14.12.2017 Views

Skólablað

Skólablað 9.-10. bekkjar í Stórutjarnaskóla haustið 2017.

Skólablað 9.-10. bekkjar í Stórutjarnaskóla haustið 2017.

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Tjarnapóstur<br />

2017


Frá Siggu...<br />

Í upphafi vetrar var ákveðið inni í stofu fjögur að gefa út skólablað sem hluta af íslensku náminu. Nemendurnir<br />

hafa unnið hörðum höndum alla önnina að útgáfunni. Lært um blaðaútgáfu, uppsetningu og mismunandi form<br />

texta. Nemendurnir hafa því á haustönninni lagt aukna áherslu á ritað mál, málfar og stafsetningu.<br />

Hugmyndavinna, textasmíði, ljósmyndun og uppsetning var í þeirra höndum, með leiðbeiningum og aðstoð frá<br />

kennurum. Þetta hefur verið skemmtilegt ferðalag með nemendunum og hér má sjá afrakstur erfiðisins.<br />

Nafnið á skólablaðinu kemur frá eldri útgáfu skólablaðs hér í skólanum, en við skoðuðum meðal annars blöð frá<br />

1972, 1973, 1987 og 1990 áður en við byrjuðum á þessu blaði. Þetta þóttu áhugaverðar heimildir um skólastarfið<br />

hér og vildu nemendur fá að halda í nafnið á skólablaðinu.<br />

Ég veit að nemendurnir eru stoltir af blaðinu sínu og við vonum að þið hafið gaman af því líka. Vil ég nýta<br />

tækifærið og þakka öðru starfsfólki sem lagði hönd á plóg og aðstoðaði nemendurna við að láta þetta blað verða<br />

að veruleika.<br />

Með kærri kveðju<br />

Sigríður Árdal<br />

1. tbl. 14. desember 2017<br />

Stórutjarnaskóli<br />

Ritstjórn: Ari Ingólfsson, Árný Ingvarsdóttir Olsen, Benedikt Guðbergsson, Hannes Haukur Sigurðsson, Heiðrún<br />

Harpa Helgadóttir, Inga María Hauksdóttir, Inga Sigurrós Þórisdóttir, Katla María Kristjánsdóttir, Kristján Davíð<br />

Björnsson, Salbjörg Ragnarsdóttir, Sylvía Rós Hermannsdóttir, Unnur Ingvarsdóttir Olsen.<br />

Ábyrgðarmaður: Sigríður Árdal.<br />

Uppsetning: Hannes Haukur Sigurðsson, Heiðrún Harpa Helgadóttir, Katla María Kristjánsdóttir, Unnur Ingvarsdóttir<br />

Olsen.<br />

Ljósmyndir: Árný Ingvarsdóttir Olsen, Hanna Berglind Jónsdóttir, Inga María Hauksdóttir, Jónas Reynir Helgason,<br />

Katla María Kristjánsdóttir, Kristján Davíð Björnsson, Sigríður Árdal, Unnur Ingvarsdóttir Olsen.<br />

2


Efni blaðsins<br />

Frá Siggu .............................................................................................................................. 2<br />

Einn dagur í stofu fjögur ...................................................................................................... 5<br />

Hikorð kennara .................................................................................................................... 6<br />

Einelti er ógeð ...................................................................................................................... 6<br />

Nemendaviðtöl .................................................................................................................... 7<br />

Brandarahorn ...................................................................................................................... 8<br />

Kvennafrídagurinn ............................................................................................................... 9<br />

Ljóðakeppni Tjarnarpósts .................................................................................................... 10<br />

Teiknimyndasögur ............................................................................................................... 11<br />

Sudoku ................................................................................................................................. 14<br />

Orðið á götunni .................................................................................................................... 15<br />

Fullveldishátíðin og danssýning ........................................................................................... 16<br />

Áhugaverðar staðreyndir ..................................................................................................... 17<br />

Mötuneytið og maturinn ..................................................................................................... 18<br />

Grænfánaverkefnið ............................................................................................................. 19<br />

Gallar skólans ....................................................................................................................... 20<br />

Kostir skólans ....................................................................................................................... 21<br />

Finnu nöfnin ......................................................................................................................... 22<br />

Nemendaviðtöl .................................................................................................................... 23<br />

3


4


Einn dagur í stofu fjögur<br />

Ljósin eru slökkt og allir hálf sofandi og svo þegar þau eru kveikt kvarta eiginlega allir. Frímínútur<br />

eru mjög svipaðar allir í símunum, Ari & Benni slást og Kristján er að tala um hvað honum finnst<br />

hann vera æðislegur og spilar tónlist. Salbjörg kvartar yfir því hvað það er kalt, Inga S segist vera<br />

sammála á meðan Katla heldur utan um þær báðar til að hlýja þeim. Heiðrún sest á stólinn sinn<br />

og fer til Árnýjar og segir henni frá hvað hún fór seint að sofa því henni var svo illt í maganum en<br />

Árný heldur bara áfram að lesa og spjalla við Unni sem situr á borðinu sínu. Inga M byrjar bara<br />

að læra og Sylvía hlustar á tónlist og er í símanum. Þegar bjallan hringir þá þarf kennarinn að<br />

biðja alla fimm sinnum að hætta í símanum. Þeir elska okkur samt mjög mikið. Í tímum segja<br />

strákarnir inn á milli eitthvað til að snúa út úr. Svona byrja dagarnir hjá okkur í stofu 4.<br />

Við í 9. og 10. bekk kynnum með stolti<br />

skólablaðið okkar, Tjarnapóst.<br />

5


Hikorð kennara<br />

9. og 10. bekkur gerði leynilega könnun um hvaða hikorð kennarar nota. Þessi könnun var<br />

gerð vegna þess að þetta var verkefni í íslensku og það þótti mjög áhugavert. Hikorð eru orð<br />

sem fólk hikar á þegar það talar. Fólk hikar oft þegar það veit ekki hvað það á að segja. Dæmi<br />

um algeng hikorð eru þú veist, þarna, hérna, sko o.fl. Kennarar 9. og 10. bekkjar nota<br />

hikorðin em, þá, uh, eða, hérna, þarna, eh, þú veist, sko og en. Það er algengt að fólk noti<br />

hikorð og oftast tekur fólk ekki eftir því, nemendur tóku ekki eftir hikorðum kennaranna fyrr<br />

en könnunin var gerð. Krakkarnir skiptu sér í hópa og hlustuðu eftir hikorðum kennaranna<br />

þeirra og tóku eftir því að hikorðin voru notuð frekar oft. Nemendur halda að kennararnir<br />

sjálfir taki ekki eftir því, það fer eftir því hvaða hikorð þeir nota. Fólk tekur t.d. oft eftir því ef<br />

að þau segja mikið sko eða hérna eða þarna. Þessi könnun var áhugaverð af því að við höfum<br />

yfirleitt ekki pælt í þessu.<br />

Inga Sigurrós Þórisdóttir og Salbjörg Ragnarsdóttir<br />

Einelti er ógeð<br />

Einelti er ógeð og alls ekki gott. Þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu og langvarandi áreiti og á<br />

erfitt með að verjast því er talað um einelti. Best er að segja einhverjum frá ef maður er lagður í<br />

einelti, því fyrr sem þú segir frá því fyrr er kannski gert eitthvað í því og þá er þér sennnilega hjálpað.<br />

Ef þú verður vitni að einelti er best að segja einhverjum frá því og hjálpa þeim sem er lagður í einelti.<br />

Við í 5. - 10. bekk fórum á leikrit um einelti 11. október á Breiðumýri, það var mjög skemmtilegt.<br />

Á degi eineltis horfðum við á viðtal við Sölku Sól. Það var áhugavert að sjá að svona fræg og glöð<br />

manneskja hafi verið lögð í einelti. Að leggja í einelti er slæmt fyrir bæði þolandann og gerandann.<br />

Það veit enginn af hverju Salka var lögð í einelti en hver sem ástæðan er þá á aldrei að leggja í einelti,<br />

alveg sama hver manneskjan er.<br />

Þegar einhver er lagður í einelti er það ekki honum/henni að kenna, það er oft vegna þess að<br />

einhverjum líður illa og segir eitthvað ljótt við einhvern annan til þess að láta sér sjálfum líða betur.<br />

Sundum byrjar þetta sem létt grín en svo verður þetta miklu meira og fleiri og fleiri taka þátt í þessu<br />

gríni og þá endar þetta oft í einelti.<br />

Maður ætti aldrei að leggja einhvern í einelti af því að það á engum að þurfa að líða svona illa.<br />

Einelti getur leitt til mikillar vanlíðanar og jafnvel valdið því að fólk mætir ekki í vinnuna eða skólann<br />

eða jafnvel fremji sjálfsmorð.<br />

Katla María Kristjánsdóttir og Inga Sigurrós Þórisdóttir<br />

6


Nemendaviðtöl<br />

Umsjón: Hannes Haukur og Salbjörg<br />

Nafn: Benedikt Guðbergsson<br />

Fæðingardagur og ár: 20.05.03<br />

Áhugamál: Íþróttir og tölvuleikir<br />

Uppáhalds...<br />

Youtuber: IDubbbzTV<br />

Lag: Perfect<br />

Tölvuleikur: Borderlands 2<br />

Kennari: Jónas mínus línuleg föll<br />

Ef þú mættir breyta einhverju við skólann: Fleiri völ í vali<br />

Hvað viltu að við leikum á árshátíðinni? Shrek<br />

Sjörnuskot? Valdi<br />

Nafn: Katrín Ösp Magnúsdóttir<br />

Fæðingardagur og ár: 12.10.06<br />

Áhugamál: Íþróttir<br />

Uppáhalds...<br />

Lag: Skemmtileg lög en ekkert uppáhalds<br />

Tölvuleikur: Minecraft<br />

Kennari: Nanna<br />

Ef þú mættir breyta einhverju við skólann: Fleiri lestíma<br />

Nafn: Kristján Davíð Björnsson<br />

Fæðingardagur og ár: 22.10.02<br />

Áhugamál: Fótbolti, Tölvuleikir.<br />

Uppáhalds...<br />

Youtuber: VideoGameDonkey<br />

Lag: STFU<br />

Tölvuleikur: Fifa 18, Overwatch<br />

Kennari: Jónas<br />

Ef þú mættir breyta einhverju við skólann: Gera allt létt fyrir<br />

Kristján Davíð<br />

Hvað viltu að við leikum á árshátíð: Ekki Grease<br />

Stjörnuskot: Justin Bieber<br />

7


Brandarahorn<br />

Ingu, Kötlu og Ara<br />

Af hverju fór Nanna smiður á<br />

sjúkrahúsið?<br />

Hún rak við í hendina á sér!<br />

Smá gáta hér<br />

Af hverju hætti tannlæknirinn störfum?<br />

Hann reif kjaft!<br />

8


Kvennafrídagurinn<br />

Þann 24. október síðast liðinn var boðað til<br />

menningarstundar í tilefni af kvennafrídeginum.<br />

Sigrún Jóns var með erindi um Rauðsokkahreyfinguna<br />

og 9. – 10. bekkur var með erindi um það sem þau<br />

hafa verið að ræða í tímum og þeirra hugsanir á<br />

málinu. Kvennafrídagurinn byrjaði 1975 þegar konur<br />

gengu út. Rauðsokkahreyfingin var hópur ungra<br />

kvenna sem barðist fyrir að konur kæmust á<br />

vinnumarkaðinn og fengu jafnrétti. Sigrún Jóns talaði<br />

um það að árið 1975 var baráttufundur í Reykjavík sem hún var viðstödd.<br />

Um 25.000 konur söfnuðust saman á baráttufundi á Lækjatorgi árið 1975. Það hefur síðan verið<br />

gengið út árin 2005 kl. 14:08, 2010 kl. 14:25 og síðast árið 2016 kl. 14:38. Á þessum 11 árum höfum<br />

við grætt 30 mínútur eða tæplega 3 mínútur á ári. Þetta er að gerast, sem er gott, en það gerist of<br />

hægt, sem er slæmt. Jafnrétti er það ástand þar sem allir eru jafnir bæði karlar og konur. Með þessu<br />

áframhaldi verður jafnrétti ekki komið á Íslandi fyrr en árið 2068 en ekki fyrr en 2169 í öllum<br />

heiminum.<br />

Af hverju tekur þetta svona langan tíma og af hverju þarf að berjast svona mikið fyrir réttlæti<br />

kvenna og jafnrétti kynjanna? Ætli það hafi eitthvað með launa mismun að gera að á steinöldum voru<br />

það alltaf karlar sem fóru að veiða og gera úti verkin, á meðan konur voru inni að hugsa um og ala<br />

upp börnin?<br />

Þó að konur séu oftast meira menntaðar fá þær samt lægri laun. Af hverju er þetta svona? Vilja<br />

karlar að konur fái lægri laun eða velja þær kannski að fá lægri laun? Alveg örugglega ekki. En hvað<br />

getum við gert til að stoppa þetta? Við getum til dæmis haldið upp á kvennafrídaginn, frætt yngri<br />

krakka og gengið oftar út.<br />

Við getum breytt þessu!<br />

Katla María Kristjánsdóttir<br />

9


Ljóðakeppni<br />

Efnt var til ljóðkeppni Tjarnarpósts og komu mörg góð ljóð í keppnina.<br />

Hérna birtast öll ljóðin og þrjú efstu komu öll úr 6. bekk.<br />

Umsjón: Sylvía Rós<br />

Þrjú efstu ljóðin að mati dómnefndar<br />

Vináttan<br />

Að eiga vini er gott,<br />

Ef þú átt ekki vini<br />

Ertu einmana.<br />

Það er ekki gott að vera einmana<br />

En í Stórutjarnaskóla<br />

Eru fáir nemendur<br />

Og hægt er að eignast marga vini<br />

Vináttan er falleg.<br />

Vináttan er skemmtileg<br />

Það er gott að eiga vini.<br />

Eyhildur 6. bekk<br />

Fjölskylda<br />

Fjölskyldan er mikilvæg<br />

Fyrir alla, mig og þig<br />

Sama hvað gerist<br />

Hún er alltaf til staðar<br />

Hvar og hvenær sem er<br />

Katrín Ösp 6. bekk<br />

Vinkona<br />

Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð<br />

Til þín vildi ég semja þennan óð<br />

Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður<br />

Að heyra í þér aldrei mig tefur<br />

Sérstök, dugleg, traust og trú<br />

Vitur, hjálpsöm, það ert þú<br />

Hlý og bjartsýn, til í spjall<br />

Þú getur slappað hið mesta fall<br />

Einstök, stríðin, líka feimin<br />

Hugrökk, djörf, stundum dreymin<br />

Allt jákvætt get ég sagt um þig<br />

Alltaf áttu tíma fyrir mig<br />

Vináttan okkar er mér mikils virði<br />

Vinkonur verði frá Hafnarfirði<br />

Eitthvað sérstakt höfum við átt<br />

Huggað hvor aðra, þegar eigum við bágt.<br />

Alltaf er gott að leita til þín<br />

Þú ert besta vinkona mín<br />

Þakka vil þér af öllu hjarta<br />

Engu hef ég yfir að kvarta.<br />

Arndís 6. bekk<br />

Ég er á litlum stað<br />

Að rífa sundur blað<br />

Það sem ég skrifaði á<br />

Það sem alls ekki má<br />

Alveg harðbannað að sjá<br />

Daníel Róbert 4. bekk<br />

Öldur hafsins<br />

Vindar fjallsins<br />

Í miðju gili<br />

Með litlu bili<br />

Á stórum hól<br />

Er okkar skjól<br />

"Stórutjarnaskóli"<br />

Katrín Ösp 6. bekk<br />

Ísland<br />

Sumir segja að búa á íslandi<br />

Sé ömurlegt<br />

En ef þú spyrð mig<br />

Þá myndi ég segja að búa á íslandi<br />

Er það besta í heimi<br />

Ísland er góð þjóð<br />

Þótt að það búi ekki margir<br />

Þá er ísland góð þjóð<br />

Ef þú spyrð mig þá er eitt við ísland<br />

Sem gerir ísland betra og það er að<br />

Inni í miðju íslandi á norðurlandi stendur<br />

Stórutjarnaskóli<br />

Eyhildur 6. bekk<br />

10


Tjarnarpósts<br />

Stórutjarnaskóli<br />

Í Stórutjarnaskóla<br />

Eru fáir en<br />

Skemmtilegir nemendur<br />

Allir eru skemmtilegir<br />

Líka kennararnir<br />

Námsefnið er gott<br />

Og skemmtilegt<br />

Eyhildur 6. bekk<br />

Sad boy<br />

Einu sinni var ljótur,<br />

Hann var voða fljótur.<br />

Þessi strákur hét Hafþór,<br />

Hann fór...<br />

Hann Hafþór elskaði sautján,<br />

Mörgum fannst það rán.<br />

Þá fór fólk að sparka,<br />

Svo hann ákvað í gröfina arka...<br />

Þá fékk fólkið samviskubit,<br />

Veröld Hafþórs fékk á sig lit.<br />

Hann fór í skólann og sá,<br />

Að engann tilgang átti hann þá...<br />

Hann hætti í skóla og fríkaði í stút,<br />

Því foreldrar hans hentu honum út.<br />

Hann fékk sér ei konu og var því lonely,<br />

Hann fékk sér ei vinnu og lifði í rusli...<br />

Þegar gamall var orðinn hann hafði ekkert hár,<br />

Því hárið það hataðann alveg upp á tár.<br />

Hann sá ekki neitt því hurfu hans augu,<br />

Lífið hans drap hann og þá varð hann draugur...<br />

THE END.<br />

Hafþór 7. bekk<br />

Úti hann fór að snjóa,<br />

Svo allt er á kafi.<br />

Enga fæ strætóa,<br />

svo afi laxinn ey grafi.<br />

Sit ég hér og hugsa minn gang,<br />

fer ey langt.<br />

Kemst bara í kaupang,<br />

Een það er fulllangt.<br />

Snjórinn á leið hjá,<br />

hvassur vindur gnauðar.<br />

Gimbrin verður grá,<br />

hlíja mér við dauðann.<br />

Bíð bíð bíð,<br />

amma að sauma.<br />

Hér ég ey slátrið síð,<br />

set hest með tauma.<br />

Mjólka kvölds og morgna,<br />

gef í jötuna miklu.<br />

Vatn ég fylli í hólka,<br />

gef steinana kjarkmiklu.<br />

Hér er ófærð um vegi,<br />

bíla þarf að draga.<br />

Þó ég vegina sveigi,<br />

þarf veðrið að laga.<br />

Bílar saman skella,<br />

harmonikan spilar.<br />

Opna þarf hotel,<br />

rafmagnið bilar.<br />

Menningarstund<br />

Menningarstund í stórutjarnaskóla<br />

Kenna okkur margt,<br />

Og sérstaklega á<br />

Hljómsveitirnar og á<br />

Meira og margt<br />

Hannes 9. bekk<br />

Grete 6. bekk<br />

11


Teiknimyndasögur<br />

Umsjón: Ari Ingólfsson, Inga Sigurrós Þórisdóttir og Katla María Kristjánsdóttir<br />

12


Anna Kristjana 7. bekk<br />

13


Sudoku<br />

Létt<br />

Miðlungs<br />

Umsjón: Heiðrún Harpa<br />

Erfitt<br />

14


Orðið á götunni...<br />

Hvað gera kennararnir í frímó?<br />

Eru þau að gera grín af krökkunum? Eru þau að borða nammi, við munum aldrei vita eða hvað?<br />

Við sendum sjálfboðaliða frá stofu 4 til að njósna um kennarana í frímó og þetta gerðist:<br />

Ónefndur aðili kannaði málið og sá að kennararnir voru að tala saman um krakkana og borða nammi og<br />

kökur! Aðilinn var ekki gómaður.<br />

Skóladraugurinn<br />

Er skóladraugurinn til í alvörunni eða hvað? Við ræddum við Sylvíu í 10. bekk og þetta hafði hún að<br />

segja:<br />

Af hverju trúir þú á drauga?<br />

Svar: Ég hef séð drauga.<br />

Heldur þú að það sé skóladraugur í skólanum?<br />

Svar: Ég veit að það er draugur í skólanum.<br />

Hefur þú séð skóladrauginn hér í skólanum?<br />

Svar: Já, ég hef séð hann.<br />

Hvernig lítur hann út? Og hvernig var sú upplifun?<br />

Svar: „Það var hörmuleg upplifun" segir hún „Eina sem ég sá var að það var hávaxinn karlmaður" og hún<br />

segir að hún var frosin í sporum sínum. Við nefndum slys sem gerðist nokkrum dögum fyrr og henni<br />

finnst það hafa verið tengt skóladrauginnum. Þetta gerðist einhvern þriðjudag (hún man það ekki alveg)<br />

klukkan 10 og þetta gerðist í stofu 3. Það var vatnsbrúsi sem hellt var úr á nokkur borð og borðið fór allt<br />

á floti. Þetta gerði krakkana hrædda. Hún er viss um að skóladraugurinn hafi verið þar að verki!<br />

Veðurhræddur skólastjóri?<br />

20/11 fór skólastjórinn okkar til Reykjavíkur og daginn eftir skall á stórveður. Er skólastjórinn okkar<br />

veðurhræddur og mikill hræðslupúki eða vildi hann bara vera öruggur svo hann kæmist til Brussel og<br />

ekki þurfa að hafa áhyggjur. Við munum aldrei vita?<br />

Umsjón: Benedikt Guðbergsson og<br />

Kristján Davíð Björnsson<br />

15


Fullveldishátíðin og danssýning<br />

Þann 1. desember árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki en varð samt ekki sjálfstætt land fyrr en 17. júní<br />

1944. En það er samt ein skýring á þessu máli, hún er sú að Íslendingar ákváðu að þeir vildu ekki forseta<br />

og vildu hafa Danakonung áfram sem þjóðhöfðingjann sinn og að utanríkisstefna Íslands væri í höndum<br />

Dana. Í Reykjavík sumarið 1918 komust Danir og Íslendingar að samkomulagi um breytt samband<br />

landanna og að Ísland yrði frjálst og fullvalda ríki, en áttu samt að vera í konungssambandi við<br />

Danmörku. Íslendingar fengu heimild til að slíta formlegum tengslum landanna að 25 árum liðnum.<br />

Íslendingar réðu sér sjálfir og sínu landi og fóru líka með flest mál sjálf.<br />

Á 1. desember er meðal annars haldin danssýning á hverju ári í Stórutjarnaskóla, þar sem við notum<br />

eina viku í að æfa dansa með hinni æðislegu Köru Arngrímsdóttur og höldum síðan sýningu í lok<br />

vikunnar fyrir foreldra og aðra gesti. Danskennslan og sýningin er haldin fyrir krakkana hér, til að þau fái<br />

að læra eitthvað nýtt og fyrsta sýningin var haldin árið 1988. Fyrir sýninguna fer skólastjórinn okkar,<br />

Ólafur Arngrímsson, með ræðu og krakkarnir fara með ljóð og kvæði, oft á tíðum ættjarðarljóð. Þetta er<br />

gert til þess að minnast fullveldi Íslands. Eftir sýninguna er kaffi og kræsingar inni í matsal sem elsku<br />

Heiða og Guðbjörg hafa búið til fyrir okkur.<br />

Marge Alavere 8. bekk<br />

16


Áhugaverðar staðreyndir<br />

Meðal manneskja eyðir 6 mánuðum að bíða eftir rauðu ljósi að breytast í<br />

grænt.<br />

Ef allir kvenkyns trúðfiska tegundir í hóp deyja breytir einn karlkyns fiskurinn um kyn til að halda<br />

tegundinni á lífi.<br />

Augun okkar eru alltaf jafn stór en nefið og eyrun okkar hætta aldrei að stækka.<br />

Meðal manneskja labbar jafn langt á ævinni,<br />

eins og að labba þrjá hringi í kringum jörðina.<br />

Að fljúga flugdreka er atvinnu íþrótt í Taílandi.<br />

Umsjón: Ari, Inga Sigurrós, Katla María<br />

17


Mötuneytið og maturinn<br />

Hannes Haukur Sigurðsson<br />

Ég gerði könnun í skólanum um matseðilinn. Ég gerði þessa könnun því ég hafði áhuga að vita hvað öðrum<br />

finnst um matinn í skólanum. 93% nemenda og starfsfólks tók þátt í þessari könnun.<br />

Ég spurði þátttakendur hverju þeir myndu vilja breyta á matseðlinum. Svörin voru margvísleg en sem<br />

dæmi má nefna: Fjölbreyttari matur á föstudögum, fjölbreyttur matur, minni olía á pastanu og fá að kjósa<br />

eftirrétti. Margir töluðu um fisk, að hafa sjaldnar fisk og á mismunandi dögum, ekki hafa fisk alltaf á<br />

mánudögum og miðvikudögum. Einnig kom fram að hafa minna af unnum matvörum. Unnar matvörur eru<br />

svolítið í skólanum, það er um það bil 69% óunnar vörur og unnar vörur eru 31% samkvæmt Heiðu í<br />

eldhúsinu.<br />

Hve mörgum finnst maturinn góður hér í skólanum?<br />

Ég fylgdist með svörum hjá krökkum og það kom mér mest á óvart að krakkarnir í stofu 1 voru mjög<br />

ánægð með matseðillinn. Sumir í skólanum voru svona já og nei en flestum finnst maturinn fínn.<br />

Kennararnir tóku þátt í þessu og þau skildu könnunina betur. Ég ætla að nefna eitt sem kennarar sögðu og<br />

það var að hafa minna af unnum matvörum.<br />

Finnst þér maturinn góður í skólanum?<br />

Langflestir sögðu já en sumir nei. Ég tek þetta saman af öllum svörum. Ég spurði einnig um galla<br />

matseðilsins og það var svolítið talað um að fiskur væri of oft í þeirri spurningu og að kjöt væri ekki nógu<br />

oft.<br />

Hvað viltu hafa oftar í matinn?<br />

Það voru áhugaverð svör þar en það var meðal annars nefnt, kjöt, pítur, pizzu, grjónagraut og lax.<br />

Kakósúpu, búðing, franskar, ís, hamborgara og BBQ svínarif, kakó, pastarétt og kjúklingasúpu. Núðlur,<br />

taco, kjúklinganagga, slátur, skyr, fisk og grænmetisrétti.<br />

Það var frábært að gera þessa smá könnun. Það komu áhugaverð svör en könnuninn var aðallega um<br />

matinn. Sumir komu með athugasemdir við myndirnar á matseðlinum en ég sleppti því og tala þá bara um<br />

mat. Það sem mér fannst skemmtilegt var að kennarar vildu hafa fisk oftar en nemendur vildu hafa fisk<br />

sjaldnar.<br />

18


Grænfánaverkefnið<br />

Umsjón: Árný Ingvarsdóttir Olsen og Unnur Ingvarsdóttir Olsen<br />

Við í Stórutjarnaskóla vorum að fá Grænfánann í fjórða sinn í nóvember 2017. Við vinnum allt árið að því<br />

að flokka, setja í moltu og sóum ekki matvælum. Við höldum líka umhverfisþing á hverju ári til að fræða<br />

fólkið í sveitinni um hvernig á að sjá betur um umhverfið. Við tókum viðtal við Sigrúnu Jónsdóttur<br />

kennara við Stórutjarnaskóla um grænfánaverkefnið. Hún er formaður Umhverfis- og<br />

lýðheilsunefndarinnar skólans og hefur mikla reynslu að vinna við Grænfánaverkefni og að<br />

umhverfismálum bæði við Stórutjarnaskóla og annars staðar.<br />

Um hvað snýst Grænfánaverkefnið í ár?<br />

„Í ár ætlum við að halda áfram með það sem við höfum verið að vinna með t.d. hollt fæði, lífheilsu<br />

og flokka en það nýja er orkan, við ætlum að vinna með hana." Á síðasta fundi spurði<br />

umhverfisnefndin nemendur hvað við gætum verið að gera í daglegu lífi í sambandi við orku og hvað<br />

krökkunum leist best á. Þau vildu byrja á því að vinna með orkuna sem tengist okkur t.d. út frá mat<br />

og svoleiðis.<br />

Nú er þessi skóli búinn að fá grænfánann í fjögur ár hvaða merkingu hefur það fyrir skólann?<br />

„Við þurfum að endurnýja fánann annað hvert ár, við fáum heimsóknir frá landvernd sem koma og<br />

athuga hvort við höfum staðið okkur nógu vel í umhverfis– og lýðheilsumálum eins og við höfum gert<br />

og við höfum staðið okkur nógu vel í um 6 ár." Margt hefur breyst á þessum árum fyrst voru svo<br />

margir krakkar vanir því að hugsa ekkert um umhverfismál en núna eru allir eða að minnsta kosti<br />

flestir vanir því að hugsa um þetta.<br />

Grænfánaverkefnið er það eitthvað sem allir skólar taka þátt í?<br />

„Það eru bara sumir." Í rauninni byggist Grænfánaverkefnið á því að það séu einhverjir í skólanum<br />

sem vilja taka þátt og þá þarf að sannfæra alla um að taka þátt í þessu.<br />

Hvers vegna skiptir þetta verkefni máli fyrir umhverfið?<br />

„Verkefnið skiptir mestu máli fyrir okkur fólkið af því umhverfið er svo mikilvægt fyrir allt fólk til að<br />

lifa." Fyrir fólkið í framtíðinni megum við núna ekki vera búin að eyðileggja náttúruna og umhverfið<br />

fyrir þeim. Þótt að þetta sé bara einn skóli er það mikilvægt. Allt skiptir máli.<br />

Af hverju þarf skólinn að halda áfram, er ekki nóg að gera þetta verkefni í eitt ár?<br />

„Þó að við myndum hætta með umhverfisnefnd myndum við örugglega halda áfram því við erum<br />

búin að venja okkur á það að flokka og hugsum umhverfið."<br />

Af hverju sótti Stórutjarnaskóla um Grænfánann til að byrja með?<br />

„Ég kom að vinna í Stórutjarnaskóla síðan 2007 eftir að hafa unnið í leikskóla á Akureyri þar sem við<br />

vorum að vinna í svona verkefni." Sigrúnu<br />

fannst erfitt að koma hingað þar sem ekki var<br />

verið að gera neitt eins og hún var búin að<br />

venja sig á. Svo spurðist hún fyrir og það voru<br />

margir sem höfðu áhuga á að taka þátt í<br />

grænfánaverkefnum. Þetta þróaðist áfram og<br />

við fengum verkefni frá landsvernd og svo<br />

þegar við vorum á réttum stað sóttum við um<br />

Grænfánann. Hluti af verkefninu er að fá aðra í<br />

það svo við töluðum við sveitastjóra til að hafa<br />

áhrif á sveitina og þess vegna höldum við<br />

umhverfis þing.<br />

Mynd tekin við afhendingu Grænfánans 8. desember 2017<br />

19


Gallar skólans<br />

Við ákváðum að taka saman það sem okkur<br />

finnst ekki nógu gott við skólann. Það eru<br />

aðallega 6 atriði sem okkur finnst ekki nógu<br />

góð og væri gott að laga. Fyrir utan þessi<br />

atriði er skólinn bara nokkuð fínn.<br />

• Það er mjög sjaldan pizza. Krakkarnir<br />

vilja oftar ,,ruslfæði".<br />

• Við fáum ekki almennilega að velja<br />

hvað við gerum í frímó, það er alltaf<br />

fótbolti og skotbolti í salnum og ef einhver gerir eitthvað öðruvísi í íþróttasalnum þá trompast allir<br />

eða verða alveg brjálaðir. Það væri gott að gera dagskrá yfir frímínútur. Einnig ef til væru fleiri spil<br />

eða að við mættum nota þau spil sem eru til.<br />

• Við fáum ekki að velja almennilega hvað við gerum í valtímum því það er hægt að velja svo fátt.<br />

• Það eru ekki góð tæki í ræktinni. Tækin eru orðin svo léleg og gömul að þau eru bara orðin<br />

hættuleg.<br />

• Það er mjög oft skyr eða grjónagrautur á föstudögum, það ætti að vera fjölbreyttari matur á<br />

föstudögum.<br />

• Það er lítill íþróttasalur og þess vegna er ekki hægt að stunda allar íþróttir almennilega.<br />

Það var mjög erfitt að finna hluti sem eru gallar við þennan skóla. En okkur finnst að þetta gæti verið<br />

eitthvað sem væri hægt að laga. „Það er samt lítið sem er hægt að bæta miðað við aðra skóla" segja<br />

krakkar sem hafa verið í öðrum skóla og komið hingað.<br />

Ari Ingólfsson<br />

Benedikt Guðbergsson<br />

Kristján Davíð Björnsson<br />

20


Kostir skólans<br />

Einn af kostum skólans er<br />

hvað skólaárið er fjölbreytt.<br />

Það er jólaföndur,<br />

jólaskreyting, jóla morgun<br />

söngvar, litlu jól, dansvika,<br />

árshátíðar leikritin, þema<br />

vika, þorrablót þar sem<br />

nemendur gera atriði,<br />

menningarstundir þar sem<br />

tónlistarnemendur spila,<br />

tónleikar, útiskóli og<br />

útiskóladagur. Þetta eru nokkur dæmi um hvað er gert hér yfir allt skólaárið sem einkennir svolítið<br />

skólann. Útiskóli eru tímar fyrir 1. – 6. bekk sem fara fram úti þar sem krakkar læra um fugla og<br />

náttúruna. Einu sinni var byggður lítill kofi í einni laut hérna. Útiskóladagur er einn dagur á ári þar sem<br />

allir krakkar skólans fara út að gera ýmis verkefni.<br />

Kennslustundirnar hérna eru líka með fjölbreytt starf ekki bara að vinna í bókum heldur líka<br />

kynningar leikrit, myndbönd til að nefna eitthvað. Það hefur verið mjög áberandi að eitt af því sem<br />

krökkunum finnst best við skólann eru kennararnir hérna. Fjölbreytt verkefni eru líka þeim að þakka.<br />

Þetta er svo gott samfélag af því þetta er svo lítill skóli að allir þekkja alla. Þá er líka auðveldara<br />

fyrir krakkana að gera öðruvísi verkefni eins og kom fram áðan, af því þú þekkir alla svo vel að það er<br />

bara gaman að fíflast og skemmta sér með skólaverkefnin.<br />

Árný Ingvarsdóttir Olsen<br />

Unnur Ingvarsdóttir Olsen<br />

21


FiNnDu NöFnIn<br />

HÉR ÁTT ÞÚ AÐ FINNA 15 NÖFN Á STARFSFÓLKI SKÓLANS OG 1 LEYNIORÐ.<br />

GÓÐA SKEMMTUN.<br />

I Y V G N S O K P A B K N B D K I N<br />

E L Í N D A G F U Ó Æ P M E R T Y U<br />

Ú I Ó A T S F Á L F H E I Ð U R R H<br />

L Á G K I G Æ Ð Þ D M K B D Æ N U Á<br />

K J J D S N D V S F J J E N B O P Ð<br />

G H R A I A K M A R Í A U S F Ú L T<br />

P V N Ð G Á N Æ G J U D A Ó K A T L<br />

A O K M R N E R I J S N V N E D H A<br />

O J Ú V Ú N O G A M Ó L Ú R I Ð S K<br />

K B J Ó N D A G H J R A E U H T H I<br />

I V U S H N N I N G T U S F A N A R<br />

R D R É S E S K O F N U S A G N B A<br />

Ð F R M S I G R Í Ð U R R L T Ö Y M<br />

I O N Æ S D G Ö F Ð P A O Ó L K J B<br />

R V L E R Æ Ó N K O Ð N S Á T F D Í<br />

F U N G B Y D V P R S N K Ý L S M Ó<br />

J H G Á A V D B I R N A B A B O B A<br />

P S S K L Í Ó Þ F N A N Y H G S L S<br />

AGNES ANITA BIRNA<br />

ELÍN FRIÐRIK JAAN<br />

JÓNAS MARIKA MARÍA<br />

OLGA NANNA SIGRÍÐUR<br />

SIGRÚN ÁLFHEIÐUR ÓLAFUR<br />

LEYNIORÐ<br />

__ __ __ __ __ __ __ __ __ __ __ __ __ __ __ __<br />

Umsjón: Heiðrún Harpa, Inga<br />

Sigurrós og Katla María<br />

22


Nemendaviðtöl<br />

Umsjón: Hannes Haukur og Salbjörg<br />

Nafn: Hafþór Höskuldsson<br />

Fæðingardagur og ár: 07.07.05<br />

Áhugamál: Frjálsar<br />

Uppáhalds...<br />

Youtuber: 442oons<br />

Lag: Fairytale<br />

Tölvuleikur: Pes 2018<br />

Kennari: Jónas.<br />

Ef þú mættir breyta einhverju við skólann: Maturinn, of mikið<br />

grænmeti<br />

Hvað viltu að við leikum á árshátíðinni? Bella<br />

Stjörnuskot : Kristján D.<br />

Nafn: Katla María Kristjánsdóttir<br />

Fæðingardagur og ár: 03.04.02<br />

Áhugamál: Hreyfa mig, vera með vinum og fjölskyldu, dýr og tónlist<br />

Uppáhalds...<br />

Youtuber: Jacksepticeye<br />

Lag: Veit ekki<br />

Tölvuleikur : Veit ekki<br />

Kennari: Sigga og Jaan<br />

Ef þú mættir breyta einhverju við skólann: Ekkert<br />

Hvað viltu að við leikum á árshátíðinni? Eitthvað eftir Jónas og ekki Grease<br />

Nafn: Kristján Brynjólfsson<br />

Fæðingardagur og ár: 9.08.09<br />

Uppáhalds...<br />

Sjónvarpsþáttur: Bardagaþættir<br />

Lag: Ekkert<br />

Tölvuleikur : Harry Potter<br />

Kennari : Birna og Sigrún<br />

Ef þú mættir breyta einhverju við skólann? Aðeins meira frí<br />

Hvað langar þig að verða? Íssölumaður<br />

Hvað viltu að við leikum á árshátíðinni? Ekki ljótar kýr<br />

23


24


25

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!