12.07.2015 Views

3. tılubl des 2002 - Þjóðkirkjan

3. tılubl des 2002 - Þjóðkirkjan

3. tılubl des 2002 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fréttabréf – <strong>3.</strong> tbl./<strong>des</strong>. 14. árg. <strong>2002</strong>HJÁLPARSTARFKIRKJUNNAR


2...gerir eitt stórt<strong>3.</strong> tbl. 14. árg. <strong>des</strong>. <strong>2002</strong>Útgefandi:Hjálparstarf kirkjunnar,Vatnsstíg 3,101 ReykjavíkStjórn:Einar Karl HaraldssonHanna Pálsdóttirsr. Sigurður Jónssonsr. Guðný HallgrímsdóttirSigríður ListerFramkvæmdastjóri:Jónas Þ. ÞórissonRitstjóri:Anna M. Þ. Ólafsdóttir (ábm.)Höfundarmerktar greinareru á ábyrgð höfunda.Fréttablaðið Margt smátt sem kemurút fjórum sinnum á ári er sentendurgjaldslaust til styrktarmanna,presta, sóknarnefnda, skóla,fjölmiðla, bókasafna og fleiri.Forsíðumynd:Ferskt vatn í FingoeLjósmynd: Jónas Þ. ÞórissonFramlögum til verkefnaHjálparstarfs kirkjunnarmá koma til skila í bönkumog sparisjóðum og til skrifstofunnar.Hún er opin daglega millikl. 8 og 16.Síminn er 562-4400og bréfasími 562-4495.iceaid@help.isPrentvinnsla:Ísafoldarprentsmiðja hf.www.help.isLáttu okkur vitaviljir þú ókeypis áskrift.Lífskjör - fátæktVið lifum í góðu friðsælu landi og sem betur fer höfum viðflest það nokkuð gott. Horfum hins vegar ekki fram hjá því aðsá hópur er allt of stór sem á í daglegri baráttu til þess að endarnái saman. Fjöldann allan af bæði ungu og öldnu fólki erverið að knésetja, brjóta niður sjálfsvirðingu þess, vegnasmánarlegra félagslegra bóta og láglaunastefnu. Baráttan fyrirbættum hag þeirra verst settu er ekkert einkamál eins stórmálaflokksheldur okkar allra. Við erum samábyrgð, okkur berað breyta frá orðum til athafna, rétta hag þeirra sem minnamega sín.En hvað er fátækt?1. Fjölskylda er fátæk sem hefur undir helmingi af meðaltekjumsambærilegrar fjölskyldu í viðkomandi landi.2. Einstaklingar eða fjölskyldur eru fátækar sem hafa svo lágartekjur að þær fá ekki notið þeirra lágmarkslífskjara semteljast eðlileg í viðkomandi landi.Þriðja skýringin er einnig til: Einstaklingar sem um lengritíma hafa ekki sama aðgang og aðrir að menntun, starfsþjálfun,húsnæði og félagslegum stuðningi, eru félagslega útilokaðir,teljast fátækir.Þótt erfitt sé að skilgreina fátækt og eflaust séu ekki allirsáttir við þær skilgreiningar sem hér hafa verið settar framhljóta flestir að sameinast um að sá einstaklingur eða sú fjölskyldasé fátæk sem ekki hefur efni á allra brýnustu nauðþurftums.s. mat, lyfjum, fatnaði, læknishjálp og húsaskjóli oglíður félagslega útilokun vegna þess.Sé þessi skilgreining notuð er það til vansa fyrir okkur öllog ekki síst fyrir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka, að hérá okkar góða landi, þar sem almenn velmegun ríkir, skuli finnastþúsundir einstaklinga og fjölskyldna sem glíma við það aðþrauka frá degi til dags, ganga oft bónleið til búðar hjá opinberumaðilum og sjá því enga aðra leið en að leita til frjálsrafélagasamtaka s.s. Hjálparstarfs kirkjunnar. Oft er svo umfjölluninum þá er til hjálparstofnana leita neikvæð og látið í þaðskína að ölmusufólk sé á ferð. Ekki er óalgengt að fjölmiðlarbirti myndir af fólki í biðröðum eftir mat og annarri aðstoð.Sjálfsvirðing þessa fólks er því oft brotin niður og biturleikiog doði ná yfirhöndinni. Sýnum meðbræðrum og -systrum íneyð virðingu og sköpum enn betra samfélg á Íslandi með þvíað rétta hag þeirra sem fyrir áföllum verða.Jónas Þ. Þórisson framkvæmdastjóri


Nýr háskóli, metnaðarfullir kennararog bjartsýnir nemendurÍ nýjum háskóla Social ActionMovement í Kanchipuram áIndlandi, þar sem þrælabarnaverkefniHjálparstarfs kirkjunnarer unnið, hafa 55 nemendur hafiðnám, allir dalítar eða stéttlausir.31 piltur og 24 stúlkur hafa raðaðsér í viðskiptanám, tölvunarfræði,stærðfræði, sagnfræði, ensku ognámsgreinar sem búa fólk tilstarfa sem millistjórnendur í stórumfyrirtækjum. Allar eru námsgreinarnarkenndar til B.A. eða B.S.prófs. 12 kennarar, vel hæfir og metnaðarfullirfyrir hönd dalíta voru ráðnirtil skólans.Sjálfsstyrking og fjölbreytniAuk aðalnámsgreina verða allirnemendur að sækja tíma í iðngreinumsem hver og ein er kennd í 6 mánuði.Þannig geta nemendur öðlast innsýnog ákveðna færni í allt að 6 greinumsamhliða þriggja ára námi í aðalgrein.Kennsla í mannlegum samskiptum,sjálfsstyrking, leiðtogaþjálfun, streitustjórnunog sjálfsvarnaríþróttir eruskyldugreinar. Nauðsynlegt er talið aðstyrkja sjálfsmynd nemendanna enhún hefur mótast af kúgun dalíta fráörófi alda. Að kenna sjálfsvarnaríþróttirgæti virkað öfgakennt en þar semdalítum sem hafa sig í frammi er ofthótað – og hótunum fylgt eftir meðbrennum, árásum, handtöku eðamorðtilraunum, er sjálfsagt að veraundir það búinn.Hundruð sóttu um,55 komust aðHundruð nemenda sóttu um skólavisten 55 voru teknir inn. Kennarargáfu sér þó tíma til að ræða við alla,hvetja og benda á aðra möguleika tilnáms. Þeir sem komust inn fengunámsráðgjöf og sumir lítilsháttar fjárstyrktil að greiða ferðakostnað í og úrskóla. Skólinn útvegaði einnig nokkrumnemendum opinbera styrki.Tengsl við atvinnulífiðÞar sem markmið skólans er að búanemendur undir samkeppni á vinnumarkaðim.a. með fjölþættri námsskrá,var einnig ráðinn almannatengill semefnir til samskipta viðfyrirtæki og fylgist meðlausum störfum. Sá hefureinnig hönd í baggameð að útvega nemendumhlutastarf svo þeirséu fátækum foreldrumsíður byrði meðan ánáminu stendur.DraumurinnrætistKennarar og forsvarsmennSocial ActionMovement lýstu því íbréfi til Hjálparstarfsinshve gleði nemendannahefði verið einlæg ogaugljóst að þeir hefðumeð skólavistinni fengiðlangþráð tækifæri til aðláta drauma sína rætast.SAM nýtir húsnæði skólanseinnig til þess aðveita nemendum semeru í fjarnámi frá öðrumskólum og þeim sem eruað búa sig undir að faraí opinn háskóla kennslu.Ríkið rekur opna háskólaog þangað komastallir sem orðnir eru 18ára og ná inntökuprófi.SAM býr umsækjendurundir inntökuprófið enþað getur þýtt allt aðþriggja ára undirbúningfyrir þá sem minnstaskólagöngu hafa. Hjálparstarfkirkjunnar er einistuðningsaðili háskólaSAM enn sem komið erog hefur greitt til hans5000 dollara framlag fyrir þetta ár.Fjárþörf er tvöfalt meiri og ákvað Indlandsfjölskyldan,hópur styrktarmannaHjálparstarfsins að leggja 100.000 kr.eða rúma 1000 dollara í verkefnið.Framtíðarsýn og skýrmarkmið hjá Social ActionMovementSocial Action Movement hefurmótað skýra framtíðarsýn og mælanlegmarkmið sem háskólinn er hluti af.Nýr háskóli Social Action Movement.31 piltur og 24 stúlkur stunda nám í vetur.Kennarar með góða menntun og metnað fyrir hönd dalíta.Samtökin vilja vinna að samfélagi velupplýstra þegna sem njóta jafnréttis,hafa góða menntun og getu til aðsinna fjölbreyttum störfum þar semfrelsi og bræðralag teljast til góðragilda. Samtökin hafa lengi rekið forskóla,veitt nemendum frá 1. bekkgrunnskóla og upp í háskóla námsaðstoðeftir ýmsum leiðum og styrki.Samtökin reka iðnskóla og standa fyrirfjölda námskeiða út um sveitir.3


Vatn fyrir lífstíðEinföld lausn á margþættum vandaÁ undanförnum 10 árum hafanærri 200.000 manns í Mósambík,einu fátækasta landi heims,fengið aðgang að hreinu drykkjarvatnifrá Hjálparstarfi kirkjunnar.Það hefur kúvent tilveruþeirra, dregið úr vinnuálagikvenna og stúlkna um margarklukkustundir, gefið stúlkum færiá að sækja skóla og bætt heilsufarallra til muna. Þetta staðfestir m.a.annarra starfsfólk heilsugæslustöðvarinnarí bænum Fingoe en það þekkirnáið þann stórfellda vanda sem hlýstaf óhreinu drykkjarvatni. 1,1 milljarðurmanna hefur ekki aðgang að hreinuvatni og tvöfalt fleiri hafa ekki aðgangað sæmilegri hreinlætisaðstöðu. Ætlaðer fólk sem sýkst hefur af óhreinudrykkjarvatni fylli helming allrasjúkrarúma í heiminum og talið er aðdraga megi úr smiti um þriðjung meðþví einu að fá fólk til að þvo sér umhendurnar með vatni og sápu. En fátæktfylgir fáfræði og fólk sem ekkihefur notið skólagöngu, á vart í sig ogá og ver mörgum klukkustundum áHjálparstarfsins og heimamanna eflirlýðræðisleg vinnubrögð þar sem langtviðræðuferli leiðir til þess að fólkiðákveður sjálft hvers konar verkefniþað vill fá aðstoð við. Verkefnin getasnúist um annað en vatn, sumir kjósaheldur aðstoð við að byggja uppheilsugæslu, skólastarf eða samgöngur.En í öllum tilfellum er lögð mikilvinna í að fá alla þorpsbúa til að segjaskoðun sína og taka þátt í ákvörðuninni.Þannig geta fátækir haft áhrif ákjör sín og barist sjálfir fyrir hag sínum.Þar sem ekki ríkir lýðræði hafa fátækirenga rödd og mikill kraftur liggurónýttur. Reynslan af þessu viðræðuferlisem einkennir starf Hjálparstarfsinsí Afríku verður fordæmi að öðrumákvörðunum sem teknar eru á starfssvæðinu.Sérstök nefnd er skipuð tilað hafa umsjón með vinnunni viðbrunninn en fólkið sjálft leggur til allavinnu, útvegar sand og möl, girðingarefni,steypir styrktarhringi í brunninn,grefur brunninn og gengur frá honum.Nefndin sér um viðhald ogfræðslu til þorpsbúa um nauðsyn þessdóu rúmlega 300.000 manns í stríði íAfríku. Sex sinnum fleiri dóu af völdumniðurgangs. Í Kína, á Indlandi ogIndónesíu deyja tvöfalt fleiri af völdumniðurgangs en úr alnæmi. Í Eþíópíueru 80% sjúkdóma taldir afleiðingaf óhreinu vatni. Þar er miklu fé variðí að kaupa lyf í stað þess að ráðast aðrót vandans og tryggja öllum hreintdrykkjarvatn. Hreinlætisverkefni semhrundið var af stað í Gvatemala árið1998 varð til þess að dauðsföllumbarna af völdum niðurgangs fækkaðium 322.000 og rannsókn frá Pakistansýnir að fólk sem ekki nýtur viðunandihreinlætisaðstöðu og þekkir ekkinauðsyn hreinlætis til að varast smithættu,ver sex sinnum meira fé tillyfjakaupa en þeir sem hafa sæmilegahreinlætisaðstöðu. Því er um gífurlegamikilvægt verkefni að ræða þegarsafnað er fyrir vatni. Í jólasöfnuninni íár gefst landsmönnum kostur á aðtryggja 5 fjölskyldum hreint vatn í áratugifyrir aðeins 2.500 kr. Kraftaverkingerast enn og Íslendingar geta látið tilsín taka.4dag í að sækja vatn er ólíklegt til aðsólunda dýrmætum dropum í þvotta.Hjálparstarf kirkjunnar kostar brunnaí afskekktum héruðum Mósambík meðþað að markmiði að draga úr sjúkdómum,minnka vinnuálag og ýta þarmeð undir skólagöngu stúlkna ogmeiri tíma til annarra verka s.s. aðrækta akurinn og sinna börnum, veitafræðslu og efla lýðræðisleg vinnubrögðog verkfærni.Lýðræðisleg vinnubrögð,þekking, færni og framfarirUm 20 nýir brunnar á hverju árifela í sér margþætt þróunarstarf aukþess að draga úr sjúkdómum. Samstarfað halda umhverfi brunnsins hreinuog afgirtu og gæta almenns hreinlætis.Á móti greiðir Hjálparstarf kirkjunnarráðgjöf um hvar sé fýsilegt að leita aðvatni, borgar sement, steypumót,vatnspumpu og fræðslu og þjálfunnefndarinnar.Jafnskaðlegt og alnæmi eðamalaríaÁ hverjum degi deyja 6.000 börnúr niðurgangi og sjúkdómum semauðvelt hefði verið að koma í veg fyrirmeð hreinu vatni. Fleiri börn hafalátist á undanförnum 10 árum af völdumniðurgangs en létust í átökumseinni heimsstyrjaldarinnar. Árið 1998Vatnsnotkun eftir aðgengiEnginn á eins mikið vatn og Íslendingareða 666.000 rúmmetra af vatni ámann á ári. Það er svo mikið að þaðsegir okkur lítið. En til samanburðarhefur hver maður í Djibútí aðeins 23rúmmetra af vatni á ári. Þá er beturhægt að sjá fyrir sér. E.t.v. hugsar fólkbara um drykkjarvatn þegar vatnsnotkunber á góma. En dagleg sturtaog ekki síður kvöldbað í keri nematugum lítra. Íslendingar nota 220 lítraá dag. Mósambíkmaður notar 10-15lítra. Með því að sturta einu sinni niðurí klósettinu höfum við farið meðjafnmikið. Vatnsnotkun eykst eftir þvíhve aðgengilegt það er og eftir þvíhvernig lifnaðarhættir eru. Þar semmargir km eru að vatnsbóli notar fólk2-5 lítra á dag. Þar sem krani eðabrunnur er nálægt heimilinu fer vatnsnotkuní 20-70 lítra. Krani í húsinuhleypir vatnsnotkun upp í 100-150lítra á mann og þar sem öll nútímaþægindieru til staðar eins og þvottavélog uppþvottavél notar fólk 200-300 lítra á mann á dag. Jafnvel í nútímasamfélagigætir munar eftir að-


stöðu. Vestmannaeyingar nota minna vatnen aðrir landsmenn því vatni er dælt ofanaf landi og kostar meira. Fólk sem býr ígömlum húsum í Danmörku þar sem ekkier baðherbergi notar miklu minna vatn,86 lítra á móti 257 lítrum þar sem notkuniner mest þar í landi. Meðalnotkun í Danmörkuer um 140 lítrar.Börnin afskiptKonur í Afríku og Asíu ganga að meðaltali 6kílómetra á dag til að sækja vatn. Paulina í Tanzaniufer annan hvern dag að vatnsbóli sem er 7km frá heimili hennar. Hitinn nær 40 stigum yfirdaginn og djúpt er á vatnið á þurrkatímum. 200manns sækja í vatnsbólið og hún fer snemma tilað komast framarlega í röðina. Konurnar bíðameðan vatn er halað upp handa búfé sem karlarnirhafa komið með að vatnsbólinu. „Stundumkemst ég ekki að. Þá fer ég heim vatnslaus ogverð að reyna að fara þeim mun fyrr daginn eftir.Þetta tekur mikinn tíma og ég get oft ekkertsinnt börnunum, ekki einu sinni þegar þau eruveik.“ Konurnar bera iðulega 20 lítra á höfðinueða í ólum á bakinu. Við fáum nasaþef af þvíþegar við dröslum ferðatöskum til útlanda með20 kg leyfilegum flugfarangri.Gamlar og lekar lagnirVatnsmál í borgum þriðjaheimsins eru ekkisíður í uggvænlegu ástandi. Fjöldi borgarbúahefur fimmfaldast á síðustu 50 árum og yfirvöldumhefur engan veginn tekist að byggja uppþjónustu fyrir allan þennan fjölda og skapa atvinnu.Margar vatnsveitur eru orðnar svo lélegarað talið er að allt að helmingur vatnsins semum þær fer seytli úr rörunum á leið til notenda.Í mörgum fátækrahverfum ervatn margfalt dýrara en t.d. íBandaríkjunum vegna þess hveerfitt er að koma því til neytenda.Ætlað er að fjöldi fólkssem glímir við vatnsskort verðikominn í 3 milljarða fyrir árið2025; það er sexföldun frá þvísem nú er en um 470 milljónirmanna búa við alvarlegan vatnsskort.Jólasöfnun stendur yfirFyrir 2500 kr. sérð þú 5 fjölskyldum fyrir hreinu vatni ævina á enda. Þaðkostar ekki mikið að bylta lífi fólks til batnaðar. Á hverju ári er í Evrópuvarið tíu sinnum meira fé í áfengi en þarf til að tryggja öllum jarðarbúumhreint vatn og viðunandi hreinlætisaðstöðu. Tíu sinnum meira! Það þarfþví litla fórn til að geta lagt þyrstum í Afríku lið á afgerandi hátt. Gíróseðlarliggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum.5


6Lesendur, hjálpumst að.Beinum viðskiptum tileftirfarandi styrktaraðilaReykjavíkEiríkur ÓskarssonGrettisgötu 62Erla Þórunn JúlíusdóttirSkólavörðustíg 13aHafgæði sfFiskislóð 28Húsaklæðning ehf,ReykjavíkIngólfsstræti 3Kórall sfVesturgötu 55Leikskólar ReykjavíkurTryggvagötu, HafnarhúsiLöndun ehfFaxaskála 2ReykjavíkurhöfnTryggvagötu, HafnarhúsiArnarberg ehfDugguvogi 6Dreifing ehfVatnagörðum 8Eyjólfur H. KúldHjallavegi 25Johan Rönning hfSundaborg 15Sportís ehfEikjuvogi 29AM PRAXIS sfSigtúni 42G.Hannesson ehfBorgartúni 23GlaxoSmithKline ehfÞverholti 14ListdansskólinnEngjateigi 1Ó. Johnson og Kaaber ehfSætúni 8Rafur sfLaugarnesvegi 55Útfararstofa Íslands ehfSuðurhlíð 35Blómagallerí ehfHagamel 67Hraði ehfÆgisíðu 115Alþýðusamband ÍslandsSætúni 1Bræðurnir Ormsson ehfLágmúla 8Brauðhúsið ehfEfstalandi 26Eignamiðlunin ehfSíðumúla 21Farmasía ehfSíðumúla 32Hið íslenska bókmenntafélagSíðumúla 21Kaupþing banki hfÁrmúla 13Mánafoss,Bolholti 4Ólafur Gaukur ÞórhallssonKvistalandi 2Ottó B. Arnar ehfÁrmúla 29Stafrænaprentstofan / LeturprentSíðumúla 22Suzuki-bílar hfSkeifunni 17Vöruhappdrætti SÍBSSíðumúla 6Faxavélar ehfFunahöfða 6Húsun ehfHamarshöfða 6Múr- og málningarþjónHöfn ehfRéttarhálsi 2Osta- og smjörsalan sfBitruhálsi 2Pökkun og flutningar ehfSmiðshöfða 1S.B.S.innréttingar,trésmiðjaHyrjarhöfða 3Sökkull ehfFunahöfða 9Timor ehfRéttarhálsi 2Trésmiðjan Kompaníið ehfBíldshöfða 18Belís heilsuvörur ehfEsjugrund 43Kemis ehfPósthólf 9351.SeltjarnarnesKristján JóhannssonHrólfsskálavör 14Vökvatæki ehfBygggörðum 5Iðnaður sem bætSumir geta ekki án þess verið. Sumir getaekki einu sinni opnað augun fyrr en þeirdrekka það. Kaffi! Hvaðan kemur þitt kaffi?Úr skugga regnskóganna eða undan brennandisólinni?Breytt kaffiræktKaffi er ein þeirra afurða sem eingöngu er ræktuð í þriðjaheiminum og er nær eingöngu neytt á Vesturlöndum. Þar til fyrirnokkrum áratugum var allt kaffi ræktað í regnskógabeltinu. Þarþroskuðust baunirnar á kjörhraða í skugga stórra fíkjutrjáa semskýldu lægri kaffirunnum. Fuglar, skordýr, froskar og eðlur sáuum að halda jafnvægi í lífríkinu, skordýraeitur og áburður varóþarfur og ilmur og bragð sem aðeins einkennir brot af kaffiframleiðslunútímans fyllti kaffið. Nú hefur regnskógurinn veriðfelldur á um 60% kaffiræktarlands í Kolumbíu, Mexíkó, Mið-Ameríkuog Karíbahafssvæðinu til þess að fá meira pláss og framleiðameira magn. Kaffi sem þar er ræktað er kallað sólarkaffienda nýtur það ekki skugga trjánna. Framleiðslan eykst en gæðineru ekki þau sömu. Baunirnar vaxa of hratt. Auk þess eru náttúrulegarvarnir gegn „baunaborum“, skordýrum sem leggjast ákaffi, ekki lengur til staðar. Skordýraeitur kemur í staðinn. Umbreytinginúr skuggakaffi í sólarkaffi hefur geigvænleg áhrif áregnskóginn. Eyðileggingin verður sú sama og þegar bændurhöggva tré til að fá frjórra ræktarland en verða svo að endurtakaleikinn eftir aðeins örfá ár þegar jarðvegurinn er orðinn þrautpíndur.Jarðýtur nautgripabændanna sem leita nýrra bithaga gerasama ógagn. Sífellt meiri skógar eru felldir.Ekkert kemur í staðinnLíffræðingar þreytast ekki á að benda á það hve regnskógarnireru hlutfallslega miklu mikilvægari lífríki jarðar en önnur vistkerfi.Fuglafræðingar segja að fuglategundum hafi fækkað umhelming þar sem regnskógar hafi verið felldir til að rækta sólarkaffiog fjöldi fugla hafi dregist saman um allt að 2/<strong>3.</strong> Fuglarnirlifa í laufskrúði trjánna, bera frjó á milli plantna sem vaxa utan ástóru trjánum. Þeir nærast á skordýrum sem klekjast út í litlumvatnspollum sem safnast í blöð þessara plantna og nærast þau áblómunum. Salamöndrur, froskar og snákar drekka líka vatnið.Þegar stóru fíkjutrén hafa verið felld er ekkert eftir nema lágvaxinnkaffirunni og þá er fátt um skjól fyrir fjölskrúðugt gróður- ogdýralíf. Þróun í þessa átt vekur ugg vegna þess að af 25 stöðumsem sérfræðingar telja bæði einstaka með tilliti til fjölbreytileikalífríkisins og í eyðileggingarhættu eru 13 í kaffiræktarlöndum.


ir umhverfiðAð borga fyrir gott kaffiEn hví skyldu fátækir bændur hugsaum lífríkið þegar lífsbarátta þeirra er svohörð sem raun er? Meðal kaffibóndihvar sem er í heiminum fær 3 dollarafyrir dagsverkið. Fólk á Íslandi sýpurengar hveljur þótt það þurfi að borga 2-300 krónur fyrir góðan kaffibolla. Enfyrir þessa peninga þarf bóndinn að hafaí sig og á og koma börnunum í skóla.Kaffiverð er auk þess mjög breytilegt áheimsmarkaði og margir bændurhafa hætt við uppskeru í miðjumklíðum þegar þeir hafa séð fram áað fá ekki einu sinni uppí kostnað.Fleiri en þeir ættu þó að hafa áhyggjuraf því hvernig kaffi er ræktað, –allir kaffiunnendur og allir sem metalíf sitt á jörðinni einhvers. Af tæplega12 milljónum hektara kaffiræktarlandseru um 10 í regnskógum eða þar semþeir döfnuðu áður. Ef bændur fást tilframleiðslunnar og neytendur til aðkaupa lífrænt kaffi sem ræktað er ískugga væri hægt að vernda regnskóginnþar sem hann er ósnertur og endurreisagróðurfar þar sem hann hefur veriðruddur, þótt aldrei verði það eins.Miklir hagsmunir af umhverfisvænnikaffiræktHagsmunir af umhverfisvænni kaffirækteru miklir. Í fyrsta lagi gleypa regnskógarniróhemju magn af koltvísýringiúr andrúmsloftinu og gera okkur ennþákleift að lifa við nútíma lifnaðarhætti ogþá mengun sem hún veldur. Trjágróðurinnbindur vatn og stemmir stigu viðvatnsskorti íbúa á svæðunum og dregurúr hættu á aurskriðum. Skuggakaffi þarfnánast engan áburð því dýr og plönturveita næringu í jarðveginn. Ekki þarf aðnota eitur því náttúrulegt jafnvægi milliskordýra heldur plágum í skefjum og ískugganum verður minni uppgufun ogþví þarf ekki áveitur. Skuggakaffi skilarhærra verði. Bændur sem rækta í skuggagróðursins hafa af skóginum auk þessýmis hlunnindi s.s. lyfjagrös. En til þessað stórir kaffikaupmenn og verslanakeðjurvilji bjóða skuggakaffi þurfa fleiriað nota þessa ræktunaraðferð. Annarsverður framboð ekki nægilegastöðugt. En þegar fólk erfarið að spyrjahvort þrælabörnhafi saumað íþróttaskóna þesseða grænmetið í búðinni sé þakið eitrimá líka búast við því að kaffiunnendurspyrji hvort kaffið þeirra viðhaldi eðaeyði lífi. Þeir sem hugsa ekkert fyrr enþeir fá fyrsta kaffibollann þurfa þessekki heldur. Þeir þurfa bara að lykta,ilmurinn segir til um gæðin og þar hefurskuggakaffið vinninginn.„Meðvitað kaffihús“Aðalheiður Héðinsdóttir sem rekurkaffihúsin Kaffitár leitar fyrst og fremstað góðu bragði og fyllingu í sínu kaffi.Mest af því er ræktað í meira en 1800 mhæð yfir sjávarmáli og oft hjá smábændumsem hafa plantað kaffirunnunum inná milli stærri trjáa eða gróðursett tré áekrum sínum til að ná fram betri skilyrðum.Þannig háttar t.d. hjá kaffibændumsem Aðalheiður kaupir af í Honduras.Með því að breyta úr sólarkaffi í skuggakaffijuku þeir hagnað sinn með betribaunum og góðum áhrifum á vatnabúskapsvæðisins. Í Kosta Ríka verslarKaffitár við samtök smábænda sem hafanáð betri samningum með samtakamættinum.Þegar bændur nálangtímasamningum eru þeirekki eins háðir verðsveiflum áheimsmarkaði og geta frekarfarið út í fjárfestingar til aðbæta framleiðsluhættina.„Mér finnst gaman þegarviðskiptin geta verið öllumtil góðs. Ég spyrst oft fyrirum það hverjir rækti kaffiðsem ég kaupi og viðhvernig skilyrði. Enkaffibransinn er nýr áÍslandi og hér eins ogannarsstaðar velturmikið á neytendumhvaða vörur og verðmaður getur boðið.Ég vona að ég komi fólki ábragðið með gott kaffi sem er ræktað viðgóð umhverfisskilyrði“ sagði Aðalheiður.Kaffi og vatn líkaÞegar fellibylurinn Mitch geisaði umMið-Ameríku seldi Kaffitár sérpakkaðkaffi frá Níkaragva og runnu 200 kr. afhverju kílói til neyðaraðstoðar þar á vegumHjálparstarfs kirkjunnar. Nú hefurverið hrundið af stað öðru samstarfsverkefniþar sem gestum kaffihúsannaKaffitárs gefst kostur á að leggja vatnsverkefnumHjálparstarfs kirkjunnar lið.Það gera þeir með því að fá sér vatn íglas og greiða fyrir það frjálst framlag.Vatnskönnur í Kaffitári eru merktar ogbaukur einnig.AMÞÓUnnið úr World Watch maí/júní <strong>2002</strong>7


Frábær fermingarbörn, dugleg osöfnu›u 4,7 milljónum til verkefna í AfríkuÞað var líkast spennandi kosninganótt að taka á móti tölum víðs vegar að af landinueftir fermingarbarnasöfnunina 4. nóvember. Margir prestar hringdu eftir velheppnaða göngu, gáfu upp töluna og sögðu undan og ofan af stemningunni. Áskrifstofunni heyrðust hróp og köll; Háteigskirkja 270.000! Nesirkja 350! Hofsós48.000 kr.! Allir stóðu sig frábærlega sem sést best á árangrinum. Í fyrra gengufermingarbörn í 39 sóknum í hús en þær voru 42 núna. Hins vegar söfnuðust um1,4 milljónir í viðbót!!Við á skrifstofunni erum í skýjunum, – vorum það reyndar líka í fyrra :) en þaðer bara svo gaman þegar allir leggjast á eitt! Þetta er sannarlega einn ánægjulegastiviðburðurinn á þessu ári svo er prestum, öðrum umsjónarmönnum og HINUMFRÁBÆRU FERMINGARBÖRNUM fyrir að þakka. Prestar sögðust margir hafaskynjað að börnin upplifðu öðruvísi gleði við að leggja sjálf fram svo áþreifanlegahjálp í samanburði við ýmislegt annað sem þau gera sér til skemmtunar. Það varlíka gaman að heyra og finna kapp og metnað prestanna, „gera betur en í fyrra“ eða„við vorum ekki með í fyrra en nú komum við inn af krafti!“BorgarnesÍ Borgarnesi var tekið á móti göngumóðum fermingarbörnum með kakói og kleinum í safnaðarheimilinu.Þau kepptust um að segja frá hvernig þeim hafði gengið, sum höfðu fengið fremur snúðugt viðmóten flestir tekið þeim mjög vel. Ljóst var að börnin höfðu haft gaman af að geta lagt eitthvað afmörkum en söfnunarféð rennur allt til unglinga í Mósambík og Eþíópíu, í skólahald og vatnsmál. Þaðvar einmitt eitt markmið söfnunarinnar að gefa íslenskum börnum tækifæri til að gefa fremur en þiggja.Hér hafa flestir allt til alls, í það minnsta það nauðsynlega, en úti eru margir krakkar svo fátækir að þeirkomast hvorki í skóla, til læknis, né eiga bara nóg að borða!Lísbet Sigurðardóttir og Aníta Lísa Svansdóttir.AkranesÁ 8. tug fermingarbarna tók þátt í söfnuninni 4. nóvember.Þau fengu auk fræðslu með skyggnumyndumheimsókn frá Beyene Gailassie sem sagði frá uppvextisínum í strákofa í litlu þorpi í Eþíópíu. Fermingarbörningengu rösklega til verks og voru sum búin meðsitt svæði eftir klukkustund en önnur notuðu báðatímana sem gefnir voru til að safna. Séra Eðvarð Ingólfssoner prestur á Akranesi og var ánægður meðhversu jákvæð börnin voru og áhugasöm um starfHjálparstarfsins. „Okkur fullorðna fólkinu fannst gamanað taka á móti þeim, með fulla bauka, vikta í höndunumog meta árangurinn. Þetta var mjög spennandiog þau söfnuðu 261.759 kr. Svo fengu allir pizzu ogkók á eftir og áttu góða stund í safnaðarheimilinu“.


g drífandi -HúsavíkAf 35 fermingarbörnum á Húsavík mættu öll í söfnunina! Þauskiptu með sér 11 hverfum og fóru 2-3 saman. Veðrið hefði máttvera betra en það var ausandi rigning og krakkarnir eins og dreginaf sundi eftir 2 klst. göngu um bæinn. Þau söfnuðu 132.355 kr.og voru ánægð með hversu vel þeim var tekið. Á eftir bauð safnaðarnefndintil pizzuveislu í Dvalarheimili aldraðra sem léðihópnum afnot af fínum sal sem sitt framlag í söfnunina. Gott samstarfog góður andi á Húsavík!Guðlaug Sigríður Magnúsdóttirer 13 ára og ein þeirrasem tók þátt í söfnuninni áHúsavík. Hún sagðist hafa vitaðsvolítið um aðstæður fólksí þriðjaheiminum áður enfermingarhópurinn fékkfræðsluna í haust. Guðlaugufannst gott að krakkarnir áHúsavík skyldu fá tækifæri tilað safna peningum fyrir þásem geta notað þá og þurfa áþeim að halda. Margir eigiekkert en sumir hafi miklumeira en þeir þurfa að hafa.„Mér fannst mjög gaman aðtaka þátt í söfnuninni. Versthvað veðrið var leiðinlegt.“Gísli Gunnarsson safnaði áHúsavík. „Okkur gekk mjögvel. Ég hef oft farið í svona tilað hjálpa, ég var líka með íGöngum til góðs. Það er mjöggaman að geta hjálpað“ sagðiGísli. Hann sagði að sér fyndistgaman í fermingarfræðslunni,þar kynntust krakkarnirþví betur hver Jesú væri.Fermingarbörnin eiga aðsækja 5 messur yfir veturinnog 3 gospelmessur. „Gospelmessurnareru skemmtilegrien hinar alveg ágætar.“Guðlaug S. Magnúsdóttir hefur búið í rúmlega 2 ár á Húsavík en þangað fluttist húnfrá Fáskrúðsfirði. Hér stendur hún fremst á myndinni með slegið hár og bauk í hendi.– Gísli Gunnarsson er fremst á myndinni með rauða húfu. Hann hefur búið á Húsavíkí nærri 8 ár en bjó þar áður bæði á Ítalíu og í Reykjavík. Hann man ennþá eftiröskudeginum á Ítalíu og jólunum þar. Ítalskan hans er hins vegar farin að ryðga svolítið!Starfsfólk Akraneskirkju og sóknarnefnd skiptu íhverfi og deildu út baukum.


Lesendur, hjálpumst að. Beinum viðskiptum til eftirfarandi styrktaraðila.KópavogurBílamarkaðurinn ReykjanesbrautSmiðjuvegi 46eHegas hf. innflutningur,Smiðjuvegi 8KópavogsbærFannborg 2Verkfræðistofan HamraborgHamraborg 10Sigrún JónsdóttirJórsölum 12HafnarfjörðurAugnlæknastofaJens Þórissonar sfSuðurgötu 44HafnarfjarðarhöfnNorðurbakka BÚH-húsiHársnyrtistofan Nína ehfFjarðargötu 19Lögmenn Hafnarfirði ehfReykjavíkurvegi 60Rafrún ehfGjótuhrauni 8Sjúkraþjálfarinn ehfStrandgötu 75Tinna, garnbúðHjallahrauni 4Útvík ehfEyrartröð 7-9Verslunarmannafélag Hafnarfj.Lækjargötu 34dG.S.múrverk ehfHvassabergi 4KeflavíkKaffi Dús v/smábátahöfninaDúsgata 10Ökuleiðir svfHafnargötu 56, pósthólfSparisjóðurinn í KeflavíkTjarnargötu 12-14Varmamót ehfFramnesvegur 19GrindavíkÞorbjörn Fiskanes hfHafnargötu 12NjarðvíkHitaveita Suðurnesja hf.,Brekkustíg 36SandgerðiSandgerðisbærTjarnargötu 4MosfellsbærSkálatúnsheimiliðSkálatúniAkranesFiskco ehfKalmansvöllum 3Glerhöllin ehfÆgisbraut 30Haraldur Böðvarsson hfBárugötu 8-10Sementsverksmiðjan hfMánabraut 20BorgarnesSparisjóður MýrasýsluBorgarbraut 14KróksfjarðarnesSteinver sfReykhólumÍsafjörðurFélag opinberra starfsm. Vestfj.Hafnarstræti 6ÍsafjarðarbærHafnarstræti 1Kjölur ehfUrðarvegi 37Lögsýn ehfAðalstræti 24TréverHafraholti 34HnífsdalurHraðfrystihúsið - Gunnvör hfHnífsdalsbryggjuTrésmiðjan ehf,HnífsdalStrandgötu 7bBolungarvíkSparisjóður BolungarvíkurAðalstræti 14BrúKvenfélagið IðunnGuðlaugsvíkSauðárkrókurKaupfélag SkagfirðingaÁrtorgi 1SiglufjörðurRafbær sfAðalgata 32SiglufjarðarkaupstaðurGránugötu 24AkureyriEining-IðjaSkipagötu 14Félag verslunar/skrifstofufólksSkipagötu 14Greifinn eignarhaldsfélag hfGlerárgötu 20Höldur ehfTryggvabraut 12Íslensk verðbréf hfStrandgata 3Tannlæknastofa SigrúnarÞórunnarstræti 114Útgerðarfélag Akureyringa hfFiskitangaVaxtarræktin AkureyriSkólastíg ÍþróttahöllBifreiðaverkstæði Bjarnhéð ehfFjölnisgötu 2aKjarnafæði hfFjölnisgötu 1bDalvíkBHS ehfFossbrún 2Katla ehf,byggingarfélagMelbrún 2ÓlafsfjörðurHornbrekka,dvalarheimiliÓlafsfjarðarvegiVélsmiðja Ólafsfjarðar ehfStrandgötu 20HúsavíkurHúsavíkurbærKetilsbraut 9LaugarNorðurpóll ehfLaugabrekkuEgilsstaðirBirkitré sfLyngási 12Hitaveita Egilsstaða og FellaEinhleypingiByggðarholt sfSvínaskálahlíð 21NeskaupstaðurPjetur Sævar HallgrímssonUrðarteigi 37aHöfnSkinney - Þinganes hfKrosseySelfossFagform ehfEyravegi 23Mjólkurbú FlóamannaAusturvegi 65Set ehfEyravegi 41Ölur, gróðrarstöðSólheimumHveragerðiEcoline ehfSunnumörk 4VestmannaeyjarVestmannaeyjabærRáðhúsinu10


Veldur fátækt stríði?Hryðjuverka- og öfgahóparhafa náð inná gafl hjá landsmönnumundanfarna mánuði og hafaaðgerðir þeirra valdið áhyggjumog óöryggi hér nyrst í úthafi.Hjálparstarfið þekkir frá fyrstuhendi einkenni og afleiðingar örbirgðarog ekki er hægt að komasthjá því að tengja hana óöryggi,ófriði og þeim jarðvegi sem öfgastefnureiga rót sína í.Fátækt þýðir menntunarleysi,heilsuleysi, almenn fáfræði, reiði ogvonleysi. Fólk sem býr við mikla fátækthefur fá eða engin úrræði. Það ermóttækilegt fyrir áróðri sem beinirsökinni að öðrum og lofar betri hagenda sér fátækt fólk oft ekki aðra leiðút úr vítahring örbirgðar en meðóeirðum eða uppreisn þar sem reiðiþess fær réttláta útrás. Þetta á ekki sístvið þar sem ekki ríkir lýðræði og farvegurfyrir ólík sjónarmið er ekki til.Fólk getur ekki barist fyrir rétti sínumog hag eftir friðsamlegum leiðum.Öfgastefnur geta stofnað landinu semþær spretta úr í hættu ekki síður en alþjóðasamfélaginumeð hryðjuverkum.Fátækt er líka yfirleitt grunnástæðanfyrir því að konur og börn eru seldmansali, tæld til vinnu sem reynistönnur en ráðgert var, sakir fáfræði ogeymdar. Bændur leiðast út í að ræktatil eiturlyfjaframleiðslu sem er grunnurað glæpasamtökum sem nú með alþjóðavæðingunniná um allan heim.Þannig leiðir fátækt af sér ófrið. Ófriðurleiðir einnig til fátæktar eins ogliggur í augum uppi, t.d. í Mósambíkeinu alfátækasta landi jarðar, þar semHjálparstarf kirkjunnar hefur starfað í10 ár. Annað áþreifanlegt dæmi um fátæktí kjölfar átaka er staða mála íPalestínu. Átökin hafa valdið atvinnuleysi,eignaspjöllum, vatnsskorti, verriheilsugæslu og stopulu skólahaldi semallt leiðir til fátæktar.Á árunum 1990-2000 lenti ólíkumfylkingum saman í meiriháttar átökumí 53 löndum heimsins. Í þeim létu 3,6milljónir manna lífið. Í mörgum landannavar herinn við völd eða lýðræðistóð á brauðfótum. Frá árinu 1980hefur 81 land tekið upp lýðræðislegastjórnarhætti. Stjórnvöld margraþeirra hafa þó brugðið hernum fyrirsig þegar lýðræðið var þeim ekki aðskapi og yfirleitt var það hægt vegnaþess að herinn komst aldrei undirborgaralega stjórn. Því teljast aðeins47 lönd af þessu 81 landi raunveruleglýðræðisríki þar sem öflugum stofnunumhefur verið komið á fót til að sinnaeftirliti og upplýsingaskyldu og varðveitalýðræðið. Aðeins þegar svo ergetur fólk látið í sér heyra án þess aðóttast um öryggi sitt og haft áhrif áhag sinn.Hlutverk frjálsra félagasamtakaÞátttaka almennings skiptir lykilmálií að þróa samfélag að þörfumallra, ríkra og fátækra. Þar skipta frjálsfélagasamtök miklu máli enda hefurþeim fjölgað úr 1000 í byrjun 20. aldarí að vera 37.000 nú. 20.000 þeirraeru alþjóðlega samtök og fleiri hafaskráð sig í slík félög af lágtekjusvæðumheimsins og úr miðlungsefnahagen frá ríkum löndum. Samband er ámilli fjölda frjálsra félagasamtaka oglýðræðislegra stjórnarhátta. Frjáls félagasamtökvoru t.d. nánast óþekkt íAustur-Evrópu en hefur fjölgað hratt.Það sem skiptir máli í þessu er aðstærri vettvangur skapast til að fólkgeti tjáð skoðanir sínar. Æ oftar erleita stjórnvöld og stofnanir til samtakafólks um afmörkuð efni til aðmóta stefnu í ýmsum málum. Eináhrifaríkustu félagasamtökin af þessutagi eru Jubilee 2000 sem berjast fyrirþví að skuldum þriðjaheimsins viðVesturlönd sé aflétt en þau höfðu áhrifm.a. á HIPC verkefni Alþjóðabankans,(heavily indebted poor countries) aðstoðvið fátækustu lönd heimsins.Frjáls félagasamtök í Sierra Leonekomu t.d. með tillögur að því hvernigmætti endurbæta starfsaðferðir lögreglunnarog við því var orðið.Verkefni HjálparstarfsinsMörg verkefni Hjálparstarfs kirkjunnarefla lýðræðisleg vinnubrögðsem eykur fólki drifkraft, bjartsýni ogáræði og skila þannig margþættum árangri.Þeirra á meðal er leiðtogaþjálfunfyrir konur sem eykur færni þeirratil að taka þátt í að móta framtíð sína.Réttindafræðsla til dalíta eða hinnastéttlausu snertir nánast alla fleti lífskjaraþróunarmeð grundvelli í því aðöðlast færni til að taka þátt í lýðræðisþjóðfélagiog hafa áhrif á framtíð sína.Hjálparstarfið styrkir indversku samtökinSocial Action Movement semhvetja og aðstoða dalíta við að stofnaverkalýðsfélög, leysa þrælabörn úránauð, herja á yfirvöld um umbæturog samvinnu og nýta nýja tækni til aðvirkja alþjóðasamfélagið í baráttunnifyrir mannréttindum dalíta.KosningaeftirlitHjálparstarfið stuðlaði að lýðræðislegumkosningum með því að sendafulltrúa til Sierra Leone í maí síðastliðnum,að ósk kirkjusambandsins þar,til að sinna eftirliti á kjördag. Kirkjusambandlandsins var framarlega í aðþjálfa um 2500 innlenda starfsmenntil þess.Þessi verkefni skila sér öll til einstaklingaog út í samfélagið. Þau sýnalíka hversu fjölbreytt verk er verið aðvinna og hvernig þau stuðla að því aðdraga úr fátækt og efla fólk til að rækjahlutverk sitt í lýðræðisþjóðfélagi, –sem aftur dregur úr líkum á átökum.AMÞÓEr lýðræði lykillinn að friði?Lýðræði er ekki aðeins afleiðingbetri efnahags heldur mikilvæg forsendaþess að draga úr fátækt, segir ískýrslu Sameinuðu þjóðanna um lífskjaraþróun<strong>2002</strong>. Þar segir einnig aðstríð milli lýðræðisríkja sé nánastóþekkt því þar sé ákveðinn farvegurfyrir skoðanaskipti og reglusetningu.11


Stiklað á stó12 TombólaÞessar 10 ára stúlkur eru bekkjarsystur í 5. bekkGrunnskóla Borgarness. Þær söfnuðu munum meðþví að ganga í hús og héldu tombólu nýverið áHyrnutorginu til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.Stjórn Hjálparstarfsins þakkar stúlkunum og einnigþeim sem gáfu muni, keyptu miða og veittu þeim aðstöðuog aðstoð. Þetta framtak þeirra er öllum góðfyrirmynd til eftirbreytni. Alls söfnuðust 15.000 kr.Hreggviður Hreggviðsson, stjórnarmaður í Hjálparstarfikirkjunnar, búsettur í Borgarnesi, veitti peningunumviðtöku í Borgarneskirkju.Karen Rut Ragnarsdóttir, Bergþóra Þórsdóttir, Rakel Ýr Sigurðardóttir,Sesselja Hreggviðsdóttir, Heiða Guðmundsdóttir. Ámyndina vantar Katrínu Rós Ragnarsdóttur. Afríkumenn á ÍslandiHjálparstarfið og þjóðkirkjan sóttu um styrk tilUNESCO, menningarmálanefndar Sameinuðu þjóðanna,til þess að fá hingað til lands ungmenni frá Afríku.Ætlunin er að þau heimsæki fermingarbörn áðuren þau ganga í hús og safna peningum til verkefna íAfríku og einnig að þau geti hitt leiðtoga í barna- ogæskulýðsstarfi enda verður áfram mikil áhersla áhjálparstarf í kennsluefni kirkjunnar fyrir þennanaldur næsta vetur. Styrkurinn frá UNESCO nemur12.000 dollurum. Einnig er unnið að samstarfi viðKristniboðssambandið en gaman væri að heyra gestinavitna um trú og líf í Afríku á samkomum þar. Þegarer byrjað að leita að fólki sem á gott með að segjafrá og talar nógu góða ensku til þess að auðvelt sé aðtúlka. Bach eins og hann lagði sigÞann 19. nóv. voru síðustu Bachtónleikarnir haldnirí Breiðholtskirkju. Jörg Sondermann organisti íHveragerðis- og Kotstrandarsóknum lauk þar við aðleika öll orgelverk Johanns Sebastians Bach í tilefniaf 250 ára ártíð hans. Af 1200 þekktum verkum hansvoru 300 samin fyrir orgel. Tónleikaröðin hófst ímars árið 2000 og spannaði tæp tvö ár. Þetta er ífyrsta sinn sem einn maður leikur öll verkin hér á Íslandi.Bach merkti öll helstu verk sín bókstöfunum SDGeða Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð. Þótti því velvið hæfi að aðgangseyrir rynni til bágstaddra, ekkisíst í tilefni af kristnihátíð á Íslandi. Jörg bað Hjálparstarfkirkjunnar að taka við aðgangseyrinum ogverja til verkefna þess. Jónas Þórisson framkvæmdastjóriog fulltrúar stjórnar stofnunarinnar afhentuJörg viðurkenningarskjal fyrir þetta afrek og hlýjanhug til stofnunarinnar. Jörg E. Sondermann fæddistí Witten í Þýskalandi, stundaði kirkjutónlistarnám oglauk síðar einleikaraprófi á orgel 1982. Hann starfaðisem organisti og kórstjóri í Westfalen og stóð þarm.a. fyrir tónlistarhátíðinni Bach-dagar í Westfalen.Verkin sem Jörg lék nú voru leikin á orgelið í Breiðholtskirkju,smíði Björgvins Tómassonar. Það er 19radda, með 1200 pípum, tveimur hljómborðum ogpedal. Það hæfir einkar vel barrok-tónlist. Sr. GísliJónasson las ritningarlestra á hverjum tónleikum ogstarfsfólk kirkjunnar og sóknarnefndarfólk tók ámóti gestum. Sóknarnefnd bauð á síðustu tónleikanaog greiddi 900 krónur fyrir hvern gest. Hlutverk tengla og fleiri breytingarÁ aðalfundinum í október var ákveðið að skipanefnd sem myndi ræða og undirbúa breytingar áskipulagsskrá stofnunarinnar. Hugmyndir eru uppium það hvort tenglar eigi að skipa fastmótaðan sessí skipuriti stofnunarinnar með atkvæðisrétti eins ogfulltrúar eða eiga setu-, mál- og tillögurétt á aðalfundumán atkvæðisréttar. Einnig er talin ástæða tilað færa bókhaldsárið til, m.a. svo hægt sé að hafanýja starfsskýrslu tilbúna fyrir Kirkjuþing í september,og til þess að vinnu við skýrslu og uppgjör sélokið áður en annir haust og aðventu kalla að. Skyrgámur og bræður hans skemmtaJólasveinaþjónusta Skyrgáms tekur að sér að


u í starfinuskemmta börnum á aðventunni og ef þau eru góðgæti vel verið að þeir kæmu alla leið heim. BengtHarðarson er umboðsmaður þeirra bræðra og tekurvið óskum á netfangið bength@bifrost.is eða í símum587 1097 og 694 7474. Þeir eru þegar nokkuðbókaðir svo vissara er að hafa samband strax. Pólkristall gefur verðlaunMikið er í húfi að allir söfnunarbaukar skili sér tilbaka til Hjálparstarfsins strax og söfnunum lýkur. Þvíþakkað fyrir áhuga og drifkraft enda er söfnuninorðin mikill máttarstólpi í bæði fræðslu- og söfnunarmálumHjálparstarfsins. Kristalsvörur frá Pólkristaleru seldar hjá Gullsmiðnum í Mjódd og í gjafavöruverslunumvíða um land. Vatnsburður á jólaföstuStjórnarformaður Hjálparstarfsins, framkvæmdastjóriog upplýsingafulltrúi reyndu það á sjálfum sér aðbera 20 lítra af vatni á bakinu u.þ.b. 6 km leið daginnsem jólasöfnunin hófst. Gengið var úr Árbæjarsafni,eftir hitaveitustokknum að Kringlunni. Vilduþeir setja sig í spor kvenna í Afríku sem sækja vatnlangar leiðir, óhreint vatn þar sem hver sopi erhættulegur heilsu manna. Dunkarnir voru bundnir ábakið með ólum sem skárust hæfilega í axlirnar enstarfsmenn klæddir flísi í þægilegum 8° hita máttuþakka sínum sæla ágætisskilyrði í stað þess að veraberfætt, með berar axlir í 40° hita. Ljóst er að þóttgangan tæki rúmlega klukkutíma hefði ekkert þeirravilja fara aðra ferð, sumir komnir með blöðrur á fæturnaog verk í bakið. Lærdómsrík reynsla!Anna Lára Friðriksdóttir hjá Pólkristal dró úr nöfnum presta.var ákveðið eftir fermingarbarnasöfnunina að hvetjapresta til að skila þeim inn strax með því veita smáverðlaun. Nöfn presta voru sett í pott, – að þessusinni kristalsskál frá Pólkristal, og dregið úr flokkiReykjavíkurpresta og nágrannabæjarfélaga og hinsvegar presta af landsbyggðinni. Þeir utan af landiþurfa að hafa meira fyrir baukabrasi því baukar erusóttir á Reykjavíkursvæðinu. Á móti kemur að þeireru oft með færri börn og minna svæði en Reykjavíkurprestarnir.Pólkristall gaf þrjá vinninga, handskorinnblýkristal. Digranesprestar, þeir Gunnar Sigurjónssonog Magnús B. Björnsson fengu hvor sinnkertastjakannog KristjánBjörnsson íVestmannaeyjumskálundir jólakonfektið.Prestum ogumsjónarmönnumfermingar-barnasöfnun-arinnar erEinar Karl Haraldsson og Jónas Þ. Þórisson leggja af stað með 20lítra vatnsdunka.13


Mótettukór Hallgrímskirkju styrkir HjálparstarfiðMótettukór Hallgrímskirkju á 20 ára afmæli í árog langar til að gefa fremur en þiggja. Nýkominn erí verslanir jóladiskurinn Lýs, milda stjarna, en hlutiaf söluverði hans mun renna til Hjálparstarfs kirkjunnar.Tilurðin var að Mótettukórinn hélt jólatónleikaí fyrra undir stjórn Harðar Áskelssonar semtókust með afbrigðum vel. Jóhann Friðgeir Valdimarssonsöng einsöng með kórnum, Daði Kolbeinssonlék á óbó og Kári Þormar á orgel. HalldórHauksson, söngpípa og talsmaður kórsins segir aðlíklega hafi kór sjaldan fengið svo marga áheyrendurá jólatónleika, enda efni – og flytjendur, veriðfyrsta flokks! Efnisskráin skiptist í þrjú þemu, umaðventuna, Maríu guðsmóður og jólin sjálf. Mönnumleist þannig á frá upphafi að tónleikarnir gætuorðið spennandi til útgáfu og því voru þeir teknirupp. Það er Edda - miðlun og útgáfa sem gefurdiskinn út. Hann er kominn í verslanir og kostar2.400 kr. Hluti af söluverði rennur til Hjálparstarfsins.Þess má geta að Mótettukórinn opnaði heimasíðu,motettukor.is, þann 1. <strong>des</strong>ember, en þar erhægt að fræðast um kórinn og söng hans.Vatn fyrir lífstíð, söfnunarsími 907 <strong>2002</strong>Jólasöfnunin gengur vel. Þegar blaðið fór í prentun var búið að safna fyrir 83 brunnum. Þeir duga 8<strong>3.</strong>000manns fyrir hreinu vatni alla ævi. Það samsvarar u.þ.b. íbúafjölda í Kópavogi, Akureyri, Hafnarfirði, Keflavík, Vestmannaeyjumog Akranesi, og myndi líklega duga þótt Flúðum og Hellu væri hent inn með! Stefnt er að því að náí það minnsta 60 brunnum í viðbót og útlit fyrir að það gangi ef fram heldur sem horfir. Tveir einstaklingar hafakeypt heilan brunn hvor, ung kona og eldri maður. Aðstandendur tveggja kvenna báðu Hjálparstarfið um að takavið framlögum til minningar um þær en þær höfðu báðar haft áhuga á vatnsverkefni Hjálparstarfsins og því sembrunnur með hreinu vatni getur komið til leiðar. Digraneskirkja tók samskot á aðventukvöldi og skveraði einumbrunni! Gíróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum og minnt er á söfnunarsímann907 <strong>2002</strong> en hvert símtal gefur 1000 kr. í söfnunina.14


Til umhugsunarVald fórnarlundarHjálparstarf kirkjunnar er farvegur lifandi vatns,sameinar hugi og hendur til hjálpar, opinberar valdsem á fyllsta rétt á sér, vegna þess að það er sömuættar og það vald, sem Kristur hafði hér á jörð. Hannbeitti valdi sínu til andlegrar umsköpunar ráðvilltramanna. Andlit hans var aldrei afskræmt af hatri, þóttsvívirðingin blasti við honum; jafnvel af krossinumuppi á Golgatahæðinni bað hann fyrir þeim, sem ekkivissu, hvað þeir gjörðu. Hann bjó yfir þeim guðlegamætti, sem í öndverðuvar upphafstórbrotinnarsköpunar. Persónuleikihansrúmaði þvílíkarreginvíddir ogsamræmdi jafnframtandstæður,sem virtustósættanlegar.Jesús samræmdiþærmeð þeim hætti, að gagnvarthonum þagnaði öll gagnrýni. Vald hans stjórnastaldrei af hatri, heldur af fórnarlund og fyrirgefningu.Og fyrir anda hans, sem lifir í kirkjunni, verðatil sveitir manna eins og Hjálparstarfið, er hin síðariár hefur skipulagt margþætt starf. Hún lítur sér miklunær, en ýmsir álíta, því hér í samfélagi okkar er húnsífellt að koma nauðstöddu fólki til hjálpar. Það starfer unnið í kyrrþey og af fagmennsku. Þess vegnabeinist athygli almennings fremur að hinum fjarlægariverkefnum, hvort heldur er aðstoð við bágstaddaí Afríku, Indlandi eða á öðrum stöðum. Sú margþættareynsla, sem ötulir starfsmenn Hjálparstarfsins hafaöðlast í hinum mörgu hrjáðu samfélögum, hefur sterkáhrif á kirkjuna hér landi. Návist Krists verður áþreifanlegri,svo kirkjan verður sjálfstæðari og sterkarigagnvart óbilgjörnu ráðríki stjórnmálaafla.Hjálparstarf kirkjunnar er hönd Krists á meðalokkar, hún er staðfesting þess að íslensk þjóðkirkjaman hver hún er og til hvaða verka hún er kölluð íþessum heimi. Jesús Kristur á engar hendur hér íheimi nema þær manneskjur sem ljá honum hendursínar og huga. Þess vegna kallar hann fólk til fylgdarvið sig, kall Jesú Krists er alltaf kall til verka. Á aðventunnihugleiðum við þá staðreynd að klukkan tifar,tíminn er takmörkuð auðlind og dag einn megnahendur okkar ekkert framar. Jesús sagði sjálfur: „Ossber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er.Það kemur nótt, þegar enginn getur unnið“. Stuðningurvið Hjálparstarfið getur verið tækifæri þitt tilþátttöku í starfi Krists og kirkju hans. Með því að gefaöðrum af okkar gæðum, öðlumst við hlutdeild í hugarfariJesú Krists og bjóðum honum að setjast aðvöldum í huga okkar og hjarta. Sá sem það gerir hefurtekið við jólunum.Bolli Gústavsson vígslubiskup. 15Bolli með sonardótturina Sigrúnu Hrönn.


Gefðu honum vatnfyrir lífstíð!2.500 kr. framlag þitt nægir til þess að tryggja5 fjölskyldum í Afríku hreint vatn alla ævi.Gíróseðlar í bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!