05.12.2012 Views

Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins

Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins

Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

0<strong>9.</strong>02.<strong>2007</strong><br />

Framtíðin er í<br />

okkar höndum


2|Morgunblaðið<br />

Viðburður Stórsýningin Tækni og vit <strong>2007</strong> verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8. – 11. mars.<br />

Stórsýningin Tækni og vit <strong>2007</strong>:<br />

Allt það nýjasta í tækni og<br />

þekkingariðnaðinum<br />

Stórsýningin Tækni og vit <strong>2007</strong> verður<br />

haldin í Fífunni í Kópavogi dagana<br />

8.–11. mars. Eins og nafnið gefur til<br />

kynna er aðalviðfangsefni sýningarinnar<br />

tækni- og þekkingariðnaðurinn á Íslandi<br />

og verða sprotafyrirtæki þar áberandi,<br />

enda leggur stór hluti sprotafyrirtækja mikla<br />

áherslu á tækniþróun við sína starfsemi.<br />

Fjölbreyttur hópur sýnenda<br />

Það er fyrirtækið AP sýningar sem stendur<br />

að Tækni og viti <strong>2007</strong>, en fyrirtækið stóð<br />

einnig að sýningunni Verk og vit 2006 á síðasta<br />

ári, þar sem aðaláherslan var lögð á<br />

bygginga- og verktakabransann. Margit Elva<br />

Einarsdóttir er framkvæmdastjóri AP sýninga<br />

og segist hún ánægð með hversu fjölbreyttur<br />

hópur sýnenda er orðinn.<br />

„Nú eru um 100 þátttakendur skráðir á<br />

Tækni og vit og miðað við hve breiður hópurinn<br />

er sem kominn er nú er ljóst að sýningin<br />

mun verða mjög fjölbreytt og skemmtileg,<br />

jafnt fyrir fagaðila sem almenning.“<br />

Lagt er upp með að Tækni og vit <strong>2007</strong> sé<br />

fagsýning enda er hún einungis opin fagaðilum<br />

fyrstu tvo dagana. Helgina 10. og 11.<br />

mars er almenningur hins vegar einnig boðinn<br />

velkominn.<br />

Veglegt og vel heppnað Sprotaþing <strong>2007</strong><br />

Sprotaþing <strong>2007</strong>, sem haldið var 2.<br />

<strong>febrúar</strong> síðastliðinn, var bæði fjölmennt<br />

og vel heppnað.<br />

Niðurstöður þingsins eru enn á<br />

formi tillagna, þótt margt jákvætt<br />

hafi í raun gerst síðan Sprotaþing<br />

2006 var haldið í fyrra.<br />

Margir eru þeirrar skoðunar að<br />

koma þurfi á nýju endurgreiðslukerfi<br />

í tengslum við skattkerfið til<br />

tæknifyrirtækja sem stunda rannsókna-<br />

og þróunarstarfsemi.<br />

<strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja hafa<br />

sett sér háleit markmið, að „frá og<br />

með árinu 2010 bætist árlega að<br />

jafnaði tvö ný fyrirtæki í þann hóp<br />

sem veltir yfir einum milljarði á ári<br />

og skila sér inn á hlutabréfamarkað“.<br />

Víst er um það að Sprotaþing<br />

<strong>2007</strong> var mikilvægur áfangi í þeirri<br />

sókn sem hafin er til að slíku<br />

markmiði verði náð.<br />

Á myndinni hér til hliðar má<br />

meðal annarra sjá þá Steingrím<br />

Sigfússon, Vinstri grænum, Jón<br />

Sigurðsson iðnaðarráðherra og<br />

Jón Ágúst Þorsteinsson, formann<br />

Samtaka sprotafyrirtækja, hlýða<br />

með athygli á ræður sem haldnar<br />

voru um framtíð og aðstöðu<br />

sprotafyrirtækja á Íslandi, en<br />

margir þingmenn tóku þátt í<br />

Sprotaþingi <strong>2007</strong>.<br />

„Það hefði eiginlega verið synd að halda<br />

svona stóra og mikla sýningu án þess að gera<br />

almenningi kleift að heimsækja hana og<br />

kynna sér það nýjasta hjá íslenskum tækniog<br />

þekkingarfyrirtækjum. Það er mikill<br />

áhugi á tækni, tölvum og vísindum meðal almennings<br />

og alveg ljóst að þessir fjölmörgu<br />

sýnendur sem verða þarna munu hafa margt<br />

spennandi að kynna, ekki bara fyrir fagaðilum,<br />

heldur líka almenningi,“ segir Margit.<br />

Íslensk fyrirtæki framarlega<br />

Sýnendur á Tækni og viti <strong>2007</strong> munu koma<br />

úr öllum helstu geirum tækni<strong>iðnaðarins</strong>.<br />

Þarna verða fyrirtæki úr tölvugeiranum,<br />

bæði hugbúnaðar-, vélbúnaðar- og netfyrirtæki,<br />

auk fjarskiptafyrirtækja, orkufyrirtækja<br />

iðntæknifyrirtækja, öryggisfyrirtækja,<br />

opinberra stofnana og ráðuneyta,<br />

skóla, fjármálafyrirtækja og fjölmiðla, svo<br />

eitthvað sé nefnt.<br />

„Það er af sem áður var, þegar svo til allir<br />

sýnendur á tæknisýningum á borð við þessa<br />

voru tölvufyrirtæki. Sem dæmi má nefna að<br />

opinberar stofnanir hafa nú ýmislegt fram að<br />

færa í tækninýjungum, til að mynda varðandi<br />

rafræna stjórnsýslu. Einnig má nefna fjár-<br />

málafyrirtæki, en hér á landi standa þau<br />

mjög framarlega í tækniþróun eins og við<br />

munum kynnast á Tækni og viti <strong>2007</strong>. Svo<br />

verður það nýjasta í fjarskiptum áberandi á<br />

sýningunni, enda er þróunin hröð í stafrænum<br />

fjarskiptum þessi misserin og þá er fátt<br />

eitt upptalið,“ segir Margit.<br />

Auk þess sem ýmis sprotafyrirtæki munu<br />

sýna á eigin vegum á Tækni og viti <strong>2007</strong><br />

munu <strong>Samtök</strong> <strong>iðnaðarins</strong> leggja mikla<br />

áherslu á kynningu sprotafyrirtækja á sýningunni.<br />

Í samvinnu við <strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja,<br />

<strong>Samtök</strong> íslenskra líftæknifyrirtækja<br />

og <strong>Samtök</strong> upplýsingatæknifyrirtækja verður<br />

boðið upp á sérstakt sprotatorg á sýningunni<br />

þar sem þrjátíu áhugaverð sprotafyrirtæki í<br />

íslensku atvinnulífi verða kynnt.<br />

Jafnframt verður þar sagt frá nokkrum vel<br />

þekktum alþjóðlegum fyrirtækjum sem nú<br />

eru orðin landsmönnum að góðu kunn en sem<br />

færri vita að voru eitt sinn sprotar í mjög svo<br />

hrjóstrugu landi. Á Sprotatorgi verða jafnframt<br />

kynntar niðurstöður Sprotaþings og<br />

tillögur þingflokka til úrbóta.<br />

Rafræn ráðstefna í Salnum<br />

Ýmsir viðburðir verða svo haldnir í<br />

tengslum við Tækni og vit <strong>2007</strong>, þannig að<br />

Morgunblaðið/Golli<br />

Útgefandi: Árvakur hf.<br />

Umsjón efnis: Kristján Guðlaugsson, Jóhann Magnús Jóhannsson og Friðrik Ársælsson.<br />

Umbrot: Morgunblaðið<br />

Auglýsingasala: Katrín Theódórsdóttir, s. 569-1105, kata@mbl.is<br />

Prentun: Prentsmiðja <strong>Morgunblaðsins</strong>. Dreift með Morgunblaðinu.<br />

Morgunblaðið/Þorkell<br />

ljóst er að tækni- og þekkingariðnaðurinn<br />

verður ofarlega í huga fólks í marsbyrjun.<br />

Þar má fyrstan nefna UT-daginn, sem haldinn<br />

verður hinn 8. mars á vegum forsætis- og<br />

fjármálaráðuneyta. Í tilefni hans verður ráðstefna<br />

í Salnum í Kópavogi þar sem fjallað<br />

verður um rafræna stjórnsýslu, rafræn skilríki<br />

og rafræn innkaup. Jafnframt munu<br />

<strong>Samtök</strong> <strong>iðnaðarins</strong> halda ráðstefnu um samskipti<br />

frumkvöðla og fjárfesta hinn <strong>9.</strong> mars,<br />

auk þess sem tilkynnt verður um afhendingu<br />

Vaxtarsprotans, sérstakra verðlauna sprotafyrirtækja<br />

fyrir góðan árangur, á sérstökum<br />

viðburði sem haldinn verður að kvöldi <strong>9.</strong><br />

mars.<br />

„Það er okkar von að Tækni og vit <strong>2007</strong><br />

verði góð lyftistöng fyrir íslenskan tækni- og<br />

þekkingariðnað. Við sem höfum staðið að<br />

skipulagningunni höfum tekið mjög greinilega<br />

eftir því að mikill vöxtur og upptaktur er<br />

í geiranum og afar margt spennandi í gangi.<br />

Sýning á borð við þessa gefur fyrirtækjunum<br />

mjög gott tækifæri til að kynna kollegunum<br />

hvað þau hafa á boðstólum og hvað sé í farvatninu.<br />

Og svo er aukabónus að geta leyft<br />

almenningi að kynna sér allt það nýjasta í<br />

tæknigeiranum á stórsýningu sem þessari,“<br />

segir Margit Elva Einarsdóttir að lokum.<br />

2 Sýning um tækni og vit<br />

4 Einstök náttúruauðlind<br />

6 Hugvit og heilsujurtir<br />

8 Bætt rekstrarskilyrði<br />

10 Olíunotkun lágmörkuð<br />

11 Hýsir stóru fyrirtækin<br />

12 Byggprótín og líftækni<br />

14 Upplýsingar og hverir<br />

15 Virkir í atvinnulífinu<br />

16 Tölvustýring og sprotar<br />

25 Verkefni þjóðarinnar<br />

26 Vel heppnað sprotaþing<br />

28 Samþætting og útvistun<br />

29 Meðferð á munnangri<br />

30 Örflögur og mælitækni<br />

31 Mæla hreyfingar<br />

32 Hugbúnaður skólanna<br />

33 Fjölþættar lausnir<br />

34 Nýsköpun og tækni HÍ<br />

35 Hugbúnaður orkuvera<br />

36 Rafeindamælingar<br />

37 Birgðastýring og gufa<br />

38 Fasteignir og tölvuspil<br />

39 Rekur rafeindasporin


4|Morgunblaðið<br />

Vinsælt Bláa lónið hefur árum saman verið vinsæll ferðamannastaður og heilsulind.<br />

Bláa lónið hf.:<br />

Verðmætasköpun<br />

úr einstakri<br />

náttúruauðlind Heilsusamlegt<br />

Eftir Friðrik Ársælsson<br />

fridrik@mbl.is<br />

Bláa lónið hf. var stofnað<br />

1. júní 1992. Grunnur<br />

starfseminnar er lækningamáttur<br />

virkra efna<br />

Blue Lagoon-jarðsjávarins og lífríkis<br />

hans. Fyrirtækið rekur Bláa<br />

lónið heilsulind, sem er einn vinsælasti<br />

ferðamannastaður landsins,<br />

og veitir meðferð við húðsjúkdómum<br />

í nýrri lækningalind.<br />

Fyrirtækið hefur einnig þróað<br />

Blue Lagoon-húðvörur með virkum<br />

efnum jarðsjávarins. Rannsókna-<br />

og þróunarstarf skipar<br />

mikilvægan sess í starfsemi fyrirtækisins<br />

enda benda rannsóknir<br />

Fjölblendir ehf.<br />

Eftir Jóhann M. Jóhannsson<br />

Fjölblendir er rannsóknar- og þróunarsetur<br />

sem hefur í nokkur ár<br />

unnið að þróun á nýju eldsneytiskerfi<br />

fyrir smávélar. Kerfið gengur<br />

undir nafninu TCT sem stendur<br />

fyrir Total Combustion Technology.<br />

Þróunarferli á prufukerfi er nú<br />

sem næst lokið og fyrirtækið er nú<br />

við prófanir hjá Queens University í<br />

Belfast á Írlandi.<br />

Morgunblaðið/Ásdís<br />

Þekking Þekkingaruppbygging og skýr framtíðarsýn eru lykilorð Bláa<br />

lónsins, segir Grímur Sæmundsen, forstjóri.<br />

Segja má að eldsneytiskerfið sem<br />

unnið hefur verið að gjörbylti fyrri<br />

hugmyndum og hönnunum á eldneytiskerfum.<br />

Með TCT-kerfinu er<br />

hægt að stýra með mikilli nákvæmni<br />

hlutfalli eldsneytis og lofts auk þess<br />

til þess að efni í jarðsjónum og<br />

lífríki hans dragi úr öldrun húðarinnar<br />

auk annarra lífvirkra<br />

áhrifa.<br />

Starfsmenn Bláa lónsins eru<br />

150–200, en starfsmannafjöldi<br />

breytist eftir árstíðum.<br />

Aukinn skilningur á verðmætasköpunsprotafyrirtækja<br />

„Bláa lónið hf. hefur byggt upp<br />

vísindaþekkingu á jarðsjónum og<br />

lífríki hans og þannig verðmæti<br />

úr einstakri náttúruauðlind. Við<br />

höfum borið gæfu til þess að<br />

skilja mikilvægi slíkrar þekkingaruppbyggingar<br />

og haft skýra<br />

framtíðarsýn. Þetta er eitt af lyk-<br />

Morgunblaðið/Eggert<br />

Afurðir unnar<br />

úr Bláa lóninu eru bæði heilsusamlegar<br />

og sagðar læknandi.<br />

ilatriðunum til að verkefni sem<br />

þetta gangi upp,“ segir Grímur<br />

Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins<br />

hf.<br />

Þá sé ekki síður mikilvægt til<br />

að þróunarverkefni nái á legg að<br />

starfsumhverfið og efnahagsástandið<br />

sé stöðugt. Háir vextir<br />

og gengissveiflur geta gert<br />

sprotafyrirtækjum erfitt fyrir.<br />

„Ég tel þó að margt gott hafi<br />

áunnist og kemur þar hvort<br />

tveggja til kraftur einkageirans<br />

og tilstuðlan stjórnvalda sem og<br />

aukinn skilningur á því hversu<br />

mikil framtíðarverðmæti geta<br />

legið í þróunarverkefnum sprotafyrirtækja<br />

til hagsbóta fyrir samfélagið.“<br />

Gjörbyltir fyrri hugmyndum um eldsneytiskerfi smávéla<br />

Eldsneytiskerfi Fjölblendi hefur undanfarin ár unnið að þróun nýs eldsneytiskerfis<br />

fyrir smávélar sem dregur bæði úr eldsneytisnotkun og mengun.<br />

sem ýring eldsneytisins er mun<br />

meiri og fæst með því hreinni og<br />

hraðari bruni.<br />

Með þessu móti má minnka eldsneytisnotkun<br />

um allt að 20% ásamt<br />

því að með þessari tækni minnkar<br />

CO-mengun um allt að 80% og önnur<br />

mengun minnkar til muna. Auk ofanritaðra<br />

eiginleika er hægt að<br />

keyra TCT-eldsneytiskerfið á mörgum<br />

eldsneytistegundum eins og t.d.<br />

bensíni, steinolíu, gasi og dísel.<br />

Fjöldaframleiðsla undirbúin<br />

Næstu verkefni Fjölblendis eru að<br />

ganga til samninga við ýmsa aðila<br />

sem sýnt hafa kerfinu áhuga ásamt<br />

því að búa þarf kerfið undir fjöldaframleiðslu.<br />

Markaðurinn er gríðarstór<br />

en um 150 milljónir smávéla<br />

eru framleiddar árlega.<br />

Ennfremur er verið að undirbúa<br />

yfirfærslu á kerfinu yfir á fleiri vélategundir<br />

og vélarstærðir. Kerfið<br />

kemur til með að henta á hvers kyns<br />

smávélar. Má sem dæmi nefna rafstöðvar,<br />

dælur, sláttuvélar, mótorhjól,<br />

bátavélar.


010ATGC1010<br />

010100101010<br />

0101010ATGC10101010ATGC<br />

1010ATG<br />

01010A<br />

10ATG<br />

01010101010ATGC1010<br />

01010ATGC10ATGC0<br />

0101010ATGC<br />

010ATGC1010<br />

ATGC01010A<br />

Actavis<br />

AGR<br />

ANZA<br />

AP almannatengsl<br />

Auðkenni<br />

Bláa lónið heilsuvörur<br />

CCP<br />

EJS<br />

Fjölblendir<br />

Gagarín<br />

Globodent á Íslandi<br />

Sprota- og hátæknifyrirtæki innan Samtaka <strong>iðnaðarins</strong> og aðildarfélaga:<br />

Hópvinnukerfi<br />

Hugbúnaður<br />

Hugsmiðjan<br />

HugurAx<br />

Hugvit<br />

HV Grettir<br />

ICEconsult / LH tækni<br />

Kerfisþróun<br />

Kine<br />

Klak<br />

KLH / Hjartavernd<br />

<strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja<br />

Landsteinar Strengur<br />

Líf-Hlaup<br />

Lyfjaþróun<br />

Marel<br />

MarOrka<br />

Matvælakassar<br />

Menn og mýs<br />

Mentor<br />

NimbleGen Systems<br />

ORF Líftækni<br />

Petromodel<br />

www.si.is<br />

<strong>Samtök</strong> íslenskra<br />

líftæknifyrirtækja<br />

Framtíðin felst í hátækni<br />

- Sjá nánar stefnu<br />

Samtaka <strong>iðnaðarins</strong><br />

og áskorun á www.si.is<br />

Prokatín<br />

Rannsóknarþj. Sýni<br />

RT<br />

SagaMedica<br />

Samey<br />

Sjá<br />

Skýrr<br />

Spuni<br />

Stiki<br />

Stjörnu-Oddi<br />

Tiltak<br />

TM Software<br />

TrackWell Software<br />

Tölvumiðlun<br />

Vaki<br />

Verk- og kerfisfr.stofan<br />

Viasys Healthcare Ísl.<br />

Þekking-Tristan<br />

Össur<br />

<strong>Samtök</strong> upplýsingatæknifyrirtækja


6|Morgunblaðið<br />

SagaMedica-Heilsujurtir ehf.:<br />

Reynsla árhundraða<br />

færð til nútímans<br />

með hjálp vísinda<br />

Kristján Guðlaugsson<br />

kristjang@mbl.is<br />

SagaMedica-Heilsujurtir<br />

ehf. er sprotafyrirtæki<br />

sem grundvallar starfsemi<br />

sína á reynslu Íslendinga í<br />

hundruð ára í notkun íslenskra<br />

lækningajurta og færir hana inn í<br />

nútímann með framleiðslu náttúruvara<br />

með nútímavísindarannsóknum.<br />

Hratt vaxandi markaðir<br />

SagaMedica-Heilsujurtir ehf.<br />

var stofnað árið 2000. Tilgangur<br />

með rekstri fyrirtækisins er að<br />

framleiða hágæða náttúruvörur úr<br />

íslenskum lækningajurtum. Grunnur<br />

starfseminnar er rannsóknir dr.<br />

Sigmundar Guðbjarnasonar og<br />

samstarfsmanna hans við Háskóla<br />

Íslands. Að baki eru 14 ára rannsóknir<br />

á íslenskum lækningajurtum,<br />

einkum ætihvönn. Alþjóðlegir<br />

markaðir fyrir<br />

náttúruvörur og fæðubótarefni<br />

fara hratt vaxandi. Aðaláhersla í<br />

þróun og sölu fæðubótarefna úr<br />

náttúrunni er á fyrirbyggjandi aðgerðir<br />

vegna sjúkdóma og versnandi<br />

heilsu. Áhugi fyrir fyrirbyggjandi<br />

neyslu mataræðis og<br />

fæðubótarefna fer hratt vaxandi.<br />

Auknar rannsóknir á þessu sviði<br />

sem styrkja fullyrðingar um góð<br />

áhrif fæðubótarefna á mannslíkamann,<br />

aukinn áhugi á fyrirbyggjandi<br />

aðgerðum en ekki aðeins<br />

lækningum og hækkandi meðalaldur<br />

fólks sem hugsar meira um<br />

heilsuna eru meðal þeirra áhrifaþátta<br />

sem skapa þessa auknu eftirspurn.<br />

Samfara þessu eru gerðar<br />

auknar kröfur til rannsókna, framleiðsluaðstöðu<br />

og hráefnis þeirra<br />

vara sem settar eru á markað. Í<br />

OpenHand:<br />

OpenHand á 16 ár að baki við þróun<br />

samskiptalausna. Í upphafi voru<br />

háleit markmið um að koma upplýsingum<br />

milli tölva í sama herbergi.<br />

Saga OpenHand<br />

Mikið vatn hefur runnið til sjávar<br />

síðan þá og hefur tæknilegur bakgrunnur<br />

OpenHand tekið stakkaskiptum.<br />

Í dag er þjónustan byggð<br />

utan um markmið fyrirtækisins er<br />

snúa að hámarksnýtingu tíma<br />

starfsmanna á ferðinni með lágmarkstilkostnaði.<br />

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson<br />

Hollt Hvannarfræja-mixtúran Angelica hefur verið sett á glös.<br />

því sambandi skiptir uppruni hráefnis<br />

úr ómenguðu umhverfi miklu<br />

máli.<br />

Ætihvönn og fjallagrös<br />

SagaMedica hefur haft þessi atriði<br />

í huga frá upphafi við þróun<br />

vara fyrirtækisins. Miklar rannsóknir<br />

eru að baki þeim vörum<br />

sem fyrirtækið framleiðir og hráefni<br />

úr hreinni íslenskri náttúru er<br />

viðurkennt sem hágæðahráefni.<br />

Starfsmenn fyrirtækisins eru fimm<br />

en framleiðslan fer mest fram hjá<br />

Árið 2003 sameinaðist fyrirtækið<br />

samtarfsaðila í Bretlandi undir<br />

nafninu OpenHand og hófst þá eiginleg<br />

útrás félagsins. Á sama tíma<br />

komu fjársterkir aðilar að fyrirtækinu<br />

undir forystu Sindra Sindrasonar<br />

og Róberts Melax. Í dag hefur<br />

Róbert Melax tekið við sem forstjóri<br />

fyrirtækisins og Sigurður<br />

Björnsson fv. forstjóri snúið sér alfarið<br />

að vöruþróun OpeHand.<br />

Með starfsemi í 7 löndum<br />

Starfsemi OpenHand hefur þan-<br />

undirverktökum bæði hérlendis og<br />

erlendis. Fyrirtækið rekur einnig<br />

litla verksmiðju á Akranesi. Framleiðsluvörur<br />

SagaMedica eru þrjár<br />

og allar framleiddar úr íslenskri<br />

ætihvönn sem er ásamt fjallagrösum<br />

þekktasta íslenska lækningajurtin;<br />

SagaPro-töflur sem<br />

fækka salernisferðum karla og<br />

kvenna á nóttunni; Angelicajurtaveig<br />

sem eykur kraft og vellíðan<br />

og er fyrirbyggjandi gegn<br />

kvefi; og VOXIS-hálstöflur fyrir<br />

sáran háls. Þessar vörur eru með<br />

ist út á undanförnum misserum. Í<br />

dag er þjónusta OpenHand seld í 7<br />

löndum og fjölgar þeim á næstunni.<br />

Ásamt því að reka skrifstofu á Íslandi<br />

eru tvær starfsstöðvar í Bretlandi,<br />

þýskalandi, Suður-Afríku,<br />

Svíþjóð og Danmörku. Nú síðast<br />

bættist Ungverjaland í hópinn, en<br />

þar eru spennandi tækifæri framundan.<br />

Þróunarvinna OpenHand fer að<br />

mestu leyti fram í höfuðstöðvunum<br />

á Íslandi. Þó eru hugbúnaðarsérfræðingar<br />

á vegum OpenHand í<br />

Mikilvæg Sagamedica vinnur náttúruvörur úr íslenskum lækningajurtum<br />

og þar vegur íslenskætihvönn mest. Myndin er frá Svartafossi.<br />

best seldu náttúruvörum á íslenskum<br />

markaði. Útflutningur er hafinn<br />

til Norðurlandanna.<br />

Ný tækifæri opnast<br />

Alþjóðlegir markaðir fyrir náttúruvörur<br />

og fæðubótarefni eru<br />

stórir og miklir vaxtarmöguleikar<br />

eru framundan fyrir vörur sem ná<br />

viðurkenningu á mörkuðum. Hráefni<br />

úr íslenskri náttúru, umfangsmiklar<br />

rannsóknir íslenskra vísindamanna<br />

í mörg ár, miklar<br />

kröfur um staðfest gæði og virkni<br />

Íslenskt hugvit – alþjóðleg lausn<br />

Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi.<br />

Mikil sóknarfæri<br />

OpenHand hefur fengið góðar<br />

viðtökur á alþjóðamörkuðum. Nú<br />

síðast var tilraunaverkefni með<br />

Shell hrundið af stað í Nígeríu, en<br />

hugsanlegur fjöldi viðskiptavina<br />

hleypur á þúsundum. Nýverið var<br />

gengið frá samningi við fyrirtæki í<br />

Suður-Afríku um notkun 4.000<br />

starfsmanna á OpenHand.<br />

Vegna sérstöðu tæknilegrar upp-<br />

framleiðsluvaranna í framleiðslu<br />

og löng hefð í notkun og frásögn<br />

sem gefur tilefni til áhugaverðrar<br />

kynningar fyrir neytendur er<br />

grunnur að árangri SagaMedica í<br />

markaðssetningu. Ný tækifæri<br />

munu opnast þegar þessum nýja<br />

náttúruiðnaði vex fiskur um hrygg.<br />

Auka þarf rannsóknir á íslenskum<br />

lækningajurtum, framleiðslutækifæri<br />

munu opnast, skipulögð ræktun<br />

á lækningajurtum mun hefjast<br />

hjá íslenskum bændum og tekjur<br />

munu skapast vegna útflutnings.<br />

byggingar OpenHand berst þó<br />

nokkuð af fyrirspurnum frá aðilum<br />

á ókönnuðum mörkuðum eins og<br />

Bandaríkjunum, Perú og víðar.<br />

Þarfir viðskiptavina<br />

í fyrirrúmi<br />

Fyrirtækið er byggt upp á gömlum<br />

tæknilegum grunni. Í kjölfar<br />

þess að nýr forstjóri tók til starfa<br />

hafa áherslur breyst. Í dag er<br />

áhersla vöruþróunar á einn hlut, að<br />

einfalda störf starfsmanna á ferðinni.<br />

Í þessu samhengi er ekki eingöngu<br />

horft til aðgengis að tölvupósti,<br />

dagatali o.fl. Aðgangur að<br />

öðrum upplýsingakerfum er í<br />

vinnslu og mun samtenging við slík<br />

kerfi líta dagsins ljós á komandi<br />

misserum.<br />

Framtíðarsýn OpenHand<br />

Stefna OpenHand er bjóða virðisaukandi<br />

lausn til viðskiptavina<br />

sem er í senn auðveld í notkun,<br />

hagkvæm í rekstri og sveigjanleg<br />

þegar kemur að öryggismálum.<br />

Þessu til viðbótar býður OpenHand<br />

fullan aðgang að öllum gögnum sem<br />

og skjölum. Þessir hornsteinar þróunarvinnu<br />

OpenHand hafa skapað<br />

fyrirtækinu sérstöðu á alþjóðamarkaði<br />

og munu án efa vekja enn<br />

frekari athygli þegar nýir markaðir<br />

verða kannaðir á komandi misserum.


8|Morgunblaðið<br />

Stiki:<br />

Bætt rekstrarskilyrði tímabær<br />

Stiki er 14 ára gamalt ráðgjafar-<br />

og hugbúnaðarfyrirtæki<br />

sem hefur sérhæft<br />

sig í gæða- og öryggismálum<br />

upplýsingakerfa, þar með<br />

talið tölvuöryggi, öryggi í fjarskiptum<br />

og gagnavinnslu. Það hefur<br />

vaxið smám saman og aukið umsvif<br />

sín, fjölgað starfsfólki, þróað vörur<br />

og byggt upp þekkingu, lengst af án<br />

styrkja eða utanaðkomandi fjármagns.<br />

Íslenski markaðurinn lítill<br />

Fyrir tveimur árum byrjaði fyrirtækið<br />

að hasla sér völl erlendis og<br />

skapa grundvöll fyrir útflutning.<br />

„Íslenski markaðurinn er lítill og<br />

þar sem rannsókna- og þróunarstarf<br />

tekur tíma er erfitt að byggja upp<br />

hátæknifyrirtæki hér á landi. Við<br />

þetta bætist að líftímakúrfa vöru í<br />

tæknigeiranum er styttri en í mörgum<br />

öðrum geirum því tækniþróun er<br />

hröð. Því skiptir miklu máli að hratt<br />

og vel gangi að koma vörunni á<br />

markað. Í mörgum tilvikum er fyrirtækjum<br />

sem feta sín fyrstu skref í<br />

útflutningi nauðsynlegt að fá inn<br />

fjármagn, bæði til að fullvinna vöru<br />

og markaðssetja hana erlendis. Af<br />

þessum ástæðum höfum við hjá<br />

Stika leitað eftir erlendum fjárfestum<br />

með viðskiptatengsl á erlendum<br />

mörkuðum.<br />

Við höfum opnað útibú í London<br />

til þess að byggja upp samskipti við<br />

erlend fyrirtæki og erlenda fjárfesta.<br />

Þessir aðilar vilja fjárfesta í<br />

íslenskum fyrirtækjum, en þeir<br />

treysta ekki sveiflum íslensks atvinnulífs.<br />

Við höfum fengið skýr<br />

skilaboð frá erlendum fjárfestum<br />

um að flytji Stiki a.m.k. hluta af<br />

starfsemi sinni út séu þeir tilbúnir<br />

að fjárfesta í fyrirtækinu. Þetta er<br />

vandamál sem íslensk stjórnvöld<br />

Hugvit – GoPro:<br />

Hugvit er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki<br />

sem þróar<br />

lausnir fyrir skjalastjórnun<br />

og stjórnun<br />

viðskiptatengsla undir merkinu<br />

GoPro. Fyrirtækið var stofnað árið<br />

1993 og hefur síðan þá þróað og selt<br />

mála- og skjalastjórnunarlausnir til<br />

opinberra aðila og einkafyrirtækja.<br />

Haslaði sér snemma völl<br />

„Frá upphafi hefur fyrirtækið<br />

unnið ötullega að útflutningi hugbúnaðarlausna<br />

og haslaði sér<br />

snemma völl í Danmörku þar sem<br />

GoPro er orðið vel þekkt vörumerki<br />

í opinbera geiranum. Frá því<br />

um miðjan tíunda áratuginn hefur<br />

Hugvit unnið nýja markaði á nánast<br />

hverju ári og er nú selt í allri Norður-Evrópu,<br />

frá Eistlandi til Bretlandseyja.<br />

Síðustu ár hefur fyrirtækið<br />

þreifað fyrir sér á<br />

mörkuðum í Suður- og Mið-Evrópu<br />

og rekur nú meðal annars dótturfyrirtæki<br />

í Búlgaríu,“ segir Jón<br />

Alvar Sævarsson, markaðsstjóri<br />

Hugvits.<br />

Morgunblaðið/Ásdís<br />

Þolinmæði Það tekur tíma og er erfitt að byggja upp hátæknifyrirtæki hér<br />

á landi, segir Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi.<br />

verða að taka á,“ segir Svana Helen<br />

Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og<br />

stofnandi Stika.<br />

Nýtt endurgreiðslukerfi<br />

Svana segir að gríðarleg vinna,<br />

þrautseigja, aðhald í fjármálum, öguð<br />

vinnubrögð og vilji til að ná<br />

lengra hafi skapað framtíð fyrirtækisins.<br />

„Öll framlegð hefur verið sett í<br />

þróun og eigendur hafa lagt sitt af<br />

Byggist á íslensku hugviti<br />

Á Íslandi er GoPro vinsæl hugbúnaðarlausn<br />

í opinbera geiranum<br />

og er meðal annars notað af öllum<br />

íslensku ráðuneytunum, Reykjavíkurborg,<br />

Garðabæ og Reykjanesbæ.<br />

GoPro er notað í umsýslu og skjalastjórnun<br />

hjá Háskóla Íslands, Háskólanum<br />

í Reykjavík og Háskólanum<br />

á Akureyri.<br />

„GoPro-skjalastjórnunarlausnin<br />

hefur auðveldað íslenskum stofnunum<br />

að uppfylla upplýsingalög og<br />

reglur um meðferð opinberra<br />

gagna,“ segir Jón Alvar.<br />

Hann segir að lausnin leysi ekki<br />

eingöngu þarfir opinberra aðila<br />

heldur hafi fjölmörg fyrirtæki nú<br />

innleitt GoPro í sitt daglega vinnuumhverfi.<br />

„Þannig hafa fyrirtæki<br />

eins og Samskip, BM Vallá, Icelandair,<br />

Ölgerðin Egill Skallagrímsson<br />

og Plastprent innleitt<br />

GoPro sem lausn fyrir skjalastjórnun<br />

og stjórnun viðskiptatengsla, en<br />

þróun GoPro tekur í æ ríkari mæli<br />

mið af þörfum fyrirtækja í einka-<br />

mörkum svo hægt sé að hraða því<br />

ferli. Áhersla á þróun hefur til dæmis<br />

birst í markvissu samstarfi við háskóla-<br />

og vísindasamfélagið þar sem<br />

verkefni nemenda hafa orðið að<br />

raunverulegum vörum fyrir tilstuðlan<br />

Stika.“<br />

Svana segir að endurgreiðslukerfis<br />

vegna rannsóknar- og þróunarverkefna<br />

sé þörf til að styðja við<br />

bakið á þeim fyrirtækjum sem leggi<br />

sitt af mörkum til að vera í stafni<br />

Íslenskt hugvit á góðu<br />

gengi að fagna í Evrópu<br />

www.bluelagoon.is<br />

Styrkur<br />

geiranum, ekki síður en opinberra<br />

aðila. GoPro er nú algengasta<br />

skjalastjórnunarkerfið hjá íslenskum<br />

stofnunum og fyrirtækjum með<br />

yfir 50% markaðshlutdeild,“ segir<br />

Jón Alvar.<br />

Notað af Lundúnalögreglunni<br />

og Oxford-háskóla<br />

Hugvit hefur átt mikið samstarf<br />

við alþjóðlegu hugbúnaðarrisana<br />

IBM og Microsoft í gegnum tíðina,<br />

bæði um þróun og markaðssetningu.<br />

Þannig hefur GoPro verið<br />

innleitt í samvinnu við erlenda samstarfsaðila<br />

hjá mjög stórum fyrirtækjum<br />

og stofnunum erlendis.<br />

Dæmi um mikilvæga viðskiptavini<br />

Hugvits eru Lundúnalögreglan,<br />

Metropolitan Police Service, rannsóknarþjónusta<br />

Oxford-háskóla,<br />

Bankgirocentralen í Svíþjóð, OMXverðbréfaþingið<br />

í Tallinn og Scottish<br />

Care Commission, heilbrigðisog<br />

félagsþjónustan í Skotlandi.<br />

Samið við Microsoft og IBM<br />

„Árið 2003 gerði Microsoft sam-<br />

hagvaxtar á Íslandi, líkt og Norðmenn<br />

hafa gert.<br />

„Stiki hefur undanfarin tvö ár leitað<br />

eftir opinberum stuðningi. Við<br />

upplifðum dreift styrktarkerfi,<br />

margar stofnanir og flókin og stirð<br />

umsóknarferli. Það væri til mikilla<br />

bóta ef rannsóknarstofnanir atvinnuveganna<br />

væru sameinaðar í<br />

eina öfluga rannsóknarmiðstöð sem<br />

ynni í nánum tengslum við atvinnulífið<br />

og háskólana. Að sama skapi er<br />

nauðsynlegt að straumlínulaga stoðkerfi<br />

atvinnulífsins og setja því skýr<br />

markmið. Bætt rekstrarskilyrði<br />

sprotafyrirtækja eru fyrir löngu<br />

orðin tímabær,“ segir Svana.<br />

Útrásin kostar<br />

Svana segir að allt of margar góðar<br />

hugmyndir og sprotafyrirtæki<br />

lognist út af meðal annars vegna<br />

takmarkaðs aðgengis að fjármagni.<br />

„Opinberar fjárfestingar ættu að<br />

vera til langs tíma og ekki lúta sömu<br />

kröfum um endurgreiðslu og einkafjárfestingar.<br />

Fyrirtækin þurfa að<br />

ná fótfestu áður en hægt er að<br />

krefja til baka það sem lagt hefur<br />

verið til.“<br />

Svana segir að stærsti kostnaðarliðurinn<br />

sé oftast markaðssetning<br />

á erlendan markað. Slíkt<br />

krefjist markvissrar áætlanagerðar,<br />

markaðsrannsókna, uppbyggingar<br />

dreifinets, aðstoðar lögfræðinga og<br />

margs annars. Hún bendir á að<br />

rekstrarumhverfi íslenskra hátæknifyrirtækja<br />

sé ekki nægjanlega<br />

hagstætt og telur að mörg fyrirtækjanna<br />

séu að hugleiða að flytja<br />

starfsemi sína eða höfuðstöðvar til<br />

útlanda þar sem aðstæður séu betri.<br />

„Við höfum fengið tilboð frá hálfopinberum<br />

aðilum, til dæmis í Kanada<br />

og Eystrasaltslöndunum, þar<br />

sem lofað er fyrirgreiðslu, styrkjum<br />

starfssamning um þróun og markaðssetningu<br />

á GoPro-hugbúnaðinum<br />

fyrir MS SQL og nú á<br />

síðasta ári náði fyrirtækið þeim<br />

áfanga að hljóta gullvottun Microsoft<br />

fyrir hugbúnaðarlausnina<br />

og skattaívilnunum. Nokkur fyrirtæki<br />

hafa nýtt sér þetta og ég veit<br />

að margir eru að velta þessum kosti<br />

fyrir sér.“<br />

Aðgerða er þörf<br />

Svana segir að Stiki deili áhyggjum<br />

með öllum fyrirtækjum í útflutningi<br />

yfir því hve mikil áhrif óstöðugleiki<br />

íslensku krónunnar muni<br />

hafa þegar útflutningur er orðinn<br />

stærsti tekju- og kostnaðarliður fyrirtækisins.<br />

„Rekstur Stika hefur verið farsæll<br />

á margan hátt. Við höfum haft á að<br />

skipa færu fólki og átt trausta viðskiptavini<br />

innanlands sem utan. Það<br />

er hins vegar ljóst að á okkar litla<br />

markaði, þar sem hugbúnaðarfyrirtæki<br />

í einkaeign keppa við hugbúnaðardeildir<br />

opinberra fyrirtækja og<br />

stofnana um verkefni og mannskap,<br />

er eina leiðin til raunverulegs vaxtar<br />

að hasla sér völl erlendis.“<br />

Hún segir að útrás og útflutningur<br />

verði ekki til í neinu tómarúmi<br />

og ef tryggja eigi lífsgæði og gott<br />

efnahagslíf í landinu verði að nýta<br />

þá auðlind sem býr í hugmyndaríkum<br />

og menntuðum Íslendingum,<br />

þekkingu þeirra og færni.<br />

„Framtíð Íslands byggist að<br />

miklu leyti á því að okkur takist að<br />

nýta hugvit þjóðarinnar og skapa<br />

henni sem arðvænlegust atvinnutækifæri.<br />

Til að frumkvöðlaeðlið fái<br />

að blómstra þarf að búa svo um<br />

hnútana að það verði raunverulegt<br />

val fyrir ungt menntafólk, sem kemur<br />

út úr skóla, að stofna fyrirtæki og<br />

skapa hagvöxt fyrir komandi kynslóðir.<br />

Framtíðarsýn um þekkingarlandið<br />

Ísland sem fjölbreytta flóru<br />

arðvænlegra sprotafyrirtækja í<br />

starfsumhverfi í fremstu röð verður<br />

ekki að raunveruleika nema eitthvað<br />

sé gert,“ segir Svana.<br />

Alþjóðlegt Meðal viðskiptavina Hugvits eru Lundúnalögreglan.<br />

Reuters<br />

GoPro.net sem nýtur sívaxandi<br />

hylli viðskiptavina. Sama ár var<br />

gerður víðtækur tveggja ára samstarfssamningur<br />

við IBM um söluog<br />

markaðsstarf á Norðurlöndunum,“<br />

segir Jón Alvar.


10|Morgunblaðið<br />

Aðferðafræði sem sparar útgerðarfyrirtækjum<br />

töluverð útgjöld<br />

Marorka ehf. einbeitir<br />

sér að þróun tölvukerfa<br />

sem lágmarka olíunotkun<br />

skipa. Jóhann<br />

M. Jóhannsson ræddi<br />

við dr. Jón Ágúst Þorsteinsson<br />

sem fer með<br />

framkvæmdastjórn hjá<br />

Marorku ásamt því að<br />

gegna formennsku í<br />

<strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja.<br />

Marorka er fyrirtæki<br />

sem sprottið er úr háskólaumhverfinu.<br />

Það<br />

sem við erum að gera<br />

er að smíða tölvukerfi til að lágmarka<br />

olíunotkun skipa. Í þessum<br />

lausnum er byggt á stærðfræði og<br />

aðferðafræði hennar til þess að ná<br />

fram þessari lágmörkun á olíunotkun.<br />

Aðferðafræðina og sjálfan<br />

hugbúnaðinn höfum við verið að<br />

þróa á undanförnum árum,“ segir<br />

Jón Ágúst.<br />

„Þó að sjálft fyrirtækið hafi verið<br />

stofnað í júní 2002 með þremur<br />

starfsmönnum þá byrjaði ég árið<br />

1996 eða 1997 að skoða þessa aðferðafræði<br />

og þessar leiðir. Þróunin<br />

á þessum hugbúnaði byrjaði í<br />

háskóla í Álaborg, upphaflega í<br />

kringum doktorsverkefni mitt í<br />

verkfræði, og út frá því hefur<br />

þetta á töluvert löngum tíma orðið<br />

fyrirtæki með 24 starfsmönnum.<br />

Þetta ferli hefur tekið um það<br />

bil tíu ár sem er dæmigert fyrir<br />

svona hátæknisprotafyrirtæki. Það<br />

er langur tími í byrjun, þetta er<br />

maraþonhlaup og maður gerir<br />

þetta ekki á stuttum tíma. Stuðningsumhverfið<br />

hefur verið heldur<br />

veikt og það sem við erum að<br />

vinna að í <strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja<br />

er að styrkja stuðningsumhverfið<br />

þannig að við getum<br />

fengið fleiri og öflugri fyrirtæki út<br />

úr þessum nýsköpunarfasa.“<br />

Aukin umhverfisvitund og<br />

hækkun olíuverðs<br />

Með því að lágmarka olíunotkun<br />

skipa geta útgerðarfyrirtæki og<br />

aðrir sem reka skip sparað sér<br />

umtalsverð útgjöld. En hvaða utanaðkomandi<br />

þættir hafa áhrif á<br />

eftirspurn eftir lausnum á þessu<br />

sviði?<br />

„Það sem kannski hefur unnið<br />

mest með okkur er að olíuverð<br />

hefur hækkað mikið á undanförnum<br />

árum og að umhverfismál<br />

eru orðin áhyggjuefni flestra<br />

þjóða og eru þær farnar að leggja<br />

hart að fyrirtækjum að huga að<br />

umhverfinu. Ekki síður hafa fyrirtækin<br />

sjálf tekið ákveðna forystu<br />

í að huga að umhverfismálum,“<br />

segir Jón Ágúst.<br />

„Við erum rétt að stíga okkar<br />

fyrstu skref, erum farin að selja<br />

töluvert vel, en eigum mörg verkefni<br />

framundan. Þau verkefni eru<br />

Morgunblaðið/Sverrir<br />

Nýjungar Nýjustu vöru Marorku verður komið fyrir í varðskipi Landhelgisgæslunnar sem til stendur að smíða, varðskipið Týr er ekki búið slíkri tækni.<br />

Morgunblaðið/ÞÖK<br />

Maren 2 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, undirrita<br />

samning þess efnis að Maren 2 orkustjórnunarkerfi verði komið fyrir í nýju varðskipi Landhelgisgæslunnar.<br />

að stækka fyrirtækið og styrkja<br />

það, greiða upp þróunarkostnað og<br />

svo framvegis. Við tölum um það í<br />

<strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja að til<br />

að útskrifast úr sprotaumhverfinu<br />

séu menn búnir að ná að minnsta<br />

kosti einum milljarði í veltu.<br />

Þannig að það er orðið töluvert<br />

stórt fyrirtæki, sérstaklega á íslenskan<br />

mælikvarða. Við lítum<br />

þannig á að þegar félag hefur náð<br />

þessu marki sé það orðið svo öfl-<br />

.com<br />

Forðastýring<br />

ugt að það geti farið að margfalda<br />

sig í stærð mjög hratt.<br />

Við höfum hjá Marorku sett<br />

okkur markmið um að innan fimm<br />

ára verðum við búin að ná þessu<br />

markmiði að útskrifast og við<br />

vinnum ákveðið að því og teljum<br />

að okkur takist það. Ef okkur<br />

tekst það erum við komin á góðan<br />

skrið.“<br />

Góður og öflugur viðskiptamannahópur<br />

Jón Ágúst segir Marorku ekki<br />

eiga marga keppinauta, fyrirtækið<br />

hafi verið tiltölulega heppið með<br />

að hafa fundið sér hillu þar sem<br />

fyrir voru mjög fáir keppinautar,<br />

ef þá nokkrir. Þrátt fyrir það er<br />

ekki teflt á tvær hættur og Marorka<br />

hefur sótt um einkaleyfi fyrir<br />

fleiri en eina lausna sinna.<br />

„Okkur hefur gengið vel að undanförnu,<br />

enda bæði komin með<br />

fullþróaða vöru og búin að leggja<br />

mikið í sölu- og markaðsmál. Fyrirtækið<br />

er farið að eignast góðan<br />

og öflugan viðskiptamannahóp<br />

sem er lykilatriði fyrir framtíðina.<br />

Við höfum verið að setja lausnir<br />

okkar í mörg skip hér heima og<br />

erlendis, stærstu viðskiptavinir<br />

okkar í dag hér á landi eru Þormóður<br />

rammi, Grandi, Gjögur og<br />

Bergur-Huginn, auk Hafrannsóknastofnunar.<br />

Svo höfum við nýlokið<br />

við að gera samning við<br />

Landhelgisgæsluna en það var<br />

gríðarlega mikill áfangi hjá Marorku.“<br />

Samningurinn felur í sér að nýjustu<br />

vöru Marorku verður komið<br />

fyrir í varðskipi Landhelgisgæslunnar<br />

sem til stendur að smíða.<br />

Stefnan alltaf út fyrir<br />

landsteinana<br />

Aðferðafræðin sem felst í lausnum<br />

Marorku er ekki bundin við<br />

ákveðnar tegundir skipa og getur<br />

átt jafn vel heima í fiskiskipum,<br />

gámaskipum og varðskipum.<br />

Landamæri setja henni þar af<br />

leiðandi væntanlega litlar skorður?<br />

„Þetta er alþjóðlegt, erlendis erum<br />

við með fjöldann allan af góð-<br />

um og öflugum viðskiptavinum<br />

eins og Maersk, Lauritsen, Wilhelmsen<br />

og fleiri útgerðir á Norðurlöndum,<br />

sömuleiðis í Kanada og<br />

í Bandaríkjunum. Stefnan hefur<br />

alltaf verið út á við. Við erum með<br />

í höndunum það sem kallað er í<br />

iðnaðinum „born global“ – fyrirtækið<br />

hefur aldrei verið hugsað<br />

sem fyrirtæki sem vinnur eingöngu<br />

á heimamarkaði, eða nærmarkaði,<br />

heldur er það frá byrjun<br />

hugsað sem alþjóðlegt fyrirtæki.<br />

Við erum að færa okkur út í það<br />

og erum með söluskrifstofur núna<br />

á nærmörkuðum en við ætlum<br />

okkar síðan að koma upp starfsemi<br />

á fjærmörkuðum líka. Við erum<br />

með dótturfyrirtæki á tveimur<br />

stöðum og söluskrifstofur á tveimur<br />

öðrum stöðum. Þar vinna erlendir<br />

starfsmenn sem sjá um<br />

sölu- og markaðsmál auk ákveðinnar<br />

þróunar.“<br />

Markaðs- og söluhæf vara<br />

Nýjasta vara Marorku, sú sem<br />

t.a.m. verður að finna í nýju varðskipi<br />

Landhelgisgæslunnar, ber<br />

heitið Maren 2 og er orðin fullþróuð,<br />

en hvað skyldi felast í því?<br />

„Þegar við tölum um það eigum<br />

við við að hún sé markaðshæf, í<br />

því ástandi sem hún er, og söluhæf.<br />

Svo erum við að þróa viðbætur<br />

og nýjar afurðir sem við<br />

setjum inn á markaðinn eftir því<br />

sem þær koma fullbúnar frá okkur.<br />

Það er ákaflega mikilvægt í<br />

svona ferli hjá sprotafyrirtæki að<br />

segja: „Nú hættum við að þróa<br />

þessa útgáfu, hún verður bara seld<br />

eins og hún er, allar nýjar hugmyndir<br />

koma inn í nýja útgáfu<br />

sem verður svo seld eftir tvö, þrjú<br />

eða fjögur ár.“<br />

Þetta gleymist oft í svona fyrirtækjum,<br />

það þarf að huga að því<br />

að selja þróunina þó maður sé<br />

ekki hundrað prósent ánægður.<br />

Það er alltaf hægt að gera betur<br />

og menn fá hugmyndir, hugmyndir<br />

að leiðum að betrumbótum.<br />

Það þarf þá að tryggja<br />

að þær komi í næstu útgáfu en<br />

ekki þeirri sem verið er að vinna<br />

að.“


TM Software:<br />

Stórt í hýsingu og rekstri upplýsingakerfa<br />

TM Software hefur haslað sér völl á alþjóðavettvangi<br />

og er meðal þeirra<br />

stóru í hýsingu og rekstri upplýsingakerfa<br />

á heimsmarkaðinum. Um<br />

100 manns starfa að þessu hjá fyrirtækinu, sem<br />

raunar hefur fleiri stoðir undir sér.<br />

„Það eru nokkrar stoðir undir rekstri TM<br />

Software og við einbeitum okkur að ákveðnum<br />

kjarnasviðum eins og sjávarútvegi og heilbrigðistengdri<br />

upplýsingatækni auk sérþekkingar á<br />

rekstrarkerfum í samgöngum,“ segir Ágúst<br />

Einarsson, forstjóri TM Software.<br />

Mikil sóknarfæri<br />

TM Software hefur lengi unnið að heilbrigðistengdri<br />

upplýsingatækni á Íslandi en hefur<br />

einnig náð góðri markaðshlutdeild í löndum<br />

eins og Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og<br />

Noregi.<br />

„Það eru mikil sóknarfæri í þessum geira. Við<br />

höfum þróað sjúkraskráningarkerfi og aðrar afurðir<br />

sem hafa gert sjúkrahúsum kleift að lágmarka<br />

að gefin séu röng lyf til sjúklinga og stórbætt<br />

eftirlit með sjúklingunum. Nefna má<br />

rafræna þjónustu til apóteks, þar sem hjúkrunarfræðingar<br />

eða læknar nota handtölvu til<br />

þess að panta lyfin, en þar er þeim síðan pakkað<br />

og þau strikamerkt þannig að strikamerkin eru<br />

hin sömu og á armbandi viðkomandi sjúklings.<br />

Hér er bæði hægt að spara mikla vinnu og auka<br />

öryggið að mun,“ segir Ágúst.<br />

Hann segir að þessar afurðir hafi vakið mikla<br />

athygli í Evrópu og nefnir meðal annars hinn<br />

svokallaða Theriak-hugbúnað, sem þróaður var<br />

hérlendis og hefur leitt til þess að óhöppum hefur<br />

fækkað um helming á sumum sjúkrahúsum,<br />

eins og til dæmis sjúkrahúsinu í Álaborg í Danmörku.<br />

Hjá fyrirtækinu starfa um 450 manns og rekur<br />

það starfsstöðvar í 11 löndum. Viðskiptavinir<br />

TM Software eru yfir 1.800 talsins í yfir 20 löndum<br />

í fjórum heimsálfum og hefur félagið ítrekað<br />

verið heiðrað sem eitt af framsæknustu fyrirtækjum<br />

Evrópu á „Europe’s 500“-listanum.<br />

TM Software hefur margsinnis verið verðlaunað<br />

fyrir þróun hugbúnaðar og upplýsingatækni<br />

og í síðasta mánuði fékk fyrirtækið<br />

Morgunblaðið/Ásdís<br />

Athygli Afurðir TM hafa vakið mikla athygli í Evrópu segir Ágúst Einarsson og nefnir meðal<br />

annars hinn svokallaða Theriak-hugbúnað. Íslenskur viðskiptahugbúnaður er á döfinni.<br />

verðlaun fyrir besta fyrirtækjavef landsins.<br />

„Vefurinn er að taka stakkaskiptum og vefsíðurnar<br />

eru mikilvæg samþáttun í tölvurekstri<br />

fyrirtækja. TM er að nota nýjustu tækni á<br />

þessu sviði og öryggismálin eru tekin mjög alvarlega<br />

í því starfi, enda tökum við að okkur<br />

hýsingu og rekstur og þá verður öryggið að<br />

vera í fyrirrúmi,“ segir Ágúst.<br />

Hann bendir á að mikilvægt sé að kaupandinn<br />

sé í auknum mæli farinn að nota sveigjanleika<br />

og einfaldleika kerfisins á nýjan hátt.<br />

„Þá er skiljanlega stöðugleiki og öryggi brýn<br />

nauðsyn og TM hefur alltaf haft þetta að leiðarljósi.“<br />

Að sögn Ágústs er TM Software með helstu<br />

orkufyrirtæki landsins í þjónustu og hann áætlar<br />

að um 80% orkugeirans hérlendis nýti þjónustu<br />

fyrirtækisins.<br />

„Það hafa orðið miklar breytingar í umhverfi<br />

þessa sviðs <strong>iðnaðarins</strong> og TM hefur tekið virkan<br />

þátt í breytingunum og mótun hins nýja umhverfis,“<br />

segir Ágúst.<br />

Hann segir að TM Software sé að þróa hreinan<br />

íslenskan viðskiptahugbúnað og sé jafnframt<br />

í nánu samstarfi við Microsoft í því þróunarstarfi.<br />

Sjávarútvegur og samgöngur<br />

TM Software hefur lengi annast hýsingu og<br />

rekstur fyrir Icelandair og Eimskip og að auki<br />

þróað hugbúnað fyrir rekstrarkerfi í cargo.<br />

„Þetta kerfi er þróað í Bretlandi, en mörg erlend<br />

fyrirtæki eru í rekstri hjá okkur og má þar<br />

meðal annars nefna Air Portugal, en þar starfa<br />

tæplega 200 manns. Við erum einnig að hefja<br />

rekstur fyrir Lufthansa og stórt spænskt flugfélag<br />

innan skamms.“<br />

Ágúst segir að mikilvægt sé að stækka íslenska<br />

markaðinn, en bilanir í sæsímastrengjum<br />

undanfarið hafi valdið nokkrum<br />

áhyggjum.<br />

„Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur og<br />

opinberir aðilar verða að vera vel á varðbergi í<br />

þessu sambandi,“ segir Ágúst.<br />

Við vinnum um veröld alla<br />

2006 Marel kaupir Scanvaegt í Danmörku<br />

2006 Marel kaupir AEW Thurne og Delford Sortaweigh<br />

2005 Starfsemi í Slóvakíu hefst<br />

2002 Íslensku gæðaverðlaunin<br />

Morgunblaðið |11<br />

TM Software Maritech, sem þróað hefur<br />

hugbúnað fyrir sjávarútveginn um árabil, hefur<br />

líka vakið heimsathygli fyrir lausnir sínar og<br />

þróunarstörf. Til að mynda fékk fyrirtækið<br />

verðlaun sem samstarfsaðili ársins í hugbúnaðarlausnum<br />

hjá Microsoft Business Solutions í<br />

júlí í fyrra, en það var fyrir hinn svokallaði WiseFish-hugbúnaður,<br />

sem þróaður er af Dynamics<br />

NAV. Þessi hugbúnaður er notaður um<br />

allan heim í sjávarútveginum.<br />

Frumkvöðlakraftur<br />

TM Software var stofnað á Íslandi árið 1986<br />

af núverandi stjórnarformanni fyrirtækisins,<br />

Friðriki Sigurðssyni. Í upphafi hét félagið<br />

TölvuMyndir en nafninu var formlega breytt í<br />

TM Software í byrjun árs 2005.<br />

„Frumkvöðulssýn Friðriks Sigurðssonar um<br />

að hlutverk upplýsingatækninnar sé að framkvæma<br />

fjölbreytt og flókin verkefni hefur verið<br />

þýðingarmikil. Frá upphafi hefur þessi sýn og<br />

frumkvöðlakraftur verið starfsfólki TM Software<br />

hvatning og grunnurinn að starfsemi félagsins.<br />

Vöxtur og þróun TM Software hefur haldið<br />

í við hraðskreiðan upplýsingatækniiðnaðinn<br />

sem hefur skilgreint hann og mótað. Félagið er<br />

ekki einungis í fremstu röð í upplýsingatæknigeiranum<br />

á Íslandi heldur styrkist staða<br />

þess sífellt á alþjóðlegum vettvangi, segir á vefsíðu<br />

fyrirtækisins.“<br />

Ágúst segir að þrátt fyrir smæð sína hafi Ísland<br />

verið framarlega á mörgum sviðum við<br />

þróun upplýsingatækninnar. Í landinu sé að<br />

finna hæft starfsfólk og hér nýtist kraftur og<br />

sveigjanleiki smáríkisins. Allt hafi þetta verið<br />

góður grunnur að þróun og forritun hugbúnaðar<br />

og uppbyggingu sérþekkingar sem hafi<br />

gert TM Software kleift að hasla sér völl á alþjóðavettvangi.<br />

„TM Software hefur vaxið hratt á undanförnum<br />

árum, bæði með auknum verkefnum<br />

og með yfirtöku á öðrum fyrirtækjum. Hlutirnir<br />

gerast hratt, bæði hvað varðar hugbúnað fyrir<br />

rekstur og stjórnkerfi og á vefnum. TM Software<br />

hefur verið framarlega þessum sviðum og<br />

mun halda þeirri sókn áfram,“ segir Ágúst.<br />

með nýsköpun að leiðarljósi<br />

1999 Byltingarkennd þverskurðarvél<br />

1997 Staðfesting á gæðastefnu með ISO 9001 gæðavottun<br />

1997 Marel kaupir allt hlutafé Carnitech A/S í Danmörku<br />

1996 Marel haslar sér völl í bandarískum kjötiðnaði<br />

1994 Fyrsta tölvustýrða skurðarvélin<br />

1992 Marel skráð í Kauphöll Íslands<br />

1984<br />

Fyrsta sjóvogin seld


12|Morgunblaðið<br />

ORF líftækni hf.:<br />

Sækir á lyfjaþróunarmarkaðinn<br />

Eftir Kristján Guðlaugsson<br />

kristjang@mbl.is<br />

Orf líftækni hf. er íslenskt<br />

sprotafyrirtæki sem sérhæfir<br />

sig í hagnýtum<br />

lausnum í framleiðslu<br />

sérvirkra prótína með aðstoð Orfeus-kerfisins,<br />

sem fyrirtækið hefur<br />

þróað. ORF leggur áherslu á<br />

framleiðslu svokallaðra vaxtarþátta,<br />

sem eru stór flokkur<br />

prótína úr mannslíkamanum sem<br />

meðal annars nýtast við stofnfrumurannsóknir,<br />

lyfjaþróun og<br />

við framleiðslu lyfja gegn ýmsum<br />

sjúkdómum.<br />

Hið sérstaka hjá ORF er að<br />

sérvirku prótínin eru framleidd í<br />

byggi en ekki bakteríum, hamstrafrumum<br />

eða með öðrum aðferðum<br />

sem notaðar hafa verið áður.<br />

Ár vaxtar og sóknar<br />

Eins og mörg sprotafyrirtæki á<br />

ORF rætur sínar að rekja til háskólaumhverfisins,<br />

en stofnendur<br />

þess, dr. Björn L. Örvar, dr. Júlíus<br />

B. Kristinsson og dr. Einar<br />

Mäntylä, eru allir líffræðingar eða<br />

sameindaerfðafræðingar.<br />

„Í rauninni héldum við Einar<br />

áfram þeim rannsóknarverkefnum<br />

sem við höfðum sinnt í háskólanáminu,<br />

en til að byrja með<br />

héldu Iðntæknistofnun og RALA,<br />

Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins,<br />

utan um verkefnið. Ég vil<br />

undirstrika að þetta verkefni hefði<br />

ekki náð flugi á síðari stigum<br />

nema vegna velvilja og stuðnings<br />

RALA, nú Landbúnaðarháskólans.<br />

Það skipti okkur verulegu máli,“<br />

segir Björn L. Örvar, framkvæmdastjóri<br />

ORF.<br />

Fljótlega varð starfsemi ORF of<br />

<strong>Samtök</strong> líftæknifyrirtækja:<br />

Samstarfið hófst með stefnumótun<br />

í greininni fyrri<br />

hluta árs 2004 og <strong>Samtök</strong><br />

líftæknifyrirtækja voru<br />

stofnuð í maí 2004. Nú eru í samtökunum<br />

9 fyrirtæki sem starfa á ólíkum<br />

sviðum líftækninnar.<br />

Innlent og erlent hugvit<br />

Þessi fyrirtæki eru Bláa lónið<br />

heilsuvörur ehf., KLH ehf., bt.<br />

Hjartavernd, Líf-Hlaup ehf.,<br />

Lyfjaþróun hf., NimbleGen Systems-útibúið<br />

á Íslandi, ORF líftækni<br />

hf., Rannsóknarþjónustan Sýni ehf.,<br />

SagaMedica – Heilsujurtir ehf. og<br />

Prokatin.<br />

„Sum fyrirtækin byggja á innlendu<br />

hugviti sem nýtir náttúruauðlindir<br />

okkar á fjölbreyttan<br />

hátt. Önnur tengjast erlendum fyrirtækjum<br />

sem velja að starfa á Íslandi.<br />

Þetta skapar fjölbreytta flóru<br />

og skapar tækifæri til samvinnu.<br />

Fjölbreytt fyrirtæki gefa kost á<br />

grósku,“ segir Bryndís Skúladóttir<br />

hjá <strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong>.<br />

Bryndís segir að í stefnumótuninni<br />

hafi komið fram áhugi á að<br />

auka samstarf og samskipti fyrirækjanna<br />

og skapa sameiginlegan<br />

vettvang fyrir hagsmunamál<br />

þeirra.<br />

<strong>Samtök</strong>in hafa staðið fyrir fyr-<br />

Morgunblaðið/G.Rúnar<br />

Hátækni Vaxtarþættir, unnir úr<br />

byggi, eru mjög heppilegir til<br />

lyfjaþróunar og framleiðslu lyfja.<br />

umfangsmikil til þess að Iðntæknistofnun<br />

og RALA gætu fjármagnað<br />

hana.<br />

„Við fengum fljótlega fjárfesta<br />

eftir stofnun fyrirtækisins 2001.<br />

Einnig fengum við styrki frá<br />

Rannís og það skipti okkur miklu<br />

máli,“ segir Björn.<br />

Í ár mun ORF sækja á alþjóðlegan<br />

lyfjaþróunar- og rannsóknamarkað<br />

með afurðir sínar,<br />

en undanfarin ár hefur verið unnið<br />

skipulega að því að þróa framleiðslu<br />

á fjölda vaxtarþátta í Orfeus-kerfinu,<br />

sem m.a. byggir á<br />

því að nýta byggfræ til framleiðslunnar.<br />

Björn segist vænta þess að<br />

breiddin í framleiðslunni stóraukist<br />

á þessu ári en öll ræktun tengd<br />

Fjölbreytt flóra<br />

tæknifyrirtækja<br />

irtækjaheimsóknum til félagsmanna,<br />

tekið þátt í ráðstefnuhaldi<br />

og kynningarfundum.<br />

„Í stefnumótuninni kom fram að<br />

mikil trú er á að í líftækni felist<br />

miklir möguleikar fyrir land og<br />

þjóð. Líftæknifyrirtæki eru arðbær<br />

og öflug fyrirtæki á háu tæknistigi.<br />

Þau gefa möguleika á að auka verðmætasköpun<br />

í gegnum betri nýtingu<br />

auðlinda, framleiðslutækni og<br />

nýjar vörur. Vilji var til þess að efla<br />

skilning stjórnvalda á starfsumhverfi<br />

fyrirtækjanna, efla fjárframlög<br />

og þátttöku fjármálastofnana<br />

í greininni, efla alþjóðlegt<br />

samstarf og markaðssetningu,<br />

skapa öflugar rannsóknir og þekkingaruppbyggingu<br />

í líftækni,“ segir<br />

Bryndís.<br />

<strong>Samtök</strong>in eru í samstarfi við<br />

AVS-rannsóknarsjóð en sjóðurinn<br />

hefur lagt áherslu á möguleika líftækni<br />

í fiskeldi og vinnslu sjávarafurða.<br />

Síðastliðið ár hafa kraftar félagsins<br />

farið í verkefni sem er unnið<br />

með styrk frá AVS-rannsóknarsjóði.<br />

Gróska í háskólakerfinu<br />

„Það er unnið með bandarískum<br />

sérfræðingum, Steve Dillingham og<br />

Rune Nilssen, og Einari Þór Bjarnasyni<br />

hjá Intellecta, sem skoðuðu<br />

Morgunblaðið/Jim Smart<br />

Bygg Kornrækt færist í vöxt á Íslandi en byggið sem ORF notar er ekki venjulegt nytjabygg, heldur sérstaklega<br />

hentugt til framleiðslu sérvirra prótína. Öll framleiðsla ORF fer fram í gróðurhúsum við örugg skilyrði.<br />

Morgunblaðið/G.Rúnar<br />

Sókn Björn Lárus Örvar segist vænta þess að breiddin í framleiðslunni<br />

stóraukist á þessu ári. Öll ræktun byggs fer fram í öruggu umhverfi.<br />

Morgunblaðið/Ásdís<br />

Sprotar Fjölbreytt fyrirtæki innan líftækni<strong>iðnaðarins</strong> gefa kost á mikilli<br />

grósku, segir Bryndís Skúladóttir hjá <strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong>.<br />

stöðu og möguleika greinarinnar<br />

hér. Lagt var upp með spurninguna<br />

„af hverju hefur ekki þróast öflugri<br />

líftækniiðnaður á Íslandi en raun<br />

ber vitni?“ Það eru hér nokkur lofandi<br />

fyrirtæki en við teljum að<br />

gróskan gæti verið svo miklu meiri<br />

í þessari grein,“ segir Bryndís.<br />

Niðurstaða þeirra sem gerðu<br />

verkefnið er að Ísland hefur mikil<br />

tækifæri til að byggja upp öflugan<br />

líftækniklasa.<br />

„Hér er margt til staðar sem<br />

þarf, ekki síst náttúruauðlindir, vel<br />

þessu mun fara fram í gróðurhúsum.<br />

„Við höfum þegar skapað okkur<br />

nafn, en þegar verkefnið tók að<br />

stækka þurftum við að auka hlutaféð<br />

og það hefur gengið vel. Við<br />

höfum fengið stóra og áhugasama<br />

fjárfesta sem standa við bakið á<br />

okkur og gera okkur kleift að<br />

hefja sókn á alþjóðlegan rannsókna-<br />

og lyfjaþróunarmarkað.“<br />

Nýsköpun<br />

ORF er að breytast úr<br />

tækniþróunarfyrirtæki í fyrirtæki<br />

sem setur markaðssókn og markaðssetningu<br />

á oddinn.<br />

„Annars vegar munum við<br />

reyna fyrir okkur á evrópska<br />

markaðinum og hins vegar á<br />

bandaríska markaðinum. Við<br />

vinnum náið með markaðsfyrirtæki<br />

í Bandaríkjunum og<br />

vinnum að sömu málum í Evrópu,“<br />

segir Björn.<br />

Leyndardómurinn á bak við<br />

hagnýta framleiðslu sem á rætur<br />

að rekja til vísindalegra verkefna<br />

er að miklu leyti fjármagn og rétt<br />

markaðssetning. Það er ekki nóg<br />

að fá góða hugmynd, hana verður<br />

líka að nýta og það verður að ger-<br />

menntað fólk og gróska í háskólaumhverfi,<br />

og öflug og lofandi fyrirtæki<br />

á þessu sviði, en það styrkir<br />

klasauppbyggingu. Auk þess er<br />

margt vel gert í stuðnings- og<br />

styrkjaumhverfi fyrirtækja,“ segir<br />

Bryndís.<br />

Hún segir að í verkefninu hafi<br />

verið skoðað hvað aðrar þjóðir hafa<br />

gert til að byggja upp líftækniklasa<br />

en slíkt gerist sjaldnast af sjálfu<br />

sér. Þar sem best hafi tekist til hafi<br />

verið tekin ákvörðun á hæstu stigum<br />

um að byggja upp þessa grein.<br />

Því hafi svo verið fylgt eftir en fjármagn<br />

eitt og sér sé samt ekki nægilegt.<br />

Ráðgjöf og þjónusta mikilvæg<br />

„Það er alveg jafnmikilvægt að<br />

byggja upp stuðningsumhverfi, gott<br />

aðgengi sprotafyrirtækja að ráðgjöf<br />

og þjónustu um rekstur og<br />

markaðsmál, einkaleyfi og fleira.<br />

Einnig er mikilvægt að efla samskipti<br />

háskóla og atvinnulífs,“ segir<br />

Bryndís.<br />

Hún segir að þeir Dillingham,<br />

Nilssen og Einar Þór hafi bent á<br />

ýmsar leiðir til að bæta þetta hér.<br />

„Þeir fjalla einnig um mikilvægi<br />

þess að tengja háskóla og atvinnulíf<br />

betur saman. Bandaríkjamenn hafa<br />

náð mjög góðum árangri í að ná<br />

hugmyndum út úr háskólum og<br />

gera þær að viðskiptahugmyndum.<br />

Þar í landi verða fjölmörg fyrirtæki<br />

til í háskólum og stjórnvöld vinna<br />

markvisst að því að ýta undir þessi<br />

tengsl. Fjölmörg prógrömm eru í<br />

gangi sem miða að því að draga<br />

hugmyndir út úr háskólum og út í<br />

atvinnulífið. Bandaríkjamenn,<br />

stjórnvöld, fjárfestar og fleiri<br />

styðja þetta því fólk gerir sér grein<br />

fyrir að sprotarnir eru stórfyrirtæki<br />

framtíðarinnar. Og það hef-


ast fljótt því samkeppnin er mikil.<br />

„Það er mikilvægt að halda vel<br />

utan um hugverkaréttinn og eins<br />

er mikilvægt að menn láti reyna á<br />

hugmyndina strax, annars er<br />

hætta á að hún verði tekin frá<br />

þeim. Í þessum geira verða allir<br />

að vera á tánum, nýsköpun og<br />

þróun hugmynda getur ekki orðið<br />

að hagnýtri framleiðslu nema<br />

menn prófi þær.“<br />

Hættulaust umhverfinu<br />

ORF hyggur einnig á útiræktun.<br />

Tilraunir ORF, í samstarfi við<br />

Landbúnaðarháskólann, hafa sýnt<br />

að framleiðsla erfðafræðilega endurbætts<br />

byggs er afmörkuð í lífrænu<br />

umhverfi sínu. Í því felst<br />

einfaldlega að erfðabreyttar byggplöntur<br />

blandast ekki öðrum<br />

byggplöntum eða lífverum.<br />

„Við höfum gert tilraunir með<br />

þetta í Gunnarsholti í 3 sumur en<br />

engin dreifing eða víxlfrjóvgun<br />

hefur fundist milli erfðafræðilega<br />

breytts byggs og annars byggs,<br />

sem þó var sáð mjög nálægt okkar<br />

plöntum. Byggið hefur nokkra<br />

sérstöðu að þessu leyti. Eins lifir<br />

það ekki utan ræktunarsvæða, í<br />

villtri náttúru,“ segir Björn.<br />

Framleiðslan á hinu sérvirka<br />

próteini fer þannig fram að svokölluð<br />

genaferja, sem ORF smíðar,<br />

er notuð til að flytja hinn nýja<br />

eiginleika, genið fyrir vaxtarþáttinn,<br />

yfir í frumuklasa úr byggkorni.<br />

Frumurnar eru síðan ræktaðar<br />

eftir flóknu vaxtarferli á<br />

rannsóknarstofu fyrirtækisins á<br />

Keldnaholti í nýtt afbrigði sem<br />

síðan er ræktað í gróðurhúsi þess.<br />

Eftir þá ræktun eru lífefnamælingar<br />

notaðar til að velja úr þær<br />

plöntur sem hæfa best til framleiðslu<br />

á hverjum vaxtarþætti fyrir<br />

sig, en vaxtarþátturinn safnast<br />

fyrir í fræjum byggsins sem eru<br />

möluð fyrir fínhreinsun hans.<br />

Afurðirnar sem fást úr bygginu<br />

eru kallaðar biorisk-free, en það<br />

hugtak mun ekki eiga sér neina<br />

samþykkta íslenska þýðingu.<br />

Byggið er svokölluð G.R.A.S.lífvera<br />

(generally recognized as<br />

safe) en fræ þess eru hættulaus<br />

með öllu og prótínsamsetningin<br />

einföld. „Þetta gerir vaxtarþætti,<br />

unna úr byggi, mjög heppilega til<br />

lyfjaþróunar og framleiðslu lyfja.<br />

Auk þess er aðferðin ódýrari og<br />

öruggari en ef bakteríur, hamstrafrumur<br />

eða blóðvökvi úr dýrum er<br />

notaður til framleiðslunnar,“ segir<br />

Björn.<br />

ur trú á að líftækni sé eitt af lykilsviðum<br />

framtíðarinnar,“ segir<br />

Bryndís.<br />

Hún segir að þeir reki sig einnig<br />

á skort á vísindagörðum eða aðstöðu<br />

fyrir frumkvöðla til að koma<br />

sér af stað og fá þjónustu og aðgang<br />

að rannsóknartækjum og annarri<br />

aðstöðu. Æskilegt sé að slíkt sé í<br />

tengslum við háskóla og rannsóknarstofnanir.<br />

„Velgengni í viðskiptum veltur á<br />

að til staðar sé vara eða tækni sem<br />

stenst samkeppni, raunveruleg<br />

markaðstækifæri og nauðsynleg aðföng,<br />

þar með talið fjármagn og<br />

hæft fólk, bæði stjórnendur og aðrir<br />

starfsmenn.<br />

Það er viðamikið verkefni fyrir<br />

frumkvöðul að þróa árangursríka<br />

markaðs- og viðskiptaáætlun, koma<br />

henni í framkvæmd og stjórna<br />

henni,“ segir Bryndís.<br />

Hún segir að varðandi fjármögnun<br />

greinist í verkefninu<br />

nokkrar gloppur í fjármögnunarumhverfi<br />

fyrirtækja.<br />

„Fyrst má nefna verulegan skort<br />

á aðgengilegu fjármagni og aðstoð<br />

við þá sem eru að sannreyna hugmyndir,<br />

eru að taka fyrstu skrefin<br />

og þurfa að meta hvort þeir séu<br />

með hugmynd eða tækni sem er<br />

nægilega burðug til að hægt sé að<br />

byggja á henni. En það skortir líka<br />

á aðgengi lofandi líftæknifyrirtækja<br />

að fjárfestum sem einbeita<br />

sér að lengra komnum fyrirtækjum.<br />

Líftæknifyrirtæki byggja oft á sérhæfðri<br />

tækni og þurfa langan tíma í<br />

þróunarvinnu. Það skortir annars<br />

vegar þolinmæði og hins vegar<br />

þekkingu innan fjármálageirans á<br />

eðli þessara fyrirtækja,“ segir<br />

Bryndís. Hún bendir einnig á aðrar<br />

leiðir eins og t.d. endurgreiðslu<br />

rannsóknar- og þróunarkostnaðar.<br />

Fréttir í<br />

tölvupósti<br />

www.openhand.is<br />

Morgunblaðið |13<br />

GLEYMDIR ÞÚ FUNDINUM?<br />

Tapar ekki upplýsingum ef síminn týnist<br />

Tölvupósturinn berst einnig í símann<br />

Tvíbókanir og sein svör úr sögunni<br />

Gleymir ekki fundum með viðskiptavinum<br />

OpenHand virkar á „snjallsímum“<br />

allra helstu framleiðenda.<br />

Með OpenHand ertu með símann beintengdan við tölvupóstinn,<br />

dagbókina og tengiliðina. Einnig hefur þú fullan<br />

aðgang að öllum möppum og skjölum, líkt og þú sætir við<br />

skrifborðið þitt.<br />

Allar breytingar sem gerðar eru sjást jafnóðum bæði í<br />

símanum og tölvunni.<br />

Þú getur skoðað og uppfært tengiliði og dagatalið hvar og<br />

hvenær sem er. Þú ert alltaf með nýjustu upplýsingar við<br />

höndina, skipuleggur þig betur og kemur meiru í verk.<br />

Kynntu þér OpenHand nánar á openhand.is.


14|Morgunblaðið<br />

SUT:<br />

Markvisst átak upplýsingafyrirtækja<br />

Innan Samtaka <strong>iðnaðarins</strong><br />

starfar starfsgreinahópur í<br />

upplýsingatækni, <strong>Samtök</strong><br />

upplýsingatæknifyrirtækja<br />

(SUT). Forveri samtakanna er <strong>Samtök</strong><br />

íslenskra hugbúnaðarframleiðanda<br />

sem stofnuð voru á níunda áratugnum,<br />

en Friðrik Sigurðsson<br />

kenndur við Tölvumyndir var frumkvöðull<br />

að stofnun þeirra og formaður<br />

til fjölda ára.<br />

40 aðilar að SUT<br />

„Árið 1998 ákváðum við hjá <strong>Samtök</strong>um<br />

<strong>iðnaðarins</strong> að gera markvisst<br />

átak í því að fá upplýsingatæknifyrirtæki<br />

til að gerast aðilar að samtökunum<br />

en á þeim tíma voru einungis<br />

nokkur hugbúnaðarfyrirtæki með<br />

félagsaðild að <strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong>.<br />

Boðað var til stefnumótunarfunda<br />

þar sem framtíðarsýn<br />

greinarinnar var mótuð og áhrifaþættir<br />

og verkefni skilgreind sem<br />

talið var að gætu stuðlað að því að<br />

sú framtíð yrði að veruleika,“ segir<br />

Guðmundur Ásmundsson, verkefnisstjóri<br />

hjá <strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong> og<br />

tengiliður SUT. Í kjölfarið tóku fyrirtækin<br />

þá ákvörðun að koma inn í<br />

samtökin sem hópur og fljótlega<br />

voru formlega stofnuð samtök þessara<br />

fyrirækja sem hlutu nafnið <strong>Samtök</strong><br />

upplýsingatæknifyrirtækja.<br />

Ástæða þótti til þess að víkka starfssviðið<br />

sem endurspeglast í nafnbreytingu<br />

samtakanna.<br />

Nú eru um 40 upplýsingatæknifyrirtæki<br />

aðilar að SUT og þar með<br />

<strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong> sem sér um<br />

alla starfsemi samtakanna. Stjórn<br />

SUT fundar reglulega og skilgreinir<br />

þau verkefni sem unnið er að. Frá<br />

upphafi hafa þrír formenn verið í<br />

forsvari, þeir Ingvar Kristinsson,<br />

Landsteinum Streng, Guðmar Guðmundsson,<br />

TM Software og núverandi<br />

formaður er Eggert Claessen,<br />

Hugviti.<br />

Útrás og útflutningur<br />

eykst ár frá ári<br />

Guðmundur segir að mikill uppgangur<br />

hafi verið í upplýsingatæknigreinum<br />

í kringum aldamótin,<br />

Prokaria:<br />

Kristján Guðlaugsson<br />

kristjang@mbl.is<br />

Prokaria er líftæknifyrirtæki í einkaeign,<br />

sem stofnað var 1998 og eru höfuðstöðvar<br />

þess í Reykjavík. Prokaria er leiðandi í einangrun<br />

DNA úr erfiðum sýnum, uppgötvunum<br />

og skimun náttúrulegrar fjölbreytni í<br />

jaðarumhverfum, sem byggja á innra samhengi.<br />

Erfðasýni úr hverum<br />

Prokaria ræður yfir stórum erfðabönkum<br />

undir eigin nafni, sem teknir eru úr fjölmörgum<br />

samtengdum erfðamengjum hita-<br />

Morgunblaðið/Ásdís<br />

Vöxtur Guðmundur Ásmundsson segir að útflutningur hugbúnaðarfyrirtækjanna nemi fjórum milljörðum.<br />

mikið fjármagn var veitt í misgóð<br />

verkefni og mörg ný fyrirtæki urðu<br />

til. Eins og flestir þekkja fylgdi<br />

ákveðið hrun og samdráttur í kjölfarið<br />

í hugbúnaðargeiranum árin<br />

2001 og 2002 en frá þeim tíma hefur<br />

mikil gerjun átt sér stað í greininni,<br />

og samþjöppun verið mikil. Tekið<br />

hefur verið á gæðamálum og innri<br />

ferlum hjá fyrirtækjunum og allt<br />

gert til að straumlínulaga reksturinn<br />

og gera hann stöðugri og arðbærari.<br />

„Nú eru allmörg fyrirtæki í þessum<br />

geira sem eru mjög vel rekin og<br />

standa ágætlega og, eru með góða<br />

vöru sem hefur átt fullt erindi á erlendan<br />

markað eins og dæmin<br />

sanna,“ segir Guðmundur og telur<br />

að 30–40 fyrirtæki séu drifkrafturinn<br />

í upplýsingatæknigeiranum<br />

hér á landi.<br />

kærra gerla og gerilæta og einnig úr svokölluðu<br />

„metagenómu“-DNA, allt sótt í<br />

hveri og auðguð umhverfi.<br />

Prokaria uppgötvar, þróar og framleiðir<br />

iðnaðarlífhvata, með sérfræðiþekkingu sinni<br />

og rannsóknaraðstöðu, sem notaðir eru í<br />

ýmsum tilgangi.<br />

Fyrirtækið hefur sérlega færni á sviði<br />

vatnsrofs og aðlögun fjölsykra og fásykra.<br />

Alþjóðlegir viðskiptavinir<br />

Prokaria starfar með stórum alþjóðlegum<br />

fyrirtækjum á grundvelli sérhæfðrar tækni<br />

sinnar á sviði umhverfiserfðamengis, og<br />

þróunar nýrra iðnaðarlífhvata fyrir matvæli,<br />

Útrás og útflutningur í greininni<br />

hefur aukist jafnt og þétt. Árið 1990<br />

mældist vart útflutningur í greininni<br />

en Guðmundur segir að útflutningur<br />

hugbúnaðarfyrirtækjanna nemi nú<br />

rúmlega fjórum milljörðum króna.<br />

Metnaðarfullar tillögur um<br />

framtíð greinarinnar<br />

Árið 2005 gerði stjórn SUT<br />

stjórnvöldum mjög metnaðarfullt<br />

tilboð sem hlaut nafnið Þriðja stoðin.<br />

Í tilboðinu fólst að upplýsingatækni<br />

yrði meginstoð í verðmætasköpun<br />

og gjaldeyristekjum<br />

árið 2010. Tilboðið gerir ráð fyrir að<br />

tífalda gjaldeyristekjur af upplýsingatækni<br />

úr 4 milljörðum í 40 milljarða.<br />

Fjölga þarf störfum til muna<br />

eða um 3.000 störf, þar af um allt að<br />

2.000 ný störf. Markmiðið var að<br />

auka sölu staðlaðra hugbún-<br />

aðarlausna sem íslensk fyrirtæki<br />

hafa þróað og munu þróa í framtíðinni<br />

og stórauka hýsingu upplýsingakerfa<br />

fyrir erlenda aðila hér á<br />

landi.<br />

Forsenda þess að markmiðin náist<br />

er að íslensk stjórnvöld hrindi í<br />

framkvæmd skilgreindum verkefnum<br />

sem snúa að skattamálum,<br />

útflutningi, stefnumörkun og samstarfi.<br />

Samkvæmt tilboðinu er áætlað<br />

að jákvætt fjárflæði fyrir ríkið<br />

nemi um 3 milljörðum kr. Nettó<br />

skatttekjur eru áætlaðar um 5 milljarðar<br />

kr. og fjárfesting er áætluð<br />

um 2 milljarðar kr.<br />

„Þetta hefur verið okkar aðaláherslumál<br />

síðan þá, þótt lítið hafi<br />

þokast í þessum efnum,“ segir Guðmundur.<br />

Viðbrögð stjórnvalda hafi í<br />

fyrstu verið jákvæð, Valgerður<br />

Sverrisdóttir, sem þá var iðn-<br />

Morgunblaðið/ÞÖK<br />

Sérhæfing Prokaria ræður yfir stórum erfðabönkum undir eigin nafni, sem teknir eru úr fjölmörgum samtengdum erfaðamengdum hitakærra gerla og gerilæta.<br />

Leiðandi í einangrun DNA<br />

fóður og efni.<br />

Prokaria býður þjónustu í DNA-greiningu<br />

fyrir viðskiptavini hérlendis sem erlendis,<br />

sem lúta að fiski, dýrum og umhverfi.<br />

Þjónustan felur meðal annars í sér sporun<br />

foreldris, upphafs og tegundar fiskjar og<br />

annarra dýra til eldis og örverugreiningu<br />

frá sýnum teknum úr umhverfinu.<br />

Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru<br />

heimsleiðandi fyrirtæki eins og Nestlé, Novozymes,<br />

Poquette og Wacker Chemie.<br />

12 manns starfa hjá Prokaria.<br />

Rannsónir og nýsköpun<br />

Prokaria er dótturfyrirtæki í eigu MATÍS<br />

aðarráðherra, hafi lagt tilboðið fyrir<br />

ríkisstjórn sem samþykkt hafi að<br />

beina verkefnum Þriðju stoðarinnar<br />

til þeirra fagráðuneyta sem hafa<br />

með málið að gera.<br />

„Síðan þá hefur lítið verið að gerast<br />

og allmikil óánægja hefur ríkt í<br />

okkar röðum með hvað það virðist<br />

óskaplega erfitt að þoka þessu máli<br />

áfram. Núverandi stjórn SUT vill þó<br />

gera úrslitatilraun á þessum vetri til<br />

að hugmyndafræði Þriðju stoðarinnar<br />

verði að veruleika.“<br />

Vantar skýra framtíðarsýn<br />

Spurður um hvernig stjórnvöld<br />

geti komið til móts við upplýsingatæknifyrirtæki<br />

í auknum mæli segir<br />

Guðmundur að í tilboði um Þriðju<br />

stoðina hafi verið dregin saman þau<br />

verkefni sem SUT telji brýnust fyrir<br />

greinina en einnig liggi fyrir tillögur<br />

Samtaka <strong>iðnaðarins</strong> um hvernig efla<br />

megi hátækniiðnað á Íslandi og<br />

SUT taki heilshugar undir þær.<br />

Fyrir það fyrsta verði stjórnvöld og<br />

hagsmunaaðilar í sameiningu að<br />

móta heildstæða framtíðarsýn fyrir<br />

upplýsinga- og hátækniiðnað en<br />

Guðmundur telur enga skýra framtíðarsýn<br />

liggja fyrir hjá stjórnvöldum<br />

að því er þetta varðar. Til að<br />

nefna eitthvert eitt verkefni, sem<br />

tekið er fyrir í Þriðju stoðinni, megi<br />

nefna svokallað vaskmál sem hefur<br />

lengi verði í umræðunni og sé mikilvægt<br />

hagsmunamál upplýsingatæknifyrirtækja.<br />

„Lög um virðisaukaskatt kveða á<br />

um að opinberir aðilar og fjármálafyrirtæki<br />

greiði ekki virðisaukaskatt<br />

af starfsemi sinni og geti ekki fengið<br />

vaskinn endurgreiddan af þjónustu<br />

sem þeir kaupa af einkaaðilum t.d.<br />

af hýsingu upplýsingakerfa. Þetta<br />

hefur leitt til þess að stofnanir og<br />

fyrirtæki hafa komið upp sínum eigin<br />

upplýsingatæknideildum sem<br />

annast þessi verkefni sem undir<br />

venjulegum kringumstæðum yrðu<br />

falin upplýsingatæknifyrirtækjum. Í<br />

sjálfu sér vantar ekki tillögur frá<br />

okkur en mikið vantar á aðgerðir og<br />

mótleik frá hinu opinbera,“ segir<br />

Guðmundur að lokum.<br />

Morgunblaðið/Brynjar Gauti<br />

ohf. sem er einkarekið matvælarannsóknafyrirtæki,<br />

sem ekki er rekið í hagnaðarskyni<br />

og er að fullu í eigu íslenska ríkisins.<br />

Markmið fyrirtækisins er að standa að<br />

rannsóknum og nýsköpun á sviðum eins og<br />

matvælaöryggi,<br />

lýðheilsu og matvælaframleiðslu.<br />

90 starfsmenn starfa hjá MATÍS, að<br />

starfsmönnum Prokaria meðtöldum, og<br />

flestir þeirra eru með háskólagráðu.<br />

Aðalskrifstofan er í Reykjavík, en einnig<br />

fer fram starfsemi á Ísafirði, Sauðárkróki,<br />

Akureyri, Neskaupstað, Höfn og í Vestmannaeyjum.


Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins:<br />

Virkt afl í þróun atvinnulífsins<br />

Nýsköpunarsjóður tók til<br />

starfa 1. janúar 1998 en<br />

samþykkt voru lög um<br />

stofnun hans frá Alþingi<br />

árið 1997.<br />

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins<br />

er að vera áhættufjárfestir<br />

sem tekur virkan þátt í<br />

þróun og vexti atvinnulífsins með<br />

því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar-<br />

og sprotafyrirtækjum.<br />

Nýsköpunargildi og arðsemi<br />

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins<br />

hefur að leiðarljósi að fjárfesta í<br />

fyrirtækjum þar sem vænta má<br />

mikils virðisauka og arðsemi af<br />

starfseminni og góðrar ávöxtunar<br />

fyrir Nýsköpunarsjóð. Hagnaði Nýsköpunarsjóðs<br />

atvinnulífsins verður<br />

varið til uppbyggingar sjóðsins,<br />

frekari fjárfestinga í vænlegum nýsköpunar-<br />

og sprotafyrirtækjum og<br />

rannsókna á starfsumhverfi þeirra.<br />

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins<br />

gegnir hlutverki sínu með því að<br />

fjárfesta þar sem saman fara nýsköpunargildi,<br />

líkur á arðbærri<br />

starfsemi og skortur á nauðsynlegu<br />

áhættufé.<br />

Sveigjanleiki en<br />

ekki sérhæfing<br />

Sjóðurinn vill vera sveigjanlegur<br />

í fjárfestingum og einbeita sér að<br />

verkefnum þar sem áhættufjármagn<br />

skortir. Hann vill leggja<br />

áherslu á fjárfestingar þar sem líkur<br />

eru á miklum vexti og útrás en<br />

sérhæfa sig ekki í einstökum greinum,<br />

hann vill gera sambærilegar<br />

kröfur til ávöxtunar fjármuna og<br />

aðrir áhættufjárfestar og taka þátt<br />

í stjórnun þeirra fyrirtækja sem<br />

fjárfest er í.<br />

Þá vill sjóðurinn auka framboð<br />

áhættufjár með því að eiga frumkvæði<br />

að stofnun sjóðasjóða ásamt<br />

öðrum áhættufjárfestum, einnig<br />

rækta tengsl við uppsprettur vænlegra<br />

viðskiptahugmynda svo og við<br />

fjárfesta sem eru líklegir til þess að<br />

koma að álitlegum nýsköpunarfyrirtækjum.<br />

Markmið sjóðsins er að vinna<br />

stöðugt að því að starfshættir<br />

sjóðsins beri vott um þá fagmennsku<br />

sem þarf til að skapa<br />

traust og tiltrú hjá samstarfsaðilum,<br />

eigendum og viðskiptavinum<br />

Framtíðarsýn<br />

Íslensk nýsköpunar- og sprotafyrirtæki<br />

hafi aðgang að virkum<br />

markaði áhættufjár frá viðskiptahugmynd<br />

til vaxtar.<br />

Með virkum markaði áhættufjár<br />

er átt við að jafnvægi sé á milli arðvænlegra<br />

verkefna og framboðs<br />

fjármagns sem þarf til þess að<br />

hrinda þeim í framkvæmd, gott<br />

samband og samvinna sé á milli<br />

þeirra sem koma að nýsköpunarog<br />

sprotafyrirtækjum frá viðskiptahugmynd<br />

og á öllum stigum fjármögnunar.<br />

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins<br />

á að vera öflugur áhættufjárfestir<br />

sem gegnir lykilhlutverki á skilvirkum<br />

markaði áhættufjár fyrir nýsköpunar-<br />

og sprotafyrirtæki.<br />

Með öflugum áhættufjárfesti er<br />

átt við að stjórnun, starfshættir, aðbúnaður,<br />

hæfni, ábyrgð og kjör séu<br />

sambærileg við það sem tíðkast hjá<br />

öðrum áhættufjárfestum á markaði.<br />

Í lykilhlutverki Nýsköpunarsjóðs<br />

atvinnulífsins felst að hafa<br />

frumkvæði að því að laða fjár-<br />

Nýsköpun Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins<br />

á að vera öflugur áhættufjárfestir,<br />

segir Finnbogi Jónsson.<br />

magn að áhættufjárfestingum og til<br />

kaupa á eignarhlutum Nýsköpunarsjóðs<br />

í fyrirtækjum sem sjóðurinn<br />

hefur fjárfest í.<br />

Sjóðurinn vill eiga gott samstarf<br />

við innlenda og erlenda áhættufjárfesta<br />

í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.<br />

Hann stefnir að því að Nýsköpunarsjóður<br />

sé traustur og eftirsóttur<br />

til samstarfs við fjár-<br />

mögnun íslenskra nýsköpunar- og<br />

sprotafyrirtækja og hann vill taka<br />

þátt í sjóðasjóðum til eflingar á<br />

áhættufjárfestingum í vænlegum<br />

nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum<br />

jafnt innanlands sem utan.<br />

Fjárfestingar sjóðsins<br />

Í dag á sjóðurinn hluti í rúmlega<br />

40 fyrirtækjum meðal þeirra eru<br />

Alur-álvinnsla ehf., sem endurvinnur<br />

álgjall, sem fellur til við álvinnslu.<br />

Enex ehf. sem er fyrirtæki á<br />

sviði orkuiðnaðar á alþjóðavísu.<br />

Genís ehf. sem er fyrirtæki sem<br />

stundar rannsóknir og þróun á lífvirkum<br />

efnum unnum úr kítíni.<br />

Hafmynd ehf. sem. vinnur að<br />

þróun, markaðssetningu og sölu á<br />

sjálfstýrðum smákafbát ætluðum til<br />

ýmiskonar mælinga, myndatöku,<br />

rannsókna og öryggiseftirlits í sjó<br />

og vötnum.<br />

Sjóðurinn á líka hluti í IntelScan<br />

örbylgjutækni ehf. sem vinnur að<br />

markaðssetningu á tæki sem starfsmenn<br />

félagsins hafa þróað. Tækið<br />

mælir rakainnihald í ýmsum efnum<br />

af mikilli nákvæmni og á örskotsstund.<br />

Einnig hluti í Íshestum ehf. sem<br />

skipuleggur lengri og skemmri<br />

hestaferðir fyrir innlenda og erlenda<br />

ferðamenn.<br />

Kine ehf. sem hefur þróað vél- og<br />

hugbúnað, sem tekur upp vöðvarit<br />

þráðlaust af yfirborði húðar og<br />

sendir til tölvu til úrvinnslu.<br />

Einnig í Latabæ ehf. sem sérhæfir<br />

sig í fræðslu- og afþreyingarefni<br />

fyrir börn,<br />

Lífeind ehf. sem hefur þróað einfalda<br />

og fljótvirka leið til að skilgreina<br />

DNA-uppbygging erfða-<br />

Morgunblaðið |15<br />

gena og finna þau gölluðu.<br />

Þá á sjóðurinn hluti í Marorku<br />

ehf. sem er hátæknifyrirtæki á sviði<br />

orkustjórnunar og orkusparnaðar í<br />

sjávarútvegi og flutningum.<br />

Menn og mýs ehf. er annað fyrirtæki<br />

sem sjóðurinn á hluti í, en<br />

það sérhæfir sig í þróun og sölu<br />

hugbúnaðarlausna fyrir stjórnun á<br />

DNS (Domain Name System),<br />

DHCP (Dynamic Host Configuration<br />

Protocal) og IP talna<br />

(IPAM) fyrir Microsoft netumhverfi<br />

sem og Unix/BIND umhverfi.<br />

Sjóðurinn á hluti í Nikita ehf.<br />

sem hannar, markaðssetur og selur<br />

fatnað á stelpur um allan heim,<br />

Norrænum myndum ehf. sem er<br />

einn stærsti ljósmyndabanki og<br />

dreifingaraðili ljósmynda á Norðurlöndum,<br />

Primex hf. sem vinnur kítín og<br />

kítósan úr rækjuskel til fjölbreyttra<br />

nota og<br />

Sjávarleðri ehf. sem framleiðir og<br />

selur leður sem unnið úr roði til<br />

ýmissa landa.<br />

Sjóðurinn á einnig hluti í<br />

Stjörnu-Odda ehf. sem er hátæknifyrirtæki<br />

sem sérhæfir sig í þróun<br />

og framleiðslu á rafeinda-mælitækjum<br />

m.a. til fiski- og hafrannsókna,<br />

VistOrku hf. sem er eignarhaldsfélag<br />

um hlut íslenskra fyrirtækja í<br />

Íslenskri NýOrku ehf. sem hefur<br />

umsjón með mörgum verkefnum<br />

sem lúta að notkun vetnis sem<br />

orkubera eða eldsneytis í farartækjum.<br />

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins<br />

er til húsa í Borgartúni 35, Reykjavík<br />

í Húsi atvinnulífsins.<br />

Framkvæmdastjóri sjóðsins er<br />

Finnbogi Jónsson.


16|Morgunblaðið<br />

Marel hf:<br />

Í fremstu röð á sviði hönnunar og<br />

framleiðslu tölvustýrðra vinnsluvéla<br />

Eftir Jóhann M. Jóhannsson<br />

Marel gerir matvælaframleiðendum<br />

kleift að auka framleiðslu<br />

sína ásamt því<br />

að bæta nýtingu, afköst og afkomu<br />

fyrirtækjanna með því að nýta sér<br />

það nýjasta í rafeindaverkfræði,<br />

hugbúnaðargerð og röntgengeislatækni.<br />

Með því að sameina framúrskarandi<br />

vöruþróun við öflugt sölunet<br />

hefur Marel tekist að verða eitt<br />

fremsta fyrirtæki í heiminum í<br />

hönnun og framleiðslu tölvustýrðra<br />

vinnsluvéla og heildarlausna<br />

fyrir sjávarútveg og kjötog<br />

alifuglavinnslu.<br />

Marel á rætur sínar að rekja til<br />

Háskóla Íslands, en starfsemin<br />

teygir nú anga sína til um 40<br />

landa í fimm heimsálfum og fyrirtækið<br />

veltir um 270 milljónum<br />

evra á ársgrundvelli.<br />

Starfsmenn eru í dag um 2.200<br />

talsins en Marel hefur ætíð lagt<br />

áherslu á að hafa á að skipa besta<br />

starfsfólkinu á sínu sviði.<br />

Einvalalið háskólamenntaðra<br />

sérfræðinga og fjölmenntaðra iðnog<br />

tæknimanna vinnur hjá fyrirtækinu<br />

sem hefur höfuðstöðvar í<br />

Garðabæ. Þangað flutti Marel<br />

sumarið 2002 í húsnæði sem var<br />

byggt með þarfir framsækins fyrirtækis<br />

í huga.<br />

Nákvæmni og<br />

áreiðanleiki<br />

Marel framleiðir mikið úrval<br />

voga. Allt frá almennum vigtunarog<br />

pökkunareiningum yfir í mjög<br />

þróaðar og sjálfvirkar vigtunarlausnir<br />

eins og flæðivogir, öflugar<br />

vogareiningar, tölvustýrð<br />

skömmtunarkerfi og trogvogir.<br />

Sjálfvirku flokkararnir frá Marel<br />

eru afkastamiklir og fást í<br />

mörgum útfærslum. Þeir eru nákvæmir<br />

og áreiðanlegir og gera<br />

framleiðendum kleift að flokka og<br />

skammta framleiðslu sína eftir<br />

þyngd, stærð, lögun og jafnvel lit,<br />

allt eftir því hvað verið er að<br />

framleiða.<br />

Klak ehf.<br />

Klak ehf. er eina einkarekna nýsköpunarmiðstöð<br />

landsins og hefur síðustu<br />

ár unnið með tugum fyrirtækja<br />

sem eru að stíga sín fyrstu skref í<br />

rekstri. Klak var stofnað árið 2000 og er alfarið í<br />

eigu Nýherja.<br />

Í takt við þróun nýsköpunarsetra almennt<br />

hefur Klak þróast úr því að leggja áherslu á útleigu<br />

á aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki í upplýsingatækni<br />

yfir í að veita æ meiri virðisaukandi<br />

þjónustu og aðstoð við fjármögnun.<br />

Að jafnaði hafa á hverjum tíma verið um átta<br />

fyrirtæki með aðstöðu hjá félaginu og koma<br />

starfsmenn Klaks að ýmiss konar verkefnum<br />

með þessum félögum. Meðal verkefna má nefna<br />

almenna viðskiptaþróun, stefnumótun, áætlanagerð,<br />

samningagerð, stjórnarsetu og fjármögnun<br />

auk sameininga og yfirtakna.<br />

Seed Forum á Íslandi<br />

Tvisvar á ári skipuleggur Seed Forum International<br />

fjárfestaþing á 18 stöðum í heiminum<br />

og fara hundruð sprotafyrirtækja á ári hverju í<br />

gegnum starfsemi þess. Klak samdi árið 2004<br />

við Seed Forum International um að sjá um og<br />

reka Seed Forum starfsemi á Íslandi.<br />

Fyrsta heila starfsár Seed Forum á Íslandi<br />

var árið 2005 og á þess vegum hafa verið haldin<br />

Höfuðstöðvar Starfsemi Marel teygir anga sína til um 40 landa. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Garðabæ.<br />

Flæðilína Framleiðsla tölvustýrðra vinnsluvéla og heildarlausna fyrir sjávarútveg er meðal helstu verkefna Marel.<br />

Afkastamiklar flæðilínur Marel hafa verið settar upp hjá mörgum af helstu matvælaframleiðendum heims.<br />

Sprotafyrirtæki kynna sig heima<br />

og erlendis á Seed Forum<br />

Í Kína Bjarki Brynjarsson, til vinstri, stjórnarmaður í Seed Forum og Jón Helgi Egilsson framkvæmdastjóri<br />

Seed Forum staddir á fjárfestingaþingi Seed Forum í Shanghai. Þing á vegum<br />

Seed Forum fara fram tvisvar á ári í átján löndum, þar á meðal á Íslandi.<br />

fjögur fjárfestaþing í Reykjavík þar sem 36<br />

sprotafyrirtæki hafa kynnt starfsemi sína.<br />

Velflest íslensku fyrirtækjanna sem hafa<br />

kynnt sig á Seed Forum í Reykjavík hafa einnig<br />

kynnt viðskiptahugmyndir sínar erlendis gagnvart<br />

fjárfestum og mögulegum samstarfsaðilum.<br />

Íslensku fyrirtækin hafa þannig einnig<br />

kynnt sig á Seed Forum þingum í London, Osló,<br />

Stokkhólmi, Tallinn, New York, Moskvu og<br />

Shanghai.<br />

Breska sendiráðið í Reykjavík, Reykjavíkurborg<br />

og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafa,<br />

auk fleiri aðila, stutt þingin frá upphafi. Aðrir<br />

hafa einnig komið að Seed Forum ferlinu, til<br />

Skurðar- og sneiðingarvélarnar<br />

frá Marel vega og meta<br />

hagkvæmasta skurðinn, eftir fyrir<br />

fram ákveðinni stærð og lögun,<br />

hvort heldur sem verið er að<br />

vinna kjöt, fisk eða fuglakjöt.<br />

Þetta er gert með tölvustýrðri<br />

þrívíddar-leysigeislasjón. Tölvustýrðu<br />

skurðarvélarnar geta unnið<br />

á við fimm til tíu starfsmenn,<br />

mismunandi eftir útfærslum, auk<br />

þess að vinna af meiri nákvæmni<br />

en nokkur starfsmaður gæti<br />

gert.<br />

Fullkomin stjórn<br />

framleiðslu<br />

Marel hefur undanfarin ár lagt<br />

æ meiri áherslu á að sjá viðskiptavinum<br />

sínum fyrir heildarvinnslukerfum<br />

tilbúnum til notkunar.<br />

Þau grundvallast á hinni<br />

afkastamiklu flæðilínu frá Marel,<br />

sem sett hefur verið upp hjá<br />

mörgum af helstu matvælaframleiðendum<br />

heims. Flæðilínan er<br />

fjölhæf, ætluð til úrbeiningar og<br />

snyrtingar og hönnuð til að fullnýta<br />

hráefnið. Hægt er að fylgjast<br />

með frammistöðu einstakra<br />

starfsmanna og er framleiðslan<br />

fullkomlega rekjanleg.<br />

MPS framleiðsluhugbúnaðurinn<br />

frá Marel er drifkrafturinn í<br />

öllum tækjabúnaði sem fyrirtækið<br />

framleiðir. Með hugbúnaðinum<br />

fæst fullkomin stjórn á<br />

framleiðslunni. Hann veitir fjölþættar<br />

og auðlesanlegar upplýsingar<br />

um það sem skiptir máli,<br />

svo sem um afköst, nýtingu,<br />

pökkun, gæðaeftirlit og frammistöðu<br />

einstakra starfsmanna.<br />

Til að tryggja að viðskiptavinurinn<br />

fái þann búnað og þær<br />

vinnslulausnir sem henta honum,<br />

setur Marel hóp sérfræðinga;<br />

verkfræðinga, tæknimenn, hönnuði,<br />

sölumenn og fleiri í að vinna<br />

að hverju verkefni fyrir sig.<br />

Nánast allur tækjabúnaður frá<br />

Marel býður upp á möguleika á<br />

beintengdu eftirliti og þjónustu.<br />

Þá er jafnvel hægt að stjórna<br />

heilu framleiðslulínunum í gegnum<br />

Netið.<br />

dæmis með þeim hætti að tilnefna fyrirtæki til<br />

þátttöku.<br />

Fyrir hönd Seed Forum á Íslandi hafa innlendir<br />

fjárfestar jafnframt tekið þátt í vali á fyrirtækjum<br />

til setu í alþjóðlegri dómnefnd fjárfesta<br />

og er Brú Venture fulltrúi í þeirri<br />

dómnefnd í ár.<br />

Breiður hópur bakhjarla<br />

Íslenska utanríkisþjónustan hefur í auknum<br />

mæli komið að starfsemi Seed Forum International<br />

erlendis og má nefna að aðalræðismaður<br />

Íslands í New York opnaði fjárfestaþingið<br />

í New York og bauð til mótttöku á<br />

þingdag. Þá bauð sendiherra Íslands í Moskvu<br />

til veglegrar móttöku á heimili.<br />

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson,<br />

hefur heiðrað samtökin sérstaklega og tekið<br />

að sér hlutverk við að kynna íslensk sprotafyrirtæki<br />

bæði í Reykjavík og í New York.<br />

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings<br />

Banka opnaði síðasta þing Seed Forum<br />

hér á landi og Sigurjón Árnason, bankastjóri<br />

Landsbankans mun opna næsta þingið í<br />

Reykjavík sem haldið verður þann 2<strong>9.</strong> mars n.k.<br />

Er það til marks um þátttöku stórfyrirtækja,<br />

banka og annarra fjármálafyrirtækja, sem er<br />

afar mikilvæg.


SPROTAÞINGS <strong>2007</strong><br />

sem fram fór föstudaginn 2. <strong>febrúar</strong> síðastliðinn<br />

Actavis, HugurAx, CCP,<br />

Landsteinar Strengur, Marel,<br />

Skýrr, TM Software, Össur o.fl.<br />

Til umfjöllunar á þinginu:<br />

Staða og starfsskilyrði<br />

sprota- og hátæknifyrirtækja<br />

Actavis<br />

AGR<br />

ANZA<br />

AP almannatengsl<br />

Auðkenni<br />

Bláa lónið heilsuvörur<br />

CCP<br />

EJS<br />

Fjölblendir<br />

Gagarín<br />

Globodent á Íslandi<br />

NIÐURSTÖÐUR<br />

Íslensk hátæknifyrirtæki<br />

á alþjóðamarkaði<br />

Samstarfsaðilar:<br />

Sprota- og hátæknifyrirtæki innan SI og aðildarfélaga:<br />

Hópvinnukerfi<br />

Hugbúnaður<br />

Hugsmiðjan<br />

HugurAx<br />

Hugvit<br />

HV Grettir<br />

ICEconsult / LH tækni<br />

Kerfisþróun<br />

Kine<br />

Klak<br />

KLH / Hjartavernd<br />

Landsteinar Strengur<br />

Líf-Hlaup<br />

Lyfjaþróun<br />

Marel<br />

MarOrka<br />

Matvælakassar<br />

Menn og mýs<br />

Mentor<br />

NimbleGen Systems<br />

ORF Líftækni<br />

Petromodel<br />

www.si.is<br />

Prokatín<br />

Rannsóknarþj. Sýni<br />

RT<br />

SagaMedica<br />

Samey<br />

Sjá<br />

Skýrr<br />

Spuni<br />

Stiki<br />

Stjörnu-Oddi<br />

Tiltak<br />

TM Software<br />

TrackWell Software<br />

Tölvumiðlun<br />

Vaki<br />

Verk- og kerfisfr.stofan<br />

Viasys Healthcare Ísl.<br />

Þekking-Tristan<br />

Össur


Frá SPROTAÞINGI <strong>2007</strong><br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Skattaumhverfi íslenskra<br />

fyrirtækja<br />

- Ísland áfram í fremstu röð í skattalegri samkeppni<br />

Sprotaþing ályktar að tryggja beri stöðu Íslands í fremstu röð í skattalegri<br />

samkeppni á alþjóðavettvangi.<br />

Til þess að ná því markmiði er mikilvægt að<br />

- almennt tekjuskattshlutfall fyrirtækja verði lækkað enn frekar<br />

- tekjuskattshlutfall einstaklinga verði lækkað enn frekar<br />

- tryggingagjaldi verði haldið lágu<br />

- skattlagning fjármagnstekna verði áfram byggð á lágu skatthlutfalli og einföldu kerfi<br />

- áfram verði unnið að því að aðlögun skattkerfisins að alþjóðlegu starfsumhverfi fyrirtækja<br />

- sköttum og gjöldum vegna stofnunar fyrirtækja, eftirlits og leyfisveitinga verði haldið lágum<br />

- stimpilgjöld verð afnumin í áföngum<br />

- tryggt verði að skattalegir þættir, svo sem reglur um virðisaukaskatt, stuðli ekki að<br />

samkeppnisforskoti opinberra stofnana heldur hvetji til útvistunar verkefna til einkaaðila<br />

Sprotaþing hvetur til þess að gerð verði áætlun um breytingar í skattamálum fyrir næsta<br />

kjörtímabil og að breytingarnar byggist á ofangreindum atriðum.<br />

Greinargerð tillögunnar er birt á www.si.is<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd: Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Í nefndinni kom fram ánægja með tillöguna. Talinn var kostur að hún væri almenn og<br />

hvetjandi og myndi því nýtast öllu atvinnulífinu þ.á.m. sprotafyrirtækjum. Þó var bent á<br />

að nauðsynlegt væri að skerpa orðalag á stöku stað og margir kölluðu eftir sértækari lausnum<br />

fyrir sprotafyrirtækin á borð við endurgreiðslukerfi vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar<br />

og að einkaaðilar sætu við sama borð og opinberir aðilar varðandi virðisaukaskatt.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

Flutningsmaður:<br />

Birgir Ármannsson alþingismaður,<br />

Sjálfstæðisflokknum<br />

1. Sértækar aðgerðir fyrir hátæknisprotafyrirtæki<br />

2. Endurgreiðsla vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar<br />

3. Endurgreiðsla hluta R&Þ kostnaðar<br />

4. Skerping á orðalagi tillögu<br />

5. Kaupréttaráætlun - samkeppnishæfni sprotafyrirtækja aukin<br />

6. Skattalegir hvatar fyrir þá sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum<br />

7. Lækka skattlagningu launa sem varið er í sprotafyrirtæki / nýsköpun<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Auðlindasjóður<br />

Þingnefnd nr. 1: Þingnefnd nr. 2:<br />

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að setja á fót Auðlindasjóð.<br />

Greinargerð<br />

Í þingsályktunartillögu þessari er lagt til að stofnaður verði Auðlindasjóður sem hafi það að<br />

markmiði að fjármagna brýn samfélagsverkefni og að styðja við nýsköpun, atvinnuþróun<br />

og þekkingarsamfélags á Íslandi.<br />

Auðlindasjóður skal hafa tekjur af endurgjaldi vegna nýtingar auðlinda sem eru í eigu eða<br />

á forræði ríkisins og arðgreiðslum orkufyrirtækja í eigu ríkissjóðs.<br />

Með Auðlindasjóðnum er verið að tryggja þjóðinni sýnilega hlutdeild í þeim arði sem nýting<br />

auðlinda í þjóðareign skapar.<br />

Orkuiðnaður og auðlindanýting byggjast á þekkingu og nýsköpun. Af þeirri ástæðu er rétt að<br />

arðurinn af auðlindanýtingu renni til baka til nýsköpunar- og þekkingarsamfélagins og skapi<br />

þar með breiðari grundvöll fyrir atvinnuuppbyggingu og atvinnuþróun á Íslandi.<br />

Almenn viðhorf þátttakenda voru að hugmyndin um auðlindasjóð væri góð til að tryggja<br />

tekjustofna sem nýtast sprota- og hátæknifyrirtækjum til nýsköpunar- og þróunarmála.<br />

Margir töldu að rétt væri að ráðstafa þessum fjármunum í gegnum núverandi kerfi eins<br />

og Tækniþróunarsjóð en aðrir lögðu áherslu á sértækari farvegi eins og „nýsköpunarsjóð<br />

fyrir sprota” eins og fyrirsögn tillögunnar hefði verið í auglýstri dagskrá. Enn aðrir bentu á<br />

tengingar við menntakerfið.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Skerpa hugsun í tillögu um auðlindasjóð<br />

Flutningsmaður:<br />

Hjálmar Árnason alþingismaður,<br />

Framsóknarflokknum<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn: Einkunn:<br />

Tillagan hlaut 332 stig Tillagan hlaut 360 stig<br />

Sprotar í stafni hagvaxtar skila þjóðfélaginu verulegum ávinningi


Þingsályktunartillaga:<br />

Tíu ára verkefni um<br />

uppbyggingu hátækniiðnaðar<br />

á Íslandi<br />

Greinargerð tillögunnar er birt á www.si.is<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd: Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Almennt voru nefndarmenn jákvæðir gagnvart tillögunni um Hátækniáratuginn - tillaga um<br />

að efla með heildstæðum hætti umhverfi íslensks hátækniiðnaðar á næstu tíu árum. Rætt var<br />

um uppröðun aðgerða sem eru ekki endilega í réttri röð. Rætt var um skilgreiningu á hátækniiðnaði<br />

og sprotafyrirtæki og mikilvægi þess að fólk skilji hugtökin.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

Flutningsmaður:<br />

Ágúst Ólafur Ágústsson<br />

alþingismaður,<br />

Samfylkingunni<br />

3.sæti<br />

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að standa fyrir verkefni um uppbyggingu<br />

hátækniiðnaðar á Íslandi á næstu tíu árum.<br />

Markmið verkefnisins er að í lok hátækniáratugarins hafi eftirtöldum áföngum verið náð:<br />

- Tíföldun á útflutningsvirði hátæknifyrirtækja á Íslandi<br />

- Fimmföldun á fjölda íslenskra sprotafyrirtækja<br />

- 5.000 ný störf hafi orðið til í hátæknigeiranum<br />

- 20 ný hátæknifyrirtæki hafi náð milljarði króna í ársveltu<br />

eða verið skráð á hlutabréfamarkað á Íslandi<br />

Til að ná markmiðum hátækniáratugarins skal ríkisstjórnin meðal annars útfæra eftirtaldar<br />

aðgerðir í samráði við <strong>Samtök</strong> <strong>iðnaðarins</strong> og <strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja:<br />

1. Fjórfalda framlag í Rannsóknarsjóð á næstu fjórum árum til að styðja við rannsókn og<br />

þróun á frumstigi hugmynda sem leitt geta til viðskiptahugmynda.<br />

2. Fjórfalda framlag í Tækniþróunarsjóð á næstu fjórum árum til að styrkja þróun viðskiptahugmynda<br />

á frumstigi sprotafyrirtækja.<br />

3. Tvöfalda framlag í Nýsköpunarsjóð til að auka aðgang þróaðri sprotafyrirtækja að<br />

áhættufjármagni samhliða því að breyta sjóðnum í sjálfseignarstofnun til að tryggja<br />

faglegt sjálfstæði hans.<br />

4. Heimila endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar að ákveðnu hámarki.<br />

5. Breyta lögum um tekju- og eignaskatt til að heimila skattaívilnanir sem örva fjárfestingar<br />

einstaklinga í sprotafyrirtækjum sem skráð verða á North-markaðinn.<br />

6. Efla aðgang sprotafyrirtækja að áhættufjármagni með reglum sem örva stóra fagfjárfesta<br />

til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum á eigin vegum, gegnum samlagssjóði með takmarkaðan<br />

líftíma eða í samvinnu við Nýsköpunarsjóð.<br />

7. Bjóða út upplýsingatækni- og hugbúnaðarvinnu á vegum hins opinbera.<br />

8. Breyta skattlagningu á launum sem greidd eru með eignarhluta í sprotafyrirtækjum<br />

til að örva afburðafólk til að verja starfskröftum sínum í þágu hátækni.<br />

<strong>9.</strong> Efla samstarf um þróun og fjárfestingu innlendra og erlendra aðila með stofnun<br />

þróunarseturs háskóla, stjórnvalda og sprotafyrirtækja í upplýsingatækni.<br />

10. Styðja útrás hátæknifyrirtækja á erlenda markaði með sérstökum aðgerðum.<br />

11. Efla tækni- og iðnmenntun með markvissu kynningarátaki, tvöföldun doktorsnema<br />

í tækni- og raungreinum og auknum stuðningi við iðnmenntun.<br />

12. Koma upp stoðkerfi við öflun og vernd einkaleyfa og hugbúnaðarréttinda.<br />

Ríkisstjórnin skal setja á stofn formlegan vettvang stjórnvalda og hátæknifyrirtækja til að mæla<br />

reglulega árangur af verkefninu og gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur meðan á því stendur.<br />

Í lok hátækniáratugarins skal ríkisstjórnin leggja fyrir Alþingi skýrslu með árangri verkefnisins<br />

ásamt tillögum um framhald þess eða lok.<br />

1. Menntun og nýsköpun - áhersla lögð á „tvöföldun“ doktorsnema almennt<br />

- ekki bara í tækni- og raungreinum<br />

2. Sérstök deild innan Tækniþróunarsjóðs vinni með áhættufjárfestum<br />

3. Hátækniáratugurinn - Taka út lið 7 í tillögunni<br />

4. Breyting á uppröðun aðgerða<br />

5. Skattstofn frumkvöðla reiknaður af rauntekjum<br />

6. Breytingar á liðum 1, 6, 8 og 11<br />

Frumvarp til laga:<br />

Greinargerð frumvarpsins er birt á www.si.is<br />

Þingnefnd nr. 3: Þingnefnd nr. 4:<br />

Tillagan fékk góðar undirtektir hjá nefndarmönnum. Nokkrar umræður urðu um hvaða tímalengd<br />

ætti að gilda þegar rætt er um „nýstofnuð fyrirtæki” og stöðu fyrirtækis við yfirtöku.<br />

Rætt um erfiðleika við fjármögnun fyrirtækja, mismun á aðstöðu fyrirtækja á landsbyggðinni<br />

og höfuðborgarsvæðinu. Nefndarmenn veltu einnig fyrir sér möguleika á að aðilar kynnu að<br />

misnota þennan skattaafslátt.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Takmarkanir með tilliti til hugsanlegrar misnotkunar.<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Nánari upplýsingar eru birtar á www.si.is<br />

Breyting á lögum um<br />

tekjuskatt nr. 90/2003<br />

Flutningsmaður:<br />

Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður o.fl.,<br />

Vinstri-grænum<br />

1. gr.<br />

Við II. kafla, 7. gr. staflið A, tölulið 1. bætist ný mgr. er orðist svo: „Maður sem enga launaða<br />

vinnu hefur með höndum skal reikna sér endurgjald sem um hálft starf væri að ræða við fjármálaumsýslu<br />

fyrir óskyldan eða ótengdan aðila hafi hann 12.000.000 kr. eða meira í árlegar<br />

fjármagnstekjur og sem um fullt starf væri að ræða séu tekjurnar 24.000.000 kr. eða meira.“<br />

2. gr.<br />

Við 31. gr. bætist nýr töluliður er verði <strong>9.</strong> tölul. og orðist svo: „Rekstrarhagnaður nýstofnaðra<br />

lögaðila og yngri en 15 ára, sem ráðstafað er til að styrkja eiginfjárstöðu þeirra fyrstu þrjú<br />

rekstarárin þar sem afkoma er jákvæð og eftir að frádráttur samkvæmt 8. tölul. þessarar gr.,<br />

er að fullu nýttur enda sé ekki greiddur arður til hluthafa á sama tíma.“<br />

3. gr.<br />

Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu á árinu 2008 vegna tekna<br />

á árinu <strong>2007</strong>.<br />

Einkunn: Einkunn:<br />

Tillagan hlaut 391 stig Tillagan hlaut 324 stig


Frá SPROTAÞINGI - frh.<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Stuðningur<br />

við frumkvöðla<br />

Alþingi ályktar að fela fjármálaráðherra að hefja nú þegar undirbúning þess<br />

að beita ívilnun í skattalögum til þess að efla nýsköpun í sprotafyrirtækjum til<br />

skattalegs hagræðis fyrir áhættufjárfesta sem leggja fé í stofnun nýrra fyrirtækja.<br />

I.<br />

Skattareglum verði breytt með það að markmiði að tryggja hag frumkvöðla sem festa fé<br />

í sprotafyrirtækjum, m.a. með reglu sem metur tapað áhættufé fyrstu fjárfesta við innkomu<br />

nýrra fjárfesta sem síðar koma og krefjast verulegrar niðurfærslu á eign fyrstu fjárfesta<br />

á hlutafé.<br />

II.<br />

Skattareglum verði breytt með það að markmiði að veita almenningi sérstakan skattafslátt<br />

af tekjuskatti ef fjárfest er í sprotafyrirtækjum. Sama regla um tapað fé fyrstu fjárfesta gildi<br />

einnig gagnvart einstaklingum.<br />

Greinargerð tillögunnar er birt á www.si.is<br />

Flutningsmaður:<br />

Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður o.fl.,<br />

Frjálslynda flokknum<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Greinargerð tillögunnar er birt á www.si.is<br />

Þingnefnd nr. 5: Þingnefnd nr. 6:<br />

Tvö ný tæknifyrirtæki á ári með yfir milljarð í veltu<br />

Starfsmannamál í<br />

alþjóðlegu starfsumhverfi<br />

Sprotaþing <strong>2007</strong> ályktar að vinna beri að heildstæðri stefnumótun um stöðu<br />

starfsmanna íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu umhverfi.<br />

Markmiðið er að fyrirtæki í nýsköpun og þróun eigi auðvelt með að laða til sín sérhæfða<br />

starfsmenn, draga úr hindrunum gagnvart því að erlendir sérfræðingar komi til starfa hér<br />

á landi og að íslenskir starfsmenn fari til tímabundinna starfa erlendis á vegum vinnuveitenda<br />

sinna.<br />

Til þess að ná því markmiði er meðal annars mikilvægt að<br />

- auka svigrúm til ráðningar sérfræðinga frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins<br />

- tryggja að skattareglur standi ekki í vegi fyrir komu erlendra starfsmanna hingað eða<br />

tímabundnum störfum Íslendinga erlendis<br />

- tryggja að sveigjanleiki á íslenskum vinnumarkaði verði áfram meiri en almennt gerist<br />

í samkeppnislöndunum<br />

- stuðla að því að hagstæð skilyrði séu fyrir fjölskyldur erlendra starfsmanna og þeim<br />

sé auðveldað að laga sig að samfélaginu<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd: Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Nefndin var sammála um að gera þyrfti kerfið einfaldara m.a. þannig að ef einstaklingur<br />

/fyrirtæki leggur fé í sprotafyrirtæki og það hverfur verður það frádráttarbært skatti og<br />

einnig það sem frumkvöðullinn leggur inn með peningum komi til frádráttar frá skatti.<br />

Nefndin taldi atriði sem fram komu í tillögunni um að setja hömlur á fjárfesta of flókin og<br />

geri tillöguna ekki nógu aðlaðandi fyrir fjárfesta.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Einföldun 1. greinar - Skattareglum verði breytt með það að markmiði að gera<br />

frumkvöðlum og (áhættu) fjárfestum sem leggja fé í skilgreint sprotafyrirtæki<br />

(samkvæmt lögum) kleift að afskrifa tapað hlutafé.<br />

Nefndarmenn voru afar jákvæðir gagnvart tillögunni enda mjög nauðsynlegt að draga úr hindrunum<br />

við að fá erlenda sérfræðinga, stytta ferlið og einfalda. Vandamálið snýr ekki síst að því<br />

sem er utan EES. Menn töldu vandamálið snúa að Útlendingaeftirlitinu þar sem skýra þurfi ferla<br />

og fjölga fólki. Við forföll er enginn til að taka við og mál tefjast einfaldlega. Við þurfum að vera<br />

opnari fyrir að hleypa menntafólki inn en þarfir menntafólksins eru öðruvísi og það krefst meiri<br />

þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að helsta hindrun fyrir hreyfanleika er m.a. aðgangur að þjónustu,<br />

atvinna fyrir maka og skólar. Lífleg umræða varð um það sem mætti bæta í tillöguna en<br />

í hnotskurn má draga hana saman í eftirfarandi 4 breytingartillögur sem góð samstaða var um.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

Flutningsmaður:<br />

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður,<br />

Sjálfstæðisflokknum<br />

1. Auka aðgengi að upplýsingum á fleiri tungumálum en íslensku<br />

2. Landvistarleyfi fyrir vísindafólk (scientific visa)<br />

3. Hraða ferlum hjá Útlendingaeftirliti<br />

4. Hagnýt aðstoð vegna ráðninga<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn: Einkunn:<br />

Tillagan hlaut 324 stig Tillagan hlaut 386 stig


Þingsályktunartillaga:<br />

Breyting á<br />

skattalögum<br />

Fjárfestum verði gert kleift að gjaldfæra fjárfestingar lögaðila í sprotafyrirtækjum<br />

í stað þess að eignfæra þær eins og nú er.<br />

Fjárfestar fái þannig raunverulega skattaafslátt strax við upphaf fjárfestingar. Skattstofn<br />

myndast ekki hjá fjárfestinum fyrr en við sölu á sprotanum, sem þá er skattlagður með<br />

eðlilegum hætti, eða ef fjárfestirinn fer að fá arðgreiðslur af fjárfestingu sinni. Við þær<br />

aðstæður greiðir hann fjármagnstekjuskatt af arðinum. Eign í viðkomandi sprota er þess<br />

vegna ekki til hjá fjárfestinum fyrr en við sölu á sprotanum. Ef sprotinn nær ekki fullum<br />

vexti hefur fjárfestirinn ekki tekið stórkostlega áhættu með eigið fjármagn, heldur fjármagn<br />

sem annars hefði runnið til ríkissjóðs.<br />

Vottun sprotafyrirtækja er grundvöllur að þessari útfærslu skattalaga. Taka þarf til athugunar<br />

í þessu samhengi, skattaívilnun sem orðið gæti innan fyrirtækja, ef stórt nýsköpunarfyrirtæki<br />

stofnaði dótturfyrirtæki til þess að halda utan um alla sína þróunarstarfsemi. Setja þarf mörk<br />

um það hverjir geti fjárfest í hverjum.<br />

Hér er um raunverulegan hvata fyrir fjárfesta að ræða, þar sem áhætta þeirra er lítil og leiða<br />

má líkur að því að vegna þess verði þetta fjármagn þolinmóðara en gengur og gerist.<br />

Þingnefnd nr. 7:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Nefndin taldi almennt að skýra þyrfti þessa tillögu nánar m.a. þau atriði sem snúa að vottun<br />

fyrirtækjanna. Í því sambandi mætti skoða betur “First North”-leiðina. Þá þyrfti að forðast að<br />

framkvæmdin kafni vegna tæknilegra atriða. Fram komu sjónarmið um að meta þurfi vinnuframlag<br />

frumkvöðuls sem hans fjárfestingu. Þá þarf að skilgreina vel hvað er sprotafyrirtæki.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Breyting á skattalögum, þær nái til “viðskiptatengla” og frumkvöðla<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Flutningsmaður:<br />

Helga Sigrún Harðardóttir skrifstofustjóri<br />

þingflokks Framsóknarmanna<br />

Tillagan hlaut 348 stig<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Endurgreiðsla<br />

rannsóknar- og<br />

þróunarkostnaðar<br />

Nánari upplýsingar eru birtar á www.si.is<br />

2.sæti<br />

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn Íslands að heimila endurgreiðslu rannsóknarog<br />

þróunarkostnaðar að ákveðnu hámarki í skilgreindum verkefnum.<br />

Greinargerð:<br />

Þess misskilnings hefur gætt að hagstætt skattaumhverfi sé sprotafyrirtækjum mikilvægt.<br />

Þar sem sprotafyrirtæki eru eðli málsins samkvæmt að vaxa og nýta þar með alla<br />

krafta sína til vaxtar er þar engan hagnað að hafa og því skiptir hagstætt skattaumhverfi<br />

þau litlu máli.<br />

Sprotafyrirtæki eiga það flest sammerkt að verja stærstum hluta veltu sinnar í rannsóknir<br />

og þróun. Víða erlendis eru fyrirtæki studd með ýmsum hætti á þessu stigi. Það er almennt<br />

viðurkennt að rannsóknir fyrirtækjanna koma fleirum vel en fyrirtækjunum sjálfum. Ýmis<br />

þekking verður til sem leiðir til verðmæta utan þeirra, auk þess sem rannsóknir eru í sjálfu<br />

sér mjög verðmætaskapandi.<br />

Víða í nágrannalöndum okkar hafa stjórnvöld valið að örva rannsóknir og þróun með ýmsum<br />

aðferðum. T.d.hafa Norðmenn farið þá leið að endurgreiða hluta af rannsóknar- og þróunarkostnaði<br />

fyrirfram skilgreindra og samþykktra verkefna hátæknifyrirtækja. Sú leið hefur haft<br />

mjög örvandi áhrif á rannsóknar- og þróunarstarf fyrirtækja í Noregi. Einkum hafa minni<br />

fyrirtæki notið góðs af átakinu sem er afar mikilvægt því það er sá hluti nýsköpunargeirans<br />

sem hvað fæst úrræði hefur til að afla sér rannsóknar- og þróunarfjár.<br />

Með endurgreiðslukerfi sem þessu er ekki verið að reiða fram beina styrki til fyrirtækja<br />

heldur er aðeins verið að endurgreiða hluta af rannsóknarfé skilgreindra verkefna. Mestur<br />

hluti kostnaðar við rannsóknir- og þróunarstarf er launakostnaður og því er talið að miðað<br />

við t.d. 20% endurgreiðslu myndi meira fé en sem nemur endurgreiðslunni skila sér til ríkisins<br />

í formi tekjuskatta starfsfólks. Hér er því ekki um meðgjöf að ræða heldur fjárfestingu.<br />

Samfylkingin leggur því til að meðan á hátækniátaki stjórnvalda stendur verði allt að<br />

fimmtungur slíks kostnaðar endurgreiddur að ákveðnu hámarki sem útfært verði í samráði<br />

við <strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja og aðra hagsmunaaðila.<br />

Þingnefnd nr. 8:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Viðhorf til tillögunnar voru almenn mjög jákvæð. Höfuðkostinn töldu menn að tillagan muni<br />

efla samstarf fyrirtækja og rannsóknarstofnana og fyrirkomulagið væri hvetjandi fyrir fyrirtæki<br />

sem almennt að taka ekki þátt í rannsóknar- og þróunarstarfi. Mikilvægt væri að þetta virkaði<br />

vel í kerfinu og gengi hnökralaust fyrir sig í innleiðingu. Fram komu m.a. sjónarmið um<br />

20% endurgreiðsluhlutfall væri of lágt og 50% væri nær lagi.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Tilgangur tillögunnar er að kveða skýrar að orði um hvenær hleypa eigi<br />

endurgreiðslukerfinu af stokkunum, að sé skylt að endurgreiða en ekki<br />

heimilt og jafnframt að skýra kosti tillögunar nánar í greinargerð<br />

2. Endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Flutningsmaður:<br />

Dofri Hermannsson<br />

framkvæmdastjóri<br />

þingflokks<br />

Samfylkingarinnar<br />

Tillagan hlaut 394 stig


Frá SPROTAÞINGI - frh.<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Aðgerðir til stuðnings<br />

sjálfbærri þróun í orkuog<br />

atvinnumálum<br />

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að móta sjálfbæra orku- og atvinnustefnu og<br />

semja framkvæmdaáætlun með skilgreindum, tímasettum aðgerðum til að tryggja<br />

framgang slíkrar stefnumörkunar.<br />

Meginmarkmið aðgerðanna verði að innleiða nýjar áherslur í atvinnulíf landsmanna sem<br />

tryggi að þróun atvinnuveganna verði í samræmi við meginreglur umhverfisréttar, eins og<br />

þeim er lýst í Ríó-yfirlýsingunni, á forsendum sjálfbærrar þróunar og í sátt við umhverfi og<br />

náttúru. Aðgerðirnar taki til atvinnulífs þjóðarinnar á sem breiðustum grunni en þó verði lögð<br />

sérstök áhersla á nýsköpunar- og þróunarstarf sem tengist nýjum orkugjöfum/orkuberum<br />

með það að markmiði að draga jafnt og þétt úr notkun jarðefnaeldsneytis í öllum atvinnugreinum<br />

og samfélaginu öllu. Sérstaklega verði hugað að möguleikum smárra og meðalstórra<br />

fyrirtækja í áætluninni.<br />

Áætlunin feli í sér sérstaka athugun á eftirfarandi þáttum og eftir atvikum tillögur til úrbóta:<br />

- Aðgangi að upplýsingum og ráðgjöf til atvinnufyrirtækja og almennings um hvaðeina<br />

er lýtur að sjálfbærri þróun<br />

- Greiningu á kostnaði og eftir atvikum öðru sem hindrað gæti eða torveldað innleiðingu<br />

umhverfisvænna framleiðsluhátta í atvinnurekstri<br />

- Aðgangi atvinnufyrirtækja að fjármagni og nauðsynlegri fjármálaþjónustu í því<br />

augnamiði að færa framleiðslu- og starfshætti í átt til sjálfbærrar þróunar<br />

- Mat á kostum þess að stunda fremur fullvinnslu afurða eða hvers konar endurvinnslu<br />

eða endurnýtingu frekar en einungis hráefnaframleiðslu<br />

- Kostnaði uppfinningamanna, frumkvöðla og smáfyrirtækja við að sækja um einkaleyfi<br />

á uppfinningum sem tengjast umhverfisvænum framleiðslu- og starfsháttum og kostnaði<br />

við að gæta hagsmuna sinna varðandi framleiðsluleyndarmál, sérþekkingu og verðmætar<br />

upplýsingar<br />

- Skattalögum og öðrum þáttum sem marka starfsskilyrði atvinnurekstrar og skoðun á<br />

mögulegri ívilnun til þeirra sem ná árangri í að innleiða umhverfisvæna framleiðsluog<br />

starfshætti<br />

Áætlunin skal lögð fyrir Alþingi til staðfestingar haustið 2008 og þinginu síðan gerð grein fyrir<br />

framvindu mála með skýrslu á tveggja ára fresti.<br />

Greinargerð tillögunnar er birt á www.si.is<br />

Þingnefnd nr. 9:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Fram kom ábending um að tillagan mætti fjalla meira um vistvænt eldsneyti, vegagerð og<br />

umhverfisskatta á annað eldsneyti - og var þess óskað hún yrði bætt að því leyti. Bent var á að<br />

tillagan er í raun tvískipt, fyrstu fjögur atriðin fjalla almennt um sjálfbæra þróun og umhverfismál<br />

í starfandi fyrirtækjum en seinustu tveir liðirnir snúi að sprotafyrirtækjum. Rétt væri að<br />

draga þá punkta betur fram. Fram komu ólík sjónarmið við borðið um hvaða þættir tillögunnar<br />

ættu erindi við sprotafyrirtæki og hverjir ekki. Einnig var bent á að tillagan þyrfti að vera<br />

ákveðnari en bara greina kostnað og gera athugun. Bent var á að ein besta leiðin til að styrkja<br />

sprotafyrirtæki væri styðja við þessi fyrirtæki með beinum aðgerðum eins og niðurgreiðslu á<br />

bílum sem nýta metan, skylda til notkunar orkusparandi búnaðar í skip eða veita skattaafslátt.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Skoðað verði af ríkisstjórn:<br />

- Hugmynd/uppfinning sé tekin í ,,gjörgæslu” eftir mat þar til gerðra aðila<br />

- „Gjörgæslan” nýtur aðstoðar yfirvalda við umsókn einkaleyfa<br />

- „Gjörgæsla” þýðir að 50% af fjárfestingu fjárfesta eru frádráttarbær frá skatti<br />

- „Gjörgæsla” þýðir að fyrirtækið geti fjárfest a.m.k. 20% af rekstrarfé fyrstu<br />

10 ára skattfrjálst í R&D<br />

- Ástralska leiðin 2x1<br />

2. Setja fókus á starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Afmarka tillöguna betur þannig<br />

að stuðningur við sprotafyrirtæki sé dregin sterkar fram.<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Flutningsmaður:<br />

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður,<br />

Vinstri-grænum<br />

Tillagan hlaut 216 stig<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Aðgerðir til eflingar<br />

rannsóknaog<br />

þróunarstarfs<br />

Sprotaþing <strong>2007</strong> ályktar að styrkja beri grundvöll rannsókna, nýsköpunar- og<br />

þróunar í íslensku atvinnulífi með áframhaldandi uppbyggingu á öllum stigum<br />

skólakerfisins, eflingu rannsóknastarfs í háskólum og innan atvinnulífsins og<br />

bættu stuðningsumhverfi af hálfu hins opinbera.<br />

Til þess að ná þessu markmiði er meðal annars mikilvægt að<br />

- vinna að áframhaldandi uppbyggingu innan allra skólastiga og leggja sérstaka áherslu<br />

á kennslu á sviði raun- og tæknigreina<br />

- leggja þarf rækt við frumkvöðlahugsun og samkeppnisanda í skólakerfinu<br />

- efla rannsóknir og rannsóknanám á háskólastiginu<br />

- styrkja stöðu samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar<br />

- hvetja til aukins samstarfs atvinnulífsins, háskóla og rannsóknastofnana<br />

- vinna skipulega að því að færa rannsóknir og þróunarverkefni frá opinberum<br />

aðilum til einkaaðila<br />

- opinbert stoðkerfi nýsköpunar- og þróunarstarfs í atvinnulífinu verði endurskoðað<br />

með það að markmiði að gera það skilvirkara og árangursríkara<br />

Greinargerð tillögunnar er birt á www.si.is<br />

Þingnefnd nr. 10:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Nokkuð var rætt um umfang tillögunnar. Sumum þótti hún of víð og spurt var hvort umfjöllun<br />

um grunnskólana ætti heima í umræðu um eflingu rannsóknar- og þróunarstarfs. Einnig var<br />

gagnrýnt að í tillöguna vantaði framkvæmdaráætlun og markviss mælanleg markmið. Aðrir<br />

fögnuðu því að tillagan væri víð og bentu á að skólastigin mynduðu eina heild sem væri grunnurinn<br />

að rannsóknum og nýsköpun framtíðarinnar. Í þessu lægi einmitt sérstaða tillögunnar á<br />

þinginu - að hún fjallaði um grunninn að öllu hinu. Þá var rætt um umsóknarferli í samkeppnissjóðunum<br />

og komu fram sjónarmið um að einfalda þyrfti umsóknarkerfið.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Fyrirmyndir, sköpun og sveigjanleiki í skólakerfinu<br />

2. Stuðningur við frumkvöðlahugsun á öllum sviðum menntakerfis<br />

en sérstaklega innan listanáms<br />

3. Einföldun og skerping á „sérstöðu“ tillögunnar á þinginu<br />

4. Áhersla á raun-, tækni-, listgreinar og hönnun<br />

5. Aukinn stuðningur við einkaskóla. Aukinn stuðningur fyrirtækja<br />

við rannsóknir og þróun<br />

6. Aðgreina víða nálgun og endurskoðun á stoðkerfi<br />

7. Stytta tillöguna og hafa aðeins fyrstu tvo liði hennar inni.<br />

Bæta við hvatningu til kvenna að helga sig raungreinanámi<br />

8. Efla nýsköpunarkeppni skólanna, frumkvöðlalaun,<br />

aukin samvinna og stofnun markaðs- og útflutningssjóðs<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Flutningsmaður:<br />

Kjartan Ólafsson alþingismaður,<br />

Sjálfstæðisflokknum<br />

Tillagan hlaut 349 stig<br />

Þolinmæði og einurð lífeyrissjóða og fjárfesta - Öflugur sproti góður fjárfestingarkostur


Þingsályktunartillaga:<br />

Árleg nýsköpunarkeppni<br />

grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla með<br />

tilheyrandi þjálfun og undirbúningi fyrir<br />

nemendur og kennara<br />

Sprotaþing ályktar að fela menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra að skipa<br />

nefnd til þess að móta heildarstefnu um nýsköpun í skólakerfinu og skila<br />

framkvæmdaáætlun í formi skýrslu. Verði þar tekið til allra skólastiga.<br />

Nefndin skal skipuð sjö fulltrúum. Skal einn tilnefndur af menntamálaráðherra, sem<br />

jafnframt verður formaður, einn tilnefndur af iðnaðarráðherra, einn tilnefndur fyrir hönd<br />

opinberra stofnana sem hafa nýsköpun með höndum, einn tilnefndur af atvinnulífinu,<br />

einn frá háskólunum, einn frá framhaldsskólunum og einn frá grunnskólunum.<br />

Menntamálaráðherra skal skila Sprotaþingi skýrslu fyrir árslok <strong>2007</strong>.<br />

Greinargerð tillögunnar er birt á www.si.is<br />

Þingnefnd nr. 11:<br />

Flutningsmaður:<br />

Arnar Þór Sævarsson<br />

aðstoðarmaður iðnaðarráðherra,<br />

Framsóknarflokknum<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Þátttakendur í nefndinni voru almennt sammála um að vægi nýsköpunarmenntunar hafi aukist<br />

og að fáir geti verið á móti viðleitni í þessa átt; spurningin sé með þá áherslu sem hægt er að<br />

leggja í þetta og síðan vandann við að innleiða breytingar á sjálfu skólastigi nu. Rætt var hvort<br />

keppnin væri aðalatriðið eða hvort leggja þurfi meiri áherslu á nýsköpun í kennslunni? Þá var<br />

rætt hvort gott sé halda skólastigunum aðskildum í keppninni; E.t.v. ættu þrír efstu í hverjum<br />

flokki að keppa sín í milli. Sú ábending kom fram að sjóðir, sem styrkja námsefnisgerð og<br />

nýmæli, eru veikir.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Skoða hvort heppilegra sé að keppnin fari fram á hverju skólastigi<br />

eða hvort haldin verði ein keppni og dæmt á hverju stigi<br />

2. Orða skýrar að aðalatriðið sé að fá þetta inn í kennsluna en til að það gangi<br />

eftir þarf að efla kennaramenntun, bæði grunnnám og símenntun<br />

3. Efla þarf þróunarsjóði og sameina þannig að hægt sé að styðja betur við<br />

námsefnisgerð og nýsköpun í námi á öllum skólastigum<br />

4. Útfæra hverjir sitja í nefndinni, þ.e. hverjir tilnefna<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Tillagan hlaut 305 stig<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn Íslands að:<br />

Nánari upplýsingar eru birtar á www.si.is<br />

Efling Rannsóknarog<br />

Tækniþróunarsjóðs<br />

- Fjórfalda framlag í Rannsóknarsjóð á næstu fjórum árum<br />

til að styðja við rannsókn og þróun á frumstigi hugmynda<br />

sem leitt geta til viðskiptahugmynda<br />

- Fjórfalda framlag í Tækniþróunarsjóð á næstu fjórum<br />

árum til að styrkja þróun viðskiptahugmynda á frumstigi<br />

sprotafyrirtækja<br />

Greinargerð:<br />

Flutningsmaður:<br />

Katrín Júlíusdóttir<br />

alþingismaður,<br />

Samfylkingunni<br />

1.sæti<br />

Rannsóknarsjóður<br />

Efling samkeppnissjóða á borð við Rannsóknarsjóð er mikilvægur liður í að tengja saman<br />

starf fræðasamfélagsins og atvinnulífsins og með því má stuðla að dynamískri rannsóknarstarfsemi<br />

þvert á stofnanir og fyrirtæki. Nauðsynlegt er að fjölga þeim rannsóknarverkefnum<br />

sem mögulega geta orðið að viðskiptahugmynd. Reynslan sýnir að viðskiptahugmyndir verða<br />

oft til við rannsóknir tengdar meistara- og doktorsverkefnum. Á síðasta ári bárust sjóðnum<br />

alls 258 umsóknir um styrki til nýrra verkefna samtals að fjárhæð 764,1 milljón. Alls fengu<br />

70 umsóknir styrk, samtals að upphæð 176,3 milljónir sem jafngildir rúmlega 23% af heildarupphæð<br />

umsókna. Það er ljóst er að árlega verður íslenskt samfélag af fjölda hugmynda<br />

vegna skorts á rannsóknarfé. Samtals nema styrkir til nýrra verkefna og framhaldsstyrkir<br />

sjóðsins tæplega 600 milljónum árlega. Samkeppnissjóðir eru, að mati Samfylkingarinnar,<br />

of veikburða en aðeins um 12% af heildarfjármagni til rannsókna og þróunar koma í gegnum<br />

slíka sjóði. Erlendis er þetta hlutfall yfirleitt mun hærra. Krafa um mótframlag gerir<br />

rannsóknarteymum erfitt fyrir og býður upp á þá undarlegu þversögn að eftirsóttir vísindamenn<br />

verði byrði á rannsóknarstofnun sinni. Að mati Samfylkingarinnar þarf að stórauka fjárveitingar<br />

úr Rannsóknarsjóði og því er lagt til að framlög í sjóðinn verði fjórfölduð á næstu frjórum árum,<br />

tvöfölduð strax á næsta ári og að þau hækki eftir það um 25% árlega næstu þrjú ár.<br />

Tækniþróunarsjóður<br />

Mikilvægt er að stórefla stuðning við þróun viðskiptahugmynda á frumstigi sprotafyrirtækja.<br />

Athyglisvert er að nýjum sprotafyrirtækjum á ári hefur fækkað mjög frá því mest var um aldamót.<br />

Ljóst er að með þessari þróun hefur samfélagið orðið af mörgum sterkum og vaxandi<br />

fyrirtækjum. Þessu vill Samfylkingin breyta. Til að fá góða uppskeru þarf að sá og mikilvægur<br />

liður í því er að efla Tækniþróunarsjóð. Hægt er að sækja um allt að helmingsfjármögnun<br />

verkefna úr sjóðnum. Það er því ljóst að a.m.k. helming fjármagns leggja frumkvöðlar fram<br />

sjálfir ýmist með lánsfé eða hlutafé í fyrirtækjum sínum. Auk þess stuðnings, sem felst í fjármagni<br />

frá Tækniþróunarsjóði, er framlag frá sjóðnum afar mikilvægt sem viðurkenning og<br />

skiptir sköpum varðandi fjármögnun á frjálsum markaði. Umsóknum hefur fjölgað ár frá ári<br />

og að sama skapi hafa gæði verkefna sem sótt er um styrk til stóraukist. Á árinu 2006 hafði<br />

sjóðurinn um 460 milljónum kr. úr að spila en fjölda mjög góðra verkefna er vísað frá vegna<br />

skorts á fjármagni. Að mati Samfylkingarinnar þarf að stórauka fjárveitingar úr Rannsóknarsjóði<br />

og því er lagt til að framlög í sjóðinn verði fjórfölduð á næstu fjórum árum, tvöfölduð<br />

strax á næsta ári og að þau hækki eftir það um 25% árlega næstu þrjú ár.<br />

Þingnefnd nr. 12:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Almennt var mjög góður stuðningur við tillöguna og um tillögu að hátækniáratugi í hópnum.<br />

Rætt var um að gera þyrfti kröfu um að Tækniþróunarsjóður kæmi lengra til móts við þarfir<br />

sprotafyrirtækja, jafnvel með því að skilgreina tiltekinn hluta fjármagnsins eingöngu fyrir<br />

sprotafyrirtæki. Þá var bent á að krafan um samstarf við háskóla- eða rannsóknarstofnun<br />

væri íþyngjandi. Flutningsmenn tillögunnar voru einnig hvattir til að standa með D-listanum<br />

að sameiginlegri tillögu þar sem sá flokkur var með svipaða tillögu til umræðu í annarri nefnd.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Hærri styrkir - meiri kröfur<br />

2. Hækka hámarksstyrkhlutfall til sprotafyrirtækja í allt að 75% í TÞS<br />

3. Endurskoða úthlutanir, þ.e. eyrnamerkja fjármagn úr Tækniþróunarsjóði<br />

til „sprotafyrirtækja“ (velta minni en milljarður)<br />

4. Aukið vægi sprotafyrirtækja við úthlutun úr Tækniþróunarsjóði<br />

5. Auka hvatningu í rannsóknasjóði til að vinna rannsóknir í hlutafélagsformi<br />

6. Markmið og leiðir verði betur útfærð<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Tillagan hlaut 425 stig


Frá SPROTAÞINGI - frh.<br />

Þingsályktunartillaga:<br />

Aðgerðir til stuðnings<br />

atvinnurekstri í smáum og<br />

meðalstórum fyrirtækjum<br />

Flutningsmaður:<br />

Jón Bjarnason alþingismaður,<br />

Vinstri-grænum<br />

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna framkvæmdaáætlun um aðgerðir til<br />

stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum.<br />

Meginmarkmið aðgerðanna verði að auðvelda mönnum að stofna til atvinnurekstrar, hlúa að<br />

nýsköpunar- og þróunarstarfi í smáatvinnurekstri og greiða fyrir vexti og viðgangi lítilla og<br />

meðalstórra fyrirtækja.<br />

Áætlunin feli í sér sérstaka athugun á eftirfarandi þáttum og eftir atvikum tillögur til úrbóta:<br />

- kostnaði við að stofna til atvinnurekstrar og aðgangi að upplýsingum og ráðgjöf í því sambandi<br />

- aðgangi smáatvinnurekstrar að fjármagni og nauðsynlegri fjármálaþjónustu<br />

- kostnaði og aðgangi smáfyrirtækja að ráðgjöf og öflun upplýsinga<br />

- aðstöðu smáatvinnurekstrar til að kynna og markaðssetja framleiðsluvörur eða þjónustu<br />

- kostnaði og eftir atvikum öðrum hindrunum sem torvelda kynslóðaskipti í smáatvinnurekstri<br />

- kostnaði uppfinningamanna, frumkvöðla og smáfyrirtækja við að sækja um einkaleyfi<br />

á uppfinningum og gæta hagsmuna sinna varðandi framleiðsluleyndarmál, sérþekkingu<br />

og verðmætar upplýsingar<br />

- skattalögum og öðrum þáttum sem marka starfsskilyrði atvinnurekstrar með sérstöku<br />

tilliti til smáfyrirtækja<br />

- stöðu smáatvinnurekstrar samkvæmt lögum og reglum, gagnvart eftirliti og leyfisveitingum<br />

og kostnaði við samskipti við stjórnsýslu og stofnanir<br />

- stöðu sjálfstætt starfandi einstaklinga og einyrkja í atvinnurekstri<br />

- stöðu frumkvöðla<br />

- stöðu uppfinningamanna<br />

Áætlunin skal lögð fyrir Alþingi til staðfestingar og þinginu síðan gerð grein fyrir framvindu<br />

mála með skýrslu á tveggja ára fresti.<br />

Auk ofangreindrar tillögu voru lagðar fram tvær aðrar tillögur sem lutu að samgöngum<br />

og fullvinnslu sjávarafurða. Þær er að finna í heild sinni á www.si.is<br />

Þingnefnd nr. 13:<br />

Útdráttur úr niðurstöðu umræðna í þingnefnd:<br />

Þar sem umræðan í nefndinni snerist um 3 ólíkar tillögur spannaði umræðan nokkuð vítt svið,<br />

svo sem, endurbætur á samgöngum, upplýsingakerfum og aðgengi að stoðþjónustu fyrir lítil<br />

og meðalstór fyrirtæki á landsbyggðinni. Bent var á að auðvelt væri að styðja góð og þörf mál<br />

í orði en ekki væri búið að vinna framkvæmdaáætlun og ekki væri búið að skilgreina fjármagn<br />

sem nota ætti í þá verkætti sem þingsályktunartillagan kallaði á. Fundarmenn bentu á að horfa<br />

bæri einnig á nýsköpun sem endurbætur í starfandi fyrirtækjum þar sem áhersla væri á endurbætur<br />

í rekstri sem og vöruþróunar og endurnýjunar á verkferlum.<br />

Breytingartillögur þingnefndar:<br />

1. Jöfnun starfsskilyrða frumkvöðla og sprotafyrirtækja óháð staðsetningu<br />

sérstaklega m.t.t. upplýsingakerfa, orkukostnað, flutningskostnað og<br />

aðgengi að stoðþjónustu.<br />

Fundargerð þingnefndar og breytingartillögur eru birtar í heild sinni á www.si.is<br />

Einkunn:<br />

Tillagan hlaut 226 stig<br />

Forsvarsmenn CCP taka við brautskráningu úr <strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja í úrvalsdeild<br />

hátæknifyrirtækja innan Samtaka <strong>iðnaðarins</strong>.<br />

Þökkum<br />

samstarfsaðilum<br />

SPROTAÞINGS <strong>2007</strong><br />

vel unnin störf<br />

á þinginu í þágu<br />

sprota- og<br />

hátæknifyrirtækja<br />

á Íslandi<br />

Borgartúni 35 - 105 Reykjavík - Sími 591 0100<br />

mottaka@si.is - www.si.is<br />

Fjölþætt samstarf sprota- og hátæknifyrirtækja - Látum verkin tala


Ef menn vilja draga saman<br />

markmið og framtíðarsýn<br />

Samtaka sprotafyrirtækja<br />

í eina setningu<br />

þá er það að á hverju ári<br />

bætist við tvö fyrirtæki í það sem<br />

við getum kallað úrvalsdeild hátæknifyrirtækja<br />

á Íslandi.<br />

Úrvalsdeildin er skilgreind sem<br />

sá hópur hátæknifyrirtækja sem<br />

náð hefur einum milljarði króna í<br />

árlega veltu, ásamt því að vera<br />

skráð í Kauphöll.<br />

Þetta markmið er mjög skýrt og í<br />

stefnumörkun okkar frá árinu 2004<br />

stefnum við að því að staðan yrði<br />

orðin þessi árið 2010,“ segir Davíð<br />

Lúðvíksson, forstöðumaður hjá<br />

<strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong> og talsmaður<br />

Samtaka sprotafyrirtækja innan SI.<br />

<strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja (SSP)<br />

starfa sem starfsgreinahópur innan<br />

Samtaka <strong>iðnaðarins</strong> og falla meðlimir<br />

þeirra að þeirri skilgreiningu<br />

á sprotafyrirtækjum, að þau séu<br />

sprottin úr rannsóknar- eða þróunarverkefnum<br />

einstaklinga eða annarra<br />

og að starfsemi þeirra byggist<br />

á sérhæfðri þekkingu eða nýnæmi.<br />

Jafnframt að útgjöld þeirra til rannsókna-<br />

og þróunarverkefna séu að<br />

jafnaði yfir 10% af veltu.<br />

Forsendur fyrir útrás<br />

skapast í úrvalsdeildinni<br />

„Við höfum verið að skipuleggja<br />

starf okkar með fyrirtækjunum út<br />

frá því að þarfir þeirra eru nokkuð<br />

breytilegar eftir því hvar þau eru<br />

stödd á þróunarbrautinni.<br />

Það er til dæmis ljóst að aðstæður<br />

fyrirtækja sem velta 10-100<br />

milljónum kr. eru talsvert ólíkar<br />

þeim sem eru stærri með veltu,<br />

milli 100-1000 milljóna króna.<br />

Við köllum þetta til gamans 2. og<br />

1. deild eins og í íþróttunum og<br />

brautskráum svo fyrirtæki úr <strong>Samtök</strong>um<br />

sprotafyrirtækja í úrvalsdeild<br />

hátæknifyrirtækja innan SI<br />

þegar þau ná einum milljarði í veltu<br />

á ári eða eru skráð á aðallista Kauphallarinnar.<br />

Í þessari deild innan SI eru öll af<br />

okkar stærstu og þekktustu hátæknifyrirtækjum,<br />

eins og Marel,<br />

Össur, Actavis, TM-Software, Skýrr<br />

og á Sprotaþingi <strong>2007</strong> bættist CCP<br />

formlega í þennan hóp. Þessi milljarður<br />

í veltu er sjálfsagt ekki náttúrulögmál<br />

en það er greinilega eitthvað<br />

sem gerist í þessum<br />

fyrirtækjum um leið og þau ná<br />

þessu takmarki.<br />

Þau sem hafa farið í Kauphöllina<br />

hafa tækifæri til að fjármagna sig á<br />

nýjan hátt. Með því er sköpuð forsenda<br />

fyrir þessari útrás sem við<br />

erum alltaf að tala um. Þá geta fyrirtæki<br />

farið að kaupa upp samkeppnis-<br />

eða samstarfsfyrirtæki erlendis.“<br />

Kortlagningu sprotafyrirtækja<br />

fylgt eftir<br />

Í kjölfar Sprotaþingsins árið 2005<br />

var gerð tillaga að stofnun sprotavettvangs<br />

sem hefði meðal helstu<br />

verkefna sinna að kortleggja og<br />

flokka sprotafyrirtæki. Davíð segir<br />

þeirri vinnu nú lokið að hluta og<br />

markmiðið með Sprotaþinginu í ár<br />

hafi verið að fylgja henni eftir með<br />

hjálp löggjafans, ráðuneyta og<br />

stuðningsumhverfisins.<br />

„Þetta vaxtarferli hjá sprotafyrirtækjum<br />

tekur langan tíma, því<br />

menn eru að alltaf að eltast við<br />

ákveðin viðfangsefni, klára þróunarverkefnin<br />

sín, ná sambandi við<br />

markaðinn, innleiða gæðakerfi og fá<br />

CE-vottanir.<br />

Þar er þetta stuðningskerfi búið<br />

að hjálpa mönnum en virkar stundum<br />

eins og það geti búið til svolítið<br />

móahlaup. Það eru bæði kostir og<br />

gallar við það. Stundum eru menn<br />

að setja upp mjög metnaðarfull<br />

verkefni eða ferla sem taka langan<br />

tíma og á meðan helstu kraftar fyrirtækisins<br />

eru uppteknir í því situr<br />

ýmislegt annað á hakanum.<br />

Fram að þeim tíma er fyrirtækin<br />

ná að „útskrifast“ er þetta oft býsna<br />

mikill barningur og það vill oft<br />

verða þannig að þeim mun meiri<br />

tækni-, rannsóknar- og þróunarstarfsemi<br />

sem liggur að baki,<br />

þeim mun lengri tími líður á þessari<br />

braut áður en einum milljarði í<br />

veltu er náð.<br />

Það getur verið töluverð forsaga í<br />

formi einhvers konar verkefnis,<br />

þannig að þróunarferillinn liggi<br />

ennþá lengra aftur, þó fyrirtækið sé<br />

stofnað síðar.<br />

Spurningin sem við spyrjum er<br />

hvort við getum fært þessa þjónustu<br />

nær hraðbrautinni, gert hana<br />

markvissari, þannig að menn séu<br />

sér betur meðvitandi um það að<br />

hverju sé hægt að ganga og á hvaða<br />

tíma.<br />

Við ætlum að fara í það með samstarfsaðilum<br />

okkar á Norðurlöndum<br />

að skoða og bera saman þróunarferla<br />

fyrirtækja og sjá hvaða<br />

mynstur er hægt að greina, hvaða<br />

girðingar það eru sem fyrirtæki<br />

fara í gegnum og hvað dregur fyrirtækin<br />

áfram.“<br />

Afföll kalla á nýliðun<br />

Fæst sprotafyrirtæki ná nokkurn<br />

tíma að verða stór fyrirtæki á íslenskan<br />

mælikvarða. Er nægilega<br />

mikil nýliðun meðal sprotafyrirtækja<br />

til að markmiðum SSP<br />

verði náð?<br />

„Ef við gefum okkur það að menn<br />

séu að basla í annarri og fyrstu<br />

deild og séu að stefna að því að „útskrifast“,<br />

gerum við ráð fyrir að í<br />

hvorri deild geti orðið afföll þegar<br />

menn eru að klifra upp þennan<br />

stiga, sem jafnvel geta verið 75% í<br />

1. deild og svo aðeins minni þegar<br />

100 milljónum er náð. Við þyrftum,<br />

miðað við þetta, svona 15-20 fyrirtæki<br />

í fyrstu deild til að raunhæft<br />

gæti talist að útskrifa tvö fyrirtæki<br />

á ári.<br />

Menn hafa nú verulegar áhyggjur<br />

af lítilli hvatningu og nýliðun meðal<br />

sprotafyrirtækja. Það var ákveðin<br />

bóla í kringum aldamótin en síðan<br />

sjáum við gríðarlega bratt hrap.<br />

Á síðasta ári bættust aðeins við<br />

þrjú fyrirtæki, sem við vitum um, í<br />

hóp sprotafyrirtækja og það segir<br />

okkur þá sögu að tiltrú fólks á það<br />

Morgunblaðið |25<br />

Sameiginlegt verkefni þjóðarinnar<br />

að gæta hagsmuna sprotafyrirtækja<br />

Innan vébanda Samtaka<br />

sprotafyrirtækja<br />

eru fyrirtæki sem falla<br />

að ákveðinni skilgreiningu.<br />

Davíð Lúðvíksson,<br />

talsmaður samtakanna<br />

og forstöðumaður<br />

hjá <strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong>,<br />

gerði Jóhanni M.<br />

Jóhannssyni grein fyrir<br />

hlutverki og markmiðum<br />

Samtaka<br />

sprotafyrirtækja.<br />

Fyrsta fyrirtækið<br />

brautskráð úr <strong>Samtök</strong>um<br />

sprotafyrirtækja<br />

CCP hf. var formlega brautskráð<br />

úr <strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja með<br />

sérstakri athöfn á Sprotaþinginu<br />

sem fram fór 2. <strong>febrúar</strong>.<br />

Athöfnin var táknræn fyrir það<br />

að CCP komst á liðnu ári í úrvalsdeild<br />

sprotafyrirtækja eins og hún<br />

hefur verið skilgreind af <strong>Samtök</strong>um<br />

sprotafyrirtækja, en deildina<br />

skipa þau sprotafyrirtæki sem<br />

náð hafa meira en einum milljarði<br />

íslenskra króna í veltu á ári.<br />

Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóra<br />

CCP, tók fyrir hönd<br />

CCP við sérstakri viðurkenningu úr<br />

höndum dr. Jóns Ágúst Þorsteinsson,<br />

formanns Samtaka<br />

Morgunblaðið/Ómar<br />

Fjölbreytni Að mati Davíðs Lúðvíkssonar forstöðumanns hjá <strong>Samtök</strong>um <strong>iðnaðarins</strong> eru tækifæri í því að byggja upp<br />

hátækniiðnað hér á landi. Gæta eigi að því að koma eins mörgum stoðum og raunhæft er undir atvinnulíf á Íslandi.<br />

sprotafyrirtækja. Áður en Jón<br />

Ágúst afhenti viðurkenninguna<br />

sagðist hann stoltur af CCP sem nú<br />

væri komið við hlið fyrirtækja eins<br />

og Marel, Össurar og Actavis.<br />

Framtíð þess yrði glæsileg og vonandi<br />

hér á landi í því umhverfi sem<br />

skapa mætti, tækju hlutaðeigandi<br />

aðilar höndum saman.<br />

Bætti hann við að CCP hefði<br />

ákveðinn karakter, eiginleika og<br />

stíl sem væri aðdáunarverður. Engum<br />

hefði dottið í hug að hægt væri<br />

að framleiða alþjóðlegan tölvuleik<br />

á Íslandi, slíkt hefði verið afskrifað<br />

sem draumsýn.<br />

Hilmar Veigar sagðist hafa gam-<br />

Morgunblaðið/G.Rúnar<br />

Útskrift CCP hf. var brautskráð með viðhöfn úr <strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja<br />

á nýliðnu Sprotaþingi. Frá vinstri eru fjórir fulltrúar CCP þeir Helgi Már<br />

Þórðarson, Ívar Kristjánsson, Reynir Harðarson og Hilmar Veigar Pétursson.<br />

Í pontu er dr. Jón Ágúst Þorsteinsson sem afhenti verðlaunin.<br />

að búa til svona fyrirtæki er á<br />

hraðri niðurleið. Það hlýtur að vera<br />

eitthvað í starfsumhverfinu og skilyrðum<br />

þessara fyrirtækja sem<br />

dregur úr þessari tiltrú.<br />

Með þessari kortlagningu og<br />

flokkun er ætlunin að skapa grunninn<br />

að því að endurskipuleggja kerfið<br />

en þetta starfsumhverfi er mjög<br />

afgerandi fyrir það hversu hratt<br />

þessi fyrirtæki geta byggst upp og<br />

hversu líklegt er að þeim takist það<br />

sem þau er að gera.<br />

Þeir aðilar sem hafa áhrif á<br />

starfsumhverfið eru annars vegar<br />

löggjafinn og hins vegar stoð- eða<br />

stuðningsaðilar í umhverfinu, sem<br />

oft eru þá tengdir löggjafanum eða<br />

ráðuneytunum, ásamt því að vera í<br />

tengslum við okkur sem hagsmunasamtök.<br />

Við lítum ekki á þetta sem andstæðinga<br />

sem við erum í stríði við.<br />

Við erum að reyna að skapa sameiginlegan<br />

skilning og áhuga á því<br />

að vinna að þessum málum saman.“<br />

Þingmanna að taka við boltanum<br />

og koma honum áfram<br />

Sprotaþingið var að þessu sinni<br />

unnið í nánu samstarfi við þingflokka<br />

stjórnmálaflokkanna, með<br />

þeim formerkjum að þeir gætu tekið<br />

upp hugmyndir, sem fulltrúar<br />

sprotafyrirtækjanna legðu fyrir þá,<br />

og tekið upp sem sínar eigin.<br />

Það væri til dæmis hægt að gera í<br />

formi lagafrumvarpa, reglugerða<br />

eða beinna tillagna inn í fjárlög.<br />

Fyrir afraksturinn væru svo gefnar<br />

einkunnir.<br />

„Sprotaþingið og þessi sprotavettvangur<br />

eru tæki sem við erum<br />

að reyna að þróa í þessum tilgangi.<br />

Við lögðum fram hugmyndir í aðdraganda<br />

Sprotaþingsins að lausnum<br />

á þessum vandamálum sem við<br />

erum alltaf að reka okkur á.<br />

Við getum talað okkur hása um<br />

allt sem þarf að gera en það stoppar<br />

annaðhvort hjá embættismönnunum<br />

í ráðuneytunum eða á<br />

þinginu. Nú er komið að þingmönnum<br />

að taka þessa bolta og spila<br />

þeim áfram í formi lagafrumvarpa,<br />

þingsályktunartillagna og fjárlagatillagna.<br />

Hagsmunagæsla okkar er sameiginlegt<br />

verkefni og ef menn hafa<br />

áhuga á árangri eru þetta sameiginlegir<br />

hagsmunir þjóðarinnar sem<br />

um er að ræða, en ekki mjög þröngir<br />

hagsmunir fyrirtækjanna.<br />

Það hlýtur að vera áhugavert fyrir<br />

alla Íslendinga að valkostir og atvinnuvegir<br />

séu sem flestir hér á<br />

landi. Við verðum því að passa okkur<br />

á að leggja ekki öll okkar egg í<br />

eina körfu og eigum þess í stað að<br />

byggja upp eins margar stoðir og<br />

við sjáum raunhæft að hafa í landinu.<br />

Það eru klárlega tækifæri í því<br />

að byggja hér upp hátækniiðnað.“<br />

an af því að CCP skyldi vera fyrsta<br />

fyrirtækið sem útskrifaðist formlega,<br />

þótt það væri ekki fyrsta<br />

sprotafyrirtækið til að velta meira<br />

en einum milljarði á ári.<br />

Það hjálpaði að hafa sporgöngumenn<br />

og væri öðrum til<br />

hvatningar. Jákvætt væri ef til<br />

væru íslensk fordæmi fyrir því að<br />

sprotafyrirtæki gætu náð að vaxa<br />

og dafna því þótt margt í umhverfi<br />

sprotafyrirtækja væri í góðu horfi<br />

þá mætti bæta annað.<br />

Nýsköpun gengi út á að gera eitthvað<br />

erfitt, væri verkefnið ekki erfitt<br />

þá væri það ekki nýtt. Þeim mun<br />

erfiðara verkefni, þeim mun réttara.<br />

Tæki einhver sér eitthvað fyrir<br />

hendur sem væri fullkomlega<br />

ómögulegt og enginn hefði trú á<br />

gæti vel verið að þar væri næsta<br />

CCP á ferðinni.<br />

Tók Hilmar Veigar fram að viðurkenningin<br />

blési starfsmönnum<br />

CCP enn frekar í brjóst að gera betur,<br />

hér yrði ekki látið staðar numið<br />

heldur væri markmiðið að byggja<br />

sem stærst og best fyrirtæki.


26|Morgunblaðið<br />

Tillögur Samfylkingar hlutu hæstu einkunn<br />

Samhljómur og góðar tillögur<br />

þingflokka á Sprotaþingi <strong>2007</strong><br />

<strong>Samtök</strong> <strong>iðnaðarins</strong> (SI), <strong>Samtök</strong><br />

atvinnulífsins (SA),<br />

<strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja<br />

(SSP), <strong>Samtök</strong> íslenskra líftæknifyrirtækja(SÍL)<br />

og <strong>Samtök</strong><br />

upplýsingatæknifyrirtækja stóðu<br />

fyrir Sprotaþingi <strong>2007</strong> í samstarfi við<br />

þingflokka stjórnmálaflokka, ráðuneyti<br />

iðnaðar-, viðskipta- og menntamála,<br />

háskóla og aðila stoðkerfis og<br />

atvinnulífs föstudaginn 2. <strong>febrúar</strong><br />

síðastliðinn. Á þinginu var fjallað um<br />

stöðu og starfsskilyrði sprota- og hátæknifyrirtækja<br />

á Íslandi og tillögur<br />

þingflokka voru lagðar fram til umræðu<br />

og atkvæðagreiðslu. Sprotaþing<br />

<strong>2007</strong> markaði einnig upphaf<br />

sprotavettvangs sem formlega hefur<br />

störf í kjölfarið.<br />

Fundarform að hætti Alþingis<br />

Í vetur var efnt til samstarfs við<br />

þingflokka allra stjórnmálaflokka<br />

um að þeir kynntu nokkrar vel mótaðar<br />

tillögur á Sprotaþingi <strong>2007</strong> sem<br />

miða að því að bæta starfskilyrði<br />

sprota- og hátæknifyrirtækja. Fundarform<br />

sprotaþingsins var jafnframt<br />

lagað að þingsköpum Alþingis til að<br />

undirbúningsvinna þingflokkanna<br />

nýtist þeim sem best inn á þing og<br />

við mótun stefnuskrár fyrir komandi<br />

kosningar.<br />

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,<br />

setti þingið og fór yfir<br />

það helsta sem unnið hefur verið á<br />

vettvangi ríkistjórnarinnar frá<br />

Sprotaþingi 2005 sem haldið var í<br />

höfuðstöðvum Marels. Í máli sínu<br />

nefndi ráðherrann útgáfu hátækniskýrslnanna<br />

á Iðnþingi 2005, áskorun<br />

SI til ríkisstjórnarinnar í janúar<br />

2006 og nefnd sem fyrrverandi iðnaðar-<br />

og viðskiptaráðherra skipaði til<br />

að gera tillögur að umbótum varðandi<br />

fjármögnun nýsköpunar. Niðurstaðan<br />

varð fjórar athyglisverðar<br />

tillögur:<br />

Að treysta lagastoðir fyrir stofnun<br />

samlagshlutafélaga, breytingar á<br />

lögum til að heimila þátttöku lífeyrissjóða<br />

í samlagshlutafélögum,<br />

breyting á kerfi virðisaukaskatts á<br />

þá leið að sprotafyrirtæki fái svigrúm<br />

til að nýta innskatt í allt að 12 ár<br />

þrátt fyrir tekjuleysi og endurgreiðslur<br />

í tengslum við skattkerfið<br />

til tæknifyrirtækja sem stunda rannsókna-<br />

og þróunarstarfsemi.<br />

Skemmst er frá því að segja að<br />

þrjár af þessum tillögum hafa komið<br />

til framkvæmda og sú fjórða – um<br />

skattaívilnanir – er til athugunar hjá<br />

fjármálaráðuneyti.<br />

Auðlindasjóður<br />

Í lok setningarerindis síns kynnti<br />

iðnaðarráðherra „að í væntanlegri<br />

skipan með heildaráætlun um nýtingu<br />

og vernd náttúruauðlindanna er<br />

ráð fyrir því gert að gjald verði jafnan<br />

tekið fyrir leyfi og nýtingu. Með<br />

slíku auðlindagjaldi skapast tækifæri<br />

til að byggja upp á einhverju tímabili<br />

auðlindasjóð sem þjóðin getur notað<br />

til sérstakra þjóðþrifaverkefna.“<br />

Taldi ráðherra „að auðlindasjóður<br />

ætti að geta tekið virkan þátt í eflingu<br />

þess nýsköpunar- og sprotakerfis<br />

sem íslenska þjóðin þarf á að<br />

halda.“<br />

Í inngangserindi sínu vék Jón<br />

Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri<br />

Marorku og formaður Samtaka<br />

sprotafyrirtækja, að framtíðarsýn<br />

sprotafyrirtækja og hlutverki<br />

sprotavettvangs við að styðja við<br />

uppbyggingu sprotafyrirtækja. Þá<br />

vék Jón að verkefni upplýsingatæknifyrirtækja<br />

um þriðju stoðina<br />

sem kynnt var á iðnþingi 2005.<br />

Í framtíðarsýn Samtaka sprotafyrirtækja<br />

kemur fram það markmið<br />

að „frá og með árinu 2010 bætist árlega<br />

að jafnaði tvö ný tæknifyrirtæki<br />

í þann hóp sem veltir yfir einum<br />

milljarði á ári og skila sér inn á almennan<br />

hlutabréfamarkað.“<br />

Undanfarin 15 ár hafa 5–10 tæknifyrirtæki<br />

náð því marki að velta yfir<br />

einum milljarði á ári á alþjóðlegum<br />

Velheppnað Fjölmennt og velheppnað Sprotaþing <strong>2007</strong> var haldið 2. <strong>febrúar</strong> s.l. Margir alþingismenn sóttu þingið.<br />

Auðlindasjóður Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra vill byggja upp auðlkindasjóð<br />

til að styrkja hátækni og nýsköpun á Íslandi.<br />

Vettvangur Jón Ágúst Þorsteinsson, formaður Samtaka Sprotafyrirtækja,<br />

ávarpaði Sprotaþing <strong>2007</strong> og talaði um framtíðarsýn samtakanna.<br />

markaði og skilað sér inn á almennan<br />

hlutabréfamarkað og þannig skapað<br />

sér skilyrði til útrásar og vaxtar á alþjóðlegum<br />

markaði.<br />

Jón rakti frekar þróunina síðustu<br />

tvö árin sem hafa verið sprotafyrirtækjunum<br />

erfið. Í lok erindis síns<br />

dró Jón saman eftirfarandi megin atriði<br />

sem leggja þarf áherslu á til að<br />

bæta starfsumhverfi sprota- og hátæknifyrirtækja.<br />

Í fyrsta lagi þarf að auka opinberar<br />

fjárfestingar í rannsóknum og<br />

þróun hjá hátækni- sprotafyrirtækjum.<br />

Þetta verður helst gert<br />

með því að styrkja Tækniþróunarsjóð<br />

og koma á endurgreiðslukerfi<br />

í gegnum skattkerfið<br />

Styrkja þarf Nýsköpunarsjóð<br />

þannig að hann geti fjárfest í hátækni-<br />

sprotafyrirtækjum sem<br />

lengra eru komin.<br />

Koma þarf á hagræðingu hjá rannsóknarstofunum<br />

og leggja þær inn í<br />

háskólana eins og gert hefur verið<br />

með landbúnaðarrannsóknir. Þjónustusala<br />

stofanna á að vera hjá fyrirtækjunum<br />

Koma þarf á stöðugu umhverfi<br />

með því að lágmarka gengissveiflu,r<br />

þ.e. tryggja þarf stöðugleika krónunnar.<br />

Vextir verða að komast í eðlilegt<br />

horf.<br />

Mikilvægt er að ríkisstofnanir<br />

kaupi hugbúnaðarþjónustu frá fyrirtækjum<br />

og ýti þannig undir framleiðslu<br />

á stöðluðum hugbúnaði sem<br />

hægt er að selja á alþjóðlegum markaði.<br />

Koma þarf á hvatningu sem hvetur<br />

fjárfesta, lífeyrissjóði og einstaklinga<br />

til að fjárfesta í hátæknisprotafyrirtækjum.<br />

Að lokum lagði Jón Ágúst fram þá<br />

ósk að 2. <strong>febrúar</strong> <strong>2007</strong> skráðist í sögu<br />

Íslands sem þáttaskil þar sem allir<br />

þeir aðilar, sem staddir væru á<br />

Sprotaþingi <strong>2007</strong>, stæðu að sameiginlegu<br />

átaki í uppbyggingu hátækniiðnaðar<br />

og tryggðu þar með öflugt,<br />

margbreytilegt og spennandi samfélag<br />

þar sem afkomendur okkar fá<br />

góð og spennandi atvinnutækifæri í<br />

fölbreyttri flóru atvinnulífs.<br />

Rannsóknarverkefni kynnt<br />

Þessu næst kynntu þeir Hilmar<br />

Björn Harðarson og Pálmi Blængsson,<br />

nemendur í Háskólanum í<br />

Reykjavík, niðurstöður úr rannsóknarverkefni<br />

sínu um stuðningsumhverfi<br />

sprotafyrirtækja sem þeir<br />

unnu fyrir sprotavettvanginn með<br />

stuðningi Samtaka <strong>iðnaðarins</strong>, Háskólans<br />

í Reykjavík og Nýsköpunarsjóðs<br />

námsmanna. Verkefnið<br />

unnu þeir m.a. með könnun meðal<br />

sprotafyrirtækja auk þess sem þeir<br />

ræddu við fjölmarga aðila sem koma<br />

að fjármögnun og stuðningi við uppbyggingu<br />

sprotafyrirtækja. Í erindi<br />

þeirra kom fram að stuðningsumhverfið<br />

er nokkuð fjölskrúðugt en<br />

það birtist m.a. í því að hátt í 50<br />

stuðningsaðgerðir hafa staðið<br />

sprotafyrirtækjum til boða á undanförnum<br />

árum. Í flestum tilvikum<br />

var það mat þeirra fyrirtækja, sem<br />

hafa nýtt sér þessar stuðningsaðgerðir,<br />

að stoðkerfið væri gagnlegt<br />

en sökum smæðar væri það væri það<br />

frekar brotakennt. Yfir 200 ábendingar<br />

komu frá fyrirtækjunum um<br />

atriði sem þyrfti að styrkja í þessu<br />

kerfi. Draga má saman helstu skilaboð<br />

um umbætur í stoðkerfinu í eftirfarandi<br />

meginlínur.<br />

Nauðsynlegt er að efla og samþætta<br />

stuðningsumhverfið.<br />

Efla þarf samkeppnissjóði, sérstaklega<br />

Tækniþróunarsjóð og<br />

styrkir þurfa að vera hærri.<br />

Skortur er á „þolinmóðu“ áhættufjármagni.<br />

Gera þarf fjárfestingar í sprotafyrirtækjum<br />

meira aðlaðandi fyrir<br />

fjárfesta, t.d. með skattalegum hvötum<br />

og í allmörgum tilvikum ber mikið<br />

í milli viðhorfa frumkvöðla og fjárfesta<br />

varðandi fjármögnun<br />

sprotafyrirtækja.<br />

Skapa þarf lífeyrissjóðum forsendur<br />

til þess að koma að fjárfesta í<br />

í sprotafyrirtækjum en bankar og lífeyrissjóðir<br />

eru einungis líklegir til<br />

fjárfestinga í gegnum sérhæfða<br />

sjóði.<br />

Að inngangserindum loknum<br />

kynnti hver þingflokkur allt að þrjár<br />

Morgunblaðið/Golli<br />

tillögur í formi lagafrumvarps,<br />

þingsályktunartillagna eða reglugerðabreytinga<br />

sem haft gætu áhrif<br />

á starfsskilyrði sprota- og hátæknifyrirtækja.<br />

Þaðan voru tillögurnar<br />

sendar í þingnefndir, skipaðar<br />

fulltrúum þingflokka, stoðkerfis og<br />

atvinnulífs, til nánari umfjöllunar og<br />

þátttakendum gefinn kostur á að<br />

leggja fram breytingartillögur.<br />

Að lokunum umræðum í þingnefndum<br />

greindi málshefjandi<br />

(fulltrúi þess þingflokks, sem lagði<br />

tillöguna fram), frá umræðunni í<br />

þingnefndinni ásamt þeim breytingartillögum<br />

sem fram komu. Málshefjandinn<br />

lagði síðan mat á hverjar<br />

af breytingartillögun væru líklegar<br />

til að njóta fylgis í þingflokki hans<br />

áður en hann lagði tillöguna ásamt<br />

breytingartillögum til atkvæðagreiðslu<br />

(einkunnargjafar) á sprotaþinginu.<br />

Líflegar umræður áttu sér stað í<br />

þingnefndum og fjölmargar góðar<br />

ábendingar og breytingartillögur<br />

komu fram, sem fulltrúar þingflokkanna<br />

tóku almennt vel í og töldu í<br />

fæstum tilfellum vandkvæði á því að<br />

taka tillit til í frekari útfærslu sinni.<br />

Einkunnir og lokaorð<br />

Eftir að tillögurnar höfðu verið<br />

kynntar aftur með áorðnum breytingum<br />

gáfu þátttakendur í þinginu<br />

hverri tillögu einkunn á skalanum<br />

0–5 áður en hlé var gert á þingstörfum.<br />

Í lokaathöfn sprotaþingsins var<br />

fyrirtækinu CCP ehf. veitt sérstök<br />

viðurkenning fyrir að hafa komist í<br />

úrvalsdeild íslenskra hátæknifyrirtækja<br />

sem náð hafa árlegri veltu<br />

yfir einn milljarð kr. en fyrirtækið<br />

náði að velta um 1,3 milljörðum á síðasta<br />

ári. Af því tilefni var fyrirtækið<br />

brautskráð úr <strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja.<br />

Helgi Magnússon, formaður Samtaka<br />

<strong>iðnaðarins</strong>, greindi frá niðurstöðu<br />

einkunnargjafar fyrir tillögur<br />

þingflokkanna.<br />

Það var tillaga frá S-lista um að<br />

stórefla samkeppnissjóði sem<br />

styrkja rannsóknir og tækniþróun á<br />

sviði hátækniiðnaðar sem hlaut<br />

hæstu einkunnina.<br />

Helgi Magnússon sleit síðan<br />

sprotaþinginu með þakkarorðum til<br />

allra þeirra sem komu að undirbúningi<br />

og samstarfi um þetta nýstárlega<br />

þinghald og beindi sérstökum<br />

þakkarorðum til þingflokkanna fyrir<br />

aðild þeirra að sprotaþinginu sem<br />

verður að teljast einstakt í sinni röð.


Ágrip úr ávarpi<br />

iðnaðarráðherra<br />

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra<br />

ávarpaði<br />

Sprotaþing <strong>2007</strong> meðal<br />

annars með þessum orðum:<br />

„Nú er efnt til sprotaþings öðru<br />

sinni. Á þessu sprotaþingi ber<br />

hæst að nú verður efnt í sérstaka<br />

samvinnu við þingflokkana á alþingi.<br />

Þetta er skemmtileg og<br />

mjög áhugaverð tilraun og verður<br />

eftirtektarvert að sjá hvað hún<br />

getur fært okkur. Þetta er líka<br />

merkilegt nýmæli í samstarfsháttum<br />

atvinnulífs og stjórnvaldanna.“<br />

„Þrátt fyrir veigamikinn stuðning<br />

stjórnvalda við sprotafyrirtæki<br />

og nýsköpun atvinnulífsins<br />

er ýmissa lagfæringa þörf – og<br />

sennilega er það viðvarandi verkefni<br />

sem aldrei verður lokið. Augljósasti<br />

vandinn sem við er að fást<br />

um þessar mundir er að ekki hefur<br />

náðst að ná endum saman á<br />

milli opinberra fjárframlaga og<br />

aðkomu framtaksfjárfesta. Þessi<br />

ósamfella í fjármögnun nýsköpunar<br />

er í daglegu tali nefnd nýsköpunargjáin<br />

– en það orð lýsir<br />

vandanum allvel.<br />

Þetta er gjá sem okkur ber að<br />

brúa og fylla.“<br />

„Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins<br />

hefur hlutverki að gegna sem<br />

fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.<br />

Þær fjárfestingar<br />

hafa ekki skilað arði enn<br />

sem komið er, og þetta hefur leitt<br />

til mikillar aðhaldssemi í fjárfestingum<br />

sjóðsins í sprotafyrirtækjum.<br />

Þessi vandi kallar á aðgerðir<br />

allra aðila, jafnt stjórnvalda sem<br />

annarra. Úrlausn<br />

felst<br />

annars vegar í<br />

auknum fjárframlögum<br />

til<br />

þessa málaflokks,<br />

og hins<br />

vegar í betri<br />

samræmingu<br />

til að tryggja<br />

nauðsynlega<br />

Jón Sigurðsson samfellu.<br />

Það þarf að<br />

efla Tækniþróunarsjóð áfram og<br />

einnig Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.<br />

Það þarf áfram að þróa<br />

skattaumhverfi sprotafyrirtækja<br />

og nýsköpunar í því skyni að<br />

tryggja sem best þroskunar- og<br />

framþróunartækifæri þeirra.“<br />

„Ég tel að auðlindasjóður eigi<br />

að geta tekið virkan þátt í eflingu<br />

þess nýsköpunar- og sprotakerfis<br />

sem íslenska þjóðin þarf á að<br />

halda. Þá væri arðinum af auðlindum<br />

Íslendinga varið til að<br />

byggja hér undir framtíðarárangur,<br />

og auk þess geta beinar<br />

greiðslur til almennings, þegar<br />

þannig ber undir, orðið öflug samfélagsstoð.“<br />

„Nú er framundan að veigamikil<br />

framfaraskref varðandi umhverfi<br />

og möguleika sprotafyrirtækja<br />

og annarrar<br />

nýsköpunarstarfsemi í landinu.<br />

Þetta er mjög mikilvægt mál sem<br />

ekki þolir langa bið.<br />

Framtíðarsýn um gróandi þjóðlíf<br />

byggist á öflugri og viðvarandi<br />

nýsköpun ásamt stöðugri menntaog<br />

vísindasókn í fylkingarbrjósti.<br />

Þjóðarmetnaður Íslendinga verður<br />

m.a. að birtast einmitt í þessu.“<br />

www.nsa.is<br />

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins<br />

Húsi atvinnulífsins<br />

Borgartúni 35, 105 Reykjavík<br />

smáauglýsingar<br />

1000<br />

800<br />

600<br />

400<br />

200<br />

0<br />

mbl.is<br />

Morgunblaðið |27<br />

ár 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 6 ár 7 ár 8<br />

Dæmi um veltuaukningu<br />

hjá fyrirtæki sem NSA<br />

hefur fylgt í8ár.<br />

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti<br />

íslensks atvinnulífs með fjárfestingum í arðvænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.<br />

Við hugum að verkefnum þar sem saman fara nýsköpunargildi, líkur á arðbærri starfsemi<br />

og skortur á nauðsynlegu áhættufjármagni.Við stöndum þétt með þeim fyrirtækjum sem<br />

við fjárfestum í og leggjum áherslu á árangursríka stjórnun og góða ávöxtunarmöguleika.<br />

milljónir króna


28|Morgunblaðið<br />

Gagarín ehf.:<br />

Samþætta efni og<br />

tækni í notendavænar<br />

gagnvirkar lausnir<br />

Eftir Jóhann M. Jóhannsson<br />

Saga Gagarín nær aftur til ársins<br />

1994. Upphaflega fékkst<br />

fyrirtækið við hönnun og<br />

umbrot en árið 1996 var<br />

fyrsta margmiðlunarefnið framleitt<br />

hjá fyrirtækinu. Síðan þá hefur Gagarín<br />

sérhæft sig í framleiðslu á efni og<br />

lausnum fyrir gagnvirka miðla.<br />

Fyrirtækið óx hratt á árunum<br />

1998–2000 samfara breytingum sem<br />

fólust í því að leggja áherslu á þróun<br />

leikja og síðar farsímalausna. Frá<br />

árinu 2001 hefur fyrirtækið verið alfarið<br />

í eigu starfsmanna og unnið að<br />

þróun tæknilausna samhliða þjónustuverkefnum<br />

á sviði margmiðlunar,<br />

viðmótshönnunar og forritunar á sérlausnum.<br />

Ekki hefur verið vikið frá þeirri<br />

stefnu sem mótuð var í upphafi; að<br />

auðvelda samskipti og miðlun með<br />

því að samþætta efni og tækni í notendavænar<br />

gagnvirkar lausnir. Uppbygging<br />

fyrirtækisins grundvallast á<br />

einkunnarorðum fyrirtækisins,<br />

„Margmiðlun í tíma og rúmi“.<br />

Hjá Gagarín starfa níu manns í<br />

föstu starfi en auk þess á fyrirtækið<br />

samstarf við fjölda undirverktaka<br />

sem vinna ýmsa sérhæfða vinnu í einstökum<br />

verkefnum. Bakgrunnur<br />

fólks er af ólíkum toga: tölvunarfræðingar,<br />

grafískir hönnuðir, kvikmyndagerðarfólk<br />

og viðskipta- og<br />

markaðsfræðingar. Mikil áhersla er á<br />

skapandi hugsun og að samþætta<br />

ólíka þekkingu og viðhorf, bæði m.t.t.<br />

tækni og notenda og þeirra þarfa.<br />

Einföld og skiljanleg miðlun<br />

Þjónustuverkefni fyrirtækisins eru<br />

á sviði hefðbundinnar margmiðlunar<br />

eða framleiðslu á gagnvirku efni, viðmótshönnunar/-vefhönnunar<br />

og forritunar.<br />

Framleiðsla á margmiðlunarefni<br />

í sýningum og<br />

menningartengdu efni er fyrirferð-<br />

ANZA hf.:<br />

Eftir Jóhann M. Jóhannsson<br />

Anza er leiðandi fyrirtæki<br />

á sviði upplýsingatækni<br />

og útvistunar á Íslandi.<br />

Fyrirækið sérhæfir sig í<br />

rekstri og uppbyggingu tölvukerfa,<br />

auk ráðgjafar og hugbúnaðarlausna<br />

sem er sniðin að þörfum<br />

viðskiptavina. Með því að sjá<br />

um rekstur upplýsingakerfa aðstoðar<br />

ANZA fyrirtæki við að<br />

nýta auðlindir sínar, bæði fjármagn<br />

og mannauð, til að ná enn<br />

betri árangri á sínu sviði.<br />

Hjá ANZA starfa einhverjir<br />

færustu sérfræðingar og ráðgjafar<br />

landsins í hönnun, smíði og innleiðingu<br />

hugbúnaðar- og rekstrarlausna.<br />

Fyrirtækið þjónar viðskiptavinum<br />

með afar ólíkar þarfir<br />

og býður upp á lausnir, s.s. kerfisveitu,<br />

vefhýsingu og staðlaðar<br />

hugbúnaðarlausnir, sem hægt er<br />

armikill hluti starfseminnar og hefur<br />

Gagarín unnið til viðurkenninga á því<br />

sviði, nú síðast hlaut sýningin<br />

Reykjavík 871 +/-2 norræn verðlaun<br />

fyrir framúrskarandi notkun á stafrænu<br />

efni til miðlunar í söfnum á NO-<br />

DEM 2006.<br />

Meðal tæknilausna fyrirtækisins<br />

má nefna kortavefsjárkerfi, en þróun<br />

þess hefur staðið frá árinu 2002 og er<br />

kerfið notað til miðlunar á landfræðilegum<br />

upplýsingum á ýmsum<br />

vefsvæðum, t.d. á vefjum Reykjavíkurborgar<br />

og á Já.is, auk þess sem<br />

Námsgagnastofnun hefur tekið kerfið<br />

í notkun til að gera kennsluefni í<br />

landafræði. Vefsjáin er einnig nýtt í<br />

staðbundnar margmiðlunarkynningar.<br />

Kerfið er í stöðugri þróun og er<br />

áhersla lögð á sveigjanleika, hraða og<br />

að gera birtinguna einfalda og skiljanlega<br />

fyrir leikmenn. Kerfinu er<br />

ekki ætlað að koma í stað viðamikilla<br />

landfræðiupplýsingakerfa, heldur er<br />

lögð áhersla á einfalda og áhrifaríka<br />

birtingu upplýsinga.<br />

Ásamt því að vera hugsaðar sem<br />

sjálfstæðar lausnir nýtast tæknilausnir<br />

fyrirtækisins við framleiðslu á<br />

margmiðlunarkynningum með því að<br />

gera samsetningu þeirra auðveldari<br />

og ódýrari. Vefsjáin er komin lengst í<br />

þróun sem sjálfstæð lausn en aðrar<br />

tæknilausnir sem um ræðir eru tímaás<br />

og heildstæð umgjörð til efnismiðlunar.<br />

Viðskiptavinir Gagarín eru fyrirtæki<br />

og opinberir aðilar, ráðuneyti,<br />

stofnanir og söfn.<br />

Birting efnis í tíma og rúmi<br />

Síðastliðið sumar vann Gagarín<br />

þróunarverkefni í samvinnu við<br />

Reykjavíkurborg og Ingabjörn Pétursson,<br />

mastersnema við Háskólann í<br />

Árósum. Upplýsingum um dagskrá<br />

Menningarnætur var miðlað í gegnum<br />

vefinn í viðmóti sem gaf fólki kost<br />

Útvistun á sviði<br />

upplýsingatækni<br />

hjálpar<br />

fyrirtækjum<br />

að raða saman í sérsniðna heild.<br />

ANZA hefur yfir að ráða fullkomnu<br />

kerfisrými og var annar<br />

tveggja vélasala formlega tekinn í<br />

notkun í september 2006. Er hann<br />

byggður á nýjustu tækni og hannaður<br />

eftir þörfum viðskiptavina.<br />

Lausnaframboð ANZA er þríþætt,<br />

fyrirtækið hefur yfir að ráða<br />

sérfræðingum á sviði iðntölvustýringa<br />

og hafa ýmis verkefni verið<br />

unnin fyrir Alcan á því sviði. Í<br />

öðru lagi er boðið upp ýmsa<br />

rekstrarþjónustu s.s. hýsingu,<br />

kerfisleigu, tölvurekstrarþjónustu,<br />

rekstur símkerfa, netafritun og<br />

netþjónustu. Í þriðja lagi er boðið<br />

upp á ráðgjöf og hugbúnaðarþjónustu<br />

þar sem áherslan er á ráðgjöf<br />

varðandi viðskiptalausnir, sérsmíði,<br />

viðskiptagreindarlausnir og<br />

uppbyggingu á vöruhúsum gagna.<br />

ANZA er í fararbroddi í upplýsingaöryggismálum.<br />

Það varð fyrst<br />

á að nálgast upplýsingar með ólíkum<br />

hætti: í flokkum (dans, leiklist, tónlist<br />

o.s.frv.), á korti og líka á tímaás.<br />

Könnun var gerð á upplifun notenda<br />

af þessum ólíku leiðum og unnið<br />

úr henni m.t.t. fræðanna, en Ingibjörn<br />

var að ljúka mastersgráðu í<br />

upplýsingatæknistjórnun. Verkefnið<br />

byggir á þeirri framtíðarsýn Gagarín<br />

að þróa lausnir til birtingar á efni í<br />

tíma og rúmi. Verkefnið er mikilvægt<br />

innlegg í þróunarstarf Gagarín sem<br />

mun áfram þróa aðferðir til að birta<br />

efni á vef, og öðrum gagnvirkum<br />

miðlum, með skilvirkum og áhugaverðum<br />

hætti.<br />

Já.is Kortavefsjárkerfi er meðal tæknilausna Gagarín ehf. Kerfið er meðal<br />

annars notað til miðlunar landfræðilegra upplýsinga á heimasíðu Já.is.<br />

Lögð er áhersla á einfalda og áhrifaríka birtingu upplýsinganna fremur en<br />

að kerfinu sé ætlað að koma í stað viðamikilla landfræðiupplýsingakerfa.<br />

Menningarnótt Gagarín ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á efni og lausnum fyrir gagnvirka miðla. Sumarið 2006<br />

vann fyrirtækið þróunarverkefni í samvinnu við fleiri aðila þar sem upplýsingum um dagskrá Menningarnætur<br />

var miðlað í gegnum vefinn með mismunandi hætti, m.a. á korti, á tímaás og eftir ólíkum listformum.<br />

Höfuðstöðvar ANZA hefur yfir að ráða fullkomnu kerfisrými og var annar tveggja vélasala, sem byggður er á<br />

nýjustu tækni og hannaður eftir þörfum viðskiptavina, formlega tekinn í notkun í september 2006. Höfuðstöðvarnar<br />

eru við Ármúla. Síminn hf. er aðaleigandi ANZA en nokkur fyrirtæki og starfsmenn eiga smærri hlut.<br />

allra upplýsingafyrirtækja á Íslandi<br />

til að fá vottun samkvæmt<br />

öryggisstaðlinum BS 7799 og hefur<br />

þegar fengið vottun samkvæmt<br />

nýjum öryggisstaðli; ISO 27001.<br />

Fyrsti valkostur<br />

Í samræmi við þá sérstöðu fyrirtækisins<br />

sem endurspeglast í<br />

upplýsingatækni og útvistun er<br />

hlutverk ANZA að gera viðskiptavinum<br />

kleift einblína á það<br />

sem þeir gera best. Nýverið hefur<br />

ANZA farið í gegnum stefnumótunarvinnu<br />

og markað sér vegvísi<br />

til að fylgja inn í framtíðina.<br />

Framtíðarsýnin er „að vera fyrsti<br />

valkostur í upplýsingatækni“ í<br />

huga markaðarins, samstarfaðila,<br />

fjárfesta og starfsmanna.<br />

Í stefnumótuninni hefur ANZA<br />

mótað sér ýmsar áherslur. Markaðsáherslur<br />

sem miða að því að<br />

skilgreina vöruframboð og þá<br />

hópa viðskiptavina sem eftirsóknarverðir<br />

eru. Samskiptaáherslur<br />

miða að því að skilgreina hvernig<br />

viðskiptavinir upplifa fyrirtækið<br />

og þau loforð sem það gefur þeim.<br />

Fyrirtækjaáherslur eru fyrst og<br />

fremst inn á við og skilgreina þá<br />

menningu sem einkennir innra<br />

starfið og þau gildi sem starfsmenn<br />

standa fyrir. Að lokum er<br />

viðskiptaáherslu ætlað að skilgreina<br />

framtíðarsýn, hlutverk og<br />

markmið fyrirtækisins.<br />

ANZA var stofnað árið 1997 og<br />

varð frá upphafi eitt öflugasta<br />

upplýsingatæknifyrirtæki landsins.<br />

Árið 2006 keypti fyrirtækið<br />

hluta af starfsemi TietoEnator<br />

sem veitir þjónustu á sviði upplýsingatækni<br />

í Svíþjóð, Danmörku og<br />

Noregi og stofnaði samfara því Sirius<br />

IT, nýtt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki.<br />

ANZA er því orðið<br />

eitt stærsta<br />

upplýsingatæknifyrirtæki landsins<br />

með um 520 starfsmenn og ársveltu<br />

um 5,4 milljarða króna. Aðaleigandi<br />

ANZA er Síminn hf. en<br />

nokkur fyrirtæki og starfsmenn<br />

eiga smærri hlut.


Líf-Hlaup ehf.:<br />

Rannsaka<br />

lyfjameðferðir<br />

við munnangri<br />

og frunsum<br />

Eftir Jóhann M. Jóhannsson<br />

Líf-Hlaup ehf. var stofnað í<br />

október 1998 utan um<br />

rannsóknir þriggja prófessora<br />

við Háskóla Íslands<br />

og voru stofnendur vísindamennirnir<br />

ásamt Tækniþróun<br />

hf. Líf-Hlaup var sameinað LipoMedica,<br />

öðru sprotafyrirtæki<br />

sem starfaði innan háskólans árið<br />

2005.<br />

Rannsóknir félagsins eru á sviði<br />

lyfjameðferða á slímhúðir og notkun<br />

náttúrulegra fituefna til meðhöndlunar<br />

á bakteríu og veirusýkingum<br />

Tvö helstu verkefni<br />

Líf-Hlaups eru lyfjameðferðir við<br />

munnangri og frunsum.<br />

Ný lyfjameðferð við munnangri<br />

var þróuð hjá félaginu og klínísk<br />

rannsókn gerð á sjúklingum þar<br />

sem niðurstöður voru mjög jákvæðar<br />

og 70% sjúklinga sem meðhöndlaðir<br />

voru með lyfinu hlutu<br />

bata á munnangurssárum á<br />

þriggja daga meðferðartíma. Sem<br />

stendur er verið að ljúka þróunarferlinu<br />

á lyfjaforminu og standa<br />

vonir til að því verði lokið á árinu.<br />

Flestar sýkingar sem leggjast á<br />

menn eða dýr eru í eða hefjast við<br />

slímhúð og það hefur því ótvíræða<br />

kosti við lyfjameðferð að lyfjaform<br />

geti haldist í nokkuð langan tíma<br />

við slímhúð, þ.m.t. slímhúð í nefi,<br />

munni, endaþarmi eða skeið.<br />

Betra aðgengi og árangur<br />

Slímhúðin er viðkvæmur hluti af<br />

varnakerfi líkamans og þess vegna<br />

eru sár á slímhúð gallar í innbyggða<br />

ónæmiskerfinu sem æskilegt<br />

er að lækna sem fyrst.<br />

Markmið rannsókna Líf-Hlaups<br />

er að bæta lyfjagjöf á slímhúð og<br />

þróa lyfjaform sem geta staðbundið<br />

lyfjaformið. Með því að ná góðri<br />

slímhimnuviðloðun lyfjaforms og<br />

stjórna losun lyfs frá því má bæta<br />

aðgengi lyfs og ná betri árangri í<br />

meðferð.<br />

Miðað er að því að þróa lyfjaform<br />

til gjafar á slímhúð, koma lyfi<br />

fyrir í þeim og sýna fram á virkni<br />

með klínískum rannsóknum.<br />

Önnur verkefni sem félagið<br />

vinnur að eru meðal annars þróun<br />

á filmum/himnum til lyfjagjafar í<br />

munn auk þróunar á meðferðum til<br />

meðhöndlunar á sveppasýkingum í<br />

munni og gervitönnum.<br />

Morgunblaðið |29<br />

Náttúrulegt Rannsóknir Líf-Hlaups ehf. eru á sviði lyfjameðferða á slímhúðir og notkun náttúrulegra fituefna til<br />

meðhöndlunar á bakteríu- og veirusýkingum. Varða helstu verkefnin lyfjameðferð við munnangri og frunsum.<br />

Munnangur Ný lyfjameðferð Líf-Hlaups ehf. við munnangri gaf góða raun<br />

í rannsókn sem gerð var á sjúklingum. Fengu 70% sjúklinga sem meðhöndlaðir<br />

voru bata af munnangurssárum á þriggja daga meðferðartíma.<br />

Alþjóðleg verðlaun<br />

og styrkir<br />

Ný meðferð við frunsum er einnig<br />

í þróun hjá félaginu og stendur<br />

nú yfir klínísk rannsókn á virkni<br />

þeirrar meðferðar þar sem 150<br />

sjúklingar taka þátt.<br />

Vísindamenn félagsins þau dr.<br />

W. Peter Holbrook, dr. Þórdís<br />

Kristmundsdóttir, dr. Halldór Þormar<br />

og Skúli Skúlason hlutu alþjóðleg<br />

verðlaun IADR/GlaxoSmithKline<br />

Innovation in Oral Care<br />

Awards árið 2005 fyrir verkefnið<br />

sem snýr að þróun frunsumeðferðarinnar.<br />

Líf-Hlaup hefur einnig á undanförnum<br />

árum tekið þátt í tveimur<br />

verkefnum styrktum af Evrópusambandinu<br />

og er nú leiðandi í<br />

nýju verkefni sem hlaut 900.000<br />

styrk í CRAFT áætlun Evrópusambandsins,<br />

þar er verið að vinna að<br />

frekari þróun munnangursmeðferðar<br />

félagsins.


30|Morgunblaðið<br />

NimbleGen Systems:<br />

Örflögutækni sem skapar<br />

þekkingu á genum<br />

NimbleGen Systems er sprotafyrirtæki<br />

sem varð til við samstarf<br />

raunvísinda- og verkfræðideilda<br />

háskólans í Madison í Wisconsin<br />

fylki í Bandaríkjunum árið 199<strong>9.</strong> Þetta er líftæknifyrirtæki<br />

sem sérhæfir sig í smíði á<br />

DNA örflögum en auk þess sér fyrirtækið um<br />

þjónusturannsóknir með örflögutækni fyrir<br />

vísindamenn um heim allan.<br />

Örflögusmíði í stórum stíl<br />

DNA örflögur (DNA microarrays) eru verkfæri<br />

sem notuð eru í rannsóknum á sviði líftækni<br />

og heilbrigðisvísinda. Þessi öfluga tækni<br />

gerir vísindamönnum kleift að afla yfirgripsmikillar<br />

þekkingar á genasamsetningu og<br />

frumustarfsemi lífvera og hefur notkun þessarar<br />

tækni farið mjög vaxandi á síðustu árum.<br />

Nimblegen Systems hefur þróað svonefnda<br />

MAS tækni til smíði á örflögum og hefur<br />

einkaleyfi á þeirri aðferð. Þegar búið var að<br />

hanna MAS tæknina hjá Nimblegen Systems í<br />

Madison var komið að því að hefja örflögusmíði<br />

í stórum stíl. Var Nimblegen Systems<br />

bent á möguleikann að byggja upp framleiðslu<br />

á Íslandi þar sem hér væri mikið af vel menntuðu<br />

fólki í vísindageiranum. Úr varð að útibú<br />

var stofnað á Íslandi í byrjun árs 2002 og fagnar<br />

íslenska fyrirtækið því 5 ára afmæli um<br />

þessar mundir. Sigríður Valgeirsdóttir var<br />

ráðin til að stýra fyrirtækinu og fyrst um sinn<br />

voru aðeins tveir starfsmenn með henni.<br />

Mestur vöxtur hérlendis<br />

Nimblegen Systems á Íslandi hefur hinsvegar<br />

vaxið mjög hratt og í dag starfa 36<br />

manns hjá fyrirtækinu. Flestir starfsmenn eru<br />

með framhaldsmenntun á sviði raungreina,<br />

verkfræði eða tölvunarfræði, en auk þess<br />

starfa um 10 háskólanemar hjá fyrirtækinu<br />

samhliða námi.<br />

Vöxtur NimbleGen Systems hefur verið<br />

mestur á Íslandi þar sem öll framleiðsla og<br />

þjónusta á sér stað hér á landi. Í fyrirtækinu í<br />

heild vinna hins vegar um 120 manns sem<br />

starfa víðs vegar um heiminn en höfuðstöðvar<br />

eru í Madison í Wisconsin. Í Madison er einnig<br />

starfrækt þróunardeild, upplýsingatæknideild<br />

og markaðsdeild svo nokkuð sé nefnt.<br />

NimbleGen Systems á Íslandi er skipt í<br />

tvær deildir. Annarsvegar er örflögudeild þar<br />

sem örflögur eru framleiddar með MAS<br />

tækni. Hins vegar er þjónustudeild þar sem<br />

unnið er við þjónusturannsóknir með örflögutækni.<br />

Báðar þessar deildir hafa vaxið<br />

hratt á síðustu árum og unnið er á vöktum um<br />

kvöld og helgar til að anna eftirspurn. Auk<br />

Meðal fyrirtækjanna sem<br />

starfa í frumkvöðlasetriIðntæknistofnunar<br />

er Intelscan<br />

örbylgjutækni ehf .<br />

Vatn er verðmæti í ýmsum skilningi.<br />

Þetta vita ekki síst framleiðendur<br />

sem þurfa að þurrka hráefni<br />

sitt og hámarka nýtingu.<br />

Mikilvægar mælingar<br />

Of mikil þurrkun hefur í för með<br />

sér óþarfan orkukostnað og verri<br />

nýtingu á hráefni. Of lítil þurrkun<br />

leiðir hins vegar til þess að vatnsinnihald<br />

getur verið yfir leyfilegum<br />

mörkum og neytendur verða<br />

óánægðir.<br />

Mælingar á vatnsinnihaldi hafa<br />

oftast verið framkvæmdar á rannsóknarstofum<br />

og eru tímafrekar.<br />

Niðurstöður slíkra mælinga koma<br />

of seint til að hægt sé að nota þær<br />

til að stýra framleiðslu. Helst er<br />

mælitæki Intelscan komið fyrir á<br />

framleiðslulínu þar sem vörur<br />

koma út úr þurrkara. Um leið og<br />

varan kemur úr þurrkaranum mælir<br />

örbylgjutæki Intelscan vatnsinnihald<br />

hennar og sendir niðurstöðuna<br />

beint inn í stjórntölvu<br />

Gæði Harpa Arnardóttir og Páll Þórir Daníelsson gæðamæla efni til örflögusmíði.<br />

Skráning Páll Þórir Daníelsson skráir upplýsingar í MAS vél.<br />

þess að starfa við framleiðslu og þjónustu, hefur<br />

útibúið á Íslandi tekið virkan þátt í<br />

tækniþróun og markaðsstarfi innan fyrirtækisins.<br />

Búast má við að þróunin verði meira í<br />

þessa átt eftir því sem fyrirtækið stækkar.<br />

Hraðfleyg tækniþróun<br />

Mikil þróun hefur átt sér stað í örflögutækni<br />

á skömmun tíma og tekur Nimblegen<br />

Systems þátt í því ferli. Fyrirtækið er nú<br />

að setja nýja kynslóð MAS véla í framleiðslu<br />

en þessar vélar eru mun afkastameiri en þær<br />

sem fyrir eru, auk þess sem hver örflaga mun<br />

gefa meiri upplýsingar. Gert er ráð fyrir að<br />

fyrsta vél nýrrar tegundar verði sett upp hér á<br />

landi í næsta mánuði. Samfara nýjum vélum<br />

eru einnig þróaðar nýjar aðferðir við rannsóknir<br />

og nýr hugbúnaður til að halda utan um<br />

þær upplýsingar sem verða til. Það eru því<br />

miklar breytingar í vændum hjá Nimblegen<br />

Systems og spennandi ár framundan hjá fyrirtækinu.<br />

Frumkvöðlasetrið:<br />

Intelscan mælir vatnsinnihald<br />

Heimsókn Iðnaðar- og viðskiptaráðherra í heimsókn hjá Iðntæknistofnun<br />

og Intelscan. Með Jóni Sigurðssyni eru á myndinni f.v. Ólafur H. Jónsson,<br />

framkvæmdastjóri Intelscan, Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar,<br />

Sveinn Þorgrímsson, Iðnaðarráðuneytinu og Sævar Birgisson,<br />

starfsmaður Intelscan.<br />

framleiðslunnar. Þær upplýsingar<br />

eru síðan nýttar til að stilla þurrkarann<br />

og draga þannig úr sveiflum<br />

í vatnsinnihaldi, minnka orkukostn-<br />

að, ná stöðugri gæðum og framleiða<br />

vöruna með mesta leyfilega<br />

vatnsinnihaldi.<br />

Markaður fyrir vöru Intelscan er<br />

mjög stór; allur matvælaiðnaður<br />

auk steinefna- og efnaiðnaðar – alls<br />

staðar þar sem vatnsinnihald hráefnisins<br />

skiptir máli.<br />

Félagið var stofnað árið 2000 til<br />

að þróa og framleiða búnað til að<br />

mæla vatnsinnihald mismunandi<br />

hráefna á sjálfvirkan hátt. Auk<br />

stofnenda eru eigendur félagsins<br />

nú Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins,<br />

eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar,<br />

Framtakssjóður<br />

Austurlands og Iðntæknistofnun Íslands.<br />

Vörur Intelscan hafa verið seldar<br />

til átta landa í Evrópu, í matvælaog<br />

efnaiðnað til fyrirtækja eins og<br />

Nestlé í Sviss, Toms Gruppen í Danmörku<br />

og Kemira í Finnlandi. Að<br />

auki hefur mælibúnaður Intelscan<br />

verið seldur til fiskimjölsframleiðenda<br />

hérlendis.<br />

Einkaleyfi víða um heim<br />

Sótt var um einkaleyfi á þessari<br />

aðferð við vatnsmælingar og hefur<br />

það nú þegar verið samþykkt í Evrópu,<br />

Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi.<br />

Einkaleyfið er einnig í afgreiðslu<br />

á öðrum svæðum, svo sem í<br />

Japan, Kanada og Ástralíu.<br />

Háþróað Lisa Lindefelt við þjónusturannsóknir<br />

með örflögutækni.<br />

Sending Gunnur Jónsdóttir undirbýr sendingu<br />

á örflögum til viðskiptavina.<br />

Rannsóknir Drífa Guðjónsdóttir við þjónusturannsóknir<br />

með örflögutækni<br />

Fyrirtækin Intelscan ehf., Héðinn<br />

hf. og Elrún ehf. skrifuðu nýlega<br />

undir samstarfssamning um að<br />

vinna sameiginlega að lausnum fyrir<br />

fiskimjölsiðnaðinn.<br />

„Markmiðið með samstarfinu er<br />

að bjóða fiskimjölsframleiðendum<br />

búnað sem auðvelt er að koma fyrir<br />

í framleiðsluferlinu og veitir rauntímaupplýsingar<br />

um rakastig í<br />

mjölinu á meðan á framleiðslu<br />

stendur. Niðurstaða mælinga birtist<br />

samstundis í stjórnstöð og bætir<br />

þannig þurrkunarferlið, þannig að<br />

afraksturinn er minni sveiflur í<br />

vatnsinnihaldi mjölsins og aukin<br />

nýting á mjölinu, auk orkusparnaðar.<br />

Héðinn hefur hannað hentugan<br />

sýnatökubúnað sem sækir<br />

mjöl úr vinnsluferlinu til mælinga<br />

og skilar því svo aftur í vinnsluna<br />

en Elrún hefur mikla reynslu af<br />

iðnstýringum fyrir fiskiðnaðinn og<br />

mun sjá um tengingar við stjórnherbergi<br />

fiskimjölsverksmiðjanna.<br />

Við væntum mikils af þessu samstarfi<br />

og vonumst til að geta boðið<br />

fiskimjölsiðnaðinum búnað sem<br />

eykur arðsemina,“ segir Ólafur H.<br />

Jónsson, verkfræðingur og einn<br />

stofnenda Intelscan.


Morgunblaðið/Ásdís<br />

Lífaflfræði Baldur Þorgilsson, þróunarstjóri Kine ehf. (t.h.), ásamt þeim<br />

Ásmundi Eiríkssyni og Johan Johnson í húsakynnum fyrirtækisins.<br />

Nákvæmar og<br />

hlutlægar mælingar<br />

á hreyfingum<br />

Eftir Friðrik Ársælsson<br />

fridrik@mbl.is<br />

Kine ehf. er heilbrigðistæknifyrirtæki<br />

á lífaflfræðisviði<br />

sem hefur<br />

unnið að þróun vél- og<br />

hugbúnaðar til hreyfigreiningar á<br />

mannslíkamanum. Hugmyndin að<br />

fyrirtækinu kom fyrst fram árið<br />

1992, eftir að nokkrir verkfræðingar<br />

sem höfðu unnið á Landspítalanum<br />

og Háskóla Íslands báru sigur úr<br />

býtum í nýsköpunarsamkeppninni<br />

Snjallræði. Kine ehf var ekki formlega<br />

stofnað fyrr en 1996 og starfsemin<br />

sem slík hófst ekki fyrr en árið<br />

1999 en þá var mikill uppgangur í<br />

fjármögnun á nýsköpunarverkefnum<br />

og þeir félagar hvattir til að<br />

gera viðskiptaáætlun. „Þá má segja<br />

að við höfum sameinað búta sem<br />

fram að því höfðu verið heima hjá<br />

okkur og við unnið að öll kvöld og<br />

helgar í mörg ár. Þannig fór þetta<br />

að vinda upp á sig,“ segir Baldur<br />

Þorgilsson, fyrsti starfsmaður fyrirtækisins<br />

sem nú starfar sem þróunarstjóri<br />

vélbúnaðar hjá Kine ehf.<br />

Hlutlæg mælistika<br />

meginmarkmiðið<br />

Baldur segir að í kjölfar örrar<br />

tölvuþróunar hafi orðið bylting í<br />

hreyfigreiningu enda hafi hin nýja<br />

tækni gert mönnum mögulegt að<br />

greina hreyfingu með nákvæmari<br />

hætti en áður hafði þekkst. Hinar<br />

nýju aðferðir við hreyfigreiningu<br />

þróuðust sérstaklega ört hjá þeim<br />

sérfræðingum sem önnuðust börn<br />

með CP hreyfihömlum sem veldur<br />

því að vöðvar í útlimum, einkum fótleggjum<br />

eru stífir og spastískir.<br />

„Það má segja að þær aðferðir sem<br />

þróuðust í kringum CP sjúklinga<br />

hafi lagt línurnar, enda þurfa sjúklingarnir<br />

oft að fara árlega í skurðaðgerð<br />

og því er rík þörf á mjög nákvæmum<br />

mælingum,“ segir Baldur.<br />

Að hans mati þarfnast hins vegar<br />

fjöldi annarra einstaklinga nákvæmra<br />

mælinga og þar getur<br />

tækni Kine ehf. hjálpað til. Baldur<br />

tekur dæmi um aldraðan mann sem<br />

þjáist af parkinsonveiki. Maðurinn<br />

fær iðju- og sjúkraþjálfun og lyfjagjöf,<br />

en árangurinn af þessum meðulum<br />

er ekki metinn á hlutlægan<br />

hátt. „Okkar markmið var að búa til<br />

hraðvirk og einföld tól sem eru<br />

verkfæri klíníkersins til þess að<br />

meta árangurinn með hlutlægum<br />

hætti,“ segir Baldur og heldur<br />

áfram. „Þeir hjá Össuri eru að selja<br />

mjög dýr vélræn hné og það þarf<br />

traustari rök en áður til þess að<br />

réttlæta slík kaup frá sjónarhóli<br />

tryggingafélaga og hins opinbera. Í<br />

stað þess að réttlæta þetta með orðum<br />

er hentugara að hafa tölur sem<br />

sýna fram á að stoðtækið beri tiltekinn<br />

árangur.“<br />

Þeir hópar sérfræðinga sem Kine<br />

ehf. reynir að höfða til starfa fyrst<br />

og fremst á sviði endurhæfingar,<br />

sjúkra- og iðjuþjálfunar, en einnig<br />

hefur verið stuðst við tæknina í<br />

greinum á borð við vinnuvistfræði,<br />

tölvuleikjagerð og á sviði íþrótta.<br />

Sem dæmi um fjölbreyttan hóp viðskiptavina<br />

nefnir Baldur að Bandaríska<br />

geimferðastofnunin, NASA,<br />

hafi keypt flóknasta kerfi Kine ehf.<br />

og notað við þróun á búningum<br />

geimfara auk þess sem spænska<br />

knattspyrnuliðið Real Madrid hafi<br />

stuðst við búnað frá fyrirtækinu á<br />

teygjuæfingum.<br />

Fjórar vörulínur og<br />

stöðug þróun<br />

Til þess að meta árangur og fá<br />

svör við ýmsum spurningum varðandi<br />

hreyfingu hefur Kine ehf. þróað<br />

fjórar vörulínur. Fyrsta afurðin<br />

var KinePro, alhliða hreyfigreining<br />

með hjálp vélbúnaðar, hugbúnaðar<br />

og myndavélar. Síðar var KineView<br />

sett á markaðinn, alhliða hreyfigreining<br />

í tvívíðu plani. Eftir samskipti<br />

og viðbrögð frá viðskiptavinum<br />

setti fyrirtækið svo á markað<br />

einfaldaðar útgáfur af kerfunum<br />

tveimur í fyrra; hreyfigreiningarlausnina<br />

KineLive og göngugreiningarlausnina<br />

KineGait. Með þessu<br />

segir Baldur fyrirtækið hafa brugðist<br />

við þörfum viðskiptavina sinna og<br />

reynt að stækka hóp viðskiptavina.<br />

„Nýju tækin eru líklegri til að seljast<br />

í meira magni enda er minna í<br />

pakkanum og verðið því lægra.“<br />

Baldur er mjög ánægður með þá<br />

þróun sem átt hefur sér stað innan<br />

fyrirtækisins og nefnir sem dæmi að<br />

KineLive sé algjörlega einstakt<br />

tæki. Það sem geri tæknina svo einstaka<br />

sé að hún er algjörlega þráðlaus.<br />

PIPAR SÍA<br />

Góður undirbúningur getur ráðið úrslitum.<br />

Hjá okkur færðu haldgóðar upplýsingar, ráðgjöf<br />

og fræðslu um markaðssókn erlendis.<br />

Borgartún 35 105 Reykjavík sími 511 4000 fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is<br />

smáauglýsingar mbl.is<br />

Morgunblaðið |31<br />

www.utflutningsrad.is


32|Morgunblaðið<br />

Menn og mýs ehf.<br />

Afkoman byggð á eigin vöruþróun<br />

Kristján Guðlaugsson<br />

kristjang@mbl.is<br />

Menn og mýs er hugbúnaðarfyrirtæki<br />

sem stofnað var af Pétri<br />

Péturssyni og Jóni Georg Aðalsteinssyni<br />

árið 1990 og eru<br />

þeir enn starfandi fyrir félagið. Fyrirtækið<br />

hefur gegnum árin þróað sérhæfðar hugbúnaðarlausnir<br />

fyrir netkerfi, netstjórnun<br />

og samskipti.<br />

Lausnir fyrir<br />

stýringar á DNS<br />

Árið 1994 kom fyrirtækið á markað með<br />

DNS-þjón (Domain Name System). Frá<br />

árinu 2000 hefur það einbeitt sér að þróun<br />

lausna fyrir stýringar á DNS, DHCP<br />

(Dynamic Host Configuration Protocol) og<br />

IPAM (IP Address Management) bæði fyrir<br />

Microsoft- og Unix/Bind-netumhverfi.<br />

Flest íslensk hugbúnaðarfyrirtæki<br />

byggja rekstur sinn á sölu þjónustu og<br />

vinnu. Menn og mýs er eitt fárra íslenskra<br />

hugbúnaðarfyrirtækja sem byggja afkomu<br />

sína fyrst og fremst á eigin vöruþróun og<br />

sölu á þeim hugbúnaði á alþjóðlegum markaði.<br />

Lausnir félagsins eru sérhæfðar nethugbúnaðarlausnir<br />

sem venjulegur notandi<br />

verður ekki var við en gegna mikilvægu<br />

hlutverki í utanumhaldi, öryggi og stjórnun<br />

stærri netkerfa.<br />

Umfangsmikil verkefni<br />

Með aukinni tölvunotkun og tilkomu IPsímalausna<br />

hefur þörf fyrir lausnir fyrirtækisins<br />

aukist og markhópurinn stækkað.<br />

Athuganir Microsoft sýna að meirihluta<br />

vandamála í netkerfum má rekja til villna í<br />

DNS- eða IP-uppsetningum sem sýnir<br />

skýrt mikilvægi lausna félagsins.<br />

Lausn Manna og músa hefur nokkra sérstöðu<br />

á markaði fyrir DNS-, DHCP- og IPstjórnun.<br />

Hefðbundnar lausnir byggjast á<br />

tækjum (e. appliance) sem innihalda DNSog<br />

DHCP-þjóna ásamt stjórnunarlausn til<br />

Kristján Guðlaugsson<br />

kristjang@mbl.is<br />

Mentor er þekkingarfyrirtæki sem<br />

hefur það meginhlutverk að veita<br />

skólasamfélaginu lausnir, þekkingu<br />

og þjónustu til aukins árangurs.<br />

Að undanförnu hefur fyrirtækið unnið<br />

markvisst að því að hasla sér völl í Svíþjóð og<br />

Danmörku, en skólamenn í Bretlandi og Tékklandi<br />

hafa líka sýnt upplýsingakerfi fyrirtækisins<br />

áhuga.<br />

„Fyrirtækið býður upp á hugbúnaðinn Mentor.is,<br />

sem er upplýsingakerfi fyrir skólasamfélagið,<br />

auk fræðslu og ráðgjafar til að efla<br />

innra starf skóla og auka hæfni starfsmanna,“<br />

segir Freyja Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri<br />

Mentors.<br />

Markaðssetning erlendis<br />

Mentor var stofnað 1. júlí árið 2000 og er<br />

systurfyrirtæki Manna og músa sem hafði frá<br />

árinu 1990 þjónustað grunnskóla landsins með<br />

upplýsingakerfinu Stundvísi.<br />

Við stofnun tók Mentor við því verkefni og<br />

viðskiptavinum sem þá voru yfir 90% grunnskóla<br />

landsins. Fyrirtækið hefur vaxið hratt,<br />

starfsmenn eru nú 12 talsins og þjónustar fyrirtækið<br />

98% grunnskóla landsins, 60% leikskóla<br />

og 16 sveitarfélög.<br />

„Mentor vinnur nú að markaðssetningu upplýsingakerfis<br />

fyrir skóla í Svíþjóð og Danmörku<br />

undir nafninu Infomentor. Alvikskolan, sem er<br />

1.000 barna skóli í Stokkhólmi, hefur verið þróunarskóli<br />

og notað kerfið með góðum árangri í<br />

tvö og hálft ár. Nú hafa þrír skólar bæst við í<br />

Svíþjóð; Tappströmsskolan í Ekerö, Båstad<br />

Privata Gymnasium, sem er einkaskóli í Båstad,<br />

og Prolympia í Umeå,“ segir Freyja Björk.<br />

Að sögn hennar rekur Prolympia 11 einkaskóla<br />

og er einn þeirra kominn með kerfið til<br />

reynslu og ef vel gengur munu hinir 10 taka<br />

kerfið í notkun í haust. Einnig eru tveir skólar í<br />

Danmörku komnir með kerfið, Nordby skole í<br />

Fanø og Birkeröd skole í Birkeröd.<br />

Markaðsrannsóknir í Danmörku og Svíþjóð<br />

sýna að brýn þörf er á kerfi fyrir kennara til<br />

þess að skipuleggja einstaklingsmiðað nám og<br />

Hugbúnaður Menn og Mýs byggja á eigin vöruþróun, segir Jón R. Kristjánsson, framkvæmdastjóri.<br />

stýringar. Að skipta út DNS og DHCP á<br />

stórum netkerfum er umfangsmikið<br />

verkefni með hátt flækjustig og áhættu auk<br />

þess að taka langan tíma. Á Microsoftnetkerfum<br />

getur einnig glatast við þetta<br />

mikilvæg tenging við Active Directory.<br />

Lausn Manna og músa byggist á að leggja<br />

stjórnunarlag ofan á núverandi lausnir og<br />

stýra í samvinnu við þær. Þannig næst góð<br />

samhæfing milli Microsoft Active Directory<br />

og IP-stjórnunar á neti, gangsetning verður<br />

tiltölulega einföld og lausnin vinnur með<br />

innviðum sem búið er að byggja upp.<br />

auðvelda upplýsingamiðlun til heimila en það er<br />

einmitt sérstaða Mentor.is.<br />

Yfirburðastaða<br />

Freyja Björk segir framtíðarsýn fyrirtækisins<br />

vera skýra. Það ætli að verða leiðandi á<br />

sviði upplýsingakerfa í skólasamfélaginu. Mentor.is/Infomentor<br />

sé afburðalausn og með yfirburðastöðu<br />

á Íslandi og ört vaxandi í Skandinavíu.<br />

„Helsta verkefni síðustu missera hefur verið<br />

að smíða nýja kynslóð af upplýsingakerfinu<br />

Stundvísi sem hefur fengið nafnið Mentor.is.<br />

Hér er um að ræða heildstætt upplýsingakerfi<br />

með vefviðmóti sem eykur upplýsingaflæði inn-<br />

Hefðbundin lausn<br />

Nú í byrjun <strong>febrúar</strong> kemur út ný útgáfa af<br />

lausnum félagsins, Men and Mice Suite útgáfa<br />

5.5. Þetta er stærsta og umfangsmesta<br />

útgáfa félagsins í langan tíma. Um er að<br />

ræða verulegar endurbætur á vörunni sem<br />

mun styrkja félagið í samkeppni á alþjóðlegum<br />

markaði.<br />

Starfsmenn Manna og músa eru blanda af<br />

hugbúnaðar- og netsérfræðingum sem hafa<br />

flestir langa reynslu á sérhæfðu sviði DNSog<br />

IP-stjórnunar. Ráðgjafar- og þjón-<br />

an skólans, til foreldra og sveitarfélaga,“ segir<br />

Freyja Björk.<br />

Hún segir að kerfið sé í mjög víðtækri notkun<br />

og eru einstaka notendur á degi hverjum yfir<br />

5.000 talsins.<br />

Kerfið nýtist starfsfólki skóla (skólastjórnendum,<br />

riturum og kennurum) við dagleg störf,<br />

svo sem hópaskráningu, skráningu í stundatöflur,<br />

ástundunarskráningu, einkunnavinnslu,<br />

upplýsingamiðlun til foreldra, vinnuskýrslur og<br />

forfallaskráningu starfsmanna. Starfsfólk sveitarfélaga<br />

tekur við launaupplýsingum úr kerfinu<br />

og hefur þar jafnframt yfirlit yfir nemendaskrár<br />

skólanna. Foreldrar eru sífellt að<br />

verða stærri notendahópur og geta þeir til<br />

ustudeild félagsins sinnir þjónustu við viðskiptavini<br />

ásamt því að veita faglega ráðgjöf<br />

og vinna úttektir. Félagið heldur einnig námskeið<br />

í notkun og uppbyggingu DNS víða um<br />

heim. Á árinu eru skipulögð námskeið í Evrópu,<br />

Bandaríkjunum, Asíu og Ástralíu og<br />

sem dæmi má nefna að í byrjun <strong>febrúar</strong> heldur<br />

félagið þjálfun í Bangalore á Indlandi.<br />

Markhópur Manna og músa er fyrst og<br />

fremst meðalstór og stór alþjóðleg fyrirtæki<br />

með umfangsmikil netkerfi. Markhópunum<br />

er skipt í tvennt.<br />

Annars vegar eru „minni netkerfi“ með<br />

1.000–10.000 IP-tölum (tölvur/búnaður sem<br />

notar IP-tölur).<br />

Hins vegar eru stór fjölþjóðleg fyrirtæki<br />

með jafnvel milljónir IP-talna á neti.<br />

Viðskiptavinir Manna og músa skipta þúsundum<br />

og margir eru þekkt fjölþjóðleg fyrirtæki<br />

s.s. Shell, GlaxoSmithKline, British<br />

Telecom og Lockheed Martin svo einhver<br />

séu nefnd.<br />

Tekjurnar koma frá öðrum löndum<br />

Tekjur félagsins koma því nær allar frá<br />

öðrum löndum og undanfarin ár hafa um 70%<br />

tekna félagsins komið frá Bandaríkjunum.<br />

Fram til þessa hefur hefur sölustarfið mest<br />

verið unnið frá Íslandi með stuðningi vefjarins<br />

en þær áherslur eru að breytast og<br />

sölustarf eflt. Nú eru fimm starfsmenn hjá<br />

dótturfélaginu Men and Mice Inc. í Bandaríkjunum<br />

við sölu og markaðssetningu á<br />

vörum félagsins. Einnig er félagið byrjað að<br />

koma sér upp neti endursöluaðila á erlendum<br />

mörkuðum sem veitir aðgang að stærra og<br />

öflugra sölu- og dreifineti.<br />

Vegna aukinnar notkunar á IP-búnaði og<br />

aukinna krafna um öryggi og uppitíma er<br />

gert ráð fyrir að vöxtur í sölu og notkun<br />

lausna Manna og músa verði langt umfram<br />

almennan markaðsvöxt. Framundan eru því<br />

spennandi tímar hjá félaginu með nýrri útgáfu<br />

af lausnum félagsins og nýju skipulagi<br />

sölustarfs sem færa á félagið upp um deild.<br />

Framkvæmdastjóri Manna og músa er Jón<br />

R. Kristjánsson.<br />

Mentor:<br />

Upplýsir skólakerfi hér og ytra<br />

Útrás Freyja Björk Gunnarsdóttir segir aukinn áhuga vera á Norðurlöndum fyrir Mentor.<br />

Morgunblaðið/G.Rúnar<br />

dæmis fylgst með ástundun, heimavinnu og<br />

námsframmistöðu barna sinna á Mentor.is.<br />

Einstaklingsmiðað nám<br />

Nýjar einingar sem lúta að skipulagningu<br />

einstaklingsmiðaðs nám eru hannaðar í nánu<br />

samstarfi við skóla og sérfræðinga í kennslufræðum<br />

á Íslandi, Danmörku og í Svíþjóð.<br />

Markmiðið með þeim er að auðvelda kennurum<br />

að skipuleggja einstaklingsmiðað nám og vinna<br />

að einstaklingsmiðuðu námsmati.<br />

„Þessar einingar eru einstakar og gefa fyrirtækinu<br />

samkeppnisforskot,“ segir Freyja, en<br />

Mentor fékk styrk frá tækniþróunarsjóði til að<br />

vinna að þessu verkefni.


HugurAx:<br />

Forskot inn í framtíðina<br />

Kristján Guðlaugsson<br />

kristjang@mbl.is<br />

Undir merkjum HugarAx er orðið til<br />

eitt öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki<br />

landsins. Það hefur burði til að<br />

sinna fjölþættum þörfum fyrirtækja<br />

í upplýsingatækni og er afburða samstarfs- og<br />

þjónustuaðili, m.a. á sviði viðskiptalausna,<br />

stjórnendalausna, starfsmannalausna, lausna<br />

fyrir orkugeirann og sérhæfðra hugbúnaðarlausna.<br />

Innan okkar raða starfar stór hópur<br />

metnaðarfullra starfsmanna, sem hefur víðtæka<br />

þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni og<br />

getur tekist á við umfangsmikil og flókin verkefni,“<br />

segir Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri<br />

HugarAx.<br />

Þjónusta á breiðu sviði<br />

Páll segir að það sé því ekki að ástæðulausu<br />

að ekkert annað hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi<br />

hafi jafn mörg fyrirtæki í landinu í viðskiptum.<br />

„Í krafti stærðarinnar getum við veitt þjónustu<br />

á mjög breiðu sviði og þróað okkar eigin<br />

vörur á markvissan hátt,“ segir Páll.<br />

Hið sameinaða fyrirtæki, HugurAx, byggir á<br />

traustum grunni. Hugur var stofnað árið 1986<br />

en Ax hugbúnaðarhús árið 1999 með sameiningu<br />

gamalgróinna hugbúnaðarfyrirtækja.<br />

Reynslan er því okkar megin.<br />

„Upplýsingatæknin skipar æ mikilvægari<br />

sess í rekstri fyrirtækja. Upplýsingatæknin<br />

gerir kleift að nýta starfsfólk og atvinnutæki<br />

enn betur. Það getur skipt sköpum, sérstaklega<br />

hjá þeim sem vilja auka samkeppnishæfni sína á<br />

alþjóðlegum mörkuðum. Okkar verkefni er að<br />

hjálpa fyrirtækjum að ná þessum árangri.“<br />

Sérhannað, nýtt húsnæði<br />

Í lok desember flutti HugurAx höfuðstöðvar<br />

sínar í nýtt og glæsilegt húsnæði við Guðríðarstíg<br />

í Grafarholti. Nýja húsnæðið hefur verið<br />

hannað að öllu leyti í kringum<br />

starfsemi fyrirtækisins.<br />

„Markmiðið er að veita starfsmönnum fram-<br />

LS Easy Retail er byggt á Microsoft<br />

hugbúnaði og fellur viðmótið inní<br />

kunnuglegt viðmót forrita eins og Outlook,<br />

Word og Excel.<br />

Morgunblaðið/Árni Torfason<br />

Reynsla Víðtæk reynsla á sviði upplýsingatækni er aðall Hugurax, segir Páll Freysteinsson.<br />

Einfaldur rekstur - fjölbreyttir eiginleikar<br />

LS Easy Retail er kjörið kerfi fyrir aðila í leit að heildarlausn<br />

sem fljótlegt er að koma í gagnið, einfalt að nota og er sniðin<br />

að framtíðarþörfum. Með LS Easy Retail færð þú:<br />

Fjárhagsbókhald<br />

Viðskiptamanna- og sölubókhald<br />

Tengslastjórnarkerfi (CRM)<br />

Eignakerfi<br />

Lánadrottna- og innkaupakerfi<br />

Lífið er einfalt með<br />

LS Easy Retail<br />

Birgðir og forðabókhald<br />

Starfsmannahald<br />

LS Retail verslun<br />

LS Retail bakvinnslukerfi<br />

Þrjá samtímanotendur<br />

Morgunblaðið |33<br />

úrskarandi vinnuaðstöðu og viðskiptavinum enn<br />

betri þjónustu.<br />

Öll starfsemi HugarAx í Reykjavík er nú<br />

komin undir eitt þak í nýjum húsakynnum og<br />

markar flutningur fyrirtækisins í Grafarholtið í<br />

raun lokaskrefið í sameiningu Hugar<br />

og Ax hugbúnaðarhúss,“ segir Páll.<br />

Á Guðríðarstíg starfa um 120 starfsmenn<br />

HugarAx, en til viðbótar starfa hjá fyrirtækinu<br />

um 10 starfsmenn sem vinna á starfsstöðvum<br />

HugarAx víða um land.<br />

„Í nýjum höfuðstöðvum HugarAx getum við<br />

tekið vel á móti viðskiptavinum okkar. Við höfum<br />

sett upp góða kennsluaðstöðu þar sem námskeiðahald<br />

okkar mun fara fram. Stærri kynningar<br />

og morgunverðarfundi munum við halda í<br />

sérútbúnum matsal. Þessi aðstaða tryggir að<br />

starfsfólk okkar getur auðveldlega miðlað af<br />

þekkingu sinni til viðskiptavina þegar hentar.<br />

Einnig eru í nýja húsinu rúmgóð fundarherbergi<br />

og fjölmörg afmörkuð<br />

vinnusvæði sem henta vel fyrir smærri vinnufundi,“<br />

segir Páll.<br />

Samstarf eflir og örvar<br />

Arkitektastofan Batteríið sá um hönnun og<br />

skipulagningu á skrifstofurýminu við Guðríðarstíg,<br />

en verkið var unnið í nánu samstarfi við<br />

starfsfólk HugarAx.<br />

„Unnið hefur verið hörðum höndum síðastliðna<br />

mánuði til að láta hlutina ganga upp.<br />

Glæsileg húsakynni sýna að við höfum verið<br />

heppin með samstarfsaðila. Saman á<br />

einum stað verðum við enn öflugri.“<br />

Í tilefni af flutningunum í nýtt húsnæði bauð<br />

HugurAx viðskiptavinum og samstarfsaðilum í<br />

innflutnings- og nýársgleði föstudaginn 5. janúar<br />

sl.<br />

Frábær mæting var í veisluna að sögn Páls,<br />

en um 700 manns mættu í nýja húsnæðið að<br />

Guðríðarstíg.<br />

„Boðið var upp á léttar veitingar og fjölbreytta<br />

dagskrá og björgunarsveitin Ársæll sá<br />

um glæsilega flugeldasýningu,“ segir Páll að<br />

lokum.<br />

*Verð er án vsk. og vélbúnaðar.<br />

Alvöru<br />

verslunarog<br />

bókhaldskerfi<br />

198.900 kr.<br />

Nú býðst þér einstakt tækifæri á að koma<br />

rekstrinum þínum í enn betra horf á einfaldan<br />

hátt með LS Easy Retail frá Landsteinum Streng.<br />

Við hönnun LS Easy Retail voru sérstaklega hafðar í huga þarfir verslana<br />

og veitingastaða með einn til tvo afgreiðslukassa. Kröfur sem gerðar<br />

eru til getu og virkni kerfis fyrir slíkar einingar eru þær sömu og í stærri<br />

verslunum en mælikvarðinn er annar. Í LS Easy Retail eru til staðar allir<br />

nauðsynlegir þættir fyrir þarfir verslunarreksturs eins og í viðameiri<br />

kerfum, en munurinn felst í einfaldari uppsetningu og ríkari áherslu<br />

á þarfir minni rekstraraðila. Handtölvutengingar auðvelda síðan<br />

kortagreiðslur og pantanir í veitingarekstri .<br />

Allt þetta og meira til býðst þér á aðeins 198.900 kr. * Nýttu þér tækifærið<br />

og gerðu lífið einfaldara með LS Easy Retail. Hafðu samband við söludeild<br />

okkar í síma 550 9000.<br />

Samstarfsaðilar okkar eru: Nýherji, Opin kerfi, Tæknival og Þekking.<br />

Microsoft Business Solutions<br />

Global ISV Partner of the Year 2005<br />

Ármúla 7 - 108 Reykjavík - Sími 550 9000 - www.landsteinarstrengur.is<br />

Lausnir frá Landsteinum Streng eru notaðar í fleiri en 11.600 verslunum með yfir 28.000<br />

afgreiðslukössum víðsvegar um heim. Meðal ánægðra viðskiptavina má nefna: IKEA, Adidas,<br />

Debenhams, Pizza Hut, Booths stórmarkaðirnir, Alliance Pharmacy og Concept Sports International<br />

(EM 2004, ÓL í Aþenu árið 2004).


34|Morgunblaðið<br />

Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur<br />

við HÍ í burðarliðnum<br />

Eftir Friðrik Ársælsson<br />

fridrik@mbl.is<br />

Innovit er nýstofnað undirbúningsfélag<br />

að stofnun nýsköpunar-<br />

og frumkvöðlaseturs við<br />

Háskóla Íslands. Frá því í<br />

haust hafa stofnendur félagsins, núverandi<br />

og útskrifaðir nemendur úr<br />

Háskólanum, unnið að gerð viðskiptaáætlunar<br />

um stofnun félagsins<br />

og staðið að ítarlegri rannsókn á<br />

starfsumhverfi nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi<br />

fyrir háskólamenntaða<br />

einstaklinga. Meginmarkmið nýsköpunar-<br />

og frumkvöðlaseturs við<br />

skólann eru að auka nýsköpun og<br />

frumkvöðlastarf innan veggja skólans<br />

ásamt því að takmarka þá áhættu<br />

sem felst í stofnun nýrra fyrirtækja<br />

með markvissri þjálfun, aðstoð, aðkomu<br />

og ráðgjöf sérfræðinga. Auk<br />

þess mun tilkoma frumkvöðlasetursins<br />

auka tengsl íslenskra fyrirtækja<br />

við framúrskarandi nemendur og<br />

sprotafyrirtæki og þannig stuðla að<br />

aukinni virkni hins íslenska þekkingarsamfélags,“<br />

segir Andri Heiðar<br />

Kristinsson, meistaranemi í hagfræði<br />

og einn stofnenda Innovit.<br />

Lágt hlutfall<br />

háskólamenntaðra frumkvöðla<br />

Andri segir að upphaf starfs undanfarinna<br />

mánaða megi rekja til<br />

skýrslu sem árlega kemur út á vegum<br />

Global Entrepreneurship Monitor –<br />

samtaka sem rannsaka strauma og<br />

stefnur í nýsköpunarmálum. „Í<br />

skýrslunni kemur í ljós að hlutfall há-<br />

Andri Heiðar<br />

Kristinsson<br />

Háskóli Íslands:<br />

Styrkir til doktorsnáms<br />

á sviði<br />

nanótækni<br />

Í upphafi ársins afhenti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla<br />

Íslands, tvo styrki til doktorsnáms á sviði nanótækni<br />

(örtækni). Styrkirnir eru veittir fyrir tilstilli Steinmaur<br />

Foundation í Liechtenstein.<br />

Eykur framfarir í nanótækni<br />

Tilgangur þeirra er að stuðla að framförum á sviði<br />

nanótækni og efla rannsóknir á þessu sviði á Íslandi.<br />

Einnig var litið til þess hvort verkefnið væri líklegt til að<br />

leiða til hagnýtingar og eflingar atvinnulífs á Íslandi.<br />

Nanótækni er samheiti yfir tækni og vísindi sem fást<br />

við hluti sem eru í stærðarbilinu 1–100 nanómetrar (eða<br />

þar um bil), þ.e. milljarðasti til tugmilljónasti af metra að<br />

stærð. Yfirleitt er átt við manngerða hluti eða náttúrulega<br />

hluti sem menn meðhöndla, t.d. raða upp á ákveðinn<br />

hátt, ýmist með beina hagnýtingu í huga eða til þess að<br />

rannsaka grundvallarfyrirbæri.<br />

Styrkina hlutu Kristinn Björgvin Gylfason og Árni<br />

Sigurður Ingason. Þeir luku báðir meistaranámi frá<br />

verkfræðideild Háskóla Íslands. Kristinn, sem er að<br />

hefja doktorsnám við Kungliga Tekniska högskolan<br />

(KTH) í Stokkhólmi, hefur unnið við þróun örtækninema<br />

hjá Lyfjaþróun og stefnir með doktorsnámi sínu<br />

enn frekar inn á þá braut þar sem örtækni og lífvísindi<br />

skarast.<br />

Árni er að hefja doktorsnám við Háskóla Íslands þar<br />

sem hann hefur með meistaraprófsverkefni sínu, sem og<br />

vísindagreinum sem því tengjast, unnið að þeirri tækni<br />

er lýtur að rannsóknum á þunnum málmhimnum. Slíkar<br />

himnur eru um þessar mundir einn af áhugaverðustu<br />

kostunum, þegar hugað er geymslu á vetni.<br />

Styrkirnir eru til þriggja ára og nemur hvor þeirra<br />

um 3 milljónum kr. á ári.<br />

Rannsókna rafleiðni nanókerfa<br />

Við Háskóla Íslands fara meðal annars fram rannsóknir<br />

á rafleiðni nanókerfa (sem er um margt ólík leiðninni<br />

sem við eigum að venjast úr daglegu lífi), eiginleikum<br />

einstakra nanókristalla og ljósleiðni eftir<br />

nanóvírum. Við Háskólann er einnig verið að þróa aðferðir<br />

til geymslu vetnis í magnesíum nanóstrúktúrum í<br />

viðleitni til að finna betri geymsluaðferðir fyrir vetni<br />

sem orkugjafa. Annað dæmi um nýtingu nanótækni eru<br />

rannsóknir sem tengjast líftækni, m.a. þróun á efnanema<br />

til greiningar á stórum sameindum, og á aðferðum<br />

til svæðisbundinnar lyfjagjafar í auga. Flest þessara<br />

rannsóknaverkefna við Háskóla Íslands eru unnin í<br />

tengslum við fyrirtæki. Stofnandi Steinmaur Foundation<br />

er Gunnar Björgvinsson.<br />

skólamenntaðra<br />

frumkvöðla hér á<br />

landi er gríðarlega<br />

lágt, aðeins<br />

23% íslenskra<br />

frumkvöðla eru<br />

háskólamenntuð<br />

á meðan yfir 60%<br />

frumkvöðla í<br />

Bandaríkjunum<br />

og á Norðurlöndunum eru háskólamenntuð.<br />

Þessi staða býður upp á<br />

ákveðin tækifæri og við ákváðum að<br />

láta slag standa.“<br />

Eins og fyrr segir liggur viðskiptaáætlun<br />

félagsins nú fyrir og<br />

fjármögnunarviðræður munu hefjast<br />

á allra næstu vikum. Andri segir að<br />

félagið muni fyrst og fremst leita til<br />

fjárfesta og aðila úr atvinnulífinu<br />

varðandi fjármögnun á starfseminni<br />

en óformleg viðbrögð úr röðum<br />

þeirra hafi verið mjög góð. „Viðbrögðin<br />

sem við höfum fengið hafa<br />

alls staðar verið mjög góð og það hefur<br />

keyrt okkur heilmikið áfram að<br />

flestir sem við höfum rætt við telja<br />

brýna þörf á frumkvöðlasetri sem<br />

tengi saman háskólasamfélagið og atvinnulífið,“<br />

segir Andri og bætir við<br />

að þótt Impra, Rannsóknaþjónusta<br />

HÍ, Klak og fleiri hafi unnið gott starf<br />

á sviði nýsköpunar séu forsendur<br />

fyrir því að stækka kökuna, eins og<br />

fyrrnefnd skýrsla gefur til kynna.<br />

Stjórnvöld hafa einnig brugðist vel<br />

við hugmyndum stúdenta og í ræðu<br />

sinni á Rannsóknadögum Háskólans,<br />

sem fram fóru s.l. janúar, lýsti Jón<br />

Morgunblaðið/Kristinn<br />

Innovit Stefnir að stofnun nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs í náinni framtíð<br />

Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra<br />

yfir ánægju með hugmyndir<br />

um stofnun og rekstur nýsköpunarog<br />

frumkvöðlaseturs. „Hér er á ferðinni<br />

merkt framtak sem ber vott um<br />

Innan Verkfræðideildar Háskóla Íslands<br />

eru meðal annars stundaðar rannsóknir á<br />

heilbrigðissviði.<br />

Í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús<br />

er verið að vinna tvö meistaraverkefni<br />

í tengslum við verkefnið RISE<br />

sem er innan fimmtu rammaáætlunar ESB.<br />

Verkefnin eru unnin af Fjólu Jóhannesdóttur,<br />

vélaverkfræðinema, og J. Lilju<br />

Pálsdóttur, rafmagnsverkfræðinema.<br />

Raförvunarmeðferð<br />

Markmið verkefnisins er að þróa nýja raförvunarmeðferð<br />

sem er margfalt öflugri en<br />

núverandi staðlar leyfa fyrir sjúklinga með<br />

varalegan útlægan mænuskaða. Mögulegir<br />

ávinningar eru: bætt blóðrás, nýmyndun<br />

vöðvafrumna og uppbygging vöðvamassa,<br />

vöðvastyrks, húðþykktar og beinstyrks.<br />

Lokamarkmiðið er að sjúklingurinn geti<br />

staðið upp með aðstoð raförvunarinnar.<br />

Á Íslandi taka þrír lamaðir einstaklingar<br />

þátt í rannsókninni, en allir lömuðust þeir af<br />

slysförum á síðastliðnum 3-10 árum. Helsta<br />

markmið verkefnisins er þó að auka lífsgæði<br />

og lífslíkur sjúklinganna. Dæmi um fylgi-<br />

framsýni stúdenta og meðvitund<br />

þeirra um mikilvægi þess að rannsóknir<br />

leiði til ávinnings fyrir þá<br />

sjálfa sem að þeim vinna og fyrir<br />

samfélagið í heild,“ sagði Jón.<br />

kvilla lömunar fyrir neðan mitti eru mikil<br />

vöðvarýrnun, taugaskerðing, blöðrulömun<br />

og lömun í hringvöðva endaþarms sem valda<br />

hættu á þvag- og hægðaleka, skert kynlífsgeta,<br />

léleg blóðrás sem veldur svo enn meiri<br />

vöðvarýrnun (sjá mynd 1), beinþynningu og<br />

þynnri og viðkvæmari húð. Alvarleg legusár<br />

eru algengt vandamál hjá lömuðum einstaklingum<br />

þar sem blóðrásin er léleg og<br />

næringarflutningur til fótleggja ófullnægjandi.<br />

Mynd 2 sýnir alvarlegt legusár.<br />

Búnaðurinn sem notaður er til raförvunarinnar<br />

er raförvi sem er forritaður þráðlaust<br />

og örvar vöðvaþræði beint með allt að<br />

250 mA styrk. Sjúklingarnir raförva læri,<br />

rass og kálfa 2 klukkustundir á dag, 6 daga<br />

vikunnar, sjá mynd 3. Sneiðmyndataka af<br />

lærum er svo framkvæmd á 3-4 mánaða<br />

fresti og einnig hreyfigreining um hnjálið.<br />

Hreyfigreiningunni er ætlað að gefa vísbendingar<br />

um vöðvakraft og vélræna eiginleika<br />

vöðva án beinnar snertingar við sjúklinginn.<br />

Mælingin er framkvæmd með<br />

upptökuvél.<br />

Sjúklingurinn situr á bekk og fæti er ýtt<br />

úr jafnvægisstöðu og látinn sveiflast um<br />

Starfið reist á<br />

þremur meginstoðum<br />

Áætlað er að starfsemi Innovit<br />

verði í megindráttum þríþætt. Í<br />

fyrsta lagi verði boðið upp á aðstöðu<br />

fyrir sprotafyrirtæki, nemendur og<br />

unga frumkvöðla úr háskólasamfélaginu.<br />

Í annan stað mun Innovit<br />

sinna fræðslumálum og kynna fyrir<br />

nemendum, fjárfestum og fólkinu í<br />

landinu hvaða möguleikar bjóðist á<br />

sviði nýsköpunar hér á landi, með fyrirlestrum,<br />

námskeiðahaldi og annarri<br />

fræðslu. Þriðja meginstoð starfseminnar<br />

felst í því að bjóða nemendum á<br />

lægri námsstigum upp á sumarvinnu<br />

við nýsköpun. „Þar sjáum við fyrir<br />

okkur að nemendur vinni að nýsköpunarverkefnum<br />

eða viðskiptaáætlunum<br />

á eigin forsendum, eða í samstarfi<br />

við ákveðin fyrirtæki,“ segir<br />

Andri. Vettvangurinn gæti verið góður<br />

undirbúningur fyrir nemendur og<br />

þeir gert sér betur grein fyrir hvar<br />

áhugasvið þeirra liggur og í framhaldinu<br />

unnið að lokaverkefni í<br />

tengslum við vinnu sína.<br />

„Ég held að hér sé um að ræða<br />

mjög gott tækifæri fyrir Háskólann<br />

til þess að nýta þá þekkingu sem þar<br />

verður til. Starfsemin yrði til þess að<br />

háskólanemendur úr mismunandi<br />

deildum s.s. verkfræðinemar, hagfræðinemar<br />

og sagnfræðinemar<br />

kæmu saman og ynnu að skapandi<br />

verkefnum sem hefðu í för með sér<br />

mikinn ávinning fyrir háskólasamfélagið<br />

og um leið samfélagið eins og<br />

það leggur sig,“ segir Andri að lokum.<br />

Verkfræðideild HÍ:<br />

Aförvun sem meðferðarúrræði fyrir lamaða<br />

Örtæknin (míkró- og nanótækni) hefur<br />

haft gríðarleg áhrif á tækniþróun undanfarinna<br />

áratuga, í tölvutækni, samskiptatækni,<br />

efnistækni, líftækni, læknisfræði<br />

og á fleiri sviðum. Ljóst er að sú<br />

þróun mun halda áfram og að nýrra uppgötvana<br />

er enn að vænta. Nýlega var opnaður<br />

nýr örtæknikjarni við Háskóla Íslands,<br />

sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis.<br />

Með tilkomu hans er stigið mikilvægt<br />

skref sem mun gefa íslensku rannsóknasamfélagi<br />

kost á að taka enn virkari þátt í<br />

þessari þróun.<br />

150 milljón króna fjárfesting<br />

Heildarfjárfesting nemur um 150 milljónum<br />

króna. Opnunin markaði áfanga í<br />

umfangsmikilli tækjauppbyggingu í örtækni<br />

á Íslandi sem staðið hefur frá árinu<br />

2004, með þátttöku stjórnvalda (Vísindaog<br />

tækniráðs með markáætlun á sviði örtækni),<br />

Háskóla Íslands, Raunvísindastofn-<br />

unar Háskólans, Iðntæknistofnunar, Rannsóknastofnunar<br />

byggingar<strong>iðnaðarins</strong> og<br />

Háskólans í Reykjavík. Tækjakosti hefur<br />

verið deilt á tvo örtæknikjarna og er annar<br />

þeirra staðsettur í Háskóla Íslands en<br />

hinn á Iðntæknistofnun. Ráðgert er að<br />

heildarfjárfesting í tækjabúnaði fyrir<br />

þessa tvo örtæknikjarna fyrir árin 2004-<br />

<strong>2007</strong> muni nema um 150 milljónum króna.<br />

Háskóli Íslands og Raunvísindastofnun<br />

hafa lagt 200 fermetra tilraunastofur undir<br />

örtæknikjarna í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda<br />

(VRIII) við Suðurgötu. Í<br />

þessu rými hefur meðal annars verið innréttað<br />

50 fermetra hreinherbergi en það<br />

er aðstaða þar sem rykmengun í andrúmsloftinu<br />

er haldið í lágmarki. Þetta er nauðsynlegt<br />

þegar framleiða á hluti sem eru<br />

jafn stórir eða minni en einstök rykkorn.<br />

Fjöldi rykagna í lofti hreinherbergisins er<br />

aðeins um 1/1000 af því sem gerist í venjulegu<br />

skrifstofurými. Rykmengun í hrein-<br />

hnjálið. Út frá sveiflunni má svo reikna<br />

krafta og vélræna eiginleika vöðvans. Mælingin<br />

er síðan endurtekin með mismunandi<br />

raförvunarstyrk. Vélrænir eiginleikar hnésins<br />

breytast eftir því sem á raförvunarmeðferðina<br />

líður og verið er að rannsaka hvaða<br />

eiginleiki og mælingar henta best til að<br />

fylgjast með meðferðinni.<br />

Sneiðmyndir notaðar<br />

Til að meta áhrif raförvunarinnar á styrk,<br />

breytingu á lögun og beinþéttni lærleggsins<br />

eru notaðar sneiðmyndir. Lömuðum einstaklingum<br />

er sérstaklega hætt við beinbrotum<br />

sökum mikillar beinþynningar.<br />

Þessu ferli hefur verið líkt við það sem<br />

venjulega gerist við tíðahvörf kvenna, nema<br />

beinrýrnunin er mun meiri og hraðari.<br />

Fyrstu niðurstöður benda til að raförvun<br />

geti orðið nothæf klínísk meðferð til að bæta<br />

beinþéttni, auka vöðvamassa og fá sterkari<br />

húð hjá sjúklingum með útlægan mænuskaða.<br />

Með aðferðinni, ef hún reynist vel,<br />

verður hægt að mæla framvindu raförvunarmeðferðarinnar<br />

á einfaldan, fljótlegan<br />

og ódýran hátt.<br />

Örtæknikjarni Háskóla Íslands:<br />

Stórt skref fyrir rannsóknarsamfélagið<br />

herbergi kemur fyrst og fremst frá fólkinu<br />

sem þar starfar og klæðist það því sérstökum<br />

hlífðarbúningum til að lágmarka<br />

þessa mengun.<br />

Opnar nýja möguleika<br />

Aðstöðu sem þessa má finna við flesta<br />

stærri háskóla en hún er sú fyrsta sinnar<br />

tegundar á Íslandi. Örtæknikjarninn gefur<br />

vísindamönnum, framhaldsnemum og fyrirtækjum<br />

möguleikann til að framleiða<br />

hluti á örsmæðarkvarða úr ýmsum efnum,<br />

t.d. gleri, plasti, málmum eða hálfleiðurum.<br />

Hægt er að prenta í þessi efni<br />

munstur niður í u.þ.b. 1/100 úr hársbreidd<br />

(600 nanómetra) og þykkt efnanna getur<br />

verið allt niður í einstök atómlög (


RT ehf. – Rafgagnatækni:<br />

Hugbúnaður fyrir iðnað og orkuver<br />

Kristján Guðlaugsson<br />

kristjang@mbl.is<br />

RT ehf-Rafgagnatækni hefur<br />

fengist við gerð mælitækja<br />

í orkuiðnaðinum<br />

um langan aldur. Meðal<br />

annars hannaði fyrirtækið allt<br />

stjórnkerfið í Reykjanesvirkjun og<br />

öll forritin að stjórnkerfinu. Þetta<br />

var gert í samvinnu við aðra undir<br />

samheitinu VTR Verkfræðingar.<br />

Annast forritun iðntölvukerfa<br />

Fyrir skömmu barst bréf frá<br />

Hitaveitu Suðurnesja vegna útboðs<br />

á ráðgjafaþjónustu á fyrirhuguðu 30<br />

MW Orkuveri 6 í Svartsengi. Hitaveitan<br />

hefur samþykkt tilboð ráðgjafahópsins<br />

sem þessi fyrirtæki<br />

skipa og er fyrirtækið nú að starfa<br />

að þessu, ásamt Fjarhitun, VTR<br />

verkfræðingum, Arkitektastofunni<br />

OÖ, Landark og Verkfræðistofu<br />

Suðurnesja.<br />

RT-deild vinnur nú hörðum höndum<br />

við að ljúka forritun iðntölvukerfis<br />

Reykjanesvirkjunar og<br />

setja upp skjágæslukerfið. Mikil<br />

áhersla er lögð á öryggi kerfisins<br />

með umfremdar (redundant) lausnum<br />

í tölvubúnaði og netlögnum.<br />

Hannað og þróað mælitæki<br />

Árið 1987 var RT ehf. stofnað og<br />

voru hluthafar þáverandi starfsmenn<br />

Rafagnatækni; Björn Kristinsson,<br />

Aðalsteinn Guðbjörnsson,<br />

Ágúst H. Bjarnason, Helga Björnsdóttir<br />

og Þorvaldur Sigurjónsson.<br />

Nokkru síðar yfirtók RT ehf. allan<br />

rekstur Rafagnatækni sf. með<br />

óbreyttu starfsliði.<br />

RT hefur hannað, þróað og framleitt<br />

ýmis mælitæki, sem notuð hafa<br />

verið á fjölmörgum sviðum, bæði<br />

hérlendis og erlendis.<br />

Segulmælar voru lengi notaðir af<br />

jarðvísindamönnum til þess að finna<br />

hvort berglög væru rétt eða öfugt<br />

segulmögnuð, bæði á Íslandi og erlendis,<br />

og þóttu mikil völundarsmíð.<br />

Fleiri tæki voru þróuð á þessum<br />

fyrstu árum, svo sem mæli- og<br />

skráningarbúnaður fyrir rannsóknir<br />

á jarðsegulsviði og norðurljósum.<br />

RT ehf-Rafagnatækni er aðalhönnuður<br />

IP borgarnets Orkuveitu<br />

Reykjavíkur og hefur haft umsjón<br />

með lagningu og tengingu<br />

ljósleiðara, svo og örbylgjuhlekkja.<br />

Í grunnneti eru samtals um 220<br />

km 96 leiðara strengir og 50 km í aðgangsleggjum.<br />

Dreifistöðvar<br />

(spennistöðvar) Orkuveitu Reykjavíkur,<br />

sem mynda hnútapunkta í<br />

grunnnetinu, eru um 320 talsins.<br />

Auk þess liggur strengur alla leið til<br />

Vestmannaeyja.<br />

Ljósleiðarakerfi á<br />

Suðurnesjum<br />

RT ehf-Rafagnatækni kom að<br />

hönnun á ljósleiðarakerfi Hitaveitu<br />

Suðurnesja, sem nær nánast um allt<br />

Reykjanesið. Grunnhraði netsins er<br />

32 Mb/s, svo að afkastagetu kerfisins<br />

eru lítil takmörk sett. Ljósleiðarakerfið<br />

er notað til að tengja saman<br />

tölvukerfi HS í orkuverinu og<br />

skrifstofunni, tengja saman símakerfin<br />

og til að tengja iðntölvur og<br />

liðaverndareiningar við kerfiráð<br />

orkuversins.<br />

RT ehf-Rafagnatækni hefur<br />

hannað og sett upp ýmsar aðrar<br />

fjarskiptaleiðir fyrir fjarmælingar,<br />

ýmist um ljósleiðara, radíó eða símastrengi.<br />

RT ehf-Rafagnatækni hannaði og<br />

smíðaði útleiðsluvaka fyrir Landssímann,<br />

en hann er notaður til að<br />

vakta langa ljósleiðarastrengi milli<br />

landshluta og gefa viðvörun við bilun.<br />

Í samstarfi við Rafiðn hannaði RT<br />

ehf-Rafagnatækni svokallaða Símboða<br />

og Vaktboða, sem notuðu almenna<br />

símakerfið til að senda viðvörunarboð<br />

á mæltu máli.<br />

Meðal fyrstu verkefna var þróun<br />

á sjálfvirkum staðstýriboxum fyrir<br />

ÍSAL, en yfir 300 kerfi voru smíðuð.<br />

Þessum tækjum var komið fyrir við<br />

öll kerin, og gripu þau inn ef miðlægu<br />

tækin brugðust.<br />

Álagsstýrikerfi Rafveitu Hafnarfjarðar<br />

frá þessum fyrstu árum<br />

örtölvutækninnar er enn í notkun.<br />

Kerfið var að öllu leyti smíðað og<br />

þróað hjá Rafagnatækni.<br />

RT ehf-Rafagnatækni þróaði<br />

sjálfvirkan ferskleikaflokkara fyrir<br />

fisk, svo og ferskleikamæla. Gerðar<br />

eru um 100 mælingar á fiskinum og<br />

HÁMARKAÐU AFKÖSTIN<br />

MEÐ TOK<br />

Einfaldar og traustar lausnir skipta máli í mínum<br />

rekstri. TOK bókhaldskerfið er þægilegt í notkun auk<br />

þess sem hægt er að bæta við kerfiseiningum eftir<br />

þörfum. Það tryggir mér örugga úrvinnslu á bókhaldi<br />

og gerir mér kleift að einbeita mér að rekstrinum<br />

og tryggja hámarksafköst.<br />

Þórður Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri<br />

Nýja Sendibílastöðin hf.<br />

Morgunblaðið/G.Rúnar<br />

Hugbúnaður RT ehf annast forritun iðntölvukerfis Reykjanesvirkjunar og setur upp skjágæslukerfið.<br />

Ræddu við okkur um hvernig<br />

TOK hentar þér í síma 545 1000.<br />

ástand hans metið. Áreiðanleiki<br />

reyndist verulega meiri en hjá fiskmatsmönnum<br />

við könnun sem Rannsóknastofnun<br />

fisk<strong>iðnaðarins</strong> gerði.<br />

RT ehf-Rafagnatækni hefur unnið<br />

með Siglingastofnun, bæði við þróun<br />

tækjabúnaðar fyrir öldulíkön hafn-<br />

armannvirkja og rannsóknir á stöðugleika<br />

skipa.<br />

Rafagnatækni hannaði og smíðaði<br />

gæslukerfi fyrir Laxeldisstöðina við<br />

Mógilsá fyrir nokkrum áratugum og<br />

er kerfið enn í notkun.<br />

Rafagnatækni framleiddi fjöl-<br />

Tækniþróunarsjóður<br />

Morgunblaðið |35<br />

marga örtölvustýrða laxateljara,<br />

sem notaðir voru í laxastigum og<br />

jafnvel opnum árfarvegi. Teljarinn<br />

skráði fjölda laxa sem syntu upp eða<br />

niður, stærð og hraða.<br />

Á landi jafn sem sjó<br />

Önnur dæmi um örtölvustýrð rafeindatæki<br />

sem RT ehf.-Rafagnatækni<br />

hefur hannað á síðustu<br />

árum eru<br />

slitmælitæki Vegagerðar ríkisins,<br />

en þar er leysigeisli notaður sem<br />

viðmiðun fyrir servókerfi, og en<br />

mæligögn eru skráð jafnóðum í<br />

flash-minniskubb.<br />

Einnig hitariti þar sem tölvuminni<br />

og skjár kemur í stað pappírs og<br />

bleks. Hitaritinn er notaður í öllum<br />

helstu frystihúsum á Íslandi og víða<br />

erlendis, auk þess sem hann er notaður<br />

í fjölmörgum innlendum og erlendum<br />

skipum.<br />

RT ehf-Rafgagnatækni hefur<br />

einnig þróað stöðugleikavakt, sem<br />

beitir flóknum rauntímareikningum<br />

til að mæla stöðugleika skipa úti á<br />

sjó.<br />

RT-Rafagntækni hefur fengist við<br />

hugbúnaðargerð frá um 1974.<br />

Umsóknarfrestur er til 15. <strong>febrúar</strong><br />

Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr.<br />

4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.<br />

Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu<br />

Vísinda- og tækniráðs.<br />

Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar.<br />

Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka<br />

samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.<br />

Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og<br />

líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til.<br />

Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna<br />

samanlagt á þrem árum.<br />

Umsóknarfrestur er til 15. <strong>febrúar</strong> næstkomandi.<br />

Eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð<br />

eru á heimasíðu Rannís, www.rannis.is<br />

Rannís<br />

Rannsóknamiðstöð Íslands,<br />

Laugavegi 13, 101 Reykjavík,<br />

www.rannis.is<br />

HugurAx Guðríðarstíg 2-4 www.tok.is


36|Morgunblaðið<br />

Merking Stjörnuoddi er mjög framarlega á sviði<br />

rafeindamerkja til rannsókna á fiskum.<br />

Stjörnu-Oddi<br />

Stjörnu-Oddi hf. er hátæknifyrirtæki<br />

sem sérhæfir sig í<br />

þróun og framleiðslu á rafeindamælitækjum<br />

til fiskiog<br />

hafrannsókna. Fyrirtækið var<br />

stofnað 1985 og er orðið eitt fremsta<br />

fyrirtæki í heimi á sviði rafeindamerkja<br />

sem notuð eru til rannsókna<br />

á sjávardýrum, aðallega fiskum.<br />

Fylgjast grannt með fiskum<br />

Mælitækin eru smáir síritar sem<br />

safna saman gögnum um ýmsa umhverfisþætti,<br />

s.s. dýpi, hitastig,<br />

seltu, auk þess að geta sýnt stefnu,<br />

halla, og tekið á móti staðsetningu.<br />

Tækin samanstanda af skynjurum,<br />

rafeindaviðmóti, minniskubbum, og<br />

rafhlöðum. Hægt er að stilla hversu<br />

ört mælingar eru teknar, og eru<br />

þær geymdar í innra minni mælisins<br />

og seinna yfirfærðar úr mæli yfir í<br />

PC tölvu, þar sem hægt er að vinna<br />

með þau í sérstöku forriti. Gögnin er<br />

hægt að skoða í gröfum og töflum,<br />

Merktur Þessi sjófugl er<br />

rafeindamerktur.<br />

þar sem hver mæling hefur sína<br />

dagsetningu og klukku.<br />

Rafeindamælimerkið (Data Storage<br />

Tag) komu á markað 1993 og<br />

var þróað í samvinnu við rannsóknaraðila<br />

á Íslandi. Merkin eru ýmist<br />

fest utan á fisk eða grædd í kvið-<br />

Bylting Rafeindatækni Stjörnuodda<br />

auðvelda rannsóknir.<br />

arholið. Merkin skila sér svo seinna<br />

í veiðinni. Við endurheimtur á<br />

merkjum fást upplýsingar um far,<br />

dreifingu og hegðun fisksins. Markmið<br />

rannsóknaraðila með notkun<br />

fiskmerkjanna til að afla upplýsinga<br />

um hegðun fiska, er að hafa upplýs-<br />

Fiðurfé Mælingar Stjörnuodda<br />

taka líka til fugla.<br />

ingagrunnin það góðan að hægt sé<br />

að bæta veiðiráðgjöfina, til sjálfbærrar<br />

nýtingar á fiskauðlindum.<br />

Ferðir karfans kortlagðar<br />

Stjörnu-Oddi hefur þróað neðansjávarmerkingarbúnað,<br />

sem gerir<br />

vísindamönnum kleift að skjóta<br />

merkjum í fiska neðansjávar. Hentar<br />

þessi búnaður einkar vel til merkinga<br />

á djúpsjávartegundum eins og<br />

karfa, sem ekki er unnt að ná lifandi<br />

upp á yfirborðið og merkja. Búnaðinum<br />

er komið fyrir í trolli, og er<br />

honum fjarstýrt um borð í skipinu.<br />

Fjórar neðansjávarmyndavélar<br />

hjálpa til við að stjórna öllum aðgerðum,<br />

s.s. að hleypa fisk inn í<br />

gildruna, þar sem hann er merktur<br />

og honum sleppt. Síðan 2004 hefur<br />

Hafrannsóknastofnun farið þrjá<br />

túra þar sem yfir 2000 karfar hafa<br />

verið merktir. Nú þegar hafa endurheimst<br />

37 karfar, og hafa þær<br />

upplýsingar þegar varpað nokkru<br />

ljósi á ferðir karfans við Ísland.<br />

Bylting í tækni rafeindamerkja<br />

Fyrir rúmum tveimur árum varð<br />

bylting í tækni rafeindamerkja þegar<br />

Stjörnu-Oddi setti á markað agnarsmátt<br />

merki, sem gerði vísindamönnum<br />

kleift að merkja<br />

laxaseiði í fyrsta skipti með mælimerkjum.<br />

Merkin mæla og skrá<br />

hitastig og dýpi ásamt dagsetningu<br />

og tíma. Með því að bera saman<br />

hitagögn úr merki og gögn um yfirborðshitastig<br />

sjávar er hægt að fá<br />

nálgun á staðsetningu fisksins yfir<br />

tíma. Dýpisgögn gefa svo margskonar<br />

upplýsingar um hegðun, og<br />

sýna líka hvenær laxinn skilar sér í<br />

ána. Þegar hafa endurheimst nokk-<br />

Skjaldbaka Fylgst er með stærri sjávardýrum<br />

eins og skjaldbökum.<br />

Sérhæfir sig í rafeindamælitækjum<br />

Gagnasöfnun Mælitækin eru smáir síritar sem safna saman gögnum um<br />

ýmsa umhverfisþætti, s.s. dýpi, hitastig og seltu.<br />

Hátækni Mælitæki Stjörnuodda eru bæði flókin og hátæknileg.<br />

Neðansjávar Við mælingar er köfun og neðansjávarvinna nauðsynleg.<br />

ur merki úr lax eftir rúmlega ár í<br />

sjó, og eru þau gögn sem hafa fengist<br />

einsdæmi á heimsvísu. Hér á<br />

landi eru það Veiðimálastofnun og<br />

Laxfiskar ehf. sem hafa verið að<br />

merkja laxasmolt með góðum árangri.<br />

Auk karfa og lax hafa fisktegundir<br />

eins og þorskur, ufsi, grálúða,<br />

skötuselur, skarkoli, smokkfiskur,<br />

sjóbirtingur, urriði ofl. verið merktar.<br />

Önnur dýr eru t.d. mörgæsir,<br />

skjaldbökur, krabbadýr og sjófuglar,<br />

til að rannsaka köfunarmynstur<br />

þeirra.<br />

Margvíslegt notagildi<br />

Mælitæki Stjörnu-Odda eru einnig<br />

notuð til hafrannsókna, til að<br />

fylgjast með umhverfisbreytingum.<br />

Oft er mælunum komið fyrir á veiðarfærum<br />

til að rannsaka hegðun<br />

þeirra, og til að afla upplýsinga um<br />

þær aðstæður sem eru í hafinu við<br />

veiðar. Í fiskeldi eru tækin notuð til<br />

vöktunar á umhverfisaðstæðum, s.s.<br />

hitastigi og seltu.<br />

Aðrir hliðarmarkaðir hafa myndast,<br />

til að mynda mælingar á hita og<br />

dýpi í borholum. Einnig hefur skapast<br />

þörf fyrir smá síritandi mælitæki<br />

til gæðaeftirlits, til að fylgjast<br />

með hitastigi (og þrýstingi) við gerjun<br />

drykkja, og í pökkunarferli á<br />

ýmsum pakkningum sem innihalda<br />

vökva. Að auki er hitastig skráð við<br />

gæðaeftirlit á flutningum matvæla.<br />

Þróun, framleiðsla og sala fer<br />

fram á Íslandi, í nánu samstarfi við<br />

notendur og er stöðugt verið að<br />

þróa nýjar afurðir og verið að leita<br />

tækifæra á núverandi og nýjum<br />

mörkuðum. Heimasíða Stjörnu-<br />

Odda erwww.star-oddi.com.


Lífræn efnaframleiðsla<br />

með hagnýtingu jarðgufu<br />

Eftir Friðrik Ársælsson<br />

fridrik@mbl.is<br />

Íslenska lífsmassafélagið hóf starfsemi sína fyrir rúmum<br />

sjö árum og hefur síðan þá verið starfrækt sem<br />

rannsóknarfélag í hlutfélagaformi. Víglundur Þorsteinsson<br />

er stjórnarformaður Íslenska lífmassafélagsins<br />

og segir hann að fengist hafi styrkur frá Evrópusambandinu<br />

í verkefnið og hlutverk félagsins sé að ljúka<br />

rannsóknum á efnaframleiðslu úr lífrænum efnum með<br />

hagnýtingu íslenskrar jarðgufu en unnið sé í samvinnu við<br />

aðila í Þýskalandi. Félagið vinni nú fjárhagslega og tæknilega<br />

athugun á arðsemi tveggja verksmiðja til framleiðslu á<br />

etanóli og fleiri efnum hérlendis, á Suðurlandi annars vegar<br />

og Norðurlandi hins vegar.<br />

Etanólframleiðsla<br />

áhugaverður kostur<br />

Fyrirhugað er að nota gras í framleiðsluna sem verður á<br />

þann ódýrasta máta sem mögulegt er. Víglundur telur að<br />

Ísland sé kjörið til etanólframleiðslu vegna þess að við<br />

framleiðslu á rafmagni úr jarðgufu falli til afgangsvarmi<br />

sem hingað til hefur verið nýttur í hitaveitur, en eftir því<br />

sem virkjun jarðgufu eykst þurfi að finna þessum afgangsvarma<br />

nýjan farveg. Gerjunariðnaður, eins og etanólframleiðsla,<br />

sé kjörinn til þess að nýta afgangsvarmann.<br />

„Það er alveg ljóst að fyrir íslenskar aðstæður er etanólframleiðsla,<br />

ásamt þeim aukaefnum sem til falla við framleiðsluna<br />

mjög áhugaverður kostur,“ segir Víglundur.<br />

Væn og græn framleiðsla<br />

Víglundur telur tíma til kominn að Íslendingar móti nýja<br />

orkustefnu til næstu alda og taki virkan þátt í náttúruvernd<br />

og gernýtingu orkulinda. Etanól geti þar spilað stórt hlutverk,<br />

en íslenska lífsmassafélagið sé að kanna möguleikana<br />

á 15% íblöndun á etanóli í bensín, í stað þess að blanda það<br />

með hinu þrávirka og mengandi efnasambandi MTBE, sem<br />

er að finna í bensíni í dag. „Stóri ávinningurinn við etanólbætt<br />

bensín er að það nýtir þennan hefðbundna<br />

sprengihreyfil í bílum og það nýtir allar sömu dreifistöðvarnar<br />

og bensín, það er sama dreifingarkerfi,“ segir Víglundur.<br />

Afurðir framleiðslunnar yrðu auk etanólsins, 25–30<br />

þúsund tonn af lignini sem brenna má hér á landi við sem-<br />

Morgunblaðið/Birkir Fanndal Hara<br />

ent- og járnblendiframleiðslu í stað innfluttra kola, 5–6 þúsund<br />

tonn af próteini sem nýst gæti sem fóðurbætir í landbúnaði,<br />

hráefni til matvælaiðnaðar og lífræns efnaiðnaðar<br />

og 3–4 þúsund tonn af burðarefnum (trefjum), sem mögulegt<br />

er að nýst geti til mannvirkjagerðar. Loks verða 25–30<br />

þúsund tonna af koldíoxíði til við framleiðsluna, sem hægt<br />

væri að nýta til drykkjarvöruframleiðslu og ylræktar.<br />

Víglundur segir að tækifærin fyrir Ísland hvað framleiðslu<br />

á etanóli varðar séu stóriðjutækifæri 21. aldarinnar,<br />

væn og græn framleiðsla. „Það er öll ástæða til að ætla að<br />

samkeyrsla á rafmagnsframleiðslu í jarðgufuvirkjunum og<br />

hagnýting lífmassa til etanólframleiðslu og annarrar framleiðslu<br />

sé mjög spennandi framtíðarkostur fyrir iðnþróun á<br />

Íslandi. Einn þáttur í íslenskri leið til að hugsa hnattrænt<br />

og vinna gegn hlýnun andrúmslofts á heimavelli felst í því<br />

að draga úr brennslu jarðeldsneytis hér á landi,“ segir Víglundur<br />

að lokum.<br />

Agr ehf. er hugbúnaðarog<br />

verkfræðifyrirtæki<br />

sem sérhæfir sig í<br />

lausnum til hagræðingar<br />

í aðfangakeðjunni. AGR<br />

ehf. varð til með samruna Bestunar<br />

og ráðgjafar ehf. og Mímisbrunns<br />

ehf. árið 2000 en þau<br />

voru bæði stofnuð í framhaldi af<br />

rannsóknaverkefnum sem unnin<br />

voru við véla- og iðnaðarverkfræðiskor<br />

Háskóla Íslands 2–3<br />

árum áður.<br />

Fljótlega eftir sameininguna<br />

gerði AGR ehf. samning við<br />

Húsasmiðjuna og Aðföng um<br />

sameiginlega þróun á innkaupaog<br />

birgðastýringarkerfinu AGR<br />

Innkaup. Þróun á fyrstu útgáfu<br />

kerfisins lauk árið 2002 og síðan<br />

þá hafa yfir 40 íslensk, bresk,<br />

hollensk og dönsk fyrirtæki fjárfest<br />

í kerfinu, þar á meðal mörg<br />

af stærstu fyrirtækjum landsins.<br />

Í dag eru starfmenn AGR 10<br />

talsins. Fyrirtækið er að mestu í<br />

eigu starfsmanna Nýherja hf.<br />

Markaðurinn fljótur að<br />

mettast hér á landi<br />

„Síðastliðin ár hefur AGR lagt<br />

aukna áherslu á útrás þar sem íslenski<br />

markaðurinn mettaðist<br />

fljótt af meginlausn fyrirtækisins.<br />

Árið 2005 var stofnað dótturfyrirtæki<br />

í Danmörku sem ber<br />

heitið AGR Nordic A/S sem sér<br />

um markaðssetningu lausna<br />

AGR á Norðurlöndum og árið<br />

2006 var dótturfyrirtækið AGR-<br />

Morgunblaðið |37<br />

Halda í víking með<br />

innkaupa- og<br />

birgðastýringarkerfi<br />

í farteskinu<br />

UK Ltd. í Bretlandi stofnað og<br />

sér það um markaðssetningu<br />

lausna fyrirtækisins á Bretlandseyjum.<br />

Undanfarin tvö ár hefur AGR<br />

fjárfest umtalsvert í þróun og<br />

markaðssetningu á meginlausn<br />

fyrirtækisins á erlendri grundu.<br />

Það starf er núna að skila árangri<br />

og hefur rekstur fyrirtækisins<br />

gengið vel undanfarið og horfur<br />

eru bjartar. Lítið virðist vera til<br />

erlendis af sambærilegum kerfum<br />

og AGR Innkaup fyrir fyrirtæki<br />

í svipaðri stærðargráðu og<br />

núverandi viðskiptavinir okkar.<br />

Algengt er að birgðum sé stýrt<br />

með heimatilbúnum aðferðum og<br />

því eru óneitanlega mikil tækifæri<br />

á þessum stóra markaði,“<br />

segir Haukur Þór Hannesson,<br />

framkvæmdastjóri AGR.<br />

Spurður um það umhverfi sem<br />

sprotafyrirtækjum er búið í dag á<br />

Íslandi svarar Haukur: „Í gegnum<br />

tíðina höfum við fengið rannsóknar-<br />

og þróunarstyrki frá<br />

Rannís sem hafa gert okkur<br />

kleift að ráðast í mikla þróunarvinnu.<br />

Það hefur óneitanlega<br />

hjálpað mikið, en vissulega<br />

mættu styrkirnir sem eru í boði<br />

vera hærri, sérstaklega þegar um<br />

er að ræða þróun og markaðssetningu<br />

á flóknum kerfum til<br />

markaðssetningar erlendis. Auk<br />

þess hefur viðskiptabanki okkar,<br />

Glitnir, haft trú á því sem við erum<br />

að gera og veitt okkur lán til<br />

fjármögnunar á útrás.“


38|Morgunblaðið<br />

Ör þróun á sviði fasteigna-<br />

og aðstöðustjórnunar<br />

Eftir Friðrik Ársælsson<br />

fridrik@mbl.is<br />

Fyrirtækið ICEconsult var<br />

stofnað árið 1990 og<br />

byrjaði fyrir tíu árum að<br />

þróa heildarlausn fyrir<br />

stjórnun fasteigna og aðstöðumála.<br />

Kerfið sem ICEconsult hefur þróað<br />

er hugbúnaður er nefnist Stjórinn.<br />

Kerfið geymir gögn þúsunda<br />

mannvirkja, auk gagna um húskerfi,<br />

innbú, tölvuvélbúnað sem<br />

hundruð þjónustuaðila og eigenda<br />

sýsla með á degi hverjum. Markaðurinn<br />

fyrir heildarlausnir á borð<br />

við þá sem ICEconsult býður hefur<br />

jafnt og þétt verið að þróast<br />

undanfarin ár og í dag nýta sterk<br />

fasteignafélög sér þær lausnir sem<br />

ICEconsult hefur þróað. Úr hópi<br />

annarra viðskiptavina má nefna<br />

ýmsar opinberar stofnanir, sveitarfélög,<br />

fjármálastofnanir, olíufélög<br />

og verktaka.<br />

Starfsmenn fyrirtækisins eru<br />

tólf talsins og eru flestir tæknimenntaðir;<br />

verk- og tæknifræðingar,<br />

kerfisfræðingar og tölvunarfræðingar.<br />

Starfsmenn eru<br />

stærstu eigendur fyrirtækisins en<br />

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins,<br />

Nýafl og fleiri fyrirtæki sem og<br />

einkaaðilar eru meðal annarra eigenda.<br />

Mikilvægt að halda<br />

utan um þekkinguna<br />

„Markaðurinn sem við erum að<br />

stíla á hefur verið nefndur fasteigna-<br />

og aðstöðustjórnun (e. facility<br />

management) og það má segja<br />

að sá markaður sé minnst þróaður<br />

hér á landi af Norðurlöndunum, en<br />

hann er þó í örri þróun,“ segir<br />

Gunnlaugur B. Hjartarson, framkvæmdastjóri<br />

ICEconsult og nefnir<br />

sem dæmi um öra þróun að aðstöðustjórnun<br />

er í dag sérstök<br />

fræðigrein, sem nýverið var farið<br />

að kenna við Háskólann í Reykjavík.<br />

Að sögn Gunnlaugs er hugbúnaðurinn<br />

sem byggt er á eins<br />

konar verkfæri sem auðveldar viðskiptavinum<br />

að öðlast heildarsýn<br />

yfir aðstöðu- og fasteignamál inn-<br />

Heildarspilatími<br />

leiksins nemur<br />

157.630 mannsárum<br />

Eftir Friðrik Ársælsson<br />

fridrik@mbl.is<br />

CCP er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir<br />

sýndarveruleikasamfélög, sem<br />

stundum eru nefnd fjöldaþátttökuleikir<br />

eða fjölþátttökuleikir. CCP<br />

var stofnsett árið 1997 og var fyrstu þremur<br />

árunum varið í markaðs- og vörurannsóknir,<br />

ásamt því að fyrirtækið gaf út Hættuspilið og<br />

seldi í 10.000 eintökum á Íslandi, en á þeim<br />

tíma vann fyrirtækið meðal annars fyrir<br />

Magnús Scheving við hönnun Latabæjar.<br />

Árið 2000 var framleiðsla á tölvuleiknum<br />

EVE Online sett á fullt og kom hann á markað<br />

þremur árum seinna. Að því loknu tók við<br />

kröftugt vöruþróunar- og markaðsstarf sem<br />

skilað hefur þeim árangri að velta fyrirtækisins<br />

í fyrra nam rúmum einum og hálfum<br />

milljarði íslenskra króna. Árið 2006 var einnig<br />

merkilegt fyrir þær sakir að það ár sameinaðist<br />

CCP bandaríska fyrirtækinu WhiteWolf,<br />

einum stærsta hlutverkaspilaframleiðanda í<br />

heimi.<br />

Hjá CCP vinna 180 manns og fer þeim ört<br />

fjölgandi. Skrifstofur CCP eru í Reykjavík,<br />

Akureyri, Atlanta og Sjanghæ. Stærstu eigendur<br />

CCP eru Novator, General Catalyst og<br />

starfsmenn fyrirtækisins.<br />

Morgunblaðið/Ásdís<br />

Fasteignastjórnun Gunnlaugur B. Hjartarson, framkvæmdastjóri ICEconsult (til hægri) sést hér ásamt fríðu föruneyti starfsmanna fyrirtækisins<br />

an fyrirtækisins eða stofnunarinnar.<br />

„Hvert einasta fyrirtæki<br />

hefur sína kjarnastarfsemi og allt<br />

sem fellur utan hennar, svo sem<br />

ræstingar, kaffistofurekstur og<br />

tölvuþjónusta má segja að gegni<br />

stoðhlutverki. Fyrirtæki og stofnanir<br />

eru í auknum mæli farin að<br />

úthýsa þessa þjónustu og það kallar<br />

á ákveðna stjórnun og eftirlit,“<br />

segir Gunnlaugur og bendir á að<br />

það sé hagur þeirra sem úthýsa<br />

þjónustu að varðveita þá þekkingu<br />

sem til verður innan veggja fyrirtækisins<br />

og þar með verði fyrirtækin<br />

ekki jafnháð þjónustuaðilum<br />

sínum og annars.<br />

Sveitarfélögin<br />

sækja í sig veðrið<br />

Eins og fyrr segir hafa hugbúnaðarlausnir<br />

ICEconsult einnig<br />

Litið björtum augum fram á veginn<br />

Segja má að framtíð CCP og EVE Online sé<br />

björt. Fjöldaþátttökuleikir eru að verða æ vinsælli<br />

og eru þeir vaxandi hluti af net- og tölvuleikjamenningu.<br />

EVE Online hefur nú 160.000<br />

áskrifendur á Vesturlöndum og þeim hefur<br />

fjölgað ört að undanförnu. Stefna CCP er að<br />

áskrifendur leiksins verði fleiri en Íslendingar.<br />

„Sú staðreynd að EVE Online hóf snemma<br />

starfsemi á þeim markaði hefur orðið til þess<br />

að varan hefur stækkað með markaðnum og<br />

við teljum að leikurinn eigi mikið inni þegar<br />

horft er til tölvuleikjamarkaðarins í heild,“<br />

segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri<br />

CCP. Sem dæmi um stærðargráðu<br />

leiksins nefnir Hilmar sem dæmi að<br />

heildarspilatími notenda í leiknum sé<br />

16.638.127.211 mínútur eða 157.630 mannsár.<br />

„Mér reiknast til að það séu rúmlega 60 Kárahnjúkavirkjanir,“<br />

segir Hilmar í hæðnistóni.<br />

Stefnubreytingar þörf hjá stjórnvöldum<br />

Hilmar hefur sterkar skoðanir á starfsumhverfi<br />

sínu og liggur ekki á þeim. „Nýsköpun<br />

er afar mikilvæg til þess að auka fjölbreytileika<br />

okkar litla hagkerfis og í margskonar<br />

sprota- og hátæknifyrirtækjum liggur farsæl<br />

framtíð íslensks atvinnulífs að mínu mati. Það<br />

höfðað til sveitarfélaga og í dag<br />

eru 8 sveitarfélög öflugir viðskiptavinir<br />

fyrirtækisins. Reykjavíkurborg<br />

hefur til dæmis notað<br />

hugbúnaðinn til þess að halda utan<br />

um rekstur allra bygginga á vegum<br />

borgarinnar. Á sérstakri netsíðu<br />

í kerfinu hafa starfsmenn<br />

Reykjavíkurborgar aðgang að öllum<br />

teikningum, ljósmyndum, verkbeiðnum<br />

af hverju einasta húsi í<br />

eigu borgarinnar sem hefur verið<br />

safnað saman og þar geta starfsmenn<br />

borgarinnar fylgst með<br />

kostnaði við hverja byggingu fyrir<br />

sig dag frá degi, hvaða verk þurfi<br />

að vinna til endurbóta á húsnæðinu<br />

og hvaða verk hafi verið unnin.<br />

Gunnlaugur tekur dæmi af byggingu<br />

þar sem rúðubrot eru tíð.<br />

Með tilkomu hugbúnaðarins sé<br />

auðveldara fyrir bæjaryfirvöld að<br />

meta hvort hagkvæmara sé að<br />

tryggja sig fyrir því tjóni, eða<br />

kaupa nýja rúðu í hvert skipti sem<br />

hún er brotin. „Skyndilega ert þú<br />

kominn með vef þar sem þú stýrir<br />

öllum verkum, skráir kostnað á<br />

mannvirki eða einingar þeirra og<br />

þá geturðu farið að líta til reynslunnar<br />

af þessum hlutum,“ segir<br />

Gunnlaugur.<br />

Danska þjóðminjasafnið<br />

í hópi notenda<br />

ICEconsult þjónustar um 50 viðskiptavini<br />

hér á landi, en er einnig<br />

með þriggja manna stofu í Danmörku.<br />

„Þar hafa framkvæmdir<br />

gengið hægt og sígandi en við erum<br />

komin með gríðarlega öfluga<br />

viðskiptavini þar,“ segir Gunnlaugur.<br />

Tvö stærstu fyrirtæki<br />

landsins sem sérhæfa sig í að þjón-<br />

Tölvuleikir Reynir Harðarson, stofnandi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, ávarpar ráðstefnu<br />

EVE-spilara, sem fram fór á Hotel Nordica í fyrra. Framtíðin virðist vera björt.<br />

er afar mikilvægt fyrir sprotafyrirtæki að<br />

standa saman, velta hugmyndum sín á milli og<br />

hvetja hvert annað í þeirri miklu baráttu sem<br />

þau þurfa að standa í. <strong>Samtök</strong> sprotafyrirtækja<br />

eru sá vettvangur og er það okkur<br />

mikill heiður að vera fyrsta fyrirtækið til þess<br />

að útskrifast úr þeim félagskap.“ CCP hefur<br />

verið í <strong>Samtök</strong>um sprotafyrirtækja fram að<br />

þessu, en meðlimir samtakanna hverfa úr þeim<br />

þegar velta þeirra nemur meira en einum<br />

milljarði. „Okkar fyrirtæki er að sjálfsögðu<br />

ekki fyrsta íslenska sprotafyrirtækið til þess<br />

að ná þeim árangri almennt, dæmin eru orðin<br />

usta byggingar á vegum hins opinbera<br />

og einkaaðila séu nú komin<br />

í hóp viðskiptavina fyrirtækisins á<br />

danskri grundu. Annað fyrirtækjanna,<br />

YIT, hafði nýverið betur í<br />

útboði á þjónustu við danska þjóðminjasafnið.<br />

Gunnlaugur segir fyrirtækið<br />

ekki hafa fengið verkið<br />

vegna þess að það átti lægsta boðið,<br />

heldur var það þvert á móti<br />

frekar hátt. „Þeir unnu það á<br />

gæðakerfinu sem þeir lögðu fram<br />

og það var okkar kerfi.“<br />

Spurður um aðra markaði segir<br />

Gunnlaugur að ICEconsult sé einfaldlega<br />

ekki orðið nógu stórt félag<br />

til þess að líta til annarra markaða.<br />

„Við höfum reynt eitthvað fyrir<br />

okkur og séð að markaðurinn er<br />

til staðar, en við höfum ekki ráð á<br />

því eins og stendur,“ segir Gunnlaugur.<br />

það mörg að enginn efast lengur um getu Íslendinga<br />

til þess að fjöldaframleiða alþjóðleg<br />

stórfyrirtæki,“ segir Hilmar. Hilmar þakkar<br />

harðduglegu íslensku fólki fyrir þann árangur<br />

og er þeirrar skoðunar að stefnubreytingar sé<br />

þörf hjá stjórnvöldum. „Við þurfum ekki á<br />

hjólastól frá ríkisstjórninni að halda heldur<br />

biðjum við um jafna hlaupabraut. Ef fjármagni<br />

og athygli ríkisins væri beitt í að halda hlaupabrautinni<br />

jafnri og samkeppnishæfri við nágrannalönd<br />

okkar, þá eiga sprotafyrirtækin<br />

okkar eftir að komast lengra en nokkurn getur<br />

órað fyrir,“ segir Hilmar að lokum.


TrackWell:<br />

Forðastýring fyrir fyrirtæki<br />

með dreifða starfsemi<br />

TrackWell er 10 ára íslenskthugbúnaðarfyrirtæki<br />

sem hefur sérhæft<br />

sig í<br />

forðastýringarlausnum. Í upphafi<br />

var TrackWell aðallega verkefnadrifið<br />

og lét til sín taka í<br />

mörgum ólíkum verkefnum sem<br />

höfðu þó það sammerkt að byggjast<br />

á brautryðjandi tækni.<br />

Tíma- og verkskráning<br />

í síma<br />

Fjöldi fyrirtækja, stofnana og<br />

einstaklinga nýta sér lausnir<br />

TrackWell daglega, jafnvel án<br />

þess að þeim sé það ljóst. Hér má<br />

nefna tilkynningaskyldu fiskiskipaflotans,<br />

flugumsjónarkerfi,<br />

og farsímalausnir ýmiskonar og<br />

síðast en ekki síst Tímon-tíma- og<br />

verkskráningu sem rúmlega<br />

27.000 manns nota reglulega til<br />

að skrá viðveru sína með síma.<br />

Undanfarna mánuði hefur<br />

TrackWell verið að leggja síðustu<br />

hönd á samruna nokkurra öflugra<br />

kerfa í eitt, undir vöruheitinu<br />

TrackWell-forðastýring. Kerfið<br />

samanstendur af einingum sem í<br />

heild sinni eru yfirgripsmeiri en<br />

nokkur önnur lausn af þessum<br />

toga á Íslandi og þó að víðar væri<br />

leitað. Hér er búið að samtvinna<br />

hefðbundna tíma- og verkskráningu<br />

við vöktun farartækja og<br />

flotastýringu með undirliggjandi<br />

virkni sem styður nútímalega<br />

stjórnunarhætti. Kerfið tekur<br />

þannig á öllum forðum fyrirtækja<br />

og heldur utanum lykilstærðir<br />

sem stuðla að betri afkomu<br />

þeirra.<br />

TrackWell-forðastýring<br />

Forðastýring (resource management)<br />

er þekkt hugtak í<br />

stjórnun. Það hefur þó verið ýmsum<br />

annmörkum háð að beita<br />

virkri forðastjórnun þegar um er<br />

að ræða fyrirtæki með dreifða<br />

starfsemi. Nú er það mögulegt<br />

með TrackWell MRM-forðastýr-<br />

Eldri tækni við<br />

steinefnagreiningu<br />

leyst af hólmi<br />

Eftir Friðrik Ársælsson<br />

fridrik@mbl.is<br />

PETROMODEL (áður Bergspá-<br />

Petromodel) er fyrirtæki á þekkingarsviði<br />

sem þróað hefur Petroscope,<br />

fullkomið mælitæki til<br />

sjálfvirkra mælinga á stærð, lögun<br />

og bergsamsetningu malar og<br />

mulnings, sem og hugbúnað. Fyrirtækið<br />

var stofnað fyrir sjö árum<br />

til að þróa upplýsingatæknibúnað<br />

og undanfarin ár<br />

hefur mikið rannsóknar- og þróunarstarf<br />

verið unnið innan fyrirtækisins<br />

og hjá erlendum samstarfsaðilum<br />

með styrktarfé frá<br />

RANNÍS og hlutafé frá Nýsköpunarsjóði,<br />

Landsbankanum og<br />

einstaklingum sem og erlendum<br />

sjóðum. Fyrirtækið lenti í miklum<br />

hremmingum eftir brotthvarf<br />

fjárfesta af nýsköpunarmarkaði,<br />

en með uppbyggingu evrópsks<br />

samstarfsnets hefur fyrirtækinu<br />

tekist halda þróun áfram og svarað<br />

fjölmörgum spurningum á<br />

sviði steinefnaiðnaðar og mælitækja-<br />

og hugbúnaðarþróunar.<br />

Þorgeir S. Helgason, framkvæmdarstjóri<br />

Petromodel ehf.,<br />

Hringja Rúmlega 27 þúsund manns nota daglega Tímon tíma- og verkskráningu<br />

til að skrá viðveru sína með því að nota símann.<br />

ingu. Á sama tíma og fjarskiptatækni<br />

hefur fleygt mikið<br />

fram, hefur fjarskiptakostnaður<br />

farið lækkandi sem þýðir að nú er<br />

orðinn raunhæfur kostur að vera<br />

í samfeldu sambandi við forða;<br />

starfmenn og tæki. Þau kerfi sem<br />

beita þessari tækni kallast Mobile<br />

Resource Management (MRM)<br />

kerfi. TrackWell-forðastýring<br />

MRM gerir stjórnendum kleift að<br />

hafa eftirlit með, stýra og ráðstafa<br />

forða sínum (mönnum, tækjum<br />

og tólum) í tíma og rúmi úr<br />

fjarska, bregðast við atvikum í<br />

rauntíma og koma hverskonar<br />

upplýsingum tafarlaust á verkstað.<br />

Með þessum hætti geta fyrirtæki<br />

sett sér ný markmið í hagræðingu,<br />

nýtingu og þjónustu.<br />

Trackwell-forðastýring<br />

Í dag þarf ekki sérhæfðar<br />

stimpilklukkur heldur nýta menn<br />

síma eða vef til skráningar. Þeir<br />

sem kjósa geta að auki bætti við<br />

verkskráningu en þannig er hægt<br />

að skrá sig til vinnu og á verk í<br />

rauntíma. Stjórnendur geta fylgst<br />

með framvindu verka og séð hvað<br />

margir tímar falla á þau sam-<br />

segir að jarðefnin og steinefnin<br />

sem unnin eru úr þeim, s.s. möl,<br />

sandur og mulningur, séu næstmest<br />

notuðu náttúrulegu efnin á<br />

jörðinni, aðeins vatnið sé meira<br />

notað. „Steinefnaiðnaðurinn er<br />

gríðarlega umfangsmikill og<br />

kemur við sögu í allri mannvirkjagerð<br />

og í víðasta skilningi<br />

falla undir hann bæði framleiðslufyrirtæki<br />

og fyrirtæki í<br />

tengdum þjónustuiðnaði. Í Evrópu<br />

einni eru tugir þúsunda fyrirtækja<br />

og stofnana sem falla<br />

undir þessa skilgreiningu og þar<br />

eru framleiddir milljarðar tonna<br />

af steinefnum,“ segir Þorgeir og<br />

tekur fram að fram að þessu hafi<br />

stærð, lögun og bergsamsetning<br />

verið prófuð með handvirkum<br />

eða vélrænum aðferðum sem að<br />

mörgu leyti séu barn síns tíma og<br />

seinlegar í framkvæmd. „Það er<br />

því sjálfsagt að leita leiða til að<br />

þróa tæki sem leysir hinar eldri<br />

aðferðir af hólmi, tæki sem býður<br />

upp á sjálfvirka mælingu og<br />

miklu fjölbreyttari niðurstöður<br />

en gömlu aðferðirnar í einni og<br />

sömu lotunni,“ segir Þorgeir að<br />

lokum.<br />

anborið við áætlun. Það er vel<br />

þekkt staðreynd að fyrirtæki hafa<br />

lagt út í mikla fjárfestingu í hugbúnaðarkerfum<br />

ýmiskonar til<br />

notkunar á skrifstofum þeirra.<br />

Það sama gildir ekki um hugbúnaðarlausnir<br />

til notkunar á verkstað.<br />

Gæðum upplýsinga sem berast<br />

þaðan í lok dags eða verks er<br />

oft ábótavant. Með TrackWellforðastýringu<br />

fer öll skráning<br />

fram í rauntíma, tenging við<br />

starfsmenn eflist og yfirsýn yfir<br />

stöðu verka verður óviðjafnanleg.<br />

Skráningar eru yfirfarnar og<br />

samþykktar áður en þær eru<br />

færðar í bakendakerfin sem<br />

tryggir gæði gagna sem unnið er<br />

með á síðari stigum.<br />

Forðastýring<br />

fyrir farartæki<br />

Markmið innleiðingar getur<br />

verið að nýta betur fastafjármuni<br />

s.s. bifreiðar og hafa rauntímaeftirlit<br />

með þeim. Flotastýring býður<br />

upp á að sjá hvar forðinn er,<br />

hvar hann hefur verið og hvað<br />

liggur fyrir af verkefnum. Allt<br />

þetta leiðir til meiri nýtingar,<br />

aukinna afkasta, meira öryggis,<br />

bættrar meðferðar á tækjum og<br />

hagræðingar í rekstri. TrackWellforðastjórnun<br />

innifelur m.a. skoðun<br />

á aksturslagi, lestur ýmissa<br />

upplýsinga frá vél, ekna vegalengd,<br />

eftirlit með viðhaldsáætlun,<br />

svæðisafmarkanir (Geo fencing),<br />

veðurlýsingar og spár á korti, öryggishnappa,<br />

SMS og tal samskipti.<br />

Möguleikarnir eru í raun<br />

óþrjótandi og virknin er stillt í<br />

samræmi við þarfir viðskiptavina<br />

hverju sinni.<br />

Sveigjanleiki<br />

og öryggi<br />

TrackWell-forðastýringin er<br />

sveigjanlegt kerfi, óháð kortaframleiðendum,<br />

fjarskiptaleiðum<br />

og staðsetningartækni. Það gefur<br />

möguleika að vera með sérsniðin<br />

kort, staðsetningartæki sem vinna<br />

yfir gervihnattasamband eða<br />

Morgunblaðið |39<br />

staðsetningu á starfsmönnum um<br />

gsm-samskipti.<br />

Allur aðgangur að kerfinu er<br />

háður aðgangsheimildum notenda<br />

og er lagskiptur til að koma til<br />

móts við mismunandi ábyrgðasvið<br />

stjórnenda. Þetta er meðal annars<br />

gert til að uppfylla lög og<br />

reglur um persónvernd í hinum<br />

ýmsu löndum þar sem TrackWellkerfið<br />

er í notkun.<br />

Forðastýringin<br />

í hnotskurn<br />

Vegna þeirrar yfirsýnar sem<br />

kerfið veitir stjórnendum í rauntíma,<br />

skynja starfsmenn nálægð<br />

þeirra þó að þeir séu í raun í órafjarlægð.<br />

Með TrackWellforðastýringunni<br />

verða nær öll<br />

samskipti líkari því sem að um<br />

einn staðbundinn vinnustað væri<br />

að ræða. Yfirleitt gengur mönnum<br />

betur að leysa verkefni sín og<br />

axla ábyrgð sína við þessar aðstæður.<br />

TrackWell-forðastýring<br />

er í notkun hjá rúmlega 200 íslenskum<br />

fyrirtækjum. Búnaður er<br />

um borð í u.þ.b. 2.000 farartækjum<br />

og meira en 27.000<br />

starfsmenn í öllum greinum atvinnulífsins<br />

skrá sig reglulega í<br />

TrackWell-forðastýringu. Track-<br />

Well-kerfið er að auki í notkun í 5<br />

heimsálfum þar sem það er notað<br />

til ólíkra hluta sem þó allir byggjast<br />

á sama TrackWell-grunnkerfinu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!