22.06.2017 Views

Topaz 50 lítil upplausn

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

TÁKN Á SKJÁNUM<br />

“Fara í gegn um mynstrin” (Step Through designs) og<br />

“mínir rammar” (My Hoops) eru alltaf fyrir hendi á meðan<br />

neðri hluti skjásins getur breyst eftir því hvort þið hafið<br />

valið staðsetningu, kvörðun, snúning eða “zoom/pan”.<br />

Fara í gegn um mynstrin (Step Through Designs)<br />

Þegar þið snertið táknið “fara í gegn um mynstrin”,<br />

veljið þið næsta mynstur í röðinni eins og þau voru sett<br />

inn í vélina. Snertið og haldið til að velja öll mynstrin.<br />

Afveljið með því að snerta fyrir utan mynsturrammann á<br />

útsaumsfletinum.<br />

Ath: Til að breyta mynstri sem er á útsaumsfletinum, verður<br />

mynstrið að vera virkt.<br />

Mínir rammar<br />

Til að velja rétta rammastærð, snertið þið táknið fyrir<br />

“mína ramma” (My Hoops). Sprettigluggi kemur upp með<br />

valmynd yfir ramma, þar á meðal ramma sem þið getið<br />

keypt aukalega hjá HUSQVARNA VIKING ® umboðinu.<br />

Eftir að hafa valið rammastærð, lokast sprettiglugginn<br />

sjálfkrafa.<br />

Þið getið séð fyrir neðan útsaumsflötinn hvaða stærð þið<br />

hafið valið.<br />

Ath: Ef þið hafið valið rammana sem þið eigið í “mínum römmum”<br />

í “Set” valmyndinni þá koma þeir rammar fyrst í listanum “mínir<br />

rammar” í útsaums undirbúningi (Embroidery Edit).<br />

“Start”<br />

valmynd<br />

Fara um mynstrin<br />

Útsaumsflötur<br />

Mínir rammar<br />

Heildarfjöldi spora í útsaums saumaröð<br />

Valin rammastærð<br />

Útsaums<br />

saumaskapur<br />

”ALT”<br />

Upplýsingarnar í neðri hluta skjásins breytast allt eftir<br />

því hvaða aðgerð þið veljið. Snertið “ALT” táknið og<br />

sprettigluggi kemur upp þar sem þið getið valið hvort þið<br />

viljið staðsetja (position), kvarða (scale), snúa (rotate) eða<br />

“súmma/skotra” (zoom/pan).<br />

Staðsetning<br />

Kvarði<br />

Snúa<br />

“Zoom” valkostir/<br />

skotra<br />

Staðsetja<br />

Þegar “staðsetning” er virk, getið þið fært mynstrið hvert<br />

sem þið viljið á útsaumsfletinum. Notið örvarnar eða<br />

skjápennann til að færa mynstrið. Númerin fyrir ofan/til<br />

hliðar við örvarnar sýna ykkur stöðuna á láréttri og lóðréttri<br />

stöðu mynstursins í millimetrum frá miðjum rammanum.<br />

Snertið táknið fyrir “miðjusetja mynstrið” (Center<br />

design) og mynstrið eða mynstrin verða flutt í miðjuna á<br />

rammanum.<br />

Snertið táknið “færa í ramma” (Move to Hoop) til að færa<br />

mynstur sem er fyrir utan rammasvæðið inn á svæðið.<br />

Mynstrið verður staðsett nálægt ytri jaðri rammans í þeirri<br />

átt sem þið staðsettuð það.<br />

Miðja mynsturs<br />

Færa í ramma<br />

Mynstur fært frá miðju<br />

í mm<br />

Staðsetning<br />

Mynstur fært frá<br />

miðju í mm<br />

7:4

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!