25.05.2015 Views

Heitur matur - Menntaskólinn við Hamrahlíð

Heitur matur - Menntaskólinn við Hamrahlíð

Heitur matur - Menntaskólinn við Hamrahlíð

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 5<br />

Út frá þessu markmiði voru eftirfarandi matsspurningar settar fram:<br />

‣ Hversu oft í viku telja nemendur skólans að bjóða ætti upp á heitan mat<br />

í hádeginu?<br />

‣ Hversu oft í viku telja nemendur skólans að þeir muni kaupa sér heitan<br />

mat ef hann væri í boði?<br />

‣ Hvers konar mat ætti helst að bjóða upp á?<br />

‣ Hvað má hann kosta?<br />

‣ Hvernig á greiðslufyrirkomulagið að vera (t. d. áskrift eða matarmiðar)?<br />

Spurningalistinn var saminn á grundvelli þessara matsspurninga og einnig eftir<br />

óskum frá stjórn nemendafélagsins.<br />

3. Lýsing á aðstæðum<br />

Menntaskólinn við Hamrahlíð (MH) hóf starfsemi sína árið 1966. Í skólanum<br />

stunda nemendur bók- og listnám samkvæmt áfangakerfi og í boði eru allar<br />

helstu bóknámsbrautir til stúdentsprófs. Inntak námsins og skipulag miða að<br />

því að nemendur ljúki stúdentsprófi. Meginmarkmið starfsins er að efla<br />

þekkingu og færni nemenda til þess að takast á við frekari verkefni í<br />

framtíðinni eftir áhuga og getu (Menntaskólinn við Hamrahlíð, 2002). Unnið er<br />

að því að búa nemendur undir frekara nám eða störf í atvinnulífinu.<br />

Nemendur í dagskóla hafa síðustu annir verið á milli 900–1000 og í<br />

öldungadeild hafa um 500 – 600 nemendur stundað nám. Kennarar og aðrir<br />

starfsmenn eru í kringum 130. Árlega eru brautskráðir 220-240 stúdentar frá<br />

skólanum.<br />

Nemendafélag er starfrækt við MH og er það opið öllum nemendum skólans.<br />

Hlutverk félagsins er að meðal annars að halda uppi félagsstarfsemi innan<br />

skólans og standa vörð um sameiginlega hagsmuni nemenda.<br />

Nemendafélagið rekur matsölu í skólanum sem nemendur hafa aðgang að<br />

þann tíma sem kennsla stendur yfir í dagskóla. Þar er selt sælgæti, samlokur,<br />

bakarísvörur og einu sinni í viku hefur verið boðið upp á pizzur. Hingað til<br />

hafa starfsmenn matsölunnar verið nemendur sem fengið hafa laun fyrir en<br />

núna nýverið er búið að ráða utanaðkomandi manneskju til starfa þar.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!