18.05.2020 Views

Brother 4234 overlock (884-B02)

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Verklag

1. Setjið blindsaumsfótinn á vélina (sjá KAFLA 1

"saumfótur settur á og tekinn af").

2. Stillið vélina á 3ja þráða overlock með vinstri

nál. Fjarlægið hægri nálina.

3. Brjótið efnið eins og sýnt er á myndinni.

1 Réttan.

4. Snúið handhjólinu þannig að línan á því sé

á móts við línuna á vélinni (sjá KAFLA 1

"snúningsátt handhjólsins")

5. Lyftið saumfætinum og setjið brotið efnið

þannig í vélina að nálin bara rétt stingi í

faldbrúnina.

6. Lækkið saumfótinn og stillið saumstýringuna

að brotnu brúninni.

7. Stillið stýringuna á saumfætinum með

stilliskrúfunni þannig að nálin stingi 2,5 til

3,0 mm fyrir innan faldbrúnina, og þannig

að sumar lykkjurnar saumast yfir faldbrúnina.

2 Stilliskrúfa

3 Jaðarstýring

Með því að snúa skrúfunni áfram mun

stýringin fara til hægri, en með þvi að snúa

henni aftur á bak mun stýringin fara til vinstri.

Best er að prófa sig áfram með því að prófa

stillinguna á afgangsefni af sama efni og þið

ætlið að sauma.

8. Um leið og þið haldið efnunum saman

saumið þið á jöfnum hraða eftir faldinum.

!

9. Þegar saumurinn er búinn togið þið efnin í

sundur..

Útlit saumsins er hægt að nota hvort sem er á

réttu eða röngu efnisins. Ef þið saumið efnin

saman þannig að ranga snúi á móti röngu þá

mun efri grípraþráðurinn skreyta réttuna á

efnunum þegar efnin verða toguð í sundur og

lögð flöt. Ef þið saumið réttu á móti réttu þá

mun stigaútlits þráður nálarinnar skreyta

réttuna þegar efnin eru toguð í sundur.

ATH:

Þessi aðferð hentar ekki fyrir þunn efni.

"Pin tuck" saumur

Þessi saumur notar rúllufald til að bæta við lögun

og skreytingu á mörg verkefni. Andstæðir litir í

efri grípara geta gefið áherslumerki á verkefnið.

Gætið þess að nota aðeins fínan tvinna á þunn

efni.

Verklag

1. Setjið blindsaumsfótinn á vélina (sjá

KAFLA 1 "saumfótur settur á og fjarlægður").

2. Stillið vélina fyrir mjótt overlock (sjáið nánar

í KAFLA 5 "mjótt overlock/rúllufaldur".)

3. Teiknið línur með jöfnu millibili á efnið með

efnispenna, sem viðmiðunarlínur fyrir staðsetingu

saumanna. Brjótið efnið síðan eftir

þessum línum og straujið lauslega með

straujárni.

1 Viðmiðunarlínur

2 Brjótið efnið

4. Snúið handhjólinu þannig að línan á því sé

á móts við línuna á vélinni (sjá KAFLA 1

("snúningsátt á handhjólinu")

.

5. Lyftið saumfætinum og setjið efnið með

brotnu brúnina þannig að nálin stingi bara

niður í brotbrúnina.

6. Lækkið saumfótinn og stillið efnisstýringuna

að brotbrúninni.

7. Stillið stýringunni á saumfætinum á móts við

línuna hægra megin á saumafingrinum.

Með því að snúa skrúfunni áfram mun

stýringin fara til hægri en með því að snúa

henni aftur á bak mun hún fara til vinstri.

30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!