13.01.2013 Views

EES-viðbætir - EFTA

EES-viðbætir - EFTA

EES-viðbætir - EFTA

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

ÍSLENSK útgáfa<br />

<strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong><br />

við Stjórnartíðindi<br />

Evrópusambandsins<br />

I <strong>EES</strong>-STOFNANIR<br />

1. Sameiginlega <strong>EES</strong>-nefndin<br />

2012/<strong>EES</strong>/52/01 Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um<br />

flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á<br />

tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB)<br />

nr. 1907/2006. ........................................................... 1<br />

II <strong>EFTA</strong>-STOFNANIR<br />

1. Fastanefnd <strong>EFTA</strong>-ríkjanna<br />

2. Eftirlitsstofnun <strong>EFTA</strong><br />

3. <strong>EFTA</strong>-dómstóllinn<br />

III EB-STOFNANIR<br />

1. Framkvæmdastjórnin<br />

ISSN 1022-9337<br />

Nr. 52<br />

19. árgangur<br />

20.9.2012


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/1<br />

<strong>EES</strong>-STOFNANIR<br />

SAmEIgINLEgA <strong>EES</strong>-NEFNdIN<br />

REgLUgERÐ EVRÓPUÞINgSINS Og RÁÐSINS (EB) nr. 1272/2008<br />

frá 16. desember 2008<br />

um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, um breytingu og niðurfellingu á<br />

tilskipunum 67/548/EBE og 1999/45/EB og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 (*)<br />

EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS<br />

HAFA,<br />

með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum<br />

95. gr.,<br />

með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,<br />

með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar<br />

Evrópubandalaganna ( 1 ),<br />

í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr.<br />

sáttmálans ( 2 ),<br />

og að teknu tilliti til eftirfarandi:<br />

1) Markmiðið með þessari reglugerð er að tryggja öfluga<br />

heilsu- og umhverfisvernd svo og frjálsa dreifingu<br />

hreinna efna, blandna og ákveðinna, nánar tiltekinna hluta<br />

og stuðla jafnframt að samkeppni og nýsköpun.<br />

2) Starfsemi innri markaðarins fyrir efni, blöndur og þessa<br />

hluti verður því aðeins skilvirk að þær kröfur, sem gilda<br />

um þau, séu ekki verulega ólíkar milli aðildarríkjanna.<br />

3) Tryggja ber trausta heilsu- og umhverfisvernd með því<br />

að samræma löggjöf um viðmiðanir fyrir flokkun og<br />

merkingu efna og blandna þar sem markmiðið er að ná<br />

sjálfbærni.<br />

(*) Þessi EB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1. Hennar var<br />

getið í ákvörðun sameiginlegu <strong>EES</strong>-nefndarinnar nr. 106/2012 frá 15. júní<br />

2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir<br />

og vottun) við <strong>EES</strong>-samninginn, biður birtingar.<br />

( 1 ) Stjtíð. ESB C 204, 9.8.2008, bls. 47.<br />

( 2 ) Álit Evrópuþingsins frá 3. september 2008 (hefur enn ekki verið birt í<br />

Stjórnartíðindum ESB).<br />

2012/<strong>EES</strong>/52/01<br />

4) Viðskipti með efni og blöndur varða ekki aðeins innri<br />

markaðinn heldur líka heimsmarkaðinn. Fyrirtæki ættu<br />

því að njóta góðs af hnattrænni samræmingu á reglum<br />

um flokkun og merkingu og af samræmi milli reglna um<br />

flokkun og merkingu fyrir dreifingu og notkun annars<br />

vegar og reglna um flutninga hins vegar.<br />

5) Innan Sameinuðu þjóðanna hefur á tólf ára tímabili verið<br />

unnið að því að þróa samræmdar viðmiðanir fyrir flokkun<br />

og merkingu í því skyni að einfalda viðskipti um allan<br />

heim en á sama tíma að tryggja heilsu- og umhverfisvernd<br />

og hefur sú vinna leitt til hnattsamræmda kerfisins (HSK)<br />

til flokkunar og merkingar á íðefnum (hér á eftir nefnt<br />

„hnattsamræmda kerfið“).<br />

6) Þessi reglugerð kemur í kjölfar fjölda yfirlýsinga frá<br />

Bandalaginu til staðfestingar á þeim áformum þess að<br />

stuðla að hnattrænni samræmingu á viðmiðunum fyrir<br />

flokkun og merkingu, ekki aðeins á vettvangi Sameinuðu<br />

þjóðanna heldur einnig með því að taka upp alþjóðlega<br />

viðurkenndar viðmiðanir hnattsamræmda kerfisins í lög<br />

Bandalagsins.<br />

7) Ávinningur fyrirtækjanna af þessu mun aukast eftir<br />

því sem fleiri lönd í heiminum taka viðmiðanir<br />

hnattsamræmda kerfisins inn í löggjöf sína. Það er við<br />

hæfi að Bandalagið sé í fararbroddi í þessu ferli til að<br />

hvetja önnur lönd til að fylgja á eftir og til að skapa iðnaði<br />

í Bandalaginu samkeppnisforskot.<br />

8) Því er nauðsynlegt að samræma ákvæði og viðmiðanir<br />

um flokkun og merkingu efna, blandna og ákveðinna<br />

nánar tiltekinna hluta innan Bandalagsins með hliðsjón<br />

af flokkunarviðmiðunum og reglum um merkingar í<br />

hnattsamræmda kerfinu en einnig með því að byggja á<br />

þeirri 40 ára reynslu sem fengist hefur með framkvæmd<br />

gildandi löggjafar Bandalagsins um íðefni og með<br />

því að viðhalda þeirri vernd sem fengist hefur með<br />

kerfinu um samræmingu flokkunar og merkingar með<br />

hættuflokkum Bandalagsins, sem eru ekki enn orðnir<br />

hluti af hnattsamræmda kerfinu, sem og með núverandi<br />

reglum um merkingar og pökkun.


Nr. 52/2 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

9) Þessi reglugerð skal ekki hafa áhrif á fullnaðarbeitingu<br />

samkeppnisreglna Bandalagsins.<br />

10) Markmiðið með þessari reglugerð skal vera að ákvarða<br />

hvaða eiginleikar efna og blandna skuli leiða til<br />

flokkunar þeirra sem hættulegra efna svo að þær hættur,<br />

sem stafa af efnunum og blöndunum, verði tilgreindar og<br />

upplýsingum um þær miðlað á tilhlýðilegan hátt. Undir<br />

slíka eiginleika falla eðlisrænar hættur sem og hættur<br />

fyrir heilbrigði manna og umhverfið, þ.m.t. hættur fyrir<br />

ósonlagið.<br />

11) Þessi reglugerð skal að meginreglu til gilda um öll efni<br />

og blöndur sem afhent eru í Bandalaginu nema þegar<br />

mælt er fyrir um sértækari reglur um flokkun og<br />

merkingu í annarri löggjöf Bandalagsins, s.s. tilskipun<br />

ráðsins 76/768/EBE frá 27. júlí 1976 um samræmingu<br />

laga aðildarríkjanna um snyrtivörur ( 1 ), tilskipun ráðsins<br />

82/471/EBE frá 30. júní 1982 um ákveðnar afurðir í<br />

dýrafæðu ( 2 ), tilskipun ráðsins 88/388/EBE frá 22. júní<br />

1988 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um<br />

bragðefni til notkunar í matvælum og grunnefni til<br />

framleiðslu þeirra ( 3 ), tilskipun ráðsins 89/107/EBE frá<br />

21. desember 1988 um samræmingu laga aðildarríkjanna<br />

varðandi notkun leyfilegra aukefna í matvælum ( 4 ),<br />

tilskipun ráðsins 90/385/EBE frá 20. júní 1990 um<br />

samræmingu laga aðildarríkjanna um virk, ígræðanleg<br />

lækningatæki ( 5 ), tilskipun ráðsins 93/42/EBE frá<br />

14. júní 1993 um lækningatæki ( 6 ), tilskipun<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 98/79/EB frá 27. október<br />

1998 um lækningabúnað til sjúkdómsgreiningar í<br />

glasi ( 7 ), ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar<br />

1999/217/EB frá 23. febrúar 1999 um samþykkt skráar<br />

yfir bragðefni, sem eru notuð í eða á matvælum, til<br />

beitingar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr.<br />

2232/96 frá 28. október 1996 ( 8 ), tilskipun<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 2001/82/EB frá 6. nóvember<br />

2001 um Bandalagsreglur um dýralyf ( 9 ), tilskipun<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB frá 6. nóvember<br />

2001 um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru<br />

mönnum ( 10 ), reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB)<br />

nr. 178/2002 frá 28. janúar 2002 um almennar<br />

meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli,<br />

um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um<br />

málsmeðferð vegna öryggis matvæla ( 11 ) og reglugerð<br />

Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1831/2003 frá 22.<br />

september 2003 um aukefni í fóðri ( 12 ) eða þegar efni og<br />

blöndur eru flutt í lofti, á sjó, á vegum, með járnbrautum<br />

eða eftir skipgengum vatnaleiðum.<br />

12) Hugtök og skilgreiningar í þessari reglugerð skulu vera í<br />

samræmi við hugtök og skilgreiningar sem sett eru fram í<br />

reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006<br />

________________<br />

( 1 ) Stjtíð. EB L 262, 27.9.1976, bls. 169.<br />

( 2 ) Stjtíð. EB L 213, 21.7.1982, bls. 8.<br />

( 3 ) Stjtíð. EB L 184, 15.7.1988, bls. 61.<br />

( 4 ) Stjtíð. EB L 40, 11.2.1989, bls. 27.<br />

( 5 ) Stjtíð. EB L 189, 20.7.1990, bls. 17.<br />

( 6 ) Stjtíð. EB L 169, 12.7.1993, bls. 1.<br />

( 7 ) Stjtíð. EB L 331, 7.12.1998, bls. 1.<br />

( 8 ) Stjtíð. EB L 84, 27.3.1999, bls. 1.<br />

( 9 ) Stjtíð. EB L 311, 28.11.2001, bls. 1.<br />

( 10 ) Stjtíð. EB L 311, 28.11.2001, bls. 67.<br />

( 11 ) Stjtíð. EB L 31, 1.2.2002, bls. 1.<br />

( 12 ) Stjtíð. ESB L 268, 18.10.2003, bls. 29.<br />

frá 18. desember 2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu<br />

og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar<br />

(REACH)) ( 13 ), í samræmi við hugtök og skilgreiningar<br />

sem sett eru fram í reglum um flutninga og í samræmi<br />

við þær skilgreiningar sem kveðið er á um á vettvangi<br />

Sameinuðu þjóðanna í hnattsamræmda kerfinu, til að<br />

tryggja hámarkssamræmi í beitingu löggjafar um íðefni<br />

innan Bandalagsins í tengslum við alþjóðaviðskipti. Af<br />

sömu ástæðu skulu hættuflokkarnir, sem tilgreindir eru í<br />

hnattsamræmda kerfinu, settir fram í þessari reglugerð.<br />

13) Það er sérstaklega við hæfi að bæta við þeim<br />

hættuflokkum í hnattsamræmda kerfinu sem taka<br />

sérstaklega mið af því að þær eðlisrænu hættur, sem<br />

efnin eða blöndurnar geta valdið, velta að einhverju leyti<br />

á því hvernig staðið er að losun þeirra.<br />

14) Hugtakið „blanda“ (e. mixture), eins og það er skilgreint<br />

í þessari reglugerð, skal hafa sömu merkingu og hugtakið<br />

„efnablanda“ (e. preparation) sem hefur áður verið notað<br />

í löggjöf Bandalagsins.<br />

15) Þessi reglugerð skal koma í stað tilskipunar ráðsins<br />

67/548/EBE frá 27. júní 1967 um samræmingu ákvæða í<br />

lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og<br />

merkingu hættulegra efna ( 14 ) og tilskipunar<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 1999/45/EB frá 31. maí 1999<br />

um samræmingu ákvæða í lögum og<br />

stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna um flokkun,<br />

pökkun og merkingu hættulegra efnablandna ( 15 ).<br />

Reglugerðin skal viðhalda núverandi vernd fyrir<br />

heilbrigði manna og umhverfið sem kveðið er á um í<br />

þessum tilskipunum. Því skal tilteknum hættuflokkum,<br />

sem falla undir þessar tilskipanir en hafa ekki verið<br />

færðir inn í hnattsamræmda kerfið, haldið inni í þessari<br />

reglugerð.<br />

16) Ábyrgðin á því að greina hættu af völdum efna og<br />

blandna og ábyrgðin á því að flokka efnin og blöndurnar,<br />

óháð því hvort þau falla undir kröfur reglugerðar (EB)<br />

nr. 1907/2006, skal aðallega hvíla á framleiðendum,<br />

innflytjendum og eftirnotendum viðkomandi efna og<br />

blandna. Þegar eftirnotendur uppfylla skyldur sínar<br />

varðandi flokkun skal þeim heimilt að nota þá flokkun<br />

efnis eða blöndu sem aðili í aðfangakeðjunni hefur leitt<br />

út í samræmi við þessa reglugerð, að því tilskildu að þeir<br />

breyti ekki samsetningu efnisins eða blöndunnar.<br />

Ábyrgðin á flokkun efna, sem eru ekki sett á markað en<br />

sem skylt er að skrá eða tilkynna samkvæmt reglugerð<br />

(EB) nr. 1907/2006, skal aðallega hvíla á<br />

framleiðendum, framleiðendum hluta og innflytjendum.<br />

Þó skal vera hægt að kveða á um samræmda flokkun<br />

efna að því er varðar hættuflokka með varasömustu<br />

efnunum og annarra efna í hverju tilviki fyrir sig sem<br />

framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur slíkra efna<br />

sem og blandna, sem innihalda slík efni, skulu nota.<br />

________________<br />

( 13 ) Stjtíð. ESB L 396, 30.12.2006, bls. 1. Leiðrétt útgáfa í Stjtíð. ESB L 136,<br />

29.5.2007, bls. 3.<br />

( 14 ) Stjtíð. EB 196, 16.8.1967, bls. 1.<br />

( 15 ) Stjtíð. EB L 200, 30.7.1999, bls. 1.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/3<br />

17) Ef ákveðið hefur verið að samræma flokkun efnis að því<br />

er varðar tiltekinn hættuflokk eða áhrifategund innan<br />

hættuflokks með því að bæta við eða endurskoða færslu í<br />

3. hluta VI. viðauka við þessa reglugerð skulu<br />

framleiðandinn, innflytjandinn og eftirnotandinn nota<br />

þessa samræmdu flokkun og aðeins flokka sjálfir<br />

ósamræmdu hættuflokkana eða áhrifategundirnar sem<br />

eftir eru innan hættuflokksins.<br />

18) Til að tryggja að neytendur fái upplýsingar um hættur<br />

skulu birgjar efna og blandna sjá til þess að efnin og<br />

blöndurnar séu merkt og þeim pakkað í samræmi við<br />

þessa reglugerð, áður en þau eru sett á markað,<br />

samkvæmt flokkuninni sem hefur verið leidd út. Þegar<br />

eftirnotendur uppfylla skyldur sínar skal þeim heimilt að<br />

nota þá flokkun efnis eða blöndu sem aðili í<br />

aðfangakeðjunni hefur leitt út samkvæmt þessari<br />

reglugerð, að því tilskildu að þeir breyti ekki<br />

samsetningu efnisins eða blöndunnar, og<br />

dreifingaraðilum skal heimilt að nota þá flokkun efnis<br />

eða blöndu sem aðili í aðfangakeðjunni hefur leitt út<br />

samkvæmt þessari reglugerð.<br />

19) Til að tryggja að upplýsingar liggi fyrir um hættuleg efni<br />

þegar þau eru í blöndum sem innihalda a.m.k eitt efni<br />

sem er flokkað sem hættulegt skal eftir atvikum bæta við<br />

upplýsingum á merkimiða.<br />

20) Framleiðandi, innflytjandi eða eftirnotandi efnis eða<br />

blöndu er ekki skyldugur til að taka saman ný<br />

eiturefnafræðileg eða visteiturefnafræðileg gögn til<br />

flokkunar en hann skal tilgreina allar viðeigandi<br />

upplýsingar, sem eru honum tiltækar um hættur af<br />

völdum efnisins eða blöndunnar, og meta gæði þeirra.<br />

Framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn skal<br />

einnig hafa til hliðsjónar rannsóknarsöguleg gögn er<br />

varða menn, t.d. úr faraldsfræðilegum rannsóknum á<br />

hópum manna sem verða fyrir váhrifum, gögn um váhrif<br />

vegna óhapps eða váhrif í starfi og afleiðingar váhrifanna<br />

og gögn úr klínískum rannsóknum. Þessar upplýsingar<br />

skulu bornar saman við þær viðmiðanir, sem hafa verið<br />

fastsettar fyrir hina ýmsu hættuflokka og áhrifategundir,<br />

til að framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn<br />

geti komist að niðurstöðu um hvort flokka skuli efnið<br />

eða blönduna sem hættulega eða ekki.<br />

21) Þó svo að hægt sé að flokka öll efni og allar blöndur á<br />

grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga skal þessara<br />

fyrirliggjandi upplýsinga sem eru notaðar að því er<br />

varðar þessa reglugerð, helst hafa verið aflað í samræmi<br />

við prófunaraðferðirnar, sem um getur í reglugerð (EB)<br />

nr. 1907/2006, ákvæði um flutninga eða alþjóðlegar<br />

meginreglur eða verklagsreglur fyrir fullgildingu<br />

upplýsinga til að tryggja gæði og sambærileika<br />

niðurstaðna og samræmi við aðrar kröfur á<br />

alþjóðavettvangi eða vettvangi Bandalagsins. Þegar<br />

framleiðandi, innflytjandi eða eftirnotandi kýs að afla<br />

nýrra upplýsinga skal hann fylgja sömu<br />

prófunaraðferðunum, ákvæðunum, meginreglunum og<br />

verklagsreglunum.<br />

22) Til að auðvelda hættugreiningu á blöndum skulu<br />

framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur byggja<br />

greininguna á gögnum um sjálfa blönduna, ef þau eru<br />

fyrir hendi, nema um sé að ræða blöndur með<br />

krabbameinsvaldandi efnum, efnum sem hafa<br />

stökkbreytandi áhrif á kímfrumur eða efnum sem hafa<br />

eiturhrif á æxlun eða verið sé að meta eiginleika er varða<br />

lífniðurbrot eða uppsöfnun í lífverum og eru í<br />

hættuflokknum „hættulegt fyrir vatnsumhverfi“. Í þeim<br />

tilvikum skulu gögnin fyrir einstök efni í blöndunni að<br />

jafnaði notuð sem grundvöllur fyrir hættugreiningu<br />

blöndunnar þar eð ekki er hægt að meta hættur af<br />

völdum blöndunnar á fullnægjandi hátt ef matið byggist<br />

á sjálfri blöndunni.<br />

23) Ef til eru nægar upplýsingar um svipaðar blöndur sem<br />

hafa verið prófaðar, þ.m.t. viðeigandi innihaldsefni<br />

blöndunnar, er hægt að ákvarða hættulega eiginleika<br />

óprófaðrar blöndu með því að beita tilteknum reglum<br />

sem kallast „brúunarreglur“ (e. bridging principles).<br />

Þessar reglur gera kleift að lýsa hættum af völdum<br />

blöndunnar án þess að gerðar séu prófanir á henni heldur<br />

er byggt á fyrirliggjandi upplýsingum um samsvarandi,<br />

prófaðar blöndur. Þegar engin prófunargögn liggja fyrir<br />

um sjálfa blönduna, eða þau eru ófullnægjandi, skulu<br />

framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur því nota<br />

brúunarreglurnar til að tryggja að niðurstöðurnar um<br />

flokkun slíkra blandna séu nægilega samanburðarhæfar.<br />

24) Hægt er að koma á tengslanetum í tilteknum<br />

atvinnugreinum til að auðvelda skipti á gögnum og til að<br />

sameina sérþekkingu við mat á upplýsingum,<br />

prófunargögnum, ákvörðunum á grundvelli vægis<br />

rökstuddra vísbendinga og brúunarreglum. Slík<br />

tengslanet geta hjálpað framleiðendum, innflytjendum og<br />

eftirnotendum innan þessara atvinnugreina og einkum<br />

litlum og meðalstórum fyrirtækjum að rækja skyldur<br />

sínar samkvæmt þessari reglugerð. Þessi tengslanet má<br />

einnig nota til að skiptast á upplýsingum og bestu<br />

starfsvenjum til þess að einfalda efndir<br />

tilkynningarskyldu. Þeir birgjar, sem nýta sér slíkan<br />

stuðning, bera enn að fullu ábyrgð á því að efna skyldur<br />

sínar viðvíkjandi flokkun, merkingu og pökkun<br />

samkvæmt þessari reglugerð.


Nr. 52/4 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

25) Vernd dýra, sem fellur undir gildissvið tilskipunar<br />

ráðsins 86/609/EBE frá 24. nóvember 1986 um<br />

samræmingu á ákvæðum í lögum og<br />

stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna um verndun dýra<br />

sem notuð eru í tilrauna- og vísindaskyni ( 1 ), er<br />

mikilvægt forgangsmál. Ef framleiðandi, innflytjandi eða<br />

eftirnotandi kýs að afla upplýsinga að því er varðar þessa<br />

reglugerð skal hann því fyrst líta á aðferðir aðrar en<br />

prófanir á dýrum innan gildissviðs tilskipunar<br />

86/609/EBE. Prófanir á prímötum, öðrum en mönnum,<br />

skulu bannaðar til að ná markmiðum þessarar<br />

reglugerðar.<br />

26) Prófunaraðferðirnar í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar<br />

(EB) nr. 440/2008 frá 30. maí 2008 um<br />

prófunaraðferðir í samræmi við reglugerð<br />

Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um<br />

skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er<br />

varðar efni (efnareglurnar (REACH)) ( 2 ) eru reglulega<br />

endurskoðaðar og bættar í því skyni að draga úr<br />

prófunum á hryggdýrum og fækka þeim dýrum sem nota<br />

þarf til þeirra. Evrópumiðstöðin um fullgildingu<br />

staðgönguaðferða (ECVAM) hjá Sameiginlegri<br />

rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnarinnar hefur<br />

mikilvægu hlutverki að gegna í vísindalegu mati og<br />

fullgildingu staðgönguaðferða við prófanir.<br />

27) Viðmiðanirnar fyrir flokkun og merkingu, sem settar eru<br />

fram í þessari reglugerð, skulu eftir því sem framast er<br />

kostur miðast við það að stuðla að notkun<br />

staðgönguaðferða til að meta hættur af völdum efna og<br />

blandna og einnig taka mið af þeirri skyldu að afla<br />

upplýsinga um eðliseiginleika með öðrum aðferðum en<br />

prófunum á dýrum í skilningi tilskipunar 86/609/EBE<br />

eins og mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1907/2006.<br />

Síðari viðmiðanir skulu ekki vera hindrun fyrir þetta<br />

markmið og tilheyrandi skyldur samkvæmt þeirri<br />

reglugerð og skulu ekki undir neinum kringumstæðum<br />

leiða til þess að dýraprófanir verði notaðar þar sem<br />

annars konar prófanir eru fullnægjandi fyrir flokkun og<br />

merkingu.<br />

28) Ekki skal afla gagna fyrir flokkun með prófunum á<br />

mönnum. Taka skal tillit til tiltækra, áreiðanlegra<br />

faraldsfræðilegra gagna og reynslu að því er varðar áhrif<br />

efna og blandna á menn (t.d. starfstengdra gagna og<br />

gagna úr gagnasöfnum um slys) og gefa má þessum<br />

gögnum meira vægi en gögnum, sem fengin eru úr<br />

dýrarannsóknum, þegar þau sýna hættur sem greindust<br />

ekki í þessum rannsóknum. Vega skal niðurstöður<br />

dýrarannsókna á móti niðurstöðum úr gögnum um áhrif á<br />

menn og nota skal sérfræðiálit við mat á gögnum um<br />

áhrif á dýr og menn til að tryggja heilsu manna sem best.<br />

29) Nýjar upplýsingar varðandi eðlisrænar hættur eru alltaf<br />

nauðsynlegar nema gögnin séu þegar tiltæk eða kveðið<br />

sé á um undanþágu í þessari reglugerð.<br />

30) Prófanir, sem eru aðeins framkvæmdar til að uppfylla<br />

skilyrði þessarar reglugerðar, skulu gerðar á efninu eða<br />

blöndunni í því formi eða eðlisástandi sem efnið eða<br />

blandan er í við setningu á markað og sem eðlilegt er að<br />

vænta að efnið eða blandan sé í við notkun. Til að ná<br />

markmiðum þessarar reglugerðar skal þó vera hægt að<br />

________________<br />

( 1 ) Stjtíð. EB L 358, 18.12.1986, bls. 1.<br />

( 2 ) Stjtíð. ESB L 142, 31.5.2008, bls. 1.<br />

nota niðurstöður prófana, sem framkvæmdar eru til að<br />

fullnægja öðrum kröfum samkvæmt reglum, þ.m.t. þær<br />

kröfur sem þriðju lönd mæla fyrir um, jafnvel þótt<br />

prófanirnar hafi ekki verið gerðar á efninu eða blöndunni<br />

í því formi eða eðlisástandi sem efnið eða blandan er í<br />

við setningu á markað og sem eðlilegt er að vænta að<br />

efnið eða blandan sé í við notkun.<br />

31) Ef prófanir eru gerðar skulu þær, eftir því sem við á, vera<br />

í samræmi við viðeigandi kröfur um vernd tilraunadýra<br />

sem settar eru fram í tilskipun 86/609/EBE og, ef um er<br />

að ræða visteiturefnafræðilegar og eiturefnafræðilegar<br />

prófanir, í samræmi við góðar starfsvenjur við<br />

rannsóknir, sem settar eru fram í tilskipun<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 2004/10/EB frá 11. febrúar<br />

2004 um samræmingu ákvæða í lögum og<br />

stjórnsýslufyrirmælum um beitingu meginreglna<br />

varðandi góðar starfsvenjur við rannsóknir og<br />

sannprófun á beitingu þeirra vegna prófana á<br />

íðefnum ( 3 ).<br />

32) Fastsetja skal viðmiðanir fyrir flokkun í mismunandi<br />

hættuflokka og áhrifategundir í viðauka sem skal einnig<br />

innihalda viðbótarákvæði um hvernig uppfylla megi<br />

viðmiðanirnar.<br />

33) Þar sem beiting viðmiðana fyrir mismunandi hættuflokka<br />

á upplýsingar getur verið erfið í framkvæmd skulu<br />

framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur taka<br />

ákvörðun á grundvelli vægis rökstuddra vísbendinga<br />

með stoð í sérfræðiáliti til að komast að fullnægjandi<br />

niðurstöðu.<br />

34) Framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn skal<br />

setja fram sértæk styrkleikamörk fyrir efni í samræmi við<br />

viðmiðanirnar sem um getur í þessari reglugerð, að því<br />

tilskildu að framleiðandinn, innflytjandinn eða<br />

eftirnotandinn geti fært rök fyrir mörkunum og tilkynni<br />

Efnastofnun Evrópu (hér á eftir nefnd „Efnastofnunin“)<br />

um mörkin. Þó skulu ekki sett sértæk styrkleikamörk<br />

fyrir samræmda hættuflokka eða áhrifategundir þegar um<br />

er að ræða efni sem eru tilgreind í samræmdu flokkunar-<br />

og merkingartöflunum sem fylgja í viðauka við þessa<br />

reglugerð. Efnastofnunin skal veita leiðsögn þegar verið<br />

er að setja sértæk styrkleikamörk. Til að tryggja<br />

einsleitni skulu sértæk styrkleikamörk, eftir því sem við<br />

á, einnig tilgreind fyrir samræmdar flokkanir. Sértæk<br />

styrkleikamörk skulu hafa forgang yfir önnur<br />

styrkleikamörk þegar kemur að flokkun.<br />

35) Framleiðandi, innflytjandi eða eftirnotandi skal leggja<br />

fram margföldunarstuðla (M-stuðla) fyrir efni sem eru<br />

flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi, í 1. undirflokk<br />

fyrir bráð eiturhrif eða 1. undirflokk fyrir langvinn<br />

eiturhrif, í samræmi við viðmiðanirnar sem um getur í<br />

þessari reglugerð. Efnastofnunin skal veita leiðsögn<br />

þegar verið er að setja M-stuðlana.<br />

________________<br />

( 3 ) Stjtíð. ESB L 50, 20.2.2004, bls. 44.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/5<br />

36) Af ástæðum er varða meðalhóf og framkvæmanleika er<br />

rétt að skilgreina almenn þröskuldsgildi, bæði fyrir<br />

tilgreind óhreinindi, aukefni og einstaka efnisþætti í<br />

efnum og fyrir efni í blöndum, og á sama tíma tilgreina<br />

hvenær taka skal tillit til þessara upplýsinga við<br />

ákvörðun á hættuflokkun efna og blandna.<br />

37) Til að tryggja fullnægjandi flokkun blandna skal taka<br />

tillit til tiltækra upplýsinga um samverkandi og<br />

andverkandi áhrif.<br />

38) Til að tryggja að flokkunin byggist á uppfærðum<br />

upplýsingum skulu framleiðendur, innflytjendur og<br />

eftirnotendur endurskoða flokkun efna eða blandna sem<br />

þeir setja á markað ef þeir verða varir við nýjar,<br />

fullnægjandi og áreiðanlegar vísindalegar eða tæknilegar<br />

upplýsingar, sem gætu haft áhrif á flokkunina, eða ef þeir<br />

breyta samsetningu blandnanna nema nægar<br />

vísbendingar séu um að flokkunin muni ekki breytast.<br />

Birgjar skulu uppfæra merkimiðana í samræmi við það.<br />

39) Efni og blöndur, sem eru flokkuð sem hættuleg, skulu<br />

merkt og þeim pakkað í samræmi við flokkun þeirra til<br />

að tryggja viðeigandi vernd og til að veita viðtakendum<br />

þeirra nauðsynlegar upplýsingar með því að vekja<br />

athygli þeirra á hættum af völdum efnisins eða<br />

blöndunnar.<br />

40) Í þessari reglugerð er mælt fyrir um tvo gerninga sem<br />

nota á til að veita upplýsingar um þær hættur sem stafa af<br />

efnunum og blöndunum en gerningarnir eru merkimiðar<br />

og öryggisblöðin sem kveðið er á um í reglugerð (EB)<br />

nr. 1907/2006. Af þessum tveimur gerningum eru<br />

merkimiðar eina leiðin til að miðla upplýsingum til<br />

neytenda en þeir gætu einnig þjónað þeim tilgangi að<br />

vekja athygli starfsmanna á ítarlegri upplýsingum um<br />

viðkomandi efni eða blöndur sem finna má á<br />

öryggisblöðunum. Þar eð ákvæði um öryggisblöð er að<br />

finna í reglugerð (EB) nr. 1907/2006 þar sem<br />

öryggisblöð eru notuð sem aðaltækið til<br />

upplýsingamiðlunar innan aðfangakeðju efna er ekki<br />

ástæða til að endurtaka sömu ákvæðin í þessari<br />

reglugerð.<br />

41) Til að tryggja að neytendur fái viðeigandi og ítarlegar<br />

upplýsingar um hættur af íðefnum og blöndum og um<br />

örugga notkun þeirra er rétt að ýta undir notkun og<br />

útbreiðslu vefsetra og gjaldfrjálsra símanúmera, einkum í<br />

tengslum við veitingu upplýsinga um tilteknar tegundir<br />

af umbúðum.<br />

42) Starfsmenn og neytendur um allan heim myndu njóta<br />

góðs af hnattsamræmdu tæki fyrir hættuboð í formi<br />

merkimiða. Þau atriði, sem eiga að koma fram á<br />

merkimiðum, skulu því skilgreind í samræmi við<br />

hættumerkin, viðvörunarorðin, hættusetningarnar og<br />

varnaðarsetningarnar sem mynda meginupplýsingarnar í<br />

hnattsamræmda kerfinu. Aðrar upplýsingar á<br />

merkimiðum skulu vera í lágmarki og skulu ekki vera í<br />

mótsögn við meginatriðin.<br />

43) Nauðsynlegt er að auðkenna efnin og blöndurnar, sem<br />

eru sett á markað, með skýrum hætti. Efnastofnunin skal<br />

þó leyfa fyrirtækjum, ef þau óska þess og þegar nauðsyn<br />

krefur, að lýsa efnafræðilegum auðkennum tiltekinna<br />

efna á þann hátt að ekki sé ljóstrað upp um<br />

viðskiptaupplýsingar sem eru trúnaðarmál. Ef<br />

Efnastofnunin hafnar slíkri beiðni skal vera unnt að kæra<br />

þá ákvörðun í samræmi við þessa reglugerð. Kæran skal<br />

hafa áhrif til frestunar þannig að trúnaðarupplýsingarnar,<br />

sem beiðnin á við um, birtist ekki á merkimiðanum fyrr<br />

en niðurstaða hefur fengist í málinu.<br />

44) Alþjóðasamtökin um hreina og hagnýta efnafræði<br />

(IUPAC) hafa lengi verið alþjóðlegt yfirvald að því er<br />

varðar nafnakerfi og hugtök fyrir efni. Auðkenning efna<br />

með IUPAC-heiti þeirra er útbreidd aðferð um allan<br />

heim og er viðurkenndur grunnur að auðkenningu efna í<br />

alþjóðlegu og fjöltyngdu samhengi. Því er við hæfi að<br />

þessi heiti verði notuð í þessari reglugerð.<br />

45) Upplýsingaþjónustan um íðefni (CAS) er með kerfi þar<br />

sem efnum er bætt í CAS-skrána og er þeim úthlutað<br />

sérstöku CAS-númeri. CAS-númerin eru notuð í<br />

uppsláttarritum, gagnagrunnum og opinberum skjölum<br />

um samræmi við reglur um allan heim til að auðkenna<br />

efni án margræðninnar í nafnakerfum fyrir efni. Því er<br />

við hæfi að CAS-númerin verði notuð í þessari<br />

reglugerð.<br />

46) Til að takmarka upplýsingarnar á merkimiðanum við þær<br />

allra nauðsynlegustu skal það ráðast af meginreglum um<br />

forgangsröðun hvaða merkingaratriði eru helst við hæfi í<br />

tilvikum þegar efni eða blöndur búa yfir mörgum<br />

hættulegum eiginleikum.<br />

47) Tilskipun ráðsins 91/414/EBE frá 15. júlí 1991 um<br />

markaðssetningu plöntuvarnarefna ( 1 ) og tilskipun<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB frá 16. febrúar 1998<br />

um markaðssetningu sæfiefna ( 2 ) gilda að fullu fyrir allar<br />

vörur sem falla undir gildissvið þeirra.<br />

48) Setningar eins og „ekki eitrað“, „óskaðlegt“, „ekki<br />

mengandi“, „vistvænt“ eða aðrar setningar sem gefa til<br />

kynna að efnið eða blandan sé ekki hættuleg eða aðrar<br />

setningar, sem eru ekki í samræmi við flokkun efnisins<br />

eða blöndunnar skulu ekki birtar á merkimiða eða<br />

umbúðum neins efnis eða blöndu.<br />

49) Efni og blöndur, einkum efni og blöndur sem eru seld<br />

almenningi, skulu almennt vera í umbúðum með<br />

nauðsynlegum merkingarupplýsingum. Með reglugerð<br />

(EB) nr. 1907/2006 er viðeigandi upplýsingagjöf tryggð<br />

milli sérfræðinga, þ.m.t. upplýsingar um óinnpökkuð<br />

efni og blöndur. Í sérstökum tilvikum má þó einnig selja<br />

almenningi efni og blöndur sem eru óinnpökkuð. Veita<br />

skal almenningi viðeigandi merkingarupplýsingar með<br />

öðrum hætti, eftir því sem við á, t.d. með reikningi eða<br />

fylgireikningi.<br />

________________<br />

( 1 ) Stjtíð. EB L 230, 19.8.1991, bls. 1.<br />

( 2 ) Stjtíð. EB L 123, 24.4.1998, bls. 1.


Nr. 52/6 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

50) Nauðsynlegt er að setja reglur um notkun merkimiða og<br />

staðsetningu upplýsinga á merkimiðum til að tryggja að<br />

upplýsingarnar á merkimiðunum séu auðskiljanlegar.<br />

51) Í þessari reglugerð skulu settar fram almennar kröfur<br />

varðandi umbúðir til að tryggja að hættuleg efni og<br />

hættulegar blöndur séu afhentar með öruggum hætti.<br />

52) Kröftum yfirvalda skal fyrst og fremst beint að efnunum<br />

sem eru varasömust fyrir heilbrigði og umhverfið. Þar af<br />

leiðandi skulu sett ákvæði sem gera lögbærum<br />

yfirvöldum og framleiðendum, innflytjendum og<br />

eftirnotendum kleift að leggja tillögur fyrir<br />

Efnastofnunina um samræmda flokkun og merkingu efna<br />

sem eru flokkuð með tilliti til krabbameinsvaldandi<br />

áhrifa, stökkbreytandi áhrifa á kímfrumur eða eiturhrifa á<br />

æxlun í undirflokk 1A, undirflokk 1B eða 2. undirflokk<br />

eða með tilliti til næmingar öndunarfæra, eða í hverju<br />

tilviki fyrir sig þegar um er að ræða önnur áhrif. Lögbær<br />

yfirvöld í aðildarríkjunum skulu einnig geta lagt til<br />

samræmda flokkun og merkingu fyrir virk efni sem eru<br />

notuð í plöntuvarnarefni og sæfiefni. Efnastofnunin skal<br />

gefa álit sitt á tillögunum og hagsmunaaðilar skulu<br />

jafnframt fá tækifæri til að gera athugasemdir.<br />

Framkvæmdastjórnin skal leggja fram drög að ákvörðun<br />

um endanlega flokkun og merkingu.<br />

53) Breyta skal allri fyrirliggjandi samræmdri flokkun í nýja<br />

samræmda flokkun með því að nota nýjar viðmiðanir svo<br />

hægt sé að taka fullt tillit til þess starfs, sem unnið hefur<br />

verið, og þeirrar reynslu, sem fengist hefur, innan ramma<br />

tilskipunar 67/548/EBE, þ.m.t. flokkun og merking<br />

tiltekinna efna sem tilgreind eru í I. viðauka við tilskipun<br />

67/548/EBE. Öll fyrirliggjandi samræmd flokkun skal<br />

einnig skráð óbreytt í viðauka við þessa reglugerð þar eð<br />

gildistöku þessarar reglugerðar er frestað og sú<br />

samræmda flokkun, sem fram hefur farið í samræmi við<br />

viðmiðanir tilskipunar 67/548/EBE, er nauðsynleg fyrir<br />

flokkun efna og blandna á aðlögunartímabilinu sem<br />

fylgir í kjölfarið. Með því að láta alla samræmingu á<br />

flokkun í framtíðinni falla undir gildissvið þessarar<br />

reglugerðar ætti að vera hægt að komast hjá ósamræmi í<br />

samræmdri flokkun sama efnis samkvæmt gildandi<br />

viðmiðunum og nýjum viðmiðunum.<br />

54) Setja skal reglur um skrá yfir flokkun og merkingu svo<br />

að starfsemi innri markaðarins fyrir efni og blöndur verði<br />

skilvirk og að jafnframt sé tryggð öflug heilsu- og<br />

umhverfisvernd. Flokkun og merking allra skráðra eða<br />

hættulegra efna, sem eru sett á markað, skal því tilkynnt<br />

til Efnastofnunarinnar þannig að færa megi þær<br />

upplýsingar inn í skrána.<br />

55) Efnastofnunin skal skoða möguleika á frekari einföldun á<br />

málsmeðferðinni um tilkynningar, einkum með tilliti til<br />

þarfa lítilla og meðalstórra fyrirtækja.<br />

56) Mismunandi framleiðendur og innflytjendur sama efnis<br />

skulu leita allra ráða til að ná samkomulagi um eina<br />

flokkun fyrir þetta tiltekna efni nema að því er varðar<br />

hættuflokka og áhrifategundir sem falla undir samræmda<br />

flokkun fyrir þetta tiltekna efni.<br />

57) Til að tryggja samræmda vernd almennings, einkum<br />

einstaklinga sem komast í snertingu við tiltekin efni, og<br />

til að tryggja eðlilega virkni annarrar löggjafar<br />

Bandalagsins, sem styðst við flokkun og merkingu, skal<br />

halda utan um þá flokkun, sem fram fer í samræmi við<br />

þessa reglugerð, helst í samkomulagi við framleiðendur<br />

og innflytjendur sama efnis, í sérstakri skrá ásamt<br />

ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Bandalagsins í<br />

því skyni að samræma flokkun og merkingu tiltekinna<br />

efna.<br />

58) Sama aðgengi og vernd skal vera fyrir upplýsingar, sem<br />

eru tilteknar í flokkunar- og merkingarskránni, og er í<br />

reglugerð (EB) nr. 1907/2006, einkum með tilliti til<br />

upplýsinga sem, ef þær yrðu birtar, gætu skaðað<br />

viðskiptahagsmuni hlutaðeigandi aðila.<br />

59) Aðildarríkin skulu tilnefna lögbært yfirvald eða lögbær<br />

yfirvöld, sem skulu bera ábyrgð á tillögum um<br />

samræmda flokkun og merkingu, og yfirvöld, sem skulu<br />

bera ábyrgð á því að þær skyldur sem eru settar fram í<br />

þessari reglugerð, séu uppfylltar. Til að tryggja að farið<br />

sé að ákvæðum þessarar reglugerðar skulu aðildarríkin<br />

gera ráðstafanir um skilvirka vöktun og eftirlit.<br />

60) Mikilvægt er að veita birgjum og öðrum hagsmunaaðilum<br />

ráðgjöf, einkum litlum og meðalstórum<br />

fyrirtækjum, um ábyrgð þeirra og skyldur samkvæmt<br />

þessari reglugerð. Þjónustuborðin, sem hefur þegar verið<br />

komið var á fót með reglugerð (EB) nr. 1907/2006, mega<br />

gegna hlutverki þjónustuborðanna sem kveðið er á um í<br />

þessari reglugerð.<br />

61) Svo að kerfið, sem komið er á fót með þessari reglugerð,<br />

starfi á skilvirkan hátt er mikilvægt að tryggja gott<br />

samstarf og samræmingu milli aðildarríkjanna,<br />

Efnastofnunarinnar og framkvæmdastjórnarinnar.<br />

62) Til að koma upp miðstöðvum fyrir upplýsingar um<br />

hættuleg efni og blöndur skulu aðildarríkin, ásamt þeim<br />

lögbæru yfirvöldum, sem bera ábyrgð á beitingu þessarar<br />

reglugerðar, og þeim yfirvöldum, sem bera ábyrgð á að<br />

henni sé framfylgt, tilnefna stofnanir sem skulu bera<br />

ábyrgð á viðtöku upplýsinga er varða heilsufar manna og<br />

efnafræðileg auðkenni, efnisþætti og eðli efna, þ.m.t. þau<br />

efni sem heimilt er að nota staðgönguefnaheiti fyrir<br />

samkvæmt þessari reglugerð.<br />

63) Að beiðni aðildarríkis er ábyrgum stofnunum heimilt að<br />

framkvæma tölfræðilega greiningu til að kanna á hvaða<br />

sviði gæti þurft að bæta ráðstafanir vegna<br />

áhættustjórnunar.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/7<br />

64) Reglulegar skýrslur aðildarríkjanna og Efnastofnunarinnar<br />

um beitingu þessarar reglugerðar ættu að verða<br />

ómetanlegt hjálpartæki við vöktun á framkvæmd<br />

löggjafar um íðefni og til að greina leitni á þessu sviði.<br />

Ályktanir, sem dregnar verða af niðurstöðum<br />

skýrslnanna, ættu að verða gagnleg og hagnýt verkfæri<br />

við endurskoðun reglugerðarinnar og, ef nauðsyn krefur,<br />

við samningu breytingartillagna.<br />

65) Á gagnaskiptatorginu vegna framkvæmdar, sem heyrir<br />

undir Efnastofnunina og sem komið var á fót með<br />

reglugerð (EB) nr. 1907/2006, skulu einnig fara fram<br />

skipti á upplýsingum um framkvæmd þessarar<br />

reglugerðar.<br />

66) Til að tryggja gagnsæi, hlutleysi og samkvæmni að því<br />

er varðar aðgerðir til framfylgdar af hálfu aðildarríkjanna<br />

er nauðsynlegt að þau setji viðeigandi ramma um<br />

viðurlög sé brotið gegn ákvæðum þessarar reglugerðar<br />

svo að viðurlögin verði skilvirk, í réttu hlutfalli við<br />

brotið og hafi letjandi áhrif þar eð brot gegn ákvæðum<br />

þessarar reglugerðar geta haft skaðleg áhrif á heilbrigði<br />

manna og umhverfið.<br />

67) Mæla skal fyrir um reglur þar sem þess er krafist að í<br />

auglýsingum á efnum, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun, sem settar eru fram í þessari reglugerð, sé getið<br />

um hætturnar, sem tengjast efnunum, til að vernda<br />

viðtakendur efna, þ.m.t. neytendur. Af sömu ástæðu skal<br />

þess getið í auglýsingum á blöndum, sem eru flokkaðar<br />

sem hættulegar, hvers konar hætta eða hættur eru<br />

tilgreindar á merkimiðanum ef einstaklingum er kleift að<br />

gera samning um kaup án þess að hafa séð merkimiðann.<br />

68) Kveðið skal á um verndarákvæði til að takast á við<br />

aðstæður þar sem efni eða blanda hefur í för með sér<br />

alvarlega áhættu fyrir heilbrigði manna eða umhverfið<br />

jafnvel þótt hún sé ekki flokkuð sem hættuleg samkvæmt<br />

þessari reglugerð. Komi slíkar aðstæður upp getur verið<br />

nauðsynlegt að grípa til aðgerða á vettvangi SÞ í ljósi<br />

þess að viðskipti með efni og blöndur teygja sig um allan<br />

heim.<br />

69) Margar skyldur fyrirtækja, sem mælt er fyrir um í<br />

reglugerð (EB) nr. 1907/2006, eru afleiðing flokkunar en<br />

þessi reglugerð breytir ekki gildissviði og áhrifum þeirrar<br />

reglugerðar nema ákvæðum hennar varðandi<br />

öryggisblöð. Til að tryggja þetta skal reglugerðinni<br />

breytt til samræmis við það.<br />

70) Þessi reglugerð skal taka gildi í áföngum til að gera<br />

öllum hlutaðeigandi aðilum, yfirvöldum, fyrirtækjum<br />

sem og hagsmunaaðilum, kleift að beina kröftunum að<br />

því að búa sig undir að uppfylla nýjar skyldur þegar þar<br />

að kemur. Þar af leiðandi, og af því að flokkun blandna<br />

er háð flokkun efna, skal ákvæðunum fyrir flokkun<br />

blandna aðeins beitt eftir að öll efni hafa verið<br />

endurflokkuð. Kjósi rekstraraðili af frjálsum vilja að<br />

beita flokkunarviðmiðunum í þessari reglugerð fyrir<br />

þann tíma skal það vera leyfilegt en til að forðast rugling<br />

skulu merkingar og pökkun vera í samræmi við þessa<br />

reglugerð í stað tilskipana 67/548/EBE eða 1999/45/EB.<br />

71) Til að íþyngja fyrirtækjum ekki að óþörfu skal vera<br />

leyfilegt að setja efni og blöndur á markað í tiltekinn<br />

tíma án þess að merkja þurfi þau á ný ef þau eru þegar í<br />

aðfangakeðjunni þegar ákvæði þessarar reglugerðar um<br />

merkingar taka gildi gagnvart þeim.<br />

72) Þar eð aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiðum<br />

þessarar reglugerðar, þ.e. að samræma reglur um<br />

flokkun, merkingu og pökkun, koma á flokkunarskyldu<br />

og koma á fót samræmdri skrá yfir efni sem eru flokkuð<br />

á vettvangi Bandalagsins sem og flokkunar- og<br />

merkingarskrá, og markmiðunum verður þar af leiðandi<br />

betur náð á vettvangi Bandalagsins er Bandalaginu<br />

heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við<br />

dreifræðisregluna eins og kveðið er á um í 5. gr.<br />

sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og<br />

hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en<br />

nauðsyn krefur í þessari reglugerð til að ná þessum<br />

markmiðum.<br />

73) Í þessari reglugerð eru grundvallarréttindi og<br />

meginreglur virt, einkum þau sem eru viðurkennd í<br />

sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi ( 1 ).<br />

74) Þessi reglugerð ætti að stuðla að því að þau markmið<br />

náist sem sett voru í alþjóðlegu áætluninni um meðferð<br />

íðefna (Strategic Approach to International Chemical<br />

Management (SAICM)) sem samþykkt var 6. febrúar<br />

2006 í Dubai.<br />

75) Með fyrirvara um þróun á vettvangi SÞ skal taka flokkun<br />

og merkingu efna, sem eru þrávirk, safnast upp í<br />

lífverum og eru eitruð (PBT), og efna, sem eru mjög<br />

þrávirk og safnast upp í lífverum í miklum mæli (vPvB),<br />

inn í þessa reglugerð síðar.<br />

76) Nauðsynlegar ráðstafanir til framkvæmdar þessari<br />

reglugerð skulu samþykktar í samræmi við ákvörðun<br />

ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um<br />

meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni<br />

er falið ( 2 ).<br />

77) Einkum skal framkvæmdastjórninni heimilt að laga<br />

þessa reglugerð að framförum á sviði tækni og vísinda,<br />

þ.m.t. að bæta við breytingum sem gerðar eru á<br />

hnattsamræmda kerfinu á vettvangi SÞ, einkum þeim<br />

breytingum SÞ er varða notkun á upplýsingum um<br />

svipaðar blöndur. Þegar slík aðlögun að framförum á<br />

sviði tækni og vísinda er gerð skal tillit tekið til<br />

vinnufyrirkomulagsins hjá SÞ sem er bundið við hálft ár<br />

í senn. Framkvæmdastjórnin skal enn fremur hafa<br />

heimild til að ákveða samræmda flokkun og merkingu<br />

tiltekinna efna. Þar eð þessar ráðstafanir eru almenns<br />

eðlis og þeim er ætlað að breyta atriðum sem ekki teljast<br />

grundvallaratriði í þessari reglugerð skulu þær<br />

samþykktar í samræmi við þá stjórnsýslumálsmeðferð<br />

með eftirliti (e. regulatory procedure with scrutiny) sem<br />

kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/EB.<br />

________________<br />

( 1 ) Stjtíð. EB C 364, 18.12.2000, bls. 1.<br />

( 2 ) Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23.


Nr. 52/8 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

78) Ef málefnið er svo brýnt að ekki reynist unnt að standa<br />

við hefðbundinn frest í tengslum við<br />

stjórnsýslumálsmeðferð með eftirliti skal<br />

framkvæmdastjórnin geta beitt flýtimeðferðinni, sem<br />

kveðið er á um í 6. mgr. 5. gr. a í ákvörðun<br />

1999/468/EB, við samþykkt aðlögunar að<br />

tækniframförum.<br />

79) Framkvæmdastjórnin skal einnig, að því er varðar þessa<br />

reglugerð, njóta aðstoðar nefndarinnar sem komið var á<br />

fót með reglugerð (EB) nr. 1907/2006 til að tryggja að<br />

löggjöf um íðefni verði uppfærð með samræmdum hætti.<br />

SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:<br />

I. BÁLKUR<br />

ALMENN ATRIÐI<br />

1. gr.<br />

Markmið og gildissvið<br />

1. Markmiðið með þessari reglugerð er að tryggja öfluga<br />

heilsu- og umhverfisvernd svo og frjálsa dreifingu efna,<br />

blandna og hluta, eins og um getur í 8. mgr. 4. gr., með því:<br />

a) að samræma viðmiðanir fyrir flokkun efna og blandna og<br />

reglur um merkingu og pökkun hættulegra efna og blandna,<br />

b) að kveða á um þá skyldu:<br />

i. framleiðenda, innflytjenda og eftirnotenda að flokka<br />

efni og blöndur sem sett eru á markað,<br />

ii. birgja að merkja efni og blöndur, sem sett eru á<br />

markað, og pakka þeim,<br />

iii. framleiðenda, framleiðenda hluta og innflytjenda að<br />

flokka þau efni sem ekki eru sett á markað en eru<br />

skráningarskyld eða tilkynningarskyld samkvæmt<br />

reglugerð (EB) nr. 1907/2006,<br />

c) að kveða á um þá skyldu framleiðenda og innflytjenda<br />

efna að tilkynna Efnastofnuninni um slíkar flokkanir og<br />

merkingaratriði hafi henni ekki verið tilkynnt um slíkt<br />

sem hluta af skráningu samkvæmt reglugerð (EB) nr.<br />

1907/2006,<br />

d) að koma á fót skrá í 3. hluta VI. viðauka yfir efni ásamt<br />

samræmdri flokkun þeirra og merkingaratriðum á<br />

vettvangi Bandalagsins,<br />

e) að koma á fót flokkunar- og merkingarskrá yfir efni sem<br />

er samsett af öllum tilkynningum, afhendingum og<br />

samræmdum flokkunum og merkingaratriðum sem um<br />

getur í c- og d-lið.<br />

2. Þessi reglugerð gildir ekki um eftirfarandi:<br />

a) geislavirk efni og blöndur sem falla undir gildissvið<br />

tilskipunar ráðsins 96/29/KBE frá 13. maí 1996 um<br />

grundvallaröryggisstaðla um verndun heilbrigðis<br />

starfsmanna og almennings gegn hættu af völdum jónandi<br />

geislunar ( 1 ),<br />

b) efni og blöndur sem eru undir tolleftirliti, svo fremi þau<br />

sæti hvorki meðhöndlun né vinnslu, og efni og blöndur sem<br />

eru í tímabundinni geymslu, á frísvæði eða í tollfrjálsum<br />

vörugeymslum og sem ætlunin er að flytja út aftur eða eru í<br />

umflutningi,<br />

c) milliefni, sem eru ekki einangruð,<br />

d) efni og blöndur sem notuð eru til vísindalegra rannsókna og<br />

þróunar og eru ekki sett á markað, að því tilskildu að þau<br />

séu notuð við stýrð skilyrði í samræmi við löggjöf<br />

Bandalagsins um vinnustaði og umhverfi.<br />

3. Úrgangur, eins og hann er skilgreindur í tilskipun<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 2006/12/EB frá 5. apríl 2006 um<br />

úrgang ( 2 ), telst ekki efni, blanda eða hlutur í skilningi 2. gr.<br />

þessarar reglugerðar.<br />

4. Aðildarríkin geta veitt undanþágu frá ákvæðum þessarar<br />

reglugerðar í tilteknum tilvikum og fyrir tiltekin efni eða<br />

blöndur ef það er nauðsynlegt vegna hagsmuna í varnarmálum.<br />

5. Þessi reglugerð gildir ekki um efni og blöndur í eftirtöldum<br />

formum, í endanlegri mynd, og fyrir endanlegan notanda:<br />

a) lyf eins og þau eru skilgreind í tilskipun 2001/83/EB,<br />

b) dýralyf eins og þau eru skilgreind í tilskipun 2001/82/EB,<br />

c) snyrtivörur eins og þær eru skilgreindar í tilskipun<br />

76/768/EBE,<br />

d) lækningatæki, eins og þau eru skilgreind í tilskipunum<br />

90/385/EBE og 93/42/EBE, sem eru inngripstæki eða<br />

notuð í beinni snertingu við mannslíkamann, og í tilskipun<br />

98/79/EB,<br />

e) matvæli eða fóður eins og þau eru skilgreind í reglugerð<br />

(EB) nr. 178/2002, þ.m.t. þegar þau eru notuð:<br />

i. sem aukefni í matvælum sem fellur undir gildissvið<br />

tilskipunar 89/107/EBE,<br />

ii. sem bragðefni í matvælum sem fellur undir gildissvið<br />

tilskipunar 88/388/EBE og ákvörðunar 1999/217/EB,<br />

________________<br />

( 1 ) Stjtíð. EB L 159, 29.6.1996, bls. 1.<br />

( 2 ) Stjtíð. ESB L 114, 27.4.2006, bls. 9.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/9<br />

iii. sem aukefni í fóðri sem fellur undir gildissvið<br />

reglugerðar (EB) nr. 1831/2003,<br />

iv. í fóðri sem fellur undir gildissvið tilskipunar<br />

82/471/EBE.<br />

6. Þessi reglugerð gildir ekki um flutning á hættulegum farmi<br />

í lofti, á sjó, á vegum, með járnbrautum eða á skipgengum<br />

vatnaleiðum nema þegar 33. gr. gildir.<br />

2. gr.<br />

Skilgreiningar<br />

Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér<br />

segir:<br />

1. „hættuflokkur“: flokkur sem segir til um tegund<br />

eðlisrænnar hættu, heilbrigðishættu eða umhverfishættu,<br />

2. „hættuundirflokkur“: skipting viðmiðana innan hvers<br />

hættuflokks til að tilgreina hversu alvarleg hættan er,<br />

3. „hættumerki“: grafísk skýringarmynd sem er með einu<br />

tákni og öðrum myndeiningum, t.d. kanti,<br />

bakgrunnsmynstri eða -lit, sem eiga að miðla sérstökum<br />

upplýsingum um hættuna sem um er að ræða,<br />

4. „viðvörunarorð“: orð sem gefur til kynna alvarleikastig<br />

hættunnar til að gera lesandanum viðvart um mögulega<br />

hættu og er gerður greinarmunur á eftirfarandi tveimur<br />

stigum:<br />

a) „Hætta“: viðvörunarorð sem tilgreinir hættuundirflokka<br />

fyrir mjög alvarlega hættu,<br />

b) „Varúð“: viðvörunarorð sem tilgreinir hættuundirflokka<br />

fyrir hættu sem er ekki mjög alvarleg,<br />

5. „hættusetning“: setning sem er tengd við hættuflokk og<br />

hættuundirflokk og lýsir því hvers konar hættur stafi af<br />

hættulegu efni eða hættulegri blöndu, þ.m.t. hættustigið, ef<br />

við á,<br />

6. „varnaðarsetning“: setning sem lýsir þeim ráðstöfunum<br />

sem mælt er með til að lágmarka eða koma í veg fyrir<br />

skaðleg áhrif vegna váhrifa við notkun eða förgun<br />

hættulegs efnis eða blöndu,<br />

7. „efni“: frumefni og efnasambönd þess, náttúruleg eða<br />

unnin með framleiðsluferlum, þ.m.t. öll aukefni sem eru<br />

nauðsynleg til að viðhalda stöðugleika þess og öll<br />

óhreinindi sem stafa frá vinnslunni, en þó ekki leysiefni<br />

sem skilja má frá án þess að það hafi áhrif á stöðugleika<br />

efnisins eða breyti samsetningu þess,<br />

8. „blanda“: blanda eða lausn tveggja eða fleiri efna,<br />

9. „hlutur“: gripur sem fær í framleiðsluferlinu sérstaka<br />

lögun, áferð eða útlit sem ræður meiru um hlutverk hans en<br />

efnafræðileg samsetning hans,<br />

10. „framleiðandi hlutar“: einstaklingur eða lögaðili sem býr til<br />

eða setur saman hlut innan Bandalagsins,<br />

11. „fjölliða“: efni, gert úr sameindum sem einkennast af<br />

endurteknum einingum einnar eða fleiri tegunda einliða.<br />

Mólmassi slíkra sameinda dreifist á tiltekið bil vegna þess<br />

að fjöldi einliðueininga í sameindunum er mismunandi.<br />

Fjölliða samanstendur af eftirfarandi:<br />

a) að meirihluta, miðað við þyngd, af sameindum sem eru<br />

gerðar úr a.m.k. þremur einliðueiningum sem eru<br />

tengdar með samgildum tengjum við a.m.k. eina aðra<br />

einliðueiningu eða annað hvarfefni,<br />

b) að minnihluta, miðað við þyngd, af sameindum sem<br />

hafa sama mólmassa.<br />

Í þessari skilgreiningu merkir „einliðueining“ hvarfað form<br />

einliðu eins og það er í fjölliðu.<br />

12. „einliða“: efni sem getur bundist samgildum tengjum við<br />

röð annarra líkra eða ólíkra sameinda við þau skilyrði sem<br />

ríkja í viðkomandi, fjölliðumyndandi efnahvörfum sem<br />

notuð eru í tiltekna ferlinu,<br />

13. „skráningaraðili“: framleiðandi eða innflytjandi efnis eða<br />

framleiðandi eða innflytjandi hlutar sem leggur fram<br />

skráningarskjöl fyrir efni samkvæmt reglugerð (EB) nr.<br />

1907/2006,<br />

14. „framleiðsla“: það að framleiða eða draga út efni í<br />

náttúrulegu ástandi sínu,<br />

15. „framleiðandi“: einstaklingur eða lögaðili sem er með<br />

staðfestu í Bandalaginu og framleiðir efni þar,<br />

16. „innflutningur“: það að færa eitthvað efnislegt inn á<br />

tollsvæði Bandalagins,<br />

17. „innflytjandi“: einstaklingur eða lögaðili sem er með<br />

staðfestu í Bandalaginu og ber ábyrgð á innflutningi,<br />

18. „setning á markað“: það að sjá þriðja aðila fyrir vöru eða<br />

bjóða hana fram, hvort sem er gegn greiðslu eða án<br />

endurgjalds. Innflutningur telst vera setning á markað.


Nr. 52/10 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

19. „eftirnotandi“: einstaklingur eða lögaðili sem hefur<br />

staðfestu í Bandalaginu, annar en framleiðandinn eða<br />

innflytjandinn, og notar efni, annaðhvort eitt sér eða í<br />

blöndu, við iðnaðarstarfsemi sína eða faglega starfsemi.<br />

Dreifingaraðili eða neytandi er ekki eftirnotandi. Sá sem<br />

flytur inn aftur og nýtur undanþágu skv. c-lið 7. mgr. 2. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006 telst vera eftirnotandi,<br />

20. „dreifingaraðili“: einstaklingur eða lögaðili, sem hefur<br />

staðfestu í Bandalaginu, þ.m.t. smásali, sem einungis<br />

geymir og setur efni á markað, eitt sér eða í blöndu, á<br />

vegum þriðju aðila,<br />

21. „milliefni“: efni sem er framleitt til efnafræðilegrar vinnslu<br />

og notað eða nýtt í tengslum við hana í því skyni að því<br />

verði breytt í annað efni (hér á eftir nefnt „efnasmíði“),<br />

22. „óeinangrað milliefni“: milliefni sem við efnasmíði er ekki<br />

tekið (nema til töku sýnis) af ásetningi úr búnaðinum þar<br />

sem efnasmíðin fer fram. Til slíks búnaðar telst<br />

hvarfaílátið, fylgibúnaður þess og hvers kyns búnaður sem<br />

efnið eða efnin flæða gegnum í stöðugu flæði eða<br />

lotubundnu ferli, svo og allar lagnir til flutnings úr einu<br />

íláti í annað vegna næsta skrefs í efnahvörfunum en ekki<br />

tankar eða önnur ílát þar sem efnið eða efnin eru geymd að<br />

framleiðslu lokinni,<br />

23. „Efnastofnunin“: Efnastofnun Evrópu sem komið var á fót<br />

með reglugerð (EB) nr. 1907/2006,<br />

24. „lögbært yfirvald“: yfirvald eða yfirvöld eða stofnanir sem<br />

aðildarríkin hafa sett á laggirnar í því skyni að gegna þeim<br />

skyldum sem skapast með þessari reglugerð,<br />

25. „notkun“: hvers kyns vinnsla, samsetning, nýting, geymsla,<br />

birgðahald, meðhöndlun, setning í ílát, flutningur úr einu<br />

íláti í annað, blöndun, framleiðsla hlutar eða hvers konar<br />

önnur nýting,<br />

26. „birgir“: framleiðandi, innflytjandi, eftirnotandi eða<br />

dreifingaraðili sem setur á markað efni, eitt sér eða í<br />

blöndu, eða setur blöndu á markað,<br />

27. „málmblanda“: efni úr málmi, einsleitt að sjá, gert úr<br />

tveimur eða fleiri frumefnum sem eru þannig sett saman að<br />

þau verða ekki auðveldlega skilin að með vélrænum<br />

aðferðum; málmblöndur teljast vera blöndur í þessari<br />

reglugerð,<br />

28. „UN RTDG“: tilmæli SÞ um flutning á hættulegum farmi<br />

(e. United Nations Recommendations on the Transport of<br />

Dangerous Goods),<br />

29. „tilkynnandi“: framleiðandi eða innflytjandi eða hópur<br />

framleiðenda eða innflytjenda sem senda tilkynningar til<br />

Efnastofnunarinnar,<br />

30. „vísindalegar rannsóknir og þróun“: hvers kyns<br />

vísindalegar tilraunir, efnagreiningar eða efnarannsóknir<br />

sem eru gerðar við stýrð skilyrði,<br />

31. „þröskuldsgildi“: viðmiðunarmörk fyrir flokkuð<br />

óhreinindi, aukefni eða einstaka efnisþætti í efni eða<br />

blöndu þannig að fari þessi óhreinindi, aukefni eða<br />

efnisþættir yfir viðmiðunarmörkin skal tekið tillit til<br />

þeirra þegar tekin er ákvörðun um hvort flokka skuli<br />

efnið eða blönduna,<br />

32. „styrkleikamörk“: viðmiðunarmörk fyrir flokkuð<br />

óhreinindi, aukefni eða einstaka efnisþætti í efni eða í<br />

blöndu sem geta leitt til flokkunar á efninu eða<br />

blöndunni,<br />

33. „áhrifategund“: undireining hættuflokks sem vísar til<br />

váhrifaleiðar eða eðlis áhrifanna,<br />

34. „M-stuðull“: margföldunarstuðull. Stuðullinn er notaður<br />

fyrir styrk efnis sem er flokkað sem hættulegt fyrir<br />

vatnsumhverfi, í 1. undirflokki fyrir bráð eiturhrif eða 1.<br />

undirflokki fyrir langvinn eiturhrif, og er notaður með<br />

samlagningaraðferðinni til að leiða út flokkun blöndu<br />

með efninu,<br />

35. „pakki“: lokaafurð pökkunarferlisins sem samanstendur<br />

af umbúðunum og innihaldi þeirra,<br />

36. „umbúðir“: eitt eða fleiri ílát ásamt öðrum hlutum og<br />

efniviði sem nauðsynleg eru til þess að ílátið gegni<br />

hlutverki sínu og uppfylli öryggiskröfur,<br />

37. „milliumbúðir“: umbúðir á milli innri umbúða eða<br />

hlutarins og ytri umbúða.<br />

3. gr.<br />

Hættuleg efni og blöndur og lýsing á hættuflokkum<br />

Efni, eða blanda, sem uppfyllir þær viðmiðanir sem tengjast<br />

eðlisrænum hættum, heilbrigðishættum eða umhverfishættum<br />

og sem mælt er fyrir um í 2.–5. hluta í I. viðauka, er hættulegt<br />

og skal flokkað samkvæmt viðkomandi hættuflokkum sem<br />

kveðið er á um í þeim viðauka.<br />

Þegar hættuflokkunum er skipt upp í áhrifategundir í I. viðauka<br />

á grundvelli váhrifaleiðar eða eðlis áhrifanna skal efnið, eða<br />

blandan, flokkað í samræmi við slíka skiptingu.<br />

4. gr.<br />

Almenn skylda að flokka, merkja og pakka<br />

1. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur skulu flokka<br />

efni og blöndur í samræmi við II. bálk áður en efnin og<br />

blöndurnar eru sett á markað.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/11<br />

2. Með fyrirvara um kröfurnar í 1. mgr. skulu framleiðendur,<br />

framleiðendur hluta og innflytjendur flokka efnin, sem eru ekki<br />

sett á markað, í samræmi við II. bálk ef:<br />

a) kveðið er á um skráningu efnis í 6. gr., 17. gr. (1. eða<br />

5. mgr.), 17. gr. eða 18. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.<br />

b) kveðið er á um tilkynningu í 2. mgr. 7. gr. eða 9. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.<br />

3. Ef efni fellur undir samræmda flokkun og merkingu í<br />

samræmi við V. bálk vegna færslu í 3. hluta VI. viðauka skal<br />

það efni flokkað í samræmi við þá færslu og engin flokkun<br />

þessa efnis skal fara fram samkvæmt II. bálki fyrir þá<br />

hættuflokka eða áhrifategundir sem falla undir þá færslu.<br />

Ef efnið fellur einnig undir einn eða fleiri hættuflokka eða<br />

áhrifategundir, sem falla ekki undir færslu í 3. hluta í<br />

VI. viðauka, skal fara fram flokkun samkvæmt II. bálki fyrir<br />

þessa hættuflokka eða áhrifategundir.<br />

4. Ef efni eða blanda er flokkuð sem hættuleg skulu birgjar<br />

sjá til þess að efnið eða blandan sé merkt og henni pakkað í<br />

samræmi við III. og IV. bálk áður en kemur að setningu á<br />

markað.<br />

5. Þegar dreifingaraðilar uppfylla skyldur sínar skv. 4. mgr.<br />

mega þeir nota flokkun fyrir tiltekið efni eða blöndu sem aðili í<br />

aðfangakeðjunni hefur leitt út í samræmi við II. bálk.<br />

6. Þegar eftirnotendur uppfylla skyldur sínar skv. 1. og<br />

4. mgr. mega þeir nota flokkun tiltekins efnis eða blöndu, sem<br />

aðili í aðfangakeðjunni hefur leitt út í samræmi við II. bálk, að<br />

því tilskildu að þeir breyti ekki samsetningu efnisins eða<br />

blöndunnar.<br />

7. Ekki skal setja blöndu, sem um getur í 2. hluta II. viðauka<br />

og sem inniheldur efni sem er flokkað sem hættulegt, á markað<br />

nema hún sé merkt í samræmi við III. bálk.<br />

8. Í þessari reglugerð skulu hlutirnir sem um getur í lið 2.1 í<br />

I. viðauka flokkaðir, merktir og þeim pakkað, í samræmi við<br />

reglurnar sem gilda fyrir efni og blöndur, áður en þeir eru settir<br />

á markað.<br />

9. Birgjar í aðfangakeðjunni skulu vinna saman að því að<br />

uppfylla kröfurnar varðandi flokkun, merkingu og pökkun í<br />

þessari reglugerð.<br />

10. Efni og blöndur skulu ekki sett á markað nema þau séu í<br />

samræmi við þessa reglugerð.<br />

II. BÁLKUR<br />

HÆTTUFLOKKUN<br />

1. KAFLI<br />

Tilgreining og athugun á upplýsingum<br />

5. gr.<br />

Tilgreining og athugun á tiltækum upplýsingum um efni<br />

1. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur efnis skulu<br />

tilgreina viðeigandi upplýsingar sem liggja fyrir í því skyni að<br />

ákvarða hvort notkun efnisins hafi í för með sér eðlisræna<br />

hættu, heilbrigðishættu eða umhverfishættu, eins og sett er<br />

fram í I. viðauka, og einkum eftirfarandi:<br />

a) gögn sem aflað er í samræmi við aðferðirnar sem um getur<br />

í 3. mgr. 8. gr.,<br />

b) faraldsfræðileg gögn og reynslu af áhrifum efna á menn,<br />

t.d. starfstengd gögn og gögn úr gagnasöfnum um slys,<br />

c) aðrar upplýsingar sem aflað er í samræmi við 1. lið í<br />

XI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006,<br />

d) nýjar, vísindalegar upplýsingar,<br />

e) aðrar upplýsingar sem aflað er í tengslum við alþjóðlega<br />

viðurkenndar áætlanir um íðefni.<br />

Upplýsingarnar skulu varða það í hvernig formi eða<br />

eðlisástandi efnið er sett á markað og hvernig vænta má að það<br />

verði notað.<br />

2. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur skulu fara<br />

yfir upplýsingarnar sem um getur í 1. mgr. til að ganga úr<br />

skugga um hvort þær séu fullnægjandi, áreiðanlegar og<br />

vísindalega fullgildar með tilliti til matsins skv. 2. kafla þessa<br />

bálks.<br />

6. gr.<br />

Tilgreining og athugun á tiltækum upplýsingum um<br />

blöndur<br />

1. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur blöndu skulu<br />

tilgreina viðeigandi upplýsingar sem liggja fyrir um sjálfa<br />

blönduna, eða efnin sem í henni eru, í því skyni að ákvarða<br />

hvort notkun blöndunnar hafi í för með sér eðlisræna hættu,<br />

heilbrigðishættu eða umhverfishættu, eins og sett er fram í<br />

I. viðauka, og einkum eftirfarandi:<br />

a) gögn, sem aflað er í samræmi við aðferðirnar sem um getur<br />

í 3. mgr. 8. gr., um sjálfa blönduna, eða efnin sem í henni<br />

eru,


Nr. 52/12 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

b) faraldsfræðileg gögn og reynslu af áhrifum sjálfrar<br />

blöndunnar, eða efnanna sem í henni eru, á menn, t.d.<br />

starfstengd gögn eða gögn úr gagnasöfnum um slys,<br />

c) aðrar upplýsingar um sjálfa blönduna, eða efnin sem í<br />

henni eru, sem aflað var í samræmi við 1. lið í XI. viðauka<br />

við reglugerð (EB) nr. 1907/2006,<br />

d) aðrar upplýsingar um sjálfa blönduna, eða efnin sem í<br />

henni eru, sem aflað er í tengslum við alþjóðlega<br />

viðurkenndar áætlanir um íðefni.<br />

Upplýsingarnar skulu varða það í hvernig formi eða<br />

eðlisástandi blandan er við setningu á markað og, þegar það á<br />

við, sem vænta má að blandan sé í við notkun.<br />

2. Ef upplýsingarnar, sem um getur í 1. mgr., liggja fyrir um<br />

sjálfa blönduna og framleiðandinn, innflytjandinn eða<br />

eftirnotandinn hefur gengið úr skugga um að þær séu<br />

fullnægjandi og áreiðanlegar og, ef við á, vísindalega<br />

fullgildar, skal viðkomandi framleiðandi, innflytjandi eða<br />

eftirnotandi nota þessar upplýsingar, með fyrirvara um 3. og<br />

4. mgr., við matið skv. 2. kafla þessa bálks.<br />

3. Við mat á blöndum skv. 2. kafla þessa bálks með tilliti til<br />

hættuflokkanna „stökkbreytandi áhrif á kímfrumur“,<br />

„krabbameinsvaldandi áhrif“ og „eiturhrif á æxlun“, sem um<br />

getur í liðum 3.5.3.1, 3.6.3.1 og 3.7.3.1 í I. viðauka, skal<br />

framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn aðeins nota<br />

viðeigandi upplýsingar sem liggja fyrir og um getur í 1. mgr.<br />

um efnin í blöndunni.<br />

Í þeim tilvikum þegar fyrirliggjandi prófunargögn um sjálfa<br />

blönduna sýna fram á að hún hafi stökkbreytandi áhrif á<br />

kímfrumur, sé krabbameinsvaldandi eða hafi eiturhrif á æxlun,<br />

sem ekki var tilgreint í upplýsingunum um hvert efni fyrir sig,<br />

skal einnig tekið tillit til slíkra gagna.<br />

4. Við mat á blöndum skv. 2. kafla þessa bálks með tilliti til<br />

eiginleika er varða „lífniðurbrot og uppsöfnun í lífverum“<br />

innan hættuflokksins „hættulegt fyrir vatnsumhverfi“, sem um<br />

getur í liðum 4.1.2.8 og 4.1.2.9 í I. viðauka, skal<br />

framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn aðeins nota<br />

viðeigandi upplýsingar sem liggja fyrir og um getur í 1. mgr.<br />

um efnin í blöndunni.<br />

5. Þegar engin prófunargögn af því tagi sem um getur í<br />

1. mgr. liggja fyrir um sjálfa blönduna, eða þau eru<br />

ófullnægjandi, skal framleiðandinn, innflytjandinn eða<br />

eftirnotandinn nota aðrar fyrirliggjandi upplýsingar um einstök<br />

efni og svipaðar prófaðar blöndur sem gætu einnig talist skipta<br />

máli í því skyni að ákvarða hvort blandan sé hættuleg, að því<br />

tilskildu að viðkomandi framleiðandi, innflytjandi eða<br />

eftirnotandi hafi gengið úr skugga um að þessar upplýsingar<br />

séu fullnægjandi og áreiðanlegar með tilliti til matsins skv.<br />

4. mgr. 9. gr.<br />

7. gr.<br />

Prófanir á dýrum og mönnum<br />

1. Ef framkvæmdar eru nýjar prófanir við beitingu þessarar<br />

reglugerðar skulu prófanir á dýrum samkvæmt skilningi<br />

tilskipunar 86/609/EBE aðeins framkvæmdar þegar ekki eru<br />

fyrir hendi önnur úrræði sem geta veitt gögn af fullnægjandi<br />

áreiðanleika og gæðum.<br />

2. Prófanir á prímötum, öðrum en mönnum, skulu bannaðar<br />

við beitingu þessarar reglugerðar.<br />

3. Ekki skal framkvæma prófanir á mönnum við beitingu<br />

þessarar reglugerðar. Hins vegar má nota gögn, sem aflað er frá<br />

öðrum heimildum, t.d. klínískum rannsóknum, við beitingu<br />

þessarar reglugerðar.<br />

8. gr.<br />

Öflun nýrra upplýsinga um efni og blöndur<br />

1. Í því skyni að ákvarða hvort notkun efnis eða blöndu hafi í<br />

för með sér heilbrigðishættu eða umhverfishættu, eins og sett er<br />

fram í I. viðauka við þessa reglugerð, er framleiðanda,<br />

innflytjanda eða eftirnotanda heimilt að framkvæma nýjar<br />

prófanir, að því tilskildu að hann hafi fullreynt allar aðrar<br />

aðferðir við öflun upplýsinga, þ.m.t. með því að beita þeim<br />

reglum sem kveðið er á um í 1. lið í XI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1907/2006.<br />

2. Í því skyni að ákvarða hvort notkun efnis eða blöndu hafi í<br />

för með sér einhverja af þeim eðlisrænu hættum, sem um getur<br />

í 2. hluta í I. viðauka, skal framleiðandinn, innflytjandinn eða<br />

eftirnotandinn framkvæma þær prófanir, sem krafist er í þeim<br />

hluta, nema fullnægjandi og áreiðanlegar upplýsingar liggi<br />

þegar fyrir.<br />

3. Prófanirnar, sem um getur í 1. mgr., skulu fara fram í<br />

samræmi við eina af eftirfarandi aðferðum:<br />

a) prófunaraðferðirnar, sem um getur í 3. mgr. 13 gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006,<br />

eða<br />

b) áreiðanlegar, vísindalegar meginreglur, sem eru alþjóðlega<br />

viðurkenndar, eða aðferðir sem eru fullgiltar samkvæmt<br />

alþjóðlegu fyrirkomulagi.<br />

4. Ef framleiðandi, innflytjandi eða eftirnotandi framkvæmir<br />

nýjar visteiturefnafræðilegar eða eiturefnafræðilegar prófanir<br />

og greiningar skulu þær framkvæmdar í samræmi við 4. mgr.<br />

13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.<br />

5. Ef nýjar prófanir fyrir eðlisrænar hættur eru framkvæmdar í<br />

skilningi þessarar reglugerðar skulu þær framkvæmdar, eigi<br />

síðar en frá og með 1. janúar 2014, í samræmi við viðeigandi,<br />

viðurkennt gæðakerfi eða á rannsóknarstofum sem fara að<br />

viðeigandi, viðurkenndum stöðlum.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/13<br />

6. Prófanir, sem eru framkvæmdar til að uppfylla skilyrði<br />

þessarar reglugerðar, skulu gerðar á efninu eða blöndunni í því<br />

formi eða eðlisástandi, sem efnið eða blandan er í við setningu<br />

á markað og sem vænta má að efnið eða blandan sé í við<br />

notkun.<br />

2. KAFLI<br />

Mat á upplýsingum um hættur og ákvörðun um flokkun<br />

9. gr.<br />

Mat á upplýsingum um hættur fyrir efni og blöndur<br />

1. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur efnis eða<br />

blöndu skulu meta upplýsingarnar, sem tilgreindar eru í<br />

samræmi við 1. kafla þessa bálks, með því að nota viðmiðanir<br />

fyrir flokkun fyrir hvern hættuflokk eða áhrifategund í 2. til 5.<br />

hluta í I. viðauka í því skyni að ganga úr skugga um hvaða<br />

hættur tengjast efninu eða blöndunni.<br />

2. Við mat á fyrirliggjandi prófunargögnum um efni eða<br />

blöndu, sem fengin eru með öðrum prófunaraðferðum en þeim<br />

sem um getur í 3. mgr. 8. gr., skulu framleiðendur,<br />

innflytjendur og eftirnotendur bera prófunaraðferðirnar, sem<br />

notaðar voru, saman við þær sem tilgreindar eru í þeirri grein<br />

til að ákvarða hvort notkun á þessum prófunaraðferðum hafi<br />

áhrif á matið sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar.<br />

3. Ef ekki er hægt að beita viðmiðununum beint á tilgreindar<br />

upplýsingar skulu framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur<br />

vinna mat með því að taka ákvörðun á grundvelli vægis<br />

rökstuddra vísbendinga með stoð í sérfræðiáliti í samræmi við<br />

lið 1.1.1 í I. viðauka við þessa reglugerð og í samræmi við lið<br />

1.2 í XI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 og skulu<br />

þeir meta allar fyrirliggjandi upplýsingar sem skipta máli við<br />

ákvörðun á þeim hættum sem stafa af efninu eða blöndunni.<br />

4. Ef aðeins liggja fyrir þær upplýsingar, sem um getur í<br />

5. mgr. 6. gr., skulu framleiðendur, innflytjendur og<br />

eftirnotendur nota brúunarreglurnar, sem um getur í lið 1.1.3 og<br />

í hverjum lið 3. og 4. hluta í I. viðauka, við vinnslu matsins.<br />

Ef slíkar upplýsingar gera hvorki kleift að nota<br />

brúunarreglurnar né heldur meginreglurnar um notkun á<br />

sérfræðiáliti og ákvörðun á grundvelli vægis rökstuddra<br />

vísbendinga, eins og lýst er í 1. hluta í I. viðauka, skulu<br />

framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur þó meta þessar<br />

upplýsingar með því að nota hina aðferðina eða hinar<br />

aðferðirnar sem lýst er í hverjum lið 3. og 4. hluta í I. viðauka.<br />

5. Þegar framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur meta<br />

fyrirliggjandi upplýsingar með tilliti til flokkunar skulu þeir<br />

taka tillit til þess í hvaða formi eða eðlisástandi efnið eða<br />

blandan er við setningu á markað og sem vænta má að efnið<br />

eða blandan sé í við notkun.<br />

10. gr.<br />

Styrkleikamörk og M-stuðlar fyrir flokkun efna og blandna<br />

1. Sértæk styrkleikamörk og almenn styrkleikamörk eru mörk<br />

sem sett eru fyrir efni sem viðmiðunarmörk þannig að sé efnið<br />

í öðru efni eða blöndu sem tilgreind óhreinindi, aukefni eða<br />

einstakur efnisþáttur, í magni sem er jafnt og<br />

viðmiðunarmörkin segja til um eða yfir þeim, leiðir það til þess<br />

að efnið eða blandan er flokkuð sem hættuleg.<br />

Framleiðandi, innflytjandi eða eftirnotandi skal setja sértæk<br />

styrkleikamörk ef fullnægjandi og áreiðanlegar vísindalegar<br />

upplýsingar sýna að augljós hætta stafar af efninu þegar efnið<br />

er til staðar í magni sem er undir þeim styrkleika, sem fastsettur<br />

hefur verið fyrir einstaka hættuflokka í 2. hluta I. viðauka, eða<br />

undir almennu styrkleikamörkunum sem fastsett hafa verið<br />

fyrir einstaka hættuflokka í 3., 4. og 5. hluta I. viðauka.<br />

Í undantekningartilvikum má framleiðandi, innflytjandi eða<br />

eftirnotandi setja sértæk styrkleikamörk ef hann hefur<br />

vísindalegar upplýsingar, sem eru fullnægjandi, áreiðanlegar og<br />

ótvíræðar, þess efnis að hætta, sem stafar af efni sem er flokkað<br />

sem hættulegt, sé ekki augljós í magni sem er yfir þeim<br />

styrkleika, sem fastsettur var fyrir viðkomandi hættuflokk í<br />

2. hluta I. viðauka, eða yfir almennu styrkleikamörkunum sem<br />

sett voru fyrir viðkomandi hættuflokk í 3. og 4. hluta<br />

viðaukans.<br />

2. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur skulu<br />

fastsetja M-stuðla fyrir efni sem flokkast sem hættuleg fyrir<br />

vatnsumhverfi, í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif eða í 1.<br />

undirflokk fyrir langvinn eiturhrif.<br />

3. Þrátt fyrir 1. mgr. skulu sértæk styrkleikamörk ekki fastsett<br />

fyrir samræmda hættuflokka eða áhrifategundir efna sem<br />

tilgreind eru í 3. hluta VI. viðauka.<br />

4. Þrátt fyrir 2. mgr. skulu M-stuðlar ekki fastsettir fyrir<br />

samræmda hættuflokka eða áhrifategundir efna sem tilgreind<br />

eru í 3. hluta VI. viðauka ef M-stuðull þeirra er gefinn upp í<br />

þeim hluta.<br />

Ef M-stuðull er ekki gefinn upp í 3. hluta VI. viðauka fyrir efni<br />

sem flokkast sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi, í 1. undirflokk<br />

fyrir bráð eiturhrif eða 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif,<br />

skal framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn fastsetja<br />

M-stuðul á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um efnið.<br />

Þegar framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn notar<br />

samlagningaraðferðina til að flokka blöndu sem inniheldur<br />

efnið skal hann nota þennan M-stuðul.


Nr. 52/14 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

5. Þegar framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur<br />

fastsetja sértæk styrkleikamörk eða M-stuðul skal tillit tekið til<br />

allra sértækra styrkleikamarka eða M-stuðla fyrir þetta efni sem<br />

hefur verið bætt í flokkunar- og merkingarskrána.<br />

6. Sértæk styrkleikamörk, sem eru fastsett í samræmi við<br />

1. mgr., skulu hafa forgang yfir styrkleikana, sem gefnir eru<br />

upp í viðeigandi liðum 2. hluta I. viðauka, eða yfir almennu<br />

styrkleikamörkin fyrir flokkun sem gefin eru upp í viðeigandi<br />

liðum 3., 4. og 5. hluta I. viðauka.<br />

7. Efnastofnunin veitir frekari leiðbeiningar um beitingu 1. og<br />

2. mgr.<br />

11. gr.<br />

Þröskuldsgildi<br />

1. Ef efni inniheldur annað efni, sem er sjálft flokkað sem<br />

hættulegt, hvort heldur í formi tilgreindra óhreininda, aukefnis<br />

eða einstaks efnisþáttar, skal tillit tekið til þessa við flokkun ef<br />

styrkur tilgreindu óhreinindanna, aukefnisins eða einstaka<br />

efnisþáttarins er jafn og eða meiri en gildandi þröskuldsgildi<br />

skv. 3. mgr.<br />

2. Ef blanda inniheldur efni sem flokkast sem hættulegt, hvort<br />

heldur sem efnisþáttur eða í formi tilgreindra óhreininda eða<br />

aukefnis, skal tillit tekið til þessara upplýsinga til flokkunar ef<br />

styrkur efnisins er jafn og eða meiri en þröskuldsgildi þess í<br />

samræmi við 3. mgr.<br />

3. Ákvarða skal þröskuldsgildið, sem um getur í 1. og 2. mgr.,<br />

í samræmi við lið 1.1.2.2 í I. viðauka.<br />

12. gr.<br />

Sérstök tilvik sem þarfnast frekara mats<br />

Leiði matið, sem fram fer skv. 9. gr., í ljós eftirfarandi<br />

eiginleika eða áhrif skulu framleiðendur, innflytjendur og<br />

eftirnotendur taka tillit til þeirra við flokkun:<br />

a) ef fullnægjandi og áreiðanlegar upplýsingar sýna að<br />

eðlisrænar hættur, sem stafa af efni eða blöndu, eru í raun<br />

ólíkar þeim sem sýnt er fram á með prófunum,<br />

b) ef ótvíræð vísindaleg tilraunagögn sýna að efnið eða<br />

blandan er ekki lífaðgengileg og staðfest er að þessi gögn<br />

eru fullnægjandi og áreiðanleg,<br />

c) ef fullnægjandi og áreiðanlegar vísindalegar upplýsingar<br />

sýna að samverkandi og andverkandi áhrif séu mögulega<br />

fyrir hendi meðal efnanna í blöndu sem metin var á<br />

grundvelli upplýsinganna um efnin í blöndunni.<br />

13. gr.<br />

Ákvörðun um að flokka efni og blöndur<br />

Ef matið, sem fram fer skv. 9. og 12. gr., sýnir að hætturnar,<br />

sem tengjast efninu eða blöndunni, uppfylla viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun í einn eða fleiri hættuflokka eða áhrifategundir í 2. til<br />

5. hluta í I. viðauka skulu framleiðendur, innflytjendur og<br />

eftirnotendur flokka efnið eða blönduna með hliðsjón af<br />

viðeigandi hættuflokki eða -flokkum eða áhrifategundum með<br />

því að tilgreina eftirfarandi:<br />

a) einn eða fleiri hættuundirflokka fyrir hvern viðeigandi<br />

hættuflokk eða áhrifategund,<br />

b) eina eða fleiri hættusetningar sem svara til hvers<br />

hættuundirflokks sem er tilgreindur í samræmi við a-lið,<br />

sbr. þó 21. gr.<br />

14. gr.<br />

Sértækar reglur um flokkun blandna<br />

1. Gefi matið á upplýsingunum til kynna eitthvað af<br />

eftirfarandi atriðum skal það ekki hafa áhrif á flokkun blöndu:<br />

a) efnin í blöndunni hvarfast hægt við lofttegundir í<br />

andrúmsloftinu, einkum súrefni, koltvísýring eða<br />

vatnsgufu, og mynda ný efni í lágum styrk,<br />

b) efnin í blöndunni hvarfast mjög hægt við önnur efni í<br />

blöndunni og mynda ný efni í lágum styrk,<br />

c) efnin í blöndunni geta fjölliðast af sjálfu sér og myndað<br />

fáliður eða fjölliður í lágum styrk.<br />

2. Ekki þarf að flokka blöndu með tilliti til sprengifimra<br />

oxandi eða eldfimra eiginleika, eins og um getur í 2. hluta<br />

I. viðauka, að því tilskildu að einhverjar af eftirfarandi kröfum<br />

séu uppfylltar:<br />

a) að ekkert af efnunum í blöndunni hafi nokkurn þessara<br />

eiginleika og að ólíklegt sé, samkvæmt þeim upplýsingum<br />

sem eru tiltækar dreifingaraðilum, að blandan hafi slíka<br />

hættu í för með sér,<br />

b) að rannsóknaniðurstöður bendi til þess að þótt samsetning<br />

blöndu sé breytt leiði mat á upplýsingunum um blönduna<br />

ekki til þess að flokkun hennar verði breytt,<br />

c) að blanda, sem er sett á markað í úðabrúsa (e. aerosol<br />

dispenser), uppfylli a-lið 1. mgr. 8. gr. tilskipunar ráðsins<br />

75/324/EBE frá 20. maí 1975 um samræmingu laga<br />

aðildarríkjanna varðandi úðabrúsa ( 1 ).<br />

________________<br />

( 1 ) Stjtíð. EB L 147, 9.6.1975, bls. 40.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/15<br />

15. gr.<br />

Endurskoðun á flokkun efna og blandna<br />

1. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur skulu gera<br />

allar raunhæfar ráðstafanir, sem eru þeim tiltækar, til að kynna<br />

sér nýjar vísindalegar eða tæknilegar upplýsingar sem gætu<br />

haft áhrif á flokkun þeirra efna eða blandna sem þeir setja á<br />

markað. Þegar framleiðandi, innflytjandi eða eftirnotandi<br />

verður var við slíkar upplýsingar sem hann telur fullnægjandi<br />

og áreiðanlegar skal hann án óþarfa tafar framkvæma nýtt mat í<br />

samræmi við þennan kafla.<br />

2. Þegar framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn<br />

breytir blöndu sem hefur verið flokkuð sem hættuleg skal hann<br />

vinna nýtt mat í samræmi við þennan kafla ef breytingin er<br />

annaðhvort:<br />

a) breyting á samsetningu upphafsstyrks eins eða fleiri<br />

hættulegra efnisþátta sem eru í styrk við eða yfir<br />

mörkunum í töflu 1.2 í 1. hluta I. viðauka,<br />

b) breyting á samsetningunni með því að skipta út eða bæta<br />

við einum eða fleiri efnisþáttum í styrk sem er við eða yfir<br />

þröskuldsgildinu sem um getur í 3. mgr. 11. gr.<br />

3. Nýtt mat, í samræmi við 1. og 2. mgr., þarf ekki að fara<br />

fram ef gild vísindaleg rök eru fyrir því að matið muni ekki<br />

leiða til breyttrar flokkunar.<br />

4. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur skulu laga<br />

flokkun efnisins eða blöndunnar að niðurstöðum úr nýja matinu<br />

nema samræmdir hættuflokkar eða áhrifategundir liggi fyrir um<br />

efni sem tilgreind eru í 3. hluta VI. viðauka.<br />

5. Að því er varðar 1. til 4. mgr. þessarar greinar gildir að ef<br />

viðkomandi efni eða blanda fellur undir gildissvið tilskipunar<br />

91/414/EBE eða tilskipunar 98/8/EB gilda kröfurnar í þessum<br />

tilskipunum einnig.<br />

16. gr.<br />

Flokkun efna sem tilgreind eru í flokkunar- og<br />

merkingarskránni<br />

1. Framleiðendum og innflytjendum er heimilt að flokka efni<br />

á annan hátt en hefur þegar verið gert í flokkunar- og<br />

merkingarskránni, að því tilskildu að þeir leggi ástæðurnar fyrir<br />

flokkuninni fyrir Efnastofnunina ásamt tilkynningu í samræmi<br />

við 40. gr.<br />

2. Ákvæði 1. mgr. gilda ekki ef flokkunin, sem tilgreind er í<br />

flokkunar- og merkingarskránni, er samræmd flokkun skv.<br />

3. hluta VI. viðauka.<br />

III. BÁLKUR<br />

HÆTTUBOÐ Í FORMI MERKIMIÐA<br />

1. KAFLI<br />

Innihald merkimiðans<br />

17. gr.<br />

Almennar reglur<br />

1. Efni eða blanda, sem flokkast sem hættuleg og er í<br />

umbúðum, skal bera merkimiða þar sem eftirtalin atriði koma<br />

fram:<br />

a) nafn, heimilisfang og símanúmer birgis eða birgja,<br />

b) tilgreint magn efnisins eða blöndunnar í pakkningunni sem<br />

er tiltæk almenningi nema magnið sé tiltekið annars staðar<br />

á pakkningunni,<br />

c) vörukenni eins og tilgreind eru í 18. gr.,<br />

d) hættumerki í samræmi við 19. gr., ef þörf þykir,<br />

e) viðvörunarorð í samræmi við 20. gr., ef þörf þykir,<br />

f) hættusetningar í samræmi við 21. gr., ef þörf þykir,<br />

g) viðeigandi varnaðarsetningar í samræmi við 22. gr., ef þörf<br />

þykir,<br />

h) reitur fyrir viðbótarupplýsingar í samræmi við 25. gr., ef<br />

þörf þykir.<br />

2. Merkimiðinn skal vera á opinberu tungumáli eða<br />

tungumálum þess aðildarríkis eða aðildarríkja þar sem efnið<br />

eða blandan er sett á markað nema hlutaðeigandi aðildarríki<br />

kveði á um annað. Birgjar mega nota fleiri tungumál á<br />

merkimiðum sínum en þau sem aðildarríkið fer fram á, að því<br />

tilskildu að sömu upplýsingarnar komi fram á öllum þeim<br />

tungumálum sem notuð eru.<br />

18. gr.<br />

Vörukenni<br />

1. Á merkimiðanum skulu koma fram upplýsingar sem gera<br />

kleift að bera kennsl á efnið eða blönduna (hér á eftir nefnt<br />

„vörukenni“).<br />

Með fyrirvara um 2. mgr. 17. gr. þessarar reglugerðar skal<br />

hugtakið, sem notað er fyrir auðkenningu efnisins eða<br />

blöndunnar, vera það sama og notað er á öryggisblaðinu sem<br />

útbúið er í samræmi við 31. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006<br />

(hér á eftir nefnt „öryggisblað“).


Nr. 52/16 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2. Vörukenni fyrir efni skal innihalda a.m.k. eftirfarandi<br />

atriði:<br />

a) ef efnið er tilgreint í 3. hluta VI. viðauka: heiti og<br />

kenninúmer sem gefið er upp þar eða<br />

b) ef efnið er ekki tilgreint í 3. hluta VI. viðauka en er í<br />

flokkunar- og merkingarskránni: heiti og kenninúmer sem<br />

gefið er upp þar eða<br />

c) ef efnið er hvorki tilgreint í 3. hluta VI. viðauka né heldur í<br />

flokkunar- og merkingarskránni: númerið sem gefið er upp<br />

hjá Upplýsingaþjónustunni um íðefni (CAS) (hér á eftir<br />

nefnt „CAS-númer“), ásamt heitinu sem gefið er upp í<br />

nafnakerfi Alþjóðasamtakanna um hreina og hagnýta<br />

efnafræði (IUPAC) (hér á eftir nefnt „IUPAC-nafnakerfið“)<br />

eða CAS-númerið ásamt öðru alþjóðlegu efnaheiti eða<br />

d) ef ekki er til CAS-númer: heitið sem gefið er upp í IUPACnafnakerfinu<br />

eða annað alþjóðlegt efnaheiti.<br />

Ef heitið í IUPAC-nafnakerfinu fer yfir 100 stafi má nota eitt af<br />

hinum heitunum (almennt heiti, viðskiptaheiti, skammstöfun)<br />

sem um getur í lið 2.1.2 í VI. viðauka við reglugerð (EB) nr.<br />

1907/2006, að því tilskildu að í tilkynningunni skv. 40. gr. sé<br />

bæði tilgreint heitið, sem gefið er upp í IUPAC-nafnakerfinu,<br />

og hitt heitið sem notað er.<br />

3. Vörukenni fyrir blöndu skal innihalda eftirfarandi tvö<br />

atriði:<br />

a) viðskiptaheiti eða heiti blöndunnar,<br />

b) auðkenningu allra þeirra efna í blöndunni sem hafa áhrif á<br />

flokkun hennar að því er varðar bráð eiturhrif, húðætingu<br />

eða alvarlegan augnskaða, stökkbreytandi áhrif á<br />

kímfrumur, krabbameinsvaldandi áhrif, eiturhrif á æxlun,<br />

næmingu öndunarfæra eða húðnæmingu, sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri (SEM) eða ásvelgingarhættu.<br />

Ef kröfurnar í tilviki því, sem um getur í b-lið, leiða til þess að<br />

mörg efnaheiti eru gefin upp nægja fjögur efnaheiti nema þörf<br />

sé fyrir fleiri en fjögur heiti til að endurspegla eðli hættnanna<br />

og alvarleika þeirra.<br />

Efnaheitin, sem eru valin, skulu tilgreina þau efni sem einkum<br />

orsaka alvarlegu heilbrigðishætturnar sem liggja til grundvallar<br />

flokkun efnanna og vali á viðeigandi hættusetningum.<br />

19. gr.<br />

Hættumerki<br />

1. Á merkimiðanum skal vera viðeigandi hættumerki sem<br />

ætlað er að miðla sérstökum upplýsingum um hættuna sem um<br />

er að ræða.<br />

2. Með fyrirvara um 33. gr. skulu hættumerki uppfylla<br />

kröfurnar sem mælt er fyrir um í lið 1.2.1 í I. viðauka og í<br />

V. viðauka.<br />

3. Það hættumerki sem á við um hverja tiltekna flokkun er<br />

sett fram í töflunum í I. viðauka þar sem greint er frá þeim<br />

merkingaratriðum sem krafist er fyrir hvern hættuflokk.<br />

20. gr.<br />

Viðvörunarorð<br />

1. Á merkimiðanum skulu vera viðeigandi viðvörunarorð í<br />

samræmi við flokkun hættulega efnisins eða blöndunnar.<br />

2. Það viðvörunarorð sem á við um hverja tiltekna flokkun er<br />

sett fram í töflunum í 2. til 5. hluta I. viðauka þar sem greint er<br />

frá þeim merkingaratriðum sem krafist er fyrir hvern<br />

hættuflokk.<br />

3. Ef viðvörunarorðið „Hætta“ er notað á merkimiðanum skal<br />

viðvörunarorðið „Varúð“ ekki vera á merkimiðanum.<br />

21. gr.<br />

Hættusetningar<br />

1. Á merkimiðanum skulu vera viðeigandi hættusetningar í<br />

samræmi við flokkun hættulega efnisins eða blöndunnar.<br />

2. Þær hættusetningar, sem eiga við um hverja flokkun, eru<br />

settar fram í töflunum í 2. til 5. hluta I. viðauka þar sem greint<br />

er frá þeim merkingaratriðum sem krafist er fyrir alla<br />

hættuflokka.<br />

3. Sé efni tilgreint í 3. hluta VI. viðauka skal sú hættusetning,<br />

sem á við um hverja tiltekna flokkun, sem fellur undir færsluna<br />

í þeim hluta, notuð á merkimiðanum ásamt hættusetningunum<br />

sem um getur í 2. mgr. ef um er að ræða flokkun sem fellur<br />

ekki undir þessa færslu.<br />

4. Hættusetningin skal orðuð í samræmi við III. viðauka.<br />

22. gr.<br />

Varnaðarsetningar<br />

1. Á merkimiðanum skulu vera viðeigandi varnaðarsetningar.<br />

2. Varnaðarsetningarnar skulu valdar úr þeim sem settar eru<br />

fram í töflunum í 2. til 5. hluta I. viðauka þar sem greint er frá<br />

merkingaratriðunum fyrir hvern hættuflokk.<br />

3. Varnaðarsetningarnar skulu valdar í samræmi við þær<br />

viðmiðanir sem mælt er fyrir um í 1. hluta IV. viðauka, að<br />

teknu tilliti til hættusetninganna og fyrirhugaðrar eða<br />

tilgreindrar notkunar efnisins eða blöndunnar.<br />

4. Varnaðarsetningarnar skulu orðaðar í samræmi við 2. hluta<br />

IV. viðauka.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/17<br />

23. gr.<br />

Undanþágur frá merkingarkröfum í sérstökum tilvikum<br />

Þau sértæku ákvæði um merkingar, sem mælt er fyrir um í lið<br />

1.3 í I. viðauka, skulu gilda fyrir eftirfarandi:<br />

a) færanleg gashylki,<br />

b) gashylki undir própan, bútan eða fljótandi jarðolíugas,<br />

c) úðabrúsa (e. aerosol) og ílát með loftþéttum úðabúnaði sem<br />

innihalda efni eða blöndur sem fá flokkun sem sýnir<br />

ásvelgingarhættu,<br />

d) gegnheila málma, málmblöndur, blöndur sem innihalda<br />

fjölliður, blöndur sem innihalda teygjuefni,<br />

e) sprengifim efni, eins og um getur í lið 2.1 í I. viðauka, sem<br />

sett eru á markað í því skyni að framkalla áhrif með<br />

sprengingum eða skoteldum.<br />

24. gr.<br />

Beiðni um að fá að nota staðgönguefnaheiti<br />

1. Ef framleiðandi, innflytjandi eða eftirnotandi efnis, sem er í<br />

blöndu, getur sýnt fram á að birting á efnafræðilegu auðkenni<br />

efnisins á merkimiðanum eða á öryggisblaðinu skapi hættu á að<br />

trúnaður verði rofinn um viðskiptaupplýsingar, einkum<br />

hugverkaréttindi hans, er honum heimilt að leggja fram beiðni<br />

til Efnastofnunarinnar um að fá að nota staðgönguefnaheiti sem<br />

vísar til þessa efnis í blöndu, annaðhvort með heiti sem segir til<br />

um mikilvægustu, virku efnahópana eða með staðgönguheiti,<br />

að því tilskildu að efnið uppfylli viðmiðanirnar sem settar eru<br />

fram í 1. hluta I. viðauka.<br />

2. Allar beiðnir, sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar,<br />

skulu lagðar fram á eyðublaði, sem um getur í 111. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006, og skal þóknun reidd af hendi.<br />

Framkvæmdastjórnin skal ákveða fjárhæð þóknunarinnar í<br />

samræmi við stjórnsýslumálsmeðferðina sem um getur í<br />

2. mgr. 54. gr. þessarar reglugerðar.<br />

Þóknun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki skal vera lægri en fyrir<br />

stærri fyrirtæki.<br />

3. Efnastofnunin getur krafist frekari upplýsinga af þeim<br />

framleiðanda, innflytjanda eða eftirnotanda sem leggur<br />

beiðnina fram ef slíkar upplýsingar eru taldar nauðsynlegar til<br />

að taka ákvörðun. Ef Efnastofnunin hreyfir engum andmælum<br />

innan sex vikna frá viðtöku beiðninnar eða viðtöku frekari<br />

upplýsinga, sem krafist er, telst heimilt að nota það heiti sem<br />

beiðnin nær til.<br />

4. Samþykki Efnastofnunin ekki beiðnina gildir hagnýta<br />

fyrirkomulagið sem um getur í 3. mgr. 118. gr. reglugerðar<br />

(EB) nr. 1907/2006.<br />

5. Efnastofnunin skal tilkynna lögbærum yfirvöldum um<br />

lyktir beiðninnar í samræmi við 3. eða 4. mgr. og láta þeim í té<br />

þær upplýsingar sem framleiðandinn, innflytjandinn eða<br />

eftirnotandinn lagði fram.<br />

6. Efnastofnunin skal endurskoða ákvörðun sína um notkun á<br />

staðgönguefnaheiti ef nýjar upplýsingar sýna fram á að<br />

staðgönguefnaheitið, sem er notað, gefur ekki nægar<br />

upplýsingar til að gera megi nauðsynlegar heilbrigðis- og<br />

varúðarráðstafanir á vinnustað og til að tryggja að unnt sé að<br />

halda áhættu, vegna meðhöndlunar blöndunnar, í lágmarki.<br />

Efnastofnuninni er heimilt að draga ákvörðun sína til baka eða<br />

breyta henni með ákvörðun sem tilgreinir hvaða<br />

staðgönguefnaheiti er leyfilegt að nota. Ef Efnastofnunin<br />

dregur ákvörðunina til baka eða breytir henni gildir hagnýta<br />

fyrirkomulagið sem um getur í 3. mgr. 118. gr. reglugerðar<br />

(EB) nr. 1907/2006.<br />

7. Ef leyft hefur verið að nota staðgönguefnaheiti en flokkun<br />

efnisins í blöndu, sem það staðgönguheiti er notað fyrir,<br />

uppfyllir ekki lengur viðmiðanirnar sem settar eru fram í lið<br />

1.4.1 í I. viðauka skal birgir þess efnis í blöndu nota vörukenni<br />

efnisins, í samræmi við 18. gr., á merkimiðanum og<br />

öryggisblaðinu og ekki nota staðgönguefnaheitið.<br />

8. Framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn má nota<br />

heiti, sem verður gert aðgengilegt öllum á Netinu, á<br />

merkimiðanum og öryggisblaðinu þegar Efnastofnunin tekur<br />

gildan rökstuðning, í samræmi við xi. lið a-liðar 10. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006, varðandi upplýsingar sem um<br />

getur í f- eða g-lið 2. mgr. 119. gr., fyrir efni, ein sér eða í<br />

blöndu. Framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn<br />

getur lagt fram beiðni til Efnastofnunarinnar um notkun á<br />

staðgönguefnaheiti, eins og kveðið er á um í 1. mgr. þessarar<br />

greinar, fyrir efni sem eru í blöndu og falla ekki lengur undir f-<br />

og g-lið 2. mgr. 119. gr. þeirrar reglugerðar.<br />

9. Ef birgir blöndu hefur, eigi síðar en 1. júní 2015, sýnt fram<br />

á, í samræmi við 15. gr. tilskipunar 1999/45/EB, að birting á<br />

efnafræðilegu auðkenni efnis, sem er í blöndu, skapi hættu á að<br />

trúnaður verði rofinn um viðskiptaupplýsingar, getur hann<br />

haldið áfram að nota það staðgönguheiti sem hefur verið<br />

samþykkt í skilningi þessarar reglugerðar.<br />

25. gr.<br />

Viðbótarupplýsingar á merkimiðanum<br />

1. Ef efni eða blanda, sem er flokkuð sem hættuleg, hefur þá<br />

eðliseiginleika eða eiginleika er varða heilbrigði sem um getur<br />

í liðum 1.1 og 1.2 í II. viðauka skulu setningar þess efnis vera í<br />

reitnum fyrir viðbótarupplýsingar á merkimiðanum.<br />

Setningarnar skulu orðaðar í samræmi við liði 1.1 og 1.2 í<br />

II. viðauka og 2. hluta III. viðauka.<br />

Ef efni er tilgreint í 3. hluta VI. viðauka skulu allar<br />

viðbótarhættusetningar, sem þar eru gefnar upp, vera í<br />

viðbótarupplýsingunum á merkimiðanum.


Nr. 52/18 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2. Ef efni eða blanda, sem flokkast sem hættuleg, fellur undir<br />

gildissvið tilskipunar 91/414/EBE skal setning þess efnis vera á<br />

merkimiðanum í reitnum fyrir viðbótarupplýsingar.<br />

Setningin skal orðuð í samræmi við 4. hluta II. viðauka og<br />

3. hluta III. viðauka við þessa reglugerð.<br />

3. Í reitnum, sem ætlaður er fyrir viðbótarupplýsingar á<br />

merkimiðanum, er birginum heimilt að bæta við öðrum<br />

upplýsingum en þeim sem um getur í 1. og 2. mgr., að því<br />

tilskildu að þessar upplýsingar geri ekki erfiðara um vik að<br />

bera kennsl á merkingaratriðin sem um getur í a- til g-lið 1.<br />

mgr. 17. gr., að þær gefi nánari lýsingu og að þær séu ekki í<br />

mótsögn við upplýsingarnar, sem tilgreindar eru með þessum<br />

merkingaratriðum, eða dragi gildi þeirra í efa.<br />

4. Setningar eins og „ekki eitrað“, „óskaðlegt“, „ekki<br />

mengandi“, „vistvænt“ eða aðrar setningar, sem gefa til kynna<br />

að efnið eða blandan sé ekki hættuleg, eða aðrar setningar, sem<br />

eru ekki í samræmi við flokkun efnisins eða blöndunnar, skal<br />

ekki birta á merkimiða eða umbúðum efnis eða blöndu.<br />

5. Ef efni eða blanda er flokkuð í samræmi við 5. hluta I.<br />

viðauka,<br />

a) skal hættumerkið ekki vera á merkimiðanum,<br />

b) skulu viðvörunarorð, hættusetningar eða varnaðarsetningar<br />

settar í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar á merkimiðanum.<br />

6. Ef blanda inniheldur eitthvert efni sem flokkast sem<br />

hættulegt skal hún merkt í samræmi við 2. hluta II. viðauka.<br />

Setningarnar skulu orðaðar í samræmi við 3. hluta III. viðauka<br />

og settar í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar á merkimiðanum.<br />

Á merkimiðanum skal einnig vera vörukennið, sem um getur í<br />

18. gr., og nafn, heimilisfang og símanúmer hjá birgi<br />

blöndunnar.<br />

26. gr.<br />

Meginreglur um forgangsröðun fyrir hættumerki<br />

1. Ef flokkun efnis eða blöndu myndi leiða til þess að setja<br />

þyrfti fleiri en eitt hættumerki á merkimiðann skulu eftirfarandi<br />

meginreglur um forgangsröðun gilda til að draga úr fjölda<br />

hættumerkja sem nota þarf:<br />

a) ef hættumerkið „HSK01“ á við skal notkun á<br />

hættumerkjunum „HSK02“ og „HSK03“ vera valkvæð<br />

nema í tilvikum þegar skylda er að nota fleiri en eitt af<br />

þessum hættumerkjum,<br />

b) ef hættumerkið „HSK06“ á við skal ekki birta hættumerkið<br />

„HSK07“,<br />

c) ef hættumerkið „HSK05“ á við skal ekki birta hættumerkið<br />

„HSK07“ fyrir húð- eða augnertingu,<br />

d) ef hættumerkið „HSK08“ á við um næmingu öndunarfæra<br />

skal ekki birta hættumerkið „HSK07“ fyrir húðnæmingu<br />

eða húð- eða augnertingu,<br />

2. Ef flokkun efnis eða blöndu myndi leiða til þess að setja<br />

þyrfti fleiri en eitt hættumerki fyrir sama hættuflokk á<br />

merkimiðann skal hættumerkið, sem svarar til<br />

hættuundirflokksins fyrir alvarlegustu hættuna í viðkomandi<br />

hættuflokki, vera á merkimiðanum.<br />

Þegar um er að ræða efni, sem eru í 3. hluta VI. viðauka og<br />

falla líka undir flokkun skv. II. bálki, skal hættumerkið, sem<br />

svarar til hættuundirflokksins fyrir alvarlegustu hættuna í<br />

viðkomandi hættuflokki, vera á merkimiðanum.<br />

27. gr.<br />

Meginreglur um forgangsröðun fyrir hættusetningar<br />

Ef efni eða blanda er flokkuð í marga hættuflokka eða<br />

áhrifategundir innan hættuflokks skal birta allar<br />

hættusetningarnar, sem fylgja í kjölfar flokkunarinnar, á<br />

merkimiðanum nema þær séu greinilega tvítekning eða óþarfar.<br />

28. gr.<br />

Meginreglur um forgangsröðun fyrir varnaðarsetningar<br />

1. Þegar val á varnaðarsetningum leiðir til þess að tilteknar<br />

varnaðarsetningar eru greinilega óþarfar eða ónauðsynlegar<br />

fyrir tiltekið efni, blöndu eða umbúðir skal þeim sleppt á<br />

merkimiðanum.<br />

2. Ef efni eða blanda er seld til almennings skal ein<br />

varnaðarsetning, sem fjallar um förgun efnisins eða blöndunnar<br />

sem og förgun umbúðanna, vera á merkimiðanum nema þess sé<br />

ekki krafist skv. 22. gr.<br />

Í öllum öðrum tilvikum er þess ekki krafist að varnaðarsetning,<br />

sem fjallar um förgun, sé birt þegar það er ljóst að förgun<br />

efnisins, blöndunnar eða umbúðanna stofnar ekki heilsu manna<br />

og umhverfinu í hættu.<br />

3. Á merkimiðanum skulu ekki vera fleiri en sex<br />

varnaðarsetningar nema þær séu nauðsynlegar til að gefa til<br />

kynna eðli og alvarleika hættnanna.<br />

29. gr.<br />

Undanþága frá kröfum um merkingu og umbúðir<br />

1. Ef umbúðir efnis eða blöndu eru með þannig lögun eða í<br />

því formi eða það litlar að það er ógerlegt að uppfylla kröfurnar<br />

í 31. gr. um merkimiða á tungumálum þess aðildarríkis, sem


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/19<br />

efnið eða blandan er sett á markað í, skulu merkingaratriðin í<br />

fyrstu undirgrein 2. mgr. 17. gr. sett fram í samræmi við lið<br />

1.5.1 í I. viðauka.<br />

2. Sé ekki hægt að setja allar upplýsingarnar á merkimiðann<br />

með þeim hætti sem tilgreindur er í 1. mgr. má draga úr<br />

upplýsingunum í samræmi við lið 1.5.2 í I. viðauka.<br />

3. Sé hættulegt efni eða blanda, sem um getur í 5. hluta í II.<br />

viðauka, seld almenningi án umbúða skal eintak af<br />

merkingaratriðunum fylgja í samræmi við 17. gr.<br />

4. Ef um er að ræða tilteknar blöndur, sem eru flokkaðar sem<br />

hættulegar umhverfinu, er heimilt að veita undanþágu frá<br />

tilteknum ákvæðum um umhverfismerkingar eða sérákvæðum í<br />

tengslum við umhverfismerkingar, í samræmi við<br />

málsmeðferðina sem um getur í 53. gr., ef unnt er að sýna fram<br />

á að með því megi draga úr umhverfisáhrifum. Slíkar<br />

undanþágur eða sérákvæði eru skilgreind í 2. hluta II. viðauka.<br />

5. Framkvæmdastjórnin getur beðið Efnastofnunina um að<br />

útbúa og leggja fyrir hana drög að undanþágum frá kröfum um<br />

merkingu og umbúðir.<br />

30. gr.<br />

Uppfærsla á upplýsingunum á merkimiðum<br />

1. Birgirinn skal sjá til þess að merkimiðinn sé uppfærður, án<br />

óþarfa tafar, í kjölfar sérhverra breytinga á flokkun og<br />

merkingu efnisins eða blöndunnar ef nýja hættan er alvarlegri<br />

en fyrri hættur eða ef krafist er nýrra merkingaratriða til<br />

viðbótar skv. 25. gr., að teknu tilliti til eðlis breytingarinnar að<br />

því er varðar heilsuvernd manna og umhverfisvernd. Birgjar<br />

skulu vinna saman í samræmi við 9. mgr. 4. gr. við að<br />

framkvæma breytingarnar á merkimiðunum án óþarfa tafar.<br />

2. Sé krafist annarra breytinga á merkimiðanum en þeirra sem<br />

um getur í 1. mgr. skal birgirinn sjá til þess að merkimiðinn sé<br />

uppfærður innan 18 mánaða.<br />

3. Birgir efnis eða blöndu, sem fellur undir gildissvið<br />

tilskipunar 91/414/EBE eða 98/8/EB, skal uppfæra<br />

merkimiðann í samræmi við þessar tilskipanir.<br />

2. KAFLI<br />

Áfesting merkimiða<br />

31. gr.<br />

Almennar reglur um áfestingu merkimiða<br />

1. Merkimiðar skulu festir vel á eina eða fleiri hliðar þeirra<br />

umbúða sem eru í beinni snertingu við efnið eða blönduna og<br />

skal vera hægt að lesa þá lárétt þegar umbúðirnar eru lagðar<br />

niður á eðlilegan hátt.<br />

2. Litur og annað útlit allra merkimiða skal vera þannig að<br />

hættumerkið sjáist greinilega.<br />

3. Merkingaratriðin, sem um getur í 1. mgr. 17. gr., skulu<br />

merkt með skýrum og óafmáanlegum hætti. Þau skulu skera sig<br />

greinilega frá grunninum og stærð leturs og bil milli orða skal<br />

vera þannig að textinn sé auðlæsilegur.<br />

4. Lögun, litur og stærð hættumerkis sem og stærð<br />

merkimiðans skal vera eins og sett er fram í lið 1.2.1 í I.<br />

viðauka.<br />

5. Þegar merkingaratriðin, sem um getur í 1. mgr. 17. gr.,<br />

koma greinilega fram á sjálfum umbúðunum er ekki þörf á<br />

merkimiða. Í slíkum tilvikum gilda kröfur þessa kafla um<br />

merkimiða einnig um upplýsingarnar sem fram koma á<br />

umbúðunum.<br />

32. gr.<br />

Staðsetning upplýsinga á merkimiðanum<br />

1. Hættumerki, viðvörunarorð, hættusetningar og<br />

varnaðarsetningar skulu staðsettar saman á merkimiðanum.<br />

2. Birgirinn má ráða í hvaða röð hættusetningarnar birtast á<br />

merkimiðanum. Allar hættusetningar skulu þó flokkaðar eftir<br />

tungumáli á merkimiðanum, sbr. þó 4. mgr.<br />

Birgirinn má ráða í hvaða röð varnaðarsetningarnar birtast á<br />

merkimiðanum. Allar varnaðarsetningar skulu þó flokkaðar<br />

eftir tungumáli á merkimiðanum, sbr. þó 4. mgr.<br />

3. Þeir hópar hættusetninga og varnaðarsetninga, sem um<br />

getur í 2. mgr., skulu staðsettir saman eftir tungumáli á<br />

merkimiðanum.<br />

4. Viðbótarupplýsingarnar skulu staðsettar í reitnum fyrir<br />

viðbótarupplýsingar sem um getur í 25. gr. og skulu þær<br />

staðsettar með hinum merkingaratriðunum sem tilgreind eru í<br />

a- til g-lið 1. mgr. 17. gr.<br />

5. Auk þess að nota liti í hættumerkjum má nota þá á öðrum<br />

svæðum merkimiðans til að uppfylla sérstakar kröfur um<br />

merkingar.<br />

6. Merkingaratriði samkvæmt kröfum, sem kveðið er á um í<br />

öðrum gerðum Bandalagsins, skulu sett í reitinn fyrir<br />

viðbótarupplýsingar sem um getur í 25. gr.<br />

33. gr.<br />

Sértækar reglur um merkingu á ytri og innri umbúðum og<br />

einföldum umbúðum<br />

1. Þegar pakki samanstendur af ytri og innri umbúðum og<br />

e.t.v. einnig milliumbúðum og ytri umbúðirnar uppfylla<br />

ákvæðin um merkingar í samræmi við reglurnar um flutning á<br />

hættulegum farmi skulu innri umbúðirnar og allar milliumbúðir<br />

einnig merktar í samræmi við þessa reglugerð. Einnig má<br />

merkja ytri umbúðirnar í samræmi við þessa reglugerð. Ef það<br />

eða þau hættumerki, sem krafist er samkvæmt þessari<br />

reglugerð, varða sömu hættu og í reglunum um flutning á<br />

hættulegum farmi þurfa þau hættumerki, sem krafist er<br />

samkvæmt þessari reglugerð, ekki að vera á ytri umbúðunum.


Nr. 52/20 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2. Sé þess ekki krafist að ytri umbúðir pakka uppfylli ákvæði<br />

um merkingar í samræmi við reglur um flutning á hættulegum<br />

farmi skulu bæði ytri umbúðirnar og allar innri umbúðir, þ.m.t.<br />

allar milliumbúðir, merktar í samræmi við þessa reglugerð. Ef<br />

innri umbúðirnar eða milliumbúðirnar sjást greinilega í<br />

gegnum ytri umbúðirnar er þó ekki nauðsynlegt að merkja ytri<br />

umbúðirnar.<br />

3. Einfaldar umbúðir, sem uppfylla ákvæðin um merkingar í<br />

samræmi við reglurnar um flutning á hættulegum farmi, skulu<br />

merktar í samræmi við þessa reglugerð og reglurnar um<br />

flutning á hættulegum farmi. Ef það eða þau hættumerki, sem<br />

krafist er samkvæmt þessari reglugerð, varða sömu hættu og í<br />

reglunum um flutning á hættulegum farmi þurfa þau<br />

hættumerki, sem krafist er samkvæmt þessari reglugerð, ekki<br />

að vera á umbúðunum.<br />

34. gr.<br />

Skýrsla um miðlun upplýsinga um örugga notkun íðefna<br />

1. Eigi síðar en 20. janúar 2012 skal Efnastofnunin<br />

framkvæma rannsókn á miðlun upplýsinga til almennings um<br />

örugga notkun efna og blandna og hugsanlega þörf á<br />

viðbótarupplýsingum á merkimiðum. Rannsóknin skal fara<br />

fram í samráði við lögbær yfirvöld og hagsmunaaðila og á<br />

grundvelli bestu viðeigandi starfsvenja, eftir því sem við á.<br />

2. Með fyrirvara um þær reglur um merkingu, sem kveðið er á<br />

um í þessu bálki, skal framkvæmdastjórnin, á grundvelli<br />

rannsóknarinnar sem um getur í 1. mgr., leggja skýrslu fyrir<br />

Evrópuþingið og ráðið og leggja fram lagafrumvarp til<br />

breytinga á þessari reglugerð ef rök eru fyrir því.<br />

IV. BÁLKUR<br />

UMBÚÐIR<br />

35. gr.<br />

Umbúðir<br />

1. Umbúðir, sem innihalda hættuleg efni eða blöndur, skulu<br />

uppfylla eftirfarandi kröfur:<br />

a) umbúðirnar skulu vera þannig hannaðar og gerðar að<br />

innihaldið komist ekki í gegnum þær nema í tilvikum þar<br />

sem mælt er fyrir um sértækari öryggisbúnað,<br />

b) efnið í umbúðunum og lokunarbúnaðinum skal hvorki vera<br />

þannig að hætta sé á því að það verði fyrir tjóni af völdum<br />

innihaldsins né vera líklegt til að mynda hættuleg<br />

efnasambönd með því,<br />

c) umbúðir og lokunarbúnaður þurfa að vera svo sterk og<br />

traust að ekki losni um þau og þau standist örugglega það<br />

álag sem þau verða fyrir við venjulega meðhöndlun,<br />

d) umbúðir búnar margnota lokunarbúnaði skulu hannaðar<br />

þannig að hægt sé að loka umbúðunum aftur og aftur án<br />

þess að innihaldið sleppi út.<br />

2. Umbúðir, sem innihalda hættulegt efni eða blöndu, sem<br />

seld er almenningi, skulu hvorki þannig lagaðar né hannaðar að<br />

líklegt sé að þær laði að sér eða veki forvitni barna eða villi um<br />

fyrir neytendum né heldur hafa svipaða framsetningu eða útlit<br />

og notað er fyrir matvæli, fóður, lyf eða snyrtivörur sem gæti<br />

villt um fyrir neytendum.<br />

Ef umbúðirnar innihalda efni eða blöndu sem uppfyllir<br />

kröfurnar í lið 3.1.1 í II. viðauka skulu þær búnar barnheldum<br />

öryggislokum í samræmi við lið 3.1.2, 3.1.3 og 3.1.4.2 í II.<br />

viðauka.<br />

Ef umbúðirnar innihalda efni eða blöndu sem uppfyllir<br />

kröfurnar í lið 3.2.1 í II. viðauka skulu þær hafa áþreifanlega<br />

viðvörun um hættu í samræmi við lið 3.2.2 í II. viðauka.<br />

3. Líta ber svo á að umbúðir efnis eða blöndu uppfylli kröfur í<br />

a-, b- og c-lið 1. mgr. ef þær eru í samræmi við reglurnar um<br />

flutning á hættulegum farmi í lofti, á sjó, á vegum, með<br />

járnbrautum eða eftir skipgengum vatnaleiðum.<br />

V. BÁLKUR<br />

SAMRÆMING Á FLOKKUN OG MERKINGU EFNA<br />

OG Á FLOKKUNAR- OG MERKINGARSKRÁNNI<br />

1. KAFLI<br />

Samræmd flokkun og merking efna ákvörðuð<br />

36. gr.<br />

Samræming flokkunar og merkingar efna<br />

1. Efni, sem uppfyllir þær viðmiðanir sem settar eru fram í<br />

I. viðauka fyrir eftirfarandi atriði, skal að öllu jöfnu falla undir<br />

samræmda flokkun og merkingu í samræmi við 37. gr.:<br />

a) næming öndunarfæra, 1. undirflokkur (liður 3.4 í<br />

I. viðauka),<br />

b) stökkbreytandi áhrif á kímfrumur, undirflokkur 1A, 1B eða<br />

2. undirflokkur (liður 3.5 í I. viðauka),<br />

c) krabbameinsvaldandi áhrif, undirflokkur 1A, 1B eða 2.<br />

undirflokkur (liður 3.6 í I. viðauka),<br />

d) eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1A, 1B eða 2. undirflokkur<br />

(liður 3.7 í I. viðauka).


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/21<br />

2. Efni, sem er virkt efni í skilningi tilskipunar 91/414/EBE<br />

eða tilskipunar 98/8/EB, skal að öllu jöfnu falla undir<br />

samræmda flokkun og merkingu. Fyrir slík efni gilda<br />

verklagsreglurnar sem settar eru fram í 1., 4., 5. og 6. mgr.<br />

37. gr.<br />

3. Ef efni uppfyllir viðmiðanirnar fyrir aðra hættuflokka eða<br />

aðrar áhrifategundir en þær sem um getur í 1. mgr. og efnið<br />

fellur ekki undir 2. mgr. er heimilt að bæta við samræmdri<br />

flokkun og merkingu, í samræmi við 37. gr., í VI. viðauka í<br />

hverju tilviki fyrir sig ef færð eru rök fyrir þörfinni á slíkum<br />

aðgerðum á vettvangi Bandalagsins.<br />

37. gr.<br />

Verklag fyrir samræmingu flokkunar og merkingar efna<br />

1. Lögbært yfirvald getur lagt tillögu fyrir Efnastofnunina um<br />

samræmda flokkun og merkingu efna og, eftir því sem við á,<br />

sértæk styrkleikamörk eða M-stuðla eða tillögu um<br />

endurskoðun á þessu.<br />

Tillagan skal fylgja því sniði sem sett er fram í 2. hluta VI.<br />

viðauka og innihalda viðeigandi upplýsingar sem kveðið er á<br />

um í 1. hluta VI. viðauka.<br />

2. Framleiðanda, innflytjanda eða eftirnotanda efnis er heimilt<br />

að leggja tillögu fyrir Efnastofnunina um samræmda flokkun<br />

og merkingu þessa efnis og, eftir því sem við á, sértæk<br />

styrkleikamörk eða M-stuðla, að því tilskildu að ekki sé til nein<br />

færsla í 3. hluta VI. viðauka fyrir þetta efni er varðar þann<br />

hættuflokk eða áhrifategund sem þessi tillaga tekur til.<br />

Tillagan skal gerð í samræmi við viðeigandi hluta í 1., 2. og 3.<br />

lið I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 og hún skal<br />

fylgja því sniði sem sett er fram í B-hluta<br />

efnaöryggisskýrslunnar í 7. lið viðaukans. Hún skal innihalda<br />

viðeigandi upplýsingar sem kveðið er á um í 1. hluta<br />

VI. viðauka við þessa reglugerð. Ákvæði 111. gr. reglugerðar<br />

(EB) nr. 1907/2006 gilda.<br />

3. Ef tillaga framleiðanda, innflytjanda eða eftirnotanda<br />

varðar samræmda flokkun og merkingu efnis í samræmi við<br />

3. mgr. 36. gr. skal henni fylgja sú þóknun sem<br />

framkvæmdastjórnin hefur ákveðið í samræmi við<br />

stjórnsýslumálsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 54. gr.<br />

4. Áhættumatsnefnd Efnastofnunarinnar, sem komið var á fót<br />

skv. c-lið 1. mgr. 76. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006, skal<br />

samþykkja álit á öllum tillögum, sem lagðar eru fram skv. 1.<br />

eða 2. mgr., innan 18 mánaða frá viðtöku tillögunnar og<br />

jafnframt gefa hlutaðeigandi aðilum tækifæri til að gera<br />

athugasemdir. Efnastofnunin skal senda þetta álit ásamt<br />

hugsanlegum athugasemdum til framkvæmdastjórnarinnar.<br />

5. Ef framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að<br />

samræmd flokkun og merking hlutaðeigandi efnis sé við hæfi<br />

skal hún, án óþarfa tafar, leggja fram drög að ákvörðun um að<br />

efnið skuli sett í töflu 3.1 í 3. hluta VI. viðauka ásamt<br />

viðeigandi flokkun og merkingaratriðum og, eftir því sem við<br />

á, sértækum styrkleikamörkum eða M-stuðlum.<br />

Samsvarandi færsla skal vera í töflu 3.2 í 3. hluta VI. viðauka,<br />

háð sömu skilyrðum, til 31. maí 2015.<br />

Samþykkja skal þessa ráðstöfun, sem er ætlað að breyta<br />

veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, í samræmi við<br />

stjórnsýslumálsmeðferð með eftirliti sem um getur í 3. mgr. 54.<br />

gr. Ef málefnið er mjög brýnt er framkvæmdastjórninni heimilt<br />

að grípa til flýtimeðferðarinnar sem um getur í 4. mgr. 54. gr.<br />

6. Framleiðendur, innflytjendur og eftirnotendur, sem hafa<br />

undir höndum nýjar upplýsingar sem gætu leitt til breytinga á<br />

samræmdri flokkun og merkingaratriðum fyrir efni sem er í 3.<br />

hluta VI. viðauka, skulu leggja tillögu í samræmi við aðra<br />

undirgrein 2. mgr. fyrir lögbært yfirvald í einu af<br />

aðildarríkjunum þar sem efnið er sett á markað.<br />

38. gr.<br />

Efni álita og ákvarðana um samræmda flokkun og<br />

merkingu í 3. hluta VI. viðauka; aðgengi upplýsinga<br />

1. Öll álit, sem um getur í 4. mgr. 37. gr., og allar ákvarðanir<br />

skv. 5. mgr. 37. gr. skulu a.m.k. tilgreina eftirfarandi fyrir hvert<br />

efni:<br />

a) auðkenni efnisins eins og tilgreint er í liðum 2.1 til 2.3.4 í<br />

VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006,<br />

b) flokkun efnisins sem um getur í 36. gr., þ.m.t.<br />

rökstuðningur,<br />

c) sértæk styrkleikamörk eða M-stuðlar, eftir atvikum,<br />

d) merkingaratriðin, sem tilgreind eru í d-, e- og f-lið 1. mgr.<br />

17. gr. fyrir efnið, og allar viðbótarhættusetningar fyrir<br />

efnið sem ákvarðaðar eru í samræmi við 1. mgr. 25. gr.,<br />

e) alla aðra þætti sem gera kleift að meta heilbrigðishættu eða<br />

umhverfishættu af völdum blandna, sem innihalda<br />

viðkomandi, hættulegt efni, eða af völdum efna sem<br />

innihalda hættuleg efni í formi tilgreindra óhreininda,<br />

aukefna og efnisþátta, ef við á.<br />

2. Þegar veita á almennan aðgang að áliti eða ákvörðun, sem<br />

um getur í 4. og 5. mgr. 37. gr. þessarar reglugerðar, gildir<br />

2. mgr. 118. gr. og 119. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.


Nr. 52/22 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Þessi kafli gildir um:<br />

2. KAFLI<br />

Flokkunar- og merkingarskrá<br />

39. gr.<br />

Gildissvið<br />

a) efni sem eru skráningarskyld í samræmi við reglugerð (EB)<br />

nr. 1907/2006,<br />

b) efni sem falla undir 1. gr., sem uppfylla viðmiðanir fyrir<br />

flokkun sem hættuleg efni og eru sett á markað, annaðhvort<br />

ein sér eða í blöndu, yfir þeim styrkleikamörkum sem<br />

tilgreind eru í þessari reglugerð eða í tilskipun 1999/45/EB,<br />

ef við á, sem veldur því að blandan er flokkuð sem<br />

hættuleg.<br />

40. gr.<br />

Tilkynningarskylda til Efnastofnunarinnar<br />

1. Hver framleiðandi eða innflytjandi, eða hópur framleiðenda<br />

eða innflytjenda (hér á eftir nefndir „tilkynnendur“) sem setur á<br />

markað efni, sem um getur í 39. gr., skal veita Efnastofnuninni<br />

eftirfarandi upplýsingar í því skyni að bæta efninu í skrána sem<br />

um getur í 42. gr.:<br />

a) upplýsingar um tilkynnandann eða tilkynnendurna sem<br />

bera ábyrgð á að setja efnið eða efnin á markað eins og<br />

tilgreint er í 1. lið VI. viðauka við reglugerð (EB) nr.<br />

1907/2006,<br />

b) auðkenni efnisins eða efnanna eins og tilgreint er í liðum<br />

2.1 til 2.3.4 í VI. viðauka við reglugerð (EB) nr.<br />

1907/2006,<br />

c) flokkun efnisins eða efnanna í samræmi við 13. gr.,<br />

d) ef efni hefur verið flokkað í suma en ekki alla hættuflokka<br />

eða áhrifategundir: upplýsingar um hvort það sé sökum<br />

þess að upplýsingar skortir, þær eru ófullnægjandi eða þær<br />

eru fullnægjandi en nægja ekki til flokkunar,<br />

e) sértæk styrkleikamörk eða M-stuðla, eftir atvikum, í<br />

samræmi við 10. gr. þessarar reglugerðar ásamt<br />

rökstuðningi með því að nota viðeigandi hluta í 1., 2. og 3.<br />

lið I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006,<br />

f) merkingaratriðin sem tilgreind eru í d-, e- og f-lið 1. mgr.<br />

17. gr. fyrir efnið eða efnin ásamt öllum<br />

viðbótarhættusetningum fyrir efnið sem ákvarðaðar eru í<br />

samræmi við 1. mgr. 25. gr.<br />

Þær upplýsingar, sem um getur í a- til f-lið, skal ekki tilkynna<br />

ef þær hafa verið sendar Efnastofnuninni sem hluti af<br />

skráningu samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1907/2006 eða ef<br />

tilkynnandinn hefur þegar tilkynnt þær.<br />

Tilkynnandinn skal leggja þessar upplýsingar fram á því sniði<br />

sem tilgreint er í 111. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.<br />

2. Upplýsingarnar, sem tilgreindar eru í 1. mgr., skulu<br />

uppfærðar og skal hlutaðeigandi tilkynnandi eða tilkynnendur<br />

senda Efnastofnuninni tilkynningu þess efnis þegar ákvörðun<br />

hefur verið tekin um að breyta flokkun og merkingu efnisins í<br />

samræmi við endurskoðunina í 1. mgr. 15. gr.<br />

3. Efni sem sett eru á markað 1. desember 2010 eða síðar<br />

skulu tilkynnt í samræmi við 1. mgr. innan eins mánaðar frá<br />

því að þau eru sett á markað.<br />

Efni sem sett eru á markað fyrir 1. desember 2010 má þó<br />

tilkynna fyrir þann dag í samræmi við 1. mgr.<br />

41. gr.<br />

Samþykktar færslur<br />

Ef tilkynningarnar skv. 1. mgr. 40. gr. leiða til mismunandi<br />

færslna fyrir sama efnið í skránni, sem um getur í 42. gr., skulu<br />

tilkynnendur og skráningaraðilar leggja allt kapp á að koma sér<br />

saman um hvernig samþykkt færsla skuli færð í skrána.<br />

Tilkynnendurnir skulu greina Efnastofnuninni frá því.<br />

42. gr.<br />

Flokkunar- og merkingarskráin<br />

1. Efnastofnunin skal koma á fót og viðhalda flokkunar- og<br />

merkingarskrá í formi gagnagrunns.<br />

Upplýsingarnar sem tilkynntar eru í samræmi við 1. mgr. 40.<br />

gr. skulu færðar í skrána ásamt upplýsingum sem lagðar eru<br />

fram sem hluti af skráningu samkvæmt reglugerð (EB) nr.<br />

1907/2006.<br />

Þær upplýsingar í skránni sem samsvara upplýsingunum sem<br />

um getur í 1. mgr. 119. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006<br />

skulu gerðar aðgengilegar almenningi. Efnastofnunin skal veita<br />

tilkynnendum og skráningaraðilum, sem hafa lagt fram<br />

upplýsingar um viðkomandi efni í samræmi við 1. mgr. 29. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006, aðgang að öðrum<br />

upplýsingum um hvert efni í skránni. Efnastofnunin skal veita<br />

öðrum aðilum aðgang að slíkum upplýsingum, sbr. þó 118. gr. í<br />

þeirri reglugerð.<br />

2. Efnastofnunin skal uppfæra skrána þegar henni berast<br />

uppfærðar upplýsingar í samræmi við 2. mgr. 40. gr. eða 41. gr.<br />

3. Auk upplýsinganna, sem um getur í 1. mgr., skal<br />

Efnastofnunin, eftir atvikum, skrá eftirfarandi upplýsingar við<br />

hverja færslu:<br />

a) hvort til sé samræmd flokkun og merking fyrir þessa færslu<br />

á vettvangi Bandalagsins með skráningu í 3. hluta VI.<br />

viðauka,


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/23<br />

b) hvort færslan sé sameiginleg færsla skráningaraðila fyrir<br />

sama efnið skv. 1. mgr. 11. gr. reglugerðar (EB) nr.<br />

1907/2006,<br />

c) hvort tveir eða fleiri tilkynnendur eða skráningaraðilar hafi<br />

samþykkt færsluna í samræmi við 41. gr.<br />

d) hvort færslan sé ólík annarri færslu í skránni fyrir sama<br />

efnið.<br />

Upplýsingarnar, sem um getur í a-lið, skulu uppfærðar þegar<br />

ákvörðun hefur verið tekin í samræmi við 5. mgr. 37. gr.<br />

VI. BÁLKUR<br />

LÖGBÆR YFIRVÖLD OG FRAMFYLGD<br />

43. gr.<br />

Tilnefning lögbærra yfirvalda og eftirlitsyfirvalda og<br />

samvinna milli yfirvalda<br />

Aðildarríkin skulu tilnefna lögbært yfirvald eða lögbær<br />

yfirvöld, sem skulu bera ábyrgð á tillögum um samræmda<br />

flokkun og merkingu, og yfirvöld, sem skulu bera ábyrgð á því<br />

að þær skyldur sem eru settar fram í þessari reglugerð, séu<br />

uppfylltar.<br />

Lögbær yfirvöld og yfirvöldin sem bera ábyrgð á framfylgd<br />

skulu vinna saman að því að leysa af hendi verkefni sín<br />

samkvæmt þessari reglugerð og veita í þessu skyni<br />

samsvarandi yfirvöldum annarra aðildarríkja allan<br />

nauðsynlegan stuðning sem að gagni kann að koma.<br />

44. gr.<br />

Þjónustuborð<br />

Aðildarríkin skulu setja á laggirnar þjónustuborð í því skyni að<br />

veita framleiðendum, innflytjendum, dreifingaraðilum,<br />

eftirnotendum og öðrum hagsmunaaðilum ráðgjöf um ábyrgð<br />

þeirra og skyldur samkvæmt þessari reglugerð.<br />

45. gr.<br />

Tilnefning stofnana sem bera ábyrgð á viðtöku upplýsinga<br />

um viðbúnað í neyðartilvikum sem varða lýðheilsu<br />

1. Aðildarríkin skulu tilnefna stofnun eða stofnanir sem skulu<br />

bera ábyrgð á viðtöku upplýsinga frá innflytjendum og<br />

eftirnotendum, sem setja blöndur á markað, og varða aðallega<br />

mótun ráðstafana til forvarna og lækninga, einkum þegar um er<br />

að ræða viðbúnað í neyðartilvikum sem varða lýðheilsu. Þessar<br />

upplýsingar skulu fela í sér efnasamsetningu blandna sem eru<br />

settar á markað og flokkast sem hættulegar á grundvelli þeirra<br />

áhrifa sem þær hafa á heilbrigði eða eðlisfræðilegra áhrifa<br />

þeirra, þ.m.t. efnafræðilegt auðkenni efna í blöndum sem<br />

beiðni um notkun á staðgönguefnaheiti hefur verið samþykkt<br />

fyrir af hálfu Efnastofnunarinnar í samræmi við 24. gr.<br />

2. Tilnefndar stofnanir skulu sjá um að tryggt sé að<br />

þagnarskylda sé virt við meðferð upplýsinga sem tekið er við.<br />

Aðeins er heimilt að nota slíkar upplýsingar:<br />

a) til að uppfylla læknisfræðilegar kröfur um ráðstafanir til<br />

forvarna og lækninga, einkum í neyðartilvikum.<br />

og<br />

b) til að framkvæma tölfræðilega greiningu til að kanna á<br />

hvaða sviði gæti þurft að bæta ráðstafanir vegna<br />

áhættustjórnunar, sé þess krafist af aðildarríkinu.<br />

Upplýsingarnar skulu ekki notaðar í öðrum tilgangi.<br />

3. Tilnefndar stofnanir skulu hafa aðgang að öllum<br />

nauðsynlegum upplýsingum frá þeim innflytjendum og<br />

eftirnotendum sem bera ábyrgð á markaðssetningu til að<br />

framkvæma þau verkefni sem þeim eru falin.<br />

4. Eigi síðar en 20. janúar 2012 skal framkvæmdastjórnin<br />

framkvæma endurskoðun til að meta hvort unnt sé að samræma<br />

upplýsingarnar, sem um getur í 1. mgr., þ.m.t. að ákvarða snið<br />

fyrir framlagningu upplýsinga frá innflytjendum og<br />

eftirnotendum til tilnefndra stofnana. Á grundvelli þessarar<br />

endurskoðunar og að höfðu samráði við viðkomandi<br />

hagsmunaaðila eins og samtök evrópskra eitrunarmiðstöðva og<br />

klínískra eiturefnafræðinga (e. European Association of Poison<br />

Centres and Clinical Toxicologists (EAPCCT)) er<br />

framkvæmdastjórninni heimilt að samþykkja reglugerð þar sem<br />

viðauka er bætt við þessa reglugerð.<br />

Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta<br />

veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar með því að bæta við<br />

hana, í samræmi við stjórnsýslumálsmeðferð með eftirliti, sem<br />

um getur í 3. mgr. 54. gr.<br />

46. gr.<br />

Framfylgd og skýrslugjöf<br />

1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir,<br />

þ.m.t. að halda úti kerfi fyrir opinbert eftirlit, til að tryggja að<br />

efni og blöndur séu ekki sett á markað nema þau hafi verið<br />

flokkuð, merkt, tilkynnt og þeim pakkað í samræmi við þessa<br />

reglugerð.<br />

2. Eigi síðar en 1. júlí fimmta hvert ár skulu aðildarríkin<br />

leggja skýrslu fyrir Efnastofnunina um niðurstöður úr opinberu<br />

eftirliti og aðrar framfylgdarráðstafanir sem gripið hefur verið<br />

til. Fyrstu skýrslunni skal skilað eigi síðar en 20. janúar 2012.<br />

Efnastofnunin skal láta framkvæmdastjórninni í té þessar<br />

skýrslur og skal hún taka tillit til þeirra í skýrslu sinni skv.<br />

117. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.<br />

3. Framkvæmdartorgið, sem um getur í f-lið 1. mgr. 76. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006, skal annast þau verkefni sem<br />

tilgreind eru í a- til g-lið 4. mgr. 77. gr. reglugerðar (EB) nr.<br />

1907/2006 um framkvæmd þessarar reglugerðar.


Nr. 52/24 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

47. gr.<br />

Viðurlög við brotum á ákvæðum<br />

Aðildarríkin skulu ákveða viðurlög við brotum á ákvæðum<br />

þessarar reglugerðar og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til<br />

að tryggja að þessari reglugerð verði beitt. Viðurlögin skulu<br />

vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og hafa letjandi áhrif.<br />

Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þessi<br />

ákvæði eigi síðar en 20. júní 2010 og skulu tilkynna án tafar<br />

um síðari breytingar sem hafa áhrif á þau.<br />

VII. BÁLKUR<br />

ALMENN ÁKVÆÐI OG LOKAÁKVÆÐI<br />

48. gr.<br />

Auglýsingar<br />

1. Í öllum auglýsingum fyrir efni, sem er flokkað sem<br />

hættulegt, skal tiltaka þann hættuflokk eða þá hættuundirflokka<br />

sem um ræðir.<br />

2. Í öllum auglýsingum fyrir blöndu, sem er flokkuð sem<br />

hættuleg eða fellur undir 6. mgr. 25. gr., skal þess getið hvers<br />

konar hætta eða hættur eru tilgreindar á merkimiðanum ef<br />

einstaklingum er gert kleift að gera samning um kaup án þess<br />

að hafa séð merkimiðann.<br />

Fyrsta undirgreinin er með fyrirvara um tilskipun<br />

Evrópuþingsins og ráðsins 97/7/EB frá 20. maí 1997 um<br />

neytendavernd að því er varðar fjarsölusamninga ( 1 ).<br />

49. gr.<br />

Skylda að varðveita upplýsingar og beiðnir um upplýsingar<br />

1. Birgirinn skal taka saman allar upplýsingarnar sem hann<br />

notar fyrir flokkun og merkingu samkvæmt þessari reglugerð<br />

og geyma þær í a.m.k. 10 ár eftir að hann afhenti efnið eða<br />

blönduna síðast.<br />

Birgirinn skal varðveita þessar upplýsingar ásamt þeim<br />

upplýsingum sem krafist er í 36. gr. reglugerðar (EB)<br />

nr. 1907/2006.<br />

2. Ef um er að ræða birgi sem hættir starfsemi eða framselur<br />

hluta rekstrarins eða hann allan til þriðja aðila, skal sá aðili,<br />

sem er ábyrgur fyrir félagsslitum fyrirtækis birgisins eða sem<br />

tekur á sig ábyrgð á setningu viðkomandi efnis eða blöndu á<br />

markað, vera bundinn af skyldunni í 1. mgr. í stað birgisins.<br />

3. Lögbæru yfirvaldi eða eftirlitsyfirvöldum þess aðildarríkis<br />

sem birgir hefur staðfestu í eða Efnastofnuninni er heimilt að<br />

krefjast þess að birgirinn láti þeim í té allar þær upplýsingar<br />

sem um getur í fyrstu undirgrein 1. mgr.<br />

________________<br />

( 1 ) Stjtíð. EB L 144, 4.6.1997, bls. 19.<br />

Hafi Efnastofnunin hins vegar aðgang að þessum upplýsingum<br />

sem hluta af skráningu samkvæmt reglugerð (EB) nr.<br />

1907/2006, eða sem hluta af tilkynningu skv. 40. gr. þessarar<br />

reglugerðar, skal Efnastofnunin nota þessar upplýsingar og skal<br />

yfirvaldið snúa sér til Efnastofnunarinnar.<br />

50. gr.<br />

Verkefni Efnastofnunarinnar<br />

1. Efnastofnunin skal veita aðildarríkjunum og stofnunum<br />

Bandalagsins bestu vísinda- og tæknilegu ráðgjöf sem völ er á<br />

varðandi fyrirspurnir í tengslum við íðefni sem falla undir<br />

valdsvið hennar og sem vísað er til Efnastofnunarinnar í<br />

samræmi við þessa reglugerð.<br />

2. Skrifstofa Efnastofnunarinnar skal:<br />

a) veita iðnaðinum tæknilegar og vísindalegar leiðbeiningar<br />

og hjálpargögn, þar sem það á við, til að uppfylla þær skyldur<br />

sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð,<br />

b) veita lögbærum yfirvöldum tæknilegar og vísindalegar<br />

leiðbeiningar um framkvæmd þessarar reglugerðar og veita<br />

þjónustuborðunum, sem aðildarríkin koma á fót skv. 44. gr.,<br />

aðstoð.<br />

51. gr.<br />

Ákvæði um frjálsan flutning<br />

Aðildarríkjunum er ekki heimilt af ástæðum er varða flokkun,<br />

merkingu og pökkun efna og blandna í skilningi þessarar<br />

reglugerðar að banna, takmarka eða hindra setningu efnis eða<br />

blöndu á markað sem er í samræmi við þessa reglugerð og, eftir<br />

því sem við á, gerðir Bandalagsins sem eru samþykktar til<br />

framkvæmdar þessari reglugerð.<br />

52. gr.<br />

Verndarákvæði<br />

1. Hafi aðildarríki gildar ástæður til að ætla að efni eða blanda<br />

skapi alvarlega hættu fyrir heilbrigði manna eða umhverfið,<br />

þrátt fyrir að uppfylla kröfur þessarar reglugerðar, af ástæðum<br />

er varða flokkun, merkingu eða pökkun er aðildarríkinu heimilt<br />

að gera viðeigandi bráðabirgðaráðstafanir. Aðildarríkið skal<br />

þegar í stað tilkynna framkvæmdastjórninni, Efnastofnuninni<br />

og hinum aðildarríkjunum um þetta og færa rök fyrir ákvörðun<br />

sinni.<br />

2. Í samræmi við stjórnsýslumálsmeðferðina, sem um getur í<br />

2. mgr. 54. gr., skal framkvæmdastjórnin innan 60 daga frá<br />

viðtöku upplýsinganna frá aðildarríkinu annaðhvort leyfa að<br />

gripið verði til bráðabirgðaráðstöfunarinnar í þann tíma sem<br />

tilgreindur er í ákvörðuninni eða krefjast þess að aðildarríkið<br />

afturkalli bráðabirgðaráðstöfunina.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/25<br />

3. Þegar um er að ræða leyfi fyrir bráðabirgðaráðstöfun sem<br />

tengist flokkun eða merkingu efnis, eins og um getur í 2. mgr.,<br />

skal lögbært yfirvald hlutaðeigandi aðildarríkis leggja tillögu<br />

fyrir Efnastofnunina um samræmda flokkun og merkingu í<br />

samræmi við málsmeðferðina, sem mælt er fyrir um í 37. gr.,<br />

innan þriggja mánaða frá ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar.<br />

53. gr.<br />

Aðlögun að framförum á sviði tækni og vísinda<br />

1. Framkvæmdastjórninni er heimilt að breyta og laga 6. gr.<br />

(5. mgr.), 11. gr. (3. mgr.), 12. gr., 14. gr., 18. gr. (b-liður 3.<br />

mgr.), 23. gr., 25. gr. til 29. gr. og 35. gr. (önnur og þriðja<br />

undirgrein 2. mgr.) og I. til VII. viðauka að framförum á sviði<br />

tækni og vísinda að teknu tilhlýðilegu tilliti til frekari þróunar á<br />

hnattsamræmda kerfinu, einkum allra breytinga sem gerðar eru<br />

á vettvangi SÞ varðandi notkun á upplýsingum um svipaðar<br />

blöndur, og með hliðsjón af þróuninni innan alþjóðlega<br />

viðurkenndra áætlana um íðefni og gögnum úr gagnasöfnum<br />

um slys. Samþykkja skal þessar ráðstafanir, sem er ætlað að<br />

breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar, í samræmi við<br />

stjórnsýslumálsmeðferðina með eftirliti, sem um getur í 3. mgr.<br />

54. gr. Ef málefnið er mjög brýnt er framkvæmdastjórninni<br />

heimilt að grípa til flýtimeðferðarinnar sem um getur í 4. mgr.<br />

54. gr.<br />

2. Aðildarríkin og framkvæmdastjórnin skulu stuðla að<br />

samræmingu á viðmiðunum fyrir flokkun og merkingu efna,<br />

sem eru þrávirk, safnast upp í lífverum og eru eitruð (PBT) og<br />

efna, sem eru mjög þrávirk og safnast upp í lífverum í miklum<br />

mæli (vPvB), með þeim hætti sem er viðeigandi fyrir hlutverk<br />

þeirra á viðeigandi sviðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.<br />

54. gr.<br />

Nefndarmeðferð<br />

1. Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndarinnar sem<br />

komið var á fót skv. 133. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006.<br />

2. Þar sem vísað er til þessarar málsgreinar skulu ákvæði 5.<br />

og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB gilda með hliðsjón af<br />

ákvæðum 8. gr. hennar.<br />

Fresturinn, sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 5. gr. tilskipunar<br />

1999/468/EB, skal vera þrír mánuðir.<br />

3. Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 1. til 4.<br />

mgr. 5. gr. a og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af<br />

ákvæðum 8. gr. hennar.<br />

4. Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda 1., 2., 4. og 6.<br />

mgr. 5. gr. a og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af<br />

ákvæðum 8. gr. hennar.<br />

55. gr.<br />

Breytingar á tilskipun 67/548/EBE<br />

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á tilskipun 67/548/EBE:<br />

1. Í 2. mgr. 1. gr. falli önnur undirgrein brott.<br />

2. Ákvæðum 4. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) í stað 3. mgr. komi eftirfarandi:<br />

„3. Ef færslu, sem inniheldur samræmda flokkun og<br />

merkingu fyrir tiltekið efni, hefur verið bætt við í 3.<br />

hluta VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og<br />

ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um<br />

flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna (*) skal<br />

efnið flokkað í samræmi við þá færslu og 1. og 2. mgr.<br />

gilda ekki um hættuflokkana sem falla undir þá færslu.<br />

(*) Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1“,<br />

b) öll 4. mgr. falli niður.<br />

3. Ákvæðum 5. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) önnur undirgrein 1. mgr. falli brott,<br />

b) í stað 2. mgr. komi eftirfarandi:<br />

„2. Ráðstafanirnar í fyrstu undirgrein 1. mgr. gilda þar<br />

til efnið hefur verið skráð í 3. hluta VI. viðauka við<br />

reglugerð (EB) nr. 1272/2008 fyrir hættuflokkana sem<br />

falla undir þá færslu eða þar til ákvörðun um að skrá<br />

það ekki hefur verið tekin í samræmi við<br />

málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 37. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1272/2008.“<br />

4. Í stað 6. gr. komi eftirfarandi:<br />

„6. gr.<br />

Rannsóknarskylda<br />

Framleiðendur, dreifingaraðilar og innflytjendur efna sem<br />

eru skráð í EINECS-skrána en hafa ekki verið skráð í 3.<br />

hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 skulu<br />

kynna sér með rannsókn þau gögn sem til eru og eru<br />

aðgengileg og varða eiginleika slíkra efna. Á grundvelli<br />

þessara upplýsinga skulu þeir setja hættuleg efni í umbúðir<br />

og merkja þau til bráðabirgða í samræmi við reglurnar sem<br />

mælt er fyrir um í 22. til 25. gr. þessarar tilskipunar og<br />

viðmiðanirnar í VI. viðauka við þessa tilskipun.“<br />

5. 3. og 4. mgr. 22. gr. falli niður,<br />

6. Ákvæðum 2. mgr. 23. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) Í a-lið komi orðin „3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008“ í stað „I. viðauka“,<br />

b) Í c-lið komi orðin „3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008“ í stað „I. viðauka“,


Nr. 52/26 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

c) Í d-lið komi orðin „3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008“ í stað „I. viðauka“,<br />

d) Í e-lið komi orðin „3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008“ í stað „I. viðauka“,<br />

e) Í f-lið komi orðin „3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008“ í stað „I. viðauka“.<br />

7. Ákvæði annarrar undirgreinar 4. mgr. 24. gr. falli brott,<br />

8. Ákvæði 28. gr. falli brott.<br />

9. 2. og 3. mgr. 31. gr. falli brott.<br />

10. Eftirfarandi grein bætist við á eftir 32. gr.:<br />

„32. gr. a<br />

Bráðabirgðaákvæði fyrir merkingu og pökkun efna<br />

Ákvæði 22. til 25. gr. gilda ekki um efni frá 1. desember<br />

2010.“<br />

11. I. viðauki falli brott.<br />

56. gr.<br />

Breytingar á tilskipun 1999/45/EB<br />

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á tilskipun 1999/45/EB:<br />

1. Í fyrsta undirlið 2. mgr. 3. gr. skal „3. hluta VI. viðauka við<br />

reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008<br />

frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun<br />

efna og blandna (*) koma í stað orðanna „I. viðauka við<br />

tilskipun 67/548/EBE“.<br />

(*) Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1“,<br />

2. Í stað orðanna „I. viðauka við tilskipun 67/548/EBE“ komi<br />

orðin „3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr.<br />

1272/2008“ í:<br />

a) 3. mgr. 3. gr.,<br />

b) lið 2.3.1, 2.3.2, 2.3.3 og fyrsta undirlið í lið 2.4 í 2.<br />

mgr. 10. gr.,<br />

c) a- og b-lið II. viðauka og síðustu málsgreininni í<br />

innganginum,<br />

d) A-hluta II. viðauka,<br />

— a- og b-lið liðar 1.1.1,<br />

— a- og b-lið liðar 1.2,<br />

— a- og b-lið liðar 2.1.1,<br />

— a- og b-lið liðar 2.2,<br />

— a- og b-lið liðar 2.3,<br />

— a- og b-lið liðar 3.1.1,<br />

— a- og b-lið liðar 3.3,<br />

— a- og b-lið liðar 3.4,<br />

— a- og b-lið liðar 4.1.1,<br />

— a- og b-lið liðar 4.2.1,<br />

— a- og b-lið liðar 5.1.1,<br />

— a- og b-lið liðar 5.2.1,<br />

— a- og b-lið liðar 5.3.1,<br />

— a- og b-lið liðar 5.4.1,<br />

— a- og b-lið liðar 6.1,<br />

— a- og b-lið liðar 6.2,<br />

— a- og b-lið liðar 7.1,<br />

— a- og b-lið liðar 7.2,<br />

— a- og b-lið liðar 8.1,<br />

— a- og b-lið liðar 8.2,<br />

— a- og b-lið liðar 9.1,<br />

— a- og b-lið liðar 9.2,<br />

— a- og b-lið liðar 9.3,<br />

— a- og b-lið liðar 9.4,<br />

e) inngangsmálsgrein B-hluta í II. viðauka,<br />

f) a- og b-lið inngangsins í III. viðauka,<br />

g) a-lið, lífríki í vatni, í A-hluta III. viðauka,<br />

— a- og b-lið liðar 1.1,<br />

— a- og b-lið liðar 2.1,<br />

— a- og b-lið liðar 3.1,<br />

— a- og b-lið liðar 4.1,<br />

— a- og b-lið liðar 5.1,<br />

— a- og b-lið liðar 6.1,


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/27<br />

h) a- og b-lið liðar 1.1 í b-lið, vistkerfi, önnur en<br />

vatnavistkerfi, í A-hluta III. viðauka,<br />

i) lið 3 og 4 í A-lið V. viðauka,<br />

j) lið 9 í B-lið V. viðauka,<br />

k) þriðja dálki töflunnar í 2. lið í A-hluta VI. viðauka,<br />

l) fyrstu undirgrein 1. liðar í B-hluta VI. viðauka og í<br />

fyrsta dálki töflunnar í 3. lið,<br />

m) öðrum dálki töflunnar í 1. viðbæti við VIII. viðauka,<br />

n) öðrum dálki töflunnar í 2. viðbæti við VIII. viðauka.<br />

3. Í fyrstu undirgrein 3. mgr. og 5. mgr. 1. liðar B-hluta í VI.<br />

viðauka skal „3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr.<br />

1272/2008“ koma í stað orðanna „I. viðauka“.<br />

4. Í síðustu málsgrein liðar 4.2 í B-hluta í VI. viðauka skal „3.<br />

hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008“ koma<br />

í stað orðanna „I. viðauka við tilskipun 67/548/EBE<br />

(19. aðlögun)“.<br />

57. gr.<br />

Breytingar á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 frá gildistöku<br />

þessarar reglugerðar<br />

Reglugerð (EB) nr. 1907/2006 breytist sem hér segir frá<br />

gildistöku þessarar reglugerðar:<br />

1. Ákvæðum 2. mgr. 14. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) Eftirfarandi komi í stað b-liðar:<br />

„b) sértæk styrkleikamörk sem sett eru fram í 3. hluta<br />

VI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og<br />

ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008<br />

um flokkun, merkingu og pökkun efna og<br />

blandna (*),<br />

ba) þröskuldsgildi í töflu 1.1 í I. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008 aðlagað með því að nota<br />

útreikninga sem settir eru fram í lið 4.1 í I. viðauka<br />

við þá reglugerð fyrir efni, sem flokkast sem<br />

hættuleg fyrir vatnsumhverfi, ef<br />

margföldunarstuðull (hér á eftir nefndur „Mstuðull“)<br />

hefur verið settur fram í 3. hluta<br />

VI. viðauka við þá reglugerð.<br />

(*) Stjtíð. ESB L 353, 31.12.2008, bls. 1“,<br />

b) Eftirfarandi komi í stað e-liðar:<br />

„e) sértæk styrkleikamörk sem eru tilgreind í<br />

samþykktri færslu í flokkunar- og<br />

merkingarskránni sem um getur í 42. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1272/2008,<br />

ea) þröskuldsgildi í töflu 1.1 í I. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008 aðlagað með því að nota<br />

útreikninga sem settir eru fram í lið 4.1 í I. viðauka<br />

við þá reglugerð fyrir efni, sem flokkast sem<br />

hættuleg fyrir vatnsumhverfi, ef M-stuðull hefur<br />

verið settur fram í samþykktri færslu í flokkunar-<br />

og merkingarskránni sem um getur í 42. gr. þeirrar<br />

reglugerðar“.<br />

2. Ákvæðum 31. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) í stað 8. mgr. komi eftirfarandi:<br />

„8. Öryggisblað skal afhent á pappír eða rafrænt án<br />

endurgjalds eigi síðar en á þeim degi sem efnið eða<br />

blandan er fyrst afhent“.<br />

b) Eftirfarandi málsgrein bætist við:<br />

„10. Ef efni eru flokkuð í samræmi við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008 á tímabilinu frá gildistöku hennar<br />

til 1. desember 2010 má bæta þeirri flokkun við á<br />

öryggisblaðið ásamt flokkuninni sem fram fer í<br />

samræmi við tilskipun 67/548/EBE.<br />

Frá 1. desember 2010 til 1. júní 2015 skulu<br />

öryggisblöðin fyrir efni innihalda flokkunina sem fram<br />

fer í samræmi við tilskipun 67/548/EBE sem og<br />

reglugerð (EB) nr. 1272/2008.<br />

Ef blöndur eru flokkaðar í samræmi við reglugerð (EB)<br />

nr. 1272/2008 á tímabilinu frá gildistöku hennar til 1.<br />

júní 2015 má bæta þeirri flokkun við á öryggisblaðið<br />

ásamt flokkuninni sem fram fer í samræmi við tilskipun<br />

1999/45/EBE. Til 1. júní 2015 skal þessi flokkun koma<br />

fram á öryggisblaðinu þegar efni og blöndur eru bæði<br />

flokkuð og merkt í samræmi við reglugerð (EB)<br />

1272/2008 ásamt flokkuninni sem fram fer í samræmi<br />

við tilskipanir 67/548/EBE annars vegar og<br />

1999/45/EB hins vegar fyrir efnið, blönduna og<br />

efnisþætti hennar.“,<br />

3. Í stað b-liðar 6. mgr. 56. gr. komi eftirfarandi:<br />

„b) að því er varðar öll önnur efni sem eru undir lægstu<br />

styrkleikamörkunum sem eru tilgreind í tilskipun<br />

1999/45/EB eða í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008 sem leiðir til þess að blöndurnar<br />

eru flokkaðar sem hættulegar.“<br />

4. Ákvæðum 2. og 3. mgr. 59. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) eftirfarandi komi í stað annars málsliðar í 2. mgr.:<br />

„Málsskjölin geta, ef við á, takmarkast við tilvísun í<br />

færslu í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr.<br />

1272/2008.“


Nr. 52/28 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

b) Eftirfarandi komi í stað annars málsliðar í 3. mgr.:<br />

„Málsskjölin geta, ef við á, takmarkast við tilvísun í<br />

færslu í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB)<br />

nr. 1272/2008.“,<br />

5. Í c-lið 1. mgr. 76. gr. skal „V. bálki reglugerðar (EB)<br />

nr. 1272/2008“ koma í staðinn fyrir orðin „XI. bálki“.<br />

6. Ákvæðum 77. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) Eftirfarandi komi í stað fyrsta málsliðar e-liðar í 2.<br />

mgr.:<br />

„e) að koma á fót og viðhalda gagnagrunni eða -<br />

grunnum með upplýsingum um öll skráð efni, skrá<br />

yfir flokkun og merkingar ásamt samræmdu<br />

flokkunar- og merkingarskránni sem tekin er saman<br />

í samræmi við reglugerð (EB) nr. 1272/2008“.<br />

b) Í a-lið 3. mgr. skal „VI. til X. bálks“ koma í stað<br />

orðanna „VI. til XI. bálks“.<br />

7. XI. bálkur falli brott.<br />

8. I. og II. lið í XV. viðauka skal breytt sem hér segir:<br />

a) I. lið er breytt sem hér segir:<br />

i. fyrsti undirliður falli brott,<br />

ii. eftirfarandi komi í stað annars undirliðar:<br />

„— tilgreiningu CMR-efna, PBT-efna, vPvB-efna<br />

eða efnis sem gefur tilefni til jafnmikilla<br />

áhyggna í samræmi við 59. gr.“.<br />

b) Ákvæði 1. liðar í II. lið falli brott.<br />

9. Töflunni í XVII. viðauka er breytt sem hér segir:<br />

a) Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á dálkinum „Heiti<br />

efnisins, efnaflokkanna eða efnablöndunnar“:<br />

i. eftirfarandi komi í stað færslu 28, 29 og 30:<br />

„28. Efni sem eru tilgreind í 3. hluta VI. viðauka<br />

við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og eru<br />

flokkuð sem krabbameinsvaldar í undirflokk<br />

1A eða 1B (tafla 3.1) eða krabbameinsvaldar í<br />

1. eða 2. undirflokk (tafla 3.2) og tilgreind sem<br />

hér segir:<br />

— Krabbameinsvaldur í undirflokki 1A (tafla<br />

3.1)/krabbameinsvaldur í 1. undirflokki<br />

(tafla 3.2), tilgreindur í 1. viðbæti<br />

— Krabbameinsvaldur í undirflokki 1B (tafla<br />

3.1)/krabbameinsvaldur í 2. undirflokki<br />

(tafla 3.2), tilgreindur í 2. viðbæti<br />

29. Efni sem eru tilgreind í 3. hluta VI. viðauka<br />

við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og eru<br />

flokkuð sem kímfrumustökkbreytar,<br />

undirflokkur 1A eða 1B (tafla 3.1), eða<br />

stökkbreytar í 1. eða 2. undirflokk (tafla 3.2),<br />

og tilgreind sem hér segir:<br />

— Stökkbreytivaldur í undirflokki 1A (tafla<br />

3.1)/stökkbreytir í 1. undirflokki (tafla 3.2),<br />

tilgreindur í 3. viðbæti<br />

— Stökkbreytivaldur í undirflokki 1B (tafla<br />

3.1)/stökkbreytir í 2. undirflokki (tafla 3.2),<br />

tilgreindur í 4. viðbæti<br />

30. Efni sem eru tilgreind í 3. hluta VI. viðauka við<br />

reglugerð (EB) nr. 1272/2008 og eru flokkuð<br />

sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun,<br />

undirflokkur 1A eða 1B (tafla 3.1), eða efni<br />

sem hafa eiturhrif á æxlun, 1. eða<br />

2. undirflokkur (tafla 3.2), og tilgreind sem hér<br />

segir:<br />

— Efni sem hafa eiturhrif á æxlun,<br />

undirflokkur 1A fyrir skaðleg áhrif á<br />

kynstarfsemi og frjósemi eða þroskun (tafla<br />

3.1), eða efni sem hafa eiturhrif á æxlun, 1.<br />

undirflokkur með H60 (getur haft skaðleg<br />

áhrif á frjósemi) eða H61 (getur skaðað<br />

börn í móðurkviði) (tafla 3.2), tilgreind í<br />

5. viðbæti<br />

— Efni sem hafa eiturhrif á æxlun,<br />

undirflokkur 1B, skaðleg áhrif á<br />

kynstarfsemi og frjósemi eða þroskun (tafla<br />

3.1) eða efni sem hafa eiturhrif á æxlun, 2.<br />

undirflokkur með H60 (getur haft skaðleg<br />

áhrif á frjósemi) eða H61 (getur skaðað<br />

börn í móðurkviði) (tafla 3.2), tilgreind í<br />

6. viðbæti“.<br />

b) í dálkinum „Takmarkanir“ skal eftirfarandi koma í stað<br />

fyrsta undirliðar 1. liðar í færslu 28:<br />

„— annaðhvort viðeigandi sértæk styrkleikamörk sem<br />

tilgreind eru í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008 eða“.<br />

10. Eftirfarandi breytingar skulu gerðar á 1. til 6. viðbæti við<br />

XVII. viðauka:<br />

a) formálsorðunum skal breytt sem hér segir:<br />

i. í liðnum sem kallast „Efni“ skal „3. hluta VI.<br />

viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008“ koma í<br />

stað orðanna „I. viðauka við tilskipun<br />

67/548/EBE“,<br />

ii. í liðnum sem kallast „Skrárnúmer“ skal „3. hluta<br />

VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008“<br />

koma í stað orðanna „I. viðauka við tilskipun<br />

67/548/EBE“,<br />

iii. í liðnum sem kallast „Athugasemdir“ skal „1. hluta<br />

VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008“<br />

koma í stað orðanna „inngangi I. viðauka við<br />

tilskipun 67/548/EBE“.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/29<br />

iv. Eftirfarandi komi í stað athugasemdar A:<br />

„Athugasemd A:<br />

Með fyrirvara um 2. mgr. 17. gr. reglugerðar (EB)<br />

nr. 1272/2008 verður heiti efnisins að koma fram á<br />

merkimiðanum og skal nota eitt þeirra heita sem<br />

tilgreind eru í 3. hluta VI. viðauka við þá reglugerð.<br />

Í þeim hluta eru stundum notaðar almennar lýsingar<br />

á borð við „…sambönd“ eða „…sölt“. Í þeim<br />

tilvikum er birginum, sem setur slíkt efni á markað,<br />

skylt að skrá rétt efnaheiti á merkimiðann þar sem<br />

tilhlýðilegt tillit er tekið til liðar 1.1.1.4 í<br />

VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008.<br />

Ef efni er skráð í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008 skal, í samræmi við þá<br />

reglugerð, birta öll merkingaratriði sem varða<br />

hverja tiltekna flokkun, sem fellur undir færsluna í<br />

þeim hluta, á merkimiðanum ásamt viðeigandi<br />

merkingaratriðum fyrir aðra flokkun, sem fellur<br />

ekki undir þessa færslu, sem og öll önnur<br />

viðeigandi merkingaratriði í samræmi við 17. gr.<br />

þeirrar reglugerðar.<br />

Þegar efni tilheyra einum tilteknum efnaflokki í 3.<br />

hluta VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008<br />

skal birta öll merkingaratriði, sem varða hverja<br />

tiltekna flokkun sem fellur undir færsluna í þeim<br />

hluta, á merkimiðanum ásamt viðeigandi<br />

merkingaratriðum fyrir aðra flokkun, sem fellur<br />

ekki undir þessa færslu, sem og öll önnur<br />

viðeigandi merkingaratriði í samræmi við 17. gr.<br />

þeirrar reglugerðar.<br />

Ef efni tilheyra fleiri en einum efnaflokki í 3. hluta<br />

VI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 skal<br />

birta öll merkingaratriði sem varða hverja tiltekna<br />

flokkun, sem fellur undir báðar færslurnar í þeim<br />

hluta, á merkimiðanum ásamt viðeigandi<br />

merkingaratriðum fyrir aðra flokkun, sem fellur<br />

ekki undir þessa færslu, sem og öll önnur<br />

viðeigandi merkingaratriði í samræmi við 17. gr.<br />

þeirrar reglugerðar. Ef flokkunin er mismunandi<br />

fyrir færslurnar tvær fyrir sama hættuflokk eða<br />

áhrifategund skal styðjast við flokkunina sem<br />

endurspeglar ströngustu flokkunina“.<br />

v. Eftirfarandi komi í stað athugasemdar D:<br />

„Athugasemd D:<br />

Tiltekin efni, sem hafa tilhneigingu til sjálfkrafa<br />

fjölliðunar eða niðurbrots, eru yfirleitt markaðssett<br />

í stöðguðu formi. Þau eru skráð í slíku formi í<br />

3. hluta VI. viðauka við reglugerð (EB)<br />

nr. 1272/2008.<br />

Slík efni eru þó stundum sett á markað á óstöðguðu<br />

formi. Þá verður birgirinn, sem setur slíkt efni á<br />

markað, að tiltaka heiti efnisins á merkimiðanum<br />

ásamt orðinu „óstöðgaður“.“.<br />

vi. Athugasemd E falli brott.<br />

vii. Eftirfarandi komi í stað athugasemdar H:<br />

„Athugasemd H:<br />

Flokkun og merkimiði fyrir þetta efni gildir um þá<br />

hættu eða þær hættur sem tilgreindar eru í<br />

hættusetningunni eða -setningunum ásamt þeirri<br />

hættuflokkun sem tilgreind er. Kröfurnar í 4. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1272/2008 um birgja þessa<br />

efnis gilda fyrir alla aðra hættuflokka,<br />

áhrifategundir og hættuundirflokka.<br />

Endanlegi merkimiðinn skal vera í samræmi við<br />

kröfurnar í lið 1.2 í I. viðauka við reglugerð<br />

1272/2008“.<br />

viii. Eftirfarandi komi í stað athugasemdar K:<br />

„Athugasemd K:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem<br />

krabbameinsvald eða stökkbreytivald ef unnt er að<br />

sýna fram á að í því sé minna en 0,1% af 1,3bútadíeni<br />

(EINECS-númer 203-450-8), miðað við<br />

þyngd. Ef efnið er ekki flokkað sem<br />

krabbameinsvaldur eða stökkbreytivaldur skal<br />

a.m.k. nota varnaðarsetningarnar (V102-)V210-<br />

V403. Þessi athugasemd á aðeins við um tiltekin,<br />

flókin olíuefni í 3. hluta VI. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008“.<br />

ix. Eftirfarandi komi í stað athugasemdar S:<br />

„Athugasemd S:<br />

Ekki er endilega þörf á að merkja þetta efni skv. 17.<br />

gr. reglugerðar 1272/2008 (sjá lið 1.3 í I. viðauka<br />

þeirrar reglugerðar)“.<br />

b) Eftirfarandi komi í stað fyrirsagnarinnar í 1. viðbæti:<br />

„28. liður — Krabbameinsvaldar: undirflokkur 1A<br />

(tafla 3.1)/1. undirflokkur (tafla 3.2)“.<br />

c) Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. viðbæti:<br />

i. Í stað fyrirsagnarinnar komi „28. liður —<br />

Krabbameinsvaldar: undirflokkur 1B (tafla 3.1)/ 2.<br />

undirflokkur (tafla 3.2)“.


Nr. 52/30 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ii. Í færslunum með skrárnúmer 024-017-00-8, 611-<br />

024-001, 611-029-00-9, 611-030-00-4 og 650-017-<br />

00-8 skal „VI. viðauka við reglugerð (EB) nr.<br />

1272/2008“ koma í stað orðanna „I. viðauka við<br />

tilskipun 67/548/EBE“.<br />

d) Eftirfarandi komi í stað fyrirsagnarinnar í 3. viðbæti:<br />

„29. liður — Stökkbreytar: undirflokkur 1A (tafla<br />

3.1)/1. undirflokkur (tafla 3.2)“,<br />

e) Eftirfarandi komi í stað fyrirsagnarinnar í 4. viðbæti:<br />

„29. liður — Stökkbreytar: undirflokkur 1B (tafla<br />

3.1)/2. undirflokkur (tafla 3.2)“,<br />

f) Eftirfarandi komi í stað fyrirsagnarinnar í 5. viðbæti:<br />

„30. liður — Efni sem hafa eiturhrif á æxlun:<br />

undirflokkur 1A (tafla 3.1)/1. undirflokkur (tafla 3.2)“,<br />

g) Eftirfarandi komi í stað fyrirsagnarinnar í 6. viðbæti:<br />

„30. liður — Efni sem hafa eiturhrif á æxlun:<br />

undirflokkur 1B (tafla 3.1)/2. undirflokkur (tafla 3.2)“,<br />

11. Í öllum texta skjalsins komi „blanda“ eða „blöndur“ í stað<br />

orðsins „efnablanda“ eða „efnablöndur“ í skilningi 2. mgr.<br />

3. gr. reglugerðar (EB) 1907/2006.<br />

58. gr.<br />

Breytingar á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 frá 1. desember<br />

2010<br />

Reglugerð (EB) nr. 1907/2006 er breytt sem hér segir frá 1.<br />

desember 2010:<br />

1. Eftirfarandi komi í stað inngangsmálsliðar í 4. mgr. 14. gr.:<br />

„4. Ef skráningaraðilinn kemst að þeirri niðurstöðu, eftir að<br />

hafa farið í gegnum þrep a til d í 3. mgr., að efnið uppfylli<br />

viðmiðanirnar fyrir einhvern af eftirfarandi hættuflokkum<br />

eða hættuundirflokkum sem tilgreindir eru í I. viðauka við<br />

reglugerð (EB) nr. 1272/2008:<br />

a) hættuflokka 2.1 til 2.4, 2.6 og 2.7, 2.8, gerðir A og B,<br />

2.9, 2.10, 2.12, 2.13, 1. og 2. undirflokkur, 2.14, 1. og<br />

2. undirflokkur, 2.15, gerðir A til F,<br />

b) hættuflokka 3.1 til 3.6, 3.7, skaðleg áhrif á<br />

kynstarfsemi og frjósemi eða þroskun, 3.8, áhrif önnur<br />

en sljóleiki, 3.9 og 3.10,<br />

c) hættuflokk 4.1,<br />

d) hættuflokk 5.1,<br />

eða það er metið sem PBT-efni eða vPvB-efni, skal<br />

efnaöryggismat fela í sér eftirfarandi viðbótarþrep:“.<br />

2. Ákvæðum 31. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) Eftirfarandi komi í stað a-liðar 1. mgr.:<br />

„(a) ef efni uppfyllir viðmiðanir þannig að það flokkast<br />

sem hættulegt í samræmi við reglugerð (EB) nr.<br />

1272/2008 eða ef blanda uppfyllir viðmiðanir þannig<br />

að hún flokkast sem hættuleg í samræmi við tilskipun<br />

1999/45/EB eða“.<br />

b) Í stað 4. mgr. komi eftirfarandi:<br />

„4. Ef eftirnotandi eða dreifingaraðili fer ekki fram á<br />

það er ekki nauðsynlegt að láta öryggisblað fylgja<br />

efnum, sem eru hættuleg í samræmi við reglugerð (EB)<br />

nr. 1272/2008, eða blöndum, sem eru hættulegar í<br />

samræmi við tilskipun 199/45/EB, sem eru boðnar eða<br />

seldar almenningi, ef þeim fylgja svo miklar<br />

upplýsingar að notendur geta gert nauðsynlegar<br />

ráðstafanir að því er varðar heilsuvernd, öryggi og<br />

umhverfisvernd.“,<br />

3. í stað 1. mgr. 40. gr. komi eftirfarandi:<br />

„1. Efnastofnunin skal athuga allar tillögur að tilraunum<br />

sem settar eru fram í skráningarskjölum eða í skýrslu<br />

eftirnotanda og hafa að markmiði að afla<br />

upplýsinganna sem eru tilgreindar í IX. og X. viðauka<br />

og varða tiltekið efni. Setja skal í forgang skráningu<br />

efna sem geta haft eiginleika PBT-efna eða vPvB-efna,<br />

næmandi eiginleika og/eða krabbameinsvaldandi,<br />

stökkbreytandi eiginleika eða eiginleika sem valda<br />

eiturhrifum á æxlun (CMR-eiginleika), eða efni í magni<br />

sem er yfir 100 tonn á ári og eru notuð þannig að þau<br />

dreifast mjög víða og váhrifasvæðið er ekki skýrt<br />

afmarkað, að því tilskildu að þau uppfylli<br />

viðmiðanirnar fyrir einhvern af eftirtöldum<br />

hættuflokkum eða hættuundirflokkum sem tilgreindir<br />

eru í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008:<br />

a) hættuflokka 2.1 til 2.4, 2.6 og 2.7, 2.8, gerðir A og<br />

B, 2.9, 2.10, 2.12, 2.13, 1. og 2. undirflokkur, 2.14,<br />

1. og 2. undirflokkur, 2.15, gerðir A til F,<br />

b) hættuflokka 3.1 til 3.6, 3.7, skaðleg áhrif á<br />

kynstarfsemi og frjósemi eða þroskun, 3.8, áhrif<br />

önnur en sljóleiki, 3.9 og 3.10,<br />

c) hættuflokk 4.1,<br />

d) hættuflokk 5.1“.<br />

4. Í stað a-, b- og c-liðar 57. gr. komi eftirfarandi:<br />

„a) efni sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í<br />

hættuflokkinn krabbameinsvaldandi áhrif, undirflokkur<br />

1A eða 1B, í samræmi við lið 3.6 í I. viðauka við<br />

reglugerð (EB) nr. 1272/2008,<br />

b) efni sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í<br />

hættuflokkinn stökkbreytandi áhrif á kímfrumur,<br />

undirflokkur 1A eða 1B, í samræmi við lið 3.5 í I.<br />

viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008,


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/31<br />

c) efni sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í<br />

hættuflokkinn efni sem hafa eiturhrif á æxlun,<br />

undirflokkur 1A eða 1B, skaðleg áhrif á kynstarfsemi<br />

og frjósemi eða þroskun í samræmi við lið 3.7 í I.<br />

viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008“.<br />

5. Í 65. gr. komi „tilskipunar 67/548/EBE, reglugerðar (EB)<br />

nr. 1272/2008“ í stað „tilskipunar 67/548/EBE“.<br />

6. Í stað 2. mgr. 68. gr. komi eftirfarandi:<br />

„2. Ef um er að ræða efni, sem er eitt sér, í blöndu eða í<br />

hlut og uppfyllir viðmiðanirnar fyrir flokkun í<br />

hættuflokkana krabbameinsvaldandi áhrif, stökkbreytandi<br />

áhrif á kímfrumur eða eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1A<br />

eða 1B, og neytendur gætu notað og sem<br />

framkvæmdastjórnin hefur lagt til að takmarkanir verði<br />

settar fyrir að því er varðar notkun neytenda, skal breyta<br />

XVII. viðauka í samræmi við málsmeðferðina sem um<br />

getur í 4. mgr. 133. gr. Ákvæði 69. til 73. gr. gilda ekki“.<br />

7. Ákvæðum 119. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) eftirfarandi komi í stað a-liðar 1. mgr.:<br />

„a) heiti samkvæmt IUPAC-nafnakerfinu fyrir efni,<br />

sem uppfylla viðmiðanir fyrir einhvern af<br />

eftirfarandi hættuflokkum eða hættuundirflokkum,<br />

sem tilgreindir eru í I. viðauka við reglugerð (EB)<br />

nr. 1272/2008, sbr. þó f- og g-lið 2. mgr. þessarar<br />

greinar:<br />

— hættuflokka 2.1 til 2.4, 2.6 og 2.7, 2.8, gerðir A<br />

og B, 2.9, 2.10, 2.12, 2.13, 1. og 2.<br />

undirflokkur, 2.14, 1. og 2. undirflokkur, 2.15,<br />

gerðir A til F,<br />

— hættuflokka 3.1 til 3.6, 3.7, skaðleg áhrif á<br />

kynstarfsemi og frjósemi eða þroskun, 3.8,<br />

áhrif önnur en sljóleiki, 3.9 og 3.10,<br />

— hættuflokk 4.1,<br />

— hættuflokk 5.1.“,<br />

b) ákvæðum 2. mgr. er breytt sem hér segir:<br />

i. Í stað f-liðar komi eftirfarandi:<br />

„f) heiti samkvæmt IUPAC-nafnakerfinu fyrir efni,<br />

sem eru ekki í skráningarbið, sem um getur í alið<br />

1. mgr. þessarar greinar, í sex ár, sbr. þó<br />

24. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008“.<br />

ii. í stað inngangssetningarinnar í g-lið komi<br />

eftirfarandi:<br />

„g) heiti samkvæmt IUPAC-nafnakerfinu fyrir<br />

efni, sem um getur í a-lið 1. mgr. þessarar<br />

greinar, sem eru einungis notuð í einu eða<br />

fleiri eftirtöldum atvikum, sbr. þó 24. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1272/2008:“.<br />

8. í stað annars málsliðar inngangssetningar 1. mgr. 138. gr.<br />

komi eftirfarandi:<br />

„Að því er varðar efni, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun í hættuflokkana krabbameinsvaldandi áhrif,<br />

stökkbreytandi áhrif á kímfrumur eða eiturhrif á æxlun,<br />

undirflokkur 1A eða 1B, í samræmi við reglugerð (EB) nr.<br />

1272/2008, skal endurskoðunin þó fara fram fyrir 1. júní<br />

2014“.<br />

9. Texta III. viðauka er breytt sem hér segir:<br />

a) í stað a-liðar komi:<br />

„a) efni, sem telja má (þ.e. með því að styðjast við<br />

megindleg vensl byggingar og virkni ((Q)SAR) eða<br />

önnur gögn) líklegt að uppfylli viðmiðanir fyrir<br />

flokkun í undirflokk 1A eða 1B í hættuflokkunum<br />

fyrir krabbameinsvaldandi áhrif, stökkbreytandi<br />

áhrif á kímfrumur eða eituráhrif á æxlun eða<br />

viðmiðanirnar í XIII. viðauka“.<br />

b) í stað ii. liðar í b-lið komi eftirfarandi:<br />

„ii) sem telja má (þ.e. með því að styðjast við<br />

megindleg vensl byggingar og virkni ((Q)SAR) eða<br />

önnur gögn) líklegt að uppfylli viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun í hættuflokka eða áhrifategundir er varða<br />

heilbrigðis- eða umhverfishættur samkvæmt<br />

reglugerð (EB) 1272/2008“.<br />

10. Í lið 8 í V. viðauka komi „reglugerð (EB) nr. 1272/2008“ í<br />

stað „tilskipun 67/548/EBE“.<br />

11. Í stað liðar 4.1, 4.2 og 4.3 í VI. viðauka komi eftirfarandi:<br />

„4.1 Hættuflokkun efnis eða efna í samræmi við<br />

beitingu I. og II. bálks reglugerðar (EB) nr.<br />

1272/2008 fyrir alla hættuflokka og<br />

hættuundirflokka í þeirri reglugerð.<br />

Einnig skal tilgreina, fyrir hverja færslu, ástæðurnar<br />

fyrir því að ekki er gefin upp flokkun fyrir<br />

hættuflokk eða áhrifategund hættuflokks (þ.e. ef<br />

upplýsingar skortir, þær eru ekki ótvíræðar eða ef<br />

þær eru ótvíræðar en ekki fullnægjandi til<br />

flokkunar).<br />

4.2 Hættumerking efnis eða efna í kjölfar beitingar III.<br />

bálks reglugerðar (EB) nr. 1272/2008.


Nr. 52/32 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

4.3 Sértæk styrkleikamörk, þar sem við á, í kjölfar<br />

beitingar 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008 og 4.<br />

til 7. gr. tilskipunar 1999/45/EB“.<br />

12. Texta VIII. viðauka er breytt sem hér segir:<br />

a) Í stað annars undirliðar í lið 8.4.2 í dálki 2 komi<br />

eftirfarandi:<br />

„— vitað er að efnið hefur krabbameinsvaldandi áhrif,<br />

undirflokkur 1A eða 1B, eða stökkbreytandi áhrif á<br />

kímfrumur, undirflokkur 1A, 1B eða 2.<br />

undirflokkur“.<br />

b) Í stað annarrar og þriðju málsgreinar í lið 8.7.1 í dálki 2<br />

komi eftirfarandi:<br />

„Ef vitað er að efni hefur skaðleg áhrif á frjósemi og<br />

það uppfyllir viðmiðanir fyrir flokkun sem efni sem<br />

hefur eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1A eða 1B: getur<br />

skaðað frjósemi (H360F), og fyrirliggjandi gögn eru<br />

fullnægjandi til að áhættumat sé áreiðanlegt þarf ekki<br />

að gera frekari frjósemisprófanir. Hins vegar kemur til<br />

greina að gera prófanir er varða eiturhrif á þroskun.<br />

Ef vitað er að efni hefur eiturhrif á þroskun og það<br />

uppfyllir viðmiðanir fyrir flokkun sem efni sem hefur<br />

eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1A eða 1B: Getur<br />

skaðað börn í móðurkviði (H360D), og fyrirliggjandi<br />

gögn eru fullnægjandi til að áhættumat sé áreiðanlegt<br />

þarf ekki að gera frekari prófanir á eiturhrifum á<br />

þroskun. Hins vegar skal koma til greina að gera<br />

prófanir er varða áhrif á frjósemi“.<br />

13. Í stað annarrar og þriðju málsgreinar í lið 8.7 í 2. dálki í IX.<br />

viðauka komi eftirfarandi:<br />

„Ef vitað er að efni hefur skaðleg áhrif á frjósemi og það<br />

uppfyllir viðmiðanir fyrir flokkun sem efni sem hefur<br />

eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1A eða 1B: getur skaðað<br />

frjósemi (H360F), og fyrirliggjandi gögn eru fullnægjandi<br />

til að áhættumat sé áreiðanlegt þarf ekki að gera frekari<br />

frjósemisprófanir. Hins vegar kemur til greina að gera<br />

prófanir er varða eiturhrif á þroskun.<br />

Ef vitað er að efni hefur eiturhrif á þroskun og það<br />

uppfyllir viðmiðanir fyrir flokkun sem efni sem hefur<br />

eiturhrif á æxlun undirflokkur 1A eða 1B: Getur skaðað<br />

börn í móðurkviði (H360D), og fyrirliggjandi gögn eru<br />

fullnægjandi til að áhættumat sé áreiðanlegt þarf ekki að<br />

gera frekari prófanir fyrir eiturhrif á þroskun. Hins vegar<br />

skal koma til greina að gera prófanir er varða áhrif á<br />

frjósemi“.<br />

14. Texta X. viðauka er breytt sem hér segir:<br />

a) Í stað annarrar og þriðju málsgreinar í lið 8.7 í dálki 2<br />

komi eftirfarandi:<br />

„Ef vitað er að efni hefur skaðleg áhrif á frjósemi og<br />

það uppfyllir viðmiðanir fyrir flokkun sem efni sem<br />

hefur eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1A eða 1B: getur<br />

skaðað frjósemi (H360F), og fyrirliggjandi gögn eru<br />

fullnægjandi til að áhættumat sé áreiðanlegt þarf ekki<br />

að gera frekari frjósemisprófanir. Hins vegar kemur til<br />

greina að gera prófanir er varða eiturhrif á þroskun.<br />

Ef vitað er að efni hefur eiturhrif á þroskun og það<br />

uppfyllir viðmiðanir fyrir flokkun sem efni sem hefur<br />

eiturhrif á æxlun, undirflokkur 1A eða 1B: getur skaðað<br />

börn í móðurkviði (H360D), og fyrirliggjandi gögn eru<br />

fullnægjandi til að áhættumat sé áreiðanlegt þarf ekki<br />

að gera frekari prófanir fyrir eiturhrif á þroskun. Hins<br />

vegar kemur til greina að gera prófanir er varða áhrif á<br />

frjósemi“.<br />

b) Í stað annars undirliðar fyrstu málsgreinar í lið 8.9.1 í<br />

dálki 2 komi eftirfarandi:<br />

„— efnið er flokkað sem kímfrumustökkbreytir, 2.<br />

undirflokkur, eða ef rannsókn eða rannsóknir með<br />

endurteknum skömmtum gefa vísbendingar um að<br />

efnið geti valdið vefjaauka og/eða<br />

foræxlismyndun.“<br />

c) Í stað annarrar málsgreinar í lið 8.9.1 í dálki 2 komi<br />

eftirfarandi:<br />

Ef efnið er flokkað sem kímfrumustökkbreytir,<br />

undirflokkur 1A eða 1B, er gengið út frá því að líklegt<br />

sé að gangvirki erfðaeiturhrifa fyrir<br />

krabbameinsvaldandi áhrif sé fyrir hendi. Í slíkum<br />

tilvikum er prófun á krabbameinsvaldandi áhrifum að<br />

öllu jöfnu óþörf.“.<br />

15. Í stað annars og þriðja undirliðar í lið 1.3 í XIII. viðauka<br />

komi eftirfarandi:<br />

„— Efnið er flokkað sem krabbameinsvaldandi<br />

(undirflokkur 1A eða 1B), efni sem hefur<br />

stökkbreytandi áhrif á kímfrumur (undirflokkur 1A eða<br />

1B) eða sem efni sem hefur eiturhrif á æxlun<br />

(undirflokkur 1A, 1B eða 2. undirflokkur) eða<br />

— aðrar vísbendingar eru um langvinn eiturhrif efnisins,<br />

sem tilgreind eru með flokkuninni sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri (endurtekin váhrif), 1. undirflokkur (um<br />

munn eða húð, við innöndun lofttegunda/gufu, við<br />

innöndun ryks/úða/reyks) eða 2. undirflokkur (um<br />

munn eða húð, við innöndun ryks/úða/reyks) í<br />

samræmi við reglugerð nr. 1272/2008“.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/33<br />

16. Í töflunni í XVII. viðauka er dálkinum „Heiti efnisins,<br />

efnaflokkanna eða blöndunnar“ breytt sem hér segir:<br />

a) Í stað 3. færslu komi eftirfarandi:<br />

„3. Fljótandi efni eða blöndur sem eru taldar<br />

hættulegar í samræmi við tilskipun 1999/45/EB eða<br />

sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir einhvern af<br />

eftirfarandi hættuflokkum eða hættuundirflokkum<br />

sem tilgreindir eru í I. viðauka við reglugerð (EB)<br />

nr. 1272/2008:<br />

a) hættuflokka 2.1 til 2.4, 2.6 og 2.7, 2.8, gerðir A<br />

og B, 2.9, 2.10, 2.12, 2.13, 1. og 2.<br />

undirflokkur, 2.14, 1. og 2. undirflokkur, 2.15,<br />

gerðir A til F,<br />

b) hættuflokka 3.1 til 3.6, 3.7, skaðleg áhrif á<br />

kynstarfsemi og frjósemi eða þroskun, 3.8,<br />

áhrif önnur en sljóleiki, 3.9 og 3.10,<br />

c) hættuflokk 4.1,<br />

d) hættuflokk 5.1.“,<br />

b) Í stað 40. færslu komi eftirfarandi:<br />

„40. Efni sem flokkast sem eldfimar lofttegundir, 1.<br />

eða 2. undirflokkur, eldfimir vökvar, 1., 2. eða 3.<br />

undirflokkur, eldfim föst efni, 1. eða 2.<br />

undirflokkur, efni og blöndur sem gefa frá sér<br />

eldfimar lofttegundir ef þau komast í snertingu við<br />

vatn, 1., 2. eða 3. undirflokkur, loftkveikjandi<br />

vökvar, 1. undirflokkur, eða loftkveikjandi föst<br />

efni, 1. undirflokkur, óháð því hvort þau eru<br />

tilgreind í 3. hluta VI. viðauka við þá reglugerð eða<br />

ekki“.<br />

59. gr.<br />

Breytingar á reglugerð (EB) nr. 1907/2006 frá 1. júní 2015<br />

Reglugerð (EB) nr. 1907/2006 er breytt sem hér segir frá<br />

1. júní 2015:<br />

1. Í stað 2. mgr. 14. gr. komi eftirfarandi:<br />

„2. Ekki þarf að vinna efnafræðilegt öryggismat í<br />

samræmi við 1. mgr. fyrir efni, sem er í blöndu, ef styrkur<br />

efnisins í blöndunni er minni en:<br />

a) þröskuldsgildið sem um getur í 3. mgr. 11. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1272/2008,<br />

b) 0,1% miðað við þyngd, uppfylli efnið viðmiðanirnar í<br />

XIII. viðauka við þessa reglugerð“.<br />

2. Ákvæðum 31. gr. er breytt sem hér segir:<br />

a) í stað a-liðar 1. mgr. komi eftirfarandi:<br />

„a) ef efni eða blanda uppfyllir viðmiðanir fyrir<br />

flokkun sem hættuleg í samræmi við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008 eða“<br />

b) í stað 3. mgr. komi eftirfarandi:<br />

„3. Birgirinn skal að beiðni viðtakandans sjá honum<br />

fyrir öryggisblaði, sem er tekið saman í samræmi<br />

við ákvæði II. viðauka, ef blanda uppfyllir ekki<br />

viðmiðanir fyrir flokkun sem hættuleg í samræmi<br />

við I. og II. bálk reglugerðar (EB) nr. 1272/2008 en<br />

inniheldur:<br />

a) a.m.k. eitt efni sem skapar hættu fyrir heilbrigði<br />

manna eða umhverfið og er eitt sér í styrk sem<br />

nemur ≥ 1% miðað við þyngd fyrir blöndu, sem<br />

er ekki loftkennd, og ≥ 0,2% miðað við rúmmál<br />

fyrir loftkennda blöndu eða<br />

b) a.m.k. eitt efni sem hefur krabbameinsvaldandi<br />

áhrif, 2. undirflokkur, eða hefur eiturhrif á<br />

æxlun, undirflokkur 1A, 1B eða 2.<br />

undirflokkur, er húðnæmir, 1. undirflokkur, er<br />

öndunarfæranæmir, 1. undirflokkur, eða hefur<br />

áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk<br />

eða er þrávirkt, safnast upp í lífverum og er<br />

eitrað (PBT), í samræmi við viðmiðanirnar sem<br />

eru settar fram í XIII. viðauka, eða er mjög<br />

þrávirkt og safnast í miklum mæli upp í<br />

lífverum (vPvB), í samræmi við viðmiðanirnar<br />

sem eru settar fram í XIII. viðauka, og er eitt<br />

sér í styrk sem nemur ≥ 0,1% miðað við þyngd<br />

í blöndu sem er ekki loftkennd eða hefur af<br />

öðrum ástæðum en þeim sem um getur í a-lið<br />

verið fært í skrána sem tekin var saman í<br />

samræmi við 1. mgr. 59. gr. eða<br />

c) efni sem fellur undir viðmiðunarmörk<br />

Bandalagins fyrir váhrif á vinnustöðum“,<br />

c) í stað 4. mgr. komi eftirfarandi:<br />

„4. Ef eftirnotandi eða dreifingaraðili fer ekki fram<br />

á það er ekki nauðsynlegt að láta öryggisblað<br />

fylgja hættulegum efnum eða blöndum, sem eru<br />

boðnar eða seldar almenningi, ef þeim fylgja<br />

svo miklar upplýsingar að notendur geta gert<br />

nauðsynlegar ráðstafanir að því er varðar<br />

heilsuvernd, öryggi og umhverfisvernd“.<br />

3. Í stað b-liðar 6. mgr. 56. gr. komi eftirfarandi:<br />

„b) að því er varðar öll önnur efni sem eru undir því gildi<br />

sem tilgreint er í 3. mgr. 11. gr. reglugerðar (EB) nr.<br />

1272/2008 sem leiðir til þess að blandan er flokkuð<br />

sem hættuleg“.


Nr. 52/34 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

4. í 65. gr. falli orðin „og tilskipunar 1999/45/EB“ brott.<br />

5. Ákvæðum II. viðauka er breytt sem hér segir:<br />

a) Í stað liðar 1.1 komi:<br />

„1.1. Auðkenning efnisins eða blöndunnar<br />

Heitið, sem notað er til auðkenningar efnis, skal<br />

vera hið sama og það sem ritað er á<br />

merkimiðann í samræmi við 2. mgr. 18. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1272/2008.<br />

Heitið, sem notað er til auðkenningar blöndu,<br />

skal vera hið sama og það sem ritað er á<br />

merkimiðann í samræmi við a-lið 3. mgr. 18.<br />

gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008“.<br />

b) Texti 1. nmgr. við fyrsta undirlið a-liðar í lið 3.3 falli<br />

brott,<br />

c) í stað liðar 3.6 komi:<br />

„3.6. Ef Efnastofnunin hefur samþykkt, í samræmi<br />

við 24. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, að<br />

heimilt sé að halda efnafræðilegu auðkenni<br />

efnis leyndu á merkimiðanum og á<br />

öryggisblaðinu skal efnafræðilegu eðli efnisins<br />

lýst í 3. lið til að tryggja örugga meðhöndlun.<br />

Heitið, sem notað er á öryggisblaðinu (einnig<br />

að því er varðar málsgrein 1.1, 3.2, 3.3 og 3.5),<br />

skal vera hið sama og notað er á<br />

merkimiðanum og samþykkt er í samræmi við<br />

málsmeðferðina sem sett er fram í 24. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1272/2008“.<br />

6. Í stað liðar 4.3 í VI. viðauka komi eftirfarandi:<br />

„4.3 Sértæk styrkleikamörk, þar sem við á, í kjölfar<br />

beitingar 10. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008“.<br />

7. Texta XVII. viðauka er breytt sem hér segir:<br />

a) í dálkinum „Heiti efnisins, efnaflokkanna eða<br />

blöndunnar“ í töflunni skulu orðin í færslu 3 „sem eru<br />

talin hættuleg í samræmi við tilskipun 1999/45/EB eða<br />

eru“ falla brott,<br />

b) í dálkinum „Takmarkanir“ í töflunni skal færslu 28<br />

breytt sem hér segir:<br />

i. í stað annars undirliðar í 1. lið komi eftirfarandi:<br />

„— viðeigandi almenn styrkleikamörk sem<br />

tilgreind eru í 3. hluta I. viðauka við reglugerð<br />

(EB) nr. 1272/2008“.<br />

ii. eftirfarandi komi í stað d-liðar í lið 2:<br />

„d) listmálaraliti sem falla undir reglugerð<br />

1272/2008“.<br />

60. gr.<br />

Niðurfelling<br />

Tilskipun 67/548/EBE og tilskipun 1999/45/EB skulu felldar úr<br />

gildi frá og með 1. júní 2015.<br />

61. gr.<br />

Bráðabirgðaákvæði<br />

1. Til 1. desember 2010 skulu efni flokkuð, merkt og þeim<br />

pakkað í samræmi við tilskipun 67/548/EBE.<br />

Til 1. júní 2015 skulu blöndur flokkaðar, merktar og þeim<br />

pakkað í samræmi við tilskipun 1999/45/EB.<br />

2. Þrátt fyrir aðra undirgrein 62. gr. þessarar reglugerðar og til<br />

viðbótar við kröfurnar í 1. mgr. þessarar greinar er heimilt að<br />

flokka, merkja og pakka efnum og blöndum fyrir 1. desember<br />

2010 annars vegar og 1. júní 2015 hins vegar, í samræmi við<br />

þessa reglugerð. Í því tilviki gilda ákvæðin um merkingu og<br />

pökkun í tilskipunum 67/548/EBE og 1999/EB ekki.<br />

3. Frá 1. desember 2010 til 1. júní 2015 skulu efni flokkuð í<br />

samræmi við bæði tilskipun 67/548/EBE og þessa reglugerð.<br />

Þau skulu merkt og þeim pakkað í samræmi við þessa<br />

reglugerð.<br />

4. Þrátt fyrir aðra undirgrein 62. gr. þessarar reglugerðar er<br />

þess ekki krafist að efni sem eru flokkuð, merkt og þeim<br />

pakkað í samræmi við tilskipun 67/548/EBE og hafa þegar<br />

verið sett á markað fyrir 1. desember 2010 séu merkt aftur og<br />

þeim umpakkað í samræmi við þessa reglugerð fyrr en 1.<br />

desember 2012.<br />

Þrátt fyrir aðra undirgrein 62. gr. þessarar reglugerðar er þess<br />

ekki krafist að blöndur sem eru flokkaðar, merktar og þeim<br />

umpakkað í samræmi við tilskipun 1999/45/EB og hafa þegar<br />

verið sett á markað fyrir 1. júní 2015 séu merktar aftur og þeim<br />

umpakkað í samræmi við þessa reglugerð fyrr en 1. júní 2017.<br />

5. Hafi efni eða blanda verið flokkuð í samræmi við tilskipun<br />

67/548/EBE eða 1999/45/EB fyrir 1. desember 2010 annars<br />

vegar eða 1. júní 2015 hins vegar er framleiðendum,<br />

innflytjendum og eftirnotendum heimilt að breyta flokkun<br />

efnisins eða blöndunnar með því að nota umbreytingartöfluna í<br />

VII. viðauka við þessa reglugerð.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/35<br />

6. Aðildarríki getur til 1. desember 2011 viðhaldið öllum<br />

gildandi og strangari flokkunum og merkingum fyrir efni sem<br />

eru tilgreind í 3. hluta VI. viðauka við þessa reglugerð, að því<br />

tilskildu að framkvæmdastjórninni hafi verið tilkynnt um þessa<br />

flokkun og merkingaratriði í samræmi við verndarákvæðið í<br />

tilskipun 67/548/EBE eigi síðar en 20. janúar 2009 og að<br />

aðildarríkið leggi tillögu fyrir Efnastofnunina um samræmda<br />

flokkun og merkingar, sem innihalda þessa flokkun og<br />

merkingaratriði, í samræmi við 1. mgr. 37. gr. þessarar<br />

reglugerðar eigi síðar en 1. júní 2009.<br />

Forsenda fyrir þessu er að framkvæmdastjórnin hafi ekki tekið<br />

ákvörðun fyrir 20. janúar 2009 um tillagða flokkun og<br />

merkingu í samræmi við verndarákvæði tilskipunar<br />

67/548/EBE.<br />

Ef tillögð, samræmd flokkun og merking, sem lögð er fram<br />

samkvæmt fyrstu undirgrein, er ekki tilgreind í 3. hluta VI.<br />

viðauka eða er tilgreind í breyttu formi í 3. hluta VI. viðauka í<br />

samræmi við 5. mgr. 37. gr. gildir undanþágan í fyrstu<br />

undirgrein þessarar málsgreinar ekki lengur.<br />

62. gr.<br />

Gildistaka<br />

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist<br />

í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.<br />

Ákvæði II., III. og IV. bálks gilda fyrir efni frá 1. desember<br />

2010 og fyrir blöndur frá 1. júní 2015.<br />

Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.<br />

Gjört í Strassborg 16. desember 2008.<br />

Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,<br />

H.-G. PÖTTERING B. LE MAIRE<br />

forseti. forseti.


Nr. 52/36 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

I. VIÐAUKI<br />

KRÖFUR ER VARÐA FLOKKUN OG MERKINGU HÆTTULEGRA EFNA OG BLANDNA<br />

Í þessum viðauka eru settar fram viðmiðanir fyrir flokkun í hættuflokka og áhrifategundir innan þeirra ásamt<br />

viðbótarákvæðum um hvernig uppfylla megi viðmiðanirnar.<br />

1. 1. HLUTI: ALMENNAR MEGINREGLUR UM FLOKKUN OG MERKINGU<br />

1.0. Skilgreiningar<br />

„Lofttegund“: efni sem:<br />

i. hefur gufuþrýsting sem er yfir 300 kPa (raunþrýstingur) við 50 o C eða<br />

ii. er algerlega í gasham við 20 o C við staðalþrýstinginn 101,3 kPa.<br />

„Vökvi“: efni eða blanda sem:<br />

i. hefur gufuþrýsting sem er ekki meiri en 300 kPa (3 bör) við 50 o C,<br />

ii. er ekki algerlega í gasham við 20 o C við staðalþrýstinginn 101,3 kPa og<br />

iii. hefur bræðslumark eða byrjar að bráðna við 20 o C eða lægri hita við staðalþrýstinginn 101,3 kPa.<br />

„Fast efni“: efni eða blanda sem fellur hvorki undir skilgreininguna um vökva né lofttegund.<br />

1.1. Flokkun efna og blandna<br />

1.1.0. Samvinna í því skyni að uppfylla kröfurnar í þessari reglugerð<br />

Birgjar í aðfangakeðju skulu vinna saman að því að uppfylla kröfurnar varðandi flokkun, merkingu og pökkun<br />

sem settar eru fram í þessari reglugerð.<br />

Birgjar í atvinnugrein geta unnið saman að því að uppfylla aðlögunarákvæðin í 61. gr. fyrir efni og blöndur sem<br />

settar eru á markað.<br />

Birgjar í atvinnugrein geta unnið saman með því að mynda net eða með öðrum hætti í því skyni að samnýta<br />

gögn og sérþekkingu við flokkun efna og blandna í samræmi við II. bálk þessarar reglugerðar. Við þessar<br />

kringumstæður skulu birgjar í atvinnugrein skjalfesta til fulls á hvaða grundvelli ákvarðanir um flokkun eru<br />

teknar og gera þessi skjöl tiltæk lögbærum yfirvöldum og, ef þess er óskað, viðeigandi eftirlitsyfirvöldum ásamt<br />

þeim gögnum og upplýsingum sem flokkunin byggist á. Ef birgjar í atvinnugrein vinna saman með þessum<br />

hætti ber hver birgir þó enn að fullu ábyrgð á flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, sem hann setur á<br />

markað, og því að uppfylla aðrar kröfur í þessari reglugerð.<br />

Þetta net má einnig nota til að skiptast á upplýsingum og bestu starfsvenjum til þess að einfalda efnd<br />

skuldbindinga um tilkynningarskyldu.<br />

1.1.1. Hlutverk og notkun sérfræðiálita og ákvarðana, sem byggjast á vægi rökstuddra vísbendinga<br />

1.1.1.1. Ef ekki er hægt að beita viðmiðunum beint á tilgreindar upplýsingar eða ef aðeins liggja fyrir þær upplýsingar<br />

sem um getur í 5. mgr. 6. gr. skal taka ákvörðun, sem byggist á vægi rökstuddra vísbendinga sem studdar eru<br />

sérfræðiáliti, í samræmi við 3. mgr. 9. gr. annars vegar eða 4. mgr. 9. gr. hins vegar.<br />

1.1.1.2. Aðferðin við að flokka blöndur getur falið í sér að fengið er sérfræðiálit á mörgum sviðum til að tryggja að hægt<br />

sé að nota fyrirliggjandi upplýsingar fyrir sem flestar blöndur í því skyni að vernda heilbrigði manna og<br />

umhverfið. Einnig gæti verið þörf á sérfræðiáliti við túlkun gagna fyrir hættuflokkun efna, einkum þegar taka<br />

þarf ákvarðanir sem byggjast á vægi rökstuddra vísbendinga.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/37<br />

1.1.1.3. Ákvörðun, sem byggist á vægi rökstuddra vísbendinga, felur í sér að allar fyrirliggjandi upplýsingar, sem eru<br />

notaðar til að ákvarða hættuna, eru metnar saman, t.d. niðurstöður úr viðeigandi prófunum í glasi, viðeigandi<br />

gögn um áhrif á dýr, upplýsingar frá beitingu efnaflokkaaðferðarinnar (þar sem ályktað er út frá efnaflokkum (e.<br />

grouping) eða byggingarlega hliðstæðum efnum (e. read-across)), niðurstöður varðandi megindleg vensl<br />

byggingar og virkni ((Q)SAR), reynsla manna, s.s. starfstengd gögn og gögn úr gagnagrunnum um slys,<br />

faraldsfræðirannsóknir og klínískar rannsóknir og vel rannsakaðar ferilskýrslur og athuganir. Gæðum og<br />

samkvæmni gagnanna skal gefið viðeigandi vægi. Upplýsingar um efni eða blöndur, sem tengjast efninu eða<br />

blöndunni, sem verið er að flokka, skulu teljast viðeigandi ásamt niðurstöðum úr rannsóknum á<br />

verkunarsvæðinu og gangvirki verkunar eða verkunarhættinum. Safna skal bæði jákvæðum og neikvæðum<br />

niðurstöðum saman í eina ákvörðun sem byggist á vægi rökstuddra vísbendinga.<br />

1.1.1.4. Þegar heilbrigðishættur eru flokkaðar (3. hluti) er venjulega hægt að rökstyðja flokkun með staðfestum<br />

hættulegum áhrifum, sem fram hafa komið í viðeigandi rannsóknum á dýrum eða sem menn hafa reynslu af og<br />

eru í samræmi við viðmiðanirnar fyrir flokkun. Ef vísbendingar um áhrif á menn og um áhrif á dýr liggja fyrir<br />

og misræmi er á milli þeirra skal meta gæði og áreiðanleika vísbendinga úr báðum áttum til að unnt sé að taka<br />

ákvörðun um flokkun. Fullnægjandi, áreiðanleg og lýsandi gögn um áhrif á menn (þ.m.t.<br />

faraldsfræðirannsóknir, vísindalega traustar raundæmarannsóknir, eins og tilgreint er í þessum viðauka, eða<br />

reynsla sem er studd tölfræðilegum gögnum) skulu almennt ganga framar öðrum gögnum. Jafnvel í vel<br />

hönnuðum og vönduðum faraldsfræðirannsóknum getur þó verið að þátttakendur séu ekki nógu margir til að<br />

unnt sé að greina áhrif, sem eru tiltölulega sjaldgæf en þó mikilvæg, eða til að hægt sé að meta mögulega<br />

misvísandi þætti. Þó að ekki séu til jákvæðar niðurstöður frá reynslu manna þarf það ekki endilega að hrekja<br />

jákvæðar niðurstöður úr vönduðum dýrarannsóknum en það krefst þess að traustleiki, gæði og tölfræðilegur<br />

styrkur gagnanna um bæði áhrif á menn og dýr séu metin.<br />

1.1.1.5. Þegar heilbrigðishættur eru flokkaðar (3. hluti) er váhrifaleið, upplýsingar um gangvirki verkunar og rannsóknir<br />

á efnaskiptum nauðsynlegir þættir til að ákvarða mikilvægi áhrifanna á menn. Heimila má vægari flokkun ef<br />

slíkar upplýsingar vekja efasemdir um mikilvægi áhrifa á menn, að því tilskildu að traustleiki og gæði gagnanna<br />

séu áreiðanleg. Ekki skal flokka efni eða blöndu ef rannsóknaniðurstöður sýna að gangvirki verkunar eða<br />

verkunarháttur hafi ekki áhrif á menn.<br />

1.1.2. Sértæk styrkleikamörk, M-stuðlar og almenn þröskuldsgildi<br />

1.1.2.1. Nota skal sértæk styrkleikamörk eða M-stuðla í samræmi við 10. gr.<br />

1.1.2.2. Þröskuldsgildi<br />

1.1.2.2.1. Þröskuldsgildi sýna hvort taka þarf tillit til þess, við flokkun efnis eða blöndu sem inniheldur hættulegt efni, að<br />

þetta hættulega efni er til staðar, hvort sem það er í formi tilgreindra óhreininda, aukefnis eða staks efnisþáttar<br />

(sjá 11. gr.).<br />

1.1.2.2.2. Þröskuldsgildin, sem um getur í 11. gr., eru eftirfarandi:<br />

a) Fyrir heilbrigðis- og umhverfishættur í 3., 4. og 5. hluta þessa viðauka gilda:<br />

i. sértæku styrkleikamörkin og viðeigandi almenna þröskuldsgildið í töflu 1.1, hvort heldur er lægra,<br />

þegar um er að ræða efni, sem hafa fengið sértæk styrkleikamörk fyrir viðeigandi hættuflokk eða<br />

áhrifategund, annaðhvort í 3. hluta VI. viðauka eða í flokkunar- og merkingarskránni, sem um getur í<br />

42. gr., enda sé hættuflokkurinn eða áhrifategundin tilgreind í töflu 1.1 eða<br />

ii. sértæku styrkleikamörkin sem eru annaðhvort sett í 3. hluta VI. viðauka eða í flokkunar- og<br />

merkingarskránni, þegar um er að ræða efni, sem hafa fengið sértæk styrkleikamörk fyrir viðeigandi<br />

hættuflokk eða áhrifategund, annaðhvort í 3. hluta VI. viðauka eða í flokkunar- og merkingarskránni,<br />

sem um getur í 42. gr., enda sé hættuflokkurinn eða áhrifategundin ekki tilgreind í töflu 1.1 eða<br />

iii. viðeigandi almenna þröskuldsgildið sem tilgreint er í töflu 1.1, þegar um er að ræða efni, sem hafa ekki<br />

fengið sértæk styrkleikamörk fyrir viðeigandi hættuflokk eða áhrifategund, annaðhvort í 3. hluta VI.<br />

viðauka eða í flokkunar- og merkingarskránni, sem um getur í 42. gr., enda sé hættuflokkurinn eða<br />

áhrifategundin tilgreind í töflu 1.1 eða<br />

iv. almennu styrkleikamörkin fyrir flokkun í viðeigandi liðum í 3., 4. og 5. hluta þessa viðauka, þegar um<br />

er að ræða efni, sem hafa ekki fengið sértæk styrkleikamörk fyrir viðeigandi hættuflokk eða<br />

áhrifategund, annaðhvort í 3. hluta VI. viðauka eða í flokkunar- og merkingarskránni, sem um getur í<br />

42. gr., enda sé hættuflokkurinn eða áhrifategundin ekki tilgreind í töflu 1.1.


Nr. 52/38 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

b) Fyrir umhverfishættur í vatni í lið 4.1 í þessum viðauka gilda:<br />

i. almenna þröskuldsgildið í töflu 1.1, aðlagað með því að nota útreikninga sem settir eru fram í lið 4.1 í<br />

þessum viðauka, þegar um er að ræða efni, sem hafa fengið M-stuðul fyrir viðeigandi hættuundirflokk,<br />

annaðhvort í 3. hluta VI. viðauka eða í flokkunar- og merkingarskránni sem um getur í 42. gr. eða<br />

ii. viðeigandi almenna þröskuldsgildið sem sett er fram í töflu 1.1. þegar um er að ræða efni sem hafa ekki<br />

fengið M-stuðul fyrir viðeigandi hættuundirflokk annaðhvort í 3. hluta VI. viðauka eða í flokkunar- og<br />

merkingarskránni sem um getur í 42. gr.<br />

Bráð eiturhrif<br />

Tafla 1.1<br />

Almenn þröskuldsgildi<br />

Hættuflokkur Almenn þröskuldsgildi sem taka skal tillit til<br />

— 1.–3. undirflokkur 0,1%<br />

— 4. undirflokkur 1%<br />

Húðæting/húðerting 1% ( 1 )<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting 1% ( 2 )<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi<br />

— Bráð eiturhrif í 1. undirflokki 0,1% ( 3 )<br />

— Langvinn eiturhrif í 1.<br />

undirflokki<br />

— Langvinn eiturhrif í 2.–4.<br />

undirflokki<br />

( 1 ) Eða < 1% þar sem við á, sjá lið 3.2.3.3.1.<br />

( 2 ) Eða < 1% þar sem við á, sjá lið 3.3.3.3.1.<br />

( 3 ) Eða < 0,1% þar sem við á, sjá lið 4.1.3.1.<br />

Athugasemd<br />

0,1% ( 3 )<br />

Almenn þröskuldsgildi eru gefin upp í þyngdarhlutföllum nema um sé að ræða loftkenndar blöndur en<br />

þá eru þau gefin upp í rúmmálshlutföllum.<br />

1.1.3. Brúunarreglur fyrir flokkun blandna þar sem prófunargögn liggja ekki fyrir að því er varðar blönduna í<br />

heild sinni<br />

1.1.3.1. Þynning<br />

Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða hættulega eiginleika hennar en næg gögn liggja fyrir um<br />

svipaðar prófaðar blöndur og um einstök hættuleg innihaldsefni hennar til að hægt sé að lýsa nægilega<br />

hættunum af blöndunni skal nota þessi gögn í samræmi við eftirfarandi brúunarreglur, sem um getur í 4. mgr. 9.<br />

gr., fyrir hvern hættuflokk í 3. og 4. hluta þessa viðauka, sbr. þó öll sértæk ákvæði um blöndur í hverjum<br />

hættuflokki.<br />

Ef blanda er þynnt út með efni (þynningarefni) sem er flokkað í sama eða lægri hættuundirflokk og<br />

hættuminnsta innihaldsefnið í upprunalegu blöndunni og sem ekki er búist við að breyti hættuflokkun annarra<br />

innihaldsefna hennar gildir eitt af eftirfarandi:<br />

— nýja blandan skal flokkuð sem jafnhættuleg og upprunalega blandan,<br />

— nota skal aðferðina, sem útskýrð er í hverjum lið 3. og 4. hluta fyrir flokkun blandna, þegar gögn liggja<br />

fyrir um alla eða aðeins suma efnisþætti blöndunnar,<br />

— þegar um er að ræða bráð eiturhrif skal nota aðferð við flokkun sem byggist á innihaldsefnum blöndunnar<br />

(samlegðarformúla).<br />

1%


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/39<br />

1.1.3.2. Framleiðslulotur<br />

Gera má ráð fyrir að hættuundirflokkurinn fyrir framleiðslulotu blöndu sé að mestu leyti sá sami og fyrir aðra<br />

framleiðslulotu af sömu verslunarvöru sem er framleidd af sama birgi, eða undir stjórn hans, nema ástæða sé til<br />

að ætla að um verulega breytingu sé að ræða þannig að hættuflokkun framleiðslulotunnar hafi breyst. Ef hið<br />

síðarnefnda gerist er nauðsynlegt að vinna nýtt mat.<br />

1.1.3.3. Styrkur í afar hættulegum blöndum<br />

Við flokkun blandna, sem falla undir liði 3.1, 3.2, 3.3, 3.8, 3.9, 3.10 og 4.1, gildir fyrir blöndur, sem eru í hæsta<br />

hættuundirflokki eða undirflokki hans, að ef styrkur innihaldsefna í blöndunni er aukinn skal nýja blandan sett í<br />

þann undirflokk eða í undirflokk hans án frekari prófana.<br />

1.1.3.4. Innreikningur innan eins undirflokks fyrir eiturhrif<br />

Við flokkun blandna, sem falla undir liði 3.1, 3.2, 3.3, 3.8, 3.9, 3.10 og 4.1, gildir eftirfarandi fyrir þrjár blöndur<br />

með nákvæmlega sömu hættulegu innihaldsefnin: ef blanda A og blanda B eru í sama hættuundirflokki og ef í<br />

blöndu C eru sömu virku hættulegu innihaldsefnin í styrk, sem liggur milli styrks þessara hættulegu efna í<br />

blöndum A og B, er gert ráð fyrir að blanda C sé í sama hættuundirflokki og blanda A og blanda B.<br />

1.1.3.5. Blöndur sem eru að mestu leyti svipaðar<br />

Forsendur eru sem hér segir:<br />

a) Tvær blöndur hafa hvor um sig tvö innihaldsefni:<br />

i. A + B<br />

ii. C + B,<br />

b) Styrkur innihaldsefnisins B er í meginatriðum sá sami í báðum blöndunum.<br />

c) Styrkur innihaldsefnisins A í blöndu (i) er jafnmikill og styrkur innihaldsefnisins C í blöndu (ii).<br />

d) Gögn um hættur, sem stafa af efni A og efni C, liggja fyrir og eru mjög sambærileg, þ.e. efnin eru í sama<br />

hættuundirflokki og eru ekki líkleg til að hafa áhrif á hættuflokkun efnisins B.<br />

Ef blanda (i) hefur þegar verið flokkuð í tiltekinn hættuflokk á grundvelli prófunargagna þá skal blanda (ii) sett í<br />

sama hættuflokk.<br />

1.1.3.6. Endurskoðun á flokkun ef samsetning blöndu hefur breyst<br />

Eftirfarandi vikmörk upphafsstyrks eru tilgreind fyrir beitingu á a-lið 2. mgr. 15. gr.:<br />

Tafla 1.2<br />

Brúunarreglur vegna breytinga í samsetningu blöndu<br />

Upphafsstyrksvið efnisþáttarins Leyfð vikmörk upphafsstyrks efnisþáttarins<br />

≤ 2,5% ± 30%<br />

2,5 < C ≤ 10% ± 20%<br />

10 < C ≤ 25% ± 10%<br />

25 < C ≤ 100% ± 5%


Nr. 52/40 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

1.1.3.7. Úðabrúsar<br />

1.2. Merking<br />

Við flokkun blandna, sem falla undir liði 3.1, 3.2, 3.3, 3.4, 3.8 og 3.9, gildir að blanda í úðabrúsa skal sett í<br />

sama hættuundirflokk og þegar hún er ekki í úðabrúsa, að því tilskildu að viðbætta drifefnið hafi ekki áhrif á<br />

hættulega eiginleika blöndunnar við úðun og fyrir liggi rannsóknaniðurstöður sem sýna fram á að blandan sé<br />

ekki hættulegri þegar hún er í úðabrúsa en þegar hún er ekki í úðabrúsa.<br />

1.2.1. Stærð og samsetning merkingaratriða<br />

1.2.1.1. Hættumerki, eins og mælt er fyrir um í V. viðauka, skulu vera með svörtu tákni á hvítum bakgrunni með<br />

rauðum ramma sem skal vera nægilega breiður svo hann sé auðsýnilegur.<br />

1.2.1.2. Hættumerki skulu vera tígullaga og standa á einu horninu. Hvert hættumerki á að þekja a.m.k. 1/15 af yfirborði<br />

samræmda merkimiðans en lágmarksstærð flatarins á að vera a.m.k. 1 cm 2 .<br />

1.2.1.3. Stærð merkimiðans skal vera sem hér segir:<br />

Tafla 1.3<br />

Stærð merkimiða<br />

Rúmmál umbúðanna Stærð (í mm)<br />

ekki umfram 3 lítra: a.m.k. 52 × 74 ef unnt er<br />

meira en 3 lítrar en ekki meira en 50 lítrar: a.m.k. 74 × 105<br />

meira en 50 lítrar en ekki meira en 500 lítrar: a.m.k. 105 × 148<br />

meira en 500 lítrar: a.m.k. 148 × 210<br />

1.3. Undanþágur frá merkingarkröfum í sérstökum tilvikum<br />

Eftirfarandi undanþágur gilda í samræmi við 23. gr.:<br />

1.3.1. Færanleg gashylki<br />

Að því er varðar færanleg gashylki er heimilt að nota einn af eftirfarandi valkostum fyrir gashylki sem rúma 150<br />

lítra vatns eða minna:<br />

a) Snið og stærð samkvæmt fyrirmælum í nýjustu útgáfu ISO-staðals 7225, „Gas cylinders — Precautionary<br />

labels“. Þá getur merkimiðinn borið almennt heiti eða iðnaðar- eða verslunarheiti efnisins eða blöndunnar,<br />

að því tilskildu að hættulegu efnin í viðkomandi blöndu séu tilgreind með skýrum og óafmáanlegum hætti<br />

utan á gashylkið.<br />

b) Upplýsingarnar, sem tilgreindar eru í 17. gr., eru veittar á endingargóðri upplýsingaplötu eða merkimiða<br />

sem er festur á hylkið.<br />

1.3.2. Gashylki undir própan, bútan eða fljótandi jarðolíugas (LPG)<br />

1.3.2.1. Ef própan, bútan og fljótandi jarðolíugas eða blanda, sem inniheldur þessi efni og er flokkuð í samræmi við<br />

viðmiðanirnar í þessum viðauka, er sett á markað í lokuðum, margnota gashylkjum eða einnota hylkjum, sem<br />

falla undir gildissvið EN 417, sem gas sem eingöngu er ætlað til brennslu (nýjasta útgáfa EN 417, „Nonrefillable<br />

metallic gas cartridges for liquefied petroleum gases, with or without a valve, for use with portable<br />

appliances; construction, inspection, testing and marking“) skulu þessi gashylki eða hylki einungis merkt með<br />

viðeigandi hættumerki og þeim hættu- og varnaðarsetningum sem varða eldfimi.<br />

1.3.2.2. Engar upplýsingar um áhrif á heilbrigði manna og umhverfið þurfa að koma fram á merkimiðanum. Þess í stað<br />

skal birgirinn veita eftirnotendum eða dreifingaraðilum upplýsingarnar, sem varða áhrif á heilbrigði manna og<br />

umhverfið, á öryggisblaðinu.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/41<br />

1.3.2.3. Almennum notendum skulu veittar nægar upplýsingar til að þeir geti gert nauðsynlegar ráðstafanir um<br />

heilsuvernd og öryggi.<br />

1.3.3. Úðabrúsar og ílát með loftþéttum úðabúnaði sem innihalda efni eða blöndur sem fá flokkun sem sýnir<br />

ásvelgingarhættu,<br />

Ekki er nauðsynlegt, að því er varðar beitingu liðar 3.10.4, að merkja efni og blöndur, sem flokkast í samræmi<br />

við viðmiðanirnar í liðum 3.10.2 og 3.10.3, með tilliti til þessarar hættu þegar þau eru sett á markað í<br />

úðabrúsum eða í ílátum með loftþéttum úðabúnaði.<br />

1.3.4. Gegnheilir málmar, málmblöndur, blöndur sem innihalda fjölliður, blöndur sem innihalda teygjuefni<br />

1.3.4.1. Samkvæmt þessum viðauka þarf ekki að setja merkimiða á gegnheila málma, málmblöndur, blöndur sem<br />

innihalda fjölliður og blöndur sem innihalda teygjuefni ef þau hafa ekki í för með sér hættu fyrir heilbrigði<br />

manna við innöndun, við inntöku eða í snertingu við húð eða fyrir vatnsumhverfi í því formi sem þau eru sett á<br />

markað þótt þau flokkist sem hættuleg í samræmi við viðmiðanirnar í þessum viðauka.<br />

1.3.4.2. Þess í stað skal birgirinn veita eftirnotendum eða dreifingaraðilum upplýsingarnar á öryggisblaðinu.<br />

1.3.5. Sprengifim efni sem sett eru á markað í því skyni að framkalla áhrif með sprengingum eða skoteldum<br />

Sprengifim efni, eins og um getur í lið 2.1, sem sett eru á markað í því skyni að framkalla áhrif með<br />

sprengingum eða skoteldum, skal einungis merkja og þeim pakkað í samræmi við kröfur varðandi sprengifim<br />

efni.<br />

1.4. Beiðni um notkun á staðgönguefnaheiti<br />

1.4.1. Einungis má samþykkja beiðnir um notkun á staðgönguefnaheiti skv. 24. gr.:<br />

I. ef viðmiðunarmörk Bandalagsins fyrir váhrif á vinnustöðum hafa ekki verið sett fyrir efnið og<br />

II. ef framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn getur sýnt fram á að notkun á staðgönguefnaheitinu<br />

uppfylli þá kröfu að veita nægar upplýsingar til að gera megi nauðsynlegar heilbrigðis- og<br />

varúðarráðstafanir á vinnustað og þá kröfu að tryggja að unnt sé að hafa stjórn á allri áhættu vegna<br />

meðhöndlunar blöndunnar og<br />

III. ef efnið er eingöngu flokkað í einn eða fleiri af eftirfarandi hættuundirflokkum:<br />

a) einhvern þeirra hættuundirflokka sem um getur í 2. hluta þessa viðauka,<br />

b) bráð eiturhrif, 4. undirflokkur,<br />

c) húðæting/húðerting, 2. undirflokkur,<br />

d) alvarlegur augnskaði/augnerting, 2. undirflokkur<br />

e) sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 2. eða 3. undirflokkur<br />

f) sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif, 2. undirflokkur<br />

g) hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn eiturhrif, 3. eða 4. undirflokkur.<br />

1.4.2. Val á efnaheitinu/-heitunum fyrir blöndur sem eru ætlaðar til ilmefna- eða ilmvatnsgerðar<br />

Þegar um er að ræða efni, sem finnast í náttúrunni, má nota eitt eða fleiri efnaheiti af gerðinni „ilmkjarnaolía<br />

úr…“ eða „kjarni úr…“, í stað efnaheita á efnisþáttum þessarar ilmkjarnaolíu eða -kjarna, eins og um getur í blið<br />

3. mgr. 18. gr.


Nr. 52/42 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

1.5. Undanþágur frá kröfum varðandi merkingu og umbúðir<br />

1.5.1. Undanþágur frá 31. gr. [1. mgr. 29. gr.]<br />

1.5.1.1. Þegar 1. mgr. 29. gr. gildir er heimilt að setja fram þau merkingaratriði, sem um getur í 17. gr., með einhverjum<br />

af eftirfarandi hætti:<br />

a) á merkimiðum með brotnu innleggi eða<br />

b) á lausum merkimiðum eða<br />

c) á ytri umbúðum.<br />

1.5.1.2. Á merkimiðanum á innri umbúðunum skulu a.m.k. vera hættumerki, vörukennið (e. product identifier), sem um<br />

getur í 18. gr., og nafn og símanúmer hjá birgi efnisins eða blöndunnar.<br />

1.5.2. Undanþágur frá 17. gr. [2. mgr. 29. gr.]<br />

1.5.2.1. Merking umbúða þar sem innihaldið er ekki yfir 125 ml<br />

1.5.2.1.1. Heimilt er að sleppa hættusetningunum og varnaðarsetningunum, sem tengjast hættuundirflokkunum hér á eftir,<br />

úr merkingaratriðunum sem krafist er í 17. gr.:<br />

a) ef innihald umbúðanna er ekki yfir 125 ml og<br />

b) ef efnið eða blandan flokkast í einn eða fleiri af eftirfarandi hættuundirflokkum:<br />

1) oxandi (eldmyndandi) lofttegundir í 1. undirflokk,<br />

2) lofttegundir undir þrýstingi,<br />

3) eldfimir vökvar í 2. eða 3. undirflokk,<br />

4) eldfim, föst efni í 1. eða 2. undirflokk,<br />

5) sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur, gerðir C til F,<br />

6) sjálfhitandi efni eða blöndur í 2. undirflokk,<br />

7) efni og blöndur sem við snertingu við vatn gefa frá sér eldfimar lofttegundir, í 1., 2. og 3. undirflokk,<br />

8) oxandi vökvar í 2. eða 3. undirflokk,<br />

9) oxandi, föst efni í 2. eða 3. undirflokk,<br />

10) lífræn peroxíð, gerðir C til F,<br />

11) bráð eiturhrif í 4. undirflokk, ef efnið eða blandan er ekki seld almenningi,<br />

12) húðerting í 2. undirflokk<br />

13) augnerting í 2. undirflokk<br />

14) sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti í 2. eða 3. undirflokk, ef efnið eða blandan er ekki<br />

seld almenningi,<br />

15) sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif í 2. undirflokk, ef efnið eða blandan er ekki seld<br />

almenningi,


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/43<br />

16) hættulegt fyrir vatnsumhverfi — bráð eiturhrif í 1. undirflokk,<br />

17) hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn eiturhrif í 1. eða 2. undirflokk.<br />

Undanþágurnar varðandi merkingu lítilla úðabrúsa (e. small packages of areosols) sem eldfimra, sem mælt<br />

er fyrir um í tilskipun 75/324/EBE, gilda um úðabrúsa (e. aerosol dispensers).<br />

1.5.2.1.2. Heimilt er að sleppa varnaðarsetningunum, sem tengjast hættuundirflokkunum hér að aftan, úr<br />

merkingaratriðunum sem krafist er skv. 17. gr.:<br />

a) ef innihald umbúðanna er ekki yfir 125 ml og<br />

b) ef efnið eða blandan flokkast í einn eða fleiri af eftirfarandi hættuundirflokkum:<br />

1) eldfimar lofttegundir í 2. undirflokk,<br />

2) eiturhrif á æxlun: áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk,<br />

3) hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn eiturhrif í 3. eða 4. undirflokk.<br />

1.5.2.1.3. Heimilt er að sleppa hættumerkinu, hættusetningunni og varnaðarsetningunni sem tengjast<br />

hættuundirflokkunum hér að aftan úr merkingaratriðunum sem krafist er skv. 17. gr.:<br />

a) ef innihald umbúðanna er ekki yfir 125 ml og<br />

b) ef efnið eða blandan flokkast í einn eða fleiri af eftirfarandi hættuundirflokkum:<br />

1) ætandi fyrir málma.<br />

1.5.2.2. Merking uppleysanlegra, einnota umbúða<br />

Á uppleysanlegum, einnota umbúðum er heimilt að sleppa þeim merkingaratriðum sem krafist er skv. 17. gr.:<br />

a) ef innihald uppleysanlegu umbúðanna fer ekki yfir 25 ml,<br />

b) ef innihaldið í uppleysanlegu umbúðunum er eingöngu flokkað í einn eða fleiri af hættuundirflokkunum í blið<br />

liðar 1.5.2.1.1 og<br />

c) ef uppleysanlegu umbúðirnar eru í ytri umbúðum sem uppfylla kröfurnar í 17. gr. að fullu.<br />

1.5.2.3. Liður 1.5.2.2 gildir ekki fyrir efni eða blöndur sem falla undir tilskipun 91/414/EBE eða 98/8/EB.


Nr. 52/44 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2. 2. HLUTI: EÐLISRÆNAR HÆTTUR<br />

2.1. Sprengifim efni<br />

2.1.1. Skilgreiningar<br />

2.1.1.1. Flokkurinn sprengifim efni tekur til<br />

a) sprengifimra efna og blandna,<br />

b) sprengifimra hluta, að undanskildum búnaði sem inniheldur sprengifim efni eða blöndur í slíku magni eða<br />

af því tagi að ræsing eða kveiking af gáleysi eða slysni hefur engin áhrif utan búnaðarins, hvorki í formi<br />

sprengibrota, elds, reyks, hita eða mikils hávaða, og<br />

c) efna, blandna og hluta sem ekki eru tilgreind í a- eða b-lið og eru framleidd í því skyni að framkalla áhrif<br />

með sprengingum eða flugeldum.<br />

2.1.1.2. Í þessari reglugerð er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:<br />

„sprengifimt efni eða blanda“: fast eða fljótandi efni eða blanda af efnum sem getur sjálft myndað lofttegund<br />

með efnahvörfum við slíkt hitastig og þrýsting og með slíkum hraða að valdi spjöllum á umhverfinu. Þetta á<br />

einnig við um skoteldaefni jafnvel þótt þau myndi ekki lofttegundir;<br />

„skoteldaefni eða blanda“: efni eða blanda af efnum sem er gerð til þess að framleiða varma, ljós, hljóð, gas eða<br />

reyk eða sambland slíkra áhrifa með sjálfbærum, útvermnum efnahvörfum án sprengingar.<br />

„óstöðugt, sprengifimt efni“: sprengifimt efni eða blanda sem er varmaóstöðug og/eða of viðkvæm fyrir<br />

venjulega meðhöndlun, flutning og notkun.<br />

„sprengifimur hlutur“: hlutur sem inniheldur eitt eða fleiri sprengifim efni eða blöndur.<br />

„flugeldavara“: vara sem inniheldur eitt eða fleiri skoteldaefni eða -blöndur.<br />

„efni sem er ætlað til notkunar sem sprengifimt efni“: efni, blanda eða hlutur sem er framleiddur í því skyni að<br />

framkalla áhrif með sprengingum eða flugeldum.<br />

2.1.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.1.2.1. Efni, blöndur og hlutir í þessum flokki eru flokkuð sem óstöðug, sprengifim efni á grundvelli flæðiritsins á<br />

mynd 2.1.2. Prófunaraðferðunum er lýst í tilmælum Sameinuðu þjóðanna um flutning á hættulegum farmi,<br />

Handbók um prófanir og viðmiðanir (e. UN Recommendations on the Transport of Dangerous Goods, Manual<br />

of Tests and Criteria), I. hluti.<br />

2.1.2.2. Efni, blöndur og hlutir í þessum flokki, sem eru ekki flokkuð sem óstöðug sprengifim efni, skulu sett í einn af<br />

eftirfarandi sex deiliflokkum eftir tegund þeirrar hættu sem þau hafa í för með sér:<br />

a) Deiliflokkur 1.1: Efni, blöndur og hlutir sem eru þess eðlis að þeim fylgir hætta á alsprengingu (alsprenging<br />

(e. mass explosion) er sprenging sem nær til því sem næst alls efnismagnsins nánast á augabragði).<br />

b) Deiliflokkur 1.2: Efni, blöndur og hlutir sem eru þess eðlis að hætta er á sprengibrotum en ekki hætta á<br />

alsprengingu.<br />

c) Deiliflokkur 1.3: Efni, blöndur og hlutir sem eru þess eðlis að hætta er á bruna og annaðhvort minni háttar<br />

hætta á höggbylgju eða minni háttar hætta á sprengibrotum en ekki hætta á alsprengingu:<br />

i. við bruna myndast talsverður geislunarvarmi eða<br />

ii. þau brenna hvert á eftir öðru og skapa minni háttar höggbylgju eða minni háttar þeytingu sprengibrota<br />

eða hvort tveggja.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/45<br />

d) Deiliflokkur 1.4: Efni, blöndur og hlutir sem eru þess eðlis að hafa ekki í för með sér neina verulega hættu:<br />

— efni, blöndur og hlutir sem eru þess eðlis að aðeins skapast lítils háttar hætta við ræsingu eða<br />

kveikingu. Áhrifin takmarkast að mestu við pakkann sjálfan og aðeins er líklegt að smágerð<br />

sprengibrot þeytist í burtu og þá aðeins skamman veg. Utanaðkomandi eldur má ekki valda sprengingu<br />

sem verður því sem næst á augabragði í nánast öllu innihaldi pakkans.<br />

e) Deiliflokkur 1.5: Mjög lítið viðkvæm efni eða blöndur sem búa yfir hættu á alsprengingu:<br />

— efni og blöndur sem búa yfir hættu á alsprengingu en eru svo lítt viðkvæm að mjög litlar líkur eru á<br />

kveikingu eða umbreytingu frá bruna yfir í sprengingu við venjuleg skilyrði.<br />

f) Deiliflokkur 1.6: Afar lítið viðkvæmir hlutir sem eru þess eðlis að ekki er hætta á alsprengingu:<br />

— hlutir sem aðeins innihalda afar lítið viðkvæm, sprengifim efni eða blöndur og eru þess eðlis að<br />

hverfandi líkur eru á kveikingu fyrir slysni og útbreiðslu sprengingar.<br />

2.1.2.3. Sprengifim efni, sem eru ekki flokkuð sem óstöðug, sprengifim efni, skulu flokkuð í einn af þeim sex<br />

deiliflokkum, sem um getur í lið 2.1.2.2 í þessum viðauka, á grundvelli 2. til 8. prófunarsyrpna í tilmælum<br />

Sameinuðu þjóðanna um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, I. hluti, í samræmi<br />

við niðurstöðurnar úr þeim prófunum sem mælt er fyrir um í töflu 2.1.1:<br />

Tafla 2.1.1<br />

Viðmiðanir fyrir sprengifim efni<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

Óstöðug, sprengifim efni eða<br />

sprengifim efni í deiliflokkum 1.1<br />

til 1.6<br />

Þegar um er að ræða sprengifim efni í deiliflokkum 1.1 til 1.6 þarf að<br />

framkvæma eftirfarandi grunnprófanir:<br />

Sprengifimi: skv. 2. prófunarsyrpu Sameinuðu þjóðanna (tilmæli<br />

Sameinuðu þjóðanna um flutning á hættulegum farmi, Handbók um<br />

prófanir og viðmiðanir, 12. liður). Efni, sem eru ætluð til notkunar sem<br />

sprengifim efni ( 1 ), skulu ekki prófuð með 2. prófunarsyrpu Sameinuðu<br />

þjóðanna.<br />

Viðkvæmni: skv. 3. prófunarsyrpu Sameinuðu þjóðanna (tilmæli<br />

Sameinuðu þjóðanna um flutning á hættulegum farmi, Handbók um<br />

prófanir og viðmiðanir, 13. liður).<br />

Hitastöðugleiki: samkvæmt prófun Sameinuðu þjóðanna 3c (tilmæli<br />

Sameinuðu þjóðanna um hættulegan farm, Handbók um prófanir og<br />

viðmiðanir, liður 13.6.1).<br />

Frekari prófanir eru nauðsynlegar til hægt sé að tilgreina réttan deiliflokk.<br />

( 1 ) Þetta tekur til efna, blandna og hluta sem eru framleidd í því skyni að framkalla áhrif með sprengingum eða flugeldum.<br />

2.1.2.4. Prófa skal sprengifim efni aftur ef þau eru ekki í umbúðum eða þeim er endurpakkað í aðrar umbúðir en þær<br />

upprunalegu eða í svipaðar umbúðir.<br />

2.1.3. Hættuboð<br />

Þegar um er að ræða efni, blöndur eða hluti, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk, skal<br />

nota merkingaratriði í samræmi við töflu 2.1.2.<br />

Athugasemd við töflu 2.1.2: öll eftirfarandi merkingaratriði skulu koma fram á sprengiefnum sem eru ekki í<br />

umbúðum eða sem er endurpakkað í aðrar umbúðir en þær upprunalegu eða í svipaðar umbúðir:<br />

a) hættumerkið: sprengja sem springur,<br />

b) viðvörunarorðið: „Hætta“ og<br />

c) hættusetningin: „sprengifim, hætta á alsprengingu“<br />

nema sýnt sé fram á að hættan samsvari einum af hættuundirflokkunum í töflu 2.1.2 en í því tilviki á að tilgreina<br />

viðeigandi tákn, viðvörunarorð og/eða hættusetningu.


Nr. 52/46 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Nr. 52/46<br />

Tafla 2.1.2<br />

Merkingaratriði fyrir sprengifim efni<br />

Flokkun Óstöðugt, sprengifimt efni Deiliflokkur 1.1 Deiliflokkur 1.2 Deiliflokkur 1.3 Deiliflokkur 1.4 Deiliflokkur 1.5 Deiliflokkur 1.6<br />

HSK-hættumerki<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Hætta Hætta Varúð Hætta Ekkert viðvörunarorð<br />

H205:<br />

Hætta á alsprengingu í<br />

bruna<br />

H204:<br />

Hætta á bruna eða<br />

sprengibrotum<br />

H203:<br />

Sprengifimt efni, hætta á<br />

bruna, höggbylgju eða<br />

sprengibrotum<br />

H202:<br />

Sprengifimt efni, mikil<br />

hætta á sprengibroti<br />

H201:<br />

Sprengifimt efni, hætta á<br />

alsprengingu<br />

H200:<br />

Óstöðugt, sprengifimt<br />

efni<br />

Hættusetning<br />

<strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Engin hættusetning<br />

Engin varnaðarsetning<br />

V210<br />

V230<br />

V240<br />

V250<br />

V280<br />

V210<br />

V240<br />

V250<br />

V280<br />

V210<br />

V230<br />

V240<br />

V250<br />

V280<br />

V210<br />

V230<br />

V240<br />

V250<br />

V280<br />

V210<br />

V230<br />

V240<br />

V250<br />

V280<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir V201<br />

V202<br />

V281<br />

Engin varnaðarsetning<br />

V370+V380<br />

V372<br />

V373<br />

V370+V380<br />

V372<br />

V373<br />

V370+V380<br />

V372<br />

V373<br />

V370+V380<br />

V372<br />

V373<br />

V370+V380<br />

V372<br />

V373<br />

V372<br />

V373<br />

V380<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

V401 V401 V401 V401 V401 V401 Engin varnaðarsetning<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

V501 V501 V501 V501 V501 V501 Engin varnaðarsetning<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

20.9.2012


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/47<br />

2.1.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

2.1.4.1. Flokkun efna, blandna og hluta í hættuflokkinn sprengifim efni og frekari skipting í deiliflokka er afar flókið<br />

þriggja þrepa ferli. Nauðsynlegt er að vísa til tilmæla Sameinuðu þjóðanna um flutning á hættulegum farmi,<br />

Handbók um prófanir og viðmiðanir, I. hluti.<br />

Á fyrsta þrepi er staðfest hvort efnið eða blandan hafi sprengifima eiginleika (1. prófunarsyrpa). Annað þrepið<br />

er samþykktarferlið (2. til 4. prófunarsyrpa) og þriðja þrepið er röðun í deiliflokka eftir hættuleika (5. til 7.<br />

prófunarsyrpa). Með prófunum í 8. prófunarsyrpu er metið hvort efni, sem kemur til greina að flokka sem<br />

„ammóníumnítratfleyti, -sviflausn eða -hlaup, milliefni fyrir sprengiefni (ammóníumnítratfleyti (ANE))“, sé<br />

nógu lítið viðkvæmt til að teljast oxandi vökvi (liður 2.13) eða oxandi, fast efni (liður 2.14).<br />

Sprengifim efni og blöndur, sem eru vætt með vatni eða alkóhólum eða þynnt með öðrum efnum til að halda<br />

sprengifimi þeirra niðri má, allt eftir eðliseiginleikum þeirra, meðhöndla á annan hátt, að því er varðar flokkun,<br />

og þau kunna að falla undir aðra hættuflokka (sjá einnig lið 1.1 í II. viðauka).<br />

Tilteknar eðlisrænar hættur (vegna sprengifimra eiginleika) breytast við þynningu, sem á t.d. við um óvirkjuð,<br />

sprengifim efni, þegar þeim er bætt við í blöndu eða hlut, þegar þeim er pakkað eða vegna annarra þátta.<br />

Aðferðin við flokkun er sett fram í eftirfarandi ákvörðunarferli (sjá myndir 2.1.1 til 2.1.4).


Nr. 52/48 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Mynd 2.1.1<br />

Heildaryfirlit yfir aðferðina við flokkun efnis, blöndu eða hlutar í flokknum sprengifim efni (1. flutningaflokkur)<br />

(*) Sjá tilmæli SÞ um flutning á hættulegum farmi, fyrirmyndir að reglugerðum, 15. endursk.<br />

útg., undirliður 2.1.2.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/49<br />

Mynd 2.1.2<br />

Aðferð við bráðabirgðasamþykki fyrir efni, blöndu eða hlut í flokknum sprengifim efni (1. flutningaflokkur)<br />

(*) Við flokkun skal byrja á 2. prófunarsyrpu.


Nr. 52/50 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Mynd 2.1.3<br />

Aðferð við röðun í deiliflokk í flokknum sprengifim efni (1. flutningaflokkur)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/51<br />

Mynd 2.1.4<br />

Aðferð við flokkun á ammóníumnítratfleyti, -sviflausnum eða -hlaupi


Nr. 52/52 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.1.4.2. Kembirannsókn<br />

Sprengifimir eiginleikar tengjast því hvort sameindin inniheldur tiltekna efnahópa sem geta hvarfast og valdið<br />

mjög snöggri hækkun á hitastigi eða þrýstingi. Kembirannsóknin miðar að því að staðfesta hvort slíkir<br />

hvarfgjarnir hópar séu fyrir hendi og möguleikann á snöggri orkulosun. Ef staðfest er með kembirannsókninni<br />

að efnið eða blandan sé mögulega sprengifim verður að fylgja samþykktaraðferðinni (sjá tilmæli SÞ um flutning<br />

á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 10.3.).<br />

Athugasemd<br />

Þess er hvorki krafist að framkvæmd sé prófun á útbreiðslu sprengingar (1. prófunarsyrpa, tegund a,), né prófun<br />

á viðkvæmni fyrir höggi sem veldur sprengingu (e. sensitivity to detonative shock), (2. prófunarsyrpa, tegund<br />

a), ef útvermin sundrunarorka lífrænna efna er minni en 800 J/g.<br />

2.1.4.3. Efni eða blanda skal ekki flokkast sem sprengifim:<br />

a) ef í sameindinni eru engir efnahópar sem tengjast sprengifimum eiginleikum. Dæmi um hópa sem gætu<br />

gefið til kynna sprengifima eiginleika eru tilgreind í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi,<br />

Handbók um prófanir og viðmiðanir, tafla A6.1 í 6. viðbæti; eða<br />

b) ef efnið inniheldur efnahópa sem í er súrefni og tengjast sprengifimum eiginleikum og reiknað<br />

súrefnisjafnvægi er undir -200.<br />

Súrefnisjafnvægið er reiknað fyrir efnahvarfið:<br />

CxHyOz+ [x+ (y/4)-(z/2)] O2 → x CO2 + (y/2) H2O<br />

með því að nota formúluna:<br />

súrefnisjafnvægi = – 1600 [2x + (y/2)-z]/mólþyngd;<br />

c) ef viðkomandi lífrænt efni eða einsleit blanda lífrænna efna hefur efnahópa sem tengjast sprengifimum<br />

eiginleikum en útvermin sundrunarorka er minni en 500 J/g og útvermin sundrun hefst við hitastig undir<br />

500ºC. Hægt er að ákvarða útvermnu sundrunarorkuna með því að nota viðeigandi varmamælingartækni;<br />

eða<br />

d) ef um er að ræða blöndur ólífrænna, oxandi efna og lífræns efnis eða efna og styrkur ólífræna, oxandi<br />

efnisins er:<br />

— minni en 15% að massahlutfalli, ef oxandi efnið er sett í 1. eða 2. undirflokk,<br />

— minni en 30% að massahlutfalli, ef oxandi efnið er sett í 3. undirflokk.<br />

2.1.4.4. Þegar um er að ræða blöndur sem innihalda einhver þekkt sprengifim efni verður að fylgja<br />

samþykktaraðferðinni.<br />

2.2. Eldfimar lofttegundir<br />

2.2.1. Skilgreining<br />

„Eldfim lofttegund“: lofttegund eða blanda af lofttegundum með sprengisvið í andrúmslofti við 20 o C og<br />

staðalþrýsting upp á 101,3 kPa.<br />

2.2.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.2.2.1. Eldfimar lofttegundir skulu flokkaðar í þennan flokk í samræmi við töflu 2.2.1:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/53<br />

Tafla 2.2.1<br />

Viðmiðanir fyrir eldfimar lofttegundir<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1<br />

2<br />

Athugasemd<br />

2.2.3. Hættuboð<br />

Fyrir flokkun á úðabrúsum, sjá lið 2.3.<br />

Lofttegundir sem við 20 o C og við staðalþrýstinginn 101,3 kPa:<br />

a) eru eldfimar þegar þær eru í blöndu við loft í styrknum 13% eða minna, miðað við<br />

rúmmál, eða<br />

b) hafa sprengisvið í andrúmslofti sem nær yfir a.m.k. 12 hundraðshluta, óháð lægri<br />

mörkum sprengisviðsins.<br />

Lofttegundir, aðrar en þær sem eru í 1. undirflokki, sem hafa sprengisvið í andrúmslofti<br />

við 20 o C og staðalþrýsting 101,3 kPa.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.2.2.<br />

Tafla 2.2.2<br />

Merkingaratriði fyrir eldfimar lofttegundir<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

HSK-hættumerki<br />

Engin táknmynd<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H220:<br />

Afar eldfim lofttegund<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.2.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

H221:<br />

Eldfim lofttegund<br />

V210 V210<br />

V377<br />

V381<br />

V377<br />

V381<br />

V403 V403<br />

2.2.4.1. Ákvarða skal eldfimi með prófunum eða, þegar um er að ræða blöndur þar sem fyrir liggja fullnægjandi gögn,<br />

með útreikningi í samræmi við aðferðirnar sem samþykktar eru af Alþjóðlegu staðlasamtökunum (sjá ISO<br />

10156 með áorðnum breytingum, „Gases and gas mixtures — Determination of fire potential and oxidising<br />

ability for the selection of cylinder valve outlet“). Ef ekki liggja fyrir næg gögn til að nota þessar aðferðir er<br />

hægt að nota prófunaraðferð EN 1839 með áorðnum breytingum („Ákvörðun á sprengimörkum lofttegunda og<br />

gufa“).<br />

2.3. Úðabrúsar með eldfimum efnum<br />

2.3.1. Skilgreiningar<br />

„Úðabrúsar (e. aerosols/aerosol dispensers)“: öll einnota hylki úr málmi, gleri eða plasti sem innihalda<br />

lofttegund sem er samþjöppuð, fljótandi eða uppleyst undir þrýstingi, með eða án vökva, krems eða dufts og<br />

með losunarbúnaði sem gerir kleift að losa innihaldið sem fastar eða fljótandi agnir í úðaformi, sem froðu,<br />

krem, duft eða vökva eða lofttegund.


Nr. 52/54 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.3.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.3.2.1. Til greina kemur að flokka úðabrúsa sem eldfima í samræmi við lið 2.3.2.2 ef þeir innihalda einhvern efnisþátt<br />

sem er flokkaður sem eldfimur samkvæmt viðmiðununum í þessum hluta, þ.e.:<br />

— fljótandi efni með blossamark ≤ 93 o C, þ.m.t. eldfim, fljótandi efni samkvæmt lið 2.6,<br />

— eldfimar lofttegundir (sjá lið 2.2),<br />

— eldfim, föst efni (sjá lið 2.7).<br />

Athugasemd<br />

Eldfimir efnisþættir taka ekki til efna og blandna sem eru loftkveikjandi, sjálfhitandi eða vatnshvarfgjörn því<br />

slíkir efnisþættir eru aldrei notaðir sem innihaldsefni í úðabrúsum.<br />

2.3.2.2. Úðabrúsi með eldfimum efnum skal flokkast í annan af tveimur undirflokkum þessa flokks á grundvelli<br />

efnisþátta í honum, brennsluvarma hans og, ef við á, niðurstöðu úr froðuprófun (fyrir froðuúðabrúsa) og prófun<br />

á íkviknunarfjarlægð og prófun á íkviknun í lokuðu rými (fyrir vökvaúðabrúsa (e. spray aerosols)) í samræmi<br />

við mynd 2.3.1 og tilmæli SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liðir 31.4,<br />

31.5 og 31.6 í III. hluta.<br />

Sjá ákvörðunarferli 2.3.1 (b) fyrir vökvaúðabrúsa.<br />

Sjá ákvörðunarferli 2.3.1 (c) fyrir froðuúðabrúsa.<br />

Mynd 2.3.1<br />

Mynd 2.3.1(a) fyrir úðabrúsa með eldfimum efnum


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/55<br />

Mynd 2.3.1(b) fyrir vökvaúðabrúsa


Nr. 52/56 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.3.3. Hættuboð<br />

Mynd 2.3.1(c) fyrir froðuúðabrúsa<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.3.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.3.2<br />

Merkingaratriði fyrir úðabrúsa með eldfimum efnum<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H222: Úðabrúsi með afar<br />

eldfimum efnum<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

V210<br />

V211<br />

V251<br />

H223: Úðabrúsi með eldfimum<br />

efnum<br />

V210<br />

V211<br />

V251<br />

V410 + V412 V410 + V412


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/57<br />

2.3.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

2.3.4.1. Brennsluvarminn (ΔHc), í kílójúlum á hvert gramm (kJ/g), er margfeldi fræðilegs brennsluvarma (ΔHcomb) og<br />

brennslunýtni, sem er venjulega undir 1,0 (venjuleg brennslunýtni er 0,95 eða 95%).<br />

Fyrir efnasamsetningu í úðabrúsa er efnafræðilegur brennsluvarmi summan af vigtuðum brennsluvarma fyrir<br />

einstaka efnisþætti:<br />

n<br />

ΔHc (vara)= (Σ)[wi % × ΔHc(i)]<br />

i<br />

þar sem:<br />

ΔHc<br />

= brennsluvarmi (kJ/g)<br />

wi % = massahlutfall efnisþáttarins „i“ í vörunni<br />

ΔHc(i)<br />

= tiltekinn brennsluvarmi (kJ/g) efnisþáttarins „i“ í vörunni.<br />

Brennsluvarma má finna í fagritum eða reikna hann út eða fastsetja með prófunum (sjá ASTM D 240 með<br />

áorðnum breytingum — Standard Test Methods for Heat of Combustion of Liquid Hydrocarbon Fuels by Bomb<br />

Calorimeter, EN/ISO 13943 með áorðnum breytingum, 86.l til 86.3 — Fire safety — Vocabulary, og<br />

NFPA 30B með áorðnum breytingum — Code for the Manufacture and Storage of Aerosol Products).<br />

2.4. Oxandi lofttegundir<br />

2.4.1. Skilgreiningar<br />

„Oxandi lofttegund“: allar lofttegundir eða blöndur lofttegunda sem gætu, yfirleitt með því að gefa súrefni,<br />

valdið eða stuðlað að bruna á öðru efni í meira mæli en loft getur gert.<br />

2.4.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.4.2.1. Oxandi lofttegund skal flokkuð í einn undirflokk þessa flokks í samræmi við töflu 2.4.1:<br />

Tafla 2.4.1<br />

Viðmiðanir fyrir oxandi lofttegundir<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1<br />

Athugasemd<br />

2.4.3. Hættuboð<br />

Allar lofttegundir sem gætu, yfirleitt með því að gefa súrefni, valdið eða stuðlað að bruna á<br />

öðru efni í meira mæli en loft getur gert.<br />

„Lofttegundir sem valda eða stuðla að bruna á öðru efni í meira mæli en loft getur gert“ þýðir hreinar<br />

lofttegundir eða blöndur lofttegunda með oxandi verkun yfir 23,5%, sem er ákvarðað með aðferð sem lýst er í<br />

ISO 10156, með áorðnum breytingum, eða 10156-2 með áorðnum breytingum.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.4.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.4.2<br />

Merkingaratriði fyrir oxandi lofttegundir<br />

Flokkun 1. undirflokkur


Nr. 52/58 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Flokkun 1. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta<br />

Hættusetning H270: Getur valdið eða aukið bruna, eldmyndandi<br />

(oxandi)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.4.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

V220<br />

V244<br />

V370 + V376<br />

Til að flokka oxandi lofttegund skal nota prófanir eða útreikningsaðferðir eins og lýst er í ISO 10156, með<br />

áorðnum breytingum, „Gases and gas mixtures — Determination of fire potential and oxidising ability for the<br />

selection of cylinder valve outlet“ og ISO 10156-2, með áorðnum breytingum, „Gas cylinders — Gases and gas<br />

mixtures — Determination of oxidising ability of toxic and corrosive gases and gas mixtures.“<br />

2.5. Lofttegundir undir þrýstingi<br />

2.5.1. Skilgreining<br />

2.5.1.1. Lofttegundir undir þrýstingi eru lofttegundir sem eru í íláti við þrýstinginn 200 kPa (samkvæmt mæli) eða meira<br />

eða sem eru fljótandi eða fljótandi og kældar.<br />

Þær taka til þjappaðra lofttegunda, fljótandi lofttegunda, uppleystra lofttegunda og kældra fljótandi lofttegunda.<br />

2.5.1.2. Markhitinn er hæsta hitastig sem hrein lofttegund má hafa til að unnt sé að breyta henni í vökva með því að<br />

auka þjöppun.<br />

2.5.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

Lofttegundir skulu flokkaðar í einn af fjórum hópum, samkvæmt eðlisástandi þeirra við pökkun, í samræmi við<br />

töflu 2.5.1:<br />

Tafla 2.5.1<br />

Viðmiðanir fyrir lofttegundir undir þrýstingi<br />

Hópur Viðmiðanir<br />

Þjöppuð lofttegund Lofttegund sem er algerlega í gasham við –°50° o C þegar henni er pakkað<br />

undir þrýstingi, þ.m.t. allar lofttegundir með markhita ≤ – 50 o C.<br />

Fljótandi lofttegund Lofttegund sem er fljótandi að hluta til við hitastig yfir – 50°C þegar henni<br />

er pakkað undir þrýstingi. Greinarmunur er gerður milli:<br />

i. fljótandi lofttegundar undir miklum þrýstingi: lofttegundar með<br />

markhita milli – 50°C og + 65°C og<br />

ii. fljótandi lofttegundar undir litlum þrýstingi: lofttegundar með markhita<br />

yfir + 65°C.<br />

Kæld, fljótandi lofttegund Lofttegund sem er fljótandi að hluta til við pökkun vegna lágs hitastigs<br />

hennar.<br />

Uppleyst lofttegund Lofttegund sem er leyst upp í leysi í vökvafasa þegar henni er pakkað undir<br />

þrýstingi.<br />

V403


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/59<br />

2.5.3. Hættuboð<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.5.2.<br />

Tafla 2.5.2<br />

Merkingaratriði fyrir lofttegundir undir þrýstingi<br />

Flokkun Þjöppuð lofttegund Fljótandi lofttegund<br />

HSK-hættumerki<br />

Kæld, fljótandi<br />

lofttegund<br />

Uppleyst lofttegund<br />

Viðvörunarorð Varúð Varúð Varúð Varúð<br />

Hættusetning H280:<br />

H280:<br />

Inniheldur lofttegund Inniheldur lofttegund<br />

undir þrýstingi, getur undir þrýstingi, getur<br />

sprungið við hitun sprungið við hitun<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.5.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

H281:<br />

Inniheldur kælda<br />

lofttegund, getur<br />

valdið kalsárum<br />

V282<br />

V336<br />

V315<br />

H280:<br />

Inniheldur lofttegund<br />

undir þrýstingi, getur<br />

sprungið við hitun<br />

V410 + V403 V410 + V403 V403 V410 + V403<br />

Fyrir þennan hóp af lofttegundum er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi upplýsingar:<br />

gufuþrýstinginn við 50 o C,<br />

eðlisástandið við 20 o C við venjulegan umhverfisloftþrýsting,<br />

markhitann.<br />

Finna má gögn í fagritum eða reikna þau út eða fastsetja með prófunum. Flestar hreinar lofttegundir eru þegar<br />

flokkaðar í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, fyrirmyndir að reglum.<br />

2.6. Eldfimir vökvar<br />

2.6.1. Skilgreining<br />

„Eldfimir vökvar“: vökvar með blossamark að hámarki 60 o C.<br />

2.6.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.6.2.1. Flokka skal eldfima vökva í einn af þremur undirflokkum þessa flokks í samræmi við töflu 2.6.1:


Nr. 52/60 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Tafla 2.6.1<br />

Viðmiðanir fyrir eldfima vökva<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1<br />

2<br />

3<br />

2.6.3. Hættuboð<br />

Blossamark < 23 o C og upphafssuðumark ≤ 35 o C<br />

Blossamark < 23 o C og upphafssuðumark > 35 o C<br />

Blossamark ≥ 23 o C og ≤ 60 o C ( 1 )<br />

( 1 ) Að því er varðar þessa reglugerð má líta svo á að gasolíur, dísilolíur og léttar olíur til upphitunar, með blossamarki milli ≥<br />

55 o C og ≤ 75 o C, tilheyri 3. undirflokki.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.6.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.6.2<br />

Merkingaratriði fyrir eldfima vökva<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Varúð<br />

Hættusetning H224:<br />

Afar eldfimur vökvi og<br />

gufa<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

V210<br />

V233<br />

V240<br />

V241<br />

V242<br />

V243<br />

V280<br />

V303 + V361 + V353<br />

V370 + V378<br />

2.6.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

H225:<br />

Mjög eldfimur vökvi og<br />

gufa<br />

V210<br />

V233<br />

V240<br />

V241<br />

V242<br />

V243<br />

V280<br />

V303 + V361 + V353<br />

V370 + V378<br />

H226:<br />

Eldfimur vökvi og gufa<br />

V210<br />

V233<br />

V240<br />

V241<br />

V242<br />

V243<br />

V280<br />

V303 + V361 + V353<br />

V370 + V378<br />

V403 + V235 V403 + V35 V403 + V235<br />

V501 V501 V501<br />

2.6.4.1. Við flokkun á eldfimum vökvum er nauðsynlegt að hafa gögn um blossamark og upphafssuðumark. Ákvarða<br />

má gögn með prófunum eða finna þau í fagritum eða með útreikningum. Ef gögn liggja ekki fyrir skal<br />

blossamarkið og upphafssuðumarkið ákvarðað með prófunum. Nota skal aðferð með lokuðum bolla við<br />

ákvörðun á blossamarki.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/61<br />

2.6.4.2. Ekki þarf að ákvarða blossamarkið með tilraunum fyrir blöndur ( 1 ) sem innihalda þekkta eldfima vökva í<br />

skilgreindum styrk þótt þær geti innihaldið órokgjarna efnisþætti, t.d. fjölliður og aukefni, ef blossamarkið fyrir<br />

blönduna, sem er reiknað út samkvæmt aðferðinni sem gefin er upp í lið 2.6.4.3, er a.m.k. 5 o C ( 2 ) hærri en<br />

viðeigandi flokkunarviðmiðun og að því tilskildu:<br />

a) að samsetning blöndunnar sé þekkt nákvæmlega (ef til eru mismunandi samsetningar skal matið<br />

grundvallast á samsetningunni sem hefur lægsta útreiknaða blossamarkið),<br />

b) að lægri sprengimörk allra efnisþátta séu þekkt (nota verður viðeigandi samsvörun þegar þessi gögn eru<br />

framreiknuð fyrir önnur hitastig en þau sem notuð eru í prófuninni) sem og aðferð við útreikning á neðri<br />

sprengimörkunum,<br />

c) að sambandið milli hitastigs og mettaðs gufuþrýstings og virknistuðuls sé þekkt fyrir alla efnisþætti sem eru<br />

í blöndunni,<br />

d) að vökvafasinn sé einsleitur.<br />

2.6.4.3. Gmehling og Rasmussen lýsa einni heppilegri aðferð (Ind. Eng. Fundament, 21, 186, (1982)). Þegar blanda<br />

inniheldur órokgjarna efnisþætti er blossamarkið reiknað út frá rokgjörnu efnisþáttunum. Talið er að efnisþáttur,<br />

sem er órokgjarn, minnki hlutþrýsting leysanna aðeins að litlu leyti og að útreiknað blossamark sé aðeins að<br />

litlu leyti undir mæligildinu.<br />

2.6.4.4. Prófunaraðferðir, sem koma til greina við ákvörðun á blossamarki eldfimra vökva, eru skráðar í töflu 2.6.3.<br />

Evrópustaðlar:<br />

Landsbundnir staðlar:<br />

Association française de<br />

normalisation, AFNOR:<br />

Tafla 2.6.3<br />

Aðferðir til að ákvarða blossamark eldfimra vökva<br />

EN ISO 1516 með áorðnum breytingum<br />

Determination of flash/no flash — Closed cup equilibrium method<br />

EN ISO 1523 með áorðnum breytingum<br />

Determination of flash point — Closed cup equilibrium method<br />

EN ISO 2719 með áorðnum breytingum<br />

Determination of flash point — Pensky-Martens closed cup method<br />

EN ISO 3679 með áorðnum breytingum<br />

Determination of flash point — Rapid equilibrium closed cup method<br />

EN ISO 3680 með áorðnum breytingum<br />

Determination of flash/no flash — Rapid equilibrium closed cup method<br />

EN ISO 13736 með áorðnum breytingum<br />

Petroleum products and other liquids — Determination of flash point — Abel<br />

closed cup method<br />

NF M07-036 með áorðnum breytingum<br />

Détermination du point d'éclair — Vase clos Abel-Pensky<br />

(Nákvæmlega eins og DIN 51755)<br />

British Standards Institute, BS 2000, 170. hluti með áorðnum breytingum<br />

(Nákvæmlega eins og EN ISO 13736)<br />

Deutsches Institut für<br />

Normung<br />

DIN 51755 (blossamark undir 65 C), með áorðnum breytingum, Prüfung von<br />

Mineralölen und anderen brennbaren Flüssigkeiten; Bestimmung des<br />

Flammpunktes im geschlossenen Tiegel, nach Abel-Pensky<br />

(Nákvæmlega eins og NF M07-036)<br />

( 1 ) Fram til þessa hefur reikningsaðferðin verið fullgilt fyrir blöndur sem innihalda allt að 6 rokgjarna efnisþætti. Þessir efnisþættir geta verið<br />

eldfimir vökvar eins og vetniskolefni, eterar, alkóhól, esterar (þó ekki akrýlöt) og vatn. Hún hefur þó ekki enn verið fullgilt fyrir blöndur<br />

sem innihalda halógenuð brennisteinssambönd og/eða fosfórsambönd sem og hvarfgjörn akrýlöt.<br />

( 2 ) Ef útreiknaða blossamarkið er minna en 5 o C hærra en viðeigandi flokkunarviðmiðun má ekki nota reikningsaðferðina og blossamarkið<br />

skal ákvarðað með tilraunum.


Nr. 52/62 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.6.4.5. Vökva með blossamarki yfir 35 o C þarf ekki að flokka í 3. undirflokk ef neikvæðar niðurstöður fást úr prófun<br />

L.2 á bruna sem er haldið við, sjá tilmæli SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og<br />

viðmiðanir, 32. liður III. hluta.<br />

2.7. Eldfim, föst efni<br />

2.7.1. Skilgreining<br />

2.7.1.1. „Eldfimt, fast efni“: fast efni sem kviknar auðveldlega í eða gæti valdið eða stuðlað að bruna með núningi.<br />

Föst efni sem kviknar auðveldlega í eru efni eða blöndur sem eru dyft, kornótt eða maukkennd og eru hættuleg<br />

ef það kviknar auðveldlega í þeim við skammvinna snertingu við íkveikjuvald, s.s. logandi eldspýtu, og ef<br />

loginn breiðist fljótt út.<br />

2.7.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.7.2.1. Dyft, kornótt eða maukkennd efni eða blöndur (nema málmduft eða málmblendiduft — sjá lið 2.7.2.2) skal<br />

flokka sem föst efni sem auðveldlega kviknar í þegar brunatíminn er undir 45 sekúndum eða brunahraðinn er<br />

meiri en 2,2 mm/s í einni eða fleiri af þeim prófunum sem framkvæmdar eru í samræmi við prófunaraðferðina<br />

sem lýst er í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir eða viðmiðanir, liður 33.2.1 í<br />

III. hluta.<br />

2.7.2.2. Málmduft og málmblendiduft skal flokkast sem eldfimt, fast efni þegar unnt er að kveikja í því og hvarfsvæðið<br />

breiðist um allt sýnið á 10 mínútum eða skemmri tíma.<br />

2.7.2.3. Flokka skal eldfim, föst efni í annan af tveimur undirflokkum þessa flokks í samræmi við töflu 2.7.1 með því að<br />

nota aðferð N.1, sem lýst er í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og<br />

viðmiðanir, liður 33.2.1:<br />

Tafla 2.7.1<br />

Viðmiðanir fyrir eldfim, föst efni<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1<br />

2<br />

Athugasemd<br />

Prófun á brunahraða<br />

Efni og blöndur, nema málmduft:<br />

a) vætt svæði stöðvar ekki eldinn og<br />

b) brunatíminn < 45 sekúndur eða brunahraðinn > 2,2 mm/s<br />

Málmduft<br />

brunatími ≤ 5 mínútur<br />

Prófun á brunahraða<br />

Efni og blöndur, nema málmduft:<br />

a) vætt svæði stöðvar eldinn í a.m.k. 4 mínútur og<br />

b) brunatíminn < 45 sekúndur eða brunahraðinn > 2,2 mm/s<br />

Málmduft<br />

brunatími > 5 mínútur og ≤ 10 mínútur<br />

Prófunin skal framkvæmd á efninu eða blöndunni í því eðlisástandi sem efnið eða blandan kemur fyrir í. Ef<br />

íðefni á t.d. að vera í öðru eðlisástandi við afhendingu og flutning en það var í við prófun og líkur eru á að það<br />

breyti verulega frammistöðu þess í flokkunarprófun skal efnið einnig prófað í nýja eðlisástandinu.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/63<br />

2.7.3. Hættuboð<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.7.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.7.2<br />

Merkingaratriði fyrir eldfim, föst efni<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H228:<br />

Eldfimt, fast efni<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.8. Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

2.8.1. Skilgreining<br />

V210<br />

V240<br />

V241<br />

V280<br />

H228:<br />

Eldfimt, fast efni<br />

V210<br />

V240<br />

V241<br />

V280<br />

V370 + V378 V370 + V378<br />

2.8.1.1. „Sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur“: varmaóstöðug, föst eða fljótandi efni eða blöndur sem líklegt er að fari í<br />

gegnum mikla útvermna sundrun, jafnvel þegar súrefni (loft) er ekki fyrir hendi. Þessi skilgreining tekur ekki til<br />

efna og blandna sem flokkast sem sprengifim efni, lífræn peroxíð eða oxandi efni samkvæmt þessum hluta.<br />

2.8.1.2. Sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur eru talin búa yfir sprengifimum eiginleikum þegar efnasamsetningin sýnir við<br />

prófun á rannsóknarstofu að þau hafi tilhneigingu til að springa, brenna hratt eða sýna kröftug áhrif þegar þau<br />

eru hituð í lokuðu rými.<br />

2.8.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.8.2.1. Öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur skulu metin með tilliti til flokkunar í þennan flokk sem sjálfhvarfgjarnt efni<br />

eða blanda nema:<br />

a) þau séu sprengifim samkvæmt viðmiðunum sem gefnar eru upp í lið 2.1,<br />

b) þau séu oxandi vökvar eða föst efni samkvæmt viðmiðunum sem gefnar eru upp í lið 2.13 eða 2.14 en þó<br />

skulu blöndur oxandi efna, sem innihalda 5% eða meira af brennanlegum lífrænum efnum, flokkaðar sem<br />

sjálfhvarfgjörn efni í samræmi við aðferðina sem skilgreind er í lið 2.8.2.2,<br />

c) þau séu lífræn peroxíð samkvæmt viðmiðunum sem gefnar eru upp í lið 2.15,<br />

d) sundrunarvarmi þeirra sé undir 300 J/g eða<br />

e) sjálfhraðandi niðurbrotshiti þeirra (SADT) sé yfir 75 o C fyrir 50 kg pakka ( 1 ).<br />

( 1 ) Sjá tilmæli SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liðir 28.1, 28.2 og 28.3 og tafla 28.3.


Nr. 52/64 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.8.2.2. Blöndur af oxandi efnum, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun sem oxandi efni, sem innihalda 5% eða<br />

meira af brennanlegum, lífrænum efnum en uppfylla ekki viðmiðanirnar sem um getur í a-, c-, d- eða e-lið í lið<br />

2.8.2.1, skulu falla undir aðferðina fyrir flokkun sem gildir fyrir sjálfhvarfgjörn efni.<br />

Svona blanda, sem sýnir eiginleika sjálfhvarfgjarns efnis af gerðum B til F (sjá lið 2.8.2.3), skal flokkast sem<br />

sjálfhvarfgjarnt efni.<br />

Ef prófunin fer fram í umbúðunum og umbúðunum er breytt skal önnur prófun fara fram ef talið er að breyting á<br />

umbúðunum hafi áhrif á niðurstöður prófunarinnar.<br />

2.8.2.3. Flokka skal sjálfhvarfgjörn efni og blöndur í einn af sjö undirflokkum af „gerðum A til G“ í þessum flokki í<br />

samræmi við eftirfarandi meginreglur:<br />

a) öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur sem geta sprungið eða brunnið hratt í umbúðunum skal skilgreina sem<br />

sjálfhvarfgjörn efni af GERÐ A,<br />

b) öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur, sem hafa sprengifima eiginleika og sem hvorki springa né brenna hratt<br />

í umbúðunum en sem líklegt er að verði fyrir varmasprengingu í þessum umbúðum, skal skilgreina sem<br />

sjálfhvarfgjörn efni af GERÐ B,<br />

c) öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur sem hafa sprengifima eiginleika en geta ekki sprungið eða brunnið hratt<br />

eða orðið fyrir varmasprengingu í umbúðunum skal skilgreina sem sjálfhvarfgjörn efni af GERÐ C,<br />

d) öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur sem við prófun á rannsóknarstofu:<br />

i. springa að hluta til, brenna ekki hratt og sýna ekki kröftug áhrif við hitun í lokuðu rými eða<br />

ii. springa alls ekki, brenna hægt og sýna ekki kröftug áhrif við hitun í lokuðu rými eða<br />

iii. springa eða brenna alls ekki og sýna miðlungs áhrif við hitun í lokuðu rými,<br />

skal skilgreina sem sjálfhvarfgjörn efni af GERÐ D,<br />

e) öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur sem, við prófun á rannsóknarstofu, hvorki springa né brenna og sýna<br />

lítil eða engin áhrif við hitun í lokuðu rými skal skilgreina sem sjálfhvarfgjörn efni af GERÐ E,<br />

f) öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur, sem við prófun á rannsóknarstofu springa hvorki, þegar örholrúm hafa<br />

verið framkölluð í efninu, né brenna yfirhöfuð og sýna aðeins lítil eða engin áhrif við hitun í lokuðu rými<br />

sem og lítinn eða engan sprengikraft, skal skilgreina sem sjálfhvarfgjörn efni af GERÐ F,<br />

g) öll sjálfhvarfgjörn efni eða blöndur, sem við prófun á rannsóknarstofu springa hvorki, þegar örholrúm hafa<br />

verið framkölluð í efninu, né brenna yfirhöfuð og sýna engin áhrif við hitun í lokuðu rými né sprengikraft,<br />

að því tilskildu að efnið eða blandan sé hitastöðug (sjálfhraðandi niðurbrotshiti sé 60 til 75 °C fyrir 50 kg<br />

pakka) og, þegar um er að ræða fljótandi blöndur, að notað sé þynningarefni til óvirkjunar sem er ekki með<br />

lægra suðumarki en 150°C, skal skilgreina sem sjálfhvarfgjörn efni af GERÐ G. Ef blandan er ekki<br />

hitastöðug eða ef notað er þynningarefni með lægra suðumarki en 150°C til að óvirkja blönduna skal<br />

skilgreina hana sem sjálfhvarfgjarnt efni af GERÐ F.<br />

Ef prófunin fer fram í umbúðunum og umbúðunum er breytt skal önnur prófun fara fram ef talið er að breyting á<br />

umbúðunum hafi áhrif á niðurstöður prófunarinnar.<br />

2.8.2.4. Viðmiðanir fyrir hitastýringu<br />

Ef sjálfhraðandi niðurbrotshiti (SADT) sjálfhvarfgjarnra efna er 55 o C eða minni er hitastýring nauðsynleg.<br />

Prófunaraðferðirnar til að ákvarða sjálfhraðandi niðurbrotshita, sem og útreikning á stýri- og neyðarhitastigi, eru<br />

gefnar upp í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, 28. liður II.<br />

hluti. Prófunin, sem er valin, skal fara fram með viðeigandi hætti bæði að því er varðar stærð og efni<br />

umbúðanna.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/65<br />

2.8.3. Hættuboð<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.8.1.<br />

Tafla 2.8.1<br />

Merkingaratriði fyrir sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

Flokkun Gerð A Gerð B Gerðir C og D Gerðir E og F Gerð G<br />

HSK-hættumerki<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Hætta Varúð<br />

Hættusetning H240:<br />

Sprengifimt<br />

við hitun<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

V370 + V378<br />

V370 + V380<br />

+ V375<br />

V403 + V235<br />

V411<br />

V420<br />

H241:<br />

Eldfimt eða<br />

sprengifimt<br />

við hitun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

VP370 +<br />

V378<br />

V370 + V380<br />

+ V375<br />

V403 + V235<br />

V411<br />

V420<br />

H242:<br />

Eldfimt við<br />

hitun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

H242:<br />

Eldfimt við<br />

hitun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

V370 + V378 V370 + V378<br />

V403 + V235<br />

V411<br />

V420<br />

V403 + V235<br />

V411<br />

V420<br />

V501 V501 V501 V501<br />

Engin<br />

merkingaratriði<br />

eru tilgreind<br />

fyrir þennan<br />

hættuundirflokk<br />

Engin hættuboðsatriði eru tilgreind fyrir gerð G en skoða skal eiginleika sem tilheyra öðrum hættuflokkum.<br />

2.8.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

2.8.4.1. Ákvarða skal með tilraunum þá eiginleika sjálfhvarfgjarnra efna eða blandna sem eru mikilvægir fyrir flokkun<br />

þeirra . Flokkun sjálfhvarfgjarnra efna eða blandna skal fara fram í samræmi við prófunarsyrpu A til H sem lýst<br />

er í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, II. hluti. Aðferðinni við<br />

flokkun er lýst á mynd 2.8.1.<br />

2.8.4.2. Ekki er þörf á að nota aðferðina við flokkun fyrir sjálfhvarfgjörn efni og blöndur ef:<br />

a) í sameindinni eru engir efnahópar sem tengjast sprengifimum eða sjálfhvarfgjörnum eiginleikum. Dæmi um<br />

slíka hópa eru gefin í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir,<br />

tafla A6.1 og A6.2 í 6. viðbæti; eða<br />

b) áætlaður sjálfhraðandi niðurbrotshiti fyrir eitt lífrænt efni eða einsleita blöndu úr lífrænum efnum er meiri<br />

en 75°C fyrir 50 kg pakka eða útvermna sundrunarorkan er minni en 300J/g. Hægt er að áætla<br />

upphafshitastigið og niðurbrotsorkuna með því að nota viðeigandi varmamælingartækni (sjá tilmæli SÞ um<br />

flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 20.3.3.3 í II. hluta).


Nr. 52/66 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.9. Loftkveikjandi vökvar<br />

2.9.1. Skilgreining<br />

Mynd 2.8.1<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

„Loftkveikjandi vökvi“: fljótandi efni eða blanda sem, jafnvel í litlu magni, er líklegt að kvikni í innan fimm<br />

mínútna frá snertingu við andrúmsloft.<br />

2.9.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.9.2.1. Loftkveikjandi vökvi skal flokkaður í einn undirflokk þessa flokks með því að nota prófun N.3 í tilmælum SÞ<br />

um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 33.3.1.5 í III. hluta, samkvæmt töflu<br />

2.9.1:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/67<br />

Tafla 2.9.1<br />

Viðmiðanir fyrir loftkveikjandi vökva<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1<br />

2.9.3. Hættuboð<br />

Það kviknar í vökvanum innan 5 mínútna þegar hann er settur á hvarftregt burðarefni í<br />

andrúmslofti eða vökvinn kveikir í eða kolar síupappír innan fimm mínútna frá snertingu<br />

við andrúmsloft.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.9.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.9.2<br />

Merkingaratriði fyrir loftkveikjandi vökva<br />

Flokkun 1. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta<br />

Hættusetning H250:<br />

Kviknar í sjálfkrafa við snertingu við loft<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.9.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

V210<br />

V222<br />

V280<br />

V302 + V334<br />

V370 + V378<br />

2.9.4.1. Ekki þarf að nota aðferðina við flokkun fyrir loftkveikjandi vökva þegar reynsla af framleiðslu eða meðhöndlun<br />

sýnir að ekki kviknar sjálfkrafa í efninu eða blöndunni við snertingu við andrúmsloft við venjulegt hitastig (þ.e.<br />

vitað er að efnið er stöðugt við stofuhita í langan tíma (daga)).<br />

2.10. Loftkveikjandi föst efni<br />

2.10.1. Skilgreining<br />

„Loftkveikjandi fast efni“: fast efni eða blanda sem, jafnvel í litlu magni, er líklegt að kvikni í innan fimm<br />

mínútna frá snertingu við andrúmsloft.<br />

2.10.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.10.2.1. Loftkveikjandi fast efni skal flokkað í einn undirflokk þessa flokks með því að nota prófun N.2 í tilmælum SÞ<br />

um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 33.3.1.4 í III. hluta, í samræmi við<br />

töflu 2.10.1:<br />

V422


Nr. 52/68 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Tafla 2.10.1<br />

Viðmiðanir fyrir loftkveikjandi föst efni<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

Athugasemd<br />

2.10.3. Hættuboð<br />

1 Það kviknar í fasta efninu innan 5 mínútna frá snertingu við andrúmsloft.<br />

Prófunin skal framkvæmd á efninu eða blöndunni í því eðlisástandi sem efnið eða blandan kemur fyrir í. Ef<br />

íðefni á t.d. að vera í öðru eðlisástandi við afhendingu og flutning en það var í við prófun og líkur eru á að það<br />

breyti verulega frammistöðu þess í flokkunarprófun skal efnið einnig prófað í nýja eðlisástandinu.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.10.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.10.2<br />

Merkingaratriði fyrir loftkveikjandi föst efni<br />

Flokkun 1. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta<br />

Hættusetning H250: Kviknar í sjálfkrafa við snertingu við loft<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.10.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

V210<br />

V222<br />

V280<br />

V335 + V334<br />

V370 +V378<br />

2.10.4.1. Ekki þarf að nota aðferðina við flokkun fyrir loftkveikjandi föst efni þegar reynsla af framleiðslu eða<br />

meðhöndlun sýnir að ekki kviknar sjálfkrafa í efninu eða blöndunni við snertingu við andrúmsloft við venjulegt<br />

hitastig (þ.e. vitað er að efnið er stöðugt við stofuhita í lengri tíma (daga)).<br />

2.11. Sjálfhitandi efni og blöndur<br />

2.11.1. Skilgreining<br />

2.11.1.1. Sjálfhitandi efni eða blanda er vökvi, fast efni eða blanda, þó ekki loftkveikjandi vökvi eða loftkveikjandi fast<br />

efni, sem líklegt er að sjálfhitni þegar efnið eða blandan hvarfast við loft og án orkugjafa; þetta efni eða þessi<br />

blanda er frábrugðin loftkveikjandi vökva eða loftkveikjandi föstu efni að því leyti að aðeins kviknar í efninu<br />

eða blöndunni þegar hún er í miklu magni (mörg kílógrömm) og eftir langan tíma (klukkustundir eða daga).<br />

V422


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/69<br />

2.11.1.2. Sjálfhitun efna eða blandna, sem leiðir til sjálfsprottins bruna, verður þegar efnið eða blandan hvarfast við<br />

súrefni (í andrúmsloftinu) og hitinn, sem myndast, er ekki leiddur burt nægilega hratt út í umhverfið.<br />

Sjálfsprottinn bruni verður þegar hraði varmamyndunar er meiri en hraði varmataps og sjálfsíkviknunarhitastigi<br />

er náð.<br />

2.11.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.11.2.1. Efni eða blanda skal flokkuð sem sjálfhitandi efni eða blanda í þessum flokki ef prófanirnar, sem fara fram í<br />

samræmi við prófunaraðferðirnar sem gefnar eru upp í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók<br />

um prófanir og viðmiðanir, liður 33.3.1.6 í III. hluta, sýna eftirfarandi niðurstöður:<br />

a) jákvæð niðurstaða fæst með því að nota 25 mm teningslaga sýni við 140°C,<br />

b) jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 140°C og neikvæð<br />

niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 120°C og pakka á efninu eða<br />

blöndunni í umbúðir með rúmmáli yfir 3 m 3 ,<br />

c) jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 140 °C og neikvæð<br />

niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 100 °C og pakka á efninu eða<br />

blöndunni í umbúðir með rúmmáli yfir 450 lítra,<br />

d) jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 140°C og jákvæð niðurstaða<br />

fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 100°C.<br />

2.11.2.2. Sjálfhitandi efni eða blanda skal flokkuð í annan af tveimur undirflokkum þessa flokks ef niðurstaðan úr prófun,<br />

sem fram fer í samræmi við prófunaraðferð N.4 í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um<br />

prófanir og viðmiðanir, liður 33.3.1.6 í III. hluta, uppfyllir viðmiðanirnar samkvæmt töflu 2.11.1:<br />

Tafla 2.11.1<br />

Viðmiðanir fyrir sjálfhitandi efni og blöndur<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

Athugasemd<br />

1 jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 25 mm teningslaga sýni við 140°C,<br />

2 a) jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 140°C<br />

og neikvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 25 mm teningslaga sýni við<br />

140°C og pakka á efninu eða blöndunni í umbúðir með rúmmáli yfir 3 m 3 ,<br />

b) jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 140°C<br />

og neikvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 25 mm teningslaga sýni við<br />

140°C, jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við<br />

120°C og pakka á efninu eða blöndunni í umbúðir með rúmmáli yfir 450 lítra eða<br />

c) jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni við 140°C<br />

og neikvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 25 mm teningslaga sýni við<br />

140°C og jákvæð niðurstaða fæst í prófun með því að nota 100 mm teningslaga sýni<br />

við 100°C.<br />

Prófunin skal framkvæmd á efninu eða blöndunni í því eðlisástandi sem efnið eða blandan kemur fyrir í. Ef<br />

íðefni á t.d. að vera í öðru eðlisástandi við afhendingu og flutning en það var í við prófun og líkur eru á að það<br />

breyti verulega frammistöðu þess í flokkunarprófun skal efnið einnig prófað í nýja eðlisástandinu.


Nr. 52/70 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.11.2.3. Efni og blöndur, sem eru þess eðlis að sjálfsprottinn bruni fer af stað í þeim við hitastig yfir 50°C ef rúmmál<br />

þeirra er 27 m 3 , skal ekki flokka sem sjálfhitandi efni eða blöndu.<br />

2.11.2.4. Efni og blöndur sem hafa sjálfsíkviknunarhitastig yfir 50°C ef rúmmál þeirra er 450 lítrar skulu ekki settar í 1.<br />

undirflokk þessa flokks.<br />

2.11.3. Hættuboð<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.11.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.11.2<br />

Merkingaratriði fyrir sjálfhitandi efni og blöndur<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H251:<br />

Sjálfhitandi, hætta á sjálfsíkviknun<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.11.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

V235 + V410<br />

V280<br />

V407<br />

V413<br />

V420<br />

H252:<br />

Sjálfhitandi í miklu efnismagni,<br />

hætta á sjálfsíkviknun<br />

V235 + V410<br />

V280<br />

V407<br />

V413<br />

V420<br />

2.11.4.1. Fyrir ítarlegt yfirlit yfir ákvörðunarferli við flokkun og þær prófanir sem gera skal til að fastsetja mismunandi<br />

undirflokka, sjá mynd 2.11.1.<br />

2.11.4.2. Ekki þarf að nota aðferðina við flokkun fyrir sjálfhitandi efni eða blöndur ef hægt er með fullnægjandi hætti að<br />

tengja niðurstöðurnar úr skimunarprófun við flokkunarprófunina og ef viðeigandi öryggismörk eru notuð. Dæmi<br />

um skimunarprófanir eru:<br />

a) Prófun í Grewer-ofni (VDI guideline 2263, Part 1, 1990, Test methods for the Determination of the Safety<br />

Characteristics of Dusts) með upphafshitastiginu 80 K yfir viðmiðunarhitastiginu fyrir 1 l rúmmál,<br />

b) Skimunarprófun með duft í lausu (Gibson, N. Harper, D.J. Rogers, R.Evaluation of the fire and explosion<br />

risks in drying powders, Plant Operations Progress, 4 (3), 181-189, 1985) með upphafshitastiginu 60 K yfir<br />

viðmiðunarhitastiginu fyrir 1 l rúmmál.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/71<br />

Mynd 2.11.1<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur<br />

2.12. Efni eða blöndur sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn<br />

2.12.1. Skilgreining<br />

Efni eða blöndur, sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn, eru föst eða fljótandi efni eða<br />

blöndur sem líklegt er að kvikni sjálfkrafa í eða gefi frá sér eldfimar lofttegundir í hættulegu magni hvarfist þau<br />

við vatn.


Nr. 52/72 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.12.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.12.2.1. Flokka skal efni eða blöndu, sem gefur frá sér eldfimar lofttegundir þegar hún kemst í snertingu við vatn, í einn<br />

af þremur undirflokkum þessa flokks með því að nota prófun N.5 í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum<br />

farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 33.4.1.4 í III. hluta, í samræmi við töflu 2.12.1:<br />

Tafla 2.12.1<br />

Viðmiðanir fyrir efni eða blöndur sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

Athugasemd:<br />

1 Efni eða blöndur, sem hvarfast kröftuglega við vatn við umhverfishita og gefa frá sér<br />

lofttegund, sem kviknar yfirleitt sjálfkrafa í, eða sem hvarfast auðveldlega við vatn við<br />

umhverfishita þannig að myndunarhraði eldfimu lofttegundarinnar er jafn og eða meiri<br />

en 10 lítrar á kg efnis á mínútu.<br />

2 Efni eða blöndur sem hvarfast auðveldlega við vatn við umhverfishita, þannig að<br />

hámarksmyndunarhraði eldfimrar lofttegundar er jafn og eða meiri en 20 lítrar á kg efnis<br />

á klukkustund, og sem uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir 1. undirflokk.<br />

3 Efni eða blöndur sem hvarfast hægt við vatn við umhverfishita, þannig að<br />

hámarksmyndunarhraði eldfimrar lofttegundar er jafn og eða meiri en 1 lítri á kg efnis á<br />

klukkustund, og sem uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir 1. og 2. undirflokk.<br />

Prófunin skal framkvæmd á efninu eða blöndunni í því eðlisástandi sem efnið eða blandan kemur fyrir í. Ef<br />

íðefni á t.d. að vera í öðru eðlisástandi við afhendingu og flutning en það var í við prófun og líkur eru á að það<br />

breyti verulega frammistöðu þess í flokkunarprófun verður einnig að prófa efnið í nýja eðlisástandinu.<br />

2.12.2.2. Flokka skal efni eða blöndu sem efni eða blöndu sem gefur frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn<br />

ef sjálfsíkviknun á sér stað á einhverju þrepi prófunarferlisins.<br />

2.12.3. Hættuboð<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.12.2.<br />

Tafla 2.12.2<br />

Merkingaratriði fyrir efni eða blöndur sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn<br />

HSK-hættumerki<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Varúð<br />

Hættusetning H260:<br />

H261:<br />

Í snertingu við vatn Eldfimar lofttegundir<br />

myndast eldfimar myndast við snertingu við<br />

lofttegundir sem er hætt við<br />

sjálfsíkviknun<br />

vatn<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

V223<br />

V231 + V232<br />

V280<br />

V335 + V334<br />

V370 + V378<br />

V223<br />

V231 + V232<br />

V280<br />

V335 + V334<br />

V370 + V378<br />

H261:<br />

Eldfimar lofttegundir<br />

myndast við snertingu við<br />

vatn<br />

V231 + V232<br />

V280<br />

V370 + V378<br />

V402 + V404 V402 + V404 V402 + V404


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/73<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

2.12.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

2.12.4.1. Ekki þarf að nota aðferðina við flokkun fyrir þennan flokk ef:<br />

V501 V501 V501<br />

a) efnafræðileg bygging efnisins eða blöndunnar inniheldur enga málma eða málmleysingja eða<br />

b) reynslan í tengslum við framleiðslu eða meðhöndlun sýnir að efnið eða blandan hvarfast ekki við vatn, þ.e.<br />

efnið er framleitt með vatni eða er þvegið með vatni, eða<br />

c) vitað er að efnið eða blandan myndar stöðuga blöndu þegar hún er leyst upp í vatni.<br />

2.13. Oxandi vökvar<br />

2.13.1. Skilgreining<br />

„Oxandi vökvi“: fljótandi efni eða blanda sem getur, þótt efnið eða blandan sé ekki endilega eldfim sjálf, valdið<br />

eða stuðlað að brennslu annars efnis, yfirleitt með því að láta frá sér súrefni.<br />

2.13.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.13.2.1. Oxandi vökvi skal flokkaður í einn af þremur undirflokkum þessa flokks með því að nota prófun O.2 í tilmælum<br />

SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 34.4.2 í III. hluta, í samræmi við<br />

töflu 2.13.1:<br />

2.13.3. Hættuboð<br />

Tafla 2.13.1<br />

Viðmiðanir fyrir oxandi vökva<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1 Efni eða blöndur sem í blöndu með beðmi í massahlutfallinu 1:1 kviknar sjálfkrafa í eða<br />

sýna styttri meðalþrýstingshækkunartíma en blanda af 50% perklórsýru og sellulósa í<br />

massahlutfallinu 1:1.<br />

2 Efni eða blöndur sem í blöndu með beðmi í massahlutfallinu 1:1 sýna styttri eða sama<br />

meðalþrýstingshækkunartíma og blanda af 40% natríumklórati í vatnslausn og beðmi í<br />

massahlutfallinu 1:1 og uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir 1. undirflokk.<br />

3 Efni eða blöndur sem í blöndu með beðmi í massahlutfallinu 1:1 sýna styttri eða sama<br />

meðalþrýstingshækkunartíma og blanda af 65% saltpéturssýru í vatnslausn og beðmi í<br />

massahlutfallinu 1:1 og uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir 1. og 2. undirflokk.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.13.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.13.2<br />

Merkingaratriði fyrir oxandi vökva<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur


Nr. 52/74 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Varúð<br />

Hættusetning H271: Getur valdið bruna<br />

eða sprengingu, mjög<br />

eldmyndandi (oxandi)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

V210<br />

V220<br />

V221<br />

V280<br />

V283<br />

V306 + V360<br />

V371 + V380 + V375<br />

V370 + V378<br />

2.13.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

H272:<br />

Getur aukið bruna,<br />

eldmyndandi (oxandi)<br />

V210<br />

V220<br />

V221<br />

V280<br />

H272:<br />

Getur aukið bruna,<br />

eldmyndandi (oxandi)<br />

V210<br />

V220<br />

V221<br />

V280<br />

V370 + V378 V370 + V378<br />

V501 V501 V501<br />

2.13.4.1. Aðferðin við flokkun fyrir þennan flokk gildir ekki fyrir lífræn efni eða blöndur:<br />

a) ef efnið eða blandan inniheldur ekki súrefni, flúor eða klór eða<br />

b) ef efnið eða blandan inniheldur súrefni, flúor eða klór og þessi frumefni eru aðeins bundin kolefnum eða<br />

vetni með efnatengjum.<br />

2.13.4.2. Aðferðin við flokkun fyrir þennan flokk gildir ekki fyrir ólífræn efni eða blöndur ef þær innihalda hvorki<br />

súrefni né halógenfrumeindir.<br />

2.13.4.3. Ef niðurstöður úr prófunum eru ekki í samræmi við þekkta reynslu af meðhöndlun og notkun efna og blandna<br />

sem sýnir að þau eru oxandi skal mat, sem byggist á þekktri reynslu, hafa forgang yfir niðurstöður úr prófunum.<br />

2.13.4.4. Ef efni eða blöndur framkalla þrýstingshækkun (of mikla eða of litla) sem stafar af efnahvörfum og tengist ekki<br />

oxandi eiginleikum efnisins eða blöndunnar skal endurtaka prófunina, sem lýst er í tilmælum SÞ um flutning á<br />

hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 34.4.2 í III. hluta, með hvarftregu efni, t.d.<br />

díatómíti (kísilgúr) í stað beðmisins til að fá skýrari mynd af eðli hvarfanna og til að kanna falsjákvæðar<br />

niðurstöður.<br />

2.14. Oxandi föst efni<br />

2.14.1. Skilgreining<br />

„Oxandi, fast efni“: fast efni eða blanda sem getur, þótt efnið eða blandan sé ekki endilega eldfim sjálf, valdið<br />

eða stuðlað að brennslu annars efnis, yfirleitt með því að láta frá sér súrefni.<br />

2.14.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.14.2.1. Oxandi fast efni skal flokkað í einn af þremur undirflokkum þessa flokks með því að nota prófun O.1 í<br />

tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 34.4.1 í III. hluta, í<br />

samræmi við töflu 2.14.1:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/75<br />

Tafla 2.14.1<br />

Viðmiðanir fyrir oxandi föst efni<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

Athugasemd 1<br />

1 Efni eða blöndur sem í blöndu með beðmi í massahlutfallinu 4:1 eða 1:1 sýna styttri<br />

meðalbrunatíma en blanda af kalíumbrómati og beðmi í massahlutfallinu 3:2.<br />

2 Efni eða blöndur sem í blöndu með beðmi í massahlutfallinu 4:1 eða 1:1 sýna styttri eða<br />

sama meðalbrunatíma og blanda af kalíumbrómati og beðmi í massahlutfallinu 2:3 og<br />

uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir 1. undirflokk.<br />

3 Efni eða blöndur sem í blöndu með beðmi í massahlutfallinu 4:1 eða 1:1 sýna sama eða<br />

styttri meðalbrunatíma en blanda af kalíumbrómati og beðmi í massahlutfallinu 3:7 og<br />

uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir 1. og 2. undirflokk.<br />

Sprengihætta kann einnig að stafa af sumum oxandi föstum efnum við ákveðin skilyrði (ef þau eru geymd í<br />

miklu magni). Sumar tegundir af ammóníumnítrati geta orsakað sprengihættu við jaðarskilyrði og nota má<br />

„sprengiþolsprófun“ (5. prófun í 3. viðauka við BC-reglurnar) til að meta þessa hættu. Viðeigandi upplýsingar<br />

skulu gefnar á öryggisblaðinu.<br />

Athugasemd 2<br />

2.14.3. Hættuboð<br />

Prófunin skal framkvæmd á efninu eða blöndunni í því eðlisástandi sem efnið eða blandan kemur fyrir í. Ef<br />

íðefni á t.d. að vera í öðru eðlisástandi við afhendingu og flutning en það var í við prófun og líkur eru á að það<br />

breyti verulega frammistöðu þess í flokkunarprófun skal efnið einnig prófað í nýja eðlisástandinu.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.14.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.14.2<br />

Merkingaratriði fyrir oxandi, föst efni<br />

1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Varúð<br />

Hættusetning H271:<br />

Getur valdið bruna eða<br />

sprengingu, mjög eldmyndandi<br />

(oxandi)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

V210<br />

V220<br />

V221<br />

V280<br />

V283<br />

V306 + V360<br />

V371 + V380 + V375<br />

V370 + V378<br />

H272:<br />

Getur aukið bruna,<br />

eldmyndandi (oxandi)<br />

V210<br />

V220<br />

V221<br />

V280<br />

H272:<br />

Getur aukið bruna,<br />

eldmyndandi (oxandi)<br />

V210<br />

V220<br />

V221<br />

V280<br />

V370 + V378 V370 + V378


Nr. 52/76 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.14.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

V501 V501 V501<br />

2.14.4.1. Aðferðin við flokkun fyrir þennan flokk gildir ekki fyrir lífræn efni eða blöndur:<br />

a) ef efnið eða blandan inniheldur ekki súrefni, flúor eða klór eða<br />

b) ef efnið eða blandan inniheldur súrefni, flúor eða klór og þessi frumefni eru aðeins bundin kolefnum eða<br />

vetni með efnatengjum.<br />

2.14.4.2. Aðferðin við flokkun fyrir þennan flokk gildir ekki fyrir ólífræn efni eða blöndur ef þær innihalda hvorki<br />

súrefni né halógenfrumeindir.<br />

2.14.4.3. Ef niðurstöður úr prófunum eru ekki í samræmi við þekkta reynslu af meðhöndlun og notkun efna og blandna<br />

sem sýnir að þau eru oxandi skal mat. sem byggir á þekktri reynslu, hafa forgang yfir niðurstöður úr prófunum.<br />

2.15. Lífræn peroxíð<br />

2.15.1. Skilgreining<br />

2.15.1.1. „Lífræn peroxíð“: fljótandi eða föst lífræn efni sem innihalda tvígilda -O-O- byggingu og sem líta má á sem<br />

afleiður vetnisperoxíðs þar sem lífrænar stoðeindir koma í staðinn fyrir annað vetnisatómið eða bæði. Hugtakið<br />

lífrænt peroxíð tekur til lífrænna peroxíðblandna (samsetninga) sem innihalda a.m.k. eitt lífrænt peroxíð. Lífræn<br />

peroxíð eru hitaóstöðug efni eða blöndur sem geta orðið fyrir útvermnu, sjálfhraðandi niðurbroti. Auk þess geta<br />

þau haft einn eða fleiri af eftirfarandi eiginleikum:<br />

i. eru líkleg til að sundrast með sprengingu,<br />

ii. brenna hratt,<br />

iii. eru viðkvæm fyrir höggum eða núningi,<br />

iv. hvarfast hættulega við önnur efni.<br />

2.15.1.2. Lífrænt peroxíð er talið búa yfir sprengifimum eiginleikum þegar blandan (samsetningin) sýnir við prófun á<br />

rannsóknarstofu að hún hafi tilhneigingu til að springa, brenna hratt eða sýna kröftug áhrif þegar hún er hituð í<br />

lokuðu rými.<br />

2.15.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.15.2.1. Öll lífræn peroxíð skulu metin með tilliti til flokkunar í þennan flokk nema þau innihaldi:<br />

a) ekki meira en 1,0% af virku súrefni úr lífrænum peroxíðum þegar þau innihalda ekki meira en 1,0% af<br />

vetnisperoxíði eða<br />

b) ekki meira en 0,5% af virku súrefni úr lífrænum peroxíðum þegar þau innihalda meira en 1,0% af<br />

vetnisperoxíði en ekki meira en 7,0%.<br />

Athugasemd<br />

Magn virks súrefnis (í hundraðshlutum) í blöndu með lífrænu peroxíði fæst með formúlunni:<br />

(Σ n i)((ni×ci)/(mi))<br />

þar sem:<br />

ni = fjöldi peroxíðhópa á sameind í lífræna peroxíðinu „i“,<br />

ci = styrkur lífræna peroxíðsins „i“ (massahlutfall)<br />

mi = mólmassi lífræna peroxíðsins „i“.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/77<br />

2.15.2.2. Flokka skal lífræn peroxíð í einn af sjö undirflokkum af „gerðum A til G“ í þessum flokki í samræmi við<br />

eftirfarandi meginreglur:<br />

a) öll lífræn peroxíð sem geta sprungið eða brunnið hratt í umbúðunum skal skilgreina sem lífræn peroxíð af<br />

GERÐ A,<br />

b) öll lífræn peroxíð, sem hafa eldfima eiginleika og sem hvorki springa né brenna hratt í umbúðunum en sem<br />

líklegt er að verði fyrir varmasprengingu í þessum umbúðum, skal skilgreina sem lífræn peroxíð af GERÐ<br />

B,<br />

c) öll lífræn peroxíð, sem hafa sprengifima eiginleika en geta ekki sprungið eða brunnið hratt eða orðið fyrir<br />

varmasprengingu í umbúðunum, skal skilgreina sem lífrænt peroxíð af GERÐ C,<br />

d) öll lífræn peroxíð sem við prófun á rannsóknarstofu:<br />

i. springa að hluta til, brenna ekki hratt og sýna ekki kröftug áhrif þegar þau eru hituð í lokuðu rými eða<br />

ii. springa alls ekki, brenna hægt og sýna ekki kröftug áhrif þegar þau eru hituð í lokuðu rými eða<br />

iii. springa eða brenna alls ekki og sýna miðlungs áhrif þegar þau eru hituð í lokuðu rými,<br />

skulu skilgreind sem lífræn peroxíð af GERÐ D,<br />

e) öll lífræn peroxíð sem springa og brenna alls ekki við prófun á rannsóknarstofu og sýna lítil eða engin áhrif<br />

þegar þau eru hituð í lokuðu rými skulu skilgreind sem lífræn peroxíð af GERÐ E,<br />

f) öll lífræn peroxíð, sem við prófun á rannsóknarstofu springa hvorki, þegar örholrúm hafa verið framkölluð í<br />

efninu, né brenna yfirhöfuð og sýna aðeins lítil eða engin áhrif þegar þau eru hituð í lokuðu rými sem og<br />

lítinn eða engan sprengikraft, skulu skilgreind sem lífræn peroxíð af GERÐ F,<br />

g) öll lífræn peroxíð, sem við prófun á rannsóknarstofu springa hvorki, þegar örholrúm hafa verið framkölluð í<br />

efninu, né brenna yfirhöfuð og sýna engin áhrif við hitun í lokuðu rými né heldur sprengikraft, að því<br />

tilskildu að þau séu hitastöðug, þ.e. sjálfhraðandi niðurbrotshiti sé 60°C eða meiri fyrir 50 kg pakka ( 1 ) og,<br />

þegar um er að ræða fljótandi blöndur, að notað sé þynningarefni til óvirkjunar sem er ekki með lægra<br />

suðumarki en 150°C, skulu skilgreind sem lífræn peroxíð af GERÐ G. Ef lífrænt peroxíð er ekki<br />

hitastöðugt eða ef þynningarefni sem hefur suðumark undir 150°C er notað til óvirkjunar skal lífræna<br />

peroxíðið skilgreint sem lífrænt peroxíð af GERÐ F.<br />

Ef prófunin fer fram í umbúðunum og umbúðunum er breytt skal önnur prófun fara fram ef talið er að breyting á<br />

umbúðunum hafi áhrif á niðurstöður prófunarinnar.<br />

2.15.2.3. Viðmiðanir fyrir hitastýringu<br />

Fyrir eftirfarandi lífræn peroxíð þarf hitastýringu:<br />

a) lífræn peroxíð, gerðir B og C, með sjálfhraðandi niðurbrotshita ≤ 50 °C,<br />

b) lífræn peroxíð, gerð D, sem sýna miðlungsáhrif við hitun í lokuðu rými ( 2 ) með sjálfhraðandi niðurbrotshita<br />

≤ 50 °C eða sem sýna lítil eða engin áhrif við hitun í lokuðu rými með sjálfhraðandi niðurbrotshita ≤ 45 °C<br />

og<br />

c) lífræn peroxíð, gerðir E og F, með sjálfhraðandi niðurbrotshita ≤ 45 °C,<br />

( 1 ) ( 1 ) Sjá tilmæli SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liðir 28.1, 28.2 og 28.3 og tafla 28.3.<br />

( 2 ) Eins og ákvarðað er með prófunarsyrpu E sem lýst er í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og<br />

viðmiðanir, II. hluti.


Nr. 52/78 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.15.3. Hættuboð<br />

Prófunaraðferðirnar til að ákvarða sjálfhraðandi niðurbrotshita, sem og útreikning á stýri- og neyðarhitastigi, eru<br />

gefnar upp í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, 28. liður í II.<br />

hluta. Prófunin, sem er valin, skal fara fram með viðeigandi hætti, bæði að því er varðar stærð og efni<br />

umbúðanna.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.15.1.<br />

Tafla 2.15.1<br />

Merkingaratriði fyrir lífræn peroxíð<br />

Flokkun Gerð A Gerð B Gerðir C og D Gerðir E og F Gerð G<br />

HSK-hættumerki<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Hætta Varúð<br />

Hættusetning H240:<br />

Sprengifimt við<br />

hitun<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

V411 + V235<br />

V410<br />

V420<br />

H241:<br />

Eldfimt eða<br />

sprengifimt við<br />

hitun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

V411 + V235<br />

V410<br />

V420<br />

H242:<br />

Eldfimt við hitun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

V411 + V235<br />

V410<br />

V420<br />

H242:<br />

Eldfimt við hitun<br />

V210<br />

V220<br />

V234<br />

V280<br />

V411 + V235<br />

V410<br />

V420<br />

V501 V501 V501 V501<br />

Engin<br />

merkingaratriði<br />

eru tilgreind fyrir<br />

þennan<br />

hættuundirflokk<br />

Engin hættuboðsatriði eru tilgreind fyrir gerð G en skoða skal eiginleika sem tilheyra öðrum hættuflokkum.<br />

2.15.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

2.15.4.1. Lífræn peroxíð eru flokkuð samkvæmt skilgreiningu á grundvelli efnafræðilegrar byggingar þeirra og virku<br />

súrefnis- og vetnisperoxíðsinnihaldi blöndunnar (sjá lið 2.15.2.1). Ákvarða skal með tilraunum þá eiginleika<br />

lífrænna peroxíða sem eru nauðsynlegir fyrir flokkun þeirra. Flokkun lífrænna peroxíða skal fara fram í<br />

samræmi við prófunarsyrpu A til H sem lýst er í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um<br />

prófanir og viðmiðanir, II. hluti. Aðferðinni við flokkun er lýst á mynd 2.15.1.<br />

2.15.4.2. Blöndur af lífrænum peroxíðum, sem hafa þegar verið flokkuð, má flokka sem sömu tegund lífræns peroxíðs og<br />

hættulegasti efnisþátturinn. Þar sem tveir stöðugir efnisþættir geta myndað blöndu sem er ekki jafn hitastöðug<br />

skal sjálfhraðandi niðurbrotshiti blöndunnar ákvarðaður.<br />

Athugasemd: Summa einstakra hluta getur verið hættulegri en einstakir efnisþættir.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/79<br />

2.16. Ætandi fyrir málma<br />

2.16.1. Skilgreining<br />

Mynd 2.15.1<br />

Lífræn peroxíð<br />

„Efni eða blanda sem er ætandi fyrir málma“: efni eða blanda sem skaðar málma með efnahvarfi eða eyðileggur<br />

þá jafnvel alveg.<br />

2.16.2. Flokkunarviðmiðanir<br />

2.16.2.1. Flokka skal efni eða blöndu, sem er ætandi fyrir málma, í einn undirflokk þessa flokks með því að nota<br />

prófunina í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi, Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 37.4 í III.<br />

hluta, í samræmi við töflu 2.16.1:


Nr. 52/80 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Tafla 2.16.1<br />

Viðmiðanir fyrir efni og blöndur sem eru ætandi fyrir málma<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1<br />

Athugasemd<br />

2.16.3. Hættuboð<br />

Ætingarhraði á yfirborði stáls eða áls fer yfir 6,25 mm á ári við prófunarhitastigið 55°C þegar<br />

bæði efnin eru prófuð.<br />

Þegar upphafsprófun á annaðhvort stáli eða áli gefur til kynna að efnið eða blandan, sem verið er að prófa, sé<br />

ætandi er ekki þörf á framhaldsprófun á hinum málminum.<br />

Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 2.16.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 2.16.2<br />

Viðmiðanir fyrir efni og blöndur sem eru ætandi fyrir málma<br />

Flokkun 1. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Varúð<br />

Hættusetning H290:<br />

Getur verið ætandi fyrir málma<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

2.16.4. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

2.16.4.1. Hægt er að mæla ætingarhraðann með prófunaraðferðinni í tilmælum SÞ um flutning á hættulegum farmi,<br />

Handbók um prófanir og viðmiðanir, liður 37.4 í III. hluta. Sýnið, sem nota skal í prófuninni, skal samsett úr<br />

eftirfarandi efnum:<br />

a) Við prófun á stáli, stáltegundir<br />

— S235JR+CR (1.0037 St 37-2),<br />

V234<br />

V390<br />

V406<br />

— S275J2G3+CR (1.0144 St 44-3), ISO 3574, með áorðnum breytingum, Unified Numbering System<br />

(UNS) G 10200, eða SAE 1020;<br />

b) Við prófun á áli: óhúðaðar tegundir 7075-T6 eða AZ5GU-T6.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/81<br />

3. 3. HLUTI: HEILBRIGÐISHÆTTUR<br />

3.1. Bráð eiturhrif<br />

3.1.1. Skilgreiningar<br />

3.1.1.1. „Bráð eiturhrif“: skaðleg áhrif sem koma fram eftir inngjöf um munn eða áburð á húð á einum skammti af efni<br />

eða blöndu eða mörgum skömmtum á innan við 24 klukkustundum eða eftir váhrif við innöndun í 4<br />

klukkustundir.<br />

3.1.1.2. Hættuflokknum „bráð eiturhrif“ er skipt í áhrifategundirnar:<br />

— bráð eiturhrif við inntöku,<br />

— bráð eiturhrif um húð,<br />

— bráð eiturhrif við innöndun.<br />

3.1.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna sem valda bráðum eiturhrifum<br />

3.1.2.1. Efnin má setja í einn af fjórum undirflokkum fyrir eiturhrif á grundvelli bráðra eiturhrifa eftir íkomuleið um<br />

munn, um húð eða við innöndun í samræmi við tölulegu viðmiðanirnar sem sýndar eru í töflu 3.1.1. Gildin fyrir<br />

bráð eiturhrif eru gefin upp sem áætluð LD50-gildi (um munn, um húð) eða LC50-gildi (við innöndun) eða sem<br />

matsgildi bráðra eiturhrifa (e. acute toxicity estimates (ATE)). Athugasemdir með útskýringum eru fyrir aftan<br />

töflu 3.1.1.<br />

Tafla 3.1.1<br />

Hættuundirflokkar fyrir bráð eiturhrif og matsgildi bráðra eiturhrifa (ATE) sem afmarka viðkomandi<br />

undirflokka<br />

Váhrifaleið 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur 4. undirflokkur<br />

Um munn (mg/kg líkamsþyngdar)<br />

Sjá athugasemd a)<br />

Um húð (mg/kg líkamsþyngdar)<br />

Sjá athugasemd a)<br />

Lofttegundir (ppmV ( 1 ))<br />

sjá: athugasemd a)<br />

athugasemd b)<br />

Gufur (mg/l)<br />

sjá: athugasemd a)<br />

athugasemd b)<br />

athugasemd c)<br />

Ryk og úði (mg/l)<br />

sjá: athugasemd a)<br />

athugasemd b)<br />

ATE ≤ 5 5 < ATE ≤ 50 50 < ATE ≤ 300 300 < ATE ≤<br />

2000<br />

ATE ≤ 50 50 < ATE ≤ 200 200 < ATE ≤<br />

1000<br />

ATE ≤ 100 100 < ATE ≤<br />

500<br />

500 < ATE ≤<br />

2500<br />

ATE ≤ 0,5 0,5 < ATE ≤ 2,0 2,0 < ATE ≤<br />

10,0<br />

ATE ≤ 0,05 0,05 < ATE ≤<br />

0,5<br />

( 1 ) Styrkleiki lofttegunda er gefinn upp í milljónarhlutum miðað við rúmmál (ppmV).<br />

Athugasemdir við töflu 3.1.1<br />

1000 < ATE ≤<br />

2000<br />

2500 < ATE ≤<br />

20000<br />

10,0 < ATE ≤<br />

20,0<br />

0,5 < ATE ≤ 1,0 1,0 < ATE ≤ 5,0<br />

a) Matsgildi bráðra eiturhrifa fyrir flokkun efnis eða innihaldsefni í blöndu er fengið með því að nota:<br />

— LD50–/LC50–gildi ef slík gögn liggja fyrir,


Nr. 52/82 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

— viðeigandi umreikningsgildi úr töflu 3.1.2 sem tengist niðurstöðum úr skammtastærðarannsókn eða<br />

— viðeigandi umreikningsgildi úr töflu 3.1.2 sem tengist hættuundirflokki.<br />

b) Almenn styrkleikamörk fyrir eiturhrif við innöndun í töflunni byggjast á váhrifum í fjórar klukkustundir.<br />

Umreikna má fyrirliggjandi gögn um eiturhrif við innöndun, sem byggjast á váhrifum í eina klukkustund, með<br />

því að deila með tveimur fyrir lofttegundir og gufur og deila með fjórum fyrir ryk og úða.<br />

c) Að því er varðar sum efni eða blöndur er prófunarloftið ekki bara gufa heldur samsett af blöndu af vökva- og<br />

gufufasa. Að því er varðar önnur efni eða blöndur getur prófunarloftið verið samsett af gufu sem er nálægt<br />

gasfasanum. Í síðari tilvikunum skal flokkun byggð á eftirfarandi ppmV-gildum (milljónarhlutum miðað við<br />

rúmmál): 1. undirflokkur (100 ppmV), 2. undirflokkur (500 ppmV), 3. undirflokkur (2500 ppmV), 4.<br />

undirflokkur (20 000 ppmV).<br />

Hugtökin „ryk“, „úði“ og „gufa“ eru skilgreind sem hér segir:<br />

— Ryk: fastar agnir efnis eða blöndu sem svífa í lofttegund (yfirleitt lofti),<br />

— Úði: fljótandi dropar efnis eða blöndu sem svífa í lofttegund (yfirleitt lofti),<br />

— Gufa: loftkennt ástand efnis eða blöndu sem fljótandi eða fast form efnisins eða blöndunnar gefur frá sér.<br />

Ryk myndast yfirleitt við vélræna vinnslu. Úði myndast yfirleitt við þéttingu yfirmettaðrar gufu eða með<br />

tvístrun (e. physical shearing) vökva. Agnarstærð ryks og úða er yfirleitt frá því að vera undir 1 til u.þ.b.<br />

100 µm.<br />

3.1.2.2. Sérstök atriði sem taka þarf tillit til við flokkun efna sem valda bráðum eiturhrifum<br />

3.1.2.2.1. Ákjósanlegast er að nota rottur sem prófunartegund þegar verið er að meta bráð eiturhrif þar sem íkomuleiðin er<br />

um munn og við innöndun en rottur eða kanínur eru ákjósanlegastar þegar meta á bráð eiturhrif um húð. Ef<br />

tilraunagögn liggja fyrir um bráð eiturhrif fyrir ýmsar dýrategundir skal vísindalegt mat notað til að velja<br />

heppilegasta LD50-gildið úr fullnægjandi, vel útfærðum prófunum.<br />

3.1.2.3. Sérstök atriði sem taka þarf tillit til við flokkun efna sem valda bráðum eiturhrifum þar sem íkomuleiðin er<br />

innöndun<br />

3.1.2.3.1. Einingarnar fyrir eiturhrif við innöndun fara eftir formi efnisins sem andað er inn. Gildi fyrir ryk og úða eru<br />

gefin upp í mg/l. Gildi fyrir lofttegundir eru gefin upp í milljónarhlutum miðað við rúmmál (ppmV). Erfitt er að<br />

prófa gufur þar eð sumar þeirra eru blanda af vökva- og gufufasa og því eru gildin í töflunni gefin upp í<br />

einingunni mg/l. Þegar um er að ræða gufur sem eru nálægt gasfasanum skal flokkun byggð á milljónarhlutum<br />

miðað við rúmmál.<br />

3.1.2.3.2. Við flokkun á eiturhrifum við innöndun er mjög mikilvægt, þegar um er að ræða ryk og úða, að nota vel<br />

skilgreind gildi í undirflokkunum fyrir mikil eiturhrif. Ef loftfræðilegt meðalmassaþvermál agna, sem andað er<br />

inn, er milli 1 og 4 míkron munu agnirnar setjast að í öllum hlutum öndunarfæra rottunnar. Þetta stærðarbil<br />

agnanna samsvarar hámarksskammti sem er u.þ.b. 2 mg/l. Til þess að hægt sé að nota niðurstöður úr<br />

dýratilraunum á váhrif á menn er ákjósanlegt að ryk og úðar á þessu bili séu prófuð á rottum.<br />

3.1.2.3.3. Til viðbótar við flokkun með tilliti til eiturhrifa við innöndun skal efnið eða blandan einnig merkt „ætandi fyrir<br />

öndunarfærin“ (sjá 1. aths. í lið 3.1.4.1) ef fyrirliggjandi gögn gefa til kynna að gangvirki eiturhrifanna felist í<br />

ætingu. Æting öndunarfæra er skilgreind sem eyðilegging á vef í öndunarfærum eftir eitt afmarkað tímabil<br />

váhrifa sem líkjast húðætingu, þ.m.t eyðilegging á slímhúðinni. Mat á ætingarmætti getur grundvallast á<br />

sérfræðiáliti sem styðst við vísbendingar á borð við reynslu manna og dýra, fyrirliggjandi gögn (úr prófunum í<br />

glasi), pH-gildi, upplýsingar um svipuð efni eða önnur viðeigandi gögn.<br />

3.1.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna sem valda bráðum eiturhrifum<br />

3.1.3.1. Viðmiðanirnar fyrir flokkun efna með tilliti til bráðra eiturhrifa, eins og þeim er lýst í lið 3.1.2, grundvallast á<br />

gögnum um banaskammt (prófunargögnum eða afleiddum gögnum). Fyrir blöndur er nauðsynlegt að afla eða<br />

leiða út upplýsingar sem gera kleift að nota viðmiðanirnar á blönduna í því skyni að flokka hana. Aðferðin við<br />

flokkun með tilliti til bráðra eiturhrifa er stigskipt og er háð því magni af upplýsingum sem eru tiltækar fyrir<br />

sjálfa blönduna og innihaldsefni hennar. Ferlinu, sem á að fylgja, er lýst í flæðiritinu á mynd 3.1.1.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/83<br />

3.1.3.2. Við flokkun á blöndum með tilliti til bráðra eiturhrifa skal hver váhrifaleið könnuð en aðeins þarf eina<br />

váhrifaleið svo framarlega sem þessari leið er fylgt (með mati eða prófun) fyrir öll innihaldsefni blöndunnar. Ef<br />

bráð eiturhrif eru ákvörðuð fyrir fleiri en eina váhrifaleið skal nota hættuundirflokkinn fyrir alvarlegustu<br />

hættuna. Hafa skal allar fyrirliggjandi upplýsingar til hliðsjónar og allar viðeigandi váhrifaleiðir skulu<br />

kortlagðar svo hægt sé að tilgreina þær í hættuboðinu.<br />

3.1.3.3. Til þess að nýta öll fyrirliggjandi gögn í því skyni að flokka þær hættur sem stafa af blöndunum þarf að vera<br />

búið að draga tilteknar ályktanir sem gengið er út frá, eftir því sem við á, í stigskiptu aðferðinni:<br />

a) „Innihaldsefni sem skipta máli“ í blöndu eru þau sem eru í blöndunni í a.m.k. 1% styrkleika (massahlutfall<br />

(e. w/w) fyrir föst efni, vökva, ryk, úða og gufur og rúmmálshlutfall (e. v/v) fyrir lofttegundir) nema ástæða<br />

sé til að ætla að innihaldsefni, sem er í blöndunni í minna en 1% styrkleika, skipti samt máli fyrir flokkun<br />

blöndunnar með tilliti til bráðra eiturhrifa (sjá töflu 1.1).<br />

b) Ef blanda, sem hefur verið flokkuð, er notuð sem innihaldsefni í aðra blöndu má nota raunverulegt eða<br />

afleitt matsgildi bráðra eiturhrifa (ATE) fyrir þá blöndu þegar flokkun á nýju blöndunni er reiknuð út með<br />

því að nota formúlurnar í liðum 3.1.3.6.1 og 3.1.3.6.2.3.<br />

Mynd 3.1.1<br />

Stigskipt aðferð við flokkun blandna með tilliti til bráðra eiturhrifa<br />

3.1.3.4. Flokkun blandna þegar gögn um bráð eiturhrif liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.1.3.4.1. Hafi blandan sjálf verið prófuð til að ákvarða bráð eiturhrif hennar skal hún flokkuð eftir sömu viðmiðunum og<br />

notaðar eru fyrir efni og sem sýndar eru í töflu 3.1.1. Ef prófunargögn fyrir blönduna liggja ekki fyrir skal<br />

aðferðunum, sem settar eru fram í liðum 3.1.3.5 og 3.1.3.6, fylgt.<br />

3.1.3.5. Flokkun blandna þegar gögn um bráð eiturhrif liggja fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.1.3.5.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða hættuna af bráðum eiturhrifum hennar en næg gögn liggja<br />

fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að hægt sé að lýsa hættunum af<br />

blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við brúunarreglurnar í lið 1.1.3.


Nr. 52/84 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.1.3.5.2. Ef blanda er þynnt með vatni eða öðru algerlega óeitruðu efni er hægt að reikna út eiturhrif blöndunnar með<br />

prófunargögnum um óþynntu blönduna.<br />

3.1.3.6. Flokkun blandna sem byggist á innihaldsefnum blöndunnar (samlegðarformúla)<br />

3.1.3.6.1. Gögn um öll innihaldsefnin liggja fyrir<br />

Til að tryggja að flokkun blöndunnar sé nákvæm og að útreikninginn þurfi aðeins að framkvæma einu sinni<br />

fyrir öll kerfi, svið og undirflokka skal meðhöndla matsgildi bráðra eiturhrifa (ATE) fyrir innihaldsefnin á<br />

eftirfarandi hátt:<br />

a) Innihaldsefni með þekkt bráð eiturhrif, sem falla undir einhvern þeirra undirflokka fyrir bráð eiturhrif sem<br />

sýndir eru í töflu 3.1.1, eru tekin með.<br />

b) Innihaldsefnum, sem teljast ekki hafa bráð eiturhrif (t.d. vatn og sykur), er sleppt.<br />

c) Ef markprófun með inntöku sýnir ekki bráð eiturhrif við 2000 mg/kg líkamsþyngdar skal innihaldsefnum<br />

sleppt.<br />

Innihaldsefni, sem falla undir gildissvið þessa liðar, teljast vera innihaldsefni með þekkt matsgildi bráðra<br />

eiturhrifa (ATE).<br />

Matsgildi bráðra eiturhrifa fyrir blönduna er ákvarðað með því að reikna út frá matsgildum bráðra eiturhrifa<br />

fyrir öll innihaldsefni, sem skipta máli, í samræmi við eftirfarandi formúlu fyrir eiturhrif við inntöku, um húð<br />

eða við innöndun:<br />

þar sem:<br />

Ci = styrkur innihaldsefnisins „i“ (% massahlutfall (w/w) eða % rúmmálshlutfall (v/v))<br />

i = einstök innihaldsefni frá 1 til n<br />

n = fjöldi innihaldsefna<br />

ATEi = matsgildi bráðra eiturhrifa fyrir innihaldsefni „i“.<br />

3.1.3.6.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja ekki fyrir um alla efnisþætti<br />

3.1.3.6.2.1. Þegar ekki liggur fyrir matsgildi bráðra eiturhrifa (ATE) fyrir einstök innihaldsefni blöndunnar en fyrirliggjandi<br />

upplýsingar, eins og þær sem eru tilgreindar hér aftar, geta gefið afleidd umreikningsgildi, eins og sett eru fram<br />

í töflu 3.1.2, skal nota formúluna í lið 3.1.3.6.1.<br />

Þetta nær yfir mat á:<br />

a) framreikningi milli matsgilda bráðra eiturhrifa við inntöku, um húð og við innöndun ( 1 ). Slíkt mat gæti<br />

krafist viðeigandi gagna um lyfhrif og lyfjahvörf,<br />

b) vísbendingum um váhrif á menn sem gefa til kynna eiturhrif en veita ekki upplýsingar um banaskammt,<br />

c) vísbendingum úr öðrum eiturhrifaprófunum/-rannsóknum sem liggja fyrir um efnið og gefa til kynna bráð<br />

eiturhrif en veita ekki endilega upplýsingar um banaskammt eða<br />

d) gögnum um mjög hliðstæð efni að byggingu, með því að nota vensl efnabyggingar og virkni.<br />

( 1 ) Þegar um er að ræða innihaldsefni með þekktum matsgildum bráðra eiturhrifa fyrir aðrar váhrifaleiðir en þá heppilegustu má framreikna<br />

gildin fyrir heppilegustu váhrifaleiðina út frá fyrirliggjandi váhrifaleið eða -leiðum. Ekki er alltaf krafist gagna fyrir innhaldsefni um<br />

íkomuleið um húð og við innöndun. Þegar kröfur um gögn fyrir tiltekin innihaldsefni ná yfir matsgildi bráðra eiturhrifa fyrir íkomuleið<br />

um húð og við innöndun skulu gildin, sem notuð eru í formúlunni, þó koma frá þeirri váhrifaleið sem er krafist.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/85<br />

Þessi aðferð útheimtir yfirleitt mjög umfangsmiklar tæknilegar upplýsingar til viðbótar og sérfræðing sem er<br />

með mikla menntun og reynslu (sjá lið 1.1.1 um sérfræðiálit) til að meta bráð eiturhrif með áreiðanlegum hætti.<br />

Séu slíkar upplýsingar ekki tiltækar skal halda áfram að lið 3.1.3.6.2.3.<br />

3.1.3.6.2.2. Ef innihaldsefni, sem engar nothæfar upplýsingar eru um, er notað í blöndu í styrk sem er a.m.k. 1% er<br />

niðurstaðan sú að ekki sé hægt að tilgreina endanlegt matsgildi bráðra eiturhrifa fyrir blönduna. Þegar svo er<br />

skal blandan eingöngu flokkuð á grundvelli þekktra innihaldsefna ásamt þeirri viðbótaryfirlýsingu að x%<br />

blöndunnar eru eitt eða fleiri innihaldsefni sem hafa óþekkt eiturhrif.<br />

3.1.3.6.2.3. Ef heildarstyrkur innihaldsefnisins eða -efnanna, sem hafa óþekkt bráð eiturhrif, er ≤ 10% skal nota formúluna<br />

sem sett er fram í lið 3.1.3.6.1. Ef heildarstyrkur innihaldsefnisins eða -efnanna, sem hafa óþekkt eiturhrif, er ><br />

10% skal formúlan, sem sett er fram í lið 3.1.3.6.1, leiðrétt, með tilliti til heildarhlutfalls óþekkta<br />

innihaldsefnisins eða -efnanna, með eftirfarandi hætti:<br />

Tafla 3.1.2<br />

Umreikningur á gildum, sem fengin eru með tilraunum, fyrir styrkbil bráðra eiturhrifa (eða<br />

hættuundirflokka bráðra eiturhrifa) yfir í punktmat bráðra eiturhrifa, til flokkunar á viðeigandi<br />

váhrifaleiðum<br />

Váhrifaleiðir<br />

Um munn<br />

(mg/kg líkamsþyngdar)<br />

Um húð<br />

(mg/kg líkamsþyngdar)<br />

Lofttegundir<br />

(milljónarhlutar miðað við rúmmál)<br />

Gufur<br />

(mg/l)<br />

Ryk/úði<br />

(mg/l)<br />

1. athugasemd<br />

3.1.4. Hættuboð<br />

Undirflokkur eða mat, sem fengið er með<br />

tilraunum, á styrkbili bráðra eiturhrifa<br />

0 < 1. undirflokkur ≤ 5<br />

5 < 2. undirflokkur ≤ 50<br />

50 < 3. undirflokkur ≤ 300<br />

300 < 4. undirflokkur ≤ 2000<br />

0 < 1. undirflokkur ≤ 50<br />

50 < 2. undirflokkur ≤ 200<br />

200 < 3. undirflokkur ≤ 1000<br />

1000 < 4. undirflokkur ≤ 2000<br />

0 < 1. undirflokkur ≤ 100<br />

100 < 2. undirflokkur ≤ 500<br />

500 < 3. undirflokkur ≤ 2500<br />

2500 < 4. undirflokkur ≤ 20000<br />

0 < 1. undirflokkur ≤ 0,5<br />

0,5 < 2. undirflokkur ≤ 2,0<br />

2,0 < 3. undirflokkur ≤ 10,0<br />

10,0 < 4. undirflokkur ≤ 20,0<br />

0 < 1. undirflokkur ≤ 0,05<br />

0,05 < 2. undirflokkur ≤ 0,5<br />

0,5 < 3. undirflokkur ≤ 1,0<br />

1,0 < 4. undirflokkur ≤ 5,0<br />

Umreiknað punktmat bráðra<br />

eiturhrifa<br />

(sjá 1. athugasemd 1)<br />

0,5<br />

5<br />

100<br />

500<br />

5<br />

50<br />

300<br />

1100<br />

10<br />

100<br />

700<br />

4500<br />

Þessi gildi eru ætluð til notkunar við útreikning á matsgildi bráðra eiturhrifa fyrir flokkun blöndu á grundvelli<br />

efnisþátta hennar og eru ekki prófunarniðurstöður.<br />

3.1.4.1. Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 3.1.3.<br />

0,05<br />

0,5<br />

3<br />

11<br />

0,005<br />

0,05<br />

0,5<br />

1,5


Nr. 52/86 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.1.3<br />

Merkingaratriði fyrir bráð eiturhrif<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur 4. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Hætta Hætta Varúð<br />

Hættusetning:<br />

Við inntöku<br />

H300:<br />

Banvænt við<br />

inntöku<br />

H300:<br />

Banvænt við inntöku<br />

Um húð H310:<br />

H310:<br />

Banvænt í snertingu Banvænt í snertingu<br />

við húð<br />

við húð<br />

Innöndun<br />

(sjá 1. athugasemd)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir (við inntöku)<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð (við inntöku)<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla (við inntöku)<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun (við inntöku)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir (um húð)<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð (um húð)<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla (um húð)<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun (um húð)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir (við innöndun)<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð (við innöndun)<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla (við innöndun)<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun (við innöndun)<br />

H330:<br />

Banvænt við<br />

innöndun<br />

V264<br />

V270<br />

V301 + V310<br />

V321<br />

V330<br />

H330:<br />

Banvænt við<br />

innöndun<br />

V264<br />

V270<br />

V301 + V310<br />

V321<br />

V330<br />

H301:<br />

Eitrað við inntöku<br />

H311:<br />

Eitrað í snertingu<br />

við húð<br />

H331:<br />

Eitrað við innöndun<br />

V264<br />

V270<br />

V301 + P310<br />

V321<br />

V330<br />

V405 V405 V405<br />

H302:<br />

Hættulegt við<br />

inntöku<br />

H312:<br />

Hættulegt í<br />

snertingu við húð<br />

H332:<br />

Hættulegt við<br />

innöndun<br />

V264<br />

V270<br />

V301 + V312<br />

V330<br />

V501 V501 V501 V501<br />

V262<br />

V264<br />

V270<br />

V280<br />

V302 + V350<br />

V310<br />

V322<br />

V361<br />

V363<br />

V262<br />

V264<br />

V270<br />

V280<br />

V302 + V350<br />

V310<br />

V322<br />

V361<br />

V363<br />

V280 V280<br />

V302 + V352<br />

V312<br />

V322<br />

V361<br />

V363<br />

V405 V405 V405<br />

V302 + V352<br />

V312<br />

V322<br />

V363<br />

V501 V501 V501 V501<br />

V260<br />

V271<br />

V284<br />

V304 + V340<br />

V310<br />

V320<br />

V403 + V233<br />

V405<br />

V260<br />

V271<br />

V284<br />

V304 + V340<br />

V310<br />

V320<br />

V403 + V233<br />

V405<br />

V261<br />

V271<br />

V304 + V340<br />

V311<br />

V321<br />

V403 + V233<br />

V405<br />

V501 V501 V501<br />

V261<br />

V271<br />

V304 + V340<br />

V312


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/87<br />

1. athugasemd<br />

Til viðbótar við flokkun með tilliti til eiturhrifa við innöndun skal efnið eða blandan einnig flokkuð sem ESB-<br />

H071: „ætandi fyrir öndunarfærin“, sjá ráðleggingu í lið 3.1.2.3.3, ef fyrirliggjandi gögn gefa til kynna að<br />

gangvirki eiturhrifanna felist í ætingu.<br />

Til viðbótar við viðeigandi hættumerki fyrir bráð eiturhrif má bæta við hættumerki fyrir ætingu (notað fyrir<br />

húð- og augnætingu) ásamt setningunni „ætandi fyrir öndunarfærin“.<br />

2. athugasemd<br />

Ef innihaldsefni, sem engar nothæfar upplýsingar eru um, er notað í blöndu í styrk sem er a.m.k. 1% skal<br />

blandan merkt með viðbótarsetningu um að „x% blöndunnar eru eitt eða fleiri innihaldsefni sem hafa óþekkt<br />

eiturhrif“ — sjá ráðleggingu í 3.1.3.6.2.2.<br />

3.2. Húðæting/húðerting<br />

3.2.1. Skilgreiningar<br />

3.2.1.1. „Húðæting“: varanleg skemmd í húð sem kemur fram eftir að prófunarefni hefur verið á húðinni í allt að 4<br />

klukkustundir, þ.e. sýnilegt drep sem nær í gegnum húðþekjuna og niður í leðurhúðina. Ætandi svörun<br />

einkennist af sárum, blæðingu, blæðandi hrúðri og, í lok 14 daga athugunartímabilsins, upplitun þegar húðin<br />

fölnar, hárlausum blettum og örum. Til greina kemur að gera vefjameinafræðilegar athuganir til að meta<br />

vefjaskemmdir sem vafi leikur á um.<br />

„Húðerting“: skemmd í húð sem kemur fram eftir að prófunarefnið hefur verið á húðinni í allt að<br />

4 klukkustundir og getur gengið til baka.<br />

3.2.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.2.2.1. Taka þarf tillit til margra þátta við ákvörðun á ætingar- og ertingarmætti efna áður en prófun fer fram. Föst efni<br />

(duft) geta orðið ætandi eða ertandi þegar þau eru vætt eða komast í snertingu við raka húð eða slímhimnu.<br />

Fyrst skal greina áhrif á menn og dýr samkvæmt reynslu og fyrirliggjandi gögnum vegna váhrifa í eitt skipti eða<br />

vegna endurtekinna váhrifa þar eð þessi gögn veita beinar upplýsingar um áhrif á húð. Einnig má nota fullgiltar<br />

og samþykktar prófanir í glasi til að taka ákvörðun um flokkun (sjá 5. gr.). Í sumum tilvikum gætu legið fyrir<br />

nægar upplýsingar um efnasambönd, sem eru skyld að byggingu, til að hægt sé að taka ákvörðun um flokkun.<br />

3.2.2.2. Einnig geta óvenjulega há eða lág pH-gildi, eins og ≤ 2 og ≥ 11,5, bent til mögulegra áhrifa á húð, einkum þegar<br />

jafnarýmd er þekkt, þó svo að það sé ekki fullkomin samsvörun. Yfirleitt er búist við því að slík efni hafi mikil<br />

áhrif á húðina. Ef mat á sýru- eða basaforðanum gefur til kynna að efnið sé ekki ætandi, þrátt fyrir hátt eða lágt<br />

pH-gildi, skal framkvæma frekari prófanir því til staðfestingar, einkum með því að nota viðeigandi og fullgilta<br />

prófun í glasi.<br />

3.2.2.3. Ef efni er mjög eitrað við íkomu um húð er ekki hægt að framkvæma húðertingar- eða húðætingarrannsókn þar<br />

eð það magn prófunarefnis, sem nota þarf, fer töluvert yfir eiturskammtinn og leiðir til þess að dýrin deyja.<br />

Þegar húðerting eða -æting er athuguð í rannsóknum á bráðum eiturhrifum og með háskammti er ekki þörf á<br />

frekari prófunum, að því tilskildu að þynningarnar, sem eru notaðar, og dýrategundirnar, sem eru prófaðar, séu<br />

jafngildar.<br />

3.2.2.4. Nota skal allar framangreindar upplýsingar sem liggja fyrir um efni til að ákvarða þörfina á prófun í lífi á<br />

húðertingu.<br />

Þó að e.t.v. megi afla upplýsinga með mati á einstökum þáttum innan stigs (sjá lið 3.2.2.5), t.d. skulu ætandi<br />

basar með mjög hátt pH-gildi taldir húðætandi efni, er gagnlegt að meta allar fyrirliggjandi upplýsingar í heild<br />

sinni og taka ákvörðun sem byggist á heildarvægi rökstuddra vísbendinga. Þetta á einkum við þegar upplýsingar<br />

liggja fyrir um suma en ekki alla þættina. Almennt skal aðaláherslan lögð á áhrif á menn samkvæmt reynslu og<br />

fyrirliggjandi gögnum, því næst áhrif á dýr samkvæmt reynslu og gögnum úr dýraprófunum og að lokum<br />

upplýsingar samkvæmt öðrum heimildum en þó er nauðsynlegt að taka ákvörðun í hverju tilviki fyrir sig.<br />

3.2.2.5. Íhuga skal stigskipta aðferð við matið á frumupplýsingum, eftir atvikum, með það í huga að ekki er víst að allir<br />

þættir eigi við í sumum tilvikum.


Nr. 52/88 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.2.2.6. Æting<br />

3.2.2.6.1. Efni skal flokkað sem ætandi á grundvelli niðurstaðna úr dýrarannsóknum eins og sýnt er í töflu 3.2.1. Ætandi<br />

efni er efni sem veldur vefjaskemmdum í húð, þ.e. sýnilegu drepi sem nær í gegnum húðþekjuna og niður í<br />

leðurhúðina hjá a.m.k. 1 dýri, sem prófun er gerð á, eftir váhrif í 4 klukkustundir. Ætandi svörun einkennist af<br />

sárum, blæðingu, blæðandi hrúðri og, í lok 14 daga athugunartímabilsins, upplitun þegar húðin fölnar,<br />

hárlausum blettum og örum. Til greina kemur að gera vefjameinafræðilegar athuganir til að greina<br />

vefjaskemmdir sem vafi leikur á um.<br />

3.2.2.6.2. Innan undirflokksins æting eru þrír undirflokkar:<br />

undirundirflokkur 1A, fyrir svörun eftir allt að 3 mínútna váhrif og athugun í allt að 1 klukkustund;<br />

undirundirflokkur 1B, fyrir svörun eftir váhrif í 3 mínútur upp í 1 klukkustund og athugun í allt að 14 daga og<br />

undirundirflokkur 1C, fyrir svörun eftir váhrif í 1 til 4 klukkustundir og athugun í allt að 14 daga.<br />

3.2.2.6.3. Notkun á gögnum um áhrif á menn er til umfjöllunar í liðum 3.2.2.1 og 3.2.2.4 sem og í liðum 1.1.1.3, 1.1.1.4<br />

og 1.1.1.5.<br />

1. undirflokkur: Ætandi<br />

áhrif<br />

3.2.2.7. Ertandi áhrif<br />

Tafla 3.2.1<br />

Undirflokkur og undirundirflokkar fyrir húðætingu<br />

Undirundirflokkar fyrir<br />

ætandi áhrif<br />

Ætandi áhrif á > 1 af 3 dýrum<br />

Váhrif Athugun<br />

1A ≤ 3 mínútur ≤ 1 klukkustund<br />

1B > 3 mínútur – ≤ 1 klukkustund ≤ 14 dagar<br />

1C > 1 klukkustund – ≤ 4 klukkustundir ≤ 14 dagar<br />

3.2.2.7.1. Í töflu 3.2.2 er einn undirflokkur fyrir ertandi áhrif (2. undirflokkur) sem byggist á niðurstöðum úr<br />

dýraprófunum. Notkun á gögnum um áhrif á menn er til umfjöllunar í liðum 3.2.2.1 og 3.2.2.4 sem og í liðum<br />

1.1.1.3, 1.1.1.4 og 1.1.1.5. Aðalviðmiðunin fyrir undirflokkinn fyrir ertandi áhrif er að meðalgildi<br />

niðurstöðutalna hjá a.m.k. 2 af 3 dýrum, sem hafa verið prófuð, sé ≥ 2,3 – ≤ 4,0.<br />

Tafla 3.2.2<br />

Undirflokkur fyrir húðertingu<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

2. undirflokkur:<br />

Ertandi áhrif<br />

3.2.2.8. Athugasemdir um svörun úr húðertingarprófunum á dýrum<br />

( 1 ) Meðalgildi ≥ 2,3 – ≤ 4,0 fyrir hörundsroða/brunaskorpu eða fyrir bjúg, hjá<br />

a.m.k. 2 af 3 dýrum sem hafa verið prófuð, samkvæmt athugunum, eftir 24, 48<br />

og 72 klukkustundir frá því að grisjan hefur verið fjarlægð en ef töf er á<br />

svörun, samkvæmt athugunum 3 daga í röð frá því að húðsvörun hefst eða<br />

( 2 ) Bólga, sem gætir enn við lok athugunartímabilsins, sem er venjulega 14 dagar,<br />

í a.m.k. 2 dýrum, einkum skal taka tillit til hármissis á höfði (blettaskalla),<br />

siggmeins, vefjaauka og hrúðurmyndunar, eða<br />

( 3 ) Í sumum tilvikum þegar dýr sýna mjög breytilega svörun með mjög skýrum,<br />

jákvæðum áhrifum, sem tengjast váhrifum frá íðefni, í einu dýri en minni en<br />

viðmiðanirnar hér að framan.<br />

3.2.2.8.1. Ertandi svörun hjá dýrum í prófun getur verið mjög breytileg eins og við prófun á ætingu. Helsta viðmiðunin<br />

fyrir flokkun efnis sem ertandi fyrir húðina, eins og sýnt er í lið 3.2.2.7.1, er meðalgildi niðurstöðutalnanna,<br />

annaðhvort fyrir hörundsroða/brunaskorpu eða bjúg, reiknað fyrir a.m.k. 2 af 3 dýrum sem voru prófuð. Sérstök<br />

ertingarviðmiðun á við um þau tilfelli þegar um er að ræða ertandi svörun sem er umtalsverð en þó minni en það<br />

meðalgildi niðurstöðutalna sem er viðmiðun fyrir jákvæða prófun. Til dæmis gæti prófunarefni verið tilgreint<br />

sem ertandi ef hjá a.m.k. 1 af 3 dýrum, sem prófuð voru, kemur fram mikil hækkun á meðalgildi<br />

niðurstöðutalna meðan á rannsókn stendur, þ.m.t. vefjaskemmdir sem eru enn fyrir hendi í lok<br />

athugunartímabilsins sem er almennt 14 dagar. Önnur svörun gæti einnig uppfyllt þessa viðmiðun. Hins vegar<br />

skal það staðfest að svörunin sé afleiðing váhrifa frá íðefni.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/89<br />

3.2.2.8.2. Við mat á ertandi svörun skal einnig líta til þess hvort húðskemmdir geti gengið til baka. Þegar bólgu gætir enn<br />

í lok athugunartímabilsins í 2 eða fleiri dýrum sem hafa verið prófuð, að teknu tilliti til hármissis á höfði<br />

(blettaskalla), siggmeins, vefjaauka og hrúðurmyndunar, skal efni talið ertandi.<br />

3.2.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.2.3.1. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.2.3.1.1. Blandan skal flokkuð með því að nota viðmiðanir fyrir efni og að teknu tilliti til prófunar- og matsáætlana sem<br />

notaðar eru til að þróa gögn fyrir þessa hættuflokka.<br />

3.2.3.1.2. Ólíkt öðrum hættuflokkum eru til staðgönguprófanir á húðætingu, að því er varðar tilteknar tegundir efna og<br />

blandna, sem geta gefið nákvæma niðurstöðu til notkunar við flokkun og eru jafnframt einfaldar og tiltölulega<br />

ódýrar í framkvæmd. Þegar hugað er að prófun blöndu eru þeir sem flokka hvattir til að nota stigskipta áætlun<br />

við ákvörðun sem byggist á vægi rökstuddra vísbendinga eins og fram kemur í viðmiðunum fyrir flokkun efna<br />

með tilliti til húðætingar og húðertingar (liður 3.2.2.5) til að tryggja sem nákvæmasta flokkun og til að komast<br />

hjá ónauðsynlegum prófunum á dýrum. Blanda telst vera ætandi fyrir húð (húðætandi, 1. flokkur) ef pH-gildi<br />

hennar er 2 eða lægra eða 11,5 eða hærra. Ef mat á sýru- eða basaforðanum gefur til kynna að efnið eða blandan<br />

sé ekki ætandi, þrátt fyrir hátt eða lágt pH-gildi, skal framkvæma frekari prófanir því til staðfestingar, einkum<br />

með því að nota viðeigandi og fullgilta prófun í glasi.<br />

3.2.3.2. Flokkun blandna þegar gögn ekki liggja fyrir gögn um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.2.3.2.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða hættuna af húðertandi/-ætandi áhrifum hennar en næg gögn<br />

liggja fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að hægt sé að lýsa hættunum af<br />

blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við brúunarreglurnar í lið 1.1.3.<br />

3.2.3.3. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um alla eða aðeins suma efnisþætti blöndunnar<br />

3.2.3.3.1. Í því skyni að nýta öll fyrirliggjandi gögn til að flokka hættu á húðertingu eða húðætingu af völdum blöndu<br />

hefur eftirfarandi ályktun verið dregin og er henni beitt þar sem við á í stigskiptu aðferðinni:<br />

Ályktun: „innihaldsefni sem skipta máli“ í blöndu eru þau sem eru í blöndunni í styrkleikanum 1%<br />

(massahlutfall fyrir föst efni, vökva, ryk, úða og gufur og rúmmálshlutfall fyrir lofttegundir) eða meira nema<br />

ástæða sé til að ætla (t.d. þegar um er að ræða ætandi innihaldsefni) að innihaldsefni, sem er í blöndunni í minna<br />

en 1% styrkleika, skipti samt máli fyrir flokkun blöndunnar með tilliti til húðertingar eða húðætingar.<br />

3.2.3.3.2. Aðferðin við flokkun blöndu sem húðertandi eða húðætandi, þegar gögn liggja fyrir um efnisþætti hennar en<br />

ekki um blönduna í heild sinni, byggist almennt á samlegðarkenningunni þannig að hver ætandi eða ertandi<br />

efnisþáttur stuðlar að heildareiginleikum blöndunnar sem ertandi eða ætandi í hlutfalli við mátt hennar og<br />

styrkleika. Notuð er vogtalan 10 fyrir ætandi efnisþætti þegar þeir eru til staðar í styrkleika sem er undir<br />

almennu styrkleikamörkunum fyrir flokkun í 1. undirflokk en í styrkleika sem stuðlar að flokkun blöndunnar<br />

sem ertandi. Blandan er flokkuð sem ætandi eða ertandi þegar samanlagður styrkur slíkra efnisþátta fer yfir<br />

styrkleikamörk.<br />

3.2.3.3.3. Í töflu 3.2.3 eru sett fram almenn styrkleikamörk sem nota á til að ákvarða hvort blandan telst húðertandi eða<br />

húðætandi.<br />

3.2.3.3.4.1. Það þarf að fara með gát við flokkun á tilteknum tegundum blandna sem innihalda efni eins og sýrur og basa,<br />

ólífræn sölt, aldehýð, fenól og yfirborðsvirk efni. Ekki er víst að sú aðferð, sem lýst er í liðum 3.2.3.3.1 og<br />

3.2.3.3.2, gildi af því að mörg þessara efna eru ætandi eða ertandi þegar styrkur þeirra er < 1%.<br />

3.2.3.3.4.2. Þegar um er að ræða blöndur, sem innihalda sterkar sýrur eða basa, skal pH-gildið notað sem<br />

flokkunarviðmiðun (sjá lið 3.2.3.1.2) þar eð pH-gildi gefur betri vísbendingu um ætingu en styrkleikamörkin í<br />

töflu 3.2.3.<br />

3.2.3.3.4.3. Ef blanda inniheldur húðætandi eða húðertandi efni og ekki er hægt að flokka hana með samlegðaraðferðinni<br />

(tafla 3.2.3) vegna efnafræðilegra eiginleika sem gera það að verkum að þessi aðferð er óframkvæmanleg skal<br />

hún flokkuð sem húðætandi, í undirflokki 1A, 1B eða 1C ef ≥ 1% hennar er innihaldsefni sem flokkast í<br />

undirflokk 1A, 1B eða 1C, eftir því sem við á, eða í 2. undirflokk ef ≥ 3% hennar er ertandi innihaldsefni.<br />

Flokkun á blöndum með innihaldsefnum, sem aðferðin í töflu 3.2.3. gildir ekki um, er tekin saman í töflu 3.2.4.


Nr. 52/90 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.2.3.3.5. Stundum geta áreiðanleg gögn sýnt að ekki er augljós hætta á að innihaldsefni valdi húðætingu eða húðertingu<br />

þegar efnið er til staðar í magni sem er yfir almennum styrkleikamörkum sem um getur í töflum 3.2.3 og 3.2.4. Í<br />

þessum tilvikum skal blandan flokkuð í samræmi við þau gögn (sjá einnig 10. og 11. gr.) Í öðrum tilvikum,<br />

þegar búist er við að ekki sé augljós hætta á að innihaldsefni valdi húðætingu eða húðertingu þegar efnið er í<br />

magni sem er yfir almennum styrkleikamörkum sem um getur í töflum 3.2.3 og 3.2.4, skal prófun á blöndunni<br />

íhuguð. Í þeim tilvikum skal nota stigskipta áætlun við ákvörðun sem byggist á vægi rökstuddra vísbendinga<br />

eins og lýst er í lið 3.2.2.5.<br />

3.2.3.3.6. Ef til eru gögn sem sýna að eitt eða fleiri innihaldsefni eru ætandi eða ertandi í styrkleika sem er < 1% (ætandi)<br />

eða < 3% (ertandi) skal blandan flokkuð í samræmi við það.<br />

Tafla 3.2.3<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni sem eru flokkuð sem húðætandi eða húðertandi (1. eða 2.<br />

undirflokkur), sem ráða flokkun blöndunnar sem húðætandi eða húðertandi<br />

Summa innihaldsefna sem flokkast sem: Styrkleiki sem ræður því að blandan er flokkuð sem:<br />

Húðætandi Húðertandi<br />

1. undirflokkur<br />

(sjá athugasemd hér að aftan)<br />

2. undirflokkur<br />

Húðætandi, undirflokkar 1A, 1B og 1C ≥ 5% ≥ 1 % en < 5%<br />

Húðertandi, 2. undirflokkur ≥ 10%<br />

(10 × húðætandi, undirflokkar 1A, 1B og<br />

1C) + húðertandi, 2. undirflokkur<br />

Athugasemd<br />

3.2.4. Hættuboð<br />

≥ 10%<br />

Summa allra innihaldsefna blöndu sem flokkast sem húðætandi, undirflokkur 1A, 1B eða 1C, eftir því sem við<br />

á, skal vera ≥ 5% til að blandan flokkist sem húðætandi, undirflokkur 1A, 1B eða 1C. Ef summa húðætandi<br />

innihaldsefna í undirflokki 1A er < 5% en summa innihaldsefna í undirflokki 1A+1B er ≥ 5% skal blandan<br />

flokkuð sem húðætandi, undirflokkur 1B. Á sama hátt skal blandan flokkuð sem húðætandi, undirflokkur 1C, ef<br />

summa húðætandi innihaldsefna í undirflokki 1A+1B er < 5% en summa innihaldsefna í undirflokki<br />

1A+1B+1C er ≥ 5%.<br />

Tafla 3.2.4<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem samlegðaraðferðin á ekki við um, sem ráða<br />

flokkun blöndunnar sem húðætandi eða húðertandi<br />

Innihaldsefni: Styrkleiki:<br />

Blandan flokkast á grundvelli<br />

áhrifa á húð<br />

Sýra með pH-gildi ≤ 2 ≥ 1% 1. undirflokkur<br />

Basi með pH-gildi ≥ 11,5 ≥ 1% 1. undirflokkur<br />

Önnur húðætandi innihaldsefni (undirflokkur 1A,<br />

1B eða 1C) sem samlegðaraðferðin á ekki við um<br />

Önnur ertandi innihaldsefni (2. undirflokkur) sem<br />

samlegðaraðferðin á ekki við um, þ.m.t. sýrur og<br />

basar<br />

≥ 1% 1. undirflokkur<br />

≥ 3% 2. undirflokkur<br />

3.2.4.1. Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 3.2.5.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/91<br />

Tafla 3.2.5<br />

Merkingaratriði fyrir húðætingu/húðertingu<br />

Flokkun Undirflokkur 1 A/1 B/1 C 2. undirflokkur<br />

HSK-hættumerki<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H314:<br />

Veldur alvarlegum bruna á húð og<br />

augnskaða<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

3.3. Alvarlegur augnskaði/augnerting<br />

3.3.1. Skilgreiningar<br />

V260<br />

V264<br />

V280<br />

V301 + V330 + V331<br />

V303 + V361 + V353<br />

V363<br />

V304 + V340<br />

V310<br />

V321<br />

V305 + V351 + V338<br />

V405<br />

V501<br />

H315:<br />

Veldur húðertingu<br />

V264<br />

V280<br />

V302 + V352<br />

V321<br />

V332 + V313<br />

V362<br />

3.3.1.1. „Alvarlegur augnskaði“: vefjaskemmdir í auga eða alvarleg sjónskerðing, eftir að prófunarefni hefur verið borið<br />

í auga, sem gengur ekki algerlega til baka innan 21 dags.<br />

„Augnerting“: breytingar, sem eiga sér stað í auga eftir að prófunarefni hefur verið borið í það, sem ganga<br />

algerlega til baka innan 21 dags.<br />

3.3.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.3.2.1. Flokkunarkerfið fyrir efni felur í sér prófunar- og matsáætlun sem er stigskipt og sameinar fyrirliggjandi<br />

upplýsingar um alvarlegar vefjaskemmdir í auga og augnertingu (þ.m.t. gögn um reynslu hjá mönnum og<br />

dýrum) sem og atriði sem taka þarf tillit til varðandi megindleg vensl efnabyggingar og virkni ((Q)SAR) og<br />

niðurstöður úr fullgiltum prófunum í glasi til að komast hjá ónauðsynlegum prófunum á dýrum.<br />

3.3.2.2. Áður en prófun í lífi á alvarlegum augnskaða/augnertingu fer fram skulu allar fyrirliggjandi upplýsingar um<br />

viðkomandi efni yfirfarnar. Oft er hægt að taka bráðabirgðaákvörðun út frá fyrirliggjandi gögnum um hvort efni<br />

valdi alvarlegum (þ.e. varanlegum) augnskaða. Ef hægt er að flokka efni á grundvelli þessara gagna er ekki<br />

nauðsynlegt að framkvæma prófanir.<br />

3.3.2.3. Taka þarf tillit til margra þátta við ákvörðun á því, áður en prófun fer fram, hvort efni geti valdið alvarlegum<br />

augnskaða eða augnertingu. Fyrst skal greina uppsafnaða reynslu hjá mönnum og dýrum þar eð hún veitir<br />

beinar upplýsingar um áhrif á augu. Í sumum tilvikum gætu legið fyrir nægar upplýsingar um efnasambönd,<br />

sem eru skyld að byggingu, til að hægt sé að taka ákvörðun varðandi hættuna. Einnig geta óvenjulega há eða lág<br />

pH-gildi, eins og ≤ 2 og ≥ 11,5, valdið alvarlegum augnskaða, einkum í tengslum við mikla jafnarýmd. Búist er<br />

við því að slík efni hafi mikil áhrif á augun. Meta þarf mögulega húðætingu, áður en hugað er að alvarlegum


Nr. 52/92 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

augnskaða/augnertingu, til að komast hjá því að gera prófanir er varða staðbundin áhrif á augun af völdum<br />

húðætandi efna. Húðætandi efni skulu einnig teljast valda alvarlegum augnskaða (1. undirflokkur) en húðertandi<br />

efni geta talist valda augnertingu (2. undirflokkur). Nota má fullgildar og samþykktar prófanir í glasi til að taka<br />

ákvörðun um flokkun (sjá 5. gr.).<br />

3.3.2.4. Nota skal allar framangreindar upplýsingar sem liggja fyrir um efni til að ákvarða þörfina á prófun í lífi á<br />

augnertingu. Þó að e.t.v. megi afla upplýsinga með mati á einstökum þáttum innan stigs (t.d. skulu ætandi basar<br />

með mjög hátt pH-gildi taldir staðbundin, ætandi efni), skal meta fyrirliggjandi upplýsingar í heild sinni þegar<br />

tekin er ákvörðun sem byggist á heildarvægi rökstuddra vísbendinga, einkum þegar upplýsingar liggja fyrir um<br />

suma en ekki alla þættina. Almennt skal aðaláherslan lögð á sérfræðiálit, að teknu tilliti til reynslu manna af<br />

efninu, og því næst niðurstöðum úr húðertingarprófunum og fullgiltum staðgönguprófunum. Reynt skal eftir<br />

megni að komast hjá prófunum á dýrum með ætandi efni eða blöndur.<br />

3.3.2.5. Íhuga skal stigskipta aðferð við matið á frumupplýsingum, eftir atvikum, með það í huga að ekki er víst að allir<br />

þættir eigi við í sumum tilvikum.<br />

3.3.2.6. Varanleg áhrif á augu/alvarlegur augnskaði (1. undirflokkur)<br />

3.3.2.6.1. Efni sem geta mögulega valdið alvarlegum augnskaða flokkast í 1. undirflokk (varanleg áhrif á augu). Efni<br />

flokkast í þennan hættuundirflokk á grundvelli niðurstaðna úr prófunum á dýrum í samræmi við viðmiðanirnar<br />

sem tilgreindar eru í töflu 3.3.1. Í þessum athugunum eru m.a. dýr með 4. stigs skemmd á hornhimnu og aðrar<br />

alvarlegar svaranir (t.d. eyðileggingu á hornhimnu), sem í ljós komu einhvern tímann í prófuninni, sem og<br />

varanlegt ógagnsæi glæru, upplitun hornhimnu af völdum leysilitar, samgróning, æðavagl á glæru og áhrif á<br />

starfsemi lithimnunnar eða önnur áhrif sem skerða sjónina. Í þessu samhengi teljast varanlegar skemmdir þær<br />

skemmdir sem ganga ekki algerlega til baka innan athugunartímabils sem er yfirleitt 21 dagur. Efni flokkast<br />

einnig í 1. undirflokk ef þau uppfylla viðmiðanirnar fyrir ógagnsæja glæru ≥ 3 eða lithimnubólgu > 1,5, sem í<br />

ljós koma í Draize-augnprófun á kanínum, þar eð viðurkennt er að alvarlegir skaðar af þessu tagi ganga yfirleitt<br />

ekki til baka innan 21 dags athugunartímabils.<br />

Tafla 3.3.1<br />

Undirflokkur fyrir varanleg áhrif á augu<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

Varanleg áhrif á augu<br />

(1. undirflokkur)<br />

Ef efni kallar, þegar það er borið í auga á dýri, fram:<br />

— áhrif á hornhimnuna, lithimnuna eða slímhúð augans í a.m.k. einu dýri, sem ekki<br />

er búist við að gangi til baka eða hafa ekki gengið algerlega til baka innan<br />

athugunartímabils sem er yfirleitt 21 dagur og/eða<br />

— eftirfarandi jákvæða svörun hjá a.m.k. 2 af 3 dýrum sem eru prófuð:<br />

— ógagnsæi glæru ≥ 3 og/eða<br />

— lithimnubólgu > 1,5,<br />

reiknað út sem meðalgildi niðurstöðutalna samkvæmt athugunum eftir 24, 48 og 72<br />

klukkustundir frá ísetningu prófunarefnisins.<br />

3.3.2.6.2. Notkun á gögnum um áhrif á menn er til umfjöllunar í liðum 3.3.2.1 og 3.3.2.4 sem og í liðum 1.1.1.3, 1.1.1.4<br />

og 1.1.1.5.<br />

3.3.2.7. Afturhverf áhrif á augu (2. undirflokkur)<br />

3.3.2.7.1. Efni, sem geta mögulega kallað fram afturhverfa augnertingu, eru flokkuð í 2. undirflokk (ertandi fyrir augu).


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/93<br />

Tafla 3.3.2<br />

Undirflokkur fyrir afturhverf áhrif á augu<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

Ertandi fyrir augu<br />

(2. undirflokkur)<br />

Ef efni kallar, þegar það er borið í auga á dýri, fram:<br />

— eftirfarandi jákvæða svörun hjá a.m.k. 2 af 3<br />

dýrum sem eru prófuð:<br />

— ógagnsæi glæru ≥ 1 og/eða<br />

— lithimnubólgu ≥ 1 og/eða<br />

— roða í slímhimnu ≥ 2 og/eða<br />

— bjúg í slímhimnu (augnslímhúðarbjúgur) ≥ 2,<br />

— reiknað út sem meðalgildi niðurstöðutalna<br />

samkvæmt athugunum eftir 24, 48 og 72<br />

klukkustundir frá ísetningu prófunarefnisins, og<br />

sem gengur algerlega til baka innan 21 dags<br />

athugunartímabils<br />

3.3.2.7.2. Taka skal tillit til þessara upplýsinga við flokkun á þeim efnum þegar dýrin sýna mjög breytilega svörun.<br />

3.3.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.3.3.1. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.3.3.1.1. Blandan skal flokkuð með því að nota viðmiðanir fyrir efni og að teknu tilliti til prófunar- og matsáætlana sem<br />

notaðar eru til að þróa gögn fyrir þessa hættuflokka.<br />

3.3.3.1.2. Ólíkt öðrum hættuflokkum eru til staðgönguprófanir á húðætingu, að því er varðar tilteknar tegundir blandna,<br />

sem gefa nákvæma niðurstöðu til notkunar við flokkun og eru jafnframt einfaldar og tiltölulega ódýrar í<br />

framkvæmd. Þegar hugað er að prófun blöndu eru þeir sem flokka hvattir til að nota stigskipta áætlun við<br />

ákvörðun sem byggist á vægi rökstuddra vísbendinga eins og fram kemur í viðmiðunum fyrir flokkun efna með<br />

tilliti til húðætingar og alvarlegs augnskaða og augnertingar til að tryggja sem nákvæmasta flokkun og til að<br />

komast hjá ónauðsynlegum prófunum á dýrum. Blanda telst valda alvarlegum augnskaða (1. undirflokkur) ef<br />

pH-gildi hennar er ≤ 2,0 eða ≥ 11,5. Ef mat á sýru- eða basaforðanum gefur til kynna að blandan geti e.t.v. ekki<br />

valdið alvarlegum augnskaða, þrátt fyrir hátt eða lágt pH-gildi, er nauðsynlegt að framkvæma frekari prófanir<br />

því til staðfestingar, einkum með því að nota viðeigandi og fullgilta prófun í glasi.<br />

3.3.3.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja ekki fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.3.3.2.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða húðætingarmátt hennar eða getu hennar til að valda<br />

alvarlegum augnskaða eða augnertingu en næg gögn liggja fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um<br />

svipaðar prófaðar blöndur til að hægt sé að lýsa hættunum af blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn<br />

í samræmi við brúunarreglurnar í lið 1.1.3.<br />

3.3.3.3. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um alla eða aðeins suma efnisþætti blöndunnar<br />

3.3.3.3.1. Í því skyni að nýta öll fyrirliggjandi gögn til að flokka augnertingareiginleika blöndu eða eiginleika blöndu til<br />

að valda alvarlegum augnskaða hefur eftirfarandi ályktun verið dregin og er henni beitt þar sem við á í<br />

stigskiptu aðferðinni:<br />

Ályktun: „innihaldsefni sem skipta máli“ í blöndu eru þau sem eru í blöndunni í styrkleikanum 1%<br />

(massahlutfall (w/w) fyrir föst efni, vökva, ryk, úða og gufur og rúmmálshlutfall (v/v) fyrir lofttegundir) eða<br />

meira nema ástæða sé til að ætla (t.d. þegar um er að ræða ætandi innihaldsefni) að innihaldsefni, sem er í<br />

blöndunni í minna en 1% styrkleika, skipti samt máli fyrir flokkun blöndunnar með tilliti til<br />

augnertingar/alvarlegs augnskaða.<br />

3.3.3.3.2. Aðferðin við flokkun blöndu sem augnertandi eða mjög skaðleg fyrir augu, þegar gögn liggja fyrir um<br />

efnisþætti hennar en ekki blönduna í heild sinni, byggist almennt á samlegðarkenningunni þannig að hver<br />

ætandi eða ertandi efnisþáttur stuðlar að heildareiginleikum blöndunnar sem ætandi eða ertandi í hlutfalli við<br />

mátt hennar og styrkleika. Notuð er vogtalan 10 fyrir ætandi efnisþætti þegar þeir eru til staðar í styrkleika, sem<br />

er undir almennu styrkleikamörkunum fyrir flokkun í 1. undirflokk en eru í styrkleika sem stuðlar að flokkun<br />

blöndunnar sem ertandi. Blandan er flokkuð sem mjög skaðleg fyrir augu eða sem augnertandi þegar<br />

samanlagður styrkur slíkra efnisþátta fer yfir styrkleikamörk.


Nr. 52/94 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.3.3.3.3. Í töflu 3.3.3 eru sett fram almenn styrkleikamörk sem nota á til að ákvarða hvort flokka skuli blönduna sem<br />

ertandi eða mjög skaðlega fyrir augun.<br />

3.3.3.3.4.1. Það þarf að fara með gát við flokkun á tilteknum tegundum blandna sem innihalda efni eins og sýrur og basa,<br />

ólífræn sölt, aldehýð, fenól og yfirborðsvirk efni. Ekki er víst að hægt sé að nota þá aðferð sem lýst er í liðum<br />

3.3.3.3.1 og 3.3.3.3.2 af því að mörg þessi efni eru ætandi eða ertandi þegar styrkur þeirra er < 1%.<br />

3.3.3.3.4.2. Þegar um er að ræða blöndur, sem innihalda sterkar sýrur eða basa, skal pH-gildið notað sem<br />

flokkunarviðmiðun (sjá lið 3.3.2.3) þar eð pH-gildi gefur betri vísbendingu um alvarlegan augnskaða en<br />

styrkleikamörkin í töflu 3.3.3.<br />

3.3.3.3.4.3. Ef blanda inniheldur ætandi eða ertandi efni og ekki er hægt að flokka hana með samlegðaraðferðinni (tafla<br />

3.3.3) vegna efnafræðilegra eiginleika sem gera það að verkum að þessi aðferð er óframkvæmanleg skal hún<br />

flokkuð í 1. undirflokk fyrir áhrif á augu ef ≥1% hennar er ætandi innihaldsefni og í 2. undirflokk ef ≥ 3%<br />

hennar er ertandi innihaldsefni. Flokkun á blöndum með innihaldsefnum, sem aðferðin í töflu 3.3.3. gildir ekki<br />

um, er tekin saman í töflu 3.3.4.<br />

3.3.3.3.5. Stundum geta áreiðanleg gögn sýnt fram á að afturhverf/varanleg áhrif innihaldsefnis á augu séu ekki augljós<br />

þegar efnið er til staðar í magni sem er yfir almennum styrkleikamörkum sem um getur í töflum 3.3.3 og 3.3.4. Í<br />

þessum tilvikum skal blandan flokkuð í samræmi við þau gögn. Í öðrum tilvikum, þegar ekki er búist við að<br />

augljós hætta sé á að innihaldsefni valdi húðætingu eða húðertingu eða afturhverfum/varanlegum áhrifum á<br />

augu þegar efnið er í magni sem er yfir almennum styrkleikamörkum sem um getur í töflum 3.3.3. og 3.3.4, skal<br />

prófun á blöndunni íhuguð. Í slíkum tilvikum skal nota stigskipta áætlun við ákvörðun sem byggist á vægi<br />

rökstuddra vísbendinga.<br />

3.3.3.3.6. Ef til eru gögn sem sýna að eitt eða fleiri innihaldsefni geti verið ætandi eða ertandi í styrkleika sem er < 1%<br />

(ætandi) eða < 3% (ertandi) skal blandan flokkuð í samræmi við það.<br />

Tafla 3.3.3<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem flokkast sem húðætandi í 1. undirflokki og/eða í<br />

1. eða 2. undirflokk fyrir áhrif á augu, sem ráða flokkun blöndunnar með tilliti til áhrifa á augu (1. eða 2.<br />

undirflokkur)<br />

Summa innihaldsefna sem flokkast sem:<br />

Áhrif á augu, 1. undirflokkur, eða<br />

húðætandi, undirflokkur 1A, 1B eða<br />

1C<br />

Styrkleiki sem ræður því að blandan er flokkuð svo:<br />

Varanleg áhrif á augu Afturhverf áhrif á augu<br />

1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

≥ 3% ≥ 1% en < 3%<br />

Áhrif á augu, 2. undirflokkur ≥ 10%<br />

(10 × áhrif á augu, 1. undirflokkur)<br />

+ áhrif á augu, 2. undirflokkur<br />

Húðætandi, undirflokkar 1A, 1B,<br />

1C, + áhrif á augu, 1. undirflokkur<br />

10 × (húðætandi, undirflokkur 1A,<br />

1B, 1C, + áhrif á augu, 1.<br />

undirflokkur) + áhrif á augu, 2.<br />

undirflokkur<br />

≥ 10%<br />

≥ 3% ≥ 1% en < 3%<br />

Tafla 3.3.4<br />

≥ 10%<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem samlegðaraðferðin á ekki við um, sem ráða því<br />

að blandan flokkast sem hættuleg fyrir augu<br />

Innihaldsefni Styrkleiki<br />

Blandan flokkast á grundvelli áhrifa<br />

á augu<br />

Sýra með pH-gildi ≤ 2 ≥ 1% 1. undirflokkur<br />

Basi með pH-gildi ≥ 11,5 ≥ 1% 1. undirflokkur<br />

Önnur húðætandi innihaldsefni (1.<br />

undirflokkur) sem samlegðaraðferðin<br />

á ekki við um<br />

≥ 1% 1. undirflokkur


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/95<br />

3.3.4. Hættuboð<br />

Innihaldsefni Styrkur<br />

Önnur ertandi innihaldsefni (2.<br />

undirflokkur) sem samlegðaraðferðin<br />

á ekki við um, þ.m.t. sýrur og basar<br />

Blandan flokkast á grundvelli áhrifa<br />

á augu<br />

≥ 3% 2. undirflokkur<br />

3.3.4.1. Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 3.3.5.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.3.5<br />

Merkingaratriði fyrir alvarlegan augnskaða/augnertingu<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H318:<br />

Veldur alvarlegum augnskaða<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

3.4. Næming öndunarfæra eða húðnæming<br />

3.4.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

H319:<br />

Veldur alvarlegri augnertingu<br />

V280 V264<br />

V280<br />

V305 + V351 + V338<br />

V310<br />

3.4.1.1. „Öndunarfæranæmir“: efni sem leiðir til ofurnæmis öndunarfæranna við innöndun efnisins.<br />

3.4.1.2. „Húðnæmir“: efni sem leiðir til ofnæmisviðbragða við snertingu við húð.<br />

3.4.1.3. Að því er varðar lið 3.4 skiptist næming í tvö stig<br />

V305 + V351 + V338<br />

V337 + V313<br />

Á fyrsta stiginu er sérhæft ónæmisfræðilegt minni virkjað í einstaklingi með því að láta hann komast í snertingu<br />

við ofnæmisvaka. Á seinna stiginu er frumumiðluð eða mótefnaháð ofnæmissvörun kölluð fram með því að láta<br />

einstakling, sem hefur orðið fyrir næmingu, komast í snertingu við ofnæmisvaka.<br />

3.4.1.4. Virkjunarferli, ásamt eftirfarandi framköllunarstigum, gildir bæði fyrir næmingu öndunarfæra og húðnæmingu.<br />

Að því er varðar húðnæmingu er virkjunarstig nauðsynlegt en þar lærir ónæmiskerfið að bregðast við; klínísk<br />

einkenni geta þá komið í ljós þegar eftirfylgjandi váhrif nægja til að kalla fram sýnilega húðsvörun<br />

(framköllunarstig). Þar af leiðandi koma forspárprófanir venjulega í kjölfarið á þessu ferli með virkjunarstigi og<br />

eru viðbrögðin við þessu stigi mæld með stöðluðu framköllunarstigi sem felur yfirleitt í sér plástursprófun.<br />

Eitlagreining er undantekningin en með henni eru viðbrögðin við virkjun mæld beint. Yfirleitt eru vísbendingar<br />

um húðnæmingu hjá mönnum metnar með því að nota plástursprófun við greiningu.<br />

3.4.1.5. Fyrir bæði húðnæmingu og næmingu fyrir öndunarfæri þarf yfirleitt minni styrk fyrir framköllun heldur en<br />

virkjun. Í lið 3.4.4 er að finna ákvæði um viðvaranir til einstaklinga, sem hafa orðið fyrir næmingu, ef mjög<br />

næmandi efni eru í blöndu.


Nr. 52/96 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.4.1.6. Hættuflokknum næming öndunarfæra eða húðnæming er skipt í áhrifategundirnar:<br />

— næmingu öndunarfæra,<br />

— húðnæmingu.<br />

3.4.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.4.2.1. Öndunarfæranæmar<br />

Flokka skal efni sem öndunarfæranæma (1. undirflokkur) í samræmi við viðmiðanirnar í töflu 3.4.1:<br />

Tafla 3.4.1<br />

Hættuundirflokkur fyrir öndunarfæranæma<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1. undirflokkur<br />

3.4.2.1.1 Vísbendingar um áhrif á menn<br />

Flokka skal efni sem öndunarfæranæma (1. undirflokkur) í samræmi við eftirfarandi<br />

viðmiðanir:<br />

a) ef fyrir liggja vísbendingar hjá mönnum þess efnis að efnið geti valdið sérstöku<br />

ofurnæmi í öndunarfærum og/eða<br />

b) ef fyrir liggja jákvæðar niðurstöður úr viðeigandi dýraprófunum.<br />

3.4.2.1.1.1. Vísbendingar um að efni geti valdið sérstöku ofurnæmi í öndunarfærum byggjast að jafnaði á reynslu hjá<br />

mönnum. Í þessu samhengi kemur ofurnæmi að jafnaði fram sem asmi en önnur ofurnæmissvörun, á borð við<br />

nefslímubólgu/tárubólgu og lungnablöðrubólgu, skal einnig skoðuð. Sjúkdómsástandið hefur klínísk einkenni<br />

ofnæmissvörunar. Ekki er þó nauðsynlegt að sýna fram á ónæmisfræðilegt gangvirki.<br />

3.4.2.1.1.2. Þegar vísbendingar um áhrif á menn eru athugaðar er nauðsynlegt að ákvörðun um flokkun sé byggð á<br />

eftirfarandi, auk vísbendinga frá sjúkdómstilvikum:<br />

a) fjölda þeirra sem verða fyrir váhrifum,<br />

b) umfangi váhrifa.<br />

Notkun á gögnum um áhrif á menn er til umfjöllunar í liðum 1.1.1.3, 1.1.1.4 og 1.1.1.5.<br />

3.4.2.1.1.3. Framangreindar vísbendingar geta verið:<br />

a) sjúkrasaga og gögn úr viðeigandi prófunum á lungnastarfsemi í tengslum við váhrif frá efninu, stutt öðrum<br />

vísbendingum, m.a.:<br />

i. ónæmisprófun í lífi (t.d. pikkhúðprófun),<br />

ii. ónæmisprófun í glasi (t.d. blóðvatnsgreining),<br />

iii. rannsóknir sem benda til annarrar sérstakrar ofurnæmissvörunar þar sem ekki hefur verið staðfest að<br />

um ónæmisfræðileg gangvirki sé að ræða, t.d. endurtekinnar smávægilegrar ertingar eða áhrifa sem<br />

tengjast lyfjagjöf,<br />

iv. efnið hefur svipaða byggingu og efni sem vitað er að valda ofurnæmi í öndunarfærum,<br />

b) jákvæðar niðurstöður úr einni eða fleiri berkjuáreitisprófunum með efninu sem gerðar eru í samræmi við<br />

viðurkenndar viðmiðunarreglur um ákvörðun sérstakrar ofurnæmissvörunar.<br />

3.4.2.1.1.4. Sjúkrasagan skal ná yfir bæði heilsufarssögu og atvinnusögu til að unnt sé að sýna fram á tengsl milli váhrifa frá<br />

tilteknu efni og myndunar ofurnæmis í öndunarfærum. Meðal upplýsinga, sem hér skipta máli, eru þættir sem<br />

magna sjúkdómseinkennin, bæði á heimili og vinnustað, upphaf og framgangur sjúkdómsins og fjölskyldusaga<br />

og heilsufarssaga sjúklingsins. Heilsufarssagan skal einnig að ná til annarra kvilla af völdum ofnæmis eða í<br />

öndunarfærum, allt frá bernsku, svo og reykingavenja.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/97<br />

3.4.2.1.1.5. Jákvæðar niðurstöður úr berkjuáreitisprófunum teljast nægjanlegar vísbendingar til að byggja megi flokkun á<br />

þeim einum. Það er hins vegar vitað að margar af þeim rannsóknum, sem taldar eru upp hér að framan, hafa<br />

þegar verið gerðar.<br />

3.4.2.1.2. Rannsóknir á dýrum<br />

3.4.2.1.2.1. Gögn úr viðeigandi dýrarannsóknum ( 1 ), sem kunna að benda til þess að efni geti valdið næmingu í mönnum við<br />

innöndun ( 2 ), eru m.a.:<br />

3.4.2.2. Húðnæmar<br />

i. mælingar á ónæmisglóbúlíni E (IgE) og öðrum sérstökum ónæmisfræðilegum þáttum hjá músum,<br />

ii. sértæk lungnasvörun í naggrísum.<br />

3.4.2.2.1. Flokka skal efni sem húðnæma (1. undirflokkur) í samræmi við viðmiðanirnar í töflu 3.4.2:<br />

Tafla 3.4.2<br />

Hættuundirflokkur fyrir húðnæma<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1. undirflokkur<br />

3.4.2.2.2. Sérstök atriði sem taka þarf tillit til<br />

Flokka skal efni sem húðnæma (1. undirflokkur) í samræmi við eftirfarandi viðmiðanir:<br />

i. ef fyrir liggja vísbendingar hjá mönnum þess efnis að efnið geti valdið næmingu í<br />

snertingu við húð hjá talsverðum fjölda manna eða<br />

ii. ef fyrir liggja jákvæðar niðurstöður úr viðeigandi dýraprófun (sjá sérstakar viðmiðanir<br />

í lið 3.4.2.2.4.1).<br />

3.4.2.2.2.1. Þegar um er að ræða flokkun efnis sem húðnæmis skulu vísbendingar fela í sér nokkur eða öll eftirtalin atriði:<br />

a) jákvæð gögn úr plástursprófunum, að jafnaði frá fleiri en einni húðsjúkdómadeild, eða<br />

b) faraldsfræðilegar rannsóknir sem sýna að efnið hefur valdið exemi vegna snertiofnæmis. Sérstakan<br />

gaum skal gefa aðstæðum þar sem dæmigerð einkenni koma fram hjá hlutfallslega mörgum þeirra sem<br />

verða fyrir váhrifum, jafnvel þótt tilvikin séu fá,<br />

c) jákvæð gögn úr viðeigandi dýraprófunum,<br />

d) jákvæð gögn úr tilraunarannsóknum á mönnum (sjá einnig 3. mgr. 7. gr.),<br />

e) vel skjalfest dæmi um exem vegna snertiofnæmis, að jafnaði frá fleiri en einni húðsjúkdómadeild.<br />

Notkun á gögnum um áhrif á menn er til umfjöllunar í liðum 1.1.1.3, 1.1.1.4 og 1.1.1.5.<br />

3.4.2.2.2.2. Jákvæð áhrif, sem koma fram annaðhvort hjá mönnum eða dýrum, réttlæta yfirleitt flokkun. Vísbendingar úr<br />

dýrarannsóknum (sjá lið 3.4.2.2.4) eru yfirleitt mun áreiðanlegri en vísbendingar um váhrif á menn. Í tilvikum<br />

þegar vísbendingar liggja fyrir frá báðum heimildunum og misræmi er á milli niðurstaðna þeirra skulu gæði og<br />

áreiðanleiki vísbendinga frá báðum heimildum metin í hverju tilviki fyrir sig til að leysa öll vafamál er tengjast<br />

flokkuninni. Yfirleitt er gagna um áhrif á menn ekki aflað í samanburðartilraunum með sjálfboðaliðum í<br />

tengslum við hættuflokkun heldur eru þau hluti af áhættumati til að staðfesta skort á þeim áhrifum sem fram<br />

hafa komið í prófunum á dýrum. Jákvæð gögn um húðnæmingu hjá mönnum eru þar af leiðandi yfirleitt fengin<br />

úr tilfellaviðmiðuðum rannsóknum (e. case-control) eða öðrum minna afmörkuðum rannsóknum. Mat á gögnum<br />

um áhrif á menn verður því að fara fram með varúð þar sem tíðni tilfella sýnir, til viðbótar við eðliseiginleika<br />

efnanna, þætti eins og stöðuna með tilliti til váhrifa, lífaðgengi, einstaklingsbundinn móttækileika og<br />

forvarnarráðstafanir sem gerðar hafa verið. Yfirleitt er ekki hægt að nota neikvæð gögn um áhrif á menn til að<br />

hrekja jákvæðar niðurstöður úr dýrarannsóknum.<br />

( 1 ) Viðurkennd dýralíkön fyrir prófanir á ofurnæmi öndunarfæra eru ekki tiltæk eins og sakir standa.<br />

( 2 ) Gangvirkin, sem liggja til grundvallar því að efnin kalla fram einkenni asma, eru ekki að fullu þekkt. Sem forvarnarráðstöfun eru þessi<br />

efni talin öndunarfæranæmar. Ef hægt er, á grundvelli vísbendinga, að sýna fram á að þessi efni kalla aðeins fram einkenni asma vegna<br />

ertingar hjá fólki með ofursvörun í berkjum skulu þau ekki talin öndunarfæranæmar.


Nr. 52/98 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.4.2.2.2.3. Ef ekkert af framangreindum skilyrðum er uppfyllt þarf ekki að flokka efnið sem húðnæmi. Þó getur blanda af<br />

tveimur eða fleiri vísbendum um húðnæmingu, eins og kemur fram hér á eftir, breytt ákvörðuninni sem skal<br />

tekin til skoðunar í hverju tilviki fyrir sig:<br />

a) einangruð dæmi um exem vegna snertiofnæmis,<br />

b) faraldsfræðilegar rannsóknir með takmarkað gildi þar sem hending, kerfisbundin skekkja eða óskýrt<br />

orsakasamhengi hefur ekki verið útilokað svo að fullnægjandi þyki,<br />

c) gögn úr dýraprófunum, sem gerðar eru í samræmi við gildandi viðmiðunarreglur, sem fullnægja ekki<br />

viðmiðununum um jákvæða niðurstöðu sem lýst er í lið 3.4.2.2.4.1 en komast nægilega nálægt því til að<br />

teljast marktækar,<br />

d) jákvæð gögn sem byggjast á óstöðluðum aðferðum,<br />

e) jákvæðar niðurstöður um mjög hliðstæð efni að byggingu.<br />

3.4.2.2.3. Ónæmistengd snertiþina<br />

3.4.2.2.3.1. Sum þeirra efna, sem uppfylla viðmiðanir fyrir flokkun sem öndunarfæranæmar, kunna einnig að valda<br />

ónæmistengdri snertiþinu. Huga skal að því hvort þessi efni skuli einnig flokkuð sem húðnæmar og veita<br />

upplýsingar um snertiþinu á merkimiðanum eða á öryggisblaðinu með því að nota viðeigandi<br />

viðvörunarupplýsingar.<br />

3.4.2.2.3.2. Þegar efni kalla fram merki um ónæmistengda snertiþinu en uppfylla ekki viðmiðanirnar sem<br />

öndunarfæranæmar ber að íhuga hvort rétt sé að flokka þau sem húðnæma. Ekki er til viðurkennt dýralíkan sem<br />

nota má til að sanngreina efni sem valda ónæmistengdri snertiþinu. Flokkunin hlýtur því að jafnaði að byggjast<br />

á vísbendingum um áhrif á menn sem eru svipaðar þeim sem eiga við um húðnæmingu.<br />

3.4.2.2.4. Dýrarannsóknir<br />

3.4.2.2.4.1. Þegar notuð er ónæmisglæðaprófun við prófun á naggrísum fyrir húðnæmingu telst svörun jákvæð ef hún kemur<br />

fram hjá a.m.k. 30% tilraunadýranna. Við notkun prófunar á naggrísum án ónæmisglæða telst svörun jákvæð ef<br />

hún kemur fram hjá a.m.k. 15% tilraunadýranna. Nota skal prófunaraðferðirnar fyrir húðnæmingu sem lýst er í<br />

reglugerð (EB) nr. 440/2008, sem samþykkt er í samræmi við 3. mgr. 13. gr. reglugerðar (EB) nr. 1907/2006<br />

(„reglugerðin um prófunaraðferðir“), eða aðrar aðferðir, að því tilskildu að þær hafi verið vel staðfestar og að<br />

færð séu fyrir því vísindaleg rök.<br />

3.4.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.4.3.1. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.4.3.1.1. Þegar fyrir liggja áreiðanlegar vísbendingar frá reynslunni af áhrifum á menn eða úr viðeigandi rannsóknum á<br />

tilraunadýrum, eins og lýst er í viðmiðunum fyrir efni, má flokka blönduna eftir að þessi gögn hafa verið metin<br />

út frá vægi rökstuddra vísbendinga. Þegar gögn um blöndur eru metin skal þess gætt að skammturinn, sem er<br />

notaður, geri niðurstöðurnar ekki ófullnægjandi.<br />

3.4.3.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja ekki fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.4.3.2.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða hættuna af næmandi eiginleikum hennar en næg gögn liggja<br />

fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að hægt sé að lýsa hættunum af<br />

blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við brúunarreglurnar í lið 1.1.3.<br />

3.4.3.3. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um öll eða aðeins sum innihaldsefnin í blöndunni<br />

3.4.3.3.1. Blandan skal flokkuð sem öndunarfæra- eða húðnæmir ef a.m.k. eitt innihaldsefnanna hefur verið flokkað sem<br />

öndunarfæra- eða húðnæmir og styrkur þess er við eða yfir viðeigandi almennum styrkleikamörkum sem birt<br />

eru í töflu 3.4.3 fyrir föst efni/vökva og lofttegundir.<br />

3.4.3.3.2. Sum efni, sem eru flokkuð sem næmar, geta kallað fram svörun þegar þau eru í blöndu í magni, sem er undir<br />

styrk sem kveðið er á um í töflu 3.4.1, í einstaklingum sem eru þegar næmir fyrir efninu eða blöndunni (sjá 1.<br />

athugasemd við töflu 3.4.3).


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/99<br />

Tafla 3.4.3<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem eru flokkuð sem annaðhvort húðnæmar eða<br />

öndunarfæranæmar, sem ráða flokkun blöndunnar<br />

Húðnæmir<br />

Innihaldsefni, flokkað sem:<br />

Öndunarfæranæmir<br />

1. athugasemd<br />

Styrkleiki sem ræður flokkun blöndu sem:<br />

Húðnæmir Öndunarfæranæmir<br />

Allar tegundir eðlisástands Fast efni/vökvi Lofttegund<br />

≥ 0,1 %<br />

(1. aths.)<br />

≥ 1,0 %<br />

(2. aths.)<br />

— ≥ 0,1 %<br />

(1. aths. 1)<br />

— ≥ 1,0 %<br />

(3. aths.)<br />

— —<br />

— —<br />

≥ 0,1 %<br />

(1. aths. 1)<br />

≥ 0,2 %<br />

(3. aths.)<br />

Þessi styrkleikamörk eru almennt notuð fyrir sérstöku merkingarkröfurnar í lið 2.8 í II. viðauka til að vernda<br />

einstaklinga sem eru þegar næmir. Öryggisblaðs er krafist ef blandan inniheldur innihaldsefni yfir þessum styrk.<br />

2. athugasemd<br />

Þessi styrkleikamörk eru notuð til að ákvarða flokkun blöndu sem húðnæmis.<br />

3. athugasemd<br />

3.4.4. Hættuboð<br />

Þessi styrkleikamörk eru notuð til að ákvarða flokkun blöndu sem öndunarfæranæmis.<br />

3.4.4.1. Þegar um er að ræða efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk skal nota<br />

merkingaratriði í samræmi við töflu 3.4.4.<br />

HSK-hættumerki<br />

Flokkun<br />

Tafla 3.4.4<br />

Merkingaratriði fyrir næmingu öndunarfæra eða húðnæmingu<br />

Næming öndunarfæra Húðnæming<br />

1. undirflokkur 1. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H334: Getur valdið ofnæmis- eða<br />

asmaeinkennum eða<br />

öndunarerfiðleikum við innöndun<br />

Varúðarfullyrðingar — forvarnir V261<br />

V285<br />

H317: Getur valdið<br />

ofnæmisviðbrögðum í húð<br />

V261<br />

V272<br />

V280


Nr. 52/100 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Flokkun<br />

Varúðarsetningar — viðbrögð V304 + V341<br />

V342+ V311<br />

Varúðarsetningar — geymsla<br />

Næming öndunarfæra Húðnæming<br />

1. undirflokkur 1. undirflokkur<br />

V302 + V352<br />

V333 + V313<br />

V321<br />

V363<br />

Varúðarsetningar — förgun V501 V501<br />

3.5. Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur<br />

3.5.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

3.5.1.1. „Stökkbreyting“: varanleg breyting á magni eða uppbyggingu erfðaefnis í frumu. Hugtakið „stökkbreyting“ nær<br />

bæði yfir arfgengar erfðabreytingar, sem geta birst í svipgerðinni, og undirliggjandi DNA-breytingar, svo fremi<br />

að þær séu þekktar (þ.m.t. sértækar breytingar á basapörum og litningayfirfærslur). Hugtökin „stökkbreytandi“<br />

og „stökkbreytir“ verða notuð hér yfir efni sem leiða til aukinnar tíðni stökkbreytinga í frumu- og/eða<br />

lífveruhópum.<br />

3.5.1.2. Almennari hugtök, „með erfðaeiturhrifum“ og „erfðaeiturhrif“, ná yfir efni eða ferli sem breyta formgerð,<br />

upplýsingainntaki eða aðgreiningu DNA, þ.m.t. efni og ferli sem skaða DNA með því að trufla eðlileg<br />

eftirmyndunarferli eða sem breyta DNA-eftirmyndun (tímabundið) en þó ekki á lífeðlisfræðilegan hátt. Að<br />

jafnaði er litið á niðurstöður úr prófunum á erfðaeiturhrifum sem vísbenda um stökkbreytandi áhrif.<br />

3.5.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.5.2.1. Þessi hættuflokkur tekur einkum til efna sem geta valdið stökkbreytingum í kímfrumum manna sem geta erfst til<br />

afkvæmisins. Við flokkun efna og blandna í þennan hættuflokk er þó einnig tekið tillit til niðurstaðna úr<br />

prófunum í glasi á stökkbreytandi áhrifum eða erfðaeiturhrifum og prófunum í lífi á líkamsfrumum og<br />

kímfrumum spendýra.<br />

3.5.2.2. Við flokkun með tilliti til stökkbreytandi áhrifa á kímfrumur er efnum skipað í annan af tveimur undirflokkum<br />

eins og fram kemur í töflu 3.5.1<br />

Tafla 3.5.1<br />

Hættuundirflokkar fyrir kímfrumustökkbreyta<br />

Undirflokkar Viðmiðanir<br />

1. UNDIRFLOKKUR Efni sem vitað er að valda arfgengum stökkbreytingum eða sem líta ber svo á að<br />

valdi arfgengum stökkbreytingum í kímfrumum manna.<br />

Efni sem vitað er að valda arfgengum stökkbreytingum í kímfrumum manna.<br />

UNDIRFLOKKUR 1A Flokkun í undirflokk 1A byggist á jákvæðum vísbendingum úr faraldsfræðilegum<br />

rannsóknum á mönnum.<br />

Efni sem líta ber svo á að valdi arfgengum stökkbreytingum í kímfrumum manna


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/101<br />

Undirflokkar Viðmiðanir<br />

Undirflokkur 1B Flokkun í undirflokk 1B byggist á:<br />

— jákvæðri niðurstöðu eða niðurstöðum úr prófunum í lífi á arfgengum<br />

stökkbreytandi áhrifum á kímfrumur spendýra, eða<br />

— jákvæðri niðurstöðu eða niðurstöðum úr prófunum í lífi á stökkbreytandi<br />

áhrifum á líkamsfrumur spendýra ásamt einhverjum vísbendingum um að efnið<br />

geti valdið stökkbreytingum í kímfrumum.Unnt er að leiða þessar<br />

stoðvísbendingar af prófunum í lífi á stökkbreytandi áhrifum/erfðaeiturhrifum á<br />

kímfrumur eða með því að sýna fram á getu efnisins eða umbrotsefnis eða<br />

umbrotsefna þess að milliverka við erfðaefni kímfrumna; eða<br />

— jákvæðum niðurstöðum úr prófunum sem sýna stökkbreytandi áhrif á kímfrumur<br />

manna, án þess að sýnt sé fram á erfðir til afkvæmis; t.d. aukna tíðni mislitnunar<br />

í sæðisfrumum manna sem hafa orðið fyrir váhrifum.<br />

2. UNDIRFLOKKUR Efni sem gefa tilefni til áhyggna þar eð þau kunna að valda arfgengum<br />

stökkbreytingum í kímfrumum manna.<br />

Flokkun í 2. undirflokk byggist á:<br />

— jákvæðum vísbendingum úr tilraunum á spendýrum og/eða í sumum tilvikum úr<br />

tilraunum í glasi, sem fengist hafa með:<br />

— prófunum í lífi á stökkbreytandi áhrifum á líkamsfrumur spendýra eða<br />

— öðrum prófunum í lífi á erfðaeiturhrifum á líkamsfrumur sem eru studdar<br />

jákvæðum niðurstöðum úr mælingum í glasi á stökkbreytandi áhrifum.<br />

Athugasemd: Ef efni mælast jákvæð í prófunum í glasi á stökkbreytandi áhrifum á<br />

spendýr og sýna einnig tengsl, að því er varðar efnafræðilega byggingu og virkni,<br />

við þekkta kímfrumustökkbreyta skal skoða hvort þau skuli flokkuð sem<br />

stökkbreytar í 2. undirflokki.<br />

3.5.2.3. Sérstök atriði sem taka þarf tillit til við flokkun efna sem kímfrumustökkbreyta<br />

3.5.2.3.1. Við ákvörðun um flokkun er tekið tillit til prófunarniðurstaðna úr tilraunum til ákvörðunar á stökkbreytandi<br />

áhrifum og/eða erfðaeiturhrifum á kímfrumur og/eða líkamsfrumur dýra sem hafa orðið fyrir váhrifum. Einnig<br />

skal taka tillit til stökkbreytandi áhrifa og/eða erfðaeiturhrifa sem eru ákvörðuð í prófunum í glasi.<br />

3.5.2.3.2. Kerfið er hættutengt og efni eru flokkuð á grundvelli eðlislægrar hæfni sinnar til að valda stökkbreytingum í<br />

kímfrumum. Það er því ekki ætlað til (megindlegs) áhættumats á efnum.<br />

3.5.2.3.3. Flokkun með tilliti til arfgengra áhrifa á kímfrumur manna grundvallast á vönduðum og nægilega fullgiltum<br />

prófunum, helst eins og lýst er í reglugerð (EB) nr. 440/2008, sem var samþykkt í samræmi við 3. mgr. 13. gr.<br />

reglugerðar (EB) nr. 1907/2006 (reglugerðin um prófunaraðferðir), t.d. eins og prófanirnar sem eru tilgreindar í<br />

eftirfarandi liðum. Við mat á prófunarniðurstöðum skal stuðst við sérfræðiálit og allar fyrirliggjandi<br />

vísbendingar skulu vegnar við töku ákvörðunar um flokkun.<br />

3.5.2.3.4. Prófanir í lífi á arfgengum, stökkbreytandi áhrifum á kímfrumur, t.d.:<br />

— prófun með tilliti til ríkjandi, banvænna stökkbreytinga í nagdýrum,<br />

— prófun með tilliti til arfgengrar yfirfærslu í músum.<br />

3.5.2.3.5. Prófanir í lífi á stökkbreytandi áhrifum á líkamsfrumur, t.d.:<br />

— prófun með tilliti til litningabreytinga í beinmergi spendýra,<br />

— músablettaprófun,<br />

— prófun á smákjörnum í rauðkornum hjá spendýrum.<br />

3.5.2.3.6. Prófun á stökkbreytandi áhrifum/erfðaeiturhrifum á kímfrumur, t.d.:<br />

a) prófanir á stökkbreytandi áhrifum:<br />

— prófun á litningabreytingum í sáðstofnfrumum spendýra,<br />

— prófun á smákjörnum í forsæðisfrumum.


Nr. 52/102 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

b) Prófun á erfðaeiturhrifum:<br />

— víxlunargreining systurlitningsþráða í sáðstofnfrumum,<br />

— prófun á ófyrirséðri DNA-nýmyndun í eistnafrumum.<br />

3.5.2.3.7. Prófun á erfðaeiturhrifum í líkamsfrumum, s.s.:<br />

— prófun í lífi á ófyrirséðri nýmyndun í lifur,<br />

— víxlun systurlitningsþráða í beinmerg spendýra.<br />

3.5.2.3.8. Prófanir í glasi á stökkbreytandi áhrifum, s.s.:<br />

— prófun í glasi á litningabreytingum í spendýrum,<br />

— prófun í glasi á genastökkbreytingum í spendýrafrumum,<br />

prófanir á bakstökkbreytingum hjá bakteríum.<br />

3.5.2.3.9. Flokkun einstakra efna skal byggjast á heildarvægi rökstuddra vísbendinga með stoð í sérfræðiáliti (sjá lið<br />

1.1.1). Ef aðeins er notuð ein, vönduð prófun til flokkunar skal hún gefa skýrar og ótvírætt jákvæðar<br />

niðurstöður. Komi fram nýjar, vel fullgiltar, prófanir má einnig nota þær við ákvörðun á heildarvægi rökstuddra<br />

vísbendinga. Einnig skal taka tillit til vægis þeirrar váhrifaleiðar, sem er notuð við rannsókn á efninu, í<br />

samanburði við leið váhrifa á menn.<br />

3.5.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.5.3.1. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um öll eða aðeins sum innihaldsefnin í blöndunni<br />

3.5.3.1.1. Blandan skal flokkuð sem stökkbreytir ef a.m.k. eitt innihaldsefnanna hefur verið flokkað sem stökkbreytir í<br />

undirflokki 1A, undirflokki 1B eða 2. undirflokki og styrkur þess er við eða yfir viðeigandi, almennum<br />

styrkleikamörkum sem birt eru í töflu 3.5.2 fyrir undirflokk 1A, undirflokk 1B og 2. undirflokk.<br />

Tafla 3.5.2<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem eru flokkuð sem kímfrumustökkbreytar, sem<br />

ráða flokkun blöndunnar.<br />

Innihaldsefni, flokkað sem: stökkbreytir í undirflokki 1A<br />

Styrkleikamörk sem ráða því að blandan er flokkuð svo:<br />

stökkbreytir í undirflokki<br />

1B<br />

stökkbreytir í 2. undirflokki<br />

stökkbreytir í undirflokki 1A ≥ 0,1 % — —<br />

stökkbreytir í undirflokki 1B — ≥ 0,1 % —<br />

stökkbreytir í 2. undirflokki — — ≥ 1,0 %<br />

Athugasemd:<br />

Styrkleikamörkin í töflunni hér að framan gilda um föst efni og vökva (gefin upp sem massahlutfall) og einnig<br />

um lofttegundir (gefin upp sem rúmmálshlutfall).<br />

3.5.3.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.5.3.2.1. Flokkun blandna byggist á fyrirliggjandi prófunargögnum um einstök innihaldsefni blöndunnar og eru notuð<br />

styrkleikamörk fyrir þau innihaldsefni sem eru flokkuð sem kímfrumustökkbreytar. Í einstaka tilviki er heimilt<br />

að nota prófunargögn um blöndur til flokkunar ef þau sýna fram á áhrif sem hafa ekki verið staðfest við mat<br />

sem grundvallast á einstökum innihaldsefnum blöndunnar. Þegar svo háttar til verður að sýna fram á að<br />

prófunarniðurstöðurnar fyrir blönduna í heild séu afdráttarlausar, að teknu tilliti til skammta og annarra þátta á<br />

borð við tímalengd, athuganir, næmi og tölfræðigreiningu á prófunarkerfunum fyrir stökkbreytandi áhrif á<br />

kímfrumur. Varðveita skal fullnægjandi skjöl til stuðnings flokkuninni og hafa þau aðgengileg til rýni að<br />

fenginni beiðni þar að lútandi.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/103<br />

3.5.3.3. Flokkun blandna þegar ekki liggja fyrir gögn um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.5.3.3.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða hættuna af stökkbreytandi áhrifum hennar á kímfrumur en<br />

næg gögn liggja fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur (með fyrirvara um lið<br />

3.5.3.2.1) til að hægt sé að lýsa hættunum af blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við<br />

viðeigandi brúunarreglur í lið 1.1.3.<br />

3.5.4. Hættuboð<br />

3.5.4.1. Nota skal merkingaratriði í samræmi við töflu 3.5.3 fyrir efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun í þennan hættuflokk.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.5.3<br />

Merkingaratriði fyrir stökkbreytandi áhrif á kímfrumur<br />

Flokkun Undirflokkur 1A eða 1B 2. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H340:<br />

Getur valdið erfðagöllum<br />

(tilgreinið váhrifaleið ef sannað<br />

hefur verið svo óyggjandi sé að<br />

engin önnur váhrifaleið hefur<br />

þessa hættu í för með sér)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

3.5.5. Önnur atriði sem taka þarf tillit til varðandi flokkun<br />

V201<br />

V202<br />

V281<br />

H341:<br />

Grunað um að valda<br />

erfðagöllum (tilgreinið<br />

váhrifaleið ef sannað hefur verið<br />

svo óyggjandi sé að engin önnur<br />

váhrifaleið hefur þessa hættu í<br />

för með sér)<br />

V201<br />

V202<br />

V281<br />

V308 + V313 V308 + V313<br />

V405 V405<br />

V501 V501<br />

Sífellt fleiri viðurkenna nú að ferli æxlismyndunar (e. tumorigenesis) í mönnum og dýrum af völdum íðefna<br />

felur í sér erfðabreytingar, t.d. í forverum æxlisgena (e. proto-oncogene) og/eða æxlisbæligenum líkamsfrumna.<br />

Sé sýnt fram á stökkbreytandi eiginleika efna í líkams- og eða kímfrumum spendýra í lífi getur það því haft<br />

áhrif á hvort þessi efni flokkist sem krabbameinsvaldar (sjá einnig krabbameinsvaldandi áhrif, undirliður<br />

3.6.2.2.6 í lið 3.6).<br />

3.6. Krabbameinsvaldandi áhrif<br />

3.6.1. Skilgreining<br />

3.6.1.1. „Krabbameinsvaldur“: efni eða blanda efna sem valda krabbameini eða auka tíðni krabbameins. Hafi efni valdið<br />

góðkynja og illkynja fyrirferð í vönduðum tilraunarannsóknum á dýrum er einnig litið svo á að þau séu ætlaðir<br />

(e. presumed) eða grunaðir (e. suspected) krabbameinsvaldar hjá mönnum nema sterkar vísbendingar liggi fyrir<br />

um að gangvirkið, sem orsakar fyrirferðaraukninguna, hafi ekki áhrif á menn.<br />

3.6.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.6.2.1. Við flokkun með tilliti til krabbameinsvaldandi áhrifa er efnum skipað í annan af tveimur undirflokkum eftir<br />

styrk rökstuddra vísbendinga og eftir fleiri atriðum sem taka þarf tillit til (vægi rökstuddra vísbendinga). Í<br />

sumum tilvikum getur verið heimilt að flokka eftir viðkomandi váhrifaleið ef hægt er að sanna svo óyggjandi sé<br />

að engin önnur váhrifaleið hefur þessa hættu í för með sér.


Nr. 52/104 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Tafla 3.6.1<br />

Hættuundirflokkar fyrir krabbameinsvalda<br />

Undirflokkar Viðmiðanir<br />

1. UNDIRFLOKKUR Þekktir eða ætlaðir krabbameinsvaldar hjá mönnum<br />

Efni er skipað í 1. undirflokk fyrir krabbameinsvaldandi áhrif á grundvelli gagna<br />

úr faraldsfræðilegum rannsóknum eða rannsóknum á dýrum. Efni má sérgreina<br />

enn frekar sem:<br />

Undirflokkur 1A undirflokkur 1A, efni sem vitað er að geta valdið krabbameini í mönnum; þessi<br />

flokkun byggist að mestu leyti á vísbendingum um áhrif á menn eða<br />

Undirflokkur 1B undirflokkur 1B, efni sem ætlað er að geti valdið krabbameini í mönnum; þessi<br />

flokkun byggist að mestu leyti á vísbendingum um áhrif á dýr.<br />

Flokkun í undirflokkana 1A og 1B grundvallast á styrk rökstuddra vísbendinga og<br />

fleiri atriðum sem taka þarf tillit til (sjá lið 3.6.2.2). Þessar vísbendingar má leiða<br />

af:<br />

— rannsóknum á mönnum sem staðfesta orsakatengsl milli váhrifa efnis á menn<br />

og myndun krabbameins (þekktir krabbameinsvaldar hjá mönnum) eða<br />

— dýratilraunum þar sem eru nægilegar ( 1 ) vísbendingar til að sýna fram á<br />

krabbameinsvaldandi áhrif á dýr (ætlaður krabbameinsvaldur hjá mönnum).<br />

Auk þessa getur vísindalegt mat í einstaka tilvikum heimilað ákvörðun um ætluð<br />

krabbameinsvaldandi áhrif á menn með stoð í rannsóknum sem sýna takmarkaðar<br />

vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif á menn ásamt takmörkuðum<br />

vísbendingum um krabbameinsvaldandi áhrif á tilraunadýr.<br />

2. UNDIRFLOKKUR Grunaðir krabbameinsvaldar hjá mönnum<br />

Skipun efnis í 2. undirflokk byggist á vísbendingum úr rannsóknum á mönnum<br />

og/eða dýrum, sem eru þó ekki nógu traustar til að setja megi efnið í undirflokk<br />

1A eða 1B, að teknu tilliti til styrks rökstuddra vísbendinga ásamt fleiri atriðum<br />

sem taka þarf tillit til (sjá lið 3.6.2.2). Slíkar vísbendingar geta annaðhvort verið<br />

leiddar af takmörkuðum ( 1 ) vísbendingum um krabbameinsvaldandi áhrif úr<br />

rannsóknum á mönnum eða takmörkuðum vísbendingum um<br />

krabbameinsvaldandi áhrif úr rannsóknum á dýrum.<br />

( 1 ) Athugasemd: sjá 3.6.2.2.4.<br />

3.6.2.2. Sérstök atriði sem taka þarf tillit til við flokkun efna sem krabbameinsvalda<br />

3.6.2.2.1. Efni er flokkað sem krabbameinsvaldur á grundvelli vísbendinga úr áreiðanlegum og viðurkenndum<br />

rannsóknum og er ætlunin að þessi flokkun sé notuð fyrir efni með eðliseiginleika sem valda krabbameini. Mat<br />

skal byggjast á öllum fyrirliggjandi gögnum, ritrýndum, birtum rannsóknum og fleiri viðurkenndum gögnum.<br />

3.6.2.2.2. Flokkun efnis sem krabbameinsvalds er ferli sem felur í sér tvær innbyrðis tengdar aðgerðir: mat á styrk<br />

rökstuddra vísbendinga og íhugun allra annarra upplýsinga sem skipta máli við röðun efna, sem geta valdið<br />

krabbameini í mönnum, í hættuundirflokka.<br />

3.6.2.2.3. Mat á styrk rökstuddra vísbendinga felur m.a. í sér upptalningu á fyrirferðum, sem fram hafa komið í<br />

rannsóknum á mönnum og dýrum, og ákvörðun á tölfræðilegri marktækni þeirra. Nægjanlegar vísbendingar um<br />

áhrif á menn sýna að orsakasamband ríkir milli váhrifa á menn og myndun krabbameins en nægjanlegar<br />

vísbendingar um áhrif á dýr sýna orsakasamband milli efnisins og aukinnar tíðni fyrirferðaraukningar. Sýnt<br />

hefur verið fram á takmarkaðar vísbendingar hjá mönnum ef jákvætt samband ríkir milli váhrifa og<br />

krabbameins en ekki er hægt að fullyrða um orsakasamband. Sýnt hefur verið fram á takmarkaðar vísbendingar<br />

hjá dýrum ef gögn benda til krabbameinsvaldandi áhrifa en eru ekki fullnægjandi. Hugtökin „nægjanlegur“ (e.<br />

sufficient) og „takmarkaður“ (e. limited) hafa verið notuð hér eins og þau eru skilgreind hjá<br />

Alþjóðakrabbameinsrannsóknastofnuninni á eftirfarandi hátt:<br />

a) Krabbameinsvaldandi áhrif á menn<br />

Vísbendingar varðandi krabbameinsvaldandi áhrif úr rannsóknum á mönnum eru flokkaðar í annan af<br />

tveimur eftirfarandi flokkum:<br />

— nægjanlegar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif (e. sufficient evidence of carcinogenicity):<br />

orsakasamband hefur verið staðfest milli váhrifa frá efninu og krabbameins í mönnum, þ.e. mælst hefur<br />

jákvætt samband milli váhrifa og krabbameins í rannsóknum þar sem unnt var að útiloka tilviljun,<br />

bjaga (e. bias) og truflandi áhrif (e. confounding) með eðlilegri vissu,


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/105<br />

— takmarkaðar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif (e. limited evidence of carcinogenicity):<br />

mælst hefur jákvætt samband milli váhrifa frá efninu og krabbameins sem telja má trúverðugt<br />

orsakasamband en ekki var unnt að útiloka tilviljun, bjaga eða truflandi áhrif með eðlilegri vissu.<br />

b) Krabbameinsvaldandi áhrif á tilraunadýr<br />

Unnt er að meta krabbameinsvaldandi áhrif á tilraunadýr með hefðbundnum lífgreiningum, lífgreiningum<br />

þar sem notuð eru erfðabreytt dýr og með öðrum lífgreiningum í lífi þar sem lögð er áhersla á eitt eða fleiri<br />

mikilvæg stig krabbameinsmyndunar. Ef ekki eru fyrir hendi gögn úr hefðbundnum, langtíma lífgreiningum<br />

eða greiningum þar sem æxlismyndun er endapunkturinn skal, við mat á styrk vísbendinga um<br />

krabbameinsvaldandi áhrif á tilraunadýr, taka tillit til ítrekað jákvæðra niðurstaðna í ýmsum líkönum sem<br />

beinast að nokkrum þrepum í margþrepaferli krabbameinsmyndunar. Vísbendingar varðandi<br />

krabbameinsvaldandi áhrif í tilraunadýrum eru flokkaðar í annan af tveimur eftirfarandi flokkum:<br />

— nægjanlegar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif: staðfest hefur verið að orsakasamband ríkir<br />

milli efnisins og aukinnar tíðni illkynja æxla eða viðeigandi samsetningar góðkynja og illkynja æxla í<br />

a) tveimur eða fleiri tegundum dýra eða b) tveimur eða fleiri óháðum rannsóknum sem eru gerðar á<br />

einni og sömu dýrategund en á mismunandi tímum eða á mismunandi rannsóknarstofum eða<br />

samkvæmt mismunandi aðferðarlýsingum. Aukin tíðni fyrirferðar hjá báðum kynjum einnar og sömu<br />

dýrategundar í vandaðri rannsókn, sem helst er unnin samkvæmt góðum starfsvenjum við rannsóknir,<br />

getur einnig gefið nægjanlegar vísbendingar. Líta má svo á að ein rannsókn á einni dýrategund og á<br />

öðru kyninu veiti nægjanlegar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif ef óvenju mikið er um<br />

illkynja æxli, með hliðsjón af tíðni, æxlisstað, tegund fyrirferðar eða aldri við upphaf<br />

fyrirferðaraukningar, eða þegar mjög mörg æxli finnast á mörgum stöðum.<br />

— takmarkaðar vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif: gögn benda til krabbameinsvaldandi áhrifa<br />

en nægja ekki til óyggjandi mats, t.d. vegna þess að a) vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif<br />

takmarkast við eina tilraun, b) vafi leikur á ýmsu viðvíkjandi áreiðanleika hönnunar, framkvæmdar eða<br />

túlkunar rannsóknanna, c) efnið eykur einungis tíðni góðkynja æxla eða vefjaskemmda sem óvíst er að<br />

geti orðið að æxlum eða d) vísbendingar um krabbameinsvaldandi áhrif takmarkast við rannsóknir sem<br />

sýna einungis fram á aukna virkni í fáum tegundum vefja eða líffæra.<br />

3.6.2.2.4. Fleiri atriði sem þarf að taka tillit til (innan ramma aðferðarinnar með vægi rökstuddra vísbendinga (sjá 1.1.1)).<br />

Til viðbótar við ákvörðun á styrk rökstuddra vísbendinga um krabbameinsvaldandi áhrif þarf að skoða ýmsa<br />

aðra þætti sem hafa áhrif á heildarlíkurnar á að efni skapi hættu á krabbameinsmyndun í mönnum.<br />

Fullnaðarskrá yfir þætti sem hafa áhrif á þessa ákvörðun yrði mjög löng en fjallað er um nokkra af veigamestu<br />

þáttunum hér.<br />

3.6.2.2.5. Þættirnir geta annaðhvort aukið áhyggjurnar af krabbameinsvaldandi áhrifum á menn eða dregið úr þeim<br />

áhyggjum. Það hlutfallslega vægi, sem hverjum þætti er gefið, ræðst af magni og samfellu vísbendinganna sem<br />

varða hann. Að jafnaði þarf fyllri upplýsingar til að draga úr áhyggjum en auka þær. Skoða skal fleiri atriði í<br />

hverju tilviki fyrir sig við mat á fyrirferðarniðurstöðum og öðrum þáttum.<br />

3.6.2.2.6. Nokkrir mikilvægir þættir sem hægt er að nota til að vega og meta hversu mikið tilefni er til áhyggna:<br />

a) tegund fyrirferðar og bakgrunnstíðni (e. background incidence),<br />

b) svörun á mörgum stöðum,<br />

c) vefjaskemmdir verða illkynja,<br />

d) minna um dulda fyrirferð,<br />

e) hvort svörun verður hjá aðeins öðru kyninu eða hjá báðum kynjum,<br />

f) hvort svörun verður hjá aðeins einni dýrategund eða hjá mörgum dýrategundum,


Nr. 52/106 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

g) hvort byggingarleg líkindi séu við eitt eða fleiri efni sem ákveðnar vísbendingar eru um að hafi<br />

krabbameinsvaldandi áhrif,<br />

h) váhrifaleiðir,<br />

i) samanburður á upptöku, dreifingu, efnaskiptum og útskilnaði hjá tilraunadýrum og mönnum,<br />

j) hætta á truflandi áhrifum ef prófunarskammtar valda of miklum eiturhrifum,<br />

k) verkunarháttur og mikilvægi hans fyrir menn, s.s. frumueiturhrif með vaxtarörvun, eitilfrumuræsing,<br />

ónæmisbæling og stökkbreytandi áhrif.<br />

Stökkbreytandi áhrif: það er viðurkennt að atburðir í erfðaefninu gegna mikilvægu hlutverki í heildarferli<br />

krabbameinsmyndunar. Því geta vísbendingar um stökkbreytandi áhrif í lífi bent til þess að efni geti haft<br />

krabbameinsvaldandi áhrif.<br />

3.6.2.2.7. Þótt efni hafi ekki verið prófað með tilliti til krabbameinsvaldandi áhrifa þess má í ákveðnum tilvikum flokka<br />

það í undirflokk 1A, undirflokk 2B eða 2. undirflokk á grundvelli fyrirferðargagna um hliðstætt efni að<br />

byggingu ef því fylgir traustur rökstuðningur sem byggist á athugun á öðrum mikilvægum þáttum á borð við<br />

myndun sömu mikilvægu umbrotsefnanna, t.d. leysilitir úr efnamyndum bensidíns.<br />

3.6.2.2.8. Við flokkun skal einnig taka tillit til þess hvort upptaka efnisins fari eftir ákveðinni íkomuleið eða -leiðum,<br />

hvort aðeins sé um að ræða staðbundnar fyrirferðir á íkomustað fyrir þá íkomuleið eða -leiðir, sem hafa verið<br />

prófaðar, og hvort fullnægjandi prófanir með annarri eða öðrum mikilvægum íkomuleiðum sýni engin<br />

krabbameinsvaldandi áhrif.<br />

3.6.2.2.9. Við flokkun er mikilvægt að taka tillit til alls sem er vitað um eðlisefnafræðilega eiginleika efnanna og<br />

eiginleika þeirra sem varða eiturhvörf og eiturefnahrif sem og allra fáanlegra upplýsinga, sem skipta máli, um<br />

efnafræðilega hliðstæð efni, þ.e. vensl efnabyggingar og virkni.<br />

3.6.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.6.3.1. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um öll eða aðeins sum innihaldsefnin í blöndunni<br />

3.6.3.1.1. Blandan skal flokkuð sem krabbameinsvaldur ef a.m.k. eitt innihaldsefnanna hefur verið flokkað sem<br />

krabbameinsvaldur í undirflokki 1A, undirflokki 1B eða 2. undirflokki og styrkur þess er við eða yfir viðeigandi<br />

almennum styrkleikamörkum sem birt eru í töflu 3.6.2 fyrir undirflokk 1A, undirflokk 1B og 2. undirflokk.<br />

Tafla 3.6.2<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldar, sem ráða<br />

flokkun blöndunnar.<br />

Innihaldsefni, flokkað sem:<br />

krabbameinsvaldur í undirflokki<br />

1A<br />

krabbameinsvaldur í undirflokki<br />

1B<br />

krabbameinsvaldur í 2.<br />

undirflokki<br />

Athugasemd<br />

Almenn styrkleikamörk sem ráða því að blandan er flokkuð svo:<br />

Krabbameinsvaldur í<br />

undirflokki 1A<br />

Krabbameinsvaldur í<br />

undirflokki 1B<br />

Krabbameinsvaldur í 2.<br />

undirflokki<br />

≥ 0,1% — —<br />

— ≥ 0,1% —<br />

— — ≥ 1,0% (1. aths.)<br />

Styrkleikamörkin í töflunni hér að framan gilda um föst efni og vökva (gefin upp sem massahlutfall) og einnig<br />

um lofttegundir (gefin upp sem rúmmálshlutfall).<br />

1. athugasemd<br />

Innihaldi blandan krabbameinsvaldandi efni í 2. undirflokki í styrkleika sem er ≥ 0,1% skal öryggisblað um<br />

blönduna látið í té að fenginni beiðni þar að lútandi.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/107<br />

3.6.3.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.6.3.2.1. Flokkun blandna byggist á fyrirliggjandi prófunargögnum um einstök innihaldsefni blöndunnar og eru notuð<br />

styrkleikamörk fyrir þau innihaldsefni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldar. Í einstaka tilviki er heimilt að<br />

nota prófunargögn um blöndur til flokkunar ef þau sýna fram á áhrif sem hafa ekki verið staðfest við mat sem<br />

grundvallast á einstökum innihaldsefnum blöndunnar. Þegar svo háttar til verður að sýna fram á að<br />

prófunarniðurstöðurnar fyrir blönduna í heild séu afdráttarlausar, að teknu tilliti til skammta og annarra þátta á<br />

borð við tímalengd, athuganir, næmi og tölfræðigreiningu á prófunarkerfunum fyrir krabbameinsvaldandi áhrif.<br />

Varðveita skal fullnægjandi skjöl til stuðnings flokkuninni og hafa þau aðgengileg til rýni að fenginni beiðni þar<br />

að lútandi.<br />

3.6.3.3. Flokkun blandna þegar gögn liggja ekki fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur:<br />

3.6.3.3.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða hættuna af krabbameinsvaldandi áhrifum hennar en næg<br />

gögn liggja fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur (með fyrirvara um lið<br />

3.6.3.2.1) til að hægt sé að lýsa hættunum af blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við<br />

viðeigandi brúunarreglur í lið 1.1.3.<br />

3.6.4. Hættuboð<br />

3.6.4.1. Nota skal merkingaratriði í samræmi við töflu 3.6.3 fyrir efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun í þennan hættuflokk.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.6.3<br />

Merkingaratriði fyrir krabbameinsvaldandi áhrif<br />

Flokkun Undirflokkur 1A eða 1B 2. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð<br />

Hættusetning H350:<br />

H351:<br />

Getur valdið krabbameini (tilgreinið Grunað um að valda krabbameini<br />

váhrifaleið ef sannað hefur verið svo (tilgreinið váhrifaleið ef sannað<br />

óyggjandi sé að engin önnur hefur verið svo óyggjandi sé að<br />

váhrifaleið hefur þessa hættu í för engin önnur váhrifaleið hefur þessa<br />

með sér)<br />

hættu í för með sér)<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

3.7. Eiturhrif á æxlun<br />

3.7.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

V201<br />

V202<br />

V281<br />

V201<br />

V202<br />

V281<br />

V308 + V313 V308 + V313<br />

V405 V405<br />

V501 V501<br />

3.7.1.1. Eiturhrif á æxlun eru skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi hjá fullorðnum mönnum og konum og eiturhrif á<br />

þroskun afkvæma þeirra. Skilgreiningarnar hér fyrir aftan hafa verið aðlagaðar eftir samþykktum<br />

vinnuskilgreiningum í skjali nr. 225 í ritröðinni „viðmiðanir um heilbrigði umhverfisins“ (e. Environmental<br />

Health Criteria: EHC) á vegum alþjóðaáætlunarinnar um öryggi íðefna (e. International Programme on<br />

Chemical Safety: IPCS) með titlinum: „Meginreglur um mat á hvers konar áhættu fyrir heilbrigði æxlunar sem<br />

tengist váhrifum frá íðefnum“ (e. Principles for Evaluating Health Risks to Reproduction Associated with<br />

Exposure to Chemicals). Með tilliti til flokkunar er framköllun arfgengra breytinga í erfðaefni, sem koma fram í<br />

afkvæminu, tekin fyrir í liðnum „Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur“ (liður 3.5) þar eð eðlilegra þykir, í<br />

núverandi flokkunarkerfi, að fjalla um slík áhrif í sérstökum hættuflokki fyrir stökkbreytandi áhrif á kímfrumur.


Nr. 52/108 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Í þessu flokkunarkerfi er eiturhrifum á æxlun skipt í tvo aðalflokka:<br />

a) skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi,<br />

b) skaðleg áhrif á þroskun afkvæmis.<br />

Ekki er hægt að flokka sum eiturhrif á æxlun á óyggjandi hátt sem annaðhvort skerðingu á kynstarfsemi og<br />

frjósemi eða sem eiturhrif á þroskun. Engu að síður skulu efni sem hafa þessi áhrif, eða blöndur sem innihalda<br />

þessi efni, flokkuð sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun.<br />

3.7.1.2. Við flokkun er hættuflokknum eiturhrif á æxlun skipt eftir tegundum áhrifa:<br />

— skaðleg áhrif<br />

— á kynstarfsemi og frjósemi eða<br />

— á þroskun,<br />

— áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk,<br />

3.7.1.3. Skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi<br />

Hvers kyns áhrif efna sem geta valdið því að kynstarfsemi og frjósemi raskast. Undir þetta falla m.a. breytingar<br />

á æxlunarfærum kvenna og karla, skaðleg áhrif við upphaf kynþroska, framleiðsla og flutningur kynfrumna,<br />

eðlilegt ástand æxlunarferilsins, kynhegðun, frjósemi, fæðingu, niðurstöður þungunar, ótímabær hnignun í<br />

frjósemi eða breytingar á annarri starfsemi sem er háð því að starfsemi æxlunarfæranna sé eðlileg.<br />

3.7.1.4. Skaðleg áhrif á þroskun afkvæmis<br />

Eiturhrif á þroskun nær í víðasta skilningi yfir öll áhrif sem raska eðlilegri þroskun fangs (e. conceptus),<br />

annaðhvort fyrir eða eftir burð, og stafa af váhrifum á annað hvort foreldrið fyrir getnað eða váhrif á afkvæmið<br />

á fósturþroskunarskeiði eða eftir fæðingu og fram að kynþroska. Þó er litið svo á að flokkun undir fyrirsögninni<br />

eiturhrif á þroskun eigi fyrst og fremst að vera hættuviðvörun til þungaðra kvenna og til manna og kvenna á<br />

barneignaraldri. Með eiturhrifum á þroskun er því, af hagnýtum ástæðum vegna flokkunar, í meginatriðum átt<br />

við skaðleg áhrif sem koma í ljós á meðgöngu eða vegna váhrifa á foreldri. Þessi áhrif geta birst á hvaða stigi<br />

sem er á líftíma lífverunnar. Helstu birtingarform eiturhrifa á þroskun eru 1) dauði lífveru á þroskunarskeiði, 2)<br />

óeðlilegt frávik í líkamsbyggingu, 3) vaxtarbreyting og 4) starfræn skerðing.<br />

3.7.1.5. Skaðleg áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk falla einnig undir eiturhrif á æxlun en vegna flokkunar<br />

eru slík áhrif meðhöndluð sérstaklega (sjá töflu 3.7.1 (b)). Þetta er sökum þess að æskilegt er að geta flokkað<br />

efni sérstaklega fyrir skaðleg áhrif á mjólkurmyndun og brjóstagjöf til þess að hægt sé að vara mjólkandi mæður<br />

sérstaklega við hættunni á þessum áhrifum.<br />

3.7.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.7.2.1. Hættuundirflokkar<br />

3.7.2.1.1. Við flokkun með tilliti til eiturhrifa á æxlun er efnum skipað í annan af tveimur undirflokkum: Innan hvers<br />

undirflokks eru áhrif á kynstarfsemi og frjósemi og áhrif á þroskun skoðuð í hverju tilviki um sig. Auk þess eru<br />

áhrif á mjólkurmyndun og brjóstagjöf sett í sérstakan hættuundirflokk.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/109<br />

Tafla 3.7.1 (a)<br />

Hættuundirflokkar fyrir efni sem hafa eiturhrif á æxlun<br />

Undirflokkar Viðmiðanir<br />

1. UNDIRFLOKKUR Efni sem vitað er eða ætlað er að hafi eiturhrif á æxlun hjá mönnum<br />

Efni eru flokkuð í 1. undirflokk fyrir eiturhrif á æxlun þegar vitað er að þau hafa<br />

haft skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi eða á þroskun hjá mönnum eða<br />

þegar vísbendingar úr dýrarannsóknum, e.t.v. að viðbættum öðrum<br />

upplýsingum, gefa sterklega til kynna að efnið geti haft truflandi áhrif á æxlun<br />

hjá mönnum. Við flokkun efnis er enn fremur greint á milli þess hvort<br />

vísbendingarnar, sem liggja til grundvallar flokkuninni, komi að mestu úr<br />

gögnum um áhrif á menn (undirflokkur 1A) eða úr gögnum um áhrif á dýr.<br />

Undirflokkur 1A Efni sem vitað er að hafi eiturhrif á æxlun hjá mönnum<br />

Flokkun efnis í undirflokk 1A byggist að mestu leyti á vísbendingum um áhrif á<br />

menn.<br />

Undirflokkur 1B Efni sem ætlað er að hafi eiturhrif á æxlun hjá mönnum<br />

Flokkun efnis í undirflokk 1B byggist að mestu leyti á gögnum úr rannsóknum á<br />

dýrum. Þessi gögn skulu gefa skýrar vísbendingar um skaðleg áhrif á<br />

kynstarfsemi og frjósemi eða á þroskun án þess að vart hafi orðið annarra<br />

eiturhrifa, en ef skaðlegu áhrifin eiga sér stað á sama tíma og önnur eiturhrif<br />

teljast þau ekki annars stigs ósértæk afleiðing þessara eiturhrifa. Þó gæti flokkun<br />

í 2. undirflokk verið meira við hæfi ef fyrir hendi eru upplýsingar um<br />

verkunarhátt sem vekja efasemdir um mikilvægi þessara áhrifa á menn.<br />

2. UNDIRFLOKKUR Efni sem eru grunuð um að hafa eiturhrif á æxlun hjá mönnum<br />

Efni eru flokkuð í 2. undirflokk fyrir eiturhrif á æxlun þegar fyrir liggja<br />

einhverjar vísbendingar um áhrif á menn eða tilraunadýr, e.t.v. að viðbættum<br />

öðrum upplýsingum, um skaðleg áhrif á kynstarfsemi og frjósemi eða á þroskun<br />

og þegar vísbendingarnar eru ekki nógu traustar til að setja megi efnið í 1.<br />

undirflokk. Ef gæði vísbendinga eru ekki nógu traust vegna annmarka á<br />

rannsókninni gæti flokkun í 2. undirflokk verið meira við hæfi.<br />

Slík áhrif skulu hafa komið fram án þess að vart hafi orðið annarra eiturhrifa, en<br />

ef skaðleg áhrif á æxlun eiga sér stað á sama tíma og önnur eiturhrif teljast þau<br />

ekki annars stigs ósértæk afleiðing þessara eiturhrifa.<br />

Tafla 3.7.1 (b)<br />

Hættuundirflokkur fyrir áhrif á mjólkurmyndun og brjóstagjöf<br />

ÁHRIF Á MJÓLKURMYNDUN EÐA MEÐ BRJÓSTAMJÓLK<br />

Áhrifum á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk er skipt í einn sérstakan undirflokk. Það er viðurkennt að fyrir<br />

mörg efni eru ekki til neinar upplýsingar um hvort efni getur haft skaðleg áhrif á afkvæmi með brjóstagjöf. Efni,<br />

sem líkami móður tekur upp og sýnt hefur verið fram á að hafi áhrif á mjólkurmyndun eða sem gæti verið í<br />

brjóstamjólk (einnig sem umbrotsefni) í nægilega miklu magni til að geta stofnað heilsu brjóstmylkings í hættu,<br />

skal flokkað og merkt til að sýna þennan eiginleika sem er brjóstmylkingum hættulegur. Þessi flokkun getur<br />

byggst á:<br />

a) vísbendingum um áhrif á menn sem gefa til kynna að ungbörn séu í hættu meðan þau eru á brjósti og/eða<br />

b) niðurstöðum úr rannsóknum á einni eða tveimur kynslóðum dýra sem gefa skýrar vísbendingar um að<br />

afkvæmin hafi orðið fyrir skaðlegum áhrifum vegna þess að efnið hefur borist í þau með mjólkinni eða<br />

vísbendingar um að gæði mjólkurinnar hafi spillst, og/eða<br />

c) rannsóknum á upptöku, efnaskiptum, dreifingu og útskilnaði sem benda til þess að í brjóstamjólk geti verið<br />

nægilega mikið af efninu til að valda eitrun.<br />

3.7.2.2. Grundvöllur fyrir flokkun<br />

3.7.2.2.1. Flokkun er gerð á grundvelli viðeigandi viðmiðana, sem lýst er hér að framan, og mati á heildarvægi rökstuddra<br />

vísbendinga (sjá lið 1.1.1). Skipun efnis í flokk efna sem hafa eiturhrif á æxlun er ætluð fyrir efni sem hafa<br />

eðlislæga sértæka eiginleika sem kalla fram skaðleg áhrif á æxlun og efni skulu ekki skipuð í þennan flokk ef<br />

slík áhrif koma eingöngu fram sem ósértæk annars stigs afleiðing annarra eiturhrifa.


Nr. 52/110 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Flokkun efnis er leidd út frá hættuundirflokkunum í eftirfarandi forgangsröð: undirflokkur 1A, undirflokkur 1B,<br />

2. undirflokkur og viðbótarundirflokkurinn fyrir áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk. Uppfylli efni<br />

viðmiðanirnar fyrir flokkun í báða aðalundirflokkana (t.d. undirflokk 1B fyrir áhrif á kynstarfsemi og frjósemi<br />

og einnig 2. undirflokk fyrir þroskun) þá skulu báðar áhrifategundirnar tilgreindar í viðkomandi<br />

hættusetningum. Flokkun í viðbótarundirflokkinn fyrir áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk verður<br />

tekin til skoðunar, óháð flokkun í undirflokk 1A, undirflokk 1B eða 2. undirflokk.<br />

3.7.2.2.2. Við mat á eiturhrifum á afkvæmi á þroskunarskeiði er brýnt að taka tillit til mögulegra áhrifa eiturhrifa á móður<br />

(sjá lið 3.7.2.4).<br />

3.7.2.2.3. Til þess að vísbendingar um áhrif á menn geti verið megingrundvöllurinn fyrir flokkun í undirflokk 1A verða<br />

áreiðanlegar vísbendingar um skaðleg áhrif á æxlun manna að liggja fyrir. Vísbendingar, sem eru notaðar til<br />

flokkunar, skulu helst vera úr vönduðum faraldsfræðirannsóknum sem fela í sér viðeigandi eftirlit, yfirvegað<br />

mat og tilhlýðilegt tillit til bjaga eða truflandi þátta. Gögn úr rannsóknum á mönnum, sem eru ekki jafn vel<br />

undirbyggð, skulu studd fullnægjandi gögnum úr rannsóknum á tilraunadýrum og skal flokkun í undirflokk 1B<br />

skoðuð.<br />

3.7.2.3. Vægi rökstuddra vísbendinga<br />

3.7.2.3.1. Flokkun efnis sem efnis sem hefur eiturhrif á æxlun er gerð á grundvelli mats á heildarvægi rökstuddra<br />

vísbendinga, sjá lið 1.1.1. Þetta þýðir að allar fyrirliggjandi upplýsingar, sem notaðar eru til að ákvarða eiturhrif<br />

á æxlun, eru skoðaðar saman, t.d. faraldsfræðilegar rannsóknir og frásagnir af sjúkratilfellum hjá mönnum og<br />

sérstakar rannsóknir um æxlun og niðurstöður úr rannsóknum á hálflangvinnum, langvinnum og sértækum<br />

áhrifum á dýr sem gefa viðeigandi upplýsingar er varða eiturhrif á æxlunarfæri og tengda innkirtla. Einnig má<br />

við flokkun hafa hliðsjón af efnum, sem eru efnafræðilega skyld því efni sem er í athugun, einkum þegar til eru<br />

takmarkaðar upplýsingar um efnið. Vægið, sem fyrirliggjandi vísbendingum er gefið, ræðst af þáttum eins og<br />

gæðum rannsóknanna, samkvæmni niðurstaðna, eðli og alvarleika áhrifa, eiturhrifa á móður í rannsóknum á<br />

tilraunadýrum, tölfræðilegri marktækni munarins milli hópanna, fjölda endapunkta þar sem áhrif koma fram,<br />

mikilvægi íkomuleiðar fyrir menn og að bjagi sé enginn. Bæði jákvæðum og neikvæðum niðurstöðum er safnað<br />

saman í ákvörðun sem byggist á vægi rökstuddra vísbendinga. Ein jákvæð rannsókn, sem er framkvæmd í<br />

samræmi við góðar vísindalegar meginreglur og með tölfræðilega eða líffræðilega marktækum jákvæðum<br />

niðurstöðum, getur réttlætt flokkun (sjá einnig lið 3.7.2.2.3).<br />

3.7.2.3.2. Rannsóknir á eiturefnaferlum, sem gerðar eru á dýrum eða mönnum, niðurstöður úr rannsóknum á<br />

verkunarstaðnum og gangvirki verkunar eða verkunarháttur geta veitt viðeigandi upplýsingar sem draga úr eða<br />

auka áhyggjur að því er varðar hættuna fyrir heilbrigði manna. Ef sýnt er ótvírætt fram á að gangvirki verkunar<br />

eða verkunarhátturinn, sem hefur verið sanngreindur á skýran hátt, hafi ekki áhrif á menn eða þegar munur á<br />

eiturefnaferlunum er svo mikill að öruggt er að hættulegi eiginleikinn komi ekki fram í mönnum skal ekki<br />

flokka efni sem hefur skaðleg áhrif á æxlun hjá tilraunadýrum.<br />

3.7.2.3.3. Ef einu áhrifin, sem koma í ljós í sumum rannsóknum á eiturhrifum á æxlun í tilraunadýrum, teljast hafa litla<br />

eða hverfandi eiturefnafræðilega þýðingu leiðir það ekki endilega til flokkunar. Þessi áhrif eru t.d.<br />

smávægilegar breytingar að því er varðar mæliþætti í sæði, fjölda sjálfsprottinna galla hjá fóstri, tíðni algengra<br />

fósturfrávika sem sjást í rannsóknum á beinagrindum, líkamsþyngd fósturs eða smávægilegur munur sem kemur<br />

fram við mat á þroskun eftir fæðingu.<br />

3.7.2.3.4. Gögn úr rannsóknum á dýrum skulu helst gefa skýrar vísbendingar um sértæk eiturhrif á æxlun án þess að vart<br />

hafi orðið annarra útbreiddra eiturhrifa. Ef eiturhrif á þroskun koma fram í kvendýrinu, ásamt öðrum<br />

eiturhrifum, skulu hugsanleg áhrif almennu skaðlegu áhrifanna metin eftir því sem unnt er. Til að ákvarða vægi<br />

rökstuddra vísbendinga er ákjósanlegast að skoða fyrst skaðleg áhrif á fósturvísinn/fóstrið og meta svo eiturhrif<br />

á móður (e. maternal toxicity) og alla aðra þætti sem líklegt er að hafi stuðlað að þessum áhrifum. Almennt séð<br />

á ekki að líta sjálfkrafa fram hjá eiturhrifum á þroskun sem koma fram við skammta sem eru eitraðir fyrir<br />

móður. Aðeins má líta fram hjá eiturhrifum á þroskun, sem koma fram við skammta sem eru eitraðir fyrir<br />

móður, í hverju tilviki fyrir sig eftir að orsakasamband hefur verið staðfest eða hrakið.<br />

3.7.2.3.5. Ef viðeigandi upplýsingar liggja fyrir er mikilvægt að reyna að ákvarða hvort eiturhrif á þroskun stafi af sértæku<br />

gangvirki, sem móðir miðlar til afkvæmis, eða af ósértæku annars stigs gangvirki, t.d. sem tengist streitu hjá<br />

móður og röskun á samvægi. Almennt skal ekki nota staðfest eiturhrif á móður til að hafna niðurstöðum um<br />

áhrif á fósturvísi/fóstur nema hægt sé að sýna með skýrum hætti fram á að þau séu annars stigs ósértæk áhrif.<br />

Þetta á einkum við þegar áhrifin á afkvæmið eru umtalsverð, t.d. varanleg áhrif eins og vansköpun í<br />

líkamsbyggingu. Í sumum tilvikum má gera ráð fyrir því að eiturhrif á æxlun stafi af annars stigs afleiðingum<br />

eiturhrifa á móður og líta þar af leiðandi fram hjá áhrifunum ef efnið er svo eitrað að kvendýrin þrífast ekki og<br />

þau finna fyrir alvarlegu þróttleysi, eru ófær um að mjólka afkvæmum sínum eða eru örmagna eða deyjandi.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/111<br />

3.7.2.4. Eiturhrif á móður<br />

3.7.2.4.1. Eiturhrif á móður geta haft áhrif á þroskun afkvæmisins á meðgöngu og stuttu eftir fæðingu, annaðhvort í<br />

gegnum ósértæk gangvirki, sem tengjast streitu og röskun á samvægi hjá móður, eða í gegnum sértæk gangvirki<br />

sem móðir miðlar til afkvæmisins. Við túlkun á niðurstöðum, er varða þroskun, í því skyni að ákvarða flokkun<br />

með tilliti til eiturhrifa á þroskun er mikilvægt að skoða möguleg áhrif eiturhrifa á móður. Þetta er flókið mál<br />

vegna óvissuþátta að því er varðar tengslin milli eiturhrifa á móður og eiturhrifa á þroskun. Við túlkun á<br />

viðmiðunum fyrir flokkun með tilliti til áhrifa á þroskun skal fá sérfræðiálit og nota aðferðina með vægi<br />

rökstuddra vísbendinga til að ákveða hversu mikil áhrif megi rekja til eiturhrifa á móður. Til að komast að<br />

niðurstöðu um flokkun skal fyrst skoða skaðleg áhrif á fósturvísinn/fóstrið, svo eiturhrif á móður, ásamt öðrum<br />

þáttum sem líklegt er að hafi stuðlað að þessum áhrifum, til að ákvarða vægi rökstuddra vísbendinga.<br />

3.7.2.4.2. Á grundvelli hagnýtra rannsókna gætu eiturhrif á móður, eftir því hversu alvarleg þau eru, haft áhrif á þroskun í<br />

gegnum ósértæk annars stigs gangvirki og kallað fram áhrif á borð við skertan líkamsþunga fósturs, seinkun á<br />

beinmyndun og e.t.v. í einhverjum stofnum tiltekinna tegunda, uppsog og vansköpun. Í þeim takmarkaða fjölda<br />

rannsókna, þar sem athuguð hafa verið tengslin milli áhrifa á þroskun og almennra eiturhrifa á móður, hefur þó<br />

ekki tekist að sýna fram á samkvæm og samanburðarnákvæm tengsl sem gilda fyrir mismunandi dýrategundir.<br />

Áhrif á þroskun, sem koma fram jafnvel þegar eiturhrif á móður eru fyrir hendi, teljast vísbending um eiturhrif á<br />

þroskun nema hægt sé að sýna ótvírætt fram á í hverju tilviki fyrir sig að áhrif á þroskun séu annars stigs áhrif<br />

miðað við eiturhrif á móður. Enn fremur skal flokkun skoðuð ef um er að ræða umtalsverð eiturhrif á afkvæmið,<br />

t.d. varanleg áhrif eins og galla á líkamsbyggingu, dauðsfall fósturvísis eða fósturs og umtalsverða starfræna<br />

skerðingu eftir fæðingu.<br />

3.7.2.4.3. Ekki skal líta sjálfkrafa fram hjá flokkun fyrir efni sem hafa aðeins eiturhrif á þroskun í tengslum við eiturhrif á<br />

móður, jafnvel þó að sýnt sé fram á sérstakt gangvirki sem móðir miðlar til afkvæmis. Í slíku tilviki kann<br />

flokkun í 2. undirflokk að teljast meira við hæfi en flokkun í 1. undirflokk. Þegar efni er svo eitrað að það leiðir<br />

til dauða móðurinnar eða til alvarlegs þróttleysis eða kvendýrin eru örmagna og ófær um að mjólka<br />

afkvæmunum er eðlilegt að gera ráð fyrir að eiturhrif á þroskun komi aðeins fram sem ósértæk afleiðing<br />

eiturhrifa á móður og líta þar af leiðandi fram hjá eiturhrifunum á þroskun. Minni háttar breytingar á þroskun, til<br />

að mynda óveruleg skerðing á líkamsþyngd fósturs/afkvæmis eða seinkun á beinmyndun, leiða ekki endilega til<br />

flokkunar þegar þær koma fram í tengslum við eiturhrif á móður.<br />

3.7.2.4.4. Sumir endapunktanna, sem notaðir eru til að meta áhrif á móður, eru tilgreindir hér að aftan. Meta þarf gögn um<br />

þessa endapunkta, ef þau liggja fyrir, með hliðsjón af tölfræðilegu eða líffræðilegu mikilvægi þeirra og tengsla<br />

milli skammta og svörunar.<br />

Dánarhlutfall mæðra:<br />

líta skal á hækkaða tíðni dauðsfalla hjá meðhöndluðum mæðrum miðað við samanburðarhópinn sem<br />

vísbendingu um eiturhrif á móður ef hækkunin er skammtatengd og hægt er að rekja hana til útbreiddra<br />

eiturhrifa af völdum prófunarefnisins. Ef dánarhlutfall mæðra er yfir 10% telst það of hátt og gögnin, sem til eru<br />

fyrir þessa skammtastærð, skulu að öllu jöfnu ekki metin frekar.<br />

Mökunarstuðull<br />

(Fjöldi dýra með leggangatappa eða sæði/fjöldi paraðra dýra × 100) ( 1 )<br />

Frjósemisstuðull<br />

(Fjöldi dýra með hreiðraðan fósturvísi/fjöldi parana × 100)<br />

Lengd meðgöngutíma<br />

(ef þeim er leyft að gjóta)<br />

Líkamsþyngd og breyting á líkamsþyngd:<br />

Taka skal tillit til breytinga á líkamsþyngd móðurinnar og/eða lagfærðrar (leiðréttrar) líkamsþyngdar<br />

móðurinnar þegar eiturhrif á móður eru metin, ef slík gögn liggja fyrir.<br />

( 1 ) Það er viðurkennt að karldýrið getur einnig haft áhrif á mökunar- og frjósemisstuðulinn.


Nr. 52/112 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Útreikningur á lagfærðri (leiðréttri) meðalbreytingu á líkamsþyngd móður, sem er mismunur milli<br />

líkamsþyngdar í byrjun og við aflífun að frádreginni þyngd legs með fangi (eða samanlagðri líkamsþyngd<br />

fóstranna), gæti sýnt hvort um sé að ræða áhrif á móður eða í legi. Í kanínum er aukning líkamsþyngdar ekki<br />

endilega gagnleg vísbending um eiturhrif á móður sökum eðlilegrar þyngdarsveiflu á meðgöngu.<br />

Neysla fóðurs og vatns (ef við á):<br />

Upplýsingar um að verulega hafi dregið úr meðalneyslu fóðurs eða vatns hjá meðhöndluðum mæðrum miðað<br />

við samanburðarhópinn eru gagnlegar þegar meta á eiturhrif á móður, einkum þegar prófunarefnið er gefið með<br />

fóðrinu eða drykkjarvatninu. Meta þarf breytingar á fóður- eða vatnsneyslu í tengslum við líkamsþyngd móður<br />

til að ákvarða hvort áhrifin séu lýsandi fyrir eiturhrif á móður eða hvort þau séu einfaldlega vegna óbragðs af<br />

prófunarefninu í fóðrinu eða vatninu.<br />

Klínískt mat (þ.m.t. klínísk einkenni, markefni, rannsóknir á blóðfræði og klínískri efnafræði):<br />

Upplýsingar um aukna tíðni verulegra klínískra einkenna um eiturhrif í meðhöndluðum mæðrum miðað við<br />

samanburðarhópinn eru gagnlegar við mat á eiturhrifum á móður. Ef nota á upplýsingarnar sem grundvöll að<br />

mati á eiturhrifum á móður skal tilgreina tegundir, tíðni, stig og tímalengd klínískra einkenna í rannsókninni.<br />

Klínísk einkenni um eitrun móður geta verið: dá, örmögnun, ofvirkni, skortur á réttiviðbragði, slingur eða<br />

öndunarerfiðleikar.<br />

Niðurstöður úr skoðunum eftir aflífun:<br />

Aukin tíðni og/eða alvarleiki niðurstaðna úr skoðun eftir aflífun gæti gefið til kynna eiturhrif á móður. Þetta<br />

getur tekið til niðurstaðna um stórsæ eða smásæ meinafræðileg fyrirbæri eða gagna um þyngd líffæra, þ.m.t.<br />

raunþyngd líffæra, þyngdarhlutfall milli líffæra og líkama eða þyngdarhlutfall milli líffæra og heila.<br />

Upplýsingar um verulega breytingu á meðalþyngd marklíffærisins eða -líffæranna, sem grunur leikur á að sé(u)<br />

sýkt, hjá meðhöndluðum mæðrum miðað við samanburðarhópinn má nota sem vísbendingu um eiturhrif á<br />

móður ef við bætist að skaðleg, vefjameinafræðileg áhrif hafa uppgötvast í sýkta líffærinu eða sýktu<br />

líffærunum.<br />

3.7.2.5. Gögn um áhrif á dýr og tilraunagögn<br />

3.7.2.5.1. Til er fjöldi alþjóðlega viðurkenndra prófunaraðferða, þ.m.t. aðferðir fyrir prófanir á eiturhrifum á þroskun (t.d.<br />

viðmiðunarregla Efnahags- og framfarastofnunarinnar fyrir prófanir nr. 414) og aðferðir fyrir prófanir á<br />

eiturhrifum á einni kynslóð eða tveimur (t.d. viðmiðunarreglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar fyrir<br />

prófanir nr. 415 og 416).<br />

3.7.2.5.2. Niðurstöður úr skimunarprófunum (t.d. viðmiðunarreglur Efnahags- og framfarastofnunarinnar nr. 421 —<br />

skimunarpróf fyrir eiturhrif á æxlun/þroskun, og nr. 422 — samþætt eiturhrifaprófun með endurteknum<br />

skömmtum/skimunarpróf fyrir eiturhrif á þroskun) má einnig nota til að rökstyðja flokkun þótt viðurkennt sé að<br />

gæði þessara vísbendinga séu ekki jafn áreiðanleg og vísbendinganna sem fást úr fullnaðarrannsóknum.<br />

3.7.2.5.3. Skaðleg áhrif eða breytingar, sem koma fram í prófunum á skammvinnum eða langvinnum eiturhrifum eftir<br />

endurtekna skammta og sem taldar eru líklegar til að skerða æxlunarstarfsemi og eiga sér stað þegar engin<br />

alvarleg almenn eiturhrif eru fyrir hendi, má nota sem grundvöll fyrir flokkun, t.d. vefjameinafræðilegar<br />

breytingar í kynkirtlunum.<br />

3.7.2.5.4. Vísbendingar úr tilraunum í glasi eða prófunum á dýrum, sem eru ekki spendýr, og úr venslum efnabyggingar<br />

og virkni (SAR) hliðstæðra efna má einnig nota við flokkun. Nota verður sérfræðiálit í öllum tilvikum af þessu<br />

tagi til að meta hvort gögnin séu fullnægjandi. Gögn sem eru ófullnægjandi skulu ekki notuð sem<br />

meginstuðningur fyrir flokkun.<br />

3.7.2.5.5. Ákjósanlegast er að við dýrarannsóknir séu notaðar viðeigandi íkomuleiðir sem tengjast mögulegri leið váhrifa<br />

á menn. Hins vegar er reyndin sú að í rannsóknum á eiturhrifum á æxlun er venjulega notuð inngjöf um munn<br />

og slíkar rannsóknir eru að öllu jöfnu hentugar til að meta hættulega eiginleika efnisins að því er varðar eiturhrif<br />

á æxlun. Sé hins vegar hægt að sýna ótvírætt fram á að gangvirki verkunar eða verkunarhátturinn, sem hafa<br />

verið sanngreind á skýran hátt, hafi ekki áhrif á menn eða þegar munur á eiturefnaferlunum er svo mikill að<br />

öruggt er að hættulegi eiginleikinn komi ekki fram í mönnum þá skal ekki flokka efni sem hefur skaðleg áhrif á<br />

æxlun hjá tilraunadýrum.<br />

3.7.2.5.6. Gæta skal ýtrustu varkárni við túlkun rannsókna þar sem íkomuleiðir eru m.a. innsprautun í bláæð eða í<br />

kviðarhol sem leiðir til þess að æxlunarfærin komast í snertingu við óeðlilega hátt magn af prófunarefninu eða<br />

sem veldur staðbundnum skemmdum á æxlunarfærum, þ.m.t. erting, og einar og sér eru rannsóknirnar að öllu<br />

jöfnu ekki grundvöllur fyrir flokkun.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/113<br />

3.7.2.5.7. Almennt ríkir samkomulag um hugtakið háskammtur og er litið svo á að skaðleg áhrif, sem koma fram sé farið<br />

yfir þennan skammt, falli utan þeirra viðmiðana sem leiða til flokkunar en ekki ríkir samkomulag um að þessar<br />

viðmiðanir skuli innihalda sérstakan skammt sem háskammt. Nokkrar viðmiðunarreglur fyrir prófunaraðferðir<br />

tiltaka þó háskammt, aðrar viðurkenna háskammtinn með fullyrðingu þess efnis að hærri skammtur geti reynst<br />

nauðsynlegur ef áætluð váhrif á menn séu nógu mikil þannig að fullnægjandi váhrifamörk nást ekki. Sökum<br />

munarins á eiturefnaferlum milli tegunda á það auk þess ekki alltaf við að ákvarða sérstakan háskammt í<br />

tilvikum þegar menn eru næmari en dýralíkanið.<br />

3.7.2.5.8. Að jafnaði leiða skaðleg áhrif á æxlun, sem aðeins koma fram við mjög stóra skammta í dýrarannsóknum (t.d.<br />

skammta sem valda örmögnun, verulegu lystarleysi og háu dánarhlutfalli), yfirleitt ekki til flokkunar nema aðrar<br />

upplýsingar liggi fyrir, t.d. upplýsingar um eiturefnaferli sem sýna að menn gætu verið móttækilegri en dýr, sem<br />

gefa til kynna að flokkun sé við hæfi. Sjá einnig liðinn um eiturhrif á móður (lið 3.7.2.4) fyrir frekari<br />

leiðbeiningar á þessu sviði.<br />

3.7.2.5.9. Raunverulegur „háskammtur“ fer þó eftir þeirri prófunaraðferð sem notuð var til að afla<br />

prófunarniðurstaðnanna, t.d. hefur, í viðmiðunarreglu Efnahags- og framfarastofnunarinnar fyrir rannsóknir á<br />

eiturhrifum við endurtekna skammta með inngjöf um munn, verið mælt með 1000 mg/kg sem háskammti nema<br />

væntanleg svörun hjá mönnum gefi til kynna að nota þurfi stærri skammt.<br />

3.7.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.7.3.1. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um öll eða aðeins sum innihaldsefnin í blöndunni<br />

3.7.3.1.1. Blandan skal flokkuð sem efni sem hefur eiturhrif á æxlun ef a.m.k. eitt innihaldsefnanna hefur verið flokkað<br />

sem efni sem hefur eiturhrif á æxlun í undirflokki 1A, undirflokki 1B eða 2. undirflokki og styrkur þess er við<br />

eða yfir viðeigandi almennum styrkleikamörkum sem gefin eru upp í töflu 3.7.2 fyrir undirflokk 1A, undirflokk<br />

1B og 2. undirflokk.<br />

3.7.3.1.2. Blandan skal flokkuð með tilliti til áhrifa á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk ef a.m.k. eitt<br />

innihaldsefnanna hefur verið flokkað með tilliti til áhrifa á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk og styrkur<br />

þess er við eða yfir viðeigandi almennum styrkleikamörkum sem gefin eru upp í töflu 3.7.2 fyrir þennan<br />

viðbótarundirflokk.<br />

Tafla 3.7.2<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem eru flokkuð sem efni sem hafa eiturhrif á æxlun<br />

eða með tilliti til áhrifa á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk, sem ráða flokkun blöndunnar<br />

Innihaldsefni, flokkað sem: efni sem hefur<br />

eiturhrif á æxlun,<br />

undirflokkur 1A<br />

efni sem hefur eiturhrif á<br />

æxlun, undirflokkur 1A<br />

efni sem hefur eiturhrif á<br />

æxlun, undirflokkur 1B<br />

efni sem hefur eiturhrif á<br />

æxlun, 2. undirflokkur<br />

efni sem hefur áhrif á<br />

mjólkurmyndun eða með<br />

brjóstamjólk,<br />

viðbótarundirflokkur<br />

Athugasemd<br />

≥ 0,3%<br />

(1. aths.)<br />

Almenn styrkleikamörk sem ráða því að blandan er flokkuð svo:<br />

efni sem hefur<br />

eiturhrif á æxlun,<br />

undirflokkur 1B<br />

≥ 0,3%<br />

(1. aths.)<br />

efni sem hefur<br />

eiturhrif á æxlun, 2.<br />

undirflokkur<br />

≥ 3,0%<br />

(1. aths.)<br />

efni sem hefur<br />

áhrif á<br />

mjólkurmyndun<br />

eða með<br />

brjóstamjólk,<br />

viðbótarundirflokk<br />

ur<br />

≥ 0,3%<br />

(1. aths.)<br />

Styrkleikamörkin í töflunni hér að framan gilda um föst efni og vökva (gefin upp sem massahlutfall) og einnig<br />

um lofttegundir (gefin upp sem rúmmálshlutfall).<br />

1. athugasemd<br />

Innihaldi blandan efni sem hefur eiturhrif á æxlun í 1. eða 2. undirflokki eða efni í flokknum áhrif á<br />

mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk í styrkleika sem er hærri en 0,1% skal öryggisblað um blönduna látið í té<br />

að fenginni beiðni þar að lútandi.


Nr. 52/114 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.7.3.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.7.3.2.1. Flokkun blandna byggist á fyrirliggjandi prófunargögnum um einstök innihaldsefni blöndunnar og eru notuð<br />

styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndunnar. Í einstaka tilviki er heimilt að nota prófunargögn um blöndur til<br />

flokkunar ef þau sýna fram á áhrif sem hafa ekki verið staðfest við mat sem grundvallast á einstökum<br />

efnisþáttum blöndunnar. Þegar svo háttar til verður að sýna fram á að prófunarniðurstöðurnar fyrir blönduna í<br />

heild séu afdráttarlausar, að teknu tilliti til skammta og annarra þátta á borð við tímalengd, athuganir, næmni og<br />

tölfræðigreiningu á prófunarkerfunum fyrir eiturhrif á æxlun. Varðveita skal fullnægjandi skjöl til stuðnings<br />

flokkuninni og hafa þau aðgengileg til rýni að fenginni beiðni þar að lútandi.<br />

3.7.3.3. Flokkun blandna þegar ekki liggja fyrir gögn um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.7.3.3.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð í því skyni að ákvarða hættuna af eiturhrifum hennar á æxlun en nægileg<br />

gögn liggja fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að hægt sé að lýsa<br />

hættunum af blöndunni á fullnægjandi hátt skulu þessi gögn notuð í samræmi við viðeigandi brúunarreglur í lið<br />

1.1.3, sbr. þó lið 3.7.3.2.1.<br />

3.7.4. Hættuboð<br />

3.7.4.1. Nota skal merkingaratriði fyrir efni eða blöndur, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk,<br />

í samræmi við töflu 3.7.3.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.7.3<br />

Merkingaratriði fyrir eiturhrif á æxlun<br />

Flokkun Undirflokkur 1A eða 1B 2. undirflokkur<br />

Viðbótarundirflokkur fyrir áhrif<br />

á mjólkurmyndun eða með<br />

brjóstamjólk<br />

Ekkert hættumerki<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð Ekkert viðvörunarorð<br />

Hættusetning H360:<br />

Getur haft skaðleg áhrif<br />

á frjósemi eða börn í<br />

móðurkviði (tilgreinið<br />

sérstök áhrif ef þau eru<br />

kunn) (tilgreinið<br />

váhrifaleið ef sannað<br />

hefur verið svo<br />

óyggjandi sé að engin<br />

önnur váhrifaleið hefur<br />

þessa hættu í för með<br />

sér)<br />

Varnaðarsetning —<br />

forvarnir<br />

Varnaðarsetning —<br />

viðbrögð<br />

Varnaðarsetning —<br />

geymsla<br />

Varnaðarsetning —<br />

förgun<br />

V201<br />

V202<br />

V281<br />

H361:<br />

Grunað um að hafa<br />

skaðleg áhrif á frjósemi<br />

eða börn í móðurkviði<br />

(tilgreinið sérstök áhrif<br />

ef þau eru kunn)<br />

(tilgreinið váhrifaleið ef<br />

sannað hefur verið svo<br />

óyggjandi sé að engin<br />

önnur váhrifaleið hefur<br />

þessa hættu í för með<br />

sér)<br />

V201<br />

V202<br />

V281<br />

H362:<br />

Getur skaðað börn á<br />

brjósti<br />

V201<br />

V260<br />

V263<br />

V264<br />

V270<br />

V308 + V313 V308 + V313 V308 + V313<br />

V405 V405<br />

V501 V501


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/115<br />

3.8. Sértæk eiturhrif á marklíffæri – váhrif í eitt skipti<br />

3.8.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

3.8.1.1. „Sértæk eiturhrif á marklíffæri (váhrif í eitt skipti)“: sértæk en ekki banvæn eiturhrif á marklíffæri sem stafa af<br />

váhrifum í eitt skipti frá efni eða blöndu. Þetta tekur til allra verulegra áhrifa á heilsu sem geta skert starfsemi,<br />

bæði afturhverf og varanleg, tafarlaus og/eða tafin og sem ekki er fjallað sérstaklega um í liðum 3.1 til 3.7 sem<br />

og lið 3.10 (sjá einnig lið 3.8.1.6).<br />

3.8.1.2. Með þessari flokkun er efnið eða blandan tilgreind sem efni sem hefur sértæk eiturhrif á marklíffæri og sem<br />

slíkt getur það hugsanlega haft skaðleg áhrif á heilbrigði fólks sem kemst í snertingu við efnið eða blönduna.<br />

3.8.1.3. Þessi skaðlegu áhrif á heilbrigði af völdum váhrifa í eitt skipti taka til samkvæmra og greinanlegra eiturhrifa á<br />

menn, eða eiturefnafræðilega verulegra breytinga hjá tilraunadýrum, sem hafa haft áhrif á starfsemi eða gerð<br />

vefjar/líffæris eða valdið alvarlegum breytingum á lífefnafræði eða blóðfræði lífverunnar og þessar breytingar<br />

skipta máli fyrir heilbrigði manna.<br />

3.8.1.4. Við mat skal tillit ekki aðeins tekið til verulegra breytinga í einu líffæri eða líffærakerfi heldur einnig til<br />

almennra léttvægari breytinga í nokkrum líffærum.<br />

3.8.1.5. Sértæk eiturhrif á marklíffæri geta komið fram með öllum íkomuleiðum sem skipta máli fyrir menn, þ.e.<br />

einkum um munn, um húð eða við innöndun.<br />

3.8.1.6. Sértæk eiturhrif á marklíffæri eftir endurtekin váhrif eru flokkuð eins og lýst er í lið 3.9 (Sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri — endurtekin váhrif) og falla því ekki undir lið 3.8. Önnur sértæk eiturhrif, sem tilgreind eru hér að<br />

aftan, eru metin hver fyrir sig og falla því ekki undir þennan lið:<br />

a) bráð eiturhrif (liður 3.1),<br />

b) húðæting/húðerting (liður 3.2),<br />

c) alvarlegur augnskaði/augnerting (liður 3.3),<br />

d) næming öndunarfæra eða húðnæming (liður 3.4),<br />

e) stökkbreytandi áhrif á kímfrumur (liður 3.5),<br />

f) krabbameinsvaldandi áhrif (liður 3.6),<br />

g) eiturhrif á æxlun (liður 3.7) og<br />

h) eiturhrif við ásvelgingu (liður 3.10).<br />

3.8.1.7. Hættuflokknum „Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti“ er skipt niður eftir tegundum áhrifa:<br />

— sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 1. eða 2. undirflokkur,<br />

— sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 3. undirflokkur.<br />

Sjá töflu 3.8.1.


Nr. 52/116 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Tafla 3.8.1<br />

Undirflokkar fyrir sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti<br />

Undirflokkar Viðmiðanir<br />

1. undirflokkur<br />

2. undirflokkur<br />

3. undirflokkur<br />

Efni sem hafa valdið verulegum eiturhrifum í mönnum eða sem ætla má, á grundvelli<br />

vísbendinga úr rannsóknum á tilraunadýrum, að geti valdið verulegum eiturhrifum í<br />

mönnum eftir váhrif í eitt skipti<br />

Efni eru flokkuð í 1. undirflokk fyrir sértæk eiturhrif á marklíffæri (váhrif í eitt skipti)<br />

á grundvelli:<br />

a) áreiðanlegra og vandaðra vísbendinga frá tilvikum hjá mönnum eða úr<br />

faraldsfræðirannsóknum eða<br />

b) athugana úr viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum þar sem veruleg og/eða<br />

alvarleg eiturhrif, sem skipta máli fyrir heilbrigði manna, komu fram við<br />

váhrifastyrk sem var yfirleitt lítill. Leiðbeinandi skammta-/styrkgildi eru tilgreind<br />

hér að aftan (sjá lið 3.8.2.1.9) til að auðvelda mat á vægi rökstuddra vísbendinga.<br />

Efni, sem ætla má, á grundvelli vísbendinga úr rannsóknum á tilraunadýrum, að geti<br />

skaðað heilbrigði manna eftir váhrif í eitt skipti<br />

Efni eru flokkuð í 2. undirflokk fyrir sértæk eiturhrif á marklíffæri (váhrif í eitt skipti)<br />

á grundvelli athugana úr viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum þar sem veruleg<br />

eiturhrif, sem skipta máli fyrir heilbrigði manna, komu fram við váhrifastyrk sem var<br />

yfirleitt í meðallagi. Leiðbeinandi skammta-/styrkgildi eru tilgreind hér að aftan (sjá<br />

lið 3.8.2.1.9) til að auðvelda flokkun.<br />

Í undantekningartilvikum má einnig nota vísbendingar um áhrif á menn til að setja<br />

efni í 2. undirflokk (sjá lið 3.8.2.1.6).<br />

Skammvinn áhrif á marklíffæri<br />

Þessi undirflokkur tekur aðeins til sljóvgandi áhrifa og ertingar öndunarfæra. Þessi<br />

áhrif á marklíffæri stafa frá efnum sem uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir 1. eða 2.<br />

undirflokk sem tilgreindar eru hér að framan. Hér er átt við áhrif sem hafa í för með<br />

sér skaðlega breytingu á líkamsstarfsemi manna til skamms tíma eftir að þeir hafa<br />

orðið fyrir váhrifum og innan hæfilegs tíma ættu menn að geta náð sér án þess að<br />

áhrifin skilji eftir sig verulegar breytingar á byggingu eða starfsemi. Efni eru flokkuð<br />

sérstaklega með tilliti til þessara áhrifa eins og mælt er fyrir um í lið 3.8.2.2.<br />

Athugasemd: Reynt skal að ákvarða helsta marklíffærið sem verður fyrir eiturhrifum og flokka síðan samkvæmt því, t.d. efni<br />

sem hafa eiturhrif á lifur og efni sem valda taugaeiturhrifum. Gögnin skulu metin vandlega og, ef unnt er, skulu annars stigs<br />

áhrif ekki tilgreind (t.d. getur efni sem hefur eiturhrif á lifur haft annars stigs áhrif á taugakerfið eða meltingarfærin).<br />

3.8.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.8.2.1. Efni í 1. undirflokki og 2. undirflokki<br />

3.8.2.1.1. Efni eru flokkuð sérstaklega eftir tafarlausum eða töfðum áhrifum á grundvelli sérfræðiálits (sjá lið 1.1.1) sem<br />

byggist á vægi allra fyrirliggjandi rökstuddra vísbendinga, þ.m.t. notkun leiðbeinandi gilda sem mælt er með<br />

(sjá lið 3.8.2.1.9). Efnin eru síðan sett í 1. eða 2. undirflokk eftir eðli og alvarleika áhrifanna sem fram koma<br />

(tafla 3.8.1).<br />

3.8.2.1.2. Tilgreina skal váhrifaleiðina eða váhrifaleiðirnar þar sem flokkaða efnið veldur skaða (sjá lið 3.8.1.5).<br />

3.8.2.1.3. Flokkun ræðst af sérfræðiáliti (sjá lið 1.1.1) sem byggist á vægi allra fyrirliggjandi rökstuddra vísbendinga,<br />

þ.m.t. leiðbeiningarnar sem tilgreindar eru hér að aftan.<br />

3.8.2.1.4. Nota skal vægi allra fyrirliggjandi rökstuddra vísbendinga í gögnunum (sjá lið 1.1.1), þ.m.t. tilvik hjá mönnum,<br />

faraldsfræði og rannsóknir á tilraunadýrum, sem grundvöll fyrir flokkun með tilliti til sértækra eiturhrifa á<br />

marklíffæri.<br />

3.8.2.1.5. Þær upplýsingar, sem þarf til að meta sértæk eiturhrif á marklíffæri, koma annaðhvort þegar menn verða fyrir<br />

váhrifum í eitt skipti, t.d: váhrif heima fyrir, á vinnustað eða í umhverfinu, eða úr rannsóknum á tilraunadýrum.<br />

Þær hefðbundnu dýrarannsóknir með rottur eða mýs, sem þessar upplýsingar eru fengnar úr, eru rannsóknir á<br />

bráðum eiturhrifum sem geta tekið til klínískra athugana og ítarlegra stórsærra og smásærra rannsókna sem gera<br />

kleift að greina eiturhrif á markvefi/-líffæri. Niðurstöður úr rannsóknum á bráðum eiturhrifum í öðrum<br />

tegundum geta einnig veitt viðeigandi upplýsingar.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/117<br />

3.8.2.1.6. Í undantekningartilvikum og á grundvelli sérfræðiálits er við hæfi að setja tiltekin efni, þar sem vísbendingar<br />

eru um eiturhrif á marklíffæri hjá mönnum, í 2. undirflokk:<br />

a) ef vægi rökstuddra vísbendinga um áhrif á menn er ekki nægjanlega traust til að heimila flokkun í 1.<br />

undirflokk og/eða<br />

b) á grundvelli eðlis og alvarleika áhrifanna.<br />

Við flokkun skal ekki taka tillit til skammta-/styrkgilda hjá mönnum og allar fyrirliggjandi vísbendingar úr<br />

dýrarannsóknum skulu vera í samræmi við flokkun í 2. undirflokk. Með öðrum orðum, ef gögn um áhrif á dýr<br />

liggja einnig fyrir um efnið sem heimila flokkun í 1. undirflokki skal efnið flokkað í 1. undirflokk.<br />

3.8.2.1.7. Áhrif sem teljast styðja við flokkun í 1. og 2. undirflokk<br />

3.8.2.1.7.1. Réttmæti flokkunar er staðfest með vísbendingum sem tengja váhrif í eitt skipti frá efninu við samkvæm og<br />

auðgreinanleg eiturhrif.<br />

3.8.2.1.7.2. Almennt takmarkast vísbendingar, sem byggjast á reynslu manna/tilvikum hjá mönnum, við skýrslur um<br />

skaðleg áhrif á heilbrigði, oft með óvissu að því er varðar váhrifaaðstæður, og e.t.v. veita þær ekki þær<br />

nákvæmu vísindalegu upplýsingar sem fást úr vönduðum rannsóknum á tilraunadýrum.<br />

3.8.2.1.7.3. Vísbendingar úr viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum geta gefið mun nákvæmari upplýsingar í formi<br />

klínískra athugana og stórsærra og smásærra meinafræðarannsókna og þetta getur oft leitt í ljós hættur sem eru<br />

kannski ekki lífshættulegar en gætu valdið skertri starfsemi. Þar af leiðandi skal við flokkun taka tillit til allra<br />

fyrirliggjandi vísbendinga og þess hvort þær skipta máli fyrir heilbrigði manna, þ.m.t. eftirfarandi áhrif á menn<br />

og/eða dýr:<br />

a) sjúkdómsástand í kjölfar váhrifa í eitt skipti,<br />

b) verulegar breytingar, sem eru ekki skammvinnar, á starfsemi öndunarfæra, mið- eða úttaugakerfis, annarra<br />

líffæra eða annarra líffærakerfa, þ.m.t. einkenni um veikingu miðtaugakerfis og áhrif á sérstök skynfæri<br />

(t.d. sjón, heyrn og lyktarskyn),<br />

c) allar samkvæmar og verulega skaðlegar breytingar á mælistærðum úr klínískri lífefnafræði, blóðfræði eða<br />

þvagrannsókn,<br />

d) veruleg líffæraskemmd sem greinist við krufningu og/eða sést síðar eða er staðfest við smásjárrannsókn,<br />

e) marghreiðra eða dreift drep, bandvefsaukning eða bólguhnúðamyndun í mikilvægum líffærum með<br />

endurnýjunarhæfni,<br />

f) formfræðilegar breytingar sem ganga hugsanlega til baka en eru greinileg merki um röskun á starfsemi<br />

líffæris,<br />

g) vísbendingar um verulegan frumudauða (þ.m.t. frumuhrörnun og fækkun í frumufjölda) í mikilvægum<br />

líffærum án endurnýjunarhæfni.<br />

3.8.2.1.8. Áhrif sem teljast ekki styðja við flokkun í 1. og 2. undirflokk<br />

Það er viðurkennt að áhrif geta komið í ljós sem réttlæta ekki flokkun. Slík áhrif á menn og/eða dýr geta m.a.<br />

verið:<br />

a) klínískar athuganir eða smávægilegar breytingar á líkamsþyngd, fæðu- eða vatnsinntöku sem geta haft<br />

einhverja eiturefnafræðilega þýðingu en gefa ekki einar og sér til kynna „veruleg“ eiturhrif,<br />

b) smávægilegar breytingar á mælistærðum úr klínískri lífefnafræði, blóðfræði eða þvagrannsókn og/eða<br />

skammvinn áhrif þegar slíkar breytingar eða áhrif hafa óljósa eða hverfandi eiturefnafræðilega þýðingu,<br />

c) breytingar á líffæraþyngd án neinna vísbendinga um röskun á líffærastarfsemi,<br />

d) aðlögunarviðbrögð sem teljast ekki hafa eiturefnafræðilega þýðingu,<br />

e) tegundarbundin gangvirki eiturhrifa sem viðkomandi efni kallar fram, þ.e.a.s sem sýnt er fram á með<br />

nokkurri vissu að skipta ekki máli fyrir heilbrigði manna, geta ekki réttlætt flokkun.


Nr. 52/118 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.8.2.1.9. Leiðbeinandi gildi til notkunar við flokkun í 1. og 2. undirflokk á grundvelli<br />

niðurstaðna úr rannsóknum á tilraunadýrum<br />

3.8.2.1.9.1. Til að auðvelda ákvörðun um hvort efni skuli flokkað eða ekki og í hvaða undirflokk það skuli flokkað (1. eða<br />

2. undirflokk) eru gefin „leiðbeinandi gildi“ fyrir skammt/styrk til að meta þann skammt/styrk sem sýnt hefur<br />

verið fram á að hafi veruleg áhrif á heilbrigði. Aðalrökin fyrir því að leggja til slík leiðbeinandi gildi eru þau að<br />

öll efni geta mögulega verið eitruð og það hlýtur að vera til hæfilegur skammtur/styrkur sem er þannig að<br />

viðurkennt sé að það valdi einhverjum eiturhrifum sé farið yfir hann.<br />

3.8.2.1.9.2. Ef veruleg eiturhrif, sem gefa ábendingu um flokkun, koma í ljós í dýrarannsóknum veitir sá skammtur/styrkur,<br />

sem olli því að þessi áhrif komu í ljós, miðað við þau leiðbeinandi gildi, sem lögð voru til, gagnlegar<br />

upplýsingar til að meta hvort þörf sé á flokkun (þar eð eiturhrifin eru afleiðing af hættulegum eiginleika eða<br />

eiginleikum en einnig afleiðing af skammtinum/styrknum).<br />

3.8.2.1.9.3. Leiðbeinandi gildisbil (C) fyrir váhrif frá einum skammti, sem hefur kallað fram veruleg en ekki banvæn<br />

eiturhrif, eru þau sem gilda fyrir prófanir á bráðum eiturhrifum og eru tilgreind í töflu 3.8.2.<br />

Um munn (rotta)<br />

Tafla 3.8.2<br />

Leiðbeinandi gildisbil fyrir váhrif frá einum skammti a<br />

Leiðbeinandi gildisbil:<br />

Váhrifaleið Mælieiningar 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

mg/kg<br />

líkamsþyngd<br />

Um húð (rotta eða kanína) mg/kg<br />

líkamsþyngd<br />

C ≤ 300 2000 ≥ C > 300<br />

C ≤ 1000 2000 ≥ C > 1000<br />

Innöndun (rotta), loft ppmV/4 klst. C ≤ 2500 20000 ≥ C > 2500<br />

Innöndun (rotta), gufa mg/l/4 klst. C ≤ 10 20 ≥ C > 10<br />

Innöndun (rotta),<br />

ryk/úði/reykur<br />

Athugasemd<br />

mg/l/4 klst. C ≤ 1,0 5,0 ≥ C > 1,0<br />

Leiðbeinandi<br />

gildi eiga ekki<br />

við b<br />

a) Þau leiðbeinandi gildi og gildisbilin, sem eru tilgreind í töflu 3.8.2, eru aðeins ætluð til leiðbeiningar,<br />

þ.e.a.s. þau skulu notuð innan ramma aðferðarinnar með vægi rökstuddra vísbendinga og til að auðvelda<br />

ákvörðun varðandi flokkun. Þau eru ekki ætluð sem ströng afmörkunargildi.<br />

b) Leiðbeinandi gildi eru ekki gefin upp fyrir efni í 3. undirflokki þar sem þessi flokkun byggist aðallega á<br />

gögnum um áhrif á menn. Ef gögn um áhrif á dýr liggja fyrir skulu þau koma fram í matinu á vægi<br />

rökstuddra vísbendinga.<br />

3.8.2.1.10. Önnur atriði sem taka þarf tillit til<br />

3.8.2.1.10.1. Þegar eiginleikum efnis er einungis lýst með því að nota gögn um áhrif á dýr (dæmigert fyrir ný efni en á einnig<br />

við um mörg skráð efni) er í flokkunarferlinu vísað til leiðbeinandi skammta-/styrkgilda sem eins af þáttunum í<br />

aðferðinni með vægi rökstuddra vísbendinga..<br />

3.8.2.1.10.2. Þegar vel rökstudd gögn um áhrif á menn liggja fyrir sem sýna sértæk eiturhrif á marklíffæri sem rekja má með<br />

áreiðanlegum hætti til váhrifa í eitt skipti frá tilteknu efni skal efnið að öllu jöfnu flokkað. Jákvæð gögn um<br />

áhrif á menn, óháð líklegum skammti, vega meira en gögn um áhrif á dýr. Hafi efni ekki verið flokkað, sökum<br />

þess að þau sértæku eiturhrif á marklíffæri sem komu fram voru ekki talin eiga við eða skipta máli fyrir menn,<br />

skal efnið flokkað ef síðar koma fram gögn um tilvik hjá mönnum sem sýna sértæk eiturhrif á marklíffæri.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/119<br />

3.8.2.1.10.3. Þótt efni hafi ekki verið prófað með tilliti til sértækra eiturhrifa þess á marklíffæri má, eftir því sem við á, flokka<br />

það á grundvelli gagna um fullgilt vensl efnabyggingar og virkni og framreiknings, byggðan á sérfræðiáliti, út<br />

frá efni sem er hliðstætt að byggingu og hefur áður verið flokkað, ef því fylgir traustur rökstuðningur sem<br />

byggist á athugun á öðrum mikilvægum þáttum á borð við myndun sömu mikilvægu umbrotsefnanna.<br />

3.8.2.1.10.4. Taka skal tillit til gufumettunarstyrks, eftir því sem við á, sem viðbótarþáttar til að tryggja sérstaka heilsu- og<br />

öryggisvernd.<br />

3.8.2.2. Efni í 3. undirflokki: Skammvinn áhrif á marklíffæri<br />

3.8.2.2.1. Viðmiðanir fyrir ertingu öndunarfæra<br />

Eftirfarandi viðmiðanir eru notaðar til að flokka efni í 3. undirflokk með tilliti til ertingar öndunarfæra:<br />

a) Ertandi áhrif á öndunarfæri (einkennast af staðbundnum roða, bjúg, kláða og/eða sársauka) sem skerða<br />

starfsemi með einkennum eins og hósta, sársauka, köfnun og öndunarerfiðleikum. Þetta mat grundvallast<br />

einkum á gögnum um áhrif á menn.<br />

b) Huglægar athuganir á mönnum má rökstyðja með hlutlægum mælingum á greinilegri ertingu í<br />

öndunarfærum (t.d. raflífeðlisfræðileg viðbrögð og lífmerki um bólgu í skolunarvökvum fyrir nefhol og<br />

berkjur og lungnablöðrur).<br />

c) Einkenni, sem greinast hjá mönnum, skulu einnig vera dæmigerð fyrir þau einkenni, sem myndu koma fram<br />

hjá hópi fólks sem yrði fyrir váhrifum, frekar en að vera einangruð ofurnæmissvörun sem kemur aðeins<br />

fram hjá einstaklingum með ofurnæm öndunarfæri. Óljósar skýrslur um „ertingu“ eina og sér skulu ekki<br />

notaðar því algengt er að þetta hugtak sé notað til að lýsa margvíslegri skynjun, s.s. lykt, óþægilegu bragði,<br />

ertandi tilfinningu og þurrki, sem fellur ekki undir gildissvið fyrir flokkun með tilliti til ertingar<br />

öndunarfæra.<br />

d) Eins og sakir standa eru ekki til neinar fullgiltar prófanir á dýrum sem taka sérstaklega á ertingu<br />

öndunarfæra en þó er hægt að fá gagnlegar upplýsingar úr prófunum á eiturhrifum eftir innöndun í eitt<br />

skipti eða endurtekna innöndun. Dýrarannsóknir geta t.d. veitt gagnlegar upplýsingar að því er varðar<br />

klínísk einkenni um eiturhrif (andþrengsli, nefslímubólga o.s.frv.) og vefjameinafræði (t.d. blóðsöfnun,<br />

bjúgur, minni háttar bólga og þykknað slímlag) sem eru ekki varanleg og geta verið lýsandi fyrir þau<br />

sérkennandi klínísku einkenni sem er lýst er hér að framan. Slíkar dýrarannsóknir má nota við mat á vægi<br />

rökstuddra vísbendinga.<br />

e) Þessi sérstaka flokkun á sér aðeins stað þegar ekki koma fram alvarlegri áhrif á líffæri, þ.m.t. í<br />

öndunarfærunum.<br />

3.8.2.2.2 Viðmiðanir fyrir sljóvgandi áhrif<br />

Eftirfarandi viðmiðanir eru notaðar til að flokka efni í 3. undirflokk með tilliti til sljóvgandi áhrifa:<br />

a) Skert starfsemi miðtaugakerfisins, þ.m.t. sljóvgandi áhrif á menn, eins og syfja, sljóleiki, skert árvekni,<br />

viðbragðaleysi, skortur á samhæfingu og svimi. Þessi áhrif geta einnig komið fram sem mikill höfuðverkur<br />

eða ógleði og geta leitt til skertrar dómgreindar, svima, pirrings, þreytu, skerts minnis, skerðingar á<br />

skynjun, samhæfingu og viðbragðstíma eða til syfju,<br />

b) sljóvgandi áhrif sem greinast í dýrarannsóknum geta verið sinnuleysi, skortur á samhæfingu, skortur á<br />

réttiviðbragði og slingur. Ef þessi áhrif eru ekki skammvinn þá skulu þau teljast styðja við flokkun í 1. eða<br />

2. undirflokk fyrir sértæk eiturhrif á marklíffæri við váhrif í eitt skipti.<br />

3.8.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.8.3.1. Blöndur skulu flokkaðar samkvæmt sömu viðmiðunum og efni eða að öðrum kosti eins og lýst er hér að aftan.<br />

Blöndur flokkast, eins og efni, með tilliti til sértækra eiturhrifa á marklíffæri eftir váhrif í eitt skipti.<br />

3.8.3.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.8.3.2.1. Þegar fyrir liggja áreiðanlegar og vandaðar vísbendingar um reynsluna af áhrifum blöndunnar á menn eða úr<br />

viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum, eins og lýst er í viðmiðunum fyrir efni, skal blandan flokkuð eftir að<br />

þessi gögn hafa verið metin út frá vægi rökstuddra vísbendinga (sjá lið 1.1.1.4). Þegar gögn um blöndur eru<br />

metin skal þess gætt að skammturinn, lengd váhrifa, athugunin eða greiningin geri niðurstöðurnar ekki<br />

ófullnægjandi.


Nr. 52/120 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.8.3.3. Flokkun blandna þegar gögn liggja ekki fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.8.3.3.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð í því skyni að ákvarða hættuna af sértækum eiturhrifum hennar á<br />

marklíffæri en næg gögn liggja fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að<br />

hægt sé að lýsa hættunum af blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við brúunarreglurnar<br />

í lið 1.1.3.<br />

3.8.3.4. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um alla eða aðeins suma efnisþætti blöndunnar<br />

3.8.3.4.1. Þegar áreiðanlegar vísbendingar eða prófunargögn liggja ekki fyrir um blönduna sjálfa og ekki er hægt að nota<br />

brúunarreglurnar til að flokka skal flokkun blöndunnar byggð á flokkun innihaldsefnanna. Í því tilviki skal<br />

blandan flokkuð sem efni sem hefur sértæk eiturhrif á marklíffæri (tilgreina skal marklíffærið), eftir váhrif í eitt<br />

skipti, ef a.m.k. eitt innihaldsefnanna hefur verið flokkað sem eiturefni með sértæk áhrif á marklíffæri í 1. eða 2.<br />

undirflokki og styrkur þess er við eða yfir viðeigandi almennum styrkleikamörkum sem gefin eru upp í töflu<br />

3.8.3 fyrir 1. og 2. undirflokk.<br />

3.8.3.4.2. Þessi almennu styrkleikamörk og meðfylgjandi flokkun skulu notuð með viðeigandi hætti fyrir efni sem hafa<br />

sértæk eiturhrif á marklíffæri eftir einn skammt.<br />

3.8.3.4.3. Blöndur skulu flokkaðar eftir váhrifum frá einum skammti eða váhrifum frá endurteknum skömmtum eða hvoru<br />

tveggja.<br />

Tafla 3.8.3<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem eru flokkuð sem efni sem hafa sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri, sem ráða flokkun blöndunnar í 1. eða 2. undirflokk<br />

Innihaldsefni, flokkað sem:<br />

1. undirflokkur,<br />

efni sem hafa sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri<br />

2. undirflokkur,<br />

efni sem hafa sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri<br />

1. athugasemd<br />

Almenn styrkleikamörk sem ráða því að blandan er flokkuð svo:<br />

1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Styrkur ≥ 10% 1,0% ≤ styrkur < 10%<br />

Styrkur ≥ 10% [(1. aths.)]<br />

Innihaldi blandan efni sem hefur sértæk eiturhrif á marklíffæri í 2. undirflokki í styrkleika sem er ≥ 1,0% skal<br />

öryggisblað um blönduna látið í té að fenginni beiðni þar að lútandi.<br />

3.8.3.4.4. Þegar efni, sem hafa eiturhrif á fleiri en eitt líffærakerfi, eru sameinuð skal þess gætt að tekið sé tillit til<br />

virknisaukningar eða samverkandi áhrifa sökum þess að tiltekin efni geta valdið eiturhrifum á marklíffæri í<br />

styrk sem er < 1% ef önnur innihaldsefni í blöndunni geta aukið eiturhrif þeirra.<br />

3.8.3.4.5. Gæta skal varúðar við framreikning á eiturhrifum blöndu, sem inniheldur eitt eða fleiri innihaldsefni í 3.<br />

undirflokki. Viðeigandi er að almenn styrkleikamörk séu 20% en hins vegar skal það viðurkennt að þessi<br />

styrkleikamörk geta verið hærri eða lægri, háð innihaldsefninu eða -efnunum í 3. undirflokki, og að sum áhrif,<br />

eins og erting öndunarfæra, koma ef til vill ekki fram undir tilteknum styrkleikamörkum meðan önnur áhrif,<br />

eins og sljóvgandi áhrif, geta komið fram undir þessum 20%-mörkum. Styðjast skal við sérfræðiálit.<br />

3.8.4. Hættuboð<br />

3.8.4.1 Nota skal merkingaratriði í samræmi við töflu 3.8.4 fyrir efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun í þennan hættuflokk.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/121<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.8.4<br />

Merkingaratriði fyrir sértæk eiturhrif á marklíffæri eftir váhrif í eitt skipti<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð Varúð<br />

Hættusetning H370:<br />

Skaðar líffæri (eða<br />

tilgreinið öll líffæri sem<br />

verða fyrir áhrifum, ef<br />

þau eru kunn)<br />

(tilgreinið váhrifaleið<br />

ef sannað hefur verið<br />

svo óyggjandi sé að<br />

engin önnur váhrifaleið<br />

hefur þessa hættu í för<br />

með sér)<br />

Varnaðarsetning —<br />

forvarnir<br />

Varnaðarsetning —<br />

viðbrögð<br />

Varnaðarsetning —<br />

geymsla<br />

Varnaðarsetning —<br />

förgun<br />

V260<br />

V264<br />

V270<br />

V307 + V311<br />

V321<br />

3.9. Sértæk eiturhrif á marklíffæri – endurtekin váhrif<br />

3.9.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

H371:<br />

Getur skaðað líffæri<br />

(eða tilgreinið öll<br />

líffæri sem verða fyrir<br />

áhrifum, ef þau eru<br />

kunn) (tilgreinið<br />

váhrifaleið ef sannað<br />

hefur verið svo<br />

óyggjandi sé að engin<br />

önnur váhrifaleið hefur<br />

þessa hættu í för með<br />

sér)<br />

V260<br />

V264<br />

V270<br />

H335:<br />

Getur valdið ertingu í<br />

öndunarfærum eða<br />

H336:<br />

Getur valdið sljóleika<br />

eða svima<br />

V261<br />

V271<br />

V309 + V311 V304 + V340<br />

V312<br />

V405 V405 V403 + V233<br />

V405<br />

V501 V501 V501<br />

3.9.1.1. „Eiturhrif á marklíffæri (endurtekin váhrif)“: sértæk eiturhrif á marklíffæri sem stafa af endurteknum váhrifum<br />

frá efni eða blöndu. Undir þetta falla öll veruleg áhrif á heilbrigði sem geta skert starfsemi, bæði afturhverf,<br />

varanleg, tafarlaus og/eða tafin. Þetta tekur þó ekki til annarra sértækra eiturhrifa sem fjallað er sérstaklega um í<br />

liðum 3.1 til 3.8 og lið 3.10.<br />

3.9.1.2. Með flokkun með tilliti til eiturhrifa á marklíffæri (endurtekin váhrif) er efnið tilgreint sem efni sem hefur<br />

sértæk eiturhrif á marklíffæri og sem slíkt getur það hugsanlega haft skaðleg áhrif á heilbrigði fólks sem kemst í<br />

snertingu við það.<br />

3.9.1.3. Þessi skaðlegu áhrif á heilbrigði taka til samkvæmra og greinanlegra eiturhrifa á menn, eða eiturefnafræðilega<br />

verulegra breytinga hjá tilraunadýrum, sem hafa haft áhrif á starfsemi eða gerð vefjar/líffæris eða valdið<br />

alvarlegum breytingum á lífefnafræði eða blóðfræði lífverunnar og þessar breytingar skipta máli fyrir heilbrigði<br />

manna.<br />

3.9.1.4. Við mat skal tillit ekki aðeins tekið til verulegra breytinga í einu líffæri eða líffærakerfi heldur einnig til<br />

almennra, léttvægari breytinga í nokkrum líffærum.<br />

3.9.1.5. Sértæk eiturhrif á marklíffæri geta komið fram með öllum íkomuleiðum sem skipta máli fyrir menn, þ.e.<br />

einkum um munn, um húð eða við innöndun.<br />

3.9.1.6. Eiturhrif, sem eru ekki banvæn, sem greinast eftir váhrif í eitt skipti flokkast eins og lýst er í liðnum sértæk<br />

eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti (liður 3.8) og falla þar af leiðandi ekki undir lið 3.9.


Nr. 52/122 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.9.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

3.9.2.1. Efni eru flokkuð sem efni, sem hafa sértæk eiturhrif á marklíffæri í kjölfar endurtekinna váhrifa, á grundvelli<br />

sérfræðiálits (sjá lið 1.1.1) sem byggist á vægi allra fyrirliggjandi rökstuddra vísbendinga, þ.m.t. notkun<br />

leiðbeinandi gilda sem mælt er með og sem miðast við lengd váhrifa og þann skammt/styrk sem áhrifin komu<br />

fram við (sjá lið 3.9.2.9) og er efnunum skipað í annan af tveimur undirflokkum, háð eðli og alvarleika<br />

áhrifanna sem komu fram (tafla 3.9.1).<br />

Athugasemd<br />

Tafla 3.9.1<br />

Undirflokkar fyrir sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif<br />

Undirflokkar Viðmiðanir<br />

1. undirflokkur<br />

2. undirflokkur<br />

Efni sem hafa valdið verulegum eiturhrifum í mönnum eða sem ætla má,<br />

á grundvelli vísbendinga úr rannsóknum á tilraunadýrum, að geti valdið<br />

verulegum eiturhrifum í mönnum eftir endurtekin váhrif.<br />

Efni eru flokkuð í 1. undirflokk fyrir eiturhrif á marklíffæri (endurtekin<br />

váhrif) á grundvelli:<br />

— áreiðanlegra og vandaðra vísbendinga frá tilvikum hjá mönnum eða<br />

úr faraldsfræðirannsóknum eða<br />

— athugana úr viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum þar sem veruleg<br />

og/eða alvarleg eiturhrif, sem skipta máli fyrir heilbrigði manna,<br />

komu fram við váhrifastyrk sem var yfirleitt lítill Leiðbeinandi<br />

skammta-/styrkgildi eru tilgreind hér að aftan (sjá lið 3.9.2.9) til að<br />

auðvelda mat á vægi rökstuddra vísbendinga.<br />

Efni sem ætla má, á grundvelli vísbendinga úr rannsóknum á<br />

tilraunadýrum, að geti skaðað heilbrigði manna eftir endurtekin váhrif.<br />

Efni eru flokkuð í 2. undirflokk fyrir eiturhrif á marklíffæri (endurtekin<br />

váhrif) á grundvelli athugana úr viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum<br />

þar sem veruleg eiturhrif, sem skipta máli fyrir heilbrigði manna, komu<br />

fram við váhrifastyrk sem var yfirleitt í meðallagi. Leiðbeinandi<br />

skammta-/styrkgildi eru tilgreind hér að aftan (sjá lið 3.9.2.9) til að<br />

auðvelda flokkun.<br />

Í undantekningartilvikum má einnig nota vísbendingar um áhrif á menn<br />

til að setja efni í 2. undirflokk (sjá lið 3.9.2.6).<br />

Reynt skal að ákvarða helsta marklíffærið sem verður fyrir eiturhrifum og flokka síðan samkvæmt því, t.d. efni<br />

sem hafa eiturhrif á lifur og efni sem valda taugaeiturhrifum. Gögnin skulu metin vandlega og, ef unnt er, skulu<br />

annars stigs áhrif ekki tilgreind (efni sem hefur eiturhrif á lifur getur haft annars stigs áhrif á taugakerfið eða<br />

meltingarfærin).<br />

3.9.2.2. Tilgreina skal váhrifaleiðina eða váhrifaleiðirnar þar sem flokkaða efnið veldur skaða.<br />

3.9.2.3. Flokkun ræðst af sérfræðiáliti (sjá lið 1.1.1) sem byggist á vægi allra fyrirliggjandi, rökstuddra vísbendinga,<br />

þ.m.t. leiðbeiningarnar sem tilgreindar eru hér að aftan.<br />

3.9.2.4. Nota skal vægi allra fyrirliggjandi, rökstuddra vísbendinga (sjá lið 1.1.1), þ.m.t. tilvik hjá mönnum, faraldsfræði<br />

og rannsóknir á tilraunadýrum, sem grundvöll fyrir flokkun með tilliti til sértækra eiturhrifa á marklíffæri. Með<br />

þessum hætti er hægt að nýta hið umfangsmikla magn eiturefnafræðilegra gagna úr iðnaði sem safnast hefur í<br />

gegnum árin. Mat skal byggjast á öllum fyrirliggjandi gögnum, þ.m.t. ritrýndar, birtar rannsóknir og fleiri<br />

viðurkennd gögn.<br />

3.9.2.5. Þær upplýsingar, sem þarf til að meta sértæk eiturhrif á marklíffæri, koma annaðhvort þegar menn verða fyrir<br />

endurteknum váhrifum, t.d. váhrif heima fyrir, á vinnustað eða í umhverfinu, eða úr rannsóknum á<br />

tilraunadýrum. Þær hefðbundnu dýrarannsóknir með rottur eða mýs, sem þessar upplýsingar eru fengnar úr, eru<br />

28 daga, 90 daga eða ævilangar rannsóknir (allt að 2 ár) sem taka til blóðfræðilegra rannsókna, klínískra<br />

lífefnarannsókna og ítarlegra stórsærra og smásærra rannsókna sem gera kleift að greina eiturhrif á markvefi/líffæri.<br />

Einnig skal nota gögn úr rannsóknum á endurtekinni skömmtun með aðrar dýrategundir ef þau liggja<br />

fyrir. Aðrar rannsóknir á váhrifum í langan tíma, t.d. á krabbameinsvaldandi áhrifum, taugaeiturhrifum eða<br />

eiturhrifum á æxlun, gætu einnig gefið vísbendingar um sértæk eiturhrif á marklíffæri sem nota mætti við mat á<br />

flokkun.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/123<br />

3.9.2.6. Í undantekningartilvikum og á grundvelli sérfræðiálits er við hæfi að setja tiltekin efni, þar sem vísbendingar<br />

eru um sértæk eiturhrif á marklíffæri hjá mönnum, í 2. undirflokk:<br />

a) ef vægi rökstuddra vísbendinga um áhrif á menn er ekki nægjanlega traust til að heimila flokkun í 1.<br />

undirflokk og/eða<br />

b) á grundvelli eðlis og alvarleika áhrifanna.<br />

Við flokkun skal ekki taka tillit til skammta-/styrkgilda hjá mönnum og allar fyrirliggjandi vísbendingar úr<br />

dýrarannsóknum skulu vera í samræmi við flokkun í 2. undirflokk. Með öðrum orðum, ef gögn um áhrif á dýr<br />

liggja einnig fyrir um efnið sem heimila flokkun í 1. undirflokk skal efnið flokkað í 1. undirflokk.<br />

3.9.2.7. Áhrif sem teljast styðja við flokkun með tilliti til sértækra eiturhrifa á marklíffæri í kjölfar endurtekinna váhrifa<br />

3.9.2.7.1. Áreiðanlegar vísbendingar, sem tengja endurtekin váhrif frá efninu við samkvæm og greinanleg eiturhrif, styðja<br />

við flokkunina.<br />

3.9.2.7.2. Almennt takmarkast vísbendingar, sem byggja á reynslu manna/tilvikum hjá mönnum, við skýrslur um skaðleg<br />

áhrif á heilbrigði, oft með óvissu að því er varðar váhrifaaðstæður, og e.t.v. innihalda þær ekki þær nákvæmu<br />

vísindalegu upplýsingar sem fást úr vönduðum rannsóknum á tilraunadýrum.<br />

3.9.2.7.3. Vísbendingar úr viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum geta gefið mun nákvæmari upplýsingar í formi<br />

klínískra athugana, blóðfræði, klínískrar efnafræði og stórsærra og smásærra meinafræðarannsókna og þetta<br />

getur oft leitt í ljós hættur sem eru kannski ekki lífshættulegar en geta valdið skertri starfsemi. Þar af leiðandi<br />

skal við flokkun taka tillit til allra fyrirliggjandi vísbendinga og þess hvort þær skipta máli fyrir heilbrigði<br />

manna, þ.m.t. eftirfarandi eiturhrif á menn og/eða dýr:<br />

a) sjúkdómsástand eða dauði sem stafar af endurteknum váhrifum eða langtímaváhrifum. Sjúkdómsástand eða<br />

dauði getur stafað af endurteknum váhrifum, jafnvel frá tiltölulega litlum skömmtum eða lágum styrk,<br />

vegna uppsöfnunar efnisins eða umbrotsefna þess í líkamanum og/eða vegna þess að afeitrunarferlið nær<br />

ekki að vinna bug á endurteknum váhrifum frá efninu eða umbrotsefnum þess,<br />

b) verulegar breytingar á starfsemi mið- eða úttaugakerfis eða annarra líffærakerfa, þ.m.t. einkenni um<br />

veikingu miðtaugakerfis og áhrif á sérstök skynfæri (t.d. sjón, heyrn og lyktarskyn),<br />

c) allar samkvæmar og verulega skaðlegar breytingar á mælistærðum úr klínískri lífefnafræði, blóðfræði eða<br />

þvagrannsókn,<br />

d) veruleg líffæraskemmd sem greinist við krufningu og/eða sést síðar eða er staðfest við smásjárrannsókn,<br />

e) marghreiðra eða dreift drep, bandvefsaukning eða bólguhnúðamyndun í mikilvægum líffærum með<br />

endurnýjunarhæfni,<br />

f) formfræðilegar breytingar sem ganga hugsanlega til baka en eru greinileg merki um röskun á starfsemi<br />

líffæris (t.d. alvarlegar fitubreytingar í lifur),<br />

g) vísbendingar um verulegan frumudauða (þ.m.t. frumuhrörnun og fækkun í frumufjölda) í mikilvægum<br />

líffærum án endurnýjunarhæfni.<br />

3.9.2.8. Áhrif sem teljast ekki styðja við flokkun með tilliti til sértækra eiturhrifa á marklíffæri í kjölfar endurtekinna<br />

váhrifa<br />

3.9.2.8.1. Það er viðurkennt að áhrif geta komið í ljós hjá mönnum og/eða dýrum sem réttlæta ekki flokkun. Slík áhrif<br />

geta m.a. verið:<br />

a) klínískar athuganir eða smávægilegar breytingar á líkamsþyngd, fæðu- eða vatnsinntöku sem hafa tiltekna<br />

eiturefnafræðilega þýðingu en gefa ekki einar og sér til kynna „veruleg“ eiturhrif,<br />

b) smávægilegar breytingar á mælistærðum úr klínískri lífefnafræði, blóðfræði eða þvagrannsókn og/eða<br />

skammvinn áhrif þegar slíkar breytingar eða áhrif hafa óljósa eða hverfandi, eiturefnafræðilega þýðingu,<br />

c) breytingar á líffæraþyngd án neinna vísbendinga um röskun á líffærastarfsemi,


Nr. 52/124 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

d) aðlögunarviðbrögð sem teljast ekki hafa eiturefnafræðilega þýðingu,<br />

e) tegundarbundin gangvirki eiturhrifa sem viðkomandi efni kallar fram, þ.e.a.s. sem sýnt er fram á með<br />

nokkurri vissu að skipta ekki máli fyrir heilbrigði manna, geta ekki réttlætt flokkun.<br />

3.9.2.9. Leiðbeinandi gildi til notkunar við flokkun á grundvelli niðurstaðna úr rannsóknum á tilraunadýrum<br />

3.9.2.9.1. Ef rannsóknir á tilraunadýrum byggjast aðeins á athugunum á áhrifum, án tilvísunar í lengd váhrifanna í<br />

tilrauninni og skammt/styrk, útilokar það grundvallarhugmynd eiturefnafræðinnar, þ.e.a.s. að öll efni geta verið<br />

eitruð og að það sem ákvarðar eiturhrifin er fall af skammti/styrk og lengd váhrifanna. Í flestum rannsóknum á<br />

tilraunadýrum eru tilgreind efri mörk háskammts í viðmiðunarreglunum um prófunina.<br />

3.9.2.9.2. Til að auðvelda ákvörðun um hvort efni skuli flokkað eða ekki og í hvaða undirflokk það skuli flokkað (1. eða<br />

2. undirflokk) eru gefin „leiðbeinandi gildi“ fyrir skammt/styrk til að meta þann skammt/styrk sem sýnt hefur<br />

verið fram á að hafi veruleg áhrif á heilbrigði Aðalrökin fyrir því að leggja til slík leiðbeinandi gildi eru þau að<br />

öll efni geta hugsanlega verið eitruð og það hlýtur að vera til hæfilegur skammtur/styrkur sem er þannig að<br />

viðurkennt sé að það valdi einhverjum eiturhrifum sé farið yfir hann Rannsóknir með endurteknum skömmtum<br />

á tilraunadýrum eru hannaðar í því skyni að kalla fram eiturhrif við hæsta skammtinn, sem er notaður, til að<br />

besta markmið prófunarinnar og því sýna flestar rannsóknir einhver eiturhrif, a.m.k. við þennan hæsta skammt.<br />

Því þarf ekki aðeins að ákveða hvaða áhrif hafa verið kölluð fram heldur líka við hvaða skammt/styrk þau komu<br />

fram og hversu miklu máli það skiptir fyrir menn.<br />

3.9.2.9.3. Ef veruleg eiturhrif, sem gefa ábendingu um flokkun, koma í ljós í dýrarannsóknum getur lengd váhrifanna í<br />

tilrauninni og sá skammtur/styrkur, sem olli því að þessi áhrif komu í ljós, miðað við þau leiðbeinandi gildi sem<br />

lögð voru til, veitt gagnlegar upplýsingar til að meta hvort þörf sé á flokkun (þar eð eiturhrifin eru afleiðing af<br />

hættulegum eiginleika eða eiginleikum en einnig afleiðing af lengd váhrifanna og skammtinum/styrknum).<br />

3.9.2.9.4. Leiðbeinandi gildi fyrir skammt/styrk, sem eru þannig að veruleg eiturhrif koma í ljós við þau gildi eða undir<br />

þeim, geta haft áhrif á ákvörðunina um hvort flokka eigi efni yfirhöfuð.<br />

3.9.2.9.5. Leiðbeinandi gildin eiga við um áhrif sem greinast við venjulega 90 daga rannsókn á eiturhrifum sem<br />

framkvæmd er á rottum. Þau má nota sem grundvöll fyrir framreikning á jafngildum, leiðbeinandi gildum fyrir<br />

lengri eða styttri rannsóknir á eiturhrifum með því að nota framreikning á skammti/váhrifatíma sem líkist<br />

innöndunarreglu Haber sem segir í grundvallaratriðum að verkunarskammturinn er í beinu hlutfalli við<br />

váhrifastyrkinn og lengd váhrifanna. Matið skal fara fram í hverju tilviki fyrir sig og fyrir 28 daga rannsókn eru<br />

leiðbeinandi gildin hér að aftan margfölduð með þremur.<br />

3.9.2.9.6. Flokkun í 1. undirflokk á því við þegar veruleg eiturhrif greinast við eða undir leiðbeinandi gildum (C), sem<br />

tilgreind eru í töflu 3.9.2, í 90 daga rannsókn á tilraunadýrum með endurteknum skömmtum:<br />

Tafla 3.9.2<br />

Leiðbeinandi gildi til notkunar við flokkun í 1. undirflokk<br />

Váhrifaleið Mælieiningar<br />

Leiðbeinandi gildi<br />

(skammtur/styrkur)<br />

Um munn (rotta) mg/kg líkamsþyngd/dag C ≤ 10<br />

Um húð (rotta eða kanína) mg/kg líkamsþyngd/dag C ≤ 20<br />

Við innöndun (rotta) loft ppmV/6 klst./dag C ≤ 50<br />

Við innöndun (rotta) gufa mg/l/6 klst./dag C ≤ 0,2<br />

Við innöndun (rotta) ryk/úði/reykur mg/l/6 klst./dag C ≤ 0,02<br />

3.9.2.9.7. Flokkun í 2. undirflokk á við þegar veruleg eiturhrif greinast, innan leiðbeinandi gildisbila sem tilgreind eru í<br />

töflu 3.9.3, í 90 daga rannsókn á tilraunadýrum með endurteknum skömmtum:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/125<br />

Tafla 3.9.3<br />

Leiðbeinandi gildi til notkunar við flokkun í 2. undirflokk<br />

Váhrifaleið Mælieiningar<br />

Leiðbeinandi gildisbil:<br />

(skammtur/styrkur)<br />

Um munn (rotta) mg/kg líkamsþyngd/dag 10 < C ≤ 100<br />

Um húð (rotta eða kanína) mg/kg líkamsþyngd/dag 20 < C ≤ 200<br />

Við innöndun (rotta) loft ppmV/6 klst./dag 50 < C ≤ 250<br />

Við innöndun (rotta) gufa mg/l/6 klst./dag 0,2 < C ≤ 1,0<br />

Við innöndun (rotta) ryk/úði/reykur mg/l/6 klst./dag 0,02 < C ≤ 0,2<br />

3.9.2.9.8. Þau leiðbeinandi gildi og gildisbil, sem eru tilgreind í liðum 3.9.2.9.6 og 3.9.2.9.7, eru aðeins ætluð til<br />

leiðbeiningar, þ.e.a.s. þau skulu notuð innan ramma aðferðarinnar með vægi rökstuddra vísbendinga og til að<br />

auðvelda ákvörðun varðandi flokkun. Þau eru ekki ætluð sem ströng afmörkunargildi.<br />

3.9.2.9.9. Það er því mögulegt að sértækir eiturhrifaeiginleikar komi fram í dýrarannsóknum með endurteknum<br />

skömmtum við skammt/styrk sem er undir leiðbeinandi gildi, t.d. < 100 mg/kg líkamsþyngdar á dag með<br />

inngjöf um munn, en að eðli áhrifanna s.s. eiturhrif á nýrun sem greinast aðeins í karlkynsrottum af tilteknum<br />

stofni sem vitað er að eru næmar fyrir þessum áhrifum, verði til þess að ákveðið verður að flokka ekki. Aftur á<br />

móti geta sértækir eiturhrifaeiginleikar komið fram í dýrarannsóknum við eða yfir leiðbeinandi gildi, t.d. ≥<br />

100 mg/kg líkamsþyngdar á dag með inngjöf um munn, og viðbótarupplýsingar úr öðrum heimildum, á borð við<br />

aðrar rannsóknir með langtímagjöf eða reynslu af tilvikum hjá mönnum, stutt við þá niðurstöðu að hyggilegt sé,<br />

með hliðsjón af vægi rökstuddra vísbendinga, að flokka efnið.<br />

3.9.2.10. Önnur atriði sem taka þarf tillit til<br />

3.9.2.10.1. Þegar eiginleikum efnis er einungis lýst með því að nota gögn um áhrif á dýr (dæmigert fyrir ný efni en á einnig<br />

við um mörg skráð efni) er í flokkunarferlinu vísað til leiðbeinandi skammta-/styrkgilda sem eins af þáttunum í<br />

aðferðinni með vægi rökstuddra vísbendinga.<br />

3.9.2.10.2. Þegar vel rökstudd gögn um áhrif á menn liggja fyrir sem sýna sértæk eiturhrif á marklíffæri sem rekja má með<br />

áreiðanlegum hætti til endurtekinna eða langvarandi váhrifa frá tilteknu efni skal efnið að öllu jöfnu flokkað.<br />

Jákvæð gögn um áhrif á menn, óháð líklegum skammti, vega meira en gögn um áhrif á dýr. Hafi efni ekki verið<br />

flokkað sökum þess að engin sértæk eiturhrif á marklíffæri komu í ljós við eða undir leiðbeinandi skammta-<br />

/styrkgildi fyrir prófanir á dýrum skal efnið flokkað ef síðar koma fram gögn um tilvik hjá mönnum sem sýna<br />

sértæk eiturhrif á marklíffæri.<br />

3.9.2.10.3. Þótt efni hafi ekki verið prófað með tilliti til sértækra eiturhrifa þess á marklíffæri má, eftir því sem við á, flokka<br />

það á grundvelli gagna um fullgilt vensl efnabyggingar og virkni og framreiknings, byggðan á sérfræðiáliti, út<br />

frá efni sem er hliðstætt að byggingu og hefur áður verið flokkað, ef því fylgir traustur rökstuðningur sem<br />

byggist á athugun á öðrum mikilvægum þáttum á borð við myndun sömu mikilvægu umbrotsefnanna.<br />

3.9.2.10.4. Taka skal tillit til gufumettunarstyrks, eftir því sem við á, sem viðbótarþáttar til að tryggja sérstaka heilsu- og<br />

öryggisvernd.<br />

3.9.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.9.3.1. Blöndur skulu flokkaðar samkvæmt sömu viðmiðunum og efni eða að öðrum kosti eins og lýst er hér að aftan.<br />

Blöndur flokkast, eins og efni, með tilliti til sértækra eiturhrifa á marklíffæri eftir endurtekin váhrif.<br />

3.9.3.2. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

3.9.3.2.1. Þegar fyrir liggja áreiðanlegar og vandaðar vísbendingar um reynsluna af áhrifum blöndunnar á menn eða úr<br />

viðeigandi rannsóknum á tilraunadýrum, eins og lýst er í viðmiðunum fyrir efni, skal blandan flokkuð eftir að<br />

þessi gögn hafa verið metin út frá vægi rökstuddra vísbendinga (sjá lið 1.1.1.4). Þegar gögn um blöndur eru<br />

metin skal þess gætt að skammturinn, lengd váhrifa, athugunin eða greiningin geri niðurstöðurnar ekki<br />

ófullnægjandi.


Nr. 52/126 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.9.3.3. Flokkun blandna þegar gögn liggja ekki fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.9.3.3.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð í því skyni að ákvarða hættuna af sértækum eiturhrifum hennar á<br />

marklíffæri en næg gögn liggja fyrir um einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að<br />

hægt sé að lýsa hættunum af blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við brúunarreglurnar<br />

í lið 1.1.3.<br />

3.9.3.4. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um alla eða aðeins suma efnisþætti blöndunnar<br />

3.9.3.4.1. Þegar áreiðanlegar vísbendingar eða prófunargögn liggja ekki fyrir um blönduna sjálfa og ekki er hægt að nota<br />

brúunarreglurnar til að flokka skal flokkun blöndunnar byggð flokkun innihaldsefnanna. Í því tilviki skal<br />

blandan flokkuð sem efni sem hefur sértæk eiturhrif á marklíffæri (tilgreina skal marklíffærið), eftir váhrif í eitt<br />

skipti, endurtekin váhrif eða bæði, ef a.m.k. eitt innihaldsefnanna hefur verið flokkað sem eiturefni með sértæk<br />

áhrif á marklíffæri í 1. eða 2. undirflokki og styrkur þess er við eða yfir viðeigandi almennum<br />

styrkleikamörkum sem sett eru fram í töflu 3.9.4 fyrir 1. og 2. undirflokk.<br />

Tafla 3.9.4<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir innihaldsefni blöndu, sem eru flokkuð sem efni sem hafa sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri, sem ráða flokkun blöndunnar.<br />

Innihaldsefni, flokkað sem:<br />

1. undirflokkur<br />

Efni sem hafa sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri<br />

2. undirflokkur<br />

Efni sem hafa sértæk eiturhrif á<br />

marklíffæri<br />

1. athugasemd<br />

Almenn styrkleikamörk sem ráða því að blandan er flokkuð svo:<br />

1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Styrkur ≥ 10% 1,0% ≤ styrkur < 10%<br />

Styrkur ≥ 10% [(1. aths.)]<br />

Innihaldi blandan efni sem hefur sértæk eiturhrif á marklíffæri í 2. undirflokki í styrkleika sem er ≥ 1,0% skal<br />

öryggisblað um blönduna látið í té að fenginni beiðni þar að lútandi.<br />

3.9.3.4.2. Þessi almennu styrkleikamörk og meðfylgjandi flokkun eiga við um efni sem hafa eiturhrif á marklíffæri eftir<br />

endurtekna skammta.<br />

3.9.3.4.3. Blöndur skulu flokkaðar eftir váhrifum frá einum skammti eða váhrifum frá endurteknum skömmtum eða hvoru<br />

tveggja.<br />

3.9.3.4.4. Þegar efni, sem hafa eiturhrif á fleiri en eitt líffærakerfi, eru sameinuð skal þess gætt að tekið sé tillit til<br />

virknisaukningar eða samverkandi áhrifa sökum þess að tiltekin efni geta valdið eiturhrifum á marklíffæri í<br />

styrk sem er < 1% ef önnur innihaldsefni í blöndunni geta aukið eiturhrif þeirra.<br />

3.9.4. Hættuboð<br />

3.9.4.1. Nota skal merkingaratriði í samræmi við töflu 3.9.5 fyrir efni eða blöndur sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir<br />

flokkun í þennan hættuflokk.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.9.5<br />

Merkingaratriði fyrir sértæk eiturhrif á marklíffæri eftir endurtekin váhrif<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta Varúð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/127<br />

Flokkun 1. undirflokkur 2. undirflokkur<br />

Hættusetning H372:<br />

Skaðar líffæri (tilgreinið öll<br />

líffæri sem verða fyrir áhrifum, ef<br />

þau eru kunn) við langvinn eða<br />

endurtekin váhrif (tilgreinið<br />

váhrifaleið ef sannað hefur verið<br />

svo óyggjandi sé að engin önnur<br />

váhrifaleið hefur þessa hættu í för<br />

með sér)<br />

Varnaðarsetning — forvarnir V260<br />

V264<br />

V270<br />

H373:<br />

Getur skaðað líffæri (tilgreinið<br />

öll líffæri sem verða fyrir<br />

áhrifum, ef þau eru kunn) við<br />

langvinn eða endurtekin váhrif<br />

(tilgreinið váhrifaleið ef sannað<br />

hefur verið svo óyggjandi sé að<br />

engin önnur váhrifaleið hefur<br />

þessa hættu í för með sér)<br />

V260<br />

Varnaðarsetning — viðbrögð V314 V314<br />

Varnaðarsetning — geymsla<br />

Varnaðarsetning — förgun V501 V501<br />

3.10. Ásvelgingarhætta<br />

3.10.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

3.10.1.1. Með þessum viðmiðunum er gert kleift að flokka efni eða blöndur sem geta valdið mönnum hættu á eiturhrifum<br />

við ásvelgingu.<br />

3.10.1.2 „Ásvelging“: vökvi, fast efni eða blanda fer í barkann og neðri öndunarfærin með beinum hætti í gegnum<br />

munnhol eða nefhol eða með óbeinum hætti af völdum uppkasta.<br />

3.10.1.3. Eiturhrif við ásvelgingu taka til alvarlegra bráðra áhrifa eins og lungnabólgu af völdum efna, mismunandi<br />

lungnaáverka eða andláts í kjölfar ásvelgingar.<br />

3.10.1.4. Ásvelging hefst við innöndun og varir þann tíma sem einn andardráttur tekur meðan efnið, sem veldur<br />

áhrifunum, er við barkakýli og í koki þar sem öndunarvegur og meltingarvegur koma saman.<br />

3.10.1.5. Ásvelging efnis eða blöndu getur átt sér stað við uppköst eftir inntöku. Þetta hefur áhrif á merkingar, einkum<br />

þegar tilmæli um framköllun uppkasta eftir inntöku gætu komið til greina vegna hættu á bráðum eiturhrifum. Ef<br />

efnið eða blandan hefur einnig í för með sér hættu á eiturhrifum við ásvelgingu er þó rétt að breyta tilmælunum<br />

um framköllun uppkasta.<br />

3.10.1.6. Sérstök atriði sem taka þarf tillit til<br />

3.10.1.6.1. Samkvæmt læknisfræðiritum um ásvelgingu efna geta sum vetniskolvetni (jarðolíueimi) og tiltekin klóruð<br />

vetniskolefni haft í för með sér ásvelgingarhættu hjá mönnum.<br />

3.10.1.6.2. Viðmiðanirnar fyrir flokkun vísa til eðlisseigju. Eftirfarandi jafna sýnir sambandið milli skriðseigju og<br />

eðlisseigju:<br />

Skriðseigja (mPa·s)<br />

Eðlismassi (g/cm 3 ) = Eðlisseigja (mm2 /s)<br />

3.10.1.6.3. Flokkun úðabrúsa/úðavara<br />

Efni eða blöndur (vörur) til úðunar eru venjulega afhentar í ílátum eins og þrýstiílátum (e. self-pressurised<br />

containers) eða úðaílátum með úðagikk og úðadælu (e. trigger and pump sprayers). Lykilatriði við flokkun<br />

þessara vara er hvort varan safnist saman í munni en það getur valdið ásvelgingu. Ef úði úr þrýstiíláti er<br />

fíngerður er ekki víst að varan safnist saman. Ef þrýstiílát dreifir vörunni hins vegar með bunu getur varan<br />

safnast saman og valdið ásvelgingu. Yfirleitt er úðinn, sem kemur frá úðaílátum með úðagikk og úðadælum,<br />

grófur og því getur hann safnast saman og valdið ásvelgingu. Ef unnt er að fjarlægja dælubúnaðinn og gleypa<br />

innihaldið skal skoða hvort ekki skuli flokka efnið eða blönduna.


Nr. 52/128 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3.10.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

Tafla 3.10.1<br />

Hættuundirflokkur fyrir eiturhrif við ásvelgingu<br />

Undirflokkur Viðmiðanir<br />

1. undirflokkur<br />

Athugasemd:<br />

Efni sem vitað er að valda hættu á eiturhrifum við ásvelgingu hjá mönnum eða sem líta<br />

ber svo á að valdi hættu á eiturhrifum við ásvelgingu hjá mönnum<br />

Efni er flokkað í 1. undirflokk:<br />

a) á grundvelli áreiðanlegra og vandaðra vísbendinga um áhrif á menn<br />

eða<br />

b) ef um er að ræða vetniskolefni og eðlisseigja þess er 20,5 mm 2 /s eða minni við<br />

40 o C.<br />

Efni í 1. undirflokki eru m.a. tiltekin vetniskolefni, terpentína og furuolía.<br />

3.10.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

3.10.3.1. Flokkun þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

Blanda er flokkuð í 1. undirflokk á grundvelli áreiðanlegra og vandaðra vísbendinga um áhrif á menn.<br />

3.10.3.2. Flokkun þegar gögn liggja ekki fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

3.10.3.2.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða eiturhrif hennar við ásvelgingu en næg gögn liggja fyrir um<br />

einstök innihaldsefni hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að hægt sé að lýsa hættunni af blöndunni á<br />

fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við brúunarreglurnar í lið 1.1.3. Ef brúunarreglunni er beitt<br />

fyrir þynningu skal styrkur efnis eða efna, sem valda eiturhrifum við ásvelgingu, vera 10% eða meiri.<br />

3.10.3.3. Flokkun þegar gögn liggja fyrir um alla eða aðeins suma efnisþætti blöndunnar<br />

3.10.3.3.1. 1. undirflokkur<br />

3.10.3.3.1.1. Blanda, sem inniheldur samanlagt 10% eða meira af efni eða efnum, sem flokkuð eru í 1. undirflokk, og hefur<br />

eðlisseigju sem er 20,5 mm 2 /s eða minni við 40 o C, skal flokkuð í 1. undirflokk.<br />

3.10.3.3.1.2. Ef blanda skiptist í tvö eða fleiri aðskilin lög, þar sem eitt laganna inniheldur 10% eða meira af efni eða efnum,<br />

sem flokkuð eru í 1. undirflokk, og eðlisseigja þess er 20,5 mm 2 /s eða minni við 40 o C skal öll blandan flokkuð í<br />

1. undirflokk.<br />

3.10.4. Hættuboð<br />

3.10.4.1. Nota skal merkingaratriði fyrir efni eða blöndur, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk,<br />

í samræmi við töflu 3.10.2.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 3.10.2<br />

Merkingaratriði fyrir eiturhrif við ásvelgingu<br />

Flokkun 1. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Hætta<br />

Hættusetning H304: Getur verið banvænt við inntöku ef það kemst í<br />

öndunarveg


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/129<br />

Varnaðarsetning<br />

Forvarnir<br />

Varnaðarsetning<br />

Viðbrögð<br />

Varnaðarsetning<br />

Geymsla<br />

Varnaðarsetning<br />

Förgun<br />

Flokkun 1. undirflokkur<br />

V301 + V310<br />

V331<br />

V405<br />

V501


Nr. 52/130 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

4. 4. HLUTI: UMHVERFISHÆTTUR<br />

4.1. Hættulegt fyrir vatnsumhverfi<br />

4.1.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

4.1.1.1. Skilgreiningar<br />

„Bráð eiturhrif á vatnsumhverfi”: þeir eðliseiginleikar efnis að geta skaðað lífverur verði þær fyrir váhrifum frá<br />

því í skamman tíma.<br />

„Aðgengi efnis”: vísar til þess að hvaða marki viðkomandi efni getur verið í uppleysanlegu eða óbundnu formi.<br />

Þegar um er að ræða málma vísar aðgengi til þess að hvaða marki málmjónahluti málmsambands getur losnað<br />

frá afganginum af efnasambandinu (sameindinni).<br />

„Lífaðgengi (eða líffræðilegt aðgengi)”: vísar til þess að hvaða marki lífvera tekur upp efni og það dreifist til<br />

tiltekins svæðis innan lífverunnar. Lífaðgengi er háð eðlisefnafræðilegum eiginleikum efnisins, líffærafræði og<br />

lífeðlisfræði lífverunnar, lyfjahvarfafræði og váhrifaleið. Aðgengi er ekki forsenda fyrir lífaðgengi.<br />

„Uppsöfnun í lífverum”: nettóútkoma úr upptöku, umbreytingu og eyðingu efnis í lífveru þar sem allar<br />

váhrifaleiðir eru taldar með (þ.e. loft, vatn, set/jarðvegur og matvæli).<br />

„Lífþéttni”: nettóútkoma úr upptöku, umbreytingu og eyðingu efnis í lífveru vegna váhrifa með vatni.<br />

„Langvinn eiturhrif á vatnsumhverfi”: þeir eðliseiginleikar efnis að hafa skaðleg áhrif á vatnalífverur við váhrif<br />

sem eru ákvörðuð miðað við vistferil lífverunnar.<br />

4.1.1.2. Grunnþættir<br />

„Niðurbrot”: sundrun lífrænna sameinda í minni sameindir og að lokum í koltvísýring, vatn og sölt.<br />

4.1.1.2.0. Hættulegt fyrir vatnsumhverfi er skipt eftir tegundum áhrifa:<br />

— bráð hætta fyrir vatnsumhverfi,<br />

— langvinn hætta fyrir vatnsumhverfi.<br />

4.1.1.2.1. Grunnatriði sem notuð eru til að flokka hættur fyrir vatnsumhverfi:<br />

— bráð eiturhrif á vatnsumhverfi,<br />

— geta til uppsöfnunar í lífverum eða raunveruleg uppsöfnun í lífverum,<br />

— niðurbrot (lífrænt eða ólífrænt) lífrænna efna og<br />

— langvinn eiturhrif á vatnsumhverfi.<br />

4.1.1.2.2. Gögn skulu helst fengin með því að nota stöðluðu prófunaraðferðirnar sem um getur í 3. mgr. 8. gr. Einnig skal<br />

nota gögn sem eru fengin með öðrum stöðluðum prófunaraðferðum, s.s. landsbundnum aðferðum, þegar þau eru<br />

talin jafngild. Ef fyrir liggja fullgilt gögn úr óstöðluðum prófunum eða sem eru fengin með aðferðum án prófana<br />

skal taka tillit til þeirra við flokkun ef þau uppfylla kröfurnar sem tilgreindar eru í 1. hluta í XI. viðauka við<br />

reglugerð (EB) nr. 1907/2006. Almennt teljast gögn um eiturhrif á ferskvatnstegundir og sjávartegundir henta til<br />

flokkunar, að því tilskildu að prófunaraðferðirnar, sem eru notaðar, séu jafngildar. Ef slík gögn liggja ekki fyrir<br />

skal flokkunin byggjast á bestu fáanlegum gögnum. Sjá einnig 1. hluta.<br />

4.1.1.3. Önnur atriði sem taka þarf tillit til<br />

4.1.1.3.1. Við flokkun efna og blandna með tilliti til umhverfishættna er nauðsynlegt að greina hætturnar sem þau hafa í<br />

för með sér fyrir vatnsumhverfi. Hugtakið vatnsumhverfi vísar bæði til lagarlífveranna, sem lifa í vatninu, og<br />

vatnavistkerfisins sem þær eru hluti af. Hættugreiningin byggist því á eiturhrifum viðkomandi efnis eða blöndu<br />

á vatnsumhverfi en þó með breytingum, ef við á, með hliðsjón af frekari upplýsingum um niðurbrot og<br />

uppsöfnun í lífverum.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/131<br />

4.1.1.3.2. Þótt flokkunarkerfið gildi um öll efni og blöndur mun Efnastofnunin gefa út leiðbeiningar fyrir sérstök tilvik.<br />

4.1.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

4.1.2.1. Grunnflokkunarkerfið fyrir efni samanstendur af einum undirflokki fyrir bráð eiturhrif og þremur undirflokkum<br />

fyrir langvinn eiturhrif. Undirflokkar fyrir bráð eiturhrif annars vegar og langvinn eiturhrif hins vegar eru<br />

notaðir óháð hvor öðrum. Viðmiðanirnar fyrir flokkun efnis í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif eru einungis<br />

skilgreindar út frá gögnum um bráð eiturhrif á vatnsumhverfi (EC50 (miðgildi hrifstyrks) eða LC50 (miðgildi<br />

banastyrks)). Viðmiðanirnar fyrir flokkun efnis í undirflokka fyrir langvinn eiturhrif tengja tvenns konar gögn,<br />

þ.e. gögn um bráð eiturhrif á vatnsumhverfi og gögn um afdrif í umhverfinu (gögn um niðurbrot og uppsöfnun í<br />

lífverum).<br />

4.1.2.2. Í kerfinu er einnig flokkur sem er eins konar öryggisnet (nefndur 4. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif) til að<br />

nota þegar fyrirliggjandi gögn gera ekki kleift að flokka efni samkvæmt formlegu viðmiðununum en samt sem<br />

áður eru einhverjar ástæður sem gefa tilefni til áhyggna (sjá dæmi í töflu 4.1.0).<br />

4.1.2.3. Með flokkunarkerfinu er gert ljóst að helsta eðlislæga hættan fyrir vatnalífverur stafar bæði af bráðum og<br />

langvinnum eiturhrifum efnis. Aðskildir hættuundirflokkar eru skilgreindir fyrir báða eiginleikana sem sýna<br />

stigvaxandi hættu. Lægstu fyrirliggjandi eiturhrifagildin skulu venjulega notuð til að skilgreina viðeigandi<br />

hættuundirflokk eða -flokka. Í sumum tilvikum er hins vegar rétt að nota aðferðina með vægi rökstuddra<br />

vísbendinga.<br />

4.1.2.4. Helsta hættan frá efni, sem er hættulegt fyrir vatnsumhverfi, er skilgreind á grundvelli langvinnra eiturhrifa en<br />

bráð eiturhrif við L(E)C50 gildi (miðgildi banvæns (hrif)styrks) ≤ 1 mg/l teljast einnig hættuleg. Ef efnið skortir<br />

þann eiginleika að brotna hratt niður og/eða hefur getu til lífþéttni er það, ásamt bráðum eiturhrifum, notað til að<br />

skipa því í hættuundirflokk fyrir langvinn eiturhrif.<br />

4.1.2.5. Efni sem hafa í för með sér bráð eiturhrif sem eru nokkuð undir 1 mg/l eiga, sem efnisþáttur í blöndu, hlutdeild í<br />

eiturhrifum blöndunnar þótt styrkur þeirra sé lítill og skal almennt gefa þeim aukið vægi þegar<br />

samlagningaraðferðin er notuð við flokkun (sjá 1. athugasemd í töflu 4.1.0 og lið 4.1.3.5.5).<br />

4.1.2.6. Viðmiðanirnar fyrir flokkun efna sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi eru teknar saman í töflu 4.1.0.<br />

Bráð hætta fyrir vatnsumhverfi<br />

Tafla 4.1.0<br />

Undirflokkar fyrir efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi<br />

1. undirflokkur fyrir bráð eiturhrif (1. aths.)<br />

96 klst. LC50 (fyrir fisk) ≤ 1 mg/l og/eða<br />

48 klst. EC50 (fyrir krabbadýr) ≤ 1 mg/l og/eða<br />

72 eða 96 klst. ErC50 (miðgildi hrifstyrks fyrir vaxtarhraða) ≤ 1 mg/l. (2. aths.)<br />

(fyrir þörunga eða aðrar vatnaplöntur)<br />

Langvinn hætta fyrir vatnsumhverfi<br />

1. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif (1. aths.)<br />

96 klst. LC50 (fyrir fisk) ≤ 1 mg/l og/eða<br />

48 klst. EC50 (fyrir krabbadýr) ≤ 1 mg/l og/eða<br />

72 eða 96 klst. ErC50 (fyrir þörunga eða aðrar vatnaplöntur) ≤ 1 mg/l (2. aths.)<br />

og efnið brotnar ekki hratt niður og/eða lífþéttnistuðullinn, sem er ákvarðaður út frá tilraunum, er ≥ 500<br />

(eða, ef hann er ekki fyrir hendi, log Kow ≥ 4).<br />

2. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif<br />

96 klst. LC50 (fyrir fisk) > 1 til ≤ 10 mg/l og/eða<br />

48 klst. EC50 (fyrir krabbadýr) > 1 til ≤ 10 mg/l og/eða<br />

72 eða 96 klst. ErC50 (fyrir þörunga eða aðrar vatnaplöntur) > 1 til ≤ 10 mg/l (2. aths.)<br />

og efnið brotnar ekki hratt niður og/eða lífþéttnistuðullinn, sem er ákvarðaður út frá tilraunum, er ≥ 500<br />

(eða, ef hann er ekki fyrir hendi, log Kow ≥ 4), nema NOEC-gildin (gildi fyrir styrk sem hefur engin<br />

merkjanleg áhrif) fyrir langvinn eiturhrif séu > 1 mg/l.


Nr. 52/132 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif<br />

96 klst. LC50 (fyrir fisk) > 10 til ≤ 100 mg/l og/eða<br />

48 klst. EC50 (fyrir krabbadýr) > 10 til ≤ 100 mg/l og/eða<br />

72 eða 96 klst. ErC50 (fyrir þörunga<br />

eða aðrar vatnaplöntur)<br />

> 10 til ≤ 100 mg/l (2. aths.)<br />

og efnið brotnar ekki hratt niður og/eða lífþéttnistuðullinn, sem er ákvarðaður út frá tilraunum, er ≥ 500<br />

(eða, ef hann er ekki fyrir hendi, log Kow ≥ 4), nema NOEC-gildin fyrir langvinn eiturhrif séu > 1 mg/l.<br />

Öryggisnetsflokkur<br />

4. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif<br />

Flokkurinn er notaður í þeim tilvikum þar sem gögn gera ekki kleift að flokka samkvæmt fyrrgreindum<br />

viðmiðunum en samt sem áður eru einhverjar ástæður sem gefa tilefni til áhyggna. Þetta tekur m.a. til efna,<br />

sem leysast treglega upp og sem ekki hefur mælst að valdi bráðum eiturhrifum í styrk allt að vatnsleysni (3.<br />

athugasemd), sem brotna ekki hratt niður og hafa lífþéttnistuðul sem hefur verið ákvarðaður með tilraunum<br />

sem ≥ 500 (eða, ef hann liggur ekki fyrir, log Kow ≥ 4), sem gefur til kynna getu til uppsöfnunar í lífverum.<br />

Þessi efni flokkast í þennan undirflokk nema aðrar rannsóknarniðurstöður liggi fyrir sem sýna að flokkun sé<br />

ekki nauðsynleg. Slíkar rannsóknaniðurstöður taka til NOEC-gilda fyrir langvinn eiturhrif > vatnsleysni eða<br />

> 1 mg/l, eða rannsóknaniðurstaðna um hratt niðurbrot í umhverfinu.<br />

1. athugasemd<br />

Þegar efni eru flokkuð í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif og/eða 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif er<br />

jafnframt nauðsynlegt að tilgreina viðeigandi M-stuðul (sjá töflu 4.1.3).<br />

2. athugasemd<br />

Flokkunin skal byggjast á ErC50 [= EC50 (vaxtarhraði)]. Í tilvikum þar sem grundvöllur EC50 er ekki tilgreindur<br />

eða ekkert ErC50 er skráð skal flokkunin byggjast á lægsta EC50-gildinu sem liggur fyrir.<br />

3. athugasemd<br />

„Engin bráð eiturhrif” merkir að L(E)C50-gildið eða -gildin eru yfir vatnsleysni. Þetta tekur einnig til efna sem<br />

leysast treglega upp (vatnsleysni < 1 mg/l) ef vísbendingar eru um að prófanir á bráðum eiturhrifum gefi ekki<br />

rétta mynd af eðlislægri eiturvirkni.<br />

4.1.2.7. Eiturhrif á vatnsumhverfi<br />

4.1.2.7.1. Bráð eiturhrif á vatnsumhverfi eru yfirleitt ákvörðuð með því að nota 96 klst. LC50 fyrir fisk, 48 klst. EC50 fyrir<br />

krabbadýr og/eða 72 eða 96 klst. EC50 fyrir þörunga. Þessar tegundir ná yfir mismunandi fæðuþrep og lífverur<br />

og teljast þær dæmigerðar fyrir allar vatnalífverur. Gögn um aðrar tegundir (t.d. Lemna spp.) skulu einnig<br />

skoðuð ef prófunaraðferðin er hentug. Yfirleitt er litið á prófanir á vaxtarhömlun hjá vatnaplöntum sem prófanir<br />

á langvinnum eiturhrifum en EC50-gildin teljast vera gildi fyrir bráð eiturhrif að því er varðar flokkun (sjá 2.<br />

athugasemd).<br />

4.1.2.7.2. Til að ákvarða langvinn eiturhrif á vatnsumhverfi til notkunar við flokkun skulu gögn, sem aflað er í samræmi<br />

við stöðluðu prófunaraðferðirnar, sem um getur í 3. mgr. 8. gr., samþykkt auk niðurstaðna úr öðrum fullgiltum<br />

og alþjóðlega samþykktum prófunaraðferðum. Nota skal NOEC-gildi eða önnur jafngild L(E)Cx-gildi (t.d.<br />

EC10).<br />

4.1.2.8. Uppsöfnun í lífverum<br />

4.1.2.8.1. Uppsöfnun efna í vatnalífverum getur valdið eiturhrifum með tímanum jafnvel þó að styrkurinn í vatninu sé í<br />

raun lítill. Að því er lífræn efni varðar er geta til uppsöfnunar í lífverum yfirleitt ákvörðuð með því að nota<br />

deilistuðul oktanóls/vatns, sem er yfirleitt gefinn upp sem log Kow. Að tengsl séu á milli log Kow lífræns efnis og<br />

lífþéttni þess samkvæmt mælingu með lífþéttnistuðli í fiski nýtur töluverðs stuðnings í fræðiritum. Með því að<br />

nota þröskuldsgildið Kow ≥ 4 er ætlunin að greina eingöngu þau efni sem hafa raunverulegan lífþéttnimátt. Þó að<br />

þetta sýni getu til uppsöfnunar í lífverum er lífþéttnistuðull, sem er ákvarðaður með tilraunum, betri mælikvarði<br />

og skal frekar notaður ef hann liggur fyrir. Lífþéttnistuðull í fiskum sem er ≥ 500 gefur til kynna<br />

lífþéttnimáttinn til notkunar við flokkun.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/133<br />

4.1.2.9. Hratt niðurbrot lífrænna efna<br />

4.1.2.9.1. Efni sem brotna hratt niður er unnt að fjarlægja fljótt úr umhverfinu. Slík efni geta haft áhrif, einkum ef um er<br />

að ræða leka eða slys, en áhrifin eru staðbundin og þau vara stutt. Ef niðurbrot í umhverfinu er ekki hratt getur<br />

efni í vatni haft í för með sér eiturhrif í langan tíma og á stóru svæði.<br />

4.1.2.9.2. Ein leið til að sýna hratt niðurbrot byggist á skimunarprófun á lífrænu niðurbroti sem er hannað til að ákvarða<br />

hvort lífrænt efni sé „auðlífbrjótanlegt”. Ef slík gögn eru ekki tiltæk telst hlutfall lífrænnar súrefnisþarfar (BOD)<br />

(í 5 daga)/efnafræðilegrar súrefnisþarfar (COD), sem er ≥ 0,5, gefa til kynna hratt niðurbrot. Efni, sem stenst<br />

slíka skimunarprófun, telst því líklegt til að brotna hratt niður í vatnsumhverfi og er því ólíklegt að það sé<br />

þrávirkt. Ef efni stenst hins vegar ekki skimunarprófunina þýðir það ekki endilega að efnið brotnar ekki hratt<br />

niður í umhverfinu. Því má einnig taka tillit til annarra vísbendinga um hratt niðurbrot í umhverfinu og þær eru<br />

einkar mikilvægar ef efnin hindra virkni örvera í þeim styrkleika sem notaður er í stöðluðum prófunum. Því<br />

hefur verið bætt við einni flokkunarviðmiðun sem gerir kleift að nota gögn til að sýna að efnið brotnaði í raun<br />

niður með lífrænum eða ólífrænum hætti í vatnsumhverfinu um > 70% á 28 dögum. Ef sýnt er fram á niðurbrot<br />

við raunhæfar umhverfisaðstæður er viðmiðunin fyrir hratt niðurbrot uppfyllt.<br />

4.1.2.9.3. Mikinn hluta gagna um niðurbrot má finna í formi gagna um helmingunartíma niðurbrots og er unnt að nota þau<br />

til að skilgreina hratt niðurbrot, að því tilskildu að hámarkslífniðurbrot efnis eigi sér stað, þ.e. fullkomin<br />

breyting í ólífrænt form. Frumlífniðurbrot er yfirleitt ekki fullnægjandi til að meta hratt niðurbrot nema unnt sé<br />

að sýna fram á að niðurbrotsefnin uppfylli ekki viðmiðanirnar fyrir flokkun efnis sem hættulegt fyrir<br />

vatnsumhverfi.<br />

4.1.2.9.4. Viðmiðanirnar, sem eru notaðar, endurspegla þá staðreynd að niðurbrot í umhverfinu getur verið lífrænt eða<br />

ólífrænt. Taka má mið af vatnsrofi ef vatnsrofsefnin uppfylla ekki viðmiðanirnar fyrir flokkun efnis sem<br />

hættulegt fyrir vatnsumhverfi.<br />

4.1.2.9.5. Efni teljast brotna hratt niður í umhverfinu ef ein af eftirtöldum viðmiðunum er uppfyllt:<br />

a) að niðurbrot sé a.m.k. sem hér segir í 28 daga rannsóknum á auðlífbrjótanleika:<br />

i. í prófunum sem byggjast á uppleystu lífrænu kolefni: 70%<br />

ii. í prófunum sem byggjast á eyðingu súrefnis eða myndun koltvísýrings: 60% af fræðilegu hámarki.<br />

Þetta lífniðurbrot verður að nást innan 10 daga frá því að niðurbrotið hefst sem telst vera þegar 10%<br />

efnisins hafa brotnað niður, eða<br />

b) ef eingöngu eru fyrir hendi gögn um lífræna og efnafræðilega súrefnisþörf: að hlutfall milli lífrænnar<br />

súrefnisþarfar og efnafræðilegrar súrefnisþarfar sé ≥ 0,5 eða<br />

c) að fyrir liggi aðrar traustar rannsóknaniðurstöður sem sýna að efnið geti brotnað niður í vatnsumhverfi<br />

(með lífrænum og/eða ólífrænum hætti) svo nemur > 70% innan 28 daga.<br />

4.1.2.10. Ólífræn efnasambönd og málmar<br />

4.1.2.10.1. Að því er varðar ólífræn efnasambönd og málma hefur hugtakið niðurbrjótanleiki í tengslum við ólífræn<br />

efnasambönd litla eða enga merkingu. Slík efni geta frekar umbreyst í eðlilegum umhverfisferlum þannig að<br />

lífaðgengi eitraðra tegunda minnkar eða eykst. Einnig skal fara varlega í notkun gagna um uppsöfnun í lífverum<br />

( 1 ).<br />

4.1.2.10.2. Ólífræn efnasambönd og málmar, sem leysast treglega upp, geta haft bráð eða langvinn eiturhrif á<br />

vatnsumhverfi eftir eðlislægri eiturvirkni lífaðgengilega ólífræna efnisþáttarins og þess magns hans sem leysist<br />

upp og hversu hratt það gerist.<br />

( 1 ) Efnastofnunin leggur fram sérstakar leiðbeiningar um hvernig má nota þessi gögn um efni til að uppfylla kröfur samkvæmt<br />

flokkunarviðmiðunum.


Nr. 52/134 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

4.1.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

4.1.3.1. Flokkunarkerfið fyrir blöndur tekur til allra undirflokka sem eru notaðir fyrir efni, þ.e. 1. undirflokk fyrir bráð<br />

eiturhrif og 1.–4. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif. Í því skyni að nota öll tiltæk gögn til að flokka hætturnar,<br />

sem vatnsumhverfi stafar af viðkomandi blöndu, gildir eftirfarandi eftir því sem við á:<br />

„Mikilvægir efnisþættir” blöndu eru efnisþættir, sem eru flokkaðir í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif eða 1.<br />

undirflokk fyrir langvinn eiturhrif og styrkur þeirra er 0,1% (massahlutfall) eða meiri, og efnisþættir sem eru<br />

flokkaðir í 2., 3. eða 4. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif og styrkur þeirra er 1% (massahlutfall) eða meiri,<br />

nema ætlað sé (t.d. ef um er að ræða mjög eitraða efnisþætti (sjá lið 4.1.3.5.5.5)) að efnisþáttur í minni styrk geti<br />

samt verið mikilvægur fyrir flokkun blöndunnar að því er varðar hættur fyrir vatnsumhverfi. Þegar um er að<br />

ræða efni sem eru flokkuð í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif eða 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif skal<br />

yfirleitt taka mið af styrknum (0,1/M)%. (M-stuðullinn er útskýrður í lið 4.1.3.5.5.5.)<br />

4.1.3.2. Aðferðin við flokkun með tilliti til hættna fyrir vatnsumhverfi er stigskipt og er háð þeim upplýsingum sem eru<br />

tiltækar fyrir sjálfa blönduna og efnisþætti hennar. Á mynd 4.1.2 má finna ferlið sem farið er eftir.<br />

Þættir í stigskiptu aðferðinni eru m.a.:<br />

— flokkun á grundvelli prófaðra blandna,<br />

— flokkun á grundvelli brúunarreglna,<br />

— notkun „samlagningar flokkaðra efnisþátta” og/eða „samlegðarformúlu”.<br />

Mynd 4.1.2<br />

Stigskipt aðferð við flokkun blandna með tilliti til bráðra og langvinnra hættna fyrir vatnsumhverfi<br />

4.1.3.3. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um blönduna í heild<br />

4.1.3.3.1. Þegar blanda hefur verið prófuð í heild sinni til að ákvarða eiturhrif hennar á vatnsumhverfi er hún flokkuð í<br />

samræmi við viðmiðanirnar sem hafa verið samþykktar fyrir efni en eingöngu að því er varðar bráða hættu.<br />

Flokkunin byggist venjulega á gögnum um fiska, krabbadýr og þörunga/plöntur. Þegar um er að ræða<br />

undirflokka fyrir langvinn eiturhrif er ekki unnt að flokka blöndur með því að nota gögn um LC50 eða EC50 fyrir<br />

blönduna í heild sinni þar eð bæði gögn um eiturhrif og gögn um afdrif í umhverfinu eru nauðsynleg og engin<br />

gögn um niðurbrot og uppsöfnun í lífverum liggja fyrir um blöndur í heild sinni.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/135<br />

Ekki er unnt að nota viðmiðanir fyrir flokkun með tilliti til langvinnra eiturhrifa þar eð ókleift er að túlka gögn<br />

úr prófunum á niðurbroti blandna og uppsöfnun þeirra í lífverum; slík gögn hafa eingöngu gildi fyrir einstök<br />

efni.<br />

4.1.3.3.2. Ef prófunargögn um bráð eiturhrif (LC50 eða EC50) liggja fyrir um blönduna í heild skal nota þessi gögn auk<br />

upplýsinga um flokkun efnisþátta með tilliti til langvinnrar hættu til að ljúka flokkun prófaðra blandna á<br />

eftirfarandi hátt. Ef gögn um langvinn eiturhrif (NOEC-gildi) liggja einnig fyrir skulu þau líka notuð.<br />

a) L(E)C50 (LC50 eða EC50) prófaðrar blöndu ≤ 100 mg/l og NOEC-gildi prófaðrar blöndu ≤ 1 mg/l eða<br />

óþekkt:<br />

— Blandan er flokkuð í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif (LC50 eða EC50 prófaðrar blöndu ≤ 1 mg/l) eða<br />

ekki er nauðsynlegt að flokka hana með tilliti til bráðra eiturhrifa (LC50 og EC50 prófaðrar blöndu<br />

> 1 mg/l).<br />

— Nota skal samlagningaraðferðina (sjá lið 4.1.3.5.5) við flokkun með tilliti til langvinnra eiturhrifa (í 1.,<br />

2., 3. eða 4. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif eða ekki er nauðsynlegt að flokka blönduna með tilliti til<br />

langvinnra eiturhrifa).<br />

b) L(E)C50 prófaðrar blöndu ≤ 100 mg/l og NOEC-gildi prófaðrar blöndu > 1 mg/l:<br />

— Ekki er nauðsynlegt að flokka blönduna með tilliti til bráðrar hættu.<br />

— Nota skal samlagningaraðferðina (sjá lið 4.1.3.5.5) við flokkun í 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif.<br />

Ef blandan er ekki flokkuð í 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif er ekki nauðsynlegt að flokka hana<br />

með tilliti til langvinnra eiturhrifa.<br />

c) L(E)C50 prófaðrar blöndu > 100 mg/l, eða yfir vatnsleysni, og NOEC-gildi prófaðrar blöndu ≤ 1 mg/l eða<br />

óþekkt:<br />

— Ekki er nauðsynlegt að flokka blönduna með tilliti til bráðrar hættu.<br />

— Nota skal samlagningaraðferðina (sjá lið 4.1.3.5.5) við flokkun með tilliti til langvinnra eiturhrifa (í 4.<br />

undirflokk fyrir langvinn eiturhrif eða ekki er nauðsynlegt að flokka blönduna með tilliti til langvinnra<br />

eiturhrifa).<br />

d) L(E)C50 prófaðrar blöndu > 100 mg/l, eða yfir vatnsleysni, og NOEC-gildi prófaðrar blöndu > 1 mg/l:<br />

— Ekki er þörf á flokkun með tilliti til bráðrar eða langvinnrar hættu.<br />

4.1.3.4. Flokkun blandna þegar gögn liggja ekki fyrir um blönduna í heild: brúunarreglur<br />

4.1.3.4.1. Hafi blandan sjálf ekki verið prófuð til að ákvarða hættuna sem vatnsumhverfi stafar af henni en næg gögn<br />

liggja fyrir um einstaka efnisþætti hennar og um svipaðar prófaðar blöndur til að hægt sé að lýsa hættunum af<br />

blöndunni á fullnægjandi hátt skal nota þessi gögn í samræmi við brúunarreglurnar sem settar eru fram í lið<br />

1.1.3. Að því er varðar beitingu brúunarreglunnar fyrir þynningu skal hins vegar nota liði 4.1.3.4.2 og 4.1.3.4.3.<br />

4.1.3.4.2. Þynning: ef blanda verður til við það að blanda eða efni, sem er flokkað með tilliti til þeirrar hættu sem<br />

vatnsumhverfi stafar af blöndunni eða efninu, er þynnt með þynningarefni sem er í sama, eða lægri,<br />

hættuundirflokki, með tilliti til þeirrar hættu sem vatnsumhverfi stafar af því, og minnst eitraði upprunalegi<br />

efnisþátturinn og sem ekki er búist við að hafi áhrif á hættur sem vatnsumhverfi stafar af öðrum efnisþáttum, má<br />

flokka blönduna í sama flokk og upprunalegu blönduna eða efnið.<br />

4.1.3.4.3. Ef blanda verður til með því að þynna aðra flokkaða blöndu eða efni með vatni eða öðru algerlega óeitruðu efni<br />

er hægt að reikna út eiturhrif blöndunnar út frá upprunalegu blöndunni eða efninu.<br />

4.1.3.5. Flokkun blandna þegar gögn liggja fyrir um alla eða aðeins suma efnisþætti blöndunnar<br />

4.1.3.5.1. Flokkun blöndu byggist á samlagningu á styrk flokkaðra efnisþátta hennar. Hundraðshluti þeirra efnisþátta, sem<br />

eru flokkaðir í undirflokk fyrir bráð eiturhrif eða undirflokk fyrir langvinn eiturhrif, er settur beint inn í<br />

samlagningaraðferðina. Nánari lýsingu á samlagningaraðferðinni má finna í lið 4.1.3.5.5.


Nr. 52/136 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

4.1.3.5.2. Ef blanda samanstendur af efnisþáttum sem hafa ekki (enn) verið flokkaðir (í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif<br />

og/eða 1., 2., 3. eða 4. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif) skal taka tillit til fullnægjandi gagna fyrir þessa<br />

efnisþætti liggi þau fyrir. Ef fullnægjandi gögn um eiturhrif liggja fyrir að því er varðar fleiri en einn efnisþátt í<br />

blöndunni eru samanlögð eiturhrif þessara efnisþátta reiknuð með hjálp eftirfarandi samlegðarformúlu og eru<br />

reiknuðu eiturhrifin notuð til að flokka viðkomandi hluta blöndunnar í undirflokk fyrir bráð eiturhrif sem er<br />

síðan notaður við beitingu samlagningaraðferðarinnar.<br />

þar sem:<br />

Ci<br />

L(E)C50 i<br />

= styrkur efnisþáttarins i (þyngdarhlutfall)<br />

= (mg/l) LC50 eða EC50 fyrir efnisþáttinn i<br />

η = fjöldi efnisþátta<br />

L(E)C50 m<br />

= L(E) C50 fyrir þann hluta blöndunnar sem prófunargögn liggja fyrir um<br />

4.1.3.5.3. Þegar samlegðarformúlunni er beitt fyrir hluta blöndunnar er æskilegt að reikna eiturhrif þessa hluta blöndunnar<br />

með því að nota eiturhrifagildi fyrir hvert efni sem tengjast sama flokkunarfræðilega hópnum (þ.e. fiski,<br />

halaflóm, þörungum eða sambærilegum hópi) og nota síðan mestu eiturhrifin (lægsta gildið) sem koma fram<br />

(þ.e. nota viðkvæmasta hópinn af þessum þremur flokkunarfræðilegu hópum). Ef gögn um eiturhrif fyrir hvern<br />

efnisþátt liggja hins vegar ekki fyrir að því er varðar sama flokkunarfræðilega hópinn er eiturhrifagildi hvers<br />

efnisþáttar valið á sama hátt og eiturhrifagildi eru valin fyrir flokkun efna, þ.e. mestu eiturhrifin (hjá<br />

viðkvæmustu prófunarlífverunum) eru notuð. Reiknuðu bráðu eiturhrifin eru síðan notuð til að meta hvort þessi<br />

hluti blöndunnar skuli flokkaður í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif með hliðsjón af sömu viðmiðunum og eru<br />

notaðar fyrir efni.<br />

4.1.3.5.4. Ef blanda er flokkuð á fleiri en einn hátt skal nota þá aðferð sem gefur varfærnislegustu niðurstöðurnar.<br />

4.1.3.5.5. Samlagningaraðferð<br />

4.1.3.5.5.1. Grunnforsendur<br />

4.1.3.5.5.1.1. Ef um er að ræða flokkun efna í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif eða 1.–3. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif er<br />

munurinn á viðmiðunum fyrir eiturhrif, sem liggja til grundvallar flokkuninni, eitt tugaþrep frá einum<br />

undirflokki til annars. Efni, sem eru flokkuð sem mjög eitruð, eiga því þátt í flokkun blöndu í lægri flokki.<br />

Útreikningur á þessum undirflokkum þurfa því að taka mið af samanlögðum þætti allra efna sem flokkuð eru í<br />

1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif eða 1., 2. og 3. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif.<br />

4.1.3.5.5.1.2. Ef blanda inniheldur efnisþætti, sem eru flokkaðir í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif eða 1. undirflokk fyrir<br />

langvinn eiturhrif, skal veita því athygli að slíkir efnisþættir, þegar bráð eiturhrif þeirra eru undir 1 mg/l, eiga<br />

þátt í eiturhrifum viðkomandi blöndu þótt styrkur þeirra sé lítill. Virk innihaldsefni í varnarefnum hafa oft mikil<br />

eiturhrif á vatnsumhverfi en einnig önnur efni s.s. lífræn málmsambönd. Við þessar aðstæður leiðir beiting<br />

venjulegra almennra styrkleikamarka til „vanflokkunar” blöndunnar. Því skal nota margföldunarstuðla til að<br />

taka tillit til mjög eitraðra efnisþátta, líkt og lýst er í lið 4.1.3.5.5.5.<br />

4.1.3.5.5.2. Flokkun<br />

4.1.3.5.5.2.1. Almennt vegur strangari flokkun fyrir blöndur þyngra en flokkun sem er ekki eins ströng, t.d. vegur flokkun í 1.<br />

undirflokk fyrir langvinn eiturhrif þyngra en flokkun í 2. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif. Í þessu dæmi er<br />

flokkuninni því lokið ef niðurstaðan er 1. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif.Strangari flokkun en 1.<br />

undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif er ekki möguleg. Frekari flokkun er því ekki nauðsynleg.<br />

4.1.3.5.5.3. Flokkun í 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif<br />

4.1.3.5.5.3.1. Fyrst skal skoða alla efnisþætti sem eru flokkaðir í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif. Ef summa þessara<br />

efnisþátta er hærri en 25% er öll blandan flokkuð í 1. undirflokk fyrir bráð eiturhrif.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/137<br />

4.1.3.5.5.3.2. Flokkun blandna með tilliti til bráðrar hættu, byggð á samlagningu flokkaðra efnisþátta er tekin saman í töflu<br />

4.1.1.<br />

Tafla 4.1.1<br />

Flokkun blöndu með tilliti til bráðrar hættu, byggð á samlagningu flokkaðra efnisþátta<br />

Summa efnisþátta sem flokkast sem: Blanda flokkast sem:<br />

1. undirflokkur fyrir bráð eiturhrif × M ( 1 ) ≥ 25% 1. undirflokkur fyrir bráð eiturhrif<br />

( a ) M-stuðullinn er útskýrður í lið 4.1.3.5.5.5.<br />

4.1.3.5.5.4. Flokkun í 1., 2., 3. og 4. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif<br />

4.1.3.5.5.4.1. Fyrst skal skoða alla efnisþætti sem eru flokkaðir í 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif. Ef summa þessara<br />

efnisþátta, margfölduð með samsvarandi M-stuðli, er sama sem eða hærri en 25% er blandan flokkuð í 1.<br />

undirflokk fyrir langvinn eiturhrif. Ef niðurstaðan úr þessum útreikningum er flokkun blöndunnar í 1.<br />

undirflokk fyrir langvinn eiturhrif er flokkuninni lokið.<br />

4.1.3.5.5.4.2. Ef blandan er ekki flokkuð í 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif er flokkun blöndunnar í 2. undirflokk fyrir<br />

langvinn eiturhrif skoðuð. Blanda er flokkuð í 2. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif ef 10 sinnum summa allra<br />

efnisþátta, sem eru flokkaðir í 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif, margfaldaðir með samsvarandi M-stuðli, að<br />

viðbættri summu allra efnisþátta, sem eru flokkaðir í 2. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif, er sama sem eða<br />

hærri en 25%. Ef niðurstaða úr þessum útreikningum er flokkun blöndunnar í 2. undirflokk fyrir langvinn<br />

eiturhrif er flokkuninni lokið.<br />

4.1.3.5.5.4.3. Ef blandan er hvorki flokkuð í 1. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif né 2. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif er<br />

flokkun blöndunnar í 3. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif skoðuð. Blanda er flokkuð í 3. undirflokk fyrir<br />

langvinn eiturhrif ef 100 sinnum summa allra efnisþátta, sem eru flokkaðir í 1. undirflokk fyrir langvinn<br />

eiturhrif, margfaldaðir með samsvarandi M-stuðli, að viðbættri 10 sinnum summu allra efnisþátta, sem eru<br />

flokkaðir í 2. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif, að viðbættri summu allra efnisþátta, sem eru flokkaðir í 3.<br />

undirflokk fyrir langvinn eiturhrif, er ≥ 25 %.<br />

4.1.3.5.5.4.4. Ef blandan er ekki flokkuð í 1., 2. eða 3. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif skal flokkun í 4. undirflokk fyrir<br />

langvinn eiturhrif skoðuð. Blanda er flokkuð í 4. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif ef summa hundraðshluta<br />

efnisþátta, sem flokkaðir eru í 1., 2., 3. og 4. undirflokk fyrir langvinn eiturhrif, er sama sem eða hærri en 25%.<br />

4.1.3.5.5.4.5. Flokkun blandna með tilliti til langvinnra hættna, byggð á samlagningu flokkaðra efnisþátta, er tekin saman í<br />

töflu 4.1.2.<br />

Tafla 4.1.2<br />

Flokkun blöndu með tilliti til langvinnrar hættu, byggð á samlagningu flokkaðra efnisþátta<br />

Summa efnisþátta sem flokkast sem: Blanda flokkast sem:<br />

1. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif × M ( 2 ) ≥ 25% 1. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif<br />

(M × 10 × 1. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif) + 2. undirflokkur<br />

fyrir langvinn eiturhrif ≥ 25%<br />

(M × 100 × 1. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif) + (10 × 2.<br />

undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif) + 3. undirflokkur fyrir<br />

langvinn eiturhrif ≥ 25%<br />

1. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif + 2. undirflokkur fyrir<br />

langvinn eiturhrif + 3. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif + 4.<br />

undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif ≥ 25%<br />

( a ) M-stuðullinn er útskýrður í lið 4.1.3.5.5.5.<br />

2. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif<br />

3. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif<br />

4. undirflokkur fyrir langvinn eiturhrif


Nr. 52/138 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

4.1.3.5.5.5. Blöndur með mjög eitruðum efnisþáttum<br />

4.1.3.5.5.5.1. Efnisþættir í 1. undirflokki fyrir bráð eiturhrif og 1. undirflokki fyrir langvinn eiturhrif með eiturhrif, sem eru<br />

undir 1 mg/l, eiga þátt í eiturhrifum viðkomandi blöndu þótt styrkur þeirra sé lítill og skal almennt gefa þeim<br />

aukið vægi þegar samlagningaraðferðin er notuð við flokkun. Þegar blanda inniheldur efnisþætti, sem eru<br />

flokkaðir í 1. undirflokk fyrir bráð eða langvinn eiturhrif, skal annað af eftirfarandi gilda:<br />

— Stigskipta aðferðin, sem er lýst í liðum 4.1.3.5.5.3 og 4.1.3.5.5.4 þar sem vegin summa er notuð með því að<br />

margfalda styrk efnisþátta, sem eru í 1. undirflokki fyrir bráð eiturhrif og 1. undirflokki fyrir langvinn<br />

eiturhrif, með stuðli í stað þess að leggja einungis saman hundraðshlutana. Þetta þýðir að styrkur efnisþáttar<br />

í 1. undirflokki fyrir bráð eiturhrif í vinstra dálki í töflu 4.1.1 og styrkur efnisþáttar í 1. undirflokki fyrir<br />

langvinn eiturhrif í vinstra dálki í töflu 4.1.2 eru margfaldaðir með viðeigandi margföldunarstuðli.<br />

Margföldunarstuðlarnir, sem skal nota á þessa efnisþætti, eru skilgreindir með því að nota eiturhrifagildi<br />

samkvæmt samantekt í töflu 4.1.3. Til að unnt sé að flokka blöndu sem inniheldur efnisþætti í 1.<br />

undirflokki fyrir bráð/langvinn eiturhrif þarf sá sem flokkar að hafa upplýsingar um gildi M-stuðulsins til<br />

að geta beitt samlagningaraðferðinni.<br />

— Samlegðarformúlan (sjá lið 4.1.3.5.2), að því tilskildu að gögn um eiturhrif liggi fyrir um alla mjög eitraða<br />

efnisþætti í blöndunni og fyrir hendi séu traustar vísbendingar um að allir aðrir efnisþættir, þ.m.t. þeir sem<br />

engin sértæk gögn um bráð eiturhrif eru til fyrir, hafi lítil eða engin eiturhrif í för með sér og eigi ekki<br />

verulegan þátt í hættunni sem umhverfinu stafar af blöndunni.<br />

Tafla 4.1.3<br />

Margföldunarstuðlar fyrir mjög eitraða efnisþætti í blöndum<br />

L(E)C50-gildi Margföldunarstuðull (M)<br />

0,1 < L(E) C50 ≤ 1 1<br />

0,01 < L(E) C50 ≤ 0,1 10<br />

0,001 < L(E) C50 ≤ 0,01 100<br />

0,0001 < L(E) C50 ≤ 0,001 1 000<br />

0,00001 < L(E) C50 ≤ 0,0001 10 000<br />

(haldið áfram með tugaþrepamillibili)<br />

4.1.3.6. Flokkun blandna með efnisþáttum sem engar nothæfar upplýsingar eru um<br />

4.1.3.6.1. Ef engar nothæfar upplýsingar um bráða og/eða langvinna hættu fyrir vatnsumhverfi liggja fyrir að því er varðar<br />

einn eða fleiri mikilvæga efnisþætti er ekki unnt að skipa viðkomandi blöndu í einn eða fleiri endanlega<br />

hættuundirflokka. Í slíkum tilvikum skal flokka blönduna eingöngu á grundvelli þekktra efnisþátta og skal<br />

eftirfarandi viðbótaryfirlýsing koma fram á öryggisblaðinu: „Inniheldur x% af efnisþáttum sem hafa óþekktar<br />

hættur í för með sér fyrir vatnsumhverfi.“<br />

4.1.4. Hættuboð<br />

4.1.4.1. Nota skal merkingaratriði fyrir efni eða blöndur, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk,<br />

í samræmi við töflu 4.1.4.<br />

HSK-hættumerki<br />

Tafla 4.1.4<br />

Merkingaratriði fyrir efni sem eru hættuleg fyrir vatnsumhverfi<br />

BRÁÐ EITURHRIF<br />

1. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Varúð<br />

Hættusetning H400:<br />

Mjög eitrað lífi í vatni


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/139<br />

BRÁÐ EITURHRIF<br />

1. undirflokkur<br />

Varnaðarsetning — forvarnir V273<br />

Varnaðarsetning — viðbrögð V391<br />

Varnaðarsetning — geymsla<br />

Varnaðarsetning — förgun V501<br />

HSK-hættumerki<br />

LANGVINN EITURHRIF<br />

1. undirflokkur 2. undirflokkur 3. undirflokkur 4. undirflokkur<br />

Viðvörunarorð Varúð Engin viðvörunarorð<br />

eru notuð<br />

Hættusetning H410:<br />

Mjög eitrað lífi í<br />

vatni, hefur langvinn<br />

áhrif<br />

Varnaðarsetning —<br />

forvarnir<br />

Varnaðarsetning —<br />

viðbrögð<br />

Varnaðarsetning —<br />

geymsla<br />

Varnaðarsetning —<br />

förgun<br />

H411:<br />

Eitrað lífi í vatni,<br />

hefur langvinn áhrif<br />

Ekkert hættumerki er<br />

notað<br />

Engin viðvörunarorð<br />

eru notuð<br />

H412:<br />

Skaðlegt lífi í vatni,<br />

hefur langvinn áhrif<br />

Ekkert hættumerki er<br />

notað<br />

Engin viðvörunarorð<br />

eru notuð<br />

H413:<br />

Getur valdið<br />

langvinnum,<br />

skaðlegum áhrifum á<br />

líf í vatni<br />

V273 V273 V273 V273<br />

V391 V391<br />

V501 V501 V501 V501


Nr. 52/140 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

5. 5. HLUTI: VIÐBÓTARHÆTTUFLOKKUR ESB<br />

5.1. Hættulegt ósonlaginu<br />

5.1.1. Skilgreiningar og almenn atriði sem taka þarf tillit til<br />

5.1.1.1. „Efni sem er hættulegt ósonlaginu“: efni sem getur, samkvæmt fyrirliggjandi vísbendingum um eiginleika þess<br />

og fyrirsjáanleg eða mæld afdrif þess og hegðun í umhverfinu, haft í för með sér hættu fyrir gerð og/eða<br />

starfsemi ósonlagsins í heiðhvolfinu. Þetta tekur til efna sem eru skráð í I. viðauka við reglugerð<br />

Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2037/2000 frá 29. júní 2000 um efni sem eyða ósonlaginu ( 1 ) og síðari<br />

breytingar á henni.<br />

5.1.2. Viðmiðanir fyrir flokkun efna<br />

5.1.2.1. Efni skal flokkað sem hættulegt ósonlaginu ef fyrirliggjandi vísbendingar varðandi eiginleika þess og<br />

fyrirsjáanleg eða mæld afdrif þess og hegðun í umhverfinu gefa til kynna að það geti haft í för með sér hættu<br />

fyrir gerð og/eða starfsemi ósonlagsins í heiðhvolfinu.<br />

5.1.3. Viðmiðanir fyrir flokkun blandna<br />

5.1.3.1. Blöndur skulu flokkaðar sem hættulegar ósonlaginu á grundvelli styrkleika einstaks efnis eða efna í blöndunum<br />

sem eru einnig flokkuð sem hættuleg ósonlaginu, í samræmi við töflu 5.1.<br />

5.1.4. Hættuboð<br />

Tafla 5.1<br />

Almenn styrkleikamörk fyrir efni (í blöndu), sem eru flokkuð sem hættuleg ósonlaginu, sem ráða því að<br />

blandan flokkast sem hættuleg ósonlaginu<br />

Flokkun efnis Flokkun blöndu<br />

Hættulegt ósonlaginu C > 0,1%<br />

5.1.4.1. Nota skal merkingaratriði fyrir efni eða blöndur, sem uppfylla viðmiðanirnar fyrir flokkun í þennan hættuflokk,<br />

í samræmi við töflu 5.2.<br />

Tafla 5.2<br />

Merkingaratriði fyrir efni sem eru hættuleg ósonlaginu<br />

Tákn/hættumerki<br />

Viðvörunarorð Hætta<br />

Hættusetning ESB-H059: Hættulegt ósonlaginu<br />

Varnaðarsetningar V273<br />

V501<br />

( 1 ) Stjtíð. EB L 244, 29.9.2000, bls. 1.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/141<br />

II. VIÐAUKI<br />

SÉRSTAKAR REGLUR UM MERKINGU OG UMBÚÐIR TILTEKINNA EFNA OG BLANDNA<br />

Þessi viðauki skiptist í fimm hluta:<br />

— Í 1. hluta eru sérstakar reglur um merkingar tiltekinna, flokkaðra efna og blandna.<br />

— Í 2. hluta eru settar fram reglur um viðbótarhættusetningar sem setja skal á merkimiða tiltekinna blandna.<br />

— Í 3. hluta eru settar fram sérstakar reglur um pökkun.<br />

— Í 4. hluta eru settar fram sérstakar reglur um merkingar plöntuvarnarefna.<br />

— Í 5. hluta er sett fram skrá yfir hættuleg efni og blöndur sem falla undir 3. mgr. 29. gr.<br />

1. 1. HLUTI: VIÐBÓTARUPPLÝSINGAR UM HÆTTUR<br />

Setningarnar, sem eru settar fram í liðum 1.1 og 1.2, skulu tilgreindar í samræmi við 1. mgr. 25. gr. fyrir efni og<br />

blöndur sem eru flokkuð með tilliti til eðlisrænna hættna, heilbrigðishættna og umhverfishættna.<br />

1.1. Eðliseiginleikar<br />

1.1.1. ESB-H001 — „Sprengifimt sem þurrefni”<br />

Fyrir sprengifim efni og blöndur, sem um getur í lið 2.1 í I. viðauka, sem sett eru á markað vætt með vatni eða<br />

alkóhóli eða þynnt með öðrum efnum til að halda sprengifimi þeirra niðri.<br />

1.1.2. ESB-H006 — „Sprengifimt með og án andrúmslofts”<br />

Fyrir efni og blöndur sem eru óstöðug við stofuhita, t.d. asetýlen.<br />

1.1.3. ESB-H014 — „Hvarfast kröftuglega við vatn”<br />

Fyrir efni og blöndur sem hvarfast kröftuglega við vatn, t.d. asetýlklóríð, alkalímálmar og títantetraklóríð.<br />

1.1.4. ESB-H018 — „Getur myndað eldfimar eða sprengifimar blöndur af efnagufu og andrúmslofti við notkun”<br />

Fyrir efni og blöndur sem eru ekki sjálf flokkuð sem eldfim en geta myndað eldfimar eða sprengifimar blöndur af<br />

efnagufu og andrúmslofti. Fyrir efni getur þetta átt við um halógenuð vetniskolefni og fyrir blöndur getur þetta átt<br />

við vegna rokgjarnra, eldfimra efnisþátta eða vegna þess að rokgjarnir, óeldfimir efnisþættir tapast.<br />

1.1.5. ESB-H019 — „Getur myndað sprengifim efnasambönd (peroxíð)”<br />

Fyrir efni og blöndur sem geta myndað sprengifim peroxíð við geymslu, t.d. díetýleter og 1,4-díoxan.<br />

1.1.6. ESB-H044 — „Sprengifimt við hitun í lokuðu rými”<br />

Fyrir efni og blöndur sem eru ekki sjálf flokkuð sem sprengifim í samræmi við lið 2.1 í I. viðauka en geta eigi að<br />

síður orðið sprengifim í reynd við hitun í nógu lokuðu rými. Þetta á einkum við um efni sem sundrast með<br />

sprengingu við hitun í stáltromlu en ekki við hitun í ótraustari ílátum.


Nr. 52/142 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

1.2. Eiginleikar er varða heilbrigði<br />

1.2.1. ESB-H029 — „Myndar eitraða lofttegund í snertingu við vatn”<br />

Fyrir efni og blöndur sem í snertingu við vatn eða rakt loft mynda lofttegundir í hugsanlega hættulega miklu magni,<br />

sem eru flokkaðar á grundvelli bráðra eiturhrifa í 1., 2. eða 3. undirflokk, s.s. álfosfíð og fosfórpentasúlfíð.<br />

1.2.2. ESB-H031 — „Myndar eitraða lofttegund í snertingu við sýru”<br />

Fyrir efni og blöndur sem hvarfast við sýru og mynda lofttegundir sem eru flokkaðar á grundvelli bráðra eiturhrifa í<br />

3. undirflokk og gætu verið í hættulega miklu magni, s.s. natríumhýpóklórít og baríumpólýsúlfíð.<br />

1.2.3. ESB-H032 — „Myndar mjög eitraða lofttegund í snertingu við sýru”<br />

Fyrir efni og blöndur sem hvarfast við sýrur og mynda lofttegundir sem eru flokkaðar á grundvelli bráðra eiturhrifa í<br />

1. eða 2. undirflokk og gætu verið í hættulega miklu magni, s.s. sölt vetnissýaníðs og natríumasíð.<br />

1.2.4. ESB-H066 — „Endurtekin snerting getur valdið þurri eða sprunginni húð”<br />

Fyrir efni og blöndur sem geta valdið óæskilegum þurrki, flögnun eða sprungum í húð en sem uppfylla ekki<br />

viðmiðanirnar fyrir húðertingu í lið 3.2 í I. viðauka sem grundvallast á:<br />

– raunathugunum eða<br />

– viðeigandi vísbendingum varðandi áætluð áhrif þeirra á húð.<br />

1.2.5. ESB-H070 — „Eitrað í snertingu við augu”<br />

Fyrir efni eða blöndur þar sem augnertingarprófun hefur kallað fram augljós merki um útbreidd eiturhrif eða<br />

veldur dauðsföllum hjá tilraunadýrum sem líklegt er að megi rekja til frásogs efnisins eða blöndunar um<br />

slímhimnu augans. Setningin skal einnig notuð ef vísbendingar eru um útbreidd eiturhrif í mönnum eftir<br />

snertingu efnisins við augu.<br />

Einnig skal nota setninguna ef efni eða blanda inniheldur annað efni sem er merkt með tilliti til þessara áhrifa ef<br />

styrkur þess efnis er minnst 0,1%, nema annað sé tilgreint í 3. hluta VI. viðauka.<br />

1.2.6. ESB-H071 — „Ætandi fyrir öndunarfærin”<br />

Til viðbótar, fyrir efni og blöndur, við flokkun með tilliti til eiturhrifa við innöndun, svo fremi gögn liggi fyrir sem<br />

sýna að eiturhrifin felast í ætingareiginleikum, í samræmi við lið 3.1.2.3.3 og 1. athugasemd við töflu 3.1.3 í<br />

I. viðauka.<br />

Til viðbótar, fyrir efni og blöndur, við flokkun í tengslum við húðætingu svo fremi engin gögn liggi fyrir um prófun<br />

á bráðum eiturhrifum við innöndun og að unnt sé að anda að sér viðkomandi efnum og blöndum.<br />

2. 2. HLUTI: SÉRSTAKAR REGLUR UM FREKARI MERKINGARATRIÐI FYRIR TILTEKNAR BLÖNDUR<br />

Setningarnar, sem settar eru fram í liðum 2.1–2.10, skulu tilgreindar fyrir blöndur í samræmi við 6. mgr. 25. gr.<br />

2.1. Blöndur sem innihalda blý<br />

Á merkimiða umbúða fyrir málningu og lökk, þar sem blýinnihald er meira en 0,15% (gefið upp sem þyngd málms)<br />

af heildarþyngd blöndunnar, ákvarðað í samræmi við ISO-staðal 6503, skal vera eftirfarandi setning:<br />

ESB-H201 — „Inniheldur blý. Notist ekki á yfirborð hluta sem ætla má að börn tyggi eða sjúgi.“<br />

Ef um er að ræða umbúðir sem taka minna en 125 ml má setningin vera sem hér segir:<br />

ESB-H201A — „Varúð! Inniheldur blý”


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/143<br />

2.2. Blöndur sem innihalda sýanóakrýlöt<br />

Á innri umbúðum líms, sem er sýanóakrýlat að stofni til, skal vera eftirfarandi setning:<br />

ESB-H202 — „Sýanóakrýlat. Hætta. Límist við húð og augu á nokkrum sekúndum. Geymist þar sem börn ná ekki<br />

til”<br />

Viðeigandi varnaðarorð skulu fylgja umbúðunum.<br />

2.3. Sement og sementsblöndur<br />

Hafi sement eða sementsblöndur ekki þegar verið flokkaðar og merktar sem næmandi með hættusetningu H317,<br />

„Getur framkallað ofnæmisviðbrögð í húð” skal eftirfarandi setning vera á merkimiða umbúðanna ef sementið eða<br />

sementsblandan inniheldur meira en 0,0002% af leysanlegu, sexgildu krómi miðað við heildarþurrvigt sementsins:<br />

ESB-H203 — „Inniheldur sexgilt króm. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.“<br />

Ef þynningarefni eru notuð skulu vera á umbúðum sements eða blandna, sem innihalda sement, upplýsingar um<br />

pökkunardag, geymsluaðstæður og geymslutímabil, sem við á, þannig að virkni þynningarefnisins haldist og til að<br />

halda magni leysanlegs, sexgilds króms undir 0,0002%.<br />

2.4. Blöndur sem innihalda ísósýanöt<br />

Komi það ekki þegar fram á merkimiða umbúðanna skal eftirfarandi setning vera á blöndum sem innihalda<br />

ísósýanöt (eins og einliður, fáliður, forfjölliður o.s.frv., einar sér eða saman):<br />

ESB-H204 — „Inniheldur ísósýanöt. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.“<br />

2.5. Blöndur sem innihalda epoxýefnisþætti með meðalmólþunga ≤ 700<br />

Komi það ekki þegar fram á merkimiða umbúðanna skal vera eftirfarandi setning á blöndum sem innihalda<br />

epoxýefnisþætti með meðalmólþunga ≤ 700:<br />

ESB-H205 — „Inniheldur epoxýefnisþætti. Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.“<br />

2.6. Blöndur sem eru seldar almenningi og innihalda virkan klór<br />

Á umbúðum blandna, sem innihalda meira en 1% af virkum klór, skal vera eftirfarandi setning:<br />

ESB-H206 — „Varúð! Notist ekki með öðrum vörum. Getur gefið frá sér hættulegar lofttegundir (klór)“<br />

2.7. Blöndur sem innihalda kadmíum (málmblöndur) og eru ætlaðar til málmsuðu eða lóðunar<br />

Á umbúðum framangreindra blandna skal vera eftirfarandi setning:<br />

ESB-H207 — „Varúð! Inniheldur kadmíum. Hættulegar gufur myndast við notkun. Sjá upplýsingar frá<br />

framleiðanda. Farið eftir öryggisleiðbeiningunum“<br />

2.8. Blöndur sem eru ekki flokkaðar sem næmandi en innihalda a.m.k. eitt næmandi efni<br />

Eftirfarandi setning skal vera á umbúðum blandna sem innihalda a.m.k. eitt efni sem er flokkað sem næmandi og er<br />

til staðar í styrk sem er a.m.k. 0,1% eða í styrk sem er ekki minni en styrkurinn sem er tilgreindur í sérstakri<br />

athugasemd um efnið í 3. hluta í VI. viðauka:<br />

ESB-H208 — „Inniheldur (heiti næmandi efnis). Getur framkallað ofnæmisviðbrögð.“


Nr. 52/144 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

2.9. Fljótandi blöndur sem innihalda halógenuð vetniskolefni<br />

Þegar um er að ræða fljótandi blöndur, sem eru án blossamarks eða með hærra blossamarki en 60 °C en ekki hærra<br />

en 93 °C og sem innihalda halógenuð vetniskolefni og meira en 5% af eldfimum eða mjög eldfimum efnum, skal<br />

önnur eftirfarandi setninga standa á merkimiða á umbúðum þeirra, eftir því hvort fyrrgreind efni eru eldfim eða<br />

mjög eldfim:<br />

ESB-H209 — „Getur orðið mjög eldfimt við notkun” eða<br />

ESB-H209A — „Getur orðið eldfimt við notkun”<br />

2.10. Blöndur sem eru ekki ætlaðar almenningi<br />

Fyrir blöndur sem eru ekki flokkaðar sem hættulegar en innihalda:<br />

— ≥ 0,1% af efni sem flokkað er sem húðnæmir í 1. undirflokki, öndunarfæranæmir í 1. undirflokki eða<br />

krabbameinsvaldandi efni í 2. undirflokki eða<br />

— ≥ 0,1% af efni sem er flokkað sem efni sem hefur eiturhrif á æxlun, í undirflokkum 1A, 1B eða 2. undirflokki,<br />

eða sem hefur áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk eða<br />

— a.m.k. eitt efni í styrkleika ≥ 1% miðað við þyngd, ef um er að ræða blöndur sem ekki eru loftkenndar, og ≥<br />

0,2% miðað við rúmmál, ef um er að ræða loftkenndar blöndur, sem annaðhvort:<br />

— er flokkað í tengslum við aðrar heilbrigðis- eða umhverfishættur eða<br />

— fellur undir viðmiðunarmörk Bandalagsins um váhrif á vinnustöðum<br />

skal eftirfarandi setning vera á merkimiða umbúðanna:<br />

ESB-H210 — „Öryggisblað er fáanlegt sé um það beðið”.<br />

2.11. Úðabrúsar<br />

Vakin er athygli á því að úðabrúsar falla einnig undir ákvæði um merkingar í samræmi við liði 2.2 og 2.3 í<br />

viðaukanum við tilskipun 75/324/EBE.<br />

3. 3. HLUTI: SÉRSTAKAR REGLUR UM UMBÚÐIR<br />

3.1. Ákvæði um barnheld öryggislok<br />

3.1.1. Umbúðir sem búin skulu barnheldum öryggislokum<br />

3.1.1.1. Umbúðir af öllum stærðum, sem innihalda efni eða blöndu sem seld er almenningi og er flokkuð með tilliti til bráðra<br />

eiturhrifa í 1.–3. undirflokki, sértækra eiturhrifa á marklíffæri (SEM (e. STOT)), í 1. undirflokki fyrir váhrif í eitt<br />

skipti, sértækra váhrifa á marklíffæri (SEM), í 1. undirflokki fyrir endurtekin váhrif, eða með tilliti til húðætingar, í<br />

1.undirflokki, skulu búnar barnheldum öryggislokum.<br />

3.1.1.2. Umbúðir af öllum stærðum, sem innihalda efni eða blöndu sem seld er almenningi og ásvelgingarhætta stafar af og<br />

sem er flokkuð samkvæmt liðum 3.10.2 og 3.10.3 í I. viðauka og merkt samkvæmt lið 3.10.4.1 í I. viðauka, að<br />

undanskildum efnum og blöndum sem eru sett á markað í úðabrúsum eða í ílátum með loftþéttum úðabúnaði, skulu<br />

búnar barnheldum öryggislokum.<br />

3.1.1.3 Ef efni eða blanda inniheldur a.m.k. annað efnanna, sem eru tilgreind hér á eftir, í styrk sem er jafn tilgreindum<br />

styrkleikamörkum eða meiri, og er seld almenningi skulu umbúðir af öllum stærðum búnar barnheldum<br />

öryggislokum.<br />

Nr.<br />

Auðkenning efnisins<br />

CAS-nr. Heiti EB-nr.<br />

Styrkleikamörk<br />

1 67-56-1 metanól 200-659-6 ≥ 3%<br />

2 75-09-2 díklórmetan 200-838-9 ≥ 1%


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/145<br />

3.1.2. Endurlokanlegar umbúðir<br />

Barnheld öryggislok, sem eru notuð á endurlokanlegar umbúðir, skulu vera í samræmi við EN ISO-staðal 8317 með<br />

áorðnum breytingum að því er varðar „Child-resistant packages — Requirements and methods of testing for<br />

reclosable packages“ sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) og Alþjóðlegu staðlasamtökin (ISO) samþykktu.<br />

3.1.3. Umbúðir sem eru ekki endurlokanlegar<br />

Barnheld öryggislok, sem eru notuð á umbúðir sem eru ekki endurlokanlegar, skulu vera í samræmi við CEN-staðal<br />

EN 862 með áorðnum breytingum að því er varðar „Child-resistant packaging — Requirements and testing<br />

procedures for non-reclosable packages for non-pharmaceutical products“, samþykkt af Staðlasamtökum Evrópu.<br />

3.1.4. Athugasemdir<br />

3.1.4.1. Eingöngu rannsóknarstofur, sem samræmast staðli ISO/IEC 17025 með áorðnum breytingum, geta vottað samræmi<br />

við framangreinda staðla.<br />

3.1.4.2. Sérstök tilvik<br />

Ekki þarf að framkvæma prófunina, sem um getur í lið 3.1.2 eða 3.1.3, ef augljóst er að umbúðirnar eru svo öruggar<br />

að börn geti ekki komist að innihaldinu án þess að nota til þess áhald.<br />

Í öllum öðrum tilvikum, og þegar gildar ástæður eru til að draga í efa að lokunin sé örugg börnum, geta<br />

landsyfirvöld farið þess á leit við þann sem er ábyrgur fyrir að setja vöruna á markað að hann leggi fram vottorð frá<br />

rannsóknarstofu, sem annast vottun og sem um getur í lið 3.1.4.1, sem staðfestir annaðhvort:<br />

— að lokunin sé þannig að ekki sé nauðsynlegt að framkvæma prófunina sem um getur í lið 3.1.2 eða 3.1.3<br />

eða<br />

— að lokunin hafi verið prófuð og reynst vera í samræmi við framangreinda staðla.<br />

3.2. Áþreifanlegar viðvaranir<br />

3.2.1. Umbúðir sem skulu vera með áþreifanlegri viðvörun<br />

Þegar efni eða blöndur eru seldar almenningi og flokkaðar með tilliti til bráðra eiturhrifa, húðætingar,<br />

stökkbreytandi áhrifa á kímfrumur, í 2. undirflokki, krabbameinsvaldandi áhrifa, í 2. undirflokki, eiturhrifa á æxlun,<br />

í 2. undirflokki, næmingar í húð, eða sértækra áhrifa á marklíffæri (SEM), í 1. og 2. undirflokki eða<br />

ásvelgingarhættu eða sem eldfimar lofttegundir, vökvar og föst efni, í 1. og 2. undirflokki, skal áþreifanleg viðvörun<br />

um hættu vera á umbúðum af öllum stærðum.<br />

3.2.2. Ákvæði sem varða áþreifanlega viðvörun<br />

3.2.2.1. Þetta ákvæði gildir ekki um úðabrúsa sem eru aðeins flokkaðir og merktir sem „úðabrúsar með afar eldfimum<br />

efnum” eða „úðabrúsar með eldfimum efnum”.<br />

3.2.2.2. Tækniforskriftir um búnað fyrir áþreifanlega viðvörun skulu samræmast EN ISO staðli 11683 með áorðnum<br />

breytingum um „Packaging — Tactile warnings of danger - Requirements“.<br />

4. 4. HLUTI: SÉRSTÖK REGLA UM MERKINGU PLÖNTUVARNAREFNA<br />

Með fyrirvara um upplýsingarnar, sem krafist er í samræmi við 16. gr. tilskipunar 91/414/EBE og V. viðauka við þá<br />

tilskipun, skal einnig merkja plöntuvarnarefni, sem falla undir tilskipun 91/414/EBE, með eftirfarandi setningu:<br />

ESB-H401 — „Fylgið notkunarleiðbeiningum til að varast hættu fyrir heilbrigði manna og umhverfið“<br />

5. 5. HLUTI: SKRÁ YFIR HÆTTULEG EFNI OG BLÖNDUR SEM FALLA UNDIR 3. MGR. 29. GR.<br />

— Sement og steinsteypa í blautu ástandi og tilbúið til notkunar.


Nr. 52/146 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

III. VIÐAUKI<br />

SKRÁ YFIR HÆTTUSETNINGAR, VIÐBÓTARUPPLÝSINGAR UM HÆTTU OG VIÐBÓTARMERKINGARATRIÐI<br />

1. 1. hluti: hættusetningar<br />

Nota skal hættusetningarnar í samræmi við 2., 3. og 4. hluta I. viðauka.<br />

Tafla 1.1<br />

Hættusetningar er varða eðlisrænar hættur<br />

H200 ( 1 ) Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, óstöðug, sprengifim efni<br />

BG Нестабилен експлозив.<br />

ES Explosivo inestable.<br />

CS Nestabilní výbušnina.<br />

DA Ustabilt eksplosiv.<br />

DE Instabil, explosiv.<br />

ET Ebapüsiv lõhkeaine.<br />

EL Ασταθή εκρηκτικά.<br />

EN Unstable explosives.<br />

FR Explosif instable.<br />

GA Pléascáin éagobhsaí.<br />

IT Esplosivo instabile.<br />

LV Nestabili sprādzienbīstami materiāli.<br />

LT Nestabilios sprogios medžiagos.<br />

HU Instabil robbanóanyagok.<br />

MT Splussivi instabbli.<br />

NL Instabiele ontplofbare stof.<br />

PL Materiały wybuchowe niestabilne.<br />

PT Explosivo instável.<br />

RO Exploziv instabil.<br />

SK Nestabilné výbušniny.<br />

SL Nestabilni eksplozivi.<br />

FI Epästabiili räjähde.<br />

SV Instabilt explosivt.<br />

( 1 ) Skráningarkerfið fyrir hættusetningar í hnattsamræmda kerfinu er enn til umfjöllunar hjá sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna og því<br />

gæti verið nauðsynlegt að gera breytingar.<br />

H201 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.1<br />

BG Експлозив; опасност от масова експлозия.<br />

ES Explosivo; peligro de explosión en masa.<br />

CS Výbušnina; nebezpečí masivního výbuchu.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/147<br />

H201 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.1<br />

DA Eksplosiv, masseeksplosionsfare.<br />

DE Explosiv, Gefahr der Massenexplosion.<br />

ET Plahvatusohtlik; massiplahvatusoht.<br />

EL Εκρηκτικό· κίνδυνος µαζικής έκρηξης.<br />

EN Explosive; mass explosion hazard.<br />

FR Explosif; danger d'explosion en masse.<br />

GA Pléascach; guais mhórphléasctha.<br />

IT Esplosivo; pericolo di esplosione di massa.<br />

LV Sprādzienbīstams; masveida sprādzienbīstamība.<br />

LT Sprogios medžiagos, kelia masinio sprogimo pavojų.<br />

HU Robbanóanyag; teljes tömeg felrobbanásának veszélye.<br />

MT Splussiv; periklu li jisplodu kollha f'daqqa.<br />

NL Ontplofbare stof; gevaar voor massa-explosie.<br />

PL Materiał wybuchowy; zagrożenie wybuchem masowym.<br />

PT Explosivo; perigo de explosão em massa.<br />

RO Exploziv; pericol de explozie în masă.<br />

SK Výbušnina, nebezpečenstvo rozsiahleho výbuchu.<br />

SL Eksplozivno; nevarnost eksplozije v masi.<br />

FI Räjähde; massaräjähdysvaara.<br />

SV Explosivt. Fara för massexplosion.<br />

H202 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.2<br />

BG Експлозив; сериозна опасност от разпръскване.<br />

ES Explosivo; grave peligro de proyección.<br />

CS Výbušnina; vážné nebezpečí zasažení částicemi.<br />

DA Eksplosiv, alvorlig fare for udslyngning af fragmenter.<br />

DE Explosiv; große Gefahr durch Splitter, Spreng- und Wurfstücke.<br />

ET Plahvatusohtlik; suur laialipaiskumisoht.<br />

EL Εκρηκτικό· σοβαρός κίνδυνος εκτόξευσης.<br />

EN Explosive, severe projection hazard.<br />

FR Explosif; danger sérieux de projection.<br />

GA Pléascach, guais throm teilgin.<br />

IT Esplosivo; grave pericolo di proiezione.<br />

LV Sprādzienbīstams; augsta izmetes bīstamība.<br />

LT Sprogios medžiagos, kelia didelį išsvaidymo pavojų.<br />

HU Robbanóanyag; kivetés súlyos veszélye.<br />

MT Splussiv, periklu serju ta' projezzjoni.<br />

NL Ontplofbare stof, ernstig gevaar voor scherfwerking.


Nr. 52/148 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H202 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.2<br />

PL Materiał wybuchowy, poważne zagrożenie rozrzutem.<br />

PT Explosivo, perigo grave de projecções.<br />

RO Exploziv; pericol grav de proiectare.<br />

SK Výbušnina, závažné nebezpečenstvo rozletenia úlomkov.<br />

SL Eksplozivno, velika nevarnost za nastanek drobcev.<br />

FI Räjähde; vakava sirpalevaara.<br />

SV Explosivt. Allvarlig fara för splitter och kaststycken.<br />

H203 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.3<br />

BG Експлозив; опасност от пожар, взрив или разпръскване.<br />

ES Explosivo; peligro de incendio, de onda expansiva o de proyección.<br />

CS Výbušnina; nebezpečí požáru, tlakové vlny nebo zasažení částicemi.<br />

DA Eksplosiv, fare for brand, eksplosion eller udslyngning af fragmenter.<br />

DE Explosiv; Gefahr durch Feuer, Luftdruck oder Splitter, Spreng- und Wurfstücke.<br />

ET Plahvatusohtlik; süttimis-, plahvatus- või laialipaiskumisoht.<br />

EL Εκρηκτικό· κίνδυνος πυρκαγιάς, ανατίναξης ή εκτόξευσης.<br />

EN Explosive; fire, blast or projection hazard.<br />

FR Explosif; danger d'incendie, d'effet de souffle ou de projection.<br />

GA Pléascach; guais dóiteáin, phléasctha nó teilgin.<br />

IT Esplosivo; pericolo di incendio, di spostamento d'aria o di proiezione.<br />

LV Sprādzienbīstams; uguns, triecienviļņa vai izmetes bīstamība.<br />

LT Sprogios medžiagos, kelia gaisro, sprogimo arba išsvaidymo pavojų.<br />

HU Robbanóanyag; tűz, robbanás vagy kivetés veszélye.<br />

MT Splussiv; periklu ta' nar, blast jew projezzjoni.<br />

NL Ontplofbare stof; gevaar voor brand, luchtdrukwerking of scherfwerking.<br />

PL Materiał wybuchowy; zagrożenie pożarem, wybuchem lub rozrzutem.<br />

PT Explosivo; perigo de incêndio, sopro ou projecções.<br />

RO Exploziv; pericol de incendiu, detonare sau proiectare.<br />

SK Výbušnina, nebezpečenstvo požiaru, výbuchu alebo rozletenia úlomkov.<br />

SL Eksplozivno; nevarnost za nastanek požara, udarnega vala ali drobcev.<br />

FI Räjähde; palo-, räjähdys- tai sirpalevaara.<br />

SV Explosivt. Fara för brand, tryckvåg eller splitter och kaststycken.<br />

H204 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.4<br />

BG Опасност от пожар или разпръскване.<br />

ES Peligro de incendio o de proyección.<br />

CS Nebezpečí požáru nebo zasažení částicemi.<br />

DA Fare for brand eller udslyngning af fragmenter.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/149<br />

H204 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.4<br />

DE Gefahr durch Feuer oder Splitter, Spreng- und Wurfstücke.<br />

ET Süttimis- või laialipaiskumisoht.<br />

EL Κίνδυνος πυρκαγιάς ή εκτόξευσης.<br />

EN Fire or projection hazard.<br />

FR Danger d'incendie ou de projection.<br />

GA Guais dóiteáin nó teilgin.<br />

IT Pericolo di incendio o di proiezione.<br />

LV Uguns vai izmetes bīstamība.<br />

LT Gaisro arba išsvaidymo pavojus.<br />

HU Tűz vagy kivetés veszélye.<br />

MT Periklu ta' nar jew ta' projezzjoni.<br />

NL Gevaar voor brand of scherfwerking.<br />

PL Zagrożenie pożarem lub rozrzutem.<br />

PT Perigo de incêndio ou projecções.<br />

RO Pericol de incendiu sau de proiectare.<br />

SK Nebezpečenstvo požiaru alebo rozletenia úlomkov.<br />

SL Nevarnost za nastanek požara ali drobcev.<br />

FI Palo- tai sirpalevaara.<br />

SV Fara för brand eller splitter och kaststycken.<br />

H205 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.5<br />

BG Може да предизвика масова експлозия при пожар.<br />

ES Peligro de explosión en masa en caso de incendio.<br />

CS Při požáru může způsobit masivní výbuch.<br />

DA Fare for masseeksplosion ved brand.<br />

DE Gefahr der Massenexplosion bei Feuer.<br />

ET Süttimise korral massiplahvatusoht.<br />

EL Κίνδυνος µαζικής έκρηξης σε περίπτωση πυρκαγιάς.<br />

EN May mass explode in fire.<br />

FR Danger d'explosion en masse en cas d'incendie.<br />

GA D'fhéadfadh sé go mbeadh mórphléascadh i dtine.<br />

IT Pericolo di esplosione di massa in caso d'incendio.<br />

LV Ugunī var masveidā eksplodēt.<br />

LT Per gaisrą gali sukelti masinį sprogimą.<br />

HU Tűz hatására a teljes tömeg felrobbanhat.<br />

MT Jista' jisplodi f'daqqa fin-nar.<br />

NL Gevaar voor massa-explosie bij brand.<br />

PL Może wybuchać masowo w przypadku pożaru.


Nr. 52/150 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H205 Tungumál 2.1 — Sprengifim efni, deiliflokkur 1.5<br />

PT Perigo de explosão em massa em caso de incêndio.<br />

RO Pericol de explozie în masă în caz de incendiu.<br />

SK Nebezpečenstvo rozsiahleho výbuchu pri požiari.<br />

SL Pri požaru lahko eksplodira v masi.<br />

FI Koko massa voi räjähtää tulessa.<br />

SV Fara för massexplosion vid brand.<br />

H220 Tungumál 2.2 — Eldfimar lofttegundir, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Изключително запалим газ.<br />

ES Gas extremadamente inflamable.<br />

CS Extrémně hořlavý plyn.<br />

DA Yderst brandfarlig gas.<br />

DE Extrem entzündbares Gas.<br />

ET Eriti tuleohtlik gaas.<br />

EL Εξαιρετικά εύφλεκτο αέριο.<br />

EN Extremely flammable gas.<br />

FR Gaz extrêmement inflammable.<br />

GA Gás fíor-inadhainte.<br />

IT Gas altamente infiammabile.<br />

LV Īpaši viegli uzliesmojoša gāze.<br />

LT Ypač degios dujos.<br />

HU Rendkívül tűzveszélyes gáz.<br />

MT Gass li jaqbad malajr ħafna.<br />

NL Zeer licht ontvlambaar gas.<br />

PL Skrajnie łatwopalny gaz.<br />

PT Gás extremamente inflamável.<br />

RO Gaz extrem de inflamabil.<br />

SK Mimoriadne horľavý plyn.<br />

SL Zelo lahko vnetljiv plin.<br />

FI Erittäin helposti syttyvä kaasu.<br />

SV Extremt brandfarlig gas.<br />

H221 Tungumál 2.2 — Eldfimar lofttegundir, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Запалим газ.<br />

ES Gas inflamable.<br />

CS Hořlavý plyn.<br />

DA Brandfarlig gas.<br />

DE Entzündbares Gas.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/151<br />

H221 Tungumál 2.2 — Eldfimar lofttegundir, 2. hættuundirflokkur<br />

ET Tuleohtlik gaas.<br />

EL Εύφλεκτο αέριο.<br />

EN Flammable gas.<br />

FR Gaz inflammable.<br />

GA Gás inadhainte.<br />

IT Gas infiammabile.<br />

LV Uzliesmojoša gāze.<br />

LT Degios dujos.<br />

HU Tűzveszélyes gáz.<br />

MT Gass li jaqbad.<br />

NL Ontvlambaar gas.<br />

PL Gaz łatwopalny.<br />

PT Gás inflamável.<br />

RO Gaz inflamabil.<br />

SK Horľavý plyn.<br />

SL Vnetljiv plin.<br />

FI Syttyvä kaasu.<br />

SV Brandfarlig gas.<br />

H222 Tungumál 2.3 — Úðabrúsar með eldfimum efnum, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Изключително запалим аерозол.<br />

ES Aerosol extremadamente inflamable.<br />

CS Extrémně hořlavý aerosol.<br />

DA Yderst brandfarlig aerosol.<br />

DE Extrem entzündbares Aerosol.<br />

ET Eriti tuleohtlik aerosool.<br />

EL Εξαιρετικά εύφλεκτο αερόλυµα.<br />

EN Extremely flammable aerosol.<br />

FR Aérosol extrêmement inflammable.<br />

GA Aerasól fíor-inadhainte.<br />

IT Aerosol altamente infiammabile.<br />

LV Īpaši viegli uzliesmojošs aerosols.<br />

LT Ypač degus aerozolis.<br />

HU Rendkívül tűzveszélyes aeroszol.<br />

MT Aerosol li jaqbad malajr ħafna.<br />

NL Zeer licht ontvlambare aerosol.<br />

PL Skrajnie łatwopalny aerozol.<br />

PT Aerossol extremamente inflamável.


Nr. 52/152 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H222 Tungumál 2.3 — Úðabrúsar með eldfimum efnum, 1. hættuundirflokkur<br />

RO Aerosol extrem de inflamabil.<br />

SK Mimoriadne horľavý aerosól.<br />

SL Zelo lahko vnetljiv aerosol.<br />

FI Erittäin helposti syttyvä aerosoli.<br />

SV Extremt brandfarlig aerosol.<br />

H223 Tungumál 2.3 — Úðabrúsar með eldfimum efnum, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Запалим аерозол.<br />

ES Aerosol inflamable.<br />

CS Hořlavý aerosol.<br />

DA Brandfarlig aerosol.<br />

DE Entzündbares Aerosol.<br />

ET Tuleohtlik aerosool.<br />

EL Εύφλεκτο αερόλυµα.<br />

EN Flammable aerosol.<br />

FR Aérosol inflammable.<br />

GA Aerasól inadhainte.<br />

IT Aerosol infiammabile.<br />

LV Uzliesmojošs aerosols.<br />

LT Degus aerozolis.<br />

HU Tűzveszélyes aeroszol.<br />

MT Aerosol li jaqbad.<br />

NL Ontvlambare aerosol.<br />

PL Aerozol łatwopalny.<br />

PT Aerossol inflamável.<br />

RO Aerosol inflamabil.<br />

SK Horľavý aerosól.<br />

SL Vnetljiv aerosol.<br />

FI Syttyvä aerosoli.<br />

SV Brandfarlig aerosol.<br />

H224 Tungumál 2.6 — Eldfimir vökvar, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Изключително запалими течност и пари.<br />

ES Líquido y vapores extremadamente inflamables.<br />

CS Extrémně hořlavá kapalina a páry.<br />

DA Yderst brandfarlig væske og damp.<br />

DE Flüssigkeit und Dampf extrem entzündbar.<br />

ET Eriti tuleohtlik vedelik ja aur.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/153<br />

H224 Tungumál 2.6 — Eldfimir vökvar, 1. hættuundirflokkur<br />

EL Υγρό και ατµοί εξαιρετικά εύφλεκτα.<br />

EN Extremely flammable liquid and vapour.<br />

FR Liquide et vapeurs extrêmement inflammables.<br />

GA Leacht fíor-inadhainte agus gal fhíor-inadhainte.<br />

IT Liquido e vapori altamente infiammabili.<br />

LV Īpaši viegli uzliesmojošs šķidrums un tvaiki.<br />

LT Ypač degūs skystis ir garai.<br />

HU Rendkívül tűzveszélyes folyadék és gőz.<br />

MT Likwidu u fwar li jaqbdu malajr ħafna.<br />

NL Zeer licht ontvlambare vloeistof en damp.<br />

PL Skrajnie łatwopalna ciecz i pary.<br />

PT Líquido e vapor extremamente inflamáveis.<br />

RO Lichid şi vapori extrem de inflamabili.<br />

SK Mimoriadne horľavá kvapalina a pary.<br />

SL Zelo lahko vnetljiva tekočina in hlapi.<br />

FI Erittäin helposti syttyvä neste ja höyry.<br />

SV Extremt brandfarlig vätska och ånga.<br />

H225 Tungumál 2.6 — Eldfimir vökvar, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Силно запалими течност и пари.<br />

ES Líquido y vapores muy inflamables.<br />

CS Vysoce hořlavá kapalina a páry.<br />

DA Meget brandfarlig væske og damp.<br />

DE Flüssigkeit und Dampf leicht entzündbar.<br />

ET Väga tuleohtlik vedelik ja aur.<br />

EL Υγρό και ατµοί πολύ εύφλεκτα.<br />

EN Highly flammable liquid and vapour.<br />

FR Liquide et vapeurs très inflammables.<br />

GA Leacht an-inadhainte agus gal an-inadhainte.<br />

IT Liquido e vapori facilmente infiammabili.<br />

LV Viegli uzliesmojošs šķidrums un tvaiki.<br />

LT Labai degūs skystis ir garai.<br />

HU Fokozottan tűzveszélyes folyadék és gőz.<br />

MT Likwidu u fwar li jaqbdu malajr ħafna.<br />

NL Licht ontvlambare vloeistof en damp.<br />

PL Wysoce łatwopalna ciecz i pary.<br />

PT Líquido e vapor facilmente inflamáveis.<br />

RO Lichid şi vapori foarte inflamabili.


Nr. 52/154 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H225 Tungumál 2.6 — Eldfimir vökvar, 2. hættuundirflokkur<br />

SK Veľmi horľavá kvapalina a pary.<br />

SL Lahko vnetljiva tekočina in hlapi.<br />

FI Helposti syttyvä neste ja höyry.<br />

SV Mycket brandfarlig vätska och ånga.<br />

H226 Tungumál 2.6 — Eldfimir vökvar, 3. hættuundirflokkur<br />

BG Запалими течност и пари.<br />

ES Líquidos y vapores inflamables.<br />

CS Hořlavá kapalina a páry.<br />

DA Brandfarlig væske og damp.<br />

DE Flüssigkeit und Dampf entzündbar.<br />

ET Tuleohtlik vedelik ja aur.<br />

EL Υγρό και ατµοί εύφλεκτα.<br />

EN Flammable liquid and vapour.<br />

FR Liquide et vapeurs inflammables.<br />

GA Leacht inadhainte agus gal inadhainte.<br />

IT Liquido e vapori infiammabili.<br />

LV Uzliesmojošs šķidrums un tvaiki.<br />

LT Degūs skystis ir garai.<br />

HU Tűzveszélyes folyadék és gőz.<br />

MT Likwidu u fwar li jaqbdu.<br />

NL Ontvlambare vloeistof en damp.<br />

PL Łatwopalna ciecz i pary.<br />

PT Líquido e vapor inflamáveis.<br />

RO Lichid şi vapori inflamabili.<br />

SK Horľavá kvapalina a pary.<br />

SL Vnetljiva tekočina in hlapi.<br />

FI Syttyvä neste ja höyry.<br />

SV Brandfarlig vätska och ånga.<br />

H228 Tungumál 2.7 — Eldfim, föst efni, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

BG Запалимо твърдо вещество.<br />

ES Sólido inflamable.<br />

CS Hořlavá tuhá látka.<br />

DA Brandfarligt fast stof.<br />

DE Entzündbarer Feststoff.<br />

ET Tuleohtlik tahke aine.<br />

EL Εύφλεκτο στερεό.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/155<br />

H228 Tungumál 2.7 — Eldfim, föst efni, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

EN Flammable solid.<br />

FR Matière solide inflammable.<br />

GA Solad inadhainte.<br />

IT Solido infiammabile.<br />

LV Uzliesmojoša cieta viela.<br />

LT Degi kietoji medžiaga.<br />

HU Tűzveszélyes szilárd anyag.<br />

MT Solidu li jaqbad.<br />

NL Ontvlambare vaste stof.<br />

PL Substancja stała łatwopalna.<br />

PT Sólido inflamável.<br />

RO Solid inflamabil.<br />

SK Horľavá tuhá látka.<br />

SL Vnetljiva trdna snov.<br />

FI Syttyvä kiinteä aine.<br />

SV Brandfarligt fast ämne.<br />

H240 Tungumál 2.8 — Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, af gerð A<br />

2.1.5 — Lífræn peroxíð, af gerð A<br />

BG Може да предизвика експлозия при нагряване.<br />

ES Peligro de explosión en caso de calentamiento.<br />

CS Zahřívání může způsobit výbuch.<br />

DA Eksplosionsfare ved opvarmning.<br />

DE Erwärmung kann Explosion verursachen.<br />

ET Kuumenemisel võib plahvatada.<br />

EL Η θέρµανση µπορεί να προκαλέσει έκρηξη.<br />

EN Heating may cause an explosion.<br />

FR Peut exploser sous l'effet de la chaleur.<br />

GA D'fhéadfadh téamh a bheith ina chúis le pléascadh.<br />

IT Rischio di esplosione per riscaldamento.<br />

LV Sakaršana var izraisīt eksploziju.<br />

LT Kaitinant gali sprogti.<br />

HU Hő hatására robbanhat.<br />

MT It-tisħin jista' jikkawża splużjoni.<br />

NL Ontploffingsgevaar bij verwarming.<br />

PL Ogrzanie grozi wybuchem.<br />

PT Risco de explosão sob a acção do calor.<br />

RO Pericol de explozie în caz de încălzire.


Nr. 52/156 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H240 Tungumál 2.8 — Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, af gerð A<br />

2.1.5 — Lífræn peroxíð, af gerð A<br />

SK Zahrievanie môže spôsobiť výbuch.<br />

SL Segrevanje lahko povzroči eksplozijo.<br />

FI Räjähdysvaarallinen kuumennettaessa.<br />

SV Explosivt vid uppvärmning.<br />

H241 Tungumál 2.8 — Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, af gerð B<br />

2.1.5 — Lífræn peroxíð, af gerð B<br />

BG Може да предизвика пожар или експлозия при нагряване.<br />

ES Peligro de incendio o explosión en caso de calentamiento.<br />

CS Zahřívání může způsobit požár nebo výbuch.<br />

DA Brand- eller eksplosionsfare ved opvarmning.<br />

DE Erwärmung kann Brand oder Explosion verursachen.<br />

ET Kuumenemisel võib süttida või plahvatada.<br />

EL Η θέρµανση µπορεί να προκαλέσει πυρκαγιά ή έκρηξη.<br />

EN Heating may cause a fire or explosion.<br />

FR Peut s'enflammer ou exploser sous l'effet de la chaleur.<br />

GA D'fhéadfadh téamh a bheith ina chúis le dóiteán nó le pléascadh.<br />

IT Rischio d'incendio o di esplosione per riscaldamento.<br />

LV Sakaršana var izraisīt degšanu vai eksploziju.<br />

LT Kaitinant gali sukelti gaisrą arba sprogti.<br />

HU Hő hatására meggyulladhat vagy robbanhat.<br />

MT It-tisħin jista' jikkawża nar jew splużjoni.<br />

NL Brand- of ontploffingsgevaar bij verwarming.<br />

PL Ogrzanie może spowodować pożar lub wybuch.<br />

PT Risco de explosão ou de incêndio sob a acção do calor.<br />

RO Pericol de incendiu sau de explozie în caz de încălzire.<br />

SK Zahrievanie môže spôsobiť požiar alebo výbuch.<br />

SL Segrevanje lahko povzroči požar ali eksplozijo.<br />

FI Räjähdys- tai palovaarallinen kuumennettaessa.<br />

SV Brandfarligt eller explosivt vid uppvärmning.<br />

H242 Tungumál 2.8 — Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, af gerð C, D, E, F<br />

2.1.5 — Lífræn peroxíð, af gerð C, D, E, F<br />

BG Може да предизвика пожар при нагряване.<br />

ES Peligro de incendio en caso de calentamiento.<br />

CS Zahřívání může způsobit požár.<br />

DA Brandfare ved opvarmning.<br />

DE Erwärmung kann Brand verursachen.<br />

ET Kuumenemisel võib süttida.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/157<br />

H242 Tungumál 2.8 — Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, af gerð C, D, E, F<br />

2.1.5 — Lífræn peroxíð, af gerð C, D, E, F<br />

EL Η θέρµανση µπορεί να προκαλέσει πυρκαγιά.<br />

EN Heating may cause a fire.<br />

FR Peut s'enflammer sous l'effet de la chaleur.<br />

GA D'fhéadfadh téamh a bheith ina chúis le dóiteán.<br />

IT Rischio d'incendio per riscaldamento.<br />

LV Sakaršana var izraisīt degšanu.<br />

LT Kaitinant gali sukelti gaisrą.<br />

HU Hő hatására meggyulladhat.<br />

MT It-tisħin jista' jikkawża nar.<br />

NL Brandgevaar bij verwarming.<br />

PL Ogrzanie może spowodować pożar.<br />

PT Risco de incêndio sob a acção do calor.<br />

RO Pericol de incendiu în caz de încălzire.<br />

SK Zahrievanie môže spôsobiť požiar.<br />

SL Segrevanje lahko povzroči požar.<br />

FI Palovaarallinen kuumennettaessa.<br />

SV Brandfarligt vid uppvärmning.<br />

H250 Tungumál 2.9 — Loftkveikjandi vökvar, 1. hættuundirflokkur<br />

2.10 — Loftkveikjandi, föst efni, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Самозапалва се при контакт с въздух.<br />

ES Se inflama espontáneamente en contacto con el aire.<br />

CS Při styku se vzduchem se samovolně vznítí.<br />

DA Selvantænder ved kontakt med luft.<br />

DE Entzündet sich in Berührung mit Luft von selbst.<br />

ET Kokkupuutel õhuga süttib iseenesest.<br />

EL Αυταναφλέγεται εάν εκτεθεί στον αέρα.<br />

EN Catches fire spontaneously if exposed to air.<br />

FR S'enflamme spontanément au contact de l'air.<br />

GA Téann trí thine go spontáineach má nochtar don aer.<br />

IT Spontaneamente infiammabile all'aria.<br />

LV Spontāni aizdegas saskarē ar gaisu.<br />

LT Veikiami oro savaime užsidega.<br />

HU Levegővel érintkezve önmagától meggyullad.<br />

MT Jieħu n-nar spontanjament jekk ikun espost għall-arja.<br />

NL Vat spontaan vlam bij blootstelling aan lucht.<br />

PL Zapala się samorzutnie w przypadku wystawienia na działanie powietrza.<br />

PT Risco de inflamação espontânea em contacto com o ar.


Nr. 52/158 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H250 Tungumál 2.9 — Loftkveikjandi vökvar, 1. hættuundirflokkur<br />

2.10 — Loftkveikjandi, föst efni, 1. hættuundirflokkur<br />

RO Se aprinde spontan, în contact cu aerul.<br />

SK Pri kontakte so vzduchuom sa spontánne vznieti.<br />

SL Samodejno se vžge na zraku.<br />

FI Syttyy itsestään palamaan joutuessaan kosketuksiin ilman kanssa.<br />

SV Spontanantänder vid kontakt med luft.<br />

H251 Tungumál 2.11 — Sjálfhitandi efni og blöndur, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Самонагряващо се: може да се запали.<br />

ES Se calienta espontáneamente; puede inflamarse.<br />

CS Samovolně se zahřívá: může se vznítit.<br />

DA Selvopvarmende, kan selvantænde.<br />

DE Selbsterhitzungsfähig; kann in Brand geraten.<br />

ET Isekuumenev, võib süttida.<br />

EL Αυτοθερµαίνεται: µπορεί να αναφλεγεί.<br />

EN Self-heating: may catch fire.<br />

FR Matière auto-échauffante; peut s'enflammer.<br />

GA Féintéamh: d'fhéadfadh sé dul trí thine.<br />

IT Autoriscaldante; può infiammarsi.<br />

LV Pašsasilstošs; var aizdegties.<br />

LT Savaime kaistančios, gali užsidegti.<br />

HU Önmelegedő: meggyulladhat.<br />

MT Jisħon waħdu: jista' jieħu n-nar.<br />

NL Vatbaar voor zelfverhitting: kan vlam vatten.<br />

PL Substancja samonagrzewająca się: może się zapalić.<br />

PT Susceptível de auto-aquecimento: risco de inflamação.<br />

RO Se autoîncălzeşte, pericol de aprindere.<br />

SK Samovoľne sa zahrieva; môže sa vznietiť.<br />

SL Samosegrevanje: lahko povzroči požar.<br />

FI Itsestään kuumeneva; voi syttyä palamaan.<br />

SV Självupphettande. Kan börja brinna.<br />

H252 Tungumál 2.11 — Sjálfhitandi efni og blöndur, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Самонагряващо се в големи количества; може да се запали.<br />

ES Se calienta espontáneamente en grandes cantidades; puede inflamarse.<br />

CS Ve velkém množství se samovolně zahřívá; může se vznítit.<br />

DA Selvopvarmende i store mængder, kan selvantænde.<br />

DE In großen Mengen selbsterhitzungsfähig; kann in Brand geraten.<br />

ET Suurtes kogustes isekuumenev, võib süttida.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/159<br />

H252 Tungumál 2.11 — Sjálfhitandi efni og blöndur, 2. hættuundirflokkur<br />

EL Σε µεγάλες ποσότητες αυτοθερµαίνεται: µπορεί να αναφλεγεί.<br />

EN Self-heating in large quantities; may catch fire.<br />

FR Matière auto-échauffante en grandes quantités; peut s'enflammer.<br />

GA Féintéamh ina mhórchainníochtaí; d'fhéadfadh sé dul trí thine.<br />

IT Autoriscaldante in grandi quantità; può infiammarsi.<br />

LV Lielos apjomos pašsasilstošs; var aizdegties.<br />

LT Laikant dideliais kiekiais savaime kaista, gali užsidegti.<br />

HU Nagy mennyiségben önmelegedő; meggyulladhat.<br />

MT Jisħon waħdu f'kwantitajiet kbar; jista' jieħu n-nar.<br />

NL In grote hoeveelheden vatbaar voor zelfverhitting; kan vlam vatten.<br />

PL Substancja samonagrzewająca się w dużych ilościach; może się zapalić.<br />

PT Susceptível de auto-aquecimento em grandes quantidades: risco de inflamação.<br />

RO Se autoîncălzeşte, în cantităţi mari pericol de aprindere.<br />

SK Vo veľkých množstvách sa samovoľne zahrieva; môže sa vznietiť.<br />

SL Samosegrevanje v velikih količinah; lahko povzroči požar.<br />

FI Suurina määrinä itsestään kuumeneva; voi syttyä palamaan.<br />

SV Självupphettande i stora mängder. Kan börja brinna.<br />

H260 Tungumál 2.12 — Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn, 1.<br />

hættuundirflokkur<br />

BG При контакт с вода отделя запалими газове, които могат да се самозапалят.<br />

ES En contacto con el agua desprende gases inflamables que pueden inflamarse<br />

espontáneamente.<br />

CS Při styku s vodou uvolňuje hořlavé plyny, které se mohou samovolně vznítit.<br />

DA Ved kontakt med vand udvikles brandfarlige gasser, som kan selvantænde.<br />

DE In Berührung mit Wasser entstehen entzündbare Gase, die sich spontan entzünden können.<br />

ET Kokkupuutel veega eraldab tuleohtlikke gaase, mis võivad iseenesest süttida.<br />

EL Σε επαφή µε το νερό ελευθερώνει εύφλεκτα αέρια τα οποία µπορούν να αυτοαναφλεγούν.<br />

EN In contact with water releases flammable gases which may ignite spontaneously.<br />

FR Dégage au contact de l'eau des gaz inflammables qui peuvent s'enflammer spontanément.<br />

GA I dteagmháil le huisce scaoiltear gáis inadhainte a d'fhéadfadh uathadhaint.<br />

IT A contatto con l'acqua libera gas infiammabili che possono infiammarsi spontaneamente.<br />

LV Nonākot saskarē ar ūdeni, izdala uzliesmojošas gāzes, kas var spontāni aizdegties.<br />

LT Kontaktuodami su vandeniu išskiria degias dujas, kurios gali savaime užsidegti.<br />

HU Vízzel érintkezve öngyulladásra hajlamos tűzveszélyes gázokat bocsát ki.<br />

MT Meta jmiss ma' l-ilma jerħi gassijiet li jaqbdu li jistgħu jieħdu n-nar spontanjament.<br />

NL In contact met water komen ontvlambare gassen vrij die spontaan kunnen ontbranden.<br />

PL W kontakcie z wodą uwalniają łatwopalne gazy, które mogą ulegać samozapaleniu.<br />

PT Em contacto com a água liberta gases que se podem inflamar espontaneamente.


Nr. 52/160 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H260 Tungumál 2.12 — Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn, 1.<br />

hættuundirflokkur<br />

RO În contact cu apa degajă gaze inflamabile care se pot aprinde spontan.<br />

SK Pri kontakte s vodou uvoľňuje horľavé plyny, ktoré sa môžu spontánne zapáliť.<br />

SL V stiku z vodo se sproščajo vnetljivi plini, ki se lahko samodejno vžgejo.<br />

FI Kehittää itsestään syttyviä kaasuja veden kanssa.<br />

SV Vid kontakt med vatten utvecklas brandfarliga gaser som kan självantända.<br />

H261 Tungumál 2.12 — Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn, 2.<br />

hættuundirflokkur<br />

BG При контакт с вода отделя запалими газове.<br />

ES En contacto con el agua desprende gases inflamables.<br />

CS Při styku s vodou uvolňuje hořlavé plyny.<br />

DA Ved kontakt med vand udvikles brandfarlige gasser.<br />

DE In Berührung mit Wasser entstehen entzündbare Gase.<br />

ET Kokkupuutel veega eraldab tuleohtlikke gaase.<br />

EL Σε επαφή µε το νερό ελευθερώνει εύφλεκτα αέρια.<br />

EN In contact with water releases flammable gases.<br />

FR Dégage au contact de l'eau des gaz inflammables.<br />

GA I dteagmháil le huisce scaoiltear gáis inadhainte.<br />

IT A contatto con l'acqua libera gas infiammabili.<br />

LV Nonākot saskarē ar ūdeni, izdala uzliesmojošu gāzi.<br />

LT Kontaktuodami su vandeniu išskiria degias dujas<br />

HU Vízzel érintkezve tűzveszélyes gázokat bocsát ki.<br />

MT Meta jmiss ma' l-ilma jerħi gassijiet li jaqbdu.<br />

NL In contact met water komen ontvlambare gassen vrij.<br />

PL W kontakcie z wodą uwalnia łatwopalne gazy.<br />

PT Em contacto com a água liberta gases inflamáveis.<br />

RO În contact cu apa degajă gaze inflamabile.<br />

SK Pri kontakte s vodou uvoľňuje horľavé plyny.<br />

SL V stiku z vodo se sproščajo vnetljivi plini.<br />

FI Kehittää syttyviä kaasuja veden kanssa.<br />

SV Vid kontakt med vatten utvecklas brandfarliga gaser.<br />

H270 Tungumál 2.4 — Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Може да предивзика или усили пожар; окислител.<br />

ES Puede provocar o agravar un incendio; comburente.<br />

CS Může způsobit nebo zesílit požár; oxidant.<br />

DA Kan forårsage eller forstærke brand, brandnærende.<br />

DE Kann Brand verursachen oder verstärken; Oxidationsmittel.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/161<br />

H270 Tungumál 2.4 — Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir, 1. hættuundirflokkur<br />

ET Võib põhjustada süttimise või soodustada põlemist; oksüdeerija.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει ή να αναζωπυρώσει πυρκαγιά· οξειδωτικό.<br />

EN May cause or intensify fire; oxidiser.<br />

FR Peut provoquer ou aggraver un incendie; comburant.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le tine nó cur le tine; ocsaídeoir.<br />

IT Può provocare o aggravare un incendio; comburente.<br />

LV Var izraisīt vai pastiprināt degšanu, oksidētājs.<br />

LT Gali sukelti arba padidinti gaisrą, oksidatorius.<br />

HU Tüzet okozhat vagy fokozhatja a tűz intenzitását, oxidáló hatású.<br />

MT Jista' jikkawża jew iżid in-nar; ossidant.<br />

NL Kan brand veroorzaken of bevorderen; oxiderend.<br />

PL Może spowodować lub intensyfikować pożar; utleniacz.<br />

PT Pode provocar ou agravar incêndios; comburente.<br />

RO Poate provoca sau agrava un incendiu; oxidant.<br />

SK Môže spôsobiť alebo prispieť k rozvoju požiaru; oxidačné činidlo.<br />

SL Lahko povzroči ali okrepi požar; oksidativna snov.<br />

FI Aiheuttaa tulipalon vaaran tai edistää tulipaloa; hapettava.<br />

SV Kan orsaka eller intensifiera brand. Oxiderande.<br />

H271 Tungumál 2.13 — Eldmyndandi (oxandi) vökvar, 1. hættuundirflokkur<br />

2.14 — Eldmyndandi (oxandi), föst efni, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Може да предизвика пожар или експлозия; силен окислител.<br />

ES Puede provocar un incendio o una explosión; muy comburente.<br />

CS Může způsobit požár nebo výbuch; silný oxidant.<br />

DA Kan forårsage brand eller eksplosion, stærkt brandnærende.<br />

DE Kann Brand oder Explosion verursachen; starkes Oxidationsmittel.<br />

ET Võib põhjustada süttimise või plahvatuse; tugev oksüdeerija.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει πυρκαγιά ή έκρηξη· ισχυρό οξειδωτικό.<br />

EN May cause fire or explosion; strong oxidiser.<br />

FR Peut provoquer un incendie ou une explosion; comburant puissant.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le tine nó le pléascadh; an-ocsaídeoir.<br />

IT Può provocare un incendio o un'esplosione; molto comburente.<br />

LV Var izraisīt degšanu vai eksploziju, oksidētājs.<br />

LT Gali sukelti gaisrą arba sprogimą, stiprus oksidatorius.<br />

HU Tüzet vagy robbanást okozhat; erősen oxidáló hatású.<br />

MT Jista' jikkawża nar jew splużjoni; ossidant qawwi.<br />

NL Kan brand of ontploffingen veroorzaken; sterk oxiderend.<br />

PL Może spowodować pożar lub wybuch; silny utleniacz.


Nr. 52/162 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H271 Tungumál 2.13 — Eldmyndandi (oxandi) vökvar, 1. hættuundirflokkur<br />

2.14 — Eldmyndandi (oxandi), föst efni, 1. hættuundirflokkur<br />

PT Risco de incêndio ou de explosão; muito comburente.<br />

RO Poate provoca un incendiu sau o explozie; oxidant puternic.<br />

SK Môže spôsobiť požiar alebo výbuch; silné oxidačné činidlo.<br />

SL Lahko povzroči požar ali eksplozijo; močna oksidativna snov.<br />

FI Aiheuttaa tulipalo- tai räjähdysvaaran; voimakkaasti hapettava.<br />

SV Kan orsaka brand eller explosion. Starkt oxiderande.<br />

H272 Tungumál 2.13 — Eldmyndandi (oxandi) vökvar, 2.og 3. hættuundirflokkur<br />

2.14 — Eldmyndandi (oxandi), föst efni, 2.og 3. hættuundirflokkur<br />

BG Може да усили пожара; окислител.<br />

ES Puede agravar un incendio; comburente.<br />

CS Může zesílit požár; oxidant.<br />

DA Kan forstærke brand, brandnærende.<br />

DE Kann Brand verstärken; Oxidationsmittel.<br />

ET Võib soodustada põlemist; oksüdeerija.<br />

EL Μπορεί να αναζωπυρώσει την πυρκαγιά· οξειδωτικό.<br />

EN May intensify fire; oxidiser.<br />

FR Peut aggraver un incendie; comburant.<br />

GA D'fhéadfadh sé cur le tine; ocsaídeoir.<br />

IT Può aggravare un incendio; comburente.<br />

LV Var pastiprināt degšanu; oksidētājs.<br />

LT Gali padidinti gaisrą, oksidatorius.<br />

HU Fokozhatja a tűz intenzitását; oxidáló hatású.<br />

MT Jista' jżid in-nar; ossidant.<br />

NL Kan brand bevorderen; oxiderend.<br />

PL Może intensyfikować pożar; utleniacz.<br />

PT Pode agravar incêndios; comburente.<br />

RO Poate agrava un incendiu; oxidant.<br />

SK Môže prispieť k rozvoju požiaru; oxidačné činidlo.<br />

SL Lahko okrepi požar; oksidativna snov.<br />

FI Voi edistää tulipaloa; hapettava.<br />

SV Kan intensifiera brand. Oxiderande.<br />

H280 Tungumál 2.5 — Lofttegundir undir þrýstingi:<br />

Þjöppuð lofttegund<br />

Fljótandi lofttegund<br />

Uppleyst lofttegund<br />

BG Съдържа газ под налягане; може да експлодира при нагряване.<br />

ES Contiene gas a presión; peligro de explosión en caso de calentamiento.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/163<br />

H280 Tungumál<br />

2.5 — Lofttegundir undir þrýstingi:<br />

Þjöppuð lofttegund<br />

Fljótandi lofttegund<br />

Uppleyst lofttegund<br />

CS Obsahuje plyn pod tlakem; při zahřívání může vybuchnout.<br />

DA Indeholder gas under tryk, kan eksplodere ved opvarmning.<br />

DE Enthält Gas unter Druck; kann bei Erwärmung explodieren.<br />

ET Sisaldab rõhu all olevat gaasi, kuumenemisel võib plahvatada.<br />

EL Περιέχει αέριο υπό πίεση· εάν θερµανθεί, µπορεί να εκραγεί.<br />

EN Contains gas under pressure; may explode if heated.<br />

FR Contient un gaz sous pression; peut exploser sous l'effet de la chaleur.<br />

GA Gás istigh ann, faoi bhrú; d'fhéadfadh sé pléascadh, má théitear.<br />

IT Contiene gas sotto pressione; può esplodere se riscaldato.<br />

LV Satur gāzi zem spiediena; karstumā var eksplodēt.<br />

LT Turi slėgio veikiamų dujų, kaitinant gali sprogti.<br />

HU Nyomás alatt lévő gázt tartalmaz; hő hatására robbanhat.<br />

MT Fih gass taħt pressjoni; jista' jisplodi jekk jissaħħan.<br />

NL Bevat gas onder druk; kan ontploffen bij verwarming.<br />

PL Zawiera gaz pod ciśnieniem; ogrzanie grozi wybuchem.<br />

PT Contém gás sob pressão; risco de explosão sob a acção do calor.<br />

RO Conţine un gaz sub presiune; pericol de explozie în caz de încălzire.<br />

SK Obsahuje plyn pod tlakom, pri zahriatí môže vybuchnúť.<br />

SL Vsebuje plin pod tlakom; segrevanje lahko povzroči eksplozijo.<br />

FI Sisältää paineen alaista kaasua; voi räjähtää kuumennettaessa.<br />

SV Innehåller gas under tryck. Kan explodera vid uppvärmning.<br />

H281 Tungumál 2.5 — Lofttegundir undir þrýstingi: Kæld, fljótandi lofttegund<br />

BG Съдържа охладен газ; може да причини криогенни изгаряния или наранявания.<br />

ES Contiene un gas refrigerado; puede provocar quemaduras o lesiones criogénicas.<br />

CS Obsahuje zchlazený plyn; může způsobit omrzliny nebo poškození chladem.<br />

DA Indeholder nedkølet gas, kan forårsage kuldeskader.<br />

DE Enthält tiefkaltes Gas; kann Kälteverbrennungen oder -Verletzungen verursachen.<br />

ET Sisaldab külmutatud gaasi; võib põhjustada külmapõletusi või -kahjustusi.<br />

EL Περιέχει αέριο υπό ψύξη· µπορεί να προκαλέσει εγκαύµατα ψύχους ή τραυµατισµούς.<br />

EN Contains refrigerated gas; may cause cryogenic burns or injury.<br />

FR Contient un gaz réfrigéré; peut causer des brûlures ou blessures cryogéniques.<br />

GA Gás cuisnithe istigh ann; d'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le dónna crióigineacha nó le<br />

díobháil chrióigineach.<br />

IT Contiene gas refrigerato; può provocare ustioni o lesioni criogeniche.<br />

LV Satur atdzesētu gāzi; var radīt kriogēnus apdegumus vai ievainojumus.<br />

LT Turi atšaldytų dujų, gali sukelti kriogeninius nušalimus arba pažeidimus.


Nr. 52/164 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H281 Tungumál 2.5 — Lofttegundir undir þrýstingi: Kæld, fljótandi lofttegund<br />

HU Mélyhűtött gázt tartalmaz; fagymarást vagy sérülést okozhat.<br />

MT Fih gass imkessaħ; jista' jikkawża ħruq jew dannu minn temperaturi baxxi.<br />

NL Bevat sterk gekoeld gas; kan cryogene brandwonden of letsel veroorzaken.<br />

PL Zawiera schłodzony gaz; może spowodować oparzenia kriogeniczne lub obrażenia.<br />

PT Contém gás refrigerado; pode provocar queimaduras ou lesões criogénicas.<br />

RO Conţine un gaz răcit; poate cauza arsuri sau leziuni criogenice.<br />

SK Obsahuje schladený plyn; môže spôsobiť kryogénne popáleniny alebo poranenia.<br />

SL Vsebuje ohlajen utekočinjen plin; lahko povzroči ozebline ali poškodbe.<br />

FI Sisältää jäähdytettyä kaasua; voi aiheuttaa jäätymisvamman.<br />

SV Innehåller kyld gas. Kan orsaka svåra köldskador.<br />

H290 Tungumál 2.16 — Ætandi fyrir málma, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Може да бъде корозивно за металите.<br />

ES Puede ser corrosivo para los metales.<br />

CS Může být korozivní pro kovy.<br />

DA Kan ætse metaller.<br />

DE Kann gegenüber Metallen korrosiv sein.<br />

ET Võib söövitada metalle.<br />

EL Μπορεί να διαβρώσει µέταλλα.<br />

EN May be corrosive to metals.<br />

FR Peut être corrosif pour les métaux.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith creimneach do mhiotail.<br />

IT Può essere corrosivo per i metalli.<br />

LV Var kodīgi iedarboties uz metāliem.<br />

LT Gali ėsdinti metalus.<br />

HU Fémekre korrozív hatású lehet.<br />

MT Jista' jkun korrużiv għall-metalli.<br />

NL Kan bijtend zijn voor metalen.<br />

PL Może powodować korozję metali.<br />

PT Pode ser corrosivo para os metais.<br />

RO Poate fi corosiv pentru metale.<br />

SK Môže byť korozívna pre kovy.<br />

SL Lahko je jedko za kovine.<br />

FI Voi syövyttää metalleja.<br />

SV Kan vara korrosivt för metaller.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/165<br />

Tafla 1.2<br />

Hættusetningar er varða heilbrigðishættur<br />

H300 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við inntöku), 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

BG Смъртоносeн при поглъщане.<br />

ES Mortal en caso de ingestión.<br />

CS Při požití může způsobit smrt.<br />

DA Livsfarlig ved indtagelse.<br />

DE Lebensgefahr bei Verschlucken.<br />

ET Allaneelamisel surmav.<br />

EL Θανατηφόρο σε περίπτωση κατάποσης.<br />

EN Fatal if swallowed.<br />

FR Mortel en cas d'ingestion.<br />

GA Marfach má shlogtar.<br />

IT Letale se ingerito.<br />

LV Norijot iestājas nāve.<br />

LT Mirtina prarijus.<br />

HU Lenyelve halálos.<br />

MT Fatali jekk jinbela’.<br />

NL Dodelijk bij inslikken.<br />

PL Połknięcie grozi śmiercią.<br />

PT Mortal por ingestão.<br />

RO Mortal în caz de înghiţire.<br />

SK Smrteľný po požití.<br />

SL Smrtno pri zaužitju.<br />

FI Tappavaa nieltynä.<br />

SV Dödligt vid förtäring.<br />

H301 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við inntöku), 3. hættuundirflokkur<br />

BG Токсичен при поглъщане.<br />

ES Tóxico en caso de ingestión.<br />

CS Toxický při požití.<br />

DA Giftig ved indtagelse.<br />

DE Giftig bei Verschlucken.<br />

ET Allaneelamisel mürgine.<br />

EL Τοξικό σε περίπτωση κατάποσης.<br />

EN Toxic if swallowed.<br />

FR Toxique en cas d'ingestion.<br />

GA Tocsaineach má shlogtar.


Nr. 52/166 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H301 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við inntöku), 3. hættuundirflokkur<br />

IT Tossico se ingerito.<br />

LV Toksisks, ja norij.<br />

LT Toksiška prarijus.<br />

HU Lenyelve mérgező.<br />

MT Tossiku jekk jinbela’.<br />

NL Giftig bij inslikken.<br />

PL Działa toksycznie po połknięciu.<br />

PT Tóxico por ingestão.<br />

RO Toxic în caz de înghiţire.<br />

SK Toxický po požití.<br />

SL Strupeno pri zaužitju.<br />

FI Myrkyllistä nieltynä.<br />

SV Giftigt vid förtäring.<br />

H302 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við inntöku), 4. hættuundirflokkur<br />

BG Вреден при поглъщане.<br />

ES Nocivo en caso de ingestión.<br />

CS Zdraví škodlivý při požití.<br />

DA Farlig ved indtagelse.<br />

DE Gesundheitsschädlich bei Verschlucken.<br />

ET Allaneelamisel kahjulik.<br />

EL Επιβλαβές σε περίπτωση κατάποσης.<br />

EN Harmful if swallowed.<br />

FR Nocif en cas d'ingestion.<br />

GA Díobhálach má shlogtar.<br />

IT Nocivo se ingerito.<br />

LV Kaitīgs, ja norij.<br />

LT Kenksminga prarijus.<br />

HU Lenyelve ártalmas.<br />

MT Jagħmel il-ħsara jekk jinbela’.<br />

NL Schadelijk bij inslikken.<br />

PL Działa szkodliwie po połknięciu.<br />

PT Nocivo por ingestão.<br />

RO Nociv în caz de înghiţire.<br />

SK Škodlivý po požití.<br />

SL Zdravju škodljivo pri zaužitju.<br />

FI Haitallista nieltynä.<br />

SV Skadligt vid förtäring.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/167<br />

H304 Tungumál 3.10 — Ásvelgingarhætta, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Може да бъде смъртоносен при поглъщане и навлизане в дихателните пътища.<br />

ES Puede ser mortal en caso de ingestión y penetración en las vías respiratorias.<br />

CS Při požití a vniknutí do dýchacích cest může způsobit smrt.<br />

DA Kan være livsfarligt, hvis det indtages og kommer i luftvejene.<br />

DE Kann bei Verschlucken und Eindringen in die Atemwege tödlich sein.<br />

ET Allaneelamisel või hingamisteedesse sattumisel võib olla surmav.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει θάνατο σε περίπτωση κατάποσης και διείσδυσης στις αναπνευστικές<br />

οδούς.<br />

EN May be fatal if swallowed and enters airways<br />

FR Peut être mortel en cas d'ingestion et de pénétration dans les voies respiratoires.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith marfach má shlogtar é agus má théann sé isteach sna haerbhealaí.<br />

HU Lenyelve és a légutakba kerülve halálos lehet.<br />

IT Può essere letale in caso di ingestione e di penetrazione nelle vie respiratorie.<br />

LV Var izraisīt nāvi, ja norij vai iekļūst elpceļos.<br />

LT Prarijus ir patekus į kvėpavimo takus, gali sukelti mirtį.<br />

MT Jista’ jkun fatali jekk jinbela’ u jidħol fil-pajpijiet tan-nifs.<br />

NL Kan dodelijk zijn als de stof bij inslikken in de luchtwegen terechtkomt.<br />

PL Połknięcie i dostanie się przez drogi oddechowe może grozić śmiercią.<br />

PT Pode ser mortal por ingestão e penetração nas vias respiratórias.<br />

RO Poate fi mortal în caz de înghiţire şi de pătrundere în căile respiratorii.<br />

SK Môže byť smrteľný po požití a vniknutí do dýchacích ciest.<br />

SL Pri zaužitju in vstopu v dihalne poti je lahko smrtno.<br />

FI Voi olla tappavaa nieltynä ja joutuessaan hengitysteihin.<br />

SV Kan vara dödligt vid förtäring om det kommer ner i luftvägarna.<br />

H310 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (um húð), 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

BG Смъртоносeн при контакт с кожата.<br />

ES Mortal en contacto con la piel.<br />

CS Při styku s kůží může způsobit smrt.<br />

DA Livsfarlig ved hudkontakt.<br />

DE Lebensgefahr bei Hautkontakt.<br />

ET Nahale sattumisel surmav.<br />

EL Θανατηφόρο σε επαφή µε το δέρµα.<br />

EN Fatal in contact with skin.<br />

FR Mortel par contact cutané.<br />

GA Marfach i dteagmháil leis an gcraiceann.<br />

HU Bőrrel érintkezve halálos.<br />

IT Letale per contatto con la pelle.


Nr. 52/168 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H310 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (um húð), 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

LV Nonākot saskarē ar ādu, iestājas nāve.<br />

LT Mirtina susilietus su oda.<br />

MT Fatali jekk imiss mal-ġilda.<br />

NL Dodelijk bij contact met de huid.<br />

PL Grozi śmiercią w kontacie ze skórą.<br />

PT Mortal em contacto com a pele.<br />

RO Mortal în contact cu pielea.<br />

SK Smrteľný pri kontakte s pokožkou.<br />

SL Smrtno v stiku s kožo.<br />

FI Tappavaa joutuessaan iholle.<br />

SV Dödligt vid hudkontakt.<br />

H311 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (um húð), 3. hættuundirflokkur<br />

BG Токсичен при контакт с кожата.<br />

ES Tóxico en contacto con la piel.<br />

CS Toxický při styku s kůží.<br />

DA Giftig ved hudkontakt.<br />

DE Giftig bei Hautkontakt.<br />

ET Nahale sattumisel mürgine.<br />

EL Τοξικό σε επαφή µε το δέρµα.<br />

EN Toxic in contact with skin.<br />

FR Toxique par contact cutané.<br />

GA Tocsaineach i dteagmháil leis an gcraiceann.<br />

IT Tossico per contatto con la pelle.<br />

LV Toksisks, ja nonāk saskarē ar ādu.<br />

LT Toksiška susilietus su oda.<br />

HU Bőrrel érintkezve mérgező.<br />

MT Tossiku meta jmiss mal-ġilda.<br />

NL Giftig bij contact met de huid.<br />

PL Działa toksycznie w kontakcie ze skórą.<br />

PT Tóxico em contacto com a pele.<br />

RO Toxic în contact cu pielea.<br />

SK Toxický pri kontakte s pokožkou.<br />

SL Strupeno v stiku s kožo.<br />

FI Myrkyllistä joutuessaan iholle.<br />

SV Giftigt vid hudkontakt.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/169<br />

H312 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (um húð), 4. hættuundirflokkur<br />

BG Вреден при контакт с кожата.<br />

ES Nocivo en contacto con la piel.<br />

CS Zdraví škodlivý při styku s kůží.<br />

DA Farlig ved hudkontakt.<br />

DE Gesundheitsschädlich bei Hautkontakt.<br />

ET Nahale sattumisel kahjulik.<br />

EL Επιβλαβές σε επαφή µε το δέρµα.<br />

EN Harmful in contact with skin.<br />

FR Nocif par contact cutané.<br />

GA Díobhálach i dteagmháil leis an gcraiceann.<br />

IT Nocivo per contatto con la pelle.<br />

LV Kaitīgs, ja nonāk saskarē ar ādu.<br />

LT Kenksminga susilietus su oda.<br />

HU Bőrrel érintkezve ártalmas.<br />

MT Jagħmel il-ħsara meta jmiss mal-ġilda.<br />

NL Schadelijk bij contact met de huid.<br />

PL Działa szkodliwie w kontakcie ze skórą.<br />

PT Nocivo em contacto com a pele.<br />

RO Nociv în contact cu pielea.<br />

SK Škodlivý pri kontakte s pokožkou.<br />

SL Zdravju škodljivo v stiku s kožo.<br />

FI Haitallista joutuessaan iholle.<br />

SV Skadligt vid hudkontakt.<br />

H314 Tungumál 3.2 — Húðæting/húðerting, hættuundirflokkar 1A, 1B, 1C<br />

BG Причинява тежки изгаряния на кожата и сериозно увреждане на очите.<br />

ES Provoca quemaduras graves en la piel y lesiones oculares graves.<br />

CS Způsobuje těžké poleptání kůže a poškození očí.<br />

DA Forårsager svære forbrændinger af huden og øjenskader.<br />

DE Verursacht schwere Verätzungen der Haut und schwere Augenschäden.<br />

ET Põhjustab rasket nahasöövitust ja silmakahjustusi.<br />

EL Προκαλεί σοβαρά δερµατικά εγκαύµατα και οφθαλµικές βλάβες.<br />

EN Causes severe skin burns and eye damage.<br />

FR Provoque des brûlures de la peau et des lésions oculaires graves.<br />

GA Ina chúis le dónna tromchúiseacha craicinn agus le damáiste don tsúil.<br />

IT Provoca gravi ustioni cutanee e gravi lesioni oculari.<br />

LV Izraisa smagus ādas apdegumus un acu bojājumus.


Nr. 52/170 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H314 Tungumál 3.2 — Húðæting/húðerting, hættuundirflokkar 1A, 1B, 1C<br />

LT Smarkiai nudegina odą ir pažeidžia akis.<br />

HU Súlyos égési sérülést és szemkárosodást okoz.<br />

MT Jagħmel ħruq serju lill-ġilda u ħsara lill-għajnejn.<br />

NL Veroorzaakt ernstige brandwonden en oogletsel.<br />

PL Powoduje poważne oparzenia skóry oraz uszkodzenia oczu.<br />

PT Provoca queimaduras na pele e lesões oculares graves.<br />

RO Provoacă arsuri grave ale pielii şi lezarea ochilor.<br />

SK Spôsobuje vážne poleptanie kože a poškodenie očí.<br />

SL Povzroča hude opekline kože in poškodbe oči.<br />

FI Voimakkaasti ihoa syövyttävää ja silmiä vaurioittavaa.<br />

SV Orsakar allvarliga frätskador på hud och ögon.<br />

H315 Tungumál 3.2 — Húðæting/húðerting, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Предизвиква дразнене на кожата.<br />

ES Provoca irritación cutánea.<br />

CS Dráždí kůži.<br />

DA Forårsager hudirritation.<br />

DE Verursacht Hautreizungen.<br />

ET Põhjustab nahaärritust.<br />

EL Προκαλεί ερεθισµό του δέρµατος.<br />

EN Causes skin irritation.<br />

FR Provoque une irritation cutanée.<br />

GA Ina chúis le greannú craicinn.<br />

IT Provoca irritazione cutanea.<br />

LV Kairina ādu.<br />

LT Dirgina odą.<br />

HU Bőrirritáló hatású.<br />

MT Jagħmel irritazzjoni tal-ġilda.<br />

NL Veroorzaakt huidirritatie.<br />

PL Działa drażniąco na skórę.<br />

PT Provoca irritação cutânea.<br />

RO Provoacă iritarea pielii.<br />

SK Dráždi kožu.<br />

SL Povzroča draženje kože.<br />

FI Ärsyttää ihoa.<br />

SV Irriterar huden.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/171<br />

H317 Tungumál 3.4 — Næming — húð, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Може да причини алергична кожна реакция.<br />

ES Puede provocar una reacción alérgica en la piel.<br />

CS Může vyvolat alergickou kožní reakci.<br />

DA Kan forårsage allergisk hudreaktion.<br />

DE Kann allergische Hautreaktionen verursachen.<br />

ET Võib põhjustada allergilist nahareaktsiooni.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει αλλεργική δερµατική αντίδραση.<br />

EN May cause an allergic skin reaction.<br />

FR Peut provoquer une allergie cutanée.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le frithghníomh ailléirgeach craicinn.<br />

IT Può provocare una reazione allergica cutanea.<br />

LV Var izraisīt alerģisku ādas reakciju.<br />

LT Gali sukelti alerginę odos reakciją.<br />

HU Allergiás bőrreakciót válthat ki.<br />

MT Jista’ jikkawża reazzjoni allerġika tal-ġilda.<br />

NL Kan een allergische huidreactie veroorzaken.<br />

PL Może powodować reakcję alergiczną skóry.<br />

PT Pode provocar uma reacção alérgica cutânea.<br />

RO Poate provoca o reacţie alergică a pielii.<br />

SK Môže vyvolať alergickú kožnú reakciu.<br />

SL Lahko povzroči alergijski odziv kože.<br />

FI Voi aiheuttaa allergisen ihoreaktion.<br />

SV Kan orsaka allergisk hudreaktion.<br />

H318 Tungumál 3.3 — Alvarlegur augnskaði/augnerting, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Предизвиква сериозно увреждане на очите.<br />

ES Provoca lesiones oculares graves.<br />

CS Způsobuje vážné poškození očí.<br />

DA Forårsager alvorlig øjenskade.<br />

DE Verursacht schwere Augenschäden.<br />

ET Põhjustab raskeid silmakahjustusi.<br />

EL Προκαλεί σοβαρή οφθαλµική βλάβη.<br />

EN Causes serious eye damage.<br />

FR Provoque des lésions oculaires graves.<br />

GA Ina chúis le damáiste tromchúiseach don tsúil.<br />

IT Provoca gravi lesioni oculari.<br />

LV Izraisa nopietnus acu bojājumus.


Nr. 52/172 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H318 Tungumál 3.3 — Alvarlegur augnskaði/augnerting, 1. hættuundirflokkur<br />

LT Smarkiai pažeidžia akis.<br />

HU Súlyos szemkárosodást okoz.<br />

MT Jagħmel ħsara serja lill-għajnejn.<br />

NL Veroorzaakt ernstig oogletsel.<br />

PL Powoduje poważne uszkodzenie oczu.<br />

PT Provoca lesões oculares graves.<br />

RO Provoacă leziuni oculare grave.<br />

SK Spôsobuje vážne poškodenie očí.<br />

SL Povzroča hude poškodbe oči.<br />

FI Vaurioittaa vakavasti silmiä.<br />

SV Orsakar allvarliga ögonskador.<br />

H319 Tungumál 3.3 — Alvarlegur augnskaði/augnerting, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Предизвиква сериозно дразнене на очите.<br />

ES Provoca irritación ocular grave.<br />

CS Způsobuje vážné podráždění očí.<br />

DA Forårsager alvorlig øjenirritation.<br />

DE Verursacht schwere Augenreizung.<br />

ET Põhjustab tugevat silmade ärritust.<br />

EL Προκαλεί σοβαρό οφθαλµικό ερεθισµό.<br />

EN Causes serious eye irritation.<br />

FR Provoque une sévère irritation des yeux.<br />

GA Ina chúis le greannú tromchúiseach don tsúil.<br />

IT Provoca grave irritazione oculare.<br />

LV Izraisa nopietnu acu kairinājumu.<br />

LT Sukelia smarkų akių dirginimą.<br />

HU Súlyos szemirritációt okoz.<br />

MT Jagħmel irritazzjoni serja lill-għajnejn.<br />

NL Veroorzaakt ernstige oogirritatie.<br />

PL Działa drażniąco na oczy.<br />

PT Provoca irritação ocular grave.<br />

RO Provoacă o iritare gravă a ochilor.<br />

SK Spôsobuje vážne podráždenie očí.<br />

SL Povzroča hudo draženje oči.<br />

FI Ärsyttää voimakkaasti silmiä.<br />

SV Orsakar allvarlig ögonirritation.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/173<br />

H330 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við innöndun), 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

BG Смъртоносен при вдишване.<br />

ES Mortal en caso de inhalación.<br />

CS Při vdechování může způsobit smrt.<br />

DA Livsfarlig ved indånding.<br />

DE Lebensgefahr bei Einatmen.<br />

ET Sissehingamisel surmav.<br />

EL Θανατηφόρο σε περίπτωση εισπνοής.<br />

EN Fatal if inhaled.<br />

FR Mortel par inhalation.<br />

GA Marfach má ionanálaítear.<br />

IT Letale se inalato.<br />

LV Ieelpojot, iestājas nāve.<br />

LT Mirtina įkvėpus.<br />

HU Belélegezve halálos.<br />

MT Fatali jekk jinxtamm.<br />

NL Dodelijk bij inademing.<br />

PL Wdychanie grozi śmiercią.<br />

PT Mortal por inalação.<br />

RO Mortal în caz de inhalare.<br />

SK Smrteľný pri vdýchnutí.<br />

SL Smrtno pri vdihavanju.<br />

FI Tappavaa hengitettynä.<br />

SV Dödligt vid inandning.<br />

H331 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við innöndun), 3. hættuundirflokkur<br />

BG Токсичен при вдишване.<br />

ES Tóxico en caso de inhalación.<br />

CS Toxický při vdechování.<br />

DA Giftig ved indånding.<br />

DE Giftig bei Einatmen.<br />

ET Sissehingamisel mürgine.<br />

EL Τοξικό σε περίπτωση εισπνοής.<br />

EN Toxic if inhaled.<br />

FR Toxique par inhalation.<br />

GA Tocsaineach má ionanálaítear.<br />

IT Tossico se inalato.<br />

LV Toksisks ieelpojot.


Nr. 52/174 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H331 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við innöndun), 3. hættuundirflokkur<br />

LT Toksiška įkvėpus.<br />

HU Belélegezve mérgező.<br />

MT Tossiku jekk jinxtamm.<br />

NL Giftig bij inademing.<br />

PL Działa toksycznie w następstwie wdychania.<br />

PT Tóxico por inalação.<br />

RO Toxic în caz de inhalare.<br />

SK Toxický pri vdýchnutí.<br />

SL Strupeno pri vdihavanju.<br />

FI Myrkyllistä hengitettynä.<br />

SV Giftigt vid inandning.<br />

H332 Tungumál 3.1 — Bráð eiturhrif (við innöndun), 4. hættuundirflokkur<br />

BG Вреден при вдишване.<br />

ES Nocivo en caso de inhalación.<br />

CS Zdraví škodlivý při vdechování.<br />

DA Farlig ved indånding.<br />

DE Gesundheitsschädlich bei Einatmen.<br />

ET Sissehingamisel kahjulik.<br />

EL Επιβλαβές σε περίπτωση εισπνοής.<br />

EN Harmful if inhaled.<br />

FR Nocif par inhalation.<br />

GA Díobhálach má ionanálaítear.<br />

IT Nocivo se inalato.<br />

LV Kaitīgs ieelpojot.<br />

LT Kenksminga įkvėpus.<br />

HU Belélegezve ártalmas.<br />

MT Jagħmel il-ħsara jekk jinxtamm.<br />

NL Schadelijk bij inademing.<br />

PL Działa szkodliwie w następstwie wdychania.<br />

PT Nocivo por inalação.<br />

RO Nociv în caz de inhalare.<br />

SK Škodlivý pri vdýchnutí.<br />

SL Zdravju škodljivo pri vdihavanju.<br />

FI Haitallista hengitettynä.<br />

SV Skadligt vid inandning.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/175<br />

H334 Tungumál 3.4 — Næming — öndunarfæri, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Може да причини алергични или астматични симптоми или затруднения в дишането<br />

при вдишване.<br />

ES Puede provocar síntomas de alergia o asma o dificultades respiratorias en caso de<br />

inhalación.<br />

CS Při vdechování může vyvolat příznaky alergie nebo astmatu nebo dýchací potíže.<br />

DA Kan forårsage allergi- eller astmasymptomer eller åndedrætsbesvær ved indånding.<br />

DE Kann bei Einatmen Allergie, asthmaartige Symptome oder Atembeschwerden verursachen.<br />

ET Sissehingamisel võib põhjustada allergia- või astma sümptomeid või hingamisraskusi.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει αλλεργία ή συµπτώµατα άσθµατος ή δύσπνοια σε περίπτωση<br />

εισπνοής.<br />

EN May cause allergy or asthma symptoms or breathing difficulties if inhaled.<br />

FR Peut provoquer des symptômes allergiques ou d'asthme ou des difficultés respiratoires par<br />

inhalation.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le siomptóim ailléirge nó asma nó le deacrachtaí análaithe<br />

má ionanálaítear é.<br />

IT Può provocare sintomi allergici o asmatici o difficoltà respiratorie se inalato.<br />

LV Ja ieelpo, var izraisīt alerģiju vai astmas simptomus, vai apgrūtināt elpošanu.<br />

LT Įkvėpus gali sukelti alerginę reakciją, astmos simptomus arba apsunkinti kvėpavimą.<br />

HU Belélegezve allergiás és asztmás tüneteket, és nehéz légzést okozhat.<br />

MT Jista’ jikkawża sintomi ta' allerġija jew ta’ ażma jew diffikultajiet biex jittieħed in-nifs jekk<br />

jinxtamm.<br />

NL Kan bij inademing allergie- of astmasymptomen of ademhalingsmoeilijkheden veroorzaken.<br />

PL Może powodować objawy alergii lub astmy lub trudności w oddychaniu w następstwie<br />

wdychania.<br />

PT Quando inalado, pode provocar sintomas de alergia ou de asma ou dificuldades respiratórias.<br />

RO Poate provoca simptome de alergie sau astm sau dificultăţi de respiraţie în caz de inhalare.<br />

SK Pri vdýchnutí môže vyvolať alergiu alebo príznaky astmy, alebo dýchacie ťažkosti.<br />

SL Lahko povzroči simptome alergije ali astme ali težave z dihanjem pri vdihavanju.<br />

FI Voi aiheuttaa hengitettynä allergia- tai astmaoireita tai hengitysvaikeuksia.<br />

SV Kan orsaka allergi- eller astmasymtom eller andningssvårigheter vid inandning.<br />

H335 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 3. hættuundirflokkur, erting öndunarfæra<br />

BG Може да предизвика дразнене на дихателните пътища.<br />

ES Puede irritar las vías respiratorias.<br />

CS Může způsobit podráždění dýchacích cest.<br />

DA Kan forårsage irritation af luftvejene.<br />

DE Kann die Atemwege reizen.<br />

ET Võib põhjustada hingamisteede ärritust.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει ερεθισµό της αναπνευστικής οδού.<br />

EN May cause respiratory irritation.<br />

FR Peut irriter les voies respiratoires.


Nr. 52/176 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H335 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 3. hættuundirflokkur, erting öndunarfæra<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le greannú riospráide.<br />

IT Può irritare le vie respiratorie.<br />

LV Var izraisīt elpceļu kairinājumu.<br />

LT Gali dirginti kvėpavimo takus.<br />

HU Légúti irritációt okozhat.<br />

MT Jista’ jikkawża irritazzjoni respiratorja.<br />

NL Kan irritatie van de luchtwegen veroorzaken.<br />

PL Może powodować podrażnienie dróg oddechowych.<br />

PT Pode provocar irritação das vias respiratórias.<br />

RO Poate provoca iritarea căilor respiratorii.<br />

SK Môže spôsobiť podráždenie dýchacích ciest.<br />

SL Lahko povzroči draženje dihalnih poti.<br />

FI Saattaa aiheuttaa hengitysteiden ärsytystä.<br />

SV Kan orsaka irritation i luftvägarna.<br />

H336 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 3. hættuundirflokkur, sljóvgandi áhrif<br />

BG Може да предизвика сънливост или световъртеж.<br />

ES Puede provocar somnolencia o vértigo.<br />

CS Může způsobit ospalost nebo závratě.<br />

DA Kan forårsage sløvhed eller svimmelhed.<br />

DE Kann Schläfrigkeit und Benommenheit verursachen.<br />

ET Võib põhjustada unisust või peapööritust.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει υπνηλία ή ζάλη.<br />

EN May cause drowsiness or dizziness.<br />

FR Peut provoquer somnolence ou vertiges.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le codlatacht nó le meadhrán.<br />

IT Può provocare sonnolenza o vertigini.<br />

LV Var izraisīt miegainību vai reiboņus.<br />

LT Gali sukelti mieguistumą arba galvos svaigimą.<br />

HU Álmosságot vagy szédülést okozhat.<br />

MT Jista’ jikkawża ħedla jew sturdament.<br />

NL Kan slaperigheid of duizeligheid veroorzaken.<br />

PL Może wywoływać uczucie senności lub zawroty głowy.<br />

PT Pode provocar sonolência ou vertigens.<br />

RO Poate provoca somnolenţă sau ameţeală.<br />

SK Môže spôsobiť ospalosť alebo závraty.<br />

SL Lahko povzroči zaspanost ali omotico.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/177<br />

H336 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 3. hættuundirflokkur, sljóvgandi áhrif<br />

FI Saattaa aiheuttaa uneliaisuutta ja huimausta.<br />

SV Kan göra att man blir dåsig eller omtöcknad.<br />

H340 Tungumál 3.5 — Stökkbreytandi áhrif í kímfrumum, hættuundirflokkar 1A, 1B<br />

BG Може да причини генетични дефекти < да се посочи пътят на експозицията, ако е<br />

доказано убедително, че няма друг път на експозиция, който води до същата<br />

опасност >.<br />

ES Puede provocar defectos genéticos .<br />

CS Může vyvolat genetické poškození .<br />

DA Kan forårsage genetiske defekter .<br />

DE Kann genetische Defekte verursachen .<br />

ET Võib põhjustada geneetilisi defekte .<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει γενετικά ελαττώµατα < αναφέρεται η οδός έκθεσης αν έχει<br />

αποδειχθεί αδιαµφισβήτητα ότι δεν υπάρχει κίνδυνος από τις άλλες οδούς έκθεσης >.<br />

EN May cause genetic defects .<br />

FR Peut induire des anomalies génétiques .<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le héalanga géiniteacha .<br />

IT Può provocare alterazioni genetiche .<br />

NL Kan genetische schade veroorzaken .<br />

PL Może powodować wady genetyczne .<br />

PT Pode provocar anomalias genéticas .<br />

RO Poate provoca anomalii genetice .<br />

SK Môže spôsobovať genetické poškodenie .<br />

SL Lahko povzroči genetske okvare .<br />

FI Saattaa aiheuttaa perimävaurioita .<br />

SV Kan orsaka genetiska defekter .


Nr. 52/178 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H341 Tungumál 3.5 — Stökkbreytandi áhrif í kímfrumum, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Предполага се, че причинява генетични дефекти < да се посочи пътят на<br />

експозицията, ако е доказано убедително, че няма друг път на експозиция, който води<br />

до същата опасност >.<br />

ES Se sospecha que provoca defectos genéticos .<br />

CS Podezření na genetické poškození .<br />

DA Mistænkt for at forårsage genetiske defekter .<br />

DE Kann vermutlich genetische Defekte verursachen .<br />

ET Arvatavasti põhjustab geneetilisi defekte .<br />

EL Ύποπτο για πρόκληση γενετικών ελαττωµάτων .<br />

EN Suspected of causing genetic defects .<br />

FR Susceptible d'induire des anomalies génétiques .<br />

GA Ceaptar go bhféadfadh sé a bheith ina chúis le héalanga géiniteacha .<br />

IT Sospettato di provocare alterazioni genetiche .<br />

NL Verdacht van het veroorzaken van genetische schade .<br />

PL Podejrzewa się, że powoduje wady genetyczne .<br />

PT Suspeito de provocar anomalias genéticas .<br />

RO Susceptibil de a provoca anomalii genetice < indicaţi calea de expunere, dacă există probe<br />

concludente că nicio altă cale de expunere nu provoacă acest pericol>.<br />

SK Podozrenie, že spôsobuje genetické poškodenie .<br />

SL Sum povzročitve genetskih okvar .<br />

FI Epäillään aiheuttavan perimävaurioita .<br />

SV Misstänks kunna orsaka genetiska defekter .<br />

H350 Tungumál 3.6 — Krabbameinsvaldandi áhrif, hættuundirflokkar 1A, 1B<br />

BG Може да причини рак < да се посочи пътят на експозицията, ако е доказано<br />

убедително, че няма друг път на експозиция, който води до същата опасност >.<br />

ES Puede provocar cáncer .


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/179<br />

H350 Tungumál 3.6 — Krabbameinsvaldandi áhrif, hættuundirflokkar 1A, 1B<br />

CS Může vyvolat rakovinu .<br />

DA Kan fremkalde kræft .<br />

DE Kann Krebs erzeugen .<br />

ET Võib põhjustada vähktõbe .<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει καρκίνο .<br />

EN May cause cancer .<br />

FR Peut provoquer le cancer .<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le hailse .<br />

IT Può provocare il cancro.<br />

NL Kan kanker veroorzaken <br />

PL Może powodować raka .<br />

PT Pode provocar cancro .<br />

RO Poate provoca cancer .<br />

SK Môže spôsobiť rakovinu .<br />

SL Lahko povzroči raka .<br />

FI Saattaa aiheuttaa syöpää .<br />

SV Kan orsaka cancer .<br />

H351 Tungumál 3.6 — Krabbameinsvaldandi áhrif, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Предполага се, че причинява рак < да се посочи пътят на експозицията, ако е<br />

доказано убедително, че няма друг път на експозиция, който води до същата<br />

опасност >.<br />

ES Se sospecha que provoca cáncer .<br />

CS Podezření na vyvolání rakoviny .


Nr. 52/180 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H351 Tungumál 3.6 — Krabbameinsvaldandi áhrif, 2. hættuundirflokkur<br />

DA Mistænkt for at fremkalde kræft .<br />

DE Kann vermutlich Krebs erzeugen .<br />

ET Arvatavasti põhjustab vähktõbe .<br />

EL Ύποπτο για πρόκληση καρκίνου .<br />

EN Suspected of causing cancer .<br />

FR Susceptible de provoquer le cancer .<br />

GA Ceaptar go bhféadfadh sé a bheith ina chúis le hailse .<br />

IT Sospettato di provocare il cancro


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/181<br />

H360 Tungumál 3,7 — Eiturhrif á æxlun, hættuundirflokkar 1A, 1B<br />

DA Kan skade forplantningsevnen eller det ufødte barn .<br />

DE Kann die Fruchtbarkeit beeinträchtigen oder das Kind im Mutterleib schädigen .<br />

ET Võib kahjustada viljakust või loodet <br />

.<br />

EL Μπορεί να βλάψει τη γονιµότητα ή το έµβρυο .<br />

EN May damage fertility or the unborn child .<br />

FR Peut nuire à la fertilité ou au fœtus .<br />

GA D'fhéadfadh sé damáiste a dhéanamh do thorthúlacht nó don leanbh sa bhroinn .<br />

IT Può nuocere alla fertilità o al feto .<br />

LV Var kaitēt auglībai vai nedzimušajam bērnam <br />

.<br />

LT Gali pakenkti vaisingumui arba negimusiam vaikui .<br />

HU Károsíthatja a termékenységet vagy a születendő gyermeket < ha ismert, meg kell adni a<br />

konkrét hatást > < meg kell adni az expozíciós útvonalat, ha meggyőzően bizonyított, hogy<br />

más expozíciós útvonal nem okozza a veszélyt >.<br />

MT Jista' jagħmel ħsara lill-fertilità jew lit-tarbija li għadha fil-ġuf


Nr. 52/182 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H361 Tungumál 3.7 — Eiturhrif á æxlun, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Предполага се, че уврежда оплодителната способност или плода < да се посочи<br />

конкретното въздействие, ако е известно > < да се посочи пътят на експозицията,<br />

ако е доказано убедително, че няма друг път на експозиция, който води до същата<br />

опасност >.<br />

ES Se sospecha que perjudica la fertilidad o daña al feto .<br />

CS Podezření na poškození reprodukční schopnosti nebo plodu v těle matky .<br />

DA Mistænkt for at skade forplantningsevnen eller det ufødte barn .<br />

DE Kann vermutlich die Fruchtbarkeit beeinträchtigen oder das Kind im Mutterleib schädigen <<br />

konkrete Wirkung angebe, n sofern bekannt > <br />

ET Arvatavasti kahjustab viljakust või loodet <br />

.<br />

EL Ύποπτο για πρόκληση βλάβης στη γονιµότητα ή στο έµβρυο .<br />

EN Suspected of damaging fertility or the unborn child .<br />

FR Susceptible de nuire à la fertilité ou au fœtus .<br />

GA Ceaptar go bhféadfadh sé damáiste a dhéanamh do thorthúlacht nó don leanbh sa bhroinn<br />

.<br />

IT Sospettato di nuocere alla fertilità o al feto .<br />

LV Ir aizdomas, ka var kaitēt auglībai vai nedzimušajam bērnam .<br />

LT Įtariama, kad kenkia vaisingumui arba negimusiam vaikui .<br />

HU Feltehetően károsítja a termékenységet vagy a születendő gyermeket < ha ismert, meg kell<br />

adni a konkrét hatást > < meg kell adni az expozíciós útvonalat, ha meggyőzően bizonyított,<br />

hogy más expozíciós útvonal nem okozza a veszélyt >.<br />

MT Suspettat li jagħmel ħsara lill-fertilità jew lit-tarbija li għadha fil-ġuf


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/183<br />

H361 Tungumál 3.7 — Eiturhrif á æxlun, 2. hættuundirflokkur<br />

SL Sum škodljivosti za plodnost ali nerojenega otroka <br />

.<br />

FI Epäillään heikentävän hedelmällisyyttä tai vaurioittavan sikiötä .<br />

SV Misstänks kunna skada fertiliteten eller det ofödda barnet .<br />

H362 Tungumál 3.7 — Eiturhrif á æxlun, viðbótarundirflokkur, áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk<br />

BG Може да бъде вреден за кърмачета.<br />

ES Puede perjudicar a los niños alimentados con leche materna.<br />

CS Může poškodit kojence prostřednictvím mateřského mléka.<br />

DA Kan skade børn, der ammes.<br />

DE Kann Säuglinge über die Muttermilch schädigen.<br />

ET Võib kahjustada rinnaga toidetavat last.<br />

EL Μπορεί να βλάψει τα βρέφη που τρέφονται µε µητρικό γάλα.<br />

EN May cause harm to breast-fed children.<br />

FR Peut être nocif pour les bébés nourris au lait maternel.<br />

GA D'fhéadfadh sé díobháil a dhéanamh do leanaí diúil.<br />

IT Può essere nocivo per i lattanti allattati al seno.<br />

LV Var radīt kaitējumu ar krūti barotam bērnam.<br />

LT Gali pakenkti žindomam vaikui.<br />

HU A szoptatott gyermeket károsíthatja.<br />

MT Jista’ jagħmel ħsara lit-tfal imreddgħa.<br />

NL Kan schadelijk zijn via borstvoeding.<br />

PL Może działać szkodliwie na dzieci karmione piersią.<br />

PT Pode ser nocivo para as crianças alimentadas com leite materno.<br />

RO Poate dăuna copiilor alăptaţi la sân.<br />

SK Môže spôsobiť poškodenie u dojčených detí.<br />

SL Lahko škoduje dojenim otrokom.<br />

FI Saattaa aiheuttaa haittaa rintaruokinnassa oleville lapsille.<br />

SV Kan skada spädbarn som ammas.<br />

H370 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Причинява увреждане на органите < или да се посочат всички засегнати органи, ако<br />

са известни> < да се посочи пътят на експозицията, ако е доказано убедително, че<br />

няма друг път на експозиция, който води до същата опасност >.<br />

ES Provoca daños en los órganos <br />

.<br />

CS Způsobuje poškození orgánů .


Nr. 52/184 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H370 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 1. hættuundirflokkur<br />

DA Forårsager organskader .<br />

DE Schädigt die Organe <br />

.<br />

ET Kahjustab elundeid .<br />

EL Προκαλεί βλάβες στα όργανα < αναφέρεται η οδός έκθεσης αν έχει αποδειχθεί αδιαµφισβήτητα ότι δεν υπάρχει<br />

κίνδυνος από τις άλλες οδούς έκθεσης >.<br />

EN Causes damage to organs .<br />

FR Risque avéré d'effets graves pour les organes .<br />

NL Veroorzaakt schade aan organen <br />

.<br />

PL Powoduje uszkodzenie narządów .<br />

PT Afecta os órgãos .<br />

RO Provoacă leziuni ale organelor <br />

.<br />

SK Spôsobuje poškodenie orgánov <br />

.<br />

SL Škoduje organom .<br />

FI Vahingoittaa elimiä .<br />

SV Orsakar organskador .<br />

H371 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Може да причини увреждане на органите < или да се посочат всички засегнати<br />

органи, ако са известни> < да се посочи пътят на експозицията, ако е доказано<br />

убедително, че няма друг път на експозиция, който води до същата опасност >.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/185<br />

ES Puede provocar daños en los órganos .<br />

CS Může způsobit poškození orgánů <br />

.<br />

DA Kan forårsage organskader .<br />

DE Kann die Organe schädigen <br />

.<br />

ET Võib kahjustada elundeid <br />

.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει βλάβες στα όργανα .<br />

EN May cause damage to organs .<br />

FR Risque présumé d'effets graves pour les organes .<br />

LV Var izraisīt orgānu bojājumus .<br />

LT Gali pakenkti organams .<br />

HU Károsíthatja a szerveket < vagy meg kell adni az összes érintett szervet, ha ismertek > < meg<br />

kell adni az expozíciós útvonalat, ha meggyőzően bizonyított, hogy más expozíciós útvonal<br />

nem okozza a veszélyt >.<br />

MT Jista’ jikkawża ħsara lill-organi <br />


Nr. 52/186 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H371 Tungumál 3.8 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 2. hættuundirflokkur<br />

SV Kan orsaka organskador .<br />

H372 Tungumál 3.9 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif, 1. hættuundirflokkur<br />

BG Причинява увреждане на органите < или да се посочат всички засегнати органи, ако<br />

са известни > посредством продължителна или повтаряща се експозиция < да се<br />

посочи пътят на експозицията, ако е доказано убедително, че няма друг път на<br />

експозиция, който води до същата опасност >.<br />

ES Provoca daños en los órganos tras<br />

exposiciones prolongadas o repetidas .<br />

CS Způsobuje poškození orgánů při<br />

prodloužené nebo opakované expozici .<br />

DA Forårsager organskader ved<br />

længerevarende eller gentagen eksponering .<br />

DE Schädigt die Organe bei längerer oder wiederholter<br />

Exposition .<br />

ET Kahjustab elundeid pikaajalisel<br />

või korduval kokkupuutel .<br />

EL Προκαλεί βλάβες στα όργανα ύστερα από παρατεταµένη ή επανειληµµένη έκθεση < αναφέρεται η οδός έκθεσης<br />

αν έχει αποδειχθεί αδιαµφισβήτητα ότι δεν υπάρχει κίνδυνος από τις άλλες οδούς έκθεσης >.<br />

EN Causes damage to organs through prolonged or<br />

repeated exposure .<br />

FR Risque avéré d'effets graves pour les organes .<br />

NL Veroorzaakt schade aan organen bij<br />

langdurige of herhaalde blootstelling .<br />

PL Powoduje uszkodzenie narządów <br />

poprzez długotrwałe lub powtarzane narażenie .


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/187<br />

H372 Tungumál 3.9 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif, 1. hættuundirflokkur<br />

PT Afecta os órgãos após<br />

exposição prolongada ou repetida .<br />

RO Provoacă leziuni ale organelor <br />

în caz de expunere prelungită sau repetată .<br />

SK Spôsobuje poškodenie orgánov pri<br />

dlhšej alebo opakovanej expozícii .<br />

SL Škoduje organom pri dolgotrajni ali<br />

ponavljajoči se izpostavljenosti .<br />

FI Vahingoittaa elimiä pitkäaikaisessa tai<br />

toistuvassa altistumisessa .<br />

SV Orsakar organskador genom lång<br />

eller upprepad exponering .<br />

H373 Tungumál 3.9 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif, 2. hættuundirflokkur<br />

BG Може да причини увреждане на органите < или да се посочат всички засегнати<br />

органи, ако са известни > при продължителна или повтаряща се експозиция < да се<br />

посочи пътят на експозицията, ако е доказано убедително, че няма друг път на<br />

експозиция, който води до същата опасност >.<br />

ES Puede provocar daños en los órganos tras exposiciones prolongadas o repetidas .<br />

CS Může způsobit poškození orgánů při<br />

prodloužené nebo opakované expozici .<br />

DA Kan forårsage organskader ved<br />

længerevarende eller gentagen eksponering .<br />

DE Kann die Organe schädigen bei längerer<br />

oder wiederholter Exposition .<br />

ET Võib kahjustada elundeid <br />

pikaajalisel või korduval kokkupuutel .<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει βλάβες στα όργανα ύστερα από παρατεταµένη ή επανειληµµένη έκθεση .<br />

EN May cause damage to organs through prolonged or<br />

repeated exposure .<br />

FR Risque présumé d'effets graves pour les organes .<br />

LV Var izraisīt orgānu bojājumus ilgstošas<br />

vai atkārtotas iedarbības rezultātā .


Nr. 52/188 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H373 Tungumál 3.9 — Sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif, 2. hættuundirflokkur<br />

LT Gali pakenkti organams , jeigu<br />

medžiaga veikia ilgai arba kartotinai .<br />

HU Ismétlődő vagy hosszabb expozíció esetén < meg kell adni az expozíciós útvonalat, ha<br />

meggyőzően bizonyított, hogy más expozíciós útvonal nem okozza a veszélyt > károsíthatja a<br />

szerveket > vagy meg kell adni az összes érintett szervet, ha ismertek >.<br />

MT Jista’ jikkawża ħsara lill-organi <br />

minħabba espożizzjoni fit-tul jew ripetuta


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/189<br />

H400 Tungumál 4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — bráð hætta, 1. undirflokkur<br />

LT Labai toksiška vandens organizmams.<br />

HU Nagyon mérgező a vízi élővilágra.<br />

MT Tossiku ħafna għall-organiżmi akwatiċi.<br />

NL Zeer giftig voor in het water levende organismen.<br />

PL Działa bardzo toksycznie na organizmy wodne.<br />

PT Muito tóxico para os organismos aquáticos.<br />

RO Foarte toxic pentru mediul acvatic.<br />

SK Veľmi toxický pre vodné organizmy.<br />

SL Zelo strupeno za vodne organizme.<br />

FI Erittäin myrkyllistä vesieliöille.<br />

SV Mycket giftigt för vattenlevande organismer.<br />

H410 Tungumál 4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn hætta, 1.undirflokkur<br />

BG Силно токсичен за водните организми, с дълготраен ефект.<br />

ES Muy tóxico para los organismos acuáticos, con efectos nocivos duraderos.<br />

CS Vysoce toxický pro vodní organismy, s dlouhodobými účinky.<br />

DA Meget giftig med langvarige virkninger for vandlevende organismer.<br />

DE Sehr giftig für Wasserorganismen mit langfristiger Wirkung.<br />

ET Väga mürgine veeorganismidele, pikaajaline toime.<br />

EL Πολύ τοξικό για τους υδρόβιους οργανισµούς, µε µακροχρόνιες επιπτώσεις.<br />

EN Very toxic to aquatic life with long lasting effects.<br />

FR Très toxique pour les organismes aquatiques, entraîne des effets néfastes à long terme.<br />

GA An-tocsaineach don saol uisceach, le héifeachtaí fadtréimhseacha.<br />

IT Molto tossico per gli organismi acquatici con effetti di lunga durata.<br />

LV Ļoti toksisks ūdens organismiem ar ilgstošām sekām.<br />

LT Labai toksiška vandens organizmams, sukelia ilgalaikius pakitimus.<br />

HU Nagyon mérgező a vízi élővilágra, hosszan tartó károsodást okoz.<br />

MT Tossiku ħafna għall-organiżmi akwatiċi b'mod li jħalli effetti dejjiema.<br />

NL Zeer giftig voor in het water levende organismen, met langdurige gevolgen.<br />

PL Działa bardzo toksycznie na organizmy wodne, powodując długotrwałe skutki.<br />

PT Muito tóxico para os organismos aquáticos com efeitos duradouros.<br />

RO Foarte toxic pentru mediul acvatic cu efecte pe termen lung.<br />

SK Veľmi toxický pre vodné organizmy, s dlhodobými účinkami.<br />

SL Zelo strupeno za vodne organizme, z dolgotrajnimi učinki.<br />

FI Erittäin myrkyllistä vesieliöille, pitkäaikaisia haittavaikutuksia.<br />

SV Mycket giftigt för vattenlevande organismer med långtidseffekter.


Nr. 52/190 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

H411 Tungumál 4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn hætta, 2. undirflokkur<br />

BG Токсичен за водните организми, с дълготраен ефект.<br />

ES Tóxico para los organismos acuáticos, con efectos nocivos duraderos.<br />

CS Toxický pro vodní organismy, s dlouhodobými účinky.<br />

DA Giftig for vandlevende organismer, med langvarige virkninger.<br />

DE Giftig für Wasserorganismen, mit langfristiger Wirkung.<br />

ET Mürgine veeorganismidele, pikaajaline toime.<br />

EL Τοξικό για τους υδρόβιους οργανισµούς, µε µακροχρόνιες επιπτώσεις.<br />

EN Toxic to aquatic life with long lasting effects.<br />

FR Toxique pour les organismes aquatiques, entraîne des effets néfastes à long terme.<br />

GA Tocsaineach don saol uisceach, le héifeachtaí fadtréimhseacha.<br />

IT Tossico per gli organismi acquatici con effetti di lunga durata.<br />

LV Toksisks ūdens organismiem ar ilgstošām sekām.<br />

LT Toksiška vandens organizmams, sukelia ilgalaikius pakitimus.<br />

HU Mérgező a vízi élővilágra, hosszan tartó károsodást okoz.<br />

MT Tossiku għall-organiżmi akwatiċi b'mod li jħalli effetti dejjiema.<br />

NL Giftig voor in het water levende organismen, met langdurige gevolgen.<br />

PL Działa toksycznie na organizmy wodne, powodując długotrwałe skutki.<br />

PT Tóxico para os organismos aquáticos com efeitos duradouros.<br />

RO Toxic pentru mediul acvatic cu efecte pe termen lung.<br />

SK Toxický pre vodné organizmy, s dlhodobými účinkami.<br />

SL Strupeno za vodne organizme, z dolgotrajnimi učinki.<br />

FI Myrkyllistä vesieliöille, pitkäaikaisia haittavaikutuksia.<br />

SV Giftigt för vattenlevande organismer med långtidseffekter.<br />

H412 Tungumál 4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn hætta, 3. undirflokkur<br />

BG Вреден за водните организми, с дълготраен ефект.<br />

ES Nocivo para los organismos acuáticos, con efectos nocivos duraderos.<br />

CS Škodlivý pro vodní organismy, s dlouhodobými účinky.<br />

DA Skadelig for vandlevende organismer, med langvarige virkninger.<br />

DE Schädlich für Wasserorganismen, mit langfristiger Wirkung.<br />

ET Ohtlik veeorganismidele, pikaajaline toime.<br />

EL Επιβλαβές για τους υδρόβιους οργανισµούς, µε µακροχρόνιες επιπτώσεις.<br />

EN Harmful to aquatic life with long lasting effects.<br />

FR Nocif pour les organismes aquatiques, entraîne des effets néfastes à long terme.<br />

GA Díobhálach don saol uisceach, le héifeachtaí fadtréimhseacha.<br />

IT Nocivo per gli organismi acquatici con effetti di lunga durata.<br />

LV Kaitīgs ūdens organismiem ar ilgstošām sekām.<br />

LT Kenksminga vandens organizmams, sukelia ilgalaikius pakitimus.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/191<br />

H412 Tungumál 4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn hætta, 3. undirflokkur<br />

HU Ártalmas a vízi élővilágra, hosszan tartó károsodást okoz.<br />

MT Jagħmel ħsara lill-organiżmi akwatiċi b'mod li jħalli effetti dejjiema.<br />

NL Schadelijk voor in het water levende organismen, met langdurige gevolgen.<br />

PL Działa szkodliwie na organizmy wodne, powodując długotrwałe skutki.<br />

PT Nocivo para os organismos aquáticos com efeitos duradouros.<br />

RO Nociv pentru mediul acvatic cu efecte pe termen lung.<br />

SK Škodlivý pre vodné organizmy, s dlhodobými účinkami.<br />

SL Škodljivo za vodne organizme, z dolgotrajnimi učinki.<br />

FI Haitallista vesieliöille, pitkäaikaisia haittavaikutuksia.<br />

SV Skadliga långtidseffekter för vattenlevande organismer.<br />

H413 Tungumál 4.1 — Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn hætta, 4. undirflokkur<br />

BG Може да причини дълготраен вреден ефект за водните организми.<br />

ES Puede ser nocivo para los organismos acuáticos, con efectos nocivos duraderos.<br />

CS Může vyvolat dlouhodobé škodlivé účinky pro vodní organismy.<br />

DA Kan forårsage langvarige skadelige virkninger for vandlevende organismer.<br />

DE Kann für Wasserorganismen schädlich sein, mit langfristiger Wirkung.<br />

ET Võib avaldada veeorganismidele pikaajalist kahjulikku toimet.<br />

EL Μπορεί να προκαλέσει µακροχρόνιες επιπτώσεις στους υδρόβιους οργανισµούς.<br />

EN May cause long lasting harmful effects to aquatic life.<br />

FR Peut être nocif à long terme pour les organismes aquatiques.<br />

GA D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le héifeachtaí fadtréimhseacha díobhálacha ar an saol<br />

uisceach.<br />

IT Può essere nocivo per gli organismi acquatici con effetti di lunga durata.<br />

LV Var radīt ilgstošas kaitīgas sekas ūdens organismiem.<br />

LT Gali sukelti ilgalaikį kenksmingą poveikį vandens organizmams.<br />

HU Hosszan tartó ártalmas hatást gyakorolhat a vízi élővilágra.<br />

MT Jista’ jikkawża effetti ta' ħsara dejjiema lill-organiżmi akwatiċi.<br />

NL Kan langdurige schadelijke gevolgen voor in het water levende organismen hebben.<br />

PL Może powodować długotrwałe szkodliwe skutki dla organizmów wodnych.<br />

PT Pode provocar efeitos nocivos duradouros nos organismos aquáticos.<br />

RO Poate provoca efecte nocive pe termen lung asupra mediului acvatic.<br />

SK Môže mať dlhodobé škodlivé účinky na vodné organizmy.<br />

SL Lahko ima dolgotrajne škodljive učinke na vodne organizme.<br />

FI Voi aiheuttaa pitkäaikaisia haittavaikutuksia vesieliöille.<br />

SV Kan ge skadliga långtidseffekter på vattenlevande organismer.


Nr. 52/192 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-H001 Tungumál<br />

ESB-H006 Tungumál<br />

2. 2. hluti: viðbótarupplýsingar um hættu<br />

Tafla 2.1<br />

Eðliseiginleikar<br />

BG Експлозивен в сухо състояние.<br />

ES Explosivo en estado seco.<br />

CS Výbušný v suchém stavu.<br />

DA Eksplosiv i tør tilstand.<br />

DE In trockenem Zustand explosionsgefährlich.<br />

ET Plahvatusohtlik kuivana.<br />

EL Εκρηκτικό σε ξηρή κατάσταση.<br />

EN Explosive when dry.<br />

FR Explosif à l'état sec.<br />

GA Pléascach agus é tirim.<br />

IT Esplosivo allo stato secco.<br />

LV Sprādzienbīstams sausā veidā.<br />

LT Sausos būsenos gali sprogti.<br />

HU Száraz állapotban robbanásveszélyes.<br />

MT Jisplodi meta jinxef.<br />

NL In droge toestand ontplofbaar.<br />

PL Produkt wybuchowy w stanie suchym.<br />

PT Explosivo no estado seco.<br />

RO Exploziv în stare uscată.<br />

SK V suchom stave výbušný.<br />

SL Eksplozivno v suhem stanju.<br />

FI Räjähtävää kuivana.<br />

SV Explosivt i torrt tillstånd.<br />

BG Експлозивен при или без контакт с въздуха.<br />

ES Explosivo en contacto o sin contacto con el aire.<br />

CS Výbušný za přístupu i bez přístupu vzduchu.<br />

DA Eksplosiv ved og uden kontakt med luft.<br />

DE Mit und ohne Luft explosionsfähig.<br />

ET Plahvatusohtlik õhuga kokkupuutel või kokkupuuteta.<br />

EL Εκρηκτικό σε επαφή ή χωρίς επαφή µε τον αέρα.<br />

EN Explosive with or without contact with air.<br />

FR Danger d'explosion en contact ou sans contact avec l'air.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/193<br />

ESB-H006 Tungumál<br />

ESB-H014 Tungumál<br />

GA Pléascach i dteagmháil le haer nó gan é.<br />

IT Esplosivo a contatto o senza contatto con l'aria.<br />

LV Sprādzienbīstams gaisa un bezgaisa vidē.<br />

LT Gali sprogti ore arba beorėje erdvėje.<br />

HU Levegővel érintkezve vagy anélkül is robbanásveszélyes.<br />

MT Jista' jisplodi b'kuntatt jew bla kuntatt ma' l-ajra.<br />

NL Ontplofbaar met en zonder lucht.<br />

PL Produkt wybuchowy z dostępem lub bez dostępu powietrza.<br />

PT Perigo de explosão com ou sem contacto com o ar.<br />

RO Exploziv în contact sau fără contactul cu aerul.<br />

SK Výbušné pri kontakte alebo bez kontaktu so vzduchom.<br />

SL Eksplozivno v stiku z zrakom ali brez stika z zrakom.<br />

FI Räjähtävää sellaisenaan tai ilman kanssa.<br />

SV Explosivt vid eller utan kontakt med luft.<br />

BG Реагира бурно с вода.<br />

ES Reacciona violentamente con el agua.<br />

CS Prudce reaguje s vodou.<br />

DA Reagerer voldsomt med vand.<br />

DE Reagiert heftig mit Wasser.<br />

ET Reageerib ägedalt veega.<br />

EL Αντιδρά βίαια µε νερό.<br />

EN Reacts violently with water.<br />

FR Réagit violemment au contact de l'eau.<br />

GA Imoibríonn go foirtil le huisce.<br />

IT Reagisce violentemente con l'acqua.<br />

LV Aktīvi reaģē ar ūdeni.<br />

LT Smarkiai reaguoja su vandeniu.<br />

HU Vízzel hevesen reagál.<br />

MT Jirreaġixxi bil-qawwa meta jmiss l-ilma.<br />

NL Reageert heftig met water.<br />

PL Reaguje gwałtownie z wodą.<br />

PT Reage violentamente em contacto com a água.<br />

RO Reacţionează violent în contact cu apa.<br />

SK Prudko reaguje s vodou.<br />

SL Burno reagira z vodo.


Nr. 52/194 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-H014 Tungumál<br />

ESB-H018 Tungumál<br />

ESB-H019 Tungumál<br />

FI Reagoi voimakkaasti veden kanssa.<br />

SV Reagerar häftigt med vatten.<br />

BG При употреба може да се образува запалима/експлозивна паровъздушнa смес.<br />

ES Al usarlo pueden formarse mezclas aire-vapor explosivas o inflamables.<br />

CS Při používání může vytvářet hořlavé nebo výbušné směsi par se vzduchem.<br />

DA Ved brug kan brandbarlige dampe/eksplosive damp-luftblandinger dannes.<br />

DE Kann bei Verwendung explosionsfähige/entzündbare Dampf/Luft-Gemische bilden.<br />

ET Kasutamisel võib moodustuda tule-/plahvatusohtlik auru-õhu segu.<br />

EL Κατά τη χρήση µπορεί να σχηµατίσει εύφλεκτα/εκρηκτικά µείγµατα ατµού-αέρος.<br />

EN In use may form flammable/explosive vapour-air mixture.<br />

FR Lors de l'utilisation, formation possible de mélange vapeur-air inflammable/explosif.<br />

GA Agus é á úsáid d'fhéadfaí meascán inadhainte/pléascach gaile-aeir a chruthú.<br />

IT Durante l'uso può formarsi una miscela vapore-aria esplosiva/infiammabile.<br />

LV Izmantojot var veidot uzliesmojošu vai sprādzienbīstamu tvaiku un gaisa maisījumu.<br />

LT Naudojama gali sudaryti degius (sprogius) garų-oro mišinius.<br />

HU A használat során tűzveszélyes/robbanásveszélyes gőz/levegő elegy keletkezhet.<br />

MT Meta jintuża jista' jifforma taħlitiet esplussivi jew li jaqbdu jekk jitħallat ma' l-arja.<br />

NL Kan bij gebruik een ontvlambaar/ontplofbaar damp-luchtmengsel vormen.<br />

PL Podczas stosowania mogą powstawać łatwopalne lub wybuchowe mieszaniny par z<br />

powietrzem.<br />

PT Pode formar mistura vapor-ar explosiva/inflamável durante a utilização.<br />

RO În timpul utilizării poate forma un amestec vapori-aer, inflamabil/exploziv.<br />

SK Pri použití môže vytvárat’ horľavú/výbušnú zmes pár so vzduchom.<br />

SL Pri uporabi lahko tvori vnetljivo/eksplozivno zmes hlapi-zrak.<br />

FI Käytössä voi muodostua syttyvä/räjähtävä höyry-ilmaseos.<br />

SV Vid användning kan brännbara/explosiva ång-luftblandningar bildas.<br />

BG Може да образува експлозивни пероксиди.<br />

ES Puede formar peróxidos explosivos.<br />

CS Může vytvářet výbušné peroxidy.<br />

DA Kan danne eksplosive peroxider.<br />

DE Kann explosionsfähige Peroxide bilden.<br />

ET Võib moodustada plahvatusohtlikke peroksiide.<br />

EL Μπορεί να σχηµατίσει εκρηκτικά υπεροξείδια.<br />

EN May form explosive peroxides.<br />

FR Peut former des peroxydes explosifs.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/195<br />

ESB-H019 Tungumál<br />

ESB-H044 Tungumál<br />

GA D'fhéadfadh sé sárocsaídí pléascacha a chruthú.<br />

IT Può formare perossidi esplosivi.<br />

LV Var veidot sprādzienbīstamus peroksīdus.<br />

LT Gali sudaryti sprogius peroksidus.<br />

HU Robbanásveszélyes peroxidokat képezhet.<br />

MT Jista' jifforma perossidi esplussivi.<br />

NL Kan ontplofbare peroxiden vormen.<br />

PL Może tworzyć wybuchowe nadtlenki.<br />

PT Pode formar peróxidos explosivos.<br />

RO Poate forma peroxizi explozivi.<br />

SK Môže vytvárat’ výbušné peroxidy.<br />

SL Lahko tvori eksplozivne perokside.<br />

FI Saattaa muodostaa räjähtäviä peroksideja.<br />

SV Kan bilda explosiva peroxider.<br />

BG Риск от експлозия при нагряване в затворено пространство.<br />

ES Riesgo de explosión al calentarlo en ambiente confinado.<br />

CS Nebezpečí výbuchu při zahřátí v uzavřeném obalu.<br />

DA Eksplosionsfarlig ved opvarmning under indeslutning.<br />

DE Explosionsgefahr bei Erhitzen unter Einschluss.<br />

ET Plahvatusohtlik kuumutamisel kinnises mahutis.<br />

EL Κίνδυνος εκρήξεως εάν θερµανθεί υπό περιορισµό.<br />

EN Risk of explosion if heated under confinement.<br />

FR Risque d'explosion si chauffé en ambiance confinée.<br />

GA Baol pléasctha arna théamh i limistéar iata.<br />

IT Rischio di esplosione per riscaldamento in ambiente confinato.<br />

LV Sprādziena draudi, karsējot slēgtā vidē.<br />

LT Gali sprogti, jei kaitinama sandariai uždaryta.<br />

HU Zárt térben hő hatására robbanhat.<br />

MT Riskju ta' splużjoni jekk jissaħħan fil-magħluq.<br />

NL Ontploffingsgevaar bij verwarming in afgesloten toestand.<br />

PL Zagrożenie wybuchem po ogrzaniu w zamkniętym pojemniku.<br />

PT Risco de explosão se aquecido em ambiente fechado.<br />

RO Risc de explozie, dacă este încălzit în spaţiu închis.<br />

SK Riziko výbuchu pri zahrievaní v uzavretom priestore.<br />

SL Nevarnost eksplozije ob segrevanju v zaprtem prostoru.


Nr. 52/196 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-H044 Tungumál<br />

ESB-H029 Tungumál<br />

ESB-H031 Tungumál<br />

FI Räjähdysvaara kuumennettaessa suljetussa astiassa.<br />

SV Explosionsrisk vid uppvärmning i sluten behållare.<br />

Tafla 2.2<br />

Eiginleikar er varða heilbrigði<br />

BG При контакт с вода се отделя токсичен газ.<br />

ES En contacto con agua libera gases tóxicos.<br />

CS Uvolňuje toxický plyn při styku s vodou.<br />

DA Udvikler giftig gas ved kontakt med vand.<br />

DE Entwickelt bei Berührung mit Wasser giftige Gase.<br />

ET Kokkupuutel veega eraldub mürgine gaas.<br />

EL Σε επαφή µε το νερό ελευθερώνονται τοξικά αέρια.<br />

EN Contact with water liberates toxic gas.<br />

FR Au contact de l'eau, dégage des gaz toxiques.<br />

GA I dteagmháil le huisce scaoiltear gás tocsaineach.<br />

IT A contatto con l'acqua libera un gas tossico.<br />

LV Saskaroties ar ūdeni, izdala toksiskas gāzes.<br />

LT Kontaktuodama su vandeniu išskiria toksiškas dujas.<br />

HU Vízzel érintkezve mérgező gázok képződnek.<br />

MT Jitfa' gass tossiku meta jmiss l-ilma.<br />

NL Vormt giftig gas in contact met water.<br />

PL W kontakcie z wodą uwalnia toksyczne gazy.<br />

PT Em contacto com a água liberta gases tóxicos.<br />

RO În contact cu apa, degajă un gaz toxic.<br />

SK Pri kontakte s vodou uvoľňuje toxický plyn.<br />

SL V stiku z vodo se sprošča strupen plin.<br />

FI Kehittää myrkyllistä kaasua veden kanssa.<br />

SV Utvecklar giftig gas vid kontakt med vatten.<br />

BG При контакт с киселини се отделя токсичен газ.<br />

ES En contacto con ácidos libera gases tóxicos.<br />

CS Uvolňuje toxický plyn při styku s kyselinami.<br />

DA Udvikler giftig gas ved kontakt med syre.<br />

DE Entwickelt bei Berührung mit Säure giftige Gase.<br />

ET Kokkupuutel hapetega eraldub mürgine gaas.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/197<br />

ESB-H031 Tungumál<br />

ESB-H032 Tungumál<br />

EL Σε επαφή µε οξέα ελευθερώνονται τοξικά αέρια.<br />

EN Contact with acids liberates toxic gas.<br />

FR Au contact d'un acide, dégage un gaz toxique.<br />

GA I dteagmháil le haigéid scaoiltear gás tocsaineach.<br />

IT A contatto con acidi libera gas tossici.<br />

LV Saskaroties ar skābēm, izdala toksiskas gāzes.<br />

LT Kontaktuodama su rūgštimis išskiria toksiškas dujas.<br />

HU Savval érintkezve mérgező gázok képződnek.<br />

MT Jitfa' gass tossiku meta jmiss l-aċidi.<br />

NL Vormt giftig gas in contact met zuren.<br />

PL W kontakcie z kwasami uwalnia toksyczne gazy.<br />

PT Em contacto com ácidos liberta gases tóxicos.<br />

RO În contact cu acizi, degajă un gaz toxic.<br />

SK Pri kontakte s kyselinami uvoľňuje toxický plyn.<br />

SL V stiku s kislinami se sprošča strupen plin.<br />

FI Kehittää myrkyllistä kaasua hapon kanssa.<br />

SV Utvecklar giftig gas vid kontakt med syra.<br />

BG При контакт с киселини се отделя силно токсичен газ.<br />

ES En contacto con ácidos libera gases muy tóxicos.<br />

CS Uvolňuje vysoce toxický plyn při styku s kyselinami.<br />

DA Udvikler meget giftig gas ved kontakt med syre.<br />

DE Entwickelt bei Berührung mit Säure sehr giftige Gase.<br />

ET Kokkupuutel hapetega eraldub väga mürgine gaas.<br />

EL Σε επαφή µε οξέα ελευθερώνονται πολύ τοξικά αέρια.<br />

EN Contact with acids liberates very toxic gas.<br />

FR Au contact d'un acide, dégage un gaz très toxique.<br />

GA I dteagmháil le haigéid scaoiltear gás an-tocsaineach.<br />

IT A contatto con acidi libera gas molto tossici.<br />

LV Saskaroties ar skābēm, izdala ļoti toksiskas gāzes.<br />

LT Kontaktuodama su rūgštimis išskiria labai toksiškas dujas.<br />

HU Savval érintkezve nagyon mérgező gázok képződnek.<br />

MT Jitfa' gass tossiku ħafna meta jmiss l-aċidi.<br />

NL Vormt zeer giftig gas in contact met zuren.<br />

PL W kontakcie z kwasami uwalnia bardzo toksyczne gazy.<br />

PT Em contacto com ácidos liberta gases muito tóxicos.<br />

RO În contact cu acizi, degajă un gaz foarte toxic.


Nr. 52/198 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-H032 Tungumál<br />

ESB-H066 Tungumál<br />

ESB-H070 Tungumál<br />

SK Pri kontakte s kyselinami uvoľňuje veľmi toxický plyn.<br />

SL V stiku s kislinami se sprošča zelo strupen plin.<br />

FI Kehittää erittäin myrkyllistä kaasua hapon kanssa.<br />

SV Utvecklar mycket giftig gas vid kontakt med syra.<br />

BG Повтарящата се експозиция може да предизвика изсушаване или напукване на кожата.<br />

ES La exposición repetida puede provocar sequedad o formación de grietas en la piel.<br />

CS Opakovaná expozice může způsobit vysušení nebo popraskání kůže.<br />

DA Gentagen kontakt kan give tør eller revnet hud.<br />

DE Wiederholter Kontakt kann zu spröder oder rissiger Haut führen.<br />

ET Korduv kokkupuude võib põhjustada naha kuivust või lõhenemist.<br />

EL Παρατεταµένη έκθεση µπορεί να προκαλέσει ξηρότητα δέρµατος ή σκάσιµο.<br />

EN Repeated exposure may cause skin dryness or cracking.<br />

FR L'exposition répétée peut provoquer dessèchement ou gerçures de la peau.<br />

GA D'fhéadfadh tirimeacht chraicinn nó scoilteadh craicinn a bheith mar thoradh ar ilnochtadh.<br />

IT L'esposizione ripetuta può provocare secchezza o screpolature della pelle.<br />

LV Atkārtota iedarbība var radīt sausu ādu vai izraisīt tās sprēgāšanu.<br />

LT Pakartotinis poveikis gali sukelti odos džiūvimą arba skilinėjimą.<br />

HU Ismétlődő expozíció a bőr kiszáradását vagy megrepedezését okozhatja.<br />

MT Espożizzjoni ripetuta tista' tikkaġuna nxif jew qsim tal-ġilda.<br />

NL Herhaalde blootstelling kan een droge of een gebarsten huid veroorzaken.<br />

PL Powtarzające się narażenie może powodować wysuszanie lub pękanie skóry.<br />

PT Pode provocar pele seca ou gretada, por exposição repetida.<br />

RO Expunerea repetată poate provoca uscarea sau crăparea pielii.<br />

SK Opakovaná expozícia môže spôsobit’ vysušenie alebo popraskanie pokožky.<br />

SL Ponavljajoča izpostavljenost lahko povzroči nastanek suhe ali razpokane kože.<br />

FI Toistuva altistus voi aiheuttaa ihon kuivumista tai halkeilua.<br />

SV Upprepad kontakt kan ge torr hud eller hudsprickor.<br />

BG Токсично при контакт с очите.<br />

ES Tóxico en contacto con los ojos.<br />

CS Toxický při styku s očima.<br />

DA Giftig ved kontakt med øjnene.<br />

DE Giftig bei Berührung mit den Augen.<br />

ET Silma sattumisel mürgine.<br />

EL Τοξικό σε επαφή µε τα µάτια.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/199<br />

ESB-H070 Tungumál<br />

ESB-H071 Tungumál<br />

EN Toxic by eye contact.<br />

FR Toxique par contact oculaire.<br />

GA Tocsaineach trí theagmháil leis an tsúil.<br />

IT Tossico per contatto oculare.<br />

LV Toksisks saskarē ar acīm.<br />

LT Toksiška patekus į akis.<br />

HU Szembe kerülve mérgező.<br />

MT Tossiku meta jmiss ma’ l-għajnejn.<br />

NL Giftig bij oogcontact.<br />

PL Działa toksycznie w kontakcie z oczami.<br />

PT Tóxico por contacto com os olhos.<br />

RO Toxic în caz de contact cu ochii.<br />

SK Toxické pri kontakte s očami.<br />

SL Strupeno ob stiku z očmi.<br />

FI Myrkyllistä joutuessaan silmään.<br />

SV Giftigt vid kontakt med ögonen.<br />

BG Корозивен за дихателните пътища.<br />

ES Corrosivo para las vías respiratorias.<br />

CS Způsobuje poleptání dýchacích cest.<br />

DA Ætsende for luftvejene.<br />

DE Wirkt ätzend auf die Atemwege.<br />

ET Söövitav hingamisteedele.<br />

EL Διαβρωτικό της αναπνευστικής οδού.<br />

EN Corrosive to the respiratory tract.<br />

FR Corrosif pour les voies respiratoires.<br />

GA Creimneach don chonair riospráide.<br />

IT Corrosivo per le vie respiratorie.<br />

LV Kodīgs elpceļiem.<br />

LT Ėsdina kvėpavimo takus.<br />

HU Maró hatású a légutakra.<br />

MT Korrużiv għas-sistema respiratorja.<br />

NL Bijtend voor de luchtwegen.<br />

PL Działa żrąco na drogi oddechowe.<br />

PT Corrosivo para as vias respiratórias.<br />

RO Corosiv pentru căile respiratorii.<br />

SK Žieravé pre dýchacie cesty.


Nr. 52/200 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-H071 Tungumál<br />

SL Jedko za dihalne poti.<br />

FI Hengityselimiä syövyttävää.<br />

SV Frätande på luftvägarna.<br />

Tafla 2.3<br />

Eiginleikar sem varða umhverfið<br />

ESB-H059 Tungumál Viðbótarhættuflokkur ESB<br />

ESB-<br />

H201/201A<br />

201<br />

201A<br />

BG Опасно за озоновия слой.<br />

ES Peligroso para la capa de ozono.<br />

CS Nebezpečný pro ozonovou vrstvu.<br />

DA Farlig for ozonlaget.<br />

DE Die Ozonschicht schädigend.<br />

ET Ohtlik osoonikihile.<br />

EL Επικίνδυνο για τη στιβάδα του όζοντος.<br />

EN Hazardous to the ozone layer.<br />

FR Dangereux pour la couche d'ozone.<br />

GA Guaiseach don chiseal ózóin.<br />

IT Pericoloso per lo strato di ozono.<br />

LV Bīstams ozona slānim.<br />

LT Pavojinga ozono sluoksniui.<br />

HU Veszélyes az ózonrétegre.<br />

MT Perikoluż għas-saff ta' l-ożonu.<br />

NL Gevaarlijk voor de ozonlaag.<br />

PL Stwarza zagrożenie dla warstwy ozonowej.<br />

PT Perigoso para a camada de ozono.<br />

RO Periculos pentru stratul de ozon.<br />

SK Nebezpečný pre ozónovú vrstvu.<br />

SL Nevarno za ozonski plašč.<br />

FI Vaarallista otsonikerrokselle.<br />

SV Farligt för ozonskiktet.<br />

3. 3. hluti: viðbótarmerkingaratriði/viðbótarupplýsingar um tiltekin efni og blöndur<br />

Tungumál<br />

BG Съдържа олово. Да не се използва върху повърхност, която евентуално може да се<br />

дъвче или смуче от деца.<br />

Внимание! Съдържа олово.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/201<br />

ESB-<br />

H201/201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

Tungumál<br />

ES Contiene plomo. No utilizar en objetos que los niños puedan masticar o chupar.<br />

¡Atención! Contiene plomo.<br />

CS Obsahuje olovo. Nemá se používat na povrchy, které mohou okusovat nebo olizovat děti.<br />

Pozor! Obsahuje olovo.<br />

DA Indeholder bly. Må ikke anvendes på genstande, som børn vil kunne tygge eller sutte på.<br />

Advarsel! Indeholder bly.<br />

DE Enthält Blei. Nicht für den Anstrich von Gegenständen verwenden, die von Kindern gekaut<br />

oder gelutscht werden könnten.<br />

Achtung! Enthält Blei.<br />

ET Sisaldab pliid. Mitte kasutada pindadel, mida lapsed võivad närida või imeda.<br />

Ettevaatust! Sisaldab pliid.<br />

EL Περιέχει µόλυβδο. Να µη χρησιµοποιείται σε επιφάνειες που είναι πιθανόν να µασήσουν ή<br />

να πιπιλίσουν τα παιδιά.<br />

Προσοχή! Περιέχει µόλυβδο.<br />

EN Contains lead. Should not be used on surfaces liable to be chewed or sucked by children.<br />

Warning! Contains lead.<br />

FR Contient du plomb. Ne pas utiliser sur les objets susceptibles d'être mâchés ou sucés par des<br />

enfants.<br />

Attention! Contient du plomb.<br />

GA Luaidhe ann. Níor chóir a úsáid ar dhromchlaí a d'fhéadfadh a bheith á gcogaint nó á sú ag<br />

leanaí.<br />

Rabhadh! Luaidhe ann.<br />

IT Contiene piombo. Non utilizzare su oggetti che possono essere masticati o succhiati dai<br />

bambini.<br />

Attenzione! Contiene piombo.<br />

LV Satur svinu. Nedrīkst lietot uz virsmām, kuras var nonākt bērnam mutē.<br />

Brīdinājums! Satur svinu.<br />

LT Sudėtyje yra švino. Nenaudoti paviršiams, kurie gali būti vaikų kramtomi arba čiulpiami.<br />

Atsargiai! Sudėtyje yra švino.<br />

HU Ólmot tartalmaz. Tilos olyan felületeken használni, amelyeket gyermekek szájukba<br />

vehetnek.<br />

Figyelem! Ólmot tartalmaz.<br />

MT Fih iċ-ċomb. M'għandux jintuża' fuq uċuh li x'aktarx jomogħduhom jew jerdgħuhom it-tfal.<br />

Twissija! Fih iċ-ċomb.<br />

NL Bevat lood. Mag niet worden gebruikt voor voorwerpen waarin kinderen kunnen bijten of<br />

waaraan kinderen kunnen zuigen.<br />

Let op! Bevat lood.<br />

PL Zawiera ołów. Nie należy stosować na powierzchniach, które mogą być gryzione lub ssane<br />

przez dzieci.<br />

Uwaga! Zawiera ołów.<br />

PT Contém chumbo. Não utilizar em superfícies que possam ser mordidas ou chupadas por<br />

crianças.<br />

Atenção! Contém chumbo.<br />

RO Conţine plumb. A nu se utiliza pe obiecte care pot fi mestecate sau supte de copii.<br />

Atenţie! Conţine plumb.<br />

SK Obsahuje olovo. Nepoužívajte na povrchy, ktoré by mohli žuť alebo oblizovať deti.<br />

Pozor! Obsahuje olovo.<br />

SL Vsebuje svinec. Ne sme se nanašati na površine, ki bi jih lahko žvečili ali sesali otroci.<br />

Pozor! Vsebuje svinec.


Nr. 52/202 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-<br />

H201/201A<br />

201<br />

201A<br />

201<br />

201A<br />

Tungumál<br />

ESB-H202 Tungumál<br />

FI Sisältää lyijyä. Ei saa käyttää pintoihin, joita lapset voivat pureskella tai imeä.<br />

Varoitus! Sisältää lyijyä.<br />

SV Innehåller bly. Bör inte användas på ytor där barn kan komma åt att tugga eller suga.<br />

Varning! Innehåller bly.<br />

BG Цианокрилат. Опасно. Залепва кожата и очите за секунди. Да се съхранява извън<br />

обсега на деца.<br />

ES Cianoacrilato. Peligro. Se adhiere a la piel y a los ojos en pocos segundos. Mantener fuera<br />

del alcance de los niños.<br />

CS Kyanoakrylát. Nebezpečí. Okamžitě slepuje kůži a oči. Uchovávejte mimo dosah dětí.<br />

DA Cyanoacrylat. Farligt. Klæber til huden og øjnene på få sekunder. Opbevares utilgængeligt<br />

for børn.<br />

DE Cyanacrylat. Gefahr. Klebt innerhalb von Sekunden Haut und Augenlider zusammen. Darf<br />

nicht in die Hände von Kindern gelangen.<br />

ET Tsüanoakrülaat. Ohtlik. Liimib naha ja silmad hetkega. Hoida lastele kättesaamatus kohas.<br />

EL Κυανοακρυλική ένωση. Κίνδυνος. Κολλάει στην επιδερµίδα και στα µάτια µέσα σε λίγα<br />

δευτερόλεπτα. Να φυλάσσεται µακριά από παιδιά.<br />

EN Cyanoacrylate. Danger. Bonds skin and eyes in seconds. Keep out of the reach of children.<br />

FR Cyanoacrylate. Danger. Colle à la peau et aux yeux en quelques secondes. À conserver hors<br />

de portée des enfants.<br />

GA Cianaicrioláit. Contúirt. Nascann craiceann agus súile laistigh de shoicindí. Coimeád as<br />

aimsiú leanaí.<br />

IT Cianoacrilato. Pericolo. Incolla la pelle e gli occhi in pochi secondi. Tenere fuori dalla<br />

portata dei bambini.<br />

LV Ciānakrilāts. Bīstami. Iedarbība uz acīm un ādu tūlītēja. Sargāt no bērniem.<br />

LT Cianakrilatas. Pavojinga. Staigiai suklijuoja odą ir akis. Laikyti vaikams neprieinamoje<br />

vietoje.<br />

HU Cianoakrilát. Veszély! Néhány másodperc alatt a bőrre és a szembe ragad. Gyermekektől<br />

elzárva tartandó.<br />

MT Cyanoacrylate. Periklu. Iwaħħal il-ġilda u l-għajnejn fi ftit sekondi. Żomm ‘il bogħod minn<br />

fejn jistgħu jilħquh it-tfal.<br />

NL Cyanoacrylaat. Gevaarlijk. Kleeft binnen enkele seconden aan huid en oogleden. Buiten het<br />

bereik van kinderen houden.<br />

PL Cyjanoakrylany. Niebezpieczeństwo. Skleja skórę i powieki w ciągu kilku sekund. Chronić<br />

przed dziećmi.<br />

PT Cianoacrilato. Perigo. Cola à pele e aos olhos em poucos segundos. Manter fora do alcance<br />

das crianças.<br />

RO Cianoacrilat. Pericol. Se lipeşte de piele şi ochi în câteva secunde. A nu se lăsa la îndemâna<br />

copiilor.<br />

SK Kyanoakrylát. Nebezpečenstvo. V priebehu niekoľkých sekúnd zlepí pokožku a oči.<br />

Uchovávajte mimo dosahu detí.<br />

SL Cianoakrilat. Nevarno. Kožo in oči zlepi v nekaj sekundah. Hraniti zunaj dosega otrok.<br />

FI Syanoakrylaattia. Vaara. Liimaa ihon ja silmät hetkessä. Säilytettävä lasten<br />

ulottumattomissa.<br />

SV Cyanoakrylat. Fara. Fäster snabbt på hud och ögon. Förvaras oåtkomligt för barn.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/203<br />

ESB-H203 Tungumál<br />

ESB-H204 Tungumál<br />

BG Съдържа хром (VI). Може да причини алергична реакция.<br />

ES Contiene cromo (VI). Puede provocar una reacción alérgica.<br />

CS Obsahuje chrom (VI). Může vyvolat alergickou reakci.<br />

DA Indeholder krom (VI). Kan udløse allergisk reaktion.<br />

DE Enthält Chrom (VI). Kann allergische Reaktionen hervorrufen.<br />

ET Sisaldab kroomi (VI). Võib esile kutsuda allergilise reaktsiooni.<br />

EL Περιέχει χρώµιο (VI). Μπορεί να προκαλέσει αλλεργική αντίδραση.<br />

EN Contains chromium (VI). May produce an allergic reaction.<br />

FR Contient du chrome (VI). Peut produire une réaction allergique.<br />

GA Cróimiam (VI) ann. D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le frithghníomh ailléirgeach.<br />

IT Contiene cromo (VI). Può provocare una reazione allergica.<br />

LV Satur hromu (VI). Var izraisīt alerģisku reakciju.<br />

LT Sudėtyje yra chromo (VI). Gali sukelti alerginę reakciją.<br />

HU Krómot (VI) tartalmaz. Allergiás reakciót válthat ki.<br />

MT Fih il-kromju (VI). Jista’ joħloq reazzjoni allerġika.<br />

NL Bevat zeswaardig chroom. Kan een allergische reactie veroorzaken.<br />

PL Zawiera chrom (VI). Może powodować wystąpienie reakcji alergicznej.<br />

PT Contém crómio (VI). Pode provocar uma reacção alérgica.<br />

RO Conţine crom (VI). Poate provoca o reacţie alergică.<br />

SK Obsahuje chróm (VI). Môže vyvolať alergickú reakciu.<br />

SL Vsebuje krom (VI). Lahko povzroči alergijski odziv.<br />

FI Sisältää kromi(VI)-yhdisteitä. Voi aiheuttaa allergisen reaktion.<br />

SV Innehåller krom (VI). Kan orsaka en allergisk reaktion.<br />

BG Съдържа изоцианати. Може да причини алергична реакция.<br />

ES Contiene isocianatos. Puede provocar una reacción alérgica.<br />

CS Obsahuje isokyanáty. Může vyvolat alergickou reakci.<br />

DA Indeholder isocyanater. Kan udløse allergisk reaktion.<br />

DE Enthält Isocyanate. Kann allergische Reaktionen hervorrufen.<br />

ET Sisaldab isotsüanaate. Võib esile kutsuda allergilise reaktsiooni.<br />

EL Περιέχει ισοκυανικές ενώσεις. Μπορεί να προκαλέσει αλλεργική αντίδραση.<br />

EN Contains isocyanates. May produce an allergic reaction.<br />

FR Contient des isocyanates. Peut produire une réaction allergique.<br />

GA Isicianaítí ann. D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le frithghníomh ailléirgeach.<br />

IT Contiene isocianati. Può provocare una reazione allergica.<br />

LV Satur izocianātus. Var izraisīt alerģisku reakciju.<br />

LT Sudėtyje yra izocianatų. Gali sukelti alerginę reakciją.


Nr. 52/204 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-H204 Tungumál<br />

ESB-H205 Tungumál<br />

ESB-H206 Tungumál<br />

HU Izocianátokat tartalmaz. Allergiás reakciót válthat ki.<br />

MT Fih l-isocyanates. Jista’ jagħmel reazzjoni allerġika.<br />

NL Bevat isocyanaten. Kan een allergische reactie veroorzaken.<br />

PL Zawiera izocyjaniany. Może powodować wystąpienie reakcji alergicznej.<br />

PT Contém isocianatos. Pode provocar uma reacção alérgica.<br />

RO Conţine izocianaţi. Poate provoca o reacţie alergică.<br />

SK Obsahuje izokyanáty. Môže vyvolať alergickú reakciu.<br />

SL Vsebuje izocianate. Lahko povzroči alergijski odziv.<br />

FI Sisältää isosyanaatteja. Voi aiheuttaa allergisen reaktion.<br />

SV Innehåller isocyanater. Kan orsaka en allergisk reaktion.<br />

BG Съдържа епоксидни съставки. Може да причини алергична реакция.<br />

ES Contiene componentes epoxídicos. Puede provocar una reacción alérgica.<br />

CS Obsahuje epoxidové složky. Může vyvolat alergickou reakci.<br />

DA Indeholder epoxyforbindelser. Kan udløse allergisk reaktion.<br />

DE Enthält epoxidhaltige Verbindungen. Kann allergische Reaktionen hervorrufen.<br />

ET Sisaldab epoksükomponente. Võib esile kutsuda allergilise reaktsiooni.<br />

EL Περιέχει εποξειδικές ενώσεις. Μπορεί να προκαλέσει αλλεργική αντίδραση.<br />

EN Contains epoxy constituents. May produce an allergic reaction.<br />

FR Contient des composés époxydiques. Peut produire une réaction allergique.<br />

GA Comhábhair eapocsacha ann. D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le frithghníomh ailléirgeach.<br />

IT Contiene componenti epossidici. Può provocare una reazione allergica.<br />

LV Satur epoksīda sastāvdaļas. Var izraisīt alerģisku reakciju.<br />

LT Sudėtyje yra epoksidinių komponentų. Gali sukelti alerginę reakciją.<br />

HU Epoxid tartalmú vegyületeket tartalmaz. Allergiás reakciót válthat ki.<br />

MT Fih kostitwenti ta’ l-eposside. Jista’ jagħmel reazzjoni allerġika.<br />

NL Bevat epoxyverbindingen. Kan een allergische reactie veroorzaken.<br />

PL Zawiera składniki epoksydowe. Może powodować wystąpienie reakcji alergicznej.<br />

PT Contém componentes epoxídicos. Pode provocar uma reacção alérgica.<br />

RO Conţine componenţi epoxidici. Poate provoca o reacţie alergică.<br />

SK Obsahuje epoxidové zložky. Môže vyvolať alergickú reakciu.<br />

SL Vsebuje epoksidne sestavine. Lahko povzroči alergijski odziv.<br />

FI Sisältää epoksihartseja. Voi aiheuttaa allergisen reaktion.<br />

SV Innehåller epoxiförening. Kan orsaka en allergisk reaktion.<br />

BG Внимание! Да не се използва заедно с други продукти. Може да отдели опасни газове<br />

(хлор).


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/205<br />

ESB-H206 Tungumál<br />

ESB-H207 Tungumál<br />

ES ¡Atención! No utilizar junto con otros productos. Puede desprender gases peligrosos (cloro).<br />

CS Pozor! Nepoužívejte společně s jinými výrobky. Může uvolňovat nebezpečné plyny (chlor).<br />

DA Advarsel! Må ikke anvendes i forbindelse med andre produkter. Farlige luftarter (chlor) kan<br />

frigøres.<br />

DE Achtung! Nicht zusammen mit anderen Produkten verwenden, da gefährliche Gase (Chlor)<br />

freigesetzt werden können.<br />

ET Ettevaatust! Mitte kasutada koos teiste toodetega. Segust võib eralduda ohtlikke gaase<br />

(kloori).<br />

EL Προσοχή! Να µην χρησιµοποιείται σε συνδυασµό µε άλλα προϊόντα. Μπορεί να<br />

ελευθερωθούν επικίνδυνα αέρια (χλώριο).<br />

EN Warning! Do not use together with other products. May release dangerous gases (chlorine).<br />

FR Attention! Ne pas utiliser en combinaison avec d'autres produits. Peut libérer des gaz<br />

dangereux (chlore).<br />

GA Rabhadh! Ná húsáid in éineacht le táirgí eile. D'fhéadfadh sé go scaoilfí gáis chontúirteacha<br />

(clóirín).<br />

IT Attenzione! Non utilizzare in combinazione con altri prodotti. Possono liberarsi gas<br />

pericolosi (cloro).<br />

LV Brīdinājums! Nelietot kopā ar citiem produktiem. Var izdalīt bīstamas gāzes (hloru).<br />

LT Atsargiai! Nenaudoti kartu su kitais produktais. Gali išskirti pavojingas dujas (chlorą).<br />

HU Figyelem! Tilos más termékekkel együtt használni. Veszélyes gázok (klór) szabadulhatnak<br />

fel.<br />

MT Twissija! Tużahx flimkien ma’ prodotti oħra. Jista’ jerħi gassijiet perikolużi (kloru).<br />

NL Let op! Niet in combinatie met andere producten gebruiken. Er kunnen gevaarlijke gassen<br />

(chloor) vrijkomen.<br />

PL Uwaga! Nie stosować razem z innymi produktami. Może wydzielać niebezpieczne gazy<br />

(chlor).<br />

PT Atenção! Não utilizar juntamente com outros produtos. Podem libertar-se gases perigosos<br />

(cloro).<br />

RO Atenţie! A nu se folosi împreună cu alte produse. Poate elibera gaze periculoase (clor).<br />

SK Pozor! Nepoužívajte spolu s inými výrobkami. Môžu uvoľňovať nebezpečné plyny (chlór).<br />

SL Pozor! Ne uporabljajte skupaj z drugimi izdelki. Lahko se sproščajo nevarni plini (klor).<br />

FI Varoitus! Älä käytä yhdessä muiden tuotteiden kanssa. Tuotteesta voi vapautua vaarallista<br />

kaasua (klooria).<br />

SV Varning! Får ej användas tillsammans med andra produkter. Kan avge farliga gaser (klor).<br />

BG Внимание! Съдържа кадмий. При употреба се образуват опасни пари. Вижте<br />

информацията, предоставена от производителя. Спазвайте инструкциите за<br />

безопасност.<br />

ES ¡Atención! Contiene cadmio. Durante su utilización se desprenden vapores peligrosos. Ver<br />

la información facilitada por el fabricante. Seguir las instrucciones de seguridad.<br />

CS Pozor! Obsahuje kadmium. Při používání vznikají nebezpečné výpary. Viz informace<br />

dodané výrobcem. Dodržujte bezpečnostní pokyny.<br />

DA Advarsel! Indeholder cadmium. Der udvikles farlige dampe under anvendelsen. Se<br />

producentens oplysninger. Overhold sikkerhedsforskrifterne.<br />

DE Achtung! Enthält Cadmium. Bei der Verwendung entstehen gefährliche Dämpfe. Hinweise<br />

des Herstellers beachten. Sicherheitsanweisungen einhalten.


Nr. 52/206 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-H207 Tungumál<br />

ESB-H208 Tungumál<br />

ET Ettevaatust! Sisaldab kaadmiumi. Kasutamisel moodustuvad ohtlikud aurud. Vt tootja<br />

esitatud teavet. Järgida ohutuseeskirju.<br />

EL Προσοχή! Περιέχει κάδµιο. Κατά τη χρήση αναπτύσσονται επικίνδυνες αναθυµιάσεις.<br />

Βλέπετε πληροφορίες του κατασκευαστή. Τηρείτε τις οδηγίες ασφαλείας.<br />

EN Warning! Contains cadmium. Dangerous fumes are formed during use. See information<br />

supplied by the manufacturer. Comply with the safety instructions.<br />

FR Attention! Contient du cadmium. Des fumées dangereuses se développent pendant<br />

l'utilisation. Voir les informations fournies par le fabricant. Respectez les consignes de<br />

sécurité.<br />

GA Rabhadh! Caidmiam ann. Cruthaítear múch chontúirteach le linn a úsáide. Féach an<br />

fhaisnéis atá curtha ar fáil ag an monaróir. Cloígh leis na treoracha sábháilteachta.<br />

IT Attenzione! Contiene cadmio. Durante l'uso si sviluppano fumi pericolosi. Leggere le<br />

informazioni fornite dal fabbricante. Rispettare le disposizioni di sicurezza.<br />

LV Brīdinājums! Satur kadmiju. Lietojot veidojas bīstami izgarojumi. Sk. ražotāja sniegto<br />

informāciju. Ievērot drošības instrukcijas.<br />

LT Atsargiai! Sudėtyje yra kadmio. Naudojant susidaro pavojingi garai. Žiūrėti gamintojo<br />

pateiktą informaciją. Vykdyti saugos instrukcijas.<br />

HU Figyelem! Kadmiumot tartalmaz! A használat során veszélyes füstök képződnek. Lásd a<br />

gyártó által közölt információt. Be kell tartani a biztonsági előírásokat.<br />

MT Twissija! Fih il-kadmju. Waqt li jintuża jiffurmaw dħaħen perikolużi. Ara l-informazzjoni<br />

mogħtija mill-fabbrikant. Ħares l-istruzzjonijiet dwar is-sigurtà.<br />

NL Let op! Bevat cadmium. Bij het gebruik ontwikkelen zich gevaarlijke dampen. Zie de<br />

aanwijzingen van de fabrikant. Neem de veiligheidsvoorschriften in acht.<br />

PL Uwaga! Zawiera kadm. Podczas stosowania wydziela niebezpieczne pary. Zapoznaj się z<br />

informacją dostarczoną przez producenta. Przestrzegaj instrukcji bezpiecznego stosowania.<br />

PT Atenção! Contém cádmio. Libertam-se fumos perigosos durante a utilização. Ver as<br />

informações fornecidas pelo fabricante. Respeitar as instruções de segurança.<br />

RO Atenţie! Conţine cadmiu. În timpul utilizării se degajă un fum periculos. A se vedea<br />

informaţiile furnizate de producător. A se respecta instrucţiunile privind siguranţa.<br />

SK Pozor! Obsahuje kadmium. Pri používaní sa tvorí nebezpečný dym. Pozri informácie od<br />

výrobcu. Dodržiavajte bezpečnostné pokyny.<br />

SL Pozor! Vsebuje kadmij. Med uporabo nastajajo nevarni dimi. Preberite informacije<br />

proizvajalca. Upoštevajte navodila za varno uporabo.<br />

FI Varoitus! Sisältää kadmiumia. Käytettäessä muodostuu vaarallisia huuruja. Noudata<br />

valmistajan antamia ohjeita. Noudata turvallisuusohjeita.<br />

SV Varning! Innehåller kadmium. Farliga ångor bildas vid användning. Se information från<br />

tillverkaren. Följ skyddsanvisningarna.<br />

BG Съдържа < наименование на сенсибилизиращото вещество>. Може да предизвика<br />

алергична реакция.<br />

ES Contiene . Puede provocar una reacción alérgica.<br />

CS Obsahuje . Může vyvolat alergickou reakci.<br />

DA Indeholder . Kan udløse allergisk reaktion.<br />

DE Enthält . Kann allergische Reaktionen hervorrufen.<br />

ET Sisaldab . Võib esile kutsuda allergilise reaktsiooni.<br />

EL Περιέχει . Μπορεί να προκαλέσει αλλεργική<br />

αντίδραση.<br />

EN Contains . May produce an allergic reaction.<br />

FR Contient . Peut produire une réaction allergique.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/207<br />

ESB-H208 Tungumál<br />

ESB-<br />

H209/209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

GA ann. D'fhéadfadh sé a bheith ina chúis le frithghníomh<br />

ailléirgeach.<br />

IT Contiene . Può provocare una reazione<br />

allergica.<br />

LV Satur . Var izraisīt alerģisku reakciju.<br />

LT Sudėtyje yra . Gali sukelti alerginę reakciją.<br />

HU -t tartalmaz. Allergiás reakciót válthat ki.<br />

MT Fih . Jista’ jagħmel reazzjoni allerġika.<br />

NL Bevat . Kan een allergische reactie veroorzaken.<br />

PL Zawiera . Może powodować wystąpienie reakcji alergicznej.<br />

PT Contém . Pode provocar uma reacção<br />

alérgica.<br />

RO Conţine . Poate provoca o reacţie alergică.<br />

SK Obsahuje . Môže vyvolať alergickú reakciu.<br />

SL Vsebuje . Lahko povzroči alergijski odziv.<br />

FI Sisältää . Voi aiheuttaa allergisen reaktion.<br />

SV Innehåller . Kan orsaka en allergisk reaktion.<br />

Tungumál<br />

BG При употреба може да стане силно запалимо.<br />

При употреба може да стане запалимо.<br />

ES Puede inflamarse fácilmente al usarlo<br />

Puede inflamarse al usarlo.<br />

CS Při používání se může stát vysoce hořlavým.<br />

Při používání se může stát hořlavým.<br />

DA Kan blive meget brandfarlig ved brug.<br />

Kan blive brandfarlig ved brug.<br />

DE Kann bei Verwendung leicht entzündbar werden.<br />

Kann bei Verwendung entzündbar werden.<br />

ET Kasutamisel võib muutuda väga tuleohtlikuks.<br />

Kasutamisel võib muutuda tuleohtlikuks.<br />

EL Μπορεί να γίνει πολύ εύφλεκτο κατά τη χρήση.<br />

Mπορεί να γίνει εύφλεκτο κατά τη χρήση.<br />

EN Can become highly flammable in use.<br />

Can become flammable in use.<br />

FR Peut devenir facilement inflammable en cours d'utilisation.<br />

Peut devenir inflammable en cours d'utilisation.<br />

GA D'fhéadfadh sé éirí an-inadhainte agus é á úsáid.<br />

D'fhéadfadh sé éirí inadhainte agus é á úsáid.<br />

IT Può diventare facilmente infiammabile durante l'uso.<br />

Può diventare infiammabile durante l'uso.<br />

LV Lietojot var viegli uzliesmot.<br />

Kļūt uzliesmojošs.


Nr. 52/208 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

ESB-<br />

H209/209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

209<br />

209A<br />

Tungumál<br />

ESB-H 210 Tungumál<br />

LT Naudojama gali tapti labai degi.<br />

Naudojama gali tapti degi.<br />

HU A használat során fokozottan tűzveszélyessé válhat.<br />

A használat során tűzveszélyessé válhat.<br />

MT Jista’ jieħu n-nar faċilment meta jintuża.<br />

Jista’ jieħu n-nar meta jintuża.<br />

NL Kan bij gebruik licht ontvlambaar worden.<br />

Kan bij gebruik ontvlambaar worden.<br />

PL Podczas stosowania może przekształcić się w substancję wysoce łatwopalną.<br />

Podczas stosowania może przekształcić się w substancję łatwopalną.<br />

PT Pode tornar-se facilmente inflamável durante o uso.<br />

Pode tornar-se inflamável durante o uso.<br />

RO Poate deveni foarte inflamabil în timpul utilizării.<br />

Poate deveni inflamabil în timpul utilizării.<br />

SK Pri používaní sa môže stať veľmi horľavou.<br />

Pri používaní sa môže stať horľavou.<br />

SL Med uporabo utegne postati lahko vnetljivo.<br />

Med uporabo utegne postati vnetljivo.<br />

FI Voi muuttua helposti syttyväksi käytössä.<br />

Voi muuttua syttyväksi käytössä.<br />

SV Kan bli mycket brandfarligt vid användning.<br />

Kan bli brandfarligt vid användning.<br />

BG Информационен лист за безопасност ще бъде представен при поискване.<br />

ES Puede solicitarse la ficha de datos de seguridad.<br />

CS Na vyžádání je k o dispozici bezpečnostní list.<br />

DA Sikkerhedsdatablad kan på anmodning rekvireres.<br />

DE Sicherheitsdatenblatt auf Anfrage erhältlich.<br />

ET Ohutuskaart nõudmisel kättesaadav.<br />

EL Δελτίο δεδοµένων ασφαλείας παρέχεται εφόσον ζητηθεί.<br />

EN Safety data sheet available on request.<br />

FR Fiche de données de sécurité disponible sur demande.<br />

GA Bileog sonraí sábháilteachta ar fáil arna iarraidh sin.<br />

IT Scheda dati di sicurezza disponibile su richiesta.<br />

LV Drošības datu lapa ir pieejama pēc pieprasījuma.<br />

LT Saugos duomenų lapą galima gauti paprašius.<br />

HU Kérésre biztonsági adatlap kapható.<br />

MT Il-karta tad-data dwar is-sikurezza hija disponibbli meta tintalab.<br />

NL Veiligheidsinformatieblad op verzoek verkrijgbaar.<br />

PL Karta charakterystyki dostępna na żądanie.<br />

PT Ficha de segurança fornecida a pedido.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/209<br />

ESB-H210 Tungumál<br />

ESB-H401 Tungumál<br />

RO Fişa cu date de securitate disponibilă la cerere.<br />

SK Na požiadanie možno poskytnúť kartu bezpečnostných údajov.<br />

SL Varnosti list na voljo na zahtevo.<br />

FI Käyttöturvallisuustiedote toimitetaan pyynnöstä.<br />

SV Säkerhetsdatablad finns att rekvirera.<br />

BG За да се избегнат рискове за човешкото здраве и околната среда, спазвайте<br />

инструкциите за употреба.<br />

ES A fin de evitar riesgos para las personas y el medio ambiente, siga las instrucciones de uso.<br />

CS Dodržujte pokyny pro používání, abyste se vyvarovali rizik pro lidské zdraví a životní<br />

prostředí.<br />

DA Brugsanvisningen skal følges for ikke at bringe menneskers sundhed og miljøet i fare.<br />

DE Zur Vermeidung von Risiken für Mensch und Umwelt die Gebrauchsanleitung einhalten.<br />

ET Inimeste tervise ja keskkonna ohustamise vältimiseks järgida kasutusjuhendit.<br />

EL Για να αποφύγετε τους κινδύνους για την ανθρώπινη υγεία και το περιβάλλον, ακολουθήστε<br />

τις οδηγίες χρήσης.<br />

EN To avoid risks to human health and the environment, comply with the instructions for use.<br />

FR Respectez les instructions d'utilisation pour éviter les risques pour la santé humaine et<br />

l'environnement.<br />

GA Chun priacail do shláinte an duine agus don chomhshaol a sheachaint, cloígh leis na<br />

treoracha maidir le húsáid.<br />

IT Per evitare rischi per la salute umana e per l'ambiente, seguire le istruzioni per l'uso.<br />

LT Siekiant išvengti žmonių sveikatai ir aplinkai keliamos rizikos, būtina vykdyti naudojimo<br />

instrukcijos nurodymus.<br />

LV Lai izvairītos no riska cilvēku veselībai un videi, ievērojiet lietošanas pamācību.<br />

HU Az emberi egészség és a környezet veszélyeztetésének elkerülése érdekében be kell tartani a<br />

használati utasítás előírásait.<br />

MT Biex jiġu evitati r-riskji għal saħħet il-bniedem u għall-ambjent, ħares l-istruzzjonijiet dwar<br />

l-użu.<br />

NL Volg de gebruiksaanwijzing om gevaar voor de menselijke gezondheid en het milieu te<br />

voorkomen.<br />

PL W celu uniknięcia zagrożeń dla zdrowia ludzi i środowiska, należy postępować zgodnie z<br />

instrukcją użycia.<br />

PT Para evitar riscos para a saúde humana e para o ambiente, respeitar as instruções de<br />

utilização.<br />

RO Pentru a evita riscurile pentru sănătatea umană şi mediu, a se respecta instrucţiunile de<br />

utilizare.<br />

SK Dodržiavajte návod na používanie, aby ste zabránili vzniku rizík pre zdravie ľudí a životné<br />

prostredie.<br />

SL Da bi se izognili tveganjem za ljudi in okolje, ravnajte v skladu z navodili za uporabo.<br />

FI Noudata käyttöohjeita ihmisen terveydelle ja ympäristölle aiheutuvien vaarojen<br />

välttämiseksi.<br />

SV För att undvika risker för människors hälsa och för miljön, följ bruksanvisningen.


Nr. 52/210 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

IV. VIÐAUKI<br />

SKRÁ YFIR VARNAÐARSETNINGAR<br />

Þegar birgjar velja varnaðarsetningar í samræmi við 22. gr. og 3. mgr. 28. gr. geta þeir sameinað varnaðarsetningar úr<br />

eftirfarandi töflu svo fremi viðvörunin sé skýr og skiljanleg.<br />

1. 1. hluti: Viðmiðanir um val á varnaðarsetningum<br />

Tafla 6.1<br />

Almennar varnaðarsetningar<br />

Kóði Almennar varnaðarsetningar Hættuflokkur Hættuundirflokkur Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V101 Ef leita þarf læknis skal<br />

hafa ílát eða merkimiða<br />

tiltæk.<br />

V102 Geymist þar sem börn ná<br />

ekki til.<br />

V103 Lesið merkimiðann fyrir<br />

notkun.<br />

Kóði Varnaðarsetningar —<br />

forvarnir<br />

Eins og við á Neysluvörur<br />

Eins og við á Neysluvörur<br />

Eins og við á Neysluvörur<br />

Tafla 6.2<br />

Varnaðarsetningar — forvarnir<br />

Hættuflokkur Hættuundirflokkur Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V201 Aflið sérstakra<br />

leiðbeininga fyrir notkun.<br />

V202 Nauðsynlegt er að lesa og<br />

skilja allar viðvaranir áður<br />

en efnið er notað.<br />

Sprengfim efni (liður 2.1) Óstöðugt,<br />

sprengifimt efni<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur<br />

(liður 3.5)<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður<br />

3.6)<br />

1A, 1B, 2<br />

1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á<br />

mjólkurmyndun eða með<br />

brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Viðbótarundirflo<br />

kkur<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Óstöðugt,<br />

sprengifimt efni<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur<br />

(liður 3.5)<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður<br />

3.6)<br />

1A, 1B, 2<br />

1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/211<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

forvarnir Hættuflokkur Hættuundirflokkur Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V210<br />

Haldið frá hitagjöfum,<br />

neistagjöfum, opnum eldi<br />

og heitum flötum. —<br />

Reykingar bannaðar.<br />

V211 Má ekki úða á opinn eld<br />

eða annan íkveikjuvald.<br />

V220 Má ekki nota eða geyma<br />

í námunda við<br />

fatnað/.../brennanleg efni.<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Eldfimar lofttegundir (liður 2.2) 1, 2<br />

Úðabrúsar með eldfimum efnum<br />

(liður 2.3)<br />

1, 2<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Eldfim, föst efni (liður 2.7) 1, 2<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

(liður 2.8)<br />

Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður<br />

2.10)<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar<br />

(liður 2.13)<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni<br />

(liður 2.14)<br />

Úðabrúsar með eldfimum efnum<br />

(liður 2.3)<br />

Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir<br />

(liður 2.4)<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

(liður 2.8)<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar<br />

(liður 2.13)<br />

1<br />

1, 2, 3<br />

1, 2, 3<br />

1, 2<br />

1<br />

Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

viðkomandi<br />

íkveikjuvald, einn<br />

eða fleiri.<br />

— Tilgreinið: Má<br />

ekki hitna.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

ósamrýmanleg efni.<br />

1 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

ósamrýmanleg efni.<br />

— Tilgreinið að<br />

efnið má ekki<br />

koma nálægt<br />

fatnaði og öðrum<br />

ósamrýmanlegu<br />

m efnum.<br />

2, 3 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

ósamrýmanleg efni.


Nr. 52/212 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

forvarnir Hættuflokkur Hættuundirflokkur Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V221 Gætið þess að blanda<br />

efninu ekki saman við<br />

brennanleg efni/...<br />

V222 Má ekki komast í<br />

snertingu við<br />

andrúmsloft.<br />

V223 Má alls ekki komast í<br />

snertingu við vatn vegna<br />

hættu á kröftugu hvarfi<br />

og leiftureldi.<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni<br />

(liður 2.14)<br />

1 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

ósamrýmanleg efni.<br />

— Tilgreinið að<br />

efnið má ekki<br />

koma nálægt<br />

fatnaði og öðrum<br />

ósamrýmanlegu<br />

m efnum.<br />

2, 3<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar<br />

(liður 2.13)<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni<br />

(liður 2.14)<br />

1, 2, 3<br />

1, 2, 3<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður<br />

2.10)<br />

Efni og blöndur sem mynda<br />

eldfimar lofttegundir við snertingu<br />

við vatn (liður 2.12)<br />

V230 Haldið röku með.... Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3, 1.5<br />

V231 Meðhöndlið undir<br />

óhvarfgjarnri lofttegund.<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér<br />

eldfimar lofttegundir við snertingu<br />

við vatn (liður 2.12)<br />

V232 Verjið gegn raka. Efni og blöndur sem gefa frá sér<br />

eldfimar lofttegundir við snertingu<br />

við vatn (liður 2.12)<br />

V233 Ílát skal vera vel lukt.<br />

V234 Má aðeins geyma í<br />

upprunalegu íláti.<br />

1<br />

1, 2<br />

1, 2, 3<br />

1, 2, 3<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun<br />

(liður 3.1)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti, erting<br />

öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti, sljóvgandi áhrif<br />

(liður 3.8)<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

(liður 2.8)<br />

1, 2, 3<br />

3<br />

3<br />

Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Ætandi fyrir málma (liður 2.16) 1<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

ósamrýmanleg efni.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

ósamrýmanleg efni.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

viðkomandi efni.<br />

— Ef þornun eykur<br />

sprengihættu,<br />

nema að því<br />

marki sem þarf<br />

við framleiðslu<br />

eða notkun (t.d.<br />

nítrósellulósi)<br />

— Ef varan er svo<br />

rokgjörn að<br />

hættulegt<br />

andrúmsloft<br />

getur myndast.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/213<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflokku<br />

Hættuflokkur<br />

forvarnir r<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V235 Geymist á köldum stað.<br />

V240 Jarðtengið/spennujafnið<br />

ílát og viðtökubúnað.<br />

V241 Notið sprengiheld<br />

rafföng/loftræstibúnað/lý<br />

singu/...<br />

V242 Notið ekki verkfæri sem<br />

mynda neista.<br />

V243 Gerið varúðarráðstafanir<br />

gegn stöðurafmagni<br />

V244 Gætið þess að ekki sé<br />

feiti og olía á<br />

þrýstingslokum.<br />

V250 Má ekki verða fyrir<br />

hnjaski/höggi/..../núningi<br />

V251 Þrýstihylki: Ekki má gata<br />

eða brenna hylki jafnvel<br />

þótt þau séu tóm.<br />

V260 Andið ekki að ykkur<br />

ryki/reyk/lofttegund/úða/<br />

gufu/ýringi.<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

(liður 2.8)<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur (liður<br />

2.11)<br />

Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

1, 2<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

— Ef sprengifima<br />

efnið er<br />

viðkvæmt fyrir<br />

stöðurafmagni<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3 — Ef endurhlaða á<br />

efni sem er<br />

viðkvæmt fyrir<br />

stöðurafmagni.<br />

— Ef varan er svo<br />

rokgjörn að<br />

hættulegt<br />

andrúmsloft<br />

getur myndast.<br />

Eldfim, föst efni (liður 2.7) 1, 2 — Ef endurhlaða á<br />

efni sem er<br />

viðkvæmt fyrir<br />

stöðurafmagni.<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

annan búnað.<br />

Eldfim, föst efni (liður 2.7) 1, 2 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

annan búnað.<br />

– Ef rykský geta<br />

myndast.<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir<br />

(liður 2.4)<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Úðabrúsar með eldfimum efnum<br />

(liður 2.3)<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun<br />

(liður 3.1)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

endurtekin váhrif (liður 3.9)<br />

1<br />

1, 2<br />

1, 2<br />

1, 2<br />

1, 2<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

hvað telst harkaleg<br />

meðhöndlun.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

viðkomandi skilyrði.


Nr. 52/214 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflokku<br />

Hættuflokkur<br />

forvarnir r<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V261 Gætið þess að anda ekki<br />

inn<br />

ryki/reyk/lofttegund/úða/<br />

gufu/ýringi.<br />

V262 Má ekki koma í augu eða<br />

á húð eða föt.<br />

V263 Forðist alla snertingu við<br />

efnið meðan á meðgöngu<br />

og brjóstagjöf stendur.<br />

V264 Þvoið...vandlega eftir<br />

meðhöndlun.<br />

V270 Neytið ekki matar,<br />

drykkjar eða tóbaks við<br />

notkun þessarar vöru.<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á<br />

mjólkurmyndun eða með<br />

brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun<br />

(liður 3.1)<br />

Viðbótarundirfl<br />

okkur<br />

3, 4<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti, erting<br />

öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti, sljóvgandi áhrif<br />

(liður 3.8)<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á<br />

mjólkurmyndun eða með<br />

brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku<br />

(liður 3.1)<br />

3<br />

3<br />

Viðbótarundirfl<br />

okkur<br />

1, 2, 3, 4<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á<br />

mjólkurmyndun eða með<br />

brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

endurtekin váhrif (liður 3.9)<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku<br />

(liður 3.1)<br />

Viðbótarundirfl<br />

okkur<br />

1, 2<br />

1<br />

1, 2, 3, 4<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á<br />

mjólkurmyndun eða með<br />

brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

endurtekin váhrif (liður 3.9)<br />

Viðbótarundirfl<br />

okkur<br />

1, 2<br />

1<br />

— Tilgreinið: andið<br />

ekki að ykkur<br />

ryki eða úða.<br />

— Ef myndast geta<br />

ryk- eða<br />

úðaagnir sem<br />

hægt er að anda<br />

að sér.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

viðkomandi skilyrði.<br />

Framleiðandi/birgir<br />

skal tilgreina þá<br />

hluta líkamans sem<br />

þarf að þvo.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/215<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflokku<br />

Hættuflokkur<br />

forvarnir r<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V271 Notið eingöngu utandyra<br />

eða í vel loftræstu rými.<br />

V272 Ekki skal farið með<br />

vinnuföt af vinnustað<br />

hafi þau óhreinkast af<br />

efninu.<br />

V273 Forðist losun út í<br />

umhverfið.<br />

V280 Notið<br />

hlífðarhanska/hlífðarfatn<br />

að/augnhlífar/andlitshlífa<br />

r.<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun<br />

(liður 3.1)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti, erting<br />

öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri —<br />

váhrif í eitt skipti, sljóvgandi áhrif<br />

(liður 3.8)<br />

1, 2, 3, 4<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi —<br />

bráð hætta fyrir vatnsumhverfi<br />

(liður 4.1)<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi —<br />

langvinn hætta fyrir vatnsumhverfi<br />

(liður 4.1)<br />

3<br />

3<br />

1<br />

1, 2, 3, 4<br />

Hættulegt ósonlaginu (liður 5.1) 1<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Eldfim, föst efni (liður 2.7) 1, 2<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur<br />

(liður 2.8)<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður<br />

2.10)<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur (liður<br />

2.11)<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér<br />

eldfimar lofttegundir við snertingu<br />

við vatn (liður 2.12)<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar<br />

(liður 2.13)<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni<br />

(liður 2.14)<br />

— ef það fellur<br />

ekki undir<br />

fyrirhugaða<br />

notkun.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

tegund búnaðar.<br />

– Tilgreinið<br />

andlitshlíf.<br />

1<br />

1, 2<br />

1, 2, 3<br />

1, 2, 3<br />

1, 2, 3<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B, C,<br />

D, E, F<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

tegund búnaðar.<br />

Gerðir – A, B, C, Tilgreinið<br />

D, E, F hlífðarhanska og<br />

augnhlíf/andlitshlíf.<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2, 3, 4 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

tegund búnaðar.<br />

– Tilgreinið<br />

hlífðarhanska/hlífða<br />

rfatnað.


Nr. 52/216 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflokku<br />

Hættuflokkur<br />

forvarnir r<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V281 Notið tilskildar<br />

persónuhlífar.<br />

V282 Klæðist kuldaeinangrandi<br />

hönskum/andlitshlífum/a<br />

ugnhlífum.<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

tegund búnaðar.<br />

– Tilgreinið<br />

hlífðarhanska/hlífða<br />

rfatnað og<br />

augnhlíf/andlitshlíf.<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting<br />

(liður 3.3)<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Óstöðugt,<br />

sprengifimt efni<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur<br />

(liður 3.5)<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður<br />

3.6)<br />

1<br />

1A, 1B, 2<br />

1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2<br />

Lofttegundir undir þrýstingi (liður<br />

2.5)<br />

V283 Klæðist<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar<br />

brunaþolnum/eldþolnum/ (liður 2.13)<br />

eldtefjandi fatnaði. Eldmyndandi (oxandi), föst efni<br />

(liður 2.14)<br />

V284 Notið öndunarhlífar. Bráð eiturhrif — við innöndun<br />

(liður 3.1)<br />

V285 Notið öndunarhlífar ef<br />

loftræsting er<br />

ófullnægjandi.<br />

V231 +<br />

V232<br />

V235 +<br />

V410<br />

Kóði<br />

Meðhöndlið undir<br />

óhvarfgjarnri lofttegund.<br />

Verjið gegn raka.<br />

Geymist á köldum stað.<br />

Hlífið við sólarljósi.<br />

Kæld, fljótandi<br />

lofttegund<br />

1<br />

1<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

tegund búnaðar.<br />

— Tilgreinið<br />

hlífðarhanska.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

tegund búnaðar.<br />

— Tilgreinið<br />

augnhlíf/andlitsh<br />

líf.<br />

1, 2 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

búnað.<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1 Framleiðandi eða<br />

birgir skal tilgreina<br />

búnað.<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér<br />

eldfimar lofttegundir við snertingu<br />

við vatn (liður 2.12)<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur (liður<br />

2.11)<br />

Tafla 6.3<br />

Varnaðarsetningar — viðbrögð<br />

1, 2, 3<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflokku<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð r<br />

1, 2<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V301 EFTIR INNTÖKU:<br />

V302 BERIST EFNIÐ Á HÚÐ:<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku<br />

(liður 3.1)<br />

1, 2, 3, 4<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Ásvelgingarhætta (liður 3.10) 1<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2, 3, 4


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/217<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð kur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V303 BERIST EFNIÐ Á<br />

HÚÐ (eða í hár):<br />

V304 EFTIR INNÖNDUN:<br />

V305 BERIST EFNIÐ Í<br />

AUGU:<br />

V306 EF EFNIÐ FER Á<br />

FÖT:<br />

V307 EF um váhrif er að<br />

ræða:<br />

V308 EF um váhrif eða<br />

hugsanleg váhrif er að<br />

ræða:<br />

V309 EF um váhrif er að<br />

ræða eða ef lasleika<br />

verður vart:<br />

V310 Hringið umsvifalaust í<br />

EITRUNARMIÐSTÖ<br />

Ð eða lækni.<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2, 3, 4<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting (liður 3.3) 1<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti (liður 3.8)<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur (liður<br />

3.5)<br />

3<br />

3<br />

1<br />

1A, 1B, 2<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður 3.6) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á mjólkurmyndun<br />

eða með brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti (liður 3.8)<br />

Viðbótarundi<br />

rflokkur<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting (liður 3.3) 1<br />

Ásvelgingarhætta (liður 3.10) 1<br />

2


Nr. 52/218 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð kur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V311 Hringið í<br />

EITRUNARMIÐSTÖ<br />

Ð eða lækni.<br />

V312 Hringið í<br />

EITRUNARMIÐSTÖ<br />

Ð eða lækni ef<br />

lasleika verður vart.<br />

V313 Leitið læknis.<br />

V314 Leitið læknis ef<br />

lasleika verður vart.<br />

V315 Leitið umsvifalaust<br />

læknis.<br />

V320 Brýnt er að fá sérstaka<br />

meðferð (sjá .... á<br />

þessum merkimiða).<br />

V321 Sérstök meðferð (sjá<br />

.... á þessum<br />

merkimiða).<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 3<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti (liður 3.8)<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 4<br />

1, 2<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 3, 4<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 4<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Húðerting (liður 3.2) 2, 3<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur (liður<br />

3.5)<br />

3<br />

3<br />

1A, 1B, 2<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður 3.6) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á mjólkurmyndun<br />

eða með brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin<br />

váhrif (liður 3.9)<br />

Viðbótarundi<br />

rflokkur<br />

1, 2<br />

Lofttegundir undir þrýstingi (liður 2.5) Kæld,<br />

fljótandi<br />

lofttegund<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2 … Tilvísun til<br />

viðbótarleiðbeini<br />

nga um<br />

skyndihjálp.<br />

– ef gefa þarf<br />

móteitur þegar í<br />

stað.<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 1, 2, 3 … Tilvísun til<br />

viðbótarleiðbeini<br />

nga um<br />

skyndihjálp.<br />

– ef gefa þarf<br />

móteitur þegar í<br />

stað.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/219<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

viðbrögð Hættuflokkur Hættuundirflokkur Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V322 Sérstakar ráðstafanir<br />

(sjá .... á þessum<br />

merkimiða).<br />

V330 Skolið munninn.<br />

V331 EKKI framkalla<br />

uppköst.<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun<br />

(liður 3.1)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti (liður 3.8)<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

3 … Tilvísun til<br />

viðbótarleiðbeininga<br />

um skyndihjálp.<br />

– ef gera þarf sérstakar<br />

ráðstafanir þegar í<br />

stað.<br />

1 … Tilvísun til<br />

viðbótarleiðbeininga<br />

um skyndihjálp.<br />

– ef gera þarf<br />

ráðstafanir þegar í<br />

stað.<br />

… Tilvísun til<br />

viðbótarleiðbeininga<br />

um skyndihjálp.<br />

— Framleiðandi eða<br />

birgir getur<br />

tilgreint<br />

hreinsiefni ef við<br />

á.<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2 … Tilvísun til<br />

viðbótarleiðbeininga<br />

um skyndihjálp.<br />

– ef ráðlagt er að gera<br />

strax tilteknar<br />

ráðstafanir, s.s. að<br />

nota sérstakt<br />

hreinsiefni.<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 3, 4 … Tilvísun til<br />

viðbótarleiðbeininga<br />

um skyndihjálp.<br />

– Ef ráðlagt er að gera<br />

ráðstafanir, s.s. að<br />

nota sérstakt<br />

hreinsiefni.<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 1, 2, 3, 4<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Ásvelgingarhætta (liður 3.10) 1<br />

V332 Ef efnið ertir húð: Húðerting (liður 3.2) 2, 3<br />

V333 Ef efnið ertir húð eða<br />

útbrot koma fram:<br />

V334 Sökkvið í kalt<br />

vatn/vefjið með<br />

blautu sárabindi.<br />

V335 Dustið lausar agnir af<br />

húðinni.<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður 2.10) 1<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér<br />

eldfimar lofttegundir við snertingu við<br />

vatn (liður 2.12)<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður 2.10) 1<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér<br />

eldfimar lofttegundir við snertingu við<br />

vatn (liður 2.12)<br />

1, 2<br />

1, 2


Nr. 52/220 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð kur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V336 Vermið kalna<br />

líkamshluta með<br />

volgu vatni. Ekki<br />

nudda skaddaða<br />

svæðið.<br />

V337 Ef augnerting er<br />

viðvarandi:<br />

V338 Fjarlægið snertilinsur<br />

ef það er auðvelt.<br />

Skolið áfram.<br />

V340 Flytjið viðkomandi í<br />

ferskt loft og látið<br />

hann hvílast í stellingu<br />

sem léttir öndun.<br />

V341 Ef viðkomandi á erfitt<br />

með öndun skal flytja<br />

hann í ferskt loft og<br />

láta hann hvílast í<br />

stellingu sem léttir<br />

öndun.<br />

V342 Ef vart verður<br />

einkenna frá<br />

öndunarvegi:<br />

V350 Þvoið varlega með<br />

mikilli sápu og vatni.<br />

V351 Skolið varlega með<br />

vatni í nokkrar<br />

mínútur.<br />

V352 Þvoið með mikilli<br />

sápu og vatni.<br />

V353 Skolið húðina með<br />

vatni/Farið í sturtu.<br />

V360 Föt og húð, sem<br />

óhreinkast af efninu,<br />

skal skola strax með<br />

miklu vatni áður en<br />

farið er úr fötunum.<br />

V361 Farið strax úr fötum<br />

sem óhreinkast af<br />

efninu.<br />

Lofttegundir undir þrýstingi (liður 2.5) Kæld,<br />

fljótandi<br />

lofttegund<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting (liður 3.3) 1<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2, 3, 4<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting (liður 3.3) 1<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 3, 4<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

3<br />

3


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/221<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð kur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V362 Farið úr fötum, sem<br />

óhreinkast af efninu,<br />

og þvoið fyrir næstu<br />

notkun.<br />

V363 Þvoið föt, sem<br />

óhreinkast af efninu,<br />

fyrir næstu notkun.<br />

V370 Ef eldur kemur upp:<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2, 3, 4<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir (liður<br />

2.4)<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Eldfim, föst efni (liður 2.7) 1, 2<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður 2.10) 1<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

1<br />

1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1, 2, 3<br />

V371 Þegar um mikinn eld Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1<br />

og mikið efnismagn er<br />

að ræða:<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1<br />

V372 Sprengihætta ef eldur<br />

kemur upp.<br />

V373 EKKI reyna að<br />

slökkva eld ef hann<br />

kemst að<br />

sprengifimum efnum.<br />

V374 Beitið eðlilegum<br />

varúðarráðstöfunum<br />

við slökkvistörf og<br />

verið í hæfilegri<br />

fjarlægð frá eldinum.<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Óstöðugt,<br />

sprengifimt<br />

efni og<br />

deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Óstöðug<br />

sprengifim<br />

efni og<br />

deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkur<br />

1.4<br />

— nema<br />

sprengifimu<br />

efnin séu<br />

skotfæri og<br />

hlutar þeirra í<br />

flokki 1.4S<br />

— ef sprengifimu<br />

efnin eru<br />

skotfæri og<br />

hlutar þeirra í<br />

flokki 1.4S


Nr. 52/222 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð kur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V375 Verið í fjarlægð frá Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B<br />

eldinum við<br />

slökkvistörf vegna<br />

sprengihættu.<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13)<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14)<br />

1<br />

1<br />

V376 Stöðvið leka ef það er<br />

óhætt.<br />

V377 Eldur í lekandi gasi:<br />

Reynið ekki að<br />

slökkva eldinn nema<br />

hægt sé að stöðva<br />

lekann á öruggan<br />

máta.<br />

V378 Notið ... til að slökkva<br />

eldinn.<br />

V380 Rýmið svæðið.<br />

V381 Fjarlægið alla<br />

íkveikjuvalda ef það<br />

er óhætt.<br />

V390 Sogið upp allt sem<br />

hellist niður til að<br />

afstýra eignatjóni.<br />

V391 Safnið upp því sem<br />

hellist niður.<br />

Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir (liður<br />

2.4)<br />

Eldfimar lofttegundir (liður 2.2) 1, 2<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3 Framleiðandi eða<br />

Eldfim, föst efni (liður 2.7) 1, 2<br />

birgir skal<br />

tilgreina<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8)<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9)<br />

Gerðir A, B,<br />

C, – D, E, F<br />

1<br />

viðeigandi miðil.<br />

ef vatn eykur<br />

áhættuna.<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður 2.10) 1<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

1<br />

1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1, 2, 3<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Óstöðug,<br />

sprengifim<br />

efni<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1<br />

Eldfimar lofttegundir (liður 2.2) 1, 2<br />

Ætandi fyrir málma (liður 2.16) 1<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — bráð<br />

hætta fyrir vatnsumhverfi (liður 4.1)<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn<br />

hætta fyrir vatnsumhverfi (liður 4.1)<br />

1<br />

1, 2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/223<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundir-<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð flokkur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V301 +<br />

V310<br />

V301 +<br />

V312<br />

V301 +<br />

V330 +<br />

V331<br />

V302 +<br />

V334<br />

V302 +<br />

V350<br />

V302 +<br />

V352<br />

V303 +<br />

V361 +<br />

V353<br />

V304 +<br />

V340<br />

V304 +<br />

V341<br />

V305 +<br />

V351 +<br />

V338<br />

V306 +<br />

V360<br />

V307 +<br />

V311<br />

EFTIR INNTÖKU:<br />

Hringið umsvifalaust í<br />

EITRUNAR-<br />

MIÐSTÖÐ eða lækni.<br />

EFTIR INNTÖKU:<br />

Hringið í<br />

EITRUNARMIÐSTÖ<br />

Ð eða lækni ef<br />

lasleika verður vart.<br />

EFTIR INNTÖKU:<br />

Skolið munninn.<br />

EKKI framkalla<br />

uppköst.<br />

BERIST EFNIÐ Á<br />

HÚÐ: Sökkvið í kalt<br />

vatn/vefjið með blautu<br />

sárabindi.<br />

BERIST EFNIÐ Á<br />

HÚÐ: Þvoið varlega<br />

með mikilli sápu og<br />

vatni.<br />

BERIST EFNIÐ Á<br />

HÚÐ: Þvoið með<br />

mikilli sápu og vatni.<br />

BERIST EFNIÐ Á<br />

HÚÐ (eða í hár):<br />

Farið strax úr fötum<br />

sem óhreinkast af<br />

efninu. Skolið húðina<br />

með vatni/Farið í<br />

sturtu.<br />

EFTIR INNÖNDUN:<br />

Flytjið viðkomandi í<br />

ferskt loft og látið<br />

hann hvílast í stellingu<br />

sem léttir öndun.<br />

EFTIR INNÖNDUN:<br />

Ef viðkomandi á erfitt<br />

með öndun skal flytja<br />

hann í ferskt loft og<br />

láta hann hvílast í<br />

stellingu sem léttir<br />

öndun.<br />

BERIST EFNIÐ Í<br />

AUGU: Skolið<br />

varlega með vatni í<br />

nokkrar mínútur.<br />

Fjarlægið snertilinsur<br />

ef það er auðvelt.<br />

Skolið áfram.<br />

EF EFNIÐ FER Á<br />

FÖT: Föt og húð, sem<br />

óhreinkast af efninu,<br />

skal skola strax með<br />

miklu vatni áður en<br />

farið er úr fötunum.<br />

EFum váhrif er að<br />

ræða: Hringið í<br />

EITRUNARMIÐSTÖ<br />

Ð eða lækni.<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Ásvelgingarhætta (liður 3.10) 1<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 4<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 3, 4<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2, 3, 4<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting (liður 3.3) 1<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti (liður 3.8)<br />

3<br />

3<br />

1


Nr. 52/224 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð kur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V308 +<br />

V313<br />

V309 +<br />

V311<br />

V332 +<br />

V313<br />

V333 +<br />

V313<br />

V335 +<br />

V334<br />

V337 +<br />

V313<br />

V342 +<br />

V311<br />

V370 +<br />

V376<br />

V370 +<br />

V378<br />

V370 +<br />

V380<br />

V370 +<br />

V380 +<br />

V375<br />

EF um váhrif eða<br />

hugsanleg váhrif er að<br />

ræða: Leitið læknis.<br />

EF um váhrif er að<br />

ræða eða ef lasleika<br />

verður vart: Hringið í<br />

EITRUNARMIÐSTÖ<br />

Ð eða lækni.<br />

Ef efnið ertir húð:<br />

Leitið læknis.<br />

Ef efnið ertir húð eða<br />

útbrot koma fram:<br />

Leitið læknis.<br />

Dustið lausar agnir af<br />

húðinni. Sökkvið í<br />

kalt vatn/vefjið með<br />

blautu sárabindi.<br />

Ef augnerting er<br />

viðvarandi: Leitið<br />

læknis.<br />

Ef vart verður<br />

einkenna frá<br />

öndunarvegi: Hringið<br />

í<br />

EITRUNARMIÐSTÖ<br />

Ð eða lækni.<br />

Ef eldur kemur upp:<br />

Stöðvið leka ef það er<br />

óhætt.<br />

Ef eldur kemur upp:<br />

Notið ... til að slökkva<br />

eldinn.<br />

Ef eldur kemur upp:<br />

Rýmið svæðið.<br />

Ef eldur kemur upp:<br />

Rýmið svæðið. Verið í<br />

fjarlægð frá eldinum<br />

við slökkvistörf vegna<br />

sprengihættu.<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur (liður<br />

3.5)<br />

1A, 1B, 2<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður 3.6) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun — áhrif á mjólkurmyndun<br />

eða með brjóstamjólk (liður 3.7)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í<br />

eitt skipti (liður 3.8)<br />

Viðbótarundi<br />

rflokkur<br />

Húðerting (liður 3.2) 2<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður 2.10) 1<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

Augnerting (liður 3.3) 2<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir (liður<br />

2.4)<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3 Framleiðandi eða<br />

Eldfim, föst efni (liður 2.7) 1, 2<br />

birgir skal<br />

tilgreina<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8)<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9)<br />

Gerðir A, B,<br />

C, – D, E, F<br />

1<br />

viðeigandi miðil.<br />

ef vatn eykur<br />

áhættuna.<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður 2.10) 1<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

2<br />

1, 2<br />

1<br />

1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1, 2, 3<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/225<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

viðbrögð kur<br />

Skilyrði fyrir<br />

notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V371 +<br />

V380 +<br />

V375<br />

Kóði<br />

Þegar um mikinn eld<br />

og mikið efnismagn er<br />

að ræða: Rýmið<br />

svæðið. Verið í<br />

fjarlægð frá eldinum<br />

við slökkvistörf vegna<br />

sprengihættu.<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1<br />

Tafla 6.4<br />

Varnaðarsetningar — geymsla<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

geymsla kur<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V401 Geymist ... Sprengifim efni (liður 2.1) Óstöðug,<br />

sprengifim<br />

efni og<br />

deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

V402 Geymist á þurrum<br />

stað.<br />

V403 Geymist á vel<br />

loftræstum stað.<br />

V404 Geymist í lokuðu<br />

íláti.<br />

V405 Geymist á læstum<br />

stað.<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

1, 2, 3<br />

Eldfimar lofttegundir (liður 2.2) 1, 2<br />

Eldmyndandi (oxandi) lofttegundir (liður<br />

2.4)<br />

Lofttegundir undir þrýstingi (liður 2.5)<br />

1<br />

Þjöppuð<br />

lofttegund<br />

Fljótandi<br />

lofttegund<br />

Kæld,<br />

fljótandi<br />

lofttegund<br />

Uppleyst<br />

lofttegund<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

3<br />

3<br />

1, 2, 3<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur (liður 3.5) 1A, 1B, 2<br />

...í samræmi við<br />

staðbundnar/svæð<br />

isbundnar/landsb<br />

undnar/alþjóðlega<br />

r reglur (skal<br />

tilgreint).<br />

– Ef varan er svo<br />

rokgjörn að<br />

hættulegt<br />

andrúmsloft<br />

getur myndast.


Nr. 52/226 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

geymsla kur<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V406 Geymist í<br />

tæringarþolnu/...íláti<br />

með tæringarþolnu<br />

innra lagi.<br />

V407 Hafið loftbil á milli<br />

stafla/vörubretta.<br />

V410 Hlífið við sólarljósi.<br />

V411 Geymist við hitastig<br />

sem er ekki hærra en<br />

… o C/… o F.<br />

V412 Setjið ekki í hærri<br />

hita en 50 o C/122 o F.<br />

V413 Ef búlkavara vegur<br />

meira en ... kg/...<br />

pund skal ekki<br />

geyma hana í hærri<br />

hita en… o C/… o F.<br />

V420 Má ekki geyma hjá<br />

öðru efni.<br />

V422 Geymið innihald<br />

undir ...<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður 3.6) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Ásvelgingarhætta (liður 3.10) 1<br />

Ætandi fyrir málma (liður 2.16) 1 Framleiðandi eða<br />

birgir skal<br />

tilgreina önnur<br />

samrýmanleg<br />

efni.<br />

1, 2<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur (liður 2.11) 1, 2<br />

Úðabrúsar með eldfimum efnum (liður 2.3) 1, 2<br />

Lofttegundir undir þrýstingi (liður 2.5)<br />

3<br />

3<br />

Þjöppuð<br />

lofttegund<br />

Fljótandi<br />

lofttegund<br />

Uppleyst<br />

lofttegund<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur (liður 2.11) 1, 2<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Úðabrúsar með eldfimum efnum (liður 2.3) 1, 2<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal<br />

tilgreina hitastig.<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur (liður 2.11) 1, 2 Framleiðandi eða<br />

birgir skal<br />

tilgreina massa<br />

og hitastig.<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur (liður 2.11) 1, 2<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Loftkveikjandi vökvar (liður 2.9) 1<br />

Loftkveikjandi, föst efni (liður 2.10) 1<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal<br />

tilgreina<br />

viðkomandi,<br />

vökva eða<br />

óhvarfgjarna<br />

lofttegund.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/227<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

geymsla kur<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V402 +<br />

V404<br />

V403 +<br />

V233<br />

V403 +<br />

V235<br />

V410 +<br />

V403<br />

V410 +<br />

V412<br />

V411 +<br />

V235<br />

Kóði<br />

Geymist á þurrum<br />

stað. Geymist í<br />

lokuðu íláti.<br />

Geymist á vel<br />

loftræstum stað. Ílát<br />

vera vel lukt.<br />

Geymist á velloftræstum<br />

stað.<br />

Geymist á köldum<br />

stað.<br />

Hlífið við sólarljósi.<br />

Geymist á vel<br />

loftræstum stað.<br />

Hlífið við sólarljósi.<br />

Hlífið við hærri hita<br />

en 50 o C/122 o F.<br />

Geymist á köldum<br />

stað við hitastig sem<br />

er ekki hærra en<br />

… o C/… o F.<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

1, 2, 3<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2, 3<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Lofttegundir undir þrýstingi (liður 2.5)<br />

3<br />

3<br />

Þjöppuð<br />

lofttegund<br />

Fljótandi<br />

lofttegund<br />

Uppleyst<br />

lofttegund<br />

Úðabrúsar með eldfimum efnum (liður 2.3) 1, 2<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Tafla 6.5<br />

Varnaðarsetningar — förgun<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

förgun kur<br />

— Ef varan er svo<br />

rokgjörn að<br />

hættulegt<br />

andrúmsloft<br />

getur myndast.<br />

Framleiðandi eða<br />

birgir skal<br />

tilgreina hitastig.<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

V501 Fargið innihaldi/íláti<br />

hjá ...<br />

Sprengifim efni (liður 2.1) Óstöðug,<br />

sprengifim<br />

efni og<br />

deiliflokkar<br />

1.1, 1.2, 1.3,<br />

1.4, 1.5<br />

Eldfimir vökvar (liður 2.6) 1, 2, 3<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur (liður 2.8) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar<br />

lofttegundir við snertingu við vatn (liður<br />

2.12)<br />

1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi) vökvar (liður 2.13) 1, 2, 3<br />

Eldmyndandi (oxandi), föst efni (liður 2.14) 1, 2, 3<br />

Lífræn peroxíð (liður 2.15) Gerðir A, B,<br />

C, D, E, F<br />

Bráð eiturhrif — við inntöku (liður 3.1) 1, 2, 3, 4<br />

...í samræmi við<br />

staðbundnar/svæ<br />

ðisbundnar/lands<br />

bundnar/alþjóðle<br />

gar reglur (skal<br />

tilgreint).


Nr. 52/228 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Kóði<br />

Varnaðarsetningar —<br />

Hættuundirflok<br />

Hættuflokkur<br />

förgun kur<br />

Skilyrði fyrir notkun<br />

(1) (2) (3) (4) (5)<br />

Bráð eiturhrif — um húð (liður 3.1) 1, 2, 3, 4<br />

Bráð eiturhrif — við innöndun (liður 3.1) 1, 2<br />

Húðæting (liður 3.2) 1A, 1B, 1C<br />

Næming öndunarfæra (liður 3.4) 1<br />

Húðnæming (liður 3.4) 1<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur (liður 3.5) 1A, 1B, 2<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif (liður 3.6) 1A, 1B, 2<br />

Eiturhrif á æxlun (liður 3.7) 1A, 1B, 2<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, erting öndunarfæra (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt<br />

skipti, sljóvgandi áhrif (liður 3.8)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin<br />

váhrif (liður 3.9)<br />

Ásvelgingarhætta (liður 3.10) 1<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — bráð hætta<br />

fyrir vatnsumhverfi (liður 4.1)<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn<br />

hætta fyrir vatnsumhverfi (liður 4.1)<br />

1, 2<br />

3<br />

3<br />

1, 2<br />

1<br />

1, 2, 3, 4<br />

Hættulegt ósonlaginu (liður 5.1) 1<br />

2. 2. hluti: Varnaðarsetningar<br />

Varnaðarsetningarnar skulu koma úr þessum hluta IV. viðauka og vera valdar í samræmi við 1. hluta.<br />

V101 Tungumál<br />

Tafla 1.1<br />

Almennar Varnaðarsetningar<br />

BG При необходимост от медицинска помощ, носете опаковката или етикета на<br />

продукта.<br />

ES Si se necesita consejo médico, tener a mano el envase o la etiqueta.<br />

CS Je-li nutná lékařská pomoc, mějte po ruce obal nebo štítek výrobku.<br />

DA Hvis der er brug for lægehjælp, medbring da beholderen eller etiketten.<br />

DE Ist ärztlicher Rat erforderlich, Verpackung oder Kennzeichnungsetikett bereithalten.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/229<br />

V101 Tungumál<br />

V102 Tungumál<br />

ET Arsti poole pöördudes võtta kaasa toote pakend või etikett.<br />

EL Εάν ζητήσετε ιατρική συµβουλή, να έχετε µαζί σας τον περιέκτη του προϊόντος ή την<br />

ετικέτα.<br />

EN If medical advice is needed, have product container or label at hand.<br />

FR En cas de consultation d’un médecin, garder à disposition le récipient ou l’étiquette.<br />

GA Más gá comhairle liachta, bíodh coimeádán nó lipéad an táirge ina aice láimhe.<br />

IT In caso di consultazione di un medico, tenere a disposizione il contenitore o l'etichetta del<br />

prodotto.<br />

LV Medicīniska padoma nepieciešamības gadījumā attiecīgā informācija ir norādīta uz<br />

iepakojuma vai etiķetes.<br />

LT Jei reikalinga gydytojo konsultacija, su savimi turėkite produkto talpyklą ar jo etiketę.<br />

HU Orvosi tanácsadás esetén tartsa kéznél a termék edényét vagy címkéjét.<br />

MT Jekk ikun meħtieġ parir mediku, ara li jkollok il-kontenitur jew it-tikketta tal-prodott filqrib.<br />

NL Bij het inwinnen van medisch advies, de verpakking of het etiket ter beschikking houden.<br />

PL W razie konieczności zasięgnięcia porady lekarza należy pokazać pojemnik lub etykietę.<br />

PT Se for necessário consultar um médico, mostre-lhe a embalagem ou o rótulo.<br />

RO Dacă este necesară consultarea medicului, ine i la îndemână recipientul sau eticheta<br />

produsului.<br />

SK Ak je potrebná lekárska pomoc, majte k dispozícii obal alebo etiketu výrobku.<br />

SL Če je potreben zdravniški nasvet, mora biti na voljo posoda ali etiketa proizvoda.<br />

FI Jos tarvitaan lääkinnällistä apua, näytä pakkaus tai varoitusetiketti.<br />

SV Ha förpackningen eller etiketten till hands om du måste söka läkarvård.<br />

BG Да се съхранява извън обсега на деца.<br />

ES Mantener fuera del alcance de los niños.<br />

CS Uchovávejte mimo dosah dětí.<br />

DA Opbevares utilgængeligt for børn.<br />

DE Darf nicht in die Hände von Kindern gelangen.<br />

ET Hoida lastele kättesaamatus kohas.<br />

EL Μακριά από παιδιά.<br />

EN Keep out of reach of children.<br />

FR Tenir hors de portée des enfants.<br />

GA Coimeád as aimsiú leanaí.<br />

IT Tenere fuori dalla portata dei bambini.<br />

LV Sargāt no bērniem.<br />

LT Laikyti vaikams neprieinamoje vietoje.<br />

HU Gyermekektől elzárva tartandó.<br />

MT Żommu ‘l bogħod minn fejn jistgħu jilħquh it-tfal.<br />

NL Buiten het bereik van kinderen houden.


Nr. 52/230 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V102 Tungumál<br />

V103 Tungumál<br />

V201 Tungumál<br />

PL Chronić przed dziećmi.<br />

PT Manter fora do alcance das crianças.<br />

RO A nu se lăsa la îndemâna copiilor.<br />

SK Uchovávajte mimo dosahu detí.<br />

SL Hraniti zunaj dosega otrok.<br />

FI Säilytä lasten ulottumattomissa.<br />

SV Förvaras oåtkomligt för barn.<br />

BG Преди употреба прочетете етикета.<br />

ES Leer la etiqueta antes del uso.<br />

CS Před použitím si přečtěte údaje na štítku.<br />

DA Læs etiketten før brug.<br />

DE Vor Gebrauch Kennzeichnungsetikett lesen.<br />

ET Enne kasutamist tutvuda etiketil oleva infoga.<br />

EL Διαβάστε την ετικέτα πριν από τη χρήση.<br />

EN Read label before use.<br />

FR Lire l’étiquette avant utilisation.<br />

GA Léigh an lipéad roimh úsáid.<br />

IT Leggere l’etichetta prima dell’uso.<br />

LV Pirms izmantošanas izlasīt etiķeti.<br />

LT Prieš naudojimą perskaityti etiketę.<br />

HU Használat előtt olvassa el a címkén közölt információkat.<br />

MT Aqra t-tikketta qabel l-użu.<br />

NL Alvorens te gebruiken, het etiket lezen.<br />

PL Przed użyciem przeczytać etykietę.<br />

PT Ler o rótulo antes da utilização.<br />

RO Citiţi eticheta înainte de utilizare.<br />

SK Pred použitím si prečítajte etiketu.<br />

SL Pred uporabo preberite etiketo.<br />

FI Lue merkinnät ennen käyttöä.<br />

SV Läs etiketten före användning.<br />

Tafla 1.2<br />

Varnaðarsetningar — forvarnir<br />

BG Преди употреба се снабдете със специални инструкции.<br />

ES Pedir instrucciones especiales antes del uso.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/231<br />

V201 Tungumál<br />

V202 Tungumál<br />

CS Před použitím si obstarejte speciální instrukce.<br />

DA Indhent særlige anvisninger før brug.<br />

DE Vor Gebrauch besondere Anweisungen einholen.<br />

ET Enne kasutamist tutvuda erijuhistega.<br />

EL Εφοδιαστείτε µε τις ειδικές οδηγίες πριν από τη χρήση.<br />

EN Obtain special instructions before use.<br />

FR Se procurer les instructions avant utilisation.<br />

GA Faigh treoracha speisialta roimh úsáid.<br />

IT Procurarsi istruzioni specifiche prima dell’uso.<br />

LV Pirms lietošanas saņemt speciālu instruktāžu.<br />

LT Prieš naudojimą gauti specialias instrukcijas.<br />

HU Használat előtt ismerje meg az anyagra vonatkozó különleges utasításokat.<br />

MT Ikseb struzzjonijiet speċjali qabel l-użu.<br />

NL Alvorens te gebruiken de speciale aanwijzingen raadplegen.<br />

PL Przed użyciem zapoznać się ze specjalnymi środkami ostrożności.<br />

PT Pedir instruções específicas antes da utilização.<br />

RO Procuraţi instrucţiuni speciale înainte de utilizare.<br />

SK Pred použitím sa oboznámte s osobitnými pokynmi.<br />

SL Pred uporabo pridobiti posebna navodila.<br />

FI Lue erityisohjeet ennen käyttöä.<br />

SV Inhämta särskilda instruktioner före användning.<br />

BG Не използвайте преди да сте прочели и разбрали всички предпазни мерки за<br />

безопасност.<br />

ES No manipular la sustancia antes de haber leído y comprendido todas las instrucciones de<br />

seguridad.<br />

CS Nepoužívejte, dokud jste si nepřečetli všechny bezpečnostní pokyny a neporozuměli<br />

jim.<br />

DA Anvend ikke produktet, før alle advarsler er læst og forstået.<br />

DE Vor Gebrauch alle Sicherheitshinweise lesen und verstehen.<br />

ET Mitte käidelda enne ohutusnõuetega tutvumist ja nendest arusaamist.<br />

EL Μην το χρησιµοποιήσετε πριν διαβάσετε και κατανοήσετε τις οδηγίες προφύλαξης.<br />

EN Do not handle until all safety precautions have been read and understood.<br />

FR Ne pas manipuler avant d’avoir lu et compris toutes les précautions de sécurité.<br />

GA Ná láimhsigh go dtí go léifear agus go dtuigfear gach ráiteas réamhchúraim<br />

sábháilteachta.<br />

IT Non manipolare prima di avere letto e compreso tutte le avvertenze.<br />

LV Neizmantot pirms nav izlasīti un saprasti visi apzīmējumi.<br />

LT Nenaudoti, jeigu neperskaityti ar nesuprasti visi saugos įspėjimai.<br />

HU Ne használja addig, amíg az összes biztonsági óvintézkedést el nem olvasta és meg nem<br />

értette.


Nr. 52/232 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V202 Tungumál<br />

V210 Tungumál<br />

MT Tmissux qabel ma tkun qrajt u fhimt l-istruzzjonijiet kollha ta' prekawzjoni.<br />

NL Pas gebruiken nadat u alle veiligheidsvoorschriften gelezen en begrepen heeft<br />

PL Nie używać przed zapoznaniem się i zrozumieniem wszystkich środków<br />

bezpieczeństwa.<br />

PT Não manuseie o produto antes de ter lido e percebido todas as precauções de segurança.<br />

RO A nu se manipula decât după ce au fost citite şi înţelese toate măsurile de securitate.<br />

SK Nepoužívajte, kým si neprečítate a nepochopíte všetky bezpečnostné opatrenia.<br />

SL Ne uporabljajte, dokler se ne seznanite z vsemi varnostnimi ukrepi.<br />

FI Lue varoitukset huolellisesti ennen käsittelyä.<br />

SV Använd inte produkten innan du har läst och förstått säkerhetsanvisningarna<br />

BG Да се пази от топлина/искри/открит пламък/нагорещени повърхности. —<br />

Тютюнопушенето забранено.<br />

ES Mantener alejado de fuentes de calor, chispas, llama abierta o superficies calientes. —<br />

No fumar.<br />

CS Chraňte před teplem/jiskrami/otevřeným plamenem/horkými povrchy. — Zákaz<br />

kouření.<br />

DA Holdes væk fra varme/gnister/åben ild/varme overflader. Rygning forbudt.<br />

DE Von Hitze/Funken/offener Flamme/heißen Oberflächen fernhalten. Nicht rauchen.<br />

ET Hoida eemal soojusallikast/sädemetest/leekidest/kuumadest pindadest. — Mitte<br />

suitsetada.<br />

EL Μακριά από θερµότητα/σπινθήρες/γυµνές φλόγες/θερµές επιφάνειες. — Μην καπνίζετε.<br />

EN Keep away from heat/sparks/open flames/hot surfaces. — No smoking.<br />

FR Tenir à l’écart de la chaleur/des étincelles/des flammes nues/des surfaces chaudes. — Ne<br />

pas fumer.<br />

GA Coimeád ó theas/splancacha/lasair gan chosaint/dromchlaí te. — Ná caitear tobac.<br />

IT Tenere lontano da fonti di calore/scintille/fiamme libere/superfici riscaldate. — Non<br />

fumare.<br />

LV Nelietot vietās, kur ir sastopams karstums/dzirksteles/atklāta uguns/…/karstas virsmas.<br />

Nesmēķēt.<br />

LT Laikyti atokiau nuo šilumos šaltinių/žiežirbų/atviros liepsnos/karštų paviršių. —<br />

Nerūkyti.<br />

HU Hőtől/szikrától/nyílt lángtól/…/forró felületektől távol tartandó. Tilos a dohányzás.<br />

MT Żomm ‘il bogħod mis-sħana/xrar tan-nar/fjammiet mikxufa/uċuħ jaħarqu. — Tpejjipx.<br />

NL Verwijderd houden van warmte/vonken/open vuur/hete oppervlakken. — Niet roken.<br />

PL Przechowywać z dala od źródeł ciepła/iskrzenia/otwartego ognia/gorących powierzchni.<br />

Palenie wzbronione.<br />

PT Manter afastado do calor/faísca/chama aberta/superfícies quentes. — Não fumar.<br />

RO A se păstra departe de surse de căldură/scântei/flăcări deschise/suprafeţe încinse. —<br />

Fumatul interzis.<br />

SK Uchovávajte mimo dosahu tepla/iskier/otvoreného ohňa/horúcich povrchov. Nefajčite.<br />

SL Hraniti ločeno od vročine/isker/odprtega ognja/vročih površin. — Kajenje prepovedano.<br />

FI Suojaa lämmöltä/kipinöiltä/avotulelta/kuumilta pinnoilta. — Tupakointi kielletty.<br />

SV Får inte utsättas för värme/gnistor/öppen låga/heta ytor. — Rökning förbjuden.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/233<br />

V211 Tungumál<br />

V220 Tungumál<br />

BG Да не се пръска към открит пламък или друг източник на запалване.<br />

ES No pulverizar sobre una llama abierta u otra fuente de ignición.<br />

CS Nestříkejte do otevřeného ohně nebo jiných zdrojů zapálení.<br />

DA Spray ikke mod åben ild eller andre antændelseskilder.<br />

DE Nicht gegen offene Flamme oder andere Zündquelle sprühen.<br />

ET Mitte pihustada leekidesse või muusse süüteallikasse.<br />

EL Μην ψεκάζετε κοντά σε γυµνή φλόγα ή άλλη πηγή ανάφλεξης.<br />

EN Do not spray on an open flame or other ignition source.<br />

FR Ne pas vaporiser sur une flamme nue ou sur toute autre source d’ignition.<br />

GA Ná spraeáil ar lasair gan chosaint ná ar fhoinse eile adhainte.<br />

IT Non vaporizzare su una fiamma libera o altra fonte di accensione.<br />

LV Neizsmidzināt uz atklātas uguns vai citiem aizdegšanās avotiem.<br />

LT Nepurkšti į atvirą liepsną arba kitus degimo šaltinius.<br />

HU Tilos nyílt lángra vagy más gyújtóforrásra permetezni.<br />

MT Tisprejjax fuq fjamma mikxufa jew sors ieħor li jaqbad.<br />

NL Niet in een open vuur of op andere ontstekingsbronnen spuiten.<br />

PL Nie rozpylać nad otwartym ogniem lub innym źródłem zapłonu.<br />

PT Não pulverizar sobre chama aberta ou outra fonte de ignição.<br />

RO Nu pulverizaţi deasupra unei flăcări deschise sau unei alte surse de aprindere.<br />

SK Nestriekajte na otvorený oheň ani iný zdroj zapálenia.<br />

SL Ne pršiti proti odprtemu ognju ali drugemu viru vžiga.<br />

FI Ei saa suihkuttaa avotuleen tai muuhun sytytyslähteeseen.<br />

SV Spreja inte över öppen låga eller andra antändningskällor.<br />

BG Да се държи/съхранява далеч от облекло/…/горими материали<br />

ES Mantener o almacenar alejado de la ropa/…/materiales combustibles.<br />

CS Uchovávejte/skladujte odděleně od oděvů/…/hořlavých materiálů.<br />

DA Må ikke anvendes/opbevares i nærheden af tøj/…/brændbare materialer.<br />

DE Von Kleidung/…/brennbaren Materialien fernhalten/entfernt aufbewahren.<br />

ET Hoida eemal rõivastest/…/süttivast materjalist.<br />

EL Διατηρείται/Φυλάσσεται µακριά από ενδύµατα/…/καύσιµα υλικά.<br />

EN Keep/Store away from clothing/…/combustible materials.<br />

FR Tenir/stocker à l’écart des vêtements/…/matières combustibles<br />

GA Coimeád/Stóráil glan ar éadaí/…/ábhair indóite.<br />

IT Tenere/conservare lontano da indumenti/…/materiali combustibili.<br />

LV Turēt/uzglabāt vietās, kur nav piekļuves drēbēm/…/uzliesmojošiem materiāliem.<br />

LT Laikyti/sandėliuoti atokiau nuo drabužių/…/degių medžiagų.


Nr. 52/234 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V220 Tungumál<br />

V221 Tungumál<br />

HU Ruhától/…/éghető anyagtól távol tartandó/tárolandó.<br />

MT Żomm/Aħżen ‘il bogħod mill-ħwejjeġ/…/materjali li jaqbdu.<br />

NL Van kleding/…/brandbare stoffen verwijderd houden/bewaren.<br />

PL Trzymać/przechowywać z dala od odzieży/…/materiałów zapalnych.<br />

PT Manter/guardar afastado de roupa/…/matérias combustíveis.<br />

RO A se păstra/depozita departe de îmbrăcăminte/…/materiale combustibile.<br />

SK Uchovávajte/skladujte mimo odevov/…/horľavých materiálov.<br />

SL Hraniti ločeno od oblačil/…/vnetljivih materialov.<br />

FI Pidä/Varastoi erillään vaatetuksesta/…/syttyvistä materiaaleista.<br />

SV Hålls/förvarad åtskilt från kläder/…/brännbara material.<br />

BG Вземете всички предпазни мерки за избягване на смесването с горими<br />

материали…<br />

ES Tomar todas las precauciones necesarias para no mezclar con materias combustibles…<br />

CS Proveďte preventivní opatření proti smíchání s hořlavými materiály…<br />

DA Undgå at blande med brændbare materialer…<br />

DE Mischen mit brennbaren Stoffen/… unbedingt verhindern.<br />

ET Rakendada ettevaatusabinõusid, et vältida segunemist põlevainetega…<br />

EL Λάβετε κάθε προφύλαξη ώστε να µην αναµειχθεί µε καύσιµα…<br />

EN Take any precaution to avoid mixing with combustibles…<br />

FR Prendre toutes précautions pour éviter de mélanger avec des matières combustibles…<br />

GA Déan gach réamhchúram chun meascadh le hábhair indóite a sheachaint…<br />

IT Prendere ogni precauzione per evitare di miscelare con sostanze combustibili…<br />

LV Nekādā gadījumā nemaisīt ar viegli uzliesmojošām vielām…<br />

LT Imtis visų atsargumo priemonių, kad nebūtų sumaišyta su degiomis medžiagomis…<br />

HU Minden óvintézkedést meg kell tenni, hogy ne keveredjen éghető anyagokkal.<br />

MT Ħu kull prekawzjoni biex tevita li jitħallat mal-kombustibbli…<br />

NL Vermenging met brandbare stoffen… absoluut vermijden.<br />

PL Zastosować wszelkie środki ostrożności w celu uniknięcia mieszania z innymi<br />

materiałami zapalnymi …<br />

PT Tomar todas as precauções para não misturar com combustíveis…<br />

RO Luaţi toate măsurile de precauţie pentru a evita amestecul cu combustibili…<br />

SK Prijmite opatrenia na zabránenie zmiešania s horľavými materiálmi…<br />

SL Preprečiti mešanje z vnetljivimi snovmi …<br />

FI Varo sekoittamasta syttyvien materiaalien… kanssa.<br />

SV Undvik att blanda med med brännbara ämnen…


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/235<br />

V222 Tungumál<br />

V223 Tungumál<br />

BG Не допускайте конктакт с въздух.<br />

ES No dejar que entre en contacto con el aire.<br />

CS Zabraňte styku se vzduchem.<br />

DA Undgå kontakt med luft.<br />

DE Kontakt mit Luft nicht zulassen.<br />

ET Hoida õhuga kokkupuute eest.<br />

EL Να µην έρθει σε επαφή µε τον αέρα.<br />

EN Do not allow contact with air.<br />

FR Ne pas laisser au contact de l’air.<br />

GA Ná ceadaigh teagmháil le haer.<br />

IT Evitare il contatto con l’aria.<br />

LV Nepieļaut kontaktu ar gaisu.<br />

LT Saugoti nuo kontakto su oru.<br />

HU Nem érintkezhet levegővel.<br />

MT Tħallix li jkun hemm kuntatt ma' l-arja.<br />

NL Contact met de lucht vermijden.<br />

PL Nie dopuszczać do kontaktu z powietrzem.<br />

PT Não deixar entrar em contacto com o ar.<br />

RO A nu se lăsa în contact cu aerul.<br />

SK Zabráňte kontaktu so vzduchom.<br />

SL Preprečiti stik z zrakom.<br />

FI Ei saa joutua kosketuksiin ilman kanssa.<br />

SV Undvik kontakt med luft.<br />

BG Да се избягва всякакъв възможен контакт с вода поради бурна реакция и възможно<br />

внезапно запалване.<br />

ES Mantener alejado de cualquier posible contacto con el agua, pues reacciona<br />

violentamente y puede provocar una llamarada.<br />

CS Chraňte před možným stykem s vodou kvůli prudké reakci a možnému náhlému<br />

vzplanutí.<br />

DA Undgå enhver kontakt med vand, da dette kan fremkalde voldsom reaktion og risiko for<br />

eksplosionsagtig brand.<br />

DE Kontakt mit Wasser wegen heftiger Reaktion und möglichem Aufflammen unbedingt<br />

verhindern.<br />

ET Hoida igasuguse kokkupuute eest veega, vastasel juhul reageerib ägedalt ja võib<br />

põhjustada hetkpõlemise.<br />

EL Αποφύγετε κάθε πιθανή επαφή µε το νερό, διότι αντιδρά βίαια και µπορεί να προκληθεί<br />

ανάφλεξη.<br />

EN Keep away from any possible contact with water, because of violent reaction and<br />

possible flash fire.<br />

FR Éviter tout contact avec l’eau, à cause du risque de réaction violente et d’inflammation<br />

spontanée.


Nr. 52/236 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V223 Tungumál<br />

V230 Tungumál<br />

GA Ná ceadaigh teagmháil de shaghas ar bith le huisce, mar gheall ar imoibriú foirtil agus<br />

splancthine a d’fhéadfadh a bheith ann.<br />

IT Evitare qualsiasi contatto con l’acqua: pericolo di reazione violenta e di infiammazione<br />

spontanea.<br />

LV Nepieļaut kontaktu ar ūdeni īpaši stipras reakcijas un iespējamas eksplozijas dēļ.<br />

LT Saugoti nuo bet kokio galimo kontakto su vandeniu, nes smarkiai reaguoja ir gali<br />

susidaryti ugnies pliūpsnis.<br />

HU Vízzel semmilyen formában nem érintkezhet, ellenkező esetben heves reakció és<br />

belobbanás fordulhat elő.<br />

MT Żomm ‘il bogħod minn kull kuntatt possibbli ma' l-ilma, minħabba li jirreaġġixxi bilqawwa<br />

u jista’ jkun hemm fjamma nar.<br />

NL Contact met water vermijden in verband met een heftige reactie en een mogelijke<br />

wolkbrand.<br />

PL Chronić przed wszelkim kontaktem z wodą z powodu gwałtownej reakcji i możliwości<br />

wystąpienia błyskawicznego pożaru.<br />

PT Não deixar entrar em contacto com a água: risco de reacção violenta e possibilidade de<br />

formação de chama súbita.<br />

RO A se evita orice contact cu apa, din cauza reacţiei violente şi a riscului de aprindere<br />

spontană.<br />

SK Zabráňte akémukoľvek kontaktu s vodou, aby nedošlo k prudkej reakcii a prípadnému<br />

zapáleniu.<br />

SL Hraniti ločeno od možnega stika z vodo zaradi burne reakcije in možnega bliskovitega<br />

požara.<br />

FI Ei saa joutua kosketuksiin veden kanssa voimakkaan reaktion ja mahdollisen<br />

leimahduksen takia.<br />

SV Undvik all kontakt med vatten eftersom det kan framkalla en våldsam reaktion och<br />

explosionsartad brand.<br />

BG Да се държи навлажнен с…<br />

ES Mantener humedecido con…<br />

CS Uchovávejte ve zvlhčeném stavu…<br />

DA Holdes befugtet med…<br />

DE Feucht halten mit …<br />

ET Niisutada …-ga.<br />

EL Να διατηρείται υγρό µε …<br />

EN Keep wetted with…<br />

FR Maintenir humidifié avec…<br />

GA Coimeád fliuchta le…<br />

IT Mantenere umido con…<br />

LV Vienmēr samitrināt ar …<br />

LT Laikyti sudrėkintą (kuo)<br />

HU …-val/-vel nedvesítve tartandó.<br />

MT Żommu mxarrab bi …<br />

NL Vochtig houden met…


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/237<br />

V230 Tungumál<br />

V231 Tungumál<br />

V232 Tungumál<br />

PL Przechowywać produkt zwilżony…<br />

PT Manter húmido com…<br />

RO A se păstra umezit cu…<br />

SK Uchovávajte zvlhčené …<br />

SL Hraniti prepojeno z …<br />

FI Säilytä kostutettuna …<br />

SV Ska hållas fuktigt med…<br />

BG Да се използва под инертен газ.<br />

ES Manipular en gas inerte.<br />

CS Manipulace pod inertním plynem.<br />

DA Håndteres under inaktiv gas.<br />

DE Unter inertem Gas handhaben.<br />

ET Käidelda inertgaasis.<br />

EL Χειρισµός σε αδρανή ατµόσφαιρα.<br />

EN Handle under inert gas.<br />

FR Manipuler sous gaz inerte.<br />

GA Láimhsigh faoi thriathghás.<br />

IT Manipolare in atmosfera di gas inerte.<br />

LV Rīkoties tikai inertas gāzes apstākļos.<br />

LT Tvarkyti inertinėse dujose.<br />

HU Inert gázban használandó.<br />

MT Immaniġġja taħt gass inerti.<br />

NL Onder inert gas werken.<br />

PL Używać w atmosferze obojętnego gazu.<br />

PT Manusear em atmosfera de gás inerte.<br />

RO A se manipula sub un gaz inert.<br />

SK Manipulujte v prostredí s inertným plynom.<br />

SL Hraniti v ustreznem inertnem plinu.<br />

FI Käsittele inertissä kaasussa.<br />

SV Hanteras under inert gas.<br />

BG Да се пази от влага.<br />

ES Proteger de la humedad.<br />

CS Chraňte před vlhkem.<br />

DA Beskyttes mod fugt.


Nr. 52/238 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V232 Tungumál<br />

V233 Tungumál<br />

DE Vor Feuchtigkeit schützen.<br />

ET Hoida niiskuse eest.<br />

EL Προστετέψτε από την υγρασία.<br />

EN Protect from moisture.<br />

FR Protéger de l’humidité.<br />

GA Cosain ar thaise.<br />

IT Proteggere dall’umidità.<br />

LV Aizsargāt no mitruma.<br />

LT Saugoti nuo drėgmės.<br />

HU Nedvességtől védendő.<br />

MT Ipproteġi mill-umdità.<br />

NL Tegen vocht beschermen.<br />

PL Chronić przed wilgocią.<br />

PT Manter ao abrigo da humidade.<br />

RO A se proteja de umiditate.<br />

SK Chráňte pred vlhkosťou.<br />

SL Zaščititi pred vlago.<br />

FI Suojaa kosteudelta.<br />

SV Skyddas från fukt.<br />

BG Съдът да се съхранява плътно затворен.<br />

ES Mantener el recipiente herméticamente cerrado.<br />

CS Uchovávejte obal těsně uzavřený.<br />

DA Hold beholderen tæt lukket.<br />

DE Behälter dicht verschlossen halten.<br />

ET Hoida pakend tihedalt suletuna.<br />

EL Να διατηρείται ο περιέκτης ερµητικά κλειστός.<br />

EN Keep container tightly closed.<br />

FR Maintenir le récipient fermé de manière étanche.<br />

GA Coimeád an coimeádán dúnta go docht.<br />

IT Tenere il recipiente ben chiuso.<br />

LV Tvertni stingri noslēgt.<br />

LT Talpyklą laikyti sandariai uždarytą.<br />

HU Az edény szorosan lezárva tartandó.<br />

MT Żomm il-kontenitur magħluq sew.<br />

NL In goed gesloten verpakking bewaren.<br />

PL Przechowywać pojemnik szczelnie zamknięty.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/239<br />

V233 Tungumál<br />

V234 Tungumál<br />

V235 Tungumál<br />

PT Manter o recipiente bem fechado.<br />

RO Păstraţi recipientul închis etanş.<br />

SK Nádobu uchovávajte tesne uzavretú.<br />

SL Hraniti v tesno zaprti posodi.<br />

FI Säilytä tiiviisti suljettuna.<br />

SV Behållaren ska vara väl tillsluten.<br />

BG Да се съхранява само в оригиналната опаковка.<br />

ES Conservar únicamente en el recipiente original.<br />

CS Uchovávejte pouze v původním obalu.<br />

DA Opbevares kun i den originale beholder.<br />

DE Nur im Originalbehälter aufbewahren.<br />

ET Hoida üksnes originaalpakendis.<br />

EL Να διατηρείται µόνο στον αρχικό περιέκτη.<br />

EN Keep only in original container.<br />

FR Conserver uniquement dans le récipient d’origine.<br />

GA Coimeád sa choimeádán bunaidh amháin.<br />

IT Conservare soltanto nel contenitore originale.<br />

LV Turēt tikai oriģinālā iepakojumā.<br />

LT Laikyti tik originalioje talpykloje.<br />

HU Az eredeti edényben tartandó.<br />

MT Żomm biss fil-kontenitur oriġinali.<br />

NL Uitsluitend in de oorspronkelijke verpakking bewaren.<br />

PL Przechowywać wyłącznie w oryginalnym pojemniku.<br />

PT Conservar unicamente no recipiente de origem.<br />

RO Păstraţi numai în recipientul original.<br />

SK Uchovávajte iba v pôvodnej nádobe.<br />

SL Hraniti samo v originalni posodi.<br />

FI Säilytä alkuperäispakkauksessa.<br />

SV Förvaras endast i originalbehållaren.<br />

BG Да се държи на хладно.<br />

ES Mantener en lugar fresco.<br />

CS Uchovávejte v chladu.<br />

DA Opbevares køligt.<br />

DE Kühl halten.


Nr. 52/240 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V235 Tungumál<br />

V240 Tungumál<br />

ET Hoida jahedas.<br />

EL Να διατηρείται δροσερό.<br />

EN Keep cool.<br />

FR Tenir au frais.<br />

GA Coimeád fionnuar é<br />

IT Conservare in luogo fresco.<br />

LV Turēt vēsumā.<br />

LT Laikyti vėsioje vietoje.<br />

HU Hűvös helyen tartandó.<br />

MT Żomm frisk.<br />

NL Koel bewaren.<br />

PL Przechowywać w chłodnym miejscu.<br />

PT Conservar em ambiente fresco.<br />

RO A se păstra la rece.<br />

SK Uchovávajte v chlade.<br />

SL Hraniti na hladnem.<br />

FI Säilytä viileässä.<br />

SV Förvaras svalt.<br />

BG Заземяване/еквипотенциална връзка на съда и приемателното устройство.<br />

ES Conectar a tierra/enlace equipotencial del recipiente y del equipo de recepción.<br />

CS Uzemněte obal a odběrové zařízení.<br />

DA Beholder og modtageudstyr jordforbindes/potentialudlignes.<br />

DE Behälter und zu befüllende Anlage erden.<br />

ET Mahuti ja vastuvõtuseade maandada/ühendada.<br />

EL Γείωση/ισοδυναµική σύνδεση του περιέκτη και του εξοπλισµού δέκτη.<br />

EN Ground/bond container and receiving equipment.<br />

FR Mise à la terre/liaison équipotentielle du récipient et du matériel de réception.<br />

GA Nasc an coimeádán agus an trealamh glactha leis an talamh.<br />

IT Mettere a terra/massa il contenitore e il dispositivo ricevente.<br />

LV Tvertnes un iekārtas saņemšanai ievietot zemē/sasaistīt<br />

LT Įžeminti/įtvirtinti talpyklą ir priėmimo įrangą.<br />

HU A tárolóedényt és a fogadóedényt le kell földelni/át kell kötni.<br />

MT Poġġi ma' l-art/waħħal il-kontenitur u t-tagħmir li jirċievi.<br />

NL Opslag- en opvangreservoir aarden.<br />

PL Uziemić/połączyć pojemnik i sprzęt odbiorczy.<br />

PT Ligação à terra/equipotencial do recipiente e do equipamento receptor.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/241<br />

V240 Tungumál<br />

V241 Tungumál<br />

V242 Tungumál<br />

RO Legătură la pământ/conexiune echipotenţială cu recipientul şi cu echipamentul de<br />

recepţie.<br />

SK Uzemnite/upevnite nádobu a plniace zariadenie.<br />

SL Ozemljiti posodo in opremo za sprejem tekočine.<br />

FI Säiliö ja vastaanottavat laitteet on maadoitettava/yhdistettävä.<br />

SV Jorda/potentialförbind behållare och mottagarutrustning.<br />

BG Използвайте електрическо/проветряващо/осветително/…/оборудване, обезопасено<br />

срещу експлозия<br />

ES Utilizar un material eléctrico, de ventilación o de iluminación/…/antideflagrante.<br />

CS Používejte elektrické/ventilační/osvětlovací/…/zařízení do výbušného prostředí.<br />

DA Anvend eksplosionssikkert elektrisk/ventilations-/lys-/…/udstyr.<br />

DE Explosionsgeschützte elektrische Betriebsmittel/Lüftungsanlagen/Beleuchtung/…<br />

verwenden.<br />

ET Kasutada plahvatuskindlaid elektri-/ventilatsiooni-/valgustus-/…/seadmeid.<br />

EL Να χρησιµοποιείται αντιεκρηκτικός<br />

ηλεκτρολογικός/εξαερισµού/φωτιστικός/…/εξοπλισµός.<br />

EN Use explosion-proof electrical/ventilating/lighting/…/equipment.<br />

FR Utiliser du matériel électrique/de ventilation/d’éclairage/…/antidéflagrant.<br />

GA Bain úsáid as trealamh pléascdhíonach leictreach/aerála/soilsiúcháin/…<br />

IT Utilizzare impianti elettrici/di ventilazione/d’illuminazione/…/a prova di esplosione.<br />

LV Izmantot sprādziendrošas elektriskas/ar ventilāciju/izgaismotas/…/iekārtas<br />

LT Naudoti sprogimui atsparią elektros/ventiliacijos/apšvietimo/…/įrangą.<br />

HU Robbanásbiztos elektromos/szellőztető/világító/…/berendezés használandó.<br />

MT Uża’ tagħmir elettriku/ta’ ventilazzjoni/ta' dawl/…/li jiflaħ għal splużjoni.<br />

NL Explosieveilige elektrische/ventilatie-/verlichtings-/…apparatuur gebruiken.<br />

PL Używać elektrycznego/wentylującego/oświetleniowego/…/. przeciwwybuchowego<br />

sprzętu.<br />

PT Utilizar equipamento eléctrico/de ventilação/de iluminação/…/à prova de explosão.<br />

RO Utilizaţi echipamente electrice/de ventilare/de iluminat/…/antideflagrante.<br />

SK Používajte elektrické/ventilačné/osvetľovacie/…/zariadenie do výbušného prostredia.<br />

SL Uporabiti električno/prezračevalno opremo, opremo za razsvetljavo/…/, odporno proti<br />

eksplozijam.<br />

FI Käytä räjähdysturvallisia sähkö/ilmanvaihto/valaisin/…/laitteita.<br />

SV Använd explosionssäker elektrisk/ventilations-/belysnings-/…/utrustning.<br />

BG Използвайте само инструменти, които не предизвикват искри.<br />

ES Utilizar únicamente herramientas que no produzcan chispas.<br />

CS Používejte pouze nářadí z nejiskřícího kovu.<br />

DA Anvend kun værktøj, som ikke frembringer gnister.<br />

DE Nur funkenfreies Werkzeug verwenden.


Nr. 52/242 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V242 Tungumál<br />

V243 Tungumál<br />

ET Mitte kasutada seadmeid, mis võivad tekitada sädemeid.<br />

EL Να χρησιµοποιούνται µόνο εργαλεία που δεν παράγουν σπινθήρες.<br />

EN Use only non-sparking tools.<br />

FR Ne pas utiliser d'outils produisant des étincelles.<br />

GA Bain úsáid as uirlisí neamhspréachta amháin.<br />

IT Utilizzare solo utensili antiscintillamento.<br />

LV Izmantot instrumentus, kas nerada dzirksteles.<br />

LT Naudoti tik kibirkščių nekeliančius įrankius.<br />

HU Szikramentes eszközök használandók.<br />

MT Uża’ biss għodda li ma jtajrux żnied.<br />

NL Uitsluitend vonkvrij gereedschap gebruiken.<br />

PL Używać wyłącznie nieiskrzących narzędzi.<br />

PT Utilizar apenas ferramentas antichispa.<br />

RO Nu utilizaţi unelte care produc scântei.<br />

SK Používajte iba neiskriace prístroje.<br />

SL Uporabiti le orodje, ki ne povzroča isker.<br />

FI Käytä ainoastaan kipinöimättömiä työkaluja.<br />

SV Använd endast verktyg som inte ger upphov till gnistor.<br />

BG Вземете предпазни мерки срещу освобождаване на статично електричество.<br />

ES Tomar medidas de precaución contra descargas electrostáticas.<br />

CS Proveďte preventivní opatření proti výbojům statické elektřiny.<br />

DA Træf foranstaltninger mod statisk elektricitet.<br />

DE Maßnahmen gegen elektrostatische Aufladungen treffen.<br />

ET Rakendada ettevaatusabinõusid staatilise elektri vastu.<br />

EL Λάβετε προστατευτικά µέτρα έναντι ηλεκτροστατικών εκκενώσεων.<br />

EN Take precautionary measures against static discharge.<br />

FR Prendre des mesures de précaution contre les décharges électrostatiques.<br />

GA Déan bearta réamhchúraim in aghaidh díluchtú statach.<br />

IT Prendere precauzioni contro le scariche elettrostatiche.<br />

LV Nodrošināties pret statiskās enerģijas izlādi.<br />

LT Imtis atsargumo priemonių statinei iškrovai išvengti.<br />

HU Az elektrosztatikus kisülés megakadályozására óvintézkedéseket kell tenni.<br />

MT Ħu miżuri ta' prekawzjoni kontra l-ħruġ ta' elettriku statiku.<br />

NL Voorzorgsmaatregelen treffen tegen ontladingen van statische elektriciteit.<br />

PL Przedsięwziąć środki ostrożności zapobiegające statycznemu rozładowaniu.<br />

PT Evitar acumulação de cargas electrostáticas.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/243<br />

V243 Tungumál<br />

V244 Tungumál<br />

V250 Tungumál<br />

RO Luaţi măsuri de precauţie împotriva descărcărilor electrostatice.<br />

SK Urobte preventívne opatrenia proti výbojom statickej elektriny.<br />

SL Preprečiti statično naelektrenje.<br />

FI Estä staattisen sähkön aiheuttama kipinöinti.<br />

SV Vidta åtgärder mot statisk elektricitet.<br />

BG Почиствайте редуциращите вентили от смазка и масло<br />

ES Mantener las válvulas de reducción limpias de grasa y aceite.<br />

CS Udržujte redukční ventily bez maziva a oleje.<br />

DA Reduktionsventilerne holdes fri for fedt og olie.<br />

DE Druckminderer frei von Fett und Öl halten.<br />

ET Hoida reduktsiooniklapid rasvast ja õlist puhtad.<br />

EL Να διατηρούνται καθαρές από γράσα και λάδια οι βαλβίδες µείωσης.<br />

EN Keep reduction valves free from grease and oil.<br />

FR S’assurer de l’absence de graisse ou d’huile sur les soupapes de réduction.<br />

GA Coimeád comhlaí brúlaghdaithe saor ó ghréisc agus ó ola.<br />

IT Mantenere le valvole di riduzione libere da grasso e olio.<br />

LV Turēt reducēšanās vārstus tīrus no taukiem un eļļas.<br />

LT Saugoti, kad ant redukcinių vožtuvų nepatektų riebalų ir tepalų.<br />

HU A nyomáscsökkentő szelepeket zsírtól és olajtól mentesen kell tartani.<br />

MT Żomm il-valvs ta' tnaqqis ħielsa mill-griż u ż-żejt.<br />

NL Reduceerventielen vrij van olie en vet houden.<br />

PL Chronić zawory redukcyjne przed tłuszczem i olejem.<br />

PT Manter as válvulas de redução isentas de óleo e massa lubrificantes.<br />

RO Protejaţi supapele reductoare de grăsimi i ulei.<br />

SK Redukčné ventily udržiavajte bez mazadiel a oleja.<br />

SL Preprečiti stik reducirnih ventilov z mastjo in oljem.<br />

FI Pidä paineenalennusventtiilit vapaana rasvasta ja öljystä.<br />

SV Reducerventilerna ska hållas fria från fett och olja.<br />

BG Да не се подлага на стържене/удар/…/триене<br />

ES Evitar la abrasión/el choque/…/la fricción.<br />

CS Nevystavujte obrušování/nárazům/…/tření.<br />

DA Må ikke udsættes for slibning/stød/…/gnidning.<br />

DE Nicht schleifen/stoßen/…/reiben.<br />

ET Hoida kriimustamise/põrutuse/…/hõõrdumise eest.


Nr. 52/244 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V250 Tungumál<br />

V251 Tungumál<br />

EL Να αποφεύγεται άλεση/κρούση/…/τριβή.<br />

EN Do not subject to grinding/shock/…/friction.<br />

FR Éviter les abrasions/les chocs/…/les frottements.<br />

GA Ná nocht do mheilt/do thurraing/…/do fhrithchuimilt.<br />

IT Evitare le abrasioni/gli urti/…/gli attriti.<br />

LV Nepakļaut drupināšanai/triecienam/…/berzei<br />

LT Nešlifuoti/netrankyti/…/netrinti.<br />

HU Tilos csiszolásnak/ütésnek/…/súrlódásnak kitenni.<br />

MT Tissottoponihomx għal brix/xokk/…/frizzjoni.<br />

NL Malen/schokken/…/wrijving vermijden.<br />

PL Nie poddawać szlifowaniu/wstrząsom/…/tarciu.<br />

PT Não submeter a trituração/choque/…/fricção.<br />

RO A nu supune la abraziuni/şocuri/…/frecare.<br />

SK Nevystavujte brúseniu/nárazu/…/treniu.<br />

SL Ne izpostavljati drgnjenju/udarcem/…/trenju.<br />

FI Suojele rasitukselta/iskuilta/…/hankaukselta.<br />

SV Får inte utsättas för gnidning/stötar/…/friktion.<br />

BG Съд под налягане: да не се пробива и изгаря дори след употреба.<br />

ES Recipiente a presión: no perforar ni quemar, aun después del uso.<br />

CS Tlakový obal: nepropichujte nebo nespalujte ani po použití.<br />

DA Beholder under tryk: Må ikke punkteres eller brændes, heller ikke efter brug.<br />

DE Behälter steht unter Druck: Nicht durchstechen oder verbrennen, auch nicht nach der<br />

Verwendung.<br />

ET Mahuti on rõhu all: mitte purustada ega põletada isegi pärast kasutamist.<br />

EL Περιέκτης υπό πίεση. Να µην τρυπηθεί ή καεί ακόµη και µετά τη χρήση.<br />

EN Pressurized container: Do not pierce or burn, even after use.<br />

FR Récipient sous pression: ne pas perforer, ni brûler, même après usage.<br />

GA Coimeádán brúchóirithe: Ná toll agus ná dóigh, fiú tar éis úsáide.<br />

IT Recipiente sotto pressione: non perforare né bruciare, neppure dopo l’uso.<br />

LV Tvertne zem spiediena: nedurt vai nededzināt, arī pēc izlietošanas.<br />

LT Slėginis indas. Nepradurti ir nedeginti net panaudoto.<br />

HU Nyomás alatti edény: ne lyukassza ki vagy égesse el, még használat után sem.<br />

MT Kontenitur taħt pressjoni: Ittaqqbux jew taħarqux, anki wara li tużah.<br />

NL Houder onder druk: ook na gebruik niet doorboren of verbranden.<br />

PL Pojemnik pod ciśnieniem. Nie przekłuwać ani nie spalać, nawet po zużyciu.<br />

PT Recipiente sob pressão. Não furar nem queimar, mesmo após utilização.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/245<br />

V251 Tungumál<br />

V260 Tungumál<br />

V261 Tungumál<br />

RO Recipient sub presiune. Nu perforaţi sau ardeţi, chiar şi după utilizare.<br />

SK Nádoba je pod tlakom: neprepichujte alebo nespaľujte ju, a to ani po spotrebovaní<br />

obsahu.<br />

SL Posoda je pod tlakom: ne preluknjajte ali sežigajte je niti, ko je prazna.<br />

FI Painesäiliö: Ei saa puhkaista tai polttaa edes tyhjänä.<br />

SV Tryckbehållare: Får inte punkteras eller brännas, gäller även tömd behållare.<br />

BG Не вдишвайте прах/пушек/газ/дим/изпарения/аерозоли<br />

ES No respirar el polvo/el humo/el gas/la niebla/los vapores/el aerosol.<br />

CS Nevdechujte prach/dým/plyn/mlhu/páry/aerosoly.<br />

DA Indånd ikke pulver/røg/gas/tåge/damp/spray.<br />

DE Staub/Rauch/Gas/Nebel/Dampf/Aerosol nicht einatmen.<br />

ET Tolmu/suitsu/gaasi/udu/auru/pihustatud ainet mitte sisse hingata.<br />

EL Μην αναπνέετε σκόνη/αναθυµιάσεις/αέρια/σταγονίδια/ατµούς/εκνεφώµατα<br />

EN Do not breathe dust/fume/gas/mist/vapours/spray.<br />

FR Ne pas respirer les poussières/fumées/gaz/brouillards/vapeurs/aérosols.<br />

GA Ná hanálaigh deannach/múch/gás/ceo/gala/sprae.<br />

IT Non respirare la polvere/i fumi/i gas/la nebbia/i vapori/gli aerosol.<br />

LV Neieelpot putekļus/tvaikus/gāzi/dūmus/izgarojumus/smidzinājumu.<br />

LT Neįkvėpti dulkių/dūmų/dujų/rūko/garų/aerozolio.<br />

HU A por/füst/gáz/köd/gőzök/permet belélegzése tilos.<br />

MT Tiblax bin-nifs trabijiet/dħaħen/gass/raxx/fwar/sprej.<br />

NL Stof/rook/gas/nevel/damp/spuitnevel niet inademen.<br />

PL Nie wdychać pyłu/dymu/gazu/mgły/par/rozpylonej cieczy.<br />

PT Não respirar as poeiras/fumos/gases/névoas/vapores/aerossóis.<br />

RO Nu inspiraţi praful/fumul/gazul/cea a/vaporii/spray-ul.<br />

SK Nevdychujte prach/dym/plyn/hmlu/pary/aerosóly.<br />

SL Ne vdihavati prahu/dima/plina/meglice/hlapov/razpršila.<br />

FI Älä hengitä pölyä/savua/kaasua/sumua/höyryä/suihketta.<br />

SV Inandas inte damm/rök/gaser/dimma/ångor/sprej.<br />

BG Избягвайте вдишване на прах/пушек/газ/дим/изпарения/аерозоли<br />

ES Evitar respirar el polvo/el humo/el gas/la niebla/los vapores/el aerosol.<br />

CS Zamezte vdechování prachu/dýmu/plynu/mlhy/par/aerosolů.<br />

DA Undgå indånding af pulver/røg/gas/tåge/damp/spray.<br />

DE Einatmen von Staub/Rauch/Gas/Nebel/Dampf/Aerosol vermeiden.<br />

ET Vältida tolmu/suitsu/gaasi/udu/auru/pihustatud aine sissehingamist.


Nr. 52/246 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V261 Tungumál<br />

V262 Tungumál<br />

EL Aποφεύγετε να αναπνέετε σκόνη/αναθυµιάσεις/αέρια/σταγονίδια/ατµούς/εκνεφώµατα.<br />

EN Avoid breathing dust/fume/gas/mist/vapours/spray.<br />

FR Éviter de respirer les poussières/fumées/gaz/brouillards/vapeurs/aérosols.<br />

GA Seachain deannach/múch/gás/ceo/gala/sprae a análú.<br />

IT Evitare di respirare la polvere/i fumi/i gas/la nebbia/i vapori/gli aerosol.<br />

LV Izvairīties ieelpot putekļus/tvaikus/gāzi/dūmus/izgarojumus/smidzinājumu.<br />

LT Stengtis neįkvėpti dulkių/dūmų/dujų/rūko/garų/aerozolio.<br />

HU Kerülje a por/füst/gáz/köd/gőzök/permet belélegzését.<br />

MT Evita li tibla' bin-nifs trabijiet/dħaħen/gass/raxx/fwar/sprej.<br />

NL Inademing van stof/rook/gas/nevel/damp/spuitnevel vermijden.<br />

PL Unikać wdychania pyłu/dymu/gazu/mgły/par/rozpylonej cieczy.<br />

PT Evitar respirar as poeiras/fumos/gases/névoas/vapores/aerossóis.<br />

RO Evitaţi să inspira i praful/fumul/gazul/cea a/vaporii/spray-ul.<br />

SK Zabráňte vdychovaniu prachu/dymu/plynu/hmly/pár/aerosólov.<br />

SL Ne vdihavati prahu/dima/plina/meglice/hlapov/razpršila.<br />

FI Vältä pölyn/savun/kaasun/sumun/höyryn/suihkeen hengittämistä.<br />

SV Undvik att inandas damm/rök/gaser/dimma/ångor/sprej.<br />

BG Да се избягва контакт с очите, кожата или облеклото.<br />

ES Evitar el contacto con los ojos, la piel o la ropa.<br />

CS Zabraňte styku s očima, kůží nebo oděvem.<br />

DA Må ikke komme i kontakt med øjne, hud eller tøj.<br />

DE Nicht in die Augen, auf die Haut oder auf die Kleidung gelangen lassen.<br />

ET Vältida silma, nahale või rõivastele sattumist.<br />

EL Να µην έρθει σε επαφή µε τα µάτια, µε το δέρµα ή µε τα ρούχα.<br />

EN Do not get in eyes, on skin, or on clothing.<br />

FR Éviter tout contact avec les yeux, la peau ou les vêtements.<br />

GA Ná lig sna súile, ar an gcraiceann, ná ar éadaí.<br />

IT Evitare il contatto con gli occhi, la pelle o gli indumenti.<br />

LV Nepieļaut nokļūšanu acīs, uz ādas vai uz drēbēm.<br />

LT Saugotis, kad nepatektų į akis, ant odos ar drabužių.<br />

HU Szembe, bőrre vagy ruhára nem kerülhet.<br />

MT Iddaħħalx fl-għajnejn, fuq il-ġilda, jew fuq il-ħwejjeġ.<br />

NL Contact met de ogen, de huid of de kleding vermijden.<br />

PL Nie wprowadzać do oczu, na skórę lub na odzież.<br />

PT Não pode entrar em contacto com os olhos, a pele ou a roupa.<br />

RO Evitaţi orice contact cu ochii, pielea sau îmbrăcămintea.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/247<br />

V261 Tungumál<br />

V263 Tungumál<br />

V264 Tungumál<br />

SK Zabráňte kontaktu s očami, pokožkou alebo odevom.<br />

SL Preprečiti stik z očmi, kožo ali oblačili.<br />

FI Varo kemikaalin joutumista silmiin, iholle tai vaatteisiin.<br />

SV Får inte komma i kontakt med ögonen, huden eller kläderna.<br />

BG Да се избягва контакт по време на бременност/при кърмене.<br />

ES Evitar el contacto durante el embarazo/la lactancia.<br />

CS Zabraňte styku během těhotenství/kojení.<br />

DA Undgå kontakt under graviditet/amning.<br />

DE Kontakt während der Schwangerschaft/und der Stillzeit vermeiden.<br />

ET Vältida kokkupuudet raseduse/imetamise ajal.<br />

EL Aποφεύγετε την επαφή στη διάρκεια της εγκυµοσύνης/γαλουχίας.<br />

EN Avoid contact during pregnancy/while nursing.<br />

FR Éviter tout contact avec la substance au cours de la grossesse/pendant l’allaitement.<br />

GA Seachain teagmháil le linn toirchis/agus an chíoch á tabhairt.<br />

IT Evitare il contatto durante la gravidanza/l’allattamento.<br />

LV Izvairīties no saskares grūtniecības laikā/barojot bērnu ar krūti.<br />

LT Vengti kontakto nėštumo metu/maitinant krūtimi.<br />

HU A terhesség/szoptatás alatt kerülni kell az anyaggal való érintkezést.<br />

MT Evita l-kuntatt waqt it-tqala/waqt it-treddigħ.<br />

NL Bij zwangerschap of borstvoeding aanraking vermijden.<br />

PL Unikać kontaktu w czasie ciąży/karmienia piersią.<br />

PT Evitar o contacto durante a gravidez/o aleitamento.<br />

RO Evitaţi contactul în timpul sarcinii/alăptării.<br />

SK Zabráňte kontaktu počas tehotenstva a dojčenia.<br />

SL Preprečiti stik med nosečnostjo/dojenjem.<br />

FI Vältä kosketusta raskauden tai imetyksen aikana.<br />

SV Undvik kontakt under graviditet eller amning.<br />

BG Да се измие… старателно след употреба.<br />

ES Lavarse … concienzudamente tras la manipulación.<br />

CS Po manipulaci důkladně omyjte …<br />

DA Vask … grundigt efter brug.<br />

DE Nach Gebrauch … gründlich waschen.<br />

ET Pärast käitlemist pesta hoolega …<br />

EL Πλύνετε … σχολαστικά µετά το χειρισµό.


Nr. 52/248 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V264 Tungumál<br />

V270 Tungumál<br />

EN Wash … thoroughly after handling.<br />

FR Se laver … soigneusement après manipulation.<br />

GA Nigh … go lánchúramach tar éis láimhsithe.<br />

IT Lavare accuratamente … dopo l’uso.<br />

LV Pēc izmantošanas … kārtīgi nomazgāt.<br />

LT Po naudojimo kruopščiai nuplauti …<br />

HU A használatot követően a(z) … -t alaposan meg kell mosni.<br />

MT Aħsel … sew wara li timmaniġġjah.<br />

NL Na het werken met dit product … grondig wassen.<br />

PL Dokładnie umyć … po użyciu.<br />

PT Lavar … cuidadosamente após manuseamento.<br />

RO Spălaţi-vă … bine după utilizare.<br />

SK Po manipulácii starostlivo umyte…<br />

SL Po uporabi temeljito umiti …<br />

FI Pese … huolellisesti käsittelyn jälkeen.<br />

SV Tvätta … grundligt efter användning.<br />

BG Да не се яде, пие или пуши при употреба на продукта.<br />

ES No comer, beber ni fumar durante su utilización.<br />

CS Při používání tohoto výrobku nejezte, nepijte ani nekuřte.<br />

DA Der må ikke spises, drikkes eller ryges under brugen af dette produkt.<br />

DE Bei Gebrauch nicht essen, trinken oder rauchen.<br />

ET Toote käitlemise ajal mitte süüa, juua ega suitsetada.<br />

EL Μην τρώτε, πίνετεή καπνίζετε, όταν χρησιµοποιείτε αυτό το προϊόν.<br />

EN Do no eat, drink or smoke when using this product.<br />

FR Ne pas manger, boire ou fumer en manipulant ce produit.<br />

GA Ná hith, ná hól agus ná caitear tobac agus an táirge seo á úsáid.<br />

IT Non mangiare, né bere, né fumare durante l’uso.<br />

LV Neēst, nedzert un nesmēķēt produkta izmantošanas laikā.<br />

LT Naudojant šį produktą, nevalgyti, negerti ir nerūkyti.<br />

HU A termék használata közben tilos enni, inni vagy dohányozni.<br />

MT Tikolx, tixrobx u tpejjipx waqt li tuża’ dan il-prodott.<br />

NL Niet eten, drinken of roken tijdens het gebruik van dit product.<br />

PL Nie jeść, nie pić i nie palić podczas używania produktu.<br />

PT Não comer, beber ou fumar durante a utilização deste produto.<br />

RO A nu mânca, bea sau fuma în timpul utilizării produsului.<br />

SK Pri používaní výrobku nejedzte, nepite ani nefajčite.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/249<br />

V270 Tungumál<br />

V271 Tungumál<br />

V272 Tungumál<br />

SL Ne jesti, piti ali kaditi med uporabo tega izdelka.<br />

FI Syöminen, juominen ja tupakointi kielletty kemikaalia käytettäessä.<br />

SV Ät inte, drick inte och rök inte när du använder produkten.<br />

BG Да се използва само на открито или на добре проветривомясто.<br />

ES Utilizar únicamente en exteriores o en un lugar bien ventilado.<br />

CS Používejte pouze venku nebo v dobře větraných prostorách.<br />

DA Brug kun udendørs eller i et rum med god udluftning.<br />

DE Nur im Freien oder in gut belüfteten Räumen verwenden.<br />

ET Käidelda üksnes välitingimustes või hästi ventileeritavas kohas.<br />

EL Να χρησιµοποιείται µόνο σε ανοικτό ή καλά αεριζόµενο χώρο.<br />

EN Use only outdoors or in a well-ventilated area.<br />

FR Utiliser seulement en plein air ou dans un endroit bien ventilé.<br />

GA Úsáid amuigh faoin aer nó i limistéar dea-aerálaithe amháin.<br />

IT Utilizzare soltanto all’aperto o in luogo ben ventilato.<br />

LV Izmantot tikai ārā vai labi vēdināmās telpās.<br />

LT Naudoti tik lauke arba gerai vėdinamoje patalpoje.<br />

HU Kizárólag szabadban vagy jól szellőző helyiségben használható.<br />

MT Uża biss barra jew f’post ventilat sew.<br />

NL Alleen buiten of in een goed geventileerde ruimte gebruiken.<br />

PL Stosować wyłącznie na zewnątrz lub w dobrze wentylowanym pomieszczeniu<br />

PT Utilizar apenas ao ar livre ou em locais bem ventilados.<br />

RO A se utiliza numai în aer liber sau în spaţii bine ventilate.<br />

SK Používajte iba na voľnom priestranstve alebo v dobre vetranom priestore.<br />

SL Uporabljati le zunaj ali v dobro prezračevanem prostoru.<br />

FI Käytä ainoastaan ulkona tai tiloissa, joissa on hyvä ilmanvaihto.<br />

SV Används endast utomhus eller i väl ventilerade utrymmen.<br />

BG Да не се изнася замърсено работно облекло извън работното помещение.<br />

ES Las prendas de trabajo contaminadas no podrán sacarse del lugar de trabajo.<br />

CS Kontaminovaný pracovní oděv neodnášejte z pracoviště.<br />

DA Tilsmudset arbejdstøj bør ikke fjernes fra arbejdspladsen.<br />

DE Kontaminierte Arbeitskleidung nicht außerhalb des Arbeitsplatzes tragen.<br />

ET Saastunud töörõivaid töökohast mitte välja viia.<br />

EL Τα µολυσµένα ενδύµατα εργασίας δεν πρέπει να βγαίνουν από το χώρο εργασίας.<br />

EN Contaminated work clothing should not be allowed out of the workplace.


Nr. 52/250 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V272 Tungumál<br />

V273 Tungumál<br />

FR Les vêtements de travail contaminés ne devraient pas sortir du lieu de travail.<br />

GA Níor chóir éadaí éillithe oibre a ligean amach as an láthair oibre.<br />

IT Gli indumenti da lavoro contaminati non devono essere portati fuori dal luogo di lavoro.<br />

LV Piesārņoto darba apģērbu neiznest ārpus darba telpām.<br />

LT Užterštų darbo drabužių negalima išnešti iš darbo vietos.<br />

HU Szennyezett munkaruhát tilos kivinni a munkahely területéről.<br />

MT Ilbies tax-xogħol kontaminat m’għandux jitħalla joħroġ mill-post tax-xogħol.<br />

NL Verontreinigde werkkleding mag de werkruimte niet verlaten.<br />

PL Zanieczyszczonej odzieży ochronnej nie wynosić poza miejsce pracy.<br />

PT A roupa de trabalho contaminada não pode sair do local de trabalho.<br />

RO Nu scoateţi îmbrăcămintea de lucru contaminată în afara locului de muncă.<br />

SK Je zakázané vyniesť kontaminovaný pracovný odev z pracoviska.<br />

SL Kontaminirana delovna oblačila niso dovoljena zunaj delovnega mesta.<br />

FI Saastuneita työvaatteita ei saa viedä työpaikalta.<br />

SV Nedstänkta arbetskläder får inte avlägsnas från arbetsplatsen.<br />

BG Да се избягва изпускане в околната среда.<br />

ES Evitar su liberación al medio ambiente.<br />

CS Zabraňte uvolnění do životního prostředí.<br />

DA Undgå udledning til miljøet.<br />

DE Freisetzung in die Umwelt vermeiden.<br />

ET Vältida sattumist keskkonda.<br />

EL Να αποφεύγεται η ελευθέρωση στο περιβάλλον.<br />

EN Avoid release to the environment.<br />

FR Éviter le rejet dans l’environnement.<br />

GA Ná scaoiltear amach sa chomhshaol.<br />

IT Non disperdere nell’ambiente.<br />

LV Izvairīties no izplatīšanas apkārtējā vidē.<br />

LT Saugoti, kad nepatektų į aplinką.<br />

HU Kerülni kell az anyagnak a környezetbe való kijutását.<br />

MT Evita r-rilaxx fl-ambjent.<br />

NL Voorkom lozing in het milieu.<br />

PL Unikać uwolnienia do środowiska.<br />

PT Evitar a libertação para o ambiente.<br />

RO Evitaţi dispersarea în mediu.<br />

SK Zabráňte uvoľneniu do životného prostredia.<br />

SL Preprečiti sproščanje v okolje.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/251<br />

V273 Tungumál<br />

V280 Tungumál<br />

V281 Tungumál<br />

FI Vältettävä päästämistä ympäristöön.<br />

SV Undvik utsläpp till miljön.<br />

BG Използвайте предпазни ръкавици/предпазно облекло/предпазни очила/предпазна<br />

маска за лице.<br />

ES Llevar guantes/prendas/gafas/máscara de protección.<br />

CS Používejte ochranné rukavice/ochranný oděv/ochranné brýle/obličejový štít.<br />

DA Bær beskyttelseshandsker/beskyttelsestøj/øjenbeskyttelse/ansigtsbeskyttelse<br />

DE Schutzhandschuhe/Schutzkleidung/Augenschutz/Gesichtsschutz tragen.<br />

ET Kanda kaitsekindaid/kaitserõivastust/kaitseprille/kaitsemaski.<br />

EL Να φοράτε προστατευτικά γάντια/προστατευτικά ενδύµατα/µέσα ατοµικής προστασίας<br />

για τα µάτια/πρόσωπο.<br />

EN Wear protective gloves/protective clothing/eye protection/face protection.<br />

FR Porter des gants de protection/des vêtements de protection/un équipement de protection<br />

des yeux/du visage.<br />

GA Caith lámhainní cosanta/éadaí cosanta/cosaint súile/cosaint aghaidhe.<br />

IT Indossare guanti/indumenti protettivi/Proteggere gli occhi/il viso.<br />

LV Izmantot aizsargcimdus/aizsargdrēbes/acu aizsargus/sejas aizsargus.<br />

LT Mūvėti apsaugines pirštines/dėvėti apsauginius drabužius/naudoti akių (veido) apsaugos<br />

priemones.<br />

HU Védőkesztyű/védőruha/szemvédő/arcvédő használata kötelező.<br />

MT Ilbes ingwanti protettivi/ilbies protettiv/protezzjoni għall-għajnejn/protezzjoni għallwiċċ.<br />

NL Beschermende handschoenen/beschermende<br />

kleding/oogbescherming/gelaatsbescherming dragen.<br />

PL Stosować rękawice ochronne/odzież ochronną/ochronę oczu/ochronę twarzy.<br />

PT Usar luvas de protecção/vestuário de protecção/protecção ocular/protecção facial.<br />

RO Purtaţi mănuşi de protecţie/îmbrăcăminte de protecţie/echipament de protecţie a<br />

ochilor/echipament de protecţie a feţei.<br />

SK Noste ochranné rukavice/ochranný odev/ochranné okuliare/ochranu tváre.<br />

SL Nositi zaščitne rokavice/zaščitno obleko/zaščito za oči/zaščito za obraz.<br />

FI Käytä suojakäsineitä/suojavaatetusta/silmiensuojainta/kasvonsuojainta.<br />

SV Använd skyddshandskar/skyddskläder/ögonskydd/ansiktsskydd.<br />

BG Използвайте предписаните лични предпазни средства.<br />

ES Utilizar el equipo de protección individual obligatorio.<br />

CS Používejte požadované osobní ochranné prostředky.<br />

DA Anvend de påkrævede personlige værnemidler.<br />

DE Vorgeschriebene persönliche Schutzausrüstung verwenden.<br />

ET Kasutada vajalikke isikukaitsevahendeid.


Nr. 52/252 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V281 Tungumál<br />

V282 Tungumál<br />

EL Χρησιµοποιείτε µέσα ατοµικής προστασίας όταν απαιτείται.<br />

EN Use personal protective equipment as required.<br />

FR Utiliser l’équipement de protection individuel requis.<br />

GA Bain úsáid as an trealamh cosanta pearsanta faoi mar a éilítear.<br />

IT Utilizzare il dispositivo di protezione individuale richiesto.<br />

LV Izmantot personisko aizsargaprīkojumu atbilstoši prasībām.<br />

LT Naudoti reikalaujamas asmenines apsaugos priemones.<br />

HU Az előírt egyéni védőfelszerelés használata kötelező.<br />

MT Uża’ t-tagħmir personali protettiv kif meħtieġ.<br />

NL De nodige persoonlijke beschermingsuitrusting gebruiken.<br />

PL Stosować wymagane środki ochrony indywidualnej.<br />

PT Usar o equipamento de protecção individual exigido.<br />

RO Utilizaţi echipamentul de protecţie individuală conform cerinţelor.<br />

SK Používajte predpísané osobné ochranné prostriedky.<br />

SL Uporabiti predpisano osebno zaščitno opremo.<br />

FI Käytä vaadittuja henkilönsuojaimia.<br />

SV Använd föreskriven personlig skyddsutrustning.<br />

BG Носете предпазващи от студ ръкавици/маска за лице/защитни очила.<br />

ES Llevar guantes que aíslen del frío/gafas/máscara.<br />

CS Používejte ochranné rukavice proti chladu/obličejový štít/ochranné brýle.<br />

DA Bær kuldeisolerende handsker/ansigtsskærm/øjenbeskyttelse.<br />

DE Schutzhandschuhe/Gesichtsschild/Augenschutz mit Kälteisolierung tragen.<br />

ET Kanda külmakaitsekindaid/kaitsemaski/kaitseprille.<br />

EL Φοράτε µονωτικά γάντια προστασίας από το ψύχος/προστατευτική<br />

µάσκα/προστατευτικά γυαλιά.<br />

EN Wear cold insulating gloves/face shield/eye protection.<br />

FR Porter des gants isolants contre le froid/un équipement de protection du visage/des yeux.<br />

GA Caith lámhainní inslithe fuachta/aghaidhsciath/cosaint súile.<br />

IT Utilizzare guanti termici/schermo facciale/Proteggere gli occhi.<br />

LV Izmantot aizsargcimdus/sejas aizsargus/acu aizsargus ar aukstuma izolāciju.<br />

LT Mūvėti nuo šalčio izoliuojančias pirštines/naudoti veido skydelį/akių apsaugos<br />

priemones.<br />

HU Hidegszigetelő kesztyű/arcvédő/szemvédő használata kötelező.<br />

MT Ilbies ingwanti kiesħa li ma jinfedx minnhom/ilqugħ għall-wiċċ/protezzjoni għallgħajnejn.<br />

NL Koude-isolerende handschoenen/gelaatsbescherming/oogbescherming dragen.<br />

PL Nosić rękawice izolujące od zimna/maski na twarz/ochronę oczu.<br />

PT Usar luvas de protecção contra o frio/escudo facial/protecção ocular.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/253<br />

V282 Tungumál<br />

V283 Tungumál<br />

V284 Tungumál<br />

RO Purtaţi mănuşi izolante împotriva frigului/echipament de protecţie a feţei/ochilor.<br />

SK Používajte termostabilné rukavice/ochranný štít/ochranné okuliare.<br />

SL Nositi hladne izolirne rokavice/zaščito za obraz/zaščito za oči.<br />

FI Käytä kylmäeristäviä suojakäsineitä/kasvonsuojainta/silmiensuojainta.<br />

SV Använd köldisolerande handskar/visir/ögonskydd.<br />

BG Носете огнеупорно/огнезащитно облекло.<br />

ES Llevar prendas ignífugas/resistentes al fuego/resistentes a las llamas.<br />

CS Používejte ohnivzdorný/nehořlavý oděv.<br />

DA Bær brandbestandig/brandhæmmende beklædning.<br />

DE Schwer entflammbare/flammhemmende Kleidung tragen.<br />

ET Kanda tule-/leegikindlat/tule levikut aeglustavat rõivastust.<br />

EL Φοράτε αντιπυρικά/αλεξίφλογα πυράντοχα/βραδυφλεγή ενδύµατα.<br />

EN Wear fire/flame resistant/retardant clothing.<br />

FR Porter des vêtements résistant au feu/aux flammes/ignifuges.<br />

GA Caith éadaí dódhíonacha/lasairdhíonacha nó dómhoillitheacha/lasairmhoillitheacha.<br />

IT Indossare indumenti completamente ignifughi o in tessuti ritardanti di fiamma.<br />

LV Izmantot aizsargapģērbu pret uguni/liesmām.<br />

LT Dėvėti ugniai/liepsnai atsparius/antipireninius drabužius.<br />

HU Tűz-/lángálló/-késleltető ruházat viselése kötelező.<br />

MT Ilbies ħwejjeġ reżistenti għan-nar/fjammi.<br />

NL Vuur/vlambestendige/brandwerende kleding dragen.<br />

PL Nosić odzież ognioodporną/płomienioodporną/opóźniającą zapalenie.<br />

PT Usar vestuário ignífugo/retardador de fogo/chamas.<br />

RO Purtaţi îmbrăcăminte rezistentă la foc/flacără/ignifugă.<br />

SK Noste ohňovzdorný odev/odev so zníženou horľavosťou.<br />

SL Nositi negorljiva oblačila in oblačila, odporna proti ognju.<br />

FI Käytä palosuojattua/paloturvallista vaatetusta.<br />

SV Använd brand-/flamsäkra eller brand-/flamhämmande kläder.<br />

BG Носете респираторни предпазни средства.<br />

ES Llevar equipo de protección respiratoria.<br />

CS Používejte vybavení pro ochranu dýchacích cest.<br />

DA Anvend åndedrætsværn.<br />

DE Atemschutz tragen.<br />

ET Kanda hingamisteede kaitsevahendeid.


Nr. 52/254 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V284 Tungumál<br />

V285 Tungumál<br />

EL Φοράτε µέσα ατοµικής προστασίας της αναπνοής.<br />

EN Wear respiratory protection.<br />

FR Porter un équipement de protection respiratoire.<br />

GA Caith cosaint riospráide.<br />

IT Utilizzare un apparecchio respiratorio.<br />

LV Izmantot gāzmasku.<br />

LT Naudoti kvėpavimo takų apsaugos priemones.<br />

HU Légzésvédelem használata kötelező.<br />

MT Ilbes protezzjoni respiratorja.<br />

NL Adembescherming dragen.<br />

PL Stosować indywidualne środki ochrony dróg oddechowych.<br />

PT Usar protecção respiratória.<br />

RO Purtaţi echipament de protecţie respiratorie.<br />

SK Používajte ochranu dýchacích ciest.<br />

SL Nositi opremo za zaščito dihal.<br />

FI Käytä hengityksensuojainta.<br />

SV Använd andningsskydd.<br />

BG В случай на лоша вентилация носете респираторни предпазни средства.<br />

ES En caso de ventilación insuficiente, llevar equipo de protección respiratoria.<br />

CS V případě nedostatečného větrání používejte vybavení pro ochranu dýchacích cest.<br />

DA Ved utilstrækkelig udluftning anvendes åndedrætsværn.<br />

DE Bei unzureichender Belüfung Atemschutz tragen.<br />

ET Ebapiisava ventilatsiooni korral kanda hingamisteede kaitsevahendeid.<br />

EL Σε περίπτωση ανεπαρκούς αερισµού, να φοράτε µέσα ατοµικής προστασίας της<br />

αναπνοής.<br />

EN In case of inadequate ventilation wear respiratory protection.<br />

FR Lorsque la ventilation du local est insuffisante, porter un équipement de protection<br />

respiratoire.<br />

GA I gcás aerála uireasaigh caith cosaint riospráide.<br />

IT In caso di ventilazione insufficiente utilizzare un apparecchio respiratorio.<br />

LV Neatbilstošas ventilācijas gadījumā izmantot gāzmasku.<br />

LT Esant nepakankamam vėdinimui, naudoti kvėpavimo takų apsaugos priemones.<br />

HU Nem megfelelő szellőzés esetén légzésvédelem kötelező.<br />

MT F’każ ta' ventilazzjoni inadegwata ilbes protezzjoni respiratorja.<br />

NL Bij ontoereikende ventilatie een geschikte adembescherming dragen.<br />

PL W przypadku niedostatecznej wentylacji stosować indywidualne środki ochrony dróg<br />

oddechowych.<br />

PT Em caso de ventilação inadequada, usar protecção respiratória.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/255<br />

V285 Tungumál<br />

V231 + V232 Tungumál<br />

V235 + V410 Tungumál<br />

RO În cazul în care ventilarea este insuficientă, purtaţi echipament de protecţie respiratorie.<br />

SK V prípade nedostatočného vetrania, používajte ochranu dýchacích ciest.<br />

SL Ob nezadostnem prezračevanju nositi opremo za zaščito dihal.<br />

FI Käytä hengityksensuojainta, jos ilmanvaihto on riittämätön.<br />

SV Använd andningsskydd vid otillräcklig ventilation.<br />

BG Да се използва под инертен газ. Да се пази от влага.<br />

ES Manipular en gas inerte. Proteger de la humedad.<br />

CS Manipulace pod inertním plynem. Chraňte před vlhkem.<br />

DA Anvendes under inaktiv gas. Beskyttes mod fugt.<br />

DE Unter inertem Gas handhaben. Vor Feuchtigkeit schützen.<br />

ET Käidelda inertgaasis. Hoida niiskuse eest.<br />

EL Χειρισµός σε αδρανή ατµόσφαιρα. Προστατέψτε από την υγρασία.<br />

EN Handle under inert gas. Protect from moisture.<br />

FR Manipuler sous gaz inerte. Protéger de l’humidité.<br />

GA Láimhsigh faoi thriathghás. Cosain ó thaise.<br />

IT Manipolare in atmosfera di gas inerte. Tenere al riparo dall’umidità.<br />

LV Izmantot tikai inertas gāzes apstākļos. Aizsargāt no mitruma.<br />

LT Tvarkyti inertinėse dujose. Saugoti nuo drėgmės.<br />

HU Inert gázban használandó. Nedvességtől védendő.<br />

MT Uża’ taħt gass inerti. Ipproteġi mill-umdità.<br />

NL Onder inert gas werken. Tegen vocht beschermen.<br />

PL Używać w atmosferze obojętnego gazu Chronić przed wilgocią.<br />

PT Manusear em atmosfera de gás inerte. Manter ao abrigo da humidade.<br />

RO A se manipula sub un gaz inert. A se proteja de umiditate.<br />

SK Manipulujte v prostredí s inertným plynom. Chráňte pred vlhkosťou.<br />

SL Hraniti v ustreznem inertnem plinu. Zaščititi pred vlago.<br />

FI Käsittele inertissä kaasussa. Suojaa kosteudelta.<br />

SV Hanteras under inert gas. Skyddas från fukt.<br />

BG Да се държи на хладно. Да се пази от пряка слънчева светлина.<br />

ES Conservar en un lugar fresco. Proteger de la luz del sol.<br />

CS Uchovávejte v chladu. Chraňte před slunečním zářením.<br />

DA Opbevares køligt. Beskyttes mod sollys.<br />

DE Kühl halten. Vor Sonnenbestrahlung schützen.


Nr. 52/256 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V235 + V410 Tungumál<br />

V301 Tungumál<br />

ET Hoida jahedas. Hoida päikesevalguse eest.<br />

EL Να διατηρείται δροσερό. Να προστατεύεται από τις ηλιακές ακτίνες.<br />

EN Keep cool. Protect from sunlight.<br />

FR Tenir au frais. Protéger du rayonnement solaire.<br />

GA Coimeád fionnuar. Cosain ó sholas na gréine.<br />

IT Tenere in luogo fresco. Proteggere dai raggi solari.<br />

LV Turēt vēsumā. Aizsargāt no saules gaismas.<br />

LT Laikyti vėsioje vietoje. Saugoti nuo saulės šviesos.<br />

HU Hűvös helyen tartandó. Napfénytől védendő.<br />

MT Żomm frisk. Ipproteġi mir-raġġi tax-xemx.<br />

NL Koel bewaren. Tegen zonlicht beschermen.<br />

PL Przechowywać w chłodnym miejscu. Chronić przed światłem słonecznym.<br />

PT Conservar em ambiente fresco. Manter ao abrigo da luz solar.<br />

RO A se păstra la rece. A se proteja de lumina solară.<br />

SK Uchovávajte v chlade. Chráňte pred slnečným žiarením.<br />

SL Hraniti na hladnem. Zaščititi pred sončno svetlobo.<br />

FI Säilytä viileässä. Suojaa auringonvalolta.<br />

SV Förvaras svalt. Skyddas från solljus.<br />

BG ПРИ ПОГЛЪЩАНЕ:<br />

Tafla 1.3<br />

Varnaðarsetningar — viðbrögð<br />

ES EN CASO DE INGESTIÓN:<br />

CS PŘI POŽITÍ:<br />

DA I TILFÆLDE AF INDTAGELSE:<br />

DE BEI VERSCHLUCKEN:<br />

ET ALLANEELAMISE KORRAL:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΚΑΤΑΠΟΣΗΣ:<br />

EN IF SWALLOWED:<br />

FR EN CAS D’INGESTION:<br />

GA MÁ SHLOGTAR:<br />

IT IN CASO DI INGESTIONE:<br />

LV NORĪŠANAS GADĪJUMĀ:<br />

LT PRARIJUS:<br />

HU LENYELÉS ESETÉN:<br />

MT JEKK JINBELA’:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/257<br />

V301 Tungumál<br />

V302 Tungumál<br />

V303 Tungumál<br />

NL NA INSLIKKEN:<br />

PL W PRZYPADKU POŁKNIĘCIA:<br />

PT EM CASO DE INGESTÃO:<br />

RO ÎN CAZ DE ÎNGHIŢIRE:<br />

SK PO POŽITÍ:<br />

SL PRI ZAUŽITJU:<br />

FI JOS KEMIKAALIA ON NIELTY:<br />

SV VID FÖRTÄRING:<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С КОЖАТА:<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA PIEL:<br />

CS PŘI STYKU S KŮŽÍ:<br />

DA VED KONTAKT MED HUDEN:<br />

DE BEI BERÜHRUNG MIT DER HAUT:<br />

ET NAHALE SATTUMISE KORRAL:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΟ ΔΕΡΜΑ:<br />

EN IF ON SKIN:<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LA PEAU:<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS AN gCRAICEANN:<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON LA PELLE:<br />

LV SASKARĒ AR ĀDU:<br />

LT PATEKUS ANT ODOS:<br />

HU HA BŐRRE KERÜL:<br />

MT F'KAŻ TA' KUNTATT MAL-ĠILDA:<br />

NL BIJ CONTACT MET DE HUID:<br />

PL W PRZYPADKU KONTAKTU ZE SKÓRĄ:<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A PELE:<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU PIELEA:<br />

SK PRI KONTAKTE S POKOŽKOU:<br />

SL PRI STIKU S KOŽO:<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU IHOLLE:<br />

SV VID HUDKONTAKT:<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С КОЖАТА (или косата):<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA PIEL (o el pelo):<br />

CS PŘI STYKU S KŮŽÍ (nebo s vlasy):


Nr. 52/258 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V303 Tungumál<br />

V304 Tungumál<br />

DA VED KONTAKT MED HUDEN (eller håret):<br />

DE BEI BERÜHRUNG MIT DER HAUT (oder dem Haar):<br />

ET NAHALE (või juustele) SATTUMISE KORRAL:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΟ ΔΕΡΜΑ (ή µε τα µαλλιά):<br />

EN IF ON SKIN (or hair):<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LA PEAU (ou les cheveux):<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS AN gCRAICEANN (nó le gruaig):<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON LA PELLE (o con i capelli):<br />

LV SASKARĒ AR ĀDU (vai matiem):<br />

LT PATEKUS ANT ODOS (arba plaukų):<br />

HU HA BŐRRE (vagy hajra) KERÜL:<br />

MT F'KAŻ TA' KUNTATT MAL-ĠILDA (jew ix-xagħar):<br />

NL BIJ CONTACT MET DE HUID (of het haar):<br />

PL W PRZYPADKU KONTAKTU ZE SKÓRĄ (lub z włosami):<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A PELE (ou o cabelo):<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU PIELEA (sau părul):<br />

SK PRI KONTAKTE S POKOŽKOU (alebo vlasmi):<br />

SL PRI STIKU S KOŽO (ali lasmi):<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU IHOLLE (tai hiuksiin):<br />

SV VID HUDKONTAKT (även håret):<br />

BG ПРИ ВДИШВАНЕ:<br />

ES EN CASO DE INHALACIÓN:<br />

CS PŘI VDECHNUTÍ:<br />

DA VED INDÅNDING:<br />

DE BEI EINATMEN:<br />

ET SISSEHINGAMISE KORRAL:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΙΣΠΝΟΗΣ:<br />

EN IF INHALED:<br />

FR EN CAS D’INHALATION:<br />

GA MÁ IONANÁLAÍTEAR:<br />

IT IN CASO DI INALAZIONE:<br />

LV IEELPOJOT:<br />

LT ĮKVĖPUS:<br />

HU BELÉLEGZÉS ESETÉN:<br />

MT JEKK JINĠIBED MAN-NIFS:<br />

NL NA INADEMING:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/259<br />

V304 Tungumál<br />

V305 Tungumál<br />

V306 Tungumál<br />

PL W PRZYPADKU DOSTANIA SIĘ DO DRÓG ODDECHOWYCH:<br />

PT EM CASO DE INALAÇÃO:<br />

RO ÎN CAZ DE INHALARE:<br />

SK PO VDÝCHNUTÍ:<br />

SL PRI VDIHAVANJU:<br />

FI JOS KEMIKAALIA ON HENGITETTY:<br />

SV VID INANDNING:<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С ОЧИТЕ:<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LOS OJOS:<br />

CS PŘI ZASAŽENÍ OČÍ:<br />

DA VED KONTAKT MED ØJNENE:<br />

DE BEI KONTAKT MIT DEN AUGEN:<br />

ET SILMA SATTUMISE KORRAL:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΑ ΜΑΤΙΑ:<br />

EN IF IN EYES:<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LES YEUX:<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS NA SÚILE:<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON GLI OCCHI:<br />

LV IEKĻŪSTOT ACĪS:<br />

LT PATEKUS Į AKIS:<br />

HU SZEMBE KERÜLÉS ESETÉN:<br />

MT JEKK JIDĦOL FL-GĦAJNEJN:<br />

NL BIJ CONTACT MET DE OGEN:<br />

PL W PRZYPADKU DOSTANIA SIĘ DO OCZU:<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM OS OLHOS:<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU OCHII:<br />

SK PO ZASIAHNUTÍ OČÍ:<br />

SL PRI STIKU Z OČMI:<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU SILMIIN:<br />

SV VID KONTAKT MED ÖGONEN:<br />

BG ПРИ ПОПАДАНЕ ВЪРХУ ОБЛЕКЛОТО:<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA ROPA:<br />

CS PŘI STYKU S ODĚVEM:<br />

DA VED KONTAKT MED TØJET:


Nr. 52/260 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V306 Tungumál<br />

V307 Tungumál<br />

DE BEI KONTAMINIERTER KLEIDUNG:<br />

ET RÕIVASTELE SATTUMISE KORRAL:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΑ ΡΟΥΧΑ:<br />

EN IF ON CLOTHING:<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LES VÊTEMENTS:<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LE hÉADAÍ:<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON GLI INDUMENTI:<br />

LV SASKARĒ AR APĢĒRBU:<br />

LT PATEKUS ANT DRABUŽIŲ:<br />

HU HA RUHÁRA KERÜL:<br />

MT F'KAŻ TA' KUNTATT MA' L-ILBIES:<br />

NL NA MORSEN OP KLEDING:<br />

PL W PRZYPADKU KONTAKTU Z ODZIEŻĄ:<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A ROUPA:<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU ÎMBRĂCĂMINTEA:<br />

SK PRI KONTAKTE S ODEVOM:<br />

SL PRI STIKU Z OBLAČILI:<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU VAATTEISIIN:<br />

SV VID KONTAKT MED KLÄDERNA:<br />

BG ПРИ експозиция:<br />

ES EN CASO DE exposición:<br />

CS PŘI expozici:<br />

DA VED eksponering:<br />

DE BEI Exposition:<br />

ET Kokkupuute korral:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ έκθεσης:<br />

EN IF exposed:<br />

FR EN CAS d’exposition:<br />

GA I gCÁS nochta:<br />

IT IN CASO di esposizione:<br />

LV JA saskaras:<br />

LT Esant sąlyčiui:<br />

HU Expozíció esetén:<br />

MT JEKK espost:<br />

NL NA blootstelling:<br />

PL W PRZYPADKU narażenia:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/261<br />

V307 Tungumál<br />

V308 Tungumál<br />

V309 Tungumál<br />

PT EM CASO DE exposição:<br />

RO ÎN CAZ DE expunere:<br />

SK PO expozícii:<br />

SL PRI izpostavljenosti:<br />

FI Altistumisen tapahduttua:<br />

SV Om du exponerats:<br />

BG ПРИ явна или предполагаема експозиция:<br />

ES EN CASO DE exposición manifiesta o presunta:<br />

CS PŘI expozici nebo podezření na ni:<br />

DA VED eksponering eller mistanke om eksponering:<br />

DE BEI Exposition oder falls betroffen<br />

ET Kokkupuute või kokkupuutekahtluse korral:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ έκθεσης ή πιθανής έκθεσης:<br />

EN IF exposed or concerned:<br />

FR EN CAS d’exposition prouvée ou suspectée:<br />

GA I gCÁS nochta nó má mheastar a bheith nochtaithe:<br />

IT IN CASO di esposizione o di possibile esposizione:<br />

LV Ja saskaras vai saistīts ar:<br />

LT Esant sąlyčiui arba jeigu numanomas sąlytis:<br />

HU Expozíció vagy annak gyanúja esetén:<br />

MT JEKK espost jew konċernat:<br />

NL NA (mogelijke) blootstelling:<br />

PL W PRZYPADKU narażenia lub styczności:<br />

PT EM CASO DE exposição ou suspeita de exposição:<br />

RO ÎN CAZ DE expunere sau de posibilă expunere:<br />

SK Po expozícii alebo podozrení z nej:<br />

SL PRI izpostavljenosti ali sumu izpostavljenosti:<br />

FI Altistumisen tapahduttua tai jos epäillään altistumista:<br />

SV Vid exponering eller misstanke om exponering:<br />

BG ПРИ експозиция или при неразположение:<br />

ES EN CASO DE exposición o malestar:<br />

CS PŘI expozici nebo necítíte-li se dobře:<br />

DA VED eksponering eller ubehag:<br />

DE BEI Exposition oder Unwohlsein:


Nr. 52/262 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V309 Tungumál<br />

V310 Tungumál<br />

ET Kokkupuute või halva enesetunde korral:<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ έκθεσης ή αδιαθεσίας:<br />

EN IF exposed or if you feel unwell:<br />

FR EN CAS d’exposition ou d'un malaise:<br />

GA I gCÁS nochta nó má bhraitear tinn:<br />

IT IN CASO di esposizione o di malessere:<br />

LV JA saskaras vai ja jums ir slikta pašsajūta:<br />

LT Esant sąlyčiui arba blogai pasijutus:<br />

HU Expozíció vagy rosszullét esetén:<br />

MT JEKK espost jew tħossok ma tiflaħx:<br />

NL NA blootstelling of bij onwel voelen:<br />

PL W PRZYPADKU narażenia lub złego samopoczucia:<br />

PT EM CASO DE exposição ou de indisposição:<br />

RO ÎN CAZ DE expunere sau dacă nu vă simţiţi bine:<br />

SK Po expozícii alebo pri zdravotných problémoch.<br />

SL PRI izpostavljenosti ali slabem počutju:<br />

FI Altistumisen tapahduttua tai jos ilmenee pahoinvointia:<br />

SV Vid exponering eller obehag:<br />

BG Незабавно се обадете в ЦЕНТЪР ПО ТОКСИКОЛОГИЯ или на лекар.<br />

ES Llamar inmediatamente a un CENTRO DE INFORMACION TOXICOLOGICA o a un<br />

médico.<br />

CS Okamžitě volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ STŘEDISKO nebo lékaře.<br />

DA Ring omgående til en GIFTINFORMATION eller en læge.<br />

DE Sofort GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder Arzt anrufen.<br />

ET Võtta viivitamata ühendust MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL Καλέστε αµέσως το ΚΕΝΤΡΟ ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή ένα γιατρό.<br />

EN Immediately call a POISON CENTER or doctor/physician.<br />

FR Appeler immédiatement un CENTRE ANTIPOISON ou un médecin.<br />

GA Cuir glao láithreach ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia.<br />

IT Contattare immediatamente un CENTRO ANTIVELENI o un medico.<br />

LV Nekavējoties sazinieties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU vai ārstu.<br />

LT Nedelsiant skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS IR INFORMACIJOS BIURĄ<br />

arba kreiptis į gydytoją.<br />

HU Azonnal forduljon TOXIKOLÓGIAI KÖZPONTHOZ vagy orvoshoz.<br />

MT Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT jew tabib.<br />

NL Onmiddellijk een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL Natychmiast skontaktować się z OŚRODKIEM ZATRUĆ lub lekarzem.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/263<br />

V310 Tungumál<br />

V311 Tungumál<br />

V312 Tungumál<br />

PT Contacte imediatamente um CENTRO DE INFORMAÇÃO ANTIVENENOS ou um<br />

médico.<br />

RO Sunaţi imediat la un CENTRU DE INFORMARE TOXICOLOGICĂ sau un medic.<br />

SK Okamžite volajte NÁRODNÉ TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ CENTRUM alebo<br />

lekára.<br />

SL Takoj pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali zdravnika.<br />

FI Ota välittömästi yhteys MYRKYTYSTIETOKESKUKSEEN tai lääkäriin.<br />

SV Kontakta genast GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare.<br />

BG Обадете се в ЦЕНТЪР ПО ТОКСИКОЛОГИЯ или на лекар.<br />

ES Llamar a un CENTRO DE INFORMACION TOXICOLOGICA o a un médico.<br />

CS Volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ STŘEDISKO nebo lékaře.<br />

DA Ring til en GIFTINFORMATION eller en læge.<br />

DE GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder Arzt anrufen.<br />

ET Võtta ühendust MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL Καλέστε το ΚΕΝΤΡΟ ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή ένα γιατρό.<br />

EN Call a POISON CENTER or doctor/physician.<br />

FR Appeler un CENTRE ANTIPOISON ou un médecin.<br />

GA Cuir glao ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia.<br />

IT Contattare un CENTRO ANTIVELENI o un medico.<br />

LV Sazinieties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU vai ārstu.<br />

LT Skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS IR INFORMACIJOS BIURĄ arba<br />

kreiptis į gydytoją.<br />

HU Forduljon TOXIKOLÓGIAI KÖZPONTHOZ vagy orvoshoz.<br />

MT Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT jew tabib.<br />

NL Een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL Skontaktować się z OŚRODKIEM ZATRUĆ lub lekarzem.<br />

PT Contacte um CENTRO DE INFORMAÇÃO ANTIVENENOS ou um médico.<br />

RO Sunaţi la un CENTRU DE INFORMARE TOXICOLOGICĂ sau un medic.<br />

SK Volajte NÁRODNÉ TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ CENTRUM alebo lekára.<br />

SL Pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali zdravnika.<br />

FI Ota yhteys MYRKYTYSTIETOKESKUKSEEN tai lääkäriin.<br />

SV Kontakta GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare.<br />

BG При неразположение се обадете в ЦЕНТЪР ПО ТОКСИКОЛОГИЯ или на лекар.<br />

ES Llamar a un CENTRO DE INFORMACION TOXICOLOGICA o a un médico en caso<br />

de malestar.<br />

CS Necítíte-li se dobře, volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ STŘEDISKO nebo<br />

lékaře.<br />

DA I tilfælde af ubehag ring til en GIFTINFORMATION eller en læge.


Nr. 52/264 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V312 Tungumál<br />

V313 Tungumál<br />

DE Bei Unwohlsein GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder Arzt anrufen.<br />

ET Halva enesetunde korral võtta ühendust MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL Καλέστε το ΚΕΝΤΡΟ ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή ένα γιατρό εάν αισθανθείτε αδιαθεσία.<br />

EN Call a POISON CENTER or doctor/physician if you feel unwell.<br />

FR Appeler un CENTRE ANTIPOISON ou un médecin en cas de malaise.<br />

GA Cuir glao ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia má bhraitheann tú tinn.<br />

IT In caso di malessere, contattare un CENTRO ANTIVELENI o un medico.<br />

LV Sazinieties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU vai ārstu, ja jums ir slikta pašsajūta.<br />

LT Pasijutus blogai, skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS IR INFORMACIJOS<br />

BIURĄ arba kreiptis į gydytoją.<br />

HU Rosszullét esetén forduljon TOXIKOLÓGIAI KÖZPONTHOZ vagy orvoshoz.<br />

MT Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT jew tabib jekk tħossok ma tiflaħx.<br />

NL Bij onwel voelen een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku złego samopoczucia skontaktować się z OŚRODKIEM ZATRUĆ lub z<br />

lekarzem.<br />

PT Caso sinta indisposição, contacte um CENTRO DE INFORMAÇÃO ANTIVENENOS<br />

ou um médico.<br />

RO Sunaţi la un CENTRU DE INFORMARE TOXICOLOGICĂ sau un medic, dacă nu vă<br />

simţiţi bine.<br />

SK Pri zdravotných problémoch, volajte NÁRODNÉ TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ<br />

CENTRUM alebo lekára.<br />

SL Ob slabem počutju pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali zdravnika.<br />

FI Ota yhteys MYRKYTYSTIETOKESKUKSEEN tai lääkäriin, jos ilmenee<br />

pahoinvointia.<br />

SV Vid obehag, kontakta GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare.<br />

BG Потърсете медицински съвет/помощ.<br />

ES Consultar a un médico.<br />

CS Vyhledejte lékařskou pomoc/ošetření.<br />

DA Søg lægehjælp.<br />

DE Ärztlichen Rat einholen/ärztliche Hilfe hinzuziehen.<br />

ET Pöörduda arsti poole.<br />

EL Συµβουλευθείτε/Επισκεφθείτε γιατρό.<br />

EN Get medical advice/attention.<br />

FR Consulter un médecin.<br />

GA Faigh comhairle/cúram liachta.<br />

IT Consultare un medico.<br />

LV Lūdziet palīdzību mediķiem.<br />

LT Kreiptis į gydytoją.<br />

HU Orvosi ellátást kell kérni.<br />

MT Ikkonsulta tabib.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/265<br />

V313 Tungumál<br />

V314 Tungumál<br />

V315 Tungumál<br />

NL Een arts raadplegen.<br />

PL Zasięgnąć porady/zgłosić się pod opiekę lekarza.<br />

PT Consulte um médico.<br />

RO Consultaţi medicul.<br />

SK Vyhľadajte lekársku pomoc/starostlivosť.<br />

SL Poiščite zdravniško pomoč/oskrbo.<br />

FI Hakeudu lääkäriin.<br />

SV Sök läkarhjälp.<br />

BG При неразположение потърсете медицински съвет/помощ.<br />

ES Consultar a un médico en caso de malestar.<br />

CS Necítíte-li se dobře, vyhledejte lékařskou pomoc/ošetření.<br />

DA Søg lægehjælp ved ubehag.<br />

DE Bei Unwohlsein ärztlichen Rat einholen/ärztliche Hilfe hinzuziehen.<br />

ET Halva enesetunde korral pöörduda arsti poole.<br />

EL Συµβουλευθείτε/Επισκεφθείτε γιατρό εάν αισθανθείτε αδιαθεσία.<br />

EN Get medical advice/attention if you feel unwell.<br />

FR Consulter un médecin en cas de malaise.<br />

GA Faigh comhairle/cúram liachta má bhraitheann tú tinn.<br />

IT In caso di malessere, consultare un medico.<br />

LV Lūdziet palīdzību mediķiem, ja jums ir slikta pašsajūta.<br />

LT Pasijutus blogai, kreiptis į gydytoją.<br />

HU Rosszullét esetén orvosi ellátást kell kérni.<br />

MT Ikkonsulta tabib jekk tħossok ma tiflaħx.<br />

NL Bij onwel voelen een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku złego samopoczucia zasięgnąć porady/zgłosić się pod opiekę lekarza.<br />

PT Em caso de indisposição, consulte um médico.<br />

RO Consultaţi medicul, dacă nu vă simţiţi bine.<br />

SK Ak pociťujete zdravotné problémy, vyhľadajte lekársku pomoc/starostlivosť.<br />

SL Ob slabem počutju poiščite zdravniško pomoč/oskrbo.<br />

FI Hakeudu lääkäriin, jos ilmenee pahoinvointia.<br />

SV Sök läkarhjälp vid obehag.<br />

BG Незабавно потърсете медицински съвет/помощ.<br />

ES Consultar a un médico inmediatamente.<br />

CS Okamžitě vyhledejte lékařskou pomoc/ošetření.


Nr. 52/266 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V315 Tungumál<br />

V320 Tungumál<br />

DA Søg omgående lægehjælp.<br />

DE Sofort ärztlichen Rat einholen/ärztliche Hilfe hinzuziehen.<br />

ET Pöörduda viivitamata arsti poole.<br />

EL Συµβουλευθείτε/Επισκεφθείτε αµέσως γιατρό.<br />

EN Get immediate medical advice/attention.<br />

FR Consulter immédiatement un médecin.<br />

GA Faigh comhairle/cúram liachta láithreach.<br />

IT Consultare immediatamente un medico.<br />

LV Nekavējoties lūdziet palīdzību mediķiem.<br />

LT Nedelsiant kreiptis į gydytoją.<br />

HU Azonnal orvosi ellátást kell kérni.<br />

MT Ikkonsulta tabib minnufih.<br />

NL Onmiddellijk een arts raadplegen.<br />

PL Natychmiast zasięgnąć porady/zgłosić się pod opiekę lekarza.<br />

PT Consulte imediatamente um médico.<br />

RO Consultaţi imediat medicul.<br />

SK Okamžite vyhľadajte lekársku pomoc/starostlivosť.<br />

SL Takoj poiščite zdravniško pomoč/oskrbo.<br />

FI Hakeudu välittömästi lääkäriin.<br />

SV Sök omedelbart läkarhjälp.<br />

BG Спешна нужда от специализирано лечение (вж… на този етикет).<br />

ES Se necesita urgentemente un tratamiento específico (ver … en esta etiqueta).<br />

CS Je nutné odborné ošetření (viz … na tomto štítku).<br />

DA Særlig behandling straks påkrævet (se … på denne etiket).<br />

DE Besondere Behandlung dringend erforderlich (siehe … auf diesem<br />

Kennzeichnungsetikett).<br />

ET Nõuab viivitamatut eriravi (vt … käesoleval etiketil).<br />

EL Χρειάζεται επειγόντως ειδική αγωγή (βλέπε … στην ετικέτα).<br />

EN Specific treatment is urgent (see … on this label).<br />

FR Un traitement spécifique est urgent (voir … sur cette étiquette).<br />

GA Tá sé práinneach go bhfaightear cóir leighis ar leith (féach … ar an lipéad seo).<br />

IT Trattamento specifico urgente (vedere… su questa etichetta).<br />

LV Steidzami nepieciešama īpaša medicīniskā palīdzība (skat. … uz šīs etiķetes).<br />

LT Būtinas skubus specialus gydymas (žr. … šioje etiketėje).<br />

HU Sürgős szakellátás szükséges (lásd … a címkén).<br />

MT Trattament speċifiku hu urġenti (ara … fuq din it-tikketta).<br />

NL Specifieke behandeling dringend vereist (zie … op dit etiket).


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/267<br />

V320 Tungumál<br />

V321 Tungumál<br />

V322 Tungumál<br />

PL Pilnie zastosować określone leczenie (patrz … na etykiecie).<br />

PT É urgente um tratamento específico (ver … no presente rótulo).<br />

RO Un tratament specific este urgent (a se vedea … de pe această etichetă).<br />

SK Odborné ošetrenie je naliehavé (pozri … na etikete).<br />

SL Posebno zdravljenje je nujno (glejte … na tej etiketi).<br />

FI Erityishoitoa tarvitaan välittömästi (katso … pakkauksen merkinnöissä).<br />

SV Särskild behandling krävs omedelbart (se … på etiketten).<br />

BG Специализирано лечение (вж… на този етикет).<br />

ES Se necesita un tratamiento específico (ver … en esta etiqueta).<br />

CS Odborné ošetření (viz … na tomto štítku).<br />

DA Særlig behandling (se … på denne etiket).<br />

DE Besondere Behandlung (siehe … auf diesem Kennzeichnungsetikett).<br />

ET Nõuab eriravi (vt … käesoleval etiketil).<br />

EL Χρειάζεται ειδική αγωγή (βλέπε … στην ετικέτα).<br />

EN Specific treatment (see … on this label).<br />

FR Traitement spécifique (voir … sur cette étiquette).<br />

GA Cóir liachta ar leith (féach … ar an lipéad seo).<br />

IT Trattamento specifico (vedere …su questa etichetta).<br />

LV Īpaša medicīniskā palīdzība (skat. … uz šīs etiķetes).<br />

LT Specialus gydymas (žr. … šioje etiketėje).<br />

HU Szakellátás (lásd … a címkén).<br />

MT Trattament speċifiku (ara … fuq din it-tikketta).<br />

NL Specifieke behandeling vereist (zie … op dit etiket).<br />

PL Zastosować określone leczenie (patrz … na etykiecie).<br />

PT Tratamento específico (ver … no presente rótulo).<br />

RO Tratament specific (a se vedea … de pe această etichetă).<br />

SK Odborné ošetrenie (pozri … na etikete).<br />

SL Posebno zdravljenje (glejte … na tej etiketi).<br />

FI Erityishoitoa tarvitaan (katso … pakkauksen merkinnöissä).<br />

SV Särskild behandling (se … på etiketten).<br />

BG Специални мерки (вж… на този етикет).<br />

ES Se necesitan medidas específicas (ver … en esta etiqueta).<br />

CS Specifické opatření (viz … na tomto štítku).<br />

DA Særlige foranstaltninger (se … på denne etiket).


Nr. 52/268 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V322 Tungumál<br />

V330 Tungumál<br />

DE Gezielte Maßnahmen (siehe … auf diesem Kennzeichnungsetikett).<br />

ET Nõuab erimeetmeid (vt … käesoleval etiketil).<br />

EL Χρειάζονται ειδικά µέτρα (βλέπε … στην ετικέτα).<br />

EN Specific measures (see … on this label).<br />

FR Mesures spécifiques (voir … sur cette étiquette).<br />

GA Bearta ar leith (féach … ar an lipéad seo).<br />

IT Misure specifiche (vedere …su questa etichetta).<br />

LV Īpaši pasākumi (skat. … uz šīs etiķetes).<br />

LT Specialios priemonės (žr. … šioje etiketėje).<br />

HU Különleges intézkedések (lásd … a címkén).<br />

MT Miżuri speċifiċi (ara … fuq din it-tikketta).<br />

NL Specifieke maatregelen (zie … op dit etiket).<br />

PL Środki szczególne (patrz … na etykiecie).<br />

PT Medidas específicas (ver … no presente rótulo).<br />

RO Măsuri specifice (a se vedea … de pe această etichetă).<br />

SK Osobitné opatrenia (pozri … na etikete).<br />

SL Posebni ukrepi (glejte … na tej etiketi).<br />

FI Erityistoimenpiteitä tarvitaan (katso … pakkauksen merkinnöissä).<br />

SV Särskilda åtgärder (se … på etiketten).<br />

BG Изплакнете устата.<br />

ES Enjuagarse la boca.<br />

CS Vypláchněte ústa.<br />

DA Skyl munden.<br />

DE Mund ausspülen.<br />

ET Loputada suud.<br />

EL Ξεπλύνετε το στόµα.<br />

EN Rinse mouth.<br />

FR Rincer la bouche.<br />

GA Sruthlaítear an béal.<br />

IT Sciacquare la bocca.<br />

LV Izskalot muti.<br />

LT Išskalauti burną.<br />

HU A szájat ki kell öblíteni.<br />

MT Laħlaħ ħalqek.<br />

NL De mond spoelen.<br />

PL Wypłukać usta.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/269<br />

V330 Tungumál<br />

V331 Tungumál<br />

V332 Tungumál<br />

PT Enxaguar a boca.<br />

RO Clătiţi gura.<br />

SK Vypláchnite ústa.<br />

SL Izprati usta.<br />

FI Huuhdo suu.<br />

SV Skölj munnen.<br />

BG НЕ предизвиквайте повръщане.<br />

ES NO provocar el vómito.<br />

CS NEVYVOLÁVEJTE zvracení.<br />

DA Fremkald IKKE opkastning.<br />

DE KEIN Erbrechen herbeiführen.<br />

ET MITTE kutsuda esile oksendamist.<br />

EL ΜΗΝ προκαλέσετε εµετό.<br />

EN Do NOT induce vomiting.<br />

FR NE PAS faire vomir.<br />

GA NÁ spreagtar urlacan.<br />

IT NON provocare il vomito.<br />

LV NEIZRAISĪT vemšanu.<br />

LT NESKATINTI vėmimo.<br />

HU TILOS hánytatni.<br />

MT TIPPROVOKAX ir-remettar.<br />

NL GEEN braken opwekken.<br />

PL NIE wywoływać wymiotów.<br />

PT NÃO provocar o vómito.<br />

RO NU provocaţi voma.<br />

SK Nevyvolávajte zvracanie.<br />

SL NE izzvati bruhanja.<br />

FI EI saa oksennuttaa.<br />

SV Framkalla INTE kräkning.<br />

BG При поява на кожно дразнене:<br />

ES En caso de irritación cutánea:<br />

CS Při podráždění kůže:<br />

DA Ved hudirritation:<br />

DE Bei Hautreizung:


Nr. 52/270 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V332 Tungumál<br />

V333 Tungumál<br />

ET Nahaärrituse korral:<br />

EL Εάν παρατηρηθεί ερεθισµός του δέρµατος:<br />

EN If skin irritation occurs:<br />

FR En cas d’irritation cutanée:<br />

GA I gcás greannú craicinn:<br />

IT In caso di irritazione della pelle:<br />

LV Ja rodas ādas iekaisums:<br />

LT Jeigu sudirginama oda:<br />

HU Bőrirritáció esetén:<br />

MT Jekk ikun hemm irritazzjoni tal-ġilda:<br />

NL Bij huidirritatie:<br />

PL W przypadku wystąpienia podrażnienia skóry:<br />

PT Em caso de irritação cutânea:<br />

RO În caz de iritare a pielii:<br />

SK Ak sa prejaví podráždenie pokožky:<br />

SL Če nastopi draženje kože:<br />

FI Jos ilmenee ihoärsytystä:<br />

SV Vid hudirritation:<br />

BG При поява на кожно дразнене или обрив на кожата:<br />

ES En caso de irritación o erupción cutánea:<br />

CS Při podráždění kůže nebo vyrážce:<br />

DA Ved hudirritation eller udslet:<br />

DE Bei Hautreizung oder -ausschlag:<br />

ET Nahaärrituse või _obe korral:<br />

EL Εάν παρατηρηθεί ερεθισµός του δέρµατος ή εµφανιστεί εξάνθηµα:<br />

EN If skin irritation or rash occurs:<br />

FR En cas d’irritation ou d’éruption cutanée:<br />

GA I gcás greannú nó grís craicinn:<br />

IT In caso di irritazione o eruzione della pelle:<br />

LV Ja rodas ādas iekaisums vai izsitumi:<br />

LT Jeigu sudirginama oda arba ją išberia.<br />

HU Bőrirritáció vagy kiütések megjelenése esetén:<br />

MT Jekk ikun hemm irritazzjoni jew raxx tal-ġilda:<br />

NL Bij huidirritatie of uitslag:<br />

PL W przypadku wystąpienia podrażnienia skóry lub wysypki:<br />

PT Em caso de irritação ou erupção cutânea:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/271<br />

V333 Tungumál<br />

V334 Tungumál<br />

V335 Tungumál<br />

RO În caz de iritare a pielii sau de erupţie cutanată:<br />

SK Ak sa prejaví podráždenie pokožky alebo sa vytvoria vyrážky:<br />

SL Če nastopi draženje kože ali se pojavi izpuščaj:<br />

FI Jos ilmenee ihoärsytystä tai ihottumaa:<br />

SV Vid hudirritation eller utslag:<br />

BG Потопете в хладка вода/сложете мокри компреси.<br />

ES Sumergir en agua fresca/aplicar compresas húmedas.<br />

CS Ponořte do studené vody/zabalte do vlhkého obvazu.<br />

DA Skyl under koldt vand/anvend våde omslag.<br />

DE In kaltes Wasser tauchen/nassen Verband anlegen.<br />

ET Hoida jahedas vees/panna peale niiske kompress.<br />

EL Βυθίστε σε δροσερό νερό/τυλίξτε µε βρεγµένους επιδέσµους.<br />

EN Immerse in cool water/wrap in wet bandages.<br />

FR Rincer à l’eau fraîche/poser une compresse humide.<br />

GA Tum in uisce fionnuar/cuir bréid fliuch air.<br />

IT Immergere in acqua fredda/avvolgere con un bendaggio umido.<br />

LV Iegremdēt vēsā ūdenī/ietīt mitros apsējos.<br />

LT Įmerkti į vėsų vandenį/apvynioti šlapiais tvarsčiais.<br />

HU Hideg vízzel/nedves kötéssel kell hűteni.<br />

MT Daħħal fl-ilma kiesaħ/kebbeb f’faxex imxarrbin.<br />

NL In koud water onderdompelen/nat verband aanbrengen.<br />

PL Zanurzyć w zimnej wodzie/owinąć mokrym bandażem.<br />

PT Mergulhar em água fria/aplicar compressas húmidas.<br />

RO Introduceţi în apă rece/acoperiţi cu o compresă umedă.<br />

SK Ponorte do studenej vody/obviažte mokrými obväzmi.<br />

SL Potopiti v hladno vodo/zaviti v mokre povoje.<br />

FI Upota kylmään veteen/kääri märkiin siteisiin.<br />

SV Skölj under kallt vatten/använd våta omslag.<br />

BG Отстранете от кожата посипаните частици.<br />

ES Sacudir las partículas que se hayan depositado en la piel.<br />

CS Volné částice odstraňte z kůže.<br />

DA Børst løse partikler bort fra huden.<br />

DE Lose Partikel von der Haut abbürsten.<br />

ET Pühkida lahtised osakesed nahalt maha.


Nr. 52/272 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V335 Tungumál<br />

V336 Tungumál<br />

EL Αφαιρέστε προσεκτικά τα σωµατίδια που έχουν µείνει στο δέρµα.<br />

EN Brush off loose particles from skin.<br />

FR Enlever avec précaution les particules déposées sur la peau.<br />

GA Glan cáithníní scaoilte den chraiceann.<br />

IT Rimuovere le particelle depositate sulla pelle.<br />

LV Noberzt no ādas nepiestiprinātās daļiņas.<br />

LT Neprilipusias daleles nuvalyti nuo odos.<br />

HU A bőrre lazán tapadó szemcséket óvatosan le kell kefélni.<br />

MT Farfar il-frak mhux imwaħħla minn fuq il-ġilda.<br />

NL Losse deeltjes van de huid afvegen.<br />

PL Nie związaną pozostałość strzepnąć ze skóry.<br />

PT Sacudir da pele as partículas soltas.<br />

RO Îndepărtaţi particulele depuse pe piele.<br />

SK Z pokožky oprášte sypké čiastočky.<br />

SL S krtačo odstraniti razsute delce s kože.<br />

FI Poista irtohiukkaset iholta.<br />

SV Borsta bort lösa partiklar från huden.<br />

BG Размразете замръзналите части в хладка вода. Не разтривайте засегнатото място.<br />

ES Descongelar las partes heladas con agua tibia. No frotar la zona afectada.<br />

CS Omrzlá místa ošetřete vlažnou vodou. Postižené místo netřete.<br />

DA Forsigtig opvarmning af frostskadede legemsdele i lunkent vand. Gnid ikke det<br />

angrebne område.<br />

DE Vereiste Bereiche mit lauwarmem Wasser auftauen. Betroffenen Bereich nicht reiben.<br />

ET Sulatada külmunud piirkonnad leige veega. Kannatada saanud piirkonda mitte hõõruda.<br />

EL Ξεπαγώστε τα παγωµένα µέρη µε χλιαρό νερό. Μην τρίβετε την περιοχή που πάγωσε.<br />

EN Thaw frosted parts with lukewarm water. Do no rub affected area.<br />

FR Dégeler les parties gelées avec de l’eau tiède. Ne pas frotter les zones touchées.<br />

GA Leáigh codanna sioctha le huisce alabhog. Ná cuimil an réimse lena mbaineann.<br />

IT Sgelare le parti congelate usando acqua tiepida. Non sfregare la parte interessata.<br />

LV Atkausēt sasalušās daļas ar remdenu ūdeni. Skarto zonu neberzt.<br />

LT Prišalusias daleles atitirpinti drungnu vandeniu. Netrinti paveiktos zonos.<br />

HU A fagyott részeket langyos vízzel fel kell melegíteni. Tilos az érintett terület dörzsölése.<br />

MT Ħoll il-partijiet kiesħa bl-ilma fietel. Togħrokx il-parti affettwata.<br />

NL Bevroren lichaamsdelen met lauw water ontdooien. Niet wrijven op de betrokken<br />

plaatsen.<br />

PL Rozmrozić oszronione obszary letnią wodą. Nie trzeć oszronionego obszaru.<br />

PT Derreter as zonas congeladas com água morna. Não friccionar a zona afectada.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/273<br />

V336 Tungumál<br />

V337 Tungumál<br />

V338 Tungumál<br />

RO Dezgheţaţi părţile degerate cu apă călduţă. Nu frecaţi zona afectată.<br />

SK Zmrznuté časti ošetrite vlažnou vodou. Postihnuté miesto netrite.<br />

SL Zamrznjene dele odtaliti z mlačno vodo. Ne drgniti prizadetega mesta.<br />

FI Sulata jäätyneet alueet haalealla vedellä. Vahingoittunutta aluetta ei saa hangata.<br />

SV Värm det köldskadade området med ljummet vatten. Gnid inte det skadade området.<br />

BG При продължително дразнене на очите:<br />

ES Si persiste la irritación ocular:<br />

CS Přetrvává-li podráždění očí:<br />

DA Ved vedvarende øjenirritation:<br />

DE Bei anhaltender Augenreizung:<br />

ET Kui silmade ärritus ei möödu:<br />

EL Εάν δεν υποχωρεί ο οφθαλµικός ερεθισµός:<br />

EN If eye irritation persists:<br />

FR Si l’irritation oculaire persiste:<br />

GA Má mhaireann an greannú súile:<br />

IT Se l’irritazione degli occhi persiste:<br />

LV Ja acu iekaisums nepāriet:<br />

LT Jei akių dirginimas nepraeina:<br />

HU Ha a szemirritáció nem múlik el:<br />

MT Jekk l-irritazzjoni ta' l-għajnejn tibqa’:<br />

NL Bij aanhoudende oogirritatie:<br />

PL W przypadku utrzymywania się działania drażniącego na oczy:<br />

PT Caso a irritação ocular persista:<br />

RO Dacă iritarea ochilor persistă:<br />

SK Ak podráždenie očí pretrváva:<br />

SL Če draženje oči ne preneha:<br />

FI Jos silmä-ärsytys jatkuu:<br />

SV Vid bestående ögonirritation:<br />

BG Свалете контактните лещи, ако има такива и доколкото това е възможно.<br />

Продължете с изплакването.<br />

ES Quitar las lentes de contacto, si lleva y resulta fácil. Seguir aclarando.<br />

CS Vyjměte kontaktní čočky, jsou-li nasazeny a pokud je lze vyjmout snadno. Pokračujte ve<br />

vyplachování.<br />

DA Fjern eventuelle kontaktlinser, hvis dette kan gøres let. Fortsæt skylning.<br />

DE Eventuell Vorhandene Kontaktlinsen nach Möglichkeit entfernen. Weiter ausspülen.


Nr. 52/274 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V338 Tungumál<br />

V340 Tungumál<br />

ET Eemaldada kontaktläätsed, kui neid kasutatakse ja kui neid on kerge eemaldada.<br />

Loputada veel kord.<br />

EL Εάν υπάρχουν φακοί επαφής, αφαιρέστε τους, εφόσον είναι εύκολο. Συνεχίστε να<br />

ξεπλένετε.<br />

EN Remove contact lenses, if present and easy to do. Continue rinsing.<br />

FR Enlever les lentilles de contact si la victime en porte et si elles peuvent être facilement<br />

enlevées. Continuer à rincer.<br />

GA Tóg amach na tadhall-lionsaí, más ann dóibh agus más furasta é sin a dhéanamh. Lean<br />

den sruthlú.<br />

IT Togliere le eventuali lenti a contatto se è agevole farlo. Continuare a sciacquare.<br />

LV Izņemiet kontaktlēcas, ja tās ir ievietotas un to ir viegli izdarīt. Turpiniet skalot.<br />

LT Išimti kontaktinius lęšius, jeigu jie yra ir jeigu lengvai galima tai padaryti. Toliau plauti<br />

akis.<br />

HU Adott esetben kontaktlencsék eltávolítása, ha könnyen megoldható. Az öblítés<br />

folytatása.<br />

MT Neħħi l-lentijiet tal-kuntatt, jekk ikun hemm u jkunu faċli biex tneħħihom. Kompli<br />

laħlaħ.<br />

NL Contactlenzen verwijderen, indien mogelijk. Blijven spoelen.<br />

PL Wyjąć soczewki kontaktowe, jeżeli są i można je łatwo usunąć. Nadal płukać.<br />

PT Se usar lentes de contacto, retire-as, se tal lhe for possível. Continue a enxaguar.<br />

RO Scoateţi lentilele de contact, dacă este cazul şi dacă acest lucru se poate face cu uşurinţă.<br />

Continuaţi să clătiţi.<br />

SK Ak používate kontaktné šošovky a ak je to možné, odstráňte ich. Pokračujte vo<br />

vyplachovaní.<br />

SL Odstranite kontaktne leče, če jih imate in če to lahko storite brez težav. Nadaljujte z<br />

izpiranjem.<br />

FI Poista piilolinssit, jos sen voi tehdä helposti. Jatka huuhtomista.<br />

SV Ta ur eventuella kontaktlinser om det går lätt. Fortsätt att skölja.<br />

BG Изведете пострадалия на чист въздух и го поставете в позиция, улесняваща<br />

дишането.<br />

ES Transportar a la víctima al exterior y mantenerla en reposo en una posición confortable<br />

para respirar.<br />

CS Přeneste postiženého na čerstvý vzduch a ponechte jej v klidu v poloze usnadňující<br />

dýchání.<br />

DA Flyt personen til et sted med frisk luft og sørg for, at vedkommende hviler i en stilling,<br />

som letter vejrtrækningen.<br />

DE Die betroffene Person an die frische Luft bringen und in einer Position ruhigstellen, die<br />

das Atmen erleichtert.<br />

ET Toimetada kannatanu värske õhu kätte ja asetada mugavasse puhkeasendisse, mis<br />

võimaldab kergesti hingata.<br />

EL Μεταφέρετε τον παθόντα στον καθαρό αέρα και αφήστε τον να ξεκουραστεί σε στάση<br />

που διευκολύνει την αναπνοή.<br />

EN Remove victim to fresh air and keep at rest in a position comfortable for breathing.<br />

FR Transporter la victime à l'extérieur et la maintenir au repos dans une position où elle<br />

peut confortablement respirer.<br />

GA Tabhair amach faoin aer an duine agus coimeád socair é, i riocht ina bhféadfaidh sé<br />

anáil a tharraingt go réidh.<br />

IT Trasportare l'infortunato all’aria aperta e mantenerlo a riposo in posizione che favorisca<br />

la respirazione.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/275<br />

V340 Tungumál<br />

V341 Tungumál<br />

LV Izvest cietušo svaigā gaisā un turēt miera stāvoklī, lai būtu ērti elpot.<br />

LT Išnešti nukentėjusįjį į gryną orą; jam būtina ramybė ir padėtis, leidžianti laisvai<br />

kvėpuoti.<br />

HU Az érintett személyt friss levegőre kell vinni és olyan nyugalmi testhelyzetbe kell<br />

helyezni, hogy könnyen tudjon lélegezni.<br />

MT Esponi lill-vittma għall-arja friska u żommha mistrieħa f’pożizzjoni komda biex tkun<br />

tista’ tieħu n-nifs.<br />

NL Het slachtoffer in de frisse lucht brengen en laten rusten in een houding die het ademen<br />

vergemakkelijkt.<br />

PL Wyprowadzić lub wynieść poszkodowanego na świeże powietrze i zapewnić warunki do<br />

odpoczynku w pozycji umożliwiającej swobodne oddychanie.<br />

PT Retirar a vítima para uma zona ao ar livre e mantê-la em repouso numa posição que não<br />

dificulte a respiração.<br />

RO Transportaţi victima la aer liber şi menţineţi-o în stare de repaus într-o poziţie<br />

confortabilă pentru respiraţie.<br />

SK Presuňte postihnutého na čerstvý vzduch a nechajte ho oddychovať v polohe, ktorá mu<br />

umožní pohodlné dýchanie.<br />

SL Prenesti žrtev na svež zrak in jo pustiti počivati v položaju, ki olajša dihanje.<br />

FI Siirrä henkilö raittiiseen ilmaan ja pidä lepoasennossa, jossa on helppo hengittää.<br />

SV Flytta personen till frisk luft och se till att han eller hon vilar i en ställning som<br />

underlättar andningen<br />

BG При затруднено дишане изведете пострадалия на чист въздух и го поставете в<br />

позиция, улесняваща дишането.<br />

ES Si respira con dificultad, transportar a la víctima al exterior y mantenerla en reposo en<br />

una posición confortable para respirar.<br />

CS Při obtížném dýchání přeneste postiženého na čerstvý vzduch a ponechte jej v klidu<br />

v poloze usnadňující dýchání.<br />

DA Ved vejrtrækningsbesvær: Flyt personen til et sted med frisk luft og sørg for, at<br />

vedkommende hviler i en stilling, som letter vejrtrækningen.<br />

DE Bei Atembeschwerden an die frische Luft bringen und in einer Position ruhigstellen, die<br />

das Atmen erleichtert.<br />

ET Hingamisraskuste korral toimetada kannatanu värske õhu kätte ja asetada mugavasse<br />

puhkeasendisse, mis võimaldab kergesti hingata.<br />

EL Εάν ο παθών έχει δύσπνοια, µεταφέρετέ τον στον καθαρό αέρα και αφήστε τον να<br />

ξεκουραστεί σε στάση που διευκολύνει την αναπνοή.<br />

EN If breathing is difficult, remove victim to fresh air and keep at rest in a position<br />

comfortable for breathing.<br />

FR S'il y a difficulté à respirer, transporter la victime à l'extérieur et la maintenir au repos<br />

dans une position où elle peut confortablement respirer.<br />

GA Más deacair don duine análú, tabhair amach faoin aer é agus coimeád socair é, i riocht<br />

ina bhféadfaidh sé anáil a tharraingt go réidh.<br />

IT Se la respirazione è difficile, trasportare l'infortunato all’aria aperta e mantenerlo a<br />

riposo in posizione che favorisca la respirazione.<br />

LV Ja elpošana ir apgrūtināta, izvest cietušo svaigā gaisā un turēt miera stāvoklī, lai būtu<br />

ērti elpot.<br />

LT Jeigu nukentėjusiajam sunku kvėpuoti, išnešti jį į gryną orą; jam būtina ramybė ir<br />

padėtis, leidžianti laisvai kvėpuoti.<br />

HU Légzési nehézségek esetén az érintett személyt friss levegőre kell vinni és olyan<br />

nyugalmi testhelyzetbe kell helyezni, hogy könnyen tudjon lélegezni.


Nr. 52/276 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V341 Tungumál<br />

V342 Tungumál<br />

MT Jekk in-nifs ikun diffiċli, esponi lill-vittma għall-arja friska u żommha mistrieħa<br />

f’pożizzjoni komda biex tkun tista' tieħu n-nifs.<br />

NL Bij ademhalingsmoeilijkheden het slachtoffer in de frisse lucht brengen en laten rusten<br />

in een houding die het ademen vergemakkelijkt.<br />

PL W przypadku trudności z oddychaniem, wyprowadzić lub wynieść poszkodowanego na<br />

świeże powietrze i zapewnić warunki do odpoczynku w pozycji umożliwiającej<br />

swobodne oddychanie.<br />

PT Em caso de dificuldade respiratória, retirar a vítima para uma zona ao ar livre e mantê-la<br />

em repouso numa posição que não dificulte a respiração.<br />

RO Dacă respiraţia este dificilă, transportaţi victima la aer liber şi menţineţi-o în stare de<br />

repaus într-o poziţie confortabilă pentru respiraţie.<br />

SK Ak nastanú ťažkosti s dýchaním, presuňte postihnutého na čerstvý vzduch a nechajte ho<br />

oddychovať v polohe, ktorá mu umožní pohodlné dýchanie.<br />

SL Pri oteženem dihanju prenesti žrtev na svež zrak in jo pustiti počivati v položaju, ki<br />

olajša dihanje.<br />

FI Jos hengitysvaikeuksia, siirrä henkilö raittiiseen ilmaan ja pidä lepoasennossa, jossa on<br />

helppo hengittää.<br />

SV Vid andningsbesvär, flytta personen till frisk luft och se till att han eller hon vilar i en<br />

ställning som underlättar andningen.<br />

BG При симптоми на затруднено дишане:<br />

ES En caso de síntomas respiratorios:<br />

CS Při dýchacích potížích:<br />

DA Ved luftvejssymptomer:<br />

DE Bei Symptomen der Atemwege:<br />

ET Hingamisteede probleemide ilmnemise korral:<br />

EL Εάν παρουσιάζονται αναπνευστικά συµπτώµατα:<br />

EN If experiencing respiratory symptoms:<br />

FR En cas de symptômes respiratoires:<br />

GA I gcás siomptóm riospráide:<br />

IT In caso di sintomi respiratori:<br />

LV Ja rodas elpošanas traucējumu simptomi:<br />

LT Jeigu pasireiškia respiraciniai simptomai:<br />

HU Légzési problémák esetén:<br />

MT Jekk tkun qed tbati minn sintomi respiratorji:<br />

NL Bij ademhalingssymptomen:<br />

PL W przypadku wystąpienia objawów ze strony układu oddechowego:<br />

PT Em caso de sintomas respiratórios:<br />

RO În caz de simptome respiratorii:<br />

SK Pri sťaženom dýchaní:<br />

SL Pri respiratornih simptomih:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/277<br />

V342 Tungumál<br />

V350 Tungumál<br />

V351 Tungumál<br />

FI Jos ilmenee hengitysoireita:<br />

SV Vid besvär i luftvägarna:<br />

BG Измийте внимателно и обилно със сапун и вода.<br />

ES Lavar suavemente con agua y jabón abundantes.<br />

CS Jemně omyjte velkým množstvím vody a mýdla.<br />

DA Vask forsigtigt med rigeligt sæbe og vand.<br />

DE Behutsam mit viel Wasser und Seife waschen.<br />

ET Pesta õrnalt rohke vee ja seebiga.<br />

EL Πλύνετε απαλά µε άφθονο νερό και σαπούνι.<br />

EN Gently wash with plenty of soap and water.<br />

FR Laver avec précaution et abondamment à l’eau et au savon.<br />

GA Nigh go bog le neart gallúnaí agus uisce.<br />

IT Lavare delicatamente e abbondantemente con acqua e sapone.<br />

LV Maigi izskalot ar lielu daudzumu ziepēm un ūdeni.<br />

LT Atsargiai nuplauti dideliu kiekiu muilo ir vandens.<br />

HU Óvatos lemosás bő szappanos vízzel.<br />

MT Aħsel bil-mod b’ħafna sapun u ilma.<br />

NL Voorzichtig wassen met veel water en zeep.<br />

PL Delikatnie umyć dużą ilością wody z mydłem.<br />

PT Lavar suavemente com sabonete e água abundantes.<br />

RO Spălaţi uşor cu multă apă i săpun.<br />

SK Opatrne umyte veľkým množstvom vody a mydla.<br />

SL Nežno umiti z veliko mila in vode.<br />

FI Pese varovasti runsaalla vedellä ja saippualla.<br />

SV Tvätta försiktigt med mycket tvål och vatten.<br />

BG Промивайте внимателно с вода в продължение на няколко минути.<br />

ES Aclarar cuidadosamente con agua durante varios minutos.<br />

CS Několik minut opatrně oplachujte vodou.<br />

DA Skyl forsigtigt med vand i flere minutter.<br />

DE Einige Minuten lang behutsam mit Wasser ausspülen.<br />

ET Loputada mitme minuti jooksul ettevaatlikult veega.<br />

EL Ξεπλύνετε προσεκτικά µε νερό για αρκετά λεπτά.<br />

EN Rinse cautiously with water for several minutes.<br />

FR Rincer avec précaution à l’eau pendant plusieurs minutes.


Nr. 52/278 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V351 Tungumál<br />

V352 Tungumál<br />

GA Sruthlaítear go faichilleach le huisce ar feadh roinnt nóiméad.<br />

IT Sciacquare accuratamente per parecchi minuti.<br />

LV Uzmanīgi skalot ar ūdeni vairākas minūtes.<br />

LT Atsargiai plauti vandeniu kelias minutes.<br />

HU Óvatos öblítés vízzel több percen keresztül.<br />

MT Laħlaħ b'attenzjoni bl-ilma għal diversi minuti.<br />

NL Voorzichtig afspoelen met water gedurende een aantal minuten.<br />

PL Ostrożnie płukać wodą przez kilka minut.<br />

PT Enxaguar cuidadosamente com água durante vários minutos.<br />

RO Clătiţi cu atenţie cu apă, timp de mai multe minute.<br />

SK Opatrne niekoľko minút oplachujte vodou.<br />

SL Previdno izpirati z vodo nekaj minut.<br />

FI Huuhdo huolellisesti vedellä usean minuutin ajan.<br />

SV Skölj försiktigt med vatten i flera minuter.<br />

BG Измийте обилно със сапун и вода.<br />

ES Lavar con agua y jabón abundantes.<br />

CS Omyjte velkým množstvím vody a mýdla.<br />

DA Vask med rigeligt sæbe og vand.<br />

DE Mit viel Wasser und Seife waschen.<br />

ET Pesta rohke vee ja seebiga.<br />

EL Πλύνετε µε άφθονο σαπούνι και νερό.<br />

EN Wash with plenty of soap and water.<br />

FR Laver abondamment à l’eau et au savon.<br />

GA Nigh le neart gallúnaí agus uisce.<br />

IT Lavare abbondantemente con acqua e sapone.<br />

LV Mazgāt ar lielu daudzmu ziepēm un ūdeni.<br />

LT Plauti dideliu kiekiu muilo ir vandens.<br />

HU Lemosás bő szappanos vízzel.<br />

MT Aħsel b’ħafna sapun u ilma.<br />

NL Met veel water en zeep wassen.<br />

PL Umyć dużą ilością wody z mydłem.<br />

PT Lavar com sabonete e água abundantes.<br />

RO Spălaţi cu multă apă i săpun.<br />

SK Umyte veľkým množstvom vody a mydla.<br />

SL Umiti z veliko mila in vode.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/279<br />

V352 Tungumál<br />

V353 Tungumál<br />

V360 Tungumál<br />

FI Pese runsaalla vedellä ja saippualla.<br />

SV Tvätta med mycket tvål och vatten.<br />

BG Облейте кожата с вода/вземете душ.<br />

ES Aclararse la piel con agua/ducharse.<br />

CS Opláchněte kůži vodou/osprchujte.<br />

DA Skyl/brus huden med vand.<br />

DE Haut mit Wasser abwaschen/duschen.<br />

ET Loputada nahka veega/loputada duši all.<br />

EL Ξεπλύνετε την επιδερµίδα µε νερό/στο ντους.<br />

EN Rinse skin with water/shower.<br />

FR Rincer la peau à l’eau/se doucher.<br />

GA Sruthlaítear an craiceann le huisce/glac cithfholcadh.<br />

IT Sciacquare la pelle/fare una doccia.<br />

LV Noskalot ādu ar ūdeni/dušā.<br />

LT Odą nuplauti vandeniu/čiurkšle.<br />

HU A bőrt le kell öblíteni vízzel/zuhanyozás.<br />

MT Laħlaħ il-ġilda bl-ilma/bix-xawer.<br />

NL Huid met water afspoelen/afdouchen.<br />

PL Spłukać skórę pod strumieniem wody/prysznicem.<br />

PT Enxaguar a pele com água/tomar um duche.<br />

RO Clătiţi pielea cu apă/faceţi duş.<br />

SK Pokožku opláchnite vodou/sprchou.<br />

SL Kožo izprati z vodo/prho.<br />

FI Huuhdo/suihkuta iho vedellä.<br />

SV Skölj huden med vatten/duscha.<br />

BG Незабавно облейте замърсеното облекло и кожата обилно с вода, преди да свалите<br />

дрехите.<br />

ES Aclarar inmediatamente con agua abundante las prendas y la piel contaminadas antes de<br />

quitarse la ropa.<br />

CS Kontaminovaný oděv a kůži okamžitě omyjte velkým množstvím vody a potom oděv<br />

odložte.<br />

DA Skyl omgående tilsmudset tøj og hud med rigeligt vand, før tøjet fjernes.<br />

DE Kontaminierte Kleidung und Haut sofort mit viel Wasser abwaschen und danach<br />

Kleidung ausziehen.<br />

ET Saastunud rõivad ja nahk loputada viivitamata rohke veega ning alles seejärel rõivad<br />

eemaldada.<br />

EL Ξεπλύνετε αµέσως τα µολυσµένα ρούχα και την επιδερµίδα µε άφθονο νερό πριν<br />

αφαιρέσετε τα ρούχα.


Nr. 52/280 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V360 Tungumál<br />

V361 Tungumál<br />

EN Rinse immediately contaminated clothing and skin with plenty of water before removing<br />

clothes.<br />

FR Rincer immédiatement et abondamment avec de l’eau les vêtements contaminés et la<br />

peau avant de les enlever.<br />

GA Sruthlaítear éadaí éillithe agus an craiceann láithreach le neart uisce sula mbaineann an<br />

duine na héadaí de.<br />

IT Sciacquare immediatamente e abbondantemente gli indumenti contaminati e la pelle<br />

prima di togliersi gli indumenti.<br />

LV Nekavējoties noskalot piesārņoto apģērbu un skarto ādu ar lielu daudzumu ūdens pirms<br />

apģērba novilkšanas.<br />

LT Prieš nuvelkant užterštus drabužius, nedelsiant juos ir odą nuplauti dideliu kiekiu<br />

vandens.<br />

HU A ruhák levetése előtt a szennyezett ruházatot és a bőrt bő vízzel azonnal le kell öblíteni.<br />

MT Laħlaħ mall-ewwel l-ilbies ikkontaminat u l-ġilda b’ħafna ilma qabel ma tneħħi l-ilbies.<br />

NL Verontreinigde kleding en huid onmiddellijk met veel water afspoelen en pas daarna<br />

kleding uittrekken.<br />

PL Natychmiast spłukać zanieczyszczoną odzież i skórę dużą ilością wody przed zdjęciem<br />

odzieży.<br />

PT Enxaguar imediatamente com muita água a roupa e a pele contaminadas antes de se<br />

despir.<br />

RO Clătiţi imediat îmbrăcămintea contaminată şi pielea cu multă apă, înainte de scoaterea<br />

îmbrăcămintei.<br />

SK Kontaminovaný odev a pokožku ihneď opláchnite veľkým množstvom vody a potom<br />

odev odstráňte.<br />

SL Takoj izprati kontaminirana oblačila in kožo z veliko vode pred odstranitvijo oblačil.<br />

FI Huuhdo saastunut vaatetus ja iho välittömästi runsaalla vedellä ennen vaatetuksen<br />

riisumista.<br />

SV Skölj genast nedstänkta kläder och hud med mycket vatten innan du tar av dig kläderna.<br />

BG Незабавно свалете цялото замърсено облекло.<br />

ES Quitarse inmediatamente las prendas contaminadas.<br />

CS Veškeré kontaminované části oděvu okamžitě svlékněte.<br />

DA Tilsmudset tøj tages straks af/fjernes.<br />

DE Alle kontaminierten Kleidungsstücke sofort ausziehen.<br />

ET Kõik saastunud rõivad viivitamata seljast võtta.<br />

EL Αφαιρέστε/Βγάλτε αµέσως όλα τα µολυσµένα ρούχα.<br />

EN Remove/Take off immediately all contaminated clothing.<br />

FR Enlever immédiatement les vêtements contaminés.<br />

GA Bain díot láithreach na héadaí éillithe go léir.<br />

IT Togliersi di dosso immediatamente tutti gli indumenti contaminati.<br />

LV Noņemt/Novilkt nekavējoties visu piesārņoto apģērbu.<br />

LT Nedelsiant nuvilkti/pašalinti visus užterštus drabužius.<br />

HU Az összes szennyezett ruhadarabot azonnal el kell távolítani/le kell vetni.<br />

MT Neħħi/Inża’ mall-ewwel l-ilbies ikkontaminat.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/281<br />

V361 Tungumál<br />

V362 Tungumál<br />

V363 Tungumál<br />

NL Verontreinigde kleding onmiddellijk uittrekken.<br />

PL Natychmiast usunąć/zdjąć całą zanieczyszczoną odzież.<br />

PT Despir/retirar imediatamente toda a roupa contaminada.<br />

RO Scoateţi imediat toată îmbrăcămintea contaminată.<br />

SK Ihneď odstráňte/vyzlečte všetky kontaminované časti odevu.<br />

SL Takoj odstraniti/sleči vsa kontaminirana oblačila.<br />

FI Riisu saastunut vaatetus välittömästi.<br />

SV Ta omedelbart av alla nedstänkta kläder.<br />

BG Свалете замърсеното облекло и го изперете преди повторна употреба.<br />

ES Quitarse las prendas contaminadas y lavarlas antes de volver a usarlas.<br />

CS Kontaminovaný oděv svlékněte a před opětovným použitím ho vyperte.<br />

DA Forurenet tøj tages af og vaskes, før det bruges igen.<br />

DE Kontaminierte Kleidung ausziehen und vor erneutem Tragen waschen.<br />

ET Võtta saastunud rõivad seljast ja pesta neid enne järgmist kasutamist.<br />

EL Βγάλτε τα µολυσµένα ρούχα και πλύνετέ τα πριν τα ξαναχρησιµοποιήσετε.<br />

EN Take off contaminated clothing and wash before reuse.<br />

FR Enlever les vêtements contaminés et les laver avant réutilisation<br />

GA Bain díot láithreach na héadaí éillithe go léir agus nigh iad sula ndéanfar iad a athúsáid.<br />

IT Togliersi di dosso gli indumenti contaminati e lavarli prima di indossarli nuovamente.<br />

LV Novilkt piesārņoto apģērbu un pirms atkārtotas lietošanas izmazgāt.<br />

LT Nusivilkti užterštus drabužius ir išskalbti prieš vėl juos apsivelkant.<br />

HU A szennyezett ruhát le kell vetni és az újbóli használat előtt ki kell mosni.<br />

MT Inża' l-ħwejjeġ kontaminati u aħsilhom qabel ma terġa' tużahom.<br />

NL Verontreinigde kleding uittrekken en wassen alvorens deze opnieuw te gebruiken.<br />

PL Zanieczyszczoną odzież zdjąć i wyprać przed ponownym użyciem.<br />

PT Retirar a roupa contaminada e lavá-la antes de a voltar a usar.<br />

RO Scoateţi îmbrăcămintea contaminată şi spălaţi-o înainte de reutilizare.<br />

SK Kontaminovaný odev vyzlečte a pred ďalším použitím vyperte.<br />

SL Sleči kontaminirana oblačila in jih oprati pred ponovno uporabo.<br />

FI Riisu ja pese saastunut vaatetus ennen uudelleenkäyttöä.<br />

SV Nedstänkta kläder tas av och tvättas innan de används igen.<br />

BG Изперете замърсеното облекло преди повторна употреба.<br />

ES Lavar las prendas contaminadas antes de volver a usarlas.<br />

CS Kontaminovaný oděv před opětovným použitím vyperte.


Nr. 52/282 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V363 Tungumál<br />

V370 Tungumál<br />

DA Tilsmudset tøj skal vaskes, før det kan anvendes igen.<br />

DE Kontaminierte Kleidung vor erneutem Tragen waschen.<br />

ET Saastunud rõivad enne järgmist kasutamist pesta.<br />

EL Πλύνετε τα µολυσµένα ενδύµατα πριν τα ξαναχρησιµοποιήσετε.<br />

EN Wash contaminated clothing before reuse.<br />

FR Laver les vêtements contaminés avant réutilisation.<br />

GA Nigh éadaí éillithe sula ndéanfar iad a athúsáid.<br />

IT Lavare gli indumenti contaminati prima di indossarli nuovamente.<br />

LV Pirms atkārtotas lietošanas piesārņoto apģērbu izmazgāt.<br />

LT Užterštus drabužius išskalbti prieš vėl juos apsivelkant.<br />

HU A szennyezett ruhát újbóli használat előtt ki kell mosni.<br />

MT Aħsel il-ħwejjeġ kontaminati qabel terġa’ tużahom.<br />

NL Verontreinigde kleding wassen alvorens deze opnieuw te gebruiken.<br />

PL Wyprać zanieczyszczoną odzież przed ponownym użyciem.<br />

PT Lavar a roupa contaminada antes de a voltar a usar.<br />

RO Spălaţi îmbracămintea contaminată, înainte de reutilizare.<br />

SK Kontaminovaný odev pred ďalším použitím vyperte.<br />

SL Kontaminirana oblačila oprati pred ponovno uporabo.<br />

FI Pese saastunut vaatetus ennen uudelleenkäyttöä.<br />

SV Nedstänkta kläder ska tvättas innan de används igen.<br />

BG При пожар:<br />

ES En caso de incendio:<br />

CS V případě požáru:<br />

DA Ved brand:<br />

DE Bei Brand:<br />

ET Tulekahju korral:<br />

EL Σε περίπτωση πυρκαγιάς:<br />

EN In case of fire:<br />

FR En cas d’incendie:<br />

GA I gcás dóiteáin:<br />

IT In caso di incendio:<br />

LV Ugunsgrēka gadījumā:<br />

LT Gaisro atveju:<br />

HU Tűz esetén:<br />

MT F’każ ta' nar:<br />

NL In geval van brand:


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/283<br />

V370 Tungumál<br />

V371 Tungumál<br />

V372 Tungumál<br />

PL W przypadku pożaru:<br />

PT Em caso de incêndio:<br />

RO În caz de incendiu:<br />

SK V prípade požiaru:<br />

SL Ob požaru:<br />

FI Tulipalon sattuessa:<br />

SV Vid brand:<br />

BG При голям пожар и значителни количества:<br />

ES En caso de incendio importante y en grandes cantidades:<br />

CS V případě velkého požáru a velkého množství:<br />

DA Ved større brand og store mængder:<br />

DE Bei Großbrand und großen Mengen:<br />

ET Suure tulekahju korral ning kui on tegemist suurte kogustega:<br />

EL Σε περίπτωση σοβαρής πυρκαγιάς και εάν πρόκειται για µεγάλες ποσότητες:<br />

EN In case of major fire and large quantities:<br />

FR En cas d’incendie important et s’il s’agit de grandes quantités:<br />

GA I gcás mórdhóiteáin agus má tá cainníochtaí móra i gceist:<br />

IT In caso di incendio grave e di quantità rilevanti:<br />

LV Ugunsgrēka un lielu apjomu gadījumā:<br />

LT Didelio gaisro ir didelių kiekių atveju:<br />

HU Nagyobb tűz és nagy mennyiség esetén:<br />

MT F’każ ta' nar kbir u kwantitajiet kbar:<br />

NL In geval van grote brand en grote hoeveelheden:<br />

PL W przypadku poważnego pożaru i dużych ilości:<br />

PT Em caso de incêndio importante e de grandes quantidades:<br />

RO În caz de incendiu de proporţii şi de cantităţi mari de produs:<br />

SK V prípade veľkého požiaru a veľkého množstva:<br />

SL Ob velikem požaru in velikih količinah:<br />

FI Jos tulipalo ja ainemäärät ovat suuret:<br />

SV Vid större brand och stora mängder:<br />

BG Опасност от експлозия при пожар.<br />

ES Riesgo de explosión en caso de incendio.<br />

CS Nebezpečí výbuchu v případě požáru.<br />

DA Eksplosionsfare ved brand.


Nr. 52/284 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V372 Tungumál<br />

V373 Tungumál<br />

DE Explosionsgefahr bei Brand.<br />

ET Tulekahju korral plahvatusoht.<br />

EL Κίνδυνος έκρηξης σε περίπτωση πυρκαγιάς.<br />

EN Explosion risk in case of fire.<br />

FR Risque d’explosion en cas d’incendie.<br />

GA Baol pléasctha i gcás dóiteáin.<br />

IT Rischio di esplosione in caso di incendio.<br />

LV Eksplozijas risks ugunsgrēka gadījumā:<br />

LT Sprogimo pavojus gaisro atveju.<br />

HU Tűz esetén robbanásveszély.<br />

MT Riskju ta' splużjoni f’każ ta' nar.<br />

NL Ontploffingsgevaar in geval van brand.<br />

PL Ryzyko wybuchu w razie pożaru.<br />

PT Risco de explosão em caso de incêndio.<br />

RO Risc de explozie în caz de incendiu.<br />

SK V prípade požiaru hrozí riziko výbuchu.<br />

SL Nevarnost eksplozije ob požaru.<br />

FI Tulipalon sattuessa räjähdysvaara.<br />

SV Explosionsrisk vid brand.<br />

BG НЕ се опитвайте да гасите пожара, ако огънят наближи експлозиви.<br />

ES NO luchar contra el incendio cuando el fuego llega a los explosivos.<br />

CS Požár NEHASTE, dostane-li se k výbušninám.<br />

DA BEKÆMP IKKE branden, hvis denne når eksplosiverne.<br />

DE KEINE Brandbekämpfung, wenn das Feuer explosive Stoffe/Gemische/Erzeugnisse<br />

erreicht.<br />

ET Kui tuli jõuab lõhkeaineteni, MITTE teha kustutustöid.<br />

EL ΜΗΝ προσπαθείτε να σβήσετε την πυρκαγιά, όταν η φωτιά πλησιάζει σε εκρηκτικά.<br />

EN DO NOT fight fire when fire reaches explosives.<br />

FR NE PAS combattre l’incendie lorsque le feu atteint les explosifs.<br />

GA NÁ DÉAN an dóiteán a chomhrac má shroicheann sé pléascáin.<br />

IT NON utilizzare mezzi estinguenti se l’incendio raggiunge materiali esplosivi.<br />

LV NECENSTIES dzēst ugunsgrēku, ja uguns piekļūst sprādzienbīstamām vielām.<br />

LT NEGESINTI gaisro, jeigu ugnis pasiekia sprogmenis.<br />

HU TILOS a tűz oltása, ha az robbanóanyagra átterjedt.<br />

MT TIPPRUVAX TITFI n-nar meta n-nar jilħaq l-isplussivi.<br />

NL NIET blussen wanneer het vuur de ontplofbare stoffen bereikt.<br />

PL NIE gasić pożaru, jeżeli ogień dosięgnie materiały wybuchowe


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/285<br />

V373 Tungumál<br />

V374 Tungumál<br />

V375 Tungumál<br />

PT Se o fogo atingir os explosivos, NÃO tentar combatê-lo.<br />

RO NU încercaţi să stingeţi incendiul atunci când focul a ajuns la explozivi.<br />

SK Požiar NEHASTE, ak sa oheň priblížil k výbušninám.<br />

SL NE gasiti, ko ogenj doseže eksploziv.<br />

FI Tulta EI SAA yrittää sammuttaa sen saavutettua räjähteet.<br />

SV Försök INTE bekämpa branden när den når explosiva varor.<br />

BG Гасете пожара с обичайните предпазни мерки от разумно разстояние.<br />

ES Luchar contra el incendio desde una distancia razonable, tomando las precauciones<br />

habituales.<br />

CS Haste z přiměřené vzdálenosti a dodržujte běžná opatření.<br />

DA Træf normale foranstaltninger mod brand og bekæmp den på en fornuftig afstand.<br />

DE Brandbekämpfung mit üblichen Vorsichtsmaßnahmen aus angemessener Entfernung.<br />

ET Kustutustöid teha tavaliste ettevaatusabinõudega ja mõistlikust kaugusest.<br />

EL Προσπαθήστε να σβήσετε την πυρκαγιά λαµβάνοντας τις κατάλληλες προφυλάξεις και<br />

από εύλογη απόσταση.<br />

EN Fight fire with normal precautions from a reasonable distance.<br />

FR Combattre l’incendie à distance en prenant les précautions normales.<br />

GA Déan na gnáth-réamhchúraimí chun an dóiteán a chomhrac gan a bheith níos gaire dó ná<br />

mar atá réasúnta.<br />

IT Utilizzare i mezzi estinguenti con le precauzioni abituali a distanza ragionevole.<br />

LV Dzēst ugunsgrēku, ņemot vērā parastos drošības nosacījumus un no saprātīga attāluma.<br />

LT Gaisrą gesinti laikantis įprastinio atsargumo pakankamu atstumu.<br />

HU Tűzoltás megfelelő távolságból a szokásos óvintézkedések betartásával.<br />

MT Itfi n-nar bil-prekawzjonijiet normali minn distanza raġonevoli.<br />

NL Met normale voorzorgen vanaf een redelijke afstand blussen.<br />

PL Gasić pożar z rozsądnej odległości z zachowaniem zwykłych środków ostrożności.<br />

PT Combater o incêndio tomando as precauções normais e a partir de uma distância<br />

razoável.<br />

RO Stingeţi incendiul de la o distanţă rezonabilă, luând măsuri normale de precauţie.<br />

SK Požiar haste z primeranej vzdialenosti pri dodržiavaní bežných bezpečnostných opatrení.<br />

SL Gasiti z običajno previdnostjo in s primerne razdalje.<br />

FI Sammuta palo kohtuullisen välimatkan päästä tavanomaisin varotoimin.<br />

SV Bekämpa branden på vanligt sätt på behörigt avstånd.<br />

BG Гасете пожара от разстояние поради опасност от експлозия.<br />

ES Luchar contra el incendio a distancia, dado el riesgo de explosión.<br />

CS Kvůli nebezpečí výbuchu haste z dostatečné vzdálenosti.<br />

DA Bekæmp branden på afstand på grund af eksplosionsfare.


Nr. 52/286 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V375 Tungumál<br />

V376 Tungumál<br />

DE Wegen Explosionsgefahr Brand aus der Entfernung bekämpfen.<br />

ET Plahvatusohu tõttu teha kustutustöid eemalt.<br />

EL Προσπαθήστε να σβήσετε την πυρκαγιά από απόσταση, επειδή υπάρχει κίνδυνος<br />

έκρηξης.<br />

EN Fight fire remotely due to the risk of explosion.<br />

FR Combattre l’incendie à distance à cause du risque d’explosion.<br />

GA Téigh i gcianghleic leis an dóiteán mar gheall ar an mbaol pléasctha.<br />

IT Rischio di esplosione. Utilizzare i mezzi estinguenti a grande distanza.<br />

LV Dzēst ugunsgrēku no attāluma eksplozijas riska dēļ.<br />

LT Gaisrą gesinti iš toli dėl sprogimo pavojaus.<br />

HU A tűz oltását robbanásveszély miatt távolból kell végezni.<br />

MT Itfi n-nar mill-bogħod minħabba r-riskju ta' splużjoni.<br />

NL Op afstand blussen omwille van ontploffingsgevaar.<br />

PL Z powodu ryzyka wybuchu gasić pożar z odległości.<br />

PT Combater o incêndio à distância, devido ao risco de explosão.<br />

RO Stingeţi incendiul de la distanţă din cauza pericolului de explozie.<br />

SK Z dôvodu nebezpečenstva výbuchu požiar haste z diaľky.<br />

SL Gasiti z večje razdalje zaradi nevarnosti eksplozije.<br />

FI Sammuta palo etäältä räjähdysvaaran takia.<br />

SV Bekämpa branden på avstånd på grund av explosionsrisken.<br />

BG Спрете теча, ако е безопасно.<br />

ES Detener la fuga, si no hay peligro en hacerlo.<br />

CS Zastavte únik, můžete-li tak učinit bez rizika.<br />

DA Stands lækagen, hvis dette er sikkert.<br />

DE Undichtigkeit beseitigen, wenn gefahrlos möglich.<br />

ET Leke peatada, kui seda on võimalik teha ohutult.<br />

EL Σταµατήστε τη διαρροή, εφόσον δεν υπάρχει κίνδυνος.<br />

EN Stop leak if safe to do so.<br />

FR Obturer la fuite si cela peut se faire sans danger.<br />

GA Cuir stop leis an sceitheadh má tá sé sábháilte é sin a dhéanamh.<br />

IT Bloccare la perdita se non c’è pericolo.<br />

LV Apstādināt noplūdi, ja to var izdarīt drošā veidā.<br />

LT Sustabdyti nuotėkį, jeigu galima saugiai tai padaryti.<br />

HU Meg kell szüntetni a szivárgást, ha ez biztonságosan megtehető.<br />

MT Waqqaf it-tnixxija jekk ma jkunx hemm periklu.<br />

NL Het lek dichten als dat veilig gedaan kan worden.<br />

PL Jeżeli jest to bezpieczne zahamować wyciek.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/287<br />

V376 Tungumál<br />

V377 Tungumál<br />

PT Deter a fuga se tal puder ser feito em segurança.<br />

RO Opriţi scurgerea, dacă acest lucru se poate face în siguranţă.<br />

SK Zastavte únik, ak je to bezpečné.<br />

SL Zaustaviti puščanje, če je varno.<br />

FI Sulje vuoto, jos sen voi tehdä turvallisesti.<br />

SV Stoppa läckan om det kan göras på ett säkert sätt.<br />

BG Пожар от изтекъл газ:<br />

Не гасете освен при възможност за безопасно отстраняване на теча.<br />

ES Fuga de gas en llamas:<br />

No apagar, salvo si la fuga puede detenerse sin peligro.<br />

CS Požár unikajícího plynu:<br />

Nehaste, nelze-li únik bezpečně zastavit.<br />

DA Brand fra udsivende gas:<br />

Sluk ikke, medmindre det er sikkert at stoppe lækagen.<br />

DE Brand von ausströmendem Gas:<br />

Nicht löschen, bis Undichtigkeit gefahrlos beseitigt werden kann.<br />

ET Lekkiva gaasi põlemise korral mitte kustutada, välja arvatud juhul, kui leket on võimalik<br />

ohutult peatada.<br />

EL Διαρροή φλεγόµενου αερίου:<br />

Μην την σβήσετε, εκτός εάν µπορείτε να σταµατήσετε τη διαρροή χωρίς κίνδυνο.<br />

EN Leaking gas fire:<br />

Do not extinguish, unless leak can be stopped safely.<br />

FR Fuite de gaz enflammé:<br />

Ne pas éteindre si la fuite ne peut pas être arrêtée sans danger.<br />

GA Tine gháis ag sceitheadh:<br />

Ná múch, mura i ndán agus gur féidir stop a chur leis an sceitheadh go sábháilte.<br />

IT In caso d’incendio dovuto a perdita di gas, non estinguere a meno che non sia possibile<br />

bloccare la perdita senza pericolo.<br />

LV Degšanas gāzes noplūde:<br />

Nedzēst, ja vien noplūdi var apstādināt drošā veidā.<br />

LT Dujų nuotėkio sukeltas gaisras:<br />

Negesinti, nebent nuotėkį būtų galima saugiai sustabdyti.<br />

HU Égő szivárgó gáz:<br />

Csak akkor szabad a tüzet oltani, ha a szivárgás biztonságosan megszüntethető.<br />

MT Tnixxija ta' gass tan-nar:<br />

Tippruvax titfiha, sakemm it-tnixxija ma tkunx tista' titwaqqaf bla periklu.<br />

NL Brand door lekkend gas:<br />

niet blussen, tenzij het lek veilig gedicht kan worden.<br />

PL W przypadku płonięcia wyciekającego gazu:<br />

Nie gasić, jeżeli nie można bezpiecznie zahamować wycieku.<br />

PT Incêndio por fuga de gás: não apagar, a menos que se possa deter a fuga em segurança.<br />

RO Incendiu cauzat de o scurgere de gaz: nu încercaţi să stingeţi, decât dacă scurgerea poate<br />

fi oprită în siguranţă.<br />

SK Požiar unikajúceho plynu: Nehaste, pokiaľ únik nemožno bezpečne zastaviť.


Nr. 52/288 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V377 Tungumál<br />

V378 Tungumál<br />

V380 Tungumál<br />

SL Požar zaradi uhajanja plina:<br />

Ne gasiti, če puščanja ni mogoče varno zaustaviti.<br />

FI Vuotavasta kaasusta johtuva palo:<br />

Ei saa sammuttaa, jollei vuotoa voida pysäyttää turvallisesti.<br />

SV Läckande gas som brinner:<br />

Försök inte släcka branden om inte läckan kan stoppas på ett säkert sätt.<br />

BG Използвайте … за гасене.<br />

ES Utilizar … para apagarlo.<br />

CS K hašení použijte …<br />

DA Anvend … til brandslukning.<br />

DE … zum Löschen verwenden.<br />

ET Kustutamiseks kasutada …<br />

EL Χρησιµοποιήστε … για την κατάσβεση.<br />

EN Use … for extinction.<br />

FR Utiliser … pour l’extinction.<br />

GA Úsáid … le haghaidh múchta.<br />

IT Estinguere con…<br />

LV Nodzēšanai izmantot…<br />

LT Gesinimui naudoti …<br />

HU Az oltáshoz … használandó.<br />

MT Uża’ … biex titfi.<br />

NL Blussen met …<br />

PL Użyć … do gaszenia.<br />

PT Para a extinção utilizar …<br />

RO Utiliza i… pentru stingere.<br />

SK Na hasenie použite …<br />

SL Za gašenje uporabiti …<br />

FI Käytä palon sammuttamiseen …<br />

SV Släck branden med …<br />

BG Евакуирайте зоната.<br />

ES Evacuar la zona.<br />

CS Vykliďte _roctor.<br />

DA Evakuer området.<br />

DE Umgebung räumen.<br />

ET Ala evakueerida.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/289<br />

V380 Tungumál<br />

V381 Tungumál<br />

EL Εκκενώστε την περιοχή.<br />

EN Evacuate area.<br />

FR Évacuer la zone.<br />

GA Aslonnaigh gach duine as an limistéar.<br />

IT Evacuare la zona.<br />

LV Evakuēt zonu.<br />

LT Evakuoti zoną.<br />

HU A területet ki kell üríteni.<br />

MT Evakwa ż-żona.<br />

NL Evacueren.<br />

PL Ewakuować teren.<br />

PT Evacuar a zona.<br />

RO Evacuaţi zona.<br />

SK Priestory evakuujte.<br />

SL Izprazniti območje.<br />

FI Evakuoi alue.<br />

SV Utrym området.<br />

BG Премахнете всички източници на запалване, ако е безопасно.<br />

ES Eliminar todas las fuentes de ignición si no hay peligro en hacerlo.<br />

CS Odstraňte všechny zdroje zapálení, můžete-li tak učinit bez rizika.<br />

DA Fjern alle antændelseskilder, hvis dette kan gøres sikkert.<br />

DE Alle Zündquellen entfernen, wenn gefahrlos möglich.<br />

ET Eemaldada kõik süüteallikad, kui seda on võimalik teha ohutult.<br />

EL Αποµακρύνετε τις πηγές ανάφλεξης, εάν αυτό µπορεί να γίνει χωρίς κίνδυνο.<br />

EN Eliminate all ignition sources if safe to do so.<br />

FR Éliminer toutes les sources d’ignition si cela est faisable sans danger.<br />

GA Díothaigh gach foinse adhainte, má tá sé sábháilte é sin a dhéanamh.<br />

IT Eliminare ogni fonte di accensione se non c’è pericolo.<br />

LV Novērst visus uzliesmošanas avotus, ja to var izdarīt droši.<br />

LT Pašalinti visus uždegimo šaltinius, jeigu galima saugiai tai padaryti.<br />

HU Meg kell szüntetni az összes gyújtóforrást, ha ez biztonságosan megtehető.<br />

MT Elimina s-sorsi kollha li jqabbdu sakemm ma jkunx perikoluż li tagħmel dan.<br />

NL Alle ontstekingsbronnen wegnemen als dat veilig gedaan kan worden.<br />

PL Wyeliminować wszystkie źródła zapłonu, jeżeli jest to bezpieczne.<br />

PT Eliminar todas as fontes de ignição se tal puder ser feito em segurança.<br />

RO Eliminaţi toate sursele de aprindere, dacă acest lucru se poate face în siguranţă.


Nr. 52/290 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V381 Tungumál<br />

V390 Tungumál<br />

V391 Tungumál<br />

SK Ak je to bezpečné, odstráňte všetky zdroje zapálenia.<br />

SL Odstraniti vse vire vžiga, če je varno.<br />

FI Poista kaikki sytytyslähteet, jos sen voi tehdä turvallisesti.<br />

SV Avlägsna alla antändningskällor om det kan göras på ett säkert sätt.<br />

BG Попийте разлятото, за да се предотвратят материални вреди.<br />

ES Absorber el vertido para que no dañe otros materiales.<br />

CS Uniklý produkt absorbujte, aby se zabránilo materiálním škodám.<br />

DA Absorber udslip for at undgå materielskade.<br />

DE Verschüttete Mengen aufnehmen, um Materialschäden zu vermeiden.<br />

ET Mahavoolanud toode absorbeerida, et see ei kahjustaks teisi materjale.<br />

EL Σκουπίστε τη χυµένη ποσότητα για να προλάβετε υλικές ζηµιές.<br />

EN Absorb spillage to prevent material damage.<br />

FR Absorber toute substance répandue pour éviter qu’elle attaque les matériaux<br />

environnants.<br />

GA Ionsúigh doirteadh chun damáiste d’ábhar a chosc.<br />

IT Assorbire la fuoriuscita per evitare danni materiali.<br />

LV Uzsūkt izšļakstījumus, lai novērstu materiālus zaudējumus.<br />

LT Absorbuoti išsiliejusią medžiagą, siekiant išvengti materialinės žalos.<br />

HU A kiömlött anyagot fel kell itatni a körülvevő anyagok károsodásának megelőzése<br />

érdekében.<br />

MT Assorbi t-tixrid biex tipprevjeni ħsara fil-materjal.<br />

NL Gelekte/gemorste stof opnemen om materiële schade te vermijden.<br />

PL Usunąć wyciek, aby zapobiec szkodom materialnym.<br />

PT Absorver o produto derramado a fim de evitar danos materiais.<br />

RO Absorbiţi scurgerile de produs, pentru a nu afecta materialele din apropiere.<br />

SK Absorbujte uniknutý produkt, aby sa zabránilo materiálnym škodám.<br />

SL Odpraviti razlitje, da se prepreči materialna škoda.<br />

FI Imeytä valumat vahinkojen estämiseksi.<br />

SV Sug upp spill för att undvika materiella skador.<br />

BG Съберете разлятото.<br />

ES Recoger el vertido.<br />

CS Uniklý produkt seberte.<br />

DA Udslip opsamles.<br />

DE Verschüttete Mengen aufnehmen.<br />

ET Mahavoolanud toode kokku koguda.<br />

EL Μαζέψτε τη χυµένη ποσότητα.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/291<br />

V391 Tungumál<br />

V301 +<br />

V310<br />

EN Collect spillage.<br />

FR Recueillir le produit répandu.<br />

GA Bailigh doirteadh.<br />

IT Raccogliere il materiale fuoriuscito.<br />

LV Savākt izšļakstīto šķidrumu.<br />

LT Surinkti ištekėjusią medžiagą.<br />

HU A kiömlött anyagot össze kell gyűjteni.<br />

MT Iġbor it-tixrid.<br />

NL Gelekte/gemorste stof opruimen.<br />

PL Zebrać wyciek.<br />

PT Recolher o produto derramado.<br />

RO Colectaţi scurgerile de produs.<br />

SK Zozbierajte uniknutý produkt.<br />

SL Prestreči razlito tekočino.<br />

FI Valumat on kerättävä.<br />

SV Samla upp spill.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ ПОГЛЪЩАНЕ: Незабавно се обадете в ЦЕНТЪР ПО ТОКСИКОЛОГИЯ или<br />

на лекар.<br />

ES EN CASO DE INGESTIÓN: Llamar inmediatamente a un CENTRO DE<br />

INFORMACIÓN TOXICOLÓGICA o a un médico.<br />

CS PŘI POŽITÍ: Okamžitě volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ STŘEDISKO nebo<br />

lékaře.<br />

DA I TILFÆLDE AF INDTAGELSE: Ring omgående til en GIFTINFORMATION eller en<br />

læge.<br />

DE BEI VERSCHLUCKEN: Sofort GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder Arzt anrufen.<br />

ET ALLANEELAMISE KORRAL: võtta viivitamata ühendust<br />

MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΚΑΤΑΠΟΣΗΣ: Καλέστε αµέσως το ΚΕΝΤΡΟ ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή<br />

ένα γιατρό.<br />

EN IF SWALLOWED: Immediately call a POISON CENTER or doctor/physician.<br />

FR EN CAS D’INGESTION: appeler immédiatement un CENTRE ANTIPOISON ou un<br />

médecin.<br />

GA MÁ SHLOGTAR: Cuir glao láithreach ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia.<br />

IT IN CASO DI INGESTIONE: contattare immediatamente un CENTRO ANTIVELENI o<br />

un medico<br />

LV NORĪŠANAS GADĪJUMĀ: Nekavējoties sazināties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU vai<br />

ārstu.<br />

LT PRARIJUS: Nedelsiant skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS IR<br />

INFORMACIJOS BIURĄ arba kreiptis į gydytoją.<br />

HU LENYELÉS ESETÉN: azonnal forduljon TOXIKOLÓGIAI KÖZPONTHOZ vagy<br />

orvoshoz.<br />

MT JEKK JINBELA’: Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT jew tabib.<br />

NL NA INSLIKKEN: onmiddellijk een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL W PRZYPADKU POŁKNIĘCIA: Natychmiast skontaktować się z OŚRODKIEM<br />

ZATRUĆ lub z lekarzem.


Nr. 52/292 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V301 +<br />

V310<br />

V301 +<br />

V312<br />

Tungumál<br />

PT EM CASO DE INGESTÃO: contacte imediatamente um CENTRO DE INFORMAÇÃO<br />

ANTIVENENOS ou um médico.<br />

RO ÎN CAZ DE ÎNGHIŢIRE: sunaţi imediat la un CENTRU DE INFORMARE<br />

TOXICOLOGICĂ sau un medic.<br />

SK PO POŽITÍ: okamžite volajte NÁRODNÉ TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ<br />

CENTRUM alebo lekára.<br />

SL PRI ZAUŽITJU: takoj pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali zdravnika.<br />

FI JOS KEMIKAALIA ON NIELTY: Ota välittömästi yhteys<br />

MYRKYTYSTIETOKESKUKSEEN tai lääkäriin.<br />

SV VID FÖRTÄRING: Kontakta genast GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ ПОГЛЪЩАНЕ: Незабавно се обадете в ЦЕНТЪР ПО ТОСКИКОЛОГИЯ или<br />

на лекар при неразположение.<br />

ES EN CASO DE INGESTIÓN: Llamar a un CENTRO DE INFORMACIÓN<br />

TOXICOLÓGICA o a un médico si se encuentra mal.<br />

CS PŘI POŽITÍ: Necítíte-li s dobře, volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ<br />

STŘEDISKO nebo lékaře.<br />

DA I TILFÆLDE AF INDTAGELSE: I tilfælde af ubehag ring til en GIFTINFORMATION<br />

eller en læge.<br />

DE BEI VERSCHLUCKEN: Bei Unwohlsein GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder<br />

Arzt anrufen.<br />

ET ALLANEELAMISE KORRAL: halva enesetunde korral võtta ühendust<br />

MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΚΑΤΑΠΟΣΗΣ: Καλέστε αµέσως το ΚΕΝΤΡΟ ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή<br />

ένα γιατρό, εάν αισθανθείτε αδιαθεσία.<br />

EN IF SWALLOWED: Call a POISON CENTER or doctor/physician if you feel unwell.<br />

FR EN CAS D’INGESTION: appeler un CENTRE ANTIPOISON ou un médecin en cas de<br />

malaise.<br />

GA MÁ SHLOGTAR: Cuir glao ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia má bhraitheann tú<br />

tinn.<br />

IT IN CASO DI INGESTIONE accompagnata da malessere: contattare un CENTRO<br />

ANTIVELENI o un medico.<br />

LV NORĪŠANAS GADĪJUMĀ: sazināties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU vai ārstu, ja jums<br />

ir slikta pašsajūta.<br />

LT PRARIJUS: Pasijutus blogai, skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS IR<br />

INFORMACIJOS BIURĄ arba kreiptis į gydytoją.<br />

HU LENYELÉS ESETÉN: rosszullét esetén azonnal forduljon TOXIKOLÓGIAI<br />

KÖZPONTHOZ vagy orvoshoz.<br />

MT JEKK JINBELA’: Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT jew tabib jekk<br />

tħossok ma tiflaħx.<br />

NL NA INSLIKKEN: bij onwel voelen een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL W PRZYPADKU POŁKNIĘCIA: W przypadku złego samopoczucia skontaktować się z<br />

OŚRODKIEM ZATRUĆ lub z lekarzem.<br />

PT EM CASO DE INGESTÃO: caso sinta indisposição, contacte um CENTRO DE<br />

INFORMAÇÃO ANTIVENENOS ou um médico.<br />

RO ÎN CAZ DE ÎNGHIŢIRE: sunaţi la un CENTRU DE INFORMARE TOXICOLOGICĂ<br />

sau un medic, dacă nu vă simţiţi bine.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/293<br />

V301 +<br />

V312<br />

V301 +<br />

V330 +<br />

V331<br />

V302 +<br />

V334<br />

Tungumál<br />

SK PO POŽITÍ: ak máte zdravotné problémy, okamžite volajte NÁRODNÉ<br />

TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ CENTRUM alebo lekára.<br />

SL PRI ZAUŽITJU: ob slabem počutju pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali<br />

zdravnika.<br />

FI JOS KEMIKAALIA ON NIELTY: Ota yhteys MYRKYTYSTIETOKESKUKSEEN tai<br />

lääkäriin, jos ilmenee pahoinvointia.<br />

SV VID FÖRTÄRING: Kontakta GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare om du<br />

mår dåligt.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ ПОГЛЪЩАНЕ: изплакнете устата. НЕ предизвиквайте повръщане.<br />

ES EN CASO DE INGESTIÓN: Enjuagarse la boca. NO provocar el vómito.<br />

CS PŘI POŽITÍ: Vypláchněte ústa. NEVYVOLÁVEJTE zvracení.<br />

DA I TILFÆLDE AF INDTAGELSE: Skyl munden. Fremkald IKKE opkastning.<br />

DE BEI VERSCHLUCKEN: Mund ausspülen. KEIN Erbrechen herbeiführen.<br />

ET ALLANEELAMISE KORRAL: loputada suud. MITTE kutsuda esile oksendamist.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΚΑΤΑΠΟΣΗΣ: Ξεπλύνετε το στόµα. ΜΗΝ προκαλέσετε εµετό.<br />

EN IF SWALLOWED: rinse mouth. Do NOT induce vomiting.<br />

FR EN CAS D’INGESTION: rincer la bouche. NE PAS faire vomir.<br />

GA MÁ SHLOGTAR: sruthlaítear an béal. NÁ déan urlacan a spreagadh.<br />

IT IN CASO DI INGESTIONE: sciacquare la bocca. NON provocare il vomito.<br />

LV NORĪŠANAS GADĪJUMĀ: izskalot muti. NEIZRAISĪT vemšanu.<br />

LT PRARIJUS: išskalauti burną. NESKATINTI vėmimo.<br />

HU LENYELÉS ESETÉN: a szájat ki kell öblíteni. TILOS hánytatni.<br />

MT JEKK JINBELA’: laħlaħ il-ħalq. TIPPROVOKAX ir-remettar.<br />

NL NA INSLIKKEN: de mond spoelen — GEEN braken opwekken.<br />

PL W PRZYPADKU POŁKNIĘCIA: wypłukać usta. NIE wywoływać wymiotów.<br />

PT EM CASO DE INGESTÃO: enxaguar a boca. NÃO provocar o vómito.<br />

RO ÎN CAZ DE ÎNGHIŢIRE: clătiţi gura. NU provocaţi voma.<br />

SK PO POŽITÍ: vypláchnite ústa. Nevyvolávajte zvracanie.<br />

SL PRI ZAUŽITJU: izprati usta. NE izzvati bruhanja.<br />

FI JOS KEMIKAALIA ON NIELTY: Huuhdo suu. EI saa oksennuttaa.<br />

SV VID FÖRTÄRING: Skölj munnen. Framkalla INTE kräkning.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С КОЖАТА: Потопете в студена вода/сложете мокри компреси.<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA PIEL: Sumergir en agua fresca/aplicar compresas<br />

húmedas.<br />

CS PŘI STYKU S KŮŽÍ: Ponořte do studené vody/zabalte do vlhkého obvazu.<br />

DA VED KONTAKT MED HUDEN: Skyl under koldt vand/anvend våde omslag.


Nr. 52/294 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V302 +<br />

V334<br />

V302 +<br />

V350<br />

Tungumál<br />

DE BEI KONTAKT MIT DER HAUT: In kaltes Wasser tauchen/nassen Verband anlegen.<br />

ET NAHALE SATTUMISE KORRAL: hoida jahedas vees/panna peale niiske kompress.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΟ ΔΕΡΜΑ: Πλύντε µε άφθονο δροσερό νερό/τυλίξτε<br />

µε βρεγµένους επιδέσµους.<br />

EN IF ON SKIN: Immerse in cool water/wrap in wet bandages.<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LA PEAU: rincer à l’eau fraîche/poser une compresse<br />

humide.<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS AN gCRAICEANN: Tum in uisce fionnuar/cuir bréid<br />

fliuch air.<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON LA PELLE: immergere in acqua fredda/avvolgere con<br />

un bendaggio umido.<br />

LV SASKARĒ AR ĀDU: iegremdēt vēsā ūdenī/ietīt mitros apsējos.<br />

LT PATEKUS ANT ODOS: Įmerkti į vėsų vandenį/apvynioti šlapiais tvarsčiais.<br />

HU HA BŐRRE KERÜL: Hideg vízzel/nedves kötéssel kell hűteni.<br />

MT JEKK FUQ IL-ĠILDA: Daħħal fl-ilma frisk/kebbeb f’faxex imxarrbin.<br />

NL BIJ CONTACT MET DE HUID: in koud water onderdompelen/nat verband<br />

aanbrengen.<br />

PL W PRZYPADKU KONTAKTU ZE SKÓRĄ: Zanurzyć w zimnej wodzie/owinąć<br />

mokrym bandażem.<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A PELE: mergulhar em água fria/aplicar<br />

compressas húmidas.<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU PIELEA: introduceţi în apă rece/acoperiţi cu o compresă<br />

umedă.<br />

SK PRI KONTAKTE S POKOŽKOU: Ponorte do studenej vody/obviažte mokrými<br />

obväzmi.<br />

SL PRI STIKU S KOŽO: potopiti v hladno vodo/zaviti v mokre povoje.<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU IHOLLE: Upota kylmään veteen/kääri märkiin siteisiin.<br />

SV VID HUDKONTAKT: Skölj under kallt vatten/använd våta omslag.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С КОЖАТА: Измийте внимателно и обилно със сапун и вода.<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA PIEL: Lavar suavemente con agua y jabón<br />

abundantes.<br />

CS PŘI STYKU S KŮŽÍ: Jemně omyjte velkým množstvím vody a mýdla.<br />

DA VED KONTAKT MED HUDEN: Vask forsigtigt med rigeligt sæbe og vand.<br />

DE BEI KONTAKT MIT DER HAUT: Behutsam mit viel Wasser und Seife waschen.<br />

ET NAHALE SATTUMISE KORRAL: pesta õrnalt rohke vee ja seebiga.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΟ ΔΕΡΜΑ: Πλύντε απαλά µε άφθονο νερό και<br />

σαπούνι.<br />

EN IF ON SKIN: Gently wash with plenty of soap and water.<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LA PEAU: laver avec précaution et abondamment à<br />

l’eau et au savon.<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS AN gCRAICEANN: Nigh go bog le neart gallúnaí agus<br />

uisce.<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON LA PELLE: lavare delicatamente e abbondantemente<br />

con acqua e sapone.<br />

LV SASKARĒ AR ĀDU: maigi nomazgāt ar lielu ziepju un ūdens daudzumu.<br />

LT PATEKUS ANT ODOS: Atsargiai nuplauti dideliu kiekiu muilo ir vandens.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/295<br />

V302 +<br />

V350<br />

V302 +<br />

V352<br />

Tungumál<br />

HU HA BŐRRE KERÜL: Óvatos lemosás bő szappanos vízzel.<br />

MT JEKK FUQ IL-ĠILDA: Aħsel bil-mod b’ħafna sapun u ilma.<br />

NL BIJ CONTACT MET DE HUID: voorzichtig wassen met veel water en zeep.<br />

PL W PRZYPADKU DOSTANIA SIĘ NA SKÓRĘ: Delikatnie umyć dużą iloścą wody z<br />

mydłem.<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A PELE: lavar suavemente com sabonete e água<br />

abundantes.<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU PIELEA: spălaţi uşor cu multă apă şi săpun.<br />

SK PRI KONTAKTE S POKOŽKOU: Opatrne umyte veľkým množstvom vody a mydla.<br />

SL PRI STIKU S KOŽO: nežno umiti z veliko mila in vode.<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU IHOLLE: Pese varovasti runsaalla vedellä ja saippualla.<br />

SV VID HUDKONTAKT: Tvätta försiktigt med mycket tvål och vatten.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С КОЖАТА: Измийте обилно със сапун и вода.<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA PIEL: Lavar con agua y jabón abundantes.<br />

CS PŘI STYKU S KŮŽÍ: Omyjte velkým množstvím vody a mýdla.<br />

DA VED KONTAKT MED HUDEN: Vask med rigeligt sæbe og vand.<br />

DE BEI KONTAKT MIT DER HAUT: Mit viel Wasser und Seife waschen.<br />

ET NAHALE SATTUMISE KORRAL: pesta rohke vee ja seebiga.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΟ ΔΕΡΜΑ: Πλύνετε µε άφθονο νερό και σαπούνι.<br />

EN IF ON SKIN: Wash with plenty of soap and water.<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LA PEAU: laver abondamment à l’eau et au savon.<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS AN gCRAICEANN: Nigh le neart gallúnaí agus uisce.<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON LA PELLE: lavare abbondantemente con acqua e<br />

sapone.<br />

LV SASKARĒ AR ĀDU: nomazgāt ar lielu ziepju un ūdens daudzumu.<br />

LT PATEKUS ANT ODOS: Nuplauti dideliu kiekiu muilo ir vandens.<br />

HU HA BŐRRE KERÜL: Lemosás bő szappanos vízzel.<br />

MT JEKK FUQ IL-ĠILDA: Aħsel b’ħafna sapun u ilma.<br />

NL BIJ CONTACT MET DE HUID: met veel water en zeep wassen.<br />

PL W PRZYPADKU KONTAKTU ZE SKÓRĄ: Umyć dużą ilością wody z mydłem.<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A PELE: lavar com sabonete e água abundantes.<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU PIELEA: spălaţi cu multă apă şi săpun.<br />

SK PRI KONTAKTE S POKOŽKOU: Umyte veľkým množstvom vody a mydla.<br />

SL PRI STIKU S KOŽO: umiti z veliko mila in vode.<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU IHOLLE: Pese runsaalla vedellä ja saippualla.<br />

SV VID HUDKONTAKT: Tvätta med mycket tvål och vatten.


Nr. 52/296 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V303 +<br />

V361 +<br />

V353<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С КОЖАТА (или косата): Незабавно свалете цялото замърсено<br />

облекло. Облейте кожата с вода/вземете душ<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA PIEL (o el pelo): Quitarse inmediatamente las<br />

prendas contaminadas. Aclararse la piel con agua o ducharse.<br />

CS PŘI STYKU S KŮŽÍ (nebo s vlasy): Veškeré kontaminované části oděvu okamžitě<br />

svlékněte. Opláchněte kůži vodou/osprchujte.<br />

DA VED KONTAKT MED HUDEN (eller håret): Tilsmudset tøj tages straks af/fjernes.<br />

Skyl/brus huden med vand.<br />

DE BEI KONTAKT MIT DER HAUT (oder dem Haar): Alle beschmutzten, getränkten<br />

Kleidungsstücke sofort ausziehen. Haut mit Wasser abwaschen/duschen.<br />

ET NAHALE (või juustele) SATTUMISE KORRAL: võtta viivitamata kõik saastunud<br />

rõivad seljast. Loputada nahka veega/loputada duši all.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΟ ΔΕΡΜΑ (ή µε τα µαλλιά): Αφαιρέστε αµέσως όλα<br />

τα µολυσµένα ενδύµατα. Ξεπλύνετε το δέρµα µε νερό/στο ντους.<br />

EN IF ON SKIN (or hair): Remove/Take off immediately all contaminated clothing. Rinse<br />

skin with water/shower.<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LA PEAU (ou les cheveux): enlever immédiatement<br />

les vêtements contaminés. Rincer la peau à l’eau/se doucher.<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS AN gCRAICEANN(nó le gruaig): Bain díot láithreach na<br />

héadaí éillithe go léir. Sruthlaítear an craiceann le huisce/glac cithfholcadh.<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON LA PELLE (o con i capelli): togliersi di dosso<br />

immediatamente tutti gli indumenti contaminati. Sciacquare la pelle/fare una doccia.<br />

LV SASKARĒ AR ĀDU (vai matiem): noģērbt visu piesārņoto apģērbu. Noskalot ādu ar<br />

ūdeni/dušā.<br />

LT PATEKUS ANT ODOS (arba plaukų): Nedelsiant nuvilkti/pašalinti visus užterštus<br />

drabužius. Odą nuplauti vandeniu/čiurkšle.<br />

HU HA BŐRRE (vagy hajra) KERÜL: Az összes szennyezett ruhadarabot azonnal el kell<br />

távolítani/le kell vetni. A bőrt le kell öblíteni vízzel/zuhanyozás.<br />

MT JEKK FUQ IL-ĠILDA (jew xagħar): Neħħi/inża’ minnufih l-ilbies kontaminat. Laħlaħ<br />

il-ġilda bl-ilma/bix-xawer.<br />

NL BIJ CONTACT MET DE HUID (of het haar): verontreinigde kleding onmiddellijk<br />

uittrekken — huid met water afspoelen/afdouchen.<br />

PL W PRZYPADKU KONTATKU ZE SKÓRĄ (lub z włosami): Natychmiast<br />

usunąć/zdjąć całą zanieczyszczoną odzież. Spłukać skórę pod strumieniem<br />

wody/prysznicem.<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A PELE (ou o cabelo): despir/retirar<br />

imediatamente toda a roupa contaminada. Enxaguar a pele com água/tomar um duche.<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU PIELEA (sau părul): scoateţi imediat toată îmbrăcămintea<br />

contaminată. Clătiţi pielea cu apă/faceţi duş.<br />

SK PRI KONTAKTE S POKOŽKOU (alebo vlasmi): Odstráňte/vyzlečte všetky<br />

kontaminované časti odevu. Pokožku ihneď opláchnite vodou/sprchou.<br />

SL PRI STIKU S KOŽO (ali lasmi): takoj odstraniti/sleči vsa kontaminirana oblačila.<br />

Izprati kožo z vodo/prho.<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU IHOLLE (tai hiuksiin): Riisu saastunut vaatetus<br />

välittömästi. Huuhdo/suihkuta iho vedellä.<br />

SV VID HUDKONTAKT (även håret): Ta omedelbart av alla nedstänkta kläder. Skölj<br />

huden med vatten/duscha.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/297<br />

V304 +<br />

V340<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ ВДИШВАНЕ: Изведете пострадалия на чист въздух и го поставете в<br />

позиция, улесняваща дишането.<br />

ES EN CASO DE INHALACIÓN: Transportar a la víctima al exterior y mantenerla en<br />

reposo en una posición confortable para respirar.<br />

CS PŘI VDECHNUTÍ: Přeneste postiženého na čerstvý vzduch a ponechte jej v klidu<br />

v poloze usnadňující dýchání.<br />

DA VED INDÅNDING: Flyt personen til et sted med frisk luft og sørg for, at<br />

vedkommende hviler i en stilling, som letter vejrtrækningen.<br />

DE BEI EINATMEN: An die frische Luft bringen und in einer Position ruhigstellen, die das<br />

Atmen erleichtert.<br />

ET SISSEHINGAMISE KORRAL: toimetada kannatanu värske õhu kätte ja asetada<br />

mugavasse puhkeasendisse, mis võimaldab kergesti hingata.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΙΣΠΝΟΗΣ: Μεταφέρετε τον παθόντα στον καθαρό αέρα και αφήστε<br />

τον να ξεκουραστεί σε στάση που διευκολύνει την αναπνοή.<br />

EN IF INHALED: Remove victim to fresh air and keep at rest in a position comfortable for<br />

breathing.<br />

FR EN CAS D’INHALATION: transporter la victime à l’extérieur et la maintenir au repos<br />

dans une position où elle peut confortablement respirer.<br />

GA MÁ IONÁLAÍTEAR, tabhair amach faoin aer an duine agus coimeád socair é, i riocht<br />

ina bhféadfaidh sé anáil a tharraingt go réidh.<br />

IT IN CASO DI INALAZIONE: trasportare l'infortunato all’aria aperta e mantenerlo a<br />

riposo in posizione che favorisca la respirazione.<br />

LV IEELPOŠANAS GADĪJUMĀ: izvest cietušo svaigā gaisā un turēt miera stāvoklī, lai<br />

būtu ērti elpot.<br />

LT ĮKVĖPUS: Išnešti nukentėjusįjį į gryną orą; jam būtina ramybė ir padėtis, leidžianti<br />

laisvai kvėpuoti.<br />

HU BELÉLEGZÉS ESETÉN: Az érintett személyt friss levegőre kell vinni és olyan<br />

nyugalmi testhelyzetbe kell helyezni, hogy könnyen tudjon lélegezni.<br />

MT JEKK JITTIEĦED FIN-NIFS: Esponi lill-vittma għall-arja friska u żommha mistrieħa<br />

f’pożizzjoni komda biex tkun tista’ tieħu n-nifs.<br />

NL NA INADEMING: het slachtoffer in de frisse lucht brengen en laten rusten in een<br />

houding die het ademen vergemakkelijkt.<br />

PL W PRZYPADKU DOSTANIA SIĘ DO DRÓG ODDECHOWYCH: wyprowadzić lub<br />

wynieść poszkodowanego na świeże powietrze i zapewnić warunki do odpoczynku w<br />

pozycji umożliwiającej swobodne oddychanie.<br />

PT EM CASO DE INALAÇÃO: retirar a vítima para uma zona ao ar livre e mantê-la em<br />

repouso numa posição que não dificulte a respiração.<br />

RO ÎN CAZ DE INHALARE: transportaţi victima la aer liber şi menţineţi-o în stare de<br />

repaus, într-o poziţie confortabilă pentru respiraţie.<br />

SK PO VDÝCHNUTÍ: Presuňte postihnutého na čerstvý vzduch a nechajte ho oddychovať<br />

v polohe, ktorá mu umožní pohodlné dýchanie.<br />

SL PRI VDIHAVANJU: prenesti žrtev na svež zrak in jo pustiti počivati v položaju, ki<br />

olajša dihanje.<br />

FI JOS KEMIKAALIA ON HENGITETTY: Siirrä henkilö raittiiseen ilmaan ja pidä<br />

lepoasennossa, jossa on helppo hengittää.<br />

SV VID INANDNING: Flytta personen till frisk luft och se till att han eller hon vilar i en<br />

ställning som underlättar andningen.


Nr. 52/298 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V304 +<br />

V341<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ ВДИШВАНЕ: При затруднено дишане изведете пострадалия на чист въздух<br />

и го поставете в позиция, улесняваща дишането.<br />

ES EN CASO DE INHALACIÓN: Si respira con dificultad, transportar a la víctima al<br />

exterior y mantenerla en reposo en una posición confortable para respirar.<br />

CS PŘI VDECHNUTÍ: Při obtížném dýchání přeneste postiženého na čerstvý vzduch a<br />

ponechte jej v klidu v poloze usnadňující dýchání.<br />

DA VED INDÅNDING: Ved vejrtrækningsbesvær: Flyt personen til et sted med frisk luft<br />

og sørg for, at vedkommende hviler i en stilling, som letter vejrtrækningen.<br />

DE BEI EINATMEN: Bei Atembeschwerden an die frische Luft bringen und in einer<br />

Position ruhigstellen, die das Atmen erleichtert.<br />

ET SISSEHINGAMISE KORRAL: hingamisraskuste korral toimetada kannatanu värske<br />

õhu kätte ja asetada mugavasse puhkeasendisse, mis võimaldab kergesti hingata.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΙΣΠΝΟΗΣ: Εάν ο παθών έχει δύσπνοια, µεταφέρετέ τον στον<br />

καθαρό αέρα και αφήστε τον να ξεκουραστεί σε στάση που διευκολύνει την αναπνοή.<br />

EN IF INHALED: If breathing is difficult, remove victim to fresh air and keep at rest in a<br />

position comfortable for breathing.<br />

FR EN CAS D’INHALATION: s'il y a difficulté à respirer, transporter la victime à<br />

l'extérieur et la maintenir au repos dans une position où elle peut confortablement<br />

respirer.<br />

GA MÁ THÉANN AN TÁIRGE SEO LE hANÁIL DUINE, tabhair amach faoin aer an<br />

duine agus coimeád socair é, i riocht ina bhféadfaidh sé anáil a tharraingt go réidh.<br />

IT IN CASO DI INALAZIONE: se la respirazione è difficile, trasportare l'infortunato<br />

all’aria aperta e mantenerlo a riposo in posizione che favorisca la respirazione.<br />

LV IEELPOŠANAS GADĪJUMĀ: ja elpošana ir apgrūtināta, izvest cietušo svaigā gaisā un<br />

turēt miera stāvoklī, lai būtu ērti elpot.<br />

LT ĮKVĖPUS: Jeigu nukentėjusiajam sunku kvėpuoti, išnešti jį į gryną orą; jam būtina<br />

ramybė ir padėtis, leidžianti laisvai kvėpuoti.<br />

HU BELÉLEGZÉS ESETÉN: Légzési nehézségek esetén az érintett személyt friss levegőre<br />

kell vinni és olyan nyugalmi testhelyzetbe kell helyezni, hogy könnyen tudjon lélegezni.<br />

MT JEKK JITTIEĦED FIN-NIFS: Jekk in-nifs ikun diffiċli, esponi lill-vittma għall-arja<br />

friska u żommha mistrieħa f’pożizzjoni komda biex tkun tista’ tieħu n-nifs.<br />

NL NA INADEMING: bij ademhalingsmoeilijkheden het slachtoffer in de frisse lucht<br />

brengen en laten rusten in een houding die het ademen vergemakkelijkt.<br />

PL W PRZYPADKU DOSTANIA SIĘ DO DRÓG ODDECHOWYCH: W przypadku<br />

trudności z oddychaniem, wyprowadzić lub wynieść poszkodowanego na świeże<br />

powietrze i zapewnić warunki do odpoczynku w pozycji umożliwiającej swobodne<br />

oddychanie.<br />

PT EM CASO DE INALAÇÃO: em caso de dificuldade respiratória, retirar a vítima para<br />

uma zona ao ar livre e mantê-la em repouso numa posição que não dificulte a respiração.<br />

RO ÎN CAZ DE INHALARE: dacă respiraţia este dificilă, transportaţi victima la aer liber şi<br />

menţineţi-o în stare de repaus, într-o poziţie confortabilă pentru respiraţie.<br />

SK PO VDÝCHNUTÍ: Ak nastanú ťažkosti s dýchaním, presuňte postihnutého na čerstvý<br />

vzduch a nechajte ho oddychovať v polohe, ktorá mu umožní pohodlné dýchanie.<br />

SL PRI VDIHAVANJU: prenesti žrtev pri oteženem dihanju na svež zrak in jo pustiti<br />

počivati v položaju, ki olajša dihanje.<br />

FI JOS KEMIKAALIA ON HENGITETTY: Jos hengitysvaikeuksia, siirrä henkilö<br />

raittiiseen ilmaan ja pidä lepoasennossa, jossa on helppo hengittää.<br />

SV VID INANDNING: Vid andningsbesvär, flytta personen till frisk luft och se till att han<br />

eller hon vilar i en ställning som underlättar andningen.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/299<br />

V305 +<br />

V351 +<br />

V338<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ КОНТАКТ С ОЧИТЕ: Промивайте внимателно с вода в продължение на<br />

няколко минути. Свалете контактните лещи, ако има такива и доколкото това е<br />

възможно. Продължавайте да промивате.<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LOS OJOS: Aclarar cuidadosamente con agua<br />

durante varios minutos. Quitar las lentes de contacto, si lleva y resulta fácil. Seguir<br />

aclarando.<br />

CS PŘI ZASAŽENÍ OČÍ: Několik minut opatrně vyplachujte vodou. Vyjměte kontaktní<br />

čočky, jsou-li nasazeny a pokud je lze vyjmout snadno. Pokračujte ve vyplachování.<br />

DA VED KONTAKT MED ØJNENE: Skyl forsigtigt med vand i flere minutter. Fjern<br />

eventuelle kontaktlinser, hvis dette kan gøres let. Fortsæt skylning.<br />

DE BEI KONTAKT MIT DEN AUGEN: Einige Minuten lang behutsam mit Wasser spülen.<br />

Vorhandene Kontaktlinsen nach Möglichkeit entfernen. Weiter spülen.<br />

ET SILMA SATTUMISE KORRAL: loputada mitme minuti jooksul ettevaatlikult veega.<br />

Eemaldada kontaktläätsed, kui neid kasutatakse ja kui neid on kerge eemaldada.<br />

Loputada veel kord.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΑ ΜΑΤΙΑ: Ξεπλύνετε προσεκτικά µε νερό για<br />

αρκετά λεπτά. Εάν υπάρχουν φακοί επαφής, αφαιρέστε τους, εφόσον είναι εύκολο.<br />

Συνεχίστε να ξεπλένετε.<br />

EN IF IN EYES: Rinse cautiously with water for several minutes. Remove contact lenses, if<br />

present and easy to do. Continue rinsing.<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LES YEUX: rincer avec précaution à l’eau pendant<br />

plusieurs minutes. Enlever les lentilles de contact si la victime en porte et si elles<br />

peuvent être facilement enlevées. Continuer à rincer.<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LEIS NA SÚILE: Sruthlaigh go cúramach le huisce ar feadh<br />

roinnt nóiméad. Tóg amach na tadhall-lionsaí, más ann dóibh agus más furasta. Lean<br />

den sruthlú.<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON GLI OCCHI: sciacquare accuratamente per parecchi<br />

minuti. Togliere le eventuali lenti a contatto se è agevole farlo. Continuare a sciacquare.<br />

LV SASKARĒ AR ACĪM: uzmanīgi izskalot ar ūdeni vairākas minūtes. Izņemt<br />

kontaktlēcas, ja tās ir ievietotas un ja to ir viegli izdarīt. Turpināt skalot.<br />

LT PATEKUS Į AKIS: Kelias minutes atsargiai plauti vandeniu. Išimti kontaktinius lęšius,<br />

jeigu jie yra ir jeigu lengvai galima tai padaryti. Toliau plauti akis.<br />

HU SZEMBE KERÜLÉS esetén: Több percig tartó óvatos öblítés vízzel. Adott esetben a<br />

kontaktlencsék eltávolítása, ha könnyen megoldható. Az öblítés folytatása.<br />

MT JEKK JIDĦOL FL-GĦAJNEJN: Laħlaħ b'attenzjoni bl-ilma għal diversi minuti. Neħħi<br />

l-lentijiet tal-kuntatt, jekk ikun hemm u jkunu faċli biex tneħħihom. Kompli laħlaħ.<br />

NL BIJ CONTACT MET DE OGEN: voorzichtig afspoelen met water gedurende een aantal<br />

minuten; contactlenzen verwijderen, indien mogelijk; blijven spoelen.<br />

PL W PRZYPADKU DOSTANIA SIĘ DO OCZU: Ostrożnie płukać wodą przez kilka<br />

minut. Wyjąć soczewki kontaktowe, jeżeli są i można je łatwo usunąć. Nadal płukać.<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM OS OLHOS: enxaguar cuidadosamente com água<br />

durante vários minutos. Se usar lentes de contacto, retire-as, se tal lhe for possível.<br />

Continuar a enxaguar.<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU OCHII: clătiţi cu atenţie cu apă timp de mai multe minute.<br />

Scoateţi lentilele de contact, dacă este cazul şi dacă acest lucru se poate face cu uşurinţă.<br />

Continuaţi să clătiţi.<br />

SK PO ZASIAHNUTÍ OČÍ: Niekoľko minút ich opatrne vyplachujte vodou. Ak používate<br />

kontaktné šošovky a ak je to možné, odstráňte ich. Pokračujte vo vyplachovaní.<br />

SL PRI STIKU Z OČMI: previdno izpirajte z vodo nekaj minut. Odstranite kontaktne leče,<br />

če jih imate in če to lahko storite brez težav. Nadaljujte z izpiranjem.<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU SILMIIN: Huuhdo huolellisesti vedellä usean minuutin<br />

ajan. Poista piilolinssit, _edical voi tehdä helposti. Jatka huuhtomista.<br />

SV VID KONTAKT MED ÖGONEN: Skölj försiktigt med vatten i flera minuter. Ta ur<br />

eventuella kontaktlinser om det går lätt. Fortsätt att skölja.


Nr. 52/300 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V306 +<br />

V360<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ ПОПАДАНЕ ВЪРХУ ОБЛЕКЛОТО: незабавно облейте замърсеното облекло<br />

и кожата обилно с вода, преди да свалите дрехите.<br />

ES EN CASO DE CONTACTO CON LA ROPA: Aclarar inmediatamente con agua<br />

abundante las prendas y la piel contaminadas antes de quitarse la ropa.<br />

CS PŘI STYKU S ODĚVEM: Kontaminovaný oděv a kůži oklamžitě omyjte velkým<br />

množstvím vody a potom oděv odložte.<br />

DA VED KONTAKT MED TØJET: Skyl omgående tilsmudset tøj og hud med rigeligt<br />

vand, før tøjet fjernes.<br />

DE BEI KONTAKT MIT DER KLEIDUNG: Kontaminierte Kleidung und Haut sofort mit<br />

viel Wasser abwaschen und danach Kleidung ausziehen.<br />

ET RÕIVASTELE SATTUMISE KORRAL: saastunud rõivad ja nahk loputada viivitamata<br />

rohke veega ning alles seejärel rõivad eemaldada.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ ΕΠΑΦΗΣ ΜΕ ΤΑ ΡΟΥΧΑ: Ξεπλύντε αµέσως τα µολυσµένα ρούχα<br />

και την επιδερµίδα µε άφθονο νερό πριν αφαιρέσετε τα ρούχα.<br />

EN IF ON CLOTHING: rinse immediately contaminated clothing and skin with plenty of<br />

water before removing clothes.<br />

FR EN CAS DE CONTACT AVEC LES VÊTEMENTS: rincer immédiatement et<br />

abondamment avec de l’eau les vêtements contaminés et la peau avant de les enlever.<br />

GA I gCÁS TEAGMHÁLA LE hÉADAÍ: sruthlaítear éadaí éillithe agus an craiceann<br />

láithreach le neart uisce sula ndéantar na héadaí a bhaint den duine.<br />

IT IN CASO DI CONTATTO CON GLI INDUMENTI: sciacquare immediatamente e<br />

abbondantemente gli indumenti contaminati e la pelle prima di togliersi gli indumenti.<br />

LV SASKARĒ AR APĢĒRBU: nekavējoties izskalot piesārņoto apģērbu un ādu ar lielu<br />

daudzumu ūdeni, pirms apģērba novilkšanas.<br />

LT PATEKUS ANT DRABUŽIŲ: Prieš nuvelkant užterštus drabužius, nedelsiant juos ir<br />

odą nuplauti dideliu kiekiu vandens.<br />

HU HA RUHÁRA KERÜL: A ruhák levetése előtt a szennyezett ruházatot és a bőrt bő<br />

vízzel azonnal le kell öblíteni.<br />

MT JEKK FUQ L-ILBIES: laħlaħ mall-ewwel l-ilbies ikkontaminat u l-ġilda b’ħafna ilma<br />

qabel ma tneħħi l-ilbies.<br />

NL NA MORSEN OP KLEDING: verontreinigde kleding en huid onmiddellijk met veel<br />

water afspoelen en pas daarna kleding uittrekken.<br />

PL W PRZYPADKU KONTAKTU Z ODZIEŻĄ: natychmiast spłukać zanieczyszczoną<br />

odzież i skórę dużą ilością wody przed zdjęciem odzieży.<br />

PT SE ENTRAR EM CONTACTO COM A ROUPA: enxaguar imediatamente com muita<br />

água a roupa e a pele contaminadas antes de se despir.<br />

RO ÎN CAZ DE CONTACT CU ÎMBRĂCĂMINTEA: clătiţi imediat îmbrăcămintea<br />

contaminată şi pielea cu multă apă, înainte de scoaterea îmbrăcămintei.<br />

SK PRI KONTAKTE S ODEVOM: kontaminovaný odev a pokožku opláchnite veľkým<br />

množstvom vody a potom odev odstráňte.<br />

SL PRI STIKU Z OBLAČILI: takoj izprati kontaminirana oblačila in kožo z veliko vode<br />

pred odstranitvijo oblačil.<br />

FI JOS KEMIKAALIA JOUTUU VAATTEISIIN: Huuhdo saastunut vaatetus ja iho<br />

välittömästi runsaalla vedellä ennen vaatetuksen riisumista.<br />

SV VID KONTAKT MED KLÄDERNA: Skölj omedelbart nedstänkta kläder och hud med<br />

mycket vatten innan du tar av dig kläderna.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/301<br />

V307 +<br />

V311<br />

V308 +<br />

V313<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ експозиция: Обадете се в ЦЕНТЪР ПО ТОКСИКОЛОГИЯ или на лекар.<br />

ES EN CASO DE exposición: Llamar a un CENTRO DE INFORMACIÓN<br />

TOXICOLÓGICA o a un médico.<br />

CS PŘI expozici: Volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ STŘEDISKO nebo lékaře.<br />

DA VED eksponering: Ring til en GIFTINFORMATION eller en læge.<br />

DE BEI Exposition: GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder Arzt anrufen.<br />

ET Kokkupuute korral: võtta ühendust MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ έκθεσης: Καλέστε το ΚΕΝΤΡΟ ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή ένα γιατρό.<br />

EN IF exposed: Call a POISON CENTER or doctor/physician.<br />

FR EN CAS d’exposition: appeler un CENTRE ANTIPOISON ou un médecin.<br />

GA I gCÁS nochta: Cuir glao ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia.<br />

IT IN CASO di esposizione, contattare un CENTRO ANTIVELENI o un medico.<br />

LV Ja ir saskarē: Sazināties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU vai ārstu.<br />

LT Esant sąlyčiui: Skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS IR INFORMACIJOS<br />

BIURĄ arba kreiptis į gydytoją.<br />

HU Expozíció esetén: forduljon TOXIKOLÓGIAI KÖZPONTHOZ vagy orvoshoz.<br />

MT Jekk espost: Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT jew tabib.<br />

NL NA blootstelling: een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku narażenia: Skontaktować się z OŚRODKIEM ZATRUĆ lub z lekarzem.<br />

PT EM CASO DE exposição: contacte um CENTRO DE INFORMAÇÃO<br />

ANTIVENENOS ou um médico.<br />

RO ÎN CAZ DE expunere: sunaţi la un CENTRU DE INFORMARE TOXICOLOGICĂ sau<br />

un medic.<br />

SK Po expozícii: volajte NÁRODNÉ TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ CENTRUM<br />

alebo lekára.<br />

SL PRI izpostavljenosti: pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali zdravnika.<br />

FI Altistumisen tapahduttua: Ota yhteys MYRKYTYSTIETOKESKUKSEEN tai lääkäriin.<br />

SV Om du exponerats: Kontakta GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ явна или предполагаема експозиция: Потърсете медицински съвет/помощ.<br />

ES EN CASO DE exposición manifiesta o presunta: Consultar a un médico.<br />

CS PŘI expozici nebo podezření na ni: Vyhledejte lékařskou pomoc/ošetření.<br />

DA VED eksponering eller mistanke om eksponering: Søg lægehjælp.<br />

DE BEI Exposition oder falls betroffen: Ärztlichen Rat einholen/ärztliche Hilfe hinzuziehen.<br />

ET Kokkupuute või kokkupuutekahtluse korral: pöörduda arsti poole.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ έκθεσης ή πιθανότητας έκθεσης: Συµβουλευθείτε/Επισκεφθείτε<br />

γιατρό.<br />

EN IF exposed or concerned: Get medical advice/attention.<br />

FR EN CAS d’exposition prouvée ou suspectée: consulter un médecin.<br />

GA I gCÀS nochta nó má mheastar a bheith nochtaithe: Faigh comhairle/cúram liachta.


Nr. 52/302 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V308 +<br />

V313<br />

V309 +<br />

V311<br />

Tungumál<br />

IT IN CASO di esposizione o di possibile esposizione, consultare un medico.<br />

LV Ja nokļūst saskarē vai saistīts ar to: lūdziet mediķu palīdzību.<br />

LT Esant sąlyčiui arba jeigu numanomas sąlytis: kreiptis į gydytoją.<br />

HU Expozíció vagy annak gyanúja esetén: orvosi ellátást kell kérni.<br />

MT Jekk espost jew konċernat: Ikkonsulta tabib.<br />

NL NA (mogelijke) blootstelling: een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku narażenia lub styczności: Zasięgnąć porady/zgłosić się pod opiekę lekarza.<br />

PT EM CASO DE exposição ou suspeita de exposição: consulte um médico.<br />

RO ÎN CAZ DE expunere sau de posibilă expunere: consultaţi medicul.<br />

SK Po expozícii alebo podozrení z nej: Vyhľadajte lekársku pomoc/starostlivosť.<br />

SL PRI izpostavljenosti ali sumu izpostavljenosti: poiščite zdravniško pomoč/oskrbo.<br />

FI Altistumisen tapahduttua tai jos epäillään altistumista: Hakeudu lääkäriin.<br />

SV Vid exponering eller misstanke om exponering Sök läkarhjälp.<br />

Tungumál<br />

BG ПРИ експозиция или неразположение: Обадете се в ЦЕНТЪР ПО<br />

ТОКСИКОЛОГИЯ или на лекар.<br />

ES EN CASO DE exposición o si se encuentra mal: Llamar a un CENTRO DE<br />

INFORMACIÓN TOXICOLÓGICA o a un médico.<br />

CS PŘI expozici nebo necítíte-li se dobře: Volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ<br />

STŘEDISKO nebo lékaře.<br />

DA VED eksponering eller ubehag: Ring til en GIFTINFORMATION eller en læge.<br />

DE BEI Exposition oder Unwohlsein: GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder Arzt<br />

anrufen.<br />

ET Kokkupuute või halva enesetunde korral: võtta ühendust<br />

MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL ΣΕ ΠΕΡΙΠΤΩΣΗ έκθεσης ή αδιαθεσίας: Καλέστε το ΚΕΝΤΡΟ ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή<br />

ένα γιατρό.<br />

EN IF exposed or if you feel unwell: Call a POISON CENTER or doctor/physician.<br />

FR EN CAS d’exposition ou de malaise: appeler un CENTRE ANTIPOISON ou un<br />

médecin.<br />

GA I gCÀS nochta nó má bhraitear tinn: Cuir glao ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia.<br />

IT IN CASO di esposizione o di malessere, contattare un CENTRO ANTIVELENI o un<br />

medico.<br />

LV Ja nokļūst saskarē vai jums ir slikta pašsajūta: sazinieties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU<br />

vai ārstu.<br />

LT Esant sąlyčiui arba pasijutus blogai: Skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS IR<br />

INFORMACIJOS BIURĄ arba kreiptis į gydytoją.<br />

HU Expozíció vagy rosszullét esetén: forduljon TOXIKOLÓGIAI KÖZPONTHOZ vagy<br />

orvoshoz.<br />

MT JEKK espost jew tħossok ma tiflaħx: Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT<br />

jew tabib.<br />

NL NA blootstelling of bij onwel voelen: een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku narażenia lub złego samopoczucia: Skontaktować się z OŚRODKIEM<br />

ZATRUĆ lub z lekarzem.<br />

PT EM CASO DE exposição ou de indisposição: contacte um CENTRO DE<br />

INFORMAÇÃO ANTIVENENOS ou um médico.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/303<br />

V309 +<br />

V311<br />

V332 +<br />

V313<br />

V333 +<br />

V313<br />

Tungumál<br />

RO ÎN CAZ DE expunere sau dacă nu vă simţiţi bine: sunaţi la un CENTRU DE<br />

INFORMARE TOXICOLOGICĂ sau un medic.<br />

SK Po expozícii alebo pri zdravotných problémoch: volajte NÁRODNÉ<br />

TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ CENTRUM alebo lekára.<br />

SL PRI izpostavljenosti ali slabem počutju: pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali<br />

zdravnika.<br />

FI Altistumisen tapahduttua tai jos ilmenee pahoinvointia: Ota yhteys<br />

MYRKYTYSTIETOSKESKUKSEEN tai lääkäriin.<br />

SV Vid exponering eller obehag: Kontakta GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare.<br />

Tungumál<br />

BG При поява на кожно дразнене: Потърсете медицински съвет/помощ.<br />

ES En caso de irritación cutánea: Consultar a un médico.<br />

CS Při podráždění kůže: Vyhledejte lékařskou pomoc/ošetření.<br />

DA Ved hudirritation: Søg lægehjælp.<br />

DE Bei Hautreizung: Ärztlichen Rat einholen/ärztliche Hilfe hinzuziehen.<br />

ET Nahaärrituse korral: pöörduda arsti poole.<br />

EL Εάν παρατηρηθεί ερεθισµός του δέρµατος: Συµβουλευθείτε/Επισκεφθείτε γιατρό.<br />

EN If skin irritation occurs: Get medical advice/attention.<br />

FR En cas d’irritation cutanée: consulter un médecin.<br />

GA I gcás greannú craicinn: Faigh comhairle/cúram liachta.<br />

IT In caso di irritazione della pelle: consultare un medico.<br />

LV Ja rodas ādas iekaisums: lūdziet mediķu palīdzību.<br />

LT Jeigu sudirginama oda: kreiptis į gydytoją.<br />

HU Bőrirritáció esetén: orvosi ellátást kell kérni.<br />

MT Jekk ikun hemm irritazzjoni tal-ġilda: Ikkonsulta tabib.<br />

NL Bij huidirritatie: een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku wystąpienia podrażnienia skóry: Zasięgnąć porady/zgłosić się pod opiekę<br />

lekarza.<br />

PT Em caso de irritação cutânea: consulte um médico.<br />

RO În caz de iritare a pielii: consultaţi medicul.<br />

SK Ak sa objaví podráždenie pokožky, vyhľadajte lekársku pomoc/starostlivosť.<br />

SL Če nastopi draženje kože: poiščite zdravniško pomoč/oskrbo.<br />

FI Jos ilmenee ihoärsytystä: Hakeudu lääkäriin.<br />

SV Vid hudirritation: Sök läkarhjälp.<br />

Tungumál<br />

BG При поява на кожно дразнене или обрив на кожата: Потърсете медицински<br />

съвет/помощ.<br />

ES En caso de irritación o erupción cutánea: Consultar a un médico.<br />

CS Při podráždění kůže nebo vyrážce: Vyhledejte lékařskou pomoc/ošetření.


Nr. 52/304 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V333 +<br />

V313<br />

V335 +<br />

V334<br />

Tungumál<br />

DA Ved hudirritation eller udslet: Søg lægehjælp.<br />

DE Bei Hautreizung oder -ausschlag: Ärztlichen Rat einholen/ärztliche Hilfe hinzuziehen.<br />

ET Nahaärrituse või _obe korral: pöörduda arsti poole.<br />

EL Εάν παρατηρηθεί ερεθισµός του δέρµατος ή εµφανιστεί εξάνθηµα:<br />

Συµβουλευθείτε/Επισκεφθείτε γιατρό.<br />

EN If skin irritation or rash occurs: Get medical advice/attention.<br />

FR En cas d’irritation ou d'éruption cutanée: consulter un médecin.<br />

GA Má tharlaíonn greannú nó gríos craicinn: Faigh comhairle/cúram liachta.<br />

IT In caso di irritazione o eruzione della pelle: consultare un medico.<br />

LV Ja rodas ādas iekaisums vai izsitumi: lūdziet mediķu palīdzību.<br />

LT Jeigu sudirginama oda arba ją išberia: kreiptis į gydytoją.<br />

HU Bőrirritáció vagy kiütések megjelenése esetén: orvosi ellátást kell kérni.<br />

MT Jekk ikun hemm irritazzjoni jew raxx tal-ġilda: Ikkonsulta tabib.<br />

NL Bij huidirritatie of uitslag: een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku wystąpienia podrażnienia skóry lub wysypki: Zasięgnąć porady/zgłosić się<br />

pod opiekę lekarza.<br />

PT Em caso de irritação ou erupção cutânea: consulte um médico.<br />

RO În caz de iritare a pielii sau de erupţie cutanată: consultaţi medicul.<br />

SK Ak sa prejaví podráždenie pokožky alebo sa vytvoria vyrážky: vyhľadajte lekársku<br />

pomoc/starostlivosť.<br />

SL Če nastopi draženje kože ali se pojavi izpuščaj: poiščite zdravniško pomoč/oskrbo.<br />

FI Jos ilmenee ihoärsytystä tai ihottumaa: Hakeudu lääkäriin.<br />

SV Vid hudirritation eller utslag: Sök läkarhjälp.<br />

Tungumál<br />

BG Отстранете посипаните частици от кожата. Потопете в хладка вода/сложете мокри<br />

компреси.<br />

ES Sacudir las partículas que se hayan depositado en la piel. Sumergir en agua<br />

fresca/aplicar compresas húmedas.<br />

CS Volné částice odstraňte z kůže. Ponořte do studené vody/zabalte do vlhkého obvazu.<br />

DA Børst løse partikler bort fra huden. Skyl under koldt vand/anvend våde omslag.<br />

DE Lose Partikel von der Haut abbürsten. In kaltes Wasser tauchen/nassen Verband<br />

anlegen.<br />

ET Pühkida lahtised osakesed nahalt maha. Hoida jahedas vees / panna peale niiske<br />

kompress.<br />

EL Αφαιρέστε προσεκτικά τα σωµατίδια που έχουν µείνει στο δέρµα. Πλύντε µε άφθονο<br />

δροσερό νερό/τυλίξτε µε βρεγµένους επιδέσµους.<br />

EN Brush off loose particles from skin. Immerse in cool water/wrap in wet bandages.<br />

FR Enlever avec précaution les particules déposées sur la peau. Rincer à l’eau fraîche/poser<br />

une compresse humide.<br />

GA Scuab cáithníní scaoilte den chraiceann. Tum in uisce fionnuar/cuir bréid fliuch air.<br />

IT Rimuovere le particelle depositate sulla pelle. Immergere in acqua fredda/avvolgere con<br />

un bendaggio umido.<br />

LV Noberziet brīvās daļiņas no ādas. Iegremdējiet vēsā ūdenī/ietiniet mitros apsējos.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/305<br />

V335 +<br />

V334<br />

V337 +<br />

V313<br />

Tungumál<br />

LT Neprilipusias daleles nuvalyti nuo odos. Įmerkti į vėsų vandenį/apvynioti šlapiais<br />

tvarsčiais.<br />

HU A bőrre tapadó szemcséket óvatosan le kell kefélni. Hideg vízzel/nedves kötéssel kell<br />

hűteni.<br />

MT Farfar il-frak mhux imwaħħal minn mal-ġilda. Daħħal fl-ilma frisk/kebbeb f’faxex<br />

imxarrbin.<br />

NL Losse deeltjes van de huid afvegen. In koud water onderdompelen/nat verband<br />

aanbrengen.<br />

PL Nie związaną pozostałość strzepnąć ze skóry. Zanurzyć w zimnej wodzie/owinąć<br />

mokrym bandażem.<br />

PT Sacudir da pele as partículas soltas. Mergulhar em água fria/aplicar compressas<br />

húmidas.<br />

RO Îndepărtaţi particulele depuse pe piele. Introduceţi în apă rece/acoperiţi cu o compresă<br />

umedă.<br />

SK Z pokožky oprášte sypké čiastočky. Ponorte do studenej vody/obviažte mokrými<br />

obväzmi.<br />

SL S krtačo odstraniti razsute delce s kože. Potopiti v hladno vodo/zaviti v mokre povoje.<br />

FI Poista irtohiukkaset iholta. Upota kylmään veteen/kääri märkiin siteisiin.<br />

SV Borsta bort lösa partiklar från huden. Skölj under kallt vatten/använd våta omslag.<br />

Tungumál<br />

BG При продължително дразнене на очите: Потърсете медицински съвет/помощ.<br />

ES Si persiste la irritación ocular: Consultar a un médico.<br />

CS Přetrvává-li podráždění očí: Vyhledejte lékařskou pomoc/ošetření.<br />

DA Ved vedvarende øjenirritation: Søg lægehjælp.<br />

DE Bei anhaltender Augenreizung: Ärztlichen Rat einholen/ärztliche Hilfe hinzuziehen.<br />

ET Kui silmade ärritus ei möödu: pöörduda arsti poole.<br />

EL Εάν δεν υποχωρεί ο οφθαλµικός ερεθισµός: Συµβουλευθείτε/Επισκεφθείτε γιατρό.<br />

EN If eye irritation persists: Get medical advice/attention.<br />

FR Si l’irritation oculaire persiste: consulter un médecin.<br />

GA Má mhaireann an greannú súile: Faigh comhairle/cúram liachta.<br />

IT Se l’irritazione degli occhi persiste, consultare un medico.<br />

LV Ja acu iekaisums nepāriet: lūdziet mediķu palīdzību.<br />

LT Jei akių dirginimas nepraeina: kreiptis į gydytoją.<br />

HU Ha a szemirritáció nem múlik el: orvosi ellátást kell kérni.<br />

MT Jekk l-irritazzjoni ta' l-għajnejn tippersisti: Ikkonsulta tabib.<br />

NL Bij aanhoudende oogirritatie: een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku utrzymywania się działania drażniącego na oczy: Zasięgnąć<br />

porady/zgłosić się pod opiekę lekarza.<br />

PT Caso a irritação ocular persista: consulte um médico.<br />

RO Dacă iritarea ochilor persistă: consultaţi medicul.<br />

SK Ak podráždenie očí pretrváva: vyhľadajte lekársku pomoc/starostlivosť.<br />

SL Če draženje oči ne preneha: poiščite zdravniško pomoč/oskrbo.


Nr. 52/306 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V337 +<br />

V313<br />

V342 +<br />

V311<br />

V370 +<br />

V376<br />

Tungumál<br />

FI Jos silmä-ärsytys jatkuu: Hakeudu lääkäriin.<br />

SV Vid bestående ögonirritation: Sök läkarhjälp.<br />

Tungumál<br />

BG При симптоми на затруднено дишане: Обадете се в ЦЕНТЪР ПО<br />

ТОКСИКОЛОГИЯ или на лекар.<br />

ES En caso de síntomas respiratorios: Llamar a un CENTRO DE INFORMACIÓN<br />

TOXICOLÓGICA o a un médico.<br />

CS Při dýchacích potížích: Volejte TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÍ STŘEDISKO nebo<br />

lékaře.<br />

DA Ved luftvejssymptomer: Ring til en GIFTINFORMATION eller en læge.<br />

DE Bei Symptomen der Atemwege: GIFTINFORMATIONSZENTRUM oder Arzt anrufen.<br />

ET Hingamisteede probleemide ilmnemise korral: võtta ühendust<br />

MÜRGISTUSTEABEKESKUSE või arstiga.<br />

EL Εάν παρουσιάζονται αναπνευστικά συµπτώµατα: Καλέστε το ΚΕΝΤΡΟ<br />

ΔΗΛΗΤΗΡΙΑΣΕΩΝ ή ένα γιατρό.<br />

EN If experiencing respiratory symptoms: Call a POISON CENTER or doctor/physician.<br />

FR En cas de symptômes respiratoires: appeler un CENTRE ANTIPOISON ou un médecin.<br />

GA I gcás siomptóm riospráide: Cuir glao ar IONAD NIMHE nó ar dhoctúir/lia.<br />

IT In caso di sintomi respiratori: contattare un CENTRO ANTIVELENI o un medico.<br />

LV Ja rodas elpas trūkuma simptomi: sazinieties ar SAINDĒŠANĀS CENTRU vai ārstu.<br />

LT Jeigu pasireiškia respiraciniai simptomai: skambinti į APSINUODIJIMŲ KONTROLĖS<br />

IR INFORMACIJOS BIURĄ arba kreiptis į gydytoją.<br />

HU Légzési problémák esetén: forduljon TOXIKOLÓGIAI KÖZPONTHOZ vagy orvoshoz.<br />

MT Jekk ikollok sintomi respiratorji: Ikkuntattja ĊENTRU TA' L-AVVELENAMENT jew<br />

tabib.<br />

NL Bij ademhalingssymptomen: een ANTIGIFCENTRUM of een arts raadplegen.<br />

PL W przypadku wystąpienia objawów ze strony układu oddechowego: Skontaktować się z<br />

OŚRODKIEM ZATRUĆ lub z lekarzem.<br />

PT Em caso de sintomas respiratórios: contacte um CENTRO DE INFORMAÇÃO<br />

ANTIVENENOS ou um médico.<br />

RO În caz de simptome respiratorii: sunaţi la un CENTRU DE INFORMARE<br />

TOXICOLOGICĂ sau un medic.<br />

SK Pri ťažkostiach s dýchaním: volajte NÁRODNÉ TOXIKOLOGICKÉ INFORMAČNÉ<br />

CENTRUM alebo lekára.<br />

SL Pri respiratornih simptomih: pokličite CENTER ZA ZASTRUPITVE ali zdravnika.<br />

FI Jos ilmenee hengitysoireita: Ota yhteys MYRKYTYSTIETOKESKUKSEEN tai<br />

lääkäriin.<br />

SV Vid besvär i luftvägarna: Kontakta GIFTINFORMATIONSCENTRAL eller läkare.<br />

Tungumál<br />

BG При пожар: Спрете теча, ако е безопасно.<br />

ES En caso de incendio: Detener la fuga, si no hay peligro en hacerlo.<br />

CS V případě požáru: Zastavte únik, můžete-li tak učinit bez rizika.<br />

DA Ved brand: Stands lækagen, hvis dette er sikkert.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/307<br />

V370 +<br />

V376<br />

V370 +<br />

V378<br />

Tungumál<br />

DE Bei Brand: Undichtigkeit beseitigen, wenn gefahrlos möglich.<br />

ET Tulekahju korral: leke peatada, kui seda on võimalik teha ohutult.<br />

EL Σε περίπτωση πυρκαγιάς: Σταµατήστε τη διαρροή, εφόσον δεν υπάρχει κίνδυνος.<br />

EN In case of fire: Stop leak if safe to do so.<br />

FR En cas d’incendie: obturer la fuite si cela peut se faire sans danger.<br />

GA I gcás dóiteáin: Cuir stop leis an sceitheadh má tá sé sábháilte é sin a dhéanamh.<br />

IT In caso di incendio: bloccare la perdita se non c’è pericolo.<br />

LV Ugunsgrēka gadījumā: apturiet noplūdi, ja to darīt ir droši.<br />

LT Gaisro atveju: sustabdyti nuotėkį, jeigu galima saugiai tai padaryti.<br />

HU Tűz esetén: Meg kell szüntetni a szivárgást, ha ez biztonságosan megtehető.<br />

MT F’każ ta' nar: Waqqaf it-tnixxija sakemm ma jkunx ta' periklu.<br />

NL In geval van brand: het lek dichten als dat veilig gedaan kan worden.<br />

PL W przypadku pożaru: Jeżeli jest to bezpieczne zahamować wyciek.<br />

PT Em caso de incêndio: deter a fuga se tal puder ser feito em segurança.<br />

RO În caz de incendiu: opriţi scurgerea, dacă acest lucru se poate face în siguranţă.<br />

SK V prípade požiaru: ak je to bezpečné, zastavte únik.<br />

SL Ob požaru: zaustaviti puščanje, če je varno.<br />

FI Tulipalon sattuessa: Sulje vuoto, jos sen voi tehdä turvallisesti.<br />

SV Vid brand: Stoppa läckan om det kan göras på ett säkert sätt.<br />

Tungumál<br />

BG При пожар: Използвайте … за гасене.<br />

ES En caso de incendio: Utilizar … para apagarlo.<br />

CS V případě požáru: K hašení použijte …<br />

DA Ved brand: Anvend … til brandslukning.<br />

DE Bei Brand: … zum Löschen verwenden.<br />

ET Tulekahju korral: kasutada kustutamiseks …<br />

EL Σε περίπτωση πυρκαγιάς: Χρησιµοποιήστε … για την κατάσβεση.<br />

EN In case of fire: Use … for extinction.<br />

FR En cas d’incendie: utiliser … pour l’extinction.<br />

GA I gcás dóiteáin: Úsáid … le haghaidh múchta.<br />

IT In caso di incendio: estinguere con…<br />

LV Ugunsgrēka gadījumā: dzēšanai izmantojiet …<br />

LT Gaisro atveju: gesinimui naudoti …<br />

HU Tűz esetén: az oltáshoz …használandó.<br />

MT F’każ ta' nar: Uża’ … għat-tifi.<br />

NL In geval van brand: blussen met …


Nr. 52/308 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V370 +<br />

V378<br />

V370 +<br />

V380<br />

V370 +<br />

V380 +<br />

V375<br />

Tungumál<br />

PL W przypadku pożaru: Użyć … do gaszenia.<br />

PT Em caso de incêndio: para a extinção utilizar …<br />

RO În caz de incendiu: utilizaţi… pentru stingere.<br />

SK V prípade požiaru: na hasenie použite …<br />

SL Ob požaru: za gašenje uporabiti …<br />

FI Tulipalon sattuessa: Käytä palon sammuttamiseen …<br />

SV Vid brand: Släck branden med …<br />

Tungumál<br />

BG При пожар: Евакуирайте зоната.<br />

ES En caso de incendio: Evacuar la zona.<br />

CS V případě požáru: Vykliďte prostor.<br />

DA Ved brand: Evakuer området.<br />

DE Bei Brand: Umgebung räumen.<br />

ET Tulekahju korral: ala evakueerida.<br />

EL Σε περίπτωση πυρκαγιάς: Εκκενώστε την περιοχή.<br />

EN In case of fire: Evacuate area.<br />

FR En cas d’incendie: évacuer la zone.<br />

GA I gcás dóiteáin: Aslonnaigh gach duine as an limistéar.<br />

IT Evacuare la zona in caso di incendio.<br />

LV Ugunsgrēka gadījumā: evakuēt zonu.<br />

LT Gaisro atveju: evakuoti zoną.<br />

HU Tűz esetén: Ki kell üríteni a területet.<br />

MT F’każ ta' nar: Evakwa ż-żona.<br />

NL In geval van brand: evacueren.<br />

PL W przypadku pożaru: Ewakuować teren.<br />

PT Em caso de incêndio: evacuar a zona.<br />

RO În caz de incendiu: evacuaţi zona.<br />

SK V prípade požiaru: priestory evakuujte.<br />

SL Ob požaru: izprazniti območje.<br />

FI Tulipalon sattuessa: Evakuoi alue.<br />

SV Vid brand: Utrym området.<br />

Tungumál<br />

BG При пожар: Евакуирайте зоната. Гасете пожара от разстояние поради опасност от<br />

експлозия.<br />

ES En caso de incendio: Evacuar la zona. Luchar contra el incendio a distancia, dado el<br />

riesgo de explosión.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/309<br />

V370 +<br />

V380 +<br />

V375<br />

V371 +<br />

V380 +<br />

V375<br />

Tungumál<br />

CS V případě požáru: Vykliďte prostor. Kvůli nebezpečí výbuchu haste z dostatečné<br />

vzdálenosti.<br />

DA Ved brand: Evakuer området. Bekæmp branden på afstand på grund af eksplosionsfare.<br />

DE Bei Brand: Umgebung räumen. Wegen Explosionsgefahr Brand aus der Entfernung<br />

bekämpfen.<br />

ET Tulekahju korral: ala evakueerida. Plahvatusohu tõttu teha kustutustöid eemalt.<br />

EL Σε περίπτωση πυρκαγιάς: Εκκενώστε την περιοχή. Προσπαθήστε να σβήσετε την<br />

πυρκαγιά από απόσταση, επειδή υπάρχει κίνδυνος έκρηξης.<br />

EN In case of fire: Evacuate area. Fight fire remotely due to the risk of explosion.<br />

FR En cas d’incendie: évacuer la zone. Combattre l’incendie à distance à cause du risque<br />

d’explosion.<br />

GA I gcás dóiteáin: Aslonnaigh gach duine as an limistéar. Téigh i gcianghleic leis an<br />

dóiteán mar gheall ar an mbaol pléasctha.<br />

IT In caso di incendio: evacuare la zona. Rischio di esplosione. Utilizzare i mezzi<br />

estinguenti a grande distanza.<br />

LV Ugunsgrēka gadījumā: evakuēt zonu. Dzēst uguni no attāluma eksplozijas riska dēļ.<br />

LT Gaisro atveju: evakuoti zoną. Gaisrą gesinti iš toli dėl sprogimo pavojaus.<br />

HU Tűz esetén: Ki kell üríteni a területet. A tűz oltását robbanásveszély miatt távolból kell<br />

végezni.<br />

MT F’każ ta' nar: Evakwa ż-żona. Itfi n-nar mill-bogħod minħabba r-riskju ta' splużjoni.<br />

NL In geval van brand: evacueren. Op afstand blussen omwille van ontploffingsgevaar.<br />

PL W przypadku pożaru: Ewakuować teren. Z powodu ryzyka wybuchu gasić pożar z<br />

odległości.<br />

PT Em caso de incêndio: evacuar a zona. Combater o incêndio à distância, devido ao risco<br />

de explosão.<br />

RO În caz de incendiu: evacuaţi zona. Stingeţi incendiul de la distanţă din cauza pericolului<br />

de explozie.<br />

SK V prípade požiaru: priestory evakuujte. Z dôvodu nebezpečenstva výbuchu požiar haste<br />

z diaľky.<br />

SL Ob požaru: izprazniti območje. Gasiti z večje razdalje zaradi nevarnosti eksplozije.<br />

FI Tulipalon sattuessa: Evakuoi alue. Sammuta palo etäältä räjähdysvaaran takia.<br />

SV Vid brand: Utrym området. Bekämpa branden på avstånd på grund av explosionsrisken.<br />

Tungumál<br />

BG При голям пожар и значителни количества: Евакуирайте зоната. Гасете пожара от<br />

разстояние поради опасност от експлозия.<br />

ES En caso de incendio importante y en grandes cantidades: Evacuar la zona. Luchar contra<br />

el incendio a distancia, dado el riesgo de explosión.<br />

CS V případě velkého požáru a velkého množství: Vykliďte prostor. Kvůli nebezpečí<br />

výbuchu haste z dostatečné vzdálenosti.<br />

DA Ved større brand og store mængder: Evakuer området. Bekæmp branden på afstand på<br />

grund af eksplosionsfare.<br />

DE Bei Großbrand und großen Mengen: Umgebung räumen. Wegen Explosionsgefahr<br />

Brand aus der Entfernung bekämpfen.<br />

ET Suure tulekahju korral ning kui on tegemist suurte kogustega: ala evakueerida.<br />

Plahvatusohu tõttu teha kustutustöid eemalt.


Nr. 52/310 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V371 +<br />

V380 +<br />

V375<br />

Tungumál<br />

V401 Tungumál<br />

EL Σε περίπτωση σοβαρής πυρκαγιάς και εάν πρόκειται για µεγάλες ποσότητες: Εκκενώστε<br />

την περιοχή. Προσπαθήστε να σβήσετε την πυρκαγιά από απόσταση, επειδή υπάρχει<br />

κίνδυνος έκρηξης.<br />

EN In case of major fire and large quantities: Evacuate area. Fight fire remotely due to the<br />

risk of explosion.<br />

FR En cas d’incendie important et s’il s’agit de grandes quantités: évacuer la zone.<br />

Combattre l’incendie à distance à cause du risque d’explosion.<br />

GA I gcás mórdhóiteáin agus mórchainníochtaí: Aslonnaigh gach duine as an limistéar.<br />

Téigh i gcianghleic leis an dóiteán mar gheall ar an mbaol pléasctha.<br />

IT In caso di incendio grave e di grandi quantità: evacuare la zona. Rischio di esplosione.<br />

Utilizzare i mezzi estinguenti a grande distanza.<br />

LV Ugunsgrēka vai liela apjoma gadījumā: evakuēt zonu. Dzēst uguni no attāluma<br />

eksplozijas riska dēļ.<br />

LT Didelio gaisro ir didelių kiekių atveju: evakuoti zoną. Gaisrą gesinti iš toli dėl sprogimo<br />

pavojaus.<br />

HU Nagyobb tűz és nagy mennyiség esetén: Ki kell üríteni a területet. A tűz oltását<br />

robbanásveszély miatt távolból kell végezni.<br />

MT F’każ ta' nar kbir u kwantitajiet kbar: Evakwa ż-żona. Itfi n-nar mill-bogħod minħabba<br />

r-riskju ta' splużjoni.<br />

NL In geval van grote brand en grote hoeveelheden: evacueren. Op afstand blussen omwille<br />

van ontploffingsgevaar.<br />

PL W przypadku poważnego pożaru i dużych ilości: Ewakuować teren. Z powodu ryzyka<br />

wybuchu gasić pożar z odległości.<br />

PT Em caso de incêndio importante e de grandes quantidades: evacuar a zona. Combater o<br />

incêndio à distância, devido ao risco de explosão.<br />

RO În caz de incendiu de proporţii şi de cantităţi mari de produs: evacuaţi zona. Stingeţi<br />

incendiul de la distanţă din cauza pericolului de explozie.<br />

SK V prípade veľkého požiaru a značného množstva: priestory evakuujte. Z dôvodu<br />

nebezpečenstva výbuchu požiar haste z diaľky.<br />

SL Ob velikem požaru in velikih količinah: izprazniti območje. Gasiti z večje razdalje<br />

zaradi nevarnosti eksplozije.<br />

FI Jos tulipalo ja ainemäärät ovat suuret: Evakuoi alue. Sammuta palo etäältä<br />

räjähdysvaaran takia.<br />

SV Vid större brand och stora mängder: Utrym området. Bekämpa branden på avstånd på<br />

grund av explosionsrisken.<br />

BG Да се съхранява…<br />

ES Almacenar …<br />

CS Skladujte …<br />

DA Opbevares …<br />

DE … aufbewahren.<br />

ET Hoida …<br />

EL Αποθηκεύεται …<br />

Tafla 1.4<br />

Varnaðarsetningar — geymsla


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/311<br />

V401 Tungumál<br />

EN Store …<br />

FR Stocker …<br />

GA Stóráil …<br />

IT Conservare…<br />

LV Glabāt…<br />

LT Laikyti…<br />

HU Tárolás: … .<br />

MT Aħżen …<br />

NL … bewaren.<br />

PL Przechowywać …<br />

PT Armazenar …<br />

RO A se depozita…<br />

SK Uchovávajte …<br />

SL Hraniti …<br />

FI Varastoi …<br />

SV Förvaras …<br />

V402 Tungumál<br />

BG Да се съхранява на сухо място.<br />

ES Almacenar en un lugar seco.<br />

CS Skladujte na suchém místě.<br />

DA Opbevares et tørt sted.<br />

DE An einem trockenen Ort aufbewahren.<br />

ET Hoida kuivas.<br />

EL Αποθηκεύεται σε στεγνό µέρος.<br />

EN Store in a dry place.<br />

FR Stocker dans un endroit sec.<br />

GA Stóráil in áit thirim.<br />

IT Conservare in luogo asciutto.<br />

LV Glabāt sausā vietā.<br />

LT Laikyti sausoje vietoje.<br />

HU Száraz helyen tárolandó.<br />

MT Aħżen f’post niexef.<br />

NL Op een droge plaats bewaren.<br />

PL Przechowywać w suchym miejscu.<br />

PT Armazenar em local seco.<br />

RO A se depozita într-un loc uscat.<br />

SK Uchovávajte na suchom mieste.


Nr. 52/312 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V402 Tungumál<br />

V403 Tungumál<br />

V404 Tungumál<br />

SL Hraniti na suhem.<br />

FI Varastoi kuivassa paikassa.<br />

SV Förvaras torrt.<br />

BG Да се съхранява на добре проветриво място.<br />

ES Almacenar en un lugar bien ventilado.<br />

CS Skladujte na dobře větraném místě.<br />

DA Opbevares på et godt ventileret sted.<br />

DE An einem gut belüfteten Ort aufbewahren.<br />

ET Hoida hästi ventileeritavas kohas.<br />

EL Αποθηκεύεται σε καλά αεριζόµενο χώρο.<br />

EN Store in a well-ventilated place.<br />

FR Stocker dans un endroit bien ventilé.<br />

GA Stóráil in áit dhea-aeráilte.<br />

IT Conservare in luogo ben ventilato.<br />

LV Glabāt labi vēdināmā vietā.<br />

LT Laikyti gerai vėdinamoje vietoje.<br />

HU Jól szellőző helyen tárolandó.<br />

MT Aħżen f’post b'ventilazzjoni tajba.<br />

NL Op een goed geventileerde plaats bewaren.<br />

PL Przechowywać w dobrze wentylowanym miejscu.<br />

PT Armazenar em local bem ventilado.<br />

RO A se depozita într-un spaţiu bine ventilat.<br />

SK Uchovávajte na dobre vetranom mieste.<br />

SL Hraniti na dobro prezračevanem mestu.<br />

FI Varastoi paikassa, jossa on hyvä ilmanvaihto.<br />

SV Förvaras på väl ventilerad plats.<br />

BG Да се съхранява в затворен съд.<br />

ES Almacenar en un recipiente cerrado.<br />

CS Skladujte v uzavřeném obalu.<br />

DA Opbevares i en lukket beholder.<br />

DE In einem geschlossenen Behälter aufbewahren.<br />

ET Hoida suletud mahutis.<br />

EL Φυλάσσεται σε κλειστό περιέκτη.<br />

EN Store in a closed container.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/313<br />

V404 Tungumál<br />

V405 Tungumál<br />

FR Stocker dans un récipient fermé.<br />

GA Stóráil i gcoimeádán iata.<br />

IT Conservare in un recipiente chiuso.<br />

LV Glabāt slēgtā tvertnē.<br />

LT Laikyti uždaroje talpykloje.<br />

HU Zárt edényben tárolandó.<br />

MT Aħżen f’kontenitur magħluq.<br />

NL In gesloten verpakking bewaren.<br />

PL Przechowywać w zamkniętym pojemniku.<br />

PT Armazenar em recipiente fechado.<br />

RO A se depozita într-un recipient închis.<br />

SK Uchovávajte v uzavretej nádobe.<br />

SL Hraniti v zaprti posodi.<br />

FI Varastoi suljettuna.<br />

SV Förvaras i sluten behållare.<br />

BG Да се съхранява под ключ.<br />

ES Guardar bajo llave.<br />

CS Skladujte uzamčené.<br />

DA Opbevares under lås.<br />

DE Unter Verschluss aufbewahren.<br />

ET Hoida lukustatult.<br />

EL Φυλάσσεται κλειδωµένο.<br />

EN Store locked up.<br />

FR Garder sous clef.<br />

GA Stóráil faoi ghlas.<br />

IT Conservare sotto chiave.<br />

LV Glabāt slēgtā veidā.<br />

LT Laikyti užrakintą.<br />

HU Elzárva tárolandó.<br />

MT Aħżen f'post imsakkar.<br />

NL Achter slot bewaren.<br />

PL Przechowywać pod zamknięciem.<br />

PT Armazenar em local fechado à chave.<br />

RO A se depozita sub cheie.<br />

SK Uchovávajte uzamknuté.<br />

SL Hraniti zaklenjeno.


Nr. 52/314 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V405 Tungumál<br />

V406 Tungumál<br />

V407 Tungumál<br />

FI Varastoi lukitussa tilassa.<br />

SV Förvaras inlåst.<br />

BG Да се съхранява в устойчив на разяждане съд/… съд с устойчива вътрешна<br />

облицовка.<br />

ES Almacenar en un recipiente resistente a la corrosión/… con revestimiento interior<br />

resistente.<br />

CS Skladujte v obalu odolném proti korozi/… obalu s odolnou vnitřní vrstvou.<br />

DA Opbevares i ætsningsbestandig/…beholder med modstandsdygtig indvendig belægning.<br />

DE In korrosionsbeständigem/… Behälter mit korrosionsbeständiger Auskleidung<br />

aufbewahren.<br />

ET Hoida sööbekindlas/…sööbekindla sisevooderdisega mahutis.<br />

EL Αποθηκεύεται σε ανθεκτικό στη διάβρωση/… περιέκτη µε ανθεκτική εσωτερική<br />

επένδυση.<br />

EN Store in corrosive resistant/… container with a resistant inner liner.<br />

FR Stocker dans un récipient résistant à la corrosion/récipient en … avec doublure<br />

intérieure résistant à la corrosion.<br />

GA Stóráil i gcoimeádán … frithchreimneach/… le líneáil frithchreimneach laistigh.<br />

IT Conservare in recipiente resistente alla corrosione/… provvisto di rivestimento interno<br />

resistente.<br />

LV Glabāt tvertnē, kas aizsargā pret koroziju/… tvertnes ar iekšējo pretkorozijas izolāciju.<br />

LT Laikyti korozijai atsparioje talpykloje/…, turinčioje atsparią vidinę dangą.<br />

HU Saválló/saválló bélésű … edényben tárolandó.<br />

MT Aħżen f'post reżistenti għall-korrużjoni/… kontenitur li huwa infurrat minn ġewwa<br />

b'materjal reżistenti.<br />

NL In corrosiebestendige/… houder met corrosiebestendige binnenbekleding bewaren.<br />

PL Przechowywać w pojemniku odpornym na korozję / … o odpornej powłoce<br />

wewnętrznej.<br />

PT Armazenar num recipiente resistente à corrosão/… com um revestimento interior<br />

resistente.<br />

RO Depozitaţi într-un recipient rezistent la coroziune/recipient din… cu dublură interioară<br />

rezistentă la coroziune.<br />

SK Uchovávajte v nádobe odolnej proti korózii/… nádobe s odolnou vnútornou vrstvou.<br />

SL Hraniti v posodi, odporni proti koroziji/…, z odporno notranjo oblogo.<br />

FI Varastoi syöpymättömässä/… säiliössä, jossa on kestävä sisävuoraus.<br />

SV Förvaras i korrosionsbeständig/… behållare med beständigt innerhölje.<br />

BG Да се остави въздушно пространство между купчините/палетите.<br />

ES Dejar una separación entre los bloques/los palés de carga.<br />

CS Mezi stohy/paletami ponechte vzduchovou mezeru.<br />

DA Obevares med luftmellemrum mellem stakkene/pallerne.<br />

DE Luftspalt zwischen Stapeln/Paletten lassen.<br />

ET Jätta virnade/kaubaaluste vahele õhuvahe.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/315<br />

V407 Tungumál<br />

V410 Tungumál<br />

EL Να υπάρχει κενό αέρος µεταξύ των σωρών/παλετών.<br />

EN Maintain air gap between stacks/pallets.<br />

FR Maintenir un intervalle d’air entre les piles/palettes.<br />

GA Coimeád bearna aeir idir chruacha/phailléid.<br />

IT Mantenere uno spazio libero tra gli scaffali/i pallet.<br />

LV Saglabāt gaisa spraugu starp krāvumiem/paletēm.<br />

LT Palikti oro tarpą tarp eilių/palečių.<br />

HU A rakatok/raklapok között térközt kell hagyni.<br />

MT Ħalli l-arja tgħaddi bejn l-imniezel/il-palits.<br />

NL Ruimte laten tussen stapels/pallets.<br />

PL Zachować szczelinę powietrzną pomiędzy stosami/paletami.<br />

PT Respeitar as distâncias mínimas entre pilhas/paletes.<br />

RO Păstraţi un spaţiu gol între stive/pale i.<br />

SK Medzi regálmi/paletami ponechajte vzduchovú medzeru.<br />

SL Ohraniti zračno režo med skladi/paletami.<br />

FI Jätä pinojen/kuormalavojen väliin ilmarako.<br />

SV Se till att det finns luft mellan staplar/pallar.<br />

BG Да се пази от пряка слънчева светлина.<br />

ES Proteger de la luz del sol.<br />

CS Chraňte před slunečním zářením.<br />

DA Beskyttes mod sollys.<br />

DE Vor Sonnenbestrahlung schützen.<br />

ET Hoida päikesevalguse eest.<br />

EL Να προστατεύεται από τις ηλιακές ακτίνες.<br />

EN Protect from sunlight.<br />

FR Protéger du rayonnement solaire.<br />

GA Cosain ó sholas na gréine.<br />

IT Proteggere dai raggi solari.<br />

LV Aizsargāt no saules gaismas.<br />

LT Saugoti nuo saulės šviesos.<br />

HU Napfénytől védendő.<br />

MT Ipproteġi mid-dawl tax-xemx.<br />

NL Tegen zonlicht beschermen.<br />

PL Chronić przed światłem słonecznym.<br />

PT Manter ao abrigo da luz solar.<br />

RO A se proteja de lumina solară.


Nr. 52/316 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V410 Tungumál<br />

V411 Tungumál<br />

V412 Tungumál<br />

SK Chráňte pred slnečným žiarením.<br />

SL Zaščititi pred sončno svetlobo.<br />

FI Suojaa auringonvalolta.<br />

SV Skyddas från solljus.<br />

BG Да се съхранява при температури, не по-високи от … o C/… o F.<br />

ES Almacenar a temperaturas no superiores a … o C/… o F.<br />

CS Skladujte při teplotě nepřesahující … o C/… o F.<br />

DA Opbevares ved en temperatur, som ikke overstiger … o C/… o F.<br />

DE Bei Temperaturen von nicht mehr als … o C/…aufbewahren.<br />

ET Hoida temperatuuril mitte üle … o C/… o F.<br />

EL Αποθηκεύεται σε θερµοκρασίες που δεν υπερβαίνουν τους … o C/… o F.<br />

EN Store at temperatures not exceeding … o C/… o F.<br />

FR Stocker à une température ne dépassant pas … o C/… o F.<br />

GA Stóráil ag teocht nach airde ná … o C/… o F.<br />

IT Conservare a temperature non superiori a … o C/… o F.<br />

LV Uzglabāt temperatūrā, kas nepārsniedz … o C/… o F.<br />

LT Laikyti ne aukštesnėje kaip … o C/… o F temperatūroje.<br />

HU A tárolási hőmérséklet legfeljebb … o C/… o F lehet.<br />

MT Aħżen f’temperaturi li ma jeċċedux … o C/… o F.<br />

NL Bij maximaal … o C/… o F bewaren.<br />

PL Przechowywać w temperaturze nieprzekraczającej … o C/… o F.<br />

PT Armazenar a uma temperatura não superior a … o C/… o F.<br />

RO A se depozita la temperaturi care să nu depăşească … o C/… o F.<br />

SK Uchovávajte pri teplotách do … o C/… o F<br />

SL Hraniti pri temperaturi do … o C/… o F.<br />

FI Varastoi alle … o C/… o F lämpötilassa.<br />

SV Förvaras vid högst … o C/… o F.<br />

BG Да не се излага на температури, по-високи от 50 o C/122 o F.<br />

ES No exponer a temperaturas superiores a 50 o C/122 o F.<br />

CS Nevystavujte teplotě přesahující 50 o C/122 o F.<br />

DA Må ikke udsættes for en temperatur, som overstiger 50 o C/122 o F.<br />

DE Nicht Temperaturen von mehr als 50 o C aussetzen.<br />

ET Mitte hoida temperatuuril üle 50 o C/122 o F.<br />

EL Να µην εκτίθεται σε θερµοκρασίες που υπερβαίνουν τους 50 o C/122 o F.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/317<br />

V412 Tungumál<br />

V413 Tungumál<br />

EN Do not expose to temperatures exceeding 50 o C/122 o F.<br />

FR Ne pas exposer à une température supérieure à 50 o C/122 o F.<br />

GA Ná nocht do theocht níos airde ná 50 o C/122 o F.<br />

IT Non esporre a temperature superiori a 50 o C/122 o F.<br />

LV Nepakļaut temperatūrai, kas pārsniedz 50 o C/122 o F.<br />

LT Nelaikyti aukštesnėje kaip 50 o C/122 o F temperatūroje.<br />

HU Nem érheti 50 o C/122 o F hőmérsékletet meghaladó hő.<br />

MT Tesponix għal temperaturi li jeċċedu l-50 o C/122 o F.<br />

NL Niet blootstellen aan temperaturen boven 50 o C/122 o F.<br />

PL Nie wystawiać na działanie temperatury przekraczającej 50 o C/122 o F.<br />

PT Não expor a temperaturas superiores a 50 o C/122 o F.<br />

RO Nu expuneţi la temperaturi care depăşesc 50 o C/122 o F.<br />

SK Nevystavujte teplotám nad 50 o C/122 o F.<br />

SL Ne izpostavljati temperaturam nad 50 o C/122 o F.<br />

FI Ei saa altistaa yli 50 o C/122 o F lämpötiloille.<br />

SV Får inte utsättas för temperaturer över 50 o C/122 o F.<br />

BG При насипни количества, по-големи от … kg/… фунта, да се съхранява при<br />

температури, не по-високи от … o C/… o F.<br />

ES Almacenar las cantidades a granel superiores a … kg/… lbs a temperaturas no<br />

superiores a … o C/… o F.<br />

CS Množství větší než … kg/… liber skladujte při teplotě nepřesahující … o C/… o F.<br />

DA Bulkmængder på over … kg/…lbs opbevares ved en temperatur, som ikke overstiger<br />

… o C/… o F.<br />

DE Schüttgut in Mengen von mehr als … kg bei Temperaturen von nicht mehr als … o C<br />

aufbewahren<br />

ET Kogust, mis on suurem kui … kg/… naela, hoida temperatuuril mitte üle … o C/… o F.<br />

EL Οι σωροί χύδην µε βάρος άνω των … kg/… lbs αποθηκεύονται σε θερµοκρασίες που<br />

δεν υπερβαίνουν τους … o C/… o F.<br />

EN Store bulk masses greater than … kg/… lbs at temperatures not exceeding … o C/… o F.<br />

FR Stocker les quantités en vrac de plus de … kg/… lb à une température ne dépassant pas<br />

… o C/… o F.<br />

GA Stóráil bulcmhaiseanna os cionn … kg/… lb ag teocht nach airde ná … o C/… o F.<br />

IT Conservare le rinfuse di peso superiore a …kg/…lb a temperature non superiori a<br />

… o C/ o F.<br />

LV Lielus apjomus, kas pārsniedz … kg/… lbs, uzglabāt temperatūrā, kas nepārsniedz<br />

… o C/… o F.<br />

LT Didesnius kaip … kg/… lbs medžiagos kiekius laikyti ne aukštesnėje kaip … o C/… o F<br />

temperatūroje.<br />

HU A … kg/… lb tömeget meghaladó ömlesztett anyag tárolási hőmérséklete legfeljebb<br />

… o C/… o F lehet.<br />

MT Aħżen il-kwantitajiet f’massa ta' akbar minn … kg/… lbs f’temperaturi ta' mhux aktar<br />

minn … o C/… o F.


Nr. 52/318 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V413 Tungumál<br />

V420 Tungumál<br />

NL Bulkmateriaal, indien meer dan … kg/… lbs, bij temperaturen van maximaal … o C<br />

bewaren.<br />

PL Przechowywać luzem masy przekraczające … kg/… funtów w temperaturze<br />

nieprzekraczającej … o C/… o F.<br />

PT Armazenar quantidades a granel superiores a … kg/… lbs a uma temperatura não<br />

superior a … o C/… o F.<br />

RO Depozitaţi cantităţile în vrac mai mari de … kg/… lbs la temperaturi care să nu<br />

depăşească … o C/… o F.<br />

SK Veľké množstvo s hmotnosťou nad … kg/… lbs uchovávajte pri teplote do … o C/… o F.<br />

SL Razsute količine, večje od … kg/… lbs, hraniti pri temperaturi do … o C/… o F.<br />

FI Säilytä yli … kg/…lbs painoinen irtotavara enintään … o C/… o F lämpötilassa.<br />

SV Bulkprodukter som väger mer än … kg/… lbs förvaras vid högst … o C/… o F.<br />

BG Да се съхранява на разстояние от други материали.<br />

ES Almacenar alejado de otros materiales.<br />

CS Skladujte odděleně od ostatních materiálů.<br />

DA Må ikke opbevares i nærheden af andre materialer.<br />

DE Von anderen Materialien entfernt aufbewahren.<br />

ET Hoida eemal teistest materjalidest.<br />

EL Αποθηκεύεται µακριά από άλλα υλικά.<br />

EN Store away from other materials.<br />

FR Stocker à l’écart des autres matières.<br />

GA Stóráil glan ar ábhair eile.<br />

IT Conservare lontano da altri materiali.<br />

LV Glabāt atsevišķi no citiem materiāliem.<br />

LT Laikyti atokiau nuo kitų medžiagų.<br />

HU Más anyagoktól távol tárolandó.<br />

MT Aħżen ‘l bogħod minn materjal ieħor.<br />

NL Gescheiden van ander materiaal bewaren.<br />

PL Przechowywać z dala od innych materiałów.<br />

PT Armazenar afastado de outros materiais.<br />

RO Depozitaţi departe de alte materiale.<br />

SK Uchovávajte oddelene od iných materiálov.<br />

SL Hraniti ločeno od drugih materialov.<br />

FI Varastoi erillään muista materiaaleista.<br />

SV Förvaras åtskilt från andra material.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/319<br />

V422 Tungumál<br />

V402 +<br />

V404<br />

BG Съдържанието да се съхранява при…<br />

ES Almacenar el contenido en …<br />

CS Skladujte pod …<br />

DA Indholdet skal opbevares under …<br />

DE Inhalt in/unter … aufbewahren<br />

ET Hoida sisu …<br />

EL Το περιεχόµενο αποθηκεύεται σε …<br />

EN Store contents under …<br />

FR Stocker le contenu sous …<br />

GA Stóráil an t-ábhar faoi …<br />

IT Conservare sotto…<br />

LV Saturu uzglabāt zem…<br />

LT Turinį laikyti …<br />

HU Tartalma … -ban/-ben tárolandó.<br />

MT Aħżen il-kontenut taħt …<br />

NL Onder … bewaren.<br />

PL Zawartość przechowywać w …<br />

PT Armazenar o conteúdo em …<br />

RO Depozitaţi conţinutul sub …<br />

SK Obsah uchovávajte v …<br />

SL Vsebino hraniti v …<br />

FI Varastoi sisältö …<br />

SV Förvara innehållet i…<br />

Tungumál<br />

BG Да се съхранява на сухо място. Да се съхранява в затворен съд.<br />

ES Almacenar en un lugar seco. Almacenar en un recipiente cerrado.<br />

CS Skladujte na suchém místě. Skladujte v uzavřeném obalu.<br />

DA Opbevares et tørt sted. Opbevares i en lukket beholder.<br />

DE In einem geschlossenen Behälter an einem trockenen Ort aufbewahren.<br />

ET Hoida kuivas. Hoida suletud mahutis.<br />

EL Αποθηκεύεται σε στεγνό µέρος. Φυλάσσεται σε κλειστό περιέκτη.<br />

EN Store in a dry place. Store in a closed container.<br />

FR Stocker dans un endroit sec. Stocker dans un récipient fermé.<br />

GA Stóráil in áit thirim. Stóráil i gcoimeádán iata.<br />

IT Conservare in luogo asciutto e in recipiente chiuso.<br />

LV Glabāt sausā vietā. Glabāt aizvērtā tvertnē.<br />

LT Laikyti sausoje vietoje. Laikyti uždaroje talpykloje.


Nr. 52/320 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V402 +<br />

V404<br />

V403 +<br />

V233<br />

Tungumál<br />

HU Száraz helyen tárolandó. Zárt edényben tárolandó.<br />

MT Aħżen f’post niexef. Aħżen f’kontenitur magħluq.<br />

NL Op een droge plaats bewaren. In gesloten verpakking bewaren.<br />

PL Przechowywać w suchym miejscu. Przechowywać w zamkniętym pojemniku.<br />

PT Armazenar em local seco. Armazenar em recipiente fechado.<br />

RO A se depozita într-un loc uscat, într-un recipient închis.<br />

SK Uchovávajte na suchom mieste. Uchovávajte v uzavretej nádobe.<br />

SL Hraniti na suhem. Hraniti v zaprti posodi.<br />

FI Varastoi kuivassa paikassa. Varastoi suljettuna.<br />

SV Förvaras torrt. Förvaras i sluten behållare.<br />

Tungumál<br />

BG Да се съхранява на добре проветриво място. Съдът да се съхранява плътно<br />

затворен.<br />

ES Almacenar en un lugar bien ventilado. Mantener el recipiente cerrado herméticamente.<br />

CS Skladujte na dobře větraném místě. Uchovávejte obal těsně uzavřený.<br />

DA Opbevares på et godt ventileret sted. Hold beholderen tæt lukket.<br />

DE Behälter dicht verschlossen an einem gut belüfteten Ort aufbewahren.<br />

ET Hoida hästi ventileeritavas kohas. Hoida mahuti tihedalt suletuna.<br />

EL Αποθηκεύεται σε καλά αεριζόµενο χώρο. Ο περιέκτης διατηρείται ερµητικά κλειστός.<br />

EN Store in a well-ventilated place. Keep container tightly closed.<br />

FR Stocker dans un endroit bien ventilé. Maintenir le récipient fermé de manière étanche.<br />

GA Stóráil in áit dhea-aeráilte. Coimeád an coimeádán dúnta go docht.<br />

IT Tenere il recipiente ben chiuso e in luogo ben ventilato.<br />

LV Glabāt labi vēdināmās telpās. Tvertni turēt cieši noslēgtu.<br />

LT Laikyti gerai vėdinamoje vietoje. Talpyklą laikyti sandariai uždarytą.<br />

HU Jól szellőző helyen tárolandó. Az edény szorosan lezárva tartandó.<br />

MT Aħżen f'post b'ventilazzjoni tajba. Żomm il-kontenitur magħluq sew.<br />

NL Op een goed geventileerde plaats bewaren. In goed gesloten verpakking bewaren.<br />

PL Przechowywać w dobrze wentylowanym miejscu. Przechowywać pojemnik szczelnie<br />

zamknięty.<br />

PT Armazenar em local bem ventilado. Manter o recipiente bem fechado.<br />

RO A se depozita într-un spaţiu bine ventilat. Păstraţi recipientul închis etanş.<br />

SK Uchovávajte na dobre vetranom mieste. Nádobu uchovávajte tesne uzavretú.<br />

SL Hraniti na dobro prezračevanem mestu. Hraniti v tesno zaprti posodi.<br />

FI Varastoi paikassa, jossa on hyvä ilmanvaihto. Säilytä tiiviisti suljettuna.<br />

SV Förvaras på väl ventilerad plats. Förpackningen ska förvaras väl tillsluten.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/321<br />

V403 +<br />

V235<br />

V410 +<br />

V403<br />

Tungumál<br />

BG Да се съхранява на добре проветриво място. Да се съхранява на хладно.<br />

ES Almacenar en un lugar bien ventilado. Mantener en lugar fresco.<br />

CS Skladujte na dobře větraném místě. Uchovávejte v chladu.<br />

DA Opbevares på et godt ventileret sted. Opbevares køligt.<br />

DE Kühl an einem gut belüfteten Ort aufgewahren.<br />

ET Hoida hästi ventileeritavas kohas. Hoida jahedas.<br />

EL Αποθηκεύεται σε καλά αεριζόµενο χώρο. Διατηρείται δροσερό.<br />

EN Store in a well-ventilated place. Keep cool.<br />

FR Stocker dans un endroit bien ventilé. Tenir au frais.<br />

GA Stóráil in áit dhea-aeráilte. Coimeád fionnuar.<br />

IT Conservare in luogo fresco e ben ventilato.<br />

LV Glabāt labi vēdināmās telpās. Turēt vēsumā.<br />

LT Laikyti gerai vėdinamoje vietoje. Laikyti vėsioje vietoje.<br />

HU Jól szellőző helyen tárolandó. Hűvös helyen tartandó.<br />

MT Aħżen f'post b'ventilazzjoni tajba. Żomm frisk.<br />

NL Op een goed geventileerde plaats bewaren. Koel bewaren.<br />

PL Przechowywać w dobrze wentylowanym miejscu. Przechowywać w chłodnym miejscu.<br />

PT Armazenar em local bem ventilado. Conservar em ambiente fresco.<br />

RO A se depozita într-un spaţiu bine ventilat. A se păstra la rece.<br />

SK Uchovávajte na dobre vetranom mieste. Uchovávajte v chlade.<br />

SL Hraniti na dobro prezračevanem mestu. Hraniti na hladnem.<br />

FI Varastoi paikassa, jossa on hyvä ilmanvaihto. Säilytä viileässä.<br />

SV Förvaras på väl ventilerad plats. Förvaras svalt.<br />

Tungumál<br />

BG Да се пази от пряка слънчева светлина. Да се съхранява на добре проветриво<br />

място.<br />

ES Proteger de la luz del sol. Almacenar en un lugar bien ventilado.<br />

CS Chraňte před slunečním zářením. Skladujte na dobře větraném místě.<br />

DA Beskyttes mod sollys. Opbevares på et godt ventileret sted.<br />

DE Vor Sonnenbestrahlung geschützt an einem gut belüfteten Ort aufbewahren.<br />

ET Hoida päikesevalguse eest. Hoida hästi ventileeritavas kohas.<br />

EL Να προστατεύεται από τις ηλιακές ακτίνες. Αποθηκεύεται σε καλά αεριζόµενο χώρο.<br />

EN Protect from sunlight. Store in a well-ventilated place.<br />

FR Protéger du rayonnement solaire. Stocker dans un endroit bien ventilé.<br />

GA Cosain ó sholas na gréine. Stóráil in áit dhea-aeráilte.<br />

IT Proteggere dai raggi solari. Conservare in luogo ben ventilato.<br />

LV Aizsargāt no saules gaismas. Glabāt labi vēdināmās telpās.


Nr. 52/322 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

V410 +<br />

V403<br />

V410 +<br />

V412<br />

Tungumál<br />

LT Saugoti nuo saulės šviesos. Laikyti gerai vėdinamoje vietoje.<br />

HU Napfénytől védendő. Jól szellőző helyen tárolandó.<br />

MT Ipproteġi mid-dawl tax-xemx. Aħżen f'post b'ventilazzjoni tajba.<br />

NL Tegen zonlicht beschermen. Op een goed geventileerde plaats bewaren.<br />

PL Chronić przed światłem słonecznym. Przechowywać w dobrze wentylowanym miejscu.<br />

PT Manter ao abrigo da luz solar. Armazenar em local bem ventilado.<br />

RO A se proteja de lumina solară. A se depozita într-un spaţiu bine ventilat.<br />

SK Chráňte pred slnečným žiarením. Uchovávajte na dobre vetranom mieste.<br />

SL Zaščititi pred sončno svetlobo. Hraniti na dobro prezračevanem mestu.<br />

FI Suojaa auringonvalolta. Varastoi paikassa, jossa on hyvä ilmanvaihto.<br />

SV Skyddas från solljus. Förvaras på väl ventilerad plats.<br />

Tungumál<br />

BG Да се пази от пряка слънчева светлина. Да не се излага на температури, по-високи<br />

от 50 o C/122 o F.<br />

ES Proteger de la luz del sol. No exponer a temperaturas superiores a 50 o C/122 o F.<br />

CS Chraňte před slunečním zářením. Nevystavujte teplotě přesahující 50 o C/122 o F.<br />

DA Beskyttes mod sollys. Må ikke udsættes for en temperatur, som overstiger 50 o C/122 o F.<br />

DE Vor Sonnenbestrahlung schützen und nicht Temperaturen von mehr als 50 o C aussetzen.<br />

ET Hoida päikesevalguse eest. Mitte hoida temperatuuril üle 50 o C/122 o F.<br />

EL Να προστατεύεται από τις ηλιακές ακτίνες. Να µην εκτίθεται σε θερµοκρασίες που<br />

υπερβαίνουν τους 50 o C/122 o F.<br />

EN Protect from sunlight. Do no expose to temperatures exceeding 50 o C/122 o F.<br />

FR Protéger du rayonnement solaire. Ne pas exposer à une température supérieure à<br />

50 o C/122 o F.<br />

GA Cosain ó sholas na gréine. Ná nocht do theocht níos airde ná 50 o C/122 o F.<br />

IT Proteggere dai raggi solari. Non esporre a temperature superiori a 50 o C/122 o F.<br />

LV Aizsargāt no saules gaismas. Nepakļaut temperatūrai, kas pārsniedz 50 o C/122 o F.<br />

LT Saugoti nuo saulės šviesos. Nelaikyti aukštesnėje kaip 50 o C/122 o F temperatūroje.<br />

HU Napfénytől védendő. Nem érheti 50 o C/122 o F hőmérsékletet meghaladó hő.<br />

MT Ipproteġi mid-dawl tax-xemx. Tesponix għal temperatura li teċċedi l-50 o C/122 o F.<br />

NL Tegen zonlicht beschermen. Niet blootstellen aan temperaturen boven 50 o C/122 o F.<br />

PL Chronić przed światłem słonecznym. Nie wystawiać na działanie temperatury<br />

przekraczającej 50 o C/122 o F.<br />

PT Manter ao abrigo da luz solar. Não expor a temperaturas superiores a 50 o C/122 o F.<br />

RO A se proteja de lumina solară. Nu expuneţi la temperaturi care depăşesc 50 o C/122 o F.<br />

SK Chráňte pred slnečným žiarením. Nevystavujte teplotám nad 50 o C/122 o F.<br />

SL Zaščititi pred sončno svetlobo. Ne izpostavljati temperaturam nad 50 o C/122 o F.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/323<br />

V410 +<br />

V412<br />

V411 +<br />

V235<br />

Tungumál<br />

FI Suojaa auringonvalolta. Ei saa altistaa yli 50 o C/122 o F lämpötiloille.<br />

SV Skyddas från solljus. Får inte utsättas för temperaturer över 50 o C/122 o F.<br />

Tungumál<br />

P501 Tungumál<br />

BG Да се съхранява при температури, не по-високи от … o C/… o F. Да се държи на<br />

хладно.<br />

ES Almacenar a temperaturas no superiores a … o C/… o F. Mantener en lugar fresco.<br />

CS Skladujte při teplotě nepřesahující … o C/… o F. Uchovávejte v chladu.<br />

DA Opbevares ved en temperatur, som ikke overstiger … o C/… o F. Opbevares køligt.<br />

DE Kühl und bei Temperaturen von nicht mehr als … o C aufbewahren.<br />

ET Hoida temperatuuril mitte üle … o C/… o F. Hoida jahedas.<br />

EL Αποθηκεύεται σε θερµοκρασίες που δεν υπερβαίνουν τους … o C/… o F. Διατηρείται<br />

δροσερό.<br />

EN Store at temperatures not exceeding … o C/… o F. Keep cool.<br />

FR Stocker à une température ne dépassant pas … o C/… o F. Tenir au frais.<br />

GA Stóráil ag teocht nach airde ná … o C/… o F. Coimeád fionnuar.<br />

IT Conservare in luogo fresco a temperature non superiori a … o C/… o F.<br />

LV Glabāt temperatūrā, kas nepārsniedz … o C/… o F. Turēt vēsumā.<br />

LT Laikyti ne aukštesnėje kaip … o C/… o F temperatūroje. Laikyti vėsioje vietoje.<br />

HU A tárolási hőmérséklet legfeljebb … o C/… o F lehet. Hűvös helyen tartandó.<br />

MT Aħżen f’temperaturi li ma jeċċedux … o C/… o F. Żomm frisk.<br />

NL Bij maximaal … o C/… o F bewaren. Koel bewaren.<br />

PL Przechowywać w temperaturze nieprzekraczającej … o C/… o F. Przechowywać w<br />

chłodnym miejscu.<br />

PT Armazenar a uma temperatura não superior a … o C/… o F. Conservar em ambiente<br />

fresco.<br />

RO A se depozita la temperaturi care să nu depăşească … o C/… o F. A se păstra la rece.<br />

SK Uchovávajte pri teplotách do … o C/… o F. Uchovávajte v chlade.<br />

SL Hraniti pri temperaturi do … o C/… o F. Hraniti na hladnem.<br />

FI Varastoi alle … o C/… o F lämpötilassa. Säilytä viileässä.<br />

SV Förvaras vid högst … o C/… o F. Förvaras svalt.<br />

Tafla 1.5<br />

Varnaðarsetningar — förgun<br />

BG Съдържанието/съдът да се изхвърли в …<br />

ES Eliminar el contenido/el recipiente en …<br />

CS Odstraňte obsah/obal …<br />

DA Indholdet/beholderen bortskaffes i …<br />

DE Inhalt/Behälter … zuführen.


Nr. 52/324 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

P501 Tungumál<br />

ET Sisu/mahuti kõrvaldada …<br />

EL Διάθεση του περιεχοµένου/περιέκτη σε …<br />

EN Dispose of contents/container to …<br />

FR Éliminer le contenu/récipient dans …<br />

GA Diúscair an t-ábhar/an coimeádán i …<br />

IT Smaltire il prodotto/recipiente in …<br />

LV Atbrīvoties no satura/tvertnes…<br />

LT Turinį/talpyklą išpilti (išmesti) į …<br />

HU A tartalom/edény elhelyezése hulladékként: …<br />

MT Armi l-kontenut/il-kontenitur fi …<br />

NL Inhoud/verpakking afvoeren naar …<br />

PL Zawartość/pojemnik usuwać do …<br />

PT Eliminar o conteúdo/recipiente em …<br />

RO Aruncaţi conţinutul/recipientul la …<br />

SK Zneškodnite obsah/nádobu …<br />

SL Odstraniti vsebino/posodo …<br />

FI Hävitä sisältö/pakkaus …<br />

SV Innehållet/behållaren lämnas till…


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/325<br />

V. VIÐAUKI<br />

HÆTTUMERKI<br />

INNGANGUR<br />

Hættumerki fyrir hvern hættuflokk, áhrifategund hættuflokks og hættuundirflokk skulu fullnægja öllum ákvæðum þessa<br />

viðauka og lið 1.2 í I. viðauka og vera í samræmi við þær fyrirmyndir, sem eru sýndar, að því er varðar lit, tákn og almennt<br />

snið þeirra.<br />

1. 1. HLUTI: EÐLISRÆNAR HÆTTUR<br />

1.1. Tákn: sprengja sem springur<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK01<br />

1.2. Tákn: logi<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK02<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Liður 2.1<br />

Óstöðug, sprengifim efni<br />

Sprengifim efni í deiliflokkum 1.1, 1.2, 1.3 og 1.4<br />

Liður 2.8<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, Gerðir A og B<br />

Liður 2.15<br />

Lífræn peroxíð, gerðir A og B<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Liður 2.2<br />

Eldfimar lofttegundir, 1. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.3<br />

Eldfimir úðabrúsar, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.6<br />

Eldfimir vökvar, 1., 2. og 3. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.7<br />

Eldfim, föst efni, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.8<br />

Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, af gerð B, C, D, E og F<br />

Liður 2.9<br />

Loftkveikjandi vökvar, 1. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.10<br />

Loftkveikjandi, föst efni, 1. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.11<br />

Sjálfhitandi efni og blöndur, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.12<br />

Efni og blöndur sem gefa frá sér eldfimar lofttegundir við snertingu við vatn, 1. og 2.<br />

hættuundirflokkur<br />

Liður 2.15<br />

Lífræn peroxíð, gerðir B, C, D, E og F


Nr. 52/326 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

1.3. Tákn: logi yfir hring<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK03<br />

1.4. Tákn: gashylki<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK04<br />

1.5. Tákn: æting<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK05<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Liður 2.4<br />

Oxandi (eldmyndandi) lofttegundir, 1. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.13<br />

Oxandi vökvar, 1., 2. og 3. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.14<br />

Oxandi, föst efni, 1., 2. og 3. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.5<br />

Lofttegundir undir þrýstingi:<br />

Þjappaðar lofttegundir<br />

Fljótandi lofttegundir<br />

Kældar, fljótandi lofttegundir<br />

Uppleystar lofttegundir<br />

Liður 2.16<br />

Ætandi fyrir málma, 1. hættuundirflokkur<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

1.6. Hættumerki er ekki tilskilið fyrir eftirfarandi flokka og undirflokka eðlisrænnar hættu:<br />

Liður 2.1: Sprengifim efni í deiliflokki 1.5<br />

Liður 2.1 Sprengifim efni í deiliflokki 1.6<br />

Liður 2.2: Eldfimar lofttegundir, 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 2.8: Sjálfhvarfgjörn efni og blöndur, gerð G<br />

Liður 2.15: Lífræn peroxíð, gerð G<br />

2. 2. HLUTI: HEILBRIGÐISHÆTTUR:<br />

2.1. Tákn: höfuðkúpa og krosslagðir leggir<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK06<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Liður 3.1<br />

Bráð eiturhrif (við inntöku, um húð, við innöndun), 1., 2. og 3. hættuundirflokkur


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/327<br />

2.2. Tákn: æting<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK05<br />

2.3. Tákn: upphrópunarmerki<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK07<br />

2.4. Tákn: heilbrigðishætta<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK08<br />

Liður 3.2<br />

Húðæting, hættuundirflokkar 1A, 1B og 1C<br />

Liður 3.3<br />

Alvarlegur augnskaði, 1. hættuundirflokkur<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Liður 3.1<br />

Bráð eiturhrif (við inntöku, um húð, við innöndun), 4. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.2<br />

Húðerting, 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.3<br />

Augnerting, 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.4<br />

Húðnæming, 1. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.8<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 3. hættuundirflokkur<br />

Erting öndunarfæra<br />

Sljóvgandi áhrif<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Liður 3.4<br />

Næming öndunarfæra, 1. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.5<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur, hættuundirflokkar 1A og 1B og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.6<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif, hættuundirflokkar 1A og 1B og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.7<br />

Eiturhrif á æxlun, hættuundirflokkar 1A og 1B og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.8<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — váhrif í eitt skipti, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.9<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri — endurtekin váhrif, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

Liður 3.10<br />

Ásvelgingarhætta, 1. hættuundirflokkur<br />

2.5. Hættumerki er ekki tilskilið fyrir eftirfarandi undirflokka heilbrigðishættu:<br />

Liður 3.7 Eiturhrif á æxlun, áhrif á mjólkurmyndun eða með brjóstamjólk, viðbótarhættuundirflokkur


Nr. 52/328 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

3. 3. HLUTI: UMHVERFISHÆTTUR<br />

3.1. Tákn: umhverfi<br />

Hættumerki<br />

(1)<br />

HSK09<br />

Liður 4.1<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi<br />

Bráð hætta, 1. hættuundirflokkur<br />

Langvinn hætta, 1. og 2. hættuundirflokkur<br />

Hættuflokkur og hættuundirflokkur<br />

(2)<br />

Hættumerki er ekki tilskilið fyrir eftirfarandi flokka og undirflokka umhverfishættu:<br />

Liður 4.1: Hættulegt fyrir vatnsumhverfi — langvinn hætta, 3. og 4. hættuundirflokkur.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/329<br />

VI. VIÐAUKI<br />

Samræmd flokkun og merking tiltekinna hættulegra efna<br />

Í 1. hluta þessa viðauka má finna inngang að skránni yfir samræmda flokkun og merkingu, þ.m.t. upplýsingar fyrir hverja<br />

færslu og tengda flokkun og hættusetningar í töflu 3.1, með fyrirvara um tiltekna þætti er varða umbreytingu á flokkuninni í<br />

I. viðauka við tilskipun 67/548/EBE.<br />

Í 2. hluta þessa viðauka er mælt fyrir um almennar meginreglur um samantekt málsskjala í því skyni að leggja til og færa rök<br />

fyrir samræmdri flokkun og merkingu efna á vettvangi Bandalagsins.<br />

Í 3. hluta þessa viðauka er skrá yfir hættuleg efni sem falla undir samræmda flokkun og merkingu á vettvangi Bandalagsins. Í<br />

töflu 3.1 byggist flokkun og merking á viðmiðunum í I. viðauka við þessa reglugerð. Í töflu 3.2 byggist flokkun og merking á<br />

viðmiðununum í VI. viðauka við tilskipun 67/548/EBE.<br />

1. 1. HLUTI: INNGANGUR AÐ SKRÁNNI YFIR SAMRÆMDA FLOKKUN OG MERKINGU<br />

1.1. Upplýsingar fyrir hverja færslu<br />

1.1.1. Tölusetning færslna og auðkenning efnis<br />

1.1.1.1. Skrárnúmer<br />

1.1.1.2. EB-númer<br />

1.1.1.3. CAS-númer<br />

Í 3. hluta eru færslurnar skráðar eftir sætistölu þess frumefnis sem er mest einkennandi fyrir eiginleika efnanna.<br />

Vegna fjölbreytileika lífrænna efna hefur þeim verið skipað í flokka. Skrárnúmer hvers efnis um sig er í mynd<br />

tölustafarunu af eftirfarandi gerð: ABC-RST-VW-Y. ABC samsvarar sætistölu þess frumefnis sem ræður mestu<br />

um eiginleika efnisins eða þess lífræna hópi í sameindinni sem er mest einkennandi. RST er raðtala efnisins í<br />

röðinni ABC. VW gefur til kynna í hvaða formi efnið er framleitt eða sett á markað. Y er vartala sem er reiknuð<br />

í samræmi við 10 tölustafa aðferð ISBN. Þetta númer er tilgreint í dálkinum „skrárnúmer”.<br />

EB-númerið, þ.e. EINECS-, ELINCS- eða NLP-númerið, er opinbert númer efnisins innan Evrópusambandsins.<br />

EINECS-númerið má finna í Evrópuskránni yfir íðefni á markaði (EINECS) ( 1 ). ELINCS-númerið má finna í<br />

Evrópuskránni yfir tilkynnt efni (með áorðnum breytingum) (EUR 22543 EN, skrifstofa opinberrar<br />

útgáfustarfsemi Evrópubandalaganna, 2006, ISSN 1018-5593). NLP-númerið má finna í skránni yfir efni sem<br />

flokkast ekki lengur sem fjölliður (með áorðnum breytingum) (skjal frá skrifstofu opinberrar útgáfustarfsemi<br />

Evrópubandalaganna, 1997, ISBN 92-827-8995-0). EB-númerið er sjö tölustafa runa af gerðinni XXX-XXX-X<br />

og hefst á 200-001-8 (EINECS), 400-010-9 (ELINCS) og 500-001-0 (NLP). Þetta númer er tilgreint í dálkinum<br />

„EB-númer”.<br />

Einnig fylgir CAS-númerið (skráningarnúmer Upplýsingaþjónustu um íðefni) til að auðveldara sé að sanngreina<br />

færsluna. Rétt er að veita því athygli að EINECS-númerið nær yfir bæði vatnsfríar og vatnaðar myndir hvers<br />

efnis en iðulega eru CAS-númer fyrir vatnsfríar og vatnaðar myndir mismunandi. CAS-númerið, sem hér er<br />

tilgreint, á við vatnsfríar myndir eingöngu og því lýsir CAS-númerið efninu ekki alltaf með sömu nákvæmni og<br />

EINECS-númerið. Þetta númer er tilgreint í dálkinum „CAS-númer”.<br />

1.1.1.4. Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning<br />

Hættuleg efni skulu auðkennd, þar sem unnt er, með IUPAC-heiti þeirra. Efni, sem eru skráð í EINECS,<br />

ELINCS eða skránni yfir efni sem flokkast ekki lengur sem fjölliður, eru auðkennd með heiti þeirra í þessum<br />

skrám. Í sumum tilvikum eru einnig tilgreind önnur heiti þeirra, s.s. venjulegt eða almennt heiti.<br />

Plöntuvarnarefni og sæfiefni skulu aðkennd, þar sem unnt er, með ISO-heiti þeirra.<br />

( 1 ) Stjtíð. EB C 146A, 15.6.1990.


Nr. 52/330 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Óhreinindi, aukefni og smávægilegir efnisþættir eru venjulega ekki nefndir nema þeir vegi þungt við flokkun<br />

efnisins.<br />

Fyrir sum efni er tilgreint tiltekið hreinleikahlutfall. Efni, sem hafa að geyma hærra hlutfall af virku efni (t.d.<br />

lífrænu peroxíði), eru ekki tekin með í færslunni í 3. hluta og kunna að búa yfir öðrum hættulegum eiginleikum<br />

(t.d. sprengifimi) og skulu þau flokkuð og merkt til samræmis við það.<br />

Þegar ákveðin styrkleikamörk eru nefnd eiga þau við efnið eða efnin sem um getur í færslunni. Þegar um er að<br />

ræða færslur þar sem blöndum eða efnum er lýst með tilteknum hreinleika eiga mörkin við efnið eins og því er<br />

lýst í 3. hluta en ekki við hreint efni.<br />

Með fyrirvara um 2. mgr. 17. gr. skal heiti efnisins á merkimiðanum, að því er varðar efni sem skráð eru í<br />

3. hluta, vera eitt þeirra heita sem tilgreind eru í þeim hluta. Fyrir tiltekin efni hefur verið bætt við upplýsingum<br />

í hornklofum til að auðveldara verði að sanngreina þau. Þessar viðbótarupplýsingar þurfa ekki að koma fram á<br />

merkimiðanum.<br />

Í tilteknum færslum er vísað til óhreininda og í þeim tilvikum kemur eftirfarandi texti á eftir heiti efnisins:<br />

„(inniheldur ≥ xx% óhreinindi)”. Tilvísunin innan sviga telst vera hluti af heiti efnisins og skal hún koma fram á<br />

merkimiðanum.<br />

1.1.1.5. Færslur fyrir efnaflokka<br />

Í 3. hluta er að finna nokkurn fjölda færslna fyrir efnaflokka. Í slíkum tilvikum eiga kröfur um flokkun og<br />

merkingu við öll efni sem lýsingin tekur til.<br />

Í sumum tilvikum eru gerðar kröfur um flokkun og merkingu tiltekinna efna sem annars féllu undir<br />

efnaflokkinn. Þá er í 3. hluta sérstök færsla fyrir efnið og færslunni fyrir efnaflokkinn fylgir athugasemdin<br />

„nema efnanna sé getið annars staðar í þessum viðauka“.<br />

Í sumum tilvikum getur tiltekið efni fallið undir fleiri en eina færslu fyrir efnaflokk. Í þessum tilvikum<br />

endurspeglar flokkun efnisins flokkun beggja efnaflokka. Í tilvikum, þar sem tilgreind er mismunandi flokkun<br />

fyrir sömu hættuna, skal nota ströngustu flokkunina.<br />

Þær færslur í 3. hluta, sem eiga við sölt (hverju nafni sem þau nefnast), taka til bæði vatnsfrírra og vatnaðra<br />

salta nema annað sé sérstaklega tekið fram.<br />

Yfirleitt eru EB- eða CAS-númer ekki tekin með í færslum sem ná til fleiri en fjögurra einstakra efna.<br />

1.1.2. Upplýsingar í tengslum við flokkun og merkingu hverrar færslu í töflu 3.1<br />

1.1.2.1. Flokkunarkóðar<br />

1.1.2.1.1. Kóðar fyrir hættuflokk og - undirflokk<br />

Flokkunin fyrir hverja færslu byggist á viðmiðunum í I. viðauka í samræmi við a-lið 13. gr. og er hún gefin upp<br />

sem kóði fyrir hættuflokk og hættuundirflokk(a)/deiliflokka/gerðir innan þessa hættuflokks.<br />

Kóðar fyrir hættuflokk og -undirflokk, sem notaðir eru fyrir hvern hættuundirflokk/deiliflokk/gerð í flokki, eru<br />

tilgreindir í töflu 1.1.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/331<br />

Tafla 1.1<br />

Hættuflokkur Kóði fyrir hættuflokk og -undirflokk<br />

Sprengiefni Óstöð. spreng. (Unst. Expl.)<br />

Spreng. (Expl.) 1.1<br />

Spreng. (Expl.) 1.2<br />

Spreng. (Expl.) 1.3<br />

Spreng. (Expl.) 1.4<br />

Spreng. (Expl.) 1.5<br />

Spreng. (Expl.) 1.6<br />

Eldfim lofttegund Eldf. loftt. 1 (Flam. Gas 1)<br />

Eldf. loftt. 2 (Flam. Gas 2)<br />

Eldfimt úðaefni Eldf. úðaefni 1 (Flam. Aerosol 1)<br />

Eldf. úðaefni 2 (Flam. Aerosol 2)<br />

Eldmyndandi (oxandi) lofttegund Eldmynd. loftt. 1 (Ox. Gas 1)<br />

Lofttegundir undir þrýstingi Loftt. u. þrýst.(*) (Press. Gas)<br />

Eldfimur vökvi Eldf. vökvi 1 (Flam. Liq. 1)<br />

Eldf. vökvi 2 (Flam. Liq. 1)<br />

Eldf. vökvi 3 (Flam. Liq. 2)<br />

Eldfimt, fast efni Eldf. fast efni 1 (Flam. Sol. 1)<br />

Eldf. fast efni 2 (Flam. Sol. 2)<br />

Sjálfhvarfgjarnt efni eða blanda Sjálfhvarf. A (Self-react. A)<br />

Sjálfhvarf. B (Self-react. B)<br />

Sjálfhvarf. CD (Self-react. CD)<br />

Sjálfhvarf. EF (Self-react. EF)<br />

Sjálfhvarf. G (Self-react. G)<br />

Loftkveikjandi vökvi Loftkv. vökvi 1 (Pyr. Liq. 1)<br />

Loftkveikjandi, fast efni Loftkv. fast efni 1 (Pyr. Sol. 1)<br />

Sjálfhitandi efni eða blanda Sjálfhit. 1 (Self-heat. 1)<br />

Sjálfhit. 2 (Self-heat. 2)<br />

Efni eða blanda sem gefur frá sér eldfimar lofttegundir<br />

við snertingu við vatn<br />

Vatnshvarf. 1 (Water-react. 1)<br />

Vatnshvarf. 2 (Water-react. 2)<br />

Vatnshvarf. 3 (Water-react. 3)<br />

Eldmyndandi vökvi Eldmynd. vökvi 1 (Ox. Liq. 1)<br />

Eldmynd. vökvi 2 (Ox. Liq. 2)<br />

Eldmynd. vökvi 3 (Ox. Liq. 3)<br />

Eldmyndandi, fast efni Eldmynd. fast efni 1 (Ox. Sol. 1)<br />

Eldmynd. fast efni 2 (Ox. Sol. 2)<br />

Eldmynd. fast efni 3 (Ox. Sol. 3)<br />

Lífrænt peroxíð Lífr. perox. A (Org. Perox. A)<br />

Lífr. perox. B (Org. Perox. B)<br />

Lífr. perox. CD (Org. Perox. CD)<br />

Lífr. perox. EF (Org. Perox. EF)<br />

Lífr. perox. G (Org. Perox. G)<br />

Efni eða blanda sem ætir málma Málmæt. 1 (Met. Corr. 1)<br />

Bráð eiturhrif Bráð eit. 1 (Acute Tox. 1)<br />

Bráð eit. 2 (Acute Tox. 2)<br />

Bráð eit. 3 (Acute Tox. 3)<br />

Bráð eit. 4 (Acute Tox. 4)


Nr. 52/332 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Hættuflokkur Kóði fyrir hættuflokk og -undirflokk<br />

Húðæting/húðerting Húðæt. 1A (Skin Corr. 1A)<br />

Húðæt. 1B (Skin Corr. 1B)<br />

Húðæt. 1C (Skin Corr. 1C)<br />

Húðert. 2 (Skin Irrit. 2)<br />

Alvarlegur augnskaði/augnerting Augnskað. 1 (Eye Dam. 1)<br />

Augnert. 2 (Eye Irrit. 2)<br />

Næming öndunarfæra/húðar Næm. öndunarf. 1 (Resp. Sens. 1)<br />

Húðnæm. 1 (Skin Sens. 1)<br />

Stökkbreytandi áhrif á kímfrumur Stökkbr. 1A (Muta. 1A)<br />

Stökkbr. 1B (Muta. 1B)<br />

Stökkbr. 2 (Muta. 2)<br />

Krabbameinsvaldandi áhrif Krabb. 1A (Carc. 1A)<br />

Krabb. 1B (Carc. 1B)<br />

Krabb. 2 (Carc. 2)<br />

Eiturhrif á æxlun Eit. á æxlun 1A (Repr. 1A)<br />

Eit. á æxlun 1B (Repr. 1B)<br />

Eit. á æxlun 2 (Repr. 2)<br />

Áhr. á/með mjólk.<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri – váhrif í eitt skipti SEM-VES 1 (STOT SE 1)<br />

SEM-VES 2 (STOT SE 2)<br />

SEM-VES 3 (STOT SE 3)<br />

Sértæk eiturhrif á marklíffæri – endurtekin váhrif SEM-EV 1 (STOT RE 1)<br />

SEM-EV 2 (STOT RE 2)<br />

Hætta við ásvelgingu Eit. v. ásvelg. 1 (Asp. Tox. 1)<br />

Hættulegt fyrir vatnsumhverfi Bráð eit. á vatn. 1 (Aquatic Acute 1)<br />

Langv. eit. á vatn 1 (Aquatic Chronic 1)<br />

Langv. eit. á vatn 2 (Aquatic Chronic 2)<br />

Langv. eit. á vatn 3 (Aquatic Chronic 3)<br />

Langv. eit. á vatn 4 (Aquatic Chronic 4)<br />

Hættulegt ósonlaginu Óson<br />

1.1.2.1.2. Kóðar fyrir hættusetningar<br />

Hættusetningarnar, sem eru notaðar í samræmi við b-lið 13. gr., eru tilgreindar í samræmi við III. viðauka. Að<br />

auki er bókstöfum bætt við þriggja tölustafa kóðann að því er varðar tilteknar hættusetningar. Eftirfarandi<br />

viðbótarkóðar eru notaðir:<br />

H350i Getur valdið krabbameini við innöndun.<br />

H360F Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi.<br />

H360D Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.<br />

H361f Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi.<br />

H361d Grunað um að hafa skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.<br />

H360FD Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi. Getur haft skaðleg<br />

áhrif á börn í móðurkviði.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/333<br />

H361fd Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi. Grunað<br />

um að hafa skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.<br />

H360Fd Getur haft skaðleg áhrif á frjósemi. Grunað um að<br />

hafa skaðleg áhrif á börn í móðurkviði.<br />

H360Df Getur haft skaðleg áhrif á börn í móðurkviði. Grunað<br />

um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi.<br />

1.1.2.2. Merkingarkóðar<br />

Í dálkinum fyrir merkingar eru eftirfarandi upplýsingar tilgreindar:<br />

i. kóðarnir fyrir hættumerki skv. V. viðauka, í samræmi við forgangsreglurnar í 26. gr.,<br />

ii. kóðinn fyrir viðvörunarorð „Hætta” fyrir „hættu” eða „Varúð” fyrir „varúð”, í samræmi við<br />

forgangsregluna í 3. mgr. 20. gr.,<br />

iii. kóðarnir fyrir hættusetningu skv. III. viðauka, í samræmi við flokkunina,<br />

iv. kóðarnir fyrir viðbótarsetningarnar sem er úthlutað í samræmi við 1. mgr. 25. gr. og reglurnar sem eru<br />

tilgreindar í 1. hluta II. viðauka.<br />

1.1.2.3. Sértæk styrkleikamörk og M-stuðlar<br />

Ef sértæk styrkleikamörk eru önnur en almennu styrkleikamörkin, sem tilgreind eru í I. viðauka fyrir tiltekinn<br />

undirflokk, eru þau tilgreind í sérstökum dálki ásamt viðkomandi flokkun með sömu kóðum og í lið 1.1.2.1.1.<br />

Ef engin styrkleikamörk eru tilgreind í þessum viðauka fyrir tiltekinn undirflokk skal nota almennu<br />

styrkleikamörkin í I. viðauka fyrir flokkun efna sem innihalda óhreinindi, aukefni eða einstaka efnisþætti eða<br />

fyrir blöndur. Stjarna ( * ) í þessum dálki gefur til kynna að færslan hafi sértæk styrkleikamörk að því er varðar<br />

bráð eiturhrif samkvæmt tilskipun 67/548/EBE (tafla 3.2), sjá einnig lið 1.2.1.<br />

Ef annað er ekki tekið fram eru styrkleikamörkin hundraðshlutar af þyngd efnisins, reiknuð út frá heildarþyngd<br />

blöndunnar.<br />

Ef M-stuðull hefur verið samræmdur fyrir efni, sem eru flokkuð sem hættuleg fyrir vatnsumhverfi í 1.<br />

undirflokki fyrir bráð eiturhrif eða í 1. undirflokki fyrir langvinn eiturhrif, er þessi M-stuðull tilgreindur í sama<br />

dálki og sértæku styrkleikamörkin. Ef M-stuðull er ekki tilgreindur í töflu 3.1 skal framleiðandinn,<br />

innflytjandinn eða eftirnotandinn ákvarða M-stuðul á grundvelli tiltækra gagna um efnið. Nota skal þennan Mstuðul<br />

þegar framleiðandinn, innflytjandinn eða eftirnotandinn flokkar blöndu, sem inniheldur efnið, með því að<br />

nota summuaðferðina. Upplýsingar um ákvörðun M-stuðla má finna í lið 4.1.3.5.5.5 í I. viðauka.<br />

1.1.3. Athugasemdir við færslu<br />

Athugasemdir við færslu eru tilgreindar í dálkinum „athugasemdir”. Athugasemdirnar hafa eftirfarandi<br />

merkingu:<br />

1.1.3.1. Athugasemdir um auðkenningu, flokkun og merkingu efna<br />

Athugasemd A:<br />

Með fyrirvara um 2. mgr. 17. gr. skal heiti efnisins koma fram á merkimiðanum og skal nota eitt þeirra heita<br />

sem tilgreind eru í 3. hluta.<br />

Í 3. hluta eru stundum notaðar almennar lýsingar á borð við „…sambönd“ eða „…sölt“. Í slíku tilviki skal<br />

birgirinn tilgreina rétta heitið á merkimiðanum með tilhlýðilegu tilliti til liðar 1.1.1.4.<br />

Athugasemd B:<br />

Sum efni, t.d. sýrur og basar, eru sett á markað sem vatnslausnir í mismunandi styrk og þarf því að flokka og<br />

merkja þessar lausnir með mismunandi hætti þar eð hættan er breytileg og ræðst af styrk lausnarinnar hverju<br />

sinni.


Nr. 52/334 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Í 3. hluta eru færslur með athugasemd B merktar eftirfarandi almennu heiti: „saltpéturssýra ...%”.<br />

Í slíku tilviki skal birgirinn tilgreina styrk lausnarinnar í hundraðshlutum á merkimiðanum. Ef annað er ekki<br />

tekið fram er miðað við að styrkurinn sé reiknaður sem þyngdarhlutfall.<br />

Athugasemd C:<br />

Sum lífræn efni má setja á markað annaðhvort sem tiltekna hverfu eða sem blöndu nokkurra hverfna.<br />

Í slíku tilviki skal birgirinn tilgreina á merkimiðanum hvort efnið er tiltekin hverfa eða blanda hverfna.<br />

Athugasemd D:<br />

Tiltekin efni, sem hafa tilhneigingu til sjálfkrafa fjölliðunar eða niðurbrots, eru yfirleitt sett á markað í stöðguðu<br />

formi. Þau eru skráð í slíku formi í 3. hluta.<br />

Slík efni eru þó stundum sett á markað á óstöðguðu formi. Í slíku tilviki skal birgirinn tilgreina á merkimiðanum<br />

heiti efnisins ásamt orðinu „óstöðgað”.<br />

Athugasemd E (tafla 3.2):<br />

Efni, sem hafa sérstök áhrif á heilbrigði manna (sbr. 4. kafla VI. viðauka við tilskipun 67/548/EBE) og eru<br />

flokkuð sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytandi og/eða efni sem hafa eiturhrif á æxlun, 1. eða 2.<br />

undirflokkur, fá athugasemd E ef þau eru einnig flokkuð sem mjög eitruð (T+), eitruð (T) eða hættuleg heilsu<br />

(Xn). Fyrir þessi efni skal orðið „einnig“ standa á undan hættusetningunum H20, H21, H22, H23, H24, H25,<br />

H26, H27, H28, H39, H68 (getur valdið varanlegu heilsutjóni), H48 og H65 og öllum samsetningum þessara<br />

hættusetninga.<br />

Athugasemd F:<br />

Þetta efni getur innihaldið stöðgara. Ef stöðgarinn breytir hættulegum eiginleikum efnisins, eins og þeir eru<br />

tilgreindir í flokkuninni í 3. hluta, skal flokkunin og merkingin vera í samræmi við reglur um flokkun og<br />

merkingu hættulegra blandna.<br />

Athugasemd G:<br />

Þetta efni má setja á markað í sprengifimu ástandi og verður þá að meta það með viðeigandi prófunaraðferðum.<br />

Flokkunin og merkingin skal veita upplýsingar um sprengifimi efnisins.<br />

Athugasemd H (tafla 3.1):<br />

Flokkun og merking fyrir þetta efni gildir um þann hættulega eiginleika eða þá hættulegu eiginleika, sem<br />

tilgreindir eru í hættusetningunni eða -setningunum, ásamt þeim hættuflokki eða -flokkum og hættuundirflokki<br />

eða -flokkum sem tilgreindir eru. Kröfurnar í 4. gr. er varða framleiðendur, innflytjendur eða eftirnotendur<br />

þessa efnis gilda um alla aðra hættuflokka og -undirflokka. Að því er varðar hættuflokka þar sem váhrifaleiðin<br />

eða eðli áhrifanna leiða til skiptingu hættuundirflokka í áhrifategundir skal framleiðandinn, innflytjandinn eða<br />

eftirnotandinn kanna váhrifaleiðir eða eðli áhrifanna sem ekki hafa verið könnuð áður.<br />

Endanlegi merkimiðinn skal uppfylla kröfur 17. gr. og liðar 1.2 í I. viðauka.<br />

Athugasemd H (tafla 3.2):<br />

Flokkun og merkimiði fyrir þetta efni gildir um þann hættulega eiginleika eða þá hættulegu eiginleika, sem<br />

tilgreindir eru í hættusetningunni eða -setningunum, ásamt þeim hættuundirflokki eða -flokkum sem tilgreindir<br />

eru. Framleiðendum, innflytjendum og eftirnotendum þessa efnis er skylt að kynna sér með rannsókn þau gögn,<br />

sem skipta máli, eru aðgengileg og varða alla aðra eiginleika, í því skyni að flokka og merkja efnið. Endanlegi<br />

merkimiðinn skal vera í samræmi við kröfurnar í 7. lið VI. viðauka við tilskipun 67/548/EBE.<br />

Athugasemd J:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald eða stökkbreytivald ef unnt er að sýna fram á að í því<br />

sé minna en 0,1% af benseni (EINECS-nr. 200-753-7), miðað við þyngd. Þessi athugasemd á aðeins við tiltekin,<br />

flókin efni í 3. hluta sem eru unnin úr kolum og olíu.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/335<br />

Athugasemd K:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald eða stökkbreytivald ef unnt er að sýna fram á að í því<br />

sé minna en 0,1 % af 1,3-bútadíeni (EINECS-nr. 203-450-8), miðað við þyngd. Ef efnið er ekki flokkað sem<br />

krabbameinsvaldur eða stökkbreytivaldur skulu a.m.k. varnaðarsetningarnar (V102-)V210-V403 (tafla 3.1) eða<br />

varnaðarsetningarnar (2-)9-16 (tafla 3.2) notaðar. Þessi athugasemd á aðeins við tiltekin, flókin efni í 3. hluta<br />

sem unnin eru úr olíu.<br />

Athugasemd L:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald ef unnt er að sýna fram á að það innihaldi minna en<br />

3% af dímetýlsúlfoxíðútdrætti þegar mælt er með staðli Jarðolíustofnunarinnar (Institute of Petroleum) í<br />

London IP 346 (Determination of polycyclic aromatics in unused lubricating base oils and asphaltene free<br />

petroleum fractions — Dimethyl sulphoxide extraction refractive index method). Þessi athugasemd á aðeins við<br />

tiltekin, flókin efni í 3. hluta sem unnin eru úr olíu.<br />

Athugasemd M:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald ef unnt er að sýna fram á að í því sé minna en 0,005<br />

% af bensó[a]pýreni (EINECS-nr. 200-028-5), miðað við þyngd. Þessi athugasemd á aðeins við tiltekin, flókin<br />

efni í 3. hluta sem unnin eru úr kolum.<br />

Athugasemd N:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald ef allt hreinsunarferlið er þekkt og unnt er að sýna<br />

fram á að efnið, sem það er unnið úr, sé ekki krabbameinsvaldur. Þessi athugasemd á aðeins við tiltekin, flókin<br />

efni í 3. hluta sem unnin eru úr olíu.<br />

Athugasemd P:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald eða stökkbreytivald ef unnt er að sýna fram á að í því<br />

sé minna en 0,1% af benseni (EINECS-nr. 200-753-7), miðað við þyngd.<br />

Ef efnið er ekki flokkað sem krabbameinsvaldur skulu a.m.k. varnaðarsetningarnar (P102-)P260-P262-P301 +<br />

P310-P331 (tafla 3.1) eða varnaðarsetningarnar (2-)23-62 (tafla 3.2) notaðar.<br />

Þessi athugasemd á aðeins við tiltekin, flókin efni í 3. hluta sem unnin eru úr olíu.<br />

Athugasemd Q:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald ef unnt er að sýna fram á að efnið uppfylli eitt af<br />

eftirfarandi skilyrðum:<br />

— stutt prófun á lífvaranleika við innöndun hefur leitt í ljós að trefjar, sem eru lengri en 20 µm, hafa veginn<br />

helmingunartíma sem er styttri en 10 dagar eða<br />

— stutt prófun á lífvaranleika við ídreypingu í barka hefur leitt í ljós að trefjar, sem eru lengri en 20 µm, hafa<br />

veginn helmingunartíma sem er styttri en 40 dagar eða<br />

— viðeigandi prófun í kviðarholi hefur ekki leitt í ljós aukna krabbameinsvaldandi virkni eða<br />

— hæfilega langvinn prófun við innöndun hefur ekki sýnt fram á nein sjúkdómsvaldandi áhrif eða illkynja<br />

breytingar sem skipta máli.<br />

Athugasemd R:<br />

Ekki er nauðsynlegt að flokka efnið sem krabbameinsvald ef lengdarvegið faldmeðaltal þvermáls trefjanna, að<br />

frádreginni tvöfaldri staðalskekkju, er meira en 6 µm.<br />

Athugasemd S:<br />

Ekki er endilega þörf á að merkja þetta efni skv. 17. gr. (sjá 1.3 lið í I. viðauka) (tafla 3.1).


Nr. 52/336 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Ekki er endilega þörf á að merkja þetta efni skv. 23. gr. tilskipunar 67/548/EBE (sjá 8. lið í VI. viðauka þeirrar<br />

tilskipunar) (tafla 3.2).<br />

Athugasemd T:<br />

Heimilt er að setja þetta efni á markað í formi sem býr ekki yfir þeim eðlisrænu hættum samkvæmt flokkun í<br />

færslunni í 3. hluta. Ef niðurstöður viðkomandi aðferðar eða aðferða í samræmi við 2. hluta I. viðauka við þessa<br />

reglugerð sýna að efni á tilteknu formi, sem sett er á markað, býr ekki yfir þessum eðlisfræðilega eiginleika eða<br />

eðlisrænu hættum skal flokka efnið í samræmi við niðurstöður prófananna. Upplýsingar sem skipta máli, þ.m.t.<br />

tilvísanir í viðeigandi prófunaraðferðir, skulu koma fram á öryggisblaðinu.<br />

Athugasemd U (tafla 3.1):<br />

Þegar lofttegundir eru settar á markað þurfa þær að vera flokkaðar sem „lofttegundir undir þrýstingi” í einn af<br />

eftirfarandi hópum: þjöppuð lofttegund, fljótandi lofttegund, kæld, fljótandi lofttegund eða uppleyst lofttegund.<br />

Hópurinn ræðst af því eðlisástandi sem lofttegundin er í við pökkun og ákvarðast því val á hópi í hverju<br />

einstöku tilviki.<br />

1.1.3.2. Athugasemdir um flokkun og merkingu blandna<br />

1. athugasemd:<br />

Styrkurinn, sem gefinn er upp, eða, ef enginn styrkur er gefinn upp, almennu styrkleikamörkin í þessari<br />

reglugerð (tafla 3.1) eða almennu styrkleikamörkin í tilskipun 1999/45/EB (tafla 3.2) er hundraðshluti þyngdar<br />

málmfrumefnis, reiknaður út frá heildarþyngd blöndunnar.<br />

2. athugasemd:<br />

Styrkur ísósýanats, sem gefinn er upp, er hundraðshluti þyngdar óbundinnar einliðu, reiknaður út frá<br />

heildarþyngd blöndunnar.<br />

3. athugasemd:<br />

Styrkurinn, sem gefinn er upp, er hundraðshluti þyngdar krómatjóna, leystra í vatni, reiknaður út frá<br />

heildarþyngd blöndunnar.<br />

5. athugasemd:<br />

Styrkleikamörk fyrir loftkenndar blöndur eru gefin sem rúmmálshlutfall.<br />

7. athugasemd:<br />

Málmblöndur, sem innihalda nikkel, eru flokkaðar sem húðnæmar ef losunin er meiri en 0,5 µg Ni/cm 2 /viku<br />

samkvæmt viðmiðunarprófunaraðferðinni sem tilgreind er í Evrópustaðli EN 1811.<br />

1.1.4. Upplýsingar í tengslum við flokkun og merkingu hverrar færslu í töflu 3.2<br />

1.1.4.1. Flokkunarkóðar<br />

Flokkun í hvern hættuundirflokk (sem eru skilgreindir í 2. mgr. 2. gr. tilskipunar 67/548/EBE) er yfirleitt á<br />

formi auðkennisstafa, sem svarar til hættuundirflokksins, ásamt viðeigandi hættusetningu eða -setningum. Í<br />

sumum tilvikum (þ.e. þegar um er að ræða efni sem eru flokkuð sem eldfim eða næmandi og sum efni sem eru<br />

flokkuð sem hættuleg umhverfinu) kemur þó hættusetningin ein fram.<br />

Auðkennisstafir fyrir hvern hættuundirflokk:<br />

— sprengifimt: E<br />

— eldmyndandi (oxandi): O<br />

— afar eldfimt: F+<br />

— mjög eldfimt: F


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/337<br />

— eldfimt: H10<br />

— mjög eitrað: T+<br />

— eitrað: T<br />

— hættulegt: Xn<br />

— ætandi: C<br />

— ertandi: Xi<br />

— næmandi: H42 og/eða H43<br />

— krabbameinsvaldandi: Krabb. 1., 2. eða 3. undirfl.<br />

— stökkbreytandi: Stökkbr. 1., 2. eða 3. undirfl.<br />

— hefur eiturhrif á æxlun Eit. á æxlun 1., 2. eða 3. undirfl.<br />

— hættulegt umhverfinu: N eða H52 og/eða H53.<br />

1.1.4.2. Merkingarkóðar<br />

i. Bókstafur sem efninu er úthlutað í samræmi við II. viðauka við tilskipun 67/548/EBE (sjá c-lið 2. mgr.<br />

23. gr. í tilskipun 67/548/EBE). Bókstafurinn verður auðkennisstafur fyrir táknið og hættuábendinguna (ef<br />

þeim er úthlutað).<br />

ii. Hættusetningar, sem eru tilgreindar með tölum á eftir bókstafnum H og gefa til kynna eðli áhættunnar<br />

hverju sinni í samræmi við III. viðauka við tilskipun 67/548/EBE (sjá d-lið 2. mgr. 23. gr. í tilskipun<br />

67/548/EBE). Á milli talnanna kemur annaðhvort bandstrik (-) til að tilgreina sjálfstæðar hættusetningar<br />

varðandi sérstakar tegundir áhættu eða skástrik (/) til að mynda samtengdar hættusetningar, í einni setningu,<br />

um hinar sérstöku áhættur sem settar eru fram í III. viðauka við tilskipun 67/548/EBE.<br />

iii. Varnaðarsetningar, sem eru tilgreindar með tölum á eftir bókstafnum V og gefa til kynna æskilegar<br />

varúðarráðstafanir í samræmi við IV. viðauka við tilskipun 67/548/EBE (sjá e-lið 2. mgr. 23. gr. í tilskipun<br />

67/548/EBE). Á milli talnanna kemur á sama hátt annaðhvort bandstrik eða skástrik en merking æskilegra<br />

varúðarráðstafana kemur fram í IV. viðauka við tilskipun 67/548/EBE. Varnaðarsetningarnar, sem<br />

tilgreindar eru, eiga eingöngu við efni; þegar um blöndur er að ræða eru setningar valdar í samræmi við<br />

venjubundnar reglur.<br />

Athugið að sumar varnaðarsetningar er skylt að nota fyrir tiltekin hættuleg efni og blöndur sem seld eru<br />

almenningi.<br />

Skylt er að nota V1, V2 og V45 fyrir öll mjög eitruð, eitruð og ætandi efni og blöndur sem seld eru<br />

almenningi.<br />

Skylt er að nota V2 og V46 fyrir öll önnur hættuleg efni og blöndur sem eru seld almenningi, nema þau efni<br />

og blöndur sem aðeins hafa verið flokkuð sem hættuleg umhverfinu.<br />

Varnaðarsetningarnar V1 og V2 eru sýndar í svigum í I. viðauka og þær má því aðeins vanta á<br />

merkimiðann þegar efnið eða blandan er seld til iðnaðarnota eingöngu.<br />

1.1.4.3. Sértæk styrkleikamörk<br />

Styrkleikamörk og tilheyrandi flokkun eru nauðsynleg til að unnt sé að flokka hættulegar blöndur, sem<br />

innihalda efnið, í samræmi við tilskipun 1999/45/EB.<br />

Ef annað er ekki tekið fram eru styrkleikamörkin hundraðshlutar af þyngd efnisins, reiknuð út frá heildarþyngd<br />

blöndunnar.


Nr. 52/338 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

20.9.2012<br />

Ef engin styrkleikamörk eru tilgreind skal nota styrkleikamörkin í II. viðauka við beitingu hefðbundnu<br />

aðferðarinnar við að meta heilbrigðishættur og styrkleikamörkin í III. viðauka við tilskipun 1999/45/EB við<br />

beitingu hefðbundnu aðferðarinnar við að meta umhverfishættur.<br />

1.1.4.4. Ósamræmi við töflu 3.1 að því er varðar eðlisrænar hættur<br />

Mælt er með því að eðlisrænar hættur er varða tilteknar færslur í töflu 3.2 séu uppfærðar í komandi aðlögun að<br />

tækniframförum.<br />

Þar til þessar færslur hafa verið uppfærðar eru eðlisrænar hættur ekki í samræmi við tilsvarandi færslur í báðum<br />

töflum. Þessar færslur eru merktar með tilvísuninni ⊗ í töflu 3.2.<br />

1.2. Flokkun og hættusetningar í töflu 3.1 er varða umbreytingu flokkunarinnar í i. viðauka við tilskipun<br />

67/548/EBE<br />

1.2.1. Lágmarksflokkun<br />

Að því er varðar tiltekna hættuflokka, þ.m.t. bráð eiturhrif og SEM, endurtekin váhrif, svarar flokkunin<br />

samkvæmt viðmiðununum í tilskipun 67/548/EBE ekki beint til flokkunarinnar í hættuflokk og -undirflokk í<br />

þessari reglugerð. Í slíkum tilvikum telst flokkunin í þessum viðauka vera lágmarksflokkun. Þessi flokkun skal<br />

notuð ef hvorugt eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:<br />

— framleiðandinn eða innflytjandinn hefur aðgang að gögnum eða öðrum upplýsingum, sem tilgreindar eru í<br />

1. hluta í I. viðauka, sem leiða til flokkunar í strangari undirflokk samanborið við lágmarksflokkunina. Í<br />

slíkum tilvikum þarf að nota flokkunina í strangari undirflokkinn,<br />

— unnt er að gera lágmarksflokkunina nákvæmari á grundvelli umbreytingartöflunnar í VII. viðauka ef<br />

framleiðandanum eða innflytjandanum er kunnugt um eðlisástand efnisins sem notað er í prófun á bráðum<br />

eiturhrifum við innöndun. Í slíkum tilvikum kemur flokkunin úr VII. viðauka í stað lágmarksflokkunarinnar<br />

í þessum viðauka séu þær ólíkar.<br />

Lágmarksflokkun fyrir undirflokk er gefin til kynna með tilvísuninni * í dálkinum „flokkun” í töflu 3.1.<br />

Einnig má finna tilvísunina * í dálkinum „sértæk styrkleikamörk og margföldunarstuðlar” þar sem hún gefur til<br />

kynna að viðkomandi færsla hafi sértæk styrkleikamörk samkvæmt tilskipun 67/548/EBE (tafla 3.2) að því er<br />

varðar bráð eiturhrif. Ekki er unnt að umbreyta þessum styrkleikamörkum í styrkleikamörk sem samræmast<br />

þessari reglugerð, einkum ef lágmarksflokkun er tilgreind. Þegar tilvísunin * kemur fram gæti flokkunin fyrir<br />

bráð eiturhrif að því er varðar þessa færslu hins vegar verið sérstakt áhyggjuefni.<br />

1.2.2. Ekki er unnt að útiloka váhrifaleið<br />

Að því er varðar tiltekna hættuflokka, t.d. SEM, skal aðeins tilgreina váhrifaleiðina í hættusetningunni ef það<br />

hefur verið sannað með óyggjandi hætti að engin önnur váhrifaleið geti valdið hættunni í samræmi við<br />

viðmiðunina í I. viðauka. Samkvæmt tilskipun 67/548/EBE er váhrifaleiðin tilgreind fyrir flokka með H48<br />

þegar gögn lágu fyrir til stuðnings flokkuninni fyrir þessa váhrifaleið. Flokkuninni samkvæmt tilskipun<br />

67/548/EBE, þar sem váhrifaleiðin er tilgreind, hefur verið umbreytt í samsvarandi flokk og undirflokk í<br />

samræmi við þessa reglugerð en með almennri hættusetningu þar sem váhrifaleiðin er ekki tilgreind þar eð<br />

nauðsynlegar upplýsingar liggja ekki fyrir.<br />

Þessar hættusetningar eru merktar með tilvísuninni ** í töflu 3.1.<br />

1.2.3. Hættusetningar fyrir eiturhrif á æxlun<br />

Hættusetningar H360 og H361 gefa til kynna almennar áhyggjur með tilliti til áhrifa á frjósemi og þroskun:<br />

„Getur haft skaðleg áhrif/Grunað um að hafa skaðleg áhrif á frjósemi eða börn í móðurkviði”. Samkvæmt<br />

viðmiðununum skal hættusetningin, sem gefur aðeins til kynna þann eiginleika sem veldur áhyggjum, þar sem<br />

sannað hefur verið að áhrif á annaðhvort frjósemi eða þroskun skipta ekki máli, koma í stað almennu hættusetningarinnar.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins<br />

Nr. 52/339<br />

Til að tapa ekki upplýsingum úr samræmdu flokkuninni fyrir áhrif á frjósemi og þroskun samkvæmt tilskipun<br />

67/548/EBE hefur flokkuninni aðeins verið umbreytt að því er varðar þau áhrif sem eru flokkuð samkvæmt<br />

þeirri tilskipun.<br />

Þessar hættusetningar eru tilgreindar með tilvísuninni *** í töflu 3.1.<br />

1.2.4. Rétt flokkun eðlisrænna hættna ekki möguleg<br />

Að því er varðar tilteknar færslur var ekki unnt að fastsetja rétta flokkun fyrir eðlisrænar hættur vegna þess að<br />

ekki liggja fyrir fullnægjandi gögn fyrir notkun flokkunarviðmiðananna í þessari reglugerð. Færslan getur fallið<br />

undir annan (einnig hærri) undirflokk eða jafnvel annan hættuflokk en tilgreint er. Staðfesta skal rétta flokkun<br />

með prófun.<br />

Færslur með eðlisrænum hættum sem þarf að staðfesta með prófun eru merktar með tilvísuninni **** í töflu 3.1.<br />

2. 2. HLUTI: MÁLSSKJÖL FYRIR SAMRÆMDA FLOKKUN OG MERKINGU<br />

Í þessum hluta er mælt fyrir um almennar meginreglur um samantekt málsskjala í því skyni að leggja til og færa<br />

rök fyrir samræmdri flokkun og merkingu.<br />

Nota skal viðeigandi hluta 1., 2. og 3. hluta I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006 að því er varðar<br />

aðferðafræði og snið allra málsskjala.<br />

Við samantekt málsskjala skal taka mið af öllum viðeigandi upplýsingum í skráningarskjölum og heimilt er að<br />

nota aðrar fyrirliggjandi upplýsingar. Að því er varðar upplýsingar um hættu, sem hafa ekki verið lagðar áður<br />

fyrir Efnastofnunina, skal ítarleg rannsóknarsamantekt vera hluti af málsskjölunum.<br />

Í málsskjölum fyrir samræmda flokkun og merkingu skal eftirfarandi koma fram:<br />

— Tillaga<br />

Í tillögunni skulu koma fram upplýsingar um auðkenni viðkomandi efnis eða efna og tillagða, samræmda<br />

flokkun og merkingu.<br />

— Rökstuðningur fyrir fyrirhugaðri samræmdri flokkun og merkingu<br />

Samanburður á fyrirliggjandi upplýsingum og viðmiðununum í 2.–5. hluta með tilliti til almennu<br />

meginreglnanna í 1. hluta í I. viðauka við þessa reglugerð skal gerður og skjalfestur á því sniði sem sett er<br />

fram í B-hluta efnaöryggisskýrslunnar í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1907/2006.<br />

— Rök fyrir öðrum áhrifum á vettvangi Bandalagsins<br />

Að því er varðar önnur áhrif en krabbameinsvaldandi áhrif, stökkbreytandi hrif, eiturhrif á æxlun og<br />

næmingu öndunarfæra skal leggja fram rök þess efnis að þörf sé á aðgerðum á vettvangi Bandalagsins.<br />

Þetta gildir ekki um virk efni í skilningi tilskipunar 91/414/EBE eða tilskipunar 98/8/EB.<br />

3. 3. HLUTI: SAMRÆMDAR FLOKKUNAR- OG MERKINGARTÖFLUR<br />

Tafla 3.1: Skrá yfir samræmda flokkun og merkingu hættulegra efna má finna í III. bindi a.<br />

Tafla 3.2: Skrá yfir samræmda flokkun og merkingu hættulegra efna úr I. viðauka við tilskipun 67/548/EBE má finna í III.<br />

bindi b.


Nr. 52/340 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Tafla 3.1<br />

Skrá yfir samræmda flokkun og merkingu hættulegra efna<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

001-001-00-9 vetni 215-605-7 1333-74-0 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

H260<br />

001-002-00-4 állitíumhýdríð 240-877-9 16853-85-3 Vatnshvarf. 1 H260 HSK02<br />

Hætta<br />

H260<br />

001-003-00-X natríumhýdríð 231-587-3 7646-69-7 Vatnshvarf. 1 H260 HSK02<br />

Hætta<br />

H260<br />

001-004-00-5 kalsíumhýdríð 232-189-2 7789-78-8 Vatnshvarf. 1 H260 HSK02<br />

Hætta<br />

ESB-<br />

H014<br />

H260<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H260<br />

H314<br />

003-001-00-4 litíum 231-102-5 7439-93-2 Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

ESB-<br />

H014<br />

H260<br />

H250<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H260<br />

H250<br />

H314<br />

003-002-00-X n-hexýllitíum 404-950-0 21369-64-2 Vatnshvarf. 1<br />

Loftkv. fast efni 1<br />

Húðæt. 1A<br />

H350i<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

004-001-00-7 beryllíum 231-150-7 7440-41-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/341<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

H350i<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

— — Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

004-002-00-2 beryllíumsambönd, þó ekki<br />

beryllíumálsílíköt eða þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H350i<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

004-003-00-8 berýllíumoxíð 215-133-1 1304-56-9 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

U<br />

ESB-<br />

H014<br />

H330<br />

H314<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H314<br />

005-001-00-X bórtríflúoríð 231-569-5 7637-07-2 Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

U<br />

ESB-<br />

H014<br />

H330<br />

H300<br />

H314<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H314<br />

005-002-00-5 bórtríklóríð 233-658-4 10294-34-5 Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

ESB-<br />

H014<br />

H330<br />

H300<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H314<br />

005-003-00-0 bórtríbrómíð 233-657-9 10294-33-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1A


Nr. 52/342 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

H250<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H250<br />

H314<br />

005-004-00-6 tríalkýlbóran, fast efni — — Loftkv. fast efni 1<br />

Húðæt. 1B<br />

A<br />

H250<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H250<br />

H314<br />

005-004-01-3 tríalkýlbóran, vökvi — — Loftkv. vökvi 1<br />

Húðæt. 1B<br />

H226<br />

H312<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H312<br />

005-005-00-1 trímetýlbórat 204-468-9 121-43-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

005-006-00-7 díbútýltinvetnisbórat 401-040-5 75113-37-0 SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

005-009-00-3 tetrabútýlammóníumbútýltrífenýlbórat 418-080-4 120307-06-4 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H351<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H351<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

422-050-6 118612-00-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

005-010-00-9 N,Ndímetýlanilíníumtetrakis(pentaflúrfenýl)bóra<br />

t<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

418-070-1 141714-54-7 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

005-012-00-X díetýl{4-[1,5,5-tris(4díetýlamínófenýl)penta-2,4díenýlíden]sýklóhexa-2,5díenýlíden}ammóníumbútýltrífenýlbórat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/343<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

H220<br />

H360D<br />

***<br />

H331<br />

H372 **<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H360D<br />

***<br />

H331<br />

H372 **<br />

006-001-00-2 kolsýringur 211-128-3 630-08-0 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

U<br />

H330<br />

H314<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H314<br />

200-870-3 75-44-5 Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

006-002-00-8 fosgen,<br />

karbónýlklóríð<br />

Eit. á æxlun 2,<br />

H361fd: C ≥ 1%<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 1%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,2% ≤C<br />

< 1%<br />

H225<br />

H361fd<br />

H372 **<br />

H319<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H361fd<br />

H372 **<br />

H319<br />

H315<br />

006-003-00-3 koldísúlfíð 200-843-6 75-15-0 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 1<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

H260 T<br />

006-004-00-9 kalsíumkarbíð 200-848-3 75-20-7 Vatnshvarf. 1 H260 HSK02<br />

Hætta<br />

M = 10<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

205-286-2 137-26-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-005-00-4 þíram (ISO),<br />

tetrametýlþíúramdísúlfíð<br />

H224<br />

H330<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H224<br />

H330<br />

H400<br />

H410<br />

200-821-6 74-90-8 Eldf. vökvi 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-006-00-X vetnissýaníð,<br />

blásýra


Nr. 52/344 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

200-821-6 74-90-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-006-01-7 vetnissýaníð …%,<br />

blásýra …%<br />

A<br />

ESB-<br />

H032<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-007-00-5 sölt vetnissýaníðs, þó ekki flókin sýaníð á<br />

borð við ferrósýaníð, ferrísýaníð og<br />

kvikasilfursoxýsýaníð<br />

H300<br />

H351<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H300<br />

H351<br />

201-706-3 86-88-4 Bráð eit. 2 *<br />

Krabb. 2<br />

006-008-00-0 antú (ISO),<br />

1-(1-naftýl)-2-þíóúrea<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

204-318-2 119-38-0 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

006-009-00-6 1-ísóprópýl-3-metýlpýrasól-5ýldímetýlkarbamat,<br />

ísólan<br />

H301<br />

204-525-8 122-15-6 Bráð eit. 3 * H301 HSK06<br />

Hætta<br />

006-010-00-1 5,5-dímetýl-3-oxósýklóhex-1enýldímetýlkarbamat-5,5dímetýldíhýdróresorsínóldímetýlkarbamat,<br />

dímetan<br />

H351<br />

H302<br />

H400<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H400<br />

200-555-0 63-25-2 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

006-011-00-7 karbarýl (ISO),<br />

1-naftýlmetýlkarbamat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/345<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 100<br />

H330<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

205-288-3 137-30-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-012-00-2 síram (ISO),<br />

sinkbis(dímetýldíþíókarbamat)<br />

ESB-<br />

H031<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

205-293-0 137-42-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-013-00-8 metamnatríum (ISO),<br />

natríummetýldíþíókarbamat<br />

H302<br />

H335<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H335<br />

H317<br />

H410<br />

205-547-0 142-59-6 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-014-00-3 nabam (ISO),<br />

tvínatríumetýlenbis(N,N'-díþíókarbamat)<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

206-354-4 330-54-1 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-015-00-9 díúrón (ISO),<br />

3-(3,4-díklórfenýl)-1,1-dímetýlúrea<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

204-043-8 114-26-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-016-00-4 própoxúr (ISO),<br />

2-ísóprópýloxýfenýl-N-metýlkarbamat,<br />

2-ísóprópoxýfenýlmetýlkarbamat


Nr. 52/346 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

204-123-2 116-06-3 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-017-00-X aldíkarb (ISO),<br />

2-metýl-2-(metýlþíó)própanal-O-(Nmetýlkarbamóýl)oxím<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

217-990-7 2032-59-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-018-00-5 amínókarb (ISO),<br />

4-dímetýlamínó-3-tólýlmetýlkarbamat<br />

H351<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

218-961-1 2303-16-4 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-019-00-0 díallat (ISO),<br />

S-(2,3-díklórallýl)-N,Ndíísóprópýlþíókarbamat<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

202-930-4 101-27-9 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-020-00-6 barban (ISO),<br />

4-klórbút-2-ýnýl-N-(3-klórfenýl)karbamat<br />

H360Df<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

206-356-5 330-55-2 Eit. á æxlun 1B<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-021-00-1 línúrón (ISO),<br />

3-(3,4-díklórfenýl)-1-metoxý-1-metýlúrea<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

— 1563-67-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

006-022-00-7 dekarbófúran (ISO),<br />

2,3-díhýdró-2-metýlbensófúran-7ýlmetýlkarbamat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/347<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

217-991-2 2032-65-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-023-00-2 merkaptódímetúr (ISO),<br />

metíókarb (ISO),<br />

3,5-dímetýl-4-metýlþíófenýl-Nmetýlkarbamat<br />

H302<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H315<br />

H411<br />

205-443-5 140-93-2 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-024-00-8 proxannatríum (ISO),<br />

natríum-O-ísóprópýldíþíókarbónat<br />

C<br />

H332<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

584-79-2 [1]<br />

28434-00-6<br />

[2]<br />

84030-86-4<br />

[3]<br />

209-542-4 [1]<br />

249-013-5<br />

[2]-[3]<br />

006-025-00-3 alletrín,<br />

(RS)-3-allýl-2-metýl-4-oxósýklópent-2enýl(1RS,3RS;1RS,3SR)-2,2-dímetýl-3-(2metýlpróp-1-enýl)sýklóprópankarboxýlat,<br />

bíóalletrín,<br />

(RS)-3-allýl-2-metýl-4-oxósýklópent-2enýl(1R,3R)-2,2-dímetýl-3-(2-metýlpróp-1enýl)sýklóprópankarboxýlat,<br />

[1]<br />

S-bíóalletrín,<br />

(S)-3-allýl-2-metýl-4-oxósýklópent-2enýl(1R,3R)-2,2-dímetýl-3-(2-metýlpróp-1enýl)sýklóprópankarboxýlat,<br />

[2]<br />

esbíótrín,<br />

(RS)-3-allýl-2-metýl-4-oxósýklópent-2enýl(1R,3R)-2,2-dímetýl-3-(2-metýlpróp-1enýl)sýklóprópankarboxýlat<br />

[3]<br />

H330<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

216-353-0 1563-66-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-026-00-9 karbófúran (ISO),<br />

2,3-díhýdró-2,2-dímetýlbensófúran-7-ýl-Nmetýlkarbamat<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

213-546-1 973-21-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-028-00-X dínóbútón (ISO),<br />

2-(1-metýlprópýl)-4,6dínítrófenýlísóprópýlkarbónat


Nr. 52/348 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H411<br />

230-253-4 6988-21-2 Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-029-00-5 díoxakarb (ISO),<br />

2-(1,3-díoxalan-2-ýl)fenýl-N-metýlkarbamat<br />

H302<br />

212-073-8 759-94-4 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

006-030-00-0 EPTC (ISO),<br />

S-etýldíprópýlþíókarbamat<br />

H330<br />

H300<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

244-879-0 22259-30-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-031-00-6 formetanat (ISO),<br />

3-[(EZ)dímetýlamínómetýlenamínó]fenýlmetýlkarb<br />

amat<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

217-129-5 1746-81-2 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-032-00-1 mónólínúron (ISO),<br />

3-(4-klórfenýl)-1-metoxý-1-metýlúrea<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

243-433-2 19937-59-8 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-033-00-7 metoxúrón (ISO),<br />

3-(3-klór-4-metoxýfenýl)-1,1-dímetýlúrea<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

214-215-4 1114-71-2 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-034-00-2 pebúlat (ISO),<br />

N-bútýl-N-etýl-S-própýlþíókarbamat<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

245-430-1 23103-98-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-035-00-8 pírímíkarb (ISO),<br />

5,6-dímetýl-2-dímetýlamínó-pýrimídín-4-ýl-<br />

N,N-dímetýlkarbamat<br />

H302<br />

217-685-9 1929-88-0 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

006-036-00-3 bensþíasúrón (ISO),<br />

1-bensóþíasól-2-ýl-3-metýlúrea


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/349<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

220-113-0 2631-37-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-037-00-9 prómekarb (ISO),<br />

3-ísóprópýl-5-metýlfenýl-N-metýlkarbamat<br />

H350<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

202-388-9 95-06-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-038-00-4 súlfallat (ISO),<br />

2-klórallýl-N,N-dímetýldíþíókarbamat<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

218-962-7 2303-17-5 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-039-00-X tríallat (ISO),<br />

S-2,3,3-tríklórallýldíísóprópýlþíókarbamat<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

— 2532-43-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

006-040-00-5 3-metýlpýrasól-5-ýl-dímetýlkarbamat,<br />

mónómetílan<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,001%<br />

H350<br />

H331<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

006-041-00-0 dímetýlkarbamóýlklóríð 201-208-6 79-44-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H351<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

205-766-1 150-68-5 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-042-00-6 mónúrón (ISO),<br />

3-(4-klórfenýl)-1,1-dímetýlúrea


Nr. 52/350 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

— 140-41-0 Krabb. 2<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-043-00-1 3-(4-klórfenýl)-1,1dímetýlúróníumtríklórasetat,<br />

mónúrón-TCA<br />

M = 10<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

251-835-4 34123-59-6 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-044-00-7 ísóprótúron (ISO),<br />

3-(4-ísóprópýlfenýl)-1,1-dímetýlúrea<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

240-815-0 16752-77-5 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-045-00-2 metómýl (ISO),<br />

1-(metýlþíó)etýlídenamínó-Nmetýlkarbamat<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

245-216-8 22781-23-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-046-00-8 bendíókarb (ISO),<br />

2,2-dímetýl-1,3-bensódíoxól-4-ýl-Nmetýlkarbamat<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— 8065-36-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-047-00-3 búfenkarb (ISO),<br />

hvarfmassi 3-(1-metýlbútýl)fenýl-Nmetýlkarbamats<br />

og 3-(1-etýlprópýl)fenýl-Nmetýlkarbamats<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

249-981-9 29973-13-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-048-00-9 etíófenkarb (ISO),<br />

2-(etýlþíómetýl)fenýl-N-metýlkarbamat<br />

H302<br />

207-944-4 502-55-6 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

006-049-00-4 dixanþógen,<br />

O,O-díetýldíþíóbis(þíóformat)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/351<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

— 4482-55-7 Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-050-00-X 1,1-dímetýl-3-fenýlúróníumtríklórasetat,<br />

fenúrón-TCA<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

238-484-2 14484-64-1 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-051-00-5 ferbam (ISO),<br />

járntris(dímetýldíþíókarbamat)<br />

H330<br />

H300<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

245-656-0 23422-53-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-052-00-0 formetanathýdróklóríð,<br />

3-(N,N-dímetýlamínómetýlenamínó)fenýl-<br />

N-metýlkarbamat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

220-114-6 2631-40-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-053-00-6 ísóprókarb (ISO),<br />

2-ísóprópýlfenýl-N-metýlkarbamat<br />

H300<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

206-249-3 315-18-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-054-00-1 mexakarbat (ISO),<br />

3,5-dímetýl-4-dímetýlamínófenýl-Nmetýlkarbamat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

219-364-9 2425-10-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-055-00-7 xýlýkarb (ISO),<br />

3,4-dímetýlfenýl-N-metýlkarbamat,<br />

3,4-xýlýlmetýlkarbamat,<br />

MPMC<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

214-446-0 1129-41-5 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-056-00-2 metólkarb (ISO),<br />

m-tólýlmetýlkarbamat,<br />

MTMC


Nr. 52/352 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

217-682-2 1929-82-4 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-057-00-8 nítrapýrín (ISO),<br />

2-klór-6-tríklórmetýlpýridín<br />

H302<br />

— 2163-79-3 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

006-058-00-3 nórúrón (ISO),<br />

1,1-dímetýl-3-(perhýdró-4,7-metanóinden-5ýl)úrea<br />

H330<br />

H300<br />

H312<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H312<br />

H411<br />

245-445-3 23135-22-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-059-00-9 oxamýl (ISO),<br />

N',N'dímetýlkarbamóýl(metýlþíó)metýlenamín-<br />

N-metýlkarbamat<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

226-066-2 5259-88-1 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

006-060-00-4 oxýkarboxín (ISO),<br />

2,3-díhýdró-6-metýl-5-(N-fenýlkarbamóýl)-<br />

1,4-oxóþíín 4,4-díoxíð<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

243-193-9 19622-19-6 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-061-00-X S-etýl-N-<br />

(dímetýlamínóprópýl)þíókarbamathýdróklór<br />

íð,<br />

próþíókarbhýdróklóríð<br />

H302<br />

— 1918-18-9 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

006-062-00-5 metýl-3,4-díklórfenýlkarbanílat,<br />

SWEP.<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

248-924-5 28249-77-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-063-00-0 þíóbenkarb (ISO),<br />

S-4-klórbensýldíetýlþíókarbamat<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

254-346-4 39196-18-4 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-064-00-6 þíófanox (ISO),<br />

3,3-dímetýl-1-(metýlþíó)bútanón-O-(Nmetýlkarbamóýl)oxím


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/353<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H300<br />

H311<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H411<br />

— 15271-41-7 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-065-00-1 3-klór-6-sýanó-bísýkló(2,2,1)heptan-2-one-<br />

O-(N-metýlkarbamóýl)oxím,<br />

tríamíð<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

217-681-7 1929-77-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-066-00-7 vernólat (ISO),<br />

S-própýldíprópýlþíókarbamat<br />

H302<br />

— 2655-14-3 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

006-067-00-2 XMC,<br />

3,5-xýlýlmetýlkarbamat<br />

H350<br />

006-068-00-8 díasómetan 206-382-7 334-88-3 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

H341<br />

H332<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H332<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

245-740-7 23564-05-8 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-069-00-3 þíófanatmetýl (ISO),<br />

1,2-dí-(3-metoxýcarbónýl-2þíóúreídó)bensen<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

262-302-0 60568-05-0 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-070-00-9 fúrmesýklox (ISO),<br />

N-sýklóhexýl-N-metoxý-2,5-dímetýl-3fúramíð<br />

H317<br />

006-071-00-4 sýklóokt-4-en-1-ýlmetýlkarbónat 401-620-8 87731-18-8 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

401-730-6 52888-80-9 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

006-072-00-X prósúlfókarb (ISO),<br />

S-bensýl-N,N-díprópýlþíókarbamat<br />

H318<br />

006-073-00-5 3-(dímetýlamínó)própýlúrea 401-950-2 31506-43-1 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta


Nr. 52/354 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H314<br />

H373 **<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H314<br />

H373 **<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

402-440-2 2094-99-7 Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

SEM-EV 2 *<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-074-00-0 2-(3-(próp-1-en-2-ýl)fenýl)próp-2ýlísósýanat<br />

H335<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H335<br />

H317<br />

006-076-00-1 mankóseb (ISO) — 8018-01-7 SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1<br />

H335<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H335<br />

H317<br />

006-077-00-7 maneb (ISO) 235-654-8 12427-38-2 SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1<br />

H335<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H335<br />

H317<br />

235-180-1 12122-67-7 SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1<br />

006-078-00-2 síneb (ISO),<br />

sinketýlenbis(díþíókarbamat) (fjölliða)<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

202-607-8 97-77-8 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-079-00-8 dísúlfíram,<br />

tetraetýlþíúramdísúlfíð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

006-080-00-3 tetrametýlþíúrammónósúlfíð 202-605-7 97-74-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

006-081-00-9 sinkbis(díbútýldíþíókarbamat) 205-232-8 136-23-2 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/355<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

006-082-00-4 sinkbis(díetýldíþíókarbamat) 238-270-9 14324-55-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H226<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

252-139-3 34681-10-2 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-083-00-X bútókarboxím (ISO),<br />

3-(metýlþíó)-2-bútanon-O-<br />

[(metýlamínó)karbónýl]oxím<br />

H331<br />

H301<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

259-565-9 55285-14-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-084-00-5 karbósúlfan (ISO),<br />

2,3-díhýdró-2,2-dímetýl-7bensófúrýl[(díbútýlamínó)þíó]metýlkarbama<br />

t<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

223-188-8 3766-81-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-085-00-0 fenóbúkarb (ISO),<br />

2-bútýlfenýlmetýlkarbamat<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

276-696-7 72490-01-8 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-086-00-6 etýl-[2-(4-fenoxýfenoxý)etýl]karbamat,<br />

fenoxýkarb


Nr. 52/356 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H301<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H301<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

265-974-3 65907-30-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-087-00-1 2,3-díhýdró-2,2-dímetýl-7-bensófúrýl-2,4dímetýl-6-oxa-5-oxó-3-þía-2,4díasadekanóat,<br />

fúratíókarb<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— 82560-54-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

006-088-00-7 benfúrakarb,<br />

etýl-N-[2,3-díhýdró-2,2-dímetýlbensófúran-<br />

7-ýloxýkarbónýl(metýl)amínóþíó]-Nísóprópýl-β-alanínat<br />

M = 1000 U<br />

ESB-<br />

H006<br />

H270<br />

H330<br />

H314<br />

H400<br />

HSK03<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H270<br />

H330<br />

H314<br />

H400<br />

006-089-00-2 klórdíoxíð 233-162-8 10049-04-4 Eldmynd. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

B<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 10%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

3% ≤ C < 10%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,3% ≤ C < 10%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 3%<br />

M = 10<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

006-089-01-X klórdíoxíð ...% 233-162-8 10049-04-4 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H332<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H318<br />

H412<br />

408-010-0 88558-41-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

006-090-00-8 2-(3-joðpróp-2-ýn-1ýloxý)etýlfenýlkarbamat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/357<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

H221<br />

H331<br />

H314<br />

H400<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H221<br />

H331<br />

H314<br />

H400<br />

007-001-00-5 ammoníak, vatnsfrítt 231-635-3 7664-41-7 Eldf. loftt. 2<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

B<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

007-001-01-2 ammoníak ….% 215-647-6 1336-21-6 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

* U<br />

5<br />

H330<br />

H314<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H314<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

10102-44-0<br />

[1]<br />

10544-72-6<br />

[2]<br />

233-272-6 [1]<br />

234-126-4 [2]<br />

007-002-00-0 köfnunarefnisdíoxíð, [1]<br />

díköfnunarefnistetraoxíð [2]<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

213-666-4 999-81-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

007-003-00-6 klórmekvatklóríð (ISO),<br />

2-klóretýltrímetýlammóníumklóríð<br />

B<br />

Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 20%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

5% ≤ C < 20%<br />

Eldmynd. vökvi<br />

3, H272: C ≥ 65%<br />

H272<br />

H314<br />

HSK03<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H272<br />

H314<br />

007-004-00-1 saltpéturssýra …% 231-714-2 7697-37-2 Eldmynd. vökvi 3<br />

Húðæt. 1A<br />

U<br />

H220<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H220<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

007-006-00-2 etýlnítrít 203-722-6 109-95-5 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *


Nr. 52/358 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H200<br />

007-007-00-8 etýlnítrat 210-903-3 625-58-1 Óstöð. spreng. H200 HSK01<br />

Hætta<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 10%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

3% ≤ C < 10%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

3% ≤ C < 10%<br />

H226<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

007-008-00-3 hýdrasín 206-114-9 302-01-2 Eldf. vökvi 3<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

*<br />

H332<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

007-009-00-9 dísýklóhexýlammóníumnítrít 221-515-9 3129-91-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

*<br />

H272<br />

H301<br />

H400<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H301<br />

H400<br />

007-010-00-4 natríumnítrít 231-555-9 7632-00-0 Eldmynd. fast efni<br />

3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

*<br />

H272<br />

H301<br />

H400<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H301<br />

H400<br />

007-011-00-X kalíumnítrít 231-832-4 7758-09-0 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H225<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H314<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H314<br />

H411<br />

007-012-00-5 N,N-dímetýlhýdrasín 200-316-0 57-14-7 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/359<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

007-013-00-0 1,2-dímetýlhýdrasín — 540-73-8 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

A<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

007-014-00-6 sölt af hýdrasíni — — Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

007-015-00-1 O-etýlhýdroxýlamín 402-030-3 624-86-2 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H225<br />

H331<br />

H301<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H301<br />

007-016-00-7 bútýlnítrít 208-862-1 544-16-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

H225<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

007-017-00-2 ísóbútýlnítrít 208-819-7 542-56-3 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *


Nr. 52/360 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

007-018-00-8 sec-bútýlnítrít 213-104-8 924-43-6 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

007-019-00-3 tert-bútýlnítrít 208-757-0 540-80-7 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

463-04-7 [1]<br />

110-46-3 [2]<br />

207-332-7 [1]<br />

203-770-8 [2]<br />

007-020-00-9 pentýlnítrít, [1]<br />

amýlnítrít, blandaðar hverfur [2]<br />

H350<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

204-563-5 122-66-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

007-021-00-4 hýdrasóbensen,<br />

1,2-dífenýlhýdrasín<br />

H350<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

405-030-1 — Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

007-022-00-X hýdrasín-bis(3-karboxý-4hýdroxýbensensúlfonat)<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

405-510-0 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

007-023-00-5 natríum-3,5-bis(3-(2,4-dí-tertpentýlfenoxý)própýlkarbamóýl)bensensúlfó<br />

nat<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

007-024-00-0 2-(dekýlþíó)etýlammóníumklóríð 405-640-8 36362-09-1 SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/361<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H341<br />

H301<br />

H372 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H301<br />

H372 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

406-090-1 81880-96-8 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

007-025-00-6 (4-hýdrasínófenýl)-Nmetýlmetansúlfónamíðhýdróklóríð<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

413-230-5 122035-71-6 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

007-026-00-1 oxó-((2,2,6,6-tetrametýlpíperidín-4ýl)amínó)karbónýlasetóhýdrasíð<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

420-190-2 771478-66-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

007-027-00-7 1,6-bis(3,3-bis((1metýlpentýlídenímínó)própýl)úreídó)hexan<br />

H270 U<br />

H270 HSK03<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

008-001-00-8 súrefni 231-956-9 7782-44-7 Eldmynd. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.


Nr. 52/362 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B<br />

Eldmynd. vökvi<br />

1, H271: C ≥<br />

70%****<br />

Eldmynd. vökvi<br />

2, H272: 50% ≤ C<br />

< 70% ****<br />

*<br />

Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 70%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

50% ≤ C < 70%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

35% ≤ C < 50%<br />

Augnskað. 1,<br />

H318: 8% ≤ C<br />

< 50%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

5% ≤ C < 8%<br />

SEM-VES 3;<br />

H335, C ≥ 35%<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK03<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

008-003-00-9 vetnisperoxíðlausn … % 231-765-0 7722-84-1 Eldmynd. vökvi 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

U<br />

H270<br />

H330<br />

H314<br />

HSK03<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H270<br />

H330<br />

H314<br />

009-001-00-0 flúor 231-954-8 7782-41-4 Eldmynd. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

009-002-00-6 vetnisflúoríð 231-634-8 7664-39-3 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

B<br />

Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 7%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

1% ≤ C < 7%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,1% ≤ C < 1%<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

009-003-00-1 flússýra …% 231-634-8 7664-39-3 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1A


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/363<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H032<br />

H301<br />

H319<br />

H315<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H319<br />

H315<br />

009-004-00-7 natríumflúoríð 231-667-8 7681-49-4 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

009-005-00-2 kalíumflúoríð 232-151-5 7789-23-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

009-006-00-8 ammóníumflúríð 235-185-9 12125-01-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

*<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 1%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,1% ≤ C < 1%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,1% ≤ C < 1%<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

215-608-3 1333-83-1 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

009-007-00-3 natríumbíflúoríð,<br />

natríumvetnisdíflúoríð<br />

*<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 1%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,1% ≤ C < 1%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,1% ≤ C < 1%<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

232-156-2 7789-29-9 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

009-008-00-9 kalíumbíflúoríð,<br />

kalíumvetnisdíflúoríð<br />

*<br />

Húðæt. 1B; H314:<br />

C ≥ 1%<br />

Húðert. 2; H315:<br />

0,1% ≤ C < 1%<br />

Augnert. 2; H319:<br />

0,1% ≤ C < 1%<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

215-676-4 1341-49-7 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

009-009-00-4 ammóníumbíflúoríð,<br />

ammóníumvetnisdíflúoríð


Nr. 52/364 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B<br />

H314 Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

009-010-00-X flúrbórsýra ...% 240-898-3 16872-11-0 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

H314 B<br />

009-011-00-5 flúrkísilsýra ...% 241-034-8 16961-83-4 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

* A<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

16893-85-9<br />

[1]<br />

16871-90-2<br />

[2]<br />

16919-19-0<br />

[3]<br />

240-934-8 [1]<br />

240-896-2 [2]<br />

240-968-3 [3]<br />

009-012-00-0 alkalíflúorsílíköt (Na), [1]<br />

alkalíflúorsílíköt (K), [2]<br />

alkalíflúorsílíköt (NH4) [3]<br />

H302 * A<br />

— — Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

009-013-00-6 flúorsílíköt, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

1<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

009-014-00-1 blýhexaflúrsílíkat 247-278-1 25808-74-6 Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

U<br />

H331<br />

H373 **<br />

H400<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H373 **<br />

H400<br />

009-015-00-7 súlfúrýldíflúoríð 220-281-5 2699-79-8 Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/365<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H372 **<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

13775-53-6<br />

15096-52-3<br />

237-410-6<br />

239-148-8<br />

009-016-00-2 trínatríumhexaflúrálat,<br />

krýólít<br />

T<br />

ESB-<br />

H014<br />

H228<br />

H270<br />

H314<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H228<br />

H270<br />

H314<br />

H332<br />

009-017-00-8 kalíum-µ-flúrbis(tríetýlál) 400-040-2 12091-08-6 Eldf. fast efni 1<br />

Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H301 *<br />

009-018-00-3 magnesíumhexaflúrsílíkat 241-022-2 16949-65-8 Bráð eit. 3 * H301 HSK06<br />

Hætta<br />

ESB-<br />

H014<br />

H260<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H260<br />

H314<br />

011-001-00-0 natríum 231-132-9 7440-23-5 Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

H314 Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 5%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

2% ≤ C < 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,5% ≤ C < 2%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,5% ≤ C < 2%<br />

215-185-5 1310-73-2 Húðæt. 1A H314 HSK05<br />

Hætta<br />

011-002-00-6 natríumhýdroxíð,<br />

vítissódi<br />

H271<br />

H314<br />

HSK03<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H271<br />

H314<br />

011-003-00-1 natríumperoxíð 215-209-4 1313-60-6 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Húðæt. 1A<br />

ESB-<br />

H032<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

011-004-00-7 natríumasíð 247-852-1 26628-22-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/366 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

011-005-00-2 natríumkarbónat 207-838-8 497-19-8 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

011-006-00-8 natríumsýanat 213-030-6 917-61-3 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H410 M = 10<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

011-007-00-3 própoxýkarbasonnatríum — 181274-15-7 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

T<br />

H260<br />

H250<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H260<br />

H250<br />

012-001-00-3 magnesíumduft (loftkveikjandi) 231-104-6 7439-95-4 Vatnshvarf. 1<br />

Loftkv. fast efni 1<br />

T<br />

H228<br />

H261<br />

H252<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H228<br />

H261<br />

H252<br />

012-002-00-9 magnesíum, duft eða svarf 231-104-6 — Eldf. fast efni 1<br />

Vatnshvarf. 2<br />

Sjálfhit. 1<br />

A<br />

ESB-<br />

H014<br />

H250<br />

H260<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H250<br />

H260<br />

H314<br />

012-003-00-4 magnesíumalkýl — — Loftkv. vökvi 1<br />

Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

T<br />

H261<br />

H250<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H261<br />

H250<br />

013-001-00-6 álduft (loftkveikjandi) 231-072-3 7429-90-5 Vatnshvarf. 2<br />

Loftkv. fast efni 1<br />

T<br />

H261<br />

H228<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H261<br />

H228<br />

013-002-00-1 álduft (stöðgað) 231-072-3 — Vatnshvarf. 2<br />

Eldf. fast efni 3<br />

H314<br />

013-003-00-7 álklóríð, vatnsfrítt 231-208-1 7446-70-0 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

A<br />

ESB-<br />

H014<br />

H250<br />

H260<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H250<br />

H260<br />

H314<br />

013-004-00-2 álalkýl — — Loftkv. vökvi 1<br />

Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

ESB-<br />

H014<br />

H260<br />

H250<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H260<br />

H250<br />

H314<br />

013-005-00-8 díetýl(etýldímetýlsílanólató)ál 401-160-8 55426-95-4 Vatnshvarf. 1<br />

Loftkv. vökvi 1<br />

Húðæt. 1A


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/367<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H318<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H318<br />

402-370-2 — Eldf. vökvi 3<br />

Augnskað. 1<br />

013-006-00-3 (etýl-3-oxóbútanóató-O'1,O'3)(2dímetýlamínóetanólató)(1-metoxýprópan-2ólató)ál(III),<br />

tvíliðað<br />

H318<br />

403-430-0 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

013-007-00-9 pólý(oxó(2-bútoxýetýl-3-oxóbútanóató-<br />

O'1,O'3)ál)<br />

ESB-<br />

H014<br />

H250<br />

H314<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H250<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

013-008-00-4 dí-n-oktýláljoðíð 408-190-0 7585-14-0 Loftkv. vökvi 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

T<br />

ESB-<br />

H014<br />

H228<br />

H260<br />

H250<br />

H332<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H228<br />

H260<br />

H250<br />

H332<br />

H314<br />

418-720-2 — Eldf. fast efni 1<br />

Vatnshvarf. 1<br />

Loftkv. fast efni 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

013-009-00-X natríum(n-bútýl)x(etýl)y-1,5-díhýdró)álat x<br />

= 0,5 y = 1,5<br />

T<br />

*<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

ESB-<br />

H014<br />

ESB-<br />

H029<br />

H224<br />

H250<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H250<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

014-001-00-9 tríklórsílan 233-042-5 10025-78-2 Eldf. vökvi 1<br />

Loftkv. vökvi 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

ESB-<br />

H014<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

014-002-00-4 kísiltetraklóríð 233-054-0 10026-04-7 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

014-003-00-X dímetýldíklórsílan 200-901-0 75-78-5 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2


Nr. 52/368 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 1%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 1%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

ESB-<br />

H014<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

200-902-6 75-79-6 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

014-004-00-5 tríklór(metýl)sílan,<br />

metýltríklórsílan<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

201-083-8 78-10-4 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

014-005-00-0 tetraetýlsílíkat,<br />

etýlsílíkat<br />

H319<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H411<br />

401-380-4 — Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

014-006-00-6 bis(4-flúrfenýl)-metýl-(1,2,4-tríasól-4ýlmetýl)sílanhýdróklóríð<br />

H315<br />

014-007-00-1 tríetoxýísóbýtýlsílan 402-810-3 17980-47-1 Húðert. 2 H315 HSK07<br />

Varúð<br />

H411 HSK09 H411<br />

014-008-00-7 (klórmetýl)bis(4-flúrfenýl)metýlsílan 401-200-4 85491-26-5 Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H226<br />

H332<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H315<br />

014-009-00-2 ísóbútýlísóprópýldímetoxýsílan 402-580-4 111439-76-0 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

014-010-00-8 tvínatríummetasílíkat 229-912-9 6834-92-0 Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

014-011-00-3 sýklóhexýldímetoxýmetýlsílan 402-140-1 17865-32-6 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

014-012-00-9 bis(3-(trímetoxýsílýl)própýl)amín 403-480-3 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/369<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

404-920-7 — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

014-013-00-4 α-hýdróxýpólý(metýl-(3-(2,2,6,6tetrametýlpíperidín-4-ýloxý)própýl)síloxan)<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H373 **<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H373 **<br />

253-704-7 37894-46-5 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

014-014-00-X etaselasíl (ISO),<br />

6-(2-klóretýl)-6-(2-metoxýetoxý)-2,5,7,10tetraoxa-6-sílaundekan<br />

H413 — H413<br />

406-420-4 69430-40-6 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

014-015-00-5 α-trímetýlsílanýl-ωtrímetýlsíloxýpólý[oxý(metýl-3-(2-(2metoxýprópoxý)própoxý)própýlsílandíýl]kó-oxý(dímetýlsílan))<br />

H411 HSK09 H411<br />

406-490-6 — Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

014-016-00-0 hvarfmassi: 1,3-díhex-5-en-1-ýl-1,1,3,3tetrametýldísíloxans,1,3-díhex-n-en-1-ýl-1,1,3,3tetrametýldísíloxans<br />

H351<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

— 85509-19-9 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

014-017-00-6 flúsílasól (ISO),<br />

bis(4-flúrfenýl)(metýl)(1H-1,2,4-tríasól-1ýlmetýl)sílan<br />

H361f<br />

***<br />

H413<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H413<br />

014-018-00-1 oktametýlsýklótetrasíloxan 209-136-7 556-67-2 Eit. á æxlun 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H351<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

403-250-2 — Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

014-019-00-7 hvarfmassi: 4-[[bis-(4flúrfenýl)metýlsílýl]metýl]-4H-1,2,4-tríasóls<br />

1-[[bis-(4-flúrfenýl)metýlsílýl]metýl]-1H-<br />

1,2,4-tríasól<br />

H332<br />

014-020-00-2 bis(1,1-dímetýl-2-própýnýloxý)dímetýlsílan 414-960-7 53863-99-3 Bráð eit. 4 * H332 HSK07<br />

Varúð


Nr. 52/370 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H400<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

014-021-00-8 tris(ísóprópenýloxý)fenýlsílan 411-340-8 52301-18-5 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

T<br />

H228<br />

H370 **<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H228<br />

H370 **<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

401-530-9 — Eldf. fast efni 1<br />

SEM-VES 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

014-022-00-3 myndefni: (2-hýdroxý-4-(3própenoxý)bensófenóns<br />

og tríetoxýsílans)<br />

með (vatnsrofsefni úr kísl og<br />

metýltrímetoxýsílani)<br />

H411 HSK09 H411<br />

408-160-7 125613-45-8 Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

014-023-00-9 α, ω-díhýdroxýpólý(hex-5-en-1ýlmetýlsíloxan)hoxýsílan<br />

með (vatnsrofsefni<br />

úr kísl og metýltrímetoxýsílani)íasól<br />

H411 HSK09 H411<br />

412-620-2 121626-74-2 Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

014-024-00-4 1-((3-(3-klór-4flúrfenýl)própýl)dímetýlsílanýl)-4etoxýbensen<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

411-400-3 102089-33-8 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

014-025-00-X 4-[3-(díetoxýmetýlsílýlprópoxý)-2,2,6,6tetrametýl]píperidín<br />

H314<br />

407-180-3 770722-36-6 Húðæt. 1A H314 HSK05<br />

Hætta<br />

014-026-00-5 díklór-(3-(3-klór-4flúrfenýl)própýl)metýlsílan<br />

H314<br />

410-270-5 770722-46-8 Húðæt. 1A H314 HSK05<br />

Hætta<br />

014-027-00-0 klór-(3-(3-klór-4flúrfenýl)própýl)dímetýlsílan<br />

H317<br />

415-290-8 193159-06-7 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

014-028-00-6 α-[3-(1-oxópróp-2-enýl)-1oxýprópýl]dímetoxýsílýloxý-ω-[3(1oxópróp-2-enýl)-1oxýprópýl]dímetoxýsílýlpólý(dímetýlsíloxan<br />

)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/371<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H373 **<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H373 **<br />

421-870-1 156145-66-3 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

014-029-00-1 O,O′-(etenýlmetýlsilýlen)dí[(4-metýlpentan-<br />

2-ón)oxím]<br />

H300<br />

422-060-0 137390-08-0 Bráð eit. 2 * H300 HSK06<br />

Hætta<br />

014-030-00-7 [(dímetýlsílýlen)bis((1,2,3,3a,7a-η)-1Hinden-1-ýlíden)dímetýl]hafníum<br />

H226<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

014-031-00-2 bis(1-metýletýl)-dímetoxýsílan 421-540-7 18230-61-0 Eldf. vökvi 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

014-032-00-8 dísýklópentýldímetoxýsílan 404-370-8 126990-35-0 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H250<br />

H330<br />

H300<br />

H314<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H250<br />

H330<br />

H300<br />

H314<br />

H400<br />

015-001-00-1 hvítur fosfór 231-768-7 12185-10-3 Loftkv. fast efni 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H228<br />

H412<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H228<br />

H412<br />

015-002-00-7 rauður fosfór 231-768-7 7723-14-0 Eldf. fast efni 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

T<br />

ESB-<br />

H029<br />

H260<br />

H300<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H260<br />

H300<br />

H400<br />

215-142-0 1305-99-3 Vatnshvarf. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-003-00-2 kalsíumfosfíð,<br />

tríkalsíumdífosfíð


Nr. 52/372 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

T<br />

ESB-<br />

H029<br />

ESB-<br />

H032<br />

H260<br />

H300<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H260<br />

H300<br />

H400<br />

015-004-00-8 álfosfíð 244-088-0 20859-73-8 Vatnshvarf. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

T<br />

ESB-<br />

H029<br />

H260<br />

H300<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H260<br />

H300<br />

H400<br />

235-023-7 12057-74-8 Vatnshvarf. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-005-00-3 magnesíumfosfíð<br />

trímagnesíumdífosfíð<br />

T<br />

ESB-<br />

H029<br />

ESB-<br />

H032<br />

H260<br />

H300<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H260<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

215-244-5 1314-84-7 Vatnshvarf. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-006-00-9 trísinkdífosfíð<br />

sinkfosfíð<br />

ESB-<br />

H014<br />

ESB-<br />

H029<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H314<br />

015-007-00-4 fosfórtríklóríð 231-749-3 7719-12-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

ESB-<br />

H014<br />

ESB-<br />

H029<br />

H330<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

015-008-00-X fosfórpentaklóríð 233-060-3 10026-13-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

ESB-<br />

H014<br />

ESB-<br />

H029<br />

H330<br />

H372 **<br />

H302<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H372 **<br />

H302<br />

H314<br />

015-009-00-5 fosfórýltríklóríð 233-046-7 10025-87-3 Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H314<br />

015-010-00-0 fosfórpentoxíð 215-236-1 1314-56-3 Húðæt. 1A H314 HSK05<br />

Hætta


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/373<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B<br />

H314 Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

015-011-00-6 fosfórsýra ...%, ortófosfórsýra ...% 231-633-2 7664-38-2 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

T<br />

H228<br />

H260<br />

H302<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H228<br />

H260<br />

H302<br />

H400<br />

215-245-0 1314-85-8 Eldf. fast efni 2<br />

Vatnshvarf. 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-012-00-1 tetrafosfórtrísúlfíð,<br />

fosfórseskvísúlfíð<br />

H302<br />

015-013-00-7 tríetýlfosfat 201-114-5 78-40-0 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H315<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H315<br />

015-014-00-2 tríbútýlfosfat 204-800-2 126-73-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

C<br />

SEM-VES 1,<br />

H370: C ≥ 1%<br />

SEM-VES 2,<br />

H371: 0,2% ≤ C<br />

< 1%<br />

H370 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H370 **<br />

H411<br />

201-103-5 78-30-8 SEM-VES 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-015-00-8 tríkresýlfosfat (o-o-o-, o-o-m-, o-o-p-, o-mm-,<br />

o-m-p-, o-p-p-),<br />

trítólýlfosfat (o-o-o-, o-o-m-, o-o-p-, o-m-m-,<br />

o-m-p-, o-p-p-)<br />

* C<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

201-105-6 78-32-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-016-00-3 tríkresýlfosfat (m-m-m-, m-m-p-, m-p-p-, pp-p-),<br />

trítólýlfosfat (m-m-m-, m-m-p-, m-p-p-, p-pp-)<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

200-547-7 62-73-7 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-019-00-X díklórvos (ISO),<br />

2,2-díklórvínyldímetýlfosfat


Nr. 52/374 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 10000<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

232-095-1 7786-34-7 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-020-00-5 mevínfos (ISO),<br />

2-metoxýkarbónýl-1metýlvínyldímetýlfosfat<br />

M = 1000<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

200-149-3 52-68-6 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-021-00-0 tríklórfón (ISO),<br />

dímetýl-2,2,2-tríklór-1-hýdroxýetýlfosfónat<br />

H341<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

236-116-5 13171-21-6 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-022-00-6 fosfamídón (ISO),<br />

2-klór-2-díetýlkarbamóýl-1metýlvínyldímetýlfosfat<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

— 108-34-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-023-00-1 pýrasoxón,<br />

díetýl 3-metýlpýrasól-5-ýlfosfat<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

— 1031-47-6 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-024-00-7 tríamífos (ISO),<br />

5-amínó-3-fenýl-1,2,4-tríasól-1-ýl-<br />

N,N,N',N'-tetrametýlfosfóndíamíð<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

203-495-3 107-49-3 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-025-00-2 TEPP (ISO),<br />

tetraetýlpýrófosfat<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

205-801-0 152-16-9 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-026-00-8 skradan (ISO),<br />

oktametýlpýrófosfóramíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/375<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 1000<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

222-995-2 3689-24-5 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-027-00-3 súlfótep (ISO),<br />

O,O,O,O-tetraetýldíþíópýrófosfat<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

206-053-8 298-03-3 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-028-00-9 demetón-O (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-2-etýlþíóetýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

204-801-8 126-75-0 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-029-00-4 demetón-S (ISO),<br />

díetýl-S-2-etýlþíóetýlfosfórþíóat<br />

H301<br />

212-758-1 867-27-6 Bráð eit. 3 * H301 HSK06<br />

Hætta<br />

015-030-00-X demetón-O-metýl (ISO),<br />

O-2-etýlþíóetýl-O,O-dímetýlfosfórþíóat<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

213-052-6 919-86-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-031-00-5 demetón-S-metýl (ISO),<br />

S-2-etýlþíóetýldímetýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H412<br />

218-893-2 2275-18-5 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

015-032-00-0 próþóat (ISO),<br />

O,Odíetýlísóprópýlkarbamóýlmetýlfosfórdíþíóat<br />

M = 1000<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

206-052-2 298-02-2 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-033-00-6 fórat (ISO),<br />

O,O-díetýletýlþíómetýlfosfórdíþíóat


Nr. 52/376 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 100<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

200-271-7 56-38-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-034-00-1 paraþíón (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-4-nítrófenýlfosfórþíóat<br />

M = 100<br />

H226<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

206-050-1 298-00-0 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-035-00-7 paraþíónmetýl (ISO),<br />

O,O-dímetýl-O-4-nítrófenýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

218-276-8 2104-64-5 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-036-00-2 O-etýl-O-4-nítrófenýlfosfónþíóat,<br />

EPN<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

218-892-7 2275-14-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-037-00-8 fenkaptón (ISO),<br />

S-(2,5-díklórfenýlþíómetýl)-O,Odíetýlfosfórdíþíóat<br />

H300<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

200-285-3 56-72-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-038-00-3 kúmafos (ISO),<br />

O-3-klór-4-metýlkúmarín-7-ýl-O,Odíetýlfosfórþíóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/377<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

201-676-1 86-50-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-039-00-9 asínfosmetýl (ISO),<br />

O,O-dímetýl-4-oxóbensótríasín-3ýlmetýlfosfórdíþíóat<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

206-373-8 333-41-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-040-00-4 díasínon (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-2-ísóprópýl-6-metýlpýrimídín-<br />

4-ýlfosfórþíóat<br />

M = 100<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

204-497-7 121-75-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-041-00-X malaþíón (ISO),<br />

1,2-bis(etoxýkarbónýl)etýl-O,Odímetýlfosfórdíþíóat<br />

M = 100<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

207-902-5 500-28-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-042-00-5 klórþíón,<br />

O-(3-klór-4-nítrófenýl)-O,Odímetýlfosfórþíóat<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

— 5826-76-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

015-043-00-0 fosníklór (ISO),<br />

O-4-klór-3-nítrófenýl-O,Odímetýlfosfórþíóat<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

212-324-1 786-19-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-044-00-6 karbófenóþíón (ISO),<br />

4-klórfenýlþíómetýl-O,O-díetýlfosfórdíþíóat


Nr. 52/378 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

219-993-9 2595-54-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-045-00-1 mekarbam (ISO),<br />

N-etoxýkarbónýl-N-metýlkarbamóýlmetýl-<br />

O,O-díetýlfosfórdíþíóat<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

206-110-7 301-12-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-046-00-7 oxýdemetónmetýl,<br />

S-2-(etýlsúlfínýl)etýl-O,Odímetýlfosfórþíóat<br />

M = 10000<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

209-242-3 563-12-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-047-00-2 eþíón (ISO),<br />

O,O,O',O'-tetraetýl-S,S'metýlendí(fosfórdíþíóat),<br />

díeþíón<br />

H341<br />

H331<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H331<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

200-231-9 55-38-9 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-048-00-8 fenþíón (ISO),<br />

O,O-dímetýl-O-(4-metýlþíón-m-tólýl)<br />

fosfórþíóat<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

220-472-3 2778-04-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

015-049-00-3 endóþíón (ISO),<br />

S-5-metoxý-4-oxópýran-2ýlmetýldímetýlfosfórþíóat<br />

H301<br />

H312<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

211-362-6 640-15-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

015-050-00-9 þíómetón (ISO),<br />

S-2-etýlþíóetýl-O,O-dímetýlfosfórdíþíóat<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

200-480-3 60-51-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

015-051-00-4 dímetóat (ISO),<br />

O,Odímetýlmetýlkarbamóýlmetýlfosfórdíþíóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/379<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

206-082-6 299-84-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-052-00-X fenklórfos (ISO),<br />

O,O-dímetýl-O-2,4,5-tríklórfenýlfosfórþíóat<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

201-123-4 78-57-9 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

015-053-00-5 menasón (ISO),<br />

S-[(4,6-díamínó-1,3,5-tríasín-2-ýl)metýl]<br />

O,O-dímetýlfosfórdíþíóat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

204-524-2 122-14-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-054-00-0 fenítróþíón (ISO),<br />

O,O-dímetýl-O-4-nítró-m-tólýlfosfórþíóat<br />

M = 1000<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

206-098-3 300-76-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-055-00-6 naleð (ISO),<br />

1,2-díbróm-2,2-díklóretýldímetýlfosfat<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

220-147-6 2642-71-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-056-00-1 asínfosetýl (ISO),<br />

O,O-díetýl-4-oxóbensótríasín-3ýlmetýlfosfórdíþíóat<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

219-818-6 2540-82-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

015-057-00-7 formóþíón (ISO),<br />

N-formýl-N-metýlkarbamóýlmetýl-O,Odíetýlfosfórdíþíóat<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

205-628-0 144-41-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-058-00-2 morfóþíón (ISO),<br />

O,O-dímetýl-S-<br />

(morfólínókarbónýlmetýl)fosfórdíþíóat


Nr. 52/380 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

218-894-8 2275-23-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-059-00-8 vamidóþíón (ISO),<br />

O,O-dímetýl-S-2-(1metýlkarbamóýletýlþíó)etýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

206-054-3 298-04-4 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-060-00-3 dísúlfótón (ISO),<br />

O,O-díetýl-2-etýlþíóetýlfosfórdíþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

204-076-8 115-26-4 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-061-00-9 dímefox (ISO),<br />

tetrametýlfosfórdíamínflúoríð<br />

H370 **<br />

206-742-3 371-86-8 SEM-VES 1 H370 ** HSK08<br />

Hætta<br />

015-062-00-4 mipafox (ISO),<br />

N,N'-díísóprópýlfosfórdíamíðínflúoríð<br />

M = 1000<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

201-107-7 78-34-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-063-00-X díoxaþíón (ISO),<br />

1,4-díoxan-2,3-díýl-O,O,O',O'tetraetýldí(fosfórdíþíóat)<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

225-399-0 4824-78-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-064-00-5 brómfosetýl (ISO),<br />

O-4-bróm-2,5-díklórfenýl-O,Odíetýlfosfórþíóat<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H411<br />

— 2703-37-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-065-00-0 S-[2-(etýlsúlfínýl)etýl]-O,Odímetýlfosfórdíþíóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/381<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

214-197-8 1113-02-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-066-00-6 ómetóat (ISO),<br />

O,O-dímetýl-Smetýlkarbamóýlmetýlfosfórdíþíóat<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

218-996-2 2310-17-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-067-00-1 fosalón (ISO),<br />

S-(6-klór-2-oxóbensóxasólín-3-ýlmetýl)-<br />

O,O-díetýlfosfórdíþíóat<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

202-564-5 97-17-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-068-00-7 díklófenþíón (ISO),<br />

O—2,4-díklórfenýl-O,O-díetýlfosfórþíóat<br />

H300<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

213-449-4 950-37-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-069-00-2 metíðaþíón (ISO),<br />

2,3-díhýdró-5-metoxý-2-oxó-1,3,4þíadíasól-3-ýlmetýl-O,Odímetýlfosfórdíþíóat<br />

H300<br />

H311<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

223-099-4 3734-95-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

015-070-00-8 sýantóat (ISO),<br />

S-(N-(1-sýanó-1-metýletýl)karbamóýlmetýl)<br />

O,O-díetýlfosfórþíóat<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

207-432-0 470-90-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-071-00-3 klórfenvinfos (ISO),<br />

2-klór-1-(2,4-díklórfenýl)vínyldíetýlfosfat<br />

H341<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

230-042-7 6923-22-4 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-072-00-9 mónókrótófos (ISO),<br />

dímetýl-1-metýl-2-<br />

(metýlkarbamóýl)vínylfosfat


Nr. 52/382 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

205-494-3 141-66-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-073-00-4 díkrótófos (ISO),<br />

(Z)-2-dímetýlkarbamóýl-1metýlvínyldímetýlfosfat<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

206-083-1 299-86-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-074-00-X krúfómat (ISO),<br />

4-tert-bútýl-2klórfenýlmetýlmetýlfosfóramídat<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

— 2635-50-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

015-075-00-5 S-[2-(ísóprópýlsúlfínýl)etýl]-O,Odímetýlfosfórþíóat<br />

M = 1000<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

— 299-45-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-076-00-0 pótasan,<br />

O,O-díetýl-O-(4-metýlkúmarín-7-ýl)<br />

fosfórþíóat<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

015-077-00-6 2,2-díklórvínyl-2-etýlsúlfínýletýlmetýlfosfat — 7076-53-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

H301<br />

H312<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H411<br />

241-109-5 17040-19-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-078-00-1 demetón-S-metýlsúlfón (ISO),<br />

S-2-etýlsúlfónýletýldímetýlfosfórþíóat<br />

H302<br />

250-241-2 30560-19-1 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

015-079-00-7 asefat (ISO),<br />

O,S-dímetýlasetýlfosfóramídóþíóat<br />

H302<br />

— 919-76-6 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

015-080-00-2 amídíþíón (ISO),<br />

2-metoxýetýlkarbamóýlmetýl-O,Odímetýlfosfórdíþíóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/383<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

015-081-00-8 O,O,O',O'-tetraprópýldíþíópýrófosfat 221-817-0 3244-90-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H332<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

227-419-3 5834-96-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

015-082-00-3 asóþóat (ISO),<br />

O-4-(4-klórfenýlasó)fenýl-O,Odímetýlfosfórþíóat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

212-010-4 741-58-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-083-00-9 bensúlíð (ISO),<br />

O,O-díísóprópýl-2fenýlsúlfónýlamínóetýlfosfórdíþíóat<br />

M = 10000<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

220-864-4 2921-88-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-084-00-4 klórpýrifos (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-3,5,6-tríklór-2pýrídýlfosfórþíóat<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

204-105-4 115-78-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

015-085-00-X klórfóníumklóríð (ISO),<br />

tríbútýl(2,4-díklórbensýl)fosfóníumklóríð<br />

H301<br />

— 572-48-5 Bráð eit. 3 * H301 HSK06<br />

Hætta<br />

015-086-00-5 kúmiþóat (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-7,8,9,10-tetrahýdró-6-oxóbensó(c)krómen-3-ýlfosfórþíóat<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

220-130-3 2636-26-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-087-00-0 sýanófos (ISO),<br />

O-4-sýanófenýl-O,O-dímetýlfosfórþíóat


Nr. 52/384 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

233-689-3 10311-84-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-088-00-6 díalifos (ISO),<br />

2-klór-1-þalimíðetýl-O,O-díetýlfosfórdíþíóat<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

204-121-1 116-01-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

015-089-00-1 etóatmetýl (ISO),<br />

etýlkarbamóýlmetýl-O,Odímetýlfosfórdíþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

204-114-3 115-90-2 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-090-00-7 fensúlfóþíón (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-4metýlsúlfínýlfenýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

213-408-0 944-22-9 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-091-00-2 fónófos (ISO),<br />

O-etýlfenýletýlfosfóndíþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

223-874-7 4104-14-7 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-092-00-8 fosasetim (ISO),<br />

O,O-bis(4-klórfenýl)-Nasetímídóýlfosfóramídóþíóat<br />

H301<br />

H370 **<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H370 **<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

244-472-8 21609-90-5 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-093-00-3 leptófos (ISO),<br />

O-4-bróm-2,5-díklórfenýl-Ometýlfenýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H411<br />

213-447-3 950-10-7 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-094-00-9 mefosfólan (ISO),<br />

díetýl-4-metýl-1,3-díþíólan-2ýlídenfosfóramídat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/385<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

233-606-0 10265-92-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-095-00-4 metamídófos (ISO),<br />

O,S-dímetýlfosfóramídóþíóat<br />

M = 10<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

219-679-1 2497-07-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-096-00-X oxýdísúlfótón (ISO),<br />

O,O-díetýl-S-2-etýlsúlfínýletýlfosfórdíþíóat<br />

M = 100<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

219-997-0 2597-03-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-097-00-5 fenþóat (ISO),<br />

etýl-2-(dímetoxýfosfínóþíóýlþíó)-2fenýlasetat<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

206-326-1 327-98-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-098-00-0 tríklórónat (ISO),<br />

O-etýl-O-2,4,5-tríklórfenýletýlfosfónóþíóat<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

245-704-0 23505-41-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-099-00-6 pírímífosetýl (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-2-díetýlamínó-6metýlpýrimídín-4-ýlfosfórþíóat<br />

M = 1000<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

238-887-3 14816-18-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-100-00-X foxím (ISO),<br />

α-(díetoxýfosfínóþíóýlimínó)fenýlasetónitríl


Nr. 52/386 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 100<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

211-987-4 732-11-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-101-00-5 fosmet (ISO),<br />

O,O-dímetýlþalimídómetýl-S-fosfórdíþíóat<br />

H351<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H411<br />

015-102-00-0 tris(2-klóretýl)fosfat 204-118-5 115-96-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

ESB-<br />

H014<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

015-103-00-6 fosfórtríbrómíð 232-178-2 7789-60-8 Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3<br />

T<br />

ESB-<br />

H029<br />

H228<br />

H260<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H228<br />

H260<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

215-242-4 1314-80-3 Eldf. fast efni 1<br />

Vatnshvarf. 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

015-104-00-1 dífosfórpentasúlfíð,<br />

fosfórpentasúlfíð<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 5%<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

015-105-00-7 trífenýlfosfít 202-908-4 101-02-0 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H340<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

211-653-8 680-31-9 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

015-106-00-2 hexametýlfosfórtríamíð,<br />

hexametýlfosfóramíð<br />

H330<br />

H310<br />

H301<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

236-152-1 13194-48-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-107-00-8 etóprófos (ISO),<br />

etýl-S,S-díprópýlfosfórdíþíóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/387<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 100<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

218-277-3 2104-96-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-108-00-3 brómófos (ISO),<br />

O-4-bróm-2,5-díklórfenýl-O,Odímetýlfosfórþíóat<br />

M = 10<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

231-720-5 7700-17-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-109-00-9 krótoxýfos (ISO),<br />

1-fenýletýl-3-<br />

(dímetoxýfosfínýloxý)ísókrótónat<br />

H301<br />

H370 **<br />

H312<br />

H319<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H370 **<br />

H312<br />

H319<br />

H411<br />

— 13067-93-1 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-110-00-4 sýanófenfos (ISO),<br />

O-4-sýanófenýl-O-etýlfenýlfosfónþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

213-423-2 947-02-4 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-111-00-X fosfólan (ISO),<br />

díetýl-1,3-díþíólan-2-ýlídenfosfóramídat<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

206-049-6 297-97-2 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-112-00-5 þíónasín (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-pýrasín-2-ýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

246-538-1 24934-91-6 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-114-00-6 klórmefos (ISO),<br />

S-klórmetýl-O,O-díetýlfosfórdíþíóat<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

015-115-00-1 klórþíófos (ISO) 244-663-6 21923-23-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/388 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H300<br />

H311<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

211-666-9 682-80-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

015-116-00-7 demefíón-O (ISO),<br />

O,O-dímetýl-O-2-metýlþíóetýlfosfórþíóat<br />

H300<br />

H311<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

219-971-9 2587-90-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

015-117-00-2 demefíón-S (ISO),<br />

O,O-dímetýl-S-2-metýlþíóetýlfosfórþíóat<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

015-118-00-8 demetón — 8065-48-3 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

015-119-00-3 dímetýl-4-(metýlþíó)fenýlfosfat — 3254-63-5 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

225-875-8 5131-24-8 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

015-120-00-9 ditalímfos (ISO),<br />

O,O-díetýlþalimídófosfónþíóat<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

241-178-1 17109-49-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-121-00-4 edífenfos (ISO),<br />

O-etýl-S,S-dífenýlfosfórdíþíóat<br />

M = 10<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

253-855-9 38260-54-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-122-00-X etrímfos (ISO),<br />

O-6-etoxý-2-etýlpýrimídín-4-ýl-O,Odímetýlfosfórþíóat<br />

M = 100<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

244-848-1 22224-92-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-123-00-5 fenamífos (ISO),<br />

etýl-4-metýlþíó-mtólýlísóprópýlfosfóramídat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/389<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

244-437-7 21548-32-3 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

015-124-00-0 fosþíetan (ISO),<br />

díetýl-1,3-díþíetan-2-ýlídenfosfóramídat<br />

H318<br />

219-468-4 2439-99-8 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

015-125-00-6 glýfosín (ISO),<br />

N,N-bis(fosfónmetýl)glýsín<br />

M = 100<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

245-737-0 23560-59-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-126-00-1 heptenófos (ISO),<br />

7-klórbísýkló(3.2.0)hepta-2,6-díen-6ýldímetýlfosfat<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

247-449-0 26087-47-8 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-127-00-7 ípróbenfos (ISO),<br />

S-bensýldíísóprópýlfosfórþíóat<br />

M = 100<br />

H310<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— 5827-05-4 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-128-00-2 IPSP,<br />

S-etýlsúlfínýlmetýl-O,Odíísóprópýlfosfórdíþíóat<br />

M = 100<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

246-814-1 25311-71-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-129-00-8 ísófenfos (ISO),<br />

O-etýl-O-2ísóprópoxýkarbónýlfenýlísóprópýlfosfóramí<br />

dóþíóat<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

— 36614-38-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

015-130-00-3 ísóþíóat (ISO),<br />

S-2-ísóprópýlþíóetýl-O,Odímetýlfosfórdíþíóat<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

242-624-8 18854-01-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-131-00-9 ísoxaþíón (ISO);<br />

O,O-díetýl-O-5-fenýlísoxasól-3ýlfosfórþíóat


Nr. 52/390 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 1000<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— 953-17-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-132-00-4 S-(klórfenýlþíómetýl)-O,Odímetýlfosfórdíþíóat,<br />

metýlkarbófenóþíón<br />

M = 10<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 24151-93-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-133-00-X píperófos (ISO),<br />

S-2-metýlpíperidínókarbónýlmetýl-O,Odíprópýlfosfórdíþíóat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

249-528-5 29232-93-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-134-00-5 pírímífosmetýl (ISO),<br />

O-(2-díetýlamínó-6-metýlpýrimídín-4-ýl)<br />

O,O-dímetýlfosfórþíóat<br />

M = 1000<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

255-255-2 41198-08-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-135-00-0 prófenófos (ISO),<br />

O-(4-bróm-2-klórfenýl)-O-etýl-Sprópýlfosfórþíóat<br />

M = 100<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

250-517-2 31218-83-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-136-00-6 trans-ísóprópýl-3-<br />

[[(etýlamínó)metoxýfosfínóþíóýl]oxý]krótón<br />

at,<br />

ísóprópýl-3-<br />

[[(etýlamínó)metoxýfosfínóþíóýl]oxý]ísókró<br />

tónat,<br />

própetamfos (ISO)<br />

H332<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

236-656-1 13457-18-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-137-00-1 pýrasófos (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-(6-etoxýkarbónýl-5metýlpýrasóló[2,3-a]pýrimídín-2-ýl)<br />

fosfórþíóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/391<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 1000<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

237-031-6 13593-03-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-138-00-7 kínalfos (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-kínoxalín-2-ýlfosfórþíóat<br />

M = 1000<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

235-963-8 13071-79-9 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-139-00-2 terbúfos (ISO),<br />

S-tert-bútýlþíómetýl-O,O-díetýlfosfórdíþíóat<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

245-986-5 24017-47-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-140-00-8 tríasófos (ISO),<br />

O,O-díetýl-O-1-fenýl-1H,2,4-tríasól-3ýlfosfórþíóat<br />

H314<br />

H302<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

400-520-1 — Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-141-00-3 etýlendíammóníum-O,Obis(oktýl)fosfórdíþíóat,<br />

blandaðar hverfur<br />

T<br />

H225<br />

H319<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H411<br />

401-100-0 — Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-142-00-9 bútýl(díalkýloxý(díbútoxýfosfórýloxý))títan(<br />

tríalkýloxý)títanfosfat<br />

H302<br />

401-740-0 — Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

015-143-00-4 hvarfmassi 2-klóretýlklórprópýl-2klóretýlfosfónats,<br />

hvarfmassi hverfna og 2klóretýlklórprópýl-2-klórprópýlfosfónats,<br />

hvarfmassi hverfna<br />

H314<br />

402-090-0 87025-52-3 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

015-144-00-X hvarfmassi pentýlmetýlfosfínats og 2metýlbútýlmetýlfosfínats


Nr. 52/392 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

401-520-4 — Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-145-00-5 hvarfmassi kopar(I)-O,Odíísóprópýlfosfórdíþíóats<br />

og kopar(I)-Oísóprópýl-O-(4-metýlpent-2ýl)fosfórdíþíóats<br />

og kopar(I)-O,O-bis(4metýlpent-2-ýl)fosfórdíþíóats<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

401-850-9 — Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-146-00-0 S-(trísýkló(5.2.1.0 2,6 )deka-3-en-8(eða 9)-ýl-<br />

O-(ísóprópýl eða ísóbútýl eða 2-etýlhexýl)-<br />

O-(ísóprópýl eða ísóbútýl eða 2etýlhexýl)fosfórdíþíóat<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

400-930-0 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-147-00-6 hvarfmassi C12-14-tertalkýlammóníumdífenýlfosfórþíóats<br />

og<br />

dínónýlsúlfíðs (eða dísúlfíðs)<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

015-148-00-1 2-(dífosfónmetýl)rafsýra 403-070-4 51395-42-7 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

403-470-9 — Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-149-00-7 hvarfmassi: hexýldíoktýlfosfínoxíðs,<br />

díhexýloktýlfosfínoxíðs,<br />

tríoktýlfosfínoxíðs<br />

H302<br />

H318<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H373 **<br />

H412<br />

404-940-6 86608-70-0 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

015-150-00-2 (2-(1,3-díoxólan-2ýl)etýl)trífenýlfosfóníumbrómíð<br />

H411 HSK09 H411<br />

015-151-00-8 tris(ísóprópýl/tert-bútýlfenýl)fosfat 405-010-2 — Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H311<br />

H301<br />

H370 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H370 **<br />

H411<br />

223-292-3 3811-49-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-152-00-3 díoxabensófos (ISO),<br />

2-metoxý-4H-1,3,2-bensódíoxafosfórín-2súlfíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/393<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

255-863-8 42509-80-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-153-00-9 ísasófos (ISO),<br />

O-(5-klór-1-ísóprópýl-1,2,4-tríasól-3-ýl)-<br />

O,O-díetýlfosfórþíóat<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H332<br />

H312<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H312<br />

H314<br />

H412<br />

240-718-3 16672-87-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

015-154-00-4 2-klóretýlfosfónsýra,<br />

etefón<br />

H302<br />

278-636-5 77182-82-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

015-155-00-X ammóníum-2-amínó-4-<br />

(hýdroxýmetýlfosfínýl)bútýrat,<br />

glúfosínatammóníum<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

30864-28-9<br />

[1]<br />

62610-77-9<br />

[2]<br />

250-366-9<br />

[1]-[2]<br />

015-156-00-5 metýl-3-<br />

[(dímetoxýfosfínóþíóýl)oxý]metakrýlat, [1]<br />

metakrífos (ISO),<br />

metýl-(E)-3-<br />

[(dímetoxýfosfínóþíóýl)oxý]metakrýlat, [2]<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

13598-36-2<br />

[1]<br />

10294-56-1<br />

[2]<br />

237-066-7 [1]<br />

233-663-1<br />

[2]<br />

015-157-00-0 fosfónsýra, [1]<br />

fosfórsýrlingur [2]<br />

H412 — H412<br />

402-340-9 32760-80-8 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

015-158-00-6 (η-sýklópentadíenýl)(ηkúmenýl)járn(1+)hexaflúrfosfat(1-)<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

015-159-00-1 hýdroxýfosfónediksýra 405-710-8 23783-26-8 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1


Nr. 52/394 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

015-160-00-7 vanadýlpýrófosfat 406-260-5 58834-75-6 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

015-161-00-2 dívanadýlpýrófosfat 407-130-0 65232-89-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H332<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

407-350-7 — Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-162-00-8 vanadíum(IV)oxíðvetnisfosfathemíhýdrat,<br />

efnabætt með litíum, sinki, mólybdenum,<br />

járni og klór<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

412-010-6 145052-34-2 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-163-00-3 bis(2,6-dímetoxýbensóýl)-2,4,4trímetýlpentýlfosfínoxíð<br />

H412 — H412<br />

400-480-5 36669-85-9 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

015-164-00-9 kalsíum-P,P'-(1hýdroxýetýlen)bis(vetnisfosfónat)díhýdrat<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

404-986-7 — Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-165-00-4 hvarfmassi: þíóbis(4,1-fenýlen)-S,S,S',S'tetrafenýldísúlfóníumbishexaflúrfosfats,dífenýl(4fenýlþíófenýl)súlfóníumhexaflúrfosfats<br />

H413 — H413<br />

410-290-4 80693-00-1 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

015-166-00-X 3,9-bis(2,6-dí-tert-bútýl-4-metýlfenoxý)-<br />

2,4,8,10-tetraoxa-3,9dífosfaspíró[5.5]úndekan<br />

H318<br />

015-167-00-5 3-(hýdroxýfenýlfosfínýl)própansýra 411-200-6 14657-64-8 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/395<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H070<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— 98886-44-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-168-00-0 fosþíasat (ISO),<br />

(RS)-S-sec-bútýl-O-etýl-2-oxó-1,3þíasólidín-3-ýlfosfónþíóat<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

015-169-00-6 tríbútýltetradekýlfosfóníumtetraflúrbórat 413-520-1 — Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

407-490-9 — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

015-170-00-1 hvarfmassi: dí-(1-oktan-N,N,Ntrímetýlammóníum)oktýlfosfats,1-oktan-N,N,Ntrímetýlammóníumdíoktýlfosfats,1-oktan-N,N,Ntrímetýlammóníumoktýlfosfats<br />

H411 HSK09 H411<br />

406-940-1 — Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-171-00-7 O,O,O-tris(2(eða 4)-C9-10ísóalkýlfenýl)fosfórþíóat<br />

H226<br />

H314<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H314<br />

H411<br />

406-240-6 — Eldf. vökvi 3<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-172-00-2 hvarfmassi:<br />

bis(ísótrídekýlammóníum)mónó(dí-(4metýlpent-2ýloxý)þíófosfórþíónýlísóprópýl)fosfats,ísótrídekýlammóníumbis(dí-(4-metýlpent-2ýloxý)þíófosfórþíónýlísóprópýl)fosfats,<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

414-080-3 117291-73-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-173-00-8 metýl[2-(1,1-dímetýletýl)-6metoxýpýrimídín-4-yl]etýlfosfónþíóat


Nr. 52/396 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H318<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H411<br />

411-370-1 82857-68-9 Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-174-00-3 1-klór-N,N-díetýl-1,1-dífenýl-1-<br />

(fenýlmetýl)fosfóramín<br />

H301<br />

H373 **<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H373 **<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

015-175-00-9 tert-bútýl(trífenýlfosfóranýlíden)asetat 412-880-7 35000-38-5 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

413-430-2 116163-96-3 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-176-00-4 P,P,P',P'-tetrakis-(o-metoxýfenýl)própan-<br />

1,3-dífosfín<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

015-177-00-X ((4-fenýlbútýl)hýdroxýfosfórýl)ediksýra 412-170-7 83623-61-4 SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H361f<br />

***<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H411<br />

418-570-8 25383-07-7 Eit. á æxlun 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-178-00-5 (R)-α-fenýletýlammóníum-(-)-(1R, 2S)-(1,2epoxýprópýl)fosfónatmónóhýdrat<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

422-720-8 166242-53-1 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-179-00-0 óvissuefni (UVCB-efni) sem myndast við<br />

þéttingu:<br />

tetrakishýdroxýmetýlfosfóníumklóríðs, úrea<br />

og eimaðs, vetnaðs C16–18 tólgaralkýlamíns<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

415-820-8 137590-32-0 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

015-180-00-6 [R-(R*,S*)]-[[2-metýl-1-(1oxóprópoxý)própoxý]-(4fenýlbútýl)fosfínýl]ediksýra,<br />

(-)-sinkónidín<br />

(1:1) salt


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/397<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

H220<br />

H330<br />

H314<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H220<br />

H330<br />

H314<br />

H400<br />

015-181-00-1 fosfín 232-260-8 7803-51-2 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H411 HSK09 H411 A<br />

— — Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-184-00-8 sölt glýfosats, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

M = 10000<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

227-011-5 5598-13-0 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

015-186-00-9 klórpýrifosmetýl (ISO),<br />

O,O-dímetýl-O-3,5,6-tríklór-2pýridýlfosfórþíóat<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

417-540-1 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

015-187-00-4 hvarfmassi: tetranatríum(((2hýdroxýetýl)imínó)bis(metýlen))bisfosfónat<br />

s, N-oxíðs,<br />

trínatríum((tetrahýdró-2-hýdroxý-4H-1,4,2oxasafosfórín-4-ýl)-metýl)fosfónats,Noxíðs,<br />

P-oxíðs<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

015-189-00-5 fenýlbis(2,4,6-trímetýlbensóýl)fosfínoxíð 423-340-5 162881-26-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

U<br />

H220<br />

H330<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H220<br />

H330<br />

H400<br />

016-001-00-4 brennisteinsvetni 231-977-3 7783-06-4 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

ESB-<br />

H031<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

016-002-00-X baríumsúlfíð 244-214-4 21109-95-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1


Nr. 52/398 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H031<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

016-003-00-5 baríumpólýsúlfíð 256-814-3 50864-67-0 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

ESB-<br />

H031<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

016-004-00-0 kalsíumsúlfíð 243-873-5 20548-54-3 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

ESB-<br />

H031<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

016-005-00-6 kalsíumpólýsúlfíð 215-709-2 1344-81-6 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

ESB-<br />

H031<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

215-197-0 1312-73-8 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

016-006-00-1 díkalíumsúlfíð,<br />

kalíumsúlfíð<br />

ESB-<br />

H031<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

016-007-00-7 kalíumpólýsúlfíð 253-390-1 37199-66-9 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

ESB-H031: C ≥<br />

1%<br />

ESB-<br />

H031<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

016-008-00-2 ammóníumpólýsúlfíð 232-989-1 9080-17-5 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

ESB-<br />

H031<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

215-211-5 1313-82-2 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

016-009-00-8 tvínatríumsúlfíð,<br />

natríumsúlfíð<br />

ESB-<br />

H031<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

016-010-00-3 natríumpólýsúlfíð 215-686-9 1344-08-7 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/399<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

* U<br />

5<br />

H331<br />

H314<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H314<br />

016-011-00-9 brennisteinsdíoxíð 231-195-2 7446-09-5 Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

ESB-<br />

H014<br />

ESB-<br />

H029<br />

H301<br />

H332<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H332<br />

H314<br />

H400<br />

233-036-2 10025-67-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

016-012-00-4 díbrennisteinsdíklóríð,<br />

brennisteinsmónóklóríð<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

ESB-<br />

H014<br />

H314<br />

H335<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

H400<br />

016-013-00-X brennisteinsdíklóríð 234-129-0 10545-99-0 Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

ESB-<br />

H014<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

016-014-00-5 brennisteinstetraklóríð — 13451-08-6 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

ESB-<br />

H014<br />

ESB-<br />

H029<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

231-748-8 7719-09-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

016-015-00-0 þíónýldíklóríð,<br />

þíónýlklóríð<br />

ESB-<br />

H014<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

016-016-00-6 súlfúrýlklóríð 232-245-6 7791-25-5 Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3<br />

ESB-<br />

H014<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

016-017-00-1 klórsúlfónsýra 232-234-6 7790-94-5 Húðæt. 1A<br />

SEM-VES 3<br />

H332<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H314<br />

016-018-00-7 flúrsúlfónsýra 232-149-4 7789-21-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A


Nr. 52/400 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B<br />

ESB-<br />

H014<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

016-019-00-2 rjúkandi brennisteinssýra (óleum) ...% SO3 — — Húðæt. 1A<br />

SEM-VES 3<br />

B<br />

H314 Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 15%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

5% ≤ C < 15%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

5% ≤ C < 15%<br />

016-020-00-8 brennisteinssýra ...% 231-639-5 7664-93-9 Húðæt. 1A H314 HSK05<br />

Hætta<br />

U<br />

H220<br />

H331<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H220<br />

H331<br />

H400<br />

H410<br />

200-822-1 74-93-1 Eldf. loftt.. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-021-00-3 metanþíól<br />

metýlmerkaptan<br />

H225<br />

H332<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H400<br />

H410<br />

200-837-3 75-08-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-022-00-9 etanþíól,<br />

etýlmerkaptan<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

Stökkbr. 2, H341:<br />

C ≥ 0,01%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H350<br />

H341<br />

H330<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H330<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

016-023-00-4 dímetýlsúlfat 201-058-1 77-78-1 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

215-993-8 1468-37-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-024-00-X dímexanó (ISO),<br />

bis(metoxýþíókarbónýl)dísúlfíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/401<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

205-259-5 149-26-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

016-025-00-5 dísúl (ISO),<br />

2-(2,4-díklórfenoxý)etýlvetnissúlfat,<br />

2,4-DES<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

226-218-8 5329-14-6 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-026-00-0 súlfamínsýra,<br />

súlfamíðsýra<br />

H350<br />

H340<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

016-027-00-6 díetýlsúlfat 200-589-6 64-67-5 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

ESB-<br />

H031<br />

H251<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H251<br />

H302<br />

231-890-0 7775-14-6 Sjálfhit. 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

016-028-00-1 natríumdíþíónít,<br />

natríumvetnissúlfít<br />

H314 Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

— — Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

016-029-00-7 p-tólúensúlfónsýra, sem inniheldur meira en<br />

5% H2SO4<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 20%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

203-180-0 104-15-4 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

016-030-00-2 p-tólúensúlfónsýra (sem inniheldur að<br />

hámarki 5% H2SO4)<br />

H302<br />

204-783-1 126-33-0 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

016-031-00-8 tetrahýdróþíófen-1,1-díoxíð,<br />

súlfólan<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H312<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H312<br />

H302<br />

214-317-9 1120-71-4 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

016-032-00-3 1,3-própansúlton,<br />

1,2-oxaþíólan-2,2-díoxíð


Nr. 52/402 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H330<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H330<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

016-033-00-9 dímetýlsúlfamóýlklóríð 236-412-4 13360-57-1 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H317<br />

400-010-9 81898-60-4 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-034-00-4 tetranatríum-3,3'-(píperasín-1,4-díýlbis((6klór-1,3,5-tríasín-2,4-díýl)imínó(2asetamídó)-4,1-fenýlenasó))bis(naftalen-1,5dísúlfónat)<br />

H319<br />

400-120-7 — Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

016-035-00-X pentanatríum-5-anilínó-3-(4-(4-(6-klór-4-(3súlfónatanilínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó)-2,5-dímetýlfenýlasó)-2,5dísúlfónatófenýlasó)-4-hýdroxýnaftalen-2,7dísúlfónat<br />

H334<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H334<br />

H411<br />

400-130-1 — Næm. öndunarf. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

016-036-00-5 tetranatríum-5-(4,6-díklór-5sýanópýrimídín-2-ýlamínó)-4-hýdroxý-2,3asódínaftalen-1,2,5,7-dísúlfónat<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

400-350-8 85153-93-1 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-037-00-0 dínatríum-1-amínó-4-(4-bensensúlfónamídó-<br />

3-súlfónatóanilínó)antrakínón-2-súlfónat<br />

H317<br />

400-380-1 86393-35-3 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-038-00-6 dínatríum-6-((4-klór-6-(N-metýl)-2tólúidínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó)-1hýdroxý-2-(4-metoxý-2súlfónatófenýlasó)naftalen-3-súlfónat<br />

H317<br />

400-430-2 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-039-00-1 tetranatríum-2-(6-klór-4-(4-(2,5-dímetýl-4-<br />

(2,5-dísúlfónatófenýlasó)fenýlasó)-3úreídóanilínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)bensen-1,4-dísúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/403<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

400-570-4 — Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

016-040-00-7 hvarfmassi dínatríum-6-(2,4díhýdroxýfenýlasó)-3-(4-(4-(2,4díhýdroxýfenýlasó)anilínó)-3súlfónatófenýlasó)-4-hýdroxýnaftalen-2súlfónats<br />

og dínatríum-6-(2,4díamínófenýlasó)-3-(4-(4-(2,4díamínófenýlasó)anilínó)-3súlfónatófenýlasó)-4-hýdroxýnaftalen-2súlfónats<br />

og trínatríum-6-(2,4díhýdroxýfenýlasó)-3-(4-(4-(7-(2,4díhýdroxýfenýlasó)-1-hýdroxý-3-súlfónató-2-naftýlasó)anilínó)-3-súlfónatófenýlasó)-4-<br />

hýdroxýnaftalen-2-súlfónats<br />

H332<br />

400-710-4 — Bráð eit. 4 * H332 HSK07<br />

Varúð<br />

016-041-00-2 kalsíum-2,5-díklór-4-(4-((5-klór-4-metýl-2súlfónatófenýl)asó)-5-hýdroxý-3-<br />

metýlpýrasól-1-ýl)bensensúlfónat<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

400-790-0 85665-97-0 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

016-042-00-8 tetranatríum-5-bensamídó-3-(5-(4-flúor-6-<br />

(1-súlfónató-2-naftýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)-2-súlfónatófenýlasó)-4-<br />

hýdroxýnaftalen-2,7-dísúlfónat<br />

H317<br />

401-010-1 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-043-00-3 dílítíum-6-asetamídó-4-hýdroxý-3-(4-((2súlfónatóoxý)etýlsúlfónýl)fenýlasó)naftalen-<br />

2-súlfónat<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

401-320-7 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-044-00-9 tvínatríum-S,S-hexan-1,6díýldí(þíósúlfat)díhýdrat<br />

H317<br />

401-560-2 108624-00-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-045-00-4 litíumnatríumvetni-4-amínó-6-(5-(5-klór-<br />

2,6-díflúrpýrimídín-4-ýlamínó)-2súlfónatófenýlasó)-5-hýdroxý-3-(4-(2-<br />

(súlfónatóoxý)etýlsúlfónýl)fenýlasó)naftalen<br />

H318<br />

H317<br />

-2,7-dísúlfónat<br />

016-046-00-X natríumvetnissúlfat 231-665-7 7681-38-1 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

401-650-1 85665-96-9 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-047-00-5 hexanatríum-7-(4-(4-(4-(2,5dísúlfónatóanilínó)-6-flúor-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)-2-metýlfenýlasó)-7súlfónatónaftýlasó)naftalen-1,3,5-trísúlfónat


Nr. 52/404 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

401-870-8 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-048-00-0 natríum-3,5-díklór-2-(5-sýanó-2,6-bis(3hýdroxýprópýlamínó)-4-metýlpýridín-3ýlasó)bensensúlfónat<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H411<br />

016-049-00-6 kalsíumoktadekýlxýlensúlfónat 402-040-8 — Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

402-150-6 — Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

016-050-00-1 kalíumnatríum-5-(4-klór-6-(N-(4-(4-klór-6-<br />

(5-hýdroxý-2,7-dísúlfónató-6-(2súlfónatófenýlasó)-4-naftýlamínó)-1,3,5tríasín-2-ýlamínó)fenýl-N-metýl)amínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó)-4-hýdroxý-3-(2súlfónatófenýlasó)naftalen-2,7-dísúlfónat<br />

H317<br />

402-170-5 106359-91-5 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-051-00-7 trínatríum-7-(4-(6-flúor-4-(2-(2vínylsúlfónýletoxý)etýlamínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó)-2-úreídófenýlasó)naftalen-1,3,6trífúlsónat<br />

H332<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H411<br />

402-240-5 102561-46-6 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

016-052-00-2 bensýltríbútýlammóníum-4hýdroxýnaftalen-1-súlfónat<br />

H315<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H413<br />

402-460-1 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

016-053-00-8 (C16 eða C18-n-alkýl)(C16 eða C18-nalkýl)ammóníum<br />

2-((C16 eða C18-nalkýl)(C16<br />

eða C18-nalkýl)karbamóýl)bensensúlfónat<br />

H331<br />

H372 **<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H372 **<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H317<br />

400-030-8 — Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1<br />

016-054-00-3 natríum-4-(2,4,4trímetýlpentýlkarbónýloxý)bensensúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/405<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

400-510-7 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

016-055-00-9 tetranatríum-4-amínó-3,6-bis(5-(6-klór-4-(2hýdroxýetýlamínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó)-2-súlfónatófenýlasó)-5-hýdroxýnaftalen-2,7súlfónat(sem<br />

inniheldur > 35%<br />

natríumklóríð og natríumasetat)<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

016-056-00-4 kalíumvetnissúlfat 231-594-1 7646-93-7 Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

016-057-00-X stýren-4-súlfónýlklóríð 404-770-2 2633-67-2 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

404-820-3 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-058-00-5 þíónýlklóríð, myndefni með 1,3,4-þíadíasól-<br />

2,5-díþíól, tert-nónanþíól og C12-14-tertalkalýamín<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

405-300-9 17339-60-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-059-00-0 N,N,N',N'tetrametýldíþíóbis(etýlen)díamíndíhýdróklór<br />

íð<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

HSK03<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

231-786-5 7727-54-0 Eldmynd. fast efni<br />

3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

016-060-00-6 díammóníumperoxódísúlfat,<br />

ammóníumpersúlfat


Nr. 52/406 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

HSK03<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

231-781-8 7727-21-1 Eldmynd. fast efni<br />

3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

016-061-00-1 díkalíumperoxódísúlfat,<br />

kalíumpersúlfat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 17606-31-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-062-00-7 bensúltap (ISO),<br />

1,3-bis(fenýlsúlfónýlþíó)-2-(N,Ndímetýlamínó)própan<br />

ESB-<br />

H031<br />

H302<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

016-063-00-2 natríummetabísúlfít 231-673-0 7681-57-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

B<br />

H302 ESB-<br />

H031<br />

231-548-0 7631-90-5 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

016-064-00-8 natríumvetnissúlfít. . .%;<br />

natríumbísúlfít. . .%<br />

H411 HSK09 H411<br />

400-100-8 84057-97-6 Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

016-065-00-3 natríum-1-amínó-4-[2-metýl-5-(4metýlfenýlsúlfónýlamínó)fenýlamínó]antrak<br />

ínón-2-súlfónat<br />

H412 — H412<br />

404-070-7 116912-62-0 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-066-00-9 tetranatríum[5-((4-amínó-6-klór-1,3,5tríasín-2-ýl)amínó)-2-((2-hýdroxý-3,5dísúlfónatófenýlasó)-2súlfónatóbensýlídenhýdrasínó)bensóat]kopar<br />

(II)<br />

H413 — H413<br />

016-067-00-4 (4-metýlfenýl)mesítýlensúlfónat 407-530-5 67811-06-7 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

407-720-8 155160-86-4 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

016-068-00-X natríum-3,5bis(tetradekýloxýkarbónýl)bensensúlfínat<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

407-990-7 141915-64-2 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

016-069-00-5 3,5-bis-<br />

(tetradekýloxýkarbónýl)bensensúlfínsýra


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/407<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H413 — H413<br />

408-220-2 — Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

016-070-00-0 4-bensýloxý-4'-(2,3-epoxý-2-metýlpróp-1ýloxý)dífenýlsúlfón<br />

H317<br />

410-130-3 136248-03-8 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

016-071-00-6 trínatríum-3-amínó-6,13-díklór-10-((3-((4klór-6-(2-súlfófenýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýl)amínó)própýl)amínó)-4,11trífenoxýdíoxasíndísúlfonat<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

411-520-6 112195-27-4 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

016-072-00-1 3-amínó-4-hýdroxý-N-(2-metoxýetýl)bensensúlfónamíð<br />

H413 — H413<br />

404-310-0 10591-85-2 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

016-073-00-7 tetrakis(fenýlmetýl)þíóperoxýdí(karbóþíóam<br />

íð)<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

016-074-00-2 6-flúor-2-metýl-3-(4-metýlþíóbensýl)inden 405-410-7 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

016-075-00-8 2,2'-díallýl-4,4'-súlfónýldífenól 411-570-9 41481-66-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

016-076-00-3 2,3-bis((2-merkaptóetýl)þíó)-1-própanþíól 411-290-7 131538-00-6 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

016-077-00-9 2-klór-p-tólúensúlfóklóríð 412-890-1 42413-03-6 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H413 —<br />

413-300-5 56187-04-3 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

016-078-00-4 4-metýl-N,N-bis(2-(((4metýlfenýl)súlfónýl)amínó)etýl)bensensúlfó<br />

namíð


Nr. 52/408 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

412-920-3 16695-22-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

016-079-00-X N,N-bis(2-(p-tólúensúlfónýloxý)etýl)-ptólúensúlfónamíð<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

412-320-1 31361-99-6 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-080-00-5 natríum-2-anilínó-5-(2-nítró-4-(Nfenýlsúlfamóýl))anilínbensensúlfónat<br />

H341<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

418-350-1 — Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

016-081-00-0 hexahýdrósýklópenta[c]pýrról-1-(1H)ammóníum-N-etoxýkarbónýl-N-(ptólýlsúlfónýl)asaníð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 126801-58-9 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-082-00-6 etoxýsúlfúrón (ISO),<br />

1-(4,6-dímetoxýpýrimídín-2-ýl)-3-(2etoxýfenoxýsúlfónýl)úrea<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

420-050-0 135158-54-2 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-083-00-1 asíbensólar-S-metýl,<br />

bensó[1,2,3]þíadíasól-7-karbóþíósýra-Smetýlester<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 94125-34-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-084-00-7 prósúlfúrón,<br />

1-(4-metoxý-6-metýl-1,3,5-tríasín-2-ýl)-3-<br />

[2-(3,3,3-tríflúrprópýl)fenýlsúlfónýl]úrea<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 104040-78-0 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-085-00-2 flasasúlfúrón (ISO),<br />

1-(4,6-dímetoxýpýrimídín-2-ýl)-3-(3tríflúrmetýl-2-pýridýlsúlfónýl)úrea<br />

H318<br />

402-590-9 109125-56-6 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

016-086-00-8 tetranatríum-10-amínó-6,13-díklór-3-(3-(4-<br />

(2,5-dísúlfónatóanilínó)-6-flúor-1,3,5tríasín-2-ýlamínó)próp-3-ýlamínó)-5,12díoxa-7,14-díasapentasen-4,11-dísúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/409<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

403-490-8 104558-95-4 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-087-00-3 hvarfmassi: þíóbis(4,1-fenýlen)-S,S,S',S'tetrafenýldísúlfóníumbishexaflúrfosfats,dífenýl(4fenýlþíófenýl)súlfóníumhexaflúrfosfats,<br />

própýlenkarbónats<br />

H412 — H412<br />

407-280-7 71297-11-5 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

016-088-00-9 4-(bis(4-(díetýlamínó)fenýl)metýl)bensen-<br />

1,2-dímetansúlfónsýra<br />

H242<br />

H413<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H242<br />

H413<br />

413-840-1 — Sjálfhvarf. C ****<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

016-089-00-4 hvarfmassi estera úr 5,5',6,6',7,7'hexahýdroxý-3,3,3',3'-tetrametýl-1,1'spíróbíindani<br />

og 2-díasó-1,2-díhýdró-1-oxó-<br />

5-súlfónaftaleni<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

016-090-00-X 4-metýl-N-(metýlsúlfónýl)bensensúlfónamíð 415-040-8 14653-91-9 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

414-110-5 — Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-091-00-5 C12-14-tert-alkýlammóníum-1-amínó-9,10díhýdró-9,10-díoxó-4-(2,4,6-trímetýlanilín)antrasen-2-súlfónat<br />

H242<br />

H351<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H242<br />

H351<br />

414-770-4 140698-96-0 Sjálfhvarf. C ****<br />

Krabb. 2<br />

016-093-00-6 hvarfmassi: 4-(7-hýdroxý-2,4,4-trímetýl-2krómanýl)resorsínól-4-ýl-tris(6-díasó-5,6díhýdró-5-oxónaftalen-1-súlfónats),4-(7-hýdroxý-2,4,4-trímetýl-2krómanýl)resorsínólbis(6-díasó-5,6-díhýdró-<br />

5-oxónaftalen-1-súlfónats) (2:1)<br />

H242<br />

H351<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H242<br />

H351<br />

417-980-4 — Sjálfhvarf. C ****<br />

Krabb. 2<br />

016-095-00-7 hvarfmassi: myndefni 4,4′-metýlenbis[2-(4hýdroxýbensýl)-3,6-dímetýlfenóls]<br />

og 6díasó-5,6-díhýdró-5-oxó-naftalensúlfónats<br />

(1:2),<br />

myndefni 4,4′-metýlenbis[2-(4hýdroxýbensýl)-3,6-dímetýlfenóls]<br />

og 6díasó-5,6-díhýdró-5-oxó-naftalensúlfónats<br />

(1:3)


Nr. 52/410 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 79277-27-3 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

016-096-00-2 þífensúlfúrónmetýl (ISO),<br />

metýl-3-(4-metoxý-6-metýl-1,3,5-tríasín-2ýlkarbamóýlsúlfamóýl)þíófen-2-karboxýlat<br />

U<br />

H270<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK03<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H270<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

017-001-00-7 klór 231-959-5 7782-50-5 Eldmynd. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

U<br />

5<br />

H331<br />

H314<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H314<br />

017-002-00-2 vetnisklóríð 231-595-7 7647-01-0 Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1A<br />

B<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

017-002-01-X saltsýra ...% 231-595-7 — Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

017-003-00-8 baríumklórat 236-760-7 13477-00-4 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

017-004-00-3 kalíumklórat 223-289-7 3811-04-9 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/411<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H271<br />

H302<br />

H411<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H271<br />

H302<br />

H411<br />

017-005-00-9 natríumklórat 231-887-4 7775-09-9 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

B<br />

Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 50%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

10% ≤ C < 50%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

1% ≤ C < 10%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

1% ≤ C < 10%<br />

Eldmynd. vökvi<br />

1, H271: C ><br />

50%:<br />

Eldmynd. vökvi<br />

2, H272: C ≤<br />

50%:<br />

H271<br />

H314<br />

HSK03<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H271<br />

H314<br />

017-006-00-4 perklórsýra ...% 231-512-4 7601-90-3 Eldmynd. vökvi 1<br />

Húðæt. 1A<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H271<br />

H332<br />

H302<br />

017-007-00-X baríumperklórat 236-710-4 13465-95-7 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H271<br />

H302<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H271<br />

H302<br />

017-008-00-5 kalíumperklórat 231-912-9 7778-74-7 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

T<br />

ESB-<br />

H044<br />

H201<br />

H271<br />

HSK01<br />

Hætta<br />

H201<br />

H271<br />

017-009-00-0 ammóníumperklórat 232-235-1 7790-98-9 Spreng. 1.1<br />

Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

H271<br />

H302<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H271<br />

H302<br />

017-010-00-6 natríumperklórat 231-511-9 7601-89-0 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

B<br />

ESB-H031: C ≥<br />

5%<br />

ESB-<br />

H031<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

017-011-00-1 natríumhýpóklórít, lausn ...% af virkum klór 231-668-3 7681-52-9 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1


Nr. 52/412 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

T<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 10%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

3% ≤ C < 10%<br />

Augnskað. 1,<br />

H31: 3% ≤ C<br />

< 10%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,5% ≤ C < 3%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 3%<br />

ESB-<br />

H031<br />

H272<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

HSK03<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

017-012-00-7 kalsíumhýpóklórít 231-908-7 7778-54-3 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H319<br />

017-013-00-2 kalsíumklóríð 233-140-8 10043-52-4 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

017-014-00-8 ammóníumklóríð 235-186-4 12125-02-9 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

417-410-4 61807-67-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Húðnæm. 1<br />

017-015-00-3 (2-<br />

(amínómetýl)fenýl)asetýlklóríðhýdróklóríð<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

017-016-00-9 metýltrífenýlfosfóníumklóríð 418-400-2 1031-15-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

426-210-6 120086-58-0 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

017-017-00-4 (Z)-13-dókósenýl-N,N-bis(2-hýdroxýetýl)-<br />

N-metýlammóníumklóríð<br />

H411 HSK09 H411<br />

405-660-7 — Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

017-018-00-X N,N,N-trímetýl-2,3bis(steróýloxý)própýlammóníumklóríð<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

415-110-8 54417-53-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

017-019-00-5 (R)-1,2,3,4-tetrahýdró-6,7-dimetoxý-1veratrýlísókínólínhýdróklóríð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/413<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H014<br />

H260<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H260<br />

H314<br />

017-020-00-0 etýlprópoxýálklóríð 421-790-7 13014-29-4 Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1A<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

423-420-1 136920-10-0 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

017-021-00-6 behenamídóprópýldímetýl(díhýdroxýprópýl)<br />

ammóníumklóríð<br />

ESB-<br />

H014<br />

H260<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H260<br />

H314<br />

019-001-00-2 kalíum 231-119-8 7440-09-7 Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 5%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

2% ≤ C < 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,5% ≤ C < 2%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,5% ≤ C < 2%<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

215-181-3 1310-58-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

019-002-00-8 kalíumhýdroxíð<br />

kalíumlútur<br />

H261<br />

020-001-00-X kalsíum 231-179-5 7440-70-2 Vatnshvarf. 2 H261 HSK02<br />

Hætta<br />

ESB-<br />

H032<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

020-002-00-5 kalsíumsýaníð 209-740-0 592-01-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

420-470-4 — Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

020-003-00-0 hvarfmassi: díkalsíum(bis(2-hýdroxý-5tetraprópenýlfenýlmetýl)metýlamín)díhýdroxíðs,tríkalsíum(tris(2-hýdroxý-5-tetraprópenýlfenýlmetýl)metýlamín)tríhýdroxíðs,pólý[kalsíum((2-hýdroxý-5-tetra-própenýlfenýlmetýl)metýlamín)hýdroxíðs]


Nr. 52/414 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H314 ESB-<br />

H014<br />

022-001-00-5 títantetraklóríð 231-441-9 7550-45-0 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

022-002-00-0 títan(4+)oxalat 403-260-7 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

T<br />

H228<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H228<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H411<br />

412-000-1 125051-32-3 Eldf. fast efni 1<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

022-003-00-6 bis(η 5 -sýklópentadíenýl)bis(2,6-díflúor-3-<br />

[pýrról-1-ýl]fenýl)títan<br />

H341<br />

H361d<br />

***<br />

H372 **<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H361d<br />

***<br />

H372 **<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H411<br />

215-239-8 1314-62-1 Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

023-001-00-8 dívanadíumpentaoxíð,<br />

vanadíumpentoxíð<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H271<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H271<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-001-00-0 króm(VI)tríoxíð 215-607-8 1333-82-0 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Krabb. 1A<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðæt. 1A<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/415<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

3<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-002-00-6 kalíumdíkrómat 231-906-6 7778-50-9 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

G<br />

3<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

Næm. öndunarf.,<br />

H334: C ≥ 0,2%<br />

Húðnæm., H317:<br />

C ≥ 0,2%<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-003-00-1 ammóníumdíkrómat 232-143-1 7789-09-5 Eldmynd. fast efni<br />

****<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/416 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

3<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

Næm. öndunarf.,<br />

H334: C ≥ 0,2%<br />

Húðnæm., H317:<br />

C ≥ 0,2%<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-004-00-7 natríumdíkrómat, vatnsfrítt 234-190-3 10588-01-9 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

3<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

Næm. öndunarf.,<br />

H334: C ≥ 0,2%<br />

Húðnæm., H317:<br />

C ≥ 0,2%<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-004-01-4 natríumdíkrómat, díhýdrat 234-190-3 7789-12-0 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/417<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

T<br />

3<br />

Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 10%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

5% ≤ C < 10%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,5% ≤ C < 5%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,5% ≤ C < 5%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: 0,5% ≤ C<br />

< 5%<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,5%<br />

H271<br />

H350i<br />

H340<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H271<br />

H350i<br />

H340<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

239-056-8 14977-61-8 Eldmynd. vökvi 1<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Húðæt. 1A<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

024-005-00-2 krómýldíklóríð,<br />

krómoxýklóríð<br />

3<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,5%<br />

H350i<br />

H340<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H340<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-006-00-8 kalíumkrómat 232-140-5 7789-00-6 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

A<br />

H350<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-007-00-3 sinkkrómöt, þ.m.t. sinkkalíumkrómat — — Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H350<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

024-008-00-9 kalsíumkrómat 237-366-8 13765-19-0 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/418 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

024-009-00-4 strontíumkrómat 232-142-6 7789-06-2 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

T<br />

H271<br />

H350<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H271<br />

H350<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

246-356-2 24613-89-6 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Krabb. 1B<br />

Húðæt. 1A<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

024-010-00-X díkrómtris(krómat),<br />

króm(III)krómat,<br />

krómkrómat<br />

H242<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H400<br />

H410<br />

400-110-2 109125-51-1 Sjálfhvarf. C ****<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

024-011-00-5 ammóníum-bis(1-(3,5-dínítró-2oxíðófenýlasó)-3-(N-fenýlkarbamóýl)-2naftólató)krómat(1-)<br />

H341<br />

400-810-8 — Stökkbr. 2 H341 HSK08<br />

Varúð<br />

024-012-00-0 trínatríumbis(7-asetamídó-2-(4-nítró-2oxíðófenýlasó)-3-súlfónató-1naftólató)krómat(1-)<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

402-500-8 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

024-013-00-6 trínatríum(6-anilínó-2-(5-nítró-2oxíðófenýlasó)-3-súlfónató-1-naftólató)(4súlfónató-1,1'-asódí-2,2'naftólató)krómat(1-)<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

402-870-0 93952-24-0 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

024-014-00-1 trínatríumbis(2-(5-klór-4-nítró-2oxíðófenýlasó)-5-súlfónató-1naftólató)krómat(1-)<br />

H332<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H318<br />

H411<br />

404-930-1 — Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

024-015-00-7 dínatríum(3-metýl-4-(5-nítró-2oxíðófenýlasó)-1-fenýlpýrasólató)(1-(3nítró-2-oxíðó-5-súlfónatófenýlasó)-2naftólató)krómat(1-)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/419<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H373 **<br />

H413<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H413<br />

405-110-6 88377-66-6 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

024-016-00-2 tetradekýlammóníumbis(1-(5-klór-2oxíðófenýlasó)-2-naftólató)krómat(1-)<br />

A<br />

H350i<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— — Krabb. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

024-017-00-8 króm(VI)sambönd, þó ekki baríumkrómat<br />

og þau sem tilgreind eru annars staðar í<br />

þessum viðauka<br />

3<br />

Næm. öndunarf.,<br />

H334: C ≥ 0,2%<br />

Húðnæm., H317:<br />

C ≥ 0,2%<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

024-018-00-3 natríumkrómat 231-889-5 7775-11-3 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/420 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

419-230-1 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

024-019-00-9 Helstu efnisþættir: asetóediksýruanilíð/3amínó1-hýdroxýbensen<br />

(ATAN-MAP):<br />

trínatríum{6-[(2 eðar 3 eða 4)-amínó-(4 eða<br />

5 eða 6)-hýdroxýfenýlasó]-5'-<br />

(fenýlsúlfamóýl)-3-súlfónatnaftalen-2asóbensen-1,2'-díólató}-{6''-[1-<br />

(fenýlkarbamóýl)etýlasó]-5'''-<br />

(fenýlsúlfamóýl)-3''-súlfónatnaftalen-2''asóbensen-1'',2'''-díólató}}krómat(III),<br />

aukaafurð 1:<br />

asetóediksýruanilíð/asetóediksýruanilíð<br />

(ATAN-ATAN): trínatríumbis{6-[1-<br />

(fenýlkarbamóýl)etýlasó]-5'-(fenýlsúlfónýl)-<br />

3-súlfónatnaftalen-2-asóbensen-1,2'díólató}krómat(III),<br />

aukaafurð 2: 3-amínó-1-hýdroxýbensen/3amínó-1-hýdroxýbensen<br />

(MAP-MAP):<br />

trínatríumbis{6-[(2 eða 3 eða 4)-amínó-(4<br />

eða 5 eða 6)-hýdroxýfenýlasó]-5'-<br />

(fenýlsúlfamóýl)-3-súlfónatnaftalen-2-<br />

asóbensen-1,2'-díólató}krómat(III)<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

418-220-4 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

024-020-00-4 trínatríumbis[(3'-nítró-5'-súlfónató(6-amínó-<br />

2-[4-(2-hýdroxý-1naftýlasó)fenýlsúlfónýlamínó]pýrimídín-5asó)bensen-2',4-díólató)]krómat(III)<br />

H332<br />

H302<br />

H272<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H302<br />

H272<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

H373 **<br />

H411<br />

Varúð<br />

H411 HSK09 H411<br />

025-001-00-3 mangandíoxíð 215-202-6 1313-13-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

025-002-00-9 kalíumpermanganat 231-760-3 7722-64-7 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

025-003-00-4 mangansúlfat 232-089-9 7785-87-7 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

025-004-00-X bis(N,N',N''-trímetýl-1,4,7-<br />

411-760-1 116633-53-5 Langv. eit. á vatn<br />

tríasasýklónónan)-tríoxó<br />

2<br />

dímangan(IV)dí(hexaflúrfosfat)mónóhýdrat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/421<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

417-660-4 — Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

025-005-00-5 hvarfmassi: trínatríum[29H,31H-þalósýanín-<br />

C,C,C-trísúlfónat(6-)-N29,N30,N31,N32]<br />

manganats(3-),<br />

tetranatríum[29H,31H-þalósýanín-C,C,C,Ctetrasúlfónat(6-)-N29,N30,N31,N32],<br />

manganats (3-),<br />

pentanatríum[29H,31H-þalósýanín-<br />

C,C,C,C,C-tetrasúlfónat(6-)-<br />

N29,N30,N31,N32] manganats (3-)<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

407-840-0 100011-37-8 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

026-001-00-6 (η-kúmól)-(ηsýklópentadíenýl)járn(II)hexaflúrantímónat<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

407-880-9 117549-13-0 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

026-002-00-1 (η-kúmól)-(η-sýklópentadíenýl)járn(II)<br />

tríflúrmetansúlfónat<br />

H334<br />

H317<br />

H413<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H334<br />

H317<br />

H413<br />

027-001-00-9 kóbalt 231-158-0 7440-48-4 Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

027-002-00-4 kóbaltoxíð 215-154-6 1307-96-6 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

027-003-00-X kóbaltsúlfíð 215-273-3 1317-42-6 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/422 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

1<br />

Krabb. 1B,<br />

H350i: C ≥ 0,01%<br />

*<br />

H350i<br />

H302<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H302<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

027-004-00-5 kóbaltdíklóríð 231-589-4 7646-79-9 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1<br />

Krabb. 1B,<br />

H350i: C ≥ 0,01%<br />

H350i<br />

H302<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H302<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

027-005-00-0 kóbaltsúlfat 233-334-2 10124-43-3 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H225<br />

H351<br />

H360D<br />

***<br />

H330<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H351<br />

H360D<br />

***<br />

H330<br />

H400<br />

H410<br />

236-669-2 13463-39-3 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

028-001-00-1 tetrakarbónýlnikkel,<br />

nikkeltetrakarbónýl<br />

H351<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H317<br />

028-002-00-7 nikkel 231-111-4 7440-02-0 Krabb. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H350i<br />

H317<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H317<br />

H413<br />

028-003-00-2 nikkelmónoxíð 215-215-7 1313-99-1 Krabb. 1Ai<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H350i<br />

H317<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H317<br />

H413<br />

028-004-00-8 nikkeldíoxíð 234-823-3 12035-36-8 Krabb. 1Ai<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/423<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350i<br />

H317<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H317<br />

H413<br />

028-005-00-3 dínikkeltríoxíð 215-217-8 1314-06-3 Krabb. 1Ai<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H350i<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

028-006-00-9 nikkelsúlfíð 240-841-2 16812-54-7 Krabb. 1Ai<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H350i<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350i<br />

H317<br />

H411<br />

234-829-6 12035-72-2 Krabb. 1Ai<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

028-007-00-4 nikkelsubsúlfíð,<br />

trínikkeldísúlfíð<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

028-008-00-X nikkeldíhýdroxíð 235-008-5 12054-48-7 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H351<br />

H302<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H302<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

028-009-00-5 nikkelsúlfat 232-104-9 7786-81-4 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H351<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

028-010-00-0 nikkelkarbónat 222-068-2 3333-67-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/424 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

231-842-9 7758-89-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

029-001-00-4 koparklóríð,<br />

kopar(I)klóríð,<br />

kúpróklóríð<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

215-270-7 1317-39-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

029-002-00-X tvíkoparoxíð,<br />

kopar(I)oxíð<br />

H226<br />

H302<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

215-657-0 1338-02-9 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

029-003-00-5 naftensýrur, koparsölt,<br />

koparnaftenat<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

029-004-00-0 koparsúlfat 231-847-6 7758-98-7 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H319<br />

401-260-1 — Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

029-005-00-6 (tris(klórmetýl)þalósýanínató)kopar(II),<br />

myndefni með N-metýlpíperasíni og<br />

metoxýediksýru<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

403-210-4 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

029-006-00-1 tris(oktadek-9enýlammóníum)(trísúlfónatóþalósýanínató)k<br />

opar(II)<br />

H317 G<br />

404-670-9 89797-01-3 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

029-007-00-7 (trínatríum-(2-((3-(6-(2-klór-5súlfónató)anilínó)-4-(3-karboxýpýridíníó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó)-2-oxíðó-5súlfónatófenýlasó)fenýlmetýlasó)-4súlfónatóbensóató)kopar(3-))hýdroxíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/425<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

029-008-00-2 kopar(II)metansúfónat 405-400-2 54253-62-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H412 — H412<br />

413-650-9 93971-95-0 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

029-009-00-8 þalósýanín-N-[3-<br />

(díetýlamínó)própýl]súlfónamíðkoparflóki<br />

H317<br />

407-700-9 101408-30-4 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

029-010-00-3 hvarfmassi efnasambanda úr (dódekakis(ptólýlþíó)þalósýanínató)kopar(II)<br />

í<br />

(hexadekakis(ptólýlþíó)þalósýanínató)kopar(II)<br />

H314<br />

412-730-0 150522-10-4 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

029-011-00-9 natríum[29H,31H-þalósýanínató-(2-)-<br />

N29,N30,N31,N32]-((3-(N-metýl-N-(2hýdroxýetýl)amínó)própýl)amínó)súlfónýlsú<br />

lfónató, koparflóki<br />

H318<br />

407-340-2 124719-24-0 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

029-012-00-4 natríum((N-(3trímetýlammóníóprópýl)súlfamóýl)metýlsúlf<br />

ónatóþalósýanínató)kopar(II)<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

407-580-8 130201-51-3 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

029-013-00-X trínatríum(2-(α-(3-(4-klór-6-(2-(2-<br />

(vínylsúlfónýl)etoxý)etýlamínó)-1,3,5tríasín-2-ýlamínó)-2-oxíðó-5súlfónatófenýlasó)bensýlidenhýdrasínó)-4súlfónatóbensóató)kopar(II)<br />

T<br />

H260<br />

H250<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H260<br />

H250<br />

H400<br />

H410<br />

030-001-00-1 sinkduft, sinkryk (loftkveikjandi) 231-175-3 7440-66-6 Vatnshvarf. 1<br />

Loftkv. fast efni 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

030-001-01-9 sinkduft, sinkryk (stöðgað) 231-175-3 7440-66-6 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/426 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H302<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

030-003-00-2 sinkklóríð 231-592-0 7646-85-7 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

ESB-<br />

H014<br />

H250<br />

H260<br />

H314<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H250<br />

H260<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

Loftkv. vökvi 1<br />

Vatnshvarf. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

544-97-8 [1]<br />

557-20-0 [2]<br />

208-884-1 [1]<br />

209-161-3 [2]<br />

030-004-00-8 dímetýlsink, [1]<br />

díetýlsink [2]<br />

H302<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

030-005-00-3 díammíndíísósýanatsink 401-610-3 — Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

7446-19-7 [1]<br />

7733-02-0 [2]<br />

231-793-3 [1]<br />

231-793-3 [2]<br />

030-006-00-9 sinksúlfat (vatnað) (ein-, sex- og sjövatnað),<br />

[1]<br />

sinksúlfat (vatnsfrítt) [2]<br />

T<br />

H228<br />

H302<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H228<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

030-007-00-4 bis(3,5-dí-tert-bútýlsalisýlató-O 1 ,O 2 )sink 403-360-0 42405-40-3 Eldf. fast efni 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H332<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H411<br />

403-750-0 113036-91-2 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

030-008-00-X hýdroxó(2-<br />

(bensensúlfónamídó)bensóat)sink(II)<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

030-011-00-6 trísinkbis(ortófosfat) 231-944-3 7779-90-0 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/427<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

030-013-00-7 sinkoxíð 215-222-5 1314-13-2 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

033-001-00-X arsen 231-148-6 7440-38-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

* A<br />

1<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

033-002-00-5 arsensambönd, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H350<br />

H300<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H300<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

215-481-4 1327-53-3 Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

033-003-00-0 díarsentríoxíð,<br />

arsentríoxíð<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

215-116-9 1303-28-2 Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

033-004-00-6 díarsenpentaoxíð,<br />

arsenpentoxíð,<br />

arsenoxíð<br />

A<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

033-005-00-1 arsensýra og sölt af henni — — Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/428 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

H220<br />

H330<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H220<br />

H330<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

033-006-00-7 arsín 232-066-3 7784-42-1 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H250<br />

H330<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H250<br />

H330<br />

033-007-00-2 tert-bútýlarsín 423-320-6 4262-43-5 Loftkv. vökvi 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H413<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H413<br />

034-001-00-2 selen 231-957-4 7782-49-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

A<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

034-002-00-8 selenefnasambönd, þó ekki<br />

kadmíumsúlfóseleníð<br />

ESB-<br />

H031<br />

H300<br />

H331<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H331<br />

H317<br />

H411<br />

034-003-00-3 natríumselenít 233-267-9 10102-18-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H330<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H314<br />

H400<br />

035-001-00-5 bróm 231-778-1 7726-95-6 Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/429<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

H314<br />

H335<br />

HSK04<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

035-002-00-0 vetnisbrómíð 233-113-0 10035-10-6 Loftt. u. þrýst.<br />

Húðæt. 1A<br />

SEM-VES 3<br />

B<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 40%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 40%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 40%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H314<br />

H335<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H335<br />

035-002-01-8 brómsýra ...% — — Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3<br />

H271<br />

H350<br />

H301<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H271<br />

H350<br />

H301<br />

035-003-00-6 kalíumbrómat 231-829-8 7758-01-2 Eldmynd. fast efni<br />

1<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

H272<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

HSK03<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

035-004-00-1 2-hýdroxýetýlammóníumperbrómíð 407-440-6 — Eldmynd. fast efni<br />

2 ****<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

T<br />

H260<br />

H250<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H260<br />

H250<br />

040-001-00-3 sirkonduft (loftkveikjandi) 231-176-9 7440-67-7 Vatnshvarf. 1<br />

Loftkv. fast efni 1<br />

H251 T<br />

040-002-00-9 sirkonduft, þurrt (ekki loftkveikjandi) — — Sjálfhit. 1 H251 HSK02<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

042-001-00-9 mólýbdentríoxíð 215-204-7 1313-27-5 SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3


Nr. 52/430 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H318<br />

H413<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H318<br />

H413<br />

404-760-8 117342-25-3 Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

042-002-00-4 tetrakis(dímetýldítetradekýlammóníum)hexa<br />

-µ-oxótetra-µ3-oxódí-µ5oxótetradekaoxóoktamólýbdat(4-)<br />

T<br />

H228<br />

H318<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H228<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

404-860-1 116810-46-9 Eldf. fast efni 1<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

042-003-00-X tetrakis(trímetýlhexadekýlammóníum)hexa-<br />

µ-oxótetra-µ3-oxódí-µ5oxótetradekaoxóoktamólýbdat(4-)<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

412-780-3 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

042-004-00-5 myndefni úr ammóníummólýbdati og C12-<br />

C24-díetoxýleruðu alkýlamíni (1:5-1:3)<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

047-001-00-2 silfurnítrat 231-853-9 7761-88-8 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

* A<br />

1<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

048-001-00-5 kadmíumsambönd, þó ekki<br />

kadmíumsúlfóseleníð (xCdS.yCdSe),<br />

hvarfmassi kadmíumsúlfíðs með sinksúlfíði<br />

(xCdS.yZnS), hvarfmassi kadmíumsúlfíðs<br />

með kvikasilfurssúlfíði (xCdS.yHgS) og þeir<br />

sem eru tilgreindir annars staðar í þessum<br />

viðauka<br />

H350<br />

H341<br />

H361fd<br />

H330<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361fd<br />

H330<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

7440-43-9 [1]<br />

1306-19-0 [2]<br />

231-152-8 [1]<br />

215-146-2 [2]<br />

048-002-00-0 kadmíum (ekki loftkveikjandi), [1]<br />

kadmíumoxíð (ekki loftkveikjandi), [2]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/431<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,25%<br />

H331<br />

H301<br />

H351<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H351<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

224-729-0 4464-23-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Krabb. 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

048-003-00-6 kadmíumdíformat,<br />

kadmíumformat<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,1%<br />

ESB-H032: C ≥<br />

1%<br />

ESB-<br />

H032<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H351<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H351<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

048-004-00-1 kadmíumsýaníð 208-829-1 542-83-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Krabb. 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,1%<br />

H331<br />

H301<br />

H351<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H351<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

241-084-0 17010-21-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Krabb. 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

048-005-00-7 kadmíumhexaflúrsílíkat(2-),<br />

kadmíumflúrkísill<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

* við inntöku<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 7%<br />

SEM-EV 2: 0,1%<br />

≤ C < 7%<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

048-006-00-2 kadmíumflúoríð 232-222-0 7790-79-6 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/432 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,1%<br />

H331<br />

H301<br />

H351<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H351<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

048-007-00-8 kadmíumjoðíð 232-223-6 7790-80-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Krabb. 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

* við inntöku<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 7%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,1% ≤ C <<br />

7%<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

048-008-00-3 kadmíumklóríð 233-296-7 10108-64-2 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

* við inntöku<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 7%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,1% ≤ C <<br />

7%<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

048-009-00-9 kadmíumsúlfat 233-331-6 10124-36-4 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1<br />

*<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 10%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,1% ≤ C <<br />

10%<br />

H350<br />

H341<br />

H361fd<br />

H372 **<br />

H302<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361fd<br />

H372 **<br />

H302<br />

H413<br />

048-010-00-4 kadmíumsúlfíð 215-147-8 1306-23-6 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/433<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H250<br />

H350<br />

H341<br />

H361fd<br />

H330<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H250<br />

H350<br />

H341<br />

H361fd<br />

H330<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

048-011-00-X kadmíum (loftkveikjandi) 231-152-8 7440-43-9 Loftkv. fast efni 1<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H412<br />

231-588-9 7646-78-8 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

050-001-00-5 tintetraklóríð,<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

236-049-1 13121-70-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-002-00-0 sýhexatín (ISO),<br />

hýdroxýtrísýklóhexýltinhýdríð,<br />

trí(sýklóhexýl)tinhýdroxíð<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

212-984-0 900-95-8 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-003-00-6 fentínasetat (ISO),<br />

trífenýltinasetat


Nr. 52/434 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

200-990-6 76-87-9 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-004-00-1 fentínhýdroxíð (ISO),<br />

trífenýltinhýdroxíð<br />

* A<br />

1<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-005-00-7 trímetýltínsambönd, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

* A<br />

1<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-006-00-2 tríetýltínsambönd, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

* A<br />

1<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-007-00-8 tríprópýltinsambönd, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/435<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

1<br />

* við inntöku<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 1%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,25% ≤ C<br />

< 1%<br />

* um húð<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 1%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 1%<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-008-00-3 tríbútýltinsambönd, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

* 1<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

20153-49-5<br />

[1]<br />

25637-27-8<br />

[2]<br />

243-546-7 [1]<br />

247-143-7 [2]<br />

050-009-00-9 flúrtrípentýltinhýdríð, [1]<br />

hexapentýldítinoxan [2]<br />

* 1<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

050-010-00-4 flúrtríhexýltinhýdríð 243-547-2 20153-50-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

* A<br />

1<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-011-00-X trífenýltinsambönd, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

* A<br />

1<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1449-55-4 [1]<br />

3091-32-5 [2]<br />

7067-44-9 [3]<br />

215-910-5 [1]<br />

221-437-5 [2]<br />

230-358-5 [3]<br />

050-012-00-5 tetrasýklóhexýltinhýdríð, [1]<br />

klórtrísýklóhexýltinhýdríð, [2]<br />

bútýltrísýklóhexýltinhýdríð [3]


Nr. 52/436 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

1<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 1%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 1%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H413<br />

— — Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

050-013-00-0 tríoktýltinsambönd, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H330<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

236-407-7 13356-08-6 Bráð eit. 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-017-00-2 fenbútatínoxíð (ISO),<br />

bis(tris(2-metýl-2-fenýlprópýl)tin)oxíð<br />

H314<br />

H302<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H302<br />

H317<br />

050-018-00-8 tin(II)metansúlfónat 401-640-7 53408-94-9 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

H330<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

255-209-1 41083-11-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

050-019-00-3 asósýklótin (ISO),<br />

1-(trísýklóhexýlstannýl)-1H-1,2,4-tríasól<br />

H372 **<br />

H315<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H315<br />

H413<br />

050-020-00-9 tríoktýltinhýdríð 413-320-4 869-59-0 SEM-EV 1<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H411<br />

051-001-00-8 antímontríklóríð 233-047-2 10025-91-9 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/437<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

SEM-VES 3;<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H411<br />

051-002-00-3 antímonpentaklóríð 231-601-8 7647-18-9 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

* A<br />

1<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

051-003-00-9 antímonsambönd, þó ekki tetroxíð (Sb2O4),<br />

pentoxíð (Sb2O5), trífúlfíð (Sb2S3),<br />

pentasúlfíð (Sb2S5) og þau sem tilgreind eru<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

051-004-00-4 antímontríflúoríð 232-009-2 7783-56-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H351<br />

051-005-00-X antímontríoxíð 215-175-0 1309-64-4 Krabb. 2 H351 HSK08<br />

Varúð<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

403-500-0 — Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

051-006-00-5 dífenýl(4fenýlþíófenýl)súlfóníumhexaflúrantímónat<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

404-420-9 71786-70-4 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

051-007-00-0 bis(4dódekýlfenýl)joðóníumhexaflúrantímónat<br />

H332<br />

H312<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H400<br />

053-001-00-3 joð 231-442-4 7553-56-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1


Nr. 52/438 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

5<br />

H314 Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 10%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

0,2% ≤ C < 10%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,02% ≤ C <<br />

0,2%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,02% ≤ C <<br />

0,2%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 0,02%<br />

H314 HSK04<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

053-002-00-9 vetnisjoðíð 233-109-9 10034-85-2 Loftt. u. þrýst.<br />

Húðæt. 1A<br />

B<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

053-002-01-6 vetnisjoðsýra...% — — Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

422-960-3 178233-72-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

053-005-00-5 (4-(1-metýletýl)fenýl)-(4metýlfenýl)joðóníumtetrakis(pentaflúrfenýl)<br />

bórat (1-)<br />

H272<br />

H332<br />

H302<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H272<br />

H332<br />

H302<br />

056-001-00-1 baríumperoxíð 215-128-4 1304-29-6 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

* A<br />

1<br />

H332<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

056-002-00-7 baríumsölt, þó ekki baríumsúlfat, sölt 1-asó-<br />

2-hýdroxýnaftalenýlarýlsúlfónsýru eða sölt<br />

sem eru tilgreind annars staðar í þessum<br />

viðauka<br />

H302<br />

056-003-00-2 baríumkarbónat 208-167-3 513-77-9 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/439<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H332<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H332<br />

056-004-00-8 baríumklóríð 233-788-1 10361-37-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

072-001-00-4 hafníumtetra-n-bútoxíð 411-740-2 22411-22-9 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

074-001-00-X hexanatríumvolframathýdrat 412-770-9 12141-67-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H225<br />

H332<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

408-250-6 — Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

074-002-00-5 myndefni úr volframhexaklóríði með 2metýlprópan-2-óli,<br />

nónýlfenóli og pentan-<br />

2,4-díóni<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

244-058-7 20816-12-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

076-001-00-5 osmíumtetraoxíð,<br />

osmíumsýra<br />

A<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

078-001-00-0 tetraklórplatínöt, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H301<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

078-002-00-6 díammóníumtetraklórplatínat 237-499-1 13820-41-2 Bráð eit. 3 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1


Nr. 52/440 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

078-003-00-1 dínatríumtetraklórplatínat 233-051-4 10026-00-3 Bráð eit. 3 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H301<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

078-004-00-7 díkalíumtetraklórplatínat 233-050-9 10025-99-7 Bráð eit. 3 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

A<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

078-005-00-2 hexaklórplatínöt, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

078-006-00-8 dínatríumhexaklórplatínat 240-983-5 16923-58-3 Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

078-007-00-3 díkalíumhexaklórplatínat 240-979-3 16921-30-5 Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

078-008-00-9 díammóníumhexaklórplatínat 240-973-0 16919-58-7 Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H301<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

078-009-00-4 hexaklórplatínsýra 241-010-7 16941-12-1 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/441<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

080-001-00-0 kvikasilfur 231-106-7 7439-97-6 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

A<br />

1<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,1%<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

080-002-00-6 ólífræn efnasambönd kvikasilfurs, þó ekki<br />

kvikasilfurssúlfíð eða þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

233-307-5 10112-91-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

080-003-00-1 díkvikasilfursdíklóríð,<br />

kvikasilfursklóríð<br />

kalómel<br />

A<br />

1<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,1%<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

080-004-00-7 lífræn efnasambönd kvikasilfurs, þó ekki<br />

þau sem eru tilgreind annars staðar í þessum<br />

viðauka<br />

H200<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H200<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

211-057-8 628-86-4 Óstöð. spreng.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

080-005-00-2 kvikasilfursdífúlmínat,<br />

kvikasilfursfúlmínat,<br />

fúlmínat af kvikasilfri


Nr. 52/442 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

211-057-8 628-86-4 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

080-005-01-X kvikasilfursdífúlmínat,<br />

kvikasilfursfúlmínat,<br />

fúlmínat af kvikasilfri [≥ 20% stilliefni]<br />

T<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

215-629-8 1335-31-5 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

080-006-00-8 díkvikasilfursdísýaníðoxíð,<br />

kvikasilfursoxýsýaníð<br />

1<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,05%<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

593-74-8 [1]<br />

627-44-1 [2]<br />

209-805-3 [1]<br />

211-000-7 [2]<br />

080-007-00-3 dímetýlkvikasilfur, [1]<br />

díetýlkvikasilfur [2]<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

55-68-5 [1]<br />

100-57-2 [2]<br />

8003-05-2 [3]<br />

200-242-9 [1]<br />

202-866-7 [2]<br />

-[3]<br />

080-008-00-9 fenýlkvikasilfursnítrat, [1]<br />

fenýlkvikasilfurshýdroxíð, [2]<br />

basískt fenýlkvikasilfursnítrat [3]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/443<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

080-009-00-4 2-metoxýetýlkvikasilfursklóríð 204-659-7 123-88-6 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H300<br />

H372 **<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H372 **<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

231-299-8 7487-94-7 Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

080-010-00-X kvikasilfursdíklóríð,<br />

kvikasilfursklóríð<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

080-011-00-5 fenýlkvikasilfursasetat 200-532-5 62-38-4 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H413<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H413<br />

081-001-00-3 þallíum 231-138-1 7440-28-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

— — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

081-002-00-9 þallíumsambönd, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H300<br />

H372 **<br />

H315<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H372 **<br />

H315<br />

H411<br />

231-201-3 7446-18-6 Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

081-003-00-4 díþallíumsúlfat,<br />

þallínsúlfat


Nr. 52/444 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

1<br />

Eit. á æxlun 2,<br />

H361f: C ≥ 2,5%<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,5%<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— — Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

082-001-00-6 blýsambönd, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

A<br />

1<br />

Eit. á æxlun 1A,<br />

H360D: C ≥ 0,1%<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 0,05%<br />

H360Df<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

082-002-00-1 blýalkýl — — Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1<br />

H200<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H200<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

236-542-1 13424-46-9 Óstöð. spreng.<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

082-003-00-7 blýdíasíð,<br />

blýasíð<br />

1<br />

H201<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

236-542-1 13424-46-9 Spreng. 1.1<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

082-003-01-4 blýdíasíð,<br />

blýasíð [≥ 20% stilliefni]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/445<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

1<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

082-004-00-2 blýkrómat 231-846-0 7758-97-6 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

082-005-00-8 blýdí(asetat) 206-104-4 301-04-2 Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

082-006-00-3 þríblýbis(ortófosfat) 231-205-5 7446-27-7 Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

082-007-00-9 blýasetat, basískt 215-630-3 1335-32-6 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

1<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

082-008-00-4 blý(II)metansúlfónat 401-750-5 17570-76-2 Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1


Nr. 52/446 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

1<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

215-693-7 1344-37-2 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

082-009-00-X blýsúlfókrómat gult,<br />

C.I. Pigment Yellow 34;<br />

[Þetta efni er tilgreint í litaskránni með<br />

litaskrárnúmeri C.I. 77603.]<br />

1<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

235-759-9 12656-85-8 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

082-010-00-5 blýkrómatmólýbdatsúlfat rautt,<br />

C.I. Pigment Red 104;<br />

[Þetta efni er tilgreint í litaskránni með<br />

litaskrárnúmeri C.I. 77605.]<br />

1<br />

H350<br />

H360Df<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H360Df<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

082-011-00-0 blývetnisarsenat 232-064-2 7784-40-9 Krabb. 1A<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H413<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H413<br />

092-001-00-8 úran 231-170-6 7440-61-1 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

092-002-00-3 úransambönd — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/447<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

601-001-00-4 metan 200-812-7 74-82-8 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

601-002-00-X etan 200-814-8 74-84-0 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

601-003-00-5 própan 200-827-9 74-98-6 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

H220 C U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

106-97-8 [1]<br />

75-28-5 [2]<br />

203-448-7 [1]<br />

200-857-2 [2]<br />

601-004-00-0 bútan, [1]<br />

og ísóbútan [2]<br />

C S U<br />

H220<br />

H350<br />

H340<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H350<br />

H340<br />

Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Krabb. 1A<br />

Stökkbr. 1B<br />

106-97-8 [1]<br />

75-28-5 [2]<br />

203-448-7 [1]<br />

200-857-2 [2]<br />

601-004-01-8 bútan (sem inniheldur ≥ 0,1% bútadíen (203-<br />

450-8)), [1]<br />

ísóbútan (sem inniheldur ≥ 0,1% bútadíen<br />

(203-450-8)) [2]<br />

U<br />

H220<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H220<br />

H411<br />

207-343-7 463-82-1 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-005-00-6 2,2-dímetýlprópan,<br />

neópentan<br />

C<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H304<br />

H336<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H304<br />

H336<br />

H411<br />

601-006-00-1 pentan 203-692-4 109-66-0 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


Nr. 52/448 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

— — Eldf. vökvi 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-007-00-7 hexan, hvarfmassi hverfna (sem innihalda <<br />

5% n-hexan (203-777-6))<br />

C<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H400<br />

H410<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

142-82-5 [1]<br />

108-08-7 [2]<br />

464-06-2 [3]<br />

562-49-2 [4]<br />

565-59-3 [5]<br />

589-34-4 [6]<br />

590-35-2 [7]<br />

591-76-4 [8]<br />

617-78-7 [9]<br />

31394-54-4<br />

[10]<br />

601-008-00-2 heptan [og hverfur] [1] 205-563-8 [1]<br />

203-548-0 [2]<br />

207-346-3 [3]<br />

209-230-8 [4]<br />

209-280-0 [5]<br />

209-643-3 [6]<br />

209-680-5 [7]<br />

209-730-6 [8]<br />

210-529-0 [9]<br />

250-610-8<br />

[10]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/449<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H400<br />

H410<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

111-65-9 [1]<br />

540-84-1 [2]<br />

560-21-4 [3]<br />

563-16-6 [4]<br />

564-02-3 [5]<br />

565-75-3 [6]<br />

583-48-2 [7]<br />

584-94-1 [8]<br />

589-43-5 [9]<br />

589-53-7 [10]<br />

589-81-1 [11]<br />

590-73-8 [12]<br />

592-13-2 [13]<br />

592-27-8 [14]<br />

594-82-1 [15]<br />

609-26-7 [16]<br />

619-99-8 [17]<br />

1067-08-9<br />

[18]<br />

26635-64-3<br />

[19]<br />

601-009-00-8 oktan [og hverfur] [1] 203-892-1 [1]<br />

208-759-1 [2]<br />

209-207-2 [3]<br />

209-243-9 [4]<br />

209-266-4 [5]<br />

209-292-6 [6]<br />

209-504-7 [7]<br />

209-547-1 [8]<br />

209-649-6 [9]<br />

209-650-1<br />

[10]<br />

209-660-6<br />

[11]<br />

209-689-4<br />

[12]<br />

209-745-8<br />

[13]<br />

209-747-9<br />

[14]<br />

209-855-6<br />

[15]<br />

210-187-2<br />

[16]<br />

210-621-0<br />

[17]<br />

213-923-0<br />

[18]<br />

247-861-0<br />

[19]


Nr. 52/450 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

H220<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H220<br />

H336<br />

601-010-00-3 etýlen 200-815-3 74-85-1 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

SEM-VES 3<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

204-062-1 115-07-1 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

601-011-00-9 própen,<br />

própýlen<br />

H220 C U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

106-98-9 [1]<br />

107-01-7 [2]<br />

115-11-7 [3]<br />

590-18-1 [4]<br />

624-64-6 [5]<br />

203-449-2 [1]<br />

203-452-9 [2]<br />

204-066-3 [3]<br />

209-673-7 [4]<br />

210-855-3 [5]<br />

601-012-00-4 bút-1-en, [1]<br />

búten, blandaðar-1-og-2-hverfur, [2]<br />

2-metýlprópen, [3]<br />

(Z)-bút-2-en, [4]<br />

(E)-bút-2-en [5]<br />

D U<br />

H220<br />

H350<br />

H340<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H350<br />

H340<br />

203-450-8 106-99-0 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Krabb. 1A<br />

Stökkbr. 1B<br />

601-013-00-X 1,3-bútadíen,<br />

búta-1,3-díen<br />

D<br />

H224<br />

H350<br />

H341<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H224<br />

H350<br />

H341<br />

H412<br />

201-143-3 78-79-5 Eldf. vökvi 1<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

601-014-00-5 ísópren (stöðgað)<br />

2-metýl-1,3-bútadíen<br />

U<br />

H220 ESB-<br />

H006<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

200-816-9 74-86-2 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

601-015-00-0 asetýlen,<br />

etýn<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

601-016-00-6 sýklóprópan 200-847-8 75-19-4 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/451<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H400<br />

H410<br />

601-017-00-1 sýklóhexan 203-806-2 110-82-7 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

601-018-00-7 metýlsýklóhexan 203-624-3 108-87-2 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H304<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

601-019-00-2 1,4-dímetýlsýklóhexan 209-663-2 589-90-2 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

E<br />

H225<br />

H350<br />

H340<br />

H372 **<br />

H304<br />

H319<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H340<br />

H372 **<br />

H304<br />

H319<br />

H315<br />

601-020-00-8 bensen 200-753-7 71-43-2 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1A<br />

Stökkbr. 1B<br />

SEM-EV 1<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2


Nr. 52/452 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H361d<br />

***<br />

H304<br />

H373 **<br />

H315<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H361d<br />

***<br />

H304<br />

H373 **<br />

H315<br />

H336<br />

601-021-00-3 tólúen 203-625-9 108-88-3 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

* C<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H315<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

95-47-6 [1]<br />

106-42-3 [2]<br />

108-38-3 [3]<br />

1330-20-7 [4]<br />

202-422-2 [1]<br />

203-396-5 [2]<br />

203-576-3 [3]<br />

215-535-7 [4]<br />

601-022-00-9 o-xýlen, [1]<br />

p-xýlen, [2]<br />

m-xýlen, [3]<br />

xýlen [4]<br />

H225<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

601-023-00-4 etýlbensen 202-849-4 100-41-4 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

C<br />

H226<br />

H304<br />

H335<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H304<br />

H335<br />

H411<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

98-82-8 [1]<br />

103-65-1 [2]<br />

202-704-5 [1]<br />

203-132-9 [2]<br />

601-024-00-X kúmól, [1]<br />

própýlbensen [2]<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 25%<br />

H226<br />

H335<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H335<br />

H411<br />

203-604-4 108-67-8 Eldf. vökvi 3<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-025-00-5 mesítýlen,<br />

1,3,5-trímetýlbensen<br />

* D<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

601-026-00-0 stýren 202-851-5 100-42-5 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/453<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 25%<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H411<br />

202-705-0 98-83-9 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-027-00-6 2-fenýlprópen,<br />

α-metýlstýren<br />

H332<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H411<br />

210-256-7 611-15-4 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-028-00-1 2-metýlstýren,<br />

2-vínyltólúen<br />

C<br />

H226<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

138-86-3 [1]<br />

5989-27-5 [2]<br />

5989-54-8 [3]<br />

6876-12-6 [4]<br />

7705-14-8 [5]<br />

205-341-0 [1]<br />

227-813-5 [2]<br />

227-815-6 [3]<br />

229-977-3 [4]<br />

231-732-0 [5]<br />

601-029-00-7 dípenten,<br />

límónen, [1]<br />

(R)-p-menta-1,8-díen,<br />

d-límónen, [2]<br />

(S)-p-menta-1,8-díen,<br />

l-límónen, [3]<br />

trans-1-metýl-4-(1-metýlvínyl)sýklóhexen,<br />

[4]<br />

(±)-1-metýl-4-(1-metýlvínyl)sýklóhexen [5]<br />

H225<br />

H412<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H225<br />

H412<br />

601-030-00-2 sýklópentan 206-016-6 287-92-3 Eldf. vökvi 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H225<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H411<br />

601-031-00-8 2,4,4-trímetýlpent-1-en 203-486-4 107-39-1 Eldf. vökvi 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H360FD<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

200-028-5 50-32-8 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

601-032-00-3 bensó[a]pýren,<br />

bensó[def]krýsen


Nr. 52/454 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

601-033-00-9 bens[a]antrasen 200-280-6 56-55-3 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

601-034-00-4 bens[e]asefenantrýlen 205-911-9 205-99-2 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

601-035-00-X bensó[j]flúoranten 205-910-3 205-82-3 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

601-036-00-5 bensó[k]flúoranten 205-916-6 207-08-9 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 5%<br />

H225<br />

H361f<br />

***<br />

H304<br />

H373 **<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H361f<br />

***<br />

H304<br />

H373 **<br />

H315<br />

H336<br />

H411<br />

601-037-00-0 n-hexan 203-777-6 110-54-3 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

601-041-00-2 díbens[a,h]antrasen 200-181-8 53-70-3 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/455<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

202-163-5 92-52-4 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

601-042-00-8 bífenýl,<br />

dífenýl<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

601-043-00-3 1,2,4-trímetýlbensen 202-436-9 95-63-6 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

601-044-00-9 3a,4,7,7a-tetrahýdró-4,7-metanóinden 201-052-9 77-73-6 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

ESB-<br />

H019<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

601-045-00-4 1,2,3,4-tetrahýdrónaftalen 204-340-2 119-64-2 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H226<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H400<br />

H410<br />

601-046-00-X 7-metýlokta-1,6-díen 404-210-7 42152-47-6 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

601-047-00-5 m-menta-1,3(8)-díen 404-150-1 17092-80-7 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


Nr. 52/456 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H341<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H400<br />

H410<br />

601-048-00-0 krýsen 205-923-4 218-01-9 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

601-049-00-6 bensó[e]pýren 205-892-7 192-97-2 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

601-051-00-7 4-fenýlbút-1-en 405-980-7 768-56-9 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H351<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

601-052-00-2 naftalín 202-049-5 91-20-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H361fd<br />

H302<br />

H314<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361fd<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

25154-52-3<br />

[1]<br />

84852-15-3<br />

[2]<br />

246-672-0 [1]<br />

284-325-5 [2]<br />

601-053-00-8 nónýlfenól, [1]<br />

4-nónýlfenól, greinótt [2]<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

405-570-8 — Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

601-054-00-3 hvarfmassi hverfna: díbensýlbensens,<br />

díbensýl(metýl)bensens,<br />

díbensýl(dímetýl)bensens,<br />

díbensýl(trímetýl)bensens<br />

H319<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H413<br />

410-190-0 132983-41-6 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

601-055-00-9 hvarfmassi hverfna: mónó-(2tetradekýl)naftalena,<br />

dí-(2-tetradekýl)naftalena,<br />

trí-(2-tetradekýl)naftalena


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/457<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

405-470-4 73807-39-3 Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

601-056-00-4 hvarfmassi hverfna: metýldífenýlmetans,<br />

dímetýldífenýlmetans<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

421-130-8 156679-41-3 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

601-057-00-X N-dódekýl-[3-(4-(dímetýlamínó)bensamíð)própýl]dímetýlammóníumtósýlat<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

601-058-00-5 dí-L-para-menten 417-870-6 83648-84-4 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

601-059-00-0 metýl 2-bensýlíden-3-oxóbútýrat 420-940-9 15768-07-7 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H317<br />

417-610-1 155522-09-1 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

601-060-00-6 1,2-bis[4-flúor-6-{4-súlfó-5-(2-(4súlfónaftalen-3-ýlasó)-1-hýdroxý-3,6dísúlfó-8-amínónaftalen-7ýlasó)fenýlamínó}-1,3,5-tríasín-<br />

2ýlamínó]etan; x-natríum, y-kalíumsölt x =<br />

7,755 y = 0,245<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

418-960-8 — Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-061-00-1 (etýl-1,2-etandíýl)[-2-[[[(2hýdroxýetýl)metýlamínó]asetýl]-própýl]ω-<br />

(nónýlfenoxý)pólý]oxý-(metýl-1,2-etandíýl)<br />

H413 — H413<br />

417-030-9 151006-59-6 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

601-062-00-7 hvarfmassi: greinótts tríakontans,<br />

greinótts dotríakontans,<br />

greinótts tetratríakontans,<br />

greinótts hexatríakontans


Nr. 52/458 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H413<br />

601-063-00-2 hvarfmassi hverfna greinótts tetrakósans 417-060-2 151006-61-0 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H413 — H413<br />

601-064-00-8 greinótt hexatríakontan 417-070-7 151006-62-1 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

416-930-9 — SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-065-00-3 hvarfmassi: (1'-α,3'-α,6'-α-2,2,3',7',7'pentametýlspíró(1,3-díoxan-5,2'-norkarans),(1'α,3'β,6'α)-2,2,3',7',7'-pentametýlspíró(1,3díoxan-5,2'-norkarans)<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

426-820-2 78531-60-9 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

601-066-00-9 1-(4-(trans-4-heptýlsýklóhexýl)fenýl)<br />

etanón<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

601-067-00-4 tríetýlarsenat 427-700-2 15606-95-8 Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H302<br />

601-068-00-X 1,2-díasetoxýbút-3-en 421-720-5 18085-02-4 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H412 — H412<br />

422-680-1 287933-44-2 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

601-069-00-5 2-etýl-1-(2-(1,3-díoxanýl)etýl)pýridíníumbrómíð<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

601-071-00-6 1-dímetoxýmetýl-2-nítróbensen 423-830-9 20627-73-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/459<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

601-073-00-7 1-bróm-3,5-díflúrbensen 416-710-2 461-96-1 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

422-040-1 — Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-074-00-2 hvarfmassi: 4-(2,2,3-trímetýlsýklópent-3-en-<br />

1-ýl)-1-metýl-2-oxabísýkló[2.2.2]oktans,<br />

1-(2,2,3-trímetýlsýklópent-3-en-1-ýl)-5metýl-6-oxabísýkló[3.2.1]oktans,spíró[sýklóhex-3-en-1-ýl-[(4,5,6,6atetrahýdró-3,6',6',6'a-tetrametýl)-1,3'(3'aH)-<br />

[2H]sýklópenta[b]fúrans],<br />

spíró[sýklóhex-3-en-1-ýl-[4,5,6,6atetrahýdró-4,6',6',6'a-tetrametýl)-1,3'(3'aH)-<br />

[2H]sýklópenta[b]fúrans]<br />

ESB-<br />

H066<br />

H224<br />

H304<br />

H336<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H224<br />

H304<br />

H336<br />

H411<br />

201-142-8 78-78-4 Eldf. vökvi 1<br />

Eit. v. ásvelg. 1<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

601-085-00-2 ísópentan,<br />

2-metýlbútan<br />

U<br />

H220<br />

H351<br />

H373 **<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H351<br />

H373 **<br />

200-817-4 74-87-3 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Krabb. 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

602-001-00-7 klórmetan,<br />

metýlklóríð


Nr. 52/460 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

ESB-<br />

H059<br />

H341<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

ESB-<br />

H059<br />

200-813-2 74-83-9 Loftt. u. þrýst.<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Óson<br />

602-002-00-2 brómmetan,<br />

metýlbrómíð<br />

*<br />

H332<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H412<br />

602-003-00-8 díbrómmetan 200-824-2 74-95-3 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H351<br />

200-838-9 75-09-2 Krabb. 2 H351 HSK08<br />

Varúð<br />

602-004-00-3 díklórmetan,<br />

metýlenklóríð<br />

H351<br />

H312<br />

H331<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H351<br />

H312<br />

H331<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

200-819-5 74-88-4 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

602-005-00-9 metýljoðíð<br />

joðmetan<br />

*<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥ 5%<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H373 **<br />

H315<br />

HSK07<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H373 **<br />

H315<br />

200-663-8 67-66-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

602-006-00-4 tríklórmetan,<br />

klóróform


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/461<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

200-854-6 75-25-2 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

602-007-00-X brómóform,<br />

tríbrómmetan<br />

*<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 1%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,2% ≤ C <<br />

1%<br />

ESB-<br />

H059<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H412<br />

ESB-<br />

H059<br />

200-262-8 56-23-5 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

Óson<br />

602-008-00-5 koltetraklóríð,<br />

tetraklórmetan<br />

U<br />

H220<br />

H351<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H351<br />

H412<br />

602-009-00-0 klóretan 200-830-5 75-00-3 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Krabb. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

*<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

602-010-00-6 1,2-díbrómetan 203-444-5 106-93-4 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

*<br />

H225<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H412<br />

602-011-00-1 1,1-díklóretan 200-863-5 75-34-3 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3


Nr. 52/462 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H350<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

203-458-1 107-06-2 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

602-012-00-7 1,2-díklóretan,<br />

etýlendíklóríð<br />

F<br />

H332 ESB-<br />

H059<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

ESB-<br />

H059<br />

200-756-3 71-55-6 Bráð eit. 4 *<br />

Óson<br />

602-013-00-2 1,1,1-tríklóretan,<br />

metýlklóróform<br />

*<br />

ESB-<br />

H066<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

602-014-00-8 1,1,2-tríklóretan 201-166-9 79-00-5 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H330<br />

H310<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H411<br />

602-015-00-3 1,1,2,2-tetraklóretan 201-197-8 79-34-5 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H330<br />

H319<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H319<br />

H412<br />

602-016-00-9 1,1,2,2-tetrabrómetan 201-191-5 79-27-6 Bráð eit. 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 1%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,2% ≤ C <<br />

1%<br />

H351<br />

H372 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H372 **<br />

H411<br />

602-017-00-4 pentaklóretan 200-925-1 76-01-7 Krabb. 2<br />

SEM-EV 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

C<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

540-54-5 [1]<br />

75-29-6 [2]<br />

208-749-7 [1]<br />

200-858-8 [2]<br />

602-018-00-X 1-klórprópan, [1]<br />

2-klórprópan [2]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/463<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H360FD<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H360FD<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H336<br />

203-445-0 106-94-5 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

602-019-00-5 1-brómprópan,<br />

n-própýlbrómíð<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

201-152-2 78-87-5 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

602-020-00-0 1,2-díklórprópan,<br />

própýlendíklóríð<br />

H350<br />

H340<br />

H360F<br />

***<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H360F<br />

***<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

602-021-00-6 1,2-díbróm-3-klórprópan 202-479-3 96-12-8 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

C<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

543-59-9 [1]<br />

625-29-6 [2]<br />

616-20-6 [3]<br />

208-846-4 [1]<br />

210-885-7 [2]<br />

210-467-4 [3]<br />

602-022-00-1 1-klórpentan, [1]<br />

2-klórpentan, [2]<br />

3-klórpentan [3]<br />

D U<br />

H220<br />

H350<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H350<br />

200-831-0 75-01-4 Loftt. u. þrýst.<br />

Eldf. loftt. 1<br />

Krabb. 1A<br />

602-023-00-7 vínylklóríð,<br />

klóretýlen<br />

U<br />

H220<br />

H350<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H350<br />

602-024-00-2 brómetýlen 209-800-6 593-60-2 Loftt. u. þrýst.<br />

Eldf. loftt. 1<br />

Krabb. 1B


Nr. 52/464 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

* D<br />

H224<br />

H351<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H351<br />

H332<br />

200-864-0 75-35-4 Eldf. vökvi 1<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

602-025-00-8 1,1-díklóretýlen,<br />

vínylídenklóríð<br />

* C<br />

H225<br />

H332<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H412<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

540-59-0 [1]<br />

156-59-2 [2]<br />

156-60-5 [3]<br />

208-750-2 [1]<br />

205-859-7 [2]<br />

205-860-2 [3]<br />

602-026-00-3 1,2-díklóretýlen, [1]<br />

cis-díklóretýlen, [2]<br />

trans-díklóretýlen [3]<br />

H350<br />

H341<br />

H319<br />

H315<br />

H336<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H319<br />

H315<br />

H336<br />

H412<br />

201-167-4 79-01-6 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

602-027-00-9 tríklóretýlen,<br />

tríklóreten<br />

H351<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H411<br />

602-028-00-4 tetraklóretýlen 204-825-9 127-18-4 Krabb. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

D<br />

H225<br />

H351<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H351<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

203-457-6 107-05-1 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

602-029-00-X 3-klórprópen,<br />

allýlklóríð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/465<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C D<br />

H226<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

542-75-6 [1]<br />

10061-01-5<br />

[2]<br />

208-826-5 [1]<br />

233-195-8 [2]<br />

602-030-00-5 1,3-díklórprópen, [1]<br />

(Z)-1,3-díklórprópen [2]<br />

H225<br />

H301<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H225<br />

H301<br />

H412<br />

602-031-00-0 1,1-díklórprópen 209-253-3 563-58-6 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

602-032-00-6 3-klór-2-metýlprópen 209-251-2 563-47-3 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

*<br />

H226<br />

H332<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H411<br />

602-033-00-1 klórbensen 203-628-5 108-90-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

*<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

202-425-9 95-50-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-034-00-7 1,2-díklórbensen,<br />

o-díklórbensen


Nr. 52/466 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H319<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

203-400-5 106-46-7 Krabb. 2<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-035-00-2 1,4-díklórbensen,<br />

p-díklórbensen<br />

D<br />

H225<br />

H350<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

204-818-0 126-99-8 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

602-036-00-8 klórpren (stöðgað),<br />

2-klórbúta-1,3-díen (stöðgað)<br />

H350<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

202-853-6 100-44-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

602-037-00-3 α-klórtólúen,<br />

bensýlklóríð<br />

H350<br />

H331<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

202-634-5 98-07-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

602-038-00-9 α, α,α-tríklórtólúen,<br />

bensótríklóríð<br />

C<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: C ≥<br />

0,005%<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

215-648-1 1336-36-3 SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-039-00-4 pólýklórbífenýl,<br />

PCB


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/467<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H332<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H411<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

95-49-8 [1]<br />

108-41-8 [2]<br />

106-43-4 [3]<br />

25168-05-2<br />

[4]<br />

202-424-3 [1]<br />

203-580-5 [2]<br />

203-397-0 [3]<br />

246-698-2 [4]<br />

602-040-00-X 2-klórtólúen, [1]<br />

3-klórtólúen, [2]<br />

4-klórtólúen, [3]<br />

klórtólúen [4]<br />

C<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

602-041-00-5 pentaklórnaftalen 215-320-8 1321-64-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

A C<br />

H351<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

— — Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-042-00-0 1,2,3,4,5,6-hexaklórsýklóhexön, þó ekki þau<br />

sem tilgreind eru annars staðar í þessum<br />

viðauka<br />

M=10<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H373 **<br />

H362<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H373 **<br />

H362<br />

H400<br />

H410<br />

200-401-2 58-89-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Áhr. á/með mjólk.<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-043-00-6 lindan (ISO),<br />

γ-HCH eða γ-BHC;<br />

γ-1,2,3,4,5,6-hexaklórsýklóhexan


Nr. 52/468 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H301<br />

H312<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H301<br />

H312<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

232-283-3 8001-35-2 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-044-00-1 kamfeklór (ISO),<br />

toxafen<br />

H351<br />

H301<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H301<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

200-024-3 50-29-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-045-00-7 DDT (ISO),<br />

klófenótan (INN),<br />

díkófan,<br />

1,1,1-tríklór-2,2-bis(4-klórfenýl)etan,<br />

díklórdífenýltríklóretan<br />

H351<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

200-962-3 76-44-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-046-00-2 heptaklór (ISO),<br />

1,4,5,6,7,8,8-heptaklór-3a,4,7,7a-tetrahýdró-<br />

4,7-metanóinden<br />

H351<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

200-349-0 57-74-9 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-047-00-8 klórdan (ISO),<br />

1,2,4,5,6,7,8,8-oktaklóró-3a,4,7,7atetrahýdró-4,7-metanóindan<br />

H351<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

602-048-00-3 aldrín (ISO) 206-215-8 309-00-2 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/469<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H310<br />

H301<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H310<br />

H301<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

602-049-00-9 díeldrín (ISO) 200-484-5 60-57-1 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

207-366-2 465-73-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-050-00-4 (1α,4α,4aβ,5β,8β,8aβ)-1,2,3,4,10,10hexaklór-1,4,4a,5,8,8a-hexadýdró-1,4:5,8dímetanónaftalen,<br />

ísódrín<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

200-775-7 72-20-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-051-00-X endrín (ISO),<br />

1,2,3,4,10,10-hexaklór-6,7-epoxý-<br />

1,4,4a,5,6,7,8,8a-oktahýdró-1,4:5,8dímetanónaftalen<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

204-079-4 115-29-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-052-00-5 endósúlfan (ISO),<br />

1,2,3,4,7,7-hexaklór-8,9,10-trínorborn-2-en-<br />

5,6-ýlendímetýlsúlfít<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

206-045-4 297-78-9 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

602-053-00-0 ísóbensan (ISO),<br />

1,3,4,5,6,7,8,8-oktaklór-1,3,3a,4,7,7ahexahýdró-4,7-metanóísóbensófúran<br />

H226<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H314<br />

209-130-4 556-56-9 Eldf. vökvi 2<br />

Húðæt. 1B<br />

602-054-00-6 3-joðprópen,<br />

allýljoðíð


Nr. 52/470 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

200-825-8 74-96-4 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

602-055-00-1 brómetan,<br />

etýlbrómíð<br />

H225<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H411<br />

202-635-0 98-08-8 Eldf. vökvi 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

602-056-00-7 α, α,α-tríflúrtólúen,<br />

bensótríflúoríð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

202-847-3 100-39-0 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

602-057-00-2 α-brómtólúen,<br />

bensýlbrómíð<br />

H351<br />

H331<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

202-709-2 98-87-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

602-058-00-8 α, α-díklórtólúen,<br />

bensýlídenklóríð,<br />

bensalklóríð<br />

H225<br />

203-696-6 109-69-3 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

602-059-00-3 1-klórbútan,<br />

bútýlklóríð<br />

H226<br />

H315<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H315<br />

H411<br />

602-060-00-9 brómbensen 203-623-8 108-86-1 Eldf. vökvi 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

U<br />

H332<br />

H335<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H335<br />

204-127-4 116-15-4 Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

602-061-00-4 hexaflúrprópen,<br />

hexaflúrprópýlen


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/471<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

D<br />

H350<br />

H360F<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H360F<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

602-062-00-X 1,2,3-tríklórprópan 202-486-1 96-18-4 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H351<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

213-831-0 1024-57-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-063-00-5 heptaklórepoxíð,<br />

2,3-epoxý-1,4,5,6,7,8,8-heptaklór-3a,4,7,7atetrahýdró-4,7-metanóindan<br />

H350<br />

H301<br />

H312<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H301<br />

H312<br />

602-064-00-0 1,3-díklór-2-própanól 202-491-9 96-23-1 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H350<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

602-065-00-6 hexaklórbensen 204-273-9 118-74-1 Krabb. 1B<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

602-066-00-1 tetraklór-p-bensókínón 204-274-4 118-75-2 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

602-067-00-7 1,3-díklórbensen 208-792-1 541-73-1 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H315<br />

602-068-00-2 etýlenbis(tríklórasetat) 219-732-9 2514-53-6 Húðert. 2 H315 HSK07<br />

Varúð


Nr. 52/472 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H200<br />

H351<br />

H373 **<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H200<br />

H351<br />

H373 **<br />

602-069-00-8 díklórasetýlen — 7572-29-4 Óstöð. spreng.<br />

Krabb. 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

602-070-00-3 3-klór-4,5,α, α,α-pentaflúrtólúen 401-930-3 77227-99-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

602-071-00-9 brómbensýlbrómtólúen, hvarfmassi hverfna 402-210-1 99688-47-8 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

278-404-3 76253-60-6 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-072-00-4 díklór[(díklórfenýl)metýl]metýlbensen,<br />

hvarfmassi hverfna,<br />

(díklórfenýl)(díklórtólýl)metan, hvarfmassi<br />

hverfna (IUPAC)<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H350<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

602-073-00-X 1,4-díklórbút-2-en 212-121-8 764-41-0 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

T<br />

H228<br />

H302<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H228<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

602-074-00-5 pentaklórbensen 210-172-0 608-93-5 Eldf. fast efni 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/473<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

602-075-00-0 4,4,5,5-tetraklór-1,3-díoxólan-2-on 404-060-2 22432-68-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Krabb. 2, H351: C<br />

≥ 0,1%<br />

H351<br />

H331<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

602-076-00-6 2,3,4-tríklórbút-1-en 219-397-9 2431-50-7 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H351<br />

H361fd<br />

H362<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H361fd<br />

H362<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

219-196-6 2385-85-5 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Áhr. á/með mjólk.<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-077-00-1 dódekaklórpentasýkló[5.2.1.0 2,6 .0 3,9 .0 5,8 ]deka<br />

n,<br />

mírex<br />

H330<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

602-078-00-7 hexaklórsýklópentadíen 201-029-3 77-47-4 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1


Nr. 52/474 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

201-153-8 78-88-6 Eldf. vökvi 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

602-079-00-2 2,3-díklórprópen,<br />

2,3-díklórprópýlen<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

602-080-00-8 alkön, C10–13, klór 287-476-5 85535-84-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H312<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

602-081-00-3 2-klór-4,5-díflúrbensósýra 405-380-5 — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

408-020-5 109678-33-3 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

602-082-00-9 2,2,6,6-tetrakis(brómmetýl)-4-oxaheptan-<br />

1,7-díól<br />

H373 **<br />

H362<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H362<br />

H400<br />

H410<br />

251-084-2 32534-81-9 SEM-EV 2 *<br />

Áhr. á/með mjólk.<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-083-00-4 dífenýleter, pentabrómafleiða<br />

(pentabrómdífenýleter)<br />

— H412 ESB-<br />

H059<br />

H412<br />

ESB-<br />

H059<br />

602-084-00-X 1,1-díklór-1-flúretan 404-080-1 1717-00-6 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

Óson


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/475<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H360F<br />

***<br />

H373 **<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H225<br />

H360F<br />

***<br />

H373 **<br />

602-085-00-5 2-brómprópan 200-855-1 75-26-3 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 2 *<br />

H341<br />

219-014-5 2314-97-8 Stökkbr. 2 H341 HSK08<br />

Varúð<br />

602-086-00-0 tríflúrjoðmetan,<br />

tríflúrmetýljoðíð<br />

H302<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

602-087-00-6 1,2,4-tríklórbensen 204-428-0 120-82-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H350<br />

H361f<br />

***<br />

H311<br />

H332<br />

H302<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H361f<br />

***<br />

H311<br />

H332<br />

H302<br />

H412<br />

202-480-9 96-13-9 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

602-088-00-1 2,3-díbrómprópan-1-ól,<br />

2,3-díbróm-1-própanól<br />

H302<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

602-089-00-7 4-bróm-2-klórflúrbensen 405-580-2 60811-21-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

602-090-00-2 1-allýl-3-klór-4-flúrbensen 406-630-6 121626-73-1 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H411<br />

602-091-00-8 1,3-díklór-4-flúrbensen 406-160-1 1435-48-9 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2


Nr. 52/476 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H351<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H351<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

602-092-00-3 1-bróm-3,4,5-tríflúrbensen 418-480-9 138526-69-9 Eldf. vökvi 3<br />

Krabb. 2<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H350<br />

H361f<br />

***<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H361f<br />

***<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

226-009-1 5216-25-1 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

602-093-00-9 α, α,α,4-tetraklórtólúen,<br />

p-klórbensótríklóríð<br />

H360Df<br />

602-094-00-4 dífenýleter, oktabrómafleiða 251-087-9 32536-52-0 Eit. á æxlun 1B H360Df HSK08<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

569-64-2 [1]<br />

2437-29-8 [2]<br />

209-322-8 [1]<br />

219-441-7 [2]<br />

602-096-00-5 malakítgrænt hýdróklóríð, [1]<br />

malakítgrænt oxalat [2]<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

422-850-5 148757-89-5 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

602-097-00-0 1-bróm-9-(4,4,5,5,5pentaflúrpentýlþíó)nónan<br />

*<br />

SEM-VES 1,<br />

H370: C ≥ 10%<br />

SEM-VES 2,<br />

H371: 3% ≤ C <<br />

10%<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H370 **<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H370 **<br />

603-001-00-X metanól 200-659-6 67-56-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/477<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

200-578-6 64-17-5 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

603-002-00-5 etanól,<br />

etýlalkóhól<br />

H225<br />

H318<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H318<br />

H336<br />

200-746-9 71-23-8 Eldf. vökvi 2<br />

Augnskað. 1<br />

SEM-VES 3<br />

603-003-00-0 própan-1-ól,<br />

n-própanól<br />

H226<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H336<br />

200-751-6 71-36-3 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

SEM-VES 3<br />

603-004-00-6 bútan-1-ól,<br />

n-bútanól<br />

H225<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

200-889-7 75-65-0 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

603-005-00-1 2-metýlprópan-2-ól,<br />

tert-bútýlalkóhól<br />

C<br />

ESB-<br />

H066<br />

H226<br />

H332<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H335<br />

250-378-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

603-006-00-7 hverfur pentanóls, þó ekki þær sem eru<br />

tilgreindar annars staðar í þessum viðauka<br />

H225<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

200-908-9 75-85-4 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

603-007-00-2 2-metýlbútan-2-ól,<br />

tert-pentanól<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 25%<br />

H226<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H335<br />

203-551-7 108-11-2 Eldf. vökvi 3<br />

SEM-VES 3<br />

603-008-00-8 4-metýlpentan-2-ól,<br />

metýlísóbútýlkarbínól<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

603-009-00-3 sýklóhexanól 203-630-6 108-93-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2


Nr. 52/478 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332 C<br />

Bráð eit. 4 * H332 HSK07<br />

Varúð<br />

583-59-5 [1]<br />

7443-70-1 [2]<br />

7443-52-9 [3]<br />

209-512-0 [1]<br />

231-187-9 [2]<br />

231-186-3 [3]<br />

603-010-00-9 2-metýlsýklóhexanól, blandaðar hverfur, [1]<br />

cis-2-metýlsýklóhexanól, [2]<br />

trans-2-metýlsýklóhexanól [3]<br />

H226<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

203-713-7 109-86-4 Eldf. vökvi 3<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

603-011-00-4 2-metoxýetanól,<br />

etýlenglýkólmónómetýleter<br />

H226<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

203-804-1 110-80-5 Eldf. vökvi 3<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

603-012-00-X 2-etoxýetanól,<br />

etýlenglýkólmónóetýleter<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

203-685-6 109-59-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

603-013-00-5 2-ísóprópoxýetanól,<br />

etýlenglýkólmónóísóprópýleter<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

203-905-0 111-76-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

603-014-00-0 2-bútoxýetanól,<br />

etýlenglýkólmónóbútýleter,<br />

bútýlglýkól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/479<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

603-015-00-6 allýlalkóhól 203-470-7 107-18-6 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

H319 Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 10%<br />

204-626-7 123-42-2 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

603-016-00-1 4-hýdroxý-4-metýlpentan-2-ón,<br />

díasetonalkóhól<br />

*<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

603-018-00-2 fúrfúrýlalkóhól 202-626-1 98-00-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

603-019-00-8 dímetýleter 204-065-8 115-10-6 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

H220 U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

603-020-00-3 etýlmetýleter — 540-67-0 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

H220 D U<br />

H220 HSK02<br />

HSK04<br />

Hætta<br />

603-021-00-9 metýlvínyleter 203-475-4 107-25-5 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

ESB-<br />

H019<br />

ESB-<br />

H066<br />

H224<br />

H302<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H302<br />

H336<br />

200-467-2 60-29-7 Eldf. vökvi 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

603-022-00-4 díetýleter,<br />

eter


Nr. 52/480 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

U<br />

H220<br />

H350<br />

H340<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H220<br />

H350<br />

H340<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

200-849-9 75-21-8 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

603-023-00-X etýlenoxíð,<br />

oxíran<br />

D<br />

ESB-<br />

H019<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H351<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H351<br />

H319<br />

H335<br />

603-024-00-5 1,4-díoxan 204-661-8 123-91-1 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 25%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 25%<br />

ESB-<br />

H019<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

603-025-00-0 tetrahýdrófúran 203-726-8 109-99-9 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

*<br />

H226<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

203-439-8 106-89-8 Eldf. vökvi 3<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

603-026-00-6 1-klór-2,3-epoxýprópan,<br />

epíklórhýdrín<br />

H302<br />

203-473-3 107-21-1 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

603-027-00-1 etandíól,<br />

etýlenglýkól<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

203-459-7 107-07-3 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

603-028-00-7 2-klóretanól,<br />

etýlenklórhýdrín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/481<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H351<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

603-029-00-2 bis(2-klóretýl)eter 203-870-1 111-44-4 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

205-483-3 141-43-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

603-030-00-8 2-amínóetanól,<br />

etanólamín<br />

ESB-<br />

H019<br />

H225<br />

H360FD<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H360FD<br />

H332<br />

203-794-9 110-71-4 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

603-031-00-3 1,2-dímetoxýetan,<br />

etýlenglýkóldímetýleter,<br />

EGDME<br />

H200<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H200<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

211-063-0 628-96-6 Óstöð. spreng.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

603-032-00-9 etýlendínítrat,<br />

etýlenglýkóldínítrat<br />

H200<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H200<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H412<br />

211-745-8 693-21-0 Óstöð. spreng.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-033-00-4 oxýdíetýlendínítrat,<br />

díetýlenglýkóldínítrat,<br />

dígóldínítrat<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H412<br />

211-745-8 693-21-0 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-033-01-1 oxýdíetýlendínítrat,<br />

díetýlenglýkóldínítrat,<br />

dígóldínítrat,<br />

[> 25% stilliefni]


Nr. 52/482 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H200<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H200<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

200-240-8 55-63-0 Óstöð. spreng.<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-034-00-X glýseróltrínítrat,<br />

nítróglýserín<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

200-240-8 55-63-0 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-034-01-7 glýseróltrínítrat,<br />

nítróglýserín,<br />

[> 40% stilliefni]<br />

H200<br />

201-084-3 78-11-5 Óstöð. spreng. H200 HSK01<br />

Hætta<br />

603-035-00-5 pentaerýtrítóltetranítrat,<br />

pentaerýtríttetranítrat,<br />

P.E.T.N.<br />

H201 T<br />

201-084-3 78-11-5 Spreng. 1.1 H201 HSK01<br />

Hætta<br />

603-035-01-2 pentaerýtrítóltetranítrat,<br />

pentaerýtríttetranítrat,<br />

P.E.T.N.,<br />

[> 20% stilliefni]<br />

H200<br />

239-924-6 15825-70-4 Óstöð. spreng. H200 HSK01<br />

Hætta<br />

603-036-00-0 mannítólhexanítrat,<br />

nítrómannít<br />

H201<br />

239-924-6 15825-70-4 Spreng. 1.1 H201 HSK01<br />

Hætta<br />

603-036-01-8 mannítólhexanítrat,<br />

nítrómannít,<br />

[> 40% stilliefni]<br />

T<br />

H201 ESB-<br />

H001<br />

603-037-00-6 sellulósanítrat, — — Spreng. 1.1 H201 HSK01<br />

Hætta


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/483<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H351<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H351<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

203-442-4 106-92-3 Eldf. vökvi 3<br />

Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-038-00-1 allýlglýsídýleter,<br />

allýl-2,3-epoxýprópýleter,<br />

próp-2-en-1-ýl-2,3-epoxýprópýleter<br />

H226<br />

H351<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H317<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H351<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H317<br />

H412<br />

219-376-4 2426-08-6 Eldf. vökvi 3<br />

Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-039-00-7 bútýlglýsídýleter,<br />

bútýl-2,3-epoxýprópýleter,<br />

T<br />

ESB-<br />

H014<br />

H251<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H251<br />

H314<br />

Sjálfhit. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

124-41-4 [1]<br />

865-33-8 [2]<br />

865-34-9 [3]<br />

204-699-5 [1]<br />

212-736-1 [2]<br />

212-737-7 [3]<br />

603-040-00-2 natríummetanólat,<br />

natríummetoxíð, [1]<br />

kalíummetanólat,<br />

kalíummetoxíð, [2]<br />

litíummetanólat,<br />

litíummetoxíð [3]<br />

T<br />

ESB-<br />

H014<br />

H251<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H251<br />

H314<br />

Sjálfhit. 1<br />

Húðæt. 1B<br />

917-58-8 [1]<br />

141-52-6 [2]<br />

213-029-0 [1]<br />

205-487-5 [2]<br />

603-041-00-8 kalíumetanólat,<br />

kalíumetoxíð, [1]<br />

natríumetanólat,<br />

natríumetoxíð [2]<br />

H228 T<br />

603-042-00-3 áltríísóprópoxíð 209-090-8 555-31-7 Eldf. fast efni 1 H228 HSK02<br />

Hætta


Nr. 52/484 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

— 26766-27-8 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

603-043-00-9 tríarímól (ISO),<br />

2,4-díklór-α-(pýrimídín-5-ýl)<br />

benshýdrýlalkóhól<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

204-082-0 115-32-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

603-044-00-4 díkófól (ISO),<br />

2,2,2-tríklór-1,1-bis(4-klórfenýl)etanól<br />

C<br />

ESB-<br />

H019<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H336<br />

Eldf. vökvi 2<br />

SEM-VES 3<br />

108-20-3 [1]<br />

111-43-3 [2]<br />

203-560-6 [1]<br />

203-869-6 [2]<br />

603-045-00-X díísóprópýleter, [1]<br />

díprópýleter [2]<br />

Krabb. 1A, H350:<br />

C ≥ 0,001%<br />

H225<br />

H350<br />

H330<br />

H311<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H330<br />

H311<br />

H302<br />

208-832-8 542-88-1 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

603-046-00-5 bis(klórmetýl)eter,<br />

oxýbis(klórmetan)<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

203-542-8 108-01-0 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

603-047-00-0 2-dímetýlamínóetanól,<br />

N,N-dímetýletanólamín<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

202-845-2 100-37-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

603-048-00-6 2-díetýlamínóetanól,<br />

N,N-díetýletanólamín<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

201-246-3 80-06-8 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-049-00-1 klórfenetól (ISO),<br />

1,1-bis (4-klórfenýl)etanól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/485<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

603-050-00-7 1-(2-bútoxýprópoxý)própan-2-ól 246-011-6 24083-03-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

603-051-00-2 2-etýlbútan-1-ól 202-621-4 97-95-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

225-878-4 5131-66-8 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

603-052-00-8 3-bútoxýprópan-2-ól,<br />

própýlenglýkólmónóbútýleter<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

603-053-00-3 2-metýlpentan-2,4-díól 203-489-0 107-41-5 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

205-575-3 142-96-1 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-054-00-9 dí-n-bútýleter,<br />

díbútýleter<br />

H224<br />

H350<br />

H340<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H350<br />

H340<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

200-879-2 75-56-9 Eldf. vökvi 1<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

603-055-00-4 própýlenoxíð,<br />

1,2-epoxýprópan,<br />

metýloxíran<br />

C<br />

H341<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

Stökkbr. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

2186-24-5 [1]<br />

2186-25-6 [2]<br />

2210-79-9 [3]<br />

26447-14-3<br />

[4]<br />

218-574-8 [1]<br />

218-575-3 [2]<br />

218-645-3 [3]<br />

247-711-4 [4]<br />

603-056-00-X [(p-tólýloxý)metýl]oxíran, [1]<br />

[(m-tólýloxý)metýl]oxíran, [2]<br />

2,3-epoxýprópýl-o-tólýleter, [3]<br />

[(tólýloxý)metýl]oxíran,<br />

kresýlglýsídýleter [4]


Nr. 52/486 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

603-057-00-5 bensýlalkóhól 202-859-9 100-51-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

603-058-00-0 1,3-própýlenoxíð 207-964-3 503-30-0 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H302<br />

603-059-00-6 hexan-1-ól 203-852-3 111-27-3 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H350<br />

H340<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

215-979-1 1464-53-5 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

603-060-00-1 2,2'-bíoxíran,<br />

1,2:3,4-díepoxýbútan<br />

H319<br />

202-625-6 97-99-4 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

603-061-00-7 tetrahýdró-2-fúrýlmetanól,<br />

tetrahýdrófúrfúrýlalkóhól<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

603-062-00-2 tetrahýdrófúran-2,5-díýldímetanól 203-239-0 104-80-3 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H350<br />

H341<br />

H360F<br />

***<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H360F<br />

***<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

209-128-3 556-52-5 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

603-063-00-8 2,3-epoxýprópan-1-ól,<br />

glýsídól,<br />

oxíranmetanól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/487<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

203-539-1 107-98-2 Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Varúð<br />

603-064-00-3 1-metoxý-2-própanól,<br />

mónóprópýlenglýkólmetýleter<br />

H351<br />

H341<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H341<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

202-987-5 101-90-6 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-065-00-9 resorsínóldíglýsídýleter,<br />

1,3-bis(2,3-epoxýprópoxý)bensen<br />

*<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H351<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H351<br />

203-437-7 106-87-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Krabb. 2<br />

603-066-00-4 1,2-epoxý-4-epoxýetýlsýklóhexan,<br />

vínylsýklóhexandíepoxíð<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

204-557-2 122-60-1 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-067-00-X fenýlglýsídýleter,<br />

2,3-epoxýprópýlfenýleter,<br />

1,2-epoxý-3-fenoxýprópan<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

— 130014-35-6 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

603-068-00-5 2,3-epoxýprópýl-2-etýlsýklóhexýleter,<br />

etýlsýklóhexýlglýsídýleter<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

603-069-00-0 2,4,6-tris(dímetýlamínómetýl)fenól 202-013-9 90-72-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2


Nr. 52/488 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

603-070-00-6 2-amínó-2-metýlprópanól 204-709-8 124-68-5 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

203-868-0 111-42-2 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

603-071-00-1 2,2'-imínódíetanól,<br />

díetanólamín<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

219-371-7 2425-79-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

603-072-00-7 1,4-bis(2,3-epoxýprópoxý)bútan,<br />

bútandíóldíglýsídýleter<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

603-073-00-2 bis-[4-(2,3-epoxýprópoxý)fenýl]própan 216-823-5 1675-54-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

500-033-5 25068-38-6 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-074-00-8 myndefni: bisfenól-A-(epíklórhýdríns),<br />

epoxýresíns (meðalmólþungi ≤ 700)<br />

H225<br />

H350<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

203-480-1 107-30-2 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

603-075-00-3 klórmetýlmetýleter,<br />

klórdímetýleter


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/489<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

D<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 50%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

25% ≤ C < 50%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

25% ≤ C < 50%<br />

H314<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H314<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H317<br />

203-788-6 110-65-6 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

603-076-00-9 bút-2-ýn-1,4-díól,<br />

2-bútýn-1,4-díól<br />

H226<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H302<br />

H314<br />

203-556-4 108-16-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

603-077-00-4 1-dímetýlamínóprópan-2-ól,<br />

dímepranól (INN)<br />

H226<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H411<br />

203-471-2 107-19-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-078-00-X próp-2-ýn-1-ól,<br />

própargýlalkóhól<br />

H319<br />

203-312-7 105-59-9 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

603-079-00-5 2,2'-(metýlimínó)díetanól,<br />

N-metýldíetanólamín<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

203-710-0 109-83-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

603-080-00-0 2-metýlamínóetanól,<br />

N-metýletanólamín,<br />

N-metýl-2-etanólamín,<br />

N-metýl-2-amínóetanól,<br />

2-(metýlamínó)etanól<br />

H319<br />

203-874-3 111-48-8 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

603-081-00-6 2,2'-þíódíetanól,<br />

þíódíglýkól<br />

H314<br />

201-162-7 78-96-6 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

603-082-00-1 1-amínóprópan-2-ól,<br />

ísóprópanólamín<br />

H319<br />

203-820-9 110-97-4 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

603-083-00-7 1,1'-imínódíprópan-2-ól,<br />

díísóprópanólamín


Nr. 52/490 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H312<br />

H319<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H312<br />

H319<br />

202-476-7 96-09-3 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

603-084-00-2 stýrenoxíð,<br />

(epoxýetýl)bensen,<br />

fenýloxíran<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

200-143-0 52-51-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

603-085-00-8 brónópól (INN),<br />

2-bróm-2-nítróprópan-1,3-díól<br />

H312<br />

245-949-3 23947-60-6 Bráð eit. 4 * H312 HSK07<br />

Varúð<br />

603-086-00-3 etirímól (ISO),<br />

5-bútýl-2-etýlamínó-6-metýlpýrimídín-4-ól<br />

H318<br />

202-377-9 94-96-2 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

603-087-00-9 2-etýlhexan-1,3-díól,<br />

oktýlenglýkól,<br />

etóhexadíól<br />

H318<br />

222-598-4 3547-33-9 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

603-088-00-4 2-(oktýlþíó)etanól,<br />

2-hýdroxýetýloktýlsúlfíð<br />

H314<br />

H302<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H302<br />

603-089-00-X 7,7-dímetýl-3-oxa-6-asaoktan-1-ól 400-390-6 — Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

603-090-00-5 2-(2-brómetoxý)anísól 402-010-4 4463-59-6 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H302<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

402-470-6 87172-89-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

603-091-00-0 exó-1-metýl-4-(1-metýletýl)-7oxabísýkló[2.2.1]heptan-2-ól<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

603-092-00-6 2-metýl-4-fenýlpentanól 402-770-7 92585-24-5 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/491<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H411<br />

402-410-9 87818-31-3 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-093-00-1 sinmetýlín (ISO),<br />

exó-(±)-1-metýl-2-(2-metýlbensýloxý)-4ísóprópýl-7-oxabísýkló(2.2.1)heptan<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

241-536-7 17557-23-2 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

603-094-00-7 1,3-bis(2,3-epoxýprópoxý)-2,2dímetýlprópan<br />

H312<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H319<br />

220-548-6 2807-30-9 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

603-095-00-2 2-(própýloxý)etanól,<br />

EGPE<br />

H319<br />

203-961-6 112-34-5 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

603-096-00-8 2-(2-bútoxýetoxý)etanól,<br />

díetýlenglýkólmónóbútýleter<br />

H319<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H412<br />

204-528-4 122-20-3 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-097-00-3 1,1',1''-nítríltríprópan-2-ól,<br />

tríísóprópanólamín<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

603-098-00-9 2-fenoxýetanól 204-589-7 122-99-6 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

403-440-5 93633-79-5 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-099-00-4 3-(N-metýl-N-(4-metýlamínó-3nítrófenýl)amínó)própan-1,2díólhýdróklóríð<br />

H225 ESB-<br />

H019<br />

603-100-00-8 1,2-dímetoxýprópan 404-630-0 7778-85-0 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H319<br />

405-040-6 — Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

603-101-00-3 tetrahýdró-2-ísóbútýl-4-metýlpýran-4-ól,<br />

blandaðar hverfur (cis og trans)


Nr. 52/492 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

603-102-00-9 1,2-epoxýbútan 203-438-2 106-88-7 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

603-103-00-4 oxíran, mónó[(C12-14-alkýloxý)metýl]afleiður 271-846-8 68609-97-2 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H361fd<br />

H362<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361fd<br />

H362<br />

H411<br />

262-095-7 60168-88-9 Eit. á æxlun 2<br />

Áhr. á/með mjólk.<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-104-00-X fenarímól (ISO),<br />

2,4'-díklór-α-(pýrimídín-5-ýl)<br />

benshýdrýlalkóhól<br />

ESB-<br />

H019<br />

H224<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H412<br />

603-105-00-5 fúran 203-727-3 110-00-9 Eldf. vökvi 1<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H226<br />

H360D<br />

***<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H360D<br />

***<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

603-106-00-0 2-metoxýprópanól 216-455-5 1589-47-5 Eldf. vökvi 3<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

H361d<br />

***<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

203-906-6 111-77-3 Eit. á æxlun 2 H361d<br />

***<br />

603-107-00-6 2-(2-metoxýetoxý)etanól,<br />

díetýlenglýkólmónómetýleter


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/493<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H336<br />

201-148-0 78-83-1 Eldf. vökvi 3<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

SEM-VES 3<br />

603-108-00-1 2-metýlprópan-1-ól,<br />

ísóbútanól<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

200-661-7 67-63-0 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

603-117-00-0 própan-2-ól,<br />

ísóprópýlalkóhól,<br />

ísóprópanól<br />

H302<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H412<br />

603-118-00-6 6-dímetýlamínóhexan-1-ól, 404-680-3 1862-07-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

405-840-5 — Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

603-119-00-1 1,1'-(1,3-fenýlendíoxý)bis(3-(2-(próp-2enýl)fenoxý)própan-2-ól)<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

603-120-00-7 2-metýl-5-fenýlpentanól 405-890-8 25634-93-9 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

H351<br />

H317<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H317<br />

H413<br />

406-057-1 114565-66-1 Krabb. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

603-121-00-2 4-[4-(1,3-díhýdroxýpróp-2-ýl)fenýlamínó]-<br />

1,8-díhýdroxý-5-nítróantrakínón<br />

T<br />

H228<br />

H314<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H228<br />

H314<br />

H412<br />

603-122-00-8 natríum-2-etýlhexanólat 406-150-7 38411-13-1 Eldf. fast efni 1<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

406-330-5 122760-84-3 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-123-00-3 4-metýl-8-metýlentrísýkló[3.3.1.1 3,7 ]dekan-<br />

2-ól


Nr. 52/494 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

603-124-00-9 1,4-bis[2-(vínyloxý)etoxý]bensen 406-900-3 84563-49-5 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

407-850-5 89544-40-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-125-00-4 2-(2,4-díklórfenýl)-1-(1H—1,2,4-tríasól-1ýl)pent-4-en-2-ól<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

603-126-00-X 2-((4-metýl-2-nítrófenýl)amínó)etanól 408-090-7 100418-33-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

C<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H336<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

SEM-VES 3<br />

78-92-2 [1]<br />

4221-99-2 [2]<br />

14898-79-4<br />

[3]<br />

15892-23-6<br />

[4]<br />

201-158-5 [1]<br />

224-168-1 [2]<br />

238-967-8 [3]<br />

240-029-8 [4]<br />

603-127-00-5 bútan-2-ól, [1]<br />

(S)-bútan-2-ól, [2]<br />

(R)-bútan-2-ól, [3]<br />

(±)-bútan-2-ól [4]<br />

H413 — H413<br />

603-128-00-0 2-(fenýlmetoxý)naftalen 405-490-3 613-62-7 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H226<br />

H318<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H318<br />

603-129-00-6 1-tert-bútoxýprópan-2-ól 406-180-0 57018-52-7 Eldf. vökvi 3<br />

Augnskað. 1<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

406-325-8 — Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-130-00-1 hvarfmassi hverfna: α-((dímetýl)bífenýl)-ωhýdroxýpólý(oxýetýlens)<br />

H318<br />

407-290-1 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

603-131-00-7 hvarfmassi: 1-deoxý-1-[metýl-(1oxódódekýl)amínó]-D-glúsítóls,1-deoxý-1-[metýl-(1-oxódódekýl)amínó]-Dglúsítóls<br />

(3:1)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/495<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

408-200-3 63187-91-7 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-132-00-2 2-hýdroxýmetýl-9-metýl-6-(1-metýletýl)-<br />

1,4-díoxaspíró[4.5]dekan<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

408-240-1 — Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-133-00-8 hvarfmassi: 3-[(4-amínó-2-klór-5nítrófenýl)amínó]-própan-1,2-díóls,3,3'-(2-klór-5-nítró-1,4fenýlendíimínó)bis(própan-1,2-díóls)<br />

H413 — H413<br />

410-450-3 — Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

603-134-00-3 hvarfmassi setins dódekýls og/eða<br />

tetradekýls, dífenýleterar Efnið er framleitt<br />

með Friedel-Crafts-efnahvarfi. Hvatinn er<br />

fjarlægður úr myndefninu. Dífenýleter er<br />

setinn C1-C10-alkýlhópum. Alkýlhóparnir<br />

bindast tilviljunarkennt við kolefnisatóm á<br />

bilinu 1–6. Línuleg C12 og C14, 50/50, eru<br />

notuð.<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

410-500-4 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-135-00-9 bis[[2,2',2''-nítrílótris-[etanólató]]-1-N,O]bis[2-(2-metoxýetoxý)etoxý]títan<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

410-910-3 104226-19-9 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-136-00-4 3-((4-(bis(2-hýdroxýetýl)amínó)-2nítrófenýl)amínó)-1-própanól<br />

H318<br />

411-130-6 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

603-137-00-X hvarfmassi: 1-deoxý-1-[metýl-(1oxóhexadekýl)amínó]-D-glúsítóls,<br />

1-deoxý-1-[metýl-(1-oxóoktadekýl)amínó]-<br />

D-glúsítóls<br />

H412 — H412<br />

403-140-4 103694-68-4 Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-138-00-5 3-(2,2-dímetýl-3-hýdroxýprópýl)tólúen,<br />

(eða): 2,2-dímetýl-3-(3-metýlfenýl)própanól<br />

ESB-<br />

H019<br />

H226<br />

H360FD<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H226<br />

H360FD<br />

603-139-00-0 bis(2-metoxýetýl)eter 203-924-4 111-96-6 Eldf. vökvi 3<br />

Eit. á æxlun 1B


Nr. 52/496 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

203-872-2 111-46-6 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

603-140-00-6 2,2' -oxýbisetanól,<br />

díetýlenglýkól<br />

H412 — H412<br />

413-780-6 — Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-141-00-1 hvarfmassi: dódekýloxý-1-metýl-1-[oxýpólý-(2-hýdroxýmetýletanoxý)]pentadekans,dódekýloxý-1-metýl-1-[oxý-pólý-(2hýdroxýmetýletanoxý)]heptadekans<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

407-360-1 116230-20-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

603-142-00-7 2-(2-(2-hýdroxýetoxý)etýl)-2-asabísýkló[2.2.1]heptan<br />

H242<br />

H350<br />

H341<br />

H360F<br />

***<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H242<br />

H350<br />

H341<br />

H360F<br />

***<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

603-143-00-2 R—2,3-epoxý-1-própanól 404-660-4 57044-25-4 Sjálfhvarf. C ****<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H411 HSK09 H411<br />

413-530-6 111850-00-1 Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-144-00-8 hvarfmassi: 2,6,9-trímetýl-2,5,9sýklódódekatríen-1-óls,6,9-dímetýl-2-metýlen-5,9sýklódódekadíen-1-óls<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

406-970-5 129228-11-1 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-145-00-3 2-ísóprópýl-2-(1-metýlbútýl)-1,3dímetoxýprópan<br />

H302<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H412<br />

406-080-7 83016-70-0 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-146-00-9 2-[(2-[2-<br />

(dímetýlamínó)etoxý]etýl)metýlamínó]etanó<br />

l


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/497<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

406-030-4 105812-81-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-147-00-4 (-)-trans-4-(4'-flúrfenýl)-3-hýdroxýmetýl-Nmetýlpíperidín<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

603-148-00-X 1,4-bis[(vínýloxý)metýl]sýklóhexan 413-370-7 17351-75-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

407-640-3 63767-86-2 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-149-00-5 hvarfmassi díastereóhverfna úr 1-(1hýdroxýetýl)-4-(1-metýletýl)sýklóhexani<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

411-580-3 107898-54-4 Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

603-150-00-0 (±) trans—3,3-dímetýl-5-(2,2,3-trímetýlsýklópent-3-en-1-ýl)-pent-4-en-2-ól<br />

H412 — H412<br />

413-570-4 — Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-151-00-6 (±)-2-(2,4-díklórfenýl)-3-(1H-1,2,4-tríasól-<br />

1-ýl)própan-1-ól<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

603-152-00-1 2-(4-tert-bútýlfenýl)etanól 410-020-5 5406-86-0 Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

410-010-0 104333-00-8 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

603-153-00-7 3-((2-nítró-4-<br />

(tríflúrmetýl)fenýl)amínó)própan-1,2-díól<br />

H411 HSK09 H411<br />

603-154-00-2 1-[(2-tert-bútýl)sýklóhexýloxý]-2-bútanól 412-300-2 139504-68-0 Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

410-560-1 — Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

603-155-00-8 Myndefni 2-(4,6-bis(2,4-dímetýlfenýl)-<br />

1,3,5-tríasín-2-ýl)-5-hýdróxýfenóls með<br />

((C10-16, auðugu af C12-13<br />

alkýloxý)metýl)oxýrani


Nr. 52/498 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

603-156-00-3 2-(2,4-díklórfenýl)-2-(2-própenýl)oxíran 411-210-0 89544-48-9 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H413 — H413<br />

411-450-6 143747-72-2 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

603-157-00-9 6,9-bis(hexadekýloxýmetýl)-4,7díoxanónan-1,2,9-tríól<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

412-460-3 — Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-158-00-4 hvarfmassi 4 díastereóhverfna úr 2,7dímetýl-10-(1-metýletýl)-1oxaspíró[4.5]deka-3,6-díeni<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

603-159-00-X 2-sýklódódekýlprópan-1-ól 411-410-8 118562-73-5 Bráð eit. á vatn 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

1<br />

H225 ESB-<br />

H019<br />

603-160-00-5 1,2-díetoxýprópan 412-180-1 10221-57-5 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H226<br />

603-161-00-0 1,3-díetoxýprópan 413-140-6 3459-83-4 Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Varúð<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

413-420-8 144736-29-8 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-162-00-6 α[2-[[[(2hýdroxýetýl)metýlamínó]asetýl]amínó]própýl]-ω-nónýlfenoxý)pólý[oxó(metýl-1,2etandíýl)]<br />

H318<br />

603-163-00-1 2-fenýl-1,3-própandíól 411-810-2 1570-95-2 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H413 — H413<br />

412-420-5 133909-99-6 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

603-164-00-7 2-bútýl-4-klór-4,5-díhýdró-5-hýdroxýmetýl-<br />

1-[2'-(2-trífenýlmetýl-1,2,3,4-2H-tetrasól-5ýl)-1,1'-bífenýl-4-metýl]-1H-imídasól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/499<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H341<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H341<br />

H317<br />

417-470-1 — Stökkbr. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

603-165-00-2 hvarfmassi: 4-allýl-2,6-bis(2,3epoxýprópýl)fenóls,4-allýl-6-[3-[6-[3-[6-[3-(4-allýl-2,6-bis(2,3epoxýprópýl)fenoxý)-2-hýdroxýprópýl]-4allýl-2-(2,3-epoxýprópýl)fenoxý]-2hýdroxýprópýl]-4-allýl-2-(2,3epoxýprópýl)fenoxý]-2-hýdroxýprópýl]-2-<br />

(2,3-epoxýprópýl)fenóls,<br />

4-allýl-6-[3-(4-allýl-2,6-bis(2,3epoxýprópýl)fenoxý)-2-hýdroxýprópýl]-2-<br />

(2,3-epoxýprópýl)fenóls,<br />

4-allýl-6-[3-[6-[3-(4-allýl-2,6-bis(2,3epoxýprópýl)fenoxý)-2-hýdroxýprópýl]-4allýl-2-(2,3-epoxýprópýl)fenoxý]-2hýdroxýprópýl]-2-(2,3-epoxýprópýl)fenóls<br />

H226<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

603-166-00-8 R-1-klór-2,3-epoxýprópan 424-280-2 51594-55-9 Eldf. vökvi 3<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

H413<br />

H413 HSK05<br />

Hætta<br />

603-167-00-3 3,3',5,5'-tetra-tert-bútýlbífenýl-2,2'-díól 407-920-5 6390-69-8 Langv. eit. á vatn<br />

4<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

603-168-00-9 3-(2-etýlhexýloxý)própan-1,2-díól 408-080-2 70445-33-9 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

415-550-0 109887-53-8 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-169-00-4 (±)-trans-4-(4-flúrfenýl)-3-hýdroxýmetýl-Nmetýlpíperidín


Nr. 52/500 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir<br />

hættumerki,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H411<br />

415-990-3 67739-11-1 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-170-00-X hvarfmassi: 2-metýl-1-(6metýlbísýkló[2.2.1]hept-5-en-2-ýl)pent-1en-3-óls,<br />

2-metýl-1-(1-metýlbísýkló[2.2.1]hept-5-en-<br />

2-ýl)-pent-1-en-3-óls,<br />

2-metýl-1-(5-metýlbísýkló[2.2.1]hept-5-en-<br />

2-ýl)pent-1-en-3-óls<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

603-171-00-5 5-þíasólýlmetanól 414-780-9 38585-74-9 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

3<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

415-180-1 773058-82-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

603-172-00-0 mónó-2-[2-(4-díbensó[b,f][1,4]þíasepín-11ýl)píperasíníum-1-ýl]etoxý)etanól-transbútendíóat<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

603-173-00-6 4,4-dímetýl-3,5,8-tríoxabísýkló[5.1.0]oktan 421-750-9 57280-22-5 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

603-174-00-1 4-sýklóhexýl-2-metýl-2-bútanól 420-630-3 83926-73-2 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn<br />

2<br />

H312<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H318<br />

203-988-3 112-59-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

603-175-00-7 2-(2-hexýloxýetoxý)etanól,<br />

DEGHE,<br />

díetýlenglýkólmónóhexýleter,<br />

3,6-díoxa-1-dódekanól,<br />

hexýlkarbítól,<br />

3,6-díoxadódekan-1-ól<br />

H360Df ESB-<br />

H019<br />

203-977-3 112-49-2 Eit. á æxlun 1B H360Df HSK08<br />

Hætta<br />

603-176-00-2 1,2-bis(2-metoxýetoxý)etan,<br />

TEGDME,<br />

tríetýlenglýkóldímetýleter,<br />

tríglým


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/501<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H336<br />

Eldf. vökvi 3<br />

SEM-VES 3<br />

1569-02-4 [1]<br />

54839-24-6<br />

[2]<br />

216-374-5 [1]<br />

259-370-9 [2]<br />

603-177-00-8 1-etoxýprópan-2-ól,<br />

2PG1EE,<br />

1-etoxý-2-própanól,<br />

própýlenglýkólmónóetýleter, [1]<br />

2-etoxý-1-metýletýlasetat,<br />

2PG1EEA [2]<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

203-951-1 112-25-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

603-178-00-3 2-hexýloxýetanól,<br />

etýlenglýkólmónóhexýleter,<br />

n-hexýlglýkól<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

200-014-9 50-14-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

603-179-00-9 ergókalsíferól (ISO),<br />

D2-vítamín<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

200-673-2 67-97-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

603-180-00-4 kólkalsíferól,<br />

D3-vítamín<br />

H225<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H315<br />

216-653-1 1634-04-4 Eldf. vökvi 2<br />

Húðert. 2<br />

603-181-00-X tert-bútýlmetýleter,<br />

MTBE,<br />

2-metoxý-2-metýlprópan<br />

H318 Augnskað. 1,<br />

H318: C ≥ 30%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

20% ≤ C < 30%<br />

205-592-6 143-22-6 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

603-183-00-0 2-[2-(2-bútoxýetoxý)etoxý]etanól,<br />

TEGBE,<br />

tríetýlenglýkólmónóbútýleter,<br />

bútoxýtríetýlenglýkól<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

416-380-1 146925-83-9 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

603-184-00-6 2-(hýdroxýmetýl)-2-[[2-hýdroxý-3-<br />

(ísóoktadekýloxý)própoxý]metýl]-1,3própandíól


Nr. 52/502 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

603-185-00-1 2,4-díklór-3-etýl-6-nítrófenól 420-740-1 99817-36-4 Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

419-050-3 79944-37-9 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

603-186-00-7 trans-(5RS,6SR)-6-amínó-2,2-dímetýl-1,3díoxepan-5-ól<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

419-360-9 163661-77-6 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

603-187-00-2 2-((4,6-bis(4-(2-(1-metýlpýridiníum-4ýl)vínyl)fenýlamínó)-1,3,5-tríasín-2-ýl)(2hýdroxýetýl)amínó)etanóldíklóríð<br />

H411 HSK09 H411<br />

405-250-8 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

603-189-00-3 hvarfmassi flóka úr: títani, 2,2'-oxýdíetanóli,<br />

ammóníumlaktati, nítrílótris(2-própanóli) og<br />

etýlenglýkóli<br />

H413 — H413<br />

419-740-4 137658-79-8 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

603-191-00-4 2-(4,6-bis(2,4-dímetýlfenýl)-1,3,5-tríasín-2ýl)-5-(3-((2-etýlhexýl)oxý)-2hýdroxýprópoxý)fenól<br />

H412 — H412<br />

430-810-3 154825-62-4 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

603-195-00-6 2-[4-(4-metoxýfenýl)-6-fenýl-1,3,5-tríasín-<br />

2-ýl]fenól<br />

H302<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H411<br />

603-196-00-1 2-(7-etýl-1H-indól-3-ýl)etanól 431-020-1 41340-36-7 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

403-640-2 107534-96-3 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

603-197-00-7 tebúkónasól (ISO),<br />

1-(4-klórfenýl)-4,4-dímetýl-3-(1,2,4-tríasólýlmetýl)pentan-3-ól<br />

H410 M = 100<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 153233-91-1 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

603-199-00-8 etoxasól (ISO),<br />

(RS)-5-tert-bútýl-2-[2-(2,6-díflúrfenýl)-4,5díhýdró-1,3-oxasól-4-ýl]fenetól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/503<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

*<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 3%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

1% ≤ C < 3%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

1% ≤ C < 3%<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H314<br />

203-632-7 108-95-2 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

604-001-00-2 fenól,<br />

karbólsýra,<br />

mónóhýdroxýbensen,<br />

fenýlalkóhól<br />

H351<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

604-002-00-8 pentaklórfenól 201-778-6 87-86-5 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H351<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

131-52-2 [1]<br />

7778-73-6 [2]<br />

205-025-2 [1]<br />

231-911-3 [2]<br />

604-003-00-3 natríumpentaklórfenólat, [1]<br />

kalíumpentaklórfenólat [2]<br />

* C<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

108-39-4 [1]<br />

95-48-7 [2]<br />

106-44-5 [3]<br />

1319-77-3 [4]<br />

203-577-9 [1]<br />

202-423-8 [2]<br />

203-398-6 [3]<br />

215-293-2 [4]<br />

604-004-00-9 m-kresól, [1]<br />

o-kresól, [2]<br />

p-kresól, [3]<br />

blandað kresól [4]


Nr. 52/504 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H341<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H341<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

204-617-8 123-31-9 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

604-005-00-4 1,4-díhýdroxýbensen,<br />

hýdrókínón,<br />

kínól<br />

C<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H411<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

95-65-8 [1]<br />

95-87-4 [2]<br />

105-67-9 [3]<br />

526-75-0 [4]<br />

576-26-1 [5]<br />

1300-71-6 [6]<br />

71975-58-1<br />

[7]<br />

202-439-5 [1]<br />

202-461-5 [2]<br />

203-321-6 [3]<br />

208-395-3 [4]<br />

209-400-1 [5]<br />

215-089-3 [6]<br />

276-245-4 [7]<br />

604-006-00-X 3,4-xýlenól, [1]<br />

2,5-xýlenól, [2]<br />

2,4-xýlenól, [3]<br />

2,3-xýlenól, [4]<br />

2,6-xýlenól, [5]<br />

xýlenól, [6]<br />

2,4(eða 2,5)-xýlenól [7]<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

604-007-00-5 2-naftól 205-182-7 135-19-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

C<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

95-57-8 [1]<br />

106-48-9 [2]<br />

108-43-0 [3]<br />

25167-80-0<br />

[4]<br />

202-433-2 [1]<br />

203-402-6 [2]<br />

203-582-6 [3]<br />

246-691-4 [4]<br />

604-008-00-0 2-klórfenól, [1]<br />

4-klórfenól, [2]<br />

3-klórfenól, [3]<br />

klórfenól [4]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/505<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

*<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

201-762-9 87-66-1 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

604-009-00-6 pýrógallól,<br />

1,2,3-tríhýdroxýbensen<br />

*<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

203-585-2 108-46-3 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

604-010-00-1 resorsínól,<br />

1,3-bensendíól<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

604-011-00-7 2,4-díklórfenól 204-429-6 120-83-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H331<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H314<br />

H400<br />

216-381-3 1570-64-5 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

604-012-00-2 4-klór-o-kresól,<br />

4-klór-2-metýlfenól<br />

*<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

H301<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

604-013-00-8 2,3,4,6-tetraklórfenól 200-402-8 58-90-2 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

*<br />

H312<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

200-431-6 59-50-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

604-014-00-3 klórkresól,<br />

4-klór-m-kresól,<br />

4-klór-3-metýlfenól


Nr. 52/506 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

*<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

200-733-8 70-30-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

604-015-00-9 2,2'-metýlenbis-(3,4,6-tríklórfenól),<br />

hexaklórfen<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

204-427-5 120-80-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

604-016-00-4 1,2-díhýdroxýbensen,<br />

pýrókatekól<br />

*<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

604-017-00-X 2,4,5-tríklórfenól 202-467-8 95-95-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H351<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

604-018-00-5 2,4,6-tríklórfenól 201-795-9 88-06-2 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

604-019-00-0 díklórfen (ISO) 202-567-1 97-23-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

201-993-5 90-43-7 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

604-020-00-6 2-fenýlfenól (ISO),<br />

bífenýl-2-ól,<br />

2-hýdroxýbífenýl


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/507<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

205-055-6 132-27-4 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

604-021-00-1 natríum-2-bífenýlat,<br />

2-fenýlfenól, natríumsalt<br />

H318<br />

604-022-00-7 2,2-dímetýl-1,3-bensódíoxól-4-ól 400-900-7 22961-82-6 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

604-023-00-2 2,4-díklór-3-etýlfenól 401-060-4 — Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H360F<br />

***<br />

H319<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360F<br />

***<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

604-024-00-8 4,4-ísóbútýletýlídendífenól 401-720-1 6807-17-6 Eit. á æxlun 1B<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H411 HSK09 H411<br />

604-025-00-3 2,5-bis(1,1-dímetýlbútýl)hýdrókínón 400-220-0 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H411 HSK09 H411<br />

400-270-3 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

604-026-00-9 2,2-spíróbí(6-hýdroxý-4,4,7trímetýlkróman)<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

400-530-6 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

604-027-00-4 2-metýl-5-(1,1,3,3tetrametýlbútýl)hýdrókínón<br />

H350<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

604-028-00-X 4-amínó-3-flúorfenól 402-230-0 399-95-1 Krabb 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/508 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

604-029-00-5 1-naftól 201-969-4 90-15-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

H361f<br />

***<br />

H335<br />

H318<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H361f<br />

***<br />

H335<br />

H318<br />

H317<br />

201-245-8 80-05-7 Eit. á æxlun 2<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

604-030-00-0 bisfenól A,<br />

4,4′-ísóprópýlídendífenól<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

604-031-00-6 gvaíakól 201-964-7 90-05-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

604-032-00-1 þýmól 201-944-8 89-83-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H226<br />

604-033-00-7 ísóbútýlbút-3-enóat 401-170-2 24342-03-8 Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Varúð<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

604-034-00-2 4,4'-þíódí-o-kresól 403-330-7 24197-34-0 Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

404-160-6 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

604-035-00-8 4-nónýlfenól, myndefni með formaldehýði<br />

og dódekan-1-þíóli<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

604-036-00-3 4,4'-oxýbis(etýlenþíó)dífenól 404-590-4 90884-29-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/509<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

203-606-5 108-68-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

604-037-00-9 3,5-xýlenól,<br />

3,5-dímetýlfenól<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

88-04-0 [1]<br />

1321-23-9 [2]<br />

201-793-8 [1]<br />

215-316-6 [2]<br />

604-038-00-4 4-klór-3,5-dímetýlfenól, [1]<br />

klóroxýlenól [2]<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

266-362-9 66441-23-4 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

604-039-00-X etýl-2-[4-[(6-klórbensóxasól-2ýl)oxý]fenoxý]própíónat,<br />

fenoxaprópetýl<br />

H302<br />

276-439-9 72178-02-0 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

604-040-00-5 fómesafen (ISO),<br />

5-[2-klór-4-(tríflúrmetýl)fenoxý]-N-<br />

(metýlsúlfónýl)-2-nítróbensamíð<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

50594-66-6<br />

[1]<br />

62476-59-9<br />

[2]<br />

256-634-5 [1]<br />

263-560-7 [2]<br />

604-041-00-0 asíflúrfen (ISO),<br />

5-[2-klór-4-(tríflúrmetýl)fenoxý]-2nítróbensósýra,<br />

[1]<br />

natríum-5-[2-klór-4-(tríflúrmetýl)fenoxý]-2nítróbensóat,<br />

asíflúrfennatríum [2]<br />

H341<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

604-042-00-6 4-nítrósófenól 203-251-6 104-91-6 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

203-083-3 103-16-2 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

604-043-00-1 mónóbensón,<br />

4-hýdroxýfenýlbensýleter,<br />

hýdrókínónmónóbensýleter<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

205-769-8 150-76-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

604-044-00-7 mekínól,<br />

4-metóxýfenól,<br />

hýdrókínónmónómetýleter


Nr. 52/510 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

604-045-00-2 2,3,5-trímetýlhýdrókínón 211-838-3 700-13-0 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H411 HSK09 H411<br />

604-046-00-8 4-(4-ísóprópoxýfenýlsúlfónýl)fenól 405-520-5 95235-30-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H373 **<br />

H413<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H413<br />

604-047-00-3 4-(4-tólýloxý)bífenýl 405-730-7 51601-57-1 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H411 HSK09 H411<br />

604-048-00-9 4,4',4''-(etan-1,1,1-tríýl)trífenól 405-800-7 27955-94-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H411 HSK09 H411<br />

604-049-00-4 4-4'-metýlenbis(oxýetýlenþíó)dífenól 407-480-4 93589-69-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H412 — H412<br />

401-110-5 87113-78-8 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

604-051-00-5 3,5-bis((3,5-dí-tert-bútýl-4-hýdroxý)bensýl)-<br />

2,4,6-trímetýlfenól<br />

H413 — H413<br />

403-800-1 103597-45-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

604-052-00-0 2,2'-metýlenbis(6-(2H-bensótríasól-2-ýl)-4-<br />

(1,1,3,3-tetrametýlbútýl)fenól)<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

410-760-9 157661-93-3 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

604-053-00-6 2-metýl-4-(1,1-dímetýletýl)-6-(1metýlpentadekýl)fenól<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

412-020-0 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

604-054-00-1 hvarfmassi: 2-metoxý-4-(tetrahýdró-4metýlen-2H-pýran-2-ýl)fenóls,4-(3,6-díhýdró-4-metýl-2H-pýran-2-ýl)-2metoxýfenóls


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/511<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H341<br />

413-900-7 85954-11-6 Stökkbr. 2 H341 HSK08<br />

Varúð<br />

604-055-00-7 2,2'-((3,3',5,5'-tetrametýl-(1,1'-bífenýl)-4,4'díýl)bis(oxýmetýlen))bisoxíran<br />

H228<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H228<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

604-056-00-2 2-(2-hýdroxý-3,5-dínítróanilínó)etanól 412-520-9 99610-72-7 Eldf. fast efni 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H411 HSK09 H411<br />

401-680-5 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

604-057-00-8 hvarfmassi: hverfna 2-(2H-bensótríasól-2ýl)-4-metýl-(n)-dódekýlfenóls,<br />

hverfna 2-(2H-bensótríasól-2-ýl)-4-metýl-<br />

(n)-tetrakósýlfenóls,<br />

hverfna 2-(2H-bensótríasól-2-ýl)-4-metýl-<br />

5,6-dídódekýlfenóls. n = 5 eða 6<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

604-058-00-3 1,2-bis(3-metýlfenoxý)etan 402-730-9 54914-85-1 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H373 **<br />

H315<br />

H317<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H315<br />

H317<br />

H413<br />

604-059-00-9 2-n-hexadekýlhýdrókínón 406-400-5 — SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

604-060-00-4 9,9-bis(4-hýdroxýfenýl)flúoren 406-950-6 3236-71-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

407-740-7 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

604-061-00-X hvarfmassi: 2-klór-5-sectetradekýlhýdrókínóns<br />

þar sem sectetradekýl<br />

= 1-metýltrídekýl,<br />

1-etýldódekýls,<br />

1-própýlúndekýls,<br />

1-bútýldekýls,<br />

1-pentýlnónýls,<br />

1-hexýloktýls


Nr. 52/512 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

604-062-00-5 2,4-dímetýl-6-(1-metýlpentadekýl)fenól 411-220-5 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

604-063-00-0 5,6-díhýdroxýindól 412-130-9 3131-52-0 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H413 — H413<br />

411-380-6 147315-50-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

604-064-00-6 2-(4,6-dífenýl-1,3,5-tríasín-2-ýl)-5-<br />

((hexýl)oxý)fenól<br />

H411 HSK09 H411<br />

407-460-5 111850-25-0 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

604-065-00-1 4,4',4''-(1-metýlprópan-1-ýl-3-ýlíden)tris(2sýklóhexýl-5-metýlfenól)<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-550-8 — Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

604-066-00-7 hvarfmassi: fenóls, 6-(1,1-dímetýletýl)-4tetraprópýl-2-[(2-hýdroxý-5tetraprópýlfenýl)metýl(C41-efnasambands)<br />

og metans, 2,2'-bis[6-(1,1-dímetýletýl)-1hýdroxý-4-tetraprópýlfenýl)]-(C45efnasambands),<br />

2,6-bis(1,1-dímetýletýl)-4-tetraprópýlfenóls<br />

og 2-(1,1-dímetýletýl)-4-tetraprópýlfenóls,<br />

2,6-bis[(6-(1,1-dímetýletýl)-1-hýdroxý-4tetraprópýlfenýl)metýl]-4-(tetraprópýl)fenóls<br />

og 2-[(6-(1,1-dímetýletýl)-1-hýdroxý-4tetraprópýlfenýlmetýl]-6-[1-hýdroxý-4tetraprópýlfenýl)metýl]-4-(tetraprópýl)fenóls<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

414-520-4 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

604-067-00-2 hvarfmassi: 2,2'-[[(2hýdroxýetýl)imínó]bis(metýlen)bis[4dódekýlfenóls],<br />

formaldehýðs, fáliðu með 4-dódekýlfenóli<br />

og 2-amínóetanóli (n = 2),<br />

formaldehýðs, fáliðu með 4-dódekýlfenóli<br />

og 2-amínóetanóli (n = 3, 4 og hærra)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/513<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

415-170-5 90274-24-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

604-068-00-8 (±)-4-[2-[[3-(4-hýdroxýfenýl)-1metýlprópýl]amínó]-1hýdroxýetýl]fenólhýdróklóríð<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H411<br />

604-069-00-3 2-(1-metýlprópýl)-4-tert-bútýlfenól 421-740-4 51390-14-8 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

M = 100<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

222-182-2 3380-34-5 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

604-070-00-9 tríklósan,<br />

2,4,4'-tríklór-2'-hýdroxýdífenýleter,<br />

5-klór-2-(2,4-díklórfenoxý)fenól<br />

B D<br />

*<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

5% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

5% ≤ C < 25%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,2%<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

605-001-00-5 formaldehýð ...% 200-001-8 50-00-0 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

T<br />

H228<br />

H361d<br />

***<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H228<br />

H361d<br />

***<br />

H335<br />

203-812-5 110-88-3 Eldf. fast efni 1<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-VES 3<br />

605-002-00-0 1,3,5-tríoxan,<br />

tríoxýmetýlen<br />

H224<br />

H351<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H351<br />

H319<br />

H335<br />

200-836-8 75-07-0 Eldf. vökvi 1<br />

Krabb. 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

605-003-00-6 asetaldehýð,<br />

etanal<br />

H226<br />

204-639-8 123-63-7 Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Hætta<br />

605-004-00-1 2,4,6-trímetýl-1,3,5-tríoxan,<br />

paraldehýð


Nr. 52/514 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H228<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H228<br />

H302<br />

203-600-2 108-62-3 Eldf. fast efni 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

605-005-00-7 2,4,6,8-tetrametýl-1,3,5,7tetraoxasýklóoktan,<br />

metaldehýð<br />

H225<br />

605-006-00-2 bútýraldehýð 204-646-6 123-72-8 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H225<br />

208-589-8 534-15-6 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

605-007-00-8 1,1-dímetoxýetan,<br />

dímetýlasetal<br />

D<br />

H225<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

203-453-4 107-02-8 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

605-008-00-3 akrýlaldehýð,<br />

akrólín,<br />

próp-2-enal<br />

H225<br />

H341<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H341<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

4170-30-3 [1]<br />

123-73-9 [2]<br />

224-030-0 [1]<br />

204-647-1 [2]<br />

605-009-00-9 krótónaldehýð,<br />

2-bútenal, [1]<br />

(E)-2-bútenal,<br />

(E)-krótónaldehýð [2]<br />

*<br />

H351<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

605-010-00-4 2-fúraldehýð 202-627-7 98-01-1 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/515<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H314<br />

201-956-3 89-98-5 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

605-011-00-X 2-klórbensaldehýð,<br />

o-klórbensaldehýð<br />

H302<br />

605-012-00-5 bensaldehýð 202-860-4 100-52-7 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

240-016-7 15879-93-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

605-013-00-0 klóralós (INN),<br />

(R)-1,2-O-(2,2,2-tríklóretýlíden)-α-Dglúkófúranós,<br />

glúkóklóralós,<br />

anhýdróglúkóklóral<br />

H301<br />

H319<br />

H315<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H319<br />

H315<br />

206-117-5 302-17-0 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

605-014-00-6 klóralhýdrat,<br />

2,2,2-tríklóretan-1,1-díól<br />

H225<br />

H319<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H315<br />

203-310-6 105-57-7 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

605-015-00-1 1,1-díetoxýetan,<br />

asetal<br />

* B<br />

H341<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H341<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

203-474-9 107-22-2 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

605-016-00-7 glýoxal...%,<br />

etandíal...%<br />

H225<br />

605-017-00-2 1,3-díoxólan 211-463-5 646-06-0 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

204-623-0 123-38-6 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

605-018-00-8 própanal,<br />

própíónaldehýð<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

605-019-00-3 sítral 226-394-6 5392-40-5 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1


Nr. 52/516 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H341<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H302<br />

202-345-4 94-59-7 Krabb 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

605-020-00-9 safról,<br />

5-allýl-1,3-bensódíoxól<br />

H317<br />

605-021-00-4 formaldehýð, myndefni með bútýlfenóli 294-145-9 91673-30-2 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

*<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 10%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,5% ≤ C < 10%<br />

Augnskað. ,<br />

H318: 2% ≤ C <<br />

10%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,5% ≤ C < 2%<br />

SEM-VES, H335:<br />

C ≥ 0,5%<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,5%<br />

H331<br />

H301<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

203-856-5 111-30-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

605-022-00-X glútaral,<br />

glútaraldehýð,<br />

1,5-pentandíal<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H351<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

605-025-00-6 klórasetaldehýð 203-472-8 107-20-0 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

605-026-00-1 2,5,7,7-tetrametýloktanal 405-690-0 114119-97-0 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

410-480-7 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

605-027-00-7 hvarfmassi: 3a,4,5,6,7,7a-hexahýdró-4,7metanó-1H-inden-6-karboxaldehýðs,3a,4,5,6,7,7a-hexahýdró-4,7-metanó-1Hinden-5-karboxaldehýðs


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/517<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H411 HSK09 H411<br />

605-028-00-2 β-metýl-3-(1-metýletýl)bensenprópanal 412-050-4 125109-85-5 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

605-029-00-8 2-sýklóhexýlprópanal 412-270-0 2109-22-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

605-030-00-3 1-(p-metoxýfenýl)asetaldehýðoxím 411-510-1 3353-51-3 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

421-890-0 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

605-031-00-9 hvarfmassi: 2,2-dímetoxýetanals [þessi<br />

efnisþáttur telst vera vatnsfrír að því er<br />

varðar auðkenni, uppbyggingu og<br />

samsetningu. Hins vegar er 2,2dímetoxýetanal<br />

til í vötnuðu formi. 60%<br />

vatnsfrítt jafngildir 70,4% af vötnuðu,<br />

vatn (þ.m.t. óheft vatn og vatn í vötnuðu 2,2dímetoxýetanali)]<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

200-662-2 67-64-1 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

606-001-00-8 aseton,<br />

própan-2-ón,<br />

própanón<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

201-159-0 78-93-3 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

606-002-00-3 bútanón,<br />

etýlmetýlketón<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H319<br />

203-388-1 106-35-4 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

606-003-00-9 heptan-3-ón,<br />

bútýletýlketón<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

203-550-1 108-10-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

606-004-00-4 4-metýlpentan-2-ón,<br />

ísóbútýlmetýlketón<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H226<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H335<br />

203-620-1 108-83-8 Eldf. vökvi 3<br />

SEM-VES 3<br />

606-005-00-X 2,6-dímetýlheptan-4-ón,<br />

díísóbútýlketón


Nr. 52/518 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H335<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H335<br />

H336<br />

202-490-3 96-22-0 Eldf. vökvi 2<br />

SEM-VES 3<br />

SEM-VES 3<br />

606-006-00-5 pentan-3-ón,<br />

díetýlketón<br />

H225<br />

209-264-3 563-80-4 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

606-007-00-0 3-metýlbútan-2-ón,<br />

metýlísóprópýlketón<br />

*<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

205-502-5 141-79-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

606-009-00-1 4-metýlpent-3-en-2-ón,<br />

mesítýloxíð<br />

H226<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

606-010-00-7 sýklóhexanón 203-631-1 108-94-1 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H226<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

606-011-00-2 2-metýlsýklóhexanón 209-513-6 583-60-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H351<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

201-126-0 78-59-1 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

606-012-00-8 3,5,5-trímetýlsýklóhex-2-enón,<br />

ísófórón<br />

H331<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

203-405-2 106-51-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

606-013-00-3 p-bensókínón,<br />

kínón


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/519<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H310<br />

H300<br />

H331<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H331<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

223-003-0 3691-35-8 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-014-00-9 klórfasínón (ISO),<br />

2-(2-(4-klórfenýl)fenýlasetýl)indan-1,3-díón<br />

H301<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

201-462-8 83-26-1 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-016-00-X pindón (ISO),<br />

2-pívalóýlindan-1,3-díón<br />

D<br />

H226<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

211-617-1 674-82-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

606-017-00-5 díketín,<br />

díketen<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

204-210-5 117-80-6 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-018-00-0 díklón (ISO),<br />

2,3-díklór-1,4-naftókínón<br />

H351<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

205-601-3 143-50-0 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-019-00-6 klórdekón (ISO),<br />

perklórpentasýkló[5,3,0,0 2,6 ,0 3,9 ,0 4,8 ]dekan-5ón,<br />

dekaklórpentasýkló[5,2,1,0 2,6 ,0 3,9 ,0 5,8 ]dekan-<br />

4-ón<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

606-020-00-1 5-metýlheptan-3-ón 208-793-7 541-85-5 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3


Nr. 52/520 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

606-021-00-7 N-metýl-2-pýrrólídón 212-828-1 872-50-4 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

606-022-00-2 1-fenýl-3-pýrasólídón 202-155-1 92-43-3 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H226<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

606-023-00-8 4-metoxý-4-metýlpentan-2-ón 203-512-4 107-70-0 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

203-767-1 110-43-0 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

606-024-00-3 heptan-2-ón,<br />

metýlamýlketón<br />

H226<br />

H319<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H315<br />

606-025-00-9 sýklópentanón 204-435-9 120-92-3 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

H226<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

203-737-8 110-12-3 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

606-026-00-4 5-metýlhexan-2-ón,<br />

ísóamýlmetýlketón<br />

H226<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

204-608-9 123-19-3 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

606-027-00-X heptan-4-ón,<br />

dí-n-própýlketón<br />

H225<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

209-294-7 565-80-0 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

606-028-00-5 2,4-dímetýlpentan-3-ón,<br />

díísóprópýlketón<br />

H226<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H302<br />

204-634-0 123-54-6 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

606-029-00-0 pentan-2,4-díón,<br />

asetýlaseton


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/521<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H361f<br />

***<br />

H372 **<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H361f<br />

***<br />

H372 **<br />

H336<br />

209-731-1 591-78-6 Eldf. vökvi 3<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 1<br />

SEM-VES 3<br />

606-030-00-6 hexan-2-ón,<br />

metýlbútýlketón,<br />

bútýlmetýlketón,<br />

metýl-n-bútýlketón<br />

H350<br />

H330<br />

H319<br />

H315<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H330<br />

H319<br />

H315<br />

200-340-1 57-57-8 Krabb 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

606-031-00-1 3-própanólíð,<br />

1,3-própíólaktón<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

606-032-00-7 hexaklóraseton 204-129-5 116-16-5 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

243-761-6 20354-26-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-033-00-2 2-(3,4-díklórfenýl)-4-metýl-1,2,4oxadíasólidíndíón,<br />

metasól<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

244-209-7 21087-64-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-034-00-8 metríbúsín (ISO),<br />

4-amínó-6-tert-bútýl-3-metýlþíó-1,2,4tríasín-5(4H)-ón,4-amínó-4,5-díhýdró-6-(1,1-dímetýletýl)-3metýlþíó-1,2,4-tríasín-5-ón<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

216-920-2 1698-60-8 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-035-00-3 klórídasón (ISO),<br />

5-amínó-4-klór-2-fenýlpýrídasín-3-(2H)-ón,<br />

pýrasón


Nr. 52/522 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H361f<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

219-455-3 2439-01-2 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-036-00-9 kínómetíónat,<br />

kínómetíónat (ISO),<br />

6-metýl-1,3-díþíóló(4,5-b)kínoxalín-2-ón<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

256-103-8 43121-43-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-037-00-4 tríadímefón (ISO),<br />

1-(4-klórfenoxý)-3,3-dímetýl-1-(1,2,4tríasól-1-ýl)bútanón<br />

H300<br />

H372 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H300<br />

H372 **<br />

201-434-5 82-66-6 Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

606-038-00-X dífakínón (ISO),<br />

2-dífenýlasetýlindan-1,3-díón<br />

H332<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H400<br />

H410<br />

400-680-2 — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-039-00-5 5(eða 6)-tert-bútýl-2'-klór-6'-etýlamínó-3',7'dímetýlspíró(ísóbensófúran-1(1H),9'xanten)-3-ón<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

401-840-4 55845-90-4 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-040-00-0 (N-bensýl-N-etýl)amínó-3hýdroxýasetófenónhýdróklóríð<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

400-600-6 71868-10-5 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-041-00-6 2-metýl-1-(4-metýlþíófenýl)-2morfólínóprópan-1-ón<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

606-042-00-1 asetófenón 202-708-7 98-86-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/523<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

606-043-00-7 2,4-dí-tert-bútýlsýklóhexanón 405-340-7 13019-04-0 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

606-044-00-2 2,4,6-trímetýlbensófenón 403-150-9 954-16-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

243-215-7 19666-30-9 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-045-00-8 oxadíasón (ISO),<br />

3-[2,4-díklór-5-(1-metýletoxý)fenýl]-5-(1,1dímetýletýl)-1,3,4-oxadíasól-2(3H)-ón<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

401-700-2 3100-36-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-046-00-3 hvarfmassi cis- og trans-sýklóhexadek-8-en-<br />

1-óns<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

404-360-3 119313-12-1 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-047-00-9 2-bensýl-2-dímetýlamínó-4morfólínóbútýrófenón<br />

H413 — H413<br />

406-480-1 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

606-048-00-4 2'-anilínó-3'-metýl-6'dípentýlamínóspíró(ísóbensófúran-1(1H),9'xanten)-3-ón<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

606-049-00-X 4-(trans-4-própýlsýklóhexýl)asetófenón 406-700-6 78531-61-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H411 HSK09 H411<br />

412-480-2 72453-58-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-050-00-5 6-anilínó-1-bensóýl-4-(4-tertpentýlfenoxý)naftó[1,2,3-de]kínólín-2,7-<br />

(3H)-díón<br />

H411 HSK09 H411<br />

606-051-00-0 4-pentýlsýklóhexanón 406-670-4 61203-83-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H412 — H412<br />

410-410-5 54574-82-2 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

606-052-00-6 4-(N,N-díbútýlamínó)-2-hýdroxý-2'karboxýbensófenón


Nr. 52/524 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 96525-23-4 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-053-00-1 flúrtamón (ISO),<br />

(RS)-5-metýlamínó-2-fenýl-4-(α,α,α-tríflúorm-tólýl)fúran-3(2H)-on<br />

H361d<br />

***<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H400<br />

H410<br />

— 141112-29-0 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-054-00-7 ísoxaflútól (ISO),<br />

5-sýklóprópýl-1,2-oxasól-4-ýl-α,α,α-tríflúor-<br />

2-mesýl-p-tólýlketón<br />

H302<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H411<br />

411-180-9 92836-10-7 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-055-00-2 1-(2,3-díhýdró-1,3,3,6-tetrametýl-1-(1metýletýl)-1H-inden-5-ýl)etanón<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

606-056-00-8 4-klór-3',4'-dímetoxýbensófenón 404-610-1 116412-83-0 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H412<br />

606-057-00-3 4-própýlsýklóhexanón 406-810-4 40649-36-3 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

606-058-00-9 4'-flúor-2,2-dímetoxýasetófenón 407-500-1 21983-80-2 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

412-390-3 86386-75-6 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

606-059-00-4 2,4-díflúor-α-(1H-1,2,4-tríasól-1ýl)asetófenónhýdróklóríð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

412-950-7 — Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-060-00-X hvarfmassi: trans-2,4-dímetýl-2-(5,6,7,8tetrahýdró-5,5,8,8-tetrametýlnaftalen-2-ýl)-<br />

1,3-díoxólans,<br />

cis-2,4-dímetýl-2-(5,6,7,8-tetrahýdró-<br />

5,5,8,8-tetrametýlnaftalen-2-ýl)-1,3díoxólans


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/525<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H341<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H400<br />

H410<br />

423-290-4 66938-41-8 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-061-00-5 (3-klórfenýl)-(4-metoxý-3nítrófenýl)metanón<br />

H360D<br />

***<br />

H318<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H318<br />

H412<br />

606-062-00-0 tetrahýdróþíópýran-3-karboxaldehýð 407-330-8 61571-06-0 Eit. á æxlun 1B<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

606-063-00-6 (E)-3-(2-klórfenýl)-2-(4-flúrfenýl)própenal 410-980-5 112704-51-5 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H413 — H413<br />

606-064-00-1 pregn-5-en-3,20-díónbis(etýlenketal) 407-450-0 7093-55-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H411 HSK09 H411<br />

606-065-00-7 1-(4-morfólínófenýl)bútan-1-ón 413-790-0 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H411 HSK09 H411<br />

410-440-9 164058-20-2 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-066-00-2 (E)-5[(4-klórfenýl)metýlen]-2,2dímetýlsýklópentanón<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-870-8 96792-67-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-067-00-8 hvarfmassi: 1-(2,3,6,7,8,9-hexahýdró-1,1dímetýl-1H-bens(g)inden-4-ýl)etanóns,1-(2,3,5,6,7,8,-hexahýdró-1,1-dímetýl-1Hbens(f)inden-4-ýl)etanóns,1-(2,3,6,7,8,9-hexahýdró-1,1-dímetýl-1Hbens(g)inden-5-ýl)etanóns,1-(2,3,6,7,8,9-hexahýdró-3,3-dímetýl-1Hbens(g)inden-5-ýl)etanóns<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

415-770-7 1638-05-7 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

606-068-00-3 2,7,11-trímetýl-13-(2,6,6-trímetýlsýklóhex-<br />

1-en-1-ýl)trídekahexaen-2,4,6,8,10,12-al<br />

H411 HSK09 H411<br />

415-460-1 154171-76-3 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

606-069-00-9 spíró[1,3-díoxólan-2,5'-(4',4',8',8'tetrametýlhexahýdró-3',9'-metannaftalen)]


Nr. 52/526 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H361fd<br />

H302<br />

H315<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361fd<br />

H302<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

414-790-3 138164-12-2 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-070-00-4 bútroxýdím (ISO),<br />

5-(3-bútýrýl-2,4,6-trímetýlfenýl)-2-[1-<br />

(etoxýimínó)própýl]-3-hýdroxýsýklóhex-2en-1-ón<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

421-050-3 13258-43-0 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-071-00-X 17-spíró(5,5-dímetýl-1,3-díoxan-2ýl)androsta-1,4-díen-3-ón<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H411<br />

606-072-00-5 3-asetýl-1-fenýlpýrrólídín-2,4-díón 421-600-2 719-86-8 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H341<br />

H318<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H318<br />

202-027-5 90-94-8 Krabb 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Augnskað. 1<br />

606-073-00-0 4,4′-bis(dímetýlamínó)bensófenón,<br />

ketón Michlers<br />

H302<br />

606-075-00-1 1-bensýl-5-etoxýimídasólidín-2,4-díón 417-340-4 65855-02-9 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

418-630-3 136465-99-1 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

606-076-00-7 1-((2-kínólinýlkarbónýl)oxý)-2,5pýrrólidíndíón<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

418-650-2 104872-06-2 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-077-00-2 (3S,4S)-3-hexýl-4-[(R)-2-hýdroxýtrídekýl]-<br />

2-oxetanón<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

606-078-00-8 1-oktýlasepín-2-ón 420-040-6 59227-88-2 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/527<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

606-079-00-3 2-n-bútýlbensó[d]ísóþíasól-3-ón 420-590-7 4299-07-4 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H413 H413<br />

417-100-9 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

606-080-00-9 myndefni: 3-hýdroxý-5,7-dí-tertbútýlbensófúran-2-óns<br />

með o-xýleni<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

419-790-7 4229-69-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

606-081-00-4 (3β, 5α, 6β)-3-(asetýloxý)-5-bróm-6hýdroxýandrostan-17-ón<br />

H372 **<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H317<br />

H412<br />

406-930-7 SEM-EV 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

606-082-00-X hvarfmassi: bútan-2-ón-oxíms,<br />

syn-O,O'-dí(bútan-2-ón-oxím)díetoxýsílans<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

606-083-00-5 2-klór-5-sec-hexadekýlhýdrókínón 407-750-1 137193-60-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-540-3 484-33-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-084-00-0 1-(4-metoxý-5-bensófúranýl)-3-fenýl-1,3própandíón<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

606-085-00-6 (1R,4S)-2-asabísýkló[2.2.1]hept-5-en-3-ón 418-530-1 79200-56-9 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H411 HSK09 H411<br />

606-086-00-1 1-(3,3-dímetýlsýklóhexýl)pent-4-en-1-ón 422-330-8 56973-87-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

606-087-00-7 6-etýl-5-flúor-4(3H)pýrimídón 422-460-5 137234-87-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/528 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

606-088-00-2 2,4,4,7-tetrametýl-6-okten-3-ón 422-520-0 74338-72-0 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H413 — H413<br />

423-220-2 12223-77-7 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

606-089-00-8 hvarfmassi: 1,4-díamínó-2-klór-3fenoxýantrakínóns,<br />

1,4-díamínó-2,3-bisfenoxýantrakínóns<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

606-091-00-9 6-klór-5-(2-klóretýl)-1,3-díhýdróindól-2-ón 421-320-0 118289-55-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

422-320-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

606-092-00-4 hvarfmassi: (E)-oxýsýklóhexadek-12-en-2óns,<br />

(E)-oxýsýklóhexadek-13-en-2-óns,<br />

a) (Z)-oxasýklóhexadek-(12)-en-2-óns og b)<br />

(Z)-oxasýklóhexadek-(13)-en-2-óns<br />

B<br />

H314 Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 90%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

10% ≤ C < 90%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

2% ≤ C < 10%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

2% ≤ C < 10%<br />

607-001-00-0 maurasýra ...% 200-579-1 64-18-6 Húðæt. 1A H314 HSK05<br />

Hætta<br />

B<br />

Húðæt. 1A, H314:<br />

C ≥ 90%<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

25% ≤ C < 90%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

H226<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H314<br />

607-002-00-6 ediksýra ...% 200-580-7 64-19-7 Eldf. vökvi 3<br />

Húðæt. 1A


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/529<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

607-003-00-1 klórediksýra 201-178-4 79-11-8 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

200-927-2 76-03-9 Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-004-00-7 TCA (ISO),<br />

tríklórediksýra<br />

H335<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H335<br />

H400<br />

H410<br />

211-479-2 650-51-1 SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-005-00-2 TCA-natríum (ISO),<br />

natríumtríklórasetat<br />

*<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

607-006-00-8 oxalsýra 205-634-3 144-62-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

* A<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

607-007-00-3 sölt af oxalsýru — — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

5% ≤ C < 25%<br />

Augnskað. 1,<br />

H318: 5% ≤ C <<br />

25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

1% ≤ C < 5%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

607-008-00-9 ediksýruanhýdríð 203-564-8 108-24-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B


Nr. 52/530 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

607-009-00-4 þalanhýdríð 201-607-5 85-44-9 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H314 Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

607-010-00-X própíónanhýdríð 204-638-2 123-62-6 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

ESB-<br />

H014<br />

H225<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H314<br />

607-011-00-5 asetýlklóríð 200-865-6 75-36-5 Eldf. vökvi 2<br />

Húðæt. 1B<br />

H314<br />

607-012-00-0 bensóýlklóríð 202-710-8 98-88-4 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

607-013-00-6 dímetýlkarbónat 210-478-4 616-38-6 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H224<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

607-014-00-1 metýlformat 203-481-7 107-31-3 Eldf. vökvi 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

607-015-00-7 etýlformat 203-721-0 109-94-4 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/531<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H336<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

SEM-VES 3<br />

110-74-7 [1]<br />

625-55-8 [2]<br />

203-798-0 [1]<br />

210-901-2 [2]<br />

607-016-00-2 própýlformat, [1]<br />

ísóprópýlformat [2]<br />

C<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

592-84-7 [1]<br />

762-75-4 [2]<br />

542-55-2 [3]<br />

209-772-5 [1]<br />

212-105-0 [2]<br />

208-818-1 [3]<br />

607-017-00-8 bútýlformat, [1]<br />

tert-bútýlformat, [2]<br />

ísóbútýlformat [3]<br />

C<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

110-45-2 [1]<br />

35073-27-9<br />

[2]<br />

203-769-2 [1]<br />

252-343-2 [2]<br />

607-018-00-3 ísópentýlformat, [1]<br />

2-metýlbútýlformat [2]<br />

H225<br />

H330<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H330<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

607-019-00-9 metýlklóróformat 201-187-3 79-22-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H225<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

607-020-00-4 etýlklóróformat 208-778-5 541-41-3 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

607-021-00-X metýlasetat 201-185-2 79-20-9 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

607-022-00-5 etýlasetat 205-500-4 141-78-6 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

H225 D<br />

607-023-00-0 vínylasetat 203-545-4 108-05-4 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta


Nr. 52/532 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

ESB-<br />

H066<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H336<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

109-60-4 [1]<br />

108-21-4 [2]<br />

203-686-1 [1]<br />

203-561-1 [2]<br />

607-024-00-6 própýlasetat, [1]<br />

ísóprópýlasetat [2]<br />

ESB-<br />

H066<br />

H226<br />

H336<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H336<br />

607-025-00-1 n-bútýlasetat 204-658-1 123-86-4 Eldf. vökvi 3<br />

SEM-VES 3<br />

C<br />

H225 ESB-<br />

H066<br />

Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

105-46-4 [1]<br />

110-19-0 [2]<br />

540-88-5 [3]<br />

203-300-1 [1]<br />

203-745-1 [2]<br />

208-760-7 [3]<br />

607-026-00-7 sec-bútýlasetat, [1]<br />

ísóbútýlasetat, [2]<br />

tert-bútýlasetat, [3]<br />

H225<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

607-027-00-2 metýlprópíónat 209-060-4 554-12-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H225<br />

607-028-00-8 etýlprópíónat 203-291-4 105-37-3 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H226 C<br />

Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Varúð<br />

590-01-2 [1]<br />

591-34-4 [2]<br />

540-42-1 [3]<br />

209-669-5 [1]<br />

- [2]<br />

208-746-0 [3]<br />

607-029-00-3 n-bútýlprópíónat, [1]<br />

sec-bútýlprópíónat, [2]<br />

ísóbútýlprópíónat, [3]<br />

H226<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

607-030-00-9 própýlprópíónat 203-389-7 106-36-5 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H226 C<br />

607-031-00-4 bútýlbútýrat 203-656-8 109-21-7 Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Varúð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/533<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

D<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 5%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

607-032-00-X etýlakrýlat 205-438-8 140-88-5 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

D<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

607-033-00-5 n-bútýlmetakrýlat 202-615-1 97-88-1 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

D<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

202-500-6 96-33-3 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-034-00-0 metýlakrýlat,<br />

metýlprópenóat<br />

D<br />

H225<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

201-297-1 80-62-6 Eldf. vökvi 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-035-00-6 metýlmetakrýlat,<br />

metýl-2-metýlpróp-2-enóat,<br />

metýl-2-metýlprópenóat<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

203-772-9 110-49-6 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

607-036-00-1 2-metoxýetýlasetat,<br />

metýlglýkólasetat


Nr. 52/534 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360FD<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

203-839-2 111-15-9 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

607-037-00-7 2-etoxýetýlasetat,<br />

etýlglýkólasetat<br />

H332<br />

H312<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

203-933-3 112-07-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

607-038-00-2 2-bútoxýetýlasetat,<br />

bútýlglýkólasetat<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

202-361-1 94-75-7 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-039-00-8 2,4-D (ISO),<br />

2,4-díklórfenoxýediksýra<br />

A<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

607-040-00-3 sölt 2,4-D — — Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

202-273-3 93-76-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-041-00-9 2,4,5-T (ISO),<br />

2,4,5-tríklórfenoxýediksýra<br />

A<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-042-00-4 sölt og esterar 2,4,5-T,<br />

sölt og esterar 2,4,5-tríklórfenoxýediksýru


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/535<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

217-635-6 1918-00-9 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-043-00-X díkamba (ISO),<br />

2,5-díklór-6-metoxýbensósýra,<br />

3,6-díklór-2-metoxýbensósýra<br />

H319<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H412<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

2300-66-5 [1]<br />

10007-85-9<br />

[2]<br />

218-951-7 [1]<br />

233-002-7 [2]<br />

607-044-00-5 3,6-díklór-o-aníssýra, efnasamband með<br />

dímetýlamíni (1:1), [1]<br />

kalíum-3,6-díklór-o-anísat [2]<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

204-390-5 120-36-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

607-045-00-0 díklórpróp (ISO),<br />

2-(2,4-díklórfenoxý)própíónsýra<br />

A<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

607-046-00-6 sölt díklórpróps — — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H302<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

202-271-2 93-72-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-047-00-1 fenópróp (ISO),<br />

2-(2,4,5-tríklórfenoxý)própíónsýra<br />

A<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-048-00-7 sölt fenópróps,<br />

sölt 2-(2,4,5-tríklórfenoxý)própíónsýru<br />

M=100<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

7085-19-0<br />

[1]708519-0<br />

[2]<br />

230-386-8 [1]<br />

202-264-4 [2]<br />

607-049-00-2 mekópróp (ISO),<br />

2-(4-klór-o-tólýloxý)própíónsýra,<br />

(RS)-2-(4-klór-o-tólýloxý)própíónsýra, [1]<br />

2-(4-klór-2-metýlfenoxý)própíónsýra [2]


Nr. 52/536 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

607-050-00-8 sölt mekópróps — — Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

202-360-6 94-74-6 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

607-051-00-3 MCPA (ISO),<br />

4-klór-o-tólýloxýediksýra<br />

A<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

607-052-00-9 sölt og esterar MCPA — — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

202-365-3 94-81-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-053-00-4 MCPB (ISO),<br />

4-(4-klór-o-tólýloxý)smjörsýra<br />

H302 A<br />

607-054-00-X sölt og esterar MCPB — — Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

204-959-8 129-67-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

607-055-00-5 endótalnatríum (ISO),<br />

dínatríum-7-oxabísýkló(2,2,1)heptan-2,3díkarboxýlat<br />

H360D<br />

***<br />

H372 **<br />

H412<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H372 **<br />

H412<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

SEM-EV 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

81-81-2 [1]<br />

5543-57-7 [2]<br />

5543-58-8 [3]<br />

201-377-6 [1]<br />

226-907-3 [2]<br />

226-908-9 [3]<br />

607-056-00-0 varfarín (ISO), [1]<br />

(S)-4-hýdroxý-3-(3-oxó-1-fenýlbútýl)-2bensópýrón,<br />

[2]<br />

(R)-4-hýdroxý-3-(3-oxó-1-fenýlbútýl)-2bensópýrón<br />

[3]<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H412<br />

201-378-1 81-82-3 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-057-00-6 kúmaklór (ISO),<br />

3-[1-(4-klórfenýl)-3-oxóbútýl]-4hýdroxýkúmarín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/537<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H372 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H372 **<br />

H412<br />

204-195-5 117-52-2 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-058-00-1 kúmafúrýl (ISO),<br />

fúmarín,<br />

(RS)-3-(1-(2-fúrýl)-3-oxóbútýl)4hýdroxýkúmarín,<br />

4-hýdroxý-3-[3-oxó-1-(2-fúrýl)<br />

bútýl]kúmarín<br />

H310<br />

H300<br />

H372 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H372 **<br />

H412<br />

227-424-0 5836-29-3 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-059-00-7 kúmatetralýl,<br />

4-hýdroxý-3-(1,2,3,4-tetrahýdró-1naftýl)kúmarín<br />

H372 **<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H302<br />

H411<br />

200-632-9 66-76-2 SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-060-00-2 díkúmaról,<br />

4,4'-díhýdroxý-3,3'-metýlenbis(2H-krómen-<br />

2-ón)<br />

D<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

201-177-9 79-10-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

607-061-00-8 akrýlsýra,<br />

próp-2-ensýra<br />

D<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

607-062-00-3 n-bútýlakrýlat 205-480-7 141-32-2 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

607-063-00-9 ísósmjörsýra 201-195-7 79-31-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

607-064-00-4 bensýlklóróformat 207-925-0 501-53-1 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/538 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H400<br />

607-065-00-X brómediksýra 201-175-8 79-08-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

607-066-00-5 díklórediksýra 201-207-0 79-43-6 Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H400<br />

607-067-00-0 díklórasetýlklóríð 201-199-9 79-36-7 Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

607-068-00-6 joðediksýra 200-590-1 64-69-7 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

607-069-00-1 etýlbrómasetat 203-290-9 105-36-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

607-070-00-7 etýlklórasetat 203-294-0 105-39-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

D<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

607-071-00-2 etýlmetakrýlat 202-597-5 97-63-2 Eldf. vökvi 2<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

D<br />

*<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,2%<br />

H311<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

607-072-00-8 2-hýdroxýetýlakrýlat 212-454-9 818-61-1 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/539<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

204-581-3 122-88-3 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

607-073-00-3 4-CPA (ISO),<br />

4-klórfenoxýediksýra<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

201-599-3 85-34-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-074-00-9 klórfenak (ISO),<br />

2,3,6-tríklórfenýlediksýra<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

238-413-5 14437-17-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-075-00-4 klórfenprópmetýl,<br />

metýl-2-klór-3-(4-klórfenýl)própíónat<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

219-459-5 2439-10-3 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-076-00-X dódín (ISO),<br />

dódekýlgúanidíníumasetat<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

— 136-25-4 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-077-00-5 erbón (ISO),<br />

2-(2,4,5-tríklórfenoxý)etýl-2,2díklórprópíónat<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

— 4301-50-2 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

607-078-00-0 flúenetíl (ISO),<br />

2-flúretýlbífenýl-4-ýlasetat<br />

H311<br />

H302<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H302<br />

H411<br />

— 4234-79-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-079-00-6 kelevan (ISO),<br />

etýl-5-(perklór-5hýdroxýpentasýkló[5,3,0,0<br />

2,6 ,0 3,9 ,0 4,8 ]dekan-<br />

5-ýl)-4-oxópentanóat,<br />

etýl-5-(1,2,3,5,6,7,8,9,10,10-dekaklór-4hýdroxýpentasýkló(5,2,1,0<br />

2,6 ,0 3,9 ,0 5,8 )dek-4ýl)-4-oxóvalerat


Nr. 52/540 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H014<br />

ESB-<br />

H029<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H314<br />

H400<br />

607-080-00-1 klórasetýlklóríð 201-171-6 79-04-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H300<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H400<br />

607-081-00-7 flúrediksýra 205-631-7 144-49-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

A<br />

H300<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H400<br />

607-082-00-2 flúrasetöt, leysanleg — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

202-366-9 94-82-6 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-083-00-8 2,4-DB (ISO),<br />

4-(2,4-díklórfenoxý)smjörsýra<br />

A<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

607-084-00-3 sölt 2,4-DB — — Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

607-085-00-9 bensýlbensóat 204-402-9 120-51-4 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

607-086-00-4 díallýlþalat 205-016-3 131-17-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

D<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

201-204-4 79-41-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

607-088-00-5 metakrýlsýra,<br />

2-metýlprópensýra


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/541<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B<br />

H314 Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 25%<br />

Húðert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

10% ≤ C < 25%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

607-089-00-0 própíónsýra ...% 201-176-3 79-09-4 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

*<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

607-090-00-6 þíóglýkólsýra 200-677-4 68-11-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

607-091-00-1 tríflúrediksýra ...% 200-929-3 76-05-1 Bráð eit. 4 * H332 HSK05 H332 * B<br />

H314<br />

H412<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H412<br />

Húðæt. 1A<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

C<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

547-64-8 [1]<br />

2155-30-8 [2]<br />

17392-83-5<br />

[3]<br />

27871-49-4<br />

[4]<br />

208-930-0 [1]<br />

218-449-8 [2]<br />

241-420-6 [3]<br />

248-704-9 [4]<br />

607-092-00-7 metýllaktat, [1]<br />

metýl(±)laktat, [2]<br />

metýl(R)laktat, [3]<br />

metýl(S)(-)laktat [4]<br />

B D<br />

ESB-<br />

H014<br />

H225<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H314<br />

607-093-00-2 própíónýlklóríð 201-170-0 79-03-8 Eldf. vökvi 2<br />

Húðæt. 1B


Nr. 52/542 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B D<br />

*<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H226<br />

H242<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H242<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

607-094-00-8 perediksýra ...% 201-186-8 79-21-0 Eldf. vökvi 3<br />

Lífr. perox. D<br />

****<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

607-095-00-3 malínsýra 203-742-5 110-16-7 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

607-096-00-9 malínanhýdríð 203-571-6 108-31-6 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H335<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H335<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

209-008-0 552-30-7 SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-097-00-4 bensen-1,2,4-tríkarboxýlsýra-1,2-anhýdríð,<br />

trímellítínsýruanhýdríð<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

201-898-9 89-32-7 Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-098-00-X bensen-1,2:4,5-tetrakarboxýldíanhýdríð,<br />

bensen-1,2:4,5-tetrakarboxýldíanhýdríð,<br />

pýrómellítdíanhýdríð<br />

C<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

85-43-8 [1]<br />

935-79-5 [2]<br />

2426-02-0 [3]<br />

26266-63-7<br />

[4]<br />

201-605-4 [1]<br />

213-308-7 [2]<br />

219-374-3 [3]<br />

247-570-9 [4]<br />

607-099-00-5 1,2,3,6-tetrahýdróþalanhýdríð, [1]<br />

cis-1,2,3,6-tetrahýdróþalanhýdríð, [2]<br />

3,4,5,6-tetrahýdróþalanhýdríð, [3]<br />

tetrahýdróþalanhýdríð [4]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/543<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 1%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H319<br />

H335<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

219-348-1 2421-28-5 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

607-100-00-9 bensófenón-3,3',4,4'tetrakarboxýldíanhýdríð,<br />

4,4'-karbónýldí(þalanýdríð)<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 1%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 1%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

204-077-3 115-27-5 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

607-101-00-4 1,4,5,6,7,7-hexaklórbísýkló[2,2,1]hept-5-en-<br />

2,3-díkarboxýlanhýdríðklórendanhýdríð<br />

C<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

85-42-7 [1]<br />

13149-00-3<br />

[2]<br />

14166-21-3<br />

[3]<br />

201-604-9 [1]<br />

236-086-3 [2]<br />

238-009-9 [3]<br />

607-102-00-X sýklóhexan-1,2-díkarboxýlanhýdríð, [1]<br />

cis-sýklóhexan-1,2-díkarboxýlanhýdríð, [2]<br />

trans-sýklóhexan-1,2-díkarboxýlanhýdríð<br />

[3]<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 1%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H319<br />

H335<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

607-103-00-5 rafsýruanhýdríð 203-570-0 108-30-5 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Augnert. 2, H319:<br />

C ≥ 1%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H319<br />

H335<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

607-104-00-0 sýklópentan-1,2,3,4-tetrakarboxýldíanhýdríð 227-964-7 6053-68-5 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

C<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

129-64-6 [1]<br />

826-62-0 [2]<br />

2746-19-2 [3]<br />

204-957-7 [1]<br />

212-557-9 [2]<br />

220-384-5 [3]<br />

607-105-00-6 8,9,10-trínorborn-5-en-2,3díkarboxýlanhýdríð,<br />

[1]<br />

1,2,3,6-tetrahýdró-3,6-metanþalanhýdríð, [2]<br />

(1α,2α,3β,6β)-1,2,3,6-tetrahýdró-3,6metanþalanhýdríð<br />

[3]<br />

C<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

607-106-00-1 8,9-dínorborn-5-en-2,3-díkarboxýlanhýdríð — 123748-85-6 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1


Nr. 52/544 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

D<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

607-107-00-7 2-etýlhexýlakrýlat 203-080-7 103-11-7 SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

C D<br />

*<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,2%<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

2918-23-2 [1]<br />

999-61-1 [2]<br />

25584-83-2<br />

[3]<br />

220-852-9 [1]<br />

213-663-8 [2]<br />

247-118-0 [3]<br />

607-108-00-2 2-hýdroxý-1-metýletýlakrýlat, [1]<br />

2-hýdroxýprópýlakrýlat, [2]<br />

akrýlsýra, mónóester með própan-1,2-díóli<br />

[3]<br />

D<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

235-921-9 13048-33-4 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-109-00-8 hexametýlendíakrýlat,<br />

hexan-1,6-díóldíakrýlat<br />

D<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

607-110-00-3 pentaerýtrítóltríakrýlat 222-540-8 3524-68-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

D<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

239-701-3 15625-89-5 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-111-00-9 2,2-bis(akrýlýloxýmetýl)bútýlakrýlat,<br />

trímetýlprópantríakrýlat<br />

* D<br />

H311<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H311<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

218-741-5 2223-82-7 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-112-00-4 2,2-dímetýltrímetýlendíakrýlat,<br />

neópentýlglýkóldíakrýlat<br />

D<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

607-113-00-X ísóbútýlmetakrýlat 202-613-0 97-86-9 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

D<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H335<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H335<br />

H317<br />

607-114-00-5 etýlendímetakrýlat 202-617-2 97-90-5 SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/545<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

D<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H315<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H315<br />

H317<br />

607-115-00-0 ísóbútýlakrýlat 203-417-8 106-63-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

D<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

607-116-00-6 sýklóhexýlakrýlat 221-319-3 3066-71-5 SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

D<br />

*<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,2%<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

203-440-3 106-90-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

607-117-00-1 2,3-epoxýprópýlakrýlat,<br />

glýsídýlakrýlat<br />

D<br />

H312<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H314<br />

H317<br />

243-105-9 19485-03-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

607-118-00-7 1-metýltrímetýlendíakrýlat,<br />

1,3-bútýlenglýkóldíakrýlat<br />

D<br />

H312<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H314<br />

H317<br />

213-979-6 1070-70-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

607-119-00-2 tetrametýlendíakrýlat,<br />

1,4-bútýlenglýkóldíakrýlat<br />

D<br />

*<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,2%<br />

H311<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H311<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

223-791-6 4074-88-8 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-120-00-8 2,2'-oxýdíetýldíakrýlat,<br />

díetýlenglýkóldíakrýlat<br />

D<br />

H312<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H315<br />

H317<br />

607-121-00-3 8,9,10-trínorborn-2-ýlakrýlat — 10027-06-2 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

D<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

607-122-00-9 pentaerýtrítóltetraakrýlat 225-644-1 4986-89-4 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1


Nr. 52/546 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

D<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

203-441-9 106-91-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-123-00-4 2,3-epoxýprópýlmetakrýlat,<br />

glýsídýlmetakrýlat<br />

D<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

607-124-00-X 2-hýdroxýetýlmetakrýlat 212-782-2 868-77-9 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

C D<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

923-26-2 [1]<br />

2761-09-3 [2]<br />

213-090-3 [1]<br />

220-426-2 [2]<br />

607-125-00-5 2-hýdroxýprópýlmetakrýlat, [1]<br />

3-hýdroxýprópýlmetakrýlat [2]<br />

D<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

216-853-9 1680-21-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

607-126-00-0 2,2'-(etýlendíoxý)díetýldíakrýlat,<br />

tríetýlenglýkóldíakrýlat<br />

D<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

607-127-00-6 2-díetýlamínóetýlmetakrýlat 203-275-7 105-16-8 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

D<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

607-128-00-1 2-tert-bútýlamínóetýlmetakrýlat 223-228-4 3775-90-4 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

C<br />

H226<br />

H335<br />

H318<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H335<br />

H318<br />

Eldf. vökvi 3<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

97-64-3 [1]<br />

687-47-8 [2]<br />

202-598-0 [1]<br />

211-694-1 [2]<br />

607-129-00-7 etýllaktat,<br />

etýl-DL-laktat, [1]<br />

etýl-(S)-2-hýdroxýprópíónat,<br />

etýl-L-laktat,<br />

etýl(S)laktat [2]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/547<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H226 ESB-<br />

H066<br />

Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Varúð<br />

628-63-7 [1]<br />

123-92-2 [2]<br />

626-38-0 [3]<br />

624-41-9 [4]<br />

84145-37-9<br />

[5]<br />

211-047-3 [1]<br />

204-662-3 [2]<br />

210-946-8 [3]<br />

210-843-8 [4]<br />

282-263-3 [5]<br />

607-130-00-2 pentýlasetat, [1]<br />

ísópentýlasetat, [2]<br />

1-metýlbútýlasetat, [3]<br />

2-metýlbútýlasetat, [4]<br />

2(eða 3)-metýlbútýlasetat [5]<br />

H226 C<br />

Eldf. vökvi 3 H226 HSK02<br />

Varúð<br />

105-68-0 [1]<br />

624-54-4 [2]<br />

2438-20-2 [3]<br />

203-322-1 [1]<br />

210-852-7 [2]<br />

219-449-0 [3]<br />

607-131-00-8 ísópentýlprópíónat, [1]<br />

pentýlprópíónat, [2]<br />

2-metýlbútýlprópíónat [3]<br />

D<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

607-132-00-3 2-dímetýlamínóetýlmetakrýlat 220-688-8 2867-47-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

A<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

— — Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-133-00-9 mónóalkýl-, mónóarýl- eða<br />

mónóalkýlarýlesterar akrýlsýru, þó ekki þeir<br />

sem eru tilgreindir annars staðar í þessum<br />

viðauka<br />

A<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

— — Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

607-134-00-4 mónóalkýl-, mónóarýl- eða<br />

mónóalkýlarýlesterar af metakrýlsýru, þó<br />

ekki þeir sem eru tilgreindir annars staðar í<br />

þessum viðauka<br />

H314<br />

607-135-00-X smjörsýra 203-532-3 107-92-6 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta


Nr. 52/548 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H314<br />

607-136-00-5 bútýrýlklóríð 205-498-5 141-75-3 Eldf. vökvi 2<br />

Húðæt. 1B<br />

H319<br />

607-137-00-0 metýlasetóasetat 203-299-8 105-45-3 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H331<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H331<br />

H314<br />

209-750-5 592-34-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

607-138-00-6 bútýlklóróformat,<br />

klóróformsýrubútýlester<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

607-139-00-1 2-klórprópíónsýra 209-952-3 598-78-7 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H225<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H314<br />

607-140-00-7 ísóbútýrýlklóríð 201-194-1 79-30-1 Eldf. vökvi 2<br />

Húðæt. 1A<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

607-141-00-2 oxýdíetýlenbis(klóróformat) 203-430-9 106-75-2 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H225<br />

H331<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H314<br />

203-687-7 109-61-5 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

607-142-00-8 própýlklóróformat,<br />

klóróformsýruprópýlester,<br />

n-própýlklóróformat<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H412<br />

607-143-00-3 valerínsýra 203-677-2 109-52-4 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H319<br />

607-144-00-9 adipínsýra 204-673-3 124-04-9 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/549<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H314<br />

607-145-00-4 metansúlfónsýra 200-898-6 75-75-2 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

H319<br />

607-146-00-X fúmarsýra 203-743-0 110-17-8 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

202-464-1 95-92-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

607-147-00-5 oxalsýrudíetýlester,<br />

díetýloxalat<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

200-002-3 50-01-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

607-148-00-0 gúanidíníumklóríð,<br />

gúanadínhýdróklóríð<br />

H350<br />

200-123-1 51-79-6 Krabb 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

607-149-00-6 úretan (INN),<br />

etýlkarbamat<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

205-660-5 145-73-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

607-150-00-1 endótal (ISO),<br />

7-oxabísýkló(2,2,1)heptan-2,3díkarboxýlsýra<br />

M = 10<br />

H351<br />

H331<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

219-006-1 2312-35-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-151-00-7 própargít (ISO),<br />

2-(4-tert-bútýlfenoxý)sýklóhexýlpróp-2ýnýlsúlfít<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

200-026-4 50-31-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-152-00-2 2,3,6-TBA (ISO),<br />

2,3,6-tríklórbensósýra<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

223-297-0 3813-05-6 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-153-00-8 benasólín (ISO),<br />

4-klór-2,3-díhýdró-2-oxó-1,3-bensóþíasól-3ýlediksýra


Nr. 52/550 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

244-845-5 22212-55-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-154-00-3 etýl-N-bensóýl-N-(3,4-díklórfenýl)-DLalanínat,<br />

bensóýlprópetýl (ISO)<br />

H300<br />

— 2079-00-7 Bráð eit. 2 * H300 HSK06<br />

Hætta<br />

607-155-00-9 3-(3-amínó-5-(1-metýlgúanidínó)-1oxópentýlamínó-6-(4-amínó-2-oxó-2,3díhýdrópýrimídín-1-ýl)-2,3-díhýdró-(6H)pýran-2-karboxýlsýra,<br />

blastisídín-s<br />

H302<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

201-270-4 80-33-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-156-00-4 klórfenson (ISO),<br />

4-klórfenýl-4-klórbensensúlfónat<br />

H300<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

259-978-4 56073-07-5 Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-157-00-X 3-(3-bífenýl-4-ýl-1,2,3,4-tetrahýdró-1naftýl)-4-hýdroxýkúmarín,<br />

dífenakúm<br />

H301<br />

H315<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H315<br />

H400<br />

223-498-3 3926-62-3 Bráð eit. 3 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

607-158-00-5 natríumsalt klórediksýru,<br />

natríumklórasetat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

208-110-2 510-15-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-159-00-0 klórbensílat (ISO),<br />

etýl-2,2-dí(4-klórfenýl)-2-hýdroxýasetat,<br />

etýl-4,4'-díklórbensílat<br />

H302<br />

— 51337-71-4 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

607-160-00-6 ísóbútýl-2-(4-(4klórfenoxý)fenoxý)própíónat,<br />

klófópísóbútýl (ISO)<br />

H302<br />

607-161-00-1 díetanólamínsölt 4-CPA — — Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/551<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

200-923-0 75-99-0 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-162-00-7 2,2-díklórprópíónsýra,<br />

dalapón<br />

H302<br />

208-293-9 520-45-6 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

607-163-00-2 3-asetýl-6-metýl-2H-pýran-2,4(3H)-díón,<br />

dehýdraediksýra<br />

H302<br />

224-580-1 4418-26-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

607-164-00-8 natríum-1-(3,4-díhýdró-6-metýl-2,4-díoxó-<br />

2H-pýran-3-ýliden)etónólat,<br />

natríumdehýdrasetat<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

257-141-8 51338-27-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-165-00-3 díklófópmetýl (ISO),<br />

metýl-2-(4-(2,4díklórfenoxý)fenoxý)própíónat,metýl-(RS)-2-[4-(2,4díklórfenoxý)fenoxý]própíónat<br />

H301<br />

H312<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

219-634-6 2487-01-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

607-166-00-9 medínóterbasetat (ISO),<br />

6-tert-bútýl-3-metýl-2,4-dínítrófenýlasetat<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

607-167-00-4 natríum-3-klórakrýlat — 4312-97-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H311<br />

H302<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 83-59-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-168-00-X díprópýl-6,7-metýlendíoxý-1,2,3,4tetrahýdró-3-metýlnaftalen-1,2-díkarboxýlat,<br />

própýlisóm<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

607-169-00-5 natríumflúrasetat 200-548-2 62-74-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1


Nr. 52/552 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

250-859-2 31895-22-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-170-00-0 bis(1,2,3tríþíasýklóhexýldímetýlammóníum)oxalat,<br />

þíósýklamoxalat<br />

H310<br />

H300<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

259-980-5 56073-10-0 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-172-00-1 4-hýdroxý-3-(3-(4'-bróm-4-bífenýlýl)-<br />

1,2,3,4-tetrahýdró-1-naftýl)kúmarín<br />

bródífakúm<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

400-460-6 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-173-00-7 dímetýl-(3-metýl-4-(5-nítró-3etoxýkarbónýl-2þíenýl)asó)fenýlnítríldíprópíónat<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

400-580-9 — Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-174-00-2 hvarfmassi dódekýl-3-(2,2,4,4-tetrametýl-<br />

21-oxó-7-oxa-3,20díasadíspíró(5,1,11,2)henikósan-20ýl)própíónats<br />

og tetradekýl-3-(2,2,4,4tetrametýl-21-oxó-7-oxa-3,20díasadíspíró(5,1,11,2)henikósan-20ýl)própíónats<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

607-175-00-8 metýl-2-(2-nítróbensýlíden)asetóasetat 400-650-9 39562-27-1 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

400-830-7 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-176-00-3 hvarfmassi α-3-(3-(2H-bensótríasól-2-ýl)-5tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl)própíónýl-ωhýdroxýpólý(oxýetýlens)<br />

og α-3-(3-(2Hbensótríasól-2-ýl)-5-tert-bútýl-4hýdroxýfenýl)própíónýl-ω-3-(3-(2Hbensótríasól-2-ýl)-5-tert-bútýl-4hýdroxýfenýl)própíónýloxýpólý(oxýetýlens)<br />

H317<br />

401-190-1 101200-48-0 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-177-00-9 metýl-2-(3-(4-metoxý-6-metýl-1,3,5-tríasín-<br />

2-ýl)3-metýlúreídósúlfónýl)bensóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/553<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

401-340-6 83055-99-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-178-00-4 metýl-α-((4,6-dímetoxýpýrimídín-2ýl)úreídósúlfónýl)-o-tólúat<br />

H317<br />

607-179-00-X (bensóþíasól-2-ýlþíó)rafsýra 401-450-4 95154-01-1 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H412<br />

607-180-00-5 kalíum-2-hýdroxýkarbasól-1-karboxýlat 401-630-2 96566-70-0 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

ESB-<br />

H029<br />

H331<br />

H314<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H314<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

607-181-00-0 3,5-díklór-2,4-díflúrbensóýlflúoríð 401-800-6 101513-70-6 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

607-182-00-6 metýl 3-súlfamóýl-2-þenóat 402-050-2 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

607-183-00-1 sink-2-hýdroxý-5-C13-18alkýlbensóat 402-280-3 — Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H226<br />

H334<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H226<br />

H334<br />

H317<br />

402-290-8 85702-90-5 Eldf. vökvi 3<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-184-00-7 S-(3-trímetoxýsílýl)própýl-19-ísósýanató-<br />

11-(6-ísósýanatóhexýl)-10,12-díoxó-<br />

2,9,11,13-tetraasanónadekanþíóat<br />

H317<br />

607-185-00-2 etýl-trans-3-dímetýlamínóakrýlat 402-650-4 1117-37-9 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

402-780-1 84087-01-4 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-186-00-8 kínklórak (ISO),<br />

3,7-díklórkínólín-8-karboxýlsýra


Nr. 52/554 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H412<br />

607-187-00-3 bis(2,2,6,6-tetrametýl-4-píperidýl)súksínat 402-940-0 62782-03-0 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

402-970-4 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-188-00-9 vetnisnatríum-N-karboxýlatóetýl-N-oktadek-<br />

9-enýlmaleamat<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

607-189-00-4 trímetýlendíamíntetraediksýra 400-400-9 1939-36-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H350<br />

H340<br />

H302<br />

H319<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H302<br />

H319<br />

401-890-7 77402-03-0 Krabb 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

607-190-00-X metýlakrýlamíðmetoxýasetat (sem<br />

inniheldur ≥ 0,1% akrýlamíð)<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-191-00-5 ísóbútýl-3,4-epoxýbútýrat 401-920-9 100181-71-3 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H318<br />

402-360-8 92511-22-3 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

607-192-00-0 dínatríum-N-karboxýmetýl-N-(2-(2hýdroxýetoxý)etýl)glýsínat<br />

H319<br />

607-194-00-1 própýlenkarbónat 203-572-1 108-32-7 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H319<br />

607-195-00-7 2-metoxý-1-metýletýlasetat 203-603-9 108-65-6 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

H314<br />

607-196-00-2 heptansýra 203-838-7 111-14-8 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/555<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H314<br />

607-197-00-8 nónansýra 203-931-2 112-05-0 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

607-198-00-3 própýl-3,4,5-tríhýdroxýbensóat 204-498-2 121-79-9 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

607-199-00-9 oktýl-3,4,5-tríhýdroxýbensóat 213-853-0 1034-01-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

H317<br />

607-200-00-2 dódekýl-3,4,5-tríhýdroxýbensóat 214-620-6 1166-52-5 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H331<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

607-201-00-8 þíókarbónýlklóríð 207-341-6 463-71-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H360D<br />

***<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H317<br />

H412<br />

279-452-8 80387-97-9 Eit. á æxlun 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-203-00-9 2-etýlhexýl[[[3,5-bis(1,1-dímetýletýl)-4hýdroxýfenýl]-metýl]þíó]asetat<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

400-140-6 — Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-204-00-4 (klórfenýl)(klórtólýl)metan, blandaðar<br />

hverfur<br />

H226<br />

H331<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H331<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

607-205-00-X metýlklórasetat 202-501-1 96-34-4 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1


Nr. 52/556 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H226<br />

H301<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

607-206-00-5 ísóprópýlklórasetat 203-301-7 105-48-6 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

402-560-5 87237-48-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-207-00-0 haloxýfópetótýl (ISO),<br />

2-etoxýetýl-2-(4-(3-klór-5-tríflúrmetýl-2pýridýloxý)fenoxý)própíónat,<br />

haloxýfóp-(2-etoxýetýl)<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

403-000-2 91853-67-7 Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-208-00-6 4,8,12-trímetýltrídeka-3,7,11-tríensýra,<br />

blandaðar hverfur<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

403-030-6 — Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-209-00-1 hvarfmassi O,O'díísóprópýl(pentaþíó)díþíóformats<br />

og O,O'díísóprópýl(tríþíó)díþíóformats<br />

og O,O'díísóprópýl(tetraþíó)díþíóformats<br />

H350<br />

H340<br />

H314<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H314<br />

H317<br />

403-230-3 77402-05-2 Krabb 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

607-210-00-7 metýlakrýlamíðglýkólat (sem inniheldur ≥<br />

0,1% akrýlamíð)<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

403-270-1 6386-39-6 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-211-00-2 metýl-3-(3-tert-bútýl-4-hýdroxý-5metýlfenýl)própíónat<br />

H317<br />

403-300-3 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-212-00-8 pólý(oxýprópýlenkarbónýl-kóoxý(etýletýlen)karbónýl),<br />

sem inniheldur<br />

27% hýdroxývalerat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/557<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H242<br />

H226<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H226<br />

H411<br />

607-213-00-3 etýl-3,3-bis(tert-pentýlperoxý)bútýrat 403-320-2 67567-23-1 Lífr. perox. D<br />

****<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

607-214-00-9 N,N-hýdrasínódíediksýra 403-510-5 19247-05-3 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

607-215-00-4 3-(3-tert-bútýl-4-hýdroxýfenýl)própíónsýra 403-920-4 107551-67-7 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

403-950-8 — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-216-00-X glútamínsýra, myndefni með N-(C12-<br />

14alkýl)próýlendíamíni<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

403-960-2 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-217-00-5 2-etoxýetýl-2-(4-(2,6-díhýdró-2,6-díoxó-7fenýl-1,5-díoxaindaken-3-ýl)fenoxý)asetat<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

403-980-1 15165-67-0 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-218-00-0 díklórpróp-P (ISO),<br />

(+)-R-2-(2,4-díklórfenoxý)própíónsýra<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

607-219-00-6 bis(2-etýlhexýl)díþíódíasetat 404-510-8 62268-47-7 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

404-550-6 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-221-00-7 6-dókósýloxý-1-hýdroxý-4-(1-(4-hýdroxý-3metýlfenantren-1-ýl)-3-oxó-2-oxafenalen-1ýl)naftalen-2-karboxýlsýra


Nr. 52/558 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

607-222-00-2 6-(2,3-dímetýlmaleimídó)hexýlmetakrýlat 404-870-6 63740-41-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

405-060-5 118712-89-3 Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-223-00-8 transflútrín (ISO),<br />

2,3,5,6-tetraflúrbensýl-trans-2-(2,2díklórvínyl)-3,3dímetýlsýklóprópankarboxýlat<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-224-00-3 metýl-2-(3-nítróbensýliden)asetóasetat 405-270-7 39562-17-9 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H241<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H241<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

607-225-00-9 3-asídósúlfónýlbensósýra 405-310-3 15980-11-7 Sjálfhvarf. C ****<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

405-360-6 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-226-00-4 hvarfmassi 2akrýlóýloxýetýlvetnissýklóhexan-1,2díkarboxýlats<br />

og 2metakrýlóýloxýetýlvetnissýklóhexan-1,2díkarboxýlats<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

607-227-00-X kalíum-2-amínó-2-metýlprópíónatoktahýdrat 405-560-3 120447-91-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H360Df<br />

607-228-00-5 bis(2-metoxýetýl)þalat 204-212-6 117-82-8 Eit. á æxlun 1B H360Df HSK08<br />

Hætta


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/559<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

607-229-00-0 díetýlkarbamóýlklóríð 201-798-5 88-10-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H361d<br />

***<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

607-230-00-6 2-etýlhexansýra 205-743-6 149-57-5 Eit. á æxlun 2 H361d<br />

***<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

216-935-4 1702-17-6 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-231-00-1 3,6-díklórpýridín-2-karboxýlsýra,<br />

klópýralíð<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

259-686-7 55512-33-9 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-232-00-7 pýridat (ISO),<br />

O-(6-klór-3-fenýlpýridasín-4-ýl)-Soktýlþíókarbónat<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

607-233-00-2 hexýlakrýlat 219-698-5 2499-95-8 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H411 HSK09 H411<br />

207-397-1 467-69-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-234-00-8 flúrenól (ISO),<br />

9-hýdroxý-9H-flúoren-9-karboxýlsýra<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

205-275-2 137-05-3 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

607-235-00-3 mekrílat,<br />

metýl-2-sýanóakrýlat<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

607-236-00-9 etýl-2-sýanóakrýlat 230-391-5 7085-85-0 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2


Nr. 52/560 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H411 HSK09 H411<br />

276-942-3 72850-64-7 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-237-00-4 bensýl-2-klór-4-(tríflúrmetýl)þíasól-5karboxýlat,<br />

flúrasól<br />

H302<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

— 102851-06-9 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-238-00-X tau-flúvalínat (ISO),<br />

sýanó-(3-fenoxýfenýl)metýl-N-[2-klór-4-<br />

(tríflúrmetýl)fenýl]-D-valínat<br />

H330<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

254-485-0 39515-41-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-239-00-5 fenprópatrín (ISO),<br />

α-sýanó-3-fenoxýbensýl-2,2,3,3tetrametýlsýklóprópankarboxýlat<br />

C<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

1694-82-2 [1]<br />

3425-89-6 [2]<br />

5333-84-6 [3]<br />

11070-44-3<br />

[4]<br />

26590-20-5<br />

[5]<br />

34090-76-1<br />

[6]<br />

42498-58-8<br />

[7]<br />

216-906-6 [1]<br />

222-323-8 [2]<br />

226-247-6 [3]<br />

234-290-7 [4]<br />

247-830-1 [5]<br />

251-823-9 [6]<br />

255-853-3 [7]<br />

607-240-00-0 cis-1,2,3,6-tetrahýdró-4-metýlþalanhýdríð,<br />

[1]<br />

1,2,3,6-tetrahýdró-4-metýlþalanhýdríð, [2]<br />

1,2,3,6-tetrahýdró-3-metýlþalanhýdríð, [3]<br />

tetrahýdrómetýlþalanhýdríð, [4]<br />

1,2,3,6-tetrahýdrómetýlþalanhýdríð, [5]<br />

tetrahýdró-4-metýlþalanhýdríð, [6]<br />

2,3,5,6-tetrahýdró-2-metýlþalanhýdríð [7]<br />

C<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

19438-60-9<br />

[1]<br />

25550-51-0<br />

[2]<br />

48122-14-1<br />

[3]<br />

57110-29-9<br />

[4]<br />

243-072-0 [1]<br />

247-094-1 [2]<br />

256-356-4 [3]<br />

260-566-1 [4]<br />

607-241-00-6 hexahýdró-4-metýlþalanhýdríð, [1]<br />

hexahýdrómetýlþalanhýdríð, [2]<br />

hexahýdró-1-metýlþalanhýdríð, [3]<br />

hexahýdró-3-metýlþalanhýdríð [4]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/561<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-242-00-1 tetraklórþalanhýdríð 204-171-4 117-08-8 Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H412 — H412<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

1982-69-0 [1]<br />

25059-78-3<br />

[2]<br />

53404-28-7<br />

[3]<br />

217-846-3 [1]<br />

246-590-5 [2]<br />

258-527-9 [3]<br />

607-243-00-7 natríum-3,6-díklór-o-anísat, [1]<br />

3,6-díklór-o-aníssýra, efnasamband með<br />

2,2'-imínódíetanóli (1:1), [2]<br />

3,6-díklór-o-aníssýra, efnasamband með 2amínóetanóli<br />

(1:1) [3]<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

607-244-00-2 ísóoktýlakrýlat 249-707-8 29590-42-9 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

D<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H412<br />

607-245-00-8 tert-bútýlakrýlat 216-768-7 1663-39-4 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H226<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

202-473-0 96-05-9 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

607-246-00-3 allýlmetakrýlat,<br />

2-metýl-2-própenósýru-2-própenýlester


Nr. 52/562 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

607-247-00-9 dódekýlmetakrýlat 205-570-6 142-90-5 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

205-073-4 132-67-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

607-248-00-4 naptalamnatríum (ISO),<br />

natríum-N-naft-1-ýlþalamat<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

256-032-2 42978-66-5 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-249-00-X (1-metýl-1,2-etandíýl)bis[oxý(metýl-2,1etandíýl)]díakrýlat<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

607-250-00-5 4H-3,1-bensoxasín-2,4(1H)-díón 204-255-0 118-48-9 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H226<br />

H360D<br />

***<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H360D<br />

***<br />

H335<br />

607-251-00-0 2-metoxýprópýlasetat 274-724-2 70657-70-4 Eldf. vökvi 3<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

SEM-VES 3<br />

H330<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

415-130-7 91465-08-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-252-00-6 lambda-sýhalótrín (ISO),<br />

hvarfmassi (S)-α-sýanó-3-fenoxýbensýl(Z)-<br />

(1R)-cis-3-(2-klór-3,3,3-tríflúrprópenýl)-2,2dímetýlsýklóprópankaboxýlats<br />

og (R)-αsýanó-3-fenoxýbensýl(Z)-(1S)-cis-3-(2-klór-3,3,3-tríflúrprópenýl)-2,2dímetýlsýklóprópankarboxýlats<br />

(1:1)<br />

H300<br />

H331<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H300<br />

H331<br />

H400<br />

H410<br />

269-855-7 68359-37-5 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-253-00-1 α-sýanó-4-flúor-3-fenoxýbensýl-3-(2,2díklórvínyl)-2,2-dímetýlsýklóprópankarboxýlat,<br />

sýflútrín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/563<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

269-855-7 68359-37-5 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-254-00-7 α-sýanó-4-flúor-3-fenoxýbensýl-3-(2,2díklórvínyl)-2,2-dímetýlsýklóprópankarboxýlat,<br />

beta-sýflútrín<br />

H412 — H412<br />

— 69377-81-7 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-255-00-2 flúroxýpýr (ISO),<br />

4-amínó-3,5-díklór-6-flúor-2pýridýloxýediksýra<br />

H331<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H400<br />

H410<br />

— 131860-33-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-256-00-8 asoxýstróbín (ISO),<br />

metýl-(E)-2-2[6-(2-sýanófenoxý)pýrimidín-<br />

4-ýloxi]fenýl-3-metoxýakrýlat<br />

H225<br />

607-257-00-3 ísóprópýlprópíónat 211-300-8 637-78-5 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H413 — H413<br />

403-990-6 70950-45-7 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-258-00-9 dódekýl-3-(2-(3-bensýl-4-etoxý-2,5díoxóimídasólidín-1-ýl)-3-(4metoxýbensóýl)asetamíð)-4-klórbensóat<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

404-130-2 105560-93-8 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-259-00-4 metýl-2R,3S-(-)-3-(4metoxýfenýl)oxírankarboxýlat<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

607-260-00-X etýl-2-(3-nítróbensýlíden)asetóasetat 404-490-0 39562-16-8 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

404-800-4 118832-72-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-261-00-5 ísó(C10-C14)alkýl(3,5-dí-tert-bútýl-4hýdroxýfenýl)metýlþíóasetat<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

405-050-0 86393-33-1 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-262-00-0 7-klór-1-sýklóprópýl-6-flúor-1,4-díhýdró-4oxókínólín-3-karboxýlsýra


Nr. 52/564 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H252<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H252<br />

H411<br />

405-680-6 — Sjálfhit. 2 ****<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-263-00-6 kalíumjárn(III)-1,3-própandíamín-N,N,N',N'tetraasetathemíhýdrat<br />

H318<br />

607-264-00-1 2-klór-4-(metýlsúlfónýl)bensósýra 406-520-8 53250-83-2 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H412<br />

607-265-00-7 etýl-2-klór-2,2-dífenýlasetat 406-580-5 52460-86-3 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

406-890-0 130296-87-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-266-00-2 hvarfmassi: hýdroxýálbis[2-hýdroxý-3,5-dítert-bútýlbensóats],<br />

3,5-dí-tert-bútýl-salisýlsýru<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

407-620-4 33610-13-8 Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-267-00-8 tert-bútýl-(5S,6R,7R)-3-brómmetýl-5,8díoxó-7-(2-(2-fenýlasetamíð)-5-þía-1asabísýkló[4.2.0]okt-2-en-2-karboxýlat<br />

H319<br />

607-268-00-3 2-metýlprópýl-(R)-2-hýdroxýprópanóat 407-770-0 61597-96-4 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

H318<br />

607-269-00-9 (R)-2-(4-hýdroxýfenoxý)própansýra 407-960-3 94050-90-5 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H312<br />

410-730-5 90498-90-1 Bráð eit. 4 * H312 HSK07<br />

Varúð<br />

607-270-00-4 3,9-bis(2-(3-(3-tert-býtýl-4-hýdroxý-5metýlfenýl)própíónýloxý-1,1-dímetýletýl)-<br />

2,4,8,10-tetraoxaspíró[5.5]úndekan<br />

H319<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H411<br />

417-420-9 156324-82-2 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-271-00-X 2-ísóprópýl-5metýlsýklóhexýloxýkarbónýloxý-2hýdroxýprópan


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/565<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

81406-37-3<br />

[1]<br />

154486-27-8<br />

[2]<br />

279-752-9 [1]<br />

- [2]<br />

607-272-00-5 flúroxýpýrmeptýl (ISO),<br />

metýlheptýl, O-(4-amínó-3,5-díklór-6-flúor-<br />

2-pýridýloxý)asetat, [1]<br />

flúroxýpýrbútómetýl (ISO),<br />

2-bútoxý-1-metýletýl, O-(4-amínó-3,5díklór-6-flúor-2-pýridýloxý)asetat<br />

[2]<br />

H412 — H412<br />

404-520-2 — Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-273-00-0 ammóníum-7-(2,6-dímetýl-8-(2,2dímetýlbútýrýloxý)-1,2,6,7,8,8a-hexahýdró-<br />

1-naftýl)-3,5-díhýdroxýheptanóat<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

405-350-1 54527-73-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-274-00-6 2-(N-bensýl-N-metýlamínó)etýl-3-amínó-2bútenóat<br />

H317<br />

607-275-00-1 natríumbensóýloxýbensen-4-súlfónat 405-450-5 66531-87-1 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

405-635-0 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-276-00-7 bis[(1-metýlimídasól)-(2-etýlhexanóat)],<br />

sinkflóki<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

405-720-2 — Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-277-00-2 hvarfmassi: 2-<br />

(hexýlþíó)etýlamínhýdróklóríðs,<br />

natríumprópíónats<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

405-760-0 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-278-00-8 hvarfmassi hverfna:<br />

natríumfenetýlnaftalensúlfónats,<br />

natríumnaftýletýlbensensúlfónats<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

405-960-8 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-279-00-3 hvarfmassi noktadekýlamínódíetýlbis(vetnismaleats),noktadekýlamínódíetýlvetnismaleatvetnisþala<br />

ts


Nr. 52/566 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302 HSK07 H302<br />

H319 Varúð H319<br />

H317<br />

H317<br />

H411 HSK09 H411<br />

607-280-00-9 natríum-4-klór-1-hýdroxýbútan-1-súlfónat 406-190-5 54322-20-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

407-000-3 127519-17-9 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-281-00-4 hvarfmassi greinóttra og línulegra C7-C9alkýl-3-[3-(2H-bensótríasól-2-ýl)-5-(1,1-<br />

dímetýletýl)-4-hýdroxýfenýl]própíónata<br />

H412 — H412<br />

607-282-00-X 2-asetoxýmetýl-4-bensýloxýbút-1-ýlasetat 407-140-5 131266-10-9 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-283-00-5 E-etýl-4-oxó-4-fenýlkrótónat 408-040-4 15121-89-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H411 HSK09 H411<br />

410-040-4 136213-76-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-284-00-0 hvarfmassi: natríum-3,3'-(1,4fenýlenbis(karbónýlimínó-3,1própandíýlimínó))bis(10-amínó-6,13-díklór-<br />

4,11-trífenódíoxasíndísúlfónats),<br />

litíum-3,3'-(1,4-fenýlenbis(karbónýlimínó-<br />

3,1-própandíýlimínó))bis(10-amínó-6,13-<br />

díklór)-4,11-trífenódíoxasíndísúlfónats (9:1)<br />

410-065-0 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-285-00-6 hvarfmassi: 7-(((3amínófenýl)súlfónýl)amínó)naftalen-1,3dísúlfónsýru,natríum-7-(((3amínófenýl)súlfónýl)amínó)naftalen-1,3dísúlfónats,kalíum-7-(((3amínófenýl)súlfónýl)amínó)naftalen-1,3-<br />

dísúlfónats<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

410-070-8 141880-36-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-286-00-1 hvarfmassi: natríum/kalíum-7-[[[3-[[4-((2hýdroxýnaftýl)asó)fenýl]asó]fenýl]súlfónýl]amínó]naftalen-1,3-dísúlfónats


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/567<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H412 — H412<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

410-140-8 — Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

410-160-7 148732-74-5 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H413 — H413<br />

410-370-9 105488-33-3 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

410-540-2 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H413 — H413<br />

410-630-1 104051-92-5 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

410-640-6 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-287-00-7 O'-metýl-O-(1-metýl-2-metakrýlóýloxýetýl)-<br />

1,2,3,6-tetrahýdróþalat<br />

607-288-00-2 tetranatríum (c-(3-(1-(3-(e-6-díklór-5sýanópýrimídín-f-ýl(metýl)amínó)própýl)-1,6-díhýdró-2-hýdroxý-4-metýl-6-oxó-3pýridýlasó)-4súlfónatfenýlsúlfamóýl)þalósýanín-a,b,dtrísúlfónat(6-))nikkelat-II,<br />

þar sem a er 1 eða<br />

2 eða 3 eða 4,b er 8 eða 9 eða 10 eða 11,c er<br />

15 eða 16 eða 17 eða 18, d er 22 eða 23 eða<br />

24 eða 25 og þar sem e og f saman eru 2 og<br />

4 eða 4 og 2<br />

607-289-00-8 3-(3-(4-(2,4-bis(1,1dímetýlprópýl)fenoxý)bútýlamínókarbónýl-<br />

4-hýdroxý-1-naftalenýl)þíó)própansýra<br />

607-290-00-3 hvarfmassi (hlutfall ekki þekkt):<br />

ammóníum-1-C14-C18-alkýloxýkarbónýl-2-<br />

(3-allýloxý-2hýdroxýprópoxýkarbónýl)etan-1-súlfónats,<br />

ammóníum-2-C14-C18-alkýloxýkarbónýl-1-<br />

(3-allýloxý-2hýdroxýprópoxýkarbónýl)etan-1-súlfónats<br />

607-291-00-9 dódekýl-ω-(C5/C6sýklóalkýl)alkýlkarboxýlat<br />

607-292-00-4 hvarfmassi: [1-(metoxýmetýl)-2-(C12alkoxý)etoxý]ediksýru,[1-(metoxýmetýl)-2-(C14alkoxý)etoxý]ediksýru<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

410-650-0 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-293-00-X hvarfmassi: N-amínóetýlpíperasóníummónó-<br />

2,4,6-trímetýlnónýldífenýleterdísúlfónats,<br />

N-amínóetýlpíperasóníumdí-2,4,6-<br />

Hætta<br />

trímetýlnónýldífenýleterdísúlfónats<br />

H317<br />

410-680-4 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-294-00-5 natríum-2-bensóýloxý-1hýdroxýetansúlfónat


Nr. 52/568 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

410-800-5 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-295-00-0 hvarfmassi: tetranatríumfosfónetan-1,2díkarboxýlats,hexanatríumfosfónbútan-1,2,3,4tetrakarboxýlats<br />

H413 — H413<br />

410-830-9 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-296-00-6 hvarfmassi: pentaerýþríóltetraestera með<br />

heptansýru og 2-etýlhexansýru<br />

H318<br />

410-960-6 92761-26-7 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

607-297-00-1 (E-E)-3,3'-(1,4-fenýlendímetýliden)bis(2oxóbornan-10-súlfónsýra)<br />

H317<br />

411-010-3 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-298-00-7 2-(trímetýlammóníum)etoxýkarboxýbensen-<br />

4-súlfónat<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-299-00-2 metýl-3-(asetýlþíó)-2-metýlprópanóat 411-040-7 97101-46-7 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

411-430-7 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-300-00-6 trínatríum[2-(5-klór-2,6-díflúrpýrimídín-4ýlamínó)-5-(b-súlfamóýl-c,dsúlfónatþalósýanín-a-ýl-K4,N29,N30,N31,N32súlfónýlamínó)bensóat(5-)]kúprat(II)<br />

þar<br />

sem a=1,2,3,4 b=8,9,10,11 c=15,16,17,18<br />

d=22,23,24,25<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

411-860-5 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-301-00-1 hvarfmassi: dódekansýru,<br />

pólý(1-7)laktatestera dódekansýru<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

411-910-6 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-302-00-7 hvarfmassi: tetradekansýru,<br />

pólý(1-7)laktatestera tetradekansýru


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/569<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H361f<br />

***<br />

H412<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H412<br />

413-760-7 93107-30-3 Eit. á æxlun 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-303-00-2 1-sýklóprópýl-6,7-díflúor-1,4-díhýdró-4oxókínólín-3-karboxýlsýra<br />

H360D<br />

***<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H400<br />

H410<br />

274-125-6 69806-50-4 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-304-00-8 flúasífópbútýl (ISO),<br />

bútýl-(RS)-2-[4-(5-tríflúrmetýl-2pýridýloxý)fenoxý]própíónat<br />

H361d<br />

***<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H400<br />

H410<br />

— 79241-46-6 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-305-00-3 flúasífóp-P-bútýl (ISO),<br />

bútýl-(R)-2-[4-(5-tríflúrmetýl-2pýridýloxý)fenoxý]própíónat<br />

H351<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H411<br />

282-714-4 84332-86-5 Krabb. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-306-00-9 klósólínat (ISO),<br />

etýl-(RS)-3-(3,5-díklórfenýl)-5-metýl-2,4díoxóoxasólidín-5-karboxýlat<br />

H351<br />

H360FD<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H360FD<br />

H317<br />

H411<br />

256-599-6 50471-44-8 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-307-00-4 vínklósólín (ISO),<br />

N-3,5-díklórfenýl-5-metýl-5-vínyl-1,3oxasólidín-2,4-díón<br />

A<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-308-00-X esterar 2,4-D — — Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 128639-02-1 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-309-00-5 karfentrasónetýl (ISO),<br />

etýl-(RS)-2-klór-3-[2-klór-4-flúor-5-[4díflúrmetýl-4,5-díhýdró-3-metýl-5-oxó-1H-<br />

1,2,4-tríasól-1-ýl]fenýl]própíónat


Nr. 52/570 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

— 143390-89-0 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-310-00-0 kresoxímmetýl (ISO),<br />

metýl-(E)-2-metoxýimínó-[2-(otolýloxýmetýl)fenýl]asetat<br />

H411 HSK09 H411<br />

246-591-0 25059-80-7 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-311-00-6 benasólínetýl,<br />

etýl-4-klór-2-oxó-2H-bensóþíasól-3-asetat<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H360FD<br />

H302<br />

H314<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360FD<br />

H302<br />

H314<br />

607-312-00-1 metoxýediksýra 210-894-6 625-45-6 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

607-313-00-7 neódekanóýlklóríð 254-875-0 40292-82-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H411 HSK09 H411<br />

247-525-3 26225-79-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-314-00-2 etófúmesat (ISO),<br />

(±)-2-etoxý-2,3-díhýdró-3,3dímetýlbensófúran-5-ýlmetansúlfónat<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

213-997-4 1071-83-6 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-315-00-8 glýfosat (ISO),<br />

N-(fosfónmetýl)glýsín<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

— 81591-81-3 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-316-00-3 glýfosattrímesíum,<br />

glýfosattrímetýlsúlfóníum<br />

H360FD<br />

204-211-0 117-81-7 Eit. á æxlun 1B H360FD HSK08<br />

Hætta<br />

607-317-00-9 bis(2-etýlhexýl)þalat<br />

dí(2-etýlhexýl)þalat,<br />

DEHP<br />

H360Df<br />

H400<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H400<br />

201-557-4 84-74-2 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

607-318-00-4 díbútýlþalat,<br />

DBP


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/571<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

258-256-6 52918-63-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-319-00-X deltametrín (ISO),<br />

(S)-α-sýanó-3-fenoxýbensýl(1R, 3R)-3-(2,2díbrómvínyl)-2,2dímetýlsýklóprópankarboxýlat<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

413-930-0 130066-57-8 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-320-00-5 bis[4-(etenýloxý)bútýl]-1,3bensendíkarboxýlat<br />

H226<br />

H373 **<br />

H319<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H226<br />

H373 **<br />

H319<br />

607-321-00-0 (S)-metýl-2-klórprópíónat 412-470-8 73246-45-4 Eldf. vökvi 3<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

413-120-7 107144-30-9 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-322-00-6 4-(4,4-dímetýl-3-oxó-pýrasólidín-1ýl)bensósýra<br />

H413 — H413<br />

413-850-6 123968-25-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-323-00-1 2-(1-(2-hýdroxý-3,5-dí-tertpentýlfenýl)etýl)-4,6-dí-tertpentýlfenýlakrýlat<br />

H413 — H413<br />

413-800-3 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-324-00-7 hvarfmassi: N,N-dí(vetnaðrar alkýl C14-<br />

C18)þalamsýru,<br />

dívetnaðra alkýl(C14-C18)amína<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

607-325-00-2 (S)-2-klórprópíónsýra 411-150-5 29617-66-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

410-720-0 141847-13-4 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-326-00-8 hvarfmassi: ísóbútýlvetnis-2-(α-2,4,6trímetýlnón-2-enýl)súksínats,ísóbútýlvetnis-2-(ß-2,4,6-trímetýlnón-2enýl)súksínats<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

607-327-00-3 2-(2-joðetýl)-1,3-própandíóldíasetat 411-780-0 127047-77-2 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/572 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-328-00-9 metýl-4-brómmetýl-3-metoxýbensóat 410-310-1 70264-94-7 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

411-250-9 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-329-00-4 hvarfmassi: natríum-2-(C12-18-n-alkýl)amínó-<br />

1,4-bútandíóats,<br />

natríum-2-oktadekenýlamínó-1,4bútandíóats<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H317<br />

607-330-00-X (S)-2,3-díhýdró-1H-indól-2-karboxýlsýra 410-860-2 79815-20-6 Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

H413 — H413<br />

406-750-9 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-331-00-5 hvarfmassi: bis(2,2,6,6-tetrametýl-1oktýloxýpíperidín-4-ýl)-1,10-dekandíóats,1,8-bis[(2,2,6,6-tetrametýl-4-((2,2,6,6tetrametýl-1-oktýloxýpíperidín-4-ýl)-dekan-<br />

1,10-díóýl)píperidín-1-ýl)oxý]oktans<br />

H226<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H226<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

607-332-00-0 sýklópentýlklóróformat 411-460-0 50715-28-1 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

405-670-1 — Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-333-00-6 hvarfmassi: dódekýl-N-(2,2,6,6tetrametýlpíperidín-4-ýl)-β-alanínats,tetradekýl-N-(2,2,6,6-tetrametýlpíperidín-4ýl)-β-alanínats


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/573<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

405-880-3 100501-62-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-334-00-1 etýl-1-etýl-6,7,8-tríflúor-1,4-díhýdró-4oxókínólín-3-karboxýlat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

406-250-0 72619-32-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-335-00-7 metýl-(R)-2-(4-(3-klór-5-tríflúrmetýl-2pýridýloxý)fenoxý)própíónat<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

406-560-6 122760-85-4 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-336-00-2 4-metýl-8-metýlentrísýkló[3.3.1.1 3,7 ]dek-2ýlasetat<br />

H226<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

406-052-4 125078-60-6 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-337-00-8 dí-tert-(C12-14)-alkýlammóníum-2bensóþíasólýlþíósúksínat<br />

H319<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

406-235-9 72531-53-4 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

607-338-00-3 2-metýlprópýl-2-hýdroxý-2-metýlbút-3enóat<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

607-339-00-9 2,3,4,5-tetraklórbensóýlklóríð 406-760-3 42221-52-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

H411 HSK09 H411<br />

406-990-4 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-340-00-4 1,3-bis(4-bensóýl-3-hýdroxýfenoxý)próp-2ýlasetat<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

607-341-00-X (9S)-9-amínó-9-deoxýerýtrómýsín 406-790-7 26116-56-3 Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

607-342-00-5 4-klórbútýlveratrat 410-950-1 69788-75-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/574 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H413 — H413<br />

407-410-2 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-343-00-0 4,7-metanoktahýdró-1Hindendíýldímetýlbis(2-karboxýbensóat)<br />

H373 **<br />

407-810-7 — SEM-EV 2 * H373 ** HSK08<br />

Varúð<br />

607-344-00-6 hvarfmassi: 3-(N-(3-dímetýlamínóprópýl)-<br />

(C4-8)perflúralkýlsúlfónamíð)própíónsýru,<br />

N-[dímetýl-3-(C4-8perflúralkýlsúlfónamíð)própýlammóníumpr<br />

ópíónats,<br />

3-(N-(3-dímetýlprópýlammóníum)-(C4-<br />

8)perflúralkýlsúlfónamíð)própíónsýruprópíó<br />

nats<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

607-345-00-1 kalíum-2-(2,4-díklórfenoxý)-(R)-própíónat 413-580-9 113963-87-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H413 — H413<br />

607-346-00-7 3-íkósýl-4-heníkósýliden-2-oxetanón 401-210-9 83708-14-9 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

607-347-00-2 natríum-(R)-2-(2,4-díklórfenoxý)própíónat 413-340-3 119299-10-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

413-360-2 — Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-348-00-8 magnesíumbis((R)-2-(2,4díklórfenoxý)própíónat)<br />

H412 H412<br />

411-270-8 — Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-349-00-3 mónó(tetraprópýlammóníum)vetnis-2,2'díþíóbisbensóat<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

412-060-9 136210-32-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-350-00-9 bis(4-(1,2-bis(etoxýkarbónýl)etýlamínó)-3metýlsýklóhexýl)metan<br />

H411 HSK09 H411<br />

407-550-4 69184-17-4 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-351-00-4 metýl-O-(4-amínó-3,5-díklór-6-flúrpýridín-<br />

2-ýloxý)asetat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/575<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H412 — H412<br />

607-352-00-X 4,4'-oxýdíþalanhýdríð 412-830-4 1823-59-2 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

407-520-0 80657-64-3 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-353-00-5 hvarfmassi: etýl-exótrísýkló[5.2.1.0<br />

2,6 ]dekan-endó-2-karboxýlats,<br />

etýl-endó-trísýkló[5.2.1.0 2,6 ]dekan-exó-2karboxýlats<br />

H411 HSK09 H411<br />

607-354-00-0 etýl-2-sýklóhexýlprópíónat 412-280-5 2511-00-4 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-355-00-6 p-tólýl-4-klórbensóat 411-530-0 15024-10-9 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

412-540-8 — Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-356-00-1 etýl-trans-2,2,6trímetýlsýklóhexankarboxýlat<br />

H317<br />

412-450-9 131766-73-9 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-357-00-7 hvarfmassi: trans-4-asetoxý-4-metýl-2própýltetrahýdró-2H-pýrans,<br />

cis-4-asetoxý-4-metýl-2-própýltetrahýdró-<br />

2H-pýrans<br />

H334<br />

412-670-5 54275-93-3 Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

607-358-00-2 (1S,3S,5R,6R)-(4-nítrófenýlmetýl)-1-díoxó-<br />

6-fenýlasetamíðpenam-3-karboxýlat<br />

H334<br />

412-800-0 76109-32-5 Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

607-359-00-8 (1S,4R,6R,7R)-(4-nítrófenýlmetýl)3metýlen-1-oxó-7-fenýlasetamíðsefam-4karboxýlateídópenam-3-karboxýlat<br />

H317<br />

411-680-7 133167-77-8 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-360-00-3 natríum-3-asetóasetýlamínó-4-metoxýtólýl-<br />

6-súlfónat<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

607-361-00-9 metýl-(R)-2-(4-hýdroxýfenoxý)própíónat 411-950-4 96562-58-2 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


Nr. 52/576 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

413-500-2 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-362-00-4 hvarfmassi: (3metoxý)própýlammóníum/[tris-(2hýdroxýetýl)]ammóníum-2-(2-(bis(2hýdroxýetýl)amínó)etoxýkarbónýlmetýl)hex<br />

adek-4-enóats,<br />

(3-metoxý)própýlammóníum/[tris-(2hýdroxýetýl)]ammóníum-2-(2-(bis(2hýdroxýetýl)amínó)etoxýkarbónýlmetýl)tetr<br />

adek-4-enóats,<br />

(3-metoxý)própýlammóníum/[tris-(2hýdroxýetýl)]ammóníum-2-(3metoxýprópýlkarbamóýlmetýl)hexadek-4enóats,(3-metoxý)própýlammóníum/[tris-(2hýdroxýetýl)]ammóníum-2-(3metoxýprópýlkarbamóýlmetýl)tetradek-4enóats<br />

H317<br />

607-363-00-X metýl-3-metoxýakrýlat 412-900-4 5788-17-0 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H413 H413<br />

413-330-9 134724-55-3 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-364-00-5 3-fenýl-7-[4-(tetrahýdrófúrfúrýloxý)fenýl]-<br />

1,5-díoxa-s-indaken-2,6-díón<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

410-620-7 119154-86-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

607-365-00-0 2-(2-amínó-1,3-þíasól-4-ýl)-(Z)-2metoxýimínóasetýlklóríðhýdróklóríð<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

607-366-00-6 3,5-dímetýlbensóýlklóríð 413-010-9 6613-44-1 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

411-640-9 153352-59-1 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

607-367-00-1 kalíumbis(N-karboxýmetýl)-Nmetýlglýsínató-(2-)N,O,O,N)-ferrat-(1-<br />

)mónóhýdrat<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

411-650-3 110895-43-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-368-00-7 1-(N,N-dímetýlkarbamóýl)-3-tert-bútýl-5karbetoxýmetýlþíó-1H-1,2,4-tríasól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/577<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

411-660-8 147027-04-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-369-00-2 hvarfmassi: trans-(2R)-5-asetoxý-1,3oxaþíólan-2-karboxýlsýru,cis-(2R)-5-asetoxý-1,3-oxaþíólan-2karboxýlsýru<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

412-210-3 41620-33-1 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-370-00-8 2-[[2-(asetýloxý)-3-(1,1-dímetýletýl)-5metýlfenýl]metýl]-6-(1,1-dímetýletýl)-4metýlfenól<br />

H413 — H413<br />

413-410-3 88150-62-3 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-371-00-3 3-etýl-5-metýl-4-(2-klórfenýl)-1,4-díhýdró-<br />

2-[2-(1,3-díhýdró-1,3-díoxó-(2H)ísóindól-2ýl)-etoxýmetýl]-6-metýl-3,5pýridíndíkarboxýlat<br />

H412 — H412<br />

412-410-0 — Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-372-00-9 etoxýlað bisfenól-Adí(norbornenkarboxýlat)<br />

H341<br />

H360Df<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H360Df<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

414-200-4 119738-06-6 Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-373-00-4 (±) tetrahýdrófúrfúrýl-(R)-2-[4-(6klórkínoxalín-2-ýloxý)fenýloxý]própíónat<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

417-220-1 37441-29-5 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-374-00-X 5-amínó-2,4,6-tríjoð-1,3bensendíkarbónýldíklóríð<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H372 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H372 **<br />

H400<br />

H410<br />

421-960-0 90035-08-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-375-00-5 hvarfmassi: cis-4-hýdroxý-3-(1,2,3,4tetrahýdró-3-(4-(4tríflúrmetýlbensýloxý)fenýl)-1naftýl)kúmaríns,<br />

trans-4-hýdroxý-3-(1,2,3,4-tetrahýdró-3-(4-<br />

(4-tríflúrmetýlbensýloxý)fenýl)-1naftýl)kúmaríns


Nr. 52/578 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H361f<br />

***<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-376-00-0 bensýl-2,4-díbrómbútanóat 420-710-8 23085-60-1 Eit. á æxlun 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H228 T<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

419-160-1 90657-55-9 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-377-00-6 trans-4-sýklóhexýl-Lprólínmónóhýdróklóríð<br />

607-378-00-1 ammóníum-(Z)-α-metoxýimínó-2-fúrýlasetat 405-990-1 97148-39-5 Eldf. fast efni 2 H228 HSK02<br />

Hætta<br />

H412 — H412<br />

401-230-8 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-379-00-7 hvarfmassi: 2-[N-(2hýdroxýetýl)steramíð]etýlsterats,<br />

natríum[bis[2-<br />

(steróýloxý)etýl]amínó]metýlsúlfónats,<br />

natríum[bis(2hýdroxýetýl)amínó]metýlsúlfónats,<br />

N,N-bis(2-hýdroxýetýl)steramíðs<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

407-320-3 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-380-00-2 hvarfmassi: ammóníum-1,2bis(hexýloxýkarbónýl)etansúlfónats,ammóníum-1-hexýloxýkarbónýl-2oktýloxýkarbónýletansúlfónats,ammóníum-2-hexýloxýkarbónýl-1oktýloxýkarbónýletansúlfónats<br />

H413 — H413<br />

413-710-4 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-381-00-8 hvarfmassi tríestera af 2,2bis(hýdroxýmetýl)bútanóli<br />

með C7alkanósýrum<br />

og 2-etýlhexansýru<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

607-382-00-3 2-((4-amínó-2-nítrófenýl)amínó)bensósýra 411-260-3 117907-43-4 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/579<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

415-430-8 86403-32-9 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-383-00-9 hvarfmassi: 2,2,6,6-tetrametýlpíperidín-4-ýlhexadekanóats,2,2,6,6-tetrametýlpíperidín-4-ýloktadekanóats<br />

H413 — H413<br />

413-750-2 171090-93-0 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-384-00-4 hvarfmassi: estera af C14-C15 greinóttum<br />

alkóhólum með 3,5-dí-t-bútýl-4hýdroxýfenýlprópíonsýru,<br />

C15 greinóttu og línulegu alkýl-3,5-bis(1,1dímetýletýl)-4-hýdroxýbensenprópanóati,<br />

C13 greinóttu og línulegu alkýl-3,5-bis(1,1dímetýletýl)-4-hýdroxýbensenprópanóati<br />

H411 HSK09 H411<br />

414-590-6 125229-74-5 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-385-00-X samfjölliða vínylalkóhóls og vínýlasetats, að<br />

hluta til asetýluð með 4-(2-(4formýlfenýl)etenýl)-1metýlpýridíníummetýlfúlfati<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

412-580-6 174591-51-6 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-386-00-5 hvarfmassi: tetradekanósýru (42,5–47,5%),<br />

pólý(1–7)laktatestera tetradekanósýru (52,5–<br />

57,5%)<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

412-590-0 58856-63-6 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-387-00-0 hvarfmassi: dódekanósýru (35–40%),<br />

pólý(1–7)laktatestera dódedekanósýru (60–<br />

65%)<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

607-388-00-6 4-etýlamínó-3-nítróbensósýra 412-090-2 2788-74-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


Nr. 52/580 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

414-130-4 119710-96-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

607-389-00-1 trínatríum-N,N-bis(karboxýmetýl)-3-amínó-<br />

2-hýdroxýprópíónat<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

607-390-00-7 1,2,3,4-tetrahýdró-6-nítrókínoxalín 414-270-6 41959-35-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H412 — H412<br />

607-391-00-2 dímetýlsýklóprópan-1,1-díkarboxýlat 414-240-2 6914-71-2 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H413 — H413<br />

414-260-1 88938-37-8 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-392-00-8 2-fenoxýetýl-4-((5-sýanó-1,6-díhýdró-2hýdroxý-1,4-dímetýl-6-oxó-3pýridínýl)asó)bensóat<br />

H317<br />

415-750-8 106447-44-3 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-393-00-3 3-(cis-1-própenýl)-7-amínó-8-oxó-5-þía-1asabísýkló[4.2.0]okt-2-en-2-karboxýlsýra<br />

H318<br />

607-394-00-9 5-metýlpýrasín-2-karboxýlsýra 413-260-9 5521-55-1 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

410-230-7 — Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-395-00-4 hvarfmassi: natríum-1-trídekýl-4-allýl-(2 eða<br />

3)-súlfóbútandíóats,<br />

natríum-1-dódekýl-4-allýl-(2 eða 3)súlfóbútandíóats<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-840-4 147783-69-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-396-00-X bis(1,2,2,6,6-pentametýl-4-píperidínýl)-2-(4metoxýbensýliden)malónat<br />

H317<br />

415-930-6 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-397-00-5 hvarfmassi: kalsíumsalisýlata (greinótt C10–14<br />

og C18–30 alkýleruð),<br />

kalsíumfenata (greinótt C10–14 og C18–30<br />

alkýleruð),<br />

kalsíumfenata, brennisteinsauðguð (greinótt<br />

C10–14 og C18–30 alkýleruð)<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-820-5 125630-94-6 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-398-00-0 etýl-N-(5-klór-3-(4-(díetýlamínó)-2metýlfenýlimínó)-4-metýl-6-oxó-1,4sýklóhexadíenýl)karbamat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/581<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H412<br />

607-399-00-6 2,2-dímetýl-3-metýl-3-bútenýlprópanóat 415-610-6 104468-21-5 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-400-1 32750-89-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-400-00-X metýl-3-<br />

[[(díbútýlamínó)þíoxómetýl]þíó]própanóat<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

414-450-4 88805-65-6 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-401-00-5 etýl-3-hýdroxý-5-oxó-3-sýklóhexen-1karboxýlat<br />

H412 — H412<br />

607-402-00-0 metýl-N-(fenoxýkarbónýl)-L-valínat 414-500-5 153441-77-1 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H373 **<br />

H318<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

414-810-0 — SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-403-00-6 hvarfmassi: bis(1S,2S,4S)-(1-bensýl-4-tertbútoxýkarboxamíð-2-hýdroxý-5fenýl)pentýlammóníumsúksínats,<br />

ísóprópýlalkóhóls<br />

H317<br />

415-190-4 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-404-00-1 hvarfmassi: ((Z)-3,7-dímetýl-2,6oktadíenýl)oxýkarbónýlprópansýru,dí-((E)-3,7-dímetýl-2,6oktadíenýl)bútandíóats,dí-((Z)-3,7-dímetýl-2,6oktadíenýl)bútandíóats,<br />

(Z)-3,7-dímetýl-2,6-oktadíenýl)bútandíóats,<br />

((E)-3,7-dímetýl-2,6oktadíenýl)oxýkarbónýlprópansýru<br />

H411 HSK09 H411<br />

607-405-00-7 2-hexýldekýl-p-hýdroxýbensóat 415-380-7 148348-12-3 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

607-406-00-2 kalíum-2,5-díklórbensóat 415-700-5 184637-62-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1


Nr. 52/582 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

607-407-00-8 etýl-2-karboxý-3-(2-þíenýl)própíónat 415-680-8 143468-96-6 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

607-408-00-3 kalíum-N-(4-flúrfenýl)glýsínat 415-710-1 184637-63-6 SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

415-840-7 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-409-00-9 hvarfmassi: (3R)-[1S-(1α, 2α, 6β-((2S)-2metýl-1-oxó-bútoxý)-8aγ)hexahýdró-2,6dímetýl-1-naftalen]-3,5díhýdroxýheptansýru,<br />

óvirkur lífmassi úr Aspergillus terreus<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

415-880-5 779343-34-9 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-410-00-4 mónó[2-(dímetýlamínó)etýl]mónóvetnis-2-<br />

(hexadek-2-enýl)bútandíóat og/eða mónó[2-<br />

(dímetýlamínó)etýl]mónóvetnis-3-(hexadek-<br />

2-enýl)bútandíóat<br />

H350<br />

H341<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

607-411-00-X oxíranmetanól, 4-metýlbensensúlfónat, (S)- 417-210-7 70987-78-9 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H412<br />

607-412-00-5 etýl-2-(1-sýanósýklóhexýl)asetat 415-970-4 133481-10-4 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H361f<br />

***<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H317<br />

607-413-00-0 trans-4-fenýl-L-prólín 416-020-1 96314-26-0 Eit. á æxlun 2<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/583<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H413 — H413<br />

402-070-1 88122-99-0 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-414-00-6 tris(2-etýlhexýl)-4,4',4''-(1,3,5-tríasín-2,4,6tríýltríimínó)tríbensóat<br />

T<br />

H228<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H228<br />

H317<br />

419-590-1 — Eldf. fast efni 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-415-00-1 pólý-(metýlmetakrýlat)-kó-<br />

(bútýlmetakrýlat)-kó-(4akrýloxýbútýlísóprópenýl-α,αdímetýlbensýlkarbamat)-kó-<br />

(maleínanhýdríð)<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

420-730-7 — Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-416-00-7 4-(2-karboxýmetýlþíó)etoxý-1-hýdroxý-5isóbútýloxýkarbónýlamínó-N-(3dódekýloxýprópýl)-2-naftamíð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

607-418-00-8 2-etýlhexýl-4-amínóbensóat 420-170-3 26218-04-2 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

422-240-9 166596-68-5 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-419-00-3 (3'-karboxýmetýl-5-(2-(3-etýl-3Hbensóþíasól-2-ýliden)-1-metýletýliden)-4,4'díoxó-2'-þíoxó-(2,5')bíþíasólidínýlíden-3ýl)ediksýra<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

607-420-00-9 2,2-bis(hýdroxýmetýl)bútansýra 424-090-1 10097-02-6 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H335<br />

H400<br />

H410<br />

257-842-9 52315-07-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-421-00-4 sýpermetrín cis/trans +/- 40/60,<br />

(RS)-α-sýanó-3-fenoxýbensýl-<br />

(1RS,3RS;1RS,3SR)-3-(2,2-díklórvínyl)-2,2dímetýlsýklóprópankarboxýlat<br />

H301<br />

H373 **<br />

H335<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H373 **<br />

H335<br />

H400<br />

H410<br />

607-422-00-X α-sýpermetrín 257-842-9 67375-30-8 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/584 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-423-00-5 esterar mekópróps og mekópróps-P — — Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— 141517-21-7 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-424-00-0 trífloxýstróbín (ISO),<br />

(E,E)-α-metoxýimínó-{2-[[[[1-[3-<br />

(tríflúrmetýl)fenýl]etýliden]amínó]oxý]metý<br />

l]bensenediksýrumetýlester<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

260-979-7 57837-19-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-425-00-6 metalaxýl (ISO),<br />

metýl-N-(2,6-dímetýlfenýl)-N-<br />

(metoxýasetýl)-DL-alanínat<br />

H360FD<br />

H400<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360FD<br />

H400<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

84777-06-0<br />

[1]<br />

- [2]<br />

131-18-0 [3]<br />

605-50-5 [4]<br />

284-032-2 [1]<br />

- [2]<br />

205-017-9 [3]<br />

210-088-4 [4]<br />

607-426-00-1 1,2-bensendíkarboxýlsýra, dípentýlester,<br />

greinótt og línuleg, [1]<br />

n-pentýl-ísópentýlþalat, [2]<br />

dí-n-pentýlþalat, [3]<br />

díísópentýlþalat [4]<br />

H361d<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

260-300-4 56634-95-8 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-427-00-7 brómoxýnílheptanóat (ISO),<br />

2,6-díbróm-4-sýanófenýlheptanóat<br />

H360Df<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H400<br />

H410<br />

201-622-7 85-68-7 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-430-00-3 BBP,<br />

bensýlbútýlþalat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/585<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H302<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

245-387-9 23031-36-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-431-00-9 pralletrín (ISO),<br />

ETOC,<br />

2-metýl-4-oxó-3-(próp-2-ýnýl)sýklópent-2en-1-ýl-2,2-dímetýl-3-(2-metýlpróp-1enýl)sýklóprópankarboxýlat<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

87392-12-9<br />

[1]<br />

178961-20-1<br />

[2]<br />

- [1]<br />

- [2]<br />

607-432-00-4 S-metólaklór,<br />

hvarfmassi (S)-2-klór-N-(2-etýl-6metýlfenýl)-N-(2-metoxý-1metýletýl)asetamíðs<br />

(80-100%), [1]<br />

(R)-2-klór-N-(2-etýl-6-metýlfenýl)-N-(2metoxý-1-metýletýl)asetamíðs<br />

(0-20%) [2]<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

257-842-9 52315-07-8 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-433-00-X sýpermetrín cis/trans +/-80/20,<br />

(RS)-α-sýanó-3-fenoxýbensýl-<br />

(1RS,3RS;1RS,3SR)-3-(2,2-díklórvínyl)-2,2dímetýlsýklóprópankarboxýlat<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

240-539-0 16484-77-8 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-434-00-5 mekópróp-P [1] og sölt þess,<br />

(R)-2-(4-klór-2-metýlfenoxý)própíónsýra<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H318<br />

H411<br />

416-810-6 111969-64-3 SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-435-00-0 2S-ísóprópýl-5R-metýl-1R-sýklóhexýl-2,2díhýdroxýasetat<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

417-350-9 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-436-00-6 2-hýdroxý-3-(2-etýl-4metýlimídasóýl)própýlneódekanóat


Nr. 52/586 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

607-437-00-1 3-(4-amínófenýl)-2-sýanó-2-própensýra 417-480-6 252977-62-1 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

607-438-00-7 metýl-2-[(amínósúlfónýl)metýl]bensóat 419-010-5 112941-26-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

H318<br />

607-439-00-2 metýltetrahýdró-2-fúrankarboxýlat 420-670-1 37443-42-8 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

421-220-7 144740-59-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-440-00-8 metýl-2-amínósúlfónýl-6-<br />

(tríflúrmetýl)pýridín-3-karboxýlat<br />

H413 — H413<br />

421-490-6 167684-63-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-441-00-3 3-[3-(2-dódekýloxý-5metýlfenýlkarbamóýl)-4-hýdroxý-1naftýlþíó]própíónsýra<br />

H318<br />

607-442-00-9 bensýl[hýdroxý-(4-fenýlbútýl)fosfínýl]asetat 416-050-5 87460-09-1 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H413 — H413<br />

607-443-00-4 bis(2,4-dí-tert-bútýl-6-metýlfenýl)etýlfosfat 416-140-4 145650-60-8 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H413 — H413<br />

416-230-3 35541-81-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-444-00-X hvarfmassi: cis-1,4dímetýlsýklóhexýldíbensóats,<br />

trans-1,4-dímetýlsýklóhexýldíbensóats<br />

H318<br />

607-445-00-5 járn(III)tris(4-metýlbensensúlfónat) 420-960-8 77214-82-5 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

416-240-8 155522-12-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-446-00-0 metýl-2-[4-(2-klór-4-nítrófenýlasó)-3-(1oxóprópýl)amínó]fenýlamínóprópíónat<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

416-370-5 156738-27-1 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-447-00-6 natríum-4-[4-(4hýdroxýfenýlasó)fenýlamínó]-3nítróbensensúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/587<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H318<br />

H242<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H242<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

607-448-00-1 2,3,5,6-tetraflúrbensósýra 416-800-1 652-18-6 Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

607-449-00-7 hvarfmassi: 4,4',4''-[(2,4,6-tríoxó- 417-080-1 — Sjálfhvarf. D<br />

1,3,5(2H,4H,6H)-tríasín-1,3,5-<br />

****<br />

tríýl)tris[metýlen(3,5,5-trímetýl-3,1<br />

Húðnæm. 1<br />

sýklóhexandíýl)imínókarbónýloxý-2,1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

etandíýl(etýl)amínó]]trisbensendíasóníumtrí[<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

bis(2-metýlprópýl)naftalensúlfónats],<br />

1<br />

4,4',4'',4'''-[[5,5'-[karbónýlbis[imínó(1,5,5trímetýl-3,1-sýklóhexandíýl)metýlen]]-<br />

2,4,6-tríoxó-1,3,5(2H,4H,6H)-tríasín-<br />

1,1',3,3'-tetraýl]tetrakis[metýlen(3,5,5trímetýl-3,1sýklóhexandíýl)imínókarbónýloxý-2,1etandíýl(etýl)amínó]]tetrakisbensendíasóníu<br />

mtetra[bis(2-metýlprópýl)naftalensúlfónats]<br />

H413 — H413<br />

419-040-9 89604-92-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-450-00-2 2-merkaptóbensóþíasólýl-(Z)-(2amínóþíasól-4-ýl)-2-(tert-<br />

bútxýkarbónýl)ísóprópoxýimínóasetat<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

417-640-5 161935-19-9 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-451-00-8 4-[4-amínó-5-hýdroxý-3-(4-(2súlfoxýetýlsúlfónýl)fenýlasó)-2,7dísúlfónaft-6-ýlasó]-6-[3-(4-amínó-5hýdroxý-3-(4-(2súlfoxýetýlsúlfónýl)fenýlasó)-2,7dísúlfónaft-6ýlasó]fenýlkarbónýlamínó]bensensúlfónsýra<br />

, natríumsalt<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

418-100-1 172964-15-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

418-170-3 116193-72-7 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-453-00-9 4-bensýl-2,6-díhýdroxý-4asaheptýlenbis(2,2-dímetýloktanóat)<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

607-454-00-4 hvarfmassi: trans-2-(1-metýletýl)-1,3díoxan-5-karboxýlsýru,cis-2-(1-metýletýl)-1,3-díoxan-5-<br />

karboxýlsýru<br />

H317<br />

419-520-8 172890-93-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-455-00-X 1-amínó-4-(3-[4-klór-6-(2,5dísúlfófenýlamínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-2,2-dímetýlprópýlamínó)-antrakínón-2súlfónsýra,<br />

natríum-/litíumsalt


Nr. 52/588 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H411 HSK09 H411<br />

607-456-00-5 3-amínó-4-klórbensósýra, hexadekýlester 419-700-6 143269-74-3 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

420-350-1 172277-97-3 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-457-00-0 tetranatríumdíhýdrógen-1,1''-díhýdroxý-<br />

8,8''-[p-fenýlbis(imínó-{6-[4-(2amínóetýl)píperasín-1-ýl]}-1,3,5-tríasín-4,2díýlimínó)]bis(2,2'-asónaftalen-1',3,6trísúlfónat)<br />

H411 HSK09 H411<br />

420-850-1 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-458-00-6 hvarfmassi: 2-etýl-[2,6-díbróm-4-[1-[3,5díbróm-4-(2-hýdroxýetoxý)fenýl]-1metýletýl]fenoxý]própenóats,2,2'-díetýl-[4,4'-bis(2,6-díbrómfenoxý)-1metýletýliden]díprópenóats,2,2'-[(1-metýletýliden)bis[[2,6-díbróm-4,1fenýlen)oxý]etanóls]]<br />

H413 — H413<br />

418-930-4 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-459-00-1 ísópentýl-4-{2-[5-sýanó-1,2,3,6-tetrahýdró-<br />

1-(2-ísóprópoxýetoxý-karbónýlmetýl)-4metýl-2,6-díoxó-3pýridýliden]hýdrasín}bensóat<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

418-990-1 778577-53-0 SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-460-00-7 3-trídekýloxýprópýlammóníum-9oktadekenóat<br />

H412 — H412<br />

421-160-1 — Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-461-00-2 hvarfmassi: pentanatríum-2-{4-{3-metýl-4-<br />

[6-súlfónat-4-(2-súlfónatfenýlasó)-naftalen-<br />

1-ýlasó]fenýlamínó}-6-[3-(2súlfatetansúlfónýl)fenýlamínó]-1,3,5-tríasín-<br />

2-ýlamínó}bensen-1,4-dísúlfónats,<br />

pentanatríum-2-{4-{3-metýl-4-[7-súlfónat-<br />

4-(2-súlfónatfenýlasó)-naftalen-1ýlasó]fenýlamínó}-6-[3-(2súlfatetansúlfónýl)fenýlamínó]-1,3,5-tríasín-<br />

2-ýlamínó}bensen-1,4-dísúlfónats


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/589<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H411 HSK09 H411<br />

421-230-1 88230-35-7 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-462-00-8 hvarfmassi: 1-hexýlasetats,<br />

2-metýl-1-pentýlasetats,<br />

3-metýl-1-pentýlasetats,<br />

4-metýl-1-pentýlasetats,<br />

annarra blandna línulegra og greinóttra C6alkýlasetats<br />

H411 HSK09 H411<br />

607-463-00-3 3-(fenóþíasín-10-ýl)própíónsýra 421-260-5 362-03-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H412 — H412<br />

421-280-4 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-464-00-9 hvarfmassi: 7-klór-1-etýl-6-flúor-1,4díhýdró-4-oxó-kínólín-3-karboxýlsýru,5-klór-1-etýl-6-flúor-1,4-díhýdró-4-oxókínólín-3-karboxýlsýru<br />

H412 — H412<br />

421-440-3 778583-04-3 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-465-00-4 tris(2-hýdroxýetýl)ammóníum-7-{4-[4-(2sýanóamínó-4-hýdroxý-6-oxíðópýrimídín-5ýlasó)bensamíð]-2-etoxýfenýlasó}naftalen-<br />

1,3-dísúlfónat<br />

H411 HSK09 H411<br />

421-480-1 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-466-00-X hvarfmassi: fenýl-1-(1-[2-klór-5-<br />

(hexadekýloxýkarbónýl)fenýlkarbamóýl]-<br />

3,3-dímetýl-2-oxóbútýl)-1H-2,3,3a,7atetrahýdróbensótríasól-5-karboxýlats,<br />

fenýl-2-(1-(2-klór-5-<br />

(hexadekýloxýkarbónýl)fenýlkarbamóýl)-<br />

3,3-dímetýl-2-oxóbútýl)-1H-2,3,3a,7atetrahýdróbensótríasól-5-karboxýlats,<br />

fenýl-3-(1-(2-klór-5-<br />

(hexadekýloxýkarbónýl)fenýlkarbamóýl)-<br />

3,3-dímetýl-2-oxóbútýl)-1H-2,3,3a,7atetrahýdróbensótríasól-5-karboxýlats<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

607-467-00-5 1,1,3,3-tetrabútýl-1,3-dítinoxýdíkaprýlat 419-430-9 56533-00-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/590 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

419-450-8 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-468-00-0 hvarfmassi: mónónatríum-4-((4-(5-súlfónat-<br />

2-metoxýfenýlamínó)-6-klór-1,3,5-tríasín-2ýl)amínó)-2-((1,4-dímetýl-6-oxíðó-2-oxó-5súlfónatmetýl-1,2-díhýdrópýridín-3ýl)asó)bensensúlfónats,dínatríum-4-((4-(5-súlfónat-2metoxýfenýlamínó)-6-klór-1,3,5-tríasín-2ýl)amínó)-2-((1,4-dímetýl-6-oxíðó-2-oxó-5súlfónatmetýl-1,2-díhýdrópýridín-3ýl)asó)bensensúlfónats,trínatríum-4-((4-(5-súlfónat-2metoxýfenýlamínó)-6-klór-1,3,5-tríasín-2ýl)amínó)-2-((1,4-dímetýl-6-oxíðó-2-oxó-5súlfónatmetýl-1,2-díhýdrópýridín-3ýl)asó)bensensúlfónats,tetranatríum-4-((4-(5-súlfónat-2metoxýfenýlamínó)-6-klór-1,3,5-tríasín-2ýl)amínó)-2-((1,4-dímetýl-6-oxíðó-2-oxó-5súlfónatmetýl-1,2-díhýdrópýridín-3ýl)asó)bensensúlfónats<br />

H412 — H412<br />

419-460-2 120029-06-3 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-469-00-6 dínatríum-7-((4,6-bis(3díetýlamínóprópýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýl)amínó)-4-hýdroxý-3-(4-(4súlfónatfenýlasó)fenýlasó)-2naftalensúlfónat<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

414-100-0 154336-20-6 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-470-00-1 kalíumnatríum-6,13-díklór-3,10-bis{2-[4-[3-<br />

(2hýdroxýsúlfónýloxýetansúlfónýl)fenýlamínó<br />

]-6-(2,5-dísúlfónatfenýlamínó)-1,3,5-tríasín-<br />

2ýlamínó]etýlamínó}bensó[5,6][1,4]oxasín[2,<br />

3-b]fenoxasín-4,11-dísúlfónat<br />

H411 HSK09 H411<br />

400-660-3 111687-36-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-472-00-2 ammóníumjárn(III)trímetýlendíamíntetraaset<br />

at, hálfvatnað<br />

H413 — H413<br />

410-430-4 117573-89-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-474-00-3 (4-(4-(4-dímetýlamínóbensýlíden-1-ýl)-3metýl-5-oxó-2-pýrasólín-1-ýl)bensósýra


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/591<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

412-940-2 148878-18-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-475-00-9 hvarfmassi: tetranatríum-7-(4-[4-klór-6-<br />

[metýl-(3-súlfónatfenýl)amínó]-1,3,5tríasín-2-ýlamínó]-2úreídófenýlasó)naftalen-1,3,6-trísúlfónats,tetranatríum-7-(4-[4-klór-6-[metýl-(4súlfónatfenýl)amínó]-1,3,5-tríasín-2ýlamínó]-2-úreídófenýlasó)naftalen-1,3,6trísúlfónats<br />

(1:1)<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H412<br />

607-476-00-4 trínatríum-N,N-bis(karboxýmetýl)-β-alanín 414-070-9 129050-62-0 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

607-478-00-5 tetrametýlammóníumvetnisþalat 416-900-5 79723-02-7 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H413 — H413<br />

418-550-9 168689-49-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-479-00-0 hexadekýl-4-klór-3-[2-(5,5-dímetýl-2,4díoxó-1,3-oxasólidín-3-ýl)-4,4-dímetýl-3oxópentamíðó]bensóat<br />

H360Df<br />

271-084-6 68515-42-4 Eit. á æxlun 1B H360Df HSK08<br />

Hætta<br />

607-480-00-6 1,2-bensendíkarboxýlsýra,<br />

dí-C7–11, greinóttir og línulegir alkýlesterar<br />

H360D<br />

***<br />

H412<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H412<br />

402-660-9 — Eit. á æxlun 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-487-00-4 hvarfmassi: dínatríum 4-(3-etoxýkarbónýl-4-<br />

(5-(3-etoxýkarbónýl-5-hýdroxý-1-(4súlfonatfenýl)pýrasól-4-ýl)penta-2,4díenýlíden)-4,5-díhýdró-5-oxópýrasól-1ýl)bensensúlfonats,trínatríum-4-(3-etoxýkarbónýl-4-(5-(3etoxýkarbónýl-5-oxíðó-1-(4súlfónatfenýl)pýrasól-4-ýl)penta-2,4díenýlíden)-4,5-díhýdró-5-oxópýrasól-1ýl)bensensúlfónats<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-210-9 147379-38-2 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-488-00-X etýl(2-asetýlamínó-5-flúor-4ísóþíósýanatófenoxý)asetat


Nr. 52/592 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

414-890-7 71302-79-9 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-489-00-5 hvarfmassi: 2-etýlhexýllínólenats, línóleats<br />

og óleats,<br />

2-etýlhexýlepoxýóleats,<br />

2-etýlhexýldíepoxýlínóleats,<br />

2-etýlhexýltríepoxýlínólenats<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

415-060-7 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-490-00-0 N-[2-hýdroxý-3-(C12–16-alkýloxý)própýl]-Nmetýlglýsínat<br />

H411 HSK09 H411<br />

415-490-5 141773-73-1 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-492-00-1 2-(1-(3',3'-dímetýl-1'-sýklóhexýl)etoxý)-2metýlprópýlprópanóat<br />

H318<br />

415-670-3 78850-37-0 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

607-493-00-7 metýl(3aR,4R,7aR)-2-metýl-4-(1S,2R,3tríasetoxýprópýl)-3a,7a-díhýdró-4Hpýranó[3,4-d]oxasól-6-karboxýlat<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

607-494-00-2 bis(2-etýlhexýl)oktýlfosfónat 417-170-0 52894-02-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

417-550-6 168151-92-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

607-495-00-8 natríum-4-súlfófenýl-6-((1oxónónýl)amínó)hexanóat<br />

H413 — H413<br />

418-310-3 126050-54-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-496-00-3 2,2'-metýlenbis(4,6-dí-tert-bútýlfenýl)2etýlhexýlfosfít<br />

H413 — H413<br />

607-497-00-9 seríumoxíðísósterat 419-760-3 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H315<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H413<br />

607-498-00-4 (E)-3,7-dímetýl-2,6-oktadíenýlhexadekanóat 421-370-3 3681-73-0 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

421-660-1 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-499-00-X bis(dímetýl-(2-hýdroxýetýl)ammóníum)-1,2etandíýlbis(2-hexadekenýlsúksínat)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/593<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

421-670-4 — Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-500-00-3 kalsíum-2,2,bis[(5-tetraprópýlen-2hýdroxý)fenýl]etanóat<br />

H413 — H413<br />

421-820-9 192268-65-8 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

607-501-00-9 hvarfmassi: trífenýlþíófosfats og þrígreindra,<br />

bútýlaðra fenýlafleiðna<br />

H314<br />

H302<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H302<br />

H411<br />

422-200-0 178277-55-9 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-502-00-4 (N-bensýl-N,N,N-tríbútýl)ammóníum-4dódekýlbensensúlfónat<br />

H314<br />

422-210-5 68957-94-8 Húðæt. 1B H314 HSK05<br />

Hætta<br />

607-503-00-X 2,4,6-trí-n-própýl-2,4,6-tríoxó-1,3,5,2,4,6tríoxatrífosfórínan<br />

H412 — H412<br />

422-930-1 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-505-00-0 pentanatríum-7-(4-(4-(5-amínó-4-súlfónat-2-<br />

(4-((2-<br />

(súlfónatetoxý)súlfónýl)fenýlasó)fenýlamínó<br />

)-6-klór-1,3,5-tríasín-2-ýl)amínó-2úreídófenýlasó)naftalen-1,3,6-trísúlfónat<br />

H411 HSK09 H411<br />

422-970-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-506-00-6 hvarfmassi: strontíum(4-klór-2-((4,5díhýdró-3-metýl-5-oxó-1-(3-súlfónatfenýl)-1H-pýrasól-4-ýl)asó)-5metýl)bensensúlfónats,dínatríum(4-klór-2-((4,5-díhýdró-3-metýl-5oxó-1-(3-súlfónatfenýl)-1H-pýrasól-4ýl)asó)-5-metýl)bensensúlfónats<br />

H318<br />

422-980-2 187026-95-5 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

607-507-00-1 kalíum, natríum-2,4-díamínó-3-[4-(2súlfónatetoxýsúlfónýl)fenýlasó]-5-[4-(2súlfónatetoxýsúlfónýl)-2súlfónatfenýlasó]bensensúlfónat


Nr. 52/594 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

423-110-4 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

607-508-00-7 dínatríum-3,3'-[imínóbis[súlfónýl-4,1fenýlen-(5-hýdroxý-3-metýlpýrasól-1,4díýl)asó-4,1-fenýlensúlfónýlimínó-(4amínó-6-hýdroxýpýrimídín-2,5-díýl)asó-4,1fenýlensúlfónýlimínó(4-amínó-6hýdroxýpýrimídín-2,5díýl)asó]bis(bensensúlfónat)]<br />

H412 — H412<br />

423-970-0 182926-43-8 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-512-00-9 trínatríum-2,4-díamínó-3,5-bis-[4-(2súlfónatetoxý)súlfónýl)fenýlasó]bensensúlfó<br />

nat<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

423-200-3 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

607-513-00-4 hvarfmassi: trínatríum-4-bensóýlamínó-6-(6etensúlfónýl-1-súlfatnaftalen-2-ýlasó)-5hýdroxýnaftalen-2,7-dísúlfónats,<br />

5-(bensóýlamínó)-4-hýdroxý-3-((1-súlfó-6-<br />

((2-(súlfoxý)etýl)súlfónýl)-2naftýl)asó)naftalen-2,7-dísúlfónsýru<br />

natríumsalts,<br />

5-(bensóýlamínó)-4-hýdroxý-3-((1-súlfó-6-<br />

((2-(súlfoxý)etýl)súlfónýl)-2naftýl)asó)naftalen-2,7-dísúlfónsýru<br />

H319<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H411<br />

429-650-7 147732-60-3 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

607-515-00-5 hvarfmassi:<br />

dínatríumhexýldífenýleterdísúlfónats,<br />

dínatríumdíhexýldífenýleterdísúlfónats<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

429-670-6 105996-54-1 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

607-516-00-0 N,N'-bis(tríflúrasetýl)-S,S'-bis-Lhómósysteín<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

607-517-00-6 (S)-α-(asetýlþíó)bensenprópansýra 430-300-0 76932-17-7 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 15263-53-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

607-526-00-5 kartap (ISO),<br />

1,3-bis(karbamóýlþíó)-2-<br />

(dímetýlamínó)própan


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/595<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H373 **<br />

423-180-6 — SEM-EV 2 * H373 ** HSK08<br />

Varúð<br />

607-527-00-0 hvarfmassi: 1-(1'H,1'H,2'H,2'Htrídekaflúroktýl)-12-(1''H,1''H,2''H,2''Htrídekaflúroktýl)dódekandíóats,<br />

1-(1'H,1'H,2'H,2'H-trídekaflúroktýl)-12-<br />

(1''H,1''H,2''H,2''Hheptdekaflúrdekýl)dódekandíóats,<br />

1-(1'H,1'H,2'H,2'H-trídekaflúroktýl)-12-<br />

(1''H,1''H,2''H,2''Hheneikósaflúrdódekýl)dódekandíóats,<br />

1-(1'H,1'H,2'H,2'H-trídekaflúroktýl)-12-<br />

(1''H,1''H,2''H,2''Hpentakósaflúrtetradekýl)dódekandíóats,<br />

1-(1'H,1'H,2'H,2'H-heptadekaflúrdekýl)-12-<br />

(1''H,1''H,2''H,2''Hheptadekaflúrdekýl)dódekandíóats,<br />

1-(1'H,1'H,2'H,2'H-heptadekaflúrdekýl)-12-<br />

(1''H,1''H,2''H,2''Hheneikósaflúrdódekýl)dódekandíóats<br />

C<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H319<br />

H335<br />

607-696-00-0 pentýlformat 211-340-6 638-49-3 Eldf. vökvi 3<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

H225 C<br />

607-697-00-6 tert-bútýlprópíónat — 20487-40-5 Eldf. vökvi 2 H225 HSK02<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

200-835-2 75-05-8 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

608-001-00-3 asetónítríl,<br />

sýanómetan<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

608-002-00-9 tríklórasetónítríl 208-885-7 545-06-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/596 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

* D<br />

H225<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

608-003-00-4 akrýlnítríl 203-466-5 107-13-1 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

200-909-4 75-86-5 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-004-00-X 2-hýdroxý-2-metýlprópíónítríl,<br />

2-sýanóprópan-2-ól,<br />

asetonsýanóhýdrín<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

608-005-00-5 n-bútýrónítríl 203-700-6 109-74-0 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

M = 10<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H301<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

216-882-7 1689-84-5 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-006-00-0 brómoxýníl (ISO),<br />

3,5 díbróm-4- hýdroxýbensónítríl,<br />

brómoxýnílfenól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/597<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 10<br />

H361d<br />

***<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H319<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

216-881-1 1689-83-4 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-007-00-6 joxýníl (ISO),<br />

4-hýdroxý-3,5-díjoðbensónítríl<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

608-008-00-1 klórasetónítríl 203-467-0 107-14-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

608-009-00-7 malónónítríl 203-703-2 109-77-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

D<br />

*<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,2%<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

204-817-5 126-98-7 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

608-010-00-2 metakrýlónítríl,<br />

2-metýl-2-própennítríl<br />

U<br />

H220<br />

H331<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H220<br />

H331<br />

H400<br />

H410<br />

207-306-5 460-19-5 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-011-00-8 oxalónítríl,<br />

sýanógen


Nr. 52/598 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

608-012-00-3 bensónítríl 202-855-7 100-47-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

608-013-00-9 2-klórbensónítríl 212-836-5 873-32-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

M = 10<br />

H351<br />

H330<br />

H318<br />

H335<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H330<br />

H318<br />

H335<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

217-588-1 1897-45-6 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

SEM-VES 3<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-014-00-4 klórþalóníl (ISO),<br />

tetraklórísóþalónítríl<br />

H312<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H411<br />

214-787-5 1194-65-6 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

608-015-00-X díklóbeníl (ISO),<br />

2,6-díklórbensónítríl<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

608-016-00-5 1,4-dísýanó-2,3,5,6-tetra-klór-bensen 401-550-8 1897-41-2 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

M = 10<br />

H361d<br />

***<br />

H331<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H331<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

216-885-3 1689-99-2 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-017-00-0 brómoxýníloktanóat (ISO),<br />

2,6-díbróm-4-sýanófenýloktanóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/599<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 10<br />

H361d<br />

***<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

223-375-4 3861-47-0 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-018-00-6 joxýníloktanóat (ISO),<br />

4-sýanó-2,6-díjoðfenýloktanóat<br />

T<br />

H242<br />

H332<br />

H302<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H242<br />

H332<br />

H302<br />

H412<br />

201-132-3 78-67-1 Sjálfhvarf. C<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

608-019-00-1 2,2'-dímetýl-2,2'-asódíprópíónnítríl,<br />

ADZN<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

403-710-2 76823-93-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

608-021-00-2 3-(2-(díamínómetýlenamínó)þíasól-4ýlmetýlþíó)própíónítríl<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

608-022-00-8 3,7-dímetýloktannítríl 403-620-3 40188-41-8 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

406-140-2 114369-43-6 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-023-00-3 fenbúkónasól (ISO),<br />

4-(4-klórfenýl)-2-fenýl-2-[(1H-1,2,4-tríasól-<br />

1-ýl)metýl]bútannítríl<br />

H413 — H413<br />

407-650-8 97460-76-9 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

608-024-00-9 2-(4-(N-bútýl-N-fenetýlamínó)fenýl)etýlen-<br />

1,1,2-tríkarbónítríl<br />

H413 — H413<br />

608-025-00-4 2-nítró-4,5-bis(bensýloxý)fenýlasetónítríl 410-970-0 117568-27-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

608-026-00-X 3-sýanó-3,5,5-trímetýlsýklóhexanón 411-490-4 7027-11-4 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


Nr. 52/600 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H411 HSK09 H411<br />

412-660-0 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

608-027-00-5 hvarfmassi: 3-(4-etýlfenýl)-2,2dímetýlprópannítríls,<br />

3-(2-etýlfenýl)-2,2-dímetýlprópannítríls,<br />

3-(3-etýlfenýl)-2,2-dímetýlprópannítríls<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

413-510-7 147374-67-2 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

608-028-00-0 4-(2-sýanó-3-fenýlamínóakrýlóýloxýmetýl)sýklóhexýl-metýl-2-sýanó-3-fenýlamínó)akrýlat<br />

H317<br />

411-990-2 68612-94-2 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

608-029-00-6 1,2-díhýdró-6-hýdroxý-4-metýl-1-[3-(1metýletoxý)própýl]-2-oxó-3pýridínkarbónítríl<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

412-340-0 147741-93-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-030-00-1 N-asetýl-N-[5-sýanó-3-(2-díbútýlamínó-4fenýlþíasól-5-ýl-metýlen)-4-metýl-2,6díoxó-1,2,3,6-tetrahýdrópýridín-1ýl]bensamíð<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

608-031-00-7 2-bensýl-2-metýl-3-bútenítríl 407-870-4 97384-48-0 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

407-970-8 75511-91-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

608-033-00-8 N-bútýl-3-(2-klór-4-nítrófenýlhýdrasónó)-1sýanó-2-metýlpróp-1-en-1,3-díkarboximíð<br />

H331<br />

H302<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 122453-73-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-034-00-3 klórfenapýr,<br />

4-bróm-2-(4-klórfenýl)-1-etoxýmetýl-5tríflúrmetýlpýrról-3-karbónítríl<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

419-290-9 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

608-035-00-9 (±)-α-[(2-asetýl-5-metýlfenýl)-amínó]-2,6díklórbensen-asetó-nítríl


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/601<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H413 — H413<br />

419-060-8 79026-02-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

608-036-00-4 3-(2-{4-[2-(4sýanófenýl)vínyl]fenýl}vínyl)bensónítríl<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

422-190-8 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-037-00-X hvarfmassi: (E)-2,12-trídekadíennítríls,<br />

(E)-3,12-trídekadíennítríls,<br />

(Z)-3,12-trídekadíennítríls<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

608-038-00-5 2,2,4-trímetýl-4-fenýlbútannítríl 422-580-8 75490-39-0 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

608-039-00-0 2-fenýlhexannítríl 423-460-8 3508-98-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

423-490-1 130755-46-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-040-00-6 4,4'-díþíóbis(5-amínó-1-(2,6-díklór-4-<br />

(tríflúrmetýl)fenýl)-1H-pýrasól-3karbónítríl)<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

423-500-4 138401-24-8 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-041-00-1 4'-((2-bútýl-4-oxó-1,3-díasaspíró[4.4]nón-1en-3-ýl)metýl)(1,1'-bífenýl)-2-karbónítríl<br />

H331<br />

H302<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

608-043-00-2 3-(cis-3-hexenýloxý)própannítríl 415-220-6 142653-61-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

M = 10 A<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H301<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— — Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-065-00-2 sölt brómoxýníls, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka


Nr. 52/602 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

M = 10 A<br />

H361d<br />

***<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H319<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361d<br />

***<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

— — Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

608-066-00-8 sölt joxýníls, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

*<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

609-001-00-6 1-nítróprópan 203-544-9 108-03-2 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H226<br />

H350<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H350<br />

H332<br />

H302<br />

609-002-00-1 2-nítróprópan 201-209-1 79-46-9 Eldf. vökvi 3<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H351<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H411<br />

609-003-00-7 nítróbensen 202-716-0 98-95-3 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

25154-54-5<br />

[1]<br />

100-25-4 [2]<br />

99-65-0 [3]<br />

528-29-0 [4]<br />

246-673-6 [1]<br />

202-833-7 [2]<br />

202-776-8 [3]<br />

208-431-8 [4]<br />

609-004-00-2 dínítróbensen, [1]<br />

1,4-dínítróbensen, [2]<br />

1,3-dínítróbensen, [3]<br />

1,2-dínítróbensen [4]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/603<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

609-005-00-8 1,3,5-trínítróbensen 202-752-7 99-35-4 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

609-006-00-3 4-nítrótólúen 202-808-0 99-99-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

121-14-2 [1]<br />

25321-14-6<br />

[2]<br />

204-450-0 [1]<br />

246-836-1 [2]<br />

609-007-00-9 2,4-dínítrótólúen<br />

dínítrótólúen, af tæknilegum hreinleika, [1]<br />

dínítrótólúen [2]<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

204-289-6 118-96-7 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

609-008-00-4 2,4,6-trínítrótólúen,<br />

TNT


Nr. 52/604 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

201-865-9 88-89-1 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

609-009-00-X 2,4,6-trínítrófenól,<br />

píkrínsýra<br />

T<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

609-010-00-5 sölt af píkrínsýru — — Óstöð. spreng.<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

609-011-00-0 2,4,6-trínítróanísól — 606-35-9 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK01<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

609-012-00-6 2,4,6-trínítró-m-kresól 210-027-1 602-99-3 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

609-013-00-1 2,4,6-trínítró-m-xýlen 211-187-5 632-92-8 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

202-811-7 100-02-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

609-015-00-2 4-nítrófenól,<br />

p-nítrófenól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/605<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

25550-58-7<br />

[1]<br />

71629-74-8<br />

[2]<br />

247-096-2 [1]<br />

275-732-9 [2]<br />

609-016-00-8 dínítrófenól (hvarfmassi hverfna), [1]<br />

2,4(eða 2,6)-dínítrófenól [2]<br />

T<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK01<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

201-436-6 82-71-3 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

609-018-00-9 2,4,6-trínítróresorsínól,<br />

stypnínsýra<br />

1<br />

H200<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H200<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

239-290-0 15245-44-0 Óstöð. spreng.<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-019-00-4 blý-2,4,6-trínítró-m-fenýlendíoxíð,<br />

blý-2,4,6-trínítróresorsínoxíð,<br />

blýstýfnat<br />

1<br />

H201<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H360Df<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

239-290-0 15245-44-0 Spreng. 1.1<br />

Eit. á æxlun 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-019-01-1 blý-2,4,6-trínítró-m-fenýlendíoxíð,<br />

blý-2,4,6-trínítróresorsínoxíð,<br />

blýstýfnat [≥ 20% stilliefni]


Nr. 52/606 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H044<br />

H341<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

208-601-1 534-52-1 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-020-00-X DNOC (ISO),<br />

4,6-dínítró-o-kresól<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

2312-76-7 [1]<br />

5787-96-2 [2]<br />

219-007-7 [1]<br />

- [2]<br />

609-021-00-5 natríumsalt DNOC,<br />

natríum-4,6-dínítró-o-kresólat, [1]<br />

kalíumsalt DNOC,<br />

kalíum-4,6-dínítró-o-kresólat [2]<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

221-037-0 2980-64-5 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-022-00-0 ammóníumsalt DNOC,<br />

ammóníum-4,6-dínítró-o-tólýloxíð<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H373 **<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H373 **<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

609-023-00-6 dínókap (ISO) 254-408-0 39300-45-3 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/607<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H360D<br />

***<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

207-612-9 485-31-4 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-024-00-1 bínapakrýl (ISO),<br />

2-sec-bútýl-4,6-dínítrófenýl-3-metýlkrótónat<br />

ESB-<br />

H044<br />

H360Df<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

201-861-7 88-85-7 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-025-00-7 dínóseb (ISO),<br />

6-sec-bútýl-2,4-dínítrófenól<br />

A<br />

ESB-<br />

H044<br />

H360Df<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

— — Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-026-00-2 sölt og esterar dínósebs, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 63919-26-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-027-00-8 dínoktón,<br />

hvarfmassi hverfna: metýl-2-oktýl-4,6dínítrófenýlkarbónats,metýl-4-oktýl-2,6dínítrófenýlkarbónats<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

205-042-5 131-89-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-028-00-3 dínex (ISO),<br />

2-sýklóhexýl-4,6-dínítrófenól


Nr. 52/608 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

609-029-00-9 sölt og esterar dínex — — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

ESB-<br />

H044<br />

H360D<br />

***<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

215-813-8 1420-07-1 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-030-00-4 dínóterb (ISO),<br />

2-tert-bútýl-4,6-dínítrófenól<br />

A<br />

H360D<br />

***<br />

H300<br />

H311<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H300<br />

H311<br />

H400<br />

H410<br />

609-031-00-X sölt og esterar dínóterbs — — Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

236-129-6 13181-17-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-032-00-5 brómfenoxím (ISO),<br />

3,5-díbróm-4-hýdroxýbensaldehýð-O-(2,4dínítrófenýl)-oxím<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

— 4097-36-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-033-00-0 dínósam (ISO),<br />

2-(1-metýlbútýl)-4,6-dínítrófenól


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/609<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

609-034-00-6 sölt og esterar dínósams — — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

*<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

609-035-00-1 nítróetan 201-188-9 79-24-3 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

*<br />

H226<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H302<br />

609-036-00-7 nítrómetan 200-876-6 75-52-5 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H350<br />

609-037-00-2 5-nítróasenaften 210-025-0 602-87-9 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H411<br />

609-038-00-8 2-nítrónaftalen 209-474-5 581-89-5 Krabb. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H411<br />

609-039-00-3 4-nítróbífenýl 202-204-7 92-93-3 Krabb. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

217-406-0 1836-75-5 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-040-00-9 nítrófen (ISO),<br />

2,4-díklórfenýl 4-nítrófenýleter


Nr. 52/610 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

609-041-00-4 2,4-dínítrófenól 200-087-7 51-28-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

254-938-2 40487-42-1 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-042-00-X pendímetalín (ISO),<br />

N-(1-etýlprópýl)-2,6-dínítró-3,4-xýlidín<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

201-435-0 82-68-8 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-043-00-5 kvintósen (ISO),<br />

pentaklórnítróbensen<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

204-178-2 117-18-0 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-044-00-0 teknasen (ISO),<br />

1,2,4,5-tetraklór-3-nítróbensen<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 8069-76-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-045-00-6 hvarfmassi: 4,6-dínítró-2-(3oktýl)fenýlmetýlkarbónats<br />

og 4,6-dínítró-2-<br />

(4-oktýl)fenýlmetýlkarbónats,<br />

dínoktóns-6<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

216-428-8 1582-09-8 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-046-00-1 tríflúralín (ISO) (sem inniheldur < 0,5<br />

milljónarhluta NPDA),<br />

α,α,α-tríflúor-2,6-dínítró-N,N-díprópýl-ptólúidín<br />

(sem inniheldur < 0,5 milljónarhluta<br />

NPDA),<br />

2,6-dínítró-N,N-díprópýl-4-tríflúrmetýlanilín<br />

(sem inniheldur < 0,5 milljónarhluta<br />

NPDA),<br />

N,N-díprópýl-2,6-dínítró-4-tríflúrmetýlanilín<br />

(sem inniheldur < 0,5 milljónarhluta NPDA)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/611<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

609-047-00-7 2-nítróanisól 202-052-1 91-23-6 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

609-048-00-2 natríum-3-nítróbensensúlfónat 204-857-3 127-68-4 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

609-049-00-8 2,6-dínítrótólúen 210-106-0 606-20-2 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

609-050-00-3 2,3-dínítrótólúen 210-013-5 602-01-7 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/612 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

609-051-00-9 3,4-dínítrótólúen 210-222-1 610-39-9 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

609-052-00-4 3,5-dínítrótólúen 210-566-2 618-85-9 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H201<br />

H240<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H317<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H201<br />

H240<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H317<br />

609-053-00-X hýdrasín-trínítrómetan 414-850-9 — Spreng. 1.1 ****<br />

Sjálfhvarf. A<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

66-56-8 [1]<br />

329-71-5 [2]<br />

573-56-8 [3]<br />

577-71-9 [4]<br />

- [5]<br />

200-628-7 [1]<br />

206-348-1 [2]<br />

209-357-9 [3]<br />

209-415-3 [4]<br />

- [5]<br />

609-054-00-5 2,3-dínítrófenól, [1]<br />

2,5-dínítrófenól, [2]<br />

2,6-dínítrófenól, [3]<br />

3,4-dínítrófenól, [4]<br />

sölt dínítrófenóls [5]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/613<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

609-055-00-0 2,5-dínítrótólúen 210-581-4 619-15-8 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

T<br />

*<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H201<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H351<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

609-056-00-6 2,2-díbróm-2-nítróetanól 412-380-9 69094-18-4 Spreng. 1.1<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

609-057-00-1 3-klór-2,4-díflúrnítróbensen 411-980-8 3847-58-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

ESB-<br />

H070<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H312<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

609-058-00-7 2-nítró-2-fenýl-1,3-própandíól 410-360-4 5428-02-4 SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/614 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

609-059-00-2 2-klór-6-(etýlamínó)-4-nítrófenól 411-440-1 131657-78-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

609-060-00-8 4-[(3-hýdroxýprópýl)amínó]-3-nítrófenól 406-305-9 92952-81-3 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

406-100-4 94097-88-8 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-061-00-3 (E,Z)-4-klórfenýl(sýklóprópýl)ketón-O-(4nítrófenýlmetýl)oxím<br />

H311<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H311<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

609-062-00-9 2-bróm-2-nítróprópanól 407-030-7 24403-04-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

609-063-00-4 2-[(4-klór-2-nítrófenýl)amínó]etanól 413-280-8 59320-13-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 104206-82-8 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

609-064-00-X mesatríón (ISO),<br />

2-[4-(metýlsúlfónýl)-2-nítróbensóýl]-1,3sýklóhexandíón<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

609-065-00-5 2-nítrótólúen 201-853-3 88-72-2 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/615<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H371 **<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H371 **<br />

418-870-9 154212-58-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 2 **<br />

H317<br />

416-280-6 156769-97-0 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

T<br />

H201<br />

H351<br />

H410<br />

609-066-00-0 litíumnatríum-3-amínó-10-{4-(10-amínó-<br />

6,13-díklór-4,11dísúlfónatbensó[5,6][1,4]oxasínó[2,3b]fenoxasín-3-ýlamínó)-6-[metýl(2súlfónató-etýl)amínó]-1,3,5-tríasín-2ýlamínó}-6,13díklórbensó[5,6][1,4]oxasínó[2,3b]fenoxasín-4,11-dísúlfónat<br />

609-067-00-6 natríum og kalíum-4-(3-amínóprópýlamínó)-<br />

2,6-bis[3-(4-metoxý-2-súlfófenýlasó)-4hýdroxý-2-súlfó-7-naftýlamínó]-1,3,5-tríasín<br />

609-068-00-1 moskusxýlen,<br />

5-tert-bútýl-2,4,6-trínítró-m-xýlen<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H201<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

201-329-4 81-15-2 Spreng. 1.1<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

415-580-4 130841-23-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

609-070-00-2 1,4-díklór-2-(1,1,2,3,3,3-hexaflúrprópoxý)-<br />

5-nítróbensen<br />

H317<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

423-520-3 156137-33-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

609-071-00-8 hvarfmassi: 2-metýlsúlfanýl-4,6-bis-(2hýdroxý-4-metoxý-fenýl)-1,3,5-tríasíns,<br />

2-(4,6-bis-metýlsúlfanýl-1,3,5-tríasín-2-ýl)-<br />

5-metoxý-fenóls<br />

H330<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

200-930-9 76-06-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

610-001-00-3 tríklórnítrómetan,<br />

klórpíkrín<br />

H315<br />

H315<br />

H331<br />

H311<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H301<br />

C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

610-002-00-9 1,1-díklór-1-nítróetan 209-854-0 594-72-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

610-003-00-4 klórdínítróbensen — — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/616 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

610-004-00-X 2-klór-1,3,5-trínítróbensen 201-864-3 88-88-0 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H351<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

610-005-00-5 1-klór-4-nítróbensen 202-809-6 100-00-5 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

A C<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

— — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

610-006-00-0 klórnítróanilín, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

*<br />

H332<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

610-007-00-6 1-klór-1-nítróprópan 209-990-0 600-25-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H411<br />

610-008-00-1 2,6-díklór-4-nítróanísól 403-350-6 17742-69-7 Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/617<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

610-009-00-7 2-klór-4-nítróanilín 204-502-2 121-87-9 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

610-010-00-2 2-bróm-1-(2-fúrýl)-2-nítróetýlen 406-110-9 35950-52-8 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

611-001-00-6 asóbensen 203-102-5 103-33-3 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H332<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

611-002-00-1 asoxýbensen 207-802-1 495-48-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H301<br />

H312<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H412<br />

205-419-4 140-56-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-003-00-7 fenamínósúlf (ISO),<br />

natríum-4-dímetýlamínóbensendíasósúlfónat<br />

H350<br />

H360D<br />

***<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H360D<br />

***<br />

209-765-7 592-62-1 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

611-004-00-2 metýl-ONN-asoxýmetýlasetat,<br />

metýlasoxýmetýlasetat<br />

H350<br />

240-221-1 16071-86-6 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

611-005-00-8 dínatríum-{5[(4'-((2,6-hýdroxý-3-((2hýdroxý-5-súlfófenýl)asó)fenýl)asó)(1,1'bífenýl)-4-ýl)asó]salísýlató(4-)}kúprat(2-),<br />

CI Direct Brown 95


Nr. 52/618 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H317<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H317<br />

202-591-2 97-56-3 Krabb. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

611-006-00-3 4-o-tólýlasó-o-tólúidín,<br />

4-amínó-2',3-dímetýlasóbensen,<br />

fast garnet GBC base,<br />

AAT,<br />

o-amínóasótólúen<br />

H302<br />

255-559-5 41814-78-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

611-007-00-9 trísýklasól (ISO),<br />

5-metýl-1,2,4-tríasól(3,4-b)bensó-1,3-þíasól<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

200-453-6 60-09-3 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-008-00-4 4-amínóasóbensen,<br />

4-fenýlasóanilín<br />

H332<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H412<br />

401-220-3 — Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-009-00-X natríum(1-(5-(4-(4-anilínó-3-súlfófenýlasó)-<br />

2-metýl-5-metýlsúlfónamíðófenýlasó)-4hýdroxý-2-oxíðó-3-(fenýlasó)fenýlasó)-5nítró-4-súlfónató-2-naftólató)járn(II)<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

403-010-7 106359-94-8 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-010-00-5 2'-(2-sýanó-4,6-dínítrófenýlasó)-5'-(N,Ndíprópýlamínó)própíónanilíð<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Dg<br />

H318<br />

H411<br />

403-340-1 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-011-00-0 N,N,N',N'-tetrametýl-3,3'-<br />

(própýlenbis(imínókarbónýl-4,1fenýlenasó(1,6-díhýdró-2-hýdroxý-4-metýl-6-oxópýridín-3,1díýl)))dí(própýlammóníum)dílaktat<br />

H317<br />

403-410-1 114565-65-0 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-012-00-6 hvarfmassi 2,2-imínódíetanól-6-metýl-2-(4-<br />

(2,4,6-tríamínópýrimídín-5ýlasó)fenýl)bensóþíasól-7-súlfónats<br />

og 2metýlamínóetanól-6-metýl-2-(4-(2,4,6tríamínópýrimídín-5ýlasó)fenýl)bensóþíasól-7-súlfónats<br />

og N,Ndíetýlprópan-1,3-díamín-6-metýl-2-(4-(2,4,6-tríamínópýrimídín-5ýlasó)fenýl)bensóþíasól-7-súlfónats


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/619<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H203<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H203<br />

H411<br />

403-650-7 117409-78-6 Spreng. 1.3 ****<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-013-00-1 trílitíum-1-hýdroxý-7-(3-súlfónatóanilínó)-<br />

2-(3-metýl-4-(2-metoxý-4-(3súlfónatófenýlasó)fenýlasó)fenýlasó)naftale<br />

n-3-súlfónat<br />

H317<br />

404-250-5 115099-55-3 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-014-00-7 (tetranatríum-1-(4-(3-asetamíðó-4-(4'-nítró-<br />

2,2'-dísúlfónatóstilben-4-ýlasó)anilínó)-6-<br />

(2,5-dísúlfónatóanilínó)-1,3,5-tríasín-2-ýl)-<br />

3-karboxýpýridíníum)hýdroxíð<br />

H317<br />

404-320-5 116889-78-2 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-015-00-2 tetranatríum-4-amínó-5-hýdroxý-6-(4-(2-(2-<br />

(súlfónatoxý)etýlsúlfónýl)etýlkarbamóýl)fen<br />

ýlasó)-3-(4-(2-<br />

(súlfónatoxý)etýlsúlfónýl)fenýlasó)naftalen-<br />

2,7-dísúlfónat<br />

H317<br />

404-540-1 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-016-00-8 hvarfmassi 1,1'-((díhýdroxýfenýlen)bis(asó-<br />

3,1-fenýlenasó(1-(3-dímetýlamínóprópýl)-<br />

1,2-díhýdró-6-hýdroxý-4-metýl-2oxópýridín-5,3díýl)))dípýridíníumdíklóríðdíhýdróklóríðs,<br />

blandaðra hverfna og 1-(1-(3dímetýlamínóprópýl)-5-(3-((4-(1-(3dímetýlamínóprópýl)-1,6-díhýdró-2hýdroxý-4-metýl-6-oxó-5-pýridíníó-3pýridýlasó)fenýlasó)-2,4(eða<br />

2,6 eða 3,5)díhýdroxýfenýlasó)fenýasó)-1,2-díhýdró-6hýdroxý-4-metýl-2-oxó-3pýridýl)pýridíníumdíklóríðs<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

404-910-2 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-017-00-3 2-(4-<br />

(díetýlamínóprópýlkarbamóýl)fenýlasó)-3oxó-N-(2,3-díhýdró-2-oxóbensimídasól-5-<br />

ýl)bútýramíð<br />

H317<br />

405-130-5 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-018-00-9 tetraammóníum-5-(4-(7-amínó-1-hýdroxý-3súlfónató-2-naftýlasó)-6-súlfónató-1-<br />

naftýlasó)ísóþalat<br />

H317<br />

405-150-4 106028-58-4 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-019-00-4 tetralitíum-6-amínó-4-hýdroxý-3-(7súlfónató-4-(4-súlfónatófenýlasó)-1naftýlasó)naftalen-2,7-dísúlfónat


Nr. 52/620 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H317<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H317<br />

H412<br />

405-170-3 116340-05-7 Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-020-00-X tetrakis(tetrametýlammóníum)-6-amínó-4hýdroxý-3-(7-súlfónató-4-(4súlfónatófenýlasó)-1-naftýlasó)naftalen-2,7dísúlfónat<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H413<br />

405-480-9 — Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-021-00-5 2-(4-(4-sýanó-3-metýlísóþíasól-5-ýlasó)-Netýl-3-metýlanilínó)etýlasetat<br />

T<br />

H242<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H331<br />

H301<br />

H312<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

404-980-4 — Sjálfhvarf. C<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-022-00-0 4-dímetýlamínóbensendíasóníum-3karboxý-4-hýdroxýbensensúlfónat<br />

H317<br />

404-600-7 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-023-00-6 dínatríum-7-(4,6-díklór-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)-4-hýdroxý-3-(4-(2-<br />

(súlfónatoxý)etýlsúlfónýl)fenýlasó)naftalen-<br />

2-súlfónat<br />

H350 A<br />

— — Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

611-024-00-1 asólitir að stofni til úr bensidíni,<br />

4,4'-díarýlasóbífenýl-litir, þó ekki þeir sem<br />

eru tilgreindir annars staðar í þessum<br />

viðauka<br />

H350<br />

H361d<br />

***<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H361d<br />

***<br />

217-710-3 1937-37-7 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

611-025-00-7 dínatríum-4-amínó-3-[[4′-[(2,4díamínófenýl)asó][1,1'-bífenýl]-4-ýl]asó]-5hýdroxý-6-(fenýlasó)naftalen-2,7-dísúlfónat,<br />

C.I. Direct Black 38


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/621<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H361d<br />

***<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H361d<br />

***<br />

220-012-1 2602-46-2 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

611-026-00-2 tetranatríum-3,3'-[[1,1'-bífenýl]-4,4'díýlbis(asó)]bis[5-amínó-4-hýdroxýnaftalen-<br />

2,7-dísúlfónat],<br />

C.I. Direct Blue 6<br />

H350<br />

H361d<br />

***<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H361d<br />

***<br />

209-358-4 573-58-0 Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

611-027-00-8 dínatríum-3,3'-[[1,1'-bífenýl]-4,4'díýlbis(asó)]bis(4-amínónaftalen-1súlfónat),<br />

C.I. Direct Red 28<br />

H334 G<br />

611-028-00-3 C,C'-asódí(formamíð) 204-650-8 123-77-3 Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

H350 A H<br />

— — Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

611-029-00-9 asólitir að stofni til úr o-díanisidíni,<br />

4,4'-díarýlasó-3,3'-dímetoxýbífenýl-litir, þó<br />

ekki þeir sem eru tilgreindir annars staðar í<br />

þessum viðauka<br />

H350 A H<br />

— — Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

611-030-00-4 leysilitir að stofni til úr o-tólidíni<br />

4,4'-díarýlasó-3,3'-dímetýlbífenýl-litir, þó<br />

ekki þeir sem eru tilgreindir annars staðar í<br />

þessum viðauka<br />

H350<br />

209-321-2 569-61-9 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

611-031-00-X 4,4'-(4-imínósýklóhexa-2,5díenýlídenmetýlen)díanilínhýdróklóríð,<br />

C.I. Basic Red 9<br />

H350<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

219-603-7 2475-45-8 Krabb. 1B<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

611-032-00-5 1,4,5,8-tetraamínóantrakínón,<br />

C.I. Disperse Blue 1<br />

H411 HSK09 H411<br />

400-020-3 82027-60-9 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-033-00-0 hexanatríum[4,4''-asoxýbis(2,2'dísúlfónatstilben-4,4'-díýlasó)]-bis[5'súlfónatbensen-2,2'-díólató-O(2),O(2),N(1)]kopar(II)<br />

H413 — H413<br />

402-430-8 105076-77-5 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-034-00-6 N-(5-(bis(2-metoxýetýl)amínó)-2-((5-nítró-<br />

2,1-bensísóþíasól-3-ýl)asó)fenýlasetamíð


Nr. 52/622 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

403-660-1 107246-80-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-035-00-1 tetralitíum-6-amínó-4-hýdroxý-3-[7súlfónató-4-(5-súlfónató-2-naftýlasó)-1naftýlasó]naftalen-2,7-dísúlfónat<br />

H317<br />

405-440-0 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-036-00-7 2-(4-(5,6(eða 6,7)-díklór-1,3-bensóþíasól-2ýlasó)-N-metýl-m-tólúídínó)etýlasetat<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

406-055-0 124584-00-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-037-00-2 3(eða 5)-(4-(N-bensýl-N-etýlamínó)-2metýlfenýlasó)-1,4-dímetýl-1,2,4tríasólíummetýlsúlfat<br />

H319<br />

406-820-9 — Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

611-038-00-8 trínatríum-1-hýdroxýnaftalen-2-asó-4'(5',5''dímetýlbífenýl)-4''-asó(4''fenýlsúlfónýloxýbensen)-2',2'',4-trísúlfónat<br />

H317<br />

407-050-6 117715-57-8 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-039-00-3 7-[((4,6-díklór-1,3,5-tríasín-2-ýl)amínó)-4hýdroxý-3-(4-((2súfoxý)etýl)súlfónýl)fenýlasó]naftalen-2súlfónsýra<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

407-670-7 115099-58-6 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-040-00-9 3-(5-asetýlamínó-4-(4-[4,6-bis(3díetýlamínóprópýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó]fenýlasó)-2-(2metoxýetoxý)fenýlasó)-6-amínó-4-hýdroxý-<br />

2-naftalensúlfónsýra<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

407-680-1 98809-11-1 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-041-00-4 2-[[4[[4,6-bis[[3-<br />

(díetýlamínó)própýl]amínó]-1,3,5-tríasín-2ýl]amínó]fenýl]asó]-N-(2,3-díhýdró-2-oxó-<br />

1H-bensimídasól-5-ýl)-3-oxóbútanamíð<br />

H412 — H412<br />

411-770-6 136213-71-3 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-042-00-X trínatríum-5-amínó-3-[5-(2brómakrýlóýlamínó)-2-súlfónatfenýlasó]-4hýdroxý-6-(4vínylsúlfónýlfenýlasó)naftalen-2,7dísúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/623<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

402-850-1 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-043-00-5 hvarfmassi: trínatríum-N(1')-N(2):N(1''')-<br />

N(2'')-η-6-[2-amínó-4-(eða 6)-hýdroxý-(eða 4amínó-2-hýdroxý)fenýlasó]-6''-(1-karbanílóýl-<br />

2-hýdroxýpróp-1-enýlasó)-5',5'''-dísúlfamóýl-<br />

3,3''-dísúlfónatóbis(naftalen-2,1'-asóbensen-<br />

1,2'-díólató-O(1),O(2'))-krómats,<br />

trínatríum-N(1')-N(2):N(1''')-N(2'')-η-6,6''bis(1-karbanílóýl-2-hýdroxýpróp-1-enýlasó)-<br />

5',5'''-dísúlfamóýl-3,3''-dísúlfónatóbis(naftalen-<br />

2,1'-asóbensen-1,2'-díólató-O(1),O(2'))krómats,trínatríum-N(1')-N(2):N(1''')-N(2'')-η-6,6''bis[2-amínó-4-(eða<br />

6)-hýdroxý-(eða 4-amínó-<br />

2-hýdroxý)fenýlasó]5',5'''-dísúlfamóýl-3,3''dísúlfónatóbis(naftalen-2,1'-asóbensen-1,2'díólató-O(1),O(2'))-krómats<br />

(2:1:1)<br />

H411 HSK09 H411<br />

403-720-7 117527-94-3 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

404-830-8 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-044-00-0 hvarfmassi: tert-alkýl(C12-<br />

C14)ammóníumbis[1-[(2-hýdroxý-5nítrófenýl)asó]-2-naftalenólató(2-)]-krómats(1-<br />

),<br />

tert-alkýl(C12-C14)ammóníumbis[1-[(2hýdroxý-4-nítrófenýl)asó]-2-naftalenólató(2-<br />

)]-krómats(1-),<br />

tert-alkýl(C12-C14)ammóníumbis[1-[[5-(1,1dímetýlprópýl)-2-hýdroxý-3-nítrófenýl]asó]-2naftalenólató(2-)]-krómats(1-),<br />

tert-alkýl(C12-C14)ammóníum[[1-[(2-hýdroxý-<br />

5-nítrófenýl)asó]-2-naftalenólató(2-)]-[1-[(2hýdroxý-5-nítrófenýl)asó]-2-naftalenólató(2-<br />

)]]-krómats(1-),<br />

tert-alkýl(C12-C14)ammóníum[[1-[[5-(1,1dímetýlprópýl)-2-hýdroxý-3-nítrófenýl]asó]-2naftalenólató(2-)]-[1-[(2-hýdroxý-5nítrófenýl)asó]-2-naftalenólató(2-)]]krómats(1-)<br />

tert-alkýl(C12-C14)ammóníum((1-(4(eða 5)nítró-2-oxíðófenýlasó)-2-naftólató)(1-(3-nítró-2-oxíðó-5-pentýlfenýlasó)-2naftólató))krómats(1-)<br />

611-045-00-6 2-[4-[N-(4-asetoxýbútýl)-N-etýl]amínó-2metýlfenýlasó]-3-asetýl-5-nítróþíófen<br />

H413 — H413


Nr. 52/624 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

611-046-00-1 4,4'-díamínó-2-metýlasóbensen 407-590-2 43151-99-1 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H413 — H413<br />

407-890-3 111381-11-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-047-00-7 hvarfmassi: 2-[[4-[N-etýl-N-(2asetoxýetýl)amínó]fenýl]asó]-5,6díklórbensóþíasóls,2-[[4-[N-etýl-N-(2asetoxýetýl)amínó]fenýl]asó]-6,7díklórbensóþíasóls<br />

(1:1)<br />

H413 — H413<br />

407-900-6 111381-12-5 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-048-00-2 hvarfmassi: 2-[[4-[bis(2asetoxýetýl)amínó]fenýl]asó]-5,6díklórbensóþíasóls,<br />

2-[[4-[bis(2-asetoxýetýl)amínó]fenýl]asó]-<br />

6,7-díklórbensóþíasóls (1:1)<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H412<br />

408-000-6 118658-98-3 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-049-00-8 hvarfmassi 7-[4-(3díetýlamínóprópýlamínó)-6-(3díetýlammóníóprópýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó]-4-hýdroxý-3-(4-fenýlasófenýlasó)naftalen-2-súlfónats,<br />

ediksýru, mjólkursýru<br />

(2:1:1)<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

411-110-7 136213-74-6 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-051-00-9 2-(4-(N-etýl-N-(2-hýdroxý)etýl)amínó-2metýlfenýl)asó-6-metoxý-3-metýlbensóþíasólíumklóríð<br />

H412 — H412<br />

400-720-9 — Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-052-00-4 mónónatríumakva-[5-[[2,4-díhýdroxý-5-[(2hýdroxý-3,5-dínítrófenýl)asó]fenýl]asó]-2naftalensúlfónat],<br />

járnflóki<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

221-070-0 2997-92-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

611-053-00-X 2,2'-asóbis[2metýlprópíónamidín]díhýdróklóríð<br />

H351<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H317<br />

220-600-8 2832-40-8 Krabb. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

611-055-00-0 C.I. Disperse Yellow 3,<br />

N-[4-[(2-hýdroxý-5metýlfenýl)asó]fenýl]asetamíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/625<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H341<br />

H317<br />

H413<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H341<br />

H317<br />

H413<br />

611-056-00-6 C.I. Solvent Yellow 14,<br />

1-fenýlasó-2-naftól<br />

H350<br />

H413<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H350<br />

H413<br />

212-668-2 842-07-9 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

400-340-3 85136-74-9 Krabb. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

402-060-7 108225-03-2 Krabb. 1B<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

412-960-1 148878-21-1 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-057-00-1 6-hýdroxý-1-(3-ísóprópoxýprópýl)-4-metýl-<br />

2-oxó-5-[4-(fenýlasó)fenýlasó]-1,2-díhýdró-<br />

3-pýridínkarbónítríl<br />

H350<br />

H318<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

H350<br />

H318<br />

H411<br />

611-058-00-7 (6-(4-hýdroxý-3-(2-metoxýfenýlasó)-2súlfónat-7-naftýlamínó)-1,3,5-tríasín-2,4díýl)bis[(amínó-1-metýletýl)<br />

Hætta<br />

ammóníum]format<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

611-059-00-2 oktanatríum-2-(6-(4-klór-6-(3-(N-metýl-N-<br />

(4-klór-6-(3,5-dísúlfónat-2-naftýlasó)-1hýdroxý-6-naftýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýl)amínómetýl)fenýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)-3,5-dísúlfónat-1-hýdroxý-2-<br />

naftýlasó)naftalen-1,5-dísúlfónat<br />

H318<br />

413-180-4 187285-15-0 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

611-060-00-8 hvarfmassi: natríum-5-[8-[4-[4-[4-[7-(3,5díkarboxýlatófenýlasó)-8-hýdroxý-3,6dísúlfónatnaftalen-1-ýlamínó]-6-hýdroxý-1,3,5-tríasín-2-ýl]-2,5-dímetýlpíperasín-1ýl]-6-hýdroxý-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-1hýdroxý-3,6-dísúlfónatnaftalen-2-ýlasó]ísóþalats,ammóníum-5-[8-[4-[4-[4-[7-(3,5díkarboxýlatófenýlasó)-8-hýdroxý-3,6dísúlfónatnaftalen-1-ýlamínó]-6-hýdroxý-1,3,5-tríasín-2-ýl]-2,5-dímetýlpíperasín-1ýl]-6-hýdroxý-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-1hýdroxý-3,6-dísúlfónatnaftalen-2-ýlasó]ísóþalats,5-[8-[4-[4-[4-[7-(3,5díkarboxýlatófenýlasó)-8-hýdroxý-3,6dísúlfónatnaftalen-1-ýlamínó]-6-hýdroxý-1,3,5-tríasín-2-ýl]-2,5-dímetýlpíperasín-1ýl]-6-hýdroxý-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-1hýdroxý-3,6-dísúlfónaftalen-2-ýlasó]ísóþalsýru


Nr. 52/626 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

412-530-3 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

611-061-00-3 dínatríum-5-[5-[4-(5-klór-2,6díflúrpýrimídín-4-ýlamínó)bensamíð]-2súlfónatfenýlasó]-1-etýl-6-hýdroxý-4-metýl-<br />

2-oxó-3-pýridýlmetýlsúlfónat<br />

H315<br />

H318<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

413-550-5 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

611-062-00-9 oktanatríum-2-(8-(4-klór-6-(3-((4-klór-6-<br />

(3,6-dísúlfónat-2-(1,5-dísúlfónatnaftalen-2ýlasó)-1-hýdroxýnaftalen-8-ýlamínó)-1,3,5tríasín-2-ýl)amínómetýl)fenýlamínó)-1,3,5tríasín-2-ýlamínó)-3,6-dísúlfónat-1hýdroxýnaftalen-2-ýlasó)naftalen-1,5dísúlfónat<br />

H350<br />

413-590-3 164058-22-4 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

611-063-00-4 trínatríum-[4'-(8-asetýlamínó-3,6-dísúlfónat-<br />

2-naftýlasó)-4''-(6-bensóýlamínó-3-súlfónat-<br />

2-naftýlasó)bífenýl-1,3',3'',1'''-tetraólató-<br />

O,O',O'',O''']kopar(II)<br />

H373 **<br />

H315<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

611-064-00-X 4-(3,4-díklórfenýlasó)-2,6-dí-sec-bútýl-fenól 410-600-8 124719-26-2 SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

611-065-00-5 4-(4-nítrófenýlasó)-2,6-dí-sec-bútýl-fenól 410-610-2 111850-24-9 SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

411-540-5 130201-57-9 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-066-00-0 tetranatríum-5-[4-klór-6-(N-etýl-anilín)-<br />

1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-4-hýdroxý-3-(1,5dísúlfónatnaftalen-2-ýlasó)-naftalen-2,7dísúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/627<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

406-910-8 — Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-067-00-6 hvarfmassi: bis(tris(2-(2-hýdroxý(1metýl)etoxý)etýl)ammóníum)-7-anilín-4hýdroxý-3-(2-metoxý-5-metýl-4-(4súlfónatfenýlasó)fenýlasó)naftalen-2súlfónats,bis(tris(2-(2-hýdroxý(2metýl)etoxý)etýl)ammóníum)-7-anilín-4hýdroxý-3-(2-metoxý-5-metýl-4-(4súlfónatfenýlasó)fenýlasó)naftalen-2súlfónats<br />

H411 HSK09 H411<br />

400-690-7 85665-98-1 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-068-00-1 tetranatríum-4-amínó-3,6-bis(5-[4-klór-6-(2hýdroxýetýlamínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-2-súlfónatfenýlasó)-5-hýdroxýnaftalen-2,7dísúlfónat<br />

H411 HSK09 H411<br />

413-380-1 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-069-00-7 N,N-dí-[pólý(oxýetýlen)-kópólý(oxýprópýlen)]-4-[(3,5-dísýanó-4metýl-2-þíenýl)asó)]-3-metýlanilín<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

405-665-4 — Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-070-00-2 hvarfmassi: dínatríum-(6-(4-anisídínó)-3súlfónat-2-(3,5-dínítró-2-oxíðófenýlasó)-1naftólató)(1-(5-klór-2-oxíðófenýlasó)-2naftólató)krómats(1-),<br />

trínatríumbis(5-(4-anisídínó)-3-súlfónat-2-<br />

(3,5-dínítró-2-oxíðófenýlasó)-1naftólató)krómats(1-)<br />

H301<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H412<br />

406-073-9 131013-81-5 Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-071-00-8 tris(tetrametýlammóníum)-5-hýdroxý-1-(4súlfónatfenýl)-4-(4súlfónatfenýlasó)pýrasól-3-karboxýlat<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H411<br />

407-010-8 118208-02-9 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-072-00-3 2,4-bis[2,2'-[2-(N,Ndímetýlamínó)etýloxýkarbónýl]fenýlasó]-<br />

1,3-díhýdroxýbensen, díhýdróklóríð<br />

H413 — H413<br />

407-310-9 122630-55-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-073-00-9 dímetýl-3,3'-(N-(4-(4-bróm-2,6dísýanófenýlasó)-3hýdroxýfenýl)imínó)díprópíónat


Nr. 52/628 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættu-<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

setningar<br />

H317<br />

407-100-7 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

406-000-0 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H410<br />

611-074-00-4 hvarfmassi: natríum/kalíum(3-(4-(5-(5-klór-<br />

2,6-díflúrpýrimídín-4-ýlamínó)-2-metoxý-3súlfónatfenýlasó)-2-oxíðófenýlasó)-2,5,7trísúlfónat-4-naftólató)kopars(II),natríum/kalíum(3-(4-(5-(5-klór-4,6díflúrpýrimídín-2-ýlamínó)-2-metoxý-3súlfónatfenýlasó)-2-oxíðófenýlasó)-2,5,7trísúlfónat-4-naftólató)kopars(II)<br />

611-075-00-X hvarfmassi: tris(3,5,5trímetýlhexýlammóníum)-4-amínó-3-(4-(4-(2-amino-4-hýdroxýfenýlasó)anilín)-3súlfónatfenýlasó)-5,6-díhýdró-5-oxó-6fenýlhýdrasónónaftalen-2,7-dísúlfónats,tris(3,5,5-trímetýlhexýlammóníum)-4amínó-3-(4-(4-(4-amino-2hýdroxýfenýlasó)anilín)-3súlfónatfenýlasó)-5,6-díhýdró-5-oxó-6fenýlhýdrasónónaftalen-2,7-dísúlfónats<br />

(2:1)<br />

611-076-00-5 3-(2,6-díklór-4-nítrófenýlasó)-1-metýl-2-<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

406-280-4 117584-16-4 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

407-230-4 126637-70-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

fenýlindól<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

407-240-9 159604-94-1 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H318<br />

410-390-8 147703-64-8 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H317<br />

410-150-2 147703-65-9 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-077-00-0 dílitíumdínatríum(5,5'-díamínó-(µ-4,4'díhýdroxý-1:2-κ-2,O4,O4',-3,3'-[3,3'díhýdroxý-1:2-κ-2-O3,O3'-bífenýl-4,4'ýlenbisasó-1:2-(N3,N4-η:N3',N4'-η)]dínaftalen-2,7-dísúlfónat(8)))díkúprat(2-)<br />

611-078-00-6 (2,2'-(3,3'-díoxíðóbífenýl-4,4'díýldíasó)bis(6-(4-(3-<br />

(díetýlamínó)própýlamínó)-6-(3-<br />

(díetýlammóníó)própýlamínó)-1,3,5-tríasín-<br />

2-ýlamínó)-3-súlfónat-1naftólató))díkopar(II)asetatlaktat<br />

611-079-00-1 dínatríum-7-[4-klór-6-(N-etýl-o-tólúidínó)-<br />

1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-4-hýdroxý-3-(4metoxý-2-súlfónatfenýlasó)-2naftalensúlfónat<br />

611-080-00-7 natríum-3-(2-asetamíð-4-(4-(2hýdroxýbútoxý)fenýlasó)fenýlasó)bensensúl<br />

fónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/629<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

411-470-5 141048-13-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-081-00-2 tetranatríum-[7-(2,5-díhýdroxý-KO2-7súlfónat-6-[4-(2,5,6-tríklór-pýrimídín-4ýlamínó)fenýlasó]-(N1,N7-N)-1-naftýlasó)-<br />

8-hýdroxý-KO8-naftalen-1,3,5-trísúlfónat(6-<br />

H411 HSK09 H411<br />

407-570-3 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H372 **<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H317<br />

H411<br />

411-560-4 — SEM-EV 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H413 — H413<br />

412-550-2 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

411-880-4 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

)]kúprat(II)<br />

611-082-00-8 hvarfmassi: pentanatríumbis(1-(3(eða 5)-(4anilín-3-súlfónatfenýlasó)-4-hýdroxý-2oxíðófenýlasó)-6-nítró-4-súlfónat-2naftólató)ferrats(1-),pentanatríum[(1-(3-(4-anilín-3súlfónatfenýlasó)-4-hýdroxý-2oxíðófenýlasó)-6-nítró-4-súlfónat-2naftólató)-(5-(4-anilín-3-súlfónatfenýlasó)-4-hýdroxý-2-oxíðófenýlasó)-6-nítró-4súlfónat-2-naftólató]ferrats(1-)<br />

611-083-00-3 hvarfmassi: 2-[N-etýl-4-[(5,6díklórbensóþíasól-2-ýl)asó]-mtólúdínó]etýlasetats,2-[N-etýl-4-[(6,7-díklórbensóþíasól-2ýl)asó]-m-tólúdínó]etýlasetats<br />

(1:1)<br />

611-084-00-9 hvarfmassi: N-(4-klórfenýl)-4-(2,5-díklór-4-<br />

(dímetýlsúlfamóýl)fenýlasó)-3-hýdroxý-2naftalenkarboxamíðs,<br />

N-(4-klórfenýl)-4-(2,5-díklór-4-<br />

(metýlsúlfamóýl)fenýlasó)-3-hýdroxý-2naftalenkarboxamíðs<br />

611-085-00-4 hvarfmassi: 3-sýanó-5-(2-sýanó-4-nítrófenýlasó)-2-(2-hýdroxý-etýlamínó)-4-metýl-<br />

6-[3-(2-fenoxýetoxý)própýlamínó]pýridíns,<br />

3-sýanó-5-(2-sýanó-4-nítró-fenýlasó)-6-(2hýdroxý-etýlamínó)-4-metýl-2-[3-(2fenoxýetoxý)própýlamínó]pýridíns,3-sýanó-5-(2-sýanó-4-nítró-fenýlasó)-2amínó-4-metýl-6-[3-(3hýdroxýprópoxý)própýlamínó]pýridíns,3-sýanó-5-(2-sýanó-4-nítró-fenýlasó)-6amínó-4-metýl-2-[3-(3metoxýprópoxý)própýlamínó]pýridíns


Nr. 52/630 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H412 — H412<br />

411-360-7 — Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-086-00-X mónólitíum-5-[[2,4-díhýdroxý-5-[(2hýdroxý-3,5-dínítrófenýl)asó]fenýl]asó]-2naftalensúlfónat],<br />

járnflóki, mónóhýdrat<br />

H413 — H413<br />

411-710-9 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-087-00-5 hvarfmassi: 3-((5-sýanó-1,6-díhýdró-1,4dímetýl-2-hýdroxýl-6-oxó-3-pýridínýl)asó)bensóýloxý-2-fenoxýetans,3-((5-sýanó-1,6-díhýdró-1,4-dímetýl-2hýdroxý-6-oxó-3-pýridínýl)asó)bensóýloxý-2-etýloxý-2-(etýlfenóls)<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

411-890-9 — Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-088-00-0 hvarfmassi: trílítíum-4-amínó-3-((4-((4-((2amínó-4-hýdroxýfenýl)asó)fenýl)amínó)-3súlfófenýl)asó)-5-hýdroxý-6-<br />

(fenýlasó)naftalen-2,7-dísúlfónats,<br />

trílítíum-4-amínó-3-((4-((4-((4-amínó-2hýdroxýfenýl)asó)fenýl)amínó)-3súlfófenýl)asó)-5-hýdroxý-6-<br />

(fenýlasó)naftalen-2,7-dísúlfónats<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

411-100-2 136213-73-5 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-089-00-6 2-((4-(etýl-(2-hýdroxýetýl)amínó)-2metýlfenýl)asó)-6-metoxý-3-metýlbensóþíasólíummetýlsúlfat<br />

T<br />

H242<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H242<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

413-290-2 93672-52-7 Sjálfhvarf. C<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-090-00-1 2,5-díbútoxý-4-(morfólín-4ýl)bensendíasóníum-4-metýlbensensúlfónat<br />

H317<br />

413-470-0 134595-59-8 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-091-00-7 natríum(1,0-1,95)/litíum(0,05-1)-5-((5-((5klór-6-flúor-pýrimídín-4-ýl)amínó)-2súlfónatfenýl)asó)-1,2-díhýdró-6-hýdroxý-<br />

1,4-dímetýl-2-oxó-3-pýridínmetýlsúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/631<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

Kóði eða<br />

Kóði eða kóðar<br />

kóðar fyrir<br />

kóðar fyrir<br />

fyrir táknmynd,<br />

hættuhættu-<br />

viðvörunarorð<br />

setningarsetningar<br />

H411 HSK09 H411<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

413-210-6 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

410-770-3 146177-84-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H413 — H413<br />

411-600-0 143145-93-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H411 HSK09 H411<br />

412-240-7 89797-03-5 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

413-040-2 149850-30-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-092-00-2 tert-(dódekýl/tetradekýl)-ammóníum-bis(3-<br />

(4-((5-(1,1-dímetýl-própýl)-2-hýdroxý-3nítrófenýl)asó)-3-metýl-5-hýdroxý-(1H)pýrasól-1ýl)bensensúlfónamídató)krómat<br />

611-093-00-8 natríum-2-(4-(4-flúor-6-(2-súlfó-etýlamínó)-<br />

[1,3,5]tríasín-2-ýlamínó)-2-úreídó-fenýlasó)-<br />

5-(4-súlfófenýlasó)bensen-1-súlfónat<br />

611-094-00-3 hvarfmassi: 2-[2-asetýlamínó-4-[N,N-bis[2etoxý-karbónýloxý)etýl]amínó]fenýlasó]-<br />

5,6-díklór-1,3-bensóþíasóls,<br />

2-[2-asetýlamínó-4-[N,N-bis[2-etoxýkarbónýloxý)etýl]amínó]fenýlasó]-6,7díklór-1,3-bensóþíasóls<br />

(1:1)<br />

611-095-00-9 hexanatríum-1,1'-[(1-amínó-8-hýdroxý-3,6dísúlfónat-2,7-naftalendíýl)bis(asó(4súlfónat-1,3-fenýl)imínó[6-[(4-klór-3súlfónatfenýl)amínó]-1,3,5-tríasín-2,4díýl]]]bis[3-karboxýpýridíníum]díhýdroxíð<br />

611-096-00-4 metýl-N-[3-asetýlamínó)-4-(2-sýanó-4nítrófenýlasó)fenýl]-N-[(1metoxý)asetýl]glýsínat<br />

611-097-00-X hvarfmassi járnflóka úr: 1,3-díhýdroxý-4-<br />

[(5-fenýlamínósúlfónýl)-2hýdroxýfenýlasó]-n-(5-amínó-súlfónýl-2hýdroxýfenýlasó)benseni<br />

og: 1,3-díhýdroxý-<br />

4-[(5-fenýlamínósúlfónýl)-2hýdroxýfenýlasó]-n-[4-(4-nítró-2súlfófenýlamínó)fenýlasó]benseni<br />

(n=2,5,6)<br />

611-098-00-5 tetrakis(tetrametýlammóníum)3,3'-(6-(2hýdroxýetýlamínó)1,3,5-tríasín-2,4díýlbisimínó(2-metýl-4,1fenýlenasó))bisnaftalen-1,5-dísúlfónat<br />

611-099-00-0 (metýlenbis(4,1-fenýlenasó(1-(3dímetýlamínó)própýl)-1,2-díhýdró-6hýdroxý-4-metýl-2-oxópýridín-5,3-díýl)))-<br />

1,1'-dípýridíníumdíklóríðdíhýdróklóríð<br />

H317<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

414-150-3 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H301<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H412<br />

405-950-3 131013-83-7 Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H350<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H411<br />

401-500-5 118658-99-4 Krabb. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/632 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

403-810-6 140876-13-7 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

611-100-00-4 kalíumnatríum-3,3'-(3(eða 4)-metýl-1,2fenýlenbis(imínó(6-klór)-1,3,5-tríasín-4,2díýlimínó(2-asetamíð-5-metoxý)-4,1fenýlenasó)dínaftalen-1,5-dísúlfónat<br />

H317<br />

405-200-5 104366-25-8 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-101-00-X 2'-(4-klór-3-sýanó-5-formýl-2-þíenýl)asó-5'díetýlamínóasetanilíð<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

407-110-1 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-103-00-0 trínatríum(1-(3-karboxýlat-2-oxíðó-5súlfónatfenýlasó)-5-hýdroxý-7súlfónatnaftalen-2-amíðó)nikkel(II)<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

406-870-1 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-104-00-6 hvarfmassi: trínatríum(2,4(eða 2,6 eða 4,6)bis(3,5-dínítró-2-oxíðfenýlasó)-5hýdroxýfenólató)(2(eða<br />

4 eða 6)-(3,5dínítró-2-oxíðfenýlasó)-5-hýdroxý-4(eða<br />

2<br />

eða 6)-(4-(4-nítró-2súlfónatanilínó)fenýlasó)fenólató)ferrats(1-),<br />

trínatríumbis(2,4(eða 2,6 eða 4,6)-bis(3,5dínítró-2-oxíðfenýlasó)-5hýdroxýfenólat)ferrats(1-),<br />

trínatríum(2,4(eða 2,6 eða 4,6)-bis(3,5dínítró-2-oxíðfenýlasó)-5hýdroxýfenólató)(2(eða<br />

4 eða 6)-(3,5dínítró-2-oxíðfenýlasó)-5-hýdroxý-4(eða<br />

2<br />

eða 6)-(4-nítró-2súlfónatfenýlasó)fenólató)ferrats(1-),<br />

trínatríum(2,4(eða 2,6 eða 4,6)-bis(3,5dínítró-2-oxíðfenýlasó)-5hýdroxýfenólató)(2(eða<br />

4 eða 6)-(3,5dínítró-2-oxíðfenýlasó)-5-hýdroxý-4(eða<br />

2<br />

eða 6)-(3súlfónatfenýlasó)fenólató)ferrats(1-),<br />

dínatríum-3,3'-(2,4-díhýdroxý-1,3(eða 1,5<br />

eða 3,5)-fenýlendíasó)díbensensúlfónats<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

407-800-2 136213-75-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-105-00-1 natríum-4-(4-klór-6-(N-etýlanilínó)-1,3,5tríasín-2-ýlamínó)-2-(1-(2-klórfenýl)-5hýdroxý-3-metýl-1H-pýrasól-4ýlasó)bensensúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/633<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

410-180-6 157627-99-1 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

611-106-00-7 hexanatríum-4,4'-díhýdroxý-3,3'-bis[2súlfónat-4-(4-súlfónatfenýlasó)fenýlasó]-<br />

7,7'[p-fenýlenbis[imínó(6-klór-1,3,5-tríasín-<br />

4,2-díýl)imínó]]dínaftalen-2-súlfónat<br />

H317<br />

412-490-7 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-107-00-2 kalíumnatríum-4-(4-klór-6-(3,6-dísúlfónat-<br />

7-(5,8-dísúlfónatnaftalen-2-ýlasó)-8hýdroxýnaftalen-1-ýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)-5-hýdroxý-6-(4-(2súlfatetansúlfónýl)-fenýlasó)-naftalen-1,7-<br />

dísúlfónat<br />

H412 — H412<br />

413-600-6 6527-62-4 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-108-00-8 dínatríum-5-((4-((4-klór-3súlfónatfenýl)asó)-1-naftýl)asó)-8-<br />

(fenýlamínó)-1-naftalensúlfónat<br />

H411 HSK09 H411<br />

407-710-3 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-109-00-3 myndefni: kopar(II)súlfats og tetranatríum-<br />

2,4-bis[6-(2-metoxý-5-súlfónatfenýlasó)-5hýdroxý-7-súlfónat-2-neftýlamínó]-6-(2-<br />

hýdroxýetýlamínó)-1,3,5-tríasíns (2:1)<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

H317<br />

H411<br />

408-210-8 124605-82-9 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-110-00-9 tetra-natríum/litíum-4,4'-bis-(8-amínó-3,6dísúlfónat-1-naftól-2-ýlasó)-3<br />

Varúð<br />

metýlasóbensen<br />

H317<br />

414-230-8 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-111-00-4 dínatríum-2-[[4-(2-klóretýlsúlfónýl)fenýl]-<br />

[(2-hýdroxý-5-súlfó-3-[3-[2-(2-<br />

(súlfoxý)etýlsúlfónýl)etýlasó]-4-<br />

súlfóbensóató(3-)kúprat(1-)<br />

H317<br />

413-070-6 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-112-00-X tetranatríum-4-hýdroxý-5-[4-[3-(2súlfatóetansúlfónýl)fenýlamínó]-6-morfólín-4-ýl-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-3-(1súlfónatnaftalen-2-ýlasó)naftalen-2,7-<br />

dísúlfónat<br />

H411 HSK09 H411<br />

414-280-0 149626-00-6 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-113-00-5 litíumnatríum-(2-(((5-((2,5-díklórfenýl)asó)-<br />

2-hýdroxýfenýl)metýlen)amínó)bensóat(2-<br />

))(2-((4,5-díhýdró-3-metýl-5-oxó-1-fenýl-<br />

1H-pýrasól-4-ýl)asó)-5-súlfóbensóat(3-<br />

))krómat(2-)


Nr. 52/634 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

414-250-7 149564-66-9 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-114-00-0 litíumnatríum(4-((5-klór-2hýdroxýfenýl)asó)-2,4-díhýdró-5-metýl-3Hpýrasól-3-ónató(2-))(3-((4,5-díhýdró-3metýl-1-(4-metýlfenýl)-5-oxó-1H-pýrasól-4ýl)asó)-4-hýdroxý-5-nítróbensensúlfónat(3-<br />

))krómat(2-)<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

414-290-5 149564-65-8 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-115-00-6 trílitíumbis(4-((4-(díetýlamínó)-2hýdroxýfenýl)asó)-3-hýdroxý-1-<br />

naftalensúlfónat(3-))krómat(3-)<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

414-620-8 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

611-116-00-1 hvarfmassi: trínatríum-5-{4-klór-6-[2-(2,6díklór-5-sýanópýrimídín-4-ýlamínó)própýlamínó]-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó}-4hýdroxý-3-(1-súlfónatnaftalen-2-ýlasó)naftalen-2,7-dísúlfónats,trínatríum-5-{4-klór-6-[2-(2,6-díklór-5sýanópýrimídín-4-ýlamínó)-1metýletýlamínó]-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó}-4hýdroxý-3-(1-súlfónatnaftalen-2-ýlasó)naftalen-2,7-dísúlfónats,trínatríum-5-{4-klór-6-[2-(4,6-díklór-5sýanópýrimídín-2-ýlamínó)-própýlamínó]-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó}-4-hýdroxý-3-(1súlfónatnaftalen-2-ýlasó)-naftalen-2,7dísúlfónats,trínatríum-5-{4-klór-6-[2-(4,6-díklór-5sýanópýrimídín-2-ýlamínó)-1metýletýlamínó]-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó}-4hýdroxý-3-(1-súlfónatnaftalen-2-ýlasó)-<br />

naftalen-2,7-dísúlfónats<br />

H317<br />

415-100-3 149850-29-3 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-117-00-7 1,3-bis{6-flúor-4-[1,5-dísúlfó-4-(3amínókarbónýl-1-etýl-6-hýdroxý-4metýlpýrid-2-ón-5-ýlasó)-fenýl-2-ýlamínó]-<br />

1,3,5-tríasín-2-ýlamínó}própanlitíum,<br />

natríumsalt<br />

H317<br />

413-990-8 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

611-118-00-2 natríum-1,2-bis[4-[4-{4-(4-súlfófenýlasó)-2súlfófenýlasó}-2-úreídófenýlamínó]-6-flúor-<br />

1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-própan, natríumsalt


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/635<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

415-400-4 148878-22-2 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

611-119-00-8 tetranatríum-4-[4-klór-6-(4-metýl-2súlfófenýlamínó)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó]-6-(4,5-dímetýl-2-súlfófenýlasó)-5hýdroxýnaftalen-2,7-dísúlfónat<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

418-340-7 157707-94-3 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-120-00-3 5-{4-[5-amínó-2-[4-(2súlfoxýetýlsúlfónýl)fenýlasó]-4súlfófenýlamínó]-6-klór-1,3,5-tríasín-2ýlamínó}-4-hýdroxý-3-(1-súlfónaftalen-2ýlasó)-naftalen-2,7-dísúlfónsýra,<br />

natríumsalt<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

417-280-9 30785-74-1 Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-121-00-9 aðalefnisþáttur 6 (hverfa): ósamhverfur. 1:2<br />

Cr(III)flóki úr: A: 3-hýdroxý-4-(2hýdroxýnaftalen-1-ýlasó)naftalen-1súlfónsýru,<br />

Na-salti og B: 1-[2-hýdroxý-5-<br />

(4-metoxýfenýlasó)fenýlasó]naftalen-2-óli,<br />

aðalefnisþáttur 8 (hverfa): ósamhverfur. 1:2<br />

Cr-flóki úr: A: 3-hýdroxý-4-(2hýdroxýnaftalen-1-ýlasó)naftalen-1súlfónsýru,<br />

Na-salti og B: 1-[2-hýdroxý-5-<br />

(4-metoxýfenýlasó)fenýlasó]naftalen-2-óli<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

417-250-5 151436-99-6 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

611-122-00-4 hexanatríum(dí[N-(3-(4-[5-(5-amínó-3metýl-1-fenýlpýrasól-4-ýlasó)-2,4-dísúlfóanilínó]-6-klór-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)fenýl)-súlfamóýl](dísúlfó)þalósýanínató)nikkel<br />

H318<br />

424-310-4 178452-66-9 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

611-123-00-X 3-(2,4-bis(4-((5-(4,6-bis(2amínóprópýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)-4-hýdroxý-2,7-dísúlfónaftalen-3ýl)asó)fenýlamínó)-1,3,5-tríasín-6ýlamínó)própýldíetýlammóníumlaktat


Nr. 52/636 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

424-320-9 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-124-00-5 hvarfmassi: pentanatríum-5-amínó-3-(5-{4klór-6-[4-(2súlfoxýetoxýsúlfónat)fenýlamínó]-1,3,5tríasín-2-ýlamínó}-2-súlfónatfenýlasó)-6-[5-(2,3-díbrómprópíónýlamínó)-2súlfónatfenýlasó]-4-hýdroxýnaftalen-2,7dísúlfónats,pentanatríum-5-amínó-6-[5-(2brómakrýlóýlamínó)-2-súlfónatfenýlasó]-3-(5-{4-klór-6-[4-(2súlfoxýetoxýsúlfónat)fenýlamínó]-1,3,5tríasín-2-ýlamínó}-2-súlfónatfenýlasó)-4hýdroxýnaftalen-2,7-dísúlfónats,<br />

tetranatríum-5-amínó-3-[5-{4-klór-6-[4-<br />

(vínylsúlfónýl)fenýlamínó]-1,3,5-tríasín-2ýlamínó}-2-súlfónatfenýlasó)-6-[5-(2,3díbrómprópíónýlamínó)-2súlfónatfenýlasó]-4-hýdroxýnaftalen-2,7-<br />

dísúlfónats<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

423-940-7 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-125-00-0 hvarfmassi: dínatríum-6-[3-karboxý-4,5díhýdró-5-oxó-4-súlfónatfenýl)pýrasólín-4ýlasó]-3-[2-oxídó-4-(etensúlfónýl)-5metoxýfenýlasó]-4-oxídónaftalen-2súlfónatkopar(II)flóka,<br />

dínatríum-6-[3-karboxý-4,5-díhýdró-5-oxó-<br />

4-súlfónatfenýl)pýrasólín-4-ýlasó]-3-[2oxídó-4-(2-hýdroxýetýlsúlfónýl)-5metoxýfenýlasó]-4-oxídónaftalen-2-<br />

súlfónatkopar(II)flóka<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

424-120-1 174514-06-8 Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

423-790-2 — Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-126-00-6 2,6-bis-(2-(4-(4-amínófenýlamínó)fenýlasó)-1,3-dímetýl-3H-imídasólíum)-4dímetýlamínó-1,3,5-tríasín,<br />

díklóríð<br />

G<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

611-127-00-1 pentanatríum-4-amínó-6-(5-(4-(2etýlfenýlamínó)-6-(2-súlfatetansúlfónýl)-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó)-2súlfónatfenýlasó)-5-hýdroxý-3-(4-(2súlfatóetansúlfónýl)fenýlasó)naftalen-2,7dísúlfónat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/637<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

419-500-9 171599-85-2 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

611-128-00-7 N,N'-bis{6-klór-4-[6-(4vínylsúlfónýlfenýlasó)-2,7-dísúlfónsýra-5hýdroxýnaft-4-ýlamínó]-1,3,5-tríasín-2-ýl}-<br />

N-(2-hýdroxýetýl)etan-1,2-díamín,<br />

natríumsalt<br />

H203<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H203<br />

H361f<br />

***<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

418-230-9 163879-69-4 Spreng. 1.3 ****<br />

Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

418-520-5 183130-96-3 Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

420-580-2 151798-26-4 Eit. á æxlun 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-129-00-2 hvarfmassi: 5-[(4-[(7-amínó-1-hýdroxý-3súlfó-2-naftýl)asó]-2,5-díetoxýfenýl)asó]-2-<br />

[(3-fosfónófenýl)asó]bensósýru,<br />

5-[(4-[(7-amínó-1-hýdroxý-3-súlfó-2naftýl)asó]-2,5-díetoxýfenýl)asó]-3-[(3-<br />

fosfónófenýl)asó]bensósýru<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

611-130-00-8 tetraammóníum-2-[6-[7-(2karboxýlatófenýlasó)-8-hýdroxý-3,6dísúlfónat-1-naftýlamínó]-4-hýdroxý-1,3,5-<br />

tríasín-2-ýlamínó]bensóat<br />

H360D<br />

***<br />

H413<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H413<br />

611-131-00-3 2-[2-hýdroxy-3-(2-klórfenýl)karbamóýl-1naftýlasó]-7-[2-hýdroxý-3-(3metýlfenýl)karbamóýl-1-naftýlasó]flúoren-<br />

9-ón<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

419-210-2 178452-71-6 Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-132-00-9 pentanatríumbis{7-[4-(1-bútýl-5-sýanó-1,2díhýdró-2-hýdroxý-4-metýl-6-oxó-3pýridýlasó)fenýlsúlfónýlamínó]-5'-nítró-3,3'-dísúlfónatónaftalen-2-asóbensen-1,2'-<br />

díólató}krómat(III)<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

419-260-5 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-133-00-4 vara sem er unnin úr járnflóka með<br />

asólitarefnum sem er fenginn með því að<br />

tengja blöndu af díasótuðu 2-amínó-1hýdroxýbensen-4-súlfanilíði<br />

og 2-amínó-1hýdroxýbensen-4-súlfónamíði<br />

með resorsíni;<br />

blandan, sem fæst þannig, fer síðan í<br />

gegnum annað tengihvarf með blöndu af<br />

díasótaðri 3-amínóbensen-1-súlfónsýru<br />

(metanílsýru) og 4'-amínó-4-nítró-1,1'dífenýlamín-2-súlfónsýru<br />

og málmun með<br />

járrnklóríði, natríumsalt


Nr. 52/638 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H411<br />

423-770-3 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-134-00-X trínatríum-2-{α[2-hýdroxý-3-[4-klór-6-[4-<br />

(2,3-díbrómprópíónýlamínó)-2súlfónatfenýlamínó]-1,3,5-tríasín-2ýlamínó]-5-súlfónatfenýlasó]bensýlidenhýdrasínó}-4-súlfónatbensóat,<br />

koparflóki<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H318<br />

H412<br />

424-250-9 — Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-135-00-5 myndefni: 2-[[4-amínó-2-úreídófenýlasó]-5-<br />

[(2-(súlfoxý)etýl)súlfónýl]]bensensúlfónsýru<br />

með 2,4,6-tríflúrpýrimídíni og samsvarandi<br />

vínylsúlfónýlafleiðu sem er vatnsrofin að<br />

hluta, blandað kalíum-/natríumsalti<br />

H361f<br />

***<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361f<br />

***<br />

H318<br />

H411<br />

424-260-3 — Eit. á æxlun 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-136-00-0 2-{4-(2-ammoníóprópýlamínó)-6-[4hýdroxý-3-(5-metýl-2-metoxý-4súlfamóýlfenýlasó)-2-súlfónatónaft-7ýlamínó]-1,3,5-tríasín-2-ýlamínó}-2amínóprópýlformat<br />

H413 — H413<br />

419-870-1 159038-16-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

611-137-00-6 6-tert-bútýl-7-klór-3-trídekýl-7,7a-díhýdró-<br />

1H-pýrasól[5,1-c]-1,2,4-tríasól<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

415-910-7 152828-25-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

611-138-00-1 2-(4-amínófenýl)-6-tert-bútýl-1Hpýrasól[1,5-b][1,2,4]tríasól<br />

M = 1000<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360Df<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— 68049-83-2 Eit. á æxlun 1B<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

611-140-00-2 asafenidín (ISO),<br />

2-(2,4-díklór-5-próp-2-ýnýloxýfenýl)-<br />

5,6,7,8-tetrahýdró-1,2,4-tríasól[4,3a]pýridín-3(2H)-ón<br />

U<br />

5<br />

*<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

Augnskað. 1,<br />

H318: C ≥ 5%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,5% ≤ C < 5%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H220<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H220<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

74-89-5 [1]<br />

124-40-3 [2]<br />

75-50-3 [3]<br />

200-820-0 [1]<br />

204-697-4 [2]<br />

200-875-0 [3]<br />

612-001-00-9 mónómetýlamín, [1]<br />

dímetýlamín, [2]<br />

trímetýlamín [3]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/639<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

B<br />

*<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H224<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

Eldf. vökvi 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

74-89-5 [1]<br />

124-40-3 [2]<br />

75-50-3 [3]<br />

200-820-0 [1]<br />

204-697-4 [2]<br />

200-875-0 [3]<br />

612-001-01-6 mónómetýlamín ...%, [1]<br />

dímetýlamín ...%, [2]<br />

trímetýlamín ...% [3]<br />

U<br />

H220<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK04<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H220<br />

H319<br />

H335<br />

612-002-00-4 etýlamín 200-834-7 75-04-7 Eldf. loftt. 1<br />

Loftt. u. þrýst.<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

612-003-00-X díetýlamín 203-716-3 109-89-7 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

612-004-00-5 tríetýlamín 204-469-4 121-44-8 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

612-005-00-0 bútýlamín 203-699-2 109-73-9 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

203-468-6 107-15-3 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

612-006-00-6 etýlendíamín,<br />

1,2-díamínóetan


Nr. 52/640 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H224<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H224<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

200-860-9 75-31-0 Eldf. vökvi 1<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

612-007-00-1 2-amínóprópan,<br />

ísóprópýlamín<br />

*<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 1%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,2% ≤ C <<br />

1%<br />

H351<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

612-008-00-7 anilín 200-539-3 62-53-3 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

A<br />

*<br />

SEM-EV 1,<br />

H372: C ≥ 1%<br />

SEM-EV 2,<br />

H373: 0,2% ≤ C <<br />

1%<br />

H351<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

612-009-00-2 sölt af anilíni — — Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-010-00-8 klóranilín, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/641<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

612-011-00-3 4-nítrósóanilín 211-535-6 659-49-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

88-74-4 [1]<br />

99-09-2 [2]<br />

100-01-6 [3]<br />

201-855-4 [1]<br />

202-729-1 [2]<br />

202-810-1 [3]<br />

612-012-00-9 o-nítróanilín, [1]<br />

m-nítróanilín, [2]<br />

p-nítróanilín [3]<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

204-473-6 121-47-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

612-013-00-4 3-amínóbensensúlfónsýra,<br />

metanílsýra<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

204-482-5 121-57-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

612-014-00-X súlfanílsýra,<br />

4-amínóbensensúlfónsýra<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

612-015-00-5 N-metýlanilín 202-870-9 100-61-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

612-016-00-0 N,N-dímetýlanilín 204-493-5 121-69-7 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/642 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H201<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

207-531-9 479-45-8 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

612-017-00-6 N-metýl-N,2,4,6-tetranítróanilín,<br />

tetrýl<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

205-037-8 131-73-7 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-018-00-1 bis(2,4,6-trínítrófenýl)amín,<br />

hexýl<br />

ESB-<br />

H001<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK01<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H201<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

612-019-00-7 dípíkrýlamín, ammóníumsalt 220-639-0 2844-92-0 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

612-020-00-2 1-naftýlamín 205-138-7 134-32-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

Krabb. 1A, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

612-022-00-3 2-naftýlamín 202-080-4 91-59-8 Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/643<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

100-63-0 [1]<br />

59-88-1 [2]<br />

27140-08-5<br />

[3]<br />

52033-74-6<br />

[4]<br />

202-873-5 [1]<br />

200-444-7 [2]<br />

248-259-0 [3]<br />

257-622-2 [4]<br />

612-023-00-9 fenýlhýdrasín, [1]<br />

fenýlhýdrasínklóríð, [2]<br />

fenýlhýdrasínhýdróklóríð, [3]<br />

fenýlhýdrasínsúlfat (2:1) [4]<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

203-583-1 108-44-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

612-024-00-4 m-tólúidín,<br />

3-amínótólúen<br />

C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-025-00-X nítrótólúidín, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

612-026-00-5 dífenýlamín 204-539-4 122-39-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/644 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

— — Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-027-00-0 xýlidín, þó ekki þau sem eru tilgreind annars<br />

staðar í þessum viðauka,<br />

dímetýlanilín, þó ekki þau sem eru tilgreind<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-028-00-6 p-fenýlendíamín 203-404-7 106-50-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

210-834-9 624-18-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-029-00-1 bensen-1,4-díamíndíhýdróklóríð,<br />

p-fenýlendíamíndíhýdróklóríð<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H317<br />

H411<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

615-50-9 [1]<br />

6369-59-1 [2]<br />

612-030-00-7 2-metýl-p-fenýlendíamínsúlfat [1] 210-431-8 [1]<br />

228-871-4 [2]<br />

C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

2836-04-6 [1]<br />

99-98-9 [2]<br />

220-623-3 [1]<br />

202-807-5 [2]<br />

612-031-00-2 N,N-dímetýlbensen-1,3-díamín, [1]<br />

4-amínó-N,N-dímetýlanilín,<br />

3-amínó-N,N'-dímetýlanilín [2]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/645<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

612-032-00-8 N,N,N′,N′-tetrametýl-p-fenýlendíamín 202-831-6 100-22-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

612-033-00-3 2-amínófenól 202-431-1 95-55-6 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

T<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

HSK01<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

202-544-6 96-91-3 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-034-00-9 2-amínó-4,6-dínítrófenól,<br />

píkramsýra (< 20% vatn)<br />

G<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

202-544-6 96-91-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-034-01-6 2-amínó-4,6-dínítrófenól,<br />

píkramsýra,<br />

[≥ 20% vatn]<br />

H350<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

201-963-1 90-04-0 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

612-035-00-4 2-metoxýanilín,<br />

o-anisídín<br />

H350<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

204-355-4 119-90-4 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

612-036-00-X 3,3′-dímetoxýbensidín,<br />

o-díanisídín<br />

A<br />

H350<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

— — Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

612-037-00-5 sölt af 3,3′-dímetoxýbensidíni,<br />

sölt af o-díanisidíni


Nr. 52/646 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H412<br />

202-547-2 96-96-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-038-00-0 2-nítró-p-anisídín,<br />

4-metoxý-2-nítróanilín<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

202-356-4 94-70-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

612-039-00-6 2-etoxýanilín,<br />

o-fenetídín<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H411<br />

612-040-00-1 2,4-dínítróanilín 202-553-5 97-02-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

612-041-00-7 4,4'-bí-o-tólúidín 204-358-0 119-93-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

Krabb. 1A, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

202-199-1 92-87-5 Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-042-00-2 bensidín,<br />

1,1'-bífenýl-4,4'-díamín,<br />

4,4'-díamínóbífenýl,<br />

bífenýl-4,4'-ýlendíamín<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

612-043-00-8 N,N'-dímetýlbensidín — 2810-74-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

612-044-00-3 N,N'-díasetýlbensidín 210-338-2 613-35-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/647<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

612-046-00-4 allýlamín 203-463-9 107-11-9 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

612-047-00-X bensýlamín 202-854-1 100-46-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 1%<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

612-048-00-5 díprópýlamín 205-565-9 142-84-7 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

111-92-2 [1]<br />

626-23-3 [2]<br />

203-921-8 [1]<br />

210-937-9 [2]<br />

612-049-00-0 dí-n-bútýlamín, [1]<br />

dí-sec-bútýlamín [2]<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

612-050-00-6 sýklóhexýlamín 203-629-0 108-91-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H350<br />

H341<br />

H370 **<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H370 **<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

202-974-4 101-77-9 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

SEM-VES 1<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-051-00-1 4,4'-díamínódífenýlmetan,<br />

4,4'-metýlendíanilín


Nr. 52/648 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

513-49-5 [1]<br />

13250-12-9<br />

[2]<br />

13952-84-6<br />

[3]<br />

208-164-7 [1]<br />

236-232-6 [2]<br />

237-732-7 [3]<br />

612-052-00-7 (S)-sec-bútýlamín,<br />

(S)-2-amínóbútan, [1]<br />

(R)-sec-bútýlamín,<br />

(R)-2-amínóbútan, [2]<br />

sec-bútýlamín,<br />

2-amínóbútan [3]<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

612-053-00-2 N-etýlanilín 203-135-5 103-69-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

*<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

612-054-00-8 N,N-díetýlanilín 202-088-8 91-66-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

611-21-2 [1]<br />

696-44-6 [2]<br />

623-08-5 [3]<br />

210-260-9 [1]<br />

211-795-0 [2]<br />

210-769-6 [3]<br />

612-055-00-3 N-metýl-o-tólúidín, [1]<br />

N-metýl-m-tólúidín, [2]<br />

N-metýl-p-tólúidín [3]<br />

* C<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H412<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

99-97-8 [1]<br />

121-72-2 [2]<br />

609-72-3 [3]<br />

202-805-4 [1]<br />

204-495-6 [2]<br />

210-199-8 [3]<br />

612-056-00-9 N,N-dímetýl-p-tólúidín, [1]<br />

N,N-dímetýl-m-tólúidín, [2]<br />

N,N-dímetýl-o-tólúidín [3]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/649<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

612-057-00-4 píperasín 203-808-3 110-85-0 Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

203-865-4 111-40-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

612-058-00-X 2,2'-imínódíetýlamín,<br />

díetýlentríamín<br />

H312<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

203-950-6 112-24-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-059-00-5 3,6-díasaoktanetýlendíamín,<br />

tríetýlentetramín<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

203-986-2 112-57-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-060-00-0 3,6,9-tríasaúndekametýlendíamín,<br />

tetraetýlenpentamín<br />

H226<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

203-680-9 109-55-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

612-061-00-6 3-amínóprópýldímetýlamín,<br />

N,N-dímetýl-1,3-díamínóprópan<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

203-236-4 104-78-9 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

612-062-00-1 3-amínóprópýldíetýlamín,<br />

N,N-díetýl-1,3-díamínóprópan


Nr. 52/650 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

200-261-2 56-18-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Húðnæm. 1<br />

612-063-00-7 3,3'-imínódí(própýlamín),<br />

díprópýlentríamín<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

223-775-9 4067-16-7 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-064-00-2 3,6,9,12-tetraasatetradekametýlendíamín,<br />

pentaktýlenhexamín<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-065-00-8 pólýetýlenpólýamín, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H302<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

612-066-00-3 dísýklóhexýlamín 202-980-7 101-83-7 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

612-067-00-9 3-amínómetýl-3,5,5-trímetýlsýklóhexýlamín 220-666-8 2855-13-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/651<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H312<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H312<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

202-109-0 91-94-1 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-068-00-4 3,3′-díklórbensidín,<br />

3,3'-díklórbífenýl-4,4'-ýlendíamín<br />

A<br />

H350<br />

H312<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H312<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— — Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-069-00-X sölt af 3,3'-díklórbensidíni,<br />

sölt af 3,3'-díklórbífenýl-4,4'-ýlendíamíni<br />

A<br />

H350<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

531-85-1<br />

531-86-2<br />

21136-70-9<br />

36341-27-2<br />

612-070-00-5 sölt af bensidíni 208-519-6<br />

208-520-1<br />

244-236-4<br />

252-984-8<br />

A<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

553-00-4<br />

612-52-2<br />

612-071-00-0 sölt af 2-naftýlamíni 209-030-0<br />

210-313-6<br />

H350<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

202-177-1 92-67-1 Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

612-072-00-6 bífenýl-4-ýlamín,<br />

xenýlamín,<br />

4-amínóbífenýl<br />

A<br />

H350<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

— — Krabb. 1A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

612-073-00-1 sölt af bífenýl-4-ýlamíni,<br />

sölt af xenýlamíni,<br />

sölt af 4-amínóbífenýli


Nr. 52/652 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H412<br />

612-074-00-7 bensýldímetýlamín 203-149-1 103-83-3 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H225<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

203-541-2 108-00-9 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

612-075-00-2 2-amínóetýldímetýlamín,<br />

2-dímetýlamínóetýlamín<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

612-076-00-8 etýldímetýlamín 209-940-8 598-56-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,001%<br />

H350<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H330<br />

H301<br />

H372 **<br />

H411<br />

200-549-8 62-75-9 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-077-00-3 dímetýlnítrósamín,<br />

N-nítrósódímetýlamín<br />

H350<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

202-918-9 101-14-4 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-078-00-9 2,2'-díklór-4,4'-metýlendíanilín,<br />

4,4'-metýlenbis(2-klóranilín)<br />

A<br />

H350<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— — Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-079-00-4 sölt af 2,2'-díklór-4,4'-metýlendíanilíni,<br />

sölt af 4,4'-metýlenbis(2-klóranilíni)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/653<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H301<br />

H314<br />

202-214-1 93-05-0 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

612-080-00-X 4-amínó-N,N-díetýlanilín,<br />

N,N-díetýl-p-fenýlendíamín<br />

A<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-82-8<br />

64969-36-4<br />

74753-18-7<br />

210-322-5<br />

265-294-7<br />

277-985-0<br />

612-081-00-5 sölt af 4,4'-bí-o-tólúidíni,<br />

sölt af 3,3'-dímetýlbensidíni,<br />

sölt af o-tólidíni<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H411<br />

200-543-5 62-56-6 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-082-00-0 þíóúrea,<br />

þíókarbamíð<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H350<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H332<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

612-083-00-6 1-metýl-3-nítró-1-nítrósógúanidín 200-730-1 70-25-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

201-248-4 80-08-0 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

612-084-00-1 dapsón,<br />

4,4'-díamínódífenýlsúlfón<br />

H350<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-085-00-7 4,4'-metýlendí-o-tólúidín 212-658-8 838-88-0 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

M = 10<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

251-375-4 33089-61-1 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-086-00-2 amítras (ISO),<br />

N,N-bis(2,4-xýlýlimínómetýl)metýlamín


Nr. 52/654 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

612-087-00-8 gúasatín (ISO) 108173-90-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

204-535-2 122-34-9 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-088-00-3 símasín (ISO),<br />

6-klór-N,N'-díetýl-1,3,5-tríasín-2,4-díamín<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

612-089-00-9 1,5-naftýlendíamín 218-817-8 2243-62-1 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H350<br />

612-090-00-4 2,2'-(nítrósóimínó)bisetanól 214-237-4 1116-54-7 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H319<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H301<br />

H319<br />

H400<br />

202-429-0 95-53-4 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

612-091-00-X o-tólúidín,<br />

2-amínótólúen<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

401-660-6 1000-78-8 Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

612-092-00-5 N,N'-(2,2dímetýlprópýliden)hexametýlendíamín<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

612-093-00-0 3,5-díklór-4-(1,1,2,2-tetraflúretoxý)anilín 401-790-3 104147-32-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/655<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H372 **<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

402-190-4 — SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-094-00-6 4-(2-klór-4-tríflúrmetýl)fenoxý-2flúranilínhýdróklóríð<br />

H314<br />

H302<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

402-610-6 113694-52-3 Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-095-00-1 bensýl-2hýdroxýdódekýldímetýlammóníumbensóat<br />

H351<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

612-096-00-7 4,4'-kolefnisimíðóýlbis[N,N-dímetýlanilín] 207-762-5 492-80-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

A<br />

H351<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

— — Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-097-00-2 sölt af 4,4'-kolefnisimíðóýlbis[N,Ndímetýlanilíni]<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,001%<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

612-098-00-8 nítrósódíprópýlamín 210-698-0 621-64-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

202-453-1 95-80-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-099-00-3 4-metýl-m-fenýlendíamín,<br />

2,4-tólúendíamín


Nr. 52/656 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

612-100-00-7 própýlendíamín 201-155-9 78-90-0 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

H228<br />

H334<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H228<br />

H334<br />

H317<br />

202-905-8 100-97-0 Eldf. fast efni 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

612-101-00-2 metenamín,<br />

hexametýlentetramín<br />

H331<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

612-102-00-8 N,N-bis(3-amínóprópýl)metýlamín 203-336-8 105-83-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

612-103-00-3 N,N,N',N'-tetrametýletýlendíamín 203-744-6 110-18-9 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H314<br />

612-104-00-9 hexametýlendíamín 204-679-6 124-09-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðæt. 1B<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

612-105-00-4 2-píperasín-1-ýletýlamín 205-411-0 140-31-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-106-00-X 2,6-díetýlanilín 209-445-7 579-66-8 Bráð eit. 4 * H302 — H302<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

98-84-0 [1]<br />

618-36-0 [2]<br />

202-706-6 [1]<br />

210-545-8 [2]<br />

612-107-00-5 1-fenýletýlamín, [1]<br />

DL-α-metýlbensýlamín [2]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/657<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

612-108-00-0 3-amínóprópýltríetoxýsílan 213-048-4 919-30-2 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

612-109-00-6 bis(2-dímetýlamínóetýl)(metýl)amín 221-201-1 3030-47-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H331<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

229-962-1 6864-37-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-110-00-1 2,2'-dímetýl-4,4'metýlenbis(sýklóhexýlamín)<br />

H341<br />

H312<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H312<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

212-513-9 823-40-5 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-111-00-7 2-metýl-m-fenýlendíamín,<br />

2,6-tólúendíamín<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H373 **<br />

H400<br />

203-254-2 104-94-9 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

612-112-00-2 p-anisídín,<br />

4-metoxýanilín<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

403-240-8 106264-79-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-113-00-8 6-metýl-2,4-bis(metýlþíó)fenýlen-1,3díamín


Nr. 52/658 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H228<br />

H317<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H228<br />

H317<br />

H412<br />

404-390-7 — Eldf. fast efni 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-114-00-3 R,R-2-hýdroxý-5-(1-hýdroxý-2-(4-fenýlbút-<br />

2-ýlamínó)etýl)bensamíðvetni-2,3bis(bensóýloxý)súksínat<br />

H319<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H413<br />

612-115-00-9 dímetýldíoktadekýlammóníumvetnissúlfat 404-050-8 123312-54-9 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H331<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

404-690-8 68132-19-4 Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-116-00-4 C8–18alkýlbis(2hýdroxýetýl)ammóníumbis(2etýlhexýl)fosfat<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

612-117-00-X C12–14-tert-alkýlamín, metýlfosfónsýrusalt 404-750-3 119415-07-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

405-080-4 — Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-118-00-5 hvarfmassi: (1,3-díoxó-2Hbens(de)ísókínólín-2ýlprópýl)hexadekýldímetýlammóníum-4tólúensúlfónats,(1,3-díoxó-2H-bens(de)ísókínólín-2ýlprópýl)hexadekýldímetýlammóníumbrómí<br />

ðs<br />

H315<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H315<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

405-330-2 — Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-119-00-0 bensýldímetýloktadekýlammóníum-3nítróbensensúlfónat<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

277-704-1 74070-46-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-120-00-6 aklónífen (ISO),<br />

2-klór-6-nítró-3-fenoxýanilín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/659<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

268-626-9 68131-73-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-121-00-1 pólýetýlenpólýamín,<br />

HEPA<br />

T<br />

H200<br />

H290<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK01<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H200<br />

H290<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

612-122-00-7 hýdroxýlamín 232-259-2 7803-49-8 Óstöð. spreng.<br />

Málmæt. 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

G T<br />

H290<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H290<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

Málmæt. 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

5470-11-1 [1]<br />

10039-54-0<br />

[2]<br />

10046-00-1<br />

[3]<br />

226-798-2 [1]<br />

233-118-8 [2]<br />

233-154-4 [3]<br />

612-123-00-2 hýdroxýlammóníumklóríð,<br />

hýdroxýlamínhýdróklóríð, [1]<br />

bis(hýdroxýlammóníum)súlfat,<br />

hýdroxýlamínsúlfat (2:1), [2]<br />

hýdroxýlammóníumhýdrógensúlfat,<br />

hýdroxýlamínsúlfat (1:1) [3]<br />

H311<br />

H301<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

612-124-00-8 N,N,N-trímetýlaniliníumklóríð 205-319-0 138-24-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H317<br />

H411<br />

202-442-1 95-70-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-125-00-3 2-metýl-p-fenýlendíamín,<br />

2,5-tólúendíamín


Nr. 52/660 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

265-697-8 65321-67-7 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-126-00-9 tólúen-2,4-díammóníumsúlfat,<br />

4-metýl-m-fenýlendíamínsúlfat<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

612-127-00-4 3-amínófenól 209-711-2 591-27-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H332<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

612-128-00-X 4-amínófenól 204-616-2 123-30-8 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H302<br />

H314<br />

612-129-00-5 díísóprópýlamín 203-558-5 108-18-9 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

C<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

2095-01-4 [1]<br />

2095-02-5 [2]<br />

68479-98-1<br />

[3]<br />

218-255-3 [1]<br />

218-256-9 [2]<br />

270-877-4 [3]<br />

612-130-00-0 2,6-díamínó-3,5-díetýltólúen,<br />

4,6-díetýl-2-metýl-1,3-bensendíamín, [1]<br />

2,4-díamínó-3,5-díetýltólúen,<br />

2,4-díetýl-6-metýl-1,3-bensendíamín, [2]<br />

díetýlmetýlbensendíamín [3]<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

612-131-00-6 dídekýldímetýlammóníumklóríð 230-525-2 7173-51-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/661<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

200-806-4 74-31-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-132-00-1 N,N'-dífenýl-p-fenýlendíamín,<br />

N,N'-dífenýl-1,4-bensendíamín<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

247-162-0 25646-77-9 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-133-00-7 (4-ammóníó-m-tólýl)etýl(2hýdroxýetýl)ammóníumsúlfat,4-(N-etýl-N-2-hýdroxýetýl)-2metýlfenýlendíamínsúlfat<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

247-161-5 25646-71-3 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-134-00-2 N-(2-(4-amínó-N-etýl-mtólúidínó)etýl)metansúlfónamíðseskvísúlfat,4-(N-etýl-N-2-metansúlfónýlamínóetýl)-2metýlfenýlendíamínseskvísúlfatmónóhýdrat<br />

H351<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

205-223-9 135-88-6 Krabb. 2<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-135-00-8 N-2-naftýlanilín,<br />

N-fenýl-2-naftýlamín<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,1%<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-136-00-3 N-ísóprópýl-N'-fenýl-p-fenýlendíamín 202-969-7 101-72-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-137-00-9 4-klóranilín 203-401-0 106-47-8 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/662 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

260-875-1 57646-30-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-138-00-4 fúralaxýl (ISO),<br />

metýl-N-(2,6-dímetýlfenýl)-N-(2fúrýlkarbónýl)-DL-alanínat<br />

H411 HSK09 H411<br />

277-328-8 73250-68-7 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-139-00-X mefenaset (ISO),<br />

2-(bensóþíasól-2-ýloxý)-N-metýl-Nfenýlasetamíð<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

264-151-6 63449-41-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

612-140-00-5 fjórgreind ammóníumsambönd, bensýl-C8-18alkýldímetýl,<br />

klóríð<br />

H351<br />

H302<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

243-420-1 19900-65-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-141-00-0 4,4'-metýlenbis(2-etýlanilín),<br />

4,4'-metýlenbis(2-etýlbensenamín)<br />

H351<br />

H302<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H412<br />

612-142-00-6 bífenýl-2-ýlamín 201-990-9 90-41-5 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

218-130-3 2051-79-8 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-143-00-1 N 5 ,N 5 -díetýltólúen-2,5díamínmónóhýdróklóríð,4-díetýlamínó-2metýlanilínmónóhýdróklóríð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— 62924-70-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-144-00-7 flúmetralín (ISO),<br />

N-(2-klór-6-flúrbensýl)-N-etýl-α,α,αtríflúor-2,6-dínítró-p-tólúidín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/663<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H341<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H341<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-145-00-2 o-fenýlendíamín 202-430-6 95-54-5 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H351<br />

H341<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H341<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-146-00-8 o-fenýlendíamíndíhýdróklóríð 210-418-7 615-28-1 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-147-00-3 m-fenýlendíamín 203-584-7 108-45-2 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/664 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-148-00-9 m-fenýlendíamíndíhýdróklóríð 208-790-0 541-69-5 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

612-149-00-4 1,3-dífenýlgúanidín 203-002-1 102-06-7 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— 118134-30-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-150-00-X spíroxamín (ISO),<br />

8-tert-bútýl-1,4-díoxaspíró[4.5]dekan-2ýlmetýl(etýl)(própýl)amín<br />

H350<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H301<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

25376-45-8<br />

[1]<br />

95-80-7 [2]<br />

823-40-5 [3]<br />

246-910-3 [1]<br />

202-453-1 [2]<br />

212-513-9 [3]<br />

612-151-00-5 díamínótólúen, tæknileg vara – hvarfmassi<br />

[2] og [3],<br />

metýl-fenýlendíamín, [1]<br />

4-metýl-m-fenýlendíamín, [2]<br />

2-metýl-m-fenýlendíamín [3]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/665<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H412<br />

406-610-7 62478-82-4 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-152-00-0 N,N-díetýl-N',N'-dímetýlprópan-1,3-díýldíamín<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

407-020-2 132885-85-9 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-153-00-6 4-[N-etýl-N-(2-hýdroxýetýl)amínó]-1-(2hýdroxýetýl)amínó-2-nítróbensen,<br />

mónóhýdróklóríð<br />

H413 — H413<br />

410-890-6 95235-29-3 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

612-154-00-1 6'-(ísóbútýletýlamínó)-3'-metýl-2'fenýlamínó-spíró[ísóbensó-2-oxófúran-7,9'-<br />

[9H]-xanten]<br />

H413 — H413<br />

411-730-8 93071-94-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

612-155-00-7 2'-anilínó-6'-((3-etoxýprópýl)etýlamínó)-3'metýlspíró(ísóbensó-3-oxófúran)-1-(1H)-9'xanten<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

405-620-9 — Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-156-00-2 hvarfmassi:<br />

tríhexadekýlmetýlammóníumklóríðs,<br />

díhexadekýldímetýlammóníumklóríðs<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

410-780-8 — Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-157-00-8 (Z)-1-bensó[b]þíen-2ýletanónoxímhýdróklóríð<br />

H413 — H413<br />

410-820-4 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

612-158-00-3 hvarfmassi: bis(5-dódekýl-2hýdroxýbensald-oxímat)kopar(II)C12alkýlhópurinn<br />

er greinóttur,<br />

4-dódekýlsalisýlaldoxíms


Nr. 52/666 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H314<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

410-880-1 — Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-159-00-9 myndefni: trímetýlhexametýlendíamíns<br />

(blanda 2,2,4-trímetýl-1,6-hexandíamíns og<br />

2,4,4-trímetýl-1,6-hexandíamíns, EINECSskráð),<br />

epoxíð-8 (mónó[(C10–C16alkýloxý)metýl]oxíranafleiðna)<br />

og p-tólúensúlfónsýru<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

106-49-0 [1]<br />

540-23-8 [2]<br />

540-25-0 [3]<br />

203-403-1 [1]<br />

208-740-8 [2]<br />

208-741-3 [3]<br />

612-160-00-4 p-tólúidín,<br />

4-amínótólúen, [1]<br />

tólúidínklóríð, [2]<br />

tólúidínsúlfat (1:1) [3]<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

201-758-7 87-62-7 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-161-00-X 2,6-xýlidín,<br />

2,6-dímetýlanilín<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

203-508-2 107-64-2 Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-162-00-5 dímetýldíoktadekýlammóníumklóríð,<br />

DODMAC<br />

H302<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

— 70630-17-0 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

612-163-00-0 metalaxýl-M (ISO),<br />

mefenoxam,<br />

(R)-2-[(2,6-dímetýlfenýl)metoxýasetýlamínó]própíónsýrumetýlester


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/667<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

612-164-00-6 2-bútýl-2-etýl-1,5-díamínópentan 412-700-7 137605-95-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H411 HSK09 H411<br />

413-810-8 65181-78-4 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-165-00-1 N,N'-dífenýl-N,N'-bis(3-metýlfenýl)-(1,1'dífenýl)-4,4'-díamín<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

411-830-1 114765-88-7 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-166-00-7 hvarfmassi: cis-(5-ammóníum-1,3,3trímetýl)-sýklóhexanmetýlammóníumfosfats<br />

(1:1),<br />

trans-(5-ammóníum-1,3,3-trímetýl)sýklóhexanmetýlammóníumfosfats<br />

(1:1)<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

410-490-1 — Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-167-00-2 5-asetýl-3-amínó-10,11-díhýdró-5Hdíbens[b,f]asepín-hýdróklóríð<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

612-168-00-8 3,5-díklór-2,6-díflúrpýrdín-4-amín 220-630-1 2840-00-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

405-260-2 — Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-170-00-9 4-klórfenýlsýklóprópýlketón-O-(4amínóbensýl)oxím<br />

H341<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H317<br />

H411<br />

410-060-3 130728-76-6 Stökkbr. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-171-00-4 N,N,N',N'-tetraglýsídýl-4,4'-díamínó-3,3'díetýldífenýlmetan


Nr. 52/668 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H412<br />

412-840-9 13474-64-1 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-172-00-X 4,4'-metýlenbis(N,N'dímetýlsýklóhexanamín<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

411-140-0 125328-86-1 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-173-00-5 litíum-1-amínó-4-(4-tertbútýlanilínó)antrakínón-2-súlfónat<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H412<br />

612-174-00-0 4,4-dímetoxýbútýlamín 407-690-6 19060-15-2 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

612-175-00-6 2-(O-amínóoxý)etýlamíndíhýdróklóríð 412-310-7 37866-45-8 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

410-570-6 143747-73-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-176-00-1 fjölliða 1,3-díbrómprópans og N,N-díetýl-<br />

N',N'-dímetýl-1,3-própandíamíns<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

612-177-00-7 2-naftýlamínó-6-súlfómetýlamíð 412-120-4 104295-55-8 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

H412<br />

612-178-00-2 1,4,7,10-tetraasasýklódódekandísúlfat 412-080-8 112193-77-8 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

612-179-00-8 1-(2-própenýl)pýridíníumklóríð 412-740-5 25965-81-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/669<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H411<br />

612-180-00-3 3-amínóbensýlamín 412-230-2 4403-70-7 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

612-181-00-9 2-fenýlþíóanilín 413-030-8 1134-94-7 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H341<br />

612-182-00-4 1-etýl-1-metýlmorfóliníumbrómíð 418-210-1 65756-41-4 Stökkbr. 2 H341 HSK08<br />

Varúð<br />

H341<br />

612-183-00-X 1-etýl-1-metýlpýrróliníumbrómíð 418-200-5 69227-51-6 Stökkbr. 2 H341 HSK08<br />

Varúð<br />

H412 — H412<br />

403-830-5 89331-94-2 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-184-00-5 6'-(díbútýlamínó)-3'-metýl-2'-<br />

(fenýlamínó)spíró[ísóbensófúran-1(3H),9-<br />

(9H)-xanten]-3-ón<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

407-400-8 59493-72-0 Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-185-00-0 1-[3-[4-((heptadekaflúrnónýl)oxý)bensamídó]própýl]-N,N,Ntrímetýlammóníumjoðíð<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

406-770-8 149057-64-7 SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-186-00-6 bis(N-(7-hýdroxý-8-metýl-5-fenýlfenasín-3ýliden)dímetýlammóníum)súlfat<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

612-187-00-1 2,3,4-tríflúranilín 407-170-9 3862-73-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/670 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H411 HSK09 H411<br />

612-188-00-7 4,4'-(9H-flúoren-9-ýliden)bis(2-klóranilín) 407-560-9 107934-68-9 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-189-00-2 4-amínó-2-(amínómetýl)fenóldíhýdróklóríð 412-510-4 135043-64-0 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H411<br />

612-190-00-8 4,4'-metýlenbis(2-ísóprópýl-6-metýlanilín) 415-150-6 16298-38-7 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

612-191-00-3 fjölliða allýlamínhýdróklóríðs 415-050-2 71550-12-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H411<br />

612-192-00-9 2-ísóprópýl-4-(N-metýl)amínómetýlþíasól 414-800-6 154212-60-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-193-00-4 3-metýlamínómetýlfenýlamín 414-570-7 18759-96-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

414-670-0 141890-30-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-194-00-X 2-hýdroxý-3-[(2-hýdroxýetýl)-[2-(1oxótetradekýl)amínó]etýl]amínó]-N,N,Ntrímetýl-1-própanammóníumklóríð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/671<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

415-210-1 160236-81-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-195-00-5 bis[tríbútýl-4-(metýlbensýl)ammóníum]1,5naftalendísúlfónat<br />

H350<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

95-69-2 [1]<br />

3165-93-3 [2]<br />

202-441-6 [1]<br />

221-627-8 [2]<br />

612-196-00-0 4-klór-o-tólúidín, [1]<br />

4-klór-o-tólúidínhýdróklóríð [2]<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

137-17-7 [1]<br />

21436-97-5<br />

[2]<br />

205-282-0 [1]<br />

- [2]<br />

612-197-00-6 2,4,5-trímetýlanilín, [1]<br />

2,4,5-trímetýlanilínhýdróklóríð [2]<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H411<br />

612-198-00-1 4,4'-þíódíanilín og sölt þess 205-370-9 139-65-1 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H411<br />

202-977-0 101-80-4 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-199-00-7 4,4'-oxýdíanilín og sölt þess,<br />

p-amínófenýleter


Nr. 52/672 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H350<br />

H341<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H302<br />

H411<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

615-05-4 [1]<br />

39156-41-7<br />

[2]<br />

210-406-1 [1]<br />

254-323-9 [2]<br />

612-200-00-0 2,4-díamínóanisól,<br />

4-metoxý-m-fenýlendíamín, [1]<br />

2,4-díamínóanisólsúlfat [2]<br />

H350<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H400<br />

H410<br />

612-201-00-6 N,N,N′,N′-tetrametýl-4,4'-metýlendíanilín 202-959-2 101-61-1 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-202-00-1 3,4-díklóranilín 202-448-4 95-76-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H351<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

208-953-6 548-62-9 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-204-00-2 C.I. Basic Violet 3,<br />

4-[4,4'bis(dímetýlamínó)benshýdrýlíden]sýklóhexa<br />

-2,5-díen-1-ýlíden]dímetýlammóníumklóríð<br />

H350<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

208-953-6 548-62-9 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-205-00-8 C.I. Basic Violet 3 með ≥ 0,1% af ketóni<br />

Michlers (EB-númer 202-027-5)<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— 131807-57-3 SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

612-206-00-3 famoxadón (ISO),<br />

3-anilínó-5-metýl-5-(4-fenoxýfenýl)-1,3oxasólídín-2,4-díón


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/673<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H341<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

205-855-5 156-43-4 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

612-207-00-9 4-etoxýanilín,<br />

p-fenetídín<br />

H350<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

204-419-1 120-71-8 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

612-209-00-X 6-metoxý-m-tólúidín,<br />

p-kresidín<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H412<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

99-55-8 [1]<br />

51085-52-0<br />

[2]<br />

202-765-8 [1]<br />

256-960-8 [2]<br />

612-210-00-5 5-nítró-o-tólúídín, [1]<br />

5-nítró-o-tólúídínhýdrókóríð [2]<br />

H319<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H411<br />

416-470-9 170292-97-4 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

612-211-00-0 N-[(bensótríasól-1-ýl)metýl)]-4karboxýbensensúlfónamíð<br />

H332<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

612-212-00-6 2,6-díklór-4-tríflúrmetýlanilín 416-430-0 24279-39-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H412<br />

419-850-2 148348-13-4 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

612-213-00-1 ísóbútýliden-(2-(2-ísóprópýl-4,4dímetýloxasólidín-3-ýl)-1,1dímetýletýl)amín<br />

H413 — H413<br />

421-390-2 89114-90-9 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

612-214-00-7 4-(2,2-dífenýletenýl)-N,Ndífenýlbensenamín


Nr. 52/674 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

612-215-00-2 3-klór-2-(ísóprópýlþíó)anilín 421-700-6 179104-32-6 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H225<br />

H314<br />

H302<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H314<br />

H302<br />

H412<br />

612-217-00-3 1-metoxý-2-própýlamín 422-550-4 37143-54-7 Eldf. vökvi 2<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

D<br />

H225<br />

H350<br />

H340<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H340<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H314<br />

H411<br />

205-793-9 151-56-4 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-001-00-1 etýlenímín,<br />

asiridín<br />

*<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

613-002-00-7 pýridín 203-809-9 110-86-1 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

HSK01<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H201<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

613-003-00-2 1,2,3,4-tetranítrókarbasól — 6202-15-9 Spreng. 1.1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H300<br />

208-622-6 535-89-7 Bráð eit. 2 * H300 HSK06<br />

Hætta<br />

613-004-00-8 krímidín (ISO),<br />

2-klór-6-metýlpýrimídín-4-ýlmetýlamín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/675<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

213-800-1 1014-69-3 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-007-00-4 desmetrýn (ISO),<br />

6-ísóprópýlamínó-2-metýlamínó-4metýlþíó-1,3,5-tríasín<br />

H302<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

208-576-7 533-74-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-008-00-X dasómat (ISO),<br />

tetrahýdró-3,5-dímetýl-1,3,5-þíadíasín-2þíón<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

ESB-<br />

H014<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

203-614-9 108-77-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

613-009-00-5 2,4,6-tríklór-1,3,5-tríasín,<br />

sýanúrklóríð<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

212-634-7 834-12-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-010-00-0 ametrýn (ISO),<br />

2-etýlamínó-4-ísóprópýlamínó-6-metýlþíó-<br />

1,3,5-tríasín<br />

H361d<br />

***<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H373 **<br />

H411<br />

200-521-5 61-82-5 Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-011-00-6 amítról (ISO),<br />

1,2,4-tríasól-3-ýlamín<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

246-585-8 25057-89-0 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-012-00-1 bentasón (ISO),<br />

3-ísóprópýl-2,1,3-bensóþíadíasín-4-ón-2,2díoxíð<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

244-544-9 21725-46-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-013-00-7 sýanasín (ISO),<br />

2-(4-klór-6-etýlamínó-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)-2-metýlprópíónítríl


Nr. 52/676 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

202-075-7 91-53-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

613-014-00-2 etoxýkín (ISO),<br />

6-etoxý-1,2-díhýdró-2,2,4-trímetýlkínólín<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

238-134-9 14255-88-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-015-00-8 fenasaflór (ISO),<br />

fenýl-5,6-díklór-2-tríflúrmetýlbensímídasól-<br />

1-karboxýlat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

223-404-0 3878-19-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-016-00-3 fúberídasól (ISO),<br />

2-(2-fúrýl)bensimídasól<br />

H302<br />

613-017-00-9 bis(8-hýdroxýkínólíníum)súlfat 205-137-1 134-31-6 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

— 7411-47-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-018-00-4 morfamkvat (ISO),<br />

1,1'-bis(3,5-dímetýlmorfólínkarbónýlmetýl)-<br />

4,4'-bípýridílíumjón<br />

H302<br />

202-272-8 93-75-4 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

613-019-00-X þíókínox (ISO),<br />

2-þíó-1,3-díþíóló(4,5,b)kínoxalín<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H315<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

246-347-3 24602-86-6 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-020-00-5 trídemorf (ISO),<br />

2,6-dímetýl-4-trídekýlmorfólín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/677<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

222-098-6 3347-22-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-021-00-0 díþíanón (ISO),<br />

5,10-díhýdró-5,10-díoxónaftó(2,3b)(1,4)díþíasín-2,3-díkarbónítríl<br />

A<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-022-00-6 pýretrín, þ.m.t. sínerín, þó ekki þau sem eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

204-455-8 121-21-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-023-00-1 2-metýl-4-oxó-3-(penta-2,4díenýl)sýklópent-2-enýl<br />

[1R-<br />

[1α[S*(Z)],3β]]-krýsantemat,<br />

pýretrín I<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

204-462-6 121-29-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-024-00-7 2-metýl-4-oxó-3-(penta-2,4díenýl)sýklópent-2-enýl<br />

[1R-<br />

[1α[S*(Z)](3β)]]-3-(3-metoxý-2-metýl-3oxópróp-1-enýl)-2,2dímetýlsýklóprópankarboxýlat,<br />

pýretrín II<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

246-948-0 25402-06-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-025-00-2 sínerín I,<br />

3-(bút-2-enýl)-2-metýl-4-oxósýklópent-2enýl-2,2-dímetýl-3-(2-metýlpróp-1enýl)sýklóprópankarboxýlat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

204-454-2 121-20-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-026-00-8 sínerín II,<br />

3-(bút-2-enýl)-2-metýl-4-oxósýklópent-2enýl-2,2-dímetýl-3-(3-metoxý-2-metýl-3oxópróp-1-enýl)-sýklóprópankarboxýlat


Nr. 52/678 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

*<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H331<br />

H311<br />

H314<br />

613-027-00-3 píperidín 203-813-0 110-89-4 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Dg<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

613-028-00-9 morfólín 203-815-1 110-91-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

T<br />

ESB-<br />

H031<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H400<br />

H410<br />

220-487-5 2782-57-2 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-029-00-4 díklór-1,3,5-tríasíntríón,<br />

díklórísósýanúrsýra<br />

*<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 10%<br />

ESB-H031: C ≥<br />

10%<br />

ESB-<br />

H031<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H400<br />

H410<br />

Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

2244-21-5 [1]<br />

2893-78-9 [2]<br />

218-828-8 [1]<br />

220-767-7 [2]<br />

613-030-00-X tróklósenkalíum, [1]<br />

tróklósennatríum [2]<br />

ESB-<br />

H031<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H400<br />

H410<br />

613-030-01-7 tróklósennatríum, díhýdrat 220-767-7 51580-86-0 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/679<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

ESB-<br />

H031<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H410<br />

HSK03<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H272<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H400<br />

H410<br />

201-782-8 87-90-1 Eldmynd. fast efni<br />

2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-031-00-5 symklósen,<br />

tríklórísósýanúrsýra,<br />

tríklór-1,3,5-tríasíntríón<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

236-035-5 13108-52-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

613-032-00-0 metýl-2,3,5,6-tetraklór-4-pýridýlsúlfón,<br />

2,3,5,6-tetraklór-4-(metýlsúlfónýl)pýridín<br />

Krabb. 1B, H350:<br />

C ≥ 0,01%<br />

H225<br />

H350<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H318<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H225<br />

H350<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H318<br />

H411<br />

200-878-7 75-55-8 Eldf. vökvi 2<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-033-00-6 2-metýlasiridín,<br />

própýlenimín<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

613-034-00-1 1,2-dímetýlimídasól 217-101-2 1739-84-0 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H314<br />

613-035-00-7 1-metýlimídasól 210-484-7 616-47-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

203-643-7 109-06-8 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

613-036-00-2 2-metýlpýridín,<br />

2-píkólín


Nr. 52/680 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H311<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H226<br />

H311<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

203-626-4 108-89-4 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

613-037-00-8 4-metýlpýridín,<br />

4-píkólín<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

202-095-6 91-76-9 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-038-00-3 6-fenýl-1,3,5-tríasín-2,4-díýldíamín,<br />

6-fenýl-1,3,5-tríasín-2,4-díamín,<br />

bensógúanamín<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H302<br />

202-506-9 96-45-7 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

613-039-00-9 etýlenþíóúrea<br />

imídasólidín-2-þíón,<br />

2-imídasólín-2-þíól<br />

H302<br />

262-102-3 60207-31-0 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

613-040-00-4 asakónasól (ISO),<br />

1-{[2-(2,4-díklórfenýl)-1,3-díoxólan-2ýl]metýl}-1H-1,2.4-tríasól<br />

ESB-<br />

H014<br />

H351<br />

H319<br />

H315<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H351<br />

H319<br />

H315<br />

613-041-00-X morfólín-4-karbónýlklóríð 239-213-0 15159-40-7 Krabb. 2<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

H332<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

252-615-0 35554-44-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-042-00-5 ímasalíl (ISO),<br />

1-[2-(allýloxý)-2-(2,4-díklórfenýl)etýl]-1Himídasól<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

58594-72-2<br />

[1]<br />

83918-57-4<br />

[2]<br />

261-351-5 [1]<br />

281-291-3 [2]<br />

613-043-00-0 ímasalílsúlfat (ISO), duft,<br />

1-[2-(allýloxý)etýl-2-(2,4-díklórfenýl)]-1Himídasólíumvetnissúlfat,<br />

[1]<br />

(±)-1-[2-(allýloxý)etýl-2-(2,4-díklórfenýl)-<br />

1H-imídasólíumvetnissúlfat [2]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/681<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 50%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

30% ≤ C < 50%<br />

Augnskað. 1,<br />

H318: 15% ≤ C <<br />

50%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

5% ≤ C < 15%<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

58594-72-2<br />

[1]<br />

83918-57-4<br />

[2]<br />

261-351-5 [1]<br />

281-291-3 [2]<br />

613-043-01-8 ímasalílfúlfat (ISO), vatnslausn,<br />

1-[2-(allýloxý)etýl-2-(2,4-díklórfenýl)-1Himídasólíumvetnissúlfat,<br />

[1]<br />

(±)-1-[2-(allýloxý)etýl-2-(2,4-díklórfenýl)-<br />

1H-imídasólíumvetnissúlfat [2]<br />

H351<br />

H331<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

205-087-0 133-06-2 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

613-044-00-6 kaptan (ISO),<br />

1,2,3,6-tetrahýdró-N-<br />

(tríklórmetýlþíó)þalimíð<br />

H351<br />

H332<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H332<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

205-088-6 133-07-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

613-045-00-1 fólpet (ISO),<br />

N-(tríklórmetýlþíó)þalimíð<br />

H350<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H350<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

219-363-3 2425-06-1 Krabb. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-046-00-7 kaptafól (ISO),<br />

1,2,3,6-tetrahýdró-N-(1,1,2,2tetraklórmetýlþíó)þalimíð<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

211-420-0 644-64-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-047-00-2 1-dímetýlkarbamóýl-5-metýlpýrasól-3ýldímetýlkarbamat,<br />

dímetílan (ISO)


Nr. 52/682 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H340<br />

H360FD<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H340<br />

H360FD<br />

H400<br />

H410<br />

234-232-0 10605-21-7 Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-048-00-8 karbendasím (ISO),<br />

metýlbensimídasól-2-ýlkarbamat<br />

M = 10<br />

H340<br />

H360FD<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H340<br />

H360FD<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

241-775-7 17804-35-2 Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-049-00-3 benómýl (ISO),<br />

metýl-1-(bútýlkarbamóýl)bensimídasól-2ýlkarbamat<br />

T<br />

H228<br />

H350<br />

H302<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H228<br />

H350<br />

H302<br />

229-879-0 6804-07-5 Eldf. fast efni 1<br />

Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

613-050-00-9 karbadox (INN),<br />

metýl-3-(kínoxalín-2-ýlmetýlen)karbasat-<br />

1,4-díoxíð<br />

2-<br />

(metoxýkarbónýlhýdrasónmetýl)kínoxalín-<br />

1,4-díoxíð<br />

M = 100<br />

H351<br />

H361f<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H361f<br />

***<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

218-661-0 2212-67-1 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-051-00-4 mólínat (ISO),<br />

S-etýl-1-perhýdróasepínkarbóþíóat,<br />

S-etýlperhýdróasepín-1-karbóþíóat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

215-812-2 1420-06-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-052-00-X trífenmorf (ISO),<br />

4-trítýlmorfólín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/683<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H315<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

202-910-5 101-05-3 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-053-00-5 anilasín (ISO),<br />

2-klór-N-(4,6-díklór-1,3,5-tríasín-2-ýl)anilín<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

205-725-8 148-79-8 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-054-00-0 þíabendasól (ISO),<br />

2-(þíasól-4-ýl)bensimídasól<br />

H302<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

256-152-5 43222-48-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-056-00-1 1,2-dímetýl-3,5dífenýlpýrasólíummetýlsúlfat,<br />

dífensókvatmetýlsúlfat<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H411<br />

216-474-9 1593-77-7 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-057-00-7 dódemorf (ISO),<br />

4-sýklódódekýl-2,6-dímetýlmorfólín<br />

M = 1000<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

258-067-9 52645-53-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-058-00-2 permetrín (ISO),<br />

m-fenoxýbensýl-3-(2,2-díklórvínyl)-2,2dímetýlsýklóprópankarboxýlat<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

247-656-6 26399-36-0 Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-059-00-8 próflúralín (ISO),<br />

N-(sýklóprópýlmetýl)-α,α,α-tríflúor-2,6dínítró-N-própýl-p-tólúidín<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

233-940-7 10453-86-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-060-00-3 resmetrín (ISO),<br />

5-bensýl-3-fúrýlmetýl-(±)-cis-transkrýsantemat


Nr. 52/684 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

239-732-2 15662-33-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-061-00-9 6-(1α,5aβ,8aβ,9-pentahýdroxý-7β-ísóprópýl-<br />

2β,5β,8β-trímetýlperhýdró-8bα,9-epoxý-5,8etansýklópenta[1,2-b]indenýl)pýrról-2karboxýlat,<br />

rýanía<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

— 8051-02-3 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

613-062-00-4 sabadilla (ISO),<br />

veratrín<br />

H302<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

247-554-1 26259-45-0 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-063-00-X sekbúmetón (ISO),<br />

2-sec-bútýlamínó-4-etýlamínó-6-metoxý-<br />

1,3,5-tríasín<br />

H302<br />

— 51-14-9 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

613-064-00-5 5-(3,6,9-tríoxa-2-úndekýloxý)bensó(d)-1,3díoxólan,<br />

sesamex<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

213-801-7 1014-70-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-065-00-0 símetrýn (ISO),<br />

2,4-bis(etýlamínó)-6-metýlþíó-1,3,5-tríasín<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

251-637-8 33693-04-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-066-00-6 terbúmetón (ISO),<br />

2-tert-bútýlamínó-4-etýlamínó-6-metoxý-<br />

1,3,5-tríasín<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

205-359-9 139-40-2 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-067-00-1 própasín (ISO),<br />

2-klór-4,6-bis(ísóprópýlamínó)-1,3,5-tríasín


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/685<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

217-617-8 1912-24-9 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-068-00-7 atrasín (ISO),<br />

2-klór-4-etýlamín-6-ísóprópýlamín-1,3,5tríasín<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

613-069-00-2 ε-kaprólaktam 203-313-2 105-60-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H412<br />

613-070-00-8 própýlenþíóúrea — 2122-19-2 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H226<br />

H317<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H317<br />

H412<br />

613-071-00-3 2-flúor-5-tríflúrmetýlpýridín 400-290-2 69045-82-5 Eldf. vökvi 3<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

401-280-0 91273-04-0 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-072-00-9 N,N-bis(2-etýlhexýl)-((1,2,4-tríasól-1ýl)metýl)amín<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

401-410-6 10357-99-0 SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-073-00-4 N,N-dímetýl-2-(3-(4-klórfenýl)-4,5díhýdrópýrasól-1-ýlfenýlsúlfónýl)etýlamín<br />

H331<br />

H301<br />

H318<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H318<br />

H412<br />

613-074-00-X 3-(3-metýlpent-3-ýl)ísoxasól-5-ýlamín 401-460-9 82560-06-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


Nr. 52/686 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H271<br />

H331<br />

H314<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

HSK03<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H271<br />

H331<br />

H314<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

401-570-7 89415-87-2 Eldmynd. fast efni<br />

1 ****<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

613-075-00-5 1,3-díklór-5-etýl-5-metýlimídasólidín-2,4díón<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

613-076-00-0 3-klór-5-tríflúrmetýl-2-pýridýlamín 401-670-0 79456-26-1 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

401-940-8 — Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-077-00-6 hvarfmassi 5-heptýl-1,2,4-tríasól-3-ýlamíns<br />

og 5-nónýl-1,2,4-tríasól-3-ýlamíns<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

401-990-0 106990-43-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-078-00-1 N,N,N,N-tetrakis(4,6-bis(bútýl-(N-metýl-<br />

2,2,6,6-tetrametýlpíperidín-4ýl)amínó)tríasín-2-ýl)-4,7-díasadekan-1,10díamín<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

402-520-7 — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-079-00-7 4-(1(eða 4 eða 5 eða 6)-metýl-8,9,10trínorborn-5-en-2-ýl)pýridín,<br />

hvarfmassi<br />

hverfna<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

402-540-6 105254-85-1 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-080-00-2 3-(bis(2-etýlhexýl)amínómetýl)bensóþíasól-<br />

2(3H)-þíón<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

613-081-00-8 1-bútýl-2-metýlpýridíníumbrómíð 402-680-8 26576-84-1 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/687<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

613-082-00-3 2-metýl-1-pentýlpýridíníumbrómíð 402-690-2 — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H314<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

402-120-2 — Húðæt. 1B<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-083-00-9 2-(4-(3-(4-klórfenýl)-2-pýrasólín-1ýl)fenýlsúlfónýl)etýldímetýlammóníumform<br />

at<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

402-490-5 106359-93-7 Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-084-00-4 2-(4-(3-(4-klórfenýl)-4,5díhýdrópýrasólýl)fenýlsúlfónýl)etýldímetýla<br />

mmóníumvetnisfosfónat<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

401-970-1 — Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-085-00-X hvarfmassi 1,1'-(metýlenbis(4,1fenýlen))dípýrról-2,5-díóns<br />

og N-(4-(4-(2,5díoxópýrról-1-ýl)bensýl)fenýl)asetamíðs<br />

og<br />

1-(4-(4-(5-oxó-2H-2fúrýlídenamínó)bensýl)fenýl)pýrról-2,5díóns<br />

H302<br />

613-086-00-5 koffín 200-362-1 58-08-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H225<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

613-087-00-0 tetrahýdróþíófen 203-728-9 110-01-0 Eldf. vökvi 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


Nr. 52/688 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,05%<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

220-120-9 2634-33-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

613-088-00-6 1,2-bensísóþíasól-3(2H)-ón,<br />

1,2-bensísóþíasólín-3-ón<br />

H330<br />

H372 **<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H372 **<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 2 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

85-00-7 [1]<br />

4032-26-2 [2]<br />

94021-76-8<br />

[3]<br />

201-579-4 [1]<br />

223-714-6 [2]<br />

301-467-6 [3]<br />

613-089-00-1 díkvatdíbrómíð, [1]<br />

díkvatdíklóríð, [2]<br />

6,7-díhýdródípýridó[1,2-α:2',1'c]pýrasíndíýlíumdíhýdroxíð<br />

[3]<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H372 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

1910-42-5 [1]<br />

2074-50-2 [2]<br />

217-615-7 [1]<br />

218-196-3 [2]<br />

613-090-00-7 parakvatdíklóríð,<br />

1,1-dímetýl-4,4'-bípýridíníumdíklóríð, [1]<br />

parakvatdímetýlsúlfat,<br />

1,1-dímetýl-4,4'-bípýridíníumdímetýlsúlfat<br />

[2]<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H412<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

4636-83-3 [1]<br />

29873-36-7<br />

[2]<br />

225-062-8 [1]<br />

[2]<br />

613-091-00-2 morfamkvatdíklóríð, [1]<br />

morfamkvatsúlfat [2]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/689<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

613-092-00-8 1,10-fenantrólín 200-629-2 66-71-7 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H334<br />

H317<br />

400-050-7 85153-92-0 Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

613-093-00-3 hexanatríum-6,13-díklór-3,10-bis((4-(2,5dísúlfónatanilínó)-6-flúor-1,3,5-tríasín-2ýlamínó)próp-3-ýlamínó)-5,12-díoxa-7,14díasapentasen-4,11-dísúlfónat<br />

H302<br />

H373 **<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

401-360-5 5248-39-5 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

613-094-00-9 4-metoxý-N,6-dímetýl-1,3,5-tríasín-2ýlamín<br />

H318<br />

403-080-9 92484-48-5 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

613-095-00-4 natríum-3-(2H-bensótríasól-2-ýl)-5-secbútýl-4-hýdroxýbensensúlfónat<br />

H302<br />

613-096-00-X 2-amínó-6-etoxý-4-metýlamínó-1,3,5-tríasín 403-580-7 62096-63-3 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

403-690-5 111298-82-9 Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-097-00-5 7-amínó-3-((5-karboxýmetýl-4-metýl-1,3þíasól-2-ýlþíó)metýl)-8-oxó-5-þía-1asabísýkló(4.2.0)okt-2-en-2-karboxýlsýra<br />

H314<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H411<br />

613-098-00-0 N-(n-oktýl)-2-pýrrólídón 403-700-8 2687-94-7 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

613-099-00-6 1-dódekýl-2-pýrrólídón 403-730-1 2687-96-9 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

404-230-6 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-100-00-X 2,9-bis(3-<br />

(díetýlamínó)própýlsúlfamóýl)kínó(2,3b)akridín-7,14-díón


Nr. 52/690 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

613-101-00-5 N—tert-pentýl-2-bensóþíasólsúlfenamíð 404-380-2 110799-28-5 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H411 HSK09 H411<br />

404-200-2 110488-70-5 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-102-00-0 dímetómorf (ISO),<br />

4-(3-(4-klórfenýl)-3-(3,4dímetoxýfenýl)akrýlóýl)morfólín<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

613-103-00-6 natríum-5-n-bútýlbensótríasól 404-450-2 118685-34-0 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H412<br />

613-104-00-1 5-tert-bútýl-3-ísoxasólýlamínhýdróklóríð 404-840-2 — Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H301<br />

H317<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H317<br />

H412<br />

405-160-9 124537-30-0 Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-105-00-7 hexakis(tetrametýlammóníum)-4,4'vínylenbis((3-súlfónat-4,1-fenýlen)imínó(6morfólínó-1,3,5-tríasín-4,2-díýl)imínó)bis(5hýdroxý-6-fenýlasónaftalen-2,7-dísúlfónat)<br />

H317<br />

405-240-3 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

613-106-00-2 tetrakalíum-2-(4-(5-(1-(2,5-dísúfónatfenýl)-<br />

3-etoxýkarbónýl-5-hýdroxýpýrasól-4ýl)penta-2,4-díenýlíden)-3-etoxýkarbónýl-5oxó-2-pýrasólín-1-ýl)bensen-1,4-dísúlfónat<br />

H319<br />

405-280-1 76508-02-6 Augnert. 2 H319 HSK07<br />

Varúð<br />

613-107-00-8 hexanatríum-2,2'-vínylenbis((3-súlfónat-4,1fenýlen)imínó(6-(N-sýanóetýl-N-(2hýdroxýprópýl)amínó)-1,3,5-tríasín-4,2díýl)imínó)díbensen-1,4-dísúlfónat<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

613-108-00-3 bensóþíasól-2-þíól 205-736-8 149-30-4 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/691<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

613-109-00-9 bis(píperidínþíókarbónýl)dísúlfíð 202-328-1 94-37-1 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

262-784-2 61432-55-1 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-110-00-4 dímepíperat (ISO),<br />

S-(1-metýl-1-fenýletýl)píperidín-1karbóþíóat<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H319<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H319<br />

613-111-00-X 1,2,4-tríasól 206-022-9 288-88-0 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,05%<br />

H331<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

247-761-7 26530-20-1 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-112-00-5 oktílínón (ISO),<br />

2-oktýl-2H-ísóþíasól-3-ón<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H411<br />

613-113-00-0 2-(morfólínóþíó)bensóþíasól 203-052-4 102-77-2 Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,1%<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

225-208-0 4719-04-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

613-114-00-6 2,2',2''-(hexahýdró-1,3,5-tríasín-1,3,5tríýl)tríetanól,1,3,5-tris(2-hýdroxýetýl)hexahýdró-1,3,5tríasín<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H412<br />

233-000-6 10004-44-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-115-00-1 hýmexasól (ISO),<br />

3-hýdroxý-5-metýlísoxasól


Nr. 52/692 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H373 **<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

211-986-9 731-27-1 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-116-00-7 tólýflúaníð (ISO),<br />

díklór-N-[(dímetýlamínó)súlfonýl]flúor-N-<br />

(p-tólýl)metansúlfenamíð<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— 76714-88-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-117-00-2 díníkónasól (ISO),<br />

(E)-β-[(2,4-díklórfenýl)metýlen]-α-(1,1dímetýletýl)-1H—1,2,4-tríasól-1-etanól,<br />

(E)-(RS)-1-(2,4-díklórfenýl)-4,4-dímetýl-2-<br />

(1H—1,2,4-tríasól-1-ýl)pent-1-en-3-ól<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

253-703-1 37893-02-0 Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-118-00-8 flúbensimín (ISO),<br />

N-[3-fenýl-4,5bis[(tríflúrmetýl)imínó]þíasólídín-2ýlíden]anilín<br />

H330<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

244-445-0 21564-17-0 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-119-00-3 (bensóþíasól-2-ýlþíó)metýlþíósýanat,<br />

TCMTB<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

249-014-0 28434-01-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-120-00-9 bíóresmetrín,<br />

(5-besýlfúr-3-ýl)metýl(1R)-trans-2,2dímetýl-3-(2metýlprópenýl)sýklóprópankarbóýlat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/693<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

265-268-5 64902-72-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-121-00-4 klórsúlfúrón (ISO),<br />

2-klór-N-[[(4-metoxý-6-metýl-1,3,5-tríasín-<br />

2-ýl)amínó]karbónýl]bensensúlfónamíð<br />

H319<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H411<br />

— 75736-33-3 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-122-00-X díklóbútrasól (ISO),<br />

(R*, R*)-(±)-β-[(2,4-díklórfenýl)metýl]-α-<br />

(1,1-dímetýletýl)-1H-1,2,4-tríasól-1-etanól,<br />

(2RS, 3RS)-1-(2,4-díklórfenýl)-4,4-dímetýl-<br />

2-(1H—1,2,4-tríasól-1-ýl)pentan-3-ól<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

251-684-4 33813-20-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-123-00-5 5,6-díhýdró-3H-imídasó[2,1-c]-1,2,4díþíasól-3-þíón,<br />

etem<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H315<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H315<br />

H411<br />

266-719-9 67564-91-4 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-124-00-0 fenprópímorf (ISO),<br />

cis-4-[3-(p-tert-bútýlfenýl)-2-metýlprópýl]-<br />

2,6-dímetýlmorfólín<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 78587-05-0 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-125-00-6 hexýþíasox (ISO),<br />

trans-5-(4-klórfenýl)-N-sýklóhexýl-4-metýl-<br />

2-oxó-3-þíasólidín-karboxamíð<br />

H319<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H412<br />

— 81334-34-1 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-126-00-1 imasapýr (ISO),<br />

2-[4,5-díhýdró-4-metýl-4-(1-metýletýl)-5oxó-1H-imídasól-2-ýl]-3-pýridínkarboxýlat<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

246-147-6 24307-26-4 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-127-00-7 1,1-dímetýlpíperidíníumklóríð,<br />

mepíkvatklóríð


Nr. 52/694 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

266-994-5 67747-09-5 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-128-00-2 próklóras (ISO),<br />

N-própýl-N-[2-(2,4,6-tríklórfenoxý)etýl]-<br />

1H-imídasól-1-karboxamíð<br />

H302<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

255-349-3 41394-05-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

613-129-00-8 metamítrón (ISO),<br />

4-amínó-3-metýl-6-fenýl-1,2,4-tríasín-5-ón<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

— 57369-32-1 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-131-00-9 pýrókílón (ISO),<br />

1,2,5,6-tetrahýdrópýrróló[3,2,1-ij]kínólín-4ón<br />

H302<br />

H319<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

257-074-4 51235-04-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-132-00-4 hexasínón (ISO),<br />

3-sýklóhexýl-6-dímetýlamínó-1-metýl-<br />

1,2,3,4-tetrahýdró-1,3,5-tríasín-2,4-díón<br />

H351<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

219-991-8 2593-15-9 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-133-00-X etridíasól (ISO),<br />

5-etoxý-3-tríklórmetýl-1,2,4-þíadíasól<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H302<br />

H319<br />

H411<br />

— 88671-89-0 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-134-00-5 mýklóbútaníl (ISO),<br />

2-(4-klórfenýl)-2-(1H-1,2,4-tríasól-1ýlmetýl)hexannítríl<br />

ESB-<br />

H031<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

613-135-00-0 dí(bensóþíasól-2-ýl)dísúlfíð 204-424-9 120-78-5 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/695<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

613-136-00-6 N-sýklóhexýlbensóþíasól-2-súlfenamíð 202-411-2 95-33-0 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

242-505-0 18691-97-9 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-137-00-1 metabensþíasúrón (ISO),<br />

1-(1,3-bensóþíasól-2-ýl)1,3-dímetýlúrea<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— 124495-18-7 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-138-00-7 kínoxýfen (ISO),<br />

5,7-díklór-4-(4-flúrfenoxý)kínólín<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 74223-64-6 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-139-00-2 metsúlfúrón-metýl,<br />

2-(4-metoxý-6-metýl-1,3,5-tríasín-2ýlkarbamóýlsúlfamóýl)bensósýra<br />

H341<br />

H360D<br />

***<br />

H300<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H341<br />

H360D<br />

***<br />

H300<br />

H411<br />

200-636-0 66-81-9 Stökkbr. 2<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-140-00-8 sýklóheximíð (ISO),<br />

4-{(2R)-2-[(1S,3S,5S)-3,5-dímetýl-2oxósýklóhexýl]-2-hýdroxýetýl}píperidín-<br />

2,6-díón<br />

H413 — H413<br />

401-470-3 93686-63-6 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-141-00-3 1,4-díamínó-2-(2-bútýltetrasól-5-ýl)-3sýanóantrakínón<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

405-860-4 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-142-00-9 trans-N-metýl-2-stýrýl-[4'-amínómetín-(1asetýl-1-(2metoxýfenýl)asetamíðó)]pýridíníumasetat<br />

H302<br />

H319<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H412<br />

613-143-00-4 1-(3-fenýlprópýl)-2-metýlpýridíníumbrómíð 405-930-4 10551-42-5 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H412 — H412<br />

406-460-2 125139-08-4 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-144-00-X myndefni: pólý(vínylasetats), að hluta<br />

vatnsrofið, með (E)-2-(4-formýlstýrýl)-3,4dímetýlþíasólíummetýlsúlfati


Nr. 52/696 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H411 HSK09 H411<br />

406-960-0 77497-97-3 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-145-00-5 (S)-3-bensýloxýkarbónýl-1,2,3,4-tetrahýdróísókínólíníum-4-metýlbensensúlfónat<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

613-146-00-0 N-etýl-N-metýlpíperidíníumjoðíð 407-780-5 4186-71-4 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H318<br />

407-940-4 111681-72-2 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

613-147-00-6 4-[2-(1-metýl-2-(4morfólínýl)etoxý)etýl]morfólín<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

411-240-4 143683-23-2 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-148-00-1 tetranatríum-1,2-bis(4-flúor-6-[5-(1-amínó-<br />

2-súlfónatantrakínón-4-ýlamínó)-2,4,6trímetýl-3-súlfónatfenýlamínó]-1,3,5-tríasín-<br />

2-ýlamínó)etan<br />

H331<br />

H301<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H400<br />

H410<br />

405-700-3 96489-71-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-149-00-7 pýridaben (ISO)<br />

2-tert-bútýl-5-(4-tert-bútýlbensýlþíó)-4klórpýridasín-3(2H)-ón<br />

H413 — H413<br />

406-295-6 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-150-00-2 2,2'-[3,3'-(píperasín-1,4díýl)díprópýl]bis(1H-bensimídasó[2,1b]bensó[l,m,n][3,8]fenantrólín-1,3,6-tríón<br />

H413 — H413<br />

406-360-9 104218-44-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-151-00-8 1-(3-mesýloxý-5-trítýloxýmetýl-2-Dþreófúrýl)týmín<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

406-600-2 89392-03-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-152-00-3 fenýl-N-(4,6-dímetoxýpírimídín-2ýl)karbamat<br />

H412 — H412<br />

613-153-00-9 2,3,5-tríklórpýridín 407-270-2 16063-70-0 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

613-154-00-4 2-amínó-4-klór-6-metoxýpýrimídín 410-050-9 5734-64-5 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/697<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H226<br />

H302<br />

H412<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H226<br />

H302<br />

H412<br />

613-155-00-X 5-klór-2,3-díflúrpýridín 410-090-7 89402-43-7 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

613-156-00-5 2-bútýl-4-klór-5-formýlimídasól 410-260-0 83857-96-9 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H319<br />

613-157-00-0 2,4-díamínó-5-metoxýmetýlpírimídín 410-330-0 54236-98-5 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnert. 2<br />

H332<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

613-158-00-6 2,3-díklór-5-tríflúrmetýl-pýridín 410-340-5 69045-84-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H301<br />

H332<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H332<br />

H400<br />

H410<br />

410-580-0 120928-09-8 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-159-00-1 fenasakín (ISO),<br />

4-[2-[4-(1,1-dímetýletýl)fenýl]etoxý]kínasólín<br />

H317<br />

411-000-9 125224-62-6 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

613-160-00-7 (1S)-2-metýl-2,5díasóbísýkló[2.2.1]heptandíhýdróbrómíð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 120162-55-2 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-163-00-3 asímsúlfúrón (ISO),<br />

(1-(4,6-dímetoxýpýrimídín-2-ýl)-3-[1-metýl-<br />

4-(2-metýl-2H-tetrasól-5-ýl)-pýrasól-5ýlsúlfonýl]úrea


Nr. 52/698 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— 142459-58-3 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-164-00-9 flúfenaset (ISO),<br />

N-(4-flúrfenýl)-N-ísóprópýl-2-(5tríflúrmetýl-[1,3,4]þíadíasól-2ýloxý)asetamíð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 144740-54-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-165-00-4 flúpýrsúlfúrón-metýl-natríum (ISO),<br />

metýl-2-[[(4,6-dímetoxýpýrimídín-2ýlkarbamóýl)súlfamóýl]-6tríflúrmetýl]nikótínat,<br />

mónónatríumsalt<br />

H360D<br />

***<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H400<br />

H410<br />

— 103361-09-7 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-166-00-X flúmíoxasín (ISO),<br />

N-(7-flúor-3,4-díhýdró-3-oxó-4-próp-2ýnýl-2H-1,4-bensoxasín-6-ýl)sýklóhex-1-en-<br />

1,2-díkarboxamíð<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 0,6%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

0,06% ≤ C <<br />

0,6%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

0,06% ≤ C <<br />

0,6%<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥<br />

0,0015%<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

— 55965-84-9 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-167-00-5 hvarfmassi: 5-klór-2-metýl-4-ísóþíasólín-3óns<br />

[EB-nr. 247-500-7]<br />

og 2-metýl-2H-ísóþíasól-3-óns [EB-nr. 220-<br />

239-6] (3:1),<br />

hvarfmassi: 5-klór-2-metýl-4-ísóþíasólín-3óns<br />

[EB-nr. 247-500-7]<br />

og 2-metýl-4-ísóþíasólín-3-óns [EB-nr. 220-<br />

239-6] (3:1)<br />

D<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H318<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H351<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H335<br />

H318<br />

613-168-00-0 1-vínyl-2-pýrrólídón 201-800-4 88-12-0 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/699<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H341<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H341<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

613-169-00-6 9-vínylkarbasól 216-055-0 1484-13-5 Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

613-170-00-1 2,2-etýlmetýlþíasólidín 404-500-3 694-64-4 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

413-050-7 79983-71-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-171-00-7 hexakónasól (ISO),<br />

(RS)-2-(2,4-díklórfenýl)-1-(1H-1,2,4-tríasól-<br />

1-ýl)hexan-2-ól<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H302<br />

H317<br />

H412<br />

613-172-00-2 5-klór-1,3-díhýdró-2H-indól-2-ón 412-200-9 17630-75-0 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H331<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H315<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H372 **<br />

H312<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

411-960-9 136426-54-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-173-00-8 flúkínkónasól (ISO),<br />

3-(2,4-díklórfenýl)-6-flúor-2-(1H-1,2,4tríasól-1-ýl)kínasólín-4-(3H)-ón


Nr. 52/700 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H332<br />

H302<br />

H411<br />

407-760-6 112281-77-3 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-174-00-3 (±)2-(2,4-díklórfenýl)-3-(1H-1,2,4-tríasól-1ýl)própýl-1,1,2,2-tetraflúretýleter<br />

H351<br />

H361fd<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H361fd<br />

H411<br />

406-850-2 133855-98-8 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-175-00-9 epoxíkónasól (ISO),<br />

(2RS,3SR)-3-(2-klórfenýl)-2-(4-flúrfenýl)-<br />

[(1H-1,2,4-tríasól-1-ýl)metýl]oxíran<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

613-176-00-4 2-metýl-2-asabísýkló[2.2.1]heptan 404-810-9 4524-95-2 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

H312<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H317<br />

H411<br />

613-177-00-X 8-amínó-7-metýlkínólín 412-760-4 5470-82-6 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H314<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H314<br />

H317<br />

613-178-00-5 4-etýl-2-metýl-2-ísópentýl-1,3-oxasólidín 410-470-2 137796-06-6 Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H411<br />

613-179-00-0 litíum-3-oxó-1,2(2H)-bensísóþíasól-2-íð 411-690-1 111337-53-2 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

407-430-1 3741-80-8 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-180-00-6 N-(1,1-dímetýletýl)bis(2bensóþíasólsúlfen)amíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/701<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H372 **<br />

H302<br />

H319<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H372 **<br />

H302<br />

H319<br />

H400<br />

H410<br />

405-090-9 67485-29-4 SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-181-00-1 5,5-dímetýl-perhýdró-pýrimídín-2-ón-α-(4tríflúrmetýlstýrýl)-α-(4tríflúrmetýl)sinnamýlídenhýdrasón<br />

H351<br />

H341<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H351<br />

H341<br />

H302<br />

H315<br />

H318<br />

H412<br />

613-182-00-7 1-(1-naftýlmetýl)kínólíníumklóríð 406-220-7 65322-65-8 Krabb. 2<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

413-640-4 — SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-183-00-2 hvarfmassi: 5-(Nmetýlperflúroktýlsúlfónamíð)metýl-3oktadekýl-1,3-oxasólidín-2-óns,5-(N-metýlperflúrheptýlsúlfónamíð)metýl-3oktadekýl-1,3-oxasólidín-2-óns<br />

H319<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

413-670-8 — Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

613-184-00-8 nítríltríetýlenammóníóprópan-2-ól-2etýlhexanóat<br />

H301<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

407-630-9 82633-79-2 Bráð eit. 3 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-185-00-3 2,3,5,6-tetrahýdró-2-metýl-2Hsýklópenta[d]-1,2-þíasól-3-ón<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

408-050-9 76855-69-1 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-186-00-9 (2R,3R)-3-((R)-1-(tertbútýldímetýlsíloxý)etýl)-4-oxóasetídín-2ýlasetat


Nr. 52/702 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

411-500-7 116256-11-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-188-00-X 1-(3-(4-flúrfenoxý)própýl)-3-metoxý-4píperidínón<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

414-030-0 52667-88-6 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-189-00-5 1,4,7,10-tetrakis(p-tólúensúlfónýl)-1,4,7,10tetraasasýklódódekan<br />

H302<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

414-040-5 149530-93-8 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

613-190-00-0 dínatríum-1-amínó-4-(2-(5-klór-6-flúorpýrimídín-4-ýlamínó-metýl)-4-metýl-6súlfó-fenýlamínó)-9,10-díoxó-9,10-díhýdróantrasen-2-súlfónat<br />

H360F<br />

***<br />

H314<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H360F<br />

***<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

421-150-7 143860-04-2 Eit. á æxlun 1B<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-191-00-6 3-etýl-2-metýl-2-(3-metýlbútýl)-1,3oxasólidín<br />

H411 HSK09 H411<br />

414-930-3 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-193-00-7 pentakis[3-<br />

(dímetýlammóníó)própýlsúlfamóýl]-[(6hýdroxý-4,4,8,8-tetrametýl-4,8díasóníaúndekan-1,11díýldísúlfamóýl)dí[þalósýanínkopar(II)]]hep<br />

talaktat<br />

H318<br />

418-000-8 163062-28-0 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

613-194-00-2 6,13-díklór-3,10-bis{2-[4-flúor-6-(2súlfófenýlamínó)-1,3,5-tríasín-2ýlamínó]própýlamínó}bensó[5,6][1,4]oxasín<br />

[2,3-.b.]fenoxasín-4,11-dísúlfónsýra, litíum-,<br />

natríumsalt<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

418-280-1 18600-59-4 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-195-00-8 2,2-(1,4-fenýlen)bis((4H—3,1-bensoxasín-<br />

4-ón)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/703<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

418-380-5 168113-78-8 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

613-196-00-3 5-[[4-klór-6-[[2-[[4-flúor-6-[[5-hýdroxý-6-<br />

[(4-metoxý-2-súlfófenýl)asó]-7-súlfó-2naftalenýl]amínó]-1,3,5-tríasín-2-ýl]amínó]-1-metýletýl]amínó]-1,3,5-tríasín-2ýl]amínó]-3-[[4-(etenýlsúlfónýl)fenýl]asó]-<br />

4-hýdroxý-naftalen-2,7-dísúlfónsýra,<br />

natríumsalt<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

420-390-1 187547-46-2 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-197-00-9 hvarfmassi: 2,4,6-trí(bútýlkarbamóýl)-1,3,5tríasíns,<br />

2,4,6-trí(metýlkarbamóýl)-1,3,5-tríasíns,<br />

[(2-bútýl-4,6-dímetýl)tríkarbamóýl]-1,3,5tríasíns,[(2,4-díbútýl-6-metýl)tríkarbamóýl]-1,3,5tríasín<br />

H350<br />

H360D<br />

***<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H360D<br />

***<br />

H317<br />

H412<br />

421-550-1 — Krabb. 1B<br />

Eit. á æxlun 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-199-00-X hvarfmassi: 1,3,5-tris(3-amínómetýlfenýl)-<br />

1,3,5-(1H,3H,5H)-tríasín-2,4,6-tríón,<br />

hvarfmassi fáliðna af 3,5-bis(3amínómetýlfenýl)-1-pólý[3,5-bis(3amínómetýlfenýl)-2,4,6-tríoxó-1,3,5-(1H,3H,5H)-tríasín-1-ýl]-1,3,5-(1H,3H,5H)tríasín-2,4,6-tríóni<br />

H318<br />

420-980-7 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

613-200-00-3 myndefni: kopars, (29H,31Hþalósýanínatós(2-)-N29,N30,N31,N32)-,<br />

klórbrennisteinssýru og 3-(2súlfóoxýetýlsúlfónýl)anilíns,<br />

natríumsalta<br />

ESB-<br />

H070<br />

H361f<br />

***<br />

H372 **<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H361f<br />

***<br />

H372 **<br />

H332<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

422-390-5 143322-57-0 Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-201-00-9 (R)-5-bróm-3-(1-metýl-2-pýrrólídínýlmetýl)-<br />

1H-indól


Nr. 52/704 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H412<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H351<br />

H412<br />

— 123312-89-0 Krabb. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-202-00-4 pýmetrósín (ISO),<br />

(E)-4,5-díhýdró-6-metýl-4-(3pýridýlmetýlenamínó)-1,2,4-tríasín-3(2H)ón<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

129630-19-9<br />

[1]<br />

129630-17-7<br />

[2]<br />

-[1]<br />

-[2]<br />

613-203-00-X pýraflúfenetýl, [1]<br />

pýraflúfen [2]<br />

H361d<br />

***<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361d<br />

***<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

254-637-6 39807-15-3 Eit. á æxlun 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-204-00-5 oxadíargýl (ISO),<br />

3-[2,4-díklór-5-(2-própýnýloxý)fenýl]-5-<br />

(1,1-dímetýletýl)-1,3,4-oxadíasól-2(3H)-ón,<br />

5-tert-bútýl-3-[2,4-díklór-5-(próp-2ýnýloxý)fenýl]-1,3,4-oxadíasól-2(3H)-ón<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

262-104-4 60207-90-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-205-00-0 própíkónasól (ISO),<br />

(±) 1-[2-(2,4-díklórfenýl)-4-própýl-1,3díoxólan-2-ýlmetýl]-1H—1,2,4-tríasól<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 161326-34-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-206-00-6 fenamídón (ISO),<br />

(S)-5-metýl-2-metýlþíó-5-fenýl-3fenýlamínó-3,5-díhýdróimídasól-4-ón<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 114311-32-9 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-208-00-7 ímasamox (ISO),<br />

(RS)-2-(4-ísóprópýl-4-metýl-5-oxó-2imídasólín-2-ýl)-5-metoxýmetýlníkótínsýra<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H373 **<br />

H317<br />

H411<br />

417-430-3 63645-17-0 Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-209-00-2 cis-1-(3-klórprópýl)-2,6-dímetýlpíperidínhýdróklóríð<br />

H373 **<br />

H412<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H412<br />

613-210-00-8 2-(3-klórprópýl)-2,5,5-trímetýl-1,3-díoxan 417-650-1 88128-57-8 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/705<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

418-240-3 74401-04-0 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-211-00-3 N-metýl-4-(pformýlstýrýl)pýridíníummetýlsúlfat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

418-320-8 133467-41-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-212-00-9 4-[4-(2-etýlhexýloxý)fenýl](1,4-þíasínan-<br />

1,1-díoxíð)<br />

H412 — H412<br />

416-040-0 120807-02-5 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

613-213-00-4 cis-1-bensóýl-4-[(4-metýlsúlfónýl)oxý]-Lprólín<br />

H413 — H413<br />

416-260-7 147613-95-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-214-00-X N,N-dí-n-bútýl-2-(1,2-díhýdró-3-hýdroxý-6ísóprópýl-2-kínólýlíden)-1,3-díoxóindan-5karboxamíð<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H315<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

613-215-00-5 2-klórmetýl-3,4-dímetoxýpýridíníumklóríð 416-440-5 72830-09-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

416-490-8 162208-01-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-216-00-0 6-tert-bútýl-7-(6-díetýlamínó-2-metýl-3pýridýlimínó)-3-(3-metýlfenýl)pýrasól[3,2c][1,2,4]tríasól<br />

H413 — H413<br />

416-770-1 73754-27-5 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-217-00-6 4-[3-(3,5-dí-tert-bútýl-4hýdroxýfenýl)própíónýloxý]-1-[2-[3-(3,5-dítert-bútýl-4-hýdrófenýl)própíónýloxý]etýl]-<br />

2,2,6,6-tetrametýlpíperidín<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

613-218-00-1 6-hýdroxýindól 417-020-4 2380-86-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/706 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H315<br />

H411<br />

417-140-7 79185-77-6 Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-219-00-7 7a-etýl-3,5-bis(1-metýletýl)-2,3,4,5tetrahýdróoxasól[3,4-c]-2,3,4,5tetrahýdróoxasól<br />

H302<br />

417-290-3 147086-81-5 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

613-220-00-2 trans-(4S,6S)-5,6-díhýdró-6-metýl-4Hþíenó[2,3-b]þíópýran-4-ól,<br />

7,7-díoxíð<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H315<br />

H412<br />

613-221-00-8 2-klór-5-metýlpýridín 418-050-0 18368-64-4 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

613-222-00-3 4-(1-oxó-2-própenýl)morfólín 418-140-1 5117-12-4 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H413 — H413<br />

613-223-00-9 N-ísóprópýl-3-(4-flúrfenýl)-1H-indól 418-790-4 93957-49-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

613-224-00-4 2,5-dímerkaptómetýl-1,4-díþían 419-770-8 136122-15-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H373 **<br />

H413<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H413<br />

421-290-9 — SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

613-225-00-X hvarfmassi: [2-(antrakínón-1-ýlamínó)-6-<br />

[(5-bensóýlamínó)-antrakínón-1-ýlamínó]-4fenýl]-1,3,5-tríasíns,2,6-bis-[(5-bensóýlamínó)-antrakínón-1ýlamínó]-4-fenýl-1,3,5-tríasíns<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

420-950-3 163831-67-2 Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-226-00-5 1-(2-(etýl(4-(4-(4-(4-(etýl(2pýridínetýl)amínó)-2metýlfenýlasó)bensóýlamínó)-fenýlasó)-3metýlfenýl)amínó)etýl)-pýridíníumdíklóríð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/707<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

419-600-2 99199-90-3 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-227-00-0 (±)-[(R*,R*) og (R*,S*)]-6-flúor-3,4díhýdró-2-oxíranýl-2H-1-bensópýran<br />

H411 HSK09 H411<br />

419-630-6 793669-26-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

613-228-00-6 (±)-(R*,S*)-6-flúor-3,4-díhýdró-2-oxíranýl-<br />

2H-1-bensópýran<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 145701-23-1 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

613-230-00-7 flórasúlam (ISO),<br />

2',6',8-tríflúor-5-metoxý-5-tríasól[1,5-c],<br />

pýrimídín-2-súlfónanilíð<br />

H318<br />

613-233-00-3 4,4'-(oxý-(bismetýlen))-bis-1,3-díoxólan 423-230-7 56552-15-9 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

H310<br />

H301<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H301<br />

H411<br />

200-193-3 54-11-5 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

614-001-00-4 nikótín (ISO),<br />

3-(N-metýl-2-pýrrólídínýl)pýridín<br />

A<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

H411<br />

614-002-00-X sölt af níkótíni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H310<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H310<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

614-003-00-5 striknín 200-319-7 57-24-9 Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H400<br />

H410<br />

614-004-00-0 sölt af strikníni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1


Nr. 52/708 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-005-00-6 kolsisín 200-598-5 64-86-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H330<br />

H300<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H412<br />

206-614-7 357-57-3 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

614-006-00-1 brúsín,<br />

2,3-dímetoxýstriknín<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

H412<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

H412<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

4845-99-2 [1]<br />

5786-97-0 [2]<br />

68239-26-9<br />

[3]<br />

68310-42-9<br />

[4]<br />

225-432-9 [1]<br />

227-317-9 [2]<br />

269-439-5 [3]<br />

269-710-8 [4]<br />

614-007-00-7 brúsínsúlfat, [1]<br />

brúsínnítrat, [2]<br />

striknídín-10-ón, 2,3-dímetoxý-, mónó[(R)-<br />

1-metýlheptýl-1,2-bensendíkarboxýlat], [3]<br />

striknídín-10-ón, 2,3-dímetoxý-,<br />

efnasambönd með (S)mónó(1-metýlheptýl)-<br />

1,2-bensendíkarboxýlat (1:1) [4]<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-008-00-2 akonitín 206-121-7 302-27-2 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-009-00-8 sölt af akonitíni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-010-00-3 atrópín 200-104-8 51-55-8 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-011-00-9 sölt af atrópíni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-012-00-4 hýossýamín 202-933-0 101-31-5 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-013-00-X sölt af hýossýamíni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

614-014-00-5 hýossín 200-090-3 51-34-3 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/709<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H310<br />

H300<br />

614-015-00-0 sölt af hýossíni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 1<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-016-00-6 pílókarpín 202-128-4 92-13-7 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-017-00-1 sölt af pílókarpíni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H302<br />

614-018-00-7 papaverín 200-397-2 58-74-2 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H302 A<br />

614-019-00-2 sölt af papaveríni — — Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-020-00-8 fýsóstigmín 200-332-8 57-47-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

A<br />

H330<br />

H300<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H330<br />

H300<br />

614-021-00-3 sölt af fýsóstigmíni — — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 2 *<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

614-022-00-9 dígitoxín 200-760-5 71-63-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

H302<br />

614-023-00-4 efedrín 206-080-5 299-42-3 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H302 A<br />

614-024-00-X sölt af efedríni — — Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

614-025-00-5 vabaín 211-139-3 630-60-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *


Nr. 52/710 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

614-026-00-0 strófantín-K 234-239-9 11005-63-3 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

H300<br />

208-077-4 507-60-8 Bráð eit. 2 * H300 HSK06<br />

Hætta<br />

614-027-00-6 búfa-4,20,22-tríenólíð, 6-(asetýloxý)-3-(β-<br />

D-glúkópýranósýloxý)-8,14-díhýdroxý-,<br />

(3β, 6β)-,<br />

skillirósíð<br />

H318<br />

414-420-0 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

614-028-00-1 hvarfmassi: 2-etýlhexýlmónó-Dglúkópýranósíð,<br />

2-etýlhexýldí-D-glúkópýranósíð<br />

H302<br />

419-640-0 68784-14-5 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

614-029-00-7 samsettar hverfur penta-O-allýl-β-Dfrúktófúranósýl-α-D-glúkópýranósíðs,<br />

samsettar hverfur hexa-O-allýl-β-Dfrúktófúranósýl-α-D-glúkópýranósíðs,<br />

samsettar hverfur hepta-O-allýl-β-Dfrúktófúranósýl-α-D-glúkópýranósíðs<br />

H225<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H225<br />

H361d<br />

***<br />

H330<br />

H311<br />

H301<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

615-001-00-7 metýlísósýanat 210-866-3 624-83-9 Eldf. vökvi 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/711<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H331<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

615-002-00-2 metýlísóþíósýanat 209-132-5 556-61-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

ESB-<br />

H032<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

615-003-00-8 þíósýansýra 207-337-4 463-56-9 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

A<br />

ESB-<br />

H032<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

615-004-00-3 sölt af þíósýansýru — — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

C<br />

2<br />

Augnert., H319:<br />

C ≥ 5%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

Næm. öndunarf.<br />

1, H334: C ≥<br />

0,1%<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

101-68-8 [1]<br />

2536-05-2 [2]<br />

5873-54-1 [3]<br />

26447-40-5<br />

[4]<br />

202-966-0 [1]<br />

219-799-4 [2]<br />

227-534-9 [3]<br />

247-714-0 [4]<br />

615-005-00-9 4,4'-metýlendífenýldíísósýanat,<br />

dífenýlmetan-4,4'-díísósýanat, [1]<br />

2,2'-metýlendífenýldíísósýanat,<br />

dífenýlmetan-2,2'-díísósýanat, [2]<br />

o-(p-ísósýanatbensýl)fenýlísósýanat,<br />

dífenýlmetan-2,4'-díísósýanat, [3]<br />

metýlendífenýldíísósýanat [4]<br />

C<br />

Næm. öndunarf.<br />

1, H334: C ≥<br />

0,1%<br />

H351<br />

H330<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H351<br />

H330<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

Krabb. 2<br />

Bráð eit. 2 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

91-08-7 [1]<br />

584-84-9 [2]<br />

26471-62-5<br />

[3]<br />

202-039-0 [1]<br />

209-544-5 [2]<br />

247-722-4 [3]<br />

615-006-00-4 2-metýl-m-fenýlendíísósýanat,<br />

tólúen-2,4-díísósýanat, [1]<br />

4-metýl-m-fenýlendíísósýanat,<br />

tólúen-2,6-díísósýanat, [2]<br />

m-tólýlidendíísósýanat,<br />

tólúendíísósýanat [3]


Nr. 52/712 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H332<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H412<br />

615-007-00-X 1,5-naftalendíísósýanat 221-641-4 3173-72-6 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

2<br />

*<br />

Næm. öndunarf.<br />

1, H334: C ≥<br />

0,5%<br />

Húðnæm.1, H317:<br />

C ≥ 0,5%<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

H411<br />

223-861-6 4098-71-9 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

615-008-00-5 3-ísósýanatmetýl-3,5,5trímetýlsýklóhexýlísósýanat,<br />

ísófóróndíísósýanat<br />

2<br />

*<br />

Næm. öndunarf.<br />

1, H334: C ≥<br />

0,5%<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,5%<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

225-863-2 5124-30-1 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

615-009-00-0 4,4'-metýlendí(sýklóhexýlísósýanat),<br />

dísýklóhexýlmetan-4,4'-díísósýanat<br />

C<br />

2<br />

*<br />

Næm. öndunarf.<br />

1, H334: C ≥<br />

0,5%<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,5%<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

16938-22-0<br />

[1]<br />

15646-96-5<br />

[2]<br />

241-001-8 [1]<br />

239-714-4 [2]<br />

615-010-00-6 2,2,4-trímetýlhexametýlen-1,6-díísósýanat,<br />

[1]<br />

2,4,4-trímetýlhexametýlen-1,6-díísósýanat<br />

[2]<br />

2<br />

*<br />

Næm. öndunarf.<br />

1, H334: C ≥<br />

0,5%<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,5%<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H331<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

H317<br />

615-011-00-1 hexametýlendíísósýanat 212-485-8 822-06-0 Bráð eit. 3 *<br />

Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/713<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

Augnert., H319:<br />

C ≥ 5%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

C ≥ 5%<br />

ESB-<br />

H014<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

223-810-8 4083-64-1 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

615-012-00-7 4-ísósýanatsúlfónýltólúen,<br />

tósýlísósýanat<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

206-992-3 420-04-2 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

615-013-00-2 sýanamíð,<br />

karbanónítríl<br />

H302<br />

— 7276-58-6 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

615-014-00-8 tris(1-dódekýl-3-metýl-2fenýlbensimídasólíum)hexasýanóferrat<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

204-081-5 115-31-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

615-015-00-3 1,7,7-trímetýlbísýkló(2.2.1)hept-2ýlþíósýanatasetat,<br />

ísóbornýlþíósýanóasetat<br />

H302<br />

615-016-00-9 kalíumsýanat 209-676-3 590-28-3 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H335<br />

H318<br />

615-017-00-4 kalsíumsýanamíð 205-861-8 156-62-7 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Augnskað. 1<br />

H226<br />

H311<br />

H301<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H226<br />

H311<br />

H301<br />

615-018-00-X 2-(2-bútoxýetoxý)etýlþíósýanat 203-985-7 112-56-1 Eldf. vökvi 3<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

H311<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H311<br />

H302<br />

H318<br />

H317<br />

615-019-00-5 dísýklóhexýlkarbódíimíð 208-704-1 538-75-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1


Nr. 52/714 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H330<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H330<br />

H301<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

615-020-00-0 metýlendíþíósýanat 228-652-3 6317-18-6 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H340<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H340<br />

H331<br />

H301<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

219-514-3 2451-62-9 Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

615-021-00-6 1,3,5-tris(oxíranýlmetýl)-1,3,5-tríasín-<br />

2,4,6(1H,3H,5H)-tríón,<br />

TGIC<br />

ESB-<br />

H014<br />

E; R2<br />

H373 **<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H334<br />

H317<br />

410-550-7 79277-18-2 SEM-EV 2 *<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

615-022-00-1 metýl-3-ísósýanatsúlfónýl-2-þíófenkarboxýlat<br />

ESB-<br />

H014<br />

H226<br />

H341<br />

H332<br />

H373 **<br />

H318<br />

H334<br />

HSK02<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H226<br />

H341<br />

H332<br />

H373 **<br />

H318<br />

H334<br />

410-900-9 83056-32-0 Eldf. vökvi 3<br />

Stökkbr. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

615-023-00-7 2-<br />

(ísósýanatsúlfónýlmetýl)bensósýrumetýleste<br />

r<br />

(eða): metýl-2-<br />

(ísósýanatsúlfónýlmetýl)bensóat<br />

H331<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H411<br />

615-024-00-2 2-fenýletýlísósýanat 413-080-0 1943-82-4 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/715<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H332<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

615-025-00-8 4,4'-etýlidendífenýldísýanat 405-740-1 47073-92-7 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

615-026-00-3 4,4'-metýlenbis(2,6-dímetýlfenýlsýanat) 405-790-4 101657-77-6 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

ESB-<br />

H014<br />

E; R2<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H334<br />

H317<br />

615-028-00-4 ethyl-2-(ísósýanatsúlfónýl)bensóat 410-220-2 77375-79-2 ****<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H330<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

H317<br />

H412<br />

615-029-00-X 2,5-bisísósýanatmetýl-bísýkló-[2.2.1]heptan 411-280-2 — Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

A<br />

ESB-<br />

H032<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H412<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

615-030-00-5 alkalísölt, jarðalkalísölt og önnur sölt af<br />

þíósýansýru sem ekki eru tilgreind annars<br />

staðar í þessum viðauka<br />

A<br />

ESB-<br />

H032<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H411<br />

615-031-00-0 þallíumsölt af þíósýansýru 222-571-7 3535-84-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2


Nr. 52/716 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

A<br />

ESB-<br />

H032<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

— — Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

615-032-00-6 málmsölt af þíósýansýru sem ekki eru<br />

tilgreind annars staðar í þessum viðauka<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

200-679-5 68-12-2 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

616-001-00-X N,N-dímetýlformamíð,<br />

dímetýlformamíð<br />

H300<br />

H311<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H300<br />

H311<br />

616-002-00-5 2-flúorasetamíð 211-363-1 640-19-7 Bráð eit. 2 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

D<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H301<br />

H372 **<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H340<br />

H361f<br />

***<br />

H301<br />

H372 **<br />

H332<br />

H312<br />

H319<br />

H315<br />

H317<br />

201-173-7 79-06-1 Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 1B<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 1<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

616-003-00-0 akrýlamíð,<br />

próp-2-enamíð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

202-270-7 93-71-0 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-004-00-6 allidóklór (ISO),<br />

N,N-díallýlklórasetamíð<br />

H302<br />

217-637-7 1918-13-4 Bráð eit. 4 * H302 HSK07<br />

Varúð<br />

616-005-00-1 klórþíamíð (ISO),<br />

2,6-díklór(þíóbensamíð)


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/717<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

214-118-7 1085-98-9 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-006-00-7 díklóflúaníð (ISO),<br />

N-díklórflúrmetýlþíó-N',N'-dímetýl-Nfenýlsúlfamíð<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

213-482-4 957-51-7 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-007-00-2 dífenamíð (ISO),<br />

N,N-dímetýl-2,2-dífenýlasetamíð<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

217-638-2 1918-16-7 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-008-00-8 própaklór (ISO),<br />

2-klór-N-ísóprópýlasetanilíð,<br />

α-klór-N-ísóprópýlasetanilíð<br />

H302<br />

H400<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

211-914-6 709-98-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

616-009-00-3 própaníl (ISO),<br />

3',4'-díklórprópíónanilíð<br />

ESB-<br />

H031<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Dg<br />

H302<br />

H314<br />

H334<br />

616-010-00-9 tósýlklóramíðnatríum 204-854-7 127-65-1 Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

Eit. á æxlun 1B,<br />

H360D: C ≥ 5%<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H360D<br />

***<br />

H332<br />

H312<br />

616-011-00-4 N,N-dímetýlasetamíð 204-826-4 127-19-5 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H315<br />

211-952-3 719-96-0 Húðert. 2 H315 HSK07<br />

Varúð<br />

616-012-00-X N-(díklórflúrmetýlþíó)þalimíð,<br />

N-(flúrdíklórmetýlþíó)þalimíð<br />

H311<br />

H302<br />

H319<br />

HSK06<br />

Hætta<br />

H311<br />

H302<br />

H319<br />

616-013-00-5 bútýraldehýðoxím 203-792-8 110-69-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2


Nr. 52/718 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H312<br />

H318<br />

H317<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H351<br />

H312<br />

H318<br />

H317<br />

202-496-6 96-29-7 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

616-014-00-0 2-bútanónoxím,<br />

etýlmetýlketoxím,<br />

etýlmetýlketónoxím<br />

M=10<br />

H351<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

240-110-8 15972-60-8 Krabb. 2<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-015-00-6 alaklór (ISO),<br />

2-klór-2',6'-díetýl-N-<br />

(metoxýmetýl)asetanilíð<br />

H300<br />

616-016-00-1 1-(3,4-díklórfenýlimínó)þíósemíkarbasíð — 5836-73-7 Bráð eit. 2 * H300 HSK06<br />

Hætta<br />

H312<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H312<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

616-017-00-7 kartaphýdróklóríð 239-309-2 15263-52-2 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

205-149-7 134-62-3 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-018-00-2 N,N-díetýl-m-tólúamíð,<br />

DEET<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

253-718-3 37924-13-3 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

616-019-00-8 perflúidón (ISO),<br />

1,1,1-tríflúor-N-(4-fenýlsúlfónýl-otólýl)metansúlfónamíð<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

251-793-7 34014-18-1 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-020-00-3 tebúþíúrón (ISO),<br />

1-(5-tert-bútýl-1,3,4-þíadíasól-2-ýl)-1,3dímetýlúrea


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/719<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H400<br />

H410<br />

246-901-4 25366-23-8 Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-021-00-9 þíasaflúrón (ISO),<br />

1,3-dímetýl-1-(5-tríflúrmetýl-1,3,4þíadíasól-2-ýl)úrea<br />

H351<br />

616-022-00-4 asetamíð 200-473-5 60-35-5 Krabb. 2 H351 HSK08<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H315<br />

H317<br />

401-980-6 — Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

616-023-00-X N-hexadekýl(eða oktadekýl)-Nhexadekýl(eða<br />

oktadekýl)bensamíð<br />

H413 — H413<br />

402-260-4 54942-74-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-024-00-5 2-(4,4-dímetýl-2,5-díoxóoxasólidín-1-ýl)-2klór-5-(2-(2,4-dí-tertpentýlfenoxý)bútýramíðó)-4,4-dímetýl-3oxóvaleranilíð<br />

H361f<br />

***<br />

H319<br />

H317<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H319<br />

H317<br />

616-025-00-0 valínamíð 402-840-7 20108-78-5 Eit. á æxlun 2<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

H350<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H350<br />

H302<br />

H319<br />

H315<br />

H412<br />

616-026-00-6 þíóasetamíð 200-541-4 62-55-5 Krabb. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H317<br />

403-760-5 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

616-027-00-1 tris(2-(2-hýdroxýetoxý)etýl)ammóníum-3asetóasetamíð-4-metoxýbensensúlfónat<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

403-790-9 108673-51-4 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-028-00-7 N-(4-(3-(4-sýanófenýl)úreídó)-3hýdroxýfenýl)-2-(2,4-dí-tertpentýlfenoxý)oktanamíð<br />

H318<br />

H317<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

616-029-00-2 N,N'-etýlenbis(vínylsúlfónýlasetamíð) 404-790-1 66710-66-5 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1


Nr. 52/720 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

250-010-6 30043-49-3 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-030-00-8 etidímúrón (ISO),<br />

1-(5-etýlsúlfónýl-1,3,4-þíadíasól-2-ýl)-1,3dímetýlúrea<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

256-625-6 50563-36-5 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-031-00-3 dímetaklór (ISO),<br />

2-klór-N-(2,6-dímetýlfenýl)-N-(2metoxýetýl)asetamíð<br />

H412 — H412<br />

— 83164-33-4 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-032-00-9 díflúfeníkan (ISO),<br />

N-(2,4-díflúrfenýl)-2-[3-<br />

(tríflúrmetýl)fenoxý]-3-pýridínkarboxamíð<br />

H301<br />

H312<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H301<br />

H312<br />

H400<br />

H410<br />

274-050-9 69581-33-5 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-033-00-4 sýprófúram (ISO),<br />

N-(3-klórfenýl)-N-(tetrahýdró-2-oxó-3fúrýl)sýklóprópankarboxamíð<br />

H412 — H412<br />

246-419-4 24691-76-7 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-034-00-X pýrakarbólíð (ISO),<br />

3,4-díhýdró-6-metýl-2H-pýran-5karboxanilíð<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

261-043-0 57966-95-7 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-035-00-5 sýmoxaníl (ISO),<br />

2-sýanó-N-[(etýlamínó)karbónýl]-2-<br />

(metoxýimínó)asetamíð<br />

Húðnæm. 1,<br />

H317: C ≥ 0,1%<br />

H361f<br />

***<br />

H301<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H361f<br />

***<br />

H301<br />

H317<br />

616-036-00-0 2-klórasetamíð 201-174-2 79-07-2 Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðnæm. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/721<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H332<br />

H335<br />

H315<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

251-899-3 34256-82-1 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-037-00-6 asetóklór (ISO),<br />

2-klór-N-(etoxýmetýl)-N-(2-etýl-6metýlfenýl)asetamíð<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H318<br />

H317<br />

H411<br />

406-010-5 88918-84-7 Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-038-00-1 (4-amínófenýl)-Nmetýlmetýlensúlfónamíðhýdróklóríð<br />

H317<br />

616-039-00-7 3',5'-díklór-4'-etýl-2'-hýdroxýpalmitanilíð 406-200-8 117827-06-2 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

H318<br />

406-650-5 97888-41-0 Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

616-040-00-2 kalíum-N-(4-tólúensúlfónýl)-4tólúensúlfónamíð<br />

H413 — H413<br />

406-840-8 101664-25-9 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-041-00-8 3',5'-díklór-2-(2,4-dí-tert-pentýlfenoxý)-4'etýl-2'-hýdroxýhexananilíð<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

407-070-5 142859-67-4 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-042-00-3 N-(2-(6-etýl-7-(4-metýlfenoxý)-1Hpýrasól[1,5-b][1,2,4]tríasól-2-ýl)própýl)-2oktadekýloxýbensamíð<br />

H413 — H413<br />

407-190-8 82558-50-7 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-043-00-9 ísoxaben (ISO),<br />

N-[3-(1-etýl-1-metýlprópýl)-1,2-oxasól-5ýl]-2,6-dímetoxýbensamíð<br />

H411 HSK09 H411<br />

402-510-2 — Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-044-00-4 N-(3,5-díklór-4-etýl-2-hýdroxýfenýl)-2-(3pentadekýlfenoxý)bútanamíð<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

405-190-2 122371-93-1 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-045-00-X 2'-(4-klór-3-sýanó-5-formýl-2-þíenýlasó)-5'díetýlamínó-2-metoxýasetanilíð


Nr. 52/722 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

406-390-2 — Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-046-00-5 N-(2-(6-klór-7-metýlpýrasól(1,5-b)-1,2,4tríasól-4-ýl)própýl)-2-(2,4-dí-tertpentýlfenoxý)oktanamíð<br />

H317<br />

406-640-0 — Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

616-047-00-0 hvarfmassi: 2,2',2'',2'''-<br />

(etýlendínítrílótetrakis-N,Ndí(C16)alkýlasetamíðs,2,2',2'',2'''-(etýlendínítrílótetrakis-N,Ndí(C18)alkýlasetamíðs<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H411<br />

616-048-00-6 3'-tríflúrmetýlísóbútýranilíð 406-740-4 1939-27-1 SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H413 — H413<br />

408-150-2 99141-89-6 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-049-00-1 2-(2,4-bis(1,1-dímetýletýl)fenoxý)-N-(3,5díklór-4-etýl-2-hýdroxýfenýl)hexanamíð<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

410-690-9 103055-07-8 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-050-00-7 lúfenúrón (ISO),<br />

N-[2,5-díklór-4-(1,1,2,3,3,3hexaflúrprópoxý)fenýlamínókarbónýl]-2,6díflúrbensamíð<br />

H413 — H413<br />

411-070-0 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-051-00-2 hvarfmassi: 2,4-bis(N'-(4-metýlfenýl)úreídó)-tólúens,<br />

2,6-bis(N'-(4-metýlfenýl)-úreídó)-tólúens<br />

H360D<br />

***<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

616-052-00-8 formamíð 200-842-0 75-12-7 Eit. á æxlun 1B H360D<br />

***<br />

H360D<br />

***<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

616-053-00-3 N-metýlasetamíð 201-182-6 79-16-3 Eit. á æxlun 1B H360D<br />

***<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

253-178-9 36734-19-7 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-054-00-9 ípródíón (ISO),<br />

3-(3,5-díklórfenýl)-2,4-díoxó-Nísóprópýlimídasólidín-1-karboxamíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/723<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H351<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H400<br />

H410<br />

245-951-4 23950-58-5 Krabb. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-055-00-4 própýsamíð (ISO),<br />

3,5-díklór-N-(1,1-dímetýlpróp-2ýnýl)bensamíð<br />

H360D<br />

***<br />

H312<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Dg<br />

H360D<br />

***<br />

H312<br />

616-056-00-X N-metýlformamíð 204-624-6 123-39-7 Eit. á æxlun 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

H350<br />

H341<br />

H373 **<br />

HSK08<br />

Hætta<br />

H350<br />

H341<br />

H373 **<br />

412-790-8 — Krabb. 1B<br />

Stökkbr. 2<br />

SEM-EV 2 *<br />

616-057-00-5 hvarfmassi: N-[3-hýdroxý-2-(2metýlakrýlóýlamínómetoxý)própoxýmetýl]-<br />

2-metýlakrýlamíðs,<br />

N-[2,3-bis-(2metýlakrýlóýlamínómetoxý)própoxýmetýl]-<br />

2-metýlakrýlamíðs,<br />

metakrýlamíðs,<br />

2-metýl-N-(2metýlakrýlóýlamínómetoxýmetýl)akrýlamíðs,N-(2,3-díhýdroxýprópoxýmetýl)-2metýlakrýlamíðs<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

412-570-1 119462-56-5 SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-058-00-0 1,3-bis(3-metýl-2,5-díoxó-1Hpýrrólínýlmetýl)bensen<br />

H413 — H413<br />

412-650-6 121487-83-0 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-059-00-6 4-((4-(díetýlamínó)-2-etoxýfenýl)imínó)-<br />

1,4-díhýdró-1-oxó-N-própýl-2naftalenkarboxamíð<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H314<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

413-770-1 — Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-060-00-1 Þéttingarafurð: 3-(7-karboxýhept-1-ýl)-6hexýl-4-sýklóhexen-1,2-díkarboxýlsýru<br />

með<br />

pólýamínum (einkum amínóetýlpíperasínum<br />

og tríetýlentetramínum)


Nr. 52/724 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H412<br />

413-610-0 124172-53-8 Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-061-00-7 N,N'-1,6-hexandíýlbis(N-(2,2,6,6tetrametýlpíperidín-4-ýl)formamíð<br />

H314<br />

H412<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H314<br />

H412<br />

411-590-8 70693-57-1 Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-062-00-2 N-[3-[(2-asetýloxý)etýl](fenýlmetýl)amínó]-<br />

4-metoxýfenýlasetamíð<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H410<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

411-920-0 106917-30-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1A<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-063-00-8 3-dódekýl-(1-(1,2,2,6,6-pentametýl-4píperidín)-ýl)-2,5-pýrrólidíndíón<br />

H412 — H412<br />

616-064-00-3 N-tert-bútýl-3-metýlpíkólínamíð 406-720-5 32998-95-1 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H373 **<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H373 **<br />

616-065-00-9 3'-(3-asetýl-4-hýdroxýfenýl)-1,1-díetýlúrea 411-970-3 79881-89-3 Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

H361f<br />

***<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

405-100-1 115662-06-1 Eit. á æxlun 2 H361f<br />

***<br />

616-066-00-4 5,6,12,13-tetraklórantra(2,1,9-def:6,5,10d'e'f')díísókínólín-1,3,8,10(2H,9H)-tetrón<br />

H413 — H413<br />

407-300-4 92683-20-0 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-067-00-X dódekýl-3-(2-(3-bensýl-4-etoxý-2,5díoxóimídasólidín-1-ýl)-4,4-dímetýl-3oxóvaleramíðó)-4-klórbensóat<br />

H317<br />

406-500-9 174393-75-0 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

616-068-00-5 kalíum-4-(11metakrýlamíðóúndekanamíðó)bensensúlfóna<br />

t<br />

H413 — H413<br />

406-210-2 110560-22-0 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-069-00-0 1-hýdroxý-5-(2metýlprópýloxýkarbónýlamínó)-N-(3dódekýloxýprópýl)-2-naftóamíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/725<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H413 — H413<br />

406-530-2 — Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-070-00-6 hvarfmassi: 3,3'-dísýklóhexýl-1,1'metýlenbis(4,1-fenýlen)díúrea,3-sýklóhexýl-1-(4-(4-(3oktadekýlúreídó)bensýl)fenýl)úrea,3,3'-díoktadekýl-1,1'-metýlenbis(4,1fenýlen)díúrea<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

406-550-1 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-071-00-1 hvarfmassi: bis(N-sýklóhexýl-N'fenýlenúreídó)metýlens,<br />

bis(N-oktadekýl-N'-fenýlenúreídó)metýlens,<br />

bis(N-dísýklóhexýl-N'fenýlenúreídó)metýlens<br />

(1:2:1)<br />

H413 — H413<br />

407-120-6 55612-11-8 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-072-00-7 1-(2-deoxý-5-O-trítýl-β-Dþreópentófúranósýl)týmín<br />

H341<br />

H413<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H341<br />

H413<br />

616-073-00-2 4'-etoxý-2-bensimídasólanilíð 407-600-5 120187-29-3 Stökkbr. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

H412<br />

616-074-00-8 N-bútýl-2-(4-morfólínýlkarbónýl)bensamíð 407-730-2 104958-67-0 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H302<br />

H318<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

408-120-9 65197-96-8 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

616-075-00-3 D, L-(N,N-díetýl-2-hýdroxý-2fenýlasetamíð)<br />

H411 HSK09 H411<br />

412-850-3 112410-23-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-076-00-9 tebúfenósíð (ISO),<br />

N-tert-bútýl-N'-(4-etýlbensóýl)-3,5dímetýlbensóhýdrasíð


Nr. 52/726 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H318<br />

411-310-4 — Augnskað. 1 H318 HSK05<br />

Hætta<br />

616-077-00-4 hvarfmassi: 2-(9-metýl-1,3,8,10-tetraoxó-<br />

2,3,9,10-tetrahýdró-(1H,8H)-antra[2,1,9-def:<br />

6,5,10-d'e'f']díísókínólín-2-ýletansúlfónsýru,<br />

kalíum-2-(9-metýl-1,3,8,10-tetraoxó-<br />

2,3,9,10-tetrahýdró-(1H,8H)-antra[2,1,9-def:<br />

6,5,10-d'e'f']díísókínólín-2-ýletansúlfats,<br />

H413 — H413<br />

411-330-3 104541-33-5 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-078-00-X 2-[2,4-bis(1,1-dímetýletýl)fenoxý]-N-(2hýdroxý-5-metýlfenýl)hexanamíð<br />

H317<br />

411-700-4 140921-24-0 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

616-079-00-5 1,6-hexandíýlbis(2-(2-(1-etýlpentýl)-3oxasólidínýl)etýl)karbamat<br />

H412 — H412<br />

411-850-0 119018-29-0 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-080-00-0 4-(2-((3-etýl-4-metýl-2-oxópýrrólín-1ýl)karboxamíð)etýl)bensensúlfónamíð)<br />

H302<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

616-081-00-6 5-bróm-8-naftólaktam 413-480-5 24856-00-6 Bráð eit. 4 *<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H317<br />

413-200-1 129604-78-0 Húðnæm. 1 H317 HSK07<br />

Varúð<br />

616-082-00-1 N-(5-klór-3-((4-(díetýlamínó)-2metýlfenýl)imínó)-4-metýl-6-oxó-1,4sýklóhexadíen-1-ýl)bensamíð<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

616-083-00-7 [2-[(4-nítrófenýl)amínó]etýl]úrea 410-700-1 27080-42-8 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

616-084-00-2 2,4-bis[N'-(4-metýlfenýl)úreídó]tólúen 411-790-5 — Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

412-190-6 168900-02-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-085-00-8 3-(2,4-díklórfenýl)-6-flúor-kínasólín-<br />

2,4(1H,3H)-díón


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/727<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H413 — H413<br />

412-250-1 102387-48-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-086-00-3 2-asetýlamínó-6-klór-4-[(4-díetýlamínó)2metýlfenýlimínó]-5-metýl-1-oxó-2,5sýklóhexadíen<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H319<br />

H317<br />

H411<br />

412-260-6 52658-19-2 Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-087-00-9 hvarfmassi: 7,9,9-trímetýl-3,14-díoxa-4,13díoxó-5,12-díasahexadekan-1,16-díýlpróp-2enóats,7,7,9-trímetýl-3,14-díoxa-4,13-díoxó-5,12díasahexadekan-1,16-díýlpróp-2-enóats<br />

H317<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H412<br />

616-088-00-4 2-amínósúlfónýl-N,N-dímetýlnikótínamíð 413-440-7 112006-75-4 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H341<br />

415-360-8 41107-56-6 Stökkbr. 2 H341 HSK08<br />

Varúð<br />

616-089-00-X 5-(2,4-díoxó-1,2,3,4-tetrahýdrópýrimídín)-3flúor-2-hýdroxýmetýltetrahýdrófúran<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H331<br />

H311<br />

H301<br />

H373 **<br />

H411<br />

415-660-9 70918-74-0 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-090-00-5 1-(1,4-bensódíoxan-2ýlkarbónýl)píperasínhýdróklóríð<br />

H340<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H340<br />

H331<br />

H302<br />

H373 **<br />

H318<br />

H317<br />

423-400-0 59653-74-6 Stökkbr. 1B<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

616-091-00-0 1,3,5-tris-[(2S og 2R)-2,3-epoxýprópýl]-<br />

1,3,5-tríazín-2,4,6-(1H,3H,5H)-tríón<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

404-035-6 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-092-00-6 fjölliða myndefni úr bísýkló[2.2.1]hepta-2,5díeni,<br />

eteni, 1,4-hexadíeni, 1-própeni með<br />

N,N-dí-2-própenýlformamíði<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

406-620-1 129217-90-9 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-093-00-1 myndefni: anilíntereþalaldehýð-o-tólúidín<br />

þéttiefnis með maleínanhýdríði


Nr. 52/728 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H413<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H317<br />

H413<br />

616-094-00-7 3,3'-dísýklóhexýl-1,1'-metýlenbis(4,1fenýlen)díúrea<br />

H413 — H413<br />

H413 — H413<br />

H413 — H413<br />

H411 HSK09 H411<br />

406-370-3 58890-25-8 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

406-690-3 43136-14-7 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

408-110-4 110483-07-3 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

411-840-6 83372-55-8 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

411-750-7 119126-15-7 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H413 — H413<br />

H302<br />

H315<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H315<br />

H302<br />

H412<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

616-095-00-2 3,3'-díoktadekýl-1,1'-metýlenbis(4,1fenýlen)díúrea<br />

616-096-00-8 N-(3-hexadekýloxý-2-hýdroxýpróp-1-ýl)-N-<br />

(2-hýdroxýetýl)palmitamíð<br />

616-097-00-3 N,N'-1,4-fenýlenbis(2-((2-metoxý-4nítrófenýl)asó)-3-oxóbútanamíð<br />

616-098-00-9 1-[4-klór-3-((2,2,3,3,3pentaflúrprópoxý)metýl)fenýl]-5-fenýl-1H-<br />

1,2,4-tríasól-3-karboxamíð<br />

616-099-00-4 2-[4-[(4-hýdroxýfenýl)súlfónýl]fenoxý]-4,4- 414-170-2 135937-20-1 Langv. eit. á vatn.<br />

dímetýl-N-[5-[(metýlsúlfónýl)amínó]-2-[4-<br />

4<br />

(1,1,3,3-tetrametýlbútýl)fenoxý]fenýl]-3oxópentanamíð<br />

616-100-00-8 1,3-dímetýl-1,3-bis(trímetýlsilýl)úrea 414-180-7 10218-17-4 Bráð eit. 4 *<br />

Húðert. 2<br />

616-101-00-3 (S)-N-tert-bútýl-1,2,3,4-tetrahýdró-3- 414-600-9 149182-72-9 Bráð eit. 4 *<br />

ísókínólínkarboxamíð<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

415-870-0 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-102-00-9 hvarfmassi: α-[3-(3merkaptóprópanoxýkarbónýlamínó)metýlfenýlamínókarbónýl]-ω-[3-(3merkaptóprópanoxýkarbónýlamínó)metýlfenýlamínókarbónýloxý]-pólý-(oxýetýlen-kóoxýprópýlens),<br />

1,2-(eða 1,3-)bis[α-(3merkaptóprópanoxýkarbónýlamínó)metýlfenýlamínókarbónýl)-ω-oxý-pólý(oxýetýlen-kóoxýprópýlen)]-3-(eða<br />

2-)própanóls,<br />

1,2,3-tris[α-(3merkaptóprópanoxýkarbónýlamínó)metýlfenýlamínókarbónýl)-ω-oxý-pólý-(oxýetýlenkó-oxýprópýlen)]própans]


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/729<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H410<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

415-030-3 120298-38-6 Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-103-00-4 (S,S)-trans-4-(asetýlamínó)-5,6-díhýdró-6metýl-7,7-díoxó-4H-þíenó[2,3-b]þíópýran-<br />

2-súlfónamíð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

275-728-7 71626-11-4 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-104-00-X benalaxýl (ISO),<br />

metýl-N-(2,6-dímetýlfenýl)-N-(fenýlasetýl)-<br />

DL-alanínat<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H351<br />

H361d<br />

***<br />

H400<br />

H410<br />

239-592-2 15545-48-9 Krabb. 2<br />

Eit. á æxlun 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-105-00-5 klórtólúrón (ISO),<br />

3-(3-klór-p-tólýl)-1,1-dímetýlúrea<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

237-199-0 13684-63-4 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-106-00-0 fenmedífam (ISO),<br />

metýl 3-(3-metýlkarbanílóýloxý)karbanílat<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 144550-36-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-108-00-1 joðsúlfúrónmetýlnatríum,<br />

natríum{[5-joð-2-<br />

(metoxýkarbónýl)fenýl]súlfónýl}karbamóýl)<br />

(4-metoxý-6-metýl-1,3,5-tríasín-2-ýl)asaníð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

— 141776-32-1 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-109-00-7 súlfósúlfúrón (ISO),<br />

1-(4,6-dímetoxýpýrimídín-2-ýl)-3-(2etýlsúlfónýlimídasó[1,2-a]pýridín-3ýl)súlfónýlúrea<br />

H302<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H302<br />

H411<br />

419-150-7 113136-77-9 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-110-00-2 sýklanilíð (ISO),<br />

1-(2,4díklóranilínókarbónýl)sýklóprópankarboxýls<br />

ýra<br />

H411 HSK09 H411<br />

422-530-5 126833-17-8 Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-111-00-8 fenhexamíð (ISO),<br />

N-(2,3-díklór-4-hýdroxýfenýl)-1metýlsýklóhexankarboxamíð


Nr. 52/730 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H373 **<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H400<br />

H410<br />

— 144651-06-9 SEM-EV 2 *<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-112-00-3 oxasúlfúrón (ISO),<br />

oxetan-3-ýl-2-[(4,6-dímetýlpýrimídín-2-ýl)karbamóýlsúlfamóýl]bensóat<br />

H410 M=10<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

237-198-5 13684-56-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-113-00-9 desmedífam (ISO),<br />

etýl-3-fenýlkarbamóýloxýfenýlkarbamat<br />

H413 — H413<br />

418-010-2 136897-58-0 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-114-00-4 dódekanamíð, N,N'-(9,9',10,10'-tetrahýdró-<br />

9,9',10,10'-tetraoxó(1,1'-bíantrasen)-4,4'díýl)bis<br />

H413 — H413<br />

416-150-9 136450-06-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-115-00-X N-(3-asetýl-2-hýdroxýfenýl)-4-(4fenýlbútoxý)bensamíð<br />

H413 — H413<br />

416-790-9 143052-96-4 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-116-00-5 N-(4-dímetýlamínópýridíníum)-3-metoxý-4-<br />

(1-metýl-5-nítróindól-3-ýlmetýl)-N-(otólýlsúlfónýl)bensamídat<br />

H361f<br />

***<br />

H317<br />

H410<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H317<br />

H400<br />

H410<br />

416-860-9 777891-21-1 Eit. á æxlun 2<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-117-00-0 N-[2-(3-asetýl-5-nítróþíófen-2-ýlasó)-5díetýlamínófenýl]asetamíð<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

417-950-0 65797-42-4 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-118-00-6 N-(2',6'-dímetýlfenýl)-2píperidínkarboxamíðhýdróklóríð<br />

H413 — H413<br />

418-060-5 118020-93-2 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-119-00-1 2-(1-bútýl-3,5-díoxó-2-fenýl-(1,2,4)tríasólidín-4-ýl)-4,4-dímetýl-3-oxó-N-(2metoxý-5-(2-(dódekýl-1súlfónýl))própíónýlamínó)-fenýl)-pentamíð<br />

H373 **<br />

H411<br />

HSK08<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H373 **<br />

H411<br />

420-600-1 — SEM-EV 2 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-120-00-7 hvarfmassi: N-(3-dímetýlamínó-4-metýlfenýl)-bensamíð,N-(3-dímetýlamínó-2-metýl-fenýl)bensamíð,N-(3-dímetýlamínó-3-metýl-fenýl)bensamíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/731<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

616-121-00-2 2,4-díhýdroxý-N-(2-metoxýfenýl)bensamíð 419-090-1 129205-19-2 Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

414-740-0 96141-86-5 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-123-00-3 N-[3-[[4-(díetýlamínó)-2-metýlfenýl]imínó]-<br />

6-oxó-1,4-sýklóhexadíenýl]asetamíð<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H412<br />

HSK06<br />

HSK05<br />

Hætta<br />

H311<br />

H301<br />

H314<br />

H412<br />

616-124-00-9 litíumbis(tríflúrmetýlsúlfónýl)imíð 415-300-0 90076-65-6 Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

415-730-9 151338-11-3 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-125-00-4 3-sýanó-N-(1,1-dímetýletýl)androsta-3,5díen-17-β-karboxamíð<br />

H317<br />

H411<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H317<br />

H411<br />

430-050-2 — Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

616-127-00-5 hvarfmassi: N,N'-etan-1,2díýlbis(dekanamíð),12-hýdroxý-N-[2-[1oxýdekýl)amínó]etýl]oktadekanamíðs,N,N'-etan-1,2-díýlbis(12hýdroxýoktadekanamíðs)<br />

H413 — H413<br />

417-530-7 123590-00-1 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-128-00-0 N-(2-(1-allýl-4,5-dísýanóimídasól-2-ýlasó)-<br />

5-(díprópýlamínó)fenýl)asetamíð<br />

H302<br />

H319<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H319<br />

419-710-0 42774-15-2 Bráð eit. 4 *<br />

Augnert. 2<br />

616-129-00-6 N,N'-bis(2,2,6,6-tetrametýl-4píperidýl)ísóþalamíð<br />

H413 — H413<br />

421-780-2 150919-56-5 Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-130-00-1 N-(3-(2-(4,4-dímetýl-2,5-díoxóimídasólín-1ýl)-4,4-dímetýl-3-oxó-pentanóýlamínó)-4metoxýfenýl)oktadekanamíð<br />

H410<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H400<br />

H410<br />

423-250-6 130016-98-7 Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-132-00-2 N-[4-(4-sýanó-2-fúrfúrýliden-2,5-díhýdró-5oxó-3-fúrýl)fenýl]bútan-1-súlfónamíð


Nr. 52/732 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H302<br />

H318<br />

H410<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H302<br />

H318<br />

H400<br />

H410<br />

423-990-1 149118-66-1 Bráð eit. 4 *<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

616-133-00-8 N-sýklóhexýl-S,S-díoxóbensó[b]tíófen-2karboxamíð<br />

H412 — H412<br />

401-820-5 793710-14-2 Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-134-00-3 3,3'-bis(díoktýloxýfosfínóþíóýlþíó)-N,N'oxýbis(metýlen)díprópíónamíð<br />

H302<br />

H412<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H302<br />

H412<br />

430-230-0 136522-17-3 Bráð eit. 4 *<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

616-135-00-9 (3S,4aS,8aS)-2-[(2R,3S)-3-amínó-2hýdroxý-4-fenýlbútýl]-N-tertbútýldekahýdróísókínólín-3-karboxamíð<br />

H341<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H341<br />

H318<br />

H317<br />

H412<br />

616-142-00-7 1,3-bis(vínylsúlfónýlasetamíð)própan 428-350-3 93629-90-4 Stökkbr. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

3<br />

H361f<br />

***<br />

H319<br />

H413<br />

HSK08<br />

Varúð<br />

H361f<br />

***<br />

H319<br />

H413<br />

422-560-9 149591-38-8 Eit. á æxlun 2<br />

Augnert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

616-143-00-2 N,N′-díhexadekýl-N,N′-bis(2hýdroxýetýl)própandíamíð<br />

H242<br />

H225<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H242<br />

H225<br />

617-001-00-2 dí-tert-bútýlperoxíð 203-733-6 110-05-4 Lífr. perox. E<br />

Eldf. vökvi 2<br />

Húðæt. 1B, H314:<br />

C ≥ 10%<br />

Húðert. 2, H315:<br />

3% ≤ C < 10%<br />

Augnskað. 1,<br />

H318: 3% ≤ C <<br />

10%<br />

Augnert. 2, H319:<br />

1% ≤ C < 3%<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C < 10%<br />

H242<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK06<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H331<br />

H312<br />

H302<br />

H373 **<br />

H314<br />

H411<br />

201-254-7 80-15-9 Lífr. perox. E<br />

Bráð eit. 3 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Bráð eit. 4 *<br />

SEM-EV 2 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

617-002-00-8 α, α-dímetýlbensýlhýdróperoxíð,<br />

kúmólhýdróperoxíð


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/733<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H242<br />

617-003-00-3 díláróýlperoxíð 203-326-3 105-74-8 Lífr. perox. D H242 HSK02<br />

Hætta<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H242<br />

H302<br />

H314<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H302<br />

H314<br />

H400<br />

H410<br />

617-004-00-9 1,2,3,4-tetrahýdró-1-naftýlhýdróperoxíð 212-230-0 771-29-9 Lífr. perox. D<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H242<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H242<br />

H319<br />

H315<br />

H411<br />

617-006-00-X bis(α, α-dímetýlbensýl)peroxíð 201-279-3 80-43-3 Lífr. perox. F<br />

Augnert. 2<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

H242<br />

H315<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Varúð<br />

H242<br />

H315<br />

H411<br />

617-007-00-5 tert-bútýl-α, α-dímetýlbensýlperoxíð 222-389-8 3457-61-2 Lífr. perox. E<br />

Húðert. 2<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

T<br />

H241<br />

H319<br />

H317<br />

HSK01<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

Varúð<br />

H241<br />

H319<br />

H317<br />

202-327-6 94-36-0 Lífr. perox. B<br />

Augnert. 2<br />

Húðnæm. 1<br />

617-008-00-0 díbensóýlperoxíð,<br />

bensóýlperoxíð<br />

C T<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H240<br />

H302<br />

H314<br />

HSK01<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H240<br />

H302<br />

H314<br />

Lífr. perox. A<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

78-18-2 [1]<br />

2407-94-5 [2]<br />

2699-11-8 [3]<br />

12262-58-7<br />

[4]<br />

201-091-1 [1]<br />

219-306-2 [2]<br />

220-279-4 [3]<br />

235-527-7 [4]<br />

617-010-00-1 1-hýdróperoxýsýklóhexýl-1hýdroxýsýklóhexýlperoxíð,<br />

[1]<br />

1,1'-díoxýbissýklóhexan-1-ól, [2]<br />

sýklóhexýlídenhýdróperoxíð, [3]<br />

sýklóhexanón, peroxíð [4]<br />

[> 91% lausn]


Nr. 52/734 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

C T<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H242<br />

H302<br />

H314<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H242<br />

H302<br />

H314<br />

Lífr. perox. C<br />

Bráð eit. 4 *<br />

Húðæt. 1B<br />

78-18-2 [1]<br />

2407-94-5 [2]<br />

2699-11-8 [3]<br />

12262-58-7<br />

[4]<br />

201-091-1 [1]<br />

219-306-2 [2]<br />

220-279-4 [3]<br />

235-527-7 [4]<br />

617-010-01-9 1-hýdróperoxýsýklóhexýl-1hýdroxýsýklóhexýlperoxíð,<br />

[1]<br />

1,1'-díoxýbissýklóhexan-1-ól, [2]<br />

sýklóhexýlídenhýdróperoxíð, [3]<br />

sýklóhexanón, peroxíð [4]<br />

[≤ 91% lausn]<br />

SEM-VES 3,<br />

H335: C ≥ 5%<br />

H242<br />

H314<br />

H332<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H242<br />

H314<br />

H332<br />

201-281-4 80-47-7 Lífr. perox. D<br />

Húðæt. 1B<br />

Bráð eit. 4 *<br />

617-012-00-2 8-p-mentýlhýdróperoxíð,<br />

p-mentanhýdróperoxíð<br />

H242<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H400<br />

H410<br />

617-013-00-8 O,O-tert-bútýl-O-dókósýlmónóperoxýoxalat 404-300-6 116753-76-5 Lífr. perox. C<br />

****<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H242<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H318<br />

H317<br />

H400<br />

617-014-00-3 6-(nónýlamínó)-6-oxó-peroxýhexansýra 406-680-9 104788-63-8 Lífr. perox. C<br />

****<br />

Augnskað. 1<br />

Húðnæm. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H241<br />

H410<br />

HSK01<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H241<br />

H400<br />

H410<br />

617-015-00-9 bis(4-metýlbensóýl)peroxíð 407-950-9 895-85-2 Lífr. perox. B<br />

****<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

H242<br />

H226<br />

H315<br />

H410<br />

HSK02<br />

HSK07<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H226<br />

H315<br />

H400<br />

H410<br />

413-910-1 — Lífr. perox. C<br />

****<br />

Eldf. vökvi 3<br />

Húðert. 2<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

1<br />

617-016-00-4 3-hýdroxý-1,1-dímetýlbútýl-2-etýl-2metýlheptanperoxóat


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/735<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

T<br />

H242<br />

H413<br />

HSK02<br />

Hætta<br />

H242<br />

H413<br />

412-140-3 32144-25-5 Lífr. perox. D<br />

****<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

4<br />

617-017-00-X hvarfmassi: 2,2'-bis(tert-pentýlperoxý)-pdíísóprópýlbensens,2,2'-bis(tert-pentýlperoxý)-mdíísóprópýlbensens<br />

T<br />

H242<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H411<br />

410-840-3 71566-50-2 Lífr. perox. C<br />

****<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

617-018-00-5 hvarfmassi: 1-metýl-1-(3-(1metýletýl)fenýl)etýl-1-metýl-1fenýletýlperoxíðs,<br />

63% miðað við þyngd,<br />

1-metýl-1-(4-(1-metýletýl)fenýl)etýl-1metýl-1-fenýletýlperoxíðs,<br />

31% miðað við<br />

þyngd<br />

T<br />

H242<br />

H318<br />

H400<br />

HSK02<br />

HSK05<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H242<br />

H318<br />

H400<br />

617-019-00-0 6-(þalimíð)peroxýhexansýra 410-850-8 128275-31-0 Lífr. perox. D<br />

Augnskað. 1<br />

Bráð eit. á vatn. 1<br />

H226<br />

H242<br />

H411<br />

HSK02<br />

HSK09<br />

Hætta<br />

H226<br />

H242<br />

H411<br />

420-060-5 117663-11-3 Eldf. vökvi 3<br />

Lífr. perox. D<br />

****<br />

Langv. eit. á vatn.<br />

2<br />

617-020-00-6 1,3-dí(próp-2,2díýl)bensenbis(neódekanóýlperoxíð)<br />

H334<br />

647-001-00-8 glúkósíðasi, β- 232-589-7 9001-22-3 Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

H334<br />

647-002-00-3 sellulasi 232-734-4 9012-54-8 Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

H334<br />

647-003-00-9 exó-sellóbíóhýdrólasi 253-465-9 37329-65-0 Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

H334 A<br />

— — Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

647-004-00-4 sellulasar, þó ekki þeir sem eru tilgreindir<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-005-00-X brómelaín, safi 232-572-4 9001-00-7 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1


Nr. 52/736 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 20.9.2012<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-006-00-5 físín 232-599-1 9001-33-6 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-007-00-0 papaín 232-627-2 9001-73-4 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-008-00-6 pepsín A 232-629-3 9001-75-6 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-009-00-1 rennín 232-645-0 9001-98-3 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-010-00-7 trýpsín 232-650-8 9002-07-7 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-011-00-2 kýmótrýpsín 232-671-2 9004-07-3 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK05<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H335<br />

H315<br />

H318<br />

H334<br />

647-012-00-8 súbtilisín 232-752-2 9014-01-1 SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Augnskað. 1<br />

Næm. öndunarf. 1


20.9.2012 <strong>EES</strong>-<strong>viðbætir</strong> við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 52/737<br />

Athugasemdir<br />

Sértæk<br />

styrkleikamörk, Mstuðlar<br />

Flokkun Merking<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

viðbótarhættusetningar<br />

Skrárnúmer Alþjóðleg, efnafræðileg auðkenning EB-nr CAS-nr<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar<br />

fyrir táknmynd,<br />

viðvörunarorð<br />

Kóði eða<br />

kóðar fyrir<br />

hættusetningar<br />

Kóði eða kóðar fyrir<br />

hættuflokka og -<br />

undirflokka<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

647-013-00-3 próteinasi, óvirkur gagnvart örverum 232-966-6 9068-59-1 Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

HSK08<br />

HSK07<br />

Hætta<br />

H319<br />

H335<br />

H315<br />

H334<br />

— — Augnert. 2<br />

SEM-VES 3<br />

Húðert. 2<br />

Næm. öndunarf. 1<br />

647-014-00-9 próteasar, þó ekki þeir sem eru tilgreindir<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H334<br />

647-015-00-4 amýlasi, α- 232-565-6 9000-90-2 Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

H334<br />

— — Næm. öndunarf. 1 H334 HSK08<br />

Hætta<br />

647-016-00-X amýlasar, þó ekki þeir sem eru tilgreindir<br />

annars staðar í þessum viðauka<br />

H350 H<br />

283-482-7 84650-02-2 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

648-001-00-0 Eimi (úr koltjöru), bensólþáttur;<br />

léttolía[Flókin blanda vetniskolefna sem<br />

verður til við eimingu koltjöru. Hún er úr<br />

vetniskolefnum, aðallega á bilinu C4 til C10,<br />

með eimingarsvið nokkurn veginn á bilinu<br />

80 til 160 C. (175 til 320 F).]<br />

H350 H J<br />

302-674-4 94114-40-6 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

648-002-00-6 Tjöruolíur, úr brúnkolum;<br />

léttolía<br />

[Eimi úr brúnkolatjöru, með suðumarki<br />

u.þ.b. á bilinu 80 til 250 C (176 til 482 F).<br />

Að mestu úr alifatískum og arómatískum<br />

vetniskolefnum og einbasískum fenólum.]<br />

H350 H J<br />

266-023-5 65996-88-5 Krabb. 1B H350 HSK08<br />

Hætta<br />

648-003-00-1 Léttari eimingarþættir en bensól (úr kolum);<br />

endureimuð léttolía, lágt suðumark<br />

[Eimi úr léttolíu úr koksofni (e. coke oven)<br />

með eimingarsvið u.þ.b. upp að 100 C (212<br />

F). Að mestu úr alifatískum vetniskolefnum<br />

á bilinu C4 til C6.]

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!