11.07.2015 Views

Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á ...

Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á ...

Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á ...

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Box 4. Gróðurhúsaáhrif og gróðurhúsalofttegundirUm 70% af sólargeislum sem berast jörðinni hita upp andrúmsloft og yfirborð jarðar en30% geislanna speglast frá yfirborði andrúmsloftsins aftur út í geiminn. Þessi geislun erað mestu leyti úr sýnilega og nær-sýnilega hluta litrófsins. Að jafnaði geislar jörðin sömuorku aftur út í geiminn, en vegna þess hve svalt er við yfirborð jarðarinnar er um innrauðageislun að ræða. Ákveðnar lofttegundir í andrúmsloftinu, gróðurhúsalofttegundir,gleypa innrauða geisla og <strong>draga</strong> þannig úr útgeisluninni og hita yfirborð jarðar. Þegarjörðin hitnar eykst útgeislunin og jafnvægi næst við hærra hitastig. Af þessum ástæðumer hitastig við yfirborð jarðar hærra en ella, þ.e. að jafnaði 14°C í stað -19°C.Helstu gróðurhúsalofttegundirnar eru vatnsgufa (H 2 O) og koldíoxíð (CO 2 ). Aðrar náttúrulegargróðurhúsalofttegundir eru metan (CH 4 ), hláturgas (N 2 O) og ósón (O 3 ). Styrkurþessara lofttegunda hefur aukist mjög frá því árið 1750, þegar iðnbyltingin hófst, aðallegavegna brennslu jarðefnaeldsneytis (CO 2 ), en einnig m.a. vegna skógareyðingar, aukinslandbúnaðar (CH 4 ) og notkunar á áburði (N 2 O).Styrkur gróðurhúsalofttegunda frá árinu 0 <strong>til</strong> ársins 2005(Heimild : IPCC, 2007: Climate Change 2007:The Physical Science Basis. FAQ 2.1, Mynd 1)Auk náttúrulegra gróðurhúsalofttegunda eru ákveðin <strong>til</strong>búin efni öflugar gróðurhúsalofttegundir.Vetnisflúorkolefni (HFC) eru m.a. notuð sem kælimiðlar, perflúorkolefni (PFCefni þ.e. CF 4 og C 2 F 6 ) myndast aðallega við frumframleiðslu á áli og brennisteinshexaflúoríð(SF6) er m.a. notað sem neistavari í rafbúnaði. Skuldbindingar Kýótóbókunarinnarná <strong>til</strong> þessara efna auk koltvísýrings, metans og hláturgass.Auk ofangreindra efna má nefna klórflúorkolefni (CFC) sem notuð hafa verið semkælimiðlar og sem þensluefni við framleiðslu á frauðplasti, og vetnisklórflúorkolefni(HCFC) sem eru staðgengilsefni fyrir CFC. Þessi efni eru jafnframt ósóneyðandi efni oger í gildi alþjóðlegur samningur, þ.e. Montreal-bókun Vínarsamningsins, sem skuldbindursamningsaðila <strong>til</strong> að stuðla að verndun ósonlagsins með því að <strong>draga</strong> úr losun efnanna.Ekki er því tekið á þessum efnum í Kýótóbókuninni.– 21 –

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!