29.07.2014 Views

Skýrsla stjórnlaganefndar 2011

Skýrsla stjórnlaganefndar 2011

Skýrsla stjórnlaganefndar 2011

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

VII. kafli<br />

72. gr.<br />

72. gr.<br />

Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta<br />

af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til<br />

þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.<br />

Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga<br />

fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.<br />

Tilurð<br />

Friðhelgi eignarréttarins naut verndar í 17. gr. frönsku réttindayfirlýsingarinnar<br />

frá 1789. Sú grein varð svo fyrirmynd ýmissa stjórnarskrárákvæða,<br />

þ.á m. belgísku stjórnarskrárinnar frá 1831 sem 87. gr.<br />

dönsku stjórnarskrárinnar 1849 sótti fyrirmynd sína til og 50. gr. stjórnarskrárinnar<br />

1874 var sniðin eftir. Ákvæði 1. mgr. hefur verið efnislega<br />

óbreytt frá upphafi, sbr. 63. gr. stjórnarskrárinnar 1920 og síðar 67.<br />

gr. stjórnarskrárinnar 1944. Með síðastgreindu stjórnarskránni var þó<br />

ákvæði 1. mgr. skipt upp í tvo málsliði án sérstakra skýringa. Ákvæði 2.<br />

mgr. á hins vegar rætur sínar í 64. gr. stjórnarskrárinnar 1920 þar sem<br />

fram kom að um heimild útlendinga til þess að eiga fasteignarréttindi hér<br />

á landi skyldi skipað með lögum. Með stjskl. nr. 97/1995 var þessari reglu<br />

skipað í nýja 2. mgr. eignarréttarákvæðisins sem varð 72. gr. Sú breyting<br />

varð að samkvæmt ákvæðinu „má“ með lögum takmarka rétt erlendra<br />

aðila en í eldri ákvæði sagði að um heimild útlendinga „skyldi“ skipað<br />

með lögum. Þá er í núgildandi ákvæði ekki aðeins vísað til réttar erlendra<br />

aðila til að eiga fasteignarréttindi heldur einnig til réttar þeirra til að eiga<br />

hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi.<br />

Skýring<br />

Í 1. mgr. 72. gr. er annars vegar að finna þá yfirlýsingu að eignarrétturinn<br />

sé friðhelgur og hins vegar fastskorðaða réttarreglu um að engan megi<br />

skylda til þess að láta eign sína af hendi nema almenningsþörf krefji og að<br />

til þess þurfi lagaheimild og fullt verð að koma fyrir. Lagalegt gildi ákvæðisins<br />

felst fyrst og fremst í síðarnefndri réttarreglu þótt ekki sé hægt að<br />

útiloka að stefnuyfirlýsing 1. málsliðar hafi þýðingu, t.d. við lögskýringu.<br />

Um túlkun ákvæðisins hefur gengið mikill fjöldi dóma. Um þessa framkvæmd<br />

verður að vísa til heimilda.<br />

Hugtakið „eign“ er ekki nánar skilgreint í stjórnarskránni. Dómaframkvæmd<br />

tekur hins vegar allan vafa af um rúma merkingu hugtaksins.<br />

Undir hugtakið falla almennt hvers kyns réttindi með fjárhagslega þýðingu,<br />

þ.á m. kröfuréttindi, höfundarréttindi og ýmis óbein eignarréttindi,<br />

svo sem veðréttur og afnotaréttur. Réttindi sem allir njóta (almannaréttur)<br />

fullnægja ekki þessu skilyrði. Sama á við um réttindi bundin persónu<br />

manna, svo sem ríkisborgararétt, sem eru þannig ekki talin eign í skiln-<br />

195

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!