18.10.2018 Views

Bóndavarðan, apríl 2014

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

<strong>Bóndavarðan</strong><br />

DJÚPIVOGUR<br />

10. <strong>apríl</strong> <strong>2014</strong>. 13. árgangur<br />

Útgefandi: Djúpavogshreppur<br />

Ábyrgðarmaður: Gauti Jóhannesson<br />

Umsjón: Ugnius Hervar Didziokas<br />

Umbrot: Hildur Björk Þorsteinsdóttir<br />

bondavardan@djupivogur.is<br />

Sími: 478 8288


2


3<br />

FRÁ SVEITARSTJÓRA<br />

Samkvæmt tölum Hagstofu ­<br />

nnar voru íbúar í Djúpavogs<br />

hreppi 470 1. janúar<br />

<strong>2014</strong> og hafði fjölgað frá<br />

sama tíma í fyrra þegar<br />

þeir voru 453 en 2010<br />

voru íbúar 443. Þetta<br />

eru góð tíðindi og gott<br />

veganesti inn í framtíðina.<br />

Það er hins vegar<br />

umhugsunar efni að fjölgunin<br />

hefur eingöngu<br />

orðið í þorp inu á meðan<br />

fjöldi íbúa í sveit inni hefur<br />

því sem næst staðið í<br />

stað frá 2010 og þar<br />

hefur hlutfalls lega fækkað.<br />

Það breytir ekki því<br />

að nýlegar fréttir úr sveitinni<br />

bera þess merki<br />

að þar er unnið af krafti<br />

að hinum fjöl breyttustu<br />

verkefnum hvort heldur<br />

er í hefðbundum landbúnaði,<br />

ferða þjónustu<br />

eða öðru og það veit á<br />

gott um framhaldið. Nýleg<br />

verðlaun sem bændur á<br />

Hvannabrekku fengu fyrir<br />

úrvalsmjólk og Íslensku<br />

landbúnaðarverð launin<br />

sem féllu í skaut bænda<br />

í Fossárdal auk frétta um<br />

að nýir ábúendur séu<br />

væntanlegir á Karlsstaði<br />

eru vísbendingar um að<br />

full ástæða sé til bjartsýni<br />

fyrir hönd sveitarinnar og<br />

það er vel.<br />

Starfið í Tryggvabúð, þar<br />

sem eldri borgarar hittast<br />

daglega hefur gengið vel<br />

en þar verður boðið upp<br />

á dagvistarrými frá og<br />

með 1. maí. Ekki er enn<br />

ljóst hve mörg þau verða<br />

en það skýrist á næstu<br />

vikum. Opið verður frá<br />

09:00-17:00 virka daga.<br />

Í boði verður morgunkaffi,<br />

hádegisverður, síðdegiskaffi<br />

og ýmis önnur<br />

þjónusta. Auglýst verður<br />

eftir starfsmanni fljótlega.<br />

Hammondhátíðin varð<br />

þess heiðurs aðnjótandi<br />

nú í janúar að vera tilnefnd<br />

til Eyrarrósarinnar. Er sú<br />

tilnefning til merkis um<br />

þann sess sem hátíðin<br />

hefur unnið sér á landsvísu.<br />

Hátíðin í ár verður<br />

haldin 24.-27. <strong>apríl</strong> og er<br />

dagskráin fjölbreytt að<br />

vanda. Góða skemmtun!<br />

Sveitarstjóri<br />

HJÁLEIGUHLAUPIÐ<br />

Hjáleiguhlaupið verður haldið Föstudaginn langa, 18. <strong>apríl</strong>,<br />

kl 10:00. Mæting við Íþróttamiðstöðina og mun<br />

Bryndís Reynisdóttir sjá um upphitun. 3 vegalengdir verða<br />

í boði: 3km, 6km og 12km. Ölgerðin býður uppá hressingu<br />

Skráning í Íþróttamiðstöðinni eða á olafur@austurbru.is<br />

BÓKASAFNIÐ AUGLÝSIR<br />

Frá og með 6. maí <strong>2014</strong> verður bókasafnið eingöngu opið á<br />

þriðjudögum, frá 18:00 – 20:00 og gildir sá opnunartími út júní.<br />

Bókasafnið fer síðan í frí frá og með 1. júlí og verður<br />

opnun auglýst síðar.<br />

Bókasafnsvörður


4<br />

FRÉTTABRÉF FRÁ SVEITARSTJÓRN OG ATVINNUMÁLANEFND<br />

VÍSIR HF.<br />

Frá því að sveitarstjórn Djúpavogshrepps<br />

fékk fyrst veður af fyrirhuguðum<br />

skipulagsbreytingum<br />

hjá Vísi hf., tveimur tímum áður en<br />

frétta tilkynning var birt í fjölmiðlum,<br />

hafa fulltrúar sveitarfélagsins unnið<br />

sleitulaust að málinu með það fyrir<br />

augum að fá stöðuna skýrða frekar.<br />

Fyrstu viðbrögð fulltrúa sveitarfélagsins<br />

þann 28. mars eftir fund<br />

með fulltrúa Vísis hf sem boðaði<br />

fyrirhugaðar breytingar var m.a.<br />

að setja þingmenn kjördæmisins,<br />

viðkomandi ráðuneyti og byggðastofnun<br />

inn í málið svo og funda með<br />

atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps.<br />

Í framhaldi var sett tilkynning/<br />

viðbrögð sveitarstjórnar á heimasíðu<br />

sveitarfélagsins til að halda íbúum<br />

upplýstum.<br />

Málefnið fékk eðlilega strax<br />

algjöran forgang hjá sveitarstjórn<br />

Djúpavogshrepps og atvinnumálanefnd<br />

og hafa allar aðgerðir fulltrúa<br />

sveitarfélagsins síðan miðað að því<br />

að kalla eftir samráði og fundum<br />

með öllum hlutaðeigandi til að fá sem<br />

besta yfirsýn á stöðu mála.<br />

Í liðinni viku hafa sveitarstjóri og oddviti<br />

átt fundi með eigendum Vísis hf í<br />

Grindavík, þingmönnum kjördæmisins<br />

í Alþingishúsinu, í sjávarútvegsráðuneytinu<br />

með Sigurði Inga<br />

Jóhannssyni ráðherra og embættismönnum,<br />

fulltrúum Fiskeldis<br />

Austfjarða, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar,<br />

auk þingmanna kjördæmisins<br />

á stökum fundum og<br />

símafundi með Byggðastofnun.<br />

Þrátt fyrir stíf fundarhöld með hlutaðeigandi<br />

aðilum þar sem kallað var eftir<br />

skýrum svörum þá liggur engu að<br />

síður fyrir að það getur tekið einhvern<br />

tíma að vinna úr stöðu sem þessari,<br />

meðal annars er varðar mál sem snúa<br />

beint að stjórnvöldum þegar um svo<br />

stórt byggðamál er að ræða.<br />

Verkefni sveitarfélagsins miðar að því<br />

á þessum tímapunkti að halda öllum<br />

gluggum opnum og reyna allt til<br />

þess að fá bestu hugsanlegu niðurstöðu<br />

fyrir samfélagið. Jafnframt er<br />

fulltrúum sveitarfélagsins ljóst að það<br />

liggur við að fá svör.<br />

Áður en næstu skref verða tekin af<br />

hálfu sveitarstjórnar er beðið eftir<br />

viðbrögðum frá ríkisstjórn Íslands<br />

en bæði þingmenn kjördæmisins og<br />

sjávarútvegsráðherra gáfu fyrirheit á<br />

fundi með fulltrúum sveitarfélagsins<br />

að málið yrði tekið á dagskrá ríkisstjórnarfundar<br />

og væntir sveitarstjórn<br />

því viðbragða þaðan sem fyrst.<br />

Á þessu stigi hafa ekki komið út úr<br />

samtölum nánar útfærðar hugmyndir<br />

frá Vísi hf. aðrar en þær sem<br />

þegar hafa verið gefnar út í fréttatilkynningu,<br />

en fulltrúar sveitar stjórnar<br />

stefna að því að funda áfram með<br />

eigendum fyrirtækisins á næstunni.<br />

Sjávarklasinn hefur lýst áhuga sínum<br />

á að vinna með sveitarfélaginu í ljósi<br />

stöðunnar, hugsanlega með aðkomu<br />

Vísis hf en nánari útfærsla um aðkomu<br />

og samstarf í þeim efnum hefur ekki<br />

verið útfært. Fiskeldi Austfjarða lýsti<br />

MYND: ÓLAFUR BJÖRNSSON<br />

á fundi sínum með fulltrúum sveitarfélagsins<br />

áhuga á að hraða uppbyggingu<br />

í fiskeldi í Berufirði í ljósi<br />

stöðunnar, þau mál skýrast vonandi<br />

frekar á næstu vikum.<br />

Í gær föstudag að lokinni suðurferð<br />

boðuðu sveitarstjóri og oddviti til<br />

fundar með sveitarstjórn og atvinnumálanefnd<br />

þar sem þeir gáfu skýrslu<br />

um stöðu mála. Á fundinum fór<br />

fram uppbyggileg umræða um stöðu<br />

mála og horfur og voru fundarmenn<br />

allir sem einn sammála um að ganga<br />

bjartsýn til áframhaldandi verka<br />

með það fyrir augum að það fáist<br />

jákvæð niðurstaða úr þessu mikla<br />

hagsmuna máli sem við stöndum nú<br />

frammi fyrir.<br />

Fulltrúar sveitarfélagsins munu því<br />

á öllum sviðum berjast fyrir því að<br />

ná sem bestum árangri úr stöðunni<br />

með það fyrir augum að koma í veg<br />

fyrir bakslag í atvinnulífinu og samfélaginu<br />

öllu sem hefur verið í mikilli<br />

sókn eins og öllum má kunnugt vera.<br />

Sveitarfélagið Djúpavogshreppur<br />

hvetur því starfsmenn Vísis hf á<br />

Djúpavogi til að taka ekki ákvarðanir<br />

í fljótræði heldur bíða þess frekar<br />

að framtíðarhorfur í atvinnumálum<br />

skýrist frekar.<br />

Ljóst er að næsta vika verður<br />

sömu leiðis lögð öll undir af hálfu<br />

fulltrúa sveitarfélagsins til að vinna<br />

að framgangi þessa mikla hagmunamáls,<br />

en stefnt er að því að fulltrúar<br />

Djúpavogs hrepps fundi aftur með


5<br />

þingmönnum kjördæmisins sem<br />

kallaðir hafa verið austur til fundar við<br />

stjórn SSA næstkomandi miðvikudag.<br />

Í framhaldi munu sveitarstjóri og<br />

oddviti eiga fleiri fundi sem þegar<br />

hafa verið skipulagðir meðal annars í<br />

RVK seinni part næstu viku.<br />

Það má hverjum ljóst vera að ein af<br />

þeim spurningum sem nú eru uppi<br />

lítur að fiskveiðistjórnunarkerfinu og<br />

þar þurfa stjórnvöld að svara fyrir<br />

hvernig þau vilja m.a. túlka markmið<br />

lagana sem sett hafa verið um<br />

atvinnugreinina.<br />

1 grein laga um stjórn fiskveiða.<br />

„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru<br />

sam eign íslensku þjóðarinnar.<br />

Markmið laga þessara er að stuðla<br />

að verndun og hagkvæmri nýtingu<br />

þeirra og tryggja með því trausta<br />

atvinnu og byggð í landinu.<br />

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt<br />

lögum þessum myndar ekki eignarrétt<br />

eða óafturkallanlegt forræði<br />

einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“<br />

Sveitarstjórn og atvinnumálanefnd er<br />

sammála um að rétt sé að boða til<br />

íbúafundar þegar skýrari svör hafa<br />

fengist frá hlutaðeigandi aðilum.<br />

Hlutverk Djúpavogshrepps og fulltrúa<br />

þess um þessar mundir er fyrst og<br />

síðast að reyna að hafa áhrif á þá<br />

aðila sem hafa raunverulega stöðu til<br />

að taka ákvarðanir og breyta.<br />

Það var sameiginlegt mat sveitarstjórnar<br />

og atvinnumálanefndar að<br />

um leið og öllum er ljóst mikilvægi<br />

þess að vanda til verka að þá liggur<br />

við að skýra stöðuna eins hratt og<br />

kostur er til að eyða óvissu, ekki síst<br />

fyrir starfsmenn fyrirtækisins hér á<br />

svæðinu. Fulltrúar sveitarfélagsins<br />

munu því leggja þunga áherslu á við<br />

alla hlutaðeigandi að bregðast við<br />

eins hratt og nokkur kostur er.<br />

Sveitarstjórn og atvinnumálanefnd<br />

hvetja íbúa nú sem áður til bjartsýni<br />

á framtíð Djúpavogshrepps á öllum<br />

sviðum.<br />

Íbúar í Djúpavogshreppi hafa mætt<br />

tímabundnu mótlæti í atvinnumálum<br />

áður og hafa snúið mótlætinu sér<br />

í hag með bjartsýni og kraft að<br />

leiðarljósi.<br />

WAŻNE INFORMACJE<br />

Od momentu poznania planowanych<br />

zmian organizacyjnych<br />

w firmie Vísir hf., na dwie godziny<br />

przed tym jak informacja prasowa<br />

została opublikowana w mediach,<br />

przedstawiciele gminy pracowały<br />

niestrudzenie w celu uzyskania wyjaśnienia<br />

zaistniałej sytuacji.<br />

Problem został natychmiast uznany<br />

za najwyższy priorytet przez Urzad<br />

Gminy dotyczacy zatrudnienia i<br />

od tego czasu wszystkie działania<br />

ze strony gminy miały na celu<br />

zaproszenie do rozmowy i spotkan<br />

wszystkich zainteresowanych<br />

stron, aby uzyskać najlepsze rozwiazanie<br />

tej sytuacji.<br />

‘<br />

W minionym tygodniu burmistrz<br />

Djúpívogur spotkał się na zebranie<br />

z właścicielami spółki,<br />

członkami Parlamentu, Ministrem<br />

Rybołówstwa, urzędnikami państwowymi,<br />

przedstawicieli firmy<br />

Fiskeldi Austurlands, dyrektorem<br />

ds. Innowacji, a także przeprowadzil<br />

rozmowe konferencyjna<br />

przez telefon z komisja Rozwoju<br />

Regionalnego.<br />

Gmina ma za zadanie wypróbowania<br />

wszystkich możliwości, aby<br />

uzyskać najlepszy wynik dla<br />

społeczności. Ponadto, przedstawiciele<br />

gminy są świadomi jak<br />

ważne jest dla każdego uzyskanie<br />

konkretnej odpowiedzi dotyczące<br />

tej sytuacji.<br />

Przed podjeciem nastepnego<br />

kroku, Urzad Gminy oczekuje<br />

przedsiewziecia oraz odpowiedzi<br />

z rządu. Na spotkaniu z przedstawicielami<br />

gminy, Zakład Przemysłu<br />

rybołówstwa oraz urzędnicy dali<br />

obietnicę, że sprawa zostanie podjęta<br />

na obradzie Rady Ministrów<br />

i Gmina spodziewa się uzyskać<br />

odpowiedzi od władz tak szybko,<br />

jak to możliwe.<br />

Na spotkaniu z przedstawicielami<br />

Gminy, firma Fiskeldi Austfjarða,<br />

wyraziła zainteresowanie wspolpraca<br />

oraz szybkiego rozwoju<br />

zakładu ryb hodowlanych w<br />

Berufjörður. Powyższa kwestia<br />

bedzie wyjaśniona w najbliższych<br />

tygodniach.<br />

Przedstawiciele gminy będą nadal<br />

walczyć o najlepsze rozwiazanie<br />

tej sytuacji dla spolecznosci i<br />

gospodarki. Gmina zachęca pracowników<br />

Visir hf. o nie podejmowanie<br />

pochopnej decyzji, ale<br />

prosi o cierpliwosć, aż kwestie<br />

zatrudnienia staną się jaśniejsze.<br />

Przedstawiciele gminy ponownie<br />

spotkaja się z przedstawicieliami<br />

rządu w nastepna środę oraz na<br />

kolejnych spotkaniach, które zostana<br />

zorganizowane w Reykjaviku<br />

pod koniec przyszłego tygodnia.<br />

Gmina zachęca wszystkich mieszkańców<br />

na pozytywne nastawienie<br />

oraz ma nadzieje że<br />

wszystkie problemy zostaną pomyślnie<br />

rozwiązane podobnie<br />

jak wiele innych wczesniejszych<br />

problemów.


6<br />

FERÐASAGA DJÚPAVOGSBÚA<br />

Rán Freyssdóttir skrifar<br />

Árið 1995 fór ég í útskriftarferð með<br />

Verslunarskólanum. Við vorum búin<br />

að selja heil ósköp af klósett pappír,<br />

rækjum og hálsbindum og áttum<br />

alveg gommu af seðlum til að spreða<br />

í flotta ferð. Því var ákveðið að fara<br />

til Kýpur með 3ja daga siglingu um<br />

miðjarðarhaf og koma við í Ísrael og<br />

Egyptalandi.<br />

Ferðin hófst 30. maí í Keflavík, með<br />

millilendingu í London áður en för<br />

okkar var heitið í sólina á Kýpur.<br />

Kýpur er alveg yndisleg eyja með<br />

góðum mat, sjórinn tær og sandurinn<br />

mjúkur. Þarna slökuðum við á eftir<br />

erfiðar tarnir í lokaprófunum. Milli þess<br />

að liggja í sólinni og synda í lauginni<br />

og sötra bjórinn þá var sungið í karókí<br />

og allskonar hæfileika keppnir í gangi<br />

allan sólarhringinn. Þetta var því<br />

álíka stíft prógram og prófin sjálf. Við<br />

leigðum okkur flest vespur sem við<br />

notuðum til að komast á milli staða,<br />

það var ansi vandasamt í byrjun þar<br />

sem það er vinstri umferð á eyjunni.<br />

En það gekk nú lygilega vel að venjast<br />

þessu.<br />

Frá Kýpur lá leið okkar með skipi sem<br />

sigldi um Miðjarðarhafið og skilaði<br />

okkur fyrst til Ísrael. Þetta var alveg<br />

ótrúleg tilbreyting frá sólarströndinni á<br />

Kýpur.<br />

Við vorum 150 útskriftarkrakkar sem<br />

fylltu nokkrar rútur sem keyrðu með<br />

okkur frá höfninni í Tel Aviv í Ísrael til<br />

Jerúsalem. Þetta var mögnuð ferð<br />

sem toppaðist í fyrsta og eina pissustoppinu,<br />

hérumbil um miðja leið. Þar<br />

í miðri eyðimörkinni var Elvis Presley<br />

veitingar staður einhversskonar. Svona<br />

hálfgert Hard Rock nema tileinkað<br />

Elvis. Þarna í miðri eyðimörkinni blasti<br />

við risa stór stytta af Elvis Presley með<br />

gítarinn og þegar inn var komið voru<br />

plöturnar hans uppá vegg og músíkin<br />

hans ómaði um staðinn. Þetta var<br />

meira en lítið súrealísk upplifun, því<br />

framan af höfðum við keyrt í gegnum<br />

mikla fátækt.<br />

BETHLEHEM FÆÐINGARSTAÐUR JESÚ<br />

Við héltum sem leið lá til Jerúsalem,<br />

sem er höfuðborg Ísraels, og þar<br />

skoðuðu okkur um í borginni og<br />

heimsóttum m.a. grátmúrinn og<br />

markaði og gengum um borgina með<br />

leiðsögn.<br />

Þarna var gífulegur hiti og maður<br />

klæddur í stuttbuxur og stutt ermabol.<br />

Þetta fannst þeim þó ekki fínt og<br />

var maður lamin með priki í lærin og<br />

skipað að hylja á sér fæturnar. Það<br />

var því splæst í sjal til að hylja sig svo<br />

SFINXINN OG PÝRAMÍDARNIR Í BAKGRUNNI - EGYPTALAND GIZA<br />

maður gæti farið að grátmúrnum og<br />

skrifað ósk á miða og troðið í rifurnar<br />

á veggnum. Þetta var alveg ótrúleg<br />

upplifun, þarna var gífulegur fjöldi að<br />

biðja og þegar maður kom nær veggnum<br />

þá var hann alveg úttroðinn með<br />

litlum pappírssneplum með bænum<br />

og óskum fólks. Veggnum er skipt<br />

í tvennt með járngrindum. Konur<br />

örðumegin og karlar hinumeginn. Mér<br />

þótti það merkilegt að það voru miklu<br />

fleiri konur að biðja en karlar. Þær


7<br />

ELVIS PRESLEY Í ÍSRAEL<br />

RÁN INN Í PÍRAMÝDUNUM<br />

þegar ég sé þessa mynd þá sakna ég adidas<br />

skónna minna sem ég er í á henni. Good old<br />

times<br />

voru þarna klukkutímum saman og<br />

lásu og grétu í bænabækurnar sínar.<br />

Jerúsalem er afar falleg borg en ég<br />

man að mér fannst gífulegur hávaði<br />

þar.<br />

Leið okkar lá nú til Betlehem, sem<br />

þýðir Kjöthús eða brauðbær, fæðingastað<br />

Jesú. Betlehem tilheyrir Palestínu<br />

og þar búa um 25.000 manns, sem<br />

eru flestir múslimar. Betlehem, gamli<br />

bærinn, byggir afkomu sína að mestu<br />

á ferðamönnum og þar eru óteljandi<br />

markaðir og auðvitað minnis merki um<br />

fæðingu krists. Það er erfitt að lýsa<br />

því hversu fallegt er þarna í gamla<br />

bænum. Ég ráfaði þarna um svæðið<br />

og skoðaði kirkjurnar, í Church of the<br />

Nativity kom prestur og talaði við mig<br />

og spurði hvaðan ég væri. Ég sagðist<br />

vera frá íslandi.. ah sagði hann þá ´You<br />

have 2 Miss World´!! bara sís svona.<br />

Hann var með þetta allt á hreinu.<br />

Við höfðum jú unnið Ungfrú heimur<br />

2 sinnum, það var engin lygi. Ég<br />

gleymi þessu aldrei. Einhvernveginn<br />

átti maður enga vona á að heyra þetta<br />

í fæðingar stað Jesú, en eftir Elvis<br />

Presley þemað þá hefði þetta nú ekki<br />

átt að koma manni á óvart.<br />

Eftir einn dag í Ísrael var ferðinni haldið<br />

aftur í skipið og siglt til Egyptarlands.<br />

Þar komum við í höfn í Alexandríu. Í<br />

Egyptalandi er gífulegur munur á ríkum<br />

og fátækum. Það var skrýtin sjón að<br />

sjá það sem leit út fyrir að vera ruslahaugur<br />

en var í rauninin fátækraþorp<br />

og þar við hliðina risastóra höll með<br />

gull þaki. Við vorum í 6 rútum og<br />

vorum með lögreglufylgd fyrir framan<br />

og aftan okkur. Við keyrðum í gegnum<br />

Kaíró sem leið lá til Giza til að skoða<br />

Píramýdana og Sfinxinn. Við keyrðum<br />

að píramydunum og sfinxinum. Þetta<br />

var mögnuð sjón. Við máttum fara<br />

inn í, eða ofaní prýramídanna. Það<br />

var gífulega þröngt. Ég er nú ekki há<br />

í loftinu en þetta var alveg heljarinnar<br />

mál að fikra sig áfram í litlum göngum<br />

sem lágu inn í hvelfinguna sem geymir<br />

legstað faróa. Sfinxinn sem stendur<br />

eiginlega við hliðina á píramýdunum<br />

var satt að segja minni en ég hélt,<br />

hann skagar þó alveg í 20 metrana.<br />

Eftir að hafa farið hringferð um svæðið<br />

á illa lyktandi úlfalda með alveg kolrugluðum<br />

leiðsögumanni, var ferðinni<br />

heitið í Egypska safnið. Mér fannst<br />

það lang skemmtilegasta í ferðinni<br />

þrátt fyrir 50 stiga hita og enga loftræstingu.<br />

Þeir eiga svo magnaða<br />

listmuni og listasögu. Þetta er núna<br />

orðin einhversskonar farandssýning<br />

sem hægt hefur verið að heimsækja<br />

víða um heim, mér finnst það heldur<br />

óspennandi, en engu að síður eru<br />

gripirnir glæsilegir í sjón.<br />

Ég gerði rosalega góð kaup í Giza,<br />

keypti mér hring sem átti að kost<br />

150 þúsund íslenskar á 10 þúsund<br />

krónur, eftir mikið prútt. Svei mér þá<br />

ef maður fór ekki sigri hrósandi út úr<br />

búðinni með það í huganum að ég<br />

hefði fengið ´special price for you my<br />

friend´! en ég efast um að hringurinn<br />

sem núna er löngu týndur hafi verið<br />

meira en 500 krónu virði. En svona<br />

getur hitinn og stemmingin ruglað<br />

mann alveg í rýminu.<br />

Við settumst svo þreytt og sátt í rútuna<br />

eftir daginn og fengum nestis pakka<br />

frá ferðaskrifstofunni, þá skyndi lega<br />

var mættur her barna fyrir utan rútuna<br />

og kallaði á pening og mat. Ég held<br />

að við höfum öll vorkennt þessum<br />

greyjum og látið þau fá matar körfuna<br />

okkar og klink. Það voru því allir glaðir<br />

eftir góðann dag.<br />

Við snerum svo til baka í skipið og<br />

héldum aftur til Kýpur, áttum viku<br />

í sólinni og svo var flogið til London<br />

þar sem við gistum í 2 nætur og<br />

skelltum okkur á ógleymanlega tónleika<br />

með Blur. Hvað gat maður<br />

annað en verið sáttur eftir svona ferð<br />

þegar maður lengi brúnn og sætur á<br />

Keflavíkurflugvelli og fór með fyrstu<br />

vél á Djúpavog að vinna í fiskinum til<br />

að eiga fyrir visakortunum. Svona á<br />

þetta að vera!


8<br />

FRÁ DJÚPAVOGSSKÓLA<br />

Margt hefur á daga okkar drifið frá<br />

því síðasta Bóndavarða kom út.<br />

Starfsfólk og nemendur hafa nýtt<br />

tímann vel við störf og leik.<br />

Í grunnskólanum héldum við keppnisdaga,<br />

skv. venju og komu nemendur<br />

og starfsfólk frá Grunnskóla<br />

Breiðdalshrepps í heimsókn. Elstu<br />

nemendurnir brugðu undir sig betri<br />

fætinum og fóru á Samfés, söngvakeppni<br />

framhalds skólanna. Þá<br />

var haldin stóra upplestrar keppnin<br />

í 7. bekk og stóðu nemendur<br />

Djúpavogsskóla sig frábærlega þar,<br />

en Fanný Dröfn hreppti 1. sætið og<br />

Ísak 2. sætið. Í Skólahreysti lentum<br />

við í 5. sæti og áttum við einnig<br />

sigur vegara þar, en Þórunn Amanda<br />

sigraði keppnina í armbeygjum.<br />

Þegar þessi orð eru skrifuð erum<br />

við með náms ráðgjafa í heimsókn til<br />

að aðstoða elstu nemendur við val<br />

á framhaldsnámi og seinna í dag<br />

fáum við fulltrúa frá VR til að fræða<br />

nemendur um réttindi og skyldur á<br />

vinnumarkaði.<br />

Frá 1. <strong>apríl</strong> ætlum við að efna til<br />

lestrarátaks í grunnskólanum og<br />

þegar nemendur hafa lesið eina<br />

bók skrá þeir upplýsingar um hana<br />

á pappírs fiðrildi sem við ætlum að<br />

skreyta skólann með. Hvetjum við<br />

foreldra og aðra ættingja til að gefa<br />

sér tíma til að setjast niður með börnunum<br />

og lesa eða skoða skemmtilegar<br />

bækur.<br />

Í leikskólanum heldur börn unum<br />

áfram að fjölga. Þar er unnið<br />

markvisst Grænfánastarf, auk þess<br />

sem elstu nemendur hafa verið í samstarfið<br />

við grunnskólann og mæta í<br />

íþróttir með 1. og 2. bekk einu sinni<br />

í viku. Málörvun, skólastarf, hreyfing<br />

o.m.fl. er stundað eins og venjulega<br />

og er mikil og björt framtíð í börnunum<br />

þar.<br />

Í tónskólanum eru vorprófin nýafstaðin<br />

og nú er verið að undirbúa<br />

fimm nemendur undir grunnpróf í<br />

hljóð færaleik. Strax þar á eftir verður<br />

Músik Festivalið haldið en það tókst<br />

afskaplega vel í fyrra. Eins og þá eru<br />

nemendur að safna fyrir hljóðfærum<br />

og eru styrkir frá fyrirtækjum og<br />

félagasamtökum vel þegnir. Allur<br />

aðgangseyrir gengur einnig upp í<br />

hljóðfærakaup.<br />

Nú er vor í lofti. Ég vil hvetja okkur<br />

öll til að líta uppúr hversdeginum<br />

og staldra við. Fara í gönguferðir í<br />

þessu dásamlega umhverfi sem við<br />

búum í, anda að okkur hreina loftinu<br />

og horfa með björtum augum fram í<br />

sumarið.<br />

Hér á eftir má sjá smá sýnishorn af<br />

því sem nemendur og starfsfólk hafa<br />

verið að sinna sl. vikur<br />

Skólastjóri<br />

10. BEKKUR<br />

Það er alltaf nóg að gera hjá<br />

10. bekk. Ef krakkarnir eru<br />

ekki að njóta þess að vera<br />

í náttúrufræði hjá Herði þá<br />

hefur komið í ljós að þau eru<br />

snilldar pennar. Á með fylgjandi<br />

mynd má sjá þau semja nýjustu<br />

smásögurnar sínar í enskutíma.<br />

Sögurnar þeirra eru<br />

allt frá róman tískum sögum,<br />

gaman sögum, ævintýra sögum<br />

til æsi spennandi geim vísindaskáldsagna.<br />

Við höfum ákveðið<br />

að gefa út smásagnarit sem<br />

verður gefið út í einu eintaki<br />

og mun seljast hæstbjóðanda.<br />

Nánari upplýsingar er að finna<br />

hjá útgefanda.<br />

Hörður og 10. bekkur


9<br />

LÍFSLEIKNI<br />

Í 3.-6. BEKK<br />

Nemendur í 3. – 6. bekk eru<br />

að vinna með jákvæðnina í lífsleikni.<br />

Þau fengu það verkefni<br />

að skrifa eitthvað jákvætt<br />

um hvert annað. Það reyndist<br />

ekki erfitt enda jákvæðir og<br />

skemmtilegir krakkar hér á<br />

ferð. Hér má sjá mynd af þeim.<br />

Obba og Sigga<br />

VERKEFNI Í SMÍÐI<br />

Ljósmyndari grunnskólans skellti sér<br />

upp í smíðastofu til að skoða hvaða<br />

verk væri verið að vinna þar. Margt<br />

skemmtilegt er í vinnslu og tók hann<br />

myndir af því sem verið er að búa til.<br />

Einhverjir nemendur eru að gera<br />

skartgripatré og má sjá mynd<br />

af þeim hér á ýmsum vinnslustigum.<br />

Fermingabörnin eru að<br />

búa til gestabækur og verða þær<br />

hinar glæsi legustu eins og sést hér.<br />

Nemendur í 2. bekk voru að leggja<br />

lokahönd á falleg bókamerki úr leðri<br />

og tveir nemendur í 5. bekk eru að<br />

smíða sér kassabíl.<br />

Verkefnin eru því af ýmsum toga<br />

og það er alltaf gaman að kíkja í<br />

heimsókn í smíðastofuna.


10<br />

FRÁ LEIKSSKÓLANUM<br />

FÚSI FLAKKARI<br />

Fyrir nokkrum vikum fengu leikskólabörnin<br />

góðan gest í heimsókn. Það<br />

er hann Fúsi flakkari, frá Miðteigi,<br />

en hann er bangsi sem er búinn<br />

að vera í ferðalagi um leikskólana<br />

á Íslandi. Hann kemur frá leikskólanum<br />

Teigaseli á Akranesi, en<br />

Miðteigur er ein deild í leikskólanum<br />

þar.<br />

Hann Fúsi hefur skemmt sér mjög<br />

vel. Krakkarnir hafa sýnt honum<br />

þorpið okkar, Djúpavog, og<br />

auðvitað hefur hann fengið að leika<br />

með börnunum í leikskólanum.<br />

Hann fór m.a. í útiveru með<br />

krökkum af Krummadeild, rólaði<br />

með þeim og prófaði renni brautina.<br />

Þá lék hann sér í bátnum og margt<br />

fleira. Fúsi fór líka í gönguferð út á<br />

sanda með krökkunum á Kríudeild,<br />

kíkti inn í ástarhellinn þar sem<br />

steinatröllin eru en krakkarnir á<br />

Kríudeild gerðu þessi tröll.<br />

Fúsi heimsótti líka yngstu börnin<br />

á Kjóadeild og fór í útiveru með<br />

þeim. Þá fór hann í gönguferð<br />

með krökkunum á Krumma deild<br />

og skoðaði lista verkið Sjávarminni.<br />

Krakkarnir sögðu honum<br />

líka frá fjallinu okkar sem heitir<br />

Búlandstindur og er alveg eins og<br />

pýramídi í laginu.<br />

Nú fer að líða að því að við þurfum<br />

að fara að senda Fúsa áfram.<br />

Líklegast fer hann til Horna fjarðar<br />

næst og vonum við að leikskólabörnin<br />

þar geti sýnt honum eitthvað<br />

skemmtilegt.<br />

Krakkarnir í Bjarkatúni<br />

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.<br />

Umboð á Djúpavogi<br />

Gréta Jónsdóttir<br />

Sími: 478 81114 / 6988114<br />

BÓNDAVARÐAN ÓSKAR<br />

DJÚPAVOGSBÚUM OG VINUM<br />

GLEÐILEGRA PÁSKA OG GÓÐRAR<br />

SKEMMTUNAR Á HAMMOND!


Verslun Búlandi 1, 765 Djúpavogi<br />

arfleifd@arfleifd.is, sími 8634422<br />

www.arfleifd.is og facebook.com/arfleifd<br />

Lokað verður í verslun Arfleifðar fram að Hammond hátíð vegna breytinga.<br />

Opnum aftur glæsilega verslun með fjölbreyttum fylgihlutum og fatnaði<br />

á fjögurra ára afmæli Arfleifðar:<br />

Sumardaginn fyrsta, 24. <strong>apríl</strong> kl. 11-14,<br />

Föstudaginn 25. <strong>apríl</strong> 10-18 og laugardaginn 26. <strong>apríl</strong> 11-16<br />

Hlökkum til að sjá ykkur öll í hátíðarskapi


12<br />

NEISTAFRÉTTIR<br />

Þann 21. mars síðastliðinn hélt<br />

Neisti upp skeru hátíð í Löngu búð.<br />

Sá háttur var hafður á í þetta skipti<br />

að hafa hátíðina í beinu framhaldi af<br />

skóladegi barnanna og varð það til<br />

þess<br />

að mætingin var mjög góð. Allir fengu<br />

köku og drykk og svo var tilkynnt um<br />

þá sem fengu einstaklingsverðlaun<br />

fyrir 2013.<br />

Stjórn Neista ákvað að fara eftir<br />

stefnu ÍSÍ og veita iðkendum yngri<br />

en 10 ára ekki einstaklingverðlaun.<br />

Þeir sem fengu verðlaun að þessu<br />

sinni voru:<br />

Íþróttamaður ársins 2013:<br />

Bjarni Tristan Vilbergsson<br />

Sundneistinn:<br />

Kamilla Marín Björgvinsdóttir<br />

Fyrirmyndarástundun í sundi:<br />

Ísabella Nótt Ómarsdóttir<br />

Fótboltaneistinn:<br />

Bjarni Tristan Vilbergsson<br />

Fyrirmyndarástundun í fótbolta:<br />

Bergsveinn Ás Hafliðason<br />

Vill stjórn Neista nota tækifærið og<br />

þakka öllum iðkendum á árinu 2013<br />

fyrir frábært samstarf.<br />

Aðalfundur Neista var haldinn 20.<br />

mars og var ágætlega mætt á hann.<br />

Ný stjórn var kosin og gerðar voru<br />

breytingar á fyrirkomulagi stjórnar<br />

og ráða. Ráðin voru lögð niður en<br />

fjölgað var í stjórninni.<br />

Nýja stjórn skipa:<br />

Formaður:<br />

Pálmi Fannar Smárason<br />

Gjaldkeri:<br />

Lilja Dögg Björgvinsdóttir<br />

Ritari:<br />

Guðbjörg A. Guðmundsdóttir<br />

Meðstjórnendur:<br />

Júlía Rafnsdóttir, Hafdís Reynisdóttir,<br />

Guðrún S. Sigurðardóttir og<br />

Klara Bjarnadóttir.<br />

Spurningakeppni Neista hefst nú<br />

í byrjun <strong>apríl</strong> og eru 16 lið skráð í<br />

keppni na að þessu sinni. Verður<br />

keppnin haldin í Löngubúð dagana<br />

1. 3. 7. og 9. <strong>apríl</strong> kl 20:00 og eru<br />

þetta 4 kvöld, Sjálft úrslitakvöldið<br />

sem, verður haldið á Hótel Framtíð<br />

verður nánar auglýst síðar.<br />

Umf. Neisti<br />

ALLRAHANDA­<br />

MARKAÐURINN<br />

Allrahandamarkaðurinn,<br />

þar sem allt milli himins<br />

og jarðar er til sölu, verður<br />

haldinn um Hammondhelgina<br />

í verslun inni Við<br />

Voginn laugardaginn 26.<br />

<strong>apríl</strong> frá 13:00 til 17:00<br />

ef næg þátttaka fæst.<br />

Takmörk á fatasölu<br />

(hámark 6 stk.)<br />

Allir sem hafa áhuga<br />

á að selja eitthvað eru<br />

beðnir að skrá sig með<br />

því að senda tölvupóst á<br />

ugnius@djupivogur.is<br />

Verið velkomin.


13<br />

FOSSÁRDALUR, FRIÐHEIMAR OG FJÖLSKYLDU- OG<br />

HÚSDÝRAGARÐURINN HLUTU LANDBÚNAÐARVERÐLAUNIN<br />

Landbúnaðarverðlaunin voru<br />

afhent í 18. skiptið við upphaf<br />

búnaðarþings í Silfurbergi í<br />

Hörpu. Það var Sigurður Ingi<br />

Jóhannsson, sjávar útvegsog<br />

land búnaðar ráðherra, sem<br />

veitti verðlaunin en þau eru<br />

hugsuð sem viðurkenning til<br />

aðila sem á einn eða annan hátt<br />

tengjast íslenskum landbúnaði<br />

og hafa sýnt með verkum<br />

sínum, áræðni og dugnað<br />

þannig að þau eru til fyrirmyndar.<br />

Að þessu sinni voru<br />

veitt þrenn verðlaun, ábúendum<br />

í Fossárdal við Berufjörð og í<br />

Friðheimum í Bláskógabyggð<br />

og Fjölskyldu og húsdýragarðinum<br />

í Reykjavík.<br />

Verðlaunahafarnir fengu að<br />

gjöf steinleirsskúlptúr á stöpli<br />

úr íslensku birki, unninn af<br />

listakonunni Sigríði Helgu<br />

Olgeirsdóttur í Hruna.<br />

FOSSÁRDALUR<br />

Á sunnanverðum Austfjörðum,<br />

upp af Fossárvík, við Berufjörð<br />

er 20 kílómetra langur dalur<br />

með 30 fossum sem heitir<br />

Fossárdalur. Fyrir mörgum<br />

öldum er talið að búið hafi<br />

verið á 16 stöðum í dalnum.<br />

Þar eru nú fjórar jarðir,<br />

Eyjólfsstaðir, Eiríksstaðir,<br />

Víðines og Lindarbrekka. Á<br />

síðasta bænum í dalnum er nú<br />

rekið sauðfjárbú með um 520<br />

vetrarfóðraðar kind ur, ferðaþjónustu,<br />

skógrækt og rafstöð.<br />

Frá árinu 1998 hefur verið<br />

unnið markvisst að kyn bótum<br />

á sauðfénu, fyrst var stefnt að<br />

aukinni hold fyllingu og sett met<br />

á því sviði, seinni árin hefur<br />

verið kynbætt fyrir fleiri eiginleikum.<br />

Þau hafa byggt ný fullkomin<br />

fjárhús, umhirða gripa er<br />

til fyrirmyndar og öll umgengni<br />

einnig. Skóræktarsvæðið í<br />

Fossárdal er með fjölbreyttri<br />

skórækt og einnig nokkuð af<br />

skjólbeltum, ásamt vistvænni<br />

landgræðslu. Ábúendur starfa<br />

líka utan bús við landpóstaþjónustu,<br />

rúning og smalamennsku.<br />

Árið 1988 byrjuðu<br />

Guðný Gréta Eyþórsdóttir og<br />

Hafliði Sævarsson búskap í<br />

Fossárdal og þá í félagi við<br />

foreldra hennar Öldu Jónsdóttur<br />

og Eyþór Guðmundsson. Fyrir<br />

15 árum keyptu þau síðan<br />

jörð ina Eiríksstaði í Fossárdal<br />

ásamt megninu af vélum og<br />

bústofni. Alda rekur ferðaþjónustuna<br />

í endurbættu eldra<br />

íbúðarhúsinu á Eyjólfsstöðum í<br />

Fossárdalur.<br />

<strong>Bóndavarðan</strong> óskar þeim<br />

til hamingju með frábæran<br />

árangur!


14<br />

FRÁ SÆBAKKA<br />

Við sem búum hér í þessu<br />

litla sam félagi höfum<br />

undan farið þurft að sjá á<br />

eftir alltof mörgum ung -<br />

menn um hverfa á burt.<br />

Slíkt snert ir okkur öll. Í<br />

minningu þeirra er ljóð<br />

dagsins.<br />

Á kvöldsins heiða himni<br />

hefur bæst við stjarna<br />

við horfum öll með trega<br />

á þetta bjarta ljós.<br />

Nú hefur verið kallað<br />

á burt eitt jarðarbarna<br />

blöðin eru fölnuð<br />

á yndislegri rós.<br />

Og hljóð um stund við stöndum<br />

í stjörnuskini björtu<br />

stór er okkar spurning<br />

sem fær þó aldrei svar.<br />

Þótt geislaskinið nái ei<br />

að gleðja döpur hjörtu<br />

þá geymist um það minning<br />

sem einu sinni var.<br />

Og þessi fagra minning<br />

skal leiðir okkar lýsa<br />

við lítum upp og sjáum<br />

næturljósin kyrr.<br />

Skæra litla stjarnan<br />

mun veginn okkur vísa<br />

og vissulega er himininn<br />

bjartari en fyrr.<br />

Með kærri kveðju,<br />

Hrönn Jónsdóttir.<br />

GULLIÐ Á ÞVOTTÁ<br />

Frásögn eftir Boga Ragnarsson<br />

frá Djúpavogi<br />

Mörgum er kunnugt um að gullvottur<br />

finnst í landi Þvottár í<br />

Álftafirði,í Djúpavogshreppi,<br />

eins og víðar hérlendis. Hitt vita<br />

færri að upp á Einbúanum á<br />

Þvottá á að vera stór fjársjóður<br />

falinn. En gamlar sagnir segja frá<br />

því að ef menn reyni að nálgast<br />

þann fjársjóð muni bærinn samstundis<br />

standa í björtu báli.<br />

Þessi hótun fylgdi mjög oft<br />

slíkum sögum sem þekktar eru<br />

á fleiri stöðum hér á landi.<br />

En sagan sem fylgir hér á eftir<br />

er dagsönn og söguhetja vor<br />

er enn sprelllifandi. Þessi ágæti<br />

maður sem sagði söguna er<br />

fæddur árið 1933 og var hann,<br />

er sagan gerist, í sveit á Þvottá.<br />

Mun hann hafa verið 8 eða 9<br />

ára.<br />

Komið var fram á haust og<br />

sumar dvölin því að taka enda.<br />

Fjárstúss og sláturtíð var hafin<br />

og eitthvað var verið að elda<br />

á hlóðum í gömlum torfbæ,<br />

sem enn var uppistandandi.<br />

Drengurinn hafði verið látinn<br />

vinna við það, þessa síðustu<br />

sumardaga, að tína ber og var<br />

hann búinn að vera duglegur<br />

SAGAN AF BJÚGANU<br />

Frásögn eftir Unni Guttormsdóttur<br />

á Þvottá.<br />

Atburður sá er hér segir frá<br />

gerðist á Þvottá í Álftafirði fyrir<br />

allmörgum árum. Heimilisfólk<br />

á bænum á þessum tíma voru<br />

tengdafaðir minn, við hjónin og<br />

börn okkar fjögur ung að árum.<br />

Það var vetrarmorgun en komið<br />

fram yfir áramót. Það var nokkur<br />

við tínsluna og hafði fyllt gamlan<br />

stóran pott af berjum.<br />

Á Þvottá voru um þetta leyti<br />

ungir og áræðnir bónda synir að<br />

vaxa upp. Einn þeirra hvíslar því<br />

að söguhetju vorri að nú ætli<br />

hann sko að fara og sækja gullið<br />

upp á Einbúann. Drengnum<br />

fannst þetta spennandi, hann<br />

hafði heyrt söguna gömlu um<br />

gullið.<br />

Þegar líður á kvöldið laumast<br />

ungi maðurinn af stað í gullleitina.<br />

Drengurinn er skriðinn<br />

upp í rúm sitt og farinn að lesa.<br />

Kemur þá einhver inn með írafári<br />

og segir að það sé kviknað í,<br />

fram í gamla bæ.<br />

Var komin nokkuð mikil reykjarsvæla,<br />

en sem betur fer tókst<br />

að slökkva eldinn, áður en<br />

meira tjón hlaust af. Það er af<br />

gullleitar manninum að segja að<br />

hann sá reykinn og hætti snarlega<br />

við fjársjóðsleitina.<br />

Nú geta menn velt fyrir sér<br />

þessari skrítnu tilviljun.<br />

En það er af söguhetju okkar að<br />

segja, að hann minnist þess,að<br />

þetta kvöld hafði hann mestar<br />

áhyggjur af því að berin, sem<br />

hann hafði stritað við að tína,<br />

myndu nú verða eldinum að<br />

bráð.<br />

snjór á jörðu og mikil snjó koma.<br />

Þeir feðgar eru farnir út að sinna<br />

skepnunum í fjósi og fjárhúsum.<br />

Guðmundur tengdafaðir minn<br />

var þá með kindur sínar í fjárhúsum<br />

sem voru í svonefndum<br />

Kömbum sem er klettabelti fyrir<br />

utan Þvottá.<br />

Maðurinn minn, Kristinn, var<br />

með sitt fé í húsum hér upp á<br />

túni. Yngri börnin voru uppi á


15<br />

lofti að leika sér en Smári, sá<br />

elsti, var í gangi fram úr eldhúsinu<br />

og var að taka til fóður<br />

handa hænunum sem voru í<br />

skoti hér í geymslunni sem er<br />

áföst íbúðarhúsinu.<br />

Ég stóð fyrir framan eldavélina<br />

og var að hugsa hvað ég ætti að<br />

hafa í matinn þann dag. En hér<br />

sunnan við bæinn var kofi sem<br />

við reyktum í kjöt og fleira, m.a.<br />

bjúgu sem ég bjó til á haustin<br />

og mér fannst gott að grípa til<br />

og voru vinsæl.<br />

Ég leit út um gluggann; það<br />

moksnjóaði, svo ég hugsaði<br />

„Æ, ég nenni ekki út að sækja<br />

bjúgu, hef bara eitthvað annað<br />

í matinn.“<br />

En hafði rétt sleppt þessari<br />

hugsun þegar bjúga var hent<br />

inn á borðið sem við borðuðum<br />

við í eldhúsinu. Ég fór strax<br />

fram í gang þar sem sonur minn<br />

var að taka til hænsnamatinn og<br />

spurði hvort pabbi hans hefði<br />

komið þar inn. Hann svaraði því<br />

neitandi.<br />

Ég hugsaði ekki meira um þetta,<br />

en setti bjúgað í pott og sauð,<br />

og var maturinn kominn á borð<br />

þegar þeir feðgar voru komnir<br />

frá útiverkum.<br />

Ég spurði Kristin hvort hann hafi<br />

farið í kofann og sótt bjúga og<br />

hent inn á eldhúsborð. Hann<br />

kvað nei við því. Einnig spurði<br />

ég Guðmund, en hann sagði<br />

nei. Við borðuðum öll bjúgað;<br />

það var gott og engum varð<br />

meint af. Það eina sem mér<br />

fannst athugavert var að það<br />

var öðruvísi utan um bjúgað en<br />

ég hafði utan á mínum.<br />

Músik Festival<br />

<strong>2014</strong><br />

Tónskóli Djúpavogs auglýsir:<br />

ÞANN 1. MAÍ ÆTLA<br />

NEMENDUR TÓNSKÓLANS<br />

AÐ EFLA TIL TÓNLISTARVEISLU<br />

Á HÓTEL FRAMTÍÐ.<br />

Tilgangurinn er fyrst og fremst að safna fyrir<br />

hljóðfærum í tónskólann, en einnig að skemmta<br />

áhorfendum með gleði og hljóðfæraleik.<br />

Eins og í fyrra langar okkur að óska eftir styrkjum<br />

frá fyrirtækjum og félagasamtökum á Djúpavogi,<br />

ýmist 5.000.– eða 10.000.– krónur. Stærri styrkir<br />

eru að sjálfsögðu vel þegnir ef fyrirtæki vilja t.d.<br />

styrkja tónskólann fyrir ákveðnu hljóðfæri.<br />

Þeir sem hafa áhuga á að leggja tónskólanum lið<br />

eru beðnir um að hafa samband við Halldóru<br />

í síma 899-6913 eða á skolastjori@djupivogur.is.<br />

Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00<br />

og er aðgangseyrir sem hér segir:<br />

Ókeypis fyrir börn í grunn– og leikskóla<br />

17- 66 ára, kr. 1.500.-<br />

67 ára og eldri, 1.000.-<br />

VONUMST TIL AÐ SJÁ SEM FLESTA,<br />

NEMENDUR OG STARFSFÓLK TÓNSKÓLANS.


Matseðill Hótel Framtíð<br />

Hammondhátíð <strong>2014</strong><br />

PIZZATILBOÐ<br />

12“Pizza 3 tegundir álegg+Pepsí...... kr.2.150.-<br />

FORRÉTTIR<br />

Lauksúpa...........................................kr.1.550.-<br />

Sjávarréttasúpan góða.......................kr2.250.-<br />

Salat hússins......................................kr.2.250.-<br />

Humar á salatbeði 200gr...................kr.2.870.-<br />

AÐALRÉTTIR<br />

Kjötsúpan góða................................. kr.2.250.-<br />

Fiskibollur með salati<br />

og kaldri sósu....................................kr.2.250.-<br />

Hreindýrabollur hússins ..................kr.3860.-<br />

Ljúffengt lambalæri með bakaðri<br />

kartöflu og rótargrænmeti................kr.4.450.-<br />

EFTIRRÉTTIR<br />

Volg súkkulaði kaka<br />

með vanilluískúlu ............................ kr.2.090.-<br />

Heit eplakaka með<br />

ískúlu og þeyttum rjóma...................kr.1.590.-<br />

Súkkulaði, vanillu og jarðarberjaís<br />

með heitri súkkulaðisósu..................kr.1.590.-<br />

Hammondtilboð<br />

á gistingu:<br />

1 manns herbergi:<br />

sér baðherbergi, sími, sjónvarp<br />

1 nótt: 9.700,-<br />

2 nætur: 15.850,- (7.925,- nóttin)<br />

3 nætur: 21.500,- (7.200,- nóttin)<br />

2ja manna herbergi:<br />

sér baðherbergi, sími, sjónvarp<br />

1 nótt: 12.800,-<br />

2 nætur: 21.400,- (10.700,- nóttin)<br />

3 nætur: 28.000,- (9.300,- nóttin)<br />

4 nætur+: 33.400,- (8.350,- nóttin)<br />

3ja manna herbergi:<br />

sér baðherbergi, sími, sjónvarp<br />

1 nótt: 14.700,-<br />

2 nætur: 27.200,- (13.600,- nóttin)<br />

3 nætur: 38.500,- (12.850,- nóttin)<br />

* Morgunverður er ekki innifalinn í<br />

gistitilboðum*<br />

HÓTEL FRAMTÍÐ EHF. / VOGALANDI 4 / 765 DJÚPIVOGUR / S: (354) 478 8887 / FRAMTID@SIMNET.IS / WWW.SIMNET.IS/FRAMTID/


17<br />

PÁSKAR <strong>2014</strong><br />

Á DJÚPAVOGI<br />

DAGSKRÁ<br />

SKÍRDAGUR,<br />

17. APRÍL:<br />

Fermingarmessa kl.<br />

14.00 í Djúpavogskirkju.<br />

AUJA OG STEINÞÓR VERÐLAUNUÐ<br />

FYRIR ÚRVALSMJÓLK<br />

Auja og Steinþór á Hvannabrekku voru nú á dögunum verðlaunuð þriðja árið<br />

í röð fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í<br />

1. flokki A í öllum mánuðum ársins. Hvannabrekka var í ár eina kúabúið á<br />

Austurlandi sem hlaut þessa viðurkenningu.<br />

Það er metnaður allra mjólkurframleiðenda að viðhalda miklum gæðum í<br />

íslenskri mjólkurframleiðslu. Það eru gerðar mjög strangar gæðakröfur til<br />

allrar mjólkur sem er lögð inn. Það eru tekin sýni úr allri mjólk sem er sótt.<br />

Kannað er hvort um lyfjaleyfar geti verið að ræða og vikulega eru mældir<br />

hinir ýmsu þættir, s.s. gerlamagn (líftala), frumutala og fitusýrur sem ákvarða<br />

síðan hvort mjólkin stenst gæðakröfur.<br />

Ef hún stenst ekki gæðakröfur er hún verðfelld og/eða sett er á sölubann frá<br />

viðkomandi búi. Þeir sem aftur á móti koma allra best út í þessum mælingum<br />

fá greitt sérstakt álag á mjólkurverðið eftir hvern mánuð fyrir úrvalsmjók.<br />

Á hverju ári eru það alltaf nokkrir sem ná því að vera með úrvalsmjólk alla<br />

mánuði ársins.<br />

Flokkunarreglur frumutölu<br />

1A fl. 0 -220,000 1A fl: 0-25<br />

Flokkunarreglur líftölu<br />

1 fl. 220,000-400,000 1 fl. 25- 200<br />

2 fl. 400,000-500,000 2 fl. 200-400<br />

3 fl. 500,00- 3 fl. 400-3000<br />

4 fl. 3000-<br />

Meðaltal frumutölu á Hvannabrekku fyrir síðasta ár var: 127,000 Meðaltalið<br />

á Austurlandi var: 200,000 Meðaltal líftölu á Hvannabrekku fyrir síðasta ár<br />

var: 6 Meðaltalið á Austurlandi var: 17<br />

FÖSTUDAGURINN LANGI<br />

18. APRÍL:<br />

Hjáleiguhlaupið 3, 6<br />

eða 12 km. Mæting við<br />

Íþróttahúsið kl. 10:00.<br />

Bryndís Reynisdóttir<br />

mun hita okkur upp<br />

fyrir hlaupið. Skráning<br />

fer fram í Íþróttahúsinu<br />

eða á olafur@austur.is<br />

Lestur Passíusálma sr.<br />

Hallgríms Péturssonar kl.<br />

11:00 í Djúpavogskirkju.<br />

LAUGARDAGINN<br />

19. APRÍL:<br />

Langabúð:<br />

Opið frá 16- 18.<br />

Sala á kaffi og kökum.<br />

21:00 – 01:00<br />

Pub Quiz a la Natan.<br />

PÁSKADAGUR<br />

20. APRÍL:<br />

Hátíðarguðsþjónusta<br />

kl. 09.00 í Djúpavogskirkju.<br />

Morgunverður<br />

eftir guðsþjónustu.<br />

Ferðafélag Djúpavogs<br />

verður með óvissuferð.<br />

Mæting kl. 13:00<br />

fyrir utan Geysi.<br />

Við sem hér búum vitum að við eigum framúrskarandi bændur í öllu sveitarfélaginu,<br />

en það er hins vegar afskaplega ánægjulegt að sjá þá fá verðskuldaða<br />

viðurkenningu fyrir vel unnin störf.<br />

Við óskum Auju og Steinþóri innilega til hamingju með árangurinn.<br />

ÓB


LANGABÚÐ HAMMONDHELGINA<br />

MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL<br />

Félgasvist kl. 20:30<br />

FIMMTUDAGUR / SUMARDAGURINN FYRSTI 24. APRÍL. Opið 14-18.<br />

Chiaroscuro / Ljós og myrkur<br />

Sýning á ljósmyndum eftir Ingimar Hrímni og<br />

málverkum og teikningum eftir Caroline Vitelli<br />

Nýr Djúpavogs bjór kynntur til sögunnar<br />

Brjálaðar kökur og kræsingar eins og alltaf!<br />

FÖSTUDAGUR 25. APRÍL. OPIÐ 14-18 OG SVO EFTIR TÓNLEIKANA TIL 03.<br />

Trúbadorar ætla að halda stuðinu áfram eftir<br />

að tónleikunum á Hótel Framtíð líkur.<br />

LAUGARDAGUR OPIÐ 14-18 OG SVO EFTIR TÓNLEIKANA TIL 03<br />

Rómantízki flokkurinn (algjörlega ópólitískur flokkur)<br />

ætlar að skemmta okkur með ljóðalestri og fleiru<br />

eins og þeim einum er lagið milli kl. 16 og 17.<br />

svo heldur stemmingin áfram eftir tónleikana á Hótel Framtíð.<br />

SUNNUDAG<br />

Opið 16 - 18.


Helgihald um páska í<br />

Djúpavogs prestakalli<br />

Skírdagur, 17. <strong>apríl</strong>: Fermingarmessa kl. 14.00 í Djúpavogskirkju<br />

Fermd verða:<br />

Alda Kristín<br />

Gunnarsdóttir<br />

aðs. Eyjólfsstöðum, 765 Djúpavogi.<br />

Ásmundur<br />

Ólafsson<br />

Vörðu 15, 765 Djúpavogi.<br />

Bergsveinn Ás<br />

Hafliðason<br />

Eiríksstöðum, 765 Djúpavogi.<br />

Embla Guðrún<br />

Sigfúsdóttir<br />

Borgarlandi 24, 765 Djúpavogi.<br />

Jens Albertsson<br />

Kápugili, 765 Djúpavogi.<br />

Kamilla Marín Björgvinsdóttir<br />

Borgarlandi 22b, 765 Djúpavogi.<br />

Föstudagurinn langi 18. <strong>apríl</strong>: Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar kl. 11:00.<br />

Páskadagur 20. <strong>apríl</strong>: Hátíðarguðsþjónusta kl. 9.00 í Djúpavogskirkju.<br />

Morgunverður eftir guðsþjónustu.<br />

Sóknarprestur


HAMMONDHÁTÍÐ<br />

DJÚPAVOGS <strong>2014</strong> DAGSKRÁ<br />

LANGABÚÐ<br />

Laugardag 26. <strong>apríl</strong> frá 14:00<br />

- 15:00 Pungur Silungs kynnir<br />

rómantíska pólitik. Hljódið í<br />

ljóða formi.<br />

GAMLA KIRKJAN<br />

Laugardag, 26. <strong>apríl</strong> kl. 15:00<br />

Bíósýning á vegum Sigurðar<br />

Más. Verður auglýst síðar.<br />

Sunnudag, 27. <strong>apríl</strong> kl. 17:00<br />

Barnabíó.<br />

DJÚPAVOGSKIRKJA<br />

Sunnudag, 27. <strong>apríl</strong> kl. 11:00<br />

Edrúlífið með Rúnari Frey<br />

Gíslasyni og Steinunni Ólinu<br />

Þorsteinsdóttur.<br />

BAKKABÚÐ<br />

Verður opin föstudag frá<br />

kl. 14:00 - 18:00 og laugardag<br />

frá kl. 14:00 - 18:00.<br />

JFS HANDVERK<br />

JFS Handverk býður gestum<br />

og gangandi í heimsókn í vinnustofu<br />

sína að Hammersminni 10,<br />

opið alla helgina þar sem gestir<br />

geta skoðað margvíslega<br />

minnja gripi úr íslensku hráefni.<br />

HÓTEL FRAMTÍÐ<br />

Verður með Hammond matseðill<br />

á fimmtudag, föstudag og<br />

laugardag frá kl. 18:00 Til 21:30.<br />

Tilboð á gisti ngu. Pantanir í<br />

síma 4788887 eða með tölvupósti<br />

framtid@simnet.is<br />

FERÐAFÉLAG DJÚPAVOGS<br />

Á laugardaginn, 26. <strong>apríl</strong><br />

Ferðafélag Djúpavogs verður<br />

með tveggja tíma gönguferð<br />

um Tangann fyrir utan þorpið<br />

“Búlandið”. Mæting við íþróttahúsið<br />

kl. 11:00. Göngustjóri<br />

verður Ólafur Áki Ragnarsson.<br />

FÉLAG ELDRIBORGARA<br />

DJÚPAVOGS<br />

Félag Eldriborgara verður með<br />

útisýningu alla daga fyrir Geysi<br />

utan Tryggva búð. Föstudaginn<br />

25. Apríl og laugar daginn 26.<br />

<strong>apríl</strong> handa vinnusýning og<br />

vöflu kaffi til sölu í Tryggvabúð<br />

frá kl. 14 – 17.<br />

ALLRAHANDA<br />

MARKAÐURINN<br />

Þar sem allt milli himins og<br />

jarðar verður til sölu, verður<br />

haldinn í verslun inni Við Voginn<br />

á laugardaginn 26. <strong>apríl</strong> frá<br />

13:00 til 17:00 ef næg þáttaka<br />

næst.<br />

SKOTMANNAFÉLAG<br />

DJÚPAVOGS<br />

Laugardaginn 26. <strong>apríl</strong> verður<br />

Skotmanna félag Djúpavogs með<br />

riffils skotmót á skotsvæðinu á<br />

Hamar sáraurum kl. 15:00.<br />

SAMKAUP<br />

Í Samkaup verður 30%<br />

afsláttur af fersku krydduðu<br />

lambalæri og Doritos snakki<br />

alla Hamondhelgina. Föstudaginn<br />

25. <strong>apríl</strong> ætlar Foreldra félag<br />

Djúpavogsskóla að halda kökubasar<br />

í Samkaup Strax kl. 16:00.<br />

ARFLEiFÐ<br />

Fjögurra ára afmæli Arfleifðar<br />

er haldinn upp á Sumar daginn<br />

fyrsta, 24. <strong>apríl</strong>. frá kl 11:00<br />

- 14:00. Einnig er opið á<br />

föstudaginn 25. <strong>apríl</strong> frá 10:00 -<br />

18:00 og laugardaginn 26. <strong>apríl</strong><br />

11:00 - 16:00<br />

VIÐ VOGINN<br />

Við voginn hefur á mat seðlinum<br />

alla daga á meðan Hammondhátið<br />

stendur kjúklinga panini<br />

á 795 kr. Kjúklingur, salat,<br />

tómatur, bræddur ostur og<br />

grænmetissósa. Kjötsúpa á<br />

föstudaginn 25. <strong>apríl</strong> í hádeginu.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!