19.09.2015 Views

Efnisyfirlit

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

Meginmál - Knattspyrnusamband Íslands

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu.<br />

æfingin gengur mun betur fyrir sig fyrir vikið. Þess vegna er undirbúningur<br />

hverrar æfingastundar mjög mikilvægur jafnframt því að þjálfarinn afli sér<br />

nauðsynlegra upplýsinga um hópinn sem hann á að fara að þjálfa. Það fyrsta<br />

sem hann þarf að hafa í huga er hverja hann er að fara þjálfa, hafa<br />

upplýsingar um aldur iðkendanna, kyn þeirra og fjölda sem allt auðveldar<br />

skipulagninguna. Því næst verður hann að taka tillit til þeirrar aðstæðna sem<br />

hann hefur þ.e. hve marga bolta, vesti og keilur hefur hann sem og stærð og<br />

gerð æfingasvæðisins sem þjálfunin fer fram á. Þá ætti þjálfarinn að spyrja sig<br />

að því hverju hann ætlar að ná fram með þessari einu æfingu sem hann<br />

undirbýr og hvað hann ætlar að þjálfa nákvæmlega. Þá þarf hann að sjá til<br />

þess að takmarkið með hverri æfingastund leiði eðlilega í átt að<br />

lokamarkmiðinu og sé liður í heildarmarkmiðinu (skipulag til lengri tíma). 20<br />

Nauðsynlegt er að gera tímaseðil fyrir hverja æfingastund (eins og áður<br />

segir) þar sem fram koma helstu áherslurnar í þjálfuninni, lýsing á því sem<br />

fram á að fara ásamt fleiri hagnýtum atriðum. Mismunandi útgáfur eru til af<br />

tímaseðlum og er ekki beint hægt að segja að einn tímaseðill sé betri en annar.<br />

Þannig velur hver og einn þjálfari sitt form eða sinn tímaseðill og gerir hann<br />

eins og honum þykir best og breytir og aðlagar hann að sínum þörfum eftir<br />

því sem þurfa þykir. Æfingastundin miðast þó ekki einungis við einn tíma,<br />

heldur er mikilvægt að taka tillit til tímans á undan og á eftir. Hverri<br />

æfingastund er yfirleitt skipt niður í þrjá meginþætti og er mjög mismunandi<br />

eftir aðstæðum og viðfangsefni hve miklum tíma er varið í hvern þátt. Þessir<br />

þrír þættir eru:<br />

1. Upphitun<br />

2. Aðalhluti<br />

3. Niðurlag<br />

Hæfileg lengd æfingatíma hjá börnum frá 6-10 ára er u.þ.b. 60 mínútur þar<br />

sem þau geta ekki einbeitt sér mjög lengi. Fyrir iðkendur á aldrinum 10-12 ára<br />

20 Wright 1990:6<br />

Eysteinn Pétur Lárusson og Ingvi Sveinsson<br />

19

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!