17.12.2015 Views

1215_GRÓTTA_JÓLABLAÐ_NETÚTGÁFA

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Gróttublaðið 2015<br />

Jólarit knattspyrnudeildar<br />

1


Tómstundastyrkir<br />

Árlega er gerð rannsókn á högum og líðan<br />

íslenskra ungmenna. Nemendur svara<br />

ítarlegum spurningum sem unnar eru af<br />

fyrirtækinu Rannsókn og greining en<br />

fyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á<br />

málefnum ungs fólks.<br />

Fram kemur m.a. í niðurstöðum rannsóknarinnar:<br />

Öflugt íþrótta- og tómstundastarf<br />

Súluritið sýnir hversu hátt hlutfall nemenda<br />

á Seltjarnarnesi eru virkir í íþróttastarfi.<br />

Kemur meðal annars fram að 85% stráka<br />

í 10. bekk og 68% stúlkna í 9. bekk eru<br />

virk í íþróttastarfi, en það er talsvert hærra<br />

hlutfall en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu<br />

og ef miðað er við meðaltal á<br />

landsvísu.<br />

frá 1. janúar 2016<br />

verða kr. 50.000.-<br />

Tómstundastyrkirnir eru fyrir börn og unglinga<br />

á aldrinum 6-18 ára.<br />

Nánari upplýsingar um styrkinn eru á<br />

heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is<br />

Hlutfall nemenda í 8., 9. og 10. bekk<br />

sem segjast stunda íþróttir (æfa eða keppa) með íþróttafélagi<br />

fjórum sinnum í viku eða oftar, árið 2014<br />

Áfram Grótta!<br />

Foreldrar barna á aldrinum 6 til 18 ára eru<br />

minntir á að skila inn umsóknum um<br />

tómstundastyrki fyrir börn sín sem stunda<br />

skipulagt tómstundastarf.<br />

Bent er á að árlega þarf að sækja um<br />

tómstundastyrki.<br />

Styrkurinn fyrnist um áramót. Ekki er hægt<br />

að sækja um ónýttan styrk frá fyrra ári.<br />

Fyrir þau börn sem stunda íþróttir hjá Gróttu<br />

eða tónlistarnám hjá Tónlistarskóla<br />

Seltjarnarness þarf ekki að skila inn<br />

staðfestingu á greiðslu/kvittun.<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

60<br />

% 50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

56<br />

49<br />

45<br />

41 41 38<br />

Seltjarnarnes Höfuðborgarsvæðið Landsmeðaltal<br />

49 46 50<br />

44<br />

48<br />

40 42 38<br />

34 32<br />

85<br />

68<br />

Strákar Stelpur Strákar Stelpur Strákar Stelpur<br />

8. bekkur 9. bekkur 10. bekkur<br />

2<br />

Augl. Þórhildar 2200.564


Kæra Gróttufólk<br />

Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út<br />

fimmta árið í röð og er stjórnin mjög stolt<br />

af blaðinu í ár. Í blaðinu er fjallað um starf<br />

deildarinnar í máli og myndum allt, frá yngstu<br />

krökkunum í 8. flokki og upp í meistaraflokk.<br />

Stelpurnar í Gróttu halda áfram<br />

frumkvöðlastarfi sínu í boltanum og<br />

iðkendum heldur áfram að fjölga í öllum<br />

kvennaflokkum. Farsælt samstarf við KR<br />

í 11-manna boltanum hefur nú gengið í<br />

rúmlega tvö ár og ríkir mikil ánægja með<br />

það hjá báðum félögum. Þessi uppbygging<br />

í yngri flokkum gerir okkur kleift að hefja<br />

undirbúning að stofnun meistaraflokks<br />

kvenna hjá Gróttu en nýlega var skipað<br />

sérstakt kvennaráð til þess að halda utan<br />

um verkefnið.<br />

Það eru spennandi tímar framundan við að<br />

byggja upp meistaraflokk karla á ungum og<br />

efnilegum leikmönnum sem eru uppaldir<br />

í Gróttu. Úlfur Blandon hefur verið ráðin<br />

þjálfari meistaraflokks karla og honum til<br />

aðstoðar verður Ásgeir Aron Ásgeirsson<br />

sem á að baki farsælan ferill sem leikmaður<br />

með Fjölni og ÍBV. Nýlega var skrifað undir<br />

tveggja ára samninga við nokkra unga og<br />

efnilega Gróttumenn. Flestir þeirra hafa<br />

gegnt lykilhlutverki í öflugum 2. flokki<br />

karla síðustu tvö tímabil en við hópinn<br />

bættist svo Pétur Steinn Þorsteinnsson<br />

sem er komin aftur heim eftir rúmlega<br />

árs dvöl hjá AIK í Svíþjóð. Stemningin í<br />

meistaraflokknum er góð og vonandi<br />

munu bæjarbúar flykkjast á völlinn næsta<br />

sumar og styðja við bakið á þessum lofandi<br />

leikmönnum.<br />

Yngri flokkar Gróttu blómstra áfram undir<br />

styrkri stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar<br />

yfirþjálfara og er mikil stemning hjá 280<br />

iðkendum í öllum flokkum. Þjálfarateymið<br />

hefur sjaldan verið öflugra og það er mikill<br />

metnaður og kraftur í starfi yngri flokkanna.<br />

Yngstu iðkendurnir eru sóttir á leikskólann<br />

á æfingar en það fyrirkomulag hefur slegið í<br />

gegn og þátttaka í 8. flokki aldrei verið meiri.<br />

Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi hafa verið<br />

gríðarlega öflug í að styðja við íþróttastarf<br />

ungs fólks með styrkjum og fjárfestingum<br />

til betri aðstöðu til íþróttaiðkunnar.<br />

Nýjustu tölur um þátttöku íslenskra barna<br />

og unglinga í íþróttum eru langhæstar<br />

hér á Seltjarnarnesinu eða allt að 85%<br />

þátttaka sem gæti verið heimsmet. Núna<br />

er í farvatninu að skipta um gervigras á<br />

Vivaldivellinum og ætlar bærinn að vanda til<br />

verksins og notast við bestu efni og undirlag<br />

sem völ er á.<br />

Stjórnin þakkar þjálfurum og foreldrum fyrir<br />

ómetanlegt starf í þágu deildarinnar á þessu<br />

ári. Einnig þakkar stjórnin Seltjarnarnesbæ<br />

og ÍTS fyrir samstarf og stuðning við starf<br />

deildarinnar á árinu og ekki síst okkar<br />

farsæla bæjarstjóra, Ásgerði Halldórsdóttur,<br />

sem mætir á nánast alla leiki og á stóran<br />

þátt í velgengni Gróttu í öllum deildum.<br />

Að lokum vill stjórnin þakka þeim<br />

fyrirtækjum sem auglýsa í jólablaði<br />

knattspyrnudeildar og við hvetjum alla<br />

Seltirninga til að beina viðskiptum sínum<br />

fyrir jólin til þessara glæsilegu fyrirtækja.<br />

Stjórnin óskar öllum Seltirningum gleðilegra<br />

jóla og farsældar á komandi ári.<br />

Með Gróttu jólakveðju,<br />

Stjórn knattspyrnudeildar<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

Pantone<br />

1795 C<br />

M 96 - Y 90 - K 6<br />

Útgefandi: Knattspyrnudeild Gróttu. Ritstjórn og myndir: Eyjólfur Garðarsson o.fl.<br />

Prófarkalestur: Magnús Örn Helgason. Útlit, umbrot og forsíða: Kristján Þór Árnason / dagsverk.is Prentun: Prenttækni.<br />

3


4<br />

Fótboltasumarið<br />

2015


5


FÓTBOLTASUMARIÐ<br />

8. flokkur karla<br />

Björn Breiðfjörð Valdimarsson<br />

Fyrstu skrefin<br />

Áttundi flokkur karla byrjaði af krafti seinasta<br />

vetur, um það bil 28 strákar voru skráðir<br />

frá byrjun og bættist í þann fjölda eftir því<br />

sem leið á árið. Flokkurinn æfði einu sinni í<br />

viku yfir veturinn í Íþróttahúsinu og var vel<br />

mætt á allar æfingar sem voru haldnar á<br />

laugardagsmorgnum.<br />

Þegar sumarið nálgaðist færðust æfingarnar<br />

út og voru strákarnir þá sóttir á leikskólann<br />

á miðvikudögum og æfðu á gervigrasinu á<br />

Vivaldivellinum. Hópurinn fór á<br />

þrjú mót og stóðu strákarnir<br />

sig eins og hetjur en þrátt<br />

fyrir ungan aldur tókst<br />

þeim að spila boltanum<br />

frábærlega á milli<br />

sín og skemmtu sér<br />

konunglega á meðan!<br />

8. flokkur kvenna<br />

Björn Breiðfjörð Valdimarsson<br />

Árangursríkt samstarf<br />

Áttundi flokkur kvenna var stofnaður á síðasta<br />

tímabili en áður höfðu strákar og stelpur á<br />

þessum aldri æft saman. Við þessa skiptingu<br />

fjölgaði stelpum á leikskólaaldri mjög og<br />

æfðu um 20 stelpur reglulega á tímabilinu.<br />

Tilraunaverkefni Gróttu og leikskólans fór<br />

af stað þar sem stelpurnar voru sóttar á<br />

leikskólann einu sinni í viku til að fara á æfingu<br />

í íþróttahúsinu. Þetta fyrirkomulag mældist svo<br />

vel fyrir að samstarfið hefur færst í aukana eins<br />

og fjallað er nánar um í blaðinu.<br />

Farið var á tvö mót í sumar og var ótrúlegt var<br />

að sjá hversu færar stelpurnar voru orðnar þrátt<br />

fyrir að flestar hafi ekki verið mikið í fótbolta<br />

áður en æfingar hófust. Mikil gleði og hressleiki<br />

fylgdi hópnum en flestar eru nú komnar á fullt í<br />

á yngra ári í 7. flokki<br />

7. flokkur karla<br />

Bjarki Már Ólafsson<br />

Lestur og skrift fótboltans<br />

Það var verkefni þeirra Bjarka Más<br />

Ólafssonar og Björns Breiðfjörð<br />

Valdimarssonar að byggja<br />

ofan eigin vinnu úr 8.<br />

flokki árið á undan. Í 7.<br />

flokki æfði flottur hópur<br />

sem skemmtilegt var að<br />

vinna með. Mikil áhersla<br />

var lögð á að vinna í<br />

grunntækni strákanna en<br />

henni má að vissu leyti líkja<br />

við lestur og skrift. Árangur næst<br />

ekki án þess að ná valdi á slíkum<br />

undirstöðuatriðum!<br />

Strákarnir voru um 35 og sýndu<br />

mikla elju og dugnað. Markmið<br />

þjálfaranna náðust að verulegu<br />

leyti en merkja mátti miklar<br />

framfarir í grunntækni og áhuginn<br />

óx stöðugt. Til merkis um það voru<br />

strákarnir mikið á Vivaldivellinum utan<br />

æfingatíma að æfa „trix“ vikunnar.<br />

Flokkurinn fór á sjö mót og hafði<br />

það góð áhrif á áhugahvöt<br />

strákanna. Hápunktur tímabilsins<br />

var vafalítið „gistiæfingin“ fyrir<br />

Norðurálsmótið en margir<br />

drengjanna voru þá að gista<br />

að heiman í fyrsta skipti. Var sá<br />

þáttur því æfður sérstaklega áður<br />

en haldið var á Skagann. Hópurinn<br />

var flottur og þjálfararnir bera honum<br />

vel söguna. Þá voru foreldrar sérlega<br />

áhugasamir og duglegir að leggja hönd á plóg<br />

en það ætti að gefa strákunum byr undir báða<br />

vængi í framtíðinni.<br />

7. flokkur kvenna<br />

Jórunn María Þorsteinsdóttir<br />

og Pétur Rögnvaldsson<br />

Fjölgun og framfarir<br />

Stelpurnar hófu æfingar í september<br />

undir stjórn Magnúsar Arnar Helgasonar<br />

yfirþjálfara en þegar leið á veturinn<br />

tóku þau Jórunn María Þorsteinsdóttir<br />

og Pétur Rögnvaldsson við keflinu.<br />

Meirihluti hópsins hafði aldrei æft<br />

fótbolta áður og mættu stelpurnar því<br />

oftar í kjólum en íþróttaklæðnaði á æfingar,<br />

a.m.k. til að byrja með. Hópurinn stækkaði<br />

sem leið á tímabilið og taldi í lok sumars um<br />

20 stelpur. Áhuginn jókst stöðugt og sýndu<br />

stelpurnar miklar framfarir. Foreldrahópurinn<br />

var ekki síðri en stelpurnar en þau hjálpuðu<br />

þjálfurum mikið við að halda uppi<br />

góðum liðsanda, t.d. með því að<br />

halda náttfatapartý og bjóða upp<br />

á piparkökuskreytingar.<br />

Á heildina litið var sumarið<br />

mjög skemmtilegt en nokkrir<br />

hlutir stóðu upp úr. Í lok maí<br />

gistu stelpurnar með þjálfurum<br />

sínum og tveimur mömmum í<br />

íþróttahúsinu og sló það rækilega í<br />

gegn. Gistingin var fyrst og fremst hugsuð<br />

sem æfing fyrir fyrsta gistimót stelpnanna en<br />

þær héldu ásamt stöllum sínum í 6. flokki á<br />

Króksmótið í lok júní.<br />

Um miðjan júlí hélt flokkurinn á hið fræga<br />

Símamót og var það stelpunum mikið<br />

tilhlökkunarefni. Foreldrar, þjálfarar og<br />

þátttakendur hófu veisluna á sameiginlegu<br />

Gróttugrilli í brakandi blíðu á Vivaldivellinum<br />

þar sem 5. og 6. flokkur, sem einnig<br />

tóku þátt í mótinu, voru með.<br />

Keppni stóð frá föstudegi til<br />

sunnudags og skemmtu allir<br />

sér vel. Mikil fjölgun hefur<br />

verið í yngstu flokkum<br />

stelpna hjá félaginu og<br />

greinilegt að framtíðin er<br />

björt í kvennafótboltanum<br />

hjá Gróttu.<br />

6. flokkur karla<br />

Pétur Már Harðarson<br />

Bikar í Eyjum<br />

Rúmlega 30 drengir hófu æfingar hjá 6. flokki<br />

karla haustið 2014 og mátti sjá strax að hér<br />

var saman kominn hópur af áhugasömum<br />

og skemmtilegum knattspyrnumönnum.<br />

Eftir langan vetur þar sem<br />

farið var á nokkur<br />

æfingamót<br />

og nokkrir<br />

æfingaleikir<br />

spilaðir kom<br />

sumarið loksins.<br />

Í lok júní var<br />

komið að<br />

stóru stundinni<br />

6


2015<br />

þegar lagt var af stað til Eyja með fjögur lið á<br />

Orkumótið (já, Shellmótið hefur skipt um nafn!).<br />

Drengirnir stóðu sig með mikilli prýði þar sem<br />

öll lið unnu einhverja leiki en töpuðu vitaskuld<br />

einnig. Drengirnir voru sjálfum sér og Gróttu<br />

til sóma á mótinu þar sem hápunkturinn var<br />

viðurkenning fyrir háttvísi innan vallar. Þá gerði<br />

lið 3 sér lítið fyrir og hampaði Eldfellsbikarnum<br />

eftir æsispennandi úrslitaleik.<br />

Einnig tók flokkurinn þátt í Íslandsmótinu í<br />

fimm manna bolta þar sem öll lið spiluðu vel<br />

og komst lið 3 áfram í úrslitakeppnina þar sem<br />

það endaði í 3 sæti. Knattspyrnuárið 2014-<br />

2015 var virkilega skemmtilegt og mátti sjá<br />

miklar framfarir hjá hópnum yfir árið og verður<br />

gaman að fylgjast með þeim í<br />

framtíðinni. Framtíðin er björt<br />

í knattspyrnunni hjá Gróttu<br />

með öflugum iðkendum,<br />

frábærum foreldrum<br />

og góðu innra starfi<br />

féagsins.<br />

6. flokkur kvenna<br />

Bjarki Már Ólafsson<br />

Rómuð spilamennska<br />

Tímablið í 6. flokki kvenna var frábært en þar<br />

æfðu rúmlega 20 stelpur undir stjórn Bjarka<br />

Más og Jórunnar Maríu. Helstu áherslur<br />

og markmið voru að skerpa á grunntækni<br />

leikmanna og að auka leikskilning og segja má<br />

að þau hafi náðst með glæsibrag. Hópurinn<br />

samanstóð af stelpum fæddum 2005 og 2006<br />

og var töluverður munur á getu leikmanna<br />

svo hann vóg þungt í skiptingu liða. Með því<br />

móti fengu stelpurnar allar áskoranir við hæfi<br />

þar sem margar voru að stíga sín fyrstu skref í<br />

fótbolta meðan aðrar voru mun lengra komnar.<br />

Flokkurinn tók þátt í sjö mótum og var<br />

upplifunin af þeim nokkuð misjöfn. Þær sem<br />

skemmra voru á veg komnar áttu oft við<br />

ramman reip að draga á meðan þær lengra<br />

komnu áttu, skiljanlega, auðveldara uppdráttar.<br />

Minningarnar af Króksmótinu og Símamótinu<br />

standa upp úr og foreldrarnir létu sannarlega<br />

ekki sitt eftir liggja en stuðningur þeirra og<br />

aðstoð var ómetanleg.<br />

A-lið flokksins gerði sér lítið fyrir og lék til<br />

úrslita á Símamótinu, fyrst allra Gróttuliða<br />

á stóru sumarmótunum. Spilamennska<br />

Gróttustelpnanna var rómuð af öllum þeim sem<br />

fylgdust með enda var skipulag og samspil til<br />

mikillar fyrirmyndar. Ekki vantar efniviðinn og<br />

ljóst er að þarna leynast gríðarlega efnilegar<br />

fótboltastelpur.<br />

5. flokkur karla<br />

Magnús Örn Helgason<br />

Bronsverðlaun og<br />

úrslitakeppni<br />

Það voru 35 strákar sem hófu leik í 5. flokki<br />

haustið 2014 og 38 sem skipuðu flokkinn við lok<br />

tímabilsins. Magnús Örn Helgason var þjálfari<br />

flokksins en honum til aðstoðar voru þeir Pétur<br />

Már Harðarson og Kristján Daði Finnbjörnsson.<br />

Drengirnir voru til mikillar fyrirmyndar allt árið.<br />

Lögðu hart að sér við æfingar, tileinkuðu<br />

sér gott hugarfar innan sem utan vallar<br />

og tóku miklum framförum sem<br />

knattspyrnumenn.<br />

N1-mótið var haldið á Akureyri<br />

venju samkvæmt í júlí en<br />

þar gerðu lið Gróttu 2 og<br />

Gróttu 3 sér lítið fyrir og unnu<br />

til bronsverðlauna eftir frábæra<br />

frammistöðu. Davíð Ingi Másson var<br />

valinn markvörður mótsins í keppni E-liða<br />

en margir aðrir Gróttumenn áttu frábært mót.<br />

Gróttuhópurinn fór einnig á skemmtilegt<br />

Olísmót á Selfossi í ágúst og svo var spilað<br />

á Íslandsmóti reglulega yfir sumarið. Þar<br />

komst A-lið Gróttu alla leið í úrslitakeppni<br />

Íslandsmótins þar sem strákarnir öttu kappi<br />

við nokkur af bestu liðum landsins. Þrátt fyrir<br />

að hafa ekki komist í undanúrslit voru þjálfarar<br />

og aðstandendur stoltir af drengjunum sem<br />

sýndu á köflun frábæra takta og sönnuðu fyrir<br />

sér og öðrum hve góðir þeir geta verið. Frábært<br />

tímabil í alla staði hjá góðum hópi drengja.<br />

5. flokkur kvenna<br />

Bjarki Már Ólafsson<br />

Bullandi stemning<br />

Stemmningin í flokknum var í einu orði sagt<br />

frábær. Stelpurnar sýndu mikla leikgleði og<br />

áttu greinilega ekki langt að sækja hana því<br />

foreldrarnir gáfu þeim lítið eftir. Bjarki vill koma<br />

á framfæri sérstökum þökkum til Siggu Sigmars<br />

fyrir ósérhlífið framlag og ýmiss konar hjálp og<br />

stúss á tímabilinu. Takk Sigga!<br />

Tímabilið var mjög lærdómsríkt fyrir<br />

leikmannahópinn og þjálfara. Gerðar voru<br />

umtalsverðar kröfur til stelpnanna sem þær<br />

stóðust með glæsibrag. Fyrstu vikurnar og<br />

mánuði mættu stelpurnar helst til afslappaðar<br />

til leiks en eftir tæknilega yfirhalningu og<br />

áherslu á aga og festu var allt annað sjá til<br />

þeirra. Keppnin og krafturinn jókst með hverri<br />

vikunni og sömuleiðis tileiknuðu stelpurnar<br />

sér leikfræðilegar áherslur eins og liðspressu,<br />

völdun og sóknarfærslur.<br />

Íslandsmótið hefði mátt fara betur hvað úrslit<br />

varðar en sem leið á tímabilið náðu stelpurnar<br />

meiri stjórn á þeim áherslum sem unnið var<br />

með. Góð ástundun stelpnanna á ekki sístan<br />

þátt í þeim miklu framförum sem þær sýndu og<br />

stuðningurinn heima spilaði sömuleiðis stórt<br />

hlutverk. Mæting foreldra á leiki og samheldnin<br />

í foreldrahópnum var einstök og til mikillar<br />

fyrirmyndar.<br />

4. flokkur karla<br />

Valdimar Stefánsson<br />

Frábær seinni hluti<br />

Um 17 manna kjarni æfði með 4. flokki karla á<br />

árinu undir stjórn Valdimars Stefánssonar og<br />

Árna Guðmundssonar. Æfingar gengu vel á<br />

undirbúningstímabilinu þó að markmannsleysi<br />

setti oft á tíðum strik í reikninginn. Íslandsmótið<br />

hófst með látum í maí<br />

og þrátt fyrir að spila<br />

fínan fótbolta létu<br />

sigrarnir bíða eftir<br />

sér. Gróttuliðið<br />

var oft á tíðum<br />

skipað 8-9<br />

strákum af yngra<br />

ári og eins og<br />

gefur að skilja var<br />

líkamlegur munur<br />

stundum mikill. Reynslan<br />

þó frábær fyrir drengina sem koma öflugri fyrir<br />

vikið á eldra árið.<br />

Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum leikjum<br />

sumarsins fóru hlutirnir að smella betur saman<br />

hjá Gróttumönnum. Tveir sigrar, þrjú jafntefli og<br />

eitt tap niðurstaðan í júlí og ágúst og frábærar<br />

framfarir hjá liðinu. Þó að Gróttumenn hafi ekki<br />

endað ofarlega í deildinni var spilamennska<br />

liðsins oft á tíðum til fyrirmyndar og mun það<br />

koma strákunum til góða í framtíðinni.<br />

7


FÓTBOLTASUMARIÐ 2015<br />

4. flokkur kvenna<br />

Magnús Örn Helgason<br />

Markasúpur og sóknarbolti<br />

Farsælt samstarf Gróttu og KR í<br />

kvennaboltanum heldur áfram en glæsilegur<br />

30 manna hópur æfði í 4. flokki á árinu.<br />

Magnús Örn Helgason þjálfaði flokkinn, fyrst<br />

með Margréti Þórisdóttur sem þurfti frá að<br />

hverfa í apríl en í hennar stað kom Spánverjinn<br />

Alexandre Massot sem nú er orðinn fastráðinn<br />

hjá Gróttu/KR og KR.<br />

Æft var af kappi yfir<br />

veturinn og<br />

viðburðaríkt<br />

fótboltasumar<br />

undirbúið.<br />

B-liðið bar<br />

höfuð og<br />

herðar yfir<br />

önnur lið í<br />

sínum riðli á<br />

Íslandsmótinu og<br />

komst alla leið í<br />

úrslitakeppni B-liða. Þar voru FH og Víkingur<br />

sterkari á svellinu en engu að síður flott<br />

frammistaða hjá stelpunum. A-liðið var án<br />

nokkurs vafa með öflugri liðum í sínum riðli<br />

en því miður fóru stelpurnar illa að ráði sínu<br />

í nokkrum leikjum og misstu því af sæti í<br />

úrslitakeppnini.<br />

Hins vegar spiluðu Gróttu/KR stelpurnar<br />

nokkra stórkostlega leiki þar sem blússandi<br />

sóknarleikur réði för og ljóst að ofan á það<br />

er hægt að byggja. Efst í minningunni lifir<br />

magnaður 8-5 sigur á Fram/Aftureldingu þar<br />

sem nánast allt gekk upp í sóknarleiknum<br />

og stemningin á áhorfendapöllunum var<br />

rafmögnuð. Eldra árið fór í góða ferð á Dana<br />

Cup sem nánar er fjallað um á síðum þessa<br />

Gróttublaðs. Yngra árið fór í júlí í skemmtilega<br />

æfinga- og keppnisferð á Flúðir þar sem<br />

margt skemmtilegt ver gert ásamt því að spila<br />

fótbolta.<br />

3. flokkur karla<br />

Valdimar Stefánsson<br />

Skin og skúrir<br />

Þéttur hópur æfði undir<br />

stjórn Valdimars Stefánssonar<br />

og Árna Guðmundssonar á<br />

árinu. Hópurinn var ekki stór<br />

en drengirnir sýndu mikla elju á<br />

tímabilinu og lögðu hart að sér þrátt fyrir<br />

að stundum hafi verið fámennt á æfingum.<br />

Undirbúningstímabilið gekk vel og þróaðist<br />

leikur liðsins jafnt og þétt eftir því sem leið á<br />

veturinn og vorið.<br />

8<br />

Íslandsmótið hófst á góðum heimasigri á<br />

móti Grindavík en þá tók við 5 leikja taphrina<br />

þar sem fátt gekk upp hjá Gróttumönnum.<br />

Taflið snerist svo sannarlega við í Breiðholtinu<br />

þann 17. júlí þegar Grótta sótti firnasterkt lið<br />

ÍR/Leiknis heim. Jóhann Hrafn kom Gróttu<br />

yfir snemma leiks og átti liðið glæsilegan fyrri<br />

hálfleik. Í þeim síðari sóttu Breiðhyltingar í sig<br />

veðrið en Grótta náði með miklum dugnaði<br />

og góðu skipulagi að sigla heim sterkum 1-0<br />

sigri. Eftir þennan flotta leik lék Gróttuliðið<br />

á als oddi og vann næstu þrjá leiki með<br />

markatölunni 25-1, ótrúlegar tölur! Þegar upp<br />

var staðið endaði Grótta í 3.<br />

sæti riðilsins og þar með<br />

einu sæti frá umspili.<br />

Flottur seinni hluti<br />

sýndi strákunum<br />

hvað í þeim býr<br />

og gefur gott<br />

veganesti inn<br />

í næstu skref í<br />

boltanum.<br />

3. flokkur kvenna<br />

Bojana Besic<br />

Lið með stórt hjarta<br />

Átján stelpur æfðu með 3. flokki kvenna hjá<br />

sameiginlegu liði Gróttu/KR á árinu. Stelpurnar<br />

æfðu vel um veturinn og tefldu fram tveimur<br />

liðum í Reykjavíkurmótinu. Íslandsmótið<br />

byrjaði erfiðlega og fyrsti sigurinn lét bíða<br />

eftir sér. Þrátt fyrir að brekkan hafi verið brött í<br />

mörgum leikjum stóð hópurinn þétt saman og<br />

lét aldrei deigan síga. Stelpurnar mættu vel á<br />

æfingar, tóku vel og því og voru alltaf tilbúnar<br />

að bæta sig og læra.<br />

Hápunktur sumarsins var vafalaust Rey Cup<br />

í Laugardal sem fór fram í lok júlí. Gróttu/<br />

KR liðið tók þar þátt í B-liða keppni og nældi<br />

í bronsverðlaun eftir nokkra glæsilega leiki<br />

og góða spilamennsku. Á Rey Cup er margt<br />

skemmtilegt gert utan fótboltans en<br />

stelpurnar tóku þátt í stuðinu á<br />

Rey Cup ballinu og gistu saman<br />

fyrir annan keppnisdag.<br />

Um morguninn mættu<br />

nokkrir foreldrar á svæðið<br />

og útbjuggu frábæran<br />

morgunmat fyrir liðið en<br />

kvöldið áður hafði kvennaráð<br />

KR boðið í mat.<br />

Margar stelpur fengu tækifæri til að spila<br />

með 2. flokki á tímabilinu og tveir leikmenn<br />

spiluðu í Pepsi-deildinni. Annar þeirra, Ásdís<br />

Karen Halldórsdóttir, komst svo í lokahóp<br />

U-17 ára landsliðsins og spilaði með liðinu á<br />

Norðurlandamótinu og í undankeppni EM.<br />

2. flokkur karla<br />

Jens Sævarsson<br />

Í fullorðinna manna tölu<br />

Annar flokkur karla hóf undirbúningstímabilið<br />

í nóvember 2014 eftir gott frí og marga<br />

stóra sigra sumarið 2014. Gríðarlegur fjöldi<br />

drengja æfði af krafti en hópurinn taldi um 35<br />

leikmenn. Strax á fyrstu mánuðum sáum við<br />

þjálfararnir gífurlega hugarfarsbreytingu og<br />

það var augljóst að drengirnir ætluðu að selja<br />

sig dýrt til þess að bæta sig sem leikmenn<br />

og þroskast sem einstaklingar. Allir eiga þeir<br />

heiður skilinn.<br />

Spilaðir voru fjölmargir æfingaleikir, þá<br />

aðallega gegn liðum sem þóttu á pappír<br />

sterkari en við, þar á meðal gegn<br />

meistaraflokksliðum í neðri deildum.<br />

Fjöldi leikmanna tók þátt í verkefnum<br />

með meistaraflokki Gróttu og þorir<br />

undirritaður að fullyrða að hvergi annars<br />

staðar á Íslandi hafi jafnmargir drengir á<br />

2. flokks aldri æft og tekið þátt í verkefnum<br />

meistaraflokks eins og raun bar vitni hjá Gróttu<br />

síðasta vetur.<br />

Hápunktur undirbúningstímabilsins var svo<br />

æfingaferð til London en lesa má nánar um<br />

hana annars staðar í blaðinu.<br />

Íslandsmótið hófst með látum og voru úrslitin<br />

upp og ofan en allt er gott sem endar vel.<br />

Drengirnir stóðu sig með prýði og enduðu<br />

mótið um miðja deild.<br />

Allt í þessu lífi tekur enda og að sumri loknu<br />

skildu leiðir og undirritaður sagði skilið við<br />

Gróttu. Árin tvö með þessum flottu strákum<br />

voru einstaklega skemmtileg og lærdómsrík,<br />

bæði fyrir mig og leikmennina.<br />

Við lærðum að kalla okkur sigurvegara.<br />

Við lærðum að vinna okkur út úr mótlæti.<br />

Við lærðum að með samstöðu, dugnaði, elju,<br />

aga og skipulagi eru okkur allir vegir færir.<br />

Ég, undirritaður, kveð drengina með<br />

söknuði og stolti. Ég er stoltur af mínum<br />

leikmönnum, ég er stoltur og þakklátur<br />

mínum aðstoðarþjálfurum, þeim Magnúsi<br />

Erni Helgasyni og Bjarka Má Ólafssyni, því<br />

án þeirra hefði enginn árangur náðst. Ég er<br />

stoltur af mér og minni vinnu með ungu<br />

drengina í Gróttu þessi þrjú ár sem ég þjálfaði<br />

hjá félaginu. Samkvæmt minni talningu stigu<br />

rúmlega tuttugu leikmenn á 2. flokks aldri sín<br />

fyrstu skref með meistaraflokki á þessum tíma<br />

– geri aðrir betur!


En ég gerði ekkert einn, án allra þeirra sem ég<br />

vann með í félaginu hefði ekkert af þessu orðið<br />

að veruleika. Þið vitið hver þið eruð og gefið<br />

ykkur eitt „high five“, því þið eigið það skilið!<br />

Takk Magnús Helgason.<br />

Takk Bjarki Már.<br />

Takk Gaui Kristins.<br />

Takk Árni liðsstjóri.<br />

Takk Kobbi<br />

húsvörður.<br />

Takk Hilmar<br />

formaður.<br />

Aðrir vonandi virða mig<br />

fyrir að nafngreina þá ekki<br />

en ég virði ykkur ekki minna.<br />

Ég kveð Gróttu stoltur en þrátt fyrir það er<br />

það ekkert leyndarmál að ég er gríðarlega sár<br />

að hafa ekki fengið að halda áfram því starfi<br />

sem ég tel að ég hafi unnið frábærlega, ásamt<br />

mínum aðstoðarmönnum.<br />

Takk fyrir mig og árin þrjú.<br />

Kær Gróttukveðja, Jens Elvar Sævarsson<br />

2. flokkur kvenna<br />

Ásgeir Aron Ásgeirsson<br />

Fámennt en góðmennt<br />

Tímabilið hjá 2. flokki kvenna hjá<br />

Gróttu/KR sumarið 2015 var mjög<br />

lærdómsríkt, bæði fyrir mig og leikmenn<br />

liðsins. Veturinn var oft á tíðum erfiður þar<br />

sem veður bauð ekki alltaf uppá bestu<br />

aðstæður til knattspyrnuiðkunar.<br />

Stelpurnar eiga mikið hrós skilið fyrir<br />

vinnuna sem þær lögðu í æfingar yfir<br />

veturinn og oft þegar aðrir flokkar<br />

flúðu inn í skjól, sýndu stelpurnar<br />

mikinn metnað og héldu áfram við<br />

verstu veðurskilyrði. Þegar sumarið fór<br />

að nálgast urðum við fyrir því óláni að<br />

missa nokkra leikmenn, en við létum það<br />

ekki á okkur fá og fórum með þunnskipaðan<br />

hóp inn í Íslandsmótið. Með aðstoð 3. flokks<br />

kvenna hjá Gróttu/KR og meistaraflokks KR<br />

náðum við að púsla saman í hóp fyrir leiki sem<br />

var stundum þrautin þyngri. Samheldnin og<br />

mórallinn í liðinu var gríðarlega sterkur og var<br />

farið inn í hvern leik með jákvæðu hugarfari<br />

þrátt fyrir að vera oft á tíðum með lítinn hóp og<br />

jafnvel engan varamann.<br />

Úrslitin á<br />

íslandsmótinu féllu<br />

oft á tíðum ekki<br />

með okkur þrátt fyrir<br />

góða frammistöðu í<br />

leikjunum en leikmenn<br />

liðsins misstu aldrei trúna<br />

á verkefninu. Við spiluðum<br />

okkar leik og gáfumst aldrei upp. Mikill stígandi<br />

var í leik liðsins sem skilaði sér í úrslitum leikja<br />

þegar líða tók á sumarið. Í hópnum ríkti mikil<br />

gleði og góður mórall. Ég lærði gríðarlega<br />

mikið af þessu tímabili og vil þakka stelpunum<br />

í flokknum fyrir virkilega skemmtilega og<br />

lærdómsríka tíma. Einnig vil ég nota tækifærið<br />

og þakka meistaraflokki KR og 3. flokknum<br />

fyrir allan þann stuðning sem þau veittu okkur<br />

því án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt.<br />

Einnig vil ég þakka yfirþjálfurum Gróttu og KR<br />

fyrir þeirra stuðning og góða samvinnu.<br />

Takk fyrir,<br />

Ásgeir Aron Ásgeirsson<br />

Jólagjöf sem<br />

allir geta notað<br />

Gjafakort Arion banka er<br />

hægt að nota hvar sem er.<br />

Þú velur fjárhæðina,<br />

þiggjandinn velur gjöfina.<br />

Gjafakortið fæst í öllum<br />

útibúum okkar og á<br />

arionbanki.is/gjafakort<br />

9


Framtíðar vegur<br />

Það er óhætt að segja að sumarið hafi verið strembið hjá meistaraflokki Gróttu. Liðið var komið í 1. deild á nýjan<br />

leik og undir stjórn hins reynda þjálfara Gunnars Guðmundssonar var stefnan sett á að halda sæti í deildinni. Það<br />

reyndist þrautin þyngri og þegar upp var staðið endaði Grótta í 11. og næst neðsta sæti. Selfyssingar urðu sæti<br />

ofar en Grótta en þeir reyndust sterkari á svellinu í hálfgerðum úrslitaleik á Selfossi hinn 5. september þar sem<br />

Gróttumenn urðu að sækja til sigurs. Sóknarleikurinn varð Gróttu að falli á tímabilinu en liðinu tókst aðeins að<br />

skora 10 mörk í 22 leikjum.<br />

Fáir ungir Gróttumenn komu við sögu<br />

hjá Gróttu í sumar. Mikilla breytinga er<br />

að vænta því í haust hafa hvorki fleiri né<br />

færri en átta ungir leikmenn skrifað undir<br />

sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild. Í<br />

umfjöllun Fótbolta.net hinn 24. nóvember<br />

2015 sagði Hilmar Sigurðsson formaður<br />

knattspyrnudeildar eftirfarandi: „Það er<br />

stefna knattspyrnudeildarinnar að byggja á<br />

ungum og uppöldum Gróttuleikmönnum<br />

sem munu fá tækifæri til þess að sanna<br />

sig með meistaraflokki.” Jafnframt sagði<br />

Hilmar samninga við leikmennina vera<br />

mikilvægan áfanga í uppbyggingu<br />

deildarinnar og að máli skipti að ungir<br />

leikmenn félagsins hafi trú á starfinu.<br />

Sjö af leikmönnunum átta sem um ræðir<br />

voru lykilmenn í 2. flokki sem gerði það<br />

gott síðustu tvö tímabil undir stjórn Jens<br />

Sævarssonar. Árið 2014 vann flokkurinn<br />

sig upp í B-deild í fyrsta sinn í áraraðir og<br />

10


í sumar endaði liðið um miðja deild. Þá er<br />

Pétur Steinn Þorsteinsson kominn heim<br />

eftir rúmlega ársdvöl hjá sænska stórliðinu<br />

AIK. Pétur hefur verið óheppinn með<br />

meiðsli eftir að hann flutti til Svíþjóðar og<br />

mun vonandi ná sér góðum og blómstra í<br />

bláu treyjunni á nýjan leik.<br />

Bræðurnir Agnar og Dagur Guðjónssynir<br />

eru fæddir árið 1997, líkt og Pétur Steinn,<br />

en þeir hafa samanlagt spilað 11 leiki<br />

fyrir meistaraflokk. Agnar leikur sem<br />

sóknarmaður og Dagur sem hægri<br />

bakvörður en hann getur einnig leyst<br />

stöður framar á vellinum. Kristófer Orri<br />

Pétursson er yngstur áttmenninganna<br />

en hann er fæddur árið 1998. Kristófer,<br />

sem leikur sem miðjumaður, fór í<br />

haust til æfinga hjá sænska liðinu IF<br />

Brommapojkarna eins og greint er<br />

frá í Gróttublaðinu. Fjórir leikmenn úr<br />

hinum öfluga 1996 árgangi hafa svo<br />

samið við knattspyrnudeildina. Það<br />

eru markvörðurinn Jón Ivan Rivine,<br />

bakvörðurinn Davíð Fannar Ragnarsson<br />

og miðjumennirnir Arnar Þór Helgason<br />

og Bjarni Rögnvaldsson. Fleiri leikmenn<br />

úr 1996 árganginum munu vonandi<br />

koma sterkir inn í meistaraflokkinn á<br />

næstu mánuðum en alls voru 12 strákar<br />

úr árganginum að ganga upp úr 2. flokki í<br />

haust.<br />

Það verður sannarlega spennandi að<br />

fylgjast með lærisveinum Úlfs Blandon<br />

á Vivaldivellinum næsta sumar. Þessir<br />

frambærilegu ungu leikmenn munu<br />

eiga sviðið í bland við reyndari kappa á<br />

borð við Guðmund Martein Hannesson,<br />

Jóhannes Hilmarsson og Ásgeir Aron<br />

Ásgeirsson og hver veit nema eftirlæti allra<br />

Gróttustuðningsmanna, Hrafn Jónsson,<br />

snúi aftur í Gróttuliðið. Stuðningur<br />

áhorfenda skiptir sköpum og hvetur<br />

Gróttublaðið alla Seltirninga til að leggja<br />

leið sína á völlinn næsta sumar. Við tökum<br />

nefnilega undir með skáldinu góða<br />

Þorsteini Erlingssyni sem benti á að „ef<br />

æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á<br />

framtíðar vegi.“<br />

JÓLA<br />

PAKKAR<br />

Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum<br />

790 kr.<br />

staðgreitt<br />

Hámark<br />

30 kg<br />

eða 0,1 m 3<br />

Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að<br />

finna á landflutningar.is<br />

11


Bjarki Már í Kólumbíu<br />

Bjarki Már Ólafsson er Gróttufólki að góðu kunnur en hann hefur um árabil verið virkur í starfi<br />

knattspyrnudeildarinnar, bæði sem leikmaður og þjálfari. Á liðnu tímabili þjálfaði hinn 21<br />

árs Seltirningur 5. og 6. flokk kvenna og 7. flokk karla við góðan orðstír. Nú er hann hins vegar<br />

staddur í fátækrahverfi í Bogatá, höfuðborg Kólumbíu, þar sem hann fæst við knattspyrnuþjálfun<br />

fyrir milligöngu AUS, skrifstofu alþjóðlegra ungmennaskipta.<br />

Með aðstoð nýjustu tækni náði Gróttublaðið tali af Bjarka einn sólríkan dag í Suður-Ameríkulandinu.<br />

Hvernig kom það til að þú ert nú staddur<br />

í gríðarstóru fátækrahverfi í höfuðborg<br />

Kólumbíu?<br />

„Fyrir tveimur árum settist ég niður<br />

með sjálfum mér, setti mér markmið og<br />

þrepaskipti þeim. Eitt af þrepunum var að<br />

fá víðari sýn á lífið til þess að ná þessum<br />

markmiðum mínum sem ég hef í þjálfuninni.<br />

Ég hef verið alinn upp í nokkuð „þægilegu“<br />

umhverfi og mér fannst bráðnauðsynlegt<br />

að sjá allar hliðar lífsins til þess að þroskast<br />

sem einstaklingur. Fátækrahverfi í Bogotá<br />

var kjörinn vettvangur þar sem að<br />

fótboltamenningin hér er mjög rík og mig<br />

langaði sömuleiðis að ná betri tökum á<br />

spænsku eftir nokkurra ára nám í skólanum.<br />

Einnig heillaði saga landsins mig og ég var<br />

viss um að ég hefði eitthvað fram að færa í<br />

daglegu lífi barnanna hérna.“<br />

Því skal ekki andmælt að Seltjarnarnes<br />

á 21. öldinni sé þægilegt umhverfi!<br />

Aðstaðan, áskorarnirnar og væntingarnar<br />

hljóta að vera harla ólíkar. En fótboltinn<br />

þekkir þó engin landamæri eða hvað?<br />

„Það er fegurðin í þessu að það er alveg sama<br />

hvar þú ert í heiminum, hver bakgrunnur<br />

þinn er og hver vandamálin eru heima fyrir<br />

þá er leikurinn alltaf spilaður á sama hátt.<br />

Ég sé það hér, eftir að hafa rætt við börnin,<br />

að það að komast út á fótboltavöll er hjá<br />

mörgum nokkurs konar flótti frá ofbeldinu<br />

og vandamálunum heima fyrir. Þetta er<br />

eitthvað sem krakkarnir elska og alla dreymir<br />

um að geta fetað í fótspor stórstjarnanna<br />

í kólumbíska landsliðinu sem margar hafa<br />

einmitt svipaðan bakgrunn.“<br />

Forvarnargildi íþrótta er óumdeilt<br />

og góðar fyrirmyndir eru sannarlega<br />

mikilvægar. Segðu okkur aðeins nánar frá<br />

aðstæðum þeirra sem þú ert að þjálfa.<br />

„Krakkarnir sem eru í prógramminu hjá<br />

okkur búa flest í hverfinu Ciudad Bolívar,<br />

þar sem verkefnið er staðsett. Hverfið er<br />

stórt og þar ríkir gífurleg fátækt. Börnin eiga<br />

það sameiginlegt að koma frá fátækum<br />

fjölskyldum og er ofbeldi heima fyrir partur<br />

af daglegri upplifun margra þeirra. Í hverfinu<br />

eru fjöldamörg gengi starfrækt og einnig<br />

12<br />

hefur örlað á virkni hryðjuverkasamtakanna<br />

FARC svo börnin sem eru hjá okkur eru vön<br />

hlutum sem við sem búum á Íslandi getum<br />

vart gert okkur í hugarlund. Aðstæður til<br />

þjálfunar eru kannski ekki upp á marga<br />

fiska, það eru að jafnaði 50 krakkar á æfingu,<br />

fjórir boltar, nokkur vesti og tveir vellir - eitt<br />

moldarsvað og annar malbikaður. Krakkarnir<br />

kippa sér ekkert upp við það þó það sé ekki<br />

einn bolti á mann, þau elska að hittast á<br />

vellinum og fá að spila saman.“<br />

Þá að heimahögunum. Hvað stóð upp úr<br />

á knattspyrnuárinu með Gróttu?<br />

„Tímabilið var í alla staði frábært og dýrmæt<br />

reynsla fyrir mig. Markmið ársins var að starfa<br />

í fyrsta skipti sem þjálfari í fullu starfi og ég er<br />

gífurlega þakklátur fyrir tækifærið og traustið<br />

sem Grótta sýndi mér. Auk þess að þjálfa<br />

5. og 6. flokk kvenna og 7. flokk karla, var<br />

ég aðstoðarþjálfari í 2. flokki karla og stýrði<br />

afreksstarfi deilarinnar. Hápunktur sumarsins<br />

var að leiða 6. flokk kvenna út á Kópavogsvöll<br />

í úrslitaleik A-liða á Símamótinu. Þetta var<br />

ótrúlega viðburðaríkt sumar og dýrmætt í<br />

reynslubankann.“<br />

Hvað er svo framundan hjá þér?<br />

„Planið hjá mér er nokkuð einfalt. Ég fer að<br />

ferðast um Suður-Ameríku í janúar og tek<br />

mér tvo mánuði í það ásamt kærustunni<br />

minni. Að því loknu kem ég heim og fer<br />

í tímabæra hjartaaðgerð, hjartalokuskipti<br />

nánar tiltekið. Þá tekur við u.þ.b. mánaðar<br />

bataferli. Þegar ég hef náð mér að fullu flyt ég<br />

til Stokkhólms þar sem ég mun halda áfram<br />

að vinna að markmiðum mínum sem þjálfari<br />

en þar mun ég setjast á skólabekk og læra<br />

íþrótta- og þjálffræði.“<br />

Gróttublaðið þakkar Bjarka fyrir spjallið og<br />

sendir honum bestu kveðjur af Nesinu!


Gróttuvöllur verður<br />

Vivaldivöllurinn<br />

Viðtal við Jón von Tetzchner frumkvöðul<br />

Margir ráku upp stór augu þann<br />

23. janúar þegar tilkynnt var<br />

að Gróttuvöllur hefði skipt um<br />

nafn. Völlurinn skyldi framvegis<br />

heita Vivaldivöllurinn í framhaldi<br />

af samstarfssamningi sem<br />

knattspyrnudeild Gróttu og<br />

hugbúnaðarfyrirtækið Vivaldi<br />

Technologies gerðu með sér.<br />

En hvað var þetta Vivaldi, annað<br />

en ítalskt tónskáld frá 18. öld?<br />

Hver er maðurinn á bak við nafnið?<br />

Frumkvöðullinn Jón Stephensen von<br />

Tetzchner er uppalinn Seltirningur sem æfði<br />

fótbolta með Gróttu, gekk í Menntaskólann í<br />

Reykjavík og flutti að loknu stúdentsprófi til<br />

Noregs á vit ævintýranna. Jón er þekktastur<br />

fyrir að hafa stofnað hugbúnaðarfyrirtækið<br />

Opera en á tímabili var Opera-netvafrinn<br />

einn sá vinsælasti í heimi. Jón sagði skilið<br />

við Opera árið 2013 en hefur nú komið öðru<br />

hugbúnaðarfyrirtæki á laggirnar, einmitt<br />

Vivaldi sem er nú að ryðja sér til rúms í<br />

tækniheimum.<br />

Gróttublaðið heyrði hljóðið í Jóni sjálfum<br />

og spurði hann út í samstarfið við Gróttu<br />

og hvernig það hafi komið til: „Það kom<br />

fyrirspurn frá Gróttu um hvort að við hefðum<br />

áhuga á að kaupa nafnið á Gróttuvelli. Það<br />

tók okkur ekki langan tíma að svara þessu<br />

játandi enda mjög gaman að geta stutt sitt<br />

gamla félag á svona skemmtilegan hátt”<br />

segir Jón sem þykir greinilega vænt um sitt<br />

gamla bæjarfélag en þess ber að geta að fyrir<br />

tveimur árum opnaði hann frumkvöðlasetrið<br />

Innovation House á Eiðistorgi þar sem 18<br />

sprotafyrirtæki hafa vinnuaðstöðu.<br />

Vefvafrinn Vivaldi var settur á laggirnar aðeins<br />

nokkrum dögum eftir að Vivaldivöllurinn varð<br />

að veruleika. Það er því ekki úr vegi að spyrja<br />

Jón hvernig gangi hjá fyrirtækinu, nú þegar<br />

vafrinn hefur verið virkur í nokkra mánuði?<br />

„Viðtökurnar sem við höfum fengið hafa verið<br />

frábærar! Við höfum fengið yfir 2 milljónir<br />

niðurhala (e. downloads) og það án þess<br />

að vera með formlega útgáfu af vafranum<br />

tilbúna. Við gáfum út „Technical preview” í<br />

byrjun árs og fyrir nokkrum vikum sendum<br />

við beta útgáfu frá okkur. Notendur hafa lýst<br />

yfir ánægju með vafrann og þá hafa einnig<br />

verið skrifaðar margar jákvæðar greinar um<br />

hann.”<br />

Eins og komið hefur fram æfði Jón fótbolta<br />

með Gróttu á sínum yngri árum án þess<br />

þó, að eigin sögn í það minnsta, að skara<br />

fram úr. Það gerði hann síðar á sviði<br />

hugbúnaðarþróunar og viðskipta en Jón<br />

stofnaði fyrirtækið Opera Software sem naut<br />

mikillar velgengni. Við spyrjum Jón hvað þurfi<br />

til að komast á toppinn í því sem maður tekur<br />

sér fyrir hendur? „Þetta er auðvitað spurning<br />

um liðið. Ég vann með frábæru fólki í Óperu<br />

og geri það aftur í Vivaldi. Við höfum trú á<br />

því sem við erum að gera og erum þrjósk.<br />

Það eru mjög miklir hæfileikar í teyminu –<br />

starfsorka og þrjóska, það er lykillinn.” Gaman<br />

er að segja frá því að í sumar gaf Vivaldi<br />

starfsmönnum sínum Gróttutreyjur með<br />

merki Vivaldi framan á og endum við þetta<br />

spjall á að spyrja Jón hvernig starfsfólkið hafi<br />

tekið í þessar skemmtilegu gjafir? „Þau voru<br />

mjög ánægð með þetta. Gróttubúningurinn<br />

er flottur og fólk er ánægt með að Grótta sé<br />

okkar lið”. Gróttublaðið þakkar Jóni kærlega<br />

fyrir spjallið og óskar honum og hans<br />

fyrirtækjum áframhaldandi velgengni.<br />

13


Byggjum liðið<br />

á Gróttumönnum<br />

Úlfur Blandon var nýlega ráðinn<br />

þjálfari meistaraflokks karla hjá<br />

Gróttu. Hann er 36 ára Kópavogsbúi<br />

sem býr þar ásamt sambýliskonu<br />

sinni, Karen Sturludóttur, og<br />

syni þeirra Benjamín. Úlfur er<br />

uppalinn í Vesturbænum en flutti<br />

til Norgers og bjó þar um hríð en<br />

hann spilaði upp allra yngri flokka<br />

með KR og síðar með Holmlia<br />

í Osló. Hann hefur fengist við<br />

knattspyrnuþjálfun frá árinu 2004<br />

og er með UEFA-A þjálfararéttindi.<br />

Árið 2009 útskrifaðist Úlfur sem<br />

viðskiptafræðingur frá Háskólanum<br />

í Reykjavík en samhliða þjálfuninni<br />

starfar hann sem viðskiptastjóri hjá<br />

Fóðurblöndunni.<br />

Gróttublaðið spjallaði við Úlf<br />

fyrir æfingu í ósviknu íslensku<br />

vetrarveðri.<br />

Hvað geturðu sagt okkur um þjálfaraferil þinn?<br />

Eftir að hafa lokið KSÍ-I þjálfaranámskeiði<br />

byrjaði ég sem yngri flokka þjálfari hjá Fylki árið<br />

2004 fyrir tilstilli Þorláks Árnasonar, þáverandi<br />

þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Að<br />

svo búnu fór ég til Stjörnunnar og byrjaði þar<br />

að þjálfa yngri flokka og stýrði svo afreksstarfi<br />

knattspyrnudeildar félagsins. Þar var ég í fimm<br />

ár og stýrði hinum ýmsu flokkum. Næsta<br />

skref var þjálfun hér á Seltjarnarnesi en ég var<br />

yfirþjálfari yngri flokka Gróttu frá 2011-2013<br />

ásamt því að þjálfa 4. og 6. flokk karla og síðar<br />

einnig 5. og 3. flokk karla. Í framhaldi af því fór<br />

ég með Bjarna Guðjónssyni til Fram og var<br />

aðstoðarþjálfari hans í eitt ár.<br />

Næsta verkefni var þjálfun 2. flokks karla hjá<br />

Víkingi og 2. flokks kvenna hjá sameiginlegu<br />

liði HK og Víkings. Allt var þetta virkilega<br />

lærdómsríkt og þroskandi fyrir mig sem þjálfara<br />

og ómetanleg reynsla að fá að kynnast yngri<br />

flokka starfi frá öllum hliðum, bæði sem þjálfari<br />

og sem yfirþjálfari með yfirsýn yfir allt yngri<br />

flokka starf félags, eins og raunin var hjá Gróttu.<br />

Eftir að hafa fengist svo lengi við við þjálfun<br />

yngri flokka er virkilega gaman og gefandi að<br />

sjá unga leikmenn sem hafa þroskast og náð<br />

þeim árangri að spila með meistaraflokki síns<br />

félags, í efstu deildunum á Íslandi eða jafnvel<br />

komist út í atvinnumennsku. Í ár fáum við að sjá<br />

unga Gróttumenn taka eitt skref enn nær sínum<br />

markmiðum og spila leiki með meistaraflokki<br />

félagsins.<br />

Tímabilið með meistaraflokki Fram var virkilega<br />

skemmtilegt, þótt árangurinn hefði mátt vera<br />

betri. Líkindin með því að þjálfa yngri flokka<br />

og meistaraflokk eru meiri en í fyrstu kann<br />

að virðast. Allt utanumhald er með líku sniði,<br />

hvort sem það er fótboltinn sjálfur, samstarf við<br />

foreldra, stjórnarmeðlimi og aðra sem leggja<br />

hönd á plóg. Allt snýst þetta um að gera liðið<br />

og einstaklingana betri. Hjá Gróttu eru þessar<br />

grunnskoðir í mjög góðum farvegi. Félagið<br />

er ungt og á framtíðina fyrir sér og hér er<br />

sannarlega ekki skortur á góðum efnivið.<br />

Hvernig leggst tímabilið og komandi<br />

knattspyrnusumar í þig?<br />

Ég hef auðvitað fylgst vel með starfi Gróttu<br />

úr fjarlægð síðustu tvö ár og þekki því vel<br />

til mála hjá félaginu ásamt því að hafa með<br />

einhverjum hætti komið að þjálfun flestra<br />

þeirra ungu leikmanna sem nú eru að stíga sín<br />

fyrstu skref með meistaraflokki. Næsta sumar<br />

er viss prófsteinn fyrir Gróttu því byggja á<br />

upp liðið með markvissari hætti með ungum<br />

Gróttumönnum. Þegar ég var síðast hjá félaginu<br />

var unnið eftir ákveðinni hugmyndafræði<br />

sem rímar vel við mínar áherslur í dag. Ég vil<br />

að meistaraflokkur karla hjá Gróttu sé staður<br />

þar sem ungir Gróttumenn fá tækifæri til að<br />

þroskast og eigi sannarlega möguleika á að<br />

spila fyrir eigið félag þegar yngri flokka starfi<br />

sleppir. Menn þurfa að fá að spreyta sig á<br />

svellinu, gera sín mistök til að þroskast sem<br />

knattspyrnumenn og spila með sér eldri og<br />

reyndari leikmönnum. Mestu skiptir að allir séu<br />

reiðubúnir að leggja sig fram fyrir félagið og<br />

liðið.<br />

Undirbúningstímabilið er vitaskuld hafið en það<br />

hefur byrjað af miklum krafti. Hópurinn er farinn<br />

að taka á sig mynd en gaman er að segja frá<br />

því að þeir leikmenn sem ég hefði helst viljað<br />

halda innan raða félagsins hafa allir skrifað undir<br />

samning. Áherslur tímabilsins eru margþættar<br />

en mikilvægast af öllu er að leikmenn,<br />

stuðningsmenn og aðrir sem að félaginu standa<br />

skemmti sér vel og njóti þess að taka þátt í<br />

þessu uppbyggingarferli.<br />

14


Úlfur með 3. flokki Gróttu sumarið 2013<br />

Nú stendur til að endurnýja gervigrasið á<br />

Vivaldivellinum næsta vor. Hvernig líst þér á<br />

aðstöðuna og umgjörðina hjá Gróttu?<br />

Aðstaðan er algjörlega til fyrirmyndar og<br />

virkilega vel að öllu staðið. Það eru ótrúlegir<br />

vinnuþjarkar sem standa á bak við félagið<br />

og eiga sannarlega hrós skilið fyrir ótrúlega<br />

óeigingjarnt starf. Hilmar Sigurðsson, Árni<br />

Pétursson, Jón Sigurðsson, Sigurður Hilmarsson<br />

og margir fleiri hafa staðið vaktina í þessu ansi<br />

lengi og hafa unnið þau verk sem þörf hefur<br />

verið á. Þá hefur Halldór Eyjólfsson unnið<br />

ómetanlegt starf fyrir yngri flokka félagsins. Nýtt<br />

gervigras er auðvitað frábærar fréttir fyrir félagið<br />

og Grótta stendur framar mörgum öðrum<br />

félögum sem enn spila á grasi en langar til að<br />

skipta. Það var kominn tími til að endurnýja<br />

gervigrasið sem er búið að þjóna sínum tilgangi<br />

ákaflega vel fyrir unga sem aldna Gróttumenn<br />

og -konur.<br />

Hvað myndirðu ráðleggja ungum<br />

leikmönnum sem vilja ná langt í fótbolta?<br />

Þeir sem vilja ná langt í fótbolta þurfa að<br />

leggja á sig heilmikla vinnu. Það er ekki nóg<br />

að æfa bara fótbolta heldur þarf að setja sér<br />

skýr markmið, æfa aukalega með skipulögðum<br />

hætti og vera tilbúinn að fórna fyrir það eitt að<br />

bæta sig í fótbolta. Ungir leikmenn sem ætla<br />

sér að ná langt þurfa að tileinka sér lífsstíl og<br />

hugarfar afreksíþróttamanns og þar spilar allt<br />

inn í; mataræði, andleg og líkamleg þjálfun,<br />

stuðningur að heiman, bæði frá foreldrum og<br />

nánstu fjölskyldu. Það er alveg klárt mál að það<br />

er ekkert auðvelt að komast alla leið í fótbolta<br />

en mikilvægast er að sinna þessu almennilega,<br />

engar afsakanir og að sjálfsögðu gera sitt besta<br />

alls staðar, alltaf.<br />

Eitthvað að lokum?<br />

Fyrir mig er þetta ótrúlega spennandi<br />

og skemmtileg áskorun að fá að þjálfa<br />

meistaraflokk Gróttu. Þetta er auðvitað að vissu<br />

leyti sama gamla klisjan en ég væri virkilega<br />

ánægður ef ég myndi sjá sem flesta foreldra<br />

á vellinum í sumar. Ég þekki auðvitað stóran<br />

hluta af þeim, þar sem ég hef þjálfað ansi marga<br />

unga krakka í Gróttu. Fyrir liðið og félagið í heild<br />

skiptir stuðningurinn miklu máli, bæði innan<br />

vallar sem og utan. Samhent átak og stuðningur<br />

kemur okkur nær þeim stað þar sem við viljum<br />

vera sem félag.<br />

Áfram Grótta.<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

15


16<br />

Hildur Sif Hilmarsdóttir<br />

og Kristján Guðjónsson<br />

spurð spjörunum úr


“<br />

Auðvitað brutum við þessa einu reglu”<br />

Nafn: Hildur Sif Hilmarsdóttir<br />

Aldur: Ég er 16 ára<br />

Gælunafn: hidda 121<br />

Nám/vinna: Ég stunda nám við MR .<br />

Hvenær byrjaðirðu í fótbolta: Ég byrjaði<br />

í 4.bekk, eða þegar Grótta var að byrja með<br />

kvennaboltann. Annars var það nú Kolfinna<br />

Ólafsdóttir sem hvatti mig til að byrja.<br />

Treyjunúmer: 14<br />

Hvaða íþróttir aðrar en fótbolta<br />

hefurðu stundað: Ég hef stundað ballett,<br />

samkvæmisdans, CrossFit og handbolta.<br />

Með hvaða liði myndirðu aldrei spila: Ef ég<br />

hefði fengið þessa spurningu fyrir tveimur árum<br />

þá hefði ég sagt KR, en nú æfi ég með Gróttu/KR.<br />

Núna verð ég víst að segja Valur.<br />

Hvað viltu fá í jólagjöf: SingStar og nýjan síma.<br />

Uppáhalds sjónvarpsefni: Friends klárlega.<br />

Uppáhalds tónlist: Mín eigin rödd í sturtunni<br />

Hvaða 3 hluti myndirðu taka með þér á<br />

eyðieyju: Perlu (köttinn minn), vatnsbrúsa og<br />

fótbolta.<br />

Hvaða lag synguru í sturtunni: Allt með<br />

Whitney Houston og Céline Dion<br />

Hvað eldaðir þú síðast: Eggjabrauð með sýrópi<br />

Uppáhaldsstaður sem þú hefur komið til:<br />

Vindáshlíð<br />

Lið í enska boltanum: Liverpool<br />

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki? Þá hvernig: Nei,<br />

ég lifi bara í núinu.<br />

Hvernig er best að pirra andstæðinginn:Toga<br />

í treyjuna og ýta oft í hann, svo þegar hann fær<br />

boltann þá negla hann niður. Rífa í hár og ýta<br />

með höndum er mínir helstu styrkleikar.<br />

Hver er þín helsta fyrirmynd: Jóhannes<br />

Hilmarsson, bróðir minn. Hann hefur kennt mér<br />

svo margt í gegnum tíðina.<br />

Uppáhalds íþróttamaður: Chicharito (Javier<br />

Hernandez)<br />

Fallegasti knattspyrnumaður: Klárlega Érik<br />

Lamela í Tottenham og Rúrik Gíslasson.<br />

Hver yrði fyrir valinu ef þú mættir velja hvaða<br />

leikmann sem er í liðið þitt: Ronaldinho<br />

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á<br />

æfingum: Skotæfingar og fyrirgjafir.<br />

En leiðinlegast: Reitur<br />

Erfiðasti mótherji á æfingum: Erfitt að segja,<br />

allar svo góðar!<br />

En auðveldasti: Ásdís Karen, sóla hana alltaf upp<br />

úr skónum<br />

Steiktasti samherjinn: Klárlega Kolfinna Ó.<br />

Góð saga úr boltanum: Sumarið 2014 fórum<br />

við í keppnisferð til Barcelona. Reglan í þessari<br />

ferð var að strákar mættu ekki stíga fæti inn í<br />

herbergin okkar og við heldur ekki inn í þeirra.<br />

Eitt kvöldið (þegar við áttum að vera farnar að<br />

sofa) sátum við úti á svölum og kölluðum á milli<br />

herbergja. Ég meina við vorum á fótboltamóti<br />

þar sem voru fullt af sætum fótboltastrákum og<br />

auðvitað brutum við þessa einu reglu og buðum<br />

strákum inn í herbergið okkar. Sátum við þar sirka<br />

10 saman og áttum gott spjall en það tók nú ekki<br />

langan tíma fyrir hana Bojönu okkar að komast<br />

að þessu öllu. Eftir þetta var haldinn krísufundur<br />

og höguðum við okkur vel það sem eftir var.<br />

Ég gæti líka sagt skemmtilega Danmerkur-sögu<br />

af Möglu en ætla að sleppa því.<br />

Fótboltaminning sem stendur upp úr: Við<br />

vorum í 5. flokki að keppa á móti Stjörnunni í<br />

úrslitaleik á Pæjumótinu. Leikurinn endaði með<br />

jafntefli en það var ekki farið í vítakeppni því á<br />

þeim tíma var sagt að stelpur gætu ekki þolað<br />

pressuna að taka víti. Reglurnar voru því þannig<br />

að það lið sem skoraði á undann vann leikinn.<br />

Það var Stjarnan og við urðum því að sætta okkur<br />

við 2. sætið.<br />

Framtíðardraumur: Útskrifast úr MR, klára<br />

læknisfræði og fara svo til Svíþjóðar að sérhæfa<br />

mig í heilaskurðlækningum. Meðal annars verða<br />

ríkari en bróðir minn.<br />

“<br />

Held áfram að hafa gaman af lífinu”<br />

Nafn: Kristján Guðjónsson<br />

Aldur: 17 ára<br />

Gælunafn: Stjáni<br />

Nám/vinna: Stunda nám við Verzlunarskóla<br />

Íslands.<br />

Hvenær byrjaðirðu í fótbolta: Ég byrjaði<br />

þegar ég var 5 ára, þá var enginn 8. flokkur svo<br />

að maður mætti á æfingar hjá 7. flokki sem Júlli<br />

þjálfari var með.<br />

Treyjunúmer: 6<br />

Hvaða íþróttir aðrar en fótbolta hefurðu<br />

stundað: Ég æfði handbolta frekar lengi<br />

samhliða fótbolta og þótti mjög svo<br />

frambærilegur (skulum bara orða það þannig<br />

að ég skoraði 9 mörk í úrslitaleik íslandsmótsins<br />

gegn HK, leikurinn er á Youtube).<br />

Með hvaða liði myndirðu aldrei spila:<br />

ÍBV (oj bara)<br />

Hvað viltu fá í jólagjöf: Eitthvað sem kemur<br />

mér á óvart.<br />

Uppáhalds sjónvarpsefni: Game of Thrones<br />

og Fargo.<br />

Uppáhalds tónlist: Ég hlusta á nánast alla<br />

tónlist.<br />

Hvaða 3 hluti myndirðu taka með þér á<br />

eyðieyju: Gervihnattasíma, fótboltamark og<br />

fótbolta, þá gæti ég æft mig á meðan það væri<br />

verið að bjarga mér ;)<br />

Hvaða lag syngurðu í sturtunni: Öll lögin<br />

hennar Ariönu Grande.<br />

Hvað eldaðir þú síðast: Eggjahræru<br />

Uppáhaldsstaður sem þú hefur komið til:<br />

Bárðardalur í Suður-Þingeyjasýslu.<br />

Lið í enska boltanum: Manchester United<br />

Bestu fótboltaskórnir: Fyrir 2 árum átti ég mjög<br />

góða Adidas F50 skó (appelsínugulir), skórnir mínir<br />

undanfarið hafa ekki verið að gera gott mót.<br />

Hvernig er best að pirra andstæðinginn: Nart<br />

í hælana, stíga á tærnar á þeim, létt peysutog og<br />

harðar tæklingar virka oft vel en svo er klassískt<br />

að klobba andstæðinginn.<br />

Hver er þín helsta fyrirmynd: Hvernig ég sé<br />

mig sjálfan eftir 10 ár.<br />

Uppáhalds íþróttamaður: Bastian<br />

Schweinsteiger<br />

Fallegasti knattspyrnumaður: Sara Björk<br />

Gunnarsdóttir<br />

Hver yrði fyrir valinu ef þú mættir velja hvaða<br />

leikmann sem er í liðið þitt: Leo Messi<br />

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á<br />

æfingum: Það jafnast fátt við það að spila á<br />

æfingum, sérstaklega þegar það er kominn hiti í<br />

mannskapinn.<br />

En leiðinlegast: Upphitun og allar<br />

teygjuæfingar.<br />

Erfiðasti mótherji á æfingum: Vindurinn á<br />

Seltjarnarnesi verður að teljast erfiðasti<br />

mótherjinn og jafnframt sá leiðinlegasti.<br />

En auðveldasti: Þór og Jón Friðrik Guðjónssynir<br />

verða að fá að deila þessum titli.<br />

Steiktasti samherjinn: Björgvin Koustav á alltaf<br />

sín moment, mörg hver alveg gríðarlega steikt.<br />

Góð saga úr boltanum: Þegar ég var á eldra<br />

ári í 3. flokki þá fór flokkurinn á Costa Blanca<br />

cup sem var haldið á Benidorm. Það voru að<br />

sjálfsögðu settar nokkrar reglur sem við áttum<br />

að fylgja eftir. Á þriðja degi var búið að brjóta<br />

allar reglurnar (oftar en einu sinni) og við vorum<br />

komnir á seinasta séns hjá hótelstjóranum. Það<br />

sem fyllti mælinn var það þegar nokkrir ónefndir<br />

einstaklingar ákváðu að henda vatnsblöðrum<br />

niður af 16 hæð hótelsins. Hótelstjórinn<br />

gjörsamlega trompaðist og ætlaði að handataka<br />

þjálfarana okkar og farastjóra og henda okkur<br />

strákunum út af hótelinu. Sem betur fer<br />

bjargaðist þetta.<br />

Fótboltaminning sem stendur upp úr: Ég<br />

mun líklegast alltaf muna eftir því þegar ég<br />

skoraði 5 mörk gegn Leikni Reykjavík þegar ég<br />

var á yngra ári í 3. flokki.<br />

Markmið fyrir næsta sumar: Hafa gaman af<br />

lífinu, spila flottan fótbolta og reyna að vinna sér<br />

inn einhverja sénsa með meistaraflokki.<br />

Framtíðardraumur: Klára skóla og halda<br />

áfram að hafa gaman af lífinu sem er nú það<br />

mikilvægasta af öllu.<br />

17


Þjálfarar knattspyrnudeildar<br />

Alexandre Massot<br />

Andrés Þór Björnsson<br />

Ásgeir Aron Ásgeirsson<br />

Axel Ingi Tynes<br />

2. fl kvenna<br />

5. fl karla<br />

mfl. og 2. fl. karla<br />

7. fl. karla og 8. fl. kvk.<br />

Jórunn M. Þorsteinsdóttir<br />

Kristján D. Finnbjörnsson<br />

Magnús Örn Helgason<br />

Óskar Hrafn Þorvaldsson<br />

6. og 7. fl kvenna<br />

4. og 7. fl. karla og 6. fl kvk.<br />

3. og 5. fl kvenna<br />

4. fl karla<br />

Æfingatöflur yngri flokka knattspyrnudeildar<br />

Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar<br />

8. flokkur karla 12:40* 09:30*<br />

8. flokkur kvenna 12:40* 09:30*<br />

7. flokkur karla 13:50* 13:50 13:50<br />

7. flokkur kvenna 13:50* 13:50* 15:00 15:00<br />

6. flokkur karla 14:45 14:45 14:45<br />

6. flokkur kvenna 14:50 14:40* 14:50<br />

5. flokkur karla 16:45 15:30 15:30 11:15<br />

5. flokkur kvenna 16:30 15:30 15:30 10:00<br />

4. flokkur karla 17:00 18:00 17:00 10:00<br />

4. flokkur kvenna 17:00** 16:30 16:30 10:00**<br />

3. flokkur karla 16:30 S 18:00 20:30* 16:30 12:00<br />

3. flokkur kvenna 17:00 / 17:45** 18:00 17:00** 11:30<br />

2. flokkur karla 19:15 18:00* 17:30 16:30 12:00<br />

2. flokkur kvenna 17:45** 19:30 19:00 18:30**<br />

18<br />

*æfingar fara fram í íþróttahúsi / **æfingar fara fram á gervigrasvelli KR


Gróttu 2015/2016<br />

Bjarni Rögnvaldsson<br />

8. fl. karla<br />

Björn Orri Hermannsson<br />

2. fl. karla<br />

Björn Br. Valdimarsson<br />

7. og 8. fl kk. og kvenna<br />

Bojana Besic<br />

4. fl kvenna<br />

Pétur Már Harðarson<br />

6. og 3. fl karla<br />

Pétur Rögnvaldsson<br />

4. og 7. fl kvenna<br />

Úlfur Blandon<br />

Meistaraflokkur karla<br />

C M Y CM MY CY CMY K<br />

Þórhildur Briem<br />

7. fl. kvenna<br />

Veislan veitingaeldhús óskar Gróttu<br />

til hamingju með glæsilegt jólablað<br />

Veislan tekur að sér veitingaþjónustu í afmælum, brúðkaupum, erfidrykkjum<br />

og hvers konar mannamótum. Erum með glæsilegan veislusal í Félagsheimili<br />

Seltjarnarness til útleigu. Getum einnig komið í heimahús eða fyrirtæki.<br />

19


Lykilmaðurinn<br />

á bak við tjöldin<br />

Fáir geta státað af sterkari tengslum við Seltjarnarnes en Árni<br />

Pétursson. Árni er fæddur á Nesinu árið 1961 og á hér óslitnar<br />

fjölskyldurætur sem spanna um hálfa aðra öld. Fjölskylda Árna er frá<br />

bænum Knútsborg sem stóð á Nestúni á milli Gróttu og núverandi<br />

golfvallar en afi Árna fæddist þar árið 1881.<br />

Á yngri árum lék Árni knattspyrnu og<br />

handknattleik með Gróttu auk þess<br />

sem hann æfði borðtennis í nokkur ár<br />

og körfuknattleik í þann skamma tíma<br />

sem félagið bauð upp á hann. Árni hefur<br />

á fullorðinsárum verið máttarstólpi í<br />

rekstri knattspyrnudeildar Gróttu, fyrst í<br />

foreldrastarfi með Guðmundi Maríussyni<br />

og fleiri góðum og loks sem stjórnarmaður<br />

frá árinu 2007. Árni steig nýverið til hliðar<br />

í stjórn knattspyrnudeildarinnar og er því<br />

ekki úr vegi að renna yfir farinn veg með<br />

honum. Gróttukempurnar<br />

Axel Þórir Friðriksson og<br />

Bjarni Torfi Álfþórsson<br />

gerðu eldri tímum góð<br />

skil í síðasta jólablaði svo<br />

við forvitnumst nú meira<br />

um foreldrastarfið og<br />

stjórnarsetuna.<br />

Mikið vatn hefur til<br />

sjávar runnið síðan fyrstu<br />

kynslóðir Gróttufólks<br />

æfðu og spiluðu undir<br />

merkjum félagsins. Árni<br />

æfði m.a. knattspyrnu<br />

á Borgó, sem var við enda Melabrautar,<br />

næst Hofgörðum, og á grasvelli þar<br />

sem leikskólinn stendur nú. Þá tók<br />

malarvöllurinn hjá Mýrarhúsaskóla við<br />

og loks hinn langlífi malarvöllur sem var<br />

á núverandi vallarstæði Vivaldivallarins<br />

við Suðurströnd allar götur til vormánaða<br />

2006 þegar gervigrasið var tekið í notkun.<br />

Malarvöllurinn var lagður árið 1981<br />

úr jarðvegi sem til féll við byggingu<br />

blokkanna við Austurströnd.<br />

Þegar Árni var 13 ára lenti hann í<br />

hjólreiðaslysi sem lék hnéð á honum grátt.<br />

Knattspyrnutímabilið eftir það náði Árni<br />

20<br />

varla að spila nema fyrri hálfleik því hnéð<br />

bólgnaði svo mjög: „Þetta var 11 manna<br />

bolti og við vorum akkúrat 11 sem æfðum<br />

svo það mátti illa við þessu. Þjálfarinn<br />

gantaðist með að það væri gott að hafa<br />

a.m.k. varamann, svo stundvís var bólgan!“<br />

segir Árni.<br />

Fjörugt foreldrastarf<br />

Foreldrastarfið hófst af alvöru þegar<br />

Pétur Theodór, sonur Árna, var í 7. flokki.<br />

„Fyrsta stóra mótið var á Skaganum<br />

og ég fylgdi honum einnig<br />

tvisvar á Shellmótið í Eyjum.<br />

Minningarnar frá þessum<br />

tíma eru frábærar, en mótin<br />

skipta tugum.“ Þetta ættu<br />

flestir foreldrar sem eiga börn<br />

í fótbolta að kannast við. Árni<br />

rifjar upp tvö skemmtileg<br />

atvik sem áttu sér stað í<br />

keppnisferð til Svíþjóðar árið<br />

2008: „Strákarnir voru þarna<br />

12-13 ára og við Guðmundur<br />

Maríusson sinntum fararstjórn<br />

en okkur telst til að við höfum<br />

saman gist saman í meira en 50 nætur<br />

í ferðalögum með yngri flokka félagsins.<br />

Einn daginn í þessari ferð vorum við á<br />

borgarrölti þegar einn guttinn spurði<br />

okkur Guðmund hvort við værum fáanlegir<br />

til að kaupa handa honum klámblað.<br />

Hann sýndi okkur blaðið og var það ekki<br />

af penni gerðinni! Það fylgdi bóninni að<br />

við mættum fá að skoða blaðið á undan<br />

honum,“ segir Árni og hlær dátt. Ekki varð<br />

af þessum viðskiptum.<br />

Í sömu ferð var farið í stutta útsýnissiglingu.<br />

Þar spurði einn Gróttukeppandinn Árna<br />

hvort hann gæti fengið símann hans<br />

lánaðan til að biðja mömmu sína um að<br />

millifæra pening til sín. „Að sjálfsögðu var<br />

það ekkert mál og hann sendi skilaboðin.<br />

Ég hugsaði ekki nánar út í þetta fyrr<br />

en síminn hjá mér tísti nokkru síðar og<br />

hafði mér þá borist eftirfarandi svar frá<br />

mömmunni: „Hver ert þú?“ Þarna varð<br />

mér fyrst litið á skeytið sem strákurinn<br />

hafði sent. Orðrétt var það „geturðu lagt<br />

inn á mig?“ Allar þessar ferðir, bæði með<br />

meistaraflokki og yngri flokkum, í fótbolta<br />

og handbolta, skilja eftir góðar minningar.<br />

Krakkarnir voru alltaf til fyrirmyndar og<br />

Gróttu og bæjarfélaginu til sóma.“<br />

Úr gámi í höll<br />

Setan í stjórn knattspyrnudeildar er Árna<br />

minnisstæð enda spannaði hún hátt í<br />

áratug. Talið berst að tilurð hins endurreista<br />

meistaraflokks karla. „Í upphafi gekk vægast<br />

sagt illa að fá fólk til að mæta á völlinn,<br />

þrátt fyrir freistingar á borð við ókeypis<br />

vöfflur sem móðir Hilmars formanns<br />

bakaði og að frítt væri á leikina. Hópurinn<br />

var þó þéttur og stjórnin sem tók til starfa<br />

áður en þátttaka mín hófst hafði lagt<br />

góðan grunn að framhaldinu. Í upphafi<br />

var enginn kvennabolti hjá félaginu, ekki<br />

einu sinni í yngri flokkum og sumarið<br />

2007 náðist varla í lið í 2. flokki karla. Það<br />

er gleðiefni að sjá hve mikið þetta hefur<br />

breyst á jafnskömmum tíma og vonandi<br />

gengur vel að stofna meistaraflokk kvenna.<br />

Þá hafa strákarnir í 2. flokki staðið sig<br />

frábærlega síðustu ár.“<br />

„Mér er minnisstætt þegar meistaraflokkur<br />

karla lék útileik á Selfossi sumarið 2011.<br />

Þá hittust allir við vallarhúsið og farið var<br />

með rútu austur fyrir fjall. Þegar heim var<br />

komið rákum við augun í að ljósin á bíl<br />

Einars Óla Þorvarðarsonar, sjúkraþjálfara


Gróttu og fyrrverandi leikmanns liðsins,<br />

loguðu sem skærast. Hann hafði þá ekki<br />

einungis gleymt ljósunum á, heldur hafði<br />

bíllinn verið í gangi allan tímann! Ferðin<br />

tók hátt í sex klukkustundir. Verðskuldaður<br />

apaheili ársins,“ en þau verðlaun eru veitt<br />

á lokahófi meistaraflokks og falla þeim í<br />

skaut sem þykir hafa gert mesta skandalinn<br />

á tímabilinu.<br />

Árni Pétursson að setja upp<br />

jólaseríu 9. desember.<br />

Árni heldur áfram: „Meistaraflokkurinn<br />

breyttist töluvert með komu Ásmundar<br />

Haraldssonar og þeirra leikreyndu manna<br />

sem hann fékk með sér til félagsins. Úr<br />

varð góð blanda af ungum og reyndari<br />

leikmönnum en það má segja að hlutirnir<br />

hafi þarna orðið meira „alvöru“. Á tiltölulega<br />

stuttu tímabili er eins og margt smelli<br />

saman – grunnvinnan sem stjórnin hafið<br />

unnið frá upphafi, þjálfarinn, liðið og<br />

að sjálfsögðu stórbætt aðstaða á nýja<br />

gervigrasvellinum. Þetta skilaði sér í<br />

Íslandsmeistaratitli í 2. deild sumarið 2009<br />

sem tryggði Gróttu sæti í 1. deild í fyrsta<br />

skipti. Þessi tveggja ára dvöl í næstefstu<br />

deild var fjörug og var mikið líf í kringum<br />

fótboltann. Vel var mætt á heimaleiki<br />

liðsins og stuðningsmannahópurinn virkur.<br />

Í samanburði voru laugardagsleikirnir of<br />

margir síðasta sumar en það er vart hægt<br />

að búast við góðri mætingu þegar stór<br />

hluti bæjarbúa er á faraldsfæti.“<br />

Það varð sannarlega gjörbylting á<br />

aðstæðum til knattspyrnuiðkunar með<br />

tilkomu gervigrassins. Það gerði iðkendum<br />

hjá Gróttu kleift að æfa og spila allan<br />

ársins hring við góðar aðstæður auk þess<br />

sem flóðljósin bættu enn notagildið í<br />

skammdeginu.<br />

„Árangur knattspyrnuliðs snýst<br />

um svo margt annað og meira<br />

en að sparka í bolta.”<br />

Árni telur að hið<br />

stórglæsilega<br />

vallarhús hafi<br />

einnig breytt miklu.<br />

„Með tilkomu<br />

vallarhússins öðlaðist knattspyrnudeildin<br />

eiginlegt heimili og félagsaðstöðu. Þar<br />

hef ég átt margar góðar stundir og<br />

ánægjulegt er að sjá til hve margra hluta<br />

húsið nýtist. Algengt er að leikmenn yngri<br />

flokka hittist þar og horfi á knattspyrnuleiki<br />

með þjálfurum sínum og er staða mála í<br />

Gróttuleikjum vitaskuld skeggrædd þar<br />

í hálfleik. Auk þess hentar húsið sérlega<br />

vel fyrir foreldrafundi og ýmiss konar<br />

minni samkomur, bæði fyrir félagið og<br />

Seltjarnarnesbæ. Fram að þessu hafði<br />

aðstaðan við völlinn einskorðast við<br />

gám svo það má segja að við höfum<br />

farið úr gámi í höll. Stjórnarmenn<br />

knattspyrnudeildar tóku virkan þátt í<br />

að gera húsið að því sem það er, í góðri<br />

samvinnu við bæinn. Það þurfti stórhug<br />

og framsýni til að ráðast í aðra eins<br />

framkvæmd í eins litlu bæjarfélagi. Fyrir<br />

byggingu vallarhússins mætti Magnús<br />

Örn Helgason, núverandi yfirþjálfari<br />

knattspyrnudeildar, með kók og prins í<br />

kæliboxi til að selja áhorfendum á leikjum<br />

meistaraflokks. Einhvern tíma gleymdi ég<br />

veskinu reyndar heima og þá sá Magnús<br />

aumur á mér og samþykkti að fá greitt á<br />

næsta leik!“<br />

Framtíðin<br />

Aðspurður um hvað taki við að stjórnarsetu<br />

lokinni segist Árni litlar áhyggjur hafa af<br />

framtíðinni hjá félaginu, það sé í góðum<br />

höndum. „Stjórnin er vel mönnuð og<br />

ýmsir sjálfboðaliðar vinna mikilvægt<br />

starf. Hér má þó alltaf gera betur og það<br />

vantar alltaf sjálfboðaliða til að aðstoða<br />

við eitt og annað. Allir eru velkomnir og<br />

verður tekið vel á móti<br />

þeim sem eru til í að<br />

leggja hönd á plóg.<br />

Margar hendur vinna<br />

jú létt verk. Hvað mig<br />

varðar mun ég þó að<br />

sjálfsögðu ekki hverfa á braut en verð<br />

þó e.t.v. eitthvað minna sýnilegur en<br />

áður, þá að meira leyti maðurinn á<br />

bakvið tjöldin. Áfram mun ég t.d. sjá um<br />

búningamál meistaraflokks karla. Stjórn<br />

knattspyrnudeildarinnar hefur alltaf verið<br />

virk í daglegu starfi, hvort sem verið er að<br />

manna sjoppuna á meistaraflokksleikjum<br />

eða sinna snjómokstri og öðrum tilfallandi<br />

verkefnum. Svo verður án efa áfram.“<br />

Þetta kemur engum á óvart sem komið<br />

hefur nálægt skipulögðu íþróttastarfi<br />

hérlendis. Sjálfboðaliðar eru ómissandi<br />

og án framlags þeirra myndu hjól<br />

íþróttahreyfingarinnar allt að því hætta<br />

að snúast. Í lokin er ekki úr vegi að spyrja<br />

Árna hvort hann hafi einhver heilræði<br />

eða hugleiðingar sem hann vill koma á<br />

framfæri.<br />

„Árangur knattspyrnuliðs snýst um svo<br />

margt annað og meira en að sparka í bolta.<br />

„Tólfti maðurinn“ getur til að mynda verið<br />

einhver sem heldur uppi fjörinu og gerir<br />

allt skemmtilegra fyrir aðra í kringum sig<br />

og gerir liðsfélögum sínum kleift að hlæja á<br />

erfiðri æfingu þar sem kuldinn nístir inn að<br />

beini. Sá þarf ekki endilega að vera bestur<br />

í fótbolta en ég tel viðkomandi engu að<br />

síður ómissandi hlekk í keðjunni. Einnig<br />

vil ég benda þeim sem spila fótbolta á<br />

gervigrasi á að nota réttan skóbúnað,<br />

þá gervigrasskó. Mér virðist sem þetta<br />

sé að ryðja sér til rúms í meistaraflokki<br />

enda dregur réttur skóbúnaður úr<br />

meiðslahættu.“<br />

„Ég vil þakka handknattleiksdeild<br />

Gróttu fyrir gott samstarf í tengslum við<br />

Gróttuvitann en hann hefur myndað góða<br />

tengingu á milli deildanna. Gróttuvitinn<br />

heldur utan um árskortin og skipuleggur<br />

sameiginlega viðburði á borð við þorrablót,<br />

herra- og kvennakvöld auk aðkomu að<br />

bæjarhátið Seltjarnarness. Loks vil ég<br />

hvetja Seltirninga og aðra stuðningsmenn<br />

félagsins til að vera duglega að mæta á<br />

leiki. Næsta sumar verður meistaraflokkur<br />

karla að verulegu leyti skipaður uppöldum<br />

leikmönnum sem mun vafalaust auka<br />

áhuga Nesbúa á liðinu. Ef allir bæjarbúar<br />

mættu á þó ekki væri nema einn heimaleik<br />

á tímabilinu, er öruggt að stúkan verði þétt<br />

setin. Mætum á völlinn! Kannski munu<br />

margir sem aldrei mæta á fótboltaleiki<br />

skemmta sér vel!“ segir Árni að lokum.<br />

Gróttublaðið þakkar Árna fyrir spjallið<br />

og ekki síður fyrir ósérhlífið starf í þágu<br />

félagsins!<br />

21


Fótboltasumarið<br />

2015<br />

22


23


Nýtt gervigras í vor<br />

Bjarni Jakob Gunnarsson<br />

í baráttunni á gervigrasinu<br />

sumarið 2007<br />

Gervigrasið á Vivaldivellinum við Suðurströnd er farið að láta á sjá eins og kom fram í pistli í<br />

Gróttublaðinu 2014. Það var lagt vorið 2006 og gjörbylti þá allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hjá<br />

Gróttu. Leiða má líkum að því að þetta hafi á sínum tíma lagt grunninn að bættum árangri félagsins,<br />

hjá meistaraflokki og ekki síður í yngri flokkum.<br />

Nú hillir undir byltingu í þessum efnum<br />

því endurnýjun gervigrassins er á<br />

fjárhagsáætlun næsta árs og kemur<br />

til framkvæmda í vor. Ljóst er að nýtt<br />

gervigras með betra undirlagi mun<br />

stórbæta heimavöllinn okkar, auk þess<br />

að draga úr álagi á stoðkerfi þeirra sem<br />

nota hann. Tímasetningin hentar líka<br />

einkar vel, því útlit er fyrir að fljótlega<br />

þurfi að skipta um gúmmíkurlið á<br />

flestum gervigrasvöllum hérlendis<br />

og hlýst því nokkur hagkvæmni af að<br />

þurfa ekki að ráðast sérstaklega í þá<br />

framkvæmd. „Vinna við endurnýjun<br />

á núverandi gervigrasvelli er í fullum<br />

gangi en gamla grasið er komið til ára<br />

sinna og með nýju grasi verður mikil<br />

breyting fyrir iðkendur. Farið verður<br />

í útboð strax í janúar og vinna hefst<br />

síðan við völlinn næsta vor með það<br />

fyrir augum að æfingar og keppni<br />

geti hafist sem allra fyrst á nýjum velli.<br />

Veðrið spilar þar einnig stórt hlutverk<br />

og vonandi verður vorið með mildara<br />

móti svo iðkendur komist sem fyrst<br />

inn á nýja völlinn,“ segir Ásgerður<br />

Halldórsdóttir bæjarstjóri. VSÓ ráðgjöf<br />

mun hanna nýtt yfirborð vallarins<br />

en undanfarin ár hefur mikil þróun<br />

átt sér stað í þeim efnum. Völlurinn<br />

verður hannaður ofan á púða sem<br />

tryggja meiri mýkt og þægindi.<br />

„Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi<br />

mun vinna að þessari framkvæmd<br />

með knattspyrnudeild Gróttu og<br />

standa vonir til að verkið gangi vel<br />

og að deildin verði fyrir sem minnstri<br />

röskun næsta sumar.“ Segir Ásgerður<br />

ennfremur.<br />

Sannkölluð gleðitíðindi fyrir Gróttufólk!<br />

24


Brautryðjandinn<br />

Guðfinna Kristín<br />

Guðfinna Kristín Björnsdóttir, eða<br />

Guffa eins og hún er jafnan kölluð,<br />

varð í haust fyrsta stelpan til að<br />

hljóta Ísbjarnarbikarinn en hann<br />

er árlega veittur þeim yngri flokka<br />

leikmanni Gróttu sem þykir hafa<br />

skarað fram úr. Guffa hefur leikið<br />

með Gróttu upp yngri flokkana<br />

en í sumar var hún fyrirliði Gróttu/<br />

KR í 2. flokki. Með dugnaði og<br />

góðri frammistöðu vann hún sér<br />

sæti í æfingahópi meistaraflokks<br />

KR og í haust skrifaði hún undir<br />

meistaraflokkssamning hjá liðinu.<br />

Ekki er ýkja langt síðan knattspyrnuæfingar<br />

stúlkna hófust hjá Gróttu en þó hillir strax<br />

undir að öflugir leikmenn séu að koma<br />

upp úr yngri flokka starfinu. Guðfinna<br />

og Sofia Guðmundsdóttir sömdu í haust<br />

við meistaraflokk KR en það er deginum<br />

ljósara að samstarf Gróttu og KR í 2., 3. og<br />

4. flokki kvenna er að skila árangri. Á næstu<br />

misserum gæti svo meistaraflokkur kvenna<br />

hjá Gróttu tekið til starfa en það mun gefa<br />

ungum leikmönnum Gróttu og KR tækifæri<br />

á að spila með meistaraflokki í 1. deild áður<br />

en stökkið yrði tekið upp í Pepsi-deildina<br />

með KR.<br />

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ungar<br />

stelpur, eins og stráka, að eiga fyrirmyndir í<br />

boltanum, hvort sem er á skjánum eða úti<br />

á velli. Með lítilli umfjöllun um kvennabolta<br />

í fjölmiðlum er þeim mun mikilvægara<br />

fyrir stelpurnar að finna sínar fyrirmyndir á<br />

vellinum. Þegar ég var lítil að æfa fótbolta<br />

með Gróttu var enginn leikmaður sem<br />

maður gat horft upp til. Þetta er búið að<br />

breytast ótrúlega mikið með samstarfinu<br />

við KR og er Grótta/KR núna með flott lið í<br />

11-manna boltanum. Svo erum við nokkrar<br />

Gróttustelpur að æfa með meistaraflokki<br />

KR sem spilar í úrvalsdeild og einnig<br />

yrði stofnun meistaraflokks kvenna hjá<br />

Gróttu frábært skref fyrir félagið. Nú hefur<br />

kvennaboltinn aldrei verið jafn sterkur í<br />

Gróttu og ég vona innilega að stelpurnar<br />

haldi áfram að mæta á æfingar, bæta<br />

sig og hafa gaman. Þá stefnir allt í að<br />

meistaraflokkur kvenna hjá Gróttu verði<br />

stórhættulegt lið eftir nokkur ár.“ segir<br />

Guffa.<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

25


Unga kynslóðin<br />

Arnþór Páll Hafsteinsson<br />

4. flokki karla<br />

Hvenær byrjaðir þú að æfa<br />

fótbolta? 6 ára<br />

Hvaða stöðu spilar þú?<br />

Ég spila miðju<br />

Með hvaða liðum heldurðu?<br />

Liverpool og svo að sjálfsögðu Gróttu<br />

Hver er þinn uppáhalds<br />

fótboltamaður/kona og af hverju?<br />

Suárez því hann er bestur<br />

Hvað er skemmtilegast við að æfa fótbolta<br />

hjá Gróttu? Skemmtilegir strákar og góðir þjálfarar<br />

Hver er uppáhaldslandsliðsmaðurinn/konan þín?<br />

Kolbeinn Sigþórsson<br />

Lýstu flottasta marki sem þú hefur skorað? Á einu<br />

Vestmannaeyjamótinu var ég settur í vörn og ég fékk boltann og<br />

skaut langt fyrir aftan miðju og skoraði.<br />

Rakel Lóa Brynjarsdóttir<br />

5. flokki kvenna<br />

Hvenær byrjaðir þú að æfa<br />

fótbolta? 5 ára í Englandi<br />

Hvaða stöðu spilar þú?<br />

Sóknarmaður, stundum kant<br />

Með hvaða liðum heldurðu?<br />

Manchester Untited<br />

Hver er þinn uppáhalds<br />

fótboltamaður/kona og af<br />

hverju?<br />

Brynjar Björn, því hann er góð fyrirmynd.<br />

Hvað er skemmtilegast við að æfa fótbolta hjá Gróttu?<br />

Allir vinir mínir eru þar og geggjaður þjálfari.<br />

Hver er uppáhaldslandsliðsmaðurinn/konan þín?<br />

Gylfi Sigurðsson, hann var líka í Reading með pabba.<br />

Lýstu flottasta marki sem þú hefur skorað?<br />

Skoraði beint úr horni einu sinni, það var flott.<br />

Edda Steingrímsdóttir<br />

4. flokki kvenna<br />

Hvenær byrjaðir þú að æfa<br />

fótbolta? 7 ára<br />

Hvaða stöðu spilar þú?<br />

Ég spila oftast á kantinum<br />

Með hvaða liðum heldurðu?<br />

Manchester United og Gróttu<br />

Hver er þinn uppáhalds<br />

fótboltamaður/kona og af hverju?<br />

Messi, því hann er frábær í fótbolta<br />

Hvað er skemmtilegast við að æfa fótbolta hjá Gróttu?<br />

Skemmtilegir þjálfarar og gaman á æfingum<br />

Hver er uppáhaldslandsliðsmaðurinn/konan þín?<br />

Sara Björk Gunnarsdóttir<br />

Lýstu flottasta marki sem þú hefur skorað?<br />

Einu sinni skoraði ég skeytin inn, það var nú ekki leiðinlegt!<br />

Halldór Orri Jónsson<br />

5. flokki karla<br />

Hvenær byrjaðir þú að æfa<br />

fótbolta? Þegar ég var 7 ára<br />

Hvaða stöðu spilar þú?<br />

Ég spila framherja<br />

Með hvaða liðum heldurðu?<br />

Arsenal, Barcelona, PSG,<br />

KR og Gróttu<br />

Hver er þinn uppáhalds fótboltamaður/kona og af hverju?<br />

Aubamayang, Messi, Suarez og Neymar af því að þeir eru<br />

skemmtilegir leikmenn<br />

Hvað er skemmtilegast við að æfa fótbolta hjá Gróttu?<br />

Skemmtilegir þjálfarar og liðsfélagar og svo er Grótta frábær klúbbur<br />

Hver er uppáhaldslandsliðsmaðurinn/konan þín?<br />

Kolbeinn, Alfreð, Jói Berg og Margrét Lára<br />

Lýstu flottasta marki sem þú hefur skorað?<br />

Hef skorað svo mörg.<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

26


Fyrsti meistaraflokkur kvenna í<br />

sögu knattspyrnudeildar Gróttu<br />

Þrjár ungar Gróttustelpur hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að stofnun fyrsta meistaraflokks kvenna<br />

í sögu knattspyrnudeildar Gróttu. Síðastliðið sumar útskrifaðist árgangur ‘96 stelpna úr 2. flokki Gróttu/KR og fóru<br />

þær því að vinna að stofnun meistaraflokks svo þær geti áfram spilað fótbolta undir merkjum félagsins. Stelpurnar<br />

í 1996-árganginum byrjuðu að æfa fótbolta árið 2008 og myndaðist strax góður liðsandi hjá stelpunum sem hefur<br />

haldist allar götur síðan.<br />

Kvennafótboltinn á Seltjarnarnesi er á<br />

mikilli uppleið og sem dæmi má nefna<br />

að 27 stelpur eru skráðar í 7. flokk kvenna<br />

en fyrir tveimur árum voru aðeins<br />

örfáar stelpur á þessum aldri að æfa.<br />

Fótboltaáhugi stelpna fer ört vaxandi á<br />

Nesinu og er stofnun meistaraflokks er því<br />

stór liður í áframhaldandi uppbyggingu<br />

kvennafótbolta á Seltjarnarnesi.<br />

Gróttublaðið heyrði hljóðið í Jórunni Maríu,<br />

Karen Sif og Tinnu Bjarkar, forsprökkum nýs<br />

meistaraflokks.<br />

Hvað varð til þess að þið fóruð í það<br />

að stofna meistaraflokk?<br />

Það hefur lengi verið draumur okkar<br />

stelpnanna að stofna fyrsta meistaraflokk<br />

kvenna í Gróttu. Nú þegar við, sem erum<br />

fæddar árið 1996, gengum upp úr 2. flokki<br />

í haust ákváðum við að gera drauminn að<br />

veruleika. Okkur langaði að halda áfram að<br />

æfa fótbolta en gátum ekki hugsað okkur<br />

að fara í annað félag, völlurinn enda orðinn<br />

okkur sem annað heimili og Gróttuhjartað<br />

stækkað mikið í gegnum árin. Við vorum<br />

þrjár sem tókum málið í okkar hendur,<br />

fórum á fund bæjarstjórans, stjórnar<br />

knattspyrnudeildarinnar og aðalstjórnar<br />

Gróttu en allir tóku mjög vel í hugmyndina.<br />

Í kjölfarið var kvennaráði meistaraflokks<br />

komið á laggirnar. Kvennaráð meistaraflokks<br />

samanstendur af sex einstaklingum, þeim<br />

Guðmundi Ara Sigurjónssyni, Guðbjörgu<br />

Erlendsdóttur, Hafdísi Guðmundsdóttur<br />

Nielsen, Jórunni Maríu Þorsteinsdóttur,<br />

Karen Sif Magnúsdóttur og Tinnu Bjarkar<br />

Jónsdóttur.<br />

Hvenær mun meistaraflokkurinn<br />

byrja að æfa?<br />

Fyrsta æfing flokksins fór fram á<br />

Vivaldivellinum þriðjudaginn 17. nóvember<br />

og var hörkumæting. Alex, þjálfari 2. flokks<br />

kvenna, bauð okkur að vera með á æfingu<br />

2. flokks og þáðum við það með þökkum<br />

enda mjög spenntar fyrir að reima á okkur<br />

takkaskóna og byrja að æfa saman. Það<br />

mætti flottur hópur sem væntir þess að æfa<br />

fram eftir vetri og hefur stefnan verið sett á<br />

þátttöku í Íslandsmótinu næsta sumar, þá í<br />

1. deild kvenna.<br />

Hvernig verður meistaraflokkur<br />

kvenna fjármagnaður?<br />

Gaman er að segja frá því að við erum<br />

búnar að næla okkur í fyrsta styrktaraðilann,<br />

Björnsbakarí í Vesturbæ. Lógó bakarísins<br />

verður á stuttbuxum keppnisbúninga okkar<br />

og þökkum við þeim kærlega fyrir þann<br />

stuðning. Við erum svo búnar að senda inn<br />

erindi til ÍTS og vonumst eftir að fá styrk frá<br />

bænum eins og aðrir meistaraflokkar Gróttu.<br />

Það kostar sitt að kaupa bolta, búninga og<br />

borga þjálfara laun en við erum á fullu að<br />

leita að fleiri styrktaraðilum sem eru tilbúnir<br />

að vera með okkur í þessu verkefni!<br />

Eitthvað að lokum?<br />

Hafir þú áhuga á aðstoða okkur við<br />

fjármögnun flokksins eða að ganga til liðs<br />

við hann geturðu haft samband við Jórunni<br />

Maríu (jormtor@verslo.is) til að nálgast<br />

æfingartíma, allir eru meira en velkomnir!<br />

Það eru spennandi tímar framundan og<br />

við vonumst eftir góðum undirtektum og<br />

stuðningi næsta sumar.<br />

27


Kría á flugi<br />

Knattspyrnufélagið Kría var stofnað í ársbyrjun 2014 og í sumar tók liðið í annað sinn þátt<br />

í 4. deild Íslandsmótsins. Sem fyrr var Kríuliðið einungis skipað uppöldum Gróttumönnum<br />

en 30 leikmenn komu við sögu í sumar. Samstarf Gróttu og Kríu var áfram til fyrirmyndar en<br />

liðsmenn Kríu höfðu veg og vanda að dómgæslu hjá 2. flokki karla og kvenna. Þá var einnig<br />

gott samstarf með 2. flokki karla sem í sumar hét Grótta/Kría til að leikmenn 2. flokksins gætu<br />

fengið tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki með Kríu.<br />

Annað árið í röð endaði Kría í 3. sæti<br />

í sínum riðli og var því einu sæti<br />

frá því að komast í úrslitakeppni 4.<br />

deildar. Kríumenn lögðu 3. deildarlið<br />

Víðis í fyrstu umferð bikarkeppninnar<br />

og voru svo hársbreidd frá því að<br />

sigra Álftanes í framlengdum leik á<br />

Vivaldivellinum. Eiríkur Ársælsson<br />

var sigursæll á lokahófi Kríu en hann<br />

var kjörinn leikmaður ársins ásamt<br />

því að fá gullskóinn sem markóngur.<br />

Eiríkur gerði sér lítið fyrir og skoraði<br />

11 mörk í 12 leikjum í 4. deildinni og<br />

var markahæstur í D-riðli. Pétur Már<br />

Harðarson tók við þjálfun Kríu fyrir<br />

síðasta tímabil en Pétur á að baki yfir<br />

28<br />

100 meistaraflokksleiki fyrir Gróttu og<br />

starfar sem yngri flokka þjálfari hjá<br />

félaginu. Blaðamaður Gróttublaðsins<br />

heyrði hljóðið í Pétri Má sem kvaðst<br />

ánægður með tímabilið: „Ég er að<br />

mestu leyti sáttur en það hefði<br />

vissulega verið gaman að komast í<br />

úrslitakeppnina. Þetta er góður hópur<br />

sem tók alltaf vel í þær æfingar sem<br />

voru settar upp. Ég held að framtíðin<br />

sé björt hjá Kríu. Sérstaklega ef þetta<br />

góða samstarf við Gróttu heldur<br />

áfram svo að efnilegir leikmenn úr 2.<br />

flokki fái að spila meistaraflokksleiki<br />

með Kríu áður en þeir taka skrefið<br />

upp í Gróttuliðið. Ég tel að það<br />

gagnist báðum félögum.“ Segir<br />

Pétur aðspurður um samstarf<br />

Gróttu og Kríu og framtíðarhorfur 4.<br />

deildarliðsins. Að lokum spyrjum við<br />

Pétur hvort hann telji að einhverjir<br />

þeirra leikmanna sem léku með Kríu<br />

í sumar eigi erindi í Gróttuliðið í 2.<br />

deildinni á þessu tímabili? „Í liðinu frá<br />

því í sumar eru klárlega strákar sem<br />

gætu gert góða hluti með Gróttu.<br />

Það er bara undir þeim komið hvort<br />

þeir séu tilbúnir til að eyða meiri tíma<br />

í æfingar og koma sér í betra form.<br />

Aðalmálið er að mæta og fá að prófa í<br />

nokkrar vikur.“


Halarófur af leikskólabörnum<br />

Glöggir Nesbúar hafa vafalítið rekið augun í knattspyrnuþjálfara félagsins með halarófu af<br />

leikskólakrökkum í eftirdragi áleiðis inn í íþróttahús. Knattspyrnudeild Gróttu hefur á árinu bryddað upp<br />

á þeirri nýjung að halda æfingar 8. flokks, sem er skipaður börnum á leikskólaaldri, á leikskólatíma.<br />

Mikil ánægja ríkir með þetta fyrirkomulag<br />

hjá foreldrum enda gott fyrir börnin<br />

að þurfa ekki að bíða með að fara á<br />

æfingu þar til að leikskóla er lokið. Soffía<br />

Guðmundsdóttir leikskólastjóri hefur<br />

sýnt verkefninu dyggan stuðning ásamt<br />

leikskólakennurum á Sólbrekku sem sækja<br />

börnin í íþróttahúsið að líflegri æfingu<br />

lokinni. Starfsfólk íþróttahússins, ekki<br />

síst Ingi húsvörður, hefur einnig tekið<br />

hópunum fagnandi og verið þeim innan<br />

handar. Björn Breiðfjörð Valdimarsson er<br />

þjálfari 8. flokks sem hefur um nokkurt<br />

skeið verið starfræktur hjá Gróttu.<br />

Aðspurður segir Björn að iðkendum<br />

hafi fjölgað mikið eftir að samstarfið við<br />

leikskólana hófst, þá sér í lagi stelpum sem<br />

æfa á fimmtudögum en strákarnir æfa á<br />

föstudögum. Á laugardagsmorgnum er<br />

svo boðið upp á sameiginlega æfingu hjá<br />

strákum og stelpum. Markmið 8. flokksins<br />

er að kynna börnin fyrir fótbolta og kenna<br />

undirstöðuatriði leiksins. Á æfingum fá þau<br />

tækifæri til að tengjast og vinna saman á<br />

nýjum vettvangi og fá jafnframt forsmekk<br />

að skipulögðu íþróttastarfi. Engin áhersla<br />

er á keppni eða úrslit, heldur öðru fremur<br />

skemmtun, holla hreyfingu og góðan<br />

félagsskap.<br />

Grótta – Þar sem hjarta bæjarins slær<br />

Í huga íbúa<br />

á Nesinu er<br />

Seltjarnarnesbær<br />

þekktur fyrir<br />

öflugt íþróttastarf.<br />

Seltjarnarnesbær<br />

hefur um langan<br />

tíma fjárfest mikið<br />

í íþróttastarfi<br />

og er það vel. Þessar fjárfestingar eru<br />

hagkvæmar og hafa skilað sér ríkulega í<br />

öflugu samfélagi og einstaklingum innan<br />

raða Gróttu sem skilað hafa sér á pall þeirra<br />

bestu. Íþróttastarf Gróttu er hornsteinn<br />

félagslegra samskipta í bæjarfélaginu, þar<br />

er vettvangur leiks og lífs, því er ekki skrítið<br />

þegar talað er um hjartað í bænum að<br />

íþróttamiðstöðin komi upp í huga manns.<br />

Seltjarnarnesbær er stoltur af góðu og<br />

öflugu starfi Gróttu. Með öflugu foreldraog<br />

sjálfboðaliðastarfi tekst félaginu að<br />

byggja upp öflugt íþróttafélag. Við eigum<br />

öll að þakka og lofa starf sjálfboðaliðanna<br />

en félagið stendur og fellur með<br />

þeirra starfi.Ég vil því hvetja alla íbúa<br />

Seltjarnarness til að leggja sitt af mörkum<br />

og styðja við íþróttafélag bæjarins. Ég<br />

óska öllu íþróttafólki, fjölskyldum þeirra<br />

og þjálfurum, sem og velunnurum, góðs<br />

gengis og gleðilegra jóla.<br />

Áfram Grótta.<br />

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri<br />

29


Grótta á ferð og flugi<br />

Gróttukrakkar lögðu Evrópu að fótum sér á árinu. Ritstjórn Gróttublaðsins<br />

fékk sendar ævintýralegar ferðasögur frá æfinga- og keppnisferðum.<br />

Dramatík á Dana Cup<br />

Annað árið í röð hélt eldra ár 3. flokks kvenna í Gróttu/KR á stórmótið Dana Cup í Hjørring. Í fyrra fóru<br />

13 stelpur úr 2000-árganginum en í þetta skiptið taldi hópurinn 24 leikmenn og voru tvö lið send til<br />

leiks. Það er óhætt að segja að stelpurnar í 2001 árganginum hafi náð vel saman eftir að Grótta og KR<br />

sameinuðust fyrir tveimur árum en mikil og góð liðsheild hefur myndast í hópnum. Við skulum gefa<br />

tveimur leikmönnum orðið.<br />

Spennan var mikil þegar við mættum<br />

kl. 04:30 í rútuna sem keyrði okkur á<br />

Keflavíkurflugvöll. Allir í glæsilegum,<br />

snjóhvítum ferðapeysum og til í slaginn.<br />

Foreldrarnir stóðu snöktandi á planinu og<br />

kvöddu hópinn sem keyrði sem leið lá út<br />

á Keflavíkurflugvöll og þaðan var flogið til<br />

Billund á Jótlandi. Með í för voru 24 stelpur,<br />

þjálfararnir Maggi og Alex og hinir frábæru<br />

fararstjóra Birgir og Vilborg. Eftir þriggja<br />

30<br />

klukkutíma akstur komum við loksins á<br />

áfangastað og komum okkur fyrir í fínum<br />

skóla stutt frá mótssvæðinu. Það var lítið<br />

um að vera í bænum enda enn tveir<br />

dagar í mót. Stemningin átti sannarlega<br />

eftir að breytast en á Dana Cup keppa<br />

rúmlega 15.000 stelpur og strákar frá<br />

öllum heimshornum. Daginn eftir tókum<br />

við morgunæfingu áður en við fórum í<br />

Farup Sommerland skemmtigarðinn. Það<br />

var mjög skemmtilegt þó að þjálfarar<br />

og fararstjórar hafi reyndar þurft að taka<br />

hópinn í gegn vegna lélegrar stundvísi.<br />

Mótið var sett daginn eftir með mikilli<br />

opnunarhátíð sem byrjaði á skrúðgöngu<br />

keppenda. Strákarnir í 4. flokki Breiðabliks<br />

voru mættir á svæðið og löbbuðum við<br />

samferða þeim inn á aðalvöll Hjørring<br />

þar sem okkar biðu rosalegir tónleikar.


Morguninn eftir var loksins komið að<br />

fyrsta leik. Það var hellidemba þennan<br />

dag sem gerði leikina bara eftirminnilegri.<br />

A-liðið vann glæsilegan 3-0 sigur en B-liðið<br />

tapaði á lokasprettinum eftir að hafa<br />

verið yfir í hálfleik. Eftir leikina var farið<br />

upp í skóla þar sem tók við hraðþurrkun<br />

á keppnisbúningunum enda aðrir leikir<br />

um kvöldið. Eftir riðlakeppni var ljóst<br />

að A-liðið myndi leika í A-úrslitum og<br />

B-liðið í B-úrslitum. B-liðið vann fyrsta leik<br />

sinn í útsláttarkeppninni á dramatískan<br />

hátt með því að skora tvö mörk á<br />

lokasekúndum leiksins. A-liðið tapaði hins<br />

vegar í vítaspyrnukeppni með þreföldum<br />

bráðabana sem var hrikalega svekkjandi<br />

og ósanngjarnt. B-liðið var svo slegið af<br />

gegn öflugum sænskum stelpum og<br />

mótið því búið fyrr en áætlað var hjá okkur<br />

stelpunum! Við létum okkur þó ekki leiðast<br />

það sem eftir lifði ferðar.<br />

Við kíktum í miðbæinn þar sem H&M<br />

var vinsælasti áfangastaðurinn, héldum<br />

upp á afmæli Rutar og fórum á Dana<br />

Cup ballið þar sem langflestir höguðu<br />

sér sómasamlega. Ekki má heldur<br />

gleyma heimsókn á McDonalds sem<br />

vakti sérstaklega mikla lukku hjá Völu og<br />

Sóleyju sem eru gríðarlegir aðdáendur<br />

veitingastaðarins. Heimferðin gekk vel og<br />

komu allir heim með frábærar minningar<br />

og góða reynslu í farteskinu.<br />

Kamilla og Sóley<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

DAGSVERK<br />

HÖNNUN OG RÁÐGJÖF<br />

31


Grótta á ferð og flugi<br />

QPR – Wembley – Oxford (Street)<br />

Um páskana fór 2. flokkur karla í æfingaferð til London. Framundan var hörð keppni í B-riðli<br />

Íslandsmótsins en Gróttumenn höfðu unnið sig upp úr C-deild árið áður. Það var því kærkomið að geta<br />

æft við bestu aðstæður í nokkra daga í páskafríinu en ýmislegt skemmtilegt dreif á daga hópsins utan<br />

fótboltans. Guðjón Kristinsson, fararstjóri, segir hér frá eftirminnilegri ferð.<br />

Það var glæsilegur 32 manna hópur sem<br />

lagði í hann að morgni hins 27. mars.<br />

Með í för voru 28 strákar, þjálfararnir<br />

Jenni, Bjarki og Maggi og svo undirritaður<br />

fararstjóri. Gist var á flottu íbúðahóteli í<br />

vestur London þar sem reyndi á strákana<br />

við heimilisstörfin, eitthvað sem þeir eru<br />

greinilega vanir – eða þannig! Strákarnir<br />

keyptu sjálfir inn í morgunmat og<br />

hádegismat og komu matreiðsluhæfileikar<br />

sumra reyndar á óvart.<br />

Æfingarnar fóru fram á glæsilegu<br />

æfingasvæði Queens Park Rangers, þess<br />

fornfræga Lundúnafélags, þar sem Heiðar<br />

Helguson gerði t.a.m. garðinn frægan.<br />

Fyrir fyrstu æfingu hópsins var gengið yfir<br />

bílaplanið þar sem leikmenn QPR höfðu<br />

lagt hverri glæsikerrunni af annarri. Það tók<br />

strákana dágóðan tíma að giska á hvaða<br />

stjarna ætti hvaða bíl. Æfingarnar voru<br />

stífar en aðstæður á grasvöllum félagsins<br />

voru frábærar. Aðallið QPR æfði ekki langt<br />

frá okkar mönnum en stelpulið frá Viking<br />

Stavanger var einnig á svæðinu um tíma.<br />

Þær norsku þekktu vel til Gróttumannsins<br />

32<br />

Indriða Sigurðssonar enda var hann fyrirliði<br />

karlaliðs þeirra. Svona er heimurinn lítill!<br />

Í ferðinni hélt hópurinn til St Albans í<br />

norðurhluta borgarinnar þar sem spilaðir<br />

voru tveir leikir við unglingalið St Albans<br />

City á Clarence Park leikvanginum. Leik<br />

A-liðsins lauk með sannfærandi sigri Gróttu<br />

á meðan félögin sættust á skiptan hlut í<br />

B-liðsleiknum. Það var sérlega skemmtileg<br />

og góð reynsla fyrir alla að spila á móti<br />

ensku liði og skilar það vafalítið nokkrum<br />

reynsluprikum í ferðatöskuna. Fyrir utan<br />

æfingarnar sjálfar og leikina var hápunktur<br />

ferðarinnar þegar strákarnir mættu á hinn<br />

stórglæsilega þjóðarleikvang Englands,<br />

Wembley, þar sem þeir sáu England sigra<br />

Litháen 4 - 0. Flestir gátu fagnað marki<br />

þegar „þeirra“ maður skoraði fyrir England<br />

en mörkin skiptust á milli leikmanna<br />

Manchester United, Arsenal, Liverpool og<br />

Tottenham.<br />

Strákarnir voru tíðir gestir í miðborg<br />

Lundúna og náðu flestir að tæma<br />

innkaupalistann sinn og gott betur en það.<br />

Hinn víðförli Magnús Örn Helgason tók<br />

hópinn í skoðunarferð um borgina þar sem<br />

helstu kennileiti voru skoðuð og auðvitað<br />

fylgdi góð saga með hverjum stað. Engin<br />

stórslys urðu í ferðinni og heppnaðist hún<br />

í alla staði vel. Hópurinn var til fyrirmyndar,<br />

eins og alltaf, og nutu drengirnir þess að<br />

æfa og spila á góðu grasi á þessum árstíma.<br />

Ferðir sem þessar eru ómetanlegar fyrir<br />

strákana og hjálpa þeim að kynnast hver<br />

öðrum betur og leggja þannig mikilvæg<br />

lóð á vogarskálar liðsheildarinnar.<br />

Það hefur verið afskaplega gaman að<br />

fylgjast með þessum flotta hópi frá því á<br />

Skagamótinu 2003. Keppnisferðirnar eru<br />

óteljandi og hver annarri eftirminnilegri.<br />

Þessir drengir hafa þroskast mikið innan<br />

vallar sem utan og mynda saman sterka<br />

liðsheild. Það er óhætt að segja að<br />

framtíðin sé björt hjá Gróttu.<br />

Gaui Kristins


Er foreldrastarf nauðsynlegt?<br />

Margir velta því fyrir sér hvort að foreldrastarf vegna tómstunda barna sé nauðsynlegt.<br />

Sumir halda því jafnvel fram að þetta sé<br />

óþarfa tímaeyðsla og álag sem lagt er á<br />

foreldra. Í kjölfar slíkra fullyrðinga kemur<br />

gjarnan athugasemd eins og „ég man ekki<br />

eftir að foreldrar mínir hafi nokkurn tímann<br />

horft á mig spila“ og „glætan að mamma og<br />

pabbi hefðu tekið sér frí til að fara með allan<br />

hópinn á mót“.<br />

Á móti gæti einhver spurt sig hvort allt hafi<br />

verið svona gott í þá gömlu, góðu daga?<br />

Upp í hugann koma afskipt börn,<br />

unglingadrykkja, reykingar og óregla.<br />

Okkur langar ekki þangað. Rannsóknir sýna<br />

að skipulagt tómstundastarf og íþróttir<br />

barna og unglinga er besta forvörnin gegn<br />

ýmsum vandamálum. Það er okkar hlutverk<br />

sem foreldra að standa með börnunum<br />

okkar og styðja þau með öllum mögulegum<br />

ráðum og dáðum.<br />

Nú stefnir þessi pistill í átt að biblíulestri<br />

hinna heilögu foreldra sem ekkert bjátar<br />

að hjá. En það er ekki raunin. Við erum<br />

öll að ströggla við sama tímaleysið og<br />

samviskubitið ætlar alla að naga inn að<br />

beini. Þess vegna er foreldrastarf mikilvægt.<br />

Til að við öll getum hjálpast að og létt undir<br />

með hvort öðru.<br />

Við vinkonurnar urðum þeirrar gæfu<br />

aðnjótandi að fá að vera liðstjórar með 5.<br />

flokki kvenna í knattspyrnu á TM-mótinu í<br />

Vestmanneyjum síðasta sumar. Við, ásamt<br />

Bjarka þjálfara, fylgdum glæsilegum<br />

Gróttuhópi til Eyja þar sem 16 stúlkur voru<br />

sjálfum sér og Gróttu til mikils sóma.<br />

TM mótið er heimsmeistaramót stúlkna á<br />

þessum aldri þar sem þær uppskera eftir<br />

erfiði vetrarins, kynnast hvor annarri á nýjan<br />

hátt sem og stúlkum úr öðrum liðum. Þá fá<br />

þær einnig smjörþefinn af sjálfstæði þar sem<br />

hver og ein þarf að hugsa um sig og sitt dót.<br />

Undirbúningur ferðarinnar gekk vel enda<br />

allir foreldrar tilbúnir til að leggja hönd á<br />

plóg við fjáröflun og skipulag. Margir fylgdu<br />

hópnum til Eyja en Landeyjahöfn gerir<br />

það að verkum að hægt er að koma innan<br />

dagsins og fylgjast með ef fólk hefur ekki tök<br />

á að gista.<br />

Við erum mjög heppnar að „okkar“<br />

foreldrahópur er samheldinn og mjög<br />

skemmtilegur. Það er mikill húmor í öllum<br />

og fólk af vilja gert til að hjálpa til á allan<br />

hátt. Hvort sem það var að fara með<br />

stelpurnar í diskósund, gefa liðstjórum og<br />

þjálfara frí eitt kvöld til að nærast á öðru<br />

en spagettí, lauma til okkar kaffibolla frá<br />

girnilegu kaffihúsi, fylla hjólhýsið af farangri<br />

stúlknanna og jafnvel hlaupa í þjálfarastarfið<br />

þegar leikir sköruðust. Allt skiptir þetta máli.<br />

Við þrjú skemmtum okkur líka konunglega.<br />

Bjarki stóð sig eins og hetja allan tímann.<br />

Hann stóð vaktina á öllum leikjum og þurfti<br />

oft að hlaupa á milli valla. Okkar hlutverk var<br />

auðvitað að koma öllum út á völl en það<br />

tekur á að koma sextán 11-12 ára stelpum<br />

út úr húsi á réttum tíma. Bara að koma öðru<br />

liðinu út úr húsi á réttum tíma kallaði á tvær<br />

mömmur!<br />

Þá er nú gott að vera góði og vondi<br />

liðsstjórinn. Önnur var hinn góði liðstjóri.<br />

Sú sem leyfði að kúra örlítið lengur, gaf<br />

fótanudd, mundi ekki alveg tímaplanið<br />

og kom með alvöru kaffi handa „alvöru”<br />

liðsstjóranum. Hin var vondi liðstjórinn.<br />

Þessi sem rak á fætur, lét stelpurnar ganga<br />

frá dótinu sínu, breytti svefnstæðum svo að<br />

þessi með heimþrá gæti sofið hönd í hönd<br />

við hana og mundi tímaplanið. En þetta<br />

vinnur allt saman. Við lærðum líka heilmikið<br />

í ferðinni. Við kynntumst stelpum sem við<br />

héldum að við þekktum svo vel á annan<br />

hátt og fengum jafnvel að vita eitt eða tvö<br />

leyndarmál.<br />

Þetta er foreldrastarf. Að skipta hlutunum<br />

á milli sín þar sem margar hendur vinna<br />

létt verk. Þeir sem geta smurt samlokur,<br />

verið liðstjórar, skipulagt fjáraflanir, verið<br />

stuðningsmenn á hliðarlínunni, skutlað á<br />

leiki, keypt djúsinn, talið í dósasöfnuninni.<br />

Allt þetta skiptir máli. Allt þetta léttir á.<br />

Allt þetta léttir á samviskubitinu sem ég<br />

og þú höfum yfir því að geta ekki gert<br />

allt. Samanlagt er þetta það sem gerir<br />

foreldrastarfið skemmtilegt og gerir alla<br />

umgjörðina mögulega.<br />

Tökum höndum saman og hjálpumst að.<br />

Það er víst sagt að það taki heilt þorp til að<br />

ala upp barn.<br />

Liðsstjórarnir,<br />

Helga Sverris og Sigga Sigmars<br />

33


GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

Alla, Jenni, Ísfold og Guðný<br />

Anna, Elva og Egill Flóki<br />

Arna og Helgi<br />

Arnfríður, Auður og fjölskylda<br />

Árni og Brynja<br />

Ásgeir og Christian<br />

Ásgerður Halldórsdóttir<br />

Berglind, Kristján, Ágúst<br />

Kári og Jón Tómas<br />

Birgir Tjörvi, Erla Kristín og fjölskylda<br />

Ceca og Ingimar Sigurðsson<br />

Egill Þór og Sigrún Edda<br />

Einar Óli Þorvarðarson<br />

Eiríkur Elís og Edda<br />

Fjölskyldan á Bakkavör 18<br />

Fjölskyldan á Bakkavör 28<br />

Fjölskyldan á Barðaströnd 8<br />

Fjölskyldan á Barðaströnd 19<br />

Fjölskyldan á Barðaströnd 37<br />

Fjölskyldan á Barðaströnd 41<br />

Fjölskyldan á Bollagörðum 20<br />

Fjölskyldan á Bollagörðum 55<br />

Fjölskyldan á Bollagörðum 65<br />

Fjölskyldan á Bollagörðum 85<br />

Fjölskyldan á Bollagörðum 93<br />

Fjölskyldan á Bollagörðum 109<br />

Fjölskyldan á Bollagörðum 121<br />

Fjölskyldan á Fornuströnd 4<br />

Fjölskyldan á Fornuströnd 17<br />

Fjölskyldan á Hofgörðum 4<br />

Fjölskyldan á Lindarbraut 19<br />

Fjölskyldan á Miðbraut 22<br />

Ljósmynd: Þorgils Gunnarsson<br />

34


Fjölskyldan á Nesbala 30<br />

Fjölskyldan á Nesbala 108<br />

Fjölskyldan á Nesbala 120<br />

Fjölskyldan á Selbraut 5<br />

Fjölskyldan á Selbraut 70<br />

Fjölskyldan á Skerjabraut 5<br />

Fjölskyldan á Sævargörðum 8<br />

Fjölskyldan á Vesturströnd 1<br />

Fjölskyldan á Vesturströnd 3<br />

Fjölskyldan á Vesturströnd 16<br />

Franz Ploder<br />

Guðrún, Sigríður og Jódís Rúrý<br />

HárSaga<br />

Hildur, Þórhallur, Halldór,<br />

Eyrún og Sólveig<br />

Inga Huld, Siggi og Gunnella<br />

Lárus, Sjöfn, Aron Freyr,<br />

Elín Helga og Sófía<br />

Lovísa, Halldór, Steinn, Sara og Eva<br />

Magnús, Jana, Kristófer, Karen og Tómas<br />

Mangi, Elín, Elín Eir og Jón Agnar<br />

Margrét Lind og Jóhann Pétur<br />

Nesvinir - vinir Nessins. Ávallt.<br />

Ómar Ingi, Arnaldur,<br />

Sella og Dóri á Barðaströnd 49<br />

Óskar, Lilja, Arnór og Alexander<br />

Pétur og Bjarni Rögnvaldssynir<br />

Ragnar Jónsson, Dóra Guðmundsdóttir,<br />

Davíð Fannar og Selma Katrín<br />

Rögnvaldur Dofri og Sigríður Björk<br />

Sigurður Tryggvi og Sigurgeir Andri<br />

Sigurgeir Sigurðsson<br />

Sólveig og Haraldur á Miðbraut 25<br />

Sverrir Arnar, Hjalti, Sandra og Ísabella<br />

Yrsa og Óli<br />

Þór, María og börn<br />

35


Kristófer og Kristófer æfðu<br />

með Brommapojkarna<br />

Tveir ungir og efnilegir Gróttumenn,<br />

þeir Kristófer Orri Pétursson (17<br />

ára) og Kristófer Scheving (16 ára),<br />

fóru í lok september til æfinga hjá<br />

sænska liðinu Brommapojkarna.<br />

Með í för voru Magnús Örn Helgason<br />

yfirþjálfari knattspyrnudeildar og<br />

þjálfarinn Bjarki Már Ólafsson en þeir<br />

félagar kynntu sér þjálfunaraðferðir<br />

og hugmyndafræði sænska liðsins<br />

og funduðu með forsvarsmönnum<br />

félagsins. Unglingastarf<br />

Brommapojkarna er rómað en<br />

félagið er þekkt fyrir að búa til<br />

framúrskarandi knattspyrnumenn.<br />

Sem dæmi hefur Brommapojkarna<br />

á þessu ári selt leikmenn til Chelsea,<br />

Bayern München, Sunderland og<br />

Udinese. Gróttublaðið tók púlsinn<br />

36<br />

á leikmönnunum ungu sem sögðu<br />

ferðina hafa veriðfrábæra reynslu:<br />

„Þetta var frábær ferðí alla staði.<br />

Tempóiðáæfingum var mikið enda<br />

leikmennirnir í Bromma frábærir og<br />

svo var öll aðstaða þarna hrikalega<br />

góð. Þetta var góð reynsla sem hefur<br />

hjálpað mér mikið,“ sagði Kristófer<br />

Scheving aðspurður um ferðina<br />

til Svíþjóðar. Nafni hans Kristófer<br />

Orri tók í sama streng: „Mér fannst<br />

ótrúlega gaman að fá tækifæri til að<br />

sjá hvar maður stendur miðað við<br />

leikmenn í einu besta unglingaliði á<br />

Norðurlöndunum. Þetta var allt mjög<br />

„professional“ og skemmtilegt að<br />

fá að vera hluti af þannig umhverfi<br />

í heila viku.“ Magnús Örn Helgason,<br />

yfirþjálfari knattspyrnudeildar, var<br />

sömuleiðis sáttur með ferðina: „Þetta<br />

var frábær vika í alla staði.“ „Það var<br />

mjög lærdómsríkt fyrir okkur Bjarka<br />

að funda með forsvarsmönnum og<br />

þjálfurum Brommapojkarna og heyra<br />

hvernig þeir haga sinni þjálfun. Að<br />

byggja upp framúrskarandi leikmenn<br />

er helsta markmið félagsins og er<br />

aðalliðið nánast eingöngu skipað<br />

heimamönnum. Ekki einu sinni þeim<br />

bestu eða næstbestu því það er búið<br />

að selja þá allra til stærri félaga! Það<br />

sem stóð þó upp úr var að fylgjast<br />

með okkar mönnum og sjá hve<br />

vel þeir stóðu sig á æfingum með<br />

mörgum af efnilegustu leikmönnum<br />

Svíþjóðar,” sagði Magnús sem var<br />

greinilega hreykinn af lærisveinum<br />

sínum.


Rauða<br />

ljónið<br />

Það dylst fáum Seltirningum að framboð af vörum og þjónustu hefur ekki alltaf verið með besta<br />

móti í bæjarfélaginu. Við búum þó svo vel að hafa stórgóðan veitingastað í hjarta bæjarins í<br />

kjallara verslunarmiðstöðvarinnar á Eiðistorgi. Rauða ljónið var stofnað vorið 1989 og núverandi<br />

staðarhaldari er framreiðslumaðurinn Hafsteinn Egilsson. Hafsteinn hefur verið duglegur að<br />

styðja við bakið á Gróttu en Rauða ljónið hefur verið styrktaraðili félagins um árabil.<br />

Á Rauða ljóninu má fá heitan mat af dýrindis hlaðborði í<br />

hádeginu auk þess sem hægt er að panta eftir matseðli<br />

á kvöldin (hann má sjá á vefsíðunni www.ljonid.is).<br />

Upplagt er að horfa á íþróttaleiki á staðnum. Þar eru<br />

fjölmargir risaskjáir og myndast jafnan góð stemmning<br />

yfir boltaleikjum í beinni meðan gestir gæða sér á dýrindis<br />

pizzu eða hamborgara. Einnig er hægt grípa með sér<br />

glóðvolga pizzu í kvöldmatinn en veittur er 30% afsláttur<br />

af sóttum pizzum. Betri stofu staðarins má leigja undir<br />

ýmiss konar veislur og viðburði en hún hentar fyrir ýmsar<br />

stærðir hópa. Aðspurður segir Hafsteinn að pizzurnar hafi<br />

vakið mikla athygli og að algengt sé að fjölskyldur komi<br />

saman í kvöldmat um helgar. Í ljósi þess ætlar Hafsteinn<br />

að hefja nýtt ár með pizzuhlaðborði alla föstudaga,<br />

laugardaga og sunnudaga frá kl. 18-20.<br />

Ekki gefa bara eitthvað,<br />

gefðu frekar hvað sem er.<br />

Með gjafakorti Landsbankans er<br />

ekkert mál að velja réttu jólagjöfina.<br />

Þú ákveður upphæðina og sá sem<br />

þiggur velur gjöfina. Þú færð<br />

gjafakortið í næsta útibúi.<br />

Landsbankinn<br />

landsbankinn.is 410 4000<br />

37


Einstakt<br />

(bæjar)félag<br />

Undanfarinn áratug hefur sannkölluð bylting orðið í aðstöðu til<br />

knattpyrnuiðkunar hjá Gróttu. Vorið 2006 var gervigras lagt á gamla<br />

malarvöllinn við Suðurströnd og næsta vor mun nýtt og betra gervigras<br />

leysa það gamla af hólmi. Enginn skortur er á efniviði í yngri flokkum<br />

félagsins og stelpurnar hafa ekki síst verið að sækja í sig veðrið.<br />

Framtíðin er því björt.<br />

Seltjarnarnes er einstakt bæjarfélag.<br />

Hér höfum við allt til alls. Má þar nefna<br />

nálægð við náttúruna, frábæra skóla<br />

og mikið öryggi. Hvað eftir annað<br />

sýna rannsóknir að þátttaka barna og<br />

unglinga í bæjarfélaginu í skipulögðu<br />

íþróttastarfi sé með því mesta á landinu<br />

– og skeri sig jafnvel úr – auk þess sem<br />

áfengis- og vímuefnaneysla ungmenna á<br />

Seltjarnarnesi er með allra minnsta móti.<br />

Þetta er ekki tilviljun. Forvarnargildi íþrótta<br />

er vel þekkt og starf íþróttafélagsins<br />

Gróttu á sinn þátt í þeim einstaka árangri<br />

sem náðst hefur á Nesinu.<br />

Rekstur íþróttafélags er margslunginn<br />

og kostnaðarsamur og nýtur Grótta<br />

myndarlegs stuðnings frá Seltjarnarnesbæ<br />

en þar með er ekki öll sagan sögð.<br />

Íþróttafélög hér á landi væru ekki svipur<br />

hjá sjón án dyggrar aðstoðar þeirra<br />

fjölmörgu aðila sem leggja hönd á<br />

plóg; foreldrar, sjálfboðaliðar og aðrir<br />

stuðningsmenn eru ómissandi hluti<br />

af starfinu. Það útheimtir mikla vinnu<br />

og aðkomu fjölda fólks að sinna yngri<br />

flokka starfi vel og byggja upp fullmótað<br />

íþróttafólk en hjá Gróttu eru að mínu<br />

mati kjöraðstæður til þess. Nú hefur<br />

knattspyrnudeild nýlega samið við marga<br />

unga Gróttumenn þar sem byggt er ofan<br />

á þann góða grunn sem lagður hefur<br />

verið í yngri flokka starfi deildarinnar<br />

undanfarin ár.<br />

Vinna við stofnun meistaraflokks kvenna<br />

er einnig hafin en meistaraflokksráð tók<br />

til starfa í haust. Þar eru m.a. á ferð öflugar<br />

stelpur sem luku ferð sinni í gegnum yngri<br />

flokka félagsins á liðnu tímabili. Ljóst er að<br />

mikið er um að vera hjá félaginu og mun<br />

stuðningur Seltirninga skipta sköpum.<br />

Mætum á völlinn næsta sumar! Ég vil nota<br />

þetta tækifæri til að þakka Magnúsi Erni<br />

Helgasyni fyrir ómetanlega aðstoð við<br />

vinnslu blaðsins og hvet jafnframt foreldra<br />

iðkenda og stuðningsmenn Gróttu til<br />

að láta til sín taka í starfinu. Loks óska<br />

ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á<br />

komandi ári!<br />

Ritstjóri Gróttublaðsins 2015<br />

Eyjólfur Garðarsson<br />

GRÓTTUFÓLK<br />

BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR<br />

38


Lágmúla 4 108 Reykjavík<br />

569 7000<br />

Miklaborg óskar<br />

kaupendum eigna<br />

í nýbyggingunum á<br />

Skerjabraut 1-3 og<br />

Hrólfsskálamel<br />

til hamingju með kaupin<br />

og um leið þökkum<br />

við Stólpum ehf<br />

og Skerjabraut ehf<br />

fyrir samstarfið.<br />

Miklaborg hlakkar til nýrra<br />

verkefna á Nesinu á næsta ári<br />

Ólafur Finnbogason lögg. fasteignasali<br />

olafur@miklaborg.is sími: 822 2307<br />

www.miklaborg.is<br />

39<br />

- með þér alla leið - www.miklaborg.is


Styrktu Gróttu<br />

með hverjum<br />

lítra!<br />

Gróttu-lykillinn veitir þér aukinn afslátt<br />

hjá Orkunni og Shell auk þess sem<br />

1 kr. af hverjum keyptum lítra rennur<br />

til Gróttu.<br />

Sæktu um lykil á Orkan.is/grotta og við<br />

sendum þér sérmerktan Gróttu-lykil<br />

heim að dyrum. Þú getur einnig hringt í 578 8800<br />

og látið breyta núverandi Orkulykli í Gróttu-lykil.<br />

2 kr. viðbótarafsláttur<br />

á Þinni stöð<br />

Veldu Þína Shell- eða Orkustöð á www.orkan.is<br />

og fáðu 2 krónu viðbótarafslátt á þeirri stöð,<br />

ofan á þann afslátt sem þú hefur í dag.<br />

Það er ein Orkustöð á Seltjarnarnesi,<br />

á Suðurströnd.<br />

AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!<br />

Símanúmer þjónustuvers: 578 88 00<br />

40

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!