18.12.2013 Views

HÖNNUNARSTAÐALL - Háskóli Íslands

HÖNNUNARSTAÐALL - Háskóli Íslands

HÖNNUNARSTAÐALL - Háskóli Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Lógó/auðkenni/merki Háskóla Íslands<br />

Merki Háskóla Íslands eru í grunninn til tvö,<br />

annars vegar eiginlegt innsiglismerki og hins<br />

vegar auðkenni (lógó). Auðkennið hefur síðan<br />

afbrigði fyrir öll svið Háskóla Íslands og allar<br />

deildir þar sem mið er tekið af litum fræða-<br />

sviðanna. Auðkennið má einnig nota sem vatns-<br />

merki í prentgripum og auglýsingum og er þá<br />

gert ráð fyrir að reglum um notkun þess sé fylgt.<br />

Eiginlegt innsiglismerki Háskóla Íslands<br />

(stimplað, þrykkt eða prentað á bréfsefni) er<br />

notað við formlega skjalagerð til staðfestingar á<br />

umboði þess sem skjalið ritar í nafni Háskólans<br />

eða stjórnunareiningar innan hans. Sérstakar<br />

reglur gilda um notkun innsiglismerkisins.<br />

Auðkenni (lógó) Háskóla Íslands er notað við<br />

almenna kynningu á þeirri starfsemi sem fram fer á<br />

vegum skólans, fræðasviða og deilda innan þeirra.<br />

Þetta á við um rannsóknir, kennslu og fræðslu og<br />

alla þjónustu. Auðkennið má aldrei nota eitt og<br />

sér,því þarf ávallt að fylgja nafn Háskóla Íslands<br />

hvort sem er á íslensku eða ensku.<br />

Auðkennið mega nota:<br />

Allir fastráðnir starfsmenn HÍ þegar þeir koma<br />

fram eða senda frá sér skjöl eða gögn á vegum<br />

þeirrar stjórnunareiningar sem þeir starfa í.<br />

Ennfremur þeir sem hlotið hafa akademíska<br />

nafnbót skv. reglum þar að lútandi.<br />

Öll fræðasvið.<br />

Allar deildir.<br />

Allar stofnanir sem heyra undir fræðasvið og<br />

deildir.<br />

Allar stofnanir sem heyra undir háskólaráð.<br />

Sameiginleg stjórnsýsla HÍ.<br />

Einnig er heimilt að nota auðkennið, ásamt<br />

auðkennum annarra aðila, ef fyrir hendi er<br />

samstarfssamningur um tiltekin verkefni, sbr. t.d.<br />

samning HÍ og Landspítala – háskólasjúkrahúss.<br />

Einnig ef um er að ræða sameiginleg verkefni,<br />

svo sem ráðstefnur og málþing.<br />

Þjónustusamningar og samningar um styrki við<br />

einstök verkefni veita ekki heimild til þess að<br />

nota auðkenni Háskólans, nema sérstaklega sé<br />

um það samið.<br />

Fjöldi stofnana er starfræktur innan vébanda<br />

Háskóla Íslands. Mikilvægt er að þessar stofnanir<br />

kenni sig við Háskólann í því prentefni sem frá<br />

þeim fer. Þar sem tengingin kemur ekki beint<br />

fram í heiti stofnunarinnar og í þeim tilvikum þar<br />

sem stofnanirnar notast við sitt eigið merki skal<br />

skilgreina tenginguna við Háskólann á viðeigandi<br />

hátt.<br />

Samræmis skal gæta í notkun merkis Háskólans<br />

og æskilegt er að þær stofnanir sem nota merki<br />

Háskólans virði leturgerð hans. Ætíð skal nota<br />

Frutiger-leturgerð með merkinu.<br />

4

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!