05.12.2012 Views

Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins

Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins

Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þingsályktunartillaga:<br />

Breyting á<br />

skattalögum<br />

Fjárfestum verði gert kleift að gjaldfæra fjárfestingar lögaðila í sprotafyrirtækjum<br />

í stað þess að eignfæra þær eins og nú er.<br />

Fjárfestar fái þannig raunverulega skattaafslátt strax við upphaf fjárfestingar. Skattstofn<br />

myndast ekki hjá fjárfestinum fyrr en við sölu á sprotanum, sem þá er skattlagður með<br />

eðlilegum hætti, eða ef fjárfestirinn fer að fá arðgreiðslur af fjárfestingu sinni. Við þær<br />

aðstæður greiðir hann fjármagnstekjuskatt af arðinum. Eign í viðkomandi sprota er þess<br />

vegna ekki til hjá fjárfestinum fyrr en við sölu á sprotanum. Ef sprotinn nær ekki fullum<br />

vexti hefur fjárfestirinn ekki tekið stórkostlega áhættu með eigið fjármagn, heldur fjármagn<br />

sem annars hefði runnið til ríkissjóðs.<br />

Vottun sprotafyrirtækja er grundvöllur að þessari útfærslu skattalaga. Taka þarf til athugunar<br />

í þessu samhengi, skattaívilnun sem orðið gæti innan fyrirtækja, ef stórt nýsköpunarfyrirtæki<br />

stofnaði dótturfyrirtæki til þess að halda utan um alla sína þróunarstarfsemi. Setja þarf mörk<br />

um það hverjir geti fjárfest í hverjum.<br />

Hér er um raunverulegan hvata fyrir fjárfesta að ræða, þar sem áhætta þeirra er lítil og leiða<br />

má líkur að því að vegna þess verði þetta fjármagn þolinmóðara en gengur og gerist.<br />

Þingnefnd nr. 7:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Nefndin taldi almennt að skýra þyrfti þessa tillögu nánar m.a. þau atriði sem snúa að vottun<br />

fyrirtækjanna. Í því sambandi mætti skoða betur “First North”-leiðina. Þá þyrfti að forðast að<br />

framkvæmdin kafni vegna tæknilegra atriða. Fram komu sjónarmið um að meta þurfi vinnuframlag<br />

frumkvöðuls sem hans fjárfestingu. Þá þarf að skilgreina vel hvað er sprotafyrirtæki.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Breyting á skattalögum, þær nái til “viðskiptatengla” og frumkvöðla<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Flutningsmaður:<br />

Helga Sigrún Harðardóttir skrifstofustjóri<br />

þingflokks Framsóknarmanna<br />

Tillagan hlaut 348 stig<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Endurgreiðsla<br />

rannsóknar- og<br />

þróunarkostnaðar<br />

Nánari upplýsingar eru birtar á www.si.is<br />

2.sæti<br />

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn Íslands að heimila endurgreiðslu rannsóknarog<br />

þróunarkostnaðar að ákveðnu hámarki í skilgreindum verkefnum.<br />

Greinargerð:<br />

Þess misskilnings hefur gætt að hagstætt skattaumhverfi sé sprotafyrirtækjum mikilvægt.<br />

Þar sem sprotafyrirtæki eru eðli málsins samkvæmt að vaxa og nýta þar með alla<br />

krafta sína til vaxtar er þar engan hagnað að hafa og því skiptir hagstætt skattaumhverfi<br />

þau litlu máli.<br />

Sprotafyrirtæki eiga það flest sammerkt að verja stærstum hluta veltu sinnar í rannsóknir<br />

og þróun. Víða erlendis eru fyrirtæki studd með ýmsum hætti á þessu stigi. Það er almennt<br />

viðurkennt að rannsóknir fyrirtækjanna koma fleirum vel en fyrirtækjunum sjálfum. Ýmis<br />

þekking verður til sem leiðir til verðmæta utan þeirra, auk þess sem rannsóknir eru í sjálfu<br />

sér mjög verðmætaskapandi.<br />

Víða í nágrannalöndum okkar hafa stjórnvöld valið að örva rannsóknir og þróun með ýmsum<br />

aðferðum. T.d.hafa Norðmenn farið þá leið að endurgreiða hluta af rannsóknar- og þróunarkostnaði<br />

fyrirfram skilgreindra og samþykktra verkefna hátæknifyrirtækja. Sú leið hefur haft<br />

mjög örvandi áhrif á rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækja í Noregi. Einkum hafa minni<br />

fyrirtæki notið góðs af átakinu sem er afar mikilvægt því það er sá hluti nýsköpunargeirans<br />

sem hvað fæst úrræði hefur til að afla sér rannsóknar- og þróunarfjár.<br />

Með endurgreiðslukerfi sem þessu er ekki verið að reiða fram beina styrki til fyrirtækja<br />

heldur er aðeins verið að endurgreiða hluta af rannsóknarfé skilgreindra verkefna. Mestur<br />

hluti kostnaðar við rannsóknir- og þróunarstarf er launakostnaður og því er talið að miðað<br />

við t.d. 20% endurgreiðslu myndi meira fé en sem nemur endurgreiðslunni skila sér til ríkisins<br />

í formi tekjuskatta starfsfólks. Hér er því ekki um meðgjöf að ræða heldur fjárfestingu.<br />

Samfylkingin leggur því til að meðan á hátækniátaki stjórnvalda stendur verði allt að<br />

fimmtungur slíks kostnaðar endurgreiddur að ákveðnu hámarki sem útfært verði í samráði<br />

við <strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja og aðra hagsmunaaðila.<br />

Þingnefnd nr. 8:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Viðhorf til tillögunnar voru almenn mjög jákvæð. Höfuðkostinn töldu menn að tillagan muni<br />

efla samstarf fyrirtækja og rannsóknarstofnana og fyrirkomulagið væri hvetjandi fyrir fyrirtæki<br />

sem almennt að taka ekki þátt í rannsóknar- og þróunarstarfi. Mikilvægt væri að þetta virkaði<br />

vel í kerfinu og gengi hnökralaust fyrir sig í innleiðingu. Fram komu m.a. sjónarmið um<br />

20% endurgreiðsluhlutfall væri of lágt og 50% væri nær lagi.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Tilgangur tillögunnar er að kveða skýrar að orði um hvenær hleypa eigi<br />

endurgreiðslukerfinu af stokkunum, að sé skylt að endurgreiða en ekki<br />

heimilt og jafnframt að skýra kosti tillögunar nánar í greinargerð<br />

2. Endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Flutningsmaður:<br />

Dofri Hermannsson<br />

framkvæmdastjóri<br />

þingflokks<br />

Samfylkingarinnar<br />

Tillagan hlaut 394 stig

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!