11.01.2014 Views

Eðlisfræði reiðhjóls

Eðlisfræði reiðhjóls

Eðlisfræði reiðhjóls

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Eðlisfræði reiðhjóls<br />

Hópur 1a<br />

14. nóvember 2005<br />

Benedikt Skúlason, Haukur Elvar Hafsteinsson, Heimir Hjartarson og<br />

Snæbjörn Helgi Emilsson.<br />

1


Efnisyrlit<br />

1 Inngangur 3<br />

2 Jafnvægi 3<br />

2.1 Mannlaust hjól . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3<br />

2.2 Reiðhjól með hjólreiðamanni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6<br />

3 Gírar og kraftvægi 9<br />

3.1 Gírahjól . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9<br />

3.2 Kraftvægi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9<br />

3.3 Hlutföll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10<br />

3.4 Tölulegir útreikningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11<br />

4 Fjöðrun á hjóli 13<br />

4.1 Tilgangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13<br />

4.2 Dempunin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13<br />

4.3 Aðrar pælingar um dempun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15<br />

5 Gagnkraftar 16<br />

5.1 Útleiðsla á F loft . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16<br />

5.2 Áhrif F n og F loft á hjólreiðamann . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18<br />

5.3 Vangaveltur varðandi hönnun á reiðhjólum . . . . . . . . . . . . . 19<br />

5.4 Útleiðsla á loftmótstöðu teina reiðhjóls á ferð . . . . . . . . . . . . 20<br />

5.5 Hversu hratt er hægt að komast á reiðhjóli? . . . . . . . . . . . . 22<br />

6 Lokaorð 23<br />

2


1 Inngangur<br />

Reiðhjólið er mjög umhversvænt farartæki og eru vinsældir þess alltaf að aukast.<br />

Ekki er vitað hver fann það upp en Leonardo da Vinci teiknaði upp tæki sem líktist<br />

reiðhjóli á 16. öld. Reiðhjólið, eins og við þekkjum í dag, kom fram um 1886<br />

og birtust fyrstu gírahjólin um 15 árum síðar. Reiðhjólið er mjög einföld vél, við<br />

fyrstu sýn. Hún samanstendur af tveimur hjólum, stelli og drifker. Eðlisfræðileg<br />

virkni reiðhjólsins er þó mun óknari en menn skyldu halda t.d. má velta fyrir<br />

sér hvernig hjólið helst uppi, hvernig virka gírar, hver er tilgangur dempara á<br />

fjallahjólum og hvaða gagnkröftum er hjólreiðamaðurinn að vinna gegn? Þessum<br />

spurningum, auk eiri, verður leitast við að svara í þessu verkefni.<br />

2 Jafnvægi<br />

Flestir sem hafa lært að hjóla líta eaust á það sem sjálfsagðan hlut að halda<br />

jafnvægi. Við hoppum bara upp á hjólið og þeysum af stað. En hvernig heldur<br />

hjólið jafnvægi? Hvaða kraftar og fyrirbæri valda því að hjólið getur brunað áfram<br />

jafnvel án þess að nokkur sé á því til þess að stjórna því? Við réðumst á þetta<br />

verkefni og komumst að því að jafnvægið er ekki eins einfalt fyrirbæri eins og það<br />

lítur út fyrir að vera.<br />

2.1 Mannlaust hjól<br />

Við skulum byrja á því að skoða hvernig stakt dekk sem rúllar eftir jafnsléttu<br />

heldur jafnvægi. Þetta fyrirbæri er þekkt sem svokölluð "snúðshrif"(e. gyroscopic<br />

eect). Við vitum að þegar hjól er upprétt er það í svokölluðu óstöðugu jafnvægi<br />

þ.e. það leitast við að falla í átt til jarðar. Segjum sem svo að dekkið okkar rúlli<br />

eftir beinni línu þegar það skyndilega byrjar að halla til vinstri í átt til jarðar<br />

(mynd 1).<br />

Mynd 1: Hverþungabreyting.<br />

3


Jafna fyrir hverþunga er gen með<br />

⃗L = ⃗ I × ⃗ω<br />

Þar sem ⃗ I er hvertregða dekks um snúnigsás og ⃗ω er hornhraði dekksins. Svo<br />

þurfum við að hafa jöfnu fyrir vægi þyngdarkrafts um ás frá jörð<br />

⃗τ = ⃗r × ⃗ F g<br />

Við höfum samband á milli þessara stærða<br />

⃗τ = d⃗ L<br />

dt<br />

⇓<br />

d ⃗ L = ⃗τdt<br />

Sem segir okkur að hverþungabreytingin er í sömu stefnu og stefna vægisins. Nú<br />

er hverþunginn varðveittur, þ.a. þó að stefna hans breytist þá breytist stærð<br />

hans ekki. Það gerir það að verkum að dekkið byrjar að snúast um snertipunktinn<br />

við jörð og beygir í sömu átt og dekkið hallar, þ.e. til vinstri. Dekkið er þá ekki<br />

lengur á leið eftir beinni línu heldur hringlaga braut sem upphaega hefur stóran<br />

radíus sem minnkar með meiri halla á hjólinu. Og hvað gerist þá...? Jú, þá mætir<br />

miðóttakraftur til leiks sem verkar með vægi til hægri og vegur upp á móti vægi<br />

þyngdarkraftsins. Þannig erum við komin með jafnvægi. Við skoðum betur vægi<br />

miðóttakrafts í næsta kaa.<br />

Fyrir reiðhjól sem er látið akka eftir jafnsléttu erum við með svipaðar aðstæður<br />

eins og fyrir stakt dekk. En þó verður þetta allt aðeins, eða öllu heldur töluvert<br />

óknara. Mjög ertt verður að lýsa jafnvægi hjólsins stærðfræðilega. Lögun framgaals<br />

hjólsins skiptir miklu máli [1]. Fjarlægðin milli snertipunkts framdekks og<br />

skurðpunkts stýris-áss við jörð (mynd 2) er kallað slóð eða sporlengd (e. trail).<br />

Jákvæð slóð (þ.e. skp. stýrisáss er fyrir framan snertipunkt framdekks við jörð)<br />

er nauðsynleg til þess að reiðhjól haldi jafnvægi. Hægt er hugsa sér að stýrisásinn<br />

leiði framdekkið áfram, þ.e. framdekkið eltir stýrisásinn inn í beygjuna þegar<br />

reiðhjóli er hallað til hliðar. Við sjáum þetta á reiðhjólunum okkar þegar við<br />

höllum því til hliðar, þá beygir framdekkið í sömu átt vegna vægis þverkrafta frá<br />

jörð. Því jákvæðari sem slóðin er því meira beygir framdekkið. Á móti kemur<br />

að beita þarf meiri krafti á stýrið til þess að beygja. Ef hins vegar slóðin verður<br />

neikvæð hefur framdekkið ekki fastar skorður fyrir stefnu og ómögulegt verður<br />

fyrir mannlaust hjól að halda jafnvægi. Því þegar hjól á ferð hallar getur framdekkið<br />

beygt í öfuga átt og miðóttakrafturinn hendir hjólinu á hliðina. Þetta<br />

myndi sennilegast okkast sem svokallað óhjól. Slóðin reynist vera eitt mikilvægasta<br />

verkfærið við hönnun hjóla [2]. Ef búið er að hanna hjól og það reynist<br />

illstjórnanlegt er yrleitt fyrsta verk að ráðast í að breyta lengdinni á slóðinni.<br />

4


Mynd 2: Hér má sjá hvað átt er við með orðinu slóð(sporlengd).<br />

En þrátt fyrir mikilvægi þessarar stærðar er ekki til stærðfræðilegt verkfæri til<br />

þess að segja til um hversu stór slóðin þarf að vera til þess að nægilegt jafnvægi<br />

á hjólið fáist. Hönnun reiðhjóla í sambandi við jafnvægi er því ennþá meira háð<br />

verkkunnáttu og tilraunum frekar en beinum útreikningum.<br />

Þegar slóð nokkura reiðhjóla var borin saman fengust eftirfarandi niðurstöður:<br />

Taa 1: Slóð reiðhjóla í skúrnum heima<br />

Tegund Gerð Slóð/Trail [cm]<br />

Moongoose pro nx-7.1 Fjallahjól 8.0<br />

Mongoose pro Rockadile Fjallahjól 6.5<br />

Mongoose LE Fjallahjól 6.0<br />

Giant OCR2 6000series Keppnishjól 3.5<br />

Kalkho Keppnishjól 4.5<br />

Við sjáum að fjallahjólin eru með slóð sem er áberandi lengri en slóðin á keppnishjólunum.<br />

Það er vegna þess að á fjallahjólum er mikið lagt upp úr jafnvægi. Með<br />

samanburði fannst að erðara er að snúa stýrinu á fjallahjólunum en á keppnishjólunum.<br />

Það er í lagi að keppnishjólin ha stutta slóð því þar er meira lagt<br />

upp úr hraða en jafnvægi. Við hönnun keppnishjóla er ekki miðað við hjólreiðar<br />

5


utan brautar, í landslagi sem krefst mikils jafnvægis.<br />

velja fjallahjól.<br />

Þar myndum við heldur<br />

2.2 Reiðhjól með hjólreiðamanni<br />

Við erum eaust est sammála því að auðveldara verður að halda jafnvægi með<br />

auknum hraða. Í mjög einfölduðu máli náum við fram jafnvægi vegna sambands<br />

milli vægi þyngdarkrafts sem verkar á hjólreiðamann (og reiðhjól) og vægi mið-<br />

óttakrafts sem verkar í öfuga átt. Tilraunir sýna að vægi þyngdarkrafts og<br />

miðóttakrafts sem verkar á hjól reiðhjóls er mun áhrifameira en hverþungi<br />

dekkjanna og hægt er að líta fram hjá þeim lið í útreikningum. En hvers vegna er<br />

þá auðveldara að halda jafnvægi með meiri hraða? Við skulum byrja á að skoða<br />

jöfnu fyrir vægi miðóttakrafts (e. centrifugal force)<br />

τ mid = F mid l 1 + F norm l 2 =<br />

þar sem l 1 og l 2 eru fjarlægðir F mid og F norm frá snúningsás hjóls við jörð (mynd<br />

3). Nú er l 1 = h cos(θ) og l 2 = h sin(θ) það gefur:<br />

τ mid = mv2 h cos(θ) + mgh sin(θ)<br />

r<br />

Þar sem m er massi hjóls auk hjólreiðamanns, v er hraði hans og r er radíus<br />

brautar sem maðurinn fer eftir, h er hæð massamiðju frá neðstu stöðu hjóls og<br />

θ er hornið sem hjól myndar við normal frá jörð. Núna skulum við skoða vægi<br />

þyngdarkraftsins sem verkar í öfuga átt m.v. τ mid . Þ.e. við höfum vægi lóðrétta<br />

þáttar þyngdarkrafts og vægi lárétta þáttar þyngdarkrafts<br />

τ ut = F larett l 1 +F g l 2 = F larett h cos(θ)+F g h sin(θ) = mg tan(θ)h cos(θ)+mgh sin(θ)<br />

Mynd 3: Hér sjáum við helstu krafta sem verka á massamiðju.<br />

6


þar sem g er þyngdarhröðun. Nú til þess að við höldum jafnvægi þarf<br />

því F norm = F g<br />

τ mid = τ ut<br />

⇓<br />

F mid l 1 + F norm l 2 = F larett l 1 + F g l 2<br />

⇓<br />

F mid = F larett<br />

⇓<br />

v 2<br />

r = g tan(θ)<br />

Af þessu sjáum við að hjólreiðamaður sem byrjar að halla (um θ gráður m.v.<br />

normal frá jörð) í átt til jarðar hefur tvo möguleika ef hann ætlar að halda jafnvægi;<br />

Hann getur minnkað beygjuradíusinn og/eða aukið hringhraða hjólsins. Við<br />

sjáum líka að ef maðurinn er á litlum hraða eftir tiltölulega beinni braut þá má<br />

hjólið ekki halla mikið til þess að jafnvægi fari úr skorðum. Þar með höfum við<br />

skýringu á því hvers vegna auðveldara er að halda jafnvægi með meiri hraða.<br />

Eins og ég nefndi áður þá er mjög ertt að búa til líkan sem lýsir vel hreyngu<br />

og jafnvægi reiðhjólsins. Orsökin er sú að massi hjólreiðamanns er yrleitt um<br />

5 sinnum meiri en massi hjóls og öll hreyng hans hefur mikil áhrif á hreyngu<br />

hjólsins. Þó hafa verið gerðar ýmsar tilraunir með að reyna að búa til slík líkön,<br />

en þau eru öll háð e-m annmörkum. Ég ætla til gamans að varpa fram einu slíku<br />

líkani (1), sem var unnið í Berkeley háskóla í Kaliforníu [3]. Það var hannað til<br />

þess að meta áhrif af völdum vægis sem beitt er á stýri. Það er takmarkað að því<br />

leyti að það gerir ráð fyrir litlum halla og lítilli beygju:<br />

ωI 0 ˙λ + Is¨σ = N s − Mgb∆<br />

L<br />

λ − Mbv2 ∆<br />

σ<br />

L 2 (1)<br />

Þar sem N s er vægi á stýri, λ og σ eru halli hjóls m.v. lóðrétt og beygjuhorn, ω<br />

er hornhraði dekkja, I 0 er hvertregða dekkjanna um snúningsöxul, M er heildarmassi,<br />

g þyngdarhröðun, b lárétt fjarlægð frá aftara hjóli að massamiðju, ∆ er<br />

slóðin, L er fjarlægð milli snúningsása fram- og afturdekks og v er hraði hjóls.<br />

Fyrsti liðurinn vinstra megin er vegna stefnubreytingar á hverþunga L ω , annar<br />

liður er vegna hverþunga um stýrisásinn. Annar og þriðji liður hægri hliðar er<br />

vegna slóðar. Annar liðurinn veldur því að framdekkið beygir í sömu átt og hjólið<br />

hallar. Þriðji liður þröngvar framhjólinu beint áfram við mikinn hraða.<br />

Okkur gefst því miður ekki tóm til þess að leysa þessa jöfnu hér, hún hefur<br />

hinsvegar verið leyst með hjálp tölvu. Útkomur eru sveiur með tíma út frá jafnvægistöðu.<br />

Jafnvægisstöðu er ekki aftur náð nema með tilkomu dempunarliðs á<br />

7


formi Γ ˙σ, sem væri í þessu tilfelli vægi á stýri af völdum hjólreiðamanns. Niðurstöður<br />

jöfnunnar segja okkur líka að ef við ætlum að beygja í aðra hvora átt út<br />

frá beinni línu þurfum við fyrst að beygja í gagnstæða átt (e. countersteering).<br />

Það virkar frekar mótstæðukennt en ef við hugsum aðeins og ímyndum okkur að<br />

við séum að hjóla eftir beinni línu og ýtum létt með útréttri hendi öðru megin á<br />

stýrið þ.a. við beygjum örlítið. Þá verkar á okkur miðóttakraftur sem hendir<br />

okkur í öfuga átt m.v. beygjuna á stýrinu. Þá þurfum við að stýra í sömu átt og<br />

miðóttakrafturinn ýtir okkur ef við viljum ekki detta. Þ.a. á meðan við erum<br />

að hjóla erum við sífellt að leiðrétta jafnvægið með fyrrgreindu ferli.<br />

8


3 Gírar og kraftvægi<br />

3.1 Gírahjól<br />

Þegar við hjólum knýjum við hjólið áfram með okkar eigin ai. Fyrstu hjólin voru<br />

þannig gerð að fótstigin og sveifarnar voru tengd beint í framhjólið. En til að ná<br />

einhverri ferð urðu framhjólin að vera risastór til að komast á einhvern hraða. Í<br />

dag hjólum við á hjólum með keðju og mörgum tannhjólum sem við notum til að<br />

færa kraftinn í afturhjólið (sjá mynd 4).<br />

Mynd 4: Mynd sem sýnir drifker reiðhjóls.<br />

3.2 Kraftvægi<br />

Skoðum þetta nánar. Skilgreinum nokkrar stærðir fyrst. Átak frá hjólreiðamanni<br />

sem beitt er á fóstigið. Köllum þann kraft F H . Svein hefur lengd L S og tannhjólið<br />

að framan hefur radíus R F . Kraftur keðjunnar á tannhjólið að framan er<br />

F K . Að aftan hefur tannhjólið radíus R A og hjólið hefur radíus R h . Krafturinn<br />

sem jörðin verkar með á afturhjólið er F g . Þá getum við reiknað út hvernig<br />

krafturinn frá hjólreiðamanninum fer út í dekkið. Gerum ráð fyrir að hjólið sé á<br />

jöfnum hraða og L S , R h , F g séu fastar. Þá fæst:<br />

og að aftan fáum við:<br />

Stingum jöfnu (3)inn í jöfnu (2) og fáum:<br />

F H ∗ L S = F K ∗ R F (2)<br />

F g ∗ R h = F K ∗ R A (3)<br />

F H = F g ∗ R F ∗ R h<br />

R A ∗ L S<br />

(4)<br />

9


Við sjáum að hlutfallið R h /L S og F g (þ.e. við hjólum eftir einsleitum vegi)<br />

breytist ekkert og því getum við sett það sem fastan K.<br />

F H = K ∗ R F<br />

R A<br />

(5)<br />

Þá er krafturinn háður hlutfallinu milli tannhjólanna, því hærra sem hlutfallið<br />

er, því meiri kraft þarf hjólreiðamaðurinn að setja á fótstigin til að halda jöfnum<br />

hraða en um leið ferðast hjólið lengra m.v. snúninga sveifarinnar. Skoðum þetta<br />

betur. Skilgreinum θ sem hornfærsluna á fótstiginu, φ sem hornfærslu afturhjólsins<br />

og L H lengdina sem afturhjólið fer. Þá fæst:<br />

og<br />

svo<br />

stingum jöfnu (8) inn í jöfnu (4) og fáum<br />

R F ∗ θ = R A ∗ φ (6)<br />

L H = φ ∗ R h (7)<br />

L H = R h ∗ θ ∗ R F<br />

R A<br />

(8)<br />

F H =<br />

L H<br />

L S ∗ θ<br />

(9)<br />

sem sagt hjólið ferðast lengra því hærra sem R F /R A hlutfallið er en þá þarf meiri<br />

kraft (skv. (9) og (8). Ef við viljum fá að vita hvaða hraða hjólið er á þá getum<br />

við dirað (8) m.t.t tíma og fengið:<br />

V H = ˙θ ∗ R h ∗ R F<br />

R A<br />

(10)<br />

Þar sem V H er hraðinn (sem við gáfum okkur að væri fasti) og ˙θ er hornhraði<br />

sveifar. Ef við dirum aftur fæst hröðun hjólsins:<br />

a H = ¨θ ∗ R h ∗ R F<br />

R A<br />

(11)<br />

þar sem a H er hröðun hjólsins og ¨θ er hröðun sveifarinnar.<br />

3.3 Hlutföll<br />

Á reiðhjólinu heima er ekki auðvelt að nna radíus tannhjólanna með mikilli<br />

nákvæmni en hægt er að nýta sér hlutföll á milli þeirra. Reiðhjólakeðja hreyst<br />

með sama hraða v á báðum tannhjólunum. Því er:<br />

v = ˙θ ∗ R F = ˙φ ∗ R A (12)<br />

10


og<br />

˙θ<br />

˙φ = R F<br />

R A<br />

(13)<br />

Til að keðjan passi á bæði tannhjólin verður að vera sama bil milli tannanna á<br />

báðum tannhjólunum. Látum N F vera fjölda tanna á fremra tannhjóli og N A<br />

vera fjölda tanna á aftara tannhjóli. Því fæst:<br />

svo<br />

2 ∗ π ∗ R F<br />

N F<br />

= 2 ∗ π ∗ R A<br />

N A<br />

(14)<br />

N F<br />

N A<br />

= R F<br />

R A<br />

(15)<br />

Þ.a. hlutfall á milli radíuss er það sama og hlutfall á milli fjölda tanna. Stingum<br />

nú jöfnu (15) inn í jöfnu (13) og fáum:<br />

N F<br />

N A<br />

= ˙φ<br />

˙θ<br />

Þá sjáum við að hornhraðinn er í öfugu hlutfalli við fjölda tanna á tannhjóli.<br />

3.4 Tölulegir útreikningar<br />

(16)<br />

Mynd 5: Taa sem sýnir fjölda tanna á tannhjólum á raunverulegu gírahjóli,<br />

gírhlutföllin fyrir hvern gír og hraðabil hans.<br />

Á mynd 5 er taa þar sem er skráður fjöldi tanna á tannhjólum á raunverulegu 24<br />

gíra Giant Boulder 880 reiðhjóli. Einnig er búið að reikna gírhlutföllin þ.e. nota<br />

11


jöfnu 15. Þar sést vel að mörg af gírhlutföllunum skarast sbr. 5. og 17. gír og 7.<br />

og 19. gír. Besti snúningshraðinn fyrir reiðhjólamann að hjóla á er 70 til 90 rpm<br />

[4]. Þ.e. 7/3π ≤ ˙θ ≤ 3π. Margir byrjendur hjóla oft með minni snúningshraða<br />

þ.e. 50 til 60 rpm og eru því að erða miklu meira. Á þessum snúningshraða eru<br />

byrjendurnir því ekki að nýta sér hverþungann sem fæturnir hafa nægjanlega<br />

vel. Ef nota jöfnu 10, þá er hægt að nna hraðabilið sem hjólreiðamaðurinn á<br />

að hjóla á í hverjum gír þ.e. um leið og hjólreiðamaðurinn er kominn upp að efri<br />

mörkum í ákveðnum gír skiptir hann í annan sem hentar þeim hraða. Þessi gildi<br />

eru líka á mynd 5. Ef við teiknum upp þessi hraðabil fyrir hvern gír (sjá mynd 6)<br />

sést vel að hraðabilin vaxa með öðru veldi á milli gíra, fyrir fastan snúningshraða.<br />

Þetta er auðvitað engin tilviljun að þeir sem hönnuðu gírana á þessu hjóli vildu<br />

Mynd 6: Graf sem sýnir hraðabil fyrir hvern gír. Rauðu krossarnir sýna efri mörk<br />

bilanna og þeir bláu neðri mörk. Eins og sést vex hraðin í öðru veldi.<br />

láta hraðan vaxa í öðru veldi. Ef hraðinn myndi vaxa línulega þá þyrftum við að<br />

hafa miklu eiri gíra [5, 6, 7, 8].<br />

12


4 Fjöðrun á hjóli<br />

Flest nútímahjól hafa einhverskonar fjöðrunarker og þess vegna er ekki úr vegi<br />

að fjalla aðeins um slík ker hér. Flest þessara kerfa eru samsett úr þremur<br />

einingum, gormi, dempara og einhverjum vélbúnaði sem ytur hreynguna sem<br />

við viljum minnka yr á gorminn og demparann.<br />

4.1 Tilgangur<br />

Til að átta okkur aðeins á tilgangi dempara getum við hugsað okkur hjól þar sem<br />

dekkin eru fest beint á grind hjólsins (án dempara). Á slíku hjóli hreyfast grindin<br />

og dekkin saman þannig að þegar dekkið lendir á ójöfnu þá fær grindin sömu<br />

hröðun og skriðþunga í sömu átt og dekkið, því það er ekkert á milli þeirra til<br />

að vinna á móti högginu á dekkið. Þetta getur valdið miklum óþægindum fyrir<br />

hjólreiðamanninn sem upplir einnig þessa skyndilegu hröðun við það að sæti<br />

hjólsins og stýrið þrýsta harkalega á hann.<br />

Til að draga úr áhrifum þessa krafts er hægt að setja gorm á milli dekkja og<br />

grindar sem dregur þá í sig hluta af kraftinum. Grindin og hjólreiðamaðurinn<br />

upplifa áfram hröðun út af kraftinum, en ekki jafn mikla.<br />

Þetta er samt ekki nógu gott því höggið á gorminn veldur því að kerð byrjar að<br />

sveiast. Til að draga úr óþægindum þessara sveina væri hægt að setja dempara<br />

í kerð til að dempa sveiuna. Demparinn verkar þannig að hann breytir orku<br />

sem kemur inná kerð vegna höggi á dekkið í varmaorku með því að láta gorminn<br />

hætta að sveiast (olían inní demparanum hitnar). Þá er stóra spurningin,<br />

hverskonar dempun er hentugust fyrir þetta ker?<br />

4.2 Dempunin<br />

Venjuleg reiðhjólafjöðrun samanstendur af gormi og dempara. Oftast eru gormarnir<br />

annaðhvort línulegir eða stighækkandi. Stighækkandi gormar eru þannig að<br />

þeir verða stífari eftir því sem er ýtt fastar á þá. Til dæmis ef það þarf kraft F<br />

til að þjappa gorminn um 1cm þá gæti þurft 3F til að þjappa honum um 2cm. Á<br />

línulegum gormi vex krafturinn í réttu hlutfalli við þjöppunarvegalengdina, þ.e.<br />

ef það þarf kraft F til að þjappa gorminn um 1cm þá þarf 2F til að þjappa um<br />

2cm. Hér erum við hinsvegar einungis að skoða línulega gorma.<br />

Demparinn er oftast samsettur úr hýsingu með olíu í og bullu sem gengur fram og<br />

til baka í hýsingunni. Á bullunni er haus með götum sem olían æðir í gegnum<br />

þegar bullan hreyst. Dempunarkrafturinn sem myndast vex í réttu hlutfalli við<br />

hraðann sem olían er þvinguð til að fara í gegnum götin. Minnsta breyting á<br />

gorminum veldur sveiu. Við sjáum að hér er um að ræða dempaðar sveiur því<br />

bullan verkar á móti gorminum [9]. Heildar dempunarkraftur kersins er þá<br />

∑<br />

Fx = −k(x − x 0 ) − bẋ (17)<br />

13


þar sem b er dempunarstuðull og k er kraftstuðull gormsins. Annað lögmál<br />

Newtons gefur svo að hreyjafna kers með massa fastan við dempara og gorm<br />

er<br />

mẍ + bẋ + k(x − x 0 ) = 0 (18)<br />

við getum umskrifað þetta á formið<br />

ẍ + 2βẋ + ω 2 0(x − x 0 ) = 0 (19)<br />

Þar sem β ≡ b/2m og ω = √ k/m er grunnhorntíðnin ef dempunin væri engin.<br />

Fyrir litla dempun gildir að<br />

β 2 ≪ ω 2 0 (20)<br />

þetta þýðir að minnsta færsla úr jafnvægisstöðu myndi framkalla sveiur sem<br />

héldu áfram í margar lotur.<br />

Ef dempunarstuðullinn er hár þ.e.<br />

þá fáum við að lausn á jöfnu 19 verður<br />

β 2 > ω 2 0 (21)<br />

x(t) = e −βt [A 1 e ωt + A 2 e −ωt ] (22)<br />

þar sem ω 2 = √ β 2 − ω0 2 (hér er um að ræða yrdempað ker). Af jöfnu 22<br />

sést að þegar þetta kerð er fært úr jafnvægisstöðu þá fer það aftur í jafnvægi<br />

eftir exponential-ferli (sem fall af tíma, sjá mynd 7). Yrdempandi demparar<br />

eru almennt ekki taldir hentugir fyrir ökutæki því þeir geta verið lengi að komast<br />

aftur í jafnvægisstöðu. Ef það kæmi síðan fyrir að hjól með yrdempandi dempara<br />

færi yr tvær ósléttur á stuttum tíma þá er demparinn e.t.v. fulldempaður eftir<br />

fyrri ósléttuna og nær ekki að komast aftur í jafnvægisstöðu fyrir þá síðari og<br />

getur því ekki að dregið eins vel úr seinna högginu.<br />

Þægilegast fyrir hjólreiðamanninn er að demparinn dempi krítískt (eða örlítið<br />

undirdempað). Þá dempar hann sveiuna og fer síðan eins jótt aftur í jafnvægi<br />

og hægt er án þess að sveiast aftur (ef hann er lítið undirdempandi þá fylgja<br />

litlar sveiur í kjölfar höggútslagsins). Fyrir krítíska dempun er β 2 = ω0 2 og<br />

b = 2 √ mk og því verður lausn á jöfnu 19 (skv. Thornton & Marion [10])<br />

x(t) = e −βt (A + Bt) (23)<br />

14


Mynd 7: Dempaðar sveiur.<br />

4.3 Aðrar pælingar um dempun<br />

Helsti og e.t.v. eini ókostur dempara (þetta á þá helst við um afturdempara) er<br />

að þegar hjólreiðamaður stígur á fótstigið þá gefur demparinn eftir og þá fer hluti<br />

af þeim krafti sem hjólreiðamaðurinn setti á fótstigið í að koma demparanum<br />

aftur í jafnvægisstöðu.<br />

Önnur pæling er hvort staðsetning demparans á gainum skipti máli. Hugsum<br />

okkur hjól á ferð sem rekst á einhverja ójöfnu. Við áreksturinn fær dekkið og sá<br />

hluti gaalsins sem er fyrir neðan demparann skriðþunga upp á við. Eftir því<br />

sem massinn fyrir neðan demparann er meiri þeim meiri skriðþunga fær sá hluti<br />

og því meiri kraft þarf demparinn að eyða. Það hlýtur því að vera hagkvæmast<br />

uppá dempunina að hafa demparann sem næst öxli dekksins.<br />

15


5 Gagnkraftar<br />

Sú eðlisfræði sem menn velta einna mest fyrir sér varðandi hjólreiðar eru áhrif<br />

þeirra gagnkrafta sem hjólreiðamaður þarf að kljást við. Drifkraftur þessara pælinga<br />

er mjög mikill því til mikils er að vinna, bæði fyrir hjólreiðakeppendur í Tour<br />

de France sem og fyrir iðngreinar eins og bílaiðnaðinn (þar sem sömu afræðilegu<br />

úrlausnarefnin skjóta upp kollinum). Þar leggja menn höfuðið í bleyti í eltingarleik<br />

sínum við mínútur og sekúndur, eða minnkandi bensíneyðslu. Leitast er við<br />

að allt renni eins mjúklega og núningslaust eins og frekast er unnt.<br />

Gagnkröftum hjólreiðamannsins má skipta í tvo okka, þ.e. innri núningskraftar<br />

í legum og núningur dekkja við vegyrborð annars vegar og hins vegar mótstöðukrafta<br />

af völdum þess lofts sem hjólreiðamaðurinn þarf að ryðja frá sér á leið<br />

sinni. Hér er ætlunin að einbeita sér að loftmótstöðuþættinum, F loft , en einungis<br />

nota kraftinn frá legum og dekkjum, F n , í útreikningum og samanburði við F loft .<br />

Þar sem að ekki verður farið nákvæmlega í saumana á F n er eins gott að varpa<br />

því strax fram í uppha að umtalsvert einfaldað líkan af F n gefur [11]:<br />

F n = a ∗ m ∗ g (24)<br />

Þar sem m stendur fyrir massa hjóls og hjólreiðamanns, g fyrir þyngdarhröðun<br />

og a er stuðull sem er háður dekkjagerð, ástandi lega o.s.frv.<br />

5.1 Útleiðsla á F loft<br />

Það að F loft sé fall af hraða ætti ekki að koma neinum á óvart sem hefur prufað<br />

að stinga hendinni út um glugga í bíl á ferð. Við ályktum:<br />

F loft = b ∗ v x (25)<br />

Ef við svo veltum fyrir okkur hversu miklu erðara er að hjóla á 40 km/klst heldur<br />

en á 20 km/klst spyrjum við okkur e.t.v. spurningarinnar: Er F n mögulega háð<br />

v í einhverju hærra veldi en því fyrsta? Athugum málið. Við þekkjum jöfnu fyrir<br />

hreyorku, K.<br />

K = (1/2) ∗ m ∗ v 2 (26)<br />

Hér má sjá að hreyorka agna er háð hraða í öðru veldi. Þegar við hjólum erum<br />

við einmitt alltaf að draga með okkur loft úr kyrrstöðu og koma því á ferð. Ef<br />

við komum loftinu í kringum okkur á tvöfalt meiri hraða, þá hlýtur það að kosta<br />

okkur fjórfalt meiri orku (sbr jöfnu 26). Þ.e. út frá þessari einföldu rökfræði<br />

ályktum við að veldisvísirinn við v (jafna 25) sé 2.<br />

F loft = b ∗ v 2 (27)<br />

16


Þ.e. að loftmótstöðukrafturinn sé fall af hraðanum, v (afstæðum hraða hjólreiðamanns<br />

og loftsins sem hann fer í gegnum), í öðru veldi. Þetta kemur heim og<br />

saman við tilraunir sem gerðar hafa verið í vindgöngum og víðar. Lítum nú á<br />

stuðulinn b, með vandlegri íhugun má sjá að eftirfarandi þrír þættir hljóta að hafa<br />

áhrif á hann; ofanvarpsatarmál hlutar í stefnu loftstraums, þéttleiki loftsins og<br />

lögun hlutarins. Gefum þessum eiginleikum eftirfarandi tákn í sömu röð: A, ρ og<br />

Cd. Sjá má að að margfeldi A og ρ ákvarða það efnismagn sem hluturinn þarf<br />

að ryðja frá sér á leið sinni í gegnum loftið. Lögunarstuðullinn Cd táknar hversu<br />

auðveldlega tiltekið form ferðast í gegnum loft (eða einhvern annan miðil á gas<br />

eða jótandi formi ef að því er að skipta). Fyrir hækkandi mótstöðu fáum við<br />

hækkandi Cd og öfugt. Cd stuðulinn má nota til þess að bera saman hentugleika<br />

mismunandi forma í ákveðin hönnunarverkefni. T.d. viljum við lágmarka Cd í<br />

hjólreiðum, en við fallhlífagerð er leytast við að hámarka Cd.<br />

Nú má setja fram eftirfarandi.<br />

F loft = q ∗ Cd ∗ ρ ∗ A ∗ v 2 (28)<br />

Þar sem að q er margföldunarfasti sem viðtekin venja er að skilgreina sem q =<br />

0,5. Annað val á q hefði einungis þau áhrif að Cd gildi fyrir geð form hlutar<br />

myndi breytast. Með q = 0,5 er jafna 28 orðin hliðstæða jöfnu hreyorku (jafan<br />

26) þar sem að A*ρ koma í stað massa og lögunarstuðullinn Cd bætist við.<br />

F loft = (1/2) ∗ Cd ∗ A ∗ ρ ∗ v 2 (29)<br />

Til frekari skilnings og gamans má einnig má leiða jöfnu (29) út á annan hátt<br />

þar sem hugsað er um skriðþungabreytingu loftsins sem lendir í árekstri við hjólreiðamann.<br />

F n = dp/dt = m ∗ (dv/dt) = (ρ ∗ A ∗ v) ∗ (v br ) ⇒ (1/2)Cd ∗ (ρ ∗ A ∗ v 2 ) (30)<br />

Sú hraðabreyting sem verður á loftinu við áreksturinn er dv/dt = v br . Þar sem<br />

(1/2) ∗ Cd er stuðull sem táknar hversu vel hlutnum tekst að ná öllu því lofti sem<br />

hann rekst á, á sinn hraða v br = (1/2) ∗ Cd ∗ v. Að lokum er svo ρ ∗ A ∗ v jafngilt<br />

massa þess lofts sem hluturinn verkar á, á tímaeiningu. (Athygli skal vakin á<br />

að varðandi v br hefur hver einasta loftögn sem hluturinn verkar á í raun og veru<br />

sína einstöku hraðabreytingu. Hér er v br látið tákna meðaltal tölugildis þessara<br />

∑<br />

hraða. Stærðfræðilega gildir þá að v br = ( n v brn )/n þar sem v brn er tölugildi<br />

hraðabreytingar hverrar smáeindar og n er fjöldi þeirra smáeinda sem notast er<br />

við til þess að reikna út meðaltal). Á mynd 8 gefur að líta töu yr Cd gildi<br />

mismunandi forma.<br />

i=1<br />

17


Mynd 8: Cd gildi helstu forma.<br />

5.2 Áhrif F n og F loft á hjólreiðamann<br />

Reiknum einfaldað dæmi um hversu mikið a hjólreiðamaður þarf til þess að<br />

halda gefnum hraða. Hér þarf að reikna með F n annars vegar og F loft hinsvegar.<br />

Þá fæst fyrir heildarkraftinn sem verkar á hjólreiðamanninn:<br />

F gagn = F n + F loft (31)<br />

Sem aftur leiðir af sér fyrir aið sem verkar á hjólreiðamanninn P gagn .<br />

Nú er vitað að<br />

P gagn = v ∗ F n + v ∗ F loft (32)<br />

ρ = 1, 266kg/m 3<br />

g = 9, 82m/s 2<br />

Með tilraunum og mælingum hefur verið ákvarðað fyrir jöfnur 24 og 29<br />

a = 0, 007<br />

Cd = 0, 9<br />

A = 0, 7.<br />

fyrir venjulegt reiðhjól. Varast ber að allar þessar tölur eru umtalsverðar nálganir<br />

til þess gerðar að gefa einhverja áþreifanlega hugmynd um virkni jafnanna<br />

sem settar voru fram í síðasta undirkaa. Þ.a. farir þú sjálfur út að hjóla og<br />

gerir samanburð við niðurstöður fengist að öllum líkindum ekki sama niðurstaða,<br />

18


Mynd 9: Það a sem hjólreiðamaður þarf að skila til að halda gefnum hraða.<br />

en hún ætti að vera af sama stærðarskala. Niðurstöðu útreikninga fyrir 70 kg<br />

hjólreiðamann og 10 kg reiðhjól má sjá á mynd 9.<br />

Sjá má að veldisþátturinn tekur snemma yr og er F loft augljóslega mun stærri<br />

þáttur en F n á því hraðabili sem við hjólum venjulega á. Glögglega má sjá af<br />

gra hversu ertt er að auka hraðann mikið yr 10 m/s.<br />

5.3 Vangaveltur varðandi hönnun á reiðhjólum<br />

Í hjólreiðum í dag er öllum brögðum beitt til þess að minnka loftmótstöðu. Þetta<br />

er hægt að gera á tvo vegu. Annars vegar með því að minnka atarmálið, A, og<br />

hins vegar með því að lækka lögunarstuðulinn, Cd. Okkur eru þó settar vissar<br />

skorður í þessum efnum þar sem að hjólreiðamaðurinn sjálfur er stærsta hindrun<br />

loftsins og ekki getum við breytt honum mikið. Jafnvel þótt við getum ekki<br />

breytt hjólreiðamanninum, þá er hægt að breyta sætisstöðu hans og með því móti<br />

minnka F loft gríðarlega mikið. Þetta má sjá á keppnishjólum þar sem stýrið er<br />

sveigt niður til þess að hjólreiðamaðurinn geti hallað sér fram og þar með minnkað<br />

ofanvarpsatarmál sitt í vindstefnuna. Einnig reyna keppnislið í hjólreiðakeppnum<br />

oft að mynda loftskjöld utan um sinn sigurstranglegasta keppanda. Þá getur<br />

hópurinn verið að ferðast á 50 km/klst og dregið með sér loft þ.a. einstaklingur<br />

í miðjum hópnum er með 20 km/klst meðbyr. Þannig geta lið hvílt sinn besta<br />

19


mann þangað til á lokasprettinum þar sem honum er sleppt lausum, úthvíldum,<br />

til þess að svo stinga hópinn af. Þegar vindskýlingu sem þessari er beitt fer<br />

að bera hlutfallslega meira á loftmótstöðu dekkja hjólsins. Ástæðan er sú að á<br />

meðan afstæður hraði hjólreiðamanns við loftið í kring er einungis 30km/klst þá<br />

hafa yrborð dekkja hjólsins að ofanverðu hraðann (50+50-20) km/klst. Þ.e. 80<br />

km/klst afstæðan hraða miðað við loftið í kring. Yrborð dekkja að neðanverðu<br />

hefur samtímis afstæðan hraða -20 km/klst við loftið í kring. Því er gríðarlega<br />

mikilvægt að hafa yrborð dekkjanna slétt og hanna teina þannig að þeir ha<br />

sem minnsta loftmótstöðu [12].<br />

Mynd 10: Skýringarmynd varðandi hjólreiðar inni í hóp á ferð.<br />

5.4 Útleiðsla á loftmótstöðu teina reiðhjóls á ferð<br />

Athugum nú loftmótstöðukraftinn sem verkar á einn stakan tein á hjóli (gerum<br />

ekki ráð fyrir að hjólað sé í hóp að þessu sinni). Þær stærðir sem notaðar eru við<br />

útreikninga eru:<br />

Þvermál teins d<br />

Radíus = r<br />

Radíus út að gjörð R<br />

Radíus nafs r n<br />

dr = smálengd teins.<br />

ω = hornhraði hjóls.<br />

θ = horn teins frá π/2<br />

v = hraði reiðhjóls.<br />

v rel = hraði lofts þvert á yrborð teins miðað við teininn sjálfan.<br />

F =<br />

∫ R<br />

r<br />

F =<br />

∫ R<br />

r<br />

(1/2) ∗ Cd ∗ ρ ∗ d ∗ v 2 rel ∗ dr<br />

(1/2) ∗ Cd ∗ ρ ∗ d ∗ (v ∗ cos(θ) + ω ∗ r) 2 ∗ dr<br />

20


F = (1/2) ∗ Cd ∗ ρ ∗ d ∗<br />

F = (1/2) ∗ Cd ∗ ρ ∗ d ∗<br />

∫ R<br />

∫ R<br />

F = (1/2)∗Cd∗ρ∗d∗((v ∗cos(θ)) 2 ∗(R−r)+<br />

r<br />

r<br />

(v ∗ cos(θ) + ω ∗ r) 2 ∗ dr<br />

((v ∗ cos(θ)) 2 + (ω ∗ r) 2 + 2 ∗ v ∗ cos(θ) ∗ ω ∗ r) ∗ dr<br />

∫ R<br />

r<br />

((ω ∗r) 2 +2∗v ∗cos(θ)∗ω ∗r))∗dr<br />

F = (1/2)∗Cd∗ρ∗d∗[(v∗cos(θ)) 2 ∗(R−r)+((ω 2 ∗(R 3 −r 3 )/3+v∗cos(θ)∗ω∗(R 2 −r 2 )))]<br />

(33)<br />

Sjá má að útkoma tegursins inniheldur þrjá liði sem allir eiga það sameiginlegt að<br />

stækka með lækkandi gildi á r og umfram allt stækka mjög hratt með hækkandi<br />

gildi á R. Til þess að losna við þessa mótstöðu nota sumir keppnishjólreiðamenn<br />

lokaðar gjarðir þar sem að áhrif snúningshraða dekkjanna eru nánast útilokuð.<br />

Þessar lokuðu gjarðir eru þó þyngri en hefðbundnar og vegur það upp á móti<br />

kostunum. Því fer það mikið eftir keppnisleiðum hvaða gjarðir eru valdar. Í mjög<br />

hröðum keppnum, eins og innanhúshjólreiðum eru notaðar lokaðar gjarðir og er<br />

þar öllum brögðum beitt til þess að minnka loftmótstöðu.<br />

Mynd 11: Innanhúshjólreiðar.<br />

Í lengri og hægari keppnum er loftæðið ekki alveg eins mikilvægt en þar þarf að<br />

samtvinna lága þyngd, sterka byggingu og gott vindæði. Þar eru notaðar léttari<br />

opnar gjarðir sem þó eru hafðar djúpar til þess að lækka gildi á R í útreikningum<br />

hér að framan (jafna 33). Þar er því um nokkurskonar málamiðlun þyngdar og<br />

loftmótstöðu að ræða.<br />

21


Mynd 12: Tour de France meistarinn Lance Armstrong á keppnishjóli sínu.<br />

5.5 Hversu hratt er hægt að komast á reiðhjóli?<br />

Með því að smíða skel utan um hjólreiðamanninn og láta hann liggja inni í skelinni<br />

hefur tekist að minnka loftmótstöðu hjólsins og hjólreiðamannsins umtalsvert.<br />

Einnig reynist liggjandi staða vera mjög skilvirk líkamsstaða við hjólreiðar og<br />

þannig má ná meira ai út úr hjólreiðamanninum en ella. Á móti koma praktískir<br />

hlutir eins og að sjá fram fyrir sig og að halda jafnvægi þegar tekið er af stað.<br />

Þessu má þó bjarga með því að láta aðstoðarmann teyma hjólið af stað og jafnvel<br />

notast við myndavélar og skjái til þess að sjá fram fyrir sig. Með þessu móti er<br />

talið að megi ná allt að 160 km/klst á jafnsléttu [13].<br />

Mynd 13: Hjól sem er sérhannað til þess að kljúfa vindinn sem best.<br />

22


6 Lokaorð<br />

Nú ætti að vera ljóst að eðlisfræðileg virkni reiðhjólsins er mun óknara fyrirbæri<br />

en virðist þegar fyrst er á litið. Hana er hægt að skoða í kjölinn nánast út í hið<br />

óendanlega. Hjólreiðar eru því sígilt dæmi um eitthvað sem menn einfaldlega<br />

taka sem gefnu en velta sjaldan fyrir sér hversu ókið það er í raun og veru.<br />

23


Heimildir<br />

[1] David E. H. Jones. Physics today, the stability of the bicycle, 1970.<br />

[2] John Forester M.S. P.E. http://www.johnforester.com/articles/bicycleeng/dahon.htm,<br />

1989.<br />

[3] J.Fajans. Berkeley. Department of Physics. How you steer a bicycle, 1999.<br />

[4] http://search.eb.com/ebi/article-9273207, Lesin: 14.11.2005.<br />

[5] Þorsteinn Vilhjálmsson og Hildur Guðmundsdóttir. http://www.visindavefur.is/, Lesin:<br />

14.11.2005.<br />

[6] http://www.madsci.org/posts/archives/may98/893173116.eg.r.html, Lesin: 14.11.2005.<br />

[7] http://ist-socrates.berkeley.edu/ fajans/teaching/bicycles.html, Lesin: 14.11.2005.<br />

[8] Young & Freeman. Univercity physics whith modern physics, addison-wesley, 2004.<br />

[9] Ola Helenius. Göteborgs Universitet. http://www.math.chalmers.se/ olahe/bike/genshock.html.<br />

[10] Thornton & Marion. Classical dynamics of particles and systems, fth edition, 2004.<br />

[11] Berkley háskóli. How to calculate the speed of a commuting bicyclist, http://istsocrates.berkeley.edu/<br />

fajans/teaching/calcsweb.htm, Lesin: 14.11.2005.<br />

[12] Carbon Sports. The aerodynamics of a rotating wheel,<br />

http://www.carbonsports.com/aerodynamik laufrad.lasso, Lesin: 14.11.2005.<br />

[13] Science World. Tucker Libby. Bent on speed: get the lowdown<br />

on how engineers use physics to build the fastest bikes on earth,<br />

http://www.looksmartrecreation.com/p/articles/mi m1590/is 11 61/ai n13648068, Lesin:<br />

14.11.2005.<br />

24


Myndaskrá<br />

• Mynd 2: http://www.cannondale.com/bikes/06/CUSA<br />

/model-6FS6.html<br />

• Mynd 4: http://www.classzone.com/books/geometry concepts<br />

/graphics/gears01.jpg<br />

• Mynd 7: Thornton and Marion. Classical Dynamics of Particles<br />

and systems. bls.110, 2004<br />

http://www.insideracingtechnology.com/tech102drag.htm<br />

• Mynd 8: http://www.carbonsports.com/Aerodynamik Laufrad.lasso<br />

• Mynd 10: http://www.london2012.org/en/news/archive/2005<br />

/january/2004-01-06-18-00.htm<br />

• Mynd 12: http://www.itsalreadysigned4u.com/shop/media/<br />

images/ product detail/lam1.jpg<br />

• Mynd 13: http://www.wisil.recumbents.com/wisil/whpsc2001<br />

/resultsSaturday.htm<br />

25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!