu. Þá er þess vænst að byggingu náttúrufræðahúss í<br />

Vatnsmýrinni verði lokið á tilsettum tíma með tilheyrandi aðstöðu fyrir rannsóknastarfsemi<br />

o.fl. en sú starfsemi á vegum deildarinnar sem flyst þangað er nú í<br />

leiguhúsnæði eða öðru ófullnægjandi húsnæði.<br />

Starfsmannamál<br />

Robert J. Magnus var ráðinn prófessor við stærðfræðiskor frá 1. janúar 2001 að<br />

telja. Rögnvaldur Möller var ráðinn sérfræðingur við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar.<br />

Gunnlaugur Björnsson hlaut framgang í starf prófessors við eðlisfræðiskor<br />

en hætti að eigin ósk og réð sig sem fræðimann/vísindamann við eðlisfræðistofu<br />

Raunvísindastofnunar. Árný Erla Sveinbjörnsdóttir hlaut framgang í starf vísindamanns<br />

við jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar. Bryndís Brandsdóttir<br />

hlaut framgang í starf vísindamanns, einnig við jarðeðlisfræðistofu. Hannes Jónsson<br />

var ráðinn prófessor í eðlisefnafræði við efnafræðiskor en Steingrímur Baldursson<br />

prófessor, sem gegnt hafði því starfi, lét af störfum vegna aldurs. Kesara A.<br />

Jónsson hlaut framgang í starf prófessors við líffræðiskor. Guðmundur H. Guðmundsson<br />

var ráðinn prófessor í frumulíffræði við líffræðiskor. Jón S. Ólafsson var<br />

ráðinn í tímabundið lektorsstarf á sviði vatnalíffræði við líffræðiskor vegna starfa<br />

Gísla Más Gíslasonar prófessors sem deildarforseti. Guðrún M. Ólafsdóttir, dósent í<br />

landafræði við jarð- og landafræðiskor lét af störfum vegna aldurs. Ólafur Ingólfsson<br />

var ráðinn í starf prófessors í jarðvísindum við jarð- og landafræðiskor og hefur<br />

störf á árinu 2001. Örn Daníel Jónsson var ráðinn í 50% starf tímabundins lektors<br />

í atvinnulífsfræðum en lét einnig af störfum við deildina á árinu að eigin ósk og var<br />

ráðinn í starf rannsóknaprófessors við viðskiptadeild. Þá var Olgeir Sigmarsson<br />

ráðinn sérfræðingur við jarðfræðastofu Raunvísindastofnunar. Magnús Már Kristjánsson<br />

hlaut framgang í starf dósents við matvælafræðiskor.<br />

Samstarf<br />

Samstarf einstakra kennara við innlenda og erlenda aðila er mikið. Einnig er<br />

samstarf í gangi við ýmsar stofnanir um kennslu og rannsóknir.<br />

Þá er stefnt að því að taka upp samstarf við ríkisháskólana í Kaliforníu um nemendaskipti<br />

og rannsóknamisseri kennara.<br />

Evrópusamband deildarforseta í raunvísindum (European Association of Deans of<br />

Science, EADS) eru samtök sem hafa það að markmiði að efla samvinnu og samstarf<br />

um mál er meðal annars varða stjórnun, skipulagningu og uppbyggingu háskóladeilda<br />

í Evrópu á sviði raunvísinda. Til stóð að halda 10. árlegu ráðstefnuna í<br />

borginni Sarajevo í Bosníu Herzegovinu í október en henni var aflýst á síðustu<br />

stundu vegna ótryggs stjórnmálaástands í landinu.<br />

Samkomulag var gert milli Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, raunvísindadeildar<br />

Háskóla Íslands og Landssamtakanna heimili og skóli um tilraunaverkefni sem<br />

felst í framboði á viðfangsefnum á sviði raunvísinda fyrir bráðger börn á miðstigi<br />

grunnskóla, þ.e. erfiðari viðfangsefni en almennt er boðið upp á skyldunámi.<br />

75


Viðurkenningar<br />

Á háskólahátíð síðasta vetrardag 21. október var lýst kjöri þriggja heiðursdoktora<br />

við raunvísindadeild. Þeir eru Guðmundur Sigvaldason jarðefnafræðingur fyrir<br />

störf í þágu jarðvísinda, Bergþór Jóhannsson mosafræðingur fyrir rannsóknir á<br />

sviði náttúruvísinda við greiningu og útgáfu mosaflórunnar og Vestur-Íslendingurinn<br />

Baldur Stefánsson plöntuerfðafræðingur fyrir störf í þágu landbúnaðarvísinda.<br />

Tannlæknadeild<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Deildarforseti tannlæknadeildar á árinu var Peter Holbrook prófessor og varadeildarforseti<br />

Sigfús Þór Elíasson prófessor. Deildarfundur er æðsta ákvörðunarvald<br />

deildarinnar og þar eiga sæti allir kennarar í 100% starfi og þrír fulltrúar<br />

stúdenta. Með breytingum á háskólalögum nr. 41/1999 sitja nú á deildarfundum<br />

þeir kennarar sem ráðnir eru í hlutastörf og voru þrír kennarar boðnir velkomnir<br />

á deildarfund þann 17. okt. <strong>2000</strong>. Jafnframt er starfandi deildarráð. Helstu fastanefndir<br />

eru kennslunefnd og vísindanefnd.<br />

Á skrifstofu tannlæknadeildar starfar skrifstofustjóri ásamt þrem fulltrúum í einu<br />

og hálfu stöðugildi og á klíník starfar deildarstjóri ásamt þremur tanntæknum í<br />

tveimur stöðugildum. Jafnframt starfar við deildina tannsmiður, tækjavörður, líffræðingur<br />

og deildarmeinatæknir.<br />

Fastráðnir kennarar við deildina eru alls 15 í 13,2 stöðugildum. Af þeim eru tveir<br />

prófessorar, fjórir dósentar og níu lektorar. Auk þeirra kenna nokkrir stundakennarar<br />

við deildina. Á árinu var Elín Sigurgeirsdóttir lektor ráðin í ótímabundna<br />

stöðu.<br />

Framhaldsnám<br />

Aðsókn að framhaldsnámi við tannlæknadeild hefur aukist á árinu og bættist einn<br />

nemi við í mastersnám og tveir í doktorsnám. Tveir erlendir háskólar og deild innan<br />

Háskóla Íslands tengjast umsjón með þessum nemum og er það talið tryggja<br />

gæði námsins fyrst um sinn að umsjón verði skipt milli tannlæknadeildar og aðila<br />

með langa reynslu af slíku námi. Jafnframt hefur áhugi tannlækna á viðbótar- og<br />

viðhaldsmenntun við deildina aukist og stunda nú þegar nokkrir slíkt nám.<br />

Á árinu var kosið aftur í háskólaráð. Læknisfræði, tannlæknadeild og námsbrautir<br />

í hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og lyfjafræði kusu sameiginlegan fulltrúa í þetta<br />

sinn og var Peter Holbrook, prófessor við tannlæknadeild, kosinn.<br />

Líkt og undanfarin ár störfuðu Tannsmíðaskólinn með sex nemendur og Námsbraut<br />

fyrir tanntækna (NAT) með 12 nemendur í húsnæði deildarinnar.<br />

DentEd<br />

Úttekt var gerð á tannlæknanámi við deildina á vegum DentEd sem er samstarfsverkefni<br />

evrópskra tannlæknadeilda (svokallað E.B. Thematic Network) á vegum<br />

menntaáætlunar Evrópusambandsins. Úttektin var í fjórum þrepum: Ítarlegt<br />

sjálfsmat; heimsókn matsnefndar hingað; munnleg skýrsla gefin á opnum fundi<br />

og skrifleg skýrsla. Fimm erlendir prófessorar í tannlækningum heimsóttu tannlæknadeild<br />

í september og voru niðurstöður gagnlegar og á flestum sviðum fékk<br />

deildin góða dóma. Formaður matsnefndarinnar, prófessor Antonio Carassi, sagði<br />

í lokaræðu sinni að nám við Tannlæknadeild Háskóla Íslands væri í háum gæðaflokki.<br />

Tannlæknadeild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 48 51 46 41 70 50<br />

Brautskráðir:<br />

Cand.odont.-próf 8 6 7 6 7<br />

Kennarastörf 15,29 14,24 13,87 15,11 14,24 14,24<br />

Aðrir starfsmenn 7,1 6,5 9,6 10,6 8,5 8,5<br />

Stundakennsla/stundir 7.000 6.900<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 45.271 44.848 50.749 63.387 62.769 82.209<br />

Fjárveiting í þús. kr. 47.038 49.434 51.642 60.972 69.539 72.596<br />

76<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.


Rannsóknir<br />

Eins og undanfarin ár stunduðu kennarar tannlæknadeildar rannsóknir á fræðasviðum<br />

sínum, s.s. tannheilsu Íslendinga, langtímaáhrifum tann- og bitskekkju,<br />

andlitsformi, tannlæknaótta, tíðni og eðli andlitsbeinbrota, tíðni og þróun tannholdsbólgu,<br />

glerungseyðingu, bakteríum sem valda tannskemmdum og tannholdssjúkdómum,<br />

áhrifum og einkennum hálsslinksáverka o.fl. Sum þessara<br />

verkefna eru unnin í samvinnu við aðrar deildir Háskólans, t.d. þróun lyfja við<br />

munnsjúkdómum í samvinnu við lyfjafræði lyfsala. Samvinna við evrópska og<br />

bandaríska háskóla er einnig töluverð. Kennarar við tannlæknadeild tóku þátt í<br />

fjölþjóðarannsóknarverkefni, sem styrkt var að hluta til af Evrópubandalaginu,<br />

svokallaðri Biomed-áætlun. Fimm kennarar tóku þátt í tveimur verkefnum styrktum<br />

af Evrópubandalaginu, annað þeirra kallaðist „Harmonisation of a European<br />

Medical Risk Related History“. Hinu verkefninu er nýlokið en það var könnun á<br />

tíðni flúorflekkja sem var gerð í sjö Evrópulöndum. Eftir er að birta niðurstöður<br />

þessara rannsókna í vísindatímaritum. Nemendur hafa líka stundað rannsóknir í<br />

auknum mæli, bæði með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og aðstoðarmannasjóði.<br />

Nánari upplýsingar um rannsóknaverkefni á sviði tannlæknadeildar<br />

er í Rannsóknagagnasafni Íslands. Slóðin er: www.ris.is<br />

Í apríl fóru tveir nemendur til Kaupmannahafnar til að kynna rannsóknaverkefni<br />

sín í svonefndri Dentsply-keppni. Verkefnin voru unnin í samvinnu við læknadeild<br />

og einn læknanema.<br />

Ánægjulegt er að árlega finna æ fleiri nemendur tíma til að stunda rannsóknir,<br />

þrátt fyrir mjög þétta stundaskrá í hefðbundnu námi. Árið <strong>2000</strong> höfðu þrír af sex<br />

brautskráðum nemendum lokið rannsóknarverkefni sem valgrein.<br />

Verkfræðideild<br />

Stjórn<br />

Embættismenn verkfræðideildar bæði misseri ársins <strong>2000</strong> voru þessir: Valdimar<br />

K. Jónsson deildarforseti, Jónas Elíasson varadeildarforseti, Ragnar Sigbjörnsson,<br />

formaður umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar, og Magnús Þór Jónsson,<br />

formaður véla- og iðnaðarverkfræðiskorar. Formaður rafmagns- og tölvuverkfræðiskorar<br />

á vormisseri var Anna Soffía Hauksdóttir en Jóhannnes R. Sveinsson<br />

á haustmisseri. Frá upphafi haustmisseris <strong>2000</strong> færðist tölvunarfræðiskor úr<br />

raunvísindadeild yfir í verkfræðideild og var Halldór Guðjónsson formaður hennar<br />

þar til í september er hann lét af störfum samkvæmt eigin ósk og við tók Jóhann<br />

P. Malmquist. Sameiginlegur fulltrúi verkfræði- og raunvísindadeilda í háskólaráði<br />

var Guðmundur G. Haraldsson, Valdimar K. Jónsson fyrsti varamaður og<br />

Gísli Már Gíslason annar varamaður. Fulltrúar deildar til setu á háskólafundi auk<br />

deildarforseta, sem er sjálfkjörinn, voru kjörnir Jón Atli Benediktsson og Oddur<br />

Benediktsson.<br />

Stefnumál og framkvæmd þeirra<br />

Árið <strong>2000</strong> kom til framkvæmda flutningur tölvunarfræðiskorar úr raunvísindadeild<br />

yfir í verkfræðideild. Einnig héldu áfram umræður, bæði innan deildar og við aðila<br />

utan hennar, um upptöku tæknináms og arkitektanáms. Viðræður fóru fram milli<br />

fulltrúa deildarinnar og stjórnar Tæknifræðingafélags Íslands um uppbyggingu<br />

tæknilínu innan verkfræðideildar sem þeir nemendur deildarinnar gætu nýtt sér<br />

sem eiga í erfiðleikum með hið mikla stærðfræðinám í verkfræðinni.<br />

Þá var stofnað Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á Íslandi en<br />

að því standa Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Samtök iðnaðarins, Tæknifræðingafélag<br />

Íslands og Verkfræðingafélag Íslands. Í stjórn félagsins eru Bjarni<br />

Bessason (H.Í.), Bjarni Harðar (HA), Ingi Bogi Bogason (Si), Bergþór Þormóðsson<br />

(TFÍ) og Ragnheiður Þórarinsdóttir (VFÍ)<br />

Miklar umræður hafa farið fram innan deildarinnar um uppbyggingu nýrra námsleiða<br />

innan deildarinnar og mun árangri þeirrar viðleitni sjá nokkurn stað í<br />

Kennsluskrá Háskólans háskólaárið 2001-2002. Meðal þeirra námsleiða sem eru<br />

í uppbyggingu, auk hugsanlegrar tæknilínu og arkitektanáms, eru efnaverkfræði<br />

(sjá kaflann Samstarf), iðnaðarverkfræði og hugbúnaðarverkfræði.<br />

Skipuð hefur verið sérstök þróunarnefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um<br />

stefnumörkun og þróun verkfræðideildar, tengsl hennar við aðrar deildir, skóla og<br />

77


stofnanir. Nefndinni er sérstaklega ætlað að fjalla um húsnæðismál deildarinnar,<br />

nám í arkitektúr og hugmyndir varðandi Tækniskóla. Nefndina skipa Jónas Elíasson,<br />

Valdimar K. Jónsson, Sigfús Björnsson og Jóhann P. Malmquist.<br />

Kennsla og próf<br />

Kennsluhættir voru með svipuðu sniði og undanfarandi ár. Í framhaldi umræðu<br />

um mikið brottfall nemenda á 1. ári í verkfræði (aðeins um 40% þeirra sem innritast<br />

í deildina brautskrást þaðan), vegna þess að margir þeirra ráða ekki við<br />

stærðfræðinámið sökum misjafns undirbúnings í greininni á hinum ýmsu námslínum<br />

framhaldsskólanna, var gerð tilraun með það á haustmisseri <strong>2000</strong> að ráða<br />

fjóra stúdenta úr hópi eldri nemenda til þess að annast stuðningskennslu í<br />

Stærðfræðigreiningu I B tvisvar í viku, tvo tíma í senn, fyrir fyrsta árs nema. Enn<br />

fremur var, að fengnu samþykki stærðfræðiskorar, ákveðið að endurkenna<br />

Stærðfræðigreiningu I B á vormisseri 2001 fyrir þá nemendur sem innritast um<br />

áramót eða féllu á desemberprófunum.<br />

Forkröfur fyrir nám í verkfræðideild eru, sem kunnugt er, stúdentspróf eða sambærilegt<br />

próf. Vegna óska Félags íslenskra framhaldsskóla um nánari skilgreiningu<br />

inntökuskilyrðanna og að höfðu samráði við menntamálaráðuneytið samþykkti<br />

verkfræðideild svohljóðandi reglur um nauðsynlegan undirbúning þeirra<br />

sem hefja nám við deildina: „Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í verkfræðideild<br />

er haldgóð þekking í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku. Verkfræðideild<br />

Háskóla Íslands mælir með að nemendur taki að minnsta kosti 24 einingar<br />

í stærðfræði og 30 einingar í náttúrufræði í framhaldsskóla (þar af a.m.k. 6<br />

einingar í eðlisfræði)“.<br />

Í sumarprófum <strong>2000</strong> var í samræmi við nýja reglugerð Háskóla Íslands viðhöfð<br />

nafnleynd, þ.e. úrlausnir voru merktar með prófnúmeri en hvorki nafni né kennitölu<br />

próftaka. Þetta fyrirkomulag margfaldar vinnu bæði kennara og skrifstofu og<br />

eykur auk þess hættu á mistökum. Að fenginni heimild háskólafundar16.-17. nóvember<br />

samþykkti verkfræðideild fyrir sitt leyti eftirfarandi reglu: Prófúrlausnir í<br />

verkfræðideild skulu merktar nafni. Sama regla var samþykkt í raunvísindadeild.<br />

Við færslu tölvunarfræðiskorar yfir til verkfræðideildar fjölgað nemendum deildarinnar<br />

um hátt í 400 manns. Samkvæmt tölum um fjölda nemenda í deildinni í<br />

upphafi haustmisseris voru þeir alls 889, þar af 383 í tölvunarfræðiskor. Á sama<br />

tíma 1999 voru nemendur deildarinnar tæplega 420 eða um 460 færri.<br />

Verkfræðideild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 250 261 297 333 417 767<br />

Brautskráðir:<br />

Cand.scient.-próf 33 34 40 39 20 23<br />

M.S.-próf 5 7 6 2 5 13<br />

B.S.-próf 9 26 46<br />

Kennarastörf 25,5 23,5 22,5 23,5 23 34#<br />

Rannsóknarog<br />

sérfræðingsstörf 3* 3* 2,5* 1 2 1,5<br />

Aðrir starfsmenn 4 4 4,8 4 4 4<br />

Stundakennsla/stundir 13.500 12.200<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 95.219 104.033 104.047 136.690 144.994 174.327<br />

Fjárveiting í þús. kr. 93.364 100.180 105.561 121.948 149.908 198.935<br />

* Sjávarútvegsstofnun meðtalin.<br />

# Tölvunarfræðiskor var flutt frá raunvísindadeild í verkfræðideild á árinu.<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Húsnæðismál<br />

Enn sem fyrr stendur húsnæðisekla vexti og viðgangi hinnar fjölþættu starfsemi<br />

deildarinnar fyrir þrifum. Byggja þarf 4.-5. hæða byggingu á grunninum við enda VR<br />

III við Suðurgötu en fyrir liggur að það mál verður ekki tekið fyrir í háskólaráði fyrr<br />

en fjárveiting er fengin til þess að ljúka byggingu Náttúrufræðahúss í Vatnsmýrinni.<br />

Skipuð hefur verið nefnd til að meta húsnæðisþörf verkfræðideildar. Í henni eiga<br />

sæti deildarforseti, Þórður Kristinsson, framkvæmdastjóri kennslusviðs, Skúli Júlíusson,<br />

rekstrarstjóri fasteigna og Valþór Sigurðsson byggingastjóri.<br />

78


Við flutning aflfræðistofu Verkfræðistofnunar til Selfoss, en hún var formlega tekin<br />

í notkun í maí, losnaði nokkurt húsnæði að Smyrilsvegi 22 og fengust þar þrjár<br />

skrifstofur fyrir kennara deildarinnar, en það leysir lítt heildarvandann í húsnæðismálum<br />

hennar.<br />

Breytingar á kennaraliði<br />

Í apríl andaðist Þorsteinn Helgason, prófessor í byggingarverkfræði og fyrrverandi<br />

deildarforseti, eftir erfið veikindi. Á árinu voru fastráðnir þrír nýir dósentar<br />

við véla- og iðnaðarverkfræðiskor: Ólafur Pétur Pálsson á sviði tölfræði og stýritækni,<br />

Birna Kristinsdóttir á sviði rekstrar- og iðnaðarverkfræði og Fjóla Jónsdóttir<br />

á sviði efnisfræði- og framleiðslutækni. Þá voru Lárus Elíasson og Helgi Þór<br />

Ingason ráðnir í hálfa lektorsstöðu til eins árs frá 1. sept. að telja, en Lárus<br />

gegndi áður stöðunni á vormisseri. Loks var Jón Tómas Guðmundsson ráðinn<br />

lektor á sviði rásafræði við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor frá 1. jan. 2001 að<br />

telja.<br />

Eftir flutning tölvunarfræðinnar yfir í verkfræðideild var samþykktur samningur<br />

við Softís um störf Snorra Agnarssonar prófessors við deildina. Þá samþykkti<br />

deildin í október að óska auglýsingar á nýrri prófessorsstöðu í tölvunarfræði. Í<br />

upphafi haustmisseris var gengið frá samningi við Björn Birnir um kostun hálfrar<br />

prófessorsstöðu á móti verkfræði- og raunvísindadeild.<br />

Orkuveita Reykjavíkur samþykkti á árinu að kosta starf prófessors í raforkuverkfræði<br />

sem ráðið verður í til tveggja ára. Hefur staðan verið auglýst og væntanlega<br />

verður ráðið í hana á árinu 2001. Þá mun Orkuveitan styrkja á hverju ári 3-5 stúdenta<br />

við gerð lokaverkefna.<br />

Samstarf<br />

Samstarf deildarinnar og kennara hennar við fjölmarga aðila, bæði innan lands<br />

og utan, hélt áfram að eflast á árinu, svo sem samvinnan við tækniháskólana á<br />

hinum Norðurlöndunum. Af nýmælum má nefna að á árinu fóru fram, að höfðu<br />

samráði við efnafræðiskor raunvísindadeildar, viðræður milli verkfræðideildar og<br />

Montana State University í Bandaríkjunum um að bjóða upp á nám í efnaverkfræði<br />

við verkfræðideild Háskóla Íslands í samvinnu við MSU. Fóru deildarforseti<br />

og Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræðiskor, til Montana til þess að<br />

kynna sér aðstæður þar. Munu viðræður þessara aðila um málið halda áfram en<br />

verkfræðideild hefur samþykkt fyrir sitt leyti að koma náminu á fót.<br />

Þess má og geta að „Dean-Deans“ European Academic Network, sem eru<br />

nýstofnuð samtök deildarforseta ýmissa háskóla í löndum Evrópu, buðu verkfræðideild<br />

að gerast aðili að samtökunum. Markmið þeirra er samvinna og samstarfi<br />

um mál er varða stjórnun, skipulagningu, uppbyggingu háskóladeilda o.fl.<br />

Starfsemi Senats verkfræðideildar hófst að nýju á árinu eftir nokkur hlé og samþykkti<br />

deildin skipulagsskrá fyrir það. Formaður þess var kjörinn Guðmundur G.<br />

Þórarinsson verkfræðingur.<br />

Viðurkenningar<br />

Á háskólahátíð síðasta vetrardag 21. október var lýst kjöri tveggja heiðursdoktora<br />

við verkfræðideild í tilefni þess að um það leyti, eða 19. október, voru liðin 60 ár<br />

frá því kennsla hófst í verkfræði við Háskóla Íslands. Heiðursdoktorarnir eru Vigdís<br />

Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, dóttir Finnboga Rúts Þorvaldssonar,<br />

fyrsta prófessors við verkfræðideild, og Bjarni Tryggvason geimfari, sem er fyrsti<br />

geimfarinn af íslensku bergi brotinn.<br />

Úthlutun úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar fór fram að venju á fæðingardegi<br />

hans 21. desember. Styrkinn hlaut að þessu sinni Margrét Vilborg Bjarnadóttir,<br />

nemandi í véla- og iðnaðarverkfræðiskor.<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild<br />

Almennt yfirlit<br />

Aðsókn að námi í viðskipta- og hagfræðideild hefur aukist jafnt og þétt ár frá ári<br />

og var fjöldi nemenda í deildinni 1.160 í lok janúar <strong>2000</strong>. Fyrstu nemendurnir voru<br />

79


formlega samþykktir í doktorsnám í deildinni, þrír í hagfræðiskor og einn í<br />

viðskiptaskor. Í meistaranámi í hagfræði, sem fer fram á ensku, voru 19 nýir<br />

nemendur. Þar af voru tveir styrkþegar á vegum EFTA, einn frá Albaníu og einn<br />

frá Makedóníu. Í meistaranámi í viðskiptafræði voru 55 nýir nemendur. Gert er ráð<br />

fyrir að þessir nemendur taki námskeið á vormisseri við erlendan háskóla, nema<br />

þeir sem sérhæfa sig í fjármálum annars vegar og stjórnun og stefnumótun hins<br />

vegar. Boðið var upp á kennslu á vormisseri <strong>2000</strong> í meistaranámi í stjórnun og<br />

stefnumótun í fyrsta sinn frá því kennsla í meistaranámi í viðskiptafræði hófst.<br />

Sökum hins mikla fjölda nýnema var brugðið á það ráð að kenna í sal 1 í<br />

Háskólabíói á fyrsta ári.<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild 1995 1996 1997 1998 1999 <strong>2000</strong><br />

Skráðir stúdentar 608 635 802 846 1.168 1.305<br />

Brautskráðir:<br />

B.S./B.A.econ.-próf 14 13 26 56 91 107<br />

M.S.econ.-próf í hagfr. 5 2 5 7 9 5<br />

M.S.-prófi í viðskiptafr. 5<br />

M.S.-próf í sjávarútv.fr. 2<br />

Cand.oecon.-próf 105 80 69 70 46 44<br />

Kennarastörf 19,87 18,97 20,60 20 20,5 24<br />

Aðrir starfsmenn 2 2 2,5 2,4 2,4 2,4<br />

Stundakennsla/stundir 19.000 22.600<br />

Útgjöld (nettó) í þús. kr. 71.219 84.804 102.743 111.979 140.197 152.363<br />

Fjárveiting í þús. kr. 71.250 77.147 82.389 104.517 125.764 169.509<br />

Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.<br />

Nýir kennarar<br />

Þrír nýir kennarar voru ráðnir til starfa í deildinni. Örn D. Jónsson var ráðinn<br />

prófessor í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum frá 1. ágúst <strong>2000</strong>, Einar<br />

Guðbjartsson var ráðinn dósent frá 1. júlí <strong>2000</strong> og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson<br />

var ráðinn lektor frá 1. ágúst <strong>2000</strong>. Gylfi Zoëga var ráðinn tímabundið í starf<br />

dósents frá 1. ágúst <strong>2000</strong> til 31. desember <strong>2000</strong>.<br />

Stofnanir og útgáfustarfsemi<br />

Hagfræðistofnun hélt upp á 10 ára afmæli sitt í mars og voru henni færðar ýmsar<br />

góðar gjafir. Viðskiptafræðistofnun gaf út nokkur smárit í samvinnu við Bókaklúbb<br />

atvinnulífsins. Hagfræðistofnun gaf út fjölda fræðirita og skýrslur um ýmis<br />

þjónustuverkefni á árinu. Sjá nánar: www.ioes.hi.is/rammi3.htm<br />

Gjafir og framlög<br />

Nokkrir af fyrrum nemendum Ólafs Björnssonar létu mála mynd af honum og<br />

færðu deildinni að gjöf við hátíðlega athöfn 15. janúar <strong>2000</strong>. Gunnar M.<br />

Björgvinsson í Luxemborg færði deildinni 21 m.kr. að gjöf til þess að kosta starf<br />

prófessors í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum í þrjú ár. Björn Rúriksson gaf<br />

deildinni 5 m.kr. sem nýta á til kennslu og rannsókna í alþjóðafjármálum og<br />

áhættustjórnun.<br />

Stjórn deildarinnar<br />

Guðmundur Magnússon var deildarforseti og Brynjólfur Sigurðsson<br />

varadeildarforseti. Gylfi Magnússon var kjörinn formaður viðskiptaskorar<br />

skólaárið <strong>2000</strong>-2001. Tór Einarsson lét af störfum sem formaður hagfræðiskorar<br />

og Helgi Tómasson tók við formennsku skólaárið <strong>2000</strong>-2001.<br />

80


Rannsóknastofnanir<br />

Alþjóðamálastofnun<br />

Stjórn<br />

Á árinu sátu eftirtaldir menn í stjórn stofnunarinnar: Gunnar G. Schram prófessor<br />

formaður, Anna Agnarsdóttir dósent, Guðmundur Magnússon prófessor, Sverrir<br />

Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri og Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Í hans stað<br />

kom inn í stjórnina á árinu Baldur Þórhallsson lektor.<br />

Stöðugildi á vegum stofnunarinnar voru engin í stjórnsýslu en formaður stjórnar<br />

gegndi nauðsynlegum framkvæmdastjórnarstörfum í hjáverkum. Ástæðan er sú<br />

að stofnunin hafði ekki frekar en endranær fjármagn til þess að ráða starfsmann,<br />

þótt ekki væri nema í hálfa stöðu. Stóð það eðlilega starfseminni fyrir þrifum.<br />

Útgáfa<br />

Meginverkefni stofnunarinnar síðustu tvö árin var vinna við útgáfu hins mikla<br />

verks Davíðs Ólafssonar f.v. seðlabankastjóra „Saga landhelgismálsins.“ Leggja<br />

þurfti mikla vinnu af hálfu stofnunarinnar í endurskoðun og frágang handrits þar<br />

sem höfundur andaðist í verklokum. Ritið kom út í árslok 1999 og var dreift árið<br />

<strong>2000</strong>. Undirtektir voru hinar bestu og mjög jákvæðir ritdómar birtir í blöðum um<br />

það. Alþjóðastofnun hyggst halda þessu verkefni áfram og réð ungan sagnfræðing,<br />

Guðna Th. Jóhannesson, til þess að rannsaka heimildir í íslenskum og erlendum<br />

söfnum um útfærslu landhelginnar í 50 mílur árið 1972. Vinnur hann<br />

samhliða að samningu doktorsritgerðar í sagnfræði við Lundúnarháskóla. Er gert<br />

ráð fyrir að verkið komi út 2004 er skjalaleynd hefur verið aflétt í breskum söfnum.<br />

Greiðir stofnunin höfundi árlega fé til rannsókna enda er hér um grundvallarrannsóknir<br />

í sagnfræði og alþjóðamálum að ræða. Gert er ráð fyrir að alls verði<br />

þetta ritverk þrjú bindi og verður með því skráður einn merkasti kaflinn í nútímasögu<br />

þjóðarinnar.<br />

Önnur verk<br />

Tvær rannsóknaumsóknir hafa borist stofnuninni á árinu þar sem farið er fram á<br />

veitingu rannsóknastyrks og útgáfu rita með niðurstöðum að rannsóknum loknum.<br />

Málið er í athugun hjá stjórn stofnunarinnar sem lítur jákvæðum augum á<br />

þessar umsóknir.<br />

Félagsvísindastofnun<br />

Markmið og stjórn<br />

Félagsvísindastofnun hefur starfað frá árinu 1986. Markmið stofnunarinnar er að<br />

efla félagsvísindi á Íslandi með því að annast hagnýtar og fræðilegar rannsóknir<br />

og kynna almenningi nytsemd félagsvísindalegra rannsókna. Stjórn Félagsvísindastofnunar<br />

skipuðu: Friðrik H. Jónsson, sem er jafnframt forstöðumaður, Sigrún<br />

Aðalbjarnardóttir, Sóley Tómasdóttir og Stefán Ólafsson.<br />

Fjármál<br />

Á árinu <strong>2000</strong> voru heildartekjur stofnunarinnar, án virðisaukaskatts, 31.727.381 kr.<br />

Á undanförnum árum hafa heildarárstekjurnar verið á bilinu 20-30 m.kr. Félagsvísindastofnun<br />

hefur þá sérstöðu meðal rannsóknastofnana Háskólans að fá enga<br />

fjárveitingu frá hinu opinbera, hvorki til rannsóknastarfa né fyrir stöðuheimildir<br />

starfsmanna. Stofnunin hefur, líkt og á fyrri árum, að mestu leyti fjármagnað<br />

starfsemi sína með því að sinna hagnýtum þjónusturannsóknum fyrir aðila bæði<br />

utan og innan Háskólans en að auki hefur hún notið nokkurra styrkja til einstakra<br />

fræðilegra rannsóknarverkefna, svo sem frá Rannsóknasjóði Háskólans og Rannsóknarráði<br />

Íslands. Stofnunin fjármagnar sjálf allan tækjabúnað og rekstrar-<br />

81


kostnað sinn og greiðir Háskólanum markaðsverð fyrir alla þá aðstöðu er hún<br />

nýtir í skólanum, svo sem húsnæði, rafmagn, hita og ræstingu.<br />

Gagnasöfn<br />

Sem fyrr sinnir stofnunin hagnýtum þjónusturannsóknum samhliða öflun gagna<br />

fyrir fræðilegar rannsóknir. Félagsvísindastofnun hefur byggt upp viðamikið<br />

gagnasafn með upplýsingum um velferðarmál, menntamál, kjaramál, húsnæðismál,<br />

atvinnumál, byggðamál, stjórnmál, fjölmiðla, neysluhætti, fjölskyldumál,<br />

menningu og almenn þjóðmál. Gögnin ná til upplýsinga um aðstæður, skilyrði og<br />

viðhorf fólks og þar á meðal eru gögn sem aflað hefur verið með reglubundnum<br />

hætti um árabil, til dæmis ýmsar upplýsingar um atvinnu, menntun, tekjur, fylgi<br />

stjórnmálaflokka og þjóðmál.<br />

Félagsvísindastofnun hefur tekið þátt í fjölþjóðlegu rannsóknarstarfi á síðustu árum,<br />

til dæmis á sviði lífskjara- og velferðarrannsókna og rannsókna á lífsskoðunum<br />

og viðhorfum. Stofnunin hefur aðgang að gögnum um lífsskoðun og viðhorf<br />

frá rúmlega 40 löndum og gögnum um lífskjör og lífshætti alls staðar að af Norðurlöndunum.<br />

Stofnunin hefur eins og á fyrri árum gert rannsóknir fyrir ráðuneyti og opinberar<br />

stofnanir, hagsmunasamtök og almenn félagasamtök, flesta fjölmiðla landsins,<br />

einstaka rannsóknarmenn og fyrir fjölda fyrirtækja. Hagnaði af starfseminni er<br />

varið til að kosta fræðilega gagnaöflun og til að byggja upp tækjabúnað og hugbúnað.<br />

Þá hefur stofnunin einnig varið umtalsverðu fé til að kosta útgáfu fræðilegra<br />

rita á sviði félagsvísinda.<br />

Á síðustu árum hefur stofnunin aukið mjög útgáfu fræðirita. Þá hefur verið tekið<br />

upp það nýmæli að aðstoða nemendur í M.A.-námi auk þess sem stofnunin hefur<br />

skotið skjólshúsi yfir og haft samstarf við félagsvísindafólk sem vinnur að sjálfstæðum<br />

rannsóknum. Allmargir meðlimir félagsvísindadeildar hafa notað sér<br />

þjónustu stofnunarinnar á síðastliðnum þremur árum og nokkrir hafa einnig haft<br />

umsjón með verkefnum á vegum hennar.<br />

Rannsóknir<br />

Viðamestu rannsóknarverkefni Félagsvísindastofnunar árið <strong>2000</strong> voru kannanir á<br />

lífsskoðunum og framtíðarsýn við aldamót, á lífsskoðunum ungs fólks í vesturnorrænum<br />

löndum, á námsferli fólks fætt árið 1975, og á vinnuviðhorfum og kjaramálum<br />

verslunarmanna.<br />

Könnun á lífsskoðunum og framtíðarsýn við aldamót var gerð í flestum löndum<br />

Evrópu og Ameríku á sama tíma. Sams konar könnun var gerð 1990 og gefur það<br />

möguleika á samanburði, hvort heldur sem er milli þjóðfélaga eða innan þeirra.<br />

Könnun á lífsskoðunum ungs fólks í vesturnorrænum löndum var gerð að beiðni<br />

vestnorræna ráðherraráðsins og gefur hún haldgóðar vísbendingar um líklega<br />

þróun samfélagsins á komandi árum auk þess að vera gagnabanki um stöðu<br />

mála þegar hún var gerð.<br />

Kannanir á kjaramálum og vinnuviðhorfum verslunarmanna voru annars vegar<br />

unnar fyrir VR og hins vegar landssamband íslenskra verslunarmanna. Meginviðfangsefni<br />

voru viðhorf til starfs, vinnustaðar og kjaramála. Samanburður var<br />

gerður á viðhorfum og kjaramálum VR-félaga og félagsmanna annarra aðildarfélaga<br />

LÍV.<br />

Námskeið<br />

Félagsvísindastofnun bauð nýnemum í félagsvísindadeild upp á stutt inngangsnámskeið<br />

í tölvunotkun. Námskeiðið var haldið í ágúst. Stefnt er að því að auka<br />

þennan þátt í starfsemi stofnunarinnar.<br />

Félagsvísindastofnun, í samstarfi við sálfræðiskor, keypti einkarétt á Íslandi að<br />

halda námskeið sem nefnast SOS! Hjálp fyrir foreldra. Um er að ræða námskeið<br />

þar sem fólk er þjálfað í því að nota ýmsar meginreglur atferlisfræði við uppeldi<br />

barna. Nú þegar hafa tvö námskeið verið haldin fyrir kennara og almenning.<br />

Starfsmenn<br />

Starfslið Félagsvísindastofnunar í reglubundnu starfi árið <strong>2000</strong> var sem hér segir:<br />

Bylgja Valtýsdóttir, Guðlaug J. Sturludóttir, Gunnar Þór Jóhannesson, Hrefna Guðmundsdóttir,<br />

Ingibjörg Kaldalóns, Kristjana Stella Blöndal, Lára K. Sturludóttir og<br />

Ævar Þórólfsson.<br />

82


Útgáfumál<br />

Útgefin fræðiritverk á árunum 1999-<strong>2000</strong>:<br />

• Úr digrum sjóði: Fjárlagagerð á Íslandi, eftir Gunnar Helga Kristinsson (1999).<br />

• Frá skóla til atvinnulífs: rannsóknir á tengslum menntunar og starfs, eftir<br />

Gerði G. Óskarsdóttur (<strong>2000</strong>).<br />

• Bryddingar. Um samfélagið sem mannanna verk, eftir Þorgerði Einarsdóttur<br />

(<strong>2000</strong>).<br />

Dæmi um skýrslur sem gefnar voru út <strong>2000</strong>:<br />

• Könnun á kennslu og námskeiðum við Háskóla Íslands.<br />

• Fylgi stjórnmálaflokka og afstaða til ríkisstjórnarinnar.<br />

• Könnun meðal viðkomufarþega á Íslandi 1999.<br />

• Algengi eineltis í grunnskólum og ráðgjöf sem foreldrum býðst.<br />

• Viðhorf almennings til grunn- og framhaldsskóla á Íslandi.<br />

• Afstaða Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu á tímabilinu 1989 til 1999.<br />

• Lífsskoðanir ungs fólks á Vestur-Norðurlöndum.<br />

• Mat félagsmanna VR á vinnustað sínum og starfsumhverfi.<br />

• Fyrirtæki ársins <strong>2000</strong>.<br />

• Ýmsar kjarakannanir fyrir stéttarfélög og opinberar stofnanir.<br />

Guðfræðistofnun<br />

Stjórn<br />

Stjórn Guðfræðistofnunar er skipuð þremur kennurum og einum fulltrúa stúdenta.<br />

Á ársfundi hennar sem haldinn var 17. maí voru Arnfríður Guðmundsdóttir,<br />

Einar Sigurbjörnsson og Jón Ma. Ásgeirsson kjörnir fulltrúar kennara og Árni<br />

Svanur Daníelsson fulltrúi stúdenta. Einar Sigurbjörnsson var kjörinn forstöðumaður.<br />

Á ársfundinum var og samþykkt ný reglugerð fyrir stofnunina í samræmi<br />

við ákvæði í nýrri reglugerð fyrir Háskóla Íslands.<br />

Framhaldsnám<br />

Framhaldsnám í guðfræði heyrir undir Guðfræðistofnun og eru fulltrúar kennara í<br />

stjórn stofnunarinnar jafnframt rannsóknanámsnefnd guðfræðideildar. Sex kandídatar<br />

eru innritaðir í framhaldsnám í guðfræði, tveir til doktorsprófs og fjórir til<br />

M.A.-prófs.<br />

Rannsóknir<br />

Á árinu lauk vinnu við norræna rannsóknarverkefnið „Páskaprédikun á Norðurlöndum<br />

eftir siðbót“ og er áætlað að niðurstöður þess komi út í bók á fyrri hluta<br />

ársins 2001. Einar Sigurbjörnsson stýrði þessu verkefni og af starfsmönnum Guðfræðistofnunar<br />

unnu auk hans að því Arnfríður Guðmundsdóttir lektor og Pétur<br />

Pétursson prófessor. Vinnu við rannsóknarverkefnið „Þjóðkirkjur Norðurlanda á<br />

20. öld“ lauk einnig á árinu, en Pétur Pétursson prófessor var ráðinn til að sinna<br />

því verkefni af hálfu Íslendinga og fékk lausn frá kennsluskyldu í því skyni. Á árinu<br />

kom út ritið Kristni á Íslandi og var Hjalti Hugason prófessor ritstjóri þess og<br />

að auki aðalhöfundur 1. bindis. Pétur Pétursson prófessor var aðalhöfundur 4.<br />

bindis. Þá var nýju norrænu rannsóknarverkefni hleypt af stokkunum. Fjallar það<br />

um Lúthersrannsóknir og hefur Hjalti Hugason umsjón með því af hálfu Íslendinga.<br />

Enn er unnið við norræna rannsóknarverkefnið í sálmafræði sem Pétur Pétursson<br />

hefur haft umsjón með. Í undirbúningi er að hefja nýtt norrænt rannsóknarverkefni<br />

í sálmafræði og á það að fjalla um sálma Lúthers. Einar Sigurbjörnsson<br />

sótti undirbúningsfund þess í Finnlandi í október. Hann situr og í norrænni<br />

nefnd um rannsóknir á guðfræði prestsvígslunnar og sinnir auk þess rannsóknum<br />

á íslenskum trúararfi í ljóðum, sálmum og öðrum ritum. Prófessor Björn<br />

Björnsson hefur tekið þátt í norrænni samvinnu um rannsóknir í lífssiðfræði. Arnfríður<br />

Guðmundsdóttir lektor hefur hafið rannsókn á viðhorfum íslenskra kvenna<br />

til kross Krists og hefur fengið styrk frá Vísindasjóði Rannsóknarráðs Íslands til<br />

þess verkefnis. Prófessor Gunnlaugur A. Jónsson sinnir rannsóknum á áhrifasögu<br />

Saltarans. Kristján Búason dósent vinnur við rannsóknir á aðferðafræði<br />

ritskýringar og rannsakar sérstaklega dæmisöguna um miskunnsama Samverjann<br />

í Lúkasarguðspjalli 10.25-37. Prófessor Jón Ma. Ásgeirsson stýrir rannsóknarverkefni<br />

á vegum Society for Biblical Literature á hefðum tengdum nafni Tómasar<br />

postula. Hann hefur og sett á stofn verkefni í samvinnu við japanska sérfræðinga<br />

á sviði táknrænnar mannfræði og félagsvísinda til rannsókna á tileinkun<br />

og höfnun á gyðinglegum stefjum í frumkristni. Kristján Valur Ingólfsson lektor<br />

sinnir rannsóknum á íslenskri helgisiðahefð.<br />

83


Útgáfustarfsemi<br />

Guðfræðistofnun átti áfram aðild að nýrri þýðingu Gamla testamentisins. Stofnunin<br />

gefur út tímaritið Ritröð Guðfræðistofnunar. Studia theologica islandica og enn<br />

fremur gengst hún fyrir málstofu í guðfræði að jafnaði einu sinni í mánuði yfir<br />

vetrartímann. Í desember gekkst Guðfræðistofnun fyrir málþingi um guðfræði í<br />

tilefni af kristnitökuári. Allir starfsmenn Guðfræðistofnunar héldu fyrirlestra um<br />

efni tengd sínum fræðasviðum. Háskólarektor stjórnaði málþinginu. Guðfræðistofnun<br />

hafði samvinnu við Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands um útgáfu á<br />

Vísnabók Guðbrands og í maí átti stofnunin ásamt Árnastofnun, Bókmenntafræðistofnun<br />

og Skálholtsskóla aðild að ráðstefnu í Skálholti um trúarleg stef í íslenskum<br />

fornbókmenntum.<br />

Hafréttarstofnun Íslands<br />

Hlutverk og stjórn<br />

Hafréttarstofnun Íslands er ein af yngstu rannsóknastofnunum Háskólans en hún<br />

tók til starfa árið 1999. Hlutverk hennar er að annast rannsóknir og fræðslu á<br />

sviði hafréttar. Stofnunin starfar í samvinnu við utanríkis- og sjávarútvegsráðuneytið<br />

og nýtur liðsinnis þeirra. Í stjórn stofnunarinnar sitja Gunnar G. Schram<br />

prófessor formaður, Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri, og Þorsteinn<br />

Geirsson ráðuneytisstjóri. Varamenn eru Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri,<br />

Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur og Kolbeinn Árnason lögfræðingur.<br />

Ráðstefnur<br />

Stofnunin gekkst fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík dagana 13.-14. október<br />

<strong>2000</strong>. Ráðstefnuefnið var „Landgrunnið og auðlindir þess.“ Fræðimenn og stjórnarerindrekar<br />

frá Bretlandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi fluttu fyrirlestra á<br />

ráðstefnunni, auk íslenskra vísindamanna. Ráðstefnan var haldin í sal Þjóðmenningarhússins<br />

og var fjölsótt.<br />

Útgáfu og kynningarstarfsemi<br />

Fyrir stjórn stofnunarinnar lá á árinu beiðni um útgáfustyrk vegna væntanlegs rits<br />

um hafrétt en ekkert slíkt rit hefur verið gefið út á íslensku. Á stjórnarfundi<br />

skömmu eftir áramót samþykkti stjórnin að veita umbeðinn styrk. Þá var einnig<br />

samþykkt af stjórn að veita tvo ríflega námsstyrki til ungra lögfræðinga til framhaldsnáms<br />

í hafrétti. Verði þeir veittir skömmu eftir áramótin <strong>2000</strong>-2001.<br />

Húsnæðismál<br />

Háskólarektor ákvað á árinu að leigja stofnuninni herbergi 310 í Lögbergi fyrir<br />

starfsemi sína. Mun stofnunin verða þar til húsa fyrst um sinn en leigusamning<br />

er unnt að endurnýja árlega. Er mikilvægt að stofnunin hefur nú fengið fastan<br />

samastað. Enn hefur ekki verið ráðinn starfsmaður stofnunarinnar en það verður<br />

gert fljótlega á árinu 2001. Háskólinn veitti stofnuninni styrk vegna húsnæðisins<br />

úr Háskólasjóði að upphæð 74.360 kr.<br />

Samstarf<br />

Undirbúin var fræðileg samvinna að einstökum verkefnum við sambærilegar<br />

stofnanir erlendis, í Kanada, Bandaríkjunum og Hollandi.<br />

Hagfræðistofnun<br />

Starfsmanna- og fjármál<br />

Á árinu <strong>2000</strong> voru unnin um fimmtán ársverk á stofnuninni. Velta stofnunarinnar<br />

var um 40 m.kr. sem er svipað og árið áður. Stofnunin og fastir starfsmenn hennar<br />

fengu rannsóknarstyrki frá Seðlabanka Íslands, Rannís, fjármálaráðuneytinu,<br />

forsætisráðuneytinu, Rannsóknarsjóði Háskólans, Evrópusambandinu, NORA,<br />

Norrænu ráðherranefndinni, Norðurlandaráði, ríkisstjórn Íslands, og Rannsóknarframlagi<br />

bankanna. Þrír nýir starfsmenn hófu störf á árinu. Ásgeir Jónsson<br />

sneri heim frá framhaldsnámi í Bandaríkjunum og var hann ráðinn til að sinna<br />

rannsóknum á peninga- og gengismálum. Sólveig F. Jóhannsdóttir var ráðin til að<br />

sinna gerð kynslóðareikninga og jafnframt Guðrún M. Sigurðardóttir sem mun<br />

sinna samgöngurannsóknum með námi.<br />

84


Útgáfur<br />

Á árinu voru gefnar út 11 skýrslur í ritröðinni þjónustuskýrslur (C ritröð):<br />

C99:01 Samgöngulíkan fyrir Ísland: Forgangsröðun hafnarframkvæmda.<br />

C99:02 Áhrif kvótaeignar á verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja.<br />

C99:03 Könnun á flutningum eftir vegakerfinu: Áfangaskýrsla nr. 4.<br />

C99:04 Kostnaður vegna slysa á börnum á Íslandi.<br />

C99:05 Samgöngulíkan fyrir Ísland: Áfangaskýrsla nr. 1.<br />

C99:06 Implications of Responsible Post Harvesting Practices on Responsible<br />

Fishing.<br />

C99:07 Discarding Catch at Sea.<br />

C99:08 Samanburður á lífskjörum á Íslandi og í Danmörku.<br />

C99:09 Kjaravísitölur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, 1990-1999.<br />

C99:10 Framleiðni íslenskra atvinnuvega.<br />

C99:11 Þjónustugjöld í flug.<br />

Gefin var út ein skýrsla í ritröðinni rannsóknarskýrslur (R ritröð):<br />

R99:01 Reassessing Iceland's Public Sector Pension Liabilities.<br />

Gefnar voru út 15 ritgerðir í ritröðinni Working Papers (W ritröð) en henni er dreift<br />

til um 170 háskóla um allan heim:<br />

W99:01 Alison L. Booth, Yu-Fu Chen og Gylfi Zoëga: Hiring and Firing: A Tale of<br />

Two Thresholds.<br />

W99:02 Martin Paldam og Gert Tinggaard Svendsen: Is Social Capital an Effective<br />

Smoke Condenser?<br />

W99:03 J. Michael Orszag og Dennis J. Snower: Anatomy of Policy Complementarities.<br />

W99:04 Tryggvi Þór Herbertsson og Þorvaldur Gylfason: Does Inflation Matter for<br />

Growth?<br />

W99:05 Björn R. Guðmundsson, Gylfi Zoëga og Marco Bianchi: Iceland's Natural<br />

Experiment in Supply-side Economics.<br />

W99:06 Gylfi Magnússon, Haukur C. Benediktsson, Marta G. Skúladóttir og Tryggvi<br />

Þór Herbertsson: Generational Accounts for Iceland.<br />

W99:07 Axel Hall og Jón Þór Sturluson: Testing a CGE Model.<br />

W99:08 Edmund S. Phelps: Equilibrium and Disequilibrium in 20th Century ‘Macro’:<br />

With Attention to the Share Price Boom of the 1990s.<br />

W99:09 Kenneth F. Wallis: Macroeconometric Modelling.<br />

W99:10 Gylfi Zoëga, Marta G. Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson: Three<br />

Symptoms and a Cure: A Contribution to the Economics of the Dutch<br />

Disease.<br />

W99:11 Tryggvi Þór Herbertsson og J Michael Orszag: Issues in European Pension<br />

Reforms: Supplementary Pensions.<br />

W99:12 Tryggvi Þór Herbertsson, J Michael Orszag og Peter Orszag: Population<br />

Dynamics and Convergence in Fertility Rates.<br />

W99:13 Ragnar Árnason: Costs of Fisheries Management: Theoretical and<br />

Practical Implications.<br />

W99:14 Ragnar Árnason: Economic Instruments to Achieve Ecosystem Objectives<br />

in Fisheries Managemanet.<br />

W99:15 Ragnar Árnason: Property Rights as a Means of Economic Organization.<br />

Á árinu birtust ritgerðir í ritrýndum tímaritum eða sem bókarkaflar sem áður<br />

hafa birst í Working Papers ritröð. Jafnframt voru nokkrar ritgerðir samþykktar til<br />

birtingar.<br />

W99:11 Tryggvi Þór Herbertsson og J Michael Orszag: „Issues in European<br />

Pension Reforms: Supplementary Pensions,“ European Law and<br />

Economics, nóvember 1999.<br />

W99:07 Axel Hall og Jón Þór Sturluson: „Testing a CGE Model“ í Gylfi Zoëga, Már<br />

Guðmundsson og Tryggvi Þór Herbertsson (ritstj.), Macroeconomic Policy:<br />

Small Open Economy in an Era of Global Integration, Háskólaútgáfan 1999.<br />

W99:06 Haukur C. Benediktsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Gylfi Magnússon og<br />

Marta G. Skúladóttir: „Generational Accounts for Iceland,“ í Gylfi Zoëga,<br />

Már Guðmundsson og Tryggvi Þór Herbertsson (ritstj.), Macroeconomic<br />

Policy: Small Open Economy in an Era of Global Integration,<br />

Háskólaútgáfan 1999.<br />

W98:14 Þorvaldur Gylfason: „Exports, Inflation, and Growth,“ World Developement,<br />

júní 1999.<br />

86


W98:13 Sveinn Agnarsson, Axel Hall, Tryggvi Þór Herbertsson, Sigurður Ingólfsson,<br />

Gylfi Magnússon og Gylfi Zoëga: „EMU and the Icelandic Labor<br />

Market,“ í Gylfi Zoëga, Már Guðmundsson og Tryggvi Þór Herbertsson<br />

(ritstj.), Macroeconomic Policy: Small Open Economy in an Era of Global<br />

Integration, Háskólaútgáfan 1999.<br />

W98:08 Tryggvi Þór Herbertsson og Gylfi Zoëga: „Trade Surpluses and Life-cycle<br />

Saving Behaviour,“ Economics Letters 65, nr. 2, nóvember 1999, bls. 227-237.<br />

W97:12 Þorvaldur Gylfason, Tryggvi Þór Herbertsson og Gylfi Zoëga: „A Mixed<br />

Blessing: Natural Resources and Economic Growth,“ Macroeconomic<br />

Dynamics 3, NR. 2, júní 1999, bls. 204-225.<br />

W97:07 Þór Einarsson og Milton H. Marquis: „Formal Training, On-the Job<br />

Training, and the Allocation of Time,“ Journal of Macroeconomics 1999.<br />

W97:02 Friðrik Már Baldursson: „Modelling the Price of Industrial Commodities,“<br />

Economic Modelling 16, 1999, bls. 331-353.<br />

W97:01 Þorvaldur Gylfason: „Icelandic Economists: Have They Made a Difference?<br />

A Personal View,“ 1999 Journal of the Danish Economic Society.<br />

W96:06 Þórólfur Matthíasson: „Cost Sharing and Catch Sharing“, 1999 Journal of<br />

Development Economics.<br />

Þá var gefin út bók með erindum af tíu ára afmælisráðstefnu stofnunarinnar Macroeconomic<br />

Policy: Small Open Economy in an Era of Global Integration, Gylfi<br />

Zoëga, Már Guðmundsson og Tryggvi Þór Herbertsson (ritstj.).<br />

Sú nýbreytni var tekin upp á árinu að gefa út svokallaða haustskýrslu Hagfræðistofnunar,<br />

en í henni er tekið fyrir eitthvað eitt málefni hverju sinni og það skoðað<br />

gaumgæfilega. Fyrsta skýrslan í þessari ritröð ber heitið Velferð og viðskipti: Um<br />

eðli og orsakir viðskiptahalla og báru Gústav Sigurðsson, Gylfi Zoëga, Marta<br />

Skúladóttir og Tryggvi Þór Herbertsson hitann og þungann af ritun hennar.<br />

Ráðstefnur og málstofur<br />

Í júlí var haldin alþjóðleg ráðstefna sem bar yfirskriftina European Pensions: Issues<br />

and Policy Options. Á ráðstefnunni voru haldin 10 erindi. Fyrirlesarar voru<br />

Joseph Stiglitz, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, Michael Orszag,<br />

Birkbeck College, Peter Orszag, Sebago Accociates, Tryggvi Þór Herbertsson,<br />

Hagfræðistofnun, Robin Ellison, Evershed, Peter Diamond, MIT, Andrew Young,<br />

Governments Actuary's Department (UK), Dennis Snower, Birkbeck College, Amy<br />

Finkelstein, MIT, Stefan Folster, IUI Svíþjóð, Paul Johnson, UK Financial Services<br />

Authority, Axel Börsch-Supan, Mannheim University og Michele Boldrin, Madrid<br />

University. Um 50 erlendir gestir sóttu ráðstefnuna.<br />

Í nóvember var ársfundur Norræna orkuverkefnisins haldinn í Reykholti og voru<br />

flutt 10 erindi. Um skipulagningu fundarins sá Friðrik Már Baldursson.<br />

Á árinu voru haldnar 19 málstofur:<br />

6. janúar Gylfi Zoëga, Birkbeck College: „Why do Firms Invest in General<br />

Training? Good Firms and Bad Firms as a Source of Monopsony<br />

Power.“<br />

19. janúar Þórarinn G. Pétursson, Seðlabanka Íslands: „Business Cycle<br />

Symmetries – Should Iceland Join the EMU? A Structural VAR<br />

Analysis.“<br />

26. janúar J. Michael Orszag, Birkbeck College: „Investment During<br />

Retirement.“<br />

2. febrúar Friðrik Már Baldursson, Hagfræðistofnun: „Skipulag á íslenskum<br />

raforkumarkaði.“<br />

9. febrúar Tihomir Ancev, ANC Skopje: „Firm Behaviour under Output<br />

Restriction Uncertainty.“<br />

16. febrúar Helgi Tómasson, viðskipta- og hagfræðideild og<br />

Hagfræðistofnun: „Verðmætamat á fjármagnsmörkuðum.“<br />

1. mars Jón Daníelsson, viðskipta- og hagfræðideild og London School of<br />

Economics: „Skilyrt og óskilyrt áhættuspá.“<br />

15. mars Sveinn Agnarsson, Hagfræðistofnun: “Samanburður á framleiðni<br />

í sjávarútvegi í Færeyjum og Íslandi.“<br />

29. mars Þór Einarsson, viðskipta- og hagfræðideild: „Bank Intermediation<br />

Over the Business Cycle.“<br />

12. apríl Ragnar Árnason, viðskipta- og hagfræðideild: „Framleiðni og<br />

framleiðniþróun í íslenskum fiskveiðum.“<br />

14. ágúst Carsten Kowalczyk, Flecher School of Law and Diplomacy: „WTO<br />

After Seattle.“*<br />

87


21. september Peder Andersen, framkvæmdastjóri Det Ökonomiske Rad:<br />

„Denmark and Euro: Some Economic Aspects.“**<br />

2. október Emmanuel Tumusiime-Mutebile, ráðuneytisstjóri<br />

fjármálaráðuneytis Úganda: „Economic Reforms and their Impact<br />

in Uganda.“***<br />

18. október Gylfi Zoëga, Birkbeck College: „The Golden Rule of Quality and<br />

Maintenance.“<br />

25. október Jón Steinsson, Seðlabanka Íslands: „Tregbreytileg verðbólga í nýkeynesísku<br />

heildarjafnvægislíkani.“<br />

8. nóvember Niclas Damsgaard, Stockholm School of Economics: „The Power<br />

to Cheat? Strategic Cross-Subsidization in Imperfectly<br />

Competitive Power Markets“.<br />

22. nóvember Friðrik Már Baldursson, Hagfræðistofnun: „Eingeng fjárfesting við<br />

skilyrði óvissu: litið til lengri tíma.“<br />

28. nóvember William Easterly, Alþjóðabankanum: „Growth Implosions and<br />

Debt Explosions: Do Growth Slowdowns Explain Public Debt<br />

Crises?“****<br />

13. desember Helgi Tómasson, viðskipta og hagfræðideild: „Factor Analysis in<br />

Financial Markets.“<br />

* Málstofa í samvinnu við Seðlabankann og viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.<br />

** Málstofa í samvinnu við Rannsóknarframlag bankanna.<br />

*** Málstofa í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ICEIDA).<br />

**** Málstofa í samvinnu við Rannsóknarframlag bankanna.<br />

Ýmislegt<br />

Gylfi Zoëga, Birkbeck College, dvaldi á stofnuninni við rannsóknir af og til allt árið,<br />

J. Michael Orszag, Birkbeck College í janúar. Niclas Damsgaard, Stocholm School<br />

of Economics í nóvember, Torben Andersen Aarhus Univeristy, í júní og Joseph<br />

Stiglitz, Stanford University og Peter Orszag, Sebago Associates, í júlí.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar héldu erindi og sóttu ráðstefnur og námskeið á<br />

ýmsum stöðum erlendis á árinu. Marías H. Gestsson hélt fyrirlestur á ráðstefnunni<br />

Financial Stabilization and Economic Growth sem haldin var í Svishtov í<br />

Búlgaríu í október. Tryggvi Þór Herbertsson hélt erindi um samband atvinnuleysis<br />

og aldurssamsetningar þjóða í Harvard háskóla í Bandaríkjunum í september og<br />

um snemmtekinn lífeyri á Norðurlöndunum á ICA ráðstefnu í Helsinki í sama<br />

mánuði. Þá hélt Sveinn Agnarsson erindi á North American Productivity Workshop<br />

í Union College í Bandaríkjunum.<br />

Auk þessa héldu starfsmenn stofnunarinnar fjölmörg erindi innanlands og skrifuðu<br />

greinar í íslensk dagblöð og tímarit og sömdu álitsgerðir fyrir Alþingi, Norrænu<br />

ráðherranefndina og ýmis ráðuneyti og stofnanir.<br />

Hugvísindastofnun<br />

Almennt yfirlit<br />

Á árinu var haldið áfram uppbyggingu Hugvísindastofnunar en hún er rannsóknastofnun<br />

heimspekideildar og samstarfsvettvangur fimm fræðastofnana sem í<br />

deildinni starfa. Hugvísindastofnun og aðildarstofnanir hennar veittu 11 doktorsnemum<br />

aðstöðu á árinu. Átta þeirra vinna að doktorsritgerðum við Háskóla Íslands<br />

en þrír eru skráðir við erlenda háskóla. Fjórir fræðimenn á nýdoktorastyrk<br />

Rannís höfðu aðstöðu við Hugvísindastofnun og að auki fjórir stundakennarar.<br />

Einn erlendur fræðimaður hafði aðstöðu við Hugvísindastofnun á vormisseri, Alamgir<br />

Hashmi frá Pakistan, sem var við deildina í boði Bókmenntafræði- og Málvísindaskorar.<br />

Auk þess fengu nokkrir framhaldsnemar og aðrir fræðimenn tímabundna<br />

starfsaðstöðu við stofnunina.<br />

Frá haustmisseri hefur Gauti Kristmannsson haft aðstöðu við Hugvísindastofnun.<br />

Gauti er stundakennari við heimspekideild en hann mun jafnframt vinna að því að<br />

byggja upp Þýðingasetur innan Hugvísindastofnunar. Í samvinnu við Gauta var<br />

gengið til samstarfs við Landsímann um þýðingu á vefviðmóti símaskrárinnar á<br />

tíu erlend tungumál. Á móti fær Hugvísindastofnun styrk frá Landsímanum sem<br />

kostar þýðinguna og mun að auki styðja rannsóknir á sviði þýðingafræði.<br />

Bókmenntafræðistofnun og Málvísindastofnun nýttu starfsaðstöðu sína innan<br />

88


Hugvísindastofnunar fyrir starfsmenn í föstum og tímabundnum stöðum en<br />

Sagnfræðistofnun, Heimspekistofnun og Stofnun í erlendum tungumálum lánuðu<br />

húsnæði sitt doktorsnemum og stundakennurum.<br />

Á vormisseri vann Hugvísindastofnun með hópi miðaldafræðinga við heimspekideild<br />

og Árnastofnun að undirbúningi rannsóknarstofu í miðaldafræðum. Haldin<br />

var málstofa um virðingu í miðaldasamfélaginu og um einstaklinginn á miðöldum.<br />

Á sumar og haustmánuðum voru möguleikar kannaðir á samstarfi við erlendar<br />

stofnanir á þessu sviði og ráða leitað meðal erlendra sérfræðinga um<br />

hugsanlegt skipulag alþjóðlegs framhaldsnáms í íslenskri miðaldafræði.<br />

Framkvæmdastjóri fór í ferð til Osló og Helsinki í febrúar til að kynna sér starf<br />

háskólastofnana á sviði hugvísinda og var ferðin greidd með ACOTECH starfsmannaskiptastyrk.<br />

Árangur þessarar ferðar var samstarf við Miðalda- og<br />

Víkingastofnunina í Osló og tengsl við Aleksanteri stofnunina og Renvall<br />

stofnunina í Helsinki.<br />

Málþing og fyrirlestrar<br />

Hugvísindastofnun stóð fyrir hádegisfyrirlestrum á vormisseri. Tilgangur þeirra er<br />

að gefa ungum fræðimönnum og kennurum við deildina, sem eru nýkomnir úr<br />

rannsóknarleyfi, tækifæri til að ræða um nýjar rannsóknir sínar í hópi kollega.<br />

Hugvísindaþing var haldið á 13.-14. október. Einum fyrirlesara var boðið frá útlöndum<br />

til að tala á þinginu. Það var Sigrún Svavarsdóttir, lektor í heimspeki við<br />

Háskólann í Ohio. Sigrún hélt aðalfyrirlestur þingsins en hann fjallaði um tengsl<br />

skynsemishyggju í siðfræði við hugmyndir skoska heimspekingsins Davids<br />

Hume. Sigrún tók einnig þátt í málstofu um siðfræði seinni dag þingsins. Málstofan<br />

bar yfirskriftina „Að kunna gott að meta. Hlutlæg verðmæti.“ Fjórar málstofur<br />

til viðbótar voru haldnar þennan dag. Þær voru „Saga og menning kaldastríðsáranna“,<br />

„Fórnin“, „Á milli mála“ og „Einstaklingurinn fyrr og nú.“ Auk málstofanna<br />

héldu sjö fræðimenn sjálfstæða fyrirlestra um rannsóknir sínar. Sjálfstæðu fyrirlestrarnir<br />

verða gefnir út í sérstöku vefriti vorið 2001. Mikil fjölmiðlaumfjöllun var<br />

um þingið og voru sum atriði þess, einkum málstofurnar, fjölsótt. Komið var á fót<br />

vefsíðu þingsins þar sem fyrirlestrar og málstofur voru kynntar. Einnig var vefurinn<br />

notaður til að útbúa kynningarefni um þau fræðasvið sem til umfjöllunar voru<br />

á þinginu. Þetta var einkum gert með krækjum í erlenda vefi. Vefur Hugvísindaþinga<br />

er alhliða kynningarvefur Hugvísindaþinga og jafnframt vísir að ráðstefnuriti.<br />

Sagnfræðingafélag Íslands og Sagnfræðistofnun héldu málstefnu og fyrirlestur í<br />

tengslum við þingið. Sagnfræðingafélagið gerði upp umræðu um póstmódernisma<br />

sem félagið hafði staðið fyrir fyrirlestraröð um á vormisseri. Norski sagnfræðingurinn<br />

Sølvi Sogner hélt minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar um þróun<br />

hjúskaparhátta í Noregi.<br />

Hugvísindastofnun fékk styrk frá NorFA ásamt háskólunum í Kalíningrad,<br />

Helsinki, Osló og Uppsölum, til að standa straum af netverkefni á sviði heimspeki<br />

og sagnfræði. Verkefnið nefnist Rationality in Global and Local Contexts. Verkefnið<br />

á að styrkja rannsóknarnám og rannsóknasamvinnu Norðurlandanna og Háskólans<br />

í Kalíningrad. Styrkurinn er veittur til tveggja ára.<br />

Bókmenntafræðistofnun<br />

Hlutverk, stjórn, starfslið og húsnæði<br />

Meginverkefni Bókmenntafræðistofnunar eru að vera vettvangur rannsókna á<br />

bókmenntum og annast útgáfu bókmenntatexta og fræðirita um efnið. Í stjórn<br />

stofnunarinnar sitja tveir úr hópi fastráðinna kennara í íslenskum og almennum<br />

bókmenntum og einn úr hópi nemenda í almennri bókmenntafræði og íslensku.<br />

Fulltrúar kennara eru kosnir til tveggja ára í senn en ætlast til að hver þeirra sitji<br />

tvö kjörtímabil, fyrri tvö árin sem meðstjórnandi en seinna tímabilið sem forstöðumaður.<br />

Stjórn stofnunarinnar skipuðu árið 1999 Kristján Árnason dósent,<br />

forstöðumaður, Bergljót Soffía Kristjánsdóttir dósent, meðstjórnandi og Erna Erlingsdóttir,<br />

sem fulltrúi nemenda fyrri hluta ársins, en Arna Þorkelsdóttir síðari<br />

hlutann.<br />

Garðar Baldvinsson gegndi starfi framkvæmdastjóra uns hann sagði því lausu frá<br />

og með 1. ágúst en hélt þó áfram að vinna sérstök verkefni á vegum stofnunar-<br />

89


innar. Við hlutverki hans að öðru leyti tók forstöðumaður Hugvísindastofnunar,<br />

Jón Ólafsson, enda óhætt að segja að við flutning skrifstofu Bókmenntafræðistofnunar<br />

um mitt ár úr Árnagarði yfir í Nýja-Garð hafi þessar tvær stofnanir<br />

færst hvor nær annarri.<br />

Útgáfustarfsemi á árinu<br />

Sem fyrr beindist starfsemin einkum að bókaútgáfu og komu út tvær bækur: Trú í<br />

sögum. Um heiðni og kristni í sögum og samtíma Gunnars Gunnarssonar eftir<br />

Höllu Kjartansdóttur. Þetta er 56. bindið í ritröðinni Studia Islandica, og er ritstjóri<br />

hennar Vésteinn Ólason. Þá kom út þriðja bindið í ritröðinni Ungum fræðum þar<br />

sem gefnar eru út framúrskarandi B.A.-ritgerðir, og varð fyrir valinu að þessu<br />

sinni Maður undir himni. Trú í ljóðum Ísaks Harðarsonar eftir Andra Snæ Magnason.<br />

Þá var unnið að útgáfu annarra verka, sem eiga eftir að koma út síðar, og má þar<br />

nefna Vísnabók Guðbrands í umsjá Jóns Torfasonar og Kristjáns Eiríkssonar og<br />

Bókmenntavísi sem nemendur í bókmenntum hafa unnið að fyrir styrk úr<br />

Nýsköpunarsjóði undir stjórn Garðars Baldvinssonar. Verkið hefur loks komist á<br />

rekspöl á þessu ári, einkum eftir að Garðar gerði á því úttekt sem getur orðið<br />

grundvöllur að frekari styrkveitingum og árangursríku starfi í kjölfar þeirra.<br />

Heimspekistofnun<br />

Forstöðumaður Heimspekistofnunar <strong>2000</strong> var Gunnar Harðarson. Helsta verkið<br />

sem unnið hefur verið að árið <strong>2000</strong> hjá Heimspekistofnun er vinna að útgáfu ritsins<br />

Lífþróun eftir Björgu C. Þorláksdóttur og annaðist Kristín Þóra Harðardóttir<br />

það verkefni. Útgáfu á safnritinu Hvað er heimspeki? sem unnið er af nemendum<br />

í heimspeki, var frestað, en á móti styrkti stofnunin útgáfu ritsins Ógöngur eftir<br />

Gilbert Ryle, sem út kom sem Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Þá átti Heimspekistofnun<br />

samstarf við Félag áhugamanna um heimspeki um útgáfu heimspekitímaritsins<br />

Hugur. Heimspekistofnun kom að ýmsum öðrum verkefnum svo<br />

sem þróun á heimspekivef, en sú vinna er á frumstigi, og vef um B.A.-ritgerðir.<br />

Einnig átti Heimspekistofnun aðild að málþingi um heimspeki og ævisögur sem<br />

haldið var í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna, og styrkti komu James Conants,<br />

prófessors í Chicago, og Ray Monks, prófessors í Southampton, til landsins.<br />

James Conant fékk húsnæði stofnunarinnar til afnota á vormisseri en Eyja Margrét<br />

Brynjarsdóttir á haustmisseri.<br />

Málvísindastofnun<br />

Almennt yfirlit<br />

Hlutverk Málvísindastofnunar er að annast rannsóknir í íslenskum og almennum<br />

málvísindum. Einnig gefur stofnunin út fræðirit í málvísindum og gengst fyrir ráðstefnum<br />

og námskeiðum. Auk þess tekur stofnunin að sér, gegn gjaldi, ýmiss<br />

konar þjónustuverkefni sem lúta að málfræði og málfari, svo sem prófarkalestur<br />

og frágang á textum. Stofnunin er til húsa í Nýja-Garði í húsnæði Hugvísindastofnunar.<br />

Heimasíða stofnunarinnar er tengd við heimasíðu Háskólans (undir<br />

„Stofnanir“) en slóðin er annars www.hi.is/pub/malvis<br />

Stjórn Málvísindastofnunar skipuðu Magnús Snædal dósent, forstöðumaður, Sigríður<br />

Sigurjónsdóttir dósent, meðstjórnandi og Hallgrímur J. Ámundason (fyrri<br />

hluta árs) og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson (síðari hluta árs) fulltrúar stúdenta,<br />

ritarar. Starfsmenn voru Áslaug J. Marinósdóttir framkvæmdastjóri, en henni var<br />

um mitt ár veitt launalaust leyfi í tvö ár og var Birgitta Bragadóttir ráðin í hennar<br />

stað, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, hlutastarf (40%) janúar-febrúar, Einar Sigmarsson,<br />

hlutastarf (50%) júní-júlí.<br />

Rannsóknir<br />

• Athugun á C-gerð Hálfdanar sögu Brönufóstra. Stofnunin styrkti þetta verkefni<br />

með því að greiða umsjónarmanni, Jóhannesi Bjarna Sigtryggssyni, laun í einn<br />

mánuð.<br />

• Langsniðsathugun á máli íslensks barns. Stofnunin styrkti þetta verkefni með<br />

því að greiða laun aðstoðarmanns í einn og hálfan mánuð. Lokið var við að<br />

skrá efni af segulbandi og koma þeim gögnum á tölvutækt form.<br />

Umsjónarmaður verkefnisins er Sigríður Sigurjónsdóttir.<br />

90


• Alþjóðlegt verkefni: Intercomprehension of Germanic Languages Online (IGLO).<br />

Stofnunin styrkti þetta verkefni með því að greiða laun aðstoðarmanns í tvo og<br />

hálfan mánuð. Umsjónarmaður verkefnisins er Jóhannes Gísli Jónsson.<br />

Útgáfustarfsemi<br />

Guðrún Þórhallsdóttir (ritstj.): The Nordic Languages and Modern Linguistics 10.<br />

Proceedings of the Tenth International Conference of Nordic and General Linguistics,<br />

University of Iceland, June 6–8, 1998. Auk þess voru þrettán áðurútgefnar<br />

bækur endurútgefnar og endurprentaðar.<br />

Fyrirlestrar<br />

Donald Steinmetz, Augsburg College, flutti fyrirlestur á vegum stofnunarinnar 15.<br />

maí: Gender Shifting in Germanic: The marginalization of neuter gender in West<br />

and North Germanic.<br />

Annað<br />

Stofnunin veitti þremur stúdentum ferðastyrk á ráðstefnu, 50 þús. krónur hverjum.<br />

Sagnfræðistofnun<br />

Hlutverk<br />

Samkvæmt reglugerð skal Sagnfræðistofnun m.a. annast rannsóknir, gangast<br />

fyrir ráðstefnum, námskeiðum, rannsóknaræfingum og fyrirlestrum og standa<br />

fyrir útgáfu. Stofnunin er nú hluti af Hugvísindastofnun.<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Stjórnina skipuðu Loftur Guttormsson sem gegndi starfi forstöðumanns, Guðmundur<br />

Jónsson og Guðrún Harðardóttir, fulltrúi stúdenta. Starfsmaður stofnunarinnar<br />

var Eggert Þór Aðalsteinsson. Hafði hann einkum milligöngu um fjölritun<br />

kennslugagna og sá um sölu þeirra í Guðnastofu, bókastofu stofnunarinnar. Helgi<br />

Þorláksson sat í stjórn Hugvísindastofnunar sem fulltrúi Sagnfræðistofnunar.<br />

Gistifræðimenn og fyrirgreiðsla<br />

Agneta Ney, sænskur sagnfræðingur, var gistifræðimaður stofnunarinnar á vormisseri.<br />

Hrefna Róbertsdóttir, sem stundar doktorsnám í Lundi, var gistifræðimaður<br />

í sex mánuði. Páll Björnsson sagnfræðingur, sem hlaut rannsóknarstöðustyrk<br />

Rannís í ársbyrjun, hafði vinnuaðstöðu við stofnunina frá því í apríl.<br />

Rannsóknarverkefni<br />

Að verkefninu Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2002 var unnið áfram<br />

undir forystu Helga Þorlákssonar en að því eiga aðild þrír aðrir fastir kennarar við<br />

sagnfræðiskor ásamt Halldóri Bjarnasyni. Starfið á árinu beindist ekki síst að<br />

fjáröflun. Styrkir fengust frá Rannís sem og fjárlaganefnd Alþingis og Rannsóknasjóði<br />

Háskóla Íslands auk nokkurra annarra aðila. Að auki hlaut Helgi Þorláksson<br />

styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Nokkrir aðstoðarmenn voru ráðnir til<br />

að sinna afmörkuðum verkþáttum.<br />

Sagnfræðistofnun á formlega aðild að svonefndu Reykholtsverkefni, þverfaglegu<br />

rannsóknarverkefni sem tengist fornleifauppgreftri í Reykholti í Borgarfirði. Helgi<br />

Þorláksson situr í stjórn verkefnisins. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur<br />

var sem fyrr framkvæmdastjóri verkefnisins. Sagnfræðistofnun tengdist afmörkuðum<br />

þáttum verkefnisins, s.s. gerð kortagrunns fyrir Reykholt.<br />

Í samráði við nokkrar aðrar stofnanir hafði Sagnfræðistofnun forgöngu um að<br />

kanna möguleika á að stofna til lýðfræðilegs gagnagrunns.<br />

Útgáfumál<br />

Tvö ný rit komu út á vegum stofnunarinnar. Annað er Voyages and Explorations in<br />

the North Atlantic from the Middle Ages to the XVII Century. Um er að ræða<br />

bráðabirgðaútgáfu, undir ritstjórn Önnu Agnarsdóttur, á sjö erindum sem voru<br />

kynnt á Heimsþingi sagnfræðinga í Ósló í ágúst sl. Hitt er Dulsmál 1600-1900.<br />

Fjórtán dómar og skrá sem Már Jónsson sá um útgáfu á. Þetta er annað bindi í<br />

ritröðinni Heimildasafn Sagnfræðistofnunar sem Anna Agnarsdóttir er ritstjóri<br />

fyrir. Bæði ritin komu út hjá Háskólaútgáfunni.<br />

Á árinu kom út ritið Aspects of Artic and Subartic History sem Sagnfræðistofnun<br />

gefur út ásamt tveimur öðrum aðilum undir ritstjórn Inga Sigurðssonar og Jóns<br />

91


Skaptasonar. Ritið geymir yfir 60 fyrirlestra sem fluttir voru á fjölþjóðlegri ráðstefnu<br />

um sögu norðurslóða í Reykjavík 1998.<br />

Þing tengd landsnefnd sagnfræðinga<br />

Forstöðumaður tók við formennsku í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga í samræmi<br />

við skipan sem mótast hefur undanfarin ár. Auk Sagnfræðistofnunar eiga<br />

Sagnfræðingafélag Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands aðild að nefndinni. Landsnefndin<br />

var á árinu riðin við þátttöku í eða undirbúning að tveimur þingum.<br />

19. heimsþing sagnfræðinga var haldið í Ósló í ágúst <strong>2000</strong>. Landsnefndin fékk<br />

Önnu Agnarsdóttir til að stjórna einu hringborðsefni, Voyages and Exploration in<br />

the North Atlantic from the Middle Ages to the XVII Century, og Helga Þorláksson<br />

til að flytja þar einn fyrirlestranna. Landsnefndin greiddi einnig fyrir því að þrír<br />

doktorsnemar í sagnfræði kynntu rannsóknir sínar á þinginu. 24. þing norrænna<br />

sagnfræðinga verður svo haldið í Árósum í ágúst 2001. Lokið var við að skipuleggja<br />

þátttöku íslenskra sagnfræðinga í formlegri dagskrá þess.<br />

Söguþing<br />

Haldið var áfram undirbúningi Söguþings sem verður haldið í Reykjavík 30. maí til<br />

1. júní 2002. Fyrir hönd Sagnfræðistofnunar situr Guðmundur Jónsson í undirbúningsnefnd.<br />

Stefnt er að því að dagskráin verði eitthvað minni í sniðum en á<br />

fyrsta íslenska söguþinginu 1997.<br />

Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar<br />

Stjórn stofnunarinnar bauð Sølvi Sogner, prófessor í sagnfræði við Óslóarháskóla,<br />

að flytja Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar og halda málstofu. Sogner hélt fyrirlesturinn<br />

í hátíðasal í Aðalbyggingu föstudaginn 13. október, „Ekteskap i Norge etter<br />

reformasjonen“. Á undan minntist Loftur Guttormsson Jóns Sigurðssonar í<br />

stuttu máli. Daginn eftir hélt Sogner málstofu á vegum stofnunarinnar með kennurum,<br />

nemum og gestum um efnið „Migrasjon i Norge i tidlig moderne tid.“<br />

Fjármál<br />

Framlag Hugvísindastofnunar til Sagnfræðistofnunar nam 1.240 þús.kr. Aðrar<br />

tekjur voru andvirði af sölu kennsluefnis og bóka í Guðnastofu svo og styrkir. Á<br />

árinu fékkst ekki uppgjör frá Háskólaútgáfunni vegna þeirra rita, sem hún hefur<br />

gefið út undanfarin ár í samvinnu við stofnunina, og annarra eldri rita sem hún<br />

hefur annast sölu á. Samt sem áður var fjárhagsstaða stofnunarinnar viðunandi<br />

við árslok.<br />

Húsnæði og vinnuaðstaða<br />

Sagnfræðistofnun hefur umráð yfir herberginu Hafnir í Húnaþingi á 3. hæð í Nýja<br />

Garði sem nýtist tveimur doktorsnemum. Þar að auki hafa þrír doktorsnemar í<br />

sagnfræði aðstöðu í húsakynnum Hugvísindastofnunar. Aðstoðarmenn kennara<br />

nýta einkum þá vinnuaðstöðu sem býðst í Guðnastofu.<br />

Íslandssaga í greinum<br />

Rætt var við Landsbókasafn-Háskólabókasafn um möguleika á því að gagnasafn<br />

Gunnars Karlssonar (kallað „Íslandssaga í greinum“), efnisflokkaðar greinar um<br />

Íslandssögu, yrði yfirfært í hið væntanlega, nýja tölvukerfi safnsins. Kom fram<br />

áhugi á þessu hjá Landsbókasafnsmönnum en ákvörðun var frestað. Már Jónsson<br />

hafði umsjón með því að bráðabirgðagerð af „Íslandssögu í greinum“ var<br />

færð á Netið (sjá Heimildir.is).<br />

Íslensk málstöð<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Íslensk málnefnd rekur Íslenska málstöð skv. lögum nr. 2/1990, um Íslenska málnefnd,<br />

með síðari breytingum. Málstöðin starfar í samræmi við reglugerð nr.<br />

159/1987. Með lögum nr. 44/<strong>2000</strong> var málnefndarlögunum breytt þannig að ekki er<br />

lengur gert ráð fyrir því að málnefndin reki málstöðina í samvinnu við Háskóla Íslands<br />

né heldur að forstöðumaður sé jafnframt prófessor í heimspekideild. Starf<br />

forstöðumanns var auglýst eftir lagabreytinguna. Að fenginni umsögn Íslenskrar<br />

málnefndar skipaði menntamálaráðherra Ara Pál Kristinsson í starfið til fimm ára<br />

frá 1. september <strong>2000</strong> að telja. Formaður málnefndar og forstöðumaður málstöðvar<br />

hófu viðræður við Háskóla Íslands um samstarf málstöðvar við Háskóla<br />

Íslands í kjölfar lagabreytingarinnar.<br />

92


Íslensk málstöð hefur aðsetur í húsnæði Háskóla Íslands á Neshaga 16, Reykjavík.<br />

Málstöðin hefur þar til starfsemi sinnar 140 fm skrifstofuhúsnæði á annarri<br />

hæð hússins (auk 12 fm geymslu í næsta húsi, Haga við Hofsvallagötu).<br />

Starfslið<br />

Starfslið Íslenskrar málstöðvar á árinu var: Ari Páll Kristinsson cand. mag., forstöðumaður,<br />

Dóra Hafsteinsdóttir deildarstjóri, Hanna Óladóttir málfræðingur (í<br />

hálfu starfi), frá 1. apríl og Kári Kaaber deildarstjóri.<br />

Starfsemi<br />

Málstöðin svarar fyrirspurnum um íslenskt mál og veitir ráð og leiðbeiningar um<br />

málfarsleg efni, oftast í síma en einnig í tölvupósti og bréflega. Fyrirspurnir og<br />

svör voru ríflega 1900 talsins á árinu. Á vef málstöðvarinnar er einnig að finna<br />

ýmsar ábendingar um málfar. Haldið var áfram undirbúningi að málfarsbanka Íslenskrar<br />

málstöðvar. Málfarsbankinn verður á netinu og unnt verður að slá inn<br />

leitarorð og fá málfarsleiðbeiningar og ábendingar sem tengjast því. Jafnframt<br />

verður notendum boðið að senda málstöðinni fyrirspurnir og munu svör við þeim<br />

smám saman bætast við efni málfarsbankans. Af öðrum þáttum í þjónustustarfi<br />

málstöðvarinnar má nefna yfirlestur ritsmíða, einkum fyrir opinberar stofnanir og<br />

ráðuneyti.<br />

Málstöðin er í tengslum við orðanefndir sem starfa á ýmsum sérsviðum. Í árslok<br />

<strong>2000</strong> voru samtals 50 orðanefndir á skrá í Íslenskri málstöð. Í orðabanka Íslenskrar<br />

málstöðvar á netinu voru í lok ársins um 126.000 færslur (hugtök) í orðasöfnum<br />

í ýmsum greinum. „Heimsóknir“ í orðabankann voru að meðaltali um 100<br />

á dag og uppflettingar 600-700 á dag. Vinnusvæði eru nú í orðabankanum fyrir 49<br />

orðasöfn á ýmsum stigum og 35 orðasafnanna eru jafnframt í birtingarhlutanum.<br />

Íslensk málstöð tók þátt í tveimur verkefnum sem nutu styrkja úr MLIS-áætlun<br />

Evrópusambandsins. Annað verkefnið nefndist Nordterm-net og laut að því að<br />

safna saman sem flestum tölvutækum orðasöfnum á Norðurlöndum, einkum íðorðasöfnum,<br />

og gera þau aðgengileg sem „Norræna orðabankann“ með einu og<br />

sama viðmóti á netinu og á geisladiskum. Að hinu verkefninu, TDC-net, stóðu íðorðastofnanir<br />

um alla Evrópu. Það miðar að því að koma á Evrópuneti opinberra<br />

eða opinberlega viðurkenndra stofnana sem fást við skráningu íðorða og íðorðaskráa.<br />

Útgáfa<br />

Í ágúst kom út Hagfræðiorðasafn (Rit Íslenskrar málnefndar 12) ásamt geisladiski.<br />

Út komu Málfregnir 17-18. Unnið var að undirbúningi afmælisrits Baldurs<br />

Jónssonar, Málsgreina, með greinum eftir hann. Endurnýjaðir voru samningar við<br />

Námsgagnastofnun um útgáfu Réttritunarorðabókar handa grunnskólum. Enn<br />

fremur fellur undir útgáfumál starf að orðabanka, málfarsbanka og öðru efni<br />

málstöðvarinnar á netinu.<br />

Málþing og erindi<br />

• Dóra Hafsteinsdóttir hélt kynningarerindi um orðabanka Íslenskrar málstöðvar<br />

og Ari Páll Kristinsson um fyrirhugaðan málfarsbanka málstöðvarinnar á<br />

ráðstefnu sem Málræktarsjóður stóð fyrir 13. maí þar sem kynnt voru ýmis<br />

verkefni sem Lýðveldissjóður styrkti á starfstíma sínum.<br />

• Kristján Árnason hélt erindið „Idealer og realitet i standardisering af islandsk<br />

udtale“ á Norræna málnefndaþinginu í Nuuk 25. ágúst.<br />

• Íslensk málnefnd beitti sér í fimmta sinn fyrir málræktarþingi undir merkjum<br />

dags íslenskrar tungu. Þingið var haldið 11. nóvember og efni þess var „Íslenska<br />

sem annað mál“. Erindi fluttu Birna Arnbjörnsdóttir, Háskóla Íslands:<br />

„Tvítyngi og skóli. Áhrif tvítyngis á framvindu í námi“; Ingibjörg Hafstað<br />

kennsluráðgjafi, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur: „Tvítyngdir nemendur í<br />

íslenskum grunnskólum“; Þóra Björk Hjartardóttir dósent, Háskóla Íslands:<br />

„Íslenska fyrir útlendinga í Háskóla Íslands“; Úlfar Bragason, forstöðumaður<br />

Stofnunar Sigurðar Nordals: „Íslenskukennsla við erlenda háskóla“; Þóra<br />

Másdóttir talmeinafræðingur, Talþjálfun Reykjavíkur: „Tvítyngi og frávik í<br />

málþroska“; Matthew Whelpton lektor, Háskóla Íslands: „Að tala íslensku, að<br />

vera íslenskur. Mál og sjálfsmynd frá sjónarhóli útlendings.“<br />

• Kristján Árnason flutti erindið „Alþjóðleg hreintungustefna og gengi íslensku<br />

tungunnar“ á málstefnu um íslenska tungu í Menntaskólanum á Akureyri 18.<br />

nóvember.<br />

93


Lífeðlisfræðistofnun<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands var komið á fót árið 1995 með reglugerð nr.<br />

333/1995 og tók þá við hlutverki Rannsóknastofu í lífeðlisfræði sem starfrækt<br />

hafði verið í þrjá áratugi. Forstöðumaður stofnunarinnar hefur verið Jón Ólafur<br />

Skarphéðinsson prófessor en Stefán B. Sigurðsson prófessor tók við í lok ársins.<br />

Stjórn stofnunarinnar að öðru leyti skipa fastráðnir kennarar og sérfræðingar<br />

stofnunarinnar auk fulltrúa annarra starfsmanna og fulltrúa nemenda.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar árið <strong>2000</strong> voru prófessorarnir Jóhann Axelsson, Stefán<br />

B. Sigurðsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson, Guðrún V. Skúladóttir vísindamaður,<br />

dósentarnir Logi Jónsson, Sighvatur S. Árnason, Þór Eysteinsson og Þórarinn<br />

Sveinsson, Anna Guðmunds fulltrúi og Jóhanna Jóhannesdóttir rannsóknatæknir.<br />

Doktorsnemar voru Marta Guðjónsdóttir líffræðingur og Árni Árnason<br />

sjúkraþjálfari. MS-nemar voru Heiðdís Smáradóttir, Atli Jósefsson, Anna Lára<br />

Möller, Wendy Jubb, Sólrún Jónsdóttir, Amid Derayat, Anna Ragna Magnúsardóttir<br />

og Jóhannes Helgason sem einnig var aðjúnkt. Verkefnaráðnir sérfræðingar<br />

og/eða stundakennarar voru: Ólöf Ámundadóttir, Ragnhildur Káradóttir, Reymond<br />

Meany, Sesselja Bjarnadóttir, Gísli Björnsson og Jóhann Ingimarsson.<br />

Hlutverk og starfsemi<br />

Hlutverk stofnunarinnar er tvíþætt, rannsóknastarfsemi og kennsla. Stofnunin<br />

veitir öllum fastráðnum kennurum Háskólans í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu,<br />

hvar í deild eða skorum sem þeir eiga heima, s.s. læknadeild, raunvísindadeild<br />

og hjúkrunarfræðideild. Einnig getur stjórn stofnunarinnar veitt vísindamönnum<br />

á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til. Öll<br />

rannsóknastarfsemi á stofnuninni er fjármögnuð með sjálfsaflafé. Styrkir hafa<br />

einkum fengist frá rannsókna- og tækjakaupasjóðum Háskólans og Rannís en<br />

einnig frá erlendum aðilum, s.s. lyfjafyrirtækjum. Heildarrekstrarkostnaður vegna<br />

rannsóknastarfsemi á árinu er áætlaður um 5-6 m.kr.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar vinna að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum lífeðlisfræðinnar,<br />

s.s. starfsemi sléttra og rákóttra vöðva, stjórn blóðrásar, fituefnabúskap,<br />

sjónlífeðlisfræði, starfsemi þekja, vatns- og saltbúskap, áreynslulífeðlisfræði,<br />

stýringu líkamsþunga, stjórn öndunar, öndunarstarfsemi í lungnasjúklingum,<br />

þolmörkum ýmissa umhverfisþátta hjá laxfiskum o.fl. Einnig er unnið að faraldsfræðilegum<br />

rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum og skammdegisþunglyndi.<br />

Þá er nokkuð um þjónusturannsóknir, s.s. þrekmælingar o.fl. Niðurstöður<br />

hafa verið birtar á árinu á nokkrum alþjóðlegum ráðstefnum og í erlendum tímaritum.<br />

Töluvert var fjallað um rannsóknir stofnunarinnar í fjölmiðlum og þá einkum<br />

rannsóknir á skammdegisþunglyndi.<br />

Starfsmenn stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við Háskólann og<br />

leggur stofnunin til aðstöðu og tækjabúnað til verklegrar kennslu. Að auki hefur<br />

stofnunin tekið að sér að annast kennslu í lífeðlisfræðinámskeiðum þeirra námsleiða<br />

við Háskólann sem ekki hafa fastráðinn kennara í greininni. Þannig hefur<br />

tekist að halda nær allri starfsemi á sviði lífeðlisfræði innan Háskólans á einum<br />

stað sem hefur ótvíræða kosti í för með sér. Árið <strong>2000</strong> voru kennd á vegum stofnunarinnar<br />

15 námskeið og sóttu þau rúmlega 500 stúdentar. Jafngildir þetta um<br />

1900 þreyttum einingum. Heildarvelta stofnunarinnar vegna kennslu og almenns<br />

rekstrar árið <strong>2000</strong> nam um 32 m.kr.<br />

Lífefna- og<br />

sameindalíffræðistofa<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Rannsóknarstofan er starfsvettvangur kennara lífefnafræðasviðs læknadeildar<br />

auk annarra sem stunda rannsóknir á skyldum sviðum. Forstöðumaður er Jón<br />

Jóhannes Jónsson dósent. Aðrir háskólakennarar, sem starfa við fræðasviðið, eru<br />

Eiríkur Steingrímsson rannsóknarprófessor og Ingibjörg Harðardóttir dósent. Auk<br />

þeirra hefur Reynir Arngrímsson, dósent í klínískri erfðafræði og yfirmaður vísindarannsókna<br />

Urðar Verðandi Skuld ehf., aðstöðu á rannsóknastofunni. Umsjón<br />

94


með daglegum rekstri lífefna- og sameindalíffræðistofu hefur Jónína Jóhannsdóttir<br />

deildarmeinatæknir. Á rannsóknastofunni störfuðu þrír doktorsnemar, fimm<br />

M.S.-nemar, tveir B.S.-nemar og einn læknanemi sem vann að 4. árs verkefni.<br />

Auk framangreindra unnu nokkrir einstaklingar í lengri eða styttri tíma að<br />

ýmsum verkefnum.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknarstofan er miðstöð fyrir lífefna- og sameindalíffræðirannsóknir í<br />

grunnvísindum og læknisfræði. Almenn áherslusvið eru efnaskipti kjarnsýra,<br />

genalækningar, þroskunarlíffræði, næringarfræði og samspil erfða og umhverfis.<br />

Helstu einstök verkefni voru þessi:<br />

• Hlutverk og starfsemi Mitf gensins í mús og Drosophilu.<br />

• Breytigen arfgengrar járnofhleðslu.<br />

• Samspil fituefnaskipta og ónæmiskerfisins.<br />

• Greining erfðabreytileika og DNA skemmda í flóknum erfðaefnissýnum.<br />

• Þróun kjarnsýrumælinga í plasma.<br />

• Smíði genaferja byggðum á mæði-visnu veiru.<br />

Á rannsóknarstofunni er sérhæfður tækjabúnaður fyrir sameindalíffræðivinnu<br />

sem jafnframt er notaður við klínískar rannsóknir í sameindaerfðafræði í samstarfi<br />

við meinefnafræðideild Rannsóknastofnunar Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Viðurkenningar<br />

Guðmundur H. Gunnarsson, M.S. nemi, fékk Nýsköpunarverðlaun Tækniþróunar<br />

hf. <strong>2000</strong>. Hans T. Björnsson læknanemi var útnefndur til Forsetaverðalauna<br />

Nýsköpunarsjóðs námsmanna.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Starfsmenn rannsóknarstofunnar kynntu vinnu sína erlendis og innanlands með<br />

þátttöku í ýmsum ráðstefnum og með einstökum fyrirlestrum.<br />

Fyrirlestrar<br />

Fyrirlestrar á alþjóðlegum ráðstefnum:<br />

• Eiríkur Steingrímsson og fl.: Genetic analysis of the Microphthalmia family of<br />

bHLHZip transcription factors. Fyrirlestur, First International Symposium on<br />

„Basic Helix-Loop-Helix Genes: Regulators of normal development and<br />

Indicators of Malignant Development, 16-17 nóvember <strong>2000</strong>, Amsterdam,<br />

Hollandi.<br />

• Jón Jóhannes Jónsson: Therapeutic Frontiers Clinical Implications of Advances<br />

in Health Care Technology. European Society of Clinical Pharmacists Spring<br />

Conference, Reykjavík, 11-13 maí <strong>2000</strong>.<br />

• Helga Bjarnadóttir og fl.: Construction of gene transfer vectors based on<br />

maedi-visna virus (MVV). International Conference and Workshop on Animal<br />

Retroviruses. Cambridge, UK, 3.-6. september <strong>2000</strong>.<br />

Eiríkur Steingrímsson skipulagði einnig eftirfarandi vísindafyrirlestra og fræðslufundi<br />

fyrir nemendur í rannsóknatengdu námi:<br />

• Kristján Jessen, prófessor í taugaþroskunarfræði, Department of Anatomy and<br />

Developmental Biology, University College of London, Englandi: Glíafrumur<br />

úttaugakerfisins (Schwann frumur): Þroskun og hlutverk.<br />

• Georg Klein, prófessor, Mikrobiologiskt og Tumorbiologiskt Centrum, Karolinska<br />

Institutet, Stokkhólmi, Svíþjóð: The Multistep Development of Cancer.<br />

• Eva Klein, prófessor, Mikrobiologiskt og Tumorbiologiskt Centrum, Karolinska<br />

Institutet, Stokkhólmi, Svíþjóð: Cellular Immune reaction against EBV infected/immortalized<br />

B lymphocytes. Immunological surveillance at its best.<br />

• Michael W. Young, prófessor, Laboratory of Genetics, The Rockefeller University,<br />

New York: Drosophila's 24-hour clock; Molecular control of circadian<br />

rhythms.<br />

Að auki var skipulögð fyrirlestraröð um lífupplýsingafræði á haustönn í samstarfi<br />

við rannsóknarnámsnefnd og Þórunni Rafnar vísindamann hjá Urði Verðandi<br />

Skuld ehf. Meðal fyrirlesara voru: Gunnar von Heijne, Háskólanum í Stokkhólmi,<br />

Jotun Hein, Árósaháskóla og Eiríkur Pálsson, City University of New York.<br />

Annað<br />

Rannsóknir stofunnar voru styrktar af ýmsum aðilum, þ.m.t Rannís, Rannsóknasjóði<br />

Háskólans, aðstoðarmannasjóði, Nýsköpunarsjóði námsmanna og NORFA<br />

96


(upplýsingatækni). Stofnað var nýtt líftæknifyrirtæki, Lífeind ehf., til þróunar aðferða<br />

í sameindaerfðafræði. Fyrirtækið tók að sér framhald rannsókna sem unnar<br />

hafa verið á vegum Jóns Jóhannesar Jónssonar og nemenda hans. Framangreindir<br />

aðilar nutu stuðnings Rannsóknaþjónustu Háskólana og Landspítala-háskólasjúkrahúss<br />

við stofnun fyrirtækisins.<br />

Jón Jóhannes Jónsson hafði umsjón með styrk frá Bygginga- og tækjakaupasjóði<br />

Rannís og styrkjum af sérhæfðu tækjakaupafé Háskólans sem alls voru 3,250<br />

þús.kr. til kaupa á örsýnagreini (microarray analyzer). Engar markverðar breytingar<br />

urðu á húsnæðismálum rannsóknastofunnar. Áfram var unnið að undirbúningi<br />

verkkennslustofu á 1. hæð í Læknagarði. Tilkoma hennar, væntanlega á<br />

næsta ári, mun leysa brýnan húsnæðisvanda fyrir þá starfsemi.<br />

Líffræðistofnun<br />

Hlutverk og stjórn<br />

Líffræðistofnun Háskólans tók til starfa árið 1974 samkvæmt reglugerð nr.<br />

191/1974.<br />

Hlutverk hennar er:<br />

• að afla grundvallarþekkingar í líffræði, einkum þeim greinum sem kenndar<br />

eru við raunvísindadeild Háskóla Íslands.<br />

• að miðla grundvallarþekkingu í líffræði, kynna fræðilegar nýjungar og efla<br />

rannsóknir og kennslu í líffræði á Íslandi.<br />

Á stofnuninni er unnið að undirstöðurannsóknum í ýmsum greinum líffræðinnar.<br />

Sérfræðingar stofnunarinnar stunda einnig rannsóknir á hagnýtum sviðum líffræðinnar<br />

og taka að sér rannsóknarverkefni eftir því sem aðstæður leyfa og um<br />

semst. Stjórn Líffræðistofnunar skipa Sigurður S. Snorrason formaður, Páll Hersteinsson<br />

varaformaður og Rannveig Magnúsdóttir, fulltrúi stúdenta.<br />

Á Líffræðistofnun Háskólans starfa allir kennarar sem eru í fullu starfi við líffræðiskor<br />

raunvísindadeildar, einn fastráðinn og nokkrir lausráðnir sérfræðingar<br />

sem ráðnir eru til að sinna sérstökum verkefnum, lausráðið aðstoðarfólk og ritari<br />

í hálfri stöðu. Loks starfa þar að jafnaði nokkrir vísindamenn sem stofnunin veitir<br />

aðstöðu. Sérfræðingur Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn hefur starfsaðstöðu<br />

við stofnunina samkvæmt sérstöku samkomulagi. Sérfræðingar Líffræðistofnunar<br />

Háskólans starfa á eftirfarandi rannsóknasviðum:<br />

• Agnar Ingólfsson prófessor: Vistfræði fjara og lífs í rekandi þangi.<br />

• Arnþór Garðarsson prófessor: Vistfræði og stofnstærð sjófugla og vistfræði<br />

Mývatns.<br />

• Árni Einarsson sérfræðingur Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn: Vöktun<br />

og rannsóknir á lífverustofnum og umhverfisþáttum í Mývatni og Laxá.<br />

• Eggert Gunnarsson lektor: Rannsóknir í örverufræði.<br />

• Einar Árnason prófessor: Þróunar- og stofnerfðafræði, m.a. á skyldleika<br />

þorskstofna.<br />

• Eva Benediktsdóttir dósent: Rannsóknir á bakteríuflóru fiska.<br />

• Gísli Már Gíslason prófessor: Vistfræði straumvatna.<br />

• Guðmundur Eggertsson prófessor: Rannsóknir á erfðum bakteríunnar Escherichia<br />

coli.<br />

• Guðmundur Hrafn Guðmundsson prófessor: Bakteríudrepandi peptíð í slímhúð.<br />

• Guðmundur V. Helgason sérfræðingur: Botndýr á Íslandsmiðum og burstaormar.<br />

• Guðmundur Óli Hreggviðsson lektor: Rannsóknir á hitakærum örverum.<br />

• Guðni Á. Alfreðsson prófessor: Hita- og kuldakærar örverur og salmonellubakteríur.<br />

• Halldór Þormar prófessor: Hæggengar veirur og veirudrepandi lyf.<br />

• Jakob Jakobsson prófessor: Fiskifræðirannsóknir.<br />

• Jakob K. Kristjánsson dósent (nú rannsóknarprófessor): Rannsóknir á hitakærum<br />

örverum.<br />

• Jón S. Ólafsson lektor: Hryggleysingjar í ferskvatni.<br />

• Jörundur Svavarsson prófessor: Botndýr á Íslandsmiðum og eiturefnavistfræði.<br />

• Logi Jónsson dósent: Rannsóknir á lífeðlisfræði fiska.<br />

• Páll Hersteinsson prófessor: Stofnvistfræði tófu og minks.<br />

• Sigríður Þorbjarnardóttir sérfræðingur: Erfðafræði hitakærra örvera.<br />

97


• Sigurður S. Snorrason dósent: Vist- og þróunarfræði botndýra og fiska í ferskvatni.<br />

• Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor: Gróðursamfélögum á hálendinu og stofnvistfræði<br />

túnsúru.<br />

Sérfræðingar stofnunarinnar eru í margs konar rannsóknarsamstarfi, bæði við<br />

innlenda skóla og rannsóknarstofnanir svo og við vísindamenn og stofnanir erlendis.<br />

Hinn 1. nóvember tók til starfa á stofnuninni Guðmundur Hrafn Guðmundsson,<br />

sem um leið tók við prófssorsstarfi í frumulíffræði við Líffræðiskor af Halldóri<br />

Þormar. Halldór Þormar starfar áfram hjá stofnuninni sem prófessor emeritus.<br />

Síðastliðið sumar lét ritari Líffræðistofnunar og skorar til margra ára, Eva Þórðardóttir,<br />

af störfum. Í stað hennar var ráðin í fulltrúastarf, Elísabet Lilja Haraldsdóttir.<br />

Útgáfu- og kynningarmál<br />

Líffræðistofnun hefur um langt árabil staðið að útgáfu ritraðarinnar Fjölrit Líffræðistofnunar<br />

og eru ritin nú orðin 53 talsins, þar af komu tvö út á árinu <strong>2000</strong>.<br />

Stofnunin kynnti starfsemi sína á háskólasýningunni í mars og á AGORA sýningunni<br />

í október. Af þessu tilefni var útbúin kynningarmappa þar sem rannsóknum<br />

allra kennara og sérfræðinga er lýst.<br />

Viðurkenningar<br />

Tvö verkefni frá stofnuninni hlutu viðurkenningu í samkeppninni „Upp úr skúffunum“:<br />

Verkefni Guðmundar Eggertssonar „Smíði á genaferju Rhodothermus marinus<br />

með það að markmiði að auðvelda grunnrannsóknir og hagnýtingu á hitaþolnum<br />

prótínum“ og verkefni Halldórs Þormars „Örverudrepandi efnasamsetningar<br />

sem eyða kampylobakter og öðrum sýklum sem berast með matvælum“.<br />

Málstofur<br />

Málstofur eru haldnar á stofnuninni í tengslum við sum námskeið líffræðiskorar. Í<br />

hádeginu á föstudögum eru haldnir fyrirlestrar um ýmis líffræðileg efni og gjarnan<br />

leitað til sérfræðinga utan stofnunarinnar.<br />

Fjármál<br />

Fjárveiting til stofnunarinnar var 6.4 m.kr. á árinu og veltan um 74 m.kr. Tekjur<br />

stofnunarinnar umfram fjárveitingar eru einkum styrkir frá ýmsum rannsóknasjóðum,<br />

einkum sjóðum á vegum Rannsóknarráðs Íslands, Rannsóknasjóði Háskóla<br />

Íslands, norrænum rannsóknasjóðum og Evrópusambandinu en einnig<br />

koma talsverðar tekjur frá útseldri vinnu í umhverfisrannsóknum.<br />

Húsnæðismál<br />

Starfsemi Líffræðistofnunar Háskólans fer nú fram á fjórum stöðum í Reykjavík.<br />

Að Grensásvegi 12 eru rannsóknastofur í erfða- og sameindalíffræði, frumulíffræði,<br />

sjávarlíffræði, fiskifræði, vistfræði, grasafræði og þróunar- og stofnerfðafræði.<br />

Þar fer og fram mestur hluti kennslu í líffræði. Að Grensásvegi 11 eru<br />

rannsóknastofur í vatnalíffræði og dýrafræði. Rannsóknastofa í örverufræði er í<br />

Ármúla 1a og rannsóknir í dýralífeðlisfræði eru að Vatnsmýrarvegi 16.<br />

Mannfræðistofnun<br />

Hlutverk og stjórn<br />

Reglugerð stofnunarinnar gerir ráð fyrir samþættingu félagslegrar og líffræðilegrar<br />

mannfræði. Forstöðumaður stofnunarinnar er Gísli Pálsson og er hann<br />

jafnframt prófessor í mannfræði við Félagsvísindadeild. Stjórn stofnunarinnar<br />

skipa Sigríður Dúna Kristmundsdóttir dósent, formaður, Alfreð Árnason erfðafræðingur,<br />

Guðmundur Eggertsson prófessor, Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir<br />

og Unnur Dís Skaptadóttir lektor. Stofnunin hefur verið til húsa að Hólavallagötu<br />

13. Stofnunin réð á árinu verkefnisstjóra, Kristínu Erlu Harðardóttur meistaraprófsnema,<br />

í hálft starf.<br />

Starfsemi<br />

Mannfræðistofnun hefur gengist fyrir fyrirlestraröð um efnið „Á mörkum náttúru<br />

og samfélags“. Þegar hafa fimm fyrirlesarar komið á vegum stofnunarinnar: Paul<br />

Rabinow (Berkeley), Veena Das (Nýju Deli/New York), Hans-Jörg Rheinberger<br />

(Berlín), Evelyn Fox Keller (MIT) og William Cronon (Wisconsin).<br />

98


Meginverkefni stofnunarinnar er „Líkamlegur varningur“. Þar er sjónum beint að<br />

siðferðilegum deilum um söfnun, varðveislu og sölu líffæra, lífsýna og erfðaupplýsinga.<br />

Verkefnisstjóri er Gísli Pálsson. Erlendir þátttakendur, alls 16, eru frá<br />

Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Ísrael og Rússlandi. Auk þess er<br />

gert ráð fyrir samstarfi við bandaríska aðila. Verkefnið er styrkt af Rannís og fleiri<br />

aðilum. Ritari þess er Kristín Erla Harðardóttir.<br />

Stofnunin tekur þátt í nokkrum öðrum verkefnum, m.a. eftirfarandi:<br />

• Erfðasaga inúíta og afdrif norrænu nýlendunnar á Grænlandi. Samstarfsverkefni<br />

Agnars Helgasonar og Gísla Pálssonar. Umsjón Agnar Helgason.<br />

• Seascapes and Landscapes: Linkages between Marine and Terrestrial Environments<br />

and Human Populations in the North Atlantic. Styrkt af Bandaríska<br />

rannsóknarráðinu (NSF). Stjórnandi er Astrid Ogilvie (University of Boulder,<br />

Colorado). Gísli Pálsson er þátttakandi í verkefninu.<br />

• Dagbækur Vilhjálms Stefánssonar. Þrír framhaldsnemar í mannfræði hafa<br />

unnið að verkefninu. Samið hefur verið um útgáfu dagbókanna við New<br />

England University Press. Ritstjórn og umsjón Gísli Pálsson.<br />

• Alternative and Conventional Medicine in Iceland. Umsjón: Robert Anderson<br />

(Mills College, Kaliforníu), Gísli Pálsson og Ólafur Ólafsson. Robert Anderson<br />

skilaði ítarlegri skýrslu um verkefnið, sem Landlæknisembættið hefur gefið út<br />

(Heilbrigðisskýrslur, <strong>2000</strong>, 1).<br />

• Heimildamynd um afkomendur Vilhjálms Stefánssonar í Inuvik í Kanada, gerð<br />

fyrir sjónvarp hér og erlendis. Umsjón: Gísli Pálsson, Hákon Már Oddsson,<br />

Friðrik Þór Friðriksson.<br />

Í september gekkst stofnunin fyrir ráðstefnu vegna starfsloka Haralds Ólafssonar,<br />

sem átti sæti í stjórn stofnunarinnar um skeið og kenndi mannfræði við Háskólann<br />

í rúman aldarfjórðung. Haldnar hafa verið málstofur á vegum stofnunarinnar<br />

í samvinnu við Mannfræði- og þjóðfræðiskor. Markmið málstofanna er að efla<br />

skoðanaskipti meðal kennara og framhaldsnema við Háskóla Íslands og starfandi<br />

mannfræðinga utan Háskólans. Vefsíða stofnunarinnar var uppfærð á árinu. Það<br />

verk vann Baldur A. Sigurvinsson meistaraprófsnemi. Nokkrir framhaldsnemar<br />

hafa haft vinnuaðstöðu af og til á stofnuninni: Baldur A. Sigurvinsson, Hulda<br />

Proppé, Jóhann Brandsson, Jónas G. Allansson.<br />

Orðabók Háskólans<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Alls unnu 13 starfsmenn á Orðabókinni á árinu. Af þeim voru níu í fullu starfi í<br />

árslok. Tveir starfsmenn voru ráðnir í innslátt yfir sumarmánuðina og tveir<br />

starfsmenn vinna í tímavinnu. Ekkert stöðugildi er í stjórnsýslu á Orðabókinni. Í<br />

stjórn Orðabókarinnar sitja Eiríkur Rögnvaldsson prófessor, formaður, Guðvarður<br />

Már Gunnlaugsson sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar og Margrét<br />

Jónsdóttir dósent.<br />

Starfsemi<br />

Á árinu <strong>2000</strong> var haldið áfram þar sem frá var horfið við innslátt ritmálssafnsins.<br />

Alls voru slegnir inn um 190.000 seðlar eða 115 kassar á stafabilinu st-v. Ætla má<br />

að innslætti ljúki snemmsumars árið 2001 ef fram heldur sem horfir. Kapp var<br />

lagt á að flytja innslegin dæmi í gagnagrunninn jafnóðum. Á árinu var gengið frá<br />

notkunardæmum á stafbilinu o-u og voru þau rúmlega 306.000. Þá var hugað að<br />

eldri innslegnum dæmum frá fyrri verkefnum og reyndust þau rúmlega 42.000.<br />

Gagnasafn Orðabókarinnar er öllum opið og er slóðin: www.lexis.hi.is<br />

Orðabókin fékk styrk úr Lýðveldissjóði til þess að halda áfram innslætti á notkunardæmum<br />

í ritmálssafni stofnunarinnar. Áður hafði sjóðurinn styrkt verkefnið ríflega<br />

en án þess styrkjar hefði ekki verið unnt að ráðast í jafn umfangsmikið verkefni.<br />

Gerð orðasambandaskrár um ritmálssafnið, sem hófst síðla árs 1996, var haldið<br />

áfram á árinu. Farið er yfir öll tölvuskráð notkunardæmi í safninu og tilgreind<br />

orðasambönd sem þar koma fram. Skráin hefur að geyma margvíslegar tegundir<br />

orðasambanda, svo sem orðtök, föst (stirðnuð) orðasambönd, málshætti og orðastæður.<br />

Orðasamböndin eru sett fram á samræmdan hátt og áhersla lögð á að<br />

birta setningarlegt umhverfi þeirra til þess að notkun og merking sambandanna<br />

komi sem skýrast fram. Þess er jafnframt gætt að halda til haga mismunandi af-<br />

99


igðum orðasambanda. Við hvert orðasamband eru tilgreind meginorð sambandsins<br />

í grunnmynd sinni. Með því að tengja þær myndir við samsvarandi<br />

myndir í ritmálsskránni má kalla fram orðasambönd undir einstökum flettiorðum<br />

ritmálsskrárinnar.<br />

Á árinu var hafist handa við að skrá textasafn Orðabókarinnar inn í nýjan gagnagrunn.<br />

Þar er gert ráð fyrir nýrri og mun ítarlegri flokkun textanna, m.a. til að auðveldara<br />

verði að velja markvisst úr safninu, t.a.m. vegna rannsókna á máli ólíkra tímabila,<br />

miðla, aldurshópa, kynja o.s.frv. Jafnframt þessu var unnið að því að koma skipulagi<br />

safnsins í betra horf og hafinn undirbúningur að því að koma sjálfum textaskjölunum<br />

á staðlað form. Allmikið bættist í textasafnið á árinu. Eins og sakir<br />

standa hefur textasafnið að geyma u.þ.b. 600 texta sem eru samtals um 30 milljón<br />

lesmálsorð. Stefnt er að því að efla textasafnið á næstu árum enda hljóta stafrænir<br />

textar að gegna lykilhlutverki í söfnunarstarfi Orðabókarinnar í framtíðinni.<br />

Útgáfa<br />

Stofnunin átti þátt í útgáfu eins rits á síðasta ári. Var það greinasafnið Orðhagi<br />

sem tileinkað var Jóni Aðalsteini Jónssyni, fyrrum forstöðumanni. Unnið var að<br />

fimmta hefti tímaritsins Orðs og tungu og er það væntanlegt í ársbyrjun 2001.<br />

Rannsóknarverkefni<br />

Meðal rannsóknarverkefna einstakra starfsmanna má nefna að Ásta Svavarsdóttir<br />

og Guðrún Kvaran unnu saman að athugun á erlendum áhrifum á orðaforðann<br />

á tímabilinu 1930-1980. Ásta og Kristín Bjarnadóttir, tóku ásamt fimm öðrum málfræðingum,<br />

þátt í verkefninu ÍS-TAL sem felst í því að koma upp gagnabanka með<br />

íslensku talmáli. Guðrún Kvaran vann að gerð handbókar um íslenska beygingarog<br />

orðmyndunarfræði og lýkur því verki á næsta ári. Hún vinnur að rannsókn á<br />

málinu á Vídalínspostillu. Jón Hilmar Jónsson vinnur að því að semja orðabók<br />

um íslensku, þar sem orðum og orðasamböndum er skipað með tilliti til þess að<br />

notendur þarfnist vitneskju um orðafar sem snertir tiltekið hugtak.<br />

Rannsókna- og<br />

fræðasetur Háskóla<br />

Íslands í Hveragerði<br />

Stjórn<br />

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði tók til starfa á miðju ári<br />

<strong>2000</strong>. Starfræksla þess er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Prokaria ehf.,<br />

Hveragerðisbæjar, Garðyrkjuskóla ríkisins og Rannsóknastofnunarinnar Neðri<br />

Áss. Í stjórn setursins sitja Jakob K. Kristjánsson, prófessor við Líffræðistofnun<br />

Háskóla Íslands, formaður, Arnþór Ævarsson, sameindalíffræðingur hjá Prokaria<br />

ehf., Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss/Ásbyrgis, Hálfdán<br />

Kristjánsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, og Sveinn Aðalsteinsson, skólastjóri<br />

Garðyrkjuskóla ríkisins. Framkvæmdastjóri setursins er Tryggvi Þórðarson.<br />

Markmið<br />

Meginmarkmiðið með starfsemi Rannsóknasetursins er að efla vísindarannsóknir<br />

og fræðastarf í Hveragerði og nágrenni og að byggja upp frekari þekkingu á<br />

svæðinu, ekki síst er snýr að náttúrufari. Setrinu er ætlað að verða miðstöð rannsókna<br />

í umhverfismálum og náttúruvísindum í byggðarlaginu með séráherslu á<br />

hveralíffræði og hagnýta örverufræði.<br />

Aðsetur<br />

Setrið er til húsa í húsnæði Rannsóknastofnunarinnar að Neðri-Ási en þar hafa<br />

undanfarna áratugi verið stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á ýmsum sviðum náttúruvísinda.<br />

Í húsnæðinu er lítill fundarsalur en hægt er að halda stærri fundi og<br />

ráðstefnur í húsnæði Garðyrkjuskóla ríkisins eftir nánara samkomulagi. Rannsóknasetrið<br />

hefur til umráða rannsóknarstofu og bókasafn Rannsóknastofnunarinnar<br />

að Neðra-Ási. Setrið hyggst einnig sameinast um fullkomnari rannsóknarstofuaðstöðu<br />

með Garðyrkjuskóla ríkisins sem áætlað er að koma á fót í húsnæði<br />

skólans að Reykjum, Ölfusi.<br />

100


Starfsemi<br />

Meðal verkefna Rannsóknasetursins eru umhverfis- og vistfræðirannsóknir á<br />

hverum. Er þar m.a. lagt til grundvallar það brautryðjendastarf sem þegar hefur<br />

verið unnið á vegum Háskóla Íslands og Rannsóknastofnunarinnar að Neðri-Ási<br />

og sú þekking á hveralíffræði sem fyrirtækið Prokaria ehf. býr yfir.<br />

Setrið tekur að sér verkefni við mat á áhrifum framkvæmda á lífríki hvera á<br />

hverasvæðum sem fyrirhugað er að virkja. Það hefur lokið tveimur slíkum úttektum<br />

á árinu <strong>2000</strong>, við Trölladyngju á Reykjanesi og í Grensdal í Ölfusi.<br />

Hafin er gerð flokkunar- og skráningarkerfis fyrir upplýsingar um helstu lífríkisog<br />

vistfræðiþætti hvera á landinu en slíkt kerfi hefur ekki verið þróað áður fyrir<br />

lífríki hvera. Söfnun og skráning vistfræðilegra upplýsinga um hveri og vistfræðileg<br />

flokkun þeirra mun auðvelda mjög vinnu Rannsóknasetursins við mat á umhverfisáhrifum<br />

jarðhitavirkjana auk þess sem hún er mikilvægur grunnur fyrir<br />

allar frekari rannsóknir á samspili umhverfisþátta og lífríkis í hverunum.<br />

Stefnt er að því að setrið hafi yfir að ráða öllum venjulegum grunnbúnaði rannsóknarstofu<br />

og á bókasafninu verði m.a. að finna allar helstu heimildir um náttúrufræði<br />

svæðisins og um varmalindir. Þannig er vonast til að setrið geti skapað<br />

góða aðstöðu fyrir náms-, vísinda- og fræðimenn sem stunda vilja rannsóknir<br />

eða fræðimennsku sem tengist varmalindum eða náttúrufari nálægra svæða.<br />

Rannsóknasetrið hyggst einnig bæta aðstöðu sína til vistfræðilegra rannsókna á<br />

ám og stöðuvötnum. Meðal verkefna, sem það tekur að sér, er flokkun stöðu- og<br />

fallvatna skv. reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns. Leitað hefur<br />

verið til heilbrigðisnefnda og þeim boðið samstarf um slíka flokkun á svæði<br />

þeirra en nefndirnar eru ábyrgar fyrir framkvæmd ákvæðanna um flokkunina.<br />

Þegar er hafið samstarf við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis um flokkun vatna<br />

næstu þrjú ár.<br />

Stofnaðilar Rannsóknasetursins geta samkvæmt starfssamningi sett á fót sjálfstæðar<br />

deildir innan setursins. Tvær deildir hafa formlega tekið til starfa á setrinu,<br />

háskóladeild og deild Prokaria ehf. Deildarstjóri Háskóladeildar er Tryggvi<br />

Þórðarson, framkvæmdastjóri og deildarstjóri deildar Prokaria ehf. er Arnþór<br />

Ævarsson sameindalíffræðingur.<br />

Starfsemi háskóladeildarinnar verður á næstunni einkum á sviði mats á umhverfisáhrifum,<br />

vatnaflokkunar og þátttöku í þróun og gerð hveragagnagrunns.<br />

Prokaria ehf. er framsækið líftæknifyrirtæki sem beitir háþróaðri líf- og tölvutækni<br />

til að uppgötva og nýta erfðaefni í náttúrunni. Starfsemi deildar Prokaria<br />

innan setursins mun felast í ýmiss konar rannsóknum á hveraörverum og vistkerfum<br />

hvera en þó einkum þróun og gerð hveragagnagrunnsins.<br />

Rannsóknarmiðstöð<br />

í jarðskjálftaverkfræð<br />

Almennt<br />

Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði var komið á fót árið<br />

<strong>2000</strong> samkvæmt samningi milli Háskóla Íslands, Sveitarfélagsins Árborgar,<br />

menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og Almannavarna ríkisins.<br />

Stofnun miðstöðvarinnar er í samræmi við stefnu Háskólans um eflingu rannsóknar-<br />

og fræðastarfsemi á landsbyggðinni. Á vegum miðstöðvarinnar eru<br />

stundaðar fjölfaglegar rannsóknir og er megináhersla lögð á rannsóknir sem<br />

tengjast áhrifum jarðskjálfta. Miðstöðin er til húsa að Austurvegi 2a á Selfossi og<br />

starfa þar nú um tíu manns. Starfsemin skiptist í þrjá meginþætti: undirstöðurannsóknir,<br />

þjónusturannsóknir og þjálfun nemenda við rannsóknarstörf. Í miðstöðinni<br />

er boðið upp á fundaraðstöðu auk þess sem aðstaða er fyrir smærri ráðstefnur.<br />

Aðdragandi<br />

Á vegum Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands hefur verið byggð upp umfangs-<br />

101


mikil rannsóknarstarfsemi á sviði jarðskjálftaverkfræði á síðastliðnum 20 árum.<br />

Þungamiðja þessara rannsókna hefur verið á Suðurlandi, þ.e. á svæði sem er<br />

mjög heppilegt til rannsókna og tilrauna á sviði jarðskjálftaverkfræði að mati erlendra<br />

sérfræðinga. Svæðið er virkt jarðskjálftasvæði af viðráðanlegri stærð, þar<br />

sem er að finna öll helstu mannvirki og tæknikerfi sem einkenna nútímaþjóðfélag.<br />

Hinn 27. nóvember 1997 rituðu forsvarsmenn Háskóla Íslands, Selfossbæjar<br />

(Sveitarfélagsins Árborgar) og Almannavarnanefndar Selfoss og nágrennis undir<br />

samstarfssamning um eflingu rannsókna á sviði jarðskjálftaverkfræði og tengdra<br />

greina. Í samningnum var kveðið á um að stefnt skyldi að því að komið yrði á fót<br />

miðstöð á Selfossi þar sem stundaðar yrðu rannsóknir á áhrifum og eðli jarðskjálfta.<br />

Jafnframt skyldi þungamiðja jarðskjálftaverkfræðirannsókna Verkfræðistofnunar<br />

Háskóla Íslands færðar á Selfoss. Í miðstöðinni skyldi komið upp rannsóknarstofu<br />

fyrir mælingar á áhrifum jarðskjálfta á mannvirki þar sem mæligögnum<br />

er safnað saman og unnið er úr þeim.<br />

Á næstu árum var unnið markvisst í samræmi við þennan samning. Stofnað var<br />

fyrirtæki sem hafði það meginmarkmið að kaupa og innrétta húsnæði fyrir fyrirhugaða<br />

rannsóknarmiðstöð. Þessu starfi var lokið í ársbyrjun <strong>2000</strong> og var Rannsóknarmiðstöð<br />

Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði opnuð með formlegum<br />

hætti 2. maí með undirritun samnings um starfsemina milli Háskóla Íslands,<br />

Sveitarfélagsins Árborgar, menntamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins og<br />

Almannavarna ríkisins. Þessir aðilar mynda ráð og er hlutverk þess að efla starfsemi<br />

Miðstöðvarinnar og afla fjármagns til starfseminnar. Starfsemi Miðstöðvarinnar<br />

heyrir að öðru leyti undir Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og hlítir þeim<br />

reglum sem um hana gilda.<br />

Staðsetning og aðstaða<br />

Miðstöðin er til húsa að Austurvegi 2a í nýstandsettri byggingu sem hefur verið<br />

innréttuð sérstaklega með þarfir miðstöðvarinnar í huga. Til ráðstöfunar fyrir<br />

miðstöðina eru um 600 fm. húsnæði og eru þar af um 150 fm. í kjallara. Þar er<br />

góð fundaraðstaða, níu skrifstofur auk rýmis fyrir nemendur og lausráðna starfsmenn,<br />

ásamt rannsóknarstofum. Í kjallara eru geymslur, bílskúr auk aðstöðu fyrir<br />

grófari vinnu sem tengist mælingum. Húsnæðið, sem myndar glæsilegan ytri<br />

ramma um rannsóknarstarfsemina, er í eigu Borgarþróunar og greiðir Rannsóknarmiðstöðin<br />

mánaðarlega húsaleigu samkvæmt samningi. Borgarþróun er í<br />

eigu Sveitarfélagsins Árborgar og Atvinnuþróunar Suðurlands.<br />

Starfslið<br />

Hjá Miðstöðinni eru nú sex manns í fullu starfi við rannsóknir og einn fulltrúi á<br />

skrifstofu. Auk þeirra veitir miðstöðin tveimur prófessorum starfsaðstöðu til<br />

rannsókna. Til viðbótar er breytilegur fjöldi nemenda og lausráðinna starfsmanna<br />

tengdur miðstöðinni. Kjarni starfsliðs Miðstöðvarinnar kemur frá Verkfræðistofnun<br />

Háskóla Íslands, Aflfræðistofu, en forsenda stofnunar hennar var að rannsóknarstarfsemi<br />

Verkfræðistofnunar á sviði jarðskjálftaverkfræði færðist í Miðstöðina.<br />

Ragnar Sigbjörnsson prófessor er forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvarinnar<br />

og er hann með skrifstofuaðstöðu á Selfossi.<br />

Rannsóknir<br />

Markmið miðstöðvarinnar er að stunda alþjóðlegar rannsóknir í jarðskjálftaverkfræði<br />

á háskólastigi, vinna að þróun og ráðgjöf sem tekur mið af staðbundnum<br />

þörfum, efla miðlun upplýsinga um áhrif jarðskjálfta og veita nemendum og verkfræðingum<br />

þjálfun við rannsóknarstörf. Miðað er við að meginviðfangsefni miðstöðvarinnar<br />

verði eftirtalin:<br />

• Þróun og rekstur tilraunasvæðis á Suðurlandi.<br />

• Öflun gagna um áhrif jarðskjálfta á mannvirki og samfélag.<br />

• Líkanagerð og óvissugreining.<br />

• Áhættumat og áhættustjórnun.<br />

• Fjölfaglegar rannsóknir á efnahagslegum og félagslegum áhrifum jarðskjálfta.<br />

Miðlun og þjálfun<br />

• Veita styrkþegum aðstöðu og leiðsögn.<br />

• Kennsla og leiðsögn fyrir háskólastúdenta í jarðskjálftaverkfræði og tengdum<br />

greinum.<br />

• Standa fyrir innlendum og alþjóðlegum fyrirlestrum og námskeiðum í jarðskjálftaverkfræði<br />

og tengdum greinum.<br />

• Upplýsingamiðlun um áhrif jarðskjálfta, m.a. á netinu, bæði á íslensku og ensku.<br />

• Almenningsfræðsla um jarðskjálfta og áhrif þeirra.<br />

102


Áhersla er lögð á samvinnu við EC tilraunasvæðið í Grikklandi og virka þátttöku í<br />

rannsóknarhópum EAEE.<br />

Suðurlandsjarðskjálftar <strong>2000</strong><br />

Eins og áður er vikið að var Miðstöðin opnuð með formlegum hætti 2. maí árið<br />

<strong>2000</strong>. Hinn 17. júní sama ár má segja að sjálf rannsóknarstofan hafi opnað með<br />

eftirminnilegum hætti þegar fyrsti áfangi Suðurlandsjarðskjálfta reið yfir. Hjá Miðstöðinni<br />

náðust einstæðar mælingar af þessum atburði svo og þeim fjölmörgu<br />

jarðskjálftum sem fylgdu í kjölfarið. Tveir mestu jarðskjálftarnir voru 17. og 21.<br />

júní. Upptök þeirra voru annars vegar í Holtum nálægt Skammbeinsstöðum og<br />

hins vegar í Hestfjalli. Samkvæmt mælingum miðstöðvarinnar voru þeir 6,6 og 6,5<br />

að stærð, mælt á svonefndum vægiskvarða. Mestu mæld áhrif voru 64% g og 84%<br />

g, þar sem g vísar til fallhröðunar í þyngdarsviði jarðar við yfirborð hennar. Jarðskjálftarnir<br />

höfðu mikla eyðileggingu í för með sér bæði á byggingum, tæknikerfum<br />

og innanstokksmunum, enn fremur þá er ljóst að jarðskjálftarnir höfðu mikil<br />

áhrif á sálarlíf fólks á Suðurlandi. Strax var hafist handa við öflun gagna um áhrif<br />

jarðskjálftanna, skemmdir á mannvirkjum og tæknikerfum. Þegar hafa safnast<br />

einstæð gögn og er ljóst að úrvinnsla þeirra mun taka nokkur ár. Við Miðstöðina<br />

hefur verið lögð áhersla á að miðla upplýsingum um jarðskjálftana og áhrif<br />

þeirra. Í því skyni voru haldnir fræðslufundir, komið upp heimasíðu þar sem fjallað<br />

var um jarðskjálftana og tekið saman ritið „Jarðskjálftar á Suðurlandi“.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Lögð hefur verið mikil áhersla á að kynna starfsemi Miðstöðvarinnar bæði innanlands<br />

og utan. Sérstaklega ber að nefna fundi, erindi, greinar og rit tengd Suðurlandsjarðskjálftunum<br />

<strong>2000</strong> og áhrifum þeirra á mannvirki og mannlíf á Suðurlandi.<br />

Alþjóðleg samvinna<br />

Rannsóknarstarfsemi Miðstöðvarinnar byggir að verulegu leyti á og nýtur góðs af<br />

alþjóðlegri samvinnu við erlenda háskóla og rannsóknarstofnanir bæði í Evrópu<br />

og Ameríku. Í því sambandi má nefna rannsóknir á yfirborðshröðun í stórum<br />

jarðskjálftum, sem styrkt er af Evrópusambandinu, rannsóknir á áhrifum jarðskjálfta<br />

á búnað í byggingum og rannsóknir á sértækum legubúnaði til þess að<br />

draga úr þeirri áraun á mannvirki sem jarðskjálftar valda.<br />

Rannsóknasetur<br />

Háskóla Íslands í<br />

Vestmannaeyjum<br />

Almennt<br />

Háskólayfirvöld og bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hófu formlegt samstarf með<br />

stofnun Samstarfsnefndar Háskóla Íslands og Vestmannaeyja árið 1994. Megintakmark<br />

samstarfsins var að tengja háskólastarf rannsóknavettvangi og rannsóknaþörfum<br />

í Vestmannaeyjum og veita jafnframt háskólakennurum aðstöðu til þess að<br />

stunda rannsóknir í umhverfi Eyjanna sem hefur margvíslega sérstöðu, náttúru,<br />

mannlíf og menningu. Á síðasta ári átti Samstarfsnefndin fimm ára afmæli. Í tilefni<br />

af þeim tímamótum voru óháðir aðilar fengnir til að gera úttekt á starfinu þessi<br />

fyrstu starfsár nefndarinnar. Úttektin var framkvæmd af Davíð Bjarnasyni og Erlu<br />

Hlín Hjálmarsdóttur og var hún kynnt á afmælishátíð nefndarinnar sem haldin var í<br />

Eyjum þann 15. október 1999. Á yfirstandandi ári beinist vinnan í Rannsóknasetri<br />

Vestmannaeyja að rannsóknum á lífríki hafsins og hefur m.a. fengist styrkur frá<br />

Rannís til þess að festa kaup á íslensku djúpfari, rannsóknadvergkafbáti sem notaður<br />

verður til rannsókna neðansjávar við Vestmannaeyjar. Vonir eru bundnar við fiskeldi<br />

í Eyjum og Rannsóknasetrið kemur sérstaklega að tilraunaleyfi, sem landbúnaðarráðherra<br />

hefur veitt til allt að eitt þúsund tonna eldis í Klettsvík. Loks má nefna<br />

að endurnýjun borholu við Skiphella við Friðarhöfn er í undirbúningi og mun sú<br />

starfsemi tengjast setrinu, enkum Þróunarfélagi Vestmannaeyja og Náttúrustofu<br />

Suðurlands sem eru til húsa í Rannsóknasetrinu. Mikið atvinnuleysi, sem einkennt<br />

hefur atvinnulífið í Eyjum eftir bruna Ísfélagsins, hefur kallað á aðgerðir af hálfu<br />

Rannsóknasetursins. Nú er ákveðið í samráði við Félagsmálaráðuneytið o.fl. að<br />

halda námskeið til eflingar atvinnulausum í Vestmannaeyjum með áherslu á<br />

hagnýta þekkingu á tungumálum, viðskiptum, umhverfi og stofnun eigin fyrirtækja.<br />

103


Stjórn og starfsfólk<br />

Í stjórn Samstarfsnefndar Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar eru skipaðir<br />

fulltrúar frá Vestmannaeyjabæ, Háskóla Íslands, útibúi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins<br />

í Vestmannaeyjum, útibúi Hafrannsóknastofnunarinnar í Vestmannaeyjum<br />

og fiskvinnslu og útgerð í Vestmannaeyjum. Árið <strong>2000</strong> var stjórnin skipuð<br />

sem hér segir: Þorsteinn I. Sigfússon prófessor, fulltrúi Háskólaráðs og stjórnarformaður,<br />

Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og fulltrúi Vestmannaeyjabæjar, gjaldkeri,<br />

Gísli Már Gíslason prófessor og fulltrúi Líffræðistofnunar, Gísli Pálsson prófessor<br />

og fulltrúi Sjávarútvegsstofnunar, Sigmar Hjartarson, forstöðurmaður (fulltrúi<br />

Rf). Þorsteinn I. Sigfússon, Gísli Pálsson og Gísli Már Gíslason fara með málefni<br />

háskóladeildarinnar í Eyjum.<br />

Stofnanir innan setursins eru fimm og hafa á að skipa um fjórtán starfsmönnum<br />

sem eru ýmist í verkefnatengdri vinnu eða fastráðnir forstöðumenn, sérfræðingar,<br />

eða almennir starfsmenn viðkomandi stofnana. Forstöðumaður Rannsóknasetursins<br />

er Páll Marvin Jónsson en hann er jafnframt útibússtjóri háskóladeildarinnar.<br />

Háskóladeildin er skipuð eftirfarandi starfsmönnum: Páll Marvin Jónsson<br />

útibússtjóri, Guðrún Karitas Garðarsdóttir ritari, Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir ræsting,<br />

Hans Aðalsteinsson, verkefnastjóri Athafnaversins.<br />

Ýmis verkefni<br />

Fiskeldi í Vestmannaeyjum<br />

Háskóladeildin hefur farið með ráðgjöf fyrir Vestmannaeyjabæ varðandi fyrirhugað<br />

fiskeldi í Klettsvík. Jafnframt hefur deildin verið að skoða möguleika á<br />

annars konar eldi en laxeldi með það að markmiði að efla atvinnulífið í Vestmannaeyjum.<br />

Námskeiðahald<br />

Háskóladeildin í Vestmannaeyjum stendur ár hvert fyrir fjölmörgum fyrirlestrum<br />

og námskeiðum í samstarfi við ýmsar mennta- og fræðslustofnanir.<br />

Háskólanám<br />

Í Eyjum er boðið upp á háskólanám í fjarkennslu. Um er að ræða íslensku til BAprófs<br />

við Háskóla Íslands og ferðamálafræði í samstarfi við Hólaskóla. Í Vestmannaeyjum<br />

er mikil vöntun á hjúkrunarfræðingum og sökum þessa hefur háskóladeildin<br />

í Eyjum unnið að því að ná samningum við Háskólann á Akureyri um<br />

að hefja hjúkrunarfræðinám í fjarkennslu. Stefnt er að því að námið hefjist í síðasta<br />

lagi haustið 2001.<br />

Fræðslunet Vestmannaeyja<br />

Rannsóknasetrið hefur umsjón með verkefni sem er ætlað að tengja þær stofnanir<br />

sem hafa annast fullorðinsfræðslu í Vestmannaeyjum. Áætlað er að netið taki<br />

formlega til starfa sumarið 2001.<br />

Starfsmenntaátak<br />

Háskóladeildin hefur að undanförnu unnið að uppsetningu öflugs starfsmenntaskóla<br />

í Vestmannaeyjum með sérstakri áherslu á fólk á atvinnuleysisskrá. Verkefninu<br />

var hrundið af stað vegna slæms atvinnuástands í kjölfar brunans í Ísfélagi<br />

Vestmannaeyja.<br />

Lifandi miðlun<br />

Fiska-og náttúrugripasafn Vestmannaeyja og Háskóli Íslands í Vestmannaeyjum<br />

hafa á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem hefur það að markmiði að<br />

efla rannsóknir á margbrotnu fuglalífi Eyjanna og jafnframt að styrkja ferðamannaiðnaðinn<br />

í Eyjum.<br />

Áhrif umhverfis á form og þroska Yoldiella nana (Bivalvia,<br />

Protobranchia) á mismunandi dýpi<br />

Markmið verkefnisins er að kanna áhrif setgerðar, hitastigs og þrýstings á útlitsform<br />

samlokana af ættkvíslinni Yoldiella í hlýsjónum sunnan við Ísland. Verkefnið<br />

er styrkt af Lýðveldissjóði. Verkefnisstjóri Páll Marvin Jónsson.<br />

Ambassador and Mrs. Day Olin Mount Fellowship<br />

Day Olin Mount, sendiherra Bandaríkjanna, sem hefur verið auðfúsugestur í Eyjum<br />

undanfarin ár, lét af störfum haustið 1999 eftir farsælt starf á Íslandi. Samstarfsnefnd<br />

Háskóla Íslands og Vestmannaeyjabæjar ákvað að stofna til styrks<br />

handa bandarískum stúdentum eða fræðimönnum sem skoða vildu samspil<br />

manns og hafs í Vestmannaeyjum og nefna styrkinn í höfuðið á bandarísku<br />

105


sendiherrahjónunum. Var þetta tilkynnt í kveðjuhófi sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra<br />

hélt í Viðey í júlí 1999. Vonast er eftir góðri samvinnu við menningarstofnunina<br />

Fullbright og við samfjármögnun þessa máls.<br />

Vistvænar humarveiðar<br />

Í ársbyrjun 1998 hófust tilraunaveiðar með humargildrur við Vestmannaeyjar sem<br />

stjórnað var af Páli Marvin Jónssyni. Markmið tilraunaveiðanna er að kanna hagkvæmni<br />

gildruveiða samanborið við togveiðar, ásamt því að rannsaka líffræðilega<br />

þætti og útbreiðslu. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Haraldi<br />

Böðvarssyni hf, Netagerðinni Ingólfi, Hafrannsóknastofnun og Hampiðjunni. Verkefnisstjóri<br />

er Páll Marvin Jónsson.<br />

Atferli lunda við fæðuleit, skráning dýpis og hitastigs<br />

með DST-rafeindamerkjum<br />

Markmið verkefnisins er að rannsaka atferli lunda með hjálp rafeindamerkja sem<br />

skrá þrýsting og hitastig. Verkefnið er styrkt af Stjörnu-Odda ehf og Rannsóknasjóði<br />

Háskóla Íslands.Verkefnisstjóri Páll Marvin Jónsson.<br />

Sníkjudýr í skeldýrum<br />

Verkefnið var unnið í samstarfi við Rannsóknastöðina á Keldum og er það styrkt<br />

af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að finna millihýsil<br />

sníkjudýrsins (ögðunnar) Prosorhynchoides (Bucephaloides) gracilescens. Verkefnisstjóri<br />

var Matthías Eydal, Keldum.<br />

Rannsóknastofa í<br />

kvennafræðum<br />

Hlutverk<br />

Rannsóknastofa í kvennafræðum er þverfagleg stofnun sem heyrir undir háskólaráð.<br />

Hún var stofnuð samkvæmt reglugerð frá menntamálaráðuneytinu árið<br />

1990 en tók formlega til starfa haustið 1991. Hlutverk Rannsóknastofu í kvennafræðum<br />

við Háskóla Íslands felst í rannsóknum og miðlun þekkingar á sviði<br />

kvenna- og kynjafræða og jafnréttisrannsókna. Haustið <strong>2000</strong> setti ný stjórn Rannsóknastofu<br />

í kvennafræðum stofunni eftirfarandi aðalmarkmið:<br />

• efla og samhæfa rannsóknir í kvenna- og kynjafræðum og jafnréttisrannsóknir;<br />

• vinna að og kynna niðurstöður rannsókna;<br />

• koma á gagnabanka um kvennarannsóknir;<br />

• að skapa rannsóknaaðstöðu fyrir sjálfstætt starfandi fræðimenn og unga<br />

vísindamenn sem vinna verkefni á vegum stofunnar;<br />

• veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa og veita<br />

nemum þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim<br />

kost á að vinna rannsóknastörf á vegum stofunnar;<br />

• sinna þjónustuverkefnum á sviði kvenna- og kynjafræða, svo sem ráðgjöf fyrir<br />

aðila utan Háskólans;<br />

• koma á fót gagnabanka um kvenna-, kynja- og jafnréttisrannsóknir;<br />

• gangast fyrir námskeiðum, fyrirlestrum, ráðstefnum, endurmenntun og hverri<br />

þeirri starfsemi sem stuðlar að því að kynna rannsóknir á sviði kvenna- og<br />

kynjafræði fyrir almenningi;<br />

• stuðla að sterkum tengslum Háskóla Íslands við þjóðlífið;<br />

• veita upplýsingar og ráðgjöf um kvenna- og kynjarannsóknir;<br />

• hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsóknaraðila;<br />

• styðja og styrkja nám í kynjafræðum innan og utan Háskóla Íslands;<br />

• standa að útgáfu.<br />

Stjórn<br />

Háskólaráð skipar sex manna stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum og tvo<br />

varamenn til tveggja ára, þar af fjóra samkvæmt tilnefningum viðkomandi deilda.<br />

Haustið <strong>2000</strong> var ný stjórn skipuð. Í henni sitja: Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor<br />

við guðfræðideild, Rannveig Traustadóttir, dósent í félagsvísindadeild, Páll Biering,<br />

dósent við hjúkrunarfræðideild, Edda Benediktsdóttir, fræðimaður við Raunvísindastofnun,<br />

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við heimspekideild, Guðný Guðbjörnsdóttir,<br />

prófessor við félagsvísindadeild. Samkvæmt ósk stofunnar voru<br />

skipaðir tveir varamenn sem eru Herdís Sveinsdóttir, dósent við námsbraut í<br />

hjúkrunarfræði, og Ingólfur Gíslason félagsfræðingur. Rannveig Traustadóttir var<br />

106


formaður frá haustinu 1999 en í september <strong>2000</strong> tók Arnfríður Guðmundsdóttir við<br />

formennsku.<br />

Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar<br />

26. júní undirrituðu Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Ingibjörg Sólrún<br />

Gísladóttir borgarstjóri samstarfssamning Háskólans og Reykjavíkurborgar, sem<br />

fól í sér að koma á fót stöðu forstöðumanns Rannsóknastofu í kvennafræðum.<br />

Markmið samningsins er að efla rannsóknir á sviði kvenna- og kynjafræða innan<br />

Háskólans. Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að greiða helming kostnaðar við<br />

stöðuna til næstu þriggja ára á móti Háskólanum. Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar<br />

er ábyrg fyrir framkvæmd samningsins af hálfu Reykjavíkurborgar og<br />

Rannsóknastofa í kvennafræðum ábyrg fyrir framkvæmd samningsins fyrir hönd<br />

Háskólans. Starf forstöðumanns stofunnar var auglýst í júlí <strong>2000</strong>.<br />

Starfsmenn<br />

Í september var Irma Erlingsdóttir bókmenntafræðingur ráðin í nýtt starf forstöðumanns<br />

Rannsóknastofu í kvennafræðum. Á vormisseri var Sóley Stefánsdóttir<br />

starfsmaður stofunnar í 30% starfi.<br />

Rannsóknir<br />

Rannsóknastofan tók virkan þátt í samstarfi við erlendar rannsóknastofnanir á<br />

sviði kvenna- og kynjafræða á árinu. Meðal annars má nefna samstarf við Norrænu<br />

kvenna- og kynjarannsóknastofnunina NIKK (Nordisk institutt for kvinne og<br />

kjönsforskning).<br />

Fyrirlestrar og málþing<br />

Eins og undanfarin ár stóð Rannsóknastofa í kvennafræðum fyrir viðamikilli<br />

kynningu á rannsóknum í kvenna- og kynjafræðum. Þessi kynning fór einkum<br />

fram í formi rabbfunda (Rabb um rannsóknir og kvennafræði) sem haldnir voru<br />

að jafnaði aðra hverja viku á vor- og haustmisseri. Þá voru haldnir opinberir fyrirlestrar<br />

með innlendum og erlendum fyrirlesurum.<br />

Útgáfa<br />

Á árinu <strong>2000</strong> gaf stofan út ritið Speglanir, konur í íslenskri bókmenntahefð og<br />

bókmenntasögu eftir Helgu Kress, prófessor við Háskóla Íslands. Fréttabréf stofunnar<br />

kom út einu sinni á árinu.<br />

Rannsóknastofa í<br />

líffærafræði<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði er ein sérstofnana Háskólans og lýtur hún læknadeild.<br />

Rannsóknastofan hefur verið til húsa að Vatnsmýrarvegi 16, 4. hæð, síðan<br />

haustið 1987. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hannes Blöndal prófessor í<br />

líffærafræði.<br />

Starfmenn<br />

Starfsmenn úr hópi kennara eru: Ella Kolbrún Kristinsdóttir dósent, Hannes Blöndal<br />

prófessor, Sigurður Sigurjónsson lektor og Sverrir Harðarson dósent. Annað<br />

starfslið: Birgitta Ásgrímsdóttir líffræðingur, Finnbogi R. Þormóðsson fræðimaður,<br />

Fjóla Haraldsdóttir meinatæknir, Guðbjörg Bragadóttir ritari og Jóhann Arnfinnsson<br />

líffræðingur. Starfsmönnum rannsóknastofunnar fækkaði frá árinu áður<br />

en Sigurlaug Aðalsteinsdóttir yfirmeinatæknir lést í október.<br />

Starfsemi<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði sinnir vísindalegum rannsóknum í líffærafræði<br />

heilbrigðra og sjúkra. Starfsmenn rannsóknastofunnar annast líffærafræðikennslu<br />

nemenda í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum og veita<br />

ýmsum aðilum þjónustu í örsjárrannsóknum (electron microscopy). Á rannsóknastofunni<br />

fer einnig fram framleiðsla kennsluefnis í líffærafræði í formi prentaðs<br />

máls, tölvuefnis og margvíslegra kennslusýna. Á árinu 1997 gengust starfsmenn<br />

rannsóknastofu í líffærafræði fyrir stofnun námsvers í Læknagarði en þá voru til<br />

þess keyptar tölvur fyrir stúdenta. Síðan hefur á hverju ári verið bætt við tölvutæku<br />

efni í líffærafræði í þeim tilgangi að auðvelda nemendum sjálfsnám þar sem<br />

þeir njóta leiðsagnar kennara.<br />

107


Rannsóknastarfsemi<br />

• Rannsóknir á æða- og vefjaskemmdum fólks, sem látist hefur af völdum<br />

arfgengrar heilablæðingar, en sjúkdómurinn finnst eingöngu á Íslandi, hafa<br />

verið stundaðar í mörg ár á rannsóknastofunni. Á árinu 1998 tókst að einangra<br />

og rækta sléttvöðvafrumur úr heilaæðum sjúklings með sjúkdóminn en með<br />

því var aflað einstaks efniviðar til frekari og sértækari rannsókna á<br />

sjúkdómnum. Síðan hefur aðallega verið unnið með þessar frumur í rækt (sjá<br />

ritverk 1). Um aðra þætti þessara rannsókna er samstarf við Anders Grubb og<br />

samstarfsmenn hans í Lundi í Svíþjóð (sjá ritverk 2).<br />

• Rannsókn á heilabilun (dementia) í samvinnu við deildir Landspítala-háskólasjúkrahúss<br />

í öldrunarlækningum og taugalækningum og öldrunardeild<br />

Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur staðið í nokkur ár og mun standa áfram um óákveðinn<br />

tíma enda um framskyggna rannsókn að ræða.<br />

• Rannsókn á taugakerfisæxlum, sem er bæði erfðafræðilegs, faraldsfræðilegs<br />

og vefjameinafræðilegs eðlis, á sér nú stað og hefur þegar verið lokið við einn<br />

flokk æxla (heilamengisæxli: meningioma) og í vinnslu er annar flokkur æxla<br />

(taugatróðsæxli: gliomata). Um þessar rannsóknir hefur verið samstarf við<br />

meinafræðideild og taugasjúkdómadeild Mayo Clinic í Rochester Minnesota frá<br />

árinu 1995 (sjá ritverk 3).<br />

• Rannsókn á síþreytu og skyldum sjúkdómum í samvinnu við Erni Snorrason<br />

geðlækni hófst 1997 og er það enn þá í gangi. Þetta verkefni er styrkt af lyfjafyrirtækinu<br />

Hunter-Fleming.<br />

Ritverk<br />

• Cystatin C extracted from Cystatin C amyloid is cytotoxic to cultured human<br />

cerebrovascular smooth muscle cells. D. T. Vilhjalmsson, F. R. Thormodsson, I.<br />

H. Olafsson, H. Blöndal. Society for Neuroscience, New Orleans nóv. <strong>2000</strong>.<br />

Veggspjald.<br />

• The cerebral hemorrhage-producing cystatin C variant (L68Q) in extracellular<br />

fluids. M. Bjarnadóttir, C. Nilsson, V. Lindström, A. Westmann, P. Davidsson, F.<br />

Þormóðsson, H. Blöndal, G. Guðmundsson og A. Grubb. Samþykkt í sept. <strong>2000</strong><br />

í Amyloid.<br />

• Risk of Glioma, Other Primary Brain Tumor, and Systemic Cancer among<br />

Relatives of Patients with Glioma. B. P. O'Neill, H. Blöndal, P. Yang, G. H.<br />

Ólafsdóttir, H. Sigvaldason, J. Björnsson, R. B. Jenkins, D. W. Kimmel, B. W.<br />

Scheithauer, W. A. Rocca og H. Tulinius. Sent í október <strong>2000</strong> til Cancer<br />

Epidemiology, Biomarkers and Prevention.<br />

• In vitro susceptibilities of gram-positive cocci to fatty acids and monoglycerides.<br />

G. Bergsson, J. Arnfinnsson, Ó. Steingrímsson og H. Thormar. Sent 11.<br />

sept. <strong>2000</strong> til Antimicrobial Agents and Chemotherapy.<br />

• In vitro killing of candida albicans by fatty acids and monoglycerides. G.<br />

Bergsson, J. Arnfinnsson, Ó. Steingrímsson og H. Thormar. Sent 4. des. <strong>2000</strong><br />

til Antimicrobial Agents and Chemotherapy.<br />

Kennsla<br />

Kennsla í líffærafræði er veitt nemendum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlækningum.<br />

Nemendafjöldi er nokkuð breytilegur eftir árum en samtals luku<br />

prófum árið <strong>2000</strong>, á 1. ári 241 og 68 á 2. ári. Auk þess sækja nemendur í meinaog<br />

röntgentækni við Tækniskóla Íslands kennslu í líffærafræði til rannsóknastofunnar<br />

og nemendur í meinatækni hljóta einnig verklega þjálfun í meinatækni á<br />

rannsóknastofunni.<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Örsjárrannsóknir til sjúkdómsgreiningar er fastur liður í starfsemi rannsóknastofunnar<br />

og eru þær aðallega unnar fyrir Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg.<br />

Einnig eru gerðar, og hafa verið gerðar síðan 1981, örsjárrannsóknir á lífrænum<br />

og ólífrænum sýnum fyrir aðrar stofnanir Háskólans (sjá ritverk 4 og 5)<br />

og aðila utan hans.<br />

108


Rannsóknastofa í lyfjaog<br />

eiturefnafræði<br />

Stjórn og starfsmenn<br />

Forstöðumaður Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði á árinu var Magnús Jóhannsson<br />

prófessor. Fast starfslið, auk kennara með starfsaðstöðu á rannsóknastofunni,<br />

voru 16 manns.<br />

Fimm nemar voru í rannsóknatengdu námi á rannsóknastofunni, þrír í MS-námi,<br />

einn læknanemi með 4. árs rannsóknaverkefni og einn Fulbrightnemi frá Bandaríkjunum.<br />

Kennsla<br />

Starfsfólk rannsóknastofunnar sá um eða tók þátt í kennslu læknanema, tannlæknanema,<br />

hjúkrunarfræðinema, líffræðinema og lyfjafræðinema við Háskóla<br />

Íslands og nema í Tækniskóla Íslands. Einnig kenndi starfsfólk rannsóknastofunnar<br />

á ýmsum námskeiðum, m.a. á vegum Endurmenntunarstofnunar.<br />

Grunnrannsóknir<br />

Unnið var að mörgum rannsóknum og eru þær helstu taldar upp hér á eftir. Sumar<br />

þeirra voru unnar í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn.<br />

• Kopar, cerúlóplasmín og súperoxíðdismútasi í sjúklingum með hrörnunarsjúkdóma<br />

í miðtaugakerfi (með öldrunarlæknum og taugasjúkdómalæknum á<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúsi).<br />

• Psilocybin og psilocin í íslenskum sveppum af ættkvíslunum Psilocybe og<br />

Paneolus.<br />

• Norræn rannsókn á dauðsföllum af völdum eitrana.<br />

• Rannsókn á þætti ávana- og fíkniefna í innlögnum ungs fólks á meðferðarstofnun.<br />

• Rannsóknir á boðkerfum í ræktuðum æðaþelsfrumum.<br />

• Áhrif beta-toxíns bakteríunnar Clostridium perfringens á æðaþelsfrumur í<br />

rækt.<br />

• Rannsóknir á stjórnun samdráttarkrafts í hjartavöðva.<br />

• Rannsókn á áhrifum lækkaðs hitastigs á hjartavöðvann.<br />

• Rannsóknir á notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi (í samvinnu<br />

við Hjartavernd).<br />

• Þrávirk lífræn efni í teistu frá Breiðarfirði – þróun mengunar yfir 20 ára tímabil<br />

(með Náttúrufræðistofnun).<br />

• Þrávirk lífræn efni í sendlingum og klettadoppu í nánd við sorphauga (með<br />

Náttúrufræðistofnun).<br />

• Þrávirk lífræn efni í blóði íslenskra mæðra (samstarfsverkefni 8 þjóða sem<br />

liggja að norður-heimskautssvæðinu; AMAP).<br />

• Áhrif þrávirkra klórlífrænna efna á frjósemi íslenskra karlmanna (með<br />

Glasafrjóvgunardeild Landspítalans).<br />

• Þrávirk lífræn efni í selum.<br />

• Þrávirk lífræn efni í lofti og úrkomu við Stórhöfða (með Veðurstofu Íslands).<br />

• Þéttni etanóls í blóði eftir neyslu óáfengs bjórs (2,25%v/v).<br />

Þjónusturannsóknir<br />

Stundaðar voru umfangsmiklar þjónusturannsóknir í fjórum deildum: réttarefnafræðideild,<br />

alkóhóldeild, lyfjarannsóknadeild og eiturefnadeild. Rannsóknir þessar<br />

eru unnar fyrir dómsmála- og lögregluyfirvöld, lækna, sjúkrastofnanir, heilbrigðiseftirlitsmenn,<br />

rafveitur, Varnarliðið, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun<br />

o.fl.<br />

Ráðstefnur og fundir<br />

Haldin var ráðstefnan XIV. Nordiske kongress i Retsmedicin 25-28. júní <strong>2000</strong><br />

ásamt Gunnlaugi Geirssyni prófessor og Svend Richter aðjúnkt.<br />

109


Rannsóknastofa í<br />

matvælaefnafræði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Fjöldi starfsmanna á rannsóknastofu í matvælaefnafræði í Læknagarði er breytilegur<br />

frá ári til árs, þ.e. hann er háður rannsóknastyrkjum. Nú starfa á þar þrír<br />

starfsmenn, Ágústa Guðmundsdóttir prófessor, sem er yfirmaður rannsóknastofunnar,<br />

Helga Margrét Pálsdóttir, nemandi í doktorsnámi, og Guðrún Jónsdóttir,<br />

nemandi í meistaranámi.<br />

Rannsóknir<br />

Unnið er að yfirgripsmiklum rannsóknum á tjáningu kuldavirkra ensíma úr<br />

þorski og stökkbreytingum á genum þeirra. Markmiðið er að framleiða ensímafbrigði,<br />

sem hafa meiri hitastöðugleika en náttúrulegu afbrigði þeirra. Verkefnin<br />

eru unnin í samstarfi við David Benjamin, örverufræðideild University of Virginia<br />

og Charles S. Craik, lyfjaefnafræðideild University of California, San Francisco.<br />

Innlendir samstarfsaðilar eru Jón Bragi Bjarnason prófessor og líftæknifyrirtækin<br />

Ensímtækni ehf og Norður ehf. Á árunum 1998-<strong>2000</strong> var unnið að sambærilegum<br />

rannsóknum á ensímum úr suðurskautsljósátu með styrk frá breska líftæknifyrirtækinu<br />

Phairson Medical Ltd. í London. Rannsóknaverkefnin hafa einnig verið<br />

styrkt af Vísindasjóði og Tæknisjóði Rannís.<br />

Útgáfa<br />

Helstu vísindagreinar sem tengjast verkefnunum eru:<br />

• R. Spilliaert og Á. Guðmundsdóttir (<strong>2000</strong>): „Molecular Cloning of the Atlantic Cod<br />

Chymotrypsinogen B“. Microbial and Comparative Genomics, 1, bls. 1-10 og 2.<br />

• S. Kristjánsdóttir og Á. Guðmundsdóttir (<strong>2000</strong>): „Propeptide dependent activation<br />

of the Antarctic krill euphauserase precursor produced in yeast“. Eur. J.<br />

Biochem. 267, bls. 2632-2639.<br />

Einnig voru rannsóknirnar kynntar á ráðstefnum í Þýskalandi og á Íslandi.<br />

Nánari upplýsingar um rannsóknirnar má finna á heimasíðu Ágústu Guðmundsdóttur:<br />

www.hi.is/nam/matvskor/agusta<br />

Rannsóknastofa í<br />

meinafræði<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði er rekin sem hluti af Landspítala-háskólasjúkrahúsi.<br />

Henni er skipt í sjö skorir, ritaramiðstöð, vefjameinafræði, erfðameinafræði,<br />

réttarlæknisfræði, litningarannsóknir, vefjarannsóknir og lífsýnasafn<br />

(svokallað Dungalssafn). Auk forstöðulæknis, sem jafnframt er prófessor í<br />

meinafræði við læknadeild, starfa þar í stjórnunarstörfum þrír yfirlæknar (tveir<br />

þeirra eru prófessorar í læknadeild) og einn yfirmeinatæknir. Heimiluðum stöðugildum<br />

fjölgaði úr 56 í 58 frá síðastliðnu ári og starfsmenn voru rúmlega 80 á árinu.<br />

Breytingar í mannahaldi eru annars mjög litlar frá ári til árs.<br />

Rannsóknir<br />

Auk þjónusturannsókna á sviðum skoranna voru stundaðar vísindarannsóknir<br />

innan þeirra eins og áður. Meirihluti rannsókna er á sviði krabbameinsrannsókna<br />

og eru annars vegar um flokkun krabbameina eftir líffærum og tegundum og hins<br />

vegar grunnrannsóknir í erfðafræði krabbameins. Þær síðarnefndu eru einkum<br />

stundaðar á frumulíffræðideild (erfðameinafræði). Aðalviðfangsefni deildarinnar<br />

er krabbamein í brjósti, ristli og blöðruhálskirtli. Rannsóknastofan tekur mikinn<br />

þátt í alþjóðlegri samvinnu á þessum sviðum og heldur áfram að skila mikilvægum<br />

þætti við einangrun áhættugena fyrir brjóstakrabbamein en nú eru tvö slík<br />

þekkt, BRCA1 og BRCA2. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið birtar í vísindalegum<br />

ritgerðum í innlendum og erlendum tímaritum.<br />

Samstarf við erfðatæknifyrirtækin Íslenska erfðagreiningu og Urði Verðandi Skuld<br />

fór vaxandi á árinu og eru nú tveir starfsmenn RH við störf fjármögnuð af Íslenskri<br />

erfðagreiningu.<br />

110


Konunglega breska meinafræðingafélagið (The Royal College of Pathologists)<br />

gerði úttekt á stofnuninni í maí <strong>2000</strong> og var hún sérstaklega gerð m.t.t. kennslu til<br />

sérfræðiréttinda. Stofnunin var talin sambærileg að gæðum við hliðstæðar stofnanir<br />

í Bretlandi, N-Evrópu og N-Ameríku. Þessi viðurkenning er mikilsverð og<br />

mikil hvatning fylgir henni fyrir starfsmenn RH.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Frá rannsóknastofunni hafa komið 27 vísindalegar ritgerðir og 22 úrdrættir vegna<br />

ráðstefna á árinu <strong>2000</strong>. Afköstin eru í samræmi við fyrri afköst á þessu sviði en á<br />

milli 20 og 30 vísindalegar ritgerðir hafa komið árlega frá RH undanfarinn áratug.<br />

Ekki voru haldnar sérstakar ráðstefnur eða þing á vegum stofnunarinnar árið<br />

<strong>2000</strong>.<br />

Annað<br />

Hlutur Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði er innan við 2% af heildarrekstri<br />

Landspítala-háskólasjúkrahúss en nemur samt um 200 m.kr. árlega. Öðru hverju<br />

afla starfsmenn stórra vísindastyrkja, einkum starfsmenn frumulíffræðideildar,<br />

en segja má að helmingur starfsmanna þar sé launaður eða styrktur af vísindasjóðum,<br />

innlendum og erlendum.<br />

Húsnæðismál rannsóknastofunnar eru erfið. Starfsemin er í sex byggingum og<br />

eru þrjár á Landspítalalóð, sú fjórða er til húsa í Læknagarði, fimmta í leiguhúsnæði<br />

að Ármúla 30 og að lokum er lífsýnasafn (Dungalssafn) í leiguhúsnæði hjá<br />

Krabbameinsfélögunum við Skógarhlíð. Vonir standa til þess að hægt verði að<br />

byggja yfir Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði, jafnframt því sem byggt<br />

verður yfir aðrar rannsóknastofnanir Háskólans og Landspítala-háskólasjúkrahúss.<br />

Rannsóknastofa í<br />

næringarfræði<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði heyrir undir Landspítala-háskólasjúkrahús og<br />

matvælafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands. Stofan hefur aðstöðu á 2.<br />

hæð íþróttahúss Háskólans við Suðurgötu og á næringarstofu Landspítala-háskólasjúkrahúss<br />

að Eiríksgötu 29. Laun starfsfólks og rekstur rannsóknastofunnar<br />

eru fjármögnuð með styrkjum eða samningum um rannsóknarverkefni og<br />

önnur fræðileg verkefni. Opinber stöðugildi eru engin utan prófessors í næringarfræði,<br />

Ingu Þórsdóttur, sem veitir stofunni forstöðu. Verkefnaráðið starfsfólk í<br />

fullu starfi og stúdentar í rannsóknatengdu framhaldsnámi með aðstöðu á rannsóknastofunni<br />

voru sex á árinu auk tveggja í hlutastarfi.<br />

Rannsóknir<br />

Reynt er að leggja stund á nokkuð fjölbreytileg rannsóknarverkefni á rannsóknastofunni<br />

þar sem starfsemi stofunnar byggist að miklu leyti á verkefnum stúdenta<br />

í rannsóknatengdu framhaldsnámi.<br />

Tveir luku meistaranámi í næringarfræði á árinu. Verkefni Ingibjargar Gunnarsdóttur<br />

kallaðist „Næringarástand sjúklinga á sjúkrahúsum – greiningaraðferð fyrir<br />

vannæringu og matsáætlun“. Verkefni Hólmfríðar Þorgeirsdóttur fjallaði um<br />

breytingar á líkamsþyngd Íslendinga og fæðuframboði hérlendis en hún vann<br />

verkefnið hjá Manneldisráði Íslands.<br />

Á haustmánuðum hófu tveir nemendur framhaldsnám í næringarfræði við Háskóla<br />

Íslands. Bryndís Eva Birgisdóttir hóf doktorsnám. Verkefni hennar nefnist<br />

„Forvarnir gegn sykursýki“, og er áætlað að prófa kenningar um ástæður fyrir því<br />

að sykursýki er sjaldgæfari hérlendis en meðal skyldra þjóða. Kemur það m.a.<br />

inn á gæði íslenskrar mjólkur en það efni hefur verið til umfjöllunar víða í íslensku<br />

samfélagi á árinu, aðallega í tengslum við umsókn kúabænda um að fá að<br />

flytja inn fósturvísa af norsku kúakyni. Ólöf Guðný Geirsdóttir hóf meistaranám og<br />

er verkefni hennar hluti af stærri rannsókn á næringarástandi sjúklinga. Björn<br />

Sigurður Gunnarsson vann að meistaranámsverkefni sínu um mataræði tveggja<br />

ára barna. Skýrsla um eldra verkefni er varðar næringu ungbarna var unnin á árinu.<br />

Anna Sigríður Ólafsdóttir meistaranemi kannaði áhrif mataræðis móður á<br />

samsetningu brjóstamjólkur. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Háskólann í<br />

Vínarborg. Á árinu hófst einnig rannsókn á tengslum fæðingarþyngdar við heilsu-<br />

111


farsþætti síðar á ævinni en þau tengsl hafa fundist víða erlendis. Rannsóknin var<br />

skipulögð í samvinnu við Hjartavernd.<br />

Í samvinnu við kvennadeild Landspítalans var undirbúið framhald af eldra verkefni<br />

sem varðar þyngdaraukningu á meðgöngu hjá konum sem eru í kjörþyngd<br />

fyrir þungun og tengsl við ýmsa heilsufarsþætti, svo sem aukaverkanir á meðgöngu<br />

og erfiðleika við fæðingu.<br />

Kynning og útgáfustarfsemi<br />

Á árinu kom út bókin Norrænar ráðleggingar um næringarefni sem hefur verið í<br />

vinnslu á rannsóknastofunni um nokkurt skeið. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar<br />

ráðleggingar koma út á íslensku, en þær eru þýddar úr sænsku og er Inga Þórsdóttir<br />

meðal höfunda. Bókin skýrir vísindalegan bakgrunn ráðlegginga um næringarefni<br />

á Norðurlöndum og er farið í hvert orkuefni, vítamín og steinefni fyrir<br />

sig. Bókin nýtist til kennslu og fróðleiks. Háskólaútgáfan gaf bókina út og var<br />

verkefnið styrkt af Kennslumálasjóði Háskólans.<br />

Fjórar greinar um niðurstöður rannsókna á rannsóknastofunni birtust í erlendum<br />

ritrýndum vísindatímaritum á árinu og þar að auki var ein grein gefin út á netinu.<br />

Fjórir útdrættir voru gefnir út í ráðstefnuritum. Auk þess hefur starfsfólk rannsóknastofunnar<br />

kynnt niðurstöður sínar með fyrirlestrum og veggspjöldum á ráðstefnum,<br />

skrifað greinar í innlend blöð og aðstoðað fyrirtæki sem hafa viljað<br />

koma upplýsingum um næringu og heilsu á netið. Næringarfræði er vinsælt efni<br />

hjá almenningi og hafa nokkur blaða- og útvarpsviðtöl birst á árinu.<br />

Styrkir<br />

Landbúnaðarráðuneyti, Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins og Landsamband kúabænda<br />

styrktu rín gegnum samstarfssamning sem nær til þriggja ára. Hann felur<br />

m.a. í sér framhald rannsókna á mataræði og heilsu ungra barna hérlendis.<br />

Rannsóknarráð Íslands og Rannsóknanámssjóður styrktu einnig verkefni sem<br />

unnin voru á vegum rannsóknastofunnar á árinu.<br />

Nokkur önnur samstarfsverkefni<br />

Undirbúningur var hafinn að alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður á vegum<br />

rannsóknastofunnar í Reykjavík sumarið <strong>2000</strong> „18th International Symposium on<br />

Diabetes and Nutrition“. Ráðstefnan er haldin reglulega af evrópskum hópi fólks<br />

sem rannsakar næringu og sykursýki.<br />

Unnið hefur verið að Evrópusamstarfi m.a. við að koma upp samevrópsku meistaranámi<br />

í næringarfræði.<br />

Matvælarannsóknir á Keldnaholti (Matra) og Rannsóknastofa í næringarfræði<br />

unnu að verkefni við að kanna möguleika á að minnka saltinnihald í unnum matvælum<br />

í samstarfi við ýmis innlend fyrirtæki. Rín útbjó skýrslu um tengsl salts og<br />

heilsu og birti greinar í innlendum tímaritum um efnið.<br />

Að auki var rannsóknastofan samstafsaðili að verkefni sem lýtur að því að setja<br />

forrit til að reikna út næringargildi, og þá jafnframt gagnagrunn um íslensk matvæli,<br />

á netið til nota fyrir almenning. Aðrir samstarfsaðilar eru Matra og Manneldisráð<br />

Íslands ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Hugvit.<br />

Heimasíða Rannsóknastofu í næringarfræði er: www.hi.is/stofn/rin<br />

Rannsóknastofa í<br />

ónæmisfræði<br />

Starfsemi<br />

Stofan annaðist eins og áður þjónusturannsóknir, kennslu og vísindarannsóknir. Í<br />

árslok <strong>2000</strong> störfuðu 26 einstaklingar í um 22 stöðugildum að þessum viðfangsefnum,<br />

þar af tveir líffræðingar og einn læknir sem vinna að rannsóknaverkefnum<br />

til doktorsprófs og einn til meistaraprófs. Þrír læknanemar luku rannsóknaverkefnum<br />

4. árs og tveir líffræðingar lokaverkefni. Forstöðumaður stofunnar er<br />

Helgi Valdimarsson prófessor og skrifstofustjóri er Málfríður Ásgeirsdóttir. Ingileif<br />

Jónsdóttir var ráðin í dósentsstöðu í ónæmisfræði við læknadeild.<br />

112


Rannsóknir<br />

Helstu rannsóknaviðfangsefni eru eftirfarandi:<br />

• Orsakir og meingerð psoriasis. Þetta verkefni er að hluta styrkt af Evrópubandalaginu<br />

og einnig af Rannís og Rannsóknasjóði Háskólans.<br />

Samstarfsaðilar eru annars vegar sex rannsóknahópar í öðrum Evrópulöndum<br />

og hins vegar Íslensk erfðagreining. Fimm starfsmenn Rannsóknastofu í<br />

ónæmisfræði unnu að þessum rannsóknum samtals um 3,5 ársverk. Breskur<br />

doktor í líffræði, Andrew Johnston, var ráðinn á árinu til að vinna að þessu<br />

verkefni og greiðast laun hans og rannsóknakostnaður af Evrópustyrknum.<br />

Þrjú handrit um þessar rannsóknir voru send til birtingar í erlendum<br />

fagtímaritum. Forstöðumaður rannsóknastofunnar stjórnar þessu verkefni.<br />

• Ónæmi og ónæmisaðgerðir gegn lungnabólgubakteríum. Bólusetningarrannsóknir<br />

styrktar af Pasteur Mérieux, Frakklandi, Tæknisjóði Rannís,<br />

Vísindasjóði Landspítalans og Líftækniáætlun Evrópusambandsins. Við<br />

rannsóknina vinna fjórir starfsmenn Rannsóknastofu í ónæmisfræði og<br />

hjúkrunarfræðingar á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, samtals um fjögur<br />

ársverk. Verkefnið er unnið í samstarfi við barnalækna á Heilsuverndarstöð<br />

Reykjavíkur og Landspítala, prófessor í sýklafræði á Landspítala og<br />

sérfræðinga hjá Aventis Pasteur. Því er stjórnað af Sigurveigu Þ.<br />

Sigurðardóttur barnalækni og Ingileifi Jónsdóttur dósent, og það styrkt af<br />

Tæknisjóði Rannís.<br />

• Sýkingarmódel í músum. Þessar rannsóknir eru unnar af fjórum starfsmönnum<br />

Rannsóknastofu í ónæmisfræði (2,5 ársverk) í samstarfi við<br />

sérfræðinga Chiron Vaccins á Ítalíu og Aventis Pasteur í Frakklandi. Þær eru<br />

styrktar af Aventis Pasteur, Rannsóknasjóði Háskólans, Rannsóknanámssjóði<br />

og Nýsköpunarsjóði stúdenta og stjórnað af Ingileifi Jónsdóttur dósent. Á árinu<br />

hófst rannsókn á bólusetningum nýbura, sem er samstarf 15<br />

rannsóknastofnana, líftækni- og lyfjafyrirtækja, og styrkt af Lífvísindaáætlun<br />

ESB til þriggja ára og íslenski hlutinn einnig af Tæknisjóði Rannís.<br />

• Framvirk rannsókn á orsökum og meingerð iktsýki. Þetta verkefni hefur verið<br />

styrkt að hluta af Rannís og Vísindasjóði Landspítalans. Samstarfsaðilar eru<br />

gigtarlæknar á Landspítalanum en fjórir starfsmenn rannsóknastofunnar<br />

unnu að því, samtals um tvö ársverk. Fyrstu niðurstöður hafa verið kynntar á<br />

nokkrum ráðstefnum, ein grein hefur verið samþykkt til birtingar og tvö<br />

handrit eru í vinnslu. Arnór Víkingsson og Þóra Víkingsdóttir stjórna þessu<br />

verkefni í samvinnu við forstöðumann.<br />

• Tengsl ættlægra gigtarsjúkdóma við arfbundna galla í komplímentkerfinu.<br />

Þetta verkefni hefur verið styrkt að hluta af Rannsóknasjóði Háskólans og Vísindasjóði<br />

Landspítalans. Þrír starfsmenn rannsóknastofunnar hafa í samvinnu<br />

við Kristján Steinsson yfirlækni unnið að þessu verkefni, samtals um 1.25<br />

ársverk. Niðurstöður hafa verið kynntar á vísindaráðstefnum og í greinum á<br />

alþjóðlegum vettvangi. Kristján Erlendsson hefur stjórnað þessu verkefni í<br />

samvinnu við Kristínu H. Traustadóttur.<br />

• Hlutdeild komplímentkerfisins í gigtar- og kransæðasjúkdómum. Þetta<br />

verkefni hefur verið styrkt af Rannís. Samstarfsaðilar eru gigtar- og<br />

hjartalæknar á Landspítalanum, en tveir starfsmenn rannsóknastofunnar<br />

unnu að því samtals um 1,5 ársverk. Niðurstöður hafa verið kynntar á<br />

vísindaráðstefnum og greinar hafa birst eða bíða birtingar á alþjóðlegum<br />

vettvangi. Verkefninu er stjórnað af Guðmundi J. Arasyni.<br />

• Í samvinnu við Hjartavernd var greindur nýr óháður áhættuþáttur fyrir<br />

kransæðastíflu. Um er að ræða skort á Mannose Binding Lectin (MBL) sem<br />

gegnir mikilvægu hlutverki í varnarkerfi líkamans. Þessi uppgötvun samrýmist<br />

þeirri tilgátu að þrálátar sýkingar og bólga séu mikilvægur orsakaþáttur í<br />

kransæðasjúkdómum. Verið er að ganga frá handriti sem lýsir þessari<br />

uppgötvun og áframhaldandi rannsóknir eru fyrirhugaðar. Forstöðumaður<br />

rannsóknastofunnar er í forsvari fyrir þessar rannsóknir.<br />

• Öryggisrannsókn á inngjöf á hreinsuðu Mannose Binding Lectin (MBL) var<br />

gerð í samvinnu við Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn. Efnið var gefið í<br />

æð 20 heilbrigðra sjálfboðaliða sem skortir þetta efni. Engar aukaverkanir<br />

komu fram, þannig að nú er ráðgert að hefja tilraunameðferð á sjúklingum<br />

með MBL skort. Forstöðumaður og Þóra Víkingsdóttir voru í forsvari fyrir þetta<br />

verkefni.<br />

Annað<br />

Auk ofangreindra verkefna hefur starfsfólk rannsóknastofunnar unnið að ýmsum<br />

umfangsminni rannsóknum. Forstöðumaður og Ingileif Jónsdóttir starfa í undirbúningsnefnd<br />

fyrir næsta alþjóðaþing ónæmisfræðinga, sem haldið verður í júlí<br />

2001.<br />

114


Ingileif Jónsdóttir fékk á árinu nýjan styrk til rannsókna á bólusetningu nýbura frá<br />

Lífvísindaáætlun ESB fyrir árin <strong>2000</strong>-2003.<br />

Ingileif er formaður Vísindasiðanefndar. Hún á einnig sæti í vísindanefnd Háskóla<br />

Íslands og stjórnarnefnd lífvísindaáætlunar ESB.<br />

Greinar í alþjóðlegum tímaritum<br />

• Eiríkur Sæland, Gestur Viðarsson og Ingileif Jónsdóttir: Pneumococcal<br />

pneumonia and bacteremia model in mice for the analysis of protective antibodies.<br />

Microbial Pathogenesis, <strong>2000</strong>; 29:81-91.<br />

• B. D. Plikaytis, D. Goldblatt, C. E. Frasch, C. Blondeau, M. J. Bybel, G. S.<br />

Giebink, I. Jónsdóttir, H. Käyhty, H. B. Konradsen, D. V. Madore, M. H. Nahm, C.<br />

A. Schulman, P. F. Holder, T. Lezhava, C. Elie og G. M. Carlone: An analytical<br />

model applied to a multi-center pneumococcal ELISA study. J. Clin. Microbiol.,<br />

<strong>2000</strong>; 38:2043-2050.<br />

• Herbert Eiríksson, Björn Árdal, Björn Rúnar Lúðvíksson, Ásbjörn Sigfússon,<br />

Helgi Valdimarsson, Ásgeir Haraldsson: Ofnæmi og astmi hjá íslenskum<br />

börnum. Læknablaðið. <strong>2000</strong> (febrúar). 86:102-108.<br />

• H.D. Halldórsdóttir, T. Jónsson, J. Þorsteinsson, H. Valdimarsson: A prospective<br />

study on the incidence of rheumatoid arthritis among people with persistent<br />

increase of rheumatoid factor. Ann. Rheum. Dis. <strong>2000</strong>; 59:149-151.<br />

• Þorbjörn Jónsson, Jón Þorsteinsson, Helgi Valdimarsson: Elevation of only one<br />

rheumatoid factor isotype is not associated with increased prevalence of<br />

rheumatoid arthritis – a population based study. Scandinvaian Journal of<br />

Rheumatology <strong>2000</strong>; 29: 190-191.<br />

• B. Másdóttir, T. Jónsson, V. Manfreðsdóttir, A. Víkingsson, Á. Brekkan, H.<br />

Valdimarsson: Smoking, rheumatoid factor isotypes and severity of<br />

rheumatoid arthritis. Rheumatology <strong>2000</strong>; 39:1202-1205.<br />

Rannsóknastofa í<br />

veirufræði<br />

Forstöðumaður og yfirlæknir rannsóknastofu í veirufræði er Arthur Löve dósent.<br />

Á rannsóknastofunni starfa um 25 manns í u.þ.b. 20 stöðugildum. Á árinu <strong>2000</strong><br />

hættu þrír starfsmenn og voru aðrir þrír ráðnir í þeirra stað, einn efnafræðingur,<br />

einn meinatæknir og einn rannsóknarmaður. Yfirstjórn er í höndum yfirlæknis en<br />

daglegri verkstjórn sinnir Þorgerður Árnadóttir yfirnáttúrufræðingur. Starfsmenn<br />

deildarinnar sinna bæði þjónustu- og grunnrannsóknum í veirufræði, sem er<br />

hlutverk deildarinnar. Er starfsfólk af blönduðum toga, þ.e. læknar, náttúrufræðingar,<br />

efnafræðingur, meinatæknar og annað rannsóknar- og skrifstofufólk.<br />

Rannsóknir<br />

Starfsvettvangur rannsóknastofu í veirufræði er einkum rannsóknir og sjúkdómsgreining<br />

á innsendum sýnum frá sjúklingum. Einnig fléttast grunnrannsóknir inn<br />

í starfsemina eftir föngum. Gerðar voru á árinu um 50.000 mælingar á sýnum frá<br />

sjúklingum og hefur starfsemin á því sviði aldrei verið meiri.<br />

Meðal helstu rannsóknarsviða má nefna eyðni- og lifrarbólgurannsóknir og<br />

greindust fleiri sýktir af HIV veirunni árin 1999 og <strong>2000</strong> en mörg ár þar á undan. Er<br />

greinilegt að hlutfall samkynhneigðra karla meðal þeirra sem greinast með HIV<br />

sýkingu fer stöðugt lækkandi og nú eru u.þ.b. jafn margar konur og karlar sem<br />

greinast. Lifrarbólguveira C breiðist hratt út meðal þeirra sem neyta fíkniefna í æð.<br />

Aldrei hafa greinst fleiri sýkingar af völdum þessarar veiru en árið <strong>2000</strong>. Samstarfsverkefni<br />

varðandi lifrarbólguveiru C og einnig varðandi ýmsar illa skilgreindar veirur<br />

var og hefur verið í fullum gangi við Háskólasjúkrahúsið í Málmey. Nýlega var<br />

hleypt af stokkunum viðamikilli rannsókn varðandi sjaldgæfar smitleiðir lifrarbólguveiru<br />

C. Er sú rannsókn gerð í samvinnu við Sjúkrahúsið að Vogi.<br />

Annað stórt rannsóknarsvið eru skyndigreiningar á öndunarfærasýkingum þ.á.m.<br />

á svonefndri ,,respiratory syncytial’’ (RS) veiru sem á hverju ári herjar hérlendis<br />

og er vel skrásett faraldsfræðilega. Sama gildir um inflúensuveirur.<br />

Iðrakvefsveirur skipa sinn sess í starfsemi deildarinnar. Á árinu greindist í fyrsta<br />

skipti faraldur af völdum ,,caliciveira’’ en hún berst með matvælum og getur valdið<br />

mjög heiftarlegu iðrakvefi. Ekki er ólíklegt að veira þessi hafi verið mjög vangreind<br />

hérlendis hingað til.<br />

115


Rannsóknarverkefni varðandi tengsl papillomaveirna og leghálskrabbameins var<br />

skipulagt og sótt um styrki þar að lútandi í samvinnu við Krabbameinsfélagið.<br />

Mikils er vænst af samvinnu þessara tveggja stofnana og fleiri verkefni ráðgerð í<br />

framtíðinni.<br />

Kjarnsýrumögnun (polymerase chain reaction, PCR) er nýleg aðferð sem notuð er<br />

til greiningar á alls kyns veirum. Frekari þróun prófa, sem byggjast á þessari aðferð,<br />

var haldið áfram á árinu. Má nefna að gott greiningarpróf fyrir sláturbólu<br />

(orf) var þróað og síðan rannsóknarverkefni upp úr því.<br />

Mótefnamælingar voru með hefðbundnu sniði og skipuðu stóran sess í starfsemi<br />

deildarinnar sem og veiruræktanir, sem oft hafa verið nefndar miðdepill veirudeilda,<br />

enda upphaf rannsókna á veirum afar oft tengd ræktun þeirra í frumum.<br />

Faraldur iðraveirna, sem einkum greinast með veiruræktunum, gerði vart við sig<br />

á haustmánuðum og stóð út árið <strong>2000</strong> en virtist vera mjög í rénun um áramótin.<br />

Athyglisvert var við þennan faraldur að nær allir sem greindust með þessa iðraveirustofna,<br />

sem upp komu síðla árs, voru innan við þrítugt sem bendir til ónæmis<br />

hjá þeim sem eldri eru. Samt sem áður gekk aðalveirustofninn í þessum faraldri<br />

einnig fyrir 6-7 árum. Væntanlega hefur hann verið takmarkaður og veitt<br />

fremur litla ónæmisvörn á landsvísu.<br />

Auk þess sem kennsla er snar þáttur í starfsemi veirudeildar hélt starfsfólk<br />

hennar fræðslufundi víða um ýmis efni innan greinarinnar.<br />

Yfirlæknir situr í sóttvarnaráði og er formaður nefndar til útrýmingar mænusóttar<br />

á Íslandi. Stefnt er að útrýmingu mænusóttar úr heiminum með allsherjarbólusetningum<br />

innan fárra ára. Bólusetningar gegn mænusótt hérlendis virðast í<br />

mjög góðu lagi og gæti Ísland verið fordæmi í því sambandi.<br />

Rannsóknastofa<br />

Krabbameinsfélags<br />

Íslands í sameinda- og<br />

frumulíffræði<br />

Almennt yfirlit<br />

Árið <strong>2000</strong> var 14. starfsár Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og<br />

frumulíffræði. Tengsl hennar við Háskóla Íslands eru með samningi sem síðast<br />

var endurnýjaður til fimm ára vorið 1996 og rennur því út nú í vor. Samkvæmt<br />

honum eru Helga M. Ögmundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð hvor um sig í hálfu<br />

dósentsstarfi við læknadeild og nemendur njóta þjálfunar í verkefnum allt frá 5<br />

eininga verkefnum til meistara- og doktorsverkefna. Starfslið rannsóknastofunnar<br />

var í árslok 10 manns í 8,6 stöðugildum og auk þess einn nemandi í meistaranámi<br />

og aðrir tveir í styttri verkefnum.<br />

Rannsóknir<br />

Verið er að leggja síðust hönd á úrvinnslu stórrar rannsóknar á tengslum milli<br />

ýmissa áhættuþátta, svo sem geislunar og barneignasögu, við p53 stökkbreytingar<br />

í brjóstakrabbameinsæxlum, en æxli sem bera slíkar stökkbreytingar eru illvígari<br />

en önnur. Þetta verkefni hefur verið kostað í fjögur ár af sérstökum bandarískum<br />

sjóði til styrktar á rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þá er hafin vinna<br />

við stórt verkefni sem sami sjóður styrkir, aftur í fjögur ár. Þessi rannsókn á að<br />

ná til allra núlifandi íslenskra kvenna sem hafa fengið brjóstakrabbamein, ásamt<br />

nánustu ættingja þeirra og viðmiðunarhóps, og er samanlagður fjöldi þátttakenda<br />

áætlaðir um 6000. Markmiðið er að kanna samspil ýmissa umhverfisþátta við arfgenga<br />

áhættu á að fá brjóstakrabbamein og er þar bæði átt við svokölluð brjóstakrabbameinsgen,<br />

BRCA1 og BRCA2, en einnig ýmis gen sem beinlínis hafa áhrif<br />

á samskipti við umhverfið, svo sem ýmis efnaskiptaenzym. Þetta verkefni tengist<br />

síðan samvinnu við aðrar rannsóknir á brjóstakrabbameini og áhættuþáttum þess<br />

annars vegar undir forystu Ingibjargar Harðardóttur, dósents í lífefnafræði við<br />

læknadeild, og hins vegar stóra krabbameinsverkefninu sem líftæknifyrirtækið<br />

Urður, Verðandi, Skuld er að koma á laggirnar. Árið <strong>2000</strong> fékkst<br />

116


myndarlegur styrkur úr Rannsóknasjóði Háskólans til vinnu við rannsóknir á<br />

áhrifum efna úr íslenskum fléttum á illkynja frumur, sem unnið hefur verið að<br />

nokkur undanfarin sumur einkum með stuðningi frá Nýsköpunarsjóði stúdenta.<br />

Það er leitt að þurfa að segja frá því að styrkurinn var þrátt fyrir allt ekki<br />

nægilegur til þess að reka verkefnið í heilt ár og þar sem ekki var kostur á<br />

annarri fjármögnun komst ekki skriður á verkefnið fyrr en á haustdögum. Um<br />

haustið hófst einnig vinna við rannsóknir á vefjamyndun og myndgerð eðlilegra<br />

og illkynja þekjufrumna úr brjósti í þrívíðum ræktum, þar sem líkt er eftir<br />

aðstæðum í líkamanum. Markmiðið er að skoða sérstaklega áhrif BRCA2<br />

stökkbreytinga á hegðun frumnanna. Um er að ræða samvinnu við háskólana í<br />

Lundi og Kaupmannahöfn og er verkefnið styrkt af samtökum norrænu<br />

krabbameinsfélaganna, Nordisk Cancer Union.<br />

Annað<br />

Salurinn á efstu hæð Krabbameinsfélagshússins var sem fyrr vettvangur vikulegrar<br />

málstofu í læknadeild þar sem nemendur í meistaranámi kynna verkefni<br />

sín til skiptis við fyrirlestra kennara og annarra gesta. Katrín Guðmundsdóttir<br />

lauk meistaraprófi frá líffræðiskor og starfsárinu lauk með glæsilegri doktorsvörn<br />

Steinunnar Thorlacius.<br />

Rannsóknastofa um<br />

mannlegt atferli<br />

Hlutverk og stjórn<br />

Starfsemi Rannsóknastofu um mannlegt atferli (RMA) er í alþjóðlegu samhengi<br />

og varðar að mestu þróun og nýtingu fræðilíkans, aðferða og hugbúnaðar<br />

(Theme) til rannsókna á formgerð og virkni mannlegs atferlis og samskipta. Aðeins<br />

eitt fast stöðugildi er við stofnunina. Magnús S. Magnússon (MSM), forstöðumaður<br />

RMA, er vísindamaður við Háskóla Íslands.<br />

Í stjórn RMA eru Þór Eysteinsson dósent og Tryggvi Sigurðsson, yfirsálfræðingur<br />

við Greiningarstöð ríkisins. Örn Bragason við Keio-háskóla, Tokyo, tengist RMA<br />

náið. Guðberg K. Jónsson starfar við RMA og er í doktorsrannsóknum milli University<br />

of Aberdeen og RMA, en Caroline Jaberg milli háskólans í Neuchatel í<br />

Sviss og RMA. Tveir luku B.A.-námi í sálarfræði milli sálfræðiskorar og RMA.<br />

Verkefni styrkt af Rannís/Tæknisjóður (3.5 m.kr.) var lokið. Stofnunin flutti í nýtt<br />

húsnæði í húsi ReykjavíkurAkademíu 1. desember. Sjá nánar um RMA:<br />

www.hi.is/~msm)<br />

Erlent rannsóknasamstarf<br />

Rektor Háskóla Íslands og fimm annarra evrópskra háskóla endurnýjuðu formlegan<br />

samstarfssamning um aðferðafræði fyrir rannsóknir á mannlegum samskiptum<br />

á grundvelli aðferðafræði sem MSM hefur þróað síðustu 2-3 áratugi.<br />

Samningurinn auðveldar einnig nemendaskipti í framhaldsnámi. Mest samstarf<br />

er við Binet sálfræðistofnunina Université de Paris V - Sorbonne (einnig CNRSrannsóknastofa<br />

um samskipta- og hugfræði). Hinir háskólarnir eru Universitat de<br />

Barcelona og háskólarnir í Tarragona og Logrono á Spáni og Lausanne í Sviss.<br />

Samstarf er einnig við hátternisfræðideild Université de Paris XIII á grundvelli<br />

formlegs tvíhliða háskólasamnings, sem einnig auðveldar nemendaskipti í rannsóknanámi.<br />

Við ráðstefnuna Hagnýt hátternisfræði þar í desember hélt MSM fyrirlestur<br />

og stýrði hringborðsumræðu um atferlisgreiningu.<br />

Guðberg K. Jónsson stýrir síauknu samstarfi við John Moors University í Liverpool<br />

sem er leiðandi aðili á sviði íþróttarannsókna í Evrópu og tekið hefur í notkun<br />

aðferðir MSM.<br />

Ný notkunarsvið<br />

• Málvísindamenn í Frakklandi birtu fyrstu niðurstöður á alþjóðlegri ráðstefnu.<br />

• Alidýrarækt: M. Martaresche, C. Le Fur , M. S. Magnusson, J.M. Faure, M.<br />

Picard (<strong>2000</strong>) Time structure of behavioral patterns related to feed pecking in<br />

chicks. Physiology & Behavior, Vol.70, nr.5, bls. 443-451.<br />

• Doktorsritgerð í þróunarsálarfræði frá Universität des Saarlandes.<br />

• Líffræðileg sálarfræði við Keio-háskóla, Tokyo.<br />

117


Innlent samstarf<br />

Við Greiningarstöð ríkisins, Tryggvi Sigurðsson, samskiptavandamál fatlaðra. Fyrirlestur<br />

við sálfræðiskor Háskólans og boð um fyrirlestrahald frá Íslenskri erfðagreiningu<br />

(haldinn 26.01.01), Kennslubraut í hjúkrun og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.<br />

Ráðstefnuhald og fyrirlestrar<br />

Rannsóknastofan annaðist skipulagningu tveggja fjölþjóðlegra rástefna og tók<br />

þátt í öðrum ráðstefnum og annaðist fyrirlestrahaldi í Bretlandi, Portúgal, Spáni,<br />

Frakklandi, Hollandi, Finnlandi, Ítalíu og Japan:<br />

• Önnur rástefna hins evrópska hóps (nets) um „aðferðafræði fyrir rannsóknir á<br />

mannlegum samskiptum“ í febrúar við Parísarháskóla. Skipulögð af Binet<br />

sálfræðistofnuninni í Sorbonne og RMA. Fyrirlesarar voru prófessorar og rannsóknafólk<br />

frá viðkomandi háskólum, m.a. MSM, Tryggvi Sigurðsson og<br />

Guðberg K. Jónsson frá RMA.<br />

• Í lok júlí skipulagði RMA ráðstefnuna „Behavior and Time“ við Háskóla Íslands,<br />

m.a. með þátttöku þriggja prófessora frá The University Chicago og Keio<br />

University, Tokyo. Japanirnir lýsa áhuga á reglulegri endurtekningu<br />

ráðstefnunnar hér. Örn Bragason gegndi lykilhlutverki í skipulagningu<br />

ráðstefnunnar.<br />

Nær allir fyrirlestrar á ofannefndum ráðstefnum vörðuðu rannsóknir á grundvelli<br />

formgerðarlíkans MSM. (Sjá: Magnusson, M. S. (<strong>2000</strong>). „Discovering hidden time<br />

patterns in behavior: T-patterns and their detection.“ Behavior Research Methods,<br />

Instruments and Computers, Vol 32, nr. 1, bls. 93-110).<br />

Fyrirlestrar og vinnustofur í Japan<br />

MSM hélt fyrirlestra og stjórnaði vinnustofum við sálfræði- og hátternisfræðideildir<br />

Keio-háskóla og fjögurra annarra háskóla í Tokyo, Osaka og nærliggjandi<br />

borgum, ásamt Tokyo Technical University. Þessi verkefni voru styrkt af Sasakawa<br />

Foundation og Atferlisgreiningu ehf, en skipulögð af Keio-háskóla, Tokyo.<br />

Annað<br />

• MSM hélt fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum um „semiotics“ í Finnlandi og<br />

Portúgal og þáði boð um að ritstýra einu tölublaði „Semiotik“ í Berlín sem<br />

helgað yrði viðfangsefni MSM;<br />

• MSM hélt fyrirlestra við Universidad de La Rioja á Spáni og ráðstefnuna<br />

„Measuring Behavior <strong>2000</strong>“ í Hollandi og þáði þar boð um fyrirlestrahald frá<br />

Konrad Lorenz Institut í Vín.<br />

• Guðberg K. Jónsson, RMA, hélt fyrirlestra í Bretlandi, Hollandi, Ítalíu og<br />

Frakkland m.a. um doktorsrannsóknir sínar varðandi sjálfsmynd og formgerð<br />

samskiptaatferlis.<br />

Sprotafyrirtæki<br />

Í framhaldi af rannsóknum á RMA voru stofnuð tvö sprotafyrirtæki, SportScope á<br />

Íslandi ehf og Atferlisgreining ehf sem munu þróa áfram Theme hugbúnaðinn<br />

sem MSM hefur þróað fyrir atferlisrannsóknir.<br />

Rannsóknastofnun í<br />

hjúkrunarfræði<br />

Almennt yfirlit, stjórn og starfslið<br />

Stjórn Rannsóknastofnunar <strong>2000</strong> skipuðu: Marga Thome dósent, formaður til 1.<br />

september er hún fór í rannsóknarleyfi. Við tók Helga Jónsdóttir dósent, sem var<br />

áður varaformaður. Aðrir kennarar voru Erla K. Svavarsdóttir dósent, Herdís<br />

Sveinsdóttir dósent og Margrét Gústafsdóttir dósent. Fulltrúi meistaranema var<br />

Ingibjörg Elíasdóttir og síðan Ólöf Kristjánsdóttir. Starfsmenn: Páll Biering sérfræðingur.<br />

1. október var hann endurráðinn sérfræðingur stofnunarinnar til<br />

tveggja ára að undangengnum hæfnisdómi. Ritari í 20% starfi er Ingibjörg Ingadóttir,<br />

starfsmaður á skrifstofu hjúkrunarfræðideildar. Marga Thome sótti um<br />

styrk í Aðstoðarmannasjóð Háskóla Íslands til að ráða Sigrúnu A. Qvindesland til<br />

að vinna að undirbúningi þjónusturannsóknar. Annað starfslið stofnunarinnar eru<br />

fastráðnir kennarar hjúkrunarfræðideildar. Skrifstofustjóri hjúkrunarfræðideildar<br />

sér um fjárhagslegt bókhald.<br />

119


Rannsóknir<br />

Efling rannsóknavirkni kennara er aðalviðfangsefni Rannsóknastofnunarinnar og<br />

er unnið að því með margvíslegum hætti. Uppbygging tækjakosts, hugbúnaðar og<br />

annarra mikilvægra rannsóknartækja, s.s. mælitækjabanka, eru mikilvæg atriði.<br />

Umfjöllun og uppbyggileg umræða um rannsóknir almennt og rannsóknaverkefni<br />

kennara sérstaklega skipa mikilvægan sess í starfsemi stofnunarinnar. Rannsóknastofnun<br />

leggur sig fram við að hlúa að meistaranámi í hjúkrunarfræði, m.a.<br />

með því að skapa stúdentum vinnuaðstöðu í húsnæði stofnunarinnar.<br />

Á árinu <strong>2000</strong> höfðu samtals 69 rannsóknir í hjúkrunarfræði verið skráðar í gagnagrunn<br />

RIS. Rannsóknaverkefni eru fjölbreytileg og tengjast í flestum tilvikum<br />

ákveðnum hagnýtum og klínískum úrlausnarefnum. Dæmi um rannsóknaverkefni<br />

eru: Verkir og verkjameðferð, þarfir foreldra veikra barna, heildræn hjúkrun<br />

fólks með lungnasjúkdóma, heilbrigði kvenna og starfsánægja hjúkrunarfræðinga.<br />

Fyrir utan rannsóknastyrki frá Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Rannsóknaráði<br />

Íslands hafa kennarar fjármagnað rannsóknir með erlendum styrkjum,<br />

styrkjum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og með samstarfi við hinar<br />

ýmsu stofnanir og félagasamtök.<br />

Mörg rannsóknaverkefni tengjast starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga og hafa<br />

hagnýtt gildi fyrir heilbrigðisþjónustu, sem birtist í breyttum viðhorfum eða starfsháttum.<br />

Dæmi um hagnýt verkefni eru: Innleiðing og árangur skipulagsbreytingar<br />

í hjúkrun, rafræn skráning hjúkrunar, ánægja foreldra með heilbrigðisþjónustu,<br />

geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu, fjölskylduráðgjöf við barneignir, bætt verkjameðferð,<br />

gæðastjórnun, skýringarlíkön ofbeldis og heilsufar flugfreyja, hjúkrunarfræðinga<br />

og kennara. Tilkoma meistaranáms í hjúkrunarfræði hefur eflt rannsóknavirkni<br />

kennara. Dæmi um rannsóknir sem unnar eru í samvinnu við meistaranemendur<br />

eru: Flokkun á svefnvandamálum ungra barna, stuðningsmeðferð<br />

fyrir foreldra á nýburadeild, stuðningsmeðferð við foreldra krabbameinsveikra<br />

barna, mat sjúklinga á hjúkrunarþjónustu á bráðadeild og þættir á vinnustað sem<br />

tengjast sálfélagslegum þáttum heilbrigðis. Fyrir liggja upplýsingar um 11 birtingar<br />

á ritrýndum greinum 6 kennara í hjúkrunarfræði, nokkurn fjölda óritrýndra<br />

greina og verulegt magn fyrirlestra á rannsóknaráðstefnum bæði hérlendis og erlendis.<br />

Starfsmenn Rannsóknarstofnunnar veita ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga, sem vinna<br />

að rannsóknum á starfsvettvangi sínum, auk þess sem hluti hjúkrunarfræðikennara<br />

vinnur í nánu rannsóknarsamstarfi við íslenska hjúkrunarfræðinga í klínískum<br />

störfum.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Kynningarefni er á heimasíðu Rannsóknastofnunar www.hi.is/nam/hjukrun/rannsokn.html<br />

og er þar að finna yfirlit yfir rannsóknir kennara.<br />

Fræðslustarfsemi<br />

Á vegum Rannsóknastofnunar eru skipulagðar sértækar málstofur og fyrirlestrar<br />

um aðferðafræðileg viðfangsefni, almennar opinberar málstofur í hjúkrunarfræði,<br />

málstofur meistaranema, rýnifundir þar sem handrit kennara að rannsóknagreinum<br />

fá uppbyggilega umfjöllun, opinberir fyrirlestrar, vinnusmiðjur og málþing.<br />

Á árinu <strong>2000</strong> voru haldnar 5 málstofur, 5 rannsóknaseminör og eitt málþing. Viðfangsefni<br />

málþingsins var Sérfræðiþekking í hjúkrunarstarfinu og var það haldið í<br />

samstarfi við Landspítala-háskólasjúkrahús, Heilsugæsluna í Reykjavík og Hollvinafélag<br />

hjúkrunarfræðideildar.<br />

Eftirtaldir fræðimenn fluttu erindi í málstofu:<br />

• Laura Sch. Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur MSN: Gæði hjúkrunar frá<br />

sjónarhóli einstaklinga með langvinna sjúkdóma.<br />

• Christer Magnusson, hjúkrunarfræðingur MSN: Hjartaáfall: Upplifun sjúklinga<br />

og hjúkrunarfræðinga.<br />

• Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarkennari og fyrrverandi hjúkrunarframkvæmdastjóri<br />

Barnaspítala Hringsins: Þróun hjúkrunar á Barnaspítala<br />

Hringsins 1980-1998.<br />

• Tryggvi Sigurðsson yfirsálfræðingur, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins:<br />

Samskipti foreldra og ungra þroskaheftra barna sem vinna að úrlausn<br />

verkefna.<br />

• Cornelia M. Ruland, Institute of Nursing Science, University of Oslo, Noregi:<br />

Improving Patient Outcomes by Including Patient Preferences in Nursing Care.<br />

120


Breytingar á starfsemi<br />

Breyting á skipan hjúkrunarfræði úr námsbraut í deild á árinu hefur orðið kennurum<br />

enn frekari hvatning til að efla rannsóknastörf sín. Miklar væntingar bundnar<br />

við eflingu klínískra rannsókna í hjúkrunarfræði með breytingu Landspítalans í<br />

Landspítala-háskólasjúkrahús. Í undirbúningi er frekari efling samstarfs þessara<br />

stofnana og gerð formlegs starfssamnings þar að lútandi. Rannsóknastofnun hefur<br />

einnig haft frumkvæði að því að koma á fót formlegu samstarfi við Heilsugæsluna<br />

í Reykjavík með það að markmiði að efla rannsóknir í heilsugæslu.<br />

Gæðaúttekt<br />

Á vegum menntamálaráðuneytisins var gerð heildarúttekt á starfsemi hjúkrunarfræðideildar<br />

í tengslum við gæðaeftirlit á hjúkrunarfræðimenntun hér á landi.<br />

Vegna þeirrar úttektar tók Rannsóknastofnun þátt í vinnslu á sjálfsmatsskýrslu,<br />

Sjálfsmat hjúkrunarfræðideildar, sem lokið var í nóvember <strong>2000</strong>.<br />

Fjármál<br />

Rekstur Rannsóknarstofnunar var fjármagnaður með 1% framlagi af heildarfjárveitingu<br />

til hjúkrunarfræðideildar.<br />

Rannsóknastöðin í<br />

Sandgerði<br />

Rannsóknastöðin í Sandgerði er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar<br />

Íslands, Hafrannsóknastofnunar og Sandgerðisbæjar.<br />

Stjórn og starfsfólk<br />

Í Rannsóknastöðinni unnu á árinu <strong>2000</strong> átta rannsóknamenn í sjö stöðugildum.<br />

Þeir sáu um að flokka botndýr sem söfnuðust í rannsóknarverkefninu „Botndýr á<br />

Íslandsmiðum“ (BIOICE), auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum, svo sem<br />

greiningu magasýna og aldursgreiningu á fiskum. Umsjón með rekstri stöðvarinnar<br />

hafði Guðmundur V. Helgason sjávarlíffræðingur.<br />

Starfsemi<br />

Meginverkefni stöðvarinnar er rannsóknarverkefnið „Botndýr á Íslandsmiðum“.<br />

Vinna við það hófst árið 1992. Í tengslum við verkefnið var á árinu <strong>2000</strong> farið í einn<br />

rannsóknaleiðangur með rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, dagana 24. júlí<br />

til 2. ágústs, djúpt út af Reykjaneshrygg. Safnað var 33 sýnum á 17 stöðvum. Þátttakendur<br />

voru 11 vísindamenn og stúdentar frá 5 löndum auk áhafnar. Þetta var<br />

þrettándi leiðangurinn sem farinn var í tengslum við verkefnið og hefur nú meira<br />

en 1.000 sýnum verið safnað á vegum þess. Á stöðinni eru sýnin flokkuð og þau<br />

síðan send til yfir 140 sérfræðinga í um 20 þjóðlöndum víða um heim.<br />

Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum á Keldum hefur hafið samstarf við Rannsóknastöðina.<br />

Starfsmenn fisksjúkdómadeildar nota nú aðstöðuna í Sandgerði til<br />

að gera tilraunir með bóluefni gegn ýmsum fisksjúkdómum á lifandi fiski. Vegna<br />

þessa voru gerðar ýmsar breytingar á frárennsli stöðvarinnar til að hægt sé að<br />

sótthreinsa það. Yfirdýralæknir hefur nú gefið út heimild um að slíkar rannsóknir<br />

megi fara fram í stöðinni.<br />

Annað meginsvið Rannsóknastöðvarinnar felst í mengunarrannsóknum. Í stöðinni<br />

hafa undanfarin ár farið fram rannsóknir á áhrifum mengandi efna á íslenskar<br />

sjávarlífverur. Á árinu <strong>2000</strong> var lögð áhersla á rannsóknir á áhrifum efnisins<br />

tríbútýltin á hrognkelsalirfur og á krækling.<br />

Árið <strong>2000</strong> var þriðja árið sem Rannsóknastöðin í Sandgerði var skilgreind sem<br />

„einstæð vísindaaðstaða“ (Large Scale Facility) á vegum 4. rammaáætlunar Evrópusambandsins.<br />

Þessum samningi við ESB lauk í apríl <strong>2000</strong>. Í tengslum við<br />

þetta verkefni komu sjö vísindamenn sem dvöldu í stöðinni frá tveimur vikum upp<br />

í rúman mánuð. Rannsóknaverkefni þessara vísindamanna voru m.a. athuganir á<br />

komutíma jaðrakans, samanburður á smádýralífi í sandfjörum hér og á Kanaríeyjum,<br />

flokkunarfræði burstaorma og leit að dýrum af fylkingunni Loricifera.<br />

Þessir sérfræðingar komu frá Þýskalandi, Englandi og Spáni.<br />

121


Auk hinna erlendu sérfræðinga stunduðu sérfræðingar Líffræðistofnunar margvíslegar<br />

rannsóknir við stöðina og nemendur við líffræðiskor nutu aðstöðunnar<br />

við rannsóknir sínar. Halldór P. Halldórsson vinnur alla rannsóknarvinnu meistaranáms<br />

síns í stöðinni. Það felst í beitingu á lífeðlisfræði kræklings til að meta<br />

mengun í sjó.<br />

Á stöðinni fór einnig fram kennsla á vegum líffræðiskorar. Á haustmánuðum fór<br />

umfangsmikill verklegur þáttur námskeiðsins Sjávarhryggleysingjar fram í stöðinni.<br />

Stöðin lagði einnig til mikinn efnivið til verklegar kennslu í greinum er fást<br />

við lífríki sjávar.<br />

Raunvísindastofnun<br />

Almennt<br />

Raunvísindastofnun Háskólans er sjálfstæð rannsóknastofnun innan Háskóla Íslands<br />

og starfar samkvæmt reglugerð. Á stofnuninni er unnið að grunnrannsóknum<br />

í raunvísindum öðrum en líffræði. Þær hafa að markmiði að afla nýrrar þekkingar,<br />

miðla fræðilegum nýjungum og efla rannsóknir og kennslu. Niðurstöðum<br />

rannsókna er komið á framfæri í tímaritsgreinum, bókaköflum og skýrslum og í<br />

erindum á ráðstefnum og fyrirlestrum fyrir almenning. Stofnunin hefur víðtækt<br />

samstarf við aðrar innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Þá veitir hún aðilum<br />

utan Háskólans fjölþætta ráðgjöf og þjónustu. Starfsemi Raunvísindastofnunar<br />

Háskólans var fjármögnuð með fjárveitingu af fjárlögum, 171 m.kr, og með<br />

sértekjum, 149 m.kr, ýmist úr rannsóknasjóðum eða frá fyrirtækjum.<br />

Við stofnunina starfa sérfræðingar, tæknimenn og skrifstofufólk. Þá hafa kennarar<br />

raunvísindadeildar, aðrir en líffræðingar, rannsóknaraðstöðu við stofnunina. Stofnunin<br />

skiptist í rannsóknastofur eftir fræðasviðum og er gerð grein fyrir starfsemi<br />

þeirra hér á eftir. Stjórn RH skipa 9 menn, formaður, forstöðumenn sjö rannsóknastofa,<br />

eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, jarðeðlisfræðistofu, jarð- og landfræðistofu,<br />

lífefnafræðistofu, reiknifræðistofu og stærðfræðistofu, og einn fulltrúi starfsmanna.<br />

Framkvæmdastjóri er ritari stjórnar. Alls störfuðu 145 manns við stofnunina á árinu:<br />

50 kennarar með rannsóknaraðstöðu, 46 sérfræðingar, 38 sumarstúdentar og<br />

nemar í framhaldsnámi, 7 á skrifstofu og tveir á verkstæði. Stöðugildi skv. fjárlögum<br />

við stjórnsýslu voru 8 og stöðugildi við rannsóknir voru 33.<br />

Ítarlegri upplýsingar er að fá á heimasíðu stofnunarinnar www.raunvis.hi.is<br />

Eðlisfræðistofa<br />

Árið <strong>2000</strong> var eðlisfræðistofa rannsóknarvettvangur tíu kennara við raunvísindadeild<br />

auk þriggja sérfræðinga og þriggja tæknimanna við Raunvísindastofnun Háskólans.<br />

Einnig störfuðu þrír verkefnaráðnir sérfræðingar og tveir verkefnaráðnir<br />

tæknimenn á stofunni. Stúdentar í rannsóknanámi árið <strong>2000</strong> voru þrír, þar af tveir<br />

í doktorsnámi. Upptalningu rannsóknaverkefna og ritverka stofufélaga má finna á<br />

heimasíðu eðlisfræðistofu undir slóðinni: http://www.raunvis.hi.is/Edlisfr/Edlisfr.html<br />

Eðlisfræðistofa heldur vikulega fundi sem auglýstir eru á netinu og meðal stúdenta.<br />

Þar eru rannsóknir ræddar á aðgengilegan hátt og erlendum gestum boðið<br />

að halda erindi.<br />

Unnið var að fjölmörgum rannsóknaverkefnum á stofunni á árinu, frá heimsmyndarfræði<br />

til kerfis atóma og rafeinda á nanóskala og frá rannsóknum á vetni<br />

sem orkugjafa til íbætingar nýrra hálfleiðarakerfa og ræktunar kristalla.<br />

Viðar Guðmundsson prófessor með rannsóknaaðstöðu á eðlisfræðistofu og Hannes<br />

Jónsson prófessor með rannsóknaaðstöðu á efnafræðistofu keyptu á árinu<br />

með tilstyrk Bygginga- og tækjasjóðs Vísindaráðs og Háskóla Íslands tölvuþyrpingu<br />

til samhliðakeyrslu líkana í eðlisfræði þéttefnis og eðlisefnafræði. Um er að<br />

ræða 16 öflugar vélar með alpha örgjörvum sem allar geta unnið að sama reikniverkefninu<br />

samtímis. Þyrpingin hlaut nafnið nano.raunvis.hi.is enda mun hún<br />

verða notuð við líkanagerð kerfa á nanóskala. Fyrstu reikningar Viðars á þyrpingunni<br />

snerust um ís og ljós í skammtapunktum og seguleiginleikum þeirra. Birgir<br />

122


Erlendsson setti tæknilegar upplýsingar um notkun þyrpingarinnar á netið með<br />

tilstyrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Sjá nánari upplýsingar á slóðinni:<br />

http://hartree.raunvis.hi.is/~vidar/Rann/Nano/nano.html<br />

Efnafræðistofa<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar rannsóknir á flestum fræðasviðum efnafræðinnar.<br />

Þar hafa undanfarin ár starfað að jafnaði 15 til 20 starfsmenn. Frá 1. janúar árið<br />

<strong>2000</strong> starfar lífefnafræðideild efnafræðistofu sem sérstök stofa: Lífefnafræðistofa.<br />

Árið <strong>2000</strong> var efnafræðistofa rannsóknarvettvangur sjö kennara við raunvísindadeild<br />

Háskóla Íslands og þriggja sérfræðinga Raunvísindastofnunar. Að auki<br />

störfuðu við stofuna tímabundið einn verkefnaráðinn sérfræðingur og sex nemendur<br />

í framhaldsnámi, þar af einn í doktorsnámi. Kostnaður vegna verkefnaráðins<br />

sérfræðings og nemenda var greiddur af rannsóknarstyrkjum og samstarfsverkefnum.<br />

Á árinu kom til starfa nýr kennari í efnafræði, Hannes Jónsson, og<br />

eru rannsóknir hans á sviði kennilegrar efnafræði. Áður en Hannes kom til Háskóla<br />

Íslands starfaði hann í rúman áratug við Háskólann í Seattle í Wasington.<br />

Á efnafræðistofu eru stundaðar fjölþættar grunnrannsóknir í kennilegri efnafræði,<br />

eðlisefnafræði, ólífrænni efnafræði, málmlífrænni efnafræði, lífrænni efnafræði og<br />

efnagreiningartækni. Rannsóknarverkefnin eru af margvíslegum toga en flest<br />

þeirra fjalla á einn eða annan hátt um eðli og eiginleika nýstárlegra ólífrænna og<br />

lífrænna efnasambanda. Ítarlega upptalningu rannsóknaverkefna og ritverka má<br />

finna í ársskýrslum á heimasíðu Raunvísindastofnunar. Slóðin er:<br />

http://www.raunvis.hi.is/Efnafr/Efnafr.html Einnig er hægt að nálgast lýsingar á<br />

rannsóknarverkefnum einstakra kennara á heimasíðu efnafræðiskorar. Slóðin er:<br />

http://www.hi.is/nam/efnafr<br />

Jarðeðlisfræðistofa<br />

Á jarðeðlisfræðistofu störfuðu á árinu <strong>2000</strong> níu sérfræðingar og fimm tæknimenn.<br />

Enn fremur höfðu þrír kennarar í eðlisfræðiskor rannsóknaraðstöðu við jarðeðlisfræðistofu.<br />

Einn sérfræðingur hafði aðstöðu við stofuna með rannsóknarstöðustyrk<br />

frá Rannís til að stunda jöklarannsóknir. Auk ofangreindra starfsmanna<br />

unnu skjálftaverðir og stúdentar í hlutastarfi auk þess sem tveir sérfræðingar<br />

störfuðu tímabundið við stofuna.<br />

Rannsóknir stofunnar beinast mjög að ýmsum þeim ferlum sem eru sérstaklega<br />

virkir á Íslandssvæðinu, í skorpu og möttli jarðar, við yfirborðið og í háloftunum.<br />

Meðal annars hefur jarðeðlisfræðistofa unnið nokkur síðustu ár að rannsóknum á<br />

jarðskjálftabylgjum frá fjarlægum skjálftum með svonefndum breiðbandsmælum.<br />

Þær veita upplýsingar um eiginleika svokallaðs möttulstróks sem talinn er vera<br />

undir landinu. Möttulstrókurinn veldur miklu um þá eldvirkni sem hér er en að<br />

hluta stafar hún af landreki á Mið-Atlantshafshryggnum.<br />

Jarðeðlisfræðistofa tók þátt í rannsóknum vegna Suðurlandsskjálftanna í júní<br />

<strong>2000</strong> og hafði með höndum kortlagningu yfirborðssprungna, GPS-landmælingar<br />

og radonmælingar í samvinnu við aðrar rannsóknarstofnanir. Lokið var við kort af<br />

eldri jarðskjálftasprungum á Suðurlandi og kortlagðar voru allar nýjar sprungur.<br />

Vegna umfangsmikilla jarðskorpuhreyfinga í jarðskjálftunum var nauðsynlegt að<br />

mæla allt GPS-netið á Suðurlandi, allt vestur á Reykjanesskaga. Auk þess gerðu<br />

Heklugosið í febrúar-mars og umbrot við Mýrdals- og Eyjafjallajökul nauðsynlegt<br />

að endurmæla netin í kringum þessar eldstöðvar. Radonmælingum á Suðurlandi<br />

var haldið áfram og gáfu þær merkilegar niðurstöður. Forboðar mældust á undan<br />

jarðskjálftunum í júní. Unnið var áfram að úrvinnslu gagna og frekari greinaskrifum<br />

um misgengi í Borgarfirði. Fylgst var með þenslu Grímsvatnaeldstöðvarinnar<br />

eftir gosið 1998.<br />

Gerðar voru bylgjubrotsmælingar á norðaustanverðu landgrunni Íslands og Kolbeinseyjarhrygg<br />

með það að markmiði að kanna möttulflæði heita reitsins í 200-<br />

400 km fjarlægð frá miðju hans. Mælilínur lágu samsíða Kolbeinseyjarhrygg,<br />

þvert á hrygginn við 68 gráðu N og frá Eyjafjarðarál, yfir norðaustanvert landgrunnið<br />

og austur í Síldarsmugu.Verkefnið var unnið í samvinnu við Hokkaídóháskóla,<br />

sem lagði til 33 japanska neðansjávarskjálftamæla og háskólann í Bergen<br />

123


sem lagði til þess norska hafrannsóknarskipið Hákon Mosby sem búið er kröftugum<br />

loftbyssum til slíkra mælinga. Landhelgisgæslan lagði til varðskipið Ægi en<br />

verkefnið var einnig styrkt af vísindasjóði Rannís. Svo heppilega vildi til að neðansjávarmælarnir<br />

náðu einnig að skrá báða Suðurlandsskjálftana en þau gögn veita<br />

okkur mikilvægar viðbótarupplýsingar um innri gerð jarðskorpunnar undir landinu<br />

sjálfu sem fróðlegt verður að bera saman við úthafsgögnin.<br />

Unnið var að rannsóknum á eðli og hegðun eldgosa í jöklum. Í kjölfar gosanna í<br />

Gjálp 1996 og Grímsvötnum 1998 hafa viðbrögð Vatnajökuls við eldgosum verið<br />

könnuð, sem og gerð og lögun gosmyndana og jarðhiti þeim tengdur. Voru mælingar<br />

unnar í leiðöngrum Jöklarannsóknafélags Íslands á jökulinn. Í kjölfar umbrota<br />

í Mýrdalsjökli sumarið 1999 var fylgst með breytingum á yfirborði Mýrdalsjökuls<br />

vegna jarðhita með radarhæðarmælingum úr flugvél. Eru þessar mælingar<br />

hluti eftirlits með Mýrdalsjökli og kostaðar af Alþingi. Í ágústmánuði var haldin<br />

í Reykjavík fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um eldgos í jöklum, Ice-volcano interaction<br />

on Earth and Mars. Var skipulagning hennar unnin að töluverðu leyti á jarðeðlisfræðistofu.<br />

Haldið var áfram þyngdarmælingum á megineldstöðvum til að rannsaka innri<br />

gerð þeirra. Í því skyni var unnið að þyngdarmælingum á Eyjafjallajökli. Þá var á<br />

árinu unnið áfram við verkefni sem beinist að því að kanna framleiðni gosbeltisins<br />

milli Þingvalla og Langjökuls á hlýskeiðum og jökulskeiðum með mælingum<br />

á rúmtaki hrauna og móbergsmyndana á svæðinu. Er þetta gert með samtúlkun<br />

þyngdarmælinga og jarðfræðikortlagningu.<br />

Mælingar á varanlegri segulstefnu í hraunlögum á Íslandi eru gagnlegar sem<br />

hluti kortlagningar jarðlagastaflans. Þær veita einnig ýmsar upplýsingar um<br />

hegðun jarðsegulsviðsins (svo sem umsnúninga þess) sl. 15 milljón ár. Meginverkefnið<br />

þessi árin er sýnasöfnun á norðvestanverðum Vestfjörðum, ásamt segulstefnumælingum<br />

á sýnum, og úrvinnslu. Í sumar voru boruð kjarnasýni úr 190<br />

hraunlögum í kringum elstu surtarbrandslögin sunnan og norðan Ísafjarðardjúps.<br />

Þetta verkefni hófst 1998 og er samstarf um það við Björn S. Harðarson jarðfræðing<br />

við R.H. og fleiri sem sjá um aðra þætti kortlagningar á svæðinu. Á árinu <strong>2000</strong><br />

var verkefnið stutt af Rannsóknasjóði Háskólans. Handrit um bergsegulmælingar<br />

á um 120 hraunlögum í Skarðsheiði var sent til birtingar. Haldið var áfram að<br />

kortleggja jarðmyndanir frá svonefndu Skálamælifells-segulskeiði á sunnanverðum<br />

Reykjanesskaga. Grein um flugsegulmælingar yfir Mýrdalsjökli kom á prent.<br />

Unnið var að öflun heimilda um ýmsar rannsóknir í náttúruvísindum sem tengjast<br />

Íslandi, einkum á 19. öld. Stærsta verkefnið þar tengist silfurbergsnámunni í<br />

Reyðarfirði. Út kom grein um rannsóknir Þjóðverja í jarðvísindum á og við Ísland<br />

1819-1970.<br />

Haldið var áfram mælingum á afkomu, hreyfingu og afrennsli vatns frá Vatnajökli<br />

og Langjökli, mati á orkuþáttum sem valda leysingu jökla (í samstarfi við Landsvirkjun<br />

og með styrk frá Evrópusambandinu) og rannsóknum á stærð jökla á Íslandi<br />

á sl. öld. Birtar voru ítarlegar fræðigreinar um kortagerð af yfirborði og botni<br />

Mýrdalsjökuls með greiningu á eldstöðvum og jökulhlaupum og um líkangerð af<br />

flæði Vatnajökuls. Unnið var að rannsóknum á breytingum á Grímsvötnum, vatnssöfnun<br />

og jökulhlaupum frá þeim, í samstarfi við Vegagerðina.<br />

Unnið var að skipulagningu Send International Conference on Mars Polar Science<br />

and Exploration, 21-15 August <strong>2000</strong>, sem haldið var við Háskóla Íslands. Enn<br />

fremur vann starfsmaður, að beiðni rektors, í framkvæmdanefnd Jöklasýningar<br />

og Jöklasafns á Höfn í Hornafirði.<br />

Unnið var að rannsóknum á umbrotum í Mýrdalsjökli og veitt ráðgjöf um þau fyrir<br />

Almannavarnir og Vegagerð og fjölmiðla.<br />

Stöðugar samsætur súrefnis og vetnis voru mældar í völdum sýnum úr Dye-3<br />

ískjarnanum frá Suður-Grænlandi til að meta áhrif diffusionar á samsætugildi í<br />

jökulís. Haldið var áfram að túlka niðurstöður samsætumælinga í grunnvatnssýnum<br />

úr Skagafirði, sem safnað var á árunum 1996-1998, og niðurstöður<br />

kynntar á ráðstefnum og í greinum. Samsætur í grunnvatnssýnum úr Kjós og í<br />

jarðhitavatni af Kröflusvæðinu voru mældar á árinu. Hafstraumakerfi norðan Íslands<br />

voru könnuð með samsætumælingum í samvinnu við Hafrannsóknastofnun<br />

og aldursgreiningar á lífrænum leifum í setkjörnum af landgrunni Íslands voru<br />

gerðar í samvinnu við AMS aldursgreiningarstofuna í Árósum. Uppbyggingu á<br />

lofttæmilínu til undirbúnings vatnssýna fyrir geislakolsmælingar lauk á síðasta<br />

124


ári og hafa um 120 grunnvatnssýni úr Skagafirði verið send til Árósa til aldursgreininga<br />

með geislakolsaðferð. Frumniðurstöður þeirra mælinga voru kynntar á<br />

árinu á ráðstefnu og í grein.<br />

Háloftadeild jarðeðlisfræðistofu sér um rekstur einu segulmælingastöðvar landsins,<br />

í Leirvogi í Mosfellssveit. Deildin hefur einnig umsjón með rekstri þriggja<br />

stöðva til norðurljósarannsókna sem Pólrannsóknastofnun Japans hefur komið<br />

upp hér á landi í samvinnu við Raunvísindastofnun. Almanak Háskólans er reiknað<br />

og búið til prentunar á Háloftadeild og deildin sér um dreifingu ritsins til bóksala.<br />

Þá hefur áhersla verið lögð á íðorðastarf, einkanlega á sviði tölvutækni og<br />

stjörnufræði.<br />

Starfsmenn stofunnar birtu (einir eða með öðrum) um 20 greinar í ritrýndum<br />

tímaritum á alþjóðavettvangi á árinu <strong>2000</strong> og auk þess kafla í bókum, fjölda af<br />

skýrslum, greinum á íslensku, útdráttum erinda á ráðstefnum o.fl. Auk ofangreinds<br />

veittu starfsmenn Jarðeðlisfræðistofu ráðgjöf fyrir Almannavarnir og<br />

Vegagerð og upplýsingar til fjölmiðla um stjörnu- og jarðeðlisfræðilegt efni m.a.<br />

um eldsumbrot.<br />

Nánar um verkefni og ritaskrá starfsmanna jarðeðlisfræðistofu má finna á<br />

heimasíðu stofunnar á slóðinni: http://raunvis/Jardedlisfr/Jardedlisfr.html<br />

Jarð- og landafræðistofa<br />

Rannsóknir jarð- og landfræðistofu spanna mjög vítt svið, frá tilraunabergfræði til<br />

mannvistarlandafræði, frá steingervingum til eldsumbrota. Á stofunni störfuðu<br />

árið <strong>2000</strong> sjö sérfræðingar, þar af þrír verkefnaráðnir, tveir tækjafræðingar, sjö<br />

kennarar í jarð- og landafræði, og fimm nemendur í doktors- og meistaranámi,<br />

alls 22. Rannsóknir í eldfjallafræði beindust að Kötlu, eldstöðvum í Vatnajökli og<br />

umhverfis hann, og að Heklugosinu <strong>2000</strong>. Fram var haldið miklu rannsóknaverkefni<br />

um sögu loftslagsbreytinga á síðkvarter og nútíma sem rakin er úr setkjörnum<br />

sem teknir eru á landgrunninu og í stöðuvötnum. Rannsóknir þessar, og aðrar<br />

þeim tengdar, eru þverfaglegar í eðli sínu og samþættast í þeim greinar eins<br />

og steingervingafræði, setlagafræði, bergsegulfræði, gjóskulagafræði, loftslagsfræði<br />

o.fl. Enn fremur héldu áfram viðamiklar rannsóknir stofunnar á efnaveðrun<br />

á Íslandi, jarðefnafræði kalda og heita vatnsins og eðli jarðhitans. Í berg- og bergefnafræði<br />

er vaxandi áhersla á tilraunir, annars vegar, þar sem glímt er við þau<br />

grundvallarlögmál sem ráða eðli og efnasamsetningu bergkviku, hins vegar á<br />

rannsóknir á glerinnlyksum í kristöllum. Með síðarnefndu rannsóknunum er m.a.<br />

vonast til þess að aukin vitneskja fáist um eðli möttulstróksins undir Íslandi. Í<br />

landafræði var fram haldið rannsóknum á breytingum á gróðri og jarðvegi og<br />

tengslum þeirra við landnýtingu á ákveðnum svæðum, auk þess sem upp voru<br />

teknar rannsóknir á hafís kringum landið að fornu og nýju. Í mannvistarlandafræði<br />

var m.a. unnið að rannsóknum á þróun atvinnulífs, samfélags og byggðar á<br />

tilteknum svæðum. Á árinu <strong>2000</strong> birtust 46 ritgerðir eftir starfsmenn stofunnar í<br />

innlendum og erlendum tímaritum og bókum, svo og 13 skýrslur, en erindi flutt á<br />

ráðstefnum voru 91.<br />

Reiknifræðistofa<br />

Árið <strong>2000</strong> störfuðu á reiknifræðistofu tveir sérfræðingar, tveir verkefnaráðnir sérfræðingar<br />

og einn aðstoðarmaður í sumarstarfi og stofan var jafnframt rannsóknarvettvangur<br />

þriggja kennara við stærðfræðiskor raunvísindadeildar og fjögurra<br />

kennara við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands.<br />

Á reiknifræðistofu er unnið að rannsóknum á sviði hagnýtrar stærðfræði, reiknifræði<br />

og tölvunarfræða. Rannsóknum á stofunni má skipta í grunnrannsóknir á<br />

þeim sviðum sem undir hana heyra, svo sem líkindafræði og ýmis svið tölvunarfræða,<br />

og rannsóknaverkefni innan annarra fræðigreina þar sem gerð stærðfræðilegra<br />

líkana og beiting stærðfræðilegra og tölvunarfræðilegra aðferða skilar<br />

oft miklum árangri. Þær rannsóknir hafa á undanförnum árum m.a. beinst að<br />

verkefnum tengdum fiski- og vistfræði, straumfræði, snjóflóðum og veðurfræði.<br />

Mörg verkefnanna hafa verið unnin í samstarfi við aðrar stofnanir, eins og t.d.<br />

Hafrannsóknastofnun og Veðurstofu, verkfræðistofur og hugbúnaðarfyrirtæki.<br />

126


Rannsóknarsvið reiknifræðistofu í hagnýttri stærðfræði eru einkum töluleg greining,<br />

líkindafræði, tölfræði og lífstærðfræði, sem fjallar um gerð og greiningu<br />

stærðfræðilegra líkana til að lýsa fyrirbærum í lífræði. Verkefni á sviði tölvunarfræði<br />

eru af ýmsum toga. Má þar nefna rannsóknir í hugbúnaðargerð og forritunarmálum,<br />

greiningu og hönnun reiknirita, rannsóknir á hlutbundnum gagnasafnskerfum<br />

og hlutbundinni hönnun og rannsóknir á samhliða reikniritum og<br />

notkun samhliða tölva til að leysa rýr jöfnuhneppi.<br />

Árið <strong>2000</strong> var stóru verkefni, sem hlotið hefur veglega styrki frá Rannís og Evrópusambandinu,<br />

hleypt af stokkunum á reiknifræðistofu. Verkefnið snýst um gerð<br />

stærðfræði- og reiknilíkana af göngum fiskistofna og dreifingu þeirra í tíma og<br />

rúmi. Nú vinna tveir sérfræðingar í hagnýttri stærðfræði að þessu verkefni og þrír<br />

kennarar við stærðfræðiskor og tölvunarfræðiskor. Á árinu kom út hjá Springer<br />

útgáfufyrirtækinu bókin Coupling, stationarity and regeneration eftir Hermann<br />

Þórisson, vísindamann á reiknifræðistofu.<br />

Frekari upplýsingar um starfsmenn stofunnar, rannsóknir og ritverk þeirra er að<br />

finna á heimasíðu reiknifræðistofu: http://www.raunvis.hi.is/Reiknifr/Reiknifr.<br />

html.<br />

Stærðfræðistofa<br />

Stærðfræðistofa er vettvangur rannsókna í stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði.<br />

Þar störfuðu á árinu 7 kennarar í raunvísindadeild, fjórir sérfræðingar, einn<br />

doktorsnemi og einn meistaraprófsnemi. Viðfangsefni stofunnar eru margvísleg<br />

og spanna margar sérgreinar stærðfræðinnar. Má þar nefna algebru, rúmfræði,<br />

fallagreiningu, netafræði og strengjafræði. Niðurstöður rannsóknanna eru birtar í<br />

skýrslum stofunnar og í alþjóðlegum tímaritum en íslenskt samfélag hefur fram<br />

til þessa verið talið of fámennt til þess að standa undir ritum um rannsóknir í<br />

greininni.<br />

Málstofa í stærðfræði hefur verið starfrækt á vegum stofunnar frá árinu 1975 og<br />

er hún haldin einu sinni í viku á veturna. Þar kynna starfsmenn og ýmsir gestir<br />

rannsóknir sínar eða aðrar nýjungar í stærðfræði. Starfsfólk stofunnar á víðtækt<br />

samstarf við starfssystkin í öðrum löndum, s.s. í Danmörku, Svíþjóð, Englandi,<br />

Frakklandi, Austurríki, Bandaríkjunum og Kanada. Algengt er að samstarfsfólk<br />

komi í heimsókn hingað og þá heldur það jafnan fyrirlestra í málstofunni. Íslenskt<br />

stærðfræðisamfélag vex mjög hratt um þessar mundir og álitlegur hópur ungra<br />

stærðfræðinga hafa fengið störf í fyrirtækjum og stofnunum landsins, einkum við<br />

erfðarannsóknir og fjármálastærðfræði. Þetta unga fólk hefur verið ötult að kynna<br />

rannsóknir sínar í málstofunni.<br />

Starfsmenn stofunnar hafa um langt árabil tekið virkan þátt í skipulagi og framkvæmd<br />

stærðfræðikeppna fyrir framhaldsskólanema. Þær eru fjórar talsins,<br />

landskeppni, norræn keppni, Eystrasaltskeppni og ólympíukeppni. Einnig hafa<br />

þeir ritað kennslubækur um stærðfræði og tekið þátt í ýmiss konar ráðgjöf.<br />

Siðfræðistofnun<br />

Stjórn og starfslið<br />

Í stjórn Siðfræðistofnunar árið <strong>2000</strong> áttu sæti Vilhjálmur Árnason prófessor, formaður,<br />

Björn Björnsson prófessor og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Jón Á. Kalmansson<br />

verkefnastjóri, sem starfað hefur um árabil á stofnuninni, lét af því starfi<br />

og við tók Salvör Nordal. Aðrir starfsmenn stofnunarinnar voru Þorvarður Árnason<br />

sérfræðingur, Svanur Kristbergsson aðstoðarmaður og Garðar Á. Árnason,<br />

sérfræðingur.<br />

Rannsóknir<br />

Á vegum Siðfræðistofnunar var unnið að rannsóknarverkefni er nefnist Friðhelgi<br />

einkalífs, upplýsingatækni og gagnagrunnar en undirbúningsstyrkur fékkst frá<br />

Rannís til verkefnisins. Tengt rannsókninni var eitt verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði<br />

námsmanna, Reglur um persónuvernd í íslenskum og alþjóðlegum rétti,<br />

sem unnið var af þremur laganemum, þeim Ágústi Ágústssyni, Bjarna Ólafssyni<br />

og Margréti Einarsdóttur. Þá var hafinn undirbúningur á erlendu samstarfsverk-<br />

127


efni um gagnagrunna í lok ársins með það fyrir augum að sækja um styrk í 5.<br />

rammaáætlun Evrópusambandsins á árinu 2001.<br />

Á árinu var haldið áfram rannsóknum í siðfræði náttúrunnar (environmental ethics)<br />

sem staðið hafa yfir frá árinu 1993, hin síðustu ár að stærstum hluta innan<br />

ramma verkefnisins Náttúra, þjóðerni og umhverfisstefna á Norðurlöndum sem<br />

unnið hefur verið að í samstarfi við háskólastofnanir í Svíþjóð og Danmörku.<br />

Þá hefur verið unnið að rannsókn um Sjálfræði aldraðra á stofnunum á vegum<br />

Siðfræðistofnunar en sú rannsókn hófst árið 1996. Umsjónarmenn þessarar<br />

rannsóknar eru þau Vilhjálmur Árnason prófessor og Ástríður Stefánsdóttir<br />

læknir og dósent við KHÍ. Tengt rannsókninni var eitt verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði<br />

námsmanna, Fjárhagsleg staða aldraðra, sem unnið var af Óskari Sigurðssyni<br />

viðskiptafræðinema.<br />

Þjónusta<br />

Siðfræðistofnun veitti umsagnir um ýmis lagafrumvörp og skýrslur stjórnvalda á<br />

árinu og veitti fagfélögum og fyrirtækjum ráðgjöf um siðareglur.<br />

Fyrirlestrar og ráðstefnur<br />

• Þann 10. febrúar hélt Jeff Barker, prófessor við Albright College í Bandaríkjunum,<br />

fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar og heimspekideildar sem<br />

hann nefndi „Dauði í Fíladelfíu og svín í Bretlandi: félagslegir, efnahagslegir og<br />

siðferðilegir þættir í erfðafræði samtímans (A Death in Philadelphia and a Pig<br />

In Great Britain: Facing Socio-Economic Reality and Some Ethical Challenges<br />

in Contemporary Genetic Research and Therapy).“<br />

• Siðfræðistofnun efndi í fyrsta skipti í apríl til umræðufundar í Skálholti um<br />

siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Á fyrsta fundinum var fjallað um<br />

deilumál er varða erfðarannsóknir og gagnagrunna. Annar fundur var haldinn<br />

í nóvember um greiningu erfðagalla á fósturstigi. Báðir þessir fundir þóttu<br />

takast vel og byggja brú milli andstæðra skoðana.<br />

• Þá var haldið málþing í tilefni útgáfu bókarinnar Hvers er siðfræðin megnug?<br />

þann 15. september í hátíðasal Háskólans. Þar héldu heimspekingarnir Jón<br />

Ólafsson og Atli Harðarson framsögur en í kjölfarið fylgdu pallborðsumræður<br />

um efni bókarinnar.<br />

Útgáfa<br />

Á árinu komu út ein bók, Siðfræði handa Amador, eftir Fernando Savater í<br />

þýðingu Hauks Ástvaldssonar.<br />

Sjávarútvegsstofnun<br />

Almennt<br />

Hlutverk Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands er að efla og samhæfa menntun<br />

og hvers konar rannsóknir sem varða sjó og sjávarútveg við Háskóla Íslands og<br />

stuðla að samstarfi við atvinnulífið, vísindamenn og stofnanir heima og erlendis.<br />

Beina aðild að stofnuninni eiga raunvísindadeild, verkfræðideild, viðskipta- og<br />

hagfræðideild, félagsvísindadeild og lagadeild. Stofnunin hefur umsjón með<br />

meistaranámi í sjávarútvegsfræðum, sem skipulagt er í samvinnu margra deilda.<br />

Árið <strong>2000</strong> voru 12 nemendur skráðir í meistaranámið en þrír hinir fyrstu útskrifuðust<br />

1997. Árið <strong>2000</strong> útskrifuðust tveir og hafa þá alls sjö nemendur lokið meistaraprófi<br />

í sjávarútvegsfræðum.<br />

Auk forstöðumanns og skrifstofustjóra unnu fimmtán verkefnaráðnir starfsmenn<br />

að rannsóknum á vegum stofnunarinnar á árinu.<br />

Helstu rannsóknarverkefni<br />

• Á árinu dvaldi forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar í rannsóknarleyfi við höfuðstöðvar<br />

FAO í Róm og vann að samantekt á ástandi öryggismála við fiskveiðar,<br />

einkum í þróunarlöndum. Þrátt fyrir að skráningu slysa og mannskaða<br />

sé mjög ábótavant, ber allar tölur að sama brunni: starf fiskimannsins er<br />

hættulegra en önnur störf og má ætla að a.m.k. 24 þús. menn láti lífið við fiskveiðar<br />

á hverju ári. Í kjölfar þessarar vinnu var samantekt um öryggismál<br />

fiskimanna birt í riti FAO State of World Fisheries and Aquaculture <strong>2000</strong>, og<br />

skýrslan í heild Safety at sea as an integral part of fisheries management<br />

verður prentuð sem FAO Fisheries Circular No. 966 í byrjun árs 2001.<br />

128


• Áhættuþáttagreining í veiðiskipum er verkefni sem lýtur að slysavörnum sjómanna.<br />

Í samvinnu við reynda sjómenn var unnin áhættugreining í helstu<br />

gerðum fiskiskipa, togskipum, nótaskipum, netaskipum og línuskipum.<br />

Áhættugreining er mjög víða notuð í fiskvinnslu bæði á sjó og landi og er sjómönnum<br />

því ekki framandi. Nýnæmi verkefnisins er hins vegar að beita<br />

áhættugreiningu til að auka öryggi sjómanna. Verkefnið var stutt af Rannís og<br />

unnið í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg og var meistaraprófsverkefni<br />

Ingimundar Valgeirssonar í verkfræði, sem hann varði í árslok 1999, en<br />

vinnu við rannsóknirnar var fram haldið árið <strong>2000</strong> og þær m.a. kynntar á alþjóðlegri<br />

ráðstefnu um öryggi og fiskveiðar, IFISH, sem haldin var í Woods<br />

Hole í október <strong>2000</strong>.<br />

• Öryggisþjálfun og menntun sjómanna á Norðurlöndum er borin saman og<br />

samhæfð í norrænu samstarfsverkefni sem unnið er af stjórnendum öryggisfræðslu<br />

á Norðurlöndum. Samanburður hefur verið gerður á opinberum kröfum<br />

um slíka þjálfun á Norðurlöndum og einnig á fyrirkomulagi, lengd,<br />

kennsluefni og námskröfum á öryggisnámskeiðum. Markmiðið er að samhæfa<br />

kröfurnar og samnýta kennsluefni og kennara milli landa. Sjávarútvegsstofnun<br />

stýrir verkefninu, sem er stutt af Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið var<br />

einnig kynnt á IFISH ráðstefnunni í Woods Hole í október <strong>2000</strong>.<br />

• Þróun Djúpfars sem er lítill sjálfvirkur kafbátur, sem nota má við hafrannsóknir,<br />

eftirlit með mannvirkjum í vatni, kortlagningu landslags eða lífríkis, neyðarleit<br />

o.fl. Hjalti Harðarson verkfræðingur er frumkvöðull verkefnisins en hann<br />

og Sjávarútvegsstofnun hafa stofnað fyrirtækið Hafmynd hf um þróun Djúpfarsins.<br />

Fjórir meistaranemar í verkfræði unnu að gerð hugbúnaðar fyrir Djúpfarið<br />

á árinu. Rannís styður verkefnið.<br />

• Fiskveiðar á hafi úti er viðamikið fjölþjóðlegt samstarfsverkefni hagfræðinga,<br />

stærðfræðinga og líffræðinga sem miðar að því að greina þau vandamál sem<br />

upp koma við nýtingu fiskistofna sem halda sig utan fiskveiðilögsagna, ganga<br />

út fyrir eða á milli þeirra, komast að því hvernig slíkir stofnar verða nýttir á<br />

sem hagkvæmastan hátt og kanna forsendur þess að þjóðríki nái samningum<br />

um slíkt.<br />

• Endurnýting vatns og varma í fiskeldi er verkefni sem miðar að því að leysa<br />

tæknileg og líffræðileg vandamál sem eru því samfara að rækta hlýsjávarfiska<br />

í gríðarstórum eldiskerjum á landi. Jarðvarmi er notaður til að hita sjó sem<br />

síðan er endurnýttur með hjálp sérstaks hreinsibúnaðar. Ýmis straumfræðileg<br />

og líffræðileg vandamál eru því samfara að ala fisk í mjög stórum kerjum, auk<br />

þess sem útbúa þarf nákvæmt og öflugt vöktunarkerfi. Sjávarútvegsstofnun<br />

stýrir verkefninu sem unnið er í samvinnu við Máka hf, Origo hf á Sauðárkróki<br />

og Landbúnaðarháskólann að Hólum, en Rannís styrkir verkefnið.<br />

Sjávarútvegsstofnun tók þátt í skipulagningu og framkvæmd tveggja vikna sumarskóla<br />

sem haldið var í Kristineberg hafrannsóknastöðinni við Gullmarsfjörð í<br />

Svíþjóð í júní. Þar er frábær aðstaða til rannsókna á lífríki sjávar, kennslu og dvalar.<br />

Um er að ræða norrænt samstarf stutt af Norfa.<br />

Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE) er viðamikið fjölþjóðlegt verkefni sem Sjávarútvegsstofnun<br />

á aðild að. Markmið þess er að kortleggja botndýralíf í íslensku lögsögunni<br />

og koma upp varanlegum gagnagrunni með tilheyrandi safni sýna. Margar<br />

stofnanir koma að verkefninu en höfuðstöðvar þess eru í Sandgerði. Rannsóknastöðin<br />

í Sandgerði er fyrst íslenskra vísindastofnana til að hljóta nafnbótina<br />

„einstæð vísindaaðstaða“ (Large Scale Facility) á vegum Evrópusambandsins og<br />

fengu um fimmtíu vísindamenn frá Evrópu ferðastyrki í tengslum við þessa nafnbót.<br />

Sjávarútvegsstofnun hefur frá stofnun átt aðild að vinnuhópi á vegum Norrænu<br />

ráðherranefndarinnar, Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF). Hlutverk<br />

hópsins er að leggja drög að stefnu ráðherranefndarinnar varðandi samstarf<br />

Norðurlanda og nágranna þeirra um hvers kyns sjávarútvegsrannsóknir. Hópurinn<br />

fundar að jafnaði tvisvar á ári.<br />

Útgáfa<br />

• Guðmundur Jónasson: Flutningaferli saltfisks hjá SÍF-Ísland (lokuð til 2005).<br />

• Elías Björnsson: Nýting þorshausa um borð í frystiskipum (lokuð til 2005).<br />

129


Stofnun Árna<br />

Magnússonar<br />

Starfslið<br />

Engar breytingar urðu á starfsliði á árinu en Guðrún Ása Grímsdóttir hlaut framgang<br />

í stöðu vísindamanns og Gísli Sigurðsson í stöðu fræðimanns. 6. okt. andaðist<br />

Bjarni Einarsson sem var sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar á árunum<br />

1972-1987.<br />

Útgefin rit, rannsóknir og fyrirlestrar<br />

• Hallgrímur Pétursson: Ljóðmæli I, xxiv+228 bls. Rit 48. Margrét Eggertsdóttir<br />

bjó til prentunar. Stafrétt útgáfa 33 kvæða með greinargerð um varðveislu,<br />

samband handrita og orðamun. Upphaf fræðilegrar heildarútgáfu á verkum<br />

Hallgríms.<br />

• Stefán Karlsson. Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af<br />

sjötugsafmæli hans 2. des. 1998. Ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson. 451 bls.<br />

• Einar Ól. Sveinsson: Ritaskrá. E.Ó.S. aldarminning 12. desember 1899-1999.<br />

Ólöf Benediktsdóttir tók saman. 88 bls.<br />

• Ólafur Halldórsson, fyrrum sérfræðingur við stofnunina, gaf út tvö rit á árinu:<br />

Danish Kings and the Jomsvikings in the Greatest Saga of Óláfr Tryggvason.<br />

Viking Society for Northern Research, London, og Óláfs saga Tryggvasonar en<br />

mesta III. Editiones Arnamagnæanæ A 3. Kaupmannahöfn). Ólafur varð<br />

áttræður 18. apríl.<br />

Að vanda birtu starfsmenn stofnunarinnar á árinu greinar og bókarkafla í mörgum<br />

innlendum og erlendum fræðiritum, tóku þátt í ráðstefnum og málþingum og<br />

fluttu gestafyrirlestra, m.a. á Akureyri, Siglufirði, Stykkishólmi, Beijing, Berlín,<br />

Kaupmannahöfn, Sydney, Washington, Winnipeg og Þrándheimi. Svanhildur Óskarsdóttir<br />

hlaut doktorsnafnbót frá University College í London fyrir ritgerð sína<br />

Universal history in fourteenth-century Iceland. Studies in AM 764 4to. Kristján Eiríksson<br />

var meðútgefandi að nýrri útgáfu Vísnabókar Guðbrands biskups, sem út<br />

kom hjá Bókmenntafræðistofnun.<br />

Fjórir tugir fræðimanna sóttu stofnunina heim og fengu aðstöðu til fræðistarfa um<br />

lengri eða skemmri tíma. Þeir voru frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Englandi,<br />

Þýskalandi, Tékklandi, Frakklandi, Ítalíu, Bandaríkjunum, Kína og Japan.<br />

Auk þess fengu þrír danskir fræðimenn styrki til dvalar við stofnunina og fjórir<br />

fyrrverandi starfsmenn höfðu þar vinnuaðstöðu.<br />

Styrkir<br />

Stofnunin fékk á árinu styrk til tækjakaupa frá Bygginga- og tækjakaupasjóði<br />

Rannís en einnig fengu einstakir starfsmenn eða rannsóknamenn og framhaldsnemar<br />

á þeirra vegum styrki úr Vísindasjóði, Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og<br />

Rannsóknanámssjóði.<br />

Kynningarstarf og heimsóknir<br />

Ný handritasýning var opnuð 1. júní í Árnagarði og ber hún heitið Ný lönd og nýr<br />

siður. Jafnframt kom út sýningarskrá á íslensku og ensku. Sýningunni er ætlað<br />

að vekja athygli á rituðum heimildum um þau tímamót sem urðu um árið 1000:<br />

kristnitökuna og landaleit og landafundi á meginlandi Norður-Ameríku. Frá opnun<br />

til ársloka sóttu sýninguna 5601 gestur, þar af voru skólanemendur 1023. Þegar<br />

fyrri sýningu, Þorlákstíðir og önnur Skálholtshandrit, lauk 16. maí, höfðu sótt<br />

hana frá opnun 16.377 gestir, þar af 5458 skólanemendur; á árinu <strong>2000</strong> urðu gestirnir<br />

2004, þar af 1245 skólanemendur.<br />

Auk almennra gesta sóttu ýmsir opinberir erlendir gestir stofnunina heim, m.a.<br />

ráðherrar og sendiherrar erlendra ríkja. 11. maí komu forseti Póllands og frú<br />

hans í heimsókn í fylgd forseta Íslands og fleiri virðulegra gesta.<br />

Stofnun Árna Magnússonar átti með samþykki ríkisstjórnar Íslands aðild að<br />

tveimur alþjóðlegum sýningum sem opnaðar voru á árinu. Sú fyrri var sýningin<br />

Stefnumót við sagnahefð sem opnuð var í Þjóðarbókhlöðu 1. mars en fór síðan til<br />

Washington, Ithaca og Winnipeg. Njálssöguhandrit frá því um 1460, Oddabók, var<br />

sýnt í Library of Congress í Washington og í bókasafni Cornell háskóla í Ithaca. Í<br />

lok apríl var opnuð sýningin Vikings: The North Atlantic Saga í National Museum<br />

of Natural History, Smithsonian Institution í Washington, og stóð þar fram í ágúst,<br />

130


en þá var hún flutt til New York og stóð þar til ársloka. Á sýningu þessa lánaði<br />

stofnunin tvö fornsagnahandrit, Jónsbók og sögubók, þar sem m.a. er Friðþjófs<br />

saga, en einnig brot úr Egils sögu og blöð með texta Eiríks sögu rauða. Á báðum<br />

þessum sýningum, en einnig á sýningu á Nýfundnalandi og sýningu Þjóðmenningarhúss,<br />

var sýnd endurgerð Flateyjarbókar sem gerð var fyrir stofnunina af<br />

Prentsmiðjunni Odda og Hersteini Brynjólfssyni forverði.<br />

Gjafir gefnar Stofnun Árna Magnússonar<br />

Við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðu 13. febrúar, þar sem forseti Íslands var viðstaddur,<br />

afhenti Örn Arnar ræðismaður Íslands í Minnesota Stofnun Árna Magnússonar<br />

að gjöf myndskreytt handrit af Snorra Eddu sem barst til Kanada á 19.<br />

öld og hefur verið þar í einkaeign. Handritið er skrifað á síðari hluta 18. aldar. Við<br />

sama tækifæri opnaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra nýja heimasíðu<br />

Árnastofnunar. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um stofnunina, starfsemi<br />

hennar og rit, en til nýmæla má telja að þar er opnuð leið inn í stafrænt<br />

handrita- og hljóðritasafn.<br />

Föstudaginn 1. desember afhentu hjónin Sigríður Kjaran og Sigurjón Sigurðsson<br />

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi að gjöf þrjú handrit: 1) Sögur Skálholtsbiskupa<br />

eftir Jón Halldórsson prófast í Hítardal en aftan við biskupasögurnar er ræða<br />

Jóns biskups Vídalíns um lagaréttinn, 2) Stóradóm, um frændsemi- og sifjaspell,<br />

hórdóm og frillulífi frá 1564, og Discursus oppositivus eður skrif á móti Stóra<br />

dómi eftir Guðmund Andrésson, 3) Járnsíðu, lögbók sem hér á landi var í gildi frá<br />

1271 til 1281.<br />

Stofnun Sigurðar<br />

Nordals<br />

Hlutverk og stjórn<br />

Stofnun Sigurðar Nordals er menntastofnun sem starfar við Háskóla Íslands.<br />

Hlutverk hennar er að efla hvarvetna í heiminum rannsóknir og kynningu á íslenskri<br />

menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og erlendra fræðimanna á<br />

því sviði. Stjórn stofnunarinnar skipa Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs<br />

Seðlabanka Íslands, formaður, Þóra Björk Hjartardóttir dósent og Sigurður<br />

Pétursson lektor.<br />

Starfslið<br />

Forstöðumaður stofnunarinnar er Úlfar Bragason. Þórunn Sigurðardóttir sinnti<br />

starfi forstöðumanns í leyfi hans þrjá síðustu mánuði ársins. Nína Leósdóttir<br />

starfaði sem deildarstjóri í hálfu starfi allt árið. Baldur A. Sigurvinsson var ráðinn<br />

frá 15. maí til að vinna við margmiðlunarefni í íslensku, fyrst í fullu starfi og síðan<br />

í hálfu starfi frá októberbyrjun. Guðrún Theodórsdóttir og Kolbrún Friðriksdóttir<br />

voru ráðnar tímabundið til að vinna að margmiðlunarefninu.<br />

Húsnæði<br />

Stofnunin hefur til umráða húseignina Þingholtsstræti 29 sem er timburhús sem<br />

flutt var inn tilhöggvið frá Noregi og reist 1899. Það er alfriðað.<br />

Heimasíða<br />

Slóð heimasíðu stofnunarinnar er: www.nordals.hi.is Heimasíðan er uppfærð<br />

reglulega. Á heimasíðunni er að finna almennar upplýsingar um stofnunina á íslensku<br />

og ensku. Einnig er þar gerð grein fyrir starfsemi hennar: ráðstefnum,<br />

námskeiðum, bókaútgáfu og styrkjum, sem hún veitir. Jafnframt eru þar<br />

upplýsingar um íslenskukennslu fyrir útlendinga, ráðstefnur á sviði íslenskra<br />

fræða víða um heim, nýjar og væntanlegar bækur og tímarit og þýðingar úr íslensku.<br />

Skrá um fræðimenn í íslenskum fræðum er tengd heimasíðunni og<br />

upplýsingabanki um kennslu í íslensku við erlenda háskóla.<br />

Sendikennsla<br />

Stofnunin annast umsjón með sendikennslu í íslensku erlendis fyrir hönd íslenskra<br />

stjórnvalda og tekur þátt í norrænu samstarfi um Norðurlandafræðslu erlendis.<br />

Á vormisseri störfuðu 14 sendikennarar við erlenda háskóla. Var efnt til<br />

fundar þeirra í Reykjavík dagana 11. og 12. ágúst þar sem rædd voru málefni íslenskukennslu<br />

erlendis. Þá var haldin ráðstefna í Berlín dagana 25.-27. maí fyrir<br />

kennara í Norðurlandamálum í þýskumælandi löndum og stóð stofnunin að und-<br />

131


irbúningi hennar. Áfram var unnið að gerð margmiðlunarefnis í íslensku fyrir erlenda<br />

námsmenn í samvinnu við háskólastofnanir í Evrópu og með stuðningi<br />

tungumálaáætlunar Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytisins.<br />

Sumarnámskeið<br />

Eins og undanfarin ár gengust stofnunin og heimspekideild fyrir fjögurra vikna<br />

sumarnámskeiði í íslensku máli og menningu í júlí. Þá stóðu stofnunin, heimspekideild<br />

og Stofnun Árna Magnússonar að þriggja vikna miðaldanámskeiði í<br />

júlí.<br />

Ráðstefnur, málþing, fyrirlestrar og styrkir<br />

• Stofnunin fékk styrk frá Landafundanefnd til að efna til alþjóðlegs þings um<br />

miðlun þekkingar á landafundum norrænna manna við Norður-Atlantshaf á<br />

miðöldum, vesturförunum og landnámi Íslendinga í Ameríku. Tuttugu og sex<br />

fyrirlestrar voru fluttir. Um eitt hundrað manns sóttu ráðstefnuna. Í tengslum<br />

við hana var farin ferð á söguslóðir í Dölum.<br />

• Stofnunin gekkst fyrir málþingi um ritið Íslenzka menningu eftir Sigurð Nordal<br />

í janúarmánuði. Í framhaldi af því vann Jón Yngvi Jóhannsson tvo útvarpsþætti<br />

byggða á fyrirlestrum sem fluttir voru á þinginu og var þeim útvarpað á Rás 1 í<br />

september <strong>2000</strong>.<br />

• John Lindow, prófessor við Kaliforníuháskólann í Berkeley, flutti Sigurðar<br />

Nordals fyrirlestur í boði stofnunarinnar hinn 14. september, á fæðingardegi<br />

Sigurðar. Nefndist fyrirlesturinn: „When disaster struck the gods: Baldr in<br />

Scandinavian mythology.“<br />

• Lin Hua, þýðandi frá Beijing, Christos Chrissopoulos, rithöfundur í Aþenu og<br />

Catalin Avramescu, heimspekingur í Búkarest, nutu svonefndra styrkja Snorra<br />

Sturlusonar á árinu <strong>2000</strong> en stofnunin annast úthlutun styrkjanna. Dvaldist<br />

hver þeirra hér á landi um þriggja mánaða skeið og vann að þýðingum,<br />

rannsóknum og skriftum.<br />

Tilraunastöð Háskóla<br />

Íslands í meinafræði að<br />

Keldum<br />

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum tók til starfa 1948. Stofnunin<br />

er háskólastofnun sem tengist læknadeild en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan<br />

fjárhag. Meginviðfangsefni er í hnotskurn rannsóknir á sjúkdómum, einkum<br />

í dýrum, og varnir gegn þeim.<br />

Stjórn<br />

Þórður Harðarson prófessor, formaður, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir örverufræðingur,<br />

Eggert Gunnarsson dýralæknir, Guðmundur Eggertsson prófessor og<br />

Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Forstöðumaður Guðmundur Georgsson prófessor<br />

og framkvæmdastjóri Helgi S. Helgason viðskiptafræðingur.<br />

Starfslið<br />

Alls inntu 66 manns um 50 ársverk af hendi á starfsárinu og er það svipað og árið<br />

áður. Fimm starfsmenn unnu við stjórnsýslu, á skrifstofu og við afgreiðslu. Sérfræðingar<br />

voru alls 21 og þeim til aðstoðar hátt í þrír tugir háskólamenntaðs, sérmenntaðs<br />

og ófaglærðs starfsfólks. Auk fastráðinna starfsmanna komu að verki<br />

um 15 líffræði- og dýralæknanemar. Átta þeirra, allt líffræðingar, voru í framhaldsnámi,<br />

sjö í M.S. námi og einn á doktorsnámi. Aldrei hafa fleiri verið við<br />

framhaldsnám á stofnuninni í senn. Einn líffræðingur lauk M.S. prófi á árinu.<br />

Helsta breyting í mannahaldi var að dýralæknir með sérmenntun í líffærameinafræði<br />

hóf störf á árinu.<br />

Rannsóknir<br />

Helstu rannsóknarsviðin voru sem fyrr ónæmis- og sjúkdómafræði fiska, hæggengir<br />

smitsjúkdómar, þ.e. visna, riða og skyldir sjúkdómar, sníkjudýra- og<br />

sýklafræði og líftækni, þ.e. þróun bóluefna. Allmargir áfangar náðust sem kynntir<br />

voru á fjölmörgum ráðstefnum hérlendis og erlendis. Í alþjóðlegum ritrýndum<br />

tímaritum birtust niðurstöður rannsókna á þáttum sem ákvarða frumusækni í<br />

visnu, yfirlitsgrein um nýrnaveiki í laxfiskum og niðurstöður umfangsmikillar<br />

132


annsóknar á ögðum sem nýta fjörusnigla sem millihýsla. Bergljót Magnadóttir,<br />

sérfræðingur á Tilraunastöðinni, varði doktorsritgerð við læknadeild á árinu. Ritgerðin<br />

sem ber titilinn „Humoral Immune Parameters of Teleost Fish” byggist á<br />

rannsóknum hennar á ónæmiskerfi laxfiska og nokkurra sjávarfiska, einkum<br />

þorsks. Talsverð aukning varð á þjónusturannsóknum í bakteríufræði, einkum<br />

vegna rannsókna á útbreiðslu campylobaktería. Mjög góður árangur náðist því að<br />

það tókst að ná tökum á campylobaktersýkingum á kjúklingabúum. Þjónusturannsóknir<br />

vegna fisksjúkdóma voru svipaðar að umfangi en drógust saman í<br />

sníkjudýrafræði.<br />

Alþjóðleg samvinna<br />

Áfram var unnið að samvinnuverkefnum sem styrkt eru af Evrópusambandinu,<br />

þ.e. á príonsjúkdómum, riðu í sauðfé og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi. Allmyndarlegur<br />

nýr styrkur frá ESB fékkst til verkefnis sem Tilraunastöðinni á aðild að en<br />

það er þróun bóluefnis gegn alnæmi þar sem apaveiran (SIV) í rhesusöpum eru<br />

notað sem líkan. Sérfræðingar sem fást við visnu- og sníkjudýrarannsóknir héldu<br />

áfram þátttöku í COST-action á vegum ESB. Styrkur fékkst endurnýjaður frá Nordisk<br />

Kontaktorgan for Jordbrugsforskning til þátttöku í samnorrænum verkefnum<br />

vegna rannsókna á fúkkalyfjaónæmi og þróun aðferða við prófanir fyrir garnaveikismiti.<br />

Auk formlegra samvinnuverkefna eiga velflestir sérfræðingar stofnunarinnar<br />

samstarf við erlenda vísindamenn.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Fræðslufundir voru sem fyrr haldnir mánaðarlega að undanskildum sumarmánuðum.<br />

Að auki var efnt til fræðslufunda ef góða gesti bar að garði. Fyrirlestrarnir<br />

eru að jafnaði fluttir af heimamönnum og eru öllum opnir og kynntir allvíða m.a.<br />

annars öllum háskólaborgurum og dýralæknum. Auka heimamanna koma hérlendir<br />

og erlendir gestafyrirlesarar við sögu. Stofnunin gefur út ítarlega<br />

ársskýrslu sem er dreift víða og tekur þátt í útgáfu tímaritsins Búvísindi. Landbúnaðarráðherra,<br />

Guðni Ágústsson, kom í heimsókn og kynnti sér starfsemi<br />

stofnunarinnar svo og landbúnaðarnefnd alþingis og nemendur úr náttúrufræðideild<br />

Menntaskólans á Akureyri og líffræðinemar við Háskólann.<br />

Annað<br />

Reksturinn stóð í járnum á árinu. Framlög á fjárlögum voru um 112 m.kr., sértekjur<br />

um 65 m.kr. og styrkir um 40 m.kr. Á árinu var lokið endurbótum á efstu<br />

hæð í Rannsóknarstofuhúsi 2, alls 400 fm, sem hýsir vefjameinafræði og<br />

sníkjudýrafræði. Einnig var unnið að því að fullgera aðstöðu til tilrauna á lifandi<br />

fiski í Rannsóknarstofuhúsi 3. Gerð var þróunaráætlun. Var staðið þannig að því<br />

að starfsmönnum var falið að gera grein fyrir þörfum fagsviða sinna í bráð og<br />

lengd, þ.e.15-20 ár fram í tímann, og koma með hugmyndir um hvaða stofnanir<br />

væru æskilegir nágrannar Tilraunastöðvarinnar. Ólafur Sigurðsson arkitekt vann<br />

úr þessum gögnum greiningu á þörfum stofnunarinnar fyrir hús- og landrými og<br />

gerði drög að deiliskipulagi. Þessar niðurstöður voru kynntar menntamálaráðuneytinu<br />

og settar fram kröfur um land-og húsrými sem Tilraunastöðin þyrfti á að<br />

halda til að geta sinnt hlutverki sínu með sóma í bráð og lengd.<br />

Umhverfisstofnun<br />

Hlutverk, stjórn og starfsmenn<br />

Umhverfisstofnun Háskóla Íslands (UHÍ) var stofnuð árið 1997 en segja má að<br />

fyrsta formlega starfsár hennar hafi verið árið 1999. Stærsta verkefnið fram til<br />

þessa er skipulagning og umsjón með meistaranámi í umhverfisfræðum en fyrsti<br />

hópurinn hóf nám haustið 1999.<br />

Í stjórn Umhverfisstofnunar áttu sæti Júlíus Sólnes prófessor í verkfræðideild,<br />

formaður, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í raunvísindadeild, Gísli Pálsson,<br />

prófessor í félagsvísindadeild, Gunnar G. Schram, prófessor í lagadeild og Ragnar<br />

Árnason, prófessor í viðskipta- og hagfræðideild.<br />

Mannaskipti urðu hjá stofnuninni á árinu. Geir Oddsson lét af störfum sem forstöðumaður<br />

og í stað hans var ráðinn Björn Gunnarsson. Björn gegndi starfi forstöðumanns<br />

í 50% stöðu frá og með 1. ágúst. Auður H. Ingólfsdóttir var áfram í<br />

hálfri stöðu sem verkefnastjóri hjá stofnuninni.<br />

Meistaranám í umhverfisfræðum<br />

Fjórir nýir nemendur hófu nám á haustmisseri <strong>2000</strong> og voru nemendur í um-<br />

133


hverfisfræðum þá orðnir samtals 28. Þeir eru skráðir í sex deildir Háskólans:<br />

Raunvísindadeild, félagsvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild, heimspekideild,<br />

lagadeild og verkfræðideild. Námið byggir á þverfaglegum námskeiðsgrunni, sérsviði<br />

og rannsóknarverkefni. Fyrsti nemandinn með meistaragráðu í umhverfisfræðum<br />

útskrifaðist í október árið <strong>2000</strong>.<br />

Umhverfisstofnun hefur umsjón með náminu og starfsmenn stofnunarinnar tóku<br />

jafnframt þátt í kennslu í nokkrum þeirra námskeiða sem eru í boði í Háskólanum<br />

vegna hins nýja náms. Mikill hluti tíma starfsmanna fór í samskipti við þær<br />

deildir sem að náminu koma, sem og samskipti við nemendaskrá og kennslusvið.<br />

Þá hafði starfsfólk stofnunarinnar frumkvæði að því að endurskoða samsetningu<br />

á kjarnanámskeiðum í meistaranáminu í samvinnu við deildir, nemendur<br />

og stjórn stofnunarinnar. Er stefnt að því að þær breytingar gangi í gildi haustið<br />

2001.<br />

Rannsóknir og þjónustuverkefni<br />

Auk þess að hafa umsjón með meistaranámi er hlutverk Umhverfisstofnunar að<br />

efla og samhæfa rannsóknir í umhverfisfræðum innan Háskóla Íslands, stuðla að<br />

samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila, skipuleggja ráðstefnur og<br />

fundi, gefa út fræðirit og kynna niðurstöður umhverfisrannsókna.<br />

Vegna forstöðumannaskipta á árinu seinkaði töluvert fyrirætlunum varðandi öflunar<br />

rannsóknar- og þjónustuverkefna. Þó má nefna greinagerð sem Auður H.<br />

Ingólfsdóttir verkefnastjóri vann fyrir umhverfisráðuneytið um mat á umhverfisáhrifum<br />

en verkefnið var liður í undirbúningi ráðuneytisins fyrir umhverfisþing í<br />

byrjun árs 2001.<br />

Ráðstefnur og þing<br />

Umhverfisstofnun tók þátt í skipulagningu á tveimur málstofum um loftslagsbreytingar<br />

í samvinnu við Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndarsamtök Íslands.<br />

Sú fyrri var haldin á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október, og fjallaði almennt<br />

um loftslagsbreytingar af manna völdum og aðgerðir alþjóðasamfélagsins.<br />

Síðari málstofan var haldinn 13. nóvember, sama dag og 6. fundur aðildarríkja<br />

Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hófst í Haag. Efni<br />

síðari málstofunnar var hlutverk íslensks sjávarútvegs við að draga úr losun<br />

gróðurhúsalofttegunda.<br />

Húsnæðismál<br />

Umhverfisstofnun og Sjávarútvegsstofnun fluttu í nýtt húsnæði þann 1. mars.<br />

Stofnanirnar eru áfram til húsa í Tæknigarði en fluttu sig til yfir á hinn ganginn á<br />

þriðju hæðinni, þar sem þær eru með sameiginlegt húsnæði. Í nýja húsnæðinu er<br />

m.a. rúmgott herbergi sem mun nýtast sem lesaðstaða fyrir meistaranema í<br />

sjávarútvegsfræðum og umhverfisfræðum.<br />

Verkfræðistofnun<br />

Almennt<br />

Verkfræðistofnun Háskóla Íslands er rannsóknarvettvangur kennara í verkfræðideild.<br />

Stofnunin starfar samkvæmt reglugerð og hefur gert það frá árinu 1997. Á<br />

stofnuninni eru stundaðar undirstöðurannsóknir verk- og tæknivísinda svo og<br />

þjónusturannsóknir fyrir íslenskt atvinnulíf. Áhersla er lögð á uppbyggingu aðstöðu<br />

fyrir nemendur í rannsóknartengdu framhaldsnámi, upplýsingamiðlun um<br />

nýjungar á sviði tækni og vísinda svo og þjálfun verkfræðinga við rannsóknarstörf.<br />

Rannsóknarstarfsemin og niðurstöður hennar er kynntar reglulega í tímaritsgreinum,<br />

bókarköflum, skýrslum, fyrirlestrum á ráðstefum svo og erindum fyrir<br />

almenning. Stofnunin er í víðtæku samstarfi við háskóla og rannsóknarstofnanir,<br />

bæði innan lands og utan.<br />

Árið <strong>2000</strong> var velta Verkfræðistofnunar um 100 m.kr. og lætur nærri að unnin hafi<br />

verið alls um 22 ársverk við rannsóknir og þjónustu. Heildarfjöldi starfsmanna,<br />

sem tengdist stofnuninni, var um 35, kennarar, sérfræðingar, aðstoðarfólk og fólk<br />

í tímabundnum störfum.<br />

Stofnunin skiptist í rannsóknarstofur. Þær eru eftirtaldar: Aflfræðistofa (sjá Rann-<br />

134


sóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði), Kerfisverkfræðistofa, Upplýsinga- og<br />

merkjafræðistofa, Varma- og straumfræðistofa og Vatnaverkfræðistofa. Auk þess<br />

starfar nokkur hópur kennara utan áðurnefndra stofa. Í stjórn stofnunarinnar sitja<br />

forstöðumenn rannsóknarstofa, fulltrúi sjálfstætt starfandi einstaklinga og fulltrúi<br />

tilnefndur af deildarráði verkfræðideildar. Stjórnin kýs sér formann. Hann hefur<br />

yfirumsjón með rekstri stofnunarinnar og er hann talsmaður stofnunarinnar út á<br />

við. Stjórnarformaður er Jónas Elíasson prófessor. Nánari upplýsingar um starfsemina<br />

er að finna undir slóðinni: http://verk.hi.is<br />

Sjálfstætt starfandi einstaklingar – ýmis verkefni<br />

Rannsóknir á efniseiginleikum samsetninga eru stundaðar við VHÍ. Einnig á titrings-<br />

og bilanagreiningu á vélum og burðarvirkjum, ásamt hönnun og svokallaðri<br />

erfðafræðilegri bestun. Árið 1996 var tekinn í notkun álagsbúnaður til þess að<br />

mæla álag, bæði tog- og þanþol efna, en slíkt tæki er lykiltæki við rannsóknir í<br />

efnisfræði. Á sviði ljóstækni er tilraunaaðstaða við stofnunina. Fræðilegar rannsóknir<br />

eru á sviði gæðastjórnunar með tilliti til mismunandi atvinnuvega.<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

Rannsóknasviðin eru ýmiss konar kerfisverkfræði, þ.m.t. stýrifræði og hugbúnaðarfræði.<br />

Kerfisverkfræðistofa þróaði sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir skipaflotann í<br />

samvinnu við Slysavarnafélagið. Sama kerfi var einnig útfært fyrir flugvélar og<br />

landfarartæki. Samvinna við Flugmálastjórn hefur verið mikil í gegnum tíðina,<br />

m.a. upprunaleg þróun ratsjárgagnavinnslukerfis sem er í notkun hjá Flugmálastjórn.<br />

Enn fremur voru þróuð líkön af skekkjum ratsjáa með tilliti til framsetningar<br />

á fjölratsjárgögnum. Hagkvæmnisathuganir voru gerðar fyrir ratsjár á<br />

Hornafirði og á Grænlandi ásamt athugun á fjarskiptakostnaði við sjálfvirkt staðsetningareftirlit<br />

flugvéla.<br />

Beiting herma til þess að líkja eftir hegðun kvikra kerfa hefur verið umfangsmikið<br />

svið við stofuna. Samvinna var við Hitaveitu Reykjavíkur (Orkuveitu Reykjavíkur)<br />

og Rafhönnun um gerð hermis af Nesjavallavirkjun. Þróaður var flugumferðarhermir<br />

og ratsjárgagnavinnsluhermir í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands,<br />

Integra Consult og Flugmálastjórn Tékklands. Einnig var þróaður hermir af járnblendiofnum<br />

í samvinnu við Íslenska járnblendifélagið.<br />

Á undanförnum árum hefur Kerfisverkfræðistofa tekið þátt í rannsóknarverkefnum<br />

í samvinnu við innlend og evrópsk fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og margmiðlunar.<br />

Má þar einkum nefna fjarþjónustu ýmiss konar sem dreift er til notenda<br />

yfir hraðvirkt ATM net eins og t.d. gagnvirkt sjónvarp og fjarkennslu. Á síðustu<br />

tveimur árum hefur verið lögð áhersla á rannsóknir á endurbótum í hugbúnaðargerð.<br />

Haldin var ráðstefna um hugbúnaðarþróun árið <strong>2000</strong>, Views on Software<br />

Development in the New Millennium, með yfir 90 þátttakendum. Eitt af nýjustu<br />

verkefnum Kerfisverkfræðistofu heitir bráðviðvaranir um jarðvá og er unnið í<br />

samvinnu við Veðurstofu Íslands og Stefju. Meginmarkmið verkefnisins er samþætting<br />

og úrvinnsla gagna frá dreifðum lindum til að bregðast fljótt við jarðvá.<br />

Mörg meistaraverkefni hafa verið unnin innan veggja Kerfisverkfræðistofu, m.a. í<br />

samvinnu við Flugmálastjórn, Flugkerfi og Íslenska járnblendifélagið.<br />

Upplýsinga- og<br />

merkjafræðistofa<br />

Á stofunni er m.a. unnið að sérhæfðri úrvinnslu mæligagna, skráningu fjölrása<br />

gagna, síun og breytingu merkja á tölvutækt form. Þróaðar eru aðferðir til greiningar<br />

og úrvinnslu gagna, til að mynda í fjarskiptafræði, lífverkfræði, lífeðlisfræði<br />

og jarðvísindum. Fjarkönnun, myndvinnsla, gangabræðsla (data fusion), mynsturgreining<br />

(pattern recognition), tölvugreind, loðnar (fuzzy) reikniaðferðir og tauganetsreiknar<br />

eru mikilvæg sérsvið innan stofunnar. Í fjarkönnun eru stundaðar<br />

mælingar úr flugvélum, m.a. til eftirlits með virkum eldfjöllum, breytingum á<br />

jarðhitasvæðum og til að kortleggja gróðurþekju. Enn fremur er unnið úr ýmiss<br />

konar gervitunglagögnum, t.d. varðandi suðsíun með wavelet vörpun.<br />

135


Stofan hefur á undanförnum árum átt í samstarfi við Conexant Systems, Inc. um<br />

greiningu á ólínulegri bjögun í fjarskiptarásum og gagnaþjöppun á tali. Einnig<br />

hefur verið samstarf við Íslenska erfðagreiningu hf, Flögu hf, Taugagreiningu hf,<br />

geislaeðlisfræðideild Landspítalans og augndeild Landspítalans um greiningu lífeðlisfræðilegra<br />

merkja, t.d. í sjúkdómsgreiningu.<br />

Varma- og straumfræðistofa<br />

Megináhersla í rannsóknum hefur verið á sviði hitaveitukerfa þar sem stofan hefur<br />

tekið umfangsmikinn þátt í norrænum verkefnum og tengst Orkuveitu Reykjavíkur.<br />

Áhersla er lögð á beitingu tölfræðilegra aðferða og líkangerðar í hitaveiturannsóknum<br />

en einnig á öðrum sviðum eins og stýritækni. Þá hefur verið þróaður<br />

hugbúnaður fyrir rennsli í pípukerfum sem meðal annars er í notkun í<br />

Hollandi. Hugbúnaðurinn nýtist við hönnun pípukerfa og unnt er að kanna kvika<br />

hegðun kerfanna með honum. Í tengslum við norrænu verkefnin hefur Varma- og<br />

straumfræðistofa staðið fyrir ráðstefnum og námskeiðum á Íslandi.<br />

Rannsóknir á straumfræði veiðarfæra fara fram við stofuna í nánu samstarfi við<br />

Hampiðjuna. Vinnsluferli sjávarfangs er viðfangsefni þar sem samvinna hefur<br />

verið við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fyrirtæki í sjávarútvegi.<br />

Vatnaverkfræðistofa<br />

Straumfræði vatnakerfa og hafs, umhverfisverkfræði og fráveitutækni eru meðal<br />

rannsóknasviða Vatnaverkfræðistofunnar. Stofan hefur unnið við bestun á hönnun<br />

vatnsaflsvirkjana, m.a. fyrir virkjanir í Skagafirði, (http://www.lh.is/ICEconsult/<br />

Hydra/default.htm). Gerð hafa verið kort fyrir fimm ára úrkomu á öllu landinu,<br />

enn fremur sérstök kort fyrir höfuðborgarsvæðið, Reykjanes og Suðurland,<br />

sérstaklega ætluð til notkunar við fráveituhönnun.<br />

Viðskiptafræðistofnun<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Stjórn Viðskiptafræðistofnunar var þannig skipuð árið <strong>2000</strong>: Runólfur Smári Steinþórsson<br />

dósent, formaður, Árni Vilhjálmsson prófessor, Esther Finnbogadóttir<br />

cand.oecon. og Þráinn Eggertsson prófessor, meðstjórnendur. Forstöðumaður<br />

stofnunarinnar er Kristján Jóhannsson lektor. Við Viðskiptafræðistofnun starfa<br />

fastir kennarar viðskipta- og hagfræðideildar, stúdentar og sérfræðingar. Starfsmenn<br />

þessir eru allir ráðnir á verkefnagrunni. Viðskiptafræðistofnun nýtur ekki<br />

fastra styrkja eða fjárveitinga heldur starfar fyrir sjálfsaflafé. Í samvinnu við<br />

Bókaklúbb atvinnulífsins gefur stofnunin út smárit um rekstrartengd málefni. Þá<br />

hefur stofnunin einnig verið vettvangur fyrir sérrannsóknir einstakra kennara viðskiptaskorar.<br />

Örverufræðistofa<br />

Almennt yfirlit og stjórn<br />

Örverufræðistofa er til húsa á 3. hæð í Ármúla 1A, en þangað flutti hún vorið 1990<br />

úr Sigtúni 1. Þarna er rými fyrir verklega kennslu í örverufræðinámskeiðum,<br />

bæði í framhaldsnámskeiðum og fjölmennum grunnnámskeiðum en einnig er<br />

hægt að kenna þar minni semínarhópum. Forstöðumaður er Guðni Á. Alfreðsson<br />

prófessor í örverufræði. Stúdentar af mörgum sviðum Háskólans sækja námskeið<br />

í húsnæðið, t.d. stúdentar í líffræði, matvælafræði, lífefnafræði, lyfjafræði<br />

lyfsala, læknisfræði og hjúkrunarfræði. Uppbygging aðstöðunnar hefur mjög<br />

beinst að því að samnýta búnað fyrir bæði rannsóknir og kennslu sem er mjög<br />

hagstætt. Nemendur í framhaldsnámi hafa einnig fengið aðstöðu þar.<br />

Starfsfólk<br />

Sérfræðingar á örverufræðistofu og aðrir sem tengjast henni:<br />

136


• Eva Benediktsdóttir dósent: Fisksjúkdómabakteríur.<br />

• Eggert Gunnarsson lektor (hlutastarf): Sýklar í búfé og búfjárafurðum.<br />

• Guðmundur Óli Hreggviðsson lektor (hlutastarf): Hitakærar bakteríur og<br />

hagnýting þeirra.<br />

• Guðni Á. Alfreðsson prófessor: Kuldakærar bakteríur, salmonella og campylobacter.<br />

• Hafliði M. Guðmundsson deildarstjóri: Kuldakærar bakteríur og ensím þeirra.<br />

• Jakob K. Kristjánsson rannsóknarprófessor: Hitakærar bakteríur og hagnýting<br />

þeirra.<br />

Hlutverk<br />

Örverufræðistofa er rannsóknarvettvangur kennara í líffræðiskor sem hafa örverufræði<br />

(einkum bakteríufræði), örverulíftækni eða örveruvistfræði sem sérsvið,<br />

svo og sérfræðinga sem starfa að lengri eða skemmri verkefnum á þessum sviðum.<br />

Um aðstöðu vegna verkefna stúdenta er samið hverju sinni.<br />

Hlutverk örverufræðistofu og starfsliðs hennar er:<br />

• að stunda rannsóknir innan örverufræðinnar, einkum á sviði bakteríufræði, svo<br />

og líftæknilegar rannsóknir á bakteríum og örveruvistfræðilegar rannsóknir á<br />

íslensku umhverfi (t.d. á hitakærum og kuldakærum bakteríum,<br />

sjávarbakteríum og dreifingu sýkla í umhverfinu).<br />

• að miðla grundvallarþekkingu í örverufræði og niðurstöðum rannsókna á<br />

vettvangi þjóðar og fræða, kynna nýjungar innan fræðigreinarinnar og styðja<br />

við kennslu í henni.<br />

Starfsemi<br />

Vegna betra húsnæðis og nýrra tækja, sem einkum hafa fengist með rannsóknarstyrkjum,<br />

hafa á undanförnum árum opnast möguleikar á ýmsum nýjum verkefnum.<br />

Má hér nefna rannsóknir á hitakærum og kuldakærum bakteríum og ensímum<br />

úr þeim, bakteríum í sjó, úr sjávarlífverum og fisksjúkdómabakteríur. Einnig<br />

hafa sýklar í umhverfi og matvælum verið rannsakaðir.<br />

Rannsóknasamvinna við innlenda aðila hefur verið ríkur þáttur í flestum verkefnum<br />

örverufræðistofu svo og sérstök norræn samvinna og víðtækari Evrópusamvinna.<br />

Einnig hefur á síðustu árum aukist mjög samvinna við stofnanir í Bandaríkjunum<br />

og Kanada og mun það starf væntanlega eflast á næstu árum.<br />

Á árinu <strong>2000</strong> var unnið við að þróa greiningartækni fyrir Moritella viscosa sem<br />

veldur vetrarsárum í eldisfiski.<br />

Árið <strong>2000</strong> var einnig unnið að framhaldi verkefnis sem hófst sumarið 1999. Þetta<br />

er rannsóknarverkefni sem unnið er í samvinnu við eina af stofnunum bandaríska<br />

landbúnaðarráðuneytisins um leit, einangrun og nákvæmar týpugreiningar<br />

(„genetic fingerprinting“) á Campylobacter sýklum í tengslum við kjúklingaframleiðslu<br />

hér á landi. Einnig var leitað að Salmonella í mörgum sýnanna. Í samvinnu<br />

við yfirdýralækni og landbúnaðarráðuneytið hefur verið unnið að allvíðtækum<br />

salmonellarannsóknum á umhverfi á Suðurlandi. Jafnframt hefur verið unnið<br />

að ensímarannsóknum á kuldakærum bakteríum í samvinnu við ýmsa aðila og<br />

hugað hefur verið að notum slíkra ensíma í líftækni.<br />

Ofangreindar rannsóknir hafa verið styrktar af innlendum og norrænum rannsóknasjóðum<br />

og Evrópusjóðum (t.d. úr 3. og 4. rammaáætlun ESB) og einnig af<br />

nokkrum fyrirtækjum.<br />

137


Þjónustustofnanir<br />

Endurmenntunarstofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

Upphaf og aðstandendur<br />

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands hefur starfað í sautján ár og hafa umsvif<br />

hennar vaxið ár frá ári. Á aldamótaárinu <strong>2000</strong> var boðið upp á meira en fjögur<br />

hundruð námskeið og þátttakendur voru vel á þrettánda þúsund. Þá hefur starfsmönnum<br />

fjölgað um 70% á tæpum þremur árum og kennarar hafa aldrei verið<br />

fleiri. Reglugerð sem sett var fyrir stofnunina árið 1991 er enn í gildi. Samkvæmt<br />

sérstökum samstarfssamningi sem byggður er á reglugerðinni standa að stofnuninni<br />

auk Háskóla Íslands, Tækniskóli Íslands, Bandalag háskólamanna (BHM),<br />

Arkitektafélag Íslands, Félag framhaldsskólakennara, Tæknifræðingafélag Íslands<br />

og Verkfræðingafélag Íslands.<br />

Stjórn, starfsfólk og kennarar<br />

Stjórn Endurmenntunarstofnunar er skipuð af háskólaráði samkvæmt áðurnefndum<br />

samstarfssamningi. Í henni sitja fimm fulltrúar tilnefndir af Háskóla Íslands<br />

og sex fulltrúar tilnefndir af samstarfsaðilum. Stjórnarformaður er Valdimar K.<br />

Jónsson og endurmenntunarstjóri Kristín Jónsdóttir. Á skrifstofunni vinna fimmtán<br />

starfsmenn með fjölbreytta menntun og bakgrunn í 14,65 stöðugildum. Starfsemin<br />

tekur mið af nýju skipuriti þar sem námskeiðsflokkar og þverfagleg verksvið<br />

skipast niður á verkefnastjóra með það að markmiði að tryggja sem best<br />

gæði í kennslu, þróun námskeiða, inni og ytri þjónustu, verkefnisstjórnun og fjármálastjórn.<br />

Þar sem starfsemi Endurmenntunarstofnunar tekur mið af samstarfi<br />

við fjölmarga aðila og krefst stöðugrar endurskoðunar og þróunar eru haldnir<br />

reglulegir stefnumótunarfundir með starfsfólki og kennurum. Kennarar EHÍ eru<br />

allir verktakar og skipta þeir hundruðum á hverju ári. Þeir eru sérfræðingar hver<br />

á sínu sviði og flestir þeirra hafa langa reynslu af kennslu á háskólastigi. Erlendir<br />

kennarar eru einnig fengnir til samstarfs og á árinu kenndu á námskeiðum stofnunarinnar<br />

m.a. fyrirlesarar frá Harvardháskóla og háskólanum í Syracuse í<br />

Bandaríkjunum, Warwick-háskólanum í Englandi og frá Norræna heilbrigðisháskólanum<br />

í Gautaborg.<br />

Umfang starfseminnar og helstu fræðslusvið<br />

Meginviðfangsefni Endurmenntunarstofnunar er símenntun á háskólastigi. Flest<br />

námskeið á vegum stofnunarinnar eru 4–25 klukkustundir en allmörg ná yfir heilt<br />

misseri. Í vaxandi mæli er boðið upp á nám samhliða starfi sem lýkur með prófum.<br />

Þá er boðið upp á réttindanám á vegum ráðuneyta og sérsniðin námskeið<br />

fyrir fyrirtæki og stofnanir svo skipuleggja megi stöðuga framþróun og símenntun<br />

hjá starfsfólki.<br />

Fjöldi þátttakenda á námskeiðum Endurmenntunarstofnunar H.Í.<br />

14000<br />

1<strong>2000</strong><br />

10000<br />

8000<br />

6000<br />

4000<br />

<strong>2000</strong><br />

‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00<br />

138


Starfstengd styttri námskeið<br />

Alls sóttu 8.108 manns stutt starfstengd námskeið á árinu. Helstu viðfangsefnin<br />

voru:<br />

• Rekstur, stjórnun, starfsmannastjórnun, gæðastjórnun, fjármagnsmarkaður.<br />

• Lögfræði, hagfræði, reikningsskil, sölu- og markaðsmál, fjármálastjórn.<br />

• Heilbrigðis-, félags- og uppeldismál, tölfræði og rannsóknir.<br />

• Hugbúnaðargerð, vefsmíðar og netið.<br />

• Byggingar, umhverfi, rafmagn, tölvur, vélar og iðnaður.<br />

• Námskeið fyrir framhaldsskólakennara.<br />

Vaxandi eftirspurn er eftir námskeiðum um stjórnun og starfsþróun, fagnámskeiðum<br />

ýmiss konar og sérsniðnum námskeiðum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þá<br />

er mikið leitað eftir aukinni þekkingu um hugbúnað og upplýsingatækni.<br />

Misserislöng kvöldnámskeið<br />

Boðið er upp á misserislöng kvöldnámskeið í samstarfi við heimspekideild Háskólans,<br />

m.a. um bókmenntir, heimspeki, siðfræði, sagnfræði, listasögu, tónlistarsögu,<br />

fornsögur, kvikmyndafræði og trúarbragðafræði. Þá eru haldin námskeið<br />

í samstarfi við menningarstofnanir og frjáls félagasamtök eins og Þjóðleikhús Íslands<br />

og Geðhjálp. Námskeiðaröðin Ísland fyrir íslenska ferðamenn er einnig<br />

nýjung sem notið hefur mikilla vinsælda. Tungumál eru einnig kennd á kvöldnámskeiðum<br />

m.a. japanska með styrk frá Scandinavia-Japan Sasakawa stofnuninni.<br />

Alls sóttu 1.549 manns ýmis kvöldnámskeið árið <strong>2000</strong>.<br />

Eins til tveggja ára nám samhliða starfi<br />

Hlutfall lengra náms eykst jafnt og þétt hjá EHÍ og nemur það nú um 45-50% af<br />

starfseminni. Konur eru í meirihluta þeirra sem ljúka lengra námi og athygli vekur<br />

að háskólamenntuðu fólki fjölgar mest sem endurmenntar sig í lengra námi.<br />

Á árinu var boðið upp á eftirfarandi námsleiðir sem 712 nemendur sóttu:<br />

• Rekstur og viðskipti – 1 1 /2 ár.<br />

• Rekstrarfræði – 1 ár.<br />

• Markaðs- og útflutningsfræði – 1 ár.<br />

• Opinber stjórnsýsla og stjórnun – 1 1 /2 ár.<br />

• Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu – 1 1 /2 ár.<br />

• Rekstur og stjórnun í matvælaiðnaði – 1 1 /2 ár.<br />

• Barnavernd – 1 1 /2 ár.<br />

• Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðhjúkrun – 2 ár.<br />

• Faghandleiðsla og handleiðslutækni – 1 1 /2 ár.<br />

• Námskrárfræði og skólanámskrárgerð – 1 ár.<br />

• MBA-nám – 2 ár.<br />

Námskeið fyrir framhaldsskólakennara<br />

Námskeið fyrir framhaldsskólakennara eru haldin í samvinnu við menntamálaráðuneytið.<br />

1.428 manns sóttu námskeiðin á árinu.<br />

Námskeið ætluð opinberum starfsmönnum<br />

Á árinu sóttu alls 223 manns námskeið sem eru haldin í samstarfi við Ríkisbókhald,<br />

m.a. um rafræn greiðslu- og bókhaldskerfi.<br />

Réttindanám á vegum ráðuneyta<br />

Endurmenntunarstofnun sér um kennslu og próf í réttindanámi sem lög á ýmsum<br />

sviðum kveða á um. Þannig var á árinu boðið upp á nám sem veitir leyfi til að gera<br />

eignaskiptasamninga í samstarfi við félagsmálaráðuneytið. Í samvinnu við umhverfisráðuneytið<br />

var nám fyrir mannvirkjahönnuði. Boðið var m.a. upp á nám til<br />

undirbúnings löggildingarprófs í verðbréfamiðlun, námskeið og próf til réttinda í<br />

leigumiðlun og nám og próf til réttinda í vátryggingamiðlun. Á árinu sóttu alls 1090<br />

manns nám af þessu tagi og tóku flestir löggildingarpróf í verðbréfamiðlun.<br />

Námskrá og kynningarmál<br />

Tvisvar á ári gefur Endurmenntunarstofnun út yfirlit yfir námsframboð í námskrá.<br />

Námskráin, sem er gefin er út í 35.000 litprentuðum og myndskreyttum eintökum,<br />

er nú 48 síður. Litprentaðir og ljósritaðir bæklingar um einstök námskeið eru<br />

sendir til markhópa og Netið er notað í vaxandi mæli til að kynna námskeið.<br />

Lengri lýsingar á efni og skipan námskeiðs eru allar á nýju vefsetri sem tekið var<br />

í notkun á árinu og er slóðin: www.endurmenntun.is Á vefsetrinu er jafnframt<br />

hægt að skrá sig á námskeið. Þá eru sendar út fréttatilkynningar um einstök<br />

námskeið sem birtar eru í dagblöðum og leitað er eftir umfjöllun fjölmiðla þegar<br />

þurfa þykir. Lengra nám á vegum stofnunarinnar er auglýst í dagblöðum.<br />

139


Evrópuverkefni<br />

Endurmenntunarstofnun er aðili að EUCEN – samtökum evrópskra endurmenntunarmiðstöðva<br />

við háskóla og tekur þátt í samstarfi á þeim vettvangi þeirra og<br />

veitir jafnframt ráðgjöf við símenntunaráætlunina Grundtvig á vegum Evrópusambandsins.<br />

Þá tekur stofnunin þátt í ýmsum Evrópuverkefnum.<br />

Nýjungar árið <strong>2000</strong><br />

Stöðug endurnýjun er á námskeiðaframboði Endurmenntunarstofnunar. Endurnýjunin<br />

byggist á samstarfi við fagfélög, stofnanir, fyrirtæki, kennara, sérfræðinga<br />

og nemendur.<br />

Tveggja ára alþjóðlegt MBA hófst á árinu í samstarfi við viðskipta- og hagfræðideild<br />

Háskóla Íslands.<br />

Einnig hófst kennsla í Atvinnulífsins skóla sem rekinn er í samstarfi við einkafélag<br />

á Öngulsstöðum í Eyjafirði. Þar eru kennd grunnatriði í rekstri, markaðsfræðum,<br />

stjórnun og stefnumótun.<br />

Á árinu hófst nám á nýrri þriggja missera námsbraut í barnavernd í samstarfi við<br />

Samtök félagsmálastjóra, Félagsþjónustuna í Reykjavík og Barnaverndarstofu.<br />

Gerður var sérstakur samningur við Lögmannafélag Íslands, Lögfræðingafélag<br />

Íslands og Dómarafélag Íslands um endurmenntun félagsmanna þeirra.<br />

Enn er í gangi tilraunaverkefni sem hófst haustið 1999 í samstarfi við Fræðslunet<br />

Austurlands á Egilsstöðum um fjarkennslu í þriggja missera námi í rekstri og<br />

viðskiptum. 11 manns stunda nú námið fyrir austan.<br />

Sumarnámskeið fyrir bandaríska háskólanema<br />

Haustið 1999 tók Endurmenntunarstofnun að sér að kynna og halda utan um<br />

sumarnámskeið fyrir bandaríska háskólastúdenta hér á landi á vegum DIS (Denmarks<br />

International Study Program). Á árinu komu 38 nemendur á námskeiðin<br />

en alls hefur 71 bandarískur háskólanemi tekið þátt í sumarnámskeiðunum frá<br />

upphafi.<br />

Félagsstofnun stúdenta<br />

Félagsstofnun stúdenta (FS) er sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð.<br />

Aðild að henni eiga menntamálaráðuneytið, Háskóli Íslands og allir skrásettir<br />

stúdentar skólans. Rekstrarár FS hefst 1. júní ár hvert. Rekstrarárið 1999-<br />

<strong>2000</strong> rak FS sex deildir: Stúdentagarða, Bóksölu stúdenta, Ferðaskrifstofu stúdenta,<br />

Kaffistofur stúdenta, Leikskóla FS og Atvinnumiðstöð stúdenta og voru<br />

starfsmenn fyrirtækisins tæplega 80 talsins.<br />

Stjórn FS skipuðu á árinu: Guðjón Ólafur Jónsson formaður, Ragnar Helgi Ólafsson<br />

og Björn Ingi Hrafnsson, fulltrúar stúdenta, Atli Atlason, fulltrúi menntamálaráðuneytis,<br />

og Kristján Jóhansson, fulltrúi Háskólans.<br />

Guðrún Björnsdóttir viðskiptafræðingur tók við starfi framkvæmdastjóra FS á árinu.<br />

Helstu verkefni FS árin 1999 og <strong>2000</strong> voru eftirfarandi:<br />

Ferðaskrifstofa stúdenta seld<br />

Samvinnuferðir-Landsýn tók við rekstri Ferðaskrifstofu stúdenta í nóvember en<br />

FS hafði rekið hana frá árinu 1980. Samhliða samningi um yfirtöku á rekstrinum<br />

gerðu Félagsstofnun stúdenta, Samvinnuferðir-Landsýn og Stúdentaráð Háskóla<br />

Íslands samstarfssamning um ferðir fyrir stúdenta.<br />

Uppbygging Stúdentagarða<br />

Eggertsgata 28, sem er í Ásgarðahverfinu, var tekin í notkun á árinu. Í húsinu eru<br />

átta einstaklingsíbúðir, átta paríbúðir og átta tvíbýli.<br />

Beintenging háskólanetsins á Stúdentagarða<br />

Háskóli Íslands, Reiknistofnun og FS gerðu með sér samning um beintengingu<br />

háskólanetsins inn í íbúðir og herbergi á stúdentagörðum og samnýtingu internetssambands.<br />

Með tengingunni geta íbúar á görðum fengið aðgang að háskólanetinu<br />

heima hjá sér án þess að greiða mínútugjald fyrir afnot og eru símalínur<br />

140


stúdenta ekki uppteknar þó þeir séu á netinu. Samhliða lögnum í garðana vegna<br />

nettengingarinnar lagði Landssíminn breiðband inn í allar byggingar á stúdentagörðum.<br />

Íbúðir fyrir námsmenn í Garðabæ<br />

Garðabær, FS og ARKÍS ehf undirrituðu samning um byggingu og rekstur námsmannaíbúða<br />

en Garðabær hyggst byggja leiguíbúðir fyrir námsmenn sem teknar<br />

verða í notkun árið 2002. Verkið verður unnið í anda Ásgarða, stúdentagarðahverfis<br />

FS, hvað varðar kostnað, fyrirkomulag, byggingartækni og frágang.<br />

Bóksala stúdenta<br />

Í byrjun haustmisseris var heimasíða Bóksölu stúdenta endurhönnuð og bætt við<br />

hana svonefndri innkaupakörfu. Varð þá til netverslun sem hægt er að eiga viðskipti<br />

gegnum með því að nota greiðslukort. Í byrjun vormisseris var þjónustan<br />

enn bætt og geta stúdentar Háskólans nú skoðað bókalista sína á netinu, pantað<br />

eða gengið frá kaupunum og fengið bækurnar sendar heim eða sótt þær í Bóksöluna.<br />

Verkefnastyrkir FS<br />

Verkefnastyrkir FS eru veittir þrisvar á ári. Tveir styrkir eru veittir við útskrift að<br />

vori, einn í október og einn í febrúar. Nemendur sem skráðir eru til útskriftar hjá<br />

Háskóla Íslands og þeir sem eru að vinna verkefni sem veita 6 einingar eða fleiri í<br />

greinum þar sem ekki eru eiginleg lokaverkefni geta sótt um styrkinn. Markmiðið<br />

með styrkveitingunni er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri<br />

lokaverkefna. Jafnframt er hugmyndin að koma á framfæri og kynna<br />

frambærileg verkefni. Styrkina hlutu á árinu: Georg Lúðvíksson fyrir cand. scient<br />

verkefni í rafmagns- og tölvuverkfræði, „Greining punktmynstra í DNA-himnum<br />

með aðstoð mjúkra reikniaðferða“, Inga Dóra Sigfúsdóttir fyrir MA verkefni í félagsfræði,<br />

„Skipulag og árangur á sviði vísinda- og þróunarstarfs á Íslandi í<br />

tengslum við opinbera stefnumótun“, Gréta Björk Kristjánsdóttir fyrir MS verkefni<br />

í jarðfræði, „Loftslags- og umhverfisbreytingar á Íslandi frá síðjökultíma fram til<br />

nútíma í ljósi greininga á sjávarsetlögum af landgrunni Íslands“, Árni Svanur<br />

Daníelsson fyrir kjörsviðsritgerð í guðfræði, „Formálar Lúthers að Biblíunni. Viðhorf<br />

Lúthers til heilagrar ritningar og hugmyndir hans um túlkun hennar“.<br />

Leikskólar FS á menningar- og fræðahátíðinni Líf í borg<br />

Leikskólar FS tóku þátt í menningar- og fræðahátíðinni Líf í borg sem haldin var í<br />

tilefni af því að Reykjavík var ein af menningarborgum Evrópu á árinu. Stóðu leikskólarnir<br />

fyrir dagskrá sem haldin var í tjaldi sem SHÍ lét reisa í háskólaskeifunni<br />

á meðan á hátíðinni stóð. Um 300 börn frá leikskólum í nágrenni háskólasamfélagsins<br />

tóku þátt í dagskránni sem samanstóð af leikjum og skemmtiatriðum auk<br />

þess sem verk barna á Leikskólum FS voru til sýnis í tjaldinu.<br />

Happdrætti Háskóla<br />

Íslands<br />

Happdrætti Háskóla Íslands var stofnað með lögum árið 1933. Meginástæða þess<br />

var að Alþingi hafði veitt heimild til að byggja yfir Háskóla Íslands þegar fjárveiting<br />

fengist en veitti svo ekki fé til byggingarinnar. Happdrættið er, eins og nafnið<br />

gefur til kynna, í eigu Háskólans og tilgangur þess er að afla fjár til bygginga, viðhalds<br />

þeirra og tækjakaupa.<br />

Stjórn<br />

Háskólaráð kýs stjórn Happdrættis Háskóla Íslands og eiga nú sæti í henni Páll<br />

Skúlason háskólarektor, formaður, Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri og Þórir<br />

Einarsson, ríkissáttasemjari. Forstjóri Happdrættisins er Ragnar Ingimarsson en<br />

fjármála- og markaðsstjóri er Jón Óskar Hallgrímsson. Stöðugildi í árslok <strong>2000</strong><br />

voru 27. Höfuðstöðvar HHÍ eru í Tjarnargötu 4 í Reykjavík en utan þeirra starfa um<br />

100 umboðsmenn víðs vegar um landið.<br />

Rekstur og framlag til Háskólans árið <strong>2000</strong><br />

Rekstur HHÍ er þrískiptur. Flokkahappdrættið hefur verið rekið frá árinu 1934 en<br />

fyrst var dregið í því 10. mars það ár. Árið 1987 hóf HHÍ að selja skafmiða, Happaþrennuna,<br />

og árið 1993 hófst rekstur á pappírslausu happdrætti, Gullnámunni.<br />

Það er sameiginlegt þessum tveimur síðarnefndu happdrættisformum að við-<br />

141


skiptavinir vita strax ef þeir hafa fengið vinning. Heildarvelta HHÍ árið <strong>2000</strong> var<br />

nær óbreytt frá fyrra ári, um 2,2 ma.kr.<br />

Öllum hagnaði af rekstri Happdrættis Háskóla Íslands skal lögum samkvæmt<br />

varið til uppbyggingar Háskólans. Hagnaður af reglulegum rekstri HHÍ stóð nánast<br />

í stað milli áranna 1999 og <strong>2000</strong>. Framlag til Háskóla Íslands var um 350 m.kr.<br />

árið <strong>2000</strong> sem er 25 m.kr. meira en árið á undan. Hluti af framlaginu, eða um 25<br />

m.kr., er vegna lána af Nýja Garði og Náttúrufræðahúsi.<br />

Ný þjónustustefna – fleiri miðaeigendur<br />

Undanfarin misseri hefur flokkahappdrætti HHÍ gengið erfiðlega að fá yngra fólk til<br />

að taka þátt í því. Samfara harðnandi samkeppni á happdrættismarkaði eftir miðjan<br />

níunda áratuginn fækkaði miðaeigendum nokkuð og meðalaldur þeirra hækkaði.<br />

Með nýrri þjónustustefnu og aukinni sjálfvirkni í viðskiptum hefur þessari þróun<br />

verið snúið við og betur hefur gengið að höfða til yngra fólks. Viðskiptavinum HHÍ<br />

hefur fjölgað síðustu ár og meðalaldur þeirra lækkað. Sú þróun hélt áfram árið<br />

<strong>2000</strong>. Nú styðja um 35 þús. heimili í landinu uppbyggingu Háskóla Íslands með<br />

kaupum á miða í flokkahappdrættinu.<br />

Miðaeigendur geta nú bæði greitt miða sína beint af bankareikningi eða greiðslukorti<br />

og fengið andvirði vinninga lagða sjálfvirkt inn á bankareikning eftir útdrátt.<br />

Þeim býðst einnig að velja þá þjónustu sem HHÍ veitir þeim með því að velja á<br />

heimasíðu HHÍ (www.hhi.is) hvernig haft er samband við þá og hve ört. T.a.m.<br />

geta miðaeigendur valið á netinu hvernig þeir fá upplýsingar um vinninga, hvernig<br />

þeir eru greiddir og hvort og hve ört þeir fá upplýsingar um niðurstöðu útdrátta.<br />

Happdrættið mun halda áfram að þróa og auka þjónustu sína við miðaeigendur í<br />

samræmi við breyttar þarfir og vaxandi samskiptatækni.<br />

Eftirlit<br />

Eftirlit með útdráttum og vinningum í HHÍ er í höndum sérstaks happdrættisráðs,<br />

sem dómsmálaráðherra skipar. Í því áttu sæti árið <strong>2000</strong> þrír skrifstofustjórar<br />

dómsmálaráðuneytisins, Ólafur Walter Stefánsson formaður, Drífa Pálsdóttir og<br />

Jón Thors. Varamaður var Áslaug Þórarinsdóttir, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu.<br />

Ársreikningar Happdrættis Háskólans eru endurskoðaðir í umboði ríkisendurskoðunar<br />

og birtast þeir í ríkisreikningi.<br />

Háskólabíó<br />

Háskólabíó er sjálfseignarstofnun í eigu Sáttmálasjóðs. Tilgangur stofnunarinnar<br />

er að tryggja hagkvæm not á fjölsalahúsnæði sínu með því að reka þar samkomustað<br />

fyrir fjölþætta starfsemi á sviði mennta, menningar og afþreyingar,<br />

jafnframt því sem nafni Háskóla Íslands er haldið á loft. Háskólabíó greiðir ákveðið<br />

hlutfall af tekjum sínum í Sáttmálasjóð sem notaður er til að styrkja háskólakennara<br />

til fræðistarfa.<br />

Starfsemi fyrirtækisins er fjölþætt: Kvikmyndasýningar, verslunar- og<br />

veitingarekstur, rekstur myndbandadeildar, föst leiga á húsnæði til<br />

Landsbanka Íslands, Háskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig hóf<br />

Háskólabíó á árinu rekstur fullkomins mötuneytis fyrir stúdenta og aðra á háskólasvæðinu<br />

í kjallara við sal 5. Auk þess er nokkuð um aðra útleigu á húsnæði,<br />

tæknibúnaði og starfsfólki í tengslum við ráðstefnur, fundi, tónleika og margvísleg<br />

fundahöld.<br />

Hjá Háskólabíói starfa að jafnaði 60 starfsmenn en stöðugildi eru 32 að jafnaði á<br />

ári. Framkvæmdastjóri Háskólabíós er Einar S. Valdemarsson, markaðsstjóri er<br />

Ægir Dagsson og yfirmaður myndbandadeildar er Leó Pálsson. Á árinu var ráðinn<br />

fjármálastjóri, sem einnig sér um útleigu á Háskólabíói, Þorsteinn Gíslason.<br />

Háskólaútgáfan<br />

Háskólaútgáfan sendi frá sér rúmlega 60 útgáfuverk á árinu. Þar af voru nýir titlar<br />

45, endurútgáfur alls 10, en með nýrri stafrænni prenttækni hafa möguleikar til<br />

hagkvæmrar endurútgáfu bóka aukist mjög. Önnur útgáfuverkefni af ýmsum toga<br />

142


fyrir aðila innan og utan Háskóla Íslands voru u.þ.b. 7. Auk þessa sinnir útgáfan<br />

ýmsum smáverkefnum, s.s. bæklingagerð, fréttabréfum og smáprenti fyrir fjölda<br />

aðila ár hvert.<br />

Stafræn prentun eða ljósritun hefur getið af sér breytt fyrirkomulag í framleiðslu<br />

bóka á sl. ári. Tæknin felur í sér að nú er hægt að framleiða bækur í minna upplagi<br />

en áður án þess að einingaverð þeirra hækki. Jafnframt býður hún upp á að<br />

hægt sé að panta viðbótareintök eftir þörfum og spara þannig lagerhald. Víst er<br />

að þetta nýja fyrirkomulag mun falla mjög vel að þörfum háskólafólks í útgáfumálum<br />

í framtíðinni.<br />

Af þeirri reynslu, sem fengin er af rekstri útgáfunnar sl. 12 ár, er ljóst að staða<br />

hennar innan stjórnkerfisins er fremur óljós en hún er nú rekin sem deild á<br />

kennslusviði og æðsti yfirmaður hennar því framkvæmdastjóri þess. Jafnframt<br />

lýtur hún stjórn háskólaráðs sem skipar stjórn hennar. Háskólaútgáfunni hefur<br />

vaxið mjög fiskur um hrygg og umfang henna síst minna en margra stofnana Háskólans.<br />

Stjórn útgáfunnar telur að með tilliti til stöðu útgáfunnar út á við á markaði<br />

sé vænlegra að henni verði breytti í sjálfstæða stofnun en reikningshald hennar<br />

verði þó áfram hluti af reikningshaldi Háskólans. Á sl. hausti var því lögð fyrir háskólaráð<br />

tillaga þess efnis að útgáfan verði gerð að sjálfstæðri stofnun með eigin<br />

reglugerð og að hún heyri framvegis undir þjónustustofnanir Háskólans. Jafnframt<br />

voru lagðar fyrir háskólaráð tillögu þess efnis að hafinn verði undirbúningur þess<br />

að taka upp ritrýni þeirra bóka sem út koma á vegum hennar. Þessar tillögur og<br />

drög að reglugerð fyrir útgáfuna bíða nú afgreiðslu háskólaráðs.<br />

Bóksala ársins nam tæplega 40 m.kr. og er það talsverð aukning frá fyrra ári.<br />

Fjöldi seldra titla var um 14.000. Fastir starfsmenn eru þrír.<br />

Hollvinasamtök Háskóla<br />

Íslands<br />

Almennt<br />

Starfsár Hollvinasamtaka Háskóla Íslands stendur frá 1. desember til jafnlengdar<br />

næsta ár og miðast eftirfarandi yfirlit við það. Aðalfundur Hollvinasamtakanna var<br />

haldinn 1. desember 1999 og fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Ekki<br />

þurfti að kjósa í stjórn þar eð kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Í stjórninni sitja: Ragnhildur<br />

Hjaltadóttir formaður, Sigmundur Guðbjarnarson varaformaður, Bjarni Ármannsson<br />

gjaldkeri, Kjartan Örn Ólafsson og Steingrímur Hermannsson meðstjórnendur<br />

og María E. Ingvadóttir varamaður. Sigmundur Guðbjarnarson er<br />

kjörinn af háskólaráði og Kjartan Örn Ólafsson af Stúdentaráði Háskóla Íslands.<br />

Kjartan Örn óskaði eftir því að láta af stjórnarstörfum á árinu og við tók Haukur<br />

Þór Hannesson. Með stjórninni hafa einnig starfað formenn Stúdentaráðs, Finnur<br />

Beck og Eiríkur Jónsson, svo og fulltrúi rektors, Jörundur Guðmundsson. Framkvæmdastjóri<br />

Hollvinasamtakanna er Sigríður Stefánsdóttir. Á árinu bættist eitt<br />

hollvinafélag í hópinn þegar Hollvinafélag félagsvísindadeildar var stofnað 1. desember.<br />

Stjórnarstörf<br />

Stjórnin heldur reglulega stjórnarfundi. Milli þeirra hafa einkum formaður og<br />

framkvæmdastjóri átt fundi með einstökum hollvinafélögum, aðilum sem vilja<br />

kynna sér starfsemi samtakanna eða leggja að þeim í fjáröflun og innra starfi.<br />

Fulltrúaráð Hollvinasamtakanna kom saman í Skólabæ hinn 17. febrúar <strong>2000</strong> og<br />

skiptust ráðsliðar á upplýsingum og hugmyndum að starfi hollvinafélaga.<br />

Hollvinafélögin<br />

Starfsemi margra hollvinafélaga var mjög öflug á árinu. Félagsmenn nutu<br />

fræðslu og samræðu á málþingum og fundum, deildum voru færðar góðar gjafir,<br />

kandídatar verðlaunaðir, svo fátt eitt sé nefnt. Á engan er hallað þótt sérstaklega<br />

sé minnst á einstakt starf Hollvinafélags lagadeildar sem hefur staðið að verulegum<br />

endurbótum á tækjabúnaði deildarinnar.<br />

Hornsteinar<br />

Á árinu <strong>2000</strong> var í fyrsta skipti farin sú leið að afla Hollvinasamtökunum svonefndra<br />

hornsteina. Þrjú fyrirtæki gengu til liðs við Hollvinasamtökin og lögðu<br />

fram ákveðna upphæð til rekstrarins. Fyrirtækin eru Flugfélag Íslands, Landsbanki<br />

143


Íslands hf og Opin kerfi hf. Stuðningur þessara fyrirtækja hefur reynst samtökunum<br />

ómetanlegur og er þess að vænta að hornsteinaleiðin verði áfram gengin.<br />

Húsnæði<br />

Á árinu flutti skrifstofa Hollvinasamtakanna í herbergi í Aðalbyggingu og fylgja því<br />

ýmsir kostir, svo sem nálægð við stjórnsýslu og aðra samstarfsaðila innan Háskóla<br />

Íslands.<br />

Samkomur<br />

Á hátíðarsamkomu Stúdentaráðs Háskóla Íslands hinn 1. desember afhentu forystumenn<br />

Hollvinasamtakanna og stúdenta rektor afrakstur sameiginlegs tölvuátaks<br />

en hann var metinn á um 50 m.kr.<br />

Hinn 22. janúar <strong>2000</strong> var árshátíð Háskólans haldin. Hollvinasamtökin hafa undanfarin<br />

ár tekið virkan þátt í hátíðinni, m.a. séð um miðasölu, og var svo einnig<br />

nú.<br />

Hinn 1. apríl stóðu Hollvinasamtökin, Hollvinafélag læknadeildar, námsbrauta í<br />

hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun að málþingi um hjarta- og æðasjúkdóma í samstarfi<br />

við Landlæknisembættið og Hjartavernd.<br />

Útgáfumál<br />

Hollvinirnir fá sent Fréttabréf Háskólans nokkrum sinnum á ári með sérstökum<br />

hollvinafréttum.<br />

Samstarf<br />

Á grundvelli samstarfs Hollvinasamtakanna, Háskólans og Stúdentaráðs hafa<br />

hollvinir frá upphafi átt þess kost að fá ýmis rit yfirstjórnar Háskólans og Stúdentablaðið<br />

sér að kostnaðarlausu.<br />

Hollvinasamtökin, Stúdentaráð og Háskólinn hafa á liðnu ári unnið að því að<br />

hrinda í framkvæmd svonefndu hringborði en þar er átt við samræðuvettvang<br />

fólks frá Háskólanum og atvinnulífinu. Þess er vænst að fljótlega verði boðið til<br />

fyrsta hringborðsins.<br />

Fulltrúi Hollvinasamtakanna tók þátt í starfi við endurgerð hátíðarsalarins á árinu<br />

og lögðu samtökin nokkurt fé til þeirra framkvæmda. Á afmælisárinu 2001 munu<br />

Hollvinasamtökin leggja ýmsum atburðum lið, beint og óbeint.<br />

Hollvinasamtökin hafa á sl. tveimur árum unnið að þróun langtímaverkefna sem<br />

ætlað er að skila samtökunum verulegum tekjum í framtíðinni. Slíkt starf tekur<br />

tíma en verður unnið jafnhliða eflingu innra starfs á næstu árum.<br />

Lokaorð<br />

Hollvinasamtök Háskóla Íslands hafa á liðnum árum orðið fyrirmynd ýmissa hollvinasamtaka<br />

í landinu og ljóst að hollvinahugtakið er orðið Íslendingum tamt. Það<br />

er því brýnt að Hollvinasamtökunum, hollvinafélögum takist í samstarfi við Háskólann<br />

og stúdentahreyfinguna að efla hollvinavitund komandi kynslóða í Háskóla<br />

Íslands.<br />

Landsbókasafn Íslands<br />

– Háskólabókasafn<br />

Rekstur<br />

Heildarrekstrarfé safnsins, að meðtöldum sértekjum, nam 448 m.kr. á árinu <strong>2000</strong>.<br />

Þar af var fjárveiting til ritakaupa 70 m.kr. (Ritakaupasjóður Háskóla Íslands 46,5<br />

m.kr., Landsbókasafnsþáttur 23,5 m.kr.) og fjárveiting frá Háskóla Íslands vegna<br />

lengingar opnunartíma 13,3 m.kr. Mannafli nam rúmlega 90 stöðugildum að meðtöldum<br />

ráðningum vegna tímabundinna verkefna.<br />

Málþing var haldið 23. júní um þjónustu við Háskólann og innri málefni safnsins<br />

sem var haft lokað þennan dag.<br />

Ýmsar umbætur voru gerðar í rekstrinum. Tekin var upp endurmenntun og<br />

starfsþjálfun samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, fram fór starfsmat sem tók til<br />

144


allra starfa í safninu, gerður var þjónustusamningur við heilsuverndarfyrirtæki,<br />

settar almennar starfsreglur og hafin skipuleg endurskoðun á vinnuferlum og<br />

verklagsreglum.<br />

Aðsókn og útlán<br />

Safnið var opið líkt og fyrra ár, þ.e. um áttatíu tíma í viku níu mánuði ársins og<br />

fjörutíu og fimm tíma í viku yfir hásumarmánuðina. Aðsókn fór vaxandi og nýting<br />

lessæta var góð en útlánum fór nokkuð fækkandi, voru um 68 þús., á móti um 72<br />

þús. á fyrra ári. Þar af voru tæp 36 þús. lán til stúdenta (um 41 þús. 1999) og um<br />

9.400 til starfsmanna Háskólans (um níu þús. 1999). Útlán í útibúum og lán á<br />

lestrarsali þjóðdeildar og handritadeildar eru ekki inni í ofangreindum tölum, auk<br />

þess sem mikið af ritum er á sjálfbeina og því ekki skráð í lán séu þau notuð innan<br />

safnsins.<br />

Rafræn gögn<br />

Safnið hefur undanfarin ár haft í nokkrum mæli aðgang um netið að rafrænum<br />

gagnasöfnum.<br />

Í flestum tilvikum hefur verið um að ræða samninga sem safnið hefur staðið að í<br />

félagi við önnur bókasöfn eða stofnanir. Stefna menntamálaráðuneytisins er hins<br />

vegar að semja um rafrænt aðgengi á landsvísu. 20. janúar <strong>2000</strong> skipaði menntamálaráðherra<br />

verkefnisstjórn til að hrinda þeirri stefnu í framkvæmd og samkvæmt<br />

því undirrituðu menntamálaráðherra og landsbókavörður samning við<br />

Bell & Howell 11. október <strong>2000</strong>. Annar stór samningur, við ISI (Institute for Scientific<br />

Information) um aðgang að Web of Science, var tilbúinn til undirritunar í lok<br />

ársins. Samningurinn við Bell & Howell felur í sér aðgang að nær tuttugu gagnagrunnum<br />

og tilvísanir í yfir sjö þús. tímarit. Útdrættir eru með flestum tilvísununum<br />

og allur texti yfir þrjú þús. tímarita. Landsbókasafn mun fara með framkvæmd<br />

þessa samnings og annarra álíka sem á eftir fara. Verkefnisstjórnin hefur<br />

gert tillögu um dreifingu kostnaðar við hið rafræna aðgengi. Þar eiga hlut að máli<br />

stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga, auk þess sem gert er ráð fyrir því að atvinnulífið<br />

beri um fjórðung kostnaðar.<br />

Gjafir<br />

Safninu bárust bókagjafir frá fjölmörgum aðilum. Þar á meðal var mjög góður<br />

skerfur bóka og tímarita sem Þorsteinn Helgason, prófessor í verkfræði, lét eftir<br />

sig og erfingjar hans færðu safninu.<br />

Í desember afhentu niðjar Þorsteins Erlingssonar skálds Landsbókasafni bréf<br />

hans til skáldkonunnar Ólafar á Hlöðum en bréfin voru fyrir skömmu gefin út á<br />

prenti.<br />

Val á nýju tölvukerfi bókasafna<br />

Háskólabókasafn og hið fyrra Landsbókasafn höfðu samvinnu um það fyrir um áratug<br />

að tölvuvæða skrár sínar. Tölvukerfið sem keypt var, hið breska Libertas, hlaut<br />

nafnið Gegnir á íslensku og hefur jafnframt verið notað af um tug annarra bókasafna.<br />

Allmörg önnur kerfi hafa verið í notkun í landinu. Fyrir forystu menntamálaráðuneytis<br />

tókst samkomulag um það á árinu að ganga til kaupa á einu kerfi fyrir<br />

landið allt. Á það að leysa hin fyrri kerfi, flest eða öll, af hólmi. Landsbókasafn átti<br />

aðild að valnefnd sem stofnað var til af þessu tilefni. Ríkiskaup sáu um útboð, og<br />

komu tilboð frá átta erlendum fyrirtækjum. Undir árslok var ákveðið að ganga til<br />

samninga um kerfi að nafni Aleph, frá ísraelska fyrirtækinu ExLibris. Að minnsta<br />

kosti eitt ár mun líða þar til hið nýja kerfi verður komið í notkun.<br />

Reykjavík – menningarborg Evrópu árið <strong>2000</strong><br />

Fyrsta atriði hinnar formlegu dagskrár menningarborgarársins fór fram í safninu<br />

29. janúar og nefndist Morgunverður með Erlendi í Unuhúsi. Opnaður var kassi<br />

með gögnum úr fórum Erlends en kassinn hafði verið geymdur innsiglaður í<br />

safninu nokkra áratugi en heimilt var að opna hann árið <strong>2000</strong>. Í ljós kom að í<br />

kassanum voru einkum bréf til Erlends frá skáldum og listamönnum og var Halldór<br />

Laxness fyrirferðarmestur í þeim hópi. Voru lesnir kaflar úr bréfunum um<br />

leið og þau voru tekin upp. Vakti þessi atburður gríðarmikinn áhuga fjölmiðla sem<br />

skilaði sér til þjóðarinnar.<br />

Safnið átti mjög góða samvinnu við forráðamenn menningarborgarársins og naut<br />

styrkja vegna margra þeirra sýninga sem nefndar verða hér á eftir.<br />

Sýningar<br />

Fleiri sýningar voru á árinu en endranær og meira í þær lagt. Komu þar bæði til<br />

beinir styrkir og samvinna við aðra aðila, bæði innan lands og utan. Auk þess<br />

146


sem Reykjavík var ein af menningarborgum Evrópu, eins og áður getur, tengdust<br />

sýningarnar m.a. afmælum landafunda og kristnitöku á Íslandi.<br />

Hér verða nefndar helstu sýningar:<br />

• Stefnumót við íslenska sagnahefð, 1. mars til 30. apríl. Sýningin var síðan í Library<br />

of Congress 24. maí til 15. júlí, Cornell háskóla 17. ágúst til 10. október<br />

og Manitoba háskóla 20. október til 31. desember.<br />

• Ljósmyndasýning á norskum stafkirkjum, á vegum norska sendiráðsins, 4.<br />

febrúar til 3. mars (í forsal þjóðdeildar).<br />

• Ljósmyndasýning í tilefni af 60 ára afmæli utanríkisþjónustunnar, 10. apríl til<br />

18. maí.<br />

• Tengsl Íslands og Bremen í 1000 ár, 5. maí til 5. júní. Sýningin kom tilbúin að<br />

kalla frá Þýskalandi.<br />

• Reykjavík í bréfum og dagbókum, 10. júní til 31. ágúst.<br />

• Forn Íslandskort, 15. september til 10. nóvember (og í smækkaðri mynd til janúarloka<br />

2001). Sýningin var haldin í tengslum við alþjóðlegt þing kortasafnara<br />

sem hér var haldið 15. til 17. september.<br />

• Gamla Vilnius, 5. til 29. september. Forseti Litháens, Valdas Adamkus, opnaði<br />

sýninguna.<br />

• Frá huga til hugar, saga prentlistar og bókaútgáfu á Íslandi í máli og myndum<br />

með sérstakri áherslu á útgáfu Biblíunnar, 16. nóvember til janúarloka 2001.<br />

Útgáfa<br />

Meðal útgáfurita safnsins á árinu voru:<br />

• Íslensk bókaskrá og Íslensk hljóðritaskrá, rit sem greina frá bóka- og tónlistarútgáfu<br />

liðins árs. Allar færslur í þessum ritum eru líka aðgengilegar í Gegni.<br />

• Ritmennt 4 (1999) kom út snemma á árinu, fræðilegt ársrit, 160 blaðsíður að<br />

stærð. Meðal efnis er grein eftir Veturliða Óskarsson um íslenskt handrit sem<br />

kom í leitirnar í smábæ í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Greinar eru um Þorgeir<br />

Guðmundsson, æskufélaga Jónasar Hallgrímssonar, Möllersku lestrarfélögin<br />

fyrir presta, Jón Leifs og Jón Viðar Jónsson segir frá tilraun til að hefja<br />

kvikmyndagerð á Íslandi sem heppnaðist ekki sem skyldi. Þá er grein um<br />

Þjóðarbókhlöðuna eftir arkitekt hennar, Manfreð Vilhjálmsson.<br />

Skylduskil<br />

Frumvarp til nýrra laga um skylduskil til safna var til meðferðar í Alþingi á vorþinginu<br />

<strong>2000</strong>. Menntamálanefnd þingsins kallaði eftir umsögnum og með hliðsjón<br />

af þeim var frumvarpið til athugunar á vettvangi ráðuneytisins síðari hluta ársins.<br />

Miðað er við að það verði lagt fyrir Alþingi að nýju snemma árs 2001.<br />

Varaeintakasafn<br />

Eitt eintak af hverju íslensku riti er tekið frá og geymt ónotað að kalla sem varaeintak.<br />

Stjórnvöld ákváðu að innrétta hluta af skólahúsinu í Reykholti í Borgarfirðir<br />

til að hýsa varaeintakasafnið. Þeirri aðgerð lauk snemma á árinu en kaup á<br />

hillum og vinna við að flytja safnið og koma því fyrir í nýjum húsakynnum bíður<br />

fram á árið 2001.<br />

Bókasafn í Þjóðmenningarhúsi<br />

Atbeina safnsins var leitað til að koma upp góðu úrvali íslenskra bóka í lestrarsal<br />

Safnahússins við Hverfisgötu sem nú hefur fengið heitið Þjóðmenningarhús. Til<br />

að koma þessu í kring keypti safnið drjúgan hluta af bókum Þorsteins Jósepssonar<br />

heitins og naut til þess tilstyrks Þjóðmenningarhússins. Einnig fékk safnið<br />

að gjöf gott úrval úr bókasafni Torfa Hjartarsonar og var þeim ritum einnig komið<br />

fyrir í bókasal Þjóðmenningarhússins. Var fyrsta áfanga vinnunnar við að koma<br />

bókunum fyrir lokið fyrir opnun hússins 20. apríl <strong>2000</strong>. Hér er um að ræða eins<br />

konar útibú frá Landsbókasafni, í raun hluta af bókminjasafni þess.<br />

Viðbygging við Þjóðarbókhlöðu<br />

Menntamálaráðherra skipaði í apríl <strong>2000</strong> nefnd til að „móta tillögur um viðbyggingu<br />

við Þjóðarbókhlöðu sem jafnframt því að leysa úr þörfum Landsbókasafns<br />

Íslands – Háskólabókasafns fyrir aukið rými verði aðsetur Stofnunar Árna Magnússonar<br />

á Íslandi og fleiri háskólatengdra stofnana er fást við rannsóknir á íslenskri<br />

tungu og bókmenntum og vinna að viðgangi þeirra.“ Stofnanir sem þarna<br />

eiga hlut að máli, aðrar en þær sem nefndar eru í erindisbréfi nefndarinnar, eru<br />

Orðabók Háskólans, Íslensk málstöð, Örnefnastofnun Íslands og Stofnun Sigurðar<br />

Nordals. Nefndin lauk störfum svo sem fyrir var lagt í desember og skilaði áliti<br />

sínu til menntamálaráðherra snemma í janúar 2001.<br />

147


Kvennasögusafn Íslands<br />

Á árinu veitti Kvennasögusafn Íslands notendum sínum hefðbundna þjónustu, þ.e.<br />

aðstoð við að finna heimildir um sögu kvenna. Þá barst safninu talsvert nýrra<br />

gagna, bæði er varða einstaklinga og félagasamtök kvenna. Að vanda stóð<br />

Kvennasögusafnið fyrir sýningu um kvennasögulegt efni. Að þessu sinni var sett<br />

upp í forsal þjóðdeildar Landsbókasafns sýning um Ástu Sigurðardóttur skáld- og<br />

listakonu. Sýningin stóð yfir 31. maí til 9. september. Við opnun hennar hélt Kristín<br />

Rósa Ármannsdóttir bókmenntafræðingur fyrirlestur um líf og list Ástu. Árleg<br />

kvöldvaka safnsins, sem haldin var 5. desember, var helguð stöðu kvenna á árum<br />

síðari heimsstyrjaldarinnar, og var sjónum einkum beint að „ástandinu“ svokallaða.<br />

Fyrirlestra fluttu Bára Baldursdóttir sagnfræðingur og Herdís Helgadóttir<br />

mannfræðingur. Einnig fluttu Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson tónlist frá<br />

stríðsárunum.<br />

Listasafn Háskóla<br />

Íslands<br />

Stjórn<br />

Stjórn Listasafns Háskóla Íslands er skipuð af háskólaráði til fjögurra ára í senn. Í<br />

núverandi stjórn (skipuð 1999) sitja Gunnar Harðarson dósent, formaður, Ingibjörg<br />

Hilmarsdóttir læknir og Auður Ólafsdóttir listfræðingur sem jafnframt hefur<br />

umsjón með safninu í umboði stjórnar.<br />

Húsnæðismál<br />

Listasafn Háskóla Íslands er með höfuðstöðvar sínar í Odda. Í stofnskrá safnsins,<br />

sem staðfest var með forsetabréfi í apríl 1980, er gert ráð fyrir að byggt verði sérstakt<br />

hús undir safnið í fyllingu tímans. En þar til sérstakt safnhús verði byggt,<br />

„skuli því ætlaður staður í Odda á háskólalóð.“ Safnið á í brýnum húsnæðisvanda<br />

en segja má að það sem standi helst starfsemi safnsins fyrir þrifum er að eiga<br />

ekki eigið sýningarhúsnæði. Skortur á eigin sýningarhúsnæði kemur líka í veg<br />

fyrir að hægt sé að setja upp metnaðarfullar sýningar á íslenskri samtímalist<br />

með viðeigandi rannsóknarvinnu.<br />

Sýningarhald<br />

Haldið hefur verið uppteknum hætti árið <strong>2000</strong> og settar upp árlegar „innanhússýningar“<br />

safnsins á yfir tuttugu stöðum innan Háskólans. Eftirspurn eftir<br />

verkum úr eigu safnsins hefur vaxið ár frá ári, ekki hefur þó verið hægt að koma<br />

til móts við allar óskir, þar sem húsnæði hefur ekki þótt hentugt, m.a. með tilliti til<br />

öryggissjónarmiða og þess aðbúnaðar sem listaverk þurfa. Þótt starfsfólk Háskólans<br />

og nemendur hafi undantekningarlaust sýnt varkárni og tillitssemi í<br />

nábýli við verk safnsins þá hefur viðgerðarkostnaður safnsins vaxið hratt á síðustu<br />

árum. Þar ræður mestu að mörg eldri verk safnsins þola illa breytingar á<br />

hitastigi sem skapast af flutningum milli staða og hitt, eins og fyrr segir, að ekki<br />

er um eiginlegt sýningarhúsnæði að ræða, m.a. með tilliti til jafns hitastigs, raka,<br />

dragsúgs, lýsingar og umgangs.<br />

Sú hefð hefur skapast í rekstri safnsins að halda sýningar á nýjustu aðföngum á<br />

2. hæð í Odda, í rýminu fyrir framan kaffistofu og er þar jafnan um að ræða verk<br />

eftir yngstu kynslóð íslenskra myndlistarmanna. Telst það til besta sýningarrýmis<br />

safnsins. Þá hangir jafnan uppi á 3. hæð í Odda úrval úr „Þorvaldssafni“ listasafnsins,<br />

þ.e. verk eftir Þorvald Skúlason frá ýmsum tímabilum ferils hans. Skipt<br />

er um verk árlega en í eigu safnsins eru á þriðja hundrað verka eftir Þorvald. Í<br />

ágúst <strong>2000</strong> var haldin í húsnæði listasafnsins í Odda sýning á „geimvísindamálverkum“<br />

eða svokölluðum „astronomical paintings“, eftir þekktan bandarískan<br />

geimvísindamann. Sýningin var haldin í tengslum við ráðstefnuna „Heimskautasvæðin<br />

á Mars“ sem skipulögð var af Raunvísindastofnun Háskólans. Þá stóð<br />

Listasafn Háskólans fyrir sýningu á verkum Marisu Arason ljósmyndara í samvinnu<br />

við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Reykjavík menningarborg Evrópu árið<br />

<strong>2000</strong>. Sýningin var hluti af samstarfsverkefni þriggja ljósmyndara frá menningarborgunum<br />

þremur: Reykjavík, Bologna og Avignon og bar yfirskriftina Ljósmynd:<br />

Náttúra/menning. Sýningin var opnuð í júní <strong>2000</strong>.<br />

Innkaup verka<br />

Í stofnskrá Listasafns Háskóla Íslands er ákvæði sem segir að „til kaupa á lista-<br />

148


verkum og varðveislu þeirra skuli renna 1% þeirrar fjárhæðar sem árlega er varið<br />

til nýbygginga á vegum Háskólans.“ Hefur sú upphæð í krónum talið að mestu<br />

verið óbreytt síðustu ár eða um ein og hálf m.kr. á ári. Fyrir þá upphæð keypti<br />

stjórn safnsins árið <strong>2000</strong> samtals 5 listaverk sem til sýnis hafa verið 2. hæð í<br />

Odda.<br />

Fyrsta úthlutun úr styrktarsjóði Listasafns Háskóla Íslands<br />

Listasafn Háskóla Íslands veitti í fyrsta skipti styrk úr styrktarsjóði sínum í maí<br />

<strong>2000</strong>. Sjóðurinn var stofnaður árið 1999 af Sverri Sigurðssyni og er hlutverk hans<br />

að styrkja rannsóknir á sviði íslenskrar myndlistarsögu og forvörslu myndverka.<br />

Árlegt ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af stofnfé. Sjóðurinn er sá eini sinnar<br />

tegundar í landinu. Stjórn sjóðsins ákvað við fyrstu úthlutun að styrkurinn skyldi<br />

koma óskiptur í hlut Ólafs Inga Jónssonar, málverkaforvarðar og nam upphæð<br />

styrksins 700 þús.kr.<br />

Styrkinn hlaut Ólafur Ingi fyrir rannsóknir sínar á fölsuðum málverkum og fyrir<br />

að eiga mikilvægan þátt í koma í veg fyrir sölu og áframhaldandi falsanir á málverkum,<br />

bæði hér heima og í Danmörku. Með rannsóknarvinnu sinni hefur Ólafur<br />

Ingi unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar myndlistarsögu. Rannsóknirnar ná<br />

aftur til ársins 1996 en þá hóf Ólafur Ingi að eigin frumkvæði rannsóknir á íslenskum<br />

málverkum sem grunur lék á að gætu verið fölsuð. Síðastliðin þrjú ár<br />

hefur hann unnið sleitulaust að þessu verkefni sem er hvergi nærri lokið. Rannsóknirnar<br />

felast m.a. í ítarlegum heildarrannsóknum á verkunum sjálfum, s.s.<br />

smásjárrannsóknum, rannsóknum undir útfjólubláu ljósi, ásamt nákvæmum<br />

samanburði á hinum ýmsu þáttum málverkanna við önnur verk. Þá eru gerðar<br />

rannsóknir á sýnum, m.a. bindiefnagreining og kallaðir hafa verið til sérfræðingar<br />

í ýmsum efnum, bæði erlendir og innlendir, m.a.frá Raunvísindastofnun Háskóla<br />

Íslands. Fölsunarmálið á sér sem betur fer ekki fordæmi hér á landi hvað umfang<br />

snertir en með rannsóknarvinnu sinni taldi stjórn Styrktarsjóðs Listasafns Háskólans<br />

Ólaf Inga Jónsson hafa gert hvort tveggja, að koma í veg fyrir að slíkir<br />

hlutir endurtaki sig í náinni framtíð hér á landi og að votta látnum<br />

myndlistarmönnum, flestum af brautryðjendakynslóðinni, sem eignuð hafa verið<br />

fölsuð verk, virðingu sína og annarra.<br />

Rannsóknaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Árið <strong>2000</strong> var 14. starfsár Rannsóknaþjónustu Háskólans. Meginviðfangsefni ársins<br />

voru öflug þjónusta við starfsmenn Háskóla Íslands, áframhaldandi þjónusta í<br />

tengslum við evrópskt samstarf og átaksverkefnið Nýting rannsóknaniðurstaðna.<br />

Starfsfólk og stjórn<br />

Stjórn stofnunarinnar var skipuð árið 1999 til tveggja ára og var því óbreytt árið<br />

<strong>2000</strong>. Í henni sitja þrír fulltrúar Háskóla Íslands: Ágústa Guðmundsdóttir, Ingjaldur<br />

Hannibalsson og Halldór Jónsson og þrír fulltrúar atvinnulífsins: Baldur Hjaltason,<br />

Pronova Biocare, formaður stjórnarinnar, Jón Sigurðsson, Össuri hf og Davíð<br />

Stefánsson, Samtökum atvinnulífsins.<br />

Ársverk stofnunarinnar, sérstakra verkefna og þeirra fyrirtækja sem hún sér um<br />

voru um 13. Stöðugildi við sjálfa stofnunina voru um 10, starfsmenn hjá hlutafélögum<br />

voru þrír en lítið var um tímabundnar verkefnaráðningar. Í júní lést Magnea<br />

I. Eyvinds eftir langvinn veikindi en hún hóf störf hjá Rannsóknaþjónustunni í<br />

júní 1999. Nær engar breytingar urðu á mannahaldi. Forstöðumaður Rannsóknaþjónustunnar<br />

og framkvæmdastjóri hlutafélaga var Ágúst H. Ingþórsson.<br />

Nýting rannsóknaniðurstaðna<br />

Samkeppnin „Upp úr skúffunum“ var haldin þriðja árið í röð. Áfram átti Rannsóknaþjónustan<br />

gott samstarf við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins sem styrkti<br />

samkeppnina og lagði fram verðlaunafé. 12 hugmyndir komu upp úr skúffunum<br />

og hlutu þrjár þær bestu samtals 1 m.kr. í verðlaun.<br />

Mikil áhersla var lögð á úrvinnslu þeirra hugmynda sem komu „upp úr skúffunum“<br />

í fyrri samkeppnum. Það skilaði þeim árangri að stofnuð voru fjögur ný<br />

sprotafyrirtæki á árinu með aðstoð Rannsóknaþjónustu Háskólans. Í upphafi árs<br />

voru stofnuð fyrirtækin Atferlisgreining ehf. (PatternVision) og SportScope á Íslandi<br />

ehf. sem bæði byggja á notkun hugbúnaðar sem þróaður hefur verið á<br />

149


Rannsóknastofu um mannlegt atferli. Síðarnefnda fyrirtækið byggir á hugmynd<br />

sem fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni 1998. Markmið beggja fyrirtækja er að<br />

þróa og markaðssetja hugbúnað og sérlausnir fyrir alþjóðlegan rannsóknamarkað.<br />

Í október var fyrirtækið ReMo ehf. stofnað en hugmyndin vann fyrstu verðlaun<br />

í samkeppninni 1999. Viðfangsefni þess er að þróa og markaðssetja öndunarhreyfingamæli.<br />

Í desember var síðan stofnað fyrirtækið Lífeind ehf. sem vinnur að<br />

þróun og markaðssetningu nýrrar aðferðar við genaleit.<br />

Viðunandi rekstrarafkoma og mikil umsvif<br />

Fjárhagslega gekk rekstur stofnunarinnar bærilega. Rekstrargjöld ársins voru<br />

hærri en ráð var fyrir gert sem skýrist af hærri starfsmannakostnaði vegna veikinda<br />

og fæðingarorlofa. Í árslok <strong>2000</strong> er þó fjárhagsleg staða stofnunarinnar<br />

nokkurn veginn í jafnvægi.<br />

Á árinu var haldið áfram starfrækslu skrifstofa sem veita þeim þjónustu sem taka<br />

þátt í Evrópusamstarfi. Hér er um að ræða Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna,<br />

Landsskrifstofu Leonardó og Evrópumiðstöð fyrir náms- og starfsráðgjöf. Þessar<br />

þjónustuskrifstofur eru lykilatriði í rekstri Rannsóknaþjónustunnar og tryggja að<br />

hún sé í lifandi tengslum við fyrirtæki, skóla, fræðsluaðila og einstaklinga víðs<br />

vegar að úr þjóðfélaginu.<br />

Nokkrar breytingar urðu á rekstri Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna sem<br />

rekin hafði verið með óbreyttu sniði frá 1994. Skilin var í sundur kynning á evrópsku<br />

rannsóknasamstarfi og aðstoð við umsækjendur annars vegar og hins<br />

vegar kynning á niðurstöðum og aðstoð við tækniyfirfærslu. Rannsóknaþjónustan<br />

tekur þó eftir sem áður þátt í báðum verkefnum en tekjur til að sinna aðstoð við<br />

umsækjendur minnkuðu verulega.<br />

Öðrum áfanga Leonardó-áætlunarinnar ýtt úr vör<br />

Breytingar urðu á rekstri Landsskrifstofu Leonardó í upphafi árs þegar öðrum<br />

áfanga áætlunarinnar var ýtt úr vör með myndarlegri ráðstefnu í Iðnó í marsmánuði.<br />

Á ráðstefnunni var farið yfir árangur og áhrif Leonardó-áætlunarinnar frá<br />

1995-1999. Annar áfangi Leonardó er til 7 ára og mun Rannsóknaþjónusta Háskólans<br />

sjá um að reka landsskrifstofu fyrir áætlunina. Íslenskum umsækjendum<br />

gekk vel á þessu fyrsta ári nýs áfanga: Landsskrifstofan úthlutaði um 25 m.kr. til<br />

um 200 einstaklinga í mannaskiptum og tvö þróunarverkefni undir íslenskri<br />

stjórn fengu úthlutað um 70 m.kr.<br />

Rekstur hlutafélaga<br />

Rannsóknaþjónusta Háskólans rekur tvö hlutafélög sem eru að hluta í eigu Háskóla<br />

Íslands. Rekstur Tæknigarðs hf var með hefðbundnu sniði á árinu og urðu<br />

nokkrar breytingar á leigjendahópnum. Framkvæmdir settu þó svip sinn á reksturinn<br />

en lokið var að mestu við framkvæmdir utanhúss sunnan við Tæknigarð. Þá<br />

var ráðist í endurbætur á veitingastofu Tæknigarðs og var endurbætt aðstaða<br />

opnuð í desember.<br />

Tækniþróun hf hélt á árinu samkeppni um lokaverkefni sem gæti haft hagnýtingarmöguleika.<br />

Verðlaunaveitingin leiddi óbeint til stofnunar Lífeindar ehf. Þá lagði<br />

Tækniþróun áhættufjármagn í ReMo ehf. sem stofnað var á árinu eins og fyrr er getið.<br />

Á heildina litið var árið <strong>2000</strong> viðburða- og árangursríkt í starfi Rannsóknaþjónustunnar<br />

og þeirra fyrirtækja sem stofnunin hefur umsjón með. Stöðugleiki einkenndi<br />

reksturinn og áframhaldandi þróun var í helstu verkefnum. Sérstaka<br />

ánægju vekur góður árangur við að laða fram hugmyndir til hagnýtingar og stofnun<br />

fjögurra nýrra sprotafyrirtækja fyrir tilstilli Rannsóknaþjónustu Háskólans.<br />

Reiknistofnun Háskóla<br />

Íslands<br />

Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) sér um uppbyggingu og rekstur upplýsinga-,<br />

gagna- og símanets Háskóla Íslands. Rekstur stofnunarinnar gekk mjög vel á árinu<br />

<strong>2000</strong>. Mikil eftirspurn var eftir þjónustu stofnunarinnar. Í stjórn voru áfram<br />

Þórður Kristinsson stjórnarformaður, Ásta Thoroddsen, Eiríkur Rögnvaldsson,<br />

Hjálmtýr Hafsteinsson og Snjólfur Ólafsson.<br />

150


Starfsmannamál<br />

Lítil hreyfing var á starfmönnum RHÍ á árinu, þó hætti Margrét Friðgeirsdóttir um<br />

áramót eftir langt og farsælt starf. Eru henni þökkuð góð störf sem ritara RHÍ. Í<br />

hennar stað var ráðin Katla Gunnarsdóttir og hóf hún störf í september. Reiknistofnun<br />

hefur verið einstaklega lánsöm með starfsmenn og byggir á sterkum<br />

kjarna sem hafa þjónað Háskólanum dyggilega á liðnum árum. 17 starfsmenn<br />

starfa hjá RHÍ.<br />

Internetsamband Háskóla Íslands<br />

INTIS Internet á Íslandi hf var selt Íslandssíma sem ákvað að loka þeim tveimur 2<br />

Mbit/s línum sem tengst höfðu Nordunet. Í framhaldi af því ákvað Nordunet A/S á<br />

fundi sínum 16. júní <strong>2000</strong>, sem haldinn var í Odda, að leita tilboða í 45 Mbit/s<br />

samband fyrir háskóla og rannsóknarstofnanir á Íslandi. Nordunet samdi við<br />

Landssíma Íslands um tenginguna sem tengdi Rannsókna- og háskólanets Íslands<br />

RHnet við Nordunet í gegnum UNI-C í Danmörku 4. október <strong>2000</strong> kl. 17:00. Í<br />

framhaldi var unnið að stofnun hlutafélags um Rannsókna- og háskólanets Íslands,<br />

með það að markmiði að tengja allar rannsókna og háskólastofnanir á Íslandi<br />

saman á hraðvirkt gagnanet sem samnýtti tenginguna til Nordunet.<br />

Netframkvæmdir<br />

Árið 1995 var sett upp örbylgjusamband í Haga. Hlutverk þess var að tengja Haga<br />

og Neshaga 16 við háskólanetið. Þetta örbylgjusamband var eitt það fyrsta sem<br />

sett var upp hérlendis til að tengja saman tölvunet. Í seinni tíð var farið að bera<br />

nokkuð á truflunum á þessu sambandi jafnframt því að álag á sambandið hafði<br />

aukist mjög. Síðastliðið sumar var svo dreginn ljósleiðari frá Tæknigarði í Haga<br />

og örbylgjusambandið þar tekið niður. Tengihraði tölvunetsins færðist þá úr því að<br />

vera 2 Mb/s í 100 Mb/s. Nýverið var einnig gengið frá lögnum í þrjár kennslustofur<br />

í Haga. Hver stofa fékk tvo hefðbundna fjarskiptatengla (fyrir RJ-45 tengi) og<br />

tvo ljósleiðaratengla. Símstöðin í Haga var tengd símstöð Háskólans með leigulínum<br />

(parsnúinn vír) frá Landssímanum. Ákveðið var að færa þessa tengingu yfir<br />

á ljósleiðara í eigu Háskólans. Til að koma þessu í kring varð að gera nokkrar<br />

breytingar á símstöðinni í Haga. Því verki er nú lokið. Undanfarið hefur einnig<br />

verið unnið að því að setja upp nýja símstöð í Ármúla 30 en stöðin þar var orðin<br />

erfið í viðhaldi.<br />

Í VR-II voru allar tölvu- og símalagnir endurnýjaðar en slík endurnýjun hafði staðið<br />

til í nokkur ár. Tilhögun netsins var einnig á þann veg að á álagspunktum<br />

gengu tölvusamskipti mjög hægt. Framleiðendur netbúnaðar hafa um árabil ekki<br />

lagt áherslu á hönnun fyrir þá lagnagerð sem þar var. M.a. af þessum ástæðum<br />

var orðið tímabært að skipta út lögnum. Skipulagningu netsins í húsinu var jafnframt<br />

breytt og í tengslum við þær breytingar voru settir upp nýir tengiskápar á<br />

hverja hæð. Lagnastokkar voru settir upp þar sem þá vantaði. Allir strengir og<br />

megnið af tengiefninu kemur frá framleiðandanum Alcatel. Til að tryggja að sú<br />

fjárfesting, sem lagnirnar eru, verði ekki úrelt á skömmum tíma var ákveðið að<br />

hver vinnustaður hefði aðgang að ljósleiðara. Lagðir voru fimm strengir, þar af<br />

einn ljósleiðari að hverjum vinnustað og í hverja kennslustofu. VR-II er eitt fyrsta<br />

húsið hérlendis þar sem ljósleiðari er lagður að hverjum einasta vinnustað („fiber<br />

to the desk“). Lagnir í VR-II voru að mestu unnar af eftirtöldum starfsmönnum<br />

Háskólans: Bjarna Guðnasyni, Lárusi Óskarssyni, Sigurjóni Ólafssyni og Valgeiri<br />

Friðþjófssyni. Tengi á endum ljósleiðaranna voru hins vegar í umsjón Yngva<br />

Markússonar hjá Rafmark ehf.<br />

Einnig hefur verið settur upp þráðlaus sendi- móttökubúnaður fyrir tölvusamskipti<br />

á nokkrum stöðum í VR-II, þannig að nú býðst þráðlaust samband í<br />

kennslustofum 157, 158 og bókasafninu á þriðju hæð. Tenging hússins við net Háskólans<br />

var færð úr 10 Mb/s í tvær 100 Mb/s tengingar, önnur fyrir starfsmenn og<br />

hin fyrir tölvuver, kennslustofur og þráðlausa sendibúnaðinn.<br />

Búið er að færa tengingar nokkurra annarra húsa í 100 Mb/s, má þar t.d. nefna<br />

Háskólabíó og hús Endurmenntunar. Þá var þráðlausa 2 Mb/s sambandið í Skógarhlíð<br />

10 uppfært í 11 Mb/s.<br />

Gengið var frá tillögu um nýja nettilhögun í VR-III (suðurhluta) og verktaki fenginn<br />

í verkið.<br />

Frá síðastliðnum haustdögum hefur jafnt og þétt verið unnið að uppsetningu á<br />

þráðlausum sendi-móttökubúnaði fyrir tölvur. Slíkur búnaður er nú kominn í fleiri<br />

byggingar en VR-II, má þar nefna Odda, Háskólabíó, hús Endurmenntunar og<br />

Árnagarð.<br />

151


Upplýsingaþjónusta<br />

Háskólans<br />

Almennt yfirlit um stjórnun<br />

Hjá Upplýsingaþjónustu Háskólans (UH) starfar forstöðumaður í fullu starfi og<br />

ritari í 70% starfi. Auk þess hafa námsmenn verið í hlutastörfum við<br />

hugbúnaðarþróun og ýmsa aðstoð, einkum að sumarlagi.<br />

Rannsóknir og þróunarstarf<br />

Eins og undanfarin ár lagði UH megináherslu á tvö verkefni á árinu:<br />

• Námsnet Háskóla Íslands.<br />

• Framleiðni í námi og fræðslu.<br />

Um er að ræða tvö náskyld verkefni. Vinna við það fyrra hófst í febrúar 1997 og<br />

var það aðalviðfangsefni UH það árið. Það seinna er hugsað að miklu leyti sem<br />

stuðningur við það fyrra.<br />

Framleiðni í námi og fræðslu (FNF)<br />

Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands og níu<br />

framhaldsskóla sem njóta góðs af þeim upplýsingum sem fram hafa komið í<br />

verkefninu. Tekið hefur verið saman mjög viðamikið efni er spannar nánast alla<br />

þætti menntunar, kostnaðar og árangurs eða samanlagt yfir <strong>2000</strong> vefsíður í árslok<br />

<strong>2000</strong>. Efnið hefur að miklu leyti verið kynnt þátttökuskólum jafnóðum og það<br />

hefur fundist eða verið þróað. Unnið var að því að koma þeim hluta þess, sem<br />

telja má að eigi erindi til innlendra skóla, á kynningarhæft form.<br />

Mikill fjöldi hagnýtra hugmynda hefur komið fram við vinnslu þessa verkefnis<br />

enda er gríðarleg gróska erlendis um þessar mundir í háskólum og öðrum<br />

menntastofnunum. Þær hugmyndir sem skipta að líkindum mestu varða<br />

hverskyns möguleika menntastofnana til að ná betri árangri með víðtækri<br />

samnýtingu á gögnum með aðstoð Veraldarvefjarins.<br />

Rafræn fræðimennska<br />

Áformað er að þau vinnubrögð sem og gögn sem búið er að safna í tengslum við<br />

verkefnið komi kennurum og fræðimönnum innan Háskólans að sem mestu<br />

gagni og er áformað á næstunni að hefja formlega vinnu í þessa veru. Skyld<br />

vinnubrögð ganga erlendis undir nafninu „rafræn fræðimennska“ (e. Electronic<br />

scholarship). Ljóst er að í þeim felast verulegir möguleikar til að bæta afköst í<br />

fræðimennsku. Rætt hefur verið við nokkra aðila innan Háskólans um þetta mál<br />

og hefur því verið sýndur mikill áhugi.<br />

Námsnet Háskóla Íslands (NNHÍ)<br />

Vinna við verkefnið hélt áfram í tengslum við FNF. Á árinu var haldið áfram<br />

stuðningi við ýmsa kennara í Háskóla Íslands, einkum í læknadeild. Þróuð hafa<br />

verið vefgögn sem nýtast þeim sem áhuga hafa til að kynna sér vefsmíðar af eigin<br />

rammleik og eru þau send þeim sem áhuga sýna.<br />

Aukin tengsl námsfólks í rafmagnsverkfræði við innlent atvinnulíf<br />

Í samvinnu við rafmagns- og tölvuverkfræðiskor verkfræðideildar var unnið<br />

áfram að þróun „Þekkingarnets í rafmagns- og tölvunarverkfræði“. Um er að<br />

ræða átak til að efla mjög verulega tengsl skorarinnar og námsfólks hennar við<br />

innlent atvinnulíf. Átakið tengist náið námskeiði innan skorarinnar, „Nám og störf<br />

í rafmagnsverkfræði“, sem kennt var haustið <strong>2000</strong> með mjög góðum árangri.<br />

Námskeiðið var stutt myndarlega af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins með 200<br />

þús.kr. styrk. Rúmlega 50 nemendur tóku þetta námskeið og gengust 54 undir<br />

próf. Nánast allir nemar skiluðu verkefnum sínum á vefnum og voru mörg<br />

verkefnanna afburðavel unnin og verða mörg þeirra nýtt sem stoðgögn við<br />

kennslu í námskeiðinu á komandi árum. Vinnuhópar nemenda heimsóttu um 30<br />

innlend fyrirtæki og skiluðuð þeir vönduðum skýrslum og kynningum. Hóparnir<br />

gerðu hver um sig munnlega grein fyrir þessum verkefnum. Mikill fjöldi gesta úr<br />

innlendu atvinnulífi kom í tíma og kynntu þeir fyrirtæki sín og gerðu nemendum<br />

grein fyrir eðli innlends atvinnulífs. Kynningar þessar tókust flestar afar vel.<br />

Undirbúin hefur verið stofnun samráðshóps fagfólks í innlendum fyrirtækjum og<br />

stofnunum til að kynna og móta þær hugmyndir er þekkingarnetið byggir á. Um<br />

er að ræða lykilfólk hjá Marel, Landsvirkjun sem Rafteikningu. Búið er að hrinda<br />

152


af stað einum þætti þekkingarnetsins í tengslum við fyrrgreint námskeið. Ráðgert<br />

er að sú fyrirmynd (módel) og gögn sem þróuð hafa verið og verða þróuð geti<br />

nýst sem víðast í innlendum skólum. Um 600 efnissíður/vefsíður voru samdar<br />

eða teknar saman á haustmisseri vegna námskeiðsins. Allt þetta efni er<br />

aðgengilegt þeim menntastofnunum og kennurum sem áhuga hafa á að nýta það.<br />

Betri vinnubrögð<br />

Stofnunin hefur haldið áfram af fullum krafti að bæta eigin vinnubrögð með<br />

góðum árangri sem fyrr. Nú eru gögn sem tekin eru saman eða samin eru sett<br />

upp sem vefsíður strax frá upphafi og því þegar í stað komið á miðlunarhæft<br />

form. Í þessu felst mjög mikill vinnusparnaður og aukinn vinnsluhraði. Samanlagt<br />

á UH nú yfir 5000 síður á Veraldarvefnum. Sett hefur verið upp „sérhæfð leitarvél“<br />

með aðstoð RHÍ og er nú unnt að finna hvaðeina í því á örfáum sekúndum og<br />

miðla því samstundis í tölvupósti. Í þessu felst mikil framför og eru þetta<br />

vinnubrögð sem ljóst er að mörgum kennurum og fræðimönnum við Háskólann<br />

væri mikill akkur í að ná góðum tökum á eins og áður sagði.<br />

Kynningarstarfsemi<br />

Kynningarstarf er fastur þáttur í fyrrgreindum aðalverkefnum UH (þ.e. NNHÍ og<br />

FNF). Fjölda aðila, bæði í skólum, ráðuneytum og fjölmiðlum, sem talið er að geti<br />

haft gagn af niðurstöðum og upplýsingum sem koma fram við vinnslu<br />

verkefnanna eru send slík gögn í tölvupósti jafnóðum og þau hafa verið þróuð.<br />

Að auki hafa verið haldnir fyrirlestrar fyrir ýmsa innlenda aðila. Ráðgert er að á<br />

komandi ári verði kynningarstarf aukið til muna þar sem eitt meginverkefni UH,<br />

Framleiðni í námi og fræðslu, er komið á það stig að ástæða er til að auka mjög<br />

kynningu á þeim niðurstöðum sem komnar eru.<br />

Húsnæðismál<br />

Húsnæði UH er þröngt en dugar vel þar sem aukin áhersla á notkun<br />

upplýsingatækni hefur dregið mjög úr þörf fyrir húsrými. Að auki er það<br />

miðsvæðis sem skiptir miklu fyrir möguleika á tíðum samskiptum við aðila innan<br />

Háskólans vegna þróunar á námsneti hans.<br />

Kennsla<br />

Forstöðumaður UH kenndi námskeiðið Nýsköpun og hönnun fyrir þriðja árs nema<br />

í rafmagnsverkfræði á vormisseri <strong>2000</strong>. Í námskeiði þessu er beitt til hins ýtrasta<br />

þeim vinnubrögðum sem kynnt hafa verið sem „Samvinna kennara og nemenda<br />

um námsgagnagerð“. Ein megináherslan í námskeiðinu felst í því að beina<br />

verkefnavinnu nemenda að þróun vefgagna sem nýtileg séu til frambúðar. Með<br />

þessu móti er undirstrikað að nemendur séu ábyrgir þátttakendur í þróun<br />

námsins en ekki einungis óvirkir viðtakendur eins og enn er of algengt í æðra<br />

námi. Að auki kenndi forstöðumaður námskeiðið Nám og störf í rafmagns- og<br />

tölvuverkfræði á haustmisseri eins og fyrr gat.<br />

Þjónusta við frumkvöðla<br />

UH hefur frá árinu 1988 rekið stoðkerfi við frumkvöðla og þá sem vilja skapa sér<br />

ný tækifæri í atvinnulífi. Ekki hefur verið lögð áhersla á að markaðssetja þessa<br />

þjónustu á árinu vegna mikillar vinnu við fyrrgreind þróunarverkefni.<br />

153


Brautskráningaræður<br />

rektors<br />

Háskóla Íslands<br />

Þekking og þjóðfélag<br />

framtíðar<br />

Ræða 5. febrúar <strong>2000</strong><br />

Ég óska ykkur, ágætu kandídatar, fjölskyldum ykkar og aðstandendum einlæglega<br />

til hamingju með prófgráðuna. Þið hafið unnið til hennar og nú er hún í ykkar<br />

hendi mikilvæg ávísun á framtíðina. Hvernig hyggist þið innleysa hana? Hvernig<br />

ætlið þið að nýta menntunina sem þið hafið öðlast, sjálfum ykkur, fjölskyldum<br />

ykkar og þjóðfélaginu til heilla? Vafalítið hafið þið þegar viss áform um næstu<br />

skref í lífinu og sjáið fyrir ykkur framtíðina hvert á sinn hátt. Háskóli Íslands er<br />

stoltur af ykkur og ber til ykkar traust. Hann veit að þið munuð nýta heimanmundinn<br />

og leggja ykkar af mörkum hvert sem leiðir ykkar kunna að liggja til að<br />

skapa blómlegt mannlíf hér á landi.<br />

Stundargaman eða framtíðarsýn<br />

Á nýbyrjuðu aldamótaári verður framtíðin enn áleitnara umhugsunarefni en hún<br />

er ella. En hvernig eigum við að hugsa um framtíðina? Hvaða spurninga þarf að<br />

spyrja? Og hver er staða okkar sjálfra? Hver er vandinn sem að okkur steðjar í<br />

nútíðinni? Eitt svar við síðustu spurningunni er að finna hjá Þórarni Björnssyni,<br />

fyrrum skólameistara Menntaskólans á Akureyri:<br />

„Áður var vandi Íslendinga sá, ,að láta ekki baslið smækka sig´, eins og Stephan<br />

kvað. Nú er vandinn hinn, að láta ekki velsældina gera okkur litla. Fyrri raunina<br />

stóðst þjóðin. Það hefur hún sýnt með bjartsýni og framtaki síðustu áratuga. Síðari<br />

raunina óttast ég meira. Hættur allsnægtanna eru viðsjálli en hættur vöntunarinnar.<br />

Þær læðast að okkur. En vöntunin skapar drauminn, og draumurinn er<br />

efniviður allra framtíðardáða. Þar sem draumurinn hverfur, og eltingarleikur við<br />

stundargaman og stundarþægindi kemur í staðinn, er framtíðin í hættu.“ (Rætur<br />

og vængir I, s. 273-274.)<br />

Þannig mæltist Þórarni í skólaslitaræðu vorið 1966 og síðan þá hefur óseðjandi<br />

eltingarleikur okkar Íslendinga við stundargaman og stundarþægindi síst minnkað.<br />

Kannski má segja að boðorð okkar Íslendinga á síðustu áratugum aldarinnar<br />

hafi verið þetta: Njótum stundarinnar, við erum óskabörn andartaksins og viljum<br />

sá og uppskera nánast samstundis. Við slíkar aðstæður ríkir framkvæmda- og<br />

neyslugleði, en fyrirhyggjuna skortir. Hvernig getur framtíðarsýn okkar verið við<br />

slíkar aðstæður? Veltum við yfirleitt fyrir okkur þjóðfélagi framtíðarinnar? Eigum<br />

við einhvern draum komandi kynslóðum til handa? Hver gæti hann verið?<br />

Leiðum fyrst hugann að þeim spurningum sem framtíðin beinir til okkar. Sú<br />

fyrsta er þessi: Framtíð hvers eða hverra erum við að hugsa um? Hin næsta er:<br />

Hvaða öfl ráða öðru fremur mótun framtíðarinnar? Þriðja spurningin er svo:<br />

Hverjir eru möguleikar okkar á að hafa áhrif á gang mála í heiminum?<br />

Hver þessara þriggja spurninga um sig spannar feikivítt svið og er það einmitt<br />

markmiðið með þeim. Til að átta okkur á framtíðinni þurfum við að temja okkur<br />

að reyna að sjá heildarsamhengi hlutanna. Sé það ekki gert er hætt við að sundrung<br />

og sundurlyndi setji mark sitt á hugsun okkar og athafnir og þá yrði líka öll<br />

samstaða úr sögunni.<br />

154


Framtíð hverra?<br />

Lítum nú nánar á hverja spurningu fyrir sig. Framtíð hvers eða hverra skiptir máli<br />

að hugleiða? Við getum haft í huga framtíð okkar sjálfra sem einstaklinga, sem<br />

hóps eða þjóðar og líka framtíð alls mannkyns og jafnvel alls lífs á jörðinni. Allt er<br />

þetta órofa heild. Framtíð okkar sjálfra verður að hugsa í tengslum við þau skilyrði<br />

sem öllu öðru lífi eru búin á jörðinni. Þótt sérstaða okkar sem hugsandi vera<br />

sé mikil meðal annarra lífvera þá deilum við lífinu með þeim og hljótum þar af<br />

leiðandi að hugsa um hag alls sem lifir um leið og við hugsum um eigin hag. Það<br />

sem skýrast greinir okkur frá öðrum lifandi verum er hæfileikinn til að hugsa um<br />

lífið í heildarsamhengi og gera okkur grein fyrir hvað er til góðs og hvað er til ills<br />

fyrir lífríki jarðar. Þess vegna hljótum við að velta fyrir okkur framtíð mannlegrar<br />

hugsunar um lífið og okkur sjálf. Vera má að framtíð lífsins á jörðinni verði öðru<br />

fremur undir því komin hvernig við temjum okkur að hugsa um heiminn og hag<br />

lífveranna sem byggja hann með okkur. Og þá kann að skipta miklu að við gerum<br />

okkur ljósa grein fyrir því hvað það merkir að hugsa um eitthvað, hvaða kröfur<br />

hugsunin sjálf gerir til okkar.<br />

Hvað öfl ráða mótun framtíðar?<br />

Næsta spurning var þessi: Hvaða öfl ráða öðru fremur mótun framtíðarinnar? Við<br />

svo stórri spurningu eru ekki til nein einhlít svör. Við höfum sjálf áhrif á hvernig<br />

framtíðin mótast, ekki aðeins okkar eigin, heldur alls lífs á jörðinni. Núorðið vitum<br />

við heilmikið um þau öfl sem eru að verki í náttúrunni, þótt mikið skorti á að<br />

við getum séð fyrir hverju náttúran kann að taka upp á. Ekki er útilokað að breytingar<br />

verði á lofthjúpi jarðar sem hafi áhrif á hitastig eða á hafstrauma og gerbreyti<br />

framtíð lífs á jörðunni. Breytingarnar kynnu að eiga sér stað af okkar völdum,<br />

þótt ekki hafi það verið ætlunin. Ákveðnar félagslegar aðstæður kynnu líka<br />

að skapast hjá mannkyninu, til að mynda vegna fólksfjölgunar, sem hefðu ófyrirsjáanleg<br />

áhrif á hagkerfi heimsins og ógnuðu öllum samskiptum manna á meðal.<br />

Að margra dómi gæti hið síbreikkandi bil milli ríkra þjóða og fátækra skapað fyrr<br />

eða síðar torleyst vandamál. Þess vegna sé fátt ef nokkuð brýnna en að hefja<br />

skipulega viðleitni í þá veru að skipta gæðum heimsins á réttlátari hátt meðal<br />

þjóða heimsins. En til að svo megi verða þurfa hinar ríku þjóðir að temja sér annan<br />

hugsunarhátt en þann sem ríkt hefur til þessa í samskiptum þeirra við fátækari<br />

þjóðir. Og einnig þarf að líta sér nær og leiða hugann að því hvað megi betur<br />

fara í okkar samfélagi, okkar eigin garði og hvernig við viljum vinna að því á<br />

ábyrgan hátt að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.<br />

Hvað getum við gert?<br />

Þriðja spurningin var: Hverjir eru möguleikar okkar á að hafa áhrif á gang mála í<br />

heiminum? Af því sem þegar hefur verið sagt er augljóst í hverju möguleikar<br />

okkar felast: Í þekkingu – þekkingu á lögmálum náttúrunnar, á þjóðfélaginu sem<br />

við sjálf mótum og þekkingu á sjálfum okkur, getu okkar og takmörkunum. Þess<br />

vegna verður að gera sér sem ljósasta grein fyrir hvað þekking er, í hverju hún er<br />

fólgin og einnig hvernig við nýtum hana til að skipuleggja athafnir okkar og taka<br />

ákvarðanir. Hér er hvorki staður né stund til að halda fræðilegan fyrirlestur um<br />

þekkingu en mér hefur stundum fundist að Háskólinn ætti að leggja meiri rækt<br />

við að fræða nemendur sína og þá einnig ykkur, ágætu kandídatar, um einkenni<br />

fræðilegrar þekkingar, þýðingu hennar, merkingu og takmarkanir. Sérhæfingin,<br />

sem ríkir í heim vísinda og fræða, á vissulega sinn þátt í því að nýjar niðurstöður<br />

komi fram og árangur náist. Hjá henni verður ekki komist. En sérhæfingin á ekki<br />

að hindra það að fólk taki til yfirvegunar hina fræðilegu þekkingu almennt. Sú<br />

hagnýta notkun, sem nú á sér stað í þjóðfélaginu, á niðurstöðum, kenningum og<br />

aðferðum vísinda kallar á slíka yfirvegun. Störf þeirra sem vinna að öflun, varðveislu<br />

og miðlun þekkingar verða æ ábyrgðarmeiri og þess vegna þarf sífellt að<br />

vega og meta þýðingu þekkingarinnar í mannlífinu og fyrir mannlífið og þar með<br />

hvað það er í veruleikanum sem kallar á kunnáttu fólks til að afla vitneskju og<br />

skilnings og miðla hvorutveggja til annarra.<br />

Hvað er þekking?<br />

Þess vegna langar mig til að reifa örlítið þekkingarhugtakið sjálft. Í daglegu tali er<br />

þekking oft lögð að jöfnu við það sem við teljum okkur vita af reynslu eða af því<br />

sem okkur hefur verið sagt. Slík þekking er þá safn upplýsinga eða vitneskju um<br />

eitt og annað sem býr í mannfólkinu sjálfu eða hefur verið gert fólki tiltækt með<br />

einhverjum hætti, í handbókum, á tölvuneti o.s.frv. Í daglegu lífi og störfum okkar<br />

erum við háð því að geta aflað alls kyns upplýsinga; vægi þeirra er raunar orðið<br />

slíkt að oft er talað um nútímasamfélag sem „upplýsingaþjóðfélag“, þjóðfélag sem<br />

einkennist öðru fremur af öflun og dreifingu upplýsinga af öllu tagi.<br />

Fræðileg þekking, sú þekking sem háskólar leitast við að afla, varðveita og miðla,<br />

155


156


er ekki fólgin í upplýsingasöfnum. Fræðileg þekking er fyrst og fremst fólgin í<br />

skilningi á tengslum eða samhengi tiltekinna fyrirbæra eða hluta og miðar að því<br />

að sýna fram á hvernig og hvers vegna heimurinn eða tiltekið svið hans er eins<br />

og það er. Vísinda- og fræðastarf snýst allt um þetta. Og það einkennist af aðferðum<br />

sem fræðimennirnir hafa mótað annars vegar til að nálgast fyrirbærin eða<br />

hlutina sem þeir vilja skilja og hins vegar til að setja fram tilgátur sínar, hugmyndir<br />

og kenningar um tengsl viðkomandi fyrirbæra. Fræðastarfið felst ekki síst<br />

í því að grandskoða sífellt aðferðirnar sem beitt er og reyna að finna eða skapa<br />

aðrar enn betri. Hin fræðilega þekking upp-lýsir, varpar ljósi á tiltekið svið eða<br />

hluta heimsins og gera okkur kleift að sjá þá óreiðu eða reglu sem þar ríkir, til að<br />

mynda á hreyfingu himintungla, skýjum himinsins, eðlilegum þörfum fólks eða<br />

vafasömum neysluvenjum fólks, svo ólík dæmi séu nefnd.<br />

Opinn Háskóli<br />

Fyrir viku var opnaður á heimasíðu Háskólans „Vísindavefur“ í tengslum við verkefnið<br />

Reykjavík, menningarborg Evrópu árið <strong>2000</strong>. Skólanemar, og hver sem er,<br />

geta þar lagt spurningar fyrir vísinda- og fræðimenn Háskólans. Nú þegar hafa<br />

borist margar spurningar sem langflestar lýsa áhuga spyrjandans á að átta sig á<br />

tengslum eða ástæðum tiltekinna fyrirbæra, svo sem „af hverju breytast egg við<br />

suðu?“, „hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi, samanborið<br />

við Norðurlöndin?“ Þá er einnig spurt um merkingu ýmissa hugtaka (hvað er<br />

„sjálfsofnæmi“, „umframbyrði skatta“, „yfirborðsspenna“?), en eitt einkenni fræðilegrar<br />

þekkingarleitar er stöðug smíð nýrra hugtaka sem eiga að gera okkur kleift<br />

að ná betur tökum á huglægum eða hlutlægum viðfangsefnum og fyrirbærum.<br />

Forseti Íslands lét þau orð falla þegar Vísindavefurinn var opnaður að sú stund<br />

markaði ef til vill meiri tímamót en við gerðum okkur grein fyrir, því með honum<br />

væri öllum almenningi opnaður beinn aðgangur að fræðilegri þekkingu Háskólans.<br />

Þátttaka Háskóla Íslands í menningarárinu er einmitt undir kjörorðinu „Opinn<br />

Háskóli“ þar sem meðal annars verður haldin í vor mikil fræða- og menningarhátíð<br />

um lífið í borginni og einnig fjöldi námskeiða sem verða öllum opin endurgjaldslaust.<br />

Í mínum huga leikur ekki minnsti vafi á að allur þorri almennings og þjóðfélagið í<br />

heild mun í framtíðinni leitast æ meira við að afla sér fræðilegrar þekkingar og<br />

nýta hana í lífi og starfi. Hin fræðilega menning, háskólamenningin, hefur þegar<br />

sett svip sinn á samfélagið allt og mjög ánægjuleg og spennandi þróun á sér stað<br />

í atvinnulífinu þar sem öflug þekkingarfyrirtæki, fyrirtæki, sem setja sér það<br />

markmið að skapa nýja þekkingu með aðferðum vísindanna, hafa verið að hasla<br />

sér völl.<br />

Vonandi verða til æ fleiri fyrirtæki af slíkum toga og vafalaust munu fyrirtæki í<br />

hefðbundnari framleiðslu og rekstri líka færa sér í nyt vísindalegar aðferðir og<br />

taka virkari þátt í leitinni að þekkingu og skilningi en þau hafa gert til þessa. Þá<br />

er ljóst að stjórnvöld hljóta að leitast stöðugt meira við að gera áætlanir og taka<br />

ákvarðanir byggðar á skilningi og fræðilegu mati á þeim kostum sem fyrir hendi<br />

eru. Sjálft lýðræðið kallar einnig eftir fræðilegri og gagnrýninni hugsun og rökræðu<br />

um alla þá hagsmuni sem í húfi eru á vettvangi stjórnmálanna.<br />

Upplýsingaþjóðfélag eða þekkingarþjóðfélag<br />

Þannig mun fræðasamfélagið smám saman víkka út uns tala má með réttu ekki<br />

aðeins um „upplýsingaþjóðfélagið“, heldur „þekkingarþjóðfélagið“, en á þessu<br />

tvennu ber að gera skýran greinarmun. „Upplýsingaþjóðfélagið“ einkennist af öflun<br />

og dreifingu hvers kyns upplýsinga. „Þekkingarþjóðfélagið“ einkennist á hinn<br />

bóginn af því að fólk leitar skilnings með aðferðum vísinda og beitir gagnrýninni<br />

hugsun til að vega og meta hið sanna gildi hlutanna.<br />

Ósk mín til ykkar, ágætu kandídatar, er sú að þið látið aldrei stundargaman eða<br />

stundarþægindi byrgja ykkur sýn til framtíðar, heldur leggið ykkur alla fram um<br />

að gera drauminn um íslenskt þekkingarþjóðfélag að veruleika.<br />

157


Yfirvegun lífsins<br />

Ræða 24. júní <strong>2000</strong><br />

Ég óska ykkur, ágætu kandídatar, fjölskyldum ykkar og aðstandendum til hamingju<br />

með prófgráðuna. Þetta er mikilvæg stund í lífi ykkar og hún skiptir líka<br />

miklu fyrir Háskóla Íslands og okkur öll. Markmið Háskólans er að efla menntun<br />

landsmanna, bæta þekkingu þeirra og skilning og styrkja með því líf og framtíð<br />

þjóðarinnar. Og nú skipið þið flokk þeirra sem bera merki Háskóla Íslands fram á<br />

vettvang íslenskrar og alþjóðlegrar menningar. Þið eruð merkisberar háskólamenningar<br />

en sú menning skiptir sköpum fyrir þróun þess þekkingarþjóðfélags<br />

sem nú er að mótast í heiminum. Háskóli Íslands er hreykinn af árangri ykkar.<br />

Hann veit að þið vinnið af heilindum að þeim verkefnum sem ykkur eru falin og<br />

þið sjálf kjósið að sinna. Hann treystir því að þið verðið ávallt réttsýn og eigið<br />

frumkvæðið í lífi ykkar og starfi.<br />

Undur tilverunnar<br />

Háskóli Íslands veit líka að hann hefur ekki mótað ykkur nema að takmörkuðu<br />

leyti og að sérhvert ykkar er einstök mannvera sem stefnir á sinn persónulega<br />

hátt til móts við óræða framtíð. Eins og við öll eruð þið íbúar í dularfullum heimi<br />

þar sem ófyrirsjáanlegir atburðir og ævintýri gerast. Tilveran er sannarlega undarleg;<br />

það þarf engum að segja. En undarlegast af öllu er að við skulum vera til<br />

og geta komið hér saman, hver einstök manneskja með vonir sínar og væntingar,<br />

meðvituð um þá óvissu sem býr í veröldinni – frá einum degi til annars, frá fæðingu<br />

til dauða. Enginn veit hvað ber við næst, veruleikinn er viðburður og við erum<br />

vitni að því sem á sér stað og einnig þolendur þess, eins og jarðskjálftahrinunnar<br />

á Suðurlandi þessa dagana. Oft erum við líka vitorðsmenn, því að með<br />

ákvörðunum okkar og athöfnum eigum við sannarlega þátt í því sem gerist og<br />

kann að gerast. Stundum erum við það óafvitandi, eins og leiksoppar lífsafla, sem<br />

enginn veit hver ræður – afla sem vefa örlög manna og þjóða. En stundum erum<br />

við það líka vitandi vits eins og skapandi, frjálsar verur er ákveða sjálfar hvað þær<br />

gera til að móta lífið og breyta heiminum í samræmi við það sem þær sjálfar telja<br />

mestu skipta.<br />

Fyrir sérhverja lífveru, manneskjur sem skordýr, virðist mestu skipta að lifa af og<br />

að megintilgangur lífsins sé sá að viðhalda lífinu – á hverju sem gengur. Þetta<br />

virðast sjálfsögð sannindi en fyrir okkur mannfólkið er þetta fjarri því að vera einfalt<br />

mál því að lífið er okkur óþrjótandi umhugsunarefni. Við lifum í rauninni ekki<br />

aðeins náttúrulegu lífi, heldur einnig andlegu lífi, lífi sem fólgið er í því að skoða<br />

hug sinn, hugsa um lífið og taka afstöðu til þess, spyrja um tilgang þess og þróun,<br />

möguleikana sem í því búa og hvernig við sjálf fáum mótað það og metið. Hið<br />

náttúrulega líf er okkur gefið, við erum ekki höfundar þess. Hið andlega eða<br />

mannlega líf okkar sem hugsandi vera er hins vegar ekki gefið með sama hætti,<br />

heldur verðum við sjálf að móta það með hugsunum okkar, ákvörðunum og gerðum.<br />

Birtingarmyndir lífsins<br />

Hvernig ber að hugsa tengslin á milli hins náttúrulega lífs sem lifir í okkur, ef svo<br />

má orði komast, og hins andlega lífs, sem við lifum með því að leggja mat á hlutina<br />

og skapa það sem við nefnum einu orði menningu? Hversu skörp eru skilin á<br />

milli hins náttúrulega lífs og hins andlega eða menningarlega lífs? Er hér um að<br />

ræða líf í tvenns konar skilningi? Eða er menningarlífið aðeins ein birtingarmynd<br />

hins náttúrulega lífs?<br />

Spurningar af þessum toga og raunar margar fleiri um lífið og tilveruna bar<br />

nýlega á góma á málþingi í háskólanum um réttlæti og hið góða líf, en frummælendur<br />

og helstu þátttakendur þingsins voru börn á aldrinum sjö til fjórtán ára. Sjö<br />

ára börnin rökræddu meðal annars hvort leyfilegt væri að drepa dýr og komust að<br />

þeirri niðurstöðu að það mætti ekki gera sér til gamans, heldur einungis til að<br />

afla sér matar. Þá vaknaði sú spurning hvort rétt væri að leggja sér mannakjöt til<br />

munns. Áheyrendum til mikillar undrunar – ef ekki skelfingar – voru börnin á<br />

einu máli um að slíkt ætti líka að vera leyfilegt. Forsendan sem þau gáfu sér var<br />

sú að mennirnir væru sjálfir dýr og þess vegna mætti nýta sér þá til matar. Rétt er<br />

að taka fram að mörg þeirra höfnuðu mannáti af þeirri ástæðu að mannakjöt væri<br />

líklega bragðvont!<br />

Eldri börnin leiddu þessa spurningu hjá sér, en fjölluðu þeim mun meir um það<br />

hvað gæfi lífinu gildi og hvað skipti mestu til að geta lifað góðu lífi. Hér bar vináttuna<br />

hæst og einnig nauðsyn þess að búa í samfélagi þar sem réttlæti og sann-<br />

158


girni ríktu í samskiptum fólks. Við ættum sífellt að stefna að fullkomnun, en börnin<br />

töldu einnig að fullkomleikinn væri samt ekki á mannlegu valdi; enginn gæti<br />

verið algóður; réttlæti okkar væri ábótavant og við gerðum iðulega skyssur í samskiptum.<br />

En þau voru líka sammála um að það væri ekki aðeins hollt að hugleiða<br />

og ræða þessi efni, heldur bókstaflega lífsnauðsyn, því annars væri hættan sú að<br />

við skeyttum ekki lengur um þessi mikilvægu gildi lífsins og þá gætum við ekki<br />

framar vænst þess að lifa góðu lífi.<br />

Vangaveltur þessara ungu hugsuða voru athyglisverðar og viðfangsefni þeirra<br />

eiga erindi við okkur öll og ekki síst ykkur, ágætu kandídatar, sem eigið lífið fram<br />

undan. Þess vegna hvet ég ykkur að gefa sjálfum ykkur tíma til að yfirvega og<br />

ræða við aðra hvað það er sem gefur lífinu gildi, bæði ykkar persónulega lífi og<br />

mannlífinu öllu.<br />

Ófullnægja<br />

Eitt vil ég sérstaklega biðja ykkur að staldra við en það er visst einkenni á mannskepnunni<br />

sem greinir hana skýrt frá öðrum lifandi verum. Hugsun og hegðun<br />

manna bera gjarnan merki djúpstæðrar ófullnægju. Maðurinn hefur ekki fyrr satt<br />

hungur sitt en hann þráir annan og betri mat. Hann hefur ekki fyrr fengið nýtt<br />

tæki í hendur en hann leitast við að finna enn öflugra tæki. Hann hefur ekki fyrr<br />

náð völdum en hann vill enn meiri völd. Hann er ekki fyrr orðinn frægur en hann<br />

sækist eftir enn meiri frægð. Hann hefur ekki fyrr auðgast en hann keppir eftir<br />

enn meiri auðæfum.<br />

Í fæstum orðum sagt, virðast manneskjurnar óseðjandi, aldrei fyllilega ánægðar<br />

með það sem þær eru, hafa eða geta. Þær vilja sífellt meira og virðast vera knúnar<br />

áfram af taumlausri þrá eftir því sem gæti fullnægt löngunum þeirra. Lífsþrá<br />

þeirra virðist gædd þeirri náttúru að ala sífellt af sér nýjar og nýjar langanir, nýjar<br />

og nýjar hvatir til að eignast eða leggja undir sig heiminn. Líkt og tilgangur lífsins<br />

sé sá að vera allsráðandi og alsæll – vera sem sagt eins og almáttugur guð sem<br />

öllu ræður, á allt og nýtur aðdáunar og virðingar allra.<br />

Þetta lýsir hinu andlega eðli mannsins. Andinn er opinn fyrir hinu óendanlega;<br />

hann er óendanleikinn sjálfur; þess vegna virðist ekkert geta fullnægt honum<br />

nema ef vera skyldi annar óendanlegur andi. Og þessi óseðjandi andi er fjötraður<br />

við þetta hverfula og viðkvæma fyrirbæri sem er hinn flókni líkami okkar sjálfra,<br />

örsmátt brot af ríki náttúrunnar þar sem allt molnar og eyðist, þar sem sífellt<br />

koma fram ný form og nýjar myndir sem er umsvifalaust svipt á braut fyrir enn<br />

nýjum myndum og formum.<br />

Líf í skauti náttúrunnar er sífelld endurnýjun og eyðing, fæðing og dauði – og við,<br />

hinar andlegu, hugsandi verur erum vitni að þessum sístarfandi sköpunar- og<br />

eyðingarmætti sem er hið náttúrulega líf eins og það þróast á jörðinni og líka í<br />

okkur sjálfum, í líkama okkar sem vex, dafnar og hrörnar, óvarinn fyrir ótal sjúkdómum<br />

og slysum eins og aðrar náttúruverur, ofurseldur veðri og vindum, eldgosum<br />

og jarðskjálftum sem skelfa okkur og storka öllum vísindum okkar og<br />

valdi.<br />

Andinn og gift hans<br />

En mannsandinn lætur seint bugast, heldur safnar reynslu okkar allra saman og<br />

heldur öllu til haga. Saga íslensku þjóðarinnar er til vitnis um það. Andinn lifir í<br />

sögum og við Íslendingar erum söguþjóð, þjóð sem sumir segja að hafi fátt kunnað<br />

betur en segja sögur. Vera má að þeirri kunnáttu sé ógnað núna um stundarsakir<br />

vegna þess hve upptekin við erum við að læra á tölvur og leika okkur með<br />

hlutabréf sem eru ávísanir á völd og velgengni í alþjóðavæddum heimi. En vitund<br />

okkar verður aldrei södd af veraldargæðum, heldur leitar sífellt þess sem hefur<br />

varanlegt gildi. Hún leitar andlegra verðmæta þar sem hugurinn getur fundið frið<br />

til að finna sjálfan sig í stað þess að vera í endalausum eltingarleik við hluti sem<br />

eru fyrirfram dæmdir til að glatast.<br />

Hvar er að finna þau gæði sem satt geta andann? Þau er að finna í vísindum, listum<br />

og leikjum þar sem andinn getur hafið sig til flugs, lyft sér yfir aðstæðurnar<br />

og skoðað þær og skilið, umskapað þær og aðlagað að draumum sínum og vonum.<br />

Stundum erum við vissulega andlaus og úrkula vonar. En fyrr en varir njótum<br />

við líka nýrra gjafa andans sem – rétt eins og náttúran – tekur sífellt á sig<br />

nýjar myndir og ný form, brýtur niður og byggir upp í menningu okkar.<br />

Andinn og gift hans ráða sannarlega yfir okkur öllum. Líka ykkur, kandídatar góðir.<br />

Lærimeistarar ykkar eru sömuleiðis á valdi þeirrar andagiftar sem fræðin hafa<br />

159


lásið þeim í brjóst. Háskóli Íslands er sjálfur helgaður þeim óseðjandi anda sem<br />

hefur gagntekið þjóðfélagið allt, þránni eftir æ meiri þekkingu, nýjum hugmyndum<br />

og kenningum, skapandi hugviti sem leggur sífellt til nýrrar atlögu við veruleikann.<br />

Stærsta verkefnið, sem reynir mest á hugvit okkar og hugdirfsku, er í því<br />

fólgið að takast á við okkur sjálf, þau bönd sem við bindum við heiminn og þá<br />

andlegu fjötra sem við sjálf hnýtum í æðibunugangi eftir veraldlegri fullnægingu<br />

eða fullkomnun.<br />

Börnin höfðu sannarlega rétt fyrir sér. Fullkomleikinn er ekki á mannlegu valdi.<br />

Þaðan af síður fullnæging allra okkar langana og hvata. Þess vegna skiptir svo<br />

miklu, kandídatar góðir, að við kunnum að staldra við, yfirvega andartakið sem<br />

okkur er gefið til að taka þátt í tilverunni og læra að takast á við sjálf okkur, þann<br />

náttúrulega og andlega lífskraft sem í okkur býr. Og um leið ber okkur að þakka<br />

fyrir að fá að vera þátttakendur í þessu stórkostlega ævintýri sem tilveran er, lífið<br />

með öllum sínum undrum sem við mótum líka sjálf með hugsunum okkar og<br />

ákvörðunum.<br />

Háskóli Íslands þakkar ykkur, ágætu kandídatar, fyrir ykkar þátt í því að gera<br />

hann að góðum skóla þar sem fólk reynir sífellt að gera betur og nema ný lönd í<br />

heimi andans.<br />

Sýnd og reynd<br />

Ræða 21. október <strong>2000</strong><br />

Ég óska ykkur, ágætu kandídatar, fjölskyldum ykkar og aðstandendum til hamingju<br />

með prófgráðuna. Hún er staðfesting þess að þið hafið náð mikilvægum<br />

áfanga á lífsbraut ykkar og nú blasir næsti áfangi við ykkur. Hver skyldi hann<br />

vera? Mörg ykkar hafa vafalaust tekið ákvörðun um næstu skref í lífinu, önnur<br />

ykkar eru enn að skoða þá kosti sem bjóðast. Og öll eruð þið að velta heiminum<br />

fyrir ykkur. Það eru vissulega ærin tilefni til þess. Heimurinn hefur aldrei virst<br />

eins undarlegur og einmitt nú. Og aldrei hefur hann breyst eins ört og einmitt nú.<br />

En hvað er undarlegt og hvað er að breytast? Erum við sjálf – manneskjurnar –<br />

að verða öðruvísi í hugsun og hegðun? Eða eru breytingarnar og undarlegheitin<br />

öll á ytra borði, í hinu efnislega og veraldlega umhverfi?<br />

Frá því mannfólkið tók að orða hugsanir sínar hafa spurningar af þessum toga<br />

leitað á það. Veröldin hefur ávallt verið undarleg og breytingum undirorpin. Og við<br />

veitum þessu ævinlega eftirtekt hér og nú – við þær tilteknu aðstæður sem við lifum<br />

á hverjum tíma.<br />

Í þessu sambandi vil ég benda ykkur á einn greinarmun sem leikið hefur lykilhlutverk<br />

í sögu mannsandans. Þetta er greinarmunur sýndar og reyndar. Frumherjar<br />

vísinda á dögum Forn-Grikkja lögðu þennan greinarmun til grundvallar<br />

fræðastarfi sínu og vísindamenn á okkar dögum gera slíkt hið sama: Markmið<br />

vísinda er að komast að því hvernig hlutirnir eru í raun og veru, óháð því hvernig<br />

þeir sýnast vera. Þetta er fjarri því að vera einfalt mál. Sannleikurinn er sá að við<br />

lifum og hrærumst í heimi þar sem allt kann að sýnast okkur öðru vísi en það er,<br />

fyrirbæri náttúru og menningar og líka við sjálf. Stundum reynum við líka að<br />

sýnast meiri eða betri en við erum. Raunar efast ég um að nokkurt okkar sé alveg<br />

laust við sýndarmennsku. Hvenær komum við fram alveg eins og við erum?<br />

Vitum við sjálf hvernig við erum í raun? Veit það nokkur? Og ef ekki, er þá nokkur<br />

ástæða til að velta þessu fyrir sér? Og skiptir þá greinarmunurinn á sýnd og<br />

reynd nokkru máli?<br />

Ef fólk hugsar þannig þá blasir við að sýndin hefur forgang í vitund þess fram yfir<br />

reyndina. Vera má að svo hafi ávallt verið. Að minnsta kosti voru forn-grískir<br />

fræðimenn með Platon í fylkingarbroddi ósparir á að gagnrýna samborgara sína<br />

fyrir að vera hugfangna af því hvernig hlutirnir sýnast vera í stað þess að reyna að<br />

komast að því hvernig þeir eru í raun. Í nútíma okkar er margt sem bendir til<br />

þess að sýndin hafi sterkari tök á hugum fólks en nokkru sinni fyrr. Hún hefur<br />

fengið til liðs við sig öflug fyrirtæki sem sérhæfa sig í auglýsingum, áróðri og<br />

ímyndarsköpun. Hún nýtur þess að fundin hefur verið upp ný tækni til að búa<br />

hana til og miðla henni til fólks; sú tækni er raunar í mjög örri þróun á okkar tímum<br />

og veitir æ víðtækari aðgang að svonefndum „sýndarveruleika“ sem borinn er<br />

uppi af tölvunetum sem teygja sig yfir alla heimsbyggðina. Við heimilistölvu okkar<br />

160


getum við farið á netinu inn í „sýndarstofur“ þar sem við kynnumst allt öðrum aðstæðum<br />

en þeim sem eru í okkar eigin raunverulegu stofum heima fyrir. Og kynni<br />

okkar af þessum „sýndarheimi“ geta auðgað og víkkað reynslu okkar og veitt<br />

okkur margvíslegan fróðleik um raunveruleikann. En raunheimur okkar er engu<br />

að síður sá sami; og reynslan af þessum sýndarheimi kemur aldrei í stað reynslu<br />

okkar af tilteknum raunverulegum aðstæðum, heldur byggist á henni.<br />

Styrkur sýndarinnar í nútíma okkar hvílir ekki eingöngu á hinni nýju tækni sem<br />

framleiðir hana og breytir henni að vild, heldur á vissum hugsunarhætti sem ég<br />

tel að okkur stafi hætta af. Hann felst í því að ofmeta nútíðina, hugsa sér að „nútíðin“,<br />

tíminn sem við erum að lifa á þessari stundu, sé í rauninni „veruleikinn<br />

sjálfur“, að þeir viðburðir sem nú eru að gerast séu það eina sem máli skiptir í<br />

heiminum. Samkvæmt þessum hugsunarmáta hefur nútíðin yfirstigið fortíðina,<br />

hirt frá henni allt nýtilegt og látið hana falla að öðru leyti í gleymsku og dá. Og nútíðin<br />

hefur þá líka, samkvæmt þessum hugsunarhætti, náð tökum á framtíðinni<br />

og þegar gert sér ljósa grein fyrir öllum þeim möguleikum sem hún hefur að<br />

bjóða.<br />

Hættan sem leynist í slíkri nútíðardýrkun kann að vera meiri og alvarlegri en<br />

nokkur önnur sem að okkur steðjar: „Sá sem veit ekki hvaðan hann kemur, veit<br />

ekki heldur hvert hann stefnir; og sá sem veit ekki hvert hann stefnir, veit ekki<br />

heldur hvar hann er.“ Þessi viskuorð, sem ég hef eftir vini mínum, eiga sannarlega<br />

erindi til okkar nútímafólks. Og ekki síst ykkar, ágætu kandídatar, sem eigið<br />

lífið að mestu fram undan og eruð að móta lífsstefnu ykkar. Ef við trúum því í alvöru<br />

að við höndlum veruleikann sjálfan í þeim sýndarmyndum og því sjónarspili<br />

sem nútíðin varpar til okkar á hverjum tíma, þá er veruleikaskyni okkar verulega<br />

áfátt og það jafnvel orðið alvarlega brenglað. Við slíkar aðstæður skapast sú<br />

hætta að við missum samband við þann veruleika sem heldur veröldinni saman<br />

og týnum þar með sjálfum okkur, týnum forfeðrum okkar, týnum börnum okkar<br />

og jafnvel framtíðinni sjálfri.<br />

Leiðum hugann að því hvernig við nemum veruleikann. Við nemum hann í því<br />

sem fyrir okkur ber á hverju andartaki. Hann er viðburður – rétt eins og þessi athöfn<br />

sem við tökum þátt í á þessari stundu og hverfur fyrr en varir á vit fortíðar.<br />

Og við bíðum, mörg okkar óþreyjufull, eftir nýjum viðburðum, nýjum veruleika<br />

sem við væntum í framtíðinni, í kvöld, á morgun eða eftir nokkur ár. Hver einstök<br />

mannvera lifir á sinn hátt í eigin heimi þar sem hún tengir saman fortíð, nútíð og<br />

framtíð og finnur samhengi eða samhengisleysi síns eigin lífs og tilverunnar í<br />

heild. Hún gerir það með því að segja sögur af því sem hún hefur lifað og kynnst.<br />

Hvert samfélag fólks, sem deilir kjörum í tilverunni, semur líka sögur til að halda<br />

saman eigin veruleika í fortíð, nútíð og framtíð.<br />

Án sögunnar – frásagnarinnar af því sem gerst hefur, er að gerast og getur gerst<br />

– væri enginn varanlegur eða merkingarbær veruleiki til fyrir okkur mannfólkið,<br />

heldur einungis einstakir samhengislausir atburðir sem hyrfu umsvifalaust inn í<br />

algleymi myrkurs og tóms. Tími mannkyns hér á jörðu er umvafinn slíku algleymi.<br />

Núna fyrst á síðustu áratugum hafa fornleifafræðingar uppgötvað heimildir<br />

úr forsögu okkar sem benda til þess að fyrsta mannveran hafi orðið til fyrir<br />

um þremur og hálfri milljón ára; sögulegar heimildir ná um 10 þús. ár aftur í tímann;<br />

skipuleg þekkingarleit hófst fyrir um 2500 árum; vitneskja um sólkerfið og<br />

stöðu jarðar í því er um 500 ára; og á síðustu tveimur öldum hefur sprottið fram<br />

hver vísindagreinin af annarri sem hefur víkkað út svið vitneskju mannfólksins<br />

um veruleikann. Og þessar vísindagreinar hafa um leið margfaldað getu okkar til<br />

að skapa hugtök og tæki til að hafa áhrif á og breyta aðstæðum okkar á jörðinni,<br />

nýta gæði hennar með allt öðrum hætti en tíðkaðist um árþúsundir. Þær hafa gert<br />

okkur kleift að búa til voldug félagsleg kerfi, stórfyrirtæki og stofnanir til að stýra<br />

sameiginlegum málum mannkyns og skrá og semja sögu þess og jarðlífsins eftir<br />

áður óþekktum leiðum.<br />

Öll eiginleg menntun snýst um að efla vitund okkar um veruleikann í fortíð, nútíð<br />

og framtíð. Hún miðar að því að styrkja vilja okkar til að bæta heiminn, gera hann<br />

byggilegri og betri fyrir komandi kynslóðir og umfram allt felst sönn menntun í<br />

því að læra að virða, virkja og meta að verðleikum þau öfl sem búa í okkur sjálfum,<br />

í náttúrunni og öllu sem lifir. Sönn menntun, sú sem þroskar okkur og eflir,<br />

snýst aldrei um sýndina, heldur um reyndina, raunveruleikann sjálfan. Og þegar<br />

menntunin snýst um sýndina þá er það ekki vegna sýndarinnar sjálfrar, heldur til<br />

þess að hún láti reyndina sýna sig að svo miklu leyti sem það er yfirleitt hægt. Því<br />

reyndin er – í sannleika sagt – að langmestu leyti ósýnileg og sýnir sig aldrei<br />

nema að hluta, í brotum, í hverfulum myndum, einstökum atburðum og orðum.<br />

161


Hún dylst á bak við sýndina, felur sig í sálarfylgsnum okkar, í iðrum jarðar, í<br />

ómælisdjúpi himingeimsins. Hún felst líka í því afli sem skapar samfélög fólks og<br />

birtist í því sem kallast þjóðarvitund og þjóðarsál og enginn veit gjörla hvernig<br />

starfar. Og hún er líka að verki í stofnunum á borð við Háskóla Íslands sem er<br />

kallaður til að þjóna íslenskri þjóð með rannsóknum á raunveruleikanum svo hún<br />

geti sýnt og sannað tilverurétt sinn í samfélagi þjóðanna, verið sjálfstæð og trúað<br />

með réttu á eigin mátt og megin.<br />

Hver er hún þessi reynd, þessi raunveruleiki sem við höfum enn ekki höndlað og<br />

munum aldrei höndla í nútíðinni nema að örlitlu leyti? Hún er fólgin og falin í<br />

þeim öflum og þeim krafti sem vísindi og listir eru sköpuð til að reyna að skilja og<br />

sýna: Aflinu sem stýrir „stjarna her“, orkunni sem ræður veðri og vindum, kraftinum<br />

sem knýr okkur til að hugsa. Reyndin sjálf er ónefnanleg, ólýsanleg og fullkomlega<br />

óræð í sjálfri sér. Hún er veruleikinn sjálfur sem til okkar talar, ekki aðeins<br />

í því sem við getum séð, heldur í öllu sem skilningarvit okkar geta numið og<br />

hugurinn spannað með hugtökum sínum. Án þessa sambands við reyndina værum<br />

við ekki hér, kandídatar góðir, samankomin til að fagna prófgráðu ykkur eftir<br />

strangt nám í Háskóla Íslands. Hér hafa verið gerðar til ykkar miklar kröfur um<br />

einbeitingu og heilindi í hugsun til að komast að hinu sanna og rétta á fræðasviðum<br />

ykkar. Fræði ykkar eru engin sýndarfræði, námsgráða ykkar engin sýndargráða.<br />

Háskóla Íslands er ekki sýndarháskóli, heldur fræðasetur þar sem fólk<br />

vinnur hörðum höndum við að kynnast veruleikanum eins og hann er í raun.<br />

Vafalaust erum við háskólafólk líka veikt fyrir sýndinni; við viljum vissulega að<br />

fólk sjái um hvað Háskólinn snýst og hvað hann gerir. Og Háskólinn vill að þið,<br />

nemendur hans, fáið tækifæri til að sýna hvað í ykkur býr og að kraftar ykkar<br />

nýtist til að skapa betri veröld fyrir börnin sem eiga að erfa Ísland og bera merki<br />

landsins um ókomin ár. Þess vegna heitir hann á ykkur að taka ótrauð þátt í þeirri<br />

baráttu sem fram undan er til að draga úr áhrifamætti sýndarinnar og auka hlut<br />

reyndarinnar í tilveru okkar.<br />

Í þeirri baráttu skiptir höfuðmáli að leggja rækt við hugsun sína, þroska hana og<br />

efla með því að hugleiða fortíðina, hugsa fyrir því sem kann að gerast í framtíðinni<br />

og sýna öldnum og ungum alúð og umhyggjusemi í nútíðinni. Ég nefni sérstaklega<br />

aldna og unga vegna þess að þeir tengja okkur við fortíðina og framtíðina.<br />

Og það er einmitt þau bönd sem við verðum að hnýta fastar, ef við eigum ekki<br />

að týnast í nútíðinni og sogast inn í heim sýndarinnar.<br />

Þess vegna hvet ég ykkur, kandídatar góðir, til að styrkja eftir föngum tengsl ykkar<br />

við forfeðurna en þó umfram allt að einbeita ykkur að uppeldi barna, sinna vel<br />

ykkar eigin börnum og styðja við þá sem annast börn. Fátt er vænlegra til að efla<br />

veruleikaskynið en einmitt sambandið við barnið sem er að uppgötva heiminn og<br />

hefur ekki enn lært að sýnast. Þá höldum við líka lifandi tengslum við barnið í<br />

sjálfum okkur og upprunalega reynslu okkar af tilverunni. Uppeldisstarfið kostar<br />

líka blóð, svita og tár. Uppalandinn er manneskja af holdi og blóði sem verður að<br />

gefa mikið af sjálfri sér eigi hún að ná til barnsins og veita því þann stuðning sem<br />

það þarfnast. Og slíkt gerist ekki í neinum „sýndarveruleika“.<br />

Störf uppalenda og kennara eru óendanlega mikilvæg fyrir unga Íslendinga og<br />

komandi kynslóðir en þau hafa því miður verið vanmetin á síðustu áratugum. Hér<br />

er því mikið verk óunnið í íslensku þjóðfélagi sem miklu skiptir fyrir framtíð þjóðarinnar.<br />

Eitt stærsta verkefni íslenskrar menningar á komandi árum er endurreisn<br />

viðurkenningar og virðingar fyrir starfi kennarans frá leikskóla til háskóla.<br />

Háskóli Íslands vonar, ágætu kandídatar, að hann hafi verið ykkur góður skóli og<br />

að hér hafið þið kynnst, ekki aðeins heimi fræða og kenninga, heldur líka ykkur<br />

sjálfum og veruleikanum betur. Háskólinn þakkar ykkur samfylgdina og býður<br />

ykkur velkomin hvenær sem er til enn frekara náms og rannsókna.<br />

162


Brautskráðir<br />

kandídatar<br />

Brautskráðir kandídatar 5. febrúar <strong>2000</strong><br />

Guðfræðideild (4)<br />

Cand.theol. (4)<br />

Árni Svanur Daníelsson<br />

Davíð Freyr Oddsson<br />

Hans Guðberg Alfreðsson<br />

Sigríður Kristín Helgadóttir<br />

Læknadeild (6)<br />

M.S.-próf í heilbrigðisvísindum (2)<br />

Jónína Þuríður Jóhannsdóttir<br />

Ólöf Ragna Ámundadóttir<br />

Lyfjafræði lyfsala (1)<br />

M.S.-próf í lyfjafræði (1)<br />

Jóhanna F. Sigurjónsdóttir<br />

Námsbraut í hjúkrunarfræði (3)<br />

B.S.-próf í hjúkrunarfræði (3)<br />

Edda Árnadóttir<br />

Halla Hrund Birgisdóttir<br />

Hildur Sólveig Sigurðardóttir<br />

Lagadeild (13)<br />

Embættispróf í lögfræði (13)<br />

Bryndís Guðmundsdóttir<br />

Guðríður M. Kristjánsdóttir<br />

Guðrún Elísabet Árnadóttir<br />

Guðrún Margrét Baldursdóttir<br />

Gunnar Pétursson<br />

Gunnlaugur Pétur Erlendsson<br />

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir<br />

Herdís Hallmarsdóttir<br />

Hildur Briem<br />

Hildur Dungal<br />

Jón Sigurðsson<br />

Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir<br />

Sólveig Ágústsdóttir<br />

Viðskipta- og hagfræðideild (25)<br />

M.S.-próf í viðskiptafræði (3)<br />

Helgi Einar Baldursson<br />

Lárus Páll Ólafsson<br />

Sigurjón Haraldsson<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (4)<br />

Garðar Már Newman<br />

Jóhann Steinar Ingimundarson<br />

Ólafur Harðarson<br />

Steinunn Arnardóttir<br />

B.S.-próf í viðskiptafræði (17)<br />

Andrea Jónsdóttir<br />

Ásta María Guðmundsdóttir<br />

Brynjólfur Bjarnason<br />

Indriði Freyr Indriðason<br />

Ína Björk Hannesdóttir<br />

Jón Þór Helgason<br />

Karl Einarsson<br />

Kristín Lára Ólafsdóttir<br />

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir<br />

Saga Ómarsdóttir<br />

Soffía Gunnarsdóttir*<br />

Stefán Ari Guðmundsson<br />

Vilhelm Ragnar Sigurjónsson<br />

Willy Blumenstein Valdimarsson<br />

Þorbjörg Jónsdóttir<br />

Þorsteinn Freyr Bender<br />

Þórunn Marinósdóttir<br />

B.A.-próf í hagfræði (2)<br />

Snorri Jakobsson<br />

Soffía Gunnarsdóttir*<br />

Heimspekideild (20)<br />

MA.-próf í almennri bókmenntafræði (1)<br />

Ragna Garðarsdóttir<br />

M.A.-próf í dönsku (1)<br />

Málfríður Þórarinsdóttir<br />

M.A.-próf í íslenskri málfræði (1)<br />

Margrét Guðmundsdóttir<br />

B.A.-próf í almennri bókmenntafræði (2)<br />

Lydia Ósk Óskarsdóttir<br />

Pálína Kjartansdóttir<br />

B.A.-próf í ensku (2)<br />

Bryndís Sigtryggsdóttir<br />

Nils Kjartan Guðmundsson<br />

B.A.-próf í frönsku (2)<br />

Hrafnhildur Sverrisdóttir<br />

Pálína Þórisdóttir<br />

B.A.-próf í heimspeki (4)<br />

Böðvar Yngvi Jakobsson<br />

Harpa Helgadóttir<br />

Kristrún Gunnarsdóttir<br />

Pétur Atli Lárusson<br />

B.A.-próf í rússnesku (1)<br />

Kristján Geir Pétursson<br />

B.A.-próf í sagnfræði (4)<br />

Atli Viðar Thorstensen<br />

Bragi Þorgrímur Ólafsson<br />

Njörður Sigurðsson<br />

Ólöf Dögg Sigvaldadóttir<br />

B.A.-próf í sænsku (1)<br />

Hulda Hauksdóttir<br />

B.Ph.Isl.-próf (1)<br />

Sarah Lacroix<br />

Verkfræðideild (10)<br />

Meistarapróf í verkfræði (1)<br />

Ingimundur Valgeirsson<br />

Cand.scient.-próf í vélaog<br />

iðnaðarverkfræði (1)<br />

Kristján Andri Kristjánsson<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræði (1)<br />

Eyjólfur Örn Snjólfsson<br />

B.S.-próf (7)<br />

Véla- og iðnaðarverkfræði (6)<br />

Arnbjörg Jóna Jóhannsdóttir<br />

Erlingur Örn Samúelsson<br />

Eyjólfur M. Kristinsson<br />

Friðrik Ingi Þorsteinsson<br />

Helgi Björn Ormarsson<br />

Ívar Sigurður Kristinsson<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræði (1)<br />

Páll Óskar Gíslason<br />

Raunvísindadeild (32)<br />

M.S.-próf í líffræði (2)<br />

Heiðdís Smáradóttir<br />

Jón Einar Jónsson<br />

M.S.próf í landafræði (1)<br />

Fanney Ósk Gísladóttir<br />

M.S.-próf í matvælafræði (2)<br />

Ásbjörn Jónsson<br />

Hlynur Veigarsson<br />

B.S.-próf í eðlisfræði (1)<br />

Unnar Bjarni Arnalds<br />

B.S.-próf í efnafræði (1)<br />

Haukur Rúnar Magnússon<br />

B.S.-próf í lífefnafræði (4)<br />

Frímann Stefánsson<br />

Hallgrímur Arnarson<br />

Linda Helgadóttir<br />

Ragnhildur Þóra Káradóttir<br />

B.S.-próf í líffræði (6)<br />

Anna Heiða Ólafsdóttir<br />

Atli Jósefsson<br />

Dagný Hreinsdóttir<br />

Elín Ásgeirsdóttir<br />

Nanna Viðarsdóttir<br />

Sigurborg Matthíasdóttir<br />

B.S.-próf í landafræði (3)<br />

Guðrún Ýr Sigbjörnsdóttir<br />

Nína Hrönn Sigurðardóttir<br />

Svava Björk Þorláksdóttir<br />

B.S.-próf í tölvunarfræði (5)<br />

Albert Pétur Einarsson<br />

Birgir Hrafn Hafsteinsson<br />

Bjarni Þór Þorsteinsson<br />

Ívar Ragnarsson<br />

Sæmundur Valdimarsson<br />

B.S.-próf í matvælafræði (7)<br />

Eiríkur Kristinsson<br />

Gústaf Helgi Hjálmarsson<br />

Jón Ragnar Gunnarsson<br />

Kári Erkki Sturlaugsson<br />

Laufey Kristjánsdóttir<br />

María Markúsdóttir<br />

Valgarð Thoroddsen<br />

Félagsvísindadeild (39)<br />

Bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (4)<br />

Alma Sigurðardóttir<br />

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir<br />

Guðrún Þorbjörg Einarsdóttir<br />

Rannveig Guðjónsdóttir<br />

Félagsfræði (3)<br />

Hafdís Dögg Guðmundsdóttir<br />

Hólmfríður Oddsdóttir<br />

Jón Knútur Ásmundsson<br />

Mannfræði (6)<br />

Ása Björg Þorvaldsdóttir<br />

Brynja Þorgeirsdóttir<br />

Helga Bára Bragadóttir<br />

Ólöf Ósk Kjartansdóttir<br />

Ragnheiður Gestsdóttir<br />

163


Steinunn Garðarsdóttir<br />

Sálarfræði (10)<br />

Anna María Frímannsdóttir<br />

Bergþóra Sigurðardóttir<br />

Drífa Björk Guðmundsdóttir<br />

Einar Örn Einarsson<br />

Elfa Dögg S. Leifsdóttir<br />

Guðrún Lárusdóttir<br />

Helga Haraldsdóttir<br />

Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson<br />

Ragnhildur Magnúsdóttir<br />

Þóra Sigfríður Einarsdóttir<br />

Stjórnmálafræði (9)<br />

Alda Sigurðardóttir<br />

Anna Hjartardóttir<br />

Arna Lára Jónsdóttir<br />

Elva Björk Sverrisdóttir<br />

Halldór Már Sæmundsson<br />

Harpa Guðfinnsdóttir<br />

María Ingibjörg Ragnarsdóttir<br />

Þorbjörg Matth. Einarsdóttir<br />

Þóra Björk Smith<br />

Uppeldis- og menntunarfræði (3)<br />

Ása Eyjólfsdóttir<br />

Elfa Hrund Guttormsdóttir<br />

Hjördís Árnadóttir*<br />

Þjóðfræði (1)<br />

Björk Bjarnadóttir<br />

Starfsréttindanám (3)<br />

Bókasafns- og upplýsingafræði (1)<br />

Erla Sigrún Lúðvíksdóttir<br />

Félagsráðgjöf (1)<br />

Hjördís Árnadóttir*<br />

Námsráðgjöf (1)<br />

Auður Jónsdóttir<br />

Brautskráðir kandídatar 24.<br />

júní <strong>2000</strong><br />

Guðfræðideild (7)<br />

Cand.theol. (3)<br />

Bolli Pétur Bollason<br />

Fjölnir Ásbjörnsson<br />

Guðrún Karlsdóttir<br />

B.A.-próf í guðfræði (3)<br />

Haraldur Örn Gunnarsson<br />

Rúnar Gunnarsson<br />

Sóley Benna Stefánsdóttir<br />

30 eininga djáknanám (1)<br />

Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir<br />

Læknadeild (33)<br />

M.S.-próf í heilbrigðisvísindum (1)<br />

Anna Lára Þórisdóttir Möller<br />

Embættispróf í læknisfræði (31)<br />

Aðalsteinn Gunnlaugsson<br />

Alfreð Harðarson<br />

Andri Már Þórarinsson<br />

Eva Sigvaldadóttir<br />

Fidel Helgi Sanchez<br />

Guðjón Leifur Gunnarsson<br />

Guðni Arnar Guðnason<br />

Guðrún Björk Reynisdóttir<br />

Guðrún Scheving Thorsteinsson<br />

Gunnar Tómasson<br />

Gunnar Már Zoëga*<br />

Gunnhildur Margrét Guðnadóttir<br />

Helgi Þór Hjartarson<br />

Hilma Hólm<br />

Ingi Þór Ólafsson<br />

Jón Torfi Halldórsson<br />

Jón Magnús Kristjánsson<br />

Judit Amalía Guðmundsdóttir<br />

Kristín Pálsdóttir<br />

Linda Beate Johnsen<br />

Margrét Leósdóttir<br />

Mikael Smári Mikaelsson<br />

Rafn Hilmarsson<br />

Ragnhildur Bergþórsdóttir<br />

Sigríður Sveinsdóttir<br />

Sigurður Yngvi Kristinsson<br />

Torunn Gabrielsen<br />

Valur Helgi Kristinsson<br />

Þorvarður Jón Löve<br />

Þórarinn Kristmundsson<br />

Þórður Ægir Bjarnason<br />

B.S.-próf í læknisfræði (1)<br />

Gunnar Már Zoëga*<br />

Lyfjafræði lyfsala (15)<br />

Cand.pharm.-próf í lyfjafræði (15)<br />

Anna Guðmundsdóttir<br />

Erla Halldórsdóttir<br />

Guðrún Björg Elíasdóttir<br />

Haraldur Ágúst Sigurðsson<br />

Heimir Þór Andrason<br />

Helga Kristinsdóttir<br />

Jóhanna Hólmfríður Guðmundsdóttir<br />

Kolbrún Hrafnkelsdóttir<br />

Lilja Dögg Stefánsdóttir<br />

Margrét Jóna Höskuldsdóttir<br />

Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir<br />

Stefanía Guðlaug Baldursdóttir<br />

Tinna Traustadóttir<br />

Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir<br />

Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir<br />

Námsbraut í hjúkrunarfræði (84)<br />

M.S. próf í hjúkrunarfræði (1)<br />

Gyða Baldursdóttir<br />

B.S.-próf í hjúkrunarfræði (75)<br />

Alda Gunnarsdóttir<br />

Anna Eiríksdóttir<br />

Anna Baldrún Garðarsdóttir<br />

Anna Jónsdóttir<br />

Anna Lilja Sigfúsdóttir<br />

Auður Stefánsdóttir<br />

Ásdís Pétursdóttir Ólafs<br />

Áslaug Íris Valsdóttir<br />

Ásta Bjarney Pétursdóttir<br />

Bára Hildur Jóhannsdóttir<br />

Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir<br />

Björg Sofie Juto<br />

Björg Viggósdóttir<br />

Brynhildur Barkar Barkardóttir<br />

Elín Birgitta Birgisdóttir<br />

Elísabet Hlín Adolfsdóttir<br />

Elísabet Konráðsdóttir<br />

Erla Dögg Ragnarsdóttir<br />

Esther Ósk Ármannsdóttir<br />

Eyrún Ósk Guðjónsdóttir<br />

Fanney Friðbjörnsdóttir<br />

Gígja Grétarsdóttir<br />

Gróa Reykdal Bjarnadóttir<br />

Guðrún H. Guðmundsdóttir<br />

Guðrún Pálsdóttir<br />

Guðrún Erla Sigfúsdóttir<br />

Guðrún Jóna Sigurðardóttir<br />

Guðrún A. Sigurgeirsdóttir<br />

Guðrún Björk Þorsteinsdóttir<br />

Halla Björg Lárusdóttir<br />

Halla Skúladóttir<br />

Halldóra Hálfdánardóttir<br />

Helga Sóley Alfreðsdóttir<br />

Helga Atladóttir<br />

Hildur Guðmundsdóttir<br />

Hildur Björk Rúnarsdóttir<br />

Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir<br />

Hrafnhildur Stefánsdóttir<br />

Hrönn Birgisdóttir<br />

Hulda Pétursdóttir<br />

Inga Þorbjörg Steindórsdóttir<br />

Ingibjörg Kristín Eiríksdóttir<br />

Ingibjörg Guðmundsdóttir<br />

Ingibjörg Hreiðarsdóttir<br />

Ingveldur Erlingsdóttir<br />

Ingveldur Haraldsdóttir<br />

Ingveldur Ólafsdóttir<br />

Jóhanna Sigr. Kristjánsdóttir<br />

Jóhanna Margrét Sveinsdóttir<br />

Jónína Sigríður Birgisdóttir<br />

Jónína Kristjánsdóttir<br />

Kristín Rós Sigurðardóttir<br />

Laufey Aðalsteinsdóttir<br />

Margrét Þóra Sveinsdóttir<br />

María Guðnadóttir<br />

Marta Steinþóra Þorvaldsdóttir<br />

Ólöf Birna Kristjánsdóttir<br />

Ragna Pétursdóttir<br />

Sigríður Haraldsdóttir<br />

Sigríður Karlsdóttir<br />

Sigríður Erla Sigurðardóttir<br />

Sigríður Brynja Snorradóttir<br />

Sigrún Berg Sigurðardóttir<br />

Sigurður Harðarson<br />

Silja Hrund Júlíusdóttir<br />

Sóley Erla Ingólfsdóttir<br />

Sólveig Wium<br />

Stella I. Steinþórsdóttir<br />

Svava Kristinsdóttir<br />

Unnur Gunnarsdóttir<br />

Valdís Björk Guðmundsdóttir<br />

Valgerður Hafdís Jensen<br />

Þorbjörg Sóley Ingadóttir<br />

Þóra Björk Baldursdóttir<br />

Þórunn Hildigunnur Óskarsdóttir<br />

Embættispróf í ljósmóðurfræði (8)<br />

Áslaug Íris Valsdóttir<br />

Fanný B. Sveinbjörnsdóttir<br />

Gréta Matthíasdóttir<br />

Hafdís Rúnarsdóttir<br />

Helga Harðardóttir<br />

Jóna Karitas Ívarsdóttir<br />

Sesselja Ingólfsdóttir<br />

Sigrún Kristjánsdóttir<br />

B.S. próf í sjúkraþjálfun (18)<br />

Arnar Sveinsson<br />

Bergljót Borg<br />

Björn Pálsson<br />

Einar Harðarson<br />

Falur Helgi Daðason<br />

Gígja Þórðardóttir<br />

Gísli Sigurðsson<br />

Gunnur Róbertsdóttir<br />

Halla Björg Ólafsdóttir<br />

Harpa G. Melsted<br />

Hjálmar Jens Sigurðsson<br />

Ingunn María Björnsdóttir<br />

Kristín Þórdís Valdimarsdóttir<br />

Ragnheiður Kristjánsdóttir<br />

Sólrún Sverrisdóttir<br />

Valur Guðjón Valsson<br />

Veigur Sveinsson<br />

Þórir Guðmundur Áskelsson<br />

Lagadeild (27)<br />

Embættispróf í lögfræði (27)<br />

Almar Örn Hilmarsson<br />

Anna Guðrún Jörgensdóttir<br />

Atli Már Ingólfsson<br />

Ágúst Geir Ágústsson<br />

Álfheiður Mjöll Sívertsen<br />

Ásdís Magnúsdóttir<br />

Áslaug Einarsdóttir<br />

Einar Kristján Jónsson<br />

Elísabet Þórey Þórisdóttir<br />

Elva Ósk S. Wiium<br />

165


166<br />

Guðmundur Örvar Bergþórsson<br />

Halldór Björnsson<br />

Hallmundur Albertsson<br />

Heiðar Ásberg Atlason<br />

Hólmfríður Grímsdóttir<br />

Íris Arna Jóhannsdóttir<br />

Jóhanna Áskels Jónsdóttir<br />

Jón Þór Ólason<br />

Ólafur Örn Svansson<br />

Páll Egill Winkel<br />

Vala Rebekka Þorsteinsdóttir<br />

Viktor Stefán Pálsson<br />

Vilhjálmur Bergs<br />

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson<br />

Þóra Hallgrímsdóttir<br />

Þórarinn Þorgeirsson<br />

Þórir Skarphéðinsson<br />

Viðskipta- og hagfræðideild (84)<br />

M.S. próf í viðskiptafræði (1)<br />

Þórgunnur Hjaltadóttir<br />

M.S.-próf í hagfræði (2)<br />

Saso Andonov<br />

Sultanija Boceva<br />

M.S. -próf í sjávarútvegsfræðum (1)<br />

Guðmundur Jónasson<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (28)<br />

Arnar Þór Snorrason<br />

Berglind Halldórsdóttir<br />

Björn Hákonarson<br />

Davíð Harðarson<br />

Einar Þór Harðarson<br />

Geir Gíslason<br />

Guðmundur Finnur Guðjónsson<br />

Halldóra Elín Ólafsdóttir<br />

Halldóra Skúladóttir<br />

Hannes Frímann Hrólfsson<br />

Helga Gunnarsdóttir<br />

Helga Hólmsteinsdóttir<br />

Hlíðar Þór Hreinsson<br />

Ingibjörg Daðadóttir*<br />

Ingunn Hafdís Hauksdóttir<br />

Íris Guðrún Ragnarsdóttir<br />

Jenný Hólmsteinsdóttir<br />

Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir<br />

Ólöf Hildur Pálsdóttir<br />

Pálína Árnadóttir<br />

Ragna Hafsteinsdóttir<br />

Ragnheiður Harðar Harðardóttir<br />

Rúnar Magni Jónsson<br />

Sandra Margrét Sigurjónsdóttir<br />

Soffía Lárusdóttir<br />

Trausti Ágústsson<br />

Þorvaldur Steinarsson<br />

Þóroddur Sigfússon<br />

B.S.-próf í viðskiptafræði (45)<br />

Aðalheiður Sigurðardóttir<br />

Arnar Ásmundsson<br />

Arnfríður Kristín Arnardóttir<br />

Arnheiður Klausen Gísladóttir<br />

Auður Árnadóttir<br />

Björn Hjaltested Gunnarsson<br />

Daníel Jakobsson<br />

Daníel Þórðarson<br />

Einar Solheim<br />

Elínborg Valdís Kvaran<br />

Elísabet Jónsdóttir<br />

Ella María Gunnarsdóttir<br />

Eyvindur Ívar Guðmundsson<br />

Guðbjörg Jóhannsdóttir<br />

Guðmundur Karl Guðmundsson<br />

Guðrún Gunnarsdóttir<br />

Gunnar Magnússon<br />

Gunnar Páll Tryggvason<br />

Halla Thoroddsen<br />

Haukur Gunnarsson<br />

Helga Thoroddsen<br />

Hildur Björg Bæringsdóttir<br />

Hólmfríður Erla Finnsdóttir<br />

Hrund Sveinsdóttir<br />

Ingi Karl Ingólfsson<br />

Ingibjörg Daðadóttir*<br />

Ingibjörg Elíasdóttir<br />

Jóhann Pétur Sturluson<br />

Kári Jóhannsson<br />

Kristín Björk Jónsdóttir<br />

Kristján Rafn Gunnarsson<br />

Leo Hauksson<br />

Ragnheiður Hauksdóttir<br />

Runólfur Geir Benediktsson<br />

Selma Svavarsdóttir<br />

Sigríður Ásta Ásbjarnardóttir<br />

Sigríður Ómarsdóttir<br />

Sigrún Ágústa Bragadóttir<br />

Stefanía Björg Eggertsdóttir<br />

Stefán Karl Pétursson<br />

Sveinn Garðar Helgason<br />

Viðar Kárason<br />

Vilborg Þórðardóttir<br />

Yngvi Halldórsson<br />

Þórir Steinþórsson<br />

B.S.-próf í hagfræði (3)<br />

Magnús Fjalar Guðmundsson<br />

Sigurður Kjartan Hilmarsson<br />

Valdimar Ármann<br />

B.A.-próf í hagfræði (4)<br />

Anna Helga Eydís Baldursdóttir<br />

Bjarni Már Gylfason<br />

Flóki Halldórsson<br />

Valdimar Svavarsson<br />

Heimspekideild (85)<br />

M.A.-próf í ensku (1)<br />

Berta S. Sigurðardóttir<br />

M.A.-próf í heimspeki (1)<br />

Oddný Eir Ævarsdóttir<br />

M.A.-próf í íslenskri málfræði (1)<br />

Jóhannes Bjarni Sigtryggsson<br />

M.A.-próf í íslenskum bókmenntum (1)<br />

Jóna Guðbjörg Torfadóttir<br />

M.A.-próf í sagnfræði (1)<br />

Erla Doris Halldórsdóttir<br />

M.Paed.-próf í íslensku (3)<br />

Anna Agnarsdóttir<br />

Heimir Freyr Hálfdanarson<br />

Sigfríður Angantýsdóttir<br />

B.A.-próf í almennri bókmenntafræði (13)<br />

Ástríður Jónsdóttir<br />

Baldur Bjarnason<br />

Brynhildur Heiðard. Ómarsdóttir<br />

Guðmunda Gunnlaugsdóttir<br />

Hildur Óskarsdóttir<br />

Iðunn Vignisdóttir<br />

Katrín Björk Baldvinsdóttir<br />

Kristín Bjarnadóttir<br />

Lára Aðalsteinsdóttir<br />

Sunna Hlín Jóhannesdóttir<br />

Vigdís Huld Þorvaldsdóttir<br />

Þorgerður E. Sigurðardóttir<br />

Þórhildur Laufey Sigurðardóttir<br />

B.A.-próf í almennum málvísindum (1)<br />

Einar Sigmarsson<br />

B.A.-próf í ensku (15)<br />

Ágústa Stefánsdóttir<br />

Baldur Hallgrímur Ragnarsson<br />

Berglind Björk Halldórsdóttir<br />

Bernharð Antoniussen<br />

Finnbjörg Guðmundsdóttir<br />

Gunnlaug Guðmundsdóttir<br />

Hanna Björk Valsdóttir<br />

Helga Margrét Helgadóttir<br />

Hildur Hauksdóttir<br />

Klara Kristín Arndal<br />

Kolbrún Hlín Hlöðversdóttir<br />

Smári Sigurðsson<br />

Sólveig Björk Jakobsdóttir<br />

Sólveig Stefánsdóttir<br />

Zivka Lilja Smid<br />

B.A.-próf í frönsku (2)<br />

Klemenz Bjarki Gunnarsson<br />

Sigríður Stefánsdóttir<br />

B.A.-próf í heimspeki (6)<br />

Aðalheiður Sigursveinsdóttir<br />

Jóhannes Dagsson<br />

Jóhannes Örn Erlingsson<br />

Jón Páll Leifsson<br />

Róbert Örvar Ferdinandsson<br />

Tryggvi Guðbrandsson<br />

B.A.-próf í íslensku (7)<br />

Atli Steinn Guðmundsson<br />

Berglind Rúnarsdóttir<br />

Birna Lárusdóttir<br />

Hjördís Hilmarsdóttir<br />

Leifur Helgason<br />

Maren Albertsdóttir<br />

Valdís Ólafsdóttir<br />

B.A.-próf í rússnesku (2)<br />

Arnkell Logi Pétursson<br />

Óli Björn Ólafsson<br />

B.A.-próf í sagnfræði (11)<br />

Brynhildur Einarsdóttir<br />

Danival Toffolo<br />

Drífa Kristín Þrastardóttir<br />

Gísli Baldur Róbertsson<br />

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir<br />

Kristján Guy Burgess<br />

Magnús Sveinn Helgason<br />

Magnús Magnússon<br />

Páll Baldursson<br />

Ragnar Kristinsson<br />

Þórmundur Jónatansson<br />

B.A.-próf í spænsku (4)<br />

Anna Patricia Brizuela<br />

Laufey Ingibjartsdóttir<br />

María Rán Guðjónsdóttir<br />

Sandra Mar Huldudóttir*<br />

B.A.-próf í sænsku (2)<br />

Dagný Guðnadóttir<br />

Snjólaug Elín Sigurðardóttir<br />

B.A.-próf í táknmálsfræði (1)<br />

Brynja Hrönn Jónsdóttir*<br />

B.A.-próf í þýsku (5)<br />

Björg Helga Sigurðardóttir<br />

Guðrún Ösp Pétursdóttir<br />

Linda Hængsdóttir<br />

Sólrún Svandal<br />

Sveinbjörg Guðmundsdóttir<br />

B.Ph.Isl.-próf (7)<br />

Akiko Hasegawa<br />

Edmunds Akitis<br />

Ilva Petersone<br />

Lemme Saukas<br />

Nina Elisa Vikman<br />

Ole Lindquist<br />

Tuomas Jussi Kauko<br />

Viðbótarnám í táknmálstúlkun (1)<br />

Brynja Hrönn Jónsdóttir*<br />

Tannlæknadeild (6)<br />

Berg Valdimar Sigurjónsson<br />

Freydís Þóroddsdóttir<br />

Garðar Guðmundur Sigurðsson<br />

Gunnlaugur Þór Guðmundsson<br />

Kjartan Þór Ragnarsson<br />

Lúðvík Kristinn Helgason


Verkfræðideild (54)<br />

Meistarapróf í verkfræði (10)<br />

Arinbjörn Ólafsson<br />

Friðrik Ingi Þorsteinsson<br />

Helgi Benediktsson<br />

Ívar Sigurður Kristinsson<br />

Jón Vilberg Guðgeirsson<br />

Jón Guðnason<br />

Leifur Þór Leifsson<br />

Ólafur Magnússon<br />

Óskar Pétur Einarsson<br />

Steffi Botzelmann<br />

Cand.scient.-próf (20)<br />

Umhverfis- og byggingarverkfræði (6)<br />

Bjargey Björgvinsdóttir<br />

Bryndís Friðriksdóttir<br />

Guðmundur Valur Guðmundsson<br />

Hlíf Ísaksdóttir<br />

Pétur Már Ómarsson<br />

Samúel Torfi Pétursson<br />

Véla- og iðnaðarverkfræði (10)<br />

Árni Viðar Sigurðsson<br />

Ársæll Aðalsteinsson<br />

Baldur Már Helgason<br />

Eva Hlín Dereksdóttir<br />

Geir Ómarsson<br />

Gunnar Geir Gunnarsson<br />

Kristín Birgitta Ágústsdóttir<br />

Leifur Arnar Kristjánsson<br />

Magnús Kjartan Gíslason<br />

Ríkharður Einarsson<br />

Rafmagns- og tölvuverkfræði (4)<br />

Alfreð Hauksson<br />

Jón Ævar Pálmason<br />

Snorri Pétur Eggertsson<br />

Sævar Garðarsson<br />

B.S.-próf (24)<br />

B.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (15)<br />

Ármann Gylfason<br />

Árni Einarsson<br />

Davíð Guðjónsson<br />

Eyjólfur Örn Jónsson<br />

Guðmundur Axel Hansen<br />

Ingólfur Þór Ágústsson<br />

Jóhannes Brynjar Hreinsson<br />

Kári Guðjón Hallgrímsson<br />

María Sigríður Guðjónsdóttir<br />

Óskar Sigurgeirsson<br />

Ragnar Þórisson<br />

Rósa Guðmundsdóttir<br />

Sigríður Þórunn Torfadóttir<br />

Þórður Heiðar Þórarinsson<br />

Þrándur Sigurjón Ólafsson<br />

B.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði (9)<br />

Gísli Vilberg Hjaltason<br />

Halldór Kristinn Júlíusson<br />

Logi Viðarsson<br />

Nökkvi Pálmason<br />

Steindór Emil Sigurðsson<br />

Sverrir Jan Norðfjörð<br />

Valur Þór Ólafsson<br />

Þorvaldur Einarsson<br />

Þorvarður Sveinsson<br />

Raunvísindadeild (93)<br />

Meistarapróf (11)<br />

M.S.-próf í jarðeðlisfræði (1)<br />

Kirsty Ann Langley<br />

M.S.-próf í líffræði (7)<br />

Agnes Eydal<br />

Bjarki Jónsson Eldon<br />

Elena Guijarro Garcia<br />

Guðmundur Þórðarson<br />

Róbert Arnar Stefánsson<br />

Sigríður Klara Böðvarsdóttir<br />

Tómas Grétar Gunnarsson<br />

M.S.-próf í matvælafræði (2)<br />

Kolbrún Sveinsdóttir<br />

Kristín Anna Þórarinsdóttir<br />

M.S.-próf í næringarfræði (1)<br />

Björn Sigurður Gunnarsson<br />

B.S.-próf (82)<br />

B.S.-próf í stærðfræði (8)<br />

Börkur Sigurbjörnsson*<br />

Gunnar Gunnarsson<br />

Kári Ragnarsson<br />

Kristjana Ýr Jónsdóttir<br />

Kristján Rúnar Kristjánsson*<br />

Logi Ragnarsson<br />

Stefán Björn Pétursson<br />

Þórdís Linda Þórarinsdóttir<br />

B.S.-próf í eðlisfræði (2)<br />

Kristján Rúnar Kristjánsson*<br />

Ólafur Jens Sigurðsson<br />

B.S.-próf í jarðeðlisfræði (2)<br />

Eyjólfur Magnússon<br />

Heiðrún Guðmundsdóttir<br />

B.S.-próf í efnafræði (3)<br />

Andri Arnaldsson<br />

Pálmar Ingi Guðnason<br />

Tryggvi Pétursson<br />

B.S.-próf í lífefnafræði (5)<br />

Auður Magnúsdóttir<br />

Emma Bjarnadóttir<br />

Kristín Ingvarsdóttir<br />

Sigrún Margrét Gústafsdóttir<br />

Snævar Sigurðsson<br />

B.S.-próf í líffræði (26)<br />

Agla Jael Rubner Friðriksdóttir<br />

Elín Elísabet Torfadóttir<br />

Elísabet Eik Guðmundsdóttir<br />

Erlín Emma Jóhannsdóttir<br />

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir<br />

Guðmundur Vignir Helgason<br />

Guðný Steinunn Jónsdóttir<br />

Hafdís Hanna Ægisdóttir<br />

Harpa Kristín Einarsdóttir<br />

Hlynur Ármannsson<br />

Inga Dagmar Karlsdóttir<br />

Karen Jenný Heiðarsdóttir<br />

Kári Þór Agnarsson<br />

Kolbrún Kristín Birgisdóttir<br />

Margrét Yrsa Richter<br />

María Ingimarsdóttir<br />

Sigríður Rut Franzdóttir<br />

Sigrún Helga Sveinsdóttir<br />

Skarphéðinn Halldórsson<br />

Stefanía P. Bjarnarson<br />

Stefán Freyr Einarsson<br />

Stefán Ragnar Jónsson<br />

Stefán Már Stefánsson<br />

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir<br />

Þorgerður Benediktsdóttir<br />

Þorsteinn Geir Jónsson<br />

B.S.-próf í jarðfræði (2)<br />

Anný Gréta Þorgeirsdóttir<br />

Kristmann Már Ísleifsson<br />

B.S.-próf í landafræði (6)<br />

Björn Traustason<br />

Edward Hákon Huybens<br />

Hilmar E. Sveinbjörnsson<br />

Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir<br />

Stefanía Guðrún Halldórsdóttir<br />

Sölvi Þór Bergsveinsson<br />

B.S.-próf í tölvunarfræði (18)<br />

Börkur Sigurbjörnsson*<br />

Dagbjört Jónsdóttir<br />

Egill Pálsson<br />

Einar Örn Sigurðsson<br />

Fríða Ammendrup<br />

Guðrún Másdóttir<br />

Guðrún Elísabet Stefánsdóttir<br />

Gyða Guðjónsdóttir<br />

Helgi Páll Helgason<br />

Ívar Þrastarson<br />

Jón Gunnar Guðjónsson<br />

Jón Ingi Þorvaldsson<br />

Jón Gunnar Þórarinsson<br />

Magnús Kristjánsson<br />

Marsibil Ingibjörg Hjaltalín<br />

Sigrún Dóra Sævinsdóttir<br />

Sveinn Rúnar Jónsson<br />

Tómas Guðmundsson<br />

B.S.-próf í matvælafræði (10)<br />

Anna Birna Björnsdóttir<br />

Björn Ingi Björnsson<br />

Guðrún Jónsdóttir<br />

Harpa Hlynsdóttir<br />

Hildur Kristinsdóttir<br />

Jón Haukur Arnarson<br />

Lena Heimisdóttir<br />

Sesselja María Sveinsdóttir<br />

Sonja Steinsson Þórsdóttir<br />

Þóra Valsdóttir<br />

Félagsvísindadeild (135)<br />

M.A.-próf í félagsfræði (1)<br />

Kjartan Ólafsson<br />

M.A.-próf í stjórnmálafræði (1)<br />

Ásthildur Elva Bernharðsdóttir<br />

M.A.-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (1)<br />

Helga Guðrún Loftsdóttir<br />

M.A.-próf í mannfræði (1)<br />

Herdís Helgadóttir<br />

B.A.- próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (6)<br />

Anna Jóna Lýðsdóttir<br />

Auður Ágústa Hermannsdóttir<br />

Auður Björg Ingadóttir<br />

Birna Kolbrún Gísladóttir<br />

Jóna Guðmundsdóttir<br />

Sigurbjörg Pálsdóttir<br />

B.A.-próf í félagsfræði (12)<br />

Arnfríður Aðalsteinsdóttir<br />

Ása Kolka Haraldsdóttir<br />

Brynja Ólafsdóttir<br />

Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir<br />

Erla Sigríður Hallgrímsdóttir<br />

Freyr Bjarnason<br />

Gísli Steinar Ingólfsson<br />

Hafliði Ingason<br />

Halla Valgeirsdóttir<br />

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir<br />

Kristín Linda Ólafsdóttir<br />

Sigríður Elín Þórðardóttir<br />

B.A.-próf í mannfræði (11)<br />

Ásta María Magnúsdóttir<br />

Erna Kristín Hauksdóttir<br />

Eyrún Einarsdóttir<br />

Gísli Sveinn Loftsson<br />

Guðrún Hulda Eyþórsdóttir<br />

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir<br />

Hildur Kristjánsdóttir<br />

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir<br />

Sigrún María Kvaran<br />

Sigrún Sandra Ólafsdóttir<br />

Unnur Gyða Magnúsdóttir<br />

B.A.-próf í sálarfræði (17)<br />

Borgar Ævar Axelsson<br />

Eva Gunnarsdóttir<br />

Eyrún Kristína Gunnarsdóttir<br />

Guðný Bergþóra Tryggvadóttir<br />

Hinrik Sigurður Jóhannesson<br />

Hólmfríður Anna Ólafsdóttir<br />

Hólmfríður Vilhjálmsdóttir<br />

Hrafnhildur Hreinsdóttir<br />

Ingibjörg Sif Antonsdóttir<br />

167


Ólafur Arnar Þórðarson<br />

Ólöf Benediktsdóttir<br />

Sigrún Ingvarsdóttir<br />

Sigrún Drífa Jónsdóttir<br />

Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir<br />

Vibeke Svala Kristinsdóttir<br />

Þorgerður Kristín Þráinsdóttir<br />

Ævar Þórólfsson<br />

B.A.-próf í stjórnmálafræði (13)<br />

Agnes Sigríður Sveinsdóttir<br />

Ásta Rut Jónasdóttir<br />

Benedikt Karl Valdimarsson<br />

Birna Ósk Hansdóttir<br />

Brynjar Már Magnússon<br />

Einar Örn Jónsson<br />

Geir Bachmann<br />

Harpa Þuríður Böðvarsdóttir<br />

Karin Erna Elmarsdóttir<br />

Kristinn Valdimarsson<br />

Skorri Gíslason<br />

Valgerður Freyja Ágústsdóttir<br />

Valgerður Þórunn Bjarnadóttir<br />

B.A.-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (3)<br />

Anný Ingimarsdóttir<br />

Dagný Blöndal<br />

Elín Gunnarsdóttir<br />

Viðbótarnám til starfsréttinda (69)<br />

Kennslufræði til kennsluréttinda (43)<br />

Anna Sigríður Gunnarsdóttir<br />

Anna Sigríður Þráinsdóttir<br />

Arnheiður Hjörleifsdóttir<br />

Atli Gunnarsson<br />

Auður Kristín Árnadóttir<br />

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir<br />

Ásta Einarsdóttir<br />

Berglind Rúnarsdóttir<br />

Björg Helga Sigurðardóttir<br />

Björk Þorgeirsdóttir<br />

Brynja Jónsdóttir<br />

Erlendína Kristjánsson<br />

Gudrun Lange<br />

Guðbjörg Bjarnadóttir<br />

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir<br />

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir<br />

Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir<br />

Halldóra Jóhannesdóttir<br />

Harpa Hafsteinsdóttir<br />

Helen Williamsdóttir Gray<br />

Helene Havmöller Pedersen<br />

Helga Bára Bragadóttir<br />

Helga Pálína Sigurðardóttir<br />

Hildur Jóna Gunnarsdóttir<br />

Hrafnhildur Eiðsdóttir<br />

Hrafnkell Tumi Kolbeinsson<br />

Ingibjörg Stefánsdóttir<br />

Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir<br />

Jenný Berglind Rúnarsdóttir<br />

Jóhanna Margrét Tryggvadóttir<br />

Jóhannes Þór Skúlason<br />

Karen Rut Gísladóttir<br />

Karitas Kristjánsdóttir<br />

Katrín H. Baldursdóttir<br />

Kristín Jónsdóttir<br />

Leifur Ingi Vilmundarson<br />

María Pétursdóttir<br />

Ragnheiður Ásta Guðnadóttir<br />

Regína Hreinsdóttir<br />

Sandra Mar Huldudóttir<br />

Svanhildur Vilbergsdóttir<br />

Valdís Harrysdóttir<br />

Þórhildur Rúnarsdóttir<br />

Námsráðgjöf (11)<br />

Aníta Jónsdóttir<br />

Ágústa Elín Ingþórsdóttir<br />

Ásta Gunnarsdóttir<br />

168<br />

Guðrún Björg Karlsdóttir<br />

Guðrún Kristinsdóttir<br />

Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir<br />

Herdís Zophoníasdóttir<br />

Inga Þóra Ingadóttir<br />

Ingibjörg Sigtryggsdóttir<br />

Sigurlaug Elsa Heimisdóttir<br />

Þórdís Kristjánsdóttir<br />

Hagnýt fjölmiðlun (5)<br />

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir<br />

Elfa Björk Ellertsdóttir<br />

Inga Rún Sigurðardóttir<br />

María Ólafsdóttir<br />

Nína Björk Jónsdóttir<br />

Starfsréttindi í félagsráðgjöf (9)<br />

Ása Eyjólfsdóttir<br />

Bryndís Ósk Gestsdóttir<br />

Guðlaug María Júlíusdóttir<br />

Guðleif Birna Leifsdóttir<br />

Hafdís Guðmundsdóttir<br />

Hannes Jónas Eðvarðsson<br />

Jónína Hjördís Gunnarsdóttir<br />

Kristín Lilja Diðriksdóttir<br />

Sigrún Ingvarsdóttir<br />

Skólasafnvörður (1)<br />

Sigríður Guttormsdóttir<br />

Brautskráðir kandídatar 21.<br />

október <strong>2000</strong><br />

Guðfræðideild (4)<br />

B.A.-próf í guðfræði (3)<br />

Ármann Hákon Gunnarsson<br />

Fjóla Haraldsdóttir<br />

Jóhanna Þráinsdóttir<br />

B.A.-próf í guðfræði, djáknanám (1)<br />

Sigríður Laufey Einarsdóttir<br />

Læknadeild (6)<br />

M.S.-próf í heilbrigðisvísindum (3)<br />

Berglind Rán Ólafsdóttir<br />

Hólmfríður Guðmundsdóttir<br />

Óskar Jónsson<br />

Embættispróf í læknisfræði (2)<br />

Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir<br />

Sverrir Þór Kiernan<br />

B.S.-próf í sjúkraþjálfun (1)<br />

Hrefna Frímannsdóttir<br />

Lagadeild (13)<br />

Embættispróf í lögfræði (13)<br />

Arnhildur G. Guðmundsdóttir<br />

Finnur Magnússon<br />

Friðrik Friðriksson<br />

Grétar Már Ólafsson<br />

Guðrún Bergsteinsdóttir<br />

Hjalti Árnason<br />

Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir<br />

Jón Jónsson<br />

Nökkvi Már Jónsson<br />

Ólöf Embla Einarsdóttir<br />

Pétur Leifsson<br />

Rut Gunnarsdóttir<br />

Unnur Brá Konráðsdóttir<br />

Viðskipta- og<br />

hagfræðideild (53)<br />

M.S.-próf í viðskiptafræði (1)<br />

Inga Jóna Jónsdóttir<br />

M.S.-próf í hagfræði (3)<br />

Lidija Pulevska<br />

Marjan Nikolov<br />

Þórunn Klemensdóttir<br />

M.S.-próf í sjávarútvegsfræðum (1)<br />

Elías Björnsson<br />

Kandídatspróf í viðskiptafræði (12)<br />

Gíslína Vilborg Ólafsdóttir<br />

Guðjón Guðmundsson<br />

Guðmundur Pétur Haraldsson<br />

Halldóra Óskarsdóttir<br />

Jóhann Magnús Ólafsson<br />

Jón Hákon Hjaltalín<br />

Jónas Birgisson<br />

Ólafur Viðarsson<br />

Páll Agnar Þórarinsson<br />

Sandra Dís Hafþórsdóttir<br />

Sigríður Rúna Þrastardóttir<br />

Sonja Kristín Jakobsdóttir<br />

B.S.-próf í viðskiptafræði (32)<br />

Auðun Ólafsson<br />

Ásbjörn Ingi Jóhannesson<br />

Baldvin Ottó Guðjónsson<br />

Baldvin Hrafnsson<br />

Birna Þórunn Pálsdóttir<br />

Darri Johansen<br />

Einar Örn Jónsson<br />

Guðfinnur Þór Newman<br />

Guðmann Ólafsson<br />

Helga Óskarsdóttir<br />

Ingi Rafnar Júlíusson<br />

Ingvar Már Gíslason<br />

Ingvi Stefánsson<br />

Jóhanna Linda Hauksdóttir<br />

Júlíus Fjeldsted<br />

Kári Kristinsson<br />

Kristbjörg Jónasdóttir<br />

Kristján Ágústsson<br />

Kristrún Þóra Hallgrímsdóttir<br />

Lárus Snorrason Welding<br />

Lind Einarsdóttir<br />

Magnús Arnar Arngrímsson<br />

María Pálsdóttir<br />

Nína Björk Sigurðardóttir<br />

Sigríður Elín Ásgeirsdóttir<br />

Sigurður Guðjónsson<br />

Sigurjón Þór Sigurjónsson<br />

Sonja Hansen<br />

Sólmaj Fjørðoy Niclasen<br />

Steinar Páll Landrö<br />

Styrmir Guðmundsson<br />

Sveinn Friðrik Sveinsson<br />

B.S.-próf í hagfræði (1)<br />

Bergur Barðason<br />

B.A.-próf í hagfræði (3)<br />

Gísli Hauksson<br />

Oddgeir Gunnarsson<br />

Sigurður Víðisson<br />

Heimspekideild (38)<br />

M.A.-próf í íslenskri málfræði (1)<br />

Ágústa Þorbergsdóttir<br />

M.A.-próf í íslenskum bókmenntum (2)<br />

Jón Örn Guðbjartsson<br />

Þóranna Tómasdóttir<br />

B.A.-próf í almennri bókmenntafræði (7)<br />

Árný Þorsteinsdóttir<br />

Baldur Heiðar Sigurðsson<br />

Bjarki Valtýsson<br />

Björg Hjartardóttir<br />

Elín Garðarsdóttir<br />

Elísabet Sverrisdóttir<br />

Halldóra Sigurgeirsdóttir<br />

B.A.-próf í almennum málvísindum (1)<br />

Þóra Birna Ásgeirsdóttir<br />

B.A.-próf í ensku (3)<br />

Miroslav Manojlovic<br />

Ragnhildur Ragnarsdóttir<br />

Sigurður Óli Sigurðsson<br />

B.A.-próf í frönsku (8)<br />

Anna Katrín Ólafsdóttir<br />

Guðrún Jóhannsdóttir


Hrefna Clausen<br />

Hrönn Bjarnadóttir<br />

Hulda Sif Birgisdóttir<br />

Karlotta María Leósdóttir<br />

Kristín Jónsdóttir<br />

Rósa Björk Brynjólfsdóttir<br />

B.A.-próf í heimspeki (1)<br />

Kristín Hildur Sætran<br />

B.A.-próf í íslensku (3)<br />

Sverrir Friðriksson<br />

Tómas Gunnar Viðarsson<br />

Vilborg Hildur Baldursdóttir<br />

B.A.-próf í latínu (1)<br />

Lilja María Sigurðardóttir<br />

B.A.-próf í norsku (1)<br />

Herdís Á. Sæmundardóttir<br />

B.A.-próf í sagnfræði (2)<br />

Hlynur Ómar Björnsson<br />

Óli Kári Ólason<br />

B.A.-próf í spænsku (1)<br />

Vigdís Linda Jack<br />

B.A.-próf í þýsku (4)<br />

Ása Torfadóttir<br />

Ásdís Björk Pétursdóttir<br />

Guðný Þorsteinsdóttir<br />

Oddný Ingimarsdóttir<br />

B.Ph.Isl.-próf (3)<br />

Gunilla Maria E. Johansson<br />

Katharina Helene Gross<br />

Tristin Michele Goodmanson<br />

Verkfræðideild (18)<br />

M.S.-próf í umhverfis- og<br />

byggingarverkfræði (1)<br />

Pálína Gísladóttir<br />

M.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði (1)<br />

Arnór Bergur Kristinsson<br />

Cand.scient.-próf (1)<br />

Véla- og iðnaðarverkfræði (1)<br />

Eyjólfur Örn Jónsson<br />

B.S.-próf í umhverfis- og<br />

byggingarverkfræði (2)<br />

Anna Runólfsdóttir<br />

Íris Þórarinsdóttir<br />

B.S.-próf í véla- og iðnaðarverkfræði (5)<br />

Ástmundur Níelsson<br />

Berglind Hallgrímsdóttir<br />

Brynjar Arnarsson<br />

Daði Árnason<br />

Sigurður Ólason<br />

B.S.-próf í rafmagns- og tölvuverkfræði (1)<br />

Hannes Líndal Þjóðbjörnsson<br />

B.S.-próf í tölvunarfræði (7)<br />

Ásgeir Ólafur Pétursson<br />

Bjarni Rúnar Einarsson<br />

Björgvin Bæhrenz Þórðarson<br />

Freyr Ólafsson<br />

Gunnar Þór Sigurðsson<br />

Kjartan Guðmundsson<br />

Már Karlsson<br />

Raunvísindadeild (22)<br />

M.S.-próf í eðlisfræði (1)<br />

Guðjón Ingvi Guðjónsson Hansen<br />

M.S.-próf í lífefnafræði (1)<br />

Egill Briem<br />

M.S.-próf í líffræði (5)<br />

Amid Derayat<br />

Anna Guðný Hermannsdóttir<br />

Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir<br />

Katrín Guðmundsdóttir<br />

Þórður Óskarsson<br />

M.S.-próf í umhverfisfræðum (1)<br />

Heiðrún Guðmundsdóttir<br />

M.S.-próf í jarðfræði (1)<br />

Ágúst Guðmundsson<br />

4. árs nám í efnafræði (1)<br />

Guðmundur Hreinn Sveinsson<br />

B.S.-próf í lífefnafræði (2)<br />

Harpa Arnardóttir<br />

Viktor Davíð Sigurðsson<br />

B.S.- próf í líffræði (1)<br />

Sesselja Guðrún Sigurðardóttir<br />

B.S.-próf í jarðfræði (3)<br />

Herdís Helga Schopka<br />

Snorri Gíslason<br />

Vera R. Karlsdóttir<br />

B.S.-próf í landafræði (5)<br />

Ágústa Valdís Sverrisdóttir<br />

Björg Gunnarsdóttir<br />

Björn Ingi Edvardsson<br />

Elín Vignisdóttir<br />

Hildur Bjargmundsdóttir<br />

B.S.- próf í matvælafræði (1)<br />

Gunnþórunn Einarsdóttir<br />

Félagsvísindadeild (53)<br />

M.A.-próf í stjórnmálafræði (1)<br />

Sigurrós Þorgrímsdóttir<br />

M.A.-próf í uppeldis- og<br />

menntunarfræði (4)<br />

Anna Einarsdóttir<br />

Birgir Einarsson<br />

Guðrún Hannele Henttinen<br />

Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir<br />

B.A.-próf í bókasafns- og<br />

upplýsingafræði (4)<br />

Ásdís Huld Helgadóttir<br />

Ingibjörg Jónsdóttir<br />

Klara Katrín Friðriksdóttir<br />

María Eyþórsdóttir<br />

B.A.-próf í félagsfræði (9)<br />

Anna Sólveig Þórðardóttir<br />

Antoinette Nana Gyedu-Adomako<br />

Bragi Freyr Gunnarsson<br />

Dögg Hilmarsdóttir<br />

Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir<br />

Elísabet Guðmundsdóttir<br />

Hera Hallbera Björnsdóttir<br />

Inga Dóra Halldórsdóttir<br />

Valdimar Tryggvi Kristófersson<br />

B.A.- próf í sálarfræði (11)<br />

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir<br />

Elísabet Helgadóttir<br />

Eyrún Baldursdóttir<br />

Fura Ösp Jóhannesdóttir<br />

Gunnþóra Steingrímsdóttir<br />

Heimir Snorrason<br />

Jóhann Haukur Björnsson<br />

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir<br />

Sigurlaug María Jónsdóttir<br />

Sólrún Hjaltested<br />

Thelma Gunnarsdóttir<br />

B.A.-próf í stjórnmálafræði (6)<br />

Elfa Hrönn Guðmundsdóttir<br />

Elva Ellertsdóttir<br />

Hrafnkell Tjörvi Stefánsson<br />

Kristinn Friðþjófur Ásgeirsson<br />

Sigfús Þór Sigmundsson<br />

Torfi Finnsson<br />

B.A.-próf í þjóðfræði (1)<br />

Jón Börkur Ákason<br />

Viðbótarnám til starfsréttinda (17)<br />

Kennslufræði til kennsluréttinda (7)<br />

Birgit Henriksen<br />

Herdís Á. Sæmundardóttir<br />

Hrefna Clausen<br />

Ingibjörg Karlsdóttir<br />

Óli Kári Ólason<br />

Sonja Elídóttir<br />

Steinhildur Hildimundardóttir<br />

Námsráðgjöf (1)<br />

Kristín Sverrisdóttir<br />

Hagnýt fjölmiðlun (7)<br />

Elín Lilja Jónasdóttir<br />

Ester Andrésdóttir<br />

Halldór Jón Garðarsson<br />

Hlín Jóhannesdóttir<br />

Ingibjörg Ólafsdóttir<br />

Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir<br />

Ómar Kristinsson<br />

Starfsréttindi í bókasafnsfræði (2)<br />

Guðrún Kjartansdóttir<br />

Kristín Ágústa Ársælsdóttir<br />

Hjúkrunarfræðideild (12)<br />

M.S.-próf í hjúkrunarfræði (2)<br />

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir<br />

Sigrún Gunnarsdóttir<br />

B.S.-próf í hjúkrunarfræði (10)<br />

Auður Ragnarsdóttir<br />

Bryndís Þorvaldsdóttir<br />

Elín Ýrr Halldórsdóttir<br />

Hafdís Björg Sigurðardóttir<br />

Kristín Þórarinsdóttir<br />

Lilja Arnardóttir<br />

Margrét Þórðardóttir<br />

Matthildur Guðmannsdóttir<br />

Ragnheiður V. Rögnvaldsdóttir<br />

Svanhildur Jónsdóttir<br />

*Brautskráður með tvö próf.<br />

169


Doktorspróf<br />

Á árinu <strong>2000</strong> luku fimm doktorsprófi frá Háskóla Íslands.<br />

Læknadeild<br />

Doktor í dýrafræði<br />

22. janúar <strong>2000</strong><br />

Bergljót Magnadóttir<br />

Heiti ritgerðar: Humoral immune parameters of teleost fish.<br />

Andmælendur: Ingileif Jónsdóttir dósent, Rannsóknastofu í ónæmisfræði Landspítala-háskólasjúkrahúss,<br />

og Sigrun Espelid, Norwegian Institute of Fisheries<br />

and Aquaculture í Tromsö Noregi.<br />

Lýsing ritgerðar<br />

Beinfiskar (teleosts) eru mjög fjölbreyttir bæði hvað varðar líffræði og val á umhverfi.<br />

Um 20-30 þús. tegundir teljast til beinfiska þar með taldar flestar okkar<br />

nytjategundir. Fiskar hafa bæði sérvirkt og ósérvirkt ónæmiskerfi sem sýnir töluverða<br />

samsvörun við ónæmiskerfi æðri hryggdýra eins og spendýra. Ýmsir þættir<br />

eru þó ólíkir eins og búast má við vegna langs þróunarsögulegs aðskilnaðar (400-<br />

500 milljón ára) og ólíkra umhverfisaðstæðna. Rannsóknir á ónæmiskerfi fiska<br />

eru áhugaverðar út frá þróunarsögulegu sjónarmiði en einnig hafa þær hagnýtt<br />

gildi fyrir fiskeldi og við mat á áhrifum umhverfisbreytinga á afkomu og lífsgæðum<br />

lífvera. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á nokkrum vessa-bundnum ónæmisþáttum<br />

beinfiska og hvaða áhrif ýmsir eðlislægir og ytri þættir hafa á þá.<br />

Verkefninu má skipta í þrjá meginþætti:<br />

1. Borin voru saman mótefni (IgM) fjögurra tegunda, lax, þorsks, lúðu og ýsu. Niðurstöður<br />

sýndu að þættir eins og heildarstærð, stærð undireininga og sykrumagn<br />

(8-12%) voru svipaðir. Hins vegar voru mótefnin breytileg á milli tegunda<br />

hvað varðar viðurvist undirflokka (isotypes), hlutfall og gerð undireininga með<br />

ósamgildum tengjum (redox forms), næmni fyrir próteinkljúfum og sykrugerð.<br />

Í ljós kom að búnaður frumna til að sykra protein var eins fullkominn hjá fiskum<br />

og hjá spendýrum. Sykruþátturinn reyndist gefa vörn gegn próteinkljúfum<br />

en hafði ekki áhrif á bindivirkni mótefnisins né ræsingu komplement þátta.<br />

2. Rannsökuð voru áhrif náttúrulegrar sýkingar af völdum bakteríunnar Aeromonas<br />

salmonicida ssp. achromogenes (kýlaveikibróður) á vessabundna ónæmisþætti<br />

lax, þ. e. heildarmagn mótefna, og virkni sérvirkra og ósérvirkra mótefna<br />

í sermi. Í heilbrigðum laxi var mótefnamagn lágt (


við bólusetningu. Kynferði þorsks hafði engin áhrif á þá ónæmisþætti sem hér<br />

voru mældir. Miðað við þessar niðurstöður er ljóst að ónæmiskerfi og mótefnasvar<br />

lax og þorsks er ólíkt. Í stuttu máli má segja að ónæmisvörn laxins<br />

byggi á litlu mótefnamagni með öfluga sérvirkni en að þorskurinn reiði sig á<br />

mikið mótefnamagn með litla eða enga sérvirkni.<br />

30. september <strong>2000</strong><br />

Gunnar Guðmundsson<br />

Heiti ritgerðar: Cytokines in Hypersensitivity Pneumonitis.<br />

Andmælendur: Helgi Valdimarsson prófessor frá Háskóla Íslands og Marki Schuyler<br />

M.D. frá háskólanum í New Mexico.<br />

Lýsing ritgerðar<br />

Heysótt er sjúkdómur sem fyrst var lýst í heiminum á Íslandi árið 1790. Dauðar<br />

hitakærar bakteríur, sem vaxið hafa í illa þurrkuðu heyi og þyrlast upp þegar heyið<br />

er gefið og berast ofan í lungu, valda sjúkdómnum. Sjúkdómseinkennin eru<br />

hósti, mæði og hiti sem kemur nokkrum klukkustundum eftir heygjöf. Þótt einkenni<br />

sjúkdómsins séu vel þekkt er bólguferlið, sem fram fer í lungunum, ekki<br />

eins vel kannað. Tilgangur þessara rannsókna var að kanna betur bólguferlið<br />

sem fer af stað í lungunum. Var þetta gert með því að framkalla sjúkdóminn í<br />

músum og einnig með því að nota ræktaðar frumur í tilraunaglösum. Kannaður<br />

var þáttur efna sem bera boð milli frumna og nefnast frumuhvatar. Bólgusvörunin<br />

getur verið af Th1 gerð eða Th2 gerð og fer það eftir því hvaða frumuhvata frumurnar<br />

losa til að miðla boðum. Með því að nota genabreyttar mýs sem ekki mynda<br />

ákveðna frumuhvata var sýnt fram á að bólgusvörunin í þessum sjúkdómi er fyrst<br />

og fremst af Th1 gerð og að Th2 svörun dregur úr bólgusvöruninni. Þá kom það<br />

einnig fram í rannsóknunum að mýs, sem höfðu nýlega haft veirusýkingu í öndunarvegum,<br />

fengu meiri bólgusvörun af Th1 gerð en mýs sem ekki höfðu sýkst.<br />

Þá greindist einnig munur á næmi mismunandi músastofna sem eru erfðafræðilega<br />

frábrugðnir til að fá heysótt. Munurinn reyndist að mestu leyti stafa af kröftugri<br />

Th1 svörun í næmum músum en veikri svörun í ónæmum músum. Með því<br />

að nota ræktaðar öndunarfæraþekjufrumur í tilraunaglösum kom í ljós að hitakæru<br />

bakteríurnar valda beint bólguviðbrögðum í öndunarfæraþekjufrumunum.<br />

Þetta skýrir hvernig bólgusvörunin fer af stað í upphafi. Í heild hafa rannsóknir<br />

þessar gert það kleift að skilgreina betur bólguferlið sem á sér stað í heysótt.<br />

16. desember <strong>2000</strong><br />

Steinunn Thorlacius<br />

Heiti ritgerðar: The involvement of BRCA2 in breast cancer in Iceland.<br />

Andmælendur: Prófessor Mary-Claire King frá Washington háskóla í Seattle og<br />

Jón Jóhannes Jónsson dósent við læknadeild Háskóla Íslands.<br />

Lýsing ritgerðar<br />

Ritgerðin ber heitið „The involvement of BRCA2 in breast cancer in Iceland“ eða<br />

„Hlutur BRCA2 gensins í brjóstakrabbameinum á Íslandi“. Doktorsverkefnið var<br />

unnið á Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði hjá Krabbameinsfélagi Íslands<br />

undir leiðsögn Jórunnar Erlu Eyfjörð dósents í erfðafræði. Ritgerðin byggist<br />

á 5 greinum sem hafa birst í viðurkenndum tímaritum á sviði erfðafræði og læknisfræði.<br />

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein í íslenskum konum og árlega<br />

greinast um 140 konur með þennan sjúkdóm. Þekktir eru nokkrir þættir sem<br />

auka áhættu á sjúkdómnum s.s. aldur, fjölskyldusaga um brjóstakrabbamein og<br />

aldur við fæðingu fyrsta barns. Áætlað hefur verið að um tíunda hluta brjóstakrabbameina<br />

megi rekja til ættlægra breytinga í brjóstakrabbameinsgenum.<br />

Fundist hafa tvö gen sem tengjast ættlægum brjóstakrabbameinum, BRCA1 og<br />

BRCA2. Enn er margt á huldu um eðlilega starfsemi þessara gena en að öllum<br />

líkindum snerta þau viðgerð á erfðaefninu og stjórnun á frumuhring.<br />

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort gallar í BRCA2 geninu tengdust<br />

ættlægum brjóstakrabbameinum á Íslandi. Áður hafði verið sýnt fram á að breytingar<br />

í BRCA1 geninu væru sjaldgæfar í íslenskum brjóstakrabbameinsfjölskyldum.<br />

Rannsóknirnar sýndu að meginþorri íslenskra fjölskyldna með háa tíðni af<br />

brjóstakrabbameini hafði sameiginlega setröð umhverfis BRCA2 genið, sem benti<br />

til að þessir einstaklingar hefðu allir erft stökkbreytingu frá sameiginlegum forföður.<br />

Með því að skoða endurröðun á setröðinni tókst að þrengja að því svæði<br />

sem innihélt BRCA2 genið.<br />

Árið 1995 tókst stórum hópi vísindamanna víða að úr Evrópu og Bandaríkjunum<br />

að klóna BRCA2 genið. Þá var hafist handa við að leita að stökkbreytingu í geninu<br />

171


í íslenskum sjúklingum. Fljótlega fannst úrfelling á fimm basapörum framarlega í<br />

geninu sem veldur því að önnur samsæta gensins myndar ekki starfhæft prótein.<br />

Breytingin er svokölluð landnema stökkbreyting, þ.e. allir arfberar hafa erft hana<br />

frá sameiginlegum forföður.<br />

Í verkefninu var einnig gerð rannsókn á krabbameinsáhættu arfbera íslensku<br />

stökkbreytingarinnar. Áhættan reyndist vera um 40% við sjötugt, sem var lægra en<br />

erlendar rannsóknir höfðu sýnt fram á. Frekari rannsóknir fara nú fram hjá<br />

Krabbameinsfélaginu á áhrifum þessarar stökkbreytingar á krabbameinsfrumur<br />

auk þess sem stór styrkur hefur fengist til að rannsaka frekar áhrif ýmissa<br />

áhættuþátta, bæði í arfberum BRCA2 stökkbreytingar og í miklu stærri hópi þeirra<br />

brjóstakrabbameinssjúklinga sem ekki hafa neina stökkbreytingu í þessu geni.<br />

Heimspekideild<br />

12. febrúar <strong>2000</strong><br />

Sveinn Yngvi Egilsson<br />

Heiti ritgerðar: Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík.<br />

Andmælendur: Andrew Wawn og prófessor Njörður P. Njarðvík.<br />

Lýsing ritgerðar<br />

Arfur og umbylting fjallar um hefð og sögu í íslenskri rómantík. Leiðarstefið í<br />

bókinni er hið flókna samspil bókmenntaarfs og sögulegra efna eða samtímamála<br />

í ljóðagerð 19. aldar. Rakið er hvernig menntamenn og skáld frá tímum<br />

Fjölnismanna til Matthíasar Jochumssonar vinna úr hefðinni og vísa í samtíð<br />

sína. Ítarlegast er fjallað um skáldskap Jónasar Hallgrímssonar, Gríms Thomsens,<br />

Benedikts Gröndals og Gísla Brynjúlfssonar. Viðtökur íslenskra fornbókmennta<br />

eru þar í brennidepli en einnig er rakið hvernig skáldin gerast arftakar<br />

erlendrar bókmenntahefðar og tengjast evrópskri sögu. Í bókinni er íslensk rómantík<br />

skoðuð í víðu samhengi og nær rannsóknin jafnt til skáldlegra hugmynda,<br />

ljóðforms og bókmenntaminna.<br />

3. júní <strong>2000</strong><br />

Ólína Þorvarðardóttir<br />

Heiti ritgerðar: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum.<br />

Andmælendur: Sverrir Tómasson og Bo Almqvist.<br />

Lýsing ritgerðar<br />

Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum fjallar um<br />

galdratrú 17. aldar. Annars vegar er fjallað um þau galdramál sem upp komu,<br />

réttarfar aldarinnar, löggjöf og refsingar í íslenskum galdramálum með hliðsjón<br />

af sambærilegum málum í Evrópu og á Norðurlöndum. Hins vegar er fjallað um<br />

þær sögur og sagnir sem sprottið hafa upp um galdrafólk og iðju þess á Íslandi,<br />

frá landnámi og fram eftir öldum, með megináherslu á munnmælageymdina,<br />

einkum þjóðsögur. Í ritinu beitir höfundur þverfaglegri aðferð og nálgast viðfangsefni<br />

sitt út frá ýmsum fræðigreinum, þ.á.m. bókmennta- og þjóðfræði, heimspeki,<br />

réttarsögu, sagnfræði og félagssögu.<br />

Formlegt doktorsnám við heimspekideild Háskóla Íslands var tekið upp árið 1991<br />

og er Ólína Þorvarðardóttir sú fyrsta sem ver doktorsritgerð að afloknu doktorsnámi<br />

við deildina. Ritgerð hennar er varin í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum<br />

og er jafnframt fyrsta doktorsverkefnið sem hefur íslensk þjóðfræði og þjóðsagnageymd<br />

að aðalviðfangsefni.<br />

172


Heiðursdoktorar<br />

Á árinu <strong>2000</strong> var 12 manns veitt heiðursdoktorsnafnbót frá Háskóla Íslands.<br />

Formálar að heiðursdoktorskjöri<br />

DOCTORES PROMOVENDI HONORIS CAUSA<br />

Í guðfræðideild<br />

Auður Eir Vilhjálmsdóttir<br />

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1937. Hún lauk embættisprófi<br />

í guðfræði frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1962 og var önnur konan<br />

sem það gerði. Séra Auður Eir lagði stund á framhaldsnám í guðfræði við háskólann<br />

í Strassborg 1973-1974. Auk hefðbundinna sóknarprestsstarfa hefur hún setið<br />

í mörgum nefndum og ráðum á vegum íslensku þjóðkirkjunnar bæði á innlendum<br />

og alþjóðlegum vettvangi.<br />

Séra Auður Eir varð fyrst til að kynna hið nýja sjónarhorn kvennaguðfræðinnar<br />

hér á landi og hefur unnið mikið brautryðjendastarf innan íslensku kirkjunnar á<br />

vettvangi kvennaguðfræðinnar síðustu 20 árin. Má þar m.a. nefna starf hennar í<br />

Kvennakirkjunni, en sr. Auður Eir átti, ásamt hópi leikra kvenna, frumkvæði að<br />

stofnun hennar árið 1993. Frá 1. janúar 1999 hefur hún sinnt starfi sérþjónustuprests<br />

á Biskupsstofu og er þjónustan í Kvennakirkjunni hluti af starfi hennar.<br />

Séra Auður Eir hefur bæði í starfi sínu og rituðu máli kynnt erlendar rannsóknir á<br />

trúarritum og helgisiðum þar sem sýnt hefur verið fram á að hlutur kvenna hefur<br />

verið fyrir borð borinn og reynsla þeirra hefur ekki verið tekin gild innan kristinnar<br />

kirkju. Þannig hefur hún verið frumkvöðull í því að laga nýja erlenda strauma<br />

og stefnur að íslenskum aðstæðum.<br />

Á síðari árum hefur ásýnd íslensku þjóðkirkjunnar breyst mjög frá því sem áður<br />

var en hún er nú skilgreind sem sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lútherskum<br />

grunni. Þá hefur kirkjan og starf hennar tekið miklum breytingum við það að konur<br />

hafa orðið stöðugt virkari í starfi á vegum hennar. Um langan aldur störfuðu konur í<br />

kirkjunni nær eingöngu í skugga karla. Nú gegna þær á hinn bóginn kirkjulegri<br />

þjónustu á eigin forsendum sem prestar, djáknar og safnaðarstarfsmenn í launaðri<br />

eða ólaunaðri þjónustu. Þessi þróun er mikils virði þar sem hún áréttar einingu<br />

karla og kvenna í Kristi og jafna stöðu allra manna frammi fyrir Guði. Á vettvangi<br />

guðfræðideildar hefur þessi þróun komið fram í stöðugt vaxandi fjölda kvenna í<br />

röðum stúdenta og eru þær nú um 65 af hundraði í hópi stúdenta. Í byrjum þessa<br />

árs var fyrsta konan einnig ráðin sem kennari við guðfræðideild og er sérsvið<br />

hennar á sviði kvennaguðfræði. Enginn einn atburður er táknrænni eða þýðingarmeiri<br />

fyrir þessa þróun en fyrsta prestsvígsla konu er átti sér stað árið 1974. Til að<br />

ítreka gildi þeirra breytinga sem hér hafa orðið vill guðfræðideild sæma sr. Auði Eir<br />

sem fyrst tók þetta mikilvæga skref heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra sr. Auði<br />

Eir Vilhjálmsdóttur með nafnbótinni doctor theologiae honoris causa. Sé það góðu<br />

heilli gert og vitað.<br />

Daniel J. Simundson<br />

Daniel J. Simundson er fæddur árið 1933 í Bandaríkjunum af íslenskum foreldrum.<br />

Hann stundaði guðfræðinám við Stanford University þaðan sem hann lauk<br />

B.A. gráðu 1955 og Lutheran School of Theology í Chicago þaðan sem hann lauk<br />

B.D. gráðu 1959. Sama ár vígðist hann til prests við Salem Lutheran Church í<br />

Mendon, Illinois og gegndi því starfi til 1961 er hann tók við starfi sjúkrahúsprests<br />

við Washington University Medical School í St. Louis þar sem hann starfaði til<br />

ársins 1967. Doktorsgráðu í guðfræði hlaut hann frá Harvard University 1971.<br />

Hann var aðstoðarprófessor í heimspeki og guðfræði við Appalachian State University<br />

í North Carolina 1971-1972. Frá 1972 hefur hann kennt við Luther Seminary<br />

í St. Paul, Minnesota og verið prófessor þar frá 1981.<br />

Daniel J. Simundson hefur skrifað fjölda bóka sem eiga það allar sameiginlegt að<br />

þar notfærir hann sér þekkingu sína á Gamla testamentinu, og raunar Biblíunni í<br />

heild, til að byggja brú frá hinum fornu textum yfir til spurninga og vandamála<br />

sem glímt er við í samtíð okkar. Oft er um að ræða tilvistarspurningar, um mann-<br />

173


lega þjáningu og böl heimsins. Hann tengir biblíufræðin á óvenjulega áhrifamikinn<br />

hátt sálgæslufræði og reynslu sinni af sálgæslu, ekki síst á sjúkrahúsum.<br />

Bækur hans eru sérlega læsilegar, margar skrifaðar þannig að sem flestir geti<br />

lesið þær sér til gagns. Meðal bóka hans má nefna Where is God in my Suffering?<br />

(1983) og Message of Job (1986). Um þessar mundir vinnur Daniel J. Simundson<br />

að skýringariti við bækur sex af spámönnum Gamla testamentisins.<br />

Nokkrir íslenskir prestar hafa stundað nám undir handleiðslu prófessors Daniels<br />

J. Simundson við Luther Seminary í St. Paul auk þess sem hann hefur á annan<br />

hátt greitt götu fjölda íslenskra námsmanna þar í borg.<br />

Daniel J. Simundson dvaldi hér á landi haustmisserið 1999 og kenndi þá námskeið<br />

við guðfræðideild Háskóla Íslands, auk þess sem hann flutti fjölda fyrirlestra<br />

og námskeiða víðs vegar um land. Það er guðfræðideild mikil ánægja að<br />

veita Daniel J. Simundson heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði fyrir framlag hans á<br />

ofangreindu sviði, sem og fyrir að efla akademísk tengsl deildarinnar við Vesturheim.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Daniel J.<br />

Simundson með nafnbótinni doctor theologiae honoris causa. Sé það góðu heilli<br />

gert og vitað.<br />

Jón Sveinbjörnsson<br />

Jón Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík árið 1928. Hann lauk fil. kand. prófi í<br />

grísku, trúarbragðafræðum og kenningarlegri heimspeki frá Uppsalaháskóla árið<br />

1955. Þá lauk hann cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1959 og stundaði<br />

enn fremur framhaldsnám í grísku og nýjatestamentisfræðum við Uppsalaháskóla<br />

og Háskólann í Cambridge á Englandi. Jón varð lektor í grísku við guðfræðideild<br />

Háskóla Íslands árið 1966 og skipaður dósent í sömu grein árið 1971.<br />

Hann var skipaður prófessor í nýjatestamentisfræðum árið 1974. Því embætti<br />

gegndi hann til ársins 1998 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón var tvívegis<br />

forseti guðfræðideildar og gegndi auk þess margvíslegum trúnaðarstörfum<br />

fyrir hönd guðfræðideildar og Háskóla Íslands.<br />

Jón Sveinbjörnsson beitti sér fyrir því að aðlaga nám í guðfræði kröfum nýrra<br />

tíma. Honum var í mun að guðfræðideild tileinkaði sér kennsluhætti í samræmi<br />

við það sem tíðkaðist við erlenda háskóla. Honum var það og mikið kappsmál að<br />

nám til meistara- og doktorsprófs væri tekið upp við guðfræðideild Háskóla Íslands<br />

og átti stóran þátt í að svo varð.<br />

Biblíurannsóknir og þýðingarfræði eru samofin guðfræði- og prestsmenntun á Íslandi<br />

frá upphafi en eru einnig þýðingarmikill þáttur í íslenskri málþróun. Þá<br />

munu þessi fræði skipta sköpum fyrir nýjar þýðingar á heilagri ritningu fyrir íslenskt<br />

málsamfélag í framtíðinni. Jón Sveinbjörnsson hefur á síðustu áratugum<br />

kynnt stúdentum og sérfræðingum nýjustu vísindalegar aðferðir og tækni á sviði<br />

biblíuþýðinga af einstakri natni sem einkennst hefir af brennandi áhuga og djúpu<br />

innsæi. Auk þess sem hann hefur beitt þessum aðferðum sjálfur í hagnýtu<br />

þýðingarstarfi en um árabil sat Jón í þýðingarnefnd Hins íslenska biblíufélags.<br />

Framlag hans til þýðingar Nýja testamentisins og Apokrýfra bóka Gamla testamentisins<br />

á síðasta aldarfjórðungi hefir í senn sýnt fram á hvílík vandaverk<br />

þýðingarvinna af þessu tagi er en um leið valdið vatnaskilum hvað varðar skilning<br />

á textum helgra ritninga og merkingu þeirra í nútímasamfélagi.<br />

Á þessu hátíðarári vill guðfræðideild sæma prófessor emeritus Jón Sveinbjörnsson<br />

heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði fyrir framlag hans til eflingar guðfræðimenntun<br />

við Háskóla Íslands sem og til biblíuvísinda og tengsla þeirra við íslenska<br />

menningu.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Jón<br />

Sveinbjörnsson með nafnbótinni doctor theologiae honoris cusa. Sé það góðu<br />

heilli gert og vitað.<br />

Karl Sigurbjörnsson<br />

Herra Karl Sigurbjörnsson biskup fæddist í Reykjavík árið 1947. Hann lauk cand.<br />

theol. prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1973. Hann var settur sóknarprestur<br />

í Vestmannaeyjum frá 1. febrúar 1973 og vígður 4. febrúar sama ár. Frá 1.<br />

janúar 1974 var hann skipaður sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík. Á<br />

námsárum sínum og prestskaparárum átti herra Karl Sigurbjörnsson lengri og<br />

skemmri námsdvalir bæði austan hafs og vestan. Þá hefur hann tekið saman<br />

174


nokkur rit, einkum um kristna trúariðkun. Herra Karl Sigurbjörnsson var kjörinn<br />

biskup Íslands í september árið 1997, var vígður biskupsvígslu 23. nóvember<br />

sama ár og tók við embætti 1. janúar árið 1998.<br />

Frá upphafi kristni í landinu og fram á þessa öld lágu leiðir kirkju og menntakerfis<br />

mjög saman. Bóklegar lærdómslistir að evrópskri fyrirmynd hófust í landinu í kjölfar<br />

kristnitöku. Þeir sem fyrstir stunduðu bóklega fræðslu hér á landi voru boðberar<br />

kristninnar. Þá gengu fyrstu Íslendingarnir, sem hlutu bóklega menntun, í þjónustu<br />

kirkjunnar innan lands eða utan. Má raunar telja líklegt að trúboðsbiskupar<br />

þeir sem hér störfuðu beggja vegna kristnitöku hafi fyrstir menntað presta hér á<br />

landi. Síðar urðu biskupsstólarnir í Skálholti og á Hólum miðstöðvar prestsmenntunar<br />

og raunar allrar lærðrar menntunar í landinu og komust loks á stólsskólar á<br />

báðum stöðunum er störfuðu allt fram undir aldamótin 1800. Þá átti biskup áfram<br />

sæti í yfirstjórn æðstu menntastofnana landsins allt fram til upphafs heimastjórnar<br />

árið 1904. Árið 1847 færðist prestsmenntunin til Prestaskólans sem starfaði í nánum<br />

tengslum við biskupsembættið allt þar til hann skilaði þessu mikilvæga hlutverki<br />

til guðfræðideildar Háskóla Íslands við stofnun hans árið 1911.<br />

Nú á dögum eru náin en þó óformleg tengsl milli kirkju og guðfræðideildar. Koma<br />

þau einkum fram í því að deildin gegnir lykilhlutverki við menntun presta og á<br />

síðari árum einnig djákna er starfa á vettvangi íslensku þjóðkirkjunnar. Guðfræðideildin<br />

vill í framtíðinni varðveita þetta samband með því að kosta kapps um að<br />

veita prests- og djáknaefnum, og eftir atvikum öðrum verðandi starfsmönnum íslensku<br />

þjóðkirkjunnar vandaða menntun er búi fólk undir að rækja þjónustu sína<br />

á faglegan og sjálfstæðan hátt.<br />

Í tilefni af því að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku vill guðfræðideild minnast þessarar<br />

samfylgdar kirkju og skóla með því að sæma biskupinn yfir Íslandi heiðursdoktorsnafnbót<br />

í guðfræði.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra herra<br />

Karl Sigurbjörnsson með nafnbótinni doctor theologiae honoris causa. Sé það<br />

góðu heilli gert og vitað.<br />

Michael Fell<br />

Michael Fell er fæddur árið 1923 í Vancouver í Kanada og er kanadískur ríkisborgari.<br />

Hann lauk B.A. prófi frá University of British Columbia 1943 og M.A. prófi<br />

í eðlisfræði 1945 frá University of California í Berkeley. Eftir nám og rannsóknir við<br />

ýmsa háskóla lauk hann doktorsprófi í stærðfræði frá University of California árið<br />

1951. Hann stundaði rannsóknir og kennslu við ýmsa háskóla og rannsóknastofnanir<br />

í Bandaríkjunum til ársins 1965 er hann var ráðinn prófessor í stærðfræði við<br />

University of Pennsylvania og gegndi því starfi til ársins 1991.<br />

Michael Fell kom fyrst til Íslands árið 1980 og varð hugfanginn af landi og þjóð.<br />

Hann hóf nám í íslensku og hefur náð mikilli færni í að tala og skrifa málið. Hann<br />

hefur verið virkur í kirkjulegu starfi í heimalandi sínu og ákvað að sameina tvö<br />

áhugamál sín, kristindóm og Ísland, í eitt með því að rannsaka íslenska kristni og<br />

kynna hana fyrir umheiminum. Það hefur hann gert með því að þýða valdar prédikanir<br />

eftir Jón Vídalín sem komu út hjá Peter Lang útgáfunni í New York árið<br />

1998: Whom Wind and Waves Obey – Selected Sermons of bishop Jón Vídalín.<br />

Enn fremur hefur hann þýtt sjálfsævisögu séra Jóns Steingrímssonar og kemur<br />

hún út fljótlega hjá sama útgáfufyrirtæki: A Very Present Help in Trouble – The<br />

Autobiography of the Fire-Priest. Loks hefur hann ritað ágrip af sögu íslenskrar<br />

kristni sem kom út árið 1999 einnig hjá Peter Lang: And Some Fell into Good Soil<br />

– A History of Christianity in Iceland.<br />

Vegna þeirrar kynningar á íslenskum trúararfi sem Michael Fell hefur unnið að<br />

hefur guðfræðideild Háskóla Íslands ákveðið að sæma Michael Fell heiðursdoktorsnafnbót<br />

í guðfræði.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Mikael Fell<br />

með nafnbótinni doctor theologiae honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað.<br />

Í heimspekideild<br />

Elsa E. Guðjónsson<br />

Elsa E. Guðjónsson er fædd í Reykjavík árið 1924. Hún lauk stúdentsprófi frá<br />

Menntaskólanum í Reykjavík árið 1942 og BA-prófi í textíl- og búningahönnun og<br />

176


listasögu frá University of Washington í Seattle árið 1945. MA-prófi í sömu aðalgreinum<br />

ásamt miðaldasögu lauk hún frá sama skóla árið 1961. Elsa vann að<br />

stofnun handavinnudeildar Kennaraskóla Íslands 1947 og kenndi þar og víðar þar<br />

til hún varð sérfræðingur í textíl- og búningafræðum við Þjóðminjasafn Íslands<br />

árið 1963 og deildarstjóri árin 1985-1994. Hún hefur jafnframt stundað kennslu í<br />

sérgrein sinni og haldið fyrirlestra við Kennaraháskóla Íslands, Myndlista- og<br />

handíðaskóla Íslands og Háskóla Íslands. Einnig hefur hún haldið vísindaleg erindi<br />

um sömu efni á fjölmörgum þingum og ráðstefnum víða um heim.<br />

Elsa hefur verið ótvíræður brautryðjandi á sviði textíl- og búningafræði hérlendis.<br />

Vinnubrögð hennar einkennast af stakri vísindalegri nákvæmni og hún hefur<br />

dregið fram í dagsljósið mikla vitneskju úr handritum og lítt kunnum heimildum.<br />

Þannig hefur hún varpað ljósi á lítt könnuð svið íslenskrar sögu, m.a. hvað varðar<br />

myndlist, handíðir og þjóðhætti ýmiss konar. Auk framlags síns á sviði vísindalegra<br />

rannsókna hefur Elsa lagt sig fram um að kynna niðurstöður sínar fyrir almenningi<br />

og öllum þeim sem fást við hannyrðir. Þetta hefur hún gert með bókum,<br />

ritgerðum, fyrirlestrum og í sjónvarpi enda hefur það færst í vöxt að hannyrðakonur<br />

séu aftur teknar að nýta sér fornar aðferðir við gerð altarisklæða og annars<br />

kirkjubúnaðar, auk klæðasaums og vefnaðar. Elsa hefur verið afar afkastamikill<br />

rithöfundur á sínu sérsviði og fyllir ritaskrá hennar um 30 blaðsíður.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér sæmdarauka að heiðra Elsu E. Guðjónsson<br />

með titlinum doctor philosophiae honoris causa. Sé það góðu heilli gert<br />

og vitað.<br />

Stefán Karlsson<br />

Stefán Karlsson er fæddur 2. desember 1928. Hann lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild<br />

Menntaskólans á Akureyri 1948 og magistersprófi í norrænni fílólógíu<br />

frá Hafnarháskóla 1961. Hann var styrkþegi Árnanefndar í Kaupmannahöfn árin<br />

1959-1961 og var ráðinn í rannsóknarstöðu við Det arnamagnæanske institut frá<br />

vori 1962 til vors 1970. Frá 1970 til 1994 var hann fastráðinn sérfræðingur við<br />

Handritastofnun Íslands og síðar Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Forstöðumaður<br />

sömu stofnunar og prófessor við heimspekideild var hann frá 1994 til ársloka<br />

1998.<br />

Stefán er einn virtasti sérfræðingur á sviði íslenskrar fornskriftar- og textafræði<br />

og hefur með rannsóknum sínum lagt fram mikilvægan skerf til þekkingar á íslenskum<br />

handritum, íslenskri tungu og bókmenntum. Fyrsta stórvirki Stefáns<br />

kom út árið 1963 en það var verkið Islandske originaldiplomer ind til 1450. Stefán<br />

sýndi og sannaði með þessari útgáfu að hann er afburðaglöggur handritalesari en<br />

sérstaklega merk er umfjöllun hans um skrifarahendur í þessari útgáfu. Stefán<br />

hefur ekki einungis borið saman hendur á öllum bréfunum sem eru birt í útgáfunni<br />

heldur hefur hann einnig leitað þessara handa í yngri bréfum, bréfabókum<br />

og öðrum handritum. Undirbúningur að þessum útgáfum og rannsóknir í sambandi<br />

við þær hafa orðið til þess að Stefán hefur aflað sér meiri vitneskju en<br />

nokkur maður annar um þróun skriftar fram til siðaskipta á Íslandi og um íslenska<br />

málsögu er hann flestum mönnum fróðari.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér sæmdarauka að heiðra Stefán Karlsson<br />

með titlinum doctor philosophiae honoris causa. Sé það góðu heilli gert og<br />

vitað.<br />

Í raunvísindadeild<br />

Baldur Rosmund Stefánsson<br />

Baldur Rosmund Stefánsson er fæddur í Vestfold Manitoba árið 1917. Hann lauk<br />

B.S. prófi frá plöntuvísindadeild Manitobaháskóla árið 1950, meistaraprófi frá<br />

sama skóla árið 1952 og doktorsprófi árið 1966. Baldur varð sérfræðingur við<br />

plöntuvísindadeild Manitobaháskóla árið 1952 og starfaði við þá deild alla sína<br />

starfsævi. Hann varð dósent árið 1966 og prófessor árið 1974. Frá árinu 1987 hefur<br />

Baldur verið prófessor emeritus við Manitobaháskóla.<br />

Vísindastörf Baldurs hafa einkum beinst að betrumbótum á nytjaplöntum með<br />

erfðafræðilegum aðferðum. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á kynbætur repju<br />

(Brassica napus) til framleiðslu matarolíu, en repja hentar einkar vel til ræktunar<br />

á kaldari landsvæðum Kanada. Á árabilinu 1964-1985 þróaði Baldur fjölda afbrigða<br />

af repju- og sojaplöntum fyrir Kanada. Það er ekki síst vegna þessa framlags<br />

Baldurs til rannsókna, sem Kanada stendur framarlega í framleiðslu olíu-<br />

177


epju í heiminum í dag. Árangur Baldurs á þessu sviði er því einstakur og hafa<br />

rannsóknir hans leitt til mikils efnahagslegs ávinnings fyrir Kanada. Framlag<br />

Baldurs í þágu landbúnaðarvísinda hefur meðal annars leitt til aukinnar arðsemi í<br />

landbúnaði og nýjunga í matvælaframleiðslu á alþjóðlegum vettvangi. Honum<br />

tókst með kynbótum að gera repjuolíu hentuga til manneldis með hönnun nýrra<br />

afbrigða repjuplantna, sem innihéldu lítið af óæskilegri fitusýru (erucic sýru). Auk<br />

þess höfðu fræ nýju afbrigðanna minna magn ómeltanlegra efna (glukosinolate)<br />

og henta því vel í dýrafóður. Olíu úr þessum og öðrum kynbættum repjuplöntum<br />

var síðar gefið nafnið CANOLA, sem er einnig þekkt undir nafninu LEA (low-erucic<br />

acid) olía. Canola olía er nú notuð um allan heim til manneldis m.a. í salöt,<br />

smjörlíki og sem steikingarolía. Úr plöntufræjum, sem hafa hlutfallslega hátt<br />

próteinmagn, er unninn fóðurbætir. Aðrar verðmætar afurðir eru framleiddar úr<br />

repjuolíu svo sem lífrænt eldsneyti úr LEA canolaolíu. Úr HEA (high-erucic acid)<br />

afbrigðinu eru m.a. unnin plastefni, nylon og gúmmí. Framleiðsla repju hefur vaxið<br />

jafnt og þétt í Kanada frá árinu 1974 en árið 1985 var landsframleiðslan orðin<br />

um 3,5 milljón tonn. Til að tryggja markaðshlutdeild sína á heimsmarkaði er síaukin<br />

áhersla lögð á framleiðslu LEA canola-repju í Kanada.<br />

Baldur R. Stefánsson hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknastörf sín,<br />

bæði í Kanada og annars staðar. Hann hefur verið sæmdur Riddarakrossi hinnar<br />

íslensku fálkaorðu, æðstu heiðursmerkjum Kanada og víðar fyrir framlag sitt til<br />

nýjunga í framleiðslu landbúnaðarafurða. Baldur hefur verið mjög virkur í rannsóknum<br />

allt frá upphafi starfsferils síns og hafa ritverk hans birst í virtum alþjóðlegum<br />

vísindaritum. Enn fremur hefur Baldur ritað fjölda bókarkafla og yfirlitsgreina<br />

og verið ötull við að kynna rannsóknir sínar á alþjóðlegum vísindaráðstefnum.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Baldur R.<br />

Stefánsson með titlinum doctor scientiarum honoris causa. Sé það góðu heilli<br />

gert og vitað.<br />

Bergþór Jóhannsson<br />

Bergþór Jóhannsson fæddist í Goðdal á Ströndum árið 1933. Áhugi hans á grasafræði<br />

kviknaði snemma, fyrsta grein hans birtist í Náttúrufræðingnum árið 1946,<br />

þegar hann var aðeins 13 ára gamall. Bergþór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum<br />

í Reykjavík 1954 og prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands 1955. Árið<br />

1956 hélt hann utan til náms við Háskólann í Göttingen þar sem hann tók fyrri<br />

hluta próf í líffræði 1959. Bergþór hafði þá ákveðið að einbeita sér að mosum og<br />

flutti sig í því skyni til Oslóarháskóla og lauk þaðan cand. rer. nat. prófi árið 1964<br />

undir leiðsögn Per Störmer.<br />

Að námi loknu réðist Bergþór til starfa á Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur<br />

starfað þar síðan, fyrst og fremst að rannsóknum á íslenskum mosum. Bergþór<br />

hefur lagt mikilsverðan skerf til þekkingar á íslenskum blómplöntum. Hann hefur<br />

verið eini sérfræðingur landsins í mosum og hefur unnið við greiningu mosa sem<br />

safnað hefur verið við hinar margvíslegu rannsóknir.<br />

Markmið Bergþórs er að ljúka útgáfu fyrstu íslensku mosaflórunnar en það verk<br />

er nú langt komið. Bergþór hefur samið íslensk nöfn á allar tegundir í flórunni<br />

sem fæstar báru alþýðuheiti fyrir.<br />

Innan Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur uppbygging og skráning á mosasafni<br />

verið í höndum Bergþórs. Safnið hefur aukist gífurlega undir umsjón hans eða úr<br />

um 1.320 eintökum í næstum 40.000 eintök. Hefur Bergþór fundið og lýst mörgum<br />

nýjum og áður óþekktum tegundum mosa hér á landi. Bergþór hefur einnig verið<br />

fundvís á nýjar tegundir annarra hópa plantna. Ásamt Herði Kristinssyni bjó hann<br />

til reitakerfi fyrir skráningu plantna og dýra hér á landi.<br />

Bergþór Jóhannsson var stundakennari við líffræðiskor í 21 ár, frá 1969-1989.<br />

Lagði hann grunn að kennslu í líffræði lágplantna.<br />

Af öðrum störfum Bergþórs má nefna að hann hefur verið forseti samtaka norrænna<br />

mosafræðinga og sat í fyrstu stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þá sat<br />

hann lengi í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags og var varaformaður þess um<br />

skeið.<br />

Bergþór Jóhannsson hefur með mosaflóru sinni lagt mjög stóran skerf til aukinnar<br />

þekkingar á náttúru Íslands. Mosaflóran er brautryðjendastarf, heildsteypt<br />

grundvallarlýsing á veigamiklum hluta íslensks lífríkis. Síðasta hliðstæða verkið<br />

178


innan íslenskrar grasafræði var Flóra Íslands sem Stefán Stefánsson gaf út árið<br />

1901 og er hún enn eina vísindalega háplöntuflóra landsins. Það er því tæp öld<br />

síðan sambærilegt heildarverk um svo stóran þátt íslenskrar náttúru birtist á<br />

prenti.<br />

Til viðbótar því gildi sem mosaflóran hefur sem lýsing á náttúru Íslands hefur<br />

Bergþór unnið gífurlega mikla og vandaða greiningarvinnu fyrir hverja tegund.<br />

Það má því segja með sanni að verk Bergþórs sé einstætt afrek innan íslenskrar<br />

náttúrufræði.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Bergþór<br />

Jóhannsson með titlinum doctor scientiarum honoris causa. Sé það góðu heilli<br />

gert og vitað.<br />

Guðmundur E. Sigvaldason<br />

Guðmundur E. Sigvaldason fæddist í Reykjavík árið 1932. Hann lauk stúdentsprófi<br />

frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1952. Eftir eins vetrar nám<br />

við Háskóla Íslands hélt hann til Göttingen þar sem hann nam berg- og jarðefnafræði<br />

til doktorsprófs árið 1959. Leiðbeinandi hans þar var prófessor C. W. Correns,<br />

eftirmaður V. M. Goldschmidts sem nefndur hefur verið „faðir jarðefnafræðinnar“.<br />

Að námi loknu dvaldist Guðmundur tvö ár við rannsóknastofnun U. S. Geological<br />

Survey í Menlo Park þar sem hann sérhæfði sig í könnun jarðhitakerfa í<br />

samstarfi við Donald White. Árin 1961-1973 starfaði hann sem jarðefnafræðingur<br />

á iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans og síðar Raunvísindastofnun Háskólans,<br />

uns hann tók við stöðu fyrsta forstjóra Norrænu eldfjallastöðvarinnar árið 1973.<br />

Hann var jafnframt stundakennari við jarðfræðiskor Háskóla Íslands 1968-1975.<br />

Árin 1968-1969 dvaldi hann í El Salvador við jarðhitarannsóknir á vegum Sameinuðu<br />

þjóðanna og aftur í Nicaragua árið 1972.<br />

Um það bil sem Guðmundur kom heim frá Bandaríkjunum hófst gos í Öskju<br />

(1961) þar sem hann hlaut eldskírn sína við eldgosarannsóknir í samstarfi við<br />

Sigurð Þórarinsson. Ásamt Sigurði var hann frumkvöðull að stofnun Norrænu<br />

eldfjallastöðvarinnar hér á landi en sú stofnun var fyrsta fjölþjóðlega vísindastofnun<br />

landsins og var hann forstöðumaður hennar frá stofnun 1973 til ársins<br />

1998. Undir forystu hans hefur Eldfjallastöðin verið mikil lyftistöng íslenskum eldfjalla-<br />

og jarðfræðirannsóknum.<br />

Vísindastörf Guðmundar hafa einkum verið á sviði jarðefnafræði og bergfræði en<br />

Guðmundur er fyrsti lærði jarðefnafræðingur Íslendinga. Hann vann brautryðjendastarf<br />

hér á landi á rannsóknum á ummyndun jarðhitasvæða. Í Surtseyjargosinu<br />

1963-1967 var skerfur Guðmundar til rannsóknanna hinn athyglisverðasti,<br />

honum tókst með fulltingi samstarfsmanna að safna hreinustu sýnum af eldfjallagufum<br />

sem þá þekktust og efnagreina þau. Eftir 1970 skrifaði Guðmundur<br />

tímamótaritgerð um bergfræði Heklu og uppruna súra bergsins á Íslandi. Guðmundur<br />

vann brautryðjendastarf með rannsóknaverkefni er beindist að því að<br />

tengja bergfræði Íslands við flekakenninguna. Hin síðari ár hefur Guðmundur<br />

unnið að rannsóknum í Dyngjufjöllum og Ódáðahrauni og m.a. lagt áhugaverðan<br />

skerf til þekkingar vorrar á móbergi og bólstrabergi, sem og á kerfisbundnum<br />

breytingum á eldvirkni landsins. Guðmundur byggði upp, ásamt Sigurði Þórarinssyni<br />

og Þorleifi Einarssyni, kennslu í jarðvísindum við Háskóla Íslands og var einn<br />

af aðalkennurum jarð- og landfræðiskorar fyrstu árin.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Guðmund<br />

E. Sigvaldason með titlinum doctor scientiarum honoris causa. Sé það góðu heilli<br />

gert og vitað.<br />

Í verkfræðideild<br />

Bjarni Tryggvason<br />

Bjarni Tryggvason fæddist árið 1945 í Reykjavík. Hann fluttist barn að aldri ásamt<br />

foreldrum sínum til Kanada og hefur búið þar síðan. Hann lauk B.S. prófi í eðlisverkfræði<br />

frá háskólanum í British Columbia árið 1972. Í framhaldsnámi lagði<br />

hann einkum stund á hagnýtta stærðfræði og straumfræði. Á háskólaárum hlaut<br />

Bjarni fjölmargar viðurkenningar. Á árunum 1972-1973 vann hann með veðurfræðingum<br />

við að kanna eðli skýja og 1974 rannsakaði hann í háskólanum í Vestur-Ontario<br />

áhrif vinds á byggingar. Bjarni kenndi við háskóla í Kanada, Japan og<br />

Ástralíu, meðal annars hagnýtta stærðfræði.<br />

179


Árið 1982 stýrði Bjarni rannsóknum á hægum loftstraumi og árið 1983 var hann<br />

valinn í hóp 6 kanadískra geimfara. Bjarni hafði umsjón með smíði geimsjárkerfis<br />

og í lok október árið 1992 fór hann í geimferð þar sem kerfið var reynt. Þá átti<br />

hann drjúgan þátt í smíði festingar sem kemur í veg fyrir titring þar sem þyngdarafls<br />

gætir lítið. Þessar festingar skipta miklu máli þegar farið verður að búa til<br />

fullkomnar málm- eða efnablöndur í geimnum. Frá apríl 1996 hafa festingarnar<br />

verið notaðar í MÍR geimstöðinni rússnesku.<br />

Í ágúst 1997 fór Bjarni í 11 daga geimferð með Discovery þar sem hann rannsakaði<br />

breytingar á lofthjúp jarðar og gerði tilraunir með festingarnar sem áður er<br />

getið. Verkfræðingar þurfa í sífellu að beita fræðilegri þekkingu á ný vandamál og<br />

búa þannig í haginn fyrir samferðamenn sína. Um það er Bjarni skýrt dæmi.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra Bjarna<br />

Tryggvason með nafnbótinni doctor technices honoris causa. Sé það góðu heilli<br />

gert og vitað.<br />

Frú Vigdís Finnbogadóttir<br />

Frú Vigdís Finnbogadóttir fæddist í Reykjavík árið 1930. Hún lauk stúdentsprófi frá<br />

Menntaskólanum í Reykjavík en hélt eftir það utan, lagði stund á frönsku og leikhúsfræði<br />

í Frakklandi, leikhússögu í Kaupmannahöfn og frönsk málvísindi í Uppsölum.<br />

Þá lauk hún B.A. prófi í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands og enn<br />

fremur prófi í uppeldisfræðum.<br />

Frú Vigdís starfaði um skeið sem frönskukennari við menntaskólana í Reykjavík<br />

og í Hamrahlíð og kenndi auk þess leikhúsfræði við Háskóla Íslands. Árið 1972<br />

var hún ráðin leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og gegndi því starfi í 8 ár eða<br />

þar til hún var kjörin forseti Íslands árið 1980.<br />

Hugvísindi eru snar þáttur í menntun og ævistarfi frú Vigdísar en verkfræðin<br />

skipar þar líka háan sess. Hún er dóttir Finnboga Rúts Þorvaldssonar, sem veitti<br />

verkfræðikennslu forstöðu frá því að undirbúningskennsla hófst laugardaginn 19.<br />

október 1940 og til hausts 1945, en verkfræðideild var stofnuð með lögum 28.<br />

desember 1944. Finnbogi var einn af forvígismönnum Verkfræðingafélags Íslands.<br />

Frú Vigdís ólst upp í umhverfi sem mótaðist mjög af viðhorfum verkfræðinga<br />

og hefur alla tíð sýnt málefnum verkfræðingastéttarinnar hollustu og<br />

ræktarsemi.<br />

Um langt árabil hefur hún setið í stjórn Minningarsjóðs Þorvalds Finnbogasonar,<br />

verkfræðistúdents. Þorvaldur var bróðir frú Vigdísar en hann lést rúmlega tvítugur<br />

að aldri. Sjóðurinn styrkir á hverju ári verkfræðistúdent sem skarar fram úr í<br />

námi og hefur frú Vigdís gert sér sérstakt far um að fylgjast með því unga fólki<br />

sem styrkinn hlýtur. Þá hefur hún sýnt mikinn áhuga á hinu merkilega<br />

málræktarstarfi sem orðanefndir verkfræðinga hafa unnið. Vigdís var gerð að<br />

heiðursfélaga í Verkfræðingafélagi Íslands árið 1992.<br />

Af þessum sökum telur Háskóli Íslands sér það sæmdarauka að heiðra frú Vigdísi<br />

Finnbogadóttur með nafnbótinni doctor technices honoris causa. Sé það góðu<br />

heilli gert og vitað.<br />

180


Helstu símanúmer, bréfsímanúmer,<br />

netföng og vefföng Háskóla Íslands<br />

Rannsóknastofnanir, rannsóknastofur og fyrirtæki í tengslum við Háskóla Íslands<br />

Margvíslegar rannsóknir fara fram á vegum Háskóla Íslands enda eru rannsóknir helsta verkefni háskólakennara að frátalinni<br />

kennslu. Þar er rekinn fjöldi rannsóknastofa og -stofnana og innan þeirra fer fram mikilvæg vísindastarfsemi. Auk þess er fjöldi<br />

þjónustustofnana á vegum eða í tengslum við Háskóla Íslands. Þessar stofnanir eru:<br />

Alþjóðamálastofnun<br />

Lögbergi<br />

Sími 525 4385; bréfsími 525 4388<br />

netfang ggschram@hi.is<br />

Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins<br />

Neshaga 16<br />

Sími 525 4311; bréfsími 525 5850<br />

netfang ask@hi.is<br />

http://www.ask.hi.is/<br />

Bókmenntafræðistofnun<br />

Nýja Garði Hugvísindastofnun<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4093; bréfsími 525 4410<br />

netfang gardarb@hi.is<br />

http://www.hi.is/HI/Stofn/BHI/<br />

Endurmenntunarstofnun<br />

Dunhaga 7<br />

Sími 4923/24/25; bréfsími 525 4080<br />

netfang endurm@hi.is<br />

http://www.endurmenntun.hi.is/<br />

Félagsvísindastofnun<br />

Aragötu 9<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4545; bréfsími 525 4179<br />

netfang felagsvisindastofnun@hi.is<br />

http://www.fel.hi.is/<br />

Guðfræðistofnun<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4348; bréfsími 552 1331<br />

asdis@hi.is<br />

Hagfræðistofnun<br />

Aragötu 14<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4229; bréfsími 525 4096<br />

http://www.hag.hi.is/ioes/<br />

Happdrætti Háskóla Íslands<br />

Tjarnargötu 4<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 563 8300; bréfsími 563 8350<br />

http://www.hhi.is/<br />

Háskólaútgáfan<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4003; bréfsími 552 1331<br />

Heimspekistofnun<br />

Nýja Garði Hugvísindastofnun<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4039; bréfsími 525 4410<br />

http://www.hi.is/~mhs/hstofn/hstofn.html<br />

182<br />

Hollvinasamtök Háskóla Íslands<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 551 4374; bréfsími 552 1331<br />

http://www.<br />

Íslensk málstöð<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4443/552 8530; bréfsími 562 2699<br />

Kerfisverkfræðistofa<br />

VR III<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4703<br />

Lagastofnun<br />

Lögbergi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4381; bréfsími 525 4388<br />

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn<br />

Arngrímsgötu 3<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 5600; bréfsími 525 5615, netfang<br />

lbs@bok.hi.is<br />

http://www.bok.hi.is/<br />

Listasafn Háskólans<br />

Odda<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4411; 552 6806<br />

http://www.listasafn.hi.is/<br />

Líffræðistofnun<br />

Grensásvegi 11<br />

108 Reykjavík<br />

Sími 525 4618; bréfsími 525 4281<br />

http://www.hi.is/pub/lif/<br />

Líffræðistofnun<br />

Grensásvegi 12<br />

108 Reykjavík<br />

Sími 525 4600; bréfsími 525 4637<br />

http://www.hi.is/pub/lif/<br />

Líffræðistofnun, örverufræðistofa<br />

Ármúla 1A<br />

108 Reykjavík<br />

Sími og 525 4955/568 8447, bréfsími 568 8457<br />

Mannfræðistofnun<br />

Hólavalla 13<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4253<br />

http://www.hi.is/pub/anthrice/mannfs.html<br />

Mannréttindastofnun<br />

Lögbergi<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4385; bréfsími 525 8388<br />

Málvísindastofnun<br />

Nýja Garði Hugvísindastofnun<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4408; bréfsími 525 4410<br />

http://www.hi.is/pub/malvis/<br />

Námsbraut fyrir aðstoðarfólk tannlækna<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4865; bréfsími 525 4874<br />

Námsráðgjöf<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Símar 525 4315/4316; bréfsími 552 1331.<br />

Norræna eldafjallastöðin<br />

Grensásvegi 50<br />

108 Reykjavík<br />

Sími 525 4492; bréfsími 562 9767<br />

http://www.norvol.hi.is/index.html<br />

Orðabók Háskólans<br />

Neshaga 16<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4430; bréfsími 562 7242<br />

http://www.lexis.hi.is/<br />

Prokaria<br />

Gylfaflöt 5<br />

112 Reykjavík<br />

Sími 570 7900; bréfsími 570 7901<br />

Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði<br />

Austurvegi 2a<br />

800 Selfossi<br />

Sími 525 4136/4137; bréfsími 525 4140<br />

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í<br />

Hveragerði<br />

Sími 483 4360<br />

Rannsóknasetur Háskóla Íslands í<br />

Vestmannaeyjum<br />

Strandvegi 50<br />

900 Vestmannaeyjum<br />

Sími 481 1111; bréfsími 481 2669<br />

Veffang: http://www.veyeyjar.is/-palmar<br />

Rannsóknastöðin Sandgerði<br />

Garðvegi 1<br />

245 Sandgerði<br />

Sími 423 7870<br />

Rannsóknastofa í heilbrigðisfræði<br />

Sóltúni 1<br />

105 Reykjavík<br />

Sími 525 4956; bréfsími 562 2013


Rannsóknastofa í kvennafræðum<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4595; bréfsími 552 1331, netfang<br />

fem@hi.is<br />

Rannsóknastofa í líffærafræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4853/4821; bréfsími 525 4893/4864<br />

Rannsóknastofa í lyfjafræði<br />

Ármúla 30<br />

108 Reykjavík<br />

Sími 525 4369/568 0866; bréfsími 568 0872<br />

Rannsóknastofa í klínískri eðlisfræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4890; bréfsími 525 4891<br />

Rannsóknastofa í matvælafræði<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4210/4848; bréfsími 552 8911<br />

Rannsóknastofa í meinafræði<br />

Landspítala v/Barónstíg<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 560 1900; bréfsími 560 1904<br />

Rannsóknastofa í næringarfræði<br />

Íþróttahúsi Háskólans<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4260/4269<br />

Rannsóknastofa í ónæmisfræði<br />

Landspítala<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 560 1960/63; bréfsími 560 1943<br />

Rannsóknastofa í sýklafræði<br />

Landspítala<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 560 1900; bréfsími 560 1957<br />

Rannsóknastofa kvennadeildar Landspítalans<br />

Landspítala<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 560 1000; bréfsími 560 1191<br />

Rannsóknastofa Lífeðlisfræðistofnunar<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4855; bréfsími 525 4886<br />

Rannsóknastofa um mannlegt atferli<br />

Skólabæ, Suðurgötu 26<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4585<br />

Rannsóknastofa tannlæknadeildar<br />

Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4882/4895; bréfsími 525 4874<br />

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins<br />

Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 562 0240; bréfsími 562 0740<br />

Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði<br />

Eirbergi Eiríksgötu 34<br />

105 Reykjavík<br />

Sími 525 5281/82<br />

Rannsóknaþjónusta Háskólans<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4900; bréfsími 552 8801; netfang<br />

rthj@rthj.hi.is<br />

Raunvísindastofnun, með rannsóknastofur í<br />

stærðfræði, eðlisfræði,<br />

efnafræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði (með<br />

háloftadeild) og reiknifræði.<br />

Sími 525 4800; bréfsími 552 8911; netfang<br />

http://www.raunvis.hi.is/RaunvisHome.html<br />

Reiknistofnun Háskólans<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4761; bréfsími 552 8801; netfang<br />

help@hi.is<br />

Sagnfræðistofnun<br />

Árnagarði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4097; bréfsími 525 4242<br />

http://www.hi.is/~eggthor/stofnun.htm<br />

Siðfræðistofnun<br />

Skólabæ<br />

Suðurgötu 26<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4077; bréfsími 551 2167<br />

Sjávarútvegsstofnun<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4056/4724; bréfsími 525 5829<br />

http://www.sushi.hi.is/sus.htm<br />

Skjalasafn Háskóla Íslands<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4246; bréfsími 552 1331<br />

http://www.hi.is/stofn/skjalasafn/<br />

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi<br />

Árnagarði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4010; bréfsími 525 4035<br />

http://www.hi.is/HI/Ranns/SAM/<br />

Stofnun í erlendum tungumálum<br />

Nýja Garði Hugvísindastofnun<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4191; bréfsími 525 4410<br />

http://www.hi.is/pub/siet/<br />

Stofnun Sigurðar Nordals<br />

Þingholtsstræti 29<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 562 6050; bréfsími 562 6263<br />

http://www.nordals.hi.is<br />

Tannsmiðaskóli Íslands<br />

Læknagarði,<br />

Vatnsmýrarvegi 16<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4892; bréfsími 525 4874<br />

Tilraunastöð Háskólans í meinafræði<br />

Keldum<br />

v/Vesturlandsveg<br />

110 Reykjavík<br />

Sími 567 4700; bréfsími 567 3979<br />

http://www.hi.is/pub/keldur/<br />

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands<br />

Nýja Garði<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4593; bréfsími 525 4410; netfang<br />

ems@hi.is;<br />

veffang http://www.hi.is/~ems/<br />

Tækniþróun hf<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4921; bréfsími 552 8801<br />

Umhverfisstofnun<br />

Tæknigarði, Dunhaga 5<br />

Sími 525 5871/5286<br />

http://vera.verk.hi.is/kenn/solnes/Uhi/index.ht<br />

ml<br />

Upplýsingaþjónusta Háskólans<br />

Aðalbyggingu<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4665/66; bréfsími 569 4723<br />

http://www.hi.is/~joner/index11.html<br />

Veirufræðistofnun<br />

Ármúla 1a<br />

108 Reykjavík<br />

Sími 525 5220; bréfsími 525 5220<br />

Verkfræðistofnun Háskóla Íslands<br />

Smyrilsvegi 22<br />

107 Reykjavík<br />

Sími 525 4919; bréfsími 525 4913<br />

http://verk.hi.is/vstofnun/<br />

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands<br />

Odda<br />

101 Reykjavík<br />

Sími 525 4555; bréfsími 552 6806<br />

Örverufræðistofa<br />

Ármúla 1a<br />

108 Reykjavík<br />

Sími 525 4955; bréfsími<br />

183


Útgefandi: Háskóli Íslands<br />

Ritstjórn: Magnús Diðrik Baldursson og Magnús Guðmundsson<br />

Hönnun: Hildigunnur Gunnarsdóttir<br />

Prófarkalestur: Gunnar Skarphéðinsson<br />

Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson<br />

Umbrot: Háskólaútgáfan, Kristinn Gunnarsson<br />

Filmuvinna og prentun: Gutenberg<br />

Upplag: 1200<br />

Maí 2001


185


186


187


188


189


190


191


192

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!