11.01.2014 Views

Félagsráðgjöf snýst um fólk

Félagsráðgjöf snýst um fólk

Félagsráðgjöf snýst um fólk

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þekkja sína sterku og veiku hliðar<br />

til að auðvelda okkur að vera<br />

verkfæri í starfi með öðru fólki.<br />

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd<br />

Félagsráðgjafardeild rekur Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) í samvinnu við<br />

samstarfsaðila á vettvangi. Rannsóknasetrinu er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði<br />

félagsráðgjafar, eink<strong>um</strong> öllu því er lýtur að stefn<strong>um</strong>örkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd<br />

sem spannar allt lífsskeiðið frá æsku til efri ára. Markmið RBF er jafnframt að miðla vísindalegri þekkingu<br />

<strong>um</strong> félagsráðgjöf og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði. Fjölskyldurannsóknir fjalla <strong>um</strong> samskipti og<br />

samspil í fjölskyld<strong>um</strong> og taka til allra aldurshópa og lífsskeiða. Nánari upplýsingar <strong>um</strong> RBF er að finna á<br />

vefsíðu setursins, www.rbf.is<br />

Alþjóðlegt samstarf<br />

Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi, meðal annars vegna skiptináms og<br />

rannsókna. Félagsráðgjafardeild er aðili að norræn<strong>um</strong> (NSHK) og alþjóðleg<strong>um</strong> (EASSW, IASSW)<br />

samtök<strong>um</strong> félagsráðgjafarskóla. Deildin hefur jafnframt gert fjölda samstarfssamninga við erlenda<br />

háskóla og nemendur hafa sótt skiptinám til Evrópu og Bandaríkjanna.<br />

Páll Ólafsson, félagsráðgjafi í Garðabæ<br />

Þorsteinn Sveinsson, félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustu Seltjarnarness<br />

„Eftir að hafa verið heimapabbi í fæðingarorlofi að loknu námi hóf ég störf í Miðgarði, fjölskylduþjónustunni í Grafarvogi. Ég var starfsmaður<br />

Hringsins sem var samvinnuverkefni Lögreglunnar í Reykjavík og Miðgarðs. Þetta var nýstárlegt tilraunaverkefni sem gekk út á að vinna með börn,<br />

sem komu fyrir á lögregluskýrsl<strong>um</strong> og veitti þeim tækifæri til að bæta fyrir mistök sín, í samráði við foreldra sína, þolendur og fulltrúa samfélagsins.<br />

Ég lærði félagsráðgjöf eftir að hafa unnið sem húsasmiður í níu ár. Mér fannst það ekki nógu gefandi starf og vildi í staðinn vinna með fólki.<br />

Mér fannst félagsráðgjöfin geta veitt mér það frelsi og þá fjölbreytni sem var kostur smíðavinnunnar en á öðr<strong>um</strong> og meira ögrandi vettvangi<br />

mannlegra samskipta. Það sem nýtist mér best úr náminu er heildarsýnin og sjálfsskoðunin. Í náminu í Lundi var lögð mikil áhersla á að kryfja sjálfan<br />

sig til mergjar. Þekkja sína sterku og veiku hliðar til að auðvelda okkur að vera verkfæri í starfi með öðru fólki. Einnig var mikið lagt upp úr því að vera<br />

opinn, hugmyndaríkur, hafa mikla yfirsýn og ekki festast í göml<strong>um</strong> hefð<strong>um</strong>. Eins og góðir leiðsög<strong>um</strong>enn er okkar starf að þekkja aðstæður og finna<br />

eins réttar leiðir og hægt er.”<br />

„Ég er yfirfélagsráðgjafi og unglingaráðgjafi hjá Seltjarnarnesbæ. Ég kem að ýms<strong>um</strong> mál<strong>um</strong> sem lúta að lög<strong>um</strong> <strong>um</strong> félagsþjónustu sveitarfélaga.<br />

Í barnavernd eru félagsráðgjafar fyrst og fremst að efla fjölskylduna í uppeldishlutverkinu með ráðgjöf <strong>um</strong> hlutverk og ábyrgð hennar í<br />

uppeldismál<strong>um</strong>. Félagsráðgjafar leitast við að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og tryggja að börn sem búa við óviðunandi<br />

uppeldisaðstæður eða stofna heilsu sinni eða þroska í hættu, fái nauðsynlega aðstoð. Sem félagsráðgjafi er ég einnig að vinna með<br />

einstakling<strong>um</strong>. Þar er alltaf markmiðið að vinna að lausn á félagsleg<strong>um</strong> og persónuleg<strong>um</strong> vandamál<strong>um</strong>. Til að svo megi vera þurfa félagsráðgjafar<br />

að hafa góða yfirsýn yfir velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Námið undirbýr félagsráðgjafa vel til þess að hafa þessa heildarsýn.<br />

Þessi þverfaglega nálgun er líka það sem gerir námið spennandi. Auk námskeiða í félagsráðgjöf feng<strong>um</strong> við innsýn í önnur fög s.s. félagsfræði,<br />

lögfræði, sálfræði og stjórnmálafræði, þessi margbreytileiki heillaði mig og þess vegna valdi ég að læra félagsráðgjöf.“

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!