11.07.2015 Views

6. tölublað, 2. árgangur – 9. febrúar 2012 - Akureyri Vikublað

6. tölublað, 2. árgangur – 9. febrúar 2012 - Akureyri Vikublað

6. tölublað, 2. árgangur – 9. febrúar 2012 - Akureyri Vikublað

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

12<strong>9.</strong> <strong>febrúar</strong> 201<strong>2.</strong>.. stundum segiég að það séágætt að vinnavaktavinnu... þá geturmaður tekiðvaktir á kvöldinog um helgaren unnið ístjórnmálunumá daginn ...Oft ein á karlavaktinni. Lítið hefur þokast í jafnréttismálum síðustuáratugi að mati Höllu Bjarkar <strong>–</strong> hún segir hópa vinna best þegarkynjahlutföll eru sem jöfnust.Það hefur gengið á ýmsuHalla Björk Reynisdóttir, 44 ára flugumferðarstjóri og bæjarfulltrúi á <strong>Akureyri</strong>, hefur staðið í ströngu s.l. misseri en húner eitt af nýju andlitunum í pólitíkinni í þessum bæ. Ekki er á allra vitorði að bæjarfulltrúinn Halla Björk er líka lærðuratvinnuflugmaðurHalla Björk, hver ertu <strong>–</strong> hvaðan kemurðu og hvert ertu að fara?Ég er fædd á <strong>Akureyri</strong> en ólst að mestu upp á Ísafirði, komsvo aftur hingað norður í menntaskóla, þvældist um meðPreben Jóni Péturssyni maka mínum og eignaðist með honumþrjú börn. Við snerum svo aftur til Akureyrar. Hvert er égað fara, spyrðu? Ég er að fara þangað sem lífið leiðir mig.“Halla Björk er skörungur að kynnast og kemurblaðamanni ekki á óvart þegar hún upplýsir á fallegu heimilisínu við Brekkugötuna, að hún sé elst fjögurra systkina.Pabbi hennar var umdæmisstjóri Flugfélags Íslands á Ísafirðiog hefur ávallt starfað með einum eða öðrum hætti viðferðaþjónustu. Sá áhugi smitaðist inn í Höllu Björk. Mammahennar vann lengst af sem tækniteiknari en starfar nú semmyndlistarmaður. Í því ljósi er kannski ekki skrýtið að þaðhafi að loknum síðustu sveitarstjórnarkosningum orðiðhlutskipti Höllu Bjarkar að gegna stöðu stjórnarformannsAkureyrarstofu, þar sem ferðamál og listir eru undir einumhatti.En hvaðan kemur skörungsskapurinn? Þurfti Halla Björksnemma að bera ábyrgð? T.d. á yngri systkinum?„Já, eins og þá tíðkaðist. Mér var snemma treyst og eruekki elstu börnin oft alin upp við að bera ábyrgð?“Síðar lærði hún að bera ábyrgð á ferlum flugvéla.Hvað varð til þess að þú lærðir flugumferðarstjórn?„Það má eflaust að einhverju leyti rekja til starfa pabbaá flugvellinum á Ísafirði, maður fylgdist mikið með fluginuþar. Svo hafði ég lært flug, ég fór í fyrsta flugtímann minnátján ára gömul og kláraði atvinnuflugmanninn áður en þessihugmynd kviknaði að verða flugumferðarstjóri, hugmyndsem ég framkvæmdi þó ekki fyrr en mörgum árum seinna.“Flaugstu með farþega eftir að þú fékkst atvinnuflugmannsréttindi?„Nei, ég kláraði bara námið og síðan hef ég ekki flogið!En það tæki mig svo sem ekki langa tíma að endurnýjaeinkaflugmannsréttindin.“Hef alltaf skipt mér af hlutumHvað með samfélagsáhuga Höllu Bjarkar, fyrrverandiskýjaglóps? Hvenær hófst hann?„Ég hef alltaf haft áhuga á umhverfi mínu og hef skipt méraf ýmsu, sennilega hef ég alltaf haft skoðanir á samfélaginu.Svo er það eins og hver önnur tilviljun að til mín er leitaðfyrir síðustu kosningar, en fyrir þann tíma hafði ég ekkerthugsað mér að fara í pólitík. En mér fannst þetta spennanditækifæri og ég sló til.“Hver eru þín uppáhalds embættisverk?„Það er alltaf gaman að verða vitni að einhverju nýju ogáhugaverðu, mér finnst sem dæmi gaman að velta fyrir mérnýjum leiðum og reyna að finna nýja farvegi.“Þú ert að tala um hugmyndavinnu?„Já.“Talandi um hugmyndir, ertu femínisti?„Já og nei. Ég hef aldrei starfað í femínistahreyfingu enég er mjög jafnréttissinnuð.“Samt áttirðu þátt í að skipa vinnuhóp um atvinnumál á vegumAkureyrarstofu þar sem aðeins ein kona sat innan um margakarla, gegn öllum viðmiðum og reglum um kynjadreifingu.Hvers vegna léstu það viðgangast?„Þetta var vinnuhópur þar sem hver flokkurtilnefndi einn mann og þar var talað um tengingu inní atvinnulífið. Við hjá L-listanum völdum SigmundÓfeigsson hjá Norðlenska gagngert vegna tengingahans við atvinnulífið og tilfallandi valdi aðeins einnflokkur að skipa konu. Það var bagalegt, ég tek undir það,ákjósanlegra hefði verið að hafa önnur kynjahlutföll enþað er alltaf erfitt að meta hve hart skuli gengið fram íþví að skapa rétt hlutföll.“Ertu oft í þeirri stöðu að vera eina konan innan um helling afkörlum?„Já, bæði í vinnunni og pólitíkinni.“Hvað finnst þér um það?„Öllu jafna skiptir það ekki máli, það getur þó stundumverið erfitt þegar ég er eini talsmaður kvenna, ekki síst vegnaþess að kynin standa að einhverju leyti fyrir ólíka hluti.“Standa kynin fyrir mismunandi hluti?„Já, ég held við munum alltaf að einhverju leyti hugsaólíkt, vegna mismunandi reynsluheims. Rökin fyrir því aðjafna hlutföll kynjanna í umræðunni eru meðal annarseinmitt þau. Ég hef trú á að þegar kynjadreifing er jöfn,fáum við betri lausnir og ég tala nú ekki um að starfiðverður skemmtilegra.“Nú hafna femínistar því að nokkur eðlismunur sé á kynjunum,heldur segja þeir að kynjamismunur sé félagslega lærður, en þúsem sagt telur að eðlismunur kynjanna sé fyrir hendi?„Það er svo sem ekki mitt að segja það með einhverrivissu, en á meðan reynsluheimur okkar er ekki sá sami, þáverðum við ólík. Það á við manneskjuna almennt. Hvort þaðverður til þess að við hugsum öðruvísi veit ég svo sem ekki.“Það virðist sem kvennastörfum hafi fremur verið fórnað íkreppunni en karlastörfum og þegar rætt er um úrbætur íatvinnumálum eru karlastörf oft sett á oddinn. Það gæti benttil þess að karlar hugsi fyrst og fremst um sinn eigin hag sem„meginskaffara“, sem aftur veikir stöðu kvenna í sjálfstæðislegutilliti? Hefurðu mætt þessu viðhorfi?„Nei, ekki í orði að minnsta kosti, en við erum nú að faraað taka upp kynjaða hagstjórn og það ætti að koma í vegfyrir slagsíður á báða vegu. En atvinnuleysistölur bendaekki til neinnar misskiptingar á þessu sviði.“Ertu þá sátt við framgang jafnréttismála hér í bæ?„Já, þó að ég haldi að það megi alltaf gera betur.“En samt finnst þér ekki auðvelt að benda á eitthvað eitt?„Nei, ég segi aðeins að á meðan að það er mælanlegurlaunamunur á kynjunum þá er ástandið ekki ásættanlegt.“

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!