19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

<strong>Efnisyfirlit</strong>:<br />

1. Inngangur................................................................................................................6<br />

2. Aðstæður barna og unglinga til þess að æfa knattspyrnu...............................7<br />

3. Hverjir veljast í þjálfarastörfin .............................................................................9<br />

4. Kennslufræði.........................................................................................................11<br />

4.1 Þjálfarinn og hlutverk hans ..........................................................................11<br />

4.2 Hvernig nær þjálfarinn góðu sambandi við iðkendur .............................13<br />

4.3 Agi og stjórnun...............................................................................................15<br />

4.4 Hvernig skipuleggur þjálfarinn starf sitt....................................................17<br />

4.4.1 Æfingastundin .........................................................................................18<br />

4.2 Skipulag til lengri tíma..............................................................................23<br />

4.4.3 Mælingar (þol – styrkur – tækni)..........................................................26<br />

4.5 Hvaða eiginleikar prýða góðan þjálfara .....................................................31<br />

4.6 Samstarf við foreldra .....................................................................................32<br />

4.7 Reglur...............................................................................................................34<br />

5. Kennsla í knatttækni............................................................................................35<br />

5.1 Sendingar ........................................................................................................35<br />

5.2 Móttaka knattar ..............................................................................................37<br />

5.3 Knattrak...........................................................................................................38<br />

5.4 Sköllun.............................................................................................................39<br />

5.5 Gabbhreyfingar ..............................................................................................40<br />

5.6 Skot á mark .....................................................................................................41<br />

6. Leikfræði einstaklingsins – varnaratriði...........................................................42<br />

6.1 Gæsla................................................................................................................43<br />

6.2 Tæklun (návígi) ..............................................................................................44<br />

6.3 Staðsetning ......................................................................................................45<br />

6.4 Völdun .............................................................................................................47<br />

7. Leikfræði einstaklingsins – sóknaratriði...........................................................47<br />

7.1 Myndun svæða (breidd) ...............................................................................47<br />

7.2 Hvernig á aðstoðin að vera?.........................................................................48<br />

4<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

7. 3 Sendingar .......................................................................................................49<br />

7.4 Ásetningur dulinn..........................................................................................49<br />

7.5 Knattvíxlun .....................................................................................................50<br />

7.6 Framhjáhlaup („overlap“) ............................................................................50<br />

7.7 Möguleikar knatthafa ....................................................................................51<br />

7.8 Sóknarleikur án knattar.................................................................................52<br />

8. Æfingasafn / Tímaseðlar ....................................................................................53<br />

8.1 Upphitun .........................................................................................................55<br />

8.2 Sendingar ........................................................................................................59<br />

8.3 Mótttaka ..........................................................................................................63<br />

8.4 Tækni ...............................................................................................................67<br />

8.5 Sköllun.............................................................................................................71<br />

8.6 Knattrak...........................................................................................................75<br />

8.7 Gabbhreyfingar ..............................................................................................79<br />

8.8 Skot á mark .....................................................................................................83<br />

8.9 Leikrænar æfingar..........................................................................................87<br />

8.10 Stöðvaþjálfun................................................................................................91<br />

9. Athugun meðal knattspyrnuþjálfara ................................................................95<br />

9.1 Könnun á nokkrum atriðum er varða knattspyrnuþjálfun 4. og 5. flokks<br />

karla á höfuðborgarsvæðinu ...............................................................................95<br />

9.2 Spurningarlisti lagður fyrir starfandi aðalþjálfara....................................95<br />

9.3 Niðurstöður könnunarinnar.........................................................................96<br />

9.4 Okkar mat á niðurstöðum.............................................................................98<br />

10. Lokaorð..............................................................................................................100<br />

11. Heimildaskrá ....................................................................................................102<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

5


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

1. Inngangur<br />

Það er ekki auðvelt verkefni að þjálfa börn og unglinga í knattspyrnu en það<br />

er svo sannarlega gefandi. Því höfum við félagarnir fengið að kynnast í<br />

gegnum árin. Þegar kom að því að velja sér verkefni í lokaritgerð lá beint við<br />

að það tengdist knattspyrnu þar sem við höfum æft knattspyrnu frá blautu<br />

barnsbeini og þar að auki höfum við þjálfað börn og unglinga í knattspyrnu<br />

samhliða þjálfun okkar.<br />

Þar sem við teljum okkur hafa allgóða reynslu í þjálfun barna og unglinga<br />

ákváðum við að kafa dýpra í þessi fræði og skrifa lokaritgerð um hvernig<br />

þjálfarinn eigi að starfa til þess að þjálfunin gangi sem best. Þá fjöllum við<br />

einnig um það hvernig aðstæður barna og unglinga til þess að æfa<br />

knattspyrnu eru og hvernig sú aðstaða hefur breyst, en síðustu ár hefur orðið<br />

algjör bylting á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hér á landi með tilkomu<br />

knattspyrnuhúsa sem risið hafa hér á suðvestur horninu sem og fyrir norðan.<br />

Þá munum við taka fyrir grundvallaratriði í knatttækni sem mikilvægt er<br />

að byrja fljótlega að kenna í yngri flokkunum þegar börnin eru hvað<br />

móttækilegust fyrir því að tileinka sér og læra nýjar æfingar. Þá munum við<br />

taka fyrir leikfræði einstaklingsins, jafnt sóknarlega sem varnarlega og koma<br />

með hugmyndir að æfingum til að þjálfa þessi atriði enn frekar.<br />

Þegar við vorum að vinna þetta verk kom upp sú hugmynd hjá okkur að<br />

forvitnast um hvaða menntun og reynslu þjálfarar félaganna hafa og athuga<br />

hve mörg ár þeir hafa þjálfað. Eins langaði okkur að vita hver æfingafjöldinn<br />

væri að meðaltali á viku hjá félögunum, hver æfingagjöldin væru og hvort<br />

einhverjar reglur (agareglur) og fleira væri í gangi hjá félögunum. Til að fá<br />

svör við forvitni okkar um þessi mál ákváðum við því að leggja spurningalista<br />

fyrir þjálfara í 4. og 5. flokki karla hér á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Það er ósk okkar að með því að skrifa um þetta efni verðum við mun betur<br />

í stakk búnir til að sinna þjálfuninni sem allra best og eins að fleiri þjálfarar<br />

geta nýtt sér þessa ritgerð til að auka þekkingu sína á þjálfun.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

6


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

2. Aðstæður barna og unglinga til þess að æfa<br />

knattspyrnu<br />

Knattspyrna er án efa vinsælasta og fjölmennasta íþróttin sem stunduð er á<br />

Íslandi í dag og samkvæmt tölum frá Knattspyrnusambandi Íslands eru um<br />

20.000 iðkendur sem stunda knattspyrnu að staðaldri hjá íþróttafélögum. Þar<br />

af eru börn og unglingar að 18 ára aldri um 14.000. Strákar eru þar í miklum<br />

meirihluta eða u.þ.b. 10.000 og stelpur u.þ.b. 4000.<br />

Ekki er langt síðan að börn og unglingar höfðu aðgang að opnum svæðum<br />

til knattspyrnuiðkunar víðs vegar um borg og bæ hvort sem það var á túnum<br />

eða á malarflötum. Mörg börn og unglingar sem höfðu einhvern áhuga á<br />

knattspyrnu eyddu heilu og hálfu dögunum á þessum stöðum og mátti<br />

víðsvegar sjá þessi opnu svæði iða af mannlífi. Núna í seinni tíð hefur því<br />

miður dregið úr því að börn og unglingar sjáist að leik á þessum svæðum.<br />

Skýringarnar eru að miklu leyti þær að mjög hefur þrengt að þessum svæðum<br />

og hafa þau oftar en ekki verið tekin undir nýbyggingar og einnig verið<br />

endurskipulögð þar sem ekki er gert ráð fyrir að knattspyrna sé stunduð þar.<br />

Einnig má finna skýringarnar í því að við lifum við allt aðrar aðstæður nú á<br />

dögum heldur en fyrir nokkrum árum og er miklu meira í boði fyrir börn og<br />

unglinga í dag heldur en áður fyrr. Samkeppnin við knattspyrnuiðkun og<br />

aðra hreyfingu er miklu meiri í dag og oft kjósa börn og unglingar frekar að<br />

sitja fyrir framan tölvuna sína eða horfa á sjónvarp heldur en að fara út og<br />

leika sér og stunda annars konar hreyfingu.<br />

Þannig má segja að aðstaðan til knattspyrnuiðkunar hafi versnað ef tekið er<br />

tillit til þeirra svæða sem börn og unglingar gátu farið á til þess að leika sér í<br />

knattspyrnu og er það einna helst við skólana sem enn þann dag í dag er hægt<br />

er að fara og leika knattspyrnu hvenær sem er.<br />

Hins vegar hafa sveitarfélögin reynt að efla íþróttafélögin með því að<br />

byggja upp betri aðstöðu hjá þeim þar sem börn og unglingar geta sótt<br />

reglubundnar æfingar en þá er það yfirleitt gegn ákveðnu gjaldi og er því<br />

alltaf spurningin um það hvort allir hafi fjármagn til þess að greiða fyrir þá<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

7


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

þjónustu. Í dag er algengt að íþróttafélög séu með 2-4 æfingar á viku u.þ.b.<br />

klukkustund í senn fyrir börn og unglinga og eru fá eða engin tækifæri utan<br />

þess til að stunda knattspyrnu þar sem börn og unglingar geta virkjað áhuga<br />

sinn og orku utan hefðbundinna æfingatíma. 1<br />

Í dag iðka flest börn og unglingar sína knattspyrnu hjá íþróttafélaginu í<br />

sínu hverfi. Börn hefja einnig sína knattpyrnuiðkun hjá íþróttafélaginu með<br />

þátttöku í ýmiskonar íþrótta- og knattspyrnuskólum sem mörg íþróttafélög<br />

bjóða uppá fyrir börn frá 5-6 ára aldri. Það má því segja að fyrstu sporin í<br />

knattspyrnuiðkun barnanna séu tekin hjá íþróttafélögunum en margir hefja<br />

knattspyrnuiðkun sína á þessum árum þó svo að auðvitað séu<br />

undantekningar á því. Þegar börnin verða 7 ára og eldri bjóða flest<br />

íþróttafélög upp á reglubundnar æfingar. Þess vegna gegna íþróttafélög á<br />

Íslandi í dag miklu meira hlutverki sem uppeldisstaður og jafnframt<br />

leikstaður barnanna á þessum árum heldur en áður fyrr og því er mikilvægt<br />

að vel takist til og að markvisst sé staðið að uppbyggingunni og þjálfarar séu<br />

starfi sínu vaxnir. Einnig er mikilvægt að fyrsta reynsla barnanna af<br />

knattspyrnuiðkun verði jákvæð og stuðli að áhuga barnanna á<br />

knattspyrnuiðkun sem endist ævilangt. 2<br />

Aðstæður íþróttafélaga eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg, en flest<br />

hafa til umráða íþróttahús á veturna þar sem æfingarnar fara fram en flytja sig<br />

svo út á knattspyrnuvellina á vorin og sumrin þegar sól hækkar á lofti. Á<br />

undanförnum árum hefur aðstaða til knattpyrnuiðkunar innanhúss batnað til<br />

muna með tilkomu knattpyrnuhalla og gerir íþróttafélögum kleift að æfa við<br />

sömu aðstæður innan dyra og utan allan ársins hring. Eins hafa mörg félög til<br />

umráða upphitaða gervigrasvelli sem æft er á aðallega yfir vetrarmánuðina<br />

þegar veður leyfir. Þó svo að aðstaðan íþróttafélaganna sé góð er það ekki<br />

nægilegt eitt og sér til að búa börnin undir lífið á knattspyrnuvellinum, heldur<br />

þarf að byggja þau upp sem sjálfstæða einstaklinga sem eru tilbúinir að takast<br />

á við lífið og tilveruna og geta séð um að bjarga sér sjálfir þegar út í lífið er<br />

1 Knattspyrnusamband Íslands 2003<br />

2 Janus Guðlaugsson 1995:7<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

8


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

komið. 3 Eins skiptir félagslegi þátturinn miklu máli þ.e. að börnin kynnist<br />

hvert öðru, læri að vinna saman, taki tillit til hvers annars með því að sýna<br />

umburðarlyndi og síðan en ekki síst að þau hafi gaman af því sem þau eru að<br />

gera, því fótbolti á jú að vera skemmtileg íþrótt sem allir eiga að hafa tækifæri<br />

til þess að stunda. Enn og aftur komum við að því að þjálfarinn er þar í<br />

lykilhlutverki.<br />

3. Hverjir veljast í þjálfarastörfin<br />

Þjálfarar eru mismunandi eins og þeir eru margir og eru það orð að sönnu<br />

þegar sagt er að engir tveir þjálfarar séu eins. Þegar farið er að skoða hverjir<br />

veljast í þjálfarastörfin má segja að margt hafi breyst í gegnum árin og það<br />

vonandi í rétta átt. Hér áður fyrr vann þjálfarinn yfirleitt í sjálfboðavinnu og<br />

voru flestir að þjálfa samhliða annarri atvinnu. Oft voru þetta einhverjir sem<br />

höfðu spilað fótbolta sjálfir eða þá fylgst vel með honum og vissu eitthvað um<br />

þessa íþrótt. Þó höfðu fæstir aflað sér menntunar og voru stjórnarmenn<br />

íþróttafélaga hæstánægðir ef þeim tókst að ráða þjálfara sem töldust kunna til<br />

verka og þar með var málið leyst. Enginn spurði hvaða þjálfunaraðferðum<br />

yrði beitt, hvað þá að þjálfarinn fengi eitthvað frá félaginu um það hvers var<br />

ætlast af honum. Engin samvinna var á milli þjálfaranna, heldur þjálfaði hver<br />

sinn hóp eftir eigin hugmyndum. Það var engin þjálfunaráætlun eða eftirlit<br />

með starfi þjálfarans og engin vissa um að æfð væru nauðsynleg<br />

undirstöðuatriði. Stjórnarmenn horfðu af og til á leiki og lásu um úrslit leikja í<br />

blöðunum. Úrslitin voru náttúrulega aðalmálið. Ef þjálfarinn skilaði nógu<br />

mörgum sigrum, eða allavega tapaði ekki alltaf (fór eftir metnaði félaganna)<br />

þá var allt í lagi og þjálfarinn var endurráðinn eins lengi og hann nennti að<br />

þjálfa. 4 Sum staðar má vel vera að staðan sé sú sama í dag en það telst<br />

vonandi til undantekningar.<br />

3 Janus Guðlaugsson 1995:7<br />

4 Stefán Hreiðarsson 2003<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

9


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Í dag eru margir þjálfarar starfandi hjá hverju íþróttafélagi eða allt frá<br />

8.flokki og upp í meistaraflokk og eru oft fleiri en einn þjálfari með hvern<br />

flokk auk aðstoðarþjálfara en það fer að sjálfsögðu allt eftir fjölda iðkenda<br />

hverju sinni. Vegna fjölda iðkenda og lítils tíma verður að skipuleggja<br />

æfingarnar vel til þess að allir flokkar geti æft og eru það yfirleitt yngstu<br />

iðkendurnir sem byrja á æfingum snemma á deginum og svo koll af kolli.<br />

Í dag gera flest íþróttafélög kröfur um menntun þjálfara sinna og senda þá<br />

á námskeið bæði hér heima og í auknum mæli til útlanda. Margir hafa þjálfun<br />

sem aðalstarf og sumir sinna þjálfun meðfram námi í íþróttafræðum. Sum<br />

félögin hafa ráðið yfirþjálfara, sem er ætlað að hafa umsjón með þjálfun allra<br />

yngri flokka.<br />

Þá hefur KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) komið á svokölluðu leyfiskerfi<br />

í efstu deild hér á Íslandi sem tekur gildi árið 2003 og tekur það mið af þeim<br />

kröfum sem UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) hefur sett sem skilyrði til<br />

þátttöku í Evrópukeppnum. Með þessu kerfi er ætlunin að bæta<br />

knattspyrnuna sem og knattspyrnuþjálfun barna og unglinga og veitir þetta<br />

kerfi þeim félögum sem þurfa að hafa tilskilin leyfi ákveðið aðhald í<br />

uppbyggingu þjálfunar barna og unglinga.<br />

Í leyfiskerfahandbók KSÍ segir:<br />

“Það er kunnara en frá þurfi að greina að knattspyrnuíþróttin hefur notið<br />

vaxandi vinsælda um allan heim. Þær væntingar sem nú eru lagðar á<br />

knattspyrnufélög og koma frá stuðningsmönnum, félagsmönnum,<br />

leikmönnum, þjálfurum, styrktaraðilum, fjölmiðlum, almenningi og<br />

yfirvöldum ríkis og sveitarfélaga eru ekki lengur eingöngu íþróttalegs eðlis.<br />

Starfsemi félaga í fremstu röð knattspyrnunnar líkist æ meir þjónustu<br />

fyrirtækis. Til þess að bregðast við þessari þróun hefur Knattspyrnusamband<br />

Evrópu (UEFA) ákveðið að koma á leyfiskerfi til þess að bæta íþróttina á öllum<br />

sviðum.” 5<br />

5 Knattspyrnusamband Íslands 2003<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

10


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Ennfremur segir í markmiðum fyrir leyfiskerfi KSÍ að þjálfun og umönnun<br />

barna og unglinga í félögunum verði efld og verði ætíð höfð í fyrirrúmi.<br />

Þá hefur KSÍ einnig sett skilyrði um menntun þjálfara hjá félögum í efstu<br />

deild til þess að félögin fái leyfi. En þau eru meðal annars þau að minnst einn<br />

þjálfari sé fyrir hvern aldursflokk 12 ára og eldri (þ.e. 2., 3. og 4. flokk) og<br />

verður hann að hafa skírteini sem sýnir að hann hafi lokið IV. stigi þjálfara hjá<br />

KSÍ. Þá skulu þjálfarar barna 12 ára og yngri (þ.e. í 5., 6., 7., og 8. flokki) hafa<br />

lokið II. stigi hjá KSÍ. Ef félögin eru ekki með þessi skilyrði uppfyllt nú þegar<br />

er félögunum skylt að senda þjálfara sína á þjálfaranámskeið hjá KSÍ , þannig<br />

að þeir hafi náð lágmarksréttindum sem fyrst og eigi síðar en innan árs. 6<br />

Með þessu leyfiskerfi má segja að félögin þurfi ávallt að leitast við að finna<br />

sem hæfustu þjálfarana hverju sinni og hver sem er getur ekki gengið inn í<br />

þjálfarahlutverkið án þess að hafa til þess tilskylda menntun og reynslu. Þá<br />

má líta svo á að með leyfiskerfinu sé komin ákveðin viðurkenning á<br />

þjálfarastarfinu og það starf og sú menntun sem býr þar að baki sé metin að<br />

verðleikum en með betri menntun þjálfara búum við vonandi til betri<br />

knattspyrnumenn og hæfari einstaklinga.<br />

Í lok ritgerðarinnar gerum við grein fyrir niðurstöðum athugunar á því<br />

hver menntun og reynsla þjálfara er auk annarra atriða sem tengjast þjálfun.<br />

4. Kennslufræði<br />

4.1 Þjálfarinn og hlutverk hans<br />

Eins og starfsheitið bendir til þá stjórnar þjálfarinn fyrst og fremst þjálfuninni<br />

sjálfri. Til þess að þjálfaranum takist að skapa vænlegt umhverfi þar sem<br />

iðkendur þroskast félagslega, andlega og líkamlega er mikilvægt að þjálfarinn<br />

geri sér grein fyrir því að starf hans er margþætt, það er ekki bara skipa<br />

iðkendum fyrir verkum heldur skipuleggur hann þjálfunina eftir getu þeirra,<br />

aðstæðum og þroska. Þannig leitast hann við að finna verkefni handa öllum<br />

6 Knattspyrnusamband Íslands 2003<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

11


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

iðkendunum í hópnum og að hver og einn fái tækifæri til að þroska eigin<br />

hæfileika og sé virkur þátttakandi.<br />

Einnig er mikilvægt að þjálfarinn sýni frumkvæði og áræðni við þjálfunina<br />

og sé stöðugt að leiðbeina og kenna iðkendunum sínum bæði með því að sýna<br />

æfingarnar sem hann leggur fyrir og láta svo iðkendurnar endurtaka þær 7 .<br />

Mikilvægt er að þjálfarinn leiðrétti hjá hverjum og einum það sem miður fer<br />

og þarf að bæta og ekki síður að hrósa fyrir það sem vel er gert. Margir<br />

þjálfarar eru oft mjög uppteknir við að sýna hvernig ekki á að framkvæma<br />

hlutinn í stað þess að leggja höfuðáherslu á hið gagnstæða, þ.e. leita að hinu<br />

jákvæða sem iðkandinn gerir og benda á það. Það er margsannað að skammir<br />

hafa neikvæð áhrif og fær þjálfarinn oft ekki að sjá þau áhrif því tárin koma<br />

yfirleitt ekki fram fyrr heima hjá mömmu og pabba. Þess í stað er mikilvægt<br />

að þjálfarinn skapi gott andrúmsloft á æfingum og í leikjum þannig að<br />

iðkendunum líði vel og fái notið sín á æfingum því að félagsskapur og vinátta<br />

er börnum mikilvæg og því eiga allir að fá að vera með á æfingum og í<br />

leikjum.<br />

Við teljum eftirfarandi kennsluaðferð mjög mikilvæga og árangursríka:<br />

1. Sýna og útskýra æfinguna. Mikilvægt að vera með útskýringarnar<br />

stuttar og hnitmiðaðar.<br />

2. Leiðrétta. Leiðrétta hjá iðkendum það sem betur má fara og kenna<br />

þeim réttu atriðin. Mikilvægt að þeir nái grundvallaratriðunum fyrst<br />

áður en farið er að kenna þeim smáatriðin.<br />

3. Endurtekning. Iðkendur gera æfinguna aftur og aftur eftir að bent<br />

hefur verið á það sem betur mætti fara.<br />

4. Hrós. Mikilvægt að hrósa iðkendum þegar við á.<br />

Þetta þýðir að við leggjum allar æfingar fyrir stig af stigi og miðum þær við<br />

getu hvers og eins þannig að börn og unglingar fjarlægist ekki æfingarnar og<br />

að allir fari heim ánægðir eftir hverja æfingu. Við eigum jafnframt að horfa á<br />

7 Þorlákur Árnason 2002<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

12


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

iðkendurna sem einstaklinga sem við erum í samvinnu við þar sem við<br />

þurfum bæði að gefa og þiggja m.a. með því að taka tillit til óska og þarfa<br />

þeirra og hlusta á þeirra skoðanir og hugmyndir.<br />

Þannig má segja að þjálfarinn sé í raun og veru einn af mörgum<br />

uppalendum barnsins og því mikilvægt að hann sé góð fyrirmynd og góður<br />

leiðtogi utan vallar sem innan. Hann er sá sem fræðir, prófar og mælir og<br />

leitast stöðugt við að gera hverja æfingu ánægjulega með því að hafa<br />

fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar ásamt því að auka getu iðkenda eftir<br />

hæfileika þeirra og áhuga. 8 Þjálfun barna og unglinga er fyrst og fremst<br />

kennsla og ætti hún að lúta svipuðum lögmálum og önnur kennsla nema það<br />

að hún er miklu skemmtilegri því þar mæta nemendurnir ekki vegna þess að<br />

það er skylda, heldur af því að þá langar til þess. 9 Þannig má segja að að<br />

helstu markmið í þjálfun barna og unglinga sé í megindráttum, að ala upp<br />

góða knattspyrnumenn og ekki síður að ala upp góða og heilsteypta<br />

einstaklinga sem eru færir um að taka þátt í nútíma samfélagi. 10 Þess vegna er<br />

mikilvægt að þjálfarinn hafi góða alhliða menntun til þess að þetta gangi upp.<br />

4.2 Hvernig nær þjálfarinn góðu sambandi við iðkendur<br />

Mjög mismunandi getur verið hversu góðu sambandi þjálfarar ná við<br />

iðkendur sína í leik og starfi. Sumir öðlast strax mikla virðingu og hafa góða<br />

stjórn á hópnum sem þeir eru með, meðan aðrir eru í stökustu vandræðum og<br />

ráða ekki neitt við neitt. Yfirleitt tekur það tíma að koma upp góðu sambandi<br />

þannig að gott sé. Það skiptir til að mynda miklu máli hversu stór hópurinn er<br />

og samsetning hans. Það er ekki sama hvort verið er með 40 iðkendur eða 20<br />

og eins hvort einungis eru strákar eða stelpur o.s.frv.<br />

8 Wright 1990:34<br />

9 Knattspyrnusamband Íslands 2003<br />

10 Bjarni Stefán Konráðsson 2003<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

13


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Til þess góður árangur náist teljum við að þjálfarar þurfi að huga að<br />

eftirfarandi atriðum:<br />

1. Fá kennslufrið.<br />

2. Beita röddinni rétt og staðsetja sig þar sem allir sjá.<br />

3. Hafa sem minnstan biðtíma hjá iðkendum.<br />

4. Vera ekki of lengi með hverja æfingu.<br />

5. Velja fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.<br />

6. Vera lifandi við þjálfunina (kennsluna).<br />

7. Duglegur að leiðrétta.<br />

8. Vera jákvæður.<br />

Mikilvægt er að þjálfarinn komi fram við iðkendur þannig að þeir finni til<br />

öryggis og trausts með því að þeir séu viðurkenndir sem manneskjur og að<br />

þjálfarinn hlusti og taki tillit til þarfa þeirra og óska sem er grundvallaratriði í<br />

öllum samskiptum. Öll neikvæðni og endalausar athugasemdir þjálfarans<br />

geta virkað mjög neikvætt þannig að iðkendur verða óöruggir og sjálfstraustið<br />

minnkar sem leiðir jafnvel til dvínandi áhuga og minni löngun þeirra til að<br />

halda áfram. Því er afar mikilvægt að iðkendum sé hrósað fyrir það sem vel er<br />

gert því það getur tekið heilu vikurnar og mánuðina að byggja upp trúnað og<br />

traust en aðeins eitt augnablik að brjóta það niður. Mikilvægt er að skapa<br />

jákvætt og gott andrúmsloft milli þjálfara og iðkenda jafnt innan vallar sem<br />

utan með því að gefa sér tíma til að ræða og spjalla við þá utan við<br />

æfingatíma.<br />

Oft hefur gefist vel að hitta iðkendur undir öðrum kringumstæðum en á<br />

knattspyrnuvellinum með því að vera reglulega með vídeókvöld, sundferðir,<br />

keilukvöld, spilakvöld og bingó svo fátt eitt sé nefnt. Þetta gefur einnig<br />

iðkendunum tækifæri til að kynnast undir öðrum kringumstæðum þar sem<br />

e.t.v. aðrir njóta sín betur getulega séð en á knattspyrnuvellinum. Þá er<br />

mikilvægt að þjálfarar hafi frumkvæði að hreinskilni og einlægni innan<br />

iðkendahópsins því það skapar gjarnan traust og er jafnframt grunnurinn að<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

14


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

jákvæðu andrúmslofti og bættum árangri meðal iðkenda. Ekki er einungis<br />

mikilvægt að skapa jákvætt andrúmsloft milli þjálfara og iðkenda heldur<br />

einnig á meðal iðkendanna sjálfra með því að temja þeim kurteisi,<br />

umburðarlyndi og tillitssemi. 11<br />

Aðrir þættir sem hafa áhrif á samband milli þjálfara og iðkenda er<br />

framkoma og fas þjálfarans en mikilvægt er að hann sé opinn og jákvæður en<br />

jafnframt að gagnkvæm virðing sé á milli hans og iðkendanna. Þá er<br />

mikilvægt að hann sé lipur í samskiptum og sé fyrirmynd fyrir iðkendurna<br />

sína jafnt innan vallar sem utan og reyni eftir fremsta megni að skapa hlýlegt<br />

og notalegt andrúmsloft innan hópsins sem auðveldar öll samskipti. 12<br />

4.3 Agi og stjórnun<br />

Ef þjálfara á að takast að skapa vænlegt umhverfi þar sem iðkendurnir<br />

þroskast félagslega, andlega og líkamlega er mikilvægt að hann hafi góða<br />

stjórn á hópnum. 13 Helstu atriðin sem um ræðir eru fas og framkoma<br />

þjálfarans s.s. raddbeiting, svipbrigði og tjáning, verklag þjálfarans t.d.<br />

hvernig hann leggur æfingarnar fyrir og hvort hann hrósi iðkendum fyrir það<br />

sem vel er gert o.s.frv. 14 Þegar talað er um hvernig þjálfarinn beitir röddinni er<br />

átt við hvernig hann beitir röddinni við æfingastjórnina.<br />

Mikilvægt er að tala skýrt og greinilega og með óþvinguðum og eðlilegum<br />

hætti til iðkendanna. Mörgum hættir til að tala of hratt og spenna röddina of<br />

mikið og verða þeir oft skrækir og hásir fyrir vikið þannig að óþægilegt getur<br />

verið fyrir iðkendur á að hlýða. Gott er að nota stuttar og hnitmiðaðar<br />

setningar þegar útskýrt er fyrir iðkendunum og nota orðaval sem iðkendurnir<br />

skilja. Að fá kennslufrið skiptir hvað mestu máli fyrir þjálfarann. Hann á ekki<br />

að byrja að tala fyrr en hann hefur fengið algjöra þögn og er viss um að allir<br />

séu að hlusta.<br />

11 Wright 1990:36<br />

12 Wright 1990:38-39<br />

13 Wright 1990:35<br />

14 Ingvar Sigurgeirsson 1999:12-13<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

15


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Það kennslutæki sem hefur verið notað hvað mest af þjálfurum til þess að<br />

halda góðum aga og góðri stjórn er flautan og því ættu þjálfarar ávallt að hafa<br />

flautu með sér á æfingar. Ef flautan er notuð á réttan hátt þá sparar hún í senn<br />

tíma og fyrirhöfn og hlífir röddinni að auki. Eins á iðkendum að vera ljóst<br />

hvað flautumerkið þýðir; allir stöðva og hlusta. Mikilvægt er að hún sé ekki<br />

ofnotuð eða notuð á annan hátt því það leiðir einungis til þess að iðkendurnir<br />

ruglast og hætta á endanum að taka mark á flautumerkinu.<br />

Flestir kannast við það hversu erfitt getur oft verið að fá iðkendurna til þess<br />

að stoppa boltana þegar æfingin á að hefjast og þjálfarinn byrjar að tala. Þess<br />

vegna er mikilvægt að þjálfarinn byrji ekki að tala fyrr en allir hafa stoppað<br />

boltana því fljótlega átta iðkendurnir sig á þeim dýrmæta tíma sem fer til<br />

spillis. Þannig fara þeir að skipa hver öðrum að stoppa boltana og smátt og<br />

smátt verður þetta vandamál ekki fyrir hendi lengur. Þjálfarinn á því að leggja<br />

strax línurnar með því að gera þeim grein fyrir helstu vinnureglum sem eru<br />

viðhafðar.<br />

Önnur atriði sem þjálfarinn ætti að huga að í framkomu sinni er að sýna<br />

iðkendunum áhuga með því að veita því athygli sem iðkendurnir segja t.d.<br />

með svipbrigðum, með því að horfa af athygli á þann sem talar eða með því<br />

að kinka kolli. Þetta leiðir til þess að iðkendum finnast þeir skipta máli og<br />

hvetur þá til dáða. Þannig eru iðkendurnir líklegri til þess að gera æfingarnar<br />

vel í stað þess að fíflast og gera þær illa ef þeir vita að fylgst er með þeim og<br />

þeim sýndur áhugi. Oft virkar þetta það jákvætt á iðkendur að þeir vilja<br />

endalaust vera að sýna hvað þeir séu nú orðnir klárir í hinu og þessu sem<br />

þjálfarinn hefur lagt fyrir. 15 Góðar útskýringar þjálfarans eru mikilvægar<br />

þegar hann leggur fyrir æfingar því ef allar reglur og önnur atriði eru á hreinu<br />

þá minnkar það líkurnar á ágreiningi innan hópsins. Eins ætti þjálfarinn að<br />

leggja sem minnst uppúr keppni hjá þeim yngstu þar sem það eitt og sér getur<br />

skapað vandamál og leiðindi á milli iðkenda. Þegar þjálfarinn útskýrir á hann<br />

að staðsetja sig þar sem allir sjá til hans og þannig að hann sjái alla og geti<br />

fylgst með því hvort allir séu að fylgjast með. Þegar um skipulag<br />

15 Ingvar Sigurgeirsson 1999:18<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

16


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

æfingastundarinnar er að ræða er mikilvægt að þjálfarinn reyni að hafa<br />

æfingarnar þannig að allir séu virkir og sem minnstur biðtími sé hjá<br />

iðkendunum. Því um leið og þeir hafa lítið sem ekkert fyrir stafni og þurfa að<br />

bíða, t.d. í röð, er mest hættan á því að þeir verði órólegir því þolinmæðin hjá<br />

þeim yngstu er af skornum skammti. Einnig ber að varast að hafa hverja<br />

æfingu of langa því það skapar leiða sem leiðir til minnkandi áhuga iðkenda.<br />

4.4 Hvernig skipuleggur þjálfarinn starf sitt<br />

Allir þjálfarar verða að setja iðkendum raunhæf markmið. Árangur í<br />

knattspyrnu er háður mörgum þáttum og er það hlutverk þjálfarans og<br />

iðkendanna að fá þessa þætti til þess að smella saman í eina heild. Þær kröfur<br />

sem knattspyrnan gerir til okkar er miðpunktur þeirrar skipulagningar. 16<br />

Að mörgu er að hyggja þegar skipuleggja þarf starf sitt sem þjálfari hvort<br />

sem það er til skemmri eða lengri tíma. Til að ná ákveðnu marki með<br />

einstakling eða hóp er mikilvægt að vinna markvisst að því og skipuleggja<br />

starfið í kringum það markmið sem sett hefur verið í upphafi. Þegar þjálfað er<br />

til þess að auka getu eða komast í gott form eins og t.d. í knattspyrnu er<br />

mikilvægt að þjálfunin sé meðvitaðri eða skipulagðari en þegar um venjulega<br />

líkamsrækt eða heilsubót er að ræða. Eins er gott skipulag jafnframt<br />

grunnurinn að vellíðan iðkenda og betri árangri í starfi. Því er mikilvægt að<br />

hver æfingastund sé vel skipulögð fyrirfram og einnig að gerðar séu<br />

þjálfunaráætlanir til lengri tíma sem byggðar eru upp kerfisbundið. 17 Þegar<br />

þjálfarinn hefst handa við að skipuleggja starf sitt er mikilvægt að hann taki<br />

tillit til ýmissa þátta. Mikilvægt er að hann hafi reglulega hvíld á milli æfinga<br />

svo ekki sé um ofþjálfun að ræða því hvíldin er nauðsynleg til þess að<br />

líkaminn þoli erfiði á ný. Þá er mikilvægt að þjálfarinn skipuleggi starfið<br />

þannig að það sé bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Að hann velji fjölbreyttar<br />

æfingar sem viðhalda áhuga en of einhæfar æfingar hindra framfarir og geta<br />

16 Þorlákur Árnason 2002<br />

17 Enoksen og Gjerset 1991:5<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

17


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

leitt til meiðsla og leiða á æfingum. 18 Eins skal þjálfarinn skipuleggja starf sitt<br />

með tilliti til þroska og getu hvers og eins og haga starfi sínu þannig að hver<br />

og einn fái tækifæri til að þroska eigin hæfileika. Að auki á þjálfarinn að vera<br />

fagmaður í sinni íþrótt og ber hann ábyrgð á gæðum þjálfunarinnar.<br />

Mikilvægt er að hann skipuleggi hverja æfingu vel og markvisst með því að<br />

setja sér markmið með þjálfuninni (eins og áður sagði) þar sem mótun<br />

knattpyrnumannsins fer fram á barna- og unglingsárunum. Þjálfarinn þarf að<br />

vita hverju hann vill ná fram með þjálfuninni og velja æfingar sem eru<br />

hvetjandi og henta vel hópnum og jafnframt að æfingarnar geri kröfur sem<br />

leiða til eðlilegra framfara. Þjálfarinn verður einnig að skipuleggja starfið<br />

þannig að hann nýti hvern æfingatíma og hvert rými eins vel og kostur er og<br />

hafi yfirsýn yfir hópinn. Mikilvægt er að hann finni til ábyrgðar gagnvart<br />

hverjum iðkenda og geri sér grein fyrir mikilvægi þess að hverjum og einum<br />

sé veitt sú aðstoð sem hann hefur þörf fyrir. Það gerir hann með því að ganga<br />

á milli iðkenda og grípa inní ef að þörf krefur með því að sýna og leiðrétta<br />

æfinguna og láta iðkendur endurtaka æfinguna rétt. Því betur sem þjálfari<br />

skipuleggur þjálfunina sína, því árangursríkari og skemmtilegri verður<br />

þjálfunin og þeim mun ánægðari verður þjálfarinn í starfi sínu. 19<br />

4.4.1 Æfingastundin<br />

Mikilvægt er að þjálfarar skipuleggi hverja einustu æfingastund fyrirfram<br />

með því að gera skriflega áætlun til þess að hver einstaka æfing heppnist sem<br />

best. Með því að gera skriflega áætlun, tímaseðil, verður þjálfarinn öruggari í<br />

þjálfuninni og með meira sjálfstraust og æfingin verður markviss og<br />

hnitmiðuð ef hver einasta mínúta er fyrirfram skipulögð. Einnig er þjálfarinn<br />

frjálsari og á auðveldara með því að fylgjast með og greina það sem fram fer á<br />

æfingunni. Það er auðvelt fyrir þjálfarann að vera með tímaseðilinn með sér í<br />

æfingastundinni ef hann skyldi gleyma einhverju af því sem áætlað var. Þar<br />

að auki finna iðkendurnir það þegar þjálfarinn kemur vel undirbúinn og<br />

18 Brunes, Dieserud og Elvestad 2000:82-83<br />

19 Janus Guðlaugsson 1995:267<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

18


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

æfingin gengur mun betur fyrir sig fyrir vikið. Þess vegna er undirbúningur<br />

hverrar æfingastundar mjög mikilvægur jafnframt því að þjálfarinn afli sér<br />

nauðsynlegra upplýsinga um hópinn sem hann á að fara að þjálfa. Það fyrsta<br />

sem hann þarf að hafa í huga er hverja hann er að fara þjálfa, hafa<br />

upplýsingar um aldur iðkendanna, kyn þeirra og fjölda sem allt auðveldar<br />

skipulagninguna. Því næst verður hann að taka tillit til þeirrar aðstæðna sem<br />

hann hefur þ.e. hve marga bolta, vesti og keilur hefur hann sem og stærð og<br />

gerð æfingasvæðisins sem þjálfunin fer fram á. Þá ætti þjálfarinn að spyrja sig<br />

að því hverju hann ætlar að ná fram með þessari einu æfingu sem hann<br />

undirbýr og hvað hann ætlar að þjálfa nákvæmlega. Þá þarf hann að sjá til<br />

þess að takmarkið með hverri æfingastund leiði eðlilega í átt að<br />

lokamarkmiðinu og sé liður í heildarmarkmiðinu (skipulag til lengri tíma). 20<br />

Nauðsynlegt er að gera tímaseðil fyrir hverja æfingastund (eins og áður<br />

segir) þar sem fram koma helstu áherslurnar í þjálfuninni, lýsing á því sem<br />

fram á að fara ásamt fleiri hagnýtum atriðum. Mismunandi útgáfur eru til af<br />

tímaseðlum og er ekki beint hægt að segja að einn tímaseðill sé betri en annar.<br />

Þannig velur hver og einn þjálfari sitt form eða sinn tímaseðill og gerir hann<br />

eins og honum þykir best og breytir og aðlagar hann að sínum þörfum eftir<br />

því sem þurfa þykir. Æfingastundin miðast þó ekki einungis við einn tíma,<br />

heldur er mikilvægt að taka tillit til tímans á undan og á eftir. Hverri<br />

æfingastund er yfirleitt skipt niður í þrjá meginþætti og er mjög mismunandi<br />

eftir aðstæðum og viðfangsefni hve miklum tíma er varið í hvern þátt. Þessir<br />

þrír þættir eru:<br />

1. Upphitun<br />

2. Aðalhluti<br />

3. Niðurlag<br />

Hæfileg lengd æfingatíma hjá börnum frá 6-10 ára er u.þ.b. 60 mínútur þar<br />

sem þau geta ekki einbeitt sér mjög lengi. Fyrir iðkendur á aldrinum 10-12 ára<br />

20 Wright 1990:6<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

19


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

er hæfileg lengd 70-80 mínútur, lengri æfingar leiða yfirleitt ekki til betri<br />

árangurs. Þó fer æfingatíminn einnig mikið eftir fjölda iðkenda hverju sinni.<br />

Þegar tímaseðill er gerður er yfirleitt áætlaður tími sem fer í hvern meginþátt.<br />

Upphitunin er yfirleitt í 10-15 mínútur, aðalhlutinn í 40-50 mínútur og<br />

niðurlagið í 5-10 mínútur. 21 Aðalhlutinn er lengsti og jafnframt veigamesti<br />

þátturinn í æfingastundinni og má segja að upphitunin og niðurlagið aðlagist<br />

honum. Oft má einnig tengja t.d. upphitunina við aðalþáttinn og því verða oft<br />

skilin á milli þáttana ekki eins greinileg og ætla mætti. Æskilegt er að<br />

æfingarnar í upphituninni falli eðlilega að því sem taka á fyrir í aðalhlutanum.<br />

Ef þú ætlar t.d. að nota bolta í aðalhlutanum væri gott að hafa upphitunina<br />

með bolta. Þannig sparast dýrmætur tími sem hver æfingastund er ef ekki<br />

þarf endalaust að ná í bolta eða skila honum. Þá er meginmarkmið<br />

upphitunarinnar að búa iðkendur undir það sem koma skal í aðalhlutanum<br />

þ.e. búa líkamann undir komandi átök sem framundan eru með því að hita<br />

vel upp. Í aðalhlutanum eru einhver ákveðin atriði tekin fyrir og æfð með<br />

tilliti til þeirra markmiða sem sett voru fram í upphafi. Gott er að byrja á því<br />

að gera æfinguna sem æfa skal eins einfalda og hægt er til þess að gera<br />

grunnatriðin rétt og gera hana síðan erfiðari og flóknari eftir því sem líður á<br />

æfinguna. Í lokin má svo gera æfinguna sem tekin er fyrir í aðalhlutanum<br />

leikræna og tengja hana þannig við seinni hlutann í aðalhlutanum en þá er oft<br />

skipt í lið og keppt með ýmsum afbrigðum af spili, t.d. með mismunandi<br />

snertingum á boltann o.s.frv. Í niðurlaginu er mikilvægt að enda á léttu<br />

skokki og sérstaklega ef æfingin var erfið. Eins er gott að vera með<br />

slökunaræfingar, teygjur ásamt léttu spjalli í lokin þar sem þjálfarinn segir frá<br />

framhaldinu, næstu æfingu, dreifir miðum um æfingaleik og þess háttar. Það<br />

er mikilvægt að þjálfarinn endi æfingarnar vel og að þær séu skemmtilegar<br />

því það hvetur iðkendurna til þess að halda áfram að æfa og skapar jafnframt<br />

tilhlökkun fyrir næstu æfingu. 22<br />

21 Janus Guðlaugsson 1995:30<br />

22 Janus Guðlaugsson 1995:271 og Wright 1990:7-9<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

20


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Dæmi um góðan óútfylltan tímaseðil að okkar mati má sjá hér að neðan.<br />

Tímaseðill<br />

Flokkur:_______________________ Staður:___________________________<br />

Klukkan: __________ - __________ Dagssetning:______________________<br />

Þjálfari/ar:_____________________________________________________<br />

Búnaður (fjöldi): Boltar:____ Keilur:____ Vesti:____ Mörk:____ Brúsar:____<br />

Upphitun Skipulag Áherslur/markmið<br />

________________________<br />

____________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

Áhersluatriði/Aðalæfing<br />

________________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

Áherslur/markmið<br />

_________________<br />

_________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

Niðurlag<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

________________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

Áherslur/markmið<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

____________________<br />

Athugasemdir:_______________________________________________________<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

21


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Dæmi um góðan útfylltan tímaseðil að okkar mati þar sem rýmið er vel nýtt.<br />

Tímaseðill<br />

Flokkur: 6. flokkur<br />

Staður: Íþróttahús íþróttaskólans<br />

Klukkan: 15:00 - 16:00 Dagssetning: 20 mars 2003<br />

Þjálfari/ar: Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson Fjöldi leikm.: 16<br />

Búnaður (fjöldi): Boltar: 16 Keilur: 25+ Vesti: 25 Mörk: 2 Brúsar: 0<br />

Upphitun Skipulag Áherslur/markmið<br />

Áhersluatriði/Aðalæfing<br />

Áherslur/markmið<br />

Niðurlag<br />

Áherslur/markmið<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

22


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

4.2 Skipulag til lengri tíma<br />

Oft er árinu skipt í tímabil eftir markmiðum þjálfunar og á hvaða þátt er lögð<br />

áhersla hverju sinni. Langtímaáætlanir geta verið margs konar. Vikuáætlun<br />

eða mánaðaráætlun eru gerðar þegar skipuleggja þarf nákvæmari áætlun<br />

heldur en yfir heilt tímabil. Með mánaðar- eða vikuáætluninni er tekinn fyrir<br />

einn mánuður eða vika í senn og skipulögð með tilliti til lengri áætlana. 23<br />

Áætlun yfir tímabil nær yfir heilt keppnistímabil t.d. 3 mánuðir í knattspyrnu<br />

og er hún ekki eins ítarleg og viku- eða mánaðaráætlanirnar. Í þeim áætlunum<br />

er tekið tillit til æfingaleikja og álaginu dreift með tilliti til þeirra o.s.frv. Síðan<br />

er það ársáætlun, hún gefur yfirlit yfir heilt ár í þjálfun og er þá allt árið<br />

skipulagt þ.e. undirbúningstímabilið, keppnistímabilið sjálft og svo<br />

hvíldartímabilið sem kemur á eftir keppnistímabilinu. Einnig eru til áætlanir<br />

sem ná yfir nokkur ár, t.d. áætlanir hjá afreksmönnum sem stefna á að komast<br />

á ólympíuleika innan einhverra áveðinna ára svo dæmi sé tekið. Ekki verður<br />

farið nánar út í það hér í þessari ritgerð.<br />

Ekki er nauðsynlegt fyrir þjálfara að gera allar þessar áætlanir en þó er<br />

mikilvægt að hann geri langtímaáætlun þar sem hann gerir grein fyrir því<br />

sem stefnt er að í þjálfuninni og hver markmiðin eru á viðkomandi tímabili<br />

(sem getur verið mismunandi langt).<br />

Með áætlunum til lengri tíma skipuleggur þjálfarinn starfið í grófum<br />

dráttum og tekur tillit til leikja og keppni og annars sem fram fer á tímabilinu<br />

sem skipulagt er. Samt sem áður er mikilvægt að þjálfarinn haldi áfram að<br />

skipuleggja hverja æfingastund fyrir sig þó svo að langtímaáætlun hafi verið<br />

gerð. Tilgangurinn með langtímaáætlun er að reyna skipuleggja þjálfunina<br />

þannig að ákveðnum tækni- og leikfræðilegum atriðum séu gerð skil á<br />

ákveðnum tímum árs. Þá getur þjálfarinn séð hvort rétt samspil sé á milli<br />

álags og hvíldar í áætluninni. Þjálfarinn hefur þannig góða yfirsýn yfir<br />

þjálfunina og getur stjórnað álaginu eftir því sem hann vill og gert öðrum<br />

þáttum góð skil eins og könnun á knatttækni iðkenda, knattspyrnumót,<br />

ferðalög ofl. Mikilvægt er að knattspyrnuþjálfarinn hafi samráð við þjálfara<br />

23 Gjerset, Haugen og Holmstad 1998:397-409<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

23


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

annarra greina innan íþróttafélagsins þegar langtímaáætlun er gerð til þess að<br />

keppnisferðir, ferðalög og þess háttar stangist ekki á við mót annarra<br />

íþróttagreina innan félagsins, því oft æfa börn og unglingar fleiri en eina<br />

íþróttagrein innan hvers félags.<br />

Einnig er mikilvægt að þjálfarinn sé tilbúinn með ársáætlunina í grófum<br />

dráttum í upphafi hvers keppnistímabils þó svo að vissulega bætist inná milli<br />

leikir og annað sem til fellur. Áætlunin er kynnt fyrir foreldrum í upphafi<br />

tímabilsins t.d. á foreldrafundi þar sem foreldrar geta nokkurn veginn séð<br />

hvenær helstu mót og atburðir ársins eru og geta því skipulagt sumarleyfi og<br />

þess háttar í kringum það. 24<br />

Hér að neðan dæmi um óútfyllta ársáætlun (í smækkaðri mynd) fyrir þjálfara<br />

í knattspyrnu.<br />

Ársáætlun<br />

Október Nóvember Desember Janúar Febrúar Mars<br />

Markmið Markmið Markmið Markmið Markmið Markmið<br />

Vika<br />

1<br />

Vika<br />

2<br />

Vika<br />

3<br />

Vika<br />

4<br />

Vika<br />

5<br />

24 Janus Guðlaugsson 1995:269 og Brunes, Dieserud og Elvestad 2000:146<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

24


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September<br />

Markmið Markmið Markmið Markmið Markmið Markmið<br />

Vika<br />

1<br />

Vika<br />

2<br />

Vika<br />

3<br />

Vika<br />

4<br />

Vika<br />

5<br />

Mörgum finnst líka gott að skipta ársáætluninni niður í ákveðin tímabil og<br />

vinna hana útfrá þeim. Dæmi um grófa tímabilsáætlun eins og höfundar<br />

þessa verkefnis hafa gert í sinni þjálfun má sjá hér að neðan, en þar höfum við<br />

skipt árinu niður í 5 tímabil.<br />

1. Október – Desember: Grunnþjálfunartímabil I.<br />

Hér hefst nýtt tímabil (keppnisár). Haldnir eru foreldrafundir þar<br />

sem æfingartímar, áherslur í þjálfun og þjálfarar eru kynntir. Einnig<br />

er gott að gera alls konar mælingar á iðkendunum til þess að sjá<br />

hvar þeir standa þegar þeir byrja nýtt tímabil. Helstu áherslurnar í<br />

þjálfun eru grunntækni og þol.<br />

2. Janúar – Mars: Grunnþjálfunartímabil II.<br />

Á þessu tímabili er haldið áfram í þolþjálfun og auk þess er farið í<br />

flóknari tækniæfingar, leikfræði einstaklingsins og styrktaræfingar.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

25


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

3. Apríl – Maí: Æfingaleikjatímabil.<br />

Á þessu tímabili fara flestir æfingaleikirnir fram og undirbúningur<br />

fyrir mót sumarsins. Haldið er áfram að vinna með leikfræði og<br />

einnig leikskipulag og samvinnu liðsins. Einnig lögð áhersla á<br />

snerpu- og hraðaæfingar sem og tækniæfingar.<br />

4. Júní – Ágúst: Keppnistímabil.<br />

Á þessu tímabili fara flest mótin fram. Hér er unnið með leikfræði<br />

liðsins og leikskipulag auk þess sem tækni er þjálfuð reglulega.<br />

5. September: Hvíldartímabil.<br />

Á þessu tímabili, sem er jafnframt síðasta tímabilið áður en<br />

flokkaskiptingin á sér stað, eru yfirleitt haldnar uppskeruhátíðir<br />

íþróttafélaganna og tímabilið gert upp. Einnig er farið í skemmti- og<br />

haustferðir til þess að enda tímabilið á skemmtilegan hátt. Síðan er<br />

oft gefið frí í 2-3 vikur eða þangað til nýtt tímabil hefst í byrjun<br />

október.<br />

4.4.3 Mælingar (þol – styrkur – tækni)<br />

Eitt af því mikilvægasta í þjálfun er að hafa yfirsýn yfir iðkendurna þ.e.<br />

fylgjast með framvindu þjálfunar. Þó að við leggjum ekki höfuðáherslu á<br />

keppni hjá knattspyrnuiðkendum á unga aldri þá vilja þjálfarar sjá árangur og<br />

framfarir sem jafnframt er staðfesting á þeirra þjálfun, þannig er góður<br />

árangur í keppni skýrt merki þess að þjálfun hefur heppnast. Árangur í<br />

keppni er háður fjöldamörgum þáttum og fer það eftir eðli hverrar<br />

íþróttagreinar hvaða þættir eru þýðingamestir. Þættir eins og þol, styrkur og<br />

tækni eru þeir mikilvægustu hjá knattspyrnumönnum. 25 Þegar við mælum<br />

þessa þætti er mikilvægt að leggja fyrir iðkendurna einhvers konar próf (test)<br />

og endurtaka það síðan seinna og bera niðurstöðurnar saman. Þegar próf er<br />

tekið er ágætt að taka það í upphafi einhvers ákveðins tímabil, eitt á<br />

miðjutímabili (ef tímabilið er langt) og svo aftur í lokin og athuga þá hvort<br />

25 Gjerset, Haugen og Holmstad 1998:190-191<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

26


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

framfarirnar séu einhverjar. Mikilvægt er að prófin séu tekin við sömu<br />

aðstæður í öll skiptin svo munurinn sé marktækur. Það þýðir t.d. ekki að vera<br />

með einhverja ákveðna hlaupaleið á tíma þar sem einungis er hlaupið á<br />

jafnsléttu og næst þegar hlaupið er að þá sé vegalengdin uppí móti. Einnig<br />

getur líka verið gott að skrá niður árangur iðkenda til að fylgjast framförum<br />

því oft hvetur það þá til að standa sig vel og bæta árangur sinn.<br />

Þol: Þolþjálfun barna og unglinga á að vera fjölþætt, leikræn og taka mið af<br />

aldri og þroska iðkenda. Við þjálfum þol hjá börnum unglingum með því að<br />

vera með reglubundnar æfingar lágmark 2-3 sinnum í viku. Yfirleitt fer<br />

þolþjálfunin fram í lok hverrar æfingastundar og er gott að nota púlsmæla eða<br />

kenna börnum og unglingum að taka púlsinn sjálf. Þá ætti álag ekki að fara<br />

yfir spjallhraða þ.e. iðkendur eiga að geta haldið uppi samræðum á meðan á<br />

hlaupi stendur.<br />

Til þess að mæla þol hjá börnum og unglingum er yfirleitt notað<br />

einhverskonar próf (test). T.d. væri hægt að láta þau hlaupa stanslaust í 5, 10<br />

eða 15 mínútur og athuga hversi langt þau komast. Síðan yrði alveg eins próf<br />

endurtekið við sömu aðstæður og athugað hvort iðkendur hafi bætt sig.<br />

Önnur próf sem algeng eru til að mæla þol, og þá sérstaklega hjá eldri<br />

iðkendum, eru m.a. „píptest“ og „coopertest“ en auðveldlega má aðlaga þau<br />

að yngri iðkendum.<br />

Með „píptesti“, sem er þónokkuð notað í grunnskólum í dag, er mælt hvað<br />

iðkandi nær að hlaupa langt eftir að álagið hefur verið aukið stigvaxandi eftir<br />

því sem líður á hlaupið. „Píptestið“ er þrepaskipt og undir hverju þrepi eru<br />

ákveðnar ferðir. Best er að framkvæma „píptestið“ í íþróttasal og verður hann<br />

að vera að minnsta kosti 20 m langur. Prófið kemur á hljóðsnældu eða<br />

geisladiski og spilað er þannig að allir heyri vel.<br />

Hlaupið er fram og til baka fyrirfram ákveðna vegalengd (20 m) um leið og<br />

hljóðmerki er gefið. Þegar næsta hljóðmerki heyrist þurfa iðkendur að vera<br />

komnir að endalínunni hinum megin, þá snúa þeir strax við og hlaupa til<br />

baka og þurfa að ná þeirri línu um leið og næsta hljóðmerki heyrist og svo<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

27


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

koll af kolli. Ekki má þó leggja af stað í gagnstæða átt fyrr en hljóðmerkið<br />

hefur heyrst. Eftir hverja mínútu sem hlaupin er styttist tíminn á milli<br />

hljóðmerkjanna þannig að iðkendur þurfa alltaf að hlaupa hraðar og hraðar<br />

og þannig eykst álagið jafnt og þétt. Um leið og endalínunni er ekki náð þegar<br />

hljóðmerkið heyrist er iðkandi gefin kostur á að ná því upp í næstu tveimur<br />

ferðum (fram og til baka) og ef hann hefur ekki náð því þá telst hann úr leik.<br />

Um leið og iðkandi er úr leik eru þrepin og ferðirnar sem hann hljóp skráðar<br />

niður. Með þessum upplýsingum er hægt að finna út þoltölu viðkomandi<br />

iðkanda.<br />

„Coopertest“ er algengara meðal eldri iðkenda. En eins og áður sagði má<br />

auðveldlega aðlaga það að yngri iðkendum með því að hafa tímann sem<br />

hlaupinn er styttri. Prófað er hve langt iðkendur ná að hlaupa á 12 mínútum<br />

(mætti stytta niður í 6 mín. hjá yngri iðkendum) og er hlaupið eins hratt og<br />

iðkendur geta. Gott er að prófið fari fram utandyra og á hlaupabraut þar sem<br />

hringurinn er 400 metrar því þá er auðvelt að mæla hversu langt hlaupið er en<br />

sá sem sér um framkvæmd skal skrá heildar niðurstöður og þá sem næst<br />

hverjum 100 m. Þetta próf þjónar svipuðum tilgangi og „píptestið“ en því er<br />

ætlað að mæla þoltölu iðkenda og hún síðan skoðuð í stöðluðum kvarða með<br />

tilliti til aldurs og kyns iðkenda.<br />

Með þessum prófum (testum) getur þjálfarinn séð hversu miklum árangri<br />

þjálfunin hans skilar. Einnig er hægt að sjá þrek og þol iðkenda og bera það<br />

saman innan hópsins. 26 Síðast en ekki síst hvetur þetta iðkendur áfram til þess<br />

að bæta sig. Það ber þó að varast að ofnota þessi próf þó þau séu góð og gild.<br />

Ofnotkun leiðir einungis til kvíða og leiða iðkenda sem sýnir sig í minnkandi<br />

áhuga og jafnvel að iðkendur hætti.<br />

Styrkur: Styrktarþjálfun er nauðsynleg fyrir börn og unglinga til þess að<br />

auka hraða og snerpu og einnig minnkar það hættuna á meiðslum. Ekki er<br />

ráðlegt að fara með börn og unglinga í tækjasal og byrja að lyfta lóðum á unga<br />

aldri þar sem vöðvarnir eru ennþá að stækka og geta því miklar lyftingar<br />

26 Doktor.is 2003 og Gjerset, Haugen og Holmstad 1998:70-71<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

28


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

auðveldlega haft skaðleg áhrif. Því er mikilvægt að þjálfarar geri sér grein<br />

fyrir því að börn og unglingar eru ekki smækkuð mynd hinna fullorðnu og<br />

því þau þola minna álag en hinir fullorðnu. Mikilvægt er að velja passlega<br />

erfiðar æfingar sem mæta þörfum hvers og eins og er gott að þjálfarinn stjórni<br />

álaginu á þeim æfingum sem gerðar eru. Best er fyrir yngri iðkendur að nota<br />

léttar þyngdir eða sína eigin þyngd til þess að þjálfa styrk t.d. með alls konar<br />

hoppum, magaæfingum, armréttum og fleira. Algengt er að notuð sé<br />

svokölluð stöðvaþjálfun við þjálfunina en þar hefur þjálfarinn ákveðið<br />

æfingar og skipt þeim niður á númeraðar stöðvar á víð og dreif um rýmið sem<br />

hann hefur. Í stöðvaþjálfun er algengt að 2 og 2 vinni saman á hverri stöð þar<br />

sem annar vinnur í einu í fyrirfram ákveðinn tíma á meðan hinn er í hvíld og<br />

svo er skipt. Því næst er farið á næstu stöð og svo koll af kolli. Með<br />

stöðvaþjálfun gefst þjálfurum kostur á að setja saman fjölbreyttar æfingar sem<br />

taka á hinum ýmsu vöðvum sem allir þurfa að styrkja.<br />

Mikilvægt er að mæla styrk hjá börn og unglingum, ekki síst til þess að sjá<br />

hvort þjálfunin beri árangur og einnig hefur það hvetjandi áhrif á iðkendur<br />

eins og áður hefur komið fram. Þegar mæla á styrk hjá börnum og unglingum<br />

er best að láta þau gera æfingar með léttum lóðum eða sinni eigin þyngd og<br />

síðan er talið hvað þau ná að endurtaka æfingu oft á ákveðnum tíma. Síðan er<br />

samskonar mæling endurtekin nákvæmlega eins til þess að sjá hvort um<br />

framfarir hjá iðkendum er að ræða.<br />

Dæmi um 10 æfingar sem gætu hentað vel til mælingar á styrk að okkar<br />

mati og þar sem unnið er með fjölbreytta líkamshluta eru:<br />

1. æfing: Kviðæfingar<br />

2. æfing: Magaæfingar<br />

3. æfing: Armréttur<br />

4. æfing: Sparka bolta í vegg (4m frá)<br />

5. æfing: Hanga í rimlum og lyfta hnjánum í brjósthæð<br />

6. æfing: Hopp yfir slá<br />

7. æfing: Kasta bolta í vegg (3m frá)<br />

8. æfing: Háar hnélyftur á svampdýnu (hástökksdýnu)<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

29


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

9. æfing: Bakæfingar<br />

10. æfing: Hlaup fram og til baka yfir lágar slár (grindahlaup)<br />

Hægt er að gera hverja æfingu með ýmsum afbrigðum og gera þær einfaldari<br />

eða meira krefjandi, allt eftir því hvernig hópurinn stendur sem unnið er með.<br />

Gott er að vinna í 30 sekúndur í einu og telja fjölda æfinga sem nást hverju<br />

sinni og það síðan skráð. Síðan er mælingin endurtekin með nákvæmlega<br />

sömu æfingum og framfarir iðkenda kannaðar.<br />

Tækni: Til þess að verða góður knattspyrnumaður þarf viðkomandi að hafa<br />

góða tæknikunnáttu. Hún er lykillinn að velgengni á knattspyrnuvellinum.<br />

Mikilvægt er að iðkendur tileinki sér og læri þessa tækni á barns- og<br />

unglingsárunum því á þessum aldri eru börn á því þroskastigi sem oft er<br />

nefnt besti hreyfinámsaldurinn. Þau búa yfir mikilli hreyfifærni, eru námsfús<br />

og eru fljót að tileinka sér nýjar og jafnvel flóknar æfingar. Því er mikilvægt að<br />

þjálfun einstakra tækniatriða sé margendurtekin, því æfingin skapar<br />

meistarann. Að okkar mati er gott að 2 og 2 vinni saman og hafi a.m.k. 1 bolta<br />

þegar þjálfað er. Þeir vinna saman í þjálfun á grunntækninni fyrst í kyrrstöðu<br />

og síðan eru æfingarnar gerðar flóknari og keppnislíkar, þ.e. leikrænar,<br />

þannig að þær líkist leiknum sem mest. Gott er að æfingarnar séu hafðar í<br />

leikformi og að þjálfarinn hafi fjölbreyttar æfingar þó svo að þær þjálfi það<br />

sama. Einnig verða æfingarnar árangursríkari, skemmtilegri og meira<br />

hvetjandi fyrir vikið. 27 Til þess að mæla árangur á tækni í knattspyrnu er best<br />

að nota ýmis konar knattþrautir sem gera mismunandi kröfur og hefur KSÍ<br />

m.a. gefið knattþrautabækling til allra aðildafélaga sinna þar sem fram koma<br />

nákvæmar útskýringar á æfingunum og stigagjöf veitt fyrir ákveðinn árangur.<br />

Mikilvægt er að mæla sömu atriðin t.d. að vori og svo aftur að hausti og við<br />

sömu aðstæður. Þannig er líklegast að sem besti samanburður fáist og að<br />

munurinn verði marktækur.<br />

27 Janus Guðlaugsson 1995:83<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

30


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Dæmi um 6 góðar æfingar sem eru vel til þess fallnar að mæla tækni:<br />

1. æfing: Knattrak á milli keilna á tíma (fram og til baka)<br />

2. æfing: Halda bolta á lofti<br />

3. æfing: Skalla í ákveðin svæði (stig veitt fyrir lengd og hittni)<br />

4. æfing: Hittni í hornin á marki eftir knattrak<br />

5. æfing: Skot á mark með boltann á ferð<br />

6. æfing: Langar spyrnur í ákveðin svæði (stig veitt fyrir lengd og<br />

hittni)<br />

Þegar tæknin er mæld er mikilvægt að aðstæður séu hinar sömu þegar<br />

mælingarnar eiga sér stað, eins og áður sagði.<br />

Stig eru veitt fyrir ákveðinn árangur á hverjum stað og talin saman. Þannig<br />

er hægt að bera saman stigafjölda iðkenda. Oft eru gefnar 2-3 tilraunir á<br />

hverjum stað til þess að bæta árangurinn sinn og þá er besta tilraunin talin.<br />

4.5 Hvaða eiginleikar prýða góðan þjálfara<br />

Eflaust hafa flestir þjálfarar gert sér grein fyrir því að hlutverk þeirra er meira<br />

og annað en að ná sem bestum árangri á sem skemmstum tíma. Þannig snýst<br />

starfið ekki um það einungis að vinna titla og bikara. Starf þjálfarans felst<br />

einnig að hægja svolítið á hlutunum og þrýsta ekki allt og mikið á afrek hjá<br />

ungum iðkendum. Því er mikilvægt að ekki sé sett óþarfa pressa á börn og<br />

unglinga með því að einblína endalaust á afrek. Í byrjun sækjast börn og<br />

unglingar eftir inngöngu í íþróttafélögin af félagslegum ástæðum. Þeim þykir<br />

gaman að stunda leiki og æfingar með góðum vinum og þessum<br />

hugsunarhætti verður þjálfarinn að viðhalda innan hópsins. Þannig er það<br />

númer eitt, tvö og þrjú að hafa fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar þannig að<br />

öllum líði vel og upplifi æfingarnar á jákvæðan og skemmtilegan hátt og að<br />

iðkendurnir haldi þannig heim á leið af æfingu glaðir í bragði. Einnig er<br />

mikilvægt að hver og einn fái tækifæri til að upplifa sjálfan sig á jákvæðan<br />

hátt og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Fótbolti er skemmtileg íþrótt og er<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

31


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

það eitt af hlutverkum þjálfarans og einkenni góðra þjálfara að gera<br />

knattspyrnuna enn skemmtilegri en hún er í dag. 28<br />

Hér að neðan eru 8 atriði sem við teljum að prýði góða þjálfara:<br />

• hafa áhuga fyrir að þjálfa og eru ávallt vel undirbúnir.<br />

• eru virkir og hafa góðan aga.<br />

• skipuleggja þjálfunina eftir getu, þörfum og áhuga nemenda<br />

sinna.<br />

• eru fordómalausir og koma eins fram við alla.<br />

• sinna félagslegum þörfum iðkenda t.d. öryggi þeirrra, tryggð,<br />

kærleika og hrósa iðkendum.<br />

• eru stundvísir og góð fyrirmynd.<br />

• eru opnir og liprir í félagslegum samskiptum.<br />

• eru hressir og með húmorinn í lagi.<br />

4.6 Samstarf við foreldra<br />

Allir foreldrar hafa áhuga á velferð barna sinna og bera hag þeirra fyrir<br />

brjósti. Því er eðlilegt að foreldrar vilji hafa áhrif á knattspyrnuiðkun barna<br />

sinna og gegna þeir lykilhlutverki og geta oft skipt sköpum. Foreldrar eða<br />

forráðamenn bera að sjálfsögðu höfuðábyrgð á uppeldi barna sinna, en mörg<br />

börn og unglingar eyða flestum frístundum sínum hjá knattspyrnufélögum og<br />

er því nauðsynlegt að heimili og félög sameinist um þau meginmarkmið sem<br />

stefna ber að í uppeldi og þjálfun iðkenda. 29<br />

Kröfur foreldra til íþrótta- og tómstundastarfs barna sinna verða sífellt<br />

meiri og því nauðsynlegt að mynduð séu starfandi foreldraráð innan hvers<br />

flokks. Með því mætti tryggja að foreldrar geti með frumkvæði sínu og<br />

hugmyndum eflt íþróttastarfið og haft áhrif á aðstöðu og aðbúnað félagsins.<br />

28 Íþróttanámskrá íþróttabandalags Reykjavíkur. 1998:94-95<br />

29 Íþróttanámskrá íþróttabandalags Reykjavíkur. 1998:22<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

32


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Góð samvinna heimila og knattspyrnufélags er kjörin leið til að efla starfið í<br />

félaginu og jafnframt veita þjálfurum og stjórn félagsins aðhald.<br />

Helstu hlutverk foreldraráðs eru meðal annars að standa vörð um<br />

hagsmuni iðkenda í flokknum, efla tengsl heimila og félags, sjá um fjáraflanir<br />

innan flokksins, efla samskipti milli iðkenda, foreldra annars vegar og<br />

stjórnenda og þjálfara hins vegar. Einnig að stuðla að bættri vellíðan iðkenda<br />

og stuðla að betri árangri í starfi félagsins. Foreldraráð eru yfirleitt mynduð í<br />

byrjun hvers keppnistímabils ár hvert (hefst yfirleitt í september) á<br />

foreldrafundum sem þjálfarar hvers flokk boða í upphafi starfsins sem<br />

framundan er.<br />

Þrátt fyrir að foreldrar séu ekki í foreldraráði eða öðrum nefndum innan<br />

félagsins er mikilvægt að allir taki þátt og sýni starfinu áhuga.<br />

Nokkur mikilvæg atriði fyrir foreldra til að hafa í huga þegar börnin æfa<br />

knattspyrnu:<br />

1. Hvetjið börnin til þátttöku. Ekki þvinga þau, ánægja þeirra og áhugi<br />

er það sem skiptir máli.<br />

2. Mætið bæði á leiki og æfingar. Það hvetur og örvar börnin að finna<br />

fyrir áhuga ykkar.<br />

3. Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans. Ekki reyna að hafa áhrif á<br />

hann meðan á leik eða æfingu stendur og látið hann um þjálfunina og<br />

leikstjórnunina. Ekki hrópa og kalla á ykkar börn á æfngum, það<br />

truflar einbeitingu þeirra og gerir þau taugaóstyrk.<br />

4. Hvetjið liðið í heild. Ekki bara ykkar börn.<br />

5. Látið aðeins jákvæð og hvetjandi orð frá ykkur fara á meðan á leik<br />

stendur. Þetta er bara leikur og ánægjan yfir því að taka þátt er<br />

númer eitt.<br />

6. Hafið hvatninguna einfalda og almenna. Ekki reyna að fjarstýra<br />

börnunum frá hliðarlínunni, það ruglar þau.<br />

7. Stuðlið að jákvæðum samskiptum við foreldra frá öðrum félögum.<br />

Rígur og metingur eiga ekki heima á þessum vettvangi.’<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

33


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8. Sýnið ekki mótherjum barna ykkar neikvætt viðhorf. Gagnkvæm<br />

virðing og kurteisi er hinn sanni íþróttaandi.<br />

9. Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs. Ekki<br />

gagnrýna þegar illa gengur. Hvetjið þau og uppörvið eftir tapleiki og<br />

klappið fyrir þeim þó leikurinn hafi ekki unnist.<br />

10. Keppnisdagur er alltaf hátíðisdagur. Sama hvernig leikurinn fer,<br />

látum óhagstæð úrslit ekki spilla fyrir því.<br />

11. Lítið á dómarann sem leiðbeinanda barnanna. Ekki gagnrýna hann<br />

né ákvarðanir hans.<br />

12. Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur eða spennandi.<br />

Úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.<br />

13. Sýnið starfi félagsins virðingu. Verið virk á foreldrafundum þar sem<br />

umræður fara fram um starfsemina, þar er ykkar vettvangur.<br />

14. Athugið hvort þið getið orðið að liði á einhvern hátt. Það eru<br />

foreldrar sem sjá um alla starfsemi í yngri flokkunum og þeir gætu<br />

þurft hjálparhönd – margar hendur gera verkið auðvelt.<br />

15. Gerið ykkur grein fyrir því að það eru börnin ykkar sem eru að spila<br />

fótbolta en ekki þið sjálf.<br />

Gott er láta foreldra fá þessar leiðbeiningar í upphafi hvers keppnistímabils<br />

þannig að þeir viti til hvers er ætlast af þeim.<br />

4.7 Reglur<br />

Mikilvægt er að leggja iðkendunum línurnar strax í upphafi hvers<br />

keppnistímabils þannig að þeir viti til hvers er ætlast af þeim í hegðun og<br />

umgengni við umhverfið sem og aðra iðkendur. Það auðveldar þjálfunina til<br />

muna ef allir ganga að því vísu hvað er æskilegt og hvað ekki. Mikilvægt er<br />

að iðkendurnir fái að taka þátt í því að búa til reglurnar og þeir sjái og finni<br />

það að þeirra hugmyndir eru virtar við gerð reglnanna. Þá er líklegra að<br />

iðkendur fari eftir þeim ef þær eru komnar frá þeim sjálfum. Þó mega<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

34


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

reglurnar ekki vera það fastmótaðar og margar að þær séu endalaust boð og<br />

bönn. Því er mikilvægt að hafa fáar og skýrar reglur.<br />

Dæmi um reglur sem gott er að hafa:<br />

• Leikmaður lætur vita þegar hann kemst ekki á æfingu.<br />

• Leikmaður mætir á réttum tíma á æfingar.<br />

• Leikmaður mætir vel útbúinn á æfingar.<br />

• Leikmaður hagar sér vel innan vallar sem utan.<br />

• Leikmaður talar alltaf jákvætt til félaga sinna og skammar ekki.<br />

• Leikmaður fer eftir fyrirmælum þjálfara.<br />

• Leikmaður ber virðingu fyrir félaginu og eigum þess.<br />

• Leikmaður leggur sig allan fram jafnt á æfingum og í keppni.<br />

5. Kennsla í knatttækni<br />

5.1 Sendingar<br />

Sendingar eru einn mikilvægasti þátturinn í knattspyrnu og sá sem við<br />

þurfum stöðugt að vera að þjálfa og bæta. Forsenda þess að lið geti spilað<br />

boltanum á milli sín á árangusríkan hátt eru góðar sendingar því án þeirra<br />

væri erfitt að spila knattspyrnu sem lið.<br />

Sendingar geta verið mjög fjölbreytilegar og er<br />

yfirleitt talað um tvenns konar sendingar eða<br />

spyrnur þ.e. innanfótarspyrnur (sjá dæmi um<br />

snertiflöt boltans í innanfótarspyrnum á<br />

skýringarmyndinni hér til hliðar), og ristarspyrnur.<br />

Ristarpyrnum má síðan skipta í innanverða ristarspyrnu, beina<br />

ristarspyrnu og utanverða<br />

ristarspyrnu (sjá dæmi um<br />

snertiflöt boltans í<br />

mismundandi ristarspyrnum á<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

35


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

skýringarmyndinni hér til hliðar). Við þetta má svo bæta hælspyrnum en þær<br />

eru notaðar mjög takmarkað og yfirleitt til að koma mótherjanum á óvart og<br />

til þess að forðast návígi. Sú sendingaraðferð sem börn tileinka sér fyrst þegar<br />

þau byrja að spila fótbolta eru sendingar með tánni en þær sendingar gefast<br />

ágætlega í fyrstu en nákvæmnin í þeim sendingum er ekki mikil. Því er<br />

mikilvægt að kenna ungum iðkendum sem eru að byrja að stunda<br />

knattspyrnu rétta tækni strax þegar þeir eru enn að læra og eru hvað<br />

móttækilegust fyrir nýjum hreyfingum. Þær sendingar sem byrja ætti að<br />

kenna krökkum í dag eru innanfótarspyrnur. Þær eru langalgengasta aðferðin<br />

og einnig talin sú öruggasta vegna þess hversu stór hluti fótarins snertir<br />

boltann í spyrnunni. Einnig eru innanfótarspyrnur heppilegastar þegar senda<br />

á stuttar og nákvæmar sendingar. Þegar innanfótarspyrna er framkvæmd er<br />

mikilvægt að sá sem ætlar að senda boltann snúi í þá átt sem hann ætlar að<br />

senda boltann í og stígi með stöðufótinn (sá fótur sem spyrnan er ekki<br />

framkvæmd með) til hliðar við boltann. Því næst sveiflar hann fætinum aftur<br />

og snýr um leið fætinum þannig að táin vísar beint til hliðar þeim megin sem<br />

spyrnufóturinn er (snýr út í mjaðmarlið). Því næst er fætinum sveiflað fram í<br />

átt að boltanum og hann látinn lenda fyrir miðju fótarins.<br />

Mikilvægt er að fylgja spyrnunni vel eftir, vera með stífan ökklann og hafa<br />

augu á boltanum á því augnabliki sem spyrnan er framkvæmd.<br />

Þegar um ristarspyrnur er að ræða er aðeins öðruvísi farið að og eru þær<br />

oftast kraftmeiri en innanfótarspyrnur og yfirleitt notaðar til að spyrna lengri<br />

sendingum fram völlinn og eru þær yfirleitt. Þegar um beina<br />

ristarfótarspyrnu er að ræða þá er fætinum sveiflað aftur líkt og í<br />

innanfótarspyrnum en táin er ekki látin vísa út til hliðar heldur skal rétta vel<br />

úr fætinum og táin látin vísa niður um leið og spyrnt er í boltann og er hann<br />

látinn lenda beint framan á ristinni (bein ristarspyrna) eða til hliðar á henni<br />

eftir því hvort um utanfótarspyrnu eða innanfótarspyrnu er að ræða, að öðru<br />

leyti er um það sama að ræða og í innanfótarspyrnum. Þá er mismunandi<br />

hvort ristarspyrnur eru notaðar í þeim tilgangi senda háan bolta eða lágan.<br />

Þegar hár bolti er sendur er það yfirleitt vegna þess að sendingarleiðin til<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

36


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

samherjans er ekki greið með fram jörðinni, því þarf að lyfta boltanum yfir<br />

mótherjann/mótherjana til þess að sendingin rati rétta leið og er því oftast<br />

notað lengra tilhlaup að boltanum þegar senda á langa sendingu. Eins er hægt<br />

að senda lága ristarspyrnur en þá er mikilvægt að leiðin sé greið í átt að<br />

samherjanum svo að mótherjinn komist ekki inn í sendinguna. Lágar<br />

ristarspyrnur eru notaðar frekar en innanfótarspyrnur þegar koma þarf<br />

boltanum fljótt til samherja eins og í hraðupphlaupum því með ristarspyrnum<br />

er boltinn fljótari á leiðinni. Þegar framkvæma á lágar ristarspyrnur er<br />

mikilvægt að halla sér vel yfir boltann og láta láta spyrnufótinn hitta boltann<br />

fyrir miðju ofarlega á ristinni (þ.e. á skóreimunum) og hafa stöðufótinn til<br />

hliðar við boltann um leið og spyrnt er.<br />

Með háum ristarspyrnum er aðeins öðruvísi farið en þá er boltinn snertur<br />

eins neðarlega og hægt er (farið vel undir boltann) og stöðufóturinn hafður til<br />

hliðar en aðeins aftar en þegar um lágar spyrnur er að ræða, eins er mikilvægt<br />

að halla sér aðeins aftur um leið og spyrnt er til þess að spyrnufóturinn<br />

sveiflist uppá við í spyrnunni en með því nærðu boltanum betur. En<br />

aðalatriðið í öllum sendingum er að tileinka sér rétta tækni frá upphafi og<br />

beita líkamanum rétt því eftir því sem tæknin er betri því betri verða<br />

sendingarnar og senditæknin sem gera manni kleift að senda fjölbreyttari og<br />

flóknari sendingar. Einnig er mjög mikilvægt að þjálfa bæði hægri og vinstri<br />

fótinn því oft koma þær aðstæður upp á æfingum og í keppni að ekkert val er<br />

um með hvorum fætinum er spyrnt. 30<br />

5.2 Móttaka knattar<br />

Eitt af mikilvægustu tækniatriðum knattspyrnunnar er móttaka boltans. Oft<br />

koma þær aðstæður upp að leikmaður fær boltann nákvæmlega þar sem hann<br />

vill fá hann eftir árangursríka sendingu samherja eða eftir mistök mótherja.<br />

En einnig fær hann oft ónákvæmar sendingar. Sendingin gæti verið of föst eða<br />

30 Lineker 1994:8-11, Janus Guðlaugsson 1990:37-50, Brunes, Dieserud og Elvestad 2000:207<br />

og Janus Guðlaugsson 1995:117-119<br />

30 Janus Guðlaugsson 1990:55<br />

37<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

of há. Leikmaður gæti fengið boltann fyrir aftan sig í stað þess að fá hann rétt<br />

fyrir framan sig o.fl. Þegar þetta gerist verður leikmaður að vera fær um að<br />

taka á móti boltanum með hvaða líkamshluta sem er (nema höndum) og<br />

koma honum að fótum sér eins fljótt og hægt er til að geta rakið hann áfram,<br />

sent hann eða skotið að marki 31 (sjá dæmi um mótttöku á skýringarmyndinni<br />

hér að neðan). Mjög mikilvægt er að staðsetja sig rétt á meðan boltinn er á<br />

leiðinni. Ákveða þarf strax hvernig maður<br />

ætlar að taka á móti honum og standa svo við<br />

þá ákvörðun. Maður þarf að standa fastur<br />

fyrir og passa að vera í góðu jafnvægi og taka<br />

við boltanum af mýkt. 32 Það er ekki nóg að<br />

halda stífum fæti á móti boltanum sem skellur<br />

á fætinum. Láta þarf þá hluta líkamans sem<br />

mæta boltanum „gefa mjúklega eftir“ um leið<br />

og boltinn er snertur. Upphafsstaða fóta er<br />

næstum sú sama og við innanfótarspyrnu. Lyfta þarf móttökufæti aðeins frá<br />

jörðu og færa hann á móti þegar boltinn nálgast. Færa þarf þá fótinn aftur og<br />

niður um leið eða rétt áður en boltinn snertir fótinn. Eftir snertingu heldur<br />

hreyfingin áfram, hægir á ferð boltans þar til hann stöðvast rétt fyrir framan<br />

þig. Hæð fótar skal vera þannig að fastar spyrnur renni ekki undir sólann.<br />

Einnig þarf að varast að hafa fótinn of neðarlega því þá getur boltinn hoppað<br />

yfir fótinn.<br />

Algengast er að taka á móti boltanum með brjóstinu, með læri, með<br />

höfðinu og svo með innanverðum og utanverðum fæti.<br />

5.3 Knattrak<br />

Undirstöðuatriði góðrar knattmeðferðar er að geta rakið boltann vel og að<br />

geta hlaupið með boltann „límdan“ við tærnar á sér (sjá skýringarmynd hér<br />

32 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 27<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

38


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

að neðan). Það kostar samt mikla æfingu að ná góðum árangri við knattrak.<br />

Góður knattspyrnumaður verður að geta leikið á mótherja en um leið stjórnað<br />

boltanum vel.<br />

Boltanum er ýtt áfram með stuttum og snörpum spörkum, yfirleitt með<br />

innan-og utanverðum fæti, og gott er að nota hendurnar til að finna jafnvægi.<br />

Mikilvægt er að hafa boltann nálægt sér og passa þarf að missa hann ekki<br />

meira en hálfan metra frá sér.<br />

Við knattrak notar leikmaður fremri hluta<br />

fótar nálægt tánum, bæði innan- og utanverðan.<br />

Þessir hlutar eru næmir á snertingar boltans og<br />

gera leikmanni kleift að stýra boltanum af<br />

mikilli nákvæmni. Boltinn á að liggja fyrir þér<br />

eins og þú vilt um leið og þú leikur áfram. En<br />

boltinn á ekki að rúlla stjórnlaust áfram. Ef þú<br />

spyrnir honum ekki nógu langt frá þér er hætta<br />

á að þú stígir kannski á hann eða missir<br />

taktinn. 33<br />

5.4 Sköllun<br />

Boltinn er mikið á lofti í hverjum leik og því er nauðsynlegt að búa yfir góðri<br />

skallatækni. Góður skallamaður þarf að vera fimur, óhræddur og leikinn. Það<br />

er erfitt að ná góðum tökum á skallatækni, vegna þess að hún krefst bæði<br />

góðrar staðsetningar og réttrar tímasetningar. 34 Flestir halda að það sé vont að<br />

skalla bolta áður en skallað er í fyrsta skipti. En svo er raunin ekki. Sköllun er<br />

alveg sársaukalaus ef leikmaður skallar rétt. Leikmaður verður að vera viss<br />

um að nota mitt ennið, en ekki kollinn eða gagnaugun þegar hann skallar<br />

boltann.<br />

33 Janus Guðlaugsson 1995:109-110<br />

34 Lineker 1994:14<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

39


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Mikilvægt er að hafa augun opin, halda höfðinu stöðugu og rétta úr<br />

höndunum. Halla þarf hnakkanum vel aftur og standa á táberginu svo hægt<br />

sé að færa sig snögglega undir boltann 35 (sjá skýringarmynd að neðan).<br />

Til þess að ná miklum krafti og viðunandi vegalengd með sköllun þarf að<br />

fá eins mikinn þunga og mögulegt er að viðbættri nákvæmri tímasetningu.<br />

Fylgja þarf boltanum eftir í sköllun til að fá meiri kraft í sköllunina.<br />

Leikmaður þarf að taka sér stöðu á móti<br />

aðsvífandi bolta, hafa augun alltaf opin og<br />

halla sér aftur og sveigja. Sveifla þarf síðan efri<br />

hluta líkamans fram, nota styrk háls- og<br />

kviðvöðva til að færa ennið snöggt að<br />

boltanum. Mikilvægt er að hitta boltann<br />

ákveðið með enninu.<br />

Í knattspyrnuleik þarftu svo yfirleitt að<br />

stökkva upp til að ná til boltans. Leikmaður fær sjaldan að skalla boltann og<br />

standa í báðar fæturnar.<br />

5.5 Gabbhreyfingar<br />

Það er ómetanlegt að geta villt fyrir mótherjanum með góðum<br />

gabbhreyfingum. Það að geta rakið knöttinn og framkvæmt góðar<br />

gabbhreyfingar eru nauðsynlegir hæfileikar í nútímaknattspyrnu þar sem að<br />

leikstöður sem krefjast lítils svigrúms eru algengar. Þá þarf leikmaður að<br />

getað komið sér út úr þeirri stöðu, leikið sig lausan og jafnvel skorað mark<br />

eftir eina góða gabbhreyfingu.<br />

Gabbhreyfing er þegar við gerum ákveðna hreyfingu og fáum mótherja<br />

okkar til að trúa því að við ætlum að gera annað en við höfum ákveðið. Við<br />

nefnum það síðan leikbrellu þegar leikmaður leikur á mótherja sinn þar sem<br />

hann sameinar gabbheyfingu og knattrak. Algeng leikbrella í knattspyrnu er<br />

til dæmis að þykjast fara til vinstri en fara til hægri. Einnig að þykjast skjóta<br />

35 Janus Guðlaugsson 1990:63<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

40


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

en rekja síðan bolta áfram (sjá dæmi um gabbhreyfingar hér að neðan). Þegar<br />

gabbhreyfing er framkvæmd er mikilvægt að fara mátulega hratt í þá átt sem<br />

„gabba“ á mótherjann í og skipta síðan snöggt í gagnstæða átt, á meðan<br />

mótherjinn er á leiðinni í hina áttina. Mikilvægt er að leikmenn geri sjálfar<br />

gabbhreyfinguna á mátulegum hraða því ef þeir fara of hratt í þá átt sem<br />

„gabba“ á í, er ekki víst að andstæðingurinn uppgötvi það um leið og því<br />

stendur hann á sama stað og á<br />

auðvelt með að verjast og ná<br />

boltanum, einfaldlega vegna þess að<br />

hann var of seinn að fatta<br />

gabbhreyfinguna því hún var of<br />

hröð.<br />

Einnig er mikilvægt að leika<br />

boltanum með þeim fæti sem er fjær<br />

mótherja. Ef mótherji hleypur við<br />

vinstri hlið leikmanns þarf hann þá að leika boltanum með hægri fæti. Með<br />

þessu skýlir leikmaður boltanum og gerir það andstæðingnum erfiðara að ná<br />

honum. 36<br />

5.6 Skot á mark<br />

Með auknum skotum aukast líkurnar á því að mörk séu skoruð og eru<br />

markskot einmitt eitt af lykilatriðum sóknarleiks. Markmið sóknarleiks er að<br />

ljúka honum í hvert skipti með markskoti. Án sóknaraðgerða sem enda með<br />

markskoti verður sóknarleikur liðs máttlaus. 37 Það er allt of algengt að<br />

leikmenn taki ekki áhættu og skjóti við fyrsta tækifæri. Þeir taka ekki ábyrgð<br />

sjálfir, heldur koma þeir henni frá sér með sendingum í stað þess að skjóta að<br />

marki. Ef leikmenn eygja þess kost að skjóta að marki eiga þeir að taka<br />

áhættuna. Mestu mistök sem leikmenn gera er að skjóta ekki ef þeir fá<br />

36 Janus Guðlaugsson 1995:182<br />

37 Janus Guðlaugsson 1995:166<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

41


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

tækifæri. Ef lið nær boltanum verða allir leikmenn að vera tilbúnir til að taka<br />

þátt í sókn með það að markmiði að ljúka sóknarlotu með markskoti.<br />

Yfirleitt er mest áhersla lögð á kraft í skotum, í stað nákvæmni. Þar af<br />

leiðandi hæfa flest skot ekki markið. Þannig að mikilvægt er að þjálfari kenni<br />

leikmönnum rétta tækni strax. Þær spyrnuaðferðir sem nefndar voru áður í<br />

tenglsum við sendingar gilda<br />

einnig í markskotum og<br />

einnig er mikilvægt að<br />

leikmaðurinn horfi á boltann<br />

og staðsetji „stöðufótinn“ rétt<br />

um leið og hann skýtur á<br />

markið og fylgi spyrnunni vel eftir (sjá afstöðu leikmanns, þegar skotið er á<br />

mark, á skýringarmyndinni hér að ofan). Mikilvægt er að huga að nákvæmni í<br />

skotum, sem og að halda ró sinni og einbeitingu þegar spyrnt er að marki.<br />

Skot geta verið margs konar og getur verið mjög erfitt fyrir markmann að<br />

reikna út lág skot sem skoppa meðfram jörðinni. Þeim er skotið af jörðinni og<br />

eru líklegast algengustu skotin. Einnig er mjög erfitt fyrir hann að halda mjög<br />

föstu skoti eða snúningsskoti. Ef bolti kemur í viðráðanlegri hæð er hægt að<br />

skjóta honum viðstöðulaust á lofti. Skot af þessu tagi koma mótherjanum oft á<br />

óvart og geta þau orðið ógnarföst. Stundum er möguleiki á að renna sér í skot.<br />

Bakfallsspyrna er einnig möguleiki sem gefst stundum. Þá snýr leikmaður<br />

baki í markið og kastar sér aftur þannig að skotfóturinn sveiflast nánast<br />

sjálfkrafa upp. Spyrnt er með ristinni og svo reynt að draga úr fallinu með<br />

höndunum.<br />

6. Leikfræði einstaklingsins – varnaratriði<br />

Öll lið skiptast á að verjast og sækja. Þegar lið hefur ekki boltann spilar það<br />

varnarleik og reynir að verjast tilraunum mótherjanna til samleiks og<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

42


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

marktækifæra. Varnarleikurinn felur í sér að hver og einn í því liði sem missti<br />

boltann verjist sem fyrst á skipulegan hátt eftir að boltinn hefur tapast. 38<br />

6.1 Gæsla<br />

Þegar talað er um gæslu er átt við það þegar lið verjast og þegar hver og einn<br />

leikmaður gætir einhvers ákveðins leikmanns eða ákveðins svæðis. Hægt er<br />

að tala um margs konar gæslu og ein þeirra er svokölluð stíf gæsla (oft nefnt<br />

að vera með leikmann í gjörgæslu) þ.e. þegar leikmaður hefur einungis það<br />

hlutverk að gæta ákveðins leikmanns hvar sem er á vellinum. Stíf gæsla er<br />

ekki mjög algeng í dag en er þó einna algengust í föstum leikatriðum<br />

mótherjanna þ.e. í hornspyrnum og aukaspyrnum. Þá hefur yfirleitt hver og<br />

einn leikmaður einhvern ákveðinn mótherja til þess að gæta og fylgir honum<br />

þangað til hættan sem stafar af föstum leikatriðum er liðin hjá.<br />

Eins er stíf gæsla eða svokölluð maður á mann vörn notuð þegar<br />

mótherjinn er kominn á hættusvæði varnarinnar þ.e. inn í eða rétt fyrir utan<br />

vítateiginn. Sú gæsla sem er hins vegar algengari og notuð meira í dag kallast<br />

blönduð gæsla og felst hún í því að hver leikmaður á vellinum gætir ákveðins<br />

svæðis og tekur við þeim leikmönnum og gætir þeirra sem koma inn á það<br />

svæði, þannig er hver og einn leikmaður ekkert endilega að gæta sama<br />

leikmannsins allan leikinn heldur er það breytilegt.<br />

Tilgangurinn með gæslu í leik er að reyna að vinna boltann af<br />

mótherjanum aftur eftir að boltinn hefur tapast og síðan en ekki síst að forðast<br />

það að mótherjinn skori mark. Þannig er mikilvægt að um leið og boltinn<br />

tapast að allir leikmenn innan liðsins snúist sem fyrst til varnar með því að<br />

komast „aftur fyrir“ boltann og einnig að þeir staðsetji sig rétt gagnvart<br />

mótherjanum með því að vera nálægt þeim, markmegin við þá þ.e. nær<br />

markinu en mótherjinn og þeim megin við hann þar sem boltinn er (sjá<br />

staðsetningar). Því næst reyna þeir að loka svæðunum á sínum vallarhelmingi<br />

38 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði I, bls. 4<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

43


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

(fyrir aftan sig) og setja pressu á leikmanninn þannig að hann neyðist til að<br />

losa sig við boltann þvert eða til baka.<br />

Ef gæslan er góð og sá sem er með boltann er pressaður er oft góður<br />

möguleiki á því að vinna boltann og jafnframt fá gott tækifæri á hröðu<br />

upphlaupi þar sem mótherjarnir eru ekki fyrir aftan boltann og því ekki í<br />

stakk tilbúnir til að verjast. Ef lið tapar bolta illa á sínum vallarhelmingi er<br />

mikilvægt að reyna að hægja á sókn mótherjanna með því að vísa þeim sem<br />

hefur boltann út til hliðanna og freistast þannig til þess að vinna tíma og loka<br />

sóknarmanninn af þannig að fleiri komist til varnar og geti tekið sér stöðu á<br />

móti andstæðingi. 39<br />

6.2 Tæklun (návígi)<br />

Tæklun er ein besta leiðin til að vinna bolta af andstæðingi. Með henni er<br />

hægt vinna boltann af mótherja, annaðhvort með því að koma beint framan að<br />

honum eða frá hlið. Með tæklun (návígi) þá reynir varnarmaðurinn að vinna<br />

boltann af andstæðingnum með því að koma fótunum fyrir boltann og hindra<br />

án þess spyrna í hann og hindra þannig að andstæðingurinn geti leikið<br />

boltanum í burtu (sjá dæmi um tæklingu á skýringarmyndinni hér að neðan).<br />

Þó er margt sem þarf að varast þegar tæklun er<br />

annars vegar. Forðast ber að nota báða fæturna<br />

við tæklinguna sem og að vera með fæturna á<br />

„lofti“ þegar tæklun á sér stað heldur verða<br />

fæturnir að nema við jörðina. Eins er mikilvægt að<br />

varnarmaðurinn staðsetji rétt gagnvart<br />

andstæðingnum (sjá staðsetningar) og sé ákveðinn<br />

og útsjónarsamur þegar tækla skal. Þá er<br />

mikilvægt að tímasetja tæklunina rétt því ef leikmaðurinn er of seinn í<br />

tæklinguna og leikmaðurinn hefur náð að leika boltanum áður en hún á sér<br />

39 Janus Guðlaugsson 1995:77, Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði I, bls. 4-5<br />

og Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 17<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

44


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

stað er yfirleitt um leikbrot að ræða sem oft geta verið það ljót að áminning<br />

hljótist af.<br />

Annað afbrigði af tæklun er svokölluð rennitæklun en mælt er með því að<br />

hún sé notuð sem minnst og aðeins þegar nauðsyn krefur eins og t.d. þegar<br />

andstæðingurinn er kominn aleinn inn fyrir vörnina. Með rennitæklun (sem<br />

er oft síðasti möguleikinn til að stöðva það að mark sé skorað) þá reynir<br />

varnarmaðurinn að stöðva andstæðinginn með því að renna sér og teygja sig<br />

örlítið lengra en vanalega í átt að boltanum og spyrnir honum í burtu af tám<br />

andstæðingsins og helst sem lengst frá hættusvæðinu. Þetta er afskaplega<br />

góður eiginleiki sem varnarmenn búa yfir ef þeir eru góðir í því að rennitækla<br />

en þó er þetta afar áhættusöm tilraun til björgunar því tímasetningin verður<br />

að vera mjög nákvæm því annars er andstæðingurinn sloppinn framhjá eða<br />

um leikbrot að ræða, sem oftar en ekki kostar varnarmanninn áminningu eins<br />

og áður sagði. 40<br />

6.3 Staðsetning<br />

Eitt það sem einkennir góða varnarmenn eru góðar staðsetningar en með<br />

þeim er átt við hvernig varnarmaðurinn staðsetur sig gagnvart mótherjanum.<br />

Það fyrsta sem varnarmaðurinn þarf að hafa í huga er að staðsetja sig alltaf<br />

þannig að hann sé alltaf á milli mótherjans og eigins marks (markmegin við<br />

manninn) og snúa þannig að hann geti bæði séð boltann og mótherjann. Þá<br />

skiptir líka máli hvernig vörn liðið er að spila þegar talað er um staðsetningar.<br />

Yfirleitt spila lið svæðisvörn en þá er hver og einn varnarmaður með eitthvert<br />

ákveðið svæði til þess að passa. Því er alger óþarfi að elta manninn sinn t.d. út<br />

á kantinn ef boltinn er víðs fjarri. En um leið og boltinn er kominn inn á þitt<br />

varnarsvæði verður vörnin stífari og mikilvægt að staðsetja sig sem næst<br />

mótherjanum og gefa honum sem minnstan tíma til að athafna sig.<br />

40 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 10 og Janus Guðlaugsson<br />

1995:231-232<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

45


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

En þegar um pressuvörn er að ræða er mikilvægt að leikmaður sé nálægt<br />

sínum manni og að sá leikmaður sem hefur boltann hafi sem minnstan tíma til<br />

að rekja hann eða senda boltann frá sér. Með því neyðum við<br />

sóknarleikmanninn til að senda boltann frá sér sem fyrst og undir pressu sem<br />

leiðir oft til þess að sendingin verður<br />

ónákvæm. Varnarmenn hafa þá möguleika<br />

á að komast inn í sendingu eða ná að<br />

hindra eða loka sendingarleiðinni til þess<br />

sem á að fá boltann, en tilgangurinn með<br />

pressuvörn hjá liðum er að reyna að vinna<br />

boltann fljótt og helst inná vallarhelmingi<br />

andstæðinganna. Eftir því sem maður er<br />

nær mótherjanum því meiri líkur eru á að hindra sendinguna eða hreinlega<br />

komast framfyrir hann og ná boltanum og hefja nýja sókn. Ef ekki tekst að ná<br />

boltanum af mótherjanum er mikilvægt að vera það nálægt honum að hann<br />

geti ekki snúið, heldur neyða hann til þess að senda þvert eða til baka og<br />

seinka og hægja þar af leiðandi á sókn mótherjans. Ef mótherji nær hins vegar<br />

að snúa er mikilvægt að varnarmaðurinn æði ekki í mótherjann af fullum<br />

krafti og „selji sig“ heldur reyni að vísa honum í ákveðna átt og koma í veg<br />

fyrir að hann geti leikið boltanum í átt að markinu. Þannig kemur staðan einn<br />

á móti einum mjög oft fyrir í leik og er mikilvægt að bregðast rétt við þeirri<br />

stöðu. Mikilvægt er að vera á tánum og tilbúinn að hreyfa sig í hvaða átt sem<br />

er með því standa skáhallt að mótherja og með annan fótinn aðeins framar en<br />

hinn (sjá dæmi um varnarstöðu á skýringarmyndinni að ofan). Einnig er gott<br />

að reyna að vísa mótherjanum þeim megin sem hann er veikari fyrir þ.e. vísa<br />

þeim réttfætta til vinstri og öfugt. Gott bil þarf að vera á milli fóta til að halda<br />

sem bestu jafnvægi og halla sér örlítið fram til að vera stöðugur en þó má ekki<br />

vera það mikið bil á milli fótanna að auðvelt verði að leika boltanum þar á<br />

milli.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

46


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

6.4 Völdun<br />

Með völdun er átt við það þegar varnarmaður staðsetur sig þannig að hann<br />

valdar samherjann sinn upp og svæðið fyrir aftan og er þannig ávallt tilbúinn<br />

að taka við sóknarmanninum ef hann kemst fram hjá varnarleikmanninum.<br />

Þannig er mikilvægt að sá sem er næstur þeim í vörninni sem verst þeim<br />

leikmanni sem hefur boltann sé ávallt tilbúinn að grípa inn í og aðstoða ef<br />

hann sleppur framhjá varnarmanninum.<br />

Nauðsynlegt er að sá sem er að valda upp láti samherja sinn vita að hann sé<br />

til aðstoðar þannig að hann viti af stuðning fyrir aftan sig þegar hann sækir að<br />

mótherjanum og geti þá jafnvel beint honum í þá átt þar sem aðstoðin er. Sá<br />

sem valdar upp á að reyna að staðsetja sig í beinni línu milli marksins og<br />

boltans og vera ekki fjær en 4-5 metra þannig að hann geti örugglega gripið<br />

inn í ef sóknarmaðurinn kemst fram hjá varnarmanninum, en algengustu<br />

mistökin hjá þeim sem valda upp eru einmitt þau að þeir staðsetja sig of langt<br />

frá samherjanum þannig að þeir ná ekki að grípa inn í á réttu augnabliki og<br />

missa þar af leiðandi af sóknarleikmanninum. 41<br />

7. Leikfræði einstaklingsins – sóknaratriði<br />

Sóknarleik spilar það lið sem hefur vald á boltanum og reynir samleik sín á<br />

milli með það fyrir augum að nálgast mark mótherjanna. Markmið<br />

sóknarleiks er að komast inná hættusvæði mótherjanna, sem er í og rétt við<br />

vítateiginn, í þeim tilgangi að koma skoti á markið sem leiðir til þess að mark<br />

sé skorað. 42<br />

7.1 Myndun svæða (breidd)<br />

Það er afar áríðandi að leikmenn séu vel dreifðir á vellinum þannig að það sé<br />

nóg af auðum svæðum til að hlaupa og senda inn á. Eitt af<br />

41 Janus Guðlaugsson 1995:199 og Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði I, bls. 15<br />

42 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði I, bls. 3<br />

47<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

grundvallaratriðum fyrir sóknarmann er að komast inn í opið svæði hjá<br />

andstæðingunum og er breidd mikilvæg regla þegar kemur að samleik. Með<br />

því að halda breidd í leiknum nýta leikmennirnir fulla breidd vallarins til að<br />

opna vörn mótherjanna og fá þannig meira rými til athafna. Þannig er<br />

mikilvægt nota alla breidd vallarins.<br />

En það er oft lítið svæði við hliðarlínurnar þannig að nauðsynlegt er fyrir<br />

sóknarlið að reyna að draga mótherjana frá svo það gefist tækifæri á opnum<br />

svæðum á köntunum.<br />

Um leið og lið hefur náð valdi á boltanum þarf fyrst og fremst að hugsa um<br />

að mynda mikla breidd og halda henni innan liðsins. Eftir því sem lið nota<br />

svæði vallarins meira, þeim mun erfiðara er að vinna boltann, valda upp og<br />

gæta mótherjanna. Varnarleikur andstæðinganna verður mun auðveldari ef<br />

sóknarliðið notar lítið og þröngt svæði. Mikilvægt er að leikmenn séu á góðri<br />

hreyfingu ef myndun svæða á að virka. Eins er mikilvægt fyrir samherja að<br />

mynda dýpt, þ.e. valda manninn sinn upp og gefa honum færi á að senda á<br />

samherja til baka ef hann lendir í vandræðum. Þá er skilningur og samvinna<br />

mikilvæg.<br />

7.2 Hvernig á aðstoðin að vera?<br />

Þegar leikmaður í sókn er ekki með boltann þarf hann að passa að hlaupa sig<br />

frían og aðstoða samherjann sem er með boltann. Sá leikmaður sem er með<br />

boltann á að eiga auðvelt með að senda hann á sem flesta samherja. Því þurfa<br />

samherjar að vera á stöðugri hreyfingu, hlaupa sig fría til að taka á móti<br />

boltanum eða trufla vörnina, koma henni úr jafnvægi og opna þannig leið<br />

fyrir samherja í gegnum hana. 43 Samherji verður alltaf að vera þar sem hægt<br />

er að senda boltann til hans og með hverri hreyfingu verður að vera ákveðið<br />

markmið. En aðalatriðið er að leikmaður sé staðsettur þannig að hann sé ekki<br />

í skugganum af varnarmanni, né beint fyrir aftan hann. Einnig er mikilvægt<br />

að hægt sé að breyta um sóknarstefnu og að leikmaður geti sent boltann um<br />

43 Janus Guðlaugsson 1995:78<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

48


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

sem stærst svæði. Leikmenn verða svo að ákveða hvort þeir gefi dýpt (aðstoð<br />

aftan frá) því með góðri dýpt er auðveldara að aðstoða samherja og draga þar<br />

með úr hættu að missa boltann. Einnig er gott að veita aðstoð fyrir framan. 44<br />

7. 3 Sendingar<br />

Sendingar eru eitt veigamesta atriði sóknarleiksins. Sá sem er með boltann í<br />

sókn á alltaf að eiga kost á að senda boltann á samherja. Hann ætti að leggja<br />

áherslu á að senda boltann fram á við og helst fram hjá einum eða tveimur<br />

andstæðingum. Sendingarnar þurfa að vera nákvæmar og koma á réttum<br />

tíma. Þá ber að varast þversendingar þar sem mikil hætta skapast ef bolti<br />

tapast og er mun betra að leitast eftir því að senda boltann skáhallt framávið<br />

og vinna sig þannig framar á völlinn. Mikilvægt er að senda fram fyrir<br />

samherjann þegar farið er í hraðaupphlaup eða hraða skyndisókn svo ekki<br />

hægist á sókninni og leikmaðurinn þurfi að stoppa til að taka á móti<br />

boltanum. Betra er að gefa boltann beint á samherjann þegar um lítið svæði er<br />

að ræða og einnig þeim megin við hann sem er fjærst mótherjanum. Til að það<br />

gangi upp þarf sá leikmaður sem er með boltann að meta stöðu samherja og<br />

mótherja. Hraði knattarins er einnig eitthvað sem þarf að huga að. Hann má<br />

ekki vera of mikill því þá getur tekið lengri tíma að taka á móti boltanum.<br />

Hann má heldur ekki vera of laus því þá getur andstæðingur komist inn á<br />

milli. 45 Leikmaður þarf svo að sjálfsögðu að muna að huga að staðsetningu<br />

sinni og fjarlægð gagnvart skotmarkinu (samherji, mark), sem og að velja<br />

nákvæmlega þann stað á boltanum sem hann vill að fóturinn snerti.<br />

7.4 Ásetningur dulinn<br />

Mikilvægt er að villa fyrir varnarleikmönnum andstæðinganna, koma þeim úr<br />

jafnvægi eða koma þeim burtu af réttum stað. Ýmsar gabbhreyfingar hafa<br />

þennan tilgang og er mikilvægt að leikmenn geti gert hreyfingar og fengið<br />

44 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 29<br />

45 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 32-34<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

49


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

mótherjana til að trúa því að þeir ætli að gera eitthvað annað en ákveðið er.<br />

Það að framkvæma sendingar án þess að „auglýsa“ þær virkar oft og getur<br />

blekkt andstæðinginn. 46 Þessi þáttur er mjög oft vanmetinn í<br />

knattspyrnuþjálfun.<br />

7.5 Knattvíxlun<br />

Með knattvíxlun er átt við það þegar tveir<br />

leikmenn, samherjar, mætast og sá leikmaður<br />

sem hefur boltann, skilur hann eftir fyrir<br />

samherja sinn, sem kemur á móti, til að taka<br />

(sjá skýringarmynd til hliðar).<br />

Sá sem er með boltann verður að passa sig<br />

á því að færa fótinn frá um leið og<br />

samherjinn tekur boltann. Rekja á boltann á móti samherja með þeim fæti sem<br />

er fjær honum og færa fótinn snöggt frá um leið og hann tekur við honum.<br />

Ekki senda boltann né stöðva og gott er að passa að hafa líkamann á milli<br />

mótherja og bolta eins og í knattraki þar sem knetti er skýlt. Þetta er einfalt en<br />

jafnframt mikilvægt atriði í samleik tveggja leikmanna en markmiðið með<br />

knattvíxlun er m.a. að koma andstæðingum á óvart og koma sér undan pressu<br />

og gæslu mótherjans. Einnig til þess að skipta um stefnu og hraða í<br />

sóknarleiknum og að opna svæði. 47<br />

7.6 Framhjáhlaup („overlap“)<br />

Með framhjáhlaupi (sjá skýringarmynd<br />

til hliðar) er átt við það þegar<br />

leikmaður með bolta fær aðstoð frá<br />

samherja sínum sem kemur hlaupandi<br />

46 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 23<br />

47 Janus Guðlaugsson 1995:216<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

50


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

aftan frá og hleypur öðru hvoru megin við hann. Með þessu hlaupi gerir hann<br />

samherja sínum kleift að senda boltann til sín. Oftast er framhjáhlaup notað<br />

upp við hliðarlínurnar þegar tvöfaldað er á andstæðinginn til þess að ná<br />

stöðunni tveir á móti einum eða gefa fyrir. 48 Um leið og samherji án bolta<br />

hleypur fram fyrir boltamanninn í sóknarátt sækir sá sem er með boltann inn<br />

á völlinn að andstæðingnum í þeim tilgangi að opna betur svæði fyrir<br />

samherjann sem tekur framhjáhlaupið. Sá sem er með boltann getur þá bæði<br />

sent boltann eða farið með hann sjálfur, þ.e. ef andstæðingur velur þann<br />

kostinn að elta þann sem fer í hlaupið þá opnast svæði fyrir boltamanninn. 49<br />

En einnig býður framhjáhlaup upp á að komast í stöðuna 2:1 í sókn, skipta um<br />

hraða og stefnu í sóknarleik og að opna fleiri svæði fyrir sóknaraðgerðir.<br />

7.7 Möguleikar knatthafa<br />

Knatthafi á alltaf að hafa um nokkra möguleika að velja þegar hann er með<br />

boltann. Í fyrsta lagi getur hann sent boltann frá sér og þá er mikilvægt að<br />

samherjar hans gefi honum möguleika að senda á sig en best er að knatthafi<br />

hafi fleiri en einn möguleika á sendingu. Þá getur knatthafi farið sjálfur með<br />

boltann fram völlinn ef aðstæður bjóða uppá það. Síðan en ekki síst getur<br />

hann skotið á markið ef hann er staddur í námunda við vítateig<br />

andstæðinganna. En mikilvægast er að knatthafi hafi tækifæri til þess að<br />

senda á fleiri en einn samherja þó svo að þeir fái ekki alltaf boltann, því<br />

tilgangurinn er ekki alltaf að fá sendinguna frá samherjanum, heldur oft að<br />

draga leikmenn úr liði mótherjanna til sín og opna þannig svæðið betur fyrir<br />

knatthafa til að fara með boltann sjálfur fram völlinn.<br />

48 Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson: Leikfræði II, bls. 25<br />

49 Janus Guðlaugsson 1995:223<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

51


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

7.8 Sóknarleikur án knattar<br />

Eitt mikilvægasta atriðið í sóknarleik er að þeir leikmenn, sem ekki hafa<br />

boltann, hlaupi sig fría, mynda svæði fyrir aðra samherja og aðstoða samherja<br />

með boltann. Leikmenn þurfa í raun að gera allt sem í valdi þeirra stendur að<br />

hjálpa samherjum sínum í sókn þegar þeir eru ekki með boltann. 50 Þannig eru<br />

t.d. skáhlaup sóknarmanna við vörn andstæðinganna ekki alltaf gagnslaus þó<br />

svo að þeir fái ekki alltaf boltann, því oft rugla þeir vörn og leikskipulag<br />

andstæðinganna sem leiðir til misskilnings og marktækifæri gefst jafnvel í<br />

kjölfarið. Þannig er mikilvægt að leikmenn hreyfi sig vel án bolta og láti<br />

þannig varnarleikmenn stöðugt þurfa að hafa áhyggjur.<br />

50 Janus Guðlaugsson 1995:199<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

52


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8. Æfingasafn / Tímaseðlar<br />

Meðfylgjandi er æfingasafn sem unnið var í forritinu Home ground<br />

(Hjemmebanen) og er það gefið út af Knattspyrnusambandi Danmerkur. Þetta<br />

forrit er sérstaklega hannað fyrir æfinga- og fótboltaskipulag. Þær voru svo<br />

settar inn í word skjöl ásamt skýringum svo þægilegra væri að skoða þær.<br />

Hver neðangreindur flokkur er tekin fyrir sig og fjórar æfingar sýndar í<br />

hverjum flokki.<br />

Fyrst eru einfaldar æfingar en svo þyngjast þær. Flokkarnir eru þessir;<br />

‣ Upphitun<br />

‣ Sendingar<br />

‣ Móttaka<br />

‣ Knattrak<br />

‣ Sköllun<br />

‣ Tækni<br />

‣ Gabbhreyfingar<br />

‣ Skot á mark<br />

‣ Leikrænar æfingar<br />

‣ Stöðvaþjálfun<br />

Í hverri æfingu er svo stutt útskýring á æfingunni, helstu áherlsuatriði nefnd<br />

og loks er skýringarmynd sem sýnir æfinguna.<br />

Hér á næstu síðu er hægt að sjá öll tákn og allar myndir sem notuð eru í<br />

æfingasafninu.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

53


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

= Keila<br />

= Bolti<br />

= Hlaupaleið<br />

= Knattrak<br />

= Sending<br />

Stór mark<br />

Lítið mark<br />

= Skot<br />

= Samherji = Markmaður mótherja<br />

= Mótherji = Markmaður samherja<br />

= Dómari<br />

Æfingasvæði Marksvæði Vítateigssvæði<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

54


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.1 Upphitun<br />

Æfing 1 – „Upphitun án bolta“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn raða sér upp í tvær raðir (5-10 leikmenn í hvorri röð) fyrir aftan<br />

keilurnar. Hlaupið er frá fyrstu keilunni, að annarri keilunni og ýmsar<br />

upphitunaræfingar framkvæmdar (t.d. hælar í rass, hliðar saman hliðar, háar<br />

hnélyftur, sveifla saman höndum, vinda upp á líkamann, skalla í loftinu ofl.).<br />

Frá annarri keilu og að þeirri þriðju er tekinn stuttur sprettur. Loks er hlaupið<br />

rólega til baka og hringurinn endurtekinn nokkrum sinnum.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að taka spretti (og ýmsar keppnir því tengt) með því að nota sömu<br />

uppstillingu. Einnig er hægt að gera ýmsar aðrar æfingar frá annarri keilu að<br />

þeirri þriðju (t.d. ýmis hopp, kollhnís ofl).<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að undirbúa líkamann undir komandi átök.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

55


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „Upphitun án bolta“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn raða sér upp í tvær raðir (5-10 leikmenn í hvorri röð) fyrir aftan<br />

keilurnar. Leikmenn hlaupa horn í horn og mætast raðirnar alltaf á<br />

miðjupunktinum og verða leikmenn að passa sig á að rekast ekki á hvorn<br />

annan. Loks er hlaupið framhjá næstu keilu og ýmsar upphitunaræfingum<br />

framkvæmdar á langhliðinni. Hringurinn er svo endurtekinn nokkrum<br />

sinnum.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að hoppa á móti hvor öðrum, hlaupa hringin í kringum hvorn annan,<br />

klappa saman höndunum ofl. Þegar leikmenn mætast í miðjunni.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að undirbúa líkamann undir komandi átök. Hlaupa þarf á svipuðum hraða<br />

og næsti maður svo raðirnar haldi sér.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

56


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Upphitun með bolta“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Allir leikmenn taka sér einn bolta. Byrjað er að hlaupa fram og tilbaka (20-30<br />

metrar á milli) með boltann í fanginu. Ýmsar upphitunaræfingar með boltann<br />

eru svo framkvæmdar (t.d. henda boltanum upp í loft og grípa hann á<br />

leiðinni, rúlla boltanum í kringum líkamann, taka boltann í gegnum klofið,<br />

sparka í boltann og grípa hann aftur, ofl.).<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Leikmenn koma saman tveir og tveir með einn bolta og senda á milli sín fram<br />

og tilbaka. Einnig getur annar leikmaðurinn bakkað og stoppað boltann,<br />

skallað hann o.s.frv. eftir sendingu frá samherjanum.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að undirbúa líkamann undir komandi átök.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

57


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 – „Eltingaleikir“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

8-12 leikmenn eru saman í reit (10x10m). Einn leikmaður „er´ann” og á að ná<br />

hinum. Hægt er að hafa ýmis ákvæði sem banna leikmanni að ná hinum (t.d.<br />

bannað að ná leikmanni sem fer upp á „hestbak“ á öðrum leikmanni, bannað<br />

að ná leikmanni sem heldur á bolta eða stendur á bolta ofl.).<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að fara í fleiri svipaða eltingarleiki inn í litlum svæðum (t.d. geta allir<br />

leikmenn verið með bolta þar sem einn leikmaður „er’ann“ og á að hitta hina<br />

með boltanum.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að undirbúa líkamann undir komandi átök og að leikmenn taki vel á.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

58


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.2 Sendingar<br />

Æfing 1 – „Stuttar sendingar á milli tveggja leikmanna“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Tveir og tveir leikmenn koma saman með einn bolta og eru 2-3 metrar á milli<br />

þeirra. Þeir senda sín á milli og byrja á því að annar leikmaðurinn tekur eina<br />

snertingu á boltann og hinn tvær. Svo skipta þeir. Eftir 2-3 mínútur taka báðir<br />

leikmenn tvær snertingar og síðan eina snertingu.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Á meðan annar leikmaður er með boltann getur hinn tekið ýmsar líkamlegar<br />

æfingar (t.d. hoppað, tekið armréttur, magaæfingar, snúið sér í hringi ofl.).<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Vanda skal sendingar og móttöku og fylgja spyrnunni vel eftir, vera með<br />

stífan ökklann og hafa augu á boltanum á því augnabliki sem spyrnan er<br />

framkvæmd.<br />

Þjálfa bæði hægri og vinstri fótinn.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

59


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „Ýmsar sendingar“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Helmingur leikmanna (5-8 leikmenn) eru með bolta og helmingur (5-8<br />

leikmenn) án bolta. Leikmenn koma inn í reit (15x15m) eða í lítinn hring. Þeir<br />

leikmenn sem eru með boltana raða sér á línurnar en hinir eru inni í reitnum.<br />

Leikmennirnir inn í hringnum hlaupa til þeirra sem fyrir utan eru og fá<br />

sendingar frá þeim. Þeir skila svo boltanum til baka, fara til næsta leikmans<br />

og svo koll af kolli. Hver maður vinnur í c.a. 40-60 sekúndur og svo er skipt.<br />

Hægt að senda með hægri og vinstri, á lofti, í einni eða fleiri snertingum ofl.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Vanda sendingar og móttöku og fylgja spyrnunni vel eftir, vera með stífan<br />

ökklann og hafa augu á boltanum á því augnabliki sem spyrnan er<br />

framkvæmd. Þjálfa bæði hægri og vinstri fótinn.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

60


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Ýmsar sendingar“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn koma 4-7 saman á hverja keilu (4 keilur) og eru fremstu menn á<br />

tveimur keilum með bolta. Leikmenn taka eina til tvær snertingar á boltann<br />

og senda á milli keilnanna og skipta um stað (hlaupa á þann stað sem þeir<br />

gáfu á). Boltarnir mega ekki lenda báðir á sama stað í einu og ef það gerist<br />

eiga allir leikmennirnir að taka út refsingu t.d. 2-4 armréttur.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að nota raðirnar á ýmsa vegu, t.d. senda á milli í kross ofl. og passa<br />

að boltarnir rekast ekki saman.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að vanda sendingar og móttöku. Að vera búinn að sjá fyrir<br />

sendingarmöguleika í tíma þ.e. að líta í kringum sig áður en tekið er á móti<br />

boltanum.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

61


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 - „Sendingarleiðir“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

6 keilum er raðað upp þannig að þær myndi ákveðnar sendingarleiðir. Einn<br />

leikmaður er á hverri keilu nema á keilunum sem eru á endunum, en þar<br />

mega koma tveir leikmenn eða fleiri. Boltinn er sendur þá leið sem sýnd er á<br />

skýringarmyndinni. Leikmenn eiga helst að taka eina snertingu á boltann,<br />

senda hann og fara svo á þann stað sem þeir gáfu á (elta boltann) og svo koll<br />

af kolli. Nota má tvo eða þrjá bolta svo leikmenn séu stanslaust að.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að breyta sendingarleiðum eins og maður vill. Einnig er hægt að<br />

bæta við fleiri stöðum (keilum) og þar með leikmönnum.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Vanda sendingar og móttöku. Vera búinn að ákveða hvert á að senda áður en<br />

maður fær boltann (yfirsýn). Nota helst eina snertingu.<br />

Þjálfa bæði hægri og vinstri fótinn.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

62


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.3 Mótttaka<br />

Æfing 1 – „einföld móttöka“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Tveir og tveir leikmenn koma saman með einn bolta. Leikmenn framkvæma<br />

stuttar sendingar á milli sín (2-3 metrar) og stoppa síðan boltann til skiptis<br />

með eftirtöldum aðferðum: stíga á boltann, stoppa boltann innanfótar, stoppa<br />

boltann utanfótar, stoppa boltann með lærinu, stoppa boltann með brjóstinu,<br />

stoppa boltann með höfðinu, setjast á boltann ofl.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að lengja bilið á milli leikmanna og senda erfiðari bolta á milli. Eins<br />

er hægt að senda háa bolta á milli og láta leikmennina sjálfa ákveða hvernig<br />

þeir taka á móti boltanum.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að staðsetja sig rétt og standa fastur fyrir, passa að vera í góðu jafnvægi og<br />

taka við boltanum af mýkt.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

63


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „innanfótar- og utanfótarmóttaka“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Tveir og tveir leikmenn koma saman með einn bolta. Annar stendur milli<br />

tveggja keilna (2-3 metrar milli keilnanna) og hinn 4-5 metra á móti honum á<br />

annarri keilu (sjá mynd). Sá sem er milli keilnanna tekur á móti boltanum frá<br />

samherjanum sínum t.d. innanfótar, utanfótar, með hægri, vinstri eða með því<br />

að stíga á boltann. Síðan rekur hann boltann framhjá keilunni, sendir svo<br />

boltann á samherjann og kemur sér aftur milli keilnanna (og fer svo í hina<br />

áttina). Gott að endurtaka þetta 10-15 sinnum á mann.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Leikmenn geta skipst á að taka á móti boltanum og rekja þá boltann að<br />

keilunni í stað þess að senda boltann á hinn leikmanninn (gera þá alltaf til<br />

skiptis).<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að staðsetja sig rétt og standa fastur fyrir, passa að vera í góðu jafnvægi og<br />

taka við boltanum af mýkt. Mikilvægt að vanda allar sendingar og hlaup með<br />

boltann.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

64


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Erfiðari móttaka“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

8-10 leikmenn koma saman inn í reit og er annar hver maður með bolta.<br />

Leikmenn skiptast á að senda boltann og taka á móti honum. Fyrst eru<br />

framkvæmdar sendingar með jörðinni og tekið er á móti boltanum, síðan er<br />

hent í mittishæð þannig að leikmenn verða að taka á móti honum með<br />

lærinu. Loks eru sendir háir boltar á bringuna eða á höfuðið. Þetta er gert<br />

alltaf til skiptis.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að staðsetja sig rétt og standa fastur fyrir, passa að vera í góðu jafnvægi og<br />

taka við boltanum af mýkt. Mikilvægt að vanda allar sendingar og hlaup með<br />

boltann.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

65


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 - „Efiðari móttaka“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

5 leikmenn taka sér bolta og staðsetja sig við keilurnar. Aðrir leikmenn raða<br />

sér upp eins og myndin hér að neðan sýnir. Leikmenn hlaupa svo að<br />

mönnunum/keilunum, taka við boltanum og senda hann aftur. Fyrst eru<br />

sendir boltar með jörðinni, síðan er boltanum lyft á læri, bringu og loks á<br />

höfuðið þannig að allar móttökur eru æfðar.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er gefa á leikmennina á keilunum, þeir taka á móti boltanum og fara<br />

sjálfir af stað til næsta manns. Þetta gengur síðan svona koll af kolli.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að staðsetja sig rétt og standa fastur fyrir, passa að vera í góðu jafnvægi og<br />

taka við boltanum af mýkt. Mikilvægt er að vanda allar sendingar eins vel og<br />

hægt er.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

66


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.4 Tækni<br />

Æfing 1 – „Grunntækni“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Allir leikmenn taka sér einn bolta og eru á ákveðnu svæði (reitur 15x15m).<br />

Leikmenn rekja boltann inn í svæðinu og gera svo ýmsar tækniæfingar sem<br />

þjálfari kallar upp. Dæmi um æfingar eru t.d. að setjast á boltann, leggjast á<br />

boltann, setja olnbogann á boltann, setja höfuðið á boltann o.s.frv. Einnig er<br />

hægt að taka ýmsar hraðabreytingar (rekja boltann hægt, hratt og ganga með<br />

hann). Einnig er hægt að gera gabbhreyfingar, stíga á boltann, snúa við ofl.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Hafa boltann nálægt sér og vita allan tímann af honum. Vera mjúkur í<br />

hreyfingum og passa að rekast ekki á hina leikmennina.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

67


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „Grunntækni“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Allir leikmenn eru með einn bolta milli tveggja keilna (2-3 metrar á milli<br />

keilnanna). Ýmsar æfingar eru teknar þar sem leikmenn fara til hægri og<br />

vinstri til skiptis (fara alltaf út að keilunum). Æfingarnar eru m.a.<br />

gabbhreyfingar (skæri ofl.), stíga yfir boltann, draga boltann, stíga á boltann,<br />

bakka með boltann ofl.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að hafa boltann nálægt sér og vera á tánum. Eins að vera með mjúkar<br />

hreyfingar.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

68


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Halda á lofti“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Allir leikmenn taka sér einn bolta og finna sér gott og rúmt svæði til að vera á<br />

(t.d. inni í vítateig). Boltanum er svo haldið á lofti með ýmsum æfingum. Fyrst<br />

er byjað einfalt en síðan er farið út í flóknari æfingar. Flestir hlutar líkamans<br />

eru notaðir, s.s. hægri og vinstri fótur, læri, bringa, öxl og höfuð. Dæmi um<br />

æfingar eru t.d. að halda á boltanum á lofti eftir fyrirfram ákveðinni röð (rist,<br />

læri, höfuð), halda boltanum á lofti til skiptis með læri og höfði, halda á lofti<br />

milli keilna, sparka boltanum hátt upp í loft og snúa sér í hring og halda<br />

áfram.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Hafa gott vald á boltanum og einnig gott pláss meðan á æfingunni stendur.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

69


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 – „Fótboltatennis“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Tveir og tveir leikmenn koma saman á lítinn völl (20x15m) með einn bolta.<br />

Leikurinn virkar svipað og tennis, þ.e. sparka þarf bolta yfir net til skiptis<br />

þangað til andstæðingurinn missir boltann út af eða nær honum ekki. Spilað<br />

er á tíma eða upp í ákveðna tölu. Leyfilegt er að taka boltann 3 sinnum, sem<br />

og að missa hann einu sinni í jörðina, í hvert skipti sem leikmaður fær<br />

boltann.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Leikmaður þarf að vera rólegur og með mjúkar hreyfingar. Vanda þarf fyrstu<br />

snertingu á boltann sérstaklega.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

70


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.5 Sköllun<br />

Æfing 1 – „Grunnsköllun“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Tveir og tveir leikmenn koma saman með einn bolta, 2 metra á milli hvors<br />

annars. Fyrst á að skalla á milli með því að henda boltanum sjálfur á höfuðið á<br />

sér og á hinn leikmanninn. Þegar búið er að því nokkrum sinnum hendir<br />

annar leikmaður boltanum og hinn skallar. Gott er að byrja á einföldum<br />

sköllum (lausa bolta og beint á ennið) og fara svo í að stökkva upp og skalla<br />

boltann eftir það.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Annar leikmaðurinn getur t.d. skallað boltann upp í loftið og komið honum<br />

svo til hins þ.e. verður að taka tvær snertingar með höfðinu. Einnig er hægt er<br />

að skalla á milli.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að nota ennið þegar skallað er og með augun opin.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

71


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „Skallatennis“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn koma þrír og þrír saman með einn bolta á lítinn völl (geta einnig<br />

verið fleiri og er þá völlurinn hafður stærri). Leikurinn er svipaður og tennis<br />

að því leyti að boltinn á alltaf að fara fram og tilbaka yfir einhvers konar net.<br />

Það þarf að byrja vel og sparka góðum bolta yfir á hinn vallarhelmingin svo<br />

leikmenn þar fá hann beint á höfuðið. Svo gengur boltinn fram og tilbaka<br />

þanngað til annað liðið missir eða nær ekki boltanum.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að nota ennið þegar skallað er og með augun opin.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

72


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Skallabolti“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Skipt er í tvö lið (5-8 leikmenn í hvoru liði) sem spila á tvö mörk. Til þess að<br />

komast áfram upp völlinn þarf að henda á milli sín bolta og má taka þrjú skref<br />

í einu með hann en eftir það verður að kasta honum frá sér. Til að skora stig<br />

verður að skora með skalla.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að koma með þá reglu að skalla þarf boltann og henda til skiptis til<br />

þess að komast upp völlinn (einn leikmaður hendir þá boltanum og annar<br />

þarf að skalla hann).<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að nota ennið þegar skallað er og með augun opin. Vera á góðri hreyfingu og<br />

vanda öll köst og hitta vel á næsta mann.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

73


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 – „Sköllun á mark“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Einn hópur af leikmönnum (3-4 leikmenn) stendur við aðra stöngina á marki<br />

á meðan hinn hópurinn stillir sér upp beint fyrir framan hana (5-6 metra frá).<br />

Góðum bolta er kastað á út til leikmannanna sem koma á ferðinni og reyna að<br />

skalla inn í markið. Síðan er skipt um stað eftir nokkrar mínútur.<br />

Einnig er hægt er að stilla upp svipað hinum megin og virkja þannig fleiri<br />

leikmenn. Til að mynda hér fyrir neðan (til hægri) tekur leikmaður stutta<br />

fyrirgjöf á markið.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Leikmaður þarf að reikna út hlaup sitt að markinu. Skiptast alltaf á svo<br />

markvörður sé tilbúin í hvert skipti. Skalla ákveðið með miðju enninu og með<br />

augun opin.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

74


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.6 Knattrak<br />

Æfing 1 – „Einfalt knattrak“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Allir leikmenn taka sér einn bolta og byrja að rekja hann fram og tilbaka (sjá<br />

mynd). Ýmsar æfingar eru gerðar og er góð regla að nota hægri fótinn yfir og<br />

vinstri fótinn til baka. Hægt er að nota eftirfarandi æfingar; draga boltann,<br />

stíga á boltann, snúa sér með boltann, stíga yfir boltann, taka skæri, bara<br />

utanfótar (hægri og vinstri til skiptis), bara innanfótar (hægri og vinstri til<br />

skiptis) ofl. Einnig er hægt að dreifa keilum til að rekja í gegn um.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að hafa boltann nálægt sér og passa að missa hann ekki meira en hálfan<br />

metra frá sér. Að nota bæði hægri og vinstri fót.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

75


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „Knattrak og sending“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Tveir eða þrír leikmenn koma saman á keilu með einn bolta. Rekja á boltann<br />

frá keilunni að hinum keilunum og ýmsir snúningar og æfingar (sjá t.d mynd)<br />

framkvæmdar áður en rakið er til baka. Einn leikmaður gerir æfinguna í einu<br />

á meðan hinir eru á hreyfingu. Þeir geta jafnvel verið að senda bolta á milli<br />

sín.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að hafa boltann nálægt sér og nota bæði hægri og vinstri fót.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

76


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Knattraksleikur“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

6-8 leikmenn með bolta koma saman í sitt hvorn reitinn (15x15m). Leikmenn<br />

rekja boltann innan reitsins með ýmsum æfingum þanngað til þjálfari flautar,<br />

en þá á að skilja eftir sinn bolta og spretta og ná í bolta hinum megin (í hinum<br />

reitnum). Svona gengur þetta koll af kolli þangað til þjálfari tekur fækkar<br />

boltunum.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Vera vakandi og vel einbeittir. Að hafa boltann nálægt sér og nota bæði hægri<br />

og vinstri fótinn.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

77


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 – „Erfiðara knattrak“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Fjórir hópar (3-5 leikmenn í hverjum hóp) koma saman á fjórum keilum.<br />

Fremstu menn á hverri keilu eru með bolta. Búinn er til ferningur (3x3m) á<br />

miðjunni sem leikmenn eiga að rekja í gegnum. Aldrei eru fleiri en 4 leikmenn<br />

að rekja boltann á sama tíma. Fyrst þurfa leikmenn að rekja boltann út að<br />

reitnum og snúa svo til hægri að næstu keilu og svo koll að kolli. Einnig er<br />

hægt að rekja beint áfram og fara í næstu röð á móti. En þá þarf að passa vel<br />

að rekast ekki á næsta mann. Síðan er hægt að gera fleiri mismunandi æfingar<br />

með því að nota sömu uppstillingu.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að hafa boltann nálægt sér og passa að missa hann ekki meira en hálfan<br />

metra frá sér. Rekast ekki á aðra leikmenn og nota bæði hægri og vinstri fóti<br />

(fara þá bæði til hægri og vinstri).<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

78


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.7 Gabbhreyfingar<br />

Æfing 1 – „Einfaldar gabbhreyfingar“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Allir leikmenn taka sér einn bolta hver og koma inn í reit (20x20m). Leikmenn<br />

eiga að rekja boltanum um reitinn og taka sem flestar gabbhreyfingar og þeir<br />

geta. Gott er að mæta öðrum leikmönnum og nota þá sem andstæðing.<br />

Leikmenn þykjast skjóta, taka skæri, þykjast fara til vinstri og fara svo til<br />

hægri og svo öfugt, snúa við ofl.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að dreifa keilum um allan reitinn og láta þær virka sem andstæðinga.<br />

Leikmenn taka þá gabbhreyfingar á þær í stað leikmanna.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Nota bæði hægri og vinstri fótinn. Að ýkja allar hreyfingar mikið en þannig<br />

verða gabbhreyfingarnar betri þegar kemur að þeim í leik.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

79


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 - „Einfaldar Gabbhreyfingar“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn koma í röð hjá fyrstu keilu (sjá mynd). Rekja svo boltann („sikk<br />

sakk“) að hverri keilu og taka gabbhreyfingar í hina áttina. Þessar hreyfingar<br />

gata verið skæri, þykjast skjóta, taka boltann í gegnum klofið, utanfótar eða<br />

innanfótar snúningur ofl. Síðan er tekið beint knattrak til baka í röðina.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að hafa varnarmenn í stað keilnanna.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að hafa boltann nálægt sér og nota bæði hægri og vinstri fót. Að passa að<br />

vera á góðri ferð þegar gabbhreyfingin er tekinn og vera búinn að ákveða<br />

gabbhreyfinguna áður en sóknin byrjar.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

80


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Maður á mann“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Þrír og þrír leikmenn koma saman með einn bolta (hægt að vera fleiri saman).<br />

Leikmenn stilla sér upp á móti hvor öðrum í röð á línunum (6-10 metrar á<br />

milli, sjá mynd). 3 öðrum megin og 3 hinum megin. Þeir sem byrja með<br />

boltann eru varnarmenn og senda þeir boltann þéttingsfast yfir á hina.<br />

Leikmaður tekur á móti boltanum og tekur svo gabbhreyfingu á<br />

varnarmanninn og reynir að komast yfir línuna hinum megin. Varnarmenn<br />

trufla bara til að byrja með en mega svo reyna að ná boltanum.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að hafa einn sóknarmann á móti tveimur varnarmönnum. Einnig er<br />

hægt að taka tveir á móti tveimur. Þá má bæta við litlum mörkum á línuna til<br />

að skora í.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að hafa boltann nálægt sér og nota bæði hægri og vinstri fót. Passa að vera á<br />

góðri ferð þegar gabbhreyfingin er tekinn. Vera í réttri varnarstöðu (standa<br />

ekki flatt á sóknarmanninn, beina varnarmanninum til hægri eða vinstri). Gott<br />

er að vera búinn að ákveða gabbhreyfingu áður en sóknin byrjar.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

81


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 – „Gabbhreyfingar og skot á mark“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Fimm leikmenn koma saman með bolta hjá annarri stönginni og fimm aðrir<br />

leikmenn stilla sér upp án bolta fyrir framan vítateigin. Boltinn er gefinn út og<br />

eiga leikmenn að taka gabbhreyfingu framhjá varnarmönnum og reyna svo að<br />

skora framhjá markverðinum. Síðan skipta leikmenn um röð.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að láta varnarmann mæta sóknarmanni frá hlið. Einnig er hægt að<br />

láta sóknarmann mæta tveimur varnarmönnum.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Nota bæði hægri og vinstri fóti og koma á passlegri ferð. Gott er að vera<br />

búinn að ákveða gabbhreyfingu áður en sóknin byrjar.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

82


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.8 Skot á mark<br />

Æfing 1 – „Einföld skot“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn taka sér bolta og stilla sér upp fyrir framan mark (helst ekki fleiri<br />

en 4-5). Einn leikmaður stillir sér upp við keilu fyrir framan hópinn og tekur<br />

við sendingum frá hinum leikmönnunum (sjá mynd) sem fá boltann svo í<br />

skot. Fyrst er byrjað einfalt og hægri og vinstri fótur notaður til skiptis.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að láta leikmenn skiptast á að senda boltann. Í stað þess að sækja<br />

boltann eftir skot fara þeir að keilunni og taka við sendingunni. Einnig er<br />

hægt að lyfta boltanum í stað jarðarbolta.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að huga að nákvæmni og halda ró sinni og einbeitingu þegar spyrnt er. Nota<br />

hægri og vinstri fót til skiptis.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

83


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 - „Ýmis skot“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn (4-6) koma saman á tvær keilur fyrir framan mark (sjá mynd).<br />

Fremstu menn eru með bolta. Einn leikmaður skýtur í einu en einnig skiptast<br />

raðirnar á að skjóta. Milli keilnanna eru alltaf teknar mismunandi<br />

boltaæfingar og svo er skotið frá seinni keilunni. Dæmi um æfingar eru t.d.<br />

hælar í rass og háar hnélyftur með bolta, sveifla bolta í kringum mitti og<br />

fætur, rekja boltann ofl.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Sniðugt er að taka skotkeppni milli liða með þessari uppstillingu.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að huga að nákvæmni og halda ró sinni og einbeitingu þegar spyrnt er. Nota<br />

hægri og vinstri fót til skiptis og horfa á boltann þegar skotið er.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

84


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Ýmis skot“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

5-7 leikmenn koma á hvert mark (mörkin eru fjögur) og þar af er einn<br />

markvörður. Mismundandi er hvað gert er á hverju marki en eftir um 5-6<br />

mínútur er skipt um stað. Í fyrstu æfingunni á maður að rekja boltann vel út<br />

fyrir keilurnar og skjóta. Í annarri á að rekja gegnum keilurnar og skjóta. Í<br />

þeirri þriðju á að rekja boltann beint og svo til hægri eða vinstri í skot. (sjá<br />

betur á skýringarmynd). Loks mætast tveir leikmenn og skiptast á boltum og<br />

annar tekur skotið.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að huga að nákvæmni og halda ró sinni og einbeitingu þegar spyrnt er.<br />

Nota hægri og vinstri fót til skiptis og horfa á boltann þegar skotið er.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

85


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 – „Snúningur og skot á mark“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn koma í tvær raðir fyrir utan tvo (sjá skýringarmynd). Leikmenn<br />

skiptast á að fá sendingu í fætur og verða að snúa hratt með boltann og skjóta<br />

á mark. Hægt er að hafa tvær snertingar og snúa svo innanfótar eða utanfótar.<br />

Raðirnar gera svo til skiptis.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að gera skotæfinguna með varnarmann í bakinu. Einnig er hægt er að<br />

senda háan bolta á leikmennina.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að koma vel á móti boltanum þegar sent er og vera á tánum. Nota hægri og<br />

vinstri fót til skiptis og horfa á boltann þegar skotið er.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

86


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.9 Leikrænar æfingar<br />

Æfing 1 – „Varnaræfing 1”<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Þetta er góð æfing fyrir varnarmenn á stórum velli (en einnig er hægt að gera<br />

þessa æfingu á litlum velli með færri leikmönnum). Stillt er upp eins og<br />

myndin sýnir. Varnarmennirnir eru fjórir á móti fimm sóknarmönnum.<br />

Sóknarmennirnir byrja alltaf með boltann og eiga að reyna skora í litlu mörkin<br />

fjögur. Varnarmennirnir verja mörkin og aðstoða hvorn annan (færsla). Þegar<br />

þeir ná boltanum eiga þeir að koma honum inn í miðjubogann, annað hvort<br />

með langri sendingu eða með samspili.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að bæta við leikmönnum eða fækka þeim.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Færsla varnarinnar og að sé góður talandi milli varnarmanna. Mikilvægt að<br />

vanda langar sendingar og allt stutt spil á vellinum og þá sérstaklega aftast (í<br />

vörninni).<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

87


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 2 – „Varnaræfing 2”<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn koma í þrjú fimm manna lið og eru tveir reitir (12x12m) búnir til<br />

(miðjusvæðið sem myndast verður aðeins minna, sjá mynd). Liðin tvö sem<br />

eru í reitunum eru í sókn og eiga að reyna ná fimm sendingum á milli sín og<br />

koma svo boltanum yfir (helst í loftinu) í hinn reitinn. Þriðja liðið eru<br />

varnarmenn en aðeins tveir menn mega verjast í hvert skipti. Varnarmenn<br />

mega ekki fara af stað fyrr en boltinn er kominn yfir í hinn reitinn. Svo má<br />

ekki reyna að ná boltum sem sendir eru milli reita. Ef sóknarliðin missir<br />

boltann (út af eða til varnarmanna) fer það í vörn og svo koll af kolli.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Að halda bolta innan liðs og losa um pressu. Að vera á góðir hreyfingu og<br />

pressa sóknarmennina stíft. Að vanda sendingarnar.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

88


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 3 – „Sóknaræfing 1“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Leikmenn koma saman 3-4 á þrjá staði (keilur) eins og myndin fyrir neðan<br />

sýnir. Rauðu mennirnir eru sóknarmenn en þeir bláu varnarmenn. Leikmaður<br />

með boltann sendir háa sendingu á samherja sem móttekur boltann og leggur<br />

af stað. Um leið og sent er fer varnarmaður af stað og reynir að stoppa<br />

sóknina. Sá sem sendir boltann verður að passa rangstöðuna og koma sér út<br />

fyrir varnarmanninn. Leikmenn skiptast síðan á stöðum.<br />

• Fleiri útgáfur:<br />

Hægt er að bæta við varnarmanni við hliðina á hægri stönginni og fá þá<br />

stöðuna tveir á móti tveimur.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Aðstoða sóknarmanninn rétt og passa rangstöðu. Klára stöðuna tveir á móti<br />

einum. Athuga staðsetningu varnarmanns og fríhlaup sóknarmanna.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

89


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Æfing 4 – „Sóknaræfing 2“<br />

• Útskýring á æfingunni:<br />

Þrjár raðir með 4-5 leikmönnum eru myndaðar á litlum velli eins og myndin<br />

sýnir (auðveldlega er hægt að nota tvö mörk í einu og virkja þar með fleiri<br />

leikmenn). Sá leikmaður sem byrjar með boltann fær hann aftur eftir 2<br />

sendingar samherja út í horn og endar með fyrirgjöf. Sóknarmenn gefa síðan<br />

fyrir markið og reyna að klára sóknina með skoti á markið. Leikmenn skipta<br />

svo um stað. Hægt er að bæta varnarmönnum inn í æfinguna.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Rétt hlaup sóknarmanna og passa staðsetningar. Vanda sendingar og<br />

fyrirgjafir.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

90


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

8.10 Stöðvaþjálfun<br />

Hringur 1 – „Fyrir 6-7 ára“<br />

• Útskýring á hringnum:<br />

Stöð 1: Gabbhreyfingar/tækni – Leikmenn eiga að rekja bolta inn í reit og<br />

taka taka ýmsar gabbhreyfingar á keilurnar.<br />

Stöð 2: Skot á mark – Leikmenn rekja boltann til hægri og vinstri til skiptis og<br />

taka svo skot á mark.<br />

Stöð 3: Sendingar – Tveir og tveir leikmenn eru saman og reyna að hitta í<br />

gegnum klofið á hvor öðrum með innanfótarsendingum.<br />

Stöð 4: Sköllun – Leikmenn henda boltanum sjálfir upp í loftið og reyna svo<br />

að skalla hann inn í mark.<br />

Stöð 5: Knattrak – Leikmenn rekja boltann í gegnum brautina sem sést á<br />

myndinni hér fyrir neðan.<br />

Stöð 6: Móttaka – Annar hver maður er með bolta. Leikmenn skiptast á að<br />

móttaka boltann frá hinum og senda hann svo aftur. Svo koll af kolli.<br />

• Helstu áhersluatriði<br />

Gott er að hafa 4-6 leikmenn saman á stöð og eyða um 5-7 mínútum á hverri<br />

stöð. Gott er að skipta vellinum niður eins og myndin sýnir. Passa verður að<br />

leikmenn fái ekki leið á æfingunni, en einnig að hún sé ekki of stutt.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

91


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Hringur 2 – „Fyrir 8-9 ára“<br />

• Útskýring á hringnum:<br />

Stöð 1: Móttaka – Allir leikmenn eru með einn bolta og sparka eða henda<br />

honum hátt í loft upp og taka síðan á móti honum.<br />

Stöð 2: Sendingar – Leikmenn eiga að senda milli nokkurra keilna eða hitta<br />

þær.<br />

Stöð 3: Knattrak – Leikmenn rekja boltann í gegnum sérstaka braut sem er<br />

búin til úr reipum eða böndum.<br />

Stöð 4: Sköllun – Leikmenn eiga að skalla inn í lítinn hring búin til úr keilun<br />

(einnig hægt að vera með kistulok).<br />

Stöð 5: Skot á mark – Leikmenn vippa boltanum yfir kistur eða mörk sem<br />

raðað er fyrir framan markið. Engin markmaður er í markinu.<br />

Stöð 6: Gabbhreyfingar/tækni – Leikmenn koma á móti hvor öðrum og reyna<br />

að leika á hvorn annan (sjá mynd).<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Gott er að hafa 6 saman á stöð og eyða um 5-7 mínútum á hverri stöð.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

92


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Hringur 3 – “Fyrir 10-11 ára”<br />

• Útskýring á hringnum:<br />

Stöð 1: Tækni – Leikmenn halda á lofti með ýmsum afbrigðum þ.e. höfuð,<br />

brjóst, læri og rist. Leikmenn eru í reit og verða að vera innan þeirra marka<br />

þegar þeir halda á lofti.<br />

Stöð 2 Sendingar / móttaka – Reitur búinn til og einn leikmaður á keilu.<br />

Leikmaður 1 sendir boltann, fær hann aftur og leggur hann aftur til sama<br />

leikmanns sem fer yfir á hina keiluna.<br />

Stöð 3: Knattrak – Leikmenn rekja boltann leiðina sem sýnd er á myndinni.<br />

Einnig hægt að útbúa fleiri leiðir. Tveir og tveir skiptast á.<br />

Stöð 4: Sköllun – Leikmenn skiptast á að henda á hvorn annan frá annarri<br />

stönginni. Síðan er reynt að skora framhjá markmanninum.<br />

Stöð 5: Skot á mark – Leikmenn rekja boltann frá hlið og enda svo á skoti<br />

Stöð 6: Tækni – Fótboltatennis. Tveir og tveir saman á litlum velli.<br />

Gott er að vera 6 saman á stöð og eyða um 5-7 mínútum á hverri stöð.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Gott er að hafa 6 saman á stöð og eyða um 5-7 mínútum á hverri stöð.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

93


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Hringur 4 – „Fyrir 12-13 ára“<br />

• Útskýring á hringnum:<br />

Stöð 1: 1 v 1 – Annar leikmaðurinn skýlir boltanum frá hinum inn í reitnum.<br />

Stöð 2: 1 v 1 – Spilað er á stór mörk með markmönnum (vantar bolta á<br />

myndina).<br />

Stöð 3: 1 v 1 – Spilað er á litlu svæði og á að skora með því að hitta í keilu.<br />

Stöð 4: 1 v 1 – Spilað er á eitt lítið mark.<br />

Stöð 5: 1 v 1 – Á þessari stöð er mark skorað með því að rekja boltanum í<br />

gegnum litlu mörkin.<br />

Stöð 6: 1 v 1 - Á þessari stöð er mark skorað með því að stoppa boltann á<br />

línunni.<br />

• Helstu áhersluatriði:<br />

Tveir og tveir eru saman á stöð og eyða um einni og hálfri mínútu á hverri.<br />

Allir verða að taka vel á enda geta þessar æfingarnar verið ansi erfiðar.<br />

• Skýringarmynd:<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

94


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

9. Athugun meðal knattspyrnuþjálfara<br />

9.1 Könnun á nokkrum atriðum er varða knattspyrnuþjálfun<br />

4. og 5. flokks karla á höfuðborgarsvæðinu<br />

Þegar við vorum að vinna þetta verk kom upp sú hugmynd hjá okkur að gera<br />

litla athugun á ýmsum hlutum tengdum þjálfun 5. og 4. flokk drengja á<br />

höfuðborgarsvæðinu.<br />

Við fengum nöfn allra aðalþjálfara 4. og 5. flokks og fundum netföng þeirra<br />

á heimasíðum félaganna. Í bréfi sem við sendum þeim í tölvupósti byrjuðum<br />

við á því að kynna okkur sjálfa og verkefnið (sjá fylgiskjal 1). Því næst lögðum<br />

spurningarblaðið (fylgiskjal 2) fyrir og báðum þá að svara samviskusamlega<br />

og senda okkur til baka sem fyrst. Þetta voru alls 24 þjálfarar sem fengu<br />

sendan tölvupóst og voru flestir að þjálfa einn flokk. Þó voru sumir bæði með<br />

4. og 5. flokk og skiluðu þeir einu svarblaði sem gilti fyrir báða flokkana.<br />

Þegar liðnar voru u.þ.b. 2 vikur frá því við sendum tölvupóstinn voru 9<br />

þjálfarar sem ekki höfðu svarað okkur. Þá brugðum við á það ráð að hringja í<br />

þá og ýta á eftir þeim við það að skila inn svarblaðinu. Varð það til þess að 5<br />

þjálfarar skiluðu mjög fljótlega en svör frá 4 þjálfurum fengum við aldrei.<br />

Þannig svöruðu 20 þjálfarar af þeim 24 sem upphaflega fengu<br />

spurningarlistann sendan til sín. Svarhlutfallið var því 83,3 %.<br />

9.2 Spurningarlisti lagður fyrir starfandi aðalþjálfara<br />

Við ákváðum að hafa spurningarnar (sjá fylgiskjal 2) fáar og ekki of ítarlegar,<br />

heldur frekar að einblína á almenn atriði s.s. menntun og reynslu þjálfaranna.<br />

Til viðbótar þessu þessu tvennu spurðum við út í æfingafjölda að meðaltali á<br />

viku hjá flokkunum og eins hvað það kostar að æfa hjá félögunum á ári. Þá<br />

spurðum við um hvort einhverjar reglur væru í gangi hjá þjálfurunum s.s.<br />

agareglur eða almennar reglur sem iðkendurnir ættu að fara eftir. Margt<br />

athyglisvert kom í ljós í þessari athugun og eru niðurstöður kynntar hér.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

95


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

9.3 Niðurstöður könnunarinnar<br />

Menntun þjálfara (KSÍ stig)<br />

Við ákváðum að athuga hvaða menntunarstigi hjá KSÍ, þjálfarar 4. og 5. flokks<br />

karla hafa lokið.<br />

KSÍ stig þjálfara, 4. og 5. flokks karla á<br />

höfuðborgarsvæðinu<br />

IV stig<br />

20%<br />

Ekkert stig<br />

5%<br />

V stig<br />

10%<br />

I stig<br />

0%<br />

II stig<br />

15%<br />

III stig<br />

50%<br />

I stig<br />

II stig<br />

III stig<br />

IV stig<br />

V stig<br />

Ekkert stig<br />

Skýringarmynd 1<br />

Eins og sést á skýringarmynd 1, þá er yfir 80% þjálfaranna sem hafa lokið stigi<br />

III eða meira. Langflestir hafa þó lokið stigi III eða 50%. Enn fremur sýnir<br />

skýringarmyndin að aðeins 1 hefur enga KSÍ menntun eða 5%.<br />

Þess ber að geta að nýlega er búið að breyta stigunum KSÍ, þ.e. úr<br />

bókstöfum í tölustafi, þannig er stig I gamla A-stigið og stig II gamla B stigið<br />

o.s.frv.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

96


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Reynsla þjálfara<br />

Við ákváðum að taka saman reynslu þjálfara eftir því hve lengi þeir hafa<br />

starfað í þjálfun þ.e. hve mörg ár. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi.<br />

Hve mörg ár í þjálfun?<br />

Fjöldi<br />

9<br />

8<br />

7<br />

6<br />

5<br />

4<br />

3<br />

2<br />

1<br />

0<br />

Skýringarmynd 2<br />

0 – 5 6 – 10 11 – 15 16 – 20<br />

Ár<br />

Á skýringarmynd 2 má sjá að 5 þjálfarar, eða 25%, hafa starfað við þjálfun í 11<br />

ár eða lengur og teljast þeir hafa góða reynslu í þjálfun. Flestir hafa þó starfað<br />

í 6-10 ár við þjálfun eða 8 talsins (40%). 7 þjálfarar eða 35% hafa starfað<br />

skemur en 5 ár.<br />

Fjöldi æfinga<br />

Við athugun á fjölda æfinga hjá flokkunum að meðaltali á viku kom ljós að öll<br />

félögin eru með æfingar 3–5 sinnum á viku. Þó er mismunandi eftir því hvort<br />

um er að ræða 4. eða 5. flokk. Algengara var að 4. flokkurinn æfði 4–5 sinnum<br />

á viku og 5. flokkurinn 3–4 sinnum. Einnig var fjöldi æfinga breytilegur eftir<br />

árstíðum þ.e. yfirleitt voru æfingarnar fleiri á sumrin.<br />

Æfingagjöld<br />

Þegar við athuguðum hvað það kostaði að æfa knattspyrnu á ári hjá 4. og 5.<br />

flokk karla kom í ljós að algengasta gjaldið var 24.000 kr. á ári eða 2000 krónur<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

97


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

á mánuði. Önnur tala sem var algeng var 26.000 kr. Hjá því félagi sem var<br />

dýrast að æfa hjá voru æfingagjöldin 32.000 kr. á ári og hjá því félagi sem<br />

bauð upp á lægstu æfingagjöldin voru þau 18.000 kr. á ári. Skýringarnar á<br />

þessum mikla mun milli félaga voru meðal annars mismunandi fjöldi æfinga.<br />

Þannig voru æfingar þrisvar sinnum í viku hjá því félagi sem kostaði 18.000<br />

kr. á ári, á móti 5 æfingum á viku hjá því liði sem kostaði 32.000 kr. á ári.<br />

Reglur<br />

Flest allir þjálfarar voru með einhvers konar reglur í gangi hjá sínum flokki og<br />

voru þær þá frekar fáar en mikilvægar. Nánast allir sem sögðust vera með<br />

ákveðnar reglur nefndu stundvísi og virtust allir leggja hvað mest upp úr því<br />

að iðkendurnir mættu á réttum tíma á æfingar. Næst algengastu svörin voru<br />

virðing fyrir þjálfaranum og að iðkendur ættu að hlýða honum í einu og öllu<br />

sem og góð hegðun á æfingum.<br />

9.4 Okkar mat á niðurstöðum<br />

Eftir þessa athugun voru það kannski niðurstöður tveggja atriða af fimm sem<br />

komu okkur hvað mest á óvart. Varðandi menntun þjálfara, þá kom það<br />

okkur mjög á óvart hve mörgum KSÍ stigum þjálfararnir hafa lokið en 80%<br />

hafa lokið stigi 3 eða meira sem hlýtur að teljast nokkuð gott miðað við<br />

þjálfara í 4. og 5. flokki karla. Þessu má eflaust þakka því að KSÍ hefur unnið<br />

gott starf í fræðslumálum sínum síðustu ár og hafa aldrei fleiri sótt<br />

námskeiðin og nú. Áður fyrr voru dæmi um að fella þurfti námskeið niður<br />

vegna lélegrar þátttöku, en í dag heyrir það sögunni til. Yfirleitt er fullbókað á<br />

námskeiðin og oftar en ekki eru haldin fleiri en eitt námskeið hverju sinni<br />

vegna mikillar þátttöku. Þá má eflaust einnig gera því skóna að krafan í dag<br />

um menntun þjálfara sé mun meiri en áður hjá íþróttafélögunum og er það<br />

mjög jákvæð þróun að okkar mati.<br />

Annað atriðið sem kom hvað mest á óvart var hversu mikla reynslu<br />

þjálfararnir hafa samkvæmt athuguninni. Við höfundarnir héldum að yfirleitt<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

98


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

væru þetta strákar á milli 20-25 ára og með litla reynslu sem þjálfuðu þessa<br />

flokka en reyndin er allt önnur. Þannig hafa 5 þjálfarar af 20 (eða 25%) starfað<br />

við þjálfun í 11–20 ár og 8 þjálfarana hafa starfað í 6–10 ár í þjálfun. Margir<br />

þjálfarar hafa því unnið lengi við þjálfun og mætti velta því fyrir sér hvort það<br />

séu launin sem gera það að verkum að menn endast í þessu starfi eða eitthvað<br />

annað s.s. óbilandi áhugi á íþróttinni? Þessar tölur hljóta samt sem áður að<br />

teljast gleðiefni og haldast alveg í hendur við þær tölur sem á undan komu<br />

um menntun þjálfaranna.<br />

Í niðurstöðum á þremur síðustu athugunum kom fátt á óvart.<br />

Meðalæfingafjöldinn var yfirleitt sá sami hjá liðunum eða frá 3-5 sinnum á<br />

viku og er það hæfilegt æfingaálag að okkar mati. Hvað varðar æfingagjöld,<br />

þá voru þau yfirleitt í kringum 24000 kr. en eftir að hafa reiknað meðaltalið<br />

hjá öllum liðunum var talan 24450 kr. Þetta þýðir að hver æfing kostar á milli<br />

120-150 kr. á hvern iðkanda og okkar mati eru það ekki háar tölur miðað alla<br />

þá þjónustu sem félögin veita. Flestir þjálfararnir voru með einhvers konar<br />

reglur og er það að okkar mati mjög jákvætt því við teljum það nauðsynlegt<br />

að börnum sé settur ákveðinn „rammi“ þannig að þau viti nákvæmlega hvað<br />

er æskilegt og hvað óæskilegt.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

99


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

10. Lokaorð<br />

Í þessari ritgerð höfuð við fjallað um knattspyrnuþjálfun barna og unglinga<br />

og útbúið æfingasafn fyrir knattspyrnuþjálfara barna og unglinga auk þess<br />

sem við gerðum litla athugun meðal þjálfara á höfuðborgarsvæðinu.<br />

Það hjálpaði okkur mikið við gerð ritgerðarinnar að við störfum báðir sem<br />

knattspyrnuþjálfarar hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti í Reykjavík og höfum<br />

reynslu af knattspyrnuþjálfun, en við höfum haft atvinnu af þjálfun í þó<br />

nokkur ár. Auk þess erum við leikmenn í meistaraflokki Þróttar og höfum æft<br />

knattspyrnu sjálfir frá blautu barnsbeini og þekkjum því íþróttina vel af eigin<br />

raun. Þá höfum við sótt þjálfaranámskeið á vegum KSÍ sem hefur nýst okkur<br />

vel sem og nám okkar við Kennaraháskóla Íslands síðustu þrjú árin. Það er til<br />

fjöldinn allur af góðum bókum og ritum um knattspyrnu sem við höfum lesið<br />

og aflað okkur fróðleiks í og haft til hliðsjónar í þessari ritgerð.<br />

Þjálfarar gegna í raun lykilhlutverki í starfsemi íþróttafélaga og á herðum<br />

þeirra hvílir mikil ábyrgð. Sú ábyrgð er sú skylda sem þjálfarastarfið felur í<br />

sér að miðla þekkingu til iðkenda sem sækja til íþróttafélaga og gefa þeim<br />

tækifæri til að stunda sína íþrótt og afla sér aukinnar færni og nánari<br />

þekkingar á henni. Í þjálfun barna og unglinga er helsta markmiðið að efla<br />

alhliða þroska, jafnt líkamlegan, andlegan sem félagslegan. Þannig er<br />

mikilvægt að þjálfarar haldi góðu sambandi við foreldra og að iðkendur fái<br />

verkefni við hæfi í þjálfuninni auk aðstoðar. Einnig er mikilvægt að hvetja<br />

iðkendur til áframhaldandi iðkunar og að þeir tileinki sér hollar og<br />

heilbrigðar lífsvenjur og þar er þjálfarinn ein helsta fyrirmynd þeirra.<br />

Mikilvægt er að þjálfarar séu næmir á þarfir iðkenda sinna og komi til móts<br />

við þarfir hvers og eins í þjálfun sinni, jafnt getulega, líkamlega, andlega sem<br />

og félagslega og séu fagmenn á því sviði með því að afla sér þekkingar og geti<br />

því skipulagt þjálfun sína með tilliti til þess.<br />

Þannig felst mikil ábyrgð í þjálfarastarfinu og er því mikilvægt að<br />

stjórnarmenn íþróttafélaga og þjálfarar geri sér grein fyrir því hlutverki sem<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

100


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

þjálfarastarfið felur í sér, bæði hvað varðar uppeldi, félagsmótun og þjálfun í<br />

íþróttinni sjálfri.<br />

Að mörgu er að hyggja en með góðum undirbúningi og skipulagi verður<br />

þjálfunin mun auðveldari og markvissari. Því ættum við þjálfarar ávallt að<br />

leitast við að gera okkar besta í þeim efnum því annað er hrein óvirðing við<br />

iðkendur sem koma á æfingar af sjálfsdáðum í leit að þekkingu og góðum<br />

félagsskap. Grundvallaratriði er að öllum líði vel á æfingum og fái að þroska<br />

sína hæfileika með æfingum við hæfi miðað við getu og þroska. Það er því<br />

hlutverk okkar þjálfara að hlúa eins vel og við getum að iðkendunum og það<br />

strax á barns- og unglingsaldri, því þar leggjum við grunninn að framtíðinni.<br />

Hlutverk okkar þjálfara er að stuðla að því að vel takist til á þessum árum og<br />

að iðkendurnir upplifi íþróttaiðkun á jákvæðan hátt sem leiðir til<br />

áframhaldandi íþróttaiðkunar um ókomna framtíð.<br />

Lykillinn að því að verða góður þjálfari er að sýna iðkendum virðingu,<br />

tillitsemi, viðurkenningu, vingjarnleika og öryggi. Þessi atriði eru upphafið að<br />

kunnáttu og árangri.<br />

Það er von okkar að þessi lokaritgerð geti komið öðrum þjálfurum að góðu<br />

gagni og opni augu þeirra á mikilvægi þess að hlúa vel að iðkendum á barnsog<br />

unglingsaldri en það stuðlar að áframhaldandi íþróttaiðkun.<br />

______________________________<br />

Eysteinn Pétur Lárusson<br />

______________________________<br />

Ingvi Sveinsson<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

101


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

11. Heimildaskrá<br />

Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson. 1984. Leikfræði I. Tækninefnd KSÍ,<br />

Reykjavík.<br />

Anton Bjarnason og Guðmundur Ólafsson. 1984. Leikfræði II. Tækninefnd KSÍ,<br />

Reykjavík.<br />

Brunes, Anders O., Dieserud, Elbjorg J. og Elvestad, John. 2000. Þjálfun heilsa<br />

og vellíðan. Kennslubók í líkamsrækt. Anna Dóra Antonsdóttir íslenskaði.<br />

Iðnú, Reykjavík.<br />

Enoksen, Eystein og Gjerset, Asbjörn. Fræðslurit nr. 1. Undirbúningur undir<br />

þjálfun og keppni. Karl Guðmundsson íslenskaði. Fræðslunefnd ÍSÍ,<br />

Reykjavík.<br />

Gjerset, Asbjörn., Haugen, Kjell og Holmstad, Per. Þjálffræði. Anna Dóra<br />

Antonsdóttir íslenskaði. ÍSÍ og Iðnú, Reykjavík.<br />

Ingvar Sigurgeirsson. 1999. Litróf kennsluaðferðanna. Æskan, Reykjavík.<br />

Íþróttanámskrá Íþróttabandalags Reykjavíkur. 1998. Íþróttabandalag Reykjavíkur,<br />

Reykjavík.<br />

Janus Guðlaugsson, Kennslu- og æfingaskrá fyrir barna og unglingaþjálfun í<br />

knattspyrnu, Reykjavík.: Knattspyrnusamband Íslands, 1995.<br />

Janus Guðlaugsson. 1990. Lærðu knattspyrnu. Iðnú, Reykjavík.<br />

Lineker, Gary. 1994. Knattspyrna. Fyrstu sporin. Sigurður Svavarsson<br />

íslenskaði. Mál og menning, Reykjavík.<br />

Wright, Per. Fræðslurit nr. 9. Skipulag og stjórn þjálfunar. Karl Guðmundsson<br />

íslenskaði. Fræðslunefnd ÍSÍ, Reykjavík.<br />

Vefslóðir:<br />

Doktor.is. 2003, 7. apríl. „Hlaupapróf Coopers.“ Vefslóð:<br />

http://www.netdoktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=1261&flokkur=26<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2003, 10 apríl. „Sparkvellir.“ Vefslóð:<br />

http://www.ksi.is/ksi/spark/spark.html<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

102


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Knattspyrnusamband Íslands. 2003, 11. apríl. „Leyfiskerfi KSÍ.“ Vefslóð:<br />

http://www.ksi.is/ksi/leyfisvefur/forsida.htm<br />

Viðtöl og fyrirlestrar:<br />

Bjarni Stefán Konráðsson. 2003. „Skipulag þjálfunar.“ Fyrirlestur fluttur á<br />

fundi fagráðs Knattspyrnufélagsins Þróttar. Reykjavík 8. apríl.<br />

Stefán Hreiðarsson. 2003. Viðtal höfunda við Stefán Hreiðarsson um<br />

knattspyrnuþjálfara barna- og unglinga og hverjir veljast í þau störf, 2.<br />

apríl.<br />

Þorlákur Árnason. 2002. „Hlutverk þjálfarans.“ Fyrirlestur fluttur á<br />

knattspyrnuþjálfaranámskeiði II á vegum Knattspyrnusambands Íslands.<br />

Reykjavík 9. nóvember.<br />

Þorlákur Árnason. 2002. „Þjálffræði.“ Fyrirlestur fluttur á<br />

knattspyrnuþjálfaranámskeiði I á vegum Knattspyrnusambands Íslands.<br />

Reykjavík 26. október.<br />

Aðrar heimildir sem stust var við en ekki vísað í:<br />

Munnlegar heimildir frá Antoni Bjarnasyni.<br />

Æfingaseðlar og fleira hjá Knattspyrnufélaginu Þrótti.<br />

Glósur úr æfingaferð höfunda til Bröndby þar sem fylgst var með þjálfun.<br />

Myndir:<br />

Allar skýringarmyndirnar sem eru í ritgerðinni eru fengnar úr „Kennslu- og<br />

æfingaskrá fyrir barna og unglingaþjálfun í knattspyrnu“ sem gefin er út 1995<br />

og er höfundur hennar Janus Guðlaugsson. Eru þær birtar með leyfi<br />

höfundar.<br />

Æfinga- og tímaseðlar:<br />

Allir æfinga- og tímaseðlarnir sem eru í ritgerðinni eru unnir í forritinu Home<br />

ground (Hjemmebanen) sem danska Knattspyrnusambandið gefur út.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

103


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Fylgiskjal 1<br />

Bréf til þjálfara<br />

Komið þið sælir félagar<br />

Við könnumst nú við flesta ykkar og höfum eflaust att kappi oftar en<br />

einu sinni. Þannig er mál með vexti að við erum að vinna að gerð<br />

lokaverkefnis okkar við KHÍ, en þaðan stefnum við á að útskrifast í vor.<br />

Lokaverkefnið okkar snýr að þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu og<br />

vantar okkur smá upplýsingar frá ykkur varðandi flokkana ykkar og ykkur<br />

sjálfa. Þetta eru kannski ekki miklar upplýsingar en það myndi hjálpa okkur<br />

mikið ef þið gætuð tekið smá tíma í að svara þessum spurningum fyrir okkur<br />

samviskusamlega og sent okkur til baka. Þessar upplýsingar verða<br />

trúnaðarmál og ekki verður hægt að bendla þær við þig né þitt félag. Við<br />

vonumst til þess að þið takið þessu ekki illa og ef einhverjar spurningar vakna<br />

hjá ykkur þá skulið þið endilega hafa samband við okkur.<br />

Með von um jákvæð og skjót viðbrögð.<br />

Kveðja,<br />

Ingvi Sveinsson (869-8228) og Eysteinn Pétur Lárusson (861-9811)<br />

- - - - - - -<br />

Þetta bréf er sent á alla aðalþjálfara í 4.fl. og 5.fl. karla í knattspyrnu sem þjálfa hjá liðum á<br />

höfuðborgarsvæðinu.<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

104


Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

Fylgiskjal 2<br />

Spurningarlistinn<br />

Nafn:<br />

Félag:<br />

Flokkur (sem þú þjálfar):<br />

Menntun (KSÍ stig):<br />

Reynsla (Þjálfað áður? Hvar? Hvenær? Hve lengi? ofl.):<br />

Æfingagjöld hjá félaginu (Hvað kostar að stunda æfingar hjá þínu félagi á<br />

ári?):<br />

Æfingafjöldi (Hvað æfið þið oft á viku að meðaltali?):<br />

Reglur (Ert þú með fastmótaðar reglur í flokknum þínum sem leikmenn eiga<br />

að fara eftir?):<br />

Takk kærlega fyrir aðstoðina<br />

Kveðja<br />

Ingvi Sveinsson<br />

og<br />

Eysteinn Pétur Lárusson<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

105

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!