26.06.2015 Views

Bóndavarðan mars 2015

Staðarblað Djúpavogshrepps, 1. tbl, 14. árgangur. Djúpavogshreppur, Djúpivogur, Bóndavarðan.

Staðarblað Djúpavogshrepps, 1. tbl, 14. árgangur.
Djúpavogshreppur, Djúpivogur, Bóndavarðan.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

ÁVARP SVEITARSTJÓRA<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Vorjafndægur voru í síðustu viku og birtutíminn lengist með hverjum<br />

deginum. Það er vor í lofti og styttist í að farfuglar snúi heim frá<br />

vetrarstöðvunum. Í náttúrunni er allt á uppleið, mannfólkið hrífst með, það<br />

léttir yfir fólki og vorverkin bíða.<br />

Fyrir ári síðan var ekki létt yfir Djúpavogsbúum. Vísir hf. tilkynnti 28. <strong>mars</strong><br />

2014 áform sín um að hætta fiskvinnslu á Djúpavogi. Til margra ára hafði<br />

fiskvinnsla Vísis verið stærsti vinnuveitandinn í þorpinu og ljóst að ef<br />

svartsýnustu spár rættust yrði það reiðarslag fyrir byggðina, áhrifin til lengri<br />

tíma alvarleg og atvinnulíf í uppnámi með tilheyrandi fólksfækkun.<br />

Framtíðin virtist ekki björt.<br />

Nú, ári síðar, eigum við enn töluvert langt í land með að ná fyrri stöðu og það<br />

verður að segjast að aðkoma ríkisvaldsins að málinu hefur valdið miklum vonbrigðum og verður ekki orðlengt um það hér.<br />

Íbúar hafa hins vegar brugðist við af krafti og látið hendur standa fram úr ermum.<br />

Hjá nýjum Búlandstindi ehf. starfa nú 27 manns við vinnslu á bolfiski og silungi frá fiskeldinu sem er með nýjar kvíar í<br />

undirbúningi í Berufirði. Í sveitinni eru bændur framkvæmdaglaðir, þar hefur risið húsnæði undir slátrun og kjötvinnslu,<br />

fjárfest hefur verið í mjaltaþjónum og mjólkurkvóta og snakkverksmiðja tekur til starfa í vor. Iðnfyrirtæki hafa nóg að gera<br />

hvort heldur er við nýsmíði eða viðhald. Ferðaþjónustunni vex stöðugt fiskur um hrygg og næg vinna hefur verið í boði fyrir<br />

iðnaðarmenn. Minjavörður Austurlands hefur hafið störf í Geysi og Nýsköpunarmiðstöð mun setja upp starfsstöð í<br />

„Djúpinu“ fljótlega .<br />

Í tilefni af því hvað áunnist hefur og hvernig við með samtakamætti höfum tekist á við þetta krefjandi verkefni frá því<br />

tilkynningin örlagaríka var gefin út, vill sveitarfélagið bjóða íbúum til kaffisamsætis á Hótel Framtíð laugardaginn 28. <strong>mars</strong><br />

<strong>2015</strong>. Þar verður boðið upp á létta dagskrá og ræðuhöld verða í lágmarki :-) Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, en<br />

viðburðurinn verður auglýstur betur þegar nær dregur.<br />

Sveitarstjóri<br />

2

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!