25.05.2015 Views

Heitur matur - Menntaskólinn við Hamrahlíð

Heitur matur - Menntaskólinn við Hamrahlíð

Heitur matur - Menntaskólinn við Hamrahlíð

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þarfagreining unnin fyrir<br />

stjórn nemendafélags MH<br />

Verkefnið unnu:<br />

Björk Ólafsdóttir<br />

Sigríður Sigurðardóttir<br />

29. apríl 2004


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 1<br />

Efnisyfirlit<br />

Efnisyfirlit .........................................................................................................1<br />

1. Matssamantekt.............................................................................................2<br />

2. Inngangur.....................................................................................................3<br />

2.1 Mikilvægi matsins ...................................................................................3<br />

2.2 Þarfagreining ..........................................................................................4<br />

2.3 Markmið og matsspurningar ...................................................................4<br />

3. Lýsing á aðstæðum......................................................................................5<br />

4. Aðferð ..........................................................................................................7<br />

4.1. Gagnaöflun............................................................................................7<br />

4.1.1 Rýnihópur ........................................................................................7<br />

4.1.2 Vettvangsathugun............................................................................7<br />

4.1.3 Spurningalisti ...................................................................................8<br />

4.1.3.1 Þátttakendur..............................................................................8<br />

4.1.3.2 Mælitæki....................................................................................9<br />

4.1.3.3 Framkvæmd ..............................................................................9<br />

5. Niðurstöður ................................................................................................10<br />

5.1 Helstu niðurstöður ................................................................................10<br />

5.2 Aðrar niðurstöður..................................................................................22<br />

5.3 Samantekt niðurstaðna ........................................................................22<br />

6. Lokaorð og ábendingar ..............................................................................23<br />

Heimildir.........................................................................................................26<br />

Skriflegar heimildir:.....................................................................................26<br />

Munnlegar heimildir: ...................................................................................26<br />

Viðauki 1: Spurningalisti<br />

Viðauki 2: Kíkvaðrat marktektarpróf fyrir spurningu 13<br />

Viðauki 3: Þátta- og dreifigreining fyrir spurningu 6<br />

Viðauki 4: Bréf til kennara<br />

Viðauki 5: Glærur frá kynningu mats á skólastjórnarfundi þann 29.04.2004


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 2<br />

1. Matssamantekt<br />

Þarfagreiningin sem hér fer á eftir var framkvæmd fyrir stjórn nemendafélags<br />

Menntaskólans við Hamrahlíð (MH) að frumkvæði konrektors, Sigurborgar<br />

Matthíasdóttur. Meginmarkmiðið var að skoða hvort grundvöllur væri fyrir því<br />

að bjóða nemendum skólans upp á heitan mat í hádeginu oftar en hefur verið.<br />

Gagnaöflun fólst í því að byrjað var á að halda rýnihópaviðtal með stjórn<br />

nemendafélagsins og í framhaldi af því var matsalan skoðuð. Því næst var<br />

spurningalisti saminn á grundvelli niðurstaðna úr rýnihóp. Spurningalistinn var<br />

borinn undir stjórn nemendafélagsins og stjórnendur skólans áður en að<br />

fyrirlögn kom. Listinn var síðan lagður fyrir 317 nemendur í íslenskuáföngum í<br />

öllum árgöngum og voru það viðkomandi kennarar sem sáu um það. Allir sem<br />

leitað var til svöruðu.<br />

Niðurstöður sýna að meirihluti nemenda er hlynntur því að bjóða eigi upp á<br />

heitan mat í hádeginu fyrir nemendur skólans. Nemendur skiptast nokkuð í<br />

tvo hópa þegar spurt er hversu oft í viku eigi að bjóða upp á heitan mat og<br />

flestir vilja annað hvort að hann sé í boði þrisvar í viku eða þá alla daga.<br />

Flestir segjast mundu kaupa sér heitan mat einu sinni til þrisvar sinnum í viku<br />

væri slíkt í boði en mjög stór hópur er óviss hvað þetta varðar. Meirihluti<br />

nemenda kýs greiðslufyrirkomulag í formi matarmiða. Aðrar helstu niðurstöður<br />

könnunarinnar eru að nemendum er umhugsað um að boðið sé upp á lágt<br />

vöruverð og skjóta afgreiðslu í hádegishléinu.<br />

Niðurstöðurnar sýna að best er að byrja á því að bjóða upp á heitan mat<br />

þrisvar sinnum í viku og síðan gera tilraun með að auka framboðið enn frekar.<br />

Á boðstólum ætti meðal annars að vera pastaréttir, kjötréttir, súpur og salöt en<br />

margir taka fram mikilvægt sé að <strong>matur</strong>inn sé fjölbreyttur og hollur. Halda á<br />

áfram að bjóða upp á pizzu að minnsta kosti einu sinni í viku. Gefa á<br />

nemendum kost á að greiða fyrir matinn með matarmiðum en jafnframt að<br />

halda möguleika á staðgreiðslu opnum. Verði í matsölu ætti að halda í<br />

lágmarki og hvað heita matinn varðar þá ætti verðið á honum ekki að vera<br />

hærra en 400 krónur fyrir hvern skammt. Mikilvægt er einnig að reyna og<br />

draga úr biðröðum við matsöluna og hraða afgreiðslu.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 3<br />

2. Inngangur<br />

2.1 Mikilvægi matsins<br />

Á undanförnum árum og áratugum hefur öllum orðið ljóst að mataræði hefur<br />

áhrif á heilsu fólks. Breytingar á lifnaðarháttum hafa á sama tíma orðið til<br />

þess að meiri kröfur eru gerðar til skólanna í landinu til þessa að fullnægja<br />

næringarþörf nemenda sinna með því að bjóða þeim upp á hollan mat í<br />

hádeginu. Í leikskólum landsins hefur lengi verið séð til þess að börnin borði<br />

saman næringarríkan mat daglega og nú er farið að gera sömu kröfur til<br />

grunnskólanna. Þau börn sem nú eru í grunnskólum og venjast því að fá mat<br />

í skólanum koma væntanlega til með að gera kröfur um slíkt hið sama þegar í<br />

framhaldsskóla er komið. Mjög mismunandi er hvort boðið er upp á slíka<br />

þjónustu í framhalsskólum og einnig hvernig henni er háttað sé hún fyrir<br />

hendi.<br />

Þrátt fyrir almenna vitneskju um mikilvægi hollrar næringar og að unnið hafi<br />

verið að úrbótum hvað þessi mál varðar í grunnskólum þá segir í skýrslu<br />

fagráðs landlæknisembættisins um heilsueflingu að enn sé næringu og<br />

aðbúnaði barna í grunn- og framhaldsskólum landsins ábótavant (Þorgerður<br />

Ragnarsdóttir o.fl., 2003). Í sömu skýrslu er fjallað um mikilvægi góðrar<br />

skólamáltíðar fyrir starfsgetu nemenda og gott skólastarf almennt.<br />

Könnun Manneldisráðs á mataræði Íslendinga árið 2002 sýnir að hvað ungt<br />

fólk á aldrinum 15 – 19 ára varðar þá má segja að helstu áhyggjuefnin séu<br />

mjög mikil sykurneysla, sérstaklega hjá strákum, og svo minni neysla á mjólk<br />

og fiski (Manneldisráð, 2002). Samkvæmt manneldismarkmiðum er æskilegt<br />

að sú orka sem fæst úr viðbættum sykri fari ekki yfir 10% af heildarorkunni yfir<br />

daginn (Manneldisráð, e.d.). Könnunin sýndi að strákar á þessum aldri fá að<br />

jafnaði 21% orkunnar úr viðbættum sykri og stúlkur 15% (Manneldisráð,<br />

2002). Um helmingur þessa viðbætta sykurs virðist koma vegna mikillar<br />

neyslu á gosdrykkjum enda kemur í ljós að strákar á aldrinum 15 - 19 ára<br />

drekka um einn lítra af gosi á dag. Vegna minnkandi mjólkurdrykkju ná ungar<br />

stúlkur að meðaltali ekki ráðlögðum dagskammti af kalki og hverfandi lítil<br />

fiskneysla þeirra hefur þau áhrif að þær fá að meðaltali einungis tvo þriðju<br />

hluta af ráðlögðum dagskammti af joði.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 4<br />

Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar þá er alveg ljóst að það að bjóða upp<br />

á heita máltíð í hádeginu fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins getur ekki<br />

verið nema af hinu góða. Ef slík þjónusta er ekki fyrir hendi og nemendur geta<br />

einungis keypt sér mat í sjoppu í skólanum þá eykur það væntanlega líkurnar<br />

á því að nemendur kaupi sér sælgæti í staðinn fyrir mat eða þurfi að leita á<br />

náðir nærliggjandi skyndibitastaða.<br />

2.2 Þarfagreining<br />

Góð þjónusta er skipulögð á grundvelli þarfa þeirra einstaklinga sem hún er<br />

ætluð fyrir (Posavac og Carey, 2003). Samkvæmt McKillip (1998) hefur<br />

þarfagreining tvo meginþætti: að bera kennsl á þörf (need identification) og að<br />

meta þörf (need assessment). Til að bera kennsl á þörf er upplýsingum safnað<br />

hjá þeim sem búa við þörfina, í umhverfi þeirra, í þeim vandamálum sem við<br />

þeim blasa og í lausnum við þessum vandamálum. Við mat á þörf eru<br />

upplýsingar dregnar saman, valkostir skoðaðir og tekin ákvörðun um aðgerð.<br />

Við að meta þörf fyrir heitan mat í hádeginu í MH var sjóninni því beint að<br />

nemendum til að komast að raun um hvernig þeir skynja sínar þarfir. Leitað<br />

var eftir væntingum og hugmyndum þeirra um lausnir. Út frá þeim<br />

niðurstöðum verður síðan tekin ákvörðun um hvaða aðgerðir eru farsælastar<br />

til að mæta þessari þörf.<br />

2.3 Markmið og matsspurningar<br />

Meginmarkmið þessarar þarfagreiningar er:<br />

• Að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að auka framboð á heitum mat í<br />

hádeginu til nemenda í Menntaskólanum við Hamrahlíð og jafnframt að<br />

skoða hvernig best væri staðið að þeirri breytingu


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 5<br />

Út frá þessu markmiði voru eftirfarandi matsspurningar settar fram:<br />

‣ Hversu oft í viku telja nemendur skólans að bjóða ætti upp á heitan mat<br />

í hádeginu?<br />

‣ Hversu oft í viku telja nemendur skólans að þeir muni kaupa sér heitan<br />

mat ef hann væri í boði?<br />

‣ Hvers konar mat ætti helst að bjóða upp á?<br />

‣ Hvað má hann kosta?<br />

‣ Hvernig á greiðslufyrirkomulagið að vera (t. d. áskrift eða matarmiðar)?<br />

Spurningalistinn var saminn á grundvelli þessara matsspurninga og einnig eftir<br />

óskum frá stjórn nemendafélagsins.<br />

3. Lýsing á aðstæðum<br />

Menntaskólinn við Hamrahlíð (MH) hóf starfsemi sína árið 1966. Í skólanum<br />

stunda nemendur bók- og listnám samkvæmt áfangakerfi og í boði eru allar<br />

helstu bóknámsbrautir til stúdentsprófs. Inntak námsins og skipulag miða að<br />

því að nemendur ljúki stúdentsprófi. Meginmarkmið starfsins er að efla<br />

þekkingu og færni nemenda til þess að takast á við frekari verkefni í<br />

framtíðinni eftir áhuga og getu (Menntaskólinn við Hamrahlíð, 2002). Unnið er<br />

að því að búa nemendur undir frekara nám eða störf í atvinnulífinu.<br />

Nemendur í dagskóla hafa síðustu annir verið á milli 900–1000 og í<br />

öldungadeild hafa um 500 – 600 nemendur stundað nám. Kennarar og aðrir<br />

starfsmenn eru í kringum 130. Árlega eru brautskráðir 220-240 stúdentar frá<br />

skólanum.<br />

Nemendafélag er starfrækt við MH og er það opið öllum nemendum skólans.<br />

Hlutverk félagsins er að meðal annars að halda uppi félagsstarfsemi innan<br />

skólans og standa vörð um sameiginlega hagsmuni nemenda.<br />

Nemendafélagið rekur matsölu í skólanum sem nemendur hafa aðgang að<br />

þann tíma sem kennsla stendur yfir í dagskóla. Þar er selt sælgæti, samlokur,<br />

bakarísvörur og einu sinni í viku hefur verið boðið upp á pizzur. Hingað til<br />

hafa starfsmenn matsölunnar verið nemendur sem fengið hafa laun fyrir en<br />

núna nýverið er búið að ráða utanaðkomandi manneskju til starfa þar.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 6<br />

Matsalan er staðsett í kjallara í austurenda skólans í sal sem kallast<br />

Matgarður. Þar eru langborð sem nemendur geta sest við til þess að borða í<br />

hádeginu eða á öðrum tímum. Einnig er hægt að setjast niður til að borða á<br />

fleiri stöðum í skólanum.<br />

Skólinn og nemendafélagið hafa árlega gert með sér samning um rekstur<br />

matsölunnar. Í honum kemur fram að nemendafélagið, sem ábyrgðaraðili, í<br />

samvinnu við útskriftarárgang á hverju misseri taki að sér rekstur á matsölu<br />

nemenda (Sigurborg Matthíasdóttir munnleg heimild, 4. febrúar 2004). Í<br />

honum er tekið fram að í boði skuli vera hollur <strong>matur</strong> á sanngjörnu verði og að<br />

fjárhagsgrundvöllur sé jafnframt tryggður og á ábyrgð félagsins. Tilgangurinn<br />

með rekstri matsölunnar er að tryggja að nemendur skólans hafi aðgang að<br />

hollum og ódýrum mat en jafnframt er reksturinn hugsaður sem fjáröflunarleið<br />

fyrir nemendafélagið og útskriftarárgang.<br />

Haustið 2003 ákvað stjórn nemendafélagsins að taka upp þá nýbreytni að<br />

bjóða upp á heitan mat í hádeginu einu sinni í viku, á miðvikudögum<br />

(Rýnihópur munnleg heimild, 6. febrúar 2004). Þetta var gert í ljósi þeirrar<br />

þróunar sem orðið hefur í grunnskólum landsins, þar sem heitur <strong>matur</strong> í<br />

hádeginu er orðin sjálfsögð krafa. Lárus H. Bjarnason rektor MH hafði<br />

eindregið hvatt nemendur til þess að athuga þennan möguleika.<br />

Utanaðkomandi aðili var fenginn til þess að sjá alfarið um þessa þjónustu.<br />

Tilraunin gekk vel og seldust um 100 matarskammtar í hvert skipti. Kostnaður<br />

við matinn er 350 krónur og þurfa nemendur að borga með peningum í hvert<br />

skipti. Eftir áramótin var ákveðið að bjóða þessa þjónustu tvisvar í viku, á<br />

þriðjudögum og fimmtudögum, á sama verði. Sú breyting var gerð að færa<br />

söluna á heita matnum yfir í matsöluna en áður hafði hún verið á öðrum stað í<br />

matsalnum. Fyrirkomulagið er að öðru leyti óbreytt og enn þurfa nemendur að<br />

borga sérstaklega fyrir heita matinn með peningum. Salan hélst óbreytt eftir<br />

þessa breytingu, eða um 100 skammtar í hvert skipti.<br />

Samkvæmt viðtali við sjórn nemendafélagsins er ljóst að nemendur hafa<br />

ákveðnar skoðanir á því hvernig þessi mál eigi að vera í framtíðinni<br />

(Rýnihópur munnleg heimild, 6. febrúar 2004). Þau vilja gjarnan bjóða upp á<br />

heitan mat daglega og vonast til þess að salan aukist við það að koma upp


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 7<br />

einhvers konar matarmiða- eða áskriftarkerfi. Þau vilja ennfremur láta á það<br />

reyna að nemendafélagið bjóði sjálft upp á þessa þjónustu til þess að geta<br />

betur ráðið ferðinni hvað verð og framboð snertir.<br />

4. Aðferð<br />

4.1. Gagnaöflun<br />

Gagna í tengslum við þetta verkefni var aflað á eftirfarandi hátt:<br />

4.1.1 Rýnihópur<br />

Þann 6. febrúar 2004 var tekið rýnihópaviðtal við stjórn nemendafélags MH til<br />

að heyra sjónarmið þeirra og hvað það væri sem þau væru að leitast eftir. Í<br />

rýnihópnum voru fimm stjórnarmeðlimir ásamt tveimur matsaðilum. Allur<br />

fundurinn var tekinn upp á segulband og skrifaður niður að fundi loknum.<br />

Áréttað var að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða og verður upptaka<br />

eyðilögð að verkefni loknu.<br />

Út frá rýnihópaviðtali var spurningalisti sem lagður var fyrir nemendur í MH<br />

saminn.<br />

4.1.2 Vettvangsathugun<br />

Fyrir rýnihópaviðtal þann 6. febrúar 2002 gekk einn meðlimur í stjórn<br />

nemendafélagsins með matsaðilum um skólann og sýndi þeim matsölu og<br />

matsal nemenda. Hann fræddi þá jafnframt um ýmis atriði sem varðar matsölu<br />

og aðstöðu eins og málum er háttað í dag.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 8<br />

4.1.3 Spurningalisti<br />

4.1.3.1 Þátttakendur<br />

Spurningalisti var lagður fyrir hentugleikaúrtak 317 nemenda í Menntaskólanum<br />

við Hamrahlíð. Það jafngildir rétt rúmlega 1/3 af öllum nemendum í<br />

dagskóla sem eru alls 943 talsins. Allir sem leitað var til svöruðu.<br />

Í töflu 1 má sjá að hlutfall svarenda eftir fæðingarári samsvarar nokkuð vel<br />

hlutfalli heildarnemendafjölda í dagskóla MH.<br />

Tafla 1. Fjöldi og hlutfall svarenda til samanburðar við fjölda og hlutfall í skólanum í heild.<br />

Árgangur<br />

Fjöldi þeirra<br />

sem svara<br />

Hlutfall (%)<br />

af þeim sem<br />

svara<br />

Fjöldi<br />

nemenda í<br />

dagskóla MH<br />

Hlutfall (%)<br />

nemenda í<br />

dagskóla MH<br />

Eldri en 1981 0 0,0 11 1,2<br />

1981 1 0,3 3 0,3<br />

1982 2 0,6 15 1,6<br />

1983 6 1,9 26 2,8<br />

1984 44 13,9 181 19,2<br />

1985 65 20,5 182 19,3<br />

1986 85 26,8 234 24,8<br />

1987 109 34,4 280 29,7<br />

1988 5 1,6 10 1,0<br />

1989 0 0,0 1 0,1<br />

Alls 317 100% 943 100%<br />

Kynjaskipting í úrtaki endurspeglar vel hlutfall kynja í dagskóla MH sem er<br />

55% stelpur og 45% strákar. Svör bárust frá 172 stelpum (54,3%) og 145<br />

strákum (45,7%).<br />

Skipting svarenda eftir námsbrautumvar eftirfarandi: Af náttúrufræðibraut<br />

svöruðu 151 (47,6%), af félagsfræðibraut 90 (28,4%), af málabraut 38 (12%),<br />

af IB-braut 31 (9,8%) og nemendur í hópi svarenda sem stunda nám á tveimur<br />

brautum voru alls 7 (2,1%).


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 9<br />

4.1.3.2 Mælitæki<br />

Við gerð spurningalista var sem fyrr segir stuðst við niðurstöður<br />

rýnihópaviðtals. Listinn, sem samanstóð af alls 24 spurningum, skiptist í<br />

grunnspurningar (s.s. kyn, fæðingarár og námsbraut) og spurningar sem<br />

mæla áttu þörf nemenda fyrir heitan mat í hádeginu í skólanum og viðhorf<br />

nemenda til þess matar sem boðið hefur verið upp á sem og til aðstöðu í<br />

matsölu (sjá spurningalista í viðauka 1). Ein spurning (spurning 6) var í 18<br />

liðum og hugsuð til að kanna viðhorf nemenda til ýmissa þátta er tengjast<br />

hollustu, hreyfingu og félagslegum þáttum tengdum mat. Um var að ræða<br />

nafnlausan spurningalista.<br />

4.1.3.3 Framkvæmd<br />

Spurningalistinn var saminn í samráði við stjórn nemendafélagsins og<br />

konrektor MH. Einnig voru drög að listanum borin undir rektor MH og Dr.<br />

Sigurlínu Davíðsdóttur, lektor í Háskóla Íslands.<br />

Spurningalistinn var lagður fyrir á tímabilinu 23. febrúar – 1. mars 2004. Það<br />

voru nemendur í íslensku í öllum árgöngum sem svöruðu. Konrektor annaðist<br />

val á íslenskuáföngum og ræddi við viðkomandi kennara sem síðan lögðu<br />

spurningalistann fyrir í sínum hóp. Kennarar skiluðu spurningalistum á<br />

skrifstofu skólans að fyrirlögn lokinni.<br />

Við úrvinnslu gagna var SPSS tölfræðiforritið notað.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 10<br />

5. Niðurstöður<br />

5.1 Helstu niðurstöður<br />

Niðurstöður könnunarinnar sýna að mikill meirihluti þeirra sem svara, eða<br />

rúmlega 78%, er hlynntur því að boðið sé upp á heitan mat í hádeginu fyrir<br />

nemendur skólans (sjá mynd 1). Lítill munur er á viðhorfum eldri nemenda<br />

(þeir sem eru fæddir 1985 og fyrr) og yngri nemenda (fæddir 1986 og síðar)<br />

hvað þetta varðar.<br />

100<br />

90<br />

Hlutfall (%)<br />

80<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

42,7<br />

54,3<br />

33,7<br />

27,6<br />

23,1<br />

17,2<br />

Yngri nemendur<br />

Eldri nemendur<br />

10<br />

0<br />

Mjög hlynntur<br />

Frekar hlynntur Hvorki hlynntur<br />

né andvígur<br />

0 0 0,5 0,9<br />

Frekar<br />

andvígur<br />

Mjög andvígur<br />

Mynd 1. Ertu hlynnt(ur) eða andvígur því að boðið sé upp á heitan mat í hádeginu fyrir<br />

nemendur í MH? Greint eftir aldri nemenda.<br />

Rúmlega 62 % þeirra sem tóku þátt í könnunni hafa sjaldan eða aldrei keypt<br />

sér þann heita mat sem hefur verið í boði fyrir nemendur í vetur (sjá mynd 2).<br />

Fáir virðast nýta sér þessa þjónustu að staðaldri. Þarna er sömuleiðis lítill<br />

munur eftir aldri.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 11<br />

Hlutfall (%)<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

Yngri nemendur<br />

Eldri nemendur<br />

39,7 41,4<br />

27,6<br />

24,1 24,6<br />

18,1<br />

9,5 11,2<br />

2 1,7<br />

Alltaf Mjög oft Stundum Sjaldan Aldrei<br />

Mynd 2. Hefur þú keypt þér heitan mat í MH í vetur?<br />

Þeir sem höfðu keypt sér heita matinn voru beðnir að svara því hvernig þeim<br />

fyndist <strong>matur</strong>inn hafa verið. Í ljós kom að mikill meirihluti þeirra er ánægður<br />

með matinn eða rúm 65% (sjá mynd 3).<br />

100<br />

90<br />

Hlutfall (%)<br />

80<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

65,2<br />

27,4<br />

7,4<br />

Mjög/frekar góður Hvorki góður né vondur Mjög/frekar vondur<br />

Mynd 3. Ef svo er hvernig finnst þér sá heiti <strong>matur</strong> sem boðið hefur verið upp á?<br />

Tafla 2 sýnir sömuleiðis viðhorfið til matarins en nú eftir því hversu oft<br />

nemendur hafa keypt sér matinn. Þarna eru svörin greind eftir því hvernig<br />

þátttakendur svöruðu spurningunni „Hefur þú keypt þér heitan mat í MH í


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 12<br />

vetur? “. Einungis þeir sem einhvern tíma höfðu keypt sér mat voru beðnir um<br />

að svara og því er hlutfall þeirra sem svara ekki hátt eða rúm 40%.<br />

Þeir sem ánægðastir eru með matinn eru þeir sem kaupa hann mjög oft eða<br />

alltaf. Þeir sem sjaldan kaupa sér mat skiptast nokkurn veginn í tvo hópa í<br />

afstöðu sinni og eru annað hvort ánægðir með hann (um 44%) eða taka ekki<br />

afstöðu (40%).<br />

Tafla 2. Ef svo er hvernig finnst þér sá heiti <strong>matur</strong> sem boðið hefur verið upp á? Greint eftir<br />

því hversu oft svarendur hafa keypt sér matinn.<br />

Mjög/frekar<br />

góður<br />

(%)<br />

Hvorki<br />

góður né<br />

vondur (%)<br />

Mjög/frekar<br />

vondur<br />

(%)<br />

Svara<br />

ekki<br />

(%)<br />

Fjöldi<br />

Allir sem svara 39,1 16,4 4,4 40,1 315*<br />

Kaupa aldrei mat 2,4 0,8 0,8 96,1 127<br />

Kaupa sjaldan mat 44,3 40,0 11,4 4,3 70<br />

Kaupa stundum mat 72,5 23,8 3,8 - 80<br />

Kaupa mjög oft mat 84,4 9,4 6,3 - 32<br />

Kaupa alltaf mat 83,3 16,7 - - 6<br />

* 315 einstaklingar af 317 svöruðu spurningunni um hve oft þeir keyptu mat<br />

Þeir sem höfðu keypt matinn voru einnig beðnir um að svara því hvort þeim<br />

hefði fundist <strong>matur</strong>inn fjölbreyttur eða einhæfur. Tæplega 38% fannst hann<br />

mjög eða frekar einhæfur (sjá mynd 4).


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 13<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

27,6<br />

34,7<br />

37,7<br />

20<br />

10<br />

0<br />

Mjög/frekar fjölbreyttur<br />

Hvorki fjölbreyttur né<br />

einhæfur<br />

Mjög/frekar einhæfur<br />

Mynd 4. Hversu fjölbreyttur eða einhæfur finnst þér <strong>matur</strong>inn vera?<br />

Tafla 3 er sett upp á sama hátt og tafla 2 og hún sýnir viðhorf til þess hversu<br />

fjölbreyttur/einhæfur þeim sem svara spurningunni um hvort þeir hafa keypt<br />

sér heitan mat í vetur finnst <strong>matur</strong>inn vera.<br />

Flestir þeirra sem hafa keypt sér mat stundum eða sjaldan finnst <strong>matur</strong>inn<br />

vera frekar eða mjög einhæfur. Þeir sem ánægðastir eru með fjölbreytnina eru<br />

þeir sem mjög oft kaupa sér mat en 50% þeirra finnst <strong>matur</strong>inn vera<br />

mjög/frekar fjölbreyttur.<br />

Tafla 3. Hversu fjölbreyttur eða einhæfur finnst þér <strong>matur</strong>inn vera? Greint eftir því hversu oft<br />

svarendur hafa keypt sér matinn.<br />

Mjög/frekar<br />

fjölbreyttur<br />

(%)<br />

Hvorki fjölbreyttur<br />

né<br />

einhæfur<br />

(%)<br />

Mjög/frekar<br />

einhæfur<br />

(%)<br />

Svara<br />

ekki<br />

(%)<br />

Fjöldi<br />

Allir sem svara 17,3 21,8 23,7 37,2 315*<br />

Kaupa aldrei mat 2,4 5,6 4,0 88,1 127<br />

Kaupa sjaldan mat 18,6 34,3 41,4 5,7 70<br />

Kaupa stundum mat 26,3 35,0 38,8 - 80<br />

Kaupa mjög oft mat 50,0 21,9 28,1 - 32<br />

Kaupa alltaf mat 33,3 50,0 16,7 - 6<br />

* 315 einstaklingar af 317 svöruðu spurningunni um hve oft þeir keyptu mat


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 14<br />

Af 311 nemendum sem sögðu álit sitt á framboði á heitum mat í MH fannst<br />

143 nemendum (46%) framboðið vera of lítið (sjá mynd 5).<br />

Hlutfall (%)<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

46<br />

38,2<br />

13,5<br />

2,3<br />

Allt of/frekar mikið Passlegt Allt of/frekar lítið Veit ekki<br />

Mynd 5. Hvað finnst þér um framboðið af heitum mat í MH?<br />

Flestum þeim sem svara könnuninni finnst að bjóða ætti upp á heitan mat fyrir<br />

nemendur alla daga eða rúmlega 30% (sjá mynd 6). Hópur þeirra sem vill<br />

hafa heitan mat á boðstólnum þrisvar sinnum í viku er einnig stór eða rúm<br />

28%.<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

1,6<br />

Einu sinni<br />

15<br />

Tvisvar<br />

sinnum<br />

28,3<br />

Þrisvar<br />

sinnum<br />

5,4<br />

Fjórum<br />

sinnum<br />

30,3<br />

Alla daga<br />

19,4<br />

Veit ekki<br />

Mynd 6. Hversu oft í viku ætti að bjóða upp á heitan mat í hádeginu?


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 15<br />

Þegar nemendur hinsvegar voru spurðir hversu oft þeir mundu nýta sér það<br />

að kaupa heitan mat væri hann í boði þá voru flestir sem nefndu tvisvar til<br />

þrisvar sinnum í viku (sjá mynd 7). Stór hluti er óákveðinn, eða um 40%.<br />

Skoðað var hvort einhver munur væri á kynjunum hvað þetta varðar og<br />

reyndist svo vera (sjá mynd 13 í viðauka 2).<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

12,5<br />

20,1 20,8<br />

3,5 3,2<br />

39,9<br />

0<br />

Einu sinni<br />

Tvisvar<br />

sinnum<br />

Þrisvar<br />

sinnum<br />

Fjórum<br />

sinnum<br />

Alla daga<br />

Veit ekki<br />

Mynd 7. Hversu oft í viku myndir þú kaupa þér heitan mat í hádeginu ef hann væri í boði?<br />

Nemendur voru beðnir um að velja sér þrjár tegundir af mat sem þeir myndu<br />

helst kaupa ef boðið væri upp á heitan mat í skólanum. Vinsælastir reyndust<br />

pastaréttir en rúm 65% merktu við þá og um 56% svarenda merkti við kjötrétti<br />

(sjá tafla 4).


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 16<br />

Tafla 4. Hvaða mat myndir þú helst kaupa ef hann væri í boði?<br />

Fjöldi<br />

Hlutfall af<br />

svörum<br />

Hlutfall<br />

af svarendum*<br />

Súpur og salöt 115 14,4 37,0<br />

Grænmetisrétti 82 10,3 26,4<br />

Pastarétti 204 25,6 65,6<br />

Fiskrétti 40 5,0 12,9<br />

Kjötrétti 175 22,0 56,3<br />

Pizzu 159 20,1 51,1<br />

Annað 21 2,6 6,8<br />

Alls 796 100% 256%<br />

* Þar sem svarendur gátu merkt við fleira en eitt svar er samanlegt hlutfall miðað við svarendur hærra en<br />

100<br />

Rúmlega 85% þeirra sem svöruðu könnuninni vill halda verðinu á heita<br />

matnum undir 400 krónur fyrir hverja máltíð (sjá töflu 5).<br />

Tafla 5. Hvað ert þú tilbúinn til að borga mikið að jafnaði?<br />

Hlutfall<br />

Fjöldi<br />

af svörum<br />

Hlutfall<br />

af þeim sem svara<br />

200-300 kr. 151 47,6 48,6<br />

300-400 kr. 114 36,0 36,7<br />

400-500 kr. 29 9,1 9,3<br />

500-600 kr. 4 1,3 1,3<br />

600-700 kr. 1 0,3 0,3<br />

Annað 12 3,8 3,9<br />

Svara ekki 6 1,9 -<br />

Alls 317 100% 100%


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 17<br />

Um 42% þeirra sem svara álíta að matarmiðar séu ákjósanlegasta<br />

fyrirkomulagið til þess að greiða fyrir matinn (sjá töflu 6). Nokkuð stór hópur,<br />

eða um 30%, vill staðgreiða hverja máltíð. Flestir þeirra nemenda sem merktu<br />

við „annað” nefndu greiðslu með debet- eða kreditkorti.<br />

Tafla 6. Hvernig fyrirkomulag hentar þér best til að greiða fyrir matinn? Merkja má við fleiri en<br />

einn möguleika).<br />

Fjöldi<br />

Hlutfall<br />

af svörum<br />

Hlutfall<br />

af þeim sem svara<br />

Staðgreiðsla 96 30,3 30,6<br />

Matarmiðar 133 42,0 42,4<br />

Mánaðaráskrift 25 7,9 8,0<br />

Staðgreiðsla og<br />

matarmiðar 28 8,8 8,9<br />

Staðgreiðsla og áskrift 5 1,6 1,6<br />

Matarmiðar og áskrift 12 3,8 3,8<br />

Annað 15 4,7 4,8<br />

Svara ekki 3 0,9 -<br />

Alls 317 100% 100%<br />

Tæp 39% nemenda vita ekki hvort þeir muni frekar kaupa sér mat ef hægt<br />

væri að kaupa mánaðaráskrift í stað þess að þurfa að staðgreiða hverja máltíð<br />

(sjá tölflu 7). Um 37% finnst líklegra að þeir myndu kaupa sér mat ef áskrift<br />

væri í boði.<br />

Ef afstaða til þessa er skoðuð eftir því hversu oft nemendur hafa verið að<br />

kaupa sér mat í vetur þá má sjá að um 41% þeirra sem sjaldan kaupa sér mat<br />

telja líklegra að þeir myndu kaupa sér mat ef um mánaðaráskrift væri að<br />

ræða. Af þeim sem oft hafa keypt sér mat telur einnig meirihluti, eða um 56%,<br />

líklegra að þeir myndu nýta sér þessa þjónustu. Meirihluti þeirra sem aldrei<br />

hafa keypt sér mat og einnig þeirra sem kaupa hann stundum er óákveðinn<br />

hvað þetta varðar.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 18<br />

Tafla 7. Er líklegra eða ólíklegra að þú mundir kaupa þér heitan mat í hádeginu ef þú gætir<br />

keypt mánaðaráskrift frekar en að borga með peningum hverja máltíð? Greint eftir því hversu<br />

oft svarendur hafa keypt sér matinn.<br />

Miklu/frekar<br />

líklegra<br />

(%)<br />

Veit ekki<br />

(%)<br />

Miklu/frekar<br />

ólíklegra<br />

(%)<br />

Svara<br />

ekki<br />

(%)<br />

Fjöldi<br />

Allir sem svara 37,2 38,8 23,3 0,6 315*<br />

Kaupa aldrei mat 28,6 38,9 31,8 0,8 127<br />

Kaupa sjaldan mat 41,4 37,1 21,4 - 70<br />

Kaupa stundum mat 37,5 43,8 18,8 - 80<br />

Kaupa mjög oft mat 56,2 31,3 12,6 - 32<br />

Kaupa alltaf mat 50,0 50,0 - - 6<br />

* 315 einstaklingar af 317 svöruðu spurningunni um hve oft þeir keyptu mat<br />

Afstaðan til matarmiða er mun skýrari en afstaðan til mánaðaráskriftar og telja<br />

rúm 59% nemenda miklu eða frekar líklegra að þeir keyptu sér mat ef þeir<br />

gætu keypt matarmiða í stað þess að staðgreiða (sjá töflu 8).<br />

Ef þeir hópar sem kaupa sér mat sjaldan eða stundum eru skoðaðir kemur í<br />

ljós að meirihlutinn í þessum hópum telur frekar eða miklu líklegra að þeir<br />

myndu kaupa sér mat ef þeir gætu greitt með matarmiðum - eða um 67%<br />

þeirra sem stundum hafa keypt sér mat og um 64% þeirra sem sjaldan hafa<br />

keypt sér mat. Af þeim sem aldrei hafa keypt sér mat telja tæp 47% miklu eða<br />

frekar líklegra að þeir myndu kaupa sér mat ef hægt væri að nota matarmiða.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 19<br />

Tafla 8: Er líklegra eða ólíklegra að þú mundir kaupa þér heitan mat í hádeginu ef þú gætir<br />

keypt matarmiða frekar en að borga með peningum hverja máltíð? Greint eftir því hversu oft<br />

svarendur hafa keypt sér matinn.<br />

Miklu/frekar<br />

líklegra<br />

(%)<br />

Veit ekki<br />

(%)<br />

Miklu/frekar<br />

ólíklegra<br />

(%)<br />

Svara<br />

ekki<br />

(%)<br />

Fjöldi<br />

Allir sem svara 59,3 31,5 8,5 0,6 315*<br />

Kaupa aldrei mat 46,9 38,1 14,2 0,8 127<br />

Kaupa sjaldan mat 64,3 30,0 5,7 - 70<br />

Kaupa stundum mat 67,5 28,8 3,8 - 80<br />

Kaupa mjög oft mat 78,2 18,8 3,1 - 32<br />

Kaupa alltaf mat 66,7 33,3 - - 6<br />

* 315 einstaklingar af 317 svöruðu spurningunni um hve oft þeir keyptu mat<br />

Um 40% þeirra sem tóku þátt í könnuninni vilja að einu sinni í viku sé boðið<br />

upp á pizzu í hádeginu (sjá mynd 8).<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

40,1<br />

Einu sinni<br />

28,7<br />

Tvisvar<br />

sinnum<br />

9,9<br />

Þrisvar<br />

sinnum<br />

1,9<br />

Fjórum<br />

sinnum<br />

5,4<br />

Alla daga<br />

14<br />

Veit ekki<br />

Mynd 8: Hversu oft í viku ætti að bjóða upp á pizzu í hádeginu?


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 20<br />

40% svarenda finnst hreinlæti í matsal hvorki vera gott né lélegt og tæpum<br />

42% þeirra finnst það vera frekar eða mjög gott (sjá mynd 9).<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

6,3<br />

35,6<br />

40,0<br />

14,6<br />

3,5<br />

0<br />

Mjög gott Frekar gott Hvorki gott né<br />

lélegt<br />

Frekar lélegt<br />

Mjög lélegt<br />

Mynd 9: Hvernig finnst þér hreinlæti í matsal?<br />

Flestir eru ánægðir með aðstöðu matsölunnar en tæplega 40% nemenda<br />

finnst hún frekar eða mjög góð (sjá mynd 10). Nokkuð margir eru hlutlausir<br />

hvað þetta varðar.<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

6<br />

33,3<br />

35,9<br />

19<br />

5,7<br />

0<br />

Mjö góð Frekar góð Hvorki góð né<br />

léleg<br />

Frekar léleg<br />

Mjög léleg<br />

Mynd 10: Hvernig finnst þér aðstaða í matsölunni?


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 21<br />

Fáir eru á móti því að utanaðkomandi starfskraftur vinni í matsölunni eða<br />

einungis rúmlega 13% svarenda (sjá mynd 11). Stærsti hluti þeirra sem svara<br />

er hlutlaus hvað þetta varðar eða tæp 49%.<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

19,1 19,1<br />

48,4<br />

8<br />

5,4<br />

0<br />

Mjög hlynntur<br />

Frekar hlynntur Hvorki hlynntur<br />

né andvígur<br />

Frekar andvígur<br />

Mjög andvígur<br />

Mynd 11. Ertu hlynntur eða andvígur því að utanaðkomandi starfsmaður vinni í matsölunni?<br />

Ef traust til matsölunnar hvað verðlagningu viðkemur er skoðað þá kemur í<br />

ljós að rúmlega 48% þeirra sem svara taka ekki afstöðu til þess (sjá mynd 12).<br />

Rúm 31% bera frekar lítið eða lítið traust til matsölunnar hvað verðlagningu<br />

varðar.<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

Hlutfall (%)<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

3,2<br />

16,8<br />

48,5<br />

Mikið Frekar mikið Hvorki mikið né<br />

lítið<br />

21<br />

Frekar lítið<br />

10,4<br />

Lítið<br />

Mynd 12. Berð þú mikið eða lítið traust til matsölunnar hvað verðlagningu varðar?


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 22<br />

Í lok könnunarinnar voru þátttakendur beðnir um að koma með tillögur að því<br />

hvernig standa ætti að rekstri matsölunnar í MH. Þarna var um opna<br />

spurningu að ræða og mjög margir notuðu tækifærið og komu fram með<br />

hugmyndir eða athugasemdir. Þær athugasemdir sem mest voru áberandi<br />

voru eftirfarandi:<br />

• Að halda verði í lágmarki<br />

• Að minnka biðraðir<br />

• Að hafa hollari mat á boðstólnum<br />

• Að auka fjölbreytileika<br />

Þó að flestar athugasemdirnar snerust um það sem betur mætti fara,<br />

samanber hér að ofan, voru einnig margir sem tóku það fram að þeir væru<br />

ánægðir með matsöluna eins og hún er.<br />

5.2 Aðrar niðurstöður<br />

Við frekari úrvinnsla á gögnunum kom í ljós munur á milli kynja, að teknu tilliti<br />

til aldurs, hvað viðhorf til hollustu varðar þannig að stelpur hugsa að jafnaði<br />

meira um hollustu heldur en strákar. Sömuleiðis reyndist munur á viðhorfi til<br />

hollustu eftir aldri, að teknu tilliti til kyns, þannig að elstu nemendum er að<br />

jafnaði umhugaðra um hollustu heldur en yngstu nemendum. Nánar er gerð<br />

grein fyrir þessum niðurstöðum í viðauka 3.<br />

5.3 Samantekt niðurstaðna<br />

Minnihluti nemenda í MH hefur að staðaldri keypt sér þann heita mat sem í<br />

boði hefur verið í hádeginu í vetur. Samt sem áður er ljóst að það er<br />

almennur áhugi fyrir því meðal nemenda að boðið sé upp á heitan mat. Þeir<br />

sem hafa verið að kaupa sér matinn virðast vera ánægðir með gæði hans en<br />

eitthvað finnst þeim skorta á að <strong>matur</strong>inn sé nægilega fjölbreyttur. Stórum<br />

hluta nemenda (46%) finnst framboð af heitum mat vera of lítið en einnig er<br />

stór hluti sem finnst það passlegt (38%). Meira en helmingur nemenda er á<br />

þeirri skoðun að bjóða ætti upp á heitan mat oftar en nú er gert, en þó er ekki<br />

afdráttarlaus sú skoðun að bjóða þurfi upp á heitan mat alla daga vikunnar.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 23<br />

Flestir segjast mundu kaupa sér heitan mat einu sinni til þrisvar sinnum í viku<br />

væri slíkt í boði en athygli vekur sá stóri hópur sem er óviss (40%).<br />

Pasta- og kjötréttir er það sem nemendur vilja helst sjá á matseðlinum en auk<br />

þess eru margir sem kjósa súpur og grænmetisrétti. Fiskur er það sem síst<br />

þykir spennandi. Pizza nýtur vinsælda og svo virðist sem að nemendum<br />

finnist hæfilegt að hafa pizzu á boðstólnum einu sinni til tvisvar í viku. Flestir<br />

(151 nemendur) kjósa að máltíðin kosti ekki meira en 300 krónur en þó eru<br />

margir (114 nemendur) sem eru tilbúnir til að borga allt að 400 krónum.<br />

Greinilegt er að matarmiðar eru það greiðslufyrirkomulag sem að flestir kjósa<br />

og meirihluti nemenda (59%) telur líklegra að þeir mundu frekar kaupa sér<br />

heitan mat ef hægt væri að greiða með matarmiðum í stað þess að staðgreiða<br />

hverja máltíð. Einhverjir kjósa þó einnig að geta staðgreitt eða um 30%.<br />

Mánaðaráskrift virðist ekki vera það fyrirkomulag sem nemendur kjósa.<br />

Almennt eru nemendur frekar ánægðir með hreinlæti í matsal og aðstöðu í<br />

matsölu þó að margir hafi bent á að afgreiðsla gangi heldur seint fyrir sig.<br />

Hlutfallslega fáir lýsa sig andvíga utanaðkomandi starfsmanni í matsölu.<br />

Dálítið skortir á að nemendur beri traust til verðlagningar í matsölu og voru<br />

ábendingar um of hátt og óstöðugt verðlag.<br />

Ábendingar nemenda í lokin benda ótvírætt til þess að halda skuli verði í<br />

lágmarki, draga úr biðröðum og bjóða upp á hollan og fjölbreyttan mat.<br />

6. Lokaorð og ábendingar<br />

Mikilvægi holls mataræðis er öllum ljós. Í ljósi niðurstaðna á könnun á<br />

mataræði Íslendinga, sem lýst var hér að framan í inngangi, þar sem fram<br />

kom að mataræði ungra Íslendinga á aldrinum 15 – 19 ára einkennist meðal<br />

annars af of mikilli sykurneyslu þá er ljóst að gera þarf ráðstafanir til að sporna<br />

við þessari þróun. Eitt af því sem hægt er að gera er að bjóða nemendum í<br />

framhaldskólum landsins upp á hollan mat í skólunum á viðráðanlegu verði.<br />

Tilgangur þessarar þarfagreiningar var einmitt að skoða hvort grundvöllur sé<br />

fyrir slíku í MH. Niðurstöðurnar segja okkur þó að nemendur þurfa á


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 24<br />

ákveðinni aðlögun að halda í þessu efni og í ljósi þess eru eftirfarandi<br />

ábendingar settar fram:<br />

• Niðurstöðurnar eru ekki afdráttarlausar hvað það varðar að bjóða upp á<br />

heitan mat alla daga vikunnar. Lagt er til að framboðið verði aukið í<br />

þrisvar sinnum í viku og síðan er hægt að gera tilraun með að auka<br />

framboðið enn frekar. Stór hópur nemenda var óákveðinn þegar spurt<br />

var hversu oft í viku nemendur myndu kaupa sér heitan mat væri hann í<br />

boði og því er trúlega best að auka framboðið í nokkrum skrefum.<br />

• Verðið á heita matnum ætti ekki fara upp fyrir 400 krónur fyrir máltíðina.<br />

• Bjóða skal upp á fjölbreyttan og hollan mat og meðal annars ættu<br />

pastaréttir, kjötréttir, súpur og salöt að vera á boðstólum.<br />

• Af niðurstöðunum sést að nemendur eru ánægðir með það að boðið sé<br />

upp á pizzu einu sinni í viku og því er rétt að halda því áfram.<br />

• Af framangreindum niðurstöðum má líta svo á að nemendum finnist<br />

gott að hafa val um hvort og hvenær þeir kaupa sér mat eða ekki og því<br />

er ekki grundvöllur fyrir að taka upp greiðslufyrirkomulag sem felst í<br />

mánaðaráskrift.<br />

• Lagt er til að fyrirkomulag með matarmiða verði tekið upp, en jafnframt<br />

að nemendum verði gefinn kostur á að staðgreiða máltíðina eða borga<br />

með korti séu þeir ekki með matarmiða við höndina.<br />

• Margir kvörtuðu undan háu verðlagi og greinilegt er að nemendur vilja<br />

að verðið á matnum, bæði þeim heita og öðru sem selt er í matsölu, sé<br />

haldið í lágmarki en þó ekki á kostnað gæða.<br />

• Það er ljóst á svörum nemenda að bæta þarf afgreiðslu í matsölu til<br />

þessa að stytta biðraðir. Margir nemendur komu fram með hugmyndir<br />

að því hvernig hægt væri að bæta ástandið og algengast var að<br />

nemendur nefndu að fjölga ætti afgreiðslukössum.<br />

Eins og áður segir þá er ljóst að gera þarf átak í matarmálum nemenda í<br />

framhaldsskólum landsins. Stjórn nemendafélags MH hefur sýnt það að hún


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 25<br />

hefur mikinn metnað til þessa að bæta úr þessum málum í sínum skóla og á<br />

greinilega í góðu samstarfi við stjórn skólans hvað þetta varðar. Þessi<br />

þarfagreining getur vonandi hjálpað til við að meta næstu skrefin í þessari<br />

þróun.


<strong>Heitur</strong> <strong>matur</strong> í MH Bls. 26<br />

Heimildir<br />

Skriflegar heimildir:<br />

Manneldisráð. (2002). Hvað borða Íslendingar. Landskönnun á mataræði<br />

2002. Samantekt. Sótt 29. mars 2004 af heimasíðunni:<br />

http://www.manneldi.is/<br />

Manneldisráð. (e.d.) Ráðleggingar um mataræði og næringarefni.<br />

Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja<br />

ára aldri. Sótt 29. mars 2004 af heimasíðunni:<br />

http://www.manneldi.is/<br />

Menntaskólinn við Hamrahlíð (2002). Námsvísir. Upplýsingar um nám í<br />

menntaskólanum við Hamrahlíð. 28. útgáfa. Reykjavík:<br />

Menntaskólinn við Hamrahlíð<br />

McKillip, J. (1998). Need Analysis: Process and Techniques. Í L. Bickman<br />

og D. J. Rog (Ritstj.), Handbook of Applied Social Research<br />

Methods (bls. 261-284). London: Sage Publications.<br />

Posavac, E. J. og Carey, R. G. (2003). Program Evaluation: Methods and<br />

Case Studies. Sixth Edition. Upper Saddle River, New Jersey:<br />

Prentice Hall.<br />

Þorbjörg Ragnarsdóttir o.fl.. (2003). Áherslur til heilsueflingar. Sótt 29. mars af<br />

heimasíðunni:<br />

http://www.landlaeknir.is/Uploads/FileGallery/Utgafa/Heilsuefling<br />

_sk%C3%BDrsla_12.03.04.pdf<br />

Munnlegar heimildir:<br />

Sigurborg Matthíasdóttir, konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð. (2004, 4.<br />

febrúar). Munnleg heimild.<br />

Rýnihópur. (2004, 6. febrúar). Rýnihópaviðtal sem höfundar tóku við stjórn<br />

nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð (í vörslu höfunda).


1. Hvort ert þú strákur eða stelpa?<br />

1 Strákur<br />

2 Stelpa<br />

2. Hvaða ár ert þú fædd(ur)? ____________________<br />

3. Hvernig býrðu núna? (Má merkja við fleiri en einn möguleika).<br />

1 Í eigin húsnæði<br />

2 Í leiguhúsnæði<br />

3 Hjá foreldrum/tengdaforeldrum mínum<br />

4 Hjá öðrum ættingjum mínum<br />

5 Annað fyrirkomulag: ________________________________<br />

4. Hvað vinnur þú marga tíma í launaðri vinnu með skólanum á VIKU?<br />

Vinn ekki 1-4 5-9 10-14 15-19 20-24 25 klst.<br />

með skóla klst. klst. klst. klst. klst. eða meira<br />

1 2 3 4 5 6 7<br />

5. Á hvaða braut ertu í MH?<br />

1 Náttúrufræðibraut<br />

2 Félagsfræðibraut<br />

3 Málabraut<br />

4 IB-braut<br />

1


6. Hversu miklu eða litlu máli skipta eftirfarandi atriði þig?<br />

(Merktu í einn reit við hvern lið)<br />

Mjög<br />

miklu<br />

máli<br />

1<br />

Frekar<br />

miklu<br />

máli<br />

2<br />

Hvorki<br />

miklu<br />

né litlu<br />

máli<br />

3<br />

Frekar<br />

litlu<br />

máli<br />

4<br />

Mjög<br />

litlu<br />

máli<br />

5<br />

a) Að <strong>matur</strong>inn sem þú borðar sé hollur<br />

b) Að þú borðir fjölbreyttan mat<br />

c) Að þú borðir reglulega<br />

d) Að þú borðir áður en þú ferð í skólann<br />

e) Að þú borðir ekki mikla fitu<br />

f) Að þú borðir ekki mikinn sykur<br />

g) Að <strong>matur</strong>inn sem þú borðar líti vel út<br />

h) Að <strong>matur</strong>inn sem þú borðar bragðist vel<br />

i) Að þú borðir ekki meira en líkaminn þarfnast<br />

j) Að þú sért fljót(ur) að borða<br />

k) Að þú takir vítamín reglulega<br />

l) Að þú hafir góðan tíma til að borða<br />

m) Að þú stundir líkamsrækt eða hreyfingu<br />

n) Að þú lítir vel út<br />

o) Að þú haldir kjörþyngd<br />

p) Að þú borðir með vinum þínum í hádeginu<br />

r) Að þú borðir kvöldmat með fjölskyldunni<br />

s) Að þú hafir félagskap þegar þú borðar<br />

2


7. Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að boðið sé upp á heitan mat í hádeginu<br />

fyrir nemendur í MH? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

Mjög<br />

hlynnt(ur)<br />

Frekar<br />

hlynnt(ur)<br />

Hvorki<br />

hlynnt(ur)<br />

né<br />

andvíg(ur)<br />

Frekar<br />

andvíg(ur)<br />

1 2 3 4 5<br />

Mjög<br />

andvíg(ur)<br />

8. Hefur þú keypt þér heitan mat í MH í vetur?<br />

(Merktu aðeins í einn reit)<br />

Alltaf Mjög oft Stundum Sjaldan Aldrei<br />

1 2 3 4 5<br />

9. Ef svo er hvernig finnst þér sá heiti <strong>matur</strong> sem boðið hefur verið uppá?<br />

(Merktu aðeins í einn reit. Þeir sem ekki hafa keypt sér mat sleppa því að svara)<br />

Mjög<br />

Góður<br />

Frekar<br />

góður<br />

Hvorki<br />

góður né<br />

vondur<br />

Frekar<br />

vondur<br />

1 2 3 4 5<br />

Mjög<br />

Vondur<br />

10. Hversu fjölbreyttur eða einhæfur finnst þér <strong>matur</strong>inn vera?<br />

(Merktu aðeins í einn reit. Þeir sem ekki hafa keypt sér mat sleppa því að svara)<br />

Mjög<br />

fjölbreyttur<br />

Frekar<br />

fjölbreyttur<br />

Hvorki fjölbreyttur<br />

né<br />

einhæfur<br />

Frekar<br />

einhæfur<br />

1 2 3 4 5<br />

Mjög<br />

einhæfur<br />

11. Hvað finnst þér um framboðið af heitum mat í MH? (Merktu aðeins í einn<br />

reit)<br />

Allt of mikið Frekar Passlegt Frekar Allt of Veit<br />

mikið<br />

lítið lítið ekki<br />

1 2 3 4 5 6<br />

3


12. Hversu oft í viku ætti að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í MH?<br />

(Merktu aðeins í einn reit)<br />

Einu sinni<br />

í viku<br />

Tvisvar<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Þrisvar<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Fjórum<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Alla<br />

daga<br />

1 2 3 4 5 6<br />

Veit<br />

ekki<br />

13. Hversu oft myndir þú kaupa þér heitan mat í hádeginu ef hann væri í boði<br />

alla daga í MH? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

Einu sinni<br />

í viku<br />

Tvisvar<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Þrisvar<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Fjórum<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Alla<br />

daga<br />

1 2 3 4 5 6<br />

Veit<br />

ekki<br />

14. Hvaða mat mundir þú helst kaupa ef hann væri í boði í MH? (Merktu við<br />

þrennt)<br />

1 Súpur og salöt<br />

2 Grænmetisrétti<br />

3 Pastarétti<br />

4 Fiskrétti<br />

5 Kjötrétti<br />

6 Pizzu<br />

7 Annað:___________________________________<br />

15. Hvað ert þú tilbúin(n) að borga mikið (að jafnaði) fyrir eina heita máltíð í<br />

MH? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

1 200 – 300 kr.<br />

2 300 – 400 kr.<br />

3 400 – 500 kr.<br />

4 500 – 600 kr.<br />

5 600 – 700 kr.<br />

6 Annað:___________________________________<br />

16. Hvernig fyrirkomulag hentar þér best til að greiða fyrir heitan mat í MH?<br />

(Má merkja við fleiri en einn reit)<br />

1 Hver máltíð fyrir sig staðgreidd.<br />

2 Kaupa matarmiða þar sem einn miði er andvirði máltíðar.<br />

3 Mánaðaráskrift, þar sem allar máltíðir mánaðarins eru innifaldar.<br />

4 Annað:____________________________________<br />

4


17. Er líklegra eða ólíklegra að þú mundir kaupa þér heitan mat í hádeginu ef<br />

þú gætir keypt mánaðaráskrift frekar en að borga með peningum fyrir<br />

hverja máltíð? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

Miklu<br />

Frekar Veit Frekar Miklu<br />

líklegra líklegra ekki ólíklegra ólíklegra<br />

1 2 3 4 5<br />

18. Er líklegra eða ólíklegra að þú mundir kaupa þér heitan mat í hádeginu ef þú<br />

gætir keypt matarmiða frekar en að borga með peningum fyrir hverja<br />

máltíð? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

Miklu<br />

Frekar Veit Frekar Miklu<br />

líklegra líklegra ekki ólíklegra ólíklegra<br />

1 2 3 4 5<br />

19. Hversu oft í viku ætti að bjóða upp á pizzu í hádeginu í MH?<br />

(Merktu aðeins í einn reit)<br />

Einu sinni<br />

í viku<br />

Tvisvar<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Þrisvar<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Fjórum<br />

sinnum í<br />

viku<br />

Alla<br />

daga<br />

1 2 3 4 5 6<br />

Veit<br />

ekki<br />

20. Hvernig finnst þér hreinlæti í matsal? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

Mjög<br />

Frekar Hvorki gott Frekar Mjög<br />

gott<br />

gott<br />

né lélegt lélegt lélegt<br />

1 2 3 4 5<br />

21. Hvernig finnst þér aðstaða í matsölunni? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

Mjög<br />

Frekar Hvorki góð Frekar Mjög<br />

góð<br />

góð<br />

né léleg léleg léleg<br />

1 2 3 4 5<br />

22. Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að utanaðkomandi starfsmaður vinni í<br />

matsölunni? (Merktu aðeins í einn reit)<br />

Mjög<br />

hlynnt(ur)<br />

Frekar<br />

hlynnt(ur)<br />

Hvorki<br />

hlynnt(ur)<br />

né<br />

andvíg(ur)<br />

Frekar<br />

andvíg(ur)<br />

1 2 3 4 5<br />

Mjög<br />

andvíg(ur)<br />

5


23. Berð þú mikið eða lítið traust til matsölunnar hvað verðlagningu varðar?<br />

(Merktu aðeins í einn reit)<br />

Mikið<br />

Frekar<br />

mikið<br />

Hvorki<br />

mikið né<br />

lítið<br />

Frekar<br />

lítið<br />

1 2 3 4 5<br />

Lítið<br />

24. Ef þú réðir hvernig staðið væri að matsölu í MH, hvernig mundir þú hafa<br />

það?<br />

_____________________________________________________________________<br />

_____________________________________________________________________<br />

_____________________________________________________________________<br />

_____________________________________________________________________<br />

_____________________________________________________________________<br />

_____________________________________________________________________<br />

6

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!