26.06.2015 Views

Bóndavarðan mars 2015

Staðarblað Djúpavogshrepps, 1. tbl, 14. árgangur. Djúpavogshreppur, Djúpivogur, Bóndavarðan.

Staðarblað Djúpavogshrepps, 1. tbl, 14. árgangur.
Djúpavogshreppur, Djúpivogur, Bóndavarðan.

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BÓNDAVARÐAN<br />

ENDURVINNSLUKORTIÐ & ÚRGANGSMÁL<br />

Nýverið skrifaði Djúpavogshreppur fyrst sveitarfélaga í landinu undir samning við fyrirtækið Náttúra.is um þjónustuvef<br />

sem kallast Endurvinnslukortið, en mörg sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið og þegar hafið innleiðingu á þessari þjónustu við<br />

íbúa sem og gesti sem fara um viðkomandi svæði. Um að ræða miðlægan gagnagrunn þar sem íbúar og gestir geta á<br />

einfaldan hátt fengið ítarlegar upplýsingar um hvernig standa skuli að endurvinnslu og skilum á hinum ýmsu efnum svo<br />

og hvernig þjónustu er almennt háttað í málaflokknum á hverju svæði.<br />

Hver er ávinningur íbúa af flokkun og endurvinnslu/endurnýtingu<br />

Umtalsverðar framfarir hafa átt sér stað á síðustu árum er varða úrgangsmál og flokkun á hinum ýmsu efnum til<br />

endurvinnslu og má segja að samfélögn séu sífellt að verða meðvitaðri og ábyrgari í þessum efnum. Íbúum þessa heims er<br />

ljóst að endurnýting er leiðin til að lágmarka þau umhverfisvandamál sem hafa orðið til með nýjum efnum og úrgangi sem<br />

eru að falla til í okkar nútíma neyslusamfélagi. Samfélögin leggja því sífellt meiri áherslu á að lágmarka það magn sem fer<br />

til urðunar enda hefur kostnaður við urðunarsvæði margfaldast á síðustu árum. Ávinningur íbúa er því umtalsverður með<br />

því að taka þátt í að flokka og skila efnum á Safnstöðina okkar og stuðla þannig að endurnýtingu og lægri<br />

sorpurðunargjöldum.<br />

Með því að flokka skilmerkilega taka íbúar ekki aðeins þátt í að halda niðri kostnaði vegna sorpurðunar heldur styðja í<br />

leiðinni við stefnu í átt að aukinni sjálfbærni með jákvæðum umhverfisáhrifum og jákvæðri ímynd fyrir samfélagið í heild<br />

sinni. Umhverfisvitund íbúa samfélaga er því almennt að taka miklum og jákvæðum breytingum og þeir verða sífellt<br />

meðvitaðri um gildi þess og gera sér grein fyrir að umhverfi okkar er ekki botnlaus ruslatunna sem tekur endalaust við.<br />

Plastpokalaust samfélag<br />

Eitt af þeim efnum sem hafa slæm áhrif á umhverfi okkar bæði til sjós og lands er plastið sem tekur gríðarlega langan tíma<br />

að eyðast í umhverfinu. Því miður hendir fólk ennþá plasthlutum á víðavangi og til sjós og komið hefur í ljós með sífellt<br />

meiri rannsóknum að plastefni innihalda margvísleg óæskileg eiturefni sem hafa verið að hlaðast upp í lífríki okkar á<br />

undanförnum áratugum. Plastpokanotkun á Íslandi er gríðarleg og hafa nú nokkur sveitarfélög íhugað að gerast<br />

plastpokalaus sveitarfélög og eru fulltrúar Djúpavogshrepps nú að velta upp hvort samfélagið í Djúpavogshreppi og<br />

verslanir á svæðinu séu til samstarfs um að útrýma plastpokum og leggja með því lóð sitt á vogarskálarnar í ábyrgri<br />

umgengni. Við væntum því góðs samstarfs þegar þetta verkefni verður kynnt nánar.<br />

Lífrænn úrgangur og moltugerð<br />

Eitt af þeim úrgangsefnum sem fellur til á heimilum og vegur þungt í pokanum sem fer til urðunar er lífrænn úrgangur,<br />

ýmiskonar matarafgangar og fl. Sveitarfélög sum hver bjóða nú þegar upp á lausnir í þessum efnum m.a. til þess að<br />

lágmarka það magn sem fer til urðunar svo halda megi niðri kostnaði. Þarna er einnig tækifæri fyrir Djúpavogshrepp og<br />

íbúa hans til að lágmarka enn frekar kostnað og minnka umhverfisáhrif.<br />

Nokkrar lausnir eru til í þessum efnum og má segja að minni sveitarfélög hafi meiri möguleika í þessum efnum en þau<br />

stærri. Árangursríkasta og hagkvæmasta lausnin bæði fyrir íbúa og sveitarfélög er án vafa að hvert og eitt heimili stundi<br />

sína eigin moltugerð og endurnýti þannig jarðgerðina sem fullkomna mold í eigin garði, þ.e. hin fullkomna hringrás og<br />

fullkomlega sjálfbært. Áherslur á aukna moltugerð í samfélaginu eru því einnig á lista sveitarfélagsins á kjörtímabilinu.<br />

Flokkun er ekkert mál<br />

Öllum þeim sem hafa á annað borð tamið sér að standa skipulaga að flokkun á efnum sem falla til á heimilum sem og<br />

moltugerð ber öllum saman um að það hvarfli ekki að þeim að snúa til baka eftir að byrjað er því. Í öllum atriðum hefur<br />

komið í ljós að fyrirhöfnin er ótrúlega lítil en ávinningurinn er hinsvegar mikill og því eru miklir hagsmunir undir þegar<br />

heilu samfélögin taka sig til og standa saman í þessum efnum.<br />

Það er von fulltrúa sveitarfélagsins að íbúar í Djúpavogshreppi taki nú sem áður þátt í þeim verkefnum sem sveitarfélagið<br />

hefur verið að innleiða hægt og bítandi á síðustu árum en meðvitað hefur það verið mat Cittaslowsveitarfélagins<br />

Djúpavogshrepps að árangursvænlegast sé að taka hæfilega stór skref í einu við innleiðingu á nýjum leiðum til að bæta<br />

umhverfi okkar í þessum mikilvæga málaflokki.<br />

20<br />

F.h. Djúpavogshrepps<br />

Andrés Skúlason, oddviti

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!