BEURER hitapúði HK 49 Cosy

pfaffhf

hitapúði HK 49 Cosy

Lesið leiðbeiningarnar vandlega

vandlega

samanbrotinn

Lesið leiðbeiningarnar

Notið púðann ekki

Stingið ekki nálum í púðann

Hitapúðin

í Þýskalandi sem hefur yfir 80 ára reynsl

Öll efni í púðanum

uppfylla öll

skilyrði Öko Tex staðlanna.

Hitapúðinn er framleiddur af BEURER í Þýskalandi sem hefur yfir 80 ára reynslu í framleiðslu á

hitapúðum og hitateppum. Beurer vörur hafa verið í notkun á Íslandi í tugi ára og reynst frábærlega

í alla staði. Með réttri notkun mun hitapúðinn endast um ókomin ár.

Eftirfarandi eru okkrar ábendingar um meðferð púðans sem rétt er að hafa í huga.

Lesið leiðbeiningarnar vandlega

Geymið leiðbeiningarnar til seinni tíma.

- Notið hitapúðann aðeins til þess sem hann er ætlaður og lýst er í leiðbeiningunum

- Hitapúðinn er ekki til notkunar á sjúkrahúsum

- Ekki má nota púðann á ósjálfbjarga einstaklinga, ungabörn eða þá sem skynja illa hita

- Athugið að alls ekki má sofna út frá hitapúðanum í gangi.

- Raf og segulsvið sem koma frá þessum púðum gætu e.t.v. haft áhrif á gangráða. Þessi áhrif eru

þó langt

fyrir neðan leyfileg mörk. Styrkur rafsviðs; hámark 5000 V/m. Styrkur segulsviðs; hámark 80

A/m. Þéttleiki

segulflæðis; hámark 0,1 Milli-tesla. Hafið samband við lækni eða umboðsaðila gangráðsins

áður en

þið notið hitapúðann að staðaldri.

- Elektrónísku hlutir rofans hitna lítillega við notkun og þess vegna þarf að aðgæta að rofinn sé

ekki hulinn

eða liggi á sjálfum púðanum.

- Stingið aldrei nælum eða prjónum í hitapúðann.

- Skoðið hitapúðann að utanverðu reglulega með tilliti til slits eða skemmda. Ef slíkt kemur í ljós

er nauðsynlegt

að koma hitapúðanum í viðgerð hjá umboðsaðila Beurer og láta yfirfara púðann.

Viðgerð sem er

ranglega útfærð getur orsakað umtalsverða hættu fyrir notandann.

- Ef snúran eða rofinn bila verður að senda púðann til umboðsaðilans þar sem stundum er

nauðsnlegt að

nota sérhæft verkfæri til viðgerðanna.

- Notið hitapúðann eingöngu við þá rafspennu sem gefin er upp á púðanum, notið hann aldrei á

dýr, notið

hann aldrei ef hann er rakur og notið hann aldrei á börn eða gamalmenni án eftirlits.

- Ef ykkur vantar frekari upplýsingar biðjum við ykkur að hafa samband við umboðsaðilann.

Öryggi

Hitapúðinn er með innbyggt öryggiskerfi. Stafræn nematækni kemur í veg fyrir að allt yfirborð


púðans ofhitni, með því að slökkva á púðanum ef slíkt kæmi fyrir. Þá slökknar á gaumljósi rofans

jafnvel þótt kveikt sé á rofanum. Ef slíkt kemur upp, verður að senda hitapúðann til

umboðsaðilans til viðgerðar.

Hitapúðinn tekinn i notkun

Athugið fyrst að rofinn sé tengdur við tengil hitapúðans, og tengið hitapúðann síðan við rafmagn

Notkun

Gætið þess að púðinn kuðlist ekki eða liggi samanbrotinn við notkun. Þegar hann er notaður í

fyrsta sinn er hætt við að það finnist plastlykt, en hún hverfur fljótlega við notkun.

Setjið hitapúðann á magann eða á bakið. Leggið síðan langa

teygjanlega

beltið yfir líkamann og festið púðann eins og sýnt er með franska

rennilásnum.

Val á hitastigi

Fljótlegast er að hita púðann þegar rofinn er stilltur í byrjun á hæstu stillingu en lækka svo eftir því

sem á þarf að halda. Ef nota á púðann í lengri tíma, ráðleggjum við ykkur minnstu hitastillinguna.

En hitastilling er svona:

0 = slökkt 1 = minnsti hiti 2 = meðal hiti 3 = mesti hiti

Hraðhitun

Þessir hitapúðar eru með hraðhitun, sem sem gerir það að verkum að þeir hitna mjög fljótt

Slekkur á sér sjálfkrafa

Hitapúðinn slekkur sjálfkrafa á sér ca. 90 mínútum eftir að hann var settur í samband og þá

byrjar stillirinn að blikka. Til að kveikja aftur á hitapúðanum verður fyrst að slökkva á honum

(stilla hann á 0), og eftir ca. 5 sek. er hægt að hveikja á honum á ný. Ef ekki á að nota hann

lengur eftir að hann slekkur á sér þá ætti að slökkva á rofanum eða taka púðann úr sambandi.

Hreinsun og meðferð

Áður en þið hreinsið hitapúðann verður að taka hann úr sambandi við rafmagn. Minni bletti er

hægt að hreinsa með rökum klút eða svampi sem e.t.v. hefur verið dýft í smá sápulög. Athugið að

ekki má setja hitapúðann í hreinsun hjá efnalaug, vinda hann eða þurrka í þurrkara. Hins vegar

má þvo hann í þvottavél á þvottakerfi sem er fyrir fínni efni og þar sem hitastigið fer ekki yfir 30°C.

Þið verðið hins vegar að fjarlægja rafmagnsleiðsluna áður, þar sem henni var stungið í samband

við púðann. Athugið að ekki má stinga rafmagnsleiðslunni aftur í samband við púðann fyrr en

hann er orðinn fullkomlega þurr. Best er að þvo púðann með öðrum fínþvotti og athugið að ekki er

gert ráð fyrir því að hitapúðinn sé þveginn oftar en 10 sinnum á líftíma hans.

Vinsamlegast athugið að öll viðgerða og ábyrgðarþjónusta er hjá umboðsaðilanum:

PFAFF hf

Grensásvegi 13

108 Reykjavík

S: 414-0451

www.pfaff.is

More magazines by this user
Similar magazines