29.07.2014 Views

Skýrsla stjórnlaganefndar 2011

Skýrsla stjórnlaganefndar 2011

Skýrsla stjórnlaganefndar 2011

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

SKÝRINGAR VIÐ STJÓRNARSKRÁ<br />

LÝÐVELDISINS ÍSLANDS<br />

Skýring<br />

Líkt og áður greinir var heimild 1. mgr. til þingfrestunar fyrst beitt árið<br />

1930 þegar leyft var að fresta fundum Alþingis með ályktun í sameinuðu<br />

þingi 16. apríl til 26. júní það ár. Óljóst er hvort og þá hvernig ákvæði 1.<br />

mgr. hefur verið beitt síðan þá, en líkast til hefur fundum þingsins aldrei<br />

verið frestað með forsetaúrskurði, án samþykkis þess sjálfs. Ólafur Jóhannesson<br />

telur t.a.m. í riti sínu Stjórnskipun Íslands, fyrst útgefnu 1960,<br />

að föst venja hafi skapast um frestun þings yfir jól og nýjár.<br />

Með breytingum á starfsháttum og starfstíma Alþingis, sem gerðar voru<br />

1991, er beinlínis gert ráð fyrir að þingstörfum ljúki á vorin með frestun<br />

fundar í skilningi 1. mgr. 23. gr., þ.e. með samþykki þingsins sjálfs. Samkvæmt<br />

þeirri málsgrein er eingöngu forseta, með atbeina forsætisráðherra,<br />

veitt vald til að fresta fundum þingsins í merkingu ákvæðisins en<br />

hvorki þinginu sjálfu né forseta þess. Þó er ljóst að forseti Alþingis hefur<br />

einatt látið líða svo virka daga, stundum marga í einu, að engir fundir hafa<br />

verið haldnir. Þar er hins vegar ekki um að ræða þá frestun þingfunda sem<br />

í stjórnarskránni greinir.<br />

Með því að áskilja að frestun geti einungis varað í tiltekinn tíma er komið<br />

í veg fyrir að forseti, að tillögu ráðherra, geti sent þingmenn heim án fyrirvara<br />

um framhald þinghalds. Í ákvæðinu felst því jafnframt að til þess að<br />

talað verði um þingfrestun í skilningi þess verður fyrsti framhaldsfundur<br />

að loknum fresti að vera ákveðinn. Réttaráhrif þingfrestunar eru þau<br />

að störf þingsins stöðvast um stund en þráðurinn svo tekinn upp þegar<br />

fundir hefjast að nýju, eftir atvikum samkvæmt þeirri dagskrá er sett var<br />

næst á undan frestuninni ef henni er að skipta. Í framkvæmd mun þingfrestun<br />

aldrei hafa átt sér stað samkvæmt einhliða ákvörðun framkvæmdarvaldsins,<br />

heldur ávallt að undangengnu samþykki Alþingis.<br />

Sérréttindi þingmanna falla niður meðan þingfrestun varir, sbr. 1. mgr.<br />

49. gr. stjórnarskrárinnar, eins og henni var breytt með 18. gr. stjskl. nr.<br />

56/1991, en lögum um meðferð sakamála hefur nú verið breytt því til<br />

samræmis, sbr. 96. gr. laga nr. 88/2008.<br />

Með 6. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 56/1991 var 1. málsl. 1. mgr. 28. gr.<br />

stjórnarskrárinnar um útgáfu bráðabirgðalaga breytt „smávægilega<br />

vegna breytinga á starfstíma Alþingis“. Í greinargerð með stjórnarskipunarlagafrumvarpinu<br />

sagði um þessa breytingu að orðin „milli þinga“<br />

féllu brott og í staðinn kæmu orðin „þegar Alþingi er ekki að störfum“.<br />

Með því væri átt við þann tíma þegar þingi væri frestað eða frá því að<br />

umboð þess félli niður og þar til nýtt þing kemur saman. Hér væri því<br />

ekki um að ræða breytingu á þeim skilyrðum sem verið hafa fyrir útgáfu<br />

bráðabirgðalaga. Orðalag ákvæðins, eins og það var, bendir eindregið til<br />

að upphaflega hafi með þessum orðum eingöngu verið átt við tímabilið frá<br />

þinglausnum til þingsetningar. Á seinni árum höfðu þau þó hlotið rýmri<br />

túlkun, þannig að þau næðu einnig yfir þau tímabil, þegar þingi er frestað,<br />

enda má segja að um þau gildi svipað og áður um tímabilið milli þinglausna<br />

og þingsetningar og hvorki meiri né minni líkur á að brotið sé gegn<br />

vilja Alþingis þá en endranær. Bráðabirgðalög hafa margoft verið sett í<br />

þingfrestun og það verið látið óátalið af Alþingi. Verður því að telja þessa<br />

framkvæmd venjuhelgaða, þannig að heimilt sé að setja bráðabirgðalög<br />

þegar þingi er frestað að öðrum skilyrðum uppfylltum.<br />

74

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!