22.06.2017 Views

Topaz 50 lítil upplausn

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

SAUMUR OG KASTSAUMUR<br />

Saumurinn og kastsaumurinn saumar sauminn og kastar<br />

jaðarinn í einum saum. Það er fjöldinn allur af mismunandi<br />

saumum/kastsaumum í vélinni. SAUMARÁÐGJAFINN <br />

mun velja hentugasta sauminn fyrir valið efni og stilla vélina<br />

fyrir hentugan saum.<br />

efni: Þunn teygjanleg - í tveimur lögum.<br />

veljið: Þunn teygjanleg og saum/kastsaum í<br />

SAUMARÁÐGJAFANUM .<br />

notið: Saumfót J og “stretch” nál í grófleika 75 eins og<br />

mælt er með.<br />

saumið:<br />

• Leggið efnin saman réttu á móti réttu. Setjið efnin<br />

þannig undir saumfótinn að víra-jaðarstýringin á<br />

fætinum renni meðfram jaðrinum á efnunum.<br />

• Stígið á fótmótstöðuna. Saumfóturinn fer niður<br />

sjálfkrafa.<br />

• Saumið/kastið jaðarinn.<br />

• Snertið tvinnaklippurnar.<br />

Endurtakið saum/kastsaums tæknina á grófara eða<br />

þykkara teygjanlegu efni og einnig á þykku ofnu efni.<br />

SAUMARÁÐGJAFINN mun velja besta sauminn,<br />

sporlengdina, sporbreiddina, tvinnaspennuna, þrýsting á<br />

saumfót og saumhraða fyrir hvert efni fyrir sig. Farið eftir<br />

öðrum ráðleggingum sem koma fram á skjánum.<br />

SAUMUR/KASTSAUMUR Á STROFF<br />

Sauma/kastsaumstæknin hentar mjög vel fyrir stroff og<br />

hálsmál.<br />

efni: Peysuefni og stroff.<br />

veljið: Meðal teygjanleg efni og saumur/kastsaumur.<br />

notið: Saumfótur B og “stretch” nál nr. 90 eins og ráðlagt<br />

er.<br />

tvinni: Venjulegur saumtvinni.<br />

Klippið út hálsmál í teygjanlegu efni. Brjótið stroffið<br />

tvöfalt. Setjið rétturnar á flíkinni og stroffinu saman og<br />

saumið stroffið við efnið með 6mm saumfari. Togið aðeins<br />

í stroffið um leið og þið saumið.<br />

Saumað 4:11

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!