31.07.2014 Views

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í ... - Saf

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Skýrsla 1<br />

Verkþáttur 1.1.1<br />

Ágúst 2011<br />

Ísland allt árið<br />

Tækifæri í heilsársferðaþjónustu<br />

Niðurstöður netkönnunar<br />

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, frá Háskólan<strong>um</strong> á Hól<strong>um</strong><br />

Haukur Johnson, frá Ferðamálastofu<br />

Karl Friðriksson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands<br />

Oddný Þóra Óladóttir, frá Ferðamálastofu<br />

Sigríður Elín Þórðardóttir, frá Byggðastofnun<br />

Sigríður Kristjánsdóttir, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands


Efnisyfirlit<br />

Efnisyfirlit<br />

Inngangur 3<br />

Stjórn verkefnisins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4<br />

Spurningalisti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4<br />

Framkvæmd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5<br />

Helstu niðurstöður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5<br />

Niðurstöður 9<br />

1. Grunnupplýsingar <strong>um</strong> þátttakendur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10<br />

2. Starfsaldur þátttakenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11<br />

3. Starfsaldur fyrirtækis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12<br />

4. Staða þátttakenda innan fyrirtækis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13<br />

5. Þátttakendur eftir landsvæð<strong>um</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14<br />

6. Starfsemi fyrirtækis. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15<br />

7. Heildarfjöldi gesta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17<br />

Gestafjöldi eftir landshlut<strong>um</strong>. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19<br />

8. Mismunandi hópar gesta. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20<br />

Hlutfall gesta úr næsta nágrenni af heildargestafjölda . . . . . . . . . . . . . . . . . 20<br />

Hlutfall íslenskra ferðamanna af heildargestafjölda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21<br />

Hlutfall erlends vinnuafsl á Íslandi af heildargestafjölda . . . . . . . . . . . . . . . . . 22<br />

Hlutfall erlendra ferðamanna af heildargestafjölda. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23<br />

9. Fjöldi starfsmanna á háönn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25<br />

10. Fjöldi starfsmanna á lágönn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27<br />

11. Dreifing tekna eftir árstíð<strong>um</strong>. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29<br />

12. Fé varið í markaðs- og sölustarf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33<br />

Fé varið í markaðsstarf eftir starfsaldri fyrirtækis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34<br />

Fé varið í markaðsstarf eftir tegund fyrirtækis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35<br />

Fé varið í markaðsstarf eftir <strong>um</strong>svif<strong>um</strong> fyrirtækja . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36<br />

13. Starfsemi utan háannatíma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37<br />

14. a. Ráðstafanir sem gripið var til á lágönn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38<br />

14.b. Þjóðerni gesta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40<br />

14.c. Meginaðdráttarafl utan háannar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42<br />

14.d. Mánuðir sem tekið var á móti gest<strong>um</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44<br />

14.e. Hvað var aðhafst á þeim tíma sem fyrirtækið starfaði ekki? . . . . . . . . . . . . . . . . 46<br />

Ísland allt árið | 1


Efnisyfirlit<br />

14.f. Lenging starfstíma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48<br />

Viðhorf til möguleika á lengingu starfstíma eftir landshluta . . . . . . . . . . . . . . . 49<br />

14.g. Hvað þarf til að hægt sé að lengja starfstímann? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50<br />

14.h. Hvað stendur í vegi fyrir því að hægt sé að lengja starfstímann? . . . . . . . . . . . . . . 52<br />

15. Hvaða tæki færi sérðu á þínu svæði til að efla ferðaþjónustu utan háannar? . . . . . . . . . 54<br />

16. Hvaða kemur í veg fyrir uppbyggingu? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56<br />

17. Æskilegir markhópar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58<br />

18. Helstu sóknarfæri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60<br />

19. Möguleikar til eflingar ferðaþjónustu utan háannar eftir svæð<strong>um</strong> . . . . . . . . . . . . . . 62<br />

20. Önnur svæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64<br />

21. Hvernig skal hátta markaðssetningu? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65<br />

22. Markaðssetning eftir heimsálf<strong>um</strong> . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67<br />

23. Markaðssetning í Evrópu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68<br />

24. Markaðssetning í lönd<strong>um</strong> Asíu og Mið-Austurlanda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70<br />

25. Markaðssetning í lönd<strong>um</strong> Afríku og Eyjaálfu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71<br />

26. Markaðssetning í lönd<strong>um</strong> Ameríku. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72<br />

27. Aðferðir við markaðssetningu erlendis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74<br />

28. Athugasemdir frá þátttakend<strong>um</strong>. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76<br />

Viðaukar 77<br />

Viðauki: Spurningalisti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78<br />

Viðauki: Opnar spurningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84<br />

2 | Ísland allt árið


Inngangur<br />

Inngangur<br />

Ísland allt árið | 3


Inngangur<br />

Inngangsorð<br />

Í þessari skýrslu koma fram meginniðurstöður netkönnunar<br />

á heilsársferðaþjónustu sem framkvæmd var í<br />

júní 2011. Könnuninni var ætlað að afla upplýsinga <strong>um</strong><br />

væntingar og viðhorf ferðaþjónustuaðila til ferðaþjónustu<br />

utan háannar en hún er liður í undirbúningi á<br />

stefnu mótun og átaki til eflingar heilsársferðaþjónustu.<br />

Könn unin beindist að ríflega 1.500 eigend<strong>um</strong>, framkvæmdastjór<strong>um</strong><br />

og/eða ábyrgðaraðil<strong>um</strong> ferðaþjónustu<br />

fyrirtækja <strong>um</strong> land allt.<br />

Niðurstöðurnar sem settar eru fram hér eru án verulegrar<br />

túlkunar. Lesandan<strong>um</strong> er ætlað að draga sínar<br />

eigin álykt anir en jafnframt er <strong>um</strong>rædd<strong>um</strong> gögn<strong>um</strong> ætlað<br />

að vera hluti af stærra verkefni eins og fyrr segir.<br />

Verkefnið var unnið af samstarfshópi sem samanstóð<br />

af eftirfarandi aðil<strong>um</strong>:<br />

• Karl Friðriksson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands<br />

• Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Háskólan<strong>um</strong> á Hól <strong>um</strong><br />

• Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð<br />

Íslands<br />

• Sigríður Elín Þórðardóttir, Byggðastofnun<br />

• Oddný Þóra Óladóttir, Ferðamálastofu<br />

Starfsmaður hópsins var Haukur Johnson, hagfræðingur<br />

og er hann aðalhöfundur skýrslunnar. Við í samstarfshópn<strong>um</strong><br />

þökk<strong>um</strong> hon<strong>um</strong> góða vinnu og markviss<br />

vinnubrögð.<br />

Karl Friðriksson<br />

Stjórn verkefnisins<br />

Umrætt átak sem könnunin er hluti af er samstarfsverkefni<br />

Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, Icelandair,<br />

Iceland Express, Samtaka atvinnulífsins, Ferðamálastofu,<br />

Byggðastofnunar, Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi,<br />

Menninga- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar,<br />

Sambands íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusambands Íslands<br />

og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Verkefnastjórn<br />

verkefnisins er skipuð af eftirfarandi aðil<strong>um</strong>:<br />

• Erna Hauksdóttir, Samtök<strong>um</strong> ferðaþjónustunnar<br />

• Jón Ásbergsson, Íslandsstofu<br />

• Þorsteinn Ingi Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð<br />

Íslands<br />

• Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu<br />

Verkefnastjórar verkefnisins eru þeir Hermann Ottósson<br />

frá Íslandsstofu og Karl Friðriksson frá Nýsköpunarmiðstöð<br />

Íslands.<br />

Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð<br />

Íslands var ábyrgðarmaður könnunarinnar.<br />

Liður í því verkefni að ráðast í átak í vetrarferðaþjónustu<br />

er að safna saman töluleg<strong>um</strong> staðreynd<strong>um</strong> og<br />

brjóta niður eftir landssvæð<strong>um</strong>, gera lista yfir hugmyndir<br />

að afþreyingu, þjónustu og framboði eftir svæð<strong>um</strong>,<br />

gera lýsingu á hverju svæði sem lýsir getu og sérstöðu<br />

með hliðsjón af ferðaþjónustu á lágönn og samantekt<br />

á atrið<strong>um</strong> er varða styrk, veikleika og tækifæri á hverju<br />

svæði. Í því skyni hefur meðal annars verið aflað gagna<br />

hjá Hagstofu Íslands og í gegn<strong>um</strong> markaðsskrifstofur og<br />

atvinnuþróunarfélög.<br />

Umrædd könnun veitir gott tækifæri til að dýpka<br />

þekkingu á viðhorf<strong>um</strong> ferðaþjónustuaðila til ferðaþjónustu<br />

á lágönn, en sú þekking er mikilvæg til að hægt sé að<br />

fara í markvisst og vel heppnað átak í heilsársferðaþjónustu.<br />

Könnunin veitir upplýsingar <strong>um</strong> vilja og getu ferðaþjónustuaðilanna<br />

sjálfra til að fjölga ferðamönn<strong>um</strong> hjá<br />

sér á <strong>um</strong>ræddu tímabili en einnig varp ar hún ljósi á<br />

stöðuna í dag hvað varðar opnunartíma fyrirtækja, fjölda<br />

gesta, veltu og fleira.<br />

Spurningalisti<br />

Spurningalisti könnunarinnar spannar mörg atriði sem<br />

snerta starf ferðaþjónustuaðila utan háannatíma. Háönn<br />

er skilgreind sem tímabilið júní til ágúst. Meðal annars<br />

var kannað:<br />

• Hvernig tekjur dreifðust yfir árið 2010<br />

• Hversu mörg<strong>um</strong> gest<strong>um</strong> fyrirtækið tók á móti utan<br />

háannatíma 2010<br />

• Hvort fyrirtækið minnkaði <strong>um</strong>svif sín yfir lágönn árið<br />

2010 og hvort viðkomandi aðilar hafi þá aðhafst eitthvað<br />

annað á meðan á tímabilinu stóð<br />

• Hvert meginaðdráttarafl fyrirtækisins var á lágönn á<br />

árinu 2010<br />

• Hvort viðkomandi teldi raunhæft að lengja starfstíma<br />

síns fyrirtækis<br />

• Hvaða tækifæri viðkomandi hefur til að auka vetrarferðaþjónustu<br />

á sínu svæði<br />

• Hvað hindrar helst uppbyggingu á vetrarferðaþjón­<br />

4 | Ísland allt árið


Inngangur<br />

ustu á svæði viðkomandi<br />

• Skipting viðskiptavina eftir þjóðern<strong>um</strong><br />

• Umfang markaðsstarfs viðkomandi fyrirtækis<br />

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, lektor við Háskólann á<br />

Hól<strong>um</strong> vann drög að könnuninni sem lögð voru fyrir<br />

verkefnishópinn sem fullgerði hana undir stjórn Oddnýjar<br />

Þóru Óladóttur, rannsóknarstjóra Ferðamálastofu. Karl<br />

Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð<br />

Íslands, skrifaði kynningarbréf til þátttakenda og var<br />

jafnframt ábyrgðarmaður könnunarinnar sem send var<br />

út frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Spurningalistann er<br />

að finna í viðauka.<br />

Framkvæmd<br />

Könnunin var send út sem Outcome-tölvupóstkönnun<br />

og bárust svör til Outcome hug búnaðar ehf. Hver<br />

þátttakandi gat aðeins sent inn eina svarsendingu og<br />

engin tengsl voru á milli innsendra svara og þeirra sem<br />

svöruðu.<br />

Listi yfir ferðaþjónustuaðila var fenginn frá Ferða málastofu<br />

Íslands og innihélt listinn þjónustuaðila sem sinna<br />

að einhverju eða öllu leyti ferðamönn<strong>um</strong>. Í inngangstexta<br />

var þess óskað að sá sem svaraði væri annað hvort eigandi<br />

viðkomandi fyrirtækis, framkvæmdastjóri þess eða<br />

bæri ábyrgð á þeirri starfsstöð sem könnunin var send til.<br />

Framkvæmd könnunarinnar hófst 6. júní 2011 og<br />

stóð upphaflega til að lokað yrði fyrir innsendingu 15.<br />

júní. Þann 15. júní var hins vegar ákveðið að lengja frestinn<br />

til 19. júní og var ítrekun send í því skyni að auka<br />

svarhlutfall.<br />

Af 1.506 aðil<strong>um</strong> í ferðaþjónustu sem könnunin náði<br />

til bárust 451 svar. Svarhlutfallið var því 29,95%. Við grófa<br />

athugun á úrtakinu kom í ljós að 32% eru í gistiþjónustu,<br />

16% eru ferðaskrifstofur eða ferða skipuleggjendur, 10%<br />

sinna veitingaþjónustu, 9% eru í afþreyingu og sama<br />

hlutfall í lista- og menningarstarfi. Um 3% eru bílaleigur,<br />

2% sinna farþegaflutn ing<strong>um</strong> á landi eða sjó og 1% sinna<br />

farþegaflutning<strong>um</strong> með flugi og 1% eru með verslun. Um<br />

20% voru ekki greind þar sem þau féllu í aðra flokka eða<br />

vegna þess að nánari upplýsingar <strong>um</strong> starfsemi fylgdu<br />

ekki. Einnig voru sendingarupplýsingar úrelt ar í einhverj<strong>um</strong><br />

tilvik<strong>um</strong> sem varð til þess að svarhlutfall varð lægra.<br />

Skýrslan hefur að geyma lýsandi gögn. Í ýms<strong>um</strong><br />

spurning<strong>um</strong> hefur krosskeyrsla átt sér stað, t.d. til að<br />

greina niðurstöður eftir landshluta sem þátttakandi<br />

starf ar í. Þær niðurstöður hafa ekki verið marktækniprófaðar<br />

og skal því varast að draga ályktanir út frá þeim.<br />

Helstu niðurstöður<br />

Þátttakendur eftir svæð<strong>um</strong><br />

26% 26%<br />

22%<br />

14%<br />

10% 10%<br />

4%<br />

Um helmingur þátttakenda var annað hvort frá höfuðborg arsvæðinu eða Norðurlandi.<br />

Ísland allt árið | 5


Inngangur<br />

32%<br />

Fjöldi gesta á árinu 2010<br />

34% 34%<br />

500 eða færri 501-4.000 Fleiri en 4.000<br />

Tæpur þriðjungur þátttakenda tók á móti 500 eða færri gest <strong>um</strong> árið 2010, en rúmur þriðjungur á móti 501 til 4.000 gest<strong>um</strong> og rúmur<br />

þriðjungur á móti fleiri en 4.000 gest<strong>um</strong>.<br />

Starfsemi utan háannar<br />

87%<br />

60%<br />

Tóku á móti gest<strong>um</strong> einhvern tímann<br />

utan háannar<br />

Tóku á móti gest<strong>um</strong> allt árið<br />

Flestir þátttakenda tóku á móti gest<strong>um</strong> einhvern tímann á tímabilinu september til maí árið 2010 en 60% þátttakenda tóku á móti<br />

gest<strong>um</strong> allt árið <strong>um</strong> kring.<br />

Viðhorf til lengingar starfstíma<br />

Telja raunhæft<br />

að lengja<br />

starfstímann<br />

67%<br />

Telja ekki<br />

raunhæft að<br />

lengja<br />

starfstímann<br />

33%<br />

Tveir af hverj<strong>um</strong> þremur telja raunhæft að lengja<br />

starfstímann ár hvert frá því sem nú er.<br />

6 | Ísland allt árið


Inngangur<br />

Hvað þarf til að lengja starfstímann?<br />

35%<br />

12%<br />

8% 8% 8% 7%<br />

Aukin markaðssetning var það sem flestir töldu þurfa til svo hægt væri að lengja starfstíma þeirra fyrirtækis.<br />

Helstu fyrirstöður fyrir frekari uppbyggingu<br />

utan háannar<br />

20% 19%<br />

14% 14% 14% 14%<br />

Flestir sögðu ótryggar samgöngur standa í vegi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu utan háannar á þeirra svæði. Fjárskortur, hugarfar,<br />

skortur á þjónustu, veður og aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnvalda komu þar á eftir.<br />

Ísland allt árið | 7


Inngangur<br />

Helstu sóknarfæri<br />

40%<br />

34%<br />

18%<br />

16%<br />

Náttúra og útivist<br />

Vetur, norðurljós,<br />

myrkur<br />

Saga, menning og<br />

handverk<br />

Ýmsar íþróttir (skíði,<br />

veiði, hestar)<br />

Flestir sjá sóknarfæri í tengsl<strong>um</strong> við náttúru og útivist en rúmur þriðjungur tilgreindi sérstaklega sérkenni vetursins, svo sem norðurljós,<br />

myrkur og kulda.<br />

Svæði sem eiga mesta möguleika á að efla<br />

ferðaþjónustu utan háannar<br />

58%<br />

52%<br />

45%<br />

35%<br />

33%<br />

30%<br />

25%<br />

21% 20% 20%<br />

Flestir telja aðila á höfuðborgarsvæðinu eiga mesta möguleika á því að efla ferðaþjónustu utan háannar. Um helmingur telur Akureyri<br />

og nágrenni eiga mesta möguleika.<br />

8 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Niðurstöður<br />

Ísland allt árið | 9


Niðurstöður<br />

1. Grunnupplýsingar <strong>um</strong> þátttakendur<br />

Karlar (246) Konur (203)<br />

55%<br />

45%<br />

Skipting eftir kyni.<br />

Fjöldi Hlutfall af Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðheild<br />

svæðið<br />

borgar-<br />

Fjöldi alls 451 100% 10,0% 10,5% 25,6% 13,6% 22,5% 4,5% 25,8%<br />

Karl 246 55% 44,4% 53,2% 55,3% 55,7% 52,0% 85,0% 65,5%<br />

Kona 203 45% 55,6% 46,8% 44,7% 44,3% 48,0% 15,0% 34,5%<br />

10 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

2. Starfsaldur þátttakenda<br />

60,00%<br />

40,00%<br />

20,00%<br />

0,00%<br />

Innan við ár 1-5 ár 6 - 10 ár Meira en 10 ár<br />

Sp. 2: Starfsaldur þinn í ferðaþjónustu?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Innan við ár 11 2,47%<br />

1-5 ár 143 32,06%<br />

6 - 10 ár 100 22,42%<br />

Meira en 10 ár 192 43,05%<br />

Alls 446 100%<br />

Af þeim sem svöruðu fer nærri að tveir af hverj<strong>um</strong> þremur<br />

hafi starfað í ferðaþjónustu í meira en fimm ár, eða<br />

<strong>um</strong> 65,5% svarenda. Þá voru alls 43% búin að starfa lengur<br />

en tíu ár í ferðaþjónustu, en tæplega þriðjungur, eða<br />

32%, höfðu starfað í geiran<strong>um</strong> í á bilinu eitt til fimm ár.<br />

Fáir höfðu starfað minna en eitt ár, eða 2,47%.<br />

Ísland allt árið | 11


Niðurstöður<br />

3. Starfsaldur fyrirtækis<br />

60,00%<br />

40,00%<br />

20,00%<br />

0,00%<br />

Innan við ár 1 - 5 ár 6 - 10 ár Meira en 10 ár<br />

Sp. 3: Hversu lengi hefur þín starfsstöð / fyrirtæki verið í rekstri ?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Innan við ár 9 2,00%<br />

1 - 5 ár 160 35,63%<br />

6 - 10 ár 81 18,04%<br />

Meira en 10 ár 199 44,32%<br />

Alls 449 100%<br />

Um 44% fyrirtækjanna sem svarendur störfuðu hjá<br />

höfðu verið í rekstri í meira en tíu ár. Tæpur fimmtungur,<br />

eða 18,04%, fyrirtækjanna höfðu starfað í á bilinu sex<br />

til tíu ár, en meira en þriðjungur fyrirtækjanna, 35,63%,<br />

hafði starfað í á bilnu eitt til fimm ár. Einungis fá fyrirtækjanna<br />

höfðu starfað skemur en eitt ár, eða alls 2%.<br />

12 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

4. Staða þátttakenda innan fyrirtækis<br />

80,00%<br />

60,00%<br />

40,00%<br />

20,00%<br />

0,00%<br />

Sp. 4: Staða þín í fyrirtækinu?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Eigandi 296 65,92%<br />

Framkvæmdastjóri / rekstrarstjóri 128 28,51%<br />

Markaðsstjóri 8 1,78%<br />

Annað 17 3,79%<br />

Alls 449 100%<br />

Flestir svarenda voru eigendur fyrirtækisins sem þeir<br />

störfuðu hjá eða nærri tveir af hverj<strong>um</strong> þremur. Tæp 29%<br />

svarenda voru í stöðu framkvæmdastjóra eða rekstrar<br />

stjóra á meðan innan við tvö prósent voru í stöðu<br />

markaðsstjóra. Tæp 4% sögðust gegna annarri stöðu<br />

inn an fyrirtækisins heldur en hér hafa verið nefndar.<br />

Ísland allt árið | 13


Niðurstöður<br />

5. Þátttakendur eftir landsvæð<strong>um</strong><br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Sp. 5: Í hvaða landshluta er fyrirtækið /starfsstöðin?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Vesturland 45 10,02%<br />

Vestfirðir 47 10,47%<br />

Norðurland 115 25,61%<br />

Austurland 61 13,59%<br />

Suðurland 101 22,49%<br />

Reykjanes 20 4,45%<br />

Höfuðborgarsvæðið 116 25,84%<br />

Alls 505 100%<br />

Þátttakendur máttu merkja við fleiri en einn valkost.<br />

Næst<strong>um</strong> því nákvæmlega jafnmargir sögðust starfa hjá<br />

fyrirtækj<strong>um</strong> á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi,<br />

eða 116 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu og 115 á<br />

Norðurlandi. Rétt rúmlega fjórðungur þátttakenda kom<br />

því frá hvoru þessara tveggja svæða, samtals <strong>um</strong> helmingur<br />

allra þátttakenda. Tæp 14% svarenda störf uðu hjá<br />

fyrirtækj<strong>um</strong> á Austurlandi á meðan <strong>um</strong> það bil tíundi<br />

hver þátttakandi sagðist starfa á Vesturlandi og á sama<br />

hlutfall við <strong>um</strong> Vestfirði. Þá störfuðu 4,45% á Reykja nesi.<br />

14 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

6. Starfsemi fyrirtækis<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Sp. 6: Á hvaða sviði er meginstarfsemi fyrirtækisins ? Merkja má við fleiri en einn þátt.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Gistiþjónusta 234 52,35%<br />

Veitingaþjónusta 130 29,08%<br />

Afþreying 132 29,53%<br />

Listir og menning 56 12,53%<br />

Farþegafl. á landi og sjó 39 8,72%<br />

Farþegafl. m/flugi 5 1,12%<br />

Ferðaskrifstofa/skipuleggjandi 102 22,82%<br />

Verslun tengd ferðaþjónustu 33 7,38%<br />

Annað: 33 7,38%<br />

Alls 764 100%<br />

Hér máttu þátttakendur velja fleiri en einn kost og gerðu<br />

margir það eins og merkja má af því að svör voru 764 en<br />

þátttakendur voru aðeins 451.<br />

Meirihluti svarenda sagði fyrirtæki sitt veita gistiþjón<br />

ustu, eða 52,35%. Um 29% sögðust vera með veitingaþjónustu<br />

og örlitlu fleiri, tæp 30% sögðust bjóða<br />

upp á afþreyingu. Þá sögðu tæp 23% fyrirtæki sitt vera<br />

ferðaskrifstofu eða ferðaskipuleggjanda en <strong>um</strong> 12 og<br />

hálft prósent sögðu meginstarfsemi fyrirtækisins vera á<br />

sviði lista og menningar. Alls voru <strong>um</strong> 10% fyrirtækjanna<br />

í farþegaflutning<strong>um</strong> og skiptist það þannig að rúmt 1%<br />

sinnti farþegaflutning<strong>um</strong> með flugi en hin 9% á landi og<br />

Ísland allt árið | 15


Niðurstöður<br />

sjó. Rúm 7% voru svo með verslun tengda ferðaþjónustu.<br />

Einnig tilgreindu 7,38%, eða 33 einstaklingar, að<br />

meginstarfsemi þeirra fyrirtækis væri á einhverju öðru<br />

sviði en hér hafa verið nefnd. Af þeim sagðist samtals<br />

rúmlega helmingur starfa annað hvort við bílaleigu,<br />

rekst ur safna, leiðsögn eða rekstur tjaldsvæða, og skiptist<br />

fjölda svara nokkuð jafnt niður á milli þeirra atriða.<br />

Önnur atriði sem voru tilgreind voru t.d. hestaleiga<br />

og útgáfa veiðileyfa, en tæpur þriðjungur þeirra sem<br />

merktu við annað, eða tíu einstaklingar, töldu til ýmsa<br />

aðra starfsemi.<br />

16 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

7. Heildarfjöldi gesta<br />

32%<br />

34% 34%<br />

500 eða færri 501-4.000 Fleiri en 4.000<br />

Sp. 7: Hver var heildarfjöldi gesta / viðskiptavina fyrirtækisins á árinu 2010?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

Innan við 100 51 11,72% 11,72%<br />

101 - 200 35 8,05% 19,77%<br />

201 - 300 23 5,29% 25,06%<br />

301 - 400 22 5,06% 30,12%<br />

401 - 500 10 2,30% 32,42%<br />

501 - 750 25 5,75% 38,17%<br />

751 - 1000 25 5,75% 43,92%<br />

1001 - 2000 40 9,20% 53,12%<br />

2001 - 3000 27 6,21% 59,33%<br />

3001 - 4000 29 6,67% 66,00%<br />

4001 -5000 19 4,37% 70,37%<br />

5001 -10000 53 12,18% 82,55%<br />

Fleiri en 10000 76 17,47% 100%<br />

Alls 435 100%<br />

Af þeim sem svöruðu sögðu alls <strong>um</strong> 17 og hálft prósent<br />

sitt fyrirtæki hafa þjónað fleiri en 10 þúsund manns á<br />

árinu 2010. Stærstur hluti þátttakenda, eða <strong>um</strong> 82 og hálft<br />

prósent þjónustuðu því færri en 10 þúsund manns á árinu<br />

2010. Þar af þjónustuðu rúm 12% fyrirtækjanna á milli 5 og<br />

10 þúsund aðila á <strong>um</strong>ræddu ári, og var það næstalgengasta<br />

svarið. Þannig sést að alls þjónustuðu tæp 30% fyrirtækja<br />

svarenda fleiri en 5 þúsund manns á árinu.<br />

Ísland allt árið | 17


Niðurstöður<br />

Tæplega 12% fyrirtækjanna höfðu fengið færri<br />

en 100 gesti á <strong>um</strong>ræddu ári og rúm 8% höfðu fengið<br />

á bilinu 101 til 200 gesti. Því fengu <strong>um</strong> fimmtungur<br />

fyrirtækjanna 200 gesti eða færri. Eins má sjá að rúm<br />

5% til viðbótar fengu á bilinu 201 til 300 gesti, og uppsafnað<br />

hlutfall þeirra sem fengu 300 eða færri gesti því<br />

25%. Enn önnur rúm 5% höfðu tekið á móti á milli 301<br />

og 400 gest<strong>um</strong>, og uppsafnað hlutfall þeirra sem tóku á<br />

móti 400 gest<strong>um</strong> eða færri því 30%. Sjaldgæfasta svarið<br />

var á milli 401 og 500 gestir, eða 2,3%. Það fer því nærri<br />

að tæpur þriðjungur fyrirtækjanna hafi tekið á móti 500<br />

gest<strong>um</strong> eða færri, eða 32,42%.<br />

Tæp 6% tóku á móti 501 til 750 gest<strong>um</strong> og sömu<br />

sögu er að segja <strong>um</strong> fjölda sem tók á móti 751 til 1.000<br />

gest<strong>um</strong>. Uppsafnað hlutfall þeirra sem tóku á móti 1000<br />

gest<strong>um</strong> eða færri er því tæp 44%.<br />

Um 9% tóku á móti á bilinu 1.001 til 2.000 gest<strong>um</strong><br />

og <strong>um</strong> 6% á bilinu 2.001 til 3.000 gest<strong>um</strong>. Uppsafnað<br />

hlutfall þeirra sem tóku á móti 3.000 eða færri er því tæp<br />

60%. Tæp 7% tóku á móti 3.001 til 4.000 gest<strong>um</strong>, sem<br />

þýðir að nærri tveir þriðju, eða 66%, tóku á móti 4.000<br />

gest<strong>um</strong> eða færri. Þá tóku 4,37% á móti 4.001 til 5.000<br />

gest<strong>um</strong>.<br />

Til glöggvunar má því einnig skipta niðurstöðun<strong>um</strong><br />

á þá vegu að tæpur þriðjungur fyrirtækja hafi tekið á<br />

móti 500 eða færri gest<strong>um</strong>, <strong>um</strong> þriðjungur á milli 500 og<br />

4.000 gest<strong>um</strong> og <strong>um</strong> þriðjungur á móti 4.000 eða fleiri<br />

gest<strong>um</strong>.<br />

18 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Gestafjöldi eftir landshlut<strong>um</strong><br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

500 eða færri 501 - 4000 4000 eða fleiri<br />

Fjöldi gesta eftir landshlut<strong>um</strong><br />

500 eða færri 501 - 4000 4000 eða fleiri<br />

Vesturland 30% 28% 42%<br />

Vestfirðir 31% 36% 33%<br />

Norðurland 25% 35% 39%<br />

Austurland 34% 22% 44%<br />

Suðurland 23% 34% 43%<br />

Reykjanes 35% 30% 35%<br />

Höfuðborgarsvæðið 37% 30% 33%<br />

Í töflunni hér að ofan hefur gestafjöldi verið sundurliðaður<br />

með tilliti til landshluta. Fjölda gesta hefur<br />

verið skipt niður í þrjú bil, 500 eða færri, 501 til 4.000<br />

og 4.000 eða fleiri. Samkvæmt niðurstöð<strong>um</strong> úr fyrri<br />

spurningu skiptist heildarfjöldi svarenda nokkuð jafnt á<br />

þessi þrjú bil.<br />

Austurland er það svæði þar sem algengast er að<br />

gestafjöldi sé 4.000 eða fleiri, eða í 44% tilvik<strong>um</strong>. Það<br />

hlutfall er lægst á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörð<strong>um</strong>,<br />

33%.<br />

Höfuðborgarsvæðið er sá landshluti þar sem algengast<br />

er að gestir séu 500 eða færri, eða í 37% tilvika, en það<br />

hlutfall er lægst á Norðurlandi, 25%.<br />

Þá eru Vestfirðir það svæði þar sem algengast er að<br />

gestir séu á miðbilinu, 501 til 4.000 talsins, eða í 36% tilvika<br />

en það hlutfall er lægst á Austurlandi, 22%.<br />

Ísland allt árið | 19


Niðurstöður<br />

8. Mismunandi hópar gesta<br />

Þátttakendur voru spurðir hversu hátt hlutfall gesta<br />

þeirra væri úr næsta nágrenni, hversu hátt hlutfall væri<br />

íslenskir ferðamenn og hversu hátt hlutfall erlendir<br />

ferða menn, auk þess sem spurt var hversu hátt hlutfall<br />

gesta væri erlent vinnuafl á Íslandi.<br />

Hlutfall gesta úr næsta nágrenni af heildargestafjölda<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

20% eða minna 21 - 50% Meira en 50%<br />

Heimamenn / gestir úr næsta nágrenni.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 286 71,14% 71,14%<br />

11 - 20% 30 7,46% 78,60%<br />

21 - 30% 32 7,96% 86,56%<br />

31 - 40% 9 2,24% 88,80%<br />

41 - 50% 16 3,98% 92,78%<br />

51 - 60% 10 2,49% 95,27%<br />

61 - 70% 4 1,00% 96,27%<br />

71 - 80% 5 1,24% 97,51%<br />

81 - 90% 7 1,74% 99,25%<br />

91 - 100% 3 0,75% 100,00%<br />

Alls 402 100%<br />

20 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Yfirgnæfandi meirihluti, eða 71,14%, sagði að heimamenn<br />

og gestir úr næsta nágrenni væru innan við 10%<br />

gesta sinna. Mun færri, eða 7,46%, sögðu að þeir væru<br />

11 til 20% gesta sinna og svipað hlutfall, 7,96%, sagði<br />

að þeir væru 21 til 30% gesta sinna. Uppsafnað hlutfall<br />

þeirra sem sögðu að heimamenn væru undir 30% gesta<br />

sinna er því tæp 87%. Mun færri sögðu því að hlutfall<br />

heimamanna af gestafjölda væri hærra en það og innan<br />

við 1% svarenda sagði að heimamenn væru á bilinu 90<br />

til 100% gesta sinna.<br />

Hlutfall íslenskra ferðamanna af heildargestafjölda<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

20% eða minna 21 - 50% Meira en 50%<br />

Íslenskir ferðamenn<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 173 40,42% 40,42%<br />

11 - 20% 63 14,72% 55,14%<br />

21 - 30 % 43 10,05% 65,19%<br />

31 - 40% 46 10,75% 75,94%<br />

41 - 50% 27 6,31% 82,25%<br />

51 - 60% 16 3,74% 85,99%<br />

61 - 70% 14 3,27% 89,26%<br />

71 - 80% 15 3,50% 92,76%<br />

81 - 90% 24 5,61% 98,37%<br />

91 -100% 7 1,64% 100%<br />

Alls 428 100%<br />

Ísland allt árið | 21


Niðurstöður<br />

Um 40% svarenda sögðu að íslenskir ferðamenn væru<br />

innan við 10% af gest<strong>um</strong> sín<strong>um</strong>, tæp 15% sögðu að þeir<br />

væru á bilinu 11 til 20% af gest<strong>um</strong> sín<strong>um</strong> og <strong>um</strong> 10%<br />

sögðu þá á bilinu 21 til 30% af gest<strong>um</strong> sín<strong>um</strong>. Tæp 11%<br />

sögðu svo að þeir væru á bilinu 41 til 50% gesta sinna.<br />

Því sögðu <strong>um</strong> þrír fjórður svarenda að íslenskir ferðamenn<br />

væru minna en helmingur af gest<strong>um</strong> sín<strong>um</strong>. Innan<br />

við 2% sögðu þá vera meira en 90% gesta sinna.<br />

Hlutfall erlends vinnuafsl á Íslandi af heildargestafjölda<br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

20% eða minna 21 - 50% Meira en 50%<br />

Erlent vinnuafl á Íslandi<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 311 92,28% 92,28%<br />

11 - 20% 14 4,15% 96,43%<br />

21 - 30 % 7 2,08% 98,51%<br />

31 - 40% 1 0,30% 98,81%<br />

41 - 50% 0 0,00% 98,81%<br />

51 - 60% 3 0,89% 99,70%<br />

61 - 70% 0 0,00% 99,70%<br />

71 - 80% 0 0,00% 99,70%<br />

81 - 90% 1 0,30% 100%<br />

91 -100% 0 0,00% 100%<br />

Alls 337 100%<br />

22 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Langflestir, eða yfir 92% svarenda, sögðu að erlent<br />

vinnu afl á Íslandi væri innan við 10% af gestafjölda sín<strong>um</strong>.<br />

Rúm 4% sögðu svo að 11 til 20% gesta sinna væru<br />

erlent vinnuafl og helmingi færri, rúm 2%, sögðu 21 til<br />

30% gesta sinna vera erlent vinnuafl.<br />

Uppsafnað hlutfall þeirra sem segja að erlent vinnuafl<br />

hafi verið 30% gesta sinna eða minna er því 98,51%.<br />

Þar af leiðandi sögðu aðeins 1,5% svarenda að erlent<br />

vinnuafl væri meira en 30% gesta, eða fimm einstaklingar.<br />

Hlutfall erlendra ferðamanna af heildargestafjölda<br />

45%<br />

40%<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

20% eða minna 21- 50% 51 - 80% Meira en 80%<br />

Erlendir ferðamenn<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 44 10,00% 10,00%<br />

11 - 20% 25 5,68% 15,68%<br />

21 - 30 % 26 5,91% 21,59%<br />

31 - 40% 18 4,09% 25,68%<br />

41 - 50% 41 9,32% 35,00%<br />

51 - 60% 37 8,41% 43,41%<br />

61 - 70% 29 6,59% 50,00%<br />

71 - 80% 44 10,00% 60,00%<br />

81 - 90% 62 14,09% 74,09%<br />

91 -100% 114 25,91% 100,00%<br />

Alls 440 100%<br />

Ísland allt árið | 23


Niðurstöður<br />

Í töflunni hér að framan má sjá að algengast var að<br />

svarendur segðu hlutfall erlendra ferðamanna af gest<strong>um</strong><br />

sín<strong>um</strong> vera á bilinu 91 til 100%, eða tæp 26%.<br />

Næstalgengasta svarið var að erlendir ferðamenn<br />

væru á bilinu 81 til 90% gesta. Því sést að 40% svarenda<br />

sögðu erlenda ferðamenn vera yfir 80% gesta sinna.<br />

Jafnframt má sjá að helmingur svarenda sagði erlenda<br />

ferðamenn vera yfir 60% gesta sinna. Einn af hverj<strong>um</strong><br />

tíu sagði erlenda ferðamenn vera 10% gesta sinna<br />

eða minna, tæp 6% sögðu þá á bilinu 11 til 20% gesta<br />

sinna og sama hlutfall sagði þá vera á bilinu 21 til 30%<br />

gesta sinna. Því má sjá að rúmur fjórðungur svarenda<br />

segir erlenda ferðamenn vera innan við 40% gesta<br />

sinna.<br />

24 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

9. Fjöldi starfsmanna á háönn<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Engir starfsmenn 1 - 5 starfsmenn 6 - 15 starfsmenn Fleiri en 15<br />

starfsmenn<br />

Svarendur voru beðnir að tilgreina starfsmannafjölda á<br />

háönn og lágönn árið 2010, það er á tímabilinu júní til<br />

ágúst ann ars vegar og á tímabilinu september til maí<br />

hins vegar. Þátttakendur voru jafnframt beðnir <strong>um</strong> að<br />

telja sjálfa sig með í starfsmannafjölda.<br />

Sp. 9: Hver var að jafnaði fjöldi starfsmanna í starfsstöð þinni/fyrirtæki á háönn (júní-ágúst)<br />

á árinu 2010? (mundu að telja sjálfa/sjálfan þig með)<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

Engir starfsmenn 22 4,93% 4,93%<br />

1 - 3 starfsmenn 217 48,65% 53,58%<br />

4 - 5 starfsmenn 67 15,02% 68,60%<br />

6 - 10 starfsmenn 59 13,23% 81,83%<br />

11 - 15 starfsmenn 39 8,74% 90,57%<br />

16 - 20 starfsmenn 13 2,91% 93,48%<br />

21 - 25 starfsmenn 7 1,57% 95,05%<br />

26 - 30 starfsmenn 6 1,35% 96,40%<br />

Fleiri 16 3,59% 100%<br />

Alls 446 100%<br />

Ísland allt árið | 25


Niðurstöður<br />

Alls sögðust tæp 5% ekki hafa haft neina starfsmenn á<br />

háönn <strong>um</strong>rætt ár, sem gefur til kynna að engin starfsemi<br />

hafi verið á þeim starfsstöðv<strong>um</strong> yfir s<strong>um</strong>armánuðina.<br />

Algengast var að einn til þrír starfsmenn væru starfandi<br />

yfir háönn, en það var svo hjá tæp<strong>um</strong> helmingi<br />

fyrirtækjanna eða 48,65%. Um 15% til viðbótar voru með<br />

á bilinu fjóra til fimm starfsmenn á <strong>um</strong>rædd<strong>um</strong> tíma<br />

og önnur 13% með sex til tíu starfsmenn. Uppsafnað<br />

hlutfall þeirra sem voru með 10 starfsmenn eða færri á<br />

háönn er því tæp 82%. Það hlutfall verður tæplega 91%<br />

ef teknir eru allir sem voru með 15 starfsmenn eða færri.<br />

Tæp 4% fyrirtækjanna voru með yfir 30 starfsmenn á<br />

háönn en því fer nærri að einn af hverj<strong>um</strong> tíu hafi verið<br />

með fleiri en 15 starfsmenn, eða 9,43%.<br />

26 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

10. Fjöldi starfsmanna á lágönn<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Engir starfsmenn 1 - 5 starfsmenn 6 - 15 starfsmenn Fleiri en 15<br />

starfsmenn<br />

Sp. 10: Hver var að jafnaði fjöldi starfsmanna í starfsstöð þinni / fyrirtæki á lágönn<br />

árið 2010? (júní - ágúst ekki meðtaldir)<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

Engir starfsmenn 84 18,79% 18,79%<br />

1 - 3 starfsmenn 277 61,97% 80,76%<br />

4 - 5 starfsmenn 33 7,38% 88,14%<br />

6 - 10 starfsmenn 24 5,37% 93,51%<br />

11 - 15 starfsmenn 9 2,01% 95,52%<br />

16 - 20 starfsmenn 5 1,12% 96,64%<br />

21 - 25 starfsmenn 3 0,67% 97,31%<br />

26 - 30 starfsmenn 6 1,34% 98,65%<br />

Fleiri 6 1,34% 100%<br />

Alls 447 100%<br />

Tæp 19% svarenda sögðust ekki hafa haft neina starfsmenn<br />

á lágönn, sem er tæplega þrefalt hærra hlutfall<br />

en á háönn.<br />

Þá var algengast að fyrirtæki væru með einn til þrjá<br />

starfsmenn á lágönn og uppsafnað hlutfall þeirra sem<br />

voru með þrjá eða færri starfsmenn á lágönn því <strong>um</strong><br />

81% en eins og áður kom fram var það hlutfall tæp 54%<br />

yfir háönn. Eins og sjá má í töflunni hér að framan voru<br />

tæp 94% fyrirtækjanna með 10 starfsmenn eða færri<br />

á lágönn og 95% með 15 eða færri. Þannig er hlutfall<br />

þeirra sem voru með fleiri en 15 starfsmenn á lágönn<br />

4,48%, sem er <strong>um</strong> helmingi lægra en það var á háönn.<br />

Ísland allt árið | 27


Niðurstöður<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Háönn<br />

Lágönn<br />

Á myndinni hér að ofan má sjá samanburð á töl<strong>um</strong> fyrir háönn og lágönn.<br />

28 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

11. Dreifing tekna eftir árstíð<strong>um</strong><br />

Þátttakendur voru beðnir að áætla hversu hátt hlutfall<br />

tekna sinna þeir öfluðu á hverri árstíð, þ.e. vori (apríl-<br />

maí), s<strong>um</strong>ri (júní-ágúst), hausti (september-nóvember)<br />

og vetri (janúar-mars/nóvember-desember).<br />

100%<br />

Hlutfall af svör<strong>um</strong><br />

80%<br />

60%<br />

40%<br />

20%<br />

0%<br />

20% eða minna 21 - 50% Minna en 50%<br />

Hlutfall tekna á vori af heildartekj<strong>um</strong><br />

Vor: apríl-maí<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 225 54,35% 54,35%<br />

11 - 20% 139 33,57% 87,92%<br />

21 - 30 % 31 7,49% 95,41%<br />

31 - 40% 12 2,90% 98,31%<br />

41 - 50% 0 0,00% 98,31%<br />

51 - 60% 3 0,72% 99,03%<br />

61 - 70% 1 0,24% 99,27%<br />

71 - 80% 1 0,24% 99,51%<br />

81 - 90% 1 0,24% 99,75%<br />

91 -100% 1 0,24% 100,00%<br />

Alls 414 100%<br />

Algengast var að þátttakendur segðu 10% eða minna af<br />

tekj<strong>um</strong> sín<strong>um</strong> koma inn á vori, eða rúmlega 54%. Rúmlega<br />

þriðjungur sagði á bilinu 11 til 20% tekna sinna koma<br />

inn að vori. Því sögðust <strong>um</strong> 88% aðspurðra fá 20% eða<br />

minna af sín<strong>um</strong> tekj<strong>um</strong> inn að vori. Aðeins lítið brot, eða<br />

1,68%, sagðist fá meira en helming tekna sinna inn á vori.<br />

Ísland allt árið | 29


Niðurstöður<br />

60%<br />

50%<br />

Hlutfall af svör<strong>um</strong><br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Minna en 30% 31 - 50% 51 - 70% Meira en 70%<br />

Hlutfall tekna á s<strong>um</strong>ri af heildartekj<strong>um</strong><br />

S<strong>um</strong>ar: júní – ágúst<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 7 1,64% 1,64%<br />

11 - 20% 11 2,57% 4,21%<br />

21 - 30 % 14 3,27% 7,48%<br />

31 - 40% 31 7,24% 14,72%<br />

41 - 50% 27 6,31% 21,03%<br />

51 - 60% 52 12,15% 33,18%<br />

61 - 70% 79 18,46% 51,64%<br />

71 - 80% 84 19,63% 71,27%<br />

81 - 90% 73 17,06% 88,33%<br />

91 -100% 50 11,68% 100,00%<br />

Alls 428 100%<br />

Algengast var að á bilinu 71 til 80% tekna viðkomandi<br />

fyrirtækja kæmu inn á s<strong>um</strong>ri, eða í tæp<strong>um</strong> 20% tilvika.<br />

Næstalgeng ast var að á bilinu 61 til 70% tekna kæmu<br />

inn á s<strong>um</strong>ri, í rúmlega 18% tilvika og litlu minna, 17%,<br />

sögðu 81 til 90% tekna fyrirtækisins koma inn að s<strong>um</strong>ri.<br />

Þá sögðu <strong>um</strong> 12% að frá 91 til 100% tekna kæmu inn að<br />

s<strong>um</strong>ri, og önnur 12% sögðu 51 til 60% tekna koma inn<br />

á tímabilinu. Uppsafnað hlutfall þeirra sem sögðu meira<br />

en 50% tekna koma inn að s<strong>um</strong>ri er því tæplega 79%. Þá<br />

sagði hátt í helmingur svarenda að meira en 70% tekna<br />

þeirra kæmi inn að s<strong>um</strong>ri, eða 48,37%. Loks er uppsafnað<br />

hlutfall þeirra sem sögðu meira en 80% tekna sinna<br />

koma inn að s<strong>um</strong>ri tæp 29%.<br />

Einungis lítið brot, eða 1,64%, sagði minna en 10%<br />

tekna sinna koma inn að s<strong>um</strong>ri og samtals 7,48% sögðu<br />

minna en 30% tekna sinna koma inn að s<strong>um</strong>ri.<br />

30 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

100%<br />

80%<br />

Hlutfall af svörm<br />

60%<br />

40%<br />

20%<br />

0%<br />

20% eða minna 21 - 50% Minna en 50%<br />

Hlutfall tekna á hausti af heildartekj<strong>um</strong><br />

Haust: sept. – nóv.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 225 55,42% 55,42%<br />

11 - 20% 137 33,74% 89,16%<br />

21 - 30 % 32 7,88% 97,04%<br />

31 - 40% 5 1,23% 98,27%<br />

41 - 50% 1 0,25% 98,52%<br />

51 - 60% 3 0,74% 99,26%<br />

61 - 70% 1 0,25% 99,51%<br />

71 - 80% 1 0,25% 99,76%<br />

81 - 90% 0 0,00% 99,76%<br />

91 -100% 1 0,25% 100,00%<br />

Alls 406 100%<br />

Langflestir sögðu að 20% eða minna af tekj<strong>um</strong><br />

þeirra kæmu inn á hausti, eða samtals rúm 89%.<br />

Tæplega 8% sögðu á bilinu 21 til 30% tekna sinna<br />

koma inn á hausti og því má sjá að innan við 3%<br />

svarenda sögðu meira en 30% tekna sinna koma<br />

inn að hausti.<br />

Ísland allt árið | 31


Niðurstöður<br />

100%<br />

Hlutfall af svör<strong>um</strong><br />

80%<br />

60%<br />

40%<br />

20%<br />

0%<br />

20% eða minna 21 - 50% Minna en 50%<br />

Hlutfall tekna á vetri af heildartekj<strong>um</strong><br />

Vetur: jan.-mars/nóv.-des.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0 - 10% 269 69,15% 69,15%<br />

11 - 20% 68 17,48% 86,63%<br />

21 - 30 % 32 8,23% 94,86%<br />

31 - 40% 12 3,08% 97,94%<br />

41 - 50% 2 0,51% 98,45%<br />

51 - 60% 3 0,77% 99,22%<br />

61 - 70% 0 0,00% 99,22%<br />

71 - 80% 2 0,51% 99,73%<br />

81 - 90% 0 0,00% 99,73%<br />

91 -100% 1 0,26% 100,00%<br />

Alls 389 100%<br />

Meira en tveir þriðju svarenda sögðu 10% eða minna af<br />

tekj<strong>um</strong> sins fyrirtækis koma inn á vetri, og rúmlega 17%<br />

sögðu á bilinu 11 til 20% tekna koma á þeim tíma.<br />

Tæp 87% segja því 20% eða minna af tekj<strong>um</strong><br />

fyrirtækisins koma inn að vetri og tæp 95% segja 30%<br />

eða minna koma inn á vetri. Aðeins brot af svarend<strong>um</strong><br />

segir að meira en 50% tekna komi inn að vetri, eða<br />

1,54%.<br />

Af öll<strong>um</strong> árstíðun<strong>um</strong> segja flestir að 10% eða minna<br />

af sín<strong>um</strong> tekj<strong>um</strong> komi inn á vetri eða <strong>um</strong> 69%.<br />

32 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

12. Fé varið í markaðs- og sölustarf<br />

50%<br />

45%<br />

40%<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

100 þúsund eða<br />

minna<br />

101 - 500 þúsund 501 þús. - 3<br />

milljónir<br />

Meira en 3<br />

milljónir<br />

Sp. 12: Hversu miklu fé telur þú að fyrirtækið hafi varið til markaðs- og sölustarfs á árinu2010?<br />

Dæmi <strong>um</strong> þetta eru útgjöld vegna hönnunar, prentunar, birtinga, þátttöku í ráðstefn<strong>um</strong> og almenns sölustarfs<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Uppsafnað hlutfall<br />

0-100 þús 94 21,22% 21%<br />

101-500 þús 190 42,89% 64%<br />

501-1000 þús 70 15,80% 80%<br />

1-3 milljónir 48 10,84% 91%<br />

3-5 milljónir 17 3,84% 95%<br />

5-10 millljónir 10 2,26% 97%<br />

Meira en 10 mill. 14 3,16% 100%<br />

Alls 443 100%<br />

Svarendur voru beðnir að greina frá því hversu miklu<br />

fé þeirra fyrirtæki hefði varið í markaðs- og sölustarf á<br />

árinu 2010, og voru útgjöld vegna hönnunar, prentunar,<br />

birtinga, þátttöku í ráðstefn<strong>um</strong> og almenns sölustarfs<br />

tilgreind sem dæmi <strong>um</strong> slíkan kostnað.<br />

Algengasta svar var að fyrirtækið hefði eytt á bilinu<br />

101 til 500 þúsund krón<strong>um</strong> á <strong>um</strong>ræddu ári, en tæp 43%<br />

gáfu það svar.<br />

Næstalgengast var að 100 þúsund krón<strong>um</strong> eða<br />

minna hefði verið varið í slíkt starf. Hlutfallið lækkaði svo<br />

eftir því sem tilgreint verðbil hækkaði, niður í 2,26% sem<br />

höfðu varið á bilinu 5 til 10 milljón<strong>um</strong>, fyrir utan hæsta<br />

verðbilið, 10 milljónir eða meira. Alls 14 fyrirtækjanna<br />

eyddu meira en 10 milljón<strong>um</strong>, eða 3,16%.<br />

Uppsafnað hlutfall þeirra sem eyddu 500 þúsund<br />

krón<strong>um</strong> eða minna er 64% og 80% svarenda eyddu<br />

einni milljón eða minna. Þar af leiðir að einungis fimmtungur<br />

fyrirtækjanna varði meira en milljón krón<strong>um</strong> í<br />

markaðs- og sölustarf, en rúmlega 5% eyddu meira en<br />

fimm milljón<strong>um</strong>.<br />

Ísland allt árið | 33


Niðurstöður<br />

Fé varið í markaðsstarf eftir starfsaldri fyrirtækis<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Innan við ár 1 - 5 ár 6 - 10 ár Meira en 10 ár<br />

100 þúsund eða minna 101-500 þúsund 501 þús. - 3 milljónir Meira en 3 milljónir<br />

Fé varið í markaðsstarf<br />

Starfsaldur 100 þúsund 101 - 500 501 þús. - Meira en<br />

fyrirtækis eða minna þúsund 3 milljónir 3 milljónir<br />

Innan við ár 28,6% 71,4% 0,0% 0,0%<br />

1 - 5 ár 18,9% 48,4% 27,7% 5,0%<br />

6 - 10 ár 27,5% 35,0% 23,8% 13,8%<br />

Meira en 10 ár 20,4% 40,8% 27,6% 11,2%<br />

Sé því gefinn sérstakur ga<strong>um</strong>ur hversu miklu fyrirtæki<br />

verja í markaðssetningu eftir því hversu lengi þau hafa<br />

starfað má sjá að ekkert þeirra fyrirtækja sem hafa starfað<br />

í minna en ár verja meira en 500 þúsund krón<strong>um</strong> til<br />

markaðsmála. Þó skal athuga að einungis níu fyrirtæki<br />

tilheyra þeim hópi í heild.<br />

Á meðal þeirra fyrirtækja sem hafa starfað í 1-5 ár<br />

(160 fyrirtæki) var algengast að á bilinu 101-500 þúsund<br />

krón <strong>um</strong> hafi verið varið í markaðsstarf.<br />

Sama upphæð er algengust hjá fyrirtækj<strong>um</strong> sem<br />

hafa starfað í 6 til 10 ár (81 fyrirtæki) eða leng ur en 10<br />

ár (199 fyrirtæki).<br />

34 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Fé varið í markaðsstarf eftir tegund fyrirtækis<br />

50%<br />

45%<br />

40%<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Gistiþjónusta Veitingaþjónusta Afþreying Ferðaskrifstofa /<br />

ferðaskipuleggjandi<br />

100 þúsund eða minna 101-500 þúsund 501 þús. - 3 milljónir Meira en 3 milljónir<br />

Fé varið í markaðsstarf<br />

Tegund 100 þúsund 101-500 501 þús. - Meira en<br />

fyrirtækis eða minna þúsund 3 milljónir 3 milljónir<br />

Gistiþjónusta 27,4% 46,1% 21,3% 5,2%<br />

Veitingaþjónusta 11,7% 43,0% 38,3% 7,0%<br />

Afþreying 9,2% 40,5% 38,9% 11,5%<br />

Ferðaskrifstofa / ferðaskipuleggjandi 14,1% 35,4% 34,3% 16,2%<br />

Ef upphæð fjár sem varið er í markaðssetningu er skoðuð<br />

eftir þeim fjór<strong>um</strong> tegund<strong>um</strong> fyrirtækja sem algengust<br />

eru meðal svaranda sbr. könnuninni, má sjá að hjá<br />

öll<strong>um</strong> hóp<strong>um</strong> er algengast að varið sé á bilinu 101 til 500<br />

þúsund krón<strong>um</strong> til markaðsstarfs.<br />

Hlutfall þeirra sem verja 100 þúsund krón<strong>um</strong> eða<br />

minna í markaðsstarf er hæst hjá fyrirtækj<strong>um</strong> í gistiþjónustu<br />

og sömu sögu er að segja með hlutfall þeirra sem<br />

eyða á bilinu 101 til 500 þúsund í markaðsstarf.<br />

Hlutfall þeirra sem verja á bilinu 501 þúsund til 3<br />

milljón<strong>um</strong> er hæst hjá fyrirtækj<strong>um</strong> sem sinna afþrey ingu<br />

og veitinga þjónustu. Hlutfall þeirra sem verja meira en 3<br />

milljón<strong>um</strong> er svo hæst hjá ferðaskrifstof<strong>um</strong> og ferðaskipuleggjend<strong>um</strong><br />

en lægst hjá aðil<strong>um</strong> í gistiþjón ustu.<br />

Ísland allt árið | 35


Niðurstöður<br />

Fé varið í markaðsstarf eftir <strong>um</strong>svif<strong>um</strong> fyrirtækja<br />

50,0%<br />

40,0%<br />

30,0%<br />

20,0%<br />

10,0%<br />

0,0%<br />

100 þúsund eða minna 101-500 þúsund 501 þús. - 3 milljónir Meira en 3 milljónir<br />

Lítil fyrirtæki Miðlungsstór fyrirtæki Stór fyrirtæki<br />

Fé varið í markaðsstarf eftir gestafjölda fyrirtækja<br />

Tegund 100 þúsund 101-500 501 þús. - Meira en<br />

fyrirtækis eða minna þúsund kr. 3 milljónir kr. 3 milljónir kr.<br />

Lítil fyrirtæki (500 eða færri gestir) 37,4% 47,5% 13,7% 1,4%<br />

Miðlungsstór fyrirtæki (501 til 4.000 gestir) 20,1% 45,8% 27,8% 6,3%<br />

Stór fyrirtæk i(fleiri en 4000 gestir) 6,8% 34,5% 38,5% 20,3%<br />

Taflan að ofan sýnir hversu miklu fyrirtæki eyddu í<br />

markaðsstarf á árinu 2010, sundurliðað eftir <strong>um</strong>svif<strong>um</strong><br />

fyrirtækja.<br />

Fyrirtækjun<strong>um</strong> er skipt niður í þrjá hópa, lítil (500<br />

eða færri gestir), miðlungsstór (501 til 4.000 gestir) og<br />

stór (fleiri en 4.000 gestir), eftir fjölda gesta sem þau<br />

fengu til sín árið 2010. Sbr. spurningu 7 tilheyrir <strong>um</strong> það<br />

bil þriðjungur fyrirtækja þátttakenda hverj<strong>um</strong> þessara<br />

hópa.<br />

Eins og sjá má eyðir mikill meirihluti litlu fyrirtækjanna<br />

minna en 500 þúsund í markaðssstarf á ári (samtals<br />

85%). Hjá miðlungsstóru fyrirtækjun<strong>um</strong> vörðu 80%<br />

meira en 100 þúsund krón<strong>um</strong> í markaðsstarf en flestir á<br />

bilinu 101 til 500 þúsund, eða 46%.<br />

Fimmtungur stærstu fyrirtækjanna vörðu meira en<br />

3 milljón<strong>um</strong> í markaðsstarf en <strong>um</strong> 93% eyddu meira en<br />

100 þús und krón<strong>um</strong>.<br />

Nokkuð svipað hlutfall, á milli 30 og 40%, vörðu 101<br />

til 500 þúsund krón<strong>um</strong> annars vegar og 501 þúsund til 3<br />

milljón<strong>um</strong> króna í markaðsstarf.<br />

36 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

13. Starfsemi utan háannatíma<br />

Nei;<br />

12,81%<br />

Já; 87,19%<br />

Sp. 13. Tók fyrirtækið á móti gest<strong>um</strong> utan háannatíma árið 2010?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Já 388 87,19%<br />

Nei 57 12,81%<br />

Alls 445 100%<br />

Mikill meirihluti aðspurðra sagði sitt fyrirtæki taka á móti<br />

gest<strong>um</strong> utan háannatíma, eða rúm 87%. Alls sögðu 57,<br />

eða 13%, fyrirtæki sitt ekki taka á móti gest<strong>um</strong> utan<br />

háannatíma. Athyglisvert er að bera þá niðurstöðu saman<br />

við svör við spurning<strong>um</strong> <strong>um</strong> fjölda starfsmanna hjá<br />

fyrirtækjun<strong>um</strong> utan háannatíma, en þar sögðust tæp<br />

19%, eða 84, ekki hafa neina starfsmenn utan háannar.<br />

Þó voru svarendur beðnir að telja sjálfa sig með sem<br />

starfsmenn.<br />

Ísland allt árið | 37


Niðurstöður<br />

14a. Ráðstafanir sem gripið var til á lágönn<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Starfsfólki var<br />

fækkað<br />

Starfsemi var<br />

lokað<br />

tímabundið<br />

Opnunartími<br />

var styttur<br />

Farið var í<br />

annan rekstur<br />

Annað hvað?<br />

Sp. 14a: Var gripið til einhverra eftirtalinna ráðstafanna á lágönn 2010?<br />

Merkja má við fleiri en einn möguleika.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Starfsfólki var fækkað 192 53,78%<br />

Starfsemi var lokað tímabundið 97 27,17%<br />

Opnunartími var styttur 90 25,21%<br />

Farið var í annan rekstur 37 10,36%<br />

Annað hvað? 84 23,53%<br />

Alls 500 100%<br />

Meira en helmingur aðspurðra, tæp 54%, sögðu að<br />

starfs fólki hefði verið fækkað yfir lágönn í þeirra fyrirtæki.<br />

Þá sagði fjórðungur að opnunartími hefði verið syttur<br />

og <strong>um</strong> 27% sögðu að starfseminni hefði verið lokað<br />

tímabundið. Þá sögðust rúmlega einn af hverj<strong>um</strong> tíu<br />

hafa snúið sér að öðr<strong>um</strong> rekstri yfir lágönn. Þá skal hafa<br />

í huga að svarendur gátu valið fleiri en einn svarmöguleika.<br />

Alls völdu 23,53% kostinn annað, aðspurðir <strong>um</strong><br />

hvaða ráðstafana þeir gripu til á lágönn.<br />

38 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Annað (samtals 23,53%)<br />

Svar Fjöldi Hlutfall Hlutfall af heild<br />

Ekkert/á ekki við 7,8% 29 34,52% 8,12%<br />

Fást við annað 7,8% 27 32,14% 7,56%<br />

Lokað 2,5% 9 10,71% 2,52%<br />

Dregið úr <strong>um</strong>svif<strong>um</strong> 3,4% 12 14,29% 3,36%<br />

Aðrar áherslur 2% 7 8,33% 1,96%<br />

Samtals 84 100,00% 23,53%<br />

Annað (samtals 23,53%)<br />

Aðrar<br />

áherslur<br />

2%<br />

Dregið úr <strong>um</strong>svif<strong>um</strong><br />

3,4%<br />

Lokað 2,5%<br />

Ekkert/á ekki við<br />

7,8%<br />

Fást við annað 7,8%<br />

Meira en þriðjungur þeirra sem kusu að tilgreina annað<br />

en þá valkosti sem í boði voru sagði að ekki hefði<br />

verði gripið til neinna ráðstafana eða þá að spurningin<br />

ætti ekki við, sem má líklega túlka sem að ekki hafi verið<br />

gripið til neinna ráðstafana.<br />

Einnig skal þó vakin athygli á því að einungis 357<br />

einstaklingar svöruðu þessari spurningu, af þeim 451<br />

sem í heild svöruðu könnuninni.<br />

Ef dregin væri sú ályktun að þeir sem létu spurningunni<br />

ósvarað hafi gert svo vegna þess að þeir hafi ekki<br />

gripið til ráðstafana (94 einstaklingar) og þeim fjölda<br />

bætt við þá 29 sem tilgreindu hér að þeir hefðu ekki<br />

gripið til ráðstafana, mætti áætla að alls 123 fyrirtækjanna<br />

sem svarendur störfuðu hjá hafi ekki gripið til<br />

ráðstafana, eða rúm 27% alls.<br />

Annað algengt svar var að viðkomandi fengist við<br />

annað á lágönn. Alls sögðu 27 einstaklingar það, sem<br />

samsvarar tæp<strong>um</strong> 8% af heild. Af þeim sögðust 15<br />

stunda annan rekstur (t.d. búskap) og 12 sögðust starfa<br />

annars staðar.<br />

Alls sögðu 9 einstaklingar að þeirra fyrirtæki lokaði<br />

yfir lágönn, samtals 2,5% af heild, þó svo að svarend<strong>um</strong><br />

hafi boðist að haka við þann kost fremur en að velja að<br />

tilgreina annað.<br />

Þá sögðust 12 hafa dregið úr <strong>um</strong>svif<strong>um</strong> með ýms<strong>um</strong><br />

hætti, t.d. með því að bjóða færri gistirými, opna aðeins<br />

við sérstök tækifæri og að minnka framboð á þjónustu.<br />

Loks sögðust 2% af heildinni, 7 einstaklingar, breyta<br />

áhersl<strong>um</strong> sín<strong>um</strong>, t.d. með því að reyna að höfða til<br />

Íslendinga með markaðssetningu og að taka á móti<br />

árs hátíðarhóp<strong>um</strong> eða bjóða upp á öðruvísi afþreyingu<br />

tengda árstíðinni.<br />

Ísland allt árið | 39


Niðurstöður<br />

14b. Þjóðerni gesta<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Sp. 14b: Hvaðan voru þeir ferðamenn sem nýttu þjónustuna helst utan háannar á árinu 2010?<br />

Þú getur merkt við fleiri en eitt atriði.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Ísland 227 55,23%<br />

Norðurlönd 122 29,68%<br />

Þýsk<strong>um</strong>ælandi lönd 154 37,47%<br />

Bretland 137 33,33%<br />

Frakkland 102 24,82%<br />

Benelux löndin 64 15,57%<br />

Ítalía og Spánn 67 16,30%<br />

Önnur Evrópulönd 64 15,57%<br />

Norður-Ameríka 102 24,82%<br />

Annað 38 9,25%<br />

Alls 1077 100%<br />

40 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Annað (samtals 9,25%)<br />

4,0%<br />

3,0%<br />

2,0%<br />

1,0%<br />

0,0%<br />

Í töflunni hér á undan má sjá að meirihluti þátttakanda<br />

tók við gest<strong>um</strong> frá Íslandi, eða 55%. Næstalgengasti<br />

hópurinn var Þjóðverjar, rúm 37%, og því næst Bretar<br />

(33%) og Norrænir ferðamenn (29%).<br />

Um 40% þeirra sem kusu að gefa upp annan valkost<br />

sögðu að spurningin ætti ekki við, t.d. vegna þess að<br />

ekki væri opið utan háannar. Meira en þriðjungur þeirra<br />

sem gáfu upp önnur lönd, <strong>um</strong> 3,4% af heild, nefndu til<br />

lönd í Asíu. Flestir þeirra nefndu þá Japan, Indland og<br />

Kína, en einnig nefndu <strong>um</strong> þriðjungur þeirra lönd í Mið-<br />

Austurlönd<strong>um</strong>.<br />

Einn af hverj<strong>um</strong> tíu sem tilgreindu önnur lönd, <strong>um</strong><br />

1% af heild, nefndi til Ástralíu eða Nýja-Sjáland. Um<br />

fimmt ungur þeirra sem kaus að nefna önnur þjóðerni,<br />

tæp 2% af heild, nefndi svo Rússland, Grænland, Færeyjar<br />

og Kanada, lönd sem falla undir flokkana sem voru í<br />

boði og skiptist það nokkuð jafnt á milli annarra Evrópulanda,<br />

Norðurlanda og Norður-Ameríku.<br />

Ísland allt árið | 41


Niðurstöður<br />

14c. Meginaðdráttarafl utan háannar<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Sp. 14c: Hvert var meginaðdráttarafl starfsemi þinnar utan háannar á árinu 2010?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Náttúra 89 28%<br />

Íslensk menning og söfn 43 14%<br />

Afþreying 31 10%<br />

Gisting 25 8%<br />

Veitingar 22 7%<br />

Hópar/hvataferðir 22 7%<br />

Á ekki við 19 6%<br />

Staðsetning 17 5%<br />

Góð þjónusta 17 5%<br />

Þjónusta við vinn<strong>um</strong>enn 12 4%<br />

Fræðsla 11 3%<br />

Verð 10 3%<br />

Ró og næði 10 3%<br />

42 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Svarendur voru með opinni spurningu beðnir að tilgreina<br />

hvað hefði verið meginaðdráttarafl starfsemi þeirra<br />

utan há annar árið 2010.<br />

Alls svöruðu 318 spurningunni og nefndu margir<br />

nokkur atriði. Algengasta svar var náttúran en <strong>um</strong><br />

28% nefndu hluti henni tengdri, eða alls 89. Af þeim<br />

nefndi <strong>um</strong> fjórðungur norðurljósin, og <strong>um</strong> 15% þeirra<br />

sem nefndu náttúruna nefndu jöklaferðir. Meðal annarra<br />

náttúrutengdra hluta sem svarendur nefndu voru<br />

fuglaskoðanir, jarðböð, hellar og almenn vetrarfegurð.<br />

Um 14% nefndu ýmsa menningartengda starfsemi<br />

á borð við söfn og sýningar. Meðal þess sem þar var<br />

nefnt var íslenskt handverk, saga, tónlistarviðburðir en<br />

einnig íslenskar hefðir á borð við réttir.<br />

Alls 31 eða <strong>um</strong> 10% sögðu þá afþreyingu sem boðið<br />

var upp á hafa verið helst aðdráttaraflið. Dæmi <strong>um</strong><br />

afþreyingu sem nefnd voru eru t.d. jeppaferði, göngferðir,<br />

hestaferðir, veiði og ýmis útivist.<br />

Tæplega 8% nefndu gistingu sem meginaðdráttarafl.<br />

Flestur skýrðu ekki nánar frá því hvað það væri við<br />

gistinguna sem gerði hana að aðdráttarafli en nokkrir<br />

tilgreindu t.d. gistingu í sérstök<strong>um</strong> aðstæð<strong>um</strong>.<br />

Veitingasala var meginaðdráttarafl hjá 7% svarenda.<br />

Sama hlutfall sagði að meginaðdráttaraflið væri þjónusta<br />

við ýmsa hópa, nefndu þá margir hvataferðir, ýmsa<br />

fundi og ráðstefnur jafnvel veislur.<br />

Þeir sem ekki eru með starfsemi utan háannatíma<br />

voru stærstur hluti þeirra sem sögðu spurninguna ekki<br />

eiga við en það voru alls 6%. Önnur svör voru til dæmis<br />

að þjónustan væri sú sama og á háönn og að ekkert<br />

meginaðdráttarafl væri.<br />

Aðrir hlutir sem nefndir voru í á bilinu 3 til 5% tilvika<br />

voru almenn gæði þjónustu, staðsetning (t.d. nánd<br />

við Reykjavík), þjónusta við fólk sem starfaði á nálæg<strong>um</strong><br />

svæð<strong>um</strong> (t.d. í nánd við stóriðju), fræðsla (t.d. móttaka<br />

skólahópa), gott verð og ró og næði. Hlutir sem nefndir<br />

voru í minna en 3% tilvika voru til dæmis borgarmenning,<br />

fjölskyldustemning og búskapur.<br />

Ísland allt árið | 43


Niðurstöður<br />

14d. Mánuðir sem tekið var á móti gest<strong>um</strong><br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Sp. 14d: Merkið við þá mánuði ársins sem fyrirtækið tók á móti gest<strong>um</strong> á árinu 2010.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Allt árið 263 60,05%<br />

Janúar 20 4,57%<br />

Febrúar 36 8,22%<br />

Mars 59 13,47%<br />

Apríl 83 18,95%<br />

Maí 127 29,00%<br />

Júní 169 38,58%<br />

Júlí 167 38,13%<br />

Ágúst 171 39,04%<br />

September 129 29,45%<br />

Október 75 17,12%<br />

Nóvember 40 9,13%<br />

Desember 34 7,76%<br />

Alls 1373 100%<br />

44 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Heildarfjöldi þeirra sem tóku á móti<br />

gest<strong>um</strong> í hverj<strong>um</strong> mánuði<br />

100%<br />

80%<br />

60%<br />

40%<br />

20%<br />

0%<br />

Eins og sjá má tóku flestir á móti gest<strong>um</strong> allt árið, eða<br />

rúm 60%. Af þeim 263 sem sögðust starfa allt árið voru<br />

alls sex aðilar sem einnig hökuðu við aðra kosti, og fjórir<br />

þeirra hökuðu einfaldlega við alla mánuðina og svör<br />

þeirra hafa því ekki áhrif á hlutfallslega skiptingu þeirra<br />

sem hökuðu við aðra mánuði. Það eru því aðeins svör<br />

tveggja sem geta skekkt niðurstöðuna vegna þessa.<br />

Alls svöruðu 438 spurningunni. Alls sögðust á bilinu<br />

38-39% þátttakenda taka á móti gest<strong>um</strong> í maí, júní og<br />

júli, hverj <strong>um</strong> mánuði <strong>um</strong> sig. Sé það hlutfall lagt saman<br />

við þá sem taka við gest<strong>um</strong> allt árið sést að á bilinu 98-<br />

99% taka á móti gest<strong>um</strong> yfir s<strong>um</strong>armánuðina.<br />

Næst<strong>um</strong> því jafnmargir sögðust taka á móti gest<strong>um</strong><br />

í maí og í september, eða <strong>um</strong> 29%. Sé það hlutfall lagt<br />

saman við þá sem taka við gest<strong>um</strong> allt árið sést að <strong>um</strong><br />

89% svarenda taka við gest<strong>um</strong> á þess<strong>um</strong> mánuð<strong>um</strong> í<br />

kring<strong>um</strong> háönn.<br />

Sé litið ein<strong>um</strong> mánuði lengra frá háönn í báðar áttir,<br />

á apríl og október, lækkar hlutfallið töluvert en tæp 19%<br />

sögðust taka á móti gest<strong>um</strong> í apríl og rúm 17% í október.<br />

Sé það lagt saman við þá sem taka við gest<strong>um</strong> allt árið<br />

sést að <strong>um</strong> 79% taka á móti gest<strong>um</strong> í apríl og <strong>um</strong> 77% í<br />

október.<br />

Á myndinni hér að ofan hafa svör þeirra sem hökuðu<br />

við bæði „allt árið“ og einstaka mánuði verið leiðrétt og<br />

þeim sem sögðu allt árið bætt við fjölda þeirra sem<br />

hökuðu við einstaka mánuði, til að sjá betur hversu<br />

marg ir tóku á móti gest<strong>um</strong> í heildina í hverj<strong>um</strong> mánuði.<br />

Ísland allt árið | 45


Niðurstöður<br />

14e. Hvað var aðhafst á þeim tíma sem fyrirtækið starfaði ekki?<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Sp. 14e: Hvað gerðir þú þann tíma sem fyrirtækið þjónaði ekki / tók ekki á móti gest<strong>um</strong> á árinu 2010?<br />

Þú getur merkt við fleiri en eitt atriði.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Sinnti ýmiskonar viðhaldi sem tengist starfseminni 198 54,70%<br />

Sinnti markaðssetningu á starfseminni 188 51,93%<br />

Sinnti nýsköpun og vöruþróun 122 33,70%<br />

Var launþegi annarsstaðar 102 28,18%<br />

Var í annarskonar rekstri 90 24,86%<br />

Sótti mér fræðslu og menntun 90 24,86%<br />

Naut frítímans 71 19,61%<br />

Annað, hvað? 47 12,98%<br />

Var á atvinnuleysisskrá 9 2,49%<br />

Alls 917 100%<br />

Alls svöruðu 362 spurningunni. Svarendur máttu merkja<br />

við fleiri en einn valkost. Tæp 55% sögðust sinna ýmis<br />

konar viðhaldi sem tendist starfseminni og litlu færri<br />

sögðust sinna markaðssetningu.<br />

Rúmur þriðjungur sinnti nýsköpun og vöruþróun<br />

og <strong>um</strong> 28% unnu annars staðar. Þá var <strong>um</strong> fjórðungur<br />

með annars konar rekstur og sama hlutfall sótti<br />

sér fræðslu og menntun. Tæpur fimmtungur naut frítímans<br />

en einungis fáir, <strong>um</strong> 2,5% fóru á atvinnuleysisskrá.<br />

Af þeim 47 sem kusu að tilgreina annað sögðu alls<br />

20 að spurningin ætti ekki við, t.d. vegna þess að þeir<br />

væru með starfsemi allt árið. Af hin<strong>um</strong> 27 tilgreindu 17<br />

atriði sem flokka hefði mátt með fyrrgreind<strong>um</strong> flokk<strong>um</strong><br />

en alls 10 nefndu önnur atriði; átta sögðust hafa unnið<br />

að undirbúningi háannar eða unnið nauðsynlega bakgrunnsvinnu<br />

og tveir voru ellilífeyrisþegar.<br />

46 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Annað (alls 12,98%)<br />

Sinntu<br />

viðhaldi<br />

1,1%<br />

Á ekki við 5,5%<br />

Voru í öðr<strong>um</strong><br />

rekstri 2,2%<br />

Nýttu frítímann<br />

0,6%<br />

Voru launþegar<br />

0,8%<br />

Sinntu<br />

undirbúningi 2,2%<br />

Ellilífeyrisþegar<br />

0,6%<br />

Séu svör<strong>um</strong> þeirra sem tilgreindu annað, en hefðu getað<br />

valið einn af fyrirliggjandi kost<strong>um</strong>, bætt við þá sem<br />

hökuðu við fyrirliggjandi kosti, myndu niðurstöðurnar<br />

líta út eins og á töflunni hér fyrir neðan.<br />

Hvað gerðir þú þann tíma sem fyrirtækið þjónaði ekki? (þeim sem sögðu „annað“ hefur<br />

verið bætt við)<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Sinnti markaðssetningu á starfseminni 188 51,9%<br />

Sinnti ýmiskonar viðhaldi sem tengist starfseminni 202 55,8%<br />

Sinnti nýsköpun og vöruþróun 122 33,7%<br />

Var í annarskonar rekstri 98 27,1%<br />

Naut frítímans 73 20,2%<br />

Var launþegi annarsstaðar 105 29,0%<br />

Var á atvinnuleysisskrá 9 2,5%<br />

Sótti mér fræðslu og menntun 90 24,9%<br />

Sinnti undirbúningi 8 2,2%<br />

Ellilífeyrisþegi 2 0,6%<br />

Á ekki við 20 5,5%<br />

Alls 917 100,0%<br />

Ísland allt árið | 47


Niðurstöður<br />

14f. Lenging starfstíma<br />

Telur þú raunhæft að lengja starfstímann ár hvert?<br />

Nei<br />

33%<br />

Já<br />

67%<br />

Sp. 14f: Telur þú raunhæft að lengja starfstíma fyrirtækisins ár hvert frá því sem nú er?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Já 277 66,75%<br />

Nei 138 33,25%<br />

Alls 415 100%<br />

Um tveir þriðju svarenda sögðust telja raunhæft<br />

að lengja árlegan starfstíma hjá sínu fyrirtæki en<br />

<strong>um</strong> þriðjungur taldi svo ekki vera. Svör voru alls<br />

415.<br />

48 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Viðhorf til möguleika á lengingu starfstíma eftir landshluta<br />

100%<br />

80%<br />

60%<br />

40%<br />

20%<br />

Já<br />

Nei<br />

0%<br />

Telur þú raunhæft að lengja starfstíma fyrirtækisins ár hvert frá því sem nú er?<br />

(svör flokkuð eftir landshluta)<br />

Já<br />

Nei<br />

Landsvæði Fjöldi alls: Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall<br />

Vestfirðir 43 34 79,07% 9 20,93%<br />

Suðurland 94 69 73,40% 25 26,60%<br />

Höfuðborgarsvæðið 100 73 73,00% 27 27,00%<br />

Norðurland 108 70 64,81% 38 35,19%<br />

Austurland 55 33 60,00% 22 40,00%<br />

Vesturland 43 25 58,14% 18 41,86%<br />

Reykjanes 18 9 50,00% 9 50,00%<br />

Taflan að ofan sýnir viðhorf þátttakenda til þess hvort<br />

hægt sé að lengja starfstíma þeirra fyrirtækis og eru<br />

svörin sundur liðuð eftir landsvæði sem viðkomandi<br />

starf ar á. Þar sést að aðilar hjá fyrirtækj<strong>um</strong> á Vestfjörð<strong>um</strong><br />

eru bjartsýnasir í þess<strong>um</strong> efn<strong>um</strong>. Þar telja nær 30 prósentustig<strong>um</strong><br />

fleiri að lenging starfstíma síns fyrirtækis sé<br />

raunhæf en á Reykjanesi þar sem helmingur telur það<br />

raunhæft.<br />

Skammt á hæla Vestfjarða eru Suðurland og höfuðborgarsvæðið<br />

en minni bjartsýni gætir á Norðurlandi,<br />

Vesturlandi og Austurlandi, þó allstaðar telji helmingur<br />

eða fleiri að <strong>um</strong> raunhæft markmið sé að ræða.<br />

Ísland allt árið | 49


Niðurstöður<br />

14g. Hvað þarf til að hægt sé að lengja starfstímann?<br />

40%<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Sp. 14g: Hvað þarf til svo af því verði?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Aukna markaðssetningu 97 35,14%<br />

Fleiri gesti á svæðið 34 12,32%<br />

Bættar samgöngur 33 11,96%<br />

Aukna þjónust/afþreyingu 21 7,61%<br />

Bætta aðstöðu 21 7,61%<br />

Samvinnu 21 7,61%<br />

Breytt hugarfar 19 6,88%<br />

Lengja háönn 14 5,07%<br />

Fjármagn 14 5,07%<br />

Breyttar reglur/stjórnvöld 6 2,17%<br />

Starfsfólk 4 1,45%<br />

Betra veður 3 1,09%<br />

Lægri verð 2 0,72%<br />

Á ekki við 25 9,06%<br />

50 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Þátttakend<strong>um</strong> gafst kostur á að svara með eigin orð<strong>um</strong><br />

þeirri spurningu hvað þyrfti til að hægt væri að lengja<br />

starfstíma þeirra fyrirtækis og svöruðu alls 276 manns.<br />

Margir tilgreindu fleira en eitt atriði.<br />

Algengast var að þátttakendur teldu aukna markaðs<br />

setningu þurfa til, en alls svöruðu 35,14% því til.<br />

Flest ir tilgreindu ekki sérstaklega hvernig þeir vildu auka<br />

markaðssetningu en þeir sem komu með frekari lýsingar<br />

vildu til dæmis auka markaðssetningu á jaðarsvæð<strong>um</strong><br />

(ekki bara á algengustu ferðamannastöðun<strong>um</strong>), og að<br />

markaðssetja sérstaklega hluti tengda vetrin<strong>um</strong>, svo<br />

sem norðurljósin, stjörnur og myrkur.<br />

Rúm 12% sögðu að til að lengja opnunartímann ár<br />

hvert þyrftu að koma til fleiri gestir á þeirra svæði. Var þar<br />

til dæmis nefnt á að fá vetrarferðamenn til að gista meira<br />

utan höfuðborgarsvæðisins, til dæmis þar sem hægt er<br />

að skoða jökla, fara á skíði og njóta jarðbaða.<br />

Tæp 12% sögðu bættar samgöngur þurfa til. Þar var<br />

ekki einungis átt við bætt vegasamband heldur einnig<br />

flugsamgöngur. Til dæmis nefndu þó nokkrir að reyna<br />

ætti að fá ferðamenn til að fljúga beint til Akureyrar í stað<br />

þess að lenda í Keflavík en til þess skorti framboð á flugi.<br />

Þá kom fram að flugsamgöngur innanlands yrðu að vera<br />

áreiðanlegar.<br />

Tæp 8% sögðu að auka þyrfti framboð á afþreyingu<br />

og þjónustu á þeirra svæði til að laða að fleiri ferðamenn.<br />

Meðal þess sem var nefnt var ýmis menningarstarfsemi<br />

og einnig ýmsar ferðir tengdar jöklaferð<strong>um</strong> og iðkun<br />

vetraríþrótta, til dæmis. Þá var einnig talað <strong>um</strong> að gæta<br />

þyrfti þess að hafa opið á gistiheimil<strong>um</strong> og veitingastöð<strong>um</strong><br />

yfir lágönn.<br />

Sama hlutfall sagði bætta aðstöðu þurfa til. Var þar<br />

talið til allt frá því að byggja þyrfti upp húsnæði og<br />

fjárfesta í tækja búnaði, til bættrar internettengingar og<br />

aðstöðu fyrir ferðaþjónustuaðila til að sinna störf<strong>um</strong> sín<strong>um</strong>.<br />

Einnig sögðu tæp 8% að auka þyrfti samvinnu<br />

í geiran<strong>um</strong>. Var þar jafnt átt við samvinnu á milli aðila<br />

á viðkomandi svæði, samstarf við ferðaskrifstofur og<br />

sam starf stofnana og ferðaþjónustuaðila <strong>um</strong> átak<br />

vetrarferða þjónustu. Var þá oft minnst á samstarf í markaðssetningu.<br />

Tæp 7% svöruðu því til að breytt hugarfar þyrfti í<br />

greininni. Þau svör voru oft svipuð og hjá þeim sem kölluðu<br />

á aukna samvinnu því mikið var talað <strong>um</strong> að auka<br />

þyrfti á almenna samstöðu. Til dæmis þyrftu fyrirtæki<br />

að standa saman í því að hafa opið utan háannar, vera<br />

þolinmóð og sýna áræðni og þor. Þá þyrfti að fá fólk til<br />

að taka frí á veturna líka en ekki bara s<strong>um</strong>rin.<br />

Um 5% sögðu að reyna þyrfti að lengja háönn. Var<br />

þar ýmist átt við að láta hana hefjast fyrr á vorin og enda<br />

síðar á haustin, en einnig að reyna almennt að gera<br />

vetrar tímann að meiri annatíma. Sama hlutfall talaði <strong>um</strong><br />

að aukið fjármagn þyrfti að koma til svo hægt væri að<br />

byggja upp heilsársferða þjónustu.<br />

Rúm 2% sögðu að breytingar af hálfu stjórnvalda<br />

þyrftu að koma til, t.d. á skatta<strong>um</strong>hverfi og reglu<strong>um</strong>hverfi<br />

er snýr að veiðitíma og leyfi til starfa. Þá sagði<br />

<strong>um</strong> 1% að veður þyrfti að verða betra og tæpt 1% sagði<br />

að verðlag væri of hátt. Alls sögðu <strong>um</strong> 9% að spurningin<br />

ætti ekki við, aðallega vegna þess að þeir væru þegar<br />

með starfsemi allt árið.<br />

Ísland allt árið | 51


Niðurstöður<br />

14h. Hvað stendur í vegi fyrir því að hægt sé að lengja starfstímann?<br />

Þegar þátttakendur voru spurðir hvers vegna þeir teldu<br />

að ekki væri hægt að lengja starfstíma fyrirtækis á árinu<br />

svöruðu alls 149 af 451 þátttakend<strong>um</strong>. Af þess<strong>um</strong> 149<br />

átti svarið ekki við í hátt í helmingi tilfella eða í alls 69<br />

tilfell<strong>um</strong>. Var það aðallega vegna þess að svarendur<br />

sögðu sig þvert á móti halda að það væri raunhæft að<br />

lengja starfstímann eða að þeir væru þegar starfandi allt<br />

árið og gætu því ekki lengt starfstíma sinn, en hefðu þá í<br />

raun getað sleppt alfarið að svara spurningunni.<br />

Ef einungis er tekið tillit til þeirra 80 sem ekki telja<br />

hægt að lengja starfstímann eru niðurstöðurnar eins og<br />

sjá má hér að neðan.<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Sp. 14h: Af hverju er það ekki raunhæft?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Of fáir ferðamenn/lítil eftirspurn 17 21,25%<br />

Samgöngur ófullnægjandi 12 15,00%<br />

Veður 11 13,75%<br />

Samkeppni erfið 10 12,50%<br />

Fjármagnsskortur 9 11,25%<br />

Þurfa að sinna öðr<strong>um</strong> störf<strong>um</strong> 7 8,75%<br />

Of dýrt að ferðast 5 6,25%<br />

Skortur á þjónustu/aðdráttarafli 5 6,25%<br />

Stjórnvöld 5 6,25%<br />

Skortur á starfsfólki 3 3,75%<br />

Annað 3 3,75%<br />

52 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Meira en fimmtungur þeira sem tilgreindu hindrun fyrir<br />

því að lengja starfstímann sögðu að eftirspurn væri einfaldlega<br />

of lítil og að of fáir ferðamenn hefðu áhuga á að<br />

koma á þeirra svæði utan háannar. Einnig var tilgreint<br />

að <strong>um</strong>ferð <strong>um</strong> hringveginn hefði einfaldlega minnkað.<br />

Alls sögðu 15% að samgöngur væru ekki fullnægjandi<br />

eða nægilega áreiðanlegar til að hægt væri að<br />

bjóða upp á þjónustu fram á vetur, t.d. vegna þess að<br />

s<strong>um</strong>staðar væri ekki vetrarþjónusta á veg<strong>um</strong>.<br />

Flestir þeirra tæplega 14% sem töldu til samgöngur<br />

töldu einnig til veðurfar, en þó var líka talað <strong>um</strong> að<br />

slæmt veður drægi úr aðdráttarafli áfangastaða.<br />

Alls 12 og hálft prósent sögðu samkeppni <strong>um</strong> ferðamenn<br />

vera of mikla, ekki síst við stærri og þéttbýlari<br />

svæði, sérstaklega höfuðborgarsvæðið. Einnig var talað<br />

<strong>um</strong> að leyfislaus gistiheimili gerðu öðr<strong>um</strong> erfitt fyrir.<br />

Rúm 11% sögðu fjármagn skorta til að hægt væri að<br />

byggja upp ferðaþjónustu á þeirra svæði.<br />

Tæp 9% sögðust ýmist vera tímabundnir utan háannar<br />

vegna annarrar vinnu eða að aðstaða þeirra væri<br />

notuð undir aðra starfsemi utan háannar.<br />

Rúm 6% sögðu það vera of kostnaðarsamt að ferðast<br />

á þeirra svæði til að það halda uppi eftirspurn. Einnig var<br />

talað <strong>um</strong> að almennt slæmt efnahagsástand drægi úr<br />

eftirspurn á því verði sem í boði væri.<br />

Sama hlutfall sagði skort á þjónustu eða aðdráttarafli<br />

á sínu svæði utan háannar. Var nefnt til að það væri<br />

til dæmis vegna þess að veitingastaðir lokuðu og vegna<br />

þess að slæm birtuskilyrði drægu úr möguleik<strong>um</strong> á að<br />

njóta þess sem svæðið býður upp á. Kom til dæmis fram<br />

tillaga <strong>um</strong> að lýsa upp vinsæla fossa og aðra áhugaverða<br />

staði. Eins sögðu <strong>um</strong> 6% að stjórnvöld stæðu í vegi fyrir<br />

því að hægt væri að lengja starfstíma, til dæmis með<br />

því að halda uppi ósveigjanleg<strong>um</strong> regl<strong>um</strong> og veita ekki<br />

nægilegan stuðning.<br />

Þá sögðu tæp 4% að framboð á starfsfólki væri ekki<br />

nægt utan háannar, til dæmis vegna þess að stór hluti<br />

starfsaflans væru námsmenn og að ekki væri tiltækt<br />

auka starfsfólk þegar þess þarfnaðist.<br />

Aðrir hlutir sem voru nefndir voru að fólk væri haldið<br />

ranghugmynd<strong>um</strong> <strong>um</strong> aðstæður úti á landi á veturna og<br />

að menn væru ekki nógu samstíga.<br />

Ísland allt árið | 53


Niðurstöður<br />

15. Hvaða tæki færi sérðu á þínu svæði til að efla ferðaþjónustu utan háannar?<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Sp. 15: Hvaða tækifæri sérðu á þínu svæði til þess að efla ferðaþjónustu utan háannar?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Náttúra og útivist 87 32,55%<br />

Aukin afþreying 80 26,85%<br />

Markaðssetning 42 14,09%<br />

Samvinna 31 10,40%<br />

Saga og menning 30 10,07%<br />

Bættar samgöngur 25 8,39%<br />

Aukið úrval/pakkar 21 7,05%<br />

Heilsutengd ferðaþjónusta 28 5,70%<br />

Lenging opnunartíma 17 5,70%<br />

Millilandaflug á landsbyggðinni 17 5,70%<br />

Matur og veitingar 12 4,03%<br />

Bætt aðstaða 10 3,36%<br />

Ráðstefnur 9 3,02%<br />

Annað 47 15,77%<br />

Á ekki við 17 5,70%<br />

54 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Þátttakendur voru með opinni spurningu beðnir að<br />

tilgreina allt að fimm atriði sem þeir sæju sem tækifæri<br />

til að efla ferðaþjónustu utan háannar á þeirra svæði.<br />

Alls sagðist tæpur þriðjungur sjá tækifæri í ferðaþjónustu<br />

tengdri náttúru og útivist. Mörg atriði voru þar<br />

nefnd til en meðal þeirra voru fuglaskoðun, norðurljósin,<br />

vetur og myrkur, náttúruböð, fjalla- og jöklaferðir.<br />

Tæp 27% nefndu til aukna afþreyingu, og áttu þá<br />

yfirleitt við að ef tækifæri til afþreyingar yrðu aukin á<br />

þeirra svæði þá myndu möguleikar til lengingar þjónustutímans<br />

aukast. Ýmsir nefndu einfaldlega að auka<br />

þyrfti afþreyingu en aðrir töldu til mismunandi tegundir<br />

afþreyingar, og sköruðust þau svör stund<strong>um</strong> við svör<br />

sem falla einnig undir aðra flokka, svo sem afþreyingarmöguleikar<br />

tengdir náttúru og útivist eða sögu og<br />

menn ingu. Meðal afþreyingamöguleika sem taldir voru<br />

til má nefna ýmsa íþróttaiðkun, svo sem skíðaiðkun,<br />

gönguferðir, skotveiði, fiskveiði, hestaferðir og fleira.<br />

Alls sögðu <strong>um</strong> 14% að tækifæri lægju í markaðssetningu.<br />

Margir nefndu að einfaldlega þyrfti að auk<br />

amarkaðssetn ingu utan háannar en einnig nefndu<br />

nokkr ir að breyttar áherslur í markaðssetningu þyrfti, t.d.<br />

með því að auka áherslu á ákveðna markhópa, á borð<br />

við Bandaríkjamenn og Vestur-Íslendinga, og að efla<br />

markaðsstarf á netinu.<br />

Um tíundi hver sem svaraði sagði að tækifæri lægju<br />

í aukinni samvinnu ferðaþjónustuaðila á svæðinu eða á<br />

öllu landinu.<br />

Svipað hlutfall sá tækifæri í ferðaþjónustu tengdri<br />

sögu og menningu, til dæmis með sögutengdri<br />

ferðaþjón ustu, listasýning<strong>um</strong> og gallerí<strong>um</strong>, tónlistarviðburð<strong>um</strong><br />

og fræðslu <strong>um</strong> íslenska menningu og<br />

hefðir.<br />

Rúm 8% nefndu að tækifæru lægju í því að bæta<br />

samgöngur og áttu þá flestir við til þess að tryggja að<br />

alltaf væri hægt að komast á þeirra þjónustustað. Einnig<br />

var nefnt að betri vegir að ýms<strong>um</strong> foss<strong>um</strong> og öðru sem<br />

ferðamenn skoða myndi auka möguleika ferðaþjónustunnar<br />

á því svæði.<br />

Alls sögðu 7,05% að auka þyrfti úrval og töldu margir<br />

til að auka þyrfti sérstaklega úrval á ýms<strong>um</strong> pakkaferð<strong>um</strong>,<br />

til dæmis fyrir mismunandi hópa, svo sem<br />

vinnuhópa, eldri borgara og hinsegin ferðamenn, svo<br />

dæmi séu nefnd.<br />

Tæp 6% sáu tækifæri í heilsutengdri ferðaþjónustu.<br />

Var lækningarmáttur jarðbaða og ýmis tækifæri til slökunar<br />

meðal þess sem nefnt var í því samhengi. Sama<br />

hlutfall talaði <strong>um</strong> að lengja þyrfti opnunartíma og var þá<br />

til dæmis sérstaklega nefnt að söfn þyrftu að vera opin<br />

allan ársins hring auk þess sem aðrir aðilar þyrftu að<br />

sameinast <strong>um</strong> að hafa opið lengur á árinu. Einnig sögðu<br />

tæp 6% að beint millilandaflug á flugvelli á landsbyggðinni<br />

myndi skapa tækifæri, en flestir nefndu Akureyri í<br />

því samhengi en Egilsstaðir voru einnig nefndir.<br />

Um 4% sjá tækifæri í matartengdri ferðaþjónustu, til<br />

dæmis með því að kynna íslenskan mat og matarhefðir.<br />

Rúm 3% sögðu bætta aðstöðu, svo sem meira gistirými<br />

og fleira, geta skapað tækifæri og svipað hlutfall taldi til<br />

ráðstefnuhöld.<br />

Alls töldu tæp 16% til hluti sem falla ekki undir þessa<br />

flokka og voru þeir mjög mismunandi. Má þar nefna að<br />

fjölga alþjóðleg<strong>um</strong> viðburð<strong>um</strong>, að stíla inn á skólafólk,<br />

fræðsluferðir og að breyttar reglur stjórnvalda, t.d. varðandi<br />

skatta. Tæp 6% svara áttu ekki við þar sem svarandi<br />

vildi t.d. ekki svara spurningunni eða sagði hana ekki<br />

eiga við.<br />

Ísland allt árið | 55


Niðurstöður<br />

16. Hvaða kemur í veg fyrir uppbyggingu?<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Svarendur voru með opinni spurningu beðnir að tilgreina<br />

þær fyrirstæður sem þeir sæju helstar fyrir uppbyggingu<br />

á ferðaþjónustu utan háannar á þeirra svæði.<br />

Voru þeir beðnir að nefna allt að fimm atriði. Alls svöruðu<br />

284 spurningunni.<br />

Algengast var að svarendur tilgreindu ótryggar<br />

samgöngur sem hindrun, eða í tæp<strong>um</strong> 20% tilvika. Nær<br />

sama hlutfall, 19,4%, tilgreindu fjárskort sem hindrun.<br />

Rúm 14% tilgreindu hugarfar og neikvæðni sem<br />

hindrun. Var þar oft átt við að áræðni, þolinmæði og trú<br />

á markmiðið skorti innan greinarinnar en einnig var oft<br />

minnst á að sama hugarfars gætti hjá stjórnvöld<strong>um</strong>, ekki<br />

síst á sveitarstjórnarstigi.<br />

Einnig sögðu rúm 14% að skortur á þjónustu utan<br />

háannatíma væri hindrun og var þar sérstaklega átt við<br />

að veitingastaðir og aðrir þjónustustaðir lokuðu starfsemi<br />

sinni. Þá var einnig oft minnst á að óvíða væri opin<br />

salernisaðstaða fyrir ferðamenn vegna þessara lokana.<br />

Tæp 14% tilgreindu slæmt veður sem hindrun en<br />

inn an þess hóps voru einnig nokkrir sem töluðu <strong>um</strong><br />

óhagstæð birtskilyrði utan háannatíma.<br />

Sama hlutfall sagði aðgerðir eða aðgerðarleysi<br />

stjórnvalda standa í vegi fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu<br />

utan háannar á þeirra svæði. Var þar meðal annars<br />

talað <strong>um</strong> mikla skattlagningu og óhentugt regluverk.<br />

Þar var bæði átt við ýmsar ríkisstofnanir og stórnvöld á<br />

sveitarstjórnarstigi.<br />

Alls 12% sögðu almennt hátt verðlag og slæmt<br />

efnahagsástand vera fyrirstöðu í þess<strong>um</strong> efn<strong>um</strong>. Var þar<br />

oft minnst á hátt eldsneytisverð en einnig verð á flugi<br />

og gistingu.<br />

Um einn af hverj<strong>um</strong> tíu sagði vera skort á samvinnu,<br />

þá helst innan greinarinnar en einnig við stjórnvöld og<br />

stofnanir.<br />

Tæp 6% sögðu samkeppni vera erfiða og var þá<br />

helst átt við samkeppni við önnur svæði, og þá helst<br />

höfuðborgarsvæðið, en einnig við aðila á sama svæði<br />

eða jafnvel erlendis. Sama hlutfall sagði fjarlægð frá<br />

alþjóðaflugvelli vera fyrirstöðu. Þá sagði sama hlutfall að<br />

rekstrarkostnaður væri of hár fyrir fyrirtæki þeirra.<br />

Tæp 5% sögðu áherslur í markaðsmál<strong>um</strong> vera rangar<br />

og töldu einnig nokkrir til að þekkingu og kunnáttu<br />

skorti þegar kæmi að markaðsmál<strong>um</strong>. Alls 3,5% sögðu<br />

almennt litla eftirspurn á svæðinu og fæð ferðamanna<br />

vera til trafala og sama hlutfall sagði náttúruhamfarir<br />

á borð við eldgos og öskufall setja strik í reikninginn.<br />

Litlu færri, eða 3,2%, töluðu <strong>um</strong> að skortur á starfsfólki á<br />

veturna hindruðu uppbyggingu og sama hlutfall sögðu<br />

56 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Sp. 16: Hvaðar hindranir sérðu helstar, sem gætu komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á þínu<br />

svæði utan háannar? Nefnið allt að 5 atriði.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Samgöngur ótryggar 56 19,7%<br />

Fjárskortur 55 19,4%<br />

Hugarfar/neikvæðni 41 14,4%<br />

Skortur á þjónustu 40 14,1%<br />

Veðurfar 39 13,7%<br />

Aðgerðir/aðgerðaleysi stjórnvalda 39 13,7%<br />

Verðlag/efnahagsástand 34 12,0%<br />

Skortur á samvinnu 31 10,9%<br />

Samkeppni erfið 16 5,6%<br />

Fjarlægð frá flugvelli 16 5,6%<br />

Hár rekstrarkostnaður 16 5,6%<br />

Áherslur í markaðssetningu 14 4,9%<br />

Lítil eftirspurn 10 3,5%<br />

Náttúruhamfarir 10 3,5%<br />

Skortur á starfsfólki 9 3,2%<br />

Skortur á stuðningi 9 3,2%<br />

Fjarlægð frá RVK 5 1,8%<br />

Önnur störf 3 1,1%<br />

Annað 12 4,2%<br />

Á ekki við 19 6,7%<br />

stuðning við greinina vera of lítinn. Áttu þeir þá oft við<br />

stuðning við nýsköpun til dæmis. Þá sögðu tæp 2%<br />

fjarlægð frá Reykjavík gera þeim erfitt fyrir og rúmt 1%<br />

sagðist þurfa að sinna öðr<strong>um</strong> störf<strong>um</strong> utan háannar.<br />

Rúm 4% tilgreindu önnur atriði, svo sem staðsetningu,<br />

verkföll og slæma aðstöðu en svör 6,7% svarenda<br />

áttu ekki við, t.d. vegna þess að þeir töldu enga hindrun<br />

vera.<br />

Ísland allt árið | 57


Niðurstöður<br />

17. Æskilegir markhópar<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Þátttakendur voru með opinni spurningu beðnir að<br />

tilgreina á hvaða markhópa þeir teldu að ætti að stíla á<br />

utan háannar á þeirra svæði. Alls svöruðu 268 spurningunni.<br />

Einn af hverj<strong>um</strong> fjór<strong>um</strong> sagði að stíla ætti á útlendinga.<br />

Margir þeirra tilgreindu einnig aðra hópa og þá<br />

sérstaklega útlendinga sem tilheyrðu þeim hóp<strong>um</strong>, t.d.<br />

erlenda náttúruunnendur.<br />

Næst algengasta svar var náttúruunnendr og útivistarfólk<br />

en rúm 17% töldu þann hóp til. Litlu færri, eða<br />

tæp 17%, sögðu að stíla ætti á Íslendinga, en tæp 17%<br />

sögðu að stíla ætti á fyrirtækjahópa. Var þá til dæmis átt<br />

við vegna hvataferða og árshátíða.<br />

Tæp 11% vildu stíla á ævintýraferðamenn og var þá<br />

átt við fólk sem sækist t.d. í jaðaríþróttir og ýmsar spennandi<br />

ferðir, til dæmis jeppaferðir á jökla.<br />

Um 7,5% tilgreindu ýmsa hópa á borð við félagasamtök,<br />

íþróttafélög og sa<strong>um</strong>aklúbba. Rúm 7% vildu<br />

stíla á tekjuhærri einstaklinga og tæp 7% vildu ýmist<br />

laða að ráðstefnugesti eða stíla á þá ráðstefnugesti sem<br />

koma til landsins.<br />

Alls 6% vildu stíla á ungt fólk, t.d. skólafólk í vetrarfrí<strong>um</strong>,<br />

og sama hlutfall vildi einblína á að fá skóla til að<br />

koma með hópa, t.d. í fræðsluferðir.<br />

Tæp 6% vildu stíla jafnt á alla og tæp 5% vildu stíla<br />

á fólk sem kemur til að skoða borgina og menningu<br />

landsins.<br />

Fjögur og hálft prósent vildu stíla á eldri borgara<br />

sem er einungis örlítið lægra en hlutfall þeirra sem vildi<br />

stíla inn á miðaldra fólk, en það voru 4,9%. Var þá jafnt<br />

talað <strong>um</strong> fólk sem er á mörkun<strong>um</strong> að teljast vera orðið<br />

miðaldra og fólks sem kemst nálægt því að teljast eldri<br />

borgarar, t.d. Bandaríkjamenn sem hætta snemma að<br />

vinna.<br />

Tæp 4% töldu til fólk sem sækir í kyrrð, ró og jafnvel<br />

einveru. Sama hlutfall vildi stíla á skíðaíþróttamenn eða<br />

fólk sem stundar aðrar vetraríþróttir, t.d. gönguskíði, og<br />

sama hlutfall vill einnig stíla á fólk sem kemur í helgarferðir.<br />

Rúm 3% vilja stíla á fjölskyldufólk og 3% á fuglaáhuga<br />

fólk. Þá vilja 3% einnig stíla á fræðimenn og vísinda<br />

menn, t.d. jarðvísindamenn, og jafnvel fólk sem kemur<br />

til að fræðast <strong>um</strong> jarðfræði.<br />

Alls 48 einstaklingar tilgreindu aðra markhópa,<br />

eða 17,9%. Af þeim sögðu sex að stíla ætti á listamenn,<br />

t.d. rithöfunda og myndlistarmenn sem gætu komið<br />

og haft vetursetu til að vinna. Jafn margir vildu stíla á<br />

ferða menn tengda heilsuferðamennsku, t.d. sjúklinga<br />

58 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Sp. 17: Á hvaða markhópa ætti helst að stíla utan háannar á þínu svæði?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Erlenda ferðamenn 67 25,0%<br />

Náttúruunnendur/útivistarfólk 46 17,2%<br />

Íslendinga 45 16,8%<br />

Fyrirtæki/hvataferðir 42 15,7%<br />

Ævintýraferðamenn 29 10,8%<br />

Ýmsa hópa/félagasamtök 20 7,5%<br />

Tekjuháir 19 7,1%<br />

Ráðstefnugesti 18 6,7%<br />

Ungt fólk /háskólanemendur 16 6,0%<br />

Skólahópa 16 6,0%<br />

Alla 15 5,6%<br />

Borgar/menningarferðamenn 13 4,9%<br />

Eldri borgara 12 4,5%<br />

Fólk sem vill kyrrð og ró 10 3,7%<br />

Skíðafólk/vetraríþróttafólk 10 3,7%<br />

Miðaldra fólk 13 4,9%<br />

Helgarferðamenn 10 3,7%<br />

Fjölskyldufólk 9 3,4%<br />

Fuglaáhugafólk 8 3,0%<br />

Fræðimenn/vísindamenn 8 3,0%<br />

Annað 48 17,9%<br />

Á ekki við 17 6,3%<br />

í endur hæfingu. Einnig sögðust sex vilja stíla á mataráhugamenn<br />

og enn sami fjöldi sagðist vilja stíla á veiðimenn,<br />

bæði í stangveiði- og skotveiði. Þrír sögðust vilja<br />

stíla á einstaklinga og þrír á hestafólk. Þá sögðust tveir<br />

vilja stíla á þá sem vilja ferðast ódýrt. Alls 6,3% svara átti<br />

ekki við til dæmis vegna þess að svarandi sagðist ekki<br />

vita það eða vilja svara.<br />

Ísland allt árið | 59


Niðurstöður<br />

18. Helstu sóknarfæri<br />

45%<br />

40%<br />

35%<br />

30%<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Sp. 18: Hvaða sóknarfæri sérðu helst í þjónustu utan háanar á Íslandi öllu? Nefnið allt að 5 atriði.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Náttúra og útivist 82 39,6%<br />

Vetur, norðurljós, myrkur 71 34,3%<br />

Saga, menning og handverk 38 18,4%<br />

Ýmsar íþróttir 33 15,9%<br />

Heilbrigði og slökun 29 14,0%<br />

Pakkar og hópaferðir 17 8,2%<br />

Matur og matarmenning 14 6,8%<br />

Heitar laugar 14 6,8%<br />

Afþreying 12 5,8%<br />

Ráðstefnur 11 5,3%<br />

Ævintýraferðamennska 11 5,3%<br />

Markaðssetning 10 4,8%<br />

Annað 66 31,9%<br />

Á ekki við 44 21,3%<br />

60 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Þátttakendur voru með opinni spurningu beðinir að<br />

tilgreina hvaða sóknarfæri þeir sæju í þjónustu utan<br />

háannar á landinu öllu. Alls svöruðu 207 spurningunni.<br />

Flestir sögðust sjá sóknarfæri í náttúru og útivist, eða<br />

tæp 40%. Stór hluti þeirra sagði einnig að gera ætti út á<br />

náttúruna að vetri til, t.d. norðurljós, myrkur og kyrrð, en<br />

alls tilgreindu 34% þau atriði.<br />

Rúm 18% sögðu að tækifæri lægju í menningu og<br />

sögu. Var þá oftast minnst á sögutengda ferðaþjónustu<br />

og ýmsa tónlistarviðburði en einnig handverk og listsköpun.<br />

Tæp 16% sáu sóknarfæri í ýmis konar íþrótt<strong>um</strong> en þá<br />

var algengast að átt væri við skíðaiðkun. Einnig nefndu<br />

margir veiði, jafnt skotveiði og stangveiði. Þá var einnig<br />

talað <strong>um</strong> hestamennsku og jaðaríþróttir.<br />

Alls 14% segja tækifæri liggja í ýmis konar heilsuferða<br />

mennsku og einnig með því að bjóða upp á tækifæri<br />

til hvíldar og slökunar.<br />

Rúm 8% töldu til að tækifæri lægju í að bjóða upp<br />

á fjölbreyttari pakka fyrir mismunandi hópa, til dæmis<br />

fyrir starfsmanna- og hvataferðir og einnig fyrir alls kyns<br />

aðra hópa.<br />

Tæp 7% sjá tækifæri í matarmenningu, til dæmis í<br />

fræðslu <strong>um</strong> hefðbundna íslenska matargerð en einnig<br />

með veitingasölu. Sama hlutfall sér tækifæri í náttúrulaug<strong>um</strong><br />

en sá hópur greindi oft einnig til heilsuferðaþjónustu<br />

og náttúruunnendur.<br />

Tæp 6% sögðu tækifæri liggja í afþreyingu og var<br />

þá meðal annars nefnt að auka þyrfti úrval á henni. Þá<br />

sögðu rúm 5% að tækifæri lægju í ráðstefnuhöld<strong>um</strong> og<br />

sama hlutfall tilgreindi ævintýraferðir og ævintýraferðamennsku,<br />

sem gætu t.d. verið erfiðar ferðir sem eru<br />

ekki á færi allra. Þá tilgreindu tæp 5% að tækifæri lægju<br />

í aukinni eða ákveðn<strong>um</strong> tegund<strong>um</strong> markaðssetningar,<br />

en oft var það ekki tilgreint frekar.<br />

Rúmur fimmtungur tilgreindi svör sem ekki eiga við,<br />

svo sem að þeir vildu ekki svara fleiri spurning<strong>um</strong> eða þá<br />

að svör þeirra hafi komið fram í fyrri svör<strong>um</strong>.<br />

Rúm 17% tilgreindu aðra hluti. Í töflunni hér að<br />

neðan má sjá hvernig hluti þeirra svara skiptist.<br />

Annað (alls 31,9%)<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Lenging opnunartíma þjónustuaðila 8 3,9%<br />

Fuglaskoðun 6 2,9%<br />

Sveitalífið (t.d. réttir og búskapur) 6 2,9%<br />

Samvinna 4 1,9%<br />

Bættar samgöngur 4 1,9%<br />

Bætt aðstaða/aðgengi 4 1,9%<br />

Millilandaflug á landsbyggðinni 3 1,4%<br />

Jarðfræðifræðsla 3 1,4%<br />

Alls 38 18%<br />

Ísland allt árið | 61


Niðurstöður<br />

19. Möguleikar til eflingar ferðaþjónustu utan háannar eftir svæð<strong>um</strong><br />

Melrakkaslétta og Langanes<br />

Húnavatnssýslur<br />

Norðurstrandir<br />

Suðurfirðir Vestfjarða<br />

Skaftárhreppur<br />

Skagafjörður<br />

Austfirðir<br />

Miðhálendið<br />

Egilsstaðir/Hérað<br />

Höfn í Hornafirði og nágrenni<br />

Ísafjörður<br />

Vík og nágrenni<br />

Vestmannaeyjar<br />

Snæfellsnes/Dalir<br />

Borgarfjörður<br />

Húsavík/Mývatn og nágrenni<br />

Reykjanes<br />

Suðurlandsundirlendi<br />

Akureyri og nágrenni<br />

Höfuðborgarsvæðið<br />

0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70%<br />

Þátttakendur voru beðnir að merkja við þau svæði sem<br />

þeir töldu eiga mesta möguleika á að efla ferðaþjónustu<br />

utan háannar. Höfuðborgarsvæðið var oftast valið, eða<br />

í 57% tilvika en einnig hakaði meira en helmingur við<br />

Akureyri og nágrenni. Fæstir tilgreindu Melrakkasléttu<br />

og Langanes, eða 6,53%.<br />

62 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Sp. 19: Hvaða svæði á mesta möguleika á að efla ferðaþjónustu utan háannar að þínu mati?<br />

Merkið við allt að 5 svæði.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Höfuðborgarsvæðið 222 57,96%<br />

Akureyri og nágrenni 198 51,70%<br />

Suðurlandsundirlendi 172 44,91%<br />

Reykjanes 135 35,25%<br />

Húsavík/Mývatn og nágrenni 125 32,64%<br />

Borgarfjörður 116 30,29%<br />

Snæfellsnes/Dalir 97 25,33%<br />

Vestmannaeyjar 82 21,41%<br />

Vík og nágrenni 78 20,37%<br />

Ísafjörður 75 19,58%<br />

Höfn í Hornafirði og nágrenni 69 18,02%<br />

Egilsstaðir/Hérað 57 14,88%<br />

Miðhálendið 52 13,58%<br />

Austfirðir 51 13,32%<br />

Skagafjörður 49 12,79%<br />

Skaftárhreppur 45 11,75%<br />

Suðurfirðir Vestfjarða 38 9,92%<br />

Norðurstrandir 29 7,57%<br />

Húnavatnssýslur 26 6,79%<br />

Melrakkaslétta og Langanes 25 6,53%<br />

Alls 1741 100%<br />

Ísland allt árið | 63


Niðurstöður<br />

20. Önnur svæði<br />

Sp. 20: Eru önnur svæði sem þú vilt nefna sérstaklega?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Allt landið 8 9,2%<br />

Borgarfjörður 2 2,3%<br />

Snæfellsnes 6 6,9%<br />

Höfuðborgarsvæðið 2 2,3%<br />

Akureyri 5 5,7%<br />

Hvalfjörður 2 2,3%<br />

Vestfirðir 4 4,6%<br />

Rangárþing 2 2,3%<br />

Vestmannaeyjar 4 4,6%<br />

Skagafjörður 2 2,3%<br />

Nálægt Reykjavík 3 3,4%<br />

Hérað 2 2,3%<br />

Tröllaskagi 3 3,4%<br />

Suðurland 2 2,3%<br />

Í spurningu 20 gafst svarend<strong>um</strong> kostur á að nefna til önnur<br />

svæði en í boði voru í spurningu 19. Alls 87 skrifuðu í<br />

reitinn en af þeim gáfu 31 svar sem á ekki við, til dæmis<br />

af því þeir sögðust ekki vilja tilgreina önnur svæði.<br />

Af þeim sem tilgreindu svæði vildu rúm 9% tilgreina<br />

allt landið í heild. Í töflunni hér að ofan má sjá algengustu<br />

svörin við spurningunni. Eins og sjá má nefndu<br />

ýmsir svæði sem í boði voru í spurningu 19. Auk þeirra<br />

sem koma fram í töflunni voru þó nokkur svæði sem einungis<br />

var minnst á einu sinni en þau voru: Eyjafjörður,<br />

Gamla hersvæðið, Hveragerði, Jökulfirðir, Laugarvatn,<br />

miðhálendið, Þingeyjarsveit, Öræfi, Strandir, Reykhólasveit,<br />

Mývatn, Húsavík, Þingvellir, Austurland, Norðurland,<br />

Vesturland og Vatnajökulsþjóðgarður.<br />

Annað sem svarendur nefndu var hálendi Vestfjarða,<br />

hafnarsvæði, sögusvið Íslendingasagna, jöklar og þau<br />

svæði þar sem næga gistingu er að fá.<br />

64 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

21. Hvernig skal hátta markaðssetningu?<br />

25%<br />

20%<br />

15%<br />

10%<br />

5%<br />

0%<br />

Sp. 21: Hvernig telur þú best að markaðssetja ferðaþjónustu utan háannar?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Netið 43 22,3%<br />

Auglýsingar/kynningar í fjölmiðl<strong>um</strong> 38 18,1%<br />

Nýjar áherslur (vetur, gengi o.fl) 28 14,5%<br />

Kynna landið í heild/sameiginlegt átak 20 10,4%<br />

Bjóða kynningarferðir 10 5,2%<br />

Heildarpakkar/hópaferðir 7 3,6%<br />

Markaðssetja hvert svæði sérstaklega/svæðisbundin átök 7 3,6%<br />

Ferðakaupstefnur 6 3,1%<br />

Bein markaðssetning 5 2,6%<br />

Samstarf við erlenda aðilia 5 2,6%<br />

Breytt hugarfar 5 2,6%<br />

Áhersla á náttúruna 5 2,6%<br />

Annað 30 15,5%<br />

Á ekki við 23 11,9%<br />

Ísland allt árið | 65


Niðurstöður<br />

Þátttakendur voru með opinni spurningu beðnir að<br />

tilgreina með hvaða hætti þeir teldu best að markaðssetja<br />

ferðaþjónustu utan háannar.<br />

Alls svöruðu 193 spurningunni en þar af voru 23 sem<br />

tilgreindu svör sem ekki eiga við til dæmis vegna þess<br />

að þeir sögðust ekki vilja svara eða þeir vissu ekki svarið.<br />

Flestir, eða 22,3%, sögðu að best væri að markaðssetja<br />

ferðaþjónustu utan háannar á netinu. Einnig töldu<br />

nokkrir fram sérstaklega notkun samskiptasíða á borð<br />

við Facebook til almennrar kynningar en einnig til að<br />

skipuleggja leiki eða samkeppnir til að draga athygli að<br />

viðkomandi síðu. Þá var myndbandasíðan Youtube einnig<br />

nefnd í þessu samhengi.<br />

Rúmlega 18% vildu auglýsa í fjölmiðl<strong>um</strong> með bein<strong>um</strong><br />

eða óbein<strong>um</strong> hætti. T.d. með því að birta auglýsingar<br />

í blöð<strong>um</strong> eða þá að reyna að fá <strong>um</strong>fjöllun í erlend<strong>um</strong><br />

sjónvarpsþátt<strong>um</strong>. Einnig voru þeir sem vildu útbúa<br />

kynn ingarbæklinga í þess<strong>um</strong> hópi, alls þrír.<br />

Alls 28, eða 14,5%, vildu nýjar áherslur í markaðssetningu<br />

og ímyndarsköpun og voru flest svör á þá leið<br />

að markaðssetja ætti veturinn sérstaklega og gera út á<br />

þætti eins og myrkur og jafnvel vont veður. Einnig vildu<br />

margir sjá aukna áherslu á norðurljósin. Þá var nefnt að<br />

hægt væri að auglýsa hagstætt gengi og eins þætti eins<br />

og gestrisni þjóðarinnar.<br />

Um það bil tíundi hver taldi vænlegast að samvinna<br />

yrði aukin og að farið yrði í sameiginlegt átak þar sem<br />

landið í heild sinni yrði markaðssett. Helmingi færri,<br />

eða rúmlega 5%, vildu að landið yrði kynnt með því að<br />

bjóða erlend<strong>um</strong> ferðaþjónustuaðil<strong>um</strong> í kynningarferðir<br />

til landsins.<br />

Tæp 4% töldu best að leggja áherslur á pakkaferðir<br />

bæði fyrir einstaklinga og hópa og var þar komið inn<br />

á að ferðaþjónustuaðilar gætu starfað saman við að<br />

mynda slíkar lausnir fyrir viðskiptavini.<br />

Sama hlutfall vildi að lögð yrði áhersla á að markaðssetja<br />

einstök svæði sérstaklega í stað þess að markaðssetja<br />

landið í heild, t.d. með klasasamstarfi.<br />

Rúm 3% töldu best að kynna þjónustu sína á ferðakaupstefn<strong>um</strong><br />

og sýning<strong>um</strong>.<br />

Alls fimm aðilar, eða 2,6%, töldu beina markaðssetningu<br />

ákjósanlegasta og sama hlutfall taldi samstarf við<br />

erlenda aðila, t.d. ferðaskrifstofur og auglýsingastofur,<br />

vænlegast. Sama hlutfall vildi svo leggja áherslu<br />

á íslenska náttúru og ýmis atriði sem þegar þekkjast í<br />

markaðssetningu á Íslandi.<br />

Þrjátíu aðilar töldu til önnur atriði en hér á undan<br />

hafa verið talin. Þar af nefndu þrír samstarf við ferðaskrifstofur<br />

og flugfélög, þrír nefndu að skipuleggja ætti<br />

viðburði til að draga að ferðamenn, þrír vildu leggja<br />

áherslu á ævintýralegar upplifanir og tveir töldu vænlegast<br />

að bjóða upp á tilboð.<br />

Önnur atriði sem minnst var á var að reyna að fá<br />

ferðamenn sem áður hafa komið til að koma aftur, að<br />

afmarka markhópa betur, að gera út á hesta og að reyna<br />

að láta frétta af landi og þjóð af afspurn. Einnig var nefnt<br />

að hreinskilni <strong>um</strong> veðurfarið ætti að vera til staðar í kynning<strong>um</strong>.<br />

66 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

22. Markaðssetning eftir heimsálf<strong>um</strong><br />

100%<br />

90%<br />

80%<br />

70%<br />

60%<br />

50%<br />

40%<br />

30%<br />

20%<br />

10%<br />

0%<br />

Evrópu Ameríku Asíu Afríku Eyjaálfu<br />

Sp. 22: Stundar þú eða hyggst þú hefja markaðssetningu innan 5 ára, í eftirtöld<strong>um</strong> heimsálf<strong>um</strong>?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Evrópu 231 96,25%<br />

Ameríku 154 64,17%<br />

Asíu 41 17,08%<br />

Afríku 12 5,00%<br />

Eyjaálfu 16 6,67%<br />

Alls 454 100%<br />

Mikill meirihluti þátttakenda stundar eða hyggst hefja<br />

markaðssetningu í Evrópu á næstu fimm ár<strong>um</strong>, eða 96%.<br />

Það hlutfall var einnig hátt er lýtur að Ameríku, eða 64%,<br />

en hlutfallið fyrir aðrar heimsálfur var mun minna, eins<br />

og sjá má í töflunni hér að ofan.<br />

Ísland allt árið | 67


Niðurstöður<br />

23. Markaðssetning í Evrópu<br />

Unnið á Stendur til Stendur ekki til<br />

Þýskalandi<br />

Svíþjóð<br />

Sviss<br />

Spáni<br />

Rússlandi<br />

Póllandi<br />

Noregi<br />

Ítalíu<br />

Hollandi<br />

Grænlandi<br />

Færeyj<strong>um</strong><br />

Frakklandi<br />

Finnlandi<br />

Eystrasaltslöndun<strong>um</strong><br />

Danmörku<br />

Bretlandseyj<strong>um</strong><br />

Austurríki<br />

25%<br />

17%<br />

58%<br />

46%<br />

46%<br />

38%<br />

30%<br />

30%<br />

27%<br />

42%<br />

41%<br />

48%<br />

21%<br />

23%<br />

29%<br />

51%<br />

32%<br />

24%<br />

21%<br />

48%<br />

56%<br />

39%<br />

29%<br />

13%<br />

34%<br />

20%<br />

29%<br />

25%<br />

32%<br />

30%<br />

40%<br />

47%<br />

38%<br />

20%<br />

33%<br />

26%<br />

30%<br />

22%<br />

63%<br />

48%<br />

27%<br />

22%<br />

30%<br />

38%<br />

55%<br />

35%<br />

17%<br />

31%<br />

13%<br />

27%<br />

33%<br />

Í spurningu 23 voru þátttakendur beðnir <strong>um</strong> að merkja<br />

við þau lönd í Evrópu sem þeir annað hvort markaðssettu<br />

vöru sína nú þegar eða hygðust gera það innan<br />

fimm ára.<br />

Eins og sjá má markaðssetja flestir nú vöru sína í<br />

Þýskalandi (58%), á Bretlandseyj<strong>um</strong> (56%) og í Frakklandi<br />

(51%). Þar á eftir fylgja Damörk og Holland (48%)<br />

en fæst ir starfa þegar í Grænlandi (17%), Færeyj<strong>um</strong> (23%<br />

og í Eystrasaltslöndun<strong>um</strong> (24%).<br />

Algengast var að þátttakendur hygðust hefja<br />

markaðssetningu í Noregi (38%), Danmörku (35%) og<br />

Svíþjóð (34%), en þar á eftir fylgdu Ítalía (33%) og Spánn<br />

(32%).<br />

Flestir sögðu ekki standa til að hefja markaðsstarf<br />

í Grænlandi (63%), í Eystrasaltslöndn<strong>um</strong> (55%) og<br />

Færeyj<strong>um</strong> (48%). Þar á eftir komu Pólland (47%) og Rússland<br />

(40%).<br />

Þátttakendur fengu einnig að tilgreina önnur lönd<br />

sem þeim fannst vanta á listann og má sjá þau lönd sm<br />

nefnd voru í töflunni hér að neðan.<br />

Alls nefndu 22 svör sem ekki áttu við eða þá lönd<br />

sem ekki eru í Evrópu.<br />

68 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Sp. 23: Í hvaða Evrópulönd<strong>um</strong> er, eða hyggst/áformar (innan 5 ára), fyrirtæki þitt að<br />

markaðsetja vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið á Stendur til Stendur ekki til<br />

Austurríki 39% 27% 33%<br />

Bretlandseyj<strong>um</strong> 56% 31% 13%<br />

Danmörku 48% 35% 17%<br />

Eystrasaltslöndun<strong>um</strong> 24% 21% 55%<br />

Finnlandi 32% 30% 38%<br />

Frakklandi 51% 27% 22%<br />

Færeyj<strong>um</strong> 23% 29% 48%<br />

Grænlandi 17% 21% 63%<br />

Hollandi 48% 30% 22%<br />

Ítalíu 41% 33% 26%<br />

Noregi 42% 38% 20%<br />

Póllandi 25% 27% 47%<br />

Rússlandi 30% 30% 40%<br />

Spáni 38% 32% 30%<br />

Sviss 46% 29% 25%<br />

Svíþjóð 46% 34% 20%<br />

Þýskalandi 58% 29% 13%<br />

Önnur lönd<br />

Land Fjöldi Hlutfall<br />

Slóvenía 6 16%<br />

Belgía 5 13%<br />

Tékkland 4 11%<br />

Írland 3 8%<br />

Ungverjaland 2 5%<br />

Slóvakía 2 5%<br />

Króatía 1 3%<br />

Lönd fyrr<strong>um</strong> Júgóslavíu 1 3%<br />

Spánn 1 3%<br />

Tyrkland 1 3%<br />

Úkraína 1 3%<br />

Pólland 1 3%<br />

Á ekki við 22 58%<br />

Ísland allt árið | 69


Niðurstöður<br />

24. Markaðssetning í lönd<strong>um</strong> Asíu og Mið-Austurlanda<br />

Unnið á: Stendur til Stendur ekki til<br />

Tælandi<br />

10%<br />

9%<br />

81%<br />

Tævan<br />

11%<br />

8%<br />

81%<br />

Sádi-Arabíu<br />

6%<br />

11%<br />

82%<br />

Víetnam<br />

6% 4%<br />

91%<br />

Malasíu<br />

5% 6%<br />

89%<br />

Kóreu-Suður<br />

8%<br />

9%<br />

83%<br />

Kína<br />

18%<br />

26%<br />

56%<br />

Japan<br />

22%<br />

26%<br />

52%<br />

Ísrael<br />

18%<br />

9%<br />

73%<br />

Indlandi<br />

9%<br />

15%<br />

76%<br />

Hong Kong<br />

12%<br />

20%<br />

67%<br />

Sp. 24: Í hvaða lönd<strong>um</strong> Asíu og Mið-Austurlanda er, eða hyggst/áformar (innan 5 ára),<br />

fyrirtæki þitt að markaðsetja vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið á: Stendur til Stendur ekki til<br />

Hong Kong 12% 20% 67%<br />

Indlandi 9% 15% 76%<br />

Ísrael 18% 9% 73%<br />

Japan 22% 26% 52%<br />

Kína 18% 26% 56%<br />

Kóreu-Suður 8% 9% 83%<br />

Malasíu 5% 6% 89%<br />

Víetnam 6% 4% 91%<br />

Sádi-Arabíu 6% 11% 82%<br />

Tævan 11% 8% 81%<br />

Tælandi 10% 9% 81%<br />

Eins og sjá má er algengast að þátttakendur standi nú<br />

þegar markaðssetningu í Japan (22%) af lönd<strong>um</strong> Asíu<br />

og Mið-Austurlanda og þar næst í Ísrael (18%) og Hong<br />

Kong (12%). Fæstir gera svo í Malasíu (5%). Algengast er<br />

að þátttakendur hyggist hefja markaðsstarf í Japan og<br />

Kína (26%) en þar á eftir í Hong Kong (20%). Þá segjast<br />

91% ekki stefna á að hefja markaðsstarf í Víetnam, og<br />

89% segja hið sama <strong>um</strong> Malasíu. Raunar má sjá að fyrir<br />

hvert landanna segist meira en helmingu rekki stefna á<br />

að hefja markaðsstarf þar á næstu fimm ár<strong>um</strong>.<br />

Þátttakend<strong>um</strong> gafst kostur á að telja til önnur lönd en<br />

einungis eitt land var nefnt í því sammhengi, Tyrkland.<br />

70 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

25. Markaðssetning í lönd<strong>um</strong> Afríku og Eyjaálfu<br />

Unnið á: Stendur til: Stendur ekki til:<br />

Nýja-Sjálandi<br />

15%<br />

29%<br />

56%<br />

Ástralíu<br />

20%<br />

26%<br />

54%<br />

Suður-Afríku<br />

5%<br />

9%<br />

85%<br />

Nígeríu<br />

Eþíópíu<br />

Egyptalandi<br />

Alsír<br />

2% 3%<br />

1% 4%<br />

3% 3%<br />

2% 5%<br />

95%<br />

95%<br />

94%<br />

94%<br />

Sp. 25: Í hvaða lönd<strong>um</strong> Afríku og/eða Eyjaálfu er, eða hyggst/áformar (innan 5 ára), fyrirtæki<br />

þitt að markaðsetja vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið á: Stendur til: Stendur ekki til:<br />

Alsír 2% 5% 94%<br />

Egyptalandi 3% 3% 94%<br />

Eþíópíu 1% 4% 95%<br />

Nígeríu 2% 3% 95%<br />

Suður-Afríku 5% 9% 85%<br />

Ástralíu 20% 26% 54%<br />

Nýja-Sjálandi 15% 29% 56%<br />

Af þeim lönd<strong>um</strong> sem þátttakendur sögðust þegar vera<br />

stunda markaðssetningu í nefndu flestir Ástraliu (20%)<br />

og þar á eftir Nýja-Sjáland (15%). Önnur lönd voru nefnd<br />

í 5% tilvika eða minna. Nýja-Sjáland er svo það land sem<br />

algengast er að þátttakendur hyggist hefja markaðsstarf<br />

í (29%) og kemur Ástralía þar næst á eftir (26%). Þá<br />

hyggj ast 9% hefja markaðsstarf í Suður-Afríku.<br />

Í tilviki allra Afríkulandanna nema Suður-Afríku segja 94-<br />

95% ekki standa til að hefja markaðsstarf. Það hlutfall er<br />

85% fyrir Suður-Afríku.<br />

Svarend<strong>um</strong> gafst kostur á að tilgreina önnur lönd í<br />

Afríku eða Eyjaálfu sem þeir væru með markaðsstarf í,<br />

eða hygðust hefja markaðsstarf í á næstu fimm ár<strong>um</strong>.<br />

Þar voru nefnd þrjú lönd, Marokkó, Túnis og Djíbútí.<br />

Ísland allt árið | 71


Niðurstöður<br />

26. Markaðssetning í lönd<strong>um</strong> Ameríku<br />

Unnið á: Stendur til: Stendur ekki til:<br />

Venesúela<br />

Úrúgvæ<br />

Síle (Chile)<br />

Perú<br />

Paragvæ<br />

Níkaragva<br />

Kúbu<br />

Kól<strong>um</strong>bíu<br />

Jamaica<br />

Hondúras<br />

Gvatemala<br />

Ekvador<br />

Brasilíu<br />

Argentínu<br />

Mexíkó<br />

Kanada<br />

Bandaríkj<strong>um</strong> N-Ameríku<br />

2%<br />

2%<br />

3%<br />

3%<br />

2%<br />

3%<br />

2%<br />

3%<br />

3%<br />

2%<br />

2%<br />

2%<br />

5%<br />

6%<br />

4%<br />

4%<br />

4%<br />

5%<br />

3%<br />

3%<br />

4%<br />

6%<br />

4%<br />

3%<br />

3%<br />

4%<br />

5%<br />

13%<br />

7%<br />

11%<br />

38%<br />

47%<br />

94%<br />

94%<br />

92%<br />

94%<br />

95%<br />

93%<br />

92%<br />

93%<br />

94%<br />

95%<br />

94%<br />

93%<br />

82%<br />

88%<br />

85%<br />

41%<br />

36%<br />

21%<br />

17%<br />

Þegar kemur að markaðsstarfi eða fyrirætlun<strong>um</strong> markaðs<br />

starf í lönd<strong>um</strong> Norður- og Suður-Ameríku sést bersýnilega<br />

að þar skera Bandaríin og Kanada sig mikið úr.<br />

Þannig segjast tæpur helmingur þegar stunda<br />

markaðsstarf í Bandaríkjun<strong>um</strong> og meira en þriðjungur<br />

hyggst gera svo á næstu fimm ár<strong>um</strong>. Þá segjast 38%<br />

þegar vera með markaðsstarf í Kanada og 41% hyggst<br />

gera svo á næstu fimm ár<strong>um</strong>.<br />

Þau lönd sem koma næst á eftir Bandaríkjun<strong>um</strong><br />

og Kanada í þess<strong>um</strong> efn<strong>um</strong> eru Argentína, Mexíkó og<br />

Brasilía en 4-6% stunda markaðsstarf þar og 7-13%<br />

hyggj ast hefja það á næstu fimm ár<strong>um</strong>. Töluvert færri<br />

nefndu önnur lönd í álfun<strong>um</strong>.<br />

Þannig segja 92% eða fleiri að ekki standi til að hefja<br />

markaðsstarf í öðr<strong>um</strong> Ameríkulönd<strong>um</strong> en Bandaríkj un<strong>um</strong>,<br />

Kanada, Mexíkó, Argentínu og Brasilíu.<br />

Svarend<strong>um</strong> gafst kostur á að tilgreina önnur lönd í<br />

Ameríku sem þeir væru með markaðsstarf í, eða hygðust<br />

hefja markaðsstarf í á næstu fimm ár<strong>um</strong>. Engin lönd<br />

voru nefnd þar.<br />

72 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Sp. 26: Í hvaða lönd<strong>um</strong> Ameríku er, eða hyggst/áformar (innan 5 ára), fyrirtæki þitt að<br />

markaðsetja vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið á: Stendur til: Stendur ekki til:<br />

Bandaríkj<strong>um</strong> N-Ameríku 47% 36% 17%<br />

Kanada 38% 41% 21%<br />

Mexíkó 4% 11% 85%<br />

Argentínu 6% 7% 88%<br />

Brasilíu 5% 13% 82%<br />

Ekvador 2% 5% 93%<br />

Gvatemala 2% 4% 94%<br />

Hondúras 2% 3% 95%<br />

Jamaica 3% 3% 94%<br />

Kól<strong>um</strong>bíu 3% 4% 93%<br />

Kúbu 2% 6% 92%<br />

Níkaragva 3% 4% 93%<br />

Paragvæ 2% 3% 95%<br />

Perú 3% 3% 94%<br />

Síle ( Chile) 3% 5% 92%<br />

Úrúgvæ 2% 4% 94%<br />

Venesúela 2% 4% 94%<br />

Ísland allt árið | 73


Niðurstöður<br />

27. Aðferðir við markaðssetningu erlendis<br />

Aðra viðburði erlendis<br />

Neytendasýningar erlendis<br />

Fagsýningar/kaupstefnur erlendis<br />

Samstarf við bókunarvélar á vefn<strong>um</strong><br />

Beina markaðssetningu með netpósti<br />

Samfélagsmiðla á Internetinu<br />

Prentað og/eða stafrænt efni<br />

Fyrirtækisvef á Internetinu<br />

Stuðning við blaðamanna/FAM-ferðir<br />

Samstarfsv. og samtök <strong>um</strong> markhópat. ferðaþj.<br />

Beint samstarf við erlenda söluaðila<br />

Beint samstarf við innlenda söluaðila<br />

0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70%<br />

Í spurningu 27 voru þátttakendur beðnir að merkja við<br />

þau markaðs- og sölutæki sem fyrirtæki þeirra notaði í<br />

markaðsstarfi á erlend<strong>um</strong> mörkuð<strong>um</strong>.<br />

Flestir, eða nær tveir þriðju, sögðust nota fyrirtækisvef<br />

á netinu. Þar á eftir var algengast að vera í samstarfi<br />

við erlenda söluaðila (61%) og þar næst við innlenda<br />

söluaðila (59%). Fæstir sögðust notast við neytendasýningar<br />

erlendis, eða 11%. Svarendur fengu tækifæri til<br />

að tilgreina aðrar leiðir og svöruðu 26 þeirri spurningu.<br />

Niðurstöðurnar má sjá í töflunni hér að neðan.<br />

Annað<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Bókunarsíður 4 15%<br />

Samstarf við fagaðila 4 15%<br />

Tengslanet/persónuleg tengsl 3 12%<br />

Samstarf við innlendar ferðaskrifstofur/markaðsstofur 2 8%<br />

Heimasíða 2 8%<br />

Fyrirtækjahópar 1 4%<br />

Auglýsingar á Google 1 4%<br />

Youtube 1 4%<br />

Annað 2 8%<br />

Á ekki við 9 35%<br />

74 | Ísland allt árið


Niðurstöður<br />

Sp. 27: Hvaða markaðs- og sölutæki er fyrirtæki þitt að nota eða ætlar að nota meira (á næstu<br />

ár<strong>um</strong>) í markaðsstarfi á erlend<strong>um</strong> mörkuð<strong>um</strong>? - Vinsamlegast merkið við það sem við á.<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Fyrirtækisvef á Internetinu 225 65,79%<br />

Beint samstarf við erlenda söluaðila 210 61,40%<br />

Beint samstarf við innlenda söluaðila 203 59,36%<br />

Samfélagsmiðla á Internetinu s.s. Facebook, Twitter,<br />

LinkedIn, T<strong>um</strong>blr o.s.frv.<br />

187 54,68%<br />

Prentað og/ eða stafrænt efni (bæklingar, myndir o.s.frv) 167 48,83%<br />

Samstarfsverkefni og samtök <strong>um</strong> markhópatengda<br />

ferðaþjónustu<br />

135 39,47%<br />

Fagsýningar/-kaupstefnur erlendis 104 30,41%<br />

Samstarf við bókunarvélar á vefn<strong>um</strong> (s.s. DoHop.is,<br />

Booking.com, o.s.frv.)<br />

99 28,95%<br />

Stuðning við blaðamanna- og eða FAM-ferðir 89 26,02%<br />

Beina markaðssetningu með netpósti (e-blast) 79 23,10%<br />

Aðra viðburði erlendis (viðskiptasendinefndir,<br />

farandsýningar, vinnufundi o.s.frv.) 59 17,25%<br />

Neytendasýningar erlendis 39 11,40%<br />

Alls 1596 100%<br />

Ísland allt árið | 75


Niðurstöður<br />

28. Athugasemdir frá þátttakend<strong>um</strong><br />

Sp.28: Vilt þú koma einhverju á framfæri við þá aðila sem að þessari könnun standa?<br />

Svar Fjöldi Hlutfall<br />

Hvatningarorð 20 24,1%<br />

Of löng/viðamikil 11 13,3%<br />

Könnunin átti illa við starfsemi 10 12,0%<br />

Auka stuðning við smærri aðila 8 9,6%<br />

Bæta þarf rekstrar<strong>um</strong>hverfi 4 4,8%<br />

Hef ekki kynnst starfsemi Íslandsstofu 4 4,8%<br />

Tímasetning könnunar slæm 3 3,6%<br />

Berjast þarf gegn svartri starfsemi 3 3,6%<br />

Á ekki við 8 9,6%<br />

Annað 13 15,7%<br />

Þátttakend<strong>um</strong> gafst í lok könnunarinnar tækifæri til að<br />

koma athugasemd<strong>um</strong> áleiðis til þeirra sem stóðu að<br />

könnuninni. Alls svöruðu 83 spurningunni.<br />

Hátt í fjórðungur þátttakenda ýmist þakkaði fyrir<br />

framtakið eða vildi koma að hvatningarorð<strong>um</strong> og jafnvel<br />

tillög<strong>um</strong> <strong>um</strong> hvernig nýta bæri könnunina sem best.<br />

Um 13%, eða 11, sögðu könnuna hafa verið of langa<br />

eða of viðamikla.<br />

Alls tíu, eða 12% sögðu að könnunin ætti illa við<br />

þeirra starfsemi og var algengast að <strong>um</strong> ræði að ræða<br />

mjög smáan rekstur, einyrkja eða smávægilegan hliðarbúskap.<br />

Tæp 10% sögðu aukinn stuðning við smærri aðila<br />

vanta, þar sem þeir hefðu t.d. ekki nægt bolmagn til<br />

markaðssetningar. Einnig að of mikil áhersla væri almennt<br />

lögð á stóru aðilana.<br />

Tæp 5% sögðu þörf á að bæta rekstrar<strong>um</strong>hverfi<br />

og var þar til dæmis átt við með betra skatta<strong>um</strong>hverfi,<br />

breytt<strong>um</strong> regl<strong>um</strong> (t.d. varðandi veiðileyfi og veiðitíma).<br />

Tæp 5% vildu einnig koma því á framfæri að þau<br />

þekktu ekki til starfsemi Íslandsstofu.<br />

Þrír sögðu tímasetningu könnunarinnra vera slæma<br />

þar sem mikið álag væri á starfsfólki á þeim tíma sem<br />

könnunin fór fram. Eins sögðu þrír að berjast þyrfti gegn<br />

svartri og ólöglegri starfsemi í ferðaþjónustu til að bæta<br />

samkeppnis<strong>um</strong>hverfi.<br />

Alls gáfu tæp 10% svör sem ekki eiga við, t.d. vegna<br />

þess að þau innihéldu einungis einn bókstaf eða þá<br />

texta á borð við „ekki neitt“.<br />

Þrettán þátttakendur tilgreindu aðra hluti en hér<br />

á undan voru taldir. Meðal þeirra voru aðilar sem lýstu<br />

frekar starfsemi sinni og hvernig þjónustu þeir bjóða<br />

upp á.<br />

Önnur svör má sjá í viðauka.<br />

76 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

Viðaukar<br />

Ísland allt árið | 77


Viðaukar<br />

Viðauki: Spurningalisti<br />

Hér á eftir kemur spurningalistinn eins og hann birtist<br />

þátttakend<strong>um</strong>, auk inngangs að könnuninni.<br />

Ábyrgðarmaður þessarar könnunar er karlf@nmi.is.<br />

Ferðaþjónusta allt árið<br />

Ágæti viðtakandi.<br />

Eftirfarandi könnun er liður í átaki í heilsársferðaþjónustu.<br />

Óskað er eftir að eigandi fyrirtækis, framkvæmdastjóri<br />

eða sá aðili sem ber ábyrgð á þeirri starfsstöð<br />

sem könnunin er send til svari könnuninni.<br />

Góð þekking á vænting<strong>um</strong> og viðhorf<strong>um</strong> greinarinnar<br />

er mikilvægur liður í því að hægt sé að fara í markvisst<br />

og vel heppnað átak og því er þátttaka ykkar í þessari<br />

könnun afar þýðingarmikil.<br />

Könnunin verður opin til 15.júní nk.<br />

Eftirfarandi aðilar vinna að <strong>um</strong>ræddu samstarfsverkefni:<br />

Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofa, Icelandair,<br />

Iceland Express, Samtök atvinnulífsins, Ferðamálastofa,<br />

Byggðastofnun, Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi,<br />

Menninga- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar, Samband<br />

íslenskra sveitafélaga, Alþýðusamband Íslands og<br />

Nýsköpunarmiðstöð Íslands.<br />

Athugið: Aðeins er hægt að svara þessari könnun<br />

einu sinni<br />

1. Kyn<br />

Karl<br />

Kona<br />

2. Starfsaldur þinn í ferðaþjónustu<br />

Innan við ár<br />

1-5 ár<br />

6 - 10 ár<br />

Meira en 10 ár<br />

3. Hversu lengi hefur þín starfsstöð / fyrirtæki<br />

verið í rekstri?<br />

Innan við ár<br />

1 - 5 ár<br />

6 - 10 ár<br />

Meira en 10 ár<br />

4. Staða þín í fyrirtækinu.<br />

Eigandi<br />

Framkvæmdastjóri / rekstrarstjóri<br />

Markaðsstjóri<br />

Annað<br />

5. Í hvaða landshluta er fyrirtækið /starfsstöðin? Merkja<br />

má við fleiri en eitt svæði.<br />

¤ Vesturland<br />

¤ Vestfirðir<br />

¤ Norðurland<br />

¤ Austurland<br />

¤ Suðurland<br />

¤ Reykjanes<br />

¤ Höfuðborgarsvæðið<br />

6. Á hvaða sviði er meginstarfsemi fyrirtækisins?<br />

Merkja má við fleiri en einn þátt.<br />

¤ Gistiþjónusta<br />

¤ Veitingaþjónusta<br />

¤ Afþreying<br />

¤ Listir og menning<br />

¤ Farþegaflutningar á landi og sjó<br />

¤ Farþegaflutningar með flugi<br />

¤ Ferðaskrifstofa / ferðaskipuleggjandi<br />

¤ Verslun tengd ferðaþjónustu<br />

¤ Annað:<br />

7. Hver var heildarfjöldi gesta / viðskiptavina<br />

fyrir tækis ins á árinu 2010?<br />

Innan við 100<br />

101 - 200<br />

201 - 300<br />

301 - 400<br />

401 - 500<br />

501 - 750<br />

751 - 1000<br />

1001 - 2000<br />

2001 - 3000<br />

3001 - 4000<br />

4001 -5000<br />

5001 -10000<br />

Fleiri en 10000<br />

78 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

8. Hvað voru eftirtaldir hópar hátt hlutfall af<br />

heildar viðskiptavin<strong>um</strong>/gestafjölda á árinu<br />

2010?<br />

Heimamenn / gestir úr næsta nágrenni.<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30%<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 - 100%<br />

Íslenskir ferðamenn<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30 %<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 -100%<br />

Erlent vinnuafl á Íslandi<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30 %<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 -100%<br />

Erlendir ferðamenn<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30 %<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 -100%<br />

9. Hver var að jafnaði fjöldi starfsmanna í starfsstöð<br />

þinni/fyrirtæki á háönn (júní-ágúst) á árinu<br />

2010? (mundu að telja sjálfa/sjálfan þig með)<br />

Engir starfsmenn<br />

1 - 3 starfsmenn<br />

4 - 5 starfsmenn<br />

6 - 10 starfsmenn<br />

11 - 15 starfsmenn<br />

16 - 20 starfsmenn<br />

21 - 25 starfsmenn<br />

26 - 30 starfsmenn<br />

Fleiri<br />

10. Hver var að jafnaði fjöldi starfsmanna í starfsstöð<br />

þinni / fyrirtæki á lágönn árið 2010( júní<br />

- ágúst ekki meðtaldir)?<br />

Engir starfsmenn<br />

1 - 3 starfsmenn<br />

4 - 5 starfsmenn<br />

6 - 10 starfsmenn<br />

11 - 15 starfsmenn<br />

16 - 20 starfsmenn<br />

21 - 25 starfsmenn<br />

26 - 30 starfsmenn<br />

Fleiri<br />

11. Hvernig dreifðust tekjur fyrirtækisins yfir árið 2010?<br />

Veljið það tekjuhlutfall sem við á eftir árstíð<strong>um</strong><br />

Vor: apríl - maí<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30 %<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 -100%<br />

Ísland allt árið | 79


Viðaukar<br />

S<strong>um</strong>ar: júní - ágúst<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30 %<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 -100%<br />

Haust: sept. - nóv.<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30 %<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 -100%<br />

Vetur: jan. - mars/nóv. - des.<br />

0 - 10%<br />

11 - 20%<br />

21 - 30 %<br />

31 - 40%<br />

41 - 50%<br />

51 - 60%<br />

61 - 70%<br />

71 - 80%<br />

81 - 90%<br />

91 -100%<br />

12. Hversu miklu fé telur þú að fyrirtækið hafi varið<br />

til markaðs- og sölustarfs á árinu 2010? Dæmi <strong>um</strong><br />

þetta eru útgjöld vegna hönnunar, prentunar, birtinga,<br />

þátttöku í ráðstefn<strong>um</strong> og almenns sölustarfs.<br />

0 - 100 þús<br />

101 - 500 þús<br />

501 - 1000 þús<br />

1 - 3 milljónir<br />

3 - 5 milljónir<br />

5 - 10 millljónir<br />

Meira en 10 milljónir<br />

13. Tók fyrirtækið á móti gest<strong>um</strong> utan háannatíma<br />

árið 2010?<br />

Já<br />

Nei<br />

14a.Var gripið til einhverra eftirtalinna ráðstafanna á lágönn<br />

2010? Merkja má við fleiri en einn möguleika.<br />

¤ Starfsfólki var fækkað<br />

¤ Starfsemi var lokað tímabundið<br />

¤ Opnunartími var styttur<br />

¤ Farið var í annan rekstur<br />

¤ Annað hvað?<br />

14b.Hvaðan voru þeir ferðamenn sem nýttu þjónustuna<br />

helst utan háannar á árinu 2010? - Þú<br />

getur merkt við fleiri en eitt atriði.<br />

¤ Ísland<br />

¤ Norðurlönd<br />

¤ Þýsk<strong>um</strong>ælandi lönd<br />

¤ Bretland<br />

¤ Frakkland<br />

¤ Benelux löndin<br />

¤ Ítalía og Spánn<br />

¤ Önnur Evrópulönd<br />

¤ Norður-Ameríka<br />

¤ Annað:<br />

14c.Hvert var megin aðdráttarafl starfsemi þinnar<br />

utan háannar á árinu 2010?<br />

14d.Merkið við þá mánuði ársins sem fyrirtækið<br />

tók á móti gest<strong>um</strong> á árinu 2010.<br />

¤ Allt árið<br />

¤ Janúar<br />

¤ Febrúar<br />

¤ Mars<br />

¤ Apríl<br />

¤ Maí<br />

80 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

¤ Júní<br />

¤ Júlí<br />

¤ Ágúst<br />

¤ September<br />

¤ Október<br />

¤ Nóvember<br />

¤ Desember<br />

14e.Hvað gerðir þú þann tíma sem fyrirtækið<br />

þjón aði ekki / tók ekki á móti gest<strong>um</strong> á árinu<br />

2010? - Þú getur merkt við fleira en eitt atriði.<br />

¤ Sinnti markaðssetningu á starfseminni<br />

¤ Sinnti ýmiskonar viðhaldi sem tengist starfseminni<br />

¤ Sinnti nýsköpun og vöruþróun<br />

¤ Var í annarskonar rekstri<br />

¤ Naut frítímans<br />

¤ Var launþegi annarsstaðar<br />

¤ Var á atvinnuleysisskrá<br />

¤ Sótti mér fræðslu og menntun<br />

¤ Annað, hvað?<br />

14f.Telur þú raunhæft að lengja starfstíma fyrirtækisins<br />

ár hvert frá því sem nú er?<br />

Já<br />

Nei<br />

19. Hvaða svæði á mesta möguleika á að efla<br />

ferðaþjón ustu utan háannar að þínu mati?<br />

Merkið við allt að 5 svæði.<br />

¤ 1. Reykjanes<br />

¤ 2. Höfuðborgarsvæðið<br />

¤ 3. Borgarfjörður<br />

¤ 4. Snæfellsnes/Dalir<br />

¤ 5. Suðurfirðir Vestfjarða<br />

¤ 6. Ísafjörður og nágrenni<br />

¤ 7. Norðurstrandir<br />

¤ 8. Húnavatnssýslur<br />

¤ 9. Skagafjörður<br />

¤ 10. Akureyri og nágrenni<br />

¤ 11. Húsavík/Mývatn og nágrenni<br />

¤ 12. Melrakkaslétta og Langanes<br />

¤ 13. Egilsstaðir/Hérað<br />

¤ 14. Austfirðir<br />

¤ 15. Höfn í Hornafirði og nágrenni<br />

¤ 16. Skaftárhreppur<br />

¤ 17. Vík og nágrenni<br />

¤ 18. Vestmannaeyjar<br />

¤ 19. Suðurlandsundirlendi<br />

¤ 20. Miðhálendið<br />

20. Eru önnur svæði sem þú vilt nefna sérstaklega?<br />

14g. Hvað þarf til svo af því verði?<br />

14h. Af hverju er það ekki raunhæft?<br />

15. Hvaða tækifæri sérðu á þínu svæði til þess að<br />

efla ferðaþjónustu utan háannar? Nefnið allt<br />

að 5 atriði.<br />

16. Hvaðar hindranir sérðu helstar, sem gætu<br />

komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á þínu<br />

svæði utan háannar? Nefnið allt að 5 atriði.<br />

17. Á hvaða markhópa ætti helst að stíla utan<br />

háannar á þínu svæði?<br />

21. Hvernig telur þú best að markaðssetja ferðaþjón<br />

ustu utan háannar?<br />

Hér á eftir koma nokkar spurningar <strong>um</strong> markaðsog<br />

sölu starf þíns fyrirtækis<br />

22. Stundar þú eða hyggst þú hefja markaðssetningu<br />

innan 5 ára, í eftirtöld<strong>um</strong> heimsálf<strong>um</strong>?<br />

¤ Evrópu<br />

¤ Ameríku<br />

¤ Asíu<br />

¤ Afríku<br />

¤ Eyjaálfu<br />

18. Hvaða sóknarfæri sérðu helst í þjónustu utan<br />

há annar á Íslandi öllu? Nefnið allt að 5 atriði.<br />

Ísland allt árið | 81


Viðaukar<br />

23. Í hvaða Evrópulönd<strong>um</strong> er, eða hyggst/áformar<br />

(inn an 5 ára), fyrirtæki þitt að markaðsetja<br />

vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið Stendur Stendur<br />

á til ekki til<br />

Austurríki <br />

Bretlandseyj<strong>um</strong> <br />

Danmörku <br />

Eystrasaltslöndun<strong>um</strong> <br />

Finnlandi <br />

Frakklandi <br />

Færeyj<strong>um</strong> <br />

Grænlandi <br />

Hollandi <br />

Ítalíu <br />

Noregi <br />

Póllandi <br />

Rússlandi <br />

Spáni <br />

Sviss <br />

Svíþjóð <br />

Þýskalandi <br />

Ef unnið er í öðr<strong>um</strong> Evrópulönd<strong>um</strong> en hér hafa verið<br />

nefnd, vinsamlegast tilgreinið þau.<br />

24. Í hvaða lönd<strong>um</strong> Asíu og Mið-Austurlanda er, eða<br />

hyggst/áformar (innan 5 ára), fyrirtæki þitt að markaðsetja<br />

vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið Stendur Stendur<br />

á til ekki ti<br />

Hong Kong <br />

Indlandi <br />

Ísrael <br />

Japan <br />

Kína <br />

Kóreu-Suður <br />

Malasíu <br />

Víetnam <br />

Sádi-Arabíu <br />

Tævan <br />

Tælandi <br />

Ef unnið er í öðr<strong>um</strong> lönd<strong>um</strong> Asíu eða Mið-Austurlanda<br />

en hér hafa verið nefnd, vinsamlegast tilgreinið þau.<br />

25. Í hvaða lönd<strong>um</strong> Afríku og/eða Eyjaálfu er, eða<br />

hyggst/áformar (innan 5 ára), fyrirtæki þitt að markaðsetja<br />

vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið Stendur Stendur<br />

á til ekki til:<br />

Alsír <br />

Egyptalandi <br />

Eþíópíu <br />

Nígeríu <br />

Suður-Afríku <br />

Ástralíu <br />

Nýja-Sjálandi <br />

Ef unnið er í öðr<strong>um</strong> lönd<strong>um</strong> Afríku eða Eyjaálfu en hér<br />

hafa verið nefnd, vinsamlegast tilgreinið þau.<br />

26. Í hvaða lönd<strong>um</strong> Ameríku er, eða hyggst/áformar<br />

(inn an 5 ára), fyrirtæki þitt að markaðsetja<br />

vörur/þjón ustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Unnið Stendur Stendur<br />

á til ekki til:<br />

Bandaríkj<strong>um</strong> N-Ameríku <br />

Kanada <br />

Mexíkó <br />

Argentínu <br />

Brasilíu <br />

Ekvador <br />

Gvatemala <br />

Hondúras <br />

Jamaica <br />

Kól<strong>um</strong>bíu <br />

Kúbu <br />

Níkaragva <br />

Paragvæ <br />

Perú <br />

Síle ( Chile) <br />

Úrúgvæ <br />

Venesúela <br />

Ef unnið er í öðr<strong>um</strong> lönd<strong>um</strong> Ameríku en hér hafa verið<br />

nefnd, vinsamlegast tilgreinið þau.<br />

82 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

27. Hvaða markaðs- og sölutæki er fyrirtæki þitt<br />

að nota eða ætlar að nota meira (á næstu<br />

ár<strong>um</strong>) í markaðsstarfi á erlend<strong>um</strong> mörkuð<strong>um</strong>?<br />

- Vinsamleg ast merkið við það sem við á.<br />

¤ Beint samstarf við innlenda söluaðila<br />

¤ Beint samstarf við erlenda söluaðila<br />

¤ Samstarfsverkefni og samtök <strong>um</strong> markhópatengda<br />

ferðaþjónustu<br />

¤ Stuðning við blaðamanna- og eða FAM-ferðir<br />

¤ Fyrirtækisvef á Internetinu<br />

¤ Prentað og/ eða stafrænt efni (bæklingar, myndir<br />

o.s.frv.)<br />

¤ Samfélagsmiðla á Internetinu s.s. Facebook, Twitter,<br />

LinkedIn, T<strong>um</strong>blr o.s.frv.<br />

¤ Beina markaðssetningu með netpósti (e-blast)<br />

¤ Samstarf við bókunarvélar á vefn<strong>um</strong> (s.s. DoHop.is,<br />

Booking.com, o.s.frv.)<br />

¤ Fagsýningar/-kaupstefnur erlendis<br />

¤ Neytendasýningar erlendis<br />

¤ Aðra viðburði erlendis (viðskiptasendinefndir, farandsýningar,<br />

vinnufundi o.s.frv.)<br />

¤ Ef annað, hvað?<br />

29. Hyggst þú nýta þér einhverja af eftirfarandi<br />

þjón ustu þátt<strong>um</strong> Íslandsstofu á næstu 5 ár<strong>um</strong>?<br />

Vinsamlegast merkið við það sem við á<br />

¤ Þátttöku í tiltekn<strong>um</strong> þróunar- og fræðsluverkefn<strong>um</strong><br />

(ÚH, HH, „Komdu í land”, o.s.frv.)<br />

¤ Námskeið<br />

¤ Upplýsingaleit/-miðlun<br />

¤ Ráðgjöf<br />

¤ Markaðsstuðning<br />

¤ Annað fræðslustarf<br />

¤ Samstarfsverkefni (sbr. Inspiredby Iceland)<br />

¤ Stuðning við blaðamanna- og/eða FAM-ferðir<br />

¤ Efni til landkynningar (bæklingar, myndir o.s.frv.)<br />

¤ Erlenda viðburði (sýningar, viðskiptasendinefndir,<br />

farandsýningar, vinnufundir o.s.frv.)<br />

¤ Þjónustu viðskipta- og ferðaþjónustufultrúa sendiráða<br />

Íslands<br />

¤ Þjónustu fjárfestingasviðs (áður Fjárfestingastofu)<br />

¤ Ef annað, hvað?<br />

30. Vilt þú koma einhverju á framfæri við þá aðila<br />

sem að þessari könnun standa?<br />

28. Hefur þú nýtt þér einhverja af eftirfarandi<br />

þjónustu þátt<strong>um</strong> Íslandsstofu? - Vinsamlegast<br />

merkið við það sem við á.<br />

¤ Þátttöku í tiltekn<strong>um</strong> þróunar- og fræðsluverkefn<strong>um</strong><br />

(ÚH, HH, „Komdu í land”, o.s.frv.)<br />

¤ Námskeið<br />

¤ Upplýsingaleit/-miðlun<br />

¤ Ráðgjöf<br />

¤ Markaðsstuðning<br />

¤ Annað fræðslustarf<br />

¤ Samstarfsverkefni (sbr. Inspired by Iceland)<br />

¤ Stuðning við blaðamanna- og/eða FAM-ferðir<br />

¤ Efni til landkynningar (bæklingar, myndir o.s.frv.)<br />

¤ Erlenda viðburði (sýningar, viðskiptasendinefndir,<br />

farandsýningar, vinnufundir o.s.frv.)<br />

¤ Þjónustu viðskipta- og ferðaþjónustufulltrúa sendiráða<br />

Íslands<br />

¤ Þjónustu fjárfestingasviðs (áður Fjárfestingastofu)<br />

¤ Ef annað, hvað?<br />

Ísland allt árið | 83


Viðaukar<br />

Viðauki: Opnar spurningar<br />

Hér á eftir eru útlistuð svör við opn<strong>um</strong> spurning<strong>um</strong> í<br />

könnuninni. Farið hefur verið í gegn<strong>um</strong> svörin og hreinsað<br />

út ógild svör og einnig hafa svör víða verið tekin út ef<br />

sama svarið kemur oft fyrir til að gera lesanda hægar <strong>um</strong><br />

vik að lesa öll svörin.<br />

6. Á hvaða sviði er meginstarfsemi fyrirtækisins?<br />

Merkja má við fleiri en einn þátt.<br />

Svör þeirra sem kusu að tilgreina annað en fyrirliggjandi<br />

valkosti:<br />

• Bílaleiga<br />

• Bjórframleyðsla<br />

• Einnig upplýsingamiðstöð<br />

• Einstaklings miðuð þjónusta. Ekki stórir hópar<br />

• Er<strong>um</strong> aðeins í leiðsögn<br />

• Heilsu ferðamennska<br />

• Heimavinnsla<br />

• Hestaferðir<br />

• Hestaleiga<br />

• íbúðagisting<br />

• Jarðskjálftasetur<br />

• Leiðsögn<br />

• Leiðsögn með hreindýraveið<strong>um</strong><br />

• Menningar- og ferðafulltrúi Langanesbyggðar<br />

• Náttúruskoðun<br />

• Opið bóndabýli<br />

• Rek skíðasvæði<br />

• Rek tjaldstæði og upplýsingamiðstöð líka<br />

• Rekstur fjallaskála og ræstingar í skól<strong>um</strong> og leikskól<strong>um</strong><br />

• <strong>Saf</strong>n<br />

• Tjaldsvæði<br />

• Útgáfa ráðgjöf<br />

• Veiðileyfi<br />

• Verið að vinna að meiri fræðslu á svæðinu og<br />

gistingu sem hentar betur að vetrarlagi<br />

14a.Var gripið til einhverra eftirtalinna ráðstafanna<br />

á lágönn 2010? Merkja má við fleiri en<br />

einn möguleika.<br />

Svör þeirra sem kusu að tilgreina annað en fyrirliggjandi<br />

valkosti:<br />

• Aðeins forstöð<strong>um</strong>aður í starfi á veturna og þá<br />

opnað vegna einstakra viðburða eða til að taka<br />

á móti hóp<strong>um</strong>. Reglulegur opnunartími (fyrir<br />

ferðamenn) frá 15. maí til 15. september<br />

• Annar rekstur og atvinna stunduðu utan háanna<br />

tíma<br />

• Auglýst meira til að höfða til Íslendinga<br />

• Búskapur og kjötverkun og sala á heimaunn<strong>um</strong><br />

afurð<strong>um</strong> auk þjónustu við veiðimenn<br />

• Dregið saman í rekstri. (Færri opin gistirými)<br />

• Einungis eigandi og fjölskylda eru starfandi í<br />

fyrir tækinu<br />

• Einungis opið yfir s<strong>um</strong>armánuðina<br />

• Ekkert af ofangreindu en vissulega fjölg<strong>um</strong> við<br />

fólki á s<strong>um</strong>rin, það á þá bæði við <strong>um</strong> s<strong>um</strong>arafleysingar<br />

og s<strong>um</strong>arviðbót, við lít<strong>um</strong> ekki á það sem<br />

fækkun starfsfólks utan háannar heldur þvert á<br />

móti sem s<strong>um</strong>arfólk á háönn<br />

• Ekkert af ofangreindu. Við bæt<strong>um</strong> við okkur<br />

lausafólki á s<strong>um</strong>rin<br />

• Er í öðr<strong>um</strong> rekstri - Auglýsingastofa<br />

• Er<strong>um</strong> með sauðfjárbú.<br />

• Er<strong>um</strong> smá og vinn<strong>um</strong> bara sjálf þegar okkar er<br />

þarfnast<br />

• Fastráðn<strong>um</strong> starfsmönn<strong>um</strong> var ekki fækkað<br />

• Ferðir erlendis<br />

• Ferð<strong>um</strong> fækkað<br />

• Föst<strong>um</strong> ferð<strong>um</strong> hætt, farið þegar pantað var<br />

• Frá miðj<strong>um</strong> septemberr til 1. júní var lokað, en<br />

tekið á móti hóp<strong>um</strong> ef óskað var. Einnig voru<br />

haldnir árlegir viðburðir tengdir jól<strong>um</strong> og hauststörf<strong>um</strong><br />

• Gisting er eingöngu rekin yfir s<strong>um</strong>armánuðina<br />

• Haldið í horfinnu er<strong>um</strong> með félagasamtök mikið<br />

í okkar rekstri<br />

• Haldnir voru tónleikar og aðrar uppákomur.<br />

Starfhlutfall (ekki starfsfólki) var minnkað<br />

• Hóf<strong>um</strong> starfsemi síðasta haust og því enþá<br />

84 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

í upp byggingarfasa. Fyrirhugað að draga úr<br />

starfs hlutfalli komandi vetur, en ekki að fækka<br />

starfsfólki<br />

• Hönnun og ráðgjöf<br />

• Innflutningur og sala á DVD disk <strong>um</strong> veiði á Íslandi,<br />

fluguveiði kvikmyndahátíð<br />

• Já, hætt við stækkun!<br />

• Kennsla og útgáfa<br />

• Leigt út 1 herbergi<br />

• Leiguakstur<br />

• Leitað til atvinnuleysisbóta<br />

• Ljósmyndaþjónusta<br />

• Meiri áhersla á ráðgjöfina<br />

• Móttaka lokuð, aðeins opnað ef óskað var eftir<br />

gistingu<br />

• Not<strong>um</strong> verktaka til að lágmarka fastann kostnað<br />

• Nýjr vörur settar á markað<br />

• Öðrvísi ferðir... vetraferðir<br />

• Ræstingar<br />

• Reksturinn er í raun tímabundinn þó opið sé allt<br />

árið og því engar sérstakar ráðstafanir gerðar<br />

2010 <strong>um</strong>fram önnur ár<br />

• Skíðasvæðarekstur,eðli málsins samkvæmt þá<br />

var reksturinn í hámarki á svokallaðri lágönn<br />

• Skólaakstur<br />

• Starfaði allt árið með sömu starfsemi<br />

• Starfar einungis júní júlí og ágúst<br />

• Starfsemin hélt áfram, sem endranær<br />

• Starfsmenn eru ráðnir tímabundið yfir háönn<br />

og því voru engar sérstakar ráðstafnir. Vöruþróunarferli<br />

í gangi og aukin eigin markaðssetning<br />

ásamt endurbót<strong>um</strong> og undirbúningi fyrir<br />

háönn....og aukinn árstíðatengdan árangur á<br />

komandi misser<strong>um</strong>, svo við þvert á móti héld<strong>um</strong><br />

meiri starfssemi gangandi en ástæða hefði verið<br />

til ef eingöngu hefði verið horft á eftirspurn og<br />

þörf viðskiptavina/þjónustu á hverj<strong>um</strong> tíma<br />

• Stútenta leiga<br />

• Taka á móti stærri hóp<strong>um</strong> v/ árshátíða, óvissuferða<br />

og annarra samkoma<br />

• Það var opnaður annar staður (skemmtistaður)<br />

• Trésmíðaverkstæði<br />

• Var í annari vinnu<br />

• Verktakastarfsemi mannvirkjagerð<br />

• Vinna sótt utan fyrirtækisins<br />

• Vöruþróun á sviði matvælaframleiðslu<br />

14b.Hvaðan voru þeir ferðamenn sem nýttu þjónustuna<br />

helst utan háannar á árinu 2010? - Þú<br />

getur merkt við fleiri en eitt atriði.<br />

Svör þeirra sem kusu að tilgreina annað en fyrirliggjandi<br />

valkosti:<br />

• Ásamt skipulögð<strong>um</strong> ferð<strong>um</strong> frá Færeyj<strong>um</strong><br />

• Asía<br />

• Ástralía, Nýja Sjáland<br />

• Australia, Hong Kong, Dubai<br />

• Blandað frá ýms<strong>um</strong> lönd<strong>um</strong><br />

• Kanada<br />

• Evróp<strong>um</strong>eistara mót í sjóstangveiði<br />

• Grænland<br />

• Ísrael, Indland & Rússland<br />

• Japan - Kína - Indland<br />

• Kanada<br />

• Kína<br />

• Mest UK og USA því bjóð<strong>um</strong> bara ferðir á ensku<br />

- en auðvitað kemur e-ð frá hin<strong>um</strong> og þess<strong>um</strong> -<br />

minnst þó Þýs og Fr því þeir leita eftir ferð<strong>um</strong> á<br />

eigin tung<strong>um</strong>áli<br />

• Rússland<br />

• Svo til eingöngu heimamarkaður<br />

14c.Hvert var megin aðdráttarafl starfsemi þinnar<br />

utan háannar á árinu 2010?<br />

Svör:<br />

• Góð þjónusta, góð staðsetning, notalegt hús<br />

• 1) Leiga v fundahalda. 2) Viðburðir af ýmsu tagi<br />

• Að skoða okkur íslendinga<br />

• Aðallega vinnu- og fjölskyldutengingar<br />

• Ævintýraleg upplifun í Súperjepp<strong>um</strong><br />

• Afþreying og momentin okkar sem og Reykjavíkurganga<br />

og upplifanir<br />

• Áhugaverðir safngripir<br />

• Árshátíðir íslenskra hópa í gistingu og mat<br />

Ísland allt árið | 85


Viðaukar<br />

• Árstíðarbundin afþreying í nágreninu<br />

• Atvinnulífið á svæðinu, náttúran<br />

• Austfriskar krásir!<br />

• Berjatínsla<br />

• Boðið var upp á 3 Villibráðarhlaðborð í byrjun<br />

vetrar í samstarfi við Gistiheimilið Stöng.<br />

• Borgarferðir<br />

• Búskapaur<br />

• Dagsferðir<br />

• Dvölin í sveitinni og fjarlægð frá Reykjavík<br />

• Erlendur hluti - ekki gott að segja - innlendur<br />

hluti - afþreying hópa<br />

• Eina þjónustan á vinsæl<strong>um</strong> stað<br />

• Eldgosið í Eyjafjallajökli<br />

• Eldri borgarar, árshátíðir og ráðstefnur<br />

• Er með studioíbúð með eldunaraðstöðu, það<br />

eru ekki veitingarhús á svæðinu starfrækt yfir<br />

veturinn<br />

• Eyjafjallajökull og Íslenska vetrarferðamennskan<br />

• Fiskur<br />

• Fiskvinnsla á svæðinu þ.e. þjónusta í kring<strong>um</strong><br />

hana<br />

• Fjöllin á Tröllaskaga<br />

• Fjölskylduvænn gistimöguleiki<br />

• Fólk frá höfuðborgarsvæðinu að vinna á Akureyri<br />

• Fossar norðurljós<br />

• Frábær gistiaðstaða<br />

• Fræðsla<br />

• Fræðsluskjálfti samstarfsverkefni Skjálftaseturs<br />

og Gljúfrastofu í Ásbyrgi fyrir grunnskólanema í<br />

miðdeild (4 - 7 bekkur)<br />

• Friður og ró<br />

• Fundir<br />

• Fyrirtækjahópar sem komu til þess að halda<br />

fundi og skemmta sér og eldra fólk sem ferðaðist<br />

<strong>um</strong> suðurland og í kring<strong>um</strong> höfuðborgarsvæðið<br />

• Gamall enduruppgerður bær<br />

• Gestir vildi vera á einkaheimili - við bjóðun upp<br />

á gistingu í heimili okkar<br />

• Gisting<br />

• Gisting /vegna veiði<br />

• Gisting fyrir hópa<br />

• Gisting í afar sérstöku húsi. Gamalli kirkju<br />

• Gisting og bílaleigupakkar<br />

• Gisting tengd ráðstefn<strong>um</strong>, fund<strong>um</strong>, árshátíð<strong>um</strong><br />

o.þ.h.<br />

• Gisting, heitir pottar<br />

• Glæsileg sýning <strong>um</strong> lífið á íslandi á landnámsöld<br />

• Góð gisting á falleg<strong>um</strong> stað<br />

• Góð herbergi og góður matur<br />

• Góð staðsetning<br />

• Góð <strong>um</strong>fjöllun<br />

• Góð verð og góð þjónusta<br />

• Góðar <strong>um</strong>sagnir í ferðahandbók<strong>um</strong> og annarsstaðar<br />

<strong>um</strong> góðan mat<br />

• Goðir og vanðaði vörur<br />

• Góður matur og góð þjónusta ásamt hagstæðu<br />

verði<br />

• Gönguferðir og fuglaskoðun<br />

• Gott orðspor<br />

• Grunnþjónusta, gisting og veitingar<br />

• Hærra þjónustustig<br />

• Halda samkomur í óvenjulegu <strong>um</strong>hverfi.<br />

• Heit og góð rúm<br />

• Heitar laugar sem opnar eru allt árið <strong>um</strong> kring<br />

sem og óvissu- og hvataferðir<br />

• Heitu pottarnir, norðurljós og stutt frá R-vík<br />

• Hellaferðir, norðurljósaferðir, ferðir í heitar baðlaugar,<br />

jöklagöngur, hveragöngur, ferðir að<br />

Jökuls árlóni, ferðir á Hveravelli og svo framvegis<br />

• Hellaskoðunarferðir og paintball<br />

• Hestar<br />

• Hópferðir<br />

• Hreindýraveiðar<br />

• Hvataferðir<br />

• Iðnaðarmenn<br />

• Ísklifur<br />

• Islendingar sem koma vinna hér á svædi<br />

• Íslensk náttúra<br />

• Íslenski hesturinn<br />

• Íslenskt gæðahandverk.<br />

• Islenskur veitingastaður<br />

• Íslenskur vetur; fossar og fleiri náttúruperlur<br />

Jöklaferðir á jepp<strong>um</strong> Heitar laugar óbyggðir og<br />

víðatta. Matur og menning Norðurljós<br />

• Íþróttahópar<br />

• Jarðfræði<br />

86 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Jeppaferðir, norðurljósin<br />

• Jöklaferðir og eldgos<br />

• Jöklagöngur og jeppaferðir, gönguskíðaferðir,<br />

fjallaskíðaferðir, skólahópar og skoðunarferðir<br />

• Jöklar, Eldfjöll, Norðurljós, Skíðaferðir<br />

• Jöklarnir og kyrrðin<br />

• Jólahlaðborð - þorrahlaðborð - helgaropnun<br />

• Jólahlaðborð aldrei fór ég suður<br />

• Kunnátta í þjóðhátt<strong>um</strong> Evrópu og tung<strong>um</strong>ál<br />

• Kynning á fyrirtækinu<br />

• Kyrrð og ró og norðurljós<br />

• Kyrrlátur staður<br />

• Lægstu verðin<br />

• Lág verð, persónuleg og góð þjónusta. Góður<br />

matur.<br />

• Landið, náttúran, lægra verð nýttist fólki sem var<br />

í fríi, eins og námsleyf<strong>um</strong> í Evrópu eða af öðr<strong>um</strong><br />

orsök<strong>um</strong> gat verið í fríi, þá vildi fólk nýta lægra<br />

verð<br />

• Leikhús-menningarviðburðir-ráðstefnur-árshátíðir-skíði<br />

og önnur afþreyging<br />

• Lítil starfsemi utan háannatíma<br />

• Ljósmyndun<br />

• Lopi og garn<br />

• Lundi og aðrir fuglar<br />

• Matur<br />

• Matur og gisting<br />

• Matur og menning<br />

• Menning og listir. Viðburðir<br />

• Menningargildi þess sem boðið er<br />

• Menningarstarfsemi fyrir heimamenn og móttaka<br />

hópa, t.d. ráðstefnugesta. Fundir og minni<br />

ráðstefnur<br />

• Menningartengd ferðaþjónusta, ljósmyndunarferðir,<br />

Jeppaleiga og ferðir henni tengdar<br />

(Hvata ferðir)<br />

• Menningartengd útivist<br />

• Menningartengt, brúðkaups og afmælisferðir,<br />

gjafaferðir, skígönguferðir<br />

• Menningarviðburðir og veitingahús<br />

• Mjög góð aðstaða og fallegt <strong>um</strong>hverfi við rætur<br />

hálendis<br />

• Móttaka og fræðsla fyrir skólahópa<br />

• Móttaka ýmiskonar hópa sérstakega kvenna,<br />

kvenfélög, starfsmannahópar, s<strong>um</strong>arbústaðahópar.<br />

• Mývatn<br />

• Námskeiðshald<br />

• Nátttúra Íslands í vetrargalla<br />

• Náttúra og saga<br />

• Náttúra. saga, menning<br />

• Náttúran, framandleiki, ævintýraþrá<br />

• Náttúran, fuglaskoðun, norðurljósin, upplifun á<br />

okkar svæði<br />

• Náttúran, heittir pottar, gisting í s<strong>um</strong>arhús<strong>um</strong><br />

þar sem fólk getur séð <strong>um</strong> sig sjálft, Jökulsárlón,<br />

Skaftafell og fleira<br />

• Náttúran, jarðhitinn, ráðstefnur<br />

• Náttúrufegurð og góðir skálar<br />

• Náttúruskoðun<br />

• Náttúruskoðun í nágrenni<br />

• Norðausturland - Edge of the Arctic. Skoðunarferðir<br />

fyrir hópa og einstaklinga (private tours).<br />

Hópferðaþjónusta þ.m.t. ferðaskipulagning<br />

• Norðurljós<br />

• Norðurljós og Jökulsárlón<br />

• Norðurljós og vetrarveður<br />

• Norðurljós, náttúra<br />

• Norðurljós, venjulegur vetur á Íslandi<br />

• Norðurljósaferðir<br />

• Norðurljósin og önnur afþreying<br />

• Norðurljósin og sveitafriðsældin, góð kjötsúpa<br />

• Nýjar sýningar<br />

• Óbreytt starfsemi allt árið<br />

• Öðruvísi list og handverk - sérverkefni fyrir önnur<br />

fyrirtæki<br />

• Öðruvísi vara og áhugaverð staðsetning .<br />

• Öruggar flugsamgöngur og góð þjónusta<br />

ásamt stundvísi áætlunar<br />

• Ósnert náttúra<br />

• Prjónanámskeið - útgáfa á kennsluefni<br />

• Ráðgjöf, vefmál<br />

• Ráðstefnur, fundir, vetraríþróttir, skemmtun,<br />

veislur og árshátíðir<br />

• Ráðstefnur-uppákomur-menning<br />

• Réttir. Rjúpnaveið. Starfsmannahittingur<br />

• Réttir, Sviðamessa, Norðurljósin, Söl<strong>um</strong>enska<br />

• Reykjavík - styttri helgarferðir<br />

Ísland allt árið | 87


Viðaukar<br />

• Rjúpna og hreindýraveiði<br />

• Rólegur staður, búskapur , sauðburður, kynnast<br />

líf í sveitinni<br />

• Rómantík, auglýsti gistinguna sem ástarhreiður.<br />

• Rómuð gisting, ísklifur á svæðinu.<br />

• Rósemd.<br />

• Sækja og senda fólk í flug<br />

• <strong>Saf</strong>n<br />

• <strong>Saf</strong>nfræðsluhópar<br />

• <strong>Saf</strong>nið sjálft<br />

• Samkomusalur fyrir starfshópa og félög<br />

• Samstarf skóla. Vetrarferðaþjónusta<br />

• Seldur matur í mötuneyti<br />

• Sem og á öðr<strong>um</strong> tím<strong>um</strong> íþrottatengdar ferðir<br />

• Sérstaða - og að það var opið<br />

• Sérstaða heimavinnslu<br />

• Sjóstöng og útivist<br />

• Skammdegið, vetrarríki, jöklar, norðurljós, jólahátíðin,<br />

gamlaárskvöld<br />

• Skoðunarferðir <strong>um</strong> Reykjavík, Gullni hringurinn<br />

og Snæfellsnes<br />

• Skemmtanir og gisting fyrir íslenska vinn<strong>um</strong>enn<br />

sem þurftu að vinna á svæðinu í lengri eða<br />

skemmri tíma<br />

• Skemmtilegar ferðir og vinsælt á árshátíð<strong>um</strong><br />

og starfsmannaviðburð<strong>um</strong> fyrirtækja, Einnig í<br />

hvataferð<strong>um</strong> erlendra hópa<br />

• Skíða og snjóbrettaiðkunn<br />

• Skíðaferðir<br />

• Skíðasvæði, veiðar og önnur. Utanaðkomandi<br />

vinn<strong>um</strong>enn á svæðinu<br />

• Skoðurnarferðir <strong>um</strong> einu sútunarverksmiðju Íslands<br />

og fiskroð til sölu<br />

• Skotveiðar<br />

• Skyndibiti<br />

• Snjór<br />

• Snjór, Jöklar, Myrkur, Kuldi og vont veður. + Upplifun<br />

í okkar nýja farartæki 8x8 ice explorer<br />

• Snjór, kyrrð, gönguskíði, göngur og réttir,saga<br />

og sagnir<br />

• Söl<strong>um</strong>enn, vinn<strong>um</strong>enn og hópar<br />

• Staðsetning v/ gæsaveiði og veiði<br />

• Staðsetning (skammt frá Akureyri) - fundaraðstaða<br />

• Staðsetning fyrir ferðalangana<br />

• Staðsetning gistihússins<br />

• Staðsetning það að vera í sveit rétt við borgarmörkin<br />

• Stangveiði og golf<br />

• Starfsemin er óbreytt<br />

• Starfsemin<br />

• Starfsmenn Grundartanga<br />

• Stóðréttir, veislur, jólahlaðborð og þ.h.<br />

• Suðurland og Vatnajökulsþjóðgarður<br />

• Sveigjanleiki og persónuleg þjónusta<br />

• Sveitalíf. Að koma og skoða dýrin og búskapinn<br />

á bæn<strong>um</strong>. Einnig hestatengd þjónusta<br />

• Sýningar safnsins eru aðdráttarafl allt árið <strong>um</strong><br />

kring.<br />

• Sýningasafn<br />

• Tengsl við fjölskyldur og vini á svæðinu, viðburðir<br />

eins og afmæli, jarðarfarir eða sérstakir<br />

menningarviðburðir auk jóla og páska<br />

• Það sama og <strong>um</strong> s<strong>um</strong>ar að viðbætt<strong>um</strong> snjón<strong>um</strong><br />

• Þjóðlagatónlist<br />

• Þjónusta jólavertíð<br />

• Þjónusta við heimamenn.<br />

• Þjónustulund<br />

• Tónleikar<br />

• Torfbær<br />

• Trúbatorar og matur<br />

• Umhverfi og fuglalíf<br />

• Uppákomur fyrir innlenda ferðamenn og heimafólk<br />

• Upplýsingar og aðstoð<br />

• Uppsettir viðburðir eða sýningar<br />

• Útgáfa<br />

• Útivera<br />

• Veiði<br />

• Veiði á sjóbirting<br />

• Veitinga og skemmtiþjónusta - veislur<br />

• Veitingaþjónusta<br />

• Vélsleðaferðir , jeppaferðir<br />

• Verð, staðsetning og þjónusta<br />

• Verktakastarfsemi á Grundartanga<br />

• Vestfirðirnir<br />

• Vetrardvöl, áramót, páskar<br />

• Vetrarferðir, norðurljós, heilsuuppbygging, afslöppun,<br />

námskeið, fundir, ráðstefnur, árshátíðir,<br />

starfsmannahópar, sýningar<br />

88 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Vetrarparadís við Mývatn<br />

• Við er<strong>um</strong> ferðasmásali sem býður erlend<strong>um</strong><br />

ferða mönn<strong>um</strong> allt sem er í boði á íslenska ferðamarkaðn<strong>um</strong>.<br />

Við selj<strong>um</strong> dagsferðir, leigj<strong>um</strong><br />

bílaleigubíla, skipt<strong>um</strong> gjaldeyri, endurgreið<strong>um</strong><br />

virðis aukaskatt, bók<strong>um</strong> flug og selj<strong>um</strong> varning<br />

í okkar verslun<strong>um</strong>. Er<strong>um</strong> með 10 starfsstöðvar<br />

opn ar á s<strong>um</strong>rin; á hótel<strong>um</strong>, upplýsingamiðstöðv<br />

<strong>um</strong> og í Leifsstöð<br />

• Við er<strong>um</strong> stutt frá Reykjavík, aðeins 2klst. akstur.<br />

Falleg náttúra og flestir aðrir staðir eru búnir að<br />

loka<br />

• Viðburðir fyrir nærsvæðið<br />

• Viðburðir í nágrenninu og vinna í fyrirtækj<strong>um</strong><br />

• Víkingaskipið Íslendingur<br />

• VINNA Í NÁGRENNINU<br />

14e.Hvað gerðir þú þann tíma sem fyrirtækið<br />

þjón aði ekki / tók ekki á móti gest<strong>um</strong> á árinu<br />

2010? - Þú get ur merkt við fleira en eitt atriði.<br />

Svör þeirra sem kusu að tilgreina annað en fyrirliggjandi<br />

valkosti:<br />

• Ath. Undir hatti fyrirtækisins eru rekin þjú söfn,<br />

tvö eru lokuð yfir veturinn, eitt opið allt árið<br />

• Bókar/tilboð<br />

• Bókhald og ársreikningur!<br />

• Bóndi<br />

• Byggði nýjar byggingar<br />

• Ég rek önnur félög<br />

• Eigendur fyrirtækisins eru báðir launþegar annars<br />

staðar allt árið<br />

• Er ekki launþegi í þessari ferðaþjónustu, heyrir<br />

undir starfið mitt samt<br />

• Er ellilífeyrisþegi<br />

• Er með skólamat<br />

• Er<strong>um</strong> með heilsársrekstur<br />

• Hef aðra vinnu sem aðalatvinnu<br />

• Mokaði ösku<br />

• Sauðfjárrækt<br />

• Sinnti bókunarþjónustu við væntanlega gesti<br />

• Sinnti öll<strong>um</strong> þeim verkefn<strong>um</strong> sem söfn sinna<br />

fyrir utan móttöku gesta<br />

• Sinnti sjúk<strong>um</strong> foreldr<strong>um</strong><br />

• Sinnti útgáfu<br />

• Sjá <strong>um</strong> bókanir fyrir komandi s<strong>um</strong>ar, mikið af<br />

seinni hluta vetrar fer í að svara og skipuleggja<br />

bókanir<br />

• Starfa í félagsmál<strong>um</strong><br />

• Starfsemi okkar er heilsárs starfsemi. Daginn<br />

sem gesturinn kemur er 80% verksins lokið. Sala,<br />

markaðssetning, skipulagning, innkaup, samningagerð,<br />

uppgjör, controlling o.s.f.v. á sér stað<br />

fyrir og eftir dvalartíma<br />

• Stundaði félagsmál. Sinnti að hluta til rekstri<br />

fyrirtækis maka<br />

• Þegar opnunartími var styttur<br />

• Þessi verk voru unnin á lágönn. Tekið var á móti<br />

gest<strong>um</strong> allt árið.<br />

• Þrjú fyrstu atriðin eiga við lágönnina (nóv - jan)<br />

og fram á vorið, en fyrirtækin tóku samt við gest<strong>um</strong><br />

allan tímann<br />

• Tilboðsgerð, samningar, undirbúningur ferðagagna,<br />

starfsmannamál, ráðning leiðsög<strong>um</strong>anna,<br />

fjármál.....óteljandi atriði<br />

• Tók á móti gest<strong>um</strong> allt árið<br />

• Tök<strong>um</strong> alltaf á móti gest<strong>um</strong> en undirbú<strong>um</strong><br />

mark aðssetningu fyrir s<strong>um</strong>arið<br />

• Undirbjó s<strong>um</strong>arnámskeið sem ég held á staðn<strong>um</strong><br />

• Útskrifaðist stúdent, eignaðist barn og útskrifaðist<br />

sem leiðsög<strong>um</strong>aður (frá byrjun september<br />

- miðjan maí)<br />

• Vann að frekari uppbyggingu, endurbyggði<br />

hús næði<br />

• Vann að uppbyggingu félagsins og innleiðingu<br />

ferla<br />

• Vann við endurbætur<br />

• Var allan tímann í þjónustu<br />

• Var í barneignarfríi<br />

• Var í heimsreisu<br />

14g.Hvað þarf til svo af því verði?<br />

Svör:<br />

• Markvissa kynningu, og traustari samgöngur.<br />

Ósveigjanlegar reglur Vegagerðar taka ekki tillit<br />

til ferðaþjónustu sem alvöru atvinnugreinar. Að<br />

önnur ferðaþjónusta sé opin yfir vetrartímann<br />

• 1. Hringtengja Vestfirði allt árið <strong>um</strong> kring.<br />

Ísland allt árið | 89


Viðaukar<br />

Lykilat riði 2. Breyta markaðssetningu Íslands<br />

utan háannar. Núna snýst hún nánast bara<br />

<strong>um</strong> Reykja vík og nágrenni. 3. Viðhorfsbreyting<br />

ferða þjónustuaðila á Vestfjörð<strong>um</strong> 4. Bæði ferðamálayfirvöld<br />

á Íslandi og heimamenn þurfa að<br />

hafa trú á verkefninu. Þetta gerist ekki á einni<br />

nóttu<br />

• Flugleiðir þurfa að bjóða fleir<strong>um</strong> ódýru pakkana<br />

sína heldur en sín<strong>um</strong> eigin fyrirtækj<strong>um</strong>, hafa<br />

gisti staði utan Reykjavikur í þess<strong>um</strong> pökk<strong>um</strong>,<br />

koma á opnu voucherkerfi svo farþegar geti gist<br />

þar sem þeir eru hverju sinni en eru ekki bundnir<br />

við valkosti Flugleiða (Loftleiðir, Eiríkur Rauði,<br />

Baron). Gera gistihúseigend<strong>um</strong> fært að halda<br />

opnu yfir veturna, fella niður gjöld, ívilnanir með<br />

skatta og skyld gjöld, greiða niður lífeyrissjgj,<br />

tryggingar, orlof og hreinlega allt sem íþyngir<br />

áhugasömu fólki. Um leið og þjónustan er<br />

fyrir hendi á landsbyggðinni er hægt að bjóða<br />

þangað ferðir og þá eykst stra<strong>um</strong>urinn hingað<br />

til lands. Einhver þarf að koma vitinu fyrir helsta<br />

flugfélag okkar<br />

• Góð spurning, en ég tel ef flogið verði beint á<br />

Akureyri myndi ferðamönn<strong>um</strong> fjölga hér fyrir<br />

norðan<br />

• Bættar samgöngur, tryggara flug, meira samstarf<br />

á svæðinu og á milli svæða. Lægra eldsneytisverð,<br />

lægri fargjöld, minni álögur í formi<br />

gjalda<br />

• Komast á staðinn haust og vetur. Það er oft<br />

ófært vegna snjóa og aurbleitu<br />

• Að Landeyjarhöfn virki<br />

• Alþjóðaflug inná Akureyri<br />

• Bættar samgöngur við byggðarlagið<br />

• Bættar samgöngur, afþreyingu og þjónustu<br />

yfir vetrarmánuðina og markaðsetningu á hin<strong>um</strong><br />

fagra og ævintýralega íslenska vetri. Minn<br />

staður, Seyðisfjörður, er galdri líkastur á stillt<strong>um</strong><br />

vetrardög<strong>um</strong>, með snæviþakin fjöll og oft<br />

norðurljósadýrð. Þeir fáu ferðamenn sem hingað<br />

villast elska þetta <strong>um</strong>hverfi<br />

• Bættar samgöngur; betri vegir, ásamt almenningssamgöng<strong>um</strong>,<br />

hvorugt er til staðar í dag<br />

• Beint flug a Akureyrarflugvöll. Áframhaldandi<br />

uppbyggingu skíðasvæðis í Hlíðarfjalli Markaðssetningu<br />

svæðisins í heild sinni<br />

• Beint flug á Akureyri<br />

• Beint flug Keflavík-Norðuland<br />

• Beint flug til Akureyrar og markvissara sölustarf<br />

ferðaskrifstofa á landsbyggðinni utan háannar<br />

• Betri samgöngur markaðssetningu á svæðinu<br />

sem vetrarsvæði<br />

• Betri vegasamband<br />

• Erlendir ferðamenn geti bókað beint flug til<br />

Akureyrar, annað hvort með því að fljúga beint<br />

hingað eða til Keflavíkur og taka rútu til Reykjavíkur<br />

og fljúga með Flugfélagi Íslands<br />

• Góð tilboð á flugsæt<strong>um</strong> og gistingu frá Icelandair.<br />

Allir ferðamenn sem við fá<strong>um</strong> utan háannatíma<br />

hafa komið vegna tilboða frá Icl. Air<br />

• Góð verð á flugi og gistingu samhliða afþeyingu<br />

í helgarpakka frá nágranarlöndun<strong>um</strong><br />

• Lagfæra vegakerfið<br />

• Öruggara vegakerfi með stöðugra veður<strong>um</strong>hverfi<br />

(lítið hægt að gera í því)<br />

• Samgöngur komnar í lag, annað fyrirtæki að<br />

opna við hlið mér Heilsulind<br />

• Tryggari flugsamgöngur. Betra vegakerfi<br />

• Tryggja samgöngur, snjómokstur og flug<br />

• Fleiri erlendir ferðamann á landsbyggðinni á<br />

lágönn! Íslendingar ferðist meira innanlands á<br />

lágönn. Fyrirtæki fara í árshátíðarferðir innanlands<br />

• Fyrst og fremst meiri markaðsetningu fyrir<br />

jaðarsvæði, Hætta/ minnka að setja allt púðrið í<br />

þá staði á landinu sem hafa nóg og leggja meira<br />

uppúr þeim svæð<strong>um</strong> sem fólk hefur ekki komið<br />

áður á. s.s. norðausturland, vestfirði<br />

• Gera ferðafólki grein fyrir að áhugaverðir staðir,<br />

menning, náttúra o.fl. er víðar en innan R-vík -<br />

Gullfosshringsins og það tekur tíma að njóta<br />

þeirra. Það tekur t.d. meira en einn dag að skoða<br />

Snæfellsnes<br />

• Meiri markaðssetningu. Allir ferðaþjónustuaðilar<br />

á staðn<strong>um</strong> þurfa að hafa opið á þeim tíma<br />

• Samvinnu á svæðinu, sameiginlega kynningu,<br />

90 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

næga afþreyingu bæði náttúru og menningu,<br />

opna og góða veitingastaði og kaffihús og aftur<br />

- sterka sameinlega kynningu á bæn<strong>um</strong> og<br />

ákveðn<strong>um</strong> radíus í kring<strong>um</strong> hann, ekkert má<br />

vanta af ofantöldu<br />

• Sameiginlega markaðssetningu með öðr<strong>um</strong><br />

litl <strong>um</strong> aðil<strong>um</strong> í ferðaþjónustu til að lágmarka<br />

kostn að<br />

• Sameiginlegt átak frá ferðaþjónustunni, SAF og<br />

Íslandsstofu<br />

• Samvinnu í samkeppninni og aukna markvissa<br />

markaðssetningu á jaðar- og lágönn<br />

• Einn starfsmann til viðbótar í hluta- eða heilu<br />

starfi inni í fyrirtækinu. Markaðssetningu með<br />

sérstaka áherslu á samstarf ferðaþjónustuaðila<br />

á staðn<strong>um</strong> / svæðinu. Vöruþróun, sérstaklega<br />

í afþreyingu á staðn<strong>um</strong> / svæðinu. Á svæðinu:<br />

Hugmyndaauðgi, samstarfsvilja, kjark og peninga<br />

fyrir verkefnisstjórnun og markaðssetningu<br />

• Að ferðamanntími til Íslands verði allt árið og<br />

markaðssetning og opnunartímar <strong>um</strong> land allt<br />

samkvæmt því. Landið er fagurt og frítt og afar<br />

sérstakt allt árið<br />

• Meiri markaðssetning fyrst og fremst og markviss<br />

markaðssetning. Raunhæfar hugmyndir,<br />

byrja fyrst á því að lengja aðaltímann, svo hann<br />

dekki t.d. maí - október, áður en farið er í einhverja<br />

vetrardra<strong>um</strong>a<br />

• Almenn markaðs og þjónustu uppbygging<br />

• Markaðsetning og breytingar heimafyrir á aðstöð<br />

unni<br />

• Ná til þeirra ferðamanna sem eru að ferðast á<br />

jaðartím<strong>um</strong><br />

• Tíma til að byggja upp markaðsvinnu<br />

• Aukið markaðsstarf og að þjónustuaðilar haldi<br />

opnu<br />

• Fer reyndar talsvert eftir veðri og færð. Markaðssetja<br />

vetur, myrkur, stjörnur.<br />

• Nýtt fyrirtæki. Þarf að halda áfram að byggja upp<br />

reksturinn, byggja upp sambönd og samstarf<br />

og markaðssetja vörurnar<br />

• Auglýsa er of dýrt fyrir svona litla starfssemi<br />

• Auglýsa fyrir fleyri en Icelander og Kynnisferðir<br />

• Auglýsa. Hitta á markhópinn sem er erfitt. Vekja<br />

athygli á sérstöðu þeirrar afþreyingar sem er í<br />

boði<br />

• Aukið markaðsstarf erlendis innan míns sérsviðs<br />

sem miðast við háskólasamfélög<br />

• Aukin kynning og markaðssetning erlendis á<br />

vetrartíman<strong>um</strong>, okt-apr. Kynning á Íslandi sem<br />

ráðstefnulandi<br />

• Aukin markaðsstarfsemi beint farþegaflug á<br />

flugvöllinn á Akureyri eða Egilsstaði<br />

• Bein markaðsetning á gististöð<strong>um</strong> á þessu<br />

svæði ekki á ferðamöguleik<strong>um</strong> til Íslands og<br />

bílaleig<strong>um</strong><br />

• Betri kynningu á möguleg<strong>um</strong> að vetri, svo sem<br />

hellaferð<strong>um</strong> og margvísleg<strong>um</strong> vetrarferð<strong>um</strong>,<br />

heillandi náttúru Íslands að vetri<br />

• Betri markaðsetning, og kynning á Íslandi<br />

• Betri markaðsetningu<br />

• Betri markaðssetning erlendis.<br />

• Betri og öflugri markaðsetningu á vetrarferðamennsku<br />

• Byrja á eigin markaðssetningu og slíku<br />

• Fara í frekara markaðsstarf<br />

• Gagngera markaðsetningu á svæðið og ný<br />

tækifæri til afþreyingar. Þá með meira af beinu<br />

flugi en það er forsenda að við þró<strong>um</strong>st fram á<br />

við með fleiri ferða menn á svæðið<br />

• Gera <strong>um</strong>heimin<strong>um</strong> ljóst að Ísland er framúrskarandi<br />

land til norðurljósaskoðunar. Þetta veit<br />

ég af eigin reynslu<br />

• Herða markaðssetningu á lágönn<br />

• Kynningu<br />

• Kynningu á möguleik<strong>um</strong> vetrarferðamennsku,<br />

að hér sé ekki myrkur hálft árið, stuðningur og<br />

skilningur yfirvalda vegamála , náttúr<strong>um</strong>ála og<br />

ferðamála<br />

• Kynningu, upplýsingar og sama opnunartíma á<br />

söfn<strong>um</strong> og þjónustu og á háönn<br />

• Markaðsátak í vetrarferðamennsku<br />

• Markaðsetja haust og vetur, kyrrðina og myrkrið.<br />

• Markaðsetja Ísland þannig að fleiri ferðamenn<br />

komi utan háannatímans<br />

Ísland allt árið | 91


Viðaukar<br />

• Markaðssetja veturinn hér fyrir vestan<br />

• Markaðssetja yfir veturinn<br />

• Markaðssetning<br />

• Markaðssetning á Íslandi sem „winter destination”.<br />

Þarf að markaðssetja þessar ferðir sem<br />

„óvissuferðir” þar sem kúnninn upplifir misjöfn<br />

veður og aðstæður á stutt<strong>um</strong> tíma<br />

• Markasetning innanlands<br />

• Markviss markaðssetning á ferðalög<strong>um</strong> utan<br />

há annar, þar sem örfá atriði eru sett í forgrunn.<br />

Ekki dreifa fjármagni of mikið, einbeit<strong>um</strong> okkur<br />

að því sem getur talist góð vara. Einbeit<strong>um</strong> okkur<br />

að þátt<strong>um</strong> þar sem við er<strong>um</strong> betri en samkeppnis<br />

aðilar okkar og þátt<strong>um</strong> þar sem við get<strong>um</strong><br />

boðið eitthvað einstakt<br />

• Markvissa markaðssetningu<br />

• Markvissari markaðssetning utan háannar. T.d á<br />

skíðasvæðinu og annarri afþreyingu.<br />

• Meiri kynningu<br />

• Meiri kynning á fjölbreytt<strong>um</strong> afþreying<strong>um</strong><br />

á höfuð borgarsvæðinu. Því miður virðast<br />

t.d. Höfuð borgarstofa leggja áherslu á sömu<br />

fyrirtækin ár eftir ár en þó mest á þjónustu<br />

Reykjavíkur borgar. Hjá Reykjavíkurborg er því<br />

miður hugsað of mikið <strong>um</strong> að hafa allt gott sem<br />

frítt. Sem gerir hin<strong>um</strong> í einkageiran<strong>um</strong> erfitt fyrir<br />

í verðsamkeppni<br />

• Meiri kynning á þessu svæði. Meiri <strong>um</strong>ferð ferðamanna<br />

<strong>um</strong> svæðið allt árið<br />

• Meiri kynningarvinnu og fjármagn. Fjármagn<br />

ekki aðgengilegt í íslensku samfélagi svo rétt<br />

svar verður að vera meiri vinnu<br />

• Meiri kynningu og upplýsingar<br />

• Öfluga markaðssetningu<br />

• Öflugra markaðsstarf, samvinnu aðila á hverju<br />

svæði fyrir sig. það er öflugt styrkjakerfi í landbúnaði,<br />

það þarf að styrkja betur við ferðaþjónustuna<br />

sem helstu gjaldeyrisskapandi greinina í<br />

landinu<br />

• Öflugri markaðssetningu og miklu betra veður<br />

• Tengjast erlend<strong>um</strong> ferðaskrifstof<strong>um</strong> betur<br />

• Vantar að markaðsetja Ísland on winter !<br />

Norðurl jósi eru gríðarlegt aðdráttarafl þróa þarf<br />

markaðsetningu og aðstöðu fyrir fólk til að vita<br />

betur hvar helst er von á að sjá Norðurljósin,<br />

kannski í samstarfi við veðurstofuna vera með<br />

norðurljósaspá. Þá væri líka spennandi að allir í<br />

ferða mannageiran<strong>um</strong> væru með link inná þessa<br />

spá. Þetta er bara eitt af mörg<strong>um</strong> dæm<strong>um</strong> sem<br />

ég finn að mínir gestir elska við Ísland. Íslendingar<br />

verða að fara að átta sig á hvaða verkfæri<br />

þeir eru með í höndun<strong>um</strong> fiskveiðar eru fortíðar<br />

aflakló Íslands<br />

• Vera sýnilegri. Lækka eldsneytisverð<br />

• Vinna meira í markaðsmálun<strong>um</strong><br />

• Vöruþróun og markaðssetningu og styrki til að<br />

standa í því<br />

• Fleiri gest á svæðið og öfluga samvinnu fyrirtækja<br />

• Að ferðamenn ferðist út fyrir borgina og gisti<br />

• Aukningu ferðamanna <strong>um</strong> þetta svæði<br />

• Aukinn fjölda ferðamanna<br />

• Auknar tekjur<br />

• Betri nýtingu á gistingu<br />

• Fá fleiri ferðamenn utan háannatímans<br />

• Ferðamenn<br />

• Ferðamenn að sækja út á land, en ekki einungis<br />

í borgarferðir (Reykjavik) utan háannatíma, heldur<br />

líka lagt áherslu á skíði, jöklaferðir, snjósleða<br />

og heitar laugar o.s.frv.<br />

• Fleiri ferðafólk sem kemur yfir haust-vetur-vor<br />

• Fleiri ferðamenn á Norðurlandi<br />

• Fleiri ferðamenn á svæðið allt árið<br />

• Fleiri ferðamenn til landsins<br />

• Fleiri ferðamenn <strong>um</strong> vetur<br />

• Fleiri ferðamenn utan há annatíma<br />

• Fleiri ferðamenn utan háannar svo opnun á ársgrundvelli<br />

sé raunhæfur möguleiki<br />

• Fleiri ferðamenn yfir veturinn<br />

• Fleiri gesti „off season”<br />

• Fleiri gesti ,stöðugleika og betri þjónustu og<br />

afþreyingu úti á landi<br />

• Fleiri gesti á svæðið<br />

• Meiri aðsókn frá ferðafólki<br />

• Meiri aukningu í gistingu<br />

• Fleiri ferðamenn<br />

92 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Fleiri vetrarferðamenn<br />

• Meiri vinnu<br />

• Þar sem gest<strong>um</strong> er sinnt þegar þeir koma þá<br />

þarf ekki annað en fleiri gesti á lágönn<br />

• Samstaða og að ætla sér það<br />

• Meira samstarf við ferðaskipuleggjendur. Betri<br />

gistiaðstaða<br />

• Að ferðaþjónar vinni saman<br />

• Öflugri samvinnu ferðamálafyrirtækja á þessu<br />

svæði og meira framboð af pakkaferð<strong>um</strong> <strong>um</strong><br />

norðurland vestra<br />

• Stærri og öflugri fyrirtæki innan ferðageirans<br />

sem geta sett saman og markaðssett stærri<br />

ferð ir<br />

• Þjónustunet ferðaþjónustuaðila<br />

• Sameiginlegt átak fyrir vetrarferðaþjónustu á Íslandi<br />

• Sameiginlegt átak hagsmunaaðila<br />

• Sameiginlegt átak og samvinnu allra í ferðaþjónustu<br />

• Samstarf í ferðaþjónustu og annari þjónustu á<br />

landsbyggðinni<br />

• Samstarf við aðra i gistingu og matsölu<br />

• Samstarf við ferðaskrifstofur<br />

• Samstöðu. Það þurfa allir að vinna að sama<br />

markmiði. Ekki nóg að hótel sé opið en svo öll<br />

afþreying lokuð<br />

• Að vora fyrr og hausta síðar. Við er<strong>um</strong> að tala <strong>um</strong><br />

golf á Norðurlandi<br />

• Lengra s<strong>um</strong>ar<br />

• Lengra s<strong>um</strong>ar, Hálendið opnist fyrr<br />

• April til Oktober<br />

• Auka aðdráttarafl landsins á öðr<strong>um</strong> árstím<strong>um</strong>, fá<br />

ferðamenn til að heimsækja landið á veturna<br />

• Ég stefni á að fá fleiri gesti sem koma til að skoða<br />

fugla, annarsvegar maí-júni og sept.-nóv.<br />

• Ég tel fyrst og fremst raunhæft að reyna að<br />

auka ferðamannastra<strong>um</strong> á lágönn - ekki síst yfir<br />

vetrar tímann<br />

• Einblína á veturinn<br />

• Lenging ferðamannatímans<br />

• Lengri ferðamannatími.<br />

• Lengri opnunartími og þar með fjölgun starfsmanna.<br />

Einnig að auglýsa lengri opnunartíma<br />

• Leyfa opnunaríma í apríl í gömlu Súðavík. Miss<strong>um</strong><br />

alveg af gistingu á pásk<strong>um</strong> og „Aldrei fór ég<br />

suður”hátíðinni vegna þess<br />

• Það þyrfti t.d. að lengja opnunartíma veitingarhúsa<br />

það er byrja fyrr á vorin og hafa opið allavega<br />

út september<br />

• Þurf<strong>um</strong> að geta haft opið lengur allan ársins<br />

hring. Hópa fyrrihluta dags og á kvöldin<br />

• Vetraropn<strong>um</strong><br />

• Lækka áfengisgjöld<br />

• Að sveitarfélagið geri sér grein fyrir að opnunartími<br />

safna á lágönn gæti skipt gríðarlega<br />

miklu máli fyrir lengingu ferðamannatímans.<br />

Sérstaklega á svæð<strong>um</strong> sem hafa ekki þekkt náttúrufyrirbrigði<br />

sem allir heimsækja<br />

• Aðallega nýja hugsun hjá fólki innan greinarinnar<br />

• Breyta <strong>um</strong> stefnu og ákveða að bjóða þjónustu á<br />

þeim tíma<br />

• Breytt hugarfar og stapilla veður<br />

• Fá heimskuleg<strong>um</strong> regl<strong>um</strong> <strong>um</strong> sjóstangaveiði<br />

breytt<br />

• Ferðaþjónustan hefur breyst. Svo mörg gisti heimili<br />

í gangi sem ekki hafa leyfi til þess. Loka á það<br />

• Ferðaþjónustuaðilar þurfa að vinna allt árið og<br />

henda þarf út skólatengdri ferðastarfsemi sem<br />

er dragbítur á allri ferðamennsku. Það nær engri<br />

átt að halda ferðamennsku í heljargreip kennara,<br />

starfsmanna ríkisins sem eru hvort sem er á laun<strong>um</strong><br />

og halda með því niðri framþróun. Kennarar<br />

koma bara inn þegar best gefur og fleyta<br />

rjómann af vertíðinni og við hinir sem störf<strong>um</strong><br />

allt árið þurf<strong>um</strong> að þreyja Þorrann og Góuna<br />

með fullri þjónustu þótt þar sé ekkert bita stætt.<br />

Það er ekki til framdráttar ferðamennsku að öll<br />

ferðaþjónusta lokar á Snæfellsnesi þann 20.<br />

ágúst og opnar ekki fyrr en 1. júní vegna þess<br />

að það er skólafólk sem starfa í þessari starfsemi.<br />

Mörg rútufyrirtæki og ökuleiðsög<strong>um</strong>enn skríða<br />

út holun<strong>um</strong> þegar kemur fram í júní og hverfa<br />

í holurnar aftur í lok ágúst nema einstaka aðili<br />

sem sést <strong>um</strong> helgar. Það þarf að styrkja þá sem<br />

reka ferðafyrirtæki yfir vetrarmánuðina til að<br />

auka þjónustu og fjölbreytni<br />

Ísland allt árið | 93


Viðaukar<br />

• Frítími fólks verði á nýj<strong>um</strong> árstím<strong>um</strong>. Ekki bara<br />

s<strong>um</strong>arfrí<br />

• Gæt<strong>um</strong> örugglega fengið fleiri íslendinga til<br />

dvalar sérstaklega á haustin, réttir eru alltaf vinsælar<br />

og <strong>um</strong> fuglaveiðitímann<br />

• Gest<strong>um</strong> fjölgar jafnt og þétt í maí og september.<br />

Eftir því sem meiri þjónusta er opin á svæðinu<br />

utan háannar þeim mun fleiri koma<br />

• Grunnþjónusta fyrir ferðamenn verði opin á<br />

lágönn, upplýsingamiðstöðvar og að afþreying<br />

á svæðinu lengi opnunartímann<br />

• Hafa þolinmæði og hafa opið<br />

• Rýmri veiðitíma á sjóbirting á haustin, betri skilyrði<br />

til að flytja inn ferðamenn til skotveiða og það<br />

sem snýr að fyrirtækinu - fleiri kúnna á háönn svo<br />

veltan aukist og mögulegt sé að vinna eingöngu<br />

að markaðssetningu utan háannar<br />

• Þolinmæði<br />

• Þor og áræðni<br />

• Vöruþróun og hugarfarsbreytingu þeirra sem<br />

taka á móti gest<strong>um</strong>!<br />

• Að eigendur hafi nægan tíma til að sinna starfseminni<br />

• Áframhaldandi þróun á því sem þegar er hafið.<br />

Það tekur kannski lengri tíma en haldið var í<br />

upphafi, en þokast í áttina. Góðir hlutir gerast<br />

hægt<br />

• Alþjóðlega atburði á Íslandi í september eða<br />

októ ber<br />

• Aukning v/ísklifurs og gisti og veitingaþjónusta<br />

yfir s<strong>um</strong>armánuðina<br />

• Auka framboð á menningarstarfsemi<br />

• Betri aðstöðu<br />

• Bjoða upp á einkhverja vetrarafþreyingu. En<br />

veðurfarið á Norðurlandi vestra yfir vetrarmánuðina<br />

hefur ekki verið hagstætt undanfarin<br />

ár til þess að nýta snjóinn og búa til spennandi<br />

afþreyingu út frá því<br />

• Byggja<br />

• Endurnýjun safnsins, sem nú hefur verið gerð og<br />

því verður hægt að lengja starfstímann strax í ár<br />

• Fjölbreyttara framboð efnis<br />

• Fleiri staðir opnir. Meiri þjónusta<br />

• Internettenging á raunhæfuverði! Sveitin situr<br />

enn ekki við sama borð og aðrir, ekki alls staðar<br />

• Íslendingar hafa lítið til Akureyrar að sækja t.d. í<br />

maí og fram í miðjan júní - þá er algjör lágdeyða<br />

í menningarlífi. Þyrfti að auka framboð á leikhúsverk<strong>um</strong><br />

og tónleik<strong>um</strong> á þeim tíma. Væri frábær<br />

tími t.d. fyrir vinahópa að skreppa norður í<br />

menn ingarferð. Fjölskylduferðir geta hins vegar<br />

verið erfiðari á þeim tíma vegna prófa í skól<strong>um</strong><br />

• Já er kannski ekki einhlítt svar heldur væri hugsanlega<br />

hægt að fara nýjar leiðir í framboði á<br />

þjón ustu okkar<br />

• Koma upp gistingu<br />

• Meiri afþreying i boði á svæðinu<br />

• Meiri afþreying í nágrenninu, markaðsetning og<br />

upplýsingar <strong>um</strong> svæðið til væntanlegra ferðamanna<br />

• Meiri vídd í þjónustu við ferðamenn<br />

• Öflugra aðdráttarafl í afþreyingu. t.d. námskeiðbúðir,<br />

fræðandi uppákomur, skipulagaða dagskrá,<br />

heilsubúðir, skólalbúðir<br />

• Reyna að byggja upp meiri ferðamennsku vor,<br />

haust og vetur<br />

• Setja upp búnað til þessa að lengja skíðatímabilið<br />

fram á s<strong>um</strong>arið hærra uppi á fjallinu. En eru þá<br />

að renna saman við háannar tímabil samkvæmt<br />

skilgreiningunni<br />

• Setja upp vefverslun<br />

• Snjóbyssur<br />

• Þarf að búa til nýja vöru. Er aðallega í veiðbransan<strong>um</strong><br />

• Þarf að tryggja að afþreying sé til staðar utan<br />

hánnatíma og að nýta það sem hægt er að nýta<br />

utan hánnatíma, eins og t.d. norðurljós o.fl.<br />

• Þróa aðdráttarafl, opna söfn og sýningar<br />

• Þyrfti að vera veitingastaður á gistiheimilinu<br />

• Vantar meiri afþreyingu utan háannatíma. Það<br />

er mjög takmarkað sem fólk getur sótt í á „low<br />

season”. Yfir 90% gesta koma v.náttúrunnar,<br />

þarf að auka úrvalið svo <strong>um</strong> munar. Það er vandamál<br />

hvað margir staðir loka eftir 1 sept. utan<br />

höfuðborgarsvæðis, ferðamenn fá takmarkaða<br />

þjónustu utan háannatíma. ÞAÐ ER VEL HÆGT<br />

94 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

AÐ MARKAÐSETJA ÍSLAND SEM FERÐAMANNA-<br />

STAÐ UTAN MAÍ - SEPT.<br />

• Vetrarferðamennska<br />

• Vetrarferðir<br />

• Bætt aðstaða, .þ.e. aukin fjársesting<br />

• Meiri möguleikar í afþreyingu<br />

• Innlent vinnuafl sem ekki er til staðar<br />

• Koma atvinn<strong>um</strong>ál<strong>um</strong> á Íslandi í gang<br />

• Stytta skólaárið hjá nemend<strong>um</strong><br />

• Aukið fjármagn<br />

• Fjárfestingu í aðstöðu og gistingu<br />

• Fjármagn<br />

• Fjármagn og skilning Markaðstofu á vörunni<br />

• Fjármagn til markaðssetningar<br />

• Fjármagn til þróunarvinnu<br />

• Fjármagn(þolinmóða peninga)<br />

• Fjármagn, gistiaðstöðu og betra veður :)<br />

• Meira fjármagn til markaðssetningar og meiri<br />

tíma til að sinnar þróunarstarfi innan fyrirtækisins<br />

• Meira rekstrarfé og aukið aðgengi<br />

• No 1-2-3 þarf mikið af pening<strong>um</strong>, til að<br />

byggja upp hús í göml<strong>um</strong> stíl sem og nýj<strong>um</strong><br />

t.d.sérkennileg kaffihús<br />

• Vilja sveitarfélagsins, fjármagn<br />

14h.Af hverju er það ekki raunhæft?<br />

Svör:<br />

• Fjármagn skortir, veðrið hefur mikið að segja og<br />

færð sök<strong>um</strong> staðsetningar<br />

• Vetrarferðamenn virðast ekki fara lengra frá<br />

Reykja vík en að Gullfossi og Geysi eða upp í<br />

Borgar fjörð, enda e.t.v. ekki raunhæft vegna<br />

veðurfars og akstursskilyrða<br />

• Sett var í uppkaupsamninga dags 1. maí en er<br />

t.d. 15 apríl í skógin<strong>um</strong> á Ísafirði og engin rök fyrir<br />

þess<strong>um</strong> mismun á dagsetning<strong>um</strong> eða hætt<strong>um</strong>ati<br />

vegna snjóflóða. Samgöngur ekki góðar á<br />

veturnar og ótryggar og er dýrt að ferðast alla<br />

leið á Vestfirði fyrir útlendinga sem íslendinga<br />

• Ófært vegna snjóa og stoðular ferðir ferju milli<br />

staða<br />

• Veður? Ófær vegin<strong>um</strong>?<br />

• Allt lokað hér á veturnar<br />

• Ástand vega er ekki reynslulausu fólki bjóðandi<br />

• Enn er talað <strong>um</strong> ferðaþjónustu sem björtustu<br />

von íslensku þjóðarinnar, á sama tíma er lokað<br />

veg<strong>um</strong> og vegslóð<strong>um</strong> sem þ.a.l. takmarkar aðgang<br />

að spennandi og söluleg<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong>,<br />

ný leg dæmi Gjábakkavegur við Þingvöll, Frakkastígur<br />

í Grafningi og Skógaheiði að Fimmvörðuhálsi<br />

• Kostar of mikið að laga veginn og ryðja snjóa<br />

þetta eru 13 km frá vegi 1<br />

• Landeyjarhöfn<br />

• Samgöngur eru bara ekki það tryggar<br />

• Vegir slæmir, ófærir vegna snjóa, ekki vetrarþjónusta<br />

á veg<strong>um</strong> fólk kemst ekki leiðar sinnar<br />

• Góð spurning. Ætli það séu ekki peningar og<br />

kannski ekki nógu margir ferðamenn sem vildu<br />

þetta í fyrstu<br />

• Eftirspurn frá november til marsloka er nánast<br />

engin. Það ferðast enn sem komið er of fáir erlendir<br />

ferðamenn til Íslands. Það tekur sig ekki að<br />

hafa opið fyrir 2-4 á mánuði<br />

• Ekki nóg að gera<br />

• Ekki nóg af ferðamönn<strong>um</strong><br />

• Fáir ferðamenn <strong>um</strong> vetur<br />

• Lítil starfsemi<br />

• Rekstur stendur ekki undir sér. Of fáir gestir<br />

• Svarið við 14g á við jaðartíma, þ.e.vor og haust.<br />

Held að við höf<strong>um</strong> ekki mikla möguleika á að<br />

efla almenna ferðaþjónustu frá nóvember til<br />

mars. Við ferð<strong>um</strong>st ekki <strong>um</strong> landið á þeim tíma.<br />

Af hverju ættu erlendir gestir að hafa áhuga á<br />

því? Hrein vetrarferðamennska held ég að einskorðist<br />

við höfuðborgarsvæðið og þá helst á<br />

sviði funda, ráðstefna og stuttra borgarferða<br />

með dagsferð<strong>um</strong> í mesta lagi á suðvesturhornið<br />

• Svo lítil velta að það borgar sig ekki að hafa opið<br />

• Það er of lítil eftirspurn<br />

• Það er væntanlega erfitt að halda opn<strong>um</strong> veitinga<br />

stöð<strong>um</strong> á litl<strong>um</strong> stað þegar oftast koma fáir<br />

• Það vantar gesti ekki spurning<br />

• Vantar ferðamenn<br />

• Vantar ferðamenn utan maí-sept<br />

Ísland allt árið | 95


Viðaukar<br />

• Meiri peninga frá því opinbera og minnka álögur<br />

• Ekkert fjármagn í boði<br />

• Ekki hægt að fjármagna verkið á eðlilegan hátt<br />

• Það er raunhæft en við þurf<strong>um</strong> faglærðan mann<br />

til þess og fjármagn<br />

• Það er raunhæft, vantar bara peningar t.d. í að<br />

borga laun fyrir safnvörður<br />

• Vantar þolinmótt fé<br />

• Vegna kostnaðar<br />

• Veður og lítil ferðamennska á veturna utan<br />

höfuð borgarsvæðisins, vegna ónógrar markaðssetningar<br />

ef til vill<br />

• Ég get ekki séð að Íslendingar fari að nota gistiheimili<br />

í stór<strong>um</strong> stíl til afþreyingar og allstaðar er<br />

barist <strong>um</strong> svipaða bita<br />

• Eins og staðan er í dag hefur reynst erfitt að fá<br />

ferðamenn í einhverju mæli út á land fyrir utan<br />

s<strong>um</strong>artímann<br />

• Ekki hægt að keppa við þá stóru í bransan<strong>um</strong>,<br />

þeir eiga söluaðilana<br />

• Flugfélög og hótel í Reykjavík<br />

• Mjög erfið samkeppni við staði eins og Akureyri<br />

og Stór-Reykajrvíkur svæðið<br />

• Það er alltof mörg gistirými og skiptist á milli<br />

marg ra staða<br />

• Það eru svo margir að bítast <strong>um</strong> lítið sem ekki<br />

neitt að það skilar margfalt meiru að sinna öðru<br />

fyrst það er í boð<br />

• Því það hefur alveg sérst síðustu ár að allt púður<br />

er sett í Mývatn-Akureyri-Húsavík-Gullfoss-<br />

Geys ir og fleiri staði sem eru stórir og allir þurfa<br />

að sjá þó svo að mikið sé af öðr<strong>um</strong> fallegurm<br />

stöð<strong>um</strong> á landinu þá er öll<strong>um</strong> bent á að fara<br />

þangað<br />

• Ekki er raunhæft að lengja starfstímann svo<br />

neinu nemi. Það hefur verið reynt til þrautar á<br />

svæðinu en ekki hefur tekist að skapa rekstrargrundvöll.<br />

Ekkert starfsfólk er til staðar í íhlaup<br />

utan háannar eftir að skólar byrja og almenn<br />

þjónusta lokar (söfn og önnur afþreying) sem<br />

rýrir enn möguleikana á rekstri utan háannar. Að<br />

ónefndri kröfu <strong>um</strong> verulega lækkun á verði þjónustu<br />

utan háannar sem í raun ætti að vera dýrari<br />

en á háönn þar sem mun kostnaðar samara er að<br />

veita þjónustuna utan háannar<br />

• Íslendingar fást ekki til vinnu úti í sveit, á þeim<br />

laun<strong>um</strong> sem ferðaþjónustan getur boðið, þegar<br />

atvinnuleysisbætur eru orðnar jafnvel hærri<br />

• Af því að ferðaþjónustan er ennþá ek. „hobbý” atvinnugrein<br />

hér á landi að mati ýmissa. Það þarf<br />

t.d. að gera hana óháða skólafrí<strong>um</strong>. Meðan vinnuafl<br />

er ennþá skólafólk í fríi, er ekki von á góðu<br />

• Er í annarri vinnu<br />

• Er með aðra vinnu yfir vetrartiminn<br />

• Húsnæðið er notað í annað yfir veturinn<br />

• Starfsemin ber ekki starfsmenn í 100% starfi.<br />

Vegna þess koma tekjur til reksturs heimilis og<br />

fjölskyldu af öðru 100% starfi og því er oft takmarkaður<br />

tími til að sinna því sem þarf að gera,<br />

en sem gæti <strong>um</strong> leið aukið tekjur þegar til lengri<br />

tíma er litið<br />

• Það hefur vinnu allt árið<br />

• Við er<strong>um</strong> eingöngu með opið 3 mánuði, þar<br />

sem þetta er gisting í skólahúsnæði<br />

• Vinna annað stað<br />

• Íslensk veðrátta. Leyfi á þess<strong>um</strong> tíma fyrir svona<br />

rekstri<br />

• Ofstjórn í skrifstofuveldi í Reykjavík. Engu má<br />

breyta, þrátt fyrir 11 ára starfsemi fyrirtækisins í<br />

afþreyingu útsýnis, og sjóstangaveiðiferða<br />

• Ríkisstjórnin<br />

• Kuldi og myrkur<br />

• Snjóþungir og harðir vetur<br />

• Þetta er tjaldsvæði og veðrið markar<br />

• Válynd veður<br />

• Veðurfar<br />

• Fólk hefur lítil fjárráð þessa daga og það bitnar á<br />

svona rekstri<br />

• Fólk hefur minni peninga og gistir frekar hjá ættingj<strong>um</strong><br />

eða í s<strong>um</strong>arhús<strong>um</strong><br />

• Mjög dýrt flug til landsins<br />

• Staðurinn er langt frá hringvegin<strong>um</strong> og enginn<br />

verulega þekktur segull í grendinni.<br />

• Að hluta til er erfitt að selja Ísland vegna birtuskilyrða.<br />

Gæti verið hugmynd að tryggja lýsingu<br />

á t.d. foss<strong>um</strong> yfir vetrartímann, sem dæmi má<br />

96 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

nefna að Niagara fossar í Bandaríkjun<strong>um</strong> eru<br />

næst<strong>um</strong> jafn vinsælir á kvöldin og morgnana, en<br />

á kvöldin eru þeir lýstir upp í mismunandi lit<strong>um</strong>,<br />

mjög skemmtileg upplifun<br />

• Allt of lág verð<br />

• Eigendur þurfa þennan tíma til hvílda, viðhalds<br />

fasteigna auk samvinnu við markaðsaðila<br />

• Ferðamannatímabil Hornstranda er ekki lengra,<br />

unnið í friðlandi sem takmarkar rekstur<br />

• Hér er <strong>um</strong> að ræða tjaldsvæði og það er ekki<br />

veður fyrir lengir opnunartíma á Íslandi<br />

• Ísland er s<strong>um</strong>arland<br />

• Menn eru ekki nógu nógu samstíga<br />

• Raunsæi<br />

• Starfsemin er þess eðlis enþá<br />

• Það er vel raunhæft ef þú bíður fram það sem<br />

fólkið vill kaupa en leggur ekki áherslu á að búa<br />

til nýja tegund ferðamanna ( „menningartengd<br />

ferðaþjónusta”)sú markaðssetngin er mjög dýr<br />

per ferðamann<br />

• Til þess að það sé hægt að taka á móti fleiri gest<strong>um</strong><br />

yfir vetratímann þurfa veitingastaðirnir að<br />

hafa opið en svo er ekki<br />

• Útlendingar hafa litla þekkingu á hvernig er að<br />

ferðast í kring <strong>um</strong> Ísland á veturna og yfirleitt<br />

rangar hugmyndir<br />

• Vantar þjónustu fyrir erlenda gesti fyrir utan<br />

höfuð borgina<br />

15. Hvaða tækifæri sérðu á þínu svæði til þess að efla<br />

ferðaþjónustu utan háannar? Nefnið allt að 5 atriði.<br />

Svör:<br />

• 1. nota betur vetrartengda ferðaþjónustu í bland<br />

við það sem hægt er að gera hér innandyra 2.<br />

þéttari samstaða og samvinna ferðaþjónustuaðili<br />

hér 3. markaðssetja göngur, réttir og sveitamenninguna<br />

betur 4. setja mikið meiri vinnu og<br />

peninga í markaðssetningu á Skagafirði sem Mekka<br />

hestamennskunnar og búa til ferðir og upplifun<br />

fyrir ferðamenn tengt hest<strong>um</strong> bæði í formi<br />

kennslu og ferðamennsku. 5. auka gistipláss<br />

• Bjóða upp á frístundir fyrir fólk í vímuvarnarmeðferð.<br />

Bjóða ellilífeyrisþeg<strong>um</strong> upp á afþreyingu.<br />

• 1. Aukin landkynning í þýsk<strong>um</strong>ælandi lönd<strong>um</strong>,<br />

þaðan virðist vanta vetrarferðamenn, mest<br />

vegna vanþekkingar. 2. Tryggja aðgang ferðaþjónustunnar<br />

að torförn<strong>um</strong> leið<strong>um</strong> í nágrenni<br />

höfuðborgarinnar, við er<strong>um</strong> að brenna uppi með<br />

möguleik<strong>um</strong> á stutt<strong>um</strong> ferð<strong>um</strong> á súperjepp <strong>um</strong>.<br />

3. Að okkur jeppamönn<strong>um</strong> sé treyst fyrir góðri<br />

<strong>um</strong>gengni <strong>um</strong> vegi og náttúru landsins, jafnvel<br />

þannig að ákveðnar leiðir verði opnar sem<br />

ferðaþjónustuvegir aðeins fyrir súperjeppa.<br />

4.Styðja þarf við nýsköpun í ferðaþjónustu,<br />

þ.e. að ferðamaður sem kýs að koma aftur til<br />

Íslands hafi fleira að skoða en Gullhringinn og<br />

Þjóðminja safnið. 5. Að yfirvöld tali við grasrótina<br />

í ferðaþjónustu, í stað þess að stunda helst einhvern<br />

lok lok og læs leik. Að yfirvöld taki leppinn<br />

frá augun<strong>um</strong> og starfi með okkur að uppbyggingu,<br />

ekki á móti<br />

• Betri aðstaða fyrir ferðamanninn. Klósettaðstaða<br />

bætt. Veitingarþjónusta bætt. Vegagerð bætt.<br />

Leyfi til aðgerða<br />

• 1. Fá millilandaflug á Akureyri. 2. Opna söfnin.<br />

3.Búa til pakkaferðir „opinn landbúnaður”- húsdýrin<br />

eru inni á veturnar og því auðvelt að nálgast<br />

þau. 4. Jeppasafarí á fáförn<strong>um</strong> slóð<strong>um</strong>. 5.<br />

Markaðssetja skíðasvæðin erlendis og stíla inn á<br />

millilandaflug beint á Akureyri.<br />

• 1. HEILSULINDIR(ALLS KONAR MEÐFERÐIR<br />

TENGT HEITA VATNINU. 2. VEGLEGT NÁTTÚRU-<br />

GRIPASAFN TENGT NORÐURSLÓÐUM. 3. ERUM<br />

MEÐ VEITINGASTAÐI OG KOKKA SEM ERU Á<br />

HEIMSMÆLIKVARÐA, ÚTBÚA GOURMET FERÐIR.<br />

4. GERA MEIRA ÚT Á ELDFJÖLLIN OG JÖKLA,<br />

FERÐIR, SAFN<br />

• Bæta ferðamannaaðstöðu og merkja betur þá<br />

frábæru staði sem fyrir eru. Kynna betur göngustaði<br />

eins og Hengil og Búrfell ofl. Eins eru fullt<br />

af hell<strong>um</strong> við Selfoss sem merkir eru. Þá má ekki<br />

gleyma álf<strong>um</strong> og álfasög<strong>um</strong> þar má gera mikið.<br />

Kynna þarf vetrarferðir á jökla og norðurljósa ferðir<br />

á Heklu des. og jan. Vorferðir t.d fuglaskoðun á<br />

Eyrarbakka í maí þetta eru enda lausir möguleikar<br />

vantar bara fólk til að klára málið<br />

Ísland allt árið | 97


Viðaukar<br />

• Fuglaskoðun. Heimsókn Vestur-Íslendinga. Rithöf<br />

unda til skrifa<br />

• Aukin markaðssetning. Sameina fókus ferðaaðila.<br />

Lækka flugfargjöld<br />

• 1) Skýrt og heildstætt og gott „brand” eða<br />

„concept” sem bakgrunnur ásamt faglegri og<br />

markvissri notkun á markaðssetningu þess.<br />

Þetta er til en því er ekki fylgt nægilega eftir.<br />

2) Það eru til staðar góðar vörur eða þjónusta<br />

en það þarf að fjölga þeim og hér hefur verið<br />

tal að <strong>um</strong> nauðsyn þess að hafa meira úrval af<br />

ferða pökk<strong>um</strong> (utan háannar). Að þessu hefur<br />

verið unnið. En það þarf að halda áfram og enn<br />

fleiri fyrirtæki en nú að vinna að þess<strong>um</strong> mál<strong>um</strong>.<br />

3) Aukin eigin markaðssetning þ.e.a.s. að fyrirtæki<br />

og aðilar hér á svæðinu hafi enn meira<br />

fr<strong>um</strong>kvæði að framsetningu á efni/áhersl<strong>um</strong><br />

o.s.frv. Okkar eigin heimavinna skiptir hér höfuðmáli.<br />

Líka í að koma áhersl<strong>um</strong> þessa svæðis á<br />

framfæri gagnvart Íslandskynning<strong>um</strong> almennt,<br />

á sama hátt og önnur svæði þurfa að hugsa<br />

<strong>um</strong> sig. Eðlilegt. 4) Bætt aðgengi að mörkuð<strong>um</strong><br />

þ.e.a.s. bæta þarf grunngerðina. Sérstaklega<br />

mikil vægt á þeim árstíma þegar ferðatími<br />

fólks styttist t.d. vetrarfrí eða langar helgar. Hér<br />

er<strong>um</strong> við að tala <strong>um</strong> betri tengingu en nú við<br />

alþjóðaflug, hvort sem er beint inn á Norðurland,<br />

eða við Keflavík. 5) Dettifoss er dæmi <strong>um</strong><br />

„vöru” eða áfangastað (segul) sem er nú hægt að<br />

bjóða allt árið í stað s<strong>um</strong>arsins áður og óreglulega<br />

í annan tíma. Þetta sýndi sig í vetur og á<br />

enn frekar eftir að sanna sig. Nýr vegur er því<br />

ekki bara vegur, heldur einskonar nýsköpun.<br />

Á sama hátt mun síðari áfangi þessa vegar, frá<br />

Keldu hverfi, opna algjörlega nýja vídd og ný<br />

tækifæri allt árið. Demantshringurinn verður<br />

heilsársvara!<br />

• 1. Aukin kynning og markaðssetning erlendis á<br />

vetrartíman<strong>um</strong>, okt-apr. 2. Kynning á Íslandi sem<br />

ráðstefnulandi. 3. Fleiri alþjóðlegar helgarhátíðir<br />

yfir vetramánuðina 4. Markaðssetning á Reykjavík<br />

að vetri til 5. Jökla-, snjó- og vetrarferðamennska<br />

markaðssett betur<br />

• Tækifæri ráðast oft af eftirspurn. Eða eftirspurn<br />

er búin til. Ferðaþjónustan skilar mikl<strong>um</strong><br />

gjald eyristekj<strong>um</strong> inní þjóðarbúið. Þjóðarbúið<br />

(stjórnvöld) þurfa því að leggja hluta af þess<strong>um</strong><br />

tekj<strong>um</strong> í markaðssetningu og ekki síður að<br />

skapa atvinnu greininni gott rekstrar<strong>um</strong>hverfi til<br />

framþróunar<br />

• Aukin markaðsetning. Meiri peninga inn í ferðamálin.<br />

Dreifing ferðamanna meira <strong>um</strong> landið.<br />

Meiri afþreyingu utan hefbundis tíma, veitingar<br />

og söfn opin Bæjarfélagið mætti vera jákvæðari<br />

gagnvart ferðaþjónustu<br />

• Aukin markaðssetning. Nýta netmiðla betur,<br />

leggja aukna áherslu á Bandaríkin og Kanada<br />

• Kynning á svæðinu aukið samstarf vantar pen inga<br />

í vetrarkynningu meiri afþreying utan há annar<br />

• Ferðaþjónustuaðilar standi saman að kynningu.<br />

Höfða til sérstöðu svæðisins Nýta sér skyndilegar<br />

uppákomur s.s. eldgos.<br />

• Byggja hús sem væri allt í senn, gistihús<br />

veitinga staður sem væri fyrst og fremst með<br />

hráefni framleitt í næsta nágrenni, væri hægt að<br />

sjá hvaða bóndi og býli hefði framleitt hvað o.sv.<br />

frm. ,verslun með handverk ,listmuni.Aðventu<br />

þema að hætti íslendinga, Störf húsmæðra á<br />

heimil<strong>um</strong> á aðventu<br />

• Efla veitingarekstur. Vantar fleiri gistirými<br />

• Þetta er ekki könnun lengur, þetta er hugmyndastuldur.<br />

1) Seljið aðgang að hálendinu (t.d.<br />

alla F merkta vegi), ekki rukka Íslendinga, selja<br />

eingöngu til íslensk menntaðra leiðsög<strong>um</strong>anna.<br />

Seljið kort með tiltekn<strong>um</strong> dög<strong>um</strong> sem menn<br />

verða að hafa í framrúðu. Eftirlitsmenn verða<br />

skálaverðir, landverðir, rútubílstjórar, hálendisskátar,<br />

lögregla, vegagerðin og fl. Stórar sektir<br />

ef menn (utan íslendinga) eru inni á hálendi<br />

í leyfisleysi. Þetta eykur virðingu manna fyrir<br />

landinu. 2) Bannið starfsemi erlendra leiðsög<strong>um</strong>anna.<br />

Gerið starfið aðlaðandi svo menn stundi<br />

það allt árið, þannig sláið þið tvær flugur (punktur<br />

1 og 2) 3) Notið part af þessu fé til að veita<br />

styrki til hótela eða afþreyingarfyrirtækja svo<br />

þau eigi hægara <strong>um</strong> að halda opnu allt árið<br />

98 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

4) Komið vitinu fyrir Flugleiðir, þeir selja flugmiða,<br />

kannski ein nótt á þeirra hótel<strong>um</strong> og svo gefa<br />

þeir út voucher (tiltekin verðmæti) sem nota má<br />

utanbæjar. Með þessu eiga ferðaskipuleggjendur<br />

auðveldara með að fara lengra út úr bæn<strong>um</strong><br />

og nota fleiri gististaði, veitingastaði, söfn og<br />

fleira. 5) Með þess<strong>um</strong> pening<strong>um</strong> má líka niðurgreiða<br />

fokdýr söfn (<strong>Saf</strong>nasafnið, Vikingasafn,<br />

Eyja fjallastofu), þetta gæfi gest<strong>um</strong> okkar frekari<br />

sýn og gæfi af sér betra orðspor landsins. 6) Látið<br />

ferðamálastofu-hús-nefnd fara að vinna í öðru<br />

en stæra sig af fjölda, hundelta menn vegna<br />

áætlanna á meðan 200 ferðaskipuleggjendur/<br />

sjóræningjar maka krókinn fyrir framan nefið<br />

á þeim. 7) Segið þið Írisi að hún sé bara venjuleg<br />

en ekki súper 8) Setjið á flot eftirlit, bæði í<br />

Keflavík við komu og á öðr<strong>um</strong> stöð<strong>um</strong>, tékkið<br />

á leiðsög<strong>um</strong>önn<strong>um</strong>, leyfishöf<strong>um</strong>, meirapróf<strong>um</strong><br />

og setjið trukk í starfsfólkið í Húsinu 9) Hjálpið<br />

til við markaðssetningu, smalið saman hóp<strong>um</strong><br />

(eins og Vesturland hefur gert) og komið þeim<br />

á framfæri<br />

• Menningartengt efni Alþjóða fundir eftir komu<br />

Hörpunnar Heilsutengt ferðaþjónusta<br />

• 1. Byggja upp hátíðir í hverj<strong>um</strong> mánuði sbr.<br />

Airwaves í októer, nóvember með kvikmynd,<br />

desember með jólamarkað og jólaþorp. jan<br />

með þorra og matarmenningu, feb með tónlistarhátíð,<br />

osfrv 2. Bæta við menningu, sbr.<br />

alþjóðlegar myndlistasýningar, lengri opnunartími<br />

og skilvirkari á söfn<strong>um</strong>. vetrar íþróttahátíð<br />

ofl 3. Almennar og skynsamar reglugerðir<br />

við skemmtanahald, ásamt lækkun á áfengis<br />

prómill skatti á áfengi undir 15% sbr bjór og<br />

léttvín 4.Lækkun á þjónustuskött<strong>um</strong> við ferðaþjónustu<br />

á vetrarmán, sbr flug, gistingu og<br />

veiting<strong>um</strong> 5. Væri til í að sjá ráðuneyti sem væri<br />

bara með hagsmuni ferðaþjónustunnar og inni<br />

markvíst að uppbyggingu hennar í samstarfi við<br />

menn, fyrirtæki og náttúru<br />

• Harpa. Háskólarnir<br />

• List- og menningartengd. Samstarf við skóla,<br />

kennsla. Námskeiðahald og fræðslu ýmiskonar<br />

• Koma fyrirtæki mínu á framfæri sem miðsvæðis<br />

í ráðstefn<strong>um</strong>, fund<strong>um</strong> og námskeið<strong>um</strong>. Virkur<br />

ferðamálafulltrúi á svæðinu. Betri merkingar svo<br />

fólk finni markverðustu staðina og þjónustuna<br />

• Lengja þjónustu tímabil með aukinni aðstöðu<br />

fyrir tækjabúnað okkar<br />

• Vantar gistingu sem getur tekið allt að 60 manns<br />

í gistingu fyrir starfsmannafélög og þessháttar<br />

fyrir árshátíðir t.d.<br />

• Almennt ráðstefnu- og fundahald. Hvataferðir<br />

• FÁ FJÖLMIÐLA TIL AÐ HÆTTA AÐ TALA LANDS-<br />

BYGGÐINA NIÐUR<br />

• Það eru tækifæri til nýsköpunar alls staðar<br />

• 1. T.d. með því að auðvelda fyrirtækjarekstur<br />

smáfyrirtækja, þ.e. vsk, skatta, ársskýrslu, og önnur<br />

gjöld. Þetta er allt of flókið og drepur áhugann<br />

á fyrirtækjarekstri. 2. Aðstoð og ráðleggingar<br />

fyrir aðila sem eru með góðar hugmyndir<br />

til að koma þeim í framkvæmd. 3. Einhver staður<br />

eða stofnun sem styrkir eða lánar fé í góðar<br />

hugmyndir og fylgir þeim eftir með aðhaldi og<br />

ráðlegging<strong>um</strong>. 4. Kannski er þetta allt til en þá<br />

þarf að kynna það betur. Ég veit alla vegana ekki<br />

af því eftir 6 ár í starfinu. 5. Það er til fullt af fólki<br />

með flottar hugmyndir en það þarf að auðvelda<br />

þeim að koma þeim á framfæri á einfaldan og<br />

þægilegan hátt. Þannig að fólk sitji ekki uppi<br />

með skuldir og niðurbrotna sjálfsmynd<br />

• Að þjónusta vélsleðamenn og skotveiðimenn.<br />

• Auglýsa hvað sé hægt að gera utan háannatíma<br />

Taka fram að á haustin eru oft messtu styllurnar<br />

á Íslandi<br />

• Auka þyrfti þjónustustig utan höfuðborgarsvæðisins,<br />

hvert svæði þyrfti að skilgreina betur<br />

hvað það getur boðið upp á og einbeita sér að<br />

því<br />

• Bjóða upp á námskeið og fræðslu . Það þarf<br />

öflugan ferðamálafulltrúa á svæðið sem sinnir<br />

og aðstoðar fólk í ferðaþjónustu<br />

• Ég er búandi í Laugarneshverfi,og þar er nú allt<br />

af öllu. Gamalt hverfi og uppbyggt<br />

• Ég lít á allt Ísland sem mitt svæði. Vöruþróun.<br />

Langtíma framboð vöru sem staðið er við (of<br />

Ísland allt árið | 99


Viðaukar<br />

algengt að farið sé af stað með eitthvað en ef<br />

það gengur ekki sé hætt eftir einn vetur) Halda<br />

þjón ustustöðv<strong>um</strong> (svo sem þjóðgörð<strong>um</strong>) og<br />

annarri afþreyingu (söfn) opn<strong>um</strong> allt árið Þetta<br />

er langhlaup, ekki 100 m sprettur<br />

• Gefa ferðamönn<strong>um</strong> skemmtiferðaskipanna kost<br />

á að heimsækja söfnin í bæn<strong>um</strong><br />

• Laugardalurinn í heild sinni og nálægð við<br />

miðbæinn<br />

• Nálægð við Keflavík. Oftast auðvelt að ferðast<br />

<strong>um</strong> Suðurland að vetrarlagi<br />

• Opna öll söfn í Fjarðabyggd allt árið með að láta<br />

okkur fá lykil til dæmis. Breyta nafninu á Nr. 1<br />

leiðinni þannig að fólk fari Austfirði í stað þess<br />

að fara yfir heiðina til Egilsstaða og sleppa fjörðun<strong>um</strong>.<br />

Skíðasvæði Oddskarði<br />

• Rýmka veiðitíma á sjóbirting lengur á haustin,<br />

efla samstarf svæða og samræma opnunartíma<br />

ferðaþjónustu<br />

• Staðsetning staðarins , er í miðri Árnessýslunni<br />

• Stefna enn frekar á árstíðabundna ferðamennsku<br />

• Stöðugleiki, að geta boðið fyrirtækj<strong>um</strong> og ráðstefn<strong>um</strong><br />

þjónustu með löng<strong>um</strong> fyrirvara 1-2 ár<br />

• Vöruþróun og nýta aðila og hugmyndir sem<br />

verða til heinma í héraði!<br />

• Bæta aðstöðu. setja upp fleiri afþreyingarmöguleika.<br />

Bæta vegi. Auka fjölbreytni. Vantar<br />

fjármagn<br />

• 1. Auka afþreyingu á svæðinu 2. Gera átak í að<br />

setja upp merkta göngustíga 3. Auka aðgengi<br />

að nátturulega falleg<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong>, t.d. með því<br />

að viðhalda vegin<strong>um</strong> að Sólheimajökli betur. 4.<br />

Setja upp betri upplýsingaskilti við nátturuundur.<br />

5. Styðja við þá aðila á gossvæðinu sem urðu illa<br />

út úr gosinu, sérstaklega af hálfu t.d. bílaleiganna<br />

sem að nýttu sér gosið til að blóðsjúga viðskiptavini<br />

á kostnað þeirra sem bjuggu á svæðinu<br />

• Bættar samgöngur, afþreying í boði allt árið<br />

• Útivistarunnendur Local matur og menning/<br />

afþreying Spennandi pakkar - samstarf fyrirtækja<br />

Fræðslutengdar ferðir - samvinna fyritækja og<br />

háskólasamfélags<br />

• Fjölbreytt afþreying. Útivist, skíði, norðurljósin.<br />

Söfn og sýningar. Saga Sturlunga. Matar- og<br />

söngveislur<br />

• Sögu námskeið fyrirlestra fyrir ákveðinn markhóp,lítil<br />

ferðafyrirtæki fari ekki bara dagsferðir<br />

hér <strong>um</strong> slóðir fá þekkta matgæðinga til kennslu.<br />

Vetrarveiði bæði í gegn<strong>um</strong> ís og tófu. Myrkur og<br />

norðurljós. Ýmsa hrossa kennslu. Ljósmyndakennslu<br />

fyrir erlenda áhugamenn. Andleg málefni<br />

• Fjölbreytta útivistarmöguleika - ferðamöguleika.<br />

Matartengda ferðþjónustu Menningartengda<br />

skipulagningu - ákveðnar vikur eða ákveðin<br />

tímabil. Haust og vor, t.d. fuglaskoðun, berjatínsla,<br />

skógarrölt, sveppatínsla<br />

• Ísklifur og fjallamennska<br />

• Mennta- og rannsóknatengd ferðaþjónusta,<br />

móttaka smárra hópa, ráðstefnur og fundir,<br />

uppá komur, leikir og skemmtanir í samvinnu við<br />

aðra ferðaþjóna, pakkaferðir, útivist að vetrarlagi<br />

• Staðbundna leiðsögn. T.d. Í kirkjur og á sögustaði.<br />

Leiðsögn í lengri og styttri fjöruferðir.<br />

Móttöku á starfandi sveitabýl<strong>um</strong>. Sögustundir<br />

og göngu ferðir á láglendi tengdar jarðsögu og<br />

menningar sögusvæðisins<br />

• Það mætti auka afþreyingu, s.s. tækifæri til náttúruskoðunar,<br />

t.d fuglaskoðunar að vori. Bjóða<br />

erlend<strong>um</strong> veiðimönn<strong>um</strong> í gæsaveiði að hausti.<br />

Auka menningartengda þjónustu t.d. mætti<br />

gera meira úr sagnaarfi svæðisins og stemningu<br />

á vetrarnótt<strong>um</strong> og bjóða námskeið í handverki,<br />

t.d. tóvinnu etc.<br />

• Hestatengt ferðaþjónusta. Norðurljósin<br />

• Jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, slökun,<br />

norður ljósin og veturinn heitupottarnir í frosti<br />

og snjó<br />

• Jöklaferðir. Betri gistiaðstaða<br />

• Jöklaferðir, norðurljósin, skemmri leiðsöguferðir,<br />

skólaferðir þar sem skólar koma á svæðið og<br />

fræðast <strong>um</strong> sögu þess og náttúru, árshátíðir<br />

fyrirtækja<br />

• Gönguferðir. Norðurljós. Siglingar. Sjúkrahúsið.<br />

Hestar. Sund.<br />

100 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Göngur og réttir, afslöppun í rólegu <strong>um</strong>hverfi<br />

sögutengda upplifun skotveiði snjósleðaferðir<br />

• Hálendið. Tónleikahald. Ráðstefnur. Reykjavíkcity/<br />

vetrarmenningu. Rómantík í Reykjavík /<br />

leik húsið.<br />

• Mjög gjarnan vetrarstillur við Mývatn þar sem<br />

ásýnd landslagsins er töfr<strong>um</strong> líkast. Nánast alltaf<br />

möguleiki á snjó til gönguskíðaiðkunar og<br />

gönguferða á snjóþrúg<strong>um</strong>. Vatnið er frosið mest<br />

allan veturinn og býður upp á möguleika ss.<br />

skauta, veiði í gegn<strong>um</strong> ís, sleðaferðir ofl. Jarðhiti<br />

og heit böð eftir góðan dag úti við. Góð hótel<br />

og metnaður í matargerð þ.e beint frá býli<br />

• Námskeiðshald. Vetraríþróttir. Bjóða upp á<br />

óhefð bundna afþreyingu. Heilsuferðir. Auglýsa<br />

snjóinn og norðurljósin<br />

• Náttúra, veðurfar, skíði, veiði, námskeið<br />

• Norðurljós, skíði, snjósleða, veiða gegn<strong>um</strong> ís<br />

• Ráðstefnur. Fjallgöngur við erfiðar aðstæður.<br />

Haustveiði. Efla opnun á söfn<strong>um</strong> á staðn<strong>um</strong><br />

• Réttarferðir. Skorveiðimen. Gönguhópar. Fjölskyldudvöl<br />

á sveitabæ. Þátttaka í sauðburði<br />

• Réttir og stóðréttir, fuglaskoðun að vori, haustlitir<br />

að hausti<br />

• Sjórinn-stangveiði-strandveiði-norðurljósin-afslöppun<br />

og náttúran. Heilsutengd ferðaþjónusta<br />

ekki spurning fá fólk til að stoppa lengur og<br />

nýta þar af leiðandi allt það gistipláss sem er til<br />

staðar<br />

• Sjóstangaveiði og útsýnisferðir á bát. Gönguferðir<br />

með leiðsögn og fl. Rjúpnaveiðar<br />

• Skíði myrkur slow city menning - tónlist skotveiði<br />

• Snjósleðaferðir, gönguskiðaferðir, hestaferðir á<br />

vet urna yfir íslögð vötn, dorgveiði í vötn<strong>um</strong> á<br />

svæðinu, heilsurækt( sána og heitir pottar, joga<br />

og fl.<br />

• Stjörnuferðir, sunnudagsrúntur að vetri<br />

• Útivist, heitar laugar, ísklifur, smærri fundi og ráðstefnur,<br />

námskeiðahald, aðstoða fólk frá svæð<strong>um</strong><br />

sem hafa lent í hamför<strong>um</strong> endurþjálfun<br />

• Vetrarferðamennska allskonar (skíði, gönguskíði,<br />

snjósleðaferðir, ísklifur, jeppaferðir og svo framvegis)<br />

• Vetrarferðir á hálendinu<br />

• Vetrarsport og útivera<br />

• Viðburðir meiri afþreying, ferðapakkar, trú á sjálfan<br />

sig, fuglar<br />

• Ýmislegt tengt vetrarferð<strong>um</strong>, s.s. norðurljósa- og<br />

stjörnuskoðanir, sleðaferðir, skoðunarferðir <strong>um</strong><br />

strand irnar að vetri ( brimið ofl.)<br />

• Ferðir á hálendi<br />

• Fleiri göngutúra,norðurljósin<br />

• Þekkingar heimsóknir, s.s. jarðvarma. Baðmenning.<br />

Skotveiði<br />

• Hvataferðir, heilsuferðaþjónustu, veiðiferðir, ráðstefnur<br />

og fundi<br />

• Heilsutengd ferðamennska. Siglingar. Bjóða loc<br />

al hreinan mat matreiddan á heilsusamlegan<br />

hátt, jafnvel námskeiðahald fyrir útlendinga sem<br />

Íslendinga. Háskólasetur Vestfjarða<br />

• Ljósmyndun, fuglaskoðun, matarmenning,<br />

sögu slóðir orkunýting (og svo aukning í afþreyingarferð<strong>um</strong>/hvataferð<strong>um</strong>).<br />

Á „þínu svæði” bara<br />

við <strong>um</strong> Garðabæinn, þar sem starfsstöðin er eða<br />

á það við <strong>um</strong> hvert ferðir okkar liggja? Þá er „okkar<br />

svæði” allt landið<br />

• Meiri afþreying<br />

• Samstarf / aukið fjármagn í sérverkefni sem<br />

vekja athygli/ fleiri aðila í afþreyingarferðaþjónustu<br />

• Sögustundir. Ísklifur. Snjósleðaferðir - Íslendingar<br />

á eigin veg<strong>um</strong>. Samstarf ferðaþjónustuaðila á<br />

staðn<strong>um</strong> til að sækja inn á sérstaka markhópa,<br />

innlenda og erlenda = pakkar<br />

• Auka afþreyingu á Akranesi. Bæta merkingar.<br />

Skilvirk og raunhæf stefna í ferðamál<strong>um</strong>. Aukið<br />

samstarf ferðaþjónustuaðila. Nálægð við höfuðborgarsvæðið<br />

• Aukna samvinnu í samkeppninni, aukna afþreyingu,<br />

viðburði ofl.<br />

• Betri samvinna aðila á svæðinu. Öflugri afþreyingarfyrirtæki.<br />

Meiri almenn kynning á svæðinu<br />

• Fjölbreyttari afþreying. Fleiri spennandi vetrarviðburðir.<br />

Samstiltara átak svæðisins<br />

• Opna söfn og sýningar allt árið - Lengja ferðatímabil<br />

í afþreyingu eins mikið og hægt er<br />

Ísland allt árið | 101


Viðaukar<br />

(hesta ferðir, flúðasiglingar, eyjarsiglingar) -<br />

stofna ný afþreyingarfyrirtæki (hundasléða???<br />

reið hjólaferðir??)<br />

• Hestatengd ferðaþjónusta.námskeið. Réttir og<br />

göngur haust. Eyjasiglingar vorin skíðaferðir.<br />

Gönguferðir skipulagðar<br />

• Afþreying, hestaferðir, slæmt símasamband og<br />

nettenging<br />

• Afþreying: jöklar, snjór, hellar, heitböð-pottar.<br />

Góð gisting utan Reykjavíkur<br />

• Afþreyingu. Fleiri viðburðir í gangi <strong>um</strong> helgar úti<br />

á landi. Betri markaðssetning. Betra verð. Starfsfólk<br />

• Árstíðabundin afþreying í dreyfbýli/landbúnaði.<br />

Fuglar (skoðun eða veiði), menningarviðburðir<br />

tengdir þorrablót<strong>um</strong> og jólin, allskonar handverksvinnubúðir<br />

og námskeið (hér eru félagsheimili<br />

tóm mikinn hluta úr vetri og fullt að<br />

færu og flinku handverksfólki), auðvitað skíðin<br />

meira til erlendra ferðamanna og heilsuþema<br />

þjónusta og ferðir í þessu hreina og heilnæma<br />

<strong>um</strong>hverfi.<br />

• Auglýsa afþreyingu fyrir Íslendinga. Auglýsa<br />

hvað svæðið hefur upp á að bjóða í stutt<strong>um</strong><br />

feð<strong>um</strong> (eins og gullna hringinn)<br />

• Auka afþreyingu bjóða upp á leiðsögn<br />

• Aukið framboð afþreyingar<br />

• Aukið framboð afþreyingar. Áherslubreyting<br />

í markaðssetningu landsins. Vöruþróun. Auka<br />

tiltrú almennings og ferðaþjónustuaðila á því að<br />

hægt sé að auka ferðaþjónustu utan háannar<br />

• Aukið framboð menningarviðburða <strong>um</strong> helgar.<br />

Ráðstefnuhald. Fræðslutengda viðburði/námskeið<br />

sem höfða til almennings, t.d. sveppatínslu,<br />

hannyrðir og listir. Árshátíðir fyrirtækja<br />

• Aukin (einhver) afþreying. Bættar samgöngur<br />

• Aukin afþreying, opnunartími í kring <strong>um</strong><br />

stórhátíðir, kynning á t.d. ódýrri snilld eins og<br />

útilaug<strong>um</strong> höfuðborgarinnar<br />

• Bjóða reiðtúra. Tengja við unglinga frá öðr<strong>um</strong><br />

lönd<strong>um</strong> sem hafa áhuga á ísl. hestin<strong>um</strong>. Vera<br />

með hestatengda fræðslu. Bjóða námskeið í<br />

reiðmennsku. Tengja hestamennskuna lífinu á<br />

bóndabæn<strong>um</strong> mín<strong>um</strong><br />

• Efla framboð að vetrarafþreyingu og kynna það.<br />

• Ekki mikla þó frekast í tengsl<strong>um</strong> við náttúruskoðun,<br />

fjöruferðir og jafnver fjallaferðir<br />

• Fá fleiri ferðamenn til að heimsækja Norðvesturland<br />

fjölga afþreyingu á Norðvesturlandi auka<br />

samvinnu á Norðvesturlandi<br />

• Fræðsla og kynning á landi og þjóð á veturna.<br />

Auka afþreyinguna sem í boði er. Fjölbreyttari<br />

vetararvörur. Kynning á því hverju má búast við<br />

á veturna<br />

• Frekari afþreying<br />

• Halda afþreyingarfyrirtækj<strong>um</strong> opn<strong>um</strong> lengur<br />

• Leikhúsferðir. Ráðstefnur. Skíði<br />

• Nálægð við höfuðborgarsvæðið. Aukin afþreying.<br />

Samstarf ferðaþjónustuaðila á svæðinu<br />

• Nýja brúin yfir Hvítá, heitu pottarnir okkar, fallegt<br />

<strong>um</strong>hverfi, mekka garðyrkjunnar þá maturinn,<br />

afþreyingin<br />

• Skíði, sundlaugarnar, gönguferðir, refa- og<br />

minka veiðar, skotsvæði búháttaferðir - heimsóknir<br />

til bænda, menningarstarfsemi<br />

• Umhverfisvottun. Auka afþreyingu. Skipuleggja<br />

dagsferðir. Nýta fjörðinn til afþreyingar betur.<br />

Hafa opið<br />

• Vantar aðstöðu fyrir stóra fundi og ráðstefnur<br />

Betri kynningu að afþreyingarmöguleik<strong>um</strong><br />

• Vetrarsport á heið<strong>um</strong> uppi; snjósleðaferðir,<br />

hunda sleðaferðir, skíða og snjóþrúgugöngur.<br />

Námskeiðahald. Ráðstefnur. Veiðimennska<br />

Markaðsetja kyrrðina og lífsgæðin í litl<strong>um</strong> kaupstað<br />

við ysta haf<br />

• Efla skemmtunargildi fyrir ferðamenn á Akureyri<br />

(t.d. fer 90% af ferðamönn<strong>um</strong> af stóru skemmtiferðaskipun<strong>um</strong><br />

til Mývatns) Nýta Hlíðarfjall meira<br />

á s<strong>um</strong>rin, s.s göngur, hjólreiðar, fjórhjólaferðir og<br />

snjósleðaferðir.<br />

• Ég er með bústaði <strong>um</strong> allt land, svo það er bara<br />

spurning <strong>um</strong> almenna eflingu afþreyingar fyrir<br />

ferðamenn <strong>um</strong>hverfis landið, og kynningu á<br />

tækifærinu að slappa af í bústað úti í náttúrunni<br />

á Íslandi án þess endilega að þurfa að vera á<br />

spani eða í sólbaði.<br />

102 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Vetrarferðaþjónusta, bættar samgöngur, beint<br />

flug og markaðssetning til borga í Evrópu,<br />

veiðar og náttúrugarður<br />

• Betri ferðaskrifstofur sem að selja meiri afþreyingu<br />

• Bæta samgöngur (réttari upplýsingar <strong>um</strong> færð<br />

og veður) Að fleiri ferðaþjónar á svæðinu lengi<br />

tímabilið sem opið er. Samhæfða, markvissa<br />

markaðssókn. Hvetja til fjölbreyttari ferðaþjónustu.<br />

Sterkari og markvissari stuðning frá sveitarfélög<strong>um</strong><br />

• Bættar samgöngur<br />

• Bættar samgöngur,meiri kynning<br />

• Bættari samgöngur. Náttúran er til staðar og<br />

hún er það sem ferðamenn eru að sækjast eftir<br />

• Betri samgöngur<br />

• Betri samgöngur. Markaðssetning samstaða<br />

ferða þjóna á svæðinu <strong>um</strong>fjöllun í fjölmiðlun<br />

meira áræði allra<br />

• Betri samgöngur. Ódýrari samgöngur (flug)<br />

Samvinna sveitarfélaga. Samvinna afþreyingar<br />

fyrirtækja. Fjármagn frá ríkinu í uppbyggingarstarf<br />

• Betri vegir<br />

• Bjóða fram það sem fólkið vill kaupa. Bein<br />

markaðsetning, gisting, góður matur afþreying<br />

Jökulsárlón, Skaftafell í vetrarríki. Fossar á<br />

svæðinu í klakabönd<strong>um</strong>, norðurljósin, veiði<br />

gegn<strong>um</strong> ís, skipulagðar jeppa ferðir, fjórhljóla<br />

ferðir (hólassport.is ) hestaleiga<br />

• Ég svaraði því áðan: Að Landeyjahöfn virki.<br />

• Fyrst og fremst bæta samgöngur þannig að þær<br />

séu reglulegar og ferðir tíðar, Bæta gistiaðstöðu<br />

á svæðinu og fjölga gistirým<strong>um</strong>. Í kjölfarið<br />

markaðssetja svæðið fyrir fundi, ráðstefnur og<br />

aðrar uppákomur. Styrkja markaðssetningu.<br />

Lækka flugfargjöld<br />

• Laga veginn, opna á vetr<strong>um</strong> þegar fólk pantar<br />

þjónustu, bjóða uppá sleðaferðir og breyttra bíla<br />

• Standa við það sem auglýst er bæta samgöngur<br />

(sérleyfi)<br />

• Sé í raun ekki tækifæri fyrr en samgöngur á vestfjörð<strong>um</strong><br />

verða heilsárs<br />

• Þarf betri samgöngur á sjó og landi.<br />

• Til eflingar á öll<strong>um</strong> tím<strong>um</strong>: Malbika uxahryggjaveg<br />

• Betri flugvöll, auknar samgöngur, aukna þjónustu<br />

eða sveigjanleika bæjarfélagsins gagnvart<br />

ferðamönn<strong>um</strong> og þjónustuaðil<strong>um</strong> þeirra<br />

• Skíðakláf set ég sem nr. eitt í Hlíðarfjall. Fleiri<br />

skíðalyftur þar líka. Feiri og betri merktar gönguleiðir<br />

til fjalla hér í nágrenni Ak. Mun betri<br />

almenn ingssamgöngur þannig að ferðafólk<br />

komist milli staða án óþæinda og tafa. Hér séu<br />

söfn opin allt árið og ekki lokað, stytta má opnunartíma<br />

en ekki hafa opið endr<strong>um</strong> og sinn<strong>um</strong><br />

• 1. Vetrarferðamennska í tengsl<strong>um</strong> við Vatnajökulsþjóðgarð<br />

2. Fræðslutengd ferðamennska<br />

með áherslu á náttúru og menningu 3. Viðburðatengd<br />

ferðamennska með menningu sem<br />

undirstöðu og styttri ferðir Íslendinga af höfuðborgarsvæði.<br />

4. Millilandaflugvöllur á Egilsstöð<strong>um</strong><br />

gæti nýst betur<br />

• Aukin kynning fyrirtækja. Aukin kynning frá<br />

sveitarfélaginu. Aukin kynning frá ríkinu. Beint<br />

flug til stóru flugvallanna utan suð-vestur<br />

hornsins. Auglýsa íslenskan vetur<br />

• 1. Bjóða upp á ferðapakka með mat og gistingu<br />

fyrir erlenda ferðamenn þá í tengsl<strong>um</strong> við þemaferðir,<br />

gönguferðir, skoðunarferðir, veiðiferðir,<br />

útivistaferðir. 2. Fyrir íslendinga mætti bjóða upp<br />

það sama einnig reyna ná hóp<strong>um</strong> (fyrirtækja og<br />

félaga) jafnvel árshátiðir 3. Beint flug til Akureyrar<br />

er lykill að svona uppbyggingu<br />

• Beint flug í landsfjórðunginn - til Akureyrar<br />

• Beint flug inná svæðið. Efla markaðssetningu á<br />

áhugamálaferð<strong>um</strong>(isklifur, köfun, fuglaskoðun,<br />

hestaferðir, skíðaferðir, veiði o.frv.) Styrkja eina<br />

aðalímynd svæðisins (strjálbýli, kyrrð, þögn,<br />

myrkur). Sinna innlenda markaðn<strong>um</strong> enn frekar<br />

• Beint flug inná svæðið. Fjallganga allt árið. Fjalla skíði<br />

Friða ákveðin svæði og fjöll fyrir vélknúinni <strong>um</strong>ferð<br />

• Beint flug til Akureyrar<br />

• Beint flug til Akureyrar. Samstilltan opnunartíma<br />

ferðafyrirtækja vor og haust. Bættar vegasamgöngur.<br />

Bætta vetrarþjónustu veg<strong>um</strong>.<br />

Ísland allt árið | 103


Viðaukar<br />

• Beint flug til Akureyrar. Enn betri samvinnu milli<br />

menningarstofnana og gististaða. Fjölskylduhátíðir<br />

á lágönn.Fyrirtæki taki sig saman og<br />

auglýsi afþreyingu, gistingu og viðburði<br />

• Beint flug aukin afþreying ný gátt til Íslands.<br />

Ann að Ísland á vetri. Skíðaferðir. Afþreying<br />

ýmiss konar t.a.m hestar, fjallaskíðamennska,<br />

gönguferðir, jól og áramót, páskar. Norðurljós<br />

.Langar nætur, kyrrð og friður<br />

• Er<strong>um</strong> þegar í lágannar rekstri. Það er hægt að<br />

auka fjölda ferðamanna með auknu beinu flugi<br />

inná svæðið frá lok febrúar til lok apríl. Meiri<br />

markaðssetning. Bæta tækjakost<br />

• Flug beint til Akureyrar. Betri kynning af hálfu<br />

sveitarfélagsins<br />

• Flug til Akureyrar. Hreppurinn verður að hafa<br />

sundlaugina opna lengur. Söfnin verði opin<br />

leng ur en til 30 ág. Veitingahúsin verði opin<br />

leng ur fram á haust..<br />

• Meira af beinu flugi til Akureyrar. Meiri afþrey ingu<br />

lægra bensínverð fá fleiri skíðahópa frá öðr<strong>um</strong><br />

lönd <strong>um</strong> eins og við höf<strong>um</strong> verið að fá frá Færeyj<strong>um</strong><br />

• Því miður sé ég ekki tækifæri í greininni á þessu<br />

svæði utan háannar þar sem áætlunarflug til<br />

Akureyrar er ekki raunhæfur kostur. Áætlunarflug<br />

þarf að byggja á áætlun til lengri tíma en<br />

eins árs svo ferðaþjónustuskipuleggendur geti<br />

byggt á einhverj<strong>um</strong> grunni og fjöldi ferðafólks<br />

frá Akureyri mun ekki standa undir rekstri áætlunar.<br />

Mun vænlegra væri að flytja innanlandsflugið<br />

til Keflavíkur frá Reykjavík svo beinir leggir<br />

myndu bjóðast frá Kef til s.s. Akureyrar, Egilsstaða<br />

og Hornafjarðar. Kæmi algerlega í stað áætlunarflugs<br />

til Akureyrar<br />

• Aukin markaðssetning á Íslandi sem dvalarstað<br />

allt árið. SPA land heimsins - Markaðssetning og<br />

vöruþróun Heilsuhótel rísi sem hýsi fullkomna<br />

þjónustu sem SPA hótel. Ísland markaðssett sem<br />

land handverks-listamanna. Ísland markaðssett<br />

sem gull-matarkista GASTRONOMISK matargerð<br />

og heimsins besta hráefni. Beint frá býli verði út<br />

<strong>um</strong> allt land og fjölmargar verslanir með heimagert<br />

- allt mögulegt<br />

• 1. Vetrarferðamennska. Skíði, fjallgöngur, ísklifur<br />

ofl. 2. Wellness og heita vatnið. 3. Matartengd<br />

ferðaþjónusta<br />

• Gönguferðir, hestaferðir, hjólaferðir og heilsutengd<br />

ferðaþjónusta<br />

• Heilsuferðaþjónusta. Hvíldar og heilsudvöl með<br />

fræðslu <strong>um</strong> heilsutengda þætti. Gönguferðir í<br />

náttúru Fuglaskoðun april - maí. Sveitatengd<br />

ferða þjónusta. Dvöl á bóndabæ, sauðburður,<br />

maí göngur og réttir september, október<br />

• Norðuljósaferðir með góð<strong>um</strong> veiting<strong>um</strong> og fara<br />

í heilsulindina Vetrar ferðir fyrir Íslendinga minni<br />

hópa á eigin veg<strong>um</strong>. Heilsuferðir fyrir fyrirtæki.<br />

Gullni hringurinn með gurmé-mat og Heilsulind<br />

• Selja skammdegið, fámennið, Íslenskt mannlíf<br />

á veturna. Fleiri aðilar bjóði upp á þjónustu á<br />

veturna. Heilsutengda ferðaþjónustu<br />

• Auka ferðamöguleika. Skipuleggja og auglýsa<br />

svæðið utan háannar. Markaðsstarf. Náttúru og<br />

dýra skoðun<br />

• Efla markaðsetningu. Efla menningar- og náttúrutenda<br />

ferðaþjónustu. Auka vetrarafþeyingu<br />

Auka vetraropnun þjónustuaðila<br />

• Efla markaðsstarf kynna afþreyingu einstök náttúra<br />

mikið brim<br />

• Fleiri vel heppnaðar markaðssetningar á náttúrunni<br />

eins og Norðurljósaferðir<br />

• Taka saman það sem er í boði og athuga hvað<br />

vantar, fylla upp í þau göt. 1. Náttúan og ýmis<br />

afþreying henni tengd, mætti bæta ýmsu við<br />

það sem fyrir er. 2. Matur er mikilvægur, þarf<br />

að gera stórátak í þeim mál<strong>um</strong>, bjóða upp á<br />

gæða- íslenskan mat, ekki flókinn en góðan. 3.<br />

Söfn. Það eru góð söfn á svæðinu sem mætti<br />

ýta und ir. Þau ættu að brydda uppá nýjung<strong>um</strong>.<br />

4.Göngu ferðir <strong>um</strong> svæðið með sögulegri<br />

leiðsögn. 5.Sam vinna er lykilorðið.<br />

• Menning,saga náttúra, mannlíf við ystu endimörk<br />

Evrópu. Við gef<strong>um</strong> þér innsýn í lífsbaráttu<br />

íbúa við ysta haf, sjávarútvegur, menning íbúa,<br />

veðrið, sérstaða í mat<br />

• 1. Myrkur og næturferðir, ekki bara norðurljós.<br />

2. Menningar og listaferðir, t.d. tónlist ofl. 3.<br />

104 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

Þjóðsögutengdar ferðir á degi og kvöldi 4.<br />

Jóla og aðventutúrismi, sem er RAUNHÆFUR<br />

5. Árstíðabundin tenging, t.d. við hefðbundið<br />

daga tal, þorra, góu o.s.frv.<br />

• Bjóða upp á blöndu af sérhæfðri fræðslu og<br />

afþreyingu í einskonar pakka, höfða þar sérstakleg<br />

til vinkvennahópa, kvenna í fjölskyld<strong>um</strong> eða<br />

samstarfskvenna af ýmsu tagi. Fræðslan gæti<br />

verið tengd list<strong>um</strong>, handverki, áhugamál<strong>um</strong><br />

ýmiskonar. Hér er t.d. kona sem er sérfræðingur<br />

í vefnaði og gæti leiðbeint. Mjög margir textíllistamenn<br />

<strong>um</strong> allan heima kunna að vefa að<br />

ákveðnu marki en hafa ekki aðstöðu eða mikla<br />

færni. Næga samt til að geta hannað verk, sýnt<br />

og selt en vantar meiri þjálfun og leiðsögn í<br />

handverkinu sjálfu. Îslenskar konur eru að fara<br />

t.d. til Bandaríkjanna og Danmerkur í 2-4 vikur<br />

á handavinnuskóla, bútasa<strong>um</strong>, útsa<strong>um</strong>. Panta<br />

þetta jafnvel í stórafmælisgjöf. Við get<strong>um</strong> alveg<br />

eins tekið á móti svona hóp<strong>um</strong> eða einstakling<strong>um</strong>.<br />

Matreiðsla er annað af sama toga. Þetta<br />

er að gerast í hestamennskunni og gæti verið<br />

á miklu fleiri svið<strong>um</strong>. Svona gæti verið í nærri<br />

hvaða handverki og list<strong>um</strong> sem er. Hugsanlega<br />

hægt að tengja íslensku, sagnalist, sögu eða náttúrufræði.<br />

Fuglaskoðun að vori er líka eitt hvað<br />

sem mætti efla á mörg<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong> landsins,<br />

m.a. hér á Vestulandi. Slow ferðamennska gæti<br />

líka verið utan annatíma. Þá þarf að búa til fleiri<br />

kort með gönguleið<strong>um</strong> og hjólaleið<strong>um</strong>. Ganga<br />

meðfram strönd<strong>um</strong> landsins mætti líka bjóða<br />

skipulega upp á. Til mótvægis við hálendið.<br />

Ganga meðfram strönd<strong>um</strong> landsins bíður upp<br />

á mikla kyrrð og tengsl við náttúruöflin í sjón<strong>um</strong><br />

og landinu<br />

• Nýta tækifærin betur og þróa árstíðabundna<br />

ferða þjónustu Gönguskíðaferðir milli skála<br />

og trúss. Snjóþrúgugöngur ásamt fleiru. Útbúa<br />

pakka: Nokkrir aðilar saman sem bjóða<br />

uppá ólíka upplifun (þetta hefur oft verið gert<br />

en aldrei framkvæmt). Búa til vetrarferðir sem<br />

henta Íslending<strong>um</strong> og fjölskyld<strong>um</strong> - fjallgöngur<br />

að vetri með tilheyrandi búnaði og heit<strong>um</strong><br />

laug<strong>um</strong>, góð<strong>um</strong> mat og fleiru. Möguleikarnir<br />

eru ótelj andi en þar sem s<strong>um</strong>arið tekur yfirleitt<br />

mikinn toll af fólki í ferðaþjónustu er veturinn oft<br />

notaður til að komast af bæ og hlaða batteríin.<br />

Gott að geta stjórnað tíman<strong>um</strong> eftir föst<strong>um</strong> dagsetning<strong>um</strong><br />

hópa að vetrarlagi. Höf<strong>um</strong> til dæmis<br />

ekki sóst eftir að fara á fullt í vetrarferðaþjónustu<br />

sök <strong>um</strong> þess<br />

• Menningartengdar ferðir - listagallerí og listamaður<br />

á veitingastaðn<strong>um</strong>. Norðurljósaferðir<br />

- veitingastaður þar sem engin bæjarljós eru.<br />

Ráðstefnuhald - stutt frá Reykjavík og engin<br />

utanaðkomandi truflun<br />

• Styttri eða lengri skólabúðir það sem farið er<br />

<strong>um</strong> svæðið og það kynnt í leik og starfi, jarðfræði,<br />

saga, menning, fuglar, fjara, stjörnuskoðun<br />

fræðsluratleikur <strong>um</strong> svæðið. Merkja<br />

upp áhugaverða staði og útbúa kort sem vísar<br />

á þá. Halda betur á lofti skipulega menn ingu<br />

og sögu í ferðaþjónustu. Nýta bet ur náttúruna<br />

og landslag til að skapa svæðinu sérstöðu eða<br />

ímynd<br />

• 1. Sögutengd ferðaþjónust 2. Náttúruböð<br />

• Fá erlenda ferðamenn, sögutengt, norðurljósin,<br />

árs tíðirnar<br />

• Menning kyrrð vetrar upplifun<br />

• Menning. Menningarhúsið Hof. Gaman að<br />

skoða náttúruna í vetrarham<br />

• Helsta tækifærið gæti verið fólgið í að nýta það<br />

sem veturinn hefur upp á að bjóða, það þarf<br />

eingöngu að ákveða hvað það er<br />

• Hér eru greiðar samgöngur og nóg að sjá.<br />

Norðurljósin heilla og Ísland í vetrarbúningi<br />

almennt. Svörtu strendurnar og þær náttúruperlur<br />

sem eru hér næst, Dyrhólaey og Reynisdrangar<br />

eru jafn falleg s<strong>um</strong>ar og vetur og í raun<br />

stórbrotnari á veturna<br />

• Íslensk náttúra - náttúruskoðun - myrkrið -<br />

• Jarðfræði, Jöklar, Eldfjöll, norðurljós. Slæmt veður<br />

• Kyrrðin, myrkrið, náttúran, upplifun á íslensk<strong>um</strong><br />

vetri, haust og vorverk í sveit<strong>um</strong><br />

• Fjallaferðir. Jöklaferðir. Norðurljósin. Fuglaskoðun.<br />

Veiði.<br />

Ísland allt árið | 105


Viðaukar<br />

• Fjallaferðir, skíðaferðir, útivist í bland við fjölbreytta<br />

menningu<br />

• Friður og ró. Fámenni. Norðurljós. Snjór<br />

• Fuglar, göngu- og hjólaferðir, fjallaferðir<br />

• Fuglaskoðun í maí, fjölskylduferðir í vetrarfrí<strong>um</strong>,<br />

námskeið, ráðstefnur og fundir (þurfa traustar<br />

samgöngur), slökun<br />

• Fuglaskoðun og veiðiskapur. Skammdegi.<br />

Norður ljós. Fossar í klakabönd<strong>um</strong>. Dettifoss og<br />

Goðafoss. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr<strong>um</strong> í<br />

vetrar búningi. Vetrarfegurð í Mývatnssveit<br />

• Fuglaskoðun. Veiði. Bátaferðir. Meiri afþreying.<br />

Fleiri barir<br />

• Góð aðstaða til gistingar, fræðslu og afþreyingar.<br />

Jarðfræði landsins er jafn gild s<strong>um</strong>ar sem vetur<br />

• Gönguferðir, hestaferðir, norðurljós<br />

• Gönguferðir, norðurljósa skoðun stutt í jökla<br />

• Göngur, skíði, labbitúra<br />

• Hætta að líta á veðurfarið sem ógnun heldur<br />

sem tækifæri. Matarmenning svæðisins. Náttúran<br />

allan ársins hring. Baðmenning afslöppun.<br />

Fuglaparadís<br />

• Hálendisferðir á super-jepp<strong>um</strong>. Norðurljós.<br />

Vetrar ferðir t.d. á fjórhjól<strong>um</strong>, fá fleiri hópa og<br />

selja veitingar<br />

• Haust og vetrartungli í Skagafirði helgar pakki<br />

• Myrkrið. Norðurljós<br />

• Náttúrufegurð. Draugar og huldufólk<br />

• Náttúruskoðun er raunhæf hvar sem er á landinu,<br />

fuglaskoðun, norðurljós, menningarviðburðir,<br />

þorra- og góublót, kúttmagaveislur, s<strong>um</strong>argleði<br />

og allt er landið á sín<strong>um</strong> stað o.fl.o.fl. Hótel og<br />

ferðaskrifstofur í Reykjavík þurfa að byggja upp<br />

samstarf við aðila út <strong>um</strong> land sem tækju á móti<br />

og þjónuðu ferðafólki. Ferðaskrifstofur þurfa að<br />

hætta láta fólk þrælast sem lengstar leiðir í bílaleigubíl<strong>um</strong><br />

eða rút<strong>um</strong>. Það sést svo lítill hluti af<br />

Íslandi út <strong>um</strong> bílglugga<br />

• Norðurljós. Fuglaskoðun. Falleg náttúra ekki síðri<br />

en á s<strong>um</strong>rin<br />

• Norðurljós. Vetrarferðir. Skíði. Snjósleðar. Ráðstefnur<br />

• Norðurljós, snjór, vetur, kuldi, myrkur, dýralíf, sjór,<br />

fámenni, kyrrð<br />

• Norðurljós, þögn, brim, dýr náttúran, íslenskt<br />

veðurfar<br />

• Norðurljósaleit á sjó verður hafin veturinn 2011-<br />

2012<br />

• Norðurljósin. Heilsa og ferðaþjónusta. Kyrrð jólin<br />

• Norðurljósin, vetrarkyrðina, námskeiðahald og<br />

minni ráðstefnur/fundi, t.d. jólavikur / mm.<br />

• Norðurljós-Jöklar-Heitt vatn - hreindýr -selir<br />

• Sjávartengd ferðaþjónusta<br />

• Skipuleggja ferðir með öflug<strong>um</strong> bílaleigbíl<strong>um</strong><br />

Kyrrðarferðir. Veður og náttúruaflaferðir<br />

• Snjór á svæðinu<br />

• Vatnajökulsþjóðagarður. Kverkfjöll, íshellir og<br />

íshellir í Eyjabakkajökli. Veiði bæði skot og<br />

fiskveiði t.d í gegn<strong>um</strong> ís<br />

• Vetrarferðamennsku, jólaferðir, árshátíðir, skólaferðir,<br />

ráðstefnur oþh<br />

• Lækkun á flugfargjöld<strong>um</strong>, markaðssetja vetrarferðir,<br />

auka aðdráttarafl að heils<strong>um</strong>eðferð<strong>um</strong> og<br />

sundlaug<strong>um</strong> hér<br />

• Efling heilsutengdrar ferðaþjónustu, hvataferðir<br />

f. hópa og fl.<br />

• Heilsuferðir, skotveiðiferðir, berjaferðir. Vinna með<br />

samtök<strong>um</strong> eins og samhjálp (Starfsþjálfun fyrir<br />

unglinga eftir meðferð) vetrarsport námskeið<br />

• Heilsutengd ferðaþjónusta. Ráðstefnur, Miðbærinn<br />

(djamm)<br />

• Heilsutengda ferðaþjónustu<br />

• Heilsutengda ferðaþjónustu. Fuglaáhugafólk að<br />

vori. Útivist<br />

• Sérhæfa sig í þjónustu fyrir sérstök áhugamál<br />

fólks og hópa. Matargerð, prjónaskapur, skotferð<br />

ir, heilsuferðir, fjölskylduferðir<br />

• Samræmd markaðsetning á svæðinu utan háannar.<br />

Búa fleiri pakka í sölu<strong>um</strong>búðir<br />

• Samstarf ferðaþjónustuaðila, markaðssetning,<br />

meira fjármagn, áhugi og geta<br />

• Samstarf innan svæðis. Samstarf á milli svæða.<br />

Fleiri fyrirtæki almennt, fleiri íbúar á svæðinu<br />

• Setja saman ferðir með nokkr<strong>um</strong> aðil<strong>um</strong> á svæð inu,<br />

markaðssetja erlendis. Efla heimasíður fyrirtækja<br />

• Sprotaferðir skólaferðir markaðsetning samvinnna<br />

fyrirtækja<br />

106 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Tengja saman aðila sem eru að vinna á ólík<strong>um</strong><br />

vettvangi, t.d. gistiþjónustu, matsölustaði,<br />

menn ingarfrömuði eða útivistaraðila og búa<br />

til ný tækifæri sem eru í ein<strong>um</strong> pakka. Skapa<br />

nýtt aðdráttarafl, - getur verið menningartengt,<br />

úti vist, skapandi þættir, áhættuupplifun<br />

og fleira og fleira. Kynna miklu betur ferðatíma<br />

inn á svæðið. Margir hafa rangar hugmyndir<br />

<strong>um</strong> hann. Vinna að leyfi fyrir millilandaflug á<br />

svæðinu. Kjósa ambassador svæðisins á hverju<br />

ári. Fá einhvern þekkt an einstakling til að taka að<br />

sér það hlutverk með það að markmiði að koma<br />

svæðinu að í allri <strong>um</strong>ræðu. Ráða einstakling sem<br />

kemur því til leiðar að fjölmiðlar fjalli <strong>um</strong> viðburði<br />

og annað það sem getur verið aðdráttarafl<br />

• Markaðsetja betur<br />

• Markaðsetning, markaðsetning, markaðsetning<br />

markaðsetning. Þeir fiska sem róa<br />

• Markaðskönnun erlendis. Markvisst markaðsátak.<br />

Fá ferðaaðila í Reykjavík til að mæla með<br />

svæð inu við gesti í stað þess að einblína bara á<br />

þessi venjulegu ferðamanna staði<br />

• Markaðssetning á afþeyingu sem ekki útheimtir<br />

mannvirkjagerð. Markaðssetning á fegurð<br />

vetrar tímans. Markaðssetning á menningu vorri.<br />

Markaðssetning á náttúru í vetrarham / jarðfræði.<br />

Markaðssetning á heilsutengdri þjónustu<br />

hverskonar<br />

• Markaðssetning. Auglýsingar. Nýsköpun í ferðaþjónustu.<br />

Fjölbreytni<br />

• Öflugri markaðssetningu en fjármagn skortir<br />

• Skynsamari markaðssetningu en nú er þar sem<br />

leitað verður til erlendra markaðsfyrirtækja sem<br />

sjá landið betur með aug<strong>um</strong> útlendinga og hafa<br />

meiri reynslu og þekkingu á markaðsetningu erlendis<br />

heldur en við. Reyna að finna einn hrein -<br />

an tón sem rammar inn veturinn á Íslandi og<br />

við öll í ferðaþjónustunni vinn<strong>um</strong> eftir því...also<br />

hvað stendur Ísland fyrst og fremst fyrir. Reyna<br />

að nota þá peninga og helst auka þá sem ríkið<br />

legg ur til og hætta að betla krónu á móti krónu<br />

frá ferða þjónustu aðil<strong>um</strong> hér. Miklu nær að reyna<br />

að nota þjónustu þeirra frítt í gerð auglýsinga<br />

og hugmynda að slíku en biðja <strong>um</strong> beinharða<br />

peninga sem flestir eiga ekki í þess<strong>um</strong> brannsa<br />

• Vera skemmtilegur á facebook, segja frá tónleik<strong>um</strong><br />

og viðburð<strong>um</strong><br />

• Auglýsa meira<br />

• Auglýsa meiri/betur. Gestir eru ánægðir og segja<br />

frá. Auglýsa meiri/betur. Gestir eru ánægðir og<br />

segja frá. Auglýsa meiri/betur<br />

• Auka markaðs- og kynningarstarf félagsins og<br />

víkka starfssvið þess<br />

• Aukinn markaðssetningarþunga. Kynna jákvæðu<br />

atriðin við veturinn. Hlýtt, snjólétt, fallegt,<br />

lang ir skuggar, heitar laugar, heitar sundlaug ar,<br />

sólin, jöklarnir og snjórinn, hverir og hellar sem<br />

eru eins alla daga ársins<br />

• Auglýsingar, markaðsetning<br />

• Auglýsa meira. Fá fyrirtæki í ferðaþjónstu til að<br />

vinna meira saman<br />

• Betri markaðssetningu<br />

• Efla markaðssetningu landsbyggðarinnar utan<br />

háannar. Það eru nefnilega til fleiri áhugaverðir<br />

staðir en Gullfoss/Geysir og Bláa Lónið<br />

• Ísland er fallegur og spennandi áfangastaður allt<br />

árið. Það þarf bara að kynna það á markaðsforsend<strong>um</strong><br />

ekki því sem okkur sjálf<strong>um</strong> finnst <strong>um</strong><br />

landið<br />

• Kynna það sem er í boði betur<br />

• Matur og menning. Vetrarferðaþjónusta. Samvinna<br />

• Með meiri samvinnu af ýmsu tagi milli þjónustuaðila<br />

og ferðasamtaka<br />

• Meira samstarf á milli ferðaþjónustuaðila við<br />

að halda utan <strong>um</strong> gæði þjónustu sem veitt er<br />

á landinu. Meiri samvinnu í markaðssettningu<br />

erlendis á landinu sjálfu<br />

• Meira samstarf milli aðila á svæðinu samstilla<br />

opnunartíma t.d. veitingastaðir gætu skipts á að<br />

hafa opið, útbúa afþreyingarpakka meiri kynning<br />

• Meiri samvinnu aðila í greininni. Betri samgöngur<br />

• Meiri samvinnu milli aðila innan ferðaþjónustunnar<br />

<strong>um</strong> markaðssetningu á vetrarferðamennsku<br />

Ísland allt árið | 107


Viðaukar<br />

• Náttúran. Menningin. Samvinna ferðaþjóna -<br />

búa til spennandi pakka t.d. fyrir árshátíðir<br />

• Samstaða heimamanna. Meiri auglýsingar.<br />

Vanda meira gistiaðstöðu og stjörnuflokka eftir<br />

gæð<strong>um</strong>. Snyrtimennska í <strong>um</strong>hverfi aukin<br />

• Samvinna f.aðila<br />

• Samvinna ýmissa ferðaþjónustuaðila á landssvæðinu<br />

í að búa til heildarpakka þar sem ferðir,<br />

gistin, afþreyting og fleira vinna saman<br />

• Samvinnu ferðaþjónustu á svæðinu<br />

• Bæta .þekkingu inncoming ferðaskrifstofa á Höfuðborgarsvæðinu<br />

nota Egilsstaðaflugvöll í millilandaflug<br />

opinberar stofnanir muni eftir svæðinu frá Mývatni<br />

að Jökulsárlóni í kynn ing<strong>um</strong> sín<strong>um</strong><br />

• Meira samstarf<br />

• Skipulagðar hópferðir vegna íslenska hestsins.<br />

Matarferðamennska. Vellíðan og slökun<br />

Náttúru upplifun og norðurljós<br />

• Hagstætt að versla merkjavöru. Mikið menningar<br />

líf. Ráðstefnnuhald. Ýmsar hvataferðir fyrir erlend<br />

fyrirtæki. Fegra Reykjavíkurborg<br />

• 1.Camino de Santiago de Compostela, spánska<br />

leið er til á Íslandi. Ég virðist einn vita <strong>um</strong> það<br />

og aðferðir til að stunda slikar ferðir. Fólk sem fer<br />

slikar leiðir, breyta lífstill eftir heimkomu. Jafnvel<br />

skipta <strong>um</strong> vinnu eða hjónabandið strykst ofl. 2.<br />

Skipulagningur fyrir homo, og lesbiskar. 3 Ferðir<br />

eldri borgarar<br />

• Hvataferðir, fyrirtækjaferðir, skólahópar, eldri<br />

borgarar, kúbbaferðir<br />

• Meira og betra framboð af matsölustöð<strong>um</strong> og<br />

veiting<strong>um</strong> Gististaðir almennt opnari. Ekki miða<br />

allt út frá höfuðborgarsvæðinu<br />

• Menningarferðir. Ráðstefnuferðir. Hvataferðir.<br />

Vetrar ævintýraferðir<br />

• Nema og vinnuhópar<br />

• Veiðitengda ferðaþjónustu<br />

• Sögutengda ferðaþjónustu. Að dvelja í sveitinni<br />

í ró og næði að efla gönguleiðir i nágrenninu svo<br />

gestir hafi nóg við að vera að hafa sælkera kvöld<br />

með mat úr sveitinni og gistingu. Við höf<strong>um</strong> nú<br />

þegar skipulagt gönguferðir á milli ferðaþjónustubæja.<br />

Einnig réttarferðir.<br />

• Sögu-tengdargönguferðir. Lífsleiknidaga. Eldriborgaradaga.<br />

Hvítflibbafangelsi. Meðferðarúrræði<br />

• Menningartengdar/viðburðatengdar ferðir<br />

• Fjölga menningarviðburð<strong>um</strong>. Fjölga málþing<strong>um</strong>/ráð<br />

stefn<strong>um</strong><br />

• Meiri áherslu á fundi og ráðstefnur með tilkomu<br />

Hörpu<br />

• Við för<strong>um</strong> þangað sem fólk vill fara sé það gerlegt<br />

án svæðisskiptingar. Hindranir eru helstar<br />

þær að engin þjónusta er opinn yfir veturinn<br />

• Fjöl fjöl margt. Ráðgjafafyrirtæki eins og okkar<br />

gæti komið með skýrslu og margar hugmyndir<br />

<strong>um</strong> slíkt. NETIÐ markaðs- og rekstrarráðgjöf. Sem<br />

sagt fá meira af sérfræðing<strong>um</strong>, fagmönn <strong>um</strong> í slík<br />

verk í stað nefnda þar sem oftast er sama fólkið.<br />

Margar spurningar hér að neðan í þessari könnun<br />

snúa að þessu, könnunin er löng ég mun<br />

ekki svara þeim spurning<strong>um</strong> sök<strong>um</strong> tíma og í<br />

raun væri <strong>um</strong> að ræða ráðgjöf.<br />

• Allir þjónustuaðilar í ferðageiran<strong>um</strong> með opið<br />

• Hvíldar- og friðardvalir. Bókmennta- og menningardvalir.<br />

Dvalir til að komast í tensl við landbúnað<br />

og dýr<br />

• Lengja opnunartíma upplýsngamiðstöva<br />

lengja opnun veitingastaða sundstaða verslana<br />

o.s.frv.<br />

• Lengri opnunartíma hjá fleiri ferðaþjónustuaðil<strong>um</strong><br />

• Lengri opnunartími hjá fyrirtækj<strong>um</strong> í verslun og<br />

þjónustu<br />

• Opnunartímar safna, gististaðar, sundlaugar<br />

16. Hvaðar hindranir sérðu helstar, sem gætu<br />

komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á þínu<br />

svæði utan háannar? Nefnið allt að 5 atriði.<br />

Svör:<br />

• Vantar aðstöðu. Vantar klósettaðstöðu. Vegurinn<br />

lokaður. Leyfi til aðgerða<br />

• 1.Fjár vegna markaðsetningu. 2. Vond veður<br />

3. Ferðamennir eru ekki með mikið s<strong>um</strong>arfrí á<br />

haustin og veturna<br />

• Sérfyrirgreiðslur fyrir útvalda. Vöntun á gæðaút-<br />

108 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

tekt þjónustuaðila tengd<strong>um</strong> greininni. Dæmi:<br />

Gistiing. Lélegar merkingar á áhugaverð<strong>um</strong><br />

svæð<strong>um</strong> svo og aðstöður. Ónógar upplýsingar<br />

til ferðalanga svo sem neyðarupplýsingar og<br />

leyfis- og lokunarupplýsingar. Lélegar eða engar<br />

merkingar á fótgönguleið<strong>um</strong> margskonar<br />

• Verkföll, náttúruhamfarir, aukin samkeppni<br />

• 1. Hækkandi verðlag 2. Verkföll 3. Eldgos og náttúruhamfarir<br />

4. Skrautlegar aðgerðir stjórnvalda<br />

• Íslenska krónan. Hvalveiðar<br />

• Verkföll, íslenska krónan, stjórnleysi<br />

• Vegurinn færður frá Blönduósi. Samstöðuleysi<br />

inn an ferðaþjónustunnar<br />

• Þarf að stækka hjá mér, en þess utan vantar<br />

kynn ingu á svæðinu í kring<br />

• Staðsetning setur skorður<br />

• Stóriðja<br />

• Vegalengd frá Reykjavík<br />

• Það þyrfti að hafa þetta á lág<strong>um</strong> verð<strong>um</strong>. Erfitt<br />

að fá starfsfólk. Veðurfar getur verið misjafnt. Það<br />

gæti komið eldgos. Það er takmarkaður hópur<br />

fólks sem ferðast á veturnar<br />

• Góð hótel (eða „mótel”). Veitingahús sem er<br />

opið allt árið. Veður getur verið slæmt, og svo<br />

þjóðvegin<strong>um</strong> til Vopnafjarðar er ekki haldið opið<br />

nema mán.-föst.<br />

• Slæmt veðurfar. Lítið af ferðamönn<strong>um</strong><br />

• Ekki nógur markaður. Of fáir ferðamenn hér.<br />

Fjármagn ekki á lausu. Sveitarfélagið þarf að<br />

taka meiri þátt<br />

• Mannfæð - annríki, allir að gera allt. Fjármögnun,<br />

samræming og samþætting - skipulag<br />

• Ef aðsókn er of lítil<br />

• Ferðamenn eru ekki á þessu svæði<br />

• Of fáir ferðamenn, lokun safna og setra, styttri<br />

opnunartími þjónustufyrirtækja<br />

• Okkur vanntar fleiri ferðamenn og fjölbreittari afþreyingu<br />

• Skortur á starfsfólki, skortur á gest<strong>um</strong>, skortur á<br />

annarri þjónustu og afþreyingu, lág verð<br />

• Fjármagnskortur rysjót, veðurfar, ótryggar samgöngur,<br />

mannekla<br />

• Ofærð á vetr<strong>um</strong>. Tíðarfar mjög misjafnt. Vegir oft<br />

ófærir<br />

• Veður - færð á veg<strong>um</strong><br />

• Veður og samgöngur<br />

• Veður, færð<br />

• Veðurfar slæmt vegasamband<br />

• Vegakerfi, veður, myrkur<br />

• Vond veður, ófærð, aska<br />

• 1. Stjórnvöld 2. Einokun stórfyrirtækja 3. Gjald eyrishöft<br />

4. Samgöngur 5. Ósamstíga ferðaþjónusta<br />

• Óbreytt ástand í samgöng<strong>um</strong>. Hækkun á olíu.<br />

Ósamstaða í markaðssetningu svæðisins af<br />

hálfu heimamana. Fjárskortur og þolinmæði.<br />

Vilji ferðaþjónustuaðila (nenna ekki meir þegar<br />

s<strong>um</strong> arið er búið)<br />

• Ófærð, samstöðuleysi, skortur á fjármagni<br />

• Samgöngur / fjármagnsleysi / samstarfsleysi<br />

inn an svæðis/<br />

• Áframhaldandi neikvæð þjónusta Vegagerðar<br />

og rangar uppl. <strong>um</strong> færð. Að ferðaþjónar reyni<br />

ekki að lengja tímabilið. Aframhaldandi lítill<br />

sem enginn stuðningur/hvatning sveitarfélaga.<br />

Vönt un á þolinmóðu fjármagni. Að ekki verði<br />

mótuð stefna og framtíðarplön. Að ekki fleiri vilji<br />

koma að nýrri ferðaþjónustu á svæðinu<br />

• Vegasamgöngur. Skortur á fjármagni. Lítill (raunverulegur)<br />

áhugi sveitastjórna á uppbyggingu.<br />

Of lítill áhugi of margra sem eru í ferðaþjónustu.<br />

Áhugi í orði en ekki á borði<br />

• Fjármagnsskortur. Ótraustar samgöngur -<br />

Ósveigjan leg þjónusta Vegagerðar. Mannfæð,<br />

erfitt að fá fólk í íhlaupavinnu sem er nauðsynlegt<br />

á meðan að á uppbyggingu stendur.<br />

Hræðsla þéttbýlisbúa við hugsanlegt óöryggi<br />

utan götuljósa<br />

• Opnun vega. Fjármagn til uppbyggingar og<br />

þróunarstarfs ekki á lausu<br />

• Peningar og samgöngur<br />

• Stjórnarfar, vega-verðlag-veðurfar<br />

• Internetið eins dýrt og raun ber vitni, ómögulegt<br />

að hleypa öðr<strong>um</strong> inn á það. Slæmt viðhald vegarins<br />

• Óvissa með samgöngur, há flugfargjöld<br />

• Skortur á samgöngu möguleik<strong>um</strong> til svæðisins.<br />

Það vantar að fjölga flugi og rútuferð<strong>um</strong><br />

Ísland allt árið | 109


Viðaukar<br />

• Lélegar samgöngur litlar og ómarkvissar auglýsingar<br />

til erlendis. Vantar heildarstefnu fyrir<br />

svæðið. Lítil og ómarkviss aðstoð stjórnvalda.<br />

Fordómar höfuðborgarbúa og fjölmiðla gagnvart<br />

lands byggðinni<br />

• Samgöngur og ef ekki er samvinna milli aðila<br />

• Samgöngur og léleg markaðssetning, einnig<br />

vantar samstöðu í ferðaþjónustuna svo hægt sé<br />

að bjóða upp á gistingu, veitingar og afþreyingu<br />

- allan pakkann á þess<strong>um</strong> tíma<br />

• 1. Samgöngur/samgönguleysi 2. Trú heimamanna<br />

á verkefninu 3. Trú ferðamálayfirvalda á<br />

verkefninu<br />

• Kostnaður, slæmar samgöngur á hringvegi fyrir<br />

ferðamenn, ósamstíga ferðaþjónustuaðilar á<br />

svæðinu<br />

• Ófærð. Kostnaður við gistiaðstöðu<br />

• Samgöngur og kostnaður innanlandsflutninga<br />

• Samgöngur, kostnaðarhækkanir, opinber stjórnsýsla,<br />

áhugaleysi opinberra aðila, gullgrafarar<br />

• Of mörg fyrirtæki loka yfir vetrartímann, þar á<br />

meðal veitingaþjónusta. Samgöngur ekki nógu<br />

góðar og þjónusta á veg<strong>um</strong>, moka þarf alla<br />

daga vikunnar. Vegir hingað eru ekki opnaðar á<br />

laugardög<strong>um</strong>, sem er oft mjög erfitt gagnvart<br />

ferðafólki. Markaðssetningu á landsvísu er nær<br />

eingöngu hugsuð út frá höfuðborgarsvæðinu<br />

utan háannar<br />

• Slæmar samgöngur vantat kynningu vantar<br />

afþreyingu<br />

• Áætlanna ferðir með rúr<strong>um</strong> eru strjálar<br />

• Að ekki verði farið í að bæta samgöngur<br />

• Engar hindranir eru þess eðlis að ekki verði<br />

komist yfir þær. Þetta er vinna og aftur vinna,<br />

áskoranir og viðfangsefni. Að sjálfsögðu eru<br />

ávallt einhverjar ógnanir til staðar. Og s<strong>um</strong><br />

viðfangsefnin ekki á færi okkar heimaaðila<br />

eingöngu að leysa. Samgöngur á lofti og landi<br />

eru þar einn þáttur<br />

• Erfið aðkoma (jökulár). Húsnæði ekki hentugt<br />

fyrir vetrarkulda<br />

• Lélegar samgöngur. Samgöngur eru hræðilegar<br />

allt árið <strong>um</strong> kring en utan háannar eru þær<br />

sérstaklega slæmar. Í dag er nánast útilokað fyrir<br />

einstakling sem ekki er á bíl að ferðast á okkar<br />

svæði á háannatíma og hvernig ætti það þá að<br />

ganga utan þess tíma?<br />

• Lélegar samgöngur. Lélegir vegir. Lélegar upplýsingar<br />

<strong>um</strong> það sama. Lokað fyrir mat. Lokað<br />

fyrir gistingu. Engin lágmarks grunnþjónusta.<br />

Mat ur , W.C og fl.<br />

• Lélegt vegakerfi<br />

• Ófærir vegir, vond veður á vetr<strong>um</strong>, lítið hægt að<br />

skoða<br />

• Ótryggar samgöngur á haustin og veturna.<br />

Lélegt vegakerfi á sunnanverð<strong>um</strong> Vestfjörð<strong>um</strong><br />

• Samgönguerfiðleikar<br />

• Samgöngur, engin þjónusta til staðra hvorki við<br />

fólk sem býr á svæðinu og þá alls ekki ferðamenn<br />

• Samgöngurnar<br />

• Slæmir vegir<br />

• Tafir á vegaframkvæmd<strong>um</strong>. Niðurskurður í<br />

vetrar þjónustu á veg<strong>um</strong>. Hugsanlega afturför í<br />

flugsamgöng<strong>um</strong><br />

• Það koma fáir á veturnar vegna Herjólfs og þá er<br />

of dýrt að reka gistingu<br />

• Vegagerðin<br />

• Vegamokstur<br />

• Vondir vegir og afleit þjónusta Vegagerðarinnar,<br />

annað sé ég ekki sem gæti komið í veg fyrir uppbyggingu<br />

• 1. Veðurfar og snjólög 2. Hræðsla við að ferðast<br />

vegna eldgosa á Íslandi 3. Skattlagning yfirvalda<br />

á ferðaþjónustufyrirtæki 4. Samkeppni<br />

við fyrirtæki á Reykjanesskagan<strong>um</strong> sem liggja<br />

nálægt Keflavíkurflugvelli.<br />

• Ferðaskrifstofur að sunnan eru litið að auglýsa<br />

norðurland á veturnar. Veðrið er óútreiknalegt<br />

• Peningaleysi, snjóleysi, dagsbirtuleysi, hugmynda<br />

leysi og tímaleysi<br />

• Húsakynni, fjárskortur, áhugi, vetrarveður og<br />

ímynd<br />

• Hátt flugfargjald. Myrkur á vetrarmánuð<strong>um</strong> og<br />

dagarnir stuttir, Ekki nógu öflugar markaðssetningar<br />

110 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Hækkandi eldsneytisverð. Veðurfar<br />

• Lokun fyrirtækja. Veður. Fáir viðburðir í gangi.<br />

Dýr rekstur. Peningaleysi fólks og lítill frítími fólks<br />

• Veðurfar, lágt þjónustustig, fólksfæð, dýrt að<br />

kom ast, langt að fara frá alþjóðaflugvelli<br />

• Veður, myrkur, stemminguna í samfélaginu, fáir<br />

dreyfast á stórt svæði, fyrirtækin þurfa að þjappa<br />

sér betur saman<br />

• Veður. Aðfög og flutningkostnaður<br />

• 1. Birtuskilyrð, sennilega yrði erfitt að selja almenningi<br />

ferðir þegar það er dimmt meirihluta<br />

dagsins<br />

• Fátt - veður hefur þó alltaf einhver áhrif - getur<br />

brugðið til beggja vona í hálendisferð<strong>um</strong> á jökli,<br />

en menn eru nú vanir að hafa plan B og C svo<br />

ferðamenn fái sitt út úr ferðinni þrátt fyrir leiðinlegt<br />

veður. Annars er fyrirstaðan lítil<br />

• Hindranir á að markaðsetja Ísland utan s<strong>um</strong> armánuðanna<br />

er afleit ímynd Íslands að vetri erlendis.<br />

Og ekki að ástæðulausu. Hér er dimmt,<br />

kalt, blautt og vindasamt. Ísland er ekki aðlaðandi<br />

áfangastaður fyrir almenna ferðamenn yfir<br />

vetrartímann. Enn og aftur, það þarf að gera<br />

greinarmun á vori, hausti og síðan vetri við<br />

markaðssetninguna<br />

• Óblíð verðrátta. Ókunnugleiki að keyra við vetrar<br />

aðstæður. Ókunnugleiki ferðamannsins <strong>um</strong><br />

hvernig Ísland er á veturna. Afþreyingin sem er í<br />

boði er fábreytt. Ekki nein vetrarvara í boði<br />

• Of hlýir vetur<br />

• Ótryggt veður á veturna, sem felst helst í því að<br />

oft er ekki nægur snjór þegar gera á út á vetrarsport<br />

• Slæmt ferðaverður á þjóðvegin<strong>um</strong>. Lítið af gistingu<br />

í boði <strong>um</strong> jól/áramót<br />

• Slæmur vetur<br />

• Veðrið<br />

• Veðurfar<br />

• Peningaskort. Skilningsleysi. Landsbyggðin lát in<br />

sitja á hakan<strong>um</strong>. Sogast allt á suðursvæðið. Samstaða<br />

innan þeirra sem eru í ferðaþjónustu<br />

• Skortur á samstöðu fyrirtækja á svæðinu.<br />

Ægivald höfuðborgarsvæðisins varðandi móttöku<br />

ferðamanna. Erfitt aðgegni að pening<strong>um</strong>.<br />

Aðeins flogið til Keflavíkur<br />

• Öll<strong>um</strong> ferðamönn<strong>um</strong> haldið í borginni utan<br />

háannatíma af markaðsráðandi fyrirtækj<strong>um</strong>.<br />

Sveitar félag gerir ekkert á svæðinu. Viðhald, götur.<br />

Ólögleg veitingastarfsemi í húsnæði Ríkisins<br />

og sveitarfélags. Eftirlitsaðilar gera ekkert í að<br />

stoppa ólöglega starfsemi í veitingageiran<strong>um</strong><br />

• Einokun í millilandaflugi. Lélegt styrkjakerfi til<br />

nýsköpunar. Lítil samvinna í greininni<br />

• Framboð og þjónusta er ekki vandamál - við<br />

finn<strong>um</strong> aftur og aftur að við töp<strong>um</strong> verkefn<strong>um</strong><br />

of oft til annarra landa<br />

• Icelandair er farið að haga sér eins og þegar þeir<br />

áttu Kynnisferðir, hótelin osfr. - þ.e. - selja ferðamönn<strong>um</strong><br />

ekki bara flug heldur allann pakkann.<br />

Dæmi: fyrir $100 gátu túrhestar fengið 3<br />

nætur á Loftleið<strong>um</strong> með morgunmat, gullna<br />

hringinn með Kynnisferð<strong>um</strong> og Bláa lónið eða<br />

Norðurljósaferð - það þýðir að túrhestarnir hafa<br />

engan tíma til að fara með öðr<strong>um</strong>, td í dýrari<br />

jeppaferðir. Skýrt dæmi <strong>um</strong> hvernig er verið að<br />

fókusara á fjölda túrhesta frekar en að þeir skili<br />

sem mest<strong>um</strong> tekj<strong>um</strong>. Það segir sig sjálft að þessir<br />

$100 skila eng<strong>um</strong> hagnaði. Jeppaferðir selja<br />

sig á sama verði allt árið - af hverju geta aðrir það<br />

ekki lika? Hótel, bílaleigur ofl selja á háu s<strong>um</strong>arverði<br />

og og OF lágu vetrarverði<br />

• Icelandair hindrar að mestu eðlilega samkeppni<br />

í samstarfi við „sína” ferðaskrifstofu með því að<br />

bjóða „City Break” til Reykjavíkur utan háannar frá<br />

flest<strong>um</strong> sinna áfangastaða á verð<strong>um</strong> sem aðrir<br />

geta ekki keppt við. Þetta er „vol<strong>um</strong>e” varan utan<br />

háannar og því er þetta mjög skaðleg hegðun<br />

fyrir markaðinn<br />

• Opnunartímar afþreyingunnar, offramboð á<br />

gist ingu<br />

• Reykjavík hirðir flesta erlenda gesti utan háönn<br />

• Samkeppnin erfið. Mikið gistirými í Rvk fær<br />

hótelin til að droppa verð<strong>um</strong> niður í ekki neitt.<br />

• Það, hvernig ferðamönn<strong>um</strong> er stýrt með takmörkuðu<br />

framboði ferða út á land yfir vetrartímann<br />

Ísland allt árið | 111


Viðaukar<br />

• Fjármunir til uppbyggingar takmarkaðir. Fyrirtækið<br />

úr alfaraleið - dýrara. Okurfarjöld á flugi<br />

innanlands. Ég er í annarri vinnu utan s<strong>um</strong>artímans<br />

eins og er. Vantar ennþá viðurkenningu<br />

þjóðfélagsins að ferðaþjónustan séraunveruleg<br />

atvinnugein<br />

• Egin vankunnátta í markaðsmál<strong>um</strong>. Áhugaleysi<br />

stjórnenda sveitarfélagsins sem ég bý í.<br />

Peninga leysi<br />

• Fjármagn skilningsleysi yfirvalda. Of nálægt Rvík<br />

• Fjármagnskostnaður. Umhverfis terroristar hjá<br />

ust<br />

• Þægindarammann sem fólk er í. fjármögn un<br />

verkefna. Samvinna eða öllu heldur ekki samvinna.<br />

Kosnaður við ferðalög vestur. Pólitík (bæjarstjórn).<br />

Hamfarir<br />

• 1. Peningaskortur. Vantar í allt. 2. Það að smáir<br />

aðilar fái stuðning við hugmyndir sínar 3. Hjólfarabundin<br />

hjarðhugsun 4. Skortur á samvinnu<br />

5. Raunsæisskortur. Byrja smátt og sígandi lukka<br />

er best<br />

• 1. Ekki nógu mikið samastarf milli þeirra sem<br />

hafa uppá eitthvað að bjóða á þess<strong>um</strong> tíma 2.<br />

Vantar fjármagn<br />

• Peningaleysi. Samskiptaleysi við önnur ferðamálafyrirtæki<br />

• Skort á samstöðu innan svæðis. Óraunhæfar<br />

hug myndir <strong>um</strong> skyndiaukningu. Ferðaþjónustuaðilar<br />

vinni ekki heimavinnuna sína. Þetta klassíska.....skortur<br />

á fjármagni<br />

• Eigið framtaksleysi (og skortur á kynningarfjármagni)<br />

• Fjárskortur og óþolinmæði<br />

• Peningar, þröngsýni<br />

• Peningaskortur. Áhugaleysi eigenda<br />

• Skortur á pening<strong>um</strong> og vilja samstarfaðila<br />

• Þolinmótt fjármagn. Stefn<strong>um</strong>örkun. Áhuga<br />

ráða manna. Ráðaleysi. Hugleysi<br />

• Vantar fjármagn. Fjarlægð frá höfuðborginni, hár<br />

orkukostnaður<br />

• 1.Þarf að setja meira fjármagn í greinina. Það<br />

skilar sér margfalt til baka. 2. Eig<strong>um</strong> að miða á<br />

ferðamenn sem eru fjárhagslega vel stæðir, það<br />

eru takmörk fyrir því hversu marga ferðamenn<br />

landið ber. Ef þeir verða of margir þá hverfur<br />

hluti af sjarman<strong>um</strong>. Ath. margir ferðamenn tala<br />

<strong>um</strong> þetta<br />

• Skortur á fjármagni til markaðssetningar.<br />

Skort ur á samstarfsvilja. Skortur á þekkingu á<br />

markaðsmál<strong>um</strong>. Skortur á tíma ferðaþjónustuaðila<br />

til vöruþróunar og samstarfs<br />

• Skortur á fjármagni. Ómarkviss markaðssetning<br />

• Fjárhagslega erfiðleiki - áhugaleysi, þar sem það<br />

streymir ekki inn peningar strax, maður þarf<br />

að þola að hafa „tóma” daga og ekki daglega<br />

viðskipti<br />

• Fjármagn<br />

• Lítið af pening<strong>um</strong> til hjá Akureyrarbæ<br />

• Skortur á fjármagni til markaðsetningar<br />

• Skortur á fjármun<strong>um</strong> í markaðssetningu<br />

• Skortur á pening<strong>um</strong><br />

• Það er alveg augljóst það vantar peninga<br />

• Vantar fjármagn. Skortur á starfsfólki<br />

• Vantar fleiri fagfjárfesta í ferðaiðnaðinn til uppbyggingar<br />

á stærri verkefn<strong>um</strong>, t.d. nýj<strong>um</strong> hótel<strong>um</strong><br />

• Vantar pening til að byggja upp annað hús.<br />

Lækka leigu<br />

• Vantar peninga til markaðssetningar<br />

• Á vorin hefur lokun Dyrhólaeyjar verið til mikilla<br />

trafala og alveg óskiljanlegt að enn skuli hún<br />

höfð lokuð í nær tvo mánuði ár hvert þegar við<br />

er<strong>um</strong> að reyna að lengja ferðamannatímann.<br />

Væri skiljanlegt ef á bak við væru einhver rök en<br />

svo er ekki, talað er <strong>um</strong> fuglafriðland en það er<br />

bara yfirvarp, ferðamenn trufla ekki varp ið sem<br />

þar er frekar en annars staðar. Það er gatið sem<br />

fólk kemur til að sjá enda verið mikið notað í<br />

kynn ingarstarfsemi. Þess vegna mjög aulalegt<br />

að hafa hengilás rétt við eyna þegar fólk er komið<br />

<strong>um</strong> langan veg að sjá þessa nátt úruperlu. Fólk<br />

fer einnig mikið í önnur störf til að hafa næga<br />

innkomu en vitað mál er að það mun taka nokkurn<br />

tíma að byggja upp vetrar ferðaþjónustuna<br />

svo hún skili nægu til fram færslu. Í Lapplandi (ef<br />

mig minnir rétt) kom ríkið til móts við ferðaþjón-<br />

112 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

ustuaðila að byrja með svo þetta væri hægt.<br />

Ferða þjónusta er mannfrek og henni þarf að<br />

sinna vel. Ferðamenn þurfa að geta farið allan<br />

hringinn og haft örugga gistingu og afþreyingu.<br />

Við vilj<strong>um</strong> ekki að þeir fari heim og segi öll<strong>um</strong> að<br />

á Íslandi sé ekkert að sjá yfir vetrartímann<br />

• Annarri vinnu<br />

• Fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, há flugfargjöld,<br />

hátt verð á olíu og bensíni. Lítill áhugi<br />

og skilningur stjórnvalda á stöðu landsbyggðarinnar<br />

• Fámennið og dreifð þjónusta er vandamál sem<br />

en einnig kostur. Þarf að sækja á aðra mark hópa<br />

sem vilja ekki endilega vera í „ferðamannakraðaki”<br />

heldur meira út af fyrir sig. Fjarlægð frá<br />

höfuðborgarsvæðinu og aðalmillilandaflugvelli<br />

er vandamál, ekki síst vegna þess að hátt eldsneytisverð<br />

og svívirðilega há flugfargjöld innanlands<br />

draga úr lengri ferðalög<strong>um</strong><br />

• Fjarlægð frá Keflavík og stutt dvöl ferða manna<br />

utan Reykjavíkursvæðis. Verðviðkvæmni á mörkuð<strong>um</strong><br />

• Dýr fargjöld. Ekki beinar ferðir héðan til og frá<br />

landinu. Vantar meiri afþreyingu utan háannar<br />

• Hátt bensín- og olíuverð - hækkandi kostnaður<br />

við rútuferðir. Yfirvofandi vegatollar<br />

• Hátt verð á bíl<strong>um</strong> og varahlut<strong>um</strong>, eldsneyti,<br />

gistingu, áfengi og mat. Skattlagning á það sama<br />

• Óstöðugleiki, að geta ekki án óásættanlegrar<br />

áhættu boðið nokkurn hlut með löng<strong>um</strong> fyrirvara<br />

vegna verðhækkanna og skattabreytinga.<br />

• Styrking krónunnar, aukin skattpíning, vöntun á<br />

góð<strong>um</strong> tilboð<strong>um</strong> Icl Air<br />

• Verð á olíu og bensíni. Slæmir vegir. Lakar<br />

almenn ingssamgöngur. Flugferð<strong>um</strong> hefur verið<br />

fækkað. Ofsköttun á öll<strong>um</strong> hlut<strong>um</strong><br />

• Ósamvinnu ferðaþjónustuaðila, allir ætla að<br />

sökkva upp í stóru ausunni og „græða” á því<br />

sama. Skammsýni eða skeytingarleysi ráðamanna<br />

gagnvart möguleik<strong>um</strong> greinarinnar.<br />

Óstöðugt efnahagslíf þjóðarinnar<br />

• 1. Neikvæðni 2. Engin hvatning 3. Fólk heldur að<br />

sér hönd<strong>um</strong> 4. Fólk hefur enga trú á að það takist.<br />

5. Erfitt að fara út í eitthvað ef þú ert ekki með<br />

neitt í höndun<strong>um</strong> og þarft að treysta á að tekjur<br />

komi síðar.<br />

• Efnahagslegar, „kreppa” eins og er, uppbygging í<br />

atvinnulífi í frosti m.a. vegna óvissu í lánamál<strong>um</strong><br />

• Þjónusta lítil á vetr<strong>um</strong> hjá ferðaþjónustuaðil<strong>um</strong><br />

Veðrið er nú ekki til að hjálpa manni. :o)<br />

• Efnhhagur Íslendinga við verð<strong>um</strong> að fara að fá<br />

meiri stöðugleika<br />

• Eldsneytisverð<br />

• Eldsneytisverð og verð á innanlandsflugi. Opnun<br />

artími annarra þjónustuaðila<br />

• Flugverð til og frá landinu er allt of hátt - það<br />

hamlar viðskipti mjög oft<br />

• Há verð á flugi og annarri ferðaþjónustu<br />

• Hátt bensínverð og lágan kaupmátt<br />

• Hótel og þjónustuaðilar þurfa að bjóða upp<br />

á góða leiðsögn <strong>um</strong> nágrenni sitt og vera í<br />

tengsl<strong>um</strong> og hafa upplýsingar <strong>um</strong> menningarviðburði<br />

og söfn og geta boðið upp á<br />

afþreyingu - helst sérstaka fyrir svæðið. Góðan<br />

mat<br />

• Óstöðuleiki í efnahagslífi, óstöðugt og of hátt<br />

gengi ISK, of hátt verðalag eru að mínu mati<br />

helstu hindranir til að veikja samkeppnisstöðu<br />

okkar gagnvart öðr<strong>um</strong> þjóð<strong>um</strong> og þar með<br />

upp byggingu bæði innan og utan háannar<br />

• Verð<br />

• Skilningsleysi yfirvalda og forkólfa atvinnugreinarinnar<br />

á möguleikun<strong>um</strong> sem beint millilandaflug<br />

til Akureyrar hefði fyrir allt Norðurland.<br />

• Millilandaflug er ekki á Akureyri. Ósamstaða<br />

• Ekki beint flug til Akureyrar!<br />

• Að ekki verði aukið við flug<br />

• Beint flug til Akureyrar er algjört lykilatriði til að<br />

efla ferðamennsku á lágönn<br />

• Ekkert beint flug til Akureyrar<br />

• Ekki eru flugsamgöngur tengdar Keflavík.<br />

Hræðsla við að keyra í vetrarfærð. Þolinmæði<br />

fjármagns er ekki nægilegt<br />

• Fjarlægð frá flugvöll<strong>um</strong><br />

• Flugfélögin eru ekki nógu dugleg að bjóða<br />

flugferðir til Íslands utan hás<strong>um</strong>ars<br />

Ísland allt árið | 113


Viðaukar<br />

• Vantar beint flug til Akureyrar á lágönn. Byggja<br />

þarf upp almenningssamgöngur frá Akureyri í<br />

Mývatnssveit, þannig að hægt sé að vísa á þægilega<br />

flutningsleið sem er á föst<strong>um</strong> tíma<br />

• Ráðherrar ferðaþjónustu, náttúruverndar og<br />

vega mála, svo og náttúruverndaröfgasinnar.<br />

Skilningsleysi á því sem ferðaþjónustan er að<br />

berjast fyrir í dag<br />

• Skortur á ímyndunarafli, skortur á þátttöku opinberra<br />

aðila í kynningarátaki í Miðevrópu, eink<strong>um</strong><br />

í þýsk<strong>um</strong>ælandi lönd<strong>um</strong>. Áframhaldandi höfnun<br />

á beinu samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur<br />

sem eru eink<strong>um</strong> að selja Ísland<br />

• Bankastarfsemin, hátt orkuverð, aðgerðarleysi<br />

stjórn valda<br />

• Dýrt fjármagn. Flugsamgöngur - algert atriði að<br />

vera með beint flug til Akureyrar allt árið<br />

• 1. Að stjórnvöld vinni ekki að fullri alvöru að<br />

dreifingu ferðamanna jafnara <strong>um</strong> landið. 2. Að<br />

sveitar stjórnin sjái ekki hag sinn í að standa að<br />

baki ferðaþjónustunni með lengingu ferðamanna<br />

tímns<br />

• Aukin skattlagning yfirvalda á aðföng<strong>um</strong> og<br />

flutning<strong>um</strong>. Aftur er<strong>um</strong> við að verða of dýr<br />

áfangastaður<br />

• Aukin skattlagning. Lokanir þjónustuaðila.<br />

Minna framboð ferða / afþreyingu<br />

• Böð og bönn<br />

• ESB <strong>um</strong>sókn. Á eftir að sameina sveitafélög í 1 á<br />

Norðurlandi<br />

• Flækjustig skattlagningar. Leyfismál við veiðar<br />

fyrir útlendinga<br />

• Friðun leyfir ekki frekari starfsemi. Veður á þessu<br />

svæði hamlar ferð<strong>um</strong> báta<br />

• Hreppurinn verður að koma meira inní ferðaþjónustuna<br />

• Íþyngjandi opinberar álögur á ferðaþjónustu.<br />

Skort á opinber<strong>um</strong> stuðningi við uppbyggingu<br />

á afþreyingar möguleik<strong>um</strong> fyrir ferðamenn og<br />

ferðaþónustu almennt<br />

• Lít á allt Ísland sem mitt svæði. Hindranir í uppbyggingu<br />

er tel ég helstar álögur á greinina og<br />

gjaldeyrishöft. Ferðaþjónustan skilar mikl<strong>um</strong><br />

virðisaukaskatti en fær hann ekki endur greiddan<br />

nema að mjög litl<strong>um</strong> hluta<br />

• Óhagstætt skatta<strong>um</strong>hverfi<br />

• Ríkið<br />

• Skifræði, skýrslugerð, fundahöld og ályktanir <strong>um</strong><br />

þessi mál en engin framkvæmd<br />

• Stjórnvöld X5<br />

• Sveitafélagið sem er að spara á rangan hátt!<br />

• Sveitarfélagið fæst ekki til þátttöku á uppbyggingu<br />

aðstöðu fyrir fjallgöngufólk<br />

• Svo sem engar nema ef vera kynni að skattlagning<br />

eða annað kæmi Íslandi úr þeirri stöðu sem<br />

það hefur í dag sem áfangastaður<br />

• Það gætu verið svipaðar hindranir og almennt<br />

eru. Sveitafélög og opinberir aðilar eru ekki að<br />

leggja áherslu á almenn atriði eins og bætt<br />

aðgengi, merktar gönguleiðir og góðar heimasíður<br />

á mörg<strong>um</strong> tung<strong>um</strong>ál<strong>um</strong>. Það er ekki lögð<br />

mikið hugsun eða vinna í að vita hverslangs<br />

fólk hefur áhuga á landinu. Ég held t.d. að það<br />

ætti að stór minnka útgefið efni á pappír. Miklu<br />

mikilvægara er að vinna að efni sem hægt er<br />

að hlaða niður í nútímagræjur eins og ipad og<br />

kindl, <strong>um</strong>hverfissinnað-og yngra fólk er mjög<br />

nútímalegt í tækni. Þannig er léttara að ferðast<br />

og minni mengun. Framboð á afþreyingu er líka<br />

vandamál utan háannatíma<br />

• Þvermóðsku ráðuneytis vegna tilslökunar á vanhugsuð<strong>um</strong><br />

regl<strong>um</strong> vegna sjóstangaveiða<br />

• Fjármagn, metnaður í fólkinu til þess að gera<br />

eitt hvað, meiri samvinnu<br />

• Kostnað. Ólík markmið ferðaþjónustuaðila<br />

• Langt frá aðalinnkomu til landsins, dýrt f. ferðamanninn<br />

• Ósætti og hræðsla hjá bæjaryfirvöld<strong>um</strong> á<br />

svæðinu. Geta ekki komið sér saman <strong>um</strong> uppbyggingu<br />

í röð. Ekki góður samstarfsvilji milli<br />

aðila, viss hræðsla við hvert annað. Ekki skilningur<br />

bæjar yfirvalda <strong>um</strong> þýðingu ferðaþjónustunar.<br />

(Nema á tillidög<strong>um</strong>.)<br />

• Samstaða<br />

• Skortur á samheldni greinarinnar og rekstraraðila<br />

á svæðinu. Það þurfa allir að vera tilbúnir til að<br />

114 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

leggja sitt af mörk<strong>um</strong> án þess að ætlast til þess<br />

að „þeirra” fyrirtæki verði í forgrunni<br />

• Skortur á samvinnu<br />

• Uppbygging krefst vandaðrar stefn<strong>um</strong>ótunar<br />

• Vantar vinnuafl og samhæfingu þjónustuaðila á<br />

svæðinu<br />

• Vöntun á samvinnu og samstyrkingu<br />

• Skortur á úthaldi og langtímahugsun. Vitlausar<br />

áherslur i markaðssetningu. Skattlagning<br />

• Áhuga- og andvaraleysi heimamanna<br />

• Áhugaleysi þeirra sem eru í ferðaþjónustu á<br />

svæðinu<br />

• Lítil trú á því að það sé hægt. Almennt áhugaleysi.<br />

Lítil arðsemi fyrirtækjanna<br />

• Lítill skilningur á nýsköpun, lítið fyrirtæki hefur<br />

ekki bolmagn til markaðssetningar. Viðhorf íbúa<br />

til þess sem er markaðsvara, fyrir þá sem lifa og<br />

hrærast í manngerðu vernduðu <strong>um</strong>hverfi stórborga<br />

• Neikvæðni frá höfuðborginni út af veðurfari<br />

á Íslandi, það er marg sannað mál. Því þarf að<br />

breyta, en mér finnst það hafa gengið mjög illa<br />

• Skort á framtakssemi heimamanna<br />

• Skortur á þolinmæði<br />

• Stuðningur til nýsköpunar á þessu sviði og<br />

félagskerfi ferðaþjónustuaðila er ennþá á fr<strong>um</strong>stigi<br />

• Takmarkaður skilningur á þörf<strong>um</strong> greinarinnar.<br />

Ómarkviss og handahófskennd uppbygging/<br />

viðbrögð<br />

• Takmörkuð gisting -orðrómur <strong>um</strong> illviðri<br />

• Þrönghugsun yfirvalda. Þrönghugsun stórra aðila<br />

innan greinarinnar. Þrönghugsun ferðaþjónustunnar.<br />

Þrönghugsun fjármálafyrirtækja.<br />

Þröng hugsun í skipulagsmál<strong>um</strong><br />

• Þröngsýni<br />

• Uppgjöf þeirra sem eru að reyna. Tíminn er<br />

orðinn svo dýrmætur og fólkinu er alltaf að<br />

fækka. Fjárfestingar eru erfiðar vegna takmarkaðrar<br />

trúar þeirra sem hafa yfir fjár magni<br />

að ráða, hvort sem það eru fjárfestar eða<br />

lánadrottn ar. Margir sem koma inn á svæðið vilja<br />

fá allt fyrir ekki neitt. Verðlagning byggir oft á „afsakaðu<br />

hvað þetta er lélegt”-hugarfarinu vegna<br />

veikrar sjálfsmyndar svæðisins<br />

• Vantar sýn og trú á því að það sé hægt<br />

• Allt of dýrt rafmagn til kyndingar á vatni og hús<strong>um</strong><br />

• Bankamál ókláruð. Há fasteignagjöld. Rekstrarkostnaður<br />

dýrari t.d. aðföng eru dýrari en áður.<br />

• Háir vextir, verðtrygging<br />

• Kostnaðarhækkanir<br />

• Fyrst og fremst er markaðsetning ekki góð né<br />

skipulögð. Hindranir eru að óvant fólk í markaðssetningu<br />

sem og fólk sem ekki hefur þekkingu<br />

né kunnáttu á því sem er í boði er látið fá þá fáu<br />

aura sem eru í boði<br />

• Metnaðarlausa markaðssetningu<br />

• Skólar eru of lengi, útlendingar þurfa að vita<br />

meira <strong>um</strong> þetta<br />

• Takmarkað framboð á flugi, ónóg kynning á<br />

landinu<br />

• Ég sé bara fullt af möguleik<strong>um</strong> ef þjónust ustaðir<br />

við ferðamenn eru opnir sem dæmi. Það fer<br />

enginn á Snæfellsnes yfir veturinn, því þar er allt<br />

lokað, ef farið er fyrir Jökul þá það er ekki hægt<br />

að fara á klósett frá Borgarnesi í Ólafsvík og ekki<br />

er hægt að fá kaffisopa heldur. Norðurljósaferðir<br />

er einungis hægt að fara á Þingvöll, þar<br />

er eina almenningsklósettið sem opið er á<br />

nóttunni. Þangað sækja <strong>um</strong> 200-600 manns á<br />

heiðskýru vetrarkvöldi. Sé aftur á móti heiðskýrt<br />

á Snæfellsnesi þá þarf fólk að gera þarfir sínar í<br />

næsta skurð<br />

• Eldgos<br />

• Eldgos. Hræðsluáróður. Veður. Verð. Jarðhræringar<br />

• Erfitt að fá hæft starfsfólk sem getur komið í<br />

vinnu með litl<strong>um</strong> fyrirvara<br />

• Gos í Öræfajökli<br />

• Grunnþjónusta f. ferðamenn lokar of snemma.<br />

Áhrif eldgoss í Grímsvötn<strong>um</strong> - öskufok<br />

• Hversu snemma margir loka þar með talin söfn<br />

og veitingastaðir<br />

• Langt frá höfuðborgarsvæðinu og dýrt að komast<br />

á svæðið<br />

Ísland allt árið | 115


Viðaukar<br />

• Langt frá Reykjavík. Snjór og ófærðin á veturna.<br />

• Lítið framboð af spennandi matsölustöð<strong>um</strong>.<br />

Ekki nógu góðar samgöngur<br />

• Lítið sveitafélag. Ónóg afþreying á veturna<br />

• Lítið þjónustustig<br />

• Öskufall. Fólk ber ekki nóga virðingu fyrir náttúrunni.<br />

Utanvegaakstur. Mjög misgóð þjónusta<br />

og aðstaða f. gistingu og erfitt fyrir ferðamenn<br />

að átta sig á gæð<strong>um</strong> og þjónustu staða fyrirfram<br />

• Skort á þjónustu<br />

• Skortur á þjónustu á landsbyggðinni<br />

• Takmarkaður opnunartími ferðaþjónustuaðila<br />

• Takmarkaður opnunartími, t.d. safna og veitinga<br />

staða<br />

• Vantar afþreyingu. Vetrarslarkferðir<br />

• Veitingastaðir og gistihúsaeigendur á landsbyggð<br />

inni eru ekki nógu duglegir að hafa opið<br />

hjá sér utan háannatimans. Þetta er fr<strong>um</strong>skilyrði<br />

þess að við kom<strong>um</strong> með fólk til þeirra!!!<br />

• Vöntun á veitingarekstri, of lítið fjármagn<br />

17. Á hvaða markhópa ætti helst að stíla utan háannar<br />

á þínu svæði?<br />

Svör:<br />

• Náttúruunnendur sem vilja skoða hráa náttúru<br />

- Fólk sem er að sækjast eftir kyrrð og ró<br />

frá skarkala og stressi borgarinnar - Rithöfunda,<br />

ljóðahöfunda og listamenn sem vilja koma og fá<br />

innblástur<br />

• Ljósmyndara. Náttúruunendur. Heilsueflingu.<br />

Bak sjúklinga.<br />

• Íslendinga 30+, sa<strong>um</strong>aklúbba og vinahópa, árshá<br />

tíðir. Útlendinga sem vilja njóta þess að ferðast<br />

<strong>um</strong> landið og upplifa meiri ,,einveru” og öðru<br />

vísi náttúru eins og fossa í klakabönd<strong>um</strong><br />

• Erlenda ferðamenn sem vilja sjá náttúruna og<br />

menninguna án þess að fara langt frá Reykjavík.<br />

Íslendinga sem vilja slökun frá amstri dagsins en<br />

samt fá sinn skammt af menningu og náttúru<br />

• Fólk sem vill frið og ró. Skoða norðurljós og<br />

stjörn ur upplifa fámenni og auðn<br />

• Það á að stíla á andstæðu við massatúrismann.<br />

Það er fólk á miðj<strong>um</strong> aldri sem vill skoða eitthvað<br />

í ró og næði og fá persónulega þjónustu<br />

frá A-Ö. Útivist og að komast í snertingu við íbúa<br />

og menningu svæðisins er aðalsmerkin<br />

• Þrönga hópa með ákveðið áhugasvið. td<br />

sögu tengt. Fólk sem vill óvenjulega upplifun.<br />

- norðurljós, myrkur, spa. Fólk sem sækist eftir<br />

slökun og vellíðan í kyrrð - hreinleka og myrkri.<br />

Fræðslu og ráðstefnur - ekkert endilega stórar<br />

• Útivistarfólk eða fólk sem vill endurhæfingu<br />

einhverskonar heit böð gönguferðir útreiðar og<br />

hvíld<br />

• Ævintýragjarnt fólk, náttúruunnendur<br />

• Fólk á öll<strong>um</strong> aldri, ævintýrafólk, fólk sem tekur<br />

ljósmyndir, göngufólk, fólk sem vill sjá eitthvað<br />

nýtt og öðruvísi, fólk sem vill góðan mat, fólk<br />

sem vill heimagerðanmat<br />

• Fólk sem sækir í fámenni, langar að sjá norðurljós,<br />

vera í snjó og ófærð, baða sig í heit<strong>um</strong> lind<strong>um</strong><br />

utandyra í vetrarkulda og myrkri, fólk sem langar<br />

að upplifa eitthvað sérstakt sem finnst ekki á<br />

öðr<strong>um</strong>, eins aðgengileg<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong> norðurslóða<br />

• Fólk sem vill komast í snertingu við náttúru<br />

landsins og fara í spennandi afþreyingu á svæðinu<br />

• Fjölskyldur - stórfjölskyldur. Vísindamenn - ráðstefnur<br />

og fundir. Fyrirtæki - fundarhöld og starfsmannaferðir.<br />

Útivistarfólk - erlent og innlent<br />

• Þá sem eru vanir fjallgöng<strong>um</strong>, fjallaskíðun og<br />

vilja gera eitthvað nýtt og einstakt<br />

• Útivistarfólk þ.e. vélsleðafólk, skotveiðimenn og<br />

gönguskíði<br />

• Fuglaáhugafólk, áhugafólk <strong>um</strong> mat og matarmenningu,<br />

náttúru og útivist sama hvernig<br />

viðrar. Norðurljós<br />

• Náttúruunnendur, fjallaáhugamenn, fuglaskoðunarfólk,<br />

útivistarfólk<br />

• Útivistarfólk, fuglaskoðara<br />

• 1. Ungt fólk - sbr háskólaferðalög, frí skól<strong>um</strong> ofl<br />

2. Fólk sem hefur áhuga á sérstöðu Íslands og<br />

menningu 3. Náttúruáhugafólk sem getur séð<br />

meira allt árið <strong>um</strong> kring<br />

116 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Útivistarfólk. Nema<br />

• Erlenda markaði þar sem flogið er beint til allt<br />

árið. Íslendinga sem gesti í sínu landi. Ráðstefnuog<br />

hvataferðahópa. Náttúrunnendur. City break<br />

ferðamenn<br />

• Fólk og fyrirtæki sem áhuga hafa á fjölbreyttri<br />

útiveru og menningu<br />

• Hvataferðir. Helgarferðir. Gönguhópar. Sérhópar<br />

.Jóla- og áramótaferðir. Endalausir möguleikar<br />

• Skóla, vinnustaði, erlenda ferðamenn sem vilja<br />

upplifa vetrarríkið<br />

• 1. Bretland 2. Þýskaland eða fólk með úti vist aráhuga<br />

allt árið <strong>um</strong> kring<br />

• 1. Þeir hópar sem hafa tíma til að taka frí yfir vetrartímann<br />

- skoða t.d. Ástralíu, þar sem er s<strong>um</strong>ar,<br />

þegar það er vetur hjá okkur. 2. Norðurljós 3.<br />

Jeppaferðiðr á jöklana<br />

• Eldra fólk, útivistarfólk<br />

• Erlenda ferðamenn fyrst og fremst, sem koma<br />

til landsins til að upplifa Ísland sem vetrarríki og<br />

vilja komast í beina snertingu við náttúruna<br />

• Ferðamenn sem hafa áhuga á náttúru<br />

• Fólk sem vill upplifa, andstæður í náttúrunni og<br />

vill njóta afþreyingar í vetraraðstæð<strong>um</strong><br />

• Frískt útivistarfólk<br />

• Náttúruunnendur. Hestamenn<br />

• Sérstaka áhugahópa <strong>um</strong> menningu - náttúru -<br />

handverk<br />

• Sjóstangaveiði. Gönguferðir. Snjósleðaferðir.<br />

Fjór hjólaferðir. Veiði á sjó og landi. Rjúpnaveiðar<br />

• Stofnanir í rannsókn<strong>um</strong> á náttúrunni. Göngufólk.<br />

Háskólahópa<br />

• Þá sem vilja fá innsýn í lífskjör íbúa, sem lifa við<br />

dutlunga náttúru norður við ysta haf. Menning,<br />

saga, náttúra<br />

• Þá sem vilja sækja í kulda og storm og hafa<br />

áhuga á sjávarbyggð<strong>um</strong><br />

• Þar sem svæðið hefur tileinkað sér geopark (Katla<br />

Geopark) eru hópar og einstaklingar sem hafa<br />

áhuga á jarðmynjagörð<strong>um</strong>, tilvalin markhópur<br />

fyrir Kötlu Geoparksvæðið<br />

• Útivistarfólk<br />

• Útivistarfólk. Mataráhugamenn. <strong>Saf</strong>nafólk<br />

• Útivistarfólk. Ráðstefnuhaldara<br />

• Útlendingar sem sækja til íslenska náttúru<br />

• Ýmis konar útivistarfólk, viðskiptafólk, „Get away”<br />

<strong>um</strong> helgar. Mótorsport, séráhugamál t.d. ljósmyndun<br />

• Miðevrópubúa sem kaupa tímarit <strong>um</strong> Skandinavíu<br />

og hafa því sennilega meiri áhuga á<br />

norðrinu en suðrinu. Ljósmyndaklúbba, hópa<br />

sem tengjast norræn<strong>um</strong> fræð<strong>um</strong>. Matarklúbba<br />

og ævintýragjarna hópa, hvernig svo sem þeir<br />

eru fundnir<br />

• Lista- og fræðimenn, rithöfundar. Skólahópa,<br />

Fuglaáhugafólk<br />

• Ljósmyndara, fuglaskoðara, litla hópa s.s. klúbba,<br />

námskeið....?<br />

• Rithöfunda Listafólk í leit að innblæstri. Jarðfræðinga<br />

alls staðar úr heimin<strong>um</strong><br />

• Erlent eldra fólk sem sæktist eftir nokkurra daga<br />

hvíldar- eða menningardvöl<br />

• Fólk sem þarf á endurhæfingu. Evrópubúa sem<br />

fara í vetrarfrí. Ameríkubúa/Asíubúa sem langar<br />

að upplifa kyrrð og norðurljós. Skólahópa<br />

• Hópa sem vilja skoða náttúru og menningu.<br />

Einstaklinga sem vilja vera í kyrrð<br />

• Ævintýragjarnan hóp, upper class, skóla og fyrirtæki<br />

• Efnameiri ferðamenn sem vilja lúxus og ævintýralega<br />

upplifun<br />

• Vel stæða ævintýraferðamenn (acion tourist).<br />

• Vellauðuga einstaklinga sem hafa ferðast <strong>um</strong><br />

allan heim og eru að leita að einhverju óvenjulegu.<br />

Creme de la creme.<br />

• Ungt og miðaldra fólk, Tekjuhátt, forvitið og<br />

ferða vant<br />

• Ungt fólk sem er ekki með börnin (sem er á<br />

skóla aldurin). Eldri fólk sem er á eftirlaun eða<br />

börnin farin að heiman. !Ríkt fólk!<br />

• 35 plús efnameira og menntað fólk<br />

• Hópa sem eru ágætlega vel stæðir, milli 30-60 ára<br />

• Fólk með meðaltekjur og hærri á aldri 30-60 ára<br />

• Fyrirtæki og vel efnað fólk<br />

• Hærri tekjuhópa væri ákjósanlegt<br />

• Early retirement hátekjufólk í Norður- Ameríku,<br />

Ísland allt árið | 117


Viðaukar<br />

Bretlandseyj<strong>um</strong> og mið-Evrópu. Fólk á aldrin<strong>um</strong><br />

55 - 65 ára<br />

• Efnameiri ferðamenn. Ráðstefnugesti. Helgarpakkar<br />

• Fólk með góðar tekjur og tíma sem hefur prufað<br />

margt<br />

• Fólk með rúm fjárráð<br />

• Fólk sem er komið á þann aldur að hafa tíma og<br />

peninga til að sækja sér þekkingu<br />

• Miðaldra efnuð hjón<br />

• Miðaldra vel stætt fólk<br />

• Vel borgandi hópar<br />

• Fjölskyldur í vetrarfrí<strong>um</strong>, fólk sem er gefið fyrir<br />

einhvers konar ævintýri<br />

• 1. Skíðamenn 2. Fuglaáhugamenn 3. Exstream<br />

túrista<br />

• Starfsólk stórra fyrirtækja. Skíðafólks, fólks í vetrarferð<strong>um</strong>.<br />

Erlenda ævintýramenn<br />

• Ungt fólk sem langar í ævintýri<br />

• Ferðamenn sem vilja upplifa eitthvað spennandi.<br />

Árshátíðir. Ráðstefnur<br />

• Fyrirtæki. Ferðaskrifstofur með ævintýraferðir<br />

• Fyrirtækja- og vildarferðir. Íþróttaklúbba og einstaklinga<br />

í jaðarsporti og fjallaferð<strong>um</strong>. Ævintýragjarna<br />

einstaklinga<br />

• „Action”-ferðamennska<br />

• Ævintýrafólk sem vill upplifa Ísland eins og<br />

nafnið gefur til kynna... snævi þakið, þegar allra<br />

veðra er von og ævintýri framundan<br />

• Ævintýraþyrst fólk sem finnst jafnvel gaman<br />

að vera fast i skafli einhvers staðar á Íslandi <strong>um</strong><br />

óákveðinn tíma<br />

• Einstakling óvissuferðir<br />

• Erlenda ævintýraferðamenn<br />

• Erlenda ferðamenn sem sækjast eftir ævintýr<strong>um</strong>.<br />

Íslenska skotveiðimenn<br />

• Erlenda ferðamenn. Jöklaáhugafólk<br />

• Fólk sem sækist eftir ævintýraferð<strong>um</strong><br />

• Hópar sem eru tilbúnir að taka áhættu<br />

• Ráðstefnugesti, helgartúrista, incentive hópa,<br />

ævintýrafólk, sem vill upplifa myrkur og óvæntar<br />

veðuruppákomur<br />

• Stuttar ferðir. Action driven. Aktivity í boði. Ráðstefnur<br />

• Þá sem nú þegar eru okkar helstu viðskiptavinir<br />

Mið og suður evrópa - jaðaríþróttafólk, heilsuferðir<br />

og ævintýraferðir <strong>um</strong> Þjóðgarðinn.... auk<br />

þess Gourmet fólk<br />

• Útlendinga sem vilja ævintýr. Styttri upplifunarferðir<br />

• Hvað sem er, svo fjöldinn í greininni fái svipað til<br />

sín. Hópa ,fjölskyldur og einstaklinga. Íslendinga<br />

og útlendinga og þá beint til okkar<br />

• Hefðbundna helgarferð fyrir fjölskyldur og fyrirtæki.<br />

Þá vegna skólafría. Eldriborgar í miðri viku.<br />

Námsmenn á jaðartíma. 5 dag ferðir í miðri viku<br />

• Fjölskyldur. Starfsfólk fyrirtækja sem vill hvíld og<br />

hvata<br />

• Fjölskyldufólk<br />

• Fjölskyldufólk - fjölskyldur með börn á skólaaldri<br />

- með vetrarfrí í huga og afþreyingu sem hentar<br />

þeim hópi<br />

• Fjölskyldufólk og erlenda ferðamenn í styttri<br />

ferð <strong>um</strong><br />

• Útlendinga yfir veturinn og barnafólk á vorin og<br />

haustin<br />

• Íslendinga, sem eru að fara á Akureyri á<br />

skíði, norðlendinga sem eru að fara suður í<br />

leikhús<br />

• Íslendinga, ungt fólk sem leitar að ævintýr<strong>um</strong><br />

<strong>um</strong> helgar. Rómantík í sveitinni<br />

• Fyrirtæki og hópa<br />

• Fyrirtækjahópa íslenska og erlenda + erlendar<br />

ferðaskirfstofur<br />

• Hvataferðir af höfuðborgarsvæðinu<br />

• Erlenda ellilifeyrisþega og innlenda ferðamenn<br />

• Erlenda ferðamenn. Eldri borgara. Ársháhtíðir -<br />

ráðstefnur. Ísl. almenning<br />

• Íslendingar. Eldri borgarar. Nemendahópar<br />

• Íslenska hópa af ýmsu tagi í leit að helgarafþreyingu<br />

• Árshátíðr fyrir íslendinga. Þorrablót, æfintýraferðir<br />

og vetrarferðir á snjósleð<strong>um</strong><br />

• Bæði Íslendinga, þá eink<strong>um</strong> fjölskyldur með<br />

börn af höfuðborgarsvæði, erlendir ferðamenn<br />

eink<strong>um</strong> frá Bandarikjun<strong>um</strong> , Kanada og Frakklandi<br />

118 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Bæði íslenska og erlenda ferðamenn<br />

• Borgarbúa og alla ferðamenn<br />

• Breta, Íslendinga, skólahópa<br />

• Erlenda ferðamenn, íslenska ferðamenn fyrirtækjahópa<br />

- félagasamtök<br />

• Erlenda ferðarmenn íslenska hópa<br />

• Erlenda skóla, ísl. klúbba og félög, námskeið,<br />

kynningar.<br />

• Heimafólkið<br />

• Heimamenn. Erlenda hópa<br />

• Heimamenn<br />

• Heimamenn<br />

• HÖFUÐBORGARBÚA<br />

• Höfuðborgarbúa í leit að gistingu/afþreyingu<br />

• Hvataferðir og heilsutengda hópa<br />

• Innlendir sem erlendir ferðamenn, skólahópar,<br />

sérhópar<br />

• Íslendinga og erl. ferðamenn sem koma og<br />

stoppa sutt<br />

• Íslendinga og þau lönd sem koma að beina<br />

flug inu til Akureyrar. Danmörk og England<br />

• Íslendinga og útlendinga<br />

• Íslendinga og útlendinga, fer eftir<br />

• Íslendinga sem útlendinga<br />

• Íslendinga sem vilja kynnast eigin landi og þjóð<br />

• Íslendinga, erlenda hópa í rút<strong>um</strong> með fararstjóra<br />

• Íslendinga, Færeyinga, Dani, Breta, Kanada, USA<br />

og Japan<br />

• Íslendinga, Suður-Evrópu, Bretland. Sjálfsagt<br />

fleiri sem ferðast utan háannar hjá okkur, en<br />

þekki ekki hvaða þjóðir það væru helst<br />

• Íslenska ferðamenn. Norðurlandabúa<br />

• Íslenska hópa - fyrirtæki og prívathópa. Erlenda<br />

hópa - hvataferðir<br />

• Stíla á fólk sem veit ekki hvað það á að gera við<br />

tímann sem vill upplifa eitthvað nýtt. Þar er hægt<br />

að nefna bæði Íslendinga sem og útlendinga<br />

• Ferðir tengdar snjó skíði og fl.<br />

• Ísklifrara <strong>um</strong> allan heim<br />

• Nema. Vetrarsport<br />

• Skíða- og snjóbrettafólk frá Danmörku, Bretlandi<br />

og Hollandi<br />

• Vetrarferðamennsku, skíði, klifur<br />

• Fuglaáhugamenn að vori. Hvataferðir og fyrirtæki<br />

að vetri<br />

• Fólk sem hefur áhuga á andleg<strong>um</strong> málefn<strong>um</strong>,<br />

fólk sem vinnur með orku og tengir sig við<br />

orkuna í náttúrunni (nuddarar, heilarar, fólk sem<br />

vinnur með nudd í vatni o.fl.), fólk sem hefur<br />

áhuga á menningu og álfasög<strong>um</strong>. Fuglaskoðun<br />

í maímánuði<br />

• Starfsmannahópar og skólafólk<br />

• Eldri millistétt, stíla inn á skólafrí erlendis, matur<br />

og saga<br />

• Eins og alltaf vel menntað, vel upplýst fólk frá<br />

t.d. Þýskalandi þar sem eru skólafrí utan annatíma.<br />

Það er ungt fólk. Einnig sama hóp frá<br />

ýms <strong>um</strong> öðr<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong> í heimin<strong>um</strong>. Ekki síst<br />

konur í þess<strong>um</strong> hóp<strong>um</strong>, þær ráða miklu <strong>um</strong><br />

hvert er farið og ferðast líka mikið með vinkon<strong>um</strong><br />

sín<strong>um</strong>. Ég tel að það þurfi að hugsa í kyni<br />

í markaðsetningu á Íslandi, karlar hafa ráðið of<br />

miklu í markaðsmál<strong>um</strong> og ekki verið næjanlega<br />

meðvit aðir <strong>um</strong> kyn (gender)<br />

• Fólk á besta aldri (50+) og ungt orku- og hugmyndaríkt<br />

fólk<br />

• Skólafólk<br />

• T.d. námsmenn og ungt fólk sem vill gjarnan<br />

ferð ast ódýrara<br />

• Yngra fólk<br />

• 35+<br />

• Ekki viss- fólk 40 - 65 ára<br />

• Fólk á aldrin<strong>um</strong> 30-40<br />

• Erlent fólk á miðj<strong>um</strong> aldri, skólar, eldri borgarar,<br />

hvataferðir<br />

• Furðufugla allstaðar frá. Fólk sem er ekki í vinnu<br />

og ríkið greiðir fyrir þau, gamaltfólk, hvatahópa<br />

fyrirtækja<br />

• Erlenda gesti. Vinnustaðhópa. Skólafólk<br />

• Fyrirtæki og stofnanir, biðlista eftir aðgerð<strong>um</strong><br />

• Fyrirtæki, félagasamtök, skóla, rannsóknarstofnanir.<br />

• Fyrirtæki, menntastofnanir, félög og fleiri aðilar<br />

• Fyrirtæki, stofnanir, skólar og viðburðatengda<br />

aðila.<br />

• Fyrirtækjahópar og hvataferðir<br />

Ísland allt árið | 119


Viðaukar<br />

• Gæsaveiðimenn. Réttir - kinda og hrossa.<br />

Rjúpna veiði. Starfsmannahópar<br />

• Helst ætti að skoða hvataferðahópa og hópa<br />

sem fara í svokallaðar sérferðir. Vera með helgartilboð<br />

og kíkja svo til keppinauta okkar Finna og<br />

sjá hvernig þeir gera þetta sem er gert mjög vel.<br />

Eins væri gott að skoða Alaska og hvernig þeir<br />

selja sig. Með því væri hægt að sjá hvers konar<br />

ferðamenn þeir fá á veturna og stíla svo líka á þá<br />

• Hvataferðagesti og ráðstefnugesti<br />

• Hvataferðir starfsmannahópa<br />

• Hvataferðir, borgarpakka og ráðstefnur/fundi<br />

• Íslensk fyrirtæki<br />

• Markhópar, bændur og fyritækjapakka<br />

• Óvissuferðir. Fyritækjaferðir<br />

• Óvissuferðir fyrir fyrirtæki bæði erlend og útlend<br />

• Ráðstefnu- og hvatahópa. Helgarferðir einstaklinga<br />

• Ráðstefnur og hvataferðir fyrirtækja. Aukin fjöldi<br />

einstaklinga utan annatíma er óarðbær. Mikil<br />

vinna litlir peningar<br />

• Skólahópa, hvataferðir, einstaklinga<br />

• Starfsmannafélög fyrirtæki, og aðra hópa<br />

• Starfsmannahópa. Þjóðkirkjuráðstefnur<br />

• Vor og haust: Sömu markhópar og á háönn<br />

Vetur: Ráðstefnur og fundir, borgarferðalangar,<br />

fyrirtæki. Ekki almennir ferðamenn<br />

• Eldri borgara og skólahópa<br />

• Eldri borgara og félagasamtök af ýms<strong>um</strong> toga<br />

• Á þá hópa sem vilja kaupa það sem þetta svæði<br />

hefur uppá að bjóða, það þarf að koma því á<br />

framfæri hvað við höf<strong>um</strong> hér til sölu bæði innlendis<br />

og erlendis<br />

• Aðila sem ferðast sjálfstætt, og þurfa þar af leiðandi<br />

bílaleigubíl og gistingu (í stað þess að keyra<br />

með þá frá Rvk á túristastaði og til baka)<br />

• Alla þá sem hafa áhuga á að njóta þess sem<br />

Ísland hefur uppá að bjóða og borga fyrir það<br />

sanngjarnt og samkeppnisfært verð við önnur<br />

lönd sem hafa náð langt í ferðaþjónustu yfir<br />

vetr armánuðina<br />

• Alla þá sem tilbúnir eru að greiða hátt verð fyrir<br />

litla þjónustu<br />

• Breta, fara oft í vetrarfrí<br />

• Bretland, USA, Þýskaland<br />

• Ég vildi geta aukið áhreslu á kynningarstarf innan<br />

jarðfræði og sagnfræðideilda erlendra háskóla.<br />

Bjóða hér upp á námskeið og ferðir þeim<br />

tengd<strong>um</strong><br />

• England USA Kanada Spán<br />

• Erlenda ferðamenn, sama fólk og hingað leggur<br />

leið sína á s<strong>um</strong>rin<br />

• Erlendir ferðamenn eingöngu<br />

• Evrópubúar<br />

• Fólk á aldrinu 50-70 Fólk frá t.d USA, Rúslandi,<br />

Kína<br />

• Fólk sem leitar eftir ódýrri aðstöðu<br />

• Heilsutengda ferðaþjónustu<br />

• Helgarferðamenn<br />

• Hinn almenna kúnna<br />

• Í mínu tilfelli verkamenn á virk<strong>um</strong> dög<strong>um</strong> og<br />

iþróttahópa <strong>um</strong> helgar<br />

• Kína<br />

• Konur á aldrin<strong>um</strong> 18-58 ára<br />

• Lífstílshópa<br />

• Litla hópar<br />

• Marga ólíka markhópa<br />

• Margir og ólíkir markhópar á ólík<strong>um</strong> mörkuð<strong>um</strong>.<br />

Þarfnast rannsókna við<br />

• Menningaráhuga<br />

• Norðurlönd, UK, Íslendinga<br />

• Óvirka fíkla<br />

• Ráðstefnugesti og helgarpakkafólk<br />

• Sértæka markhópa, t.d. fræða-ferðaþjónustu.<br />

Hugsanlega ráðstefnugesti eða hvataferðir<br />

fyrirtækja<br />

• Skóla - öll stig<br />

• Starfsmannahópa. Skíðafólk og veiðimenn. Japanir<br />

hafa áhuga á minni vöru og því sem við get<strong>um</strong><br />

boðið utan háannar<br />

• Þá sem hyggja á helgarferðir<br />

• Þá sem langar að „upplifa eitthvað öðruvísi”, to<br />

see something different!<br />

• Þá sem leita eftir óhefðbundinni afþreyingu,<br />

íslenska sem erlenda<br />

• Þá sem þegar hafa komið áður til íslands<br />

120 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Það vilja allir koma til Íslands, það þarf bara að<br />

vera opið og veita góða þjónustu. Ekkert afspyrnu<br />

flott eða yfirþyrmandi bara þetta almenna.<br />

Stíla inn á vetrarfrí fólks. Ísland er líka<br />

flott á veturna<br />

• Þeir eru nokkrir en hver og einn verður að hafa<br />

sína áherslu til hverra viðkomandi er að höfða.<br />

Við er<strong>um</strong> annars vegar að horfa á tækifæri út<br />

frá þekkt<strong>um</strong> stöð<strong>um</strong> og raunar að vinna að því<br />

að fjölga áfangastöð<strong>um</strong> (nýir seglar) þar sem<br />

náttúran og landslagið skiptir miklu máli. Hinsvegar<br />

horf<strong>um</strong> við á áhugasvið og lífsstíl fólks<br />

þ.e.a.s. hvaða upplifun fólk gæti verið að leita<br />

eftir. Einskonar þema. Fjölbreytileiki er ákveðinn<br />

styrkleiki hér en veikleikinn er kannski á móti að<br />

það getur verið erfitt að veita nákvæmlega eina<br />

tiltekna vöru/þjónustu á þess<strong>um</strong> tíma, en það er<br />

hægt að stuðla að upplifun amk í samræmi við<br />

eftirvæntingu með því að þekkja vel aðstæður,<br />

hafa ávallt plan b og geta og vilja bregðast við<br />

ef á þarf að halda. Hér er<strong>um</strong> við vissulega að tala<br />

út frá sjónarhóli fyrirtækis sem býður ferðir með<br />

leiðsögn, skipulagningu eða <strong>um</strong>sjón með ferð<strong>um</strong><br />

hópa eða einstaklinga. Með þekkingu og<br />

reynslu þjónustuaðila er hægt að höfða til nokkurra<br />

mismunandi markhópa og uppfylla þeirra<br />

eftirvæntingar<br />

• Þýskaland<br />

• Unglinga í meðferð<br />

• Veiðimenn<br />

18. Hvaða sóknarfæri sérðu helst í þjónustu utan<br />

háannar á Íslandi öllu? Nefnið allt að 5 atriði<br />

Svör:<br />

• Við höf<strong>um</strong> jöklana og norðurljósin og eig<strong>um</strong> að<br />

hamra á því. Landmannalaugar yfir vetrartím ann<br />

þegar allt er frosið. Skíðasvæðin fyrir norðan. Svörtu<br />

strendurnar fyrir sunnan. Menningin, hún er til<br />

sýnis á s<strong>um</strong>rin en skellt í lás á veturna, hér er menning<br />

allt árið. Kannski eru íslensk þorra blót málið :)<br />

• Myrkrið - lesa bók eftir ferðablaðamanninn Erik<br />

Wayner. Listir og menning. Vetraríþróttir. Saga.<br />

Veiði<br />

• Veturinn -Jöklar - Eldfjöll -Heilsutengd ferðaþj.<br />

Menningat.ferðaþ.<br />

• Náttúran og landslagið á að skipa verulegan<br />

sess í kynningarstarfi <strong>um</strong> Ísland - allt árið. Halda<br />

áfram að vinna að árstíðatengd<strong>um</strong> áhersl<strong>um</strong><br />

s.s. fuglaskoðun og ýmsu fleiru. 2) Vetrartengd<br />

afþreying, andstæður, styrkleikar hvers landssvæðis.<br />

3) Sögueyjan Ísland og menningartengd<br />

upplifun. Þ.m.t „local food” þ.e.a.s. undirliggjandi<br />

framtíðarmarkmið hlýtur að vera að „flytja inn”<br />

enn fleiri viðskiptavini til að borða okkar frábæra<br />

fisk og lambakjöt í stað þess að flytja helst meira<br />

af þess<strong>um</strong> vör<strong>um</strong> úr landi til neyslu. Svo dæmi<br />

sé tekið! 4) Funda og ráðstefnuhald. Hafa allt<br />

landið í huga, amk staði/svæði sem hafa til þess<br />

aðstöðu. 5) Jarðfræði, jarðsaga, eldfjöll, orka.<br />

Þema eða fræðslutengd upplifun. „Pakkinn”<br />

breytilegur eftir árstíma en ávallt mögulegur<br />

• Myrkur. Norðurljós. Þögn. Matur. Menning<br />

• Útivist af öll<strong>um</strong> toga. Snjór, vont veður, matur,<br />

þjóðtrú, álfar og tröll. Norðurljós<br />

• Vetrarævintýri. Heilsu og persónulega uppbyggingu.<br />

Menningu. Hátíðir og viðburðir. Ferðir<br />

tengdar sið<strong>um</strong> og venj<strong>um</strong>, árstíð<strong>um</strong>.<br />

• Myrkur. Þjóðsögur. Heimamenn - að ferðamenn<br />

fái „fósturfjölskyldur” og geti upplifað hvernig er<br />

að búa á Íslandi. Tímaleysi- þ.e. ekki að hafa ekki<br />

tíma, heldur að hafa allan tímann í heimin<strong>um</strong><br />

• Myrkur-snjór-náttúra-skemmtanalíf-menningarviðburðir<br />

• Sagan og menningin þar sem unnið er með<br />

lifandi sögustaði, leiksýningar og sögustundir.<br />

Upplifun á vetrin<strong>um</strong>, vetrarríki, norðurljós<strong>um</strong> og<br />

kyrrðar án aksjónmennsku. Heilsuferðamennska<br />

með böð<strong>um</strong> og náttúruleg<strong>um</strong> heilsukúr<strong>um</strong>.<br />

Þátttaka og upplifun á daglegu lífi og skemmtun<strong>um</strong><br />

Íslendinga<br />

• Vetur, myrkur, stjörnur, norðurljós, menningartengd<br />

þjónusta<br />

• Fólk sem vill snjó og vetrarsport og þessháttar.<br />

Fyrirtæki er vilja koma og nota vetrarkyrrðar<br />

og göngu heilsustarfsemi. Norðurljósin vegna<br />

Asíubúa<br />

Ísland allt árið | 121


Viðaukar<br />

• Heilsutengd ferðaþjónusta, Norðurljós, sjóbirtingsveiði<br />

• Fleiri vetrarferðir bæði á jepp<strong>um</strong> og sleð<strong>um</strong>.<br />

Dagsferð á hundasleða. Gönguferðir 1-4 dagar<br />

2-4 daga skíðaferðir, óvissuferðir á vetr<strong>um</strong><br />

• Jöklagöngur, ísklifur, fjallgöngur<br />

• Einstök náttúra. Einangrun, norðurljós, vetrarsport<br />

• Fuglaskoðun í apríl og maí, gönguskíðaferðir,<br />

norðurljós, skotveiði og jólasveinar<br />

• Jöklaferðir. Hestaferðir<br />

• Norðurljósin. Kuldi og snjór. Náttúra Íslands í<br />

vetr ar búningi. Víðátta og útsýni (lítið af skóg)<br />

.Íslenski hesturinn<br />

• Heilsuferðir. Norðurljós. Heit böð. Íslenskar náttúruafurðir<br />

námskeiðshald hvataferðir<br />

• Markaðssetning á afþeyingu sem ekki útheimtir<br />

mannvirkjagerð. Markaðssetning á fegurð vetrartímans.<br />

Markaðssetning á menningu vorri.<br />

Markaðssetning á nátturu í vetrarham / jarðfræði.<br />

Markaðssetning á heilsutengdri þjónustu<br />

hverskonar<br />

• Norðurljósin, myrkrið, kirrðina, hverahitann, góð<br />

læknaþjónusta, virkjanir og hálendið<br />

• Ég sé helst hreint land, gott vatn, norðurljós,<br />

snjór, kuldi og svo frv.<br />

• Norðurljósin ætti að geta verið skemmtileg<br />

markaðsherferð, og þá einblínt á að fólk gisti<br />

úti í náttúrunni (s<strong>um</strong>arhús<strong>um</strong>), í stað þess að<br />

vera all ir í borginni. Mikil upplifun að vera í hráu<br />

lands lagi landsins, í bústað og án ljósa til að<br />

trufla, og horfa upp til himins<br />

• #NAME?<br />

• Baðaðstaða á háhitasvæð<strong>um</strong> bætt og nýtt betur<br />

Norðurljósa- og jöklaferðir. Fuglaáhugafólk<br />

• Perlurnar í vetrarbúning, vont veður, norðurljós,<br />

heitu böðin, jeppaferðir, metnað í þjónustu, veik<br />

króna í dag<br />

• Helgarferðir, vetrarferðir, ráðstefnur, náttúruunnendur,<br />

• Ráðsefnur. Snjór og vetur. Ævintýraferðir <strong>um</strong><br />

landið í litl<strong>um</strong> og stór<strong>um</strong> hóp<strong>um</strong> þar sem gædinn<br />

er í miklu sambandi við sinn hóp og nota vetrarferðir<br />

sem vetrarferðir, þar sem ferða maðurinn<br />

upplifir vetur á íslandi. 2. Bjóða meira uppá beina<br />

upplífun á framleiðslu í sveitinni og náttúrunni, þar<br />

sem ferða maðurinn fær að upp lifa framleiðslu hjá<br />

framleiðanda. 3. Erfiðar ferðir þar sem þarf virkilega<br />

að vera vel undirbúin líkamlega og andlega,<br />

jafnvel keppni. 4. Virkja og nýta betur landsbyggðina<br />

á vetr<strong>um</strong>, þar er snjórinn og vetrar ríkið, bjóða<br />

uppá ferðir <strong>um</strong> allt landið í janúar og febrúrar þar<br />

sem vetur er í forgrunni ferðarinnar<br />

• Annað Ísland, vetur, myrkur, norðurljós<br />

• Gera út á myrkrið, þögnina og víðáttuna, frostið,<br />

veðráttuna<br />

• Íslenski veturinn - snjórinn, rokið, norðurljósin<br />

og stjörnubjartur himinn, fossarnir í klakabönd<strong>um</strong><br />

haustið - haustlitirnir, réttirnar<br />

• Myrkrið. Snjórinn. Kuldinn. Norðurljós. Fámennið<br />

(einangrun)<br />

• Náttúran að vetri (marg)breytileikinn í veðrinu<br />

hætt<strong>um</strong> að afsaka veðrið. Ver<strong>um</strong> samstillt vinn<strong>um</strong><br />

saman<br />

• Náttúran eins og hún er á þeim tíma<br />

• Náttúruna, norðurljósin, dimmar nætur, gera<br />

meira kring<strong>um</strong> jólin<br />

• Náttúruupplifun að vetri til<br />

• Norðurljósaferðir. Svæðið í kring<strong>um</strong> Mývatn,<br />

Snæfellsnesið<br />

• Selja aðgang að náttúru Íslands. Veðrinu.<br />

Norðurljósun<strong>um</strong>. Snjón<strong>um</strong><br />

• Selja myrkrið<br />

• Selja upplifun myrkurs og sérsniðnar ferðir <strong>um</strong><br />

afmörkuð svæði<br />

• Selja vetur, kyrrð, myrkur, norðurljós<br />

• Selja vont veður<br />

• Veðrið, óvissuna, listir. Markaðssetja sérstakar<br />

ferðir fyrir sérstaka markhópa: Rauðhærða, samkynhneigða,<br />

áhættusækna, áhugafólk <strong>um</strong> fugla,<br />

áhugafólk <strong>um</strong> fjöll, áhugafólk <strong>um</strong> sjóinn, áhugafólk<br />

<strong>um</strong> fólk<br />

• Vetrarferðaþjónustu (norðurland). Norðurljós<br />

• Menning - tónlist veiði - minkur, refur, hreindýr<br />

menning og náttúra, áhrif náttúru á menningu<br />

landans matur, hvalur og fiskur<br />

122 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Mývatnssvæðið með þjóðlegan túrisma (jól<br />

ofl.) 2. Skíði og náttúra á Vestfjörð<strong>um</strong> 3. Sögu<br />

og menningarferðir, ekki bara Íslendingasögur<br />

<strong>um</strong> land allt 4. Þjóðlegur túrismi á Suðurlandi 5.<br />

Reykja vík - menningardagar - söfn - kirkjur<br />

• Menning, tónlist þá sérstaklega með Airwaves<br />

sem fyrirmynd. Heilsutengd ferðaþjónusta, á<br />

mörg<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong>, með Heilsustofnun í Hveragerði<br />

sem fyrirmynd. Stykkishólmur og fleiri<br />

staðir sem eru með góðar sundlaugar eru alveg<br />

upplagðir staðir. Menntun, ýmiskonar eins og<br />

áður er nefnd er flott til að laða að fólk, mikilvægt<br />

eins og alltaf að <strong>um</strong> verulega góða og skemmtilega<br />

fræðsu, aðstöðu til sköpunar og samveru/<br />

næðis sé að ræða. Útivist og náttúruskoðun,<br />

fuglar og fleira<br />

• Wellness/Spa ferðaþjónusta. Miklir möguleikar<br />

víða <strong>um</strong> land 2. Matartengd ferðaþjónusta 3.<br />

Útivist ýmiskonar 4. Menning<br />

• Helstu sóknarfærin eru náttúra, saga , mennig<br />

og matur framleiddur á Íslandi. Náttúru- og<br />

menningarferðaþjónusta. Lífið í landinu<br />

• Náttúran. Íslenskur matur. Menningarviðburðir<br />

• Allt sem viðkemur menningarlífi og handverki,<br />

hversu spennandi er það fyrir erlenda námsmenn/áhugamenn<br />

að koma til Íslands á námskeið<br />

í kvikmyndagerð eða hjólreið<strong>um</strong> og fá<br />

allan pakkann, veðrið, landslagið, matinn og<br />

menninguna saman! Einnig má leggja áherslu<br />

á árstíðarbundnar hefðir og viðburði í dreyfbýli/landbúnaði<br />

einsog áður talaði <strong>um</strong>, s.s.<br />

þorrablót, s<strong>um</strong>ardagurinn fyrsti, jólin, göngur<br />

o.s.frv.<br />

• Menning, náttúruöflin og náttúra<br />

• Ótrúleg náttúra. Menningin<br />

• Heilsutengd ferðaþjónusta, hvataferðir t.d. árshátíðir<br />

fyrirtækja, vetrarsport, náttúan<br />

• Hálendis og jöklaferðir. Hestssýningar og ferðir<br />

• Hellar, jöklar, vetrarfegurð, jeppaferðir, norðurljós<br />

• Ævintýraferðir. Norðurljósa skoðun. Kyrrðar ferðir.<br />

Slökun og friðsæld. Vera innan <strong>um</strong> bændur í<br />

vetr ar kyrrð<br />

• Fámenni, kyrrð og afslöppun, hreinar afurðir og<br />

hreinn matur. Göngur og réttir, matur og mat arupplifun<br />

• Tveir möguleikar, alveg á öndverð<strong>um</strong> ás. Annars<br />

vegar fólk sem vill njóta kyrrðar og íhugunar.<br />

Kannski til vinnu, en aðallega til að ná slökun.<br />

Hins vegar extreme sportista sem vilja virkilega<br />

reyna á sig í kulda, byl og myrkri. Þetta getur<br />

farið saman - eftir mikla áreynslu er hollt að slaka<br />

á - ekki með dagskrá endilega heldur með tóm<strong>um</strong><br />

dög<strong>um</strong><br />

• Fuglaáhugamenn að vori. Heilsutengda ferðaþjónustu.<br />

Útivist<br />

• Dagskrá sem hentar vetrarútivist í nágrenni<br />

Reykjavíkur. Skipulagðar dagsferðir - gönguskíði<br />

- gönguferðir- hreyfing - nestispakkar - sund í<br />

lok dags - eitthvað sem hentar fjölskyld<strong>um</strong> með<br />

börn sem og eldri borgur<strong>um</strong> og þeim sem vilja<br />

upplifa útivist / útiveru utan borgarmarka, hálfan<br />

dag eða heilan dag<br />

• Self-drive-tours .... endalaustir möguleikar. Hellaferðir.<br />

Hveragöngur, böð í heit<strong>um</strong> lög<strong>um</strong> og<br />

sundlaug<strong>um</strong>. Njóta matar. Njóta einstæðrar fegurðar<br />

að vetri, sólin að koma upp og sólin að<br />

setjast, langir skuggar, einstök fegurð, ævintýri<br />

... Jafnvel norðurljós ... þótt það sé nú ekki svo<br />

auðvelt enda ekki hægt að ganga að þeim vís<strong>um</strong><br />

eins og hinu öllu<br />

• Stuttar og fræðslugefandi göngugerðir. Stutt ar bíl<br />

ferðir <strong>um</strong> svæðin með leiðsögn og fræðslu. Þjónustu<br />

við ferðamenn í sundlaug<strong>um</strong> og íþróttahús<strong>um</strong>.<br />

Danskennslu á íslendsk<strong>um</strong> döns<strong>um</strong>. Örkennslu.<br />

Stuttar kvikmyndasýningar og listasýningar.<br />

• Jeppaferðir <strong>um</strong> íslenska náttúru. Markaðssetja<br />

Ísland fyrir minni hópa t.d. 10-30 manns, t.d.<br />

fyrirtækjahópar. Það þarf að markaðssetja Ísland<br />

sem vænan kost á veturna, og eitthvað meira en<br />

bara Reykjavík. Koma því til skila að fólk geti vel<br />

ferðast <strong>um</strong> þótt það sé vetur og með því nota<br />

alla þá þjónustu sem er í boði fyrir t.d. gisitngu,<br />

veitingar og afþreyingu<br />

• Nýjungar, nýta betur náttúruna, ferðafrelsi, hafa<br />

fyrirmyndir (Finnland& Nýjasjáland). Erlenda<br />

markaðssetningu (nota eldgosin)<br />

Ísland allt árið | 123


Viðaukar<br />

• Áhugafólk <strong>um</strong> útivist að vetri til td, gönguferð ir,<br />

sleðar, kynnast lífinu hér í sveitinni. Ísl, matargerð<br />

• Íslensk náttúra<br />

• Jöklarnir, hellaferðir, beint frá býli. En til að þetta<br />

gangi upp þurfa upplýsingamiðstöðvar að vera<br />

opnar allan ársins hring til að gefa ferðamönn<strong>um</strong><br />

upplýsingar og beina þeim á þá staði þar<br />

sem er opið<br />

• Markvissari útivist aldraðra. Markvissari útivera<br />

skólahópa. Tenging við erlenda sérhópa. Sérstakir<br />

útivistarhópar. Óvissuferðir<br />

• Nátttúran. Fámennið<br />

• Náttúruskoðun<br />

• Sama og á s<strong>um</strong>rin: jökla, eldfjöll, hraun osfr =<br />

náttúru<br />

• Selja inn á nátturuperlurnar og vernda þær og<br />

bæta alla <strong>um</strong>gengni. nr. 1. 2.og 3. Skipuleggja<br />

meira gönguhópa með leiðsög<strong>um</strong>önn<strong>um</strong><br />

• Skíði, snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli. Borgarferð<br />

til Reykjavíkur, falleg borg og sérstök<br />

menning. Matar menning, á Íslandi er gott<br />

hráefni og góður matur. Heita vatnið okkar,<br />

heitir pottar, jarðböð og bláa lónið. Á Íslandi<br />

eru ótrúlega mörg og fjölbreytileg söfn sem<br />

við eig<strong>um</strong> að halda á lofti. Hreindýraveiðar.<br />

Norðurljósin<br />

• Mætti markaðssetja vetur á Íslandi betur,<br />

myrkrið, kuldann, auðnina, þögnina, norðuljósin.<br />

Erfitt að stíla á vetraríþróttir þar sem við fá<strong>um</strong><br />

ekki alltaf snjó, en þó mætti reyna að bjóða upp<br />

á fleiri þannig<br />

• Vetrarhestamennsku, gönguferðir, sleða og<br />

hjóla ferðir<br />

• Heilsutengda ferðaþjónustu. Vetrarferðir til<br />

sveita, fjalla og fjöru<br />

• Kyrrð og frið, vetrarveðrátta, myrkur<br />

• Vetraríþróttir. Borgarferðir<br />

• Að markaðssetja veturinn betur, auka fjölbreytni<br />

í vetrarafþreyingu, auglýsa heita vatnið betur<br />

• Heitir pottar og Íslenskur matur. Selja Norðurljósin<br />

- skoðuð úr heit<strong>um</strong> pott<strong>um</strong>. Leigja s<strong>um</strong>arhús<br />

með heit<strong>um</strong> pott<strong>um</strong><br />

• Jökla aðgegni, varðandi snjósleða, ísgöngu,<br />

ísklifur, ísgangagerð, ísráðstefusali íshótel, ísvísindastöð.<br />

og allar þær rannsókir gerðar aðgengilegar<br />

fyrir ferðamenn. Allt árið, ekki síst á<br />

veturnar. Jólasveininn frá 15.okt til 20 des með<br />

hreyndýr<strong>um</strong> og heimli á Langjökli<br />

• Vetrarferðir, matarmenning, náttúruskoðun<br />

• Misjafnt eftir svæð<strong>um</strong> t.d. Sagan. Vetraríþróttir.<br />

Námskeið. Afslöppun<br />

• Söfn 2. Handverkshús 3. Skíðasvæðin<br />

• Vetraríþróttir. Kennsla í forn<strong>um</strong> vinnubrögð<strong>um</strong>.<br />

Endurvakið baðstofulíf í torfbæj<strong>um</strong><br />

• Höfuðborgarsvæðið haldi áfram kynningu á<br />

framsækinni borgarmenningu (tónlistar viðburðir,<br />

matarmenning, tíska o.s.frv.) auk öflug ri<br />

ráðstefnuferðamennsku. Landsbyggðin sæki<br />

frekar fram á hreyfiferðamennsku hvers konar, en<br />

bæði svæðin sinni í aukn<strong>um</strong> mæli heilsutengdri<br />

ferðaþjónustu<br />

• Ævintýri ( jeppaferðir /sleðaferðir jaðaríþróttir (<br />

ísklifur, extreme ski ofl.) heilsuefling - matur og<br />

námskeið. Námskeiðahald - handverk ofl.<br />

• Frábær söfn. Skíðaparadís. Kyrrð og friður<br />

• Græn ferðamennska. Heilsuferðamennska.<br />

Menning-kultur<br />

• Skemmtiferðir 2. Menningarviðburðir 3. Verslunarferðir<br />

4. Ráðstefnur 5. Afþreyingarferðir<br />

• Hagstætt að versla merkjavöru. Mikið menningarlíf.<br />

Ráðstefnnuhald. Ýmsar hvataferðir fyrir<br />

erlend fyrirtæki. Fegra Reykjavíkurborg<br />

• Leggja áherslu á menningar og landgæði hvers<br />

svæðis<br />

• Ég trúi að það megi setja upp margs konar<br />

spennandi þematengdar ferðaleiðir, t.d. þarf að<br />

nýta sagnaarfinn mun betur, bæði svokallaða<br />

hjátrú og Íslendingasögur, t.d. mætti setja upp<br />

söguleiðir og merkja inná gps. Einnig mætti<br />

setja upp matarhefðarleiðir o.m.fl.<br />

• Menningarráðstefnur. Ráðstefnur eða<br />

nám skeið <strong>um</strong> náttúru og eldvirkni Íslands.<br />

Bókmenntaþing <strong>um</strong> fornsögur. Bókmenntaviðburði<br />

tengda spennusög<strong>um</strong> s.s.<br />

eftir Arnald eða Yrsu<br />

124 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Höfða almennt til erlendra ævintýraferðamanna.<br />

Fleiri hótel á landsbyggðinni bjóði upp<br />

á Norðurljós. Reykjavík/Akureyri einbeiti sér að<br />

tónlistar/menningar viðburð<strong>um</strong>. Leggja áherslu<br />

á að Ísland ER öðruvísi<br />

- Gestgjafar eru ekki eins uppteknir og <strong>um</strong> hás<strong>um</strong>ar<br />

og geta þjónað gest<strong>um</strong> mikið betur - einstakt<br />

tækifæri fyrir sögu- og menningartengda ferðaþjónustu<br />

• Kynna sögu staðarins. Kynna söfnin okkar með<br />

lif andi fræðslu<br />

• Listir, menntun, saga, náttúra, ýmiskonar sérþekk<br />

ing sem er til staðar og bæta við hana<br />

• Tónlist<br />

• Hestar. Heita vatnið. Sjúkrahús og heisuefling.<br />

Veður<br />

• Helgarferðir og ferðir nær Reykjavík, mótorsport<br />

<strong>um</strong> allt land. Sértæk áhugamál<br />

• Setja meiri peninga í ferðaþjónustuna. Fjallaferðir,<br />

ævintýraferðir, norðurljósin, refaveiðar, snjósleðaferðir<br />

og gönguferðir<br />

• Gistingu, veitingasölu, leiðsögn (t.d. veiði og<br />

ferð ir upp á hálendi)<br />

• Skíðaferðir flug allt árið á Akureyri erlendis frá<br />

• Skíðaiðkun á Norðurlandi, stangveiði á jaðartím<strong>um</strong>,<br />

strandstangveiði, sjófuglaveiði<br />

• Skotveiðitengd ferðaþjónusta. Snjósleðaferðir.<br />

Ferðir í göngur og réttir<br />

• Heilsulindir ýmiskonar. Sundlaugar landsins<br />

mikið vanmetnar í dag (þykja oft betri en t.d.<br />

Bláa lónið, ódýrar og góðar, hreinar)<br />

• Heilsuferðaþjónustu, ráðstefnur og fundir,<br />

hvataferðir<br />

• Ráðstefnur, heilsa, fuglaskoðun, fjallagrasa- og jurtatínsla<br />

og notkun kvikmynda og auglýsinga gerð<br />

• Grænar ferðir, heilsu- og fræðslutengd ferðaþjón<br />

usta.<br />

• Heilsuhótel með langtíma prógrammi 3-6<br />

mánaða dvöl<br />

• Heilsutengd ferðaþjónusta og hvataferðir f. stór<br />

erlend fyrirtæki<br />

• Ótal sóknarfæri. Heilsutengd ferðaþjónusta<br />

Sam settar ferðir sveit og borg. Skólahópar<br />

Markhópar í eldamennsku, fræðslutengdar ferðir.<br />

Tung<strong>um</strong>álanám. Jarðfræðiferðir og fræðsla<br />

• Allskonar local dót, t.d. matur<br />

• Beint flug til Akureyrar, markaðssetning, samstarf,<br />

kynning og almenningssamgöngur<br />

• Markaðssókn erlendis og LÆKKUN ELSNEYTIS-<br />

VERÐS!!!<br />

• Að leggja áherslu á gusur, ekki dreifa kröftun <strong>um</strong><br />

á allt tímabilið. Nóvembergusu, áramóta gusu<br />

og páskagusu. Stilla upp áhugaverð<strong>um</strong> að drætti<br />

á þessar gusur leiksýningar, tónleika, hamagang<br />

og læti t.d. niðurgreiddar innanlandsflugferðir,<br />

rútuferðir<br />

• Bæta samgöngur og fjölbreytni í flugi hvar þú<br />

kemur inn í landið Meiri fjölbreytni fyrir ferðamenn<br />

að velja gististaði fyrir utan háannantíma<br />

ekki halda öll<strong>um</strong> í RVK<br />

• Dreifingu ferðamanna <strong>um</strong> landið á fleiri álagspunkta<br />

• Fleiri ferðamenn til landsins og þar með betri<br />

nýting fjárfestingar og atvinnuskapandi<br />

• Gestir fengju að upplifa réttarstemmingu er<br />

verið er að smala fé og hest<strong>um</strong> á haustin. Berjatínslu<br />

og eins er tíndar eru allskonar jurtir í<br />

heilsu drykki, brauð og í krem, og olíur<br />

• Helgarferðir á haustin, vor og vetur. Jólin og<br />

áramót, páska og vetrarfrí í Evrópu og US. Fá transit<br />

farþega til að stoppa í 1-2 daga með hvöt<strong>um</strong>.<br />

• Hlíðarfjall<br />

• Hvataferðir, óvissa, Ísland er meira en Reykjavík<br />

og Suðurnes, Við er<strong>um</strong> hér. Við vilj<strong>um</strong> gefa þér<br />

hlutdeild í okkar menningu, sögu og baráttu við<br />

óblíða náttúru<br />

• Hvert svæði þarf að hafa sérstöðu og byggja<br />

það upp. Búa til smærri ferðaleiðir gerðar út frá<br />

völd<strong>um</strong> stöð<strong>um</strong><br />

• Margskonar viðburði sem hægt er að setja<br />

upp,bæði íþróttatengda sem annað til að fá<br />

ferða menn til landsins<br />

• Sóknarfæri sé ég helst á höfuðborgarsvæðinu,<br />

þ.e.utan háannar og jaðartíma<br />

• Selja sérferðir 2. Auka aðgengi að ferðamannastöð<strong>um</strong><br />

með lýsingu<br />

Ísland allt árið | 125


Viðaukar<br />

• Góður matur, fjölbreytt afþreying , Vestur Íslendingar,<br />

sigling kring<strong>um</strong> landið og til eyja, Drangey,<br />

Grímsey, Hrísey, Vestmannaeyjar, golf í snjó<br />

og heitar laugar<br />

• Ísland sem Spa-staður. Markaðssetja sundlaugarnar<br />

á Íslandi sem þemasundlaugar og gera<br />

meira concept úr þessu öllu<br />

• Ráðstefnur. Auknir afþreyingar möguleikar. Fjölbreyttara<br />

úrval vetrarvara<br />

• Afþreyingu fyrir ferðamenn<br />

• Aukin þjónusta, aukin afþreying, aukin opnun<br />

afþreyingarfyrirtækja bættar samgöngur<br />

• Eitthvað sé <strong>um</strong> að vera á sem flest<strong>um</strong> stöð<strong>um</strong>.<br />

Selja veður sem áskorun, frost og snjó jökla<br />

• Ráðstefnu og hvataferðir<br />

• Ísland ævintýralandið þar sem allt getur gerst<br />

• Það vantar fleiri lúxushótel á landsbyggðinni.<br />

Þau þurfa ekki að vera stór, en þau þurfa að vera<br />

vönduð<br />

• Bæta þjónustu við ferðamenn, aðgengi að salern<br />

<strong>um</strong>, bensíni ofl .<br />

• Númer eitt að ferðaþjónustuaðilar hafi opið<br />

utan háannar. Það gerist að hingað kemur fólk<br />

sem getur hvergi fengið mat í desember - janúar<br />

• Samstarf ferðaþjónustuaðila á öllu landinu.<br />

Lækk un á ferðakostnaði. Auka áhuga og skilning<br />

stjórnvalda á málefninu<br />

• Starfsmannaferðir frá USA og Evrópu<br />

• Þegar upp talið, að auki þarf að aðstoða þjónustuaðila<br />

svo sem í Húsafelli við að hafa heilsársopnun.<br />

Án þessa get<strong>um</strong> við gleymt öllu þessu<br />

hjali<br />

• Þekkja <strong>um</strong>hverfi sitt og kunna að kynna það. Það<br />

er jafn nauðsynlegt að hafa gott leiðsögufólk<br />

og gott þjónustufólk. Gagnkvæmt samstarf<br />

þarf að vera milli þjónustuaðila út <strong>um</strong> land og<br />

ferðaskrifstofa og hótela á Reykjavíkursvæðinu.<br />

Leggja bundið slitlag á ferðamannvegi. Setja<br />

upp örnefna merki<br />

• Skíðaferðir, ferðir með strönd<strong>um</strong> lands ins,<br />

norður ljósa og stjörnuskoðanir<br />

• Skipuleggja ýmislegt jaðarsport í misjafnri<br />

veðráttu og ögrandi aðstæð<strong>um</strong><br />

• Snjósleðaferðir, skíðaferðir, norðurljósaferðir<br />

• Snjór. Vetur. Norðurljós. Rólegheit. Fámenni<br />

• Snjósleðar, íslensk jól, jólahlaðborð, gamlárskvöld,<br />

þorrablót, norðurljós.<br />

• Skiði, gönguferðir á skið<strong>um</strong>, vetrar ferðamenska<br />

• Skíði. Fjallaferðir. Hreindíraveiðar. Rjúpnaveiðar<br />

20. Eru önnur svæði sem þú vilt nefna sérstaklega?<br />

Svör:<br />

• Erfitt að telja upp einhver sérstök svæði. Helst er<br />

að velja svæði þar sem kemur snjór og stendur<br />

eitthvað. Þetta fer eftir því hvað verið er að bjóða<br />

uppá<br />

• Jöklar Íslands ! Hellar og heitar laugar á veturnar<br />

eru inn!<br />

• Landabyggðin<br />

• Öll svæði sem hafa góð hótel innan 50 km<br />

radísus frá sér<br />

• Sögusvið Íslendingasagna og glæpasagna<br />

ungra höfunda<br />

• Tel flest öll hafnarsvæði ílla nýtt, miklu meiri áhugi<br />

á fiskveið<strong>um</strong>, hreinni uppbyggingu á matvælaiðnaði<br />

ofl enn við ger<strong>um</strong> okkur grein fyrir.<br />

Smábátakarlar hafa ekki undan að svala forvitni<br />

erlendra ferðamanna oft niður á hafnarbakka<br />

• Vestmannaeyjar hafa algera sérstöðu sem þarf að<br />

nýta betur. Hálendi Vestfjarða - Glámuhálendið<br />

og heiðarnar eru paradís að vetrarlagi<br />

• Vissulega gæti þetta átt við mörg svæði en<br />

þjón usta sem og hótelkostur og annað þarf að<br />

vera í lagi, sem og samgöngur<br />

• Akureyri<br />

• Akureyri og nágrenni<br />

• Hvalaskoðunarferðir frá Akureyri<br />

• Snæfellsnesið!<br />

• Allt landið<br />

• 100 km radius frá Rvk<br />

• Kynningu á útivistarmöguleik<strong>um</strong> í nánasta<br />

nágrenni við Reykjavík. Dagsferðir út í Viðey,<br />

Heiðmörk, osfrv.<br />

• Spurning 19 er ekki sanngjörn því hverj<strong>um</strong> þykir<br />

sinn fugl fagur og nefnir væntanlega sitt svæði<br />

og nærliggjandi. Og síðan eðlilega Reykjanes og<br />

126 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

höfuðborgarsvæðið. Gagnvart vetrin<strong>um</strong> sérstaklega,<br />

eða þegar vegakerfið er ekki eða síður<br />

valkostur fyrir erlenda ferðamenn, skiptir aðgengið<br />

höfuðmáli. Staðsetning alþjóðaflugvallarins<br />

þar sem meginþorri gesta kemur í gegn<strong>um</strong>.<br />

Og staðsetning annarra flugvalla sem eru í<br />

notkun eða gætu verið notaðir. Hér skiptir ekki<br />

síður máli hvernig samgöng<strong>um</strong> innanlands er<br />

háttað. Og hvort viðkomandi svæði sé nægilega<br />

áhugavert til að vekja athygli og áhuga gesta<br />

þannig að vegalengd og kostnaður sé ekki það<br />

mikill að viðkomandi ákveði að dvelja einungis<br />

í tiltekn<strong>um</strong> radíus út frá innkomustaðn<strong>um</strong> í<br />

landið. Hér er t.d. verið að horfa á innanlandsflug<br />

og hvernig það hefur verið skipulagt og kynnt í<br />

tengsl<strong>um</strong> við alþjóðaflug. T.d. aðgengi að upplýsing<strong>um</strong><br />

eða bókun<strong>um</strong>. Með öðr<strong>um</strong> orð<strong>um</strong>,<br />

það skiptir máli fyrir heildina að sem flestar<br />

„stoðir” (undirsvæði, fyrirtæki og samtök þeirra,<br />

vörur, heildarhugmyndir) standi á bak við að ná<br />

aukn<strong>um</strong> árangri allt árið! Á Norðurlandi á sér<br />

stað mikil vinna við að fjölga fólki á mismunandi<br />

árstím<strong>um</strong>. Og vonandi og væntanlega eru önnur<br />

svæði að gera það líka og það er mjög mikilvægt!<br />

• Borgarfjörður og Snæfellsnes<br />

• Þingvellir og Borgarfjörður ásamt Snæfellsnesi<br />

bjóða upp á möguleika til snöggt<strong>um</strong> bættrar<br />

með höndlunar og þjónustu við ferðamenn sem<br />

og að mæta áhuga fólks á ferð<strong>um</strong> <strong>um</strong> svæðin<br />

• Eyjafjörður<br />

• Höfuðborgarsvæðið - innifelur í sér dagsferðir<br />

<strong>um</strong> suðurlandsundirlendi til Vestmannaeyja og<br />

Víkur<br />

• Hvalfjörður - hefur upp á svo margt að bjóða og<br />

er alveg við þröskuld höfuðborgarsvæðisins<br />

• Vesturland, Hvalfjörðurinn er algjör útivistarperla<br />

sem er algjörlega vannýtt og passlega<br />

langt frá bæn<strong>um</strong><br />

• Hveragerði og nágrenni, með tilliti til fjarlægðar<br />

frá Höfuðborgarsvæðinu og gönguleiða í<br />

kring<strong>um</strong> svæðið<br />

• Jökulfirðir<br />

• Laugarvatn<br />

• Miðhálendið<br />

• Gamla hersvæðið<br />

• Norður þing og Þingeyjarsveit<br />

• Öræfi, þau eru ekki Höfn í Hormafirði og ekki<br />

Skaftárhreppur heldur<br />

• Rangárþing<br />

• Rangárvallasýsla, Árnessýsla og Skaft.<br />

• Snæfellsnes/Dalir, Skagafjörður, Egilstaðir/Hérað<br />

og kannski Akureyri og nágrenni. Af hverju var<br />

ekki bara gefinn kostur á fleiri atrið<strong>um</strong> í spurningu<br />

19?<br />

• Strandir. Hólmavík og nágrenni Reykhólasveitar<br />

• Tel mun fleiri svæði eiga möguleika, Mývatn,<br />

Húsavík, Egilsstaðir/ Hérað, Austfirði, Allt svæðið<br />

frá Höfn og til Reykjavíkur<br />

• Tröllaskagi<br />

• Vestfirðir, Snæfellsnes, Norðurland Vestra, Norður<br />

land Eystra, Austurland<br />

• Vestmannaeyjar<br />

• Vestmannaeyjar og Suðurlandsundirlendi<br />

• Vestmannaeyjar, Snæfellsnes, Skagafjörður<br />

• Vinna meira með Vatnajökulsþjóðgarð sem<br />

heild<br />

21. Hvernig telur þú best að markaðssetja ferðaþjónustu<br />

utan háannar?<br />

Svör:<br />

• Persónuleg tengsl og <strong>um</strong>fjöllun á upplifun. Nota<br />

netmiðla<br />

• Bjóða blaðamönn<strong>um</strong> og ferðaskrifstofuaðil<strong>um</strong>,<br />

- Kynningar á netinu-<br />

• Auglýsa á netinu og setja spennandi atriðin<br />

fram á eigin heimasiðu<br />

• Ertu að tala <strong>um</strong> hvers konar markaðssetingu?<br />

Netið, sjónvarp, bæklingar, fræðsluþættir.<br />

Draga fram lífríkið að vetri, jöklana, snjóinn,<br />

norðurljósið, stjörnubjört vetrarkvöld (ekki<br />

marg ir sem búa t.d. á litl<strong>um</strong> stöð<strong>um</strong> eins og við<br />

og sjá stjörnuhafið án truflunar götuljósanna).<br />

Kyrrðin á móti storm<strong>um</strong> og snjó. Hvernig þú<br />

get ur aldrei vitað hvað Ísland býður þér upp á á<br />

degi hverj<strong>um</strong><br />

Ísland allt árið | 127


Viðaukar<br />

• Í gegn<strong>um</strong> vefinn og með opinberu fjármagni til<br />

kynningar á landinu<br />

• Internet og heimildarmyndir í sjónvarpi<br />

• Internet og kaupa auglýsingar í erlend<strong>um</strong> tímarit<strong>um</strong><br />

• Með góð<strong>um</strong> auglýsing<strong>um</strong> á neti og jafnvel erlend<strong>um</strong><br />

tímarit<strong>um</strong> og sjónvarpi<br />

• Með sérstakri kynningu fyrir þá sem selja ferðir í<br />

sjónvarpi og á netinu<br />

• Netkynningar eða auglýsingar<br />

• Sjónvarp og Netið<br />

• Það eru heimasíður fyrirtækjanna, myndir, upplýsingaflæðið<br />

þarf að vera gott og standa síðan<br />

við það sem við bjóð<strong>um</strong>. Það virkar til afspurnar<br />

• Hey I‘m in love! Flott átak í tengsl<strong>um</strong> við Eyjafjallajökul.<br />

Það á hins vegar ekki að þurfa gos til<br />

• Með kynnisferð<strong>um</strong> fyrir innflytjendur, hópa utan<br />

háannar. Efla enska hluta heimasíðu stofnunarinnar<br />

og setja þar inn praktístak upplýsingar<br />

• 1. Í gegn<strong>um</strong> netið; spjallsvæði, facebook, flick<br />

o.fl 2. Í gegn<strong>um</strong> ferðakaupstefnur<br />

• Ferðakaupstefnur og bein markaðssetning í<br />

gegn<strong>um</strong> ferðaskrifstofur. Góðar vefsíður sem<br />

auðvelda skipulagningu<br />

• Á netinu. Nota helstu samskiptamiðla, stutt<br />

vídeó á Youtube, „beint tal” á youtube til viðskiptavinanna.<br />

Sýna það sem á að selja. Fá þá<br />

sem hafa komið til að segja frá<br />

• Facebook<br />

• Með netmiðl<strong>um</strong> ýmiskonar, samkeppn<strong>um</strong> og<br />

verðlaun<strong>um</strong> eins og mjög tíðkast á Facebook,<br />

það átak sem nú er í gangi með insp. Iceland er<br />

mjög sniðugt. Það sem allir Íslandingar eru virkjaðir.<br />

Halda áfram á því sviði. Það eru Islandingar<br />

sem hafa lært <strong>um</strong> allan heim eða unnið sem<br />

geta hjálpað okkur að vinna í þessu<br />

• Nota t.d facebook og aðra netmiðla<br />

• Á heimasíðu og hjá vefsvæð<strong>um</strong> ferðaþjónustunnar<br />

• Á neti - vefj<strong>um</strong> sem reknir eru af opinber<strong>um</strong><br />

aðil<strong>um</strong>. Með kynningarbækling<strong>um</strong> og í blöð<strong>um</strong><br />

sem gefin eru út í tengsl<strong>um</strong> við ferðaþjónustu<br />

• Internetið<br />

• Internetið er nútíðin og framtíðin. Höfða enn<br />

meir til þess stöðugt stækkandi hóps sem skipuleggur<br />

og bókar sinn frítíma og ferðalög í gegn<strong>um</strong><br />

netið<br />

• Með kynningamyndbönd<strong>um</strong><br />

• Með myndbandaefni<br />

• Tilboð. Auglýsingar á netinu<br />

• Upplýsingavefir <strong>um</strong> ferðalög<br />

• Vinna mest á samskiptavefj<strong>um</strong> og áhugasviðssíð<strong>um</strong><br />

• Auglýsa sannleikann og ævintýraferðir, eða<br />

heilsutengda þjónustu<br />

• Sameiginleg<strong>um</strong> flott<strong>um</strong> auglýsing<strong>um</strong> <strong>um</strong> land<br />

og þjóð þar sem vísað er síðan á t.d. visit, þ.e.<br />

landshlutana.<br />

• Þetta á við <strong>um</strong> allt árið. Auglýsingar og aftur<br />

auglýsa utan landsins og auglysa landið allt ekki<br />

bara borgina og nágreni<br />

• Bjóða ferðaþjónust<strong>um</strong> upp á prufuferðir og<br />

halda fundi með þeim. Sýna fr<strong>um</strong>kvæði. Auglýsa<br />

á rétt<strong>um</strong> stöð<strong>um</strong>. Vera sýnilegur og í samstarfi við<br />

aðrar ferðaþjónustuaðila með því að markaðssetja<br />

svæðið í heild sinni til dæmis. Mæta með<br />

sína vöru á ferðasýningar sem í boði eru<br />

• Auglýsing<strong>um</strong><br />

• Auglýsa hversu ódýrt og fallegt sé að koma til<br />

Íslands miðað við aðra staði í heimin<strong>um</strong> (vegna<br />

falls krónunnar)<br />

• Auglýsa landið í heild, áhugaverða staði og afþreyingu<br />

• Auglýsa veturinn, norðurljós, útivist í heilbrigðu<br />

<strong>um</strong>hverfi, samspil íss og jarðhita o.fl.<br />

• Auglýsingar erlendis<br />

• Auglýsingar og maður á mann<br />

• Auglýsingar virka kannski best, en líka maður á<br />

mann aðferðin. Lítið fæst út úr kaupstefn<strong>um</strong><br />

• Auglýsingar, og geta komið þeim á framfæri án<br />

mikils kostnaðar<br />

• Auglýsing<strong>um</strong> í erlend<strong>um</strong> tímarit<strong>um</strong> og sjónvarpi.<br />

Virkja ferðaskrifstofur erlendis<br />

• Aukin kynning erlendis<br />

• Ef það er gert í gegn<strong>um</strong> netið, þá færðu markhópinn<br />

20-30 ára. Best að gera það með<br />

128 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

aulýsing<strong>um</strong> í fjölmiðl<strong>um</strong> og reyna að auka <strong>um</strong>fjöllun<br />

með uppákom<strong>um</strong><br />

• Ferðaþjónusta auglýsir sig best sjálf. Sýna fallegar<br />

myndir af landi og sjó sömuleiðist öll<strong>um</strong><br />

okkar fallegu dýr<strong>um</strong><br />

• Fjölmiðlar þurfa að koma að því og styrkja þessi<br />

litlu ferðaþjónustufyrirtæki yfir vetrartímann<br />

þegar tekjur manna eru í lágmarki og lítið sem<br />

ekkert hægt að eyða í markaðssetningu<br />

• Gefa út bæklinga og auglýsa í blöð<strong>um</strong><br />

• Lítil sandkorn fylla betur upp í glas en stórir<br />

stein ar. Nálg<strong>um</strong>st sérhópa með því að styrkja lítil<br />

og meðalstór fyrirtæki til að auglýsa og kynna<br />

sig í stað þess að styrkja Icelandair í eina stóra<br />

herferð. Augl. í ljósmyndatímariti frá ljósmyndaferðaft.<br />

- fuglatímarit f. fuglaskoðuarft. osfr. Er<br />

samt ánægur með Inspired by Iceland. Og geri<br />

mér grein f. að því fleiri farþega sem flugfélög<br />

koma með til landsins því betra f. alla - því það<br />

ferðast enginn til að sitja í flugvél eða sofa á<br />

hóteli - fólk vill gera e-ð, sjá e-ð, upplifa e-ð<br />

• Öflugar erlendar kynningar meðal ferðaskipuleggjenda<br />

erlendis og markaðssetning á netinu<br />

• T.d. að ferðaþjónustuaðilar komist í fjölmiðla og<br />

segi frá sinni starfsemi<br />

• Með svipaðri markaðsetningu og Inspierd by<br />

Iceland nema hafa veturinn sem aðaláherslu<br />

snjór, jökull ,norðurljós og afþreying<br />

• Kynna erlend<strong>um</strong> ferðaskrifstof<strong>um</strong> Ísland að vetri<br />

til. Bjóða þeim hingað, virkar betur en að taka<br />

þátt í sýning<strong>um</strong> erlendis, gefur mun meira af sér.<br />

Sleðaferðir, jeppaferðir, Ísland í vetrabúningi, orkan<br />

frá hafinu (á sálina) og svo margt margt fleira.<br />

• Bjóða erlend<strong>um</strong> fjölmiðlamönn<strong>um</strong> til Ísalnds<br />

á þess<strong>um</strong> tíma til þáttagerðar eða greinaskrifa,<br />

vinna markvisst á að kveða niður þann draug í<br />

þýsk<strong>um</strong>ælandi lönd<strong>um</strong> að hér sé svartamyrkur<br />

24/7 frá okt og fram í mars og að auki hryllilega<br />

kalt, best að gera það með auglýsing<strong>um</strong><br />

í ferðatímarit<strong>um</strong> sem keypt eru af þeim sem<br />

aðallega fara til annarra landa en Skandinavíu.<br />

Auglýsa upp menningarferðir á lágönn, sbr. svar<br />

við 14g, einnig reiðtúra og allt annað sem hægt<br />

er að gera, köfun bæði fyrir norðan og sunnan,<br />

jöklagöngur,og að auki að finna út hvenær vetrarfrí<br />

eru í skól<strong>um</strong>, þannig að fjölskyldan öll geti<br />

farið í fjölskylduvænar (og hagkvæmari) ferðir<br />

til Íslands á lágönn. Ekki gleyma að kynna hagstæðari<br />

verð á lágönn og sýna dæmi úr flugi og<br />

gistingu) -en þá verða þessir hlutir líka að vera<br />

raunverulega hagstæðari<br />

• Hætta að hafa minnimáttarkennd gagnvart<br />

veðrinu. Markaðssetja jólin, íslensku jólasveinana,<br />

myrkrið og kyrrðina, norðurljósin jarðböð í<br />

frosti,hreinan mat og þorrablótin<br />

• Hugsa til langs tíma en ekki í skammtíma sem<br />

bera sýnilega árangur strax. Nota veður og<br />

myrkur sem aðdráttarafl að vetri, og draga fram<br />

sérstöðu Íslands á þeim árstíma þá stönd<strong>um</strong> við<br />

undir vænting<strong>um</strong> gesta<br />

• Koma skilaboð<strong>um</strong> <strong>um</strong> að veturnir á íslandi séu<br />

ekki slæmir verðufarslega allavegana ekki á<br />

Suðurlandi og auðvelt að ferðast og auka upplýsingar<br />

<strong>um</strong> að verð á gistiþjónustu sé mun<br />

ódýr ara á veturnar<br />

• Að veita nokkr<strong>um</strong> fyrirtækj<strong>um</strong> víðsvegar <strong>um</strong><br />

landið markaðstyrki til að efla og sýna aðra<br />

mynd af landinu okkar enn ekki alltaf þessi<br />

staðlaða mynd sem nokkur stór fyrirtæki hafa<br />

dregið upp hér<br />

• Ég hef ekki verið sáttur við ímyndina sem gefið<br />

hefur út! Ísland er kalt og áhugavert yfir vetrartímann.<br />

Ekki draga úr því og segja að það sé<br />

ekki svo slæmt. Það missir marks. Gera stórar<br />

markaðskannanir á reynslu erlendra ferðamanna.<br />

Það þýðir lítið að spyrja okkur sjálf. Sjálfur<br />

væri ég til í að lesa slíkar kannanir. Þá þarf ég<br />

ekki að „giska” á hvað okkar kúnnar vilja!<br />

• Exótísk upplifun. Þægindi í öruggu <strong>um</strong>hverfi<br />

þrátt fyrir óblíð náttúruöfl<br />

• Frábært veður, bara spurning <strong>um</strong> klæðnað<br />

• Fyrir útlendinga: Norðurljós, klakabönd, hestamennska,<br />

jökla, einvera/solitude. Fyrir Íslendinga:<br />

Hagstæð tilboð fyrir hópa<br />

• Gestrisni og vingjarnlegt viðmót. Persónuleg<br />

þjónusta, falleg náttúra, víðátta, fátt fólk<br />

Ísland allt árið | 129


Viðaukar<br />

• Heitir pottar, snjór í hári, jarðhiti og kalt veður,<br />

heitt og kalt<br />

• Hér vantar mig kunáttu kyrrðina, húmið, norðurljósinn,<br />

kuldann<br />

• Höfða til sérstöðu lands og þjóðar. Líta náttúruna<br />

í vetrabúningi t.d. Gullfoss í klakabönd<strong>um</strong>.<br />

Íslenski hesturinn / dvöl á hestabúgarði eins og<br />

við bjóð<strong>um</strong> upp á<br />

• Leggja áherslu á sérstöðu íslenska vetrarins<br />

• Margar leiðir, selja þarf hugmyndina að þessu<br />

sérstaka, fámenna, kyrra, þögla, hrá fegurð og<br />

dökk ímynd<br />

• Markaðsetja upplifun<br />

• Mismunandi árstíðir eru áhugaverðar<br />

• Náttúra, söfn, norðurljósin og fuglar á haustin<br />

• Norðurljósin er eitt atriði sem ég nefndi áður,<br />

væri góð heildstæð markaðsherferð. En hellingur<br />

að öðru vetrardundi sem mætti gera út á.<br />

• Sem ævíntýraland. Sem eitthvað sem ekki er<br />

hægt aðupplifa annarstaðar<br />

• Sérstaða Íslands, Saga og þjóð, veður<br />

• Sýna rétta mynd af svæðinu<br />

• T.d. veik króna allt ódýrt og sína myndir af vetri<br />

eins og hann er og vera stolt af því, t.d. bara<br />

gam an í vondu veðri<br />

• Þarf að nota aðrar aðferðir til þess en að markaðssetja<br />

háannatímann?<br />

• Upplýsingar <strong>um</strong> staðreyndir ekki óskhyggju<br />

• Við er<strong>um</strong> hér, lif<strong>um</strong> við duttlunga Íslenskrar náttúru<br />

norður undir heimskautsbaug, við lærð<strong>um</strong><br />

að lifa við harðneskju náttúruaflanna. Við vilj<strong>um</strong><br />

gefa þér innsýn í okkar kjör og menningu, eins<br />

þau eru, ekki eins og við vilj<strong>um</strong> að þú sjáir þau<br />

• Með því að fá erlenda ferðaheildsala sem þekkja<br />

Ísland í lið með okkur, held að best sé að byrja<br />

þar<br />

• A.m.k. ekki með því að höfða til ferðafólks með<br />

lág<strong>um</strong> verð<strong>um</strong><br />

• Ævintýraferðamenn, upplifunarferðamenn, ráðstefnu-<br />

og hvataferðamenn<br />

• Ævintýri. Snjór og allra veðra von - óbeysluð<br />

nátt úrufegurð og óblíð náttúruöfl<br />

• Áreiti, láta vita af sér<br />

• Búa til þáttaröð, skemmtiþætti sem hægt er að<br />

selja erlendis og sem sýnir íslenskt landslag yfir<br />

vetrartímann<br />

• Fá flugfélög<strong>um</strong> til að vera með lægri taxta. Meria<br />

ferðamenn=meira tekjur fyrir allir<br />

• Finna markhópa og herja á þá<br />

• Heilsutengja<br />

• Markviss kynning á valda markhópa<br />

• Með auknu framlagi á pening<strong>um</strong> til kynningarmála<br />

• Með fjölbreytt<strong>um</strong> hætti<br />

• Með niðurgreiðslu ríkisins á gjöld<strong>um</strong> til flugfélaga<br />

svo verðið lækki, fleiri gestir sjái sér fært<br />

að koma til landsins og margföldunaráhrif hvers<br />

gests borgi upp kostnað niðurgreiðslunnar og<br />

meira til<br />

• Með pakkaferð<strong>um</strong> og aukinni heilsutengdri<br />

ferða þjónustu<br />

• Með því að veita góða þjónustu sem spyrst út.<br />

• Myndrænt - hjá rétt<strong>um</strong> markhóp<strong>um</strong> - innan<br />

raða áhugasviðshópa - í sértímarit<strong>um</strong><br />

• Pening<strong>um</strong> sem mokað er í ónefnt flugfélag núna<br />

verði einnig til úthlutunar til smærri fyrirtækja<br />

• Það er mikilvægt að finna afmarkaða markhópa<br />

frekar en að puðra fjármagni til markaðssetningar<br />

ómarkvisst<br />

• Á allan tiltækan hátt, en fyrst og fremst með<br />

öflugu samþættu starfi<br />

• Ef við ætl<strong>um</strong> að markaðssetja landið erlendis<br />

verð<strong>um</strong> við að koma fram sem heild - kynn<strong>um</strong><br />

okkur með auðmýkt og stolti en ekki einhverri<br />

vitleysu sem er þess valdandi að það er gert grín<br />

að okkur sem þjóð<br />

• Erfið spurning. Vinna að sameigenlegu átaki<br />

• Klasasamstarf hagsmunaaðila, ekki einvörðungu<br />

rekstraraðila heldur samþætting ríkis,<br />

sveit arfélags, ferðaþjónustu og annarra fyrirtækja<br />

sem njóta góðs af aukinni ferðaþjónustu<br />

• Markaðsátak á veg<strong>um</strong> Íslandsstofu og Ferðamálastofu.<br />

Stíla inn á sérhæfða markhópa<br />

erlend is s.s.. fuglaáhugafólk<br />

• Markaðssetja landið í heild - ekki hvert og eitt<br />

fyrirtæki<br />

130 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Með kynningu og allt landið ekki bara Reykjavíkursvæðið<br />

• Með sameiginlegu átaki ferðaþjónustuaðila<br />

• Með samstarfi Flugleiða og landshluta (gististaðir,<br />

veitingastaðir, afþreying, söfn)samtaka<br />

• Með samvinnu<br />

• Með sérstök<strong>um</strong> markaðsátök<strong>um</strong><br />

• Sameiginleg átök í gusur<br />

• Sameiginlega<br />

• Sameiginlegt átak í kynning<strong>um</strong> erlendis<br />

• Sameignilegt átak þarf til<br />

• Ubs..... ef ég viss það þá ætti ég örugglega einkaþotu<br />

!! Samvinnu og fjármagni<br />

• Bein markaðssetning, þ.e.a.s. kynna þjónustuna<br />

fyrir erlend<strong>um</strong> söluaðil<strong>um</strong> beint, með því að<br />

bjóða þeim í kynningarferðir<br />

• Beinni markasetningu<br />

• Bjóða erlend<strong>um</strong> ferðaskrifstofuaðil<strong>um</strong> í heimsókn<br />

Bein markaðsetning með aðstoð obinberra aðila<br />

• Boðsferðir á rétta aðila<br />

• Með því að bjóða í kynnisferðir og að viðskiptavinir<br />

njóti og upplifi land og þjóð<br />

• Bein markaðsetning á einstök<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong> ekki<br />

Íslands sem heild<br />

• Markaðssetja sérstakar „upplifunarferðir” á<br />

ákveðna staði, þar sem fólk fær að njóta og ekki<br />

er verið að reyna að sjá „allt” í einni ferð<br />

• Með samstilltu átaki ferðaþjónustuaðila á tiltekn<br />

<strong>um</strong> svæð<strong>um</strong> eða í tiltekn<strong>um</strong> grein<strong>um</strong><br />

ferðaþjónustu. Markaðsstofurnar eiga að vera<br />

stýrandi aðili með Íslandsstofu<br />

• Með samstiltu átaki á svæðisbundin hátt, held<br />

að það sé best að þjappa aðil<strong>um</strong> saman á<br />

svæð<strong>um</strong> og kynna á þann hátt<br />

• Með svæðisbundn<strong>um</strong> kynning<strong>um</strong><br />

• Með því að benda á sérstöðu hvers landshluta,<br />

en hampa ekki aðeins s<strong>um</strong><strong>um</strong>, t.d. Náttúran<br />

(misjafnt á milli svæða), listir, mannlíf og það<br />

sem telst vera þjóðlegt. Yfir vetrarmánuðina eru<br />

heimamenn t.d. mjög uppteknir af allskonar<br />

menningarlífi, skemmta sér og sín<strong>um</strong> en það<br />

mætti vekja meiri athygli á því sem í boði er út<br />

fyrir svæðin<br />

• Svæðismarkaðssetnigu<br />

• Á ráðstefn<strong>um</strong> með erlend<strong>um</strong> ferðaskrifstof<strong>um</strong><br />

• Fara á ferðaráðstefnur og kynna ferðaþjónustuna<br />

• Í gegn<strong>um</strong> ferðakaupstefnur t.d. Vestnorden<br />

• Direct marketing<br />

• Einfalt. Fá erlenda fagaðila í markaðssetningu til<br />

að selja Ísland. Þeir kunna þetta og vita hvar er<br />

best að auglýsa, hverja á að tala við, hvað heillar<br />

útlendinga mest við Ísland, hvar á að setja<br />

auglýsinguna svo hún virki<br />

• Sölusamstarf við erlendar ferðaskrifstofur<br />

• Það er einfalt. Það þarf að opna markaðsstofu í<br />

Skandinavíu, og svo í helstu Evrópulöndun<strong>um</strong>,<br />

með íslensku fólki sem að gerir ekkert annað<br />

en að kynna Ísland sem vænlegan kost fyrir<br />

ferða menn, hvort sem er hópa (fyrirtækjahópa,<br />

vinahópa og fjölskyldur), eða einstaklinga og<br />

minni fjölskyldur<br />

• Vinna með söluaðil<strong>um</strong> á ferðaskrifstof<strong>um</strong> í þeim<br />

lönd<strong>um</strong> við markaðssetja á í, og hafa <strong>um</strong>boðsmenn<br />

á stærstu stöðun<strong>um</strong><br />

• Fyrst þurf<strong>um</strong> við sjálf að hafa trú á að það sé<br />

hægt að ná árangri. Af <strong>um</strong>ræðu að ráða er þetta<br />

að gerast í æ ríkara mæli. Og við þurf<strong>um</strong> að<br />

hafa skilning á því að varan sem við er<strong>um</strong> að<br />

bjóða er ekki endilega sú sama allt árið. Kannski<br />

árstíðatengd eða sveigjanleg. Sbr þetta árið<br />

héld <strong>um</strong> við að það yrði kannski s<strong>um</strong>arlegt í júní<br />

en ekki vetrarlegt! Við þurf<strong>um</strong> að hafa góða<br />

vörulínu. Sem höfðar til þeirra markhópa sem<br />

ætlað er að sækja á. Hér gildir að okkar mati að<br />

fjöldi einstaklinga ætti ekki að vera eini mælikvarðinn<br />

á árangur (eða í markmið<strong>um</strong>) heldur<br />

verðmæti hvers og eins. Þetta ætt<strong>um</strong> við að<br />

þekkja sem fiskveiðiþjóð! Að öðru leyti nýt<strong>um</strong><br />

við þau tól og aðferðir sem eru þekktar og<br />

best reynast í hverju tilfelli. Að okkar mati hefur<br />

á und anförn<strong>um</strong> ár<strong>um</strong> nokkuð verið tvískipt<br />

áhersla í markaðssetningu á Íslandi. Náttúran<br />

á s<strong>um</strong>rin og borgar/bæjar líf og menning á<br />

veturna. Almennt séð. Þetta er kannski rangt<br />

mat en við telj<strong>um</strong> rétt og eðlilegt að náttúra Ís-<br />

Ísland allt árið | 131


Viðaukar<br />

lands (í víðri merkingu) sé ákveðið hryggstykki<br />

í því aðdráttar afli sem landið okkar er - allt árið.<br />

Það er einskonar bakgrunnur í því sem við er<strong>um</strong>,<br />

menning okkar, saga o.s.frv. Eldfjallaeyjan Ísland!<br />

• Með bros á vör og glampa í auga : ) - gera hlutina<br />

í einlægni - bjóða upp á gæðavöru með<br />

íslensku hjarta<br />

• Að ná til þeirra sem hafa komið áður <strong>um</strong> s<strong>um</strong>ar í<br />

styttri ferðir <strong>um</strong> vetur ráðstefnur og þess háttar<br />

• Að njóta kyrrðar og friðar í sveitinni, koma hestin<strong>um</strong><br />

á framfæri allskonar uppákomur<br />

• Ferskleiki og hrein „lifandi” náttúra<br />

• Gegn<strong>um</strong> ferðaþjónustur og flugfélög<br />

• Í samvinnu við farfuglasamtökinn<br />

• Leggja áherslu á lífsgæðin í landinu, hreint loft<br />

og vatn, góðan mat og gott fólk, góða þjónustu<br />

og ægifagra náttúru<br />

• Með auglýsing<strong>um</strong> og tilboð<strong>um</strong> tildæmis á<br />

pakka ferð<strong>um</strong><br />

• Með ferðamannabækling<strong>um</strong><br />

• Með heil<strong>um</strong> lausn<strong>um</strong> - gisting, matur, afþreying<br />

í stuttan tíma 3-4 dagar með beinu flugi<br />

• Með kynningarbækling<strong>um</strong> og kynningar fund <strong>um</strong><br />

• Með því að aðilar í ferðaþjónustu taki sig saman<br />

og búi til pakkaferðir. Einnig ættu þeir að skiptast<br />

á link<strong>um</strong>, það kostar ekkert en er fljótt að<br />

vinda upp á sig<br />

• Með því að höfða til náttúrunnar, menningar,<br />

sögunnar, bjóða upp á tónleika í Hörpu með<br />

lengdri dvöl<br />

• Með því að markaðssetja ævintýraferðir fyrir<br />

starfsmannahópa<br />

• Með tilboðsverð<strong>um</strong><br />

• Norðurljós og laugar<br />

• Norðurljós. Viðburðir. Matarupplifun. Skíði<br />

• Vera í góðu sambandi við ferðaskrifstofur. Hafa<br />

öflugan fulltrúa fyrir héraðið sem tengir hagsmunaaðila<br />

saman<br />

• Welcome anytime of the year .... hér koma ferðamenn<br />

svo oft að lokuð<strong>um</strong> dyr<strong>um</strong> á jaðartíma<br />

sem þýðir að þeir upplifa svæðið á neikvæðan<br />

hátt og mæla ekki með að aðrir heimsæki svæði<br />

þar sem allt var lokað<br />

23. Í hvaða Evrópulönd<strong>um</strong> er, eða hyggst/áformar<br />

(innan 5 ára), fyrirtæki þitt að markaðsetja<br />

vörur/þjónustu fyrir erlenda ferðamenn?<br />

Svör:<br />

Svör þeirra sem kusu að tilgreina annað en fyrirliggjandi<br />

valkosti:<br />

• Belgíu Ísrael<br />

• Belgíu<br />

• Canada , Ástralía<br />

• Internetið er ekki skipt í þjóðlönd<br />

• Ireland<br />

• Írlandi og Tékklandi<br />

• Kína, Japan. Hvar sem er raunverulega. Máttur<br />

internetsins<br />

• Króatía, Slóvenía<br />

• Markhópur minn er aðallega Íslendingar. Gæti<br />

breyst síðar ef vel gengur<br />

• Öll lönd sem SAS flýgur á eru með www.flysas.com<br />

• Pólland, Tékkland<br />

• Spánn<br />

• Tæwan og Japan<br />

• Það fyrirtæki sem hefur yfir að ráða þess<strong>um</strong> stað<br />

er e.t.v. að íhuga einhverja markaðssetningu en<br />

þá helst innanlands<br />

• Tyrkland<br />

• Úkrinia<br />

• Ungverjaland<br />

• Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía, Írland<br />

• Við er<strong>um</strong> einnig að vinna í Tékklandi, Slóveníu,<br />

Ísrael, Slóvakíu svo eitthvað sé nefnt<br />

• Við er<strong>um</strong> ekki með beina markaðssetningu erlendis,<br />

aðeins í gegn<strong>um</strong> markaðsstofu svæðisins<br />

og með auglýsingu í Around Iceland o.þ.h.<br />

27. Hvaða markaðs- og sölutæki er fyrirtæki þitt<br />

að nota eða ætlar að nota meira (á næstu ár<strong>um</strong>)<br />

í markaðsstarfi á erlend<strong>um</strong> mörkuð<strong>um</strong>?<br />

Vinsamlegast merkið við það sem við á.<br />

Svör:<br />

Svör þeirra sem kusu að tilgreina annað en fyrirliggjandi<br />

valkosti:<br />

• Allar spurningar hér að ofan eiga við að því<br />

leyti að Ferðaþjónusta bænda sér <strong>um</strong> erlenda<br />

132 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

markaðssetningiu nema við er<strong>um</strong> bara skráðir á<br />

bókunarsíð<strong>um</strong><br />

• Bein tengsl við kennara sem fara í námskeiðsferðir<br />

með nemendur sína (á oft við kennara í<br />

hugleiðslu, jóga, qi gong osfrv osfrv.)<br />

• Beina markaðssetningu með kynningarfund<strong>um</strong><br />

og myndasýning<strong>um</strong>. Persónuleg<strong>um</strong> bréfaskrift<strong>um</strong><br />

til valinna aðila. Samstarf við fagaðila í námskeiðahaldi<br />

og afþreyingu<br />

• Er aðili að Markaðsstofu Austurlands<br />

• Er<strong>um</strong> þegar í föst<strong>um</strong> viðskipt<strong>um</strong> við ferðaskrifstofur<br />

og sífellt banka fleiri uppá svo markaðsstarf<br />

hefur í raun verið óverulegt og ekki útlit fyrir að<br />

það breytist að ráði<br />

• FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA<br />

• Heimasíða á internetinu<br />

• Íslensk fyrirtæki og starfsmannahópar<br />

• Komast inn hjá erlend<strong>um</strong> ferðaheildsöl<strong>um</strong><br />

• Markaðsreisa, fara og hitta ferðasöluskrifstofur.<br />

Heimildarmyndir<br />

• Pay per click á leitarvél<strong>um</strong> t.d Google og tengsl<br />

við fjölmargar erlendar vefsíður<br />

• Sveit.is<br />

• Tengslanet sem byggst hefur upp í gegn<strong>um</strong><br />

árin, maður á mann<br />

• TripAdvisor.com<br />

• Við er<strong>um</strong> innan Farfugla og þar er unnið mjög<br />

gott markaðsstarf, haldið er úti góð<strong>um</strong> vef<br />

www.hostel.is , bæklingar eru gefnir út og dreift<br />

innanlands og t.d. á West Norden. Er<strong>um</strong> einnig<br />

á bókunarvél farfugla. Þar við bætist að á okkar<br />

svæði er að fara af stað samvinna ferðaþjónustuaðila<br />

<strong>um</strong> markaðsstarf.<br />

• You tube.<br />

30. Vilt þú koma einhverju á framfæri við þá aðila<br />

sem að þessari könnun standa?<br />

Svör:<br />

• Það má gjarnan beina fleiri ferðamönn<strong>um</strong> á<br />

Akra nes<br />

• Þessi könnun er ekki í takt við þau mörgu smáu<br />

fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu<br />

• Á lítið við okkur<br />

• Að greinin verði ekki of skatt pínd og stöðugt<br />

rekstrar<strong>um</strong>hverfi<br />

• Aðeins of löng<br />

• Ansi löng og viðamikil tímalengd hefði þurft að<br />

koma þarna inn fremst margar spurningar efni<br />

í skýrslu fá fagmenn með tilheyrandi menntun,<br />

reynslu og slíkt í verkefni sem þarf að vinna til að<br />

auka ferðamenn utan háannar<br />

• Auglýsa smærri gististaði betur úti á landsbyggðinni,<br />

þeir eru oft ódýrari og þar af leiðandi góður<br />

kostur fyrir ferðamenn. Svo eru þeir líka oft staðsettir<br />

í kyrrlátri og fallegri náttúru sem mjög<br />

margir sækjast eftir<br />

• Brýnt að liðka til með undanþágu fyrir smærri<br />

ferða þjónustuaðila í afþreyingu vegna sjóstanga<br />

veiði. Núna er alveg bannað að fara á sjó<br />

með túrista nema með sérstöku veiðileyfi, sem<br />

hefur þau takmörk að alls ekki má stunda neinar<br />

aðrar veiðar á sama tíma<br />

• Býð fram enn frekara samstarf við flugfélagið<br />

SAS sem hingað flýgur á eigin vél<strong>um</strong> til/frá Oslo<br />

6 x í viku og eins í samskráðu flugi með Icelandair<br />

á 7 staði í Evrópu og til Asíu<br />

• Eflaust er hægt að fá fræðslu og ráðleggingar<br />

<strong>um</strong> rekstur smáfyrirtækja en ég hef ekki þrátt<br />

fyrir 6 ára starf vitað hvert ætti að leita ráða. Ég<br />

veit ekkert fyrir hvað Íslandsstofa stendur<br />

• Ég fer að hætta með heimagistinguna, á eitt<br />

s<strong>um</strong>ar eftir<br />

• Ég hef meira en nóg að gera við að koma minni<br />

starfsemi af stað og hafa hana aðlaðandi því<br />

hentar ekki vel að þurfa að eyða tíma í að svara<br />

könnun eins og þessari núna. Beta væri að<br />

senda svona könnun yfir veturinn ekki að vori.<br />

Kveðja Benedikt<br />

• Ég tel mikilvægt að tekið sé á svartri starfsemi<br />

í ferðaþjónustu. Einnig tel ég mikilvægt að<br />

t.d. sveitafélög og aðrir opinberir aðilar sé að<br />

vinna að almenn<strong>um</strong> atrið<strong>um</strong> eins og samstarfi,<br />

kortagerð, stígagerð, bættri aðstöðu og upplýsing<strong>um</strong><br />

á sundstöð<strong>um</strong>, aðgengismál<strong>um</strong> o.s.frv.<br />

en séu ekki að skekkja myndina með því t.d. að<br />

reka „ókeypis” tjaldstæði, niðurgreidd kaffihús og<br />

Ísland allt árið | 133


Viðaukar<br />

matsölustaði á söfn<strong>um</strong> eða annarstaðar. Leigi<br />

ekki út skólahúsnæði án þess að <strong>um</strong> opið ferli<br />

sé að ræða. Dæmi er<strong>um</strong> <strong>um</strong> að t.d. heimavist<br />

Fjölbrautaskólans á Akranesi er leigð út oftast<br />

til kokksins án nokkura auglýsinga. Oftast hefur<br />

síðan verið rekin þar starfsemi án leyfa. Þetta á<br />

við <strong>um</strong> mjög margt og marga staði. Þetta húsnæði<br />

má alveg nýta eins og annað en að <strong>um</strong><br />

einhverskonar opið ferli sé að ræða. Og að allir<br />

hafi leyfi. Sveitafélög gætu þess í stað t.d. styrkt<br />

fræðslu og námskeiðahald í greininni sem allir<br />

sem stunda ferðaþjóustu/þjónustu geta sótt.<br />

ÉG tel líka að jól og áramót geti verið góður<br />

tími til að fá ferðafólk til landsins. Veit t.d af fólki<br />

sem kom frá Ameríku í fyrra fyrir jólinn og fannst<br />

jólamarkaðir í Hafnafirði og fleiri stöð<strong>um</strong> alveg<br />

stórkostlegir. Gangi ykkur og okkur vel í þessari<br />

skemmtilegu atvinnugrein : ) Ég verð ekki vör<br />

við annað en að erlend<strong>um</strong> ferðamönn<strong>um</strong> finnist<br />

mjög gaman að koma til landsins og að fólkið í<br />

landinu sé sérstakelga hjálpsamt og liðlegt. með<br />

góð<strong>um</strong> kveðjurm<br />

• Einyrkjar í ferðþjónustu og þeir eru margir hafa<br />

ekki fjárhagslegt bolmagn í markaðssetningu<br />

einir og sér, hún þarf að gerast á samtaka grunni<br />

• Fagnámskeið fyrir ferðaþjónustuaðila yfir allt<br />

árið (stutt námskeið) þar sem fyrirlesarar myndu<br />

koma hvert á land sem er myndi hjálpa. Þetta<br />

er ung grein og mikið vantar oft upp á fagmennsku.<br />

Erlend<strong>um</strong> ferðamönn<strong>um</strong> finnst þetta<br />

í besta falli krúttlegt<br />

• Finnst hún of löng og send á röng<strong>um</strong> árstíma<br />

• Fjölga ferðamönn<strong>um</strong> útá land með beinu flugi<br />

frá Keflavík<br />

• Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi eru rekin<br />

í smá<strong>um</strong> stíl. Einstaklings fyrirtæki, fjölskyldufyrirtæki<br />

osfv. Mér finnst of mikið einblítt á þá<br />

stóru. En munið að margt smátt gerir eitt stórt.<br />

Hlú<strong>um</strong> að græðlingun<strong>um</strong> og upp spretta blóm.<br />

Bestu óskir <strong>um</strong> bjarta framtíð Íslenskrar Ferðaþjónustu<br />

• Flott framtak og þörf vinna. Þarf að auka afþreyingu<br />

á því svæði sem ég er á til að auka<br />

gistingu á svæðinu, þetta helst allt í hendur. Takk<br />

fyrir.<br />

• Fyrir fr<strong>um</strong>kvöðla í ferðaþjónustu vantar eftirtalið.<br />

Tengsl við markaðssetningu, þeir stóru á<br />

markaðn<strong>um</strong>, vista út. Við vilj<strong>um</strong> fara auðveldu<br />

leiðina, Gullfoss Geysir osfrv. fr<strong>um</strong>kvöðull er ógnun<br />

við það sem ég hef, einyrkinn á veru lega erfitt<br />

uppdráttar. Við er<strong>um</strong> með fr<strong>um</strong>kvöðlafyrirtæki<br />

sem byggir á þjónustu sem ekki á tækifæri í<br />

markaðssetningu vegna lítils stuðnings og lítillar<br />

þekk ingar á markaðssetn ingu, vantar ráðsgjöf<br />

og aðstoð við markvissa markaðssetningu á því<br />

sem við ætl<strong>um</strong> að bygg ja á og ná markmið<strong>um</strong>.<br />

Sérfræðiaðstoð, fyrir fr<strong>um</strong>kvöðla<br />

• Gangi ykkur vel !<br />

• Get ekki svarað öll<strong>um</strong> spurningun<strong>um</strong> vona að<br />

þetta dugi<br />

• Get því miður ekki á þess<strong>um</strong> tíma staðið í margra<br />

tíma könnun, gefst upp<br />

• Góð könnun - takk fyrir<br />

• Gott framtak<br />

• Gott framtak. Við höf<strong>um</strong> alla burði til að fá miklu<br />

fleira fólk utan háannatíma en nú er. Við höf<strong>um</strong><br />

náttúruna, flotta gististaði, flotta afþreyingu og<br />

síðast en ekki síst besta mat í heimi. Markaðssetj<strong>um</strong><br />

Ísland sem ævintýraland þar sem hægt<br />

er að fara á super jepp<strong>um</strong> og ferðast <strong>um</strong>, leyf<strong>um</strong><br />

fólki að njóta norðuljósanna í heit<strong>um</strong> pott<strong>um</strong><br />

(og slíku tengt t.d. Bláa Lónið). Finn<strong>um</strong><br />

tókst þetta og ef við á Íslandi get<strong>um</strong> þetta ekki<br />

líka, þá getur þetta enginn. Tækifærin bíða<br />

handan hornsins. Eitt í lokin, það þarf að samræma<br />

álögur á mannvirki í ferðaþjónustu t.d.<br />

frí stundahús. Því miður eru fasteignaskattar svo<br />

rosalega háir að það hreinlega drepur niður alla<br />

starfsemi<br />

• Hef aldrei heyrt <strong>um</strong> mögulegan markaðsstuðning<br />

frá Íslansdsstofu. Kvaðja Jón Þór<br />

• Hef aldrei heyrt <strong>um</strong> Íslandsstofu og veit ekki<br />

hvort hún er eitthvað fyrir mig (þ.e. hvort hún<br />

geti aðstoðað við að auglýsa s<strong>um</strong>arnámskeið<br />

mín við ýmsa erlenda háskóla/nemenda, eða<br />

samstarf <strong>um</strong> ferðamennsku og menntun)<br />

134 | Ísland allt árið


Viðaukar<br />

• Hef orðið megna skömm á Samtök ferðaþjónustunnar,<br />

hegða sér eins og móðursjúkur örgeðja<br />

einstaklingur með tilhneigingu til ritskoðunar<br />

og forsjárhyggju. Að vera sífellt með<br />

upphrópanir og leiklistatilburði dregur okkur<br />

meðlimina niður sem óábyrga og ómarktæka<br />

gasprara<br />

• Hefj<strong>um</strong>st handa<br />

• Held að það sé mjög mikilvægt að treysta samstarf<br />

ekki aðeins á milli mismunandi ferðaþjónustuaðila<br />

heldur líka milli hagsmunaaðila og<br />

hins opinbera. Það er óþolandi forræðishyggja<br />

sem það fólk sem er að strita í greininni þarf að<br />

undirgangast hvort heldur <strong>um</strong> er að ræða lögbindandi<br />

innheimtu fyrir ríkið eða reglugerðir af<br />

hálfu bæjar- og sveitarfélaga<br />

• Henda út fullt af net<strong>um</strong>, markaðsetja nota ölltrixin<br />

aftur og aftur - þeir fisk sem róa<br />

• Hún er of löng<br />

• Hvar getur maður nálgast niðurstöðurnar?<br />

• Já prufa að keyra hringinn <strong>um</strong> Ísland sjálf og upp lifa<br />

þjónustuna utan háanntímans og helst að reyna að<br />

fá þjónustu á kvöldin. Það er sko ekki auðvelt<br />

• Já vinnið samviskusamlega úr úrlausn á þessu<br />

verkefni og látið niðurstöður tala eigin máli, ekki<br />

betr<strong>um</strong>bæta í þágu einstakra einstaklinga og<br />

fyrirtækja, því það þarf að fara vinna að málefn<strong>um</strong><br />

ferðaþjónustunnar af heil<strong>um</strong> hug og varðveita<br />

öll þau störf sem hún veitir nú þegar og<br />

hjálpa henni að vaxa og verða betri, fyrir mig,<br />

þig og þjóðarbúið<br />

• Já, ég hefði viljað vita það fyrr að hægt væri að<br />

þiggja aðstoð hjá Íslandsstofu. Að slík<strong>um</strong> upplýsing<strong>um</strong><br />

sé komið til allra sem sækja <strong>um</strong> leyfi<br />

til reksturs ferðaskrifstofu. Það er hark að hefja<br />

svona rekstur og standa undir markaðssetningu<br />

erlendis og aðstoð á fyrsta ári rekstursins hefði<br />

án efa komið að gagni<br />

• Margar spurningar of <strong>um</strong>fangsmiklar og fjölþætt<br />

ar til að svara í svona könnun<br />

• Mér lýst vel á að það sé verið að vinna í þessu<br />

máli og vona að hægt verði að auka ferðamennsku<br />

á veturna líka<br />

• Of löng<br />

• Reyna að sjá skógin þó tréin skyggi á þetta er<br />

vinsamlegt kveðja gangi ykkur vel<br />

• Sæl ég nenni ekki að svara svona spurninga lista<br />

sem ekki reiknar með hálendinu sem stað, 80%<br />

erlendra gesta koma til að njóta náttúr unnar<br />

og hún er hvað flottust á hálendinu. Kv Páll<br />

Gíslason framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi<br />

Fann borgar sem rekur hálendismiðstöðina í<br />

Kerlingar fjöll<strong>um</strong><br />

• Skemmtileg könnun, verður gaman að sjá niðurstöður<br />

úr henni!<br />

• Starfa sem ferðafulltrúi sveitarfélags í hálfu starfi.<br />

Því áttu margar spurningar ekki við starf mitt.<br />

Þakka samt að mega taka þátt<br />

• Sveitafélagið Akureyri stendur uppbyggingu<br />

fyrir þrif<strong>um</strong> vegna vanhæfis skipulagsyfirvalda<br />

• Tækifærin eru óþrjótandi. Ver<strong>um</strong> ekki hrædd<br />

við að selja okkur dýrt. Ísland er mjög sérstakt.<br />

Frekar enn að kaffæra hér allt í ódýr<strong>um</strong> ferðamönn<strong>um</strong><br />

(sem eru þó ávallt velkomnir!), þá<br />

eig<strong>um</strong> við að leggja áheyrslu á dýrari þjónustu<br />

og dýrari viðskiptavini. En til þess þarf hágæða<br />

infrastrúktúr og menntað vinnuafl<br />

• Takk fyrir flottan stuðning og aðstoð þegar leitað<br />

er til ykkar<br />

• Takk fyrir þessa könnun sem er skilmerkileg og<br />

skynsamleg<br />

• Takk fyrir! Það verður spennandi að sjá útkomuna<br />

• Tekur lengri tíma en 5 mín :)<br />

• Það eru ekki til patentlausnir! Sjálfbær ferðaþjónusta<br />

er í eðli sínu keðja margra smárra aðila og<br />

öll samhæfing og stoðkerfi verður að taka mið af<br />

því<br />

• Það eru miklir möguleikar fólgnir í menningarferðaþjónustu,<br />

sérstaklega til að styrkja lágannarferðaþjónustuna.<br />

En til þess þurf<strong>um</strong> við að<br />

vinna heimavinnuna okkar, styrkja innviðina<br />

(þmt. opnunartíma) og markaðssetja erlendis<br />

þennan þátt í ísl. ferðaþjónustu. En líka vinna<br />

markvisst að hagstæðari verð<strong>um</strong> á þess<strong>um</strong><br />

tíma, sem ætti að vera hægt þegar nýting tækja,<br />

Ísland allt árið | 135


Viðaukar<br />

húsnæðis og mannafla eykst - sem er tilhlökkunarefni<br />

og gerir þetta fagsvið loks að alvöru<br />

heilsárs atvinnugrein þar sem ekki þarf lengur<br />

að standa í því að vinna í þessu að miklu leyti<br />

bara vegna ánægjunnar. Einnig held ég að það<br />

megi bæta því hér við að það gæti verið ástæða<br />

til að kanna hvort Íslandsstofa er ekki einungis<br />

að gera hlutina rétt, heldur líka að gera réttu hlutina,<br />

og skoða hvort þar er nægjanlegur metnaður,<br />

nægjanleg fagmennska og nægjanlega<br />

skýr markmið fyrir hendi. Allt í lagi að fólk þurfi<br />

að vinna fyrir launun<strong>um</strong> sín<strong>um</strong> þar. -Kannski<br />

búið að taka á þessu?<br />

• Það má ekki segja að könnun taki 5 mínútur<br />

þegar hún er aldrei á leiðinni að vera búin fyrr en<br />

eftir a.m.k. 15 mínútur. Þetta eykur möguleikann<br />

á að maður geri hlutina í flýti og svari á óraunhæfan<br />

hátt. Skamm!<br />

• Það tók mig 45 mínútur að svar henni ekki 5<br />

mínútur. Frekar ómarkvissar spurningar og<br />

könn unin of löng. Hvernig verða niðurstöðurnar<br />

kynntar?<br />

• Það væri nú heppilegra að senda könnun sem<br />

þessa á öðr<strong>um</strong> árstíma!!<br />

• Það vantaði spurningu <strong>um</strong> hvort og hversu<br />

marg ir væru í launuðu starfi hjá fyrirtækinu. Oft<br />

er <strong>um</strong> að ræða einyrkja sem vinna gríðarlegt<br />

starf í þágu fyrirtækisins en sinna fullu starfi annarsstaðar<br />

á laun<strong>um</strong>. Ég er að reyna að átta mig á<br />

hverju könnunin á að skila<br />

• Það vantar að geta svarað „á ekki við”<br />

• Þakka fyrir að þessi könnun var gerð og vona að<br />

hún gefi góðan árangur<br />

• There needs to be effective monitoring of unauthorized<br />

parties in tourism with funding for<br />

such agencies and the ability to fine violators.<br />

Guides need to be officially recognized and<br />

their payscale such that there is motivation<br />

to become a guide and thereby fill a growing<br />

need. The ‚shortage‘ comes from ridiculous,<br />

long-surpressed wages, and justifies hiring<br />

amateurs, which leads to poor ratings and less<br />

tourism. Professionalism needs to be encouraged<br />

with fair wages for those truly qualified for<br />

the job. Parks and sites should charge a modest<br />

admission fee, NOT expect to earn money from<br />

pay-toilets. More sanitary facilities are needed<br />

EVERYWHERE before tourism can increase.<br />

• Þessi könnun á ekki allskostar við starfsemina<br />

• Þið ættuð að kanna áður en farið er í könnunina<br />

hvað fyrirtækinn eru stór ég er bara með tvö lítil<br />

smáhýsi þannig að þetta er varla fyrirtæki<br />

• Um er að ræða safn sem er aðeins að hluta til<br />

í ferðaþjónstu og því eiga ekki allar spurningar<br />

könnunarinnar hér við<br />

• Vantar skýrar reglur <strong>um</strong> úthlutun úr sjóði Íslandsstofu<br />

vegna heimsókna blaðamanna<br />

• Vantar stuðning svæðisbundið<br />

• Vekja athygli á ólöglegri starfsemi í íþróttahús<strong>um</strong><br />

og framvegis drepur alla uppbyggingu utan<br />

háannar<br />

• Velkomið að hafa samband<br />

• Vera stoltir af landinu<br />

• Við er<strong>um</strong> smá, en við vilj<strong>um</strong> vera með og við<br />

vilj<strong>um</strong> reyna að gera betur<br />

• Við höf<strong>um</strong> óteljandi möguleika á að auka ferðamannastra<strong>um</strong><br />

til landsins yfir vetrarmánuðina<br />

þá sérstaklega í kring<strong>um</strong> vetrarfí í skól<strong>um</strong> víðsvegar<br />

í Evrópu. Vetrarfríin dreifast yfir fjórar til<br />

fimm vikur<br />

• Við vilj<strong>um</strong> gjarnan selja starfsemi okkar<br />

• Vona bara að þessi könnun geti skilað einhverju!<br />

136 | Ísland allt árið

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!