28.08.2015 Views

Estrogel í skammtadælu inniheldur 0,6 mg - Besins Healthcare

Estrogel í skammtadælu inniheldur 0,6 mg - Besins Healthcare

Estrogel í skammtadælu inniheldur 0,6 mg - Besins Healthcare

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Upplýsingar um<br />

ESTROGEL HLAUP<br />

ESTROGEL, hlaup 0,6 <strong>mg</strong>/g<br />

HVAÐ INNIHELDUR ESTROGEL?<br />

<strong>Estrogel</strong> í skammtadælu <strong>inniheldur</strong> 0,6 <strong>mg</strong> af estradíóli í hverju grammi af hlaupi sem<br />

jafngildir 0,75 <strong>mg</strong> í hverjum skammti.<br />

Hlaupið <strong>inniheldur</strong> auk þess hjálparefnin karbómer 980, trolamín, etanól 96% og hreinsað<br />

vatn.<br />

HVERNIG VERKAR ESTROGEL?<br />

<strong>Estrogel</strong> er hlaup sem flytur líkamanum náttúrulegt kvenhormón um húð.<br />

HVER BER ÁBYRGÐ Á ESTROGEL?<br />

Handhafi markaðsleyfis<br />

Oy Leiras Finland AB, Yliopistonkatu 34 A, FIN-20100 Turku, Finnlandi.<br />

Framleiðandi<br />

Oy Leiras Finland Ab, Pansiontie 47, FIN-20200, Finnlandi.<br />

Umboðsmaður<br />

Gróco ehf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.<br />

VIÐ HVERJU ER ESTROGEL NOTAÐ?<br />

<strong>Estrogel</strong> er notað við óþægindum þegar estrógenframleiðsla er ófullnægjandi<br />

(uppbótarmeðferð með hormónum). Auk þess er hægt að nota uppbótarmeðferð með<br />

hormónum eftir tíðahvörf hjá konum sem er sérstaklega hætt við beinbrotum vegna<br />

beinþynningar þegar önnur lyfjameðferð hentar ekki. Læknirinn veitir þér frekari upplýsingar<br />

varðandi mögulega valkosti.<br />

HVENÆR ÁTT ÞÚ EKKI AÐ NOTA LYFIÐ?<br />

<strong>Estrogel</strong> má ekki nota, ef þú ert barnshafandi, ef þú ert með krabbamein í brjóstum eða<br />

legslímhúð, alvarlega lifrarsjúkdóma, blæðingar frá legi af óþekktri orsök eða ef um er að<br />

ræða blóðtappa í bláæðum, blóðsegasjúkdóma eða ef eitthvað í sjúkdómssögu þinni eða<br />

fjölskyldunnar bendir til þessara kvilla.<br />

HVAÐ ÞARFT ÞÚ AÐ VITA ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR AÐ NOTA ESTROGEL?<br />

Vegna ábendingarinnar “Til varnar beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf” eiga eftirfarandi<br />

upplýsingar að koma fram:<br />

Erfitt er að tilnefna sjúklingahópa, þar sem hætta á beinþynningu á tímabilinu eftir tíðahvörf<br />

eykst í þeim mæli, að ástæða þyki til þess að meðhöndla með estrógenum eða<br />

estrógen/gestagen samsetningu með tilliti til hættu á aukaverkunum af völdum<br />

meðferðarinnar. Þar til frekari vitneskja liggur fyrir falla eftirfarandi hópar undir þessa<br />

ábendingu lyfsins:<br />

1


Konur sem hafa gengist undir aðgerð til að fjarlægja eggjastokka, ótímabær tíðahvörf,<br />

tilhneiging í fjölskyldu til beinþynningar, skert hreyfigeta og langvinn sængurlega, almenn<br />

meðferð með nýrnahettubarkarhormónum, undirþyngd.<br />

Langvarandi meðferð með estrógenum eykur að öllum líkindum hættu á illkynja æxlum í<br />

legslímhúð og brjóstum. Áhættan getur hugsanlega minnkað við notkun estrógen/gestagen<br />

samsettra lyfja þar sem verkun líkist tíðahringnum.<br />

Sjúklinga á að skoða reglulega á meðan á meðferðinni stendur, einnig á að framkvæma<br />

kvenskoðun t.d. einu sinni á ári og einnig ef blæðingatruflanir halda áfram.<br />

Áhrif ýmissa hormóna á blóðfituefni eru óljós.<br />

Rannsóknir er ákveða meðferðarlengd eru ekki fyrirliggjandi.<br />

Meðan á meðferðinni stendur átt þú að fara reglulega í skoðun hjá lækni.<br />

Uppbótarmeðferð með hormónum og blóðtappar<br />

Blóðtappar eru kekkir storknaðs blóðs, sem geta lokað blóðæðum.<br />

Blóðtappi getur stundum myndast í djúpum bláæðum í fótum (djúp segamyndun).<br />

Ef þessi blóðtappi færist burt úr bláæðum, getur hann fest í lungnaslagæðum og valdið<br />

lungnablóðreki. Rannsóknir benda til að uppbótarmeðferð með hormónum geti tengst aukinni<br />

hættu á blóðtappamyndun í fótum, en hætta á hjartasjúkdómum með blóðþurrð minnkar.<br />

Konur sem áður hafa fengið bláæðablóðtappa á ekki að meðhöndla með <strong>Estrogel</strong>.<br />

Við langvarandi hreyfingarleysi (t.d. ef þú ert með annan eða báða fætur í gifsi eða spelkum),<br />

stærri aðgerðir eða áverka getur hætta á blóðtappa í bláæðum aukist um sinn. Eftir aðstæðum<br />

og eftir því hversu lengi hreyfingarleysið varir á að íhuga að hætta notkun hlaupsins um hríð.<br />

GETA ÞUNGAÐAR KONUR OG KONUR MEÐ BARN Á BRJÓSTI NOTAÐ<br />

ESTROGEL?<br />

<strong>Estrogel</strong> má ekki nota, ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti.<br />

GETUR ESTROGEL HAFT ÁHRIF Á ÖNNUR LYF OG GAGNKVÆMT?<br />

Ákveðin lyf eins og til dæmis barbitúröt, fenýtóín og karbamazepín (lyf gegn flogaveiki) eða<br />

rífampicín (sýklalyf) geta aukið niðurbrot <strong>Estrogel</strong> og þar með skert verkunina.<br />

Til þess að forðast milliverkanir við önnur lyf átt þú að láta lækninn vita ef þú notar önnur lyf<br />

samhliða.<br />

HVERNIG ÁTT ÞÚ AÐ NOTA ESTROGEL?<br />

Fjarlægðu fyrst hettuna og öryggistappann. Haltu flöskunni í annarri hendi, þrýstu dælunni í<br />

botn og láttu hlaupið renna í hinn lófann. Einn skammtur <strong>inniheldur</strong> 0,75 <strong>mg</strong> af estradíóli.<br />

Settu hettuna og öryggistappann á eftir hverja notkun.<br />

Þú átt að bera 2 til 4 skammta á húðina einu sinni á dag. Dreifðu úr hlaupinu með lófanum á<br />

eins stórt svæði og hægt er. Það getur verið bæði á handleggi og axlir eða til dæmis læri eða<br />

maga, annaðhvort að morgni eða að kvöldi.<br />

2


Forðast skal að snerta brjóst eða svæðið í kringum kynfæri. Hlaupið má ekki nota beint á<br />

slímhimnu. Ekki þarf að nudda hlaupinu inn í húðina. Láttu hlaupið þorna í u.þ.b. 3 mínútur<br />

áður en þú klæðir þig. Hafi hlaupið ekki sogast inn í húðina eftir 2-3 mínútur, hefur því verið<br />

dreift á of lítið svæði. Dreifðu þá hlaupinu á stærra svæði í næsta skipti.<br />

Ef borið er of oft á húðina getur það valdið ertingu og þurri húð.<br />

Þegar ný flaska með skammtadælu er tekin í notkun þarf kannski að þrýsta einu sinni eða<br />

tvisvar sinnum, áður en hlaupið rennur út. Eftir að hlaupinu hefur verið dælt úr flöskunni 64<br />

sinnum, getur magn hlaupsins sem fæst við hverja dælingu minnkað. Eftir það á ekki að nota<br />

flöskuna.<br />

Læknirinn getur ráðlagt aðra notkun eða aðra skammta. Í slíkum tilvikum á að fylgja<br />

fyrirmælum læknisins.<br />

Ofskömmtun<br />

Þú getur fundið fyrir spennu í brjóstum og/eða milliblæðingum við ofskömmtun.<br />

KOMA FRAM AUKAVERKANIR VIÐ NOTKUN ESTROGEL?<br />

Einstaka kona getur fundið fyrir spennu í brjóstum, blæðingum frá leggöngum,<br />

þyngdaraukningu, ógleði, bjúg (uppsöfnun vökva) og höfuðverk. Á notkunarstað getur komið<br />

fram kláði og roði.<br />

Þegar konur með leg eru meðhöndlaðar með estrógenum eingöngu, er hætta á oförvun<br />

legslímhimnu og krabbameini í legi.<br />

Ef þú færð aðrar aukaverkanir en hér eru nefndar átt þú að hafa samband við lækni.<br />

HVERING Á AÐ GEYMA ESTROGEL?<br />

<strong>Estrogel</strong> á að nota fyrir fyrningardagsetningu sem fram kemur á umbúðunum.<br />

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.<br />

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR FYLGISEÐILSINS<br />

9. september 2004.<br />

3

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!