19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi - Knattspyrnusamband Íslands

Menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Efnisyfirlit</strong><br />

1 Inngangur ................................................................................................................. 2<br />

2 Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) ...................................................................... 4<br />

2.1 Ágrip af sögu KSÍ.............................................................................................. 4<br />

2.2 Tilgangur og hlutverk KSÍ ............................................................................... 5<br />

2.3 Fræðslunefnd KSÍ ............................................................................................. 5<br />

3 Rannsókn .................................................................................................................. 7<br />

3.1 Val á efni ............................................................................................................ 7<br />

3.2 Rannsóknarspurning ........................................................................................ 7<br />

3.3 Gagnaöflun og gagnaúrvinnsla ........................................................................ 7<br />

3.4 Áreiðanleiki og réttmæti................................................................................... 8<br />

3.5 Vandamál ........................................................................................................... 8<br />

3.6 Fyrri rannsóknir ............................................................................................... 9<br />

4 Menntun þjálfara ................................................................................................... 11<br />

4.1 Þjálfaramenntun ............................................................................................. 11<br />

4.2 Stefnuyfirlýsing ÍSÍ um þjálfaramenntun .................................................... 13<br />

4.3 Stefnuyfirlýsing KSÍ um þjálfun barna og unglinga ................................... 14<br />

4.4 Þjálfaramenntunarkerfi KSÍ ......................................................................... 17<br />

4.5 Þjálfaranámskeið KSÍ .................................................................................... 18<br />

4.5.1 Þátttaka á þjálfaranámskeiðum KSÍ 1992-2004 ................................... 18<br />

4.5.2 Innihald þjálfaranámskeiða KSÍ ............................................................ 19<br />

4.6 Aldursflokkaskipting ...................................................................................... 20<br />

4.7 Kröfur KSÍ um menntun þjálfara ................................................................. 21<br />

4.8 Leyfiskerfi KSÍ ................................................................................................ 22<br />

5 Niðurstöður ............................................................................................................. 25<br />

5.1 Samtals réttindi þjálfara sumarið 2004 ........................................................ 25<br />

5.2 Karlkyns og kvenkyns þjálfarar .................................................................... 26<br />

5.3 Menntun þjálfara í karla- og kvennaflokkum.............................................. 27<br />

5.4 Menntun eftir flokkum ................................................................................... 28<br />

5.4.1 Meistaraflokkur ....................................................................................... 28<br />

5.4.2 2.flokkur .................................................................................................... 29<br />

5.4.3 3.flokkur .................................................................................................... 30<br />

5.4.4 4.flokkur .................................................................................................... 31<br />

5.4.5 5.flokkur .................................................................................................... 32<br />

5.4.6 6.flokkur .................................................................................................... 33<br />

5.5 Hverjir standast kröfur menntunarkerfis KSÍ ............................................ 34<br />

5.6 Þjálfarar án réttinda ....................................................................................... 35<br />

5.6.1 Án réttinda ................................................................................................ 35<br />

5.6.2 Kynjahlutfall þjálfara án réttinda .......................................................... 35<br />

5.6.3 Staðsetning þjálfara án réttinda ............................................................. 36<br />

6 Umræður ................................................................................................................. 37<br />

7 Lokaorð ................................................................................................................... 45<br />

8 Heimildaskrá .......................................................................................................... 46<br />

9 Viðauki .................................................................................................................... 48


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

1 Inngangur<br />

Heimur knattspyrnunnar er orðinn gríðarlega stór. Knattspyrnan er ekki lengur<br />

aðeins leikur heldur er hún orðin viðurkenndur atvinnuvegur þar sem milljónir manna<br />

í viku hverri borga gífurlegar fjárhæðir til að fylgjast með bestu knattspyrnumönnum<br />

heimsins takast á. Knattspyrnumenn eru orðnir hátekjumenn og eru fyrirferðamiklir<br />

og vinsælir í samfélaginu. Árangur á knattspyrnuvellinum gerir það að verkum að<br />

knattspyrnumanna er minnst sem hetja og mikil virðing er borin fyrir þeim aðilum<br />

sem stuðla að því að þessi árangur náist. Knattspyrnumenn og þjálfarar sem náð hafa<br />

góðum árangri hafa í ófáum tilfellum orðið áberandi í knattspyrnuheiminum,<br />

stjórnmálum eða viðskiptum eftir að knattspyrnuferli þeirra lýkur og litið er á þá sem<br />

stórstjörnur. En hvað er það sem veitir ungum knattspyrnumönnum tækifæri til þess<br />

að verða þessar stórstjörnur? Jú allir hafa sömu tækifæri til þess. Menn þurfa að byrja<br />

knattspyrnuiðkun á unga aldri. Til þess að þeir geti tileinkað sér rétt vinnubrögð þarf<br />

að hafa góða leiðsögn og þar kemur þjálfarinn inn í. Mikilvægt er að þjálfari hafi þá<br />

þekkingu og vitund á knattspyrnuleiknum og kröfum hans að hann geti leiðbeint<br />

iðkendum sínum á sem bestan hátt. Úti í heimi horfum við hvað eftir annað á<br />

stórstjörnur úr knattspyrnuheiminum sem þakka þjálfurum sínum á unga aldri þann<br />

árangur sem þeir hafa náð. Það bætist ávallt ofan á grunninn.<br />

Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt sínar stórstjörnur s.s. Albert<br />

Guðmundsson, Ásgeir Sigurvinsson o.fl. og í dag er Eiður Smári Guðjohnsen einn<br />

fremsti leikmaður eins besta félagsliðs heims. Hann byrjaði ungur að iðka knattspyrnu<br />

og höfðu jafnaldrar hans þá sömu möguleika og hann á að verða atvinnumenn í<br />

knattspyrnu. En með miklum æfingum og góðri þjálfun hefur honum tekist að verða<br />

stórstjarna í boltanum. Á þeim tíma sem okkar eldri stórstjörnur voru að alast upp<br />

höfðum við Íslendingar ekki þá knattspyrnuaðstöðu sem við höfum í dag. Þegar þetta<br />

er skrifað eru komnar knattspyrnuhallir á 5 stöðum á landinu sem veita<br />

knattspyrnuþjálfurum aukna möguleika á að þjálfa knattspyrnumenn allan ársins hring<br />

á fjölbreyttari hátt. Tímabil knattspyrnuþjálfunar hefur því lengst frá því sem áður var<br />

þegar háveturinn var knattspyrnumönnum erfiður og leiðinlegur. Á síðustu árum, þar<br />

sem að aðstaðan hefur batnað til muna og samfélag knattspyrnunnar líkist meira því<br />

sem gerist úti í heimi, hafa þjálfarar því þurft að breyta þjálfunaráætlunum sínum frá<br />

fyrri árum. Leitað hefur verið eftir þekkingu erlendis frá þar sem knattspyrnuþjálfun<br />

allan ársins hring hefur verið ríkjandi í mörg ár. KSÍ hefur því leitast eftir að<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

2<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

samræma kröfur um menntun knattspyrnuþjálfara við alþjóðlegar kröfur. Þessar<br />

kröfur eru reglulega teknar til endurskoðunar og nú í vor verður reglugerð um<br />

menntun knattspyrnuþjálfara tekin til alvarlegrar endurskoðunar og kröfur hertar<br />

umtalsvert. En hvernig er staðan á menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi? Hvernig<br />

stenst hún núverandi kröfur KSÍ og alþjóðasamfélagsins? Er hún mismunandi milli<br />

kynja eða aldursflokka? Leitast er eftir að svara öllum þessum spurningum og fleirum<br />

til í þessari ritgerð.<br />

Með því að komast að hvernig staða menntunar knattspyrnuþjálfara er á Íslandi<br />

um þessar mundir veitir það KSÍ tækifæri til þess að mennta fleiri þjálfara og uppfylla<br />

þannig menntunarkröfur sem nauðsynlegt er til þess að árangur þjálfunar verði sem<br />

bestur. Ætti það að veita fleiri ungum iðkendum tækifæri á að verða knattspyrnuhetjur<br />

og stórstjörnur á Íslandi.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

3<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

2 Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)<br />

2.1 Ágrip af sögu KSÍ<br />

Vegna heimsóknar dansks knattspyrnuliðs hingað til lands árið 1919 þurfti að<br />

stofna sérstaka nefnd innan ÍSÍ til þess að sjá um þessa heimsókn. Var því stofnuð<br />

Knattspyrnunefnd Reykjavíkur. Var nefndinni falið að hafa forystu og umsjón um<br />

knattspyrnuna í Reykjavík. Setti stjórn nefndarinnar fram þá tillögu að hún myndi sjá<br />

um knattspyrnumál á öllu landinu og var það samþykkt af ÍSÍ og því var<br />

Knattspyrnuráð Íslands stofnað þann 28. maí 1919. Eftir einungis 3 ár var<br />

Knattspyrnuráði Íslands breytt í Knattspyrnuráð Reykjavíkur (KRR) enda var<br />

starfsemi ráðsins að mestu á Reykjavíkursvæðinu. En þrátt fyrir breytt nafn hélt það<br />

áfram að sjá um allt landið til ársins 1947 (Sigurður Á. Friðþjófsson og Víðir<br />

Sigurðsson 1997:63-64).<br />

KRR lagði fram tillögu um að stofnað yrði sérsamband fyrir knattspyrnuna á<br />

Íslandi enda hafði KRR haft yfirumsjón með henni þó svo að ÍSÍ væri sameiginlegur<br />

aðili knattspyrnunnar. Var tillögunni fyrst hafnað vegna slæmrar svörunar frá<br />

íþróttasamböndum á landsbyggðinni. Þá voru send skeyti og hringt út á land og fékkst<br />

jákvæð svörun og stuðningur við tillöguna. Því var önnur umsókn send til ÍSÍ og að<br />

baki henni stóðu 16 knattspyrnufélög og íþróttabandalög. Samþykkti ÍSÍ beiðnina og<br />

var Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) stofnað þann 26. mars 1947. 15 fulltrúar frá 12<br />

félögum sátu stofnfund. Frá 4 félögum í Reykjavík, 2 úr Hafnarfirði, 2 frá Akranesi, 2<br />

frá Akureyri og 2 frá Vestmannaeyjum. Auk þess sendu Íþróttabandalag Ísafjarðar og<br />

Íþróttabandalag Siglufjarðar ósk um aðild án þess þó að geta sent fulltrúa. Alls voru<br />

því 14 íþróttabandalög aðilar að KSÍ í upphafi. Fyrsti formaður KSÍ var kjörinn Agnar<br />

Klemenz Jónsson (Sigurður Á. Friðþjófsson og Víðir Sigurðsson 1997:124-125).<br />

KSÍ gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) árið 1955 og svo<br />

aðili að Alþjóða knattspyrnusambandinu (FIFA) skömmu síðar. Landslið Íslands tók í<br />

fyrsta skipti þátt í Heimsmeistarakeppninni árið 1957 en í Evrópukeppni landsliða<br />

árið 1962. Íslensk félagslið tóku fyrst þátt í Evrópukeppni árið 1964. Árið 1955 hélt<br />

KSÍ sitt fyrsta þjálfaranámskeið að Laugarvatni. Í framhaldi af því ferðuðust þjálfarar<br />

um landið og héldu námskeið. Sama ár stofnaði KSÍ unglingaráð innan sambandsins<br />

til uppbyggingar og ráðleggingar varðandi unglingaknattspyrnu (Sigurður Á.<br />

Friðþjófsson og Víðir Sigurðsson 1997:156,158).<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

4<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Iðkun kvenna í knattspyrnu hófst árið 1970 og var fyrsti leikurinn þann 20. júlí<br />

árið 1970. Þetta sama ár flutti KSÍ skrifstofu sína í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal og<br />

batnaði aðstaðan því til muna. Þann 13. nóvember 1970 var Knattspyrnuþjálfarafélag<br />

Íslands stofnað að frumkvæði KSÍ. Var því ætlað að vinna að aukinni menntun<br />

þjálfara í knattspyrnu ásamt því að gæta hagsmuna þeirra. Nokkrum dögum eftir<br />

stofnun félagsins héldu 14 þjálfarar til London og sóttu þar námskeið sem haldið var<br />

af enska knattspyrnusambandinu og héldu íslenskir þjálfarar síðar reglulega til landa í<br />

Evrópu og sóttu þar námskeið (Sigurður Á. Friðþjófsson og Víðir Sigurðsson<br />

1997:201, 203-204).<br />

Knattspyrnusamband Íslands hefur á undanförnum árum stækkað mikið frá<br />

fyrri árum og er það þannig að knattspyrnan er fjölmennasta íþróttagreinin á landinu.<br />

KSÍ hefur flutt skrifstofu sína undir áhorfendastúkuna á Laugardalsvellinum og hefur<br />

þar sínar aðalstöðvar og eru hugmyndir um á næstu árum að stækka þær samhliða<br />

stækkun á þjóðarleikvangi Íslendinga. Rekstur sambandsins hefur gengið vel og<br />

skilað góðum hagnaði sem aðildafélögin hafa fengið sinn skerf af til þess að efla störf<br />

knattspyrnudeildanna í landinu.<br />

2.2 Tilgangur og hlutverk KSÍ<br />

Í lögum KSÍ, fjalla fyrstu 4 greinarnar um tilgang og hlutverk KSÍ. Þar segir í<br />

1. grein að Knattspyrnusamband Íslands sé æðsti aðili um öll knattspyrnumál á<br />

Íslandi. Í 2. grein stendur að KSÍ sé aðili að Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands<br />

(ÍSÍ), Knattspyrnusambandi Evrópu (UEFA) og Alþjóðaknattspyrnusambandinu<br />

(FIFA). Reglur og ákvarðanir þessara sambanda eru bindandi fyrir KSÍ, aðila að KSÍ,<br />

félög, leikmenn, dómara, þjálfara og forystumenn. 3. grein segir að KSÍ sé samband<br />

sérráða, héraðssambanda og íþróttabandalaga og að öll félög innan ÍSÍ er iðki og<br />

keppi í knattspyrnu eigi rétt á aðild. Að lokum stendur í 4. grein að hlutverk KSÍ sé í<br />

meginatriðum að hafa yfirstjórn allra íslenskra knattspyrnumála, að standa fyrir<br />

knattspyrnumótum á Íslandi, að vinna að eflingu knattspyrnu í landinu og að koma<br />

fram erlendis fyrir hönd knattspyrnu á Íslandi (Handbók KSÍ 2004:19).<br />

2.3 Fræðslunefnd KSÍ<br />

Fræðslunefnd KSÍ er ein starfsnefnda KSÍ. Hlutverk hennar er að hafa<br />

yfirumsjón með 4 undirnefndum Fræðslunefndar. Hún skal gera árlega tillögu að<br />

fjárhagsáætlun til stjórnar KSÍ og skila starfsskýrslu til stjórnar KSÍ fyrir 1. nóvember<br />

ár hvert. Fræðslunefndin skal vera aflvaki nýrra hugmynda og þróunar í íslenskri<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

5<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

knattspyrnu. Hún skal taka til afgreiðslu bréf og önnur erindi sem berast til<br />

nefndarinnar og skal hafa yfirumsjón með náms og fræðsluefni, knattþrautum og<br />

Knattspyrnuskóla KSÍ. Einnig skal hún viðhalda samstarfi innan fræðslunefnda<br />

Norðurlanda.<br />

Undirnefndir Fræðslunefndar eru 4 og fer hver þeirra með einn af eftirtöldum<br />

málaflokkum: Þjálfaramenntun, leiðtogamenntun, þróun og vísindi og menntun<br />

dómara. Nefndin sem fjallar um þjálfaramenntun skal:<br />

Standa fyrir námskeiðum á þjálfarastigum KSÍ.<br />

Standa fyrir öðrum námskeiðum fyrir þjálfara.<br />

Koma upplýsingum til félaga vegna námskeiða.<br />

Standa að útgáfu og endurskoðun Kennslu- og æfingaskrár KSÍ.<br />

Standa að endurskoðun Kennsluskrár KSÍ.<br />

Standa að útgáfu og endurskoðun námsefnis KSÍ sem varðar þjálfun.<br />

Afla og miðla upplýsingum um þjálfun erlendis frá, þar með talið<br />

þjálfaranámskeið.<br />

Halda skrá yfir þjálfara sem lokið hafa námskeiðum á vegum KSÍ.<br />

Viðhalda norrænu samstarfi innan þjálfaramenntunar.<br />

(Handbók KSÍ 2004:87)<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

6<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

3 Rannsókn<br />

3.1 Val á efni<br />

Undirrituðum var boðið af Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ) að taka þetta<br />

verkefni að sér vorið 2004 þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, hélt<br />

fyrirlestur í íþróttasálfræði við íþróttabraut KHÍ á Laugarvatni. Fræðslunefnd KSÍ<br />

vildi gera þessa könnun svo hún fengi góða hugmynd um menntun þjálfara hér á<br />

landi. Þegar niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir ætlar fræðslunefndin ásamt stjórn<br />

KSÍ að breyta menntunarkröfum þjálfara í hverjum flokki fyrir sig.<br />

Undirritaðir höfðu samband við Viðar Halldórsson, lektor í íþróttafélagsfræði<br />

við Kennaraháskóla Íslands (KHÍ), til að fá álit hans á þessu verkefni og leist honum<br />

vel á það. Okkur fannst þetta mjög áhugavert verkefni þar sem við höfum mikinn<br />

áhuga á knattspyrnu. Þegar við vorum að leita af efni til lokaritgerðar vildum við gera<br />

verkefni sem væri áhugavert, lærdómsríkt og góð áskorun. Þetta verkefni uppfyllti<br />

kröfur okkar því aldrei hefur verið gerð svona veigamikil rannsókn um menntun<br />

þjálfara á vegum KSÍ. Kröfur til þjálfaramenntunar knattspyrnuþjálfara á Íslandi eru<br />

að þróast og okkur fannst áhugavert að fá að taka þátt í þeirri þróun með því að<br />

framkvæma þessa rannsókn.<br />

3.2 Rannsóknarspurning<br />

Rannsóknarspurning þessarar rannsóknar er: ,,Hver er menntun<br />

knattspyrnuþjálfara á Íslandi 2004?” Til þess að svara þessari spurningu var ákveðið<br />

að fá upplýsingar um alla starfandi þjálfara í öllum flokkum karla og kvenna sumarið<br />

2004. Alls voru 328 starfandi þjálfarar á Íslandi sumarið 2004.<br />

3.3 Gagnaöflun og gagnaúrvinnsla<br />

Í þessari rannsókn var notast við megindlega aðferðafræði. Bréf var sent á<br />

tölvupósti (sjá viðauki 1) þann 28. maí 2004 til allra aðildafélaga KSÍ til að kynna<br />

rannsóknina. Bréfið var samið í samvinnu við Sigurð Ragnar og sent í nafni KSÍ í von<br />

um betri og hraðari svörun. Bréfið innihélt allar þær upplýsingar sem félögin þurftu til<br />

að svara og var það sent á formenn knattspyrnudeildanna. Upplýsingarnar sem beðið<br />

var um voru: nafn, kennitala, heima- og gsm sími, netfang hjá hverjum þjálfara og<br />

einnig hvaða flokk hann var að þjálfa og kyn flokksins. Við fyrsta bréfi svöruðu 12<br />

félög. Ítrekun (sjá viðauki 2) var sent mánuði síðar og eftir hana svöruðu aðeins 10<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

7<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

félög þannig að ákveðið var að hringja og reka eftir félögunum sem áttu eftir að<br />

senda. Alls var hringt 6 sinnum. Síðustu svörun bárust 13 janúar 2005, 6 og hálfum<br />

mánuði eftir að fyrsta bréf var sent.<br />

Þegar öll félögin voru búin að senda inn upplýsingarnar voru þær settar inn í<br />

mótakerfi KSÍ. Þegar allir þjálfarar voru komnir inn í mótakerfið var sent bréf til<br />

Skýrr hf. en þeir hjá Skýrr hf. hafa yfirumsjón með tölvukerfi KSÍ. Þeir tóku<br />

upplýsingarnar úr mótakerfinu saman og sendu KSÍ þær á Excel skjali. Niðurstöður<br />

rannsóknarinnar voru unnar í Excel. Allar töflur og öll gröf voru unnin í Excel en<br />

ritgerðin sjálf var unnin í Word.<br />

3.4 Áreiðanleiki og réttmæti<br />

Svörunin var 100% hjá félögunum. Alls tók 6 og hálfan mánuð að fá öll<br />

félögin til að svara. KSÍ vildi fá allar upplýsingar um alla þjálfara s.s. 100% svörun<br />

svo rannsóknin væri sem áreiðanlegust.<br />

Áreiðanleiki og réttmæti rannsóknarinnar er mikill þar sem svörunin var 100%.<br />

Hinsvegar ef alveg eins rannsókn væri gerð t.d. á næsta ári eða eftir 2 ár þá mundi<br />

niðurstaðan vera allt önnur þar sem þjálfarar eru sífellt að bæta við sig menntun í<br />

samræmi við kröfur KSÍ.<br />

3.5 Vandamál<br />

Gagnaöflunin gekk ekki eins vel og tók mun lengri tíma en vonast var eftir.<br />

Eftir 3 mánuði var byrjað að hringja í félög og reka eftir þeim. Það helsta sem kom<br />

upp á var að sum félög voru búin að breyta netfangi sínu og fengu ekki bréfið, sum<br />

félög voru búin að skipta um formann þannig að nýji formaðurinn fékk ekki bréfið,<br />

starfsmenn voru í fríi, veikindi starfsmanna og leti í formanni og öðru starfsfólki. Þau<br />

félög sem voru sein að senda inn upplýsingar sendu sum hver upplýsingar um þjálfara<br />

fyrir sumarið 2005 en upplýsingarnar áttu að vera fyrir sumarið 2004. Talað var við<br />

félögin og þau beðin um að senda réttu upplýsingarnar.<br />

Gagnavinnslan gekk vel en upp komu nokkur vandamál. Bilun var í<br />

mótakerfinu í nokkrar vikur þannig að ekki var hægt að færa inn allar upplýsingarnar.<br />

Bilunin var þannig að ekki fannst upplýsingar um þá þjálfara sem voru án réttinda í<br />

kerfinu og var ekki hægt að skrá þá inn. Skýrr hf. lagaði það fyrir KSÍ svo hægt væri<br />

að láta inn upplýsingarnar. Sum félög gleymdu að skila inn kennitölum á þjálfurum og<br />

þurfti að hringja í þau félög og fá kennitölur, þá aðallega þá þjálfara sem voru ekki<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

8<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

inn í mótakerfinu. Einnig vantaði stundum upplýsingar um t.d. einn flokk eða einn<br />

þjálfara og þá var hringt í viðkomandi félag og upplýsingar fengnar þar.<br />

3.6 Fyrri rannsóknir<br />

Eins og áður sagði hefur aldrei verið gerð eins veigamikil rannsókn á menntun<br />

þjálfara á vegum KSÍ áður, því fundust engar alveg eins rannsóknir en gerðar hafa<br />

verið 4 rannsóknir sem svipa til þessarar rannsóknar á einn eða annan hátt.<br />

Gerð var rannsókn árið 1996 af Fræðslunefnd KSÍ sem hét Könnun á menntun<br />

starfandi þjálfara 1996. Fræðslunefndin vildu komast að því hvernig staðan væri á<br />

menntun starfandi þjálfara 1996. Fræðslunefndin sendi bréf ásamt eyðublaði á öll<br />

aðildarfélög KSÍ og báðu þau um að veita upplýsingar um alla þjálfara félagsins.<br />

Hvergi er hægt að finna svarhlutfall félaganna í rannsókninni og því ekki vitað hversu<br />

áreiðanleg rannsóknin er. Helstu niðurstöður hennar eru að 8,3% er með enga<br />

menntun, 9,2% voru með A-stig (KSÍ I í dag), 11,9% með B-stig (KSÍ II), 26,4% með<br />

C-stig (KSÍ III), 3,6% með D-stig (UEFA B), 11,2% voru með E-stig og 1,7% með<br />

menntun erlendis frá. Hjá 27,7% kom ekki fram hver menntun þeirra væri<br />

(Fræðslunefnd KSÍ 1996:1-3).<br />

Gerð var rannsókn árið 1997 af Auðbjörgu Írisi Stefánsdóttur um stöðu og<br />

menntun knattspyrnuþjálfara. Rannsókn hennar var gerð í samstarfi við Fræðslunefnd<br />

KSÍ og markmið hennar var að rannsaka stöðu þjálfara sem tóku A-stigs (KSÍ I)<br />

námskeið KSÍ á árunum 1991-1996. Auðbjörg kannaði menntun þjálfara, starfsaldur<br />

þjálfara og tengsl menntunar og þjálfarastarfsins. Auðbjörg sendi út spurningalista á<br />

196 þjálfara sem höfðu tekið A-stigs námskeið KSÍ á árunum 1991-1996 en svörunin<br />

var ekki nema tæplega 43%. Það verður að teljast slæm svörun og niðurstöðurnar<br />

gætu gefið ranga mynd af raunveruleikanum. Litið var á í rannsókn Auðbjargar<br />

hversu mikið þjálfarar höfðu menntað sig eftir að þeir sóttu A-stigs námskeið KSÍ á<br />

árunum 1991-1996. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að 17% karla og 36%<br />

kvenna höfðu lokið barnaþjálfun og 18% karla og 0% kvenna höfðu lokið<br />

unglingaþjálfun. B-stigs (KSÍ II) námskeiðið var vel sótt en alls 56% karla og 36%<br />

kvenna höfðu lokið því, 27% karla höfðu lokið C-stigi (KSÍ III) en engin kona, 10%<br />

karla höfðu lokið D-stigi (UEFA B) en engin kona og 8% karla höfðu lokið E-stigi.<br />

16% karla höfðu lokið menntun annarsstaðar frá eins og í ÍKÍ á Laugarvatni, í námi<br />

og á námskeiðum erlendis (Auðbjörg Íris Stefánsdóttir 1997:28).<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

9<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Gerð var rannsókn árið 2003 af Eysteini Pétri Lárussyni og Ingva Sveinssyni<br />

um menntun þjálfara í 4. og 5. flokki karla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Eysteins<br />

og Ingva var hluti af ritgerð þeirra til B.Ed-prófs en ritgerðin sjálf hét Þjálfun barna og<br />

unglinga í knattspyrnu. Þeir sendu tölvupóst á 24 þjálfara á höfuðborgarsvæðinu og<br />

báðu þá um að veita sér upplýsingar um nafn, félag, flokk og menntun þeirra. Alls<br />

svöruðu 20 þjálfarar og svarhlutfallið var 83,3% sem verður að teljast mjög gott. Þeir<br />

komust að því að 80% þjálfaranna voru búnir að ljúka við KSÍ III eða meira.<br />

Hlutfallið milli þjálfarastigana var eftirfarandi: 5% þjálfara voru með enga menntun,<br />

15% voru með KSÍ II, 50% voru með KSÍ III, 20% voru með KSÍ IV, 10% voru með<br />

KSÍ V. Enginn var með KSÍ I (Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson 2003:96).<br />

Gerð var rannsókn árið 2004 af Ólafi S. Benediktssyni og Sveini Þ. Þórðarsyni<br />

sem svipar til rannsóknar Eysteins og Ingva um könnun á menntun og stöðu<br />

knattspyrnuþjálfara í 5., 4. og 3. flokki karla og kvenna á höfuðborgasvæðinu.<br />

Strákarnir völdu af handahófi 10 lið af 16 á höfuðborgasvæðinu og hittu þjálfarana í<br />

5., 4. og 3. flokki karla og kvenna og létu þá fá spurningalista eða sendu<br />

spurningalistana í tölvupósti til þeirra þjálfara sem þeir gátu ekki hitt. Alls var<br />

spurningalistinn lagður fyrir 50 þjálfara og alls svöruðu 44 eða 88% sem verður að<br />

teljast gott svarhlutfall. Helstu niðurstöður þeirra voru að 2% þjálfara voru án réttinda,<br />

2% þjálfara með barna-og unglingastig, 5% þjálfara með KSÍ I, 23% þjálfara með<br />

KSÍ II, 31% þjálfara með KSÍ III, 27% þjálfara með UEFA B, 5% þjálfara með E-stig<br />

og 5% þjálfara með UEFA A (Ólafur S. Benediktsson og Sveinn Þ. Þórðarsson<br />

2004:18).<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

10<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

4.1 Þjálfaramenntun<br />

Í aðalnámskrá grunnskólanna segir:<br />

4 Menntun þjálfara<br />

Almenn menntun er ein meginstoð lýðræðis. Hún er undirstaða<br />

menningar og almennrar velferðar. Almenn menntun á að efla<br />

gagnrýna, sjálfstæða hugsun hjá einstaklingum og hæfileika til þess<br />

að bregðast við nýjum aðstæðum. Í síbreytilegu umhverfi samtímans<br />

reynir á hæfni til þess að bregðast við nýjum aðstæðum, takast á við<br />

og tileinka sér nýjungar og framfarir á öllum sviðum<br />

(Menntamálaráðuneytið 2005, 23. mars)<br />

Skiptir menntunin máli? Í lokaverkefni Gunnars Svanbergssonar og Ragnhildar<br />

Jónsdóttur til B.S. prófs í sjúkraþjálfun árið 1992 segir frá bandarískri könnun sem tók<br />

þessa spurningu fyrir. Gerð var könnun á því hvort munur væri á starfi þjálfara sem<br />

lokið höfðu menntun í þjálfun barna og þeirra sem enga menntun höfðu hlotið.<br />

Einstaklingar voru valdir af handahófi úr hópi þjálfara krakka í hornabolta. Helmingur<br />

þeirra fékk sérstaka kennslu í þjálfun barna og unglinga en hinir fengu enga kennslu.<br />

Eftir keppnistímabilið voru krakkarnir spurðir um þjálfunina sem þeir höfðu fengið á<br />

tímabilinu hjá þjálfaranum. Helstu niðurstöður voru þær að þeir þjálfarar sem höfðu<br />

hlotið kennslu í þjálfun barna og unglinga fengu mikið betri umsögn, þeir fengu hærri<br />

einkunn sem þjálfarar, börnunum líkaði betur við þá og krakkarnir hjá þeim höfðu<br />

mikið meira gaman af íþróttinni. Krakkarnir hjá menntuðu þjálfurunum líkaði mun<br />

betur við hvort annað og höfðu betri sjálfsmynd en hinir sem voru hjá ómenntuðu<br />

þjálfurunum. Niðurstöður úr þessari könnun sýna að menntun skiptir máli. Þau<br />

sjónarmið eru einnig viðurkennd í samfélaginu þar sem að flestir eru hvattir til þess að<br />

mennta sig til ákveðinna starfa.<br />

Með breyttu samfélagi á seinustu áratugum hafa aðrir en foreldrar orðið meiri<br />

áhrifavaldar í lífi ungs fólks en áður. Börn eyða mun meiri tíma nú í skóla, í<br />

íþróttaþjálfun og í tómstundastarfsemi heldur en áður. Þar af leiðandi er starfsfólk í<br />

þessum geira farið að taka meiri þátt í lífi barna og unglinga. Kröfur almennings<br />

varðandi gæði þess starfs sem unnið er hjá þessum aðilum, aukast sífellt. Til þess að<br />

gæðin aukist þarf sífellt að taka starfið til endurskoðunar. Þjálfarar eru þar engin<br />

undantekning. Það hefur verið eitt af aðal baráttumálum íþróttahreyfingarinnar að<br />

eignast nógu marga vel menntaða og hæfa þjálfara til þess að iðkendur fái sem<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

11<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

réttastar þjálfunaraðferðir og þær skili sem bestum árangri. Til þess að svo sé þarf<br />

einnig að skilgreina kröfur til þjálfarastarfsins (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands<br />

2005, 24. mars).<br />

Eitt aðalatriði þess að nógu margir hæfir þjálfarar fáist til starfa er að<br />

þjálfunarstarfið verði viðurkennt jafnt og önnur störf sem hægt er að mennta sig til.<br />

Þjálfarar þurfa að njóta virðingar innan íþróttahreyfingarinnar og meðal almennings,<br />

en til þess að þjálfari sé virtur þarf hann að sýna fram á að hann sé hæfur í sínu starfi.<br />

Fræðslustarf íþróttahreyfingarinnar snýst því að miklu leyti um að mennta þjálfara<br />

útfrá þeirri þekkingu sem til er ásamt því að leitast er eftir nýrri þekkingu með<br />

rannsóknum og námsefni erlendis frá. ÍSÍ stendur fyrir grunnnámskeiðum þar sem<br />

almennir þættir þjálfunar eru kenndir sameiginlega með öllum íþróttagreinum. En<br />

staðan hvað varðar menntun þjálfara milli íþróttagreina hér á landi er mjög<br />

mismunandi og mörg sérsambandanna bjóða upp á litla sem enga þjálfaramenntun í<br />

sinni grein. KSÍ hins vegar stendur fremst sérsambanda í þessum efnum og hefur yfir<br />

að ráða krefjandi þrepaskiptu menntunarkerfi sem reglulega er tekið til endurskoðunar<br />

til þess að færa þjálfara nær alþjóðlegum kröfum (Íþrótta- og Ólympíusamband<br />

Íslands 2005, 24. mars).<br />

Einstaklingur fæðist ekki með alla þá vitneskju og eiginleika sem hann þarf að<br />

hafa til þess að verða góður þjálfari. Til þess að öðlast þessa vitneskju og eiginleika<br />

þarf einstaklingur að mennta sig á því sviði sem hann ætlar að starfa á. Þeir þættir sem<br />

fyrst koma upp í hugann hjá flestum þegar talað er um góðan þjálfara er árangur í<br />

keppni. Góður árangur í keppni er jú merki þess að góður þjálfari komi að starfinu en<br />

árangur á ekki að vera aðalatriði hjá yngri iðkendum. Það sem góður þjálfari þarf að<br />

hafa er mjög mikil þekking á kröfum íþróttarinnar sem hann þjálfar, þekkingu á<br />

mannslíkamanum, mikinn metnað til að vinna vel, hæfileika til þess að kenna,<br />

umhyggju gagnvart iðkendum sínum, skipulag o.fl.<br />

Barna og unglingaþjálfun er ekki smækkuð mynd af fullorðinsþjálfun en<br />

þannig vill það oft vera þegar meistaraflokksleikmenn eru fengnir til þess að þjálfa<br />

yngri flokka hjá félögum án þess að hafa fengið til þess þjálfaramenntun. Þeir nota<br />

æfingar sem þeir hafa lært sem fullorðnir leikmenn. Þegar börn og unglingar eru<br />

þjálfaðir er nauðsynlegt að þjálfa undirstöðuatriði í hreyfifærni og tækni. Hæfileikar á<br />

þeim sviðum nýtast þeim síðar í íþróttaiðkuninni. Ef fullorðinsæfingar eru notaðar án<br />

þess að aðlaga þær að yngri iðkendum og þeim þjálfunarþáttum sem börn og<br />

unglingar þarfnast, er hætta á að æfingarnar verði þeim ofviða sem leiðir til<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

12<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

öryggisleysis. Framfarir minnka og bitnar það því á árangri þeirra í framtíðinni. Því er<br />

nauðsynlegt að aðlaga þjálfun að hverjum aldursflokki með tilliti til líkamlegs,<br />

andlegs og sálræns þroska (Janus Guðlaugsson 1995:11). Með menntun öðlast<br />

þjálfarinn þá þekkingu sem nauðsynleg er.<br />

Í Noregi var gerð könnun þar sem afreksíþróttamenn voru spurðir að þvi<br />

hvernig þeir myndu komast af í sinni íþrótt án þjálfara síns. Niðurstöður í fljótu bragði<br />

voru þær að 70% sögðu að þeir myndu komast verr af, 20% sögðust komast eins af og<br />

4% sögðust komast betur af (Fræðslunefnd ÍSÍ 1992:17). Því er ljóst að íþróttamenn<br />

líta svo á að þjálfarinn skipti lykilmáli varðandi þjálfun í íþróttum.<br />

4.2 Stefnuyfirlýsing ÍSÍ um þjálfaramenntun<br />

Á 63. íþróttaþingi ÍSÍ árið 1999 var samþykkt stefnuyfirlýsing um<br />

þjálfaramenntun. Með hugtakinu þjálfari er hér átt við hvern þann sem kennir íþróttir<br />

og skipuleggur og stjórnar íþróttaæfingum.<br />

1. Íþróttasamband Íslands og sambandsaðilar þess stefna að því:<br />

að allir þjálfarar sem starfa fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi hafi<br />

fullnægjandi og viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna.<br />

að tryggja réttindi allra þjálfara með fullnægjandi og viðeigandi menntun til<br />

að starfa við þjálfun á vegum íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.<br />

að við samninga um starfskjör þeirra þjálfara sem starfa fyrir<br />

íþróttahreyfinguna á Íslandi verði tekið tillit til menntunar þeirra, reynslu og<br />

annars sem aukið getur hæfni þeirra sem þjálfara.<br />

að vinna að því að mikilvægi þjálfarastarfsins og nauðsyn á góðri<br />

þjálfaramenntun öðlist aukna viðurkenningu, bæði innan íþróttahreyfingarinnar<br />

og meðal almennings<br />

2. Til að ná þessum takmörkum stefna ÍSÍ og sambandsaðilar þess að því:<br />

að koma á fót áfangaskiptu fræðslukerfi sem veitir möguleika á að afla sér<br />

fullnægjandi og viðeigandi menntunar til þjálfarastarfa fyrir alla aldurshópa og á<br />

öllum afreksstigum. Áfangaskipting fræðslukerfisins skal vera samræmd fyrir<br />

allar íþróttagreinar og námsefni og kennsla í sameiginlegum námsgreinum<br />

samnýtt milli íþróttagreina eins og kostur er.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

13<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

að skilgreina hvers konar þjálfaramenntun sé fullnægjandi og viðeigandi til<br />

að stunda þjálfarastörf fyrir hvern aldurshóp, hvert afreksstig og hverja<br />

íþróttagrein. Skilgreiningar á hæfniskröfum til þjálfara skulu miðast við<br />

áfangaskiptingu fræðslukerfisins og skal sambærileg menntun sem aflað er<br />

annars staðar metin með samanburði við það.<br />

að ÍSÍ beri ábyrgð á faglegu innihaldi í öllum almennum þáttum<br />

þjálfaramenntunarinnar, sem sameiginlegir eru öllum íþróttagreinum, en<br />

sérsamböndin hvert um sig beri ábyrgð á faglegu innihaldi í þeim þáttum<br />

þjálfaramenntunarinnar sem eru sértækir fyrir viðkomandi íþróttagrein.<br />

að innan fræðslukerfis íþróttahreyfingarinnar verði unnt að afla sér<br />

menntunar í efsta áfanga til þjálfarastarfa fyrir hvern tiltekinn markhóp<br />

(aldurshóp eða afreksstig).<br />

(Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 2005, 24.mars)<br />

4.3 Stefnuyfirlýsing KSÍ um þjálfun barna og unglinga<br />

Stefna KSÍ hefur það að leiðarljósi að knattspyrnuiðkun skuli vera þroskandi<br />

líkamlega, félagslega og sálrænt. Með því móti má skapa aðstæður fyrir mun fleiri<br />

börn og unglinga til að njóta sín innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Skipuleg og<br />

markviss þjálfun getur skapað börnum og unglingum aðstæður til að verða<br />

afreksmenn seinna meir á lands- og /eða alþjóða mælikvarða þegar þeir hafa mesta<br />

líkamlega og sálræna hæfileika til þess. Jafnframt er gert ráð fyrir að þeir sem ekki<br />

velja afreksmennsku fái tækifæri til að stunda knattspyrnu við sitt hæfi. Þjálfun barna<br />

á við 12 ára og yngri, en þjálfun unglinga á við 13 ára til og með 19 ára.<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 25. febrúar).<br />

Markmið, leiðir, verðlaun og viðurkenningar<br />

a) 8 ára og yngri<br />

Auka hreyfiþroska.<br />

Fyrstu kynni af knattspyrnu verði jákvæð.<br />

Æfingar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar<br />

sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og<br />

fínhreyfingar.<br />

Þjálfun fari fram í leikformi.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

14<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Æfingar séu skemmtilegar.<br />

Leikið verði í 4ra til 6 manna liðum.<br />

Keppni í þessum flokki á ekki að vera markmið í sjálfu sér. Sé keppni viðhöfð<br />

skal hún fara fram á félagsmótum og mótum þar sem félagar úr<br />

nágrannafélögum keppa.<br />

Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppni.<br />

Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með, að öll börn fái jöfn<br />

tækifæri til þátttöku og að allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.<br />

b) 9 til 12 ára<br />

Aðaláhersla sé á þjálfun tæknilegrar færni.<br />

Kynna einföld leikfræðileg atriði.<br />

Þjálfun feli í sér þol, kraft og liðleikaæfingar.<br />

Að vekja knattspyrnuáhuga fyrir lífstíð.<br />

Æfingar séu fjölþættar og skemmtilegar.<br />

Börn séu hvött til að kynna sér og reyna sem flestar íþróttagreinar.<br />

Háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd.<br />

Öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.<br />

Leikið verði í 7 manna liðum.<br />

Fyrir 9 og 10 ára skal keppni fara fram á félagsmótum sem og á héraðs- og<br />

landshlutavísu. Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð<br />

getu og allir fái sömu viðurkenningu fyrir þátttöku.<br />

Fyrir 11 og 12 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og<br />

landsvísu. Áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu. Lið<br />

vinna til verðlauna.<br />

c) 13 til 16 ára<br />

Þjálfun byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt<br />

liðleikaþjálfun.<br />

Viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni.<br />

Auka skilning á leikfræðilegum atriðum<br />

Skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með knattspyrnustarfinu.<br />

Sérstök áhersla er lögð á að skapa unglingum félagslega góðar aðstæður innan<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

15<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

félagsins. Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþáttöku, hópferða og<br />

félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ýtrasta.<br />

Kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem<br />

nauðsynlegur er til að árangur náist.<br />

Kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka knattspyrnu sem<br />

líkamsrækt og vegna félagsskaparins.<br />

Æfingar séu fjölþættar.<br />

Sérhæfing hefjist.<br />

Fræðsla um vöxt og þroska fari fram.<br />

Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl fari fram.<br />

Allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.<br />

Öll félög sjái til þess að skapa sem jöfnust tækifæri til að stunda knattspyrnu<br />

sem keppnisíþrótt annars vegar og líkamsrækt hins vegar.<br />

Leikið verði í 11 manna liðum. Einnig verði áfram leikið í 7 manna liðum.<br />

Fyrir 13 og 14 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og<br />

landsvísu og hugsanlega erlendis. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.<br />

Fyrir 15 og 16 ára skal keppni fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og<br />

landsvísu og erlendis. Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og<br />

þjálfunin miðast við. Lið sem og einstaklingar vinna til verðlauna.<br />

d) 17 til 19 ára<br />

Allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir.<br />

Auka þjálfunarálagið verulega.<br />

Innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og<br />

afreksknattspyrnu.<br />

Skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka knattspyrnu sem líkamsrækt og vegna<br />

félagsskaparins.<br />

Æfingar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir<br />

með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings.<br />

Val á milli íþróttagreina fari fram ef fyrir liggur áhugi til sérhæfingar.<br />

Sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið sé aukið verulega frá því sem<br />

áður var.<br />

Unglingum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að<br />

ná árangri í afreksknattspyrnu.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

16<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Öll félög geri greinarmun á afreksknattspyrnu eða knattspyrnu þar sem árangur í<br />

keppni er aðalmarkmiðið annars vegar og hins vegar knattspyrnu þar sem<br />

áhersla er lögð á líkamsrækt og félagsskapinn umfram árangur í keppni sem<br />

slíkri.<br />

Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis.<br />

Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við. Lið<br />

sem og einstaklingar vinna til verðlauna.<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 25. febrúar).<br />

Með stefnuyfirlýsingu þessari er aðildarfélögum KSÍ markaður rammi til að<br />

vinna eftir við þjálfun barna og unglinga en knattspyrnuhreyfingin stefnir ávallt að því<br />

að skapa kjöraðstæður fyrir börn og unglinga þannig að þau fái notið sín. Jafnframt<br />

gerir stefnuyfirlýsing þessi ráð fyrir því að ekki sé gerður greinarmunur á<br />

aldursflokkaskiptingu hjá piltum og stúlkum (Knattspyrnusamband Íslands 2005, 25.<br />

febrúar).<br />

4.4 Þjálfaramenntunarkerfi KSÍ<br />

KSÍ hefur boðið upp á þjálfaranámskeið fyrir knattspyrnuþjálfara á Íslandi í<br />

mörg ár. Námskeiðin hafa verið mjög vel sótt og þátttakan á þeim aukist frá ári til árs.<br />

Vorið 2002 breytti KSÍ þjálfaranámskeiðum sínum til þess að aðlaga sig að kerfi<br />

UEFA.<br />

Tafla 1. Þjálfunarmenntunarkerfi KSÍ áður en því var breytt<br />

A-stig<br />

B-stig<br />

C-stig<br />

D-stig fyrri hluti<br />

D-stig seinni hluti<br />

E-stig<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 11. febrúar).<br />

Til að aðlaga gömlu þjálfaranámskeið KSÍ að kerfi UEFA, var ákveðið að<br />

endurskipuleggja öll KSÍ námskeiðin. Núverandi námskeið KSÍ eru byggð að hluta til<br />

á gömlu KSÍ námskeiðunum en taka einnig mið af kröfum UEFA hvað varðar fjölda<br />

tíma, æskilegs námsefnis og rétts hlutfalls bóklegra og verklegra kennsluþátta. Kerfið<br />

hjá KSÍ byggist núna á 4 helgarnámskeiðum sem heita KSÍ I, II, III og IV.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

17<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Tafla 2. Þjálfaramenntunarkerfi KSÍ eftir breytingar<br />

I.stig (sambærilegt við A-stig í gamla kerfinu)<br />

II.stig (sambærilegt við B-stig í gamla kerfinu)<br />

III.stig (sambærilegt við C-stig í gamla kerfinu)<br />

IV.stig<br />

UEFA B próf (ef staðið þá ertu KSÍ B þjálfari eða UEFA B<br />

þjálfararéttindi öðru nafni)<br />

V.stig<br />

VI.stig<br />

VII. stig (Verður haldið í apríl 2005 í fyrsta sinn)<br />

UEFA A próf ( eftir að samþykkja af UEFA)<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 11. febrúar).<br />

Þjálfarar sem luku D-stigi fyrri hluta í gamla kerfinu þurfa að taka IV.stig í nýja<br />

kerfinu. Þjálfarar sem luku D-stigi seinni hluta fá UEFA B þjálfaragráðuna ef þeir<br />

sækja um hana til KSÍ og verða þá KSÍ B þjálfarar. Þjálfarar sem hafa lokið E-stigi<br />

fara á sérnámskeið á árinu 2005 sem bætir tímafjölda við menntun þeirra svo þeir fái<br />

UEFA A gráðuna (hefur ekki verið samþykkt af KSÍ) og verði þá KSÍ A þjálfarar<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 11. febrúar).<br />

4.5 Þjálfaranámskeið KSÍ<br />

4.5.1 Þátttaka á þjálfaranámskeiðum KSÍ 1992-2004<br />

Þátttaka á þjálfaranámskeiðum KSÍ hefur aukist mikið undanfarin ár. Þjálfarar<br />

vilja auka menntun sína í samræmi við kröfur KSÍ og UEFA um menntun þjálfara.<br />

KSÍ hefur endurskipulagt námskeiðin sín og fjölgað þeim ár hvert. Árið 2000 voru<br />

haldin 4 námskeið sem 98 þjálfarar sóttu og árið 2004 voru námskeiðin orðin alls 14<br />

talsins sem 411 þjálfarar sóttu.<br />

Tafla 3. Fjöldi þjálfaranámskeiða KSÍ á árunum 2000-2004.<br />

2000: 4 námskeið<br />

2001: 4 námskeið<br />

2002: 8 námskeið<br />

2003: 10 námskeið<br />

2004: 14 námskeið (þar af 1 í viku erlendis)<br />

Frá 1992 hefur Fræðslunefnd KSÍ haldið utan um aðsókn á námskeiðin sín.<br />

Mikil aukning hefur verið frá árinu 1992 og aðsóknin breytileg milli ára. Árið 2004<br />

var UEFA B námskeið fyrst haldið og alls mættu 121 þjálfarar. Í byrjun árs 2005 var<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

18<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

haldið annað UEFA B námskeið sem 80 manns sóttu (Knattspyrnusamband Íslands<br />

2005, 15. febrúar).<br />

Tafla 4.Fjöldi þáttakenda á þjálfaranámskeiðum og ráðstefnum á vegum KSÍ á árunum 1992-<br />

2004. Bláar tölur eru 100% staðfestar.<br />

2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992<br />

KSÍ I (A-stig) 73 115 62 45 28 37 40 42 35 20 40 26<br />

KSÍ II (B-stig) 88 61 39 29 43 29 24 34 20 26 31 21<br />

KSÍ III (C-stig) 66 41 17 16 23 14 25 13 21 15<br />

KSÍ IV 61 28 29<br />

KSÍ V 40<br />

KSÍ VI 27<br />

KSÍ VII<br />

D-stig 45 14<br />

Fyrri hluti D-<br />

27 41<br />

stigs<br />

Síðari hluti D-<br />

19 39<br />

stigs<br />

E-stig 25 31 30<br />

Barnaþjálf. 21 28<br />

Unglingaþjálf. 18<br />

Andy Roxburgh 78<br />

Per Rud 25<br />

Simon Smith 56<br />

Frans Hoek 65 56<br />

Ráðstefna<br />

58<br />

KSÍ/ÍSÍ<br />

Alls 411 368 172 109 98 23 130 218 175 172 67 71 106<br />

4.5.2 Innihald þjálfaranámskeiða KSÍ<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 15. febrúar)<br />

UEFA B þjálfaragráðan: Til þess að öðlast UEFA B réttindi þarf að ljúka 4<br />

helgarnámskeiðum sem veita KSÍ I, II, III, og IV réttindi (eða A, B, C og fyrri hluta D<br />

stigs í gamla þjálfaramenntunarkerfi KSÍ). Þeir þættir þjálfunar sem koma fyrir í<br />

gráðunni eru, bóklegt: Leikfræði, leiðtogahæfni, þjálffræði, kennslufræði og<br />

knattspyrnulögin. Verklegt: Knattspyrnutækni/taktík, þjálffræði, æfingakennsla og<br />

hagnýt þekking. Alls eru þetta 124 kennslustundir sem námskeiðin taka. Bóklegi<br />

hlutinn 50 kennslustundir og verklegi 74 kennslustundir. Farið er yfir hvern þátt fyrir<br />

sig og markmið hans skilgreind ásamt því hvaða kennsluþættir eru á hverjum þessara<br />

4 KSÍ stiga og hversu margar kennslustundir eru að baki hverjum kennsluþætti (sjá<br />

viðauka 3) (Knattspyrnusamband Íslands 2005, 3. mars).<br />

KSÍ V, VI og VII þjálfaragráðurnar: KSÍ hefur sótt um til UEFA að þessi<br />

námskeið veiti réttindi til þess að fá UEFA A þjálfararéttindi. Var umsóknin lögð<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

19<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

fram í september 2004 og má búast við því að svar við umsókninni berist í september<br />

2005. Þeir þættir þjálfunar sem koma fyrir í námskeiðunum þremur eru, bóklegt:<br />

Leikfræði, leiðtogahæfni, sjúkraþjálfun/næringarfræði, kennslufræði, hagnýt þekking<br />

og knattspyrnulögin. Verklegt: knattspyrnutækni/taktík, líkamsástand, leiðtogahæfni,<br />

æfingahönnun, kennslufræði, æfingakennsla og þjálfunardagbók. Alls eru þetta 120<br />

kennslustundir sem námskeiðin taka og þar af er bóklegi hlutinn 48 kennslustundir og<br />

verklegi 72 kennslustundir. Farið er yfir hvern þátt fyrir sig og markmið hans<br />

skilgreind ásamt því hvaða kennsluþættir eru á hverju þessara 3 KSÍ stiga og hversu<br />

margar kennslustundir eru að baki hverjum kennsluþætti. Þjálfarar þurfa að standast<br />

námsmat í hverju námskeiði til þess að öðlast þau réttindi. Í umsókn KSÍ um UEFA A<br />

þjálfaragráðuna segir að í lok KSÍ VII sé framkvæmt 3 tíma próf úr<br />

knattspyrnulögunum og úr námsefni KSÍ V, VI og VII námskeiðanna. Til þess að<br />

öðlast UEFA A þjálfararéttindi þarf að ná 50/100 úr prófinu en til þess að eiga kost á<br />

að halda áfram upp í UEFA Pro þjálfaragráðuna í framtíðinni þarf að ná 70/100 úr<br />

prófinu. (sjá viðauka 4) (Knattspyrnusamband Íslands 2005, 5. mars).<br />

4.6 Aldursflokkaskipting<br />

Aldursflokkaskipting KSÍ fram að árinu 2005 hefur verið samkvæmt töflu 5.<br />

Frá og með árinu 2005 verður aldursflokkaskipting í kvennaflokkum sú sama og í<br />

karlaflokkum (Handbók KSÍ 2004: 33-34).<br />

Tafla 5. Aldursflokkaskipting KSÍ til ársins 2005.<br />

Karlar<br />

1. aldursflokkur Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 20 ára.<br />

2. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 17 ára og fram<br />

til þess almanaksárs er hann verður 19 ára og að því meðtöldu.<br />

3. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 15 ára og fram<br />

til þess almanaksárs er hann verður 16 ára og að því meðtöldu.<br />

4. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 13 ára og fram<br />

til þess almanaksárs er hann verður 14 ára og að því meðtöldu.<br />

5. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 11 ára og fram<br />

til þess almanaksárs er hann verður 12 ára og að því meðtöldu.<br />

6. aldursflokkur: Að því almanaksári er leikmaður verður 10 ára og að því<br />

meðtöldu<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

20<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Konur<br />

1. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 19 ára.<br />

2. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 16 ára<br />

og fram til þess almanaksárs er hann verður 18 ára og að<br />

því meðtöldu.<br />

3. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 14 ára<br />

og fram til þess almanaksárs er hann verður 15 ára og að<br />

því meðtöldu.<br />

4. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 12 ára<br />

og fram til þess almanaksárs er hann verður 13 ára og að<br />

því meðtöldu.<br />

5. aldursflokkur: Frá og með því almanaksári er leikmaður verður 10 ára<br />

og fram til þess almanaksárs er hann verður 11 ára og að<br />

því meðtöldu.<br />

4.7 Kröfur KSÍ um menntun þjálfara<br />

Eins og áður sagði var einn tilgangur þessarar rannsóknar að fá nýjar<br />

upplýsingar um menntun allra knattspyrnuþjálfara sem voru starfandi sumarið 2004,<br />

svo að KSÍ gæti sett nýja og endurbætta reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara.<br />

Sú reglugerð sem hinsvegar var í gildi sumarið 2004 var samþykkt á ársþingi KSÍ<br />

1995, með breytingum 1996 og 1997. Hún hljómar svona:<br />

1. grein. Allir þjálfarar sem starfa fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi skulu<br />

hafa fullnægjandi og viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna. Með<br />

hugtakinu þjálfari er hér átt við hvern þann mann sem kennir íþróttir og skipuleggur<br />

og stjórnar knattspyrnuæfingum og knattspyrnuleikjum.<br />

2. grein. Félög skulu gera kröfur til þjálfara sinna um menntun samkvæmt<br />

töflu 6.<br />

Tafla 6. Kröfur um menntun þjálfara samkvæmt reglugerð KSÍ frá 1997<br />

Námskeið skv.<br />

Þjálfun<br />

Kennsluskrá KSÍ<br />

Landsbankadeild karla<br />

VI stig<br />

1. deild karla og Landsbankadeild kvenna V stig<br />

2. deild karla III stig<br />

3. deild karla og 1. deild kvenna I stig<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

21<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

2. flokkur karla og kvenna II stig<br />

3. og 4. flokkur karla og 3. flokkur I stig og æskilegt námskeið<br />

kvenna<br />

um unglingaþjálfun<br />

Flokkar þar sem eingöngu er keppni í 7 I stig og æskilegt námskeið<br />

manna liðum<br />

um unglingaþjálfun<br />

3. grein. Þjálfarar með V og VI stigs réttindi skulu sækja<br />

endurmenntunarnámskeið á a.m.k. tveggja ára fresti<br />

4. grein. Fræðslunefnd KSÍ metur hvaða réttindi nám/námskeið á Íslandi og<br />

erlendis veita og hvaða réttindi útlendingar hafa til þjálfunar á Íslandi.<br />

5. grein. Fræðslunefnd KSÍ er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum í 1.<br />

grein, ef viðkomandi þjálfari skráir sig á þau námskeið sem hann hefur ekki lokið. Þá<br />

getur fræðslunefnd KSÍ veitt þeim þjálfurum I-VI stigs réttindi sem hafa feril að baki,<br />

ef sérsök ástæða þykir til (Handbók KSÍ 2004: 104).<br />

Þessi reglugerð þykir orðin nokkuð gömul og tími til kominn að endurskoða<br />

hana en henni hefur ekki verið breytt síðan 1997. Kröfur hennar um menntun þjálfara<br />

eru ekki miklar miðað við þróunina í knattspyrnunni undafarin ár. Undanfarin 2 ár<br />

hafa lið í efstu deild karla þurft að efla þjálfarastarf sitt með tilkomu Leyfiskerfis KSÍ<br />

og ný reglugerð því nauðsynleg til þess að vera í samræmi við Leyfiskerfið.<br />

4.8 Leyfiskerfi KSÍ<br />

Til þess að bregðast við þróun knattspyrnunar í dag ákvað UEFA að koma á<br />

leyfiskerfi til þess að bæta íþróttina á öllum sviðum. UEFA ákvað að frá og með<br />

haustinu 2004 skyldu öll félög sem ætluðu að taka þátt í Evrópukeppni hafa tilskilið<br />

leyfi frá knattspyrnusambandi í sínu heimalandi. KSÍ ákvað í kjölfarið að taka upp<br />

leyfiskerfi í efstu deild sumarið 2003 þannig að þau félög sem tækju þátt í<br />

Evrópukeppninni hefðu tilskilið leyfi KSÍ. Leyfiskerfi KSÍ tekur mið af<br />

lágmarkskröfum UEFA (Knattspyrnusamband Íslands 2005, 12. apríl).<br />

Leyfiskerfið snertir aðeins þau lið sem leika í efstu deild karla. Með því að<br />

taka upp leyfiskerfið eru KSÍ og UEFA að leitast við að ná fram eftirtöldum<br />

markmiðum:<br />

Frekari efling og sífellt meiri gæði á öllum sviðum knattspyrnu í Evrópu.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

22<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Aðlögun íþróttamannvirkja félaga að settum kröfum og frekari kröfum í<br />

framtíðinni (leikvangur, æfingasvæði, o.s.frv.).<br />

Meiri gagnkvæmur skilningur á verkefnum og vandamálum þjálfara, leikmanna<br />

og dómara og átak til að bæta sífellt skilning á knattspyrnulögunum og háttvísi í<br />

leik.Í<br />

KSÍ vill að:<br />

þjálfun og umönnun ungra leikmanna í félögunum verði efld og sé ætíð í<br />

fyrirrúmi.<br />

tryggt sé að stjórnun og skipulag félags sé traust.<br />

efnahagsleg og fjárhagsleg staða félaga verði bætt, ímynd þeirra styrkt og<br />

trúverðugleiki aukinn, og áhersla lögð á að félögin standi skil á skuldbindingum<br />

sínum.<br />

áhorfendum og fjölmiðlum verði séð fyrir vel búnum, vel staðsettum og<br />

öruggum leikvöngum fyrir íslenskar aðstæður.<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 12. apríl)<br />

Þessum markmiðum reynir KSÍ að ná með skipulagðri vinnu og þurfa félög í<br />

efstu deild karla að skila inn skýrslu árlega til KSÍ sem inniheldur alla þá þætti sem<br />

koma að Leyfiskerfinu. KSÍ fer yfir skýrsluna og ef hún stenst kröfur KSÍ fá liðin<br />

keppnisleyfi á keppnistímabili. Leyfiskerfið snertir alla starfsemi knattspyrnudeildar<br />

og þar á meðal menntun þjálfara. Samkvæmt grein 8.2.2. Áætlun um menntun<br />

þjálfara í leyfiskerfinu segir:<br />

Til að ná fram markmiðum um menntaða þjálfara getur félagið treyst á<br />

stuðning KSÍ til að vinna að áætlun um menntun þjálfara sinna, ef slíkt er<br />

ekki þegar fyrir hendi. Það þarf menntaða og hæfa þjálfara til að bæta<br />

knattspyrnuleikni yngri flokka á öllum sviðum (tæknilega,<br />

leikskipulagslega og líkamlega) ekki síður en keppnisliðsins. Unga<br />

leikmenn dreymir flesta um að komast í atvinnumennsku. Þeir eiga rétt á<br />

sem hæfustum þjálfurum þegar frá unga aldri. Það er einnig auðveldast<br />

að ná upp knattspyrnuleikni á aldrinum 10-14 ára. Ungir leikmenn þurfa<br />

því menntaða og hæfa unglingaþjálfara. Jafnframt hafa kröfurnar til<br />

þjálfara breyst mikið og samsetning liða verður æ fjölþjóðlegri. Þjálfarar<br />

þurfa því meiri þekkingu en áður (þjálfun í sálfræði og<br />

fjölmiðlaframkomu, félagslegum skilningi, tungumálakunnáttu, o.s.frv.).<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

23<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Henni verður best náð í gegnum þjálfaranámskeið KSÍ. Menntun þjálfara<br />

er ekki bara æskileg fyrir félagið heldur hreinlega skylda.<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 12. apríl)<br />

Kröfur leyfiskerfisins um menntun knattspyrnuþjálfara eru margar hverjar frábrugðnar<br />

reglugerð KSÍ frá 1997 en félög í efstu deild skulu fara eftir Leyfiskerfinu en ekki<br />

reglugerðinni. Samkvæmt Leyfiskerfinu verður félag að skipa yfirþjálfara og<br />

skilgreina skriflega réttindi hans og skyldur. Yfirþjálfarinn er ábyrgur fyrir vali,<br />

leikskipulagi og þjálfun keppnisliðs félagsins. Yfirþjálfarinn verður að hafa UEFA -<br />

Pro skírteini eða æðstu þjálfaragráðu KSÍ, þ.e. E-stig eða UEFA A þjálfaragráðu<br />

(ekki eru hægt að fá hana á Íslandi), þjálfaragráðu sem metin er sem sambærileg (og<br />

viðurkennd af UEFA sem slík) eða “viðurkenningu um hæfni” frá fræðslunefnd KSÍ<br />

(Knattspyrnusamband Íslands 2005, 12. apríl).<br />

Einnig skal hafa minnst einn þjálfara fyrir hvern aldursflokk 12 ára og eldri,<br />

þ.e. 2., 3. og 4.flokk, sem verður að hafa skírteini frá KSÍ eða jafngilt því sem<br />

samsvarar UEFA B þjálfaragráðu. Uns KSÍ hefur fengið heimild til að veita UEFA B<br />

gráðu, þá er gerð krafa um að þeir hafi lokið stigi IV hjá KSÍ (eða sambærilegu skv.<br />

eldra kerfi). Þjálfarar í 5. og 6. flokki, og þjálfarar yngri iðkenda skulu hafa lokið stigi<br />

II hjá KSÍ (B stigi í eldra kerfi). Þjálfarar í meistaraflokki skula hafa lokið æðstu<br />

menntun sem kennd er á Íslandi s.s. E-stigi (Knattspyrnusamband Íslands 2005, 12.<br />

apríl).<br />

Leyfiskerfi KSÍ hefur verið við gildi síðan sumarið 2003 og ef lið virða ekki<br />

reglur Leyfiskerfisins hefur KSÍ leyfi til að sekta þau félög. Þar sem mikill munur er á<br />

reglugerðinni frá 1997 og Leyfiskerfinu ákvað KSÍ að gefa liðunum keppnistímabilið<br />

2003 og 2004 til að aðlagast Leyfiskerfinu og beita ekki sektum ef liðin uppfylltu ekki<br />

kröfurnar. Félög fá viðvörun keppnistímabilið 2005 og sektir teknar upp<br />

keppnistímabilið 2006.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

24<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5 Niðurstöður<br />

Hér má sjá helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Alls voru 328 þjálfarar að<br />

þjálfa lið á Íslandsmótum sumarið 2004. 273 þeirra (83%) eru karlmenn og 55 (17%)<br />

eru konur. Aðeins einn þjálfari hefur barna og unglingastig sem er gamalt stig sem<br />

ekki er kennt lengur og telst í dag til KSÍ I. Í viðauka 5 má sjá töflur sem sýna<br />

fjöldatölur á bak við myndirnar.<br />

5.1 Samtals réttindi þjálfara sumarið 2004<br />

Samtals réttindi þjálfara sumarið 2004<br />

25<br />

20<br />

22<br />

22<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

9<br />

8<br />

12<br />

7<br />

3<br />

8<br />

9<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 1.<br />

Mynd 1 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda allra þjálfara sumarið 2004. Alls<br />

voru 328 starfandi þjálfarar sumarið 2004 á Íslandi. Alls 53% þjálfara höfðu lokið<br />

KSÍ II eða minna. Hæsta hlutfall þjálfara var án réttinda eða 22% ásamt þeim sem<br />

höfðu lokið KSÍ II. Fæstir höfðu lokið KSÍ V eða aðeins 3%.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

25<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.2 Karlkyns og kvenkyns þjálfarar<br />

Karlkyns þjálfarar<br />

25<br />

20<br />

20<br />

22<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

8<br />

8<br />

13<br />

7<br />

3<br />

8<br />

11<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 2.<br />

Mynd 2 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda karlkyns þjálfara sumarið 2004.<br />

Alls voru 273 karlar að þjálfa og 50% þeirra höfðu lokið KSÍ III eða meira. Flestir<br />

höfðu lokið KSÍ II eða 22% og fæstir lokið KSÍ V eða 3%. 80% þjálfara höfðu lokið<br />

einhverri menntun og 20% voru án réttinda.<br />

Kvenkyns þjálfarar<br />

%<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

32<br />

11<br />

31<br />

7 7<br />

5<br />

0<br />

5<br />

2<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 3.<br />

Mynd 3 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda kvenkyns þjálfara sumarið 2004.<br />

Alls voru 55 konur að þjálfa og einungis 26% þeirra höfðu lokið KSÍ III eða meira.<br />

68% þjálfaranna höfðu lokið einhverri menntun og 32% voru án réttinda.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

26<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.3 Menntun þjálfara í karla- og kvennaflokkum<br />

Menntun þjálfara í karlaflokkum<br />

25<br />

20<br />

21<br />

21<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

8<br />

8<br />

14<br />

5<br />

3<br />

8<br />

12<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 4.<br />

Mynd 4 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í karlaflokkum óháð kyni<br />

þjálfara sumarið 2004. Alls voru 227 þjálfarar að þjálfa karlaflokka. 50% höfðu lokið<br />

KSÍ III eða meira og alls 21% án réttinda.<br />

Menntun þjálfara í kvennaflokkum<br />

30<br />

25<br />

20<br />

22<br />

28<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

7<br />

10 10 10<br />

2<br />

9<br />

2<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 5.<br />

Mynd 5 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í kvennaflokkum óháð<br />

kyni þjálfara sumarið 2004. Alls voru 125 þjálfarar að þjálfa kvennaflokka. Flestir<br />

höfðu lokið KSÍ II eða 28%. 43% þjálfara höfðu lokið KSÍ III eða meira. 22% þjálfara<br />

voru án réttinda.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

27<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.4 Menntun eftir flokkum<br />

Hér að neðan sjáum við hvernig menntun þjálfara er eftir flokkum.<br />

5.4.1 Meistaraflokkur<br />

Meistaraflokkur karla<br />

20<br />

19<br />

19<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

9<br />

14<br />

5<br />

9<br />

6<br />

5<br />

14<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

0<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 6.<br />

Mynd 6 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í meistaraflokki karla<br />

sumarið 2004. Alls voru 19% án réttinda. Flestir þjálfarar höfðu lokið E-stigi eða 19%<br />

og 14% höfðu lokið við KSÍ II eða KSÍ VI.<br />

Meistaraflokkur kvenna<br />

%<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

11<br />

7<br />

14<br />

7<br />

4<br />

28<br />

4<br />

18<br />

7<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 7.<br />

Mynd 7 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í meistaraflokki kvenna<br />

sumarið 2004. Langflestir hafa lokið UEFA-B eða 28% og næstflestir hafa lokið KSÍ<br />

VI eða 18%. 11% eru án réttinda.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

28<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.4.2 2.flokkur<br />

2. flokkur karla<br />

%<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

14<br />

4<br />

0<br />

7<br />

26<br />

7 7<br />

14<br />

21<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 8.<br />

Mynd 8 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 2. flokki karla sumarið<br />

2004. Alls voru 28 þjálfarar að þjálfa í 2. flokki karla og 75% þeirra höfðu lokið við<br />

KSÍ IV eða meira. Flestir hafa lokið KSÍ IV eða 26% og 21% hefur lokið E-stigi. Alls<br />

14 % þjálfara voru án réttinda.<br />

2. flokkur kvenna<br />

30<br />

25<br />

20<br />

19<br />

26<br />

23<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

3<br />

13<br />

10<br />

3 3<br />

0<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 9.<br />

Mynd 9 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 2. flokk kvenna sumarið<br />

2004. Alls voru 31 þjálfarar að þjálfa 2. flokk kvenna og 39% hafa lokið við KSÍ IV<br />

eða meira. Flestir þjálfarar hafa lokið við KSÍ III eða 26%. Alls 19% þjálfara voru án<br />

réttinda.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

29<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.4.3 3.flokkur<br />

3. flokkur karla<br />

%<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

30<br />

8<br />

17<br />

8<br />

13<br />

6<br />

4<br />

10<br />

4<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 10.<br />

Mynd 10 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 3. flokki karla sumarið<br />

2004. Alls voru 38 þjálfarar að þjálfa í 3. flokki karla. 30% þjálfara eru án réttinda og<br />

flestir hafa lokið KSÍ II eða 17%.<br />

3. flokkur kvenna<br />

%<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

23<br />

3<br />

26<br />

15 15<br />

5<br />

3<br />

10<br />

0<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 11.<br />

Mynd 11 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 3. flokki kvenna<br />

sumarið 2004. Alls voru 39 þjálfarar að þjálfa í 3. flokki kvenna. 48% þeirra hafa<br />

lokið við KSÍ III eða meira en enginn hefur lokið við E-stigið. Flestir hafa lokið KSÍ<br />

II eða 26%. Alls voru 23% þjálfara voru án réttinda.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

30<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.4.4 4.flokkur<br />

4. flokkur karla<br />

20<br />

20<br />

18<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

10<br />

14<br />

10<br />

8<br />

2<br />

4<br />

14<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 12.<br />

Mynd 12 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 4. flokki karla sumarið<br />

2004. Alls voru 50 þjálfarar að þjálfa í 4. flokki karla. Flestir hafa lokið við KSÍ II eða<br />

20% og næst kemur KSÍ IV en 18% hafa lokið því. Alls 10% þjálfara voru án réttinda.<br />

4. flokkur kvenna<br />

%<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

28<br />

5<br />

35<br />

8 8<br />

13<br />

0<br />

3<br />

0<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 13.<br />

Mynd 13 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 4. flokki kvenna<br />

sumarið 2004. Alls voru 39 þjálfarar að þjálfa í 4. flokki kvenna og langflestir höfðu<br />

lokið KSÍ II eða 35%. 28% voru án réttinda og enginn hafði lokið KSÍ V eða E-stigi.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

31<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.4.5 5.flokkur<br />

5. flokkur karla<br />

30<br />

25<br />

20<br />

24<br />

26<br />

24<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

6<br />

2<br />

4<br />

2<br />

6 6<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 14.<br />

Mynd 14 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 5. flokki karla sumarið<br />

2004. Alls voru 50 þjálfarar að þjálfa í 5. flokki karla og flestir hafa lokið KSÍ II eða<br />

26%. Næst kom KSÍ IV en 24% höfðu lokið því. Alls 24% voru án réttinda.<br />

5. flokkur kvenna<br />

%<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

19<br />

14<br />

32<br />

6 6 6<br />

0<br />

17<br />

0<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 15.<br />

Mynd 15 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 5. flokki kvenna<br />

sumarið 2004. Alls voru 36 þjálfarar að þjálfa í 5. flokki kvenna og flestir höfðu lokið<br />

KSÍ II eða 32%. 19% voru án réttinda en enginn var með KSÍ V eða E-stig.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

32<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.4.6 6.flokkur<br />

6. flokkur karla<br />

%<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

22<br />

4<br />

36<br />

9 9<br />

2<br />

0<br />

11<br />

7<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 16.<br />

Mynd 16 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 6. flokki karla sumarið<br />

2004. Alls voru 56 þjálfarar að þjálfa í 6. flokki karla og 80% voru með KSÍ IV eða<br />

minna. Langflestir höfðu lokið KSÍ II eða 36% og 22% voru án réttinda. Enginn var<br />

með KSÍ V.<br />

6. flokkur kvenna<br />

30<br />

25<br />

20<br />

23<br />

19<br />

28<br />

Án réttinda<br />

KSÍ I Stig (A stig)<br />

KSÍ II Stig (B stig)<br />

KSÍ III Stig (C stig)<br />

%<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

5 5<br />

10<br />

0<br />

10<br />

0<br />

KSÍ IV Stig<br />

UEFA B (D stig)<br />

KSÍ V stig<br />

KSÍ VI stig<br />

E stig<br />

Mynd 17.<br />

Mynd 17 sýnir hlutfallslega skiptingu réttinda þjálfara í 6. flokki kvenna<br />

sumarið 2004. Alls voru 21 þjálfari að þjálfa í 6. flokki kvenna og 80% voru með KSÍ<br />

IV eða minna. Flestir eru með KSÍ II og alls 19% eru með KSÍ I. 10% höfðu lokið<br />

KSÍ VI en enginn var með KSÍ V eða E-stig. 23% voru án réttinda.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

33<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.5 Hverjir standast kröfur menntunarkerfis KSÍ<br />

Hér að neðan er hægt að sjá hvort þjálfarar á Íslandi sumarið 2004 uppfylltu<br />

kröfur reglugerðar KSÍ um þjálfaramenntun í sínum flokki samkvæmt gömlu<br />

reglugerðinni.<br />

Tafla 7. Hversu hátt hlutfall þjálfara stóðst menntunarkröfur KSÍ sumarið 2004.<br />

Þjálfun<br />

Hlutfall þeirra sem<br />

uppfylla kröfur KSÍ<br />

Hlutfall þeirra sem<br />

uppfylla ekki kröfur KSÍ<br />

Landsbankadeild karla 80% 20%<br />

Landsbankadeild kvenna 75% 25%<br />

1. deild karla 80% 20%<br />

2. deild karla 60% 40%<br />

1. deild kvenna 85% 15%<br />

3. deild karla 70% 30%<br />

2. flokkur karla 82% 18%<br />

2. flokkur kvenna 78% 22%<br />

3. flokkur karla 70% 30%<br />

3. flokkur kvenna 77% 23%<br />

4. flokkur karla 90% 10%<br />

7 manna lið 81% 19%<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

34<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.6 Þjálfarar án réttinda<br />

5.6.1 Án réttinda<br />

Án Réttinda<br />

%<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

19<br />

11<br />

19<br />

14<br />

Meistarfl 2.<br />

flokkur<br />

30<br />

23<br />

3.<br />

flokkur<br />

10<br />

28<br />

4.<br />

flokkur<br />

flokkar<br />

24<br />

19 22 23<br />

5.<br />

flokkur<br />

6.<br />

flokkur<br />

Karlar<br />

Konur<br />

Mynd 18.<br />

Mynd 18 sýnir kynjahlutfall þjálfara án réttinda skipt eftir flokkum. Af 328<br />

þjálfurum voru 71 án réttinda eða 22%. Alls 19% þjálfara í meistaraflokki karla voru<br />

án réttinda og 11% í meistaraflokki kvenna. Hátt hlutfall var í 3. flokki karla en alls<br />

30% þjálfara í 3. flokki karla voru án réttinda og 23% í 3. flokki kvenna.<br />

5.6.2 Kynjahlutfall þjálfara án réttinda<br />

Kynjahlutfall þjálfara án réttinda<br />

24%<br />

Karlar<br />

Konur<br />

76%<br />

Mynd 19.<br />

Mynd 19 sýnir kynjahlutfall þeirra þjálfara sem voru án réttinda. Af 71<br />

þjálfurum sem voru án réttinda voru 76% karlar (54 talsins) og 24% konur (17<br />

talsins).<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

35<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

5.6.3 Staðsetning þjálfara án réttinda<br />

Hér að neðan er mynd af Íslandi og á henni má sjá dreifingu þeirra þjálfara<br />

sem voru án réttinda sumarið 2004. Fyrir neðan er sagt frá fjölda þjálfara án réttinda í<br />

hverju bæjarfélagi.<br />

Reykjavík og nágrenni 21<br />

‣ Reykjavík 10<br />

‣ Garðabær 1<br />

‣ Kópavogur 1<br />

‣ Álftanes 2<br />

‣ Hafnafjörður 4<br />

‣ Mosfellsbær 1<br />

‣ Seltjarnarnes 2<br />

Ísafjörður/Bolungarvík 4<br />

Vopnafjörður 4<br />

Reykjanesbær 3<br />

Selfoss 3<br />

Borgarnes 3<br />

Egilsstaðir 3<br />

Dalvík 3<br />

Hvolsvöllur 3<br />

Siglufjörður 2<br />

Sauðárkrókur 2<br />

Mynd 20.<br />

Eigandi Jóhann G. Kristinsson<br />

Hornafjörður 2<br />

Hveragerði 2<br />

Grenivík 2<br />

Akureyri 1<br />

Vestmannaeyjar 1<br />

Akranes 1<br />

Grindavík 1<br />

Húsavík 1<br />

Blöndós 1<br />

Reyðarfjörður 1<br />

Neskaupsstaður 1<br />

Eyrabakki 1<br />

Þorlákshöfn 1<br />

Fáskrúðsfjörður 1<br />

Djúpivogur 1<br />

Hofsós 1<br />

Árskógarströnd 1<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

36<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

6 Umræður<br />

Menntun<br />

Knattspyrnuþjálfarinn hefur í mörg horn að líta. Starf hans felst í fleiru en bara<br />

að mæta á æfingar og stjórna þeim ásamt því að mæta með lið sitt í leiki. Þjálfarinn<br />

þarf að hugsa um lið sitt á hverri stundu. Hann þarf að hugsa um hvers konar þjálfun<br />

hentar því liði sem hann er með og þeim einstaklingum sem í því eru. En skyldu allir<br />

hafa getu til þess að verða góðir knattspyrnuþjálfarar? Allavega hafa allir jafna<br />

möguleika til þess að verða góðir knattspyrnuþjálfarar.<br />

Maðurinn fæðist ekki með alla þá þekkingu sem þarf til þess að verða góður<br />

knattspyrnuþjálfari. Hvernig mannslíkaminn er uppbyggður og hvernig hann bregst<br />

við álagi er eitthvað sem tekur tíma að læra. Knattspyrnuleikurinn og allt sem að<br />

honum fylgir, öll atvik, allar reglur og það hvernig bregðast skal við er ekki vitneskja<br />

sem allir hafa að öllu óbreyttu. Ekki er nóg að hafa verið leikmaður í mörg ár en að<br />

sjálfsögðu hjálpar það til vegna þeirrar þekkingar sem reynslan veitir eftir mörg ár, en<br />

það er ekkert sem segir að leikmenn viti af hverju þjálfunin er eins og hún er. Oft á<br />

tíðum framkvæma þeir æfingarnar sem þjálfarinn setur þeim fyrir án þess að vita til<br />

hvers og hvaða áhrif hún hefur. Fullorðnir leikmenn sem settir eru í þjálfun í yngri<br />

flokkum eiga það til að færa fullorðinsþjálfunina sem þeir hafa stundað í mörg ár yfir<br />

á börnin og unglingana. Það er ekki sanngjarnt né árangursríkt þar sem að börn og<br />

unglingar hafa ekki sama líkamlega né andlegan þroska og fullorðnir.<br />

Knattspyrnuþjálfarinn þarf að hafa mikla þekkingu á öllu því sem starfi hans fylgir og<br />

með því að mennta sig statt og stöðugt í þjálfunarfræðum, öðlast hann þá þekkingu<br />

hvort sem hún er á vettvangi barna- og unglingaþjálfunar eða fullorðinsþjálfunar. Eftir<br />

þjálfaramenntun á námskeiðum mun áralöng þjálfun veita þá reynslu á vettvangi sem<br />

bætir knattspyrnuþekkinguna.<br />

Hver er menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi?<br />

Rannsóknin sýndi það að 78% allra knattspyrnuþjálfara á Íslandi hafa<br />

einhverja þjálfaramenntun í knattspyrnu. (sjá mynd 1). 51% allra knattspyrnuþjálfara<br />

hafa KSÍ I til KSÍ IV réttindi og geta því sótt um að fá að taka UEFA B<br />

þjálfararéttindi en 27% þjálfara hafa lokið þeim réttindum og eru því viðurkenndir<br />

þjálfarar hjá UEFA. Meira en helmingur allra þjálfara á Íslandi eða 53% hafa einungis<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

37<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

KSÍ II réttindi eða minna. Þegar námskrá KSÍ stigana er skoðuð virðist það ekki mikil<br />

menntun. Samkvæmt því mega 53% allra knattspyrnuþjálfara þjálfa í 1. deild kvenna<br />

og 3. deild karla eða í 2. flokki karla og kvenna eða yngra (sjá töflu 6). Kröfurnar<br />

mættu vera meiri t.d. hvað varðar meistaraflokkana. Það er óeðlilegt að þjálfari 3.<br />

deildar liðs karla þurfi einungis að hafa KSÍ I réttindi á meðan þjálfari 2. deildar liðs<br />

karla þarf að hafa KSÍ III réttindi. Það eru áþekkir leikmenn sem þessir tveir þjálfa.<br />

Einnig vekur það athygli að hjá liði í 1. deild kvenna þarf 2.flokks þjálfarinn að vera<br />

með KSÍ II réttindi á meðan meistaraflokksþjálfarinn þarf einungis að hafa KSÍ I<br />

réttindi. Það er óeðlilegt og því er mjög jákvætt að reglugerð um menntun<br />

knattspyrnuþjálfara skuli vera tekin til endurskoðunar. Kröfurnar verða að hækka!<br />

Alls voru 273 karlar (83%) og 55 konur (17%) að þjálfa knattspyrnu sumarið<br />

2004. Þar sem að þetta er ólíkur fjöldi kynjanna verður að skoða niðurstöðurnar<br />

hlutfallslega. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar hvað varðar stöðu karlkyns- og<br />

kvenkynsþjálfara þá kemur ýmislegt í ljós (sjá myndir 2 og 3). 32% allra kvenkyns<br />

knattspyrnuþjálfara í landinu eru án réttinda eða um þriðjungur sem er mjög mikið á<br />

meðan 20% karlkynsþjálfara eru án réttinda. 42% karla hafa klárað KSÍ IV eða hærri<br />

stig á meðan aðeins 19% kvenna hafa klárað það sama. Það sýnir að hlutfallslega<br />

færri konur halda áfram í námi til þess að ná sér í meiri þjálfararéttindi. Það virðist því<br />

vera að þjálfarastarfið höfði meira til karla en kvenna.<br />

Þegar niðurstöður varðandi þjálfaramenntun í karlaflokkum og kvennaflokkum<br />

(sjá myndir 4 og 5) eru skoðaðar má sjá að menntun þjálfara í karlaflokkum er nánast<br />

alveg sú sama og menntun karlkynsþjálfara. Því má draga þá ályktun að næstum allir<br />

þjálfarar í karlaflokkum eru karlar. Þjálfaramenntun í kvennaflokkum er hins vegar<br />

mun meiri en menntun kvenkynsþjálfara og því má álykta að mjög margir þjálfarar í<br />

kvennaflokkum eru karlar. Það er rökrétt útfrá fjöldatölum en einungis 55 konur voru<br />

starfandi þjálfarar sumarið 2004. Það vantar ef til vill fleiri konur í<br />

knattspyrnuþjálfun. Karlaþjálfararnir hækka menntunina í kvennaflokkunum og því<br />

er menntun í karlaflokkum og í kvennaflokkum frekar svipuð. Hún er þó aðeins hærri<br />

í karlaflokkum og má þar helst sjá mun í því að 12 % þjálfara í karlaflokkum hafa<br />

lokið efsta stigi (E – stigi) en aðeins 2% þjálfara í kvennaflokkum hafa lokið því stigi.<br />

Þegar bornar eru saman niðurstöður um þjálfaramenntun á milli flokka (myndir<br />

6-17) má sjá að menntunin fer minnkandi eftir því sem að yngri aldursflokkar eiga í<br />

hlut. Það er ekki óeðlilegt þar sem að kröfur um þjálfaramenntun eru minni í yngri<br />

aldursflokkum og fara hækkandi í eldri aldursflokkum. Ef skoðaður er t.d. munur á<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

38<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

menntun þjálfara í meistaraflokki karla og í 6. flokki karla þá sést að 44% þjálfara<br />

hafa lokið UEFA B prófi eða hærra í meistaraflokki á meðan aðeins 20% hafa lokið<br />

sambærilegri menntun í 6. flokki. Ef skoðaðir eru sömu flokkar með tilliti til þeirra<br />

sem aðeins hafa lokið KSÍ II stigi eða minna má sjá að 42% hafa gert það í<br />

meistaraflokki á meðan 62% hafa það í 6. flokki. Þegar kvennaflokkarnir eru skoðaðir<br />

á sama hátt varðandi KSÍ II stig og minna, sést að hlutfall þjálfara með einungis þá<br />

menntun fer hækkandi þegar komið er í yngri aldursflokka. Í öðrum flokki kvenna<br />

hafa 35% lokið við KSÍ II stig eða minna en í 4. flokki kvenna er hlutfallið strax<br />

komið upp í 68% og helst svipað niður í 6. flokk.<br />

Þegar þetta er skoðað kemur upp sú spurning hvort það sé mikilvægara að hafa<br />

menntaða þjálfara á efri stigum frekar en í yngri aldursflokkum Er ekki mikilvægt að<br />

sá sem að þjálfar ungt fólk kunni það mikið í knattspyrnufræðum að hann geti kennt<br />

börnum alveg réttan grunn og tækni svo að það skili árangri í framtíðinni? Þetta er<br />

spurning sem hægt er að velta mikið fyrir sér og koma með ýmis rök með eða á móti.<br />

Það fyrirkomulag er ríkjandi innan knattspyrnuheimsins að þjálfarar á efri stigum hafa<br />

meiri menntun heldur en þeir sem þjálfa á yngri stigum. Með því er verið að koma í<br />

veg fyrir að leikmenn staðni þegar þeir eldast og geti ávallt verið að læra eitthvað nýtt<br />

af þjálfaranum sínum. Þannig mun knattspyrnuleikurinn halda áfram að þróast til hins<br />

betra. Knattspyrnuleikurinn að vissu leyti ólíkur á efsta stigi og í yngri stigum og<br />

verður sífellt flóknari þegar ofar dregur. Líkamlegar kröfur verða miklu meiri þannig<br />

að mikill munur er á þjálfun barna og fullorðinna. Réttindastigin taka mið af hverjum<br />

aldursflokki fyrir sig og því er mikilvægt að þjálfarar séu menntaðir við hæfi þeirra<br />

aldursflokka sem þeir þjálfa. Með því að setja reglugerðir er hægt að vinna statt og<br />

stöðugt að því að bæta menntun þjálfara og sjá til þess að fleiri iðkendur hafi<br />

menntaða þjálfara. Það mun skila árangri hjá þessum iðkendum í framtíðinni.<br />

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna glögglega hversu stórt hlutfall þjálfara<br />

stóðst kröfur menntunarkerfis KSÍ sumarið 2004 (sjá töflu 7). 80 % þjálfara stóðst<br />

kröfur í Landsbankadeild karla og 75% í Landsbankadeild kvenna. Með tilkomu<br />

leyfiskerfis KSÍ munu þessar tölur væntanlega fara upp í 100% sem að er eðlilegt fyrir<br />

lið í efstu deild. Athygli vekur að einungis 60% þjálfara í 2. deild karla uppfylltu<br />

kröfur KSÍ um að hafa KSÍ III stig. Það verður að teljast frekar döpur staðreynd. Hins<br />

vegar uppfylltu 90% þjálfara í 4. flokki karla, kröfur um KSÍ I stig.<br />

Það vekur athygli að 22% allra þeirra sem voru að þjálfa knattspyrnu sumarið<br />

2004 voru án réttinda. Með auknum kröfum á undanförnum árum hvað varðar<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

39<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

þjálfaramenntun er það dálítið skrýtið að svo margir skuli vera án þjálfararéttinda.<br />

Innan þessara 22% eru þjálfarar sem hafa ákveðna menntun á þessu sviði t.d. frá<br />

Íþróttaskólanum að Laugarvatni eða erlendis frá án þess þó að hafa sótt námskeið á<br />

vegum KSÍ. Til þess að öðlast réttindi frá KSÍ þarf að skila inn gögnum til<br />

Fræðslunefndar um menntun sem hver og einn hefur gengið í gegnum. Fræðslunefnd<br />

KSÍ tekur hvern og einn einstakling og metur hann samkvæmt ákveðnu kerfi inn í KSÍ<br />

stigin. Margir þessara einstaklinga sem hafa ekki réttindi hafa einfaldlega ekki skilað<br />

inn gögnum um sína menntun og eru því skráðir án réttinda inn í mótakerfi KSÍ.<br />

Erlendir þjálfarar fá ekki viðurkennd þjálfararéttindi frá knattspyrnusamböndum í<br />

þeirra heimalandi og eru því skráðir án réttinda hér á landi. En innan þessara 22% eru<br />

líka einstaklingar sem hafa enga þjálfaramenntun. Það eru t.d. einstaklingar sem hafa<br />

verið í knattspyrnu án þess þó að hafa verið í íþróttatengdu námi og eru látnir í þjálfun<br />

yngri flokka hjá því félagi sem þeir leika með eða hafa leikið með. Hjá minni liðum<br />

getur oft verið erfitt að manna allar þjálfarastöður og því eru áhugamenn stundum<br />

ráðnir til starfa án þess að hafa til þess réttindi. Hæsta hlutfall þjálfara án réttinda var í<br />

3. flokki karla (30%) og í 4. flokki kvenna (28%).<br />

Umræða hefur verið á þann veg að erfitt sé að fá menntað fólk til starfa við<br />

íþróttaþjálfun og kennslu á landsbyggðinni. Þegar staðsetning þjálfara án réttinda er<br />

skoðuð (mynd 20) má sjá að í Reykjavík og nágrenni eru 21 þjálfari án réttinda, á<br />

vesturlandi eru 4 þjálfarar án réttinda, á Vestfjörðum eru 4 þjálfarar án réttinda, á<br />

norðurlandi eru 14 þjálfarar án réttinda, á austurlandi eru 13 þjálfarar án réttinda og í<br />

Vestmannaeyjum, suðurlandi og á Suðurnesjum eru 15 þjálfarar án réttinda. Virðist<br />

þetta vera frekar jöfn skipting miðað við fjölda liða í þessum landshlutum.<br />

Samanburður við fyrri rannsóknir<br />

Ef niðurstöður þessarar rannsóknar eru bornar við þær niðurstöður sem<br />

Fræðslunefnd KSÍ fékk árið 1996 kemur í ljós að 27% þjálfara sumarið 2004 eru með<br />

UEFA B menntun eða meira en aðeins 14,8% þjálfara voru með D stig (sama og<br />

UEFA B) eða meira. Út frá þessum tölum er hægt að álykta að menntun þjálfara hefur<br />

aukist á Íslandi undanfarin ár. Helstu ástæður fyrir því er að KSÍ hefur aukið<br />

menntunarkröfurnar, þjálfarar eru áhugasamari um að mennta sig og fleiri<br />

þjálfaranámskeið eru í boði fyrir þá. Hafa skal þó í huga að ekki er vitað um<br />

svarhlutfall úr rannsókn Fræðslunefndar KSÍ árið 1996 og því gefa niðurstöðurnar<br />

ekki alveg rétta mynd.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

40<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Ef við lítum að niðurstöður úr rannsókn Ólafs og Sveins frá árinu 2004 kemur<br />

í ljós að aðeins 2% þjálfara í 5., 4. og 3. flokki karla og kvenna á höfuðborgarsvæðinu<br />

voru án réttinda en alls 22% voru án réttinda í sömu flokkum yfir allt landið sumarið<br />

2004. Þessar niðurstöður koma svolítið á óvart þar sem kröfur til þjálfara um að hafa<br />

einhverja menntun eru að aukast. Líklegt er að þjálfarar í þessum flokkum á<br />

landsbyggðinni eru illa menntaðir og fengnir til að fylla lausar þjálfara stöður þótt þeir<br />

hafi enga menntun. Skemmtilega kom á óvart að 5% þjálfara voru með UEFA A<br />

réttindi en enginn á Íslandi er með þá gráðu samkvæmt mótakerfi KSÍ og eins og áður<br />

sagði hefur umsókn KSÍ um að fá að útskrifa þjálfara með UEFA A réttindi ekki verið<br />

samþykkt. Einnig voru 2% þjálfara með Barna og Unglingastig en það stig er ekki<br />

lengur til en er eins og áður sagði sama og KSÍ I stig.<br />

Ef við lítum á rannsókn Eysteins og Ingva frá árinu 2003 kemur í ljós að 70%<br />

þjálfara voru með KSÍ III menntun eða minna í 5. og 4. flokki karla á<br />

höfuðborgasvæðinu. Alls voru 55% þjálfara með sömu menntun í þessum flokkum<br />

yfir allt landið sumarið 2004. Út frá þessum tölum er hægt að álykta að þjálfarar í<br />

þessum flokkum hafa meiri menntun á landsvísu en á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Í þessari rannsókn er notast við mótakerfi KSÍ til þess að fá upplýsingar um<br />

þjálfara en í fyrri rannsóknum var sendur út spurningalisti á þjálfara og þeir beðnir um<br />

að segja til um menntun sína. Þjálfarar svöruðu væntanlega með sinni bestu vitund en<br />

gerðu sér ekki alveg grein fyrir hversu mikla menntun þeir höfðu.<br />

Afrakstur verkefnisins<br />

Eins og áður hefur komið fram var tilgangur þessarar rannsóknar sá að kanna<br />

menntun allra knattspyrnuþjálfara á landinu sumarið 2004 svo að KSÍ gæti lagt fram<br />

nýja reglugerð árið 2005 um menntun knattspyrnuþjálfara. Nýja reglugerðin á að taka<br />

mið af gömlu reglugerðinni og Leyfiskerfi KSÍ og á að auka kröfur um<br />

þjálfaramenntun í samræmi við það. Á fundi sínum þann 15. apríl 2005 samþykkti<br />

stjórn KSÍ þessa nýju breytingu á reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara.<br />

Reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara:<br />

1.gr. Allir þjálfarar sem starfa fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi skulu hafa<br />

fullnægjandi og viðeigandi menntun til þeirra þjálfarastarfa sem þeir vinna. Með<br />

hugtakinu þjálfari er hér átt við hvern þann sem kennir íþróttir og skipuleggur og<br />

stjórnar knattspyrnuæfingum og knattspyrnuleikjum.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

41<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

2. gr. Félög skulu gera kröfur til þjálfara sinna um menntun samkvæmt eftirfarandi:<br />

Tafla 13. Ný reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi frá 2005.<br />

Þjálfun<br />

Námskeið skv. Kennsluskrá KSÍ<br />

Landsbankadeild karla og UEFA B og VI. Stig eða stig (þjálfarar í<br />

kvenna, 1. deild karla<br />

Landsbankadeild karla skulu hafa æðstu menntun<br />

sem KSÍ býður upp á hverju sinni skv.<br />

Leyfiskerfinu<br />

2. deild karla, 3. deild karla, 1. UEFA B<br />

deild kvenna og 2. flokkur<br />

3. og 4. flokkur III. stig – Þjálfarar 3. og 4. flokks karla þurfa þó<br />

UEFA B skv. Leyfiskerfinu.<br />

5.6.7. og 8. flokkur og flokkar II. stig<br />

þar sem eingöngu er keppt í 7<br />

manna liðum<br />

3. gr. Þjálfarar með UEFA B þjálfaragráðu þurfa að sækja sér endurmenntun,<br />

lágmark 15 tíma á 3 ára fresti til að viðhalda réttindum sínum. Fræðslunefnd KSÍ<br />

ákvarðar hvað telst gild endurmenntun til endurnýjunar á UEFA B<br />

þjálfararéttindunum.<br />

4. gr. Fræðslunefnd KSÍ metur hvaða réttindi nám/námskeið á Íslandi og erlendis<br />

veita og hvaða réttindi útlendingar hafa til þjálfunar á Íslandi.<br />

5. gr. Fræðslunefnd KSÍ er heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum í 1. grein, ef<br />

viðkomandi þjálfari skráir sig á þau námskeið sem hann hefur ekki lokið. Þá getur<br />

Fræðslunefnd KSÍ veitt þeim þjálfurum I. – VI. stigs réttindi sem hafa feril að baki, ef<br />

sérstök ástæða þykir til.<br />

Skýring: Kröfur um menntun þjálfara aukin í öllum flokkum (Knattspyrnusamband<br />

Íslands 2005, 18 apríl).<br />

Í þessari nýju reglugerð má sjá að menntunarkröfur hafa verið auknar og<br />

samræmdar mun betur en áður var. Sjá má að þjálfarar í 2. og 3. deild karla þurfa nú<br />

að hafa sömu menntun og kröfurnar auknar upp í UEFA B réttindi. Einnig má sjá að<br />

þjálfari meistaraflokks í 1. deildar liði kvenna verður nú að hafa UEFA B réttindi eða<br />

þau sömu og þjálfari 2. flokks kvenna sem áður þurfti að hafa meiri menntun. Þessi<br />

nýja reglugerð hækkar menntunarkröfur á öllum stigum nema hjá liðum í<br />

Landsbankadeild karla en þar skulu þjálfarar hafa æðstu menntun sem KSÍ býður upp<br />

á hverju sinni. Æðsta menntun sem KSÍ hefur boðið upp á fram til þessa er VI stig.<br />

VII stig verður kennt í fyrsta skipti í apríl 2005 og enn er beðið eftir samþykki frá<br />

UEFA um UEFA A réttindi. Menntunarkröfur fyrir yngstu aldursflokkana hafa einnig<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

42<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

hækkað úr KSÍ I stigi upp í KSÍ II stig. Því er ljóst að allir þeir þjálfarar sem aðeins<br />

hafa KSÍ I stig hafa ekki réttindi til þess að þjálfa neina aldursflokka og geta því<br />

aðeins verið aðstoðarmenn þjálfara. Þjálfarar í 1. deild kvenna og í 3. deild karla eru<br />

þeir þjálfarar sem þurfa að bæta menntun sína mest til þess að standast kröfur nýju<br />

reglugerðarinnar. Áður þurftu þeir aðeins að vera með KSÍ I stig en þurfa nú að hafa<br />

UEFA B réttindi.<br />

Ef skoðað er hversu stór hluti þjálfara sem voru að þjálfa sumarið 2004 myndi<br />

standast þær kröfur sem samþykktar hafa verið nú kemur í ljós að hlutfallið hefur<br />

lækkað töluvert frá fyrri kröfum enda eðlilegt þar sem að kröfurnar hafa hækkað<br />

talsvert.<br />

Tafla 14. Hlutfall knattspyrnuþjálfara sumarið 2004 sem myndu standast kröfur nýju<br />

reglugerðarinnar.<br />

Þjálfun<br />

Hlutfall þeirra sem uppfylla<br />

kröfur KSÍ<br />

Hlutfall þeirra sem uppfylla ekki<br />

kröfur KSÍ<br />

Landsbankadeild karla 80% 20%<br />

Landsbankadeild kvenna 75% 25%<br />

1. deild karla 70% 30%<br />

2. deild karla 40% 60%<br />

1. deild kvenna 46% 54%<br />

3. deild karla 26% 74%<br />

2. flokkur karla 49% 51%<br />

2. flokkur kvenna 29% 71%<br />

3. flokkur karla hjá félögum í<br />

40% 60%<br />

Landsbankadeild karla<br />

4. flokkur karla hjá félögum í<br />

40% 60%<br />

Landsbankadeild karla<br />

3. flokkur karla hjá öðrum<br />

32% 68%<br />

félögum en í Landsbankadeild<br />

karla<br />

3. flokkur kvenna 48% 52%<br />

4. flokkur karla hjá öðrum<br />

50% 50%<br />

félögum en í Landsbankadeild<br />

karla<br />

4. flokkur kvenna 32% 68%<br />

5. flokkur karla 70% 30%<br />

5. flokkur kvenna 67% 33%<br />

6. flokkur karla 74% 26%<br />

6. flokkur kvenna 58% 42%<br />

Eins og sést í töflu 14 hefur stór hluti þeirra þjálfara sem störfuðu sumarið 2004 ekki<br />

nægilega menntun til þess að standast kröfur fyrir sumarið 2005. Leyfiskerfi KSÍ<br />

kemur að vísu þarna inn í og hækkar menntunarkröfur þjálfara í 3. og 4. flokki karla<br />

hjá öllum þeim liðum sem leika í Landsbankadeild karla. Hlutfallið í 2. og 3. deild<br />

karla og 1. deild kvenna myndi ekki ná 50% og sömu sögu má segja um þjálfara í 2.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

43<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

flokki – 5. flokks hjá báðum kynjum. Því er ljóst að það verður að gera átak í<br />

menntunarmálum þjálfara á næstu misserum.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

44<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

7 Lokaorð<br />

Í nútíma samfélagi er menntun einstaklinga mjög mikilvæg. Enginn fæðist læknir eða<br />

kennari. Fólk verður að hafa fyrir hlutunum og mennta sig á þeim vettvangi sem það<br />

hefur áhuga á. Fólk eyðir fjölda ára á skólabekk til að ná sér í þá bestu menntun sem<br />

völ er á svo það verði hæft í sínu starfi þegar það kemur út á vinnumarkaðinn.<br />

Menntun þjálfara er enginn undantekning þar á.<br />

Markmið rannsóknarinnar var að komast að hver menntun knattspyrnuþjálfara<br />

á Íslandi var árið 2004. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar ætlaði KSÍ að semja nýja<br />

reglugerð um menntun þjálfara því gamla reglugerðin var orðin gömul og ekki í takt<br />

við tímann. Með tilkomu Leyfiskerfis KSÍ 2003 jukust menntunarkröfur þjálfara í<br />

efstu deild karla og þær kröfur voru ekki í samræmi við gömlu reglugerðina. Því var<br />

tilvalið að semja nýja reglugerð en hún var samin af Fræðslunefnd KSÍ og samþykkt<br />

af stjórn KSÍ á stjórnarfundi KSÍ 14. apríl 2005. Í nýju reglugerðinni eru kröfur<br />

þjálfara um menntun auknar til muna og ljóst er að margir þjálfarar þurfa að auka við<br />

sig menntun ef þeir ætla að standast nýju kröfurnar.<br />

Gaman verður að sjá á næstu árum hversu mikil áhrif nýja reglugerðin mun<br />

hafa á þjálfara, menntun þeirra og aðsókn á þjálfaranámskeið KSÍ. Tilvalið væri að<br />

gera alveg eins rannsókn eftir 2-3 ár og sjá hvort menntun þjálfara hefur aukist og þá<br />

hversu mikið.<br />

Ný reglugerð KSÍ um menntun þjálfara er afrakstur þessarar rannsóknar og<br />

undirritaðir stoltir að sjá hversu mikil áhrif hún hefur haft. Rannsóknin var viðamikil<br />

enda sú stærsta sem gerð hefur verið á þessu sviði á Íslandi. Vinna við hana var<br />

krefjandi og oft á tíðum erfið en alveg þess virði.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

45<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Ritaðar heimildir:<br />

8 Heimildaskrá<br />

Auðbjörg Íris Stefánsdóttir. 1997. Staða og menntun knattspyrnuþjálfara. Lokaritgerð<br />

frá Kennaraháskóla Íslands, Íþróttabraut.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson. 2003. Þjálfun barna og unglinga í<br />

knattspyrnu -Umfjöllun um ýmis atriði er varða knattspyrnuþjálfu -.<br />

Lokaritgerð frá Kennaraháskóla Íslands.<br />

Fræðslunefnd ÍSÍ. 1992. Íþróttasálfræði. Íþróttasamband Íslands, Reykjavík.<br />

Fræðslunefnd KSÍ. 1996. Könnun á menntun starfandi þjálfara 1996.<br />

Knattspyrnusamband Íslands, Reykjavík.<br />

Gunnar Svanbergsson og Ragnhildur Jónsdóttir. 1992. Hve glöð er vor æska. Um<br />

þjálfun barna og unglinga. B.S. ritgerð í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.<br />

Gjerset, Asbjörn, Kjell Haugen og Per Holmstad. 1999. Þjálffræð. Anna Dóra<br />

Antonsdóttir íslenskaði. ÍSÍ og Iðnú, Reykjavík.<br />

Handbók KSÍ 2004. 2004. Geir Þorsteinsson annaðist ritstjórn. Knattspyrnusamband<br />

Íslands, Reykjavík.<br />

Janus Guðlaugsson. 1995. Kennslu- og æfingaskrá fyrir barna og unglingaþjálfun í<br />

knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands, Reykjavík.<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2005. Skjal sent í tölvupósti, Þjálfunarmenntunarkerfi<br />

KSÍ. 11 febrúar.<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2005. Skjal sent í tölvupósti, Þátttaka á<br />

þjálfaranámskeiðum KSÍ 1992-2004. 15 febrúar.<br />

Ólafur Sigfús Benediktsson og Sveinn Þórir Þórðarson. 2004. Ungur nemur gamall<br />

temur. Lokaritgerð frá Kennaraháskóla Íslands, Íþróttabraut.<br />

Sigurður Á Friðþjófsson og Víðir Sigurðsson. 1997. Knattspyrna í heila öld.<br />

Knattspyrnusamband Íslands, Reykjavík.<br />

Þjálfaramenntun – fræðslubælingur ÍSÍ. 1999. Íþrótta- og Óympíusamband Íslands,<br />

Reykjavík.<br />

Heimildir af neti:<br />

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ). 2005, 24. mars. Stefnuyfirlýsing um<br />

þjálfaramenntun.Vefslóð:http://www.isisport.is/isinew/stodsvid/menntun.ht<br />

m<br />

Knattspyrnusamband Íslands 2005, 25. febrúar. Stefnuyfirlýsing KSÍ um þjálfun barna<br />

og unglinga.Vefslóð:<br />

http://www.ksi.is/ksi/frædsluvefur/kennslugogn/1_stig/barnastefna_KSI_3.p<br />

df<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2005, 3. mars. UEFA B þjálfaragráða – Námsskrá.<br />

Vefslóð: http://www.ksi.is/ksi/frædsluvefur/namskra_uefa_b.pdf<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2005, 5. mars. Application for the UEFA A Coaching<br />

Licence. Vefslóð:<br />

http://www.ksi.is/ksi/Frettir/Tengifrettir2004/uefa_a_umsokn.pdf<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2005, 12.aríl. Fræðsluvefur KSÍ -um Leyfiskerfi KSÍ-<br />

Vefslóð:http://www.ksi.is/ksi/leyfisvefur/forsida.htm<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

46<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2005, 18.apríl. Reglugerðabreytingar 2005.<br />

Vefslóð:http://www.ksi.is/ksi/Frettir/Tengifrettir2005/reglugerdarbreytingar<br />

_april2005.pdf<br />

Menntamáráðuneyti. 2005, 23. mars. Aðalnámskrá grunnskóla -Almennur hluti 1999-.<br />

Vefslóð:http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-rftfrettirogfraedsluefni-namskrar/alm_gr.rtf<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

47<br />

Kristinn V. Jóhannsson


Kennaraháskóli Íslands – Íþróttabraut<br />

B.S. Lokaritgerð<br />

Menntun Knattspyrnuþjálfara á Íslandi Maí 2005<br />

9 Viðauki<br />

Viðauki 1: Bréf sem sent var á tölvupósti til forráðamanna aðildarfélaga<br />

KSÍ.<br />

Viðauki 2: Ítrekunarbréf til forráðamanna aðildarfélaga KSÍ.<br />

Viðauki 3: Námsskrá UEFA – B þjálfaragráðu.<br />

Viðauki 4: Námsskrá KSÍ V, VI, og VII þjálfaragráða.<br />

Viðauki 5: Töflur.<br />

Eyþór Guðnason<br />

Óskar Atli Rúnarsson<br />

48<br />

Kristinn V. Jóhannsson

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!